starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · heimasíða skólans: aðalsímanúmer: 430 1500...

23
Grunnskóli Borgarfjarðar Gleði Heilbrigði Árangur Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 Hvanneyri Kleppjárnsreykir Varmaland

Upload: others

Post on 30-Sep-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

Grunnskóli Borgarfjarðar

Gleði – Heilbrigði – Árangur

Starfsáætlun skólaárið 2011-2012

Hvanneyri

Kleppjárnsreykir

Varmaland

Page 2: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

2

Starfsáætun 2011-2012

Efnisyfirlit Hagnýtar upplýsingar .............................................................................................................................. 4

Veikindi og leyfisbeiðni ........................................................................................................................ 4

Skólasel og íþróttaæfingar .................................................................................................................. 4

Tónlistarnám ....................................................................................................................................... 4

Foreldraviðtöl ...................................................................................................................................... 4

Skólaakstur .......................................................................................................................................... 5

Óveður ................................................................................................................................................. 5

Mötuneyti ............................................................................................................................................ 5

Stjórnskipulag skólans ............................................................................................................................. 5

Skipurit Grunnskóla Borgarfjarðar ...................................................................................................... 6

Áherslur í skólastarfi ................................................................................................................................ 6

Hlutverk ............................................................................................................................................... 6

Framtíðarsýn ....................................................................................................................................... 6

Einkunnarorð ....................................................................................................................................... 6

Gildi ..................................................................................................................................................... 7

Heilsueflandi skóli ................................................................................................................................ 7

Viðfangsefni innra mats........................................................................................................................... 7

Sjálfsmatsáætlun Grunnskóla Borgarfjarðar 2010-2013 ..................................................................... 8

Húsnæði............................................................................................................................................... 8

Nemendafjöldi ..................................................................................................................................... 9

Starfsáætlun nemenda .......................................................................................................................... 11

Skóladagatal .......................................................................................................................................... 11

Fastir viðburðir í skólastarfinu ........................................................................................................... 11

Tilhögun kennslu, s.s. kennsluáætlanir ................................................................................................. 12

Skólabúðir 7. og 9. bekkja ................................................................................................................. 13

Upplestrarkeppni ............................................................................................................................... 13

Val nemenda í 8.–10. bekk ................................................................................................................ 13

Smiðjuhelgar ...................................................................................................................................... 13

Skólaráð, nemendaverndarráð, foreldrafélag og nemendafélag .......................................................... 14

Skólaráð ............................................................................................................................................. 14

Nemendaverndarráð ......................................................................................................................... 15

Starfshættir Nemendaverndarráðs Grunnskóla Borgarfjarðar ......................................................... 15

Foreldrafélag ..................................................................................................................................... 15

Page 3: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

3

Starfsáætun 2011-2012

Nemendafélag GBF – Kleppjárnsreykjadeild ..................................................................................... 16

Nemendafélag GBF – Varmalandsdeild ............................................................................................. 16

Skólareglur ............................................................................................................................................. 16

Upplýsingar um stoðþjónustu, þ.m.t. skólaheilsugæslu og sérfræðiþjónustu ...................................... 16

Sérfræðiþjónusta ............................................................................................................................... 16

Heilsugæsla........................................................................................................................................ 16

Upplýsingar um tómstundastarf og félagslíf ......................................................................................... 18

Símenntunaráætlun .............................................................................................................................. 18

Símenntun kennara ........................................................................................................................... 18

Símenntun starfsfólks (annarra en kennara) ..................................................................................... 19

Reglur um framkvæmd símenntunar ................................................................................................ 19

Símenntun starfsmanna GBF tekur mið af ........................................................................................ 20

Helstu áherslur og markmið 2011-2012 ............................................................................................ 20

Rýmingaráætlun ................................................................................................................................ 22

Áfallaáætlun ...................................................................................................................................... 22

Áætlun gegn einelti ........................................................................................................................... 22

Viðbragðsáætlun almannavarna ....................................................................................................... 22

Starfsfólk skólans ............................................................................................................................... 22

Page 4: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

4

Starfsáætun 2011-2012

Hagnýtar upplýsingar

Heimasíða skólans: www.gbf.is Aðalsímanúmer: 430 1500

Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang

Ritari, Kleppjárnsreykjum

Jóna Ester Kristjánsdóttir

430-1532

[email protected]

Ritari, Varmalandi Kristín Kristjánsdóttir 430-1505 [email protected]

Skólastjóri Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

430-1504 840-1523/847-9262

[email protected]

Deildarstjóri, Hvanneyri

Ástríður Einarsdóttir 430-1526/840-1526

[email protected]

Deildarstjóri, Kleppjárnsreykjum

Ingibjörg Adda Konráðsdóttir

430-1530/840-1520

[email protected]

Deildarstjóri, Varmalandi

Börkur Hrafn Nóason

430-1514/840-1524

[email protected]

Veikindi og leyfisbeiðni Öll veikindi þarf að tilkynna að morgni skóladags til umsjónarkennara eða ritara annað hvort símleiðis eða með tölvupósti. Einnig þarf að tilkynna viðkomandi skólabílstjóra um fjarveru nemanda. Umsjónarkennari getur gefið leyfi í 1-2 daga en ef þarf að biðja um lengra leyfi þarf að sækja um það skriflega til deildarstjóra viðkomandi deildar í samráði við umsjónarkennara. Eyðublað má finna á heimasíðu skólans.

Skólasel og íþróttaæfingar Í Hvanneyrardeild er boðið upp á skólasel að loknum skóladegi til kl. 16:00. Sækja þarf um vistun í skólaseli skriflega. Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu skólans undir liðnum Eyðublöð.

Ungmennafélögin í sveitinni bjóða upp á íþróttaæfingar eftir skóla í Varmalands– og Kleppjárnsreykjadeild. Æfingarnar eru eftir skóla og þurfa foreldrar að sækja nemendur að þeim loknum.

Tónlistarnám Nemendum Grunnskóla Borgarfjarðar gefst kostur á að stunda tónlistarnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar á skólatíma. Boðið er upp á kennslu á ýmis hljóðfæri s.s. píanó, gítar og blásturshljóðfæri. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Tónlistarskólans, Theodóra Þorsteinsdóttir, netfang: [email protected]

Foreldraviðtöl Foreldrar og umsjónarkennarar hittast a.m.k. þrisvar sinnum yfir skólaárið. Í upphafi skólaársins strax að lokinni skólasetningu er námsefniskynning í hverri bekkjardeild. Þar fer umsjónarkennari yfir

Page 5: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

5

Starfsáætun 2011-2012

námsefni og starf vetrarins og foreldrar velja sér bekkjarfulltrúa í hverri bekkjardeild. Síðan eru tvö einstaklingsviðtöl þar sem umsjónarkennari, foreldrar/forráðamenn og nemandi hittast og fara m.a. annars yfir stöðu og gengi nemandans í námi og hlustað eftir röddum foreldra. Fyrra viðtalið er í október og það síðara í febrúar. Í seinna viðtalinu er leiðsagnarmat nemenda haft til grundvallar og farið yfir það. Niðurstöður viðtalanna eru trúnaðarmál og farið með þær sem slíkar.

Skólaakstur Flestum nemendum er ekið til og frá skóla með skólabílum. Foreldrar eru beðnir um að láta skólabílstjóra vita þegar ekki þarf að sækja nemendur vegna veikinda eða annarra ástæðna. Símanúmer skólabílstjóra og tímasetningar er að finna á heimasíðu skólans.

Óveður Ef fella þarf niður kennslu vegna óveðurs eða færðar, er það tilkynnt í útvarpi og á heimasíðu skólans, eins fljótt og kostur er að morgni viðkomandi skóladags.

Mötuneyti Mötuneyti eru starfrækt í öllum deildum skólans. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og ávaxtastund. Áhersla er lögð á góðan og næringarríkan mat sem eldaður er á staðnum. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur komi með nesti í skólann. Á heimasíðu skólans er að finna matseðil mánaðarins á síðu viðkomandi deildar. Lögð er áhersla á að nemendum líði vel í matsalnum og sýni hver öðrum tillitssemi og kurteisi.

Stjórnskipulag skólans

Grunnskóli Borgarfjarðar varð til í núverandi mynd haustið 2010 við sameiningu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri og Varmalandsskóla. Árið 2004 höfðu Andakílsskóli á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjaskóli verið sameinaðir í eina stofnun, Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólinn starfar á öllum þremur stöðunum, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Á Hvanneyri eru 1.-4. bekkir og á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi 1. – 10. bekkir. Kleppjárnsreykjadeild er mitt á milli deildanna þriggja og rúmlega 20 km fjarlægð er þaðan til Hvanneyrar og að Varmalandi, í sitt hvora áttina. Þessar vegalengdir gera það að verkum að samvinna verður alltaf takmörkuð þó markmiðið sé að hafa hana eins mikla og kostur er. En það var meðvituð ákvörðum við sameiningu skólanna að sérstaða hvers þeirra fengi að halda sér og að byggt sé á þeirri skólamenningu sem er á hverjum stað og haldið í ýmsar hefðir. Nánari upplýsingar um sérstöðu deildanna eru á heimasíðu skólans undir nafni viðkomandi deildar.

Skólastjóri er Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og deildarstjórar eru Ástríður Einarsdóttir á Hvanneyri, Börkur Hrafn Nóason á Varmalandi og Ingibjörg Adda Konráðsdóttir á Kleppjárnsreykjum. Skólastjóri hefur fasta viðveru í öllum deildum.

Page 6: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

6

Starfsáætun 2011-2012

Skipurit Grunnskóla Borgarfjarðar

Áherslur í skólastarfi

Hlutverk Hlutverk Grunnskóla Borgarfjarðar, í skipulagðri samvinnu við heimilin og samfélagið, er að:

stuðla að vellíðan, alhliða þroska og heilbrigði nemenda

veita nemendum tækifæri til alhliða menntunar, bæði hugar og handa

efla gagnrýna hugsun nemenda, lífsgleði og jákvæða sjálfsmynd

undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi, með sjálfstraust og áræðni til að hafa áhrif á þróun samfélagsins

Framtíðarsýn Grunnskóli Borgarfjarðar útskrifar metnaðarfulla nemendur, sem nýta styrkleika sína til að ná árangri.

Skólinn er sérstaklega sterkur á sviði lýðheilsu, lífsleikni, list- og verkgreina, með tengingu við náttúru,

arfleifð, menningu og sögu heimasvæðisins. Skólinn eykur fjölbreytni sína í gegnum ólíkar

starfsstöðvar, sem standa og vinna saman að stöðugt betri árangri.

Einkunnarorð Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur. Hugtökin þrjú lýsa best skólastarfi GBf og við

hverju nemendur mega búast innan hans.

Sveitarstjóri

Fræðslustjóri

Skólastjóri

HúsverðirDeildarstjórar

Kennarar

Nemendur

Yfirmenn mötuneyta

Starfsfólk í mötuneytum

SkólaliðarSkólaritararStuðningsfulltrúar

Sérfræðiþjónusta

Sálfræðingur

Talmeinafræðingur

Kennsluráðgjafi

Námsráðgjafi

Hjúkrunarfræðingur

Page 7: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

7

Starfsáætun 2011-2012

Gleði vísar til þeirra jákvæðu viðhorfa sem skólinn vill að nemendur hafi til námsins og skólans og sé

um leið lýsandi fyrir ríkjandi samskiptaform. Án gleðinnar er erfitt fyrir nemendur að ná þeim góða

árangri sem skólinn væntir af þeim.

Heilbrigði vísar til andlegs og líkamlegs heilbrigðis sem er lykilþáttur nemenda til að ná árangri.

Skólinn leggur sitt af mörkum til að auka heilbrigði nemenda með daglegri, skipulagðri hreyfingu og

hollum mat í mötuneytinu.

Árangur vísar til þess árangurs nemenda sem skólinn vill að hver einstaklingur nái bæði í námi og á

félagslega sviðinu.

Gildi Við:

berum virðingu fyrir sjálfum okkur, öðrum og umhverfinu

tökum ábyrgð á því sem við gerum og segjum

ástundum heiðarleg og réttlát samskipti, byggð á gagnkvæmu trausti

göngum með gleði og jákvæðu hugarfari til leiks og starfs

stöndum saman og vinnum saman

sýnum umburðarlyndi og kærleika í samskiptum

erum metnaðarfull, skipulögð og öguð í öllu sem við gerum

gætum fyllsta trúnaðar um málefni annarra

hvetjum til heilbrigðs lífernis

Heilsueflandi skóli Vorið 2011 ákvað fræðslustjóri í samráði við stjórnendur grunnskóla í Borgarbyggð að allir skólarnir í

sveitarfélaginu yrðu heilsueflandi skólar. Umsjónarmaður verkefnisins er Anna Dóra Ágústsdóttir

grunnskólakennari í Grunnskólanum Borgarnesi.

Í heilsueflandi skólum fer fram skólastarf í anda heilsueflingar þar sem markvisst er unnið að því að

efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks. Nánari upplýsingar um verkefnið eru

á heimasíðu landlæknis http://www2.lydheilsustod.is

Ítarlegar upplýsingar um þróunarstarf og kennsluhætti er að finna í Ársskýrslu Grunnskóla

Borgarfjarðar 2010-2011 á heimasíðu skólans: www.gbf.is Útgefið efni.

Viðfangsefni innra mats Grunnskóli Borgarfjarðar er nýr skóli sem varð til við sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri vorið 2010. Ekki hafði verið unnið að formlegu innra mati á Kleppjárnsreykjum og á Hvanneyri en á Varmalandi hafði verið unnið eftir sjálfsmatskerfinu „How good is our school“ (Gæðagreinar). Samstarf hefur verið við Skagfirðinga sem hafa aðstoðað við innleiðingu verkefnisins. Haustið 2010 ákvað fræðslustjóri Borgarbyggðar að báðir skólarnir í

Page 8: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

8

Starfsáætun 2011-2012

sveitarfélaginu myndu meta innra starf sitt eftir sjálfsmatskerfinu HGIOS (Gæðagreinar). Innramatsteymi skólans ásamt stjórnendum sóttu námskeið í Borgarnesi varðandi Gæðagreina og í framhaldi af því hófst vinna innan hverrar deildar. Á heimasíðu skólans undir liðnum Útgefið efni, má finna sjálfsmatsskýrslu fyrir skólaárið 2010-2011.

Gæðagreinana ásamt ítarefni má finna á vef skólaskrifstofu Skagfirðinga. http://skolar.skagafordur.is/gaedagreinar/

Sjálfsmatsáætlun Grunnskóla Borgarfjarðar 2010-2013

Skólaár 2010-2011 2011-2012 2012-2013

Haustönn Innleiðing HGIOS

Gæðagreinir 2

Nemendakönnum /einelti

Gæðagreinir 5

Nemendakönnum /einelti

Vorönn Gæðagreinir 3

Foreldra- og

nemendakönnun

Starfsmannakönnun

Gæðagreinir 8

Foreldra- og nemendakönnun

Skimun gæðagreina

Gæðagreinir 9

Foreldra- og nemendakönnun

Skimun gæðagreina

Júní Sjálfsmatsskýrsla Sjálfsmatsskýrsla Sjálfsmatsskýrsla

Húsnæði

Hvanneyrardeild

Kennsla fer fram í tveimur byggingum; í barnaskólanum og gamla íþróttahúsi Bændaskólans. Í

barnaskólanum eru þrjár almennar kennslustofur, tölvuver, myndmenntarstofa, bókasafn,

starsfmannaaðstaða og eldhús. Nemendur borða hádegismat í holi í anddyri skólans. Skólasel er

starfrækt í skólahúsnæði eftir skólatíma til kl. 16:00. Íþróttakennsla fer að mestu leyti fram utan dyra

eða í gamla íþróttahúsi Bændaskólans. Í vetur fer sundkennslan fram í Hreppslaug í Skorradal í tvær

vikur að hausti og tvær vikur að vori.

Kleppjárnsreykjadeild

Kennsla fer fram í fjórum byggingum; í grunnskólanum, smáhýsi við skólann, í fyrrum skólastjóraíbúð við skólann og í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Í grunnskólanum eru allar almennar kennslustofur, smíðastofa, námsver, bókasafn, tölvuver, félagsaðstaða nemenda, starfsmannaaðstaða, skrifstofa ritara og mötuneyti. Í smáhýsinu fer fram myndmenntarkennsla. Þetta húsnæði var áður bílskúr við skólann sem var endurnýjaður árið 2008 og breytt í glæsilega myndmenntarstofu. Í gömlu skólastjóraíbúðinni er kennd tónmennt og textílmennt. Í íþróttahúsinu fer fram öll íþróttakennsla og sundkennsla í sundlauginni á Kleppjárnsreykjum. Allur skólinn þarfnast

Page 9: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

9

Starfsáætun 2011-2012

mikilla endurbóta og var byrjað á þeim í upphafi síðasta skólaárs. Félagsaðstaða unglinga var endurnýjuð m.a. málað, skipt um gardínur og húsgögn, kennslustofa 8. og 9. bekkjar var endurnýjuð og námsver málað. Á þessu skólaári verður endurbótunum haldið áfram.

Varmalandsdeild

Kennsla fer fram í þremur byggingum: í barnaskólanum, í gamla húsmæðraskólanum (Húsó) og í íþrótta- og félagsheimilinu Þinghamri. Kennsla yngri deildar fer fram í barnaskólanum en þar er einnig bókasafn, tölvuver, textíl- og myndmenntastofur, starfsmannaaðstaða, skrifstofa ritara og mötuneyti. Kennsla eldri deildar fer fram í Húsó en sú bygging hefur verið endurnýjuð að hluta. Á efstu hæð eru nú 3 glæsilegar kennslustofur, nemendarými auk stjórnunarrýmis. Á miðhæð er starfsmannaaðstaða, morgunverðarsalur, náttúrufræðistofa, sérkennslustofa, almenn kennslustofa og nemendarými. Í Þinghamri er íþróttasalur, sundlaug, smíðastofa og aðstaða fyrir heimilisfræðikennslu.

Nemendafjöldi Nemendur við Grunnskóla Borgarfjarðar voru 226 í upphafi skólaársins 2011-2012 sem skiptist þannig:

Hvanneyrardeild, 32 nemendur:

Bekkur Drengir Stúlkur Samtals

1. 6 5 11

2. 4 5 9

3. 3 3 6

4. 3 3 6

Samtals 16 16 32

Page 10: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

10

Starfsáætun 2011-2012

Kleppjárnsreykjadeild, 85 nemendur:

Bekkur Drengir Stúlkur Samtals

1. 2 2 4

2. 2 1 3

3. 6 1 7

4. 3 1 4

5. 6 3 9

6. 9 5 14

7. 7 8 15

8. 5 4 9

9. 6 4 10

10. 6 4 10

Samtals 52 33 85

Varmalandsdeild, 109 nemendur:

Bekkur Drengir Stúlkur Samtals

1. 5 5 10

2. 6 6 12

3. 3 6 9

4. 3 1 4

5. 9 5 14

6. 4 4 8

7. 3 9 12

8. 1 6 7

9. 10 6 16

10. 5 12 17

Samtals 49 60 109

Page 11: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

11

Starfsáætun 2011-2012

Starfsáætlun nemenda

Skóladagatal

Skóladagatal Grunnskóla Borgarfjarðar er á heimasíðu skólans. Skólasetning er 22. ágúst og skólaslit eru 5. júní. Skóladagar eru 180 á skólaárinu, þar af geta verið 10 sveigjanlegir dagar. Þeir geta verið óhefðbundnir eða styttri en venjulegir skóladagar. Jólaleyfi nemenda hefst 21. desember og kennsla hefst á ný 4. janúar. Páskaleyfi hefst 2. apríl og kennsla að loknu páskaleyfi hefst 10. apríl. Smiðjuhelgar hjá unglingastigi eru 11. -12. nóvember og 13. -14. apríl. Starfsdagar kennara á skólatíma eru 3. október, 3. janúar, 3. febrúar, 12. mars, 1. júní og 4. júní. Þá daga eiga nemendur frí úr skóla. 7. bekkir fara í skólabúðir að Reykjum 16. janúar og 9. bekkir að Laugum 17. október.

Skólaárinu er skipt í tvær annir. Fyrri önninni lýkur um áramót. Foreldraviðtöl eru 10. október og 7. febrúar. Vetrarfrí er 2. janúar og 30. mars.

Fastir viðburðir í skólastarfinu Eins og fram kemur í kaflanum um stjórnskipulag skólans var tekin ákvörðun við sameiningu

skólanna um að hefðir, venjur og skólamenning á hverjum stað væru í heiðri hafðar. Af því leiðir að

viðburðir í skólastarfinu geta verið breytilegir frá einni deild til annarrar. Í öllum deildum er farið í

vettvangsferðir og ýmsar aðrar ferðir eftir því sem aðstæður leyfa, félagsstarf á unglingastigi er

stundum sameiginlegt á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi en stundum ekki og á Hvanneyri er

umfangsmikið samstarf við Leikskólann Andabæ og Landbúnaðarháskóla Íslands (sjá

samstarfssamning á síðu Hvanneyrardeildar), auk þess sem þar er útikennsla einn dag í viku.

Page 12: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

12

Starfsáætun 2011-2012

Hér á eftir eru aðrir viðburðir skráðir eftir mánuðum:

Mánuður Allar deildir Hvanneyri Kleppjárnsreykir Varmaland

Ágúst - september

Ferðir skipulagðar af bekkjartenglum Hópeflisferðir skipulagðar af skólanum. Íþróttamót samsstarfsskóla Samstarf við leikskólana skipulagt Samræmd próf

Ferð í Oddsstaðarétt Sundkennsla

Kosið í nemendaráð Ferð í Þverárrétt Kosið í nemendaráð

Október Forvarnardagurinn Foreldraviðtöl

Sláturgerð Haustfagnaður unglingadeildar Laugaferð 9.bekkjar Heimsókn 1.bekkjar í leikskólann

Haustfagnaður unglingadeildar Laugaferð 9.bekkjar

Nóvember

Dagur íslenskrar tungu

Söngvarakeppni í 4.bekk

Forvarnardansleikur Smiðjuhelgi Ljósahátíð Stíll Söngvarakeppni 6.bekkur í Reykholt

Forvarnardansleikur Smiðjuhelgi Stíll

Desember Litlu jólin Jólatrésferð í Skorradal Jólakortasala Helgileikur

Jólatré valið í Logalandsskógi Jóladansleikur samstarfsskólum boðið

Vinakeðja mynduð 1.des Jóladansleikur samstarfsskólum boðið

Janúar Reykjaferð 7.bekkjar

Reykjaferð 7.bekkjar

Febrúar Foreldraviðtöl Unglingadansleikur

Mars Skautaferð 4.-5. Bekkja

Skíðaferð unglingadeilda Upplestrarkeppni

Skíðaferð unglingadeilda Upplestrarkeppni

Apríl Árshátíð Dansað í Dölum 5.bekkur að Eiríksstöðum

Dansað í Dölum 5.bekkur að Eiríksstöðum

Maí Vorferðir Sundkennsla Sérstaða sveita -skóla 8.-9.bekkir Starfskynningar 10.bekkur

Sérstaða sveita -skóla 8.-9.bekkir Starfskynningar 10.bekkur

Tilhögun kennslu, s.s. kennsluáætlanir Bekkjarnámskrár eru á heimasíðu skólans : www.gbf/bekkjarnámskrár . Kennsluáætlanir og

stundaskrár nemenda eru á Mentor og hafa foreldrar aðgang að þeim þar.

Page 13: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

13

Starfsáætun 2011-2012

Skólabúðir 7. og 9. bekkja Nemendur 7. bekkjar fara í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði í eina kennsluviku. Þar er lögð áhersla á náttúruna og hefðbundin sveitastörf. Nemendur 9. bekkjar fara í skólabúðir að Laugum í Sælingsdal í eina kennsluviku. Þar er lögð er áhersla á hópefli og lífsleikni.

Upplestrarkeppni Upplestrarkeppni 5.- 7. bekkjar fer fram eftir áramót í tengslum við Stóru upplestrarkeppnina sem er haldin á landsvísu. Sigurvegarar hennar taka þátt í Vesturlandskeppni Stóru upplestarkeppninnar.

Val nemenda í 8.–10. bekk Valgreinar eru kenndar tvisvar í viku, tvær eða þrjár kennslustundir í senn. Vetrinum er skipt í tvær og þrjár annir. Valgreinar eru þessar:

Varmalandsdeild: Kleppjárnsreykjadeild:

Bóklegt nám Búningar og hönnun

Heimilisfræði Hljóðfæragerð

Íþróttafræði Íþróttafræði

Leðurvinna Leiklist

Leiklist Myndlist

Málun Skreytilist

Textílmennt Þýska

Nemendafélagsstjórn Nemendafélagsstjórn

Smiðjuhelgar Nemendur 8.-10. bekkja GBF eru með skerta stundatöflu. Til þess að uppfylla kröfur um 37 stunda tímaviðmið hefur verið farin sú leið að vera með svokallaðar smiðjuhelgar tvisvar sinnum á vetri. Fyrri helgin verður 11. -12. nóvember og verður hún haldin á Varmalandi, nemendur frá Kleppjárnsreykjum koma að Varmalandi og taka þátt í vinnunni. Seinni helgin verður haldin á Kleppjárnsreykjum 13.-14. apríl og þá koma nemendur frá Varmalandi að Kleppjárnsreykjum. Nemendur 8.– 10. bekkja beggja skóla verða eftir í skólanum að lokinni kennslu á föstudegi, vinna í smiðjum frá kl. 15:00 –19:00, fá kvöldmat og gista í skólanum. Næturgæsla verður í höndum foreldra beggja deilda, fjórir foreldrar frá báðum deildum. Á laugardegi verður unnið frá kl. 9:00 –14:30, foreldrar sækja nemendur að lokinni vinnu. Dagskrá smiðjuhelga er enn ekki fullmótuð en sl. skólaár var boðið upp á eftirtaldar smiðjur:

Fyrri smiðjuhelgi Síðari smiðjuhelgi

Leiklist og söngur Bardagalist

Nýsköpun/Legó Fjölmiðlun

Bardagalist

Gríska matargerðarlist

Hreysti og íþróttir

Björgunarsveitarsmiðja

Sælgætisgerð Boltasmiðja

Svipað fyrirkomulag er ráðgert þetta skólaár en breyting getur orðið á dagskrárliðum.

Page 14: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

14

Starfsáætun 2011-2012

Skólaráð, nemendaverndarráð, foreldrafélag og nemendafélag

Skólaráð

Í skólaráði GBF sitja 11 fulltrúar í stað 9 eins og lögboðið er og stafar það af sameiningu skólanna og þess svæðis sem skólasvæðið spannar. Fulltrúar í skólaráði skólaárið 2011-2012 eru:

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri

Sigrún Rós Helgadóttir nemendafulltrúi

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir nemendafulltrúi

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir foreldrafulltrúi

Margrét Guðmundsdóttir foreldrafulltrúi

Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir foreldrafulltrúi

Narfi Jónsson fulltrúi annarra starfsmanna

Kristín Kristjánsdóttir fulltrúi nærfélags skóla

Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi kennara

Snæbjörn Reynisson fulltrúi kennara

Hanna Kristín Þorgrímsdóttir fulltrúi kennara

Starfsáætlun skólaráðs 2011-2012

Fundir/staðsetning tímabil Viðfangsefni funda

Fyrsti fundur vetrar haldinn á Hvanneyri

Ágúst –september 27. sept.

Nýir skólaráðsfulltrúar boðnir velkomnir og farið yfir hlutverk skólaráðs. Ársskýrsla GBF 2010-2011 og sjálfsmatsskýrsla skólans kynnt. Farið yfir starfsáætlun skólaráðs 2011-2012 Breytingar á sérfræðiþjónustu skólans

Annar fundur vetrar haldinn á Kleppjárnsreykjum

Október -nóvember Starfsáætlun GBF Ýmis mál er tengjast skólastarfinu.

Þriðji fundur vetrar haldinn á Varmalandi

Desember-janúar Fjárhagsáætlun 2012 kynnt. Ýmis mál er tengjast skólastarfinu

Page 15: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

15

Starfsáætun 2011-2012

Fjórði fundur vetrar haldinn

Mars-apríl Skóladagatal skólaársins 2012-2013. Farið yfir starfsmannaþörf og fl. er tengist skólastarfinu almennt

Nemendaverndarráð

Starfshættir Nemendaverndarráðs Grunnskóla Borgarfjarðar

Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd um sérstaka aðstoð við nemendur.

Nemendaverndarráð skal funda einu sinni í mánuði. Halda skal fund í nemendaverndarráði ef a.m.k. tveir fulltrúar í ráðinu óska þess. Fundir ráðsins eru færðir til bókar.

Í nemendaverndarráði Grunnskóla Borgarfjarðar eiga sæti skólastjóri, fulltrúi sérkennara, skólahjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur og deildastjóri viðkomandi deildar. Einnig geta fulltrúar frá barnaverndaryfirvöldum tekið þátt í starfi nemendaverndarráðs þegar tilefni er til.

Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði fyrir einstaka nemendur eða nemendahópa sem lögð hafa verið fyrir ráðið. Ráðið metur hvaða viðbótarupplýsinga er þörf og boðar á sinn fund umsjónarkennara og foreldra svo og aðra aðila sem tengjast málinu ef þörf krefur. Fulltrúar í nemendaverndarráði geta haft frumkvæði að því að mál einstakra nemenda séu tekin upp í ráðinu. Ávallt skal vísa málum til ráðsins með formlegum hætti.

Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu.

Ávallt skal upplýsa foreldra um að máli barna þeirra sé formlega vísað til skólastjóra eða nemendaverndarráðs og leita eftir samstarfi við foreldra um lausn mála eftir því sem framast er kostur. Má gera það með tölvupósti eða bréflega.

Að öðru leyti vísast í lög og reglugerðir sem snerta starfsemi nemendaverndarráðs.

Foreldrafélag

Tengiliðir voru kallaðir saman og stofnuðu þeir Foreldrafélag GBf. Ákveðið var að hver deild skólans hefði sína stjórn.

Hvanneyrardeild: Anna S. Hauksdóttir , Haukur Þorsteinsson, Sæunn Kjartansdóttir og Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir.

Kleppjárnsreykjadeild: Þórhildur María Kristinsdóttir, Íris Ármannsdóttir og Stephania Nindel.

Varmalandsdeild: Auður Margrét Ármannsdóttir, Kristín Finndís Jónsdóttir og Haraldur Júlíusson.

Page 16: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

16

Starfsáætun 2011-2012

Nemendafélag GBF – Kleppjárnsreykjadeild Sigrún Rós Helgadóttir, formaður

Herdís Ásta Pálsdóttir, varaformaður

Freyja Ragnarsdóttir Pedersen

Brynjar Björnsson

Þorsteinn Bjarki Pétursson

Nemendafélag GBF – Varmalandsdeild Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður

Ásgerður Elín Magnúsdóttir, varaformaður

Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir

Samúel Gísli Rannveigarson

Haukur Birgisson

Skólareglur Skólareglur er að finna á heimasíðu skólans: www.gbf.is/Files/Skra_0046410.pdf

Upplýsingar um stoðþjónustu, þ.m.t. skólaheilsugæslu og

sérfræðiþjónustu

Sérfræðiþjónusta Við skólann eru starfandi skólasálfræðingur, talmeinafræðingur, skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi og sérkennsluráðgjafi í mismunandi stöðuhlutföllum. Sérfræðiþjónusta, önnur en skólahjúkrun, heyrir undir sérfræðiþjónustu Borgarbyggðar. Haustið 2010 voru gerðar breytingar á starfi sérkennsluráðgjafa. Sá hafði áður verið í 90% starfi og sinnt leik- og grunnskólum. Ráðinn var sérkennsluráðgjafi í 40% starf og greiningar og skimanir voru færðar inn í skólana og fékk hvor skóli 15% stöðu til að sinna þeim. Sérkennsluráðgjafi leggur fyrir GRP14 (greinandi ritmálspróf í 9. bekkjum) en aðrar skimanir og lestrargreiningar eru í skólunum. Staða talmeinafræðings fór úr 20% í 40% um áramót 2010/2011. Skólasálfræðingur er í 80% starfi. Náms- og starfsráðgjafi verður í hlutastarfi þetta skólaár.

Beiðnum um sérfræðiþjónustu skal vísa til skólastjóra eða viðkomandi deildarstjóra.

Heilsugæsla Heilsugæslu í grunnskólum héraðsins er sinnt af Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi. Markmið Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðarmenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi.

Page 17: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

17

Starfsáætun 2011-2012

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Starfsemi heilsuverndar skólabarna er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Í henni felast heilsufarsskoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. 6H heilsunnar – heilbrigðisfræðsla Heilsuvernd skólabarna sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-h heilsunnar sem er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar og Lýðheilsustöðvar. Áherslur fræðslunnar eru hollusta-hvíld-hreyfing-hreinlæti-hamingja- hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fá foreldrar sent bréf og gefst þeim þá kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu. Heilsufarsskoðanir 1. bekkur. Mæld hæð,þyngd, sjón, heyrn (ef þurfa þykir) og litskyn. 4. bekkur. Mæld hæð, þyngd og sjón. 7. bekkur. Mæld hæð, þyngd og sjón. 9. bekkur. Mæld hæð, þyngd, sjón og læknisskoðun. Hjúkrunarfræðingar sjá um skoðanir og annað eftirlit samkvæmt tillögum landlæknis. Skólaskoðanir fara fram á skólatíma og eru ekki auglýstar sérstaklega nema hjá þeim nemendum sem eru bólusettir. Hjúkrunarfræðingar bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur á skólatíma, þá daga sem hjúkrunarfræðingur er í skólanum. Spurningarlisti verður sendur heim með 6 ára börnum og með öllum nýjum nemendum í byrjun skólaárs. Bólusetningar 7. bekkur: Mislingar, rauðir hundar og hettusótt(ein sprauta). Stúlkur eru bólusettar gegn HPV(human papiloma virus) til að minnka líkur á leghálskrabbameini(þrjársprautur á 6 mánaða tímabili). 8. bekkur: Stúlkur eru bólusettar gegn HPV(human papiloma virus) til að minnka líkur á leghálskrabbameini(þrjár sprautur á 6 mánaða tímabili). 9. bekkur: Mænusótt, barnaveiki, stífkrampi og kíghósti(ein sprauta). Ef líkur eru á að barnið sé ekki að fullu bólusett þá eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing. Lyfjagjafir Sjaldgæft er að börn þurfi að taka lyf á skólatíma. Þurfi börn á því að halda er foreldrum bent á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing og kynna sér tilmæli Landlæknis um lyfjagjafir í skólum. Slys og veikindi Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingar viti af börnum sem eru með langvinnan og /eða alvarlegan sjúkdóm,s.s. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma. Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðarmenn fara með barninu. Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólahjúkrunarfræðingi. Lús Mikilvægt er að foreldrar kembi og/eða leiti að lús í hári barna sinna reglulega, t.d. vikulega. Ef upp kemur lús í skólanum er send tilkynning um það heim ásamt leiðbeiningum um meðferð. Kembing og meðferð er á ábyrgð foreldra.

Page 18: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

18

Starfsáætun 2011-2012

Líðan barna Til að njóta sín í námi verður barninu að líða vel í skólanum. Heilsuvernd skólabarna hvetur foreldra til að vera vakandi yfir líðan barna sinna og spyrja þau reglulega um líðan sína. Einnig að hafa hugfast að hrós og hvatning styrkja jákvæða hegðun og auka vellíðan. Foreldrar geta ávallt leitað ráðgjafar hjá skólahjúkrunarfræðingi varðandi málefni er varða líðan og heilbrigði barnsins.

Með kveðju og ósk um gott samstarf. Starfsfólk heilsuverndar barna

Upplýsingar um tómstundastarf og félagslíf

Tvö nemendafélög eru við skólann, á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi. Starfsemi nemendafélaga er hluti af vali á unglingastigi, þannig að stjórnarmenn nota hluta valtímanna til að vinna að málefnum nemendafélaganna undir leiðsögn. Nemendafélög skólans koma að og standa fyrir margvíslegum viðburðum á skólaárinu. Sumir viðburðanna eru sameiginlegir fyrir deildirnar meðan aðrir eru í hverri deild fyrir sig. Meðal þess sem nemendafélögin sjá um að skipuleggja eru:

Dansleikir – þemadagar – söngvarakeppni – skíðaferð – ratleikur- þátttaka í Stíl – þátttaka í skólahreysti, svo nokkuð sé nefnt.

Símenntunaráætlun

Símenntun kennara Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af

samningsbundnum 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og einnig milli ára.

Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti:

Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig.

Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grundvelli sjálfsmats skóla.

Símenntun, sem hluti af 150 klst., er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara.

Símenntunaráætlun skal kynnt kennurum Kennurum ber að gera skólastjóra grein fyrir þeim þáttum í símenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi.

Kennurum er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla, enda sé hún gerð skv. ákvæðum kjarasamnings og kennurum að kostnaðarlausu.

Endanleg ákvörðun er í höndum skólastjóra

Page 19: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

19

Starfsáætun 2011-2012

(Úr handbók með kjarasamningi)

Símenntun starfsfólks (annarra en kennara) Símenntun starfsfólks má skipta í tvo meginþætti:

Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem starfsfólk metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig.

Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grundvelli sjálfsmats skóla.

Starfsfólki ber að gera skólastjóra grein fyrir þeim þáttum í sí- og endurmenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi.

Starfsfólki er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla, enda séu þau á vinnutíma og starfsfólki að kostnaðarlausu.

Reglur um framkvæmd símenntunar

Ábyrgð skólans: Skólastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd og úrvinnslu símenntunaráætlana. Staðgengill skólastjóra og deildastjórar eru skólastjóra til aðstoðar.

Ábyrgð starfsmanna: Starfsfólk er ábyrgt fyrir eigin símenntun, þ.e. að koma auga á tækifæri til að bæta kunnáttu og hæfileika. Það tekur virkan þátt í gerð eigin símenntunaráætlunar, fylgir henni eftir og óskar eftir aðstoð ef þörf krefur. Það tekur einnig virkan þátt í gerð símenntunaráætlunar skólans.

Tímasetningar: Undirbúningur símenntunaráætlunar skólans er á vorönn.

Tími til símenntunar: Tími til símenntunar ræðst af þörfum og fjármagni hverju sinni. Kennarar hafa allt að 102-150 stundir til símenntunar (og undirbúnings) á ári, og annað starfsfólk a.m.k. 16 stundir á ári.

Jafnræði til náms: Reynt verður að jafna tækifæri til símenntunar hverju sinni en einnig verður tekið tillit til þátttöku starfsmannsins á fyrri árum.

Endurskoðun: Gert er ráð fyrir að símenntunaráætlun starfsfólks sé í stöðugri endurskoðun og geti breyst m.a. eftir aðstæðum, framboði og verkefnum hverju sinni.

Tilbúin símenntunaráætlun: Símenntunaráætlun skólans er hægt að nálgast á vefsíðu Grunnskóla Borgarfjarðar www.gbf.is

Framhaldsnám: Framhaldsnám telst ekki hluti af 150 tímunum nema það tengist beint símenntunaráætlun skólans og eftir því verði sótt skriflega. Sækja þarf um til skólastjóra tímanlega ef starfsfólk óskar eftir leyfi vegna framhaldsnáms – skólastjóra er heimilt að synja um slíkt leyfi.

Sótt um námskeið: Starfsmenn sækja um námskeið til stjórnenda í starfsmannasamtölum en einnig á öðrum tíma ef þurfa þykir. Forgangsraðað verður í samræmi við áherslur skólans og fjármagni sem skólanum er ætlað til endur-/símenntunar.

Page 20: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

20

Starfsáætun 2011-2012

Símenntun starfsmanna GBF tekur mið af

Því fjármagni sem áætlað er til þess málaflokks ár hvert í fjárhagsáætlun skólans. Því er

varið til ákveðinna verkefna sem tengjast stefnu og áhersluatriðum skólans ár hvert.

Reynt er eftir fremsta megni að deila þeirri upphæð sem áætluð er sem best og að hún nýtist sem flestum starfsmönnum skólans.

Ef stjórnandi ákveður að senda starfsmenn á námskeið eða stendur fyrir námskeiði innan skólans er kostnaður greiddur af skólanum. Ef starfsmaður ákveður hins vegar að fara á námskeið á sínum forsendum ber hann kostnaðinn og getur þá sótt um um styrk frá sínu stéttafélagi.

Helstu áherslur og markmið 2011-2012

Námskeiðsdagur 17. ágúst fyrir kennara þar sem mengináhersla er lögð á stærðfræði á öllum stigum skólans

Stærðfræðikennarar allra stiga skólans sækja námskeið í upphafi skóla á starfsdegi. Námskeið haldið í Grunn. Borg 17. ágúst

Byrjendalæsi

Skólinn er þátttakandi í þróunarverkefni um byrjendalæsi og þeir kennarar sem kenna 1.-2. bekk GBF sækja námskeið að hausti. Sóley Sigurþórsdóttir er verkefnisstjóri þess og fylgist með framvindu innan skólans og hittir kennara reglulega.

Byrjendastærðfræði

Í upphafi skólaárs hefur GBF þátttöku í þróunarverkefni um byrjendastærðfræði og verður því fylgt eftir með sama hætti og byrjendalæsi. Samvinna er við HA í þessu verkefni .

Ráðstefna um heilsueflandi grunn-og framhalds skóla haldin á Grand Hótel á vegum Landlæknisembættisins

Fjórir starfsmenn sækja ráðstefnuna fyrir hönd skólans. Verkefnið tengist því að GBF var skráður sem heilsueflandi skóli vor 2011.

Örnámskeið/fyrirlestur um útikennslu og umhverfismennt

Ása Erlingsdóttir kennari í GBF sér um fræðslu fyrir kennara . Eitt af verkefnum sem boðið er upp á í bundinni viðveru kennara

Tungumálakennsla/upplýsingamennt

Áætlað að fara af stað með verkefni í samvinnu með HÍ

Þriggja daga námskeið í kennslu einhverfra Tveir kennarar sækja þetta námskeið sem haldið

Page 21: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

21

Starfsáætun 2011-2012

barna í september

er í RVK í lok september. Þeir kennarar sem sækja námskeiðið kynna það síðan fyrir öðrum starfsmönnum GBF.

Námsstefna skólastjóra í Keflavík

Áætlað er að Stjórnendur sæki námsstefnu skólastjóra sem haldinn verður um miðjan október í Keflavík.

Örnámskeið og/eða fyrirlestrar

Í bundinni viðveru einu sinni í mánuði er fyrirhugað að vera með örnámskeið og kynningar á verkefnum sem unnið er með innan GBF. Miðlum þekkingu til starfsmanna. Skólahjúkrunarfræðingur verður með fyrirlestur um bráðaofnæmi og aðra algenga sjúkdóma.

Námskeið í verkmennt

Áætlað að verkmenntakennarar haldi kynningar og örnámskeið í ákveðnum list- og verkmenntagreinum og styrki þannig þekkingu og fagvitund .

Námskeið í notkun nýs skráningakerfis “ Námfús”

Áætlað er að skipta um skráningarkerfi . Úr “mentor “í yfir í “Námfús” Námaskeið eru haldinn ásamt því að ákveðinn tími er áætlaður til samvinnu við að innleiða ýmsa nýja möguleika .

Þróunarhópar styrktir í sínu starfi með námskeiði á fyrsta starfsdegi. Námsmat ( Ingvar Sigurgeirsson ) Grænfáni/umhverfismennt ( Orri Páll) Heilsuefling ( fulltrúar frá Landlæknisembættinu ) og innra mat ( Helga Harðardóttir HGIOS)

Fjórir þróunarhópar eru starfandi innan deilda. Til að móta starf vetrar eru utanaðkomandi aðilar sem hafa mikla reynslu á sínu sviði, fengnir til að miðla þekkingu sinni til kennara. Markmiðið er að skapa hópum meira öryggi og aukna þekkingu á hverju verkefni fyrir sig.

Einn starfsdagur í mars er áætlaður í skólaheimsókn

Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvaða skóli verður valinn.

Fyrirlestrar og námsstefna í tengslum við kennaraþing Vesturlands á Akranesi í byrjun október

Kennarar fá leyfi frá störfum skóla frá hádegi til að sækja námsstefnuna KV . Þar er boðið upp á margskonar fyrirlestra og kynningar sem koma kennurum vel í starfi.

Áætluð námsferð kennara-og starfsmanna til Skotlands að vori 2012

Fyrirhugað er að fara til Skotlands í maí . Starfsmenn kynni sér skólastefnur, matsaðferðir og kennsluhætti .

Page 22: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

22

Starfsáætun 2011-2012

Rýmingaráætlun Rýmingaráætlun er á heimasíðu skólans undir hnappi viðkomandi deildar.

Áfallaáætlun: http://gbf.is/Files/Skra_0047680.pdf

Áætlun gegn einelti: http://gbf.is/Files/Skra_0047682.pdf

Viðbragðsáætlun almannavarna er á heimasíðu skólans undir hnappi viðkomandi deildar.

Starfsfólk skólans

Agnes Guðmundsdóttir [email protected] Kennari

Aldís Eiríksdóttir [email protected] Kennari

Anna María Sverrisdóttir [email protected] Kennari

Ágústa Rós Jónsdóttir [email protected] Starfsm.skólaseli

Ágústa Þorvaldsdóttir [email protected] Kennari

Ása Erlingsdóttir [email protected] Kennari

Ása Hlín Svavarsdóttir [email protected] Kennari

Ásgeir Rafnsson [email protected] Húsvörður

Ástríður Einarsdóttir [email protected] Deildarstjóri

Björg Ólafsdóttir [email protected] Kennari

Björk Harðardóttir [email protected] Matráður

Börkur Hrafn Nóason [email protected] Deildarstjóri

Dagbjört Diljá Eyþórsdóttir [email protected] Starfsm. skólaseli

Dóróthea Jóhannsdóttir [email protected] Sérkennari

Elísabet Halldórsdóttir [email protected] Kennari

Eva Lind Jóhannsdóttir [email protected] Kennari

Gróa Erla Ragnvaldsdóttir [email protected] Kennari

Guðjón Guðmundsson [email protected] Kennari

Halldóra Ingimundardóttir [email protected] Aðst. matráður

Hanna Kristín Þorgrímsdóttir [email protected] Kennari

Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir [email protected] Skólaliði

Helga Björg Valgeirsdóttir [email protected] Matráður

Hólmfríður Ólöf Ásmundsdóttir [email protected] Kennari

Ingibjörg Adda Konráðsdóttir [email protected] Deildarstjóri

Ingibjörg Daníelsdóttir [email protected] Kennari

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir [email protected] Skólastjóri

Íris Grönfeldt [email protected] Kennari

Íris Indriðadóttir [email protected] Kennari

Jóna Ester Kristjánsdóttir [email protected] Ritari/bókavörður

Jósef Jóhann Rafnsson [email protected] Stuðningsfulltrúi

Kolbrá Höskuldsdóttir [email protected] Húsvörður/skólaliði

Kristín Elísabet Möller [email protected] Skólaliði

Kristín I. Baldursdóttir [email protected] Kennari

Page 23: Starfsáætlun skólaárið 2011-2012 - gbf.is · Heimasíða skólans: Aðalsímanúmer: 430 1500 Starfsheiti Nafn Símanúmer Netfang Ritari, Kleppjárnsreykjum Jóna Ester Kristjánsdóttir

23

Starfsáætun 2011-2012

Kristín Kristjánsdóttir [email protected] Ritari

Lára Kristín Gísladóttir [email protected] Kennari

Lilja Björg Ágústsdóttir [email protected] Kennari

Líney Traustadóttir [email protected] Stuðningsfulltrúi

Magnea Helgadóttir [email protected] Kennari

Magnea Kristleifsdóttir [email protected] Kennari

Marta Gunnarsdóttir [email protected] Stuðningsfulltrúi

Narfi Jónsson [email protected] Skólaliði

Ragnheiður E. Jónsdóttir [email protected] Bókavörður

Rebekka Guðnadóttir [email protected] Kennari

Sigfús Jónsson [email protected] Skólaliði

Sigríður Arnardóttir [email protected] Kennari

Sigríður Gunnlaugsdóttir [email protected] Skólaliði

Sigríður Númadóttir Starfsm. mötuneytis

Sigrún Kristjánsdóttir [email protected] Húsvörður/skólaliði

Snæbjörn Reynisson [email protected] Kennari

Sólrún Halla Bjarnadóttir [email protected] Kennari

Steinunn Fjóla Benediktsdóttir [email protected] Kennari

Svandís Hallbjörnsdóttir [email protected] Afleysingar

Sæunn Elfa Sverrisdóttir [email protected] Skólaliði

Valgerður Björnsdóttir [email protected] stuðningsfulltrúi

Valgerður Jónasdóttir [email protected] Matráður

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir [email protected] Kennari

Þóra Magnúsdóttir [email protected] Kennari

Þórunn Jóna Kristinsdóttir [email protected] Skólaliði

Þuríður Ketilsdóttir [email protected] Skólaliði