skólavarðan 5. tbl. 2015

77
Skólavarðan KENNARASAMBAND íSLANDS OKTóBER 2015

Upload: kennarasamband-islands

Post on 23-Jul-2016

250 views

Category:

Documents


15 download

DESCRIPTION

Skólavarðan, tímarit Kennarasambands Íslands.

TRANSCRIPT

Page 1: Skólavarðan 5. tbl. 2015

SkólavarðanKennarasamband íslands október 2015

Page 2: Skólavarðan 5. tbl. 2015

sKólavarðan október 2015 5.tblefnisyfirlit

vanlíðan nemenda er álagsþáttur Fulltrúar norrænu kennarasamtakanna komu saman á Grænlandi síðsumars og ræddu meðal annars vanrækslu og vanlíðan nem-enda en erindi vegna slíkra mála hafa margfaldast í Danmörku.

erfitt að vinda ofan af einkavæðinguBerglind Rós Magnúsdóttir lektor segir ýmis stefnumið menntayfirvalda ógna faglegu sjálfstæði kennara. Hún er einnig gagnrýnin á hlutverk og skipulag Menntamálastofnunar.

slökun á skólatímaNemendum í Oddeyrarskóla á Akureyri gefst kostur á slökun og hugleiðslu á skólatíma. Æ fleiri nemendur sækjast eftir að komast í slíka tíma og viðbrögð foreldra og kennara eru jákvæð.

leikskólafólk í evrópusamstarfiLeikskólakennarar í leikskólanum Álfaheiði brugðu undir sig betri fætinum og heimsóttu leik- og grunnskóla í Hollandi, Englandi og Svíþjóð. Fjölmargar hugmyndir kviknuðu ytra.

dagur í lífi tónlistarkennaraStefán Ómar Jakobsson hefur kennt börnum tónlist í Hafnar-firði um langt árabil. Hann semur líka tónlist og spilar í hljóm-sveitum. Anton Brink ljósmyndari fylgdi Stefáni eftir í einn dag.

Ritstjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Arndís ÞorgeirsdóttirÁbyrgðarmaður: Þórður Á. HjaltestedHönnun og umbrot: KjarninnPrófarkalestur: Urður SnædalAuglýsingar: Stella Kristinsdóttir

Forsíðumyndina tók Anton Brink af Agli Óskarssyni leikskóla-kennara og börnum á leikskólan-um Fögrubrekku í Kópavogi.

Kennarasamband ÍslandsKennarahúsinuLaufásvegi 81, 101 ReykjavíkSími 595 1111Netfang [email protected]

Page 3: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Fimmta október ár hvert, á alþjóðadegi kennara, er vakin athygli á því mikilvæga og merka starfi sem unnið er dags daglega í skólum um allan heim. Afar mismunandi er eftir

löndum hvernig framkvæmdin er. Dæmi eru um að nem-endur taki klappandi á móti kennurum í tilefni dagsins og að skólar séu opnir almenningi. Víðast hvar í löndum heimsins eru kennarar og málefni þeirra áberandi í opinberri umræðu

í tilefni dagsins. Því miður hefur ekki skapast nægilega sterk hefð hér á landi varðandi daginn og kennarar eru lítið sýnilegri fimmta október en á hverjum öðrum degi. Kennarasambandið hefur hug á að breyta þessu og setti því á laggirnar sérstakan starfshóp undir formennsku Aðalheiðar Steingrímsdóttur, varaformanns KÍ, með það að markmiði að skipuleggja viðburði í tilefni dagsins. Með aðstoð fjölmargra félagsmanna KÍ hefur

nefndin nú skipulagt fjölbreytta dagskrá. Efnt var til smásagnasamkeppni meðal nemenda í leik-,

grunn- og framhaldsskólum landsins þar sem efnið var „kennarinn“. Viðtökurnar voru vonum framar, en á annað

hundrað sögur bárust. Höfundar bestu smásagnanna hljóta vegleg verðlaun sem afhent verða við hátíðlega athöfn í hádeg-

inu í dag.Skólastjórnendur og kennarar um land allt voru hvattir til

að opna skólana og kynna starfsemina og kennarastarfið fyrir al-menningi. Þar er mjór mikils vísir, en það er von mín að á næstu árum muni fleiri verða við þeirri beiðni og að landsmenn venjist því að leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og tónlistarskól-ar séu almennt opnir á alþjóðadegi kennara.

Í tilefni dagsins stendur Kennarasambandið fyrir málþingi

leiðari október 2015

Þórður Á. Hjaltestedformaður

kennarasambands Íslands

töKum öll þátt í alþjóðadegi Kennara

Page 4: Skólavarðan 5. tbl. 2015

um eitt heitasta umræðuefni kennara þessa dagana, samfélags-miðlana. Spurningum eins og „hvernig er hægt að nota samfé-lagsmiðla til kennslu“ og „hvað þarf að varast“ verður varpað fram klukkan fjögur á Grand Hótel Reykjavík. Þó að þar muni væntanlega ekki fást neinn endanlegur sannleikur í þessu stóra máli, þá er umræðan nauðsynleg og mikilvægt að hún haldi áfram.

Kennarasambandið lét enn fremur gera stutt myndband í tilefni dagsins, þar sem nokkrir vegfarendur í Reykjavík eru spurðir um uppáhaldskennarann sinn og mikilvægi þess að hafa góða kennara. Það myndband verður sett á vefinn í dag og því dreift í gegnum samfélagsmiðla. Síðast en ekki síst þá kemur Skólavarðan út í dag – stútfull af spennandi efni sem tengist kennurum og skólum almennt.

Það er von mín, og annarra sem að þessum verkefnum standa, að þau verði til þess að vekja athygli á starfi kennara og að almennir fjölmiðlar sinni deginum – en aðallega þó að félagsmenn um land allt njóti dagsins og þess sem hann hefur að bjóða.

Til hamingju með alþjóðadag kennara.

leiðari október 2015

Page 5: Skólavarðan 5. tbl. 2015

tilKynningar október 2015

öflugt fræðslustarf framundanSíðustu ár hefur Fræðslu-nefnd Kennarasambandsins staðið fyrir ýmis konar fyrirlestrum og námskeiðum. Engin undantekning verður á því í ár en fræðslunefndin er þegar búin að skipuleggja eftirfarandi námskeið og fræðslufundi.

Miðvikudaginn 7. október verður á Grand Hótel Reykjavík haldið námskeið ætlað nýjum og nýlegum trúnaðarmönnum. Þar verður meðal annars fjallað um ráðningarmál, starfsumhverfi og samskiptamál.

Dagana 14. og 21. október býður Fræðslunefnd upp á sérstakt námskeið fyrir þá félagsmenn sem valist hafa til setu í ýms-um ráðum og nefndum

Kennarasambandsins. Fyr-irlesarar þar verða Haraldur Daði Ragnarsson, aðjúnkt við háskólann á Bifröst, sem fjallar um leiðtogafærni og forystu og Maríanna Frið-jónsdóttir markaðsráðgjafi sem ræðir um samfélags-miðla. Fyrra námskeiðið fer fram á Akureyri en það síðara í Reykjavík.

Miðvikudaginn 28. október verður í fundarsal ÍSÍ í Laugardal fræðslufundur fyrir þá félagsmenn KÍ sem nálgast eftirlaunaaldur. Þar verður fjallað um starfslok vegna aldurs með áherslu á sjálfsmynd, heilsu og félags-lega stöðu.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og fræðslufund-ina má finna hér.

fræðslufundir um eftirlaun og lífeyrisréttindiLífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og Lífeyris-sjóður starfsmanna Reykja-víkurborgar býður sjóðfé-lögum í Kennarasambandi Íslands upp á fræðslufundi í skrifstofu sjóðanna, Sigtúni 42. Þeir sjóðfélagar sem ekki komast á fundina hafa aðgengi að streymi frá þeim á netsamfelag.is.

Þar sem lífeyrisréttindi eru ólík milli deilda þessara sjóða er sjóðfélögum boðið upp á þrjá aðskilda fræðslu-fundi sem eru sniðnir að þeirra réttindum. Fundirnir fara fram miðvikudaginn 4. nóvember; fyrir sjóðfélaga í n A deild LSS kl. 16,n V deild LSS kl. 17n B deild LSSn Lífeyrissjóði starfsmanna

Reykjavíkurborgar kl. 18. Vinsamlega tilkynnið

þátttöku hjá Þórdísi Yngva-dóttur, LSS, [email protected]. Með þarf að fylgja nafn, kennitala og lífeyrisdeild (A,V,B hjá LSS eða LsRb). Mikilvægt er að skrá sig á þann fund sem á við um sjóðdeild viðkomandi.

runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, fjallaði um forystu og breytingar á forystufræðslu kÍ 2014. LjóSmynd Anton brink

Page 7: Skólavarðan 5. tbl. 2015

tilKynningar október 2015

Hvernig fjölgum við Körlum í Kennslu yngri barna?Staða karla í kennslu yngri barna verður til umfjöllunar á morgunverðarfundi föstu-daginn 9. október næstkom-andi. Um 1.300 leikskóla-kennara vantar til að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara í leikskólum landsins, en af starfandi leikskóla-kennurum eru karlar aðeins eitt prósent.

„Hlutfall karlkyns leik-skólakennara hefur haldist óbreytt frá árinu 1997. Ef við tökum með þá sem hafa aðra háskólamenntun þá eru karlmenn um þrjú prósent og ef við skoðum allt starfsfólk leikskóla þá eru karlmenn um fimm prósent hópsins,“ skrif-aði Haraldur Freyr Gíslason,

formaður Félags leikskóla-kennara, í pistli á vef KÍ fyrir tæpu ári.

Það þarf því ekki bara að fjölga leikskólakennurum almennt heldur einnig að hækka hlutfall karla í starfsmannahópnum.

En hvernig verður það gert?

Þeirri spurningu verður velt upp á morgunverðarfund-inum. Framsöguerindi flytja Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla, Dagur B. Egg-ertsson borgarstjóri, Eygló Harðardóttir félagsmála-ráðherra og Fjóla Þorvalds-dóttir, varaformaður Félags leikskólakennara.

Fundarstjórn verður í höndum formanns Félags leik-skólakennara, Haraldar Freys Gíslasonar. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá 8:30 til 10:00.

Áhugasamir eru beðnir um að heimsækja vefsíðu KÍ og skrá sig á fundinn. Þátttöku-gjald er 3.500 krónur.

Að fundinum standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samráðshópur karlkennara á leikskólastiginu (SKÁL), Samband íslenskra sveitar-félaga, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

spjall um siðareglur KennaraEitt af verkefnum Siðaráðs Kennarasambandsins er að hvetja til umræðu og íhugunar um siðferði kennarastarfsins, og hafa þar til hliðsjónar siðareglur kennara. Með þetta að markmiði útbjó Siðaráðið á síðasta skólaári umræðupakka sem það vill nú minna á. Efnið er hægt að nálgast á vefsíðu Siðaráðs á vef KÍ. Þar er smellt á „Fræðslupakki“ undir „Fylgigögn“ vinstra megin á síðunni.

virkjum allaHverri siðareglu fylgja nokkrar spurningar sem ætlað er að kveikja umræðu, dýpka skilning og efla meðvitund um

siðferði kennara-starfsins. Umræða um siðareglur gerir félagsmönnum kleift að ræða hvað skiptir máli, tilgang kennslu og hlutverk kennara í samfélaginu.

Umræðupakkinn er hugsaður fyrir hópa - þó ekki stærri en svo að allir geti verið virkir í um-ræðunni. Tilvalið er að nota fundartíma í skólum til þess að ræða siðareglurnar með hjálp umræðupakkans. Á sömu slóð er líka að finna hugmynd að svokölluðum kaffihúsafundi

sem gæti verið skemmtileg leið til að ræða saman um siðareglurnar.

Siðareglur kennara eru tólf talsins. Sú fyrsta er einfaldlega „kennari menntar nemendur“.

Page 8: Skólavarðan 5. tbl. 2015
Page 9: Skólavarðan 5. tbl. 2015

HeimsmarKmiðin mál dagsinsAlþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur í 21. skipti í dag. Á þessum degi er kastljósinu beint að kennurum um allan heim og rýnt í hið mikilvæga starf sem þeir inna af hendi á degi hverjum.

sKólavarðan október 2015

Á skólabekk í Eþíópíu.mynd: Sameinuðu þjóðirnar

Page 10: Skólavarðan 5. tbl. 2015

UNESCO, Menntamálastofnun Sameinuðu þjóð-anna, í samvinnu við Alþjóðasamband kennara (Education International), efndi fyrst til alþjóða-dags kennara 5. október 1994. Fyrir utan að vekja almennt athygli á kennarastarfinu velja UNESCO og EI ávallt slagorð og leggja línur að baráttumáli fyrir næsta ár. „Gerum kennurum kleift að byggja sjálfbær samfélög“ er yfirskriftin að þessu sinni.

Í yfirlýsingu UNESCO segir að hlutverk kennara sé ekki einvörðungu að mennta börn og

ungmenni heldur séu þeir lykillinn að uppbyggingu sjálfbærra samfélaga og leiðandi í að skapa þjóðfélag

sem grundvallist á þekkingu og góðum gildum. Engu að síður þurfi þeir jafnframt að takast á við álag vegna

kennaraskorts og lélega þjálfun í sumum samfélögum. Þá segir UNESCO að til þess að ná fram markmiðum um

viðunandi grunnskólamenntun til handa öllum börnum í heim-inum þurfi að ráða 12,6 milljónir kennara til starfa.

Þessi skilaboð ríma vel við sautján heimsmarkmið Sam-einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem voru samþykkt í vik-unni sem leið. Heimsmarkmiðin fela í sér metnaðarfulla áætlun um sjálfbæra þróun sem miðar að því að útrýma fátækt í heim-inum fyrir 2030, stuðla að efnahagslegri velmegun, félagslegri þróun og vernd umhverfisins.

Heimsmarkmiðin urðu síðan efni „heimsins stærstu kennslustundar“ sem börn um allan heim tóku þátt í – þar á meðal krakkar í 4. bekk Flataskóla í Garðabæ. Heimsmark-miðunum sautján er ætlað að leiðbeina jarðarbúum til næstu fimmtán ára.

„Hugmyndin er að virkja ungt fólk til að kynna sér markmið-in og vinna með þau í sínu nærumhverfi. Ef við náum í dag að efla þekkingu ungs fólks á sjálfbærri þróun höfum við möguleika á að ná markmiðunum eftir fimmtán ár. Þetta mun ekki gerast án þeirra,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Page 11: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Á vefsíðu félagsins segir að með því að innleiða kennsluefni um markmiðin sautján fái nemendur sýn á ferlið og öðlist um leið aukinn skilning á alþjóðamálum. Markmiðið sé að nem-endur þjálfist í gagnrýnni hugsun er varðar sjálfbæra þróun í heiminum.

Á Youtube er að finna myndband um heimsmarkmiðin sem kennarar og nemendur geta nýtt sér. Þá má kynna sér heims-markmiðin á vefsíðu Félags Sameinuðu þjóðanna – en þar er hægt að lesa sér til, horfa á myndbönd, skoða glærur og margt fleira.

Kennarar eru hvattir til að taka þátt í alþjóðadeginum á Twitter undir myllumerkinu #kennaradagurinn og #world-teachersday.

Til hamingju með daginn!

sKólavarðan október 2015

Page 12: Skólavarðan 5. tbl. 2015

þeKKingu um fram-HaldssKóla safnaðFramhaldsskóli á krossgötum? rannsóknir og þróunarstarf í framhaldsskól-um, var yfirskrift vel sóttrar ráðstefnu á dögunum. Starfshættir framhalds-skólanna voru krufðir til mergjar í líflegum málstofum.

sKólavarðan október 2015

Page 13: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Ráðstefnan fór fram 25. september síðastliðinn og var meginefnið kynning á niðurstöðum úr rannsókninni Starfshættir í framhaldsskólum.

Rannsóknin er umfangsmikil, en rannsóknar-tímabilið hófst árið 2012 og gert er ráð fyrir að því ljúki árið 2017. Megingagnaöflun fór fram á

árunum 2013-2014. Rannsóknarhópurinn sem vann að undirbúningi, öflun gagna og úrvinnslu var skip-

aður fræðimönnum við Háskóla Íslands og doktors- og meistaranemum. Framkvæmd rannsóknarinnar var í

stuttu máli þannig að fylgt var eftir 45 bekkjum eða nemendum á ólíkum brautum á 1. til 4. ári í einn skóladag. Skráðar voru vettvangslýsingar og tekn-ar ljósmyndir af kennsluhúsnæði. Viðtöl voru tekin

við 21 skólastjórnanda, 23 kennara og 56 nemendur. Meginrannsóknarspurningarnar fjölluðu um starfshætti í ís-

lenskum framhaldsskólum og hvað þeir gefi til kynna um þróun skólanna með hliðsjón af skipulagi, námsumhverfi, kennsluhátt-

um og námskrám. Þá voru viðhorf nemenda, kennara og stjórnenda til starfshátta og þró-unar skólanna skoðuð og jafnframt athugað hvernig skólunum tekst að stuðla að skuld-bindingu nemenda, hlúa að frumkvæði þeirra og

tryggja námsárangur sem og framfarir svo þeir nái markmiðum sínum.

Jón Torfi Jónasson og Guðrún Ragnarsdóttir voru meðal aðalfyrirlesara og fjölluðu þau um skipulag og stjórnun. Þau sögðu margar hugmyndir „á lofti“ í skólunum en tilviljanakennt virtist hvaðan þær kæmu. Þau kváðust jafnframt telja að íslenski framhaldsskólinn hefði mikla burði til að fara með það frelsi

Það er von rannsóknar hópsins að með þessari umfangsmiklu rann-sókn verði til þekking um íslenska

framhaldsskóla sem nýtist í þró-unarstarfi og við mótun skóla-

kerfisins til framtíðar.

Page 14: Skólavarðan 5. tbl. 2015

sem ýtrasta túlkun framhaldsskólalaganna gefur tilefni til. Það er von rannsóknarhópsins að með þessari umfangs-

miklu rannsókn verði til þekking um íslenska framhaldsskóla sem nýtist í þróunarstarfi og við mótun skólakerfisins til fram-tíðar. Þá verði jafnframt til gagnasafn sem verði aðgengilegt rannsakendum.

Umræður um niðurstöður rannsóknarinnar eru hvergi hættar og til dæmis má nefna málstofur sem efnt verður til á miðvikudögum í október, nóvember og desember undir yfir-skriftinni: Og hvað svo? Málstofurnar fara fram í stofu K-206 á Menntavísindasviði.

Að ráðstefnunni stóðu Félag framhaldsskólakennara, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs, Samtök áhugafólks um skólaþróun, námsbraut um kennslufræði í framhaldsskóla og háskóla á Menntavísindasviði og rannsóknarhópur um starfshætti í framhaldsskólum.

ingólfur Ásgeir jóhannesson fjallaði ásamt elsu eiríksdóttur um þann þátt rannsóknarinnar sem snýr að viðhorfum kennara.

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhalds-skólakennara, annaðist fundarstjórn ásamt ólafi H. Sigurjónssyni, formanni Félags stjórnenda í framhaldsskólum.

sKólavarðan október 2015

Page 15: Skólavarðan 5. tbl. 2015

viðtal október 2015

erfitt að vinda ofan af einKavæðingu

berglind rós Magnúsdóttir lektor segir að ýmis stefnumið ógni faglegu sjálfstæði kennara, fjölbreytni og lýðræði í skólastarfi.

Page 16: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við Menntavísinda-svið Háskóla Íslands, lauk nýlega doktorsprófi frá

Cambridge háskóla í Bretlandi. Í upphafi doktors-náms stundaði hún nám í Cornell háskólanum í Bandaríkjunum, í bænum Íþöku. Hún segist strax hafa fengið áhuga á að kynnast því sem var að gerast

í menntamálum á svæðinu og fór því að kynna sér málið og þessi efniviður varð að lokum doktors-verkefnið.

„Mjög hátt hlutfall íbúanna í Íþöku er há-skólamenntað, enda er þetta samfélag sem snýst

meira og minna um þá tvo háskóla sem eru í bæn-um. Þarna búa margir sem eru vel að sér um kerfis-

bundið misrétti milli ólíkra hópa samfélagsins og tala markvisst gegn rasisma og misrétti. Bæjaryfirvöld og yfirvöld skólamála voru þegar ég bjó þarna farin að horfast í augu við óæskileg langtímaáhrif menntamálastefnu sem tengja má við

markaðsvæðingu. Í bænum voru starfræktir sjö grunnskólar og þrátt fyrir þessa meðvit-und voru í einum þeirra samankomnir nær allir svörtu nemendurnir í bænum og um 80% nemenda skólans bjuggu undir fátækt-armörkum. Á hinum endanum voru svo tveir „fyrirmyndarskólar“ og þangað sendu t.d. flestir prófessorarnir við háskólana börnin sín, þannig að það var mjög mikið ójafnvægi varð-andi menningarblöndun nemenda í þessum skólum en rannsóknir hafa sýnt að félagslegt og menningarlegt samhengi hefur ekki minni

áhrif á mældan árangur skóla en innri þættir skólastarfs. Síðan kemur í ljós að þrátt fyrir alla rétthugsunina þá vilja þeir sem eiga börn í „góðu skólunum“ ekki missa neitt af sínum for-réttindum, og það var einmitt dálítið sjokkerandi að fólk sem skilgreindi sig sem svona „liberal“ og fordómalaust átti erfitt með að brjóta upp þetta aðgreiningarmynstur í sínu nærum-

„Skaðinn sem getur orðið á faglegu og

fjölbreytilegu starfi í skólunum er að

mínu mati of mikill til að fara í þennan

leiðangur.“.

Page 17: Skólavarðan 5. tbl. 2015

hverfi. Þegar svo leið á rannsóknina fór ég betur að átta mig á ástæðum þess, því í markaðsvæðingunni ríkir eins konar for-eldraræði (parentocracy) í skólunum þar sem þeir eru neytendur á menntamarkaði en skilaboðin voru einfaldlega þau að ef þú sem foreldri nýttir ekki rétt þinn til hins ítrasta til að velja „rétt“ út frá þeim viðmiðum og stöðlum sem mótuðu samkeppnina og skapa barni þínu forskot á menntamarkaði með öllum tiltækum ráðum þá varstu einfaldlega vont foreldri.“

Þannig að þetta fólk vildi laga vandann alls staðar nema hjá sjálfu sér?

„Já, það var augljóslega mjög erfitt fyrir marga að horfast í augu við þessar afleiðingar og það er hluti af vandanum. Þegar skólakerfið hefur fengið að þróast með þessum hætti er mjög erfitt að brjóta það upp. Ef menn hafa fengið að upplifa for-réttindi á ákveðnu sviði þá er svo erfitt að gefa þau eftir. Slík stétta- og menningaraðgreining hefur síðan augljós langtíma-áhrif, því í þessa skóla ganga börn niður í sex ára gömul. Í þessu kerfi eru þau þá annars vegar að umgangast að mestu börn sem búa við jafnmikla fátækt og þau sjálf, eða þá að þau hitta nær eingöngu elítukrakkana og halda að heimurinn sé bara svona. Elítubörnin eru svo þau sem eiga eftir að stjórna landinu, börn sem skólakerfið skilar út í samfélagið með takmarkaða innsýn í það hvernig heimurinn er fyrir þá sem ekki búa við sams konar forréttindi.“

skólakerfið er ekki einsleittBerglind Rós segir að hér á landi sé aðeins að finna anga af þessari hugsun á grunn- og framhaldsskólastiginu. Almennt státi Íslendingar, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, af frekar blönduðu grunnskólakerfi en með því að stilla almennings-skólum upp sem samkeppnisaðilum um nemendur þar sem reglulega eru gefnar út árangurstöflur út frá örfáum samræmd-um stöðlum sé ýtt undir einsleitari hverfa- og skólasamsetningu og það hafi einnig verið að þróast með slíkum hætti hér á síðustu árum.

„Við erum þó enn með ólíka hópa fólks saman í hverfum

Page 18: Skólavarðan 5. tbl. 2015

og blandaða skóla, sem einmitt hefur verið sýnt fram á að ýti undir jöfnuð og í raun meiri og betri almennan árangur. Gagn-rýnendur kerfisins túlka þetta síðan yfir í eitthvað slæmt, þ.e. að kerfið sé einsleitt og telja það vandamál að það muni ekki meiru í meðalárangri milli skóla því það ýti ekki nógu markvisst undir samkeppni á milli þeirra. Það er í raun jákvætt að ekki sé meiri árangursmunur milli skóla og er í raun merki um að við erum enn með talsverða menningarlega fjölbreytni innan hvers skóla, þótt mér finnist þróunin á síðustu árum mikið áhyggjuefni hér í Reykjavík, þ.e. að eitt hverfi sé með yfir 50% foreldra með háskólapróf og annað hverfi með um 10% og eins hefur einka-reknum skólum (charter schools) fjölgað talsvert en erlendar rannsóknir sýna að þeir ýta undir þá hugmynd að líta á menntun sem einkahagsmuni og eru taldir ýta undir aðgreiningu af þessu tagi. Það má ekki gleyma því að fjölbreytni í nemendahópum gefur möguleika á miklum námstækifærum í skólanum og svo í leik og starfi meðfram skóla. Um leið og þú ert kominn með einsleitan félagslegan bakgrunn í einstökum skólum, eins og í dæminu sem ég nefndi áðan, þá ertu kominn í vandræði því það er raunveruleg einsleitni fyrir börn. Niðurstaðan sem ég komst að í gegnum rannsóknir mínar er að þegar búið er að mark-aðsvæða hugsunina um skólastarf, þ.e. að almannahagsmunir víkja fyrir einkahagsmunum og allt snýst um „mitt barn“ þá elur það á menningarlegri aðgreiningu og það er erfitt að snúa henni til baka.“

skapandi greinar settar til hliðarBerglind skoðaði einnig áhrif breytinga sem gerðar voru á bandaríska menntakerfinu í kjölfar þess að George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, staðfesti árið 2002 lagabálkinn „No Child Left Behind“ sem ætlað var að bæta lestrarkennslu í almenningsskólum.

„Í gegnum þessa stefnu var í bandarískum skólum lögð meiri áhersla en áður á bókfögin, sérstaklega stærðfræði og læsi. Þarna var komin þessi sterka lestrarstefna í gegnum „No Child Left Behind“ sem tók á margan hátt yfir skólastarfið, en

Page 19: Skólavarðan 5. tbl. 2015

áherslan var á grunngreinarnar, þ.e. þá þætti í þeim sem hægt væri að mæla. Í þeim skóla í Íþöku sem hafði hæst hlutfall þeirra nemenda sem stóð höllum fæti voru nánast engar kennslustund-ir í textíl, hönnun og smíðum. Það var mjög lítill tími settur í myndlist og það voru engir fastir tímar í tónmennt. Í raun voru list- og verkgreinar og erlend tungumál talsvert sett í hendurnar á foreldrafélögum skólanna og þá fór námsframboðið að ráðast af menningarauði og tíma þeirra foreldra sem stóðu að skólan-um og hversu margar heimavinnandi húsmæður gátu komið inn í skólana á dagvinnutíma til að vinna ókeypis og sinna verkefn-um sem kennarar fá greitt fyrir hér. Elítuskólarnir höfðu svo marga slíka foreldra að það var jafnvel erfitt fyrir allar mæðurn-

ar að komast að með sitt. Sá skóli sem hafði minnst hlutfall háskólamennt-aðra foreldra og hæst hlutfall mæðra sem þurfti að vera í ósveigjanlegri vaktavinnu og mörgum störfum til að ná endum saman stóð ekki vel í slíku menntakerfi. Allir kennararnir sem ég talaði

við um þessi mál voru að berjast fyrir því að fá faglegt sjálfstæði til að kenna út frá þeim fræðum og hugmyndum sem einkenna uppeldis- og kennslufræði og hafa sýnt sig að skipta máli fyrir árangur, sjálfstæði barna, sköpunarkraft og vellíðan í skólum og taka tillit til þess félagslega samhengis sem einkenndi þeirra bekkjarsamfélag. Þetta er eitthvað sem við þurfum virkilega að velta fyrir okkur í þessari sterku samræmingarumræðu hér heima. Kennarar eru margir hverjir ekki hrifnir af því að fá svona „uppskriftir“.

En stjórnmálamenn vilja gera breytingar og setja mark sitt á kerfið?

„Algerlega og það þarf ekki að vera neikvætt ef það er gert í

„Þegar Menntamálastofnun gaf út þessa meintu rannsókn á

byrjendalæsi þá var engin stjórn sem gat komið saman og sagt við forstjórann að svona slæ-

leg vinnubrögð og framganga af þessu tagi gengju ekki“.

Page 20: Skólavarðan 5. tbl. 2015

samvinnu við fagfólkið – en það eru athyglisverðar mótsagnir í stefnumiðum ríkjandi afla sem tala fyrir auknu frelsi en eru um leið með stefnumið í átt að aukinni miðstýringu.“

Berglind Rós segir margt í orðræðunni nú sem minni á hvernig George Bush talaði fyrir „No Child Left Behind“ lögun-um.

„Fullyrðingar eins og „hver getur verið á móti því að efla læsi“ voru notaðar ytra á sínum tíma og sú setning hefur einmitt heyrst í umræðunni hér að undanförnu. Sem er einmitt það sem þessir einsleitnisinnar gera, þ.e. nýta sér réttlætis- og frelsishug-tök til að skapa aukna miðstýringu. Mér finnst síðan afar merki-legt að þegar búið er að rannsaka afleiðingar þessara breytinga í Bandaríkjunum á sínum tíma, og í raun sýna fram á neikvæðar afleiðingar þeirra fyrir skapandi og lýðræðislegt skólastarf, að við Íslendingar ætlum að endurtaka svipaðan leik. Þarna voru kennurum settar mjög þröngar skorður um hvað þeir ættu að gera og hvernig þeir ættu að kenna. Í kjölfarið áttu allir nemend-ur að ná ákveðnum lágmarksviðmiðum og framförum frá einu ári til annars, sem gerðist ekki jafn auðveldlega og gert var ráð fyrir því málin eru flóknari en svo. Rannsóknir hafa reyndar sýnt að eftir að þessar breytingar sem gerðar voru á skólastarfinu í Bandaríkjunum í gegnum NCLB batnaði hinn mældi árangur til skamms tíma en langtímaáhrifin voru víða lítil sem engin. Skað-inn sem getur orðið á faglegu og fjölbreytilegu starfi í skólunum er að mínu mati of mikill til að fara í þennan leiðangur. Það er líka hætta á að menn fái kennarastéttina upp á móti sér þegar tekið er á þennan hátt fram fyrir hendurnar á fagfólkinu sem starfar í skólunum. Ekki viljum við lenda í vandræðum líkt og í Bandaríkjunum þar sem reyndir og góðir kennarar sem eru van-ir faglegu sjálfstæði og heildstæðri nálgun í kennslu hafa unn-vörpum sagt upp störfum því þeir finna sig ekki í starfi lengur.“

lýðræðisskerðing með menntamálastofnunEins og kunnugt er blandaðist Menntamálastofnun inn í um-ræðuna um læsisátak menntamálaráðherra, þegar stofnunin birti rannsókn sem taldi sig sýna fram á slæma reynslu af

Page 21: Skólavarðan 5. tbl. 2015

verkefninu „Byrjendalæsi“ ásamt tölum um versnandi lestrar-kunnáttu grunnskólabarna. Niðurstöður og framsetning stofn-unarinnar voru í framhaldinu gagnrýndar harðlega.

„Í fysta lagi þá reyndu þeir að blekkja almenning með grafík. Tökum niðurstöður PISA sem dæmi, en gefið var í skyn

að leskunnátta væri að versna og staðan árið 2012 væri sér-staklega slæm. Hún er hins vegar ekkert verri en hún var árið 2006. Þá varð þó ekki sami tryllingurinn, enda sýnist mér í dag verið að nota efnhags-hrunið og ótta fólks við að standast ekki samkeppnishæfni til að knýja fram gríðar-legar kerfisbreytingar. Í umræðunni kemur aldrei fram að sveifl-

ur í gengi í PISA prófunum eru mjög algengar víða um lönd. Ástæðurnar geta verið gríðarlega margar og flóknar. Nú er ég ekki að segja að við gætum ekki staðið okkur betur eða að það megi ekki gagnrýna byrjendalæsi en það er hins vegar galið að segja við þjóðina að skýringin á árangursflöktinu sé einfaldlega sú að kennarar kunni ekki að kenna, þeim sé ekki treystandi og því þurfi ráðherra að grípa inn í og handstýra þessu ofan frá. Það eru ýmis önnur grunnkerfi í okkar samfélagi sem hafa verið flöktandi á síðustu árum og snúa að efnahag og velferð, en á það er ekki minnst sem hugsanlega skýringu. Skólinn er ekki eyland í samfélögum.“

illa staðið að nýrri menntamálastofnunBerglind óttast að hlutverk Menntamálastofnunar mótist um

Page 22: Skólavarðan 5. tbl. 2015

of af þessari löngun ráðherra til að handstýra skólakerfinu en slíkar stofnanir þurfi að ávinna sér traust fagstéttanna með því að vera sjálfstæðar gagnvart ráðherravaldi hverju sinni.

„Þegar á að umbylta menntakerfi í grunnfögunum er hent-ugt fyrir þá sem leiða þær breytingar að hafa námsgagnagerð og námsmat á einum stað. Þar með er hægt að útbúa og innleiða námsefni sem passar við þá hugmyndafræði sem á að innleiða og þær áherslur sem á að mæla. Það er fleira sem veldur mér áhyggjum. Ég sendi til dæmis inn umsögn um frumvarpið um stofnunina þar sem ég gagnrýndi að öll lýðræðisaðkoma kennara og annarra aðila úr skólasamfélaginu væri afnumin. Það er engin eiginleg stjórn yfir stofnuninni heldur heyrir forstjóri hennar beint undir ráðherra. Það þýðir til dæmis að þegar stofnunin gaf út þessa meintu rannsókn á byrjendalæsi þá var engin stjórn sem gat komið saman og sagt við forstjórann að svona slæleg vinnubrögð og framganga af þessu tagi gengju ekki. Eftir gagnrýni í umsögn minni og annarra aðila setti Alþingi inn ákvæði um sýndarsamráð sem fól í að þessir aðilar fengju form-legan fund með forstjóranum einu sinni á ári til að ræða málin. Eins fannst mér einkennilega staðið að ráðningu forstjórans og því rými sem honum var gefið til að að vinna að markmiðum stofnunarinnar löngu áður en lög um hana voru samþykkt á Alþingi. Forstjórinn, sem áður starfaði fyrir ráðherra og ritstýrði m.a. hvítbók hans, var valinn til starfsins umfram aðra um-sækjendur með kennarapróf og –reynslu og doktorspróf á sviði stofnunarinnar.“

viðtal október 2015

Page 23: Skólavarðan 5. tbl. 2015

nemendur í oddeyrarsKóla sæKja í slöKunÞuríður lilja rósenbergsdóttir, námsráðgjafi, býður nemendum upp á slökun

að loknum viðtalstíma. kennarar á yngsta stigi skólans eru með slök-unartíma og á unglingastigi er jóga ein af valgreinunum.

sKólavarðan október 2015

„Það eru til ýmis verkfæri til að róa hugann og ég hef kynnt mér ýmsar leiðir,“ segir Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir.LjóSmynd: VöLundur jónSSon

Page 24: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Oddeyrarskóla á Akureyri, hefur vakið athygli fyrir að

gefa nemendum skólans kost á slökun eða hugleiðslu í nokkrar mínútur á skólatíma. Æ fleiri nemendur sækjast nú eftir því að komast í slíka tíma hjá Þuríði Lilju, enda slökunaröndun undirstöðuatriði í sjálfs-stjórn og sjálfsuppbyggingu.

Eitt helsta markmið náms- og starfsráðgjafa er að efla viðhorf og áhuga nemenda um hæfileika

sína, þannig að þeir geti notið sín sem best í námi og starfi. Nemendur Oddeyrarskóla eru tæplega tvöhundruð,

þannig að skólinn telst ekki mjög stór. Þuríður Lilja hefur verið náms- og starfsráðgjafi við skólann í níu ár, fyrst í hálfu stöðu-gildi en síðustu þrjú árin í fullu stöðugildi. Viðbótarhlutinn hefur að miklu leyti verið nýttur í ýmsa sjálfsstyrkingarvinnu með nemendum með t.d. lesblindu og ADHD.

„Hérna í skólanum eru reglulega haldnir svokallaðir fjöl-greindardagar, en þá fara allir nemendur á milli stöðva í aldurs-blönduðum hópum og vinna fjölbreytt verkefni sem reyna á mis-munandi greindir. Fyrir sjö árum ákváðum við á einum slíkum degi að bjóða upp á slökun á einni stöðinni. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir tóku boðinu um slökun fagnandi og þeim

fannst greinilega gott að fá tækifæri til að slaka á og róa hugann.“

flestum tekst að núllstilla sigÞuríður Lilja ákvað í framhaldinu að bjóða nemendum sínum upp á slökun í lok viðtalstíma og nú þiggja flestir sem leita til hennar slökun þegar hefðbundinn

tími hjá náms- og starfsráðgjafanum er á enda.„Þetta er nú ósköp einfalt. Nemandinn situr í gömlum stól

og ég spila rólega tónlist og leiði hann inn í slökunina. Þetta tekur í flestum tilvikum um tíu mínútur og yfirleitt gengur nem-endunum vel að slaka á í stólnum hjá mér. Ég ræði mjög gjarnan við þá um gildi slökunar og oftar en ekki tekst þeim að núllstilla

„Krakkar glíma við margvísleg vandamál

og ég er viss um að slökun getur hjálpað.“

Karl Eskil Pálssonskrifar

Page 25: Skólavarðan 5. tbl. 2015

sig í þessum tímum. Langflestir segja mér að þeim líði betur eftir þessa tíma og þá er til mikils unnið að mínu viti.“

Þuríður Lilja segir að síðasta vetur hafi um eitthundrað nemendur leitað til sín um aðstoð og þjónustu af ýmsu tagi.

„Nú er reyndar svo komið að nemendum finnst það vera eðlilegt og sjálfsagt að nota slökun til að róa hugann, án þess að þeir eigi við vandamál að stríða. Það er líka gaman að segja frá því að það er enginn kynjamunur í viðhorfi nemenda til slökun-ar, strákum jafnt sem stelpum líkar vel að geta slakað á. Ástæð-urnar fyrir aukinni ásókn nemenda í slökun geta verið margar. Fyrir það fyrsta þurfa nemendur að hafa aðgang að svona þjón-ustu og vita að hún standi þeim til boða. Krakkar í dag verða fyrir miklu áreiti, og ekki bara í skólanum. Grunnskólinn er stór vinnustaður barna og unglinga þar sem reynir mikið á samskipti þeirra á milli og þar sem þeir takast daglega á við krefjandi verk-efni og áskoranir. Rannsóknir sýna að regluleg slökun gerir það

Nemendum finnst það vera eðlilegt og sjálfsagt að nota slökun til að róa hugann, án þess að þeir eigi við vandamál að stríða. LjóSmynd: VöLundur jónSSon

Page 26: Skólavarðan 5. tbl. 2015

að verkum að viðkomandi styrkist og verður betur í stakk búinn til að takast á við daglegt amstur. Það eru til ýmis verkfæri til að róa hugann og ég hef kynnt mér ýmsar leiðir, svo sem núvitund og jóga.“

Hvaða viðbrögð færðu frá foreldrum og hvað segir þitt sam-starfsfólk ?

„Foreldrar eru meðvitaðir um að nemendum standi þessi þjónusta til boða og ég hef ekki fengið annað en góð viðbrögð frá þeim. Kennararnir hafa jákvætt viðhorf til þessarar þjónustu og segjast verða varir við að slökunin skili nemendum jákvæðum árangri. Krakkarnir eru að glíma við margvísleg vandamál og hafa sannarlega áhyggjur af ýmsum málum og ég er viss um að

slökun getur hjálpað þeim að takast á við hið daglega líf. Slökunaröndun er undirstöðuatriði í sjálfsstjórn og sjálfsuppbyggingu.“

siðareglurnar skýrar„Krakkar eru yfirleitt mjög opnir. Ég geng hins vegar aldrei nærri þeim varðandi persónulega hagi, en yfirleitt eru börn mjög heiðarleg og hafa ríka þörf fyrir að ræða vandamál sín á

jafnréttisgrundvelli. Börn hafa alltaf haft áhyggjur, en aukinn hraði í samfélaginu, háþróuð tækni og aðgengi að mismunandi fjölmiðlun hefur sannarlega áhrif á daglegt líf allra. Hraðinn er líka orðinn mikill, sem getur auðveldlega kallað fram streitu ekki síður hjá börnum en fullorðnum. Þess vegna þurfa krakk-arnir á hjálp að halda og slökun getur verið góð leið í þeim efn-um. Siðareglur Félags náms- og starfsráðgjafa eru mjög skýrar. Við eigum að koma fram af heiðarleika og tillitssemi gagnvart ráðþegum og leitist við að skapa gagnkvæmt traust. Náms- og starfsráðgjafi á að gæta trúnaðar í samskiptum og þagmælsku um viðkvæmar persónuupplýsingar og sýna einkalífi virðingu. Það er mjög mikilvægt fyrir starfsstétt á borð við náms- og starfsráðgjafa að hafa ítarlegar og vel ígrundaðar siðareglur.“

Reynslan er sem sagt góð ?„Já, aðsóknin sýnir að krakkarnir hafa þörf fyrir að komast

„Helmingur nem-enda hefur farið í

slökun hjá mér og fleiri sækjast eftir

því.“

Page 27: Skólavarðan 5. tbl. 2015

í slökun og viðbrögðin frá þeim, foreldrum og kennurum eru já-kvæð. Helmingur nemenda hefur farið í slökun hjá mér og fleiri sækjast eftir því. Það er líklega besta mælingin. Þegar skólastarf-ið hófst á nýjan leik í haust, komu nokkrir nemendur til mín og spurðu um slökunina, hvort slíkir tímar stæðu ekki örugglega til boða áfram. Þetta á bæði við unga nemendur og þá sem eldri eru.“

Sérðu þá fyrir þér að þróa þessa tíma enn frekar ?„Kennarar á yngsta stiginu hérna í Oddeyrarskóla eru með

sérstaka slökunartíma á skólatíma og ég veit um aðra skóla þar sem slökun er í boði. Í vetur verður í annað sinn boðið upp á slökun, og til viðbótar jóga, sem val á unglingastigi í Oddeyrar-skóla. Ég er ekki frá því að skólar landsins horfi enn frekar til slökunartíma í framtíðinni, mér heyrist það á kennurum. Sumir krakkar velja að stunda íþróttir og fá þannig útrás og slökun, aðrir hafa einfaldlega þörf fyrir aðrar leiðir. Sem betur fer höfum við öll mismunandi þarfir og grunnskólinn á að koma til móts við alla nemendur, eins og frekast er unnt. Við leggjum mikla áherslu á það í Oddeyrarskóla.“

sKólavarðan október 2015

Page 28: Skólavarðan 5. tbl. 2015

staðgott nám í fjár-málalæsi góður undir-búningur fyrir lífiðFjármálalæsi hefur verið valgrein í Menntaskólanum við Sund undanfarin misseri. Námskeiðið hefur notið vinsælda og segir Sigmar Þormar félags-fræðikennari framhaldsskólann vera síðasta tækifærið til að efla fjármála-

læsi þorra þjóðarinnar.

sKólavarðan október 2015

Page 29: Skólavarðan 5. tbl. 2015

„Fjármál eru í raun eins og hvert annað viðfangsefni innan félagsfræðinnar, eins og til dæmis kvenréttindi sem eru valgrein hér í MS. Sumum finnst fjármálalæs-

ið flókið á meðan þetta rennur auðveldlega ofan í aðra. Það þarf að kynna fjármálin sem fræðilegt viðfangsefni á svipuðum grunni og aðrar námsgreinar innan framhalds-skólans. Framhaldsskólinn er síðasta tækifærið sem gefst til að ná til þorra þjóðarinnar – það gefst ekki tækifæri eftir að fólk er komið í háskóla og byrjað að sérhæfa sig,“

segir Sigmar Þormar, félagsfræðikennari í Menntaskólanum við Sund, en hann hefur borið hitann og þungann af kennslu í fjármálalæsi síðustu misseri.

Sigmar og Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur smíðuðu áfangann á haustdögum ársins 2011. Þeir leituðu í smiðju hag-fræði- og viðskiptagreina varðandi hagnýtar upplýsingar um fjármálalæsi. Kveikjan að námskeiðinu var meðal annars skýrsla nefndar viðskiptaráðuneytis sem bar titilinn: Fjármálalæsi á Íslandi í kjölfar fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008. Sigmar segir að í stuttu máli megi segja að niðurstöður skýrslunnar hafi verið á þá leið að þekking þjóðarinnar á fjármálum hafi ekki verið góð; fólk þekkti ekki almenn fjármálahugtök og virtist eiga í erfiðleikum með að glöggva sig á daglegum umræðum um efnahagsmál.

Heimspekileg viðfangsefniMikilvægt er að mati Sigmars að gera greinarmun á hugmynd-um um fjármálalæsi annars vegar innan framhaldsskólanna og hins vegar innan grunnskólans. „Það eru alls kyns hlutir tengdir fjármálalæsi sem vert er að kynna börnum í grunnskólanum og ágætar kennslubækur hafa verið gefnar út sem henta krökkum í grunnskóla. Það gegnir öðru máli þegar í framhaldsskólann er komið – þá þarf að opna gáttirnar að heimi fræða og heim-speki. Það er á þeim forsendum sem við höfum viljað byggja upp námið í fjármálalæsi. Við höfum lagt áherslu á hugtökin frelsi og ábyrgð sem eru auðvitað heimspekileg viðfangsefni,“ segir Sigmar.

Page 30: Skólavarðan 5. tbl. 2015

„Það hentar kannski ekki öllum að leggjast í Sören Kirkegaard og Friedrich Nietzcshe en krakkar í menntaskóla eiga að ráða við það. Við fjöllum til dæmis um hugmynd Kirkegaards um hið algjöra frelsi mannsins. Það er alltaf verið að berja inn hjá nemendum að þeir eigi að vera duglegir að læra, mæta í skólann og gera eins og foreldrar þeirra gerðu. Svo kemur Kirkegaard allt í einu og segir: Þið getið gert hvað sem þið viljið! Þetta tengi ég svo við fjármálin; nemendur verða þess áskynja að þeir mega gera hvað sem er í fjármálum en þeir læra líka að þeir bera ábyrgð á gjörðum sínum. Ábyrgðarhugtakið er mikilvægt og það má svo tengja við umræður um hrunið og

hugmyndir margra Íslendinga um að bera enga ábyrgð þegar bankarnir fóru á haus-inn,“ segir Sigmar.

nútíminn er flókinnHann segir nauðsynlegt að gera nám-skeiðið þannig úr garði að það henti nemendum í framhaldsskólum, það sé verkefnamiðað og búi yfir dýpt. Nám í fjár-málalæsi felur í sér fjölmarga þætti; farið er í hugmyndafræði, nemendum kennt að lesa í hagstærðir og það má tengja efnið við þjóðhagfræði og markaðsfræði. „Þegar nemendur hafa náð tökum á dýpri þáttum fjármálalífsins þá sjá þeir eigin

fjárhag öðruvísi og eiga auðveldara með að skoða heimasíður bankanna með gagnrýnum augum og stjórna lífi sínu. Það er nú bara þannig að nútíminn er flókinn og fólk þarf að búa yfir góðri heildstæðri menntun, ekki bara í fjármálalæsi heldur öllum greinum.“

Sigmar og Ingvar Freyr hafa sett saman námsefni þar sem lögð er áhersla á fjármálalæsi sem fræðigrein þar sem nýjustu hugmyndir í hagfræði, félagsfræði og fjármálum eru nýttar. Til bókaskrifanna hlutu þeir Sigmar og Ingvar Freyr styrk frá Rannís og er bókin tilbúin í handriti. „Kennslubók af þessu tagi

Þegar nemendur hafa náð tökum á dýpri

þáttum fjármálalífs-ins þá sjá þeir eigin fjárhag öðruvísi og

eiga auðveldara með að skoða heimasíð-

ur bankanna með gagnrýnum augum og

stjórna lífi sínu.

Page 31: Skólavarðan 5. tbl. 2015

þarf að vera íslensk og marga hluti þarf að staðfæra. Við vörpum líka ljósi á efnahagshrunið hér á landi og hefur ýmsum banka-mönnum þótt við helst til gagnrýnir á það sem gerðist – en gagnrýnin hugsun er viðtekin venja innan félagsfræðinnar og heimspekinnar.“

Hann segir það staðreynd að fjármálastofnanir hafi mark-visst gert út á fáfræði almennings í aðdraganda hrunsins „Það má kannski segja að á sama tíma hafi verið gert út á veikt fram-haldsskólakerfi, enda höfðu skólarnir verið fjársveltir um langt árabil. Launin voru skelfileg á árum áður og margir efnilegir kennarar sneru sér að öðru,“ segir Sigmar og bætir við að nýir kjarasamningar framhaldsskólakennara hafi falið í sér góðar kjarabætur. „Það verður vonandi til þess að starf framhalds-skólakennara verði eftirsóknarvert. Framhaldsskólakerfið er í raun ekki svo dýrt og við verðum að halda í góða kennara með því að hafa launin í lagi.“

tími breytingaSigmar hefur verið félagsfræðikennari í Menntaskólanum við Sund í níu ár. Nemendurnir eru 740 en unnið hefur verið að stækkun skólans og stefnt er að því að þeir verði yfir 900. MS telst því til „stóru“ skólanna. Sigmar segir mikið álag á kennara-liði skólans um þessar mundir og ekki síst á námskrárstjóran-um, Ágústi Ásgeirssyni. „Við erum að kenna fyrsta árinu eftir nýja „þriggja ára“ kerfinu en hinir eldri eru í gamla kerfinu. Ég hef þá trú að það felist mörg tækifæri í nýja kerfinu og sé ekki ástæðu til annars en að horfa jákvæðum augum til framtíðar. Við höfum tækifæri til að byggja upp nýjan og betri MS,“ segir Sigmar en hann ætlar að setja fram tillögu að nýrri námsbraut á sviði viðskiptafræði, sem að sjálfsögðu mun fela í sér nám í fjármálalæsi.

„Það væri frábært ef fjármálalæsi yrði námsgrein sem byðist í öllum framhaldsskólum landsins. Við höfum sett þessa hugmynd á flot og við sjáum svo til hvort hún flýtur áfram eða sekkur til botns.“

sKólavarðan október 2015

Page 32: Skólavarðan 5. tbl. 2015

dagur í lífiStefán ómar Jakobsson hefur um áratugaskeið kennt börnum og ungmenn-um í Hafnarfirði tónlist. Stefán ómar segir kennarastarfið skemmtilegt og gefandi en hann hefur líka verið virkur tónlistarmaður frá 23 ára aldri. eins og títt er með músíkanta þá er oft mikið að gera; hefðbundið skólastarf að degi og stórtónleikar að kvöldi. Anton brink ljósmyndari fangaði einn anna-saman dag í lífi Stefáns ómars.

sKólavarðan október 2015

Page 33: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Kl. 7.30 Stefán ómar fer yfirleitt á fætur á milli sjö og átta. „Fyrstu tveir kaffibollarnir eru bestir og svo les ég alltaf blaðið áður en vinnudagurinn hefst,“ segir Stefán ómar og bætir við að morgunmaturinn sé yfirleitt ein brauðsneið fyrir utan kaffið.

Kl. 12.00 Anna Salka er komin í einkatíma til Stefáns ómars. Hann segist oftast vera þolin-móður kennari. kennslan felst að mestu í einkatímum, en auk þess leiðbeinir hann nemend-um í samspili þar sem fjórir til fimm nemendur spila saman. „Ég hélt að það væri voðalega leiðinlegt að vera kennari en svo kom á daginn að mér finnst það bara mjög skemmtilegt. Það er ánægjulegt að sjá nemendur taka framförum og auk þess gefandi að vinna að sköpun allan daginn.“

Page 34: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Kl. 16.30 uppáhaldsstaðurinn heima. „já, þetta er skotið mitt, hér finnst mér gott að sitja og hugsa,“ segir Stefán ómar. Hann segist semja mikið af tónlist við borðið og hefur nýlokið við lag handa Úlfhildi afabarni. „Ég geri líka mikið af því að yrkja ljóð og þau verða flest til hér við borðið.“ Stefán ómar er nýbúinn að senda ljóðabók í prentun og verður henni fagnað á afmælinu hans í nóvember.

Kl. 18.00 kvöldverður í Hörpu. „dagurinn í dag er dálítið sérstakur því þegar kennslu sleppti hófst undirbúningur fyrir tónleika hér í Hörpu,“ segir Stefán ómar en hann leikur með Stór-sveit reykjavíkur og framundan voru tónleikar til heiðurs Frank Sinatra sem hefði fagnað 100 ára afmæli væri hann lífs. „Við komum saman fyrir tónleika, borðum saman og spjöllum aðeins. Það er gott að slaka á fyrir tónleikana.“

Page 35: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Kl. 19.45 Allir í sínu fínasta pússi. Haukur Gröndal (saxófónn og klarinett), Samúel jón Samúels son (básúna), Stefán ómar og björgvin Hjálmarsson (saxófónn) gera sig klára fyrir sviðið. „Við vorum í smóking, enda hentaði það tilefninu vel.“

Kl. 19.30 Það er farið að styttast í tónleikana og Stefán ómar pússar básúnuna af kappi. „Sleðinn þarf að vera eins mjúkur og hægt er – hann má alls ekki vera þokukenndur,“ segir Stefán ómar og bætir við að hann sé alltaf hræddastur um að gleyma munnstykkinu heima. „Ég er oftast með tvö munnstykki, svona til öryggis.“

Page 36: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Kl. 19.58 Allt að verða klárt og aðeins fáein andartök þar til tónlistin flæðir um eld-borgarsalinn. Sviðsskrekkur hefur alltaf fylgt Stefáni ómari, mismikill þó en alltaf einhver. „Á þessari stundu var ég nokkuð rólegur og fann meira til tilhlökkunar að stíga á sviðið og byrja að spila.“

Kl. 21.00 Glæsilegir tónleikar, frábær tónlistarflutningur og hvert sæti skipað í eldborginni. „Þetta var frábært í alla staði, mér leið mjög vel á sviðinu og var sáttur við mitt og sveitina í heild sinni. Það er gaman að spila Sinatra enda var hann mikill listamaður sem setti mark sitt á tónlistarsöguna.“ Stemning á tónleikunum var gríðargóð og stórsveitinni var ekki sleppt fyrir en eftir nokkur aukalög.

Page 37: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Kl. 23.15 Löngum vinnudegi að ljúka; Stefán ómar stikar að bílnum sínum í bílastæðahúsi Hörpu. nú skal haldið heim á leið. Hann segist ekki hafa neinar venjur að loknum tónleikum. „mér finnst gott að setjast aðeins í sófann heima, spjalla við konuna og kannski líta í bók.“

sKólavarðan október 2015

Page 38: Skólavarðan 5. tbl. 2015

leiKsKólaKennarar á faraldsfætiStarfsfólk leikskólans Álfaheiði í kópavogi hefur gert víðreist á árinu og heimsótt skólastofnanir í þremur löndum. rakel Ýr Isaksen rekur það helsta sem bar fyrir augu og eyru í Svíþjóð, Hollandi og englandi.

sKólavarðan október 2015

Page 39: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi fékk veglegan styrk frá Erasmus+ vegna tveggja ára verkefnis sem ber heitið Deilum gildum okkar til að skapa betri heim. Gildin eru virðing, friður, kærleikur, umburðarlyndi, ábyrgð, samvinna, hugrekki, þakk-læti, hamingja, frelsi, heiðarleiki og einfaldleiki. Heimsóttir voru leik- og grunnskólar í Hollandi, Svíþjóð og Englandi.

Fyrsti hópurinn fór til Englands í nóvember 2014 og heimsótti tvo skóla, Fielding sem er 900 barna leik- og grunn-skóli fyrir 3 -11 ára og Oatlands sem er 300 barna skóli fyrir

4 – 7 ára. Báðir skólarnir skilgreina sig sem lífs-menntaskóla en eru með mislanga reynslu að baki og ólíka nálgun. Skólarnir eru báðir vel skipulagð-ir og tæknivæddir og margt er sameiginlegt með skólunum, m.a. er unnið með 22 lífsgildi á tveggja ára

tímabili. Börnin eru virkir þátttakendur í skólastarfinu og geta sótt um að vera „lífsmenntavinur“ á skólalóðinni, þ.e. hjálpa öðrum að leysa úr ágreiningi o.s.frv. Slíkir vinir fá sérstakt barmmerki til að bera í viku í senn og hafa einnig það hlutverk að upplýsa gesti eins og okkur um skólann sinn og lífsmennta-starfið.

Í námskrá frá yfirvöldum í Englandi eru miklar kröfur um bóklegt nám og mikil áhersla er því á að börn temji sér sjálfsaga. Viðurkenningar fyrir æskilega og gildisríka hegðun eru mjög áberandi og eru vikulega veittar einstaklingum og bekkjum. Frjáls tími í lok vikunnar lengist eða styttist útfrá góðri eða slæmri hegðun. Mind up er kennsluefni í núvitund sem heill-aði okkur, en það kennir börnum að stjórna hegðun sinni og hugsunum á jákvæðan hátt og hentar mjög vel elstu börnum leikskóla sem og grunnskólabörnum.

Skemmtileg listaverk bæði innandyra og utan einkenndu báða skólana. Þau voru unnin í samstarfi við listamenn út frá hugmyndum barna, foreldra og starfsmanna og lýsa mjög vel lífsmenntastefnu skólanna. Einfaldar táknmyndir eru fyrir hvert gildi sem komu fram í listaverkunum.

Page 40: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Konunglegar móttökur í HollandiNæsti hópur fór til Helmond í Hollandi í mars 2015 þar sem skoðaðir voru fjórir skólar sem allir leggja áherslu á lífsgildi í skólastarfinu og vinna mjög áhugaverð verkefni. Þeir eru fjöl-menningarlegir og nefna má að í einum þeirra voru börn frá 30 þjóðum. Skólaskylda er frá 5 ára aldri en börn geta byrjað þegar þau verða 4 ára (miðað er við afmælisdaginn). Skólakerfið í Hollandi miðar almennt við að börn með sérþarfir fari í sérskóla og því er boðið upp á margs konar sérskólaúrræði. Skólarnir hafa mismunandi áherslur og trúarbrögð en allir eiga það þó sameiginlegt að mikill fjöldi nemenda býr við erfiðar félagslegar aðstæður. Hópurinn fékk konunglegar móttökur þar sem ráða-menn bæjarins og skólastjórnendur buðu gestunum í móttöku þar sem skipst var á skoðunum og reynslusögum.

Fyrsti skólinn sem heimsóttur var, Basisschool de Stramp, komst næst því að vera skóli án aðgreiningar en skólastjórinn getur þó vísað börnum frá ef þurfa þykir. Skólinn hefur fengið viðurkenningu frá stjórnvöldum fyrir að vera framúrskarandi skóli (Exellante School) þrjú ár í röð. Unnið er út frá gildinu

Hollandsfarar ásamt móttökuliði: lengst til vinstri Helga einarsdóttir og birgitta bjargmundsdóttir lengst til hægri Hall-dóra Sölvadóttir og bergrún Ísleifsdóttir.

Page 41: Skólavarðan 5. tbl. 2015

samkennd (togetherness ) og fléttast önnur gildi í orðræðuna, en þannig er skapað gildisríkt andrúmsloft. Bekkjarreglur miðast við að láta öllum líða vel í skólanum. Bekkurinn útfærir þessar grunnreglur og setur tillögur á blöð sem hanga í skólastofunni og börnin kvitta undir til staðfestingar á því þau ætli að fara eftir reglunum.

De Toermalijn er sérskóli sem leggur áherslu á gildi sem stuðla að því að nemendur fái tækifæri til að vaxa og styrkj-ast í samvinnu við aðra. Nemendum er kennt að taka ábyrgð á gjörðum sínum og vinna saman með virðingu og traust að

leiðarljósi. Allir geta lagt sitt af mörkum og skólagangan býr nemendur bæði bóklega og verklega undir að lifa og starfa í samfélaginu. Í skólanum er rekinn veitingastaður þar sem nemendur fá verklega þjálfun. Það var gaman að sjá hvað fólk í nærumhverfinu var duglegt að borða á staðnum.

Einnig heimsótti hópurinn sérskólann Mosaik sem byggir sitt starf á samvinnu allra í skólasamfélaginu.

Samfélagsmiðstöðin West Wijzer, sem þjónar bæði

ungum og öldnum, var líka heimsótt. Undir sama þaki er m.a. leikskóli, grunnskóli og heilsugæsla. Lögð er áhersla á heilsu og heilbrigt tungumál. Þar fer fram mikil málörvun og eru nýbúum kennd 5 ný orð á viku. Til að gera kennsluna mælanlega fer fram skráning á markmiði hverrar viku og fer hún heim með börn-unum. Sjálfboðaliðar vinna gott starf í West Wijzer og er þeim komið vel inn í starfið áður en þeir byrja.

sköpun og tjáning í fyrirrúmiAð lokum voru sóttir heim þrír leik- og grunnskólar í Svíþjóð,

Álfaheiði vinnur í anda alþjóðlega námsefnisins Lífs-menntar (Living Values) sem beinir athygli manna að jákvæðum alheimsgildum í leik og starfi. Kveikjan að umsókninni er vilji og áhugi starfsfólks leikskólans til að þróa námsefnið og eigin hæfni og miðla námsefn-inu víðar, auk þess að byggja upp tengslanet skóla sem starfa eftir sömu hugmyndafræði.

Neil Hawkes stofnandi Values-based Education samtakanna var innan handar við að velja skóla til að heimsækja. Neil starfar sem alþjóðlegur kennsluráðgjafi í VbE um allan heim og hefur komið tvisvar til Íslands og veitt leikskólanum Álfaheiði viðurkenningu fyrir lífsmenntastarfið.

Page 42: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Heneskolan í Skövde, Ekens förskola í Skövde og Mölnlycke International School í Göteborg. Einnig var Menningarhús Einars Áskels heimsótt.

Báðir skólarnir í Skövde eru lífsmenntaskólar og vinna með gildi í skólastarfinu, m.a. í gegnum þemavinnu og bækur. Sköpun og tjáning spiluðu stórt hlutverk í kennslunni. Mynd-list var sérstaklega áberandi á veggjum skólanna og sögupokar áberandi. Einnig voru leiksvæði sett upp á skapandi hátt, voru

opin og björt og buðu upp á hlutverkaleik og þróun hans þar sem alls staðar var hægt að geyma dót þar til næst. Í báðum skólunum var virðing áberandi í samskiptum við börnin. Þegar kennarar töluðu við börnin þá fóru þeir niður í þeirra hæð, töluðu rólega og yfirvegað og sýndu þeim virðingu. Gildin voru mjög sýnileg í skólun-um og lífsmenntin sást vel á veggjunum. Börn og starfs-fólk bjuggu til listaverk tengd gildunum og var það samvinnu-verkefni skólans og frístundar.

Í Heneskolan er unnið með vináttuverkefni sem heitir Friends. Þar sýna eldri nemendur yngri nemendum stuðning og vináttu. Börnin geta leitað til ákveðinna nemenda úr elstu bekkjum með ýmislegt en þrír voru kosnir úr hvorum elsta bekk til að sinna Friends verkefninu. Í hverri skóladeild/álmu var póstkassi þar sem börnin gátu sent fyrirspurnir, teikningar eða vandamál til Friends leiðbeinend-anna. Myndir af öllum Friends leiðbeinendum héngu á veggjum svo auðvelt var fyrir öll börn að vita hverjir þeir væru. Einnig er unnið með Barnasáttmálann með bókum, veggspjöldum og fræðslu bæði á skólatíma og í frístund.

Þórdís Hauksdóttir, rakel Ýr isaksen og Sigríður kristín Sigurðardóttir, á myndina vantar el-ísabetu eyjólfsdóttur leikskólastjóra

Page 43: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Ekens förskola er 40 ára gamall leikskóli og er opinn frá kl. 6.30 – 22.30 sem er töluvert ólíkt íslensku leikskólasamfélagi. Skógarferðir eru einu sinni í viku, þar sem hvert barn er með sinn bakpoka og sessu. Börnin eru frædd um almannarétt og hvernig á að umgangast náttúruna og umhverfið með virðingu.

Alþjóðlegi leikskólinn Mölnlycke er staðsettur á neðstu hæð í blokk í skemmtilegu skógarumhverfi í Gautaborg. Leikskólinn er þriggja deilda með 1-6 ára gömlum börnum. Á hverri deild er a.m.k. einn starfsmaður sem talar sænsku og einn starfsmaður sem talar ensku. Lögð er áhersla á að tvítyngd börn fái nægan tíma til að læra tungumálið sitt og sænskuna og eru tungumálin tvö mjög sýnileg á veggjum deildanna. Skólinn er tæknilega vel útbúinn, m.a. með myndaskjá í fataherbergi og auðvelt aðgengi að tölvu og skjávarpa. Þemavinna er mikil og m.a. unnið með sólkerfið, Barbapabba, liti og tölur.

Mörg börn voru með 15 tíma leikskóladvöl á viku ef foreldr-ar voru atvinnulausir eða í fæðingarorlofi. Gautaborg býður ekki upp á lengri dvöl fyrir foreldra í þessum aðstæðum.

þátttaka í erasmus+ hefur haft víðtæk áhrifÞátttaka leikskólans i verkefninu Deilum gildum okkar til að skapa betri heim, á vegum Erasmus+, hefur haft víðtæk áhrif á hugmyndir starfsmannahópsins í heild hvað varðar kynningu og útbreiðslu á námsefni okkar og starfsaðferðum. Eftir að ferðunum lauk kynntu ferðalangar upplifun sína fyrir öllum starfsmanna-hópnum og hver og einn hópur skrifaði skýrslu, þar sem meðal annars kemur fram hvaða þætti væri áhugavert að taka upp hjá okkur og aðlaga að íslensku leikskólaumhverfi. Fjölmargar hugmyndir kviknuðu í heimsóknunum og mörgum hefur þegar verið hrint í framkvæmd, m.a. varðandi móttöku gesta og að finna tákn fyrir hvert lífsgildi. Vinna er einnig hafin að táknrænu lista-verki sem lýsir hugmyndafræðinni og mun prýða skólann. Aðrar hugmyndir eru styttra á veg komnar í framkvæmd en verður svo sannarlega haldið á lofti. Ýtarlegri upplýsingar um þær ferðir sem voru farnar á vegum Erasmus+ ásamt upplýsingum um þá skóla sem voru heimsóttir má nálgast á heimasíðu leikskólans.

Page 44: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Góð tengsl hafa myndast við skólana og miklir möguleikar á frekari heimsóknum og samskiptum á báða bóga eru til staðar. Styrkurinn veitti starfsfólki leikskólans einstakt tækifæri til að læra af því sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum ásamt því að kynnast kennurum í Evrópu sem vinna markvisst með jákvæð gildi í skólastarfi. Hvert sem litið er eru góðir og spennandi hlutir að gerast, enda aðferðir í kennslu ungra barna í stöðugri þróun. Kennarar leikskólans þakka því kærlega fyrir þennan veglega Erasmus+ styrk og þau námstækifæri sem í honum felast og eru ávallt tilbúnir að taka vel á móti gestum sem vilja kynna sér starfið í Álfaheiði.

sKólavarðan október 2015

Page 45: Skólavarðan 5. tbl. 2015

samsKiptavefur verðlaunaður Nemendur og foreldrar sem eiga ekki íslensku að móðurmáli geta átt auð-veldari samskipti við skólann með því að nýta sér vefinn Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti. Vefurinn hlaut á dögunum evrópumerkið 2015.

sKólavarðan október 2015

Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, afhendir þeim Þorbjörgu Þorsteinsdóttur, verkefnisstjóra á Menntavísindasviði, og Huldu Karen Daníelsdóttur verkefnisstjóra viðurkenningarskjal Evrópumerkisins. Sunna Viðarsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, er til hægri.

Page 46: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Verkefnið Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti fékk á dögum Evrópumerkið, en það eru

verðlaun sem Evrópusambandið veitir fyrirmyndar-verkefni á sviði tungumála. Umsjón með verkefninu

hafa Hulda Karen Daníelsdóttir og Þorbjörg Þorsteins-dóttir hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Verð-

launin voru veitt á degi tungumála sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur heldur 26. september.

Velkomin er að finna á vef Tungumálatorgs sem hefur verið við lýði í fimm ár og geymir ýmsan gagnlegan fróðleik.

Tungumálin eru fimm; arabíska, enska, litháíska, pólska og spænska. Um er að ræða samskiptatæki til að auðvelda skól-

um móttöku, aðlögun og samskipti við nemendur og foreldra með annað móðurmál en íslensku.

Í niðurstöðu dómnefndar um Evrópu-merkið segir að markmið Velkomin sé í senn metnaðarfullt og fjölþætt og markhópurinn sé skólasamfélagið í heild; nemendur, kennarar, stjórnendur og foreldrar. Nýbreytnin felst í því, að sögn dómnefndar, að strax við komuna til Íslands geti nemendur og foreldrar sem eiga ekki íslensku að móðurmáli átt auðveldari sam-skipti við skólann.

„Ávinningurinn felst einkum í auðvelduð-um samskiptum erlendu nemendanna og foreldra þeirra við skólasamfélagið, sem einnig mun létta þeim aðlögun og aðgengi að íslensku samfélagi. Þannig verða möguleikar þeirra meiri og betri til að verða virkir þegnar í

samfélaginu. Með hljóðsetningu erlendu tungumálanna fimm; litháísku, pólsku, ensku, spænsku og arabísku, og íslensku á vefnum geta allir nemendur orðið meðvitaðir um hvernig tungumálin hljóma og hvernig ritháttur þeirra er og geta fengið tækifæri til að læra dálítið í þessum tungumálum,“ segir í um-sögn dómnefndar.

„Ávinningurinn felst einkum í auðvelduð-um samskiptum er-lendu nemendanna

og foreldra þeirra við skólasamfélag-ið, sem einnig mun létta þeim aðlögun

og aðgengi að ís-lensku samfélagi.

Page 47: Skólavarðan 5. tbl. 2015

ljósi varpað á mikilvægi tungumálakennsluEvrópumerkið hefur að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur hjá Rannís

verið veitt níu sinnum hér á landi, í fyrsta skipti árið 1999. Fjallað er um verkefnin sem hafa hlotið merkið á vefsíðu Rannís. Sigrún segir að Evrópumerkinu fylgi ekki beinir fjár-munir frá Evrópusambandinu en stjórnvöldum í hverju landi sé auðvitað frjálst að veita þau verðlaun sem þyki heppileg. Í ár hafi mennta-málaráðuneytið ákveðið að veita sérstakan styrk til þróunar og kynningar á verkefninu, eða 300 þúsund krónur.

Að sögn Sigrúnar felur Evrópumerkið í sér vottun á gæðum verkefnis – í þessu tilfelli Vel-komin – enda sé dómnefndin skipuð fagfólki á sviði tungumálakennslu. „Hér er verið að hvetja þá til dáða sem leggja mikla ólaunaða vinnu í glæsileg verkefni og á sama tíma er varpað ljósi á mikilvægi tungumála og tungumálakennslu sem hornsteins farsæls samstarfs í Evrópu,“ segir Sigrún.

Verðlaunaverkefnum allra þátttökuland-anna er safnað saman í rafrænan gagnabanka sem hægt er að skoða til að kynna sér verkefni og hugmyndir skólafólks í öðrum löndum. Sigrún segir enga þurrð hafa verið á tilnefning-um hérlendis þetta árið. „Það barst óvenjulega mikið af tilnefningum þetta árið og margar voru mjög góðar. Þetta þykir ánægjuefni og ber merki um þá miklu grósku sem er við lýði í

tungumálakennslu hér á landi,“ segir Sigrún Ólafsdóttir.

dómnefndinDómnefnd Evrópumerkisins skipa Jórunn Tómasdóttir, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og formaður nefndarinnar, Þórhildur Oddsdóttir, tilnefnd af Samtökum tungumálakennara á Íslandi, Eyjólf-ur Már Sigurðsson, tilnefndur af Hugvísindasviði HÍ og Michael Dal, tilnefndur af Menntavísindasviði HÍ.

sKólavarðan október 2015

Page 48: Skólavarðan 5. tbl. 2015

viðtal október 2015

ný upplýsingaveita lítur dagsins ljósÁ nýjum vef er ætlunin að halda utan um símenntun og stuðning við starfs-þróun sem kennurum og skólastjórnendum stendur til boða.

Page 49: Skólavarðan 5. tbl. 2015

„Víða um lönd fer fram mikil umræða um stöðu kennarastéttarinnar, kennaramenntun og

starfsþróun kennara. Sú umræða byggir yfirleitt á þeirri skoðun að kennarastéttin sé kjölfesta í

menntakerfum þjóðanna og breytingar á skipan menntamála, umbætur í námsefni og aukin fjárútlát

til skólamála skipti litlu ef kennarar hafi ekki faglegar forsendur til að takast á við breytingaferli og leiða um-

bæturnar. Í þessari umræðu kemur skýrt fram að þótt öflug grunnmenntun kennara sé mikilvæg skipti enn

meira máli að stuðla að markvissri faglegri starfsþróun kennara og starfstengdri símenntun. Í þeirri umræðu sem

fram fer víðs vegar um heim, m.a. hjá Evrópusambandinu, kemur skýrt fram að ekki þurfi síður að huga að símenntun

og stuðningi við kennara í starfi en öflugri grunnmenntun kennarastéttarinnar.“

Á þennan hátt er fjallað um nauðsyn og mikilvægi starfsþró-unar kennara í skýrslu sem kom út í desember 2010, en skýrslan var unnin af nefnd sem fjallaði um endurskipulagningu endur-menntunar kennara. Vinna við umrædda endurskipulagningu hefur staðið æ síðan og hefur skilað margvíslegum breytingum og verkefnum. Eitt þeirra er vefur þar sem ætlunin er að safna saman öllum tilboðum um fræðslu og námskeið sem í boði eru fyrir kennara, en að baki veitunnar stendur Fagráð um sí-menntun og starfsþróun kennara. Fjallað er lítillega um hlutverk Fagráðsins hér til hliðar, en það hefur verið starfandi frá árinu 2012.

flóknara landslag en áðurStarfsmaður fagráðsins er Sólrún Harðardóttir, og útsendari Skólavörðunnar settist niður með henni á dögunum til að ræða um nýju upplýsingaveituna. Hún segir ástæðuna fyrir því að vefurinn var smíðaður þá að mjög flókið geti reynst fyrir kennara að fylgjast með framboði námskeiða og annarra fræðsluverkefna.

„Áður fyrr, þegar ríkið rak grunnskólana, þá var landslagið

Page 50: Skólavarðan 5. tbl. 2015

í endurmenntunarmálum kennara mun einfaldara. Endur-menntunin átti þá mestmegnis heima í Kennaraháskólanum og þeir sem höfðu áhuga gátu einfaldlega leitað þangað. Ásóknin í námskeið og annað nám var þá, eins og raunar í dag, mikil og oft komust færri að en vildu. Nú er þetta allt flóknara og til dæmis eru mun fleiri sem bjóða upp á menntunarkosti fyrir kennara, eða standa í að skipuleggja námskeið eða þróunarverkefni. Þetta er auðvitað jákvætt og ég held að enginn vilji fara aftur til baka en það breytir því samt ekki að eldra fyrirkomulagið hafði ákveðna kosti. Þá var mun auðveldara að marka stefnu en í dag og ákvarðanirnar um námsframboð voru teknar í sam-hengi við rannsóknir og þekkingu innan háskólanna, auk stefnu

stjórnvalda en jafnframt í samráði við þann hóp sem ætlað var að stunda námið,“ segir Sólrún. Hér er fyrst og fremst vísað til grunnskólans en það sama

á að vissu leyti við um önnur skólastig. Almennt má segja að framboðið hafi aukist og fleiri komi að málum. Sjóðir Kennara-sambandsins hafa byggst upp og gegna þeir mjög mikilvægu hlutverki í því að styðja við fjölbreytta starfsþróun kennara á öllum skólastigum. Starfsþróun fyrir kennara leikskólastigsins eflist stöðugt og á framhaldsskólastigi fer fram öflug einstak-lingsbundin starfsþróun en jafnframt eru námskeið fagfélaga áberandi.

Sólrún segir að í núverandi kerfi séu ákveðnar gloppur. Ein sé sú að möguleikar einstakra kennara og skólastjórnenda til símenntunar fari mikið eftir búsetu.

„Auðveldara og ódýrara kann að reynast að bjóða öllum starfsmönnum ákveðins skóla eða sveitarfélags upp á almennt námskeið fremur en námskeið sem fjalla um ákveðnar náms-greinar. Á framhaldsskólastiginu er meiri áhersla á fögin. Eðli-legt jafnvægi þarna á milli sérhæfðra viðfangsefna og almennra er hið æskilegasta. Eins má nefna að oft geta kennarar ólíkra

„Verkefni næstu missera er að tryggja að síðan verði eins virk

og mögulegt er.“

Page 51: Skólavarðan 5. tbl. 2015

skólastiga átt samleið í starfsþróun sinni, en dreifð fjármögnun í kerfinu hindrar oft að kennarar geti samnýtt námskeið eða unnið saman að starfsþróun þvert á skólastig.“

allt á einum staðNýja upplýsingaveitan nær auðvitað ekki að laga allt sem að er í kerfinu, en henni er þó ætlað að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að einfalda þeim sem bjóða upp á nám fyrir starf-andi kennara að koma upplýsingum á framfæri og hins vegar að gera kennurum kleift að fá á einum stað yfirsýn yfir hvaða nám sé í boði.

„Flestir sem ég tala við eru afar áhugasamir um hugmyndina en það þarf samt smá átak til að ná markmiðinu um að allt

mikilvægt námsframboð sé skráð inn á vefinn. Hættan er sú að ef einhverjir velja að setja ekki inn efni á síðuna þá taki aðrir sömu afstöðu, sem aftur þýðir að síðan virkar ekki eins og við höfum hugsað hana. Ástæðurnar fyrir því að menn setja ekki efni inn á vefinn geta verið margar. Við vitum til dæmis að ákveðin sveitarfélög, fagfélög og aðrir hópar bjóða félagsmönnum sínum upp á endurmenntun og námskeið. Forráðamenn þessara félaga eru oftar en ekki í mjög góðu sambandi við sitt fólk og telja sig því ekki hafa ástæðu til að auglýsa einstök námskeið víðar. Það spilar líka þarna inn í að margir sem bjóða upp á nám fyrir

starfandi kennara eru nú þegar með öflugar leiðir í markaðs-setningu og þeir geta hreinlega litið á þetta sem óþarfa vinnu. Ég vil hins vegar hvetja alla til að taka sér smá aukatíma og setja inn á vefinn upplýsingar um námskeið og aðra símenntunar-kosti.

Ef við náum markmiðum okkar fæst á vefnum yfirsýn yfir málaflokkinn sem rannsakendur og þeir sem marka stefnuna geta nýtt sér. Það gæti einfaldað vinnu við að móta stefnu í símenntunarmálum kennara en það gæti líka gagnast þeim sem

fagráð um starfsþróunFagráð um starfsþróun kennara var sett á fót haustið 2012. Stofnun þess kom í kjölfar vinnu samstarfsnefndar um símenntun kennara sem hóf störf sumarið 2011. Markmið fagráðsins er að vinna að verkefnum á sviði sí-menntunar og starfsþróunar kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi auk tónlistarskóla. Að því standa Kennarasamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Háskóli Íslands.

Page 52: Skólavarðan 5. tbl. 2015

eru að bjóða upp á námskeið. Þeir gætu þá farið yfir síðuna og séð hvar framboð er nægt og hvar þyrfti að bæta í,“ segir Sólrún.

vefur í mótunÞá kemur að hinum markhópnum sem eru þeir kennarar, skóla-stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar sem eru að leita sér að símenntunarmöguleikum. Eftir því sem meira er af upplýsingum

á vefnum, því líklegra er að þessir kennarar heimsæki síðuna til að leita að upplýsing-um. „Allt vinnur þetta saman og verkefni næstu missera er að tryggja að síðan verði eins virk og mögulegt er, sem er allra hagur – og ég vil því hvetja bæði fræðsluaðila og kennara til að nota síðuna,“ segir Sólrún.

Þó vefurinn sé aðeins nokkurra mánaða gamall eru þeir sem að honum koma þegar farnir að ræða framhaldið. Sólrún segir að stöðugt sé verið að ræða hugmyndir um hvernig hægt sé að þróa vefinn áfram.

„Ein hugmyndin er að smíða kerfi sem heldur utan um starfsþróun einstaklinga. Það myndi þá virka þannig að hver notandi myndi skrá sig og vefurinn héldi utan um starfsþróun hans. Að loknu hverju námskeiði myndi það sjálfkrafa bætast við lista þeirra sem tóku þátt. En þetta er mjög mikil viðbót við núverandi vef en mögulega náum við að þróa vefinn í þessa átt,“ segir Sólrún sem tekur fram að þessar hugmyndir séu enn aðeins á umræðustigi.

viðtal október 2015

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnaði formlega upplýsingaveitu um starfsþróun kennara þann 19. mars síðastliðinn.

Page 53: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Lífeyr iss jóðurstarfsmanna r ík is ins

Engjateigi 11105 ReykjavíkSími: 510 6100lsr@lsr . iswww.lsr.is

Á sjóðfélagavef LSR færð þú m.a. upplýsingar um réttindi þín, greidd iðgjöld og séreignarsparnað ásamt því að hafa aðgang að Lífeyrisgáttinni. Lífeyrisgáttin er ný leið fyrir sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Með Lífeyrisgáttinni opnast greið leið að þessum upplýsingum.

Upplýsingar um lífeyrisréttindiá einum stað.

YFIRLIT UMRÉTTINDI ÞÍN Á EINUM STAÐ

Page 54: Skólavarðan 5. tbl. 2015

listin að læra á Hljóðfæritónlistarkennarar segjast verða betri kennarar með því að setja saman kennsluefni fyrir nemendur. Margar kennslubækur líta nú dagsins ljós, meðal annars fyrir píanó og þverflautu.

sKólavarðan október 2015

Alberto Porro Carmona og Petrea Óskarsdóttir unnu saman að bókinni „Listin að læra á þverflautu“.

Page 55: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Mikill styr hefur staðið um tónlistarskóla landsins síðustu misseri. Tónlistarkennarar fóru í verkfall í fyrra, fjármögnun margra skóla er óljós og tekist er á um rétt nemenda á landsbyggðinni til að stunda framhalds-nám í tónlist. Á meðan hefur lítið heyrst af því kraftmikla og metnaðarfulla starfi sem fer fram innan skólanna um land allt, eða af því fagfólki sem þar starfar.

Þegar Skólavarðan sendi á dögunum beiðni til félagsmanna KÍ um ábendingar um áhugaverð verkefni stóð ekki á við-brögðum. Þar vakti sérstaka athygli hversu margir tónlistarkennarar vildu benda á

kraftmikla útgáfu á kennsluefni til tónlistarnáms.

listin að leika á þverflautuÞeir sem eru að læra á þverflautu, eða hyggja á slíkt nám, geta glaðst yfir að því að þeim býðst nú glæný kennslubók. Sú er ætluð byrjendum og ber nafnið Listin að leika á þverflautu.

Höfundur hennar er Alberto Porro Carmona, spænskur saxófónleikari og stjórnandi sem fluttist til Íslands árið 2008. Þetta er önnur kennslubók höfundar, sem árið 2012 gaf út Listina að leika á saxófón.

„Þverflautubókin byggir á saxófónbók-inni, enda liggur sama hugmyndafræði að baki báðum bókunum auk þess sem lagaval er að langmestu leyti það sama,“ segir Alberto.

Hann fékk til samstarfs samkennara sinn, Petreu Óskarsdóttur þverflautukennara, sem lagaði saxófónbókina að þörfum þver-flautunnar. Bókin er síðan glæsilega myndskreytt af spænsku myndlistarkonunni Beatriz Crespo.

Listin að læra á þverflautu er 118 litprentaðar blaðsíður og má þar finna yfir eitt hundrað lög. Einnig eru í bókinni ljóð, þjóðsögur og myndlistarverk og eru nemandanum sett fyrir

alberto porro CarmonaAlberto Porro Carmona er spænskur saxófónleikari og stjórnandi sem fluttist til Íslands árið 2008. Hann hóf störf við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyja-fjarðar. Alberto og Petrea hafa verið samkennarar frá þeim tíma.

Page 56: Skólavarðan 5. tbl. 2015

ýmis skapandi verkefni. Eitt af meginmarkmiðum í aðferðafræði Albertos er einmitt að tengja saman ólíkar listgreinar.

„Markmiðið er að nemendur upplifi listsköpun sem eina heild, um leið og tekist er á við grunnatriði hvers hljóðfæris.

Með þessari kennslubók er leitast við að vekja áhuga og ýta undir tjáningarþörf nemandans. Undirstaðan í kennslu ungra nemenda ætti að vera sköpun og tjáning. Sú undirstaða ýtir undir skilning á uppbyggingu tónlistar og hvetur nemand-ann til þess að afla sér meiri þekkingar.“

Þverflautubókin hefur verið í vinnslu frá árinu 2012 en haustið 2014 kom út tilraunaútgáfa bókarinn-ar. Síðustu vikur og mánuði hefur verið unnið úr þeim ábendingum sem fram hafa komið frá þverflautukenn-urum víða um land og nú er fyrsta útgáfa bókarinnar komin í dreifingu. Sölustaðir eru Tónastöðin og Hljóð-færahúsið – Tónabúðin.

nýtt kennsluefni fyrir píanónemendur„Fyrir rúmu ári síðan fékk ég þá flugu í hausinn að gera mitt eigið kennsluefni,“ segir Örvar Ingi Jóhannesson píanókennari, en hann hefur á stuttum tíma gefið út þrjár píanókennslubækur. „Mér fannst vanta meira efni á íslensku til þess að auka fjöl-breytnina á þessum litla markaði sem við höfum. Aðalmarkmið mitt í upphafi var að gera aðlaðandi og auðskiljanlegt efni fyrir

Page 57: Skólavarðan 5. tbl. 2015

börn og fullorðna. Bækurnar eru myndskreyttar í lit og útskýr-ingar eru í styttri kantinum, þannig að þetta efni er hugsað til notkunar undir handleiðslu kennara. Núna eru þrjár bækur komnar út og fást þær í Tónastöðinni. Þetta eru hefti 1 og 2 fyrir börn, og hefti 1 fyrir fullorðna. Ég læt þó ekki þar við sitja því ég er að vinna að því að klára hefti 2 fyrir fullorðna,“ segir Örvar.

Hann segir að útgáfan hafi skilað sér miklu og gert hann að betri kennara.

„Ég finn að þetta vekur áhuga nemenda og annarra kennara. Að sjálfsögðu er mikil áhersla lögð á nótnalestur, fingrasetningar og þetta hefð-bundna, en ég legg þó nokkra áherslu á að nemendur spili spuna og læri hvað hljómarnir heita og hvar þeir eru staðsettir á píanóinu. Þetta snýst mjög mikið um að nálgast hlutina rétt.“

Fyrir þá sem hafa áhuga má nálgast frekari upplýsingar um bækurnar, myndir og tóndæmi á www.pianobaekur.is.

sKólavarðan október 2015

Page 58: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Hvað er það miKilvæg-asta sem við getum Kennt í grunnsKólum?Þessi grein snýst hvorki um lestur né stærðfræði.

aðsend grein október 2015

Sem betur fer hafa skólar á Íslandi ekki alveg frjálsar hendur um hvað þeir kenna, heldur marka ríki og sveitar-félög stefnuna sem þeir eiga að fara eftir. Í aðalnámskrá

grunnskóla er birt menntastefna fyrir alla íslenska grunn-skóla. Stefnan byggir á sex grunnþáttum menntunar: læsi,

sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttind-um, jafnrétti og sköpun. Grunnþættirnir sex skarast á margvíslegan hátt, hægt er að fella margs konar vinnu í skólastarfinu að þeim og allir byggja þeir á þátttöku nemenda. Í grunnskólanum á Ísafirði var ákveðið að

reyna að kenna nemendum um þátttökulýðræði með því að skapa þeim umhverfi þar sem lýðræði væri virkt og

þátttaka mikils virði. Það þýðir þó ekki að lítið sé gert úr hinum þáttunum. Við erum vanari því að í skólum landsins sé mikið

fjallað um leiðir til læsi (ekki síst núna) eða aðferðir við stærðfræðikennslu, en minna um það hvernig við kennum nemendum að tala saman og hvaða markmið liggja að baki slíkri kennslu en það er einmitt umfjöllunarefni þessarar

greinar.

Hvað er lýðræði?Orðið lýðræði getur haft margvíslegar merkingar í hugum fólks en þegar hér er talað um lýðræði er fyrst og fremst stuðst við kenningar John Dewey sem áleit að lýðræðið væri lífstíll, um leið og það væri leið til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þetta er líka hugmynd flestra Vesturlandabúa um lýðræði. Þessi hug-

Jóna Benedikts-dóttir

aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á

Ísafirði.

Page 59: Skólavarðan 5. tbl. 2015

mynd gerir þær kröfur til nemenda að þeir séu virkir í skóla-starfi, leiti svara við verkefnum sínum og vinni saman að því að finna farsælustu lausnirnar og búi sig þannig undir þátttöku sína í lýðræðislegu samfélagi. Það er lýðræði af þessum toga sem við leggjum áherslu á að efla með nemendum í Grunnskólanum á Ísafirði (GÍ).

Samkvæmt því sem Basil Bernstein segir eru tvö megin-skilyrði sem verður að uppfylla þegar verið er að kenna nemendum um lýðræði. Í fyrsta lagi verður fólk að upplifa sig sem þátttakanda í samfélaginu. Það þýðir ekki eingöngu að fólk fái ákveðna hluti heldur einnig að það verði að geta gefið af sér. Nemendur verða að upplifa sig sem þátttakendur, bæði í skilningnum að gefa og að þiggja. Í öðru lagi verður fólk að hafa tiltrú á þeim ráðstöfunum sem eru gerðar í samfélaginu. Nemendur verða að skilja að ráðstafanir séu gerðar í þeirra þágu og ef svo sé ekki þurfi rökin fyrir því að vera skýr, t.d. að nauðsynlegt sé að vinna innan ákveðins fjárhagsramma.

Þegar nemendur fá tækifæri til þátttöku í umræðum sem geta leitt til þess að þeir þroski með sér ný viðhorf og sjái að þeir geti haft áhrif, læra þeir um virkni lýð-ræðis í samfélaginu. Þegar fólk ræðir saman með þessum hætti kvikna nýjar hugmyndir að frjóum umræðum og sjálft ferlið við að ná samkomulagi um hvað skiptir máli verður verðmætt í sjálfu sér, óháð niðurstöðum. Hugsið ykkur bara ef markmiðið með umræðum á Alþingi væri að ná sem hagstæðastri niður-stöðu fyrir sem flesta en ekki að sýna fram á að einhver skil-greindur meirihluti geti ráðið.

það skiptir máli um hvað er rættSkipulagðar umræður meðal nemenda í skólum verða að snúast um efni sem eru þeim hugleikin og hafa einhverja merkingu fyrir þá, svo sem samskipti þeirra, skyldur eða réttindi. Grunn-

Við lítum á það sem nauðsyn að kenna krökkum að virða

skoðanir annarra og finna rök bæði með

og á móti því sem rætt er hverju sinni

án þess að gera lítið úr skoðunum

annarra.

Page 60: Skólavarðan 5. tbl. 2015

skólinn á Ísafirði er Uppbyggingarskóli og nemendur okkar hafa í allmörg ár unnið bekkjarsáttmála um samskipti sem notaðir eru í stað formlegra skólareglna. Í þeirri vinnu læra nemendur talsvert um lýðræðisleg vinnubrögð þar sem hún krefst þess að allir taki þátt og að skoðanir allra séu virtar. Við lítum á það sem nauðsyn að kenna krökkum að virða skoðanir annarra og finna rök bæði með og á móti því sem rætt er hverju sinni án þess að gera lítið úr skoðunum annarra. Þetta skilur ekki alltaf eftir sig mikið á blaði en vinnan við umræðurnar skiptir máli fyrir þroska einstaklinganna.

Eldri nemendur í GÍ eru orðnir nokkuð þjálfaðir í svona vinnubrögðum. Hér var haldið nemendaþing haustið 2013 þar sem nemendur skilgreindu þann skólabrag sem þeir vildu vinna að. Enn er verið að vinna með niðurstöður þingsins og þeir nemendur sem tóku þátt í umræðunum muna og vita að þeir eiga þessa niðurstöðu allir saman. Það sem þar kemur fram eru ekki skólareglur sem settar

eru fyrir nemendur til að hlýða, heldur samkomulag sem þeir hafa sammælst um að fara eftir. Auðvitað verður stundum mis-brestur á því, við erum jú að tala um fólk sem er að þroskast dag frá degi, en þegar þarf að leiðrétta hegðun er skilningur nem-enda á því af hverju það er nauðsynlegt yfirleitt góður.

Nú er verið að vinna matsblað þar sem nemendur geta metið hvernig okkur gengur að skapa þann skólabrag sem þeir voru sammála um að væri eftirsóknarverður. Skilgreiningar þeirra voru þannig að starfsfólk skólans hefur engu við þær að bæta, nemendur eru nefnilega klárir og vita alveg hvað þarf til að skólastarf geti verið fjölbreytt og skapandi. Þeir þurfa líka að læra um fjölbreytni og jafnrétti. Nemendur þurfa að velta fyrir

Page 61: Skólavarðan 5. tbl. 2015

sér hvað hugtakið jafnrétti felur í sér. Er það að allir fái jafnt eða það að allir fái það sem þeir þarfnast? Einföld leið til að fá fram skoðanir margra eru umræður í þjóðfundarstíl og þannig um-ræðuform kennum við nemendum okkar. Næsta umræðuþing verður einmitt nú í haust og þar á að fjalla um jafnrétti. Vonandi getum við birt ykkur hugmyndir nemenda um hvernig samfélag getur unnið að auknu jafnrétti eftir að því þingi lýkur.

skapandi vinna og frumkvæði nemendaÞó að umræðuverkefni eins og þessi styðji fyrst og fremst við grunnþættina lýðræði og jafnrétti í aðalnámskránni er auðvelt að tengja þau öllum grunnþáttunum. Í þessu ferli eru nemendur virkir þátttakendur í að skapa eigin merkingu og bregðast við á persónulegan og skapandi hátt sem fellur undir læsisþáttinn. Þeir taka þátt í að skapa samábyrgt samfélag og fá tækifæri til að efla virkni sína og viðhorf gagnvart jafnrétti. Þeir læra einnig að að takast á við álitaefni því ekki eru allir alltaf sammála í hópunum, en þessir þættir falla undir sjálfbærniþáttinn. Það að gera sér grein fyrir samspili einstaklings og umhverfis og hvað maður sjálfur getur lagt af mörkum til að bæta umhverfi sitt og félagslegar aðstæður fellur undir skilgreiningar um heilbrigði og velferð. Þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefna eflist sköpunargleði þeirra sem hefur áhrif á námsáhuga. Í sköpun felst einnig að virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika, spyrja ,,hvað ef“ spurninga. Umræðuþáttur þessa verkefnis felur í sér skapandi vinnu þar sem nemendur koma með nýjar tillögur, ígrunda eigin hegðun og fá tækifæri til að sýna frumkvæði.

Markmið okkar er að gera nemendaþing með fjölbreyttum og krefjandi umræðuefnum að föstum lið í skólastarfinu, og með því vonumst við til að nemendur okkar venjist því að samræða þar sem allir taki þátt leiði til bestu mögulegu niðurstöðunnar fyrir heildina. Þeir læra svo auðvitað líka að lesa, skrifa og reikna eins og aðrir grunnskólanemendur á landinu.

aðsend grein október 2015

Page 62: Skólavarðan 5. tbl. 2015

um menntastefnu og áKvarðanir í mennta-málum

sKólavarðan október 2015

Fyrir sjö árum var sett sameiginleg menntastefna í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem hefur nám og þroska barna og ungmenna í forgrunni,

sem og réttindi þeirra og velferð. Fyrir nokkru birti Skóla-málaráð KÍ úttekt á því hvernig miði að innleiða stefnuna og byggist matið á samræðum við sérfræðinga og opinberum gögnum. Í úttektinni er sjónum beint að nokkrum megin-þáttum: réttarstöðu nemenda, námskrárbreytingum, mati og

eftirfylgni og fjármunum til skólastarfs. Helstu niðurstöður eru þessar:

Réttarstaða nemenda: Auka þarf áhrif barna og ung-menna á námið, viðfangsefni og skólastarf og efla stoðkerfi skóla og stuðning við nemendur, einkanlega nemendur með sérþarfir

og þá sem hafa annað móðurmál en íslensku. Námskrárbreytingar: Breitt bil er á milli markmiða

menntastefnu um kennsluhætti og námsaðstæður nem-enda og veruleikans í skólastarfinu. Stuðning menntamála-ráðuneytis sveitarfélaga vantar við skóla og kennara við

að útfæra í námi og kennslu og starfsháttum áhersluþætti menntastefnu um skólastarfsbreytingar.

Mat og eftirfylgni: Efla þarf innra mat skóla sem aðferð við skólaþróun og eftirfylgni með niðurstöðum, og stuðning, fræðslu og ráðgjöf vantar frá menntamálaráðuneyti og sveitar-félögum við skóla og kennara til að fylgja eftir niðurstöðum ytra mats í umbóta- og þróunarstarfi.

Fjármunir til skólastarfs: Kreppan í kjölfar hrunsins

Aðalheiður Stein-grímsdóttir

varaformaður kÍ skrifar

Page 63: Skólavarðan 5. tbl. 2015

2008 hafði víðtæk áhrif á skólastarfið sem engan veginn eru gengin til baka. Sjóðir sem stofnaðir voru í tengslum við lögin um skólastigin, Námsgagnasjóður grunnskóla, Þróunarsjóður námsgagna og Sprotasjóður, rísa ekki undir hlutverkum sínum. Mikil þörf er á stórauknum fjárframlögum stjórnvalda í raun-verulegar aðgerðir á sviði náms- og kennslugagna og stuðning við þróun og nýjungar í skólastarfi á öllum skólastigum.

Hvítbók um menntamálMikilvægt er að íhuga vel þessa stöðu og einnig þarf að skoða hana í samhengi við það sem er ofarlega á baugi í menntamálunum hér á landi: stefnu og ákvarðanir menntamálaráðherra. Þegar ráðherrann tók við lyklunum vorið 2013 var hafist handa við að undirbúa Mennta-málastofnun sem Alþingi rak smiðshöggið á fyrr í sumar og samhliða var ráðist í samningu hvítbókar þar sem fjallað er um þær stoðir í íslensku menntakerfi sem þurfi að styrkja og leiðir sem eru best til þess fallnar að veita börnum og ungu fólki þá menntun sem lög og námskrár boða. Þar segir að skort hafi á næga leiðsögn um framkvæmdina en það séu þó einkum niðurstöður PISA og námsframvinda í framhaldsskólum sem gefi tilefni til aðgerða. Á grundvelli þessa eru settar fram tillögur um að bæta læsi og stytta nám til lokaprófa í fram-haldsskólum til að laga námsframvinduna.

Í hvítbók er mikið rætt um mikilvægi samráðs við þá sem láta sig menntun varða, sérstaklega kennara og samtök þeirra, og vísað til góðrar reynslu af þess háttar samstarfsaðferðum í menntamálum í öðrum löndum. Það var því ekki ástæðulaust að álykta sem svo að menntamálaráðherra myndi horfa til þessa verklags við skipan í verkefnahópa ráðu-neytis um málaflokka hvítbókar. Fljótlega kom þó á daginn að ráðherrann leit öðruvísi á málin og sniðgekk óskir KÍ um form-

Margar spurningar vakna einnig um

framkvæmdina á læsisverkefninu.

Læsisráðgjafar eru í sjálfu sér ágæt ráð-stöfun en óraunsætt er að átta ráðgjafar

geti stutt við kennara, foreldra,

skólastjórnendur og sveitarstjórnir um

allt land við að efla læsi, eins og gert er

ráð fyrir.

Page 64: Skólavarðan 5. tbl. 2015

lega aðkomu að vinnunni. Í staðinn var KÍ boðið upp á að rýna tillögur hópanna með umsögnum um þær.

Kreppuskýrslur um menntakerfiðÁ síðustu 20 árum eða svo hafa mörg lönd ráðist í breytingar á menntakerfinu. Undanfarinn er oft greining á einhvers konar meintu kreppuástandi í menntakerfinu, þannig að það valdi ekki hlutverki sínu. Hér er hægt að nefna þekktar skýrslur í Bret-landi, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum undir lok síðustu aldar þar sem dregin var upp dökk mynd af versnandi samkeppn-isstöðu á heimsmörkuðum þar sem menntakerfið væri ekki að standa sig, og lagðar upp aðferðir við að komast í fremstu röð í menntamálum. Hugmyndir um kreppu í menntakerfinu fengu mikinn byr í seglin fyrir 15 árum þegar OECD hóf að birta niðurstöður PISA mælinga. Þó að PISA niðurstöðurnar séu aðallega hugsaðar til brúks við að bera saman upplýsingar um menntakerfi hafa þær orðið til að ýta undir ákveðið hugarástand sem einkennist af ótta við að vera að dragast aftur úr öðrum löndum og þrýsting á að nú verði að fara í róttækar aðgerðir í menntakerfinu, og fyrir þessu er stjórnmálastéttin sérlega móttækileg. Meint kreppuástand í menntakerfinu er síðan notað sem efni í málflutning um aukinn mælanlegan árangur, auka þurfi gæði menntunar með því að bæta árangur á prófum í ákveðnum greinum og þá sérstaklega í þeim sem PISA kannar og farið er í að bylta námskrám og skólastarfi til að ná þessu fram. Aðaleinkenni kreppuhugarfarsins í menntamálum er að jafnræði í menntakerfinu víkur fyrir viðskiptalegum áherslum sem helgast meðal annars af nánu samhengi PISA við hæfni-viðmið eða afrakstur menntunar og þarfa atvinnulífsins. Því má greina svipaðar aðferðir í mörgum löndum við að auka árangur menntakerfa sem einkennast af markaðslausnum og vöruvæð-ingu menntunar – að tilgangur menntunar miðist eingöngu við undirbúning fyrir störf á vinnumarkaði og að meginhlutverk skólakerfisins sé að drífa hagvöxtinn áfram. Svona hugsun horfir alveg fram hjá almannagæðum menntunar, lýðræðislegum áhrifum hennar og þýðingu fyrir einstaklinga og samfélagið.

Page 65: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Það er í sjálfu sér ágætt framtak hjá menntamálaráðherra að láta taka saman hvítbók um menntamál. Engum ætti að dyljast mikilvægi góðrar lestrarkunnáttu fyrir einstaklinga og samfélag, sem og þess að fleiri nemendur ljúki skilgreindum námslokum í framhaldsskóla en nú er. Í hvítbók eru reifaðar helstu ástæður hægrar námsframvindu og brotthvarfs úr námi, sem hafa verið í umræðunni í langan tíma, og réttilega tilgreint að þessi einkenni eru algengari í starfsnámi og á almennum brautum en í bók-námi.

En stytting náms og aukin námsframvinda leiðir ekki sjálf-krafa til minna brotthvarfs. Skynsamlegra hefði verið að gera skólunum kleift að mæta breytilegum þörfum nemendahópa og treysta skólum fyrir ákvörðunum um sveigjanlegt námsskipulag eins og aðalnámskrá felur í sér. Á fundum með verkefnahópi ráðuneytis um námstíma fékkst stytting náms aldrei rædd með

námsgagnasjóður grunnskóla, Þróunarsjóður námsgagna og Sprotasjóður, rísa ekki undir hlutverkum sínum. mikil þörf er á stórauknum fjárframlögum stjórnvalda í raunverulegar aðgerðir á sviði náms- og kennslu-gagna og stuðning við þróun og nýjungar í skólastarfi á öllum skólastigum,“ segir Aðalheiður í greininni.

Page 66: Skólavarðan 5. tbl. 2015

tilvísun til þess að ráðherra væri búinn að ákveða að svona ætti þetta að vera og að vel flestir framhaldsskólar stefndu að þessum breytingum haustið 2015. Þar að auki bjó ráðherrann þannig um hnútana að flétta einhliða ákvörðun um styttingu náms kyrfilega saman við fjárlög. Títtnefnd rök ráðherrans fyrir styttingu náms eru sparnaður, þjóðhagslegur ábati vegna lengri starfsævi fólks og minna brotthvarf úr námi. Hér er svipaður mælikvarði lagður á menntun og kemur fram í kreppuskýrslum um menntakerfið. Skólar og menntun lúta sömu lögmálum og fyrirtækjarekstur á markaði, menntakerfið er færiband sem þarf að snúast hraðar og gæði menntunar eru mæld í skilvirkni og afköstum.

framkvæmd á aðgerðaráætlunumVerkefnahópar um málaflokka hvítbókar lögðu ýmislegt til sem kemur inn á nokkra af þeim meginþáttum menntastefnu sem úttekt KÍ tók til: styrkingu stöðu nemenda með annað móður-mál en íslensku, fjölbreytta kennsluhætti og námsmat í sam-ræmi við áherslur menntastefnu og markvissa starfsþróun fyrir kennara í því skyni, að sveitarfélög og ríki sjái til þess að náms- og starfsráðgjöf verði í boði fyrir alla nemendur í grunn- og framhaldsskólum, að yfirvöld styðji dyggilega við útgáfu rafræns námsefnis án afritunarvarna og það verði gert öllum aðgengi-legt. Þegar skoðaðar eru ákvarðanir ráðuneytis á því hvað úr áætlunum eigi að framkvæma, sést að þessar mikilvægu tillögur lenda ýmist mjög neðarlega á blaði eða eru ekki nefndar á nafn.

Margar spurningar vakna einnig um framkvæmdina á læsisverkefninu. Læsisráðgjafar eru í sjálfu sér ágæt ráðstöfun en óraunsætt er að átta ráðgjafar geti stutt við kennara, foreldra, skólastjórnendur og sveitarstjórnir um allt land við að efla læsi, eins og gert er ráð fyrir. Hér þarf miklu meira að koma til, svigrúm kennara í starfi til að vinna að eflingu læsis og markviss stuðningur við símenntun og starfsþróun. Hvernig á að vinna að því að allir kennarar skilgreini sig sem læsiskennara? Skimanir og viðbragðsáætlanir koma ekki að gagni ef ekki eiga að fylgja fjármunir til skóla til að bregðast við með markvissri kennslu og stuðningi við nemendur, og nægilega margt fagfólk til að

Page 67: Skólavarðan 5. tbl. 2015

sinna þessu. Í dag vantar 1.300 leikskólakennara til að uppfylla lágmarksákvæði laga um hlutfall leikskólakennara af starfs-fólki leikskóla. Í úrvinnslu ráðuneytis á aðgerðaáætlun um læsi kemur ekki fram hvort skólar fái sérstaka fjármuni vegna verk-efnisins en í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að 150 milljónir kr. fari í að efla læsi.

Hlutverk menntamálastofnunarMenntamálastofnun er ætlað að útbúa ýmis próf og verkfæri fyrir skóla og kennara í tengslum við læsisverkefnið og aðstoða við mat á árangri og eftirfylgni.

Hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum er að stuðla að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið. Lögin gera einnig ráð fyrir að menntamála-ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laga um stofnunina og reglugerð um stofnun og starf fagráða fyrir helstu verksvið. Þau skulu skipuð sérfróðum aðilum á viðkomandi sviði og vera stofnuninni til ráðgjafar og aðstoðar. Forstjóri á að hafa sér

160

140

120

100

80

60

40

20

0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

2007 153,9

2014 54,0

2008 77,02014 48,1

2009 53,8

2014 50,0

framlög í sjóði á verðlagi ársins 2014 (mv. vnv)

mill

jóni

r kr

óna

n Námsgagnasjóðurn Sprotastjóðurn Þróunarsjóður námsgagna

Page 68: Skólavarðan 5. tbl. 2015

til ráðgjafar nefnd um langtímastefnumótun um starfsemina. Ekkert bólar á regluverki um þetta.

Stofnunin sá sjálf um að stimpla sig rækilega inn í læsis-verkefnið með eftirminnilegum hætti fyrir skömmu og tilkynnir þessa dagana um framkvæmd námsmats í grunnskólum sam-kvæmt aðalnámskrá sem tekur gildi næsta vor og fleiri atriði.

Í undirbúningi er að þróa hæfnipróf (les samræmd könnunarpróf) í samræmi við hæfniviðmið námskrár grunn-skóla sem fela í sér aukna áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu. Einnig er verið að athuga hvort hægt sé að útbúa próf sem tengjast meðal annars lykilhæfni í skapandi og gagnrýninni hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga, og að æskilegt sé að útbúa próf í verklegri og listrænni hæfni á síðari stigum. Fram kemur að búið sé að ákveða að forprófa hæfnipróf næsta vor en eftir sé að ákveða fyrirkomulagið. Verið er að athuga hvort veita eigi þeim framhaldsskólum sem það vilja heimild til að taka að einhverju leyti mið af niðurstöðum hæfniprófa við inntöku nem-enda næsta vor. Allir nemendur eigi þó rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.

Er hægt að aðskilja hæfni frá þekkingu á innihaldi? Er það faglega æskilegt að leggja staðlaðan mælikvarða á skapandi og gagnrýna hugsun? Eru próf í list- og verkgreinum aðferð til að gera veg þeirra meiri í skólakerfinu? Er í uppsiglingu að taka aftur upp gömlu samræmdu prófin sem inntökuaðferð í fram-haldsskóla? Er verið að undirbúa það að áherslur á mælanlegan árangur með stöðluðum prófum ráði för í leikskólum, grunn-skólum og framhaldsskólum og eftirlitsiðnað með skólastarfi?

Hver yrðu áhrifin á fjölbreytni í námi og kennsluháttum, jafnræði nemenda, faglegt sjálfstæði kennara og skóla?

Við þekkjum vel áhrifin af svona stjórnvaldsaðferðum og hugmyndafræði í öðrum löndum, svo sem í Englandi og Banda-ríkjunum.

Er það þess háttar menntakerfi sem við viljum?

sKólavarðan október 2015

Page 69: Skólavarðan 5. tbl. 2015

gott samtal gefur bestan árangurVanræksla og vanlíðan nemenda var meðal þess sem rætt var á sameigin-legum vinnuumhverfismálafundi norrænu kennarasamtakanna á Grænlandi í síðasta mánuði. Hafdís Dögg Guðmundsdóttir sótti fundinn fyrir hönd kÍ.

sKólavarðan október 2015

Leikvöllur í Nuuk.mynd: erik Hallsenius

Page 70: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Fulltrúar norrænna kennarafélaga hittust á sínum árlega fundi í lok ágúst til að ræða um vinnuumhverfis-mál. Að þessu sinni var fundurinn haldinn af græn-

lensku kennarasamtökunum, IMAK, í Nuuk. Vanræksla og vanlíðan nemenda var meðal umræðu-

efna, meðal annars í tengslum við stefnu um skóla án aðgreiningar og áhrif þessa á starfsumhverfi kennara. Fulltrúi dönsku kennarasamtakanna sagði frá því að fjöldi erinda vegna áhrifa vanrækslu og vanlíðunar nemenda á

starfsaðstæður og líðan kennara hafi margfaldast hjá Danmarks Lærerforening (DLF). Ástæðurnar eru án efa nokkrar en ein þeirra er tvímælalaust ákvörðun stjórnvalda í Danmörku árið 2011 um að grunnskólinn eigi að vera skóli án aðgreiningar, þar sem stefnt sé að því að 96% af hverjum árgangi eigi að vera í almenna skólakerfinu. Danskir kennarar kljást við ósamrým-anlegar kröfur, ofbeldi og hótanir, skort á stuðningi stjórnenda, ófullnægjandi teymisvinnu og þá upplifun að þeir séu ekki að standa sig nægilega vel (þ.e. vanti menntun, þekkingu og reynslu til að takast á við breyttar kröfur og ný verkefni).

Það er lykilatriði að vanræksla og vanlíðan nemenda sé skoðuð sem álagsþáttur í starfsumhverfi kennara. Stjórnendur, félagslegir trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn þurfa að vinna að því að skólinn sem stofnun læri af þeim atvikum sem koma upp og geti skipulagt hvernig brugðist er við slíkum að-stæðum. Í bæklingi sem gefinn hefur verið út í Danmörku, Tæt på mistrivsel. Høje følelsesmæssige krav i mødet med elever, studerende og kursister, der mistrives byggja ráðleggingar til skólanna á því að tekist sé á við vandamálið á fjórþætta vegu; á einstaklingsgrunni (þ.e. nemenda og starfsmanna), í starfs-mannahópnum, af stjórnendum sérstaklega og á vettvangi skólans í heild.

Hvað virkar best á leikskólastiginu?Þá hafa danskir frístunda- og leikskólakennarar, í Børne- og Ungdomspædagogernes Landsforbund (BUPL), unnið rann-sóknarverkefni þar sem skoðað var hvaða umhverfis- og

Hafdís D. Guð-mundsdóttir,

sérfræðingur kÍ í vinnuumhverfis- og jafnréttismál-

um, skrifar.

Page 71: Skólavarðan 5. tbl. 2015

kennslufræðilegu þættir þyrftu að vera til staðar til að skóli án aðgreiningar virkaði sem best í framkvæmd. Um var að ræða tíu leikskóla úrtak þar sem skoðuð voru tilfelli barna með sérþarfir, á aldrinum 1 til 6 ára. Taka skal fram að í Danmörku fá börn almennt ekki formlegar greiningar fyrir 6 ára aldur. Rannsóknin hafði ekki alhæfingargildi þar sem um var að ræða skóla sem hafa bæði reynslu og þekkingu í að vinna án aðgreiningar. Rann-

sóknin var unnin af sérfræðingi í vinnuvernd og sérfræðingi í uppeldisfræði.

Niðurstaða hennar var að jákvæður ár-angur næst helst þar sem þróað er gott samtal milli hlutaðeigandi aðila, þ.e. samskipti sem eru tíð, nákvæm og á réttum tímapunkti. Það sem oftast hindrar velgengni er þröngur fókus á kostnað og bjargir, ófullnægjandi faglegt mat og kröfur um greiningu sem þvinga skólann til að einblína á sjúkdóma og félagslega vanhæfni einstaklingsins, frekar en á möguleikana til að vinna með getu barnsins og barnahópinn í heild. Foreldrar voru stundum hluti af vanda-

málinu en næstum alltaf hluti af lausninni. Oft vantar þó lausnir í kerfinu til að styðja við þá.

Helstu ráðleggingar sem komu út úr verkefninu: n Að þróa menntastefnu sem skapar pláss fyrir þátttöku allra

barna n Að búa til skýra ramma og skapa tíma fyrir börnin n Að breyta neikvæðri orðræðu og sýn á getu barnanna í já-

kvæða n Að örva stuðning og þróa leik og leikfærni barna n Að vinna markvisst að því að stofna til vináttu meðal barn-

anna n Að skapa rými til að laga það að þörfum barnahópsins hverju

sinni n Að styðja foreldra og huga að þörfum þeirra og aðstæðum

Kennarar hafa gegnum tíðina verið

fengnir frá Dan-mörku til að bæta úr kennaraskorti,

en reyndin í dag er að þeir stoppa mjög

stutt við.

Page 72: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Bækling BUPL um verkefnið má skoða hér „Inklusion mellem pædagogik og arbejdsmiljø. Erfaringer og inspiration fra et forskningsprojekt“.

staðan á grænlandiÍ Grænlandi er nýútkomin skýrsla um stöðu grunnskólans og því miður voru niðurstöðurnar ekki mjög jákvæðar. Sveitar félögin í Grænlandi eru ekki talin standa sig hvað varðar hlutverk þeirra gagnvart grunnskólanum, hvorki pólitískt né hvað varðar stefnumörkun eða fræðsluhlutverk. Félagsleg vandamál og skortur á fjármagni hamla skólakerfinu gífurlega. Grænlenska skólakerfið er eitt það dýrasta í heimi, sökum landfræðilegra þátta, og sveitarfélögin eru mörg afar illa stödd fjárhagslega. Því hafa þau skorið niður kennslustundir, og nemendur með sérþarfir og námsörðugleika hafa ekki notið viðunandi aðstoðar. Kennara vantar auk þess menntun og verkfæri til að takast á við slíka kennslu. Færni nemenda í erlendum tungumálum, stærð-fræði og eðlisfræði er bág. Kennarar hafa gegnum tíðina verið fengnir frá Danmörku til að bæta úr kennaraskorti, en reyndin í dag er að þeir stoppa mjög stutt við. Því er afar mikilvægt fyrir Grænlendinga að bæta kennaramenntun til að takast á við þessa stöðu. Hægt er að lesa skýrsluna hér.

Fulltrúar kennara-samtakanna á Grænlandi, Íslandi, í Færeyjum, noregi, Svíþjóð, Finnlandi og danmörku. mynd: may-britt Heimsæter.

Page 73: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Í kjölfar skýrslunnar fóru grænlensku kennarasamtökin, IMAK, í fundarherferð um landið til að kynna og ræða niður-stöður skýrslunnar með félagsmönnum sínum. Sums staðar mættu þau mikilli reiði og kennarar sögðust ekki kannast við þá lýsingu sem fram kæmi í skýrslunni. Á öðrum stöðum sögðust kennarar verða að viðurkenna að svona væri staðan. Áhersla IMAK er á að nauðsynlegt sé að taka þessari skýrslu eins og hún er, að félagsmenn kynni sér hana og að hlutaðeigandi aðilar hjálpist svo við að taka á þeim vandamálum sem þar er lýst.

Í viðtali við kennaranema í nýjasta fréttabréfi IMAK kemur m.a. fram að: Kennslufræðin sem þeir læra (nefna t.d. CREDE, Center for Research on Education, Diversity, and Excellence) hentar ekki alltaf vel í þeim aðstæðum sem bíða þeirra, m.a. vegna ýmissa félagslegra vandamála og fjölda nemenda með sérþarfir.

Sivso dorph, formaður grænlensku kennara-samtakanna, og Anders eklund, fulltrúi sænsku kennarasam-takanna. mynd: erik Hallsenius.

Page 74: Skólavarðan 5. tbl. 2015

Þeir vilja læra af Íslendingum hvað foreldrasamstarf varðar – á Grænlandi fá foreldrar t.d. ekki auðveldlega frí frá vinnu til að sinna börnum sínum í tengslum við skólann.

Þeir vilja síður vinna á einangruðum stöðum á Grænlandi. Þeir segja erfitt að búa afskekkt þar sem lítið er um að vera og að maður þurfi að vera sterkur karakter til að una sér þar.

Í kennslufræðinni er lítið kennt um grænlenska menningu og lítið byggt á henni í kennslu barnanna. Það er sagt að hægt sé að sækja þekkingu á grænlenskri menningu í dreifbýlið og nem-arnir vilja gjarnan sjá bæina og dreifbýlið vinna betur saman í að deila og miðla henni.

Fréttabréfið má lesa á dönsku hér.

Kí og vinnuumhverfismálin í veturHafdís D. Guðmundsdóttir, sérfræðingur KÍ í vinnuumhverf-is- og jafnréttismálum, ásamt Ásdísi Ingólfsdóttur, kennara í Kvennó og formanni vinnuumhverfisnefndar KÍ, sóttu fundinn. Það hefur verið stiklað á stóru um efni og umræður fundarins hér, en ljóst að margt fleira áhugavert og gagnlegt kom þar fram. Vinnuumhverfisnefnd KÍ mun nýta þær upplýsingar í starfi sínu í vetur, og meðal þess sem liggur fyrir að gera eru gátlistar fyrir kennara til að meta starfsumhverfi sitt með það að leiðarljósi að geta óskað eftir nauðsynlegum úrbótum. Ýmislegt efni frá fundinum verður nýtt fyrir fræðslu fyrir trún-aðarmenn um ofbeldi, hótanir og áreitni. Auk þess verður unnið að almennu fræðsluefni um starfsumhverfismál, unnið með fjölda nemenda í námshópum á öllum skólastigum og kannaðir möguleikar á könnun meðal félagsmanna um einelti, ofbeldi og áreiti á vinnustað.

sKólavarðan október 2015

Page 75: Skólavarðan 5. tbl. 2015

molar október 2015

farsímarnir settir á „Hótel“ Nemendur í Ål barnaskólan-um í Noregi innrita farsímana sína á „hótel“ á hverjum morgni. Í hverri kennslustofu er „hótel“ eða traustur trékassi með hólfum fyrir hvern nemanda. Að innritun lokinni er kassanum læst og hann ekki opnaður aftur fyrr en skóladegi lýkur. Skólastjórinn, Anna Marie Stokkdal, segir mikilvægt fyrir nemendur að vita af símunum sínum á öruggum stað enda eru þetta oft dýr tæki. Stokkedal segir þennan hátt víða hafðan á í Noregi. Hún segir lengi vel hafa verið bannað að nota síma í kennslustundum en nemendur hafi verið fljótir að grípa til þeirra í frímínútum. „Nú má segja að krakkarnir séu tilneyddir að tala saman í frímínútum og það finnst okk-ur jákvætt,“ segir Stokkedal í viðtalið við Dagbladet.

Vafalaust eru þessi mál til umræðu í skólum hérlendis og væri gaman að heyra hvaða lausnir eða útfærslur eru í gangi.

fjölbreytt Kennsluefni um jafnréttismálVefurinn Jafn-réttistorg var opn-aður 21. september síðastliðinn. Þar er að finna fjölbreytt og fróðlegt kennsluefni um jafnréttismál. Hugmyndabanka hef-ur verið komið upp þar sem kennarar og starfsfólk skóla og frístundaheimila geta slegið inn leitarorð og fundið hugmyndir að umræðuefni fyrir sitt skólastig.

Jafnréttistorgið er allt í senn kennsluvefur, hug-myndabanki og fréttavefur um jafnréttismál í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Jafnréttisflokkarnir sem vefurinn nær til eru fjórir; kyn, hinsegin fólk, fötlun og uppruni.

Jafnréttistorginu er haldið úti af Skóla- og frístunda-sviði Reykjavíkurborgar. Það er unnið í samstarfi

við Helgu Ágústsdóttur hjá þjónustumiðstöð Breiðholts og Tryggva Thayer, verk-efnastjóra Menntamiðju Menntavísindasviðs. Á vefnum segir að það sé von aðstandenda að torgið verði lifandi vettvangur starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem hefur áhuga á að fjalla um jafnréttismál í víðum skilningi í starfi sínu. Fólk er líka hvatt til að setja sjálft inn hugmyndir sem geta nýst öðrum í skólastarfinu.

nauðsynleg færni!Hvaða færni þurfa kennarar 21. aldar að búa yfir? Þessu er svarað á vefnum Educator-stechnology.com. Kennarar geta mátað sig við listann en það er til dæmis gert ráð

fyrir að fólk kunni á samfé-lagsmiðla og hafi þekkingu á myndbandagerð. Til þæginda eru hlekkir inn á síður sem kenna ýmis tækniatriði ef fólk hefur áhuga.

Page 76: Skólavarðan 5. tbl. 2015

félaginn óLAFur Hjörtur SiGurjónSSon (64 ÁrA)

annasamara Haust en oft áður

félaginn október 2015

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson gegnir formennsku í Félagi stjórnenda í fram-haldsskólum. Hann segir vinnu við endurskipulagningu námsbrauta fram-haldsskólanna hafa verið ánægjulega þrátt fyrir að mjög hafi skort á tæknilega umgjörð. Ólafur er með fagrit á sínu náttborði og honum þykir Lómagnúpur bera af öðrum fjöllum hér á landi.

HVER: Aðstoðarskólameistari í Fjöl-brautaskólanum við Ármúla og formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.

Hvernig gengur að innleiða styttingu náms til stúdentsprófs? „Það eru liðin mörg ár frá því 2008 þegar framhalds-skólalögin voru sett. Aðalnámskrá fram-haldsskóla var síðan gefin út árið 2011. Það er því ekki hægt að segja að tíminn hafi ekki verið nægur og skólarnir hafa flestir verið að vinna að því að endur-skipuleggja námsbrautir sínar síðustu árin. Sú vinna hefur gengið vel og að mínu mati verið ánægjuleg og gefandi. Þó eru það vonbrigði hversu tæknilegur umbúnaður hefur verið slakur eða jafn-vel enginn. Námskrárgrunnur þar sem skólum er

gert að skrá brautir og áfanga sína er illa hannaður og nafngiftakerfi áfanga er aðeins með níu táknum og því stór-lega gallað og ógegnsætt. Inna, upp-lýsingakerfi framhaldsskóla, er ekki enn undirbúið fyrir þessa breytingu en vonandi verður það komið í lag fyrir áramót. Nýtt vinnumat er auk þess að taka gildi en betra hefði verið að þessar miklu breytingar hefðu ekki allar átt sér stað samtímis.“ Hvað er helst á döfinni hjá félagi stjórn-enda í framhaldsskólum? „Félagar FS hafa nú síðustu mánuði og vikur unnið við að koma skólum af stað. Sú vinna

Page 77: Skólavarðan 5. tbl. 2015

hefur verið miklu umfangsmeiri og annasamari þetta haustið en nokkru sinni áður. Þegar um hægist viljum við geta haldið uppbyggjandi námskeið fyrir félagsmenn. Við vinnum að því með Félagi framhaldsskólakennara að kjara-samningur okkar sé virtur. Við höfum þá sannfæringu að menntun sé grundvöllur jafnréttis og í raun forsenda velferðar, byggð á vernd náttúru og umhverfis.“Hvaða þekktu persónu hefðirðu viljað hafa sem kennara? „Það væri nú hægt að nefna ýmsa sem hefði verið áhugavert að hafa sem kennara en hér verða fjögur nefnd; Charles Darwin, Marie Curie, Carl Sagan og Albert Einstein.“í hvaða félögum og klúbbum ertu? Hef dregið úr þátttöku minni í félögum og klúbbum en eftir standa Félag stjórn-enda í framhaldsskólum, Skólameistara-félag Íslands og Einhverfusamtökin.“Hvaða plata er oftast á fóninum þessa dagana? „Ég hlusta mikið á tónlistar-konurnar Amy Macdonald og Joss Stone þessa dagana.“

Hvaða bók er á náttborðinu? „Ég er að lesa bókina Top Class, Finnish School Leadership and Management eftir Ari Pokka. Svo er ég áskrifandi að tímaritinu Digital Photo og það er oft að finna á náttborðinu.“Hvert var uppáhaldsfagið í skóla? „Líf-fræði var í miklu uppáhaldi og líka saga“. Hundur eða köttur? „Ætli ég segi ekki hundur, en bæði dýrin eru skemmtileg.“fallegasta fjallið? „Hér langar mig að nefna hið litfagra Uluru-fjall í Ástralíu. Hérna heima er Lómagnúpurinn í mestu uppáhaldi.“ef þú mættir taka íslensku þjóðina í eina kennslustund, hvað myndirðu kenna? „Ég myndi nota kennslustundina í að kenna umhverfisvernd.“áttu þér uppáhalds stjórnmálamann? „Nelson Mandela er efstur á mínum lista.“snjallsími eða spjallsími? „Það er víst snjallsími.“

félaginn október 2015