yfirlit yfir veiÐar og afla fiskveiÐiÁriÐ 2019/2020

17
YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Upload: others

Post on 28-Oct-2021

12 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA

FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Page 2: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Yfirlit yfir afla, kvóta og hinar ýmsu tegundir veiða á fiskveiðiárinu 2019/2020. Á vef Fiskistofu eru tengingar í margvíslegar gagnvirkar vefsíður sem gefa frekari upplýsingar um efni þessa heftis. Á sama stað er einnig hægt að nálgast töflur og ýmislegt talnaefni sem liggur þeim að baki í Excel-skjali.

Page 3: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

I. Heildarafli íslenskra skipa síðastliðin fimm fiskveiðiár

Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2019/2020 var tæplega 1.011 þúsund tonn og minnkaði frá

fyrra ári um 7,3%. Botnfiskaflinn nam 483 þúsund tonnum og dróst saman um 30 þúsund

tonn. Þorskaflinn jókst um 3 þúsund tonn en ýsuaflinn dróst saman um 11 þúsund tonn,

þá dróst afli saman í ufsa um 17 þúsund tonn og rúmlega 3 þúsund tonn í gullkarfa. Afli í

Barentshafsþorski var sambærilegur á milli ára sem og annar bolfiskur.

Page 4: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Uppsjávarafli íslenska flotans dróst saman um 48 þúsund tonn á milli fiskveiðiára.

Fiskveiðiárið þar á undan dróst aflinn mikið saman vegna loðnubrestsins. Kolmunnaaflinn

dróst saman um rúmlega 25 þúsund tonn. Afli í íslenskri síld dróst saman um 8 þúsund

tonn á milli fiskveiðiára, fór úr 41 þúsund tonnum í tæplega 33 þúsund tonn, en afli í norsk-

íslenskri síld jókst úr 89 þúsund tonnum í rúmlega 109 þúsund tonn.

Rétt er að minna á að stjórn margra uppsjávartegunda miðast við almanaksárið en ekki

fiskveiðiárið sem er til umfjöllunar hér.

Page 5: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Humarveiðar drógust enn meira saman á milli ára en engin aflaheimild var útgefin fyrir

2018/2019, aðeins mátti veiða af aflaheimildum sem voru eftir af fyrra fiskveiðiári.

Fiskveiðiárið 2019/2020 var heldur ekki gefin út nein aflaheimild í humri. Skelfisk- og

krabbadýraafli dróst aftur saman á milli fiskveiðiára.

Afli íslenskra skipa fiskveiðiárin 2014/2015 til 2019/2020Afli upp úr sjó (tonn)Fisktegund 2014/2015 2015/2016 2016/2017 2017/2018 2018/2019 2019/2020

Þorskur 229.754 257.929 242.735 274.064 269.296 272.283

Barentshafsþorskur 7.614 6.165 6.509 4.926 6.582 6.220

Ýsa 37.853 40.491 35.462 43.514 59.438 48.408

Ufsi 52.280 49.554 45.298 59.034 70.553 53.352

Gullkarfi 48.093 54.779 48.265 51.789 44.533 41.136

Djúpkarfi 9.042 9.611 8.559 10.552 8.672 10.642

Steinbítur 7.855 8.952 7.538 9.527 9.332 7.150

Úthafskarfi 2.128 2.830 2.002 1.138 236

Grálúða 11.852 13.402 12.146 14.867 12.651 12.366

Skarkoli 6.242 7.614 6.376 8.211 7.096 7.179

Annar flatfiskur 4.128 3.927 3.338 3.528 3.191 2.806

Annar bolfiskur 37.236 32.154 22.664 23.906 21.888 21.931

Samtals bolfiskur 454.077 487.408 440.892 505.056 513.468 483.473

Síld 93.991 69.843 61.161 36.005 40.968 32.536

Norsk-íslensk síld 62.532 37.851 53.798 81.115 88.963 109.420

Loðna 353.713 101.089 196.832 186.333

Kolmunni 201.638 189.345 207.907 297.302 270.870 225.644

Makríll 165.379 148.268 150.308 152.799 166.360 151.994

Annar uppsjávarfiskur 38 639 262 21 213 657

Samtals uppsjávarfiskur 877.291 547.035 670.268 753.575 567.374 520.251

Humar / Leturhumar 1.425 1.536 1.186 820 300 195

Rækja 6.370 6.950 4.431 4.479 3.212 2.780

Annar skel- og krabbaafli 2.081 4.312 3.941 6.998 6.148 4.077

Samtals skel og krabbar 9.876 12.798 9.558 12.297 9.660 7.052

Heildarafli 1.341.244 1.047.241 1.120.718 1.270.928 1.090.502 1.010.776

Page 6: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

II. Aflamarks- og krókaaflamarkskerfið

Aflaheimildir og afli

Afli til aflamarks í þorski fiskveiðiárið 2019/2020 var rúmlega 214 þúsund tonn. Við bætist

slægður afli utan aflamarks: strandveiðiafli í þorski upp á rúm 9.033 tonn, afli í línuívilnun

tæp 1.212 tonn, VS-afli 907 tonn og undirmálsafli utan aflamarks sem var 809 tonn auk

rannsóknarafla. Árið 2019 veiddu erlend skip rúmlega 2.340 tonn af þorski í landhelginni

á grundvelli samninga þar um. Heildarafli af óslægðum þorski í íslenskri lögsögu var

tæplega 270 þúsund tonn.

Afli til aflamarks í ýsu á fiskveiðiárinu nam rúmlega 39 þúsund tonnum uppúr sjó. Við

bætist afli utan aflamarks: afli í línuívilnun var 587 tonn, VS-afli nam 486 tonnum og

undirmálsafli utan aflamarks var 141 tonn. Ýsuafli erlendra skipa árið 2019 var um 970

tonn. Heildaraflinn í óslægðri ýsu innan landhelgi endaði í tæplega 48 þúsund tonnum. Afli

íslenskra skipa úr öðrum ýsustofnum, meðal annars í Barentshafi nam 516 tonnum.

Flutningur hlutdeilda og aflamarks

Eins og meðfylgjandi tafla sýnir jókst flutningur aflahlutdeilda á nýliðnu fiskveiðiári aðeins

í öllum helstu tegundum botnfisks. Taflan sýnir veltuna í prósentum af heildarhlutdeildum.

Page 7: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Flutningur aflahlutdeilda á milli fiskiskipa 2015/16-2019/20Taflan sýnir veltuna í prósentum af heildarhlutdeildumFisktegund 2015/2016 2016/2017 2017/2018 2018/2019 2019/2020

Þorskur 11,54 26,82 23,16 16,31 21,62

Ýsa 12,96 24,55 20,9 24,88 27,72

Ufsi 12,21 25,19 22,27 17,46 23,45

Karfi/gullkarfi 5,75 26,43 25,88 26,61 36,02

Langa 12,53 13,55 26,35 19,01 29,21

Blálanga 9,36 4,13 19,93 10,52 24,32

Keila 13,75 6,77 23,75 14,5 27,15

Steinbítur 18,67 15,62 37,47 26,84 26,96

Úthafskarfi utan 9 32,18 36,97 19,05 5,37

Hlýri 14,58 20,35

Skötuselur 10,23 8,39 13,09 19,51 20,33

Gulllax 0,52 26,62 46,77 22,89 43,16

Grálúða 4,51 40,03 23,22 54,02 40,88

Skarkoli 8,34 12,58 17,14 41,02 27,74

Þykkvalúra 9,64 15,48 17,22 26,42 30,73

Langlúra 21,25 16,04 11,5 6,93 27,83

Sandkoli 14,81 14,83 14,02 9,02 24,15

Skrápflúra 20,39 7 12,01 15,13 24,62

Síld 31,53 25,51 8,88

Loðna 41,82 5,31 4,8 34,95 55,93

Kolmunni 1,84 19,22 36,25 23,43

Makríll 34,1 19,19

Norsk-íslensk síld 12,18 4,29 48,42 13,22

Humar 12,37 5,89 0 30,61

Úthafsrækja 25,63 33,96 12,47 31,89 25,56

Flæmingjarækja 6,71 36,59

Þorskur - NL 6,94 38,12 27,6 9,42 20,94

Þorskur - RU 6,94 44,16 32,35 9,42 16,86

Arnarfjarðarrækja 25 75 8,33

Húnaflóarækja 11,99 4,38 4,38 6,25

Rækja í Djúpi 15,84 13,72 27,5 30,59 3,91

Skagafjarðarrækja 25 12,5 31,25 18,75

Öxarfjarðarrækja 50

Rækja í Skjálfanda 33,33

Rækja í Breiðafirði 100 100

Rækja við Snæfellsnes 29,68 35,57 15,51 36,55 23,94

Litli karfi 0,01 6,2 45,88 62,62 42,66

Arnarfjarðarskel 20 80 10

Breiðafjarðarskel 4,29 74,72 24,84 4,29

Húnaflóaskel 50

Skel í Hvalfirði 100

Eldeyjarrækja 15,38 7,69 23,08 23,08

Úthafskarfi innan

Djúpkarfi 3,76 39,59 36,73 50,64 28,64

Page 8: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Taflan hér að neðan sýnir flutning aflamarks milli skipa þrjú undanfarin fiskveiðiár með

sundurliðun fyrir 2019/2020. Í henni kemur fram 25% aukning á flutningi í þorski en

flutningur í ýsu minnkaði um tæplega 26% á milli ára.

Ár hvert er 5,3% leyfilegs heildarafla haldið eftir og ekki úthlutað á grundvelli hlutdeilda og

er það notað til að mæta sérstökum úthlutunum og strandveiðum. Þessi 5,3% aflamarks,

í hinum ýmsu tegundum, er boðið á svokölluðum tilboðsmarkaði. Í töflunni má sjá dálk þar

sem umfang þessara skipta kemur fram. Markmiðið með skiptunum er að fá inn aflamark

í þorski, ýsu, ufsa og steinbít til sérstakra úthlutana.

Fisktegund

Milli skipa í

eigu sama

aðila

2019/2020

Milli skipa í

eigu

óskyldra

2019/2020

Skipti-

markaður

2019/2020

Flutningur

samtals

2019/2020

Flutningur

samtals

2018/2019

Flutningur

samtals

2017/2018

Þorskur 45.233 70.603 -4.732 111.104 88.841 104.560

Ýsa 12.484 14.618 0 27.102 36.830 29.281

Ufsi 30.435 22.231 420 53.085 49.502 45.013

Karfi/gullkarfi 16.076 7.183 822 24.081 21.909 29.617

Djúpkarfi 6.902 3.878 662 11.443 15.855 14.966

Langa 1.710 2.051 0 3.762 3.567 5.300

Blálanga 235 201 20 456 670 933

Keila 1.080 1.110 0 2.190 1.956 2.070

Steinbítur 2.991 5.001 0 7.992 9.406 9.139

Hlýri 219 186 18 423 478 0

Skötuselur 220 231 20 470 747 886

Gulllax 2.066 2.325 484 4.875 6.415 7.061

Grálúða 6.811 5.933 587 13.331 15.889 17.103

Skarkoli 2.952 4.151 341 7.443 8.045 7.852

Þykkvalúra 703 692 65 1.460 1.817 1.371

Langlúra 539 666 52 1.256 1.304 1.005

Sandkoli 263 195 19 477 455 404

Skrápflúra 10 2 1 13 0 1

Síld 5.680 5.888 1.832 13.400 22.458 20.361

Loðna 0 0 0 0 42.109

Kolmunni 46.739 37.251 12.990 96.980 114.577 123.471

Makríll 29.748 26.346 8.063 64.157 87.700 0

Norsk-íslensk síld 11.697 8.776 4.836 25.309 43.463 19.596

Humar 18 13 3 35 237 339

Úthafsrækja 1.241 404 248 1.893 4.175 3.613

Arnarfjarðarrækja 54 10 64 41 18

Rækja í Djúpi 200 84 30 314 375 270

Rækja við Snæfellsnes 81 205 26 312 183 484

Litli karfi 409 277 37 723 536 364

Úthafskarfi innan 3 0 0 3 1.392 1.108

Page 9: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

A. Frístundaveiðar

Á fiskveiðiárinu 2009/2010 var lögfest heimild til frístundaveiða og eru þær háðar sérstöku

leyfi Fiskistofu. Slík leyfi eru ætluð fyrir aðila í ferðaþjónustu og skiptast í tvo flokka. Annars

vegar er um að ræða frístundaveiðar án aflaheimilda og hins vegar frístundaveiðar með

aflamarki. Frístundaveiðar er eingöngu heimilt að stunda með sjóstöng og handfærum án

sjálfvirkni búnaðar.

Sé leyfi veitt til frístundaveiða án aflaheimilda tekur fjöldi fiska og handfæra/sjóstanga mið

af fjölda farþega sem bátur tekur, án þess að aflinn reiknist til aflamarks. Aflann má þá

ekki selja eða fénýta á annan hátt. Á fiskveiðiárinu 2019/2020 voru 9 bátar með slíkt leyfi.

Til þess að fá slíkt leyfi þarf viðkomandi útgerð að hafa ferðaskipuleggjandaleyfi frá

Ferðamálastofu.

Hægt er að sækja um og fá gegn greiðslu sérstakan kvóta í þorski, ufsa og steinbít fyrir

báta með leyfi til frístundaveiða með aflamarki. Jafnframt geta útgerðir báta ákveðið að

nýta eigið aflamark til veiðanna. Í þessum flokki voru 36 bátar sem lönduðu alls 158

tonnum á fiskveiðiárinu. Lang mest var af þorski eða 143 tonn (90%) og 6 tonn af steinbít.

Þetta er talsvert minni afli en á síðasta ári.

Áður var mestum frístundaafla landað í Bolungarvík en síðastliðin ár hafa fengsælustu

frístundabátarnir verið gerðir út frá Súðavík en þar var landað 72 tonnum á liðnu

fiskveiðiári.

Page 10: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

Nokkuð er um að opinber sjóstangveiðimót séu haldin hérlendis. Á síðasta fiskveiðiári voru þau 12 talsins. Samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu var heildaraflinn tæp 127 tonn.

Ýmsar takmarkanir eru á slíku mótshaldi og þurfa félög sem hyggja á sjóstangveiðimót að sækja um það til Fiskistofu sem auglýsir eftir umsóknum einu sinni á ári.

Frístundaafli eftir höfnumóslægt (kg)

Hafnarheiti 14/15 15/16 16/17 17/18 18/19 19/20 Samtals

Flateyri 51.482 91.530 89.385 79.530 60.222 37.142 409.291

Suðureyri 21.749 41.587 50.515 42.480 61.522 20.491 238.344

Bolungarvík 71.108 96.658 94.059 76.537 73.480 28.796 440.638

Súðavík 55.204 120.986 110.327 94.162 150.866 71.732 603.277

Aðrir staðir 34.285 52.632 63.349 10.537 0 0 160.803

Samtals 233.828 403.393 407.635 303.246 346.090 158.161 1.852.353

Page 11: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

B. Grásleppuveiðar

Áður var landinu skipt upp í sjö veiðisvæði við grásleppuveiðar en á fiskveiðiárinu

2019/2020 var því breytt og landið varð eitt veiðisvæði. Mikið var veitt í upphafi vertíðar

og stöðvaði ráðherra veiðar á grásleppu frá og með 3. maí 2020. Þá höfðu veiðar ekki enn

hafist í innanverðum Breiðafirði og fengu bátar með grásleppuréttindi þar leyfi til að veiða

í 15 daga að hámarki 15 tonnum. Grásleppuréttindi hafa þeir bátar sem höfðu slík réttindi

1997 eða leiða slík réttindi af bátum sem höfðu þau það ár.

Útgefin grásleppuleyfi fiskveiðiárið 2019/2020 voru 213 en þeim fækkaði talsvert frá árinu

á undan, en þá voru þau 250. Líklega má útskýra fækkunina einhverjir höfðu ekki byrjað

þegar bannið var sett á.

Núorðið er grásleppunni að mestu landað óslægðri. Eins og meðfylgjandi stólparit sýna

veiddust 5.305 tonn af grásleppu árið 2020 í grásleppunet, en það er talsverð aukning frá

síðastliðnum tveimur vertíðum.

Upplýsingasíða um grásleppuveiðar má finna á:

fiskistofa.is/fiskveidistjorn/stjornfiskveida/grasleppa/

Fjöldi grásleppuleyfa eftir svæðum frá 2011

Svæði 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020Innan lögsögu 174Svæði A 69 52 41 26 37 21 26 24 27Svæði B 96 73 51 43 59 38 61 48 56 39Svæði C 27 20 17 14 16 9 8 7 15Svæði D 38 45 34 28 47 41 32 31 34Svæði E 97 110 106 88 123 93 92 74 78Svæði F 31 31 26 22 31 35 32 32 30Svæði G 11 8 11 4 10 6 8 6 10Alls 369 339 286 225 323 243 259 222 250 213

Page 12: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

C. Makrílafli

Makríll hefur á fáum árum orðið ein verðmætasta fisktegundin fyrir íslenskan sjávarútveg.

Á tiltölulega skömmum tíma fór ársafli íslenskra skipa úr 3.996 tonna meðafla á síldveiðum

fyrir austan land í rúm 150 þúsund tonn.

Heildarafli íslenskra skipa á það sem af er þessu ári er rúmlega 151 þúsund tonn og er

það rúmlega 18% meiri veiði en árið 2019. Mestur var hann rúmlega 170 þúsund tonn árið

2016.

Íslensk skip hafa landað tæplega 45 þúsund tonnum af makríl úr íslenskri lögsögu það

sem af er ári 2020, eða 30% aflans. Tæplega 106 þúsund tonn fengust úr alþjóðlegri

lögsögu og aðeins 970 tonn úr færeyskri lögsögu. Þá hafa íslensk skip ekki veitt neitt úr

grænlenskri lögsögu.

Aflinn á makríl á handfæri hefur verulega dregast saman en hann var 8.540 tonn á

vertíðinni 2016 en á yfirstandandi vertíð hafa verið veidd 8 tonn.

Makrílafli eftir veiðisvæðum 2012-2020Afli í tonnum

Veiðisvæði 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020Austur Grænland 1.520 11.503 12.683 0 6.795 2.414 3.140 0 0Færeyjar 2.027 1.940 74 1.549 1.433 706 191 617 972Innan landhelgi 148.866 140.418 155.160 147.223 151.145 104.414 61.468 65.697 44.868Norsk lögsaga 0 0 0 0 0 0 0 0 0Utan landhelgi 0 22 3.314 19.507 11.170 58.089 70.804 61.770 105.681Alls 152.413 153.883 171.230 168.279 170.541 165.622 135.603 128.085 151.521

Page 13: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

D. Veiðar á ókvótabundnum tegundum

Fjölmargar fisktegundir og önnur sjávardýr sem ekki eru bundin aflamarki eru nýttar hér

við land ár hvert. Í sumar tegundir er sótt beint en aðrar tegundir koma sem meðafli.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá að veiðar grásleppu jukust talsvert aftur, eða um 5%, og

var mest veidda ókvótabundna tegundin 2019/2020. Veiðar á sæbjúgum drógust aftur

saman eftir mikla aukningu síðustu tvö fiskveiðiár. Veiðar á grásleppu og sæbjúgum,

ásamt nokkrum öðrum tegundum, eru bundin sérstökum leyfum sem eru gefin út af

Fiskistofu.

Af öðrum tegundum má nefna að afli í spærlingi jókst aftur á síðsta fiskveiðiári en aflinn

fór frá því að vera 212 tonn 18/19 í að vera 647 tonn 19/20.

Undanfarin ár hefur verið óheimilt að stunda veiðar á lúðu og að fénýta lúðuafla. Eðlilega

varð í kjölfar bannsins umtalsverður samdráttur í lúðuaflanum. Á fiskveiðiárinu 2014/15

Afli fiskveiðiárin 2014/2015 til 2019/2020 í helstu ókvótabundnu tegundunumAfli upp úr sjó (tonn)

Fisktegund 14/15 15/16 16/17 17/18 18/19 19/20

Grásleppa 5.948 5.416 4.569 4.518 5.035 5.305

Sæbjúga 1.200 2.908 2.743 5.418 4.624 3.014

Tindaskata 1.647 1.399 1.007 552 798 874

Spærlingur 34 639 262 21 212 647

Lýsa 877 690 643 844 780 607

Ígulker 264 293 313 376 412 357

Stórkjafta / Öfugkjafta 429 498 467 387 341 289

Skata 147 170 139 144 182 174

Lúða 72 141 120 159 135 157

Kræklingur / Bláskel 47 110 80 60 57 86

Stinglax 295 382 334 222 87 84

Snarphali 28 22 41 22 25 43

Blágóma 21 30 40 61 20 36

Rauðmagi 46 55 25 20 22 27

Smokkfiskur 136 21 0 7 12 18

Stóra brosma 29 17 20 11 14 17

Litla brosma 2 3 1 2 5 16

Náskata 12 17 7 16 27 16

Hákarl 24 29 18 12 16 16

Slétti langhali 95 71 45 30 16 10

Page 14: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

var heildaraflinn til að mynda 72 tonn en á árum áður fór hann venjulega vel yfir 500 tonn.

Á síðasta fiskveiðiári voru veidd 157 tonn af lúðu.

Á fiskveiðiárinu 2018/2019 var afli í ókvótabundnum tegundum alls 12.864 tonn en

fiskveiðiárið 2019/2020 dróst hann saman í 11.841 tonn. Afli á síðasta fiskveiðiári í

ókvótabundnum tegundum nam 1,16% af heildarafla íslenskra veiðiskipa.

E. Rækjuveiðar

Nokkuð hefur verið um breytingar í stjórn úthafsrækjuveiða undanfarin ár. Frá og með

fiskveiðiárinu 2010/2011 var úthafsrækjan ekki lengur háð aflamarki og veiðar gefnar

frjálsar. Sókn í úthafsrækjustofninn var þá stýrt á grundvelli ráðlegginga

Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla. Aflamarki í úthafsrækju var að nýju

úthlutað frá og með fiskveiðiárinu 2014/2015 og var henni þá skipt í úthafsrækju og

Snæfellsnessrækju eftir veiðisvæðum.

Umtalsverður samdráttur varð í rækjuafla úr öllum rækjustofnum hér við land á fiskveiði-

árinu 2016/2017 og fullyrða má að rækjuafli íslenskra skipa hafi dregist saman jafnt og

þétt síðastliðin fiskveiðiár. Fiskveiðiárið 2019/2020 var afli í rækju einungis 2.782 tonn.

Afli í rækju fiskveiðiárin 2014/2015 til 2019/2020Afli (tonn)

Tegund 14/15 15/16 16/17 17/18 18/19 19/20

Úthafsrækja 4.530 4.676 3.069 3.521 2.490 1.706

Rækja í Djúpi 801 767 503 343 473 586

Rækja Snæfellsnes 498 920 666 613 109 300

Arnarfjarðarrækja 366 258 130 1 140 190

Dohrnbankarækja

Eldeyjarrækja 175 186 64

Rækja í Kolluál

Rækja í Skjálfanda 143 1

Alls 6.370 6.950 4.432 4.478 3.213 2.782

Page 15: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

F. Strandveiðar

Sumarið 2020 var tólfta sumarið sem strandveiðar eru heimilaðar. Fyrirkomulaginu

sumarið 2018 var breytt á þann veg að heimilt var að veiða 10.200 tonn af óslægðum

kvótabundnum botnfiski yfir allt landið og hver strandveiðibátur fékk 12 veiðiferðir í

mánuði. Auk 10.200 tonna mátti veiða 700 tonn af óslægðum ufsa og landa honum til VS-

sjóðs. Þá fengu útgerðirnar 80% af sölunni og VS-sjóðurinn 20%.

Sumarið 2020 var fyrirkomulaginu breytt þannig að heimilt var að veiða 10.720 tonn af

óslægðum þorski, 1.000 tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa, eða samtals 11.820 tonn af

óslægðum botnfiski. Auk þessa afla mátti landa ufsa til VS-sjóðs.

Strandveiðiflotinn fullnýtti heimildir sínar í þorski og voru strandveiðar stöðvaðar 20 ágúst

af þeim sökum. Það voru veidd 10.756 tonn af þorski og alls voru 619 tonn af ufsa landað

til VS-sjóðs.

Fái fiskiskip leyfi til strandveiða falla úr gildi önnur veiðileyfi sem báturinn kann að hafa

innan íslenskrar lögsögu. Sumarið 2019 var í fyrsta skipti hægt að fara fyrr úr strandveiðum

og fá sín fyrri veiðileyfi áður en strandveiðitímabilinu lauk. Strandveiðafli reiknast ekki til

aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda veiðarnar.

Alls voru gefin út 677 leyfi til strandveiðanna 2020 sem er 48 leyfum fleiri en árið áður.

Þess má geta að af þeim lönduðu 669 bátar afla. Flestir voru strandveiðibátar á einni vertíð

árið 2012 eða 761. Bátunum á strandveiðum hafði fækkað á síðastliðnum vertíðum en á

vertíðum 2019 og 2020 var talsverð aukning. Flest leyfi voru gefin út á A-svæði, þau voru

Page 16: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

249. Á svæði B voru gefin út 138 leyfi, á svæði C voru gefin út 123 leyfi og á svæði D voru

gefin út 165 leyfi.

Page 17: YFIRLIT YFIR VEIÐAR OG AFLA FISKVEIÐIÁRIÐ 2019/2020

G. Túnfiskur

Íslensk skip veiddu engan túnfisk á árinum 2018 og 2019. Það sem af er ári 2020 hafa

verið veidd 839 kg af túnfisk.

Bein sókn í túnfisk hófst aftur eftir nokkurra ára hlé árið 2014 en eftir 2016 hefur ekki verið

bein sókn í túnfisk.