vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 page 1 vÍn blaÐiР·...

80
VÍN BLAÐIÐ 5. tbl. 2. árg. október / nóvember 2004 Vöruskrá Stiklur úr bjórsögunni Gewurztraminer Bjórstemmning Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1

Upload: others

Post on 19-Jul-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

VÍN BLAÐIÐ5. tbl. 2. árg. október / nóvember 2004

Vöruskrá Stiklur úr bjórsögunni Gewurztraminer Bjórstemmning

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1

Page 2: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

FRÉTTIR 3Óáfeng vín í vínbúðum á höfuðborgarsvæðinuGjafaöskjur Andlitslyfting vínbúðaBjórstemmning

HUGSUM UM UMHVERFIÐ 4Fjórar milljónir til viðhalds stíga við Gullfoss

GEWURZTRAMINER 6

MOLAR ÚR ÝMSUM ÁTTUM 7

EKKI ER HATUR Í ÖLKONU HÚSI 8

BJÓR 10

NÝTT Í KJARNA 14

VÖRUSKRÁ 18Rauðvín 18Hvítvín 34Lífrænt ræktuð vín 42Óáfeng vín 42Kassavín 43Rósavín 44Freyðivín 44Styrkt vín: Sérrí, Madeira, Portvín 46Rivesaltes 47Síder 47Ávaxtavín 47Kryddvín 47Aperitíf 47Sake 47Cognac 48Armagnac 48Brandí 49Calvados 49Grappa 49Viskí 49Romm 50Tekíla 50Vodka 51Gin 51Sénever 51Akvavit 51Snafs 51Líkjör 52Bitter 53Áfengt gos 53Aðrar tegundir 54Bjór 55

VÖRUR Í STAFRÓFSRÖÐ 58

AFGREIÐSLUTÍMI VÍNBÚÐA 79

Vínblaðið, 5.tbl. 2. árg. október/nóvember 2004Útgefandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR

Ábyrgðarmaður: Höskuldur Jónsson Ritstjóri: Þórdís Yngvadóttir

Ritstjórn: Einar Snorri Einarsson, Páll Sigurðsson, Þórdís YngvadóttirGreinar eftir Christina Heina Liman, Hallgerði Gísladóttur, Magnús Traustason,Pál Sigurðsson Samantekt á vöruskrá: Skúli Þ. MagnússonMyndir:Andreas Bennwik, Corbis.com, Daníel Bergmann, Gunnar Sverrisson,Sigrún Kristjánsdóttir Hönnun: Fíton ehf. Umbrot: ÁTVR Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.

Öll verð og verðbreytingar birtast í vörulista á heimasíðu ÁTVR, www.vinbud.isÁskilinn er réttur til leiðréttinga.

E F N I S Y F I R L I T

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 2

Page 3: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

3

F R É T T I R

ÓÁFENG VÍN Í VÍNBÚÐUM ÁHÖFUÐBORGARSVÆÐINUÓáfeng vín hafa bæst í úrval vínbúða á höfuðborgar-svæðinu. Tilgangurinn er að viðskiptavinir vínbúða getifengið á sama stað bæði áfeng og óáfeng vín. Það er aukiðhagræði að gestgjafi geti gefið gestum sínum kost áóáfengu víni án mikillar fyrirhafnar. Samfélagsleg ábyrgð ereitt af megináherslum í stefnu vínbúða og er framboð áóáfengum vínum í vínbúðum einn liður í því að framfylgjaþeirri stefnu.

Þær tegundir óáfengra vína sem fást nú í vínbúðunumeru:A Blue Nun 0,5% frá Þýskalandi - kr. 600Ebony Vale Cabernet Sauvignon frá Þýskalandi - kr. 680Ebony Vale Chardonnay frá Þýskalandi - kr. 680Best de Pol Vignan Peche frá Frakklandi - kr. 580

ANDLITSLYFTING VÍNBÚÐAVínbúðin á Seyðisfirði opnaði í nýju húsnæði í Hafnargötu 2,þann 5. október síðastliðinn. Vínbúðirnar á Þórshöfn og íHúsavík voru færðar í nýjan búning í haust. Á næstu mánuð-um eru áform uppi um að opna nýja vínbúð í Hveragerði ogflytja vínbúðina í Keflavík í nýtt húsnæði. Einnig munu vín-búðirnar á Akranesi og í Neskaupsstað fá nýtt útlit á næstunni.

Eins og sjá má er bjór, einn elsti drykkur mannkyns, aðalþemaVínblaðsins í þetta sinn. Tilefnið er að 13.-31. október ríkirbjórstemmning í vínbúðunum og var bæklingur gefinn út af þvítilefni þar sem fjallað er um bjórgerð og ýmsar bjórtýpur. Um 40bjórtegundir eru kynntar og eru margar á kynningarverði til 31.október.

Úrval bjórtegunda í vínbúðunum hefur sjaldan verið meira en núog það er því spennandi að fræðast aðeins meira um hinnfjöskrúðugua heim bjórsins.

GJAFAÖSKJUR Í BOÐITvenns konar gjafaöskjur fyrir vínflöskur fást nú í vínbúð-unum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru öskjur úr þykkumpappa, annars vegar öskjur í þremur litum fyrir eina flöskuog hins vegar tveggja flösku öskjur í fimm litum.Gjafaaskja fyrir eina flösku kostar 250 kr og askja fyrir tværflöskur 350 kr.

BJÓRSTEMMNING 13. -31. OKTÓBER

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 3

Page 4: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

4

ÁTVR hefur árum saman lagt lið sitt við að fegra og bætalandið okkar. Innan fyrirtækisins er rekin virk umhverfisstef-na. Lögð er áhersla á flokkun úrgangs og að því keppt að þaðsorp, sem urða þarf, fari minnkandi. Pappír, fernur, dagblöð,vörubretti og plast fer allt í endurnýtingu.Verslunin og starfs-menn hennar minna sig og sína stöðug á að líta verði áumhverfi okkar og landið í heild sem hluta heimilis okkar ogað við viljum að snyrtimennska sé ríkjandi innan dyra semutan.

ÁTVR er einn stofnenda Endurvinnslunar.Tómar umbúðirdrykkjarvöru eru eitt það ömurlegasta, sem unnt er að líta ávíðavangi. Þessar umbúðir eru sem betur fer orðnar fáséðarí hirðuleysi - þökk sé Endurvinnslunni. Ég hika ekki við aðfullyrða að það kerfi, sem Íslendingar búa við, til að sjá umendurvinnslu dósa og flaskna, sé meðal þeirra bestu í heim-inum.

ÁTVR er aðili að Pokasjóði verslunarinnar. Sjö krónur afhverjum seldum burðarpoka hjá ÁTVR renna til sjóðsins.Pokasjóður leggur fé til margs konar verkefna. Drjúgur hlutifjár sjóðsins fer til umhverfismála.Vegfarendur ættu að hafaveitt eftirtekt landbótum undir Hafnarfjalli og á Hólasandi.Þar hefur Pokasjóður í samvinnu við heimamenn ogLandgræðslu ríkisins staðið að gjörbreytingu lands úr auðn ígróðurvin.

Á undanförnum árum hefur margt verið gert til að laðaferðamenn til Íslands. Jafnframt hafa Íslendingar verið hvattirtil að ferðast um eigið land. Oft vill það gleymast að ferða-mönnum fylgja ekki eingöngu tekjur. Þeim fylgja einnigútgjöld og oftar en ekki er á gjaldahliðinni liðurinn„ánýðsla á landi“ - gjald, sem enginn vill greiða.

FJÓRAR MILLJÓNIR TIL VIÐHALDSSTÍGA VIÐ GULLFOSSAð tillögu ÁTVR ákvað Pokasjóður að leggja fram 4 milljónirkróna til endurgerðar göngustíga við Gullfoss og viðhalds áSigríðarstofu sem er í umsjón Umhverfisstofnunar. Meðþessu er verið að fylgja eftir framlagi sem ÁTVR stóð fyrirað veitt væri til framkvæmda í friðlandinu við Gullfoss áárunum 1992-1994. Þá lögðu framleiðendur Heineken bjórsog umboðsmaður þeirra, Rolf Johansen & Co, fram rúmar 5milljónir króna fyrir milligöngu ÁTVR til að bæta aðstöðuferðamanna við Gullfoss. Fé þetta var nýtt til smíði útsýnis-palls og stígagerðar. Gullfoss er einn af fegurstu fossum

landsins og sú náttúruperla sem hvað mest hefur aðdráttaraflfyrir ferðamenn. Á ári hverju koma um þrjú- til fjögurhundruðþúsund manns að fossinum og fer þeim fjölgandi með árihverju. Því eru þau mannvirki sem þar voru gerð fyrir 10 árumfarin að láta á sjá og þörf á viðhaldi og endurgerð.

Framkvæmdir verða á vegum Umhverfisstofnunar.

Höskuldur JónssonForstjóri ÁTVR

HUGSUM UM UMHVERFIÐ EINS OG HEIMILI OKKAR

U M H V E R F I S M Á L

Við afhendingu gjafabréfsins. F.h.: Magnús Jóhannesson,ráðuneytisstjóri, Bjarni Finnsson, formaður Pokasjóðs,Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Höskuldur Jónssonforstjóri ÁTVR.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 4

Page 5: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

5

U M H V E R F I S M Á L

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 5

Page 6: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

Texti: Christina Heinä Liman Myndskeyting: Andreas Bennwik.Þýðing Páll Sigurðsson

Áður birt í Bolaget, Fréttablaði Systembolaget.

Birt með góðfúslegu leyfi Systembolaget í Svíþjóð

Sæl! Vaá, maður tekur svo sannarlega eftir þér!

- Ó, ég þakka! Ég fór eldsnemma á fætur í morgun tilað punta mig.

Þess vegna ilmar þú svona mikið af rósum og suðrænumávöxtum.

- Fallegt af þér að segja það. Mörgum illkvittnummanneskjum finnst ég ófáguð og áleitin. En ég vil baraað öllum líki við mig!

Vel á minnst snemma. Þú ert ein af allra fyrstu þrúgunum íárstíðinni. Þú blómstrar fljótt og uppskerst snemma. Hvaðaáhrif hefur það á þig?

- Ég verð svo sem aldrei mikið vín fyrir einhverja karl-fauska. Ég er best ung, bæði sem vín og þrúga. Ekkihorfa til mín ef þú ætlar að geyma vín. Ég er best ung.

Svo þú þrífst illa ef þú ert geymd til margra ára í dimmumog svölum kjöllurum?

- Sveiattan! Það á að vera glaumur og gleði, veisla ogtöfraljómi, þá er ég upp á mitt besta! Ég er svo spenn-andi þegar ég er ung að ég veld auðveldlega von-brigðum þegar ég eldist.

En sum vín gerð úr þér verða víst betri með aldrinum, erekki svo?

- Jú, ég verð svo sem að viðurkenna það. Þegar ég erhvað sætust og kem frá Alsace, þá eldist ég meðþokka.

Þú hefur púðrað þig fallega með gulgrænu, en það bregðurfyrir örlitlu af appelsínurauðu og fjólubláu hér og þar…

- Já, andvarp. Ég er fædd sem rauð þrúga, en vil eigin-

lega vera ljósgræn. Ég hef kynnt mig sem hvítvínsþrúgusvo lengi sem ég man eftir mér.

Finnst þér erfitt að vera ekki með alveg græna húð?

- Neei, það gengur vel að gera hvítvín úr mér þráttfyrir allt. En ég finn að ég þoli ekki mikla pressu.

Því þá, ert þú eitthvað stressuð?

- Nei kjáni! Mér líkar bara ekki að vera mikið pressuðí víngerðinni, því þá verð ég bleik í staðinn fyrir gulleit.

Gewurztraminer í stuttu máliLitur: Oft gulleitt, stundum með bleikri slikju

Ilmur: Rósir, lichi og blóm. Minnir jafnvel á húðkrem. Mjögilmrík.

Bragð: Bragðmikið, alkóhólríkt, oftast með mildri sýru. Bragðeins og í ilmi. Þessi hvítvín má flokka í bragðtýpuna berjaríkog blómleg. Svo fremi sem þau séu ekki sæt að sjálfsögðu.

Ræktun: Helst í svölu loftslagi, til að vínið verði ekki ofsýrulítið.Alsace, Þýskaland,Austurríki, Suður-Ameríka, NýjaSjáland og í Austur-Evrópu, þar er hún jafnvel kölluð Traminer.Stærstu ekrurnar finnast reyndar í Moldavíu.

Passar með:Austur-asískum og velkrydduðum réttumásamt öðrum súrsætum réttum svo sem Bratwurst meðsúrkáli. Og svo gjarnan sem selskapsdrykkur.

GEWURZTRAMINERILMANDI PÚÐURKERLING

Þ R Ú G U P O R T R E T T

Hafi maður mætt henni á maður erfitt meðað gleyma því. Hún skilur eftir sig mikinn ilmog alkóhólský. Margir dá hana, en aðrir þolahana ekki

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 6

Page 7: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

Hvað eru mörg glös í flösku?Oft er miðað við að úr venjulegri 750 ml flösku af léttu

víni fáist 6 glös. Hvert glas jafngildir þá 125 ml af víni.

Þessa viðmiðun má nota þegar vín er drukkið með mat.

Þegar sterkt áfengi er annars vegar er gjarna talað um

sjússa, t.d. einn einfaldan. Einfaldur sjúss er 3 cl.Tvöfaldur

sjúss er 6 cl. Í einni 700 ml flösku af sterku áfengi eru því

u.þ.b. 12 tvöfaldir sjússar.

148 milljarðar bjórlítrarÁ síðasta ári var heimsframleiðsla á bjór 148 milljarðar

lítrar.Tékkar eiga heimsmet í bjórdrykkju en meðal-

neysla á mann í Tékklandi er um 150 lítrar á ári.

KampavínsmunkurinnMunkurinn Dom Perignon á heiðurinn að því að

búa fyrstur til kampavín. Reyndar höfðu menn

áður fengið fram kolsýru í vín, en héldu lengi vel

að hún væri merki um skemmd.

Dom Perignon uppgötvaði hagkvæmustu

aðferðina við að búa til kampavín og síðast en

ekki síst það sem var eitt það mikilvægasta við

gerð og geymslu þessa eðaldrykks: Átöppun.

Hann fór að nota sveppalaga korktappa sem voru

víraðir niður á flöskustútinn. Ekki veitti af ræki-

legri átöppun þar sem þrýstingur í kampavíns-

flösku er a.m.k. þrisvar sinnum meiri en í venju-

legum bíldekkjum.

Sagan segir að þegar kampavínsmunkurinn fékk

sér fyrsta sopann af drykknum hafi hann kallað

upp yfir sig: „Komið fljótt! Ég er að drekka

stjörnurnar!“

M O L A RM O L A RÚ R Ý M S U M Á T T U M

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 7

Page 8: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

8

E K K I E R H A T U R Í Ö L K O N U H Ú S IE K K I E R H A T U R Í Ö L K O N U H Ú S IS T I K L U R Ú R B J Ö R S Ö G U N N IS T I K L U R Ú R B J Ó R S Ö G U N N I

Bjór - kornöl - er ævagamall í sögunni - til dæmis hafaleifar af slíkum drykk greinst í vel forvörðum mögumfaraóanna. Síðar hvarf bjórinn af borðum helstu menn-ingarþjóða fornaldar og drykkur Grikkja og Rómverjavarð vín. Hins vegar var ölið aðaldrykkur hinna bar-barísku Germana og Kelta og þeir lyftu því í þann virð-ingarsess sem það situr í nú.

Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og að minnsta kostifram á 17. öld var kornöl aðalveisludrykkur manna hér álandi. Það var bruggað úr malti, sem er spírað bygg ogkallað mungát. Orðið bjór var framan af fremur notaðum innflutt öl af þessu tagi.

Til ölgerðar þurfti einungis malt, vatn og ger semvenjulega var tekið frá fyrri lögun. Ekki er ólíklegt aðtrjábörkur eða einiber hafi verið sett í öl hér eins ogtalið er að Norðmenn hafi snemma gert. Humlanotkunfór svo að breiðast út á Norðurlöndum á 12. öld. Þeirvoru ekki eingöngu til bragðbætis heldur vörðu þeireinnig ölið skemmdum.

Áhöld sem notuð voru til ölgerðar voru kölluðölgögn, eða hitugögn og voru á höfðingjasetrum sérstök

hituhús til þessarar ölgerðar, eins og t.d. hituhúsið íSkálholti og brugghúsið í Viðey. Ölgögn sjást annars víðaá bæjum í miðaldaúttektum, t.d. í eignaskrá Breiða-bólsstaðar í Fljótshlíð frá 1504.

H A L L G E R Ð U R G Í S L A D Ó T T I R

Stytta frá tímum Forn-Egypta, sem sýnir handverksmenn bakabrauð og brugga bjór.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 8

Page 9: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

9

eða helst mánuð, en yfirgerjað öl er tilbúið nokkrumdögum eftir að gerjun lýkur.

Eftir að hætt var að rækta bygg hér á landi nálægtlokum miðalda dró úr innlendri bjórgerð en þó var tölu-vert um innflutning á malti til ölgerðar fram eftir öldum.Í nágrannalöndunum var bjór víða daglegur drykkurmanna en hér aðeins til hátíðabrigða vegna skorts ákorni, og kann þetta að hafa lagt sitt að mörkum til íslen-skrar áfengismenningar. Daglegur svaladrykkur Íslendin-ga var sýrublanda. Nákvæmar lýsingar á ölgerð eru íbókunum Ný matreiðslubók eftir Þóru Andreu NikólínuJónsdóttur frá 1858 og í Lærdómslistafélagsritunum 1791(Ólafur Ólafsson). Bakarar hérlendis brugguðu og seldubjór á 19. öldinni, meðal annars til að halda við geri tilbrauðgerðarinnar. Með lögum nr. 5 frá 12. janúar, árið1900 var svo bannað að brugga vínandadrykki og áfengamaltdrykki á Íslandi.

Heimild: Hallgerður Gísladóttir. Íslensk matarhefð. R.vík1999.

Konur hafa vafalítið gert öl á íslenskum heimilum.„Konu skal kenna til ölgagna ok allra þeirra hluta erhenni samir að vinna,“ segir Snorri Sturluson í Eddusinni. Ölselju bregður fyrir í Eglu, í veislunni frægu í Atleyog gamall málsháttur segir: „Oft rís deila í ölkonu húsi.“Hér hafa einnig verið karlkyns iðnaðarmenn á þessusviði ef mikið átti að hafa við. Þannig er í brúðkaupinu áFlugumýri 1253 talað um Þórólf ölgerðarmann og fræger sagan af Ölkofra sem gerði öl og seldi á Alþingi, en afþeirri iðn varð hann málkunnugur öllu stórmenni, því aðþeir keyptu mest mungát. „Var þá sem oft kann verða -segir í sögunni, að mungátin eru misjafnt vinsæl og svoþeir er selja“.

Ölbruggun var vandaverk þá eins og nú. Oft er sagt fráskemmd, eða skjaðaki í öli í fornbókmenntum og vildi þágerjunin ekki fara af stað. Oft var ástæðan illgresisfræ,sem stundum fylgdi bygginu. Þessu bregður fyrir íBiskupasögum til að draga fram mátt heilagra manna, þvíað þeir voru líklegastir til að bjarga slíku. Sagt var, aðÞorlákur biskup Þórhallsson væri svo drykksæll aðbrygðist aldrei öl sem hann blessaði og signdi sinnihendi. Ísleifur biskup Gissurarson blessaði mungát þaðer skjaðak var í þannig að það varð vel drekkandi. Og fráþví segir í Jóns sögu helga, „að ekki kom gangur í öl hjámanni. Hét hann þá á Jón og varð það þegar hið besta ölog drukku það allir með fögnuði guðs lofi og hins heil-aga Jóns byskups.“ Það kemur fram í Biskupa sögum ogvíðar að öl virðist síður en svo hafa verið ógeðfelldraþeim sem voru í forsvari fyrir almættið, í kaþólsku eðaheiðni. Á 15. og 16. öld áskildu biskupar sér að kirkju-bændur hefðu til handa þeim öl þegar þeir voru á yfir-reið.

Ölgerð fór þannig fram í stórum dráttum: Ef mennnotuðu bygg, þurfti fyrst að melta það, þ.e. gera úr þvímalt. Það var bleytt og látið spíra, en þá myndast sykursem gerlarnir nýta seinna í alkóhól. Það var síðan þurrk-að, malað í maltkvörn og þá gat hin eiginlega bruggunhafist. Maltið var látið liggja í bleyti og síðan hrært samanvið sjóðandi vatn til að leysa út sykurinn. Hræran, semkölluð var hrosti, var síuð og humlaseyði sett í löginn.Hann var síðan soðinn, látinn í ker og ger bætt í þegarhitastig var mátulegt. Eftir að gerjun lauk var því tappaðá tunnur og látið geymsluþroskast í nokkra daga. Meðanölið var að gerjast settist ofan á það froða sem var veiddaf, þurrkuð og geymd til að gerja næstu lögn. Þessi gerj-unaraðferð er kölluð yfirgerjun og vísar nafnið til þessað gerinn flýtur upp en sekkur ekki eins og þegar umundirgerjun er að ræða. Þýskir klausturmunkar funduupp undirgerjun um 1500 og er hún nú langalgengastaaðferð sem notuð er við ölgerð, þó að yfirgerjaðartegundir séu enn á markaði eins og Porter og Ale.Undirgerjað öl þarf lengri tíma til að geymsluþroskast,

S T I K L U R Ú R B J Ó R S Ö G U N N I

Brugghús frá miðöldum.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 9

Page 10: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

10

Hvað er bjór? Mörg okkar hafa smakkað bjór, en ekkivita þó allir hvað hann raunverulega er. Hann er drykkurgerjaður úr korni - Jú, mikið til í því, en fleiri drykkir erugerðir úr korni, án þess að líkjast bjór á nokkurn hátt.Þarna kemur malt við sögu. En hvað er þá malt? Eðahumlar? Ef þú lest aðeins lengra sérðu svarið við þessumspurningum.

SAGA BJÓRSINSNáttúruleg gerjun á sér stað í sætum eða sterkjuríkum vökva,sem kemst í snertingu við andrúmsloftið,þar sem villt ger sví-fur um loftið.Þannig að líklegt er að bjórgerð hafi hafist fljótle-ga eftir að menn fóru að stunda akuryrkju.Bruggaðferðir hafaþróast gegnum aldirnar og eru enn í þróun.

Elstu minjar um bjór er 6000 ára gömul súmersk taflasem sýnir nokkrar manneskjur drekka saman úr skál meðreyrstráum. Í tæplega 4000 ára gömlu súmersku ljóði,tileinkað Nikasi, gyðju bruggunar, er geymd elsta varð-veitta bjóruppskriftin. Einnig bera veggmyndir fráEgyptalandi hinu forna vitni um bjórdrykkju. Menn tókubjórgerð alvarlega frá fyrstu tíð. Hammurabi Babylíu-konungur setti lög um ef kráareigandi þynnti út, eða okraðiá bjór, skyldi hann líflátinn. Bjórleifar hafa fundist sem erumun eldri en elstu minjar um vín. Nú til dags er bjór fram-leiddur í flestöllum löndum heims og framleiðsluað-ferðirnar eru fjölmargar og tegundirnar skipta þúsundum.

HRÁEFNIÐGrunnhráefnið sem notað er í bjór er vatn, malt, humlarog ger.

Vatnið getur verið mismunandi og er þá oft talað um hartog mjúkt vatn. Þeim mun meira steinefnainnihald sem er ívatninu, þeim mun harðara er það. Drykkjarvatn hér álandi er mjúkt og hentar vel til framleiðslu á lagerbjór.

Malt er spírað korn og oftast þegar talað er um malt erátt við maltað bygg, sem er algengasta korntegundin.Kornið er bleytt og látið spíra. Þegar rótarangarnir eruorðnir hálfur til einn sentimetri er kornið þurrkað, mis-munandi tími og hitastig gefa af sér misdökkt malt. Þessarmalttýpur gefa af sér mismunandi bragð og lit í bjórinn, enoftast er notað fleira en eitt malt í hverja bjóruppskrift.Ómaltað korn er einnig notað í bjórgerð.

Humall er klifurjurt og eru blóm kvenplöntunnar notuð íbjórgerð. Humallinn hefur mjóan stöngul og verðurþriggja til fjögurra metra hár, með blóm sem líkjastgrænum könglum. Blómin eru misbreið og löng milli teg-unda, en þær gefa einnig af sér mismikla beiskju og ilm, enán beiskjunnar er hætt við að flestur bjór væri frekarsætur á bragðið. Humlar hafa gegnum tíðina verið umdeilthráefni og voru lengi vel bannaðir í bjórgerð, sérstaklega áEnglandi. Humlar innihalda náttúrulega rotvörn og lengja

M A G N Ú S T R A U S T A S O NB J Ó R

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 10

Page 11: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

11

því geymsluþol bjórsins. Bruggarar nota ýmist ferskahumla, humlaköggla (líkjast graskögglum), eða humlaolíu íframleiðsluna.

Ger er einfrumungur af sveppaætt. Gerfruman er ekki sjá-anleg með berum augum, en hún getur svifið um andrúms-loftið og barst þannig fyrr á öldum í vökva sem svo gerj-aðist. Sumstaðar finnst ger í andrúmsloftinu á afmörkuðusvæði, sem gefur af sér alveg sérstaka drykki. Franski vís-indamaðurinn Louis Pasteur (1822-1895) var brautryðj-andi í rannsóknum á örverum og uppgötvaði gerið, enDaninn Emil Christian Hansen (1842-1909) einangraðiundirgerjandi stofn. Uppfrá þessum uppgötvunum gátumenn notað hreint ger til bruggunar og gátu því beturtryggt að gerjun gengi rétt fyrir sig.

Sá stofn gersveppa sem algengastur er í gerjun áfengradrykkja heitir á latínu Saccharomyces, sem þýðir á íslenskusykursveppur. Þetta nafn kemur til af því að hann nærist áþeim sykri sem finnst í vökvanum, hvort sem er maltsykureða sykur úr vínþrúgum og umbreytir sykrinum í vínandaog koltvísýring.

Undir- og yfirgerjunÍ bjórgerð er oft talað um undirgerjaðan og yfirgerjaðanbjór. Með þessu er átt við að gerið safnast saman við botn-inn á ílátinu annars vegar og við yfirborð vökvans hinsvegar. Undirgerjaður bjór er oft með hreinna og jafnvelþurrara maltbragð, en yfirgerjaður bjór hefur blómlegri ogávaxtaríkari ilm og bragð. Undirgerjaðir bjórar eru kallaðirlagerbjórar, en yfirgerjaðir nefnast öl.

Önnur hráefni sem notuð eru í bjórgerð eru til dæmiskrydd, ávextir, grænmeti, sykur, hunang, kaffi, súkkulaði eðareykþurrkað malt, svo eitthvað sé nefnt. Öll gefa þau af sérmismunandi bragðeinkenni í bjórinn.

AðferðinGrunnaðferðin við bruggun er möltun, mesking og gerjun.

Möltun - kornið spírað og svo þurrkað. Þetta er gert tilað brjóta niður sterkjuna í korninu og einnig til að fá framensím sem eru mikilvæg til frekara niðurbrots sterkjunnar.

Mesking - maltið og vatnið hitað til að ensímin í korninunái að brjóta sterkjuna niður í gerjanlegan sykur og síðansoðið í stuttan tíma til að allt blandist saman. Til að fábeiskjuna eru humlar settir í suðuna.

Gerjun - Sykurinn gerjast og úr verður bjór. Eftirgerjuneða gosgerjun fer svo fram á tanki eða í flöskunni, til að náupp meira gosi. Margir framleiðendur sleppa þessu stigi ogsprauta þess í stað gosi í bjórinn.Til að fá meiri humlailmeða bragð eru þeir settir útí gerjandi vökvann.

BJÓRGERÐIRBjór flokkast í tvo aðalflokka: Öl sem er yfirgerjað ogLager sem er undirgerjaður

BELGÍSK ÖL- Þessi flokkur er ansi fjölbreyttur, og getur verið allt frá

léttum og ferskum ávaxtabættum bjór, upp í þungan, mjögmaltaðan og sterkan bjór.

Munkabjórar - Voru og eru enn bruggaðir í munka-klaustrum, en bjórar í svipuðum stíl eru líka framleiddir íalmennum brugghúsum. Ýmist ljósir eða dökkir, bragðmik-lir með háa prósentu, mikið og þétt malt en oftast fremurlítil beiskja. Ávaxtakeimur, ristun og kaffi eða súkkulaðitó-nar algengir.

Rauðöl - Þessir bjórar eru tunnuþroskaðir og eru oftblanda af mikið þroskuðum bjórum og yngri, ferskari bjór.Djúpur koparlitur upp í brúnan. Létt til meðalfylling, meðlétt og alveg upp í kröftugt súrt bragð. Frekar lítið humla-bragð og beiskja, nokkur ávaxta- og kryddkeimur og léttristun.

Lambic - Þessir bjórar gerjast fyrir tilstilli villigers semfinnst í andrúmsloftinu á mjög takmörkuðu svæði í grenndvið Brussel. Þeir eru oft blanda af eldri og yngri bjórum, líktog rauðöl. Ýmsar undirtýpur til sem eru blandaðar meðávöxtum, til dæmis kirsuberjum, hindberjum, sólberjumeða ferskjum.Yfirleitt ljósir á lit, með frekar létta fyllinguog litla beiskju. Ávaxtaríkir með mikla sýru, lítinn malt oghumlakarakter og lága kolsýru.

B J Ó R

Þúsundir tegunda eru til af bjór og hann fæst í margs konarlitaafbrigðum.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 11

Page 12: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

12

BRESK ÖL- Geta verið ansi fjölbreytt, en eru oftast frekar goslítil,

gjarna með sætari maltkeim en lagerbjórar og ávaxta-keimur getur verið áberandi.

Pale Ale - Gullinn til koparlitur. Meðalfylling, meðal tilmikið humlaður, með léttu til miðlungs maltbragði, frekarmikill ávaxtakeimur.

Bitter - Gullinn til koparlitur, léttur til meðalfylltur, meðlétta til meðalmikla beiskju, hófleg maltsæta og nokkuðávaxtaríkur.

Brown Ale & Mild - Oftast dökkkoparlitur, en geturverið ýmist ljósari eða dekkri. Meðalfylling, mikið malt-bragð og getur verið svolítið sætur. Lítið humlabragð ogbeiskja, léttristaðir tónar, dekkri bjórarnir yfirleitt ristaðri.

HVEITIBJÓRAR öl- Hveiti verður að vera yfir 50 prósent af korninnihaldi, tilað geta kallast hveitibjór. Þetta eru frekar þéttir og fyll-andi bjórar, með þykka froðu, sem helst vel í glasinu.

Weissbier - Fölur til rauðgullinn litur, meðal- til mikilfylling, með áberandi ávaxtakeim, sérstaklega bananakeim.Lítill humlakarakter, en getur verið nokkuð kryddaður,sérstaklega múskat og negulkeimur. Oftast frekar gosmikill.Berliner Weisse er létt og súr útgáfa, afskaplega svalandi. Efhveitibjórinn er merktur „mit hefe“ eða „hefeweissen“,þýðir það að botnfallið ger er í flöskunni og menn viljagjarna hafa það með í glasinu, þar sem það gefur ákveðinnkeim.

Dunkel Weissbier - Koparbrúnn til dökkbrúnn, aðeins íléttari áttina, með léttsætan maltkeim og gjarna svolítinnsúkkulaðitón. Lítil beiskja og lágmarks humlabragð ogmikið gos.

Belgískur hvítbjór - Fölgullinn,með litla til meðalfyllingu.Lítil til meðalbeiskja, léttur krydd- og ávaxtakeimur, helstsítrustónar og mild sýra. Oft eru notuð mild krydd í fram-leiðslu þessa bjórs.

STOUT & PORTER ölMjög dökkir, eða jafnvel svartir, eru upprunnir áBretlandseyjum.

Stout - Dimmbrúnn eða svartur, meðalfylling eða tæpmeðalfylling. Léttur malt- og karamellukeimur, með nokk-uð beiskt ristað eftirbragð.Humlar í algjöru lágmarki, geturhaft örlitla sýru og kaffikeimur er algengur. Írskur stout erþurrari en enskur, sem hefur léttan sætutón.

Imperial Stout - Dimmkoparlitur til svartur á lit. Fremurbragðmikill með nokkuð háa prósentu. Mikið malt og mikl-ir humlar, með áberandi upp í mikla beiskju. Ristað malt oggrösugir tónar.

Porter - Millibrúnn til dökkbrúnn, lítil til meðalfylling ogmeðalbeiskur. Mjúkt malt með fremur litla sætu og lítill tilmeðal humlakarakter.

ÞÝSK ÖL - Flestir þýskir bjórar eru lagerar, en þó leyn-ast inn á milli öl. Geta verið mjög staðbundnir líkt ogKölsch, sem er einungis bruggaður í Köln.

Kölsch - Gylltur til hálmlitur og fremur létt fylling. Meðalbeiskja en lítið humlabragð. Ávaxtakeimur ekki óalgengur.

Altbier - Koparlitur til brúnn, meðalfylltur og getur veriðmjög humlaður og beiskur. Mikið en þurrt og snarpt malt-bragð.

B J Ó R

Ein frægasta hátíð Þýskalands er Oktoberfest. Hún er talin eiga rót að rekja til konunglegs brúðkaups í Bæheimi árið 1810, þegar Loðvík I gekk að eiga Maríu Theresu af Saxlandi.Veislan þótti takast svo vel að ákveðið var að endurtaka hátíðina á ári hverju.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 12

Page 13: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

L AG E R B J Ó R A RVoru upphaflega millidökkir á lit, en ljósi nútímalagerinnvarð til árið 1862 í Tékklandi. Óhætt er að fullyrða aðlagerbjórinn er vinsælasta bjórtýpan í heiminum í dag.

Lager - Fölgullinn til gullinn, meðalfylltur, með þurranmaltkeim, meðalbeiskju og léttan humlakeim.

Bock - Nafnið þýðir geithafur, en þessi bjórgerð spannarmestallt litróf bjórs, allt frá ljósgullnum upp í dökkbrúnan.Meðalfylltur til kröftugur, mikið maltaður, með hóflegabeiskju og léttan humlakeim.

Oktoberfest - Gullinn til rauðbrúnn, meðalfylling ogsætur léttristaður maltkeimur, með fínlega tæra humla-beiskju og gjarna nokkuð brauðlegan tón.

Pilsener - Þessi stíll er kenndur við Plzen í Tékklandi, ennafnið myndi útleggjast á íslensku „Grænu-engi“. Föl tilljósgullinn, stundum með léttan roða í lit, meðalfylling,áberandi beiskja og humlakarakter. Létt maltsæta og rist-aður, stundum svolítið kexlegur keimur.

Schwarzbier - Brúnn til svartur á lit. Ristaður og fremurþurr maltkeimur, lítil til meðal beiskja. Lakkrístónar, kaffi-keimur og (of)ristað brauð er algengt, ef ekki algilt.

BJÓR MEÐ MATBjór og matur, eða er það matur og bjór? Hver svo semáhersluröðin kann að vera, er gott að hafa í huga nokkuratriði þegar á að leiða þessa hluti saman. Sumir bragðþætt-ir í bjórnum ýta undir ákveðna eiginleika í matnum ogöfugt, því er betra að þekkja þá bragðþætti sem vinnasaman, en einnig getur verið gott að hafa mótvægi.

Sætur matur kallar á sætan bjór, en einnig gefur þurraribjór gott mótvægi, sérstaklega ef um bragðþungan rétt erað ræða

Súr matur er bestur með nokkuð súrum bjór, eðaáberandi humluðum

Feitur matur nýtur sín best með nokkuð humlaríkumbjór, en sýra vinnur einnig á fitunni

Kryddaður matur virkar mildari með maltmiklum bjór,en humlar auka á sterka bragðið

Léttur bjór með léttari mat, þungur með þyngri. Þetta eralls ekki algild regla, stundum er gott að hafa mótvægi.

Bjór frá sama landi og rétturinn. Þeir hafa þróast samanog lagast hver að öðrum.

Ef rétturinn inniheldur bjór, er gott að drekka sama bjórmeð. En stundum getur annar karakter átt betur við.

Við bjórsmökkun er gott að byrja á léttari, minna beiskumbjór og vinna sig upp.

FÆÐUFLOKKARNIRFordrykkir - Léttir lítið humlaðir Lagerar, belgískurhveitibjór, pale ale, eða aðrir bjórar sem vekja matarlyst eneru ekki of fyllandi.

Skelfiskur - Þurr Porter eða Stout, belgískur hveitibjór.

Fiskur - Nokkuð humlaður bjór - Pilsener eða Bitter fyrirmagran fisk, en gott að auka á humlana fyrir feitari fisk.

Ljóst kjöt - Frekar maltaður bjór - Oktoberfest, dekkriLagerar, Mild eða Brown Ale

Lamb & naut - Dekkri bragðmeiri öl, s.s. India Pale Ale,Bockbjórar, en Brown Ale virkar ágætlega þó mildari sé.

Grillmatur - Flestur bjór hentar til að marinera kjötið, enristaðir bjórar eins og Stout, Porter eða Schwarzbier virkavel með því.

Villibráð - Imperial Stout, munkabjórar, Doppelbock eðakröftug belgísk eða skosk öl.

Grænmetisréttir - Mild, Brown Ale, súrari bjórar,hveitibjórar og Lambic. Stout fyrir kröftugri rétti

Austurlenskur/sterkur - fyrir mexíkanskt, dekkri ogmildari lagerar. Fyrir asískan mat eru þéttir og léttsætirlagerbjórar bestir.

Pítsa/pasta - Mjúkir lagerar og léttari öl. Meiri áhersla ámalt en humla.

Ostar - Humlar eru mikilvægir og ættu að aukast meðkrafti ostsins, sem og áfengismagnið. Porter, Stout, Bock,Pale Ale, munkabjórar

Ábætir - Hveitibjórar eru góðir með bökum, en sætirdoppelbock eða munkabjórar með þyngri bökum. Meðávaxtaréttum er Lambic eða Berlínar hveitibjór bestur, ogmeð súkkulaði virka Porter eða Imperial Stout vel, eneinnig má prófa Lambic. Fyrir þungar súkkulaðitertur geturverið góð hugmynd að hafa þurran Porter eða Stout, semmótvægi við súkkulaðimassann.

13

B J Ó R

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 13

Page 14: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

14

N Ý T T Í K J A R N AN Ý T T Í K J A R N A

Primaverina MMXXÞetta þægilega og milda rauðvín er ræktað viðstrendur Miðjarðarhafs á Ítalíu af einum stærstavínframleiðanda landsins Mondo del Vino.Rammítölsk samsetning af þrúgum en þær eru 40% Negroamaro, 30% Sangiovese og 30%Montepulciano. Sómir sér vel með pasta, grilluðukjöti, pítsu og ostum.Vínþrúgurnar koma af 20-30ára gömlum vínvið sem gefur víninu karakter ogkraft..Megineinkenni: Ljósrautt. Frekar létt, með jarðar-berjakeim.

Yellow Tail Merlot EEFFJJLLXX

Mikil berjaangan kemur fram í víninu ásamtáströlskum kryddjurtarkeim. Mjúkt tannín nýtursín vel með þroskuðum dökkum berjum, ör-litlum kaffikeim og kryddi.Vínið er nokkuðbragðmikið með góða mýkt. Þessi skemmtilegiÁstralíubúi með sinn kryddaða keim fer vel meðbæði ljósu og dökku kjöti, sérlega góður meðgrillsteikum, folaldakjöti,mjúkum ostum og einnog sér.Megineinkenni: Dökkfjólurautt. Mjúkt og höfugtmeð sætum ávexti.

Yellow Tail Shiraz EEFFJJLLXX

Í angan hefur Shiras mikla berja- og vanillu- ogeikarangan. Milda jarðartóna með mjúkum, þrosk-uðum sætukeim sem kemur fram í frábæru jafn-vægi á móti mildu tannín. Þetta er sérlega góðurÁstrali sem fer vel með nautasteik t.d Chateaubriand í rauðvínssósu, piparsteikum, kengúrusteik,kjötpasta, bragðmiklum ostum svo sem Brie ogkastali.

Megineinkenni: Fjólurautt. Mjúkt og höfugt meðsætum ávaxtakeim og eukalyptustónum.

Pearly Bay Dry Red DDFFMMXX

Djúprauður litur. Ljúfur ilmur af berjum og mintu.Auðdrekkanlegt vín, líflegt og gott. Pearly Bay Redhentar einstaklega vel með grillmat sem ogöðrum kjötréttum, t.d. pottréttum, einnig gottmeð pítsum, eða bara eitt og sér.

Megineinkenni:Fjólurautt. Meðalfylling, höfugt með grösugum ogheitum ávexti.

Uppruni: Ítalía

Magn og vínandi: 3000 ml 11,5%

Framleiðandi: MGM

Berjategund: Negroamaro, Montepulciano, SangioveseVörunúmer: 08440Verð: 2990

Uppruni: Ástralía

Magn og vínandi: 750 ml 13,5%

Framleiðandi: Casella Wines

Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: MerlotVörunúmer: 05130Verð: 1290

Uppruni: Ástralía

Magn og vínandi: 750 ml 13,5%

Framleiðandi: Casella Wines

Árgangur: 2002

Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: SyrahVörunúmer: 05131Verð: 1290

Uppruni: Suður-Afríka

Magn og vínandi: 3000 ml 14%Framleiðandi: KWV

Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CKjörtími og kjörhiti: 16-18°CVörunúmer: 08677Verð: 3190

R A U Ð V Í N

Hér eru kynntar nýjar tegundir sem komu í kjarna í september og október.

Árgangur: 2003

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 14

Page 15: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

15

R A U Ð V Í N

Masi Modello delle Venezie DDMMXXNorður-Ítalía er þekkt fyrir margt, en líklega helstfyrir tískuborgina Milano og Verona þar sem aðRómeo og Júlía áttu heima. Masi vínin eru ævintýrilíkust. Modello Rosso er unnið úr tveim þrúgumCorvina og Raboso Veronese.Vínið hentar vel meðsúpum, pasta og rísottói.

Megineinkenni: Rautt. Frekar létt, milt og ávaxtaríkt.

Peter Lehmann Wildcard ShirazDDFFMMXX

Peter Lehmann Wild Card Shiraz hefur mjúkanmildkryddaðan ávöxt þar sem greina má vott afpipar og nýrri eik og sætan ávöxt í eftir-bragðinu.

Megineinkenni: Rautt. Bragðmikið, ilmríkt, meðsætum anís og ávaxtakeim.

Dievole Rinascimento DDEEFFMMXXRinascimento er endurfæðing tveggja aldagamallavínþrúgna Toskana sem eru Malvasia Nera (80%)og Canaiolo a Raspo Rosso. Útkoman er yndislegtvín með krydduðum tónum í bland við fínlegaberjaangan. Myndir af víngerðarmönnum Dievoleprýða flöskumiðana þar sem sjálfur Mario diDievole vill koma á framfæri hverjum skal hampaðþegar svona góð vín eru framleidd.

Megineinkenni: Rautt. Meðalfylling, ferskt meðkrydduðum jarðarkeim.

Uppruni: Ítalía

Magn og vínandi: 750 ml 12%Framleiðandi: Masi Agricola

Árgangur: 2002

Kjörtími og kjörhiti: 16-18°Vörunúmer: 07995Verð: 1190

Uppruni: Suður-Ástralía

Magn og vínandi: 750 ml 14%

Framleiðandi: Peter Lehmann

Árgangur: 2001

Kjörtími og kjörhiti: 16-18°CBerjategund: Syrah

Vörunúmer: 05249Verð: 1190

Uppruni: Ítalía

Magn og vínandi: 750 ml. 12,5%

Framleiðandi: Dievole s.p.a

Árgangur: 2001

Kjörtími og kjörhiti: 16-18°Berjategund: Sangiovese, CanaioloVörunúmer: 05518Verð: 1580

Lagunilla Gran Reserva ffllxxRauðbrúnn litur, með nokkurri eikarangan, kaffiog suðusúkkulaði.Vel kryddaður í bragði, sætaaf rommrúsínum, vanillu og dökku súkkulaði.Góð og mikil fylling frá byrjun til enda.Vín semsamsvarar sér vel í alla staði og myndi hentasérlega vel með gæs eða hreindýri í sultuðumsósum, villibráðapate og dökku kjöti.

Megineinkenni: Ryðrautt. Meðalfylling, meðþroskuðum ávexti, jarðar- og eikarkeim.

Uppruni: Spánn

Magn og vínandi: 750ml, 12,5%

Framleiðandi: Bodegas Lagunilla S.A.

Árgangur: 1997

Berjategund: Garnacha,TempranilloVörunúmer: 08594Verð: 1690

Uppruni: Ítalía, Sikiley

Magn og vínandi: 750ml, 14,5%Framleiðandi: Casa Vinicola Firriato

Árgangur: 2002

Berjategund: Nero d'Avola, SyrahVörunúmer: 04770Verð: 1690

Santagostino Baglio Soria EEFFHHLLYYVínið fær fjögur glös hjá Þorra í Gestgjafanumog 18/20 hjá Steingrími í Morgunblaðinu.Kröftugur, sikileyskur karakter með alþjóðleguyfirbragði.

Megineinkenni: Fjólurautt. Bragðmikið og höfugt,þétt með krydduðum ávaxtakeim. Nokkuðstamt.

Delicato Merlot DDEEJJMMXX

Vínið er þægilegt og milt með djúprauðan lit.Ávaxtabragð þar sem plómur og hindber eru alls-ráðandi. Ending bragðsins er talsverð og þá tekursúkkulaði- og kaffitónar yfirhöndina.Vínið passareinstaklega vel með léttari steikum eins og lambiog nauti. Það getur líka staðið eitt og sér. Þolirgeymslu í þrjú til fjögur ár, en best er að njótavínsins strax.

Megineinkenni: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, mjúkt,með krydduðum ávaxtakeim.

Uppruni: Bandaríkin, Kalifornía

Magn og vínandi: 750ml, 13,5%

Kjörtími og kjörhiti Tilbúið til drykkjar, 16-18°C

Framleiðandi: Delicato Family Vineyards

Árgangur: 2002

Berjategund: Merlot

Vörunúmer: 06400Verð: 1690

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 15

Page 16: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

16

H V Í T V Í N / S T E R K T V Í N

Ernest & Julio Gallo Sierra ValleyChardonnay aacciixxFerskt og aðgengilegt vín, meðalfyllingsuðrænir ávaxtatónar.

Megineinkenni:Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með karamellu-keim.

Uppruni: Bandaríkin, Kalifornía, 2001

Magn og vínandi: 3000 ml 13,5%Framleiðandi: Ernest & Julio Gallo

Berjategund: ChardonnayVörunúmer: 05239

Moselland Riesling Kabinett AAkkooxxRiesling þrúgan er stundum kölluð göfugastaþrúgan, jafnvel konungur hvítra þrúgna. Rieslinghefur snarpan og frískandi karakter. Ávaxtaríksýran sameinast sætleika þrúgunnar, sem gefurvíninu þennan mikla ferskleika. Góður stíll er fyrirhendi og þægileg uppbygging sem gefur víninu milt og gott yfirbragð. Hentar vel með salötum,léttum sjávarréttum, kjúklingaréttum og asískummat. Einnig sérlega gott eitt og sér.Megineinkenni: Fölgrænt. Létt, hálfsætt, með krydd-uðum ávexti.

Uppruni: Þýskaland, Mosel-Saar-Ruwer

Magn og vínandi: 3000 ml 7,5%Framleiðandi: Moselland

Árgangur: 2002

Vörunúmer: 07487Verð: 2490

Árgangur: 2003

Planeta Alastro CCDDXXFyrirtækið Planeta á Sikiley hefur verið eitthvertmest spennandi nýja fyrirtækið í vínheiminum í dag.Gert úr Grecanico og Chardonnay þrúgum, fágaðen þróttmikið vín sem passar vel með öllum betrifiskréttum og jafnvel austrænni matreiðslu.

Megineinkenni: Gult, þungt, bragðmikið, mjúkt ogmargslungið með sítrus-, eikar- og suðrænumávaxtakeim.

Uppruni: Ítalía, Sikiley

Magn og vínandi: 750 ml 13%

Framleiðandi: Planeta s.a.s.

Berjategund: Grecanico, ChardonnayVörunúmer: 04706Verð: 1450

Pfaffenheim Tokay Pinot Gris aaddllxxAlsace vínin hafa löngum verið vinsæl hér heima ogflestir ættu orðið að kannast við vínin fráPfaffenheim. Hér er á ferðinni svokallað standardvín frá Pfaffenheim, fullt af suðrænum ávöxtummeð góðri fyllingu og hunangstónum.

Megineinkenni: Gult. Þurrt og bragðmikið. Ilmríktmeð sætum ávaxtakeim. Sýruríkt.

Frapin VS Luxe Frapin VS Luxe Cognac í 16. aldar karöflu í einföld-um og huggulegum gjafaumbúðum. Framleitt úrsérvöldum þrúgum á Frapin landareigninni.Domaine Pierre Frapin er staðsett í hjarta Cognachéraðs þar sem einungis er framleitt afbragðskoníak sem hefur vottunina Grande ChampagneCognac.

Megineinkenni: Gullið. Þétt og mjúkt með sætu-votti. Grösugt með keim af telaufi og þurrkuðumávöxtum.

Vörunúmer: 05187

Scottish Leader Bragðmikið með góðum keim af vanillu, reyk ogmalti sem og töluverður mó-keimur.Viskí meðsnert af vanillu, langt eftirbragð.

Megineinkenni: Ljósgullið, með þurrumleðurkeim.

Verð: 3590

Uppruni: Frakkland,Alsace

Magn og vínandi: 750 ml 13,5%

Framleiðandi: Pfaffenheim

Árgangur: 2002

Berjategund Pinot Gris Vörunúmer: 03066Verð: 1390

Magn og vínandi: 700 ml 40%

Framleiðandi: Cognac Frapin

Árgangur: 2003

Verð: 3890

Berjategund: Riesling

Uppruni: Frakkland, Cognac

Magn og vínandi: 1000 ml 40%Framleiðandi: Burn Stewart

Árgangur: 2003

Verð: 4380

Uppruni: Stóra Bretland

Vörunúmer: 04441

Kjörtími og kjörhiti 9-11°C. Eftir opnun 4-6 vikur

Kjörtími og kjörhiti 10-12°C. Eftir opnun 4-6 vikur

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 16

Page 17: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

17

B J Ó R / Á F E N G T G O S

Bavaria CrownBavaria Crown er hollenskur lagerbjór, 4,3% aðstyrkleika, kaloríuminni en Bavaria Premium oger einn sá ódýrasti sem í boði er í Vínbúðumþessa dagana í hálfs líters dósum. Hann er frábjórframleiðandanum Bavaria Holland Beer semer annar stærsti bjórframleiðandi Hollands.

Megineinkenni: Gullinn. Meðalfylling, mjúkur meðsætum kornkeim.

Uppruni: Holland

Magn og vínandi: 500 m 4,3%

Framleiðandi: Bavaria

Vörunúmer: 07819Verð: 149

Caribbean Twist Pina Colada Jamaica stemmning allt árið, nú er þessi vinsælavara komin í stórar umbúðir. Caribbean Twist Pina Colada er eins ferskur og kokteillinn jafnvelferskari vegna þess að það í honum er kolsýrasem gerir hann líflegan og svalandi. Þægilegt miltog ferskt bragð af kókoshnetum og ananas gerirþennan drykk frábæran sem fordrykk eða fyrir þá sem langar í eitthvað annað en bjór.Megineinkenni:Jökulárhvítt. Ferskt og sætt með kókos- ogananaskeim.

Uppruni: Stóra Bretland

Magn og vínandi: 700 ml 5,4%Framleiðandi: Halewood International

Vörunúmer: 04633Verð: 693

Stella Artois Stella Artois er Super Premium lagerbjór þar semekkert er til sparað í framleiðsluaðferðum. StellaArtois er sérstaklega fágaður og vandaður bjórþar sem jafnvægið er fullkomið.Tær og svalandimeð áferð sem verður mátulega þurr er huml-arnir ná að gera vart við sig. Einstaklega gott jafn-vægi í ilm og bragði. Bragðmikill með innslagi afmalti og humlum, örlítið beiskur.Megineinkenni: Ljósgullinn. Meðalfylling, léttkrydd-aður maltkeimur, nokkur beiskja.

Uppruni: Belgía

Magn og vínandi: 500 ml 5,2%

Framleiðandi: Interbrew

Vörunúmer: 06169Verð: 221

Prins KristianEinn sterkur úr Danaveldi, kraftmikill og endingar-góður.

Megineinkenni: Ljósgullinn. Meðalfylling, nokkuðbeiskur, mjúkur og grösugur.

Uppruni: Danmörk

Magn og vínandi: 330 ml 5,3%

Framleiðandi: Bryggeriet Vestfyen

Vörunúmer: 06175Verð: 153

Munurinn á eplasafa ogeplasíder liggur í því að

eplasafinn er gerilsneyddur ensíderinn ekki.

Koníak þroskast ekki eftir að það er komið á flöskur

heldur miðast aldur þess við tunnuþroskun.VS koníak hefur

þroskast a.m.k. 3-5 ár á tunnum.VSOP a.m.k. 4½-10 ár. Napoleon

7-15 ár og XO er oft yfir 20 ára gamalt.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 17

Page 18: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

18

R 05725 Bodegas Lavaque Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1280Calchaqui: Dökkrautt. Þétt, mjúkt og höfugt, með krydduðum og grösugum sólberjakeim.ELX

R 05702 Bodegas Lavaque Merlot 750 ml 14,5% 1280Calchaqui: Dökkryðrautt. Þétt, mjúkt og höfugt, með sólbökuðum berja- og kryddkeim.EFHLX

R 05720 Bodegas Lavaque Syrah 750 ml 14% 1280Calchaqui: Dökkrautt. Kröftugt, með kröftugu berjabragði og nokkurri stemmu.ELY

R 05378 Graffigna Malbec 750 ml 13% 990San Juan: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, berjaríkt með léttri stemmu.DEFMY

Mendoza05093 Alamos Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1290

Fjólublátt. Ilmríkt, eikar og berjailmur. Bragðmikið, þétt, nokkuð tannískt bragð.EJY

05095 Alamos Malbec 750 ml 13,5% 1290Fjólurautt. Bragðmikið, þétt, með krydduðum berja- kaffi- og eikarkeim.DEFJX

R 07349 Alta Vista Alto 750 ml 13,9% 4790Dimmrautt. Kröftugt, með þéttum berja- og eikarkeim og löngu margslungnu eftirbragði.Tannískt.EHLY

R 05334 Alta Vista Bonarda 750 ml 13,5% 1500

R 05507 Alta Vista Grande Reserve Malbec 750 ml 14% 1980Dökkrautt. Meðalfylling, höfugt og mjúkt með þéttri eik og ávaxtakeim.EFLY

R 05232 Alto Agrelo Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1390

R 08366 Angaro Cabernet Sauvignon Tempranillo 750 ml 13,5% 990Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt með léttri stemmu.DFMX

R 08365 Angaro Malbec Syrah 750 ml 13,5% 1040Dökkfjólurautt. Frekar bragðmikið, með sætum ávaxtakeim og léttri stemmu.DEFJX

R 05357 Argento Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190Fjólublátt. Bragðmikið og þétt, með krydduðu berjabragði.DFMX

R 05358 Argento Malbec 750 ml 13% 1190Fjólublátt. Bragðmikið og berjaríkt. Ungt.DMX

05409 Astica Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 3290Rautt. Höfugt, berjaríkt.MX

07347 Balbi Malbec Shiraz 750 ml 13% 1090Rautt. Meðalfylling, léttkryddað ávaxtabragð, ferskt.DIJMX

R 09141 Beta Crux 750 ml 14% 2580Valle de Uco: Dökkfjólurautt. Kröftugt, með fínlegum eikar og ávaxtakeim. Nokkuð stamt.EFLY

R 05088 Catena Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1590Dökkfjólurautt. Bragðmikið, með löngu eikarbragði, fínlegt.EFLY

R 05087 Catena Malbec 750 ml 14% 1590Fjólublátt. Bragðmikið með kaffi- eikarkeim. Fínlegt.DEY

R 05080 Dona Paula Malbec 750 ml 14,5% 1480Lujan de Cuyo: Dökkrautt. Þungt, kryddað og grösugt.EY

07348 Etchart Rio de Plata Malbec 750 ml 12,5% 1090Ljósrautt. Meðalfylling, ferskt með ávaxtakeim.DLMX

07918 Finca Flichman Syrah 750 ml 14,5% 1150Rautt. Höfugt, með grösugum kryddkeim og þéttum ávexti.EFJLX

R 04273 Finca Santa Maria Malbec 750 ml 12,5% 1290

R 05076 Los Cardos Malbec 750 ml 13,5% 990Lujan de Cuyo: Fjólurautt. Höfugt, berjaríkt með nokkurri remmu.DEMX

R 08730 Martins Andino Malbec-Bonarda 750 ml 13,5% 890

R 08583 Martins Tempranillo 750 ml 14,5% 1090

07562 Santa Ana Cabernet Sauvignon Cepas Privadas 750 ml 13,5% 1280Dökkfjólurautt. Þungt, berjaríkt og eikað. Ungt.ELZ

04262 Santa Julia Tempranillo 750 ml 13% 1250Dökkfjólurautt. Meðalfylling, létt stemma með eikar-, krydd- og kaffikeim.EFLY

08201 Terralis Shiraz - Malbec kassavín 3000 ml 13% 3220Dökkrautt. Þungt, með bökuðum ávaxtakeim. Stamt.DMX

R 05448 Terrazas Alto Cabernet Sauvignon 750 ml 13,6% 1390Fjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, berjaríkt og kryddað.FHJY

R 05449 Terrazas Alto Malbec 750 ml 13,5% 1390Fjólurautt. Ilmríkt. Braðmikið, berjaríkt með eikarkeim.DFJMY

03047 Trapiche Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Fjólurautt. Þungt, mjúkt, stamt með fíngerðum berjakeim.EFLY

R 07996 Trapiche Cabernet Sauvignon Oak Cask 750 ml 13,5% 1190

07992 Trapiche Malbec Oak Cask 750 ml 13,5% 1190Dökkrautt. Höfugt með eikar og kryddkeim.EFLX

R 03955 Trapiche Pinot Noir Oak Cask 750 ml 13,5% 1190

R 04851 Trivento Bonarda 750 ml 13% 1040

07033 Trivento Reserve Cabernet Malbec 750 ml 13,5% 1190Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt, með eikarkeim. Létt stemma.EFLX

07035 Trivento Sangiovese 750 ml 13,5% 960Rautt. Þungt og þétt, nokkuð rammt.EX

07036 Trivento Syrah 750 ml 12,5% 990Fjólurautt. Meðalfylling, með rauðum berja- og ávaxtakeim.DFMX

R 09140 Urban 750 ml 14% 1640Valle de Uco: Fjólurautt. Bragðmikið og höfugt, ávaxtaríkt og nokkuð stamt.DEFLX

V Ö R U S K R Á G I L D I R T I L 3 0 . N Ó V E M B E RV Ö R U S K R Á G I L D I R T I L 3 0 . N Ó V E M B E RR A U Ð V Í N

Argentína

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Rauðvín eru gerjuð úr dökkum vínþrúgum. Styrkur vínanda er oftast á bilinu 11 til 14%Tegundir sem eru merktar R eru í reynslusölu og fást aðeins í Heiðrúnu og Kringlunni. R eru nýjar vörur í reynslusölu.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 18

Page 19: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

19

R 02052 Lenz Moser Blauer Zweigelt 750 ml 12,5% 1140Neusiedlersee

R 05689 Lenz Moser Neckenmarkt Blaufrankisch 750 ml 13% 1240Mittelburgenland: Rautt. Meðalfylling, þurrt með léttum ávexti.IMX

R 06458 Banrock Station Shiraz Mataro 750 ml 13% 1090Ljósrautt. Meðalfylling, milt með fínlega krydduðum skógarkeim.FJLX

08471 Barramundi Cabernet Merlot kassavín 3000 ml 13% 3590Rautt. Meðalfylling mjúkt og ávaxtaríkt.EFJMOX

02064 Black Opal Cabernet Merlot 750 ml 12,5% 1290Fjólurautt, meðalfylling, mjúkt og berjaríkt með léttri stemmu.EFJMX

R 06781 De Bortoli Deen Vat 8 Shiraz 750 ml 13% 1460

06779 De Bortoli Deen Vat 9 Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1390Dökkrautt. Kröftugt, mjúkt, berjaríkt með kryddkeim.EFJLX

R 04223 Garnet Point Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1190Rautt. Mjúkt, kryddað og ávaxtaríkt með léttri stemmu.DEJLMX

R 05264 Hanwood Estate Shiraz 750 ml 13,5% 1290Dökkfjólublátt. Kröftugt, mjúkt með eik og léttri stemmu.Kryddað með sætum ávexti.EFHLY

02219 Hardy’s Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 14% 1390Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með eikar- og ávaxtakeim.DFJKX

R 07087 Hardys Nottage Hill Shiraz 750 ml 14% 1390Dökkfjólurautt. Höfugt og mjúkt með krydduðu berjabragði.EFJLX

06460 Hardys Stamps Shiraz Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1090Dökkfjólurautt. Ilmríkt með vanillu og karamellukeim. Mjúkt með sætu berjabragði.DFJX

R 07352 Jacob’s Creek Grenache Shiraz 750 ml 14% 1190Ryðrautt. Bragðmikið, með sultuðum kryddkeim.FJKLY

R 05693 Jacob’s Creek Merlot 750 ml 14% 1190

03412 Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 750 ml 14% 1130Rautt. Höfugt, grösugt, með kryddaðan ávöxt.DJLX

R 05261 Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 187 ml 13,5% 351Fjólurautt. Frísklegt, meðalfylling með kryddaðri eik og berjakeim.DEIMX

R 09203 Jindalee Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1190Murray Darling: Rautt. Meðalfylling, með létt krydduðum ávexti.DFMX

R 09202 Jindalee Merlot 750 ml 14% 1190Murray Darling: Rautt. Meðalfylling, með mjúkum ávexti.EFLMX

R 09205 Jindalee Shiraz 750 ml 14% 1190Murray Darling: Rautt. Meðalfylling með sætum,krydduðum ávexti.DFLMX

06488 Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1290Dökkrauður. Meðalfylling, mjúkt, berjaríkt með blómlegum eikarkeim og léttu kryddi.DFJLXY

01222 Lindemans Bin 50 Shiraz 750 ml 13,5% 1290Rautt. Kröftugt, með krydduðum og létt sætum berja- og ávaxtakeim.Létt stemma.EFJLX

00183 Lindemans Cawarra Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1090Dökkfjólurautt. Höfugt, berjaríkt, þétt, nokkuð stamt.DJX

R 05961 Lisa McGuigan Tempus Two Merlot 750 ml 13,5% 1250Rautt. Bragðmikið með krydduðum jarðar og berjakeim. Stamt.DJMX

R 05922 Lisa McGuigan Tempus Two Shiraz 750 ml 13,5% 1250Rautt. Meðalfylling með krydduðum ávaxtakeim.EFHJY

R 05866 McGuigan Black Label 750 ml 13% 1190Rautt. Meðalfylling, með mjúkum, sætum ávaxta og kryddkeim.DFMX

R 05865 McGuigan Black Label Merlot 750 ml 13,5% 1290Rautt. Meðalfylling, með mjúkum ávexti.DJMX

R 05927 McGuigan Black Label Shiraz 750 ml 13,5% 1290Rautt. Bragðmikið með mjúkum og krydduðum ávaxtakeim.Létt stemma.EFJX

R 05714 Nottage Hill Merlot 750 ml 13,5% 1390

08032 Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet Sauvignon 375 ml 13,5% 790Dökkrautt. Bragðmikið, þétt og berjaríkt með grösugum kryddkeim.EFJLX

08025 Penfolds Rawson’s Retreat Shiraz Cabernet 750 ml 14% 1190Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt, með berja- og karamellukeim.JOX

07945 Peter Lehmann Weighbridge Shiraz 750 ml 14% 1260Rautt. Höfugt, með sætum berjakeim.DEFMX

R 05699 Quarry Hill Shiraz 750 ml 13,5% 1190Ljósrautt. Meðalfylling með ferskum rauðum berjakeim.Létt kryddað.DFMX

07117 Rosemount Cabernet Merlot 750 ml 13,5% 1290Fjólurautt. Höfugt, mjúkt, berjaríkt.EFJLX

03496 Rosemount Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290Dimmfjólurautt. Bragðmikið, ferskt, ávaxtaríkt, með berja og kryddkeim. Nokkur stemma.EFJLY

07122 Rosemount Merlot 750 ml 14% 1290Dökkfjólurautt. Höfugt, grösugt með bökuðum ávexti.EFHJX

03495 Rosemount Shiraz 750 ml 14% 1290Dökkrautt. Kröftugt, mjúkt með þéttum kryddkeim.EFHJLX

01620 Rosemount Shiraz Cabernet 750 ml 13% 1190Dökkfjólurautt. Bragðmikið, berjaríkt, létt stemma.DIJX

R 05954 Rosemount Shiraz Mataro Grenache 750 ml 13,5% 1150

07561 Salisbury Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 990Mjúkt og berjaríkt.CDIJM

R 05439 Wilderness Estate Shiraz kassavín 3000 ml 13,5% 3790Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, með krydduðu berjabragði. Létt stemma.DEFMX

R 08785 Wyndham Bin 555 Shiraz 750 ml 14,5% 1490

R 05128 Yellow Tail Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sæt krydduðum berjakeim.FJMX

05130 Yellow Tail Merlot 750 ml 13,5% 1290Dökkfjólurautt. Mjúkt og höfugt með sætum ávexti.EFJLX

05131 Yellow Tail Shiraz 750 ml 13,5% 1290Fjólurautt. Mjúkt og höfugt með sætum ávaxtakeim og eukalyptustónum.EFJLX

Nýja Suður-WalesR 08745 Rosemount Hill of Gold Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1850

Mudgee

R 08735 Rosemount Hill of Gold Shiraz 750 ml 14,5% 1850Mudgee

Suður-Ástralía

04409 Angove’s Bear Crossing Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 14% 1090Fjólurautt. Meðalfylling, ferskt berjabragð.DMX

03034 Angove’s Long Row Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1190Rautt. Höfugt, ferskt, mjúkt með krydduðum berjakeim.EJX

07851 Angove’s Long Row Shiraz 750 ml 14% 1190Rautt. Kröftugt, ferskt, sýruríkt, með grösugum berjakeim.EHX

07863 Angove’s Sarnia Farm Padthaway Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1390Padthaway: Ryðrautt. Bragðmikið með sultuðum og krydduðum ávaxtakeim.EFJMX

07848 Angove’s Stonegate Cabernet Shiraz 750 ml 14% 990Rautt. Höfugt, þétt, með berja- og ávaxtakeim. Nokkuð stamt.DFJMX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

ÁstralíaÁströlsk vín eru oft mjúk og ávaxtarík. Helstu rauðu þrúgurnar eru Shiraz og Cabernet Sauvignon

Helsta hérað Ástralíu, Mjúk, ávaxtarík og bragðmikilvín, einkum úr Shiraz og Cabernet

Austurríki

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 19

Page 20: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

20

R A U Ð V Í N

04732 Boomerang Bay Cabernet Shiraz 750 ml 13,5% 990Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með sætum ávexti.DFJOX

R 07081 Chateau Reynella Shiraz 750 ml 13,5% 2670McLaren Vale

R 05260 Jacob’s Creek Reserve Shiraz 750 ml 13,5% 1690Dökkrautt. Kröftugt, berjaríkt og kryddað, með nokkurri stemmu.EFHJLY

R 05628 Kay Brothers Block 6 Shiraz 750 ml 14,1% 5090McLaren Vale

R 05627 Kay Brothers Hillside Shiraz 750 ml 14,1% 4190McLaren Vale

04705 Lindemans Reserve Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1390Dökkfjólurautt. Þungt, ávaxtaríkt og kryddað, með kraftmiklu eftirbragði.EFJY

08291 Lindemans Reserve Shiraz 750 ml 14% 1390Dökkrautt. Bragðmikið, með fersku kryddi og grösugum ávexti.EFIJLX

00185 Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1390Dökkrautt. Höfugt, með krydduðum og grösugum ávaxtakeim.EFLY

07760 Peter Lehmann Clancy’s 750 ml 14% 1670Dökkrautt. Bragðmikið, kryddað, með grösugum jarðarkeim.EFJLXY

05249 Peter Lehmann Wildcard Shiraz 750 ml 14% 1190Rautt. Bragðmikið, ilmríkt, með sætum anís og ávaxtakeim.DFMX

07893 Rosemount GSM 750 ml 14,5% 1990McLaren Vale: Þungt og eikað með sultuðum ávexti, kryddað.EFHLY

07938 Rosemount Traditional 750 ml 13,5% 1890McLaren Vale: Dökkrautt. Þungt, sýruríkt með grösugum og krydduðum keim.EFLY

02065 Wolf Blass Presidents Selection Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1990Bragðmikið, kryddað og berjaríkt. Sýruríkt.EH

R 02060 Wolf Blass Presidents Selection Shiraz 750 ml 13,5% 2100Þungt, eikað og kryddað, góður ávöxtur.EFHJL

01973 Wolf Blass Red Label Shiraz Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1360Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, með eikar- og ávaxtakeim.EFLX

03770 Wolf Blass Shiraz 750 ml 13% 1390Rautt. Meðalfylling, með ferskum ávaxta og berjakeim.CDIMX

02057 Wolf Blass Yellow Label Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1490Bragðmikið, þétt, kryddað og berjaríkt.EFJL

R 07503 Yalumba Oxford Landing Merlot 750 ml 14,5% 1390Ryðrautt. Meðalfylling, sætbakað, með krydduðum sveskju- og ávaxtakeim.FJX

Suður Ástralía - BarossaR 02683 Grant Burge Filsell 750 ml 14% 1790

R 07143 Grant Burge Hillcot Merlot 750 ml 13,5% 1860

07769 Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1560Dökkrautt. Bragðmikið, þétt með krydduðum eikarkeim.Létt stemma.EFJLY

R 05246 Peter Lehmann Grenache 187 ml 14% 393Ljósrautt. Mjúkt en höfugt, með indverskum kryddkeim.Nokkur remma.EFKX

07359 Peter Lehmann GSM 750 ml 14,5% 1440Rautt. Höfugt, með ávaxta og kryddkeim.DFLXY

08788 Peter Lehmann Mentor 750 ml 14% 2890Dökkrautt. Þungt með keim af mintu og karamellu. Kryddað og margslungið.EFHLYZ

R 05247 Peter Lehmann Merlot 750 ml 13,5% 1690Dökkrautt. Kröftugt, mjúkt, þétt, með krydduðum ávaxtakeim.EFJLY

07360 Peter Lehmann Shiraz 750 ml 14% 1490Höfugt, mjúkt, með léttri stemmu. Kryddað.FJLX

R 08793 Peter Lehmann Stonewell Shiraz 750 ml 14% 3390Dökkrautt. Kröftugt, kryddað með eikar, kakó og ávaxtakeim. Langt.EFHLYZ

R 05248 Peter Lehmann The Futures Shiraz 750 ml 14% 1790Dökkrautt. Ilmríkt, þungt, mjúkt, þétt með mintu og eikarkeim.EFHJLY

Vestur Ástralía R 04717 Palandri Cabernet Merlot 750 ml 14% 1990

Margaret River

VictoriaR 07544 Brown Brothers Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1390

R 07548 Brown Brothers Everton 750 ml 13,5% 1360

R 07543 Brown Brothers Merlot 750 ml 13,5% 1390

R 07549 Brown Brothers Shiraz 750 ml 14% 1490

R 05155 Oakridge Estate Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 1590Ryðrautt. Bragðmikið, með krydduðum, sultuðum jarðarkeim.Þroskað.EFLX

Kalifornía07006 Beringer Merlot 750 ml 13,5% 1580

Rautt. Ilmríkt. Bragðmikið, mjúkt, kryddað með eikar og ávaxtakeim.EFJLX

01777 Beringer Zinfandel 750 ml 13,5% 1590Ávaxtaríkt og kryddað. Bragðmikið.EH

00194 Blossom Hill 750 ml 13% 1090Höfugt, mjúkt og berjaríkt.DJMOX

R 05647 Bonterra Shiraz Carignane Sangiovese 750 ml 14% 1840

07876 Carlo Rossi California Red 1500 ml 12% 1590Létt og ávaxtaríkt.DM

07939 Carlo Rossi California Red 750 ml 12% 890Létt, hálfþurrt, ferskt og berjaríkt. ADIMOX

R 05545 Clay Station Shiraz 750 ml 13,5% 1690Lodi

R 07060 Coppola Rosso 750 ml 13,5% 1790

R 09051 Corbett Canyon Ruby Cabernet kassavín 3000 ml 13% 3350Fjólublátt. Meðalfylling, þétt, stamt, með eikar og berjakeim.MX

R 05701 Cutler Creek Shiraz Cabernet 750 ml 13,5% 1090Rautt. Höfugt með ferskum ávaxta og eikarkeim. Létt stemma.FLMX

03619 Cypress Merlot 750 ml 13% 1390Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt með sætum berjakeim.EFJLMX

R 05881 Delicato Merlot 187 ml 13,5% 320

06400 Delicato Merlot 750 ml 13,5% 1220Dökkfjólurautt. Bragðmikið, mjúkt, með krydduðum ávaxtakeim.DEJMX

R 05878 Delicato Shiraz 187 ml 13,5% 320

R 06401 Delicato Shiraz 750 ml 13,5% 1290

00125 Ernest & Julio Gallo Ruby Cabernet 750 ml 13,5% 990Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt.BDIJKO

05238 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. kassavín 3000 ml 14% 3490Dökkrautt. Höfugt og mjúkt með sætum bökuðum ávexti og römmu eftirbragði.DJOX

R 05932 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. 750 ml 14% 1090Fjólurautt. Höfugt, mjúkt, berjaríkt með sætum keim.DEFJX

07924 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Zinfandel 750 ml 14% 1090Rautt. Höfugt, mjúkt með sætum ávaxtakeim.EFJLMX

01818 Fetzer Eagle Peak Merlot 750 ml 13,5% 1190Rautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt með léttum eikarkeim.FJMNX

06438 Fetzer Valley Oaks Zinfandel 750 ml 13,5% 1390Mjúkt, berjaríkt með sætum keim.EFJL

R 05619 Francis Coppola Diamond Merlot 750 ml 13,5% 2230Rautt. Höfugt, ilmríkt, kryddað, ávaxtaríkt, með eikar- og jarðarkeim.Létt stemma.EFLY

R 07059 Francis Coppola Diamond Zinfandel 750 ml 13,5% 2240

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

BandaríkinMikilvægasta vínræktarríki Bandaríkjanna. Flestar þrúgurdafna vel, helstar eru Cabernet Sauvignon og Zinfandel

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 20

Page 21: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

21

R A U Ð V Í N

R 09052 Franzia Merlot kassavín 3000 ml 12% 3190Fjólurautt. Frekar létt, ungt, berjaríkt. Létt stemma.DMX

04211 Garnet Point Zinfandel Barbera 750 ml 14% 1190Ljósfjólublátt. Höfugt með berjakeim.MX

R 04213 Glen Ellen Merlot Reserve 750 ml 13,5% 1050Fjólurautt. Höfugt og mjúkt, kryddað, með eikar- og berjakeim.DEJLX

R 09053 Gray Fox Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 990Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sætum vanillu og berjakeim.DJX

R 09058 Gray Fox Merlot 750 ml 13% 990Rautt. Meðalfylling, milt, mjúkt, grösugt og berjaríkt.DJX

R 06363 Ironstone Cabernet Franc 750 ml 13,5% 1490

R 04221 Ironstone Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1490

R 06375 Ironstone Merlot 750 ml 14% 1490

R 06339 Ironstone Shiraz 750 ml 13,5% 1490

R 06360 Ironstone Zinfandel 750 ml 14,5% 1490

07969 Landiras Californian Red kassavín 3000 ml 12,5% 3570Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sultuðum keim.DEMX

R 04307 Painter Bridge Zinfandel 750 ml 13% 1190Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með sætum ávaxta- og vanillukeim.DFJX

07582 Parsons Creek Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Höfugt, þétt og kryddað með eikarkeim.EFHLY

R 00189 Paul Masson Burgundy 1000 ml 12,5% 1320Létt og þurrt.

R 00190 Paul Masson Burgundy 1500 ml 12,5% 1790Rautt. Frekar létt og milt með jarðarberjakeim.DIJMX

R 04232 Redwood Creek Cabernet 750 ml 13,5% 1390

04166 Rivercrest Ruby Cabernet kassavín 3000 ml 13% 3290Dökkfjólurautt. Meðalfylling, með sæt krydduðum jarðar- og berjakeim.MOX

R 02394 Robert Mondavi Private Selection Cabernet Sauv. 750 ml 13,5% 1690Höfugt, stamt, fínlegt með mildum ávaxta og eikarkeim.EFLY

R 09215 Sierra Valley California Red 750 ml 13% 890Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt með sætum og ferskum berjakeim.DFLMX

05032 Stone Cellars Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1270Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt með krydduðum eikarkeim.DFJX

05033 Stone Cellars Merlot 750 ml 13% 1270Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt og kryddað.EFHJLX

03966 Stone Cellars Zinfandel 750 ml 13,5% 1270Dökkrautt. Bragðmikið með kydduðum og sætum berjakeim.EFJLX

06405 Stonehedge Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190Rautt. Bragðmikið, mjúkt, með létt krydduðum hratkeim.DEFX

06472 Stonehedge Zinfandel 750 ml 14,5% 1190Rautt. Kröftugt, berjaríkt með kryddkeim. Nokkur stemma.EFJX

07734 Sutter Home Cabernet Sauvignon 187 ml 12,5% 350Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt.DJMOX

07931 Turning Leaf Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1190Fjólurautt. Mjúkt og höfugt, berjaríkt.DEFJLMX

R 07345 Turning Leaf Merlot 750 ml 14% 1190Ljósrautt. Höfugt, mjúkt með sætum keim.FJMX

04197 Turning Leaf Zinfandel 750 ml 14% 1190Fjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, berjaríkt með kryddkeim.Létt stemma.EFJLX

R 05315 Western Cellars Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1230

03828 Woodbridge Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290Rautt. Bragðmikið, ávaxtaríkt með grösugum kryddkeim.DFLX

R 08896 Woodbridge Cherokee Station 750 ml 13,5% 1190

R 08899 Woodbridge Syrah 750 ml 14% 1190

Kalifornía - Central Coast 07587 Cypress Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290

Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt með léttri stemmu og eikarkeim.CDEFJLY

R 05770 Firestone Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1590Rautt. Kröftugt, með ferkum ávaxtaríkum krydd og jarðarkeim.EFLY

R 05769 Firestone Merlot 750 ml 13,5% 1590

R 08720 J. Lohr Hilltop Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 3390Paso Robles

R 05343 J. Lohr Paso Robles Merlot 750 ml 13,5% 1790Paso Robles: Rautt. Kröftugt, mjúkt, með eikar og kryddkeim.EFJLY

R 08023 J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1780Paso Robles:Rífleg meðalfylling, nokkuð stamt, með mildum eikar og ávaxtakeim.

R 08717 J. Lohr South Ridge Syrah 750 ml 13,5% 1690Paso Robles

Kalifornía - North Coast 00153 Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1990

Napa Valley: Bragðmikið með berja- ávaxta- og eikarkeim.Stamt.EH

R 05486 Chateau St. Jean Cinq Cépages Cabernet Sauvignon 750 ml 14,4% 5990Sonoma County: Dimmfjólurautt. Kröftugt, ávaxtaríkt með fínlegum eikarkeim. Margslungið, stamt.EFLY

R 05509 Chateau St. Jean Merlot 750 ml 14% 2450Sonoma County: Dökkrautt. Höfugt, þétt með berja og eikarkeim.EFLX

R 04242 Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Cab. S. 750 ml 14% 1590Dimmrautt. Kröftugt, stamt, með þéttri jörð, ávexti og tóbakskeim.EFHLY

02453 Ernest & Julio Gallo Sonoma Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1590Sonoma County: Dimmrautt, þungt, þétt, mjúkt og kryddað.EFHLX

04231 Ernest & Julio Gallo Sonoma County Merlot 750 ml 14% 1690Sonoma County: Djúprautt. Höfugt, nokkuð tannískt. Berjaríkt með eikar-, krydd- og sýrópskeim.EFJLY

R 04252 Rancho Zabaco Zinfandel 750 ml 14% 1790Sonoma County: Fjólurautt. Kröftugt, með berja- og kryddkeim.EFJLY

R 04809 Rodney Strong Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1490Sonoma County: Dökkrautt. Höfugt, berjaríkt, með sætkrydduðum eikarkeim. Stamt.

R 09022 Rodney Strong Knotty Vines Zinfandel 750 ml 15% 1490Sonoma County

R 09023 Rodney Strong Merlot 750 ml 13% 1490Alexander Valley: Rautt. Bragðmikið, mjúkt, berjaríkt, með eikarkeim.DEFX

R 04251 William Hill Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 2090Napa Valley: Rauðbrúnt. Ilmríkt. Bragðmikið, með fínlegum berjakeim. Létt stemma.EFJLY

WashingtonR 02795 Chateau Ste. Michelle Merlot 750 ml 13,5% 1840

R 05132 Chateau Ste. Michelle Syrah 750 ml 13,5% 1540Columbia Valley

02788 Columbia Crest Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1790Columbia Valley: Dökkrautt. Bragðmikið með þroskuðum kryddkeim, eik og ávexti.EHLY

R 05086 Columbia Crest Grand Estates Syrah 750 ml 13,5% 1640Columbia Valley: Fjólurautt. Kröftugt, þétt, ávaxtaríkt, margslungið,tannískt.ELY

02789 Columbia Crest Merlot 750 ml 13% 1790Columbia Valley: Brúnrautt. Bragðmikið, þroskað með sultuðum ávaxta- og kryddkeim.FJLX

04872 Snoqualmie Cabernet Merlot 750 ml 13% 1490Columbia Valley: Meðalfylling, mjúkt, með eikar- og karamellukeim.EFJLY

R 04813 Stimson Merlot 750 ml 13,5% 1290Rautt. Ilmríkt. Höfugt með vanillu og karamellukeim.FJX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 21

Page 22: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

22

R 08913 Domaine Boyar Merlot 750 ml 12,5% 1080

R 09092 Sophia Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1090Dökkrautt. Bragðmikið með berja, lakkrís og gúmmíkeim.Stamt.EFX

R 08687 Tcherga 750 ml 13% 1190Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt og mjúkt með safaríku berjabragði.Nokkuð stamt.DEFLX

R 05677 1865 Cabernet Sauvignon Reserva 750 ml 14% 1580Maipo

R 05678 1865 Carmenére Reserva 750 ml 13,5% 1580Maule

R 05686 35 South Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1250Lontue

R 06174 35 South Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 3750

R 05688 35 South Merlot 750 ml 13,5% 1250Lontue

R 05687 35 South Shiraz 750 ml 13,5% 1250Lontue

R 06173 35 South Shiraz kassavín 3000 ml 14% 3980

R 05349 Baron Philippe de Rothschild Carmenere Reserva 750 ml 14% 990Rapel: Dökkrautt. Þungt, berjaríkt, kryddað, með eikarkeim.EFX

R 05341 Baron Philippe de Rothschild Reserve Cabernet Sauv 750 ml 13% 990Maipo: Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, með kryddkeim.DIJX

R 07375 Calama Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1290

R 07365 Calama Merlot 750 ml 13,5% 1290

04283 Caliterra Merlot 750 ml 14,5% 1090Þungt, með krydd- og útihúsakeim. Létt stemma.EX

04091 Canepa Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Colchagua: Fjólurautt. Höfugt, ferskt, ávaxtaríkt, með mjúku tanníni.FJLX

00154 Canepa Private Reserve Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1390Curico: Ryðrautt. Höfugt með þroskuðum eikar- krydd- og berjakeim. Stamt.EFHLX

03322 Canepa Private Reserve Merlot 750 ml 13,5% 1290San Fernando: Dökkrautt. Höfugt, grösugt, kryddað með sólberjakeim.EFHY

06342 Carmen Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1090Dökkrautt. Bragðmikið, berjaríkt og grösugt. Nokkur stemma.EFLX

06343 Carmen Cabernet Sauvignon Reserve 750 ml 13,5% 1490Maipo: Rautt. Höfugt, með sultuðum krydd og grösugum sólberjakeim.EFHL

R 08823 Carmen Carmenere 750 ml 13,5% 1090Rapel: Dökkrautt. Höfugt, mjúkt með sólberja-, lyng- og paprikukeim.DEFJX

06346 Carmen Merlot 750 ml 14% 1090Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, kryddað með rifsberjakeim og mjúkum tannínum.DEFJLMY

06347 Carmen Merlot Reserve 750 ml 14% 1490Rapel: Dimmrautt. Þungt og stamt með keim af lakkrís.EHLZ

04859 Carmen Reserve Carmenere-Cabernet 750 ml 13,5% 1490Maipo: Dökkrautt. Höfugt, milt með fínlegum krydduðum sólberjakeim.EFLY

R 06227 Carmen Reserve Syrah 750 ml 14% 1590Maipo

07720 Carmen Reserve Syrah Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1490Maipo: Dökkrautt. Kröftugt, með þéttum og margslungnum eikar- og sólberjakeim. Létt tannískt.EFHLY

08810 Carta Vieja Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1090Maule: Fjólurautt. Meðalfylling, mjúkt, grösugt með sæt krydduðum berjakeim.FJLX

R 04747 Carta Vieja Merlot 750 ml 13,5% 1090Maule: Fjólurautt. Bragðmikið með mjúkum sólberja- og paprikukeim.Létt stemma.EFJLX

R 08255 Casa Lapostolle Cabernet Sauvignon Cuvee Alexandre 750 ml 14% 1890Colchagua: Þungt, kryddað og jarðbundið, nokkuð stamt.EHLY

04672 Casa Lapostolle Merlot Cuvee Alexandre 750 ml 14% 1990Colchagua: Dimmfjólurautt. Kröftugt, þétt ávaxtaríkt, eikað, tannískt.Margslugnið.EHYZ

06997 Casillero del Diablo Cabernet Sauv. 750 ml 13,5% 1260Maipo: Dökkrautt. Höfugt, stamt, kryddað, með súkkulaði og berjakeim. Margslungið.EFLX

R 07268 Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon 375 ml 13,5% 690Dökkrautt. Kröftugt, þétt, stamt, kryddaður keimur, dökk ber og grösugur skógarbotn.FLX

R 05938 Casillero del Diablo Merlot 750 ml 13,5% 1260Rapel: Dökkrautt. Bragðmikið og mjúkt með krydduðum sólberja og eikarkeim.EFLY

R 05680 Castillo de Molina Carmenere Reserva 750 ml 13,5% 1370Lontue

03251 Castillo de Molina Merlot Reserva 750 ml 14% 1300Lontue: Rautt. Höfugt, með mjúkum ávaxtakeim. Grösugt.EFJLY

05939 Castillo de Molina Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1300Lontue: Dökkrautt. Þungt, kryddað með þéttum berjakeim.EFHLYZ

04105 Concha y Toro Frontera Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13% 3490Rautt. Meðalfylling, mjúkt með berja- og jarðarkeim.DFJX

02994 Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt, þétt, með krydduðum lyng- og berjakeim.EFJLX

R 08315 Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 187 ml 13,5% 310

07001 Concha y Toro Sunrise Merlot 750 ml 13,5% 990Dökkfjólurautt. Bragðmikið, mjúkt með sætum eikar- og berjakeim.EFJMX

R 04286 Cono Sur Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Rapel: Bragðmikið, með eikar-, berja- og gúmmíkeim. Nokkuð tannískt.EFLY

R 09111 Cono Sur Carmenere 750 ml 14% 1090Dökkfjólurautt. Kröftugt, kryddað, blómlegt og ávaxtaríkt.Tannískt.FHY

R 05216 Frontera Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 950Dökkfjólublátt. Meðalfylling, mjúkt, berja- og ávaxtaríkt.Létt stemma.DJMX

R 08378 Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 3290Dökkrautt. Meðalfylling með berjakeim. Nokkuð stamt.DMX

R 08424 Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 990Dökkrautt. Bragðmikið. Stamt og berjaríkt.DMX

04778 Gato Negro Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12% 3440Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með grösugum kryddkeim.DJMX

03252 Gato Negro Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 980Rautt. Bragðmikið, þétt, kryddað með léttum berjakeim.EFJX

04285 Gato Negro Merlot 750 ml 13% 980Meðalfylling, léttur berjakeimur.DFIMX

R 09110 Isla Negra Cabernet Sauvignon Merlot kassavín3000 ml 12,5% 3590Dökkrautt. Meðalfylling, ferskt, þétt og berjaríkt. Nokkuð stamt.DEFJX

R 09109 Isla Negra Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13% 990Dökkrautt. Bragmikið, milt og ávaxtaríkt. Létt stemma.EFJX

R 09035 La Capitana Cabernet Sauvignon Barrel Reserve 750 ml 14% 990Rapel: Dökkfjólurautt. Höfugt, berjaríkt, með sólberja- og mintukeim.Stamt.EHLX

R 09027 La Capitana Merlot Barrel Reserve 750 ml 13,5% 990Rapel: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, stamt, berjarítk með grösugum kryddkeim.EFMX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

ChileMjúk, þróttmikil og ávaxtarík vín, einkum úr Cabernet og Merlot. Helstu ræktunarsvæði eru í grennd við Santiago

Búlgaría

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 22

Page 23: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

23

04284 La Joya Cabernet Sauvignon Reserve 750 ml 13% 1260Colchagua: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með grösugum kryddkeim.EFJLX

R 05624 La Joya Syrah Reserve 750 ml 13,5% 1290Colchagua: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt, berjaríkt, með hratstemmu.EFHY

R 09033 La Palma Chilena Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 990Rapel

07211 Le Cep Chilean Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 2990Ryðrautt. Meðalfylling, sultað með berjakeim.FMX

R 06825 Maipo Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 990

08451 Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1650Puente Alto: Dökkfjólurautt. Höfugt, með ferskum ávexti og djúpum kryddkeim. Stemma.EFMY

01216 Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290Curico: Höfugt, mjúkt með berja og kryddkeim.EFJX

07199 Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon 375 ml 13,5% 690Curico: Höfugt, með krydduðu berjabragði. Létt stemma.FJLX

00213 Montes Alpha Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1590Santa Cruz: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með mjúkum ristuðum eikarkeim.EFJLX

R 08792 Montes Alpha M 750 ml 14% 4390Santa Cruz: Dimmrautt. Kröftugt með margslungnum eikar-,jarðar- og ávaxtakeim.Tannískt.EFHY

R 03408 Montes Alpha Merlot 750 ml 14,5% 1590Curico: Meðalfylling, kryddað og stamt.

06941 Montes Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Curico: Fjólurautt. Höfugt, með krydd og berjakeim.EFLX

R 05269 Montes Cabernet Sauvignon Carmenere Limited Sel. 750 ml 14% 1190Colchagua: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt með mikilli eik,

krydduðum ávexti og þéttu tanníni.EHLYR 04276 Montes Malbec Reserve Oak Aged 750 ml 13,5% 1190

Colchagua: Dökkfjólurautt. Höfugt, fínlegt eikað, berjaríkt.EFHLY

04031 Montes Merlot 750 ml 13,5% 1190Curico: Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt með berjahrat og ávaxtakeim.Stamt.DFLY

R 05268 Montes Pinot Noir Oak Aged 750 ml 14% 1290Casablanca: Rautt. Ilmríkt. Þungt, kryddað, grösugt, með mjúkum berjakeim.EHLY

R 05097 MontGras Merlot 750 ml 14% 990Colchagua: Fjólurautt. Höfugt með mjúku krydduðu ekar- og berjabragði. Nokkur remma.DEFJLY

R 05099 MontGras Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 990Colchagua

R 05098 MontGras Reserva Merlot 750 ml 14% 990Colchagua: Fjólurautt. Kröftugt með þéttri eik og ávexti.EFHLY

R 05103 MontGras Reserve Cabernet Sauvignon Syrah 750 ml 13,5% 1340Colchagua

R 09217 Morande Grand Reserve Vitisterra Merlot 750 ml 14% 1690Maipo: Dimmfjólurautt. Kröftugt, þétt, berjaríkt með mjúk tannín.EFHLY

R 05548 Morandé Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1190

R 05547 Morandé Syrah 750 ml 13,5% 1190

R 05697 Pukara Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 3590Dökkrautt. Meðalfylling, rauð paprika, þétt með grösugu berjabragði.DEFMX

R 07350 San Pedro Cabo de Hornos 750 ml 13% 2950Lontue

R 05700 Santa Babera Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1090Rautt. Meðalfylling, mjúkt og tannískt, með paprikukeim.DJMX

R 00211 Santa Carolina Cabernet Sauvignon Reservado 750 ml 13,5% 1050Colchagua: Höfugt, berjaríkt með léttri stemmu.EFLY

08101 Santa Carolina Merlot 750 ml 13,5% 990Rapel: Dökkrautt. Höfugt, kryddað með grösugum ávaxta- og berjakeim.EFJY

R 05469 Santa Digna Merlot 750 ml 14% 1290Curico

08061 Santa Ema Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1080Maipo: Dökkrautt. Bragðmkið, mjúkt með léttkrydduðum ávexti.EFIJLX

R 05314 Santa Ema Carmenere 750 ml 13,5% 1190Maipo: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt, kryddað með sólberjakeim.FJLXY

R 05188 Santa Helena Gran Vino kassavín 3000 ml 13% 3690

R 05202 Santa Helena Gran Vino Cabernet Merlot 750 ml 13% 1070

R 05195 Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 187 ml 13% 320Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt berjabragð með léttri stemmu DFMX

R 05200 Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 375 ml 13% 590

R 05199 Santa Helena Gran Vino Shiraz 750 ml 13,5% 1090Dökkfjólurautt. Meðalfylling, kryddað með dökkum berjakeim.EFHJLX

R 05192 Santa Helena Reserva Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1490Dökkrautt. Bragðmikið með mildri eik og ávexti. Ilmríkt.EFHJLX

R 05201 Santa Helena Siglo de Oro Carmenere Malbec 750 ml 13,5% 1270Dökkrautt. Bragðmikið, kryddað, með kaffibauna og berjakeim.Létt stemma.EFJLX

R 05191 Santa Helena Siglo de Oro Merlot 750 ml 14% 1270Dökkfjólurautt. Meðalfylling, kryddað með berjakeim.DFJMX

R 00230 Santa Ines Legado de Armida Cabernet Sauvignon Res 750 ml 14,5% 1460Maipo: Dimmfjólublátt. Þungt, berjaríkt og hratkennt, stamt og rammt.EHLZ

07124 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1090Dökkrautt. Höfugt, stamt, með grösugum eikar og ávaxtakeim.EFJLX

R 05568 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 187 ml 14% 345

R 05569 Santa Rita 120 Carmenere 750 ml 14% 1090Rapel

07125 Santa Rita 120 Merlot 750 ml 14% 1090Rapel: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, mjúkt með bökuðum sólberjakeim.Létt stemma.EFJLX

01224 Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva 750 ml 13,5% 1390Maipo: Dökkrautt. Kröftugt, þétt með margslungnum lyng og sólberjakeim.Nokkur stemma.EFHLY

R 01621 Santa Rita Medalla Real Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1690Maipo:

R 05571 Santa Rita Reserva Carmenere 750 ml 14% 1390Rapel

05411 Siete Soles Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 890Dökkrautt. Meðalfylling, kryddað með eikar og berjakeim.FJLX

R 05471 Takun Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1090Aconcagua

R 05472 Takun Carmenere 750 ml 13,5% 1090Colchagua

05412 Terra Andina Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Rautt. Meðalfylling, höfugt, mjúkt með berjabragði. Létt stemma.FJX

R 05704 Torreon de Paredes Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1260Rengo: Dökkfjólurautt. Höfugt, þétt, stamt með mintu og berjakeim.EFX

R 05703 Torreon de Paredes Merlot 750 ml 13,5% 1260Rengo:Dökkfjólurautt. Höfugt, tannískt með þéttu berja- og tóbaksbragði.MX

R 05180 Undurraga Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1190Colchagua

R 04282 Undurraga Cabernet Sauvignon Reserva 750 ml 13% 1590Maipo

R 05176 Undurraga Founder’s Collection 750 ml 12,5% 2290Maipo

R 05184 Undurraga Merlot 750 ml 12,5% 1190Colchagua

R 05181 Undurraga Merlot Reserva 750 ml 13% 1590Maipo

R 05177 Undurraga Pinot Noir Reserva 750 ml 13,5% 1590Maipo

00212 Villamontes Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 990Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með blómlegum ávaxtakeim.DFJX

R 07259 Vina Maipo Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13% 3590

R 07251 Vina Maipo Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 12,5% 890

R 07606 Vina Maipo Merlot 750 ml 13,5% 990

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 23

Page 24: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

24

R 05705 Baron Georges 1000 ml 12% 1290

R 05530 Castel Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1090

00091 Cavalier de France 750 ml 11% 840Létt, ferskt, með ávaxtakeim.DMX

00074 Cavalier Royal 750 ml 11,5% 890Meðalfylling, ferskt, með mildum ávexti. X

R 05143 Chateau Combrillac 750 ml 13% 2030Bergerac

R 05141 Chateau Les Barthes 750 ml 12% 1230Bergerac

R 07627 Cuvée Louis Max 375 ml 12% 590

R 07637 Cuvée Louis Max 750 ml 12% 1090

R 05204 Grand Vernaux 187 ml 12% 330

R 05205 Grand Vernaux 250 ml 12% 419

R 05206 Grand Vernaux 375 ml 12% 650

R 05207 Grand Vernaux 750 ml 12% 1090Ljósrautt. Létt og mjúkt.CDFLX

R 05142 La Source de Fongrenier 750 ml 12% 1450Bergerac

R 05115 Labouré-Roi Comte Labouré 750 ml 11,5% 960

02498 Moreau Rouge 750 ml 12% 830Meðalfylling, ferskt með léttum ávexti.DMX

R 00073 Pere Patriarche 750 ml 12% 1050Meðalfylling, hálfþurrt með sultuðum ávextakeim.DMX

R 05534 Vieux Papes kassavín 3000 ml 12% 3190

R 05533 Vieux Papes 750 ml 12% 890

Bordeaux

R 05426 Baron de Lestac Bordeaux 750 ml 12% 1320Dökkrautt. Meðalfylling, þétt með eikarkeim og léttum ávexti.DELX

07074 Barton & Guestier 1725 750 ml 12,5% 1220Meðalfylling, milt, kryddað, með eikarkeim.DFLY

00026 Beau Rivage 750 ml 12% 1090Ljósrautt. Létt, með krydduðum jarðar- og eikarkeim.DMX

R 04384 Calvet Reserve 750 ml 12% 1190Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, mjúkt með krydduðum eikarkeim.EFLY

R 05351 Calvet XF 750 ml 12% 1090Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið með krydd, kaffi og berjahratskeim.DEFX

05573 Cellier Yvecourt Bordeaux kassavín 3000 ml 12% 3490Rautt. Frekar létt, með keim af rauðum berjum og grænni papriku.DMX

06910 Chateau Bonnet 750 ml 12% 1190Frekar létt, milt með fínlegum ávaxta- og jarðarkeim.EFY

06468 Chateau Cadillac-Branda 750 ml 12% 1290Rautt, meðalfylling, ferskt með sveita og jarðarkeim.DFLY

00033 Chateau de Rions 750 ml 12% 1180Premieres Cotes du Bordeaux: Meðalfylling, mikið eikarbragð.FL

07599 Chateau de Rions Special Reserve 750 ml 12,5% 1580Premieres Cotes du Bordeaux: Meðalfylling, krydduð eik.Nokkuð stamt.EFLY

06358 Chateau de Seguin 750 ml 12,5% 1490Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, berjaríkt með léttum kryddkeim.EFLX

R 09013 Cuvée Carl Cru Exceptionnel 750 ml 12,5% 2590

08827 Höfðingi 750 ml 11,5% 1090Létt og milt með léttri stemmu.DX

04054 Malesan 375 ml 12% 690Fjólurautt. Frekar létt, með börkuðum eikarkeim og rauðum ávexti.Nokkuð stamt.FMX

00043 Malesan 750 ml 12% 1190Meðalfylling, léttur ávöxtur með eikarkeim.DFL

03403 Michel Lynch 750 ml 12,5% 1190Meðalfylling¸ sýrumikið með kryddkeim.FL

R 08148 Mission St.Vincent 750 ml 12% 1180Rautt. Meðalfylling, með eikar- kaffi- og berjakeim. stammt.DFLX

00039 Mouton Cadet 750 ml 12,5% 1290Tæp meðalfylling. Ávaxtaríkt, kryddað bragð. ADFL

R 05135 Sirius 750 ml 12,5% 1190

Dökkrautt. Meðalfylling með mildum eikarkeim.DFX

Bordeaux - Graves00046 Chateau Coucheroy 750 ml 12,5% 1390

Pessac-Leognan: Meðalfylling, kryddað berjabragð með eikarkeim.Létt stemma.EFLY

Bordeaux - Libournais00006 Bichot Saint-Emilion 750 ml 12% 1400

Frekar létt, berjabragð.DX

04079 Chateau de Barbe Blanche 750 ml 12,5% 1590Lussac-Saint-Emilion: Meðalfylling, milt, með soðnum jarðarberjakeim.DFMX

R 07283 Chateau Haut-Brisson 750 ml 12,5% 3240Þétt, kryddað með kaffi og eikarkeim.Tannískt.EFHLZ

07207 Chateau Pichon 750 ml 12,5% 1440Lussac-Saint-Emilion: Létt og milt. ADL

Bordeaux - MedocR 05425 Baron de Lestac Reserve 750 ml 12,5% 1700

Dökkfjólurautt. Bragðmikið, stamt með eikar og berjakeim.EFY

R 02231 Chateau Beau Site 750 ml 12,5% 2390Saint-Estephe: Meðalfylling, mjúkt, kryddað bragð með kaffieik.

06356 Chateau Cantemerle 750 ml 12,5% 2990Haut-Medoc: Meðalfylling, ilmríkt með jarðar-, krydd- og eikarkeim.Létt stemma.EFLY

R 03411 Chateau Cantenac Brown 750 ml 13% 3780

Bourgogne

R 05275 Joseph Faiveley Bourgogne 750 ml 12,5% 1490Fölrautt. Frekar létt, grösugt, með eikarkeim. Létt stemma.DEFLX

R 05560 Labouré-Roi Collection Bourgogne Rouge Pinot Noir 750 ml 12,5% 1590Ljósrautt. Meðalfylling, sýruríkt með jarðarberjakeim og léttri stemmu.DIX

00121 Laforet Bourgogne Pinot Noir 750 ml 12,5% 1490Ljósrautt, meðalfylling. Kryddað og grösugt.DEFLY

R 05208 Noémie Vernaux Bourgogne Hautes Cotes de Beaune 750 ml 12,5% 1490Fölrautt. Frekar létt, grösugt, með fínlegum jarðarkeim. Ferskt.EFLXY

R 05209 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Beaune 375 ml 12,5% 850Fölrautt. Frekar létt, grösugt, með fínlegum jarðarkeim. Ferskt.EFLXY

Bourgogne - Beaujolais08112 Georges Duboeuf Beaujolais-Villages 750 ml 12,5% 1250

Fjólublátt. Frekar létt, ferskt með sætum ávaxtakeim.DIMX

R 05213 Pisse-Dru Beaujolais 375 ml 12% 739Ljósrautt. Létt, með mildum ávexti.BCDX

R 05212 Pisse-Dru Beaujolais 750 ml 12% 1290Ljósrautt. Létt, með mildum ávexti.BCDX

R 05214 Pisse-Dru Brouilly 750 ml 13% 1590Ljósrautt. Frekar létt, með daufum jarðarberjakeim.BCDX

Bourgogne - Cote de Beaune05781 Joseph Drouhin Cote de Beaune-Villages 750 ml 13% 1790

Ljósrautt. Meðalfylling, ferskt með fínlegum eikar- jarðar- blóma og ávaxtakeim. Létt stemma.DFX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Einkum frægt fyrir rauðvín úr Pinot Noir þrúgunni

Upprunastaður Cabernet Sauvignon og Merlot. Þekkt fyrirrauðvín, einkum „Chateau“ vín frá frægum búgörðum.

Frakkland

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 24

Page 25: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

25

08989 Labouré-Roi Beaune Premier Cru 750 ml 12,5% 2290Ljósrautt. Meðalfylling, fínlegt með krydduðum ávaxtakeim.DELY

Bourgogne - Cote de NuitsR 07633 Louis Max Morey St. Denis 750 ml 13% 2990

R 05210 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Nuits 375 ml 12,5% 870Fölrautt. Frekar létt, berjaríkt með grösugum keim.DFLX

Korsíka04029 Terra Vecchia kassavín 3000 ml 12,5% 3390

La Ile de Beaute: Rautt. Frekar létt með léttri stemmu og ávaxta- og jarðkeim.DFX

Languedoc-Roussillon

R 07934 Abbotts Cumulus 750 ml 13% 1800Minervois: Dökkrautt. Meðalfylling, kryddað og grösugt með krækiberjakeim.DEFLX

09025 Arabesque Merlot 750 ml 13% 1040Rautt. Meðalfylling. Keimur af rauðum ávöxtum,nokkuð stamt.DMX

R 05133 Arabesque Syrah kassavín 3000 ml 12% 3290

R 09026 Arabesque Syrah 750 ml 12% 990Dimmrautt. Ilmríkt, meðalfylling með ferskum jarðakeim.EFJLX

R 05633 Armoni Coteaux du Languedoc kassavín 3000 ml 13% 3580

R 04852 Baron Philippe de Rothschild Syrah 750 ml 12,5% 990Dökkrautt. Meðalfylling, ferskt með grösugum berjakeim.DFIMX

04359 Barton & Guestier Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 990Berjaríkt, stamt og sýrumikið.DLMX

R 05529 Castel Merlot 750 ml 12,5% 1090

R 05531 Castel Syrah 750 ml 12,5% 1090

07847 Chateau Laval Costieres de Nimes 750 ml 12,5% 890Costieres de Nimes: Ryðrautt. Meðalfylling með sultuðum krydd-og ávaxtakeim.DFLMX

04107 Drink & Eat Naut kassavín 2000 ml 13% 2290Höfugt, léttur ávöxtur, létt stemma.DMX

R 05240 Esprit de Gaubert Duo Rouge kassavín 3000 ml 12% 3190

R 05278 Fat Bastard Syrah 750 ml 12,5% 1190Dökkfjólurautt. Meðalfylling, með léttum ávexti. Létt stemma.DFX

02021 Fortant de France Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 990Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt með létt krydduðum berjakeim.DFLMX

R 05001 Fortant de France Merlot 187 ml 12,5% 276Fjólurautt. Ilmríkt, meðalfylling með blómlegum keim.DFMX

01799 Fortant de France Merlot 750 ml 12,5% 990Rautt. Meðalfylling, mjúkt með grösugum berjakeim.DFX

R 05630 Grand Veneur Merlot kassavín 3000 ml 13% 3460

08563 J.P. Chenet Cabernet Syrah kassavín 3000 ml 12% 3440Ljósrautt. Létt.DMX

05503 J.P. Chenet Cabernet Syrah 250 ml 12,5% 397Fjólurautt. Frekar létt, með létt krydduðum berjakeim.DFMX

07974 J.P. Chenet Cabernet Syrah 750 ml 12,5% 1100Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling með sætum berjakeim.DMX

04754 J.P. Chenet Merlot kassavín 3000 ml 12,5% 3570Dökkrautt. Meðalfylling, berjaríkt og grösugt.DFJMX

R 07975 J.P. Chenet Merlot 750 ml 12,5% 1140Rautt. Meðalfylling, ávaxtaríkt með léttum kryddkeim.DFMX

04997 J.P. Chenet Merlot Cabernet 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, mjúkt, með eikar- jarðar- og ávaxtakeim.DIJKX

00096 Jean-Claude Pepin Herault kassavín 3000 ml 11,5% 2890Tæp meðalfylling, létt með ávaxtakeim. AJ

00097 Jean-Claude Pepin Herault kassavín 5000 ml 11,5% 4790Tæp meðalfylling, létt með ávaxtakeim. ADJM

04863 Jeanjean Merlot kassavín 3000 ml 12,5% 3290Ljósrautt. Meðalfylling, milt með léttum jarðarberjakeim.DIMX

R 09155 La Roche Mazet Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 4050Dökkfjólurautt. Meðalfylling, mjúkt og berjaríkt, nokkuð stamt.DFMX

00098 Le Cep Merlot kassavín 3000 ml 12,5% 3190Frekar létt, með nokkurri beiskju og mildum ilm. AFJ

04122 Le Cep Or Syrah Rouge kassavín 3000 ml 12,5% 3270Rautt. Meðalfylling, grösugt, sýruríkt. Nokkur stemma.MX

00103 Le Piat d’Or 750 ml 12% 920Meðalfylling, ferskt, með léttum ávexti.DMOX

07849 Leon Galhaud Merlot Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 890Rautt. Meðalfylling, ferskt með grösugum krydd og ávaxtakeim.DIKMX

03848 Les 7 Soeurs Merlot 750 ml 12,5% 1060Dökkrautt. Meðalfylling, þétt, kryddað. Nokkur stemma.FJLMX

R 06486 Les 7 Soeurs Syrah 750 ml 12,5% 1170

R 05136 Les Corioles 750 ml 13% 1540Corbieres: Dökkrautt. Bragðmikið og tannískt, með krydduðum ávexti og rjómakenndri áferð.EJLX

R 05535 Les Ormes de Cambras Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1150

R 05537 Les Ormes de Cambras Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 3650

R 05536 Les Ormes de Cambras Merlot 750 ml 12,5% 1150

R 09063 Louis Eschenauer Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 12,5% 3480Rautt. Frekar létt, með mildri eik, ostakeim og grösugum tónum.DIMX

R 05362 Oc Cuvée 178 Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1090

R 05365 Oc Cuvée 178 Merlot kassavín 3000 ml 13% 3980

R 05364 Oc Cuvée 178 Merlot 750 ml 13% 1090

R 05222 Paul Beaudet Merlot 750 ml 12,5% 1190

R 05257 Pinossino 750 ml 12,5% 1090Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, grösugt, með léttri stemmu.CDFLY

R 05746 Rafale Merlot 750 ml 13% 990Fjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt og stammt.DIMX

R 05745 Rafale Syrah 750 ml 12,5% 990Fjólurautt. Meðalfylling, hratkennt, berjabragð. Stammt.DIMX

04120 Stowells Vin de Pays du Gard kassavín 3000 ml 12% 3290Ljósrautt. Frekar létt með bökuðum ávaxtakeim.DMX

R 05527 Terrasses d’Azur Cabernet Sauvignon 750 ml 12,5% 1080

R 05558 Terrasses d’Azur Merlot 750 ml 12,5% 1080

R 05424 Virginie Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1340

R 05422 Virginie Merlot 750 ml 13% 1330

R 05423 Virginie Syrah 750 ml 12,5% 1300

02965 Wild Pig Red 750 ml 12,5% 950Frekar létt, með léttum ávexti og kryddi.DIM

Languedoc-Roussillon - Cotes du Roussillon03586 Chateau Saint Nicolas Cotes du Roussillon 750 ml 12,5% 890

Cotes du Roussillon: Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, berjaríkt með mjúkum grösugum keim.DFJLX

R 05757 Collioure Cuvée de la Colline Matisse 500 ml 14,5% 1190Coullioure: Dökkrautt. Bragðmikið og höfugt, með keim af bökuðum og þurrkuðum ávöxtum og þéttum tannínum.EHLY

R 05416 Pujol Cotes du Roussillon Domaine de la Rourede 750 ml 12,5% 1190Cotes du Roussillon: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt með grösugum keim. Nokkur stemma.EFHLX

03858 Pujol Cotes du Roussillon Futs de Chene 750 ml 13% 1490Cotes du Roussillon: Dökkfjólurautt. Bragðmikið, með krydduðum jarðarkeim.Tannískt.EFHLY

R 03863 Pujol Cotes du Roussillon La Montadella 750 ml 13% 1690Cotes du Roussillon: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið með djúpum berja og kryddkeim. Nokkur stemma.EFHLX

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Vín de Pays d’Oc koma héðan

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 25

Page 26: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

26

RhoneR 05747 Art de Vivre 750 ml 12,5% 1290

R 05736 Barton & Guestier Cotes-du-Rhone 750 ml 13,5% 1390

R 05163 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone kassavín3000 ml 12,5% 3990Ljósrautt. Meðalfylling með sætum berjakeim.DIMX

R 05158 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 1190Ljósrautt. Meðalfylling með sætum berjakeim.DIMX

R 05161 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 250 ml 13% 440Ljósrautt. Meðalfylling með sætum berjakeim.DIMX

R 05251 E. Guigal Crozes-Hermitage 750 ml 12,5% 1990Fjólurautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með krydduðum sveitakeim.EFJLY

R 05250 E. Guigal Gigondas 750 ml 13,5% 2390Rautt. Höfugt, kryddað, grösugt, með sultuðum keim.Mjúk stemma.EFLY

R 05225 Gabriel Liogier Coteaux du Tricastin La Ferette 750 ml 12,5% 1090Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, kryddað með berjakeim.DFLMX

06423 Guigal Cotes-du-Rhone 750 ml 13% 1440Bragðmikið, þétt, með léttri stemmu. Kryddað og grösugt.DEFLY

R 05164 Les Dorinnes Cotes du Rhone 750 ml 13,5% 1590Fjólurautt. Bragðmikið, með krydd og jarðarkeim.Margslungið.EFHJXY

R 09028 Les Moirets Cotes du Rhone 750 ml 13,5% 1190

08607 Louis Bernard Cotes du Rhone-Villages 750 ml 13% 1190Ljósrautt. Meðalfylling, ferskt með ávaxta og jarðaberjakeim.Létt stemma.DIMX

R 07636 Louis Max Cotes du Rhone Jasiolle 750 ml 12,5% 1190

R 05676 Montalcour Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 1200

07491 Vaucher Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 990Ljósrautt. Meðalfylling með fínlegum, grösugum jarðarkeim.DFLMX

00107 Vin de Pays de Vaucluse kassavín 5000 ml 12% 4980Létt og kryddað.

Rhone - Chateauneuf du PapeR 05735 Barton & Guestier Chateauneuf du Pape 750 ml 14% 1990

R 04810 Clos de L’Oratoire des Papes 750 ml 13,5% 1990

R 05636 Jean Lafitte Chateauneuf-du-Pape 750 ml 13% 2820

00077 La Fiole-du-Pape 750 ml 13,5% 2350Þungt með bökuðum, krydd og jarðarkeim og nokkuð stamt.EFJLY

R 05762 Les Cailloux Chateauneuf du Pape 750 ml 14% 3790

R 07632 Louis Max Chateauneuf du Pape 750 ml 13% 2190

00175 M. Chapoutier Chateauneuf-du-Pape La Bernardine 750 ml 14% 2540Bragðmikið, grösugt og kryddað. Mjúkt og þétt, tannískt.EHL

R 05354 Canti Cuvée Rosso 750 ml 12% 1090

08747 Cielo Merlot 750 ml 11,5% 950Ljósrautt. Ilmríkt, létt, sultað með sætkrydduðum keim.CDX

R 03396 Della Casa Rosso 750 ml 11,5% 1190

R 09114 Don Bargello Vino Rosso kassavín 3000 ml 11,5% 2890Ljósfjólurautt. Létt með krydduðum berjailm.

04407 Luna di Luna Merlot Cabernet 750 ml 12% 1130Dökkrautt. Meðalfylling, með mjúkum berja og kryddkeim.EFJLX

07866 Maestro Merlot Cabernet 750 ml 13% 1270Rautt. Meðalfylling, létt stemma, berjaríkt, grösugt og kryddað.DEFMX

07995 Masi Modello delle Venezie 750 ml 12% 1190Rautt. Frekar létt, milt og ávaxtaríkt.DMX

07154 Pasqua Cabernet Merlot Venezie kassavín 3000 ml 12% 3290Létt, með krydduðu berjabragði.FM

01868 Pasqua Cabernet-Merlot delle Venezie 750 ml 12% 990Rautt. Frekar létt, sýruríkt. Grösugt með léttum krydd- og jarðarkeim.DELX

00162 Pasqua Merlot delle Venezie 1500 ml 11,5% 1550Fjólurautt. Létt, ferskt, með fríksum ávexti.DIMX

R 05522 Plenum 750 ml 13,5% 3290

08440 Primaverina kassavín 3000 ml 11,5% 2990Ljósrautt. Frekar létt, með jarðarberjakeim.MX

R 08616 Raffaello Rosso 250 ml 11,5% 320

08426 Rocca Sangiovese Rubicone kassavín 3000 ml 11% 2690Létt og sýruríkt.IMX

R 05372 Terra Fresca Rosso 750 ml 10,5% 890Ljósrautt. Létt, snarpt og ferskt með sætum ávaxtakeim.DMOX

Abruzzo 05150 Canaletto Montepulciano 750 ml 13% 1190

Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt og kryddað með sætu berjabragði.Létt stemma í endan.DEFJX

R 06772 Cantico Montepulciano d’Abruzzo 750 ml 13,5% 1220

04402 Citra Montepulciano d’Abruzzo 750 ml 13% 1090Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, mjúkt með ferskum kryddkeim.EFILX

R 06584 Jorio Montepulciano d’Abruzzo 750 ml 13,5% 1490Dökkfjólublátt. Bragðmikið með eikar- og jarðartónum.Nokkuð tannískt.EFLY

R 08514 Pasqua Montepulciano d’Abruzzo 1500 ml 12% 1670Fölrautt. Létt, sýruríkt með krydduðum ávaxtakeim.DIMX

R 09062 Umani Ronchi Cumaro Rosso Conero 750 ml 13,5% 2190Rosso Conero: Dökkrautt. Kröftugt, þétt og tannískt með grösugum jarðar-, sveita- og eikarkeim.EFHLY

R 09060 Umani Ronchi San Lorenzo 750 ml 13,5% 1490Rosso Conero: Dökkrautt. Bragðmikið, ávaxtaríkt með eikarkeim.Nokkuð stamt.DFMY

Campania07773 Feudi di San Gregorio Rubrato 750 ml 13% 1470

Dökkrautt. Bragðmikið með grösugum berjakeim. Nokkuð stamt.EFLY

Emilia-Romagna03194 Bolla Sangiovese di Romagna 750 ml 12,5% 1190

Meðalfylling, léttur ávöxtur.DIMO

R 05783 Brusa Lambrusco Dolce 1500 ml 7,5% 1250

R 05790 Brusa Lambrusco Dolce 750 ml 7,5% 680

R 05782 Brusa Lambrusco Secco 1500 ml 10,5% 1450

R 05789 Brusa Lambrusco Secco 750 ml 10,5% 790

R 05787 Galassi Sangiovese di Romagna 1500 ml 12% 1780

R 04843 Riobello Lambrusco 1500 ml 8,5% 1380

00165 Riunite Lambrusco 1500 ml 8% 1390Létt, hálfsætt og ávaxtaríkt. Lítið eitt freyðandi. AJ

00164 Riunite Lambrusco 750 ml 8% 790Létt, hálfsætt og ávaxtaríkt, lítið eitt freyðandi. AMOX

Lombardia02870 Torti Oltrepo Pavese Pinot Nero 750 ml 14% 1660

Oltrepo Pavese: Ryðrautt. Höfugt með fínlegum sultuðum og þroskuðum keim.EFLMY

Marche03792 Cumera Sangiovese kassavín 3000 ml 12,5% 3490

Rautt. Frekar létt með krydduðum keim.DFIMX

R 05903 Ronco Sangiovese Marche kassavín 3000 ml 12% 3050

R A U Ð V Í N

Ítalía

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 26

Page 27: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

27

PiemonteR 05329 Arbest Barbera d’Asti Superiore 750 ml 13,5% 1990

Rautt. Höfugt, sýruríkt með grösugum ávaxtakeim.EFLMX

R 05114 Balbi Soprani Barbaresco 750 ml 13,5% 2300

R 05113 Balbi Soprani Barbera d’Asti 750 ml 13% 1430Ljósrautt. Frekar létt, með mildum ávexti.DMOX

R 05111 Balbi Soprani La Baudria Barbera d’Asti 750 ml 13,5% 1810

R 05110 Balbi Soprani Nebbiolo d’Alba 750 ml 13% 1630Ryðrautt. Meðalfylling, sýruríkt með sveitakeim.MX

R 05671 Le Vigne Sandrone Barolo 750 ml 14% 6900

R 05321 Libera Barbera d’Asti 750 ml 13,5% 1690

R 06743 Marchesi Spinola Grignolino 750 ml 12% 1260

R 05433 Michele Chiarlo Airone 750 ml 13,5% 2010Monferrato

R 05670 Sandrone Barbera d’Alba 750 ml 14% 2490

R 05327 Stradivario Barbera d’Asti 750 ml 13,5% 3690

07187 Toso Piemonte Bonarda 750 ml 12% 1070Fjólurautt. Ilmríkt. Frekar létt, ávaxtaríkt með fersku kolsýrubiti.DIMX

Puglia07307 A Mano Primitivo 750 ml 13,5% 1090

Mjúkt, þétt og berjaríkt.FJLM

R 05414 Allora Primitivo 750 ml 14% 1390

R 05288 Barocco Rosso del Salento 750 ml 12% 1190

05149 Canaletto Primitivo 750 ml 13,5% 1240Dökkrautt. Höfugt, mjúkt með krydduðum berja og eikarkeim.DEFJX

R 04209 Casa Milani 750 ml 11,5% 790Ryðrautt. Frekar létt, fínlegt með jarðar-, berja- og sveitakeim.DFIX

08002 Familia Morella Puglia Sangiovese & Negroamaro 750 ml 14% 1090Dökkfjólurautt. Kröftugt og mjúkt með karamellu- eikar- og berjakeim. Stamt eftirbragð.FHJX

R 04303 Giordano Merlot Malbech 750 ml 13% 1240Fjólurautt. Meðalfylling, ferskt með sætum berja- og ávaxtakeim.DIMOX

R 05313 Giordano Sangiovese 750 ml 12% 1220Rautt. Meðalfylling. Milt með sætum ávexti og krydduðum jarðarkeim.DJMX

05956 Pasqua Primitivo Salento 750 ml 13,5% 1090Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið með mjúkum kryddkeim.EFLY

R 07305 Promessa Negroamaro 750 ml 13,5% 1150

05886 Promessa Rosso Salento 750 ml 13,5% 990Bragðmikið, kryddað, nokkuð stamt.DFI

R 06841 Rocca Rosso Salento kassavín 3000 ml 12% 2990Ljósrautt. Meðalfylling, með krydduðum keim og beisku eftirbragði.DMX

07811 Rocca Rosso Salento 750 ml 13% 890Meðalfylling, mjúkt, kryddað og ávaxtaríkt.DEJMO

R 08226 Terre dei Solari Sangiovese 750 ml 12,5% 1190

R 06739 Torrebianco Salento Primitivo 750 ml 13% 1280

Sikiley04644 Accademia del Sole Nero d’Avola

Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 3990Fjólurautt. Bragðmikið. Mildur ávöxtur, stamt í lokin.DFMX

R 08588 Canaletto Nero d’Avola Merlot 750 ml 13,5% 1290Rautt. Meðalfylling, höfugt með sætkrydduðum berjakeim.DJMX

R 05153 Casa Girelli Virtuoso Syrah 750 ml 13,5% 1590

R 08901 Curatolo Sicilia 750 ml 12,5% 1090

R 05105 Donnafugata Sedara 750 ml 13,5% 990

R 05317 Duca di Castelmonte Syrah 750 ml 13,5% 1590Dökkrautt. Kröftugt, kryddað og berjaríkt með nokkurri stemmu og remmu í eftirbragði.EHMY

08971 Era Nero d’Avola 750 ml 12,5% 1040Fjólurautt. Meðalfylling, með sætum berjakeim.DFJMX

03964 Familia Lucchese Nero d’Avola Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1090Rautt. Höfugt og mjúkt með berjakeim.JX

05173 Feudo Arancio Nero d’Avola 750 ml 13,5% 1190Fjólurautt. Höfugt, mjúkt, með bökuðum ávaxta- og lakkrískeim.EFMX

R 08934 Fiorile 750 ml 12,5% 1190

07311 Mezzogiorno Nero d’Avola 750 ml 13% 1050Rautt. Meðalfylling, kryddað og grösugt ávaxtabragð.DEFMX

R 05166 Montalto Cabernet Syrah 750 ml 13,5% 1490

R 07933 Montalto Nero d’Avola 750 ml 13% 1290Fjólurautt. Meðalfylling, kryddað með ávaxta- og eikarkeim.DEFMY

R 06168 Montalto Nero d’Avola Sangiovese kassavín 3000 ml 13% 3790

08210 Morgante Nero d’Avola 750 ml 13% 1390Dökkrautt. Bragðmikið, mjúkt, kryddað, grösugt og berjaríkt.EFLY

R 05389 Planeta Burdese 750 ml 15% 2490

07667 Planeta La Segreta 750 ml 14% 1290Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Höfugt, ferskt með grösugum berjakeim.EFJLX

R 05892 Ronco Sicilia Rosso kassavín 3000 ml 12,5% 3180

04770 Santagostino Baglio Soria 750 ml 14,5% 1690Fjólurautt. Bragðmikið og höfugt,þétt með krydduðum ávaxtakeim.Nokkuð stamt.EFHLY

08003 Terre di Ginestra Nero d’Avola 750 ml 14% 1390Dökkfjólublátt. Þungt, með þéttum krydd- og berjakeim.EFLMXY

R 06773 Torrebianco Nero d’Avola 750 ml 12,5% 1180

R 05154 Tresa Nivuro 750 ml 13% 990

Toskana04735 Badiola 750 ml 13% 1390

Fjólurautt. Bragðmikið með ávaxta og eikarkeim. Létt stemma.DFMX

08013 Banfi Centine 750 ml 12,5% 1290Dökkrautt. Bragðmikið, ferskt með bökuðum ávexti og þéttum eikarkeim. Létt tannín.EFLX

R 02506 Banfi Col di Sasso 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, með berjakeim. Sýruríkt.FLMX

R 02223 Casalferro 750 ml 13,5% 2990Bragðmikið, þungt og ávaxtaríkt. Nokkuð stamt. Ungt.

R 05517 Dievole Broccato 750 ml 13% 2970

05518 Dievole Rinascimento 750 ml 12,5% 1500Rautt. Meðalfylling, ferskt með krydduðum jarðarkeim.DEFMX

R 05767 Dievolino 750 ml 12,5% 1490

07984 Frescobaldi Pater Sangiovese 750 ml 12,5% 1190Meðalfylling, mjúkt en sýruríkt. Ilmríkt og kryddað.EJLX

07754 Gabbiano Rosso di Toscana 750 ml 12% 990Ljósrautt. Meðalfylling, milt með léttum ávexti.DIMX

00157 Santa Cristina 375 ml 12,5% 640Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt með léttri stemmu.DFJLMX

00156 Santa Cristina 750 ml 12,5% 1140Meðalfylling, berjaríkt.DIM

03406 Villa Antinori 750 ml 13% 1590Dökkryðrautt. Bragðmikið, mjúkt, kryddað með léttri stemmu.EFJLY

08441 Villa Puccini Toscana 750 ml 12,5% 1090Rautt. Meðalfylling, með mildum ávexti og eikarkeim.DEMX

Toskana - Chianti05073 Banfi Chianti 750 ml 12% 1290

Rautt. Meðalflylling með beiskum ávaxtakeim.DFMX

R 05074 Banfi Chianti Classico 750 ml 13% 1480

R 05075 Banfi Chianti Classico Riserva 750 ml 13% 1690

R 07236 Brolio Chianti Classico 375 ml 13,5% 880Kröftugt, þétt og grösugt. Stamt.EHL

00172 Brolio Chianti Classico 750 ml 13,5% 1790Fjólurautt. Bragðmikið, ferskt, létt stemma. Kryddað með grösugum keim.ELY

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 27

Page 28: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

28

04733 Castello di Fonterutoli Chianti Classico 750 ml 13,5% 2950Dimmrautt. Kröftugt, þétt, tannískt, með krydduðum eikarkeim.EFHYZ

R 05519 Dievole Chianti Classico 750 ml 13% 2180Dökkrautt. Kröftugt, þétt og stamt, með krydduðu berjabragði.DEFMY

R 05521 Dievole Novecento Riserva 750 ml 13,5% 2970Dökkrautt. Kröftugt, tanískt með þroskuðum ávexti og fínlegum eikarkeim.EHLY

04731 Fonterutoli Chianti Classico 750 ml 13,5% 1750Dimmrautt. Bragðmikið, tanískt. Ungt.EFHLZ

R 08873 Frescobaldi Castiglioni 750 ml 12,5% 1390Fjólurautt. Meðalfylling með jarðarberjakeim. Létt stemma.DFMX

03334 Gabbiano Chianti Classico 750 ml 12,5% 1590Rautt. Meðalfylling, ferskt með léttri eik og keim af rauðum berjum.DIMX

R 08419 Giordano Chianti Vespertino 750 ml 12,5% 1340Ljósryðrautt. Meðalfylling, milt með fínlegum ávexti og súkkulaðikeim.DELX

03441 Isole e Olena Chianti Classico 750 ml 13% 1650Rautt. Meðalfylling með mildri eik og fínlegum berjakeim.DEFLY

03385 Piccini Chianti 750 ml 12% 990Rautt. Frekar létt, ferskt.DMX

R 03607 Piccini Chianti Classico Solco 750 ml 12,5% 1390

00167 Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale 750 ml 13% 1790Rífleg meðalfylling, kryddaður ávöxtur með léttri eik. Létt stemma.DEFL

08241 Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale Riserva 750 ml 13% 2360Dökkrautt. Bragðmikið, þétt með krydduðum jarðarkeim.EFLY

R 04826 Sensi Chianti 1500 ml 12% 2290Ljósrautt. Frekar létt, milt með grösugum ávexti.DFMX

Toskana - MontalcinoR 02504 Castello Banfi Colvecchio Syrah 750 ml 13% 1980

Sant'Antimo

R 05066 Castello Banfi Cum Laude 750 ml 13% 1840Sant'Antimo: Dökkfjólurautt. Bragðmikið með eikarkeim, fínlegum ávexti og léttu kryddi.EFLY

R 05072 Castello Banfi Mandrielle 750 ml 13% 1830Sant'Antimo

R 05067 Castello Banfi Poggio alle Mura 750 ml 13% 3190Dökkrautt. Bragðmikið, þétt og tannískt með kryddum og bökuðumávaxtakeim.EFHLY

R 05068 Castello Banfi Rosso di Montalcino 750 ml 12,5% 1790

R 02536 Castello Banfi Summus 750 ml 13% 3750Sant'Antimo: Dökkrautt. Bragðmikið, þétt með berja og kryddkeim.Tannískt.EHLYZ

R 05071 Castello Banfi Tavernelle 750 ml 13% 1890Sant'Antimo

Toskana - MontepulcianoR 08221 Fassati Gersemi Vino Nobile 750 ml 13,5% 2950

Dökkrautt. Bragðmikið, nokkuð stamt og sýruríkt með grösugum keim.ELY

R 07873 Fassati Pasiteo Vino Nobile 750 ml 13% 1890Dökkrautt. Bragðmikið.Tannískt með tóbakskeim.EFZ

R 04412 Fassati Salarco Riserva Vino Nobile 750 ml 13% 2640Dökkryðrautt. Bragðmikið, fínlegt með mjúkum tannínum.EFLY

04416 Poliziano Rosso di Montepulciano 750 ml 13,5% 1390Fjólurautt. Höfugt, fínleg eik og piprað með léttri stemmu.EHLY

Trentino-Alto AdigeR 05669 Foradori Granato 750 ml 13% 3690

R 05668 Foradori Teroldego Rotalino 750 ml 12,5% 1790

05958 Mezzacorona Trentino Merlot 750 ml 13% 1090Milt og ávaxtaríkt, með léttri stemmu.DEIM

R 07248 Sanct Valentin Blauburgunder 750 ml 14% 3390Ljósryðrautt. Höfugt, mjúkt og þétt með krydduðum ávaxta og eikarkeim. Nokkuð tannískt.EFLY

UmbriaR 04774 Falesco Vitiano 750 ml 12,5% 1390

Dökkrautt. Bragðmikið, með þéttum ávexti og eikarkeim.DEFY

R 03185 Lungarotti Il Vessillo 750 ml 12,5% 1880

R 02327 Lungarotti Rubesco 750 ml 12% 1390Meðalfylling, stamt með kryddkeim.

R 03183 Lungarotti Rubesco Riserva Vigna Monticchio 750 ml 12,5% 2660Torgiano

R 03184 Lungarotti San Giorgio 750 ml 12,5% 2550Torgiano

R 09115 Montefalco Rosso 750 ml 13% 1890Dökkfjólurautt. Kröftugt, kryddað og berjaríkt með grösugum tónum.ELY

R 09216 Vipra Rossa 750 ml 13% 1090Rautt. Bragðmikið með ferkum eikar og ávaxtakeim. Stamt.ELMY

Veneto07959 Allegrini La Grola 750 ml 13,5% 2240

Dökkfjólurautt. Kröftugt, stamt, með sultuðu berjabragði.Ungt.EHY

R 05383 Allegrini La Poja 750 ml 14,5% 5250

R 08665 Colli Euganei Merlot 1500 ml 12% 1890

R 05291 Corte Agnella Corvina 750 ml 13% 1490Verona: Fjólurautt. Frekar létt, ferskt, með léttri stemmu og berjabragði.DMX

R 06774 Della Serenissima Cabernet 750 ml 12,5% 1230Garda

R 03391 Il Brolo Merlot 750 ml 12% 1190Colli Eugaei

00177 Masi Campofiorin 750 ml 13% 1490Veronese: Ryðrautt. Bragðmikið, stamt, með þroskuðum ávaxta og jarðarkeim.ELX

R 08218 Moletto Cabernet Sauvignon Selecti 750 ml 14,5% 3830Ryðrautt. Kröftugt, þétt og kryddað með hrísgrjónakeim.Tannískt.EFHLY

R 08085 Moletto Franconia 750 ml 13% 1470Fjólurautt. Bragðmikið með léttum ávexti. Nokkuð tannískt.DEFY

R 03229 Moletto Malbech 750 ml 12% 1320Ljósrautt. Meðalfylling. Milt og ávaxtaríkt með jarðarberja- og hvannarkeim.DFJX

R 03230 Moletto Merlot 750 ml 13,5% 1450Piave: Dökkrautt. Bragðmikið og höfugt, þétt og nokkuð tannískt.EFLX

R 03192 Moletto Raboso 750 ml 13% 1600Piave: Dökkfjólurautt. Bragðmikið mðe soðnum ávexti og súkkulaðikeim. Mjög tannískt og sýruríkt.ELY

04145 Paoni Merlot 750 ml 12% 990Colli Eugaei: Fjólurautt. Meðalfylling, mjúkt, berjaríkt með sveitakeim.EFJLX

08967 Pasqua Korae 750 ml 12,5% 990Veronese: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, heitur og kryddaður ávaxtakeimur.EFHL

R 05500 Stival Cabernet 1500 ml 12% 2020Rautt. Meðalfylling, milt og ávaxtaríkt. ADMOX

R 06171 Stival Merlot 1500 ml 12% 2020Rautt. Meðalfylling með léttkrydduðum ávexti.DMX

R 08863 Tommasi Crearo 750 ml 13,5% 1730Veronese: Dökkrautt. Ilmríkt með mikilli eik. Kröftugt, þétt ávaxtabragð.EFHLY

04146 Tommasi Le Prunée Merlot 750 ml 12,5% 1350Garda: Dökkfjólurautt. Meðalfylling með mjúkum berja og jarðarkeim.EFIMY

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 28

Page 29: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

29

Veneto - ValpolicellaR 05382 Allegrini Amarone 750 ml 15% 4890

07923 Allegrini Valpolicella Classico 750 ml 12,5% 1350Dökkrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt og berjaríkt.EFLY

02220 Bolla Valpolicella Classico Le Poiane 750 ml 13,5% 1490Dökkrautt. Bragðmikið, nokkuð stamt, með ávaxta og eikarkeim.EFLY

R 05292 Le Bine Valpolicella Classico 750 ml 13% 1490Dökkrautt. Bragðmikið, stamt, með eikar blönduðum berjakeim.EFLMXY

06969 Masi Valpolicella Classico 750 ml 12% 1290Rautt. Frekar létt, milt, ferskt, með ávaxtakeim.DMOX

R 05661 Mastino Amarone 750 ml 15% 2990Dökkrautt. Kröftugt. Þétt og mjúkt með bökuðum ávaxtakeim.EHLY

R 05660 Mastino Ripasso 750 ml 12,5% 1490Ryðrautt. Meðalfylling, með þroskuðum keim.DFX

R 05659 Mastino Valpolicella Classico Superiore 750 ml 12% 1190Rautt. Meðalfylling með ávaxtakeim.DFMX

02843 Pasqua Valpolicella Classico 375 ml 12% 550Rautt. Meðalfylling, keimur af rauðum berjum og með léttri sýrustemmu.DFMX

02845 Sagramoso Valpolicella 750 ml 12,5% 1050Ávaxtaríkt, kjötmikið og nokkuð stamt. Góð sýra.EHL

R 09196 Tenuta Sant’Antonio Amarone 750 ml 15,5% 3320Dimmrautt. Kröftugt, þétt og mjúkt, með bökuðum ávexti,kryddaðri eik og höfugu eftirbragði.EHL

R 09194 Tenuta Sant’Antonio Monti Garbi 750 ml 13% 1890Ryðrautt. Bragðmikið og ferskt, með þroskaðan ávöxt, barkarkrydd og bakaðan keim.EFLY

R 09193 Tenuta Sant’Antonio Valpolicella 750 ml 12,5% 1240Fjólurautt. Frekar létt, með ferskum berjakeim. Þétt með léttri stemmu. ADIMX

02401 Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 750 ml 15% 2890Dökkrautt. Þungt, með sultuðum ávaxtakeim.EHLY

04148 Tommasi Ripasso 750 ml 13% 1690Dökkrautt. Bragðmikið, þétt og sýruríkt með grösugum og krydduðum keim.EHY

02404 Tommasi Valpolicella Rafael 750 ml 12,5% 1390Rautt. Meðalfylling, ferskt með fínlegan kryddaðan ávöxt.DEILX

OntarioR 05403 Pelee Island Cabernet 750 ml 12,5% 1390

R 05404 Pelee Island Cabernet Franc 750 ml 13% 1570

R 05405 Pelee Island Gamay Noir Zweigelt 750 ml 13% 1550

R 05402 Pelee Island Pinot Noir 750 ml 13,5% 1600

07967 L’Excellence de Bonassia 750 ml 13% 1190Rautt. Bragðmikið, með mjúkri stemmu. Mild eik og ávöxtur.DEFJLMY

06348 Casa Madero Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1490Bragðmikið, með grösugum eikar og jarðarkeim. Margslungið.EHJLY

R 09145 Conde de Serpa 750 ml 14% 1700Dökkrautt. Meðalfylling, höfugt með þéttu berjabragði. Nokkuð stamt.DFJX

R 09144 Monte do Enforcado 750 ml 12,5% 1390Fjólurautt. Meðalfylling, með keim af sveit og skógarbotni. Nokkuð stamt.EFLX

04201 Primavera Bairrada Reserva 750 ml 12,5% 950Rautt. Meðalfylling, ferskt með léttri stemmu og mildum útihúsakeim.DEX

04200 Primavera Dao Reserva 750 ml 12,5% 930Fjólurautt. Bragmikið, mjúkt bragð með fínlega krydduðum ávexti og léttri stemmu.FJKX

R 09146 Quinta da Gandara 750 ml 12,5% 1460Dökkrautt. Bragðmikið, með krydduðum sveitakeim. Nokkuð stamt.EFLX

R 05395 Bagueri Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1730

R 05394 Bagueri Merlot 750 ml 12,5% 1690

R 05381 Alvarado 750 ml 12% 890Ljósrautt. Meðalfylling með léttu eplabragði.ILMX

R 08669 Dona Navarra kassavín 3000 ml 13% 3700Dimmrautt. Bragðmikið, þétt með eikar- og berjakeim. Létttannískt.DMX

04109 Los Llanos kassavín 3000 ml 13% 3390Meðalfylling, berjaríkt.DMX

R 08671 Manana kassavín 3000 ml 13% 3560Dökkfjólurautt. Meðalfylling, með grösugum kryddkeim.Frekar stamt.DMX

AragonR 08459 Barón de Lajoyosa Gran Reserva 750 ml 12,5% 1490

Carinena: Rautt. Bragðmikið, mjúkt með grösugum berjakeim.EFJLY

R 06591 Vinas del Vero Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1370Somontano: Dökkfjólurautt. Kröftugt, með miklum eikar- og ávaxtakeim.Tannískt.EHLZ

07325 Vinas del Vero Gran Vos Reserva 750 ml 13,5% 1890Somontano: Dökkrautt. Kröftugt, með súkkulaði og tóbakskeim.Stamt.EFHLY

Castilla La Mancha04967 Altozano Crianza 750 ml 13,5% 990

Dökkrautt. Bragðmikið, með sultuðum ávaxtakeim. Nokkuð tannískt.EFJLXY

R 08175 Barceló 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, ferskt með léttri eik og ávaxtabragði.Nokkuð stamt.DFILXY

R 05780 Candidato Oro 750 ml 12,5% 1050

R 05778 Candidato Tinto Barrica 750 ml 12,5% 990

R 05779 Candidato Tinto Joven 750 ml 12,5% 990

07842 Castillo de Almansa Reserva 750 ml 13,5% 990Almansa: Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Höfugt, berjaríkt, þétt áferð,nokkuð tannískt.EFLXY

R 08878 Condesa de Leganza Crianza 750 ml 13% 1090

R 08877 Condesa de Leganza Reserva 750 ml 12,5% 1290

R 05140 Finca Antigua Cabernet 750 ml 13,5% 1250

R 05138 Finca Antigua Crianza 750 ml 13% 1340

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Kanada

Mexíkó

Portúgal

Slóvenía

Marokkó

Spánn

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 29

Page 30: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

30

R 05139 Finca Antigua Tempranillo 750 ml 13% 1220

R 03982 Lacre Azul 750 ml 12% 1090

R 05282 Maximo Tempranillo 750 ml 12,5% 990Rautt. Meðalfylling, kryddað, með grösugum ávaxtakeim og léttri eik.DKMX

R 05235 Maximo Tempranillo Cabernet Sauvignon kassavín 3000 ml 13,5% 3690Fjólurautt. Höfugt, létt með berja- ávexti.DMX

R 08434 Monte Don Lucio Reserva 750 ml 12% 990Rautt. Meðalfylling með mildum ávexti og vaxborinni eik.DEFMX

R 05763 Penasol Tempranillo Garnacha kassavín 3000 ml 12% 3190

R 08180 Rebeca 750 ml 12,5% 1190Rautt. Höfugt, ferskt með létt krydduðum jarðarkeim.EFLY

R 08170 Sol de Castilla Crianza en Barrica 750 ml 12% 1090

08052 Solaz 750 ml 13,5% 990Bragðmikið, kryddað og grösugt. Berjaríkt.EFJY

05690 Solaz kassavín 3000 ml 13,5% 3590Rautt. Höfugt, ilmríkt, kryddað, með eik- og sveitakeim. Stamt.EFLMX

R 04119 Stowells Tempranillo kassavín 3000 ml 12% 3390

R 05550 Vinum Clasic Cabernet - Merlot 750 ml 12% 960

Castilla La Mancha - ValdepenasR 05552 Diego de Almagro Crianza 750 ml 13% 1140

R 05554 Diego de Almagro Gran Reserva 750 ml 13% 1690

R 05553 Diego de Almagro Reserva 750 ml 13% 1460

R 09149 Don Aurelio Crianza 750 ml 12,5% 1260Fjólurautt. Meðalfylling, milt með mjúku ávaxta- og eikarbragði.Létt stemma.DJMY

R 09148 Don Aurelio Gran Reserva 750 ml 12,5% 1440Rautt. Meðalfylling með þéttum ávexti, eikar- og kryddkeim. Stamt.DEFMY

R 09152 Don Aurelio Reserva 750 ml 12,5% 1320Rautt. Meðalfylling. Eikað, léttkryddað með þroskuðum ávaxtakeim.Nokkuð stamt.DEFLY

R 09150 Don Aurelio Tempranillo 750 ml 13,5% 1190Fjólurautt. Meðalfylling, höfugt, ungt og berjaríkt.DIMOX

05979 Los Llanos Gran Reserva 750 ml 12,5% 1140Rautt. Frekar létt, milt, með eikar og ávaxtakeim.CDEFJLMY

05980 Los Llanos Reserva 750 ml 12,5% 990Ljósrautt. léttur ilmur, mild eik og mildur bakaður ávöxtur, sultað.DFLOX

07321 Pata Negra Gran Reserva 750 ml 12,5% 1190Berjaríkt, og eikað. Góður ávöxtur.

R 05083 Vina Albali Crianza 750 ml 13% 990

R 04172 Vina Albali Reserva 750 ml 13% 990

Castilla y Leon03041 Bodegas Hijos de Alberto Gutierrez kassavín 5000 ml 12,5% 4890

Meðalfylling, milt, grösugt og kryddað.CDFJM

03035 Pucela 750 ml 12,5% 890Rautt. Meðalfylling með sætkrydduðum ávaxtakeim.EKLX

R 04174 Riscal 1860 Tempranillo 750 ml 13,5% 1290Dökkrautt. Bragðmikið, þétt, með krydduðum og bökuðum ávexti.FJX

Castilla y Leon - CigalesR 05266 Museum Crianza 750 ml 13,5% 1390

Rautt. Höfugt, kryddað, grösugt, með eikarkeim.EFLY

R 05267 Museum Real Reserva 750 ml 13,5% 1690Fjólurautt. Kröftugt, stammt, kryddað, eikað með þéttum ávexti.Ungt.EHLXY

Castilla y Leon - Ribera del DueroR 05081 Altos de Tamaron 750 ml 13% 1240

R 09143 Blason Crianza 750 ml 13,5% 2120Dökkfjólurautt. Bragðmikið, stamt og höfugt með sinukeim.FLMX

R 09142 Blason Roble 750 ml 13% 1590Dökkrautt. Meðalfylling, þéttur heitur ávöxtur og krydduð eik.DFMX

R 05549 Condado de Oriza 750 ml 13% 1440

R 07739 Pesquera Crianza 750 ml 13% 1990

R 07740 Pesquera Gran Reserva 750 ml 13% 5920Dökkrautt. Kröftugt, sýruríkt og tannískt, með þéttum og krydduðum ávaxta- og eikarkeim.EFHY

R 03983 Senorio de Valderrama Crianza 750 ml 13% 1590

R 07779 Teófilo Reyes Ribera del Duero Crianza 750 ml 13,5% 2390

R 08198 Vina Mayor Crianza 750 ml 13% 1570Fjólurautt. Bragðmikið. Kryddað með grösugum útihúsakeim. Stamt.

R 07517 Vina Pedrosa Crianza 750 ml 13% 2270Ryðrautt. Meðalfylling, ferskt og fínlegt með hreinum ávaxta- og sveitakeim.EFLY

R 08711 Vina Pedrosa Gran Reserva 750 ml 13% 5570Dökkryðrautt. Bragðmikið og ferskt. Ilmríkt með fínlegum eikarblöndnum ávexti. Þétt og mild tannín.EFLY

Castilla y Leon - ToroR 05795 Bajoz Cosecha 750 ml 13,5% 1230

Fjólurautt. Höfugt, ungt og stamt, með sætum berjakeim.EFLX

R 05796 Bajoz Crianza 750 ml 13,5% 1500Rautt. Höfugt, stamt, með sætum ávaxta og eikarkeim.FIMX

R 05797 Bajoz Roble 750 ml 13,5% 1260Rautt. Höfugt, ferskt, kryddað, með léttum ávaxtakeim.DFMX

R 03980 Castillo del Rio 750 ml 13,5% 1390Rautt. Bragðmikið, stamt og kryddað með vanillu og kakókeim.EFLY

R 03981 Valdeví 750 ml 13,5% 1390Dökkfjólurautt. Höfugt, kryddað, stamt.EFLX

Extremadura06515 Monasterio de Tentudia 750 ml 12,5% 1270

Meðalfylling, ferskt, með léttri stemmu.CDFIMX

KatalóníaR 05974 De Muller Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1340

Tarragona: Rautt. Bragðmikið, kryddað og grösugt með nokkurri stemmu og jarðarkeim.EFHJLY

R 06628 Masia Perelada 750 ml 13,5% 990Rautt. Höfugt, mjúkt með grösugum ávaxtakeim.DEFLX

R 07802 Nuviana Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13% 990Ryðrautt. Meðalfylling, stamt, með krydduðum ávexti.DFIX

06642 Torres Coronas 750 ml 13% 1190Dökkfjólurautt. Bragðmikið með mjúku berjabragði.DMX

02229 Torres Gran Sangre de Toro 750 ml 13,5% 1290Dökkfjólurautt. Höfugt með pipar- og kirsuberjakeim.DFJM

R 04350 Torres Sangre de Toro 187 ml 13,5% 345

R 05623 Torres Sangre de Toro 750 ml 13,5% 1190

Katalónía - Costers del Segre06724 Raimat Abadia 750 ml 13% 1190

Rautt. Meðalfylling, fínlegur ávaxta- og eikarkeimur.EFJLY

02996 Raimat Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1390Kröftugt, með miklu eikarbragði. Kryddað.EFHLY

R 05003 Raimat Cabernet Sauvignon El Moli 750 ml 14% 2890Ryðbrúnt. Meðalfylling, mjúkt, þroskað með jarðar, eikar og öskutónum.FHLX

R 04198 Raimat Tempranillo 750 ml 12,5% 1390Dökkrautt. Kröftugt með djúpum ávexti. Kryddaður sveitakeimur.Tannískt.EFHLY

Katalónía - Penedes02998 Bach Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1090

Bragðmikið með sultuðum eikarkeim. Stamt.EFHLY

05973 Bach Merlot 750 ml 13% 1090Rautt. Bragðmikið með margslungnum kaffi og jarðarkeim.EHLY

07911 Rene Barbier Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 790Þungt, stamt, með keim af rauðum ávöxtum.ELZ

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 30

Page 31: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

31

07052 Rene Barbier Tinto Anejo kassavín 3000 ml 13,5% 3290Meðalfylling, með léttum kryddkeim og stemmu.CDIMO

07337 Segura Viudas Penedes Reserva 750 ml 13% 1190Dökkrautt. Meðalfylling, létt stemma með grösugum keim.EFHJLX

R 06852 Torres Atrium Merlot 750 ml 13% 1590Dökkrautt. Bragðmikið, með krydduðum berjakeim. Létt stemma.DFJMX

00116 Torres Gran Coronas Reserva 750 ml 13,5% 1490Dökkrautt. Bragðmikið, með þéttu krydd-, jarðar- og eikarbragði.EFHLY

Katalónía - PrioratR 09223 Onix Classic 750 ml 14% 1290

Ljósrautt. Meðalfylling, grösugt með léttu berjakryddi og sýrustemmu.DMX

R 09224 Onix Evolucio 750 ml 14% 1880Fjólurautt. Kröftugt, með rúsínu- ávaxtakeim.EFHLY

R 09225 Onix Selecció 750 ml 14% 2450Dökkfjólurautt. Kröftugt, ávaxtaríkt, eikað og margslungið með þéttu bragði.EFLY

R 09124 Rotllan Torra Reserva 750 ml 13,5% 1870Fjólurautt. Höfugt með þéttum ávexti, berjaríkt.EFLY

R 09123 Rotllan Torra Selección Especial 750 ml 13,5% 1770Dökkfjólurautt. Höfugt, þétt og ávaxtaríkt. (með tekeim).EFLY

MurciaR 05121 Casa de La Ermita 750 ml 13,5% 1590

R 09083 Casa de La Ermita Petit Verdot 750 ml 13,5% 2390Dimmfjólublátt. Kröftugt, þétt og tannískt með krydduðum ávexti.EFY

R 05593 Condestable Reserva 750 ml 13% 990Rautt. Höfugt, með krydd og ávxtakeim. Stamt.EFX

R 05120 Monasterio de Santa Ana 750 ml 13,5% 1090

R 08055 Castano Colección 750 ml 14% 1590Dökkrautt. Kröftugt, með sveita-, eikar- og ávaxtakeim.Tannískt.EFHLY

R 09020 Castano Monastrell 750 ml 14% 1090Dökkrauðfjólublátt. Þungt og berjaríkt. Ungt.DELY

NavarraR 09086 Gran Feudo Crianza 750 ml 12,5% 1090

Rautt. Meðalfylling, milt, með grösugum lyng og ávaxtakeim.DFJX

R 07737 Guelbenzu Evo 750 ml 14% 1890Dimmrautt. Kröftugt, mjúkt með þéttum krydd og tóbakskeim.EHLY

00136 Las Campanas Crianza 750 ml 12,5% 1090Rautt. Meðalfylling, með léttum ávaxtakeim. Stamt.DMX

R 05428 Vina Sardasol Crianza Tempranillo 750 ml 12,5% 1650Dökkrautt. Meðalfylling, stammt, með krydduðum eikar- og berjakeim.DFMX

R 05427 Vina Sardasol Tempranillo 750 ml 13% 1140Dökkfjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með mjúkum grösugum ávexti.EFLY

Rioja

R 05611 Allende 750 ml 13% 2190Dökkfjólurautt. Bragðmikið, þétt með lyng og ávaxtakeim.EHY

R 05252 Baron de Ley Finca Monasterio 750 ml 13,5% 2190Dökkrautt. Kröftugt, berjaríkt, kryddað með stemmu.EHLXY

R 05253 Baron de Ley Gran Reserva 750 ml 13% 2090Ryðrautt. Bragðmikið, þroskað með sveita og kryddkeim.EFHLXY

R 05254 Baron de Ley Reserva 750 ml 13% 1490Ryðrautt. Ilmríkt. Meðalflylling, ferskt, millt og fínlegt.EFLY

R 02347 Baron de Ona Reserva 750 ml 13% 1800

07731 Beronia Crianza 750 ml 12,5% 1090Ljósrautt. Meðalfylling með léttri stemmu og ávaxtakeim.DFLXY

R 00144 Beronia Gran Reserva 750 ml 13% 1990Frekar létt, milt og þroskað með viðarkeim.FL

00148 Beronia Reserva 750 ml 12,5% 1390Ryðrautt. Meðalfylling, þroskaður grösugur keimur.DFX

R 09184 Beronia Tempranillo 750 ml 13,5% 1390Ljósrautt. Meðalfylling, milt og ávaxtaríkt.DFMOX

R 04180 Campillo Gran Reserva Especial 750 ml 12,5% 3190

R 04181 Campillo Reserva Especial 750 ml 13% 2880

R 03985 Campo Burgo Crianza 750 ml 12,5% 1390Ljósrautt. Meðalfylling, milt með krydduðum grænmetistón.

07624 Campo Viejo Gran Reserva 750 ml 12,5% 1690Ljósryðrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með ferskum og fínlegum eikar- og ávaxtakeim.EFLY

00135 Campo Viejo Reserva 750 ml 12,5% 1350Meðalfylling, fínleg eik, berjaríkt. Léttkryddað.EFJKL

R 08197 Castillo Rioja 750 ml 12,5% 1290Rautt. Meðalfylling, með léttum ávaxta- og kryddkeim.DMX

07113 Conde de Valdemar Reserva 750 ml 13% 1470Meðalfylling, eik og sultaður ávöxtur.CFLN

08258 Conde de Valdimar Crianza 750 ml 13% 1290Rautt. Bragðmikið, létt tannískt með grösgum eikarkeim.EFLY

05802 Coto de Imaz Gran Reserva 750 ml 13% 1850Ryðrautt. Ilmríkt. Meðalfylling, með þroskuðum krydd og eikarkeim.DEFY

05978 Coto de Imaz Reserva 750 ml 13% 1390Ryðrautt. Meðalfylling með fínlega krydduðum eikar- og ávaxtakeim.EFJL

R 04115 Don Jacobo Crianza 750 ml 12,5% 1190Rautt. Meðalfylling, með léttum eikar og ávaxtakeim.CDEY

05977 El Coto Crianza 750 ml 12,5% 1090Rautt. Frekar létt, berjaríkt með mildum ávaxta og eikarkeim.CDMY

00122 Faustino I Gran Reserva 750 ml 13% 1990Bragðmikið, stamt og eikað. Nokkuð þroskað.EFHL

02227 Faustino I Gran Reserva 1982 750 ml 12,5% 4190Ryðrautt. Meðalfylling, milt með þroskuðum keim. Fínlegt.EFLY

04175 Faustino V Reserva 750 ml 13% 1490Þungt og grösugt.ELY

06437 Faustino VII 750 ml 12,5% 1090Meðalfylling, með krydduðum ávaxtakeim.DFJLMX

R 09156 Faustino VII 375 ml 12,5% 594Rautt. Meðalfylling, með krydduðu og sultuðu ávaxtabragði.Létt tannín.EFLX

R 07332 Finca Valpiedra Reserva 750 ml 13,5% 2090Meðalfylling, með bökuðum ávaxtakeim. Stamt.M

R 08610 Lagunilla 750 ml 12,5% 1050

08604 Lagunilla Crianza 750 ml 12,5% 1090Ljósrautt. Frekar létt með eikarkeim. Nokkuð stamt.DMY

08594 Lagunilla Gran Reserva 750 ml 12,5% 1690Ryðrautt. Meðalfylling, með þroskuðum ávexti, jarðar- og eikarkeim.FLX

08597 Lagunilla Reserva 750 ml 12,5% 1390Ljósryðrautt. Meðalfylling, fínlegt með ávaxtablöndu FLY

R 03753 Lan Crianza 750 ml 13% 1250Ryðrautt. Meðalfylling, kryddað, mjúkt, með þroskuðum ávexti.DFJX

R 07894 Lan Reserva 750 ml 13% 1400Meðalfylling, milt með mildum eikarkeim.EFJY

06331 Lorinon Crianza 750 ml 12,5% 1090Berjaríkt og eikað, með kókoskeim. Ferskur ávöxtur.DFL

R 02935 Marques de Arienzo Crianza 750 ml 13% 1090Ryðrautt. Meðalfylling, ferskt með létt krydduðum ávaxta og sveitakeim.EFJLMY

00124 Marques de Arienzo Gran Reserva 750 ml 13% 1750Ryðrautt. Bragðmikið, með þroskuðum jarðar, eikar og ávaxtakeim.Nokkuð stammt.EFLY

00123 Marques de Arienzo Reserva 750 ml 13% 1390Frekar þungt með eikarkeim. Þroskaður ávöxtur.EFJL

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Helstu þrúgur eru Temparnillo og Garnacha. Oft ákveðin og mild vín með áberandi eik og eldast vel.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 31

Page 32: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

32

04179 Marques de Caceres Crianza Vendimia Seleccionada 750 ml 12,5% 1290Rautt. Frekar létt, ferskt með mildu berjabragði. Létt stemma.DIMX

R 03931 Marques de Caceres Gran Reserva 750 ml 13% 2330Dökkrautt. Kröftugt, þétt og fínlegt með margslungnum ávaxta og eikarkeim.EFHLY

R 00118 Marques de Riscal Reserva 750 ml 13% 1690Dökkrautt. Meðalfylling með mjúkum ávexti og mildum berjakeim.Létt tannín.ELX

00133 Montecillo Crianza 750 ml 12,5% 1090Meðalfylling, stamt, með grösugum ávaxtakeim.CDIM

00137 Montecillo Gran Reserva 750 ml 13% 1790Ryðrautt. Meðalfylling, grösugt, með þroskuðum ávaxtakeim.Nokkuð stammt.EFY

08111 Montecillo Reserva 750 ml 12,5% 1390Meðalfylling, með eikarbragði.FL

R 05447 Ramirez de La Piscina Crianza 750 ml 13% 1510Rautt. Meðalfylling, milt og mjúkt með eikar- og ávaxtakeim.BDFX

R 05446 Ramirez de La Piscina Reserva 750 ml 12,5% 1890Ryðbrúnt. Meðalfylling, Þétt og ilmríkt með fínlega krydduðum ávaxta- og kaffikeim. Feitt eftirbragð.EFJLY

05390 Rioja Vega Crianza 750 ml 14% 1090Rautt. Meðalfylling, kryddað ávaxtabragð með eikarkeim.FMY

R 05281 Roda II Reserva 750 ml 13% 2490Dökkrautt. Bragðmikið með mikilli eik og þéttum ávexti.EFLY

07845 Vallemayor Crianza 750 ml 13% 1090Meðalfylling, þroskað með sultu og kryddkeim.CDFX

R 07896 Vina Lanciano Reserva 750 ml 13% 2840

07846 Vina Valoria 750 ml 13% 990Rautt. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt með ávaxtabragði.DIMX

Valencia07841 Castillo Montroy Valencia Reserva 750 ml 13% 890

Rautt. Frekar létt, milt ávaxtabragð og létt eik.DFIMXR 05332 Gandia Mil Aromas Garnacha 750 ml 13% 1190

Utiel-Requena: Dökkfjólurautt. Meðalfylling, berjaríkt með léttri stemmu.DFX

R 05219 Hoya de Cadenas Reserva 750 ml 12,5% 1290Utiel-Requena

R 05594 Vega de Moriz Tempranillo kassavín 3000 ml 12,5% 3420

R 05632 African Sky Cirrus 750 ml 13% 1070

R 05764 Arniston Bay Ruby Cabernet Merlot 750 ml 13,5% 1190Rautt. Meðalfylling með mjúkum berja- og eikarkeim.DFMX

R 05765 Arniston Bay Shiraz Merlot 750 ml 14% 1190Rautt. Meðalfylling með mjúkum ávexti og léttri stemmu.DFMX

R 05563 Boland Kelder Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1450Paarl

R 05561 Boland Kelder Merlot 750 ml 14,5% 1450Paarl

R 04581 Boland Kelder Pinotage 750 ml 14,5% 1450Paarl

R 05562 Boland Kelder Pinotage Cinsaut 750 ml 14,5% 1650Paarl

R 05564 Boland Kelder Shiraz 750 ml 14,5% 1450Paarl

08859 Bon Courage Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1250Robertson: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með grösugum, jarðar og ávaxtakeim. Margslungið.EFLY

07756 Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 14% 1090Robertson: Dökkrautt. Höfugt, með margslungnum eikar- og jarðarkeim. Nokkuð tannískt.EHLX

08860 Bon Courage Shiraz 750 ml 13,5% 1190Robertson: Dökkrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, ferskt, með mjúkum berjakeim.EFJLX

R 05752 Cape Bay Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13% 1230Dökkrautt. Meðalfylling, mjúkt, grösugt með sætum berjakeim.FJLX

R 05753 Cape Bay Mellow Red 750 ml 13,5% 1260Fjólurautt. Höfugt, mjúkt, ferskt og berjaríkt.DIMX

R 05754 Cape Bay Pinotage 750 ml 13% 1290Fjólurautt. Meðalfylling, ungt, stamt, með sultuðu berjabragði.MX

08769 Drostdy Hof Cape Red 750 ml 13,5% 990Fjólublátt. Höfugt, sýruríkt, með berjakeim. Létt stemma.DFJX

06414 Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1090Dökkrautt. Bragðmikið, kryddað, með sveit og jarðarkeim.EFHJLX

04861 Drostdy-Hof Cape Red kassavín 3000 ml 13% 3440Dökkrautt. Höfugt, mjúkt krydd, dökkur ávöxtur, létt stemma.EFJX

06416 Drostdy-Hof Merlot 750 ml 14% 1090Ryðrautt. Höfugt, með grösugum jarðarkeim. Létt stemma.EFX

06316 Fleur du Cap Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1260Coastal Region: Dökkryðrautt. Ilmríkt. Bragðmikið, kryddað með þroskuðum berjakeim.EFLX

06318 Fleur du Cap Merlot 750 ml 13,5% 1260Coastal Region: Dökkrautt. Höfugt, berjaríkt með jarðar- og tóbakskeim.EFHX

R 05557 Glen Carlou Grand Classique 750 ml 14% 2280Paarl

R 05556 Glen Carlou Syrah 750 ml 15% 2630Paarl

R 05641 Golden Kaan Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1290

R 05642 Golden Kaan Merlot 750 ml 14% 1290

R 05643 Golden Kaan Shiraz 750 ml 14% 1290

04817 Góiya Shiraz Pinotage 750 ml 13,5% 1090Olifants River: Rautt. Höfugt með bökuðum keim.DMX

R 06664 Guardian Peak Frontier 750 ml 13,5% 1560Rautt. Kröftugt, sýruríkt með ávaxta- eikar- jarðar- og berjakeim.EFHLX

R 06663 Guardian Peak Merlot 750 ml 14% 1390Dökkrautt. Höfugt, mjúkt, ávaxtaríkt, með sætkrydduðum berjakeim.DFJMX

R 05864 Guardian Peak Shiraz 750 ml 15% 1450Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt, með krydduðu berjabragði.DJX

R 08837 Hill & Dale Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 14% 1190Stellenbosch: Rautt. Ilmríkt. Þungt, berjaríkt með léttri stemmu.DEFLY

07719 Kumala Cabernet Sauvignon Shiraz 750 ml 13,5% 990Dökkfjólurautt. Höfugt, mjúkt, með sætum ávaxtakeim og léttri stemmu.DMX

R 08070 KWV Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1290

R 08928 KWV Chardonnay 750 ml 14% 1090Ljósgult, höfugt og þétt með mjúkri eik.CDX

R 08072 KWV Merlot 750 ml 14,5% 1290Rautt. Höfugt, með jarðbundnum ávaxtakeim.EFJX

00219 KWV Roodeberg 750 ml 14% 1390Rautt. Þungt, berjaríkt, með krydd og eikarbragði.EFHJLX

08062 Long Mountain Cabernet Sauvignon 750 ml 13% 1090Rautt. Meðalfylling, krydd og jörð í bragði, ferskt.DFX

R 05308 Moreson Pinotage 750 ml 14,5% 1790Coastal Region

06179 Namaqua kassavín 3000 ml 13,5% 3290Rautt. Meðalfylling, létt kryddað, með berja- og jarðarkeim.DMOX

00176 Nederburg Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1090Paarl: Bragðmikið, berjaríkt, kryddað með jarðar- og eikarkeim.EFJL

07590 Nederburg Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 1090Rautt. Bragðmikið, ferskt með mjúkum og sætum ávaxtakeim.EFJLX

R 08217 Nederburg Shiraz 750 ml 14,5% 1190Paarl: Dökkrautt. Þungt, mjúkt með krydduðum berja-, eikar- og jarðarkeim. Nokkuð stamt.EFLY

R A U Ð V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Suður AfríkaBragðmikil og mjúk vín. Helstu þrúgur eru Cabernet Sauvignon og Pinotage.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 32

Page 33: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

33

R 05750 Newton Johnson Cabernet Sauvignon 750 ml 14% 1560Dökkrautt. Kröftugt, þétt, með krydduðum ávaxta- jarðar- og eikarkeim.Tannískt.EFHLX

08677 Pearly Bay Dry Red kassavín 3000 ml 14% 3190Fjólurautt. Meðalfylling, höfugt með grösugum og heitum ávexti.DFMX

05986 Plaisir de Merle Cabernet Sauvignon 750 ml 14,5% 1690Paarl:Dökkrautt. Kröftugt, þétt, með krydduðum tóbaks- og jarðarkeim.ELZ

R 05987 Plaisir de Merle Merlot 750 ml 14,5% 1790Paarl: Dökkryðrautt. Kröftugt og tannískt með krydduðum jarðar- og sveitakeim.EFLY

R 08215 Plaisir de Merle Shiraz 750 ml 14% 1790Paarl: Dimmfjólurautt. Kröftugt og þétt með margslungnu eikar-,krydd- og ávaxtabragði.EFHLY

08064 Robert’s Rock Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 990Rautt. Höfugt, þétt og snarpt, berjaríkt, með eikar- og jarðarkeim.DFHLY

R 05707 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Robertson

R 07607 Robertson Winery Cabernet Sauvignon kassavín3000 ml 13,5% 3690

R 05708 Robertson Winery Merlot 750 ml 13,5% 1190Robertson

R 05737 Rocco Bay Cinsaut Pinotage 750 ml 14% 1190Rautt. Kröftugt með berja- og jarðarkeim. Létt stemma.

R 05799 Rocco Bay Pinotage 750 ml 14% 1280Rautt. Bragðmikið, með krydduðum ávaxta- og jarðarkeim.EHX

R 00220 Rust en Vrede 750 ml 14,% 2930Stellenbosch: Dökkrautt. Höfugt, stamt, kryddað með jarðar og ávaxtakeim.EHLY

R 06667 Rust en Vrede Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 2250Stellenbosch:Dökkrautt. Kröftugt, þétt, kryddað með mjúku ávaxtabragði.DEFLX

R 06688 Rust en Vrede Shiraz 750 ml 13,5% 2250Stellenbosch:Dökkrautt. Ilmríkt. Kröftugt, mjúkt, fínlegt, þétt og kryddað.EJLY

R 07774 Spice Route Andrew’s Hope 750 ml 13,5% 1490Coastal Region: Meðalfylling, kryddað og mjúkt.EJL

09038 Tabiso Shiraz kassavín 3000 ml 14% 3490Dökkrautt. Meðalfylling, með ferskum kryddkeim.FJLX

05413 Table Mountain Cabernet Sauvignon / Merlot 750 ml 13,5% 990Rautt. Meðalfylling, mjúkt með jarðbundnum ávaxtakeim.DFJMX

R 06655 Tribal African Red kassavín 3000 ml 13,5% 3490Dökkrautt. Bragðmikið, þétt, með sólbökuðum jarðar- og jarðarberjakeim.

R 06660 Tribal African Red 750 ml 13% 1090

06411 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 750 ml 13,5% 990Dökkfjólurautt. Bragðmikið, kryddað með grösugum jarðarkeim.FJX

R 05280 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 187 ml 13% 292Dökkrautt. Þétt, hratkent berjabragð. X

05237 Two Oceans Shiraz kassavín 3000 ml 13,5% 3390Fjólurautt. Ilmríkt. Bragðmikið, með hratkeim.DFJMX

R 08836 Two Oceans Shiraz 750 ml 13,5% 1050Dökkfjólurautt. Kröftugt, mjúkt, með krydduðum jarðarkeim.EFJLX

08552 Zonnebloem Cabernet Sauvignon 750 ml 13,5% 1190Stellenbosch: Dökkrauðbrúnt. Kröftugt, grösugt með þroskuðum keim.Létt stemma.EFLX

R 04261 Familia Simonetti Syrah 750 ml 13,5% 1190Fjólublátt. Kröftugt. Eikað og kryddað með berjakeim.DELX

R 06119 Boglári Barrique Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 1630

R 06155 Lellei Cabernet Sauvignon 750 ml 12% 1190

R 06117 Lellei Merlot 750 ml 12% 1160

R 09067 Moselland Avantgarde Rotwein 750 ml 12% 1460Ljósrautt. Frekar létt og hálfsætt.KOX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Túnis

Ungverjaland

Þýskaland

R A U Ð V Í N

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 33

Page 34: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

34

R 05710 Bodegas Lavaque Torrontes 750 ml 13% 1190Ljósgult, bragðmikið með krydduðum ávexti.DKLX

Mendoza05094 Alamos Chardonnay 750 ml 13,5% 1230

Grængult. Höfugt og mjúkt, með ristuðum eikar og ávaxtakeim.ACDMX

R 04322 Alto Agrelo Chardonnay 750 ml 12,5% 1290

R 08364 Angaro Chardonnay 750 ml 13% 990Ljósgult. Meðalfylling, ferskt með grösugum ávaxtakeim. ABCX

R 05356 Argento Chardonnay 750 ml 13% 1190Ljósgult. Meðalfylling, með léttri eik og ávaxtakeim.BCDX

R 05089 Catena Cardonnay 750 ml 13,5% 1590Ljósgulgrænt. Höfugt, mjúkt með þéttum eikar- og ávaxtakeim.BCDFXY

07563 Santa Ana Chardonnay Chenin Blanc 750 ml 13% 1170Fölgult. Höfugt, ferskt með ávaxtakeim. ABCX

08200 Terralis Chardonnay - Chenin kassavín 3000 ml 12,5% 3180Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, með ávaxtakeim. ABCX

R 05450 Terrazas Alto Chardonnay 750 ml 13% 1390Gult. Bragðmikið, þurrt með eikarkeim.BIX

R 03046 Trapiche Chardonnay 750 ml 13% 950BCDM

07031 Trivento Chardonnay 750 ml 13,5% 990Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, ávaxtaríkt með eikarkeim.ABCDX

07037 Trivento Viognier 750 ml 13,5% 1090Gult. Ilmríkt. Höfugt með létt krydduðum ávaxtakeim.CDKX

R 05417 Brundlmayer Ried Kaferberg Gruner Veltliner 750 ml 14% 2760Kamptal

R 03014 Lenz Moser Gruner Veltliner 750 ml 12,5% 1180Niedeosterreich

R 07928 Lenz Moser Trockenbeerenauslese 375 ml 11% 1470Neusiedlersee

00374 Storch Spätlese 750 ml 11,5% 1000Burgenland: Frekar létt, hálfsætt.KX

06946 Storch Welschriesling Trocken 750 ml 12% 980Burgenland: Fölgult. Frekar létt, þurrt og snarpt. ABX

04103 Aldridge Chardonnay 750 ml 13% 990Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt með léttum ávaxtakeim og eikarvotti.BCX

R 04510 Badgers Creek Semillon Chardonnay 750 ml 12% 1210Ljósgult. Meðalfylling með grösugum keim.CMX

R 06457 Banrock Station Colombard Chardonnay 750 ml 12% 1090Fölgrænt, höfugt með léttri eik og grösugum ávexti.CMX

07712 Barramundi Semillon Chardonnay kassavín 3000 ml 12,5% 3500Ljósgult. Meðalfylling, mjúkt og ávaxtaríkt með sætuvotti.CIKX

07899 Black Opal Chardonnay 750 ml 13% 1190Ljósgult. Þurrt og kröftugt með ávaxta, eikar og hnetukeim.CDX

R 05265 Hanwood Estate Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Ljósgult. Þétt, með mjúkri eik, góður ávöxtur.BCDFMXY

R 02205 Hardys Nottage Hill Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Ávaxtaríkt, bragðmikið og ferskt.BCD

R 06459 Hardys Stamps Chardonnay Semillon 750 ml 13% 1190Ljósgult, höfugt með eikarblöndnum ávexti.CDX

05771 Jacob’s Creek Chardonnay 750 ml 12,5% 1090Ljósgult. Bragðmikið, þurrt og ávaxtaríkt.BCDX

R 03413 Jacob’s Creek Dry-Riesling 750 ml 11,5% 1090Ljósgrænt, þurrt, ferskt, með góðum ávexti og olíuvotti. ABCY

R 05692 Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 750 ml 11% 990

R 05258 Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 187 ml 11% 292Ljósgulgrænt. Létt, með léttum púðurkeim. Þurrt og ferskt. ABCX

R 09201 Jindalee Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Murray Darling: Ljósgult. Bragðmikið með sætum ávaxtakeim og léttri eik.BCX

05893 Lindemans Bin 65 Chardonnay 375 ml 13,5% 690Höfugt, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt með eikarkeim.CDIX

00368 Lindemans Cawarra Colombard Chardonnay 750 ml 12,5% 990Ljósgult. Meðalfylling, mjúkt og ávaxtaríkt með sætum eikarkeim.ACJKX

00363 Lindemans Chardonnay Bin 65 750 ml 13,5% 1290Ljósgult. Höfugt, þurrt, með ávaxta-, hnetu- og eikarkeim.CDIX

R 05834 Lisa McGuigan Tempus Two Chardonnay 750 ml 13,5% 1250Gult. Bragðmikð, mjúkt með léttum ávaxta- og eikarkeim.CDX

R 07407 McGuigan Black Label Chardonnay 750 ml 12,5% 1190CKX

R 05810 McGuigan Black Label GTR 750 ml 11,5% 1180Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, með sætkrydduðum ávaxtakeim. ACDKX

R 05823 McGuigan Black Label Sauvignon Blanc 750 ml 10,5% 1090Fölgult. Frekar létt, ferskt og ávaxtaríkt með mentholkeim. ABIX

R 00369 Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 750 ml 14% 1390Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt með eikarkeim.CDFM

R 05387 Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 375 ml 14% 750

07204 Penfolds Rawson’s Retreat Semillon Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Bragðmikið, þurrt og ferskt, með jarðefnakeim. ABCX

R 07944 Peter Lehmann Weighbridge Chardonnay 750 ml 13% 1190

04142 Rosemount Chardonnay 750 ml 13,5% 1380Meðalfylling, þurrt, mjúkt og ferskt, ávaxtaríkt með léttu biti.CDIX

07118 Rosemount GTR 750 ml 11% 1090Ljósgult. Létt, hálfsætt með ávaxtakeim og léttu biti.KOX

R 08874 Rosemount Riesling 750 ml 13,5% 1380

R 03494 Rosemount Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1380

R 03493 Rosemount Semillon 750 ml 12,5% 1380Bragðmikið, þurrt, sýruríkt með þéttum ilmi og jarðefnakeim.CDX

01629 Rosemount Semillon Chardonnay 750 ml 12,5% 1160Meðalfylling, þurrt og ferskt með grösugum ávexti. ABCIX

R 05962 Rosemount Verdelho Chardonnay Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1070

07201 Salisbury Chardonnay 750 ml 14% 960Meðalfylling, ferskt með eikarkeim. AC

R 05129 Yellow Tail Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Gult. Ilmríkt. Bragðmikið, með ávaxta, korn og eikarkeim.CDKX

Nýja Suður WalesR 08803 Rosemount Hill of Gold Chardonnay 750 ml 14% 1650

Mudgee: Gult, bragðmikið og höfugt með krydduðum eikarkeim.Nokkuð rammt.DMY

Suður Ástralía04391 Angove’s Chardonnay Bear Crossing 750 ml 14% 1090

Gulgrænt. Þurrt og höfugt, sýruríkt með þroskuðum ávexti.CDIX

R 04739 Boomerang Bay Colombard Chardonnay 750 ml 12,5% 990

R 05418 Grant Burge Thorn Riesling 750 ml 12,5% 1250Eden Valley

H V Í T V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Argentína

Austurríki

Ástralía

Hvítvín eru gerjuð úr safa ljósra vínþrúga. Styrkleiki vínanda er yfirleitt á bilinu 8-14%

Austurríki er frægt fyrir sæt hvítvín, en þar eru einnig gerð þurr, fersk vín.Mikilvægar þrúgur eru Gruner Veltliner og Riesling.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 34

Page 35: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

35

R 04512 Jacob’s Creek Reserve Chardonnay 750 ml 13,5% 1590Gult. Bragðmikið en mjúkt. Mikil eik og ávöxtur.DY

07406 Peter Lehmann Barossa Semillon 750 ml 12% 1290Barossa Valley: Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt ABCDIX

R 05243 Peter Lehmann Botrytis Semillon 375 ml 12% 1390Barossa Valley:Dökkgult, þykkt og sætt með kröftugum sýruríkum ávexti og keim af rabbarbarasultu.NX

R 07409 Peter Lehmann Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Barossa Valley:Ljósgult. Bragðmikið með þéttri eik og ferskri sýru.BCDX

R 05244 Peter Lehmann Chenin Blanc 187 ml 12% 393Barossa Valley: Ljósgulgrænt. Frekar létt, frískt og sýruríkt með ferskum ávexti og keim af grænum eplum. ABCY

R 05245 Peter Lehmann Wildcard Chardonnay 750 ml 13% 1090Barossa Valley: Gulgrænt. Bragðmikið, mjúkt og þétt með grösugrum keim.BCDIX

R 01974 Wolf Blass Chardonnay 750 ml 13% 1360Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með þéttum eikar- og ávaxtakeim.CDJX

R 02068 Wolf Blass Presidents Selection Chardonnay 750 ml 13% 1790Gult. Kröftugt, með ,mikilli eik og keim af þurrkuðum ávöxtum.CDFX

ViktoríaR 05123 Oakridge Estate Chardonnay 750 ml 13,5% 1570

Gult. Bragðmikið með kröftugum, ristuðum eikarkeim.CDX

Kalifornía00419 Beringer Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1340

Fölgrænt. Ilmríkt. Bragðmikið, eikað með smjörkenndum ávaxtakeim.CDFX

00386 Blossom Hill 750 ml 13% 1090Meðalfylling, hálfsætt, með hrísgrjónakeim. AOX

R 05648 Bonterra Chardonnay Sauvignon Blanc Muscat 750 ml 13,5% 1840

06708 Carlo Rossi California White 1500 ml 10,5% 1590Létt, hálfþurrt, með mildum ávextakeim AIMO

07940 Carlo Rossi California White 750 ml 10,5% 890Frekar létt, hálfþurrt. A

R 05546 Clay Station Viognier 750 ml 13,5% 1690Lodi

R 07056 Coppola Bianco 750 ml 13% 1790Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með suðrænum ávaxtakeim.CIKX

R 09054 Corbett Canyon Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3390Fölgrænt. Meðalfylling, mjúkt, með smjörkendum eikar- og ávaxtakeim.CDKX

R 09056 Corbett Canyon Chardonnay 750 ml 13% 980Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, mjúkt, sýruríkt með eikar- og ávaxtakeim.CDX

07234 Cypress Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Grængult. Ilmríkt. Höfugt og mjúkt með feitum ávexti og vanillukeim.CDIJX

R 06399 Delicato Chardonnay 750 ml 13,5% 1290

R 05876 Delicato Chardonnay 187 ml 13,5% 320

03569 Ernest & Julio Gallo Colombard 750 ml 11,5% 960Fölgult. Létt, hálfþurrt með ávaxtakeim. AOX

05239 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay kassavín 3000 ml 13,5% 3590Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með karamellukeim. ACIX

01894 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgrænt. Höfugt, þurrt og sýruríkt. Ávaxtaríkt.CDMX

R 04533 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chenin Blanc 750 ml 11,5% 990Ljóst, þurrt, með léttum ávexti og léttri lifrapylsu. ABCX

R 05620 Francis Coppola Diamond Chardonnay 750 ml 13,5% 2230

R 09055 Franzia Chardonnay kassavín 3000 ml 12% 2890Fölgult. Frekar létt, ferskt með mjúkum ávexti. ACKOX

R 00429 Glen Ellen Chardonnay Reserve 750 ml 13% 990Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, með smjörkendu eikar- og ávaxtabragði.BCIX

R 09049 Gray Fox Chardonnay 750 ml 13,5% 990Ljósgrænt. Meðalfylling, þurrt, ferskt og mjúkt með ávaxta- og eikarkeim.CDX

08721 Painter Bridge Chardonnay 750 ml 13% 1190Ljósgulgrænt. Meðalfylling, mjúkt, fínlegt, mjög ávaxtaríkt, með mildri vanillu.CDMOX

R 07560 Parsons Creek Chardonnay 750 ml 13,5% 990

R 05262 Redwood Creek Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Ljósgult. Mild eik, léttur ávöxtur, þurrt og ferskt.BCDX

R 09214 Sierra Valley California White 750 ml 11,5% 890Ljósgulgrænn. Frekar létt, ferskt með mildum vanillukeim. ABCX

R 06489 Stonehedge Chardonnay 750 ml 13,5% 1190

07735 Sutter Home Chardonnay 187 ml 13% 350Ljósgult. Meðalfylling með léttum ávexti og hrísgrjónakeim.BCIX

04196 Turning Leaf Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Ljósgult. Höfugt, mjúkt með eikarkeim.DIX

R 04557 Turning Leaf Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1190Fölgult. Þurrt, milt mðe krydduðum keim. ABCDIX

R 05498 Western Cellars Colombard Chardonnay 750 ml 12% 1090

R 08897 Woodbridge Cherokee Station 750 ml 11,5% 1190

Kalifornía - Central Coast R 05772 Firestone Chardonnay 750 ml 13,5% 1570

Ljósgult. Höfugt, þurrt, ferskt og mjúkt með eikar- og ávaxtakeim.BCDX

R 05768 Firestone Riesling 750 ml 12,5% 1230Ljósgult. Hálfsætt, meðalfylling með frískum ávaxta-, jarðar- og hunangskeim.DKOX

R 05345 J. Lohr Arroyo Vista Chardonnay 750 ml 14,5% 2390Arroyo Seco: Gult. Höfugt, mjúkt, eikað með ávaxtakeim.CDFX

07880 J. Lohr Riverstone Chardonnay 750 ml 13,5% 1690Monterey County: Þurrt, meðalfylling með eikarkeim.CDM

Kalifornía - North Coast 00384 Beringer Napa Valley Chardonnay 750 ml 13,5% 1690

Napa Valley: Gult. Bragðmikið, þétt, ferskt með ávaxta og eikarkeim.BCDX

01783 Beringer Napa Valley Fume Blanc 750 ml 13,5% 1440Napa Valley: Grængult. Bragðmikið, þurrt, með mildum ávaxtar og eikarkeim.BCDMX

08118 Clos du Bois Chardonnay 750 ml 13,5% 1490Sonoma County: Höfugt. Þurrt, ávaxtaríkt með reyktri eik og smjörkeim.CDY

R 04535 Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Chardonnay 750 ml 14% 1590Gult. Kröftugt, snarpt, mjúkt og ávaxtaríkt með reyktum eikarkeim.DY

R 09021 Rodney Strong Chardonnay 750 ml 13% 1490Sonoma County

WashingtonR 05441 Chateau Ste. Michelle Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1490

Columbia Valley: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með léttum eikarkeim og frískum ávexti. ABCX

04873 Snoqualmie Chenin Blanc 750 ml 12,5% 1400Columbia Valley: Fölgult. Meðalfylling, hálfsætt með ananaskeim.KOX

R 04864 Stimson Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Ljósgult. Höfugt og mjúkt með sætum vanillukeim.KX

H V Í T V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Bandaríkin

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 35

Page 36: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

36

H V Í T V Í N

R 05685 35 South Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1110Lontue

R 05353 Baron Philippe de Rothschild Reserva Chardonnay 750 ml 13% 990Casablanca

R 07412 Calama Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Casablanca: Fölgrænt, frekar létt, þurrt með fínlegum eikar- og ávaxtakeim. ABCDX

02629 Caliterra Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Fölgult. Bragðmikið, þurrt, með ávaxtakeim.CDY

00385 Canepa Private Reserve Chardonnay 750 ml 13% 1290Rancagua: Gult. Bragðmikið, þurrt með eikar- og asparskeim.DX

04084 Canepa Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 990Cachapoal: Þurrt, ilmríkt og grösugt. Ferskt. ABCI

06344 Carmen Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Höfugt, þurrt, grösugur ávöxtur.BCDIX

R 08478 Carmen Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1090

R 08811 Carta Vieja Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Maule

R 05371 Carta Vieja Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1090Maule

R 05107 Casa Lapostolle Chardonnay 750 ml 14% 1370Casablanca: Gulgrænt. Höfugt, þurrt með eikar og asparskeim.CIX

R 05021 Casillero del Diablo Chardonnay 375 ml 13,5% 690Casablanca: Ljósgult. Meðalfylling, mjúkt og ávaxtaríkt með eikarkeim.BCDX

03248 Castillo de Molina Reserva Chardonnay 750 ml 13,5% 1230Lontue: Ljósgult. Höfugt, þurrt og ferskt. Ávaxtaríkt með eikarkeim.CDY

R 03249 Castillo de Molina Sauvignon Blanc Fume 750 ml 13,5% 1290Lontue

R 04481 Concha y Toro Amelia Chardonnay 750 ml 13,5% 2250Casablanca: Gulgrænt. Höfugt, þurrt, þétt með eikar og ávaxtakeim.Margslungið.CDIY

05996 Concha y Toro Casillero del Diablo Chardonnay 750 ml 13,5% 1260Aconcagua: Gulgrænt. Kröftugt, þétt með snarpri sýru og eikar- og ávaxtakeim.BCDIX

05875 Concha y Toro Frontera Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3390Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með ávaxtakeim. ABCDX

06987 Concha y Toro Sunrise Chardonnay 750 ml 13% 990Meðalfylling, þurrt með léttum ávexti. ABCI

R 08310 Concha y Toro Sunrise Chardonnay 187 ml 13% 310

R 08978 De Martino Chardonnay Prima Reserva 750 ml 13,5% 1350Maipo

R 08981 De Martino Viognier 750 ml 13,5% 1400Colchagua

R 05217 Frontera Chardonnay 750 ml 13% 950Fölgult. Meðalafylling, þurrt, ferskt, með léttum ávaxtakeim.BCX

R 05773 Gato Blanco Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3290

R 05679 Gato Blanco Chardonnay 750 ml 13% 960

R 05774 Gato Blanco Sauvignon Blanc kassavín 3000 ml 12,5% 3290

R 09036 La Capitana Chardonnay Barrel Reserve 750 ml 13,5% 990Rapel

02206 Miguel Torres Santa Digna Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1190Curico: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með léttum ávaxtakeim.BCIXY

06520 Montes Alpha Chardonnay 750 ml 14% 1590Casablanca: Þungt, þurrt og ferskt með þéttri eik og löngu bragði.DIJM

00390 Montes Chardonnay Reserve 750 ml 14% 1160Curico: Höfugt, þurrt með þéttu eikar- og ávaxtabragði.DIX

04458 Montes Sauvignon Blanc Reserve 750 ml 13,5% 1090Curico: Þurrt, höfugt, ilmríkt og grösugt. ABCDI

R 05100 MontGras Chardonnay 750 ml 14% 1300Colchagua

R 05102 MontGras Reserva Chardonnay 750 ml 14% 990Colchagua

R 05221 Morande Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Maipo: Ljósgult. Meðalfylling, snarpt með léttum ávexti. ACX

R 05220 Morande Grand Reserve Vitisterra Chardonnay 750 ml 13,5% 1690Casablanca: Gult. Bragðmikið með ristaðri eik og grösugum ávaxtakeim. Sýruríkt.CDX

R 05618 Morandé Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1190

R 05698 Pukara Chardonnay kassavín 3000 ml 12% 3490Fölgult. Frekar létt, þurrt og sýruríkt með léttum hnetukeim.BCX

04475 Santa Carolina Chardonnay 750 ml 14% 990Rapel: Meðalfylling, þurrt, ferskt með léttum ávexti- og eikarkeim.BCDIM

R 05739 Santa Digna Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Curico

R 05898 Santa Digna Sauvignon Blanc 375 ml 13% 695Curico

R 05189 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc kassavín3000 ml 13% 3690

R 05194 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 187 ml 12,5% 320Fölgult. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, með léttum rifskeim. ABX

R 05196 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 375 ml 12,5% 590

R 05197 Santa Helena Gran Vino Sauvinon Blanc 750 ml 12,5% 1070Fölgult. Þurrt með meðalfyllingu, frískur stikkilsberjailmur.ABCIX

R 05193 Santa Helena Reserva Chardonnay 750 ml 14% 1490Casablanca: Fölgrænt, þétt ristuð eik, kryddað, þurrt og sýruríkt.DFJX

R 05198 Santa Helena Siglo de Oro Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1240

04465 Santa Rita 120 Chardonnay 750 ml 14% 1090Lontue: Fölgult. Höfugt. Þurrt, ferskt og sýruríkt með grösugum keim.ABCIX

R 01235 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1090Höfugt, þurrt og ferskt, grösugt.BCIX

R 05639 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 187 ml 13,5% 355

R 07127 Santa Rita Chardonnay Reserva 750 ml 14% 1390Casablanca: Höfugt, mjúkt og þétt, ávaxtaríkt, með brenndum eikarkeim.CDIX

R 02652 Santa Rita Medalla Real Chardonnay 750 ml 14,5% 1690Casablanca: Frekar bragðmikið¸ eikar- og ávaxtakeimur.CDF

R 05410 Siete Soles Chardonnay 750 ml 14% 900

R 05476 Takun Chardonnay 750 ml 14% 1090Curico

05415 Terra Andina Chardonnay 750 ml 13,5% 990Ljósgulgrænt. Meðalfylling, ferskt, með léttri eik og snörpum ávexti.ACDFX

R 03437 Torreon de Paredes Chardonnay 750 ml 13,5% 1260Rengo: Ljósgult. Meðalfylling, ferskt með léttan ávöxt og reyktan eikarkeim.BCY

R 05186 Undurraga Chardonnay 750 ml 12,5% 1190Maipo

R 04468 Undurraga Chardonnay Reserva 750 ml 13,6% 1590Maipo

R 05178 Undurraga Gewurztraminer 750 ml 13,5% 1290Maipo

R 05185 Undurraga Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1190Lontue

R 05270 Villa Montes Chardonnay 750 ml 13,5% 990Curico: Gult. Höfugt með krydduðum ávaxtakeim.CDX

00389 Villamontes Sauvignon Blanc 750 ml 13% 990Curico: Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, með grösugum berjakeim.ABCIX

R 06839 Vina Maipo Chardonnay kassavín 3000 ml 13% 3590

R 06836 Vina Maipo Chardonnay 750 ml 13% 990

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Chile

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 36

Page 37: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

R 07628 Cuvée Louis Max 375 ml 11,5% 590

R 07638 Cuvée Louis Max 750 ml 11,5% 1090

04753 J.P. Chenet Blanc de Blancs kassavín 3000 ml 11,5% 3120Strágult. Létt, með frískri sýru og ávaxtakeim.BCX

R 07966 J.P. Chenet Blanc de Blancs 750 ml 11,5% 1070

00302 Le Piat d’Or 750 ml 11% 890Létt, hálfsætt ávaxtaríkt. AKOX

00299 Lion d’Or 1500 ml 11% 1590Létt, hálfþurrt, með perukeim. ACX

Alsace

R 08147 Dietrich Gewurztraminer Reserve 750 ml 13,5% 1290Gult. Bragðmikið, hálfþurrt, kryddað og blómlegt.CKLY

03038 Dietrich Riesling Reserve 750 ml 12% 990Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með blómlegum ávaxtakeim.BCDIXY

07844 Dietrich Tokay Pinot Gris Reserve 750 ml 13% 1290Kröftugt, þurrt og ferskt með kryddkeim.CDIY

R 00284 Dopff & Irion Gewurztraminer 375 ml 13,5% 880Meðalfylling, höfugt, blómlegt og kryddað FL

06196 Dopff & Irion Gewurztraminer 750 ml 13,5% 1550Gulgrænt. Meðalfylling, kryddað og blómlegt. Ilmríkt.CDKLY

R 02338 Dopff & Irion Gewurztraminer Les Sorcieres 750 ml 13% 2190Mjúkt, hálfþurrt, ilmríkt og blómlegt.BCDKL

R 02323 Dopff & Irion Riesling Vendange Tardive 375 ml 12% 2390Sætt, fínlegt og fágað.

R 01625 Gentil Hugel 750 ml 12% 1260Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og blómlegt.BCX

R 07108 Hugel Cuvée Les Amours Pinot Blanc 750 ml 12% 1360Fölgrænt. Frekar létt, þurrt, ferskt með ávaxtakeim. ABCX

00290 Hugel Gewurztraminer 750 ml 13% 1590Ljósgulgrænt. Bragðmikið, þurrt, kryddað og blómlegt.CDFKY

00287 Hugel Riesling 750 ml 11,5% 1440Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með súrsætum ávaxta og steinefnakeim.BCDIY

03067 Pfaffenheim Gewurztraminer 750 ml 13,5% 1350Gult. Höfugt, mjúkt og ilmríkt. með blóma- og kryddkeim.DFKLY

R 03623 Pfaffenheim Riesling 750 ml 12,5% 1390

03066 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris 750 ml 13,5% 1390Gult. Þurrt og bragðmikið. Ilmríkt með sætum ávaxtakeim.Sýruríkt. ADLX

03555 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 750 ml 13,5% 1590Meðalfylling, hálfþurrt, mjúkt með krydduðum og blómlegum keim.JKL

02042 Rene Mure Gewurztraminer Cote de Rouffach 750 ml 13,5% 1490Meðalfylling¸ kryddað, ilmr. með sætum keim.K

00410 Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach 750 ml 12% 1590Gult. Ilmríkt. Þurrt og bragðmikið með blómlegum ávaxtakeim.BCDIX

02528 Willm Gewurztraminer 750 ml 13% 1390Ljósgult. Bragðmikið, hálfþurrt. Ilmríkt með blómlegum kryddkeim.KLOY

07039 Willm Pinot Gris 750 ml 12,5% 1290Fölgult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt, grösugt og ávaxtaríkt. Mjúkt.CDIY

R 07040 Willm Riesling 750 ml 12% 1190

BergeracR 06001 Sanxet Millenium Monbazillac 750 ml 13,5% 1640

Monbazillac: Sætt og þungt.LNX

Bordeaux

R 05437 Baron de Lestac 750 ml 12% 1360

R 07075 Barton & Guestier 1725 Reserve 750 ml 12% 1290

00250 Beau Rivage 375 ml 12% 590Þurrt með léttgrösugum keim.C

R 05849 Calvet Reserve 750 ml 12% 1090Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, með léttum ávaxtakeim. ABCX

R 05352 Calvet XF 750 ml 11,5% 1090Fölgult. Frekar létt, þurrt með berjakeim.BCX

02828 Chateau Anniche 750 ml 12% 1050Þurrt, ferskt með grösugum ávaxtakeim. ABC

00257 Chateau Bonnet 750 ml 12% 1190Entre Deux Mers: Þurrt, milt og ávaxtaríkt. Ilmríkt. ABCO

00247 Chateau de Rions 750 ml 12% 1180Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum berjakeim. ABCX

00251 Mouton Cadet 750 ml 12% 1190Frekar létt, þurrt, ferskt. ABCX

R 05134 Sirius 750 ml 12% 1190

Bordeaux - GravesR 05848 Chateau de Rochemorin 750 ml 12,5% 1390

Pessac-Leognan: Þurrt, með fínlegri eik og ávaxtakeim. ABCDY

Bourgogne

06327 Bouchard Aine Bourgogne Chardonnay Vendangeurs 750 ml 13% 1290Ljósgrænt. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim. ABCIY

R 05276 Georges Faiveley Bourgogne 750 ml 13% 1390Ljósgult. Þurrt, meðalfylling með krydduðum eikarkeim.BCDY

R 05559 Labouré-Roi Collection Bourgogne Blanc Chardonnay 750 ml 12,5% 1500Ljósgulgrænt. Meðalfylling, ferskt með fínlegan og grösugan ávöxt. ABCY

Bourgogne - Chablis02337 Domaine Laroche Chablis Saint-Martin

Vieilles Vig. 750 ml 12,5% 1790Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með mildum og fínlegum ávaxtakeim.BCY

R 05651 Jean Lafitte Chablis 750 ml 12,5% 1890

00412 La Chablisienne Chablis LC 750 ml 12,5% 1490Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt. ABCY

00411 La Chablisienne Chablis Vieilles Vignes 750 ml 12,5% 1590Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og fínlegt. ABCY

06927 La Chablisienne Petit Chablis 750 ml 12,5% 1360Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt. ABC

R 04840 Labouré-Roi Petit Chablis 750 ml 12% 1460

03161 Laroche Chablis 750 ml 12,5% 1590Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt og ávaxtaríkt.BCY

R 02336 Laroche Chablis Cuvee Premiere 750 ml 12,5% 2440

R 00268 Laroche Chablis Vaudevey 750 ml 12,5% 2190Ljósgult. Ferskt, þurrt með meðalfyllingu. Fínlegur keimur og eftirbragð.CDY

R 07630 Louis Max Chablis 1er Cru Fourchaume 750 ml 13% 2890

R 07629 Louis Max Chablis St. Jean 750 ml 12,5% 1590

03382 Vaucher Chablis 750 ml 12,5% 1690Ljósgult. Frekar létt, þurrt og sýruríkt.BCX

Bourgogne - Cote ChalonnaiseR 05756 Francois d’ Allaines Bourgogne Cote Chalonnaise 750 ml 12,5% 1490

H V Í T V Í N

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

Þurr og sæt hvítvín úr Semillon og Sauvignon.

Upprunastaður Chardonnay, þurr hvítvín, einnig Aligoteþrúgan.

37

Frakkland

Einkum þurr hvítvín úr Riesling, Gewurtztraminer, PinotGris og fleiri þrúgum.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 37

Page 38: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

38

Bourgogne - Cote de BeauneR 05755 Francois d’Allaines Beaune 1er Cru Les Reversées 750 ml 13% 2190

R 05493 Francois D’Allaines Chassagne-Montrachet Premier C 750 ml 12,5% 4470Gult. Ilmríkt. Meðalfylling, ferskt með fínlegum ávaxta og eikarkeim.BCDY

R 05494 Francois D’Allaines Saint-Aubin 1er Cru en Remilly 750 ml 13% 3990Gult. Bragðmikið með létt krydduðum ávaxta og eikarkeim.BCDFY

R 07631 Louis Max Meursault 750 ml 13% 3990

Bourgogne - Macon00265 Bouchard Aine Pouilly-Fuissé 750 ml 13% 1790

Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, grösugt með ávaxta og smjörkeim.BCY

R 05256 Bouchard Aine Saint-Veran 750 ml 13% 1490Ljósgult. Þurrt og ferskt, með góðum létteikuðum ávaxtakeim. AX

R 08166 Francois d’Allaines Macon La Roche Vineuse 750 ml 13% 1660Meðalfylling, þurrt, milt með léttristuðum eikarkeim. ABCX

R 04841 Labouré-Roi Pouilly-Fuissé 750 ml 13% 2200

Languedoc-RoussillonR 00356 Arabesque Chardonnay 750 ml 12,5% 990

Þurrt og létt.

R 05644 Barton & Guestier Chardonnay 750 ml 13% 990

R 05542 Castel Chardonnay 750 ml 12,5% 1190

R 05543 Castel Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1190

R 04793 Domaine de Coulée Chardonnay 750 ml 12,5% 1450

R 05279 Fat Bastard Chardonnay 750 ml 12,5% 1190Ljósgult, meðalfylling, þurrt, ferskt. ABX

R 05896 Fortant de France Chardonnay 187 ml 12,5% 276

R 05504 J.P. Chenet Blanc de Blancs 250 ml 11,5% 413

R 07976 J.P. Chenet Blanc Moelleux 750 ml 11% 990

R 05923 J.P. Chenet Chardonnay Elevé en Barrique 750 ml 13% 1270

00301 JCP Herault Blanc kassavín 3000 ml 11,5% 2890Hálfþurrt¸ mjög létt bragð.

04077 JCP Herault Blanc kassavín 5000 ml 11,5% 4790Hálfþurrt, mjög létt bragð.

09024 Jeanjean Chardonnay kassavín 3000 ml 12,5% 3290Ljósgult. Bragðmikið með léttum ávexti.CDIX

07208 Le Cep Chardonnay kassavín 3000 ml 12,5% 3290Létt og þurrt.C

R 05385 Les Fumees Blanches kassavín 3000 ml 12,5% 3790

R 05540 Les Ormes de Cambras Sauvignon 750 ml 12% 1150

R 05360 Oc Cuvée 178 Chardonnay 750 ml 12,5% 1090

00303 Piat Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Höfugt, þurrt, ferskt, ávaxtaríkt.BDIX

R 05538 Terrasses d’Azur Chardonnay 750 ml 12,5% 1080

R 05539 Terrasses d’Azur Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1080

R 05421 Virginie Chardonnay 750 ml 13% 1440

R 05420 Virginie Sauvignon Blanc 750 ml 12% 1280

Loire03208 B&G Muscadet de Serve et Maine 750 ml 12% 1090

Fölgrænt. Létt, þurrt snarpt. ABCX

R 03210 B&G Sancerre 750 ml 12,5% 1770

03211 Barton & Guestier Vouvray 750 ml 11,5% 1290Fölgult. Frekar létt, en bragðmikið. Hálfsætt, ferskt.CKY

00276 Chateau de Cléray Muscadet Sevre et Maine sur Lie 750 ml 12% 1260Þurrt og snarpt. ABC

R 06359 Chateau de Sancerre 750 ml 12,5% 1750Þurrt, ferskt, grösugt. ABC

00405 Franck Millet Sancerre 750 ml 12,5% 1590Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, sýruríkt, með ferskum rifsberjakeim.ABCX

RhoneR 05162 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 750 ml 12,5% 1190

Fölt. Létt og þurrt.BCXR 07639 Louis Max Cotes du Rhone Jasiolle 750 ml 12,5% 1190

00434 Kouros Patras 750 ml 12% 1090Þurrt, ferskt, létt. Þroskað.IMX

02207 Bolla Pinot Grigio 750 ml 12% 1090Ljósgult. Frekar létt þurrt og ferskt, með léttum ávaxtakeim.BCX

R 05355 Canti Cuvée Bianco 750 ml 12% 1090

R 05070 Cielo Pinot Bianco Chardonnay Frizzante 750 ml 10,5% 890Fölt, létt, ferskt, snarpt með biti. AOX

R 03395 Della Casa Bianco 750 ml 11,5% 1190

R 09113 Don Bargello Vino Bianco kassavín 3000 ml 11% 2890Ljósgult, þurrt og létt. AIX

R 03511 Frattina DiGale 750 ml 13% 1990Gulgrænt. Meðalfylling, þurrt og snarpt með mildum ávexti og ristaðri eik. ABCDX

00305 Le Cep Italian Chardonnay kassavín 3000 ml 11,5% 2990Þurrt og létt.

07865 Maestro Chardonnay Pinot Grigio 750 ml 13% 1270Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim. AOX

R 05567 Masi Masianco 750 ml 13% 1400

R 07994 Masi Modello delle Venezie 750 ml 12% 1090

02048 Pasqua Chardonnay delle Venezie 750 ml 12% 890Frekar létt, þurrt, með suðrænum ávaxtakeim. ABCDX

07155 Pasqua Chardonnay Venezie kassavín 3000 ml 12% 3290Ljósgult. Frekar létt og þurrt. ABCX

00358 Pasqua Pinot Grigio delle Venezie La Rovere 1500 ml 11,5% 1690Fölgult. Létt og þurrt. ABCOX

R 08532 Primaverina kassavín 3000 ml 11,5% 2990Gult. Frekar létt, þurrt, sýruríkt með léttum ávexti. ABCX

R 08615 Raffaello Bianco 250 ml 11% 295

00422 Riunite Bianco 750 ml 8% 790Hálfsætt¸ létt bragð. A

R 05303 Terra Fresca Bianco 750 ml 10,5% 890Ljósgult, létt ferskt, með sætum ávaxtakeim. ACOX

Emilia-Romagna R 05786 Galassi Albana di Romagna 750 ml 12,5% 1190

R 05785 Galassi Pagadebit di Romagna 750 ml 12,5% 1090

R 05784 Galassi Trebbiano di Romagna 750 ml 11,5% 990

Friuli-Venezia Giulia00360 Valle Colli Orientali del Friuli Pinot Grigio 750 ml 13% 1490

Colli Orientali del Friuli: Ljósgult. Bragðmikið, þurrt og snarpt með krydduðum keim.CDMX

LazioR 01233 Fontana Candida Frascati 750 ml 12% 990

Frascati: Fölgrænt. Þurrt, létt og snarpt með léttum ávaxtakeim.ABIX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

Grikkland

Ítalía

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 38

Page 39: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

39

Marche04661 Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 750 ml 14% 1350

Castelli di Jesi: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, milt með fínlegum keim.BCDX

R 04865 Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi 375 ml 12% 620Castelli di Jesi

R 05811 Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi T. 750 ml 12% 1090Castelli di Jesi Classico: Ljósgult. Frekar létt, þurrt og ferskt.BCX

R 05826 Fazi-Battaglia Le Moie 750 ml 13% 1350Castelli di Jesi Classico: Ljósgult. Meðalfylling, milt með þroskuðum keim. Fínlegt.BCXY

R 05827 Fazi-Battaglia San Sisto 750 ml 13,5% 1590Castelli di Jesi Classico: Gult. Meðalfylling, þurrt, snarpt og fínlegt með þroskuðum tunnukeim. ABCDXY

R 05311 Le Cantinette Verdicchio Castelli de Jesi 750 ml 12% 1190Castelli di Jesi: Ljósgult. Meðalfylling. þurrt og ferskt með súrum ávexti.BCDX

PiemonteR 05328 Alteserre 750 ml 14% 1990

R 05112 Balbi Soprani Gavi 750 ml 11,5% 1300Fölgult. Létt og þurrt með baunalykt.DMX

R 05467 Bava Moscato d’Asti 750 ml 5,5% 1110

R 05312 Giordano Moscato 750 ml 5,5% 667

R 06715 Marchesi Spinola Piemonte Cortese 750 ml 11,5% 1090

07662 Marrone Moscato d’Asti 750 ml 5,5% 890Létt, sætt og ávaxtaríkt.N

PugliaR 08225 Terre dei Solari Chardonnay 750 ml 12% 1190

R 06702 Torrebianco Castel del Monte Chardonnay 750 ml 13% 1420

SardiníaR 05300 Sella & Mosca Vermentino di Sardegna 750 ml 11,5% 990

SikileyR 05106 Donnafugata Anthilia 750 ml 13% 990

R 05174 Feudo Arancio Grillo 750 ml 13,5% 1190

04706 Planeta Alastro 750 ml 13% 1450Gult. Þungt, bragðmikið, mjúkt og margslungið með sítrus-,eikar- og suðrænum ávaxtakeim.CDX

04707 Planeta La Segreta Bianco 750 ml 13% 1290Gult. Ilmríkt, bragðmikið og mjúkt með hnetu og ferskjukeim.CDX

R 05963 Ronco Sicilia Bianco kassavín 3000 ml 12% 3090

R 04769 Santagostino Baglio Soria 750 ml 14% 1790

R 06738 Torrebianco Grecanico Inzolia 750 ml 12% 1160

ToskanaR 05065 Banfi Fumaio 750 ml 12% 1190

02510 Banfi Le Rime Chardonnay & Pinot Grigo 750 ml 12% 1190Ljósgult. Meðalfylling, hálfþurrt, ferskt og ávaxtaríkt. ACMOX

R 05273 Capsula Viola 750 ml 12% 990Fölgult, þurrt og létt, með léttum ávexti. ABCX

R 05041 Castello Banfi Florus 500 ml 14% 1690Montalcino: Sætt og þétt með hunangskendum múskatkeim.NY

R 02123 Castello Banfi Fontanelle Chardonnay 750 ml 13% 1690Gulgrænt. Ilmríkt. Meðalfylling, þurrt, ávaxtaríkt með ristuðum eikarkeim.BCDXY

R 05064 Castello Banfi Serena 750 ml 13% 1690Sant'Antimo

R 03216 Libaio Chardonnay 750 ml 12% 1250Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim.BDX

R 08242 Solatia 750 ml 14% 2150Gult. Höfugt, þurrt, þétt með létt krydduðum ávexti og ristaðri eik.BCDFX

00361 Villa Antinori 750 ml 12,5% 1090Fölgult. Frekar létt, þurrt og snarpt. ABCOX

Trentino-Alto AdigeR 06953 Anger Pinot Grigio 750 ml 13,5% 1790

Fölt. Frekar létt, þurrt og fínlegt. ABCX

R 05152 Casa Girelli Virtuoso Chardonnay 750 ml 13% 1590Ljósgult. Meðalfylling, með margslungnum ávaxtakeim.BCIX

R 06925 Lahn Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1790Fölt. Þurrt, ferskt og frekar létt með grösugum ávaxtakeim.ACIX

06021 Mezzacorona Trentino Chardonnay 750 ml 12,5% 1020Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt með ávaxtakeim.ABCOX

R 07238 Sanct Valentin Gewurztraminer 750 ml 14% 2690Ljósgult. Þungur keimur, höfugt með nokkurri remmu og sítruskeim.AKX

R 06991 Sanct Valentin Sauvignon 750 ml 13,5% 2690Ljósgult. Meðalfylling, ferskt og ávaxtaríkt með margslungnum kryddkeim.BCDIX

08953 Tommasi La Rosse Pinot Grigio 750 ml 12% 1290Valdadige: Fölgult. Ilmríkt og fínlegt. Frekar létt, þurrt með fínlegum ávexti.ABCX

R 05819 Tommasi Santa Cecilia Chardonnay 750 ml 12% 1250Valdadige

Umbria06503 Antinori Orvieto Classico Campogrande 750 ml 12% 990

Ljósgult. Frekar létt, ferskt og þurrt með frískum ávaxtakeim.ABIOX

R 03311 Bigi Orvieto Classico 750 ml 12,5% 990Orvieto: Ljósgult, þurrt og létt. ABIX

R 05897 Lungarotti Torre di Giano 375 ml 12% 760Torgiano

R 03186 Lungarotti Torre di Giano 750 ml 12% 1330Torgiano

00433 Ricasoli Orvieto Classico Pian del Gelso 750 ml 12% 1150Létt og þurrt.C

VenetoR 06621 Biso Il Vino del Lunedí Pinot Grigio 750 ml 11% 1260

Ljósgult. Létt og þurrt.CX

R 05148 Canaletto Pinot Grigio Garganega 750 ml 12% 1190

R 08209 Moletto Colmello Bianco 750 ml 12,5% 1840Ljósgult. Bragðmikið, þétt með margslungnum eikar- og ávaxtakeim.BCDX

R 03125 Moletto Pinot Grigio 750 ml 13% 1450Piave: Fölgult. Meðalfylling, þurrt með ávaxtakeim. ACX

R 03099 Moletto Tocai Italico 750 ml 13,5% 1450Lison-Pramaggiore: Ljósgult. Meðalfylling, höfugt og mjúkt með léttkrydduðum keim.DKX

R 06178 Paoni Bianco 750 ml 12% 990Colli Euganei

R 07635 San Rocco Pinot Grigio 750 ml 11% 1230Fölgrænt. Létt, þurrt og snarpt.CIX

R 06843 Stival Pinot Grigio 750 ml 11% 1230Ljósgult. Létt, þurrt með léttum ávaxtakeim. ACIX

Veneto - SoaveR 06028 AstroLabio Soave 375 ml 11,5% 500

R 07394 Masi Soave Levarie 750 ml 12% 1090

02836 Pasqua Soave Classico 375 ml 12% 470Þurrt og ferskt, með léttum ávexti.CIX

R 09192 Tenuta Sant’Antonio Soave 750 ml 12,5% 1170Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum ávexti. ABCX

02403 Tommasi Soave Le Volpare 750 ml 12% 1190Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með léttum en mjúkum ávaxtakeim. ABCX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 39

Page 40: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

40

OntarioR 05400 Pelee Island Chardonnay 750 ml 13% 1490

R 05401 Pelee Island Gewurztraminer 750 ml 13% 1530

R 05407 Pelee Island Late Harvest Vidal 750 ml 10,5% 1380

R 05399 Pelee Island Pinot Gris 750 ml 11,5% 1450

R 05406 Pelee Island Vidal Icewine 375 ml 9% 2920

08742 Babich Semillon Chardonnay 750 ml 12,5% 1090East Coast: Meðalfylling, þurrt, ferskt, ilmríkt og ávaxtaríkt.ABCDIX

MarlboroughR 06205 Babich Riesling 750 ml 12% 1350

08776 Cloudy Bay Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1990Fölgrænt. Ferskt þurrt, ilmríkt með grænum rifsberjakeim og aspars. ABCDY

02659 Montana Marlborough Sauvignon 750 ml 12,5% 1350Ljósgult. Þurrt, ferskt, rifsber og aspars ABCX

00394 Stoneleigh Chardonnay 750 ml 13,5% 1390Þurrt, ávaxtaríkt, með eikarkeim.BCD

00393 Stoneleigh Riesling 750 ml 13% 1390Gulgrænt. Bragðmikið, ferskt, með þéttu olíu- rabarbarakeim og reyktum tón.BCDFY

00395 Stoneleigh Sauvignon Blanc 750 ml 13,5% 1390Fölgult. Bragðmikið , þurrt, ferskt, grösugt. ABCX

R 07948 Villa Maria Sauvignon Blanc Private Bin 750 ml 13,5% 1770

R 05621 Wairau River Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1570Ljósgrænt. Meðalfylling, ferskt og sýruríkt, með grösugum ávaxtakeim. ABCX

08624 Casal Garcia Vinho Verde 750 ml 9% 1040Ljósgult, lágfreyðandi. Létt, ferskt, þurrt. AX

R 05396 Bagueri Chardonnay 750 ml 13% 1690

R 05397 Bagueri Sauvignon 750 ml 13% 1690

R 07950 Quercus Tokaj 375 ml 12,5% 630Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og ferskt með eplakeim.BCX

07913 Quercus Tokaj 750 ml 12,5% 1190Þurrt, frekar bragðmikið, fínlegt. ABCDIX

R 06626 Blanc Pescador 750 ml 11,5% 970Fölgult. Létt, þurrt, ferskt og snarpt. ABCX

03030 Bodegas Alberto Gutierrez kassavín 5000 ml 12,5% 4890Þurrt og létt.C

AndalúsíaR 03987 Vina Montegil 750 ml 12% 1390

Ljósgult. Meðalfylling, þurrt, grösugt, með áberandi sérríkeim. AIXY

Castilla La ManchaR 05775 Candidato Blanco 750 ml 11,5% 990

R 08879 Condesa de Leganza Viura 750 ml 12% 990

R 09151 Don Aurelio Macabeo 750 ml 12% 1190Valdepenas: Fölgult. Létt og þurrt með léttum aldinkeim.CIX

R 09158 Santana Viura 750 ml 11,5% 950Gult. Þurrt með meðalfyllingu. Rabarbara- og olíukeimur.CX

R 08171 Sol de Castilla Blanco Joven 750 ml 12,5% 1090

R 05551 Vinum Clasic Airen 750 ml 11,5% 960

Castilla y Leon03044 Pucela Viura Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 890

Fölgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt. ABCX

GalisíaR 03986 Lagar Maior Albarino 750 ml 12,5% 1750

Rias Baixas: Dökkgult. Meðalfylling, ávaxtaríkt, með grösugum keim.BCMX

KatalóníaR 07724 Clos Torribas Blanc de Blancs 750 ml 10,5% 760

Penedes

R 07759 Nuviana Chardonnay 750 ml 13% 990Ljósgult. Ilmríkt. Meðalfylling, þurrt, grösugt, með sætum ávaxtakeim.CDJX

02997 Raimat Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Costers del Segre: Fölgrænt. Frekar létt, þurrt með ferskum ávexti.BCX

07053 Rene Barbier kassavín 3000 ml 11,5% 2990Penedes: Fölgrænt. Létt og þurrt með ferskri sýru og léttum ávaxtakeim. ABCX

00348 Torres Gran Vina Sol Chardonnay 750 ml 13% 1290Penedes: Kröftugt, þurrt og mjúkt með mildri eik og ávexti.BCDX

00346 Torres San Valentin 375 ml 10,5% 560Fölgult, létt, ferskt og ávaxtaríkt. Ilmríkt. ACIOX

00349 Torres Vina Esmeralda 750 ml 11% 1190Penedes: Fölgult. Frekar létt, ferskt og ilmríkt. Ávaxtaríkt með blómlegum keim. ABCX

R 05904 Torres Vina Sol 187 ml 11,5% 293Penedes: Fölgrænt, þurrt, létt og ferskt með ávaxtakeim. ABCIX

R 06848 Torres Vina Sol 750 ml 11,5% 990Penedes: Létt, þurrt og ferskt.

NavarraR 09088 Gran Feudo Chardonnay 750 ml 12,5% 1090

Gult. Bragðmikið, með léttri eik og þéttum ávexti.

R 05272 Palacio de La Vega 750 ml 13,5% 1090

RiojaR 05610 Allende 750 ml 13,5% 2140

Gult. Kröftugt, þurrt, þroskað með eikar og rabbarbara keim.CDY

06032 El Coto 750 ml 12% 890Þurrt, létt, ferskt. ABC

05839 Faustino V Fermentado en Barrica 750 ml 11,5% 1150Létt, þurrt, ferskt með eikarkeim. ABCX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

SpánnKanada

Nýja SjálandÞekktast fyrir fersk og ávaxtarík Sauvignon. Einnig prýðileg Chardonnay og Riesling.

Portúgal

Slóvenía

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 40

Page 41: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

41

00351 Montecillo 750 ml 13% 890Meðalfylling, þurrt, með olíukeim. ABCX

R 07831 Satinela Semi-Dulce 750 ml 12% 1090Ljósgult. Meðalfylling, með sætum ávaxtakeim. AKOX

R 05766 Arniston Bay Chenin Blanc Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Ljósgult. Ilmríkt. Bragðmikið, með mjúkum og grösugum ávexti.BCX

R 05566 Boland Kelder Chardonnay 750 ml 14% 1320Paarl

R 05565 Boland Kelder Sauvignon Blanc 750 ml 14% 1390Paarl

07799 Bon Courage Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Robertson: Gult. Kröftugt, þurrt, með ávaxta og eikarkeim.BCDX

07757 Bon Courage Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1090Robertson: Fölgult. Milt, frískt með léttum rifs- og mintukeim.ABCIX

R 05751 Cape Bay Chardonnay 750 ml 13% 1230Ljósgult. Meðalfylling, þurrt.CX

R 06415 Drostdy-Hof Chardonnay 750 ml 12,5% 990Ljósgult. Meðalfylling, milt með léttum ávexti.BCDX

R 06418 Drostdy-Hof Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 990Fölgult. Bragmikið, þurrt, sýruríkt með grösugum.Aspars- og rifskeim. ABCX

04860 Drostdy-Hof Steen kassavín 3000 ml 12% 3190Fölgrænt. Hálfþurrt. ABCIOX

R 07763 Drostdy-Hof Steen 187 ml 12,5% 292

06317 Fleur du Cap Chardonnay 750 ml 13,5% 1190Coastal Region: Höfugt, þurrt og mjúkt með mildri eik og ávexti.DIM

R 05555 Glen Carlou Chardonnay 750 ml 14% 1920Paarl

R 05640 Golden Kaan Chardonnay 750 ml 13,5% 1190

R 05602 Golden Kaan Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1190

R 08838 Hill & Dale Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Stellenbosch: Ljósgult. Meðalfylling, þurrt.BCDX

03699 Kumala Chenin Blanc Chardonnay 750 ml 12,5% 950Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt, með krydd og ávaxtarkeim.CDIX

R 05386 Kumala Sauvignon Blanc Colombard 750 ml 12% 950

R 00421 KWV Chenin Blanc 750 ml 12,5% 990

03405 Long Mountain Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Höfugt, þurrt, ferskt með léttum ávaxtakeim.DX

R 05306 Moreson Premium Chardonnay 750 ml 14,5% 1690Franschoek

00355 Nederburg Chardonnay 750 ml 13,5% 1090Ljósgult. Bragðmikið, ferskt, eikað með mjúku ávaxtabragði.DFY

R 05749 Newton Johnson Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1410Walker Bay: Fölgult. Meðalfylling, þurrt, ferskt með grösugum ávexti. ABCIX

05868 Pearly Bay Dry kassavín 3000 ml 13,5% 2990Meðalfylling, ferskt, léttur ávöxtur. ACDIMX

R 06034 Plaisir de Merle Chardonnay 750 ml 14% 1790Paarl: Gult. Ilmríkt. Bragðmikið, kryddað með smjörkendum eikar- og ávaxtakeim.CDJX

04489 Robert’s Rock Chenin Blanc Chardonnay 750 ml 12,5% 990Ljósgulgrænt. Meðalfylling, þurrt og ferskt, ávaxtaríkt. ABCX

R 05709 Robertson Winery Chardonnay 750 ml 13% 1140Robertson

R 07608 Robertson Winery Chardonnay kassavín 3000 ml 13,5% 3490

R 05706 Robertson Winery Sauvignon Blanc 750 ml 12,5% 1090Robertson

R 05761 Rocco Bay Chardonnay 750 ml 14% 1280Ljósgult. Meðalfylling, höfugt með mildum ávexti og ristaðri eik.ACX

R 05738 Rocco Bay Chardonnay Chenin Blanc 750 ml 13,5% 1190Ljósgult. Bragðmikið, með ferskum, grösugum ávexti. ABCX

R 04492 Stellenzicht Sauvignon Blanc 750 ml 14,5% 1290Stellenbosch: Ljósgult. Meðalfylling, milt en ferskt, með rifsberjum.ABCX

05870 Stowells Chenin Blanc kassavín 3000 ml 12,5% 3390Meðalfylling, þurrt, mjúkt með melónu- og perukeim.BCX

R 05122 Tabiso Chardonnay kassavín 3000 ml 14,5% 3790Ljósgult. Höfugt með peru og léttum ryk og kakókeim.CDLX

R 08926 Tribal African White kassavín 3000 ml 12,5% 3290Fölgrænt. Frekar létt og þurrt, með daufum ávaxta- og hnetukeim.ABX

R 08927 Tribal African White 750 ml 12,5% 990Fölgult. Létt, þurrt, með léttum ávaxtakeim.IOX

R 06412 Two Oceans Chardonnay 750 ml 13,5% 950Gulgrænt. Höfugt, mjúkt.BDJMX

05236 Two Oceans Sauvignon Blanc kassavín 3000 ml 11,5% 3090Fölgult. Frekar létt, þurrt og ferskt með grösugum ávexti. ABCX

06413 Two Oceans Sauvignon Blanc 750 ml 12% 890Fölgult. Meðalfylling, þurrt með rifsberjakeim. ABCIX

R 05283 Two Oceans Sauvignon Blanc 187 ml 12% 261

R 06118 Lellei Sauvignon Blanc 750 ml 13% 1100

TokajiR 07801 Chateau Dereszla Tokaji Aszu 5 Puttonyos 500 ml 12% 2130

Þungt, sætt og sýruríkt, með kandís- og hnetukeim.NY

Baden03059 Deinhard Pinot Gris 750 ml 12,5% 950

Fölgult. Frekar létt, þurrt með léttum ávaxtakeim.CIX

Mosel-Saar-Ruwer07836 Ars Vitis Riesling 750 ml 8,5% 1140

Fölgult. Létt, hálfsætt, ferskt og ávaxtríkt. AKOX

03872 Dr. Loosen Riesling 750 ml 9,5% 890Fölgult. Létt, hálfsætt með ferskum ávaxtakeim. AKOY

03435 Dr. Loosen Wehlener Sonnenuhr Riesling Kabinett 750 ml 7,5% 1350Hálfsætt, ávaxtríkt með léttum olíukeim. Sýruríkt.KO

00311 Ellerer Engelströpfchen 750 ml 8,5% 890Ljósgrængult. Létt, hálfsætt með ferskum ávexti. AKOX

08098 Green Gold kassavín 3000 ml 9% 2990Létt, hálfsætt.O

00324 Green Gold 750 ml 9% 790Fölgult. Létt, hálfsætt, með ávaxtabragði. AOX

00312 Landenberg Graacher Himmelreich Riesling Spätlese 750 ml 8,5% 1190Létt, hálfsætt, ferskt og milt. AKOY

06619 Mosel Gold Riesling kassavín 3000 ml 8,5% 2990Fölgrænt. Hálfsætt, létt.KOX

04854 Moselland Avantgarde Riesling Lieblich 750 ml 9,5% 1290Fölgult. Létt, hálfsætt, ferskt með eplakeim. AOX

07487 Moselland Riesling Kabinett kassavín 3000 ml 7,5% 2490Fölgrænt. Létt, hálfsætt, með krydduðum ávexti. AKOX

R 07213 Relax Riesling kassavín 3000 ml 10% 3190

Nahe02432 Rhine Lady Liebfraumilch 750 ml 8,5% 690

Fölgrænt. Létt, hálfsætt.KOX

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

H V Í T V Í N

Suður Afríka

Ungverjaland

ÞýskalandÞýsk hvítvín eru oft létt og hálfsæt.

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 41

Page 42: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

42

RheingauR 05392 Domdechant Werner Hochheim Riesling Classic 750 ml 12% 1490

Ljósgult. Frekar létt, hálfþurrt og ferskt með grösugum ávaxtakeim.AOX

00334 Frankhof Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 750 ml 10% 890Fölgrænt. Létt, hálfsætt, ferskt. AOX

08840 Guntrum Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 750 ml 12% 890Fölgult. Frekar létt, hálfsætt, sýruríkt. Ávaxtaríkt. ABCKOY

R 00337 Black Tower Rivaner 750 ml 10,5% 890Fölgult. Hálfsætt, létt ferskt og ávaxtaríkt.KOX

Rheinhessen06321 Blue Nun 750 ml 8,5% 890

Létt, hálfsætt, ávaxtaríkt.O

03058 Deinhard Riesling 750 ml 12% 990Fölgrænt. Frekar létt, þurrt með snörpum ávaxtakeim. ABCX

05869 Guntrum Riesling kassavín 3000 ml 8,5% 2790Fölgult. Frekar létt, hálfsætt. ADKX

00414 Guntrum Riesling Royal Blue 750 ml 8,5% 790Fölgrænt. Létt, hálfsætt.KOX

R 05667 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Auslese 750 ml 7,5% 2790Ljósgrænt. Hunangskenndur ilmur. Sætt og ferskt, fínlegt.NOY

R 05665 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Spatlese 750 ml 8,5% 1890

R 05666 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Spatlese Gold 750 ml 7,5% 2690

R 05663 Keller Riesling - von der Fels 750 ml 12% 1990

R 05691 Louis Guntrum Weissburgunder Kabinett Trocken 750 ml 10% 1090

v.nr. heiti ml, % verð

00116 Torres Gran Coronas Reserva 750 ml 13,5% 1490

03792 Cumera Sangiovese kassavín 3000 ml 12,5% 3490

05332 Gandia Mil Aromas Garnacha 750 ml 13% 1190

05416 Pujol Cotes du Roussillon Domaine de la Rourede 750 ml 12,5%1190

05491 Pujol Muscat de Rivesaltes 750 ml 16% 1990

05647 Bonterra Shiraz Carignane Sangiovese 750 ml 14% 1840

05648 Bonterra Chardonnay Sauvignon Blanc Muscat 750 ml 13,5% 1840

06021 Mezzacorona Trentino Chardonnay 750 ml 12,5% 1020

08971 Era Nero d’Avola 750 ml 12,5% 1040

L Í F R Æ N TR Æ K T U Ð V Í N

H V Í T V Í N / Ó Á F E N G V Í N

09255 Best de Pol Vignan Peche 750 ml 0% 580Fölgrænt, létt, þurrt og ferskt með ferskjubragði.

08234 Blue Nun 0,5% 750 ml 0,5% 600Fölgrænt. Létt og sýruríkt.

08249 Ebony Vale Cabernet Sauvignon 750 ml 0,5% 680Rautt með léttsúru berjabragði.

08287 Ebony Vale Chardonnay 750 ml 0,5% 680Fölgrænt. Létt með mildum hnetu- og ávaxtakeim.

Ó Á F E N G V Í N

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 42

Page 43: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

43

RAUÐVÍNR 06174 35 South Cabernet Sauvignon 3 ltr. 13,5% 3750

R 06173 35 South Shiraz 3 ltr. 14% 3980

04644 Accademia del Sole Nero d’Avola Cabernet Sau. 3 ltr. 13,5% 3990

R 05133 Arabesque Syrah 3 ltr. 12% 3290

R 05633 Armoni Coteaux du Languedoc 3 ltr. 13% 3580

05409 Astica Cabernet Sauvignon 3 ltr. 13,5% 3290

08471 Barramundi Cabernet Merlot 3 ltr. 13% 3590

03041 Bodegas Hijos de Alberto Gutierrez 5 ltr. 12,5% 4890

R 05163 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 3 ltr. 2,5% 3990

05573 Cellier Yvecourt Bordeaux 3 ltr. 12% 3490

04105 Concha y Toro Frontera Cabernet Sauvignon 3 ltr. 13% 3490

R 09051 Corbett Canyon Ruby Cabernet 3 ltr. 13% 3350

03792 Cumera Sangiovese 3 ltr. 12,5% 3490

R 09114 Don Bargello Vino Rosso 3 ltr. 11,5% 2890

R 08669 Dona Navarra 3 ltr. 13% 3700

04107 Drink & Eat Naut 2 ltr. 13% 2290

04861 Drostdy-Hof Cape Red 3 ltr. 13% 3440

05238 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. 3 ltr. 14% 3490

R 05240 Esprit de Gaubert Duo Rouge 3 ltr. 12% 3190

R 09052 Franzia Merlot 3 ltr. 12% 3190

R 08378 Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon 3 ltr. 12,5% 3290

04778 Gato Negro Cabernet Sauvignon 3 ltr. 12% 3440

R 05630 Grand Veneur Merlot 3 ltr. 13% 3460

R 09110 Isla Negra Cabernet Sauvignon Merlot 3 ltr. 12,5% 3590

08563 J.P. Chenet Cabernet Syrah 3 ltr. 12% 3440

04754 J.P. Chenet Merlot 3 ltr. 12,5% 3570

00096 Jean-Claude Pepin Herault 3 ltr. 11,5% 2890

00097 Jean-Claude Pepin Herault 5 ltr. 11,5% 4790

04863 Jeanjean Merlot 3 ltr. 12,5% 3290

R 09155 La Roche Mazet Cabernet Sauvignon 3 ltr.12,5% 4050

07969 Landiras Californian Red 3 ltr. 12,5% 3570

07211 Le Cep Chilean Cabernet Sauvignon 3 ltr. 12,5% 2990

00098 Le Cep Merlot 3 ltr. 12,5% 3190

04122 Le Cep Or Syrah Rouge 3 ltr. 12,5% 3270

R 05537 Les Ormes de Cambras Cabernet Sauvignon 3 ltr. 12,5% 3650

04109 Los Llanos 3 ltr.13% 3390

R 09063 Louis Eschenauer Cabernet Sauvignon 3 ltr. 12,5% 3480

R 08671 Manana 3 ltr. 13% 3560

R 05235 Maximo Tempranillo Cabernet Sauvignon 3 ltr.13,5% 3690

R 06168 Montalto Nero d’Avola Sangiovese 3 ltr. 13% 3790

06179 Namaqua 3 ltr. 13,5% 3290

R 05365 Oc Cuvée 178 Merlot 3 ltr. 13% 3980

07154 Pasqua Cabernet Merlot Venezie 3 ltr. 12% 3290

08677 Pearly Bay Dry Red 3 ltr. 14% 3190

R 05763 Penasol Tempranillo Garnacha 3 ltr. 12% 3190

08440 Primaverina 3 ltr. 11,5% 2990

R 05697 Pukara Cabernet Sauvignon 3 ltr. 12,5% 3590

07052 Rene Barbier Tinto Anejo 3 ltr. 13,5% 3290

04166 Rivercrest Ruby Cabernet 3 ltr. 13% 3290

R 07607 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 3 ltr. 13,5% 3690

R 06841 Rocca Rosso Salento 3 ltr.12% 2990

08426 Rocca Sangiovese Rubicone 3 ltr.11% 2690

R 05903 Ronco Sangiovese Marche 3 ltr. 12% 3050

R 05892 Ronco Sicilia Rosso 3 ltr12,5% 3180

R 05188 Santa Helena Gran Vino 3 ltr13% 3690

05690 Solaz 3 ltr. 13,5% 3590

R 04119 Stowells Tempranillo 3 ltr. 12% 3390

04120 Stowells Vin de Pays du Gard 3 ltr. 12% 3290

09038 Tabiso Shiraz 3 ltr. 14% 3490

04029 Terra Vecchia 3 ltr. 12,5% 3390

08201 Terralis Shiraz - Malbec 3 ltr. 13% 3220

R 06655 Tribal African Red 3 ltr. 13,5% 3490

05237 Two Oceans Shiraz 3 ltr.13,5% 3390

R 05594 Vega de Moriz Tempranillo 3 ltr. 12,5% 3420

R 05534 Vieux Papes 3 ltr. 12% 3190

00107 Vin de Pays de Vaucluse 5 ltr. 12% 4980

R 07259 Vina Maipo Cabernet Sauvignon 3 ltr. 13% 3590

R 05439 Wilderness Estate Shiraz 3 ltr. 13,5% 3790

HVÍTVÍN07712 Barramundi Semillon Chardonnay 3 ltr. 12,5% 3500

03030 Bodegas Alberto Gutierrez 5 ltr. 12,5% 4890

05875 Concha y Toro Frontera Chardonnay 3 ltr. 13% 3390

R 09054 Corbett Canyon Chardonnay 3 ltr. 13% 3390

R 09113 Don Bargello Vino Bianco 3 ltr. 11% 2890

04860 Drostdy-Hof Steen 3 ltr. 12% 3190

05239 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay 3 ltr. 13,5% 3590

R 09055 Franzia Chardonnay 3 ltr. 12% 2890

R 05773 Gato Blanco Chardonnay 3 ltr. 13% 3290

R 05774 Gato Blanco Sauvignon Blanc 3 ltr. 12,5% 3290

08098 Green Gold 3 ltr. 9% 2990

05869 Guntrum Riesling 3 ltr. 8,5% 2790

04753 J.P. Chenet Blanc de Blancs 3 ltr. 11,5% 3120

00301 JCP Herault Blanc 3 ltr. 11,5% 2890

04077 JCP Herault Blanc 5 ltr. 11,5% 4790

09024 Jeanjean Chardonnay 3 ltr. 12,5% 3290

07208 Le Cep Chardonnay 3 ltr. 12,5% 3290

00305 Le Cep Italian Chardonnay 3 ltr. 11,5% 2990

R 05385 Les Fumees Blanches 3 ltr. 12,5% 3790

06619 Mosel Gold Riesling 3 ltr. 8,5% 2990

07487 Moselland Riesling Kabinett 3 ltr. 7,5% 2490

07155 Pasqua Chardonnay Venezie 3 ltr. 12% 3290

05868 Pearly Bay Dry 3 ltr. 13,5% 2990

R 08532 Primaverina 3 ltr. 11,5% 2990

R 05698 Pukara Chardonnay 3 ltr. 12% 3490

R 07213 Relax Riesling 3 ltr. 10% 3190

07053 Rene Barbier 3 ltr. 11,5% 2990

R 07608 Robertson Winery Chardonnay 3 ltr. 13,5% 3490

R 05963 Ronco Sicilia Bianco 3 ltr. 12% 3090

R 05189 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc 3 ltr. 13% 3690

05870 Stowells Chenin Blanc 3 ltr. 12,5% 3390

R 05122 Tabiso Chardonnay 3 ltr. 14,5% 3790

08200 Terralis Chardonnay - Chenin 3 ltr. 12,5% 3180

R 08926 Tribal African White 3 ltr. 12,5% 3290

05236 Two Oceans Sauvignon Blanc 3 ltr. 11,5% 3090

R 06839 Vina Maipo Chardonnay 3 ltr. 13% 3590

RÓSAVÍNR 06786 J.P. Chenet Cinsault-Grenache 3 ltr. 12% 3570

00444 Jean-Claude Pepin Rosé 3 ltr. 11% 2980

07051 Rene Barbier Rosado 3 ltr. 12% 2990

R 09154 Roche Mazet Cinsault Rosé 3 ltr. 12% 4100

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

K A S S A V Í N

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 43

Page 44: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

44

06707 Carlo Rossi California Rose 1500 ml 9,5% 1290Létt, hálfsætt.OX

06706 Carlo Rossi California Rose 750 ml 9,5% 740Ljósgulbleikt. Hálfsætt, með léttum ávaxtakeim.O

08723 Cypress White Zinfandel 750 ml 10,5% 990Ljósbleikt. Hálfsæt með ávaxta og brjóstsykurskeim.O

R 06402 Delicato White Zinfandel 750 ml 10% 990

06970 Riunite Blush 1500 ml 7% 1290Ljósbleikt. Hálfsætt, snarpt og léttfreyðandi.O

00470 Riunite Blush Bianco 750 ml 7% 740Ljósgulbleikt. Hálfsætt, snarpt og léttfreyðandi með blómlegum ilmi.O

R 05777 Candidato Rosado 750 ml 12% 990

R 05758 Collioure Pordavall 500 ml 14% 1190Ljósryðrautt. Meðalfylling, höfugt og létt með mildum keim. ACX

R 07634 Cuvée Louis Max 750 ml 12% 990

R 05635 Dievole Rosato Toscano Sangiovese 750 ml 12% 1680

R 08682 Faustino V Rosado 750 ml 13% 1190

02568 Georges Duboeuf Fleur de Rosé 750 ml 12% 1090Létt með berjabragði.

R 09089 Gran Feudo Rosé 750 ml 13% 1090Ljósrautt. Frekar létt, ferskt og berjaríkt bragð. ACDIX

R 07977 J.P. Chenet Cinsault Rose 750 ml 12% 1060

R 06786 J.P. Chenet Cinsault-Grenache kassavín 3000 ml 12% 3570

00444 Jean-Claude Pepin Rosé kassavín 3000 ml 11% 2980Þurrt og létt bragð. AD

R 06152 Lellei Merlot Rosé 750 ml 13% 1080

R 08404 Les 7 Soeurs Louise Cabernet Rosé 750 ml 12,5% 890

00456 Mateus 1500 ml 11% 1690Létt, hálfþurrt, milt.IX

00454 Mateus 750 ml 11% 990Létt, hálfþurrt, milt.IX

00455 Mateus 375 ml 11% 590Létt, hálfþurrt, milt.IX

06851 Miguel Torres Santa Digna Cabernet Sauvignon Rose 750 ml 14% 1190Ljósfjólurautt. Höfugt, ferskt með fínlegum krydd- og berjakeim. ACDFX

R 09147 Passal Rosé 750 ml 11% 1050Rauðbleikt. Léttkolsýrt,hálfþurrt.MX

R 05408 Pelee Island Cabernet Franc Icewine 375 ml 10,5% 3850

07051 Rene Barbier Rosado kassavín 3000 ml 12% 2990Frekar létt, þurrt og sýruríkt með léttum ávexti.

R 09154 Roche Mazet Cinsault Rosé kassavín 3000 ml 12% 4100Ljósbleikt. Létt og þurrt.MX

R 05572 Santa Rita Cabernet Sauvignon Rose 750 ml 14,5% 1090

R 05652 Virginie Rosé de Syrah 750 ml 12,5% 1190

R 05398 Bagueri Contesse 1500 ml 11,5% 3280

07165 Burti La Rose Célébration Dolce 750 ml 9,5% 970Gult. Frekar létt, sætt, ferskt og ávaxtaríkt. ANX

R 04005 Ca’ Rubiano Collezione Novecento Bianco Brut 750 ml 11,5% 1170ABO

R 08689 Cinzano Prosecco 750 ml 11% 1190

R 05478 Cristalino Brut 750 ml 11,5% 1180

R 05525 Gancia Brachetto d’Acqui 750 ml 6,5% 890

R 05526 Gancia Prosecco Extra Dry 750 ml 11% 980

R 04289 Giordano Prosecco Spumante 750 ml 11% 1210Fölgult. Þurrt og létt með hýðiskeim og léttum gerjunarblæ. AX

R 06050 Hartenberger Cremant d’Alsace Blanc de Blancs 750 ml 12% 1490

00510 Henkell Trocken 750 ml 11,5% 990Hálfþurrt og frekar létt. Fersk sýra og ávöxtur.

R 07605 J.P. Chenet Brut 750 ml 11% 1070Fölgrænt. Létt og þurrt með frísku bragði. ACOX

R 09082 J.P. Chenet Brut 200 ml 11% 372Fölgrænt. Létt og þurrt með frísku bragði. ACOX

R 07604 J.P. Chenet Medium Dry 750 ml 11% 1070Fölgult. Létt, hálfsætt með smjörkendu ávaxtabragði. AKOX

R 09081 J.P. Chenet Medium Dry 200 ml 11% 372Ljósgult. Hálfsætt, létt með smjörkendu bragði. AKOX

04037 Jacob’s Creek Chardonnay Pinot Noir Brut 750 ml 11,5% 1130Þurrt, ferskt, með léttum ávexti. ABCDY

R 05468 Malvasia di Castelnuovo Don Bosco 750 ml 7% 1250

00538 Maschio Prosecco di Coneglioni 750 ml 11% 1090Hálfþurrt, létt og frísklegt bragð.

R 05812 McGuigan Black Label Sparkling Chardonnay 750 ml 13,5% 1290Ljósgult. Meðalfylling, þurrt og mjúkt með suðrænum ávaxtakeim.CKX

R 07909 Moletto Brut 750 ml 13% 1980Ljósgult. Meðalfylling, þurrt með ristuðum eikarkeim.CDX

R 06231 Moletto Demi-Sec 750 ml 13% 1980Fölgult. Hálfsætt. Meðalfylling með beiskum eftirtónum.KNX

R 05656 Petalo Il Vino dell’Amore 750 ml 6,5% 1000

R 05190 Riondo Oro Excelsa 750 ml 7% 980

R 05305 S. Orsola Dolce 750 ml 7,5% 693

00526 Santero Moscato Spumante 750 ml 6,5% 570Frekar sætt bragð, með múskatkeim.

R 08585 Sergio 750 ml 11% 1390Fölgrænt. Frekar létt, hálfþurrt og ferskt með fínlegum ávexti. AOX

R 05043 Tosti Moscato 750 ml 6,5% 760Fölgult. Sætt, létt og blómlegt. AX

R 05151 Tosti Prosecco 750 ml 11,5% 1190

Fölgrænt. Þurrt, létt og fínlegt. ACX

Frakkland - Champagne00528 Bollinger Brut Special Cuvee 750 ml 12% 3390

Þurrt og létt, með frísklegu bragði. Margslungið.

R 01749 Bollinger Grande Année 750 ml 12% 6690Ferskt, fínlegt og ávaxtaríkt bragð.

R 01748 Bollinger RD Extra Brut 750 ml 12% 8390

R 02744 Bollinger Special Cuvee Brut 375 ml 12% 1890

R 02743 Bollinger Special Cuvée Brut 1500 ml 12% 7490

R 05337 Drappier Brut 375 ml 12% 1610

00482 Gosset Brut Excellence 750 ml 12% 2590Þurrt, ferskt og sýruríkt, með ávaxtaríkum ilm.

04781 Jacquesson Cuvée 728 Brut 750 ml 12% 2980Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með þroskuðum ávaxtakeim.ACDFY

R 05299 Lanson Black Label Brut 750 ml 12,5% 2640

R 05302 Lanson Ivory Label Demi-Sec 750 ml 12,5% 2640

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

BLUSH

RÓSAVÍN

FREYÐIVÍNFreyðivín er vín sem inniheldur kolsýru. Alkóhólstyrkleikiyfirleitt minni í sætum vínum

R Ó S A V Í N / F R E Y Ð I V Í N

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 44

Page 45: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

00477 Moet & Chandon Brut Imperial 750 ml 12% 2690Þurrt og frekar létt fínlegt bragð. Ferskt.

00476 Mumm Cordon Rouge Brut 750 ml 12% 2790Frekar létt og fínlegt.

R 05172 Mumm Cordon Rouge Brut 200 ml 12% 990

00475 Mumm Demi-Sec 750 ml 12% 2790Frekar sætt og ávaxtaríkt.N

00543 Pol Roger Brut 750 ml 12% 2790Þurrt, frekar létt, ferskt.

R 00484 Taittinger Brut Reserve 750 ml 12% 2890Þurrt og í meðallagi bragðmikið. Ferskt og sýrumikið. Mildur og opinn ilmur.

00479 Veuve Clicquot Ponsardin Brut 750 ml 12% 2890Þurrt og fremur létt. Góður ávöxtur og fersk sýra, með nokkrum fínleika.

Ítalía - Piemonte - AstiR 03306 Bosca Asti 750 ml 7,5% 750

Fölgult. Sætt, með fersku ávaxtabragði.NX

R 05359 Canti Asti 750 ml 7% 990

R 08674 Cinzano Asti 750 ml 7% 990

R 08683 Cinzano Asti 200 ml 7% 338

00498 Gancia Asti 750 ml 7,5% 760Sætt, en létt og ávaxtaríkt. Mjög ilmríkt.

00502 Martini Asti 750 ml 7% 790Sætt bragð, létt og ferskt. Mjög ávaxtaríkt, með miklum múskatkeim.

00501 Riccadonna Asti 750 ml 7% 880Sætt og fremur létt, ávaxtaríkt bragð. Ilmríkt.

07496 Santero Asti 750 ml 7,5% 690Sætt, ferskt og ávaxtaríkt.

R 05096 Tosti Asti 750 ml 7,5% 870Fölgrænt. Sætt og létt, með ferskum létt krydduðum ávaxtakeim.KNX

R 05218 Tosti Asti 200 ml 7,5% 330Fölt, mjög sætt, sýruríkt. AX

Spánn - CavaR 06943 Castell de Vilarnau Brut Rosado 750 ml 12% 1040

Þurrt og snarpt bragð.

00527 Castell de Vilarnau Demi-Sec 750 ml 11,5% 1090Hálfþurrt, frekar létt bragð.

R 06624 Castillo Peralada Seco 750 ml 11,5% 990Fölgult. Frekar létt, hálfþurrt, fínlegt með léttum reykjarkeim. ABCX

R 05970 Castillo Perelada Brut Reserva 750 ml 11,5% 990Fölgult. Létt, þurrt og ferskt með fínlegum eplakeim. AX

00514 Codorniu Clasico Semi-Seco 750 ml 11,5% 990Hálfsætt, meðalfylling, með ágætum ávexti.

02991 Codorniu Cuvee Raventos Brut 750 ml 11,5% 1290Ljósgult. Þurrt, létt, með fínlegum ávexti. ABCKX

08043 Faustino Martinez Semi-Seco 750 ml 11,5% 1090Létt, hálfsætt, ávaxtaríkt.

05028 Freixenet Brut Nature 750 ml 11,5% 1090Þurrt, sýruríkt, með eplakeim. AY

07593 Freixenet Brut Rosé 750 ml 12% 990Meðalfylling, milt og ferskt.CDIM

00517 Freixenet Carta Nevada Semi-Seco 750 ml 11,5% 890Hálfsætt, með meðalfyllingu. Milt. Nokkuð þungur keimur.

08678 Freixenet Cordon Negro Brut 750 ml 11,5% 990Fölgrænt. Létt, ferskt og þurrt með eplakeim. ABCX

00533 Freixenet Cordon Negro Brut 3x200 ml 600 ml 11,5% 990Gulgrænt. Frekar létt, frísklegt og þurrt með skógarberjakeim.ABOX

00516 Freixenet Cordon Negro Seco 750 ml 11,5% 990Hálfsætt, fremur létt, með nokkra mýkt og þægilegan ávöxt.

04635 Marques de Monistrol Reserva Semi Seco 750 ml 11,5% 890Gult. Frekar létt, hálfsætt, milt og fínlegt. AOX

06553 Segura Viudas Brut Reserva 750 ml 12% 1090Þurrt og sýruríkt.

06051 Segura Viudas Seco 750 ml 11,5% 990Létt, hálfþurrt bragð, ferskt og fínlegt.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

F R E Y Ð I V Í N

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 45

Page 46: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

46

R 05759 Banyuls Grand Cru 750 ml 16,5% 2990Ryðrautt. Milt, mjúkt og sætt með fínlegum keim af þurrkuðum ávöxtum.LNY

Dökkt00601 Gonzalez Byass Elegante Cream 750 ml 17% 1690

Frekar sætt, en ferskt, með meðalfyllingu. Púðursykurskeimur.

00577 Harveys Bristol Cream 750 ml 17,5% 1890Sætt og frekar bragðmikið. Þétt og mjúk áferð, með keim af brúnu brauði. Langt eftirbragð.

00597 Osborne Rich Golden 750 ml 15% 1490Sætt, með miðlungsfyllingu. Dæmigert.

R 00604 Valdespino Rich Cream 750 ml 17,5% 1670

Ljóst00591 Croft Pale Cream 750 ml 17,5% 1890

Frekar sætt, meðalbragðmikið, mjúkt.

R 03988 Garvey Fino San Patricio 750 ml 15% 1880

R 05224 Garvey Fino San Patricio 375 ml 15% 990

00570 Gonzalez Byass Tio Pepe Fino 750 ml 15% 1830Þurrt, ferskt og fíngert með keim af gulum eplum.

00581 John Harvey Isis 750 ml 17,5% 1830Hálfsætt, ferskt bragð, með söltum keim. Minnir á fino.

08159 Lustau Jarana Fino 375 ml 15,5% 890Þurrt, létt og snarpt, með söltum eplakeim. A

R 08454 Marismeno Fino 750 ml 16% 1790Ljósgult, þurrt og ferskt, ilmríkt með eplakeim. A

R 05615 Valdespino Fino Dry 750 ml 15% 2040

R 05614 Valdespino Pale Cream 750 ml 17,5% 1850

Miðlungs08044 Dry Sack Medium Dry 750 ml 15% 1490

Hálfsætt, frekar létt með karamellukeim.

00580 Harveys Club Classic Medium Dry 750 ml 17,5% 1790Hálfsætt bragð. Meðalfylling. Keimur af brenndum sykri.

R 08455 NPU Amontillado 750 ml 18% 1990Þurrt, ilmríkt, með karamellu og hnetukeim.

00600 Osborne Medium 750 ml 15% 1490Hálfsætt og frekar létt braðg, með mildum keim.

R 05616 Valdespino Amontillado 750 ml 17,5% 1670

04048 Henriques & Henriques Madeira Medium Rich 750 ml 19% 2110Frekar sætt, með karamellukeim.

R 05740 Torres Moscatel 500 ml 15% 1490

Hvítt08034 Croft Fine White 1000 ml 20% 2850

Meðalfylling,fínlegt ávaxtabragð, nokkuð stamt.

04042 Graham’s Fine White 750 ml 19% 2190Sætt, þungt.

00547 Hunt’s Exquisite Old White 750 ml 19,5% 2190Frekar sætt, meðalfylling, með lykt af þurrkuðum ávöxtum.Örlítið oxaður keimur.

08370 Rozes White 750 ml 20% 1990Gullið, sætt og þungt, með appelsínukeim.

Rautt00550 Cockburn’s Special Reserve 750 ml 20% 2190

Sætt og frekar bragðmikið. Langt og margslungið bragð.Alldjúpur ilmur, dæmigerður.

R 08710 Ferreira LBV 375 ml 20,5% 1360

R 04450 Fonseca Bin 27 375 ml 20% 1490Dökkfjólurautt. Sætt með þéttum berjakeim.LN

00557 Graham’s LBV 750 ml 20% 2590Bragðmikið og sætt með miklu berjabragði. Kryddað.

R 07015 Guimaraens 750 ml 20,5% 4390Ryðrautt. Mjúkt, sætt og fínlegt með þroskuðum reykjarkeim og heitum ávexti.LN

00546 Hunt’s Ruby 750 ml 19,5% 2190Nokkuð sætt og kröftugt bragð, með oxuðum keim.

00554 Noval LBV 750 ml 19,5% 2890Sætt og bragðmikið.

00568 Osborne LBV 750 ml 19,5% 2390Sætt og bragðmikið með berjabragði.

06198 Osborne Ruby 750 ml 19,5% 2090Sætt, mjúkt, berjaríkt.

R 07808 Porto Barros Vintage Character 750 ml 20% 2450

08410 Rozes LBV 750 ml 20% 2290Dimmrautt, þétt, sætt og langt. Ungt.

08368 Rozes Ruby Port 750 ml 20% 1990Sætt, berjaríkt og stamt.

00553 Sandeman’s Old Invalid 750 ml 19% 2150Allsætt og nokkuð góð fylling. Nokkur ávöxtur og krydd.

08161 Taylor’s LBV 375 ml 20% 1190Kröftugt, berjaríkt með nokkurri stemmu. Sætt.

Tunnuþroskað03077 Cruz Tawny 750 ml 19% 2190

Sætt með sýróps- og púðursykursbragði.

02584 Ferreira Tawny 750 ml 19,5% 2190Ljósryðrautt. Milt, sætt með léttu berjabragði.

R 04634 Fonseca 40 ára 750 ml 20% 8990Brúngullið. Sætt og mjúkt með sýrópskeim og löngu eftirbragði.LN

00556 Graham’s Tawny 10 ára 750 ml 20% 2990Sætt og frekar bragðmikið. Sýróps- og karamellukeimur. Mjög ilmríkt.

06524 Osborne Tawny 750 ml 19,5% 2090Sætt með meðalfyllingu.

R 07809 Porto Barros Colheita 750 ml 20% 3440

08369 Rozes Tawny 750 ml 20% 1990Sætt, kröftugt.

03567 Sandeman’s Fine Tawny 1000 ml 20% 2990Sætt með meðalfyllingu.

06573 Taylor’s 10 ára Tawny 750 ml 20% 3170Frekar létt, fínlegt bragð með sýrópskeim.

R 04045 Warre’s Otima 10 ára Tawny 500 ml 20% 2140

Sætt og mjúkt með sýrópskeim.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

S T Y R K T V Í N

MADEIRA

MOSCATEL

SÉRRÍ

PORTVÍNBANYULS

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 46

Page 47: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

47

R 05491 Pujol Muscat de Rivesaltes 750 ml 16% 1990Fölgult. Hálfsætt með keim af múskat og þurrkuðum ávöxtum.LNY

R 05489 Pujol Rivesaltes Blanc 750 ml 15,5% 2590Dökkgullið. Sætt mðe aprikósu og karamellukeim.LNY

R 05490 Pujol Rivesaltes Hors d’Age 750 ml 16% 2990Brúngullið. Sætt með bökuðum sultukeim.LNY

R 05492 Pujol Rivesaltes Vintage 750 ml 15,5% 2290Ryðrautt. Hálfsætt með þurrkuðum berja og kryddkeim.LNY

03711 Kopparberg Apple 330 ml 4,5% 199Sætur með léttu eplabragði.

01183 Kopparberg Päron 330 ml 4,5% 198Sætur og léttur með mildu perubragði.

06940 Kopparbergs Pear dós 500 ml 4,5% 264Sætur og léttur með mildu perubragði.

08015 Kopperberg Apple dós 500 ml 4,5% 264Frískur, hálfsætur.

08010 Kvöldsól 750 ml 12% 1600Ljósrautt. Frekar létt, milt með berjakeim.DMX

07160 Beautiful Fruit Frutti di Bosco 750 ml 7% 940Hálfsætt, létt og ferskt með berjabragði.

04036 Fresita 750 ml 7% 890Fölrautt með jarðarberjatæjum. Hálfsætt, ferskt með jarðarberjakeim. AO

08786 Fresita 187 ml 7% 239Fölrautt. Hálfsætt með jarðarberjabragði. AOX

R 08804 Fresita 375 ml 7% 490Fölrautt með jarðarberjatæjum. Hálfsætt, ferskt með jarðarberjakeim. AO

01133 Kirsberry 750 ml 14% 1590Ryðrautt. Sætt og milt með kirsuberja-, möndlu- og sveskjukeim.

R 09046 Salute di Fragola 750 ml 5% 690Jarðarberjarautt. Hálfsætt, freyðandi með jarðarberjabragði.

08544 Super Cider Ice Cactus/Lime 330 ml 4,5% 235Létt og sætt.

VermútR 00634 Cinzano Rosso 1000 ml 15% 1770

R 04845 Gibo Vermouth Bianco 1000 ml 15% 1590Ljósfölgrænt. Sætt og mjúkt með mildum kryddkeim.

R 04853 Gibo Vermouth Extra Dry 1000 ml 15% 1590Ljósfölgrænt. Þurrt, með margslungnum kryddkeim.

R 04846 Gibo Vermouth Rosso 1000 ml 15% 1590Brúngullinn. Sætt og beiskt bragð, með sterkkrydduðum keim.

00628 Martini Bianco 1000 ml 15% 1690Fölt. Mjög sætur og mjúkur með léttkrydduðum vanillukeim.Nokkur beiskja.

00631 Martini Bianco 500 ml 15% 890Fölt. Mjög sætur og mjúkur með léttkrydduðum vanillukeim.Nokkur beiskja.

00624 Martini Extra Dry 1000 ml 15% 1690Ljósgulur. Hálfþurrt, kryddað með hnetukeim og fínlegt eftirbragð.

00627 Martini Extra Dry 500 ml 14,9% 890Hálfþurrt, frekar létt, kryddað bragð, með nokkurri beiskju.

00633 Martini Rose 1000 ml 15% 1690Ljósrauður. Sætur með lettum ávexti. Nokkur beiskja.

00620 Martini Rosso 500 ml 14,9% 890Gullinbrúnn, Kryddað, sætur, mjúkur með kryddgraskeim.

00621 Martini Rosso 1000 ml 15% 1690Gullinbrúnn, Kryddað, sætur, mjúkur með kryddgraskeim.

01184 Alizé 700 ml 16% 1890Frekar sætt með miklum ávaxtakeim.

R 08658 Alizé Gold Passion 200 ml 16% 655

03930 Alizé Red Passion 700 ml 16% 1890Sætur, ferskur og mildur með ávaxta- og kókosbragði.

R 08660 Alizé Red Passion 200 ml 16% 655

01200 Lejay-Lagoute Kir Royal 750 ml 12% 1590Frekar sætt og ferskt, með miklu sólberjabragði og ilm.Blanda freyðivíns og líkjörs.

02079 Gekkeikan Sake 750 ml 14,6% 1890Frekar létt og hálfþurrt.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

S T Y R K T V Í N / Á V A X T A V Í N

RIVESALTES

SÍDERSíder er gerjaður úr eplasafa. Alkóhólstyrkur sjaldan yfir 6%.

ÁVAXTAVÍN

ÁVAXTABLÖNDUR

SAKESake er gerjað úr hrísgrjónum. Yfirleitt 14-15%. Þjóðardrykkur Japana.

KRYDDVÍN Kryddvín eru gerð úr rauðvínum og hvítvínum, bragðbætt með ýmsumkryddum og jurtum, oft sæt og styrkt.

APERITÍF

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 47

Page 48: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

48

02097 Camus Napoleon 700 ml 40% 6390Bragðmikið með eikarkeim. Langt eftirbragð.

00662 Camus VS 700 ml 40% 3690Frekar létt og mjúkt bragð.

00663 Camus VS 350 ml 40% 1990Frekar létt og mjúkt bragð.

00664 Camus VS 500 ml 40% 2740Frekar létt og mjúkt bragð.

00659 Camus VSOP 700 ml 40% 4490Meðalfylling, fínlegt og margslungið.

00660 Camus VSOP 350 ml 40% 2290Meðalfylling, fínlegt og margslungið.

07644 Camus VSOP 500 ml 40% 3150Nokkuð bragðmikið, mjúkt með vanillukeim.

00657 Camus XO 700 ml 40% 8490Bragðmikið með þéttu og kröftugu bragði.

03357 Courvoisier VSOP Exclusif 700 ml 40% 4250Brúngullið. Meðalfylling, fínlegt, sætuvottur, þurrt.

R 01931 Delamain XO 700 ml 40% 6970Grande Champagne: Brúngullið. Þurrt með margslungnum krydduðum eikarkeim. Langt eftirbragð.

R 06065 Dobbe The Count XO 700 ml 40% 7260Bragðmikið og þungt.

R 08474 Francois Voyer VSOP 700 ml 40% 4290Grande Champagne

05605 Frapin Napoleon 500 ml 40% 3690Grande Champagne: Gullinbrúnt. Fínlegt og ilmríkt með sætum keim af tunnu og þurrkuðum ávöxtum.

00691 Frapin VIP XO 700 ml 40% 8490Grande Champagne: Gullinbrúnt. Þétt mjúkt og bragðmikið.

00680 Frapin VS 500 ml 40% 2690Gullið, mjúkt og fínlegt með grösugum keim.

05187 Frapin VS Luxe 700 ml 40% 3790Grande Champagne: Gullið. Þétt og mjúkt með sætuvotti. Grösugt með keim af telaufi og þurrkuðum ávöxtum.

00685 Frapin VSOP 500 ml 40% 2990Grande Champagne: Brúngullið, þétt, mjúkt.

00686 Frapin VSOP Cuvée Rare 700 ml 40% 4390Grande Champagne: Gulbrúnt. Þétt, eikar- og karamellubragð.

R 03765 Hardy VSOP 500 ml 40% 2990Brúngullið. Mjúkt með sætum karamellu-, hnetu- og eikarkeim.

R 09097 Hardy VSOP 700 ml 40% 3990Brúngullið. Mjúkt með þroskuðum ávaxtakeim og karamellu.

R 09099 Hardy XO 700 ml 40% 5490Fine Champagne: Brúngullið. Mjúkt með þéttum sætkrydduðum keim.

R 01952 Hardy XO karafla 700 ml 40% 7990Fine Champagne: Brúngullið. Þétt og kröftugt með löngu og margslungnu eftirbragði.

03741 Hennessy VS 700 ml 40% 4010Mjúkt, með leðurkeim.

00672 Hennessy VSOP 700 ml 40% 4610Bragðmikið, mjúkt og þétt, með djúpum ilmi og karamellukeim.Langt eftirbragð.

R 05514 Jenssen XO 700 ml 40% 11250Grande Champagne

R 07905 Larsen Napoleon 700 ml 40% 5530Bragðmikið og frekar mjúkt.

00697 Larsen VS 700 ml 40% 3690Gullið. Meðalfylling, þétt með sætum ávaxta og vanillukeim.

R 05350 Meukow Napoleon 700 ml 40% 5530

R 06088 Meukow VS 700 ml 40% 4020

00706 Meukow VSOP 700 ml 40% 4380Frekar létt bragð, með grösugum keim.

R 07538 Meukow VSOP 500 ml 40% 2760Frekar létt.

R 05760 Monnet VS 700 ml 40% 3870Brúngullið. Mildur grösugrur keimur með léttri eik og karamellu.

R 08223 Monnet VSOP 700 ml 40% 4440Brúngullið. Sætuvottur, þétt með grösugum keim.

R 08617 Moyet Fine Champagne 700 ml 40% 6490Fine Champagne: Gulbrúnt. Milt og þétt bragð með vanillu- og karamellutónum.

R 08592 Moyet Fins Bois 700 ml 40% 4390Fins Bois: Gult. Milt með sætuvotti og margslungnum ávaxta- og kryddblöndum ilmi.

R 08612 Moyet Petite Champagne 700 ml 40% 4990Petite Champagne:Gult. Meðalfylling með hunangskenndum ávaxtakeim.

R 08618 Moyet XO 700 ml 43% 8990Borderies: Brúngullið. Bragðmikið, þétt og ilmríkt með karamellu- og eikarkeim.

01709 Otard Napoleon 700 ml 40% 6290Gulbrúnt, þétt og mjúkt með krydduðum tunnukeim.

04074 Otard VS 700 ml 40% 3540Gulbrúnt. Mjúkt með sætum og grösugum keim.

00693 Otard VSOP 700 ml 40% 4360Meðalfylling, mjúkt og fínlegt.

00694 Otard VSOP 350 ml 40% 2240Brúngullið. Meðalfylling, með keim af þurrkuðum blómum,ávöxtum og súkkulaði.

R 03331 Otard VSOP 1000 ml 40% 6490

R 08229 Park Vieille 1er Cru 700 ml 43% 7890Grande Champagne

R 08228 Park Vieille Cigar Blend 700 ml 40% 6890Fine Champagne

R 05732 Park VS 700 ml 40% 3990

R 05731 Park VSOP 700 ml 40% 4390

R 08227 Park XO 700 ml 40% 5890

R 09041 Polignac VS 500 ml 40% 2590

R 04857 Polignac VSOP 500 ml 40% 2650

07956 Polignac VSOP 700 ml 40% 3870Meðalfylling, fínlegur ávaxtakeimur.

07955 Polignac XO Royal 700 ml 40% 6990Brúngult. Þétt og mjúkt, með kröftugu eikar, vanillu, döðlu og karamellukeim.

00677 Remy Martin VSOP 700 ml 40% 4790Frekar létt bragð, margslungið.

04663 Remy Martin VSOP 1000 ml 40% 6690Gulgrænt. Fínlegt með sætum tunnu og ávaxtakeim.

00679 Remy Martin XO 700 ml 40% 8890Bragðmikið, mjúkt og margslungið.

R 02282 Remy Martin XO 350 ml 40% 5250Þétt og kröftugt, með sítrus, eik og karamellu. Mjúkt.

R 05730 Baron de Sigognac 1939 500 ml 40% 18990Bas-Armagnac

R 05729 Baron de Sigognac 1944 500 ml 40% 13990Bas-Armagnac

R 05723 Baron de Sigognac 1949 500 ml 40% 12990Bas-Armagnac

R 05727 Baron de Sigognac 1959 500 ml 40% 8990Bas-Armagnac

R 05726 Baron de Sigognac 1964 500 ml 40% 10990Bas-Armagnac

R 05724 Baron de Sigognac 1974 500 ml 40% 5990Bas-Armagnac

06296 Baron de Sigognac VSOP 700 ml 40% 4190Bas-Armagnac: Kröftugt bragð, fínlegt og kryddað.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

C O G N A C / A R M A G N A C

COGNAC

ARMAGNAC

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 48

Page 49: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

49

R 03160 Carlos I 700 ml 40% 3900Spánn, Jerez: Brúngullið. Bragðmikið, með sætum keim. Karamellu og mokkakeimur.

00712 Cortel Napoleon VSOP 700 ml 40% 2950Frakkland: Milt bragð og ilmur.

06092 Laine Napoleon 700 ml 36% 2690Frakkland: Meðalfylling, þurrkaðir ávextir.

06691 Major Brandy 700 ml 36% 2790Frakkland: Fremur létt bragð með sætuvotti. Lyktin er nokkuð ágeng og hrá.

00713 Marie Brizard XO 700 ml 40% 3260Frakkland: Frekar bragðmikið með sætum keim.

R 06643 Nannerl Weinbrand „hestur“ 350 ml 36% 1990Austurríki: Gult. Fínlegt með blómlegum hunangs- og sítruskeim.

04082 St. Remy Napoleon 500 ml 40% 2290Frakkland: Gulbrúnt, mjúkt með sætum tón og grösugum karamellukeim.

R 06983 Torres 10 700 ml 38% 3440Spánn

R 04675 Torres 20 Imperial 700 ml 40% 4660Spánn

01141 Boulard Calvados Grand Solage 700 ml 40% 3790Eplabrandí. Bragðmikið með mjúkri áferð. Ilmur af eplum og örlitlu leðri. Alllangt eftirbragð.

R 07218 Boulard Calvados Millesimé 700 ml 43% 8840Pays d'Auge

R 02318 Boulard Calvados XO 700 ml 40% 5880Pays d'Auge

R 03381 Boulard Calvados XO 500 ml 40% 3990Pays d'Auge: Meðalfylling¸ mjúkt¸ eplabragð.

R 05721 Boulard Grande Fine Calvados 500 ml 40% 2990

R 03566 Dopff & Irion Poire Williams 700 ml 45% 4490Frakkland

R 09064 Rietine Grappa Tiziano 500 ml 42% 4060Ítalía: Tært. Ilmríkt með sveskju- og leðurkeim. Langt, mjúkt og margslungið.

Skotland00748 Ballantine’s 12 ára 700 ml 40% 3950

Allmikil fylling í bragði. Nokkuð kröftugur ilmur.

00749 Ballantine’s 12 ára 375 ml 40% 2190Frekar létt, milt.

05170 Ballantine’s Finest 1000 ml 40% 4490

00745 Ballantine’s Finest 700 ml 40% 3290Frekar létt, með mildu bragði og góðum sætukeim.

00746 Ballantine’s Finest 350 ml 40% 1790Frekar létt, með mildu bragði og góðum sætukeim.

00741 Bell’s 700 ml 40% 3220Frekar létt bragð og ilmur.

R 04779 Bell’s 500 ml 40% 2510

R 05379 Black Bottle 700 ml 40% 3350

R 05380 Black Bottle 10 ára 700 ml 40% 4100

00770 Chivas Regal 12 ára 700 ml 40% 3990Frekar bragðmikið, með mildu bragð og keim af leðri og vanillu.Langt.

02258 Chivas Regal 12 ára 1000 ml 40% 5550Bragðmikið¸ leður¸ malt og reykur.

08844 Chivas Regal 12 ára 500 ml 40% 2950Gullið, með leður, malti, kakó og jarðarkeim.

R 05104 Chivas Regal 18 ára 700 ml 40% 5980

07249 Grant’s Family Reserve 500 ml 43% 2590Allgóð fylling, með sætu og maltbragði. Reyktur keimur.

R 06176 Grant’s Family Reserve 1000 ml 43% 5090

00752 Grant’s Family Reserve 700 ml 40% 3390Allgóð fylling, með sætu og maltbragði. Reyktur keimur.

00737 Haig’s Dimple 15 ára 700 ml 40% 4310Frekar bragðmikið, en mjúkt, með löngu eftirbragði. Mikill ilmur af malti og leðri.

02357 Hankey Bannister 700 ml 40% 2990Milt og þétt með leðurkeim.

R 05931 Highland Pride 700 ml 40% 2990Gullið. Skarpt með nokkra sætu, korn og mókeim.

R 00732 Johnnie Walker Black Label 12 ára 700 ml 40% 3830Gullið. Meðalfylling, þétt og mjúkt með leður og karamellukeim.

R 00735 Johnnie Walker Red Label 700 ml 40% 3250Gullið. Meðalfylling með grösugum leður og vanillukeim.

07261 Johnnie Walker Red Label 500 ml 40% 2470Frekar bragðmikið með leðurkeim.

R 00758 Long John 700 ml 40% 3050Gullið. Frekar létt, með leður og vanillukeim.

R 06636 Nannerl Scotch Whisky 500 ml 40% 2790Austurríki: Gult, milt með sætum keim.

R 05634 Old Smuggler 700 ml 40% 2990Ljósgullið, kröftugt með margslungum keim og löngu eftirbragði.

R 08042 Old St.Andrews 5 ára 700 ml 40% 3390Frekar létt, grösugt.

R 08559 Queen Anne 700 ml 40% 3080Gullið. Mjúkur og blómlegur, með korn og kakókeim, Þurrt eftirbragð.

R 00811 Rob Roy 700 ml 40% 3160

R 05481 Scottish Collie 700 ml 40% 3220

00772 Scottish Leader 700 ml 40% 3150Frekar létt en snarpt. Lykt af leðri og örlítil vanilla og reyktur keimur.

00773 Scottish Leader 350 ml 40% 1690Frekar létt en snarpt. Lykt af leðri og örlítil vanilla og reyktur keimur.

04440 Scottish Leader 500 ml 40% 2310Ljósgult. Milt og mjúkt með sætum vanillukeim.

04441 Scottish Leader 1000 ml 40% 4420Ljósgullið, með þurrum leðurkeim.

00763 The Famous Grouse 700 ml 40% 3390Meðalfylling, leður, reykur og malt. Dæmigert.

00764 The Famous Grouse 350 ml 40% 1820Meðalfylling, leður, reykur og malt. Dæmigert.

02263 The Famous Grouse 1000 ml 40% 4790Þétt og milt með vanillutónum, korn og leðurkeim.

Skotland - maltviskí06102 Aberlour 10 ára 700 ml 40% 3990

Highland: Bragðmikið, kryddað, með grösugum leðukeim.

R 07500 Ballantine’s Pure Malt 12 ára 700 ml 40% 4850Ljósgullið. Bragðmikið og þétt, með margslungnum krydduðum keim.

R 07004 Balvenie 12 ára Doublewood 700 ml 43% 5750Highland

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

B R A N D Í / C A L V A D O S / G R A P P A / V I S K Í

BRANDÍ

CALVADOS

GRAPPA

VÍSKÍ

EAUDEVIE

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 49

Page 50: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

50

R 01692 Balvenie Founders Reserve 10 ára 700 ml 43% 5590Highland: Gullið. Bragðmikið. þétt með súkkulaði, vanillu og tunnukeim.

R 01690 Balvenie Single Barrel 15 ára 700 ml 47% 6990Highland: Ljósgult. Fínlegt með eikar- og vanillukeim. Kröftugt.

R 01972 Bowmore 12 ára Malt 700 ml 40% 4380Islay

R 09208 Bowmore Darkest 700 ml 43% 5820Islay:Brúngullið. Ilmsterkt og reykt með leður-, mó- og sjávarlykt.

R 02722 Bowmore Legend Malt 700 ml 40% 3940Islay

R 00762 Bunnahabhain 12 ára 700 ml 40% 4880Islay

R 05625 Glen Grant 700 ml 40% 3390Highland: Fölgulur. Létt, milt, með sætukeim, leðri og grösugum keim.

R 09163 Glendroanach 12 ára 700 ml 40% 4450Highland: Ljósgullið. Kröftugt, með mó-, malt og steinefnakeim.

00755 Glenfiddich 700 ml 40% 4190Highland: Fremur létt bragð, grösugt, langt eftirbragð. Ilmríkt, með vott af eplalykt.

08725 Glenfiddich 500 ml 43% 3190Highland: Mjúkt, létt, með grösugum vanillukeim.

R 06177 Glenfiddich 12 ára Special Reserve 1000 ml 43% 5990Highland

R 09213 Glenfiddich 18 ára Ancient Reserve 700 ml 40% 6990Highland: Gullið. Kröftugt, þétt, mjúkt og langt.

R 09209 Glenfiddich 21 árs Havana Reserve 700 ml 40% 9990Highland: Brúngullið. Þétt og mjúkt, fínlegt og margslungið.Langt eftirbragð.

R 09210 Glenfiddich Caoran Reserve 1000 ml 40% 5490Highland: Gullið. Mjúkt með sætuvotti og mókeim.

02253 Highland Park 12 ára Malt 1000 ml 43% 6660Orkney: Gullið. Ilmríkt, kröftugt, þétt með mó og kryddkeim.

00792 Laphroaig 10 ára 700 ml 40% 4250Islay: Kraftmikið, reykt og kryddað, með leðurkeim.

R 04248 Scapa 12 ára 700 ml 40% 4850Orkney: Ljósgullið. Frekar fínlegt með epla-, mó- og kornkeim.

00744 The Glenlivet 12 ára 700 ml 40% 4290Highland: Rífleg meðalfylling með reyktum keim.

R 08422 Tobermory 10 ára 700 ml 40% 4750Mull: Gullið. Þurrt og grösugt með fínlegan móreik og leðurkeim.

R 09221 Vintners Choice Highland Pure Malt 10 ára 700 ml 40% 3990Highland: Gult. Þurrt með reykjar- mó- og leðurkeim.

R 05295 Vintners Choice Lowland Pure Malt 10 ára 700 ml 40% 3990Lowland: Gult. Sætuvottur með kornkeim.

R 08713 Vintners Choice Speyside Pure Malt 10 ára 700 ml 40% 3990Highland: Gult. Sætuvottur, með grösugum keim.

Írland02101 Black Bush 700 ml 40% 3490

Tæp meðalfylling, milt með grösugum kornkeim.

00779 Jameson 700 ml 40% 3270Tæp meðalfylling, vanillukeimur.

00780 Jameson 350 ml 40% 1730Tæp meðalfylling, vanillukeimur.

04437 Jameson 1000 ml 40% 4490Ilmríkt með vanillu og leðri. Milt.

05884 Jameson 500 ml 40% 2390Milt með létt sætum vanillukeim.

00791 Tullamore Dew 700 ml 40% 3190Létt og milt bragð. Ilmríkt.

Bandaríkin05793 Jack Daniel’s 350 ml 40% 1790

09005 Jack Daniel’s 700 ml 40% 3490Gullið. Ilmríkt með tunnu og vanillukeim.

00795 Jim Beam Bourbon 700 ml 40% 3490Fylling í tæpu meðallagi, nokkuð hvasst í lokin. Mikil tunnulykt og kornkeimur.

00800 Seagram’s 7 Crown 750 ml 40% 3360

Meðalfylling, nokkuð hvasst bragð. Mikil eikarlykt.

HvíttR 04836 Angostura 3 ára White 700 ml 40% 3060

R 04736 Appleton White 700 ml 37,5% 3150

00969 Bacardi Carta Blanca 700 ml 37,5% 3090Meðalfylling, sætur keimur í bragði, vottur af vanillu.

00970 Bacardi Carta Blanca 350 ml 37,5% 1590Létt bragð með sætukeim.

R 05431 El Dorado White 700 ml 37,5% 3010

R 05617 Havana Club Anejo Blanco 500 ml 37,5% 2190Tært, hreint, þurrt með sætuvotti, sítruskeim.

02094 Havana Club Anejo Blanco 700 ml 37,5% 2990Létt, milt.

07012 Serralles DonQ Cristal 700 ml 37,5% 3390Létt og milt.

LjóstR 04838 Angostura 5 ára Gold 700 ml 40% 3300

00973 Bacardi Oro 700 ml 37,5% 3190Meðalfylling í bragði, sætur keimur og nokkurt eikarbragð.

00989 Havana Club Anejo Reserva 700 ml 40% 3190Frekar bragðmikið með sætum keim.

DökktR 04760 Angostura 1824 12 ára 700 ml 40% 6650

R 04761 Angostura 1919 8 ára 700 ml 40% 4280

R 04837 Angostura 5 ára Old Dark 700 ml 40% 3300

R 04737 Appleton Special 700 ml 40% 3150

00974 Bacardi Black 700 ml 37,5% 3170Bragðmikið með kandískeim.

00981 Captain Morgan Black Label 700 ml 40% 3390Dökkt. Bragðmikið og mjúkt með vægum sætukeim.

R 05429 El Dorado 5 ára 700 ml 40% 3690

R 05430 El Dorado Dark 700 ml 37,5% 3030

R 05432 El Dorado Gold 700 ml 37,5% 3030

02096 Havana Club Anejo 7 ára 700 ml 40% 3390Meðalfylling, sýrópskeimur.

R 02823 Negrita 700 ml 37,5% 2870

R 05743 Montezuma 1000 ml 38% 4940

R 05744 Montezuma Aztec Gold 1000 ml 40% 4940

01156 Sauza Gold 700 ml 38% 3430Kröftugt bragð, með votti af eik, nokkuð hvasst. Sætu- og eikarkeimur. Langt eftirbragð.

01155 Sauza Silver 700 ml 38% 3290Reyktur keimur í bragði, nokkuð hvasst, með lítið eitt blómlegri lykt,en hrárri.

07882 Sierra Gold 700 ml 38% 3380Meðalfylling, dæmigert.

04315 Sierra Silver 700 ml 38% 3340Frekar létt og milt.

R 05798 Monte Alban Mezcal 750 ml 40% 4290

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

R O M M / T E K Í L A

ROMM

TEKÍLA

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 50

Page 51: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

51

R 07641 42 Below 750 ml 42% 4280

00901 Absolut 700 ml 40% 2990

04532 Absolut 1000 ml 40% 4290

R 03859 Bismarck 1000 ml 40% 4300

R 09161 Blackwood’s 700 ml 40% 3580Tært. Hreint og milt.

06748 Boru 700 ml 37,5% 2850

R 05794 Boru 500 ml 37,5% 2290Tært. Hreint og milt bragð með sætuvotti.

00893 Borzoi 500 ml 40% 2040

00862 Eldurís 750 ml 40% 2990

00863 Eldurís 1000 ml 40% 3990

06579 Eldurís 1000 ml 37,5% 3820Tært, milt með léttum kryddkeim.

06580 Eldurís 750 ml 37,5% 2880Tært, milt með léttum kryddkeim.

07485 Eldurís 500 ml 40% 2220

00877 Finlandia 1000 ml 37,5% 3890

00881 Finlandia 700 ml 37,5% 2890

00885 Finlandia 500 ml 40% 2140

R 05339 Jelzin 700 ml 37,5% 2780

00874 Koskenkorva 700 ml 37,5% 2690

00875 Koskenkorva 350 ml 37,5% 1390

08030 Koskenkorva 500 ml 40% 2060

R 05675 O2 Sparkling Premium 700 ml 40% 3310Tært með sætuvotti í bragði.

R 04856 Perfect 700 ml 40% 2870Tært. Hreint bragð, ósætt.

00870 Pölstar Rauður 700 ml 37,5% 2810Hreinn og mildur.

R 09135 Reed 700 ml 37,5% 2490Tær, mjúkur með léttgrösugum keim.

R 05324 Skyy 1000 ml 40% 4290

00887 Smirnoff 500 ml 40% 2140Tært og hreint.

05084 Smirnoff 350 ml 40% 1590

06194 Smirnoff 1000 ml 37,5% 3880

06195 Smirnoff 700 ml 37,5% 2880

R 02646 Smirnoff Blue 1000 ml 50% 5440

03690 Stolichnaya 700 ml 37,5% 2850

00865 Tindavodka 700 ml 37,5% 2590

00867 Tindavodka 1000 ml 37,5% 3610

R 00915 Ursus 700 ml 40% 2990Létt, milt, hreint.

00929 Beefeater 350 ml 40% 1590Bragðmikið, nokkur sætukeimur, hvasst í lokin. Ilmur af einberjum og selleríi.

00930 Beefeater 700 ml 40% 2990Bragðmikið, nokkur sætukeimur, hvasst í lokin. Ilmur af einberjum og selleríi.

04027 Beefeater 1000 ml 40% 4190Tært, milt, með einiberja og sítruskeim.

04527 Beefeater 500 ml 40% 2290Milt með einiberjum, sítrusávexti og hvönn.

R 09160 Blackwood’s Dry 700 ml 40% 3580Tært. Léttkryddaður einiberja- og appelsínubarkarkeimur.

00945 Bombay Sapphire 700 ml 40% 3590Hvönn¸ einiber og sítróna.

07504 Bombay Sapphire 1000 ml 47% 5690Tært. Kröftugt og margslungið, með krydduðu einiberja og sítruskeim.

R 05340 Churchill London Dry 700 ml 37,5% 2960

R 08531 Dillon’s 500 ml 37,5% 2160Tært. Milt með sítrus- og einiberjakeim.

06611 Dillon’s 1000 ml 37,5% 3900

00921 Gordon’s 700 ml 37,5% 2970Einiberjabragð.

00922 Gordon’s 350 ml 37,5% 1580Einiberjabragð.

07260 Gordon’s 1000 ml 37,5% 4160Einiberjabragð.

08449 Gordon’s 500 ml 40% 2210Frísklegt sítrus og einiberjabragð.

R 08867 Grant’s Dry 700 ml 37,5% 2990

R 04898 James English 700 ml 40% 2960Tært, með þéttum einiberjakeim.

R 07450 London Hill 700 ml 40% 3340

R 08340 London Hill 1000 ml 40% 4650

04689 Seagram’s Extra Dry 700 ml 40% 2990

R 07640 South Gin 750 ml 40% 4390

00927 Tanqueray 700 ml 47% 3590Bragðmikið en milt einiberja- og sprittbragð.

R 05788 Tanqueray 1000 ml 47% 5140

R 00957 Bokma Frische 1000 ml 38% 4390

02037 Bols Zeer Oude Genever 1000 ml 35% 3990Fölgrænt. Korn og einiberjakeimur.

00956 Jonge Bols 1000 ml 35% 4220

00840 Aalborg Akvavit Jubilæums 700 ml 42% 3330Bragðmikið, með appelsínu- og kúmenbragði.

00841 Aalborg Akvavit Jubilæums 350 ml 42% 1770Bragðmikið, með appelsínu- og kúmenbragði.

00829 Brennivín 700 ml 40% 3010Kúmenbrennivín. Nokkuð bragðmikið.

06567 Brennivín 1000 ml 37,5% 3800Tært, milt með sætum kúmenkeim.

06569 Brennivín 500 ml 37,5% 2000Tært, milt með sætum kúmenkeim.

R 07642 42 Below Passionfruit 750 ml 42% 4280

00902 Absolut Citron 700 ml 40% 3190Meðalfylling, með miklum sítrónukeim. Mikið sprittbragð.

R 04530 Absolut Citron 1000 ml 40% 4660

R 03165 Absolut Kurant 700 ml 40% 3290Létt berjabragð.

R 05622 Absolut Vanilia 1000 ml 40% 4660

04250 Bacardi Limon 700 ml 35% 3070Léttur, hálfþurr og mildur með sítrónubragði.

06996 Bacardi Limón 350 ml 35% 1580Hálfþurr sítrónusnafs.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

V O D K A / S É N E V E R / G I N / A K V A V I T / S N A F S

VODKA

GIN

SÉNEVER

AKVAVIT

SNAFS

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 51

Page 52: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

52

00825 Eldurís Citrus 1000 ml 40% 3990Sítrónubragð.

00847 Finlandia Cranberry 500 ml 40% 2190Trönuberjasnafs.

07656 Finlandia Vodka Cranberry 700 ml 40% 2990Trönuberjasnafs.

07657 Finlandia Vodka Lime 700 ml 40% 2990Frísklegt læmbragð.

R 08558 Koskenkorva Vanilla 500 ml 37,5% 1990Glært. Sætuvottur með karamellu og vanillukeim.

R 05322 Skyy Citrus 1000 ml 35% 4220

02647 Smirnoff Citrus Twist 700 ml 37,5% 2860

R 08522 Smirnoff Orange Twist 700 ml 37,5% 2890Tært með appelsínukeim.

R 09079 Smirnoff Raspberry Twist 700 ml 37,5% 2890Tært, með sterkum hindberjakeim og sætuvotti.

ÁvaxtalíkjörR 01043 Bols Creme de Bananes 500 ml 17% 1770

R 01056 Bols Pisang Ambon 500 ml 21% 1840Ávaxtalíkjör

R 01701 Joseph Cartron Banane 500 ml 25% 1850Ljósgulur. Mjúkur og sætur með bananakeim.

R 01696 Joseph Cartron Parfait Amour 500 ml 25% 1810Blandaður ávaxtalíkjör. Blár.

R 02754 Joseph Cartron Pisang 500 ml 21% 1770Skærgrænn. Ávaxtalíkjör með bananakeim.

03712 Passoa 1000 ml 20% 3150Líkjör úr ástríðuávexti.

05776 Passoa 500 ml 20% 1590Líkjör úr ástríðuávexti.

01037 Southern Comfort 700 ml 35% 3250Gullinbrúnn. Kryddaður með appelsínukeim.Skarpur, ekki svo sætur.

R 04887 Southern Comfort 350 ml 35% 1650Gullinn. Sætt og mjúkt með appelsínu og vanillukeim.

BerjalíkjörR 04901 Bols Strawberry 500 ml 17% 1680

02433 Cartron Creme de Cassis de Bourgogne 500 ml 15% 1240Sólberjalíkjör.

R 06630 Nannerl Eiffelturn 200 ml 15% 1090Ljósrauður. Sætur og þykkur með kokteilberjakeim.

Eplalíkjör01147 Berentzen Apfel Korn 700 ml 20% 1990

Eplalíkjör.

08696 Berentzen Apfel Korn 1000 ml 20% 2790Gulur. Sætur með fersku eplabragði.

R 08817 Lindauer Apfel 1000 ml 18% 2670

07681 Teichenne Apple Schnapps 700 ml 20% 1850Þykkur, sætur, með epla og möndlubragði.

Ferskjulíkjör01074 Archers 700 ml 23% 2100

Ferskjulíkjör.

01148 Berentzen Peach Schnapps 700 ml 20% 1990Sætur ferskjulíkjör.

05600 Bols Apricot Brandy 500 ml 24% 1590Gilltur. Sætur, með apíkósu og möndlukeim.N

01061 De Kuyper Peachtree 700 ml 20% 1990Ferskjulíkjör.

R 07009 Joseph Cartron Creme de Peche de Vigne de Bourgogn 500 ml 18% 1700

R 06237 Nannerl Marillen Apricot 500 ml 20% 1890Gullinn. Sætur og þéttur með fersku apríkósu bragði.

Sítrónu- og appelsínulíkjör01055 Bols Blue Curacao 500 ml 21% 1690

Blár. Appelsínulíkjör.

01007 Cointreau 500 ml 40% 2690Appelsínulíkjör.

04894 Cointreau 1000 ml 40% 5110Appelsínulíkjör.Tær.

R 07602 Diva Cognac & Pamplemousse 700 ml 17% 1990Gult. Ferskt, sætt, með greipkeim.

00999 Grand Marnier Cordon Rouge 500 ml 40% 2910Appelsínu- og koníakslíkjör.

04895 Grand Marnier Cordon Rouge 700 ml 40% 3900Sætt, þykkt, mjúkt, fínlegt með hunangskenndum appelsínukeim.

R 04897 Grand Marnier Cordon Rouge 1000 ml 40% 5400

07879 Grand Marnier Cuvee Louis-Alexandre 700 ml 40% 4580Appelsínu og koníakslíkjör.

R 01743 Joseph Cartron Curacao Bleu 500 ml 25% 1810

R 05373 Joseph Cartron Triple Sec 500 ml 40% 2430

R 09126 La Grande Josiane 500 ml 36% 2890Brúngullinn. Mildur með armaníak- og appelsínubragði.

R 05655 Lemonel 500 ml 32% 1840Grængult. Þykkur og sætur með sítrónubragði og vanillutónum.

R 03417 Lemonello Averna 700 ml 27% 2880Grængult. Þykkur og sætur með fersku sítrónubragði.

R 05145 Mandarine Napoleon 500 ml 38% 2670

R 05301 Mandarine Napoléon 1000 ml 38% 5120

R 05330 Mandarine Napoléon 700 ml 38% 3690

R 06629 Nannerl Papagena Curacao Blue Öskubuskuskór 350 ml 15% 1790Blár. Léttur, sætur og ferskur með sítrusbarkarkeim.

R 05741 Torres Orange 500 ml 39% 2950

KaffilíkjörR 05664 Eclisse Caffé Espresso 500 ml 21% 1590

Dökkbrúnt. Milt og sætt með sterku kaffibragði.

R 06241 Johann Strauss Mocca 500 ml 15% 1690Brúnt. Sætur og mildur, mokkalíkjör með karamellutónum.

02979 Kahlua 500 ml 20% 1790Dökkbrúnn kaffilíkjör. Þykkur og sætur með kaffi og vanillukeim.

08657 Tia Maria 500 ml 20% 1790Kaffilíkjör.

R 06203 Toussaint 700 ml 26,5% 2490Dökkbrúnt. Þéttur kröftugur og sætur með steku kaffibragði.

KakólíkjörR 01700 Joseph Cartron Cacao 500 ml 25% 1850

Kakólíkjör. Dökkbrúnn, sætur.

Kókoslíkjör01015 Malibu 500 ml 21% 1590

Kókoslíkjör.

01016 Malibu 1000 ml 21% 2990Kókoslíkjör.

Möndlulíkjör01067 Amaretto Disaronno 500 ml 28% 1990

Möndlulíkjör.

R 02332 Bols Amaretto 500 ml 24% 1880Möndlulíkjör.

R 05657 Gozio Amaretto 700 ml 24% 2480Brúngullinn, með möndlubragði. Mjúkur og sætur.

04808 Luxardo Amaretto di Saschira 375 ml 28% 1490

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

L Í K J Ö R

LÍKJÖR

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 52

Page 53: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

53

Kryddlíkjör07610 Becherovka 500 ml 38% 2320

Nokkuð beiskur grasa- og kryddlíkjör.

00993 D.O.M. Bénédictine 500 ml 40% 2490Krydd- og grasalíkjör.

01018 Drambuie 500 ml 40% 2590Krydd- og grasalíkjör.

05924 Galliano 500 ml 30% 2330Krydd- og grasalíkjör.Vanillubragð.

01020 Irish Mist 500 ml 35% 2290Viskílíkjör.

Aníslíkjör01064 Romana Sambuca 700 ml 40% 3510

Aníslíkjör.

MintulíkjörR 05719 Bols Peppermint - hvítur 500 ml 24% 1660

04724 Bols Peppermint grænn 500 ml 24% 1590

R 01739 Joseph Cartron Peppermint 500 ml 21% 1610Grænn. Piparmintulíkjör.

VanillulíkjörR 05376 Joseph Cartron Vanille 500 ml 20% 1800

R 05599 Meukow VS Vanilla 700 ml 30% 3960

Rjómalíkjör03017 Amarula Cream 700 ml 17% 2090

Rjómalíkjör. Kakó og ávaxtabragð.

06224 Amarula Cream 350 ml 17% 1090Rjómalíkjör. Kakó og ávaxtabragð.

R 06599 Amarula Cream 1000 ml 17% 3210

01024 Bailey’s 700 ml 17% 2080Viskírjómalíkjör. Kakóbragð.

06986 Bailey’s 1000 ml 17% 2960Viskírjómalíkjör. Kakóbragð.

R 09157 Bailey’s 350 ml 17% 1110Ljósbrúnn. Þykkur, sætur með kakó og kókostónum.

R 08049 Brogans 700 ml 17% 1980Mjúkur og sætur.

01021 Carolans Irish Cream 500 ml 17% 1390Viskírjómalíkjör. Kakóbragð.

06229 Country Lane 700 ml 17% 1790Ljósbrúnn. Þykkur og sætur með kókos-, kakó- og eggjakeim.

R 06494 Drumgray Highland Cream 700 ml 17% 2300

R 05662 Eclisse Cappuccino 500 ml 17% 1440Ljósbrúnt. Þykkur og sætur með rjóma- og kaffibragði.

R 09162 Jago’s Vodka Cream Liqueur 700 ml 17% 2260Hvítur. Þykkur, sætur með rjómaískeim.

R 07603 La Belle Cream 700 ml 17% 1990Ljósbrúnn. Mjúkur , sætt karamellu og vanillubragð, fínlegur koníak keimur.

08284 Tia Lusso 700 ml 17% 2100Ljósbrúnn. Sætur og mjúkur, með kaffikeim.

08562 Wild Africa Cream 750 ml 17% 2220Rjómabrúnt. Sætt með súkkulaðikeim.

Karamellulíkjör07753 Dooley’s Toffee 700 ml 17% 2090

Rjómakaramellulíkjör.

R 05374 Joseph Cartron Caramel 500 ml 18% 1640

07730 Teichenné Butterscotch Schnapps 700 ml 20% 1790Smjörkaramellulíkjör.

R 06139 Averna Amaro Siciliano 700 ml 32% 3550Dökkbrúnn. Kryddaður með sætm lakkrístónum. Bragðmikill og beiskur.

01118 Campari Bitter 1000 ml 21% 3090Frekar sætur og mjúkur, bragðmikill. Beiskt, kryddað bragð.

01119 Campari Bitter 700 ml 21% 2220Frekar sætur og mjúkur, bragðmikill. Beiskt, kryddað bragð.

R 06829 Fernet Branca 500 ml 40% 3090

01112 Gammel Dansk 700 ml 38% 3190Nokkuð bragðmikill, hálfþurr, með löngu eftirbragði. Ilmur af kryddi og grösum.

01113 Gammel Dansk 350 ml 38% 1690Nokkuð bragðmikill, hálfþurr, með löngu eftirbragði. Ilmur af kryddi og grösum.

01114 Gammel Dansk 1000 ml 38% 4480Nokkuð bragðmikill, hálfþurr, með löngu eftirbragði. Ilmur af kryddiog grösum.

01109 Jagermeister 700 ml 35% 3190Kryddbitter.

01110 Jagermeister 350 ml 35% 1710Kryddbitter.

07256 Jagermeister 1000 ml 35% 4450Brúnn. Nokkuð sætur, létt beiskja, með margslungnum krydduðum keim.

08021 Martini Bitter 1000 ml 21% 2390Sætt, kröftugt og beiskt bragð, með löngu eftirbragði.

R 08517 Archers Aqua Cranberry 275 ml 5% 270Tært, hálfsætt með ávaxtabragði.

R 08518 Archers Aqua Peach 275 ml 5% 270Tært, hálfsætt með ferskjubragði.

R 07230 Archers Aqua Raspberry 275 ml 5% 270Tært, hálfsætt, frísklegt með ávaxta- og mintubragði.

04688 Bacardi Breezer Lemon 275 ml 5% 290

04684 Bacardi Breezer Lime 275 ml 5% 290Létt, hálfsætt með limekeim.

04686 Bacardi Breezer Orange 275 ml 5% 290

04685 Bacardi Breezer Pineapple 275 ml 5% 290Léttur ananasdrykkur. Hálfsætt.

05369 Bacardi Breezer Watermelon 275 ml 5% 290Hálfsætt, ferskt með melónu og ávaxtakeim.

R 09014 Campari Mixx 275 ml 5% 316

04633 Caribbean Twist Pina Colada 700 ml 5% 694Jökulárhvítt. Ferskt og sætt með kókos- og ananaskeim.

08760 Caribbean Twist Pina Colada 275 ml 5% 279Gráleitt. Sætt með kókosbragði.

08761 Caribbean Twist Tropical Watermelon 275 ml 5% 279Rauðbleikt. Sætt ávaxtabragð, blómlegt.

R 08573 Cruiser Blueberry 275 ml 5% 289

R 08571 Cruiser Guava 275 ml 5% 289

R 08569 Cruiser Ice 275 ml 5% 289

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

L Í K J Ö R / B I T T E R / Á F E N G T G O S

BITTER

ÁFENGT GOS

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 53

Page 54: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

54

R 08574 Cruiser Passionfruit 275 ml 5% 289Gult. Hálfsætt með suðrænum ávaxtakeim.

R 08572 Cruiser Strawberry 275 ml 5% 289

R 08406 Jack Daniel’s Tennessee Gold 275 ml 4% 320Gullinn. Hálfsætt með viskí, læm, engifer og kókoskeim.

08160 Kulov Ice 275 ml 5,5% 224Hálfsætt, með sítrónubragði.

03633 Passoa Diablo Mandarin & Guarana 275 ml 5% 280Appelsínugult. Sætt ávaxtabragð.

R 04632 Red Sqare White Ice 700 ml 5,% 693

R 09106 Red Square Pink Ice 275 ml 5% 279Bleikur. Hálfsætt með léttum ávexti.

R 08472 Red Square Reloaded 275 ml 4% 279Grængulur. Sætur með ávaxtabragði og léttri beiskju.

R 03628 Salitos Ginger Ale 330 ml 2,5% 140Fölgullinn. Engiferkryddaður bjór.

R 03578 Salitos Ice 330 ml 5% 190Grátt, hálfsætt með fersku sítrónubragði.

R 03638 Salitos Tequila 330 ml 5% 230Ljósgullinn. Hálfþurr. Bjórblandað teqila.

R 05792 Sex on the Beach 275 ml 4% 332Rauður, hálfsætur með trönuberjabragði.

03714 Smirnoff Black Ice 275 ml 5% 290Glært, ferskt hálfsætt með sítrónukeim.

04445 Smirnoff Ice 275 ml 5% 290Hálfsætt, ferskt með sítrónubragði.

R 03683 Three Sixty 275 ml 4,5% 250Tært, litlaust. Hálfsætt með sítrónukeim.

R 03302 Verdi Spumante 750 ml 5% 501Litlaust, sætt, ferskt og freyðandi.

R 03308 Verdi Spumante 187 ml 5% 178

R 06780 Vodka Ice Black Label 275 ml 5% 289Tært, litlaust, hálfsætt með léttum anís- og sítrónukeim.

09252 WKD Original Vodka Ice 275 ml 5% 269Fölgrár. Ferskur og sætur með sítrónubragði.

09065 WKD Vodka Blue 275 ml 5% 269

08561 Woody’s Ice Blueberry 330 ml 5,5% 290Fölblár. Sætur og ferskur með léttum sítrus og berjakeim.

06142 Woody’s Pink Grapefruit 330 ml 5% 290Fölrauður. Hálfsætur, ferskur með greipbragði.

08438 Woody’s Strawberry Lemon 275 ml 4% 294Sætt með sítrónu- og jarðarberjabragði.

R 06674 Z 275 ml 5% 222Sætur með appelsínukeim.

04726 Froc Brazil 330 ml 5% 198Gráleitur. Sætur, með sítrónu og vanillukeim.

04728 Froc Ice 330 ml 5% 198Gráleitur. Sætt, með kolsýru og sítrónukeim.

05092 Woody’s Mexican Lime 330 ml 5% 290Ljósgrænn. Sætur og ferskur, með límónukeim.

R 03465 Admiral Nelson Spiced Rum 750 ml 35% 2830

01162 Captain Morgan Spiced Rum 375 ml 35% 1590Meðalfylling. Sætur keimur af vanillu og kryddi.

01161 Captain Morgan Spiced Rum 750 ml 35% 3090Meðalfylling. Sætur keimur af vanillu og kryddi.

04519 Captain Morgan Spiced Rum 1000 ml 35% 4040Brúngullið, með vanillu- romm og tunnukeim.

01151 Jöklakrap 700 ml 32% 2500Milt bragð, með sætuvotti.

01152 Jöklakrap 1000 ml 32% 3400Milt bragð, með sætuvotti.

01211 Campari Soda 5x98 ml 490 ml 10% 810Frekar sætt bragð, meðalfylling, með beiskum kryddkeim.

R 03565 Captain Morgan Parrot Bay 750 ml 24% 2290Sætt með kókosbragði.

R 09108 Fisherman Vodka Shot 700 ml 30% 3150Ljósbrúnt. Hálfsætt með mintu- og lakkrískeim.

05495 Hot Irishman Superior Irish Coffee 700 ml 22% 2990Grunnur fyrir Irish Coffee. Blandist með sjóðandi vatni og rjóma.

01175 Hot n’Sweet 700 ml 32% 3190Sætt, með lakkrís- og anísbragði.

03972 Hot n’Sweet 500 ml 32% 2290Sætt með anísbragði.

R 05335 Hpnotiq 375 ml 17% 1350

R 05336 Hpnotiq 750 ml 17% 2590

01154 Kveldúlfur 700 ml 27% 2580Sætur, með sterku anís- og lakkrísbragði.

R 08273 Mickey Finn’s Butterscotch & Vanilla 500 ml 20% 1660Ljósgulbrúnn. Sætur með vanillu- og smjörkaramellubragði.

R 04904 Mickey Finn’s Sour Apple & Moonshine 500 ml 15% 1660

R 04869 Mickey Finn’s Sour Raspberry & Moonshine 500 ml 15% 1660

R 04886 Mickey Finn’s Spiked Sour Pineapple & Moonshine 500 ml 20% 1660

R 09107 Nordcap Fishermint Extra Hot 700 ml 30% 3190Ljósbrúnt. Hálfsætt með mintu- og lakkrískeim.

R 04518 Stroh „40“ 1000 ml 40% 4790

SF 02243 Stroh 60% 500 ml 60% 3590Kröftugt og kryddað. Ósætt.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

K R Y D D R O M M / L É T T V O D K A / A Ð R A R T E G U N D I R

AÐRAR TEGUNDIR

KRYDDROMM

LÉTTVODKA

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 54

Page 55: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

55

Ljós04937 Amstel 330 ml 5% 155

Meðalfylling, mjúkur með lítilli beiskju.

01514 Amstel dós 500 ml 5% 198Meðalfylling, mjúkur með lítilli beiskju.

R 01523 Amsterdam Mariner dós 330 ml 4% 150

R 06315 Amsterdam Mariner dós 500 ml 4% 184Ljósgullinn. Meðalfylling, með fínlegum korn og ávaxtakeim.Meðalbeiskja.

R 05333 Bavaria 330 ml 5% 148

R 04185 Bavaria dós 330 ml 5% 129Ljósgullinn. Frekar léttur, mildur með léttri beiskju.

06696 Bavaria dós 500 ml 5% 169Ljósgullinn. Meðalfylling, þétt og langt bragð. Lítil beiskja.

03600 Beck’s 330 ml 5% 158Frekar léttur, lítil beiskja.

05049 Beck’s 500 ml 5% 220

01545 Beck’s dós 330 ml 5% 147Frekar léttur, lítil beiskja.

01547 Beck’s dós 500 ml 5% 207Frekar léttur, lítil beiskja.

09015 Beck’s Gold 330 ml 4% 165Gulur. Frekar léttur, mjúkur og ferskur.

05048 Bitburger 330 ml 4% 160Gulur. Bragðmikill, mjúkur, með nokkurri beiskju.

05047 Bitburger dós 500 ml 4% 210Gulur. Ferskur með nokkuri beiskju.

01434 Bud Ice dós 473 ml 5,5% 219Ljósgullinn. Meðalfylling mjúkur með sætum ávexti. Lítil beiskja.

04858 Bud Ice 330 ml 5% 169Gulur, léttur og mildur.

01433 Budweiser dós 473 ml 4% 189Léttur, ferskur með lítilli beiskju.

03584 Budweiser Budvar 330 ml 5% 162Meðalfylling, nokkur beiskja.

05541 Budweiser Budvar 500 ml 5% 215Ljósgult. Meðalfylling, ferskt, með léttum eikarkeim og frískum ávexti.

07709 Budweiser Budvar dós 500 ml 5% 205Meðalfylling, nokkur beiskja.

03598 Carlsberg 330 ml 4% 164Frekar léttur og mjúkur.

04875 Carlsberg 500 ml 4% 218Léttur og frískur. Lítil beiskja.

01543 Carlsberg dós 500 ml 4,5% 199Frekar léttur og mjúkur.

06952 Carlsberg dós 330 ml 4,5% 151Frekar léttur og mjúkur.

04951 Ceres Royal dós 330 ml 5% 139Gulur. Meðalfylling, mjúkur.

07250 Ceres Royal dós 500 ml 5% 196Gullinn. Meðalfylling, mjúkur með nokkurri remmu.

03625 Corona 330 ml 4,5% 170Frekar léttur, lítil beiskja.

03602 DAB 500 ml 5% 198Tæp meðalfylling, lítil beiskja.

01561 DAB dós 500 ml 5% 198Tæp meðalfylling, lítil beiskja.

R 09091 Dressler dós 500 ml 4,5% 159Ljósgullin. Meðalfylling og meðalbeiskja.

08117 Egils Gull 330 ml 5% 155Meðalfylling, nokkuð beiskur.

R 01446 Egils Gull dós 330 ml 5% 153Ljósgullinn. Meðalfylling, nokkur beiskja, fínlegur kornkeimur,langt eftitbragð.

01448 Egils Gull dós 500 ml 5% 196Frekar léttur og frískur, nokkur beiskja.

R 05606 Egils Pilsner 330 ml 4,5% 136

09037 Egils Pilsner dós 500 ml 4,5% 153Gulur. Léttur, ferskur með nokkurri beiskju.

05696 Egils Pilsner 500 ml 4,5% 160Ljósgullinn. Meðalfylling, hálfþurr með fínlegum kornkeim.Lítil beiskja.

R 05035 Estrella Damm 330 ml 5% 176Frekar léttur, nokkur beiskja.

R 05036 Estrella Damm dós 500 ml 5% 209

04943 Faxe Premium 330 ml 5% 129Meðalfylling, maltkeimur, nokkuð beiskur.

07898 Faxe Premium dós 500 ml 4% 159

08014 Faxe Premium dós 330 ml 4% 119Tæp meðalfylling, lítil beiskja.

08533 Faxe Premium dós 1000 ml 5% 359Gullin, frekar léttur,ferskur með kryddkeim.

03596 Foster’s 330 ml 4,5% 160Léttur, lítil beiskja.

01540 Foster’s dós 500 ml 4,5% 198Léttur, nokkur beiskja.

01517 Grolsch 473 ml 5% 266Fremur mildur með lítilli beiskju.

03593 Grolsch 330 ml 5% 169Fremur mildur með lítilli beiskju.

01520 Grolsch dós 500 ml 4,5% 194Fremur mildur með lítilli beiskju.

R 05712 Grolsch dós 330 ml 5% 161

R 03274 Grolsch 5000 ml 5% 2290

R 09077 Hansa Export dós 500 ml 5% 167Ljósgullinn. Meðalfylling, þéttur með kornkeim og léttri beiskju.

03592 Heineken 330 ml 5% 170Meðalfylling, lítil beiskja.

04944 Heineken 650 ml 5% 287Meðalfylling, lítil beiskja.

01510 Heineken dós 500 ml 5% 219Meðalfylling, lítil beiskja.

04950 Heineken dós 330 ml 5% 165Meðalfylling, nokkur beiskja.

03601 Holsten 330 ml 5% 158Léttur með lítilli beiskju.

01554 Holsten dós 500 ml 5% 204Tæp meðalfylling, lítil beiskja.

03802 Holsten Premium 5000 ml 5% 1950Léttur og ferskur með lítilli beiskju.

05052 Jever Pilsener dós 500 ml 4% 208Gulur. Bragðmikill og beiskur.

07217 Kronenbourg dós 500 ml 4,5% 179Léttur og ferskur, lítil beiskja.

08116 Kronenbourg 1664 330 ml 5% 179Meðalfylling, nokkuð beiskur.

08143 Kronenbourg 1664 dós 500 ml 5% 210Gullinn. Meðalfylling með nokkurri beiskju.

R 05711 Krusovice Imperial 500 ml 5% 239

R 05511 Krusovice Imperial dós 500 ml 5% 199Gulur. Meðalfylling með nokkurri beiskju.

R 08448 Litovel Premium dós 330 ml 5% 178Gullinn. Meðalfylling, nokkur beiskja.

R 01468 Löwenbrau dós 500 ml 5% 199Gullinn. Þéttur í munni. Meðalfylling, lítil beiskja.

01471 Löwenbrau Original 330 ml 5% 149Gulur. Meðalfylling, mjúkur, þéttur.

05008 Löwenbrau Original dós 330 ml 5% 139Gulur. Frekar léttur með nokkurri mýkt. Lítil beiskja.

02968 Miller Genuine Draft 330 ml 4% 159Ferskur, lítil beiskja.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

B J Ó R

LAGER

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 55

Page 56: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

56

01504 Miller Genuine Draft dós 500 ml 4% 184Ferskur, lítil beiskja.

R 05436 Primus dós 500 ml 5% 212Gullinn. Meðalfylling, ferskur með sætum beiskjukeim.

03606 Prins Kristian 330 ml 5% 159Gullinn. Meðalfylling, ferskur með humlakeim. Lítil beiskja.

06175 Prins Kristian dós 330 ml 5% 153Ljósgullinn. Meðalfylling , nokkuð beiskur, mjúkur og grösugur.

01529 San Miguel 1000 ml 4,5% 378Gulur, feskur, léttur.

05156 San Miguel dós 500 ml 4,5% 197Gulur, ferskur, léttur.

01851 Stella Artois 330 ml 5,2% 194Frekar létt bragð, nokkur beiskja.

08036 Stella Artois 660 ml 5% 359Meðalfylling. Nokkuð beiskur.

06169 Stella Artois dós 500 ml 5% 221Ljósgullinn. Meðalfylling, léttkryddaður maltkeimur, nokkur beiskja.

R 09090 Svyturys Ekstra 500 ml 5% 253Ljósgullinn. Meðalfylling, þéttur með meðalbeiskju.

05051 Thor Pilsner dós 330 ml 4% 109Gulur. Frekar léttur, lítil beiskja.

05323 Thule 500 ml 5% 210Léttur, lítil beiskja.

05091 Thule 330 ml 5% 155Gulur, frekar léttur, ferskur, lítil beiskja.

01499 Thule dós 500 ml 5% 197Léttur, lítil beiskja.

05060 Tiger 330 ml 5% 184Gulur. Mildur og ferskur. Lítil beiskja.

06640 Tiger dós 500 ml 5% 232Léttur og mildur, lítil beiskja.

01441 Tuborg dós 500 ml 4,5% 179Meðalfylling, lítil beiskja.

04574 Tuborg Gold 330 ml 5,5% 165Meðalfylling, ferskur, humlaður með nokkurri beiskju.

04573 Tuborg Gold dós 500 ml 5,5% 198Frekar léttur, létt humlabragð. Lítil beiskja.

03585 Tuborg Grön 330 ml 4,5% 159Léttur, lítil beiskja.

07892 Tuborg Grön 500 ml 4,5% 204Gulur. Meðalfylling, létt beiskja.

01442 Tuborg Grön dós 330 ml 4,5% 151Ljósgullinn. Meðalfylling, með fínlegum kornkeim. Lítil beiskja.

03588 Víking 330 ml 5% 166Frekar léttur, lítil beiskja.

01484 Víking dós 500 ml 5% 216Frekar léttur, lítil beiskja.

01485 Víking dós 330 ml 5% 159Frekar léttur, lítil beiskja.

R 04028 Víking Lager 330 ml 4% 149

01503 Víking Lager dós 500 ml 4,5% 156

R 08317 Warsteiner 500 ml 4% 255

R 06202 Warsteiner dós 500 ml 4% 241

R 05229 Zipfer Original dós 500 ml 5% 215Gulur, meðalfylling, létt maltaður.

R 05230 Zipfer Original 330 ml 5% 178

R 08452 Zubr Gold dós 500 ml 4% 230Gullinn. Frekar léttur með sætum maltkeim. Nokkur beiskja.

R 08425 Zubr Premium dós 330 ml 5% 178Gullinn. Meðalfylling, nokkur beiskja með humla- og kornkeim.

Ljós - Léttur08821 Amstel Light 330 ml 3,5% 98

Gullinn. Léttur, ferskur, nokkuð beiskur.R 09200 Bavaria Crown 330 ml 4% 119

Gulllinn. Frekar léttur, mildur með sætuvotti og léttri beiskju.

07819 Bavaria Crown dós 500 ml 4% 149Gullinn. Meðalfylling, mjúkur með sætum kornkeim.

R 06249 Bergedorf dós 500 ml 4% 154

09010 Budweiser 330 ml 4% 156

04015 Egils Lite dós 500 ml 4% 166Ljósgullinn, frekar léttur, þurr með léttum maltkeim og léttri beiskju.

01530 Pilsner Urquell 330 ml 4% 160Gullinn. Þéttur og bragðmikill, með ristuðum maltkeim. Beiskur.

01531 Pilsner Urquell dós 500 ml 4% 197Gullinn. Bragðmikill með ristuðum maltkeim. Beiskur.

07960 Víking Lite dós 500 ml 4% 161Mjög léttur, lítil beiskja.

R 08447 Zubr Classic dós 500 ml 4% 207Gullinn. Léttur með mildum maltkeim. Frekar lítil beiskja.

Dökkur02033 Faxe Amber dós 500 ml 4% 169

Gulbrúnn, meðalfylling, nokkur beiskja.

01512 Heineken Special Dark 355 ml 5% 174Meðalfylling, þéttur og örlítið kryddaður.

R 05513 Krusovice Cerné 330 ml 3% 148Dökkbrúnn. Bragðmikll, með lakkrískeim. Lítil beiskja.

R 09102 Staropramen Dark 330 ml 4% 157Ljósbrúnn. Meðalfylling, mjúkur með sætuvotti og dökkristuðum malt. Lítil beiskja.

08142 Thor Classic dós 330 ml 4% 109Millidökkur. Nokkuð beiskur með maltkeim.

SterkurR 07226 Amsterdam Navigator dós 500 ml 8% 350

Bragðmikill og mjúkur.

01597 Bear dós 330 ml 7,5% 212Léttur, mjúkur nokkur beiskja.

03875 Bear dós 500 ml 7,5% 297Gullinn. Kröftugt, þéttur, hálfsætur. Meðalbeiskja.

01461 Carlsberg Elephant dós 330 ml 7% 210Meðalfylling, mjúkur og nokkur beiskja.

01445 Egils Sterkur dós 500 ml 6% 249Höfugur og nokkuð beiskur.

07953 Faxe 10% dós 500 ml 10% 399Þungur, lítil beiskja.

07729 Faxe Extra Strong dós 1000 ml 10% 809Gulur. Bragðmikill, þéttur, nokkur remma.

07902 Faxe Festbock dós 500 ml 7% 299Dökkur, bragðmikill og mjúkur.

04842 Faxe Strong dós 500 ml 8% 339Gullinn. Kröftugur, beiskur, nokkur sæta.

01556 Holsten Festbock dós 500 ml 7% 294Brúnn, meðalfylling.

08100 Holsten Maibock dós 500 ml 7% 280Þungur, nokkur beiskja.

02026 Víking Sterkur dós 500 ml 7% 269Ljósgullinn. Þéttur, kröftugur, með lítilli beiskju.

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

B J Ó R

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 56

Page 57: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

57

Belgískt08114 Duvel 330 ml 8,5% 349

Bragðmikill, þéttur, með nokkurri beiskju.

06932 Leffe Blonde 330 ml 6% 269Meðalfylling með maltkeim. Mjúkur, hálfsætt bragð.

03876 Leffe Brune 330 ml 6,5% 269Bragðmikill, mjúkur og höfugur.

02539 Passendale 250 ml 6% 200Ljós. Meðalfylling, mjúkur, lítil beiskja.

Breskt og írskt04942 Murphy’s Irish Red 330 ml 5% 170

Ljósbrúnn, bragðmikill og nokkuð beiskur.03599 Newcastle Brown Ale 330 ml 4% 169

Bragðmikill, nokkuð beiskur.

R 04721 Old Speckled Hen 500 ml 5% 311Rauðgulur. Þéttur og mjúkur með ristuðum maltkeim.

Porter og Stout04000 Beamish Stout dós 500 ml 4% 210

Dökkur með brenndum lakkrískeim, nokkur beiskja.

07490 Ceres Stout 330 ml 7% 239Bragðmikill, mjúkur og beiskur.

01565 Guinness Draught dós 330 ml 4% 189Mjög dökkur. Bragðmikill, með reyktum og krydduðum keim.

MaltR 09119 Egils Maltbjór dós 500 ml 5% 215

Brúnn. Mjúkur og sætur með lakkrískeim.

03613 Erdinger 500 ml 5% 305Milt bragð, létt og ferskt, lítil beiskja. Getur verið gruggugur.

03614 Erdinger Dunkel 500 ml 5% 315Brúnn. Fremur létt bragð, með lítilli beiskju.

06634 Hoegaarden White 330 ml 5% 208Frekar léttur, ferskur. Skýjaður.

R 05038 Löwen Weisse dós 500 ml 5% 250

R 05040 Löwen Weisse 500 ml 5% 256

R 05326 Two Dogs Lemon Brew 330 ml 4,5% 203Gráleitur. Sætur og ferskur, með léttum sítrónukeim.

01551 Beck’s 30 ltr. kútur 5% 12820

R 06650 Carlsberg 30 ltr. kútur 4% 12950

07483 Egils Gull 25 ltr. kútur 5% 10990BK 06188 Thule 30 ltr. kútur 4% 13200

Bk 01438 Tuborg Grön 25 ltr. kútur 4,5% 10790

Bk 01537 Víking Lager 30 ltr. kútur 4% 11970

v.nr. heiti ml, % verð v.nr. heiti ml, % verð

B J Ó R

ÖL

HVEITIBJÓR

BLANDAÐUR BJÓR

BJÓR Í KÚTUM

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 57

Page 58: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

58

Hér má finna vörur eftir stafrófsröð. Nánari upplýsingar er að finna í vöruskrá eftir uppgefnu blaðsíðutali.Vörunúmer er á hverri vöru til að einfalda leitina.

Vnr. 1- A verð bls Vnr. A verð bls

05677 1865 Cabernet Sauvignon Reserva 1580 2205678 1865 Carmenére Reserva 1580 2205686 35 South Cabernet Sauvignon 1250 2206174 35 South Cabernet Sauvignon 3750 2205688 35 South Merlot 1250 2205685 35 South Sauvignon Blanc 1110 3605687 35 South Shiraz 1250 2206173 35 South Shiraz 3980 2207641 42 Below 4280 5107642 42 Below Passionfruit 4280 5107307 A Mano Primitivo 1090 2700840 Aalborg Akvavit Jubilæums 3330 5100841 Aalborg Akvavit Jubilæums 1770 5107934 Abbotts Cumulus 1800 2506102 Aberlour 10 ára 3990 4900901 Absolut 2990 5104532 Absolut 4290 5100902 Absolut Citron 3190 5104530 Absolut Citron 4660 5103165 Absolut Kurant 3290 5105622 Absolut Vanilia 4660 5104644 Accademia del Sole Nero d’Avola Cab.Sau. 3990 2703465 Admiral Nelson Spiced Rum 2830 5405632 African Sky Cirrus 1070 3205093 Alamos Cabernet Sauvignon 1290 1805094 Alamos Chardonnay 1230 3405095 Alamos Malbec 1290 1804103 Aldridge Chardonnay 990 3401184 Alizé 1890 4708658 Alizé Gold Passion 655 4703930 Alizé Red Passion 1890 4708660 Alizé Red Passion 655 4705382 Allegrini Amarone 4890 2907959 Allegrini La Grola 2240 2805383 Allegrini La Poja 5250 2807923 Allegrini Valpolicella Classico 1350 2905611 Allende 2190 3105610 Allende 2140 4005414 Allora Primitivo 1390 2707349 Alta Vista Alto 4790 1805334 Alta Vista Bonarda 1500 1805507 Alta Vista Grande Reserve Malbec 1980 1805328 Alteserre 1990 3905232 Alto Agrelo Cabernet Sauvignon 1390 1804322 Alto Agrelo Chardonnay 1290 3405081 Altos de Tamaron 1240 30

04967 Altozano Crianza 990 2905381 Alvarado 890 2901067 Amaretto Disaronno 1990 5203017 Amarula Cream 2090 5306224 Amarula Cream 1090 5306599 Amarula Cream 3210 5304937 Amstel 155 5501514 Amstel 198 5508821 Amstel Light 98 5601523 Amsterdam Mariner 150 5506315 Amsterdam Mariner 184 5507226 Amsterdam Navigator 350 5608366 Angaro Cabernet Sauvignon Tempranillo 990 1808364 Angaro Chardonnay 990 3408365 Angaro Malbec Syrah 1040 1806953 Anger Pinot Grigio 1790 3904760 Angostura 1824 12 ára 6650 5004761 Angostura 1919 8 ára 4280 5004836 Angostura 3 ára White 3060 5004838 Angostura 5 ára Gold 3300 5004837 Angostura 5 ára Old Dark 3300 5004409 Angove’s Bear Crossing Cab.Sau.Merlot 1090 1904391 Angove’s Chardonnay Bear Crossing 1090 3403034 Angove’s Long Row Cabernet Sauvignon 1190 1907851 Angove’s Long Row Shiraz 1190 1907863 Angove’s Sarnia Farm Padthaway Cab.Sau.1390 1907848 Angove’s Stonegate Cabernet Shiraz 990 1906503 Antinori Orvieto Classico Campogrande 990 3904737 Appleton Special 3150 5004736 Appleton White 3150 5000356 Arabesque Chardonnay 990 3809025 Arabesque Merlot 1040 2505133 Arabesque Syrah 3290 2509026 Arabesque Syrah 990 2505329 Arbest Barbera d’Asti Superiore 1990 2701074 Archers 2100 5208517 Archers Aqua Cranberry 270 5308518 Archers Aqua Peach 270 5307230 Archers Aqua Raspberry 270 5305357 Argento Cabernet Sauvignon 1190 1805356 Argento Chardonnay 1190 3405358 Argento Malbec 1190 1805633 Armoni Coteaux du Languedoc 3580 2505766 Arniston Bay Chenin Blanc Chardonnay 1190 4105764 Arniston Bay Ruby Cabernet Merlot 1190 3205765 Arniston Bay Shiraz Merlot 1190 32

V Ö R U R Í S TV Ö R U R Í S T A F R Ó F R Ö ÐA F R Ó F R Ö ÐA

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 58

Page 59: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

59

07836 Ars Vitis Riesling 1140 4105747 Art de Vivre 1290 2605409 Astica Cabernet Sauvignon 3290 1806028 AstroLabio Soave 500 3906139 Averna Amaro Siciliano 3550 5303208 B&G Muscadet de Serve et Maine 1090 3803210 B&G Sancerre 1770 3806205 Babich Riesling 1350 4008742 Babich Semillon Chardonnay 1090 4000974 Bacardi Black 3170 5004688 Bacardi Breezer Lemon 290 5304684 Bacardi Breezer Lime 290 5304686 Bacardi Breezer Orange 290 5304685 Bacardi Breezer Pineapple 290 5305369 Bacardi Breezer Watermelon 290 5300969 Bacardi Carta Blanca 3090 5000970 Bacardi Carta Blanca 1590 5004250 Bacardi Limon 3070 5106996 Bacardi Limón 1580 5100973 Bacardi Oro 3190 5002998 Bach Cabernet Sauvignon 1090 3005973 Bach Merlot 1090 3004510 Badgers Creek Semillon Chardonnay 1210 3404735 Badiola 1390 2705395 Bagueri Cabernet Sauvignon 1730 2905396 Bagueri Chardonnay 1690 4005398 Bagueri Contesse 3280 4405394 Bagueri Merlot 1690 2905397 Bagueri Sauvignon 1690 4001024 Bailey’s 2080 5306986 Bailey’s 2960 5309157 Bailey’s 1110 5305795 Bajoz Cosecha 1230 3005796 Bajoz Crianza 1500 3005797 Bajoz Roble 1260 3007347 Balbi Malbec Shiraz 1090 1805114 Balbi Soprani Barbaresco 2300 2705113 Balbi Soprani Barbera d’Asti 1430 2705112 Balbi Soprani Gavi 1300 3905111 Balbi Soprani La Baudria Barbera d’Asti 1810 2705110 Balbi Soprani Nebbiolo d’Alba 1630 2700748 Ballantine’s 12 ára 3950 4900749 Ballantine’s 12 ára 2190 4905170 Ballantine’s Finest 4490 4900745 Ballantine’s Finest 3290 4900746 Ballantine’s Finest 1790 4907500 Ballantine’s Pure Malt 12 ára 4850 4907004 Balvenie 12 ára Doublewood 5750 4901692 Balvenie Founders Reserve 10 ára 5590 5001690 Balvenie Single Barrel 15 ára 6990 5008013 Banfi Centine 1290 2705073 Banfi Chianti 1290 27

05074 Banfi Chianti Classico 1480 2705075 Banfi Chianti Classico Riserva 1690 2702506 Banfi Col di Sasso 1190 2705065 Banfi Fumaio 1190 3902510 Banfi Le Rime Chardonnay & Pinot Grigo 1190 3906457 Banrock Station Colombard Chardonnay 1090 3406458 Banrock Station Shiraz Mataro 1090 1905759 Banyuls Grand Cru 2990 4608175 Barceló 1190 2905288 Barocco Rosso del Salento 1190 2705437 Baron de Lestac 1360 3705426 Baron de Lestac Bordeaux 1320 2405425 Baron de Lestac Reserve 1700 2405252 Baron de Ley Finca Monasterio 2190 3105253 Baron de Ley Gran Reserva 2090 3105254 Baron de Ley Reserva 1490 3102347 Baron de Ona Reserva 1800 3105730 Baron de Sigognac 1939 18990 4805729 Baron de Sigognac 1944 13990 4805723 Baron de Sigognac 1949 12990 4805727 Baron de Sigognac 1959 8990 4805726 Baron de Sigognac 1964 10990 4805724 Baron de Sigognac 1974 5990 4806296 Baron de Sigognac VSOP 4190 4805705 Baron Georges 1290 2405349 Baron Philippe de Rothschild Carmenere Res.990 2205353 Baron Philippe de Rothschild Reserva Chard. 990 3605341 Baron Philippe de Rothschild Reserve Cab.Sau.990 2204852 Baron Philippe de Rothschild Syrah 990 2508459 Barón de Lajoyosa Gran Reserva 1490 2908471 Barramundi Cabernet Merlot 3590 1907712 Barramundi Semillon Chardonnay 3500 3407074 Barton & Guestier 1725 1220 2407075 Barton & Guestier 1725 Reserve 1290 3704359 Barton & Guestier Cabernet Sauvignon 990 2505644 Barton & Guestier Chardonnay 990 3805735 Barton & Guestier Chateauneuf du Pape 1990 2605736 Barton & Guestier Cotes-du-Rhone 1390 2603211 Barton & Guestier Vouvray 1290 3805467 Bava Moscato d’Asti 1110 3905333 Bavaria 148 5504185 Bavaria 129 5506696 Bavaria 169 5509200 Bavaria Crown 119 5607819 Bavaria Crown 149 5604000 Beamish Stout 210 5701597 Bear 212 5603875 Bear 297 5600026 Beau Rivage 1090 2400250 Beau Rivage 590 3707160 Beautiful Fruit Frutti di Bosco 940 4707610 Becherovka 2320 53

A - B

Vnr. A-B verð bls Vnr. B verð bls

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 59

Page 60: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

60

03600 Beck’s 158 5505049 Beck’s 220 5501545 Beck’s 147 5501547 Beck’s 207 5501551 Beck’s 30 ltr. kútur 12820 5709015 Beck’s Gold 165 5500929 Beefeater 1590 5100930 Beefeater 2990 5104027 Beefeater 4190 5104527 Beefeater 2290 5100741 Bell’s 3220 4904779 Bell’s 2510 4901147 Berentzen Apfel Korn 1990 5208696 Berentzen Apfel Korn 2790 5201148 Berentzen Peach Schnapps 1990 5206249 Bergedorf 154 5607006 Beringer Merlot 1580 2000153 Beringer Napa Valley Cabernet Sauvignon 1990 2100384 Beringer Napa Valley Chardonnay 1690 3501783 Beringer Napa Valley Fume Blanc 1440 3500419 Beringer Sauvignon Blanc 1340 3501777 Beringer Zinfandel 1590 2007731 Beronia Crianza 1090 3100144 Beronia Gran Reserva 1990 3100148 Beronia Reserva 1390 3109184 Beronia Tempranillo 1390 3109255 Best de Pol Vignan Peche 580 4209141 Beta Crux 2580 1800006 Bichot Saint-Emilion 1400 2403311 Bigi Orvieto Classico 990 3903859 Bismarck 4300 5106621 Biso Il Vino del Lunedí Pinot Grigio 1260 3905048 Bitburger 160 5505047 Bitburger 210 5505379 Black Bottle 3350 4905380 Black Bottle 10 ára 4100 4902101 Black Bush 3490 5002064 Black Opal Cabernet Merlot 1290 1907899 Black Opal Chardonnay 1190 3400337 Black Tower Rivaner 890 4209161 Blackwood’s 3580 5109160 Blackwood’s Dry 3580 5106626 Blanc Pescador 970 4009143 Blason Crianza 2120 3009142 Blason Roble 1590 3000194 Blossom Hill 1090 2000386 Blossom Hill 1090 3506321 Blue Nun 890 4208234 Blue Nun 0,5% 600 4203030 Bodegas Alberto Gutierrez 4890 4003041 Bodegas Hijos de Alberto Gutierrez 4890 3005725 Bodegas Lavaque Cabernet Sauvignon 1280 18

05702 Bodegas Lavaque Merlot 1280 1805720 Bodegas Lavaque Syrah 1280 1805710 Bodegas Lavaque Torrontes 1190 3406119 Boglári Barrique Cabernet Sauvignon 1630 3300957 Bokma Frische 4390 5105563 Boland Kelder Cabernet Sauvignon 1450 3205566 Boland Kelder Chardonnay 1320 4105561 Boland Kelder Merlot 1450 3204581 Boland Kelder Pinotage 1450 3205562 Boland Kelder Pinotage Cinsaut 1650 3205565 Boland Kelder Sauvignon Blanc 1390 4105564 Boland Kelder Shiraz 1450 3202207 Bolla Pinot Grigio 1090 3803194 Bolla Sangiovese di Romagna 1190 2602220 Bolla Valpolicella Classico Le Poiane 1490 2900528 Bollinger Brut Special Cuvee 3390 4401749 Bollinger Grande Année 6690 4401748 Bollinger RD Extra Brut 8390 4402744 Bollinger Special Cuvee Brut 1890 4402743 Bollinger Special Cuvée Brut 7490 4402332 Bols Amaretto 1880 5205600 Bols Apricot Brandy 1590 5201055 Bols Blue Curacao 1690 5201043 Bols Creme de Bananes 1770 5205719 Bols Peppermint - hvítur 1660 5304724 Bols Peppermint grænn 1590 5301056 Bols Pisang Ambon 1840 5204901 Bols Strawberry 1680 5202037 Bols Zeer Oude Genever 3990 5100945 Bombay Sapphire 3590 5107504 Bombay Sapphire 5690 5108859 Bon Courage Cabernet Sauvignon 1250 3207756 Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz 1090 3207799 Bon Courage Chardonnay 1090 4107757 Bon Courage Sauvignon Blanc 1090 4108860 Bon Courage Shiraz 1190 3205648 Bonterra Chardonnay Sauv. Blanc Muscat1840 3505647 Bonterra Shiraz Carignane Sangiovese 1840 2004732 Boomerang Bay Cabernet Shiraz 990 2004739 Boomerang Bay Colombard Chardonnay 990 3406748 Boru 2850 5105794 Boru 2290 5100893 Borzoi 2040 5103306 Bosca Asti 750 4506327 Bouchard Aine Bourgogne Chardonnay Vendangeurs 1290 3700265 Bouchard Aine Pouilly-Fuissé 1790 3805256 Bouchard Aine Saint-Veran 1490 3801141 Boulard Calvados Grand Solage 3790 4907218 Boulard Calvados Millesimé 8840 4902318 Boulard Calvados XO 5880 4903381 Boulard Calvados XO 3990 49

B

Vnr. B verð bls Vnr. B verð bls

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 60

Page 61: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

61

05721 Boulard Grande Fine Calvados 2990 4901972 Bowmore 12 ára Malt 4380 5009208 Bowmore Darkest 5820 5002722 Bowmore Legend Malt 3940 5000829 Brennivín 3010 5106567 Brennivín 3800 5106569 Brennivín 2000 5108049 Brogans 1980 5307236 Brolio Chianti Classico 880 2700172 Brolio Chianti Classico 1790 2707544 Brown Brothers Cabernet Sauvignon 1390 2007548 Brown Brothers Everton 1360 2007543 Brown Brothers Merlot 1390 2007549 Brown Brothers Shiraz 1490 2005417 Brundlmayer Ried Kaferberg Gruner Veltliner2760 3405783 Brusa Lambrusco Dolce 1250 2605790 Brusa Lambrusco Dolce 680 2605782 Brusa Lambrusco Secco 1450 2605789 Brusa Lambrusco Secco 790 2601434 Bud Ice 219 5504858 Bud Ice 169 5501433 Budweiser 189 5509010 Budweiser 156 5603584 Budweiser Budvar 162 5505541 Budweiser Budvar 215 5507709 Budweiser Budvar 205 5500762 Bunnahabhain 12 ára 4880 5007165 Burti La Rose Célébration Dolce 970 4404005 Ca’ Rubiano Collezione Novecento Bianco Brut 1170 4407375 Calama Cabernet Sauvignon 1290 2207412 Calama Chardonnay 1290 3607365 Calama Merlot 1290 2202629 Caliterra Chardonnay 1190 3604283 Caliterra Merlot 1090 2204384 Calvet Reserve 1190 2405849 Calvet Reserve 1090 3705351 Calvet XF 1090 2405352 Calvet XF 1090 3701118 Campari Bitter 3090 5301119 Campari Bitter 2220 5309014 Campari Mixx 316 5301211 Campari Soda 5x98 ml 810 5404180 Campillo Gran Reserva Especial 3190 3104181 Campillo Reserva Especial 2880 3103985 Campo Burgo Crianza 1390 3107624 Campo Viejo Gran Reserva 1690 3100135 Campo Viejo Reserva 1350 3102097 Camus Napoleon 6390 4800662 Camus VS 3690 4800663 Camus VS 1990 4800664 Camus VS 2740 48

00659 Camus VSOP 4490 4800660 Camus VSOP 2290 4807644 Camus VSOP 3150 4800657 Camus XO 8490 4805150 Canaletto Montepulciano 1190 2608588 Canaletto Nero d’Avola Merlot 1290 2705148 Canaletto Pinot Grigio Garganega 1190 3905149 Canaletto Primitivo 1240 2705775 Candidato Blanco 990 4005780 Candidato Oro 1050 2905777 Candidato Rosado 990 4405778 Candidato Tinto Barrica 990 2905779 Candidato Tinto Joven 990 2904091 Canepa Cabernet Sauvignon 990 2200154 Canepa Private Reserve Cab. Sau. 1390 2200385 Canepa Private Reserve Chardonnay 1290 3603322 Canepa Private Reserve Merlot 1290 2204084 Canepa Sauvignon Blanc 990 3605359 Canti Asti 990 4505355 Canti Cuvée Bianco 1090 3805354 Canti Cuvée Rosso 1090 2606772 Cantico Montepulciano d’Abruzzo 1220 2605752 Cape Bay Cabernet Sauvignon Merlot 1230 3205751 Cape Bay Chardonnay 1230 4105753 Cape Bay Mellow Red 1260 3205754 Cape Bay Pinotage 1290 3205273 Capsula Viola 990 3900981 Captain Morgan Black Label 3390 5003565 Captain Morgan Parrot Bay 2290 5401162 Captain Morgan Spiced Rum 1590 5401161 Captain Morgan Spiced Rum 3090 5404519 Captain Morgan Spiced Rum 4040 5404633 Caribbean Twist Pina Colada 694 5308760 Caribbean Twist Pina Colada 279 5308761 Caribbean Twist Tropical Watermelon 279 5307876 Carlo Rossi California Red 1590 2007939 Carlo Rossi California Red 890 2006707 Carlo Rossi California Rose 1290 4406706 Carlo Rossi California Rose 740 4406708 Carlo Rossi California White 1590 3507940 Carlo Rossi California White 890 3503160 Carlos I 3900 4903598 Carlsberg 164 5504875 Carlsberg 218 5501543 Carlsberg 199 5506952 Carlsberg 151 5506650 Carlsberg 30 ltr. kútur 12950 5701461 Carlsberg Elephant 210 5606342 Carmen Cabernet Sauvignon 1090 2206343 Carmen Cabernet Sauvignon Reserve 1490 2208823 Carmen Carmenere 1090 2206344 Carmen Chardonnay 1090 36

B - C

Vnr. B-C verð bls Vnr. C verð bls

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 61

Page 62: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

C

62

06346 Carmen Merlot 1090 2206347 Carmen Merlot Reserve 1490 2204859 Carmen Reserve Carmenere-Cabernet1490 2206227 Carmen Reserve Syrah 1590 2207720 Carmen Reserve Syrah Cab. Sau. 1490 2208478 Carmen Sauvignon Blanc 1090 3601021 Carolans Irish Cream 1390 5308810 Carta Vieja Cabernet Sauvignon 1090 2208811 Carta Vieja Chardonnay 1090 3604747 Carta Vieja Merlot 1090 2205371 Carta Vieja Sauvignon Blanc 1090 3602433 Cartron Creme de Cassis de Bourgogne 1240 5205121 Casa de La Ermita 1590 3109083 Casa de La Ermita Petit Verdot 2390 3105152 Casa Girelli Virtuoso Chardonnay 1590 3905153 Casa Girelli Virtuoso Syrah 1590 2708255 Casa Lapostolle Cabernet Sauvignon Cuvee Alexandre 1890 2205107 Casa Lapostolle Chardonnay 1370 3604672 Casa Lapostolle Merlot Cuvee Alexandre 1990 2206348 Casa Madero Cabernet Sauvignon 1490 2904209 Casa Milani 790 2704661 Casal di Serra Verdicchio dei Castelli di Jesi 1350 3908624 Casal Garcia Vinho Verde 1040 4002223 Casalferro 2990 2706997 Casillero del Diablo Cabernet Sauv. 1260 2207268 Casillero del Diablo Cab. Sauvignon 690 2205021 Casillero del Diablo Chardonnay 690 3605938 Casillero del Diablo Merlot 1260 2208055 Castano Colección 1590 3109020 Castano Monastrell 1090 3105530 Castel Cabernet Sauvignon 1090 2405542 Castel Chardonnay 1190 3805529 Castel Merlot 1090 2505543 Castel Sauvignon Blanc 1190 3805531 Castel Syrah 1090 2506943 Castell de Vilarnau Brut Rosado 1040 4500527 Castell de Vilarnau Demi-Sec 1090 4502504 Castello Banfi Colvecchio Syrah 1980 2805066 Castello Banfi Cum Laude 1840 2805041 Castello Banfi Florus 1690 3902123 Castello Banfi Fontanelle Chardonnay 1690 3905072 Castello Banfi Mandrielle 1830 2805067 Castello Banfi Poggio alle Mura 3190 2805068 Castello Banfi Rosso di Montalcino 1790 2805064 Castello Banfi Serena 1690 3902536 Castello Banfi Summus 3750 2805071 Castello Banfi Tavernelle 1890 2804733 Castello di Fonterutoli Chianti Classico 2950 2807842 Castillo de Almansa Reserva 990 2905680 Castillo de Molina Carmenere Reserva1370 2203251 Castillo de Molina Merlot Reserva 1300 22

05939 Castillo de Molina Reserva Cab.Sau. 1300 2203248 Castillo de Molina Reserva Chard. 1230 3603249 Castillo de Molina Sauvignon Blanc Fume1290 3603980 Castillo del Rio 1390 3007841 Castillo Montroy Valencia Reserva 890 3206624 Castillo Peralada Seco 990 4505970 Castillo Perelada Brut Reserva 990 4508197 Castillo Rioja 1290 3105088 Catena Cabernet Sauvignon 1590 1805089 Catena Cardonnay 1590 3405087 Catena Malbec 1590 1800091 Cavalier de France 840 2400074 Cavalier Royal 890 2405163 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 3990 2605158 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 1190 2605161 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 440 2605162 Cellier des Dauphins Cotes du Rhone 1190 3805573 Cellier Yvecourt Bordeaux 3490 2404951 Ceres Royal 139 5507250 Ceres Royal 196 5507490 Ceres Stout 239 5702828 Chateau Anniche 1050 3702231 Chateau Beau Site 2390 2406910 Chateau Bonnet 1190 2400257 Chateau Bonnet 1190 3706468 Chateau Cadillac-Branda 1290 2406356 Chateau Cantemerle 2990 2403411 Chateau Cantenac Brown 3780 2405143 Chateau Combrillac 2030 2400046 Chateau Coucheroy 1390 2404079 Chateau de Barbe Blanche 1590 2400276 Chateau de Cléray Muscadet Sevre et Maine sur Lie 1260 3800033 Chateau de Rions 1180 2400247 Chateau de Rions 1180 3707599 Chateau de Rions Special Reserve 1580 2405848 Chateau de Rochemorin 1390 3706359 Chateau de Sancerre 1750 3806358 Chateau de Seguin 1490 2407801 Chateau Dereszla Tokaji Aszu 5 Puttonyos 2130 4107283 Chateau Haut-Brisson 3240 2407847 Chateau Laval Costieres de Nimes 890 2505141 Chateau Les Barthes 1230 2407207 Chateau Pichon 1440 2407081 Chateau Reynella Shiraz 2670 2003586 Chateau Saint Nicolas Cotes du Roussillon 890 2505486 Chateau St. Jean Cinq Cépages Cab. Sau. 5990 2105509 Chateau St. Jean Merlot 2450 2102795 Chateau Ste. Michelle Merlot 1840 2105441 Chateau Ste. Michelle Sauvignon Blanc 1490 3505132 Chateau Ste. Michelle Syrah 1540 21

Vnr. C verð bls Vnr. C verð bls

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 62

Page 63: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

63

00770 Chivas Regal 12 ára 3990 4902258 Chivas Regal 12 ára 5550 4908844 Chivas Regal 12 ára 2950 4905104 Chivas Regal 18 ára 5980 4905340 Churchill London Dry 2960 5108747 Cielo Merlot 950 2605070 Cielo Pinot Bianco Chardonnay Frizzante 890 3808674 Cinzano Asti 990 4508683 Cinzano Asti 338 4508689 Cinzano Prosecco 1190 4400634 Cinzano Rosso 1770 4704402 Citra Montepulciano d’Abruzzo 1090 2605545 Clay Station Shiraz 1690 2005546 Clay Station Viognier 1690 3504810 Clos de L’Oratoire des Papes 1990 2608118 Clos du Bois Chardonnay 1490 3507724 Clos Torribas Blanc de Blancs 760 4008776 Cloudy Bay Sauvignon Blanc 1990 4000550 Cockburn’s Special Reserve 2190 4600514 Codorniu Clasico Semi-Seco 990 4502991 Codorniu Cuvee Raventos Brut 1290 4501007 Cointreau 2690 5204894 Cointreau 5110 5208665 Colli Euganei Merlot 1890 2805757 Collioure Cuvée de la Colline Matisse 1190 2505758 Collioure Pordavall 1190 4402788 Columbia Crest Cabernet Sauvignon 1790 2105086 Columbia Crest Grand Estates Syrah 1640 2102789 Columbia Crest Merlot 1790 2104481 Concha y Toro Amelia Chardonnay 2250 3605996 Concha y Toro Casillero del Diablo Chard. 1260 3604105 Concha y Toro Frontera Cab. Sau. 3490 2205875 Concha y Toro Frontera Chardonnay 3390 3602994 Concha y Toro Sunrise Cab. Sau. 990 2208315 Concha y Toro Sunrise Cab. Sau. 310 2206987 Concha y Toro Sunrise Chardonnay 990 3608310 Concha y Toro Sunrise Chardonnay 310 3607001 Concha y Toro Sunrise Merlot 990 2205549 Condado de Oriza 1440 3009145 Conde de Serpa 1700 2907113 Conde de Valdemar Reserva 1470 3108258 Conde de Valdimar Crianza 1290 3108878 Condesa de Leganza Crianza 1090 2908877 Condesa de Leganza Reserva 1290 2908879 Condesa de Leganza Viura 990 4005593 Condestable Reserva 990 3104286 Cono Sur Cabernet Sauvignon 990 2209111 Cono Sur Carmenere 1090 2207056 Coppola Bianco 1790 3507060 Coppola Rosso 1790 2009054 Corbett Canyon Chardonnay 3390 3509056 Corbett Canyon Chardonnay 980 35

09051 Corbett Canyon Ruby Cabernet 3350 2003625 Corona 170 5505291 Corte Agnella Corvina 1490 2800712 Cortel Napoleon VSOP 2950 4905802 Coto de Imaz Gran Reserva 1850 3105978 Coto de Imaz Reserva 1390 3106229 Country Lane 1790 5303357 Courvoisier VSOP Exclusif 4250 4805478 Cristalino Brut 1180 4408034 Croft Fine White 2850 4600591 Croft Pale Cream 1890 4608573 Cruiser Blueberry 289 5308571 Cruiser Guava 289 5308569 Cruiser Ice 289 5308574 Cruiser Passionfruit 289 5408572 Cruiser Strawberry 289 5403077 Cruz Tawny 2190 4603792 Cumera Sangiovese 3490 2608901 Curatolo Sicilia 1090 2705701 Cutler Creek Shiraz Cabernet 1090 2009013 Cuvée Carl Cru Exceptionnel 2590 2407627 Cuvée Louis Max 590 2407637 Cuvée Louis Max 1090 2407628 Cuvée Louis Max 590 3707638 Cuvée Louis Max 1090 3707634 Cuvée Louis Max 990 4407587 Cypress Cabernet Sauvignon 1290 2107234 Cypress Chardonnay 1390 3503619 Cypress Merlot 1390 2008723 Cypress White Zinfandel 990 4400993 D.O.M. Bénédictine 2490 5303602 DAB 198 5501561 DAB 198 5506781 De Bortoli Deen Vat 8 Shiraz 1460 1906779 De Bortoli Deen Vat 9 Cab. Sau. 1390 1901061 De Kuyper Peachtree 1990 5208978 De Martino Chardonnay Prima Reserva 1350 3608981 De Martino Viognier 1400 3605974 De Muller Cabernet Sauvignon 1340 3003059 Deinhard Pinot Gris 950 4103058 Deinhard Riesling 990 4201931 Delamain XO 6970 4806399 Delicato Chardonnay 1290 3505876 Delicato Chardonnay 320 3505881 Delicato Merlot 320 2006400 Delicato Merlot 1220 2005878 Delicato Shiraz 320 2006401 Delicato Shiraz 1290 2006402 Delicato White Zinfandel 990 4403395 Della Casa Bianco 1190 3803396 Della Casa Rosso 1190 2606774 Della Serenissima Cabernet 1230 28

C - D

Vnr. C verð bls Vnr. C - D verð bls

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 63

Page 64: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

64

Vnr. D - E verð bls

05552 Diego de Almagro Crianza 1140 3005554 Diego de Almagro Gran Reserva 1690 3005553 Diego de Almagro Reserva 1460 3008147 Dietrich Gewurztraminer Reserve 1290 3703038 Dietrich Riesling Reserve 990 3707844 Dietrich Tokay Pinot Gris Reserve 1290 3705517 Dievole Broccato 2970 2705519 Dievole Chianti Classico 2180 2805521 Dievole Novecento Riserva 2970 2805518 Dievole Rinascimento 1500 2705635 Dievole Rosato Toscano Sangiovese 1680 4405767 Dievolino 1490 2708531 Dillon’s 2160 5106611 Dillon’s 3900 5107602 Diva Cognac & Pamplemousse 1990 5206065 Dobbe The Count XO 7260 4808913 Domaine Boyar Merlot 1080 2204793 Domaine de Coulée Chardonnay 1450 3802337 Domaine Laroche Chablis Saint-Martin Vieilles Vig. 1790 3705392 Domdechant Werner Hochheim Riesling Classic 1490 4209149 Don Aurelio Crianza 1260 3009148 Don Aurelio Gran Reserva 1440 3009151 Don Aurelio Macabeo 1190 4009152 Don Aurelio Reserva 1320 3009150 Don Aurelio Tempranillo 1190 3009113 Don Bargello Vino Bianco 2890 3809114 Don Bargello Vino Rosso 2890 2604115 Don Jacobo Crianza 1190 3108669 Dona Navarra 3700 2905080 Dona Paula Malbec 1480 1805106 Donnafugata Anthilia 990 3905105 Donnafugata Sedara 990 2707753 Dooley’s Toffee 2090 5300284 Dopff & Irion Gewurztraminer 880 3706196 Dopff & Irion Gewurztraminer 1550 3702338 Dopff & Irion Gewurztraminer Les Sorcieres 2190 3703566 Dopff & Irion Poire Williams 4490 4902323 Dopff & Irion Riesling Vendange Tardive2390 3703872 Dr. Loosen Riesling 890 4103435 Dr. Loosen Wehlener Sonnenuhr Riesling Kabinett 1350 4101018 Drambuie 2590 5305337 Drappier Brut 1610 4409091 Dressler 159 5504107 Drink & Eat Naut 2290 2508769 Drostdy Hof Cape Red 990 3206414 Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon 1090 3204861 Drostdy-Hof Cape Red 3440 3206415 Drostdy-Hof Chardonnay 990 4106416 Drostdy-Hof Merlot 1090 32

06418 Drostdy-Hof Sauvignon Blanc 990 4104860 Drostdy-Hof Steen 3190 4107763 Drostdy-Hof Steen 292 4106494 Drumgray Highland Cream 2300 5308044 Dry Sack Medium Dry 1490 4605317 Duca di Castelmonte Syrah 1590 2708114 Duvel 349 5705251 E. Guigal Crozes-Hermitage 1990 2605250 E. Guigal Gigondas 2390 2608249 Ebony Vale Cabernet Sauvignon 680 4208287 Ebony Vale Chardonnay 680 4205664 Eclisse Caffé Espresso 1590 5205662 Eclisse Cappuccino 1440 5308117 Egils Gull 155 5501446 Egils Gull 153 5501448 Egils Gull 196 5507483 Egils Gull 25 ltr. kútur 10990 5704015 Egils Lite 166 5609119 Egils Maltbjór 215 5705606 Egils Pilsner 136 5509037 Egils Pilsner 153 5505696 Egils Pilsner 160 5501445 Egils Sterkur 249 5606032 El Coto 890 4005977 El Coto Crianza 1090 3105429 El Dorado 5 ára 3690 5005430 El Dorado Dark 3030 5005432 El Dorado Gold 3030 5005431 El Dorado White 3010 5000862 Eldurís 2990 5100863 Eldurís 3990 5106579 Eldurís 3820 5106580 Eldurís 2880 5107485 Eldurís 2220 5100825 Eldurís Citrus 3990 5200311 Ellerer Engelströpfchen 890 4108971 Era Nero d’Avola 1040 2703613 Erdinger 305 5703614 Erdinger Dunkel 315 5704242 Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Cabernet S. 1590 2104535 Ernest & Julio Gallo Coastal Vineyards Chardonnay 1590 3503569 Ernest & Julio Gallo Colombard 960 3500125 Ernest & Julio Gallo Ruby Cabernet 990 2005238 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. 3490 2005932 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Cabernet Sauv. 1090 2005239 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay 3590 35

D - E

Vnr. D verð bls

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 64

Page 65: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

65

Vnr. E-F verð bls Vnr. F - G verð bls

01894 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chardonnay 1090 3504533 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Chenin Blanc990 3507924 Ernest & Julio Gallo Sierra Valley Zinfandel 1090 2002453 Ernest & Julio Gallo Sonoma Cab.Sau. 1590 2104231 Ernest & Julio Gallo Sonoma County Merlot1690 2105240 Esprit de Gaubert Duo Rouge 3190 2505035 Estrella Damm 176 5505036 Estrella Damm 209 5507348 Etchart Rio de Plata Malbec 1090 1804774 Falesco Vitiano 1390 2803964 Familia Lucchese Nero d’Avola Cab.Sau. 1090 2708002 Familia Morella Puglia Sangiovese & Negroamaro 1090 2704261 Familia Simonetti Syrah 1190 3308221 Fassati Gersemi Vino Nobile 2950 2807873 Fassati Pasiteo Vino Nobile 1890 2804412 Fassati Salarco Riserva Vino Nobile 2640 2805279 Fat Bastard Chardonnay 1190 3805278 Fat Bastard Syrah 1190 2500122 Faustino I Gran Reserva 1990 3102227 Faustino I Gran Reserva 1982 4190 3108043 Faustino Martinez Semi-Seco 1090 4505839 Faustino V Fermentado en Barrica 1150 4004175 Faustino V Reserva 1490 3108682 Faustino V Rosado 1190 4406437 Faustino VII 1090 3109156 Faustino VII 594 3107953 Faxe 10% 399 5602033 Faxe Amber 169 5607729 Faxe Extra Strong 809 5607902 Faxe Festbock 299 5604943 Faxe Premium 129 5507898 Faxe Premium 159 5508014 Faxe Premium 119 5508533 Faxe Premium 359 5504842 Faxe Strong 339 5604865 Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi 620 3905811 Fazi Battaglia Verdicchio dei Castelli di Jesi T. 1090 3905826 Fazi-Battaglia Le Moie 1350 3905827 Fazi-Battaglia San Sisto 1590 3906829 Fernet Branca 3090 5308710 Ferreira LBV 1360 4602584 Ferreira Tawny 2190 4601818 Fetzer Eagle Peak Merlot 1190 2006438 Fetzer Valley Oaks Zinfandel 1390 2007773 Feudi di San Gregorio Rubrato 1470 2605174 Feudo Arancio Grillo 1190 3905173 Feudo Arancio Nero d’Avola 1190 2705140 Finca Antigua Cabernet 1250 2905138 Finca Antigua Crianza 1340 2905139 Finca Antigua Tempranillo 1220 30

07918 Finca Flichman Syrah 1150 1804273 Finca Santa Maria Malbec 1290 1807332 Finca Valpiedra Reserva 2090 3100877 Finlandia 3890 5100881 Finlandia 2890 5100885 Finlandia 2140 5100847 Finlandia Cranberry 2190 5207656 Finlandia Vodka Cranberry 2990 5207657 Finlandia Vodka Lime 2990 5208934 Fiorile 1190 2705770 Firestone Cabernet Sauvignon 1590 2105772 Firestone Chardonnay 1570 3505769 Firestone Merlot 1590 2105768 Firestone Riesling 1230 3509108 Fisherman Vodka Shot 3150 5406316 Fleur du Cap Cabernet Sauvignon 1260 3206317 Fleur du Cap Chardonnay 1190 4106318 Fleur du Cap Merlot 1260 3204634 Fonseca 40 ára 8990 4604450 Fonseca Bin 27 1490 4601233 Fontana Candida Frascati 990 3804731 Fonterutoli Chianti Classico 1750 2805669 Foradori Granato 3690 2805668 Foradori Teroldego Rotalino 1790 2802021 Fortant de France Cabernet Sau. 990 2505896 Fortant de France Chardonnay 276 3805001 Fortant de France Merlot 276 2501799 Fortant de France Merlot 990 2503596 Foster’s 160 5501540 Foster’s 198 5505620 Francis Coppola Diamond Chard. 2230 3505619 Francis Coppola Diamond Merlot 2230 2007059 Francis Coppola Diamond Zinfandel 2240 2000405 Franck Millet Sancerre 1590 3805756 Francois d’ Allaines Bourgogne Cote Chalonnaise 1490 3705755 Francois d’Allaines Beaune 1er Cru Les Reversées 2190 3805493 Francois D’Allaines Chassagne-Montrachet Premier C 4470 3808166 Francois d’Allaines Macon La Roche Vineuse 1660 3805494 Francois D’Allaines Saint-Aubin 1er Cru en Remilly 3990 3808474 Francois Voyer VSOP 4290 4800334 Frankhof Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 890 4209055 Franzia Chardonnay 2890 3509052 Franzia Merlot 3190 2105605 Frapin Napoleon 3690 4800691 Frapin VIP XO 8490 4800680 Frapin VS 2690 48

E - G

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 65

Page 66: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

66

Vnr. F - G verð bls Vnr. G verð bls

05187 Frapin VS Luxe 3790 4800685 Frapin VSOP 2990 4800686 Frapin VSOP Cuvée Rare 4390 4803511 Frattina DiGale 1990 3805028 Freixenet Brut Nature 1090 4507593 Freixenet Brut Rosé 990 4500517 Freixenet Carta Nevada Semi-Seco 890 4508678 Freixenet Cordon Negro Brut 990 4500533 Freixenet Cordon Negro Brut 3x200 ml990 4500516 Freixenet Cordon Negro Seco 990 4508873 Frescobaldi Castiglioni 1390 2807984 Frescobaldi Pater Sangiovese 1190 2704036 Fresita 890 4708786 Fresita 239 4708804 Fresita 490 4704726 Froc Brazil 198 5404728 Froc Ice 198 5405216 Frontera Cabernet Sauvignon 950 2205217 Frontera Chardonnay 950 3608378 Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon 3290 2208424 Fuente del Fuego Cabernet Sauvignon 990 2203334 Gabbiano Chianti Classico 1590 2807754 Gabbiano Rosso di Toscana 990 2705225 Gabriel Liogier Coteaux du Tricastin La Ferette 1090 2605786 Galassi Albana di Romagna 1190 3805785 Galassi Pagadebit di Romagna 1090 3805787 Galassi Sangiovese di Romagna 1780 2605784 Galassi Trebbiano di Romagna 990 3805924 Galliano 2330 5301112 Gammel Dansk 3190 5301113 Gammel Dansk 1690 5301114 Gammel Dansk 4480 5300498 Gancia Asti 760 4505525 Gancia Brachetto d’Acqui 890 4405526 Gancia Prosecco Extra Dry 980 4405332 Gandia Mil Aromas Garnacha 1190 3204223 Garnet Point Shiraz Cabernet 1190 1904211 Garnet Point Zinfandel Barbera 1190 2103988 Garvey Fino San Patricio 1880 4605224 Garvey Fino San Patricio 990 4605773 Gato Blanco Chardonnay 3290 3605679 Gato Blanco Chardonnay 960 3605774 Gato Blanco Sauvignon Blanc 3290 3604778 Gato Negro Cabernet Sauvignon 3440 2203252 Gato Negro Cabernet Sauvignon 980 2204285 Gato Negro Merlot 980 2202079 Gekkeikan Sake 1890 4701625 Gentil Hugel 1260 3708112 Georges Duboeuf Beaujolais-Villages 1250 2402568 Georges Duboeuf Fleur de Rosé 1090 4405276 Georges Faiveley Bourgogne 1390 37

04845 Gibo Vermouth Bianco 1590 4704853 Gibo Vermouth Extra Dry 1590 4704846 Gibo Vermouth Rosso 1590 4708419 Giordano Chianti Vespertino 1340 2804303 Giordano Merlot Malbech 1240 2705312 Giordano Moscato 667 3904289 Giordano Prosecco Spumante 1210 4405313 Giordano Sangiovese 1220 2705555 Glen Carlou Chardonnay 1920 4105557 Glen Carlou Grand Classique 2280 3205556 Glen Carlou Syrah 2630 3200429 Glen Ellen Chardonnay Reserve 990 3504213 Glen Ellen Merlot Reserve 1050 2105625 Glen Grant 3390 5009163 Glendroanach 12 ára 4450 5000755 Glenfiddich 4190 5008725 Glenfiddich 3190 5006177 Glenfiddich 12 ára Special Reserve 5990 5009213 Glenfiddich 18 ára Ancient Reserve 6990 5009209 Glenfiddich 21 árs Havana Reserve 9990 5009210 Glenfiddich Caoran Reserve 5490 5005641 Golden Kaan Cabernet Sauvignon 1290 3205640 Golden Kaan Chardonnay 1190 4105642 Golden Kaan Merlot 1290 3205602 Golden Kaan Sauvignon Blanc 1190 4105643 Golden Kaan Shiraz 1290 3200601 Gonzalez Byass Elegante Cream 1690 4600570 Gonzalez Byass Tio Pepe Fino 1830 4600921 Gordon’s 2970 5100922 Gordon’s 1580 5107260 Gordon’s 4160 5108449 Gordon’s 2210 5100482 Gosset Brut Excellence 2590 4405657 Gozio Amaretto 2480 5204817 Góiya Shiraz Pinotage 1090 3205378 Graffigna Malbec 990 1804042 Graham’s Fine White 2190 4600557 Graham’s LBV 2590 4600556 Graham’s Tawny 10 ára 2990 4609088 Gran Feudo Chardonnay 1090 4009086 Gran Feudo Crianza 1090 3109089 Gran Feudo Rosé 1090 4400999 Grand Marnier Cordon Rouge 2910 5204895 Grand Marnier Cordon Rouge 3900 5204897 Grand Marnier Cordon Rouge 5400 5207879 Grand Marnier Cuvee Louis-Alexandre 4580 5205630 Grand Veneur Merlot 3460 2505204 Grand Vernaux 330 2405205 Grand Vernaux 419 2405206 Grand Vernaux 650 2405207 Grand Vernaux 1090 24

F - G

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 66

Page 67: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

67

Vnr. G - H verð bls Vnr. H - J verð bls

02683 Grant Burge Filsell 1790 2007143 Grant Burge Hillcot Merlot 1860 2005418 Grant Burge Thorn Riesling 1250 3408867 Grant’s Dry 2990 5107249 Grant’s Family Reserve 2590 4906176 Grant’s Family Reserve 5090 4900752 Grant’s Family Reserve 3390 4909053 Gray Fox Cabernet Sauvignon 990 2109049 Gray Fox Chardonnay 990 3509058 Gray Fox Merlot 990 2108098 Green Gold 2990 4100324 Green Gold 790 4101517 Grolsch 266 5503593 Grolsch 169 5501520 Grolsch 194 5505712 Grolsch 161 5503274 Grolsch 2290 5506664 Guardian Peak Frontier 1560 3206663 Guardian Peak Merlot 1390 3205864 Guardian Peak Shiraz 1450 3207737 Guelbenzu Evo 1890 3106423 Guigal Cotes-du-Rhone 1440 2607015 Guimaraens 4390 4601565 Guinness Draught 189 5708840 Guntrum Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 890 4205869 Guntrum Riesling 2790 4200414 Guntrum Riesling Royal Blue 790 4200737 Haig’s Dimple 15 ára 4310 4902357 Hankey Bannister 2990 4909077 Hansa Export 167 5505265 Hanwood Estate Chardonnay 1290 3405264 Hanwood Estate Shiraz 1290 1903765 Hardy VSOP 2990 4809097 Hardy VSOP 3990 4809099 Hardy XO 5490 4801952 Hardy XO karafla 7990 4802219 Hardy’s Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz 1390 1902205 Hardys Nottage Hill Chardonnay 1290 3407087 Hardys Nottage Hill Shiraz 1390 1906459 Hardys Stamps Chardonnay Semillon 1190 3406460 Hardys Stamps Shiraz Cab. Sau. 1090 1906050 Hartenberger Cremant d’Alsace Blanc de Blancs 1490 4400577 Harveys Bristol Cream 1890 4600580 Harveys Club Classic Medium Dry 1790 4602096 Havana Club Anejo 7 ára 3390 5005617 Havana Club Anejo Blanco 2190 5002094 Havana Club Anejo Blanco 2990 5000989 Havana Club Anejo Reserva 3190 5003592 Heineken 170 55

04944 Heineken 287 5501510 Heineken 219 5504950 Heineken 165 5501512 Heineken Special Dark 174 5600510 Henkell Trocken 990 4403741 Hennessy VS 4010 4800672 Hennessy VSOP 4610 4804048 Henriques & Henriques Madeira Medium Rich 2110 4602253 Highland Park 12 ára Malt 6660 5005931 Highland Pride 2990 4908837 Hill & Dale Cabernet Sauvignon Shiraz1190 3208838 Hill & Dale Chardonnay 1090 4106634 Hoegaarden White 208 5703601 Holsten 158 5501554 Holsten 204 5501556 Holsten Festbock 294 5608100 Holsten Maibock 280 5603802 Holsten Premium 1950 5505495 Hot Irishman Superior Irish Coffee 2990 5401175 Hot n’Sweet 3190 5403972 Hot n’Sweet 2290 5405219 Hoya de Cadenas Reserva 1290 3205335 Hpnotiq 1350 5405336 Hpnotiq 2590 5407108 Hugel Cuvée Les Amours Pinot Blanc 1360 3700290 Hugel Gewurztraminer 1590 3700287 Hugel Riesling 1440 3700547 Hunt’s Exquisite Old White 2190 4600546 Hunt’s Ruby 2190 4608827 Höfðingi 1090 2403391 Il Brolo Merlot 1190 2801020 Irish Mist 2290 5306363 Ironstone Cabernet Franc 1490 2104221 Ironstone Cabernet Sauvignon 1490 2106375 Ironstone Merlot 1490 2106339 Ironstone Shiraz 1490 2106360 Ironstone Zinfandel 1490 2109110 Isla Negra Cabernet Sauvignon Merlot 3590 2209109 Isla Negra Cabernet Sauvignon Merlot 990 2203441 Isole e Olena Chianti Classico 1650 2805345 J. Lohr Arroyo Vista Chardonnay 2390 3508720 J. Lohr Hilltop Cabernet Sauvignon 3390 2105343 J. Lohr Paso Robles Merlot 1790 2107880 J. Lohr Riverstone Chardonnay 1690 3508023 J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 1780 2108717 J. Lohr South Ridge Syrah 1690 2104753 J.P. Chenet Blanc de Blancs 3120 3707966 J.P. Chenet Blanc de Blancs 1070 3705504 J.P. Chenet Blanc de Blancs 413 3807976 J.P. Chenet Blanc Moelleux 990 3807605 J.P. Chenet Brut 1070 44

G - J

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 67

Page 68: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

68

Vnr. J verð bls Vnr. J - K verð bls

09082 J.P. Chenet Brut 372 4408563 J.P. Chenet Cabernet Syrah 3440 2505503 J.P. Chenet Cabernet Syrah 397 2507974 J.P. Chenet Cabernet Syrah 1100 2505923 J.P.Chenet Chardonnay Elevé en Barrique 1270 3807977 J.P. Chenet Cinsault Rose 1060 4406786 J.P. Chenet Cinsault-Grenache 3570 4407604 J.P. Chenet Medium Dry 1070 4409081 J.P. Chenet Medium Dry 372 4404754 J.P. Chenet Merlot 3570 2507975 J.P. Chenet Merlot 1140 2504997 J.P. Chenet Merlot Cabernet 1190 2505793 Jack Daniel’s 1790 5009005 Jack Daniel’s 3490 5008406 Jack Daniel’s Tennessee Gold 320 5405771 Jacob’s Creek Chardonnay 1090 3404037 Jacob’s Creek Chard. Pinot Noir Brut 1130 4403413 Jacob’s Creek Dry-Riesling 1090 3407352 Jacob’s Creek Grenache Shiraz 1190 1905693 Jacob’s Creek Merlot 1190 1904512 Jacob’s Creek Reserve Chardonnay 1590 3505260 Jacob’s Creek Reserve Shiraz 1690 2005692 Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 990 3405258 Jacob’s Creek Semillon Chardonnay 292 3403412 Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 1130 1905261 Jacob’s Creek Shiraz Cabernet 351 1904781 Jacquesson Cuvée 728 Brut 2980 4401109 Jagermeister 3190 5301110 Jagermeister 1710 5307256 Jagermeister 4450 5309162 Jago’s Vodka Cream Liqueur 2260 5304898 James English 2960 5100779 Jameson 3270 5000780 Jameson 1730 5004437 Jameson 4490 5005884 Jameson 2390 5000301 JCP Herault Blanc 2890 3804077 JCP Herault Blanc 4790 3805651 Jean Lafitte Chablis 1890 3705636 Jean Lafitte Chateauneuf-du-Pape 2820 2600096 Jean-Claude Pepin Herault 2890 2500097 Jean-Claude Pepin Herault 4790 2500444 Jean-Claude Pepin Rosé 2980 4409024 Jeanjean Chardonnay 3290 3804863 Jeanjean Merlot 3290 2505339 Jelzin 2780 5105514 Jenssen XO 11250 4805052 Jever Pilsener 208 5500795 Jim Beam Bourbon 3490 5009203 Jindalee Cabernet Sauvignon 1190 1909201 Jindalee Chardonnay 1190 3409202 Jindalee Merlot 1190 19

09205 Jindalee Shiraz 1190 1906241 Johann Strauss Mocca 1690 5200581 John Harvey Isis 1830 4600732 Johnnie Walker Black Label 12 ára 3830 4900735 Johnnie Walker Red Label 3250 4907261 Johnnie Walker Red Label 2470 4900956 Jonge Bols 4220 5106584 Jorio Montepulciano d’Abruzzo 1490 2601701 Joseph Cartron Banane 1850 5201700 Joseph Cartron Cacao 1850 5205374 Joseph Cartron Caramel 1640 5307009 Joseph Cartron Creme de Peche de Vigne de Bourgogn 1700 5201743 Joseph Cartron Curacao Bleu 1810 5201696 Joseph Cartron Parfait Amour 1810 5201739 Joseph Cartron Peppermint 1610 5302754 Joseph Cartron Pisang 1770 5205373 Joseph Cartron Triple Sec 2430 5205376 Joseph Cartron Vanille 1800 5305781 Joseph Drouhin Cote de Beaune-Villages 1790 2405275 Joseph Faiveley Bourgogne 1490 2401151 Jöklakrap 2500 5401152 Jöklakrap 3400 5402979 Kahlua 1790 5205628 Kay Brothers Block 6 Shiraz 5090 2005627 Kay Brothers Hillside Shiraz 4190 2005667 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Auslese 2790 4205665 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Spatlese 1890 4205666 Keller Dalsheimer Hubacker Riesling Spatlese Gold 2690 4205663 Keller Riesling - von der Fels 1990 4201133 Kirsberry 1590 4703711 Kopparberg Apple 199 4701183 Kopparberg Päron 198 4706940 Kopparbergs Pear 264 4708015 Kopperberg Apple 264 4700874 Koskenkorva 2690 5100875 Koskenkorva 1390 5108030 Koskenkorva 2060 5108558 Koskenkorva Vanilla 1990 5200434 Kouros Patras 1090 3807217 Kronenbourg 179 5508116 Kronenbourg 1664 179 5508143 Kronenbourg 1664 210 5505513 Krusovice Cerné 148 5605711 Krusovice Imperial 239 5505511 Krusovice Imperial 199 5508160 Kulov Ice 224 5407719 Kumala Cabernet Sauvignon Shiraz 990 3203699 Kumala Chenin Blanc Chardonnay 950 41

J - K

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 68

Page 69: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

69

Vnr. K- L verð bls Vnr. L verð bls

05386 Kumala Sauvignon Blanc Colombard 950 4101154 Kveldúlfur 2580 5408010 Kvöldsól 1600 4708070 KWV Cabernet Sauvignon 1290 3208928 KWV Chardonnay 1090 3200421 KWV Chenin Blanc 990 4108072 KWV Merlot 1290 3200219 KWV Roodeberg 1390 3207603 La Belle Cream 1990 5309035 La Capitana Cabernet Sauvignon Barrel Reserve 990 2209036 La Capitana Chardonnay Barrel Reserve990 3609027 La Capitana Merlot Barrel Reserve 990 2200412 La Chablisienne Chablis LC 1490 3700411 La Chablisienne Chablis Vieilles Vignes 1590 3706927 La Chablisienne Petit Chablis 1360 3700077 La Fiole-du-Pape 2350 2609126 La Grande Josiane 2890 5204284 La Joya Cabernet Sauvignon Reserve 1260 2305624 La Joya Syrah Reserve 1290 2309033 La Palma Chilena Cabernet Sauvignon Merlot 990 2309155 La Roche Mazet Cabernet Sauvignon 4050 2505142 La Source de Fongrenier 1450 2408989 Labouré-Roi Beaune Premier Cru 2290 2505559 Labouré-Roi Collection Bourgogne BlancChardonnay 1500 3705560 Labouré-Roi Collection Bourgogne Rouge Pinot Noir 1590 2405115 Labouré-Roi Comte Labouré 960 2404840 Labouré-Roi Petit Chablis 1460 3704841 Labouré-Roi Pouilly-Fuissé 2200 3803982 Lacre Azul 1090 3000121 Laforet Bourgogne Pinot Noir 1490 2403986 Lagar Maior Albarino 1750 4008610 Lagunilla 1050 3108604 Lagunilla Crianza 1090 3108594 Lagunilla Gran Reserva 1690 3108597 Lagunilla Reserva 1390 3106925 Lahn Sauvignon Blanc 1790 3906092 Laine Napoleon 2690 4903753 Lan Crianza 1250 3107894 Lan Reserva 1400 3100312 Landenberg Graacher Himmelreich Riesling Spätlese 1190 4107969 Landiras Californian Red 3570 2105299 Lanson Black Label Brut 2640 4405302 Lanson Ivory Label Demi-Sec 2640 4400792 Laphroaig 10 ára 4250 5003161 Laroche Chablis 1590 3702336 Laroche Chablis Cuvee Premiere 2440 3700268 Laroche Chablis Vaudevey 2190 3707905 Larsen Napoleon 5530 48

00697 Larsen VS 3690 4800136 Las Campanas Crianza 1090 3105292 Le Bine Valpolicella Classico 1490 2905311 Le Cantinette Verdicchio Castelli de Jesi 1190 3907208 Le Cep Chardonnay 3290 3807211 Le Cep Chilean Cabernet Sauvignon 2990 2300305 Le Cep Italian Chardonnay 2990 3800098 Le Cep Merlot 3190 2504122 Le Cep Or Syrah Rouge 3270 2500103 Le Piat d’Or 920 2500302 Le Piat d’Or 890 3705671 Le Vigne Sandrone Barolo 6900 2706932 Leffe Blonde 269 5703876 Leffe Brune 269 5701200 Lejay-Lagoute Kir Royal 1590 4706155 Lellei Cabernet Sauvignon 1190 3306117 Lellei Merlot 1160 3306152 Lellei Merlot Rosé 1080 4406118 Lellei Sauvignon Blanc 1100 4105655 Lemonel 1840 5203417 Lemonello Averna 2880 5202052 Lenz Moser Blauer Zweigelt 1140 1903014 Lenz Moser Gruner Veltliner 1180 3405689 Lenz Moser Neckenmarkt Blaufrankisch 1240 1907928 Lenz Moser Trockenbeerenauslese 1470 3407849 Leon Galhaud Merlot Cabernet Sau. 890 2508404 Les 7 Soeurs Louise Cabernet Rosé 890 4403848 Les 7 Soeurs Merlot 1060 2506486 Les 7 Soeurs Syrah 1170 2505762 Les Cailloux Chateauneuf du Pape 3790 2605136 Les Corioles 1540 2505164 Les Dorinnes Cotes du Rhone 1590 2605385 Les Fumees Blanches 3790 3809028 Les Moirets Cotes du Rhone 1190 2605535 Les Ormes de Cambras Cab.Sau. 1150 2505537 Les Ormes de Cambras Cab. Sau. 3650 2505536 Les Ormes de Cambras Merlot 1150 2505540 Les Ormes de Cambras Sauvignon 1150 3807967 L’Excellence de Bonassia 1190 2903216 Libaio Chardonnay 1250 3905321 Libera Barbera d’Asti 1690 2708817 Lindauer Apfel 2670 5206488 Lindemans Bin 45 Cabernet Sauvignon1290 1901222 Lindemans Bin 50 Shiraz 1290 1905893 Lindemans Bin 65 Chardonnay 690 3400368 Lindemans Cawarra Colombard Chardonnay 990 3400183 Lindemans Cawarra Shiraz Cabernet 1090 1900363 Lindemans Chardonnay Bin 65 1290 3404705 Lindemans Reserve Cabernet Sauvignon1390 20

K - L

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 69

Page 70: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

70

Vnr. L - M verð bls Vnr. M verð bls

08291 Lindemans Reserve Shiraz 1390 2000299 Lion d’Or 1590 3705834 Lisa McGuigan Tempus Two Chardonnay1250 3405961 Lisa McGuigan Tempus Two Merlot 1250 1905922 Lisa McGuigan Tempus Two Shiraz 1250 1908448 Litovel Premium 178 5507450 London Hill 3340 5108340 London Hill 4650 5100758 Long John 3050 4908062 Long Mountain Cabernet Sauvignon 1090 3203405 Long Mountain Chardonnay 1090 4106331 Lorinon Crianza 1090 3105076 Los Cardos Malbec 990 1804109 Los Llanos 3390 2905979 Los Llanos Gran Reserva 1140 3005980 Los Llanos Reserva 990 3008607 Louis Bernard Cotes du Rhone-Villages 1190 2609063 Louis Eschenauer Cabernet Sauvignon 3480 2505691 Louis Guntrum Weissburgunder Kabinett Trocken 1090 4207630 Louis Max Chablis 1er Cru Fourchaume 2890 3707629 Louis Max Chablis St. Jean 1590 3707632 Louis Max Chateauneuf du Pape 2190 2607636 Louis Max Cotes du Rhone Jasiolle 1190 2607639 Louis Max Cotes du Rhone Jasiolle 1190 3807631 Louis Max Meursault 3990 3807633 Louis Max Morey St. Denis 2990 2504407 Luna di Luna Merlot Cabernet 1130 2603185 Lungarotti Il Vessillo 1880 2802327 Lungarotti Rubesco 1390 2803183 Lungarotti Rubesco Riserva Vigna Monticchio 2660 2803184 Lungarotti San Giorgio 2550 2805897 Lungarotti Torre di Giano 760 3903186 Lungarotti Torre di Giano 1330 3908159 Lustau Jarana Fino 890 4604808 Luxardo Amaretto di Saschira 1490 5205038 Löwen Weisse 250 5705040 Löwen Weisse 256 5701468 Löwenbrau 199 5501471 Löwenbrau Original 149 5505008 Löwenbrau Original 139 5500175 M. Chapoutier Chateauneuf-du-Pape La Bernardine 2540 2607865 Maestro Chardonnay Pinot Grigio 1270 3807866 Maestro Merlot Cabernet 1270 2606825 Maipo Cabernet Sauvignon 990 2306691 Major Brandy 2790 4904054 Malesan 690 2400043 Malesan 1190 2401015 Malibu 1590 5201016 Malibu 2990 52

05468 Malvasia di Castelnuovo Don Bosco 1250 4408671 Manana 3560 2905145 Mandarine Napoleon 2670 5205301 Mandarine Napoléon 5120 5205330 Mandarine Napoléon 3690 5206743 Marchesi Spinola Grignolino 1260 2706715 Marchesi Spinola Piemonte Cortese 1090 3900713 Marie Brizard XO 3260 4908454 Marismeno Fino 1790 4602935 Marques de Arienzo Crianza 1090 3100124 Marques de Arienzo Gran Reserva 1750 3100123 Marques de Arienzo Reserva 1390 3104179 Marques de Caceres Crianza Vendimia Seleccionada 1290 3203931 Marques de Caceres Gran Reserva 2330 3208451 Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 1650 2304635 Marques de Monistrol Reserva Semi Seco 890 4500118 Marques de Riscal Reserva 1690 3207662 Marrone Moscato d’Asti 890 3900502 Martini Asti 790 4500628 Martini Bianco 1690 4700631 Martini Bianco 890 4708021 Martini Bitter 2390 5300624 Martini Extra Dry 1690 4700627 Martini Extra Dry 890 4700633 Martini Rose 1690 4700620 Martini Rosso 890 4700621 Martini Rosso 1690 4708730 Martins Andino Malbec-Bonarda 890 1808583 Martins Tempranillo 1090 1800538 Maschio Prosecco di Coneglioni 1090 4400177 Masi Campofiorin 1490 2805567 Masi Masianco 1400 3807995 Masi Modello delle Venezie 1190 2607994 Masi Modello delle Venezie 1090 3807394 Masi Soave Levarie 1090 3906969 Masi Valpolicella Classico 1290 2906628 Masia Perelada 990 3005661 Mastino Amarone 2990 2905660 Mastino Ripasso 1490 2905659 Mastino Valpolicella Classico Superiore1190 2900456 Mateus 1690 4400454 Mateus 990 4400455 Mateus 590 4405282 Maximo Tempranillo 990 3005235 Maximo Tempranillo Cabernet Sauvignon3690 3005866 McGuigan Black Label 1190 1907407 McGuigan Black Label Chardonnay 1190 3405810 McGuigan Black Label GTR 1180 3405865 McGuigan Black Label Merlot 1290 19

L - M

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 70

Page 71: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

71

Vnr. M verð bls Vnr. M - N verð bls

05823 McGuigan Black Label Sauvignon Blanc 1090 3405927 McGuigan Black Label Shiraz 1290 1905812 McGuigan Black Label Sparkling Chard.1290 4405350 Meukow Napoleon 5530 4806088 Meukow VS 4020 4805599 Meukow VS Vanilla 3960 5300706 Meukow VSOP 4380 4807538 Meukow VSOP 2760 4806021 Mezzacorona Trentino Chardonnay 1020 3905958 Mezzacorona Trentino Merlot 1090 2807311 Mezzogiorno Nero d’Avola 1050 2703403 Michel Lynch 1190 2405433 Michele Chiarlo Airone 2010 2708273 Mickey Finn’s Butterscotch & Vanilla 1660 5404904 Mickey Finn’s Sour Apple & Moonshine1660 5404869 Mickey Finn’s Sour Raspberry & Moonshine 1660 5404886 Mickey Finn’s Spiked Sour Pineapple & Moonshine 1660 5401216 Miguel Torres Santa Digna Cab. Sau. 1290 2307199 Miguel Torres Santa Digna Cab.Sau. 690 2306851 Miguel Torres Santa Digna Cab. Sau. Rose1190 4402206 Miguel Torres Santa Digna Sauvignon Blanc1190 3602968 Miller Genuine Draft 159 5501504 Miller Genuine Draft 184 5608148 Mission St.Vincent 1180 2400477 Moet & Chandon Brut Imperial 2690 4507909 Moletto Brut 1980 4408218 Moletto Cabernet Sauvignon Selecti 3830 2808209 Moletto Colmello Bianco 1840 3906231 Moletto Demi-Sec 1980 4408085 Moletto Franconia 1470 2803229 Moletto Malbech 1320 2803230 Moletto Merlot 1450 2803125 Moletto Pinot Grigio 1450 3903192 Moletto Raboso 1600 2803099 Moletto Tocai Italico 1450 3905120 Monasterio de Santa Ana 1090 3106515 Monasterio de Tentudia 1270 3005760 Monnet VS 3870 4808223 Monnet VSOP 4440 4805676 Montalcour Cotes du Rhone 1200 2605166 Montalto Cabernet Syrah 1490 2707933 Montalto Nero d’Avola 1290 2706168 Montalto Nero d’Avola Sangiovese 3790 2702659 Montana Marlborough Sauvignon 1350 4005798 Monte Alban Mezcal 4290 5009144 Monte do Enforcado 1390 2908434 Monte Don Lucio Reserva 990 3000351 Montecillo 890 4100133 Montecillo Crianza 1090 3200137 Montecillo Gran Reserva 1790 32

08111 Montecillo Reserva 1390 3209115 Montefalco Rosso 1890 2800213 Montes Alpha Cabernet Sauvignon 1590 2306520 Montes Alpha Chardonnay 1590 3608792 Montes Alpha M 4390 2303408 Montes Alpha Merlot 1590 2306941 Montes Cabernet Sauvignon 1190 2305269 Montes Cabernet Sauvignon CarmenereLimited Sel. 1190 2300390 Montes Chardonnay Reserve 1160 3604276 Montes Malbec Reserve Oak Aged 1190 2304031 Montes Merlot 1190 2305268 Montes Pinot Noir Oak Aged 1290 2304458 Montes Sauvignon Blanc Reserve 1090 3605743 Montezuma 4940 5005744 Montezuma Aztec Gold 4940 5005100 MontGras Chardonnay 1300 3605097 MontGras Merlot 990 2305099 MontGras Reserva Cabernet Sauvignon 990 2305102 MontGras Reserva Chardonnay 990 3605098 MontGras Reserva Merlot 990 2305103 MontGras Reserve Cabernet Sauvignon Syrah 1340 2305221 Morande Chardonnay 1190 3605220 Morande Grand Reserve Vitisterra Chardonnay 1690 3609217 Morande Grand Reserve Vitisterra Merlot1690 2305548 Morandé Cabernet Sauvignon 1190 2305618 Morandé Sauvignon Blanc 1190 3605547 Morandé Syrah 1190 2302498 Moreau Rouge 830 2405308 Moreson Pinotage 1790 3205306 Moreson Premium Chardonnay 1690 4108210 Morgante Nero d’Avola 1390 2706619 Mosel Gold Riesling 2990 4104854 Moselland Avantgarde Riesling Lieblich 1290 4109067 Moselland Avantgarde Rotwein 1460 3307487 Moselland Riesling Kabinett 2490 4100039 Mouton Cadet 1290 2400251 Mouton Cadet 1190 3708617 Moyet Fine Champagne 6490 4808592 Moyet Fins Bois 4390 4808612 Moyet Petite Champagne 4990 4808618 Moyet XO 8990 4800476 Mumm Cordon Rouge Brut 2790 4505172 Mumm Cordon Rouge Brut 990 4500475 Mumm Demi-Sec 2790 4504942 Murphy’s Irish Red 170 5705266 Museum Crianza 1390 3005267 Museum Real Reserva 1690 3006179 Namaqua 3290 3206630 Nannerl Eiffelturn 1090 52

M - N

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 71

Page 72: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

72

Vnr. N - P verð bls Vnr. P - Q verð bls

06237 Nannerl Marillen Apricot 1890 5206629 Nannerl Papagena Curacao Blue Öskubuskuskór 1790 5206636 Nannerl Scotch Whisky 2790 4906643 Nannerl Weinbrand „hestur“ 1990 4900176 Nederburg Cabernet Sauvignon 1090 3207590 Nederburg Cabernet Sauvignon Merlot 1090 3200355 Nederburg Chardonnay 1090 4108217 Nederburg Shiraz 1190 3202823 Negrita 2870 5003599 Newcastle Brown Ale 169 5705750 Newton Johnson Cabernet Sauvignon 1560 3305749 Newton Johnson Sauvignon Blanc 1410 4105208 Noémie Vernaux Bourgogne Hautes Cotes de Beaune 1490 2405209 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Beaune 850 2405210 Noémie Vernaux Hautes-Cotes de Nuits 870 2509107 Nordcap Fishermint Extra Hot 3190 5405714 Nottage Hill Merlot 1390 1900554 Noval LBV 2890 4608455 NPU Amontillado 1990 4607802 Nuviana Cabernet Sauvignon Merlot 990 3007759 Nuviana Chardonnay 990 4005675 O2 Sparkling Premium 3310 5105155 Oakridge Estate Cabernet Sauvignon Merlot 1590 2005123 Oakridge Estate Chardonnay 1570 3505362 Oc Cuvée 178 Cabernet Sauvignon 1090 2505360 Oc Cuvée 178 Chardonnay 1090 3805365 Oc Cuvée 178 Merlot 3980 2505364 Oc Cuvée 178 Merlot 1090 2505634 Old Smuggler 2990 4904721 Old Speckled Hen 311 5708042 Old St.Andrews 5 ára 3390 4909223 Onix Classic 1290 3109224 Onix Evolucio 1880 3109225 Onix Selecció 2450 3100568 Osborne LBV 2390 4600600 Osborne Medium 1490 4600597 Osborne Rich Golden 1490 4606198 Osborne Ruby 2090 4606524 Osborne Tawny 2090 4601709 Otard Napoleon 6290 4804074 Otard VS 3540 4800693 Otard VSOP 4360 4800694 Otard VSOP 2240 4803331 Otard VSOP 6490 4808721 Painter Bridge Chardonnay 1190 3504307 Painter Bridge Zinfandel 1190 2105272 Palacio de La Vega 1090 40

04717 Palandri Cabernet Merlot 1990 2006178 Paoni Bianco 990 3904145 Paoni Merlot 990 2808229 Park Vieille 1er Cru 7890 4808228 Park Vieille Cigar Blend 6890 4805732 Park VS 3990 4805731 Park VSOP 4390 4808227 Park XO 5890 4807582 Parsons Creek Cabernet Sauvignon 990 2107560 Parsons Creek Chardonnay 990 3507154 Pasqua Cabernet Merlot Venezie 3290 2601868 Pasqua Cabernet-Merlot delle Venezie 990 2602048 Pasqua Chardonnay delle Venezie 890 3807155 Pasqua Chardonnay Venezie 3290 3808967 Pasqua Korae 990 2800162 Pasqua Merlot delle Venezie 1550 2608514 Pasqua Montepulciano d’Abruzzo 1670 2600358 Pasqua Pinot Grigio delle Venezie La Rovere 1690 3805956 Pasqua Primitivo Salento 1090 2702836 Pasqua Soave Classico 470 3902843 Pasqua Valpolicella Classico 550 2909147 Passal Rosé 1050 4402539 Passendale 200 5703712 Passoa 3150 5205776 Passoa 1590 5203633 Passoa Diablo Mandarin & Guarana 280 5407321 Pata Negra Gran Reserva 1190 3005222 Paul Beaudet Merlot 1190 2500189 Paul Masson Burgundy 1320 2100190 Paul Masson Burgundy 1790 2105868 Pearly Bay Dry 2990 4108677 Pearly Bay Dry Red 3190 3305403 Pelee Island Cabernet 1390 2905404 Pelee Island Cabernet Franc 1570 2905408 Pelee Island Cabernet Franc Icewine 3850 4405400 Pelee Island Chardonnay 1490 4005405 Pelee Island Gamay Noir Zweigelt 1550 2905401 Pelee Island Gewurztraminer 1530 4005407 Pelee Island Late Harvest Vidal 1380 4005399 Pelee Island Pinot Gris 1450 4005402 Pelee Island Pinot Noir 1600 2905406 Pelee Island Vidal Icewine 2920 4005763 Penasol Tempranillo Garnacha 3190 3000369 Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 1390 3405387 Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 750 3400185 Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet 1390 2008032 Penfolds Koonunga Hill Shiraz Cabernet Sauvignon 790 1907204 Penfolds Rawson’s Retreat Semillon Chardonnay 1090 3408025 Penfolds Rawson’s Retreat Shiraz Cabernet1190 19

N - P

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 72

Page 73: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

73

Vnr. P verð bls Vnr. P-R verð bls

00073 Pere Patriarche 1050 2404856 Perfect 2870 5107739 Pesquera Crianza 1990 3007740 Pesquera Gran Reserva 5920 3005656 Petalo Il Vino dell’Amore 1000 4407406 Peter Lehmann Barossa Semillon 1290 3505243 Peter Lehmann Botrytis Semillon 1390 3507769 Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 1560 2007409 Peter Lehmann Chardonnay 1390 3505244 Peter Lehmann Chenin Blanc 393 3507760 Peter Lehmann Clancy’s 1670 2005246 Peter Lehmann Grenache 393 2007359 Peter Lehmann GSM 1440 2008788 Peter Lehmann Mentor 2890 2005247 Peter Lehmann Merlot 1690 2007360 Peter Lehmann Shiraz 1490 2008793 Peter Lehmann Stonewell Shiraz 3390 2005248 Peter Lehmann The Futures Shiraz 1790 2007944 Peter Lehmann Weighbridge Chardonnay1190 3407945 Peter Lehmann Weighbridge Shiraz 1260 1905245 Peter Lehmann Wildcard Chardonnay 1090 3505249 Peter Lehmann Wildcard Shiraz 1190 2003067 Pfaffenheim Gewurztraminer 1350 3703623 Pfaffenheim Riesling 1390 3703066 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris 1390 3703555 Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve 1590 3700303 Piat Chardonnay 1090 3803385 Piccini Chianti 990 2803607 Piccini Chianti Classico Solco 1390 2801530 Pilsner Urquell 160 5601531 Pilsner Urquell 197 5605257 Pinossino 1090 2505213 Pisse-Dru Beaujolais 739 2405212 Pisse-Dru Beaujolais 1290 2405214 Pisse-Dru Brouilly 1590 2405986 Plaisir de Merle Cabernet Sauvignon 1690 3306034 Plaisir de Merle Chardonnay 1790 4105987 Plaisir de Merle Merlot 1790 3308215 Plaisir de Merle Shiraz 1790 3304706 Planeta Alastro 1450 3905389 Planeta Burdese 2490 2707667 Planeta La Segreta 1290 2704707 Planeta La Segreta Bianco 1290 3905522 Plenum 3290 2600543 Pol Roger Brut 2790 4509041 Polignac VS 2590 4804857 Polignac VSOP 2650 4807956 Polignac VSOP 3870 4807955 Polignac XO Royal 6990 4804416 Poliziano Rosso di Montepulciano 1390 2807809 Porto Barros Colheita 3440 4607808 Porto Barros Vintage Character 2450 46

04201 Primavera Bairrada Reserva 950 2904200 Primavera Dao Reserva 930 2908440 Primaverina 2990 2608532 Primaverina 2990 3805436 Primus 212 5603606 Prins Kristian 159 5606175 Prins Kristian 153 5607305 Promessa Negroamaro 1150 2705886 Promessa Rosso Salento 990 2703035 Pucela 890 3003044 Pucela Viura Sauvignon Blanc 890 4005416 Pujol Cotes du Roussillon Domaine de la Rourede 1190 2503858 Pujol Cotes du Roussillon Futs de Chene 1490 2503863 Pujol Cotes du Roussillon La Montadella 1690 2505491 Pujol Muscat de Rivesaltes 1990 4705489 Pujol Rivesaltes Blanc 2590 4705490 Pujol Rivesaltes Hors d’Age 2990 4705492 Pujol Rivesaltes Vintage 2290 4705697 Pukara Cabernet Sauvignon 3590 2305698 Pukara Chardonnay 3490 3600870 Pölstar Rauður 2810 5105699 Quarry Hill Shiraz 1190 1908559 Queen Anne 3080 4907950 Quercus Tokaj 630 4007913 Quercus Tokaj 1190 4009146 Quinta da Gandara 1460 2905746 Rafale Merlot 990 2505745 Rafale Syrah 990 2508615 Raffaello Bianco 295 3808616 Raffaello Rosso 320 2606724 Raimat Abadia 1190 3002996 Raimat Cabernet Sauvignon 1390 3005003 Raimat Cabernet Sauvignon El Moli 2890 3002997 Raimat Chardonnay 1190 4004198 Raimat Tempranillo 1390 3005447 Ramirez de La Piscina Crianza 1510 3205446 Ramirez de La Piscina Reserva 1890 3204252 Rancho Zabaco Zinfandel 1790 2108180 Rebeca 1190 3004632 Red Sqare White Ice 693 5409106 Red Square Pink Ice 279 5408472 Red Square Reloaded 279 5404232 Redwood Creek Cabernet 1390 2105262 Redwood Creek Chardonnay 1390 3509135 Reed 2490 5107213 Relax Riesling 3190 4100677 Remy Martin VSOP 4790 4804663 Remy Martin VSOP 6690 4800679 Remy Martin XO 8890 48

P - R

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 73

Page 74: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

74

R Vnr. verð bls R-S Vnr. verð bls

02282 Remy Martin XO 5250 4807053 Rene Barbier 2990 4007911 Rene Barbier Cabernet Sauvignon 790 3007051 Rene Barbier Rosado 2990 4407052 Rene Barbier Tinto Anejo 3290 3102042 Rene Mure Gewurztraminer Cote de Rouffach 1490 3700410 Rene Mure Pinot Gris Cote de Rouffach 1590 3702432 Rhine Lady Liebfraumilch 690 4100433 Ricasoli Orvieto Classico Pian del Gelso 1150 3900501 Riccadonna Asti 880 4509064 Rietine Grappa Tiziano 4060 4904843 Riobello Lambrusco 1380 2605390 Rioja Vega Crianza 1090 3205190 Riondo Oro Excelsa 980 4404174 Riscal 1860 Tempranillo 1290 3000422 Riunite Bianco 790 3806970 Riunite Blush 1290 4400470 Riunite Blush Bianco 740 4400165 Riunite Lambrusco 1390 2600164 Riunite Lambrusco 790 2604166 Rivercrest Ruby Cabernet 3290 2100811 Rob Roy 3160 4902394 Robert Mondavi Private Selection Cabernet Sauv. 1690 2108064 Robert’s Rock Cabernet Sauvignon Merlot 990 3304489 Robert’s Rock Chenin Blanc Chardonnay 990 4105707 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 1190 3307607 Robertson Winery Cabernet Sauvignon 3690 3305709 Robertson Winery Chardonnay 1140 4107608 Robertson Winery Chardonnay 3490 4105708 Robertson Winery Merlot 1190 3305706 Robertson Winery Sauvignon Blanc 1090 4106841 Rocca Rosso Salento 2990 2707811 Rocca Rosso Salento 890 2708426 Rocca Sangiovese Rubicone 2690 2605761 Rocco Bay Chardonnay 1280 4105738 Rocco Bay Chardonnay Chenin Blanc 1190 4105737 Rocco Bay Cinsaut Pinotage 1190 3305799 Rocco Bay Pinotage 1280 3309154 Roche Mazet Cinsault Rosé 4100 4405281 Roda II Reserva 2490 3204809 Rodney Strong Cabernet Sauvignon 1490 2109021 Rodney Strong Chardonnay 1490 3509022 Rodney Strong Knotty Vines Zinfandel 1490 2109023 Rodney Strong Merlot 1490 2101064 Romana Sambuca 3510 5305903 Ronco Sangiovese Marche 3050 2605963 Ronco Sicilia Bianco 3090 3905892 Ronco Sicilia Rosso 3180 2707117 Rosemount Cabernet Merlot 1290 19

03496 Rosemount Cabernet Sauvignon 1290 1904142 Rosemount Chardonnay 1380 3407893 Rosemount GSM 1990 2007118 Rosemount GTR 1090 3408745 Rosemount Hill of Gold Cabernet Sauvignon 1850 1908803 Rosemount Hill of Gold Chardonnay 1650 3408735 Rosemount Hill of Gold Shiraz 1850 1907122 Rosemount Merlot 1290 1908874 Rosemount Riesling 1380 3403494 Rosemount Sauvignon Blanc 1380 3403493 Rosemount Semillon 1380 3401629 Rosemount Semillon Chardonnay 1160 3403495 Rosemount Shiraz 1290 1901620 Rosemount Shiraz Cabernet 1190 1905954 Rosemount Shiraz Mataro Grenache 1150 1907938 Rosemount Traditional 1890 2005962 Rosemount Verdelho Chardonnay Sauvignon Blanc 1070 3409124 Rotllan Torra Reserva 1870 3109123 Rotllan Torra Selección Especial 1770 3108410 Rozes LBV 2290 4608368 Rozes Ruby Port 1990 4608369 Rozes Tawny 1990 4608370 Rozes White 1990 4600167 Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale 1790 2808241 Ruffino Chianti Classico Riserva Ducale Riserva 2360 2800220 Rust en Vrede 2930 3306667 Rust en Vrede Cabernet Sauvignon 2250 3306688 Rust en Vrede Shiraz 2250 3305305 S. Orsola Dolce 693 4402845 Sagramoso Valpolicella 1050 2907561 Salisbury Cabernet Sauvignon 990 1907201 Salisbury Chardonnay 960 3403628 Salitos Ginger Ale 140 5403578 Salitos Ice 190 5403638 Salitos Tequila 230 5409046 Salute di Fragola 690 4701529 San Miguel 378 5605156 San Miguel 197 5607350 San Pedro Cabo de Hornos 2950 2307635 San Rocco Pinot Grigio 1230 3907248 Sanct Valentin Blauburgunder 3390 2807238 Sanct Valentin Gewurztraminer 2690 3906991 Sanct Valentin Sauvignon 2690 3903567 Sandeman’s Fine Tawny 2990 4600553 Sandeman’s Old Invalid 2150 4605670 Sandrone Barbera d’Alba 2490 2707562 Santa Ana Cabernet Sauvignon Cepas Privadas 1280 1807563 Santa Ana Chardonnay Chenin Blanc 1170 34

R - S

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 74

Page 75: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

75

S Vnr. verð bls S Vnr. verð bls

05700 Santa Babera Cabernet Sauvignon 1090 2300211 Santa Carolina Cabernet Sauvignon Reservado 1050 2304475 Santa Carolina Chardonnay 990 3608101 Santa Carolina Merlot 990 2300157 Santa Cristina 640 2700156 Santa Cristina 1140 2705739 Santa Digna Chardonnay 1190 3605469 Santa Digna Merlot 1290 2305898 Santa Digna Sauvignon Blanc 695 3608061 Santa Ema Cabernet Sauvignon 1080 2305314 Santa Ema Carmenere 1190 2305188 Santa Helena Gran Vino 3690 2305202 Santa Helena Gran Vino Cabernet Merlot 1070 2305195 Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 320 2305200 Santa Helena Gran Vino Cabernet Sauvignon 590 2305189 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc3690 3605194 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc320 3605196 Santa Helena Gran Vino Sauvignon Blanc590 3605197 Santa Helena Gran Vino Sauvinon Blanc1070 3605199 Santa Helena Gran Vino Shiraz 1090 2305192 Santa Helena Reserva Cabernet Sauvignon 1490 2305193 Santa Helena Reserva Chardonnay 1490 3605201 Santa Helena Siglo de Oro Carmenere Malbec 1270 2305191 Santa Helena Siglo de Oro Merlot 1270 2305198 Santa Helena Siglo de Oro Sauvignon Blanc 1240 3600230 Santa Ines Legado de Armida Cabernet Sauvignon Res 1460 2304262 Santa Julia Tempranillo 1250 1807124 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 1090 2305568 Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon 345 2305569 Santa Rita 120 Carmenere 1090 2304465 Santa Rita 120 Chardonnay 1090 3607125 Santa Rita 120 Merlot 1090 2301235 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 1090 3605639 Santa Rita 120 Sauvignon Blanc 355 3601224 Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva1390 2305572 Santa Rita Cabernet Sauvignon Rose 1090 4407127 Santa Rita Chardonnay Reserva 1390 3601621 Santa Rita Medalla Real Cabernet Sauvignon 1690 2302652 Santa Rita Medalla Real Chardonnay 1690 3605571 Santa Rita Reserva Carmenere 1390 2304770 Santagostino Baglio Soria 1690 2704769 Santagostino Baglio Soria 1790 3909158 Santana Viura 950 40

07496 Santero Asti 690 4500526 Santero Moscato Spumante 570 4406001 Sanxet Millenium Monbazillac 1640 3707831 Satinela Semi-Dulce 1090 4101156 Sauza Gold 3430 5001155 Sauza Silver 3290 5004248 Scapa 12 ára 4850 5005481 Scottish Collie 3220 4900772 Scottish Leader 3150 4900773 Scottish Leader 1690 4904440 Scottish Leader 2310 4904441 Scottish Leader 4420 4900800 Seagram’s 7 Crown 3360 5004689 Seagram’s Extra Dry 2990 5106553 Segura Viudas Brut Reserva 1090 4507337 Segura Viudas Penedes Reserva 1190 3106051 Segura Viudas Seco 990 4505300 Sella & Mosca Vermentino di Sardegna 990 3903983 Senorio de Valderrama Crianza 1590 3004826 Sensi Chianti 2290 2808585 Sergio 1390 4407012 Serralles DonQ Cristal 3390 5005792 Sex on the Beach 332 5407882 Sierra Gold 3380 5004315 Sierra Silver 3340 5009215 Sierra Valley California Red 890 2109214 Sierra Valley California White 890 3505411 Siete Soles Cabernet Sauvignon 890 2305410 Siete Soles Chardonnay 900 3605135 Sirius 1190 2405134 Sirius 1190 3705324 Skyy 4290 5105322 Skyy Citrus 4220 5200887 Smirnoff 2140 5105084 Smirnoff 1590 5106194 Smirnoff 3880 5106195 Smirnoff 2880 5103714 Smirnoff Black Ice 290 5402646 Smirnoff Blue 5440 5102647 Smirnoff Citrus Twist 2860 5204445 Smirnoff Ice 290 5408522 Smirnoff Orange Twist 2890 5209079 Smirnoff Raspberry Twist 2890 5204872 Snoqualmie Cabernet Merlot 1490 2104873 Snoqualmie Chenin Blanc 1400 3508171 Sol de Castilla Blanco Joven 1090 4008170 Sol de Castilla Crianza en Barrica 1090 3008242 Solatia 2150 3905690 Solaz 3590 2908052 Solaz 990 3009092 Sophia Cabernet Sauvignon 1090 2207640 South Gin 4390 51

S

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 75

Page 76: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

76

Vnr. S - T verð bls Vnr. T verð bls

01037 Southern Comfort 3250 5204887 Southern Comfort 1650 5207774 Spice Route Andrew’s Hope 1490 3304082 St. Remy Napoleon 2290 4909102 Staropramen Dark 157 5601851 Stella Artois 194 5608036 Stella Artois 359 5606169 Stella Artois 221 5604492 Stellenzicht Sauvignon Blanc 1290 4104864 Stimson Chardonnay 1290 3504813 Stimson Merlot 1290 2105500 Stival Cabernet 2020 2806171 Stival Merlot 2020 2806843 Stival Pinot Grigio 1230 3903690 Stolichnaya 2850 5105032 Stone Cellars Cabernet Sauvignon 1270 2105033 Stone Cellars Merlot 1270 2103966 Stone Cellars Zinfandel 1270 2106405 Stonehedge Cabernet Sauvignon 1190 2106489 Stonehedge Chardonnay 1190 3506472 Stonehedge Zinfandel 1190 2100394 Stoneleigh Chardonnay 1390 4000393 Stoneleigh Riesling 1390 4000395 Stoneleigh Sauvignon Blanc 1390 4000374 Storch Spätlese 1000 3406946 Storch Welschriesling Trocken 980 3405870 Stowells Chenin Blanc 3390 4104119 Stowells Tempranillo 3390 3004120 Stowells Vin de Pays du Gard 3290 2505327 Stradivario Barbera d’Asti 3690 2704518 Stroh „40“ 4790 5402243 Stroh 60% 3590 5408544 Super Cider Ice Cactus/Lime 235 4707734 Sutter Home Cabernet Sauvignon 350 2107735 Sutter Home Chardonnay 350 3509090 Svyturys Ekstra 253 5605122 Tabiso Chardonnay 3790 4109038 Tabiso Shiraz 3490 3305413 Table Mountain Cab.Sauv. / Merlot 990 3300484 Taittinger Brut Reserve 2890 4505471 Takun Cabernet Sauvignon 1090 2305472 Takun Carmenere 1090 2305476 Takun Chardonnay 1090 3600927 Tanqueray 3590 5105788 Tanqueray 5140 5106573 Taylor’s 10 ára Tawny 3170 4608161 Taylor’s LBV 1190 4608687 Tcherga 1190 2207681 Teichenne Apple Schnapps 1850 5207730 Teichenné Butterscotch Schnapps 1790 5309196 Tenuta Sant’Antonio Amarone 3320 2909194 Tenuta Sant’Antonio Monti Garbi 1890 29

09192 Tenuta Sant’Antonio Soave 1170 3909193 Tenuta Sant’Antonio Valpolicella 1240 2907779 Teófilo Reyes Ribera del Duero Crianza 2390 3005412 Terra Andina Cabernet Sauvignon 990 2305415 Terra Andina Chardonnay 990 3605303 Terra Fresca Bianco 890 3805372 Terra Fresca Rosso 890 2604029 Terra Vecchia 3390 2508200 Terralis Chardonnay - Chenin 3180 3408201 Terralis Shiraz - Malbec 3220 1805527 Terrasses d’Azur Cabernet Sauvignon 1080 2505538 Terrasses d’Azur Chardonnay 1080 3805558 Terrasses d’Azur Merlot 1080 2505539 Terrasses d’Azur Sauvignon Blanc 1080 3805448 Terrazas Alto Cabernet Sauvignon 1390 1805450 Terrazas Alto Chardonnay 1390 3405449 Terrazas Alto Malbec 1390 1808225 Terre dei Solari Chardonnay 1190 3908226 Terre dei Solari Sangiovese 1190 2708003 Terre di Ginestra Nero d’Avola 1390 2700763 The Famous Grouse 3390 4900764 The Famous Grouse 1820 4902263 The Famous Grouse 4790 4900744 The Glenlivet 12 ára 4290 5008142 Thor Classic 109 5605051 Thor Pilsner 109 5603683 Three Sixty 250 5405323 Thule 210 5605091 Thule 155 5601499 Thule 197 5606188 Thule 30 ltr. kútur 13200 5708284 Tia Lusso 2100 5308657 Tia Maria 1790 5205060 Tiger 184 5606640 Tiger 232 5600865 Tindavodka 2590 5100867 Tindavodka 3610 5108422 Tobermory 10 ára 4750 5002401 Tommasi Amarone della Valpolicella Classico 2890 2908863 Tommasi Crearo 1730 2808953 Tommasi La Rosse Pinot Grigio 1290 3904146 Tommasi Le Prunée Merlot 1350 2804148 Tommasi Ripasso 1690 2905819 Tommasi Santa Cecilia Chardonnay 1250 3902403 Tommasi Soave Le Volpare 1190 3902404 Tommasi Valpolicella Rafael 1390 2906702 Torrebianco Castel del Monte Chardonnay 1420 3906738 Torrebianco Grecanico Inzolia 1160 3906773 Torrebianco Nero d’Avola 1180 2706739 Torrebianco Salento Primitivo 1280 27

S - T

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 76

Page 77: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

77

Vnr. T verð bls Vnr. T -V verð bls

05704 Torreon de Paredes Cabernet Sauvignon 1260 2303437 Torreon de Paredes Chardonnay 1260 3605703 Torreon de Paredes Merlot 1260 2306983 Torres 10 3440 4904675 Torres 20 Imperial 4660 4906852 Torres Atrium Merlot 1590 3106642 Torres Coronas 1190 3000116 Torres Gran Coronas Reserva 1490 3102229 Torres Gran Sangre de Toro 1290 3000348 Torres Gran Vina Sol Chardonnay 1290 4005740 Torres Moscatel 1490 4605741 Torres Orange 2950 5200346 Torres San Valentin 560 4004350 Torres Sangre de Toro 345 3005623 Torres Sangre de Toro 1190 3000349 Torres Vina Esmeralda 1190 4005904 Torres Vina Sol 293 4006848 Torres Vina Sol 990 4002870 Torti Oltrepo Pavese Pinot Nero 1660 2607187 Toso Piemonte Bonarda 1070 2705096 Tosti Asti 870 4505218 Tosti Asti 330 4505043 Tosti Moscato 760 4405151 Tosti Prosecco 1190 4406203 Toussaint 2490 5203047 Trapiche Cabernet Sauvignon 990 1807996 Trapiche Cabernet Sauvignon Oak Cask 1190 1803046 Trapiche Chardonnay 950 3407992 Trapiche Malbec Oak Cask 1190 1803955 Trapiche Pinot Noir Oak Cask 1190 1805154 Tresa Nivuro 990 2706655 Tribal African Red 3490 3306660 Tribal African Red 1090 3308926 Tribal African White 3290 4108927 Tribal African White 990 4104851 Trivento Bonarda 1040 1807031 Trivento Chardonnay 990 3407033 Trivento Reserve Cabernet Malbec 1190 1807035 Trivento Sangiovese 960 1807036 Trivento Syrah 990 1807037 Trivento Viognier 1090 3401441 Tuborg 179 5604574 Tuborg Gold 165 5604573 Tuborg Gold 198 5603585 Tuborg Grön 159 5607892 Tuborg Grön 204 5601442 Tuborg Grön 151 5601438 Tuborg Grön 25 ltr. kútur 10790 5700791 Tullamore Dew 3190 5007931 Turning Leaf Cabernet Sauvignon 1190 2104196 Turning Leaf Chardonnay 1190 3507345 Turning Leaf Merlot 1190 21

04557 Turning Leaf Sauvignon Blanc 1190 3504197 Turning Leaf Zinfandel 1190 2105326 Two Dogs Lemon Brew 203 5706411 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 990 3305280 Two Oceans Cabernet Sauvignon Merlot 292 3306412 Two Oceans Chardonnay 950 4105236 Two Oceans Sauvignon Blanc 3090 4106413 Two Oceans Sauvignon Blanc 890 4105283 Two Oceans Sauvignon Blanc 261 4105237 Two Oceans Shiraz 3390 3308836 Two Oceans Shiraz 1050 3309062 Umani Ronchi Cumaro Rosso Conero2190 2609060 Umani Ronchi San Lorenzo 1490 2605180 Undurraga Cabernet Sauvignon 1190 2304282 Undurraga Cabernet Sauvignon Reserva 1590 2305186 Undurraga Chardonnay 1190 3604468 Undurraga Chardonnay Reserva 1590 3605176 Undurraga Founder’s Collection 2290 2305178 Undurraga Gewurztraminer 1290 3605184 Undurraga Merlot 1190 2305181 Undurraga Merlot Reserva 1590 2305177 Undurraga Pinot Noir Reserva 1590 2305185 Undurraga Sauvignon Blanc 1190 3609140 Urban 1640 1800915 Ursus 2990 5105616 Valdespino Amontillado 1670 4605615 Valdespino Fino Dry 2040 4605614 Valdespino Pale Cream 1850 4600604 Valdespino Rich Cream 1670 4603981 Valdeví 1390 3000360 Valle Colli Orientali del Friuli Pinot Grigio 1490 3807845 Vallemayor Crianza 1090 3203382 Vaucher Chablis 1690 3707491 Vaucher Cotes du Rhone 990 2605594 Vega de Moriz Tempranillo 3420 3203302 Verdi Spumante 501 5403308 Verdi Spumante 178 5400479 Veuve Clicquot Ponsardin Brut 2890 4505534 Vieux Papes 3190 2405533 Vieux Papes 890 2403406 Villa Antinori 1590 2700361 Villa Antinori 1090 3907948 Villa Maria Sauvignon Blanc Private Bin1770 4005270 Villa Montes Chardonnay 990 3608441 Villa Puccini Toscana 1090 2700212 Villamontes Cabernet Sauvignon 990 2300389 Villamontes Sauvignon Blanc 990 3600107 Vin de Pays de Vaucluse 4980 2605083 Vina Albali Crianza 990 3004172 Vina Albali Reserva 990 3007896 Vina Lanciano Reserva 2840 32

T - V

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 77

Page 78: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

07259 Vina Maipo Cabernet Sauvignon 3590 2307251 Vina Maipo Cabernet Sauvignon Merlot 890 2306839 Vina Maipo Chardonnay 3590 3606836 Vina Maipo Chardonnay 990 3607606 Vina Maipo Merlot 990 2308198 Vina Mayor Crianza 1570 3003987 Vina Montegil 1390 4007517 Vina Pedrosa Crianza 2270 3008711 Vina Pedrosa Gran Reserva 5570 3005428 Vina Sardasol Crianza Tempranillo 1650 3105427 Vina Sardasol Tempranillo 1140 3107846 Vina Valoria 990 3206591 Vinas del Vero Cabernet Sauvignon 1370 2907325 Vinas del Vero Gran Vos Reserva 1890 2909221 Vintners Choice Highland Pure Malt 10 ára 3990 5005295 Vintners Choice Lowland Pure Malt 10 ára 3990 5008713 Vintners Choice Speyside Pure Malt 10 ára 3990 5005551 Vinum Clasic Airen 960 4005550 Vinum Clasic Cabernet - Merlot 960 3009216 Vipra Rossa 1090 2805424 Virginie Cabernet Sauvignon 1340 2505421 Virginie Chardonnay 1440 3805422 Virginie Merlot 1330 2505652 Virginie Rosé de Syrah 1190 4405420 Virginie Sauvignon Blanc 1280 3805423 Virginie Syrah 1300 2503588 Víking 166 5601484 Víking 216 5601485 Víking 159 5604028 Víking Lager 149 5601503 Víking Lager 156 5601537 Víking Lager 30 ltr. kútur 11970 5707960 Víking Lite 161 5602026 Víking Sterkur 269 5606780 Vodka Ice Black Label 289 5405621 Wairau River Sauvignon Blanc 1570 4004045 Warre’s Otima 10 ára Tawny 2140 4608317 Warsteiner 255 5606202 Warsteiner 241 5605315 Western Cellars Cabernet Sauvignon 1230 2105498 Western Cellars Colombard Chardonnay 1090 3508562 Wild Africa Cream 2220 5302965 Wild Pig Red 950 2505439 Wilderness Estate Shiraz 3790 1904251 William Hill Cabernet Sauvignon 2090 2102528 Willm Gewurztraminer 1390 3707039 Willm Pinot Gris 1290 3707040 Willm Riesling 1190 3709252 WKD Original Vodka Ice 269 54

09065 WKD Vodka Blue 269 5401974 Wolf Blass Chardonnay 1360 3502065 Wolf Blass Presidents Selection Cabernet Sauvignon 1990 2002068 Wolf Blass Presidents Selection Chardonnay 1790 3502060 Wolf Blass Presidents Selection Shiraz 2100 2001973 Wolf Blass Red Label Shiraz Cabernet Sauvignon 1360 2003770 Wolf Blass Shiraz 1390 2002057 Wolf Blass Yellow Label Cabernet Sauvignon 1490 2003828 Woodbridge Cabernet Sauvignon 1290 2108896 Woodbridge Cherokee Station 1190 2108897 Woodbridge Cherokee Station 1190 3508899 Woodbridge Syrah 1190 2108561 Woody’s Ice Blueberry 290 5405092 Woody’s Mexican Lime 290 5406142 Woody’s Pink Grapefruit 290 5408438 Woody’s Strawberry Lemon 294 5408785 Wyndham Bin 555 Shiraz 1490 1907503 Yalumba Oxford Landing Merlot 1390 2005128 Yellow Tail Cabernet Sauvignon 1290 1905129 Yellow Tail Chardonnay 1290 3405130 Yellow Tail Merlot 1290 1905131 Yellow Tail Shiraz 1290 1906674 Z 222 5405229 Zipfer Original 215 5605230 Zipfer Original 178 5608552 Zonnebloem Cabernet Sauvignon 1190 3308447 Zubr Classic 207 5608452 Zubr Gold 230 5608425 Zubr Premium 178 56

Vnr. V-W verð bls Vnr. W-Z verð bls

V - Z

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 78

Page 79: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

VÍNBÚÐIN HEIÐRÚN mán - fim 9 - 18Stuðlahálsi 2, sími 560 7720 fös 9 - 19

lau 9 - 16

VÍNBÚÐIN KRINGLUNNI mán - fim 11 - 18sími 568 9060 fös 11 - 19

lau 11 - 18

VÍNBÚÐIN AKUREYRI mán - fim 11 - 18Hólabraut 16, sími 462 1655 fös 11 - 19

lau 11 - 16

VÍNBÚÐIN DALVEGI, KÓPAVOGI mán 13 - 18Dalvegi 2, sími 564 5070 þri - fim 11 - 18

fös 11 - 19lau 11 - 18

VÍNBÚÐIN HAFNARFIRÐI mán - fim 11 - 18Fjarðargötu 13-15, sími 565 2222 fös 11 - 19

lau 11 - 16

VÍNBÚÐIN SELTJARNARNESI mán - fim 11 - 18Eiðistorgi 11, sími 561 1800 fös 11 - 20

lau 11 - 16

VÍNBÚÐIN SMÁRALIND mán - fim 11 - 18sími 544 2112 fös 11 - 19

lau 11 - 18

VÍNBÚÐIN AUSTURSTRÆTI mán - fim 11 - 18sími 562 6511 fös 11 - 19

lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN GARÐABÆ mán - fim 14 - 18Garðatorgi 7, sími 555 6525 fös 12 - 20

lau 12 - 16

VÍNBÚÐIN HOLTAGÖRÐUM mán - fim 11 - 18sími 588 9030 fös 11 - 19

lau 11 - 16

VÍNBÚÐIN KEFLAVÍK mán - fim 11 - 18Hólmgarði 2, sími: 421 5699 fös 11 - 19

lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN MJÓDD mán - fim 11 - 18Álfabakka 14, sími 567 0400 fös 11 - 19

lau 11 - 16

VÍNBÚÐIN MOSFELLSBÆ mán - fim 14 - 19Þverholti 3, sími 586 8150 fös 12 - 20

lau 12 - 16

VÍNBÚÐIN SELFOSSI mán - fim 11 - 18Vallholti 19, sími: 4822011 fös 11 - 19

lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN SPÖNGINNI mán - fim 14 - 18:30sími 586 1617 fös 12 - 20

lau 12 - 16

VÍNBÚÐIN AKRANESI, Þjóðbraut 13, sími 431 2933Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN BORGARNESI mán - fim 11 - 18Borgarbraut 58-60, sími 430 5525 fös 11 - 19

lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN EGILSSTÖÐUM, Miðvangi 2-4, sími 471 2151Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN ÍSAFIRÐI,Aðalstræti 20, sími 456 3455Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN SAUÐÁRKRÓKI, Smáragrund 2, sími 453 5990Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN VESTMANNAEYJUM, Strandvegi 50, sími 481 1301Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 12:30 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14 lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN BÚÐARDAL mán - fim 17 - 18Vesturbraut 15, sími 434 1303 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN DJÚPAVOGI mán - fim 17 - 18Búlandi 1, sími 478 8270 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN FÁSKRÚÐSFIRÐI mán - fim 17 - 18Búðavegi 35, sími 475 1530 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN GRUNDARFIRÐI mán - fim 17 - 18Hrannarstíg 3, sími 438 6994 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN HÓLMAVÍK mán - fim 17 - 18Höfðatúni 4, sími 455 3100 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN HVAMMSTANGA mán - fim 17 - 18Höfðabraut 6 , sími 451 2370 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN KIRKJUBÆJARKLAUSTRI mán - fim 17 - 18Skaftárskála, sími 487 4628 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN SEYÐISFIRÐI mán - fös 17 - 18Hafnargötu 2, sími fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN VÍK mán - fim 17 - 18Austurvegur 18, sími 487 5730 fös 16 - 19

VÍNBÚÐIN VOPNAFIRÐI mán - fim 17 - 18Hafnarbyggð 1, sími 473 1800 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN ÞORLÁKSHÖFN mán - fim 17 - 18Óseyrarbraut 4, sími 483 3650 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN ÞÓRSHÖFN mán - fim 17 - 18Langanesvegi 2, sími 468 1505 fös 16 - 18

VÍNBÚÐIN BLÖNDUÓSI, mán - fim 14 - 18Aðalgötu 8, sími 452 4501 fös 14 - 19

VÍNBÚÐIN DALVÍK, Hafnarbraut 7, sími 466 3430Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK mán - fös 14 - 18Víkurbraut 62, sími 426 8787

VÍNBÚÐIN HÚSAVÍK,Túngötu 1, sími 464 2230Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maímán - fim 11 - 18 mán - fim 13 - 18fös 11 - 19 fös 11 - 19lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN HVOLSVELLI, Austurvegi 3, sími 487 7797Sumartími: júní til ágúst Vetrartími: september til maí

mán - fim 11 - 18 mán - mið 16 - 18fös 11 - 19 fim 14 - 18lau 11 - 16 fös 14 - 19

lau 11 - 14

VÍNBÚÐIN HÖFN, mán - fim 14 - 18Vesturbraut 2, sími 478 1977 fös 14 - 19

VÍNBÚÐIN NESKAUPSTAÐ mán - fös 14 - 18Hafnarbraut 6, sími 477 1890

VÍNBÚÐIN ÓLAFSVÍK mán - fös 14 - 18Mýrarholti 12, sími 436 1226

VÍNBÚÐIN PATREKSFIRÐI mán - fim 13 - 18Þórsgötu 10, sími 456 1177 fös 10 - 18

VÍNBÚÐIN SIGLUFIRÐI mán - fim 13 - 18Eyrargötu 25, sími 467 1262 fös 11 - 19

VÍNBÚÐIN STYKKISHÓLMI, mán - fim 14 - 18Hafnargötu 7, sími 430 1414 fös 14 - 19

A F G R E I Ð S L U T Í M I

R E Y N S L U S A L A - A L L A R K J A R N AT E G U N D I R

A L L A R K J A R N AT E G U N D I R

5 0 0 T E G U N D I R

2 0 0 T E G U N D I R

1 0 0 T E G U N D I R

3 0 0 T E G U N D I R

V Í N B Ú Ð I R

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 79

Page 80: Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:13 Page 1 VÍN BLAÐIР· sýrulítið.Alsace,Þýskaland,Austurríki,Suður-Ameríka,Nýja Sjáland og í Austur-Evrópu,þar er hún jafnvel kölluð

Vinbla i 6.qxd 13.10.2004 20:14 Page 80