ra.h•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. breytingagirni og íhaldssemi eru tvö...

16
Ra.H ••• ..;• ~nl'lm_ Il'innhoi!'Rllon 1. hefti

Upload: others

Post on 13-Mar-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Ra.H •••..; • ~nl'lm_ Il'innhoi!'Rllon 1. hefti

Page 2: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Efnisskrá.Bl•.

Steingrímur Thorsteinsson (með mynd) eftir Guðm. Finnboqason 1Svissarinn (kvæði) eftir J. C. Hauch. Stqr, Thorsteinsson þýddi 11Fyrsta utan för mín, eftir Matthías Jochumsson . . . . . 13Dönsk barátta um andlegt frelsi, eftir Einar Hjnrleif'sson. 21Hvað er dauðinn? eftir Björgu Þ .Blöndal .. . . . . . 35Vísur til Væringjans, eftir Guðrn, Friðjónsson . . . . . 49Hvar er Lögberg hið forna? eftir Pinn Jónsson á Kjörseyri 51ttsýn. eftir Valdimar Sigmundsson . . . . . . . . . . . 73Hæð Íslendinga, eftir Pál Joneson " " 84Ritfregnir, eftir Guðm. Hannes:son og Guðm. Finnbogason 89Ísland 1913, eftir Þorstein Gíslason 103Útlendar fréttir, eftir Þorstein Gíslason. . . 112

Væringjar (kvæði), eftir Einar Benediktsson 113Nokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði Íslendinga, eftir Jónas Jónasson 116Unga fólkið og atvinnuvegir landsins, eftir Guðm. Hannesson 128Kveðjur. eftir Guðm. Finnbogason . . . . . . . 149Pereatið 1850, eftir Klemens Jónsson . . . . . . 166Hallgrímur Pétursson, eftir Matthías Jochumsson 182Dómur Dr. Valtýs Guðmundssonar um "Hrannir", eftir Gltðm.

Finnbogason . . . . . . . . . . . . . . . . 201Ritfregnir. eícir Björn M. Ólsen, Sigurð Guðmundsson, Árna

Pálsson og Guðm. Finnbogason . . . . . . . . . . 210Ganymedes, eftir Goethe. Steingr. Thorsteinsson þýddi 224

Í hafísnnm, (kvæði), eftir Hannes Hafstein 225Draumar, eftir Einar Hjörleif~son . . . 2:l0Faxi, (saga), eftir Guðmund Kamban 250Pereatið 1850, nl., eftir Klemens Jónsson 2ú6íhald og framsókn, eftir Jónas Jónsson . 269Áhrif klaustranna á Íslandi, eftir Magnús Jónsson 283Hafa plönturnar sál? eftir Guðm. Finnbogason . 299Jökulsárgljúfur (kvæði), eftir Guðm. Friðjónsson 315Úr bréfi frá B. Gröndal til Helga Hálfdanarsonar 319

Page 3: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Íhald og framsókn.

Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, semberjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vartvið sig, þar sem menn lifa og starfa, en eru þó í sifeldriandstöðu, eins og myrkrið og ljósið. Íhaldið er spakt,kyrlátt og ótilhlutunarsamt að fyrrabragði. Það unir veliþví sem er, en er ófúst til allra umskifta. Framsókniner hreyfiaflið í heiminum, síkvikandinn, breytingagirnin oguppreistin gegn því öllu »sem stendur mót«. Er því síztað furða, þótt svo ólíkar stefnur leiði eigi til sátta ákafrafylgismanna frá báðum hliðum, enda hafa á þessu sviðiverið háðar einhverjar hinar grimmustu deilur, sem sögurfara af. Verður þá mörgum einlægum flokksmanni aðálíta andóf mótstöðumannanna sprottið af lágum og eigin-gjörnum hvötum. Þeim sé ljóst, að þeir hafi á röngu aðstanda, en þeir fylgi illum málstað af skaðlegri sjálfselsku.Atferli þeirra sé því siðferðislega vítavert. En eins ogmælt er, með nokkrum sannindum, að sjaldan valdi einn-er tveir deila, svo gæti einnig verið hér, að báðir máls-aðilar hefðu í nokkru rétt, og nokkru rangt, en mikið tilmálsbóta, ef óhlutdrægt væri á litið. Verður hér gerð til-raun að lýsa framsókn og íhaldi og skýra þau, upprunaþeirra og eðli. Báðar stefn urnar verða teknar alment, en ekkiá þröngum sviðum, eins og t. d. stjórnmálahliðin ein.Þær verða skoðaðar eins og tvenns konar hugarástand,annað sem unir bezt kyrstöðu, hitt sem er útfúst og um--skiftagjarnt.

Raunar búa þessi andstæðu öfl i hverjum heilbrigðummanni, þvi að enginn er svo breytingafús, að hann vilji

Page 4: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

270 Íhald og framsókn.

öllu um koll kasta, né svo íhaldsaamur, að hann grípialdrei' til nýbreytni í einhverri grein. Og æskilegast værhað báðum öflunum væri svo farið í huga hvers manns;að í hvert sinn réði sú stefnan, sem betra hefði mál-efni. En sjaldan er þessu svo varið, heldur hefir annað'aflið venjulega algerða yfirhönd, og setur blæ sinn á allargerðir mannsins um alllanga stund. En við breytt kjör'og ástæður skitts menn allajafna um lit í þessum efn-um, og er einna kunnust sú breyting, er ungir menn;sem byrjað hafa á geystri framsókn, verða rammir ihalds-menn með aldrinum. Þau og önnur atvik ráða nokkruum þá hörðu dóma, sem feldir eru um stefnuskiftinga,því að svo er talið að frjáls vilji ráði, og víðgeranlegírdutlungar.

En ef nánar er að gáð, sést að þessi sálarlegu straum-hvörf eru engin blind tilviljun, heldur skiljanlegar og .skýranlegar afleiðingar undangenginna orsaka, að menn.eru íhaldsmenn og breytingamenn af því, að lítekjörín:knýja þá, hvern að settu marki, en ekki að óskir þeirra'eða umhugsun ráði. Ef önnur hvor stefnan er alröng, þáer ekki fylgismönnum um að kenna, heldur þeim lífskjör-um sem leiddu til stefnumyndunar. Breytum lífskjörunumog við breytum mönnunum. Með því að þekkja ástæðurog umhverfi einhvers manns eða stéttar, má gizka á með'sæmilegri vissu um aðaldrættina í lífsskoðun þess manns eðaþeirrar stéttar. Það eru náttúrulög, að menn leita mestahagnaðar með minstri fyrirhöfn. Til að skilja stefnur'manna verður að vera ljóst, hvað þeim er eftirsóknar-verðast. Sumir menn telja, að hér sé rangt frá skýrt, og'mannlegar óskir dregnar niður i duftið. En svo er ekki."Mestur hagnaður- er ekki samur og jafn fyrir alla, erhvergi nærri ætíð gull og gróði eða veraldargengi. Sumummönnum er dýrmætast að útbreiða sannleika og réttlæti;og óska engra launa, nema að fá að vinna fyrir þær hugo.sjóni.r. Aðrir starfa til að verðskulda hagstæð an dóm eft-irkomendanna, og hinir þriðju til að fá inngöngu i hærraandlegt líf hinumegin við gröf og dauða. Þessi fáUt

Page 5: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Íhald og framsókn. 271"

dæmi sýna, að misjafnt verðlag er (lagt á eftirsóknarverð'gæði. Þau hafa öll ekki annað sameiginlegt en að sýnast'veita »mestan hagnað- þeim er óska þeirra. Nú er að~athuga hvers konar ástæður leiða til ihaldssemi og fram-sóknar.

Frá sögulegu sjónarmiði er íhaldsstefnan eldri, og út-,breiddari að fornu fari. Enginn getur til hlítar vitað umupphaf hennar, þvi að það er hulið í móðu og mistrisögulausrar villimensku. Í bernsku mannkynsins voruallir íhaldsmenn, enda hafa sumir viltir kynþættir sárlitl-um breytingum tekið á tugum alda, síðan menning og sögur'hófust. En villimaðurinn hefir fullgildar ástæður fyrir kyr-stöðustefnunni. Hann er staddur, þekkingar- og reynslu-lítill, í flóknum og vandasömum heimi. Alt um kring erusífeldar, óskiljanlegar breytingar, Hann sér sól, tungl-og stjörnur koma upp og ganga undir, tunglið skifta mynd,ský myndast og leysast sundur, regn og snjó falla oghverfa af jörðunni, vatn streyma og standa kyrt, frjósa oggufa upp, árstíðum skifta, jurtir vaxa og visna, dýr ogmenn fæðast, deyja og að því er virðist, verða að engu.Fyrir þann sem horfir hjálpar- og skilningslaus á sífeldarbreytingar náttúrunnar er til veran ægileg; hætta getur-legið í launsátri við hvert spor; ekki sízt í augum þeirra,sem trúa á tilveru illra, fjandsamlegra anda í hverjumhlut, en það er trú flestra villirnanna. Sá sem hefir fast-an grundvöll undir fótum yfirgefur þá nauðugur þannblett, sem takmörkuð en happasæl reynsla hefir helgað"til að ráðast út í blinda, ótrygga óvissu, Ef til viller í öllum mönnum nokkur sameiginleg íhalds undir-staða, en í villimönnum og fáráðlingum verður kyrstöðu-hneigðin alvöld, sprottin af ást á því fáa þekta, og óttavið alt sem óþekt er. Af hræðslutilfinningu þessari eru'komin öll hin þroskaðri og fágaðri afbrigði íhaldsseminn--ar á síðari tímum.

En meðan allir hugsa þannig, stendur heimurinn ístað, og það gerði hann dyggilega framan af. Eftirlíking;og vani steypti hvern einstakling í mynd og líkingu for-

Page 6: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

:272 íhald og frams.ókn.

feðranna. Við og við varð þó að breyta til, og sú ný-'breytni kom oft svo að segja af slysni, en ekki af fram--sýní. En við margháttaðri reynslu og lífsháttu óx vit og·skilningur. Reynslan sýndi húslausum villimanninum aði úrkomu og kulda var »meírí hagnaður- að skríða í skjól.en að standa á bersvæði, að slútandi klöpp var betraskýli en þverbeinn hamar, og hellir hagkvæmari en skúti.En þar sem gista þurfti í hellislausu skóglendi mátti gerakofa úr greinum einum, sem hallað var upp að steiniog þannig gera villimenn á Ceylon hús sín þann dag í.dag. En annarstaðar hefir framþróunin haldið áfram.

Einhver rammaukinn byltingaseggur hefir síðar fundiðþað ráð, að gera skýlið alveg úr greinum, sem mættust ímæni; aðrir taka við og halda húsgerðarlistinni áfram,unz því stigi er náð, sem þurfti til að byggja Péturskirk-juna og rísaborgir nútímans. Með þessum bætti befir öllframför orðið á hverju sviði menningarinnar, hefir byrjaðsem hugmyndir í vitund hinna skygnu framfaramanna ogmeð atfylgi þeirra orðið að veruleika. En í flokki þeirrasem bæta og breyta í heiminum, má ávalt finna tvær teg-undir manna, fyrst nokkurs konar frumherja, sem sjá inní leyndardóma tilverunnar, ný sambönd, nýjar skýringar,ný ráð, og að baki þeim sporgöngumenn þeirra, sem enguauka við hin nýfundnu sannindi, en eru breytingagjarnirí huga og fúsir til að veita viðtöku og útbreiða nýjarhreyfingar. Þessir menn eru eins og stækkandi glerhjálm-ur leifturvitans, sem margfaldar ljósmagnið og þeytir þvíút í dimman geiminn. Ef ekki hefðu verið margir slíkirauðunnir breytingamenn mundi mörg holl nýjung hafadáið sem útburður, verið of orkulítil til að sigrast á al-gerðu skilningsleysi kyrstöðunnar. En allir framsóknar-menn eiga sammerkt í því, að þeir lifa fremur í framtíðen nútíð, að þeir standa ætíð með staf í höndum, reiðu-búnir til ferðar.

Ef ótti við alt hið óþekta er frumafl íhaldsseminnar,þá er van inn annar veigamesti þáttur hennar eins og

Page 7: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Íhald og framsókn. 273

hann er annað eðli mannsins. Hver hugsun, hreyfing ogathöfn skapar i mönnum hneigð til endurtekningar, enendurtekningarnar mynda vanann, og verður hann þvísterkari, sem oftar er höggvið i sama farið. Langflestardaglegar athafnir eru vanabundnar orðnar i fullorðnummönnum, og því meir sem líður á æfina, verða venjumarfleiri og rótgrónari. Þær verða að sterkum fjötri, semvarla er unt að leysa, en brjóta má með heljartaki. Alteðli vanans er andstætt breytingu; hver venja er lík sjálf-stæðri veru, sem heldur fram lífi sínu og tilveruréttí,meðan auðið er. Og til að forðast þann sársauka, semvenjuskiftin orsaka, verður flestum fyrir að halda hlífi-skildi yfir gömlu venjunum, jafnvel þótt skynsemin berivitni á móti þeim.

Vaninn er nokkurs konar álagahamur, sem færist yfirmeð athöfnum og aldri. Á æsku- og unglings- árunum erjafnvægið óstöðugra. Þá er maðurinn mjúkur og mótan-legur eins og vax; hver hneigðin vaknar af annari, drotn-ar um stund og víkur sæti fyrir þeirri næstu. Meðan áþvi skeiði stendur eru mennirnir einna frjálsastir. Þámá velja um vegi og venjur, þá er undir gáfum og gæfukomið, hversu tekst með vanalögin. Þau eru sú persónu-lega stjórnarskrá, ill eða góð, sem hver maður ber meðsér, meðan æfin endist, og má heita óbreytanleg. Glöggdæmi þessa má sjá á mörgum mönnum, er með eigin aflihefjast úr fátækt til auðs og metorða á efri árum. Viljaþeir þá gjarnan breyta umgengnisvenjum, fataburði o. s.frv. á vísu þeirra er lifað hafa við mild kjör alla æfi. Enþað tekst aldrei, nema að litlu leyti, og oftast alls ekki.Rótgróinn vani er fastur fyrir.

Þriðja innri ástæða til íhaldssemi er aldur og elli, enþar renna margír þræðir saman. Þá er öll líkamleg fram-för löngu hætt og fjöríð að þverra. Alveg ósjálfrátt finn-ur maðurinn vanmátt sinn til að fylgjast með og getahaft hönd i bagga með djúptækum breytingum. Vaninnlykur hann æ meir og meir í greipum sínum; ný áhrif.ná varla til hans, eða þá að minsta kosti beygð og brotin

18

Page 8: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

274 Íhald og framsókn.

eins og alda, sem fallið hefir yfir margfaldan skerjagarðinn..Fjölskylduböud, vinátta, stéttatengsli og samábyrgðartil-finning halda honum rígskorðuðum innan vébanda borg-aralegs lífs. Þar bætist við sárbeitt reynsla og vonbrigði.Margur maður berst djarflega -með hvassleg sverð í mund-um", meðan hann er í blóma aldurs, en þreytist og missiráhugann, þegar lítið vínst á og æskuvínírnír skerast úr leit-og leik. Allir þessir strengir hverfa saman í traustanfjötur, sem bindur allan þorra aldraðra manna í fylkingu-Ihaldssemínnar ; og þó undantekningar séu til, menn semyngjast með árum, og verða bjartsýnní og framsæknarimeð aldrinum, þá eru þær svo fáar, að þær sanna að-eins regluna.

Þær orsakir til kyrstöðu, sem nú hafa verið nefndar;eiga rætur hið innra í mannlegu eðli. Þær eru því einnastöðugastar og óbreyttlegastar. En aðrar, engu ómerkari,spretta af ytri kjörum. Er þar í stuttu máli að telja öllþau gæði, sem misskift eru og vandfengin en þó eftirsótt..eins og auðlegð. völd, nafngöfgi, frægð, og hvers konarveraldargengi. því meiri umbúðum, sem maðurinn ervafinn, því hræddari er hann um, að sér verði kalt, ogreifarnar ásóttar af Þeim, sem minna hafa. Sumar afþessum hömlum eru svo sterkar að þær meira en vega ámóti og eyða eðlilegri framsóknarþrá æskuárarma, þærgera, skjólstæðinga sína gráhærð gamalmenni, meðan þeireru börn að aldri.

Fastast í liði íhaldsmanna standa landeigendur á göml-um óðalsstóreignum, og þá fyrst og fremst aðalsmenn, þviþar er bæði auði og ættgöfgi til að dreifa. Varla getahugsast kjör betur löguð til að spekja menn og sætta þávið »táradalinn « en þau, sem enski aðallinn hefir átt viðað búa. Mann fram af manni hafa aðalsmennirnir setiðá blómlegum stóreignum í sveit, með höll í höfuðborginni,stúku í leikhúsunum, með arfgengt sæti í þingi þjóðarinn-ar, með hefðarforrétt að tignustu störfunum í her, flota,kirkju- og ríkis-stjórn; setið yfir stórauði, verið tilbeðnirog dáðir af alþýðunní, átt greiðan aðgang að ljómanum

Page 9: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Ihald og framsókn. 275.

við hásætið, bæði heima og erlendis, og haft drottinvaldí nokkrar aldir yfir tveimur glæsilegustu mentastofnunumí heiminum. Varla er sanngjarnt að ætlast til að þessirsólskins-menn gangist fyrir mannfélagsbreytingum, þarsem alt væri að missa en ekkert fyrir þá að vinna, endahafa engir jafnaðardraumórar ásótt þessa stétt. Eg minn-ist að hafa í borg einni á Englandi séð nokkur hundruðunga aðalsmanna og auðmanna syni veitast að heims-frægum þingskörungi úr neðri málsstofunni, er talaði umatvinnuleysi og eymd fátæklinga i landinu, æpa að hon-um í hálfa klukkustund og hrekja hann siðan úr ræðu-stólnum svo að 40 lögregluþjónar gátu varla verndað.haun. Svo langt getur breytingaóttinn leitt menn, semannars eru mætavel siðaðir, er þeir þurfa að verja hindýrmætu réttindi sín. - Næst aðalsmönnum ganga stór-bændur, og eru þeir í flestum löndum kunnir fyrir íhalds-semi, þótt eigi hafi þeir jafnmikils að gæta og aðallínn.Þá koma embættismenn ríkjanna og fastir starfsmenn íþjónustu auðugra félaga með öruggum launum er hækkameð aldrinum, og enda sem eftirlaun. Eðlilega binda slíkstörf menn fast við stofnanir þær, er launin veita og ör-yggið. Að ráðast á móti þeim, er sama og ráðast á sitteigið líf. Enn fremur er nám, daglegt líf og atvinna þess-ara stétta betur lagað til að friða og spekja, heldur envekja ókyrð og breytingahug. Þessum mönnum fylgir aðmálum skyldulið þeirra, sem vonlegt er, og ýmsir liðlétt-ingar sem eiginlega eiga hvergi heima, nema þar sembeiningar fást; fylgja lausingjar þessir ihaldsliðinu eins ogmannvaður sá, sem flokkast á slóðir sigursælla herflokka.á ófriðartímum.

Dálítið öðruvísi verður lífsskoðun þeirra efnamanna,sem búa við óvissan gróða, er kemur og fer á bylgjumog bárum eftir hygni og hepní eigandans. Svo er variðástæðum flestra meiriháttar iðnrekenda og kaupsýslumanna;og mætti nefna þá hálfbreytingagjarna í skoðunum. Aðvísu er þeim lífsnauðsyn að halda frumdráttum þjóðfélags-ins óbreyttum, en þurfa þó svigrúm til gagnlegra breyt-

18*

Page 10: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

"276 Íhald og framsókn.

inga fyrir stétt þeirra og atvinnu. Þessi flokkur hefirþannig beitt sér fyrir að brjóta niður tollmúra þá, er land-eigendur höfðu fyr reist; þeir hafa barist fyrir frjálsriverslun, greiðum samgöngum og því láns- og trygg-ingarfyrirkomulagi, sem heimsverzlunin nú byggist á.Hálfbreytingamennirnir eru kjarninn í frjálslyndum flokk-um þingstjórnarlandanna, sem eiga i sífeldum brösum viðíhaldsmenn, er með kyrstöðuvenjum sínum eru þeim víðatil hindrunar. En að þessu undanskildu fylgja þeir íbalds-stefnunni fast, ef verjast þarf róttækari féndum.

Nokkur skyldleiki er milli sterkra trúarhneigða ogíhaldsskapsmuna, því að hver breyting er því erfiðari semfleiri bönd þarf að rjúfa, áður en henni er framkomið, entrúin hlýtur, eftir eðli sínu, að binda mörg hin öflugustubönd. Framsóknarandinn hefir verksvið sitt hér í lífi, entrúaði maðurinn álítur sig fyrst og fremst borgara í al-beimsríki. Jarðlífið er trúuðum manni eins og agnar-punktur, fyrsta þrepið í fullkomnunarstiga til verunnar.Það er evmda- og sorgadalur, næstum einkisvert, nemasem undirbúningur annars lífs. Yfir bæði sýnilegum ogósýnilegum heimi ræður almáttugur og alvitur andi; ekk-ert höfuðhár er skert án vilja hans og vitundar. Maður-inn er sífelt undir alvisri og algóðri handleiðslu hans.Hví skyldi þá aumur og veikur maður þykjast þess um-kominn, að standa í breytingum og stórræðum ? Hví skyldibann misnota undirbúningstímann, með því að gerahann að aðalatriði, og taka fram fyrir hendur alheims-valdsins ? Trúhneigðin styður íhaldið á annan hátt, enmeð því að draga huga hans að eilífðarmálunum. Húngerir manninn stj ó r n van a n. Sá sem beygir sig skil-yrðislaust fyrir æðra valdi á einu sviði, verður undanláts-samari um fleiri hluti. Þetta vissi Napoleon og endur-reisti kirkjuna, skömmu eftir að hann náði völdunum (enfáum mánuðum áður var hann í þann veginn að takaMúhamedstrú). Hann sagði að kirkjulausri þjóð værióstjórnandi, sökum einstaklíngssjálfræðis. - Aldrei síðanveruleg menning hófst, hefir verið meiri kyrstaða en á

Page 11: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Íhald og framsókn. 277

miðöldunum, einmitt þegar trúar- og kirkjuvaldið var al-ráðandi.

Íbaldssemin, sem i fyrstu var maðurinn allur, hefir núlækkað seglin á mörgum sviðum, þar sem framsóknin befirrutt sér braut. Lindir breytingagirninnar er i upphafivoru sundrað ar og máttlítlar i frumfjalli kyrstöðunnar erunú sívaxandi straumar, sem flæða um hálfan helminn ogmeira til. Eins og íbald býr i holdi og blóði sumra manna,svo el' framsóknin i insta eðli annara. Hún á sér einameginuppsprettu, en það el' æ s kan eða meiri hluti ungafólksins í þeim löndum, þar sem nokkurt breytinga for-dæmi er. Á þessum tíma æfinnar vex og styrkist líkam-inn hraðfara, þá er lífsfjöríð mest, þá er hver heilbrigðurmaður fullur af gróðurmagni vorsins og orkuafgangi, semleitar viðfangsefna, Það er Kaldadalshugur, sem æskirmótstöðu og hindrana til að ryðja úr vegi. Þá er ímynd-unin sístarfandí. Menn sjá sjónir, sem ekki eru af þess-um heimi, dýrðlegar skýjaborgir. sem skína bjart við hliðgrárra hreysa veruleikans. Ekkert er þá auðveldara enað gera samanburð hugsjónunum i vil, að finna mein semþarf að bæta. Alt þetta hreyfiafí mannsins beinist þá aðframsókn, en hömlumar eru að sama skapi veikar. Fjörið,hugsjónirnar, góður málstaður og frægðarlöngun knýr mennfram. Hinsvegar er vald vanans varla nema hálfmyndað,reynslan lítil, sjálfstæði i trúarefnum meira en fyr eðasíðar á æfinni, fjölskyldu böndin veik og samábyrgðartil-finningin varla farin að gera vart við sig. Þá er lagt átæpasta vaðið. Unga kynslóðin litur yfir vígvöllinn, sýn-ist varnarvirki óvinanna lág og lítil, harla auðunnin. Þáer sagt:

»Burt alt sem okkur tefur,Burt alt sem stendur mót.Burt alt sem alt af sefur,Burt alt sem nagar rót.

Með slíkum hersöngum gerir æskan uppreist, kynslóð eftirkynslóð, hamast og ræðst á borgir gamla tímans, særist;

Page 12: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

278 Íhald og framsókn.

þreytist og hörfar loks undan. Íhaldið stendur föstumfótum, eins og hamraveggur, varið óteljandi Iaunvígjum,tálgröfum og seinunnum vígstöðvum. Og í áhlaupinu hefirlítið úunnist við æfistörf hvers manns, varla nema steinnhruninn úr veggnum, þar sem brotið skyldi skarð. Eftirstorminn snýr áhlaupsmaðurinn heim i herbúðirnar, breytt-ur maður, eldri, þreyttari, fjörminni, reyndari, með ósig-urinn í huganum og hálfur snúinn á band óvinanna. Enlífið æð ir áfram eins og fallandi foss, maður kemur imanns stað, og dropinn holar steininn. Með þessum hættiverður framsókn æskunnar ein hin máttugasta lyftistöugmenningarinnar. Þó hver kynslóð sé þollítil og skammlif,þá er mannkynið siungt, með eilífa æsku, sem alt af erfús að ryðja nýja vegi, og finna áður óþekt lönd.

Eins og menn blása í kaun sér til hita og it, heitahluti til að kæla þá, svo getur sama orsök oft haft ólík-ar afleiðingar. Reynsluleysi er fjötur á hjátrúarfullan-villimann, en spori á fjörugan, mannaðan ungling. Efæskan þekti betur heiminn, mundi hún verða spakari, enjafnframt gera minna gagn. Hún gerir stundum villandidraumsýnir, eða einhvern hluta þeirra, uð áþreifanlegumveruleika. En að sama skapi, eða fremur, gerir reynslaog þekking menn framsækna. Sá sem eykur sína þekk-ingu, eykur sínar raunir, segir Salomon. Þekkingin bregð-ur ljósi yfir hlutina. Við ljós hennar sést margt mein,sem í myrkrunum var hulið, en líka nýir vegir og nýráð til að bæta, og breyta til góðs. Sú breytingagirni,sem leiðir af mentun og víðsýni er haldbetri og afkasta-meiri nú á dögum, en fjörkippir æskunnar, Hún hefirvaxið með reynslu mannkynsins og mun vaxa enn meirá komandi timum. Aukin þekking er því það meðal, semáhrifamest er, til skynsamlegra framfara.

Einh ver harðsóttasti hluti framsóknarmanna nú á dög-um eru öreigarnir í iðnaðarlöndunum (jafnaðarmenn). Þeirhafa sem aðrir ungir menn byrjað göngu sína í fullumframsóknarhug, en minna breyzt með aldrinum en þeir'Sem urðu hluthafar í velgengni veraldarinnar. Þeir telja

Page 13: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Íhald og framsókn. 279

sig ekkert eiga nema eymd, engu hafa að týna nemahlekkjum, en allan heiminn að vinna. Er því sízt að'furða, þó þeir gerist djúptækir í breytingunum, enda stend-ur íhaldinu meiri stuggur af þeim en nokkrum öðrumflokki. Þeir vilja engum sáttum taka, nema þeim aðnjóta ljóss og sólar til jafns við þá, sem best mega, enþað þykja aðli og auðmönnum harðir friðarkostir.

Hér er ekki rúm til að gera meira en benda á frum-drætti, en þó má sjá á þessu yfirliti, að skoðanir mannaum, hvort breyta beri eða standa í stað, eru i aðalatrið-unum lögbundnar, en ekki dutlungum háðar. Þær eru í'samræmi við líkamlega og andlega þróun og ytri kjör.Þær eru þess vegna fyrirsjáanlegar, ef ekki um einstakl-inga, þá um stéttir og félagsheildir. En það sem er mönn-um ósjálfrátt, er heldur ekki ámælisvert, þótt rangt sé,fremur en óviðgeranleg veikindi verða talin til mannlýta.Í þessum efnum sem öðrum fylgir réttur dómur réttumskilningi á máli og málsatvikum.

En þó að bæði íhald og framsókn séu skiljanleg, þó-að full rök liggi til að báðar stefnurnar eigi marga ogörugga fylgismenn, þá þyrftu þær ekki í raun og veru aðvera jafngóðar. Önnur gæti verið betri en hin. Til aðverða þess vís, þarf að athuga báðar stefnurnar einangrað-ar, þar sem áhrif þeirra blandast ekki saman til að villasjónir, og dæma þá um, hvor meira styður mannlega vel-gengni.

Allmörg dæmi má finna, meðal viltra og siðaðraþjóða, um næstum algerða kyrstöðu í margar aldir, jafn-vel í þúsundir ára. Frumbyggjar Ástralíu. svertingjar íAfríku, Eldlendingar og Grænlendingar nota enn sömuvopn og áhöld, búa við sömu kjör og forfeður hvíta mann-flokksins áður en sögur fara af. Þeir hafa staðið í staðo~iiðið illa: oft hungraðir, klæðlitlir, í aumum hreysum,varnarlausir gegn sjúkdómum, hjátrúarfullir, skjálfandi afótta við sannar og ímyndaðar hættur. Og þar sem þeiráttu í skiftum við siðuðu þjóðirnar, hallaði leiknum jafnan

.á þann veikari. Er það kunnugra en frá þurfi að segja,

Page 14: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

280 Íhald og framsókn.

hversu hvíti mannfl.okkurinn hefir drepið, sigrað, þjáð og-þrælkað lágt standandi þjóðbálka í öllum álfum heims.

Meðal mentaðra þjóða eru Kínverjar alkunnastir kyr-stöðumenn ; þeir hafa, eftir því sem í mannlegu valdi stóð,haldið öllu í sama horfinu í seinustu 40 aldirnar. Áðurhöfðu þeir verið mikil framfaraþjóð og þegar kyrstaðanbyrjar, voru þeir -rnestir í heími«. Menn lita venjulegasvo á, að kyrstöðu Kínverja hafi valdið menningarhroki,sú trú að þeir hefðu náð hæstu tindum fullkomnunarinn-ar, og lengra yrði ekki komist, heldur nægði að gætafengins fjár. Hins hefir varla verið nægilega gætt, aðKínverjar sniðu þjóðlíf og stjórn meira en aðrar þjóðir iíhaldsáttina. Þeir voru vegna landshátta og eigin aðgerðaeinangraðir, slitnir úr lifandi sambandi við umheiminn.Og heima fyrir lutu þeir sérstaklega steingerðu skrifstofu--valdi i ríkisstjórn, og öldungavaldi í heimilunum. Hvergivar um forustu að tala fyrir aðra en þá, sem hátt vorukomnir á íhaldsárin. Börnin lutu foreldrunum lifandi, ogtilbáðu þá látna. Embættastiginn var langur og torsóttur,svo að ekki veitti af heilli æfi til að klifra upp á hæstu,tinda. Hver vegsauki var bundinn við próf, sem ókleiftvar að inna af hendi, nema þeim sem höfðu miklar minn-isgáfur, en um skilning og skapandi afl. var ekki spurt;.það var óþarft, þar sem að eins átti að halda við gamlaarfinum. Undir einveldi stofulærðrar elli tókst að bælaniður allan breytingahug, jafnvel umbrotaanda æsk-unnar.

En kyrstaðan hefndi sin. Síðan samkepnin hófst viðVesturlönd, hefir reynt á afl Kín verianna og þeir veriðléttvægir fundnir. Hvervetna hafa þeir orðið undir, sigr-aðir, sviknir, rændir og fótum troðnir, af því þeir höfðubrotið fjöregg þjóðarinnar. Laun algerðrar kyrstöðu erþróttleysi, veiklun, undirlægjuskapur, kúgun og hverskon-ar gæfuleysi.

ÞÓ að slík kyrstaða sé banvæn, vegna samkepni fram-faraþjóðanna, og skaðleg af því hún lætur ónotaða miklakrafta í þjóðfélaginu, þá verður hinu samt ekki neitað, að,

Page 15: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

Íhald og framsókn. 2srhún geymir vel fengins forða, týnir engu, illu eða góðu.Og hvenær sem sú þjóð hefir manndáð til að rísa úr ösku-stónni, eins og t. d. Japanar á öldinni sem leið, þá máalt af bjarga einhverju úr gömlu rústunum og hagnýta inýju bygginguna.

Algerð breytingagirni getur aldrei komið fyrir í heil-brigðum manni eða félagi. Hún er brjálsemiskast, semvarir stutta stund, og annað hvort leiðir til bana eðabatnar til fulls. Bezt er þessi vilti breytingaandi kunnurfrá tímabilum í byltingum Frakka (sem leiddu af langriog óhollri kyrstöðu). Hann er ólmur, hverfandi straumur,ekkert viðnám eða hvíld, engin nýjung fundin, fyr en húnflýtur burtu og týnist í næstu umskittaöldu. Þar er ekk-ert stöðugt nema síbreytingin sjálf. Slíka starfsaðferðgetur menningin ekki notað sér til gagns, því hún bætirengu við, byggir ekkert upp, en eyðileggur alt sem fyrirverður. Hún er sjálfsmyrðandi stjórnleysi, ósjálfráð ogtrylt uppreist réttmætrar breytingagirni, sem verið hefirstífluð og innibyrgð i fangelsum kyrstöðunnar. En aftvennu óhæfu er þó einvöld kyrstaða illu til skárri enein valdur byltingarandi ; en svo að vel fari, verða bæðiþessi öfl að starfa í sameiningu. Hvorugt getur starfaðeitt saman, né án hins verið. Framsókn og íhald eru þærtvær súlur, sem halda uppi himni síðmenningarinnar.Starf íhaldsins er að geyma arfsins, eins og ormur semliggur á gulli, og framsóknarinnar að vera á út verði,finna ný gæði, ný sannindi, dýrmætari en þau sem áðurvoru til, ryðja þeim til sætis og útvega þeim borgararéttundir verndarvæng íhaldsins. Þá er sífeld framför, enengin afturför eða hnignun, því að engu er kastað fyl irborð, nema betra sé fengið í staðinn.

Fáeinar almennar athugasemdir má leiða af því, semá undan er sagt. Í allri samvinnu manna í heimilum,félögum, stofnunum, flokkum og ríkjum glíma framsóknog íhald um yfirráðin. Í báðum fylkingunum eru skoð-anir liðsmanna í samræmi við aldur þeirra og lífs-kjör. Báðir flokkar þurfa að ráða nokkru, en þó ekki.

Page 16: Ra.H•••..;• ~nl'lm 1. heftiÍhald og framsókn. Breytingagirni og íhaldssemi eru tvö andleg öfl, sem berjast um völdin í heiminum. Þau gera alstaðar vart við sig, þar

-282 Íhald og framsókn.

jafnmiklu, því að þá eru átökin jöfn og kyrstaðan sigrar.Hreyfiaflið verður að vera hömlunni sterkara, framsókninöflugri en íhaldið, og þó ekki einráðandi. Þessa hafa mennekki gætt nægilega, meðan völd og ráð í heimilum og rík-jum voru nær eingöngu í böndum þeirra manna, sem fullirvoru af kyrstöðueðLi. En þetta breytist og batnar þvímeir sem líður. Framfaraandinn magnast og nær hæfi-legum yfirtökum. Veldur mestu í þeirri framþróun auk-in og útbreidd þekking nútímans. Ekki þurfa þó íhalds-mennirnir að kvíða fullum ósigri. Íhaldið á sér djúparog órjúfanlegar rætur í eðli mannsins. Meðan elli ogreynsla eru til, mun því borgið. Og því meira sem heim-inum fer fram, því meira vaxa þau gæði sem öllum kemursaman um að gott sé að geyma og verja.

Jónas Jónsson.