ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · helgi jóhannesson hrl., varaformaður jóhannes karl...

32
8. árgangur Desember 4/2002 L ögmannablaðið Málskostnaðarákvarðanir og þóknun lögmanna Húsleitarheimildir Upplýsingaréttur þingmanna Endurmenntun og símenntun lögmanna Jólafundur LMFÍ, DÍ og LÍ

Upload: others

Post on 29-Mar-2021

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

8. árgangur Desember4/2002

Lögmannablaðið

� Málskostnaðarákvarðanir og

þóknun lögmanna

� Húsleitarheimildir

� Upplýsingaréttur þingmanna

� Endurmenntun og símenntun lögmanna

� Jólafundur LMFÍ, DÍ og LÍ

Page 2: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson
Page 3: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

3

4

68

10

131314

1618

21232426

27

28

30

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórður Bogason hdl.

Ritnefnd: Berglind Svavarsdóttir hdl., Bjarki H. Diego hrl.Björn L. Bergsson hrl., Guðrún Björg Birgisdóttir hdl.,Ragnar H. Hall hrl.

LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS:Álftamýri 9, 108 Reykjavík

Sími (tel.): 568-5620Bréfsími (fax): 568-70567

Tölvupóstur: (E-mail):[email protected]

Heimasíða: www.lmfi.is•

STJÓRN LMFÍGunnar Jónsson hrl.,

formaðurHelgi Jóhannesson hrl.,

varaformaðurJóhannes Karl Sveinsson hrl.,

gjaldkeriLára V. Júlíusdóttir hrl.,

ritariAðalsteinn E. Jónasson hrl.,

meðstjórnandi•

STARFSFÓLK LMFÍ:Ingimar Ingason

framkvæmdastjóriEyrún Ingadóttir

félagsdeildGuðný Gísladóttir

ritari•

Blaðið er sent öllum félagsmönnum.

Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn

kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað

kr. 300 + vsk.ISSN 1670-2689

•NETFANG RITSTJÓRNAR:

[email protected]

PRENTVINNSLA:Gutenberg

•UMSJÓN AUGLÝSINGA:

Öflun ehf., simi 533 4440

LögmannablaðiðÞÓRÐUR BOGASON:

Frá ritstjórn

Jólafundur LMFÍ, DÍ og LÍ

Skotarnir lagðir að velli! – Heimsmeistaramót LMFÍí knattspyrnu 2002

Morgunverðarfundur LMFÍ og LÍ – Húsleitarheimildir hins opinbera

Bréf til LMFÍ frá forseta Hæstaréttar

Tilmæli frá Hæstarétti Íslands

GUNNAR JÓNSSON:Pistill formanns

Nýjar viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstólana

ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR:Málskostnaðarákvarðanir og málskostnaðarkröfur í munnlega fluttum málum

Tveir úrskurðir úrskurðarnefndar

Af Merði lögmanni

Golfmót lögmanna sumarið 2002

EYRÚN INGADÓTTIR:Menntun er æviverk

MARGRÉT VALA KRISTJÁNSDÓTTIR:Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og réttarkerfið

ÁGÚST GEIR ÁGÚSTSSON:Upplýsingaréttur þingmanna

EYRÚN INGADÓTTIR:Fréttir frá félagsdeild

Forsíðumynd: SIGRÚN V. MAGNÚSDÓTTIR

Page 4: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

4 4 / 2 0 0 2

FRÁ RITSTJÓRN

HVER ER munurinn á lögmanni og trampól-íni? Svar: Þú ferð úr skónum þegar þú hoppará trampólíninu! Þetta er einn af þúsundumbrandara sem sagðir eru um lögmenn út umveröld víða. Lögmenn verða að sjálfsögðu aðhafa í huga að lykillinn að lífshamingjunni erað koma öðrum til að hlæja og ef þetta erleiðin – þá það. Þeir gera heiminn betri. Enþað er ekki bara með lögmannabröndurumsem lögmenn gera heiminn betri. Störf lög-manna eru mikilvægur hlekkur réttarríkisinsog aðgangur hins almenna borgara að þjón-ustu þeirra verður að vera greiður. Undirrit-aður hefur haldið því fram að sérhver fjöl-skylda ætti að eiga sér heimilislögmann einsog hún á sér, vonandi, heimilislækni. Kostn-aður hlýst af störfum beggja, en lögmenn erusjaldnast í þeirri stöðu að kostnaður afalmennri lögfræðiaðstoð þeirra, t.d. aðstoðvið fasteignakaup, sé niðurgreiddur af hinuopinbera. Alltof margir spara sér þannkostnað sem hlýst af aðstoð lögmanns viðgerð kaupsamninga um fasteign, sem þó eru íflestum tilvikum stærstu viðskiptasamningarsem einstaklingar gera á sinni ævi. Þótt fast-eignasali hafi milligöngu um fasteignavið-skipti er það sjálfsögð og eðlileg regla aðhvor samningsaðili um sig njóti aðstoðar sínslögmanns við samningsgerðina. Hvorki lögum fasteignakaup né um störf fasteignasalamunu geta haft þau áhrif að slík hagsmuna-gæsla verði óþörf. En allt kostar þetta sitt ogvafasamt er að almenningur geri sér greinfyrir því, eða leiði hugann yfirhöfuð að því,hvað felst í vinnu lögmanna og í hverju kostn-aðurinn af störfum þeirra er fólginn.

Í þessu blaði er kostnaður og þóknun lög-manna gerð að sérstöku umfjöllunarefni. Þór-unn Guðmundsdóttir hrl. fjallar um málkostn-aðarákvarðanir dómstóla og málskostnaðar-kröfur í munnlega fluttum málum. Þá er aðfinna í blaðinu umfjöllum um úrskurði úr-skurðarnefndar lögmanna um skyldu til reikn-ingsútgáfu og þóknun umfram tildæmdan

málskostnað í gjafsóknarmáli. Allt er þettaefni sem varðar alla starfandi lögmenn og þeirættu því að kynna sér.

Það er mikilvægt að dómstólar þekki störfog starfshætti lögmanna vel og gæti þess aðvið ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunarverjenda sé litið til raunkostnaðar þeirra. Íblaðinu er að finna nýjar viðmiðunarreglur frádómstólaráði til héraðsdómstóla vegna þókn-unar fyrir verjenda- og réttargæslustörf ogbréf frá forseta Hæstaréttar um málskostnað-arákvarðanir réttarins.

Í niðurlagi bréfs síns bendir GuðrúnErlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, á eftirfar-andi: „Það er mjög til bóta við ákvörðun ummálskostnað að fyrir liggi vönduð og trú-verðug tímaskýrsla, og mun Hæstiréttur lítatil slíkra gagna, þegar ákvörðun er tekin.“ Íniðurlagi sinnar greinar bendir Þórunn Guð-mundsdóttir hrl. á eftirfarandi: „Forsendaþess að dómararnir fari að rökstyðja máls-kostnaðarákvarðanir sínar betur er að við lög-menn tökum okkur á og rökstyðjum máls-kostnaðarkröfur skjólstæðinga okkar meðframlagningu málskostnaðarreikninga og um-fjöllun um þá í málflutningi.“ Þannig virðastsjónarmið fyrrum formanns LMFÍ og forsetaHæstaréttar falla saman og undir þau tekurLögmannablaðið en minnir á að stundumkann að vera eðlilegt að eftirláta dómstólumað meta málskostnað.

Rekstarkostnaður lögmannsstofu er mikill.Eins og hjá öðrum fyrirtækjum verða endar írekstri lögmannsins að ná saman. Skilningurdómstóla á þessu fer vaxandi enda hefur Lög-mannafélagið unnið markvisst að því að upp-lýsa þá um kostnaðarþætti sem fylgja slíkumrekstri.

Lögmannablaðið óskar lögmönnum ogstarfsmönnum á lögmannsstofum og fjöl-skyldum þeirra, sem og landsmönnum öllum,gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þórður Bogason ritstjóri

Page 5: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

Ókeypis

aðgangur

til reynslu!

Er Evrópurétturþinn réttur?

Sparaðu dýrmætan tíma við heimildaleit

Nánari upplýsingar og áskrift:

Íslenskir lögfræðingar, lögmenn og dómarar þurfa í sívaxandi mæli að kunnaskil á réttarheimildum Evrópuréttarins. Þá skiptir sköpum að geta fundið hrattog örugglega þær gerðir, dóma og aðrar réttarheimildir sem á þarf að halda.

Spurn sf. býður, í samvinnu við breska fyrirtækið Context ltd., greiðan aðgangað stærstu rafrænu gagnagrunnunum um samninga og sáttmála, lög, reglugerðirog dóma á sviði Evrópuréttarins - einnig á sviði EES-samningsins. Hugbúnaðurog tækni Context tryggir notendum auðveldan og öruggan aðgang að þessumgagnagrunnum:

Celex

Official Journal C Series

ECJ Proceedings

Common Market Law Reports

Human Rights

Tenders

Lagagagnagrunnur ESBStjórnartíðindi ESBMálayfirlit EvrópudómstólsinsDómar evrópskra dómstóla um EvrópuréttMannréttindasáttmáli og -dómstóll EvrópuUpplýsingar um útboð á EES-svæðinu

Sími 824 6122 - [email protected] - www.spurn.is

Ókeypis

aðgangur

til reynslu!

Page 6: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

6

Þann 12. desember sl.var jólafundur Lög-mannafélags Íslands,Dómarafélags Íslands ogLögfræðingafélagsÍslands haldinn í Vík-ingasal Hótel Loftleiða.Um 130 manns nutugóðra veitinga og hlust-uðu á ræðumann dags-ins, Ingibjörgu SólrúnuGísladóttur borgarstjóra,ávarpa fundargesti. Íerindi sínu kom Ingi-björg m.a. inn á þýðinguborgríkis í samfélaginusem er mun eldra formen þjóðríkið. Breyttaráherslur í alþjóðasamfé-laginu, t.d. í Evrópusam-bandinu, geri að verkumað borgríkið sé að eflastog taldi Ingibjörg þaðvanmetið afl í okkarsamfélagi. Ingibjörgræddi einnig um nauð-syn þess að sérfræðingartækju virkari þátt í þjóð-málaumræðunni, ásamtstjórnmálamönnum, tilþess að almenningurfengi sem bestarupplýsingar.

4 / 2 0 0 2

Jólafundur LMFÍ, DÍ og LÍHelgi I. Jónsson héraðsdóm-ari bauð gesti velkomna.

Ræðumaður dagsns,Ingibjörg Sólrún Gíslasóttir.

Gestir viðeftirrétta-hlaðborðið.

Gunnar Jónsson formaðurLMFÍ og Ingibjörg SólrúnGísladóttir borgarsjóri.

Gestir jólafundar.

Page 7: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

7L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Ný málflutningsréttindifyrir Hæstarétti Íslands.

Ólafur Finnbogi Haraldsson hrl.

Ný málflutningsréttindifyrir Héraðsdómi.

Birgir Birgisson hdl.Logos lögmannsþjónustaEfstaleiti 5103 ReykjavíkS: 540-0300Fax: 540-0301

Sveinbjörg BirnaSveinbjörnsdóttir hdl.Lögvit – lögmannsstofa ehf.Stórhöfða 23110 ReykjavíkS: 580-3450Fax: 580-3451

Páll Jóhannesson hdl.Lögvit – lögmannsstofa ehf.Stórhöfða 23110 ReykjavíkS: 580-3450Fax: 580-3451

Sigurður Örn Guðleifsson hdl.UmhverfisstofnunÁrmúla 1a108 ReykjavíkS: 585-1000Fax: 525-1010

Endurútgefinmálflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi.

Brynhildur Flovens hdl.Klapparstíg 25-27101 ReykjavíkS: 552-3826Fax: 562-0822

Guðrún Margrét Eysteinsdóttirhdl.Lagaþing sf.Túngötu 14S: 511-5101Fax: 511-5102

Þórarinn V. Þórarinsson hdl.AM PraxisSigtúni 42105 ReykjavíkS: 533-3333Fax: 533-2333

Nýr vinnustaður:

Anna Guðný Júlíusdóttir hdl.Lögmenn Akureyri ehf.Hafnarstræti 88600 AkureyriS: 462-7400Fax: 462-7401

Hildur K. FriðleifsdóttirBúnaðarbanki Íslands hf.Austurstræti 5155 ReykjavíkS: 525-6320Fax: 525-6329

Ingibjörg Elíasdóttir hdl.Lögmenn Akureyri ehf.Hafnarstræti 88600 AkureyriS: 462-7400Fax: 462-7401

Ragnar Aðalsteinsson hrl.Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir – Lögmenn ehf.Klapparstíg 25-27S: 511-1206Fax: 511-1207

Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl.Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir –Lögmenn ehf.Klapparstíg 25-27S: 511-1206Fax: 511-1207

Sturla Friðriksson hdl.Landsbanki Íslands, lögfræðideildLaugavegi 77155 ReykjavíkS: 560-6830Fax: 562-3908

Nýtt aðsetur:

Smári Hilmarsson hdl.Legis ehf.Súðarvogi 3104 ReykjavíkS: 530-8200Fax: 530-8201

LeiðréttingÍ síðasta tölublaði Lögmanna-blaðsins var ranglega farið meðheimilisfang Reinholds Krist-jánssonar hrl. Rétt heimilisfanger Suðurlandsbraut 48, 108Reykjavík. Við biðjumst vel-virðingar á þessum mistökum.

Breytingar á félagatali

Allar breytingar um ný símanúmer, vefföng, aðsetur og fleira er uppfært á heimasíðu félagsins, www.lmfi.is

Page 8: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

8

FÖSTUDAGINN 11. október fór fram hið árlegaheimsmeistaramót LMFÍ (HMLMFÍ) í utanhúss-knattspyrnu. Mótið var haldið að vanda á gervi-grasinu í Laugardal, í ekta sunnlenskum kaldameð smáskúrum inn á milli.

Þetta er 8. árið sem mótið fer fram en að þessusinni brettu lögmenn – og konur – upp á sokkanaog voru sex lið skráð til leiks. Þar með er búið aðjafna metið frá árinu 1995 en þá tók þátt eitt liðdómara sem ekki hefur sést síðan. Er þátttakaþeirra því talin fallin niður fyrir desvetuto.

Mótið sjálft var hið fjörugasta og bar mikið áföngulegu liði Íslenzks Fótboltafjelags m.l., eninnan vébanda þess liðs voru m.a. nokkrar valin-kunnar valkyrjur sem gáfu lögkarlmönnum ekkerteftir á vígvelli knattspyrnunnar frekar en dómsal-anna. Gömul gildi eins og GrínaraMörkin ogReynsla og Léttleiki mættu sem fyrr til leiks.Logos FC, með Othar Örn í broddi fylkingar,mættu endurnærðir til leiks eftir hvíld og ný ogspræk lið, eins og stuttbuxnadrengirnir í FCBankó og galvaskir leikmenn LA Law, komusterk inn.

4 / 2 0 0 2

Skotarnir lagðir að velli!

Heimsmeistaramót LMFÍ í knattspyrnu utanhúss 2002

Þegar spurt var að leikslokum kom í ljós aðhinir gamalreyndu leikmenn GrínaraMarkarinnarstóðu uppi sem sigurvegarar þriðja árið í röð og ífimmta skipti alls. Vannst bikarinn þar með tileignar. Gunnar Jónsson, formaður LMFÍ, hefurlofað að gefa nýjan bikar til keppninnar fyrirnæsta ár, Gunnarsbikarinn svokallaða.

Einnig mætti til leiks eitt lið frá Skotlandi enþar var á ferð hópur skoskra lögmanna sem komutil landsins til að fylgjast með landsleik Íslands ogSkotlands. Var ákveðið að hinir skosku lögmennfengju að spreyta sig gegn sigurvegurum mótsins.

Mikið var lagt undir því þaðlið sem sigraði öðlaðist nafn-bótina:

„Bestu bjórdrykkjumennÍslands og Skotlands.“

Að lokum fór svo framleikur á milli GrínaraMarkar-

Heimsmeistarar LMFÍ,GrínaraMörkin, ásamt skoskulögmönnunum.

Glaðbeittir skoskir lögmenn.

Page 9: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

innar og landsliðs skoskra lögmanna og end-aði leikurinn með sigri landans 3-1. Þaðverður að virða Skotunum til vorkunnar aðnokkrir þeirra léku í pilsum og eitthvað höfðuþeir kannað miðborgarmenningu Reykjavíkurfyrr um daginn. Það háði sumum en alls ekk-ert öðrum!

Mótið tókst í alla staði vel og er skemmti-legt til þess að vita að áhugi lögkvenna ogkarla á sparkmennt er að aukast. Hátt í 70manns voru á svæðinu sem tilheyrðu liðunumsex.

Íþróttafréttaritari.

���������������������������� ����������������������������������������������� ��������������� !!������������"���#�����������$����������%

�� ���& �$'������(� �)�*��������$�����+��#+��������,$��������+�������+����������� �������,���������������������������$-����� #���.%

/����� ���& �$'������(� �)�*��0�#��������#��#�1��������������� $$�� #�������$�-�� #�+���$������#���������,�������$����� �����%

2���������� #���#+������������!���� ��% 3�4��������������������������.� #������$����3�(�����������*�������+�1��3�(���������##����#��������$�����5!����.63�78��������+����+�����3��*88�.��*88���%�4�����������3����8����%��������$1���� #��8����%��0����

3�)988����������$-����3�(����( ����$�������������#�1�����3�:�.�;��!#��(� ��' ���#�1�����3�' ��� �'�������������"���1�����3�<=;���������#�3����������5��$��1�����6

������

�������������� ��������������������������������

Endanleg niðurstaða mótsins varð þessi:

Röð: Lið: U J T Mörk Stig

1. GrínaraMörkin 5 0 0 14:3 152. Reynsla og Léttleiki 4 0 1 16:3 123. FC Bankó 3 0 2 10:9 94. LA Law 2 0 3 7:11 65. Logos FC 1 0 4 6:12 36. Íslenzkt Fótboltafjelag m.l. 0 0 5 8:23 0

Leikmenn Íslenzks fótboltafjelags.

Page 10: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

10

Þann 19. nóvember sl. stóðu Lögmanna-félag Íslands og Lögfræðingafélag Ís-lands fyrir morgunverðarfundi um hús-leitarheimildir hins opinbera. Tilefnifundarins voru þær umræður sem hafaskapast síðustu mánuði vegna húsleita hjáfyrirtækjum og einstaklingum við rann-sókn á meintum lögbrotum og um fram-kvæmd slíkra brota. Framsögumenn áfundinum voru Eiríkur Tómasson, pró-fessor við lagadeild Háskóla Íslands ogGunnar Sturluson hrl., á Logos.

Í FRAMSÖGU sinni fjallaði Eiríkur um helstulagaheimildir að baki húsleit, einkum ákvæði

laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.Benti Eiríkur á að markmið húsleitar væri að hafauppi á sakborningi og handtaka, rannsakaummerki brots og hafa uppi á munum til að leggjahald á, t.d. ef þeir hafa sönnunargildi í opinberumáli. Af fyrirmælum stjórnarskrár og meðalhófs-reglunni mætti draga þá ályktun að ekki eigi aðgrípa til húsleitar nema brýna nauðsyn beri til ogönnur úrræði til að ná sama markmiði væru ekkitiltæk. Eiríkur vitnaði í dóm Hæstaréttar frá 1.mars 2001 þar sem manni voru dæmdar bæturfyrir húsleit þrátt fyrir að samþykki hans hafilegið fyrir.

Samanburður á úrskurðum um húsleit oggæsluvarðhaldsvist

Eiríkur gerði að umtalsefni þann mismun semer á úrskurðum um húsleitir annars vegar og umgæsluvarðhald hins vegar. Efni gæsluvarðhaldsúr-

4 / 2 0 0 2

Morgunverðarfundur LMFÍ og LÍ:

Húsleitarheimildir hins opinbera

skurða væri þannig upp byggt að fyrst kemur for-máli/niðurlag, svo kröfugerð sóknaraðila og rökfyrir henni. Að því loknu kemur afstaða varnarað-ila og rök fyrir andmælum, svo málsatvik og aðendingu rökstudd niðurstaða dómara og úrskurð-arorð. Þessari uppsetningu væri sjaldnast til aðdreifa í húsleitarúrskurðum, sem að hluta mættiskýra með því að sá sem úrskurður beindist gegnværi sjaldnast til staðar og takmörkuð gögn þarsem rannsókn væri oftast á frumstigi. Þessi staðakalli hins vegar á að dómari hugi sérstaklega aðvarnarástæðum sakbornings enda miklir hags-munir í húfi. Því miður væru húsleitarúrskurðiroft stuttaralegir og taldi Eiríkur að oft skorti á að

Eiríkur Tómasson prófessor.

Page 11: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

11L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

dómarar tækju afstöðu með lögbundunum hætti.Raunar væri það æskilegt og skylt að úrskurðirdómara um húsleit bæru með sér að þeir hefðutekið sjálfstæða afstöðu til beiðni um slíkaaðgerð. Dómari yrði að gefa sér tíma til að rök-styðja húsleitarúrskurð og mikill munur kæmifram á rökstuðningi dómara í úrskurðum umgæsluvarðhald eða til húsleitar. Þá benti Eiríkur áað húsleitarúrskurðir væru ekki aðgengilegir ogyfirleitt ekki birtir á netinu. Úr því þyrfti að bætaenda mikilvægt að réttarframkvæmdin væri sýni-leg.

Um afleiðingar þess að mistök ættu sér stað viðveitingu húsleitarheimildar benti Eiríkur á að þærværu ekki ýkja miklar. Ekki væri t.d. litið framhjásönnunargögnum sem aflað væri í ólögmætri hús-leit, eins og er t.d. í Bandaríkjunum, heldur værieinungis lagaheimild fyrir sektum eða skaða-bótum.

Húsleitarheimildir samkeppnisyfirvalda.Gunnar Sturluson hrl., gerði að umtalsefni hús-

leitir sem samkeppnisyfirvöld framkvæmdu og þáþætti sem helst bæri að varast. Til dæmis þyrfti aðgera greinarmun á húsleit annars vegar og hald-lagningu hins vegar en haldlagning takmarkaðistvið gögn sem telja mætti til sakargagna í máli ogyfirvöld hefðu ekki opna heimild til að taka hvaðagögn sem er. Reyndar væru áhöld um það hversuvíðtækar heimildir væru til að nota gögn semaflað væri við húsleit til að hefja aðgerðir í öðrumáli. Húsleit ætti að vera neyðarúrræði og sam-keppnisyfirvöld þyrftu að hafa gild rök til slíkraaðgerða og beita meðahófsreglunni þannig að efvægari úrlausnir væru færar þá bæri að nota þær.Samkeppnisyfirvöld þyrftu að leggja fram sýnilegsönnunargögn fyrir dómara en hlutverk hans væriað meta sjálfstætt hvort ríkar ástæður væru til aðætla að brot hafi átt sér stað. Benti Gunnar á að í

Gunnar Sturluson hrl.

Page 12: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

12

nokkrum húsleitarúrskurðum sem hann hafiskoðað, væru vanhöld á að þetta hefði verið gert.Dæmi væru jafnvel til um að engin gögn hefðilegið fyrir önnur en beiðni Samkeppnisstofnunar.

Húsleit – ekki veiðiferðGunnar benti á að framkvæmd húsleitar skuli

fara að ákvæðum laga um meðferð opinberramála. Engar starfsreglur samkeppnisstofnunarhefðu hins vegar verið birtar um framkvæmd ein-stakra atriða, t.d. um það hverjir megi vera við-staddir leit af hálfu þolanda, um lögmannsaðstoðog meðferð gagna sem ekki er skylt að láta afhendi, t.d. persónulegra gagna. Taldi Gunnar mjögmikilvægt að slíkar reglur yrðu settar fram og aðnákvæm skrá væri haldin yfir haldlögð skjöl.Einnig að starfsmenn Samkeppnisstofnunar gættutrúnaðar um það sem þeir yrðu áskynja um. Hannvissi til þess að stofnunin hefði notað utanaðkom-andi tölvumenn í húsleit og sjálfsagt væri að slíkirmenn væru með staðfestingu þess að þeir störfuðufyrir Samkeppnisstofnun að málinu. Ef þeir gætuþað ekki væri eðlilegt væri að vísa viðkomandi ádyr. Einnig væri nauðsynlegt að lykilstarfsmennfyrirtækis væru viðstaddir og að haldinn værifundur með starfsmönnum sem oft á tíðum upp-lifðu húsleit mjög sterkt. „Starfsmönnum er skyltað afhenda öll skjöl sem varða rannsóknina en

húsleit á engu að síður að beinast að ákveðnu sak-arefni en ekki vera veiðiferð“ sagði Gunnar sembenti sérstaklega á að bréfaskipti lögmanns ogskjólstæðings hans væru undanþegin haldlagn-ingu þar sem um trúnaðarsamband væri að ræðaog það væri viðurkennd regla í ESB löndum.

UmræðurNokkrar umræður urðu á fundinum og veltu

fundarmenn því upp hvort eða með hvaða hættihægt væri að kæra húsleitarúrskurð og með hvaðahætti hægt væri að leysa ágreining um einstökskjöl. Eiríkur Tómasson taldi það galla að ef hús-leitarúrskurður væri kærður þá frestaði það ekkihúsleit enda gætu gögn spillst. Hins vegar gætuþolendur fengið bætur. Niðurstaða Eiríks var sú aðmiðað við núgildandi lög yrðu dómarar að veravel á verði og gæta hagsmuna þeirra grunuðu.Hugmyndir um réttargæslumenn án vitundar sak-bornings hugnaðist honum ekki því það myndikalla á falskt réttaröryggi auk þess sem erfitt yrðifyrir lögmenn að taka að sér mál án vitundar eðasamráðs við sakborning – og jafnvel án hans vilja.Gunnar tók undir þetta sjónarmið og benti á aðþeir sem leit beindist að þyrftu að fylgjast meðhvaða gögn væru tekin en menn gætu neitað aðafhenda gögn og kallað eftir úrskurði Sam-keppnisstofnunar um lögmæti haldlagningar.

4 / 2 0 0 2

Morgunverðarfundur LMFÍ og LÍ:

Framsögumenn fundarinsásamt Gunnari Jónssyni,formanni LMFÍ.

Page 13: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

13

Með bréfi yðar 2. maí 2002 var þess fariðá leit, að Hæstiréttur tæki til athugunar máls-kostnaðarákvarðanir réttarins, sérstaklega ítengslum við gjafsóknarmál og þóknun fyrirverjenda- og réttargæslustörf.

Formaður og framkvæmdastjóri félagsinskomu á fund minn 5. júlí sl. og gerðu greinfyrir óánægju, sem ríkti meðal félagsmannameð málskostnaðarákvarðanir Hæstaréttar.Töldu þeir, að eðlilegt væri, að lögmennfengju sanngjarnt endurgjald fyrir vinnu sína,en skilaboðin sem virtust felast í ákvörðunumHæstaréttar gætu vart verið önnur en að rétt-urinn teldi lögmenn verja of miklum tíma íhagsmunagæslu. Félagsmenn væru sáttarimeð ákvarðanir héraðsdómstólanna í sam-ræmi við samræmdar hlutlægar viðmiðunar-reglur, sem Dómstólaráð hefur sett fyrir hér-aðsdómstólana.

Erindi yðar var tekið fyrir á fundi dómendaHæstaréttar 17. september 2002. Það var sam-dóma álit dómara, að gott væri að fá ábend-ingar um það, sem betur mætti fara í starfsemiréttarins, og að mikilvægt væri, að hann gætti

þess að vanmeta ekki þann lágmarkskostnað,sem lögmenn bera við starfa sinn.

Rétt er að taka sérstaklega fram, að það eralger undantekning að lögmenn í opinberummálum sendi inn tímaskýrslu um vinnu sína íþágu málsins. Að því er varðar réttargæsl-umann tjónþola þá er það hlutverk hans aðgæta hagsmuna brotaþola og veita honumaðstoð í málinu, þar á meðal við að setja frameinkaréttarkröfur, sbr. 1. mgr. 44. gr. f laga nr.19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 5.mgr. 172. gr. sömu laga. Verður að telja, aðstörf verjenda sakaðra manna séu að jafnaðimun umfangsmeiri en réttargæslumanna oghlýtur þess að gæta við málskostnaðarákvarð-anir.

Það er mjög til bóta við ákvörðun um máls-kostnað að fyrir liggi vönduð og trúverðugtímaskýrsla, og mun Hæstiréttur líta til slíkragagna, þegar ákvörðun er tekin.

Um leið og ég þakka bréf yðar leyfi ég mérað vonast til þess, að samstarf lögmanna ogHæstaréttar megi áfram vera traust og árang-ursríkt.

Guðrún Erlendsdóttir

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Tilmæli frá Hæstarétti ÍslandsSvo sem lögmönnum er kunnugt, er það meginreglan að dómar Hæsta-

réttar Íslands séu kveðnir upp í Dómhúsinu á fimmtudögum kl. 16:00 og í kjöl-farið birtir á heimasíðu réttarins, að jafnaði 30 mínútum síðar. Mikilvægt er,að lögmenn nái að tilkynna umbjóðendum sínum niðurstöðu réttarins á þeimtíma. Því beinir Hæstiréttur Íslands þeim tilmælum til lögmanna, að þeir verðiviðstaddir dómsuppsögu í málum umbjóðenda sinna.

Sigrún Guðmundsdóttirskrifstofustjóri

Bréf til LMFÍ frá forseta Hæstaréttar

Page 14: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

14 4 / 2 0 0 2

LÖGFRÆÐI hefur löngum verið talin helduríhaldssamt fag. Þannig á það að vera. Lög-

gjafinn á ekki að reyna að halda í við dægur-málaumræðuna eða ímynda sér að festa þurfi íreglur allt það sem rætt er um á þjóðfundumdægurmálaútvarps og heitra potta.Festa í löggjöf er meira virði en elt-ingaleikur við dægurmál. Lög-mönnum ber að brýna þetta fyrirlöggjafanum þegar tækifæri gefst.Lögmannafélaginu hefur verið faliðhlutverk í þessu sambandi, en laga-nefnd félagsins fær þau lagafrum-vörp sem mestu eru talin varða tilumfjöllunar.

Enda þótt íhaldssemi sé dyggðhjá lögmönnum verða þeir, semaðrar fræðistéttir, að fylgjast meðfræðunum. Siðareglur LMFÍ leggjalögmönnum í raun á herðar skyldu til þess aðfylgjast með, lögmaður má ekki að taka að sérverkefni sem hann er ekki fær um að sinna afkunnáttu og fagmennsku. Í siðareglum CCBE erað finna ákvæði þess efnis að lögmönnum beriað fylgjast með þróuninni og því sem efst er ábaugi, til þess að geta sinnt skyldu sinni viðskjólstæðingana. Aukin sérhæfing eykur ákröfur til þess að lögmenn haldi þekkingu sinnivið.

Sumar fagstéttir leggja á félagsmenn skyldutil endurmenntunar og þekkist jafnvel að slíkt séboðið með lögum. Án þess að hafa gert á þvíhávísindalega rannsókn sýnist mér að víðar enekki í þeim löndum sem við eigum mest sam-skipti við hvíli endurmenntunarskylda á lög-mönnum og jafnframt að slík skylda verði æalgengari. Útfærsla endurmenntunarskyldunnarer mismunandi.

Endurmenntunarmál hefur borið á góma hjástjórn lögmannafélagsins. Allir eru sammála umnauðsyn þess að lögmenn haldi sér við en eruekki eins vissir um hvort skylda beri menn tilslíks. Sjálfum þætti mér best að menn fyndu hjásjálfum sér hvöt til þess að halda sér við,umbjóðendum sínum til heilla og sjálfum sér tilsáluhjálpar. Vera kann að sú afstaða sé of róm-

antísk. Kannski eru menn það uppteknir við aðfylla upp í kvóta útseljanlegra tíma að þeir hafaekki tíma til þess að halda kunnáttu sinni við,hvað þá bæta við hana. Það er afleitt ef sú erraunin.

Samkvæmt samþykktum lög-mannafélagsins er tilgangur þessm. a. að stuðla að framþróun réttar-ins og réttaröryggis. Því ber enn-fremur að gæta hagsmuna lögmanna-stéttarinnar. Þessi markmið erunátengd. Það er hagsmunum félags-manna augljóslega til framdráttar aðfélagið stuðli að framþróun réttarinsog réttaröryggis. Þessi markmið erulíka nátengd þeirri skyldu lögmannasamkvæmt siðareglunum, að stuðlaað rétti og hrinda órétti. Þessumskyldum verður ekki sinnt með full-

nægjandi hætti án þess að lögmenn haldi sér viðí faginu.

Lögmönnum ber að hafa góða samvinnu síná milli. Góð samvinna eykur líkur á því að lög-menn nái árangri við það sem þeir fást við,skjólstæðingum sínum og samfélaginu til heilla.Augljóst er að meiri líkur eru á að menn semþekkjast sæmilega og búa að sameiginlegrireynslu, eins og þeirri að hafa sótt saman nám-skeið eða fund á vegum lögmannafélagsins,vinni vel saman. Þá á það ekki síður við um lög-menn en aðra að maður er manns gaman.

Nokkrum dögum áður en þetta er skrifað héltLMFÍ, í samstarfi við lögfræðingafélagið,morgunverðarfund um húsleitarheimildir hinsopinbera. Frummælendur voru Eiríkur Tómas-son prófessor og Gunnar Sturluson hrl. Fundur-inn fór vel fram og að framsögum loknum urðunokkrar umræður. Stjórn félagsins var ljóst aðfundur um sama efni hafði verið haldinn afVerslunarráði Íslands ekki löngu áður og aðframsögumenn voru báðir frummælendur áþeim fundi. Hins vegar var talið að efnið væriþað merkilegt að réttlætti boðun þessa fundar ognálgun yrði nokkuð önnur en var á fyrri fund-inum, bæði fyrir það að áheyrendahópurinn yrði

P I S T I L L F O R M A N N S :

Gunnar Jónssonhrl.

Page 15: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

15

annar og vegna þess að öldur hefði nokkuð lægt.Það olli því vonbrigðum að fundarmenn voruinnan við 40 og varla nema um helmingur þeirraúr lögmannafélaginu.

Ég hef áður lýst áhyggjum mínum af dræmrifundarsókn félagsmanna. Því er ekki að leyna aðstaðreyndir um fundarsókn gera erfiðara að verj-ast kröfum um endurmennturnarskyldu. Dræmfundarsókn ber þess ekki merki að lögmennfinni almennt hjá sjálfum sér hvöt til þess aðhalda sér við. Því er hvorki haldið fram aðfræðafundir séu eina leiðin til endurmenntunarné að það eitt að sækja fundi geti nægt til þess aðhalda sér við. Hins vegar hljóta fræðafundir aðvera sjálfsagður og eðlilegur þáttur í því aðhalda sér við og rækta samband við aðra lög-menn. Ég vil því enn brýna menn til betri funda-sóknar.

Ég óska lögmönnum gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári.

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Útungunarstöð eða útgerð?

Lögmannsstofur er misduglegar að sækja sérverkefni en það hefur vakið athygli hvað Lexlögmannsstofa hefur verið iðin undanfarið. Húnhyggst senda tvo heila unglögmenn á Alþingi!Sumir halda því fram að Lex sé orðin ein helstaútungunarstöð fyrir verðandi þingmenn Sjálf-stæðisflokksins, jafnvel afkastameiri enHeimdallur, og hyggi á meiri landvinninga íframtíðinni. Jafnvel þannig að ENGINN þing-maður komist að án þess að hafa farið í þjálfunhjá þeim fyrst. Svo eru það aðrir sem halda þvífram að verkefnaskortur hrjái stofuna og þeirneyðist til að gera út unga og óharðnaða pilta.Finnstykkurðettaílaji?

Gró

[email protected]

Page 16: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

16

VIÐMIÐUNARREGLUR

FYRIR HÉRAÐSDÓMSTÓLANA

(Sakamál)

I.Ákvörðun málsvarnarlauna verjanda

þegar fram fer sókn og vörn1. Bóka skal nákvæmlega hvenær þinghald hefst og

hvenær því lýkur og miða málsvarnarlaun við þanntíma, þó þannig að brot úr klukkustund telst heilklukkustund.

3. Dómari ætli verjanda tíma fyrir yfirlestur málsinsog undirbúning málflutnings og hafi við það í hugaeðli sakarefnis og umfangs málsins.

4. Samanlagðir tímar samkvæmt liðum 1 og 2 séumargfaldaðir með 7.800 krónum pr. klukkustund.

5. Málsvarnarlaun séu þó aldrei lægri en 36.000krónur.

6. Leggi verjandi fram tímaskýrslu skal framangreinthaft í huga við mat á réttmæti hennar.

II.Ákvörðun þóknunar verjanda þegar ekki

fer fram sókn og vörn1. Þessi ákvörðun sé nefnd þóknun en ekki málsvarn-

arlaun.3. Fyrir þessi störf séu greiddar 30.000 til 48.000

krónur, sem dómari ákveður í samræmi við þávinnu sem hann telur verjanda hafa innt af hendi.

4. Sú viðmiðun sé höfð í huga að mæti verjandivegna einfaldra játaðra brota, t.d. vegna eins brots,aksturs eftir sviptingu eða ölvunaraksturs, séulægri fjárhæðir ákvarðaðar en sé um mikinn lesturmálskjala að ræða fyrir þinghald séu hærri fjár-hæðir ákvarðaðar. Þóknun getur þannig farið framúr framangreindu hámarki, svo og ef verjandi þarf

t.d. að mæta oftar en einu sinni vegna erfiðleikavið að ná til ákærða.

III.Ákvörðun þóknunar verjanda

á rannsóknarstigi1. Þóknun sé greidd samkvæmt réttmætri, sundurlið-

aðri og tímasettri skýrslu um starf verjanda. Eflíkur eru á að yfirheyrsla hafi staðið í skemmritíma en í tímaskýrslu greinir er dómara rétt að óskaeftir því að fá lögregluskýrslu í hendur eða leitaupplýsinga lögreglu um tímalengd. Ennfremur erdómara rétt að krefjast nánari skýringa á útlögðumkostnaði telji hann þess þörf.

3. Lágmarksþóknun sé 23.400 krónur fyrir að mætavið fyrirtöku hjá lögreglu eða dómara. Standi fyr-irtaka lengur en í þrjár klukkustundir greiðist hverbyrjuð klukkustund fram yfir það með 7.800krónum. Ekki er greitt aftur fyrir 3 klst. útkall fyrren að liðnum 12 klst. frá lokum síðustu fyrirtöku ímálinu til þeirrar næstu.

IV.Ákvörðun þóknunar réttargæslumanns brotaþola á

rannsóknarstigi og fyrir dómi

1. Þóknun sé greidd samkvæmt réttmætri, sundurlið-aðri og tímasettri skýrslu um starf réttargæsl-umanns. Ef líkur eru á að yfirheyrsla hafi staðið ískemmri tíma en í tímaskýrslu greinir er dómararétt að óska eftir því að fá lögregluskýrslu í hendureða leita upplýsinga lögreglu um tímalengd. Enn-fremur er dómara rétt að krefjast nánari skýringa áútlögðum kostnaði telji hann þess þörf.

3. Lágmarksþóknun sé 23.400 krónur fyrir að mætavið fyrirtöku hjá lögreglu eða dómara. Standi fyr-irtaka lengur en í þrjár klukkustundir greiðist hverbyrjuð klukkustund fram yfir það með 7.800krónum.

4 / 2 0 0 2

Nýjar viðmiðunarreglurfyrir héraðsdómstólana

Á fundi Dómstólaráðs 19. september s.l., voru samþykkar nýjar við-miðunarreglur fyrir héraðsdómstólana, þar sem m.a. kemur fram nokkurhækkun á fjárhæð þóknunar til lögmanns fyrir verjenda- og réttar-gæslustörf. Þessar nýju reglur voru kynntar félagsmönnum með tölvu-pósti og hafa auk þess verið færðar í handbók lögmanna á heimasíðufélagsins. Til frekari áréttingar þykir hins vegar rétt að birta reglurnar

hér í Lögmannablaðinu.

Page 17: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

Subway

Úr því að ég var komin með lögmönnum þarnaum daginn til Nú Jork ákvað ég að fara í subinnmeð nokkrum stelpum. Við vorum sko meðglæpatíðnina þarna á hreinu svo við héldumfast hver í aðra. Í okkar klefa var maður, afró-amerískur þið vitið, sem stelpurnar höfðu gæturá því hann sýndi okkur alveg sérstaka athygli.Ég var alveg kúl en þær ekki. Svo kom hannnær og nær, sveif á okkur og spurði á íslenskuá hvaða ferðalagi við værum! Meira að segja égvarð kjaftstopp. Maðurinn átti auðvitað heima áÍsafirði og var bara að heilsa upp á löndur sínar.

Hef a næs dei, Gróa.

17

V.Þóknun vegna þess tíma sem fer í ferðalög og

ferðakostnaður

1. Þegar verjandi eða réttargæslumaður, sbr. liði I –IV, þarf vegna starfa sinna að ferðast lengur enhálfa klukkustund skal tekið tillit til þess viðákvörðun þóknunar og málsvarnarlauna.

3. Ennfremur skal, þegar þóknun er ákveðin á rann-sóknarstigi, sbr. kafla III og IV, ákveðinn ferða-kostnaður í samræmi við reglur ferðakostnaðar-nefndar, nú auglýsing 1/2002um akstursgjald rík-isstarfsmanna. Nauðsynlegar flugferðir ber aðgreiða samkvæmt reikningi. Þá skulu einnigákvarðaðir dagpeningar sé skilyrðum til greiðsluþeirra fullnægt, nú auglýsing nr. 2/2002

VI.Verði almennt breytingar á gjaldskrám lögmanna

skulu þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í köflum I - IVsæta endurskoðun.

VII.Greiðslur þóknana til vitna

1. Komi vitni fyrir dóm, sem þarf að fara um nokkuðlangan veg til að gefa skýrslu, er rétt að dómariveki athygli á rétti þess samkvæmt 62. gr. oml.,þ.e. að fá greiddan kostnað vegna rækslu vitn-askyldu og þóknun vegna atvinnumissis sem máliskiptir.

3. Rétt er að vitnið fái kostnaðinn greiddan strax eftirskýrslugjöf, liggi fyrir hver hann er. Rétt er aðreyna að útbúa reikningseyðublöð sem dómarinnritar á þá kostnaðarliði sem hann telur vitnið eigaað fá greidda og staðfestir með undirritun sinni.Vitnið gæti síðan fengið kostnaðinn greiddan hjágjaldkera dómstólsins.

VIII.Greiðslur til lögreglumanna sem gefa vitnaskýrslur1. Samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins ber lög-

reglustjóraembættunum að greiða lögreglu-mönnum laun fyrir að mæta í dóm til að gefaskýrslu. Dómari ákvarðar því einungis greiðslur tillögreglumanna fyrir útlagðan kostnað, s.s. ferða-kostnað.

GildistakaTilkynning þessi gildir frá og með 1. október 2002.Jafnframt fellur úr gildi I. til VIII. kafli tilkynningarDómstólaráðs nr. 2/2001, dagsett 27. júní 2001.

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

[email protected]

Page 18: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

18

EITT AF einkennum réttarríkisinser að tryggja jafnan aðgang að

dómskerfinu en það getur verið dýrt aðreka mál fyrir dómstólum. Aðgangurhinna efnaminni er meðal annarstryggður með gjafsóknarkerfinu.Stundum er það þó svo að menn eruekki nógu „efnalitlir“ til að eiga rétt ágjafsókn. Við lögmenn bendum oftskjólstæðingum okkar á að það svariekki kostnaði að fara í mál því jafnvelþó svo skjólstæðingurinn fái kröfursínar teknar til greina geti hann setiðuppi með málskostnaðinn eða hlutahans. Skýringarnar eru þær að dómar-inn ákveður að fella niður málskostnaðinn eðamálskostnaðarfjárhæðin er ákveðin svo lág aðskjólstæðingurinn verður sjálfur að greiða lög-manninum það sem á vantar. Þegar svo háttar til aðmál hefur unnist en málskostnaður felldur niður,eða dæmdur mjög lágur, þá kemur það í hlut okkarlögmanna að skýra málskostnaðarákvörðun dóm-arans. Oftar en ekki er ákvörðunin órökstudd ídómsniðurstöðunni. Eini rökstuðningurinn er ef tilvill svofelldur: „að teknu tilliti til“, „með hliðsjónaf atvikum“, „rétt þykir að hvor aðila beri sinnkostnað af málinu“ o.s.frv. Stundum virðist manniöll orka hafi farið í að rökstyðja dómsniðurstöðunaað öðru leyti og þegar komi að rökstuðningi fyrirákvörðun málskostnaðar, hafi blekið í pennanumverið á þrotum. Málskostnaðar-krafan er hluti af dómkröfumskjólstæðingsins, hún er ekkikrafa lögmannsins (að vísu erbeinlínis verið að ákvarða þóknunlögmannsins í gjafsóknarmálumog opinberum málum). Þessi hlutidómkröfunnar á því rétt á jafnná-kvæmum rökstuðningi af hálfudómarans og aðrar kröfur máls-aðilans.

Í 130. og 131. gr. einkamálalaga nr.91/1991 er að finna nokkrar leiðbein-ingar fyrir ákvörðun málskostnaðar.Það má flokka þau sjónarmið sem þarer að finna í áhættusjónarmið, refsis-jónarmið og svo vafa-, sanngirnis- eðasamúðarsjónarmið.

Áhættusjónarmið.Sá sem tapar máli í öllu verulegu

skal að jafnaði dæmdur til að greiðahinum málskostnað, sbr. 1. mgr. 130.gr. Stefnandi skal greiða stefnda máls-kostnað ef máli er vísað frá dómi eðaþað fellt niður af annarri ástæðu en

þeirri að stefndi efni þá skyldu sem hann er krafinnum í máli, sbr. 2. mgr. 130. gr.

Í hæstaréttardómi frá 27. ágúst 2001 (í máli nr.294/2001) háttaði svo til að gerð var dómsátt á millistefnanda K og stefnda M. Hæstiréttur, sem felldiniður kærumálskostnað, dæmdi K til að greiða Mmálskostnað fyrir héraði með svofelldum orðum: „Íþessu ljósi er óhjákvæmilegt að líta svo á að meðdómsáttinni hafi sóknaraðili tapað málinu í ölluverulegu. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 130. gr.laga nr. 91/1991 verður því til samræmis að dæmahana til að greiða varnaraðila málskostnað. “

Í hæstaréttardómi frá 13. janúar 1999 (mál nr.9/1999) hafði máli verið vísað frá héraðsdómi.Dómarinn felldi málskostnað niður þrátt fyrir skýr

fyrirmæli 2. mgr. 130. gr. eml. umað stefnandi greiði stefnda máls-kostnað þegar máli er vísað frá. Ídómi Hæstaréttar sagði:„Eins ogmálið liggur fyrir verða ekki séðrök til þess að víkja frá þeirriaðalreglu 2. mgr. 130. gr. laga nr.91/1991 að stefnanda máls í hér-aði verði gert að greiða stefndamálskostnað þegar máli er vísaðþaðan frá dómi.“

4 / 2 0 0 2

Málskostnaðarákvarðanir ogmálskostnaðarkröfur

í munnlega fluttum málum(Grein þessi er að stofni til erindi sem höfundur hélt á námstefnu Dómstólaráðs og

Dómarafélags Íslands á Flúðum 5. október 2002.)

ÞórunnGuðmundsdóttir

hrl.

Lögmenn telja oft átíðum að dómararhafi ekki skilning á

því hversu hárrekstarkostnaður

lögmannsstofu sé.

Page 19: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

19

Svo sem áður sagði kemur það í hlut okkar lög-manna að útskýra málskostnaðarákvarðanir dómarafyrir skjólstæðingum okkar. Oft þarf ekki meira eneinfalda lagatilvitnun til að auðvelda okkur þaðverk.

Refsisjónarmið.Í 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 er fjallað um

svonefnd refsisjónarmið við málskostnaðarákvarð-anir. Aðili, sem höfðar mál að ástæðulausu, eðagerist sekur um tilteknar ávirðingar gagnvart gagn-aðila sínum, skal dæmdur til að greiða gagnaðilasínum málskostnað án tillits til þess hvernig mál ferað öðru leyti.

Sem dæmi má nefna hæstaréttardóm nr. 1995/683. Áfrýjandi varð uppvís að því að halda rang-lega fram fyrir héraðsdómi að víxill, sem máliðsnerist um, væri falsaður. Um ákvörðun málskostn-aðar segir í hæstaréttardómnum:„Þegar litið er tilþeirrar háttsemi áfrýjanda, sem hér um ræðir, svoog þess verulega dráttar, sem hann hefur valdið ámálinu með henni og algerlega tilefnislausri áfrýj-un sinni, verður stefnda ákveðinn málskostnaðurfyrir Hæstarétti úr hendi hans með tilliti til 2. mgr.131. gr. laga nr. 91/1991.“

Í hæstaréttardómi frá 6. desember 2001 (mál nr.183/2001) krafði H ehf. Aum greiðslu þriggja reikn-inga, dagsetta 3. júlí, 7. júlí og 18. ágúst 1998. Ahafnaði greiðsluskyldu þar sem verk H ehf. væriuppgert að fullu. Hæstiréttur taldi að fyrsti reikning-urinn væri tilhæfulaus með öllu og hafnaði aðgreiðsluskylda samkvæmt honum væri fyrir hendi.Að því er snerti síðari tvo reikningana voru þeir taldirósanngjanir og ekki unnt að byggja á þeim, sbr. 5. gr.þágildandi laga um lausafjárkaup nr. 39/ 1922. Varð-andi málskostnaðarákvörðunina sagði í dómnum: „Ímálinu hefur áfrýjandi uppi kröfur með tilhæfu-lausum reikningum, sem hann mátti vita að stæðustekki. Var stefndi tilneyddur að leggja í kostnað við aðverjast kröfum hans, meðal annars með því að óskaeftir mati dómkvaddra manna. Með vísan til c. liðar1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka-mála verður honum gert að greiða stefnda máls-kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti… .“

Vafa-, sanngirnis-, eða samúðarsjónarmið.Oft er það svo að fullur málskostnaður er ekki

dæmdur þeim sem vinnur mál eða jafnvel að hvor-ugur verði dæmdur til að greiða hinum máls-kostnað. Samkvæmt 3. mgr. 130. gr. laga nr.91/1991 getur þetta því aðeins átt við ef hvoruguraðilanna vinnur fullan sigur eða verulegur vafi hafiþá annars verið um aðalniðurstöðu máls. Ég held aðþetta sé eitt af eftirlætisákvæðum dómara þegarkemur að því að ákveða málskostnað.

Hér má t.d. nefna hæstaréttardóm frá 16. nóvem-ber 2000 (mál nr. 223/2000). Héraðsdómur felldimálskostnað niður „að virtum öllum atvikum máls-ins“ þrátt fyrir að stefnandi hafði unnið málið í ölluverulegu. „Eins og ráðið verður af framangreinduvann áfrýjandi málið fyrir héraðsdómi í öllu veru-legu, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um með-ferð einkamála. Vafaatriði í málinu voru ekki slíkað ákvæði 3. mgr. sömu lagagreinar geti hafa áttvið. Voru því ekki efni til annars en að dæmaáfrýjanda málskostnað í héraði.“

Þetta samúðarsjónarmið má sjá í ýmsum máls-kostnaðarákvörðunum Hæstaréttar. „Litli“ maður-inn tapar máli sem hann hefur höfðað gegn ríkinu,stóra fyrirtækinu eða stóru stofnuninni. Málskostn-aður er felldur niður. Oft finnst manni að með þessuséu dómstólarnir að viðurkenna rétt „litla“ manns-ins til að þess að láta á það reyna fyrir dómstól-unum hvort hann eigi rétt gagnvart ríkinu eða stórafyrirtækinu. Og þessi réttur á að vera „litla“ mann-inum að skaðlausu að öðru leyti þar sem hann þarfað greiða lögmanni sínum. Hversu göfugt semþetta sjónarmið er þá má ekki gleyma því að það erekki sanngjarnt gagnvart fyrirtækinu eða hinu opin-bera. Þótt þetta skipti sennilega ekki alltaf miklumáli varðandi heildarafkomu ríkissjóðs, eða stórafyrirtækisins, þá er þetta ekki sanngjarnt.

Svo sem áður sagði þá á sá sem vinnur mál að

vera skaðlaus af málssókninni. Það hafa allir heyrt

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Page 20: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

20

lögmenn útlista það að dæmdur málskostnaður erekki laun til þeirra, það er rekstarkostnaður af stof-unni o.s.frv. Um 50-60% af tekjum lögmannsstofafer í kostnað. Dómstólaráð hefur tekið samanupplýsingar um kostnað dómstólanna af rekstrihvers munnlega flutts einkamáls, sem endar meðdómi eða úrskurði. Meðaltalskostnaður dómstól-anna af hverju slíku máli er um kr. 300.000 og er þámiðað við kostnað dómstólanna við hvert mál, t.d.rekstarkostnaður og laun dómara. Þá hefur ekkiverið reiknaður inn kostnaður aðilanna af málinu,hvað þeir þurfa að greiða sínum lögmönnum, en sákostnaður getur verið verulegur. Lögmenn telja oftá tíðum að dómarar hafi ekki skilning á því hversuhár rekstarkostnaður lögmannsstofu sé. Af ein-hverjum ástæðum virðist meira vera kvartað undanmálskostnaðarákvörðunum Hæstaréttar en máls-kostnaðarákvörðunum héraðsdómara. Nú hefurdómstólaráð gefið út viðmiðunarreglur héraðsdóm-stólanna í opinberum málum og er það mjög til fyr-irmyndar. Hæstiréttur hefur ekkert slíkt gert. Svovirðist sem héraðsdómarar hafi meiri skilning á þvíað þegar verið er að ákvarða upphæð dæmds máls-kostnaðar er ekki verið að ákvarða laun lögmanns-ins, heldur er verið að tryggja að aðilinn sé skað-laus af málssókninni.

Það hlýtur reyndar að vera erfitt fyrir dómara aðátta sig á því hversu mikla vinnu lögmaðurinn inniraf hendi í þágu hvers dómsmáls. Fæstir dómararhafa flutt mál munnlega. Á sama hátt höfum viðlögmenn sennilega fæstir hugmynd um það hversumikill tími fer í hvert mál hjá dómurum. Hvað tekurt.d. langan tíma að semja einn dóm?

Eins og ég nefndi hér í byrjun teljum við lög-menn að oft á tíðum séu málskostnaðarákvarðanirdómara lítt eða ekki rökstuddar. Stundum getumvið kennt sjálfum okkur um en það er alltof algengtað lögmenn leggi ekki fram málskostnaðarreikn-inga og fjalli ekkert um málskostnaðarkröfur skjól-stæðinga sinna í málflutningnum. Málskostnaðar-krafan er hluti af kröfu skjólstæðingsins og þákröfu á að rökstyðja jafn vel og aðrar dómkröfurskjólstæðingsins. Hvort sem málskostnaðarreikn-ingurinn er byggður á hagsmunatengingu eða tíma-gjaldskrá þá verður að leggja fram skriflegan máls-kostnaðarreikning og rökstyðja hann.

Þegar þetta hefur verið gert þá fyrst getum viðlögmenn gert þá kröfu til dómara að þeir rökstyðjimálskostnaðarákvarðanir sínar.

Eins og ég nefndi hér á undan þá kemur það íhlut okkar lögmanna að útskýra niðurstöður dóm-stóla fyrir skjólstæðingum okkar. Málskostnaðar-ákvörðun sem ekki er rökstudd getum við ekkiútskýrt. Skjólstæðingurinn hefur t.d. unnið málið

að fullu en málskostnaðurinn síðan felldur niðureða dæmdur mjög lágur. Hér má vísa til hæstarétt-ardóms nr. 2821/1998. Um var að ræða mál semsamkeppnisráð höfðaði gegn Myllunni-Brauði hf.,Mjólkursamsölunni og áfrýjunarnefnd samkeppn-ismála til að fá ógiltan úrskurð áfrýjunarnefndar-innar, sem felldi úr gildi ákvörðun samkeppnisráðsum að ógilda yfirtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Sam-sölubakarí ehf., sem var í eigu Mjólkursamsöl-unnar. Öll stefndu kröfðust frávísunar málsins.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að vísabæri málinu frá dómi og úrskurðaði að samkeppn-isráð skyldi greiða Myllunni-Brauð hf. og Mjólkur-samsölunni kr. 200.000 í málskostnað hvorum aðila(áfrýjunarnefnd samkeppnismála gerði ekki máls-kostnaðarkröfu), sem var síst of mikið í lagt vegnaumfangs málsins. Mjólkursamsalan og MyllanBrauð hf., urðu auðvitað að skila greinargerð umbæði efnishlið málsins og formhlið. Málið varsíðan flutt um formhliðina fyrir héraðsdómi. Sam-keppnisráð kærði frávísunarúrskurð héraðsdóms tilHæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti frávísunarúrskurðhéraðsdóms, en breytti málskostnaðarákvörðuninniþannig að samkeppnisráði var gert að greiðahvorum varnaraðila kr. 150.000 í málskostnað íhéraði og kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.Hæstiréttur lækkaði málskostnaðarákvörðuninameð svohljóðandi rökstuðningi: „Sóknaraðilaverður gert að greiða málskostnað í héraði ogkærumálskostnað sem ákveðinn er í einu lagi einsog í dómsorði segir“.

Ég var fyrir Mjólkursamsöluna í þessu máli oghvernig átti ég að útskýra þessa ákvörðun fyrirskjólstæðingnum? Ég gat það ekki vegna þess aðþað var enginn rökstuðningur í hæstaréttar-dómnum. Þarna var um það að ræða að lægra settstjórnvald sætti sig ekki við ákvörðun æðra settsstjórnvalds og höfðaði mál á hendur æðra settastjórnvaldinu og þeim fyrirtækjum sem í hlut áttu,sem urðu að taka til varnar í málinu. Lægra settastjórnvaldið sætti sig ekki heldur við niðurstöðuhéraðsdóms og kærði hana til Hæstaréttar, með til-heyrandi kostnaði fyrir varnaraðila, sem varnarað-ilar fengu ekki bættan.

Að lokum. Forsenda þess að dómararnir fari að rökstyðja

málskostnaðarákvarðanir sínar betur er að við lög-menn tökum okkur á og rökstyðjum málskostnað-arkröfur skjólstæðinga okkar með framlagningumálskostnaðarreikninga og umfjöllun um þá í mál-flutningi.

4 / 2 0 0 2

Page 21: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

21L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS vekur athygliá tveimur nýlegum úrskurðum úrskurðar-

nefndar lögmanna, þar sem annars vegar er tekistá um skyldu lögmanns til útgáfu reiknings og hinsvegar um það hvenær lögmanni er heimilt aðkrefjast þóknunar umfram tildæmdan máls-kostnað í gjafsóknarmáli.

Úrskurður í máli nr. 25/2001. Skylda lög-manns til útgáfu reiknings.

Málavextir voru þeir að á árinu 2000 og fram ámitt ár 2001 sinnti lögmaðurinn X ýmsum verk-efnum fyrir Y en þau vörðuðu aðallega samninga-umleitanir við lánardrottna Y vegna fjárhagserfið-leika hans, bótakröfu á hendur Tryggingastofnunríkisins og erindrekstur hjá embætti landlæknisvegna meintra læknamistaka og loks aðstoð vegnafasteignaviðskipta Y, m.a. við að rifta kaupsamn-ingi um íbúð Y.

Þann 24. ágúst 2001 sendi Y símskeyti til X ogtilkynnti að hann hefði leitað til annars lögmannsmeð mál sín. Óskaði Y þess að fá sendan reikningX vegna vinnu hans. Af þessu tilefni ritaði X bréf,dags. 31. ágúst 2001, þar sem fram kom m.a. aðvegna óvissu um greiðslugetu Y vildi hann ekkigera honum reikning, eins og farið væri fram á, efkomist yrði hjá því. Hins vegar skyldi ekki standaá því ef Y gæti greitt þá fjárhæð sem X ætlaðist tilað yrði að lágmarki kr. 249.000 auk útlagðs kostn-aðar að fjárhæð kr. 25.410 en að frádreginni inn-borgun Y að fjárhæð kr. 40.000, sem hann hafðiáður greitt.

Í framhaldi af framangreindu bréfi X leitaði Ytil úrskurðarnefndar lögmanna sem komst aðþeirri niðurstöðu að þó svo umkrafin þóknun Xverði að teljast réttmæt, hafi neitnun hans á útgáfureiknings fyrir áskildri þóknun verið í andstöðuvið 15. gr. siðareglna og taldist því aðfinnsluverð.

Úrskurður í máli nr. 33/2001. Krafa lög-manns um þóknun umfram tildæmdanmálskostnað í gjafsóknarmáli.

Málavextir voru þeir að í október 1991 slasað-ist A á hendi er hann var við vinnu sína um borð ítogara sem gerður var út af Ú hf. Árið 1992 fékkA bætur frá tryggingafélagi útgerðarinnar en hannhafði þá verið metinn til 25% varanlegrar örorku.

Í mars 1995 fór fram nýtt örorkumat en A hafðifarið í aðgerð ári áður. A var þá metinn til 30%varanlegrar, læknisfræðilegrar örorku, en varan-leg fjárhagsleg örorka var metin á bilinu 25-30%.

Tryggingafélag útgerðarinnar neitaði að greiðaA frekari bætur en þær, sem hann hafði fengið ágrundvelli örorkumatsins 1992. Var því höfðaðmál fyrir Héraðsdómi C gegn útgerðinni og kraf-ist hærri bóta. Útgerðarfélagið var sýknað í hér-aðsdómi en með dómi Hæstaréttar Íslands, upp-kveðnum í maí 2001, var útgerðarfélagið hinsvegar dæmt til að greiða A bætur fyrir 5% viðbót-arörorku en að teknu tilliti til skattleysis og ein-greiðslu, kr. 1.260.000 og kr. 100.300 vegna tap-aðra lífeyrisréttinda, auk vaxta og dráttarvaxta.

Uppgjör við tryggingafélag útgerðarfélagsinsfór fram 1. júní 2001 og nam heildargreiðslan kr.3.795.771, þ.e. höfuðstóll kr. 1.360.300 og vextirkr. 2.435.471.

Lögmaðurinn B flutti málið fyrir hönd sóknar-aðila fyrir báðum dómstigum. Var A veitt gjafsókní héraði og fyrir Hæstarétti og nam tildæmd mál-flutningsþóknun B fyrir báðum dómstigum kr.900.000. Samkvæmt uppgjöri B gagnvart Aáskildi hann sér kr. 484.217 auk virðisaukaskatts ímálflutningsþóknun til viðbótar tildæmdri þókn-un. Þessari kröfu B um viðbótarþóknun vildi Aekki una og sendi því erindi til úrskurðarnefndarlögmanna. Undir rekstri málsins fyrir úrskurðar-nefndinni krafði B dómsmálaráðuneytið um við-bótargreiðslu sem samsvaraði útlögðum kostnaði ímálinu eða kr. 288.926, með vísun til dómsorðs íhæstaréttardóminum. Fallist var á erindi B og varhonum greidd umkrafin fjárhæð þann 30. janúar2002. Síðar fór B fram á frekari greiðslur frádómsmálaráðuneytinu, í það sinn á fjárhæð ersvaraði til virðisaukaskatts á hina tildæmdu mál-flutningsþóknun. Ráðuneytið afgreiddi erindið íjúlí 2002 og fékk B greiddar kr. 213.281 í ágúst.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar lögmanna kemurm.a. fram að um gjafsókn sé fjallað í 20. kaflalaga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Sam-kvæmt 1. mgr. 127. gr. laganna skuldbindi gjaf-sókn ríkið til að greiða þann málskostnað semgjafsóknarhafi hefur sjálfur af máli. Gjafsóknmegi þó takmarka þannig að hún nái aðeins til til-tekinna þátta málskostnaðar eða geti hæst numið

Tveir úrskurðir úrskurðarnefndar

Page 22: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

22

tiltekinni fjárhæð. Samkvæmt 2. mgr. 127. gr.skuli þóknun umboðsmanns gjafsóknarhafa fyrirflutning máls vera ákveðin í dómi ef hún er ekkiundanskilin gjafsókn.

Þá segir í úrskurði nefndarinnar að samkvæmt1. mgr. 2. gr. laga nr. 61/1942, um málflytjendur,sem lögmannalögin leystu af hólmi 1. janúar1999, hafi málflytjandalaun fyrir flutning gjaf-sóknar- og gjafvarnarmála verið ákveðin meðdómi í aðalmálinu. Samkvæmt dómi HæstaréttarÍslands frá árinu 1974, bls. 457, hafi ákvæðiðverið túlkað svo að það heimilaði talsmönnumgjafsóknar- og gjafvarnarhafa ekki að áskilja sérhærri þóknun en ákveðin væri í dómi. Í gildandilögmannalögum sé ekki að finna sambærilegtákvæði og fyrrnefnt ákvæði 1. mgr. 2. gr. laga ummálflytjendur. Hins vegar feli 2. mgr. 127. gr. lagaum meðferð einkamála í sér sams konar fyrirmæliog ákvæði málflytjendalaganna um það hvernigákveða skuli umboðsmanni gjafsóknarhafaþóknun, þ.e.a.s með dómi. Í athugasemdum meðfrumvarpi því, sem varð að lögum nr. 91/1991,segi að megintakmörkunina á umfangi gjafsóknarvegna annarra ákvæða 127. gr. sé að finna í 2.mgr. greinarinnar, sem feli í sér að ríkið verði ekkiskuldbundið vegna hennar til að greiða þáþóknun, sem málflytjandi gjafsóknarhafa kunni aðáskilja sér, heldur aðeins þá fjárhæð málflutnings-launa sem dómari ákveði handa honum.

Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga um meðferðopinberra mála, nr. 19/1991, skuli þóknun skipaðsverjanda ákveðin í dómi eða úrskurði, ef málilýkur þannig, nema hann hafi afsalað sér þóknun.Í dómi Hæstaréttar Íslands, frá 24. janúar 2002, íhæstaréttarmálinu nr. 331/2001, sé þetta ákvæðitúlkað svo að lögmaður verði að una við þóknun,sem ákveðin sé í dómi, nema hann hafi samið umannað við skjólstæðing sinn. Vísi Hæstiréttur íþessu sambandi til fyrrnefnds dóms réttarins frá1974. Verði af þeirri tilvísun ekki annað ráðið enað Hæstiréttur telji þau sjónarmið, er réðu niður-stöðu í því máli, hafa gildi í dag þrátt fyrir laga-breytingar frá þeim tíma.

Þá segir að með vísun til framangreindra laga-ákvæða og dóma sé það mat úrskurðarnefndarlögmanna að 2. mgr. 127. gr. laga um meðferðeinkamála, nr. 91/1991, feli í sér takmörkun áheimild lögmanns til að áskilja sér hærra endur-gjald fyrir flutning gjafsóknarmáls en sem nemurtildæmdri málflutningsþóknun, nema viðkomandilögmaður semji sérstaklega um annað viðumbjóðanda sinn. Eins og mál þetta sé lagt fyrirnefndina hafi ekki verið sýnt fram á það að B hafisamið á þann hátt við A um hærra endurgjald fyrir

flutning gjafsóknarmálsins í héraði og fyrirHæstarétti. Var því niðurstaða nefndarinnar að Bætti ekki rétt á hærri málflutningsþóknun enákveðin var með dómi Hæstaréttar í maí 2001.

Ennfremur segir í úrskurði nefndarinnar að Bhafi borið að snúa sér til dómsmálaráðuneytisinsvegna uppgjörs tildæmdrar málflutningsþóknunarauk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar. Honumhafi samkvæmt framangreindu verið óheimilt aðskerða dæmdar bætur A, sem innheimtar voru hjádómþola, í uppgjöri sínu gagnvart A, en við upp-gjör til A hélt B eftir alls kr. 602.850 af heildar-bótafjárhæðinni. B hafi hins vegar greitt A viðbót-argreiðslur þær er fengust í dómsmálaráðuneyt-inu, annars vegar kr. 288.926 og hins vegar kr.213.281, eða samtals kr. 502.207. Þær kr. 100.643sem eftir stæðu, bæri B að endurgreiða A.

4 / 2 0 0 2

Kennsla í hdl.

Hvernig er þetta; þarf ekki að bæta við nám-skeiðið til öflunar héraðsdómsréttinda með alltþetta nýja nám í lögfræði? Það getur ekkilengur verið nóg að til öflunar starfsréttinda sékrafist endurmenntunar nýútskriðinna lögfræð-inga úr lagadeild Háskóla Íslands. Nei, meðaukinni samkeppni hlýtur prófnefndin að þurfaað auka kröfur, t.d. um mætingu þátttakenda ogkrefjast dánarsvottorðs í stað þess að láta sérnægja sjúkravottorð og verkefni ef þeir mætaekki í tíma, eins og áður hefur verið. Frétti þaðað heimilislæknar á landinu væru einmittkomnir í sérstaka kjaradeilu, þar sem í samn-ingum við Tryggingastofnun hefði gleymst aðgera ráð fyrir sérstöku vottorði fyrir lögfræð-inga vegna veikindafjarvista á „hdl.námskeiði“.Síðan hlýtur námskeiðið að lengjast, ekki satt?Það tekur misseri að endurmennta kandídata úrH.Í. í þeim fræðum sem þar eru kennd. Ólyginnsagði mér að prófanefndin sé að hugsa um aðbæta misseri fyrir hvern nýjan háskóla semútskrifar lögfræðinga. Innan skamms verðurþað því tveggja ára prósess að fara í gegnumnámskeiðið.

Bæ, educating Gróa.

[email protected]

Page 23: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

23L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Af Merði lögmanni„Heimur versnandi fer“ hugsaði Mörður þungur í skapi þegar hann gekk niðurtröppurnar á Dómhúsinu við Lækjartorg. Ekki nóg með að dómverðirnir verði aðspúla tröppurnar á hverjum morgni og sómakært fólk þori varla að feta sig ígegnum mannþröngina á torginu á kvöldin, þrátt fyrir eftirlitsmyndavélarlögreglunnar, af ótta við einhvern óþjóðalýð, heldur bera þessir ungu lögmenn ágljáburstuðum skóm í pressuðum Armanijakkafötum ekki nokkra virðingu fyrir séreldri og reyndari lögmönnum. Halda sig getað talað yfir allt og alla, eins ogkrókódílar: Eintómur kjaftur, engin eyru, bara af því þeir eru með eitthvertdiplóma sem þeir hafa vafalaust fengið upp úr kókópuffspakka í einhverjum skóla íAmeríku. Merði var þungt í skapi er hann tók stefnuna upp Bankastrætið. „Þá varþað nú betra í gamla daga þegar lögmenn báru respekt hver fyrir öðrum.“

Eða varð það þannig? Hugurinn hvarflaði aftur til þeirra ára þegar hannsjálfur fetaði sín fyrstu spor: Inn í bæjarþingið í Túngötunni og í sakadóminn íBorgartúninu. Upp rifjaðist affera þegar lögmaður heimtaði að þinghöld væruhandrituð í þingbækur í samræmi við lög en ekki með nýmóðins stenslum eðakalkipappír. Önnur eftirminnileg var þegar dómarinn ætlaði að henda leiðinlegaog freka klíentinum hans út úr dómsal og varð alveg brjál og neitaði svo að víkjasæti og neitaði að taka við kæru til Hæstaréttar. Nú eða þegar rannsóknar-dómarinn í refsimáli neitaði skjólstæðingi hans sem sat í Síðumúlanum um að hafasamband við Mörð verjanda sinn. Allt þetta mátti samkvæmt Hæstarétti, nemaþetta með stensilinn. Aldni lögmaðurinn í því tilfelli varð að sætta sig við aðnútíminn hefði haldið innreið sína í dómskerfið. Þegar Mörður svo hugsaði beturum það þá voru nú lögmenn ekki mikið skárri hverjir við aðra. Eða lenti hann ekkií því einu sinni að mál var dómtekið á hann þrátt fyrir að hann væri í lögmætumforföllum frá þingsókn í útlöndum og lögmaður gagnaðila vissi það?

Nei þegar hann hugsaði svolítið betur um þetta þá er það kannski tilfellið aðmenn séu orðnir settlegri og kurteisari í allri framgöngu og dómskerfið ekki svonaofsalega háð duttlungum geðslags dómara. Ætli heimur sé hreinlega ekki barabatnandi í þessum efnum? (Nema þetta með útmignu tröppurnar og skrílinn átorginu.) Æ þetta er orðið allt ósköp eitthvað kollhúfulegt. Þeir eru orðnir teljandiá fingrum annarrar handar lögmennirnir sem eru almennilegir karakterar semgustar af. Flestir þessir eftirminnilegu komnir undir græna torfu eða í það minnstasestir í helgan stein. Merði nánast fataðist gangur upp Laugaveginn í þessumþönkum, vissi vart í hvorn fótinn hann átti næst að stíga. Ætli það sé ekki réttastað nýta sér nýmóðins símagræjuna Géessemminn og athuga hvort mútter blessuninsé ekki með kjötbollur í brúnni í hádegismatinn? Hýrnaði svo hans há við þennanþanka og varð hann allur sporléttari, undir ofhlöðnu jólaskrautinu á Lauga-veginum, af tilhlökkun, fullviss um það að sama hvernig allt veltist og snýst þá ersumt alltaf óbreytt á sínum stað, hægt að ganga að því vísu.

Page 24: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

24

GOLFÁHUGI lögmanna fer ört vaxandi og berástundun þeirra vott um mikilvægi forgangs-

röðunar. Eins og fyrr stóð golfnefnd LMFÍ fyrirnokkrum golfmótum í sumar. Haldið var minning-armót (Guðmundarbikarinn og Óla-Axelsbikar-inn), þrír fjórleikir fóru fram við aðrar starfsstéttirog í lok sumarsins var meistaramót LMFÍ.

I. Guðmundarbikarinn og Óla-Axels-bikarinn

Minningarmót um hæstaréttarlögmennina Guð-mund Markússon og Ólaf Axelsson var haldið 21.júní sl. á golfvelli Nesklúbbs Seltjarnarness. Síð-astliðin sex ár hafa verið haldin minningarmót umGuðmund Markússon hrl., en þann 14. janúar sl.féll frá annar góður félagi, Ólafur Axelsson hrl.Golfnefndin ákvað að heiðra minningu Ólafs meðminningarmóti og var ákveðið að sameina þaðminningarmótinu um Guðmund Markússon hrl.en þeir félagar voru skólabræður og samstúdentar.

Úrslit mótsins urðu þessi:Í keppni um GUÐMUNDARBIKARINN (án

forgjafar):1. Hjalti Pálmason, ftr. hjá Lögreglustjóranum í

Reykjavík, 72 högg.3. Gísli G. Hall hdl. 80 högg.4. Þorvaldur Jóhannesson hdl. 84 högg.

Valgarður Sigurðsson hrl. 84 högg.Þorvaldur hlaut 3ju verðlaun með betra skor á18. holu.

Í keppni um ÓLA-AXELS BIKARINN (meðforgjöf):

1. Hjalti Pálmason, ftr. hjá Lögreglustjóranum íReykjavík, 37 punktar.

3. Helgi Bragason hdl. 36 punktar.4. Valgarður Sigurðsson hrl. 34 punktar.

I. Keppnir við aðrar starfsstéttirEins og undanfarin ár kepptu lögmenn í fjórleik

við lækna, tannlækna og endurskoðendur. Viðhöfðum alla titlana að verja þetta árið, eins og ífyrra. Í ár gekk titilvörnin ekki vel. Þrátt fyrir aðbyrja á sigri við tannlækna, sem hafa reynst okkurerfiður ljár í þúfu undanfarin ár, náðum við ekkiað fylgja þeim árangri eftir. Við biðum lægri hlutfyrir læknum og endurskoðendum í júlí. Það geturvíst allt gerst í golfinu, eins og maðurinn sagði.Nokkuð var um að okkar bestu menn voru vantviðlátnir á keppnisdögunum og getur golfnefndinekki lagt nægilega áherslu á mikilvægi þess aðlögmenn færi keppnisdaga í dagbækur sínar eðaforrit og forðist utanaðkomandi truflun eða áreitihina sömu daga. Allt kapp verður lagt á að heimtatitlana að ári.

IV. Meistaramót LMFÍMeistaramót lögmanna í golfi var haldið 6.

september sl. Aftur var leikið á Leynisvellinum áAkranesi og aftur var veðrið vont. Líklega verðurbreyting á öðru hvoru á næsta ári!

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kostuðu mótiðmeð glæsilegu framlagi og að leik loknum bauðþað keppendum upp á pottrétt og drykk, auk for-láta verðlaunagripa úr gleri. Golfnefnd lögmanna-

4 / 2 0 0 2

Golfmót lögmanna sumarið 2002

Page 25: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

0500

10001500200025003000350040004500

des.0

1

feb.02

apr.0

2

okt.0

2

fjöldiheimsókna

25

félagsins þakkar Sjóvá-Almennum fyrir stuðningvið mótið eins og síðastliðið ár.

Úrslit mótsins urðu þessi:Næstur holu 3. braut: Baldvin Björn Haraldsson

hdl.Næstur holu 18. braut: Heimir Örn Herbertsson

hdl.

Fyrsta sæti án forgjafar: Björgvin Þorsteinssonhrl. 78 högg.

Annað sæti án forgjafar: Heimir Örn Herbertssonhdl. 85 högg.

Þriðja stræti án forgjafar: Baldvin Björn Haralds-son hdl. 85 högg.

Fyrsta sæti með forgjöf: Heimir Örn Herbertssonhdl. 68 högg (netto).

Annað sæti með forgjöf: Baldvin Björn Haralds-son hdl. 76 högg (netto).

Þriðja sæti með forgjöf: Guðni Haraldsson hrl. 76netto högg (netto).

Með þessu móti lauk golfsumri LMFÍ. Um leiðvið þökkum fyrir golfsumarið vonumst við til aðsjá enn fleiri lögmenn með golfkylfur að ári, aukþess sem ungliðastarfið fer væntanlega að skilasér.

Með kveðju,Ásgeir Á. Ragnarsson fh. Golfnefndar Lögmannafélasins

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Verðlaunahafar á minningar-móti. F.v. Gísli G. Hall,Valgarður Sigurðsson, HjaltiPálmason, ÞorvaldurJóhannesson og HelgiBragason.

Frá því í desember 2001 hefur LMFÍ haft teljara áheimasíðu sinni til að geta fylgst með heimsóknum á hana.Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti hafa vinsældirheimasíðunnar aukist mikið undanfarna mánuði. Í nóvem-ber sl. heimsóttu 3962 gestir 16.000 síður á heimasvæðiLMFÍ en þess má geta að 55% síðna sem eru opnaðar

tengjast þjónustuskrá lögmanna! Það er þvígreinilegt að hún er mikið notuð til að finnalögmenn. Í sumar var þjónustuskráin þýdd

á ensku og dönsku og til stendur að auka aðgengi hennar áfleiri tungumálum. Einnig er ætlunin að útbúa bækling ánokkrum tungumálum og dreifa í sendiráð, til ræðismannaog fleiri staða. Þeir lögmenn sem enn hafa ekki skráð sig íþjónustuskrána ættu að gera það hið fyrsta því um ódýraog góða kynningu er að ræða sem kostar að meðaltaliaðeins um kr. 10.000 á ári.

Vinsældir heimasíðu LMFÍ aukast

Heimsóknir á mánuði

Page 26: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

FÁAR STÉTTIR sækja eins mikið íendur- og símenntun og lögmenn

en í könnun sem LMFÍ gerði fyrr áþessu ári kemur fram að 61% lög-manna hefur sótt lögfræðileg endur-menntunarnámskeið sl. 2 ár. Á fjórðahundrað lögfræðinga sækja endur-menntunarnámskeið um lögfræðilegefni á ári en auk LMFÍ bjóða Háskól-inn í Reykjavík og Endurmenntunar-stofnun Háskóla Íslands upp á sérstöknámskeið.

Á fáum árum hefur orðið mikilþróun í endur- og símenntun sem ekkisér fyrir endann á. Sá tími er liðin að nemendurútskrifast úr skóla og hafi þar með lokið skóla-göngu sinni fyrir lífstíð. Krafa nútímans er aðstéttir eins og lögmenn og lögfræðingar fylgistnáið með nýjungum á starfssviði sínu með því aðsækja námskeið. Lögmenn gera þetta svo sannar-lega og jafnvel bæta við sig þekkingu á öðrumsviðum en lögfræði til að gera sig fjölhæfari ávinnumarkaðinum.

Lögmannafélag Íslands hefur reynt að mætaþessari símenntunarþörf í samstarfi við Háskólanní Reykjavík. Sett hefur verið upp sérstakt rekstar-og stjórnunarnám fyrir lögmenn þar sem lögð eráhersla á að efla fjármálakunnáttu, farið í helstuþætti stjórnunar auk lögfræðilegrar heimildaleitará netinu. Auk þessa er boðið upp á fjölda styttrinámskeiða fyrir lögmenn og starfsmenn lög-mannsstofa sem beinast öll að því marki að aukastarfshæfni og þekkingu.

Kostnaður við endur- og símenntun er mikill ení fyrrnefndri könnun LMFÍ kemur fram að 80%lögmanna sem sækja námskeið fá þau greidd aðfullu hjá vinnuveitendum. Rannsóknir hafa einnigsýnt að ávinningur fyrirtækja af símenntun er mik-ill. Starfsánægja eykst sem þýðir minni starfs-mannaveltu og eftirsóttari vinnustað. Símenntunstuðlar að meiri sveigjanleika og sterkari liðsheildinnan fyrirtækja. Sveigjanleiki auðveldar svobreytingar í fyrirtækjum, framþróun og nýsköpun.Þannig getur endurmenntun starfsmanna fyrir-tækja stuðlað að nauðsynlegri framþróun þeirra,skilað sér í meiri framleiðni sem skilar sér svo íauknum hagnaði fyrirtækjanna.

Starfsmenn eru farnir að gera kröfurtil fyrirtækja um að sinna endur- og sí-menntun enda vilja þeir viðhalda ogauka hæfni sína. Sá skilningur, aðmenntun sé æviverk, á sífellt meiraupp á pallborðið og þau fyrirtæki semvilja vera framsækin gera sér greinfyrir því.

LMFÍ hefur fyrst og fremst einbeittsér að námskeiðum fyrir lögmenn ogstarfsfólk lögmannastofa. Inn á millihefur þó verið stungið inn nám-skeiðum sem eru ekki síður til gamansog skemmtunar og má þar helst nefna

vínsmökkunarnámskeið á síðasta ári. Fræðsl-unefnd félagsins er um þessar mundir að ákveðahvaða námskeið verða á vorönn og ef félagsmennhafa einhverjar óskir eru þeir hvattir til að hafasamband við félagið. Lögmannastéttin hefurvissulega verið iðin við að halda menntun sinni viðog afla sér nýrrar þekkingar enda eru lögmenn aðselja þekkingu sína alla daga. Hver einasti lög-maður, og reyndar lögfræðingur líka, ætti því aðhafa fyrir reglu að sækja tvö til þrjú námskeið á áritil að halda sér við.

26 4 / 2 0 0 2

Menntun er æviverk

Eyrún Ingadóttir

Tilvalin jólagjöf!Félagsdeild hefur til sölu nafnspjaldaöskjur

og merki LMFI.Verð á merki félagsins kr. 1.000,-Verð á nafnspjaldaöskju kr. 2.000,-

Athugið: Einungis örfáar öskjur eru til. Fyrstur kemur fyrstur fær.Vinsamlegast hafið samband við Eyrúnu, starfsmann félagsdeildar,

í síma 568 5620 eða með tölvupósti: [email protected]

Krafa nútímans er að stéttir eins og lögmenn og lögfræðingar fylgist náið með nýjungum á starfssviði sínu með því að sækja námskeið.

Page 27: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

27L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

SAMTÖKIN BARNAHEILL hafatekið þátt í samstarfsverkefni Save

the Children samtaka í Evrópu semkallað hefur verið „Kynferðislegtofbeldi gegn börnum og réttarkerfið.“Verkefnið var unnið með fjárframlagifrá Evrópusambandinu. Markmið þessvar að svara því hvort og þá hvernighagsmunir barnsins njóta verndar viðmeðferð sakamála vegna kynferðis-brota í tíu þátttökulöndum. Verkefniðvar síðan afmarkað nánar og beinistrannsóknin einkum að tilhögunskýrslutöku og læknisrannsóknar íslíkum málum. Hverju þátttökulandivar ætlað að gera grein fyrir þeimreglum sem þar giltu og hvort framkvæmd þeirraværi í samræmi við ramma sem markaður hafðiverið í samráði við svokallaðan aðalrannsakanda.Hann var ráðinn til þess að móta umgjörð verkefn-isins og skrifa heildarskýrslu á grundvelliupplýsinga þátttökulandanna. Með því að safnasaman slíkum upplýsingum og reynslu af fram-kvæmd þeirra þótti skapast tækifæri til þess aðdraga fram jákvæð dæmi og fyrirmyndir. Um leiðværi hægt að læra af mistökum og þannig bætaréttarstöðu barna.

Í skýrslu Íslands er gerð grein fyrir þeimreglum sem gilda hér á landi um skýrslutökur afbörnum, framkvæmd þeirra og þeirri umræðu semátt hefur sér stað um kostiþeirra og galla. Sameiginlegskýrsla þátttökuríkjanna, semunnin var af Christian Diesen,prófessor í réttarfari við Stokk-hólmsháskóla, var kynnt á ráð-stefnu sem haldin var í Kaup-mannahöfn dagana 22. og 23.október 2002. Niðurstaðaþeirrar skýrslu var í stuttu málisú að ekkert þátttökuríkjannataki á þessum málum á viðun-andi hátt.

Í niðurstöðukafla heildar-

skýrslunnar var lögð sérstök áhersla áað fjöldi skýrslutaka af hverju barni séhaldið í lágmarki og að barninu séekki gert að segja sömu sögunatvisvar. Skýrslutöku ætti því aðeins aðendurtaka í þeim tilgangi að ná framfrekari upplýsingum. Í skýrslunni ereinnig lögð áhersla á að allar skýrslu-tökur af barni séu framkvæmdar afsama aðila, að þeir sem annast yfir-heyrslu hafi þekkingu á hegðun barnasem orðið hafa fyrir áfalli, sérþekk-ingu og þjálfun í yfirheyrslu á börnumog að barnið eigi rétt á bestu mögu-legri aðstoð á öllum stigum málsins.Þá er einnig bent á að nauðsynlegt sé

að tryggja samhæfingu starfa og kerfisbundnasamvinnu hinna ólíku starfsstétta sem að þessummálum koma.

Eins og áður segir var það eitt helsta markmiðverkefnisins að draga fram það sem ber að varastí þessum efnum annars vegar og fyrirmyndir hinsvegar. Í heildarskýrslunni er tekið fram að lítamegi til Barnahúss á Íslandi sem fyrirmyndar umhvernig tryggja megi samhæfingu starfa og kerfis-bundna samvinnu þeirra sem að þessum málumkoma. Sú hugmyndafræði sem liggur að bakiBarnahúsi og sú starfsemi sem þar fer fram vaktimikla athygli á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

Verkefninu var síðan fylgt eftir með málþingiBarnaheilla, 26. nóvember2002, þar sem fjallað var ummeðferð þessara mála af hálfuþeirra sem að framkvæmdþeirra koma hér á landi. Er þaðmat höfundar þessa pistils,sem tók saman skýrslu Íslandsí verkefninu, að þar hafi skap-ast nýr umræðugrundvöllurallra hlutaðeigandi um hvernigþeir geta með sameiginleguátaki tryggt betur réttarstöðubarna hér á landi sem þolendakynferðisafbrota.

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnumog réttarkefið

Margrét ValaKristjánsdóttir

hdl.

Sú hugmyndafræðisem liggur að bakiBarnahúsi og sú

starfsemi sem þar ferfram vakti mikla

athygli á ráðstefnunnií Kaupmannahöfn.

Page 28: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

28 4 / 2 0 0 2

UPPLÝSINGARÉTTUR alþingis-manna sækir stoð í 54. gr. stjórn-

arskrárinnar. Samkvæmt henni eralþingismönnum heimilt, með leyfiAlþingis, að óska upplýsinga ráðherraeða svars um opinbert málefni meðþví að bera fram fyrirspurn um máliðeða óska eftir skýrslu. Réttur þing-manna er samkvæmt þessu tvíþættur,þ.e. fyrirspurnarréttur og réttur til aðóska eftir skýrslu. Leyfi Alþingis eráskilið um hvoru tveggja. Efnisatriði54. gr. eru síðan nánar útfærð í þing-sköpum Alþingis.

Fullyrða má að inntak þessa réttarhafi verið nokkuð á reiki á liðnumárum. Eftir gildistöku upplýsingalaga1997 hafa vaknað spurningar um hvort og þá aðhvaða marki unnt sé að skýra stjórnarskrárvarinnupplýsingarétt alþingismanna með hliðsjón afmeginreglum laganna. Á 127. löggjafarþingi2001-2002 komu upp mál þar sem tekist var á umað hvaða marki ráðherra væri skylt að svara fyrir-spurnum. Hér á eftir verður fjallað um eitt slíkt til-vik og lyktir þess og dregnar ályktanir af því uminntak réttarins.

Fyrirspurn til ráðherra.Með fyrirspurn til landbúnaðarráðherra óskaði

þingmaður upplýsinga um hvaða ríkisjarðir hefðuverið seldar á undanförnum fimm árum, hverjumþær voru seldar og á hvaða verði. Ráðherra hafn-aði því að upplýsa um kaupendur jarðanna sem ogkaupverð þeirra og vísaði til 5. gr. upplýsingalagaog niðurstaðna úrskurðarnefndar um upplýsinga-mál. Með 5. gr. upplýsingalaga var lögfest súmeginregla að óheimilt sé að veita aðgang aðupplýsingum sem varða einka- og fjárhagsmálefnieinstaklinga sem sanngjarnt þykir og eðlilegt aðleynt fari. Svar landbúnaðarráðherra sætti harðrigagnrýni í þingsal. Umræðunni lauk með því aðráðherra tilkynnti að hann hefði leitað álits forsæt-isráðherra á því að hve miklu leyti lög leyfa aðhinar umdeildu upplýsingar séu veittar Alþingi.

Áður en vikið verður að áliti forsætisráðherraer nauðsynlegt að taka fram að hann hefur ekki

úrskurðarvald um skyldu ráðherra tilað svara fyrirspurnum á Alþingi néheldur er gert ráð fyrir slíkri álitsgjöf íþingsköpum eða öðrum lögum. For-sætisráðuneytið fer hins vegar meðframkvæmd upplýsingalaga og máætla að sérþekking á því sviði sé þarmest innan stjórnsýslunnar. Álit for-sætisráðherra er því ágætt innlegg íumræðuna.

Álit forsætisráðherra.Álit forsætisráðherra var birt 15.

janúar 2002 og verður að teljastathyglisvert fyrir margra hluta sakir.Ráðherrann áréttar að réttur Alþingis

skv. 54. gr. stjórnarskrár sé bundinn við upp-lýsingar um opinber málefni en bætir því við aðupplýsingarétturinn byggist á þeim áhrifum semþinginu er, skv. 1. gr. stjórnarskrárinnar og þing-ræðisvenjunni, ætlað að hafa á stjórn landsins.Með öðrum orðum lítur forsætisráðherra svo á aðupplýsingaréttur alþingsmanna takmarkist við þauopinberu málefni sem þinginu er ætlað að hafaáhrif á. Það hefur leikið vafi á hvernig skilgreinabæri „opinber málefni“ í skilningi 54. gr. stjórnar-skrárinnar. Með þessari lagatúlkun er inntak hug-taksins afmarkað með ákveðnum hætti. Þannigkemst ráðherrann að þeirri niðurstöðu, með hlið-sjón af fjárstjórnarvaldi þingsins og eftirlitsskylduþess við framkvæmd fjárlaga sem og endurskoð-unarhlutverki þess á fjárreiðum ríkisins, að salaríkisjarða sé opinbert málefni sem upplýsinga-réttur Alþingis nái til að því marki sem aðrir, ogþá ríkari hagsmunir, standi því ekki í vegi.

Af þessu má hins vegar leiða að til séu hags-munir, ríkari en hagsmunir Alþingis, sem getikomið í veg fyrir að þingið fái upplýsingar umopinbert málefni sem því er ætlað að hafa áhrif á.En í hverju geta slíkir hagsmunir verið fólgnir?

Í álitinu er tekið undir með landbúnaðarráð-herra að takmörkunar- og undanþáguákvæði upp-lýsingalaga geti veitt mikilvæga leiðbeiningu umhvaða hagsmuni sé viðurkennt að almennt beri aðvernda fyrir aðgangi óviðkomandi. Sá eðlismunur

Upplýsingaréttur alþingismanna

Ágúst GeirÁgústssonlögfræðingur á

nefndasviði Alþingis

Page 29: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

29L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

er þó á upplýsingarétti almennings og stjórnar-skrárbundnum upplýsingarétti alþingismanna, aðmati forsætisráðherra, að almenningur á rétt áupplýsingum skv. upplýsingalögum án tillits tilhagsmuna þess er upplýsinganna beiðist en upp-lýsingaréttur Alþingis tekur mið af hlutverki þessog tilgangi. Með öðrum orðum verður upplýsinga-réttur þingins ekki virkur nema það eigi hagsmunaað gæta. Með sama hætti og aðili máls innanstjórnsýslunar á ríkari rétt til upplýsinga enalmenningur getur Alþingi átt ríkari rétt tilupplýsinga ef þær snerta stjórnarskrárbundið hlut-verk þess. Í samræmi við þetta telur forsætisráð-herra að þótt hafa megi þau sjónarmið, sem tak-mörkunar- og undanþáguákvæði upplýsingalagabyggjast á, til leiðbeiningar sé stjórnvöldum skyltað meta það sjálfstætt hvort unnt sé að veitaAlþingi umbeðnar upplýsingar þótt ljóst þyki aðtakmörkunarákvæði upplýsingalaga mundu aðöðru jöfnu eiga við. Við framangreint mat verðieinkum að horfa til þess hvort þagnarskylda hvíliá mönnum gagnvart upplýsingunum lögum sam-kvæmt. Í þessu samhengi er rétt að ítreka aðupplýsingaréttur Alþingis er jafnframt eðlisólíkurupplýsingarétti almennings að því leyti að upp-lýsingalögin veita einungis rétt til aðgangs aðgögnum en 54. gr. stjórnarskrárinnar veitir rétt tilað óska tiltekinna upplýsinga um opinber málefni.Á þessu tvennu er grundvallarmunur.

Í framhaldi af þessu kannaði forsætisráðherrahvort eitthvað stæði í vegi fyrir að upplýsingar umkaupendur og kaupverð ríkisjarða væru látnar í té.Komst hann að þeirri niðurstöðu að takmörkunar-og undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við ogþví ljóst að aðgangur almennings væri óheimill.Skylt væri hins vegar, með tilliti til eftirlitsskylduAlþingis með meðferð fjármuna ríkisins, aðupplýsa þingið um kaupverð einstakra jarða. Nöfnkaupenda taldi forsætisráð-herra að gætu ekki haft neinaþýðingu við framkvæmd þessaeftirlits, nema fleira kæmi til,og því væru upplýsingarnarum þau undanþegnar upplýs-ingarétti alþingismanna.

Niðurstaða forsætisráð-herra er athyglisverð. Sam-kvæmt henni geta ráðherrarekki vikið sér undan að veitaupplýsingar, sem óskað hefurverið eftir með skýrslubeiðnieða fyrirspurn á Alþingi, ein-göngu á þeim grundvelli aðtakmörkunar- og undanþágu-

ákvæði upplýsingalaga eigi við heldur verða þeirað meta hvort raunveruleg þörf sé á því að haldaupplýsingunum leyndum með hliðsjón af þeimhagsmunum sem uppi eru.

Opinber málefni? – Afmörkunupplýsingaréttar alþingismanna.

Afmörkun upplýsingaréttarins með þeim hætti,sem forsætisráðherra setur fram, er þó umdeilan-leg. Í 54. gr. stjórnarskrárinnar segir að þingmennhafi rétt til að krefjast upplýsinga um opinber mál-efni án þess að nokkrar frekari takmarkanir séuþar nefndar.

Sú fræðilega aðferð, sem beitt er í áliti forsæt-isráðherra til að komast að niðurstöðu, gefur þógóða raun í þessu tiltekna máli, þótt deila megi umþá niðurstöðu að nöfn kaupenda ríkisjarða falliutan upplýsingaréttar alþingismanna, nema fleirakomi til eins og þar segir. Í hinu umdeilda máli erauðvelt að rökstyðja og sýna fram á stjórnarskrár-bundið hlutverk löggjafans sem vissulega hlýturað veita Alþingi rúman rétt til upplýsinga. Á hittber að líta að hlutverk Alþingis samkvæmt stjórn-arskrá, og ekki síst þingræðisvenjunni, er víðtæktog má raunar segja að fá „opinber málefni“ séuAlþingi Íslendinga með öllu óviðkomandi. Slíkthlutverk Alþingis verður þó tæplega rakið og rök-stutt með tilvísunum til laga og stjórnarskrár áöllum opinberum málefnasviðum. Það getur þvífalist í því óeðlileg takmörkun á upplýsingaréttialþingismanna að binda hann við þau málefni semunnt er að styðja með lagarökum að sé á hendiAlþingis að fjalla um. Í því getur falist varhuga-verð takmörkun á upplýsingarétti alþingismanna.

Nauðsynlegt er að skilgreina með beinum eðaóbeinum hætti hvað teljist „opinber málefni“ ískilningi 54. gr. stjórnarskrárinnar. Slík skilgrein-

ing hlýtur að verða víðtæk eðlimálsins samkvæmt. Verður þvíhaldið fram hér að öll málefnisem um er fjallað af stjórn-völdum og öðrum sem veitthefur verið opinbert vald, falliundir þessa skilgreiningu.Þessi víðtæka skilgreiningbyggist á stöðu Alþingis semæðstu stofnunar íslenska ríkis-ins og skýru ákvæði 54. gr.stjórnarskrárinnar. Í þessu felstþó alls ekki að ráðherra séskylt né heldur heimilt að veitaallar upplýsingar um þau mál-efni sem opinber teljast. Til að

Ákvæði upplýsingalagaveita í raun haldgóðavísbendingu um mörk

upplýsingaréttar alþingis-manna enda liggur þaðfyrir að upplýsingar, sem

veittar eru alþingis-mönnum með þinglegumhætti, eru aðgengilegar

öllum almenningi.

Page 30: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

30 4 / 2 0 0 2

mynda setur 71. gr. stjórnarskrárinnar um frið-helgi einkalífsins veigamiklar skorður við þvíhvaða upplýsingar er heimilt að veita. Ákvæðilaga veita jafnframt mikilvæga leiðbeiningu umtakmörkun réttarins, svo sem ákvæði laga umpersónuvernd og meðferð persónuupplýsinga,ákvæði upplýsingalaga og þagnarskylduákvæðilaga. Ákvæði upplýsingalaga veita í raun hald-góða vísbendingu um mörk upplýsingaréttaralþingismanna enda liggur það fyrir að upp-lýsingar, sem veittar eru alþingismönnum meðþinglegum hætti, eru aðgengilegar öllum almenn-ingi. Framhjá því verður þó ekki litið að ákvæði54. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 46. og 49. gr. þing-skapa, er sérákvæði gagnvart ákvæðum upp-lýsingalaga og veitir sjálfstæðan og í ákveðnumtilvikum víðtækari rétt til upplýsinga, einkumþegar Alþingi hefur stjórnarskrárbundnu eða lög-bundnu hlutverki að gegna. Í því máli, sem hérhefur verið gert að umtalsefni, var deilt umupplýsingar á málefnasviði sem telja má skýrtdæmi um svið þar sem upplýsingaréttur alþingis-manna teygir sig út fyrir ramma upplýsingalaga íkrafti valdheimilda Alþingis samkvæmt stjórnar-skrá og lögum. Aðferðafræðin, sem beitt er í áliti

forsætisráðherra til að afmarka upplýsingaréttinn,leiðir raunar til sömu niðurstöðu.

Að lokum.Með hliðsjón af framangreindu má segja að

mat ráðherra á því hvort og að hvaða markihonum sé skylt og heimilt að svara fyrirspurn eðaleggja fram skýrslu um tiltekið opinbert málefnigeti í flestum tilvikum falist í tvennu. Fyrst ereðlilegt að kannað sé hvort það brjóti í bága viðþau sjónarmið sem takmörkunar- og undanþáguá-kvæði upplýsingalaga eru byggð á að veita upp-lýsingarnar. Reynist svo ekki ber að sjálfsögðu aðveita upplýsingarnar þar sem upplýsingarétturalþingismanna getur aldrei verið lakari en upp-lýsingaréttur almennings. Reynist það hins vegar íandstöðu við áðurgreind sjónarmið verður ráð-herra að meta það hvort stjórnarskrár- og lög-bundnar valdheimildir Alþingis, sem og þingræð-isvenjan, geri það að verkum að upplýsingarnarberi engu að síður að veita í krafti hins sjálfstæðaupplýsingaréttar alþingismanna. Í samræmi viðþetta verður að gera þá kröfu að ráðherrar birtislíkt mat í svari við fyrirspurn eða skýrslubeiðni,einkum þegar upplýsinga er synjað.

NámskeiðUndanfarið hefur félagsdeild staðiðfyrir námskeiðum í skyndihjálp,Power-Point, útreikningi á virðis-aukaskatti, launaútreikningi og upp-gjöri. Að auki hefur Háskólinn íReykjavík staðið fyrir námskeiði umskipti dánarbúa og boðið upp á nám írekstri og stjórnun fyrir lögmenn. Ávorönn mun Háskólinn í Reykjavíkbjóða upp á eftirfarandi námskeið ísamstarfi við LMFÍ: Greiðslu-stöðvun og nauðasamningar, Höf-undaréttur og hugverkasamningar, Evrópu-réttur, Skipti dánarbúa, rekstrarnám fyrir lög-fræðinga og lögmenn (fjármál og stjórnun) ogfjármálanámskeið fyrir lögfræðinga og lög-menn. Það verður því úr nógu að velja fyrir lög-menn.

AfsláttarsamningarFélagsdeild hefur nú samið við Offset um 12%

afslátt af verðum í gildandi verðlistahverju sinni. Til að nýta tæknina sembest geta viðskiptavinir sent Offsetefni á netinu, á pdf formi, og fengiðþað heimsent að prentun lokinni.Fyrirtækið býður viðskiptavinumupp á að fá geisladisk með sérstökumdriver (rekli) til að koma í veg fyrirað kostnað vegna nýrrar uppsetn-ingar á word eða excel skjölum. Vísaskal til samningsins við upphafreikningsviðskipta en lögmönnum erbent á að kynna sér afsláttarkjörin

betur á heimasíðu LMFÍ.

Þjónustuskrá og heimasíðaEins og sést á öðrum stað í blaðinu er þjónustu-skrá lögmanna í mikilli uppsveiflu. Verið er aðskoða með hvaða hætti best sé að markaðssetjahana enn frekar en mikil ánægja ríkir með hvenotkun hennar hefur aukist upp á síðkastið.

Fréttir frá félagsdeild

Eyrún Ingadóttir

Page 31: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

31L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Greiðslustöðvun ognauðasamningar.Vorönn 2003

Fjallað verður um öll stig greiðslustöðvunar ognauðasamninga, allt frá skilyrðum heimildar tilgreiðslustöðvunar, réttaráhrifum og lokumgreiðslustöðvunar. Einnig verður fjallað umnauðasamninga, almennn ákvæði og réttaráhrifþeirra. Þá verður fjallað um heimild til að leitanauðasamninga og fleira því tengt.

Kennari: Kristinn Bjarnason hrl. Staður: Háskólinn í ReykjavíkTími: Janúar 2003. Nánar auglýst síðar. 2 x 3

tímarVerð: kr. 27.000.-

Skráning fer fram hjá Háskólanum í Reykjavík í síma510 6200. Allar upplýsingar veitir Þór Clausen.

Höfundaréttur oghugverkasamningar.Vorönn 2003.

Almenn umfjöllun um höfundarétt. Fjallað umlagaramma sem tengjast höfundarétti oghugverkasamningum og þeim réttindum sem þeimfylgja. Einnig verður fjallað sérstaklega um verndtölvuforrita og gagnabanka. Skoðuð verða réttindivarðandi Internetið og gagnabanka.

Kennarar: Erla S. Árnadóttir hrl., Ragnar TómasÁrnason hdl. og Tómas Þorvaldsson hdl.

Staður: Háskólinn í ReykjavíkTími: Vorönn 2003. Nánar auglýst síðar. 3 x 3

tímarVerð: 29.000.-

Skráning fer fram hjá Háskólanum í Reykjavík í síma510 6200. Allar upplýsingar veitir Þór Clausen.

Evrópuréttur.Vorönn 2003.

Almenn umfjöllun um Evrópurétt. Fjallað verður umgrunnuppbyggingu réttarkerfis Evrópubandalagsinsog þær stofnanir sem Evrópubandalagiðsamanstendur af. Einnig verður fjallað sérstaklegaum fjórfrelsið og fleiri atriði.

Kennari: Einar Páll Tamimi lektor við lagadeildHR og forstöðumaðurEvrópuréttarstofnunar HR.

Staður: Háskólinn í ReykjavíkTími: Vorönn 2003. Nánar auglýst síðar. 2 x 3

tímarVerð: 27.000.-

Skráning fer fram hjá Háskólanum í Reykjavík í síma510 6200. Allar upplýsingar veitir Þór Clausen.

Skiptastjórn þrotabúaVorönn 2003.

Fjallað verður um ferlið við skipti þrotabúa, allt fráskyldum skiptastjóra til endanlegra skipta og skýrsluskiptastjóra.

Staður: Háskólinn í ReykjavíkTími: Vorönn 2003. Nánar auglýst síðar. 2 x 3

tímarVerð: 27.000.-

Skráning fer fram hjá Háskólanum í Reykjavík í síma510 6200. Allar upplýsingar veitir Þór Clausen.

Rekstrarnám lögfræðingaVorönn 2003.

Í fyrri hluta (26 stundir) er lögð áhersla á að eflafjármálakunnáttu nemenda. Farið verður yfirgrunnatriði fjármálafræðinnar og fjárhagsbókhalds,fjármálastjórnun, stefnumótun í fjármálastjórnun,gerð fjárhagsáætlana, ársreikninga og kennitölur,verðbréf og verðbréfaviðskipti og verðmat fyrirtækjaog rekstrarreikninga.

Í seinni hluta (24 stundir) er markmiðið að eflanemendur sem stjórnendur. Farið verður ístarfsmannastjórnun, frammistöðustjórnun, hvernigleysa á ágreining á vinnustað, samningatækni,tímastjórnun og fundartækni, kynningar- ogsamskiptahæfni og menningu fyrirtækja ogbreytingarstjórnun.

Námskeið fyrir lögmenn á vorönn

Page 32: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · Helgi Jóhannesson hrl., varaformaður Jóhannes Karl Sveinsson hrl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Aðalsteinn E. Jónasson

Sérhver viðskiptavinur og allt, sem tengist fjármálum hans, hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum. Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers viðskiptavinar.

Við stöndum þétt við bakið á viðskiptvinum okkar því velgengni þeirra skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar er traust og örugg fjármálaþjónusta sem þú getur nýtt þér til vaxtar.

Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1,eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is

stærrihjá okkur.

Þú ert

ÍSLE

NSK

A A

UG

LÝSI

NG

AST

OFA

N/S

IA.I

S S

PV 1

9068

10

/200

2