ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn ný íslensk rannsókn

22
Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana Ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks Grand Hótel Reykjavík, 27. febrúar, 2014 Rannveig Traustadóttir, prófessor Háskóla Íslands

Upload: doyle

Post on 21-Mar-2016

69 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn. Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana Ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks Grand Hótel Reykjavík, 27. febrúar, 2014 Rannveig Traustadóttir, prófessor Háskóla Íslands. Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn. Yfirlit Rannsóknin - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinnNý íslensk rannsókn

Virkjum hæfileikana – alla hæfileikanaRáðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks

Grand Hótel Reykjavík, 27. febrúar, 2014

Rannveig Traustadóttir, prófessor Háskóla Íslands

Page 2: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinnYfirlit

– Rannsóknin• Hluti af stóru norrænu verkefni• Aðeins fjallað um íslenska hlutann

– Helstu niðurstöður - Ungt fatlað fólk• Hvaða þættir stuðla að velgengni?

– Helstu niðurstöður - Vinnuveitendur• Hver er þeirra reynsla og viðhorf?

– Samantekt• Hvað er velgengni?

Page 3: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinnRannsóknin•Hluti af norrænni rannsókn um stöðu ungs fatlaðs fólks og ungs fólks með innflytjendabakgrunn•Styrkt af Norrænu ráðherranefndinni•Rannsókninni var stýrt af Björn Hvinden og Rune Halvorsen hjá NOVA í Noregi•Rannsóknatíminn var 2 ár (júní 2011 – júní 2013)•Niðurstöður í heild birtast í safnriti á ensku 2014•Hér er fjallað um íslenska hluta rannsóknarinnar um ungt farlað fólk og vinnumarkaðinn

Page 4: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinnÍslenski hluti rannsóknarinnar – tveir þættir

1. Greining fyrirliggjandi gagna og upplýsinga, m.a. tölfræði, lagaumhverfi, o.s.frv.

2. Eigindleg rannsókn – tveir hópar:– Ungt fatlað fólk– Vinnuveitendur og sérfræðingar í atvinnumálum

• Rannsóknarteymið á Íslandi– Rannveig Traustadóttir, James G. Rice og Kristjana

Jokumsen– Rannsóknin var unnin við Rannsóknasetur í

fötlunarfræðum við Háskóla Íslands

Page 5: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinnÍslenski hluti rannsóknarinnar

Viðtöl við ungt fatlað fólk•Þátttakendur voru 10 einstaklingar á almennum vinnumarkaði

– 16-30 ára – 6 konur og 4 karlar– höfðu mismunandi skerðingar; þroskahömlun (4), hreyfihömlun (2),

sálfélagsleg vandamál (3), á einhverfurófi (1)

•Vinnustaðir - atvinna þátttakenda– voru fjölbreyttir m.a. verslanakeðjur, veitingastaðir, snyrtistofa,

hjúkrunarheimili, mötuneyti, skrifstofa, bifreiðastjóri, leikskóli.– einn þátttakandi var í háskólanámi og í hlutastarfi á móti, annar var

atvinnulaus þegar rannsóknin fór fram en hafði langa atvinnusögu

Page 6: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinnÍslenski hluti rannsóknarinnar

• Viðtöl við 11 vinnuveitendur og sérfræðinga í atvinnumálum: – Rekstrarstjórar og starfsmannastjórar hjá verslunarkeðjum– Leikskólastjóri– Hjúkrunarstjóri á öldrunarstofnun– Starfsmaður stéttarfélags– Starfsfólk Vinnumálastofnunar– Ýmsir starfsmenn sem koma að atvinnumálum ungs fatlaðs fólks

á vegum sveitarfélaga s.s. virkniráðgjafar, deildarstjóri félagsþjónustu, yfirmaður sumarstarfa fyrir ungt fatlað fólk, o.fl.

– Framhaldsskólakennarar í starfsbrautum• Ath Vinnuveitendur sem rætt var við voru ekki vinnuveitendur fötluðu

þátttakandanna

Page 7: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinnÍslenski hluti rannsóknarinnar

• Áherslan í rannsókninni:– Hvaða þættir stuðla að velgengni ungs fatlaðs fólks á

almennum vinnumarkaði?– Hvað virkar?– Hverjum gengur vel á vinnumarkaði og hvers vegna?– Hvað getum við lært af því sem gengur vel?

Page 8: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Niðurstöður Hvaða þættir stuðla að velgengni ungs fatlaðs fólks á

almennum vinnumarkaði?

• Í viðtölunum – við ungt fatlað fólk, vinnuveitendur og sérfræðinga – komu fram nokkur lykilatriði varðandi velgengni á vinnumarkaði:– Atvinna með stuðning– Vinnusamningar öryrkja– Persónulegt tengslanet og tengsl við stuðnings-

og þjónustukerfi – Aðrir þættir s.s. starfsreynsla á unglingsárum og

stuðningur við yfirfærslu frá skóla til atvinnu

Page 9: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Atvinna með stuðningi (AMS) og ungt fatlað fólk

• Átti mestan þátt í velgengni margra þátttakenda• „Ég hefði aldrei fengið vinnu án AMS“• Aðstoðaði við að finna starf, sækja um, veita stuðning á

vinnustað ef þarf, og var tengiliður við vinnuveitandann• Afar mismunandi hversu mikla aðstoð þátttakendur þurftu• Virkaði eins og öryggisnet ef e.ð. kom upp á • Fann nýtt starf ef eldra starf hentaði ekki• AMS bauð líka upp á námskeið um ýmsa þætti og færni

tengda atvinnu• Langir biðlistar til að fá atvinnu gegn um AMS

Page 10: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Vinnusamningar öryrkjaog ungt fatlað fólk

• Vinnusamningar eru á vegum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og greiða hluta launa (mest 75% og minnst 25%)

• Endurnýjaðir árlega• Vinnusamningar virtust inngróinn hluti af AMS• Margir þátttakendur voru á slíkum samningum en voru sér

ekki vel meðvitaðir um þá – virtust ekki virkir aðilar að samningnum og sum vissu lítið um þá

• Flestum virtist sama um samningana, en einstaka fannst niðurlægjandi að vera á þeim, sérlega um langan tíma hjá sama vinnuveitanda

Page 11: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Tengslanet ungs fatlaðs fólks

• Persónulegt tengslanet við fjölskyldu og vini skipti miklu fyrir suma við að finna vinnu

• Tengsl við stuðnings-, mennta- og þjónustukerfi, t.d. ýmsa ráðgjafa, fyrrum kennara,fyrri vinnuveitendur,… áttu þátt í að ungt fólk fann vinnu

• Tengslanet þátttakenda byggðis einnig á þátttöku í ýmsum starfstendgum úrræðum og sumarstörfum – starfsreynsla þaðan stuðlaði að atvinnu

• Flókin tengsl og samþætt en stuðluðu að atvinnu

Page 12: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?

Atvinna með stuðningi (AMS)

•Allir vinnustaðirnir sem rætt var við höfðu reynslu af AMS•Frumkvæði að ráðningu kom yfirleitt frá AMS•Allir töldu þjónustu AMS mikilvæga við ráðningu, þjálfun og eftirfylgd starfsfólks sem ráðið var á vegum AMS•Afar mismunandi var hversu mikinn stuðning starfsfólk sem ráðið var gegnum AMS þurfti á að halda•Litu á AMS sem öryggisnet

Page 13: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?

Atvinna með stuðningi (AMS)

•Fyrirtækin voru mjög ánægð með samstarfið við AMS og hvernig starfsfólk AMS leysti úr málum sem komu upp•Einstaka gagnrýni kom fram á AMS fyrir skort á eftirfylgni•Eftirfylgni sneri oft fremur að persónulegum þáttum eða lífi starfsfólks en starfinu sjálfu – og flestum fyrirtækjunum fannst það ekki sitt hlutverk að sinna slíku

Page 14: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?Vinnusamningar öryrkja

– Allir vinnustaðirnir sem rætt var við nýttu sér vinnusamning öryrkja og töldu hann mikilvægan hvata til að ráða fatlað fólk

– Ástæður sem voru gefnar fyrir mikilvægi vinnusamningar til að ráða og halda fötluðu starfsfólki voru mismunandi.

• Réttlætir að ráða fólk sem þarf hjálp í starfi (dekkar kostnað við stuðning)

• Í hruninu hélt sumt fatlað fólk vinnu sinni vegna vinnusamninganna því launin komu að hluta annars staðar frá

Page 15: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?Vinnusamningar öryrkja frh…

– Sumt fatlað starfsfólk var ekki á vinnusamningi. Það hafði fundið vinnuna sjálft, án hjálpar og þurftu ekki aðstoð við vinnuna frá vinnustaðnum né öðrum

– Vinnustaðir þekkja AMS og vinnusamningana og þrátt fyrir að fólk sækti um vinnu án aðstoðar og fengi hana var þeim stundum vísað í AMS og á vinnusamninga

– Sumt fatlað fólk hélt vinnu eftir að vinnusamningur rann út aðrir misstu vinnuna.

Page 16: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?Vinnusamningar öryrkja, frh…•Allir vinnustaðirnir höfðu einhverja neikvæða sögu af vinnusamningunum. Helstu umkvartanir voru:

– Mikil skriffinnska kringum þríhliða samninga– Lítil aðstoð frá TR við að gera samninga– Allt of mikið umstang fyrir atvinnurekandann– Samningar tóku stundum marga mánuði að fara í gegn– TR mismunar starfsmönnum og fer ekki eftir settum reglum (neitaði

t.d. að greiða ákv starfsmanni kjarabundinn kaffitíma)– Einn vinnuveitandi sagði að TR væri „ekkert að gera það auðvelt

fyrir atvinnulífið að taka þátt í svona verkefnum þegar þau geta ekki unnið á markvissan máta með fyrirtækjum.“

Page 17: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?Viðhorf til fatlaðs starfsfólks

– Ráðningar fatlaðs fólks og vera þeirra á vinnustað var iðulega metið eftir því hversu „mikið vesen“ þeim fylgdi

– Yfirmenn vilja ekkert vesen– Krafa um að fólk standi sig– Ef fatlaður einstaklingur vinnur vel og kemur vel út sem

starfsmaður fyrirtækisins heldur hann vinnunni– Í einu fyrirtæki var sérstakt stolt yfir því hve vel gengi með

starfsmenn með þroskahömlun, hversu vel þau tengdust öðrum starfsmönnum sem væri „góð við þau“

Page 18: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?Viðhorf til fatlaðs starfsfólks frh…

– Öll fyrirtækin tóku fram að fatlaðir starfsmenn væru velkomnir á alla viðburði s.s. árshátíðir

– Einn vinnuveitandi kvartaði yfir því að erfitt væri að hafa fólk með þroskahömlun í starfi, þyrfti að fylgja þeim eftir og styðja, breytingar gætu slegið þau út af laginu, hömluleysi væri vandamál, o.s.frv.

– Taldi auðveldara að hafa starfsfólk með geðræn vandamál

– Vinnuveitendur töldu viðhorf til fatlaðs fólks í starfi hjá fyrirtækjum væri almennt mjög gott

Page 19: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?Starfsmaðurinn þarf að falla inn í starfið á tvo vegu:

1.Vera fær í félagslegum samskiptum við viðskiptavini t.d. geta staðið undir því að vera ásýnd fyrirtækisins og ekki sýna viðskiptavinum óviðeigandi hegðun2.Vera líkamlega fær um að sinna starfinu

– Nokkur dæmi voru um að fólk sem notaði hjólastóla fékk ekki vinnu því það gat ekki raðað í hillur eða verið á kassa

– Starfsumhverfi var ekki lagað að þörfum fólks í hjólastól– Betur gekk að aðlaga starfsumhverfi að öðrum hópum – en slíkt þótti

ekki sjálfsagt

Page 20: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Hvað segja vinnuveitendur?Samfélasleg ábyrgð•Fyrirtækin litu öll á það sem samfélagslega ábyrgð að ráða fjölbreyttan hóp fólks og endurspegla þannig margbreytileika samfélagsins•Eitt fyrirtæki taldi t.d. ekki fjárhagslega hagkvæmt að veita fötluðu fólki vinnu en það væri samfélagslega ábyrgt að „aðstoða fólk í að eyða deginum á vitrænan hátt, það er ábyggilega uppbyggilegt.“ •Ekkert fyrirtækjanna hafði formlega stefnu um ráðningu fatlaðs fólks og hvergi voru kvótar•Sveitarfélög nefndu átaksverkefni og jafnréttis sjónarmið

Page 21: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Samantekt – Hvað er „velgengni“ á almennum vinnumarkaði fyrir ungt fatlað fólk?

• Meirihluti þátttakenda var í láglauna „byrjandastörfum“ sem kröfðust ekki mikillar þjálfunar eða menntunar og margir í hlutastarfi

• Litlir (eða engir) möguleikar né væntingar á framþróun í starfi eða stöðuhækkun

• Slíkt er ekki álitið velgengni fyrir aðra hópa• Er rétt að skilgreina þetta sem „velgengni“ fyrir ungt fatlað

fólk því aðrir valkostir eru vinna á vernduðum vinnustað, atvinnuleysi og félagsleg einangrun?

• Þurfum við ekki að stuðla að vinnumarkaði þar sem meiri metnaður er lagður í velgengni ungs fatlaðs fólks?

Page 22: Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn Ný íslensk rannsókn

Rannveig Traustadóttir, prófessor og forstöðumaðurRannsóknasetur í fötlunarfræðum

FélagsvísindasviðHáskóli Íslands

[email protected] http://www.fotlunarfraedi.hi.is