sala ÞjÓnusta ÁbyrgÐ hönnun Útsalafotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... ·...

16
8. ÁGÚST 2013 29. tölublað 3. árgangur VIKUBLAÐ – NORÐURLAND ÚTSALA 20-50% afsláttur Lín Design Glerártorgi Akureyri & Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is af öllum vörum dúnsæng 24.490 kr 100% fullt verð 34.990 kr Íslensk hönnun GLERÁRTORGI · SÍMI 550 4444 · WWW.BT.IS SALA / ÞJÓNUSTA / ÁBYRGÐ 15,6" HD LED Skjár (1366x768) · AMD Quad-Core A8-4500M Örgjörvi · AMD HD7670M 2GB Skjárkort · 1TB harður diskur · 8GB 1600MHz vinnsluminni · HDMI, 2xUSB2.0, 2xUSB3.0, VGA · Windows 8 og Bluetooth 4.0 EÐAL bíltæki! 19.900 LISTAVERÐ: TILBOÐSVERÐ: 15.900 4X50 W MOSFET magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW · AUX tengi á framhlið · Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna. DEH-150 GW2250 1920x1080p Full HD · 20.000:1 Dýnamísk Skerpa · 6ms Viðbragðstími · Senseye3 myndtækni · VGA og DVI Tengi 22" LED tölvuskjár 24.999 LISTAVERÐ: TILBOÐSVERÐ: 19.999 124.900 LISTAVERÐ: 7.999 LISTAVERÐ: TILBOÐSVERÐ: 4.999 Tap Express segulsnældubreytir Breyttu segulsnældum yfir í stafrænt form Tengist með USB í tölvu · Hægt að nota með heyrnartólum og rafhlöðum · EZ Tape Converter hugbúnaður fylgir · Virkar bæði með PC og MAC Flott tilboð! Á FRÁBÆRUM VÖRUM Hágæða fartölva 355V5C-S0G 15,6" „Áreiðanleiki og gæðayfirburðir“ Skv. könnun RESCUECOM Norðlendingar skilvísastir Engir Íslendingar eru skilvísari en Norð- lendingar samkvæmt upplðýsingum semn fram koma í nýlegri rannsóknar- skýrslu um Íbúðalánasjóð. Þar sést að vanskil einstaklinga til íbúðalánasjóðs voru lægst á Norðurlandi, sundurgreind eftir landsvæðum, 2003-2012. Mest voru vanskil í Reykjanesbæ, þarnæst á Suður- landi, svo Vesturlandi og á Vestfjörðum, þá kemur höfuðborgarsvæðið, svo Aust- urland en Norðlendingar verma toppinn hvað varðar skilvísi. Gögnin miðast við 90 daga vanskil eða meira. Í skýrslunni segir: „Því sjónarmiði hefur verið haldið á lofti innan sjóðsins að hann þurfi að nota stærð sína til þess að geta boðið viðunandi kjör til allra landsmanna. Þannig fari t.d. í raun tekjur af útlánum til höfuðborgarsvæðisins í það að greiða niður aukinn tapskostnað við útlán til landsbyggðarinnar.“ Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt að benda á að það gefur ekki rétta mynd að skipta Íslandi í tvö svæði; höfuðborgarsvæðið og lands- byggðina. Sem dæmi var hlutfall útlána í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði lægst á Norðurlandi og Austurlandi í nóvember 2012 á sama tíma og hlutfallið var hærra miðað við höfuðborgarsvæðið á öðrum landsvæðum.“ a HÓPUR FÓLKS GEKK á fjallið Súlur í viðhafnarklæðnaði að fornri fyrirmynd fyrir skemmstu og átti skilið hressingu þegar upp var komið. Sjá bls. 13. Jón Björnsson Er fiskur of góður fyrir þig? Þrír Frakkar hjá Úlfari veitingahús Baldursgötu 14 – Sími 552-3939

Upload: others

Post on 31-Jan-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

8. ágúst 201329. tölublað 3. árgangur v i k u b l a ð – N o r ð u r l a N d

ÚTSALA20-50% afsláttur

Lín Design Glerártorgi Akureyri & Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

af öllum vörumdúnsæng24.490 kr

100%

fullt verð 34.990 kr

Íslenskhönnun

GLERÁRTORGI · S ÍM I 550 4444 · WWW.BT . IS

SALA / ÞJÓNUSTA / ÁBYRGÐ

15,6" HD LED Skjár (1366x768) · AMD Quad-Core A8-4500M Örgjörvi · AMD HD7670M 2GB Skjárkort · 1TB harður diskur · 8GB 1600MHz vinnsluminni · HDMI, 2xUSB2.0, 2xUSB3.0, VGA · Windows 8 og Bluetooth 4.0

EÐAL bíltæki!

19.900L I S TAVERÐ : TILBOÐSVERÐ:

15.900

4X50 W MOSFET magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW · AUX tengi á framhlið · Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna.

DEH-150

GW2250

1920x1080p Full HD · 20.000:1 Dýnamísk Skerpa · 6ms Viðbragðstími · Senseye3 myndtækni · VGA og DVI Tengi

22" LED tölvuskjár

24.999L I S TAVERÐ : TILBOÐSVERÐ:

19.999

124.900L I S TAVERÐ :

7.999L I S TAVERÐ : TILBOÐSVERÐ:

4.999

Tap ExpresssegulsnældubreytirBreyttu segulsnældum yfir í stafrænt formTengist með USB í tölvu · Hægt að nota með heyrnartólum og rafhlöðum · EZ Tape Converter hugbúnaður fylgir · Virkar bæði með PC og MAC

Flott tilboð!Á FRÁBÆRUM VÖRUM

Hágæða fartölva355V5C-S0G

15,6"

„Áreiðanleiki oggæðay�rburðir“

Skv. könnun RESCUECOMNorðlendingar skilvísastirEngir Íslendingar eru skilvísari en Norð-lendingar samkvæmt upplðýsingum semn fram koma í nýlegri rannsóknar-skýrslu um Íbúðalánasjóð. Þar sést að vanskil einstaklinga til íbúðalánasjóðs voru lægst á Norðurlandi, sundurgreind eftir landsvæðum, 2003-2012. Mest voru vanskil í Reykjanesbæ, þarnæst á Suður-landi, svo Vesturlandi og á Vestfjörðum, þá kemur höfuðborgarsvæðið, svo Aust-urland en Norðlendingar verma toppinn

hvað varðar skilvísi. Gögnin miðast við 90 daga vanskil eða meira.

Í skýrslunni segir: „Því sjónarmiði hefur verið haldið á lofti innan sjóðsins að hann þurfi að nota stærð sína til þess að geta boðið viðunandi kjör til allra landsmanna. Þannig fari t.d. í raun tekjur af útlánum til höfuðborgarsvæðisins í það að greiða niður aukinn tapskostnað við útlán til landsbyggðarinnar.“

Deila má mjög um slík vísindi enda

segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt að benda á að það gefur ekki rétta mynd að skipta Íslandi í tvö svæði; höfuðborgarsvæðið og lands-byggðina. Sem dæmi var hlutfall útlána í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði lægst á Norðurlandi og Austurlandi í nóvember 2012 á sama tíma og hlutfallið var hærra miðað við höfuðborgarsvæðið á öðrum landsvæðum.“ a

Hópur fólks gekk á fjallið Súlur í viðhafnarklæðnaði að fornri fyrirmynd fyrir skemmstu og átti skilið hressingu þegar upp var komið. Sjá bls. 13.

n B

jörn

sson

Er fiskur of góður fyrir þig?

ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00

Opið um helgar frá 18:00 - 23:[email protected] - www.3frakkar.com

Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar

Þrír FrakkarCafé & Restaurant

Ferskur léttsteiktur bláugga-túnfiskur m/soya-smjörsósu

og wasabi-kartöflumús

Hádegistilboð fram að jólumSúpa, nýbakað brauð og

gratineraður plokkfiskur – 1.890,- kr.

hjá Úlfari veitingahúsBaldursgötu 14 – Sími 552-3939

Page 2: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

2 8. ágúst 2013

Um er að ræða 100% afleysingastöðu til eins árs, sem skiptast þannig:

Kennsla íslensku og samfélagsgreina á unglingastigi og almenn kennsla á miðstigi.Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til að kenna í grunnskóla. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í grunnskóla með einstaklingsmiðaðar áherslur. Góð tölvukunnátta, góðir skipulags-, samskipta- og samvinnuhæfileikar eru skilyrði. Frekari upplýsingar gefur Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri ([email protected])í síma 892-4928. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst nk. og skal umsókn skilað með ferilskrá á netfang skólastjóra: [email protected].

Blönduósbær

Grunnskólakennarar

Kennara vantar til starfa við Blönduskóla.

Samfélagið í sárum eftir flugslysNorðlendingar eru í sárum eftir að tveir karlmenn, flugmaður og sjúkra-flutningamaður, létust í flugslysi sl. mánudag. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Glerárkirkju, hefur tekið þátt í áfallahjálp og segir hún að vinna bíði margra sem eigi um sárt að binda.

„En það er huggun harmi gegn að það er ótrúleg mildi að enginn skyldi slasast á jörðu niðri, það má alveg kalla það kraftaverk,“ segir Arna Ýrr. Daníel Guðjónsson, yfirlögreglumað-ur á Akureyri notar orðið kraftaverk einnig yfir að hinn flugmaðurinn í vélinni skyldi lifa slysið af.

Hluti þeirra sem sóttu Gler-

ákirkju voru bæði vitni að slysinu auk þess að þekkja persónulega til þeirra sem fórust.

„Við ákváðum að hafa stutta bænastund í kirkjunni. Mín reynsla er að slíkt geti verið mjög gott, að gefa fólki tækifæri að kveikja á kertum og eiga hljóða stund,“ segir Arna Ýrr.

sumir buguðust

Spurð um andlegt ástand vitna að slysinu segir Arna Ýr að líðan fólks hafi virst misjöfn. Sumir hafi brotnað niður. „Það er líka með svona áföll að það getur tekið tíma að vinna úr þeim.“

Hún segir að sumir hinna við-stöddu hafi litið svo á sem þau fólkið á jörðu niðri hafi sjálf verið í lífshættu þegar véliin brotlenti og tekur Daníel Guðjónsson, yfirlög-regluþjónn á Akureyri, undir það.

Spurð um verkferla þegar svo alvarlegt slys verður segir Arna Ýrr að Glerárkirkja sé skilgreind fjölda-hjálparstöð hjá Rauða krossinum og söfnunarsvæði aðstandenda. Í gang hafi farið ákveðið kerfi þar sem sjálf-boðaliðar frá Rauða krossinum taki í raun yfir en starfsmenn kirkjunnar séu aðeins til aðstoðar.

Spurð hvernig til hafi tekist að aðstoða fólkið segir Arna Ýrr erfitt að leggja mat á það að svo stöddu. Sannarlega hafi þó hjálpað til að ekki alls fyrir löngu hafi farið fram flugslysaæfing á Akureyri.

Undir þetta taka fleiri fagaðilar sem komu að björgun eftir flugslysið sl. mánudag.

Akureyri vikublað ræddi við ungan mann sem varð vitni að slys-

inu. Hann vildi ekki koma fram undir nafni en sagðist mjög miður sín eftir reynsluna. Fólk hafi fyllst ákveðinni óraunveruleikatilfinningu þegar flugvélin skall á jörðinni og brak þeyttist í allar áttir. Margt ungt fólk var á bílaklúbbssvæðinu þegar flugslysið varð.

Mennirnir sem létust í flugslys-inu hétu:

Páll Steindór Steindórsson, flug-

stjóri, Pílutúni 2 á Akureyri, 46 ára og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur.

Pétur Róbert Tryggason, slökkvi-liðs- og sjúkraflutningamaður, til heimilis að Rútsstöðum 2 í Eyja-fjarðarsveit. Pétur var 35 ára gamall, ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn.

Í gærkvöldi var haldin opin sam-verustund í Glerárkirkju vegna flug-slyssins. a

Stærsta matarhátíð Evrópu fram undanFiskidagurinn mikili fer fram á Dalvík um næstu helgi. Fram-kvæmdastjóri er Júlíus Júlíusson eins og fyrri ár. Hann segir hátíðina stærstu fríu matarhátíð í Evrópu.

„Við byggjum það á því að fyr-ir nokkrum árum unnum við með fulltrúa heimsmetabókar Guinness

og þá kom fram að mestur mann-fjöldi mældur á svona hátíð í Evrópu væri 8.000 manns. En hér höfum við farið í rúmlega 30.000,“ segir Júlíus.

Aðsókn náði hámarki á Fiski-daginn árið 2009. Júlíus reiknar með gestafjölda í ár á bilinu 20.000-

30.000 manns. Hátíðin verður enn veglegri í ár en ella vegna 30 ára af-mælis Samherja. Samherji býður m.a. til viðamikillar kvölddagskár sem endar með flugeldasýningu klukkan 23.30. Þá verður Vináttukeðjan og Súpukvöldið á sínum stað. „Sami rammi og áður,“ segir Júlíus. a

Framkvæmd-ir við göngin ganga velFramkvæmdir við göng undir Vaðlaheiði ganga vel að sögn talsmanna samgöngubótarinnar. Alls er búið að sprengja nokkuð á þriðja hundrað metra inn í fjallið en göngin verða alls rúmir sjö kíló-metrar. Á þessai mynd sé lífið inni í fjallinu en Akureyringar og Ey-firðingar margir heyra vel hverja sprengingu þótt vindátt ráði þar nokkru um áhrifin.

Hirosimabúi við kertafleytinguKertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst n.k. Á Akureyri verður athöfnin við Minjasafnstjörnina kl. 22. Ávarp flyt-ur Taeko Osioka frá Hirosima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg.

Í tilkynningu frá aðstandendum segir: „Gleymum aldrei fórnarlömb-um sprengjanna fyrir 68 árum. Mót-mælum jafnframt þeim hernaðaryf-irgangi stórvelda sem enn viðgengst.“

Flotkerti fást á staðnum en samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni. a

brak vélarinnar dreifðist víða.

Hluti áfallateymisins í Glerárkirkju sl. mánudag.

fiskidagurinn mikli snýst jú á endanum um hráefni og matreiðslu. Helgi Steinar Halldórsson

Page 3: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt
Page 4: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

4 8. ágúst 2013

Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • [email protected] • www.minnismerki.isOpnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00

Frábært úrval af minnismerkjum!

Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla

Gert að ýsu á HofsósiHann sagðist ekki láta sig muna um að aka frá Reykjavík á Hofsós, hvenær sem tækifæri gæfist. Hafði keypti hús í þorpinu fyrir tíu árum

„áður en þessi staður uppgötvaðist“ og rær til fiskjar þegar gefur. Krist-inn hét hann og mundaði hnífinn fag-lega þegar hann gerði að nokkrum

ýsum og þorskum. Hafði veitt þá í soðið skammt undan landi, á „leyni-stað þar sem hafaldan kemur við sögu“. Þegar blaðamaður Akureyrar vikublaðs spurði hann að nafni tók hann fram að hann vildi vera titlaður Siglfirðingur. Þaðan væri hann. Þar lægju ræturnar. Og það skipti máli!

Stýrir jarðborun í RwandaHinrik Árni Bóasson er einn yfir-manna verkefnis í Rwanda sem snýr að jarðborun sem Afríkuríkið kaupir af Kínverjum með milligöngu íslensks hugvits. Hinrik Árni er Mývetningur og starfsmað-ur Kröflustöðvar til langs tíma. Hann segir aðstæður óneitanlega ögn frábrugðn-ar þeim jarðborunum sem fram fari hér á landi. Ekki síst vegna þess að unnið sé í 2.700 metra hæð yfir sjáv-armáli þannig að starfsmenn mæðist fljótt.

allt frekar frumstætt

„Hér er allt frekar frumstætt. Það er ekkert til í landinu til framkvæmda

og mikið unnið með haka og skóflum. Allt sem ég hef séð hér er afgamalt, verkfæri sem við Íslendingar værum búnir að leggja til hliðar fyrir löngu,“ segir Hinrik Árni.

Hann segir allt ganga hægt fyrir sig á íslenskan mælikvarða. Olían á borinn komi frá Kenýa og geti verið sjö daga á leiðinni. Lögð hafi verið vatnsveita á vegark-antinum, „ef veg skyldi kalla“, 20 km. Það verk hafi tekið vel á annað ár. „Hér er ekki til steypubíll en 50

menn með skólfur.“Spurður um húsnæði segir Hin-

rik Árni að allir starfsmenn búi á borplaninu. „Matur er keyrður á

svæðið og Kínverjarnir hafa sinn eigin kokk. Hér er hervörður í stað girðingar sem átti að vera löngu komin en er enn ekki byrjað á. Verið er að þjálfa heimamenn til starfa sem flækir þetta verk svolítið því það eru alltof margir á hverju vinnusvæði sem skapar ákveðnar hættur á slys-um. Því betur hefur þó ekkert orðið ennþá.“

íslendingar um-svifamiklir víða

Hinrik Árni er leigður frá Mann-viti til Reykjavík Gothermal sem sér um samninga og eftirlit með framkvæmdinni. Í verkinu felst að bora alls þrjár holur, allt að 3.000 m djúpar. Hinrik Árni segir Íslendinga að störfum víða um heim á jarð-varmasviðinu. Mannvit vinni þessa dagana verkefni á Filippseyjum, borun og virkjun. Jarðboranir bori þar með nýsjálenskum yfirmanni en Íslendingar sjáu um virkjunina. Ís-lenskir aðilar sjái einnig um stjórnun fjárfesta og ýmis járn séu í eldinum í Kenýa. „Svo er verið að skoða mál í Chile og margt fleira.“ a

Jarðborinn góði í Rwanda, fátækasta ríki heims.Húsakosturinn.

Hinrik árni bóasson.

Treystir áttföldu umhverfismatiEkkert verður af kísilveri á Bakka fyrr en Eftirlitsstofnun EFTA gefur samþykki sitt fyrir hafnar-framkvæmdum. Lántökur þarf til hafnarframkvæmda en í Bakkainn-viðalögunum sem samþykkt voru ný-lega segir: "Samningur sem er gerður samkvæmt lögum þessum skal ekki taka gildi fyrr en Eftirlitsstofnun EFTA hefur veitt samþykki fyrir honum".

Haft hefur verið eftir fulltrúum Norðurþings að búið sé að gefa hlut-aðeigandi "fullt umboð til að skrifa undir fyrirliggjandi samninga". Vegna fyrirvaranna væri nær að tala um samningsdrög.

Mikil umræða hefur einnig farið fram um kísilverið í fréttum vegna jarðskjálftahættu. Gunnlaugur Stefánsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir gríðarlega vinnu tengda orkunýtingu og atvinnusköp-un á Norðausturlandi hafa farið fram, óteljandi skýrslur hafi verið unnar og átta umhverfismöt gerð.

„Kostir svæðisins hafa verið kann-

aðir ítarlega og það sama á við um áhættur, þar með talið jarðskjálfta. Þeim aðilum sem hafa unnið með okkur hefur verið gerð grein fyrir öllum þeim þáttum sem skipta máli í þessum verkefnum,“ segir Gunn-

laugur.Páll Einarsson og fleiri jarðvís-

indamenn vilja endurmeta stað-setningu kísilvers og sjúkrahúss á Húsavík vegna hættu á stórum jarð-skjálfta. a

bakki við Húsavík Völundur

Page 5: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt
Page 6: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

6 8. ágúst 2013

– Leiðari –

Þegar bjarg-vættir farast

„Það er nefnilega með ólíkindum stutt á milli lífs og dauða, en sem betur fer eigum við frábæra lækna og hjúkrunarfólk, sem ásamt áhöfn sjúkraflugvélar-innar komu í þetta sinn í veg fyrir að illa færi. Flug-mennirnir eru orrustuflugmenn okkar Íslendinga. Það að þeir skyldu fara af stað við slæmar aðstæður til þess að koma manni í örugga höfn segir meira en mörg orð.”

Þessi orð mælti Árni Helgason kennari á Akur-eyri í Akureyri vikublaði í vetur. Þá veiktist hann skyndilega og máti litlu muna að illa færi. Hann þakkaði áhöfn Mýflugs að hann skyldi komast suður í bráðaaðgerð á Landspítalann við erfiðar flugaðstæður. Og enn þakkar þjóðin. En syrgir líka.

Norðlendingar voru minntir á það sl. mánudag hve stutt er milli lífs og dauða þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti sl. mánudag skammt frá þéttbýli Akureyrar á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar. Þar misstum við tvö mannslíf, mannslíf flugmanns og sjúkraflutningamanns. Þeir höfðu helgað lífi sínu að bjarga öðrum.

Það er sárt þegar bjargvættir deyja. Missir okk-ar hér fyrir norðan er meiri en orð fá lýst. Missir slökkviliðsins á Akureyri er þungur. Áfall Mýflugs þungt. Fram að slysinu hafði uppgangur fyrirtæk-isins verið ævintýri líkastur. Vonandi verður áfallið, þótt þungt sé, ekki til þess að sú mikla reynsla og þekking sem safnast hefur upp innan fyrirtæk-isins verði að engu. Þekking sem bjargað hefur mannslífum.

Önnur tvö mannslíf misstu Íslendingar í umferð-arslysi um verslunarmannahelgina. Þá vorum við einnig minnt á hve stutt er milli glaðrar stundar hjá ungu fólki sem hélt það ætti alla framtíð fram undan og dauða. Fyrir mörgum árum hrapaði önnur flugvél í Skerjafjörðinn að kvöldi frídags verslun-armanna. Þá létust sex manns. Þjóðin var lengi að jafna sig þá. Sama er uppi á teningnum núna.

Ljós í myrkrinu er að fólk bjargaðist líka úr þessum slysum. Og verr hefði getað farið á jörðu niðri þegar sjúkraflugvélin fórst. Tala sumir um kraftaverk að við höfum ekki misst enn fleiri líf í slysum helgarinnar.

Akureyri vikublað sendir aðstandendum þeirra sem létust í slysum um verslunarmannahelgina einlægar samúðarkveðjur.

Björn Þorlákssonritstjóri

akureyri vikublað 29. tölublað, 3. árgangur 2012Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is.framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856.Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 13.500 eintök. dreifing:

13.500 eintök ókeypis – Um allt norðUrland

Viltu segja skoðun þína?Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-póst á [email protected] eða hringið í síma 862 0856.

lof og last vikunnarlof fá forráðamenn sundlaugarinnar í Laugum, segir karl sem brá sér í sund í reykjadalnum. Hann bendir á að lofið fái reykdælingar fyrir sundgleraugu sem allir sundlaugargestir geti notað. eflaust sé um að ræða gerlaugu sem hafi gleymst og liggi þau í kassa við sundlaugarbakkann svo allir fái að njóta. Fólk skili svo lánsgleraugunum aftur á sinn stað. Þetta telur maðurinn til fyrirmyndar...

last fá þeir sem eiga að sjá um að útrýma bjarnarkló sem vex alltaf í brekkunni við gatnamót Spítalavegar og eyrarlandsvegar, segir kona. „er ekki sjálfsagt mál að akureyrarbær fjarlægi þennan vágest sem getur auðveldlega skaðað fólk sem kemst í snertingu við plöntuna, krakkar leika sér allstaðar og oftar en ekki heilla stórar plöntur sem þessar,“ segir konan. Fleiri taka í sama streng og segja plöntuna hreinlega út um allt núna...

last fá akureyrskir veitingastaðir sem hafa hækkað verð á veitingum sínum um allt að 25% síðan í fyrra, segir karl sem skrifaði blaðinu bréf. Hann nefnir sem dæmi að langloka á einu veitingahúsinu kosti nú kr. 1000 í stað 750 í fyrra...

last fær akureyrarbær fyrir að skipta ekki út hoppudýnunni í Sundlaugargarðinum. Þetta segir kona sem sendi blaðinu bréf. „Dýnan er greinilega ónýt, því hún bungar út á stórum parti. Það er ekki spurning um hvort heldur

hvenær það verður slys. Ég allavega leyfði 5 ára syni mínum ekki að fara á þetta,“ skrifar konan...

lof fá akureyringar og gestir þeirra fyrir fyrirmyndar framkomu um verslunarmannahelgina. Svo segir hátíðargestur á einni með öllu sem sendi blaðinu bréf. Hann segir mikinn mun að koma til akureyrar nú og fyrir nokkrum árum. Hann hafi óttast um líf sitt og limi þá, en í ár hafi gleðin ein ráðið ríkjum. Góð bæjarhátíð að baki...

ritan er blíður og félagslyndur fugl. Hún situr í hreiðrum á klettasyllum þar sem ungarnir vaxa og dafna yfir sumarið. Á dögunum hitti ljós-myndari blaðsins þennan rituunga sem varð ekki um sel, en stillti sér þó örstutt upp fyrir myndavélina. Völundur

Birkifeti hopar – gott berjaárHorfur eru á góðri berjasprettu víða á Norðurlandi þetta árið. Berjafróðir viðmælendur blaðsins eru sammála um þetta. Hulda Magnea Jónsdóttir, kennari við Hrafnagilsskóla, telur að næturfrost sé það eina sem gæti sett góða uppskeru í hættu.

„Ég held að útlitið sé mjög gott í ár,“ segir Hulda sem er annáluð fyrir berja-tínslu.

Hún telur þetta eiga jafnt við um krækiber, aðalbláber og bláber. „Hér uppi í fjalli er krækilyngið svart en ber-in enn smá, og mikið af bláberjavísum. Ég hef ekki litið á hrútaberjamóinn frammi í firði en hef trú á að það líti

vel út. Út með firði lítur vel út með aðal-bláber og krækiber, birkifetinn virðist á undanhaldi, hvað veldur er ég ekki viss um en ef til vill mikil snjóalög.“

Hulda segir að enn vanti fleiri

sólskinsstundir en reiknar með að í seinni hluta mánaðarins verði hægt að hefja tínslu. Það eina sem gæti ógnað góðri uppskeru sé næturfrost. Hún sé hræddari við frost frammi í Eyjafirði en síður úti með hjá Dalvík og í Þor-valdsdal.

Einu vill hulda koma á framfæri. „Ég hef smá áhyggjur af tínslu með berjatín-um, ég varð vitni að því þegar kona var með tínu rétt utan Dalvíkur s.l. haust og reitti og sleit og var ljótt að sjá lyngið á eftir. Hún hefur án efa verið að tína til að selja ber. Svona meðferð á lynginu er ekki til fyrirmyndar. Tína minna og ganga vel um náttúruna.“ aglæsileg aðalbláber tínd í fyrra.

Hulda er ástríðumanneskJa hvað berin varðar. Hér heldur hún á jarðarberjum.

Page 7: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

Það eru 50 gámarí vörugeymslunum og allar vörur á SPARIDÖGUM– frá AEG, Samsung, Pioneer, Nintendo, Tefal, Sharp, Olympus, Hama, Brabantia ... o.fl., o.fl.

kaffivélum,brauðristum,

handþeyturum, töfrasprotum,

hraðsuðukönnum, espressovélum,straujárnum,

o.m.fl.

20%afsláttur

af

ÞVOTTATÆKJUMKÆLISKÁPUM

OFNUMHELLUBORÐUMGUFUGLEYPUMRYKSUGUM ...

20%afsláttur

af

SAMSUNG-UExxF6475SBSAMSUNG-UExxF6675SB

STÓRKOSTLEG NÝ SJÓNVÖRP 6000 LÍNAN

Vaxtalausarraðgreiðslurí níu mánuði! * *3

.5 %

lánt

öku

gja

ld

UExxF6675SB:

40" = 259.90046" = 319.90055" = 459.900

OPNUNARTILBOÐ:

UExxF6475SB:

40" = 199.90046" = 249.90055" = 379.90065" = 699.90075" = 1.290.000

Hljómtækjadeild ORMSSON er flutt í Skeifuna 11, hjá BT/Griffli. Fjöldi opnunartilboða ogSparidagatilboða á sjónvörpum, hljómtækjum, fartölvum, o.fl. o.fl.

Komdu og gerðu frábær kaup!

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900

samsungsetrid.is

// FURUVÖLLUM 5 · AKUREYRI · SÍMI 461 5000// GARÐARSBRAUT 9 · HÚSAVÍK · SÍMI 464 1515

Page 8: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

8 8. ágúst 2013

10 | SÓKNARFÆRI

Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður

Símar:467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441

„Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað-hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll-um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar-færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram-leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp-ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan-mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor-gére og Garware Wall-Ropes og

starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl-þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís-landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan-mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska-landi, Kanada og Indlandi.

Ný dragnót lítur dagsins ljósStarfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip-stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún-

ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting-ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi.

„Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú-ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von-andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir.

Ísnet 2967 Lukkutroll

Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk-kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig-urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur-

borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva.

Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara.

„Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan-farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð-inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám.

Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel

en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð-um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek-ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári.

Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða

Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark-miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt.

„Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf-írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar-byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð-um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað-ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“

isfell.is

Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki.

Rækjutroll Gigantus, 4200 möska.

Dragnót, 38 faðma.

Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva.

Dragnót, 38 fm í köstun.

Ísnet:

Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll

SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS

HáþrýstidælurVinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota

HD 10/25-4 S■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör■ 500-1000 ltr/klst

■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50%

HD 6/16-4 M

HD 6/16-4 MX■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör■ 230-600 ltr/klst■ 15 m slönguhjól

■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50%

Nánari upplýsingar á www.kidagil.is

Kaffihlaðborð er á sunnudögum kl. 14:00-17:00

Nú stendur yfir myndlistarsýning Eyþórs Péturssonar frá Baldursheimi í Mývatnssveit

Kaffihlaðborð og myndlistí Kiðagili

Kiðagil, Bárðardal

Allir velkomnir

Starfsfólk Kiðagils í Bárðardal

Píkublóm: lofgjörð til kvenleikansMyndlistarsýning Brynju Harðar-dóttur í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu Akureyri 3. - 11. ágúst og opnunargjörningur Lilý Erlu Adams dóttur.

Brynja Harðardóttir sýnir ell-efu olíu- og akrýlmyndir, fjölda heklaðra píkublóma og minningu um opnunargjörning Lilý Erlu Adamsdóttur sem samanstendur af glerkrukkum á miðju gólfi sýn-ingarsalarins með vökva í grænum, bláum, rauðum og gulum litum ásamt glæru fati í miðju með ljós-um vökva og alllangri mjórri slöngu. Hvert er inntak sýningarinnar? Fagurlega málaðar olíu- og akrýl myndirnar birtast sem hughrif lista-mannsins úr blómagarði borgaralegs heimilis á syðri-syðri-brekkunni á Akureyri - en eru píkur. (Villuleitar-forritið óskar leiðréttingar á orðinu píkur!). Handavinnan reynist vera píkur í fjörlegum myndum. Píku-blómin eru á stærð við servíettubúnt. Beinast lægi við að túlka sýninguna út frá þeirri pólitísku yfirlýsingu

sem myndlistarmaðurinn gefur í sýningarskrá; „Píkublómin hvetja konur jafnt sem karla að vera gagnrýnin á útlist- og fegurðar-viðmið samtímans ...” en hér býr augljóslega meira að baki. Að stilla píkum upp sem viðfangi málaralistar, handíða og gjörnings á laugardegi í verslunarmannahelgi þar sem Fréttablaðið tel-ur markverðasta sögu af ungri konu sem á að hafa í nafni nútímans tælt kaþ-ólskan prestling til ásta við sig en ekki hina Heilögu almennu kirkju er ögrun við stofnanir sem miðla og endurgera pólitískra samtíma-menningu okkar. Hugurinn reikar til allra þeirra gleymdu ástarævin-týra sem ekki rötuðu á bókfell á því hálfa árþúsundi þegar Íslendingar leituðu frelsisins undir oki þessar-ar stofnunar sem einmitt hafði sem sitt helsta markmið að ráða yfir píkunum, ráða fólksfjölguninni með goðsögum og kúgunarkerfi sem krafði konur um undirgefni en sál-ardauða ella. Brynja ögrar gagnárás karlrembunnar á réttindabaráttu kvenna sem lýsir sér í kröfunni um að píkan sé neysluvarningur á markaðstorgi klámvæddrar dæg-urmenningar, annars tabú. Brynja

er táknbrjótur. Píkan er ekki tákn spéhræðslu og valdagræðgi á þessari sýningu, hún er sjálf fegurðin. Að sama skapi ögrar sýningin hámenn-ingunni. Samkvæmt viðteknum greinarmun gagnvart lágmenningu

ber ekki njóta lista á þeirri forsendu að þær höfði til líkamlegrar vellíðunar heldur á eigin innri feg-urðarforsendum, sem eiga jafnvel að búa í tilteknum heilastöðvum, á meðan al-þýðumenningin höfði til hungurs og kynhvatar. Hafi leikið vafi á erótískum tóni sýningarinnar leiddi gjörn-ingurinn fram sterka and-

stæðu milli fegurðar kviknakinnar konu sem stillti sér í fatið með ljósa vökvanum og þjáningar hennar er hún saug með slöngunni upp í munn sér litaða vökvann úr krukkunum og lét renna um bringu sér, brjóst, maga - og píku. Úr einni krukku eftir aðra, einn lit eftir annan svo að líkamsmyndin tók á sig litadýrð svo úr varð náttúrulegt málverk, myndverk sem hélt áhorfendum föstum í andartakinu. Þegar takinu sleppti klöppuðum við áhorfendur okkur frjálsa og héldum til hefð-bundinna hátíðar verslunarmanna. Lofgjörð til kvenleikans ríkari. Takk fyrir mig. a

aðsend grein Vigdís gArðArsdóttir

MissirÞegar sorglegir atburðir eiga sér stað í litlum bæ, þar sem margir þekkja svo marga, virðist tíminn einhvern veginn frjósa. Allt verður kyrrt og hljótt og fólk sameinast í skilningi og samkennd, orð verða óþörf. Við fáum að minnast, rifja upp og sjá fyrir okkur samverustundir eða jafn-vel heyra fyrir okkur samræður sem við héldum að við værum búin að gleyma. Akureyri verður aldrei söm eftir þetta slys, missirinn er einfald-lega of mikill.

Í samfélagi sem er miklu minna, í litlum hreppi þar sem allir þekkja alla, frýs tíminn jafnvel örlítið lengur. Þeir sem voru svo lánsamir að ganga í barnaskóla með góðum vini og kunningja sem nú er fallinn frá, munu finna fyrir því í dag og næstu daga að minningar frá þess-um árum hellast yfir. Minningar um skólagöngu í fámennum skóla, skólaferðalög, félags- og íþróttastarf, sprell og stuð í sundlauginni, fót-bolta úti á túni, árshátíðir, jólaböll og margt fleira. Allt þetta eru sameig-inlegar minningar sem nú eru ljós-lifandi og skýrar á meðan áfallið og sorgin eru sterk, tilfinningaflóðið er því mikið á meðan fólk er að átta sig.

Fyrir nokkrum árum missti litli hreppurinn ungan mann í slysi og það var með ólíkindum að sjá hvern-ig fólk snéri saman bökum, studdi hvort annað, bað fyrir ættingjum og vinum og gerði allt sem hægt var að gera til að hjálpa til og lina þján-ingar. Sú lífsreynsla þjappaði íbúum saman og það verður aldrei tekið frá þeim. Fáeinum árum síðar, lá ann-ar ungur maður úr sama hreppi og barðist fyrir lífi sínu í mjög langan tíma á meðan enginn vissi hvort hann kæmi til baka, líkurnar voru meira að segja taldar mjög litlar á tímabili. Það var einstakt kraftaverk

að hann skyldi lifa, fólk er enn að þakka fyrir það í dag og mun gera það áfram. Í dag missti samfélagið ungan mann, litríkan karakter með fallegt bros og smitandi hlátur og enn á ný munu íbúar þjappa sér saman og taka utanum hvert annað, á því leikur enginn vafi.

Það er vont að missa og sárt að sakna, það getur verið ljúft að ylja sér við fallegar minningar, draga fram myndir, kveikja á kertum og finna að samkenndin er allt um kring, en allt hefur sinn tíma. Þeir sem ekki eru í innsta hring fjölskyldu og vina, hvort sem um er að ræða lítinn kaup-stað eða lítinn hrepp, hafa sameinast í huganum í dag til að senda frá sér strauma, bænir og kveðjur til þeirra sem urðu fyrir þessum hræðilega missi, enginn getur sett sig í þeirra spor. Þeir sem áður hafa misst ástvini, vini og kunningja eiga það hins vegar sameiginlegt að geta gefið heilmikið af sér við svona aðstæður, með því að vera til staðar og standa vaktina, í huga, hjarta og sál.

Við sem getum gefið af okkur ætt-um kannski haft eftirfarandi í huga: Munum að tíminn læknar ekki öll sár, munum að hver og einn syrgir á eigin hraða og á sinn hátt, munum að vera til staðar, líka þegar erfiðasti tíminn er yfirstaðinn. Munum að faðmast og veita hlýju þegar við getum, senda bréf, ljóð, blóm og fleira sem við vit-um að yljar þegar fram líða stundir og þessi tími rifjaður upp. Síðast en ekki síst, sýnum tillitsemi með því að verða betri manneskjur en í gær, leyfum okkur að læra af lífsins dýr-mætu reynslu.

Hvílið í friði drengir. Elsku Pétur, takk fyrir brosið, hláturinn, sprellið og allt sem þú gafst okkur.

Vigdís Garðarsdóttir, skólasystir.

dagbJört brynJa Harðardóttir

MyndlistÞorlákur Axel Jónsson

lífið fer svolítið eftir því hvernig við lítum á hlutina. En við erum oftast annaðhvort að koma eða fara. Völundur

Nánari upplýsingar á www.kidagil.is

Kaffihlaðborð er á sunnudögum kl. 14:00-17:00

Nú stendur yfir myndlistarsýning Eyþórs Péturssonar frá Baldursheimi í Mývatnssveit

Kaffihlaðborð og myndlistí Kiðagili

Kiðagil, Bárðardal

Allir velkomnir

Starfsfólk Kiðagils í Bárðardal

Næstu vikur mun hin norska Bente Lie Ásgeirsson sýna fallegar landslagsmyndir.

Page 9: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt
Page 10: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

10 8. ágúst 2013

arnar Már arngrímsson

Dalvík - 15. ágúst og Akureyri 16. ágúst

Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður á Akureyri og Dalvík við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum. Sérsmíðuð eða næstum ósýnileg bak við eyra.

Bókaðu tíma í heyrnarmælingu ogfáðu heyrnartæki til prufu

Sími 568 6880

Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is

Vantar þig heyrnartæki?Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta

„Are you going to Scarborough Fair“ / „Halló, Akureyri“

dagbókarslitur úr englandsferð

„Are you going to Scarborough Fair“ - óskapleg áþján hlýtur það að vera íbúi þessa bæjar og vita að þetta er vitneskja heimsbyggðarinnar um heimahagana; lína úr popplagi. En þeir eru í það minnsta betur settir en Akureyringar sem lesa víst Nonna og sækja Sjallann út í eitt. Það væri samt dálítið fyndið ef menn brystu alltaf í „Halló, Akureyri“ þegar Ak-ureyri bæri á góma.

Scarborough er hinn fegursti bær en dálítið sjabbí eins og túristabæir eru gjarnan og mávahláturinn getur gert mann galinn. Meðalaldur íbúa hér er 95 ár, algeng-asta tegund farartækja er ellinaðran, bingó er helsta skemmtunin og te drykkurinn. Bærinn er á tveimur hæðum eins og Akureyri. Til að komast á milli hæða notast menn við kláfa. Eitthvað sem mætti skoða. Ströndin er hrein dásemd, sér-staklega í 30 stiga hita, en sjórinn er álíka kaldur og heima. Ég fór því og keypti mér blautbúning á útsölu. Það er dálítið fyndið að máta blautbúning og ganga síðan fram í búð og snúa sér í hring fyrir framan spegil. Djös ístrubelgur er maður orðinn, nema það sé sniðið.

Ég keypti í matinn í Marks og Spencer í gær. Þar var ég afgreiddur af eldri konu sem var í essinu sínu og mér fannst í raun skemmtilegt að versla. Hér er ég ávarpaður sir, eða luv. Kurteisi er góð; „ya allright, luv?“ - Á Íslandi er maður aðeins afgreiddur af börnum sem koma og fara. Þau standa sig vel en eru sjaldnast að springa úr hressleika, ekkert athugavert við það, þannig erum við flest hér á landi á en hvað með smá: „Ta, luv“ („Takk, skan“)?

Ég keyrði í fyrsta sinn í öfugum bíl á öfugum vegarhelmingi. Það er ekkert grín. Það sem mér fannst óþægilegast var að átta mig á fjar-lægð bílsins frá vinstri kantsteini, eins er undarlegt að skipta um gír með vinstri. Og mér tókst að tjóna bílinn. Beygði inn í þrönga götu og ákvað að keyra utan í ruslatunnur og rífa vinstri hliðarspegilinn af. Ég var búinn að keyra í klukkutíma þegar þetta gerðist. Mér leið eins og hjól-reiðakappanum sem sleppti höndum og byrjaði að fagna 100 metrum frá marki til þess eins að missa einhvern framúr sér.

Ég hef horft á nokkra leiki hjá konunum í Evrópukeppninni. Ensk-ir eru fúlir, horfa öfundaraugum á Þjóðverja og Frakka, finnst sem þeirra konur séu staðnaðar. Umfjöll-un hefur verið góð og ég verð að segja að mér finnst konurnar vera einbeitt-ari í því að spila fótbolta heldur en karlarnir, minna um tuð og væl. Nú er lag að taka fram „Bend it like Beckham“ þá snilldarmynd, eins mætti kíkja á Escape to Victory, þið

munið, með Pele og Stallone („lék“ markmann!). Aðrar fótboltamynd-ir? Íslenski draumurinn? Enn vantar góða handboltamynd.

Það er súrt fyrir egóið að lenda í tungumálaerfiðleikum í Englandi. Rétt áðan pantaði ég kaffi og var spurður á móti; „A kúp or a múg?“ Ég kveikti ekki strax. Kveikið þið?

Grand Hotel gnæfir yfir ströndinni. Mér skilst að það hafi verið eitt stærsta hótel í heimi fyrir 100 árum. Það er enn glæsilegt að utan en pizzukassar og rusl við inn-ganginn og tilboðsskilti segja aðra

sögu. Mávarnir keppast við að skíta á húsið; þeir halda að það sé klettur.

Á kvöldin líkist bær-inn Las Vegas; spilasalir, Elvis-eftirhermur, búktal og uppistandarar í anda Benny Hill. Það segir töluvert um bæinn að eitt

kvöldið hélt The Straits tónleika – án Dire.

Hingað kemur fólk hvaðanæva úr Jórvíkur-

skíri til að gera sér glaðan dag. Margir eiga péning. Ég hef ekki tölu á þeim Porsum, Bentleyjum, Jagúör-um og Míni Cooperum sem ég hef séð.

Maturinn er fínn en tvennt er vont: „franskarnar“ sem þeir kalla

„chips“ eru feitar og þykkar og al-mennt séð vondar. Hamborgari á 90 prósent staða er einhvers kon-ar gúmmíbúðingur. Til að viðhalda kjörþyngd keypti ég mér reglulega fish ‘n chips. Það er dálítið töff að fá heilt djúpsteikt flak og það er lygi-lega gott að baða fiskinn með ediki og borða maukaðar grænar baunir með – og drekka te.

Ég gekk ásamt fleirum frá Whitby og til Scarborough. Það er ein fal-leg leið meðfram ströndinni. Ég hef aldrei náð sambandi við jarðfræði, kenni Jónasi Helgasyni um það og einhverju verkfalli sem varð til þess að við fórum ekki í jarðfræðiferð í Mývatnssveit í fyrsta bekk í MA. Ég er ekki frá því að áhuginn hafi kviknað í þessari ferð. Það er eitt-hvað við það að finna margra milljón ára gamla steingervinga.

Ég fór á krá í Durham. Þetta var um miðjan dag. Fullir ellilífeyris-þegar í spilakössum. Þessar svoköll-uðu menningarþjóðir búa við mun andstyggilegri drykkjukúltur en við.

Hversu margir Íslendingar hafa farið í frí til Englands? Þá meina ég ekki helgarferð á fótboltaleik eða verslunarferð til London. Er hugs-anlegt að við séum að leita langt yfir skammt með því að fljúga til Spánar og Grikklands í frí? Vissulega er ekki á vísan að róa með veðrið en það er alltaf betra en heima.

Þetta var söguleg ferð, Bretar enn í sigurvímu eftir sigur Murrays á Wimbledon, hitabylgja, Breti vann Tour de France annað árið í röð, ég lét tattóvera á mig þorsk í Hull og kona eignaðist barn. a

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Gleðilegan Fiskidag!

Í tilefni Fiskidagsins mun Promens á Dalvík baka

ekta saltfiskpizzur í stærsta „pizzuofni“ landsins.

Allir velkomnir!

PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK

PROMENS TEMPRA • ÍSHELLA 8 • 221 HAFNARFJÖRÐUR

Ker og bretti

www.promens.com/saeplastwww.promens.is

Page 11: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

Hrísey -Perla Eyjafjarðar!Eyjan er ævintýraheimur út af fyrir sig. Þar er mannlífið skemmtilegt, náttúran blómleg og fuglalífið engu öðru líkt. Að ganga um hellulagðar götur bæjarins eða rölta um fallegar gönguleiðir í návígi við náttúruna og sjóinn, er einstök upplifun. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.hrisey.net og www.visitakureyri.is. Það er leikur einn að komast út í eyju!

Frá Hrísey

Frá Árskógssandi7.00 9.00 11.00 13.00 15.00 17.00 19.00 21.00 23.00*

7.20 9.30 11.30 13.30 15.30 17.30 19.30 21.30 23.30** Gildir 1. júní -31. ágúst

Panta þarf fyrstu ferð kl. 7.00 á laugardögum og 9.00 á sunnudögum allt árið.Ath. ekki er boðið upp á morgunferð kl. 7.00 á sunnudögum eða öðrum rauðum dögum.Upplýsingar um verð og vetraráætlun má sjá á heimasíðunni www.hrisey.net. Síminn um borð í Sævari er 695 5544.

www.hrisey.net

SUMARÁÆTLUN FERJUNNAR:

Page 12: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

12 8. ágúst 2013

eldspúandi skemmtikraftar HlýJuðu bæjarbúum og gestum þeirra.

Færra fólk – minna um glæpiMun færri gestir voru á útihátíðinni Einni með öllu en flestar undanfarnar verslunar-mannahelgar, að sögn lögreglu. „Við þökkum það veðrinu,“ segir Guðmundur Svanlaugsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Akureyri sposkur á svip og á þar við að talið er samband milli þess hve fátt fólk var í bænum og þess hve helgin gekk heilt yfir vel fyrir sig. Höfðu sem dæmi hvorki verið kærð kynferðisbrot né aðrar líkamsárásir síðdegis á mánudag.

Fyrir nokkrum árum nam fjöldi fíkniefna-mála um verslunarmannahelgi á Akureyri, tugum, jafnvel hundruðum. Afrakstur helgar-innar í umdæmi Akureyrarlögreglu sem nær m.a. til Siglufjarðar og hátíðarhaldanna þar um helgina var aðeins þrjú fíkniefnamál nú. „Já ég get tekið undir það að heimurinn fer batnandi, að minnsta kosti á sumum sviðum,“ segir varðstjórinn. Hann segist minnast þess þegar bærinn var „svartur af ölvuðu fólki, þar af mörgum undir lögaldri. Það sést ekki lengur um helgar á Akureyri að hans sögn.

lögHlýðni einkennandi þetta árið

Lögregla kannast þó við mikið annríki, enda mörg ósýnileg verk sem þarf að vinna. Aukið er nokkuð við mannafla lögreglu um verslun-armannahelgar en athuganir svo sem ölvunar-tékk og hraðaksturmælingar sýndu fram á að Norðlendingar og gestir þeirra voru heilt yfir löghlýðnir um helgina. Þeir sem sváfu úr sér í fangaklefum voru ekki fleiri en um venjulega helgi og lítið um hraðakstur. Sérstökum tíð-indum sætir að ekkert kynferðisbrotamál hafði verð kært á Akureyri sl. mánudag að lokinni helginni. Nokkrar líkamsárásir höfðu orðið en engar kærur lagðar fram. Ljóst er þó að færri gestir drógu úr veltu sumra hagsmunaaðila miðað við væntingar. Þannig sagði starfsmaður í Tívolíinu við Skipagötuna að mjög rólegt hefði verið að gera þar á bæ. Um leið og sólin fór að skína á sunnudag hefði aðsóknin hins vegar tekið kipp.

ekki skitið lengur í garða!

Pétur Guðjónsson, talsaður Einnar með öllu, segir sína reynslu að hagsmunaaðilar beri sig amennt vel að lokinni helginni. Pétur viður-kennir að mun færra fólk hafi sótt Akureyri heim en áætlanir hafi miðað að en segir að fleira fólk þýði ekki endilega meiri veltu nema þá í skemmtanalífinu. „Við erum alsæl með hvernig til tókst, sá tími er a.m.k. liðinn að fólk komi hingað til að skíta í garða,“ segir Pétur. Hann vitnar þar til gamalla frétta sem sagðar voru fyrst eftir að Halló Akureyri var sett á fót árið 1992. Þá varð allt brjálað í bænum vegna óláta. Meðal annars höfðu gestir hátíðarinnar víða gengið örna sinna á víðavangi, til dæmis í görðum fólks.

spurning um akureyrarvöll

Spurður um lærdóm af hátíðinni og hvort vænta megi breytinga næstu ár segir Pétur að ef hann verði áfram við stjórnvölinn hafi hann komist persónulega að þeirri niðurstöðu að þótt Akureyrarvöllur rammi frábærlega inn dagskrá eins og Sparitón-leikana sem marka lok hátíðarinnar með flugeldasýningu, sé á mörkunum að völlur-inn rúmi þann mikla fjölda sem sæki spari-tónleikana. Leikhúsflötin í Innbænum henti að hans mati betur fyrir slúttið. Hins vegar telji hann að flutningur sviðsins frá Ráðhús-torgi í göngugötuna framan við Skátagilið sé breyting sem sé komin til að vera. „Ég vona að þetta yfirbragð sé komið til að vera, vonandi næstu 50 árin eða svo!“

Spurður um flugeldasýninguna og hvort hún hafi e.t.v. verið of seint á ferðinni sl. sunnu-dagskvöld, ekki síst vegna kuldans, segist Pétur telja að veðrið hafi átt 95% í þeirri gagnrýni. Reyndar hafi dagskránni seinkað og flugelda-sýningin farið fram hálftíma síðar en áætlað var. Almenn sátt sé þó að hans viti um að börn fái að vaka þessa nótt dálítið lengi uns flug-eldunum sé skotið upp. a

það var mikil eftirvænting og spenna á tónleikun-um á sunnudagskvöldið. Daníel Starrason

Page 13: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

138. ágúst 2013

Fyrsti hestur á Súlur í hundrað ár!Glæsileg ferð var farin á eitt fegursta fjall Tröllaskagans fyrir skemmstu, drottninguna Súlur. Þar tóku um 45 manns áskorun Icelandair hótelsins á Akureyri, dubbuðu sig upp og gengu alla leið á toppinn, upp úr þoku í blíðskaparveður. Tiltækið var hugsað sem endurgerð á frægri ljósmynd í eigu Minjasafns-ins en Sigrún Björk Jakosdóttir hótelstjóri átti hugmyndina.

Til tíðinda sætir að trússhestur fór alla leið á toppinn með gönguhópnum, Kaldi frá Hellulandi, 17 vetra klár í eigu Björns J. Jóns-sonar, af mörgum kunnur sem Bjössi málari. Jón Björnsson var hestasveinn og segir hann ferðina hafa gengið vel. Kaldi sé duglegur, öfl-ugur og hlýðinn hestur.

Jón segir alls óljóst hvenær síðast fór hestur upp á fjallstopp á Súlum. Þess vegna gætu ver-ið liðin allt að hundrað ár frá síðustu för. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um hestaferðir á Súlur eru hvattir til að senda póst á [email protected]

Ljósmyndasýning með tónlistarþema um helginaDaníel Starrason og Magnús Andersen halda um helgina ljósmyndasýningu og tónleika í Pop-ulus Tremula. Sýningin verður opnuð klukkan 14 á laugardag og stendur til kl. 17 báða daga. Myndirnar eru ljósmyndir af tónlistarfólki, tón-leikamyndir, portrettmyndir, hljómsveitamyndir svo nokkuð sé nefnt.

Magnús Andersen, sem er ungur en reynd-ur ljósmyndari, hefur beint linsunni mikið að tónlistarfólki undanfarin ár. Hann kemur frá Reykjavík með myndir af hljómsveitum það-an (m.a Agent Fresco, Retro Stefson, Boogie Trouble) en á norðlenskum myndum Daníels má m.a. finna Hvanndalsbræður og Heflana. Sumar myndirnar eru teknar fyrir auglýsingar, aðrar fyrir blöð s.s. Grapevine„og enn aðrar eru teknar af tilefnislausu hreinlega“, segir Daníel.

Daníel Starrason er lesendum Akureyrar vikublaðs að góðu kunnur en margar myndir eftir hann hafa ratað á síður blaðsins sl. þrjú misseri eða svo. Hann heldur einnig úti face-book-síðu, Augnablik á Akureyri, þar sem hann leitar fanga sem myndasmiður hér og þar í bæn-um okkar. Hið mannlega er þó oftast í öndvegi og stundum stutt í heimspekina í myndum hans.

Daníel og Inga Eydal munu flytja nokkur lög við opnun sýningarinnar.

Um kvöldið verður sýningunni slegið upp í tónleika þar sem fram koma Þorsteinn Kári, Pitenz, Buxnaskjónar, Hindurvættir og Naught á tónleikum sem hefjast klukkan 21:00.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem birt-ast ásamt fjölmörgum öðrum á sýningunni um helgina.a

Hestasveinninn og trússHesturinn

verk af sýningunni: Björn Jörundur. Daníel Starrason

verk af sýningunni: Retro Stefson Magnús Andersenverk af sýningunni; Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino Daníel Starrason

Page 14: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

14 8. ágúst 2013

af sundi, útisvefni og menningarmuní sumar höfum við hjónin reglulega komist í tæri við hópa af amerísku ferðafólki. Fólkið er áhugasamt um að kynnast landinu í gegnum samveru við íslenska frumbyggja. Fólkið hefur að sjálfsögðu mikinn áhuga á Hruninu og efnahagsástandi þjóðarinnar en ekki síður því hvernig við - fjölskylda á norðurhjara - hög-um daglegu lífi okkar. Margt kemur þeim á óvart og vekur furðu. Einnig kemur fyrir að þegar okkur finnst við vera að segja þeim frá einhverju frábæru – einhverjum kostum við það að búa svona afskekkt og einangrað – þá vekur það ekki sömu tilfinningar í þeirra brjóstum.

til dæmis þá útskýrðum við gjarnan fyrir þeim þegar enn var barnavagn í forstofunni að íslensk börn væru látin sofa úti; enda tvímælalaust kostur í okkar huga að geta skilið börn eftir úti klukkutímum saman án þess að eiga á hættu að þeim verði rænt. ítrekað urðum við vör við að fólk varð ekki bara hissa, heldur svolítið reitt. Lengi litum við á hofmóðug svipbrigðin sem skemmtilega birtingarmynd menningarlegs mismun-ar og létum móðann mása um hreysti barna og gæði íslenskra kuldagalla. Það er að segja allt þar til einn gestanna spurði okkur varfærinn; “Og hvað eru þau gömul þegar þið hleypið þeim inn í húsið?”

Að sama skapi höfum við dásamað hinar íslensku sundlaugar. Þangað fari ís-lenskar fjölskyldur með börn sín – stundum oft í viku – enda varla hægt að finna betri útivistar-

möguleika um hávetur þegar skaflarnir ná uppfyrir axlir lítilla barna. Þetta vekur jafn mikla hrifningu og ef við segðumst fara með börnin til guantanamo sér til heilsubótar og ánægju - jafnvel þótt við útskýrum að laugarnar séu ylvolgar, aðgengi ódýrt þökk sé íslenskum náttúruauðlindum og að langflest íslensk börn séu flugsynd snemma á grunnskólaaldri.

Það var ekki fyrr en ég rakst á grein í guardian um siðvenjur í sundlaugum í Bretlandi – og skilst okkur að þær amerísku séu síst frjálslegri – sem viðbrögðin urðu skiljanleg. Þar má ekki hlaupa, hoppa, leika sér eða hafa hátt. Það má ekki snerta næsta mann, ekki hanga við bakkann, ekki kasta boltum, ekki synda

þvert yfir laugina, ekki synda flugsund, ekki sitja eða standa á öxlunum á félaganum. Ég geri

ráð fyrir að það sé einnig bannað að fleygja börnum upp í loft svo þau lendi í vatninu eins og margir foreldrar gera í íslenskum sundlaugum, bæði sér og ungviðinu til

skemmtunar. Það er því ekkert undarlegt að amerísku gestunum okkar finnist það

skrítin og beinlínis barnfjandsamleg fjölskylduafþreying að fara í sund.

Kosturinn er hinsvegar að við getum hætt að hafa áhyggjur af því að íslenskir sundverðir stuði fólk þegar þeir reka það úr fötun-um í sturtunum – frjálsræðið á sundlaugarsvæðinu mun bæta

það upp. Eins er ágætt að líkja ís-lenskum sundlaugum við sólarströnd og fínt að nefna fremur að börn taki “daglúra” útivið en að þau “sofi úti”.

AndArtAk með Arndísi

Heyrst hefur ...Heyrst Hefur að nokkur óánægja hafi skapast meðal foreldra og barna sem lögðu leið sín í miðbæ Akureyrar um helgina til að verða vitni að „karamelluregni“. Engin flugvél dreifði karamellunum eins og mörgum hafði skilist á kynn-ingum heldur urðu börnin sem biðu eftir gotteríinu að gera sér að góðu að starfsfólk þeirrar annars ágætu stöðvar, N4, sem sendi út skemmtilega tónleika á fimmtudagskvöldinu, dreifðu karamellum af svölum. Svo illa vildi til að baráttan um brauðið varð mjög ójöfn. Stærri börn voru jafnvel með poka með sér og hömstruðu karamellurnar meðan hin minni fengu ekkert. Örvinglaðastir voru þó foreldrarnir sem reyndu að fórna sér fyrir litlu börnin. Mændu upp í átt að N4 fólkinu og reyndu að reikna út hvar næsta karamella myndi lenda...

Heyrst Hefur að Pétur Guðjónsson, talsmaður Einnar með öllu, sá ásamt Þórhalli í Pedró að reyna að ná samn-ingum við Stöð 2 um fréttainnslög frá Akureyri. Miklar

breytingar hafa staðið yfir hjá 365 og veit enginn hvert fyrirtækið stefnir. Hitt þykir hæfa nýjum áherslum ágætlega að Pétur er hress og Þórhallur myndatökumaður líka. Stefnan hefur einmitt verið sú hjá einkaframtakinu í fjölmiðlageiran-um síðari árin að hressa fjölmiðlana upp – og þá ekki síður fréttahlutann en annað efni. Virðist engin hætta á að Lýð-heilsustofnun gefi út tilmæli um að fjölmiðlar verði aðeins jákvæðari eins og tíma rétt eftir hrun. En hvort hressleikinn bætir samfélögin – er önnur spurning. Hefur heyrst að með þessum breytingum öllum dæmi fjölmiðlar sig úr leik í sínu helsta hlutverki. Aðhaldshlutverkinu...

Heyrst Hefur að Kristján Ingimarsson og Blam-hópur-inn hans hafi fengið fimm stjörnur af fimm mögulegum í breskum dagblöðum undanfarið. Þar er nú leikhópurinn með sýninguna BLAM! að störfum. Virðist engin uppstytta í sigurgöngu Kristjáns og fyllast Akureyringar stolti...

Kæru Norðlendingar!Sterna rútufyrirtæki byrjaði ferðir á leiðinni Akureyri -Reykjavík þann 1. júní eins og hefur verið seinustu ár

Afgreiðsla og ferðamannaverslun Sterna er staðsett í Hafnarstræti 77 á Akureyri og er opin 8:00 - 18:00 undir nafninu Akureyri Gift Shop

Eina breytingin er staðsetning Sterna í Reykjavík Nú erum við staðsett í Hörpu Tónlistarhúsi allra landsmanna

Harpan er komu-, og brottfarastaður sem og afgreiðsla Reykjavíkurmegin

Sjá nánar á www.sterna.is eða síma 551 1166

Við hlökkum til að sjá þig!

Matargatið fleiri uppskriftir á www.allskonar.is

VillisveppapizzaNú eru villisveppirnir komnir í norðlenska skóga og tilvalið að nýta þetta magnaða hráefni meðan færi gefst.

» 7 gr þurrger » 1 msk hrásykur » 2 dl volgt vatn » 1 msk ólífuolía » 300 gr hveiti » 1 tsk salt

- » 2 msk smjör » 400 gr sveppir (lerki-, furu-,

birkisveppir) » 3 hvítlauksrif, fínsöxuð » salt og nýmalaður svartur pipar » 3 msk pestó » 100 gr rifinn ostur » 100 gr fetaostur

Byrjaðu á að gera deigið.Settu þurrger, hrásykur og volgt

vatn í skál og láttu standa þar til fer að freyða. Settu í skál hveiti og salt. Þegar gerblandan freyðir vel þá blandarðu henni saman við hveitið ásamt ólífuolíunni og hnoðar vel, eða í um 10 mínútur. Láttu hefast í skál með þurrt stykki yfir á hlýjum stað í 40-50 mínútur eða þar til deigið hefur stækkað um helming.

Þegar deigið er orðið útblásið og fínt þá hitarðu ofninn í 220°C.

Taktu bökunarplötu og leggðu smjörpappír í hana. Taktu deigið varlega úr skálinni og teygðu það til þannig að passi í ofnskúffuna/plötuna.

Skerðu sveppina í sneiðar og steiktu í smjöri á pönnu í 3-4 mín-útur. Saxaðu á meðan hvítlaukinn og bættu við sveppina. Steiktu í 3-4 mínútur í viðbót. Saltaðu og pipraðu eftir smekk.

Dreifðu pestóinu á deigið, vel út í kantana og dreifðu þar yfir rifna ostinum. Settu nú sveppina yfir og bakaðu í 12-15 mínútur í heitum ofninum eða þar til deigið er orðið gullið.

Myldu feta ost yfir þegar þú berð fram. Frábært með nýju salati eða tómötum, basilikku og mozarella með smá ólífuolíu, salti og pipar. a

Ný kynslóð sólarkrema

Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18Sími 565 0500 • 897-1923

Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í

Ný kynslóð sólarkrema

Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18Sími 565 0500 • 897-1923

Swiss Nature fást á vefsíðunni www.skincare.is eða í

Page 15: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Fjarðarselsvirkjun í Seyðisfirði er elsta, starfhæfa vatnsaflsvirkjun á Íslandi og tók til starfa í október 1913. Virkjunin markaði tímamót í sögu rafvæðingar landsins.

Hún var fyrsta riðstraumsvirkjun á ÍslandiHún var virkjun fyrstu bæjarrafveitu landsinsFyrsta háspennulína á Íslandi var lögð frá henni til bæjarins

RARIK keypti Fjarðarselsvirkjun af Seyðisfjarðarbæ árið 1957 og starfrækir virkjunina enn í nær óbreyttri mynd.

Orkugjafi í eina öld

Page 16: SALA ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ hönnun ÚTSALAfotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/08/29... · Deila má mjög um slík vísindi enda segir í skýrslunni: „Hins vegar er nauðsynlegt

www.samskip.com

Nú hafa orðið þáttaskil í sjóflutningum af landsbyggðinni því Samskip hafa hafið siglingar á nýrri leið sem tengir Akureyri, Ísafjörð, Sauðárkrók og Reyðarfjörð beint við markaði í Evrópu.

Við erum stolt af því að geta boðið innlendum og erlendum viðskiptavinum okkar þann hraða, hagkvæmni og sparnað sem hlýst af greiðari leið vörunnar til viðskiptavinarins.

> Öflugri landsbyggð í alfaraleið

Saman náum við árangri

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

56

156