svört náttúra...uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm)...

8
Svört náttúra Svört náttúra er tilraun til að segja n ýja sögu af auðnum landsins

Upload: others

Post on 31-Jul-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Svör

t nát

túra

Svört náttúra er tilraun til að segja nýja sögu af auðnum landsins

Page 2: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Svört náttúra hefst með hugleiðingum á miðhálendi Íslands þar sem svartar auðnir hrauna og sanda einkenna umhverfið. Slík gróðurlítil svæði eiga á hættu að vera afskrifuð sem hvorki gagnleg né fögur. Verndar gildi þeirra og sérstaða er ekki alltaf auðskilin.

Svarti liturinn er valinn sem útgangs punktur og til verður flokkur sem ber heitið svört náttúra. Innan flokksins er einfaldlega öll náttúra sem er svört á litin. Hraun, sandar, strendur, grjót og klettar mynda kort Svar tr a r náttúru útfrá loftmyn-dum, ljósmyndum og vistgerðarkortum.

Áhugavert er að bera saman ímynd svartrar náttúrú við græna náttúru. Græn náttúra er óumdeilanlegt tákn fyrir náttúruvernd, gróður, líf og súrefni. Verndargildi hennar er augljóst enda nátengd hreinu lofti. Svört náttúra er hins vegar tengd gróðurleysi, auðnum og uppfoki og því álitin óbyggileg.

Notast er við verkfæri grafískrar hönnunar til að endurmarka svarta náttúru og tengja hana við nýja sögu. Með því að bera saman kort lagningu á svartri náttú-ru við grunnvatnskort er undirstrikað samband þessara tveggja þátta.

Page 3: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Innb

lást

ur Verkefnið er innblásið af auðnum landsins, hraunum og söndum. Slík svæði eru þekkt sem óbyggðir, víðerni eða öræfi en öll þessi orð búa yfir merkingu um svæði sem er óbyggilegt eða auðn. Ísland er auðugt af svæðum sem þessum og þau gefa því sterk einkenni en mögulega vegna fjölda þeirra þá eiga þau hættu á að vera gjaldfelld.

Starf mitt sem landvörður síðastliðin sumur hafði einnig mikil áhrif á verkefnið og skólagönguna í heild. Við landvörslu dvaldi ég á Sprengisandi við miðju landsins og tók á móti innlendum og erlendum gestum. Áhugavert var að sjá hversu ólík upplifun gesta var af umhverfinu. Veður og skyggni hafði vissulega mikil áhrif á ferðafólk en einnig tenging þess við svæðið og bakgrunnur, hversu oft það hefði komið áður eða úr hvaða umhverfi fólk kom. Ferðafólk ýmist dáðist af svæðinu og víðáttu þess og óskaði þess að það myndi aldrei breytast eða bölvaði veginum og þótti ekkert tiltökumál þótt að svæðinu yrði raskað frekar því þarna væri hvort eð er ekkert.

Árið 2012 hóf ég störf við landvörslu en hef dvalið í Nýjadal á Sprengisandi sumrin 2014-2016. Viðhorf mitt til Sprengisands og álíka svæða þróðaðist með tímanum sem ég eyddi á svæðunum og samhliða áhugi minn á verndargildi og öllu sem viðkemur svæðin, hvort sem það er saga, náttúrufar, jarðfræði eða heimspekiskrif um náttúru. Hugleiðingar mínar, sem urðu til á svæðinu, enduðu í BA ritgerðin-ni minni sem bar yfirskriftina Víðerni: Grafísk hönnun og náttúruvernd mætast í Vonarskarði. Ég valdi svo að halda áfram að vinna með náttúruvernd og að nota grafíska hönnun til að miðla henni í útskriftarverkefninu. Markmiðið var að auka gildi náttúru í hugum fólks með hönnun.

Þónokkrar hugmyndir voru á teikniborðinu en allar voru þeir í grunninn tengdar umhverfisvitund og hvernig væri hægt að hreyfa við henni. Í verkefninu lan-gaði mig að vinna með umhverfisvitund Íslendinga þar sem samband okkar við náttúruna er mjög áhugavert. Íslendingar búa við stórbrotna og að miklu leiti ósnerta náttúru sem er eitt helst einkenni landsins. Hrein orka og hreint vatn eru hluti af þessari ímynd landsins en þegar litið er nánar á málið erum við aftarlega í náttúruvernd og umhverfismálum.1

Við rannsóknina fyrir ritgerðina rakst ég á grein í bókinni Náttúrusýn þar sem talað er um Svarta náttúruvernd. Ég hafði ekki áður heyrt þessa orðasamsetningu áður en kunni að meta hana strax þar sem ég hafði svo oft upplifað áhugaleysi á því að vernda auðnir landsins vegna gróðurleysis þeirra. Svört náttúruvernd kallar augl-jóslega á græna náttúruvernd sem fékk mig til að hugsa um hvernig náttúra sé á litin og hvernig hún eigi að vera á litin.Grænn er litur sem er aðalsmerki umhverfisverndar og alls þess sem á að vera vistvænt, sjálfbært, umhverfisvænt og svo framvegis. Verndargildi grænnar náttú-ru og gróðurs er auðskilin og það sem ég lærði af því að skoða græna litinn var þessi formúla: Grænt er lífvænlegt. Plöntu framleiða súrefni og það binda men-gun. Hver fellst ekki á þau rök? Næsta skref var því að athuga hvort að hægt væri að búa til svipaða formúlu fyrir auðnirnar.Ég vissi að grunnvatn væri í miklum mæli á hálendinu og að það væru merkileg tengsl milli hrauns og vatns. Ég vissi af hreinum lindum sem komu skyndilega upp úr hrauni og sandi eða spýttust út um klettaveggi. Á ráðstefnu um stofnun miðhálendisþjóðgarðs hafði verið talað um íslensk lindarsvæði og að þau væru stórmerkileg á heimsmælikvarða vegna hreinleika og magns. Ég lagði saman tvo og tvo og hugsaði, hvað ef ég undirstrika tengingu auðna við hreint vatn til að segja nýja sögu sem lítið er þekkt og eykur áhuga á verndunargildi þeirra?

1. In

gvar

P. G

uðbj

örns

son,

„Ís

len-

ding

ar n

eysl

ufre

kast

a þj

óðin

.“ M

orgu

nbla

ðið,

13.

mar

s 20

10,

sótt

23.

nóv

embe

r 201

6.

Page 4: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Lind

arva

tn k

emur

upp

á

Tung

naár

öræ

fum

Lind

arva

tn k

emur

upp

hjá

san

d

Úts

ýni y

fir S

pren

gisa

nd

Page 5: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Rann

sókn

Svarti liturinn var ofarlega í huga mér og rannsóknin hófst á því að elta orðin svört náttúruvernd sem varð að Svartri náttúru. Safnaði ég saman greinum sem innihéldu orðin og ræddi við aðila um þýðingu þeirra. Svört náttúra varð því að lokum blanda af öllu því sem einkenndi auðnirnar. Sandar, hraun, klettar, steinar, jökulframburður og jökulgarðar. Útfrá þessum forsendum setti ég saman kort úr loftmyndum þar sem svarti liturinn var þræddur ásamt vistgerðakortum Náttúru-fræðistofnunar Íslands af sand, vikur og hraungerðum landsins.

Varðandi grunnvatnið þá kom mér á óvart hversu litlar upplýsingar um efnið var að finna og mikið af gömlu efni kom í leitirnar. Sendir voru póstar á alla elstu aðila sem unnu með grunnvatn, Veðurstofuna, ÍSOR, Landsvirkjun, HS orku og Vatnaskil. Farið var á fund með sérfræðingi hjá Veðurstofunni og upplýsingar fen-gust í pósti frá flestum hinum aðilunum. Kort frá Veðurstofunni varð undirstaðan í verkefninu ásamt nokkrum nákvæmari kortum sem fengust hjá þeim og Lands-virkjun. Áhugavert var að komast að því að önnur nákvæmari kort voru í einkaeigu en ekki opinber og því fékk ég ekki aðgang að fleiri kortum þrátt fyrir fyrirspurnir.

Eins og með svörtu náttúruna þá kortlagði ég grunnvatnið eftir bestu getu og úr varð kort byggt á vísindalegum gögnum og eigin getgátum um farveg vatn-sins neðanjarðar. Að lokum voru kortin tvö borin saman og mátti þá óneitanlega sjá munstur. Kortin sýndu vel hvernig grunnvatnið rann að mestu undir auðnum landsins og þar af leiðandi hversu mikilvæg þau eru í söfnun og hreinsun á vatni. Hraun eru til að mynda mjög gropin og lek hér á landi. Þar af leiðandi hripar úrko-ma hratt ofan í jörðina, hreinsast við ferðalag sitt um jarðlögin og verður að tæru grunnvatni.

Upp

lýsi

ngar

á b

akvi

ð gr

unn-

vatn

slag

Upp

lýsi

ngar

á b

akvi

ð la

g Sv

arta

r ná

ttúru

Page 6: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Útfæ

rsla Þar sem mikil rannsóknarvinna liggur á bak við verkefnið var einnig settur upp bæklingur þar sem

hugmyndin er útskýrð nánar. Fremst í bæklingnum er Svört náttúra útskýrð og í undirköflum er fjallað um vatn, grunnvatn, hraun og víðerni. Efnið er sett upp á eina hlið á A2 pappír og þekur hraunteikning hina hliðina. Prentað var með risograph aðferð sem notar umhverfisvænt blek úr soyabaunum. Plakatið lengir líftíma bæklingsins og gerir hann eigulegan til að hafa upp á vegg.

Litapallettan varð fljótt svarthvít þar sem titill verksins kallaði á svartan og það einkennislitur svæðanna og svartur því í forgrunni. Teikning kom snemma inn í ferlið og enda hluti af tengingu minni við efnið þar sem ég teikna sjálf mikið í auðnum landsins. Í teikningarnar var notað svart blek og vatn ásamt hvítum vatnslit til að halda í einfalda pallettu. Pappírsval á bækling fór í gegnum nokkra hringi og þótti brúnn pappír, kremaður og hvítur koma til greina en á endanum var notaður hvítur munken lynx í takt við hvítar teikningar.

Markmiðið var að sýna kortin og tengingu þeirra sem mynd ýmist lárétt eða lóðrétt og helst þannig að eitt lagið væri fyrir framan hitt. Þannig væri hægt að sjá hvað leynist undir og ímynda sér hversu mikið af upplýsingum eru okkur oft ósýnilegar á yfirborðinu og hversu margþætt náttúra er. Aðalmarkmið uppsetningarinnar á verkinu var að skilja eftir mynd í hugum Íslendinga um hvar og hvernig grunnvatnið rennur og hversu skýr tenging er á milli grunnvatns og svartrar náttúru. Ég vildi að hægt væri að sjá móta fyrir landinu og helstu stöðum þar sem lindarvatn sést á yfirborði eins og á Þingvöllum eða við Mývatn, jöklar landsins voru líka hafði auðir til að ramma betur inn landið og því að litlar upplýsingar voru til um rennslið undir þeim. Á sama tíma vildi ég sýna hversu stór hluti landsins er svört náttúra. Aðalatriðið er að svört náttúra sé virðingarverðri í ljósi upplýsin-ganna og að myndræn framsetning þeirra sé aðlaðandi og eftirminnileg.

Skis

sað

í sva

rtri

náttú

ru o

g m

yndi

r úr

ferli

nu

Page 7: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Upps

etni

ngÍ prófdæmingu voru teikningarnar málaðar á tvö plexígler (115cmx85cm) í svipaðri stærð og

stórt landakort sem hengdar voru upp með girni. Svört náttúra var máluð með bleki og gert var greinarmunur á söndum og hraunþekju. Grunnvatnið var málað með hvítum vatnslit og akrýl og var lagið haft misþykkt eftir magni vatns. Þegar sett var upp fyrir sýninguna í Hafnarhúsi þá var verkið málað aftur á stóran glugga (398cmx218cm) í sambandi við sýningarstjóra. Í Hafnarhúsi var voru lögin mun nær hvort öðru og glerið þykkt þannig að ekki var eins auðvelt að sjá í gegn en hægt var að ganga í hring og skoða verkið frá báðum hliðum. Þá bætti ég einni við sand, hraunmo-lum og vösum með hreinu vatni og gruggugu til að auðvelda tengingu við efnið.

Eftir á litið þá fylgdi því þónokkuð stress að hafa ekki loka verkið tilbúið fyrr en seint í ferlinu þar sem framleiðslan á því hófst á svipuðum tíma og hlutir voru sendir í prentun í öðrum verkef-num. Ég var þó ánægð með lokaútkomuna og það var skemmtilegt að mála gluggann í Hafnar-húsinu en myndi mæla að hafa færri atriði sem sem þarf að ganga frá á síðustu metrunum.

Upp

setn

ing

í pró

fdæ

min

guU

ppse

tnin

g í H

afna

rhús

i

Page 8: Svört náttúra...Uppsetning ê pr fd¾mingu voru teikningarnar m la!ar tv plex gler (115cmx85cm) svipa!ri st¾r! og st rt landakort sem hengdar voru upp me! girni. Sv rt n tt ra

Heimildir

Ingvar P. Guðbjörnsson. „Íslendingar neyslufrekasta þjóðin.“ Morgunblaðið, 13. mars 2010. Sótt 23. nóvember 2016 á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/13/islendingar_neyslu frekasta_thjodin_2/.

Myndaskrá

Allar myndir frá höfundi

Stefanía Ragnarsdóttir, 2017.