streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

51
Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og stuðningur við heilsu þeirra og líðan Fræðileg samantekt Melkorka Gunnarsdóttir Pan Zhang Ritgerð til BS-prófs

Upload: others

Post on 15-Apr-2022

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og stuðningur við heilsu þeirra og líðan

Fræðileg samantekt

Melkorka Gunnarsdóttir Pan Zhang

Ritgerð til BS-prófs

Page 2: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og stuðningur við heilsu þeirra og líðan

Fræðileg samantekt

Melkorka Gunnarsdóttir Pan Zhang

Ritgerð til BS-prófs í hjúkrunarfræði Leiðbeinandi: Jóhanna Bernharðsdóttir

Hjúkrunarfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2020

Page 3: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

Stress among university students during the life transitions and support them health and well-being

Literature review

Melkorka Gunnarsdóttir Pan Zhang

Thesis for the degree of Bachelor of Science Supervisor: Jóhanna Bernharðsdóttir

Faculty of Nursing School of Health Sciences

June 2020

Page 4: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

6

Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til BS-prófs í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild, Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Melkorka Gunnarsdóttir og Pan Zhang 2020 Prentun: Háskólafjölritun Reykjavík, Ísland 2020

Page 5: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

7

Ágrip

Bakgrunnur: Háskólanemar eru stór og fjölbreytilegur hópur innan samfélagsins sem gengst undir

veigamikla lífsbreytingu meðan á háskólanámi þeirra stendur. Nemar eru misvel í stakk búnir til þess

að takast á við þessar breytingar og aðlagast þeim. Á þessum tímum tileinka þeir sér aðlögunarleiðir

sem eiga það til að viðhaldast til lengri tíma en það getur reynst erfitt að breyta þeim. Aðlögunarleiðir, sem notaðar eru, geta ýmist verið hjálplegar eða óhjálplegar til þess að takast á við streituvaldandi

aðstæður og lífsbreytinguna sjálfa.

Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á megindlegum og eigindlegum rannsóknum frá árunum

2010–2020.

Tilgangur: Að kanna hvernig háskólanemar takast á við streitu og lífsbreytinguna sem á sér stað í

háskólanámi, hvaða áhrifum þeir verða fyrir og hvernig þeir aðlagast henni. Áhersla var lögð á að

kanna hvaða þættir gætu stuðlað að heilbrigðu aðlögunarferli háskólanema til þess að hlúa að

jákvæðri útkomu lífsbreytinga þeirra. Enn fremur er vonast til þess að varpað verði ljósi á þær margvíslegu áskoranir sem háskólanemar þurfa að takast á við og þau áhrif sem þær hafa, svo að

hægt sé að bregðast við og efla heilsu þeirra og vellíðan.

Aðferð: Leit fór fram í gagnagrunnum PubMed og Google Scholar. Farið var eftir leiðbeiningum frá

Annals of Internal Medicine (AIM Journal, 2009) um gerð fræðilegrar samantektar ásamt því að

styðjast við PRISMA-leiðbeiningarnar við uppsetningu leitarinnar. Alls stóðust tíu fræðigreinar

inntökuskilyrði samantektarinnar. Gæðamat var framkvæmt á hverri rannsókn fyrir sig með því að

flokka gæði þeirra fyrst niður í litakóða: grænn litur táknaði frábær gæði, gulur litur táknaði miðlungsgæði og rauður litur táknaði lítil gæði. Síðan voru gæði rannsóknanna metin frekar skv.

matsskema frá Polit og Beck (2017) og þeim gefin stig á bilinu frá 0–10. Að lokum voru rannsóknirnar

samþættar með orðræðu og með framsetningu í formi mynda.

Niðurstöður: Tíu rannsóknir stóðust inntökuskilyrði. Úrtak þeirra var samtals 42.163. Vitað er að

streita er algeng meðal háskólanema og er uppspretta hennarmargvísleg. Streituvaldar í lífi

háskólanema eru meðal annars breytt félagsleg staða, meiri ábyrgð og aukin krafa frá bæði ytra og

innra umhverfi nemans. Sýnt hefur verið fram á að langvarandi streita getur haft langvarandi

afleiðingar fyrir bæði heilsu og líðan einstaklinga ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða. Fundir voru margir hvetjandi þættir til þess að stuðla að bættri heilsu nema og líðan með ýmsum aðgerðum. Helstu

takmarkanir, sem fundust, voru meðal annars að rannsóknir voru ekki alltaf settar fram með

skilmerkilegum hætti og stundum var stuðst við flókna aðferðarræði og tölfræði.

Ályktanir: Mikilvægt er því að hlúa vel að heilsu og líðan háskólanema þar sem þeir eru stór hópur

innan samfélagsins og starfskraftur framtíðarinnar. Auk þess er hægt að fyrirbyggja margvísleg

heilsufarsvandamál meðal þeirra ef brugðist er rétt við og gripið til viðeigandi aðgerða,

vitundarvakningar og fræðslu er varðar málefnið.

Skortur er á rannsóknum um stöðu, líðan og bjargráð íslenskra háskólanema og því vettvangur fyrir framtíðarrannsóknir. Mikilvægt er að afla þekkingar á núverandi stöðu háskólanema til þess að geta

brugðist við á viðeigandi hátt og til að stjórnendur og háskólayfirvöld geti gripið til raunhæfra aðgerða.

Lykilorð: Háskólanemar, heilsa, líðan, aðlögunarleiðir, streita

Page 6: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

8

Abstract Background: University students are a large and diverse group of individuals in the community that

undergoes a significant change in their life at universities. Students who are not well capable to deal

with and adapt to these changes in their life, might therefore experience stressful life situations. During

these times, students adapt and use their coping mechanisms to adjust to stressful events so they can

maintain their emotional well-being. Students can use both positive and negative coping mechanisms to deal with stressful situations and life transitions.

Design: Systematic review of quantitative and qualitative research.

Purpose: The aim of this study is to explore how university students deal with stress and life changes

when they are studying at universities. Further, how these transitional challenges can affect the

students in theyr daily life as well as how they can adapt. We placed the emphasis on examining

which factors could encourage healthy coping behaviour of university students in order to contribute

towards positive effects of changes in their life. Furthermore, it is our hope to shed light on the many challenges that college students need to deal with and the effects of them.

Method: A literature search was conducted in the „PubMed“and „Google Scholar“ database to locate

relevant articles. We followed guidelines from „Annals of Internal Medicine (ACP Journal)“ for the

preparation of the literature review as well as using a PRISMA flow chart to describe the selection of

articles. The quality of individual studies was facilitated by using colour codes: green color reflected

good quality, yellow colour reflected acceptable quality and red colour several shortcomings in method

and representation of results. Further, the articles were evaluated according to a quality assessment

criteria by Polit and Beck (2017) given a score from 0–10. The results of each study were then

integrated narratively and presented in a figure format. Results: The studies fulfilled the inclusion criteria with a total sample of 42,163. Stress is common

among college students and they have different sources of stressors. University students are prone to

stressors due to the transitional to university life. The stressors can be life stressors (changing social

status) and stressors related to achievement in both academic and social environments. Several

studies have shown that chronic stress can have serious effects on university students′ both physical

and mental health if appropriate actions are not taken. Many studies found that positive coping

strategies to help students improve their health and well-being. The main limitation in the studies was

the complexity of the research as well as challenching statistics and methodology.

Conclusion: Because university students are a large group in the community and will be the workers of the futre, it is important to pay attention to their health and well-being status and offer appropriate

health support. In addition, a number of health problems can actually be avoided if the right action is

taken and if students are able to adapt by using healthy coping strategies. Also raising awareness and

information and education given to university students should be of concern among university

directors and administrators. More quantitative studies are needed and future studies need to pay

attention to the status of Icelandic university students. It is important to know their current situation so

that they can be informed of the resources available to help them regarding management of stressors.

Keywords: University student, transition, health, coping strategies, stress

Page 7: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

9

Þakkir

Bestu þakkir fá þeir sem aðstoðuðu okkur og veittu okkur stuðning við gerð þessa verkefnis. Fyrst og

fremst viljum við þakka leiðbeinanda okkar, Jóhönnu Bernharðsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, fyrir

faglega aðstoð og leiðsögn í gegnum allt ferlið, ásamt því að veita okkur stuðning og að hafa ávallt trú

á okkur. Kærar þakkir fá Kristín Ósk Unnsteinsdóttir og Hanna Kristín Stefánsdóttir fyrir að gefa sér tíma fyrir yfirlestur og gefa okkur ábendingar um verkefnið. Einnig viljum við þakka hvor annarri fyrir

frábært og ánægjulegt samstarf í gegnum ferlið. Að lokum viljum við þakka bæði vinum og fjölskyldu

fyrir að sýna okkur ást, stuðning og þolinmæði í gegnum allt námsferlið og erum við þeim ævinlega

þakklát.

Page 8: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

10

Efnisyfirlit

Ágrip .......................................................................................................................... 7 Þakkir ......................................................................................................................... 9 Efnisyfirlit................................................................................................................... 10 Myndaskrá ................................................................................................................ 12 Töfluskrá ................................................................................................................... 12 Skilgreining meginhugtaka ........................................................................................ 13 1 Inngangur .............................................................................................................. 14 2 Aðferðir.................................................................................................................. 15

2.1 Rannsóknarspurningar .......................................................................................... 15 2.2 Inntaka og takmarkanir .......................................................................................... 16

2.2.1 Efnisleit og leitarorð ...................................................................................... 17 2.3 Gæðamat samkvæmt litakóða .............................................................................. 19 2.4 Ár og land ................................................................................................................ 20

3 Fræðilegur bakgrunnur .......................................................................................... 21 3.1 Lífsbreytingarkenning Meleis ................................................................................ 21 3.2 Lífsbreytingar háskólanema .................................................................................. 23

3.2.1 Skilgreining á streitu ..................................................................................... 24 3.2.2 Streituviðbrögð .............................................................................................. 25

3.3 Streita meðal háskólanema................................................................................... 26 3.3.1 Tíðni streitu .................................................................................................... 26 3.3.2 Námstengd streita og streituvaldandi þættir ............................................... 27 3.3.3 Kynjamunur ................................................................................................... 28 3.3.4 Munur á streitu nema á Heibrigðisvísindasviði .......................................... 28

4 Niðurstöður ............................................................................................................ 29 4.1 Hvaða lífsbreytingar verða hjá háskólanemum? ................................................. 29 4.2 Hvað veldur streitu meðal háskólanema á tímum lífsbreytinga? ....................... 30

4.2.1 Aðlögunarleiðir háskólanema í kjölfar lífsbreytinga og streitu .................. 31 4.3 Hvers konar heilsusamlegt líferni gætu háskólanemar tileinkað sér til að

vinna gegn neikvæðum áhrifum streitu? .............................................................. 33 4.3.1 Heilsueflandi lífsstíll ..................................................................................... 33 4.3.2 Hreyfing ........................................................................................................ 33 4.3.3 Matarræði ..................................................................................................... 34 4.3.4 Svefn ............................................................................................................. 35

4.4 Hugræn atferlismeðferð ........................................................................................ 35 4.5 Núvitund ................................................................................................................. 36

5 Umræður ............................................................................................................... 36

Page 9: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

11

Ályktanir .................................................................................................................... 38 Heimildaskrá ............................................................................................................. 39 Fylgiskjöl ................................................................................................................... 46

Fylgiskjal 1: Prisma-flæðirit, undirstaða fyrir mynd 2. ............................................... 46 Fylgiskjal 2: Rannsóknir um lífsbreytingar háskólanema. ........................................ 47 Fylgiskjal 3: Rannsóknir um streitu meðal háskólanema. ........................................ 48 Fylgiskjal 4: Rannsóknir um aðlögunarleiðir við heilsusamlegar lífsvenjur

háskólanema .......................................................................................................... 51

Page 10: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

12

Myndaskrá

Mynd 1 : Prisma-flæðirit . .................................................................................................. 19 Mynd 2 : Yfirlit yfir dreifingu rannsókna. .......................................................................... 21 Mynd 3 : Líkan sem útskýrir lífsbreytingarkenningu Meleis .......................................... 23

Töfluskrá

Tafla 1: Inntöku- og útilokunarskilyrði .............................................................................. 17 Tafla 2 : Leit og útkomur samkvæmt PICOTS ................................................................ 18 Tafla 3 : Inntökuskilyrði: Háskólanemar, greinar á ensku og íslensku, frá 2010–

2020 ....................................................................................................................... 18 Tafla 4 : Gæðamat samkvæmt litakóða .......................................................................... 20

Page 11: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

13

Skilgreining meginhugtaka

Lífsbreyting (e. transition ): Ferli sem gerist yfir ákveðið tímabil þar sem einstaklingurinn mótast og fer

frá einu ástandi til annars (Meleis, 2000).

Streita (e. stress): Einstaklingar upplifa steitu þegar þeir skynja að þeir geta ekki sinnt kröfunum, sem

gerðar eru til þeirra, með fullnægjandi hætti eða geta ekki brugðist við þáttum sem ógna velferð og

vellíðan þeirra (Lazarus og Folkman, 1984).

Aðlögunarleiðir (e. coping strategies): Leiðir sem einstaklingur eða hópur notar til að ráða við streitu og

hafa stjórn á og geta bætt sálræna líðan (McCubbin, McCubbing, Nevin og Cauble, 1996) Heilsuefling (e. health promotion): Ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhirf á heilsu sína og bæta

hana (WHO, 1986).

Page 12: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

14

1 Inngangur

Háskólanemar eru stór og fjölbreyttur hópur ólíkra einstaklinga og því umhugsunarvert að styðja við og

efla heilsu þeirra og líðan. Á vefsíðu Hagstofu Íslands (2018) má finna tölur um einstaklinga sem

stunduðu háskólanám hér á landi árið 2018 og voru þeir samtals 18.346, 11.873 konur og 6.473

karlar. Háskólanám tekur að meðaltali 3–4 ár hér á landi og því eru nemar á háskólastigi í áhættuhópi

gagnvart langvarandi heilsufarslegum afleiðingum vegna mikils álags (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2018; Pelletier, Lytle og Laska, 2016). Mikilvægt tímabil lífsbreytinga hefst í

lífi þeirra einstaklinga sem hefja nám á háskólastigi þar sem einstaklingurinn þarf að aðlagast breyttum

aðstæðum og nýju hlutverki. Streita er algeng upplifun meðal nema í háskólanámi og er nú talin vera

hluti af daglegu lífi þeirra. Háskólanemar þurfa að takast á við ýmsar ófyrirsjáanlegar áskoranir á

meðan þeir undirbúa sig fyrir faglegt hlutverk í framtíðarstarfi sínu í samfélaginu (Meleis, 2000;

Stillwell, Vetmeesh og Scott, 2017). Viðvarandi álag verður oft og tíðum í lífi háskólanema vegna

þeirra margvíslegu áskorana sem þeir þurfa að takast á við og hefur streita, kvíði og yfirþyrmandi tilfinning verið tilgreind þar á meðal (Stillwell o.fl., 2017).

Í háskólanámi tileinka nemar sér aðlögunarleiðir, gildi, siði, venjur og lifnaðarhætti sem geta

ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Streita meðal háskólanema er nú alþjóðlega þekkt

fyrirbæri og upplifir stór hluti háskólanema mikla streitu í kjölfar viðvarandi álags í háskólanámi.

Streituvaldandi þættir geta meðal annars orsakast af aukinni ábyrgð og kröfu í námi nemans svo sem

af verkefnaálagi eða áhyggjum nemans vegna óvissu um framtíð sína (Dalky og Gharaibeh, 2019;

Seedhom, Kamel, Mohammed og Raouf, 2019). Helstu upptök streituvalda meðal háskólanema varða

fjárhag, tímastjórnun, ábyrgðarhlutverk, óvissu varðandi framtíðina, kröfur og væntingar í náminu, fjárhagslegar skyldur, félagsleg tengsl og verklega þjálfun í námi (Beall, Dehart, Riggs og Hensley,

2015; Fordoloto, Thatch, Roberts og Davis, 2014). Rannsóknir sýna að langvarandi streita getur haft

neikvæð áhrif á almenna heilsu háskólanema og getur valdið líkamlegum og andlegum vandamálum,

leitt til lélegs mataræðis auk þess sem streita getur stuðlað að notkun aðlögunarleiða sem hafa

neikvæðar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu, ásamt því að hafa áhrif á neikvæða hegðun svo

sem erfiðleika með stjórn á skapi (Duffy o.fl., 2019; Eisenberg, Speer og Hunt, 2012; Pikó og Piczil,

2012; Enns, Eldrigde, Montgomary og Gonzalez, 2018). Með því að veita viðeigandi stuðning og aðstoð til háskólanema væri hægt að efla hæfni þeirra

til þess að aðlagast lífsbreytingunni og ná stjórn á streituvaldandi aðstæðum í innra og ytra umhverfi,

ásamt því að aðlagast lífsbreytingunni á árangursríkan máta og stuðla að jákvæðari útkomu hennar. Í

háskólanámi gætu slíkar aðgerðir valdið miklum heilsufarslegum ávinningi fyrir bæði nemann og

samfélagið í heild (Stillwell o.fl., 2017). Streita meðal íslenskra háskólanema hefur verið lítið

rannsökuð hér á landi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2018).

Fáar rannsóknir hafa verið birtar um stöðu og líðan íslenskra háskólanema en þær fáu

rannsóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að staða og líðan þeirra hér á landi sé ekki góð (Jóhanna Bernharðsdóttir, 2014; Mennta- og menningarráðuneytið, 2018). Verkefni það, sem fjallað er

um í þessari ritgerð, varpar því ljósi á núverandi stöðu þeirra nema, sem stunda nám á háskólastigi,

og skapar auk þess vettvang fyrir nýjar rannsóknir á því sviði hér á landi. Slíkar rannsóknir gætu gefið

Page 13: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

15

skýra yfirsýn yfir stöðu íslenskra háskólanema svo hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða og stuðla

að bættri heilsu og líðan þeirra. Í gegnum þetta verkefni verður stuðst við hugmyndafræði

lífsbreytingarkenningar Meleis með áherslu á lífsbreytingar tengdar aðstæðum.

Tilgangur verkefnisins var að kanna hvaða lífsbreytingar verða hjá háskólanemum og

kortleggja helstu áskoranir sem þeir þurfa að takast á við. Auk þess var ætlunin að greina helstu

hindranir gegn því að geta fundið árangursrík úrræði sem hægt væri að innleiða til þess að stuðla að

bættri heilsu og líðan þeirra. Einnig var skoðað hver viðbrögð háskólanema eru við streituvaldandi þáttum í háskólaumhverfi þeirra. Í verkefninu verður varpað ljósi á hvaða áhrif háskólanám getur haft á

heilsufar og líðan háskólanema ásamt því að kynna hvaða heilbrigðar aðlögunarleiðir þeir geta nýtt sér

til þess að stuðla að jákvæðri lífsbreytingu. Við gerð verkefnisins var leitast við að svara eftirfarandi

þremur rannsóknarspurningum:

1. Hvaða lífsbreytingar verða hjá háskólanemum?

2. Hvað veldur streitu meðal háskólanema á tímum lífsbreytinga?

3. Hvers konar heilsusamlegt líferni gætu háskólanemar tileinkað sér til að vinna gegn

neikvæðum áhrifum streitu?

2 Aðferðir

Heildarmarkmið fræðilegrar samantektar er að mynda og meta allar viðeigandi rannsóknir, sem

standast kröfur gæðamats, til þess að leita eftir svari við ákveðinni rannsóknarspurningu eða

rannsóknarspurningum sem höfundur hefur lagt fram. Lykilatriði í ferli og þróun fræðilegrar

samantektar er meðal annars að velja og skilgreina hugtök ásamt fyrir fram ákveðnum kröfum til þess að geta lagt mat á áreiðanleika rannsóknargreinarinnar. Auk þess þarf að leggja mat á gildi,

niðurstöður og uppsetningu við gerð fræðilegrar samantektar. Mikilvægt er að gæta samræmis í ferlinu

þar sem rannsókn er þróuð og einnig í greinarskrifum (Vrabel, 2015).

Til þess að fá skýra heildarmynd af núverandi stöðu og þekkingu efnisins var leitað í

mismunandi fræðilegum gagnagrunnum og skoðaðar bæði eigindlegar og meginlegar

rannsóknargreinar (Polit og Beck, 2017). Höfundar verkefnisins leituðust við að kanna hvaða

lífsbreytingar háskólanemar þurfa að ganga í gegnum, hver þeirra upplifun sé af því og hvernig þeim tekst að aðlagast breytingunum. Markmiði‘ var að finna árangursrík úrræði sem efla heilbrigðar

aðlögunarleiðir og stuðla að jákvæðu lífsbreytingarferli. Höfundar þessa verkefnis notuðu gagnsæjar

aðferðir við heimildaleit svo að hægt væri að framkvæma sömu leit og finna heimildir sem stuðst var

við í ritgerðinni (Polit og Beck, 2017).

2.1 Rannsóknarspurningar Rannsóknarsurningar voru settar fram og myndaðar út frá PICOTS-viðmiðum:

P: Hópurinn sem rannsóknin beindist að voru háskólanemar (e. population).

I: Skoða lífsbreytingar háskólanema, upplifun þeirra af þeim og aðlögun (e. issue og interest).

C: Samanburður á viðfangsefni á ekki við í þessu verkefni (e. comparison).

O: Áhrif á heilsu, líðan og lífsgæði (e. outcome).

Page 14: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

16

T: Skoðað var tímabilið þar sem háskólanám hefst og þangað til því lýkur (e. time).

S: Rannsóknarsnið þessarar ritgerðar er fræðileg samantekt á bæði eigindlegum og megindlegum

rannsóknum.

Rannsóknarspurningar voru byggðar á fjórum lykilþáttum sem snéru að háskólanemum, lífsbreytingu,

upplifun og aðlögunarleiðum. Í ritgerðinni var leitast við að svara þremur eftirfarandi

rannsóknarspurningum:

Rannsóknarspurning 1: Hvaða lífsbreytingar verða hjá háskólanemum?

Markmið:

• Kortleggja helstu áskoranir háskólanema

• Greina helstu hindranir til að geta fundið hagnýtar úrlausnir

Rannsóknarspurning 2: Hvað veldur streitu meðal háskólanema á tímum lífsbreytinga?

Markmið:

• Kanna hvað veldur streitu meðal háskólanema. • Varpa ljósi á hvaða áhrif háskólanám getur haft á heilsufar og líðan háskólanema

Rannsóknarspurning 3: Hvers konar heilsusamlegt líferni gætu háskólanemar tileinkað sér til að vinna gegn neikvæðum

áhrifum streitu?

Markmið:

• Hugmyndir að heilsueflandi lífsstíl fyrir háskólanema

• Veita háskólanemum hagnýt ráð og upplýsingar til að bæta heilsu og líðan

2.2 Inntaka og takmarkanir Eftirfarandi skilyrði voru sett fyrir inntöku fræðigreinar í þessa rannsókn:

Gagnagrunnur: Pubmed, Google scholar, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, American College

Health Association Dagsetning: Við gagnaleit voru fræðigreinar takmarkaðar við árin 2010–2020

Þátttakendur: Eingöngu háskólanemar. Ekki skipti máli hvar í heiminum. Eingöngu skoðaðar greinar

sem tengdust mönnum.

Tegund rannsóknar: Eigindlegar og megindlegar ritrýndar fræðigreinar með IMRAD skipulagsviðmiði.

Tungumál: Greinar á íslensku og ensku.

Page 15: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

17

Tafla 1: Inntöku og útilokunarskilyrði

Inntökuskilyrði Útilokunarskilyrði

• Heimildir frá 2010–2020

(lykilgreinar í skilgreiningu

meginhugtaka)

• Gögn sem tengjast

háskólanemum

• Gögn á ensku og íslensku

• Eigindlegar og megindlegar

ritrýndar rannsóknargreinar

• Gögn sem tengjast mönnum

• Skýr notkun á málfari og

upplýsingum höfundar í texta

rannsóknar

• Gögn sem uppfylla gæðamat

• Vandað málfar í texta greinarinnar

og skýr framsetning á niðurstöðum

• Heimildir frá 2009 og eldri

(lykilgreinar í skilgreiningu

meginhugtaka)

• Menntaskóla- og

grunnskólanemendur

• Gögn sem uppfylltu ekki

gæðamat

• Greinar sem ekki voru

auðlesanlegar

• Gögn á öðru tungumáli en

ensku og íslensku

• Gögn sem tengdust dýrum

• Greinar sem einblíndu á nema

í íþróttaháskóla

2.2.1 Efnisleit og leitarorð Efnisleit fór fram að mestu í gagnagrunnum Pubmed og Google Scholar en auk þess var leitað í

gagnagrunnum Hagstofu Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og American College Health Association. Eftirfarandi leitarorð voru notuð ýmist með eða án MeSH leitarskilyrða: lífsbreyting

(e. transition), streita (e. stress), háskólanemar (e. college student), líðan (e. well-being),

aðlögunarleiðir (e. coping strategies), íhlutun (e. intervention) og hjúkrun (e. nursing). Þessi leitarorð

gáfu 1401 niðurstöðu og voru 1276 þeirra valdar til frekari athugunar í skimunarferli. Síðan voru 125 af

þeim valdar út frá útdrætti, 90 af þeim voru útilokaðar þar sem þær féllu ekki undir inntökuskilyrði. Eftir

stóðu þá 35 greinar sem voru metnar frekar út frá inntaki greinanna. Eftir að þessar 35 greinar höfðu

verið lesnar voru 25 þeirra útilokaðar þar sem þær uppfylltu ekki inntökuskilyrðigæðamats. Eftir stóðu því 10 rannsóknargreinar sem uppfylltu inntökuskilyrði samantektarinnar og jafnframt inntökuskilyrði

gæðamatsins, sjá mynd 1. PRISMA- flæðirit. Í samráði við leiðbeinanda var auk þess ákveðið að lesa

lykilheimildir til að skýra og skilgreina hugtök ásamt því að geta gefið betri heildarmynd af efnistökum

viðfangsefnisins (Polit og Beck, 2017). Í leitinni voru slegin inn leitarorðin háskólanemar (e. college

student) AND streita (e. stress) með MeSH leitarskilyrðum. Auk þess voru leitarorðin háskólanemar (e.

college student) og lífsbreyting (e. transition AND aðlögun (e. coping) slegið inn með MeSH

leitarskilyrðum.

Page 16: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

18

Tafla 2 : Leit og útkomur samkvæmt PICOTS Leit og útkomur samkvæmt PICOTS P Háskólanemar

I Kanna lífsbreytingar háskólanema, streitutengda vanlíðan þeirra og aðlögunarleiðir

C Á ekki við

O Áhrif á heilsu, líðan og lífsgæði

T Tímabil á meðan háskólanám er stundað

S Eigindlegar og megindlegar rannsóknargreinar

Tafla 3 : Inntökuskilyrði: Háskólanemar, greinar á ensku og íslensku, frá 2010–2020

Leit Leitarorð „Hits“ Titlar Útdrættir Inntökuskilyrði

1 College student (MeSH) AND Transition

1.201 100 20 1

2 College student (MeSH) AND Transition AND Stress

134 15 10 4

3 College student (MeSH) AND Transition AND Coping

66 10 5 5

Samtals 1.401 125 35 10

Page 17: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

19

Mynd 1 : Prisma-flæðirit .

2.3 Gæðamat samkvæmt litakóða Þegar búið var að flokka þessar 10 rannsóknir niður samkvæmt litakóðum með tilliti til gæða þeirra

voru hlutföllin mjög jöfn á milli flokka. Rannsóknir, sem fengu grænan lit (6 rannsóknir) sem táknar frábær gæði, voru því tæpur þriðjungur rannsókna sem lagt var mat á og voru þær af góðum gæðum.

Flokkun og mat á gæðum rannsókna til inntöku í ritgerðinni fóru fram með flokkun á þremur litakóðum.

Litakóðar voru ákvarðaðir eftir fjölda stiga. Eftirfarandi þættir voru hafðir til hliðsjónar við ákvörðun

stigafjölda og var eitt stig gefið af tíu mögulegum fyrir hvern þátt fyrir sig: 1) Kom tilgangur, ávinningur

og/-eða gagnsemi rannsóknar vel fram?; 2) var aðferð rannsóknar vel lýst ásamt takmörkunum

hennar?; 3) voru streitustig og áhrif lífsbreytingar meðal háskólanema tilgreind?; 4) var fjölda og vali

þátttakenda lýst?; 5) var aldursbil/meðalaldur þátttakenda tilgreint?; 6) kom fram hvar og hvernig

rannsókn var framkvæmd?; 7) Var uppsetning rannsókna skýr og vel uppsett?; 8) komu þátttakendur af ólíkum sviðum innan háskólanáms?; 9) var skýr framsetning á niðurstöðum rannsóknar?; 10) var

rannsókn auðlesanleg? Eftir að hafa gefið hverjum lið stig var heildarfjöldi stiga reiknaður og flokkun

litakóða framkvæmd.

Samtals greinar sem fundust á Pubmed-gagnagrunni með

notkun leitarorða 1.401

Skim

un

Sam

þykk

i

Hæfn

i

Auðk

enni

ng

Útilokaðar greinar eftir lestur á titlum og úrdráttum voru

1.276

Eftir stóðu 125 greinar eftir lestur á titlum og útdráttum, auk

gagnkvæmu samþykki beggja aðila

(n=35)

Greinar sem voru útilokaðar eftir lestur á

útdráttum voru n=90

Útilokaðar eftir lestur greina voru

25 greinar

(

Greinar sem uppfylltu inntökuskilyrði

voru 10

)

Þá standa eftir 35 greinar

Page 18: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

20

Tafla 4 : Gæðamat samkvæmt litakóða Heimildir

Bag

hurs

t og

Kelle

y (2

014)

Li, Y

in, Z

hao,

Sh

ang,

Hu,

Zh

ang

og C

hen

(201

8)

Jenk

ins,

Jo

hnso

n og

G

inle

y (2

019)

Vallia

nato

s o.

fl.

(201

9)

Sher

mey

er,

Mor

row

og

Med

iate

(201

9)

Seed

hom

,Kam

el,M

oham

med

og

Rao

uf (2

019)

Tavo

lacc

i o.fl

. (2

013)

Pel

letie

r, Ly

tle

og L

ask

(201

6)

Meh

ri o.

fl. (2

016)

Del

iens

o.fl

. (2

014)

Kom tilgangur, ávinningur og/eða

gagnsemi rannsóknar vel fram?

☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Var aðferð rannsóknar vel lýst ásamt

takmörkunum hennar? ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Voru streitustig og áhrif lífsbreytingar

meðal háskólanema tilgreind?

☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Var fjölda og vali þátttakenda lýst? ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Var aldursbil/meðalaldur þátttakenda tilgreint?

☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Kom fram hvar og hvernig rannsókn var

framkvæmd? ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Var uppsetning rannsókna skýr og vel

uppsett? ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Komu þátttakendur af ólíkum sviðum innan

háskólanáms? ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

var skýr framsetning á niðurstöðum rannsókna

☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Var rannsókn auðlesanleg? ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑ ☑

Heildarstig (%) Litakóði

9/10 =90%

10/10 =100%

10/10 =100%

9/10 =90%

10/10 =100%

9/10 = 90%

10/10 =100%

9/10 =90%

10/10 =100%

10/10 =100%

Grænn litur: Táknar frábær gæði og framsetning skýr – Nothæf og áreiðanleg heimild til notkunar í ritgerð.

Fær 10/10 stigum í gæðamati . Gulur litur: Táknar sæmileg gæði og framsetning – Mögulega nothæf heimild í ritgerð. Fær 7–9/10stigum í gæðamati. Rauður litur: Táknar illa uppsetta og óáreiðanlega heimild – Ekki nothæf sem heimild í ritgerð. Fær minna en 7/10 stigum í gæðamati

2.4 Ár og land Rannsóknir sem voru notaðar og stuðst við í þessari fræðilegu samantekt voru frá árunum 2010–2020

með þeirri undantekningu sem fólst í nokkrum lykilheimildum. Rannsóknir, sem stóðust inntökuskilyrði og uppfylltu kröfur í gæðamati, voru frá ólíkum löndum um allan heim. Þessi lönd voru; Bandaríkin

(n=2), Bretlandi (n=1), Belgía (n=1), Frakkland (n=1), Grikkland (n=1), Eygptaland (n=1), Íran (n=1),

Kína (n=1) og Taiwan (n=1). Lífsbreytingar og streitutengd vanlíðan háskólanema og aðlögunarleiðir

þeirra hafa helst verið rannsökuð innan Evrópu en rannsóknirnar ná þó til annarra heimsálfa á borð við

Bandaríkin, Afríku, Mið-Austurlönd og Asíu eins og sjá má á mynd 2.

Page 19: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

21

Mynd 2 : Yfirlit yfir dreifingu rannsókna.

3 Fræðilegur bakgrunnur

3.1 Lífsbreytingarkenning Meleis Í hjúkrun hefur lífsbreyting verið skilgreind sem ferli sem gerist yfir ákveðið tímabil þar sem

einstaklingurinn mótast og fer frá einu ástandi til annars. Nemar, sem hefja nám á háskólastigi, ganga

í gegnum ákveðið tímabil lífsbreytinga sem verður í kjölfar breytingar á aðstæðum í lífi þeirra. Hugtakið

lífsbreyting er fjölbreytilegt og er hægt að túlka merkingu þess á marga vegu og hefur því verið lýst

sem breytingu á ákveðnum eiginleikum, tímabilum og viðhorfum. Lífsbreyting hefur verið skilgreind

sem ferli frá einum aðstæðum, ástandi, eða stöðu í lífinu til annars, sem tímabil á milli stöðugra aðstæðna eða sem ferli sem gerist með tímanum í kjölfar breytinga sem verða á lífsleiðinni og sem

einstaklingurinn þarf að aðlagast (Chick og Meleis, 1986, bls. 239). Afaf Ibrahim Meleis var fyrst til að

þróa kenningu um lífsbreytingar innan hjúkrunarfræðinnar ásamt skilgreiningu og þróun hugtaksins

(Meleis, 2000). Fleiri fræðimenn hafa síðan bætt nýrri þekkingu við og þróað frekari skilgreiningu og

kenningu um lífsbreytingar, þar sem hugtakið hefur nú mikið gildi í hjúkrun (Lindmark, Bülow,

Mårtensson og Rönning, 2019).

Til að varpa ljósi á fjölbreytileika hugtaksins lífsbreyting þróaði Meleis

lífsbreytingarkenninguna, þar sem lífsbreytingum er skipt niður í flokka og tegundir út frá eðli lífsbreytinganna, aðstæðum lífsbreytinga og viðbragði einstaklingsins við þeirri lífsbreytingu sem á sér

stað hverju sinni. Fjórir meginflokkar lífsbreytinga voru kynntir:1) lífsbreytingar tengdar þroska (e.

developmental transition), 2) lífsbreytingar tengdar aðstæðum (e. situational transition), 3)

lífsbreytingar tengdar heilsufari og veikindum (e. health-illness transition) og að lokum 4) lífsbreytingar

tengdar skipulagi (e. organizational transition). Farið verður yfir hvern undirflokk kenningarinnar hér að

Page 20: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

22

neðan til að gefa lesandanum innsýn inn í fjölbreytta merkingu hugtaksins, ásamt því að auka skilning

og þekkingu hans á lífsbreytingarhugtakinu (Kralik, Visentin og Van Loon, 2006; Meileis, 2000).

• Lífsbreytingar tengdar þroska: Eiga sér stað í kjölfar stigvaxandi breytinga sem verða á lífsferli

einstaklingsins. Breytingarnar geta verið í tengslum við þróun einstaklingsins frá því að vera

barn yfir í það að verða unglingur eða tímabilið þar sem einstaklingurinn þroskast frá því að

verða unglingur yfir í það að verða fullorðinn. Auk þess getur lífsbreytingin átt sér stað þegar einstaklingur eignast barn og þroskast í kjölfar foreldrahlutverksins.

• Lífsbreytingar tengdar aðstæðum: Fela í sér margvíslegar breytingar sem varða til dæmis

atvinnu, menntun og námsskipulag. Breytingar, sem verða í starfi, geta orðið til dæmis þegar

einstaklingur fer á eftirlaun, verður atvinnulaus eða fær stöðuhækkun. Breytingar, sem varða

menntun og námsskipulag, geta tengst faglegu hlutverki einstaklingsins eins og ákveðin

sérhæfing eða jafnvel þegar ákveðið er að hefja nám á háskólastigi til þess að auka við menntun sína. Einnig getur lífsbreytingin átt sér stað vegna breytingar innan fjölskyldunnar

eins og til dæmis við að verða ekkja/ekkill eða lífsbreyting sem verður í kjölfar búferlaflutninga

(e. migration), heimilisleysis eða að fara úr ofbeldisfullu sambandi.

• Lífsbreytingar tengdar heilsufari og veikindum: Fela í sér áherslu á upplifun bæði

einstaklingsins og fjölskyldu hans í kjölfar breytinga á heilsufari eða veikindum. Þessar

breytingar geta meðal annars haft í för með sér aukið umönnunarálag hjá aðstandanda eins og til dæmis ef maki greinist með alzheimer-sjúkdóminn. Einnig á það við ef að einstaklingur

greinist með nýjan sjúkdóm eða þarf að takast á við ný veikindi eins og til dæmis að greinast

með eyðniveiru (e. HIV) sem þarfnast sérhæfðrar meðferðar og heilbrigðisþjónustu. Annað

dæmi getur verið þegar sjúklingur hefur legið á spítala í lengri tíma, verður útskrifaður og flyst

heim.

• Lífsbreytingar tengdar skipulagi: Ákvarðast aðallega út frá þeim breytingum sem eiga sér stað

í samfélaginu og í félagslífi, eins og til dæmis samkomubann vegna COVID-19-veirunnar eða breytingar á fjárhagslegri stöðu vegna efnahagsástands, t.d. kreppan sem var á Íslandi árið

2007. Auk þess getur lífsbreytingin verið vegna einstaklingsbundinna þátta sem krefjast innri

skipulagsbreytinga.

Í þessari ritgerð verður gengið út frá þeirri lífsbreytingu sem verður í kjölfar breytingar á aðstæðum í lífi

einstaklingsins í kjölfar þess að hefja nám á háskólastigi (Meleis, Messias og Schumacher, 2000;

Lindmark, Bülow, Mårtensson og Rönning, 2019).

Page 21: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

23

Mynd 3 : Líkan sem útskýrir lífsbreytingarkenningu Meleis

3.2 Lífsbreytingar háskólanema Lífsbreytingarferli á sér stað í lífi þeirra einstaklinga sem ákveða að hefja nám í háskóla vegna þeirra

breytinga sem verða á aðstæðum í lífi þeirra. Háskólanemar ganga í gegnum mikilvægt tímabil í gegnum

námið þar sem farvegur er mótaður fyrir framtíð þeirra. Sú reynsla og upplifun, sem háskólanemar öðlast

í gegnum námsferli sitt, getur haft afgerandi áhrif á lífsgæði, heilsu og líðan sem getur haft langvarandi

afleiðingar ef ekki er brugðist við með viðeigandi hætti. Háskólanemar tileinka sér ýmsar aðlögunarleiðir,

siði, venjur og lifnaðarhætti sem eiga það til að viðhaldast til framtíðar og erfitt getur reynst að breyta

(Pelletier o.fl., 2016).

Þær breytingar, sem háskólanemar þurfa meðal annars að takast á við og aðlagast, eru nýjar

félagslegar aðstæður og samskiptatækni í nýjum umhverfisaðstæðum, nemar fá á sig aukna ábyrgð og

Page 22: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

24

kröfur sem fylgja öllu námi á háskólastigi, ásamt auknu sjálfstæði sem kallar á meiri sjálfsaga ef árangur

á að nást. Auk þess upplifa háskólanemar margvíslega streituvaldandi þætti ýmist í tengslum við

félagslega stöðu og sambönd, einmanaleika, nýjar og breyttar aðstæður í nær- og fjærumhverfi, álag og

kröfur tengdar námi og fjárhagslegri stöðu. Skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins

var gefin út árið 2018 um niðurstöður úr könnun frá EUROSTUDENT á ýmsum félags- og

efnahagslegum þáttum sem snerta íslenska háskólanema. Alls tóku þátt í könnuninni 1978 nemar sem

stunduðu nám á háskólastigi. Í ljós kom að meðalaldur háskólanema hér á landi var 29,7 ár sem hefur áhrif á ýmsa aðra þætti (fjölskyldustærð, búsetu og fjárhag). Þriðjungur átti eitt barn og voru konur mikill

meirihluti háskólanema á Íslandi (63%). Hátt hlutfall skilgreindi sig með fötlun, hömlun eða langvarandi

veikindi að meðaltali en 4% er meðaltal Evrópulanda. Meirihluti nema á Íslandi, sem svaraði könnuninni,

var ánægður með skipulag og stundatöflu námsins (66%), námsaðstöðu (67%) og gæði kennslunnar

(71%), sérstaklega voru nemar ánægðir með staðsetningu og aðbúnað nemagarða. Háskólanemar á

Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða og er stór hluti útgjalda þeirra húsnæðiskostnaður

og matur (Mennta- og menningarráðuneytið, 2018). Neminn verður því viðkvæmari fyrir margvíslegri

áhættuhegðun eins og óhóflegri áfengisneyslu eða óhóflegri neyslu á óhollum matvælum, sem getur stuðlað að því að neminn tileinki sér óheilbrigðar aðlögunarleiðir til að takast á við streituvaldandi

aðstæður í umhverfinu (Enns o.fl., 2018).

Á heimsvísu er algengt að nemar, sem stunda nám á háskólastigi, upplifi mikla streitu sem

orsakast meðal annars af aukinni kröfu og meiri ábyrgð, fjárhagsleg krafa eykst, ásamt miklu verkefnaálagi í námi. Upplifuð streita og streitustig meðal háskólanema ákvarðast meðal annars af þeim

aðlögunarleiðum sem neminn tileinkar sér í háskólanámi til þess að geta tekist á við streituvaldandi

aðstæður. Auk þess hafa rannsóknir bent til þess að geta einstaklingsins til þess að stjórna tilfinningum

sínum ásamt tilfinningagreind hans geti skipt máli og haft áhrif á það hversu vel einstaklingnum tekst að

aðlagast lífsbreytingunni sem á sér stað hverju sinni (Enns o.fl., 2018; Mennta- og

menningarmálaráðuneytið, 2018; Pelletier o.fl., 2016).

Vitað er að krónísk streita hefur langvarandi skaðlegar afleiðingar á heilsu og líðan með því að

hafa áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi líkamans. Sýnt hefur verið fram á að streita meðal háskólanema

getur haft langvarandi neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar á bæði andlega og líkamlega líðan

(Baghurst og Kelley, 2014; Enns o.fl., 2018). Mikil streita getur þannig stuðlað að því að háskólanemi

tileinki sér gagnslausar aðlögunarleiðir eins og óhollt matarræði, reykingar og áfengisneyslu sem aftur

hafaneikvæð áhrif á heilsu hans og líðan (Enns o.fl., 2018).

3.2.1 Skilgreining á streitu Allt frá því að Selye kynnti hugtakið streita í líffræðinni hefur það verkefni verið erfiðleikum bundið og

einkennst af tvíræðni að skilgreina streitu (Koolhaas o.fl., 2011). Selye notaði orðið streita til að tilgreina

sérstök lífeðlisfræðileg viðbrögð lífvera við ósértækum kröfum, þar með talið bæði neikvæðum

áskorunum (t.d. hungri eða smiti) og jákvæðum viðfangsefnum (t.d. tækifæri til móta eða þroskast)

(Selye, 1976). Ein af algengustu skilgreiningunum á streitu eftir dr. Richard Lazarus er þegar

einstaklingar upplifa steitu þegar þeir skynja að þeir geta ekki sinnt kröfunum sem til þeirra eru gerðar

Page 23: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

25

með fullnægjandi hætti eða þegar þeir upplifa ógn við velferð og eða vellíðan þeirra (Lazarus og

Folkman, 1984).

Mikilvægt er að hafa í huga að skilgreiningin felur í sér að það er ekki raunverulegt ástand sem

veldur streitu heldur er það skoðun og hugsun sem veldur þessu ástandi (Palmer og Puri, 2006). Til dæmis er það ekki endilega utanaðkomandi þrýstingur skiladags verkefna sem veldur streitu heldur

hvort einstaklingur telji að hann geti klárað verkefnið á þeim tíma sem gefinn er. Hins vegar, ef

einstaklingur skynjar að ástandið sé ekki mikilvægt eða ógnandi, þá þá er hann ólíklegri til að finna fyrir

stressi óháð því hvort honum tekst vel upp eða ekki. Auðvitað geta einnig aðrir þættir hafa áhrif á

streitustig meðal nema. Ef einstaklingur hefur tileinkað sér árangursríka tímastjórnun þá er hann líka

ólíklegri til að finna fyrir streitu.

Kenning Lazarus og Folkman (1984) varðandi streitu lýsir því hvað orsakar streitu í samspili

einstaklings og umhverfis. Þegar einstaklingur metur aðstæður, sem geta haft áhrif á velferð hans og

það er ekki til viðeigandi úrræði sem má nota sem bjargráð, þá finnur hann fyrir streitu. Huglægt mat (e.

cognitive appraisal) felur í sér að einstaklingur ákvarðar að hve miklu leyti hann ræður við streituvalda

eða streituvaldandi aðstæður í umhverfinu. Þetta mat skiptist í tvennt (Lazarus, 1966). Í upphafsmati (e. primary appraisal) metur einstaklingurinn hvort aðstæður séu jákvæðar, óverjandi eða streituvaldandi.

Ef einstaklingur greinir aðstæðurnar sem streituvaldandi raðar hann þeim niður í ógn og áskorun. Í

tengslum við frammistöðu getur félagslegt mat, peningaleg hvatning eða sameiginleg markmið verið í

húfi. Í annars stigs mati (e. secondary appraisal) metur einstaklingurinn getu sína og bjargráð til að

takast á við aðstæðurnar. Bjargráð (e. coping) eru skilgreind sem sjálfráð og atferlismiðaðar tilraunir

einstaklings til að takast á við eða ná stjórn á streituvöldum. Samkvæmt Lazarus og Folkman (1984) eru

til tvenns konar bjargráð: vandamálamiðuð (e. problem-focused) og tilfinningamiðuð (e. emotion-

focused). Í rannsókn Lazarus og Folkman (1980) kom fram að 98% þátttakenda notuðu báðar tegundir bjargráða við streituvaldandi ástand.

3.2.2 Streituviðbrögð Viðbrögð líkamans við streitu miða að því að viðhalda jafnvægi líkamans. Streitusvörun veldur

lífeðlisfræðilegum og hegðunarlegum breytingum sem fela í sér að ýmis kerfi líkamans svo sem

taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið leita í átt að jafnvægi. Lífeðlisfræðileg viðbrögð við streitu fara fram í gegnum nokkrar leiðir, svo sem með virkjun sympatíska taugakerfisins, undirstúku-

heiladinguls-nýrnahettuöxulsins (HPA-axis) og flótta- eða árásarviðbragða (Chu, Marwaha og Ayers,

2019).

Walter Cannon var fysti lífeðlisfræðingurinn til að setja fram kenningu um streituviðbragð árið

1932 (Straub, 2014). Í kenningu Cannons lýsir hann flótta- eða árásarviðbragði (e. fight or flight

response) þegar lífvera verður vör við ógn eða þegar hætta færist nær. Þessi viðbrögð eru ósjálfráð og

eiga sér stað sjálfkrafa þegar einstaklingur stendur frammi fyrir aðstæðum sem hann telur ógnandi. Í

bók eftir Palmer og Puri (2006) er útskýrt vel hver lífeðlisfræðileg streituviðbrögð einstaklings eru við

ógnunum og átökum sem streita getur valdið. Þegar einstaklingur lendir í ógnandi eða krefjandi

aðstæðum þá fer líkaminn í viðbragðsstöðu og býr hann undir átök. Taugakerfið kemur fljótt til leiks og

fær líkamann til að bregðast við á eftirfarandi hátt: Líkaminn seytir hormónum út í æðakerfið til að gera

Page 24: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

26

þau í stakk búin til takast á við hættu. Þessi hormón hafa áhrif á efnaskipti líkamans sem valdar því að

blóðsykur einstaklingsins hækkar, hjartsláttur verður örari, blóðþrýstingurinn hækkar, storknunartími

blóðs verður minni og sjáöldur augna víkka til að tryggja að einstaklingurinn sé meira vakandi fyrir

umhverfi sínu. Á sama tíma dregur úr blóðflæði til líffæra sem ekki eru lífsnauðsynleg (eins og til innyfla

og til húðar) en blóðflæði til líffæra sem eru mikilvæg fyrir ástaksviðbrögðin eykst, það er til heila, hjarta

og vöðva. Palmer og Puri (2006) benda á að þó þessi streituviðbrögð hafi verið mjög nytsamleg

forfeðrum okkar til að takast á við vandamál eða streituvalda séu þau minna gagnleg í dag af því streituvaldar mannsins hafi breyst. Hins vegar eru streituvaldar í nútímasamfélagi fremur sálræns eðlis

en líkamlegar ógnir.

Samkvæmt Straub (2014) getur það haft heilsufarslega skaðleg áhrif í för með sér þurfi líkaminn

að bregðast við sömu streituviðbrögðum til lengri tíma. Auk þess getur langvarandi streita aukið hættuna á langvinnum sjúkdómum, til dæmis háum blóðþrýstingi, hjartaáfalli, geðröskunum (kvíða og þunglyndi)

og truflunum í ónæmiskerfinu svo að dæmi séu tekin (Dhabhar, 2014). Meðal læknanema fundu

rannsakendurnir Holt og félagar (2015) að skilvirkni ónæmiskerfisins var lélegri á álagstímum meðan

ánáminu stóð og voru þeir mun líklegri til að vekjast á því tímabili.

3.3 Streita meðal háskólanema

3.3.1 Tíðni streitu Streita meðal háskólanema hefur aukist á undanförnum árum. Samkvæmt nýlegri og stórri skýrslu á

landsvísu í Bandaríkjunum voru birtar niðurstöður könnunar meðal 67.972 nema í grunnnámi í 98 háskólum. Þar kom fram að streita meðal háskólanema var vaxandi þar sem meira en helmingur nema

(45,3%) hafði upplifað „meira en meðaltal streitu“ á síðustu 12 mánuðum og 13,4% höfðu upplifað

gríðarlega streitu (American College Health Association [ACHA], 2019). Svipaðar niðurstöður var að

finna meðal háskólanema í Bretlandi þar sem geðræn einkenni og andleg vanlíðan jókst yfir 10 ára

tímabil (Thorley, 2017). Árið 2013 birtu samtökin National Union of Students (2013) niðurstöður sem

byggðu á svörum 1.285 háskólastúdenta við spurningalista á netinu sem bentu til þess að 16% stúdenta

höfðu núverandi geðheilbrigðisgreiningu og 26% höfðu fundið fyrir andlegri vanlíðan. Af þeim nemum,

sem fundu fyrir andlegri vanlíðan, sögðust 80% upplifa streitu. Enn fremur voru í nýlegri skýrslu Pereira

og félaga (2019) birtar niðurstöður könnunar meðal 37.500 nema í 140 háskólum í Bretlandi. Þar kom meðal annars fram að 42,8% nema höfðu oft eða alltaf fundið fyrir kvíða og streitu. Þannig var streita

algengasta umkvörtunarefni sem háskólanemar upplifðu þegar þeir mátu eigin heilsu.

Perceived Stress Scale (PSS) er algengt mælitæki til að mæla streitueinkenni háskólanema.

Kvarðinn inniheldur tíu spurningar sem beinast að hugsunum og tilfinningum þátttakenda og streitustigi þeirra sem er á bilinu 0–40. Viðmiðunargildi, sem notað er fyrir streitu, er 13,7 (Cohen og Williamsson,

1988). Samkvæmt tveimur íslenskum rannsóknum, sem Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn

Óskarsdóttir (2016), framkvæmdu á streitu meðal nema í grunnnámi við Háskóla Íslands, mældust 56%

þátttakenda yfir meðalstreitustigi á PSS-kvarða sem var 20,60. Í rannsókn á streitu meðal

hjúkrunarfræðinema á fyrsta og örðu námsári víð Háskólann á Akureyri mældust rúmlega 53–56%

þátttakenda yfir meðalstreitustigi á PSS-kvarða sem var 17,2 (Eva Mjöll Júlíusdóttir og Helga Berglind

Hreinsdóttir, 2010). Streitustig nema við Háskóla Íslands var hærra en streitustig hjúkrunarfræðinema.

Page 25: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

27

Nýleg rannsókn Gazzaz og félaga (2018) sýndi að meðal 176 læknisfræðinema frá Saudi-Arabíu voru

meðalstreitustig þeirra á PSS-kvarða 28,5 ± 3,8 og 59,2% þátttakenda sögðust vera stressaðir. Í

rannsókn Tavolacciog félaga (2013) á 1.876 frönskum háskólanemum kom fram að meðalstreitustig

nema á PSS-kvarða var 15,9. Önnur rannsókn Jacob og félaga (2012) bar saman meðalstreitustig um

500 háskólanema á PSS-kvarða frá Ástralíu, Svíþjóð og Ísrael og sýndi að streitustig var lægst meðal

ísraelskra nema og hæst meðal nema frá Svíþjóð. Meðal annars sýndu niðurstöður rannsóknar

Denovans, Dagnalls, Dhingra og Grogan (2017) á tæplega 500 háskólastúdentum við háskóla í Bretlandi að meðalstreitustig stúdenta var 19,79. Þótt mismunandi mælikvarðar séu notaðir í

ofangreindum rannsóknum þá gefa þær allar til kynna að streita meðal háskólanema sé víðtækt

heilbrigðisvandamál.

3.3.2 Námstengd streita og streituvaldandi þættir Þrátt fyrir að allir upplifi steirtu á ólíkan hátt og upplifi mismunandi streituvalda þá komust rannsakendurnir Pariat, Rynjah, Jophlin og Kharjana (2014) að því að margir háskólanemar deildu

sameinginlegri upplifun af streitu. Samkvæmt rannsókn fræðimannanna voru fjórar algengustu orsakir

streitu hjá háskólanemum: (a) námstengd streita, (b) félagsleg streita, (c) tilfinningaleg streita og (d)

fjárhagsleg streita. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar var að námstengd streita var mjög tengd

félagslegri og fjárhagslegri streitu. Svipað viðfangsefni var einnig skoðað nýlega af Seedhom og félögum

(2019). Í þeirri rannsókn kom líka í ljós að námstengd streita hafði verulegt forspárgildi meðal allra nema.

Í rannsókn Abebes, Kebede og Mengistus (2018) kom í ljós að námstengd streita var mjög algeng meðal

nema á heilbrigðissviði á heimsvísu sem olli andlegri vanlíðan og tilfinningalegu álagi auk spennu. Þessi streita er tilkomin vegna krafna í háskólalífi og getur síðan haft neikvæð áhrif á námsárangur.

Í rannsókn sem Liu, Zhu, Yu, Rasin og Young (2017) framkvæmdu við Háskóla Kaliforníu árið

2015 var kannað hvort hægt sé að nota gögn á samfélagsmiðlum eins og Twitter til að fylgjast með

streitustigi og tilfinningalegu ástandi meðal háskólanema til að skoða bjargráð. Þessir rannsakendur greindu frumuppsprettu streitu meðal nema sem reyndist vera akademískt líf. Í árlegri skýrslu University

Partnerships Programme (2017) um reynslu nema í Bretlandi af háskólanámi, kom í ljós að níu af

hverjum tíu (87%) háskólanemum á fyrsta ári áttu erfitt með að aðlagast háskólalífinu og þá bæði

félagslegum og akademískum þáttum. Nemar voru ekki vissir um við hverju mátti búast og stór hluti

þeirra sögðu að lífsbreyting (transition) frá menntaskóla yfir í háskóla væri uppspretta talsverðrar streitu.

Flestir glímdu við streitu í náminu og fannst erfitt að aðlagast háskólalífinu. Margir upplifðu einnig

einangrun (44%), ójafnvægi milli vinnu og náms (37%) og erfiðleika við að búa sjálfstætt (22%). Í rannsókn Beiter og félaga (2015) kom einnig í ljós að nemar voru stressaðir vegna þrýstings og álags

sem fylgdi því að ná góðum námsárangri og höfðu áhyggjur af skipulagningu framhaldsnáms. Í

háskólaumhverfinu eru auðvitað aðrir streituvaldar, ekki bara þeir sem tengjast náminu, heldur einnig

streita í tengslum við daglegt líf nema. Félagslíf nema getur valdið streitu, svo sem að hafa áhyggjur af

því að mynda vináttusambönd, passa upp á félagslega þáttinn og samskipti við félaga. Að auki upplifa

nemar einnig umhverfislega streitu, svo sem fjárhagslega erfiðleika og breytingar á matar- og

svefnmynstri (DaSilva o.fl., 2019). Auk þess sýndu niðurstöður rannsóknar, sem Acharya og Chalise

Page 26: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

28

(2015) gerðu, fram á að háskólanemar sem höfðu fundið fyrir mikilli streitu voru yngri, með lítinn stuðning

frá fjölskyldu og fengu að auki lítinn fjarhagslegan stuðning.

3.3.3 Kynjamunur Sálræn vanlíðan meðal háskólanema, sérstaklega ungra kvenna, er sívaxandi áhyggjuefni. Upphaf

mikils álags er oft í byrjun fullorðinsáranna þegar margar konur leita sér menntunar og hefja starfsferil sinn (Seedat o.fl., 2009). Samkvæmt rannsókn um sálræna streitu meðal kvenstúdenta við Háskóla

Íslands kom í ljós að um 21,2–22,5% kvenna áttu við sálræna vanlíðan að stríða og fundu fyrir kvíða-

og þunglyndiseinkennum (Bernhardsdottir og Vilhjalmsson, 2013). Þær töldu sig upplifa meiri streitu en

jafnöldrur þeirra í samfélaginu almennt. Aðeins um þriðungur þeirra höfðu fengið aðstoð

geðheilbrigðisþjónustu og helstu hindranir voru tímaskortur og það að vita ekki hvar þær ættu að leita

aðstoðar. Einnig fundu Auerbach og félagar hans að aðeins 16,4% nema með geðraskanir síðustu 12

mánuði höfðu leitað sér faglegrar aðstoðar innan sama tímaramma (Auerbach o.fl., 2016).

Mikil streita er oft talin einn af þeim þáttum sem auka líkur á kvíða og þunglyndi. Hjá almenningi

er kvíðaröskun algengari meðal kvenna en karla (McLean, Asnaani, Litz og Hofmann, 2011). Samkvæmt

mörgum rannsóknum á kvíða meðal háskólanema virðast kvenstúdentar vera líklegri til að sýna einkenni

kvíðaröskunar en karlar (Yuelong o.fl., 2014). Kvenstúdentar hafa greint að meðaltali frá meiri kvíða sem tengist námi en karlkyns stúdentar. Þrátt fyrir að ekki komi fram marktækur kynjamunur á

námskvíða þá hafa Yuelong og félagar fundið marktækan kynjamun á kvíðaeinkennum á DASS21-

kvarðanum. Einnig sýndu niðurstöður Hönnu Láru Harðardóttur (2017) að konur voru með fleiri

kvíðaeinkenni en karlar.

Miðað við tengsl akademískrar streitu og kyns háskólanema hafa konur sýnt hærra streitustig

(Chacón-Cuberos, Zurita-Ortega, Olmedo-Moreno og Castro-Sánchez, 2019). þ.e. vegna álags,

námskyldna, námseinkunna og framtíðarvæntinga, félagslega erfiðleika nema og að miðla eigin

hugmyndum. Í ofangreindri rannsókn var mestur munur á akademískri streitu hjá körlum og konum á því

að miðla eigin hugmyndum, þar sem konur fengu hærri meðalstreitustig. Varðandi alþjóðlega

akademíska streitu voru konur að meðaltali með 59,62 ± 15,02 streitustig en karlar 53,57 ± 13,82

streitustig (Chacón-Cuberos o.fl., 2019). Þessar niðurstöður gefa til kynna að konur upplifi hærra

streitustig gagnvart háskólagráðum, svo sem að þróa með sér gagnrýna hugsun og að þær séu viðkæmari fyrir eiginleikum umhverfisins (Diaz-Morales og Escribano, 2015; Grunspan o.fl., 2016;

Hodge, Wright og Bennett, 2018; Yang og Barth, 2015).

3.3.4 Munur á streitu nema á Heibrigðisvísindasviði Nám í heilbrigðisvísindum er talið mjög streituvaldandi, til dæmis nám í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun o.s.frv. (Seedhom o.fl., 2019). Í niðurstöðum rannsóknar Seedhom o.fl. upplifðu

læknanemar meiri streitu en nemar á hinum sviðunum. Í ljós kom að námstengd streita var algengasti

streituvaldurinn meðal læknanema en 84,9% þeirra upplifðu meðal-alvarlega til alvarlegrar

námstengdrar streitu en 48,1% voru með fjárhagslega streitu, 41,1% upplifði samgöngutengda streitu

og 2,5% fundu fyrir fjölskyldutengdri streitu. Námstengd streita var hins vegar meðal 71,2% nema í

hinum námsgreinunum sem var marktækt lægra en meðal læknanema (84,9%). Á hinn bóginn fann

Page 27: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

29

marktækt hærra hlutfall nema í hinum heilbrigðisvísindagreinunum fyrir fjölskyldu-, fjármála- og

samgöngutengdri streitu. Rannsókn, sem Elias, Ping og Abdullah (2011) gerðu meðal tæplega 18.000

háskólanema í Malasíu sýndi að hjúkrunarfræðinemar voru í meiri hættu á að finna fyrir sálrænni streitu

miðað við jafnaldra þeirra í öðrum deildum háskólanna. Önnur rannsókn á streitu meðal háskólanema

á Indlandi staðfesti þetta en þar kom fram að hlutfall streitu meðal læknisfræðinema var 25,1% en 19,7%

meðal verkfræðinema (Wghachavare, Dhumale, Kadam og Gore, 2013).

Í rannsókn, framkvæmdri af Acharya og Chalise (2015) á tæplega 190 hjúkrunarfræðinemum í

Nepal, var kannað hve mikil námstengd streita og sjálfsvirðing væri hjá nemunum. Mælitækin

Assessing Academic Stress (SAAS) og Self-Esteem Scale (RSE) voru notuð í rannsókninni. Í ljós kom

að hjúkrunarfræðinemar þjáðust af mikilli námstengdri streitu (74%) og lítilli sjálfsvirðingu (78%). Önnur

könnun, sem gerð var á meðal nema við Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands leiddi í ljós að nemar við Heilbrigðisvísindasviðið fundu fyrir umtalsverðu andlegu álagi: 87% þátttakenda svöruðu að þau

hefðu fundið fyrir andlegu og eða líkamlegu álagi í meira en tvær vikur; 72% töldu að andlegt álag væri

sökum langvarandi streituástands; 14% þátttakenda höfðu þurft að seinka námi eða taka hlé frá námi

vegna álags. Einnig sýndu niðurstöðurnar að um þriðjungur þátttakenda fann fyrir klínískum einkennum

þunglyndis (Þingskjal nr. 118/2017–2018).

4 Niðurstöður Markmið þessa verkefnis var að taka saman helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið á tengslum

streitu á tímum lífsbreytinga og stuðnings um heilsusamlegt líferni meðal háskólanema og gera grein

fyrir niðurstöðum þeirra. Leitast var við að sýna fram á algengi streitu og ræða afleiðingar hennar á líf

háskólanema og í kjölfarið að koma með tillögur um stuðning við heilsusamlegt líferni þeirra. Fjallað

verður um niðurstöður rannsókna til að svara rannsóknarspurningunum sem settar voru fram hér að

framan.

4.1 Hvaða lífsbreytingar verða hjá háskólanemum? Sú reynsla og upplifun, sem háskólanemi fær í gegnum námsferli sitt getur haft afgerandi áhrif á lífsgæði,

heilsu og líðan hans sem aftur getur haft langvarandi neikvæðar afleiðingar ef ekki er brugðist við með

viðeigandi hætti. Háskólanemar tileinka sér ýmsar aðlögunarleiðir, siði, venjur og lifnaðarhætti sem geta haft tilhneigingu til að viðhaldast til framtíðar og erfitt getur reynst að breyta (Pelletier o.fl., 2016). Neminn

verður því viðkvæmari fyrir margvíslegri áhættuhegðun eins og óhóflegri áfengisneyslu eða óhóflegri

neyslu á óhollum matvælum sem aftur getur stuðlað að því að neminn tileinki sér óheilbrigðar

aðlögunarleiðir til að takast á við streituvaldandi aðstæður í umhverfi sínu (Enns o.fl., 2018).

Á heimsvísu er algengt að nemar, sem stunda nám á háskólastigi, upplifi mikla streitu sem

orsakast meðal annars vegna aukinnar kröfu og meiri ábyrgðar, fjárhagsleg krafa eykst ásamt miklu

verkefnaálagi í námi. Mikil streita getur stuðlað að því að háskólanemi tileinki sér gagnslausar

Page 28: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

30

aðlögunarleiðir eins og óhóflega neyslu á fíngerðum kolvetnum og sykruðum matvælum og

gosdrykkjum, reykingar, fíkniefnaneyslu og áfengisneyslu sem hefur neikvæð áhrif á heilsu hans og

líðan til skemmri eða lengri tíma (Enns o.fl., 2018). Upplifuð streita og streitustig meðal háskólanema

ákvarðast meðal annars af þeim aðlögunarleiðum sem neminn tileinkar sér í háskólanámi til þess að

geta tekist á við streituvaldandi aðstæður. Auk þessa hafa rannsóknir bent til að geta einstaklingsins til

að stjórna tilfinningum sínum ásamt tilfinningagreind hans geti skipt máli og haft áhrif á það hversu vel

einstaklingnum tekst að aðlagast lífsbreytingunni sem á sér stað hverju sinni (Enns o.fl.,2018; Mennta og menningarmálaráðuneytið, 2018; Pelletier o.fl., 2016).

Í rannsókn frá árinu 2019í Ástralíu, sem Edgar og félagar (2019) gerðu meðal háskólanema , voru

könnuð tengsl lífsbreytinga þeirra og árangurs í námi. Í rannsókninni kemur fram að hvatning nema til

náms sé eitt af þeim lykilþáttum sem hefur áhrif á námsárangur.

4.2 Hvað veldur streitu meðal háskólanema á tímum lífsbreytinga? Í stórum dráttum er hægt að skilgreina lífsbreytingar og eða streituna, sem háskólanemar verða fyrir í

náminu, sem hvers konar neikvæða atburði sem tengjast neikvæðum tilfinningum, ógnunum eða skaða.

Í kjölfar streituvaldandi atburðar koma fram líffræðileg og atferlisleg viðbrögð sem miða að því að breyta

núverandi aðstæðum eða á annan hátt aðlagast streituvöldum. Samhliða því að hindra námsárangur er talið að streita tengist fjölda neikvæðra tilfinningalegra og heilsufarslegra afleiðinga og upplifunar, þar

með talið þunglyndi, offita og hjarta- og æðasjúkdómar (DaSilva o.fl., 2019). Reyndar hefur stig streitu

hækkað undanfarið meðal háskólanema og málefnum, sem tengjast geðheilbrigðisvandamálum

háskólanema, hefur fjölgað (ACHA, 2019).

Reynslan af háum stigum námstengdrar streitu eykur hættuna á að nemar þrói með sér líkamleg

heilsufarsvandamál síðar á lífsleiðinni sem hægt er að koma í veg fyrir. Í rannsókn Stultus-Kolehmainen

og Sinha (2014) kom í ljós að fólk er stressað eins og t.d. á próftímabilum, sem veldur því að nemar eru

ólíklegri til að stunda reglubundna líkamlega hreyfingu. Áhrifin hafa svo slæmar afleiðingar fyrir

líkamlega heilsu. Streita getur einnig leitt til þróunar langvinnra sjúkdóma, þar með talið

efnaskiptaheilkenna, offitu og skerts insúlínnæmis. Þessir sjúkdómar stafa af óheilbrigðum lífsstílvenjum

og ójafnvægi í streithormónakerfi líkamans eða ónæmiskerfinu (Pervanidoou og Chrousos, 2012). Á

svipaðan hátt hefur verið sýnt fram á að streita tengist aukinni matarlyst og meiri líkamsþyngd (Pascoe, Hetrick og Parker, 2020). Þess vegna getur námstengd streita stuðlað að þróun heilsufarsvanda, þar

með talið þróun á langvinnum sjúkdómum vegna minni hreyfingar og óheilbrigðari lífsstíls. Sýnt hefur

verið fram á í aðþjóðlegri rannsókn að mikil streita ásamt lélegum svefni hjá háskólanemum, getur haft

neikvæð áhrif á námsárangur og vellíðan meðal nema (Michaela o.fl., 2020).

Vissulega gefa niðurstöður OECD-könnunar til kynna að kvíði vegna skólaverkefna, heimaverkefna

og prófa hafa neikvæð áhrif á námsárangur nema í vísindum, stærðfræði og lestri. Auk þess kom í ljós

í ofangreindri könnun að stelpur, sem ná bestum árangri í skólanum, segja frá því að óttinn um að gera

mistök hafi oft haft neikvæð áhrif á prófárangur þeirra (OECD, 2015). Í árlegri skýrslu American College

Health Association (2019) má sjá vísbendingar um neikvæð áhrif streitu á háskólanema sem hafa

hamlandi áhrif á námsárangur. Þar tóku 30% nema fram að streita olli því að þeir fengu lægri einkunn á

Page 29: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

31

prófi eða í námskeiði, féllu úr eða hættu í námskeiði eða það truflaði ritgerðarsmíð eða verknám.

Skuldbinding nema til náms og skóla er nauðsynleg til þess að ná árangri í skólanum. Streita er gjarnan

tengd við neikvæða líðan sem er ein helsta orsök minni skuldbindingar nema við námið og skólann.

Tvær rannsóknir voru framkvæmdar á áhrifum streitu á námsárangri læknanema í Þýskalandi og í Hong

Kong. Niðurstöður þeirra rannskókna gáfu til kynna að hátt streitustig tengdist lakari námsárangri (Kotter,

Wagner, Bruheim og Voltmer, 2017; Pascoe o.fl., 2020). Þar að auki fól námstengd streita og kulnun í

sér einkenni um þreytu, skerta getu, áhugaleysi, árangursleysi og/eða minnkaða framkvæmdagetu. Námstengd streita er sterklega tengd minnkuðum námsáhuga sem leiðir til aukinnar hættu á brottfalli úr

háskóla (Bedewy og Gabriel, 2015).

Áhættuhegðun ungs fólks, þar á meðal reykingar og áfengis- og vímuefnaneysla, getur haft

afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir heilsufar og vellíðan nema. Niðurstöður rannsóknar Boulton og O´Connell (2017) bendir til þess að félagslegur stuðningur getur dregið úr óheilsusamlegum

aðlögunarleiðum nema.

Kerfisbundin samantekt á 13 rannsóknum sýndi að háskólanemar, sem þjáðust af streitu ,upplifðu

andlega vanlíðan ásamt almennt lakari lífsgæðum (Ribeiro o.fl., 2017). Viðvarandi streita getur einnig leitt til þróunar á alvarlegum geðsjúkdómum eins og kvíða og þunglyndi (Pascoe o.fl., 2020). Samkvæmt

rannsókn sálfræðinganna Andra Haukstein Oddssonar og Halldóru Bjargar Rafnsdóttur (2017) mældust

rúmlega þriðjungur háskólanema á Íslandi (nemar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og

Háskólanns á Akureyri) með miðlungs eða alvarleg einkenni þunglyndis. Tæp 20% nema mældust

einnig með einkenni kvíða. Alls tóku 2.737 nemar þátt í fyrrgreindri rannsókn og meðalaldur þátttakenda

var 28 ár. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru svipaðar niðurstöðum erlendra rannsóknna. Um 34%

nema mældust yfir klínískum mörkum þunglyndis og 19,8% mældust yfir klínískum mörkum kvíða.

Niðurstöðurnar sýndu líka mun á nemum í fullu námi og í hlutanámi sem gaf til kynna hærri tíðni þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá nemum í fullu námi. Nemar, sem bjuggu hjá foreldrum sínum,

reyndust hafa meiri þunglyndiseinkenni að meðaltali en nemar í annarri búsetu. Það merkilegasta, sem

hefur gerst hérlendis, er að stór hluti af háskólanemum glímir við andleg vandamál, sérstaklega

þunglyndis- og kvíðaeinkenni. Að frátaldri skerðingu á heilsu geta þunglyndis- og kvíðaeinkenni haft enn

frekari áhrif á námsárangur háskólanema (Bernal-Morales, Rodríguez-Landa og Pulido-Criollo, 2015).

Þetta er í samræmi við niðurstöður frá Humensky og félögum (2010) sem komust að því að þeir nemar,

sem voru með þunglyndiseinkenni, höfðu fundið fyrir einbeitingarerfiðleikum og átt erfitt með að klára skólaverkefni (Humensky o.fl., 2010).

4.2.1 Aðlögunarleiðir háskólanema í kjölfar lífsbreytinga og streitu Aðlögunarferli krefjast breytinga á hegðun ásamt vitsmunalegri vinnu til að takast á við streituvaldandi

þætti í kjölfar breytinga, þar sem reynir á hæfni einstaklingsins ásamt eflingu og nýtingu viðeigandi

úrræða (Enns o.fl., 2018; Neyak, 2019). Jákvæðar aðlögunarleiðir draga úr streitu og fela í sér ákveðna

eiginleika sem eru meðal annars lausnarmiðuð nálgun á vandamálið, jákvætt viðhorf, félagslegur stuðningur og að auki jákvætt endurmat og endurgjöf. Einstaklingar með háa tilfinningagreind, sem

lenda í streituvaldandi aðstæðum, draga úr sjálfsásökunum og eru almennt fljótari að jafna sig umfram

Page 30: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

32

aðra. Eiginleikar í fari þeirra sem hafa háa tilfinningagreind eru meðal annars sveigjanleiki í

aðlögunarleiðum, yfirfærsla á aðlögunarleiðum og hafa félagslegan stuðning sem þeir nýta. Andstætt

því eru óheilbrigðar aðlögunarleiðir eins og sjálfsásakanir, neysla, afneitun og sjálfstruflun sem felst í

því að aftengja sig við líkama og sál. Lág tilfinningagreind getur leitt til lægra streituviðnáms sem aftur

getur leitt til þess að líkamleg einkenni streitu fara að gera vart við sig. Einstaklingar með lága

tilfinningagreind forðast gjarnan ákveðnar aðstæður, upplifa neikvæðar hugsanir og miklar

sjálfsásakanir og gera gjarnan mikið úr málunum (Mehri, Solhi, Garmaroudi, Nadrian og Sighaldeh, 2016).

Enns og félagar (2018) hafa kannað tengslin milli streitu, aðlögunarleiða og tilfinningagreindar

ásamt því að skoða hlutverk aðlögunarferlisins nánar og tengsl þess við tilfinningagreind, sjá mynd 4.

Niðurstöður gagna benda til þess að tilfinningagreind hafi veruleg áhrif á streitu sem ákvarðar hvort einstaklingurinn bregst við með því að nota heilbrigðar aðlögunarleiðir, sem eru hjálplegar, eða

óheilbrigðar aðlögunarleiðir sem eru gagnslausar eða gagnslitlar. Þar með sagt hafa einstaklingar, sem

eru með háa tilfinningagreind, tilhneigingu til að skynja vel aðlögunarferlið og geta túlkað streituvaldandi

atburði, sem útskýrist að hluta til vegna þess að þeir hafa meiri sveigjanleika og nota árangursríkar

aðlögunarleiðir sem viðbragð við streitu. Þessir einstaklingar hafa því betri færni til að takast á við streitu

á árangursríkan hátt með því að virkja fleiri hjálplegar aðlögunarleiðir. Sem dæmi má nefna að

einstaklingar með háa tilfinningagreind geta höndlað betur streitu og erfiðar aðstæður því að þeir eru

viðbúnir því að skynja, skilja og stjórna neikvæðum tilfinningum hjá sjálfum sér og öðrum. Auk þess eru þeir færari um að þekkja og skilja tilfinningalega upplifun annarra og geta því notað fleiri hjálplegar

aðlögunarleiðir. Tilfinningagreind einstaklinga ákvarðast af ákveðnum eiginleikum svo sem

tilfinningastjórnun, tilfinningalegri sjálfsvitund og skynjun gagnvart tilfinningum annarra. Hægt er að efla

tilfinningagreind með viðeigandi þjálfun sem hefur varanleg jákvæð áhrif á heilsu og líðan (Enns o.fl.,

2018; Nayak, 2019).

Margir einstaklingsbundnir og umhverfislegir þættir geta haft áhrif á aðlögunarferli einstaklinga að

lífsbreytingunni sem geta ýmist haft styðjandi eða hindrandi áhrif á lífsbreytingarferlið. Þegar lífsbreyting

hefst eru aðstæður einstaklingsins endurskilgreindar og skipulagi breytt til þess að laga sig að nýjum

aðstæðum lífsbreytingarinnar (Kralik, 2006). Siðir og lifnaðarhættir, sem háskólanemar tileinka sér í

aðlögunarferli sínu að háskólanámi, eru líklegir til að viðhaldast til lengri tíma þrátt fyrir útskrift nemans.

Því er mikilvægt að styðja og efla heilbrigðar aðlögunarleiðir háskólanema á þessu tímabili. Snemmtæk íhlutun og viðeigandi úrræði geta dregið úr streitu og stuðlað að heilbrigðu aðlögunarferli (Enns o.fl.,

2018).

Page 31: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

33

4.3 Hvers konar heilsusamlegt líferni gætu háskólanemar tileinkað sér til að vinna gegn neikvæðum áhrifum streitu?

4.3.1 Heilsueflandi lífsstíll Lífsstíll felur í sér lifnaðarhætti einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga sem geta verið heilbrigðir eða

óheilbrigðir hvað varðar einstaklingsbundna hegðun eins og matarræði, hreyfingu og streitustjórnun.

Heilbrigður lífsstíll getur leitt til betri heilsu og hamingju en aftur á móti getur óheilbrigður lífsstíll valdið

veikindum og ýmsum sjúkdómum (Mehri o.fl., 2016). Samkvæmt Walker og félögum hefur heilsueflandi lífsstíll (e. health-promoting lifestyle) verið skilgreindur sem fjölbreytt lífsmynstur athafna og skynjunar

sem nær að viðhalda eða auka vellíðan, sjálfsbirtingu og lífsfyllingu einstaklingsins (Walker, Sechrist og

Pender, 1987). Heilsueflandi hegðun (e. health-promoting behaviors) samanstendur af sex þáttum, það

er heilsufarsleg ábyrgð, hreyfing, næring, félagsleg samskipti, andleg iðkun og streitustjórnun. Pender,

Murdaugh og Parsons (2010) leggja áherslu á að auknar vísbendingar séu um að ef einstaklingar geti

þjálfað sig vel og reglulega í að tileinka sér heilbrigðar aðlögunarleiðir myndi það hafa í för með sér betri

heilsu og bættan lífsstíl.

4.3.2 Hreyfing Streita er algeng meðal háskólanema – eins og áður hefur komið fram – og er vitað að streita hefur

neikvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á þau jákvæðu áhrif sem hreyfing

hefur á andlega og líkamlega heilsu og er því mikilvægt að vekja athygli á því við háskólanema. Með

því að auka þekkingu háskólanema á þeim heilsubætandi áhrifum og kostum, sem hreyfing hefur, getur

það leitt til jákvæðra lífsbreytinga með því að efla heilbrigðar aðlögunarleiðir þeirra. Regluleg hreyfing

dregur úr þunglyndi, streitu og kvíða ásamt því að auka almenna ánægju háskólanema, þar sem aukið

sjálfstraust og trú á eigin getu fylgir reglulegri hreyfingu (Yorks, Frothingham og Schuenke, 2017). Niðurstöður Almutairi og félaga (2018) bentu til þess að það að stunda frístundaiðju gæti stuðlað að

betri heilsu og betri líkamlegri og sálrænni líðan. Í svipuðum rannsóknum Klainin-Yobas, He og Lau

(2015) kom fram að háskólanemar, sem æfðu reglulega, voru betur á sig komnir líkamlega og höfðu

betri líkamlega og sálræna heilsu.

Í svissneskri rannsókn frá árinu 2017 (Gerber o.fl., 2017) kom í ljós að lítil hreyfing sýndi tengsl

við hækkun á adrenocortical-gildi sem er streituvaldandi hormón. Í bandarískri rannsókn frá árinu 2016

voru athuguð líkamleg heilsa, lífstíll, hegðun og geðheilbrigði hjá háskólanemum á fyrsta námsári. Alls

tóku 93 þátt í rannsókninni. Niðurstöður voru þær að 40% þátttakenda voru í yfirþyngd og einungis 44%

uppfylltu ráðlögð hreyfingarviðmið. Af þátttakendunum voru 41% með þunglyndiseinkenni og 28% kvíða.

Tengsl voru á milli þunglyndis/kvíða og óheilsusamlegrar hegðunar. Nemar sem innritast í háskólanám

Page 32: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

34

eru í aukinni áhættu á að fá þunglyndi, kvíða og sýna af sér óheilsusamlega hegðun sem hægt væri að

fyrirbyggja með skimun og snemmtækum inngripum. Til að bera kennsl á heilbrigðisvanda mætti greina

nema í áhættuhópi svo að hægt sé að grípa til snemmtækra inngripa og stuðla að betri árangri (Menyk

o.fl., 2016). Þar sem hreyfing er meðal áhrifaríkustu þátta til að efla heilsu og vernda lífsgæði gæti

ófullnægjandi hreyfing haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu sem getur valdið

ýmsum líkamlegum og félagslegum erfiðleikum (Mehri o.fl., 2016). Þannig er heilsueflingaráætlun

mikilvæg til að hvetja nema til að hreyfa sig reglulega til að efla heilsu þeirra og til að koma í veg fyrir þróun sjúkdóma.

4.3.3 Matarræði Streita hefur verið tengd við þyngdaraukningu og ofþyngd sem hefur neikvæðar heilsufarslegar

afleiðingar. Hormón virkjast í streituviðbragði líkamans sem hefur áhrif á matarlyst með þeim afleiðingum

að hungurtilfinning eykst sem eykur hættu á óheilbrigðum matarvenjum. Hætta er á því að óheilbrigðar

aðlögunarleiðir myndist hjá háskólanemum ef ekki er farið rétt að þar sem þeir leita gjarnan í skyndibita

og óhollt matarræði til að virkja umbunarkerfi líkams vegna streituvaldandi þátta sem fylgja því að stunda

nám á háskólastigi. Í niðurstöðum Mehris og félaga (2016) var líkamsmassastuðullinn BMI (e. body mass index) greindur of hár meðal háskólanema, sem áréttar mikilvægi þess að hvetja einstaklinga til

að gera heilsueflandi áætlun um að breyta lífsstíl sínum. Með hliðsjón af mikilvægu hlutverki

líkamsímyndar og tengslum hennar við sjálfsmynd, sérstaklega meðal kvenna, er mikilvægt að efla

heilbrigðisfræðslu fyrir háskólanema um heilsusamlegt mataræði til þess að geta tekist á við

streituvaldandi kröfur sem fylgja náminu. Í rannsókn Mehris og félaga, kom einnig fram að aukin hætta

var á ofþyngd eða offitu meðal giftra námsmanna. Þannig ættu heilsueflandi inngrip að beinast í auknum

mæli að þessum nemahópi.

Þátttakendur í rannsóknum á ákvörðunum um ofneyslu matar hjá háskólanemum nefndu að

sjálfsstjórnunarferli, þar með talið innri (e. intrinsic) (t.d. óskir um mat) og ytri (t.d. heilsufarsvitund,

sektarkennd) hvatir, sjálfsagi, sjálfsstjórnun, tímastjórnun o.s.frv., hafi haft áhrif á neysluhegðun eða

matarhegðun sína (Deliens, Clarys, De Bourdeaudhuij og Deforche, 2014). Ljóst er út frá niðurstöðum

rannsókna Deliens og félaga (2014) að háskólanemar, sem sýndu meira sjálfstæði og ábyrgð á mataræði sínu og skipulögðu matarvenjur sínar í skólanum, náðu meiri stöðugleika í matarvenjum. Slíkt

sjálfseftirlit og sjálfsstjórnun getur hjálpað nemum að taka heilbrigðari ákvarðanir og viðhalda

heilsusamlegri lífsstíl á fullorðinsárum (Lacaille, Dauner, Krambeer, Pedersen, 2011). Þátttakendur töldu

að ávinningur (t.d. bæta heilsufar og kraft) af heilsusamlegum matarvenjum gæti líka haft áhrif á

fæðuval. Nemarnir töldu einnig að þekking á mataræði og næringu ætti að vera fyrsta skrefið í átt að

vitundinni um heilbrigðar matarvenjur. Deliens of félagar (2014) nefndu í rannsókn sinni að háskólanema

skorti þekkingu og færni til að hafa heilsusamlegt fæðuval að leiðarljósi ásamt því að útbúa hollan mat sem gerði þeim erfitt fyrir við að aðlagast breyttum heilsueflandi lífsstíl.

Page 33: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

35

4.3.4 Svefn

Svefnvandamál orsakast af fjölbreytilegum þáttum sem geta haft veruleg áhrif á heilsu og líðan

háskólanema. Algengt er að háskólanemar glími við einhvers konar svefnvandamál; í því felst meðal

annars að vera lengur en þrjátíu mínútur að sofna, að vera andvaka, skerðing á svefngæðum og

erfiðleikar við að ná tökum á svefnvenjum. Rannsóknir benda til þess að háskólanemar, sem glíma við viðvarandi svefnvandamál, upplifi töluvert meiri þreytu, þunglyndi, kvíða, streitu, reiði, líkamlega

fylgikvilla, dagsyfju, minna sjálfstraust og skerta getu til að sinna athöfnum daglegs lífs heldur en aðrir

nemar. Snemmtæk íhlutun og inngrip geta hins vegar stuðlað að bættum svefnvenjum og

svefngæðum háskólanema og verið fyrirbyggjandi gagnvart þróun frekari heilsufarsvandamála í

framtíðinni. Ávinningur inngrips og íhlutunar getur haft jákvæð áhrif á geðheilsu háskólanema, stuðlað

að heilbrigðum aðlögunarleiðum og eflt lífsgæði þeirra (Friedrich, Claßen og Schlarb, 2018).

4.4 Hugræn atferlismeðferð Rannsókn var gerð meðal íslenskra kvenstúdenta á háskólastigi til að svara aukinni eftirspurn og þörf

fyrir úrræði sem væru ekki tímafrek, væru ódýr og aðgengileg. Rannsakendur könnuðu upplifun og árangur hugrænnar atferlismeðferðar við sálrænni vanlíðan kvenna í háskólanámi, sem fór fram í fjögur

skipti í 2 klst í senn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hópmeðferðin leiddi til:

1) Aukinnar þekkingar og skilnings: Jákvæð og uppbyggjandi reynsla sem hjálpaði

kvenstúdentunum að skilja betur sjálfar sig og aðra. Þær gátu betur borið kennsl á tilfinningar sínar, skilið þær og stjórnað þeim.

2) Aukins tilfinningalegs jafnvægis og jákvæðrar hugsunar: Kvenstúdentarnir urðu jákvæðari í

hugsun og gátu breytt neikvæðum hugsunum yfir í jákvæðar í mismunandi aðstæðum. Í stað

þess að gera mikið úr málum og hefja sjálfsásakanir gátu þær breytt innri hugsun á uppbyggjandi máta.

3) Aukins sjálfstrausts og sjálfsstjórnar: Kvenstúdentarnir öðluðust færni og tækni sem þær gátu

nýtt sér til að ná betri stjórn á hugsunum sínum og hegðun í streituvekjandi aðstæðum eins og

til dæmis öndunaræfingar.

4) Aukins sjálfstrausts og betri stjórnunar á aðstæðum: Kvenstúdentarnir Lærðu tækni sem þær

gátu beitt til að bæta samskipti og skynja aðstæður betur sem gaf þeim aukinn styrk og kjark til

að höndla fjölbreytilegar aðstæður.

(Bernhardsdottir, Champion og Skärsäter, 2014).

Þessi hópmeðferð reyndist bera árangur við að hjálpa íslenskum konum í háskólanámi til að takast á

við streituvaldandi aðstæður á árangursríkan og uppbyggjilegan hátt. Ekki er hægt að yfirfæra

niðurstöður rannsóknarinnar yfir á alla háskóla hér á landi en að mati höfunda er þörf er fyrir fleiri

rannsóknir á árangri meðferðarinnar og m.a. á árangri hennar fyrir bæði kynin.

Page 34: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

36

4.5 Núvitund

Rannsókn Finkelstein-Fox, Park og Riley (2017), sem var framkvæmd í Bandaríkjunum, kannaði áhrif

núvitundar ásamt tilfinningastjórnun háskólanema (n=158) á aðlögun þeirra að háskólanámi. Þættir sem tengjast tilfinningastjórnun auk núvitundar og sá eiginleiki að geta haldið jafnvægi á tilfinningum

sínum í streituvaldandi aðstæðum, hafa oft tengsl við líðan. Lítið hefur hins vegar verið rannsakað

hvaða þættir ákvarða hvort og hvernig háskólanemar í streituvaldandi aðstæðum geta nýtt sér

núvitund. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þjálfun háskólanema í núvitund ásamt

tilfinningastjórnun hafði jákvæð áhrif á líðan og gæti því aukið seiglu nema sem þurfa að aðlagast

háskólanáminu. Að auki reyndist þjálfun í núvitund vera verndandi þáttur gagnvart breytingum á

þunglyndiseinkennum í jákvæða átt (Finkelstein-Fox, Park og Riley, 2017). Þjálfun, sem byggði á

núvitundaræfingum, hefur reynst árangursrík til meðhöndlunar á líkamlegum og andlegum kvillum. Í Kína árið 2017, var ávinningur (e.efficiacy) tveggja netnámskeiða (núvitund samanborið við hugræna

atferlismeðferð) kannaður til þess að efla geðheilbrigði háskólanema. Niðurstöðurnar sýndu að bæði

forritin iMIND (smáforrit um núvitund) (n=604) og iCBT (smáforrit um hugræna atferlismeðferð)

(n=651) báru árangur til að bæta geðheilbrigði, sálræna líðan, lífsánægju, svefnraskanir og

orkuójafnvægi líkamans sem viðhéldust yfir þriggja mánaða tímabil (Mak, Chio, Chan, Lui og Wu,

2017).

5 Umræður

Streita er algeng upplifun meðal nema í háskólanámi og er nú talin vera hluti af daglegu lífi þeirra.

Háskólanemar þurfa að takast á við ýmsar ófyrirsjáanlegar óskoranir á meðan þeir undirbúa sig fyrir

faglegt hlutverk í framtíðarstarfi sínu í samfélaginu (Stillwell, Vetmeesch og Scott, 2017; Tavolacci o.fl., 2013). Streita eða sú uplifun að finnast aðstæður sínar vera of yfirgripsmiklar og að upplifa yfirþyrmandi

tilfinningar, getur leitt til skaðlegra heilsufarslegra afleiðinga þ.e. líkamlegra (veiklað ónæmiskerfið),

andlegra og tilfinningalegra (Coffey o.fl., 2017; Meinyk o.fl., 2016; Pelletier o.fl., 2016). Hæfni

einstaklinga til þess að takast á við breyttar aðstæður og aðlagast þeim er mismikil en rannsóknir sýna

að þær margvíslegu áskoranir, sem háskólanemar þurfa að takast á við, geta valdið mikilli streitu í kjölfar

viðvarandi álags. Háskólanemar geta orðið fyrir því að miklar námstengdar og persónulegar kröfur, sem

þeir setja fram, séu umfram getu þeirra sem veldur sálrænni vanlíðan, kvíða, streitu, yfirþyrmandi tilfinningu, áhyggjum og jafnvel klínískum einkennum þunglyndis (Duffy o.fl., 2019; Meleis, 2000). Þó að

fáir rannsakendur hafi skoðað streitu meðal íslenskra háskólanema hefur streita verið rannsökuð meðal

nema í grunnnámi við Háskóla Íslands (Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn Óskarsdóttir, 2016).

Þar mældust háskólanemar með 20,60 meðalstreitustig á PSS-streitukvarðanum og 58,1% þátttakenda

var yfir meðalskori. Í ljósi þess að meðalstreitustig nema í Háskóla Íslands var marktækt hærra en

meðalstreitustig hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári í Hákólanum á Akureyri skv rannsókn

Evu Mjallar Júlíusdóttur og Helgu Berglindar Hreinsdóttur (2010) en þar var meðalstreitustig nema 17,2,

þá er mikilvægt að fylgja þessum rannsóknarniðurstöðum frekar eftir. Auk þess sýndi rannsókn Jóhönnu

Page 35: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

37

Bernharðsdóttur (2014) á sálrænni vanlíðan kvenstúdenta við Háskóla Íslands að rúm 20% kvenna ættu

við sálræna vanlíðan að stríða og fyndu fyrir þunglyndis- og kvíðaeinkennum. Eins kom í ljós í

meistaraverkefni sálfræðinganna Andra Haukstein Oddson og Halldóru Bjargar Rafnsdóttur (2017) að

um þriðjungur háskólanema á Íslandi mældist með þunglyndi og tæp 20% voru með kvíða. Ofangreindar

rannsóknir gefa því skýra vísbendingu um mikilvægi þess að auka stuðning við háskólanema til að hlúa

að heilsu þeirra og vellíðan því að þeir eru framtíðarstarfskraftur í íslensku samfélagi. Einnig móta nemar

sér siði, hefðir og venjur á háskólaárunum sem eiga það til að viðhaldast í starfi úti í samfélaginu. Með aðkomu fræðsluteymis, t.d. innan heilsugæslunnar, mætti fyrirbyggja síðbúin heilsufarsvandamál vegna

streitu og álags háskólanema. Heilsugæslan hér á landi sinnir nemendum á grunnskólastigi og á

menntaskólastigi með formlegum hætti en það mætti þróa formlegan stuðning við nema á háskólastigi

bæði til að sinna námstengdum vandamálum og eins til að fyrirbyggja þróun heilsufarsvandamála. Eins

mætti bjóða upp á formleg fræðslunámskeið fyrir nema á vegum háskólanna, þar sem kynntar yrðu

lífsbreytingar og heilbrigðar aðlögunarleiðir til að takast á við þessi vandamál.

Mikil streita getur stuðlað að því að háskólanemi tileinki sér gagnlausar aðlögunarleiðir eins og

óhollt matarræði, reykingar og áfengisneyslu, sem hefur neikvæð áhrif á heilsu hans og líðan (Enns

o.fl., 2018). Viðvarandi álag verður oft og tíðum í lífi háskólanema vegna þeirra margvíslegu áskorana

sem þeir þurfa að takast á við og hefur streita, kvíði og yfirþyrmandi tilfinning verið rannsökuð (Stillwell,

2017). Niðurstöður rannsóknar Baghurst og Kelley, 2014, sýndu að þeir nemar, sem fengu inngrip

með streitustjórnun eða líkamlegri hreyfingu, höfðu marktækt lægra streitustig og voru með minni prófkvíða og minni kulnunareinkenni í lok annar en ekki var marktækur munur á kvíða meðal hópanna.

Að auki hefur komið í ljós að regluleg hreyfing dregur úr þunglyndi, streitu og kvíða ásamt því að auka

almenna ánægju háskólanema, auk þess sem aukið sjálfstraust og trú á eigin getu var fylgifiskur

reglulegrar hreyfingar (Yorks, Frothingham og Schuenke, 2017).

Með hliðsjón af mikilvægi heilsu háskólanema ættu stuðningsúrræði fyrir heilsueflandi hegðun

meðal þeirra að vera forgangsverkefni fyrir stefnumótendur í heilbrigðisþjónustunni, auk þess sem

heilbrigðisstarfsmenn ættu að veita samfélagsþjónustu sem miðar meðal annars að því að hjálpa

nemum að þróa með sér heilbrigðan lífsstíl. Rannsókn á rúmlega 500 háskólanemum frá Íran (Mehri o.fl., 2016) sýndi að skipulagning heilsueflingar með áherslu á valdeflingu til að þróa heilbrigðan lífsstíl

leiddi til betri námsárangurs. Tvær rannsóknir hafa sýnt fram á að meirihluti háskólanema vildu fá

faglega ráðgjöf og aðstoð þegar þau þurftu á því að halda (Almutairi o.fl., 2018; Mehri o.fl., 2016). Það

þýðir að háskólanemar hafa möguleika á að breyta veikleikum sínum í styrk til að efla heilbrigða lífshætti

og lífsviðhorf. Þess vegna þarf að gera áætlun um hreyfingu og yfirfara næringarvenjur í samvinnu við

heilbrigðisstarfsfólk (Mahdipour, Shahnazi, Hassanzadeh, Tabaraie og Sharifirad, 2013). Jafnframt þarf

að leggja áherslu á að fræða nema í háskólum um mikilvægi ráðgjafar (s.s. heilsueflingarráðgjöf) til að viðhalda heilsu þeirra.

Áhugaverðar niðurstöður komu fram í rannsókn Mehris og félaga (2016) sem sýndu að

heilsufarsleg ábyrgð og streitustjórnun höfðu sterk tengsl við hreyfingu og mataræði. Með öðrum orðum,

því hærri sem heilsuábyrgð og streitustjórnun voru meðal háskólanema því betri voru hreyfi- og næringarvenjur þeirra. Þannig má draga þá ályktun að þróun og innleiðing markmiða tengdra

áætlanagerða til að efla heilsuábyrgð og streitustjórnun meðal nema geti stuðlað að reglubundinni

Page 36: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

38

líkamlegri hreyfingu og góðum næringarvenjum. Í streitustjórnun einbeitir einstaklingurinn sér að

aðferðum og tækni sem notuð eru til að stjórna streitu. Þess vegna er það gagnlegt að háskólar bjóði

upp á fræðslu og ýmis tækifæri til að háskólanemar geti nýtt sér streitustjórnunartæknina, eins og t.d.

að fá nægan svefn, að taka frá tíma tvisvar til þrisvar sinnum á dag til að slaka á og einbeita sér að

skemmtilegum hugsunum, en slíkt getur verið afar gagnlegt (Mehri o.fl., 2016). Síðast en ekki síst kom

fram í niðurstöðum Mehris og félaga (2016) að einhleypir námsmenn skoruðu marktækt lægra á

heilsufarslegri ábyrgð og andlegri iðkun á mælitækjum Health Promoting Lifestyle Profile (HPLP) samanborið við gifta. Mikilvægt er að huga að þessum mismun milli giftra og ógiftra nema við þróun og

tileinkun heilsueflandi lífsstíls meðal háskólanema.

Ályktanir

Háskólanemar eru viðkvæmur hópur í veigamiklu mótunarferli þar sem streituvaldandi þættir í lífi þeirra

aukast í námi. Aukin hætta er á því að nemar tileinki sér óheilbrigða lifnaðarhætti sem aðlögunarleið í

aðlögunarferli þeirra að nýrri lífsbreytingu. Heilsufarslegar afleiðingar geta þróast ef nemar tileinka sér

óheilbrigða lifnaðarhættir og geta þeir varað til framtíðar. Að því sögðu, er nauðsynlegt að upplýsa

háskólanema um heilbrigðar aðlögunarleiðir til þess að stuðla að jákvæðu lífsbreytingaferli en þannig er

hægt að hafa langvarandi heilsubætandi áhrif á heilsu og líðan háskólanema (Pelletier o.fl., 2016). Í Ástralíu gerðu Edgar og félagar (2019) rannsókn meðal háskólanema þar sem könnuð voru tengsl

lífsbreytinga við námsárangur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hvatning nema til náms var einn

af þeim lykilþáttum sem hafði áhrif á námsárangur þeirra. Lítið er hins vegar vitað um hvaða

úrlausnarefni gagnast háskólanemum hér á landi. Við erlenda háskóla hafa ýmis úrræði fyrir nema verið

í boði sem hafa borið árangur til að milda áhrif streitu, s.s. undirbúningsnámskeið eða kynningardagar

fyrir nema þar sem fræðsla um lífsbreytingu tengda háskólanámi og árangursríkar meðferðir voru

kynntar auk reglubundinna gönguferða í hádegishléum o.s.frv. (Pelletiero.fl., 2016). Frekari rannsókna á meðferðum eða íhlutunum er þörf hér á landi til að kanna ávinning af heilsueflandi stuðningi við

háskólanema á tímum þeirra lífsbreytinga sem fylgja háskólanáminu.

Page 37: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

39

Heimildaskrá

Abebe, A. M., Kebede, Y. G. og Mengistu, F. (2018). Prevalence of stress and associated factors among regular students at Debre Birhan governmental and nongovernmental health science colleges North Showa Zone, Amhara region, Ethiopia 2016. Psychiatry Journal, 2018, ID 7534937. doi:10.1155/2018/7534937

Acharya Pandey, R. og Chalise, H. N. (2015). Self-esteem and academic stress among nursing students. Kathmandu Univ Med J (KUMJ), 13(52), 298–302. doi:10.3126/kumj.v13i4.16827

Almutairi, K. M., Alonazi, W. B., Vinluan, J. M., Almigbal, T. H., Batais, M. A., Alodhayani, A. A., … Alhoqail, R. I. (2018). Health promoting lifestyle of university students in Saudi Arabia: A cross-sectional assessment. BMC public health, 18(1), 1093. https://doi.org/10.1186/s12889-018-5999-z

American College Health Association. (2019). American College Health Association:National College Health Assessment II: Undergraduate Student Executive Summary Spring 2019. Sótt af https://www.acha.org/documents/ncha/NCHA-II_SPRING_2019_US_REFERENCE_GROUP_EXECUTIVE_SUMMARY.pdf

Andri Haukstein Oddsson og Halldóra Björg Rafnsdóttir. (2017). Depressive and anxiety symptoms among university students in Iceland (óútgefin meistararitgerð). Háskólinn í Reykjavík, viðskiptadeild. Sótt 24. mars 2020 af https://skemman.is/handle/1946/28674

Auerbach, R. P., Alonso, J., Axinn, W. G., Cuijpers, P., Ebert, D. D., Green, J. B. og Bruffaerts, R. (2016). Mental disorders among college students in the World Health Organization world mental health surveys. Psychological Medicine, 46(14), 2955–2970. https://doi.org/10.1017/S0033291716001665

Baghurst, T. og Kelley, B. C. (2014). An examination of stress in college students over the course of a semester. Health Promot Pract, 15(3), 438–447. doi:10.1177/1524839913510316

Beall, J. W., DeHart, R. M., Riggs, R. M. og Hensley, J. (2015). Perceived stress, stressors, and coping mechanisms among doctor of pharmacy students. Pharmacy, 3(4), 344–354. doi:10.3390/pharmacy3040344

Bedewy, D. og Gabriel, A. (2015). Examining perceptions of academic stress and its sources among university students: The Perception of Academic Stress Scale. Health Psychology Open, 2(2).. https://doi.org/10.1177/2055102915596714

Beiter, R., Nash, R., McCrady, M., Rhoades, D., Linscomb, M., Clarahan, M. og Sammut, S. (2015). The prevalence and correlates of depression, anxiety, and stress in a sample of college students. J Affect Disord, 173, 90–96. doi:10.1016/j.jad.2014.10.054

Bernhardsdottir, J. og Vilhjalmsson, R. (2013). Psychological distress among university female students and their need for mental health services. J Psychiatr Ment Health Nurs, 20(8), 672–678. doi:10.1111/jpm.12002

Bernhardsdottir, J., Champion, J. D og Skärsäter, I. (2014). The experience of participation in a brief cognitive behavioueral group therapy for psychologically distressed female university students. Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing, 21-679-686. doi:10.1111/jpm.12106

Bernal-Morales, B., Rodríguez-Landa, J. F. og Pulido-Criollo, F. (2015). Impact of anxiety and depression symptoms on scholar performance in high school and university students, a fresh look at anxiety disorders. London: IntechOpen. Sótt 26. apríl 2020 af https://www.intechopen.com/books/a-fresh-look-at-anxiety-disorders/impact-of-anxiety-and-depression-symptoms-on-scholar-performance-in-high-school-and-university-stude

Page 38: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

40

Boulton, M. og O'Connell, K. A. (2017). Nursing students' perceived faculty support, stress, and substance misuse. J Nurs Educ, 56(7), 404–411. doi:10.3928/01484834-20170619-04

Chick, N. og Meleis, A. I. (1986). Transition: A nursing concern. School of Nursing Depertmental Papers, 9. Philadelphia: University of Pennsylvania: Scholarly Commons.

Chacón-Cuberos, R., Zurita-Ortega, F., Olmedo-Moreno, E. M. og Castro-Sánchez, M. (2019). Relationship between academic stress, physical activity and diet in university students of education. Behavioral sciences, 9(6), 59. https://doi.org/10.3390/bs9060059

Chu, B, Marwaha, K og Ayers, D. (2019). Physiology, stress reaction. Treasure Island, Flórída: StatPearls Publishing. Sótt 23. mars 2020 af https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK541120/?report=classic

Coffey, D. S., Elliot, K., Goldblatt, E., Grus, C., Kishore, S. P., Mancini, M.E., … Walker, P. H. (2017). A multifaceted systems approach to addressing stress within health professions education and beyond. NAM Perspectives, 7(1). doi:10.31478/201701e

Cohen, S. og Williamson, G. M. (1988). Perceived stress in a probability sample in the United States. Í S. Spacapan og S. Oskamp (ritstjórar), The social psychology of health (bls. 31–67). Newbury Park, Kaliforníu: Sage.

Dalky, H. F. og Gharaibeh, A. (2019). Depression, anxiety, and stress among college students in Jordan and their need for mental health services. Nurs Forum, 54(2), 205–212. doi:10.1111/nuf.12316

DaSilva, A. W., Huckins, J. F., Wang, R., Wang, W., Wagner, D. D. og Campbell, A. T. (2019). Correlates of stress in the college environment uncovered by the application of penalized generalized estimating equations to mobile sensing data. JMIR mHealth and uHealth, 7(3), e12084. https://doi.org/10.2196/12084

Deliens, T., Clarys, P., De Bourdeaudhuij, I. og Deforche, B. (2014). Determinants of eating behaviour in university students: A qualitative study using focus group discussions. BMC Public Health, 14, article 53. https://doi.org/10.1186/1471-2458-14-53

Denovan, A., Dagnall, N., Dhingra, K. og Grogan, S. (2019). Evaluating the perceived stress scale among UK university students: Implications for stress measurement and management. Studies in Higher Education, 44(1), 120–133. doi:10.1080/03075079.2017.1340445

Dhabhar, F. S. (2014). Effects of stress on immune function: The good, the bad, and the beautiful. Immunologic Research, 58(2–3), 193–210.

Diaz-Morales, J. F. og Escribano, C. (2015). Social jetlag, academic achievement and cognitive performance: Understanding gender/sex differences. Chronobiol Int, 32(6), 822–831. doi:10.3109/07420528.2015.1041599

Edgar, S., Carr, S. E., Connaughton, J. og Celenza, A. (2019). Student motivation to learn: Is self-belief the key to transition and first year performance in an undergraduate health professions program? BMC Medical Education, 19(1), 111. doi:10.1186/s12909-019-1539-5

Enns, A., Eldridge, G. D., Montgomery, C. og Gonzalez, V. M. (2018). Perceived stress, coping strategies, and emotional intelligence: A cross-sectional study of university students in helping disciplines. Nurse Education Today, 68, 226–231. doi:10.1016/j.nedt.2018.06.012

Eisenberg, D., Speer, N. og Hunt, J. B. (2012). Attitudes and belief about treatment among college students with untreated mental health problems. Psychiatric Services, 63(7), 711–713. https://doi.org/10.1176/appi.ps.201100250

Page 39: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

41

Elias, H., Ping, W. S. og Abdullah, M. C. (2011). Stress and academic achievement among undergraduate students in Universiti Putra Malaysia. Procedia – Social and Behavioral Sciences, 29, 646–655. doi:https://doi.org/10.1016/j.sbspro.2011.11.288

Eva Mjöll Júlíusdóttir og Helga Berglind Hreinsdóttir. (2010). Streita hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári við Háskólann á Akureyri (óútgefin bakkalárritgerð). Háskólinn á Akureyri. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/ 5818

Friedrich, A., Claßen, M. og Schlarb, A. A. (2018). Sleep better, feel better? Effects of a CBT-I and HT-I sleep training on mental health, quality of life and stress coping in university students: A randomized pilot controlled trial. BMC Psychiatry, 18(1), 268. doi:10.1186/s12888-018-1860-2

Gallagher R. P. (2005). National survey of counseling center directors. Alexandria: The International Association of Counseling Services. Sótt 24. mars 2020 af http://d-scholarship.pitt.edu/28166/1/2005_survey.pdf

Gazzaz, Z. J., Baig, M., Al Alhendi, B., Al Suliman, M., Al Alhendi, A. S., Al-Grad, M. og Qurayshah, M. (2018). Perceived stress, reasons for and sources of stress among medical students at Rabigh Medical College, King Abdulaziz University, Jeddah, Saudi Arabia. BMC Medical Education, 18(1), article 29. https://doi.org/10.1186/s12909-018-1133-2

Goh, J., Pfeffer, J. og Zenios, S. A. (2016). The relationship between workplace stressors and mortality and health costs in the United States. Management Science, 62(2), 608–628. doi:10.1287/mnsc.2014.2115

Grunspan, D. Z., Eddy, S. L., Brownell, S. E., Wiggins, B. L., Crowe, A. J. og Goodreau, S. M. (2016). Males under-estimate academic performance of their female peers in undergraduate biology classrooms. PLoS One, 11(2), e0148405. doi:10.1371/journal.pone.0148405

Hagstofa Íslands. (2018). Nemendur eftir skólastigi, tegund náms, almennu sviði og kyni 1997–2018. Sótt af https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__skolamal__4_haskolastig__0_hsNemendur/SKO04103.px/table/tableViewLayout1/?rxid=0eb1a086-a10a-40ab-a38d- c12fd57d8ea8

Hodge, B., Wright, B. og Bennett, P. (2018). The role of grit in determining engagement and academic outcomes for university students. Research in Higher Education, 59(4), 448–460. doi:10.1007/s11162-017-9474-y

Holt, N., Bremner, A., Sutherland, E., Vliek, M., Passer, M. W. og Smith, R. E. (2015). Psychology: The science of nind and behavior. Berkshire: McGrow-Hill Education.

Humensky, J., Kuwabara, S. A., Fogel, J., Wells, C., Goodwin, B. og Van Voorhees, B. W. (2010). Adolescents with depressive symptoms and their challenges with learning in school. The Journal of School Nursing, 26(5), 377–392. https://doi.org/10.1177/1059840510376515

Jacob, T., Gummesson, C., Nordmark, E., El-Ansary, D., Remedios, L. og Webb, G. (2012). Perceived stress and sources of stress among physiotherapy students from 3 countries. Journal of Physical Therapy Education, 26(3), 5–65.

Jenkins, S., Johnson, I. og Ginley, J. (2019). Work, Stress and Play: Students' perceptions of factors impacting on their studies and well-being. Eur J Dent Educ, 23(3), 349-354. doi:10.1111/eje.12436

Klainin-Yobas, P., He, H. G. og Lau, Y. (2015). Physical fitness, health behaviour and health among

nursing students: A descriptive correlational study. Nurse Educ Today, 35(12), 1199–1205. doi:10.1016/j.nedt.2015.06.014

Kralik., D., Visentin, K. og Van Loon, A. (2006). Transition: A literature review. Journal of Advanced Nursing, 55(3), 320–329, doi:10.1111/j.1365-2648.2006.03899.x

Page 40: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

42

Koolhaas, J. M., Bartolomucci, A., Buwalda, B., de Boer, S. F., Flügge, G., Korte, S. M., … Fuchs, E. (2011). Stress revisited: A critical evaluation of the stress concept. Neuroscience and Biobehavioral Reviews, 35(5), 1291–1301. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2011.02.003

Kotter, T., Wagner, J., Bruheim, L. og Voltmer, E. (2017). Perceived Medical School stress of undergraduate medical students predicts academic performance: An observational study. BMC Med Educ, 17(1), 256. doi:10.1186/s12909-017-1091-0

Kwan, M.Y., Arbour-Nicitopoulos, K. P., Duku. E. Og Faulkner, G. (2016). Patterns of multiple health risk-behaviours in university students andtheir association with mental health: application of latent class analysis. Health Promotion and Chronic Disease Prevention in Canada, 36(8), 163-170.

Lacaille, L. J., Dauner, K. N., Krambeer, R. J. og Pedersen, J. (2011). Psychosocial and environmental determinants of eating behaviors, physical activity, and weight change among college students: A qualitative analysis. J Am Coll Health, 59(6), 531–538. doi:10.1080/07448481.2010.523855

Lazarus R. S. (1966). Psychological stress and the coping process. New York: McGrawHill.

Lazarus, R. S. og Folkman, S. (1984). Stress, appraisal and coping. New York: Springer Publisher Company.

Lazarus, R. S. og Folkman, S. (1980). An analysis of coping in a middle-aged community sample. Journal of Health and Social Behavior, 21(3), 219–239.

Lindmark, U., Bülow, P. H., Mårtensson, J. og Rönning, H. (2019). The use of the concept of transition in different disciplines within health and social welfare: An integrative literature review. Nursing Open, 6(3), 664–675. doi:10.1002/nop2.249

Li, C., Yin, H., Zhao, J., Shang, B., Hu, M., Zhang, P. og Chen, L. (2018). Interventions to promote mental health in nursing students: A systematic review and meta-analysis of randomized controlled trials. J Adv Nurs, 74(12), 2727–2741. doi:10.1111/jan.13808

Liu, S., Zhu, M., Yu, D. J., Rasin, A. og Young, S. D. (2017). Using real-time social media technologies to monitor levels of perceived stress and emotional state in college students: A web-based questionnaire study. JMIR Ment Health, 4(1), e2. doi:10.2196/mental.5626

Mahdipour, N., Shahnazi, H., Hassanzadeh, S., Tavaraie, Y. og Gholamreza, S. (2013). Relationship between various aspects of life style in middle-aged women. Bull. Env. Pharmacol. Life Sci., 3(1),68–74. Sótt af https://core.ac.uk/download/pdf/35290453.pdf

Mayer, J. D., Salovey, P. og Caruso, D. R. (2000). Models of emotional intelligence. In R. J. Sternberg (ritstjóri), Handbook of intelligence (bls 396–420). New York: Cambridge University Press.

McCubbin, M. A., McCubbing, H. I., Nevin, R. og Cauble, E. (1996). Coping health inventory for parents (CHIP). Í H. I. McCubbin, A. Thompson og M. A. McCubbin (ritstjórar), Family assessment: Resiliency, coping and adaptation, inventories for research and practice, (bls. 407–445). Madison, Wisconsin: University of Wisconsin Publishers.

McLean, C. P., Asnaani, A., Litz, B. T. og Hofmann, S. G. (2011). Gender differences in anxiety disorders: Prevalence, course of illness, comorbidity and burden of illness. Journal of Psychiatric Research, 45(8), 1027–1035. http://doi.org/10.1016/j.jpsychires.2011.03.006

Mehri, A., Solhi, M., Garmaroudi, G., Nadrian, H. og Sighaldeh, S. S. (2016). Health promoting lifestyle and its determinants among university students in Sabzevar, Iran. International Journal of Preventive Medicine, 7(1), 65. https://doi.org/10.4103/2008-7802.180411

Meleis, A. I., Sawyer, L. M., Im, E. O., Hilfinger Messias, D. K. og Schumacher, K. (2000). Experiencing transitions: An emerging middle-range theory. Advance in Nursing Science, 23(a), 12–28.

Page 41: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

43

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2018). Staða íslenskra háskólanema: Aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms. Reykjavík: Höfundur. Sótt 23. mars 2020 af https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2d86daef-4fb1-11e8-942b-005056bc530c&fbclid=IwAR1MV3c103T6UZ2spo8r52p8duOjSisxJUhQZkD0WE76Y-jQxILMGxL7DJc

Moher, D., Liberati, A., Tetzlaff, J. og Altman, D. G. (2009). Preferred reporting items for systematic reviews and meta-analyses: The PRISMA statement. Annals of Internal Medicine, 151(4), 264–269. doi:10.7326/0003-4819-151-4-200908180-00135

Nayak, S. G., (2019). Impact of procrastination and time-management on academic stress among undergraduate nursing students: A cross sectional study, 7. International Journal of Caring Sciences, 12(3), 1480.

OECD. (2015). PISA 2015 Results (Volume III). Sótt af http://www.oecd.org/education/pisa-2015-results-volume-iii-9789264273856-en.htm

Palmer, S. og Puri, A. (2006). Coping with stress at university: A survival guide. London: Sage Publication.

Pariat, L., Rynjah, A., Joplin og Kharjana, M. G. (2014). Stress levels of college students: interrelationship between stressors and coping strategies. IOSR Journal of Humanities and Social Science, 19(8), 40–46. doi: 10.9790/0837-19834046

Pascoe, M. C., Hetrick, S. E. og Parker, A. G. (2020). The impact of stress on students in secondary school and higher education. International Journal of Adolescence and Youth, 25(1), 104–112. doi:10.1080/02673843.2019.1596823

Pelletier, J. E., Lytle, L. A. og Laska, M. N. (2016). Stress, health risk behaviors, and weight status among community college students. Health Education & Behavior, 43(2), 139–144. doi:10.1177/1090198115598983

Pender, N. J., Murdaugh, C. L. og Parsons, M. A. (2011). Health promotion in nursing practice. Upper Saddle River, New Jersey: Pearson.

Pervanidou, P. og Chrousos, G. P. (2012). Metabolic consequences of stress during childhood and adolescence. Metabolism, 61(5), 611–619. doi:10.1016/j.metabol.2011.10.005

Pikó, B. og Piczil, M. (2012). Study of stress, coping and psychosomatic health among baccalaureate nurses-to-be. Orvosi hetilap, 153(31), 1225–1233. doi:10.1556/oh.2012.29431

Polit, D. F. og Beck, C. T. (2017) Nursing research, generating and assessing evidence for nursing practice (10. útgáfa). Philadelphia: Wolters Kluwer Health.

Racic, M., Todorovic, R., Ivkovic, N., Masic, S., Joksimovic, B. og Kulic, M. (2017). Self- perceived stress in relation to anxiety, depression and health-related quality of life among health professions students: A cross-sectional study from Bosnia and Herzegovina, Slovenian Journal of Public Health, 56(4), 251–259. doi: https://doi.org/10.1515/sjph-2017-0034

Ribeiro, Í. J. S., Pereira, R., Freire, I. V., de Oliveira, B. G., Casotti, C. A. og Boery, E. N. (2018). Stress and quality of life among university students: A systematic literature review. Health Professions Education, 4(2), 70–77. doi:https://doi.org/10.1016/j.hpe.2017.03.002

Seedhom, A. E., Kamel, E. G., Mohammed, E. S. og Raouf, N. R. (2019). Predictors of perceived stress among medical and nonmedical college students, Minia, Egypt. International Journal of Preventive Medicine, 10(1), 107. https://doi.org/10.4103/ijpvm.IJPVM_6_18

Selye H. (1976). The stress of life. New York: McGraw-Hill.

Page 42: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

44

Shermeyer, L., Morrow, M. T. og Mediate, N. (2019). College students' daily coping, mood, and quality of life: Benefits of problem-focused engagement. Stress Health, 35(2), 211–216. doi:10.1002/smi.2847

Straub, R. O. (2014). Health psychology: A biopsychosocial approach (4. útgáfa). New York: Worth Publishers.

Stults-Kolehmainen, M. A. og Sinha, R. (2014). The effects of stress on physical activity and exercise. Sports Med, 44(1), 81–121. doi:10.1007/s40279-013-0090-5

Stillwell, S. B., Vermeesch, A. L. og Scott, J. G. (2017). Interventions to reduce perceived stress among graduate students: A systematic review with implications for evidence-based practice. Worldviews on Evidence-Based Nursing, 14(6), 507–513. doi:10.1111/wvn.12250

Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn Óskarsdóttir. (2016). Rannsókn á streitu meðal nemenda í grunnnámi við Háskóla Ísalnds (óútgefin bakkalárritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík..Sótt 30. apríl 2020 af https://skemman.is/handle/1946/24767

Tavolacci, M. P., Ladner, J., Grigioni, S., Richard, L., Villet, H. og Dechelotte, P. (2013). Prevalence and association of perceived stress, substance use and behavioral addictions: A cross-sectional study among university students in France, 2009–2011. BMC Public Health, 13, article 724. doi: 10.1186/1471-2458-13-724

Pereira, S., Reay. K., Bottell. J., Walker. L., Dzikiti. C., Platt. C. og Goodrham. C. (2019). University student mental health aurvey 2018. London: The Insight Network og Dig-In. Sótt af http://generic.wordpress.soton.ac.uk/c4ww/2019/03/05/university-student-mental-health-survey-2018-results-published/

Thorley C. (2017). Not by degrees: Improving student mental health in the UK’s universities. London: Institute for Public Policy Research. Sótt af http://www.ippr.org/research/publications/not-by-degrees

University Partnerships Programme. (2017). Annual studenteExperience survey. London: Höfundur. Sótt 30. mars 2020 af https://upp-ltd.com/student-survey/

Vallianatos, H., Friese, K., Perez, J. M., Slessor, J., Thind, R., Dunn, J., . . . Shah, J. L. (2019). ACCESS Open Minds at the University of Alberta: Transforming student mental health services in a large Canadian post-secondary educational institution. Early Interv Psychiatry, 13(S1), 56–64. doi:10.1111/eip.12819

Vrabel, M. (2015). Preferred reporting items for systematic reviews and meta-analyses. Oncology Nursing Forum; Pittsburgh, 42(5), 552–554. doi:http://dx.doi.org/10.1188/15.ONF.552-554

Waghachavare, V. B., Dhumale, G. B., Kadam, Y. R. og Gore, A. D. (2013). A Study of stress among students of professional colleges from an urban area in India. Sultan Qaboos University Medical Journal, 13(3), 429–436.

Walker, S. N., Sechrist, K. R. og Pender, N. J. (1987). The health-promoting lifestyle profile: Development and psychometric characteristics. Nurs Res, 36(2), 76–81.

World Health Organization. (1986). The Ottawa charter for health promotion. Sótt af https://www.who.int/healthpromotion/conferences/previous/ottawa/en/

Yorks, D. M., Frothingham, C. A. og Schuenke, M. D. (2017). Effects of group fitness classes on stress and quality of life of medical students. The Journal of the American Osteopathic Association, 117(11), e17–e25. doi:10.7556/jaoa.2017.140

Yang, Y. og Barth, J. M. (2015). Gender differences in STEM undergraduates' vocational interests: People–thing orientation and goal affordances. Journal of Vocational Behavior, 91, 65–75. doi:https://doi.org/10.1016/j.jvb.2015.09.007

Page 43: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

45

Yuelong, J., Lianping, H., Yaowen, K., Yan, C., Wei, L., Xiaohua, R., ... Yingshui, Y. (2014). Prevalence and risk factors of anxiety status among students aged 13–26 years. International Journal of Clinical and Experimental Medicine, 7(11), 4420–4426.

Þingskjal nr. 118/2017-2018. Umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands um tillögu til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í opinberum háskólum. Sótt 24. mars 2020 af https://www.althingi.is/altext/erindi/148/148-747.pdf

Page 44: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

46

Fylgiskjöl

Fylgiskjal 1: Prisma-flæðirit, undirstaða fyrir mynd 2.

PRISMA 2009 Flow Diagram

Records identified through database searching

(n = )

Additional records identified through other sources

(n = )

Records after duplicates removed (n = )

Records screened (n = )

Records excluded (n = )

Full-text articles assessed for eligibility

(n = )

Full-text articles excluded, with reasons

(n = )

Studies included in qualitative synthesis

(n = )

Studies included in quantitative synthesis

(meta-analysis) (n = )

Iden

tific

atio

n Sc

reen

ing

El

igib

ility

In

clud

ed

Page 45: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

47

Fylgiskjal 2: Rannsóknir um lífsbreytingar háskólanema.

Höfundur Ár

Land

Tilgangur Rannsókna- snið

Úrtak Mælitæki Niðurstöður Styrkleikar (+) Veikleikar (–)

Kwan o.fl., (2016) Kanada Fræðisvið höfunda: Læknisfræði, geðlæknisfræði og íþróttafræði

Kanna heilsu-áhættuhegðun (t.d. reykingar, áfengisneyslu, áhættusama kynhegðun, hreyfingarleysi, svefn, óhollt matarræði), meðal háskólanema á tímum lífsbreytinga og tengsl þess við geðheilbrigði þeirra við háskóla í Kanada.

Þversniðskönnun

(e. cross-sectional study)

N = 837 (n=299 kk) Meðalaldur = 21 ár

Spurningalist á netinu (NCHA-National College Health Assessment Scale) til að bera kennsl á undirliggjandi heilsu-áhættu hegðun sem byggist á svörum nemenda við spurningum

Á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema sem höfðu mestar líkur á að stunda áhættuhegðun (svo sem reykingar, áfengisneyslu og áhættusama kynhegðun) greindu þeir frá lakari andlegri heilsu, sérstaklega þegar hún tengdist streitu. Niðurstöðurnar benda til þess að mikilvægt er að veita nemendum snemmtæk inngrip.

(+) Hnitmiðuð rannsókn. Allar upplýsingar komu fram sem höfundar þurftu að nota við framkvæmd rannsóknarinnar. (-) Í þessari könnun er lágt svarhlutfall, aðeins 28% háskólanema tóku þátt.f

Page 46: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

48

Fylgiskjal 3: Rannsóknir um streitu meðal háskólanema.

Höfundur (Ár)

Land Höfundur

Tilgangur Rannsóknar- snið

Úrtak Mælitæki Niðurstöður Styrkleikar (+) Veikleikar (-)

Jenkins, Johnson og Ginley (2019) Bretland

Fræðisvið höfunda: Tannlæknisfræði

Kanna hvernig ytri þættir (t.d svefnleysi, heilsufar, fjárhagsáhyggjur, áhugamál og vandamál tengd vinnáttu) geta haft áhrif á námsárangur og líðan einstaklingsins.

Þversniðsrannsókn (e. cross-sectional study)

N = 101 (30 kk)

Aldursbil þátttakenda: 18–25 ár

Spurningarlisti á netinu þ.m.t opnar spruningar, tveir valkostur spurningar, spurningar með einum svörum og einnig Likert-scales spruningar ( level of agreement) með svörum sem samræma við yfirlýsingu.

Tveir þriðju hlutar (n = 69, 63%) þátttakenda sögðust vera mjög stressaðir vegna náms síns á síðustu 12 mánuðum. Meirihlutinn taldi að utanaðkomandi þættir á námskeiðinu (t.d. svefnleysi, heilsufar, fjárhagsáhyggjur, áhugamál og vandamál tengd vináttu) hefðu haft áhrif á háskólanám þeirra, þar sem aðeins 9% (n = 10) sögðu að líf þeirra utan háskólanáms hefði engin áhrif.

(+) Þessi rannsókn hefur sýnt fram á lykilatriði fyrir frekari rannsókn og tækifæri til að bæta stuðning við háskólanema til að draga úr streitu og bæta líðan. (-) Úrtakið var aðeins frá einum tannlæknaskóla sem hugsanlega dró úr að hægt væri að alhæfa um niðurstöðurnar yfir á almennt þýði.

Seedhom,Kamel,Moham og Raouf (2019) Eygptaland

Fræðisvið höfunda: Lýðheilsufræði og læknisfræði

Greina stig upplifaðra streitu og bera saman streitu læknanema og nema á öðrum sviðum í Minia-háskólanum í Eygptalandi.

Þversniðsrannsókn (e. cross-sectional study)

N = 605 (252 kk) 51,9% í læknaskóla

Aldur: Ekki tilgreint

Perceived Stress Scale (PSS)

Algengi skynjaðrar streitu var aðeins hærra (88,9%) meðal læknanema en meðal annara nemenda á öðrum sviðum í Minja-hákóla (83,5%). Alvarleg streita fannst hjá 18,8% læknanema samanborið við 12,4% meðal nemanda sem lærðu ekki læknisfræði

(+) Vel uppsett. Tilgangur og niðurstöður komu vel fram. Auðlesanleg. (-) Hlutdrægnin kom inn því þetta var háð upplýsingum sem nemendur höfðu greint frá. Streitustig meðal háskólanemenda var mælt bara ákveðin tímabil

Page 47: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

49

(P <0,05). Marktækar spár um upplifaðra streita voru námstengdir streituvaldar, kvenkyns læknanema sem hreyfðu sig lítið og námstengdir og fjárhagslegir streituvaldar meðal nemenda á öðrum sviðum.

en streitustig getur verið breytilegt milli einstaklinga á mismunandi tíma ársins.

Tavolacci o.fl. (2013) Frakkland

Fræðisvið höfunda: Læknisfræði, lýðheilsufræði og næringarfræði

Finna út algengi helstu vímuefna notkunar og fíknihegðunar meðal háskólanema í Frakklandi og skoða tengsl við skynjaða streitu.

Þversniðsrann-sókn (e. cross-sectional study)

N = 1876

Meðalaldur = 20,8 ár

- Perceived Stress Scale (PSS) - ADOSPA test (Adolescents et Substances psychoactives) - SCOFF (Sick, Control, One stone, Fat, Food)- spurningalisti -Internet Stress Scale

Meðalstreitustig háskólanema á PSS var 15,9 (staðalfrávik = 7,2). Sýnt hefur verið fram á að kvenkyns nemar og nemar sem höfðu stundað reglulega reykingar, höfðu áfengisvandamál, voru í meiri hættu á að þróa með sér netfíkn og einkum þeir sem þurftu að kljást við átröskun höfðu hærra streitustig á PSS. Rannskakendar fundu sterk neikvæð tengsl á milli streitu og íþróttaiðkunar: Nemendur, sem stunduðu líkamlega hreyfingu, voru ólíklegri til að tilkynna streitu.

(+) Stórt úrtakið. Skýr uppsetning og auðlesanleg. Þessi rannsókn veitir mikilvægar nýjar upplýsingar um margvíslega heilsufarsáhættu sem tengjast streitu hjá nemendum. (-) Úrtakið var ekki slembiraðað. Hlutdrægnin kemur fram því hlutdrægni getur komið fram hjá svarendum könnunar kunna að sem getur haft áhrif á niðurstöður rannsóknar.

Pelletier, Lytle og Lask (2016) Bandaríkin

Fræðisvið höfunda: Faraldsfræði

Kanna tengsl milli streitu, þyngd og heilsufarsáhættu (t.d matarhegðunar, hreyfingar, kyrrsetuhegðunar, svefns, reykinga og óhóflegrar drykkju) og þyngd sem háskólanemar skráðu í slembiraðaðri

Þversniðsrannsókn (e. cross-sectional study)

N = 441 (143 kk)

Aldursbil þátttakenda: 18–35

Cohen Perceived Stress Scale

Meðalstreitustig háskólanema frá samfélagum háskólum (e. community college) var aðeins hærra en hjá háskólanemum frá venjulegum háskólanum. Hærra stig á streitu tengdist hærri tíðni ofþyngdar/offitu. Streitu-stig voru marktækt tengd

(+) Notkun viðurkenndra mælikvarða á skynjaða streitu og heilsuhegðun, hlutlægar mælingar á hæð og þyngd. (-) Ekki var skoðað orsakir streitu meðal háskólanema í rannsókn.

Page 48: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

50

forvarnarrannsókn um þyngdaraukningu.

háskólanemum sem slepptu máltíðum og voru reykingamenn

Page 49: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

51

Fylgiskjöl

Fylgiskjal 4: Rannsóknir um aðlögunarleiðir við heilsusamlegar lífsvenjur háskólanema

Höfundur Ár

Land

Tilgangur Rannsóknar- Snið/setting

Úrtak Mælitæki Niðurstöður Styrkleikar (+) Veikleikar (-)

Baghurst og Kelley (2014) Bandaríkin Fræðisvið höfunda: Heilsa og frammistaða manna (e. Health and Human Performance)

Kanna hvort mismunandi inngrip gegn streitu tengdust lækkuðu streitustigi meðal háskólanema frá byrjun annar til loka annar (16 vikur) Inngripin voru: Hugræn atferlismeðferð, streitustjórnun, þolþjálfun, almenn líkamleg hreyfing og hópur sem ekki fengu inngrip.

Íhlutunarrannsókn

N = 531 (293 kk)

Þátttakendur voru á mismunandi sviðum og stigum í háskólanámi Aldur: Ekki tilgreint

-Perceived Stress Scale (PSS) -Test Anxiety Survey (TAS) -Personal burnout scale (PBS)

Bæði streitustjórnun og almenn líkamleg hreyfing sýndi marktæka lækkun á streitustigi, prófkvíða og kulnun á meðal nema í lok annar. Þolþjálfunarhópurinn sýndi einnig marktæka lækkun á streitustigi og kulnun en ekki varð munur á kvíða.

(+) Tekið er fram hverjir kostir og gallar voru á hverju inngripi fyrir sig ásamt því að leggja áherslu á mikilvægi þess að lækka streitustig meðal nema. (-) Varpar ekki ljósi á núverandi stöðu háskólanema því að rannsóknin er frá árinu 2014.

Li, Yin, Zhao, Shang, Hu hang og Chen

(2018) Kína

Fræðisvið höfunda: Hjúkrun, Barnadeild og Deild endurhæfingar

Kanna á kerfisbundinn hátt ávinning af ýmsum íhlutunum í þeim tilgangi að efla andlega heilsu og líðan hjúkrunarnema og ákvarða hvaða gerð af íhlutun skilar

Kerfisbundin fræðileg samantekt og matsgreining (e. meta- analysis)

Tólf rannsóknir með samtals úrtaksstærð n = 651 sem stóðust inntökuskil-yrðin

The Cochrance Collaboration aðferð

Sálfræðimeðferð gerir meira gagn gegn þunglyndi. Gegn kvíða var ávinningur af samþættri meðferð sálfræðimeðferðar og annarrar meðferðar. Inngrip sem voru árangursrík á stjórnun streitu og slagbilsþrýstings.

(+) Uppsetning byggð með IMRAD sniðmáti. (+) Skýr uppsetning og auðlesanleg (-) Rannsóknir frá árinu 1990–2017 og því eiga sumar heimildir ekki við núverandi stöðu og þekkingu

Page 50: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

52

mestum ávinningi til þess að draga úr tíðni andlegrar vanlíðunar meðal háskólanema.

Aldur: Ekki tilgreint

Ekki varð vart við bót á sjálfvirkni og þanbilsþrýstingi.

Shermeyer, Morrow og Mediate (2019) Bandaríkin

Fræðisvið höfunda: Sálfræði

Kanna tengsl aðlögunarleiða/bjargráða, skapferlis og lífsgæða meðal háskólanema.

Þversniðsrannsókn (e. cross-sectional study)

N = 74 (11 kk)

Meðalaldur = 21 ára

CopingStrategies Inventory (CSI)

Niðurstöður sýndu að vandamálamiðuð bjargráð tengdust jákvæðara skapferli og betri lífsgæðum meðal stúdentanna.

(+) Niðurstöðurnar geta gefið klínískar vísbendingar fyrir geðheilbrigðisstarfsmenn sem vinna með einstaklingum í háskóla. (-) Úrtakið var tiltölulega lítið og samanstóð fyrst og fremst af konum.

Mehri o.fl. (2016) Íran

Fræðisvið höfunda: Hjúkrun, lýðheilsufræði, læknisfræði

Meta stöðu heilsueflandi lífsstíls og ákvarðanir um hann meðal háskólanema.

Þversniðsrannsókn (e. cross-sectional study)

N = 500 (230 kk)

Meðalaldur = 21,80 ár Walker's health-promoting lifestyle profile II (HPLP)

Walker's health-promoting lifestyle profile II (HPLP)

Niðurstöður sýndu að heilsueflandi lífsstíll er takmarkaður meðal nemendana og því þarf að hvetja þá til þess að efla heilsueflandi hegðun þeirra með sérstakri áherslu á hreyfingu og næringu.

(+) Niðurstöður rannsóknar geta hjálpað stjórnendum deildarinnar, við að hanna leiðbeiningar til að skipuleggja heilsusamlegra háskólaumhverfi og þróa heilsuefliandi aðgerðir sem styðja við heilsusamlegt líf nemendana. (-) Þessi rannsókn skýrir ekki orsök og breytingar yfir tíma í lífsstílshegðun hjá þessum nemendum.

Deliens o.fl. (2014) Belgía

Fræðisvið höfunda: Líffræði og íþróttafræði

Kanna hvaða þættir hafa áhrif á matarvenjur belgískra (evrópskra) háskólanema. Enn fremur var miðað að

Eigindleg rannsókn

N = 35 (14 kk)

Meðalaldur = 20,6 ± 1,7 ár

Hálfstöðluð viðtöl

Háskólalíf (búseta, próf o.s.frv.) hefur áhrif á tengsl háskólanema sem og félagslegra umhverfissáhrifa við matarvenjur þeirra og því ber að taka tillit til þeirra við

(+) þetta var fyrsta evrópska rannsóknin þar sem skoðuð voru ákvarðanir um matar- og neysluvenjur hjá háskólanemum. Safnað

Page 51: Streita á tímum lífsbreytinga meðal háskólanema og

53

því að safna hugmyndum og ráðleggingum til að auðvelda þróun skilvirkra og sérsniðinna íhlutunaráætlana sem miða að því að bæta heilbrigða matarvenjur hjá háskólanemum.

að móta árangursríka og sérsniðna fjölþætta íhlutunaráætlun sem miðar að því að bæta heilbrigða matarhegðun hjá háskólanemum.

var hugmyndum og ráðleggingum í því skyni að auðvelda þróun skilvirkra og sérsniðinna íhlutunaráætlana sem miða að því að bæta heilbrigða matar- og drykkjuhegðun hjá háskólanemum. (-) Lítið úrtak, þátttakendur voru ekki fjölbreytilegir og komu aðeins frá einum háskóla.