stofnað 14. nóvember 1984 · sími 456 4560 · veffang: www ... · rosenberg, stochelo og dor-ado...

20
Stund milli stríða Ríflega fjögur hundruð manns tóku þátt í sandkastalakeppni sem haldin var í fjörunni við Holt í Önundarfirði á laugardag. Í ár eru tíu ár liðin síðan keppnin var haldin í fyrsta skipti og hefur hún síðan verið árlega haldin á verslunarmannahelgi. Veður var milt og gott og því voru yngstu keppend- urnir nokkuð uppteknir við að vaða og þrátt fyrir góðan búnað má reikna með að margir hafi farið með blauta skó og stígvél að keppni lokinni. Þetta unga fólk gaf sér þó tíma frá bygging- arvinnunni til að fá sér aðeins í gogg- inn og virtist líka það vel. Sjá einnig myndir á bls. 16. Ljósm: Páll Önundarson. Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Fimmtudagur 4. ágúst 2005 · 31. tbl. · 22. árg. Ríflega fjögur hundruð manns tóku þátt í sandkastalakeppni sem haldin var í fjörunni við Holt í Önundarfirði á laugardag. Í ár eru tíu ár liðin síðan keppnin var haldin í fyrsta skipti og hefur hún síðan verið árlega haldin á verslunarmannahelgi. Veður var milt og gott og því voru yngstu keppend- urnir nokkuð uppteknir við að vaða og þrátt fyrir góðan búnað má reikna með að margir hafi farið með blauta skó og stígvél að keppni lokinni. Þetta unga fólk gaf sér þó tíma frá bygging- arvinnunni til að fá sér aðeins í gogg- inn og virtist líka það vel. Sjá einnig myndir á bls. 16. Ljósm: Páll Önundarson. Stund milli stríða Ásýnd Eyrar í Skutulsfirði breyttist mjög á þriðjudags- morgun þegar starfsmenn Ísa- fjarðarbæjar hófust handa við að rífa húsið númer 17 við Hafnarstræti. Staðið hefur til um nokkurra ára skeið að rífa húsið þar sem það hefur lengi verið fyrir skipulagi enda stóð það vel út í Hafnarstrætið. Eig- andi hússins, Ísafjarðarbær, seldi húsið í vor fyrir 2.005 krónur en kaupandinn stóð ekki við tilboð sitt. Því var ákveðið að rífa það nú. Húsið var byggt árið 1907 og bílskúr við það var byggður árið 1940. Það var í heild tæpir 275 fermetrar að stærð. Hafn- arstræti 17 setti ásamt Hafnar- stræti 33 sterkan svip á Eyrina sjávarmegin við Hafnarstræti áður en landfyllingar komu til sem síðar mynduðu Pollgötu. Hafnarstræti 33 var flutt en öðlaðist frægð að nýju þegar hljómsveitin Grafík flutti lagið Húsið og ég (Mér finnst rign- ingin góð) sem ort var í húsinu, um húsið. Í Hafnarstræti 17 bjuggu lengst af á síðari árum þau hjón Jóhann Eiríksson fisk- matsmaður og Halldóra Guð- mundsdóttir hjúkrunarkona og fjölskylda þeirra. [email protected] Ásýnd eyrar- innar breytist Stórvirk vinnuvélin búin að rífa Hafnarstræti 17.

Upload: lamnguyet

Post on 28-Jul-2018

224 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

StundmillistríðaRíflega fjögur hundruð manns tóku

þátt í sandkastalakeppni sem haldinvar í fjörunni við Holt í Önundarfirðiá laugardag. Í ár eru tíu ár liðin síðankeppnin var haldin í fyrsta skipti oghefur hún síðan verið árlega haldin áverslunarmannahelgi. Veður var miltog gott og því voru yngstu keppend-urnir nokkuð uppteknir við að vaðaog þrátt fyrir góðan búnað má reiknameð að margir hafi farið með blautaskó og stígvél að keppni lokinni. Þettaunga fólk gaf sér þó tíma frá bygging-arvinnunni til að fá sér aðeins í gogg-inn og virtist líka það vel. Sjá einnigmyndir á bls. 16.

Ljósm: Páll Önundarson.

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

Fimmtudagur 4. ágúst 2005 · 31. tbl. · 22. árg.

Ríflega fjögur hundruð manns tókuþátt í sandkastalakeppni sem haldinvar í fjörunni við Holt í Önundarfirðiá laugardag. Í ár eru tíu ár liðin síðankeppnin var haldin í fyrsta skipti oghefur hún síðan verið árlega haldin áverslunarmannahelgi. Veður var miltog gott og því voru yngstu keppend-urnir nokkuð uppteknir við að vaðaog þrátt fyrir góðan búnað má reiknameð að margir hafi farið með blautaskó og stígvél að keppni lokinni. Þettaunga fólk gaf sér þó tíma frá bygging-arvinnunni til að fá sér aðeins í gogg-inn og virtist líka það vel. Sjá einnigmyndir á bls. 16.

Ljósm: Páll Önundarson.

Stundmillistríða

Ásýnd Eyrar í Skutulsfirðibreyttist mjög á þriðjudags-morgun þegar starfsmenn Ísa-fjarðarbæjar hófust handa viðað rífa húsið númer 17 viðHafnarstræti. Staðið hefur tilum nokkurra ára skeið að rífahúsið þar sem það hefur lengiverið fyrir skipulagi enda stóðþað vel út í Hafnarstrætið. Eig-andi hússins, Ísafjarðarbær,seldi húsið í vor fyrir 2.005krónur en kaupandinn stóðekki við tilboð sitt. Því varákveðið að rífa það nú.

Húsið var byggt árið 1907og bílskúr við það var byggðurárið 1940. Það var í heild tæpir

275 fermetrar að stærð. Hafn-arstræti 17 setti ásamt Hafnar-stræti 33 sterkan svip á Eyrinasjávarmegin við Hafnarstrætiáður en landfyllingar komu tilsem síðar mynduðu Pollgötu.Hafnarstræti 33 var flutt enöðlaðist frægð að nýju þegarhljómsveitin Grafík flutti lagiðHúsið og ég (Mér finnst rign-ingin góð) sem ort var í húsinu,um húsið.

Í Hafnarstræti 17 bjuggulengst af á síðari árum þauhjón Jóhann Eiríksson fisk-matsmaður og Halldóra Guð-mundsdóttir hjúkrunarkona ogfjölskylda þeirra. – [email protected]

Ásýnd eyrar-innar breytist

Stórvirk vinnuvélin búin að rífa Hafnarstræti 17.

31.PM5 6.4.2017, 09:431

Page 2: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 200522222

AtvinnaStarfsmaður óskast til að sjá um brauð-

eldhús Hamraborgar. Þarf að byrja fljótlega.Vinnutími er fyrri part dags. Góður aðbún-aður, snerpu vinna.

Upplýsingar gefur Gísli Úlfarsson, fram-kvæmdastjóri í símum 456 3166 og 8631619.

KENNARAR Á ÞINGEYRIKennara vantar við Grunnskólann áÞingeyri næsta skólaár til kennslu íeftirtöldum greinum:Umsjón með mið- og unglingastigi.Íslenska (miðstigi).Stærðfræði (migstigi).Enska (mið- og unglingstigi).Danska (mið- og unglingastigi).Samfélags- og kristinfræði (öllumstigum)Náttúrufræði (mið- og unglingastigi).Tölvukennsla (öllum stigum).Tónmenntakennsla (öllum stigum).Valgreinar (unglingastig).Upplýsingar gefur Ellert Örn Erlings-son, skólastjóri í síma 456 8106 og897 8636.

Stórbætt GSM samband í Ísafjarðardjúpi?Síminn hyggst koma upp

GSM sendi á haustmánuðumí Bæjum við Ísafjarðardjúp.Þar með batnar til muna fjar-skiptasamband í fjörðum viðDjúp. Þetta kemur fram áheimasíðu Leiðar ehf. Það fél-ag hefur beitt sér fyrir fram-þróun í samgöngum á landi oghefur á undanförnum árumunnið að undirbúningi vega-gerðar um Arnkötludal ogGautsdal. Sem kunnugt er hef-ur GSM símasamband á þjóð-veginum um Ísafjarðardjúp

verið af mjög skornumskammti og raunar aðeinsnáðst samband í Álftafirði ogá litlum bletti í Skötufirði. Þáer ekkert samband á hluta leið-arinnar um Óshlíð og Súða-víkurhlíð.

Í frétt frá Leið ehf. kemurfram að þar sem mikið öryggifelst í því fyrir hinn almennavegfaranda að geta notast viðGSM-síma á ferðum sínum,einkum langt frá byggð einsog víða í Ísafjarðardjúpi eðaþar sem slysahætta er eins og

á Súðavíkurhlíð og Óshlíð,hafi fyrirtækið óskað upplýs-inga um það hjá Símanumhvað þyrfti til að bæta ástand-ið. Fram kom hjá Símanum aðekki væru uppi áform um aðráðast í úrbætur á sambandinuenda væri GSM-símakerfiðekki skilgreint sem hluti aföryggisviðbúnaði utan þétt-býlis hérlendis, það væri aðal-lega rekið á markaðsforsend-um en NMT-kerfið væri frem-ur rekið sem öryggiskerfi. Þókom fram að talið væri að

sendir sem settur yrði í Bæjumá Snæfjallaströnd gæti komiðtalsverðum hluta leiðarinnarum Ísafjarðardjúp í GSM-sam-band en æskilegt væri að látamælingar fara fram á staðnumtil að kanna það til hlítar.

Með bréfi þann 4. mars fórLeið ehf. þess á leit að Síminnléti nauðsynlegar mælingarfara fram í Bæjum og bentijafnframt á að þar væri ummargt góð aðstaða fyrir sendiog skyldi Leið ehf. ábyrgjastgreiðslu kostnaðar við mæl-

ingarnar ef Síminn annaðistþær. Í svari Símans við þessarimálaleitan, sem barst í lok júnímánaðar, kom fram að fyrir-tækið hefði ákveðið að setjaupp sendi í Bæjum til þess aðbæta úr GSM-sambandi í Ísa-fjarðardjúpi og var jafnframttekið fram að þar væri góðaðstaða fyrir hendi auk þesssem mælingar á svæðinu hefðusýnt að sendir á þessu svæðimyndi bæta samband í Ísa-fjarðardjúpi til muna. Væruuppi áætlanir um að koma

sendinum upp með haustinu.Í fréttatilkynningu Leiðar

ehf. er þessum áformum Sím-ans fagnað og vonar félagið„að hann nái yfir sem stærstsvæði og auki öryggi íbúa ogvegfarenda um Ísafjarðardjúpog hugsanlega á Súðavíkurhlíðog Óshlíð. Jafnframt skal súskoðun sett fram að ekki séólíklegt að aukin notkunGSM-síma á því svæði semsendirinn kemur til með aðþjóna geri þetta að arðbærrifjárfestingu fyrir Símann“.

Guðbjörg ÍS seldtil Bolungarvíkur

Jakob Valgeir ehf. í Bolung-arvík hefur keypt allt hlutaféGuðbjarts ehf. af Ásgeiri Guð-bjartssyni sem áður hafðikeypt hlut sonar síns, Guð-bjarts Ásgeirssonar í fyrirtæk-inu. Guðbjartur ehf. á og gerirút krókaaflamarksbátinn Guð-

björgu ÍS-46. Gengið var frákaupunum í síðustu viku oghefur Jakob Flosason veriðráðinn framkvæmdastjóri fyr-irtækisins.

Í samtali við blaðið segirJakob að kaupin hafi átt sérskamman aðdraganda. Guð-

björg ÍS verður gerð út fráBolungarvík og jafnframt hef-ur Guðbjartur Ásgeirsson látiðaf skipstjórn og tekur KristjánGuðmundsson við stöðunni.Guðbjörg ÍS hefur verið gerðút til línuveiða frá Ísafirði ogvinna fjórir starfsmenn viðbeitningu í landi. Að sögnJakobs fer beitningin fram íBolungarvík í framtíðinni ogverður þeim starfsmönnumsem vinna við það á Ísafirðiboðin áframhaldandi vinna.

Á undanförnum tæpum 50árum hafa níu skip með nafn-inu Guðbjörg verið gerð útfrá Ísafirði, þeirra stærst skipiðsem nú heitir Baldvin Þor-

steinsson EA-10. Níunda Guð-björgin sem nú hefur verið seldtil Bolungarvíkur er rúmlega14 brúttótonn að stærð og varsmíðuð í lok síðasta árs.

Guðbjörgu ÍS-46, sem munbera nafnið Sirrý ÍS, fylgjaum 300 þorskígilda kvóti enkaupverðið er trúnaðarmál.

[email protected]

Guðbjörg ÍS-46.

Sænski djassgítarleikarinnAndreas Öberg er staddur álandinu um þessar mundir ogheldur ferna tónleika um næstuhelgi, m.a. í Edinborgarhúsinuá Ísafirði. Þrátt fyrir undanaldur hefur Andreas þegar öðl-ast sess sem einn af færustudjassgítarleikurum samtím-ans. Hann leikur djass af öllutagi, en sígaunadjass og djassí anda Django Reinhardt er ímiklu uppáhaldi hjá honum,

Andreas hefur m.a. komiðfram á tónleikum með Jimmy

Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hannhefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy Rosen-berg, sem fékk frábæra dóma.

Það er djasstríóið Hrafna-spark á Akureyri í samstarfivið DjangoJazz Festival á Ak-ureyri sem fær Andreas tillandsins og leikur Hrafnasparkmeð honum á tónleikunumfjórum. Tónleikarnir á Ísafirðiverða í Edinborgarhúsinu oghefjast kl. 21:00 á sunnudags-kvöld. Andreas Öberg.

Andreas Öberg í Edinborg

Glæsileg dagskrá álistasumri í Súðavík

Landsfrægir listamenn látaað sér kveða á Listasumri íSúðavík sem haldið verður umkomandi helgi. Þar má nefnaRagnheiði Gröndal, EllenKristjánsdóttur, hljómsveitinaBuff og Hermann Gunnarsson.Listasumar er nú haldið í sjö-unda sinn en Pálína Vagns-dóttir úr Bolungarvík hefurauk heimamanna og annarraséð um undirbúning hátíðar-

hefur gengið mjög vel, en aðhátíðinni koma Súðavíkur-hreppur, Félag íslenskrahljómlistarmanna og Sum-arbyggð í Súðavík. Það hefurgengið mjög vel á fá listafólká hátíðina. Yfirleitt þarf baraað hringja og spyrja, það erorðið það vinsælt að komafram á Listasumri“, segir Pál-ína Vagnsdóttir.

[email protected]

innar.Listasumar verður sett að

kvöldi fimmtudags með opnunlistsýningar Sigríðar Rann-

veigar Jónsdóttur í þjónustu-miðstöð bæjarins. Dagskránaí heild má nálgast á heimasíðuhátíðarinnar. „Undirbúningur

31.PM5 6.4.2017, 09:432

Page 3: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 33333

Aðlaðir útivistargarpar meðalgesta í kjötsúpuferð á Hesteyri

Útivistargarparnir sir ChrisBonington og sir Robin Knox-Johnston voru meðal þeirrasem þáðu kjötsúpu á Hesteyrií Jökulfjörðum á laugardag.Báðir klifu þeir nýverið fjalliðCathedral í Sítrónufjallgarð-inum svokallaða á Grænlandi.Þeir Sigurður Jónsson og Rún-ar Óli Karlsson á Ísafirði hittumennina þar sem þeir vorustaddir á Ísafirði fyrir nokkrumdögum og tóku af þeim tal.

„Þá vantaði eitthvað að gera

og við stungum meðal annarsupp á þessu. Þeir voru rosalegahrifnir af ferðinni. Fyrst hélduþeir að þeir væru að fara íeitthvað snobbað matarboð, enútilegustemmningin sem ríktií ferðinni kom þeim skemmti-lega á óvart“, segir Rúnar Óli.

Sir Chris er einn þekktastifjallaklifrari í heimi og stýrðimörgum stórum leiðöngrumBreta í Himalajafjöllum á 7.og 8. áratug síðustu aldar. SirRobin varð árið 1967 fyrstur

manna til að sigla einn ogóstuddur hringinn í kringumjörðina í einni lotu. „Hanngerði það á handónýtum bát“,segir Rúnar Óli. „Báðir eruþeir um sjötugt, en eru ennþásvona líka hressir.“ Mennirnirhlutu báðir riddaranafnbót fyr-ir afrek sín.

[email protected]

Sir Chris Bonington ogsir Robin Knox- Johnston

á Hesteyri.

Þann 12. ágúst hefst á Ísa-firði mót í mýrarknattspyrnuen í fyrra fór þar fram keppnií þessari óvenjulegu enskemmtilegu íþrótt í fyrstaskipti. Mýrarknattspyrna árætur sínar að rekja til sum-aræfinga finnskra göngu-skíðakappa sem vildu fá fjöl-

breytni í æfingarnar yfir sum-artímann.

Í skóglendi N-Finnlands erað finna talsverð mýrlendi semmyndast á auðum blettum ískóginum, eftir að tré hafa ver-ið höggvin. Á einu slíku svæðivar byrjað að spila knattspyrnuá litlum velli. Í upphafi var

þetta eingöngu til skemmtunaren íþróttin þróaðist fljótlegayfir í keppni þar sem lítil mótvoru haldin á svæðinu. Fyrirfjórum árum var byrjað aðskipuleggja stærra mót í kring-um þessa sérstæðu íþróttagreinsem í dag er orðið stór við-burður í N-Finnlandi yfir sum-

artímann.Í fyrra kepptu á Ísafirði

lið sem eingöngu voru skip-uð körlum en íþróttin hentarað sjálfsögðu ekki síður kon-um. Mótið stendur yfir í tvodaga og er skráning þegarhafin.

[email protected]

Íslandsmót í mýrarknattspyrnu

Í gær voru rétt 25 ár liðin fráþví að Vigdís Finnbogadóttirnýkjörinn forseti Íslands vannsitt fyrsta embættisverk. Þaðvar með ræðu á Hrafnseyrar-hátíð. Á hátíðinni var vígðkapella á staðnum og opnaðvar formlega safn Jóns Sig-urðssonar. Auk Vigdísarávörpuðu samkomuna GunnarThoroddsen forsætisráðherraog biskup Íslands, SigurbjörnEinarsson. Guðmundur IngiKristjánsson skáld á Kirkju-bóli flutti „Hrafnseyrarkvæði“sem hann orti í tilefni af hátíð-inni. Talið er að um tvö þúsundmanns hafi verið saman kominá Hrafnseyri þennan dag.

Í niðurlagi ræðu sinnar sagðifrú Vigdís Finnbogadóttir

meðal annars: „Gæfa Jóns Sig-urðssonar var sú, að hann héltvöku sinni hverja stund fyrirland sitt og þjóð og mátti ekkivamm sitt né hennar vita. Hannbeitti sér af þeirri elju fyrirheill okkar allra, að þótt hugurhans sjálfs hljóti að hafa oftastséð fyrir sér Ísland í myndæskustöðvanna og Arnarfjarð-ar, þá voru hugir allra lands-manna í ótal öðrum ólíkumfjörðum og byggðum meðhonum og eru enn. Hátt á aðraöld hefur hann verið tákn frels-ishugsjónar okkar, stórmenni,sem til mátti leita um allanvanda. Megi minningin umJón Sigurðsson lifa um aldurog ævi á Íslandi.“

[email protected]

Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti

Aldarfjórðungur fráfyrsta embættisverkinu

Varðskipið Týr var við eftirlitsstörf í Jökulfjörðum umverslunarmannahelgina. Meðal annars komu þeir inn aðHesteyri þar sem þeir fóru um borð í skemmtibáta sem voruá firðinum. Að sögn Dagmar Sigurðardóttur upplýsinga-fulltrúa Landhelgisgæslunnar var um venjubundið eftirlitað ræða. „Löggæslumönnum á varðskipunum ber að kannamargvíslega þætti um borð í bátunum, m.a. ástand öryggis-búnaðar, mönnun, skírteini og þegar um fiskiskip er aðræða, þá einnig veiðarfæri og afla. Allir bátar og skip eruundir eftirliti Landhelgisgæslunnar, líkt og lögreglan ermeð eftirlit með farartækjum á landi. Skiptir þá engu hvortum er að ræða skemmtibáta eða aðra báta“ segir Dagmar.Hún segir að athugasemdir hafi verið gerðar við ástandnokkurra skemmtibáta en það sé ekki algengara en meðaðra báta og að ástand þessara báta sé almennt gott.

Varðskipsmenn viðeftirlit í Jökulfjörðum

Varðskipsmenn koma að einum bátnum.

Frágangur á sölum íbúða íeigu Fasteigna Ísafjarðarbæjarehf. hefur tafist þar sem ekkihefur tekist að greiða upp láná íbúðunum. Gísli Jón Hjalta-son, framkvæmdastjóri félags-ins segir að hægja hafi þurft ásölu íbúða vegna þessa. Hannóskaði í júní eftir því að fjár-mögnun félagsins yrði komiðtil betri vegar án tafar en máliðhefur tafist.

Þann 20. júní ritaði GísliJón Ísafjarðarbæ bréf vegnafjárþarfar fyrirtækisins. Það erað fullu í eigu Ísafjarðarbæjarog var stofnað árið 2003. Þaðtók yfir félagslegar íbúðir íeigu Ísafjarðarbæjar. Í bréfiGísla Jóns varpar hann ljósi áfjárhagslega stöðu félagsins ogsegir m.a.: „Á það skal minntað félagið er nú fjármagnaðmeð yfirdrætti í LandsbankaÍslands að upphæð 61 milljón

króna. Félagið hefur ekki get-að sinnt sölu íbúða sem skildiog í raun er „pattstaða“ í þeimefnum þar sem ekki hefur tek-ist að greiða upp lán á íbúðumsem seldar voru í lok árs 2004,og frágangi kaupsamninga þvíólokið. Hæpið má telja að fé-lagið geti leitað samninga umbankaviðskipti án milligönguog ábyrgðar eiganda þess viðþær aðstæður að efnahags-reikningur þess sýni neikvætteigið fé um rúmar 45 milljónirkróna í árslok 2004.“

Þá segir í bréfi Gísla Jóns:„Fjármögnun félagsins mættivera tvíþætt, þannig að í annanstað væri um rekstrarframlagað ræða sem dygði til að mætadaglegum rekstri félagsins oghinsvegar til að mæta tíma-bundnum útlögðum kostnaðivið sölu íbúða félagsins.“

Hann telur að með hliðsjón

af ársreikningi félagsins fyrirárið 2004 megi áætla að árlegfjárþörf félagsins sé um 30milljónir króna vegna daglegsrekstrar en fjárþörf vegna söluíbúða geti numið tugum millj-óna á ári.

Þá segir í bréfinu:„Þess berað geta að áætlun um fjárþörfvegna rekstrar sem byggir áársreikningi ársins 2004 miðarvið viðhaldskostnað sem nam19,3 milljónum króna. Áætl-anir gerðu ráð fyrir mun meiruí þann lið en sökum fjárskortsvar mikils aðhalds gætt. Bráðnauðsyn er á því að auka þannlið um a.m.k. 10mkr. til aðfyrirbyggja óhagræði í við-haldi. Má þar sem dæmi nefnaað mjög algengt er að semjaþurfi um að nýjir leigjendurfái heimild til að mála sjálfiríbúðir og veldur það sýnilegutapi vegna óbeinna áhrifa“.

Óskar Gísli Jón því eftir aðhægt verði að koma fjármögn-un félagsins til betri vegar ántafar. Bréfið var tekið fyrir áfundi bæjarráðs þann 27. júníog var bæjarstjóra falið aðleggja fyrir bæjarráð tillögur„að lausn fjárhagsvanda Fast-eigna Ísafjarðarbæjar ehf.“eins og segir orðrétt í bókunráðsins.

Gísli Jón segir í samtali viðblaðið að ekki hafi verið lögðfyrir bæjarráð lausn að fjár-hagsvandanum en trúlegaverði málið rætt á fundi bæjar-ráðs í næstu viku. Hann segirfjárhagsvandann hafa hægt ásölum íbúða og valdið töfumá frágangi kaupsamninga einsog áður sagði. Hann telur ekkiólíklegt að miðað við stöðuhúsnæðismarkaðarins hefðiverið hægt að selja fleiri íbúðirá þessu ári en gert hefur verið.

Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf., getaekki selt íbúðir vegna þröngs fjárhags

31.PM5 6.4.2017, 09:433

Page 4: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 200544444

Árleg kjötsúpuferð var farinn til Hesteyrar í Jökulfjörðum á laugardag og segir Pálína Vagnsdóttir, einn skipuleggjandiferðarinnar, að þrátt fyrir leiðindaveður hafi ferðin heppnast með eindæmum vel. „Það er merkilegt hversu harðgertfólkið er sem kemur í þessar ferðir. Það rigndi hressilega í um tvo klukkutíma, en fólkið lét það ekki á sig fá og vargreinilega komið til að skemmta sér. Á annað hundrað manns snæddu kjötsúpu og fóru sumir upp í sex diska. Það eralveg sama hversu mikil súpa er löguð, hún klárast alltaf“, segir Pálína. Margt stórmenna sótti Hesteyri heim um helg-ina, þeirra á meðal óperusöngvarar, leikarar og rithöfundar. „Ég held að fólk sé almennt að uppgötva Vest-firði sem vænlegan valkost í ferðamennsku og að svæðið sé að verða vinsæll áfangastaðurfyrir fólk, þeirra á meðal frægt fólk“, segir Pálína.

Nýlega var smíðaður pallur ofan við Læknishúsið á Hesteyri og nýtt-ist hann vel á laugardag. „Það var greinilegt að þessi hópur var ekkibara kominn til að láta skemmta sér, heldur voru menn líka tilbúnir aðskemmta öðrum. Sviðið var opið og margir stigu á stokk“, segir Pál-ína Vagnsdóttir.

Að loknu kjötsúpuáti var farið í leiki og kveikt í varðeldáður en menn héldu saddir og sælir til byggða ummiðnæturbil. Ljósmyndari blaðsins var á staðn-um og tók þar meðfylgjandi myndir.

[email protected]

Kjötsúpuferð til Hesteyrar

31.PM5 6.4.2017, 09:434

Page 5: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 55555

31.PM5 6.4.2017, 09:435

Page 6: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 200566666

ritstjórnargreinEr þetta hægt,

forsætisráðherra?

orðrétt af netinu

bjorn.is – Björn Bjarnason

Aðför að forsætisráðherra

Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9,400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 ·

Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, [email protected] ·Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655,

[email protected] – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 [email protected] – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, [email protected] ·

Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected]

· Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein-björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk.

Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- ogörorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti.

ISSN 1670 - 021X

Stjórnmálabaráttan undanfarið hefur einkum snúist um við-leitni stjórnarandstöðunnar til að sverta heiður og mannorðHalldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Fyrst í vetur meðárásum vegna Íraksstríðsins og nú síðustu vikur og mánuðivegna sölunnar á Búnaðarbankanum til S-hópsins. IngibjörgSólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heggur enn íþann knérunn í grein í Morgunblaðinu föstudaginn 15. júlí.

Grein sína nefnir Ingibjörg Sólrún Sorglegt en satt. Þegargreinin er lesin, má draga þá ályktun, að formaður Samfylk-ingarinnar telji sorglegt, ef Halldór Ásgrímsson hafi verið van-hæfur en samt komið að sölu Búnaðarbankans, en samt sé þaðlíklega satt. Þetta minnir á þá tíð, þegar barist var á innlendumstjórnmálavettvangi undir kjörorðinu: Það gæti verið satt. Ogum Richard Nixon er í minnum haft, að hann hafi ráðist á póli-tíska andstæðinga með orðunum: Let them deny it!

Ákvörðun heilbrigðisráðherra að sjúkraflugvél skuli ekkistaðsett á Ísafirði yfir vetrarmánuðina, líkt og verið hefur, eróskiljanleg með öllu og bein aðför að hagsmunum Vestfirðinga.Vinnubrögðin með ólíkindum. Ráðherrann fer bakdyramegininn hjá starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar ogtelur þeim trú um að endurbætur á Þingeyrarflugvelli geri stað-setningu sjúkraflugvélar á Ísafirði yfir vetrarmánuðina óþarfa!Þingmenn Frjálslyndra, Guðjón A. Kristjánsson og SigurjónÞórðarson, hafa lagst gegn fyrirætlan ráðherrans. GAK segirráðherra hafa kynnt málið þannig fyrir sér að eftir breytingarnará Þingeyrarflugvelli yrði unnt að nýta hann sem neyðarflugvöll.Kristin H. Gunnarsson, þingmaður, hefur sömu sögu að segja.Flugmennirnir Jóhannes Bjarni Guðmundsson og Hörður Guð-mundsson, sem manna best þekkir aðstæður til flugs að vetrar-lagi hér um slóðir, segja lagfæringarnar engu breyta fyrr enaðflugsbúnaður verði settur upp. Nokkuð,sem samgönguráð-herra þvertekur fyrir að gert verði fyrir næsta vetur.

Bæjaryfirvöld virðast hafa verið hundsuð: ,,Mér vitanlegahefur málið ekki verið kynnt fyrir bæjaryfirvöldum eins ogauðvitað ber að gera í svo stóru hagsmunamáli“, segir MagnúsR. Guðmundsson, bæjarfulltrúi, sem bendir réttilega á aðstarfsmenn Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar geti ekkisamþykkt stefnubreytingu í svo afdrifaríku máli. Það er kjörinnabæjarfulltrúa að marka pólitíska stefnu gagnvart stjórnvöldum,ekki starfsmanna einstakra stofnana innan bæjarfélagsins.

Hver og einn verður að meta hvort hann hlær eða grætur yfirtilsvörum ráðherrans þegar hann er minntur á VaxtarsamningVestfjarða, þar sem meðal annars er skýrt tekið fram að eflaskuli flug á Vestfjörðum: Samningurinn hefur ekki verið borinnundir heilbrigðisráðuneytið, er svarið! (BB 28.júlí) Er þettahægt, Matthías!? Kom ekki viðskipta- og iðnaðarráðherrahingað í umboði ríkisstjórnar Íslands til að undirrita Vaxtar-samning Vestfjarða (sem strax virðist ætla að verða haldlítill)eða var það kannski bara húsfreyjan á Lómatjörn, sem átti leiðhér um?

Ákvörðun heilbrigðisráðherra ber með sér að réttur Vest-firðinga til sambærilegrar þjónustu við aðra landshluta ereinskis virtur. Öryggi þeim til handa látið lönd og leið. Meirivanvirðu en felst í ákvörðun heilbrigðisráðherra er vart hægt aðsína íbúum Vestfjarða. Sveitarstjórnir, þingmenn og Fjórðungs-sambandið verða að bregðast hart við. Við getum ekki látiðvalta svona yfir okkur, eina ferðina enn.

Svo vitnað sé til fleygra orða: Svona gera menn (ráðherrar)ekki, eða hvað, forsætisráðherra. s.h. Nú hefur verið auglýst um

útboð ríkisins á annars vegarsjúkraflugsþjónustu og hinsvegar áætlunarflugi millinokkurra staða. Það sem ermjög athugavert við þetta út-boð er sú ætlun ríkisins aðskerða þjónustu utan höfuð-borgarinnar og þjappa þess ístað fólki og fjármagni á tvostaði – þ.e. Reykjavík og Ak-ureyri. Þar til fyrir tæpum ára-tug sinnti Flugfélagið Ernirflugþjónustu á Vestfjörðum útfrá Ísafirði og gerði það afstakri prýði. Það félag hættiflugrekstri um það leyti semjarðgöngin undir Breiðadals-og Botnsheiðar voru opnuð ogstyrkur til póstflutninga varaflagður og boðað var frelsi íflugsamgöngum hér á landi. Íkjölfarið hófu Íslandsflug ogFlugfélag Íslands harðvítugabaráttu á allt of litlum markaði,sem bæði fyrirtæki biðu mik-inn skaða af.

Staðan í dag er þessi: Aldreifyrr hefur jafn miklum fjár-munum verið varið til að ríkis-styrkja flug á Íslandi, fyrir-tækin sem njóta styrkja hafalíklega aldrei verið færri og aðmínu áliti hefur þjónustanfrekar versnað. Þessu til stuðn-ing má benda á að samkvæmtsvari samgönguráðherra á Al-

þingi fyrir nokkrum árum varsamtals tæpum 45 millj. kr.varið til að styrkja flug úr ríkis-sjóði árið 1997, en árið 2001samtals rúmlega 200 millj.kr.

Vestfirski hlutinn!Vestfirski hlutinn!Vestfirski hlutinn!Vestfirski hlutinn!Vestfirski hlutinn!Eftir að Flugfélagið Ernir

hætti flugrekstri hefur tugummilljóna króna verið varið tilsjúkraflugsþjónustu á svæð-inu. Þetta hefur verið meðþeim hætti að hinir ýmsu flug-rekendur hafa staðsett 9 sætaflugvél á Ísafirði frá byrjunoktóber til byrjun maí, oftastsem undirverktakar Íslands-flugs sem hefur samninginnvið ríkið (nú Landsflug ehf.).Þessi vél hefur jafnframt flogið

milli Vesturbyggðar og Ísa-fjarðar þegar Hrafnseyrarheiðihefur verið ófær á þessum árs-tíma.

Samkvæmt útboði ríkisinsnúna verður enginn flugvélstaðsett á Ísafirði eða Vest-fjörðum, heldur skal sjúkra-vélin til reiðu á Akureyri! Ekkier heldur lengur gert ráð fyrirneinum flugsamgöngum millinorður- og suðurfjarða eins ogverið hefur. Vestfirðingar hafahorft á eftir ýmsu norður íEyjafjörð og nú er það sjúkra-flugið. Það er ómögulegt aðuna því að nú á tímum sé veriðað minnka samgöngur á Vest-fjörðum og skerða þjónustu.Forsvarsmenn sveitarfélagahér rembast við að fá hingaðpeninga til uppbyggingar,menntunar og þar með starfaog ráðamenn eru fljótir aðberja sér á brjóst þegar bitl-ingum er kastað! Nú munuhverfa af svæðinu störf tveggjatil þriggja flugmanna og mikil-vægt öryggistæki. Ástæðanfyrir staðsetningu sjúkraflug-vélar á Ísafirði til þessa er súað á vetrum er oft hægt aðfljúga burt, þegar getur veriðófært að komast til vallarins.Sú krafa hlýtur því að koma íkjölfar þessarar ákvörðunar,að blindaðflug verði stórbætt

til Ísafjarðar og flugmönnumgert kleift að fljúga hingað aðnóttu eins og tíðkast annarsstaðar!

Sorgleg tímamótSorgleg tímamótSorgleg tímamótSorgleg tímamótSorgleg tímamótÍsafjarðarbær er byggða-

kjarni Vestfjarða. Að mínumati væri eðlilegt að nota rík-isstyrkina til að efla starfsemiá hverju svæði. Mætti ekkisinna t.a.m. samgöngum viðGjögur og Bíldudal frá Ísa-firði? Ferðatími þyrfti ekki aðlengjast mikið og samgöngurinnan svæðisins myndu eflast.Þetta er og verður áfram gertmeð Akureyri sem skiptistöðfyrir Vopnafjörð, Þórshöfn ogGrímsey. Flugfélag Íslandshefur höfuðstöðvar sínar ogvarnarþing á Akureyri. Félagiðfær ríkisstyrk fyrir sjúkraflugs-þjónustu á Norður- og Austur-landi og styrk til að fljúga ááðurnefnda staði frá Akureyri.Þetta ætti ríkisstjórnin að hafatil fyrirmyndar fyrir alla lands-hluta, en ekki bara Akureyri.Ef fer sem horfir, þá eru allarlíkur á að frá og með næstuáramótum verði því miður ölluatvinnuflugi endanlega lokiðá Vestfjörðum.

Jóhannes B. Guðmundsson,atvinnuflugmaður.

Jóhannes BjarniGuðmundsson.

Atvinnuflugi hætt á VestfjörðumJóhannes Bjarni Guðmundsson, atvinnuflugmaður skrifar

Bálkösturinn var myndarlegur í Skóginum. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson.

Mikið sungið við SkógarbrennunaFjölmenni sótti brennu íbúa í Tunguskógi á laugardags-

kvöld. Brennan hefur um árabil verið fastur liður í skóg-inum og er hún jafnan haldin um verslunarmannahelgi.Að vanda voru hljóðfæraleikarar í hópnum og var sungiðfram eftir kvöldi svo undir tók í kvöldkyrrðinni í Tungu-dalnum. Fólk kom víða að til þess að vera viðstatt brennunaog skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega eins ogávallt. Skógarbrennan er hluti af þeim fastmótuðu hefðumsem skapast hafa í friðsælu umhverfi Tunguskógar í árannarás. Saga hennar nær að öllum líkindum aftur fyrir miðjasíðustu öld. Stundum voru haldnar sérstakar barna-skemmtanir í Birkihlíð sem enduðu með brennu og sumárin voru þar einnig haldnir síðsumarsdansleikir.

[email protected] Einar K. Guðfinnsson var á meðal gesta við brennuna.

31.PM5 6.4.2017, 09:436

Page 7: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 77777

31.PM5 6.4.2017, 09:437

Page 8: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 200588888

Sælkerar vikunnarSælkerar vikunnarSælkerar vikunnarSælkerar vikunnarSælkerar vikunnar · Lilja Kristinsdóttir og Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson á Flateyri

Kjúklingabringur meðsólþurrkuðum tómötum

Sælkerar vikunnar bjóðaupp á kjúklingabringur meðsólþurrkuðum tómötum.Lilja segist hafa fengið upp-skriftina fyrir nokkrum árumen hún sé einföld, góð ogklikkar aldrei. Þá mæla þaumeð að bera réttinn ferskusalati og snittubrauði. Þá látaþau einnig fylgja með upp-skrift að snittubrauði.

Kjúklingabringurmeð sólþurrkuðum

tómötum (Fyrir 4)

4 kjúklingabringur1. dós rjómaostur með sól-

þurrkuðum tómötumsólþurrkaðir tómatar (má

sleppa)1. lítil krukka pestó meðsólþurrkuðum tómötum oghvítlaukFuruhnetur og sólblómafræHrísgrjónFerskur hvítlaukurFerskt engifer

Fyllið bringurnar með ostin-um, fyrir þá sem vilja er gottað bæta aðeins við af sólþurrk-uðum tómötum í ostinn, magn-ið fer eftir smekk hvers ogeins.

Setjið bringurnar í eldfastmót og setjið pestóið yfir

þannig að það þeki vel bring-urnar. Bakið í 20-30 mínútureftir stærð við 180° C hita.Ristið furuhnetur og sólblóma-fræ og dreifið yfir bringurnarþegar þær koma úr ofninum.Sjóðið hrísgrjónin og steikiðá pönnu með ferskum hvítlaukog engiferi. Magn fer eftirsmekk hvers og eins.

Snittubrauð250 g hveiti8 g Salt½ bréf þurrger150 ml vatn½ msk hunang eða sýróp12 ml olía

Til að gera þetta brauð ennbetra er gott að setja t.d. sól-þurrkaða tómata, hvítlauk,ólífur eða hvað það sem

en það er bakað.Við skorum á Nanný Örnu

Guðmundsdóttur og RúnarÓla Karlsson.

hugurinn girnist til að bragð-bæta brauðið. Einnig er mjöggott að mylja fetaost og dreifayfir miðjuna á brauðinu áður

Átján ár frá því Ísafjarðar-kirkja eyðilagðist í eldsvoða

Á miðvikudag í síðustu vikuvoru liðin 18 ár frá því Ísa-fjarðarkirkja varð eldi að bráð.Óhætt er segja að bæjarbúumhafi verið brugðið við þessitíðindi og þykir mörgum ennsár eftirsjá af gömlu kirkjunnisem var vígð árið 1863 og varþví 124 ára gömul þegar húnbrann. Kirkjan stóð enn uppiþegar slökkvistarfi lauk en vartalin ónýt. Ekki var vitað umeldsupptök. „Talið er líklegt,að kviknað hafi í út frá raf-magni en ekki hefur verið hægtað útiloka að kveikt hafi veriðí. Sérfræðingar eru að rann-saka málið ásamt rannsóknar-lögreglunni á Ísafirði“, sagðiVestfirska fréttablaðið ummálið, 30. júlí 1987.

Séra Jakob og Arnór Stígsson bera saman bækursínar á þessari mynd sem birtist í Vestfirska.

Í Bæjarins besta frá 29. júlísama ár kom fram að bygg-ingarnefnd á vegum safnaðar-ins hafi verið starfandi í nokk-ur ár og lagt fram hugmyndirað endurbótum og stækkunkirkjunnar. Meðal annars hafðisöfnuðurinn keypt húsin núm-er 1 og 3 við Sólgötu vegnaþeirra áforma. „Þessi bruni set-ur óneitanlega stórt strik íreikninginn. Nú eru uppi hug-myndir um að byggja alvegnýja kirkju. Þá annað hvort ásömu lóð, á lóðinni fyrir fram-an nýja sjúkrahúsið, eða á millinúverandi lóðar og gamlasjúkrahússins“, sagði í fréttBæjarins besta.

Þegar Vestfirska fréttablað-ið leitaði viðbragða Jakobs

Ágústs Hjálmarssonar, þáver-andi sóknarprests Ísfirðinga,sagði hann fyrsta verkið aðfinna húsnæði sem hægt væriað bjargast við. „En bágt á égað nú með að trúa því, að þettaáfall verði til þess að safnaðar-líf á Ísafirði leggist af. Frekarreikna ég nú með að þettaþjappi okkur saman og efli tilátaka og uppbyggingar, þannigað ekki líði á lögnu þar til hérverði farið að messa í kirkju áný.“

Bæjarbúar létu ekki sitt eftirliggja og þannig er greint fráþví í sama tölublaði VestfirskaFréttablaðsins að sjómaður íbænum hafi gefið tíu þúsundkrónur til uppbyggingarstarfs-ins og látið þau orð fylgja aðsér hafi verið styrkur í að komaí kirkjuna og því vildi hannekki gleyma þegar svona stæðiá. Þá færðu börn sóknarprest-inum afrakstur hlutaveltu.

Dæma má af skrifum bæjar-blaðanna að manna á milli hafimikið verið rætt um hvortkirkjan væri með öllu ónýt eðahvort henni væri bjargandi.Vestfirska fréttablaðið segirkirkjuna ekki bera mikil merkibrunans á ytra borði. „Þvívaknar spurningin hvort ekkiliggi beint við að gera hanaupp. En ekki er allt sem sýnist,og sérfræðingar telja að húnsé ónýt.“ Arnór Stígsson, þá-verandi formaður húsafriðun-arnefndar Ísafjarðarkaupstað-ar, sagði við Vestfirska að alltværi ónýtt inni í kirkjunni.„Þegar búið væri að rífa innanúr henni, þá væri ekki mikiðeftir, aðeins grindin og ytrabyrðið, sem óhætt er að segjaað komið sé til ára sinna. Ann-að mál væri ef grindin væriný.“

Innandyra var ömurlegt um að litast eins og þessi síðuhluti úr Bæjarins besta. ber með sér.Bæjarblöðin segja frá að

orgel, predikunarstóll og aðririnnanstokksmunir hafi veriðafar illa farnir. Þannig segirBæjarins besta frá: „Það tókum eina og hálfa klukkustundað slökkva stærsta eldinn, ogum sjöleytið hafði tekist aðslökkva allan eld. Kom þá íljós að gífurlegar skemmdirhöfðu orðið í kirkjunni. Altariðer brunarústir einar, orgelpíp-urnar hafa hreinlega bráðnaðeins og smjör, og stytta af JesúKristi, sem stóð á altarinu,sprakk af þvílíkum krafti aðbrot úr henni dreifðust um allakirkju.“

Í kjölfar brunans fékk söfn-uðurinn inni í sal MÍ þar semkirkjulegar athafnir voru hald-nar, allt fram á miðjan síðastaáratug þegar ný kirkja var tekiní notkun á sama stað og súeldri hafði staðið.

Utan frá séð virtist kirkja ekki svo illa farin einsog sjá má af þessari mynd úr Vestfirska fréttablaðinu.

31.PM5 6.4.2017, 09:438

Page 9: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 99999

BlaðamaðurH-prent ehf., óskar eftir að ráða blaða-

mann í fullt starf á Bæjarins besta og bb.is.Um er að ræða krefjandi en skemmtilegtstarf fyrir réttan aðila. Skilyrði er að viðkom-andi hafi gott vald á íslensku og rituðumáli, sé snöggur að vinna, hafi reynslu afhliðstæðum störfum og gjarnan menntunsem kemur að gagni.

Viðkomandi þarf að hafa gott fréttamatog hafa mikinn áhuga á mannlífi líðandistundar. Skilyrði er að viðkomandi sé eðaverði búsettur á svæðinu.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist H-prentiehf., Sólgötu 9, 400 Ísafirði eða á tölvupóstiá netfangið [email protected] fyrir 20. ágúst. Nán-ari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón J.Sigurðsson í síma 456 4560.

Gjöld samtals:Finnbogi Jakobsson, Holtastíg 20, Bolungarvík kr. 12.749.759Snorri Sturluson, Aðalgötu 12, Suðureyri kr. 10.704.608Jakob Ólafsson, Túngötu 19, Ísafjörður kr. 6.313.044Kristján Haraldsson, Seljalandsvegi 16, Ísafjörður kr. 6.253.340Þorsteinn Jóhannesson, Seljalandsvegi 73, Ísafjörður kr. 6.206.995Aðalsteinn G. Þ. Gíslason, Sigtúni 19, Patreksfjörður kr. 5.716.886Einar Valur Kristjánsson, Hafraholti 48, Ísafjörður kr. 5.576.268Albert Sigurjónsson, Árholti 1, Ísafjörður kr. 5.085.380Gunnar Steinþórsson, Miðtúni 14, Ísafjörður kr. 5.007.529Lýður Árnason, Hrannargötu 2, Flateyri kr. 4.763.796

Tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur og sérstakur tekjuskattur:Finnbogi Jakobsson, Holtastíg 20, Bolungarvík kr. 12.166.499Snorri Sturluson, Aðalgötu 12, Suðureyri kr. 10.276.222Kristján Haraldsson, Seljalandsvegi 16, Ísafjörður kr. 4.776.869Þorsteinn Jóhannesson, Seljalandsvegi 73, Ísafjörður kr. 4.414.544Gunnar Steinþórsson, Miðtúni 14, Ísafjörður kr. 4.347.028Jakob Ólafsson, Túngötu 19, Ísafjörður kr. 4.199.119Einar Valur Kristjánsson, Hafraholti 48, Ísafjörður kr. 3.819.209Albert Sigurjónsson, Árholti 1, Ísafjörður kr. 3.782.546Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Vitastíg 14, Bolungarvík kr. 3.434.707Sólberg Jónsson, Miðstræti 7, Bolungarvík kr. 3.390.267

Útsvar:Jakob Ólafsson, Túngötu 19, Ísafjörður kr. 2.107.787Aðalsteinn G. Þ. Gíslason, Sigtúni 19, Patreksfjörður kr. 1.845.768Þorsteinn Jóhannesson, Seljalandsvegi 73, Ísafjörður kr. 1.798.408Einar Valur Kristjánsson, Hafraholti 48, Ísafjörður kr. 1.673.810Lýður Árnason, Hrannargötu 2, Flateyri kr. 1.565.231Guðmundur Sigurðsson, Borgarbraut 11, Hólmavík kr. 1.518.572Kristján Haraldsson, Seljalandsvegi 16, Ísafjörður kr. 1.470.733Ásgeir Sólbergsson, Dísarlandi 2, Bolungarvík kr. 1.431.657Jón Árnason, Mýrum 10, Patreksfirði kr. 1.414.445Halldór Halldórsson, Hafraholti 38, Ísafjörður kr. 1.400.420

Eignarskattur:Þórður Júlíusson, Seljalandsvegi 78, Ísafjörður kr. 1.745.471Sigríður Brynjólfsdóttir, Túngötu 9, Ísafjörður kr. 498.385Ásgeir Guðbjartsson, Túngötu 9, Ísafjörður kr. 498.385Birgir Hafstein Pétursson, Borgarbraut 25, Hólmavík kr. 375.210Rafn Pálsson, Sunnuholti 6, Ísafjörður kr. 290.189Marijke Cécile Paul Colruyt, Sunnuholti 6, Ísafjörður kr. 290.189Hansína Einarsdóttir, Eyrargötu 3, Ísafjörður kr. 253.014Guðni Albert Einarsson, Hjallabyggð 3, Suðureyri kr. 214.660Sigrún M. Sigurgeirsdóttir, Hjallabyggð 3, Suðureyri kr. 214.660Bragi Geir Gunnarsson, Miðtúni 13, Tálknafjörður kr. 199.941Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Miðtúni 13, Tálknafjörður kr. 199.941

Finnbogi skatta-kóngur Vestfjarða

Finnbogi Jakobsson fisk-verkandi og útgerðarmaður íBolungarvík greiðir hæstugjöld einstaklinga á Vestfjörð-um árið 2005 samtals rúmar12,7 milljónir króna. Finnbogirak um árabil ásamt fleirumfiskvinnslu og útgerð í Bol-ungarvík en hefur nú selt sinnhlut. Á listanum yfir hæstu

gjaldendur er sem fyrr læknarog útgerðarmenn áberandi. Íár vekja nöfn tveggja starfs-manna Orkubús Vestfjarðasérstaka athygli, þeirra JakobsÓlafssonar og Kristjáns Har-aldssonar.

Hér til hliðar má sjá listayfir hæstu gjaldendur á Vest-fjörðum:

Margir íbúa Holtahverfisins á Ísafirðihafa mikinn áhuga á enska boltanum.

Ný símstöð fyrirenska boltann

Íbúar í Holtahverfi á Ísa-firði hafa lýst áhyggjum sín-um yfir því að fá ekki ADSLtengingu hjá Símanum áðuren enska knattspyrnan hefstþann 13. ágúst næstkomandi,en verið er að byggja sérstakasímstöð fyrir hverfið. Sjón-varpsstöð sem eingöngu ertileinkuð ensku knattspyrn-unni hefur hafið útsendingar,en hún heitir Enski boltinn.

Útsendingar Enska bolt-ans eru fluttar um dreifikerfiSímans, bæði í gegnumADSL og Breiðbandið, enBreiðbandið næst ekki á Ísa-firði. Að sögn Evu Magnús-dóttur, upplýsingafulltrúa

Símans, verður símstöðinklár í lok þessa mánaðar efallt gengur upp, en það getiþó dregist.

„Þegar svona mikill áhugivar sýndur á bæði enska bolt-anum og bættu ADSL sam-bandi hjá þessum íbúum, þáþurfti að byggja heila sím-stöð fyrir svæðið til að bætaADSL skilyrðin þannig aðmenn hefðu nóga band-breidd til að sjá boltann ogfleira,“ segir Eva. „Það erbúið að byggja húsið og núer tengivinna í gangi. Ef alltgengur upp verður símstöðinklár í lok þessa mánaðar, enþað gæti þó dregist.“

Ísafjarðarbær kaupir Silfurgötu 5Ísafjarðarbær hefur fest kaup á húsinu

Silfurgötu 5 á Ísafirði sem lengst afhefur verið kennt við Straum. Þar er núverslun Þrists og rafverktakarnirStraumur til húsa. Einnig keypti bærinnskúr og lóðarskika handan götunnar aðSilfurgötu 8b. Kaupverðið er 18 millj-ónir króna.

Grunnskólinn á Ísafirði er í næstanágrenni og segir Jóhann Birkir Helga-son, bæjartæknifræðingur, að menn séuað búa sér í haginn fyrir mögulegastækkun á lóð skólans. Húsið hafi veriðá forkaupslista Ísafjarðarbæjar og veriðtil sölu, því hafi verið ráðist í kaupinnú.

Hann segir að rætt hafi verið ummöguleika á að rífa húsið og leggja göt-una þar fyrir framan undir skólalóð.Þannig yrði Silfurgata gerð að botn-langa. Hann segir þó ekkert afráðið íþeim efnum og á ekki von á að ráðistverði í framkvæmdir þar í bráð. Silfurgata 5 á Ísafirði.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjarhefur samþykkt að viðmiðun-arreglur um greiðslur vegnanáms við tónlistarskóla utanlögheimilis nemenda semsamþykktar voru fyrir síðastaskólaár verði einnig virkar ánæsta skólaári. Jafnframt árétt-

ar bærinn fyrri afstöðu sínaum að framhaldsnám í list-greinum eigi að vera á höndumríkisins rétt eins og annaðframhaldsnám. Tónlistarskól-arnir eru kostaðir af sveitarfé-lögum.

Umræða um skiptingu kost-

naðar vegna reksturs þeirrakomst í hámæli fyrir tveimurárum þegar Reykjavíkurborgneitaði að greiða með öðrumnemum við tónlistarnám íReykjavík en þeim sem þarættu lögheimili.

Í fyrrasumar samþykkti Ísa-fjarðarbær áðurnefndar við-miðunarreglur þar sem kveðiðer á um þátttöku í kennslu-

kostnaði nemenda sem stundatónlistarnám utan sveitarfé-lagsins. Þar er kveðið á um aðnemandi skuli stunda nám á6.-8. stigi og stunda nám semekki er í boði við tónlistarskólaí Ísafjarðarbæ. Bærinn greiðirekki skólagjöld og greiðslurskuli inntar af hendi í að há-marki 3 ár.

[email protected]

Ísafjarðarbær greiðir áfram með tón-listarnemum utan sveitarfélagsins

Tónlistarskóli Ísafjarðar. Ísafjarðarbær tekur þátt í kennslukostnaði vegna nemenda sem stunda nám á 6.-8. stigi og geta ekki stundað það í sveitarfélaginu.

31.PM5 6.4.2017, 09:439

Page 10: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 20051010101010

Eins og sjá má er landslagið stórbrotið undir Stigahlíð og fjaran stórgrýtt og erfið yfirferðar.

Í fótspor feðranna,sextíu árum síðar–þau Martha Ernstdóttir og Örnólfur og Jón Oddssynir fóruí óvenjulega hlaupa- og gönguferð fyrir skömmu

Að fólk hlaupi á fjöll er ekki fréttnæmt. Enda er í flestum tilfellumekki hlaupið upp fjöllin þó að svona sé tekið til orða. Nú á dögum fer

fólk um fjöll sér til skemmtunar og heilsubótar. Á árum áður varminna um slíkt en þó fóru menn mjög oft á fjöll. Menn áttu þangaðhinsvegar erindi. Oftast var það tengt lífsbaráttunni. Það þurfti oft

að huga að búsmalanum og einnig var oft yfir fjöll að fara á millibyggðarlaga. Fyrir 60 árum „skruppu“ þeir félagar Oddur Örnólfs-

son og Gunnar Halldórsson úr Bolungarvík til þess að vitja lambssem sést hafði í Stigahlíð. Úr varð tíu tíma ferðalag sem eflaust hefur

tekið á. Þessi ferð varð hinsvegar ekki fréttaefni enda tilheyrði húnhefðbundinni lífsbaráttu. Á dögunum, nærri 60 árum síðar, ákváðu

afkomendur Odds að fara þessa sömu leið. Með því vildu þeir afeigin raun kynnast verkum og ferðum forfeðra sinna. Þeir bræðurÖrnólfur og Jón Oddssynir eru þekktir afreksmenn í íþróttum og

mikil hraustmenni. Martha Ernstdóttir, eiginkona Jóns, er ekki síð-ur þekkt af vaskleik sínum. Þau þrjú ákváðu að fara sömu leið og

Oddur og Gunnar forðum og þau hlupu á fjöll í orðsins fyllstumerkingu.

Örnólfur segir boð hafa bor-ist á sínum tíma til afa sínsÖrnólfs Hálfdanssonar, semþá var bóndi í Meiri-Hlíð íBolungarvík, um að lamb semhann ætti trúlega væri í sjálf-heldu, utanvert í Deildinni. Úrvarð að sonur hans Oddur ogGunnar Halldórsson héldu tilþess að athuga með lambið.Þeir héldu sem leið liggur fráMeiri-Hlíð, yfir í Skálavík ogþaðan út í Deildina. Þegarþangað var komið fundu þeirlambið. Það reyndist fótbrotiðog varð því að lóga því. Gerðuþeir að lambinu á staðnum ogákváðu síðan að taka með sér

skrokkinn til byggða. Þegarþessu var lokið stóðu þeirframmi fyrir því vali hvort þeirættu að halda sömu leið tilbaka eða ganga Stigahlíðinainn í Bolungarvík. Þeir völdusíðari kostinn og gengu um 14kílómetra leið inn hlíðina ogOddur með lambið á bakinu.Þegar þetta gerðist var Oddur25 ára gamall og Gunnar umtvítugt. Þeir voru því ríflegatveimur áratugum yngri en þausem leiðina fóru á dögunum.Þau eru eins og áður sagðimiklir íþróttakappar og því ígóðu líkamlegu formi. Þaðleiðir hugann að líkamlegu

formi þeirra sem fóru leiðinafyrir 60 árum. Jón segir ljóstað faðir sinn og Gunnar hafiverið í mjög góðu formi. Þeirhafi hinsvegar öðlast sitt at-gervi og góða form í dagsinsönn en ekki með skipulögðumæfingum eins og fólk nú tildags.

Martha segir þau hafa veriðmjög vel búin til ferðarinnarenda eins gott því hún hafiverið erfið. Sérstaklega hafiferðin inn Stigahlíðina veriðerfið þar sem þar er mjög stór-grýtt. Hún hafi því óneitanlegahugsað til skóbúnaðarins semtengdafaðir hennar hafi þurft

að notast við í ferðinni forðum.Hann telji sig hafa verið velbúinn en það sé eflaust ein-göngu vegna þess að hann hafiekki verið í skinnskóm heldurí einhvers konar gúmmískóm.Það hafi þó ekki verið búnaðurí neinni líkingu við þann skó-búnað sem þau hafi notast við.Þrátt fyrir að þau hafi veriðmjög vel búin hafi ferðin innStigahlíðina reynt mjög áökklana og því geti hún réttímyndað sér hvað hún hafireynt á menn sem voru verrskæddir og með lambsskrokká bakinu að auki.

Á tveimur stöðum á Stiga-

hlíðinni var leiðin mjög erfiðog segir Örnólfur að þar hafiþurft að sýna sérstaka aðgæslu.Á einum stað hafi þurft aðfikra sig í klettum og fyrirÓfæru hafi þau þurft að sætasjávarföllum. Hann segir aðþó að mikið eflaust hrunið úrfjallinu á liðnum sextíu árumhafi aðstæður þó væntanlegaverið mjög svipaðar nú og fyrr-um.

Leiðin sem um ræðir er um26 kílómetra löng. Martha seg-ir þau hafa hlaupið yfir í Skála-vík en þau hafi síðan gengiðinn Stigahlíðina. Hún segir þauhafa reynt að flýta för sinni

sem kostur og ferðin hafi tekiðum fimm tíma. Ferð þeirra fé-laga fyrir 60 árum hafi hins-vegar tekið um 10 tíma endahafi þeir verið mun verr búnirog með lamb á bakinu eins ogáður sagði. Hún segir það hafaverið virkilega ánægjulegt aðfara þessa leið og kynnast umleið hvílíkur munur er á dag-legu lífi í dag og fyrir 60 árum.Hún segir ótrúlegt að hugsa tilþess að ekki sé lengra liðið enað þarna hafi átt í hlut afi barnaþeirra en samt sé lífsmátinnsvo gjörólíkur. Þarna sé því íraun um tvö heima að ræða þóekki hafi liðið lengri tími á

Oddur Örnólfsson sextíu árum síðar ásamt systur sinniJónu t.v. og eiginkonu sinni Kristínu Jónsdóttur t.h.

31.PM5 6.4.2017, 09:4310

Page 11: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 1111111111

Um þessa fjöru er ekki hægt að hlaupa.

milli.Jón segir ferðina hafa verið

mun erfiðari en þau reiknuðumeð. Þau hafi farið heldurgeyst af stað í upphafi og að-eins verið um 55 mínútur úrBolungarvík í Skálavík. Þaðhafi eftir á að hyggja verið ofgeyst farið enda hafi þau ekkigert sér grein fyrir hversu erfiðhlíðin yrði yfirferðar.Hannsegir að þó að þau hafi komistþessa leið klakklaust sé rétt aðbiðja fólk að hugsa sig vel umáður en það ferð leiðina. Þarnasé mjög langt í hjálp og erfittyfirferðar og því sé betra aðvera í góðu formi og vera fleirisaman þegar farið er um þessarslóðir.

Örnólfur segir hugmyndinaað ferðinni hafa kviknað fyrirnokkrum árum þegar faðirþeirra hafi misst það útúr sérað hann hafi gengið þessa leið.Síðan hafi það verið stefnanað fara en það hafi ekki tekistfyrr en nú. Hann segir yngrafólki vera mjög hollt að veltafyrir sér og prófa á sér þá hlutisem voru daglegt brauð á árumáður. Faðir sinn hafi þurft, einsog margir aðrir á þeim árum,að hlaupa upp um fjöll og millifjarða til að huga að sauðfé ogsækja nauðsynjar og fleira.Þetta hafi fólk orðið að gerahvað sem tautaði og raulaði.Nú hreyfi fólk sig mun minnaútí náttúrunni og það sé skaði.Hann segist ekki í vafa um aðá yngri árum hafi faðir hansverið mikið hraustmenni einsog fjöldinn allur af fólki afhans kynslóð. Hann hafi oftvelt því fyrir sér hvort faðirhans hafi verið í betra líkam-legu formi á yngri árum ensynir hans urðu síðar. Eftirþessa ferð sé hann ekki í vafaað Oddur faðir hans hafi veriðmun þrautseigari og sterkari.Hann segist til að mynda ekkihafa viljað ganga inn Stiga-hlíðina með lambsskrokk ábakinu. Hann hafi haft nógmeð sig. Þó erfitt sé að setjasig í spor þeirra sem urðu aðleggja á sig þessa hluti lífs-baráttunnar vegna og þeirrasem nú æfa eingöngu heils-unnar vegna þá efist hann umað hann hefði komist leiðarsinnar með skrokkinn alla leið.

Martha segir tengdaföðursinn hafa verið hér vestra þegarþau fóru þessa umræddu ferð.Þó að hann hafi alls ekki hvattþau til ferðarinnar og því síðurmiklað sig af ferðinni forðum,gruni hana að hann hafi glaðstyfir uppátæki þeirra. Það hafiverið ómetanlegt fyrir sig aðfara ferðina og fá með því inn-sýn í daglega lífsbaráttu fólksá fyrri hluta síðustu aldar ogekki hafi það spillt fyrir aðgera það í þessu ægifagra um-hverfi.

Fyrstu árin í hinu svokallaðalífsgæðakapphlaupi sem stað-ið hefur yfir undanfarna ára-tugi fór heilsu og þreki al-mennings heldur hrakandi.Minnkandi hreyfing sagði tilsín. Síðustu ár hefur stór hlutialmennings snúið við blaðinu.Fólk flykkist á hin ýmsu nám-skeið þar sem oft er boðið uppáskyndilausnir í heilsurækt. Oftá tíðum er vatnið sótt yfir læk-inn. Oftast gleymist stærsta

og best búna íþróttahúsið, nátt-úran sjálf. Það er nú ekki flókn-ara en svo að reima á sig skónaog fara út. Labba eða hlaupa.Allt eftir áhuga og getu hvers

og eins.Í dag gengur fólk ekki í tíu

tíma eftir lambakjöti. Það erfarið í frystikistuna í Bónusþar sem það fæst niðursagað á

niðursettu verði. Þó að sextíuár séu í ýmsu ljósi langur tímaer fjarlægðin frá unga mann-inum, sem lagði á sig 10 tímaferðalag til þess sækja einn

lambsskrokk, til fólksins í dagsem silast inn í næsta stór-markað til þess að kaupa björgí bú.

Frásögnin hér að ofan kennir

okkur að það er hverjum mannihollt að ganga annað slagiðgötur forfeðranna. Það hressir,bætir og fræðir.

– Halldór Jónsson.

Örnólfur, Jón og Martha að leiðangrinum loknum. Stigahlíðin í baksýn.

31.PM5 6.4.2017, 09:4311

Page 12: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 20051212121212

STAKKUR SKRIFAR

Horft til framtíðarStakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

SmáaugSmáaugSmáaugSmáaugSmáauglýsingarlýsingarlýsingarlýsingarlýsingar

Stjórnsýslan á Íslandi á að sjálfsögðu að vera til stöðugrar endurskoð-unar. Gildir þar einu hvort ríki eða sveitarfélög eiga í hlut. Fyrir dyrumeru kosningar um sameiningu sveitarfélaga. Tillögur sameiningarnefndarfélagsmálaráðherra verða þá lagðar í dóm íbúa viðkomandi sveitarfélaga.Spyrja má hvers vegna eigi að sameina. Geta sveitarfélög ekki ráðið viðsitt með núverandi hætti? Svarið er bæði einfalt og flókið. Sé engu breyttgerist væntanlega fátt til framfara. Sé hins vegar litið til þess breyttasamfélags, er hefur dafnað og þroskast og er enn að taka breytingum, erljóst að svara verður auknum kröfum fólks um þjónustu og umhverfi.Afleiðingin verður annars sú, ef þörfum er ekki sinnt, að fólk flytur tilþeirra sveitarfélaga er bjóða betur í þessum efnum.

Deilur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem eiga rætur í þvíað miðað er við meðaltekjur stóru sveitarfélaganna og leiða til þess aðAkureyrarkaupstaður fær sitt en Ísafjarðarbær ekki, eru skýr birtingar-mynd þess hvert stefnir. Þau stóru fá meira en meðalstór. Ljóst er að faraþarf vandlega yfir lög um sjóðinn og úthlutunarreglur hans. En ekki mágleyma því að aðeins eitt stórt sveitarfélag er til á Íslandi, Reykjavík.Hinn 100 eru misjafnlega lítil. Þessu þarf að breyta og hætta sögudekri,

er byggir á því að halda við fyrirmönnum og – konum í héraði. Hvernigteljum við hag okkar best borgið? Sennilega með því að skattfé notistsem allra best, að peningarnir vinni fyrir okkur er stöndum skil á skatt-greiðslum til ríkis og sveitarfélaga.

Það er réttmæt ábending að skoða þarf vandlega og af yfirvegun meðhvaða hætti hag fjölkjarnasveitarfélaga er jafnast borgið við úthlutunJöfnunarsjóð sveitarfélaga. Það er viðfangsefni fremur en vandamál aðleysa. Bæjarstjórinn á Ísafirði kann orðið vel til verka á þeim vettvangiog alþingismenn ættu að hafa góðan skilning á málefninu.

Meginmarkmiðið hlýtur að vera það að skapa sterk sveitarfélög semhafa traustan grunn í stjórnsýslunni, bæði fjárhagslegan og faglegan.En fyrst og fremst verða þau að vera trúverðug eining í augum íbúanna.Þeir kjósa nefnilega um sameiningu. Trúi þeir því að unnið sé af skyn-semi og takist að sannfæra þá um hag sameiningar nær hún í gegn umnálarauga sameiningarkosninga. Takist það ekki eiga talsmenn samein-ingar afar erfitt verk fyrir höndum og þá kann danska leiðin að verðafyrir valinu. En er betra að setja lög um stækkun og sameiningu? Þvíverður svarað í haust.

Hugmyndir um miðstöð sjúkraflugs áAkureyri falla í grýttan jarðveg vestra

Eins og fram kom í síð-asta BB hefur sjúkraflug álandsbyggðinni verið boðið

út. Það er Ríkiskaup semstendur að útboðinu fyrir

hönd heilbrigðis- og trygg-ingamálaráðuneytisins ogTryggingastofnunar ríkis-ins. Í útboðinu er landinu

skipt í tvö útboðssvæði,norðursvæði og Vest-

mannaeyjasvæði. Í útboðs-lýsingu er skýrt tekið fram

að aðalmiðstöð sjúkraflugsskuli vera á Akureyri. „ Í

því felst að þar verður séðfyrir sérstakri fylgd fagað-ila og viðbúnaður sjúkra-

hússins við það miðaður aðunnt verði að taka við

sjúklingum úr sjúkra-flugi“, eins og segir í út-

boðsskilmálum. Af þessumá ráða að sjúklingar

verði í auknum mæli flutt-ir frá Vestfjörðum til

Akureyrar en ekki tilReykjavíkur eins og nú er.

Þó er sá varnagli sleginnað „ sjúklingur skal fluttur

til þess sjúkrahúss (heil-brigðisstofnunar) sem til-

greind er í beiðni heil-brigðisstarfsmanns um

sjúkraflug nema aðstæðurkrefjist annars“, eins og

segir í útboðinu. Frá því aðFlugfélagið Ernir hættirekstri á Ísafirði hefur

ávallt verið staðsett sjúkra-flugvél ásamt flugmönnum

á Ísafirði yfir vetrarmán-uðina. Nú verður þar

breyting á því í útboðsskil-málum segir „ norður-

svæði skal vera þjónað fráAkureyri“ og er því ekki

gert ráð fyrir að hér verðistaðsett flugvél eins og

áður. Samkvæmt útboðs-skilmálum skal hið nýja

skipulag í sjúkraflugi taka

gildi 1. janúar 2006 og ersamningstíminn 5 ár með

möguleika á framlengingutil tveggja ára. Gæti því

umrædd breyting, nái húnfram að ganga, gilt til árs-

ins 2013. Óhætt er að segjaað þessar fyrirætlanirstjórnvalda hafi fallið

grýttan jarðveg. Blaðiðleitaði til nokkurra sem

málið varðar og fara við-brögð þeirra hér í opnunni.

Jóhannes Bjarni Guðmundsson atvinnuflugmaður hjá Flugleiðum

Engin aðflugstæki að flugvöll-unum á Ísafirði og Þingeyri

Jóhannes Bjarni Guð-mundsson atvinnuflugmaðurhjá Flugleiðum segir að fram-kvæmdir þær sem nú standayfir á og við Þingeyrarflugvölltryggi ekki öryggi í aðflugi tilvallarins. Hann telur að þar tilaðflugskerfi verður komið viðvellina á Ísafirði eða Þingeyriverði öryggi í sjúkraflugi ekkitryggt nema að á Ísafirði verðistaðsett sjúkraflugvél.Framhefur komið að stjórnendurHeilbrigðisstofnunar Ísafjarð-arbæjar væru hlynntir þessumbreytingum meðal annarsvegna bætts flugöryggis í kjöl-far framkvæmda við Þingeyr-arflugvöll.

Framkvæmdir við Þingeyr-arflugvöll nú felast í því aðflugbrautin verður lengd úr950 metrum í 1.084 metra ogað auki verður 60 metra ör-yggissvæði við báða endaþannig að í heild verður braut-in 1.144 metrar þar sem flug-tak verður leyft frá endaör-yggissvæði. Þá verður komiðfyrir brautarljósum, akbraut-

arljósum, aðflugshallaljósumog þröskuldsauðkennaljósumvið völlinn.

Jóhannes Bjarni segir aðþær framkvæmdir sem nústanda yfir við Þingeyrarflug-völl bæti að nokkru aðstæðurvið flugtak og lendingar á vell-inum. Hins vegar séu enginaðflugstæki við völlinn og þvísé blindflug að honum ekkiframkvæmanlegt, frekar en aðÍsafjarðarflugvelli. „Í mínumhuga verður sjúkraflug tilþessara valla ekki öruggt fyrr

en hægt verður að fljúga blind-flug að þeim. GPS nákvæmn-isaðflug inná braut á Þingeyrier hægt að tryggja sé vilji tilþess og einnig má bæta aðflugað Ísafjarðarflugvelli mjög enþví miður veit ég ekki til þessað neinar áætlanir séu umframkvæmdir í þessa átt “,segir Jóhannes Bjarni.

Eins og fram hefur komiðer gerð krafa í útboðinu umhraðfleyga vél sem búin verðurfullkomnustu tækjum. Jóhann-es Bjarni segir það lofsverða

stefnu. „Við sem búum hérfyrir vestan verðum hinsvegarað gera okkur grein fyrir ann-mörkum flugvalla okkar. Viljimenn tryggja sjúkraflug hing-að frá öðrum stöðum verðumvið að búa flugvellina á Ísafirðiog Þingeyri aðflugstækjum.Þar til þau eru komin verðurekki lágmarksöryggi tryggtnema með því að hafa hér stað-setta flugvél yfir vetrarmán-uðina eins og gert hefur veriðundanfarna áratugi“, sagði Jó-hannes Bjarni. – [email protected]

Jóhannes Bjarni Guðmundsson atvinnuflugmaður.

Útboðsskil-málarnirskelfilegvonbrigðiÓmar Már Jónsson

sveitarstjóri Súðavíkur-hrepps segir útboðsskil-mála vegna sjúkraflugs áVestfjörðum skelfileg von-brigði fyrir íbúa svæðisins.

Hann segir útboðsskil-málana hafa komið sér íopna skjöldu og þeir séuskelfileg vonbrigði. „Núnýverið var samþykkturVaxtarsamningur Vest-fjarða þar sem meðal ann-ars var fjallað um nauðsynsjúkraflugs á svæðinu. Síð-an sá samningur var gerðurhafa engar forsendurbreyst, sem réttlætt getaþær breytingar sem nú erulagðar til á skipulagi sjúk-raflugs. Þar til raunveru-legar framfarir hafa orðið,sem réttlæta slíkar breyt-ingar, getum við ekki ogmegum ekki slaka á öryggiokkar í sjúkraflugi. Þaðsem nú er lagt til er aðmínu mati mikil afturförsem enginn íbúi getur sættsig við“ segir Ómar Már.

[email protected]

Til sölu er frystigámur meðauka hurð á hlið. Uppl. í síma892 3652 eða 456 7358.

Til sölu er Strong gervihnatta-móttakari með tveimur afrugl-urum, brennara og öllu tilheyr-andi. Gott verð. Upplýsingar ísíma 849 5300.

Til sölu er vel með farinn og lít-ið ekinn Daihatsu Cuore. Vetr-ardekk á felgum fylgja. Upplýs-ingar í síma 893 1949.

Til leigu er einstaklingsíbúð ájarðhæð að Túngötu 18 frá ogmeð 3. ágúst. Uppl. gefur Ind-riði í síma 863 3160.Til sölu er Subaru Legacy árg.1998, ekinn 100 þús. km., sjálf-skiptur. Er með skíðaboga.Uppl. í síma 456 4174.

Óska eftir duglegu fólki í sláttyfir sumarið. Áhugasamir hafisamband við Sigga Palla í síma863 8451.

Til leigu er 2ja herb. íbúð á eyr-inni á Ísafirði. Uppl. í símum690 2202 og 456 3041.

Til sölu eru heyrúllur. Verð kr.2.500 pr. stk. Upplýsingar ísíma 895 4115.Til sölu er MMC Pajero árg. 99,2,8 dísel, ekinn 174 þús. km. Ábílnum eru 33" dekk, PIAA kast-arar, vindskeið og varadekks-hlíf. Einn eigandi. Upplýsingarí síma 894 4032.

Til sölu er sex mánaða gömulfartölva, lítið notuð með 2jaára ábyrgð. Taska, mús, sjón-varpskort, Windows XP, Nort-on og Office pakkinn fylgjameð. 1,7 Ghz, 512 mb vinnslu-minni, 80 Gb harður diskur ogATI Radeon 9650 skjákort. Haf-ið samband í síma 893 3587eða 866 6263.

Tæplega sjö mánaða BorderCollie, íslenska tík, vantar nýttheimili vegna ofnæmis í fjöl-skyldinni. Áhugasamir hafisamband við Hörpu Henrýs-dóttur í síma 868 6282.

Til sölu er Emmaljunga barna-vagn með kerrueiningu, ömmu-stóll og stóll til að festa á borðog tvö stk. 12" reiðhjól. Uppl. ísíma 892 5789.

Hlíðarvegspúkar! Hið árlegaHlíðarvegspúkagrill verðurhaldið nk. laugardag, 6. ágúst.Dagskráin hefst kl. 17:00 og eraðgangur kr. 1.000.- fyrir full-orðna en ókeypis fyrir börn.Allir nýir og gamlir Hlíðarvegs-púkar eru hjartanlega velkomn-ir. Nefndin.

Ísafjarðarkirkja: Messasunnudaginn 7. ágúst kl.

11:00. Kór Ísafjarðarkirkjusyngur. Sóknarprestur.

KirkjustarfKirkjustarfKirkjustarfKirkjustarfKirkjustarf

31.PM5 6.4.2017, 09:4312

Page 13: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 1313131313

ÍÞRÓTTAKENNARIÍþróttakennari óskast til starfa næstaskólaár við grunnskólann á Flateyriog Suðureyri. Um er að ræða 50%starf á hvorum stað.Upplýsingar gefa Skarphéðinn Ólafs-son í símum 456 -7670 og 892 0140og Magnús S. Jónsson í símum 4566129 og 863 1316.Umsóknarfrestur er til 7. ágúst.

Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í Ísafjarðarbæ

„Enn ein aðförin að byggð á Vestfjörðum“Magnús Reynir Guðmunds-

son bæjarfulltrúi Frjálslyndraog óháðra í bæjarstjórn Ísa-fjarðarbæjar segir útboð ásjúkraflugi frá Vestfjörðumvera enn eina aðförina aðbyggð á Vestfjörðum og aðeinstakir starfsmenn Heil-brigðisstofnunar Ísafjarðar-bæjar geti ekki samþykktstefnubreytingu í málinu fyrirhönd annarra íbúa á svæðinu.Verði flugið framkvæmt einsog útboðsgögn gera ráð fyrirverður sjúkraflugvél ekki stað-sett á Ísafirði eins og veriðhefur á undanförnum árum.

Magnús Reynir segir þessarráðagerðir koma mjög á óvart.„Þetta kemur mjög á óvart.

Sérstaklega í ljósi þess hversustutt er síðan kynntur var afstjórnvöldum Vaxtarsamning-ur Vestfjarða þar sem gert erráð fyrir eflingu flugs frá Ísa-firði. Enn og aftur kemur í ljósað samningar sem þessir eruekki pappírsins virði þegar áreynir“, segir Magnús. Hannsegir þessar fyrirætlanir ekkihafa verið kynntar í bæjar-stjórn Ísafjarðarbæjar né bæj-arráði. „Mér vitanlega hefurmálið ekki verið kynnt fyrirbæjaryfirvöldum eins og auð-vitað ber að gera í svo stóruhagsmunamáli. Hafi einhverjirkjörnir fulltrúar eða stjórnend-ur bæjarins haft um þetta vitn-eskju án þess að kynna það

eru þeir ekki starfi sínu vaxn-ir“, segir hann.

Sveinn Magnússon skrif-stofustjóri í heilbrigðis- ogtryggingaráðuneytinu segir aðþessi breyting sé gerð í fullusamráði og með samþykkistarfsfólks Heilbrigðisstofn-unar Ísafjarðarbæjar. Að-spurður hvort skoðun þessafagfólks sé ekki nægileg íbú-um segir Magnús svo ekkivera.

„Einstakir starfsmenn Heil-brigðisstofnunar Ísafjarðar-bæjar geta ekki samþykktstefnubreytingu í svona stóruhagsmunamáli. Til þess hafaþeir ekkert umboð. Þeir getasagt sína skoðun en annað

að standa vaktina. Ég spyr miglíka hvar þingmenn okkar séu.Er ástandið orðið svo aumt íþeirra hópi að þegar tekist er áum eitt af okkar stærstu ör-yggismálum þá þegi þeirþunnu hljóði. Í mínum hugaer þetta mál enn ein aðförin aðbyggð á Vestfjörðum“, segirMagnús Reynir.

Nú standa yfir endurbæturá flugvellinum á Þingeyri og íkjölfarið batna lendingar-möguleikar þar nokkuð. Að-spurður hvort ekki sé eðlilegtað í kjölfar þess breytist fyrir-komulag flugs á svæðið segirMagnús Reynir svo vera.„Framkvæmdir við Þingeyr-arflugvöll eru til þess að bæta

öryggi í farþegaflugi, semlöngu var orðið tímabært. Þærframkvæmdir eru ekki til þessað minnka öryggi í sjúkraflugi.Það vita allir, sem hér hafabúið um einhvern tíma, að þæraðstæður skapast því miðurmjög oft að ekki er lendandi áÍsafirði og Þingeyri. Því hafamenn kosið að hafa hér stað-setta sjúkravél. Nauðsyn þeirr-ar vélar hefur ekkert minnkaðog kröfur íbúa hafa heldur ekkiminnkað. Ég vil því ekki trúaað kröfur kjörinna fulltrúa íbú-anna hafi minnkað. Það kemurhins vegar í ljós á næstunni íþessu mikla hagsmunamáliokkar“, segir Magnús Reynir.

[email protected]

ekki. Ég spyr hvort ekki sé núrétt að FjórðungssambandVestfirðinga komi upp úrskúffunni og standi vaktina íhagsmunamálum fjórðungs-ins. Á meðan það er til á það

Magnús Reynir Guð-mundsson bæjarfulltrúi.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi

Stefnan hefur verið að hafasjúkraflugvél staðsetta á Ísafirði

Kristinn H. Gunnarssonalþingismaður segir að hug-myndir að breyttu skipulagisjúkraflugs hafi verið kynnt-ar sér fyrir nokkru með þeimrökum að fagfólk heima íhéraði væri breytingunumfylgjandi og að öryggi í flugimyndi aukast að loknumframkvæmdum við Þingeyr-

arflugvöll. Eins og fram kom ísíðasta blaði BB hefur veriðákveðið að miðstöð sjúkra-flugs verði á Akureyri og það-an verði meðal annars sjúkra-flugi frá Ísafirði sinnt. Verðurþví væntanlega ekki til staðarsjúkraflugvél á Ísafirði yfirvetrarmánuðina eins og veriðhefur undanfarin ár. Nauðsyn

staðsetningar slíkrar flugvélarvar áréttuð í nýgerðum Vaxtar-samningi Vestfjarða.

Kristinn segir það hafa veriðstefnuna hingað til að hafastaðsetta sjúkraflugvél á Ísa-firði. „Sú stefna kemur meðalannars skýrt fram í Vaxtar-samningi Vestfjarða semgengið var frá fyrir skömmu.

Drög að þessu nýja skipulagivoru kynnt mér nýlega meðþeim rökum að fagaðilarheima í héraði, það er stjórn-endur HeilbrigðisstofnunarÍsafjarðarbæjar, væru þessumbreytingum fylgjandi. Í mínumhuga er aðalmálið að tryggjasjúkraflug frá Ísafirði. Þau rökvoru nefnd að afloknum end-

urbótum á Þingeyrarflugvelliværi litlum vandkvæðumbundið að lenda á svæðinu.Hið nýja skipulag biði aukþess uppá bætta aðstöðu tilflutninga“, segir Kristinn.

Aðspurður um sína skoðuná málinu segir Kristinn veramjög hugsi vegna fyrirhugaðrabreytinga. „Ég hef ekki haft

tök á því að ræða við stjórn-endur HeilbrigðisstofnunarÍsafjarðarbæjar og hef þvíekki staðfestingu fyrir þeirraskoðunum á málinu. Aðal-atriðið er að tryggja öryggiíbúa á Vestfjörðum“ segirhann. – [email protected]

Kristinn H. Gunnarsson.

Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

Fyrst og fremst verið aðauka þjónustu og öryggi

Jón Kristjánsson, heilbrigð-isráðherra segir breytingu áfyrirkomulagi sjúkraflugs verafyrst og fremst gerða til þessað auka öryggi og auka þjón-ustu við íbúa á landsbyggð-inni. Hann segir breytingunahafa verið kynnta fyrir þing-mönnum vestra og einnig hafistarfsfólk Heilbrigðisstofnun-ar Ísafjarðarbæjar verið með íráðum áður en ákvörðun vartekin. Hann segir Vaxtarsamn-ing Vestfjarða ekki hafa veriðkynntan fyrir ráðuneytinu entelur að þessi ráðstöfun upp-fylli ákvæði hans um bættsjúkraflug.

Jón segir að með þessariskipulagsbreytingu sé verið aðbæta þjónustu og auka öryggií sjúkraflugi. Hann segir þettafyrirkomulag hafa verið viðlíði á Austfjörðum um nokkurtskeið og reynst vel. „Okkarætlun er að hafa ávallt til staðarflugvél sem er sérútbúin til

sjúkraflugs og hún verðurmönnuð heilbrigðisstarfsfólkifrá Akureyri. Með því erumvið að tryggja að læknar ogsjúkralið á landsbyggðinniþarf ekki að fara með sjúkling-um með þeirri röskun sem afþví stafar. Þessar breytingareru því fyrst og fremst hugsað-ar með aukið öryggi í huga“segir Jón.

Eins og fram hefur komiðstanda yfir töluverðar endur-bætur á Þingeyrarflugvelli. Þóer ekki gert ráð fyrir uppsetn-ingu búnaðar sem tryggirblindflug að vellinum frekaren að vellinum á Ísafirði. Að-spurður hvort ekki hefði veriðrétt að tryggja fyrst slíkan bún-að áður en farið var útí fyrir-hugaðar skipulagsbreytingarsegir Jón að við breytingarnará Þingeyrarflugvelli aukistöryggi nokkuð en hversu mik-ið það eykst muni koma í ljóssíðar á árinu þegar Flugmála-

komulag verði því ekki mundýrara þegar upp verður staðiðsegir Jón að svo þurfi ekki aðvera.

Í Vaxtarsamningi Vest-fjarða sem nýverið var sam-þykktur er stefnt að því að eflaflugsamgöngur á Vestfjörðummeðal annars í tengslum viðútboð á sjúkra-og áætlunar-flugi. Aðspurður hvort þessinýja stefna brjóti ekki í bágavið samninginn segir Jón aðVaxtarsamningurinn hafi ekkiverið borinn undir ráðuneytihans. Hins vegar telji hann aðaukið öryggi í sjúkraflugi semstefnt er að með hinu nýja fyr-irkomulagi falli vel að mark-miðum samningsins.

Aðspurður hvort sú stefnu-breyting sem felst í útboðinuhafi verið kynnt heimamönn-um segist Jón hafa kynnt máliðfyrir þingmönnum á Vest-fjörðum og einnig hafi stjórn-endur Heilbrigðisstofnunar

Ísafjarðarbæjar komið að mál-inu og séu þeir samþykkir fyr-irhuguðum breytingum. „Heil-brigðisstofnunin á Ísafirði ermjög vel í stakk búin til þessað sinna sjúklingum þurfi á

því að halda á meðan beðið erflugs. Í þessu máli er fyrst ogfremst verið huga að öryggisjúklinga og bæta þjónustu viðþá“ sagði Jón.

[email protected]

Þingeyrarflugvöllur.

stjórn hefur tekið út breyting-arnar. Hann segir það þó réttað ekki sé gert ráð fyrir blind-flugsbúnaði og því sé flug-völlurinn ekki sambærilegurvið til dæmis flugvöllinn á Eg-ilsstöðum. „Við stefnum síðanað því að gera samning viðLandhelgisgæsluna og þyrlurhennar munu því einnig veratil staðar ef á þarf að halda“.Aðspurður hvort að það fyrir-

Jón Kristjánsson heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra.

31.PM5 6.4.2017, 09:4313

Page 14: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 20051414141414

Hörður Guðmundsson, flugstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernir

Ekkert getur komið í stað sjúkra-vélar á Ísafirði eins og sakir standa

Hörður Guðmundssonflugstjóri, og án efa reynd-asti sjúkraflugsmaður semum Vestfirði hefur flogið,segir í samtali við blaðið aðeins og sakir standa geti ekk-ert komið í staðinn fyrirsjúkraflugvél sem staðsett erá Ísafirði yfir vetrarmánuð-ina. Hann segir að þrátt fyrirbætt tæki í flugvélum og

bættan búnað á flugvöllumverði flugvellir að hafa að-flugsbúnað. Því sé hvorkiþannig farið á Ísafirði né áÞingeyri og þar til sá búnaðursé fyrir hendi sé besti kosturinnog í raun sá eini ásættanlegifyrir íbúa að hafa flugvél stað-setta á Ísafirði eins og gerthefur verið áratugum saman.

Hörður segir að þrátt fyrir

að nokkur ár séu síðan hannhætti reglubundnu sjúkraflugiá Vestfjörðum telji hann ekkilíklegt að kröfur hafi minnkaðen hugsanlega hafi mannafliog tækjakostur sjúkrahúsa ásvæðinu breyst til batnaðar.Það breyti þó ekki þeirri stað-reynd að talin sé þörf á sjúkra-flugi af svæðinu og því verðiþað að fara með þeim hætti að

öruggt geti talist og staðist þærkröfur sem til þess eru gerðar.

Hann segist einnig mjöghugsi yfir þeirri staðreynd aðstefnt sé að því að hafa miðstöðflugsins á Akureyri. Það hafióhjákvæmilega í för með sérað viðbragðstíminn lengistmjög og því þurfi að svaraþeirri spurningu hvort það séásættanlegt. – [email protected] Hörður Guðmundsson flugstjóri.

Skemmtiferðaskipið Seven Seas Navigator kom tilÍsafjarðar á fimmtudag í síðustu viku en það er stærsta

skip sem lagst hefur að bryggju í höfninni. Skipið ertæp 29.000 tonn og að öllu jöfnu hefði svo stórt skip

þurft að leggjast við ankeri á Skutulsfirði, en þar semSundahöfnin hefur verið dýpkuð gat það lagst þar að.

„Seven Seas Navigator er fyrsta skipið sem leggst að

bryggju eftir að dýpkunarframkvæmdunum lauk ognýtur góðs af þeim. Það hefði ekki getað lagst að

bryggju áður“, segir Guðmundur M. Kristjánsson,hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Um borð voru um 400farþegar sem flestir eru af bandarísku bergi brotnir.Skipið siglir undir fána Bahamaseyjanna og er þettafyrsta heimsókn þess til Ísafjarðar. – [email protected]

Stærsta skipið sem hefurlagst við bryggju á Ísafirði

Seven Seas Navigator er stærsta skipið sem lagst hefur að bryggju á Ísafirði.

Einkaaðilar hyggja á endurbygg-ingu Neðri Tungu í Skutulsfirði

Ísafjarðarbær hefur selt hús-eignirnar í Neðri Tungu í Skut-ulsfirði til Arnþrúðar Aspe-lund og Péturs Tryggva Hjál-marssonar á Ísafirði og fyrir-tækisins Ylgs ehf., sem er íeigu Ragnheiðar Hákonardótt-ur á Ísafirði. Þau hafa samiðum það sín á milli að Ragn-heiður og fyrirtæki hennar takivið húsunum og eru hugmynd-ir uppi um að standsetja þausem nokkurskonar vinnu- og

gistiaðstöðu fyrir lista- oghandverksfólk.

Ýmsar kvaðir eru á húsun-um og segir Ragnheiður að úrhafi orðið að hún tæki við hús-unum þar sem Pétri Tryggvaog Arnþrúði hafi fundist þærsetja upphaflegum hugmynd-um sínum of miklar skorður.Þau verði sér þó áfram innanhandar við hugmyndavinnunaog gætu allt eins komið afturað húsunum seinna meir. Um

er að ræða fimm hús sem hafastaðið auð um nokkurt árabilog eru frekar illa farin. Íbúðar-húsið er 149 fermetrar ogbyggt árið 1937. Síðan eru þrjúútihús, samtals um 460 fer-metrar, byggð á árunum 1945til 1950. Þá er einnig um aðræða 30 fermetra alifuglahúsbyggt árið 1989. Söluverðiðer 870 þúsund.

Skiptar skoðanir hafa veriðum framtíð húsanna og lagði

umhverfisnefnd bæjarins til íseptember árið 2002 að þauyrðu rifin. Bæjarstjórn lagðistgegn því og voru húsin auglýsttil sölu ári seinna. Í fyrrasumarstóðu svo yfir samningavið-ræður við fimm bjóðendur ognú liggur niðurstaða fyrir.

Frágangi á ytra byrði hús-anna skal lokið eigi síðar en30 mánuðum frá kaupum hús-anna. Allar framkvæmdir erutilkynningaskyldar til tækni-

deildar og háðar samþykki Ísa-fjarðarbæjar. Það eru meiraíþyngjandi skilyrði en gengurog gerist með íbúðarhús ogfelur í sér að t.d. ef á að málahúsin þarf að fá samþykki fyrirþví. Þá segir í skilmálunum aðef „komi í ljós einhverjir ann-markar á að húseignir aðNeðri-Tungu verði lagaðar eðaendurbyggðar, að mati beggjaaðila, sé Ísafjarðarbæ heimiltað fjarlægja þær í síðasta lagií árslok 2007. Sökum nálægð-ar ofangreindra eigna viðskipulagt íbúðahúsahverfi skalþess gætt, að af starfsemi íofangreindum eignum eða ínæsta umhverfi þeirra, starfiekki ónæði af hávaða eða öðruþví er hefur truflandi á íbúða-byggð“, eins og segir í kaup-samningi.

Ragnheiður segir ljóst aðmikil vinna sé framundan viðað koma húsunum í stand. Húnsegist ekki geta fullyrt hvortöll húsin verði standsett, reyntverði að nýta eins mikið oghægt er en það eigi eftir aðkoma i ljós. Til að byrja meðverði horft til íbúðarhússins.Um hugmyndir að nýtingusegir hún ætlunina að gera uppíbúðarhúsið til íveru en síðanværi horft til þess að útbúa

útihúsin sem vinnu- og jafnvelgistiaðstöðu fyrir fólk sem viljikoma til Ísafjarðar til að skrifa,smíða eða leggja stund á hverskyns listir og handverk.

Hún segir málið þó á byrj-unarreit og reynslan þurfi aðstýra því hvernig útfærsla hug-myndarinnar þróist. Byrjaðverði á því að hreinsa til íkringum húsin. „Það er ýmis-legt í sérstöðu svæðisins semsetur hömlur en það má ekkiþrengja of mikið að mögulegristarfsemi þarna. Ég hef trú áað ef afskiptasemin er innanskynsamlegra marka þá getiþetta, eins og ýmislegt annað ísveitarfélaginu, átt góðamöguleika. Menn verða að fátíma til að vinna að þessummálum því það gerist ekkertþarna nema með markvissriog yfirvegaðri uppbyggingu“,segir Ragnheiður.

Hún segir öllum velkomiðsem fyrr að skoða sig um íTungu en biður fólk um aðhafa gætur á því að húsin verðiekki fyrir barðinu á spellvirkj-um. „Ég vona bara að fólkverði jákvætt gagnvart þessuverkefni. Við höfum í hyggjuað taka fullt tillit umhverfisinsí Tungu“, sagði RagnheiðurHákonardóttir. – [email protected]

Neðri Tunga er fyrir miðri mynd.

31.PM5 6.4.2017, 09:4314

Page 15: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 1515151515

Vaxtarsamningur Vestfjarða,vörðuð leið eða marklaust plagg?

Þorsteinn Jóhannesson, lækningaforstjóri FSÍ

Forsvarsmönnum HSÍ varkynnt öruggara nærurflug

Þorsteinn Jóhannesson,lækningaforstjóri sjúkrahúss-ins á Ísafirði, segir að kynnthafi verið fyrir forsvarsmönn-um HeilbrigðisstofnunarinnarÍsafjarðarbæ að kringumstæð-ur til sjúkraflugs yrðu öruggarieftir endurbætur sem nú standayfir á Þingeyrarflugvelli. Framhefur komið hjá flugmönnumað þrátt fyrir endurbæturnarverði ekki hægt að lenda þar íblindflugi. „Það kann að veraen okkur hefur verið sagt aðþað verði betri kringumstæður,með lengri braut og lýsingu.Þannig höfum við staðið íþeirri meiningu að það verðiöruggara með næturflug. Éghef enga ástæðu til að ætlaannað en aðstæður verði þann-ig að hægt sé að sinna sjúkra-flugi“, segir Þorsteinn.

Hann segir það hinsvegarhafa verið stefnu sjúkrahússinsað byggja frekar upp faglegaþekkingu og koma upp tækja-búnaði, þannig að hægt verðiað sinna fjölbreyttari tilfellum,í stað þess að senda sjúklingaí burtu. Þannig hafi þróuninverið sú að sjúkraflugum hafifækkað á undangengnum ár-

um. Aðspurður um hvort hanntelji að stofnunin muni fánægjanlegan stuðning til aðfylgja þeirri stefnu segist hannekki eiga von á öðru. „Þegarég ræddi málið við heilbrigð-isráðherra tók hann vel undirþað. Okkar afstaða er sú aðkyrrstaða sé versti kosturinn,það verður engin framþróunef við hjökkum alltaf í samafarinu.

Það er engum blöðum umþað að fletta að við viljum vegspítalans sem mestan en viðgetum ekki neitað því að viðþurfum á sjúkraflugi að halda.Hins vegar er ekki verið að

leggja sjúkraflugið af heldureinungis breyta fyrirkomulag-inu“, segir Þorsteinn.

Samkvæmt útboðsskilmál-um sjúkraflugsins mun hiðnýja fyrirkomulag gilda í aðminnsta kosti fimm ár, fránæstu áramótum. Þorsteinnsegir heilbrigðisstarfsfólkóbangið við að takast á viðbreyttar aðstæður, síðan eigieftir að koma í ljós hvernigsjúkraflugið reynist undir nýjufyrirkomulagi. Menn muniendurmeta stöðuna að fenginnireynslu og fara fram á breyt-ingar ef sjúkraflugið þyki ekkinógu öruggt.

„Mér finnst engin ástæða tilað gera mikið úr þessu og hefenga ástæðu til að ætla annaðen mennirnir sem vinna aðþessum málum geri það meðhag allra að leiðarljósi. Þannigdettur mér ekki í hug að veriðsé að fara á bakvið okkur meðþessum breytingum. Ég getheldur ekki tengt þetta viðsamgöngur í fjórðungnum.Verða þær ekki að koma tileftir öðrum leiðum“, spyr Þor-steinn Jóhannesson.

[email protected]

Þorsteinn Jóhannesson.

Útboð Ríkiskaupa, fyrirhönd heilbrigðis- og trygg-ingamálaráðuneytisins ogTryggingastofnunar ríkisins, ásjúkraflugi hefur vakið miklaathygli á Vestfjörðum. Sústaðreynd að samkvæmt út-boðinu er gert ráð fyrir aðsjúkraflugi á Vestfjörðumverði sinnt frá Akureyri hefurbeint sjónum manna að ný-gerðum Vaxtarsamningi Vest-fjarða sem undirritaður varmeð viðhöfn þann 31.maí ívor. Samningurinn er afraksturstarfs verkefnisstjórnar umbyggðaáætlun fyrir Vestfirðisem í sátu Baldur Péturssonfrá iðnaðarráðuneyti, KristjánG. Jóhannsson framkvæmda-stjóri á Ísafirði, Halldór Hall-dórsson bæjarstjóri á Ísafirði,Þórólfur Halldórsson sýslu-maður á Patreksfirði og ÁsdísLeifsdóttir sveitarstjóri áHólmavík.

Þrátt fyrir að aðeins séutæpir tveir mánuðir frá því aðsamningurinn var undirritaðurhafa stjórnvöld nú þegar unniðað nokkrum málum sem ekkier hægt að segja að sé í sam-ræmi við hann. Þessa daganaer mest rætt um sjúkraflugið. ÍVaxtarsamningnum er skýrtkveðið á um að efla skuli flug-samgöngur á Vestfjörðum

meðal annars í tengslum viðútboð ríkisins á sjúkra- ogáætlunarflugi árið 2005. Tæp-lega verður hægt að segja aðmeð útboðinu á sjúkrafluginusé verið að uppfylla ákvæðisamningsins og raunar tekurJóhannes Bjarni Guðmunds-son atvinnuflugmaður svosterkt til orða að með útboðinuljúki endanlega atvinnuflugi áVestfjörðum.

Í samningnum er kveðið áum að ljúka skuli vegagerðmeð bundnu slitlagi frá þétt-býlisstöðum í Vestur-Barða-strandasýslu inn á þjóðveg nr.1, hringveginn á gildistíma nú-gildandi 12 ára samgönguáætl-unar, sem gildir til 2014. Afþeim fjárveitingum sem veittarvoru til svæðisins í nýsam-þykktri vegaáætlun verðurekki hægt að uppfylla þettamarkmið. Þá er einnig kveðiðá um að ljúka framkvæmdumvið þverun Mjóafjarðar og vegum Gautsdal og Arnkötludalfyrir árið 2014. Af fjárveit-ingum í núverandi vegaáætluner ekki hægt að spá hvenærþeim verkum lýkur og tæplegaverður þeim báðum lokið fyrirtilsettan tíma.

Samningurinn kveður á umað lokið verði gerð jarðgangaúr Dýrafirði í Arnarfjörð og

þaðan í Vatnsfjörð og að þeirriframkvæmd ásamt nauðsyn-legri vegagerð verði lokið árið2014. Samgönguráðherra hef-ur lýst því yfir að göng milliDýrafjarðar og Arnarfjarðarverði á dagskrá að loknumHéðinsfjarðargöngum. Göngmilli Arnarfjarðar og Vatns-fjarðar eru mun lengra undanog því ljóst að þetta ákvæðisamningsins næst ekki í tíma.

„Orkufyrirtæki í Norðvest-urkjördæmi verði sameinuð.Starfsemi Rarik á Vesturlandiog Norðurlandi vestra verðisameinuð Orkubúi Vestfjarðahf. Höfuðstöðvar fyrirtækisins

verði á Ísafirði“. Svo segir orð-rétt í samningunum um orku-fyrirtæki. Eins og allir vita hef-ur nú verið ákveðið að sameinaOrkubú Vestfjarða, Lands-virkjun og Rafmagnsveitu rík-isins þannig að ekki mun þettaákvæði ná fram að ganga.

Í vaxtarsamningnum ereinnig getið um að Fjölmenn-ingarsetur á Vestfjörðum verðisjálfstæð stofnun sem heyriundir félagsmálaráðuneyti, lögverði sett um stofnunina vorið2005 og starfsemi hennar hefj-

ist haustið 2005 eða sem fyrstá árinu 2006. Af þessari laga-setningu varð ekki. Einnig erkveðið á um fjölgun opinberrastarfa á Vestfjörðum.

Skemmst er að minnast þessþegar ákveðið var að færa tugirstarfa við Fiskistofu frá Reyk-javík til landsbyggðarinnar.Ekkert þeirra kom til Vest-fjarða og raunar var störfumFiskistofu á Vestfjörðum ný-lega fækkað úr tveimur í eitt.

Sem kunnugt er hafa nú ver-ið stofnuð á Ísafirði Snjóflóða-

rannsóknamiðstöð og einnigHáskólasetur. Undirbúningurþeirra mála hófst þó löngu fyrirtíma Vaxtarsamningsins. Afþessari upptalningu má ráðaað einstök ráðuneyti og ríkis-stofnanir telja sig ekki bundnaaf ákvæðum samningsins oghafa í nokkrum veigamiklummálum farið þvert gegn mark-miðum hans þrátt fyrir að und-irritun hans hafi komið ráð-herrar, sveitarstjórnarmenn ogforystumenn í atvinnulífi áVestfjörðum. – [email protected]

Ráðherrar, sveitarstjórnarmenn og forystumenn í atvinnulífi á Vestfjörðumtakast í hendur að aflokinni undirskrift Vaxtarsamnings Vestfjarða.

31.PM5 6.4.2017, 09:4315

Page 16: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 20051616161616

Fjölmenni tók þáttí sandkastalakeppnií Önundarfirði

Fjölmenni tók þáttí sandkastalakeppnií Önundarfirði

Ríflega fjögur hundruðmanns tóku þátt í sand-

kastalakeppni sem haldinvar í fjörunni við Holt í

Önundarfirði á laugardag.Í ár eru tíu ár liðin síðan

keppnin var haldin í fyrstaskipti og hefur hún síðan

verið árlega haldin á versl-unarmannahelgi. Veður

var milt og gott og því voruyngstu keppendurnir

nokkuð uppteknir við að

vaða og þrátt fyrir góðanbúnað má reikna með að

margir hafi farið meðblauta skó og stígvél að

keppni lokinni. Listaverk-in urðu á endanum rúm-lega sjötíu talsins og var

dómnefndinni því vandi áhöndum. Það var Spari-sjóður Vestfirðinga sem

veitti verðlaun fyrir glæsi-legustu og frumlegustu

verkin. – [email protected]

Fjölmenni tók þátt í sandkastalakeppninni sem haldin var í 10. skipti í ár. Ljósmyndir: Páll Önundarson.

Það var létt yfir fólki við upphaf keppninnar. Sumir „tóku þátt“ í verkinu.Verkin voru af ýmsum stærðum og gerðum.

Þessi fríði hópur bar sigur úr býtum í ár að mati dómnefndar. Öll fjölskyldan sameinaðist við sandkastalagerðina.

Bjóða ferðafólki afþrey-ingu sex kvöld vikunnar

Fyrirtækið Ýmislegt smá-legt, sem er í eigu þeirraGreips Gíslasonar og GylfaÓlafssonar á Ísafirði, hefurbryddað upp á þeirri nýjungí sumar að bjóða ferðafólkiupp á afþreyingu sex kvöldvikunnar undir nafninu „AnEvening in Ísafjörður“. Mán-udags- og fimmtudagskvölder boðið upp á ljósmynda-sýningu og fyrirlestur sem

ber yfirskriftina „Photos andFacts“.

Á þriðjudögum og föstu-dögum er boðið upp á bíó meðmyndunum Nóa Albínóa ogBörnum Náttúrunnar undirnafninu „On Location“, semvísar til þess að myndirnarvoru teknar upp á norðanverð-um Vestfjörðum, og á mið-vikudögum og sunnudögum erboðið upp á enska útgáfu leik-

sýningarinnar um Gísla Súrs-son. Viðburðirnir fara fram áensku og eru því fyrst ogfremst miðaðir við erlendagesti en kvikmyndirnar erumeð íslensku tali og því kjöriðfyrir innlenda ferðamenn aðfá annað sjónarhorn á svæðið.Viðburðirnir eiga sér stað íEdinborgarhúsinu.

Enn sem komið er segja þeirfélagar aðsóknina hafa verið

rólega en hún sé þó í samræmivið áætlanir. Þeir hafi fariðfrekar seint af stað í sumar ogviljað ljúka þróunarvinnu áðuren farið væri í markaðssetn-ingu af fullum krafti. Frekar

sé horft til þess að ná góðriaðsókn næsta sumar eftir velundirbúna kynningu. Þá er ídeiglunni hjá þeim að koma áfót því sem þeir kalla „Ísa-fjörður collection“. Þar er ætl-

unin að leiða saman kraftaýmissa smærri aðila ogkynna varning, m.a. póst-kort, minjagripi sem þykjabera svæðinu gott vitni,undir einu vörumerki.

Greipur og Gylfi kynntu starfsemi sína fyrir fjölmiðlum og ferðaþjónustufólki.

31.PM5 6.4.2017, 09:4316

Page 17: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 1717171717

31.PM5 6.4.2017, 09:4317

Page 18: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 20051818181818

mannlífiðmannlífiðÁbendingar um efni sendist til Thelmu

Hjaltadóttur, [email protected] sími 849 8699○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○

Í dag er fimmtudagurinn4. ágúst, 218. dagur ársins 2005

Þennan dag árið1796 lést Hannes Finnsson biskup,57 ára. Hann var Skálholtsbiskup frá 1777. Hannes

var talinn fjölmenntaðasti maður hér á landi á sínumtíma. Af ritum hans má nefna Um mannfækkun af

hallærum á Íslandi.

Þennan dag árið 1907 var Ungmennafélag Íslandsstofnað en þriggja daga sambandsþingi lauk þennan

dag. Sjö ungmennafélög gengu í UMFÍ. Fyrsti for-maður var Jóhannes Jósefsson.

Þennan dag árið 1928 synti Ásta Jóhannesdóttir, fyrstkvenna frá Viðey til Reykjavíkur, fjögurra kílómetra

leið, á tæðum tveimur klukkustundum.

Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman.○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○

Hvað er að frétta?Hvað er að frétta?Hvað er að frétta?Hvað er að frétta?Hvað er að frétta? · Erna Höskuldsdótir, húsmóðir á Þingeyri

Á þessum degi fyrir 45 árumÁ þessum degi fyrir 45 árumÁ þessum degi fyrir 45 árumÁ þessum degi fyrir 45 árumÁ þessum degi fyrir 45 árum

Fjölmenni í Bjarkarlundi

○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Norðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða skúrir, en víða

léttskýjað sunnanlands. Hiti 8-14 stig.Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:

Hæg austlæg eða breytileg átt og sums staðar súld viðnorður- og austurströndina, annars bjartviðri. Hiti 10-20

stig, hlýjast á Vesturlandi.Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:

Útlit fyrir austlægar áttir og vætu um nær allt land. Milt.Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:Horfur á mánudag:

Útlit fyrir austlægar áttir og vætu um nær allt land.

SpurSpurSpurSpurSpurning vikunnarning vikunnarning vikunnarning vikunnarning vikunnar

Hefur þú trú á því að vaxtarsamningurVestfjarða komist til framkvæmda?

Alls svöruðu 341. – Já sögðu 53 eða 15% – Neisögðu 251 eða 73% – Veit ekki sögðu 37 eða 12%

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látiðskoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○

Geysimikið fjölmenni var vestur í Bjarkarlundi um Versl-unarmannahelgina að þessu sinni. Það er engin nýlunda,að fólk streymi þangað að á þessari helgi, en líklega hafaaldrei sótt þangað jafnmargir og nú. Frést hefur að um2000 manns hafi verið þar, þegar flest var. [...] Á síðari ár-um hafa vissir staðir komist í tísku sem samkomustaðirum Verslunarmannahelgina, þar sem fólk hefur hópast aðí mismunandi tilgangi, sumir hugsað mest um að njótahvíldarinnar í ró og næði, en aðrir um að skemmta sér ogþá oft á nokkuð ofsafenginn hátt. Umgengni á þessumstöðum er venjulega mjög ábótavant, fólk skilur eftir úrganghvar sem því hentaði og trjágróður oft skemmdur. Ennþátíðkast sá ósiður að ferðamenn brjóti greinar af trjám og„skreyti“ farartæki sín með þeim.

„Það er allt gott er að fréttaaf Þingeyri. Nýju strandblaks-vellirnir hafa vakið mikla lukkuog sérstaklega finnst krökkun-um voðalega gaman að skellasér í blak. Gestir á tjaldsvæð-inu hafa haft orð á því hve fínirvellirnir eru og einnig hvesnyrtilegt og flott víkingasvæð-ið á Þingeyrarodda er. Þaðhefur verið mikið að á tjald-svæðinu og almenn ánægjahjá gestum þar.

Ferðamannastraumurinnhefur verið heldur minni í ár aðmér finnst. Þó hefur hann auk-ist undanfarið og sérstaklegasíðustu tvær vikur þegar þettahefur komið eins og bomba.Þá er meðal annars vinsælthjá ferðamönnunum að gangaupp á Kaldbak.

Þingeyringar fylgjast núspenntir með fimm víkingumsem lögðu í stað í siglingaferðmeð víkingaskipi í tengslum

við evrópskt víkingaverkefni.Ég held að þetta sé í annaðseinna sem menn frá Þingeyrifara í slíka ferð.

Sveitakeppni í golfi verðurhaldin um miðjan ágúst. Þákoma til keppni 11 lið víða að.Vinsældir golfíþróttarinnar erualltaf að aukast á Þingeyri aukþess sem kylfingar annarsstaðar frá eins og Flateyri ogÍsafirði nýta völlinn,“ sagði ErlaHöskuldsdóttir.

Strandblakið vekur lukku

Eftirminnilegarverslunarmannahelgar

Verslunarmannahelgin er að baki og lögðu Íslendingar landundir fót í stórum stíl. Margt var í boði ýmsar útihátíðir og einsvoru aðrir sem nýttu helgina fyrir hefðbundnari ferðalög.Margar minningar eru tengdar þessari helgi og ófá ævintýrisem gerst hafa í gegnum árin. Bæjarins besta fékk nokkraVestfirðinga til að segja lítillega frá eftirminnilegustu verslun-armannahelgum sínum.

Í Atlavík með fermingartjaldiðÍ Atlavík með fermingartjaldiðÍ Atlavík með fermingartjaldiðÍ Atlavík með fermingartjaldiðÍ Atlavík með fermingartjaldiðÁslaug Jóhanna Jensdóttir, vert á Gistihúsi Áslaugar, rifjar

upp tvær Verslunarmannahelgar.„Verslunarmannahelgarnar árin 1972 og -73 standa mér efst

í minni. Fyrra árið var maður varla kominn til vits og ára er égtók fermingartjaldi mitt og lagði á mig langa leið austur tilNeskaupsstaðar. Þaðan tók ég ásamt vinkonum mínum leigubíltil Atlavíkur. Þar tjölduðum við Magnatjaldinu mínu sempabbi minn, heitinn, hafði silikonborið fyrir mig. Hljómsveitspilaði í gömlum Bragga sem var rifinn nokkrum árum seinna.Þetta var ekta útihátíð og mikið fjör.

Árið eftir fórum við vinkonurnar á Laugarvatn. Það var núólíkt eins gott veður þá eins og hafði verið á Atlavík. Blessaðafermingartjaldið mitt hélt hvorki vatni né vindi þrátt fyrir aðhafa verið silikonborið árið áður og umbreyttist í sundlaug.Við flýðum því inn í hús hjá Hótel Eddu þar sem við fengum aðleggja okkur á gólfinu.“

Fyrsta útihátíðinFyrsta útihátíðinFyrsta útihátíðinFyrsta útihátíðinFyrsta útihátíðin

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir man best eftirfyrstu útihátíðinni.

„Ætli fyrsta útihátíðin sem ég fór á um verslunarmannahelgisé ekki eftir minnilegust. Þá fór ég á hátíðina Gaukurinn semhaldin var í Þjórsárdal árið 1984. Ég var 16 ára gömul og hafðibeðið spennt eftir að fá að fara þar sem ég hafði loksins fengiðleyfi. Í dag mundi ég ekki leyfa dóttur minni að fara ein á úti-hátíð 16 ára gömul en þarna voru tímarnir aðrir og andrúmsloftiðvirkaði ekki eins hættulegt.

Það var mjög gaman. Gott veður allan tímann og góð stemm-ning í hópnum en við fórum saman nokkrar vinkonur. Þetta varmjög skemmtileg reynsla.“

Viðvörunarorð á þjóðhátíðViðvörunarorð á þjóðhátíðViðvörunarorð á þjóðhátíðViðvörunarorð á þjóðhátíðViðvörunarorð á þjóðhátíð

Böðvar Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrstofu Vestfjarðavildi ekki tjá sig um neina minningu en vildi þó miðla afreynslu sinni og koma á framfæri varúðarorðum:

„Ef farið er á útihátíð í Eyjum þá ekki tjalda upp í fjallshlíðog láta innganginn snúa upp eftir. Það kemur slagsíða á tjaldiðeftir nokkra tíma rigningu. Gott að tjalda edrú, þá er meirimöguleiki að þú munir hvar þú tjaldaðir. Ekki gera þarfir þínarí stóru ruslagámunum og loka að þér, þeir eru teknir reglulega.Ég tek það fram að þetta er reynsla vinar míns en ekki mín.Ekki skíta í málningadollu, því það kemur far (vinurinn).“

Eftirminnilegasta helgin á næsta áriEftirminnilegasta helgin á næsta áriEftirminnilegasta helgin á næsta áriEftirminnilegasta helgin á næsta áriEftirminnilegasta helgin á næsta ári

Halldór Gunnar Pálsson, tónlistarmaður, segist enn eigaeftir að upplifa eftirminnilegustu verslunarmannahelgi sína.

„Ég hef eytt langflestum verslunarmannahelgunum mínumá Ingjaldssandi með fjölskyldunni minni. Ég hef aldrei gerstsvo frægur að fara á almennilega stórútihátíð en það er á dag-skránni. Ég stefni á að kýla á það á næsta ári. Segja má að ég

hafi verið í stöðugri þjálfun, bæði líkamlegri og andlegri, hjáfjölskyldu minni síðustu átta árin fyrir að taka ærlega á því ástórri útihátíð. Ætli eftirminnilegasta verslunarmannahelginmín verði ekki því ekki á næsta ári.“

Áslaug Jóhanna Jensdóttir.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir.

Böðvar Þórisson.

Halldór Gunnar Pálsson.

31.PM5 6.4.2017, 09:4318

Page 19: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2005 1919191919

Borgin mínBorgin mínBorgin mínBorgin mínBorgin mín · Anna Lind Ragnarsdóttir, skólastjóri Súðavíkurskóla Vestfirskar þjóðsögurVestfirskar þjóðsögurVestfirskar þjóðsögurVestfirskar þjóðsögurVestfirskar þjóðsögur · Gísli Hjartarson

SmáaugSmáaugSmáaugSmáaugSmáauglýsingarlýsingarlýsingarlýsingarlýsingar

Mannlífið stórkostlegt í Sidney Geitungafárið

Brennslan mínBrennslan mínBrennslan mínBrennslan mínBrennslan mín · Steingrímur Rúnar Guðmundsson, þjónustustjóri Símans á Ísafirði

Tónlistarmenn með kassagítar að vopniHér kemur brennslan mín

og smá ummæli um þau lögsem eru mér efst í huga þessadagana. Sum hafa fylgt mérlengur en önnur. Lögin erekki í neinni sérstakri röð,heldur skoðaði ég algeng-ustu lögin sem hafa rúllað ígegnum spilarann hjá mér.Svolítið erfitt var að velja10 lög, en helmingur af þess-um lögum gæti dottið úrhausnum á mér eftir mánuð.Þessi lög eiga það sameigin-legt að vera einföld og að-gengileg og fara vel í eyra.

1. Blindsker– Bubbi Morthens

Þetta lag heyrði ég eftirað hafa fengið lánaðanbunka af vínylplötum hjáfrænda mínum. Hef örugg-lega verið 13 ára. 14 árakeypti ég mér fyrsta gítarinnminn og þetta var með fyrstulögunum sem ég lærði. Eftirað hafa heyrt í Utangarðs-mönnum, Egó og Das Kapi-tal (allar með Bubba innan-borðs) þá var ekki aftursnúið og kaupa sér raf-magnsgítar.

2. Starálfur- Sigur RósMyndi helst segja samt öll

lögin á disknum Ágætis byrj-un með Sigur Rós. En velþetta lag fyrir þeirra hönd.Fór á tónleika með þeim áÍsafirði fyrir ca 5 eða 6 árum.Tók kærustuna með mér ogþáverandi yfirmann minn.Hann svaf allan tímann, oghúðskammaði mig fyrir aðhafa gabbað hann á þessa tón-leika. Helst hefði átt að fylgjameð þessum disk góð heyrn-artól og stór svefnpoki, svomaður gæti legið í fósturstell-ingu og hlustað á þessa undra-hljómsveit.

3. I´d Ask – MugisonSkemmtilegur slagari, frá-

bær karakter, þvílíkur snill-ingur. Er meira fyrir óraf-magnaða dótið hans, en þaðer gaman að fylgjast með hon-um með kassagítar og fartölvuog fremja galdur. Við eigumþað sameiginlegt að hafa báð-ir unnið í fiski í Hrísey.

4. Wild is the Wind– David Bowie

Þetta lag kemur einmitt framí textanum við lagið Blindsker.Ljúft lag, en ekki sérstaklegagrípandi laglína. Þetta lagminnir mig á þegar ég var íVerkmenntaskólanum á Akur-eyri. Kynntist ekki Bowie fyrren í Hrísey árið 1995, og ein-hver sagði mér að lagið ZiggyStardust væri með David Bow-ie. Svona er maður stundumþröngsýnn tónlistarlega séð.

5. Reyndu aftur- Magnús Eiríksson

Pálmi Gunnarsson söng þettalag. Ætli Mannakorn hafi ekkifylgt mér svona mikið í æsku,því mamma heldur svo mikiðupp á Pálma. Magnús Eiríkssoná mörg skemmtileg lög. Það ermjög skemmtilegt að taka þettalag með fólki sem hefur gamanaf því að syngja í partýum.Magnús er snillingur í að komameð skemmtilega hljómagangaí lögum.

6. Hvar er Guðmundur?- Johnny Poo

Þetta lag hefur sönglað í hausn-um á mér og allri minni fjöl-skyldu í sumar. Fundum þetta

lag á rokk.is um daginn eftirað hafa heyrt tvo stráka syngjaþað í söngvarakeppni á Sælu-helgi á Suðureyri. Flettiðendilega Jóa upp á rokk.is ogþetta lag límist fast í hausnumá ykkur.

7. Afgan - Bubbi MorthensÞetta lag er bara snilld.

Bubbi Morthens er góðurmunnhörpuleikari og heyristþað vel í þessu lagi. Þetta erfallegt og fjölbreytt lag. Þó aðtextinn sé stundum út í hött.Fínt lag til að taka á LangaManga í góðu stuði, þá er gottað vera með munnhörpu í vas-anum.

8. Sister GoldenHair – America

Dillandi gott lag. Og allirtaka undir í viðlaginu í partí-inu.

9. Something - The BeatlesFór á Tónleikinn Bítl í Loft-

kastalanum og heillaðist þá afþessu lagi. Oft heyrt það áður.Og nú spila ég það látlaustheima. Einfalt og gott.

10. Delicate- Damien Rice

Ég var lengi að læra aðhlusta á Damien Rice. Þenn-an snilling sem allir voru aðtala um. Nú hlusta ég oft áhann þegar ég er að gangafrá eftir erfiðan vinnudag.Hann róar mann niður.Svona vil ég hafa tónlist,einfalda og aðgengilega.Með kassagítarinn að vopnikomast tónlistarmenn aðmínum eyrum.

Steingrímur RúnarGuðmundsson.

Sumarið er tíminn til aðdytta að görðum og huga aðviðhaldi á húsum. Ekki eróalgeng sjón að sjá fólk sinnaýmsum útiverkum í góða veðr-inu. En til brúksins þarf ýmis-legt og Bæjarins besta fór ástúfana til að grennslast fyrirum hvað garð- og húseigendur

eru að versla til framkvæmd-anna.

„Það er mjög mikið um aðfólk séu að kaupa ýmislegt tilað gera að húsum sínum oggörðum. Sem dæmi má nefnaýmis garðáhöld, úðara, hjól-börur, viðarvörn, hengirúmog svo mætti lengi telja. Þá

hafa garðhúsgögn selst mjögvel“, segir Steinunn Jónsdóttir,starfsmaður hjá Húsasmiðjunniá Ísafirði.

Hafið þið tekið eftir aukn-ingu eða samdrætti í sölu ávörum sem notaðar eru til garð-framkvæmda í sumar?

„Það hefur verið mjög svipað

undanfarin ár. Alltaf er tölu-vert um að fólk standi í fram-kvæmdum á sumrin. Þá er al-gengt að verið sé að smíðasólpalla og skjólveggi. Hvortsem um er að ræða uppbygg-ingu eða viðhald virðist alltafverið nóg að gera hjá fólki.“

– Eru einhverjar vörur sem

hreyfast alls ekki á sumrin?„Já, það eru ákveðnir hlutir

sem fólk er ekki að versla ásumrin alveg eins og sumarvörur seljast ekki á veturna.Til dæmis seljum við augljós-lega ekki neitt af snjóskóflumá sumrin“, sagði SteinunnJónsdóttir.

Mikið um framkvæmdir á sumrinSigurður Brynjar Þorláksson, Auðunn Jóhann Elvarsson, Sara Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir eru starfsmenn Húsasmiðjunnar.

Þær eru nokkrar borgirsem eru í uppáhaldi en Syd-ney í Ástralíu kemur fyrst uppí hugann. Hún er yndislegog mannlífið alveg stórkost-legt. Ég var þar um tíma erég bjó í Nýja Sjálandi ogÁstralíu. Borgin er ofsalegafalleg, fólkið gott og mjögvinalegt. Allir eru tilbúnir aðhjálpa um leið og maðurdregur upp landakortið.

London hefur einnig alltafsinn sjarma. Mannlífið þar enenn fjölskrúðugra en í Sidneyen byggingarstíllinn mikil-fenglegur og svo mikið af öllu.Ég hef komið nokkrum sinn-um til London og er reyndarnýkomin þaðan. Draumurinner að þó fara aftur til Sydneyeinhvern tímann þó það séekki á dagskrá eins og er,“sagði Anna Lind.

Afar mikið var um geitunga hérlendis í sumar. Ekkifóru Vestfirðingar varhluta af þeim frekar en aðrirlandsmenn.

Einhverra hluta vegna var þó mjög lítið um geitungaí Bolungarvík. Kona nokkur hringdi í Náttúrustofu Vest-fjarða í Bolungarvík og spurði Þorleif Eiríksson forstöðu-mann hvers vegna lítið væri um geitunga í Víkinni ámeðan þeir væru plága hvarvetna annars staðar.

Þorleifur hugsaði sig um litla stund og sagði svo:Ætli þeir séu ekki hræddir við Óshlíðarveginn.

Óska eftir kvenreiðhjóli, gefinseða fyrir lítinn pening. Uppl. ísíma 456 0139 og 847 9197.Til sölu er vel með farinn oggóður bíll, Chrysler Neon árgerð1995. Þarfnast viðgerðar. Uppl.í síma 846 8339.

Til sölu er 66m² íbúð með geym-slu í Reykjavík. Upplýsingar ísíma 456 4832.

Til sölu er antik píanó, Steinway1882, svart, útskorið, messingkertahaldarar, nótnaborð úr fíla-beini og bekkur í stíl. Allt upp-gert 1980. Tilboð óskast. Uppl.í síma 456 4586 og 862 8702.

Til sölu er Subaru Legacy árg.1998, ekinn 100 þús. km. Sjálf-skiptur með skíðaboga. Uppl. ísíma 456 4174.

Óska eftir þrekhjóli, stigvél eðaöðru álíka tæki, gefins eða fyrirlítinn pening. Upplýsingar ísíma 864 5940.

Olgeir Hávarðarson, Dís-arlandi 10, Bolungarvík erfimmtugur í dag, 4. ágúst.Hann og eiginkona hans,Stefanía Birgisdóttir, takaá móti gestum á heimilisínu laugardaginn 6. ágústfrá kl. 19:00.

AfmæliAfmæliAfmæliAfmæliAfmæli

Fimmtánstöðvaðir

Lögreglumenn frá Bol-ungarvík sem höfðu eftirlitmeð umferð í Ísafjarðardjúpiog á Steingrímsfjarðarheiðium verslunarmannahelginahöfðu afskipti af 15 öku-mönnum sem geta átt von ásektarboði vegna hraðakst-urs. Flestir voru stöðvaðir íÍsafirði innst í Ísafjarðardjúpiog á Steingrímsfjarðarheiðien einnig í Skötufirði, Hest-firði og á Skutulsfjarðarbrautá Ísafirði. Þeir tveir semhraðast óku voru á 119 og120 km/klst hraða þar semhámarkshraði var 90 km.

Lögregluembættin á Vest-fjörðum og í Dölum vorumeð sameiginlega löggæs-lu um helgina.

31.PM5 6.4.2017, 09:4319

Page 20: Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www ... · Rosenberg, Stochelo og Dor-ado Schmit auk þess sem hann hefur leikið inn á marga geisla-diska m.a. með Jimmy

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

www.bb.is – daglegar fréttir á netinuwww.bb.is – daglegar fréttir á netinu

Gliðnunarhraði sprungu í Óshyrnumældur með GPS-tækni

Oddur Jónsson setur upp mælitæki á fjallsbrúninni. Mynd: Björn Halldórsson.

Starfsmenn Vegagerðarinn-ar fóru í síðustu viku upp áÓshyrnu ofan Óshlíðarvegartil að mæla gliðnunarhraðastórrar sprungu við brún fjalls-ins með GPS tækni. Sprunganer um 30-40 metra löng oghafa menn vitað af henni lengi.Fram hefur komið að mennóttist að allstórt stykki getihrunið úr fjallinu og þó ekkisé talið um bráða hættu aðræða, þykir ástæða til að fylgj-ast vel með.

Oddur Jónsson, mælinga-maður hjá Vegagerðinni á Ísa-firði, segir Vegagerðina geramælingar á sprungunni u.þ.b.annað hvert ár. „Það eru mæl-ingarpunktar sitt hvoru meginvið sprunguna og við beitum

GPS tækni til að meta hvortþetta er að gliðna frá fastaberginu“, segir Oddur. Að-spurður segir hann niðurstöðurekki liggja fyrir þar sem eigieftir að reikna út úr GPS-mæl-ingunum. Hins vegar hafi Jó-hann Hannibalsson, snjóflóða-eftirlitsmaður í Bolungarvík,mælt með málbandi og hafigliðnunin reynst um 2 mm.

Aðspurður um hugsanlegahættu af sprungunni segir Jónerfitt að segja þar um. „Mennvita ekki hvað hún er djúp eðahvert hún liggur, en hafaáhyggjur af því hvað myndigerast ef þarna myndi brotnafrá. Þess vegna er fylgst velmeð“, sagði Oddur Jónsson.

[email protected]

Markaðsskrifstofa Vestfjarða

Átta umsóknir umstöðu markaðsstjóra

Átta umsóknir bárust umstarf verkefnisstjóra fyrir-hugaðrar MarkaðsskrifstofuVestfjarða en umsóknarfrest-ur rann út fyrir skömmu.Nöfn umsækjenda hafa ekkiverið gefin upp. AðalsteinnÓskarsson, framkvæmda-stjóri AtvinnuþróunarfélagsVestfjarða, segir ætlunina aðhefja viðtöl við umsækjendurí ágúst en stefnt er að því aðskrifstofan hefji starfsemisína í september.

Skrifstofunni er ætlað aðsinna markaðssetningu Vest-

fjarða með áherslu á ferða-mál. Að baki rekstrinummunu standa sveitarfélög áVestfjörðum, Fjórðungs-samband Vestfirðinga ogFerðamálasamtök Vest-fjarða. Auk þess hefur veriðóskað stuðnings samgöngu-ráðuneytis til að mæta stofn-kostnaði.

Stofnun Markaðsskrif-stofu Vestfjarða er ein af til-lögunum sem settar vorufram í Vaxtarsamningi Vest-fjarða.

[email protected]

Umferðarslys var rétt utanvið Súðavík um kl. 15:30 álaugardag er ökumaðurmissti stjórn á bifreið sinnimeð þeim afleiðingum aðhún hafnaði utan vegar.

Ökumaður og farþegi semvoru erlendir ferðamenn,

slösuðust lítið miðað við að-stæður og virðist sem bíl-beltin hafi bjargað því aðekki fór verr. Meðfylgjandimynd af bílnum sem er talinnónýtur tók Birgir Þór Hall-dórsson.

[email protected]

Orkubú Vestfjarða hóf fyrirnokkru framkvæmdir viðTunguárvirkjun í Tungudal ánþess að fyrir lægi framkvæm-daleyfi. Lagður hefur veriðbráðabirgðavegur yfir dalinnsem umhverfisnefnd vill aðverði fjarlægður að fram-kvæmdum loknum. Fulltrúi íumhverfisnefnd telur vega-gerðina ekki samrýmast gild-andi deiliskipulagi á svæðinu.Fyrir nokkru hófust fram-kvæmdir við Tunguárvirkjuní Tungudal í Skutulsfirði. Þaðer Orkubú Vestfjarða semstendur fyrir virkjuninni, semer um 700 kW rennslisvirkjun.

Á sínum tíma kom virkjunintil umræðu í umhverfisnefndÍsafjarðarbæjar og hjá Skipu-lagsstofnun sem komst aðþeirri niðurstöðu að fram-kvæmdin „sé ekki líkleg til aðhafa í för með sér umtalsverðumhverfisáhrif og skuli þvíekki háð mati á umhverfis-

áhrifum“, eins og segir í úr-skurði stofnunarinnar.

Á fundi umhverfisnefndarÍsafjarðarbæjar þann 13. aprílvar samþykkt byggingarleyfivegna rafstöðvarhúss virkjun-arinnar og áður hafði umhverf-isnefnd samþykkt afnot Orku-búsins af stíflumannvirkjumsem fyrir eru í Tunguá. Fyrirnokkru hófust síðan fram-kvæmdir við virkjunina þráttfyrir að ekki lægi fyrir fram-kvæmdaleyfi fyrir virkjuninni.Í bréfi Skipulagsstofnunar tilSölva Sólbergssonar hjá Orku-búi Vestfjarða á síðasta ári ersérstaklega vakin athygli á þvíað framkvæmdaleyfi þurfi tilverksins.

Hafist var handa við lagn-ingu vegar yfir Tungudalinnað lóð væntanlegs stöðvarhússog einnig var lagt ræsi í Bunáskammt ofan núverandi brúaryfir ána. Á fundi umhverfis-nefndar Ísafjarðarbæjar þann

12. júlí var síðan lagt frambréf frá Orkubúi Vestfjarðaþar sem óskað var eftir fram-kvæmdaleyfi vegna inntaks-mannvirkja og lagninguþrýstivatnspípu að stöðvarhúsivirkjunarinnar. Umhverfis-nefnd samþykkti að leggja tilvið bæjarstjórn að veita fram-kvæmdaleyfið „þó þannig aðumferð um Skógarbraut verðihaldið í lágmarki“, eins ogsegir orðrétt í fundargerðnefndarinnar. Þá vill nefndinað bráðabirgðavegurinn verðifjarlægður í verklok. Loksvekur nefndin athygli á því aðframkvæmdir við virkjuninahafi hafist áður en fram-kvæmdaleyfi var veitt. Mag-dalena Sigurðardóttir óskaðiað eftirfarandi yrði bókað:

„Þar sem ekki hefur veriðsótt um framkvæmdaleyfi fyrirbráðabirgðavegi sem byrjað erá þvert yfir Tungudal og erekki samkvæmt gildandi deili-

skipulagi sit ég hjá við af-greiðslu á þessum lið“.

Sölvi Sólbergsson fram-kvæmdastjóri orkusviðs Orku-bús Vestfjarða segir það hafaverið hreina yfirsjón að fyrir-tækið hafi hafið framkvæmdirán framkvæmdaleyfis og úrþví hafi verið bætt um leið ogmistökin komu í ljós. Sölvi,sem jafnframt er formaðurumhverfismálaráðs Bolungar-víkur, segir þessi mistök mjögleið sérstaklega þar sem unniðer á jafn viðkvæmu svæði ogTungudalurinn er.

Þetta er í annað sinn á stutt-um tíma sem ráðist er í fram-kvæmdir án leyfis í þessariútivistarperlu Ísfirðinga,Tungudal. Fyrir skömmu varráðist í vegagerð við sumarhúsí Tunguskógi án heimildar um-hverfisnefndar bæjarins. Fyrirþeim framkvæmdum stóðmeðal annarra varaformaðurumhverfisnefndar. – [email protected]

Hófust án framkvæmdaleyfisFramkvæmdir við virkjun Orkubús Vestfjarða í Tungudal

Unnið við grunn væntanlegs stöðvarhúss.

31.PM5 6.4.2017, 09:4320