sjávarafl 3.tbl 2015

48
júní 2015 3. tölublað 2. árgangur Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona: „Við erum ekki biðja um nein ofurlaun heldur laun sem fólk getur lifað af.“ > 36 Við getum verið sterk ef við vinnum saman > 32 Mikill áhugamaður um sjávarútveginn > 28 Gildi menntunar verður seint ofmetið. Sjávarafl tók saman nokkra af þeim menntunarmöguleikum sem í boði eru á þessu sviði. > 16-26 Til hamingju með daginn sjómenn!

Upload: sjavarafl

Post on 22-Jul-2016

246 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Sjávarafl 3.tbl 2015

j ú n í 2 0 1 5 3 . t ö l u b l a ð 2 . á r g a n g u r

Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona: „Við erum ekki biðja um nein ofurlaun heldur laun sem fólk getur lifað af.“ > 36

Við getum verið sterk ef við vinnum saman > 32

Mikill áhugamaður um sjávarútveginn > 28

Gildi menntunar verður seint ofmetið. Sjávarafl tók saman nokkra af þeim menntunarmöguleikum sem í boði eru á þessu sviði. > 16-26

Til hamingju með daginn sjómenn!

Page 2: Sjávarafl 3.tbl 2015

Kringlunni | s. 512 1710

ntc.is / /kulturmenn| /kulturmenn

VIÐ KLÆÐUMÞIG BETUR

Page 3: Sjávarafl 3.tbl 2015

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

Óskum sjómönnum til hamingju með daginnEimskipafélag Íslands sendir öllum sjómönnum og �ölskyldum þeirra heillaóskir í tilefni sjómannadagsins.

Sjómannadagurinn 7. júní 2015

Page 4: Sjávarafl 3.tbl 2015

Í minni fjölskyldu er sjómannadagurinn haldin hátíðlegur á hverju

ári. Þetta er ein af þeim helgum sem að er ómissandi partur af árinu

og öllu er til tjaldað. Þegar ég hugsa út í það þá held ég jafnvel að

sjómannadagshelgin, (já í Vestmannaeyjum köllum við þetta sjómanna-

dagshelgi), sé hátíðlegri en jólin, allavega hjá mínu fólki. Allir fara í sitt

fínasta púss, taka sitt allra besta skap fram og taka þátt í viðburðum helg-

arinnar. Þessa helgi fögnum við sjómönnnunum í okkar lífi. Þegar þessi

tími árs gengur í garð blundar alltaf mikið stolt í hjartanu mínu. Stolt yfir

uppruna mínum, stolt yfir störfum faðir míns

og hans kollega og ekki síður stolt yfir störf-

um móður minnar sem hefur séð um heimilið

og uppeldið á okkur systkinunum öll þessi ár

meðan pabbi stundaði sjóinn. Sjómenn þurfa

að fórna ýmsu þegar þeir velja sér sjómennsk-

una sem ævistarf og oftar en ekki missa þeir

af stórviðburðum í lífi fjölskyldunnar, eins og

afmælum, útskriftum, fæðingu barna sinna

og margt fleira. Ég ber ómælda virðingu fyrir

sjómönnum landsins og þeirri vinnu sem þeir

leggja á sig, en ég ber ekki síður ómælda virðingu til sjómannskonunnar

sem heldur fjölskyldulífinu gangandi á meðan.

Í þessu tölublaði sjávarafls tókum við saman nokkra af þeim mennt-

unarmöguleikum sem í boði eru í sjávarútvegnum ásamt því tókum við

tal af nýráðnum framkvæmdarstjóra Codlands í Grindavík, Tómas Þór

Eiríksson. Einnig er ítarlegt viðtal við fiskvinnskukonuna Jónínu Björg

Magnúsdóttir og ljósmyndarann Þorgeir Baldursson sem hefur haldið

út Myndasíðu Þorgeirs í fjölda ára en þar má finna ógrynni af fréttum og

flottum myndum tengdum sjávarútvegi.

Fyrir hönd Sjávarafls óska ég öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra

innilega til hamingju með daginn. Þið eruð hetjur hafsins!

Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls

Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk

Sími: 846 1783 / 899 9964

Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir,

[email protected]

Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir,

[email protected]

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Tölvupóstur: [email protected]

Umbrot og hönnun: J&Co ehf.

Forsíðumynd: Þorgeir Baldursson.

Prentun: Prentmet ehf.

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 171.923n Afli t/ aflamarks: 147.334

85,7

Ufsin Aflamark: 50.234n Afli t/ aflamarks: 31.146

62%

38%

24,3%

14,3%

24,3%

Ýsan Aflamark: 27.678n Afli t/ aflamarks:20.959

75,7

Karfin Aflamark: 47.637n Afli t/ aflamarks: 36.083

75,7%

Gleðilegan sjómannadag!

Page 5: Sjávarafl 3.tbl 2015

Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 [email protected] tm.is

Sjómenn, til hamingju!Saga TM er samofin sögu sjávarútvegs á Íslandi. Við erum stolt af því að hafa komið að uppbyggingu og viðhaldi öflugrar útgerðar við Ísland frá stofnun fyrirtækisins.

Til hamingju með daginn sjómenn, njótið hans.

tm.is/sjavarutvegur

Page 6: Sjávarafl 3.tbl 2015

6 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Það var búið að vera draumur minn lengi að læra sjávarútvegs-fræði, og nú þegar ég

hef lokið 1.ári þá sé ég ekki eftir því að hafa látið slag standa. Ég er alin upp í Hrisey og lærði að beita línu 12 ára gömul. Ég hef því eytt ófáum klukkustundunum í beitningaskúrnum og átt margar skemmtilegar samræður við eldri og reyndari menn í eyjunni um sjávarútveg. Þessir menn kenndu mér margt en þegar maður er alinn upp á svona litlum stað eins og Hrísey sér maður hvað sjávarútvegur skiptir gríðarlega miklu máli og þá sérstaklega í svona litlu bæjarfélagi þar sem maður þarf að nýta auðlindina á sjálfbæran hátt og umgangast hana af virðingu.

Ég sá það mjög fljótt að þetta væri eitthvað sem ég hefði mikinn áhuga á og það kom svo á daginn þar sem ég hef aldrei notið mín jafn vel í námi og ég geri í dag.

Sjávarútvegsfræði er krefjandi nám sem kemur við á mörgum sviðum. Námið er þverfaglegt og er markmið námsins að veita nemendum þann þekkingargrunn sem þarf til stjórnunarstarfa í sjávarútvegi og tengdum greinum að loknu námi. Námið skiptist í þrennt þar sem undirstöðunám-skeið í raunvísindum og viðskipta-fræðum eru kennd ásamt sérnám-skeiðum sem snúa að sjávarútvegi þar sem vistkerfi sjávar, veiðar og vinnsla sjávarafurða eru helstu áherslurnar.

Þar sem þetta er þverfaglegt nám eru miklir möguleikar fyrir nemendur að komast í stjórnun-arstöður hvar sem er í heim-inum hvort sem þær eru tengdar sjávarútvegi eða ekki og margir útskrifaðir sjávarútvegsfræðingar

starfa í dag til dæmis hjá bönkum og tölvufyrirtækjum.

Ég tel það mjög mikilvægt að fá sérmenntað fólk úr sjávarútvegs-fræði þar sem íslenskur sjávar-útvegur er ein af okkar mikil-vægastu atvinnugreinum í dag og rúmar svo mörg starfssvið ásamt því að íslenskur sjávarútvegur er einn sá framsæknasti í heimi. Sjávarafurðir sem koma frá Íslandi eru taldar miklar gæðavörur og seljast oft á hærra verði en vörur keppinautanna erlendis. Til að viðhalda þessum árangri sem ís-lenskur sjávarútvegur hefur náð í öllum heiminum er því mikilvægt að hafa stöðuga framþróun og hátt menntunarstig. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu miklu máli íslenskur sjávarútvegur skiptir okkur Íslendinga þar sem það fer ekki mikið fyrir honum, en dæmi um mikilvægi þess er að það var t.d. flutt út fyrir 222 milljarða af íslenskum sjávarafurðum 2014 ásamt því að sjávarafurðir voru um 56% af heildarvirði útfluttn-ings sama ár. Þetta er hátt hlutfall, sérstaklega þegar litið er til þess að það eru ekki nema 5 % þjóðar-innar sem starfa við sjávarútveg.

Þennan árangur sem íslenskur sjávarútvegur hefur náð tel ég að megi þakka að miklu leyti þeim sem hafa sótt sér sérþekkingu í greininni, eins og t.d. sjávarút-vegsfræðingum.

Það verður að segjast að stór prósenta þeirra sem fara að læra sjávarútvegsfræði tengjast sjávarútvegi á einhvern hátt, sem gerir það að verkum að þegar þetta fólk hittist í skólanum þá höfum við það öll sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á öllu sem tengist sjávarútvegi. Það myndast því oft skemmtilegar umræður í kennslustundum þegar sjávarútvegur er ræddur og þá sér-staklega þegar hitamál eru í gangi í samfélaginu eins og makrílfrum-varp og veiðigjöld. Til þess að ná árangri í faginu þá skiptir einmitt miklu máli að vera vakandi fyrir því sem er í gangi hverju sinni, því sjávarútvegur getur breyst hratt og skyndilega. Það er líklega eitt af því sem gerir þetta svona spennandi, maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Að læra sjávarútvegsfræði á Akureyri hefur marga kosti, til að mynda höfum við Slippinn þar sem nánast öll íslensk skip koma einhverntímann í einhverskonar yfirhalningu og erum við dugleg að nýta okkur það á deildinni. Þá fáum við að koma um borð í skipin þar sem skipstjóri tekur gjarnan á móti okkur og fræðir okkur um það sem er að gerast um

borð. Það hefur verið gaman að fá að fylgjast með þróun skipa-flotans á Íslandi undanfarin ár, en það er alltaf verið að horfa í að hráefnið sé sem ferskast þegar það fer út til neytandans. Einnig hefur Samherji verið duglegur að taka á móti okkur í vinnsluna til sín þar sem við fáum að fylgjast með þróun fiskvinnslunnar í landi hverju sinni. Allt þetta skiptir okkur miklu máli í náminu því með svona heimsóknum sjáum við hvað framleiðsluferlið skiptir gríðarlega miklu máli og maður fær að sjá heildarmyndina á því hvernig þetta fer allt saman fram. Við höfum einnig fengið að fara í Eyrall með Hafrannsóknarstofnun og var til dæmis farið eitt slíkt núna í mars síðastliðnum þar sem nemendur fóru á sjó og tóku þátt í stofnstærðarmælingum botnfiska í Eyjafirði. Við erum mjög þakklát fyrir að fá svona tækifæri því það gerir okkur nemendum auðveld-ara að átta okkur á því hvernig sjávarútvegurinn virkar því öll komum við úr mismunandi áttum og höfum mismunandi reynslu í faginu.

Einu sinni á ári heldur svo nemendafélagið okkar, Stafnbúi, smakkkvöld þar sem nemendum og starfsfólki deildarinnar er boðið í mat en á þessu kvöldi eru framleiddir ýmsir réttir úr alls-kyns sjávarfangi. Ýmislegt furðu-legt er á boðstólnum og reynt er að hafa einn rétt sem er áskorun að smakka. Hefur þetta kvöld alltaf heppnast ákaflega vel og má í raun segja að þetta sé hápunktur skólaársins okkar.

Að lokum vil ég minna á að sjáv-arútvegur er stolt okkar Íslendinga og er auðlind sem við verðum að umgangast á vísindalegan og fag-legan hátt, jafnframt því að vera í leiðtogahlutverki á heimsvísu með því að vera öðrum sjávarútvegs-þjóðum fyrirmynd.

UnnUr IngA KrIstInsdóttIr, forseti nemendafélagsins Stafnbúa, auðlindadeild HA

Skoðun

Sjávarútvegurinn er stolt íslendinga

Við erum mjög þakklát fyrir að fá svona tækifæri því það gerir okkur nemendum auðveldara að átta okkur á því hvernig sjávarútvegurinn virkar því öll komum við úr mismunandi áttum og höfum mismunandi reynslu í faginu.

Page 7: Sjávarafl 3.tbl 2015

Til hamingju með daginn sjómenn!

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Sjávarútvegur

Page 8: Sjávarafl 3.tbl 2015

8 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Fjarskiptin hafa rofið þá einangrun sem fylgdi því að vera á sjó. Möguleikar íslenskra sjómanna til

fjarskipta eiga sér ekki hliðstæðu annars staðar í heiminum.

Þróunin síðustu ár hefur verið hröð og áhugavert að hugsa til þess að það sem við teljum sjálfsögð mannréttindi hefur ekki staðið sjó-mönnum til boða fyrr en nú á allra síðustu árum. Það er að tveggja manna tal sé einmitt aðeins á milli tveggja – án áheyrenda. Mikið hefur breyst í aðbúnaði sjómanna síðustu áratugi. Hver umbyltingin hefur rekið aðra. Þannig var gamla NMT kerfið, sem þjónaði bæði til sjós og lands frá árinu 1985, aflagt árið 2010. Ekki eru nema tólf ár síðan sjómenn fengu aðgang að tölvupósti og fréttaveitu frá helstu netmiðlum og var hann veittur yfir NMT og Iridium kerfið.

Stærri skref hafa verið stigin síð-ustu ár. Fyrsta háhraða VSAT gervi-hnattasambandið var sett upp árið 2006. Með þeirri tækni urðu skipin sítengd í gegnum jarðstöð Símans Skyggni. VSAT gervihnattasam-bandið var það fyrsta sem veitti sjó-mönnum stöðuga internettengingu. Með þessari tækni urðu símasam-skiptin þá fyrst eins og sjómenn væru að hringja á milli húsa; óháð veiðisvæðum og á mun hagstæðara verði en áður þekktist. Nýtt lang-drægt 3G kerfi Símans var tekið í notkun árið 2008. Það leysti gamla

NMT kerfið af hólmi. Þetta lang-dræga 3G kerfi opnaði möguleika bæði stærri sem smærri skipa á

háhraðanettengingu og símasam-bandi á miðunum umhverfis landið.

Síminn og Radiomiðun hafa frá árinu 2009 staðið að uppsetningu farsímasenda í flest af stærri skip-um flotans. Þessir farsímasendar tengjast svo um 3G kerfið eða  VSAT kerfið og flytja símtöl og SMS. Þessi þróun hefur orðið til þess að flestir sjómenn eru í netsambandi, geta talað í GSM símann sinn í næði og hlustað á helstu útvarpsstöðvar í tölvunni úr klefum sínum um borð óháð staðsetningu skipsins. Þessa

öru þróun síðustu ára má þakka traustu samstarfi Símans og Radio-miðunar og íslenskra útgerðar-fyrirtækja sem hafa verið framsýn, umhugað um starfsmenn sína og tilbúin fyrir tækninýjungar. Niður-staðan er sú að við Íslendingar erum í fremstu röð þegar kemur að fjarskiptum á sjó.

ÞröstUr ÁrmAnnsson, framkvæmdastjóri Radiomiðun ehf.

Skoðun

Betra sambandEkki eru nema tólf ár síðan sjómenn fengu aðgang að tölvu-pósti og fréttaveitu frá helstu netmiðlum og var hann veittur yfir NMT og Iridium kerfið.

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | [email protected] | www.valka.is

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendurSamvals- og pökkunarflokkari

» Fyrir flök eða bita » Allt að 80 stk á mín. » Lágmarks yfirvigt

» Sjálfvirk kassamötun » Möguleiki á millileggi

» Frábær hráefnismeðh.

18 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

-1,4 gráður og makríllinn um -2 gráður þegar hann er feitastur, enda eru þetta feitari fiskar.“ Þessarar þekkingar hafi Matís aflað í samstarfi við fyrirtæki og há-skóla og síðan farið með hana til fyrirtækja sem nýti hana í dag. „Á þessu sviði höfum við unnið mikið með Eimskip og Ice-landair Cargo, Samherja, ÚA, HB Granda og fjölmörgum öðrum fyrir-tækjum, enda hefur þessi árangur náðst með breiðu samstarfi fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir Sigurjón. Afrakst-ur rannsóknanna er sá að tekist hefur að auka geymsluþol á ferskum fiskflökum úr sex dögum í tólf daga og haldast gæði hans óbreytt í sex til átta daga áður en þau fara að minnka. Svo hægt væri að rannsaka fyllilega kælingu og áhrif hennar þá hannaði og smíðaði Matís kæliherma sem auðvelda alla þróunarvinnu fyrir fersk flök og líkja eftir flutningum í flugi og skipi. Þannig er hægt að sjá áhrifin sem hitasveiflur hafa á vöruna.

„Hermarnir eru notaðir bæði fyrir ferskan og frosinn fisk og þeir eru nánast alltaf fullbókað-ir. Allt flutningaferlið er kortlagt og við komum fyrir hitanemum í fiskinum þannig að við getum mælt nákvæmlega öll áhrif sem hiti og sveiflur í honum hafa á fiskinn og geymsluþol hans. Við eigum orðið mikið af mælingum og þær eru vel nýttar til rannsókna og ferlaþróun-ar,“ segir Sigurjón. Þá séu oft settir nemar í fisk sem verið sé að flytja frá landinu í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækin og flutningafyrirtækjun-um svo greint frá niðurstöðum þeirra mælinga. Fyrirtækin sjálf fylgjast síðan vel með sínum eigin skipum og flugvélum. Allt þetta sé hluti af því að draga úr hitasveiflum á meðan á flutn-ingi stendur og hefur þetta skilað þeim árangri að lítið sé orðið um sveiflur. Hvað þorsk varðar er t.d. stillt á mínus eina gráðu og þar helst hit-inn í skipum alla leið. Þegar fiskfarmur fer með farþegaflugi er þetta ekki eins nákvæmt en

hann fari þó nánast aldrei yfir sett mörk og að auki er hann ekki það lengi á leiðinni.

Kassi sem breytir mikluEinn lykilþátturinn í bættu geymsluþoli er frauðplastkassi sem kom á markað um 2011 og var þróaður af Matís, í samstarfi við Promens Tempra. „Það voru tveir nemendur hérna sem komust að því að hitinn í hefðbundnum kassa var ekki jafn í honum öllum heldur var hærri hiti í hornum hans undir umhverfishitaálagi og fiskurinn skemmdist fyrr þar. Hornin voru því rúnnuð og helst nú mun jafnara hitastig í

öllum kassanum undir hitaálagi þannig að fiskurinn hefur sama geymsluþol hvar

sem hann er staðsettur í kassanum.“ Það eru margir sem nota þennan

kassa í dag enda þola þeir líka meira hnjask. Árið 2010 voru 3-7 kg kassar endurhannaðir með rúnnuð horn og árið 2014 var hugmyndin yfirfærð á nýja 60x40

cm vörulínu 10-15 kg flakakassa Promens Tempru.

Þurfum að gera enn beturAðspurður um hvað sé framundan í meðferð og kælingu segir Sigurjón að nú þurfi að fínpússa ferilinn og setja markið á að hægt sé að flytja fersk flök til Norður Ameríku með skipum. Nú þegar liggur fyrir hvernig best er að meðhöndla aflann þá þarf að tryggja að það sé gert. Þá er þörf á því að tryggja rekjanleika. „Kaupandinn á geta séð nákvæmlega hvar fiskur er veiddur, af hverjum og hvenær,“ segir Sigurjón. Þá væri ekki verra ef hægt væri að setja upp umbunar-kerfi þannig að ef skip meðhöndlar afla vel og tryggir þannig gott verð fyrir útgerðina væri hægt að verðlauna skipið fyrir það. „Sjómenn eru margir hverjir að gera frábæra hluti og mega vera stoltir af. Við eigum að bera virðingu fyrir sjómönnum og tala um gæði og hitastig afla af sömu virðingu og magn. Ef sjómenn fengju umbun fyrir að gera vel þá væri það hvetjandi fyrir áhöfnina og enn fleiri myndu leggja sig fram um að skila gæðahráefni.“ Hann segir að vinnslan hafi verið að bæta sig mikið en enn skorti nokkuð á að hráefnismeðferð í bátunum sé eins góð og hún gæti verið. Þess vegna væri gott ef hægt væri að taka upp umbunarkerfi. Það komi því miður enn fyrir að fiskur sé ekki rétt blóðgaður og kældur eins og ætti að vera. ,,Í dag náum við vel utan um kerfið. Til þess að við náum að skapa hámarksverðmæti þurfum við öll að stefna að sama marki og átta okkur á því að við erum í sama liðinu. Við erum að gera vel en það má alltaf gera betur.“

Þegar búið er vinna fiskinn fer hann svo í frauðkassa og fer um 60-70% í slíka kassa sem framleiddir eru af Promens og voru þróaður fyrir fáeinum árum í nánu samstarfi við Matís og sjávarútvegsfyrirtæki.

Áhersla lögð á gæði í 30 ár

Frá 1984 hafa hönnuðir okkar og verkfræðingar lagt hart að sér við að gera Sæplastkerin þannig úr garði að þau þoli allt það mikla álag sem við-skiptavinir okkar ætlast til af þeim. Þeir eru jafn-framt stöðugt að þróa nýjar hugmyndir, leita leiða til að létta líf þeirra sem vinna með kerin og ekki síst til að hámarka megi aflaverðmæti.

www.promens.com/saeplast

Ein af nýjustu afurðum okkar er lúgulokið á 460 og 660 lítra kerin. Þetta lok gerir gæfumuninn þegar halda þarf matvælum, svo sem eins og lifur og hrognum, sem lengst undir loki til að viðhalda fersleika sem lengst.

ára30

PROMENS DALVÍK

Page 9: Sjávarafl 3.tbl 2015

Þantroll

...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði

...breiðari opnun - bætir veiðarnar

...minni mótstaða á stærri togfleti

...heldur lögun vel á litlum hraða

...auðveld í köstun og hífingu

...minni titringur og lægri hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni

Lykillað bættum veiðum:

– Veiðarfæri eru okkar fag

Ham

pið

jan

/ O

ttó

/ 3

0.11

201

4

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | [email protected] | www.valka.is

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendurSamvals- og pökkunarflokkari

» Fyrir flök eða bita » Allt að 80 stk á mín. » Lágmarks yfirvigt

» Sjálfvirk kassamötun » Möguleiki á millileggi

» Frábær hráefnismeðh.

18 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

-1,4 gráður og makríllinn um -2 gráður þegar hann er feitastur, enda eru þetta feitari fiskar.“ Þessarar þekkingar hafi Matís aflað í samstarfi við fyrirtæki og há-skóla og síðan farið með hana til fyrirtækja sem nýti hana í dag. „Á þessu sviði höfum við unnið mikið með Eimskip og Ice-landair Cargo, Samherja, ÚA, HB Granda og fjölmörgum öðrum fyrir-tækjum, enda hefur þessi árangur náðst með breiðu samstarfi fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir Sigurjón. Afrakst-ur rannsóknanna er sá að tekist hefur að auka geymsluþol á ferskum fiskflökum úr sex dögum í tólf daga og haldast gæði hans óbreytt í sex til átta daga áður en þau fara að minnka. Svo hægt væri að rannsaka fyllilega kælingu og áhrif hennar þá hannaði og smíðaði Matís kæliherma sem auðvelda alla þróunarvinnu fyrir fersk flök og líkja eftir flutningum í flugi og skipi. Þannig er hægt að sjá áhrifin sem hitasveiflur hafa á vöruna.

„Hermarnir eru notaðir bæði fyrir ferskan og frosinn fisk og þeir eru nánast alltaf fullbókað-ir. Allt flutningaferlið er kortlagt og við komum fyrir hitanemum í fiskinum þannig að við getum mælt nákvæmlega öll áhrif sem hiti og sveiflur í honum hafa á fiskinn og geymsluþol hans. Við eigum orðið mikið af mælingum og þær eru vel nýttar til rannsókna og ferlaþróun-ar,“ segir Sigurjón. Þá séu oft settir nemar í fisk sem verið sé að flytja frá landinu í samstarfi við fiskvinnslufyrirtækin og flutningafyrirtækjun-um svo greint frá niðurstöðum þeirra mælinga. Fyrirtækin sjálf fylgjast síðan vel með sínum eigin skipum og flugvélum. Allt þetta sé hluti af því að draga úr hitasveiflum á meðan á flutn-ingi stendur og hefur þetta skilað þeim árangri að lítið sé orðið um sveiflur. Hvað þorsk varðar er t.d. stillt á mínus eina gráðu og þar helst hit-inn í skipum alla leið. Þegar fiskfarmur fer með farþegaflugi er þetta ekki eins nákvæmt en

hann fari þó nánast aldrei yfir sett mörk og að auki er hann ekki það lengi á leiðinni.

Kassi sem breytir mikluEinn lykilþátturinn í bættu geymsluþoli er frauðplastkassi sem kom á markað um 2011 og var þróaður af Matís, í samstarfi við Promens Tempra. „Það voru tveir nemendur hérna sem komust að því að hitinn í hefðbundnum kassa var ekki jafn í honum öllum heldur var hærri hiti í hornum hans undir umhverfishitaálagi og fiskurinn skemmdist fyrr þar. Hornin voru því rúnnuð og helst nú mun jafnara hitastig í

öllum kassanum undir hitaálagi þannig að fiskurinn hefur sama geymsluþol hvar

sem hann er staðsettur í kassanum.“ Það eru margir sem nota þennan

kassa í dag enda þola þeir líka meira hnjask. Árið 2010 voru 3-7 kg kassar endurhannaðir með rúnnuð horn og árið 2014 var hugmyndin yfirfærð á nýja 60x40

cm vörulínu 10-15 kg flakakassa Promens Tempru.

Þurfum að gera enn beturAðspurður um hvað sé framundan í meðferð og kælingu segir Sigurjón að nú þurfi að fínpússa ferilinn og setja markið á að hægt sé að flytja fersk flök til Norður Ameríku með skipum. Nú þegar liggur fyrir hvernig best er að meðhöndla aflann þá þarf að tryggja að það sé gert. Þá er þörf á því að tryggja rekjanleika. „Kaupandinn á geta séð nákvæmlega hvar fiskur er veiddur, af hverjum og hvenær,“ segir Sigurjón. Þá væri ekki verra ef hægt væri að setja upp umbunar-kerfi þannig að ef skip meðhöndlar afla vel og tryggir þannig gott verð fyrir útgerðina væri hægt að verðlauna skipið fyrir það. „Sjómenn eru margir hverjir að gera frábæra hluti og mega vera stoltir af. Við eigum að bera virðingu fyrir sjómönnum og tala um gæði og hitastig afla af sömu virðingu og magn. Ef sjómenn fengju umbun fyrir að gera vel þá væri það hvetjandi fyrir áhöfnina og enn fleiri myndu leggja sig fram um að skila gæðahráefni.“ Hann segir að vinnslan hafi verið að bæta sig mikið en enn skorti nokkuð á að hráefnismeðferð í bátunum sé eins góð og hún gæti verið. Þess vegna væri gott ef hægt væri að taka upp umbunarkerfi. Það komi því miður enn fyrir að fiskur sé ekki rétt blóðgaður og kældur eins og ætti að vera. ,,Í dag náum við vel utan um kerfið. Til þess að við náum að skapa hámarksverðmæti þurfum við öll að stefna að sama marki og átta okkur á því að við erum í sama liðinu. Við erum að gera vel en það má alltaf gera betur.“

Þegar búið er vinna fiskinn fer hann svo í frauðkassa og fer um 60-70% í slíka kassa sem framleiddir eru af Promens og voru þróaður fyrir fáeinum árum í nánu samstarfi við Matís og sjávarútvegsfyrirtæki.

Áhersla lögð á gæði í 30 ár

Frá 1984 hafa hönnuðir okkar og verkfræðingar lagt hart að sér við að gera Sæplastkerin þannig úr garði að þau þoli allt það mikla álag sem við-skiptavinir okkar ætlast til af þeim. Þeir eru jafn-framt stöðugt að þróa nýjar hugmyndir, leita leiða til að létta líf þeirra sem vinna með kerin og ekki síst til að hámarka megi aflaverðmæti.

www.promens.com/saeplast

Ein af nýjustu afurðum okkar er lúgulokið á 460 og 660 lítra kerin. Þetta lok gerir gæfumuninn þegar halda þarf matvælum, svo sem eins og lifur og hrognum, sem lengst undir loki til að viðhalda fersleika sem lengst.

ára30

PROMENS DALVÍK

Page 10: Sjávarafl 3.tbl 2015

4 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Sjór sækir hart að Kolbeinseyn Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, er nú orðin tvískipt og hefur látið mjög undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land og mældu eyjuna. Vestari hluti Kolbeinseyjar er nú 28,4m x 12,4m og hæsti punkturinn 3,8m. Austari hluti hennar er 21,6m x 14,6m. Skarðið milli eyjahlutanna er 4,1 m að breidd. Miðað var við Kol-beinsey þegar fiskveiðilög-sagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands og hefur hún því mikið sögulegt gildi. Hafa varðskip og flug-vélar Landhelgisgæslunnar fylgst með þróun hennar gegnum tíðina.

Velta tækni-fyrirtækja í sjávarútvegi vex um 13%n Velta tæknifyrirtækja tengdum sjávarútvegi jókst árið 2012 um 13% frá árinu undan og nam veltan tæpum 66 milljörðum. Gert hafði verið ráð fyrir 5-10% vexti.Tæknifyrirtækin hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúað fyrir sjávarútveg og selja vörurnar undir eigin nafni og eru þetta um 70 fyr-irtæki. Á þessu sama tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi. Hefur vöxtur tæknifyrirtækjanna líka verið meiri en í þjóðarfram-leiðslu og fiskvinnslu. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.

Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða

Norrænt samstarfs-verkefni fimm háskóla

Nýtt, norrænt meistara-nám, AQFood, hefur nýlega verið innleitt við Háskóla Íslands en

námið er samstarfsverkefni fimm norrænna háskóla og munu nem-endur útskrifast með meistara-gráður frá tveimur þeirra. Náminu er ætlað að veita nemendum inn-sýn í virðisstjórnun í sjávarútvegi.

Undirbúningur að náminu var styrktur af Norrænu ráðherra-nefndinn, en Norræna nýsköp-unarmiðstöðin hefur síðan styrkt frekari þróun í tengslum við verk-efnið InTerAct. Markmiðið er að efla samstarf háskóla við fyrir-tæki á sviði sjávartengdrar starf-semi og bæta ímynd sjávarútvegs sem spennandi starfsvettvangur fyrir ungt menntað fólk. Heildar-fjöldi nemenda í haust verður milli fimm og tíu og eru í hópnum tveir

Íslendingar. Forkrafan er að nem-endur hafi BS gráðu í verkfræði eða raunvísindum þar sem námið byggir á þeim grunni. Nemendur munu dvelja eitt ár í senn við mis-munandi skóla og útskrifast með meistaragráðu frá þeim. Í boði eru þrjár námsleiðir: Frumfram-leiðsla, veiðar og eldi sem fer fram hjá UMB í Noregi fyrsta árið, Nátt-úrulegar auðlindir sem fer fram hjá NTNU í Noregi fyrsta árið og Iðnað-arframleiðsla sem fer fram hjá DTU í Danmörku fyrsta árið. Seinna árið er svo sérhæfing hjá HÍ samkvæmt skilgreindum námsleiðum sem boðið er uppá í iðnaðarverkfræði, líffræði, efnafræði /lífefnafræði og matvælafræði.

Hérlendis er AQFood vistað hjá Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ og er áhersla lögð á umhverfis- og auð-lindafræði og tengingu við mat-vælafræði. Er þetta gert til að efla þverfræðilegan grunn virðiskeðj-

unnar og tryggja öryggi og gæði eldis- og sjávarafurða.

Mikil áhersla verður lögð á að nemendur vinni í nánum tengslum við fyrirtæki í sjávarútvegi og að verkefnin beinist að vandamálum sem upp koma í virðiskeðju sjávar-afurða. Þá sé tenging á milli þeirra og verkefnamiðlunar Sjávarklasans. Dr. Guðrún Ólafsdóttir, umsjónar-maður námsins, segir að þegar séu góð tengsl milli kennara hjá HÍ og helstu tækni-, framleiðslu og þjón-ustu fyrirtækja í greininni og þeirri góðu samvinnu verði haldið áfram þarna. Guðrún segir mikla þörf fyrir að bæta menntun á öllum sviðum og gildi það fyrir Norðurlöndin öll.

,,Í verkefninu er verið að nýta þá þekkingu sem er þegar til staðar í hverju landi og þarna fáum við samstarf milli skóla, landa á milli, svo þessi þekking nýtist enn betur. Það er svo framtíðardraumurinn að skólakerfið í heild vinni betur sam-an en það gerir núna,“ segir Guðrún.

Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði og Guðrún Ólafsdóttir, verkefnistjóri AQFood námsins.

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Sigrún Erna Geirsdóttir

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.Asaa.is - [email protected]

Bjóðum gott úrval afvökvakrönum fráTMP hydraulic A/S.www.tmphydraulik.dk

TMP báta og hafnarkranar

10 S J áva R a f l

Sjávarklasinn og Startup Iceland í samstarfÍslenski sjávarklasinn og Startup Iceland hafa gert með sér samkomulag um samstarf við þjálfun frumkvöðla í frumkvöðlasetrum Húss sjávarklasans. Í Húsi sjávarklasans eru tvö frum-kvöðlasetur þar sem aðstöðu hafa meðal annars sprotafyrirtækin Herberia, Ankra, Arctic Seafood, Fisherman, Breki, Margildi, Brum og fleiri. Frum-kvöðlasetrin eru rekin með dyggum stuðningi Brims, Eimskips, Icelandair Cargo og Mannvits.

Markmið samstarfs Íslenska sjávarklasans og Startup Iceland er að styrkja frumkvöðlafyrir-

tækin í Húsi sjávarklasans og efla um leið áhuga og skilning fjárfesta á þeim tækifærum sem felast í aukinni fullvinnslu sjávarafurða og sprotum í sjávarklasanum almennt. Stefnt er að því að fyrir-tækin í frumkvöðlasetrunum fái þjálfun frá Star-tup Iceland og Bala Kamallakharan stofnanda þess. Bala hefur víðtæka reynslu af þjálfun frum-kvöðla og fjárfestingum í frumkvöðlafyrirtækj-um. Þá munu fyrirtækin í frumkvöðlasetrunum einnig njóta þess stóra tengslanets sem Startup Iceland hefur bæði hérlendis sem og erlendis.

Venus NS frá HB Granda lagðist við bryggju  í Vopnafirði á Annan í hvítasunnu en skipið er fyrsta skipið í stærsta nýsmíðaverkefni sem íslenskt sjávarútvegsfélag hefur ráðist í.

„Skips flaut ur voru þeytt ar og það hef ur varla farið fram hjá íbú um Vopna fjarðar að nýr kafli í at vinnu sögu þessa fá menna sveit ar fé lags var að hefjast,“ seg ir í frétt HB Granda um heim komu skips ins en þar er jafn framt vitnað í ræðu for stjóra HB Granda, Vil hjálm Vil hjálms son ar, við til efnið. Vilhjálmur segir enn fremur: Það hefur ekki gerst áður í útgerðarsögu Íslendinga að eitt félag hafi ráðist í jafn viðamikið verkefni í smíði nýrra skipa. Floti HB Granda þurfti vissulega á endurnýjun að halda. Flotinn sem í dag hefði verið um 33 ára gamall að meðaltali verður að óbreyttu innan við 8 ára að meðaltali árið 2017 þegar þessu verkefni lýkur.“

VENus koMINN hEIM

Fiskbókin opnuðn Matís hefur opnað Fiskbókina á vef sínum en bókin er fróðleikur um helstu nytjafiska, upplýsingar um veiði þeirra, veiðisvæði, á hvaða árstíma þeir veiðast og helstu veiðarfæri. Tilvalið þykir að nota upplýsingar úr bókinni sem kynningarefni um íslenskan fisk. Segir á vef Matís að með þessari rafrænu útgáfu Fiskbókarinnar sé mögulegt að koma á framfæri margvís-legum upplýsingum um fisk og fiskafurðir, fræðslu og rannsóknum sem þeim tengjast með mun skilvirkari og fjölbreyttari hætti en hægt er í prentaðri bók. Fiskbókin er unnin í samstarfi við Íslandsstofu, Sam-tök fiskvinnslustöðva, Samtök fyrir-tækja í sjávarútvegi og Iceland Seafood International, með stuðningi AVS rann-sóknasjóðs í sjávarútvegi. Bókin er öllum opin til frjálsra afnota, þó ber að geta upp-runans ef upplýsingar úr bókinni eru nýtt-ar í hverskyns annarskonar útgáfu.  Vistun bókarinnar er með þeim hætti að hægt er að prenta hana út í heild, valda kafla eða einstakar síður og nýta þær sem hluta af kynningarefni. Hver einstök síða er merkt upprunanum og er innihald hennar óbreytanlegt. Fiskbókin er önnur í röð rafrænna bóka frá Matís en áður hafði Kjötbókin verið sett í loftið.

Page 11: Sjávarafl 3.tbl 2015

* gildir til 30. 06. 2017

Wise lausnir ehf.Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

- snjallar lausnir

Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV

Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft.

Nú er einnig hægt að fá sjávarútvegslausnir í áskrift.

Aðgangur að O�ce 365 fylgir með Microsoft Dynamics NAV í áskrift.*

Heildstætt �árhagsbókhald

WiseFish hugbúnaður:Útgerð og kvótiVinnslaFramleiðslaSala og drei�ngÚt�utningsker�

Wise sérlausnir:Rafræn VSK skilRafræn sending reikningaÞjóðskrártenging

Ótakmarkaður �öldi fyrirtækjaReglulegar uppfærslurEnginn stofnkostnaður

Wise sérlausnir að viðbættri leið 1:Launaker�Innheimtuker�Bankasamskiptaker�Rafræn móttaka reikninga

Hýsing og afritun í Azure skýjaþjónustu Microsoft. Einu öruggasta og ö�ugasta gagnaveri í heimi.

Microsoft Azure

kr. 34.900 pr. mán.án vsk

kr. 24.900 pr. mán.án vsk

Page 12: Sjávarafl 3.tbl 2015

12 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Innan vébanda Sjómannafélags Íslands er rekinn Styrktar- og sjúkrasjóður félags-ins og er hlutverk hans að styrkja félags-menn SÍ sem verða fyrir tekjumissi vegna

veikinda eða slysa, með greiðslu dagpeninga. Sjóðurinn styður sömuleiðis við heilsurækt og hleypur undir bagga ef kaupa þarf gleraugu eða heyrnartæki.

DagpeningarFullgildir félagar í Sjómannafélagi Íslands sem hafa greitt til sjúkrasjóðs samfellt í a.m.k sex mánuði á undanförnum tólf mánuðum eiga rétt á dagpeningum og styrkjum úr Sjúkrasjóði félagsins. Hafi umsækjandi verið fullgildur meðlimur í sjúkrasjóði annars félags innan ASÍ er sömuleiðis heimilt að veita honum aðild að Sjúkrasjóði SÍ. Hámark greiðslna dagpeninga úr styrktarsjúkrasjóði SÍ er 80% af meðallaun-um síðustu sex mánaða, þó að hámarki 390.000 og 470.000 kr. eftir fimm ára samfellda félags-aðild. Sjóðurinn greiðir að fullu kostnað vegna sjúkra- og endurþjálfunar hjá löggildum sjúkra-þjálfara ef vísað er til hans af lækni, þó mest 25 skipti og er þá miðað við fullt starf. Þá greiðir sjóðurinn helming af kostnaði af dvöl á heilsu-stofnun, þó að hámarki 1.755 kr. á dag, í allt að 42 daga.

Áfengis- og reykingameðferðSjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga vegna áfengismeðferðar, 8.750 kr. á dag, að hámarki í 45 daga. Hægt er að sækja einu sinni um styrk-inn og þarf umsækjandi að hafa verið félags-

maður samfleytt í tólf mánuði. Félagsmaður í SÍ getur líka sótt einu sinni um 152.100 kr. styrk vegna meðferðar til að hætta reykingum og þarf hann að hafa verið samfleytt í félaginu í tólf mán-uði. Sömuleiðis er hægt að sækja um styrk vegna krabbameinsskoðunar og er hún að fullu greidd. Þá er hægt er að sækja um styrk vegna kostn-aðar við líkamsrækt og hægt er að fá 80% þess kostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 45.000 kr. á ári og er miðað við að umsækjandi sé í fullu starfi. Skoðun hjá Hjartavernd greiðir sjóðurinn að fullu ef fyllt er út beiðni sem hægt er að nálg-ast á skrifstofu SÍ.

Tæki og tæknifrjóvgunSjóðurinn styrkir bæði kaup á gleraugum og heyrnartækjum. Greiðir sjóðurinn 45.000 kr. í gleraugnastyrk og hægt er að sækja um á þriggja ára fresti. Hægt er að sækja um 170.000 kr. vegna heyrnartækja á fimm ára fresti. Þá er hægt að sækja um styrk vegna laseraðgerðar og augn-steinaskipta og greiðir félagið 80% af hlut félags-manns, allt að 250.000 kr. Er þetta einn styrkur og þarf félagsmaður að hafa verið samfleytt í fé-laginu í tvö ár. Félagsmaður getur sótt um styrk í sjóðinn vegna tæknifrjóvgunar og nemur styrk-urinn 140.400 kr. Svo félagsmaður geti sótt um þennan styrk þarf hann að hafa verið í félaginu samfleytt í tvö ár og er styrkurinn veittur í eitt skipti.

Göngugreining og sjúkrakostnaðurSjóðurinn styrkir sömuleiðis félagsmenn um 4.095 kr. við gerð göngugreiningar, en ekki

er greitt fyrir innleggið. Sjóðurinn greiðir líka helming af sjúkrakostnaði félagsmanns, að há-marki 45.000 kr. en ekki er endurgreiddur kostn-aður vegna lyfjakaupa. Séu börn félagsmanns langveik er hægt er að sækja um sjúkradagpen-inga í einn mánuð.

DánarbæturEf félagsmaður fellur frá greiðast dánarbætur inn á bankareikning eftirlifandi maka, foreldris eða barns.

1. Vegna félagsmanns sem var á launaskrá við andlát.

a) Sjóðnum er heimilt að greiða dánarbætur til dánarbús sjóðsfélaga sem fellur frá í starfi, er yngri en 70 ára og lætur eftir sig maka og börn. Eingreiddar dánarbætur til virks, greiðandi sjóðs-félaga eru 180.000 kr., miðað við að iðgjöld hafi verið greidd í a.m.k. 6 mánuði samfellt fyrir andlát hans.

b) Dánarbætur virks og greiðandi sjóðsfélaga sem greitt hefur verið af í a.m.k. 5 ár samfellt nema 370.000 kr.

2. Aðrar dánarbætur: Félagsmenn hættir störf-um vegna örorku/aldurs

Dánarbætur vegna andláts sjóðsfélaga sem ekki hafði verið á vinnumarkaði en hafði greitt í sjóðinn a.m.k fimm ár samfellt á undan andláti nema 110.000 kr.

Hleypur undir bagga með fjölmarga hluti

Styrktar- og sjúkrasjóður Sjómannafélags Íslands

Starfsfólk Ísfells óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn.

HAFNARFJÖRÐUR

SAUÐÁRKRÓKUR HÚSAVÍK

AKUREYRI

ÞORLÁKSHÖFN

VESTMANNAEYJAR

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

www.isfell.is

Page 13: Sjávarafl 3.tbl 2015

Starfsfólk Ísfells óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn.

HAFNARFJÖRÐUR

SAUÐÁRKRÓKUR HÚSAVÍK

AKUREYRI

ÞORLÁKSHÖFN

VESTMANNAEYJAR

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

www.isfell.is

Page 14: Sjávarafl 3.tbl 2015

14 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Fimmti hver bolfiskur sem er veiddur við strendur Íslands fer í gegnum uppboð hjá Reiknistofu fiskmarkaða og hefur vöxtur uppboðsins verið mikill frá því

að RSF tók til starfa árið 1992. Blikur eru þó á lofti og hefur magn afla sem boðinn er upp verið að minnka hlutfallslega.

Einstakt á heimsmælikvarðaReiknistofa fiskmarkaða er hlutafélag í eigu þriggja fiskmarkaða og hefur verið starfandi frá 1992. Hlutverk RSF er að halda utan um uppboð á íslenskum afla og fer t.d fimmti hver bolfiskur í gegnum markaðina. Var velta fiskmarkaðanna á síðasta ári á fjórða tug milljarða. Uppboð á afla fer fram daglega klukkan eitt, alla virka daga og á laugardögum að vetri til. Að jafnaði er verið að bjóða upp um 400 tonn á markaðnum á dag, allt frá þorski til náskötu, og taka 200-300 aðilar þátt í uppboðinu. Aflinn er af landinu öllu, frá 26 fisk-mörkuðum sem fá fisk frá 57 löndunarstöðum. Kaupendur eru af ýmsum toga, t.d. fiskverkan-ir, fisksalar, útflytjendur og harðfiskverkendur. Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri RSF, segir uppboðið vera einstakt á heimsvísu

því hvergi annars staðar sé boðinn upp fiskur á sama tíma af landinu öllu. „Við fáum talsvert af erlendum gestum sem eru að kynna sér þetta og þeir eru alveg heillaðir af fyrirkomulaginu! Þetta hefur samt hvergi verið tekið upp því erlendis eru fiskmarkaðir oft í svo mikilli samkeppni hver við annan að það er í mesta lagi boðið upp frá 2-3 mörkuðum samtímis,“ segir hann.

Allir við sama borðNúverandi gagnagrunnur RSF var tekinn í notk-un 2012 og hefur hann ávallt verið í stöðugri þró-un. Sjálft uppboðskerfið er frá 2003 og var hann-að af belgískum sérfræðingum sem hafa gert slík kerfi fyrir m.a. blóma- og ávaxtamarkaði. Kerfið virkar þannig að fólk fær aðgang að markaðin-um og hleður þá niður forriti sem það notar til að tengjast gagnagrunninum. Eyjólfur segir nú sé hins vegar verið að vinna að miklum endur-bótum á kerfinu sem miða að því að ekki þurfi að hlaða niður forriti heldur verði allt á vefnum þannig að fólk geti tengst uppboðinu hvar sem er, hvort heldur sem það er gegnum tölvu, síma eða spjaldtölvu. Uppboðið stendur oftast yfir í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Boðið er upp eftir tegundum í fyrirfram ákveðinni röð eftir ástandi og stærð. Tilviljun ræður röðinni á

seljendum í uppboðinu og staðsetningu aflans. Seljendur tilkynna um afla sem á að fara á upp-boð áður en komið er að landi og oft áður en hann er allur veiddur. Segir Eyjólfur að menn séu mjög glúrnir við að áætla hversu mikið þeir ætla að bjóða upp og ef eitthvað vanti upp á geti fiskmarkaðurinn yfirleitt hjálpað kaupendum að kaupa það sem á vantar. Yfirleitt sé það líka létt verk fyrir markaðina að finna kaupanda að um-framafla.

Auðvelda bókhald útgerðarmannaÖll viðskipti eru bankatryggð og opna kaupend-ur annað hvort ábyrgð í banka eða leggja inn hjá RSF fyrirfram. Kaupandi getur því aldrei boðið í afla nema að hann eigi fyrir því. „Þetta eru alger-lega áhættulaus viðskipti og svo er þetta auðvelt í notkun líka. Notendur hafa verið mjög ánægðir og við höfum fengið að heyra frá fólki að upp-boðin séu í raun forsenda rekstrarins hjá þeim,“ segir Eyjólfur. Í gegnum kerfið er ekki eingöngu hægt að kaupa og selja fisk heldur býður RSF upp á mun víðtækari þjónustu. „Í gegnum kerfið er líka hægt að greiða öll gjöld og við reiknum þau út líka. Þetta eru t.d. greiðslur til flutnings-aðila, gjöld til hafna og markaða, fyrir löndun og vigtun, félagsgjöld, tryggingar og fleira,“ segir

Sigrún Erna Geirsdóttir

Reiknisstofa fiskmarkaða sinnir víðtæku hlutverki

Einstök samvinna íslenskra fiskmarkaða

„Það er mjög algengt að við sjáum um greiðslur fyrir fólk og að við sjáum í raun um mikið af bókhaldinu hjá

útgerðarmanninum. Fólki finnst þetta mjög þægilegt,“ segir Eyjólfur.

MyNd: Atli rúNAr HAlldórSSoN

Page 15: Sjávarafl 3.tbl 2015

15 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

hann. Það séu t.d. samtök sem eru með samn-ing við tryggingarfélögin sem ganga út á að þau gefa afslátt af tryggingum gegn því að fá ið-gjöldin greidd reglulega gegnum kerfið fyrir sína félagsmenn. Þannig losna þau sjálf við að rukka. Bankalán fara sömuleiðis oft í gegnum kerfið og fer þá ákveðin prósenta af sölunni inn á lánið hjá seljandanum. „Það er mjög algengt að við sjáum um greiðslur fyrir fólk og að við sjáum í raun um mikið af bókhaldinu hjá útgerðarmanninum. Fólki finnst þetta mjög þægilegt,“ segir Eyjólfur. Þá fái endurskoðendur oft aðgang að kerfinu og noti það til að skoða allar færslur viðskiptavina sinna.

stuðlar að verðmætasköpunEyjólfur segir að áhrif markaðanna hafi verið víð-tæk og jákvæð. „Fiskmarkaðirnir hafa aukið sér-

hæfingu í fiskvinnslu og nú eru sköpuð verðmæti úr fiski sem áður var hent,“ segir hann og nefnir í því sambandi skötuselinn. Fólk sem kemur með sjávarfang að landi geri sér stundum ekki grein fyrir hvað hægt sé að gera við sérkennilegan afla en ef hann er boðinn upp sjái aðrir kannski tæki-færi í honum og þetta hafi dæmin sannað. Þá hafi markaðirnir stuðlað að bættri meðferð aflans um borð. „Strandveiðarnar fóru misjafnlega af stað hvað meðferð varðar og sá fiskur var í upphafi veiða oft illa ísaður og kældur sem olli verðfalli á fiskinum. Þetta sáu menn, bættu vinnubrögðin og þá hækkaði verðið. Þarna voru markaðsöflin að verki.“ Frá því að uppboðsmarkaðurinn var settur á laggirnar hefur sífellt meira magn fisks verið boðið upp en nú lítur út fyrir að blikur

séu á lofti. Eyjólfur segir að undanfarið hafi afli sem berst inn á markaðina minnkað af ýmsum ástæðum. „Miðstýring og sumar stjórnvaldsað-gerðir minnka framboðið af fiski á markaði enda má byggðakvótinn t.d ekki fara á markað heldur verður að vinnast í héraði. Það eru síðan uppi ákveðnar efasemdir um að það sé í raun og veru gert.“ Eyjólfur segir að menn séu líka í auknum mæli að selja afla beint til fiskvinnslu. „Þessi beinu viðskipti eru ekki alltaf gegnsæ og eðlileg eins og á uppboðsmarkaði.“ Forsvarsmenn fisk-markaða séu þó ekki búnir að gefa upp á bátinn alla von um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi markaðanna. „Það er þjóðarhagur að sem mest af aflanum fari á markað og sé boðinn upp gegn-um RSF.“

Við fáum talsvert af erlendum gestum sem eru að kynna sér þetta og þeir eru alveg heillaðir af fyrirkomulaginu! Þetta hefur samt hvergi verið tekið upp því erlendis eru fiskmarkaðir oft í svo mikilli samkeppni hver við annan að það er í mesta lagi boðið upp frá 2-3 mörkuðum samtímis.

Hlutverk RSF er að halda utan um uppboð á íslenskum afla og fer t.d fimmti hver bolfiskur í gegnum markaðina

∤ Hærra hlutfall í dýrari afurðir∤ Auðveldar ísetningar í flökunarvélar∤ Fullkomin fráskurður∤ Mun betri roðdráttur/heili flök∤ Kostar ekki aukastarf

SPORÐSKURÐARVÉL TC-100

WEB www.4fi sh.isE-MAIL 4fi sh@4fi sh.is

INFO +354 897 6830

Page 16: Sjávarafl 3.tbl 2015

Ótal möguleikar Gildi menntunar verður seint ofmetið

Í dag er svo komið að það er um auðugan garð að gresja þegar kemur að menntun

á sviði sjávarútvegs. Sjávarafl tók saman nokkra af þeim menntunarmöguleikum

sem í boði eru á þessu sviði.

16 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Page 17: Sjávarafl 3.tbl 2015

17 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Háskóli Íslands hefur í sex ár boðið upp á tæknifræðinám í samstarfi við Keili á vettvangi Keilis á Ásbrú. Náms-brautin er í nánum tengslum við at-

vinnulífið og mikið af verkefnum nemenda snýst um að finna lausnir á vanda fyrirtækja. Mörg verkefnanna tengjast sjávarútvegi.

Einstök aðstaða fyrir nemendur Í tæknifræðinni er boðið upp á tvær náms-línur. Annars vegar Orku-og umhverfistækni-fræði þar sem nemendur læra að hanna og þróa tækni til að beisla og nýta græna og endur-nýjanlega orku og hins vegar mekatróník há-tæknifræði, þar sem nemendur læra að hanna og smíða rafeinda- og tölvustýrðan búnað til að bæta gæði daglegs líf og að auka sparnað og hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Eitt af því sem gerir námið frábrugðið mörgum öðrum náms-greinum er hversu verklegt það er og hafa nem-endur einstaklega góða aðstöðu í húsnæði sem áður var framhaldsskóli á gamla hersvæðinu. Hýsir gamli leikfimisalurinn nú t.d ýmis tæki eins og vélmenni sem áður var í eigu bílafram-leiðanda, logsuðutæki o.fl. Þar geta nemendur búið til vélarhluta, sett saman tæki og prófað afraksturinn í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á hvernig hlutirnir líta út á blaði. Hefur þetta m.a skilað nemendum sem hafa verið að standa sig vel í árlegri hönnunarkeppni félags véla- og iðnverkfræðinema og unnu nemend-ur úr tæknifræðináminu keppnina síðasta ár. Sverrir Guðmundsson, forstöðumaður náms-ins, segir að mikil áhersla sé á náin tengsli milli atvinnulífsins og námsins og leita fyrirtæki oft til hans þegar þau standa frammi fyrir tækni-legu vandamáli sem þarfnast sérþekkingar til leysa.

Verkefni fyrir atvinnulífiðNokkur fyrirtæki í sjávarútvegi hafa unnið með nemendum og má t.d nefna Blámar sjáv-arfang. „Það verkefni spratt út frá heimsókn til Sjávarklasans á Suðurnesjum. Þeir nefndu við okkur að þeir væru að leita að lausn á ákveðnu vandamáli sem snerist um að flokka og pakka skel og nú væru tveir starfsmenn að sinna þessu.“ Um helmingur skeljarinnar er skemmd eða ónýt svo mikið magn af skel fellur til og nefndi Blámar líka að gott væri að finna not fyrir ónýtu skelina. „Við sáum fljót-lega að ferlið við að búa til vél sem flokkaði skelina væri of viðamikið verkefni fyrir okkur

svo við ákváðum að taka fyrir pökkunarferlið og að athuga notkunarmöguleika ónýtu skelj-arinnar,“ segir hann. Verkefninu var skipt í tvennt og komu nokkrir hópar nemenda að því. Einn þeirra er Arinbjörn Þór Kristinsson.

„Við sáum að færibandið sem skelin er sett á þurfti að vera talsvert lengra en rýmið hjá fyrirtækinu bauð upp á og við ákváðum því að fara þá leið að nota hæðina í staðinn. Allt ferlið á færibandinu var skoðað vandlega og við hönnuðum alla þætti.“ Færibandinu var skipt í tvo hluta og hæðin nýtt til láta skelj-arnar falla ofan í vigt þaðan sem þær renna svo ofan í pakkningar. Hægt er að stilla vigt-ina og vildi Blámar t.d fá 2,5 kg ofan í hvern poka. Þegar skelin er komin ofan í er klemmt fyrir með álklemmu og pokinn svo látinn í

kar með sjó í því skelin er auðvitað lifandi og þarf góða meðhöndlun. Prófaðar voru nokkrar aðferðir við að loka pokanum og reyndist álk-lemman best. „Þegar ég kynntist verkefninu hélt að við myndum finna lausnina með því að fara á netið í einn eða tvo tíma og sjá hvaða lausnir fyrirtæki úti í heimi væru að nota en ég sá fljótlega að það voru allir að handpakka þessu!“ segir Arinbjörn. Nú er búið að hanna vélbúnaðinn og verkefni sem snýr að því að hanna stýrikerfið stendur yfir. Hér er því um einstakt verkefni að ræða sem gæti haft mikla markaðslega þýðingu.

Rannsakar efnainnihaldiðTæpur helmingur skeljar sem fyrirtæki safnar er ónýtur svo það er um talsvert magn að ræða. Í dag er ónýtu skelinni hent þar sem lítil not hafa fundist fyrir hana og þótti Blámar það vera mikil synd, fyrir utan að það kostar sitt að losa sig við hana. Ef not væru fundin fyrir hratið gæti það líka verið annar en framleiðandinn sjálfur sem nýtt sér hratið og keypti það af framleiðandan-um. Hinn hluti verkefnisins snerist því um að finna þessi not. „Mitt lokaverkefni frá skólanum er að rannsaka og skrá öll efni sem eru í kjötinu og skelinni. Við erum t.d að athuga prótínstyrk og fitumagn og mæla styrk frumefna í hratinu. Kannski eru bara peptíð í skelinni sem má nota, kannski eru verðmætari efni þarna, það á eftir að koma í ljós,“ segir Óli Ragnar Alexandersson. Það gæti svo verið verkefni annars nemanda að vinna úr niðurstöðum Óla.

„Hér búum við til frumkvöðla“ tæknifræðin svarar kalli atvinnulífsins

fólk fRAmtíðARinnAR

Sigrún Erna Geirsdóttir

Við sáum að færibandið sem skelin er sett á þurfti að vera talsvert lengra en rýmið hjá fyrirtækinu bauð upp á og við ákváðum því að fara þá leið að nota hæðina í staðinn. Allt ferlið á færibandinu var skoðað vandlega og við hönnuðum alla þætti.

Arinbjörn og Sverri.

Page 18: Sjávarafl 3.tbl 2015

18 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

hagnýt verkefni skila miklu„Fyrirtæki sýndi fram á þörf og við komum með lausnina. Það er frábært þegar hlutirnir ganga þannig upp og auðvitað er það einstaklega gott fyrir nemendur að geta unnið hagnýt verkefni þar sem reynir á þekkingu þeirra,“ segir Sverr-ir. Hönnunar- og prófunarferli sem þetta sé þó bæði langt og dýrt og lykilatriði sé að fá styrki.

„Við höfum t.d fengið styrk frá Vaxtarsamn-ingi Suðurnesja og það hefur munað miklu. Við hefðum aldrei bolmagn til þess að leggja sjálfir út í svona verkefni.“ Þegar verkefnið hófst var Blámar undirverktaki hjá Íslandsskel og vinnur skólinn nú verkefnið í samvinnu við síðara fyr-irtækið. Hluti af tilraunagerð færibandsins hef-ur verið búinn til en enn er ekki ljóst hvort allt færibandið verður gert. „Næsta skref er að búa vélina til en það er ekki í verkahring skólans. Við fundum lausnina og svo er undir öðrum komið að vinna á grundvelli hennar.“

ungum út sprotumSverrir segir að úr Tæknifræðinni komi fólk á háskólastigi sem geti strax að loknu námi stofnað fyrirtæki, gjarnan byggt á grundvelli rannsókna og verkefna sem hafa verið unnin í skólanum. „Það er okkar markmið að hér verði til frumkvöðlar sem vinna út frá lokaverkefn-um; hérna ungum við út sprotum. Það er marg-ir sem setja það fyrir sig í byrjun að þurfa að keyra alla leiðina hingað en fólk er mjög fljótt að sættast við það og þetta er styttra en maður heldur. Hér á Keilissvæðinu hefur byggst upp gott þekkingarsamfélag og við búum t.d að því að Nýsköpunarmiðstöðin er hér við hliðina á okkur enda erum við í nánu samstarfi við hana.“

Tæknifræðin svari kalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu fólki á tæknisviði og nemendur kunni vel að meta hversu verkefnamiðað námið er. Fólk með reynslu og eða iðnmenntun sæki líka talsvert í námið sem sé gott þar sem mikil þörf sé á slíku fólki sem hefur að auki bætt við sigtæknimenntun á háskólastigi. „Nú er verk-efnið bara að gera námið enn sýnilegra svo fleiri viti af okkur!“

Hluti af færibandinu sem um er rætt.

Skipahönnun

Ráðgjöf

Eftirlit

Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík

sími: 544 2450 [email protected] www.navis.is6 S J áva R a f l m a r s 2 0 1 5

Mottumars var haldinn í áttunda sinn nú í mars og söfnuðust rúmar tutt-ugu milljónir. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi er aðalstyrkartaðili

átaksins. Slagorðið að þessu sinni var „Hugsaðu um eigin rass“.

Góður árangurÁtakinu Mottumars lauk formlegri áheitasöfnun þann 20.mars og höfðu þá safnast 20.007.327 kr. Þúsund einstaklingar og sextíu lið söfnuðu áheit-um til stuðnings Krabbameinsfélaginu en átakið er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Sigur-vegari í einstaklingskeppni var Bjarki Hvannberg, hann safnaði 1.132.000 kr. Í liðakeppni var það lið Druida sem safnaði mest eða 705.000 kr. Einn af liðsmönnum Druida var Trausti Ingólfsson, fyrrum yfirvélstjóri á Arnarfellinu.Fegurstu mottunni að mati Meistarafélags hárskera, skartaði Hjörleifur Jónsson.Verðlaunaafhendingin fór fram í Egilshöll og kepptu þá slökkviliðið, lögreglan, landhelgis-

gæslan, tollverðir og fangaverðir í íshokkí. Það var Jakob Jóhannsson formaður stjórnar Krabbameins-félagins og Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem veittu sig-urvegurum í hokkíinu verðlaun en SFS eru aðal-styrktaraðili Mottumars í ár og næstu tvö árin. Þús-und einstaklingar og sextíu lið söfnuðu áheitum á síðunni mottumars.is til stuðnings Krabbameinsfé-laginu. Rétt er að geta þess að þótt formlegri söfnun áheita í Mottumars 2015 sé nú lokið verður hægt að leggja átakinu lið fram að mánaðarmótum í gegn-um vefsíðu mottumars.is og ýmsa samstarfaðila. Fólki er líka bent á að senda sms í númerið 908 1001, 908 1003 og 908 1005 og gefa 1.000, 3.000 eða 5.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Flottar áhafnirNokkrar áhafnir og fyrirtæki í sjávarútvegi lögðu málefninu lið og má nefna áhöfnina á Aðalsteini Jónssyni frá Eskifirði sem safnaði rúmum 188 þúsundum, áhöfnina á Jóhönnu frá Þorláks-höfn sem safnaði 168 þúsund, áhöfnina á Júlíusi

Geirmundssyni frá Ísafirði sem safnaði 44 þús-undum og áhöfnina á Jóni Kjartanssyni frá Eski-firði sem safnaði 122 þúsundum. Þess fyrir utan tóku SFS, Fiskistofa og HB Grandi þátt í átakinu líka. Ýmsir aðilar lögðu verkefninu lið og með margvíslegum hætti. Sigrún Edda Eðvarsdóttir, verkefnastjóri tískufyrirtæksins Eyland, kom t.d færandi hendi á skrifstofu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með ljómandi fallega boli sem eru til sölu hjá Krabbameinsfélaginu ásamt alls kyns öðrum varningi sem átakinu tengist, svo sem skegghring, skeggvaxi, lyklakippu og fleira. Bolinn hannaði  Jón Gn arr, fyrr ver andi borg ar-stjóri, fyrir Eyland og sýnir myndin á honum verkið „Dreng ur inn með tárið,“ eft ir Bruno Ama-dio, með yfi r var ar skegg Salvardors Dalís.Rann-sóknir sýna að karlmennskan getur verið dýr-keypt því karlar leita yfirleitt seinna til læknis en konur. Því fyrr sem sjúkdómurinn greinist – því meiri líkur á lækningu. Í mottumars er hins veg-ar reynt að nota karlmannlegt yfirvaraskeggið til að minna karlmenn á að gefa heilsu sinni gaum.

SFS aðalstyrkaraðili Mottumars Mottan í áttunda sinn

Frá vinstri: Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á Helgu Maríu frá HB Granda, Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Jakob Jóhannsson, formaður Krabbameinsfélagsins, Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Haukur Þór Hauksson, aðstoðar-framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Sigurgeir Freyr Pálmason, háseti á Helgu Maríu, og Loftur Gíslason, útgerðarstjóri ísfisksskipa HB Granda, afhjúpa fyrstu mottur marsmánaðar.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorarog stjórnbúnaðurStjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.

Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

Page 19: Sjávarafl 3.tbl 2015

Skipahönnun

Ráðgjöf

Eftirlit

Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík

sími: 544 2450 [email protected] www.navis.is

Page 20: Sjávarafl 3.tbl 2015

20 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

IÐAN fræðslusetur býður upp á raunfærni-mat þar sem færni og þekking úr starfi er metin til eininga inn í framhaldsskóla. Þeg-ar einstaklingur hefur lokið raunfærnimati

í ákveðinni grein liggur fyrir hvaða áfanga hann fær metna og hvaða áföngum hann þarf að ljúka í skóla. Boðið hefur verið upp á dreifnám í vél-stjórn til A réttinda og hefur það verið afar vin-sælt. Nýtt verkefni, Sjósókn, gerir það enn ein-faldara fyrir sjómenn að mennta sig.

Hjá IÐUNNI fræðslusetri í Reykjavík eru í boði alls kyns starfstengd námskeið m.a. á málm- og véltæknisviði. IÐAN býður sömuleiðis upp á raunfærnimat fyrir þá sem ekki hafa lokið form-legri menntun en hafa aftur á móti nokkra starfs-reynslu og langar til þess að halda áfram í námi. Raunfærnimatið gengur út á að meta þá þekk-ingu og færni sem einstaklingar hafa aflað sér í starfi, inn í framhaldsskólana og getur það ver-ið möguleg stytting á náminu. Inntökuskilyrði í raunfærnimat í vélstjórn er að hafa náð 25 ára aldri og hafa fimm ára starfsreynslu í greininni. Í framhaldinu getur fólk svo tekið fögin sem upp á vantar í skóla svo það geti lokið námi sínu. „Vél-stjórn hefur t.d verið vinsæl meðal þeirra sem

hafa starfsreynslu á því sviði og fyrir þá er í boði dreifnám á A stigi m.a. við Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri. Menn sem eru í fullri vinnu úti á sjó hafa gjarnan valið það enda eru þetta oft fjölskyldumenn líka,“ segir Edda Jóhannesdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá IÐ-UNNI. Raunfærnimat er reyndar mögulegt upp í B stig vélstjórnar en ekki er boðið upp á dreif-nám í B stigi ennþá. Edda segir að nánast allir skipverjar sem til þeirra leiti fái ágætis mat enda séu þetta reynslumiklir menn upp til hópa. „Þeir sem eru ákveðnir í að ná sér í réttindin taka sér frí eina og eina önn til þess að halda áfram ef ekki er boðið upp á þá áfanga sem upp á vantar í dreifnámi,“ segir hún. Talsvert er líka um að

Aldrei of seint að halda áfram í námi

Menntun kynnt skipsverjum um borð í skipum

fólk fRAmtíðARinnAR

Sigrún Erna Geirsdóttir

Page 21: Sjávarafl 3.tbl 2015

21 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

menn sem eru komnir með gamla fyrsta stigið í vélstjórn vilji bæta við sig. Þeir taka þá áfangana sem upp á vantar að loknu raunfærnimati, gjarn-an í dreifnámi. Margir umsækjendanna eru líka vélvirkjar sem hafa áhuga á að læra vélstjórn. Oft voru þeir búnir með eitthvað annað en vélstjórn-arnámið þegar þeir fóru að vinna á sjónum og það nýtist þeim við matið. Margir vélstjóranna eru líka hættir á sjó og vilja bæta við sig menntun sem nýtist enn betur í landi.

Vinsælt dreifnámRaunfærnimatið er ákveðið ferli og mat í vél-stjórn tekur oft lengri tíma en aðrar greinar þar sem menn eru gjarnan úti á sjó og verða að nýta tímann milli túra. Einnig þarf tími matsaðila, þ.e. þeirra sem meta einstaklingana, að passa saman við tíma þátttakenda. Það er t.d algengt að vetr-arfrí og dymbilvika séu notuð til þess að meta en algengt er að allt matsferlið sé 6-10 vikur. Í kjöl-farið fara menn svo yfirleitt í dreifnám sem hefur verið mjög vel sótt og iðulega hafa þessir áfangar verið fullbókaðir hjá Tækniskólanum. „Við erum í samvinnu við Tækniskólann sem kennir bæði vél-stjórn og skipsstjórn og menn fara gjarnan þang-að í nám. Vélstjórn er líka kennd við Verkmennta-skólann á Akureyri í dreifnámi og höfum við verið í samvinnu við þá líka,“ segir Edda. Dreifnámið virkar þannig að menn koma í staðbundnar lotu, eina helgi, í mánuði og eru lotunar skipulagðar fram í tímann. Þess á milli vinna menn verkefni og skila rafrænt. Hversu lengi dreifnámið stendur fer eftir því hvað menn eiga mikið eftir. Einhverjir hafa náð þessu á einum vetri en aðrir eru eitthvað lengur. Út úr vélstjórnardreifnámi geta menn fengið 750kw réttindi. „Menn af sjó sækjast gjarn-an eftir í að komast í 1500kw vélstjórnina en þar sem hún er ekki kennd í dreifnámi hafa menn ver-ið að fá frí til þess að klára það nám,“ segir Edda. IÐAN tekur gjarnan einn hóp á ári í raunfærnimat í vélstjórn og segir hún vera nokkuð misjafnt hvað hóparnir eru stórir en yfirleitt eru þetta í kringum

15 manns sem sé mjög passlegt. „Hópurinn sem við tókum inn síðasta haust var fimmtán manns en árið á undan var hann mjög stór, þá voru það um þrjátíu,“ segir hún.

Ekki of seint að klára stúdentinnTöluvert af mönnum fer í raunfærnimat í skips-stjórn en það mat hefur farið fram hjá Visku, fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Skipsstjórnarbrautin við Tækniskólann býður upp á dreifnám líka og hefur það nám sömuleiðis notið vinsælda. Edda segir að fyrir utan endurmenntun og raunfærnimat bjóði IÐAN líka upp á almenna námsráðgjöf og sé fólk talsvert duglegt að nýta sér hana. Margir hafi t.d áhuga á að ná sér í stúdents-próf vegna háskólanáms eða bæta við sig áföngum til að ljúka iðnnámi. Góður hluti þessa hóps hefur þá eitthvað nám að baki sem þarf að meta og er það gert í samvinnu við framhaldsskólana. Edda segir vélstjóra t.d vera mjög frambærilega fyrir há-skólanám þar sem þeir hafi lokið mörgum áföng-um sem nýtast til stúdentsprófs, eins og stærð-fræði, íslensku, ensku og dönsku. „Það getur því verið mjög sniðugt að bæta við sig fögum í samráði við framhaldsskóla svo þeir hafi stúdentspróf sem opnar svo leiðina inn í háskólana.“

sjósókn – nýr námsvettvangur fyrir sjómennUm síðustu ármót fór af stað nýtt samvinnuverk-efni nokkurra símenntunarmiðstöðva sem nefn-ist Sjósókn. Verkefnið er styrkt af Sjómennt og samstarfsaðilar í því eru Símey á Akureyri, IÐAN fræðslusetur og Mímir símenntun í Reykjavík, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Viska í Vestmannaeyjum. Verkefnið sem stendur yfir í eitt ár gengur út á að ná betur til skipverja. Sí-menntunarmiðstöðvarnar eru í samvinnu við nokkrar útgerðir í þessu verkefni. „Samvinnan felst í því að útgerðirnar aðstoða okkur við að ná til hópsins. Símenntunarmiðstöðvarnar í samvinnu við útgerðirnar kynna verkefnið fyrst fyrir starfsfólki og senda þeim kynningarefni

og símenntunarmiðstöðvarnar sjá svo um fram-kvæmd raunfærnimatsins og námsráðgjöf í kjöl-farið. Það eru nokkrar greinar til raunfærnimats í verkefninu, s.s vélstjórn, skipsstjórn, matsveinn, fisktækni, iðngreinar og almennar bóklegar greinar. Eftir raunfærnimatið er einstaklingum veitt ráðgjöf um hvaða leiðir eru í boði til að ljúka námi. Í verkefninu er einnig boðið upp á Mennta-stoðir, þar sem kenndar verða almennar bókleg-ar greinar í fjarkennslu. Edda segir að útgerðirn-ar hafi tekið mjög vel í þetta samstarf og menn hafi sýnt þessu áhuga. „Þetta er nýfarið af stað hér hjá okkur og við erum að kynna þetta um þessar mundir fyrir starfsmönnum HB Granda. Fyrirkomulagið verður þannig að haldnir verða kynningarfundir annað hvort hjá símenntunar-miðstöðvum eða farið um borð í skipin kannski klukkustund fyrir brottför og verkefnið kynnt fyrir sjómönnum. „Þetta er alveg ný nálgun því yfirleitt eru kynningarnar haldnar hér hjá okkur. Þarna er hins vegar farið inn á vinnustaði til þess að kynna þennan valkost. Ég held að þetta eigi eftir að gefa góða raun, við náum þá til fleiri og fólk hefur beinan aðgang að okkur og getur spurt nánar út í verkefnið. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.“ Edda leggur áherslu á að þótt verið sé að vinna að Sjósókn með ákveðn-um útgerðarfyrirtækjum sé öðrum auðvitað vel-komið að hafa samband, lítið mál sé að bæta við fólki frá öðrum útgerðum. „Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að bæta við sig námi til að hafa samband, það er aldrei of seint að mennta sig.“

Við erum í samvinnu við Tækniskólann sem kennir bæði vélstjórn og skipsstjórn og menn fara gjarnan þangað í nám. Vélstjórn er líka kennd við Verkmenntaskólann á Akureyri í dreifnámi og höfum við verið í samvinnu við þá líka.

Edda Jóhannesdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá IÐUNNI.

Page 22: Sjávarafl 3.tbl 2015

Uppgangur fiskeldis hefur verið mikill undanfarin ár og er spáð áframhald-andi vexti, sérstaklega í laxeldi. Ein af forsendum þess að atvinnugreinin

geti dafnað er framboð af fólki sem hefur mennt-að sig á þessu sviði. Ársnám í fiskeldisfræðum við Háskólann á Hólum getur opnað margar dyr.

Vaxandi áhugi á náminuVið Háskólann á Hólum er rekin fiskeldis- og fiska-líffræðideild og er námið tvíþætt. Annars vegar er um að ræða eins árs diplómunám í fiskeldisfræði og hins vegar rannsóknartengt meistaranám í sjáv-ar- og vatnalíffræði. Bjarni Kristófer Kristjánsson, deildarstjóri, segir aðsókn að náminu hafa verið sveiflukennda í gegnum tíðina og hefur hún gjarna tengst þjóðfélagsumræðu um fiskeldi. „Flestir hafa nemendurnir verið fimmtán og fæstir einn. Núna eru sjö nemendur í fiskeldisnáminu sem er nokkuð dæmigerður fjöldi.“ Bjarni segist hafa orðið var við vaxandi áhuga á náminu í vor, enda hefur verið töluvert fjallað um uppgang í fiskeldi í fjölmiðlum í vetur. Nemendafjöldi næsta vetur gæti því hæg-lega farið yfir meðaltalið. Ætlast er til þess að fólk sé komið með stúdentspróf þegar sótt er um inn-göngu í námið en Bjarni segir að einstaklingar með reynslu úr faginu komi vel til greina, jafnvel þó þeir hafi ekki lokið stúdentsprófinu. „Reyndar hafa fæstir nemenda okkar lokið stúdentsprófi þegar þeir hefja nám hjá okkur og við hvetjum eindreg-ið þá sem hafa áhuga á náminu og hafa lokið ein-hverjum áföngum á framhaldsskólastigi til að hafa samband við okkur,“ segir hann. Umsækjendur án stúdentsprófs eru boðaðir í viðtal og inntökupróf og segir Bjarni að þá opnist oft augu viðkomandi fyrir því að þeir geti staðið sig vel í námi. „Kannski voru þeir bara ekki á réttri braut áður en þau sóttu um hjá okkur,“ segir hann.

Aðgengilegt námFlestir nemendanna hafa annað hvort starfað í greininni eða öðrum sjávarútvegstengdum grein-um. „Hérna er mikið af fólki sem er að vinna á fiskeldisstöðum og semur við sína yfirmenn um að fá að mennta sig meira og þannig bæta sig sem starfsmenn.“ Bjarni segir að til að koma til móts við þörfina fyrir fiskeldismenntað fólk hafi nám-inu verið breytt fyrir fimm árum. „Þá breyttum við þessu í fjarnám og kennum námskeið í lotum sem standa yfir 2-4 vikur í senn, með stuttum heim-

sóknum hingað norður. Námið er því orðið mun aðgengilegra fyrir fólk sem hefur ekki tök á því að dveljast hér.“ Þetta hafi skilað sér í auknum nem-endafjölda og telur Bjarni jafnvel líklegt að námið væri ekki til staðar í dag ef því hefði ekki verið breytt. Námið sé sífellt í endurskoðun og núna sé t.d verið að kanna endurmenntunarmöguleika. Samstarf við fiskeldisfyrirtækin er talsvert þar sem deildin byggir að miklu leyti á rannsóknum. Rannsóknirnar eru gjarna stundaðar af meistara- og doktorsnemum við deildina og eru oft unnar í samstarfi við atvinnulífið. Þá rekur skólinn kyn-bótastöð fyrir bleikju og sér hún bleikjueldis-stöðvum fyrir kynbættum hrognum. Sérfræðing-arnir sem kenna hjá skólanum eru sömuleiðis vel tengdir við fiskeldisfyrirtækin og fylgjast því vel með því sem er að gerast í greininni. Fisk-eldisnáminu lýkur svo með tólf vikna verknámi á fiskeldisstöðvum þar sem þeir kynnast klaki, seiðaeldi, áframeldi, slátrun og vinnslu og byggja nemendur þar á þeirri bóklegu þekkingu sem þeir hafa áður aflað sér í náminu. Algengt er síðan að þeir fái vinnu á þessum stöðum að námi loknu.

Miklir starfsmöguleikarTalsvert fleiri karlar en konur starfa í sjávarút-vegi og hefur líka mikið hallað á konur í fisk-

eldisnáminu. „Það er aðeins ein og ein kona sem hingað kemur en þær sem hafa komið hafa staðið sig mjög vel í náminu og eins í sínum störf-um þegar námi lýkur,“ segir Bjarni. Hann segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að námið sé ekki endastöð heldur geti það einnig verið góður undirbúningur fyrir frekara nám. „Margir halda áfram og fara annað hvort í sjávarútvegs-fræði eða líffræði við HÍ. Stelpurnar hafa verið að standa sig mjög vel þarna líka og ein lauk t.d. tveimur gráðum hjá okkur og er núna í meistara-námi í líffræði, með humar sem sérsvið.“ Meðal-aldur nemenda í fiskeldisfræðinni er um þrítugt enda koma fáir beint úr menntaskóla. „Hérlendis eru fordómar gagnvart því að vinna í fiski og með fisk og það er ekki fyrsta hugsun fólks sem lýkur framhaldsskólanámi að fara í fiskeldisnám. Yfir-leitt fer fólk að hugsa um fisk og fiskvinnslu þeg-ar það hefur kynnst faginu á einhvern hátt.“ Fjöl-miðlaumfjallanir um fiskeldi hafi þó stundum þau áhrif að áhugi á faginu kvikni hjá fólki. Við spyrjum Bjarna að lokum hvernig starfsmögu-leikar fólks séu þegar náminu lýkur. „Mjög marg-ir vilja halda áfram í námi og byggja þá á góðum grunni. Hinir hafa langflestir gengið beint í störf þannig að þetta er mjög hagnýtt nám með góða starfsmöguleika.“

22 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Fiskeldisfræðin hefur upp á margt að bjóða

Spennandi nám við Háskólann á Hólum

fólk fRAmtíðARinnAR

Sigrún Erna Geirsdóttir

„Flestir hafa nemendurnir verið fimmtán og fæstir einn. Núna eru sjö nemendur í fiskeldisnáminu sem er nokkuð dæmigerður fjöldi,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, deildarstjóri.

Page 23: Sjávarafl 3.tbl 2015

Hafnargata 2, 735 Eskifjörður – Grandagarður 16, 101 Reykjaví[email protected]

EGERSUND ÓSKARSJÓMÖNNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Page 24: Sjávarafl 3.tbl 2015

24 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Hagnýtt meistaranám í sjávartengdri nýsköpun er nýtt nám við Háskóla-setrið á Vestfjörðum og er það í sam-vinnu við Háskólann á Akureyri og

Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Markmið náms-ins er að nemendur læri að skapa sér atvinnu-tækifæri sem á einhvern hátt tengjast sjónum, hvort sem þau tengjast fiskeldi, matvælafram-leiðslu, tæknigeiranum, orkuframleiðslu, ferða-mennsku eða menningu.

Einstaklingsmiðað námNáminu er ætlað að gefa nemendum innsýn í mál-efni hafs og stranda og í eðli og skilyrði nýsköpun-ar og reksturs örfyrirtækja. Hver og einn nemandi mótar einstaklingsmiðaða námsáætlun sem tekur mið af fagtengdum námskeiðum, rekstrartengd-um námskeiðum og þróun nýsköpunarhugmynd-ar. Peter Weiss, forstöðumaður meistaranámsins, segir markhóp námsins vera nemendur Háskóla-setursins og annarra íslenskra háskóla, nemendur í erlendum samstarfsskólum og síðast en ekki síst fólk úr atvinnulífinu. Öll námskeið Háskólaseturs eru kennd í lotum sem gerir þau aðgengileg fyrir fólk sem ekki hefur tök á því að helga sig algerlega hefðbundnu, fullu námi. Í vor bauð Háskólasetrið upp á tvö vettvangsnámskeið í tengslum við námið, annars vegar um nýsköpun í fiskeldi og hins vegar um nýsköpun í nýtingu hafsins. Kennarar á nám-skeiðunum voru annars vegar Dr. Peter Krost, sem hefur kennt námskeið í fiskeldi hjá Háskólasetr-inu áður og rekur þararækt í Eystrasalti, og María Maack líffræðingur, sem hefur lengi unnið fyrir Ís-lenska nýorku. Námskeiðin voru bæði fræðileg og verkleg.   Fyrir hádegi var farið í kjölinn á helstu úrlausnarefnum fiskeldis annars vegar og nýt-ingu þangs og þara hins vegar. Eftir hádegið var farið í fyrirtækjaheimsóknir og þær svo ræddar. Á Tálknafirði fengu þátttakendur t.d að sjá bæði klak-stöð hjá Bæjarvík/Arnarlaxi, stóra klakstöð sem er í byggingu hjá Dýrfiski og slátrun hjá Fjarðalaxi. Fjórða daginn fóru nemendur svo til Tungusilungs og fengu að smakka afurðirnar hjá þeim og heyra hvernig þetta fjölskyldufyrirtæki hefur fetað sig í þessu umhverfi. Á Reykhólum heimsóttu þau Þör-ungaverksmiðjuna og Norðursalt. Sérstaka lukku vakti hins vegar Guðjón Dalkvist Gunnarsson, stofnandi Glæðis, en Glæðir er lífrænn áburður fyrir gróður sem aðallega er framleiddur úr þangi.

„Hann er með framleiðsluna í bílskúrnum sínum og

sýndi krökkunum fram á að verkefnin þurfa ekki endilega að vera óyfirstíganlega stór; það var þeim mikil hvatning,“ segir Peter. Kvöldin fóru svo í að vinna að nýsköpunarverkefnum að eigin vali.  

hlutverkaleikir gagnlegirPeter segir að Vestfirðingar séu almennt hug-myndaríkir en stundum vanti nokkuð á úr-vinnsluna og því sé lögð á það áhersla að horfa á verkefnin með gagnrýnum augum og finna þannig bestu hugmyndirnar. „Á námskeiðunum fórum við t.d í hlutverkaleik og stofnuðum Eldis-sjóð Vestfjarða. Allir voru í stjórn og fengu sömu upphæð til ráðstöfunar. Eingöngu þau verk-efni sem fengu nægilegt stofnfé fengu brautar-gengi.“ Hann segir að hlutverkaleikurinn hafi tekist með ágætum og hafi verið góð leið til að skilja hvaða skilyrði verkefni verða að uppfylla svo ákveðið sé að leggja þeim til hlutafé. Finnur Árnason, sem hefur lengi unnið fyrir Nýsköp-unarsjóð Atvinnulífsins, kom sem gestafyrirles-

ari og kynnti fyrir þátttakendum helstu atriðin sem fjárfestar fiska eftir og hvað veldur helst misskilningi milli fjárfesta og frumkvöðla. „Svo var mjög áhugavert að sjá að sumir þátttakendur treystu sér ekki til að fjárfesta í sínum eigin verk-efni þegar til kastanna kom. Sömuleiðis var líka aðdáunarvert að sjá hvernig sumir þátttakend-ur komu sínum verkefni á framfæri og tryggðu þeim stofnfé.“ Verkefnin sem nemendur unnu að áttu að vera þannig að þeir treystu sér til að gera viðskiptaáætlun fyrir þau. „Fyrir vikið urðu oft minni verkefni fyrir valinu þar sem þau eru oft raunhæfari kostur. Þetta veltir síðan upp spurningunni hvort sé betra fyrir Vestfirði, mörg smærri verkefni eða eitt risastórt,“ segir hann.

Frá laxatjörn til þarableksSem dæmi um hugmyndir sem nemendur höfðu má nefna sameldi tegunda, svo sem laxeldis, þara og bláskeljar, fiskbíl sem byði hollan valkost við hamborgara, þarasmjör og sjávarrétta veitingahús.

„Sum verkefni voru svolítið klikkaðri en önnur en þannig þarf nýsköpun einmitt að vera stundum. Ein af óvenjulegri hugmyndunum var að leyfa þeim sem komast ekki að í laxveiðiám að veiða í tilbúnum laxveiðitjörnum og láta taka mynd af sér! Fulltrúar þessarar hugmyndar voru mjög eljusamir og alls ekki til í að afskrifa hana. Svo var einn þátt-takandinn sem vildi mala þang því hann var sann-færður um að úr því væri hægt að framleiða blek og svo sannarlega fékk hann einhvern lit á blað. Hann reiknaði svo út að blekframleiðslan, ekki síst í formi blekhylkja, gæti orðið að hreinni gullnámu.“ Flest-ar hafi hugmyndirnar þó verið á raunhæfari nótum og nefnir Peter að tveir þátttakendur frá höfuðborg-arsvæðinu séu að hugsa um að útvista hluta starf-semi sinnar til Reykhóla. Í vettvangsferð þangað nýttu þeir sér því tækifærið, kynntu sér aðstæður og ræddu við sveitarstjóra. Í ljósi þess hversu vel heppnuð vettvangsnámskeiðin þóttu hefur Há-skólasetrið ákveðið að bjóða upp á eitt vettvangs-námskeið á næsta ári og þá á Ísafirði. 

Að skapa sér sín eigin tækifæriPeter segir erfitt að meta hver afrakstur svona námsbrautar sé en einhvers staðar verði að planta þeirri hugmynd að atvinnulífið þýði ekki eingöngu fastráðning hjá hinu opinbera, og framtíðarstarf geti stundum legið í því að byggja upp einhverja starfsemi sjálfur. „Vonandi hafa þessi námskeið náð að sá þeim fræjum en vissu-lega er óvíst hvort og hvenær þau spíra. Dropinn holar þó harðan steininn og fyrr eða síðar munu nýsköpunarverkefnin vonandi gera það. Þannig væri markmiði okkar með námsbrautinni náð.“

„Stundum verða hugmyndir að vera svolítið klikkaðar“

Spennandi námsbraut í sjávartengdri nýsköpun

fólk fRAmtíðARinnAR

Sigrún Erna Geirsdóttir

Page 25: Sjávarafl 3.tbl 2015

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/G

RA

725

48 0

5/15

FISKISLÓÐ

FISKISLÓÐ

BÍLASTÆÐI

BÍLASTÆÐI

YKKUR ER BOÐIÐ Á FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ

HB GRANDA Á SJÓMANNADAGINN

7. JÚNÍ

SKEMMTIDAGSKRÁ

Til að fagna Sjómannadeginum bjóðum við til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda við Norðurgarð.

Við opnum svæðið kl. 13.00. Boðið verður upp á humarsúpu, þorskbita, kökur, snúða, kleinur og popp. Einar Einstaki verður með spilagaldra og HB Grandi gefur spilastokka. Á svæðinu verður stultufólk frá Sirkus Íslands og boðið verður upp á andlitsmálningu. Leiktæki fyrir börn á öllum aldri og fjörug dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

– Atli Þór heldur uppi fjörinu– Latibær kemur hreyfingu á mannskapinn– Einar Einstaki sýnir spilagaldra– Lína Langsokkur– Flökunarkeppni Fræga Fólksins– Skoppa og Skrítla syngja og leika

Dagskrá lýkur kl. 16.00

Komdu og njóttu Sjómannadagsins með fjölskyldunni.

HÁTÍÐARSVÆÐIHB GRANDA

#HBGRANDI

Page 26: Sjávarafl 3.tbl 2015

26 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Um miðjan maí mánuð útskrifaðist fyrsti árgangur  Marel vinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum fisk-

vinnslunnar sem er sífellt að verða tæknivædd-ari með áherslu á framleiðslugæði og hámarks-nýtingu hráefnis. Mikill skortur er á fólki með ákveðna tækni-, hugbúnaðar- og vinnsluþekk-ingu í fiskiðnaði og svarar þetta nám kalli iðn-aðarins.

Námið skiptist í tvær annir, grunnnám á haus-tönn og sérhæft nám í Marel búnaði á vorönn. Hlutverk grunnámsins er byggja upp bakgrunn nema til að hann eigi auðveldara með að tileinka

sér tæknilegt efni sem kennt er nær eingöngu á Marel tæki og hugbúnað í húsakynnum Mar-el.  Kennt er í lotum þar sem farið er í ákveðna tækjaflokka, svo sem framleiðsluhugbúnað, vog-ir, snyrtilínur, skurðarvélar ofl. Í lok annarinnar er farið í vinnustaðagreiningar og lagt fyrir loka-verkefni sem felst í að greina vinnsluferli valdra fiskvinnslufyrirtækja með það að markmiði að auka afköst, gæði og skilvirkni.

Að loknu námi eiga menn að vera með góða innsýn í virkni tækja og hugbúnaðar í fisk-vinnslu og geta sinnt ákveðnu fyrirbyggjandi viðhaldi ásamt því að geta sett upp einfalda staðlaða vinnslulykla í helstu Marel tækjum.

Það voru 8 einstaklingar sem luku námi í þessum fyrsta áfanga. Nemendur komu frá ýms-um stöðum á landinu svo sem Reykjavík, Vest-mannaeyjum, Sandgerði, Akranesi og Grindavík. Það var glaðhlakkalegur hópur sem tók við próf-skírteinum og minjagrip um námið í húsakynn-um Marel ásamt sínum nánustu. Námið gefur þessum nemendum góða möguleika á að bæta enn frekar við sig þekkingu og þar með aukna möguleika á vinnumarkaðnum. Innritun fyrir næsta vetur er þegar hafin hjá Fisktækniskóla Ís-lands en hámarksfjöldi verður takmarkaður við 12 einstaklinga. Nánari upplýsingar um námið er að finna á fiskt.is.

Fyrstu Marel vinnslutæknarnir Fisktækniskóla Íslands

Sumarið 2013 hóf Síldarvinnslan að starfrækja Sjávarútvegsskóla Síldarvinnsl-unnar. Skólastarfið stóð yfir í tvær vikur og fengu nemendur greidd námslaun sem voru sambærileg launum í Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Mikill áhugi reyndist vera á skólastarfinu en lögð var áhersla á að fræða ungmennin um sögu sjávarútvegs og fiskvinnslu, gæða- og markaðsmál, starfsmannamál og menntun starfsfólks í sjávarútvegi og tengdum greinum. Þá var farið í vettvangsheimsóknir um borð í skip, fiskvinnslufyrirtæki og til fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn. Megin-ástæða þess að efnt var til skólahalds sem þessa er sú að skólakerfið leggur litla áherslu á fræðslu um þessa undirstöðuatvinnugrein. Einnig hefur verið bent á að í sjávarplássum nútímans er hægt að alast upp án þess að sjá nokkurn tímann fisk. Áður fyrr var öll starfsemi tengd sjávarútvegi nálægt fólki; afla var landað á hverri bryggju, beitt í fjölda skúra og vinnsla á fiski fór jafnvel fram undir beru lofti. Nú er öldin önnur; veiðiskipin eru stærri og færri en áður, aflanum landað á lokuðum hafn-arsvæðum og vinnslan fer fram innanhúss þar sem farið er eftir ströngum reglum um hreinlæti og gæði. Starfsemi Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar vakti athygli og önnur fyrirtæki í Fjarðabyggð sýndu því áhuga að taka þátt í skólastarfinu. Niður-staðan varð sú að Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar tók til starfa í fyrra og auk sjáv-

arútvegsfyrirtækjanna Eskju og loðnuvinnslunnar komu Vinnuskóli Fjarðabyggðar og Austurbrú til liðs við Síldarvinnsluna. Efnt var til skólahalds í allri Fjarðabyggð fyrir nemendur sem fæddir voru árið 2000 og var kennt á þremur stöðum í sveitar-félaginu. Enn mun Sjávarútvegsskólinn færa út kvíarnar og í ár verður starfssvæði hans allt Austurland, eða svæðið frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Auk sveitarfélaga við sjávarsíðuna mun Fljótsdalshérað taka fullan þátt í skólahaldinu. Í samræmi við þetta hefur nafni skólans verið breytt og ber hann nú heitið Sjávarútvegsskóli Austurlands. Í ár gefst ungmennum sem fædd eru árið 2001 kostur á að sækja Sjávarútvegsskólann, en ráðgert er að kenna á sex stöðum. Kennsla mun fara fram í Neskaupstað, á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Vopnafirði , Höfn og Seyðisfirði. Nemendum frá þeim byggðarlögum, sem ekki verður kennt í , verður ekið til og frá kennslustað. Nánari upplýsingar um skólahaldið er að finna á www.sjavarskoli.net og þar verður unnt að skrá sig í skólann. Eins munu þar birtast upplýsingar um hvenær kennsla fer fram á hverjum stað. Í forsvari fyrir skólann eru þau Sylvía Kolbrá Hákonardóttir og Sigurður Steinn Einarsson. Þess skal getið að Síldarvinnslan hlaut viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins sem  menntasproti ársins í febrúar á þessu ári fyrir frum-kvæði sitt við að koma Sjávarútvegsskólanum á fót. 

Enn færir SjávarútvEgSSkólinn út kvíarnar

Page 27: Sjávarafl 3.tbl 2015

27 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

V M - F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 Landsfélag í vél- og málmtækni

VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Sjómannadagurinn

Óskum áhöfn og útgerðtil hamingju með nýtt ogstórglæsilegt skip.

Marás ehf.Miðhraun 13 - 210 GarðabærSími: 555 6444 - Fax: 565 7230www.maras.is - [email protected]

Útgerð Vigur SF-80 valdi eftirfarandi búnað frá Marás:þ YANMAR aðalvélþ ZF niðurfærslugírþ ZF stjórntækiþ KOHLER ljósavél

þ VULKAN ástengiþ 8" hljóðkúturþ SEPAR forsíurþ TEIGNBRIDGE skrúfa

þ LASDROP öxulþéttiþ POLY FLEX vélapúðarþ FLOSCAN eyðslumælirþ SLEIPNER stýrisdæla

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir á sjómannadaginn

Óskum áhöfn og útgerðtil hamingju með nýttog stórglæsilegt skip.

Page 28: Sjávarafl 3.tbl 2015

28 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Flestir kannast við vefsíðuna Myn-dasíðu Þorgeirs en þar má finna ógrynni af fréttum og flottum myndum tengdum sjávarútvegi. Maðurinn á bak við síðuna, Þor-geir Baldursson, hefur verið mikill

áhugamaður um sjávarútveg frá unga aldri og lætur sjaldan frá sér myndavélina. Myndir Þor-geirs hafa ratað um víða veröld.

Talsvert fjárfesting í tækjabúnaði„Ég fékk mjög snemma áhuga á sjávarútvegi og ætli það hafi ekki verið í kringum 1978 sem ég fór að taka myndavélina með mér þegar ég fór á sjó,“ segir hann. Upp úr 1980 var hann farinn að taka mikið af myndum, bæði til sjós og lands, og segir Þorgeir að þetta hafi bara aukist síðan. „Eftir því sem maður fær sér betri græjur fer maður líka að taka fleiri myndir, þetta er svo skemmtilegt. Í dag fer ég t.d ekki á sjó án þess að taka vél með mér.“ Aðalvél Þorgeirs núna er Canon 5d Mark III og segir hann vélina vera hreina snilld sem sameini kosti hágæða myndavélar og tökuvélar. Fyrir utan hana á Þorgeir svo Mark II sem hann not-ar mikið líka. „Þetta er auðvitað mikil fjárfesting, fyrir utan hvað það fer mikill tími í að ná góðri mynd þannig að maður getur að sjálfsögðu ekki gefið myndirnar sínar. Það er hins vegar hægt að reka svona ljósmyndaþjónustu hallalausa ef maður leggur sig fram.“ Þorgeir fer mikið út á sjó að taka myndir og hefur t.d unnið mikið fyrir Síldarvinnsluna. „Ég hef farið í marga túra fyrir þá og fór nýverið með Berki á loðnu. Þetta eru fín verkefni og þau eiga vonandi eftir að verða enn

fleiri. Það er ágætt að gera í svona ljósmynda-vinnu ef menn sinna þessu vel og eru duglegir. Maður verður t.d að vera reiðubúinn að stökkva til ef maður vill mynda á sjó. Stundum er fyrir-varinn ekki nema 2-3 tímar.“ Þorgeir er kominn með gríðarmikið myndasafn og þá sérstaklega af skipum. „Þessi skipaskrá hefur nýst vel í gegnum árin og ég hef t.d haft samning við Fiski-fréttir síðan 1996. Annars rata myndirnar mínar víða og koma reglulega í ýmsum miðlum sem flytja fréttir af sjávarútvegi.“ Þorgeir segir það ekki vera sama hvernig efni sem þessu sé miðlað.

„Það sem þú setur inn á netið verður ekki tekið til baka. Þetta er ótrúlega skemmtilegt en það skipt-ir miklu máli að gera þetta vel. Maður verður að vanda vinnuna sína og setja heldur ekki hvað sem er inn á netið.“ Talsvert sé líka um það að efni sé tekið ólöglega frá ljósmyndurum og hann lendi reglulega í slíku. Myndir sem þannig eru

„fengnar á láni“ frá honum rati jafnvel á forsíður dagblaða. „Þegar maður lendir í slíku hefur mað-ur auðvitað samband og reynir að fá greitt fyrir sína vinnu. Það gengur oft misjafnlega og menn hafa stundum lítinn skilning á því að ljósmynd-ari vilji fá greitt fyrir sína vinnu. Menn geta jafn-vel ekki heimilda.“

Það skilar sér að kaupa heimaÞorgeir segist ekki hafa farið á mörg ljósmynda-námskeið, mest hafi hann lært af því að fikta við vélarnar. „Svo maður fái sem mest út úr vélinni þarf maður að gjörþekkja hana og það næst með því að fikta við hana út í eitt. Svo hafa þeir reynst mér mjög vel hjá Pedromyndum og þeir hafa sýnt mér eitt og annað.“ Þorgeir leggur reyndar mikla áherslu á að eiga viðskipti við innlenda

Alltaf verið eitthvað á sjónum

ljósmyndari með áráttu fyrir sjávarútvegi

Sigrún Erna Geirsdóttir

MyNd: ÞorGEir BAldurSSoN

Page 29: Sjávarafl 3.tbl 2015

29 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

aðila. „Maður á að kaupa vélarnar hérna heima. Það er kannski hægt að græða einhverjar krón-ur ef vélin er keypt úti en hérna fær maður hjálp og fræðslu. Ég hef notið góðs af því og t.d fengið vél lánaða meðan það var gert við mína.“ Fólk þurfi líka að muna að það sé mun betra ef vélin er í ábyrgð ef eitthvað kemur upp. „Það er svo sem í lagi að fólk kaupi sér minniskort og annað smálegt úti en vélarnar ætti maður að kaupa hér. Þannig styður maður líka við íslenskt atvinnulíf. Þetta er lítið land og allir verða að gera sitt.“

Eigum að vera jákvæðMikill tími fer í ljósmyndunina og vinnu fyrir vefsíðuna enda segist Þorgeir ekki eiga önnur áhugamál. „Í gamla daga var ég með bíladellu en það var mjög tímafrekt og passaði illa við ljós-myndunina. Nú læt ég mér nægja að taka myndir á Bíladögum.“ Heimasíða Þorgeirs er hafsjór fróð-leiks og segir hann þetta vera ákveðna heimilda-söfnun hjá sér. „Ég hef vissa áráttu fyrir sjávar-útvegi og vil að það sé fjallað um hann á réttan

MyNd: ÞorGEir BAldurSSoN

Page 30: Sjávarafl 3.tbl 2015

30 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

hátt. Við megum ekki missa okkur í neikvæðum fréttum. Það er alltaf hægt að toga hlutina til og teygja. Það er svo margt jákvætt og gott að gerast í sjávarútvegi og það er mikilvægt að fjalla um það,“ segir hann. Talsverður tími fer í að viðhalda síð-unni enda er hún mjög lifandi. Það sé líka hvetj-andi fyrir hann hvað síðan hefur fengið góðar móttökur. „Mest hef ég séð tíu þúsund flettingar á einum degi. Þetta var árið 2008 og aðdráttaraflið var frétt af togaranum Örvari sem dreginn var að landi, fyrirsögnin var Góður dráttur. Fréttin í sjálfu sér var ekkert sérstök en góð fyrirsögn hefur mikið að segja. Ég var aðeins að leika mér um dag-inn þegar Kaldbakur kom inn og setti inn stutta frétt um það með fyrirsögninni Beðið eftir ástvini. Það var vinsæl frétt líka.“

Rétta augnablikiðMiklu skiptir fyrir ljósmyndara að vera mikið á ferðinni enda sjá menn fátt athyglisvert ef þeir sitja bara inni. „Um daginn var ég t.d á ferðinni eftir Leiruvegi þegar ég tek eftir Græn-lendingum sem standa þarna í vegkantinum. Mér datt í hug að taka af þeim mynd og þá vill svo til að það kemur þarna snörp vindhviða og annar þeirra tekst á loft! Ég náði mynd af þessu og sendi Mogganum. Daginn eftir var búið að skoða hana 55 þúsund sinnum. Myndin barst síðan til Bretlands og lenti inni á vefsíðunni 9gag. Þarna náði ég mynd á hárréttu augnabliki. Ef það tekst getur maður náð ótrúlegum mynd-um.“ Þetta hafist þó varla nema að vera mikið á ferðinni og vera með góðar græjur. Sjálfur eigi hann t.d stóra aðdráttarlinsu sem oft geri baggamuninn, sérstaklega úti á sjó. „Við þessi stærri verkefni er einfaldlega ekki hægt að nota venjulegar heimilisvélar í ódýrari kantinum, maður verður að vera með réttar græjur.“ Þá sé það sömuleiðis mikilvægt að vinna myndirnar rétt og geyma. „Margir vinna myndirnar í tætl-ur en það geri ég ekki. Ég dekki þær kannski eitthvað og næ fram kontrasti en ekkert meira en það. Það er ekki gott að vinna myndir mik-ið, sérstaklega ekki ef þær eru til birtingar því umbrotsfólk vill fá að vinna með þær og það er ekki hægt ef ljósmyndarinn er búinn að krukka mikið í þeim.“

Þorgeir er nýbúinn á grásleppu enda hafi

hann alltaf haft einn fót á landi og hinn á sjó. „Núna var ég með skipstjóra frá Húsavík og við tókum 32 daga úti. Veðrið var ekkert allt of spennandi en vertíðin gekk samt ágætlega. Það er samt alltaf spurning um afurðaverðið, við löndum heilu en svo er skorið hjá GPG á Húsa-vík sem sendir hveljuna til Grenivíkur í fryst-ingu fyrir Kínamarkað. Ég var einmitt að taka myndir þar af slægingunni.“ Hann segist hafa verið víða á sjó undanfarin ár. Fyrstu tuttugu árin á sjó hafi hann verið hjá ÚA og síðar Brimi. Eftir að það breyttist aftur í ÚA hafi hann verið á Kaldbak. „Síðan fór ég að flækjast í afleysingum hér og þar. Ég fór t.d á Brettingi til Grænlands á þorskveiðar þar sem við tókum tvö úthöl. Manni leggst alltaf eitthvað til.“ Myndavélin er sjaldan utan seilingar og líður ekki sá dagur að hann taki ekki nokkrar myndir. „Þá sjaldan að maður er ekki með vél hefur maður símann. Það er fín upplausn í myndunum á þessum síma sem ég er með núna og hann tekur góð myndskeið líka.“ Við spyrjum Þorgeir hvort hann kunni ekki ein-

hverjar skemmtilegar sögur tengdar myndunum sínum og það stendur ekki á svari. „Árið 2001 var ég á landleið með netabáti frá Þorlákshöfn, Erlingi KE. Við vorum fyrir austan Eyjar, á Eyja-fjallasjó, í mikilli í brælu. Ég var neðanþilja þeg-ar ég heyri skipstjórann kalla til mín að það sé fara framhjá okkur bátur með net fyrir annan í eftirdragi. Ég gríp vélina, hleyp upp og næ nokkrum skotum af bátnum þar sem hann siglir beint fyrir framan okkur. Þetta reyndist vera Óli á Stað GK sem var þarna að sigla í þessu brjál-aða veðri með slasaðan mann um borð. Eftir að ég læt framkalla myndirnar sé ég að ég hef náð mynd beint framan af honum, af brúnni og frammastrinu. Nafnið á bátnum er hálfhulið sjó og þarna stendur Óli tað.“ Myndin fór síðar í ljós-myndakeppni Víkings og fékk þriðju verðlaun.

Ekki hægt að slappa bara afÞorgeir hefur farið í einn túr með smábátamak-rílmönnum og segir það hafa verið áhugavert að sjá hvernig kerfið virki. „Þetta er mjög ólíkt og að vera á uppsjávarskipunum sem fara á meira dýpi og veiða troll, handfæraveiðarnar ganga vitaskuld allt öðru vísi fyrir sig.“ Þorgeir segist vera á þeirri skoðun að betra sé fyrir þjóðina að láta stóru skipin sjá um að veiða bróðurpart aflans. „Ef allir ynnu þetta vel og kældu og blóðguðu strax myndi þetta horfa öðruvísi við. Því miður er það bara ekki þannig hjá öllum.“ Þorgeir segist vilja komast í annan túr en sök-um anna sé það erfitt. „Ég hef verið að vinna fyrir þau í Hofi og tók upp bæði Villa Vill tón-leikana og eins Tinu Turner. Þegar tökum lýkur fer maður svo yfir efnið og vinnur það.“Þorgeir segir ýmislegt vera framundan hjá sér. „Núna er ég að vinna í Hofi og það er mjög skemmti-leg vinna. Ég er með strák með mér sem vinnur klippivinnuna því hún er tímafrek líka.“ Í sum-ar er ætlunin að fara til Noregs að heimsækja dótturina og þá verður að sjálfsögðu eitthvað tekið af myndum. „Svo er aldrei að vita nema að maður bregði sér til Danmerkur og kíki á nokkr-ar skipasmíðastöðvar og íslensk skip sem þar eru. Það er ekki hægt að slappa bara af, maður verður að hafa vélina tiltæka.“

Fyrir þá sem ekki þekkja til síðu Þorgeirs þá er slóðin: http://thorgeirbald.123.is/

Ég náði mynd af þessu og sendi Mogganum. Daginn eftir var búið að skoða hana 55 þúsund sinnum. Myndin barst síðan til Bretlands og lenti inni á vefsíðunni 9gag. Þarna náði ég mynd á hárréttu augnabliki. Ef það tekst getur maður náð ótrúlegum myndum.

MyNd: ÞorGEir BAldurSSoN

MyNd: ÞorGEir BAldurSSoN

Page 31: Sjávarafl 3.tbl 2015

Sjóvá 440 2000

sjova.is

Á sjó þarf að huga vel að örygginu og vera vel tryggður.

Við erum stolt af sam-starfi okkar við íslenska sjómenn og óskum þeim til hamingju með daginn.

Page 32: Sjávarafl 3.tbl 2015

32 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Ákvörðunin um að fara ekki í háskóla í Reykjavík heldur fara til Akureyrar kom bæði til af því að mig langaði ekki til að keyra fram og til baka milli Reykjavíkur og Grindavíkur daglega og eins langaði mig til að breyta til. upphaflega var ætlunin að fara í sjávarútvegsfræðina, það lá beinast við.

Page 33: Sjávarafl 3.tbl 2015

33 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

„Við getum verið sterk ef við vinnum saman“

Miðlun þekkingar og samvinna eru okkur mikilvæg

Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland nú í byrjun júní. Tómas ólst upp í sjávar-útvegsfyrirtækinu Þorbirni og hefur fjölskylda hans lengi tengst sjávar-útvegi. Hann er spenntur fyrir starf-

inu hjá Codland og segir fyrirtækið ætla sér stóra hluti í vinnslu aukaafurða.

Tómas er fæddur og uppalinn í Grindavík og segir hafa mikla tengingu þangað þótt hann búi í Hafnarfirði í dag. „Ætli ég hafi ekki verið 11 ára þeg-ar ég fór fyrst að rífa upp úr körum og sennilega hef ég prófað flest störf sem tengjast sjávarútvegi nema skrifstofuvinnu, það er ég fyrst að prófa núna,“ seg-ir hann. Áhuginn á sjónum hafi því komið snemma.

„Maður gerir sér samt ekki alltaf grein fyrir áhug-anum og ég man hvenær ég fattaði hvað maður er stoltur af íslenskum sjávarútvegi. Það gerðist 2008 þegar allt hrundi í kringum okkur. Þá gerist það að ég kom inn í stöndugt og vel rekið fyrirtæki í sjávarútvegi og ég hugsaði bara: Vá hvað þetta er flott hjá þeim!“ Ótal dæmi séu um vel rekin fyrir-tæki í greininni enda hafi menn í sjávarútvegi þurft að hafa mikið fyrir hlutunum í gegnum tíðina og hugsað um hverja krónu. Oft hafi fólk ekki gert sér ljóst hvað sjávarútvegur á Íslandi væri að gera góða hluti en í kjölfari hrunsins hafi sem betur fer orðið ákveðin vitundarvakning og fleiri átti sig nú á mikilvægi greinarinnar.

Vildi prófa eitthvað nýttTómas er útskrifaður sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og bætti síðar við sig MBA prófi frá EADA viðskiptaháskólanum í Barcelona

og HHL í Leipzig. Að námi loknu lá leiðin heim þar sem hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækja-ráðgjöf hjá Virðingu. „Ákvörðunin um að fara ekki í háskóla í Reykjavík heldur fara til Akureyrar kom bæði til af því að mig langaði ekki til að keyra fram og til baka milli Reykjavíkur og Grindavíkur daglega og eins langaði mig til að breyta til. Upp-haflega var ætlunin að fara í sjávarútvegsfræðina, það lá beinast við. Ég skipti hins vegar á síðustu stundu yfir í viðskiptafræðina því mig langaði til að prófa eitthvað nýtt.“ Hann segir að þetta hafi verið happaákvörðun því þarna hafi hann kynnst konunni sinni, Sonju, sem var með honum í bekk. Tómas var fyrir norðan í sjö ár en fjölskyldan flutti aftur suður árið 2006 vegna dóttur þeirra, Elísu Sólar, sem var langveik og betra var fyrir þau að búa nær barnaspítalanum.

Ekkert mikilvægara en fjölskyldanTómas er giftur Sonju Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn. Yngst er Karitas Ylva, 5 ára, svo kemur Lúkas Nói sem verður 8 ára í júní og elst er Sandra Ýr sem útskrifast úr Verzló nú í vor og er 21 á árinu. Dótturina Elísu Sól misstu þau árið 2011 þegar hún var 12 ára. „Hún var fædd með hrörnunarsjúkdóm og við vissum alltaf að hún yrði ekki langlíf. Það var mikil barátta við veik-indin og henni hrakaði hratt síðasta árið,“ segir Tómas. Hann segir að oft sé talað um að foreldrar kenni börnum sínum en í tilviki Elísu hafi hún kennt þeim miklu meira með æðruleysi sínu og styrk. „Eitt það síðasta sem hún gerði var að ferm-ast, hana langaði svo til þess. Hún pældi ekkert í gjöfunum, hana bara langaði til að fermast og hún gerði það sumarið 2011. Við áttum þarna frábæran dag, öll fjölskyldan, og þetta var einstök upplifun.

Hún deyr svo þremur vikum seinna.“ Tómas segir að eftir dauða hennar hafi þau áttað sig fyllilega á því hvað skipti raunverulega máli í lífinu. „Það er ekkert ægilegra en að missa barn, allt annað er minni háttar.“ Í stað þess að byrgja allt inni, halda áfram að vinna og láta sem ekkert hafi í skorist eins og mörgum Íslendingum er tamt ákvað fjöl-skyldan að söðla algerlega um og flytja erlendis.

Þjóðverjar magnaðir í skipulagninguTómas flutti með fjölskyldu sína til Spánar þar sem hann fór í MBA nám við háskóla í Barcelona.

„Við ákváðum að kúpla okkur út úr hlutunum og við höfðum öll gott af því þótt það væri auðvitað álag fyrir krakkana að skipta um skóla. Við fjöl-skyldan höfum verið sterk saman og alltaf reynt að spila eins vel úr hlutunum og hægt er.“ Fjöl-skyldunni líkaði vel að búa á Spáni enda segir Tómas að þar sé mikil fjölskyldumenning. Þar gefi fólk sér tíma til að hittast og spjalla og matar-menningin sé sterk. Íslendingar mættu læra að njóta hvers annars meira en þeir geri í dag. Það hafi heldur ekki spillt fyrir hvað veðrið var frá-bært og lítil þörf á að athuga veðurspána daglega. Námsbrautin sem Tómas valdi er sameiginlegt verkefni milli skólans í Barcelona og háskólans í Leipzig. Sömuleiðis eru kennd nokkur námskeið í Kína og Brasilíu. „Ég er mjög hrifinn af Spáni og maður kynntist líka Þjóðverjum vel. Ég dáist mik-ið að því hvað þeir eru magnaðir í skipulagningu. Í Kína er allt formfastara og það heillaði mig síður þótt það hafi auðvitað verið skemmtilegt að kynn-ast kínverskri menningu. Það var mjög gaman í Brasilíu líka, hún er nokkurs konar suðupottur spænskrar menningar og menningar rómversku Ameríku með smá skvettu frá Bandaríkjunum.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Page 34: Sjávarafl 3.tbl 2015

34 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Brasilía minnti mig líka talsvert á Mexíkó en þar hafði ég verið skiptinemi frá HA.“ Tómas segir að allt þetta flakk hafi kennt honum hvað Ísland er gott land og hvað fólk hafi það í raun og veru gott hér. „Auðvitað hefur fólk það misgott en hér er samt ákveðin vernd sem finnst varla annars staðar. Það eru forréttindi að fá að búa á Íslandi.“

Gott samfélag á VöllunumTómas býr með fjölskyldu sinni á Völlunum í Hafn-arfirði og segir hverfið vera mjög fjölskylduvænt.

„Hér er allt umhverfi svo þægilegt, hér er skóli og íþróttafélag og mikið af stígum svo krakkarnir geta hjólað örugg um allt. Í bæ eins og Grindavík er mikil nánd og gott að vera en í hverfi eins og Völlunum byrjar hins vegar að myndast samfélag líka.“ Fólk tali við nágranna sína og þarna ríki góð hverfisstemning. Hann segir að fjölskyldan hafi fundið hvað sterkast fyrir samhug í samfélaginu þegar Elísa Sól lést og þeim vantaði sal fyrir erfi-drykkjuna. „Ég hafði samband við skólann sem sagði það vera sjálfsagt mál að lána okkur sal og ekki nóg með það, heldur tóku kennararnir sig saman, bökuðu og sáu algerlega um þetta. Þessu munum við aldrei gleyma.“

Útivist er mikilvægFjölskyldan er mikið fyrir útivist og Tómas hjólar t.d mikið. Síðasta sumar tók hann t.d þátt í Bláa

lóns hjólakeppninni og hjólaði líka til Grinda-víkur. Hann hjólar oft í vinnuna í Reykjavík og segir morgnana vera besta tímann til að hjóla, þá sé umferðin minnst. Í ár er svo ráðgert að hjóla hringinn í hjólakeppni WOW og heitir lið hans Bacalao de Islandia. Æfingar eru hafnar af fullu kappi og fer Tómas út að hjóla á hverju kvöldi. Hann hefur líka hlaupið maraþon og tók þátt bæði í Jökulsárhlaupinu og Laugavegs-hlaupinu. „Ég er háður því að geta hreyft mig. Í vinnunni er ég mikið sitjandi á daginn og þá verð ég að hreyfa mig á kvöldin.“ Sonja deilir útivistaráhuga hans og fór t.d í Jökulsárhlaupið með honum. Fjölskyldan fer mikið út að hjóla saman og hefur oft gengið bæði á Helgafell og Keili. Þá er oft farið á skíði saman í Bláfjöllum og fyrir norðan. Í sumar er svo planið að ferðast í kringum landið og heimsækja sérstaklega Vest-firði og hálendið. „Ég vil helst vera úti og forðast að fara í verslanir á laugardögum, þá reynum við frekar að fara í göngutúr eða hjóla. Sem betur fer er konan mín svona útivistarsinnuð líka sem er mjög mikilvægt því pör þurfa að eiga sér sameig-inleg áhugamál, annað býður upp á togstreitu.“

samvinna borgar sigTómas tekur við starfi sínu hjá Codland þann 1.júní og við spyrjum hann út í framtíð fyrirtæk-isins. „Næsta mál hjá Codland er að ná utan um forvinnuna sem hefur verið unnin og leggjast yfir niðurstöður rannsókna og vinna fleiri í samstarfi með Matís. Í framhaldinu verða svo næstu skref tekin. Ég er heldur ekki á þeirri línu að allar hug-myndir sem við vinnum að eigi að koma frá mér eða öðrum hjá Codland, maður vill líka taka þátt í verkefnum með öðrum og ég er t.d mjög spenntur fyrir því að Codland sé að flytja í Hús sjávarklas-ans þar sem er komið mikið af flottum fyrirtækjum og því mörg tækifæri fyrir góða samvinnu.“ Gam-an væri að sjá Codland verða að þekktu merki og ekki síður að það yrði þekkt fyrir að hjálpa öðrum af stað. „Við erum búin að viða að okkur mikilli þekkingu og mér finnst ekki síður mikilvægt að

nýta þá þekkingu öðrum til hagsbóta og fá aðra sömuleiðis til að miðla sinni þekkingu. Það eru svo mörg tækifæri í boði og samvinna borgar sig.“ Tómas segir líka vera spenntur fyrir að sjá colla-gen verksmiðju Codland rísa en nákvæm stað-setning hennar hefur ekki verið ákveðin. Þegar hún verði komin á koppinn muni það verða gríð-arlega mikilvægur áfangi. Þá verði hægt að keyra áfram í vinnslu aukaafurða og í því samhengi sé Codland t.d að leita að fleiri samstarfsaðilum sem geti útvegað þeim roð en í dag fari of mikið af roði úr landi, t.d með öllum saltfiski.

Þurfum að spila á okkar styrkleikaTómas segir gaman að sjá hvað sjávarútvegur tengist orðið matarmenningu og það sé heillandi að flest útgerðarfyrirtæki séu orðin að matvæla-fyrirtækjum. „Við erum að búa til flottar vörur og menn þurfa bara að átta sig enn meira á því, það skiptir t.d miklu máli hvað við gefum börn-unum okkar að borða og þá er fátt betra en góður fiskur.“ Íslendingar séu með mikil verðmæti í sjónum og miklu skiptir að umgangast þau rétt. Þá sé góð markaðssetning lykilatriði. „Við erum ekki eins sterk í markaðssetningu á okkar vörum og við þyrftum að vera. Þetta er auðvitað mis-jafnt, ég fór t.d mikið á markaði á Spáni og þar fann maður að fólk þekkti Bacalao de Islandia og vissi að það voru góð gæði. Þegar maður fór hins vegar inn í matvörubúð þá var norskur fisk-ur mest áberandi og alls staðar voru bæklingar frá Norðmönnum með uppskriftum eða hvernig væri best að skera fiskinn o.fl“ Hann hafi líka farið á fiskmarkað í Brasilíu og þar sé Noregur áberandi og eigi í raun þann markað. „Styrkleiki Norðmanna er markaðssetning og menn þurfa að halda rétt á spilunum ef þeir ætla að halda í við þá. Við þurfum að spila á okkar styrkleika og við þurfum að gera það saman. Við erum fámenn þjóð í stórum heimi og samræmd markaðssetn-ing þar sem hver og einn passaði upp á sitt brand gæti hjálpað mikið. Við getum verið sterk ef við vinnum saman.“

Ég vil helst vera úti og forðast að fara í verslanir á laugardögum, þá reynum við frekar að fara í göngutúr eða hjóla. sem betur fer er konan mín svona útivistarsinnuð líka sem er mjög mikilvægt því pör þurfa að eiga sér sameiginleg áhugamál, annað býður upp á togstreitu.

Page 35: Sjávarafl 3.tbl 2015

ÓSKAR SJÓMÖNNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

ljósmyndari: G

ísli Kristinsson.

Page 36: Sjávarafl 3.tbl 2015

36 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Sporðskurðarvélin TC-100 frá 4fish var hönnuð af Unnsteini Guðmundssyni vélstjóra og hlaut hann verðlaun á Sjáv-arútvegsráðstefnunni 2014 fyrir þessa

framúrstefnuhugmynd. Unnsteinn hefur unnið við flökunarvélarnar hjá G.Run í Grundarfirði í 30 ár og var sporðskurðarvélin tíu ár í þróun. Vél-in þykir mikið snilldarverk og segir Steinar Nói Kjartansson, Baader maður hjá Vísi, ómögulegt að snúa til baka eftir að hafa prófað vélina.

sniðug hönnun á fantafínni maskínu„Reynsla okkar af sporðskurðarvélinni hefur ver-ið mjög góð,“ segir Steinar. Flökunargallar hafi minnkað mikið og það sem komi frá vélunum hafi batnað til muna. „Flakið á það t.d til að fest-ast á endanum og skemmast þegar það fer undir en eftir að við byrjuðum að nota vélina hefur það nánast alveg hætt.“ Hann segir að auðvitað þurfi að læra á vélina og prófa sig áfram til að fá á til-finninguna hversu langt inn í vélina það eigi að stinga fiskinum svo skurðurinn verði réttur. Eftir það sé afar einfalt að nota hana. „Hönnunin á bak við hana er mjög sniðug og þetta er ekki flók-inn búnaður, þetta er bara einn mótor og hnífur. Það eru engir gallar við hana og ef maður notar hana rétt er þetta fantafín maskína. Ég myndi segja að flökun hefði gjörbreyst við þetta og til hins betra. Ég viðurkenni að maður var svolítið efins um hana í byrjun en nú mæli ég hiklaust með henni.“ Ef hann beri saman flak sem flakað sé með sporði og svo flak sem fari í gegnum vél-ina þá sé þar ólíku saman að jafna. Oft verði t.d auka spíss eftir á sporðinum en fari flakið í gegn-

um vélina gerist það ekki. „Á vélinni eru tvö göt, stórt og lítið, og maður passar bara að réttur fisk-ur fari í rétt gat. Síðan getur maður stillt stærðina á fiskinum líka og hún tekur auðvitað allan bol-fisk. Hún er því einstaklega hentug.“

Betra fyrir heildarferliðSporðskurðarvélin kom til Vísis í enda febrúar og von er á annarri í haust. „Við erum með fjórar flökunarsamstæður og það mikinn fisk að við þurfum tvær vélar, þannig verða meiri afköst,“ segir hann. Við hverja vél verður einn starfs-maður sem raðar inn í hana en Steinar segir að í raun kalli vélin þó ekki á fleira starfsfólk. „Eftir

að hafa farið í gegnum vélina er hreinn skurður á sporðinum svo það þarf í raun ekkert að eiga við hann meira. Það mætti því segja að vélin kalli fyrst og fremst á það að maður hreyfi til starfs-fólk, maður sparar sér konu sem snyrtir flakið og í staðinn fer manneskja á vélina.“ Steinar segir að einnig hafi komið í ljós að eftir að sporð-skurðarvélin var tekin í notkun sé minna vesen í kringum aðrar vélar. Áður fyrr hafi sporðurinn t.d oft flækst fyrir því það sé ekkert sem haldi við hann. Stundum færist hann þá til þannig að það skerst minna öðrum megin en hinum megin en það gerist ekki lengur. Nú þurfi heldur ekki að stoppa flökunarvélarnar vegna að flökin séu á skerast á vitlausum stað, eins og gerist t.d þegar hnífur lendir í þunnildi.

Fjárfesting sem skilar sérSteinar segist alls ekki vilja snúa aftur til tímans áður en vélin kom til þeirra. „Við ákváðum að gera smá tilraun um daginn og nota ekki vélina í einn dag. Það bara gekk ekki! Þegar maður er bú-inn að prófa þetta er ekki hægt að fara til baka.“ Steinar segir að það sé ekki spurning að vélin sé fjárfesting sem skilar sér. Þegar vélin sé notuð sé flakið miklu fallegra og minna af flökunargöll-um. Lítið sem ekkert þurfi að snyrta endann á sporðinum og stykkið komi strax út sem fallegur tígull. „Kaupendur vilja fá fallegan þríhyrnings-laga sporð og leggja áherslu á það. Þeir hafa líka verið mjög ánægðir með bitana frá vélinni. Notk-un vélarinnar hækkar því verðmæti vörunnar.“

Þarna er íslenskt hugvit að verki. Íslendingar hafa flakað fisk frá örófi alda og svo kemur þetta. Í raun hefði verið hægt að smíða þessa vél fyrir löngu síðan því búnaðurinn er ekki flókinn.

„Gætum ekki sleppt því að nota hana“

Góð reynsla af sporðskurðarvélinni hjá Vísi

Sigrún Erna Geirsdóttir

Unnsteinn Guðmundsson.

Page 37: Sjávarafl 3.tbl 2015

37 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í

sjávarútvegi til hamingju með daginn

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík ogHafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnaðog úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemieinkenna þá þjónustu sem við veitum

Löndun ehf. sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta þjónustu. Býður

einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum fyrirvara að landa út skipum.

[ Háskólinn á Akureyri ]

PANTONE

í merkinu er aðeins notaður einn litur. Enginn bakgrunnur er hluti af merkinu. Ef merkið er á hvítum fleti er það svart eða rautt. Ef merkið er á lituðum fleti er það alltaf hvítt.

PANTONE 506 SC

CYAN 40% / MAGENTA 100% / YELLOW 100% / BLACK 0%

R - 144 G - 26/ B - 29

CMYK - �órlitur

RGB - þrír litir

Svarthvítt

BLACK 100%

Negatíft

22

L A X V E I Ð I

en aðrir sáralítið. Einnig að minnka heildarveiðihlutfallið í ánni og skilja meira eftir til hrygningar. Ef aðeins einstaka menn ná kvóta leiðir kvóta-setningin ekki til lækkunar veiðihlutfalls. Því hafði lækk-un kvóta úr 12 löxum á dag í 8 (oftast var talað um lækkun úr 6 í 4 en þá var miðað við hálfsdagsleyfi) lítil áhrif. Við lækkun úr 8 í 6 laxa á dag fór kvótinn að verða til þess að meira varð eftir í lok veiði-tíma. Áhrif þess voru metin að um 160 fleiri laxar hafi orðið eftir í lok veiðitíma heldur en að óbreyttu. Að kvóti fari niður í 4 laxa á dag á því að hafa enn frekari áhrif. Stangarfjöldinn (sóknin) er annað mál. Fjórar stangir með 1 lax kvóta ættu að gefa svipaða niðurstöðu og ein stöng með 4 laxa kvóta. Fleiri veiðistjórnunaraðferðir geta komið til greina, s.s. að stytta veiðitíma, friða svæði eða að veiða og sleppa.”

Sjaldan eða aldrei sótt um leyfi til að fækka stöngum- Í Elliðaárskýrslunni kemur

fram að þumalfingurreglan við setningu laga um lax- og silungsveiði á sínum tíma hafi verið sú að veiðin væri um 1 lax á stöng á dag. Væri þá hægt að fjölga stöngum þar sem veiðin er mun meiri og væri ráðlegt að fækka þeim þar sem veiðin er minni? Að því gefnu að veiðifélög væru sammála slíku og nýtingará-ætlanir fengjust samþykktar?

„Á sínum tíma var þetta viðmiðun, 1 lax á stöng/dag og hugsuð til þess að tak-marka afla og tryggja við-komu stofnanna. Þegar afli jókst var tilhneiging til að sótt væri um fjölgun stanga. Það þurfti að bera undir Veiði-málanefnd. Hins vegar hafa veiðiréttarhafar sjaldan eða aldrei sótt um fækkun stanga. Og því má segja að það sé brotalöm í kerfinu að stund-um þyrfti að draga úr sókn þegar stofnar eru í lægð. Því hafa menn brugðist við með öðrum hætti, svo sem kvóta-setningu og sleppingum á veiddum laxi. Í lögum um lax- og silungsveiði frá 2006 er gert ráð fyrir því að veiði-

félög geri nýtingaráætlanir og að markmið þeirra sé að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnanna. Þar er ábyrgðin því sett í hendur veiðifélag-anna sjálfra þótt lögin geri ráð fyrir því að nýtingaráætl-anir þurfi samþykki Matvæla-stofnunar eftir umsögn Veiði-málastofnunar.”

Breytt fæðuskilyrði í hafinu gætu skýrt fækkun stórlaxa- Fram kemur að svo virðist sem að samband smálaxa- og stórlaxagangna raskist eftir 1983. Eru einhverjar nýjar kenningar um ástæður þess? Ég heyrði nýlega kenningu um það hjá áhugamanni um laxveiði að laxinn leiti fyrr í árnar vegna meintrar laxa-lúsaplágu í hafinu. Hann þoli einfaldlega ekki við í tvö ár í sjó. Hver er skoðun ykkar á þessu?

„Það er staðreynd að breytingar urðu á þessu hlut-falli í kringum 1983-1985 og það víða um Atlantshaf. Ef þetta væri eingöngu veiðum uppi í ánum að kenna (hærra veiðihlutfall á stórlaxi) hefði

það varla gerst svo víða á sama tíma. Helst hafa menn beint augum að breyttum fæðuskilyrðum í hafi og þá að smálax og stórlax haldi sig á mismunandi beitarsvæðum. Rannsóknir hafa fremur stutt þá tilgátu að hækkuð dánar-tala á öðru ári í sjó tengist fæðuframboði á beitarslóðum stórlaxins. Aukin laxalús í tengslum við fiskeldi er talin hafa áhrif á aukin afföll gönguseiða þegar þau eru að halda til hafs. Það ætti þá að ganga jafnt yfir gönguseiði verðandi smálax og verðandi stórlax.”

- Sjást einhver merki ár-angurs af netaupptöku í sjó í áföngum í veiðitölum/rann-sóknum ykkar?

„Áhrif netaupptöku hafa verið metin, sérstaklega í þverám Hvítár í Borgarfirði. Þar kom fram að um 30% þess fisks sem annars hefði verið veiddur í net skilaði sér á öngul laxveiðimanna. Því hefur netaupptaka í sjó stað-bundin áhrif í ám landsins.”

Texti: Eiríkur St. Eiríksson.

VEStMANNAEyjAHöFN

41 s j áva r a f l d e s e m b e r 2 0 1 4

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Fjölbreytt þjónusta við bíla og tæki

» NÝ OG STÆRRI VERSLUN» DIESELVERKSTÆÐI» VARAHLUTAÞJÓNUSTA» TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA» SÉRPANTANIR

DVERGSHÖFÐI 27110 ReykjavíkSími 535 5850 - blossi.is

NÝTT

Diesel Center

S. 561-7580 - www.skipa.is - [email protected] - Grandagarði 18 - 101 - Reykjavík

41 s j áva r a f l d e s e m b e r 2 0 1 4

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Fjölbreytt þjónusta við bíla og tæki

» NÝ OG STÆRRI VERSLUN» DIESELVERKSTÆÐI» VARAHLUTAÞJÓNUSTA» TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA» SÉRPANTANIR

DVERGSHÖFÐI 27110 ReykjavíkSími 535 5850 - blossi.is

NÝTT

Diesel Center

S. 561-7580 - www.skipa.is - [email protected] - Grandagarði 18 - 101 - Reykjavík

41 s j áva r a f l d e s e m b e r 2 0 1 4

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Fjölbreytt þjónusta við bíla og tæki

» NÝ OG STÆRRI VERSLUN» DIESELVERKSTÆÐI» VARAHLUTAÞJÓNUSTA» TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA» SÉRPANTANIR

DVERGSHÖFÐI 27110 ReykjavíkSími 535 5850 - blossi.is

NÝTT

Diesel Center

S. 561-7580 - www.skipa.is - [email protected] - Grandagarði 18 - 101 - Reykjavík

Page 38: Sjávarafl 3.tbl 2015

38 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

„Maður á ekki að vera hræddur við að opna munninn“

Fiskverkakonan syngjandi frá Akranesi

jónína Björg Magnúsdóttir, eða Nína fiskverka-kona eins og fleiri þekkja hana, kallar ekki allt

ömmu sína og er ófeimin við að opna munninn og mótmæla slæmum kjörum. Söngurinn er henni

í blóð borinn og er hún í einum kór og tveimur hljómsveitum ásamt því að reka keilusal.

Síðan er hún víkingur og miðaldakona líka.

Page 39: Sjávarafl 3.tbl 2015

39 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Flestir hafa án efa heyrt lagið Sveiattan sem vakti mikla at-hygli í vetur en þar segir Nína fiskverkakona yfirmönnum HB Granda til syndanna eftir að hafa fengið auman íspinna sem verðlaun fyrir mikla vinnu. Textinn þótti hressi-

legur og segir Nína að svona tali fólk einfaldlega á kaffistofunni. En hver skyldi hún vera, þessi ákveðna og kjarkmikla kona? Sjávarafl ákvað að fara á stúfana og taka hana máli. „Ég er fædd og uppalin á Akranesi en á ættir að rekja bæði austur og vestur því pabbi er frá Reyðarfirði og mamma frá Önundarfirði. Það vill reyndar svo skemmtilega til að tvíburastrákarnir mínir eru báðir alnafnar afa sinna, annar heitir Magnús Sigurjón Guðmundsson og hinn heitir Sigurður Þorsteinn Guðmundsson,“ segir Nína. Fyrir utan strákana á Nína og maður hennar, Guðmundur Sigurðsson, dótturina Steinunni Ingu, sem Nína segir að ætli að gefa sér sjöunda barnabarnið og fjórða drenginn, nú í júní. Nína segir frábært að vera amma. „Þegar veturinn kemur get ég ekki beðið eftir því að snjórinn komi, þá fer ég út á næsta hól og renni mér með börnunum! Mað-ur þakkar bara fyrir að vera ungur, með góða heilsu og að geta sinnt þeim. Það er ekkert betra en að vera með fjölskyldunni.“

MúsíkhúsNína hefur unnið hjá HB Granda í fimm ár en fiskvinnu kynntist hún fyrst í kringum tvítugt þegar hún vann hjá Haferninum í eitt ár. „Ég byrjaði á því að skera úr en þessi fínvinna átti ekki við mig svo ég var flutt yfir í vélarnar þar sem ég vann með strákunum. Ég var sterk og vinnan hentaði mér vel.“ Nína vann hin ýmsu störf en flutti 1988 með manni sínum til Stokk-hólms þar sem hann fór að læra hljóðfærasmíði og hún ensku. „Ég átti tvíburana þar,tuttugu og eins árs gömul, kláraði ekki að skrifa ritgerðina og lauk því ekki náminu. Það togar í mig að gera það en nú er svo langt liðið að ég þyrfti að taka nokkra áfanga aftur. Hver veit, kannski ég geri það seinna, synirnir eru að flytja til Svíþjóðar með krakkana í haust og það gæti verið gaman að flytja út líka og klára gráðuna.“ Eftir að hafa verið í Svíþjóð í átta ár fluttu þau Nína og Guð-mundur heim árið 1996 og keyptu gamalt hús á Akranesi, við hlið tengdamömmu Nínu. „Við fluttum þangað gamalt píanó sem við höfðum keypt í Svíþjóð og komust þá að því að þar hafði verið áður gamalt píanó frá Svíþjóð. Húsið var keypt af móður Svavars Knúts svo tónlist er greinilega samofin sögu hússins,“ segir Nína.

Draumur um keiluÞegar fjölskyldan dvaldist í Svíþjóð fóru þau öll að æfa keilu og hjónin létu sig dreyma um að opna keilusal á Akranesi þegar þau flyttu heim. Þegar heim var komið fóru þau bæði að vinna en byrjuðu þó strax að vinna að stofnun keilu-

Sigrún Erna Geirsdóttir

Page 40: Sjávarafl 3.tbl 2015

40 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

salarins.Draumurinn rættist síðan þegar þriggja brauta salur var opnaður árið 2001, í íþróttahúsi Akraness. Nína segir heilmikla vinnu felast í því að sjá um salinn en bæði Nína og maður henn-ar eru í fullri vinnu þess fyrir utan. „Hér fer líka fram öflugt þjálfunarstarf fyrir unglinga og við keppum líka sjálf. Við erum alltaf með unglinga sem eru í landsliðinu og Gummi er líka unglinga-landsliðsþjálfari.“ Mikill metnaður er lagður í salinn og segir Nína að þau leiti sífellt leiða til að gera hann betri, enda mæti hann ítrustu keppn-iskröfum. Hún segir að þótt þetta sé vissulega mikil vinna sé keilustarfið afskaplega gefandi, það sé t.d yndislegt þegar nýir krakkar koma inn og byrja að æfa. Krakkarnir gefi svo mikið á móti.

„Maður verður að vera í þessu af heilum hug, maður er ekki í einhverju bara til að vera í því og sem betur fer deilum við hjónin þeirri skoðun. Maður verður líka að þora að opna munninn og segja sína skoðun þótt það sé ekki alltaf vinsælt.“

Jónsi í svefnherberginuSöngurinn er Nínu mikilvægur og segist hún allt-af hafa haft gaman að söng. „Ég kláraði grunnstig í klassískum söng við Tónlistaskóla Akraness en var felld á miðstiginu. Ég var felld fyrir klassísku lögin en svo söng ég og spilaði á gítarTvær stjörn-ur eftir Megas og fékk fullt hús fyrir það.“ Námið hafi engu að síður reynst afar gagnlegt og þarna hafi hún lært rétta öndun og raddtækni. Blús og djass henti henni þó betur en klassíkin. „Ég byrj-aði snemma að syngja; ég man eftir mér syngj-andi í afmælum og úti í garði með öðrum börnum í söngvakeppnum. Ég var alltaf viss um það að ég gæti betur en sá sem vann. Nína segist lengi hafa stefnt eitthvað með söngnum en eins og með svo margt annað sé erfitt að komast að kök-unni. Hún reyndi t.d fyrir sér í Ísland got talent og þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram fékk hún góð viðbrögð við söng sínum. „Ég trúi á drauma og dreymir reyndar oft tónlistartengda drauma. Mig hefur dreymt Egil Ólafsson og Bubba líka, ég var að vaska upp í draumnum og sagði honum að bíða. En reyndin er auðvitað sú að ef maður ætlar í þetta af fullri alvöru þarf maður að taka áhættu og það er hægara sagt en gert þegar maður á þrjú börn! Þá tekur maður það sem er öruggt.“ Nína er sísyngjandi og hefur verið í sjö ár í Kvennakórn-um Ymi sem fagnar 20 ára afmæli í ár. Hún er líka í söngtríóinu Stúkurnar sem syngur a cappella og hittist hópurinn reglulega og tekur upp lög sem þær setja svo á Youtube. Stúkurnar syngja þekkt dægurlög og kórlög sem þær útsetja sjálf-ar og grípa stundum til hljóðfæra. Nína er líka í hljómsveitinni Tíkur í bandi, en nafnið segir Nína vera mótvægi við hljómsveitina Hundur í óskilum. Hljómsveitin hittist þó ekki oft því með-limir búa ansi dreift; allt frá Akranesi til Portú-gals. „Við erum samt heimsfrægar á Búðardal! Þar spiluðum við í brúðkaupi og héldum seinna tónleika á Erpsstöðum og beljurnar sáu um und-irleikinn. Þetta heppnaðist stórvel og ég held að viðstaddir muni seint gleyma þessu.“ Hún hefur sömuleiðis haldið nokkur djasskvöld á Akranesi og fengið þekkta tónlistarmenn til að spila. „Ég

hef t.d fengið Jón Pál Bjarnason til liðs við mig þrisvar sinnum, gömlu Tíbrá og Davíð Þór Jóns-son, sem er gríðarlega flottur píanisti. Hann er frændi minn og ég skipti reyndar um bleyju á honum þegar hann var lítill. Svo hef ég fengið Alla trommara og Jón bassa, í raun bara gamla landsliðið í djassi. Þannig að þetta hefur verið hörkuflott.“ Tónlistaráhugann hefur Nína ekki langt að sækja því hún ólst upp við mikla tón-list. Pabbi hennar spilaði bæði á harmonikku og orgel og var mikill áhugamaður um tónlist. Hann bjó t.d til flautur úr tvinnakeflum konu sinnar og kenndi börnunum að spila með flöskum sem hann hafði fyllt á mismikið með vatni. Eigin-maðurinn er í tónlistinni líka og spilar bæði á harmonikku og kontrabassa. „Mamma hélt ekki lagi en hún elskaði að dansa enda lærði hún það ung á Ingjaldssandi. Amma og afi ruddu til í stof-unni og kenndu svo börnunum sínum öllum að dansa.“

Búið að eyðileggja þetta með ísinnLag Nínu, Sveiattan, hefur hljómað reglulega á öldum ljósvakans frá því að það var gefið út á Youtube í febrúar og hefur vakið mikla eftir-tekt. Við spurðum Nínu út í tilurð lagsins. „Lagið spratt upp úr því þegar vatnsskurðarvélin var tekin í notkun og húsið varð loks fullmannað. Það hafði lengi verið stefnt að þessu og þetta var mikilvægur áfangi fyrir fyrirtækið og okkur öll. Dagurinn rennur upp og allt gengur eins og smurt og alger metafköst. Við héldum þess vegna að það yrði eitthvað gert úr þessu; að það kæmi kannski einhver og héldi ræðu eða að hádegis-maturinn yrði rosalega góður. Það gerðist hins vegar ekkert. Það var svo bara brandari hjá mat-ráðskonunni að hún fann ís sem hún átti inni í frysti og ákvað að bjóða okkur hann. Við héld-um að þeir myndu svo koma með eitthvað sjálfir en nei!“ Lagið fór að gerjast með Jónínu og þeg-ar kjarabaráttan fór að harðna var ákveðið að gefa lagið út og fékk Nína fjárhagsstuðning frá Verkalýðsfélagi Akraness til þess að fara með lagið í stúdíó.Bragi Valdimar Baggalútur gaf leyfi fyrir því að nota lagið, Nínu að kostnaðar-lausu. Skemmst er frá því að segja að hátt í ell-efu þúsund manns horfðu á lagið fyrsta sólar-hringinn og í dag eru áhorfendur að orðnir hátt í 37 þúsund. „Lagið er smá dónalegt í byrjun en ég nota bara orðbragðið úr vinnunni, svona spjöllum við á kaffistofunni og textinn var sam-inn í samvinnu við samstarfskonur mínar,“ seg-ir Nína. Lagið sjálft var ekki lengi í vinnslu en smá bið var eftir myndbandinu því sá sem það vann, Þórarinn Ingi Tómasson, er í fullri vinnu og vann myndbandið í tómstundum. „Þórarinn

var fyrir tilviljun staddur í upptökuverinu þegar við tókum lagið upp og bauðst til að gera mynd-band til að hafa það á ferilskránni sinni því hann er nýútskrifaður úr Kvikmyndaskólanum. Þetta var alger heppni,Tóti fékk helminginn af styrknum frá Verkalýðsfélagin og stúdíóið hinn.“ Nína segir það ekki hafa verið neitt tiltökumál fyrir sig að syngja lagið, hún sé í kór og keilu og alltaf eitthvað að sýsla. „Mér þótti ekkert merki-legt að syngja eitt lag. Margir kvarta og kveina yfir kjörunum en gera ekkert í því, oft þorir fólk því reyndar ekki. Mér er hins vegar nokk sama! Allavega þegar maður er orðinn reiður. Maður fann að fólki langaði að segja eitthvað en gerði ekkert í því og ég hugsaði þá með mér: Ég geri það þá bara!“ Að myndbandinu komu líka Sella og Hanna Stína, samstarfskonur Nínu. Þær tóku myndir og vídeó og lásu upp staðreyndir um launakjör í lok myndbandsins. Nína segist ein-göngu hafa fengið góð viðbrögð við laginu og ekki fengið að heyra neitt neikvætt frá yfirmönn-um heldur. „Þeir leggja ekki í það, þeir hugsa sjálfsagt með sér: Þá kæmi bara eitthvað annað! En það búið að eyðileggja þetta með ísinn, hann hefur ekki verið boðinn okkur síðan þá!“

Innlegg í verkalýðsbaráttunaNýtt lag með Nínu er nú að hefja spilun og heitir það Morgunljós móðgun. Er nafnið vísun í verka-lýðsforkólfinn Vilhjálm Bjarnason sem gjarnan notar þessi orð. Eitt af átrúnaðargoðum Nínu, Bubbi, syngur lagið með henni. „Svona er þetta hjá mér, ég fæ hugmynd og skelli saman texta. Eftir að Sveiattan kom út og vakti svona mikla athygli var mikið verið að ýta á mig að gera eitt-hvað með Bubba sem ég hafði kynnst lítillega í Ísland got talent. Ég lét að lokum til skara skríða og sendi honum póst sem hann svaraði um hæl með orðunum: Hvar á ég mæta?“ Nína segir að þá hafi hún og samstarfskonur sínar verið bún-ar að semja texta við Frostrósalag en Bubbi hafi frekar viljað að þau gerðu nýtt lag. Þau sömdu það í sameiningu og skelltu sér svo í hljóðver þar sem lagið var tekið upp í einum grænum hvelli.

„Þetta er baráttulag og gott innlegg í verkalýðs-baráttuna sem er í gangi. Myndbandið kemur að-eins seinna og verður byggt á ljósmyndum, sam-starfskonur mínar sitja sveittar við að gera það á meðan ég verð í sauðburði!“

Brýnt að bæta kjörinHvort sem það er laginu fyrir að þakka eða ekki var bónusinn hjá HB Granda lagaður fljótlega eftir útgáfu lagsins og segir Nína að þar hafi gert mjög vel. „Áður var bónusinn hækkaður um 5% sem er ekkert en síðan var boðinn bónus sem munaði um, til jafns við aðrar fiskvinnslur, og hann aldurstengdur líka.“ Verkalýðsbaráttan er Nínu ofarlega í huga og segir hún mikilvægt að ná samningum sem fólk geti sætt sig við. „Við erum ekki biðja um nein ofurlaun heldur laun sem fólk getur lifað af, í dag fær maður ekki einu sinni greiðslumat út á þau! Þetta er svo ósann-gjarnt gagnvart fólki sem jafnvel hefur unnið þessi störf áratugum saman.“ Á Akranesi sé

Mamma hélt ekki lagi en hún elskaði að dansa enda lærði hún það ung á Ingjaldssandi. Amma og afi ruddu til í stofunni og kenndu svo börnunum sínum öllum að dansa.

Page 41: Sjávarafl 3.tbl 2015

óskum sjómönnum til hamingju með daginn

Page 42: Sjávarafl 3.tbl 2015

42 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

heldur ekki hlaupið í önnur störf. „Valið stendur þá á milli þess að vera dagmamma eða vinna í álverinu sem þýðir vaktavinnu og það eru alls ekki allir sem geta unnið hana, ekki frekar en að það henti öllum að vera dagmamma.“ Nína segir að fyrirkomulagið sé öðruvísi í Reykjavík, þar sé meira um útlendinga sem vinni hér í stuttan tíma. Þetta fólk vinni myrkranna á milli, sætti sig við hvað sem er og fari svo heim. Þannig kom-ist menn upp með að halda laununum niðri. „Á Akranesi er reyndar mikið af Pólverjum en þeir eru margir hverjir komnir til að vera. Við höfum farið vel yfir kjaramálin með þeim og útskýrt stöðuna og þeir eru sammála Íslendingunum.“ Sökin liggi heldur ekki alfarið hjá vinnuveitend-um heldur ríkinu líka því ef fólk vilji ná launun-um upp þurfi mikla vaktavinnu sem fari síðan að miklu leyti í skatt. Ríkið þurfi að gera eitthvað í þessum málum. „Grunnlaunin þurfa að hækka, fólk á ekki að þurfa að vinna svona brjálæðis-lega til að hafa í sig og á. Ég þekki einstæða móður með tvö börn sem vinnur myrkranna á milli meðan foreldrar hennar passa börnin, það er eina leiðin svo hún nái endum saman. Ég skil ekki hvernig hún fer að þessu. Fólk á að geta unnið í átta tíma og verið svo með börnunum sínum.“ Hún segir að samfélagið hafi líka ranga sýn á hlutina í dag og áherslurnar séu rangar.

„Nú eiga t.d allir að fara í ræktina og hlúa að sjálfum sér en hvað með börnin? Samfélagið er ekki fjölskylduvænt og einblínir bara á að rækta sjálfa sig. Það er ýtt á fólki samviskubiti ef það er ekki í ræktinni. Það er bara svo margt annað sem fólk getur gert til að hugsa um sjálfan sig, það er t.d hægt að breyta um mataræði og fara stigana í stað þess að taka lyftu og ganga eins og hægt er.“ Þannig hafi hún sjálf t.d náð að létt-ast um sautján kíló á fimm árum. Þetta snúist bara um hugarfarsbreytingu.

Vinnur að bók um tengdamömmu sínaNínu hefur lengi fundist enskan skemmtileg og segir að gaman væri að nýta enskunámið til

þess að þýða söngtexta úr ensku. Það sé gam-an að eiga við texta, hvort sem verið sé að þýða eða skálda. Hún hefur nefnilega líka fengist við að skrifa. „Tengdamóðir mín sálug átti við geð-hvarfasýki að stríða og við ætluðum alltaf til að skrifa bók um okkar samskipti. Hún átti oft mjög erfitt en við gátum hlegið að þessu eftir á báðar tvær en þetta tók á.“ Tengdamóðir henn-ar dó fyrir aldur fram, sama ár og Nína byrjaði að vinna hjá Granda. Ári eftir lát hennar segist Nína hafa farið út einn morguninn, teygað að sér haustloftið og hugsað allt í einu: Núna er komið að því að byrja á bókinni. „Ég er búin að skrifa mína hlið og núna bíður mín að fara yfir dagbækurnar hennar því hún skrifaði mikið þegar hún var lasin. Ég ætla að fara í gegnum allt ferlið eins og það var, bæði það leiðinlega og það skemmtilega.“ Hún segist telja að bók sem þessi eigi fullt erindi við þjóðina. Það séu margir sem berjast við það andleg veikindi en það beri lítið á því þar sem fólk tali yfirleitt lítið um það. Það gæti því verið hjálplegt fyrir þetta fólk að lesa bók um ferlið, sem og aðstandend-ur. Þetta sama haust og tengdamóðir Nínu deyr kveikti Nína síðan næstum í húsi sínu. „Ég var á leið í vinnuna og kveikti á ofninum rétt áður en ég fer. Það vill hins vegar ekki betur til en svo að ofninn bilar og hann kveikti á grillinu í staðinn fyrir hitann. Síðan gerist það að það springur á bílnum okkar og maðurinn minn segir við mig: Ég skipti um dekk síðast, nú gerir þú það, ég er farinn heim að éta! Hann drífur sig því heim og sér hvað í stefnir. Þarna bjargaði jafnréttið okk-ur frá stórbruna!“

VíkingarNína og Gummi hafa verið lengi saman og eru þau mjög samhent. „Það þýðir samt ekki að við séum alltaf sammála enda eru það forréttindi að geta rifist án þess að það hafi áhrif á sam-bandið. Ég er svo hvatvís að ef einhver hvæsir á mig hvæsi ég á móti og það á alveg við á heim-ilinu líka. Eiginmaður Nínu er með sveinspróf í

húsasmíði og hefur séð um viðhald húsa á safn-asvæðinu í Görðum. Eldsmíði er honum líka hugleikin og er hann formaður íslenskra eld-smiða. Má t.d þakka honum að smiðja var búin til á safnasvæðinu en þar eru kennd námskeið í eldsmíði og þar hittast eldsmiðir árlega. „Við erum í víkingahópi hér á Akranesi sem heitir Hringhorni og mikill tími sumars fer í hand-verkið!“ Gummi smíðar sverð og skildi sem þau selja og svo gerir hann líka hálsmen úr kýr-beini og flautur úr kindaleggjum. Leggina fá þau frá bróður Nínu sem er kjötiðnaðarmaður. Þau Nína og Gummi ferðast víða um sumarið með vörur sínar og eru árvissir gestir bæði á miðaldasvæðinu á Gásum í Eyjafirði og á vík-ingahátíðinni í Hafnarfirði.

Nærri handtekin með jólasveininum.Við spyrjum Nínu hvort hún kunni ekki sögur af eftirminnilegum atvikum og það stendur ekki á svari. „Bróðir minn er bæjarjólasveinn og ég fylgi oft með. Eitt sinn vorum við næst-um handtekin. Við vorum á leiðinni á jólaball og vinkona mín skutlaði okkur. Hún þurfti í búð og við fórum líka inn. Við erum þarna bæði í búningunum okkar og bróðir minn fíflaðist og lyfti pilsfaldi meðan ég valsaði um og tók m.a nokkrar bækur og stakk í poka. Við gengum frá bókunum áður en við förum út en verslunar-stjórinn, sem var nýr, var orðinn mjög tvístíg-andi. Hann vildi sjá í pokann minn en þar var auðvitað ekkert. Við förum síðan út og sjáum hvar löggubíl kemur að búðinni. Við læðumst meðfram veggnum og kíkjum fyrir horn og það hefur verið mjög skondið að sjá okkur gægjast svona! Við förum auðvitað að lögreglubílnum og viti menn, þá hafði verið hringt út af okkur. Við útskýrðum að við værum á leið á jólaball og hefðum verið að grínast svo þetta reddaðist nú allt saman. Árið á eftir tókum við aftur að okkur að troða upp á ballinu en vorum þá beðin líka að vera ekki alveg svona lífleg og árið á undan. Þá lét ég t.d vera að kyssa karlana!“

„Á Akranesi er reyndar mikið af Pólverjum en þeir eru margir hverjir komnir til að vera. Við höfum farið vel yfir kjaramálin með þeim og útskýrt stöðuna og þeir eru sam-mála Íslendingunum.“

Page 43: Sjávarafl 3.tbl 2015

Þetta er engin spurning

Viðbótarlífeyrirer nauðsyn

Lágmarksframfærsla

Lífeyrisréttindi

Viðb

ótar

lífey

rir

Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3400 | [email protected] | allianz.is

Page 44: Sjávarafl 3.tbl 2015

44 s j áva r a f l j ú n í 2 0 1 5

Lax með kókossinnepi og sætum kartöflum

Hér kemur ein uppskrift að laxi með kókossinnepi sem er alveg frábær. laxinn er svo góður og ekki skemmir hversu hollur hann er.  Hér nota ég sinnep sem er afskaplega bragðgott og pínu öðruvísi en venjulega. Það er með karrý-kókosbragði og ekki of sterkt þannig að það passar vel með fiski.

Hráefni: » 1 kg laxaflak

» Sinnep –curry & coconut

» 1 dl graskersfræ

» Olía til penslunar

» Sætar kartöflur

» Kókosolía

» Hvítlaukur og/eða chilimauk

» Salt

Köld sósa: » 1 dós sýrður rjómi

» 1 lítill mjúkur avocado

» 1 hvítlauksrif

» Pínu salt

» Allt maukað saman með töfrasprota

Aðferð:Sætu kartöflurnar eldar maður eftir smekk.  Það má skera þær í teninga ásamt 10 hvítlauskrifjum (skornum í tvennt), setja í eldfast form ásamt kókosolíu og salti og baka, eða gera franskar og hafa þær bragðmeiri.  Ég bað-aði þær upp úr chilimauki (Sambal Oelek) og sáldraði möndlumjöli og salti yfir en það má alveg reikna með 40 mínútum í eldun og því gott að byrja á þeim.  Þegar þær eru komnar í ofninn á 190 °C er sósan útbúin og laxinn gerður klár. Laxinn er skorinn í 7-10 cm langa bita og raðað á olíuborinn álpappír á bökunarplötu.  Kúfaðri teskeið af sinnepi er smurt yfir og svo er graskersfræjum stráð yfir.  Þegar kartöflurnar eru tilbúnar eru þær teknar úr ofninum og hitinn hækkaður í 230 °C.  Breiðið yfir kartöflurnar og setjið laxinn inn í NÁKVÆMLEGA 7 mínútur (miðað við meðalþykkt á stykkjunum).Berið fram með grænu salati, ísvatni og/eða köldu hvítvíni.

Um HöFUNdINN: Hrönn er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress.com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á ein-staklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.

Hér er mynd af sinnepinu sem er frá Nicohals Vahe og fæst m.a í Garðheimum, Fakó og mosfellsbakarí.

Page 45: Sjávarafl 3.tbl 2015

45 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í

sjávarútvegi til hamingju með daginn

CMYK%

Cyan = 0 / Magenta = 0 / Yellow = 0 / Black = 100

Cyan = 57 / Magenta = 41 / Yellow = 0 / Black = 2

GRÁSKALI

Black = 40%

Black = 100%

SVART/HVÍTT

Black = 100%

PANTONE

PANTONE Reflex Blue C (57%)

Cyan = 100 / Magenta = 89 / Yellow = 0 / Black = 0

Black = 80%

PANTONE Reflex Blue C

PANTONE Black C

Logo / merki

Saltkaup hf. | Fornubúðir 5

220 Hafnarfjörður

Sími: 560 4300

Fax: 560 4307

www.saltkaup.is

Tóbis ehf

Vagnhöfða 12 • 110 Reykjavík Sjómannafélagið Jötunn

Verðandi

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Átt þú rétt á styrk?

Sjómennt • Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins • Háteigsvegi,105 Reykjavík • sími 514 9601

Kynntu þér

rétt þinn á

sjomennt.isFélagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:

starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

PIPAR\TBW

A • SÍA

• 130193

Page 46: Sjávarafl 3.tbl 2015

Fullt nafn: 

Sölvi Breiðfjörð

Fæðingardagur og staður: 

14 Febrúar 1970 í Reykjavík

Fjölskylduhagir: 

Giftur Önnu Siggu Grímsdóttur og eigum við 2 börn, Grím Orra og Söru Hlín

Draumabíllinn: 

Chevý 57

Besti og versti matur: 

Hamborgarahryggurinn á jólunum og versti er skata.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: 

Vestmannaeyjar

Starf: 

Bátsmaður á Timmiarmiut

Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn: 

Það er svo margt, tarnirnar, fiskeríið, rútínan, ferska loftið og félagsskapurinn.

Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: 

Sveinn Einarson heitir hann, eðal peyji. Hann gekk undir nafninu Svenni skiptó, hann var einstaklega óheppinn og sagði alla málshætti svo vitlaust t.d detta mér allar kýr úr höfði og það fer bara út um eitt og út um hitt.

Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum: 

Nei ekki get ég sagt það.

Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita: 

Narfi í höfuðið á fyrsta skipinu sem pabbi vara á.

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur? 

Að vera sjómaður eins og pabbi

Skemmtilegasti árstíminn á sjó: 

Sumarið

Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna: 

Fjarveran frá fjölskyldunni

Eftirminnilegasta atvikið á sjónum: 

Það var 1994 á loðnuvertíð, þegar ég var að fara á milli skipa í flotgalla í kaldaskít, þegar uppgötvast að það var enginn stigi á skipinu og þurfti ég að biðja strákana að láta fríholt síga hálfa leið svo að ég gæti gripið í það á öldunni.

Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár: 

Chelsea fyrst Nottingham Forest er ekki í úrvalsdeild.

Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu: 

Golf

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj: 

Stolt siglir fleygið mitt

Siginn fiskur eða gellur: 

Gellur

Smúla eða spúla: 

Smúla

 Eitthvað að lokum: 

Ég vil þakka öllum þeim sem styðja við bakið á okkur sjó-mönnum, sjómenskan er ekki bara einn feitur tékki eins og fréttamenn láta það líta út.

Hin hliðin

46 S J áva R a f l j ú n í 2 0 1 5

Page 47: Sjávarafl 3.tbl 2015

Samsung Galaxy S5 Active er sími sem er hannaður

fyrir íslenskar aðstæður. Með IP67 vörn og harðgerða skel

Vatns - og Rykvarinn16MP myndavélFjögurra kjarna örgjörvi

Samsung Galaxy S5 ActiveSTÝRIKERFI TENGIMÖGULEIKAR

SKJÁR

VINNSLUMINNI ÖRGJÖRVI MINNI

minniskort MYNDAVÉL

RAFHLÖÐUENDING

Page 48: Sjávarafl 3.tbl 2015

www.kia.com7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

Fylgdu okkur á Facebook.facebook.com/kiamotorsisland

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Bran

denb

urg

Kia Sorento bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu.

Upplifðu nýjan og glæsilegan Kia SorentoVið kynnum 3. kynslóð Sorento. Glæsileiki að utan jafnt sem innan og ekkert er til sparað í efnisvali. Bíllinn er betur búinn en áður og státar m.a. af 200 hestafla sparneytinni dísilvél, sex þrepa sjálfskiptingu, íslensku leiðsögukerfi og bakkmyndavél. Kia Sorento fylgir 7 ára ábyrgð.

Fullbúinn FullorðinsFullkominn Nýr Kia Sorento