lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 fjölbreyttar leiðir í námsmati. að meta það sem við...

33
Lokamat Niðurstöður námsmats og miðlun upplýsinga Erna Ingibjörg Pálsdóttir Haust 2016

Upload: others

Post on 06-Oct-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

Lokamat Niðurstöður námsmats og miðlun upplýsinga

Erna Ingibjörg Pálsdóttir

Haust 2016

Page 2: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

2 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Inngangur ............................................................................................................................. 3

Leiðsagnarmat – námsferlið ............................................................................................... 3

Lokamat – afrakstur námsins ............................................................................................. 3

Áreiðanleiki og réttmæti .............................................................................................. 5

Aðalnámskrá grunnskóla – lykilhugtök ............................................................................. 6

Grunnþættir menntunar ............................................................................................... 6

Hæfni ............................................................................................................................. 6

Lykilhæfni ..................................................................................................................... 6

Hæfniviðmið ................................................................................................................. 7

Matsviðmið ................................................................................................................... 8

Sóknarkvarðar ....................................................................................................................12

Sóknarkvarðar í námsferlinu og fyrir mat á afrakstri námsins ........................................14

Markmið – sjálfsmat – endurgjöf ................................................................................16

Lokamat kennara ................................................................................................................19

Einkunnir – lokamat ........................................................................................................19

Heimildaskrá: ...............................................................................................................28

Myndbönd - vefslóðir: .................................................................................................29

Viðauki .........................................................................................................................30

a. Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga: .................................................30

b. Matsaðferðir ..........................................................................................................31

c. Dæmi um áætlun í talað mál, hlustun og áhorf, íslenska 10. bekk ...................33

Page 3: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Inngangur

Hefti þetta er hluti af handbókinni Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að

nemendur læri. Þær hugmyndir sem þar eru settar fram eiga sér stoð í Aðalnámskrá

grunnskóla (2006/2011) en þar er meðal annars lögð áhersla á að kennarar safni saman

fjölbreyttum upplýsingum um nemandann og námsframvindu hans. Kennarar þurfa að velja

aðferðir sem hæfa því sem verið er að meta hverju sinni því allar námsmatsaðferðir eru

jafnmikilvægar við að meta kunnáttu, skilning, leikni, áhuga eða viðhorf nemenda. Í

skólastarfinu geta kennarar lagt mat á hvað nemendur geta gert við upphaf kennslu

(stöðumat), greint námsörðugleika nemenda meðan á kennslu stendur (greinandi mat),

fylgst með námsferlinu meðan á kennslu stendur (leiðsagnarmat) og metið námsárangur að

kennslu lokinni (lokamat). Í heftinu er lögð megináhersla á lokamat og einkunnagjöf kennara

og reglulega er vísað í blaðsíður handbókarinnar.

Leiðsagnarmat – námsferlið

Leiðsagnarmat miðar að því að meta framfarir nemenda í þeim tilgangi að nota niðurstöðurnar

til að gera nauðsynlegar breytingar á námi og kennslu. Í leiðsagnarmati er fylgst með

nemendum á námstímanum og þeim leiðbeint. Lögð er áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir,

s.s. kannanir, frammistöðumat, sjálfsmat, samræður o.fl., til að safna upplýsingum um stöðu

nemenda, hvað þeir vita og geta og hvers þeir þarfnast til að ná betri árangri. Áhersla er lögð

á að nemendur séu þátttakendur í námsmatsferlinu og að endurgjöf sé regluleg í

námsferlinu, hafi skýran tilgang, sé greinandi, jákvæð og gagnleg, þ.e. að nemendur geti notað

endurgjöfina til að bera sig við og meta hvort þeir hafi náð árangri. Leiðsagnarmat á að vera í

þágu náms og niðurstöður þess á ekki að nota í lokamati (lokaeinkunn) nemenda (bls. 31–

65).

Lokamat – afrakstur námsins

Lokamat hefur þann megintilgang að gefa upplýsingar um árangur náms og kennslu í lok

námstíma. Matsaðferðir við lokamat ákvarðast af markmiðunum en matið er oftast byggt á

skriflegum prófum eða fjölbreyttum lokaverkefnum nemenda. Með lokamati er lögð áhersla á

að meta þekkingu og skilning nemenda á námsefninu, hvernig þeim tekst að beita þekkingu

sinni og hvernig þeir greina og nota mismunandi aðferðir við ákveðin viðfangsefni. Einn

mikilvægur þáttur í námsmati er miðlun upplýsinga um námsmat og bera kennarar ábyrgð á

að safna gögnum um árangur og frammistöðu nemenda, meta gögnin og upplýsa aðra

(nemendur, foreldra/forráðamenn, aðra kennara, skólastjórnendur) um niðurstöðurnar.

Page 4: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

4 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Nauðsynlegt er að viðtakendur matsins (nemendur, foreldrar/forráðamenn, kennarar og aðrir)

skilji niðurstöður námsmatsins á sama veg (bls. 120).

Lokamat kennara þarf að endurspegla inntak aðalnámskrár (2011), þ.e. þá þekkingu, skilning

og færni sem nemendur eiga að tileinka sér, og fela í sér viðmið um þann árangur sem vænst

er, t.d. á námssviði, í tiltekinni námsgrein/námsþætti. Lokamat þarf að sýna hversu vel

nemendum gengur miðað við hæfniviðmið/námsmarkmið árgangsins. Við að skipuleggja

lokamatið (bls. 27/35–36) þarf að spyrja sig nokkurra grundvallarspurninga (sjá töflu 1).

Lokamatið þarf að endurspegla alla þætti námskrárinnar og meta það sem það er gefið út fyrir

að meta. Mestu skiptir að kennarar meti það sem til var ætlast, fullvissi sig um að

matsniðurstöður séu byggðar á góðum gögnum og noti fleiri en eina aðferð við söfnun gagna.

Með því að nota fjölbreyttar matsaðferðir (bls. 87–116) og safna mörgum ólíkum

matsgögnum geta kennarar fengið góða innsýn í nám hvers nemanda. Til að fá nákvæma

niðurstöðu, s.s. við mat á ritun og öðrum skriflegum verkefnum, skiptir máli að kennarar vinni

saman við að skoða matsgögn nemenda og hafi til þess skýr viðmið t.d. í kvörðum (bls. 94).

Mismunandi aðferðir (sjá dæmi í viðauka b) henta nemendum misvel, sumir eiga auðveldara

með að sýna þekkingu sína, skilning eða færni í munnlegu mati og öðrum nemendum henta

betur skrifleg próf. Miklu varðar að matsniðurstöðurnar séu stöðugar og hægt sé að bera þær

saman við aðrar niðurstöður þannig að þær sýni í raun námsframvindu nemendanna.

Tafla 1: Lykilþættir í lokamati

Lykilþættir: Lokamat:

Hvers vegna að meta? Upplýsir foreldra/forráðamenn eða aðra um hvort viðhlítandi árangri hafi verið náð.

Hvað á að meta? Þekkingu og skilning nemanda á námsefninu, s.s. hvort hann geti beitt lykilhugtökum, þekkingu sinni, færni og viðhorfum og er þá miðað við afrakstur námsins.

Hvaða aðferð? Fjölbreyttar aðferðir sem meta bæði afrakstur námsins og námsferlið, s.s. lokapróf, mat á fjölbreyttum lokaverkefnum o.s.frv.

Hvernig get ég tryggt gæði matsins?

Stöðugt, sanngjarnt, alhliða mat sem byggt er á góðum /traustum gögnum. Skýrar og nákvæmar væntingar um árangur (viðmið). Sanngjarn og viðeigandi lokavitnisburður.

Hvernig miðla ég niðurstöðum?

Hvernig nota ég niðurstöður?

Staða nemandans gefin til kynna. Upplýsingar um stöðu nemandans séu sanngjarnar og skýrar. Vitnisburður sem getur nýst til að ákveða næstu skref í námi nemandans.

Page 5: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

5 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Áreiðanleiki og réttmæti

Eftirfarandi atriði geta komið að góðum notum til að auka áreiðanleika og réttmæti:

- setja skýr markmið eða gera grein fyrir því hvað á að meta. Velja matsþætti sem

falla vel að hæfniviðmiðum/markmiðum, námsefni og kennsluaðferðum.

- undirbúa lýsingu á því sem á að meta eða sýna dæmi um vel unnin verkefni og

gæta þess að matsþættir séu í samræmi við það sem verið er að meta.

- huga vel að því að verkefni séu í samræmi við markmið.

- Vera vakandi yfir atriðum sem geta skekkt niðurstöður.

- taka tillit til aldurs, þroska og tímans þegar fjöldi verkefna er valinn. Meta oft og

reglulega. Bera saman niðurstöður mats til að stuðla að áreiðanleika.

- hafa skýrar leiðbeiningar um matsaðferðir, úrvinnslu og túlkun gagna (skýrar

útlistanir á einkunnargjöfinni) (bls. 11–12).

-

Nemendur fá afhentan vitnisburð við lok anna með

einkunnum og/eða umsögnum um árangur og

framfarir þeirra á önninni (lokamat). Sumir skólar

leggja áherslu á að meta líðan og framfarir nemenda

á haustönn og á vorönn fer fram mat á framförum

nemenda og lokamatið. Vitnisburðarblað þarf að

mótast af áherslum skólans (sjá töflu 2). Það form

sem skólar nota ætti að endurspegla skólastarfið og

vera sprottið úr samræðum kennaranna sjálfra (bls.

81–82) s.s. um tilgang einkunna og vitnisburðar. Við stefnumótun er mikilvægt að skólinn setji

fram tilgang, markmið og áherslu skólans í námsmati.

Tafla 2: Að skilgreina tilgang vitnisburðar

Dæmi

Tilgangur vitnisburðar nemenda er að upplýsa nemendur um námsárangur þeirra í öllum námsþáttum aðalnámskrár grunnskóla og eiga einkunnir nemenda að endurspegla hversu vel þeir hafa náð þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að. Vitnisburður sýni í hverju þeir hafa staðið sig vel og hvað þeir þurfa að bæta.

Að skilgreina tilgang vitnisburðar og einkunna

Hvaða upplýsingar birtast á vitnisburðarblaðinu?

Hvernig eru upplýsingar skipulagðar?

Hvernig er þeim miðlað?

Til hverra er þeim miðlað?

Hvernig eru upplýsingarnar notaðar?

Page 6: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

6 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Aðalnámskrá grunnskóla – lykilhugtök

Grunnþættir menntunar Hæfniviðmið Lykilhæfni

Matsviðmið A-B-C-D Matskvarði Námsmarkmið Þekking, leikni, hæfni

Grunnþættir menntunar eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi,

jafnrétti og sköpun. Grunnþættirnir fléttast inn í allt skólastarf. Hugmyndirnar að baki

grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þessir

áhersluþættir eru ekki bundnir við einstakar námsgreinar heldur eiga þeir að vera leiðarljós í

menntun og starfsháttum skólans. Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvort og hvernig

grunnþættirnir hafi sett mark sitt á nám, kennslu og leik og skólastarfið í heild (Aðalnámskrá

grunnskóla 2011, bls. 16–17).

Hæfni: Nemendur þurfa að vita hvað þeir vita og hvað þeir geta og hvernig best er að beita

þekkingu sinni og leikni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það. Hæfni er meira en þekking

og leikni, hún felur einnig í sér viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og sköpunarmátt,

félagsfærni og frumkvæði. Nám þarf að taka til allra þessara þátta. Slíkt nám byggist á

námssamfélagi sem einkennist af grunnþáttum menntunar (Aðalnámskrá 2011, bls. 25).

Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum og er nemandamiðuð útfærsla á áherslum

grunnþáttanna. Lykilhæfni tengist öllum námssviðum. Hún snýr að tjáningu og miðlun,

skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga, ábyrgð

og mati á eigin námi (Aðalnámskrá 2011, bls. 86) (sjá töflu 3).

Page 7: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

7 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 3: Lykilhæfni í aðalnámskránni – fimm þættir og hæfniviðmið

Dæmi

Tjáning og miðlun

t.d. hlustað eftir upplýsingum og rökum í samræðum.

Skapandi og gagnrýnin hugsun

t.d. greint milli staðreynda og skoðana.

Sjálfstæði og samvinna

t.d. unnið eftir fyrirmælum og borið ábyrgð á eigin verkefnum og vinnubrögðum þegar við á.

Nýting miðla og upplýsinga

t.d. leitað sér upplýsinga í námi í ólíkum miðlum.

Ábyrgð og mat á eigin námi

t.d. gert sér grein fyrir styrkleikum og hvar hann er staddur í námi.

Hæfniviðmið

Með hæfni er átt við það hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni, það er hvað hann

gerir með það sem hann veit og getur. Hæfniviðmið í aðalnámskránni segja hvaða hæfni

nemendur eiga að geta sýnt að námi loknu. Námsmat í grunnskóla grundvallast á hæfni

nemenda með hliðsjón af almennum hæfniviðmiðum og hæfniviðmiðum einstakra

námssviða/námsgreina. Viðmiðin eru margvísleg. Hæfniviðmið ná til þekkingar og leikni á

afmörkuðum þáttum og einnig eru þau tengd langtímamarkmiðum. Hæfniviðmið eru sett fram

fyrir 4., 7. og 10. bekk og eru skráð þannig að nemandi geti gert sér grein fyrir að hvaða hæfni

hann stefnir. Þekking, leikni og hæfni eru lykilhugtök í aðalnámskránni 2011 (bls. 39) (sjá

töflu 4).

Tafla 4: Markmið – þekking, leikni, hæfni

Þekking – leikni – hæfni

Hæfniviðmið

Námsmarkmið – viðmið um árangur

Þekking er safn staðreynda, lögmála, kenninga og aðferða. Hún er bæði fræðileg og hagnýt.

Ég veit hvernig á að nota helstu aðferðir við framsetningu og lýsingu tölulegra gagna.

Leikni er bæði vitsmunaleg og verkleg. Hún felur í sér að geta beitt aðferðum, verklagi og rökréttri hugsun.

Ég get notað tölvuforrit, t.d. gagnagrunna og töflureikna, til að vinna með tölfræðileg gögn.

Hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni.

Ég get skipulagt og framkvæmt einfaldar tölfræðikannanir og dregið ályktanir af þeim.

Page 8: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

8 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Matsviðmið um námshæfni og lykilhæfni* eru sett fram í aðalnámskránni sem matskvarðar

með lýsingu á hæfni sem nemandi býr yfir á kvarða A-B-C-D. Viðmiðin eru sett fram í samfelldu

máli sem lýsir hversu vel nemandi býr yfir tiltekinni hæfni. Hæfnikröfur eru skráðar fyrir hvert

námssvið/námsgrein í aðalnámskránni (sjá töflu 6). Aðeins eru sett fram matsviðmið fyrir 10.

bekk í aðalnámskránni en unnið er að viðmiðum fyrir 4. og 7. bekk en þau eru meira hugsuð

sem viðmið fyrir skóla til að þróa námsmat á yngsta og miðstigi grunnskólans. Kvarðann ber

að nota við brautskráningu nemenda úr grunnskóla. Skólar eru hvattir til að nota matskvarða

þar sem við á. Gert er ráð fyrir að skólar setji matsviðmið fyrir aðra árganga og geri grein fyrir

þeim í skólanámskrá (Aðalnámskrá grunnskóla 2011, bls. 55–56, 91). Ef matsviðmiðin eru

skoðuð þá eru þau sett fram þannig að þau eru gjarnan mjög víðtæk og lýsa samþjappaðri

hæfni (sjá töflur 5–7).

*Samkvæmt breytingum (2014) á aðalnámskránni er ekki lengur gert ráð fyrir að einkunn í

lykilhæfni sé birt á vitnisburðarskírteini nemenda við lok grunnskólans en gert er ráð fyrir því

að unnið sé með lykilhæfni á öllum námssviðum, lagt mat á hana í öllum árgöngum og að

nemendur fái upplýsingar um niðurstöður.

Námsmat beinist að því hvað nemandinn gerir með það sem hann veit og getur og matið byggir

meðal annars á því hversu vel, sjálfstætt, skýrt, skipulega, gagnrýnið, nákvæmlega eða

örugglega hann nýtir þekkingu sína og leikni. Matsviðmið greinasviðanna eru sett fram þannig

að feitletruð lýsandi orð greina á milli hversu vel hæfni birtist hjá nemanda.

Hæfniviðmið segja til um hvaða hæfni nemandi á að búa yfir við lok náms.

Matsviðmið segja hins vegar til um hversu góðum tökum nemendur hafa náð í þeirri

hæfni og þar með hvaða einkunn þeir hljóta á tilteknu námssviði (sjá töflur 5–7).

Tafla 5: Munur á hæfniviðmiðum – matsviðmiðum.

Hæfniviðmið í námskrá Matsviðmið í lokamati

Útbúin til að nota við skipulagningu kennslunnar og námsmatsins. Birt á hverju námssviði (námsgrein) og geta verið á bilinu 10 – 50. Geta verið mjög nákvæm. Í þeim geta verið flókin fagorð.

Útbúin til að nota við miðlun upplýsinga um afrakstur námsins. Birt á hverju námssviði (námsgrein) og eru oftast fá eða 4 - 6. Nokkuð víð og almenn lýsing á hæfni nemandans. Eiga að vera skýr og skiljanleg. Eiga að vera skráð með nemenda/ foreldravænu orðalagi.

Page 9: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

9 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 6: Hæfniviðmið – matsviðmið – íslenska - námsþættir

Dæmi um þætti og hæfniviðmið í aðalnámskránni - íslenska 10. bekkur

Dæmi um lýsingu á matsviðmiðum í aðalnámskránni - íslenska 10. bekkur

Talað mál, hlustun og áhorf

t.d. nýtt sér aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar.

t.d. nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt.

Lestur og bókmenntir

t.d. greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða.

t.d. lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir og gert sér grein fyrir gildi bókmennta.

Ritun

t.d. beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar.

Málfræði

t.d. beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess.

Matsviðmið í B

Nemandi getur flutt mál sitt skýrt og áheyrilega með blæbrigðum og áherslum sem hæfa efni og tilefni.

Hlustað og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks, skemmtunar og sem heimildir í vinnu, og notið myndefnis, leikins efnis, tónlistar og sett fram rökstutt mat á viðkomandi efni.

Lesið almennan texta, með góðum skilningi og túlkun á efni þeirra, fjallað um íslenskar og erlendar bókmenntir og gert góða grein fyrir gildi bókmennta í menningu þjóðarinnar.

Beitt skipulegum og góðum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar á skýran hátt.

Beitt málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess.

Áherslur – viðmið um árangur Námsþáttur

Talað mál, hlustun og áhorf

Verkefni og verklag Námsþáttur

Talað mál, hlustun og áhorf

Áhersla á:

munnlega tjáningu og góða framsögn

samræður/rökræður, frásagnir og upplestur

skýran og blæbrigðaríkan lestur með viðeigandi áherslum

hlustun

gildandi reglur í samræðum og rökræðum

Munnleg kynning t.d. á glæpasögu, sjónvarpsþætti o.s.frv.

Framsögn, mismunandi bókmenntatexti.

Upplestur á ljóði.

Munnlegur og skriflegur rökstuðningur (ritun).

Viðtal (samræður) og skriflegar niðurstöður (ritun).

Samræður.

Page 10: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

10 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Viðmið um árangur:

ég get tjáð mig skýrt og áheyrilega.

ég get náð góðum tengslum við áhorfendur.

ég geri mér grein fyrir gildi góðrar framsagnar.

ég get gert grein fyrir skoðunum mínum og rökstutt þær.

ég get hlustað af athygli og sýnt viðeigandi kurteisi.

ég get tekið þátt í samræðum og rökræðum.

ég get hlustað á gagnrýnin hátt á ýmis konar fjölmiðlaefni.

ég get nýtt mér margs konar fræðslu og skemmtiefni.

Í námskránni er ekki alltaf hægt að finna matsviðmið á móti hverju hæfniviðmiði. Matsviðmiðin

fela gjarnan í sér mörg hæfniviðmið. Til að fá yfirsýn yfir stöðu hvers nemanda er mikilvægt að

tengja námsmarkmið/hæfniviðmið og/eða matsverkefni nemenda við matsviðmið, þ.e.

hversu vel nemandi hefur tiltekna hæfni á valdi sínu út frá matsviðmiðum sem er grunnur að

einkunnagjöf (sjá töflu 7).

Kennarar geta valið kennsluaðferðir, námsefni og matsaðferðir á grundvelli hæfniviðmiða og

brotið matsviðmið niður í námsmarkmið. Námsmarkmið og viðfangsefni nemenda skulu ávallt

tengjast við matsviðmið. Matsviðmið eru kvarði sem sýnir hversu vel nemendur hafa hæfni á

valdi sínu. Hæfniviðmiðin eiga að endurspeglast í lýsingu í matskvarðanum (sjá töflu 6–7).

Kennari velur þau hæfniviðmið sem hann ætlar að leggja áherslu á í kennslunni. Hann velur

matsviðmið á móti hæfniviðmiðum sem stuðning fyrir mati (sjá töflu 7). Útbýr náms- og

kennsluáætlun sem tengir viðfangsefni nemenda og námsmarkmið. Hann getur bætt inn sínum

eigin námsmarkmiðum og/eða skólans eftir því sem við á og getur útbúið eigin mats- og/eða

sóknarkvarða til að meta námsmarkmiðin (sjá t.d. töflu 10) og tengja við viðfangsefni nemenda.

Kennari getur brotið upp matsviðmiðin í setningar svo auðveldara verði fyrir hann að meta

hvaða viðmið eiga best við nemandann. Nota hæfniviðmið til að gera námsmatið skýrara fyrir

bæði nemendur og foreldra/forráðamenn.

Page 11: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

11 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 7: Hæfniviðmið og matsviðmið í stærðfræði fyrir 10. bekk

Dæmi um hæfniviðmið í tölfræði og líkindi

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

notað tölfræðihugtök til að skipuleggja, framkvæma og túlka tölfræðirannsóknir, framkvæmt og dregið einföld líkindahugtök og talningar til að reikna og túlka líkur á atburðum

notað tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn

skipulagt og framkvæmt einfaldar tölfræðikannanir og dregið ályktanir af þeim

lesið, skilið og lagt mat á upplýsingar um líkindi sem birtar eru á formi tölfræði, t.d. í fjölmiðlum

framkvæmt tilraunir þar sem líkur og tilviljun koma við sögu og túlkað niðurstöður sínar

notað hugtök eins og skilyrtar líkur og óháðir atburðir, notað einfaldar talningar til að reikna og túlka líkur á atburðum

Dæmi um matsviðmið í tölfræði og líkindi

A B C

Notað tölfræðihugtök af öryggi við að skipuleggja, framkvæma og túlka tölfræðirannsóknir.

Notað tölfræðihugtök við að skipuleggja, framkvæma og túlka tölfræðirannsóknir.

Notað tölfræðihugtök við að skipuleggja, framkvæma og túlka tölfræðirannsóknir undir leiðsögn.

Nemandi í 5. bekk sem metinn er út frá viðmiðum sem sett eru fram fyrir 7. bekkinn þarf að

meta út frá hvaða hæfni hann á að hafa miðað við að vera í 5. bekk. Eins er um nemanda í 6.

bekk. Ekki er ætlast til eins mikillar hæfni af nemanda sem er í 6. bekk og nemanda sem er í

7. bekk. Eins og áður hefur komið fram eru hæfniviðmið sett fram fyrir 4., 7. og 10. bekk (sjá

töflu 8) og þurfa því skólar að setja fram viðmið fyrir aðra árganga (sjá dæmi í töflu 9).

Tafla 8: Hæfniviðmið 4., 7. og 10. bekkur

Hæfniviðmið – Hönnun og smíði

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

valið og notað nokkur verkfæri sem hæfa viðfangsefni á öruggan hátt,

valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki,

valið aðferðir, efni og verkfæri við hæfi og sýnt rétta og ábyrga notkun verkfæra,

4. bekkur 7. bekkur 10. bekkur

Page 12: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

12 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 9: dæmi um viðmið á miðstigi. Stærðfræði – tölfræði og líkindi.

Að geta framkvæmt einfaldar tölfræðirannsóknir, unnið og lesið úr niðurstöðum sínum, sett upp í einföld myndrit, tekið þátt í umræðum um gögn og upplýsingar, dregið ályktanir um líkur og reiknað út líkur í einföldum tilvikum.

Við lok 5. bekkjar getur nemandi:

Við lok 6. bekkjar getur nemandi:

Við lok 7. bekkjar getur nemandi:

safnað og unnið úr gögnum, flokkað þau eftir tíðni og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit,

safnað og unnið úr gögnum, flokkað þau eftir tíðni og valið myndræna framsetningu

safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau, m.a. með töflum og myndritum

gert einfaldar tölfræðirannsóknir

gert einfaldar tölfræðirannsóknir og dregið einfaldar ályktanir af þeim

gert einfaldar tölfræðirannsóknir og dregið einfaldar ályktanir af þeim

tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun og myndrit,

útskýrt gögn og upplýsingar í töflum

sótt gögn í gagnabanka, lesið, útskýrt og túlkað gögn og upplýsingar sem gefnar eru í töflum og myndritum

tekið þátt í umræðum um tilviljanir og líkur

dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum

dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum og borið saman við fræðilegar líkur

gert einfaldar tilraunir með líkur

reiknað út líkur í einföldum tilvikum

reiknað út líkur í einföldum tilvikum

Sóknarkvarðar

Sóknarkvarðar (bls. 94–104) er skráningaraðferð sem byggist á að skilgreina, af eins mikilli

nákvæmni og unnt er, þær kröfur sem gerðar eru eða þær viðmiðanir sem hafðar eru til

hliðsjónar við mat (sjá töflu 10). Sóknarkvarðar eru hugsaðir sem leið til að auka áreiðanleika

og réttmæti mats á fjölbreyttum viðfangsefnum nemenda og auðvelda kennurum að halda

utan um reglulegar og nákvæmar skráningar. Megintilgangur þess að nota sóknarkvarða í

skólastarfi er að:

námsmarkmiðin og viðmiðin verði skýrari

tengslin milli markmiða og mats verði skýrari

mat kennara sé samræmt

nemendur geri sér betur grein fyrir til hvers er ætlast, þ.e. þau viðmið sem höfð eru

til hliðsjónar við mat hafi verið skilgreind

Þegar útbúa á viðmið í sóknarkvarða er mikilvægt að greina á milli kvarða fyrir afrakstur

námsins (sjá töflu 10) og fyrir námsferlið (sjá töflu 12). Við val á viðmiðum er mikilvægt að:

velja 4-6 viðmið fyrir hvern námsþátt í námsgrein/námssviði

viðmið fyrir afrakstur námsins beini sjónum að tilteknum þáttum

viðmið fyrir námsferlið og/eða mat á lykilhæfni þarf að vera byggt á traustum gögnum

hafa minnst 3–4 stig/þrep á kvarðanum

Page 13: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

13 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 10: Dæmi um viðmið í 10. bekk. Íslenska, talað mál, hlustun og áhorf.

4. Settu marki náð 3. Komin áleiðis að markinu

2. Komin nokkuð áleiðis að markinu

1. Náði ekki markinu

Getur tjáð sig mjög skýrt og áheyrilega.

Getur tjáð sig skýrt og áheyrilega.

Getur tjáð sig sæmilega skýrt.

Getur að einhverju leyti tjáð sig.

Getur af öryggi gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær mjög vel.

Getur gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær.

Getur gert grein fyrir skoðunum sínum.

Getur að einhverju leyti gert grein fyrir skoðunum sínum.

Gerir sér vel grein fyrir gildi góðrar framsagnar.

Gerir sér grein fyrir gildi góðrar framsagnar.

Gerir sér nokkra grein fyrir gildi góðrar framsagnar.

Gerir sér ekki grein fyrir gildi góðrar framsagnar.

Getur nýtt sér mjög vel margs konar fræðslu og skemmtiefni .

Getur nýtt sér margs konar fræðslu og skemmtiefni .

Getur nýtt sér að nokkru leyti fræðslu og skemmtiefni .

Getur ekki nýtt sér fræðslu og skemmtiefni.

Getur náð mjög góðum tengslum við áhorfendur.

Getur náð góðum tengslum við áhorfendur.

Getur náð sæmilegum tengslum við áhorfendur.

Nær ekki tengslum við áhorfendur.

Getur tekið mjög virkan þátt í samræðum og rökræðum.

Getur tekið virkan þátt í samræðum og rökræðum.

Getur að nokkru leyti tekið þátt í samræðum.

Getur að einhverju leyti tekið þátt í samræðum.

Getur hlustað af athygli og sýnt viðeigandi kurteisi.

Getur hlustað og sýnt viðeigandi kurteisi.

Getur að einhverju leyti hlustað og sýnt kurteisi.

Getur ekki hlustað og sýnt viðeigandi kurteisi.

Getur hlustað á mjög gagnrýninn hátt á ýmiss konar fjölmiðlaefni.

Getur hlustað á gagnrýninn hátt á ýmiss konar fjölmiðlaefni.

Getur að nokkru leyti hlustað á ýmiss konar fjölmiðlaefni.

Getur að einhverju leyti hlustað á ýmiss konar fjölmiðlaefni.

Tafla 11: Þættir í námsferlinu

Dæmi um þætti í námsferlinu – lykilhæfni nemenda

1. Viðhorf 2. Hegðun 3. Mætingar 4. Þátttaka 5. Skyndipróf 6. Samvinna 7. Samstarf við jafningja 8. Dagleg vinna í kennslustundum 9. Viðleitni 10. Heimavinna (skil/gæði) 11. Frumkvæði 12. Samskipti

13. Námshvatning 14. Vinnubrögð 15. Dagbækur 16. Leiðarbækur 17. Skipulag 18. Stundvísi 19. Skil verkefnum 20. Virðing 21. Ábyrgð 22. Námsfærni 23. Vinnulag 24. Leiðsagnarmat

Dæmi um viðmið fyrir námsferlið (bls. 210–213).

Page 14: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

14 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Sóknarkvarðar í námsferlinu og fyrir mat á afrakstri

námsins

Greinandi sóknarkvarðar (bls. 96) gefa sérstakar upplýsingar eða lýsandi endurgjöf til

foreldra/forráðamanna, kennara og nemenda um styrk og veikleika í frammistöðu nemenda.

Þeir geta hjálpað nemendum að sjá og skilja betur hvað einkennir vel unnið verkefni og hvað

sé mikilvægt í náminu.

Heildrænn sóknarkvarði (bls. 96–97) hentar vel til að meta einföld viðfangsefni eða

frammistöðu nemenda og gefa til kynna námsstöðu eða heildarárangur nemenda (sbr.

matsviðmið aðalnámkrár). Helsti kostur heildrænna sóknarkvarða er að með þeim er fljótlegt

að meta og skrá niðurstöður fyrir stóran hóp nemenda. Í kvörðum fyrir mat á afrakstri námsins

er lögð megináhersla á gæði viðfangsefnis nemenda (t.d. settu marki náð, framvinda góð,

þarfnast þjálfunar).

Dæmi í kvörðum á: bls. 200–201 (mat á ritun) og bls. 191–192 (mat á verkefnabók). Á hinn

bóginn er lögð megináhersla á tíðni (ávallt, oftast, stundum, aldrei) í kvörðum fyrir mat á

lykilhæfni nemenda (þættir í námsferlinu) (sjá töflu 12). Dæmi um viðmið má sjá í kvörðum á

bls. 183 (mat á hópverkefni) og bls. 179 (sjálfsmat í lok annar). Áður en kemur að

lokaeinkunnagjöf er mikilvægt að gera öll viðmið sýnileg nemendum, veita reglulega endurgjöf

og veita nemendum tækifæri til að bæta hæfni sína. Muna að lokamat fer fram að námi loknu.

Að útbúa sóknarkvarða fyrir afrakstur námsins og námsferlið í öllum

viðfangsefnum nemenda.

Þegar útbúa á sóknarkvarða fyrir námsafraksturinn er mjög mikilvægt að lýsa

gæðum. Hvaða viðmið viljum við leggja megináherslu á?

Þegar útbúa á sóknarkvarða fyrir námsferlið

er mikilvægt að lýsa gæðum og leggja áherslu á tíðni. Hvaða viðmið viljum við leggja

megináherslu á?

Hvernig er best að útskýra kvarðana fyrir nemendum, foreldrum/forráðamönnum og

öðrum kennurum?

Page 15: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

15 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla: 12. Lykilhæfni nemenda. Viðmið um árangur á elsta stigi

Lykilhæfni nemenda

Vinnuvenjur – ábyrgð, tjáning og miðlun

Þú:

Ferð eftir fyrirmælum. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Nýtir tímann vel og leggur þig fram við námið. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Gefur góðan vinnufrið og tekur ábyrgð á eigin námi.

Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Skilar heimanámi á réttum tíma. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Kemur með öll námsgögn í skólann. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Vandar uppsetningu og frágang. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Tekur þátt í samræðum og hlustar á aðra. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Leiðréttir mistök og vilt bæta þig. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Nýtir þér mismunandi miðla og sýnir ábyrgð í netnotkun.

Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Félagsfærni

Þú:

Ert kurteis og sýnir tillitssemi. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Sýnir jákvæð viðhorf til skólastarfsins. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Hlustar á kennara og starfsfólk. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Átt góð samskipti við samnemendur. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Sjálfstæði, samvinna og skapandi hugsun

Þú:

Virðir skoðanir annarra. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Leitar lausna í verkefnum. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Átt auðvelt með að vinna með öðrum. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Ert sjálfstæð/ur í vinnu. Ávallt Oftast Stundum Þarf að bæta

Page 16: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

16 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Markmið – sjálfsmat – endurgjöf

Ýmsar leiðir eru til að gera námsmarkmið sýnileg í námi og kennslu, s.s. rafrænt, skrá á töflu

eða uppá vegg og í náms- og kennsluáætlun. Kennarar geta þá reglulega vísað til markmiða í

kennslu sinni og þegar þeir skipuleggja

námsaðstæður nemenda. Nemendur meta

síðan sjálfir undir leiðsögn kennara hvernig

miðar. Í kjölfarið setja þeir sér ný markmið;

hvað þeir hafa lært og ætla sér að læra næst

(bls. 62–68).

Nemendur geta metið framfarir og

frammistöðu með ýmsu móti. Meðal annars

með því að svara spurningum kennarans,

með brottfararspjaldi, upprifjunarspjaldi,

notað hugarkort til að skrá eða notað

umferðarljós. Íhugað og metið eigin

frammistöðu þegar þeir velja, setja saman

eða skrá í námsmöppu. Þessi ígrundun er

síðan grunnurinn að matssamræðum

nemanda og kennara um námsframvindu nemandans.

Tilgangur sjálfsmats (bls. 53–60) er að nemendur meti sjálfir nám sitt svo þeir geti skilið betur

hvað þarf til að ná árangri; þeir geti gert sér raunhæfar væntingar um árangur og styrkist í

trúnni á eigin hæfni. Kennarinn þarf að hvetja nemendur til ígrundunar og að hafa skipulag á

því sem þeir eru að læra. Kennari fái nemendur til að skoða leiðina að markmiðinu, meðal

annars til að nemendur sjái hvar þeir voru og hversu langt þeir hafa náð. Til að þjálfa nemendur

í að íhuga og meta (líta um öxl) getur kennari t.d. í lok kennslustundar beðið hvern nemanda

að skrá eitthvað sem hann hefur lært, brottfararspjald (sjá dæmi í töflu 13).

Þeim sem rannsakað hafa endurgjöf (bls. 46–48) og tengt hana við leiðsagnarmat ber saman

um að mikilvægasta hlutverk hennar sé þrenns konar: Að greina hvar nemandinn er staddur,

sýna honum fram á að hverju hann á að stefna og leiðbeina honum um hvernig hann kemst

þangað (sjá dæmi í töflu 13).

Til að endurgjöf styðji námið þarf hún að vera afmörkuð og ekki of ítarlega heldur sé áhersla

lögð á það sem skiptir meginmáli, þ.e. að beina sjónum að því að bæta tiltekna færni. Til að

auka líkur á áhuga nemanda á náminu er mikilvægt að hann geti valið á hvað hann fær

endurgjöf og hvernig. Endurgjöf getur verið í ýmsu formi, s.s. opnar spurningar, munnleg

Page 17: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

17 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

endurgjöf í daglegu starfi, samræður kennara og nemanda/nemenda og skrifleg endurgjöf við

lok verkefna um framfarir og þroska nemandans. Þá þarf að gera ráð fyrir því að:

- Upplýsa nemendur um þau viðmið sem lögð eru til grundvallar endurgjöfinni og hvetja

þá til umræðna um endurgjöf.

- Taka reglulega frá tíma til að ræða við nemendur um endurgjöfina, einstaklingslega

eða í litlum hópum.

- Gefa nemendum tækifæri til að spyrja spurninga um matið.

- Hvetja nemendur til að skrifa niður spurningar áður en þeir fá endurgjöf.

- Gefa endurgjöf eins fljótt og auðið er.

- Afmarka endurgjöfina og einsetja sér að hafa hana skýra. Gefa dæmi ef hægt er, s.s.

hvort svör þeirra séu rétt eða röng.

- Gera nemendum grein fyrir til hvers er ætlast – hvar þeir eru miðað við námsmarkmið.

- Hjálpa nemendum að gera sér raunhæfar væntingar.

- Skilgreina með nemendum næstu skref og útskýra á uppbyggjandi hátt hvað þeir þurfi

að gera til að bæta sig.

- Bjóða nemendum að rökræða endurgjöfina, þ.e. hvort þeir séu sammála eða

ósammála mati kennarans og hvers vegna? Hjálpa þeim að finna leiðir til að bæta sig í

náminu.

Page 18: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

18 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 13: Brottfararspjöld til að meta stöðu nemenda, 4. – 5. bekkur

Brottfararspjald 1

Markmið: Ég get fundið hve margir cm3 eru í stæðu og hvert yfirborðsflatarmál hennar er. Hvað er stæðan margir cm3? _________ Hvert er yfirborðsflatarmál stæðunnar? __________ cm2?

Ég er búin að ná þessu og gæti

kennt öðrum þetta

Ég er á góðri leið með að ná þessu en vil

æfa mig betur

Ég er mjög óörugg/ur og vil að þú kennir

mér þetta betur

Brottfararspjald 2

Ég er búin að ná þessu og gæti kennt

öðrum þetta

Ég er á góðri leið með að ná þessu en

vil æfa mig betur

Ég er mjög óörugg/ur og vil að þú kennir

mér þetta betur

Hæfniviðmið fyrir 4. bekk: Talið, flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit.

1. Taflan sýnir hve langt er í skólann hjá nokkrum nemendum

Vegalengd Talning Fjöldi

2 km III 3

4 km IIII 5

6 km IIII II 7

8 km I 1

a. Búðu til súlurit úr upplýsingunum

b. Hvert er tíðasta gildið? ______

c. Hvert er miðgildið? ______

Finndu tíðasta gildi og miðgildi þessara talna. T: _____ M: _____

9 - 4 – 9 – 6 – 3 – 9 – 5 – 5 – 1

Page 19: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

19 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Lokamat kennara

Mat kennara þarf að taka mið af markmiðum og inntaki

skólastarfsins. Það þarf að endurspegla hæfniviðmið og

námsþætti sem kennarar leggja áherslu á. Fjölbreytt og

faglegt mat felur í sér bæði hlutlægt og huglægt mat

kennara. Kennarar þurfa því að taka ígrundaða afstöðu

og ákveða hvað og hvernig þeir telja æskilegast að

meta og gefa síðan eins áreiðanlega einkunn og kostur

er fyrir námsárangur eða námsafrakstur nemenda.

Skólar þurfa að íhuga vel hvernig niðurstöður eru birtar

og að leggja áherslu á viðmið um árangur í annar- og

lokaeinkunn. Einnig er mikilvægt að stöðugleika gæti, þ.e. að viðmið séu eins eða svipuð hjá

kennurum sem kenna sömu námsgrein, sama árgangi eða aldursstigi. Til að svo megi verða

þurfa kennarar að setja skýr viðmið um hvaða kunnáttu og færni nemendur eigi að hafa náð

við lok hvers árgangs og aldursstigs og hvernig þeir ætla sér að meta hvort þessum

markmiðum hafi verið náð.

Oftast er gert ráð fyrir því að allir nemendur fái sömu meðferð, þ.e. sams konar mat, sömu

kröfur séu gerðar á sama tíma, sömu útreikninga og að sami fjöldi matsgagna sé að baki

lokamati þeirra. Það er aftur á móti ekki alltaf sanngjarnt að meðhöndla nemendur á sama hátt.

Sanngirni hefur ekki sömu merkingu og jafnræði en oft er gert ráð fyrir því, þegar einkunn á í

hlut. Mestu máli skiptir að kennarar reyni að koma til móts við þarfir nemenda, þ.e. að allir

nemendur fái tækifæri til að sýna hvað þeir vita og geta. Sumir nemendur þurfa t.d. lengri tíma

til að ljúka matsverkefnum og gefst því vel að aðlaga matið eða prófið að þörfum þeirra, þ.e.

búa til út frá sömu hæfniviðmiðum próf sem geta verið miskrefjandi fyrir ólíka einstaklinga (bls.

120–122).

Einkunnir – lokamat

Rannsóknir sýna að við einkunnagjöfina leggja margir kennarar megináherslu á námsárangur,

s.s. niðurstöður úr skriflegum prófum, en sumir kennarar leggja enn fremur áherslu á að aðrir

þættir, eins og hegðun, framkoma, skil á verkefnum og virkni nemenda, séu hluti af lokaeinkunn

þeirra. Mikilvægt er að flokka matsgögn sem kennarar nota sem grunn að einkunnagjöfinni í

þrennt: Í fyrsta lagi; árangur; hvað vita og geta nemendur á tilteknum tíma (lokapróf eða

lokaverkefni). Í öðru lagi; ferlið eða hvernig gekk nemandanum í námsferlinu, s.s. viðleitni hans,

vinnubrögð, skil á verkefnum, skyndipróf, heimanám o.fl. Í þriðja lagi eru; framfarir og þroski,

þ.e. náði nemandinn einhverjum árangri á önninni? Þessir flokkar; árangur, námsferlið og

Að endurskoða núverandi vitnisburð og nýta sóknarkvarða við lokamat

Hvernig skráum við fjölbreyttar niðurstöður úr mati? Notum við

sóknarkvarða/stig frekar en prósentuútreikning?

Hvernig skráum við niðurstöður úr matsgögnum sem byggð eru á

stigum/viðmiðum í sóknarkvörðum?

Hvernig útskýrum við fyrir öðrum aðferðir okkar við að draga saman niðurstöður úr

matsgögnum nemenda (hvaða viðmið/stig eða einkunn)?

Page 20: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

20 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

framfarir nemenda eiga að vera vel aðgreindir í vitnisburði nemenda (bls. 122–137). Margir

fræðimenn leggja áherslu á að vitnisburður taki mið af því að aðgreina þessa þrjá þætti. Mestu

skiptir þegar kemur að því að taka ákvörðun um lokaeinkunn í námsgrein/námssviði að íhuga:

hvaða hæfniviðmið var lögð megináhersla á eða hvaða viðmið eru mikilvægust?

hvort táknið (bókstafur/tölustafur) sýni örugglega bestu frammistöðu nemandans?

Matsviðmið eru lýsing á að hvaða marki nemandi hefur hæfni á valdi sínu. Í aðalnámskrá má

sjá lýsingu á matsviðmiðum fyrir námssvið/námsgreinar og lykilhæfni. Eins og áður hefur komið

fram eru matsviðmiðin einungis skráð í aðalnámskrá sem viðmið við lok 10. bekkjar til

stuðnings við námsmat við lok grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á fjórskiptum kvarða:

framúrskarandi hæfni, góðri hæfni, sæmilegri hæfni og hæfni sem ekki nær hæfniviðmiðum

(sjá töflu 14).

Samkvæmt breytingum á aðalnámskránni hafa verið gerðar breytingar á matskvarðanum A-

B-C-D, þar sem bætt hefur verið við + einkunn við B og C og þá má gefa stjörnumerkta einkunn

við lok grunnskólans (sjá töflu 14). Eins og áður hefur komið fram er ekki gert ráð fyrir að gefa

rafræna lokaeinkunn fyrir lykilhæfni við lok grunnskólans.

Að útbúa skipulag fyrir úrvinnslu á

niðurstöðum matsins

Hvernig bætum við verklag okkar við að

sameina viðmið og við að umskrá stig fyrir

lokaeinkunn nemenda?

Hvernig útskýrum við verklagið fyrir

nemendum? (hvernig staðið er að ákvörðun

um lokaeinkunn).

Hvernig útskýrum við þau viðmið sem lögð

eru til grundvallar í námsferlinu og hvernig

gerum við viðmið á afrakstri námsins

greinanleg? (Nemendum þarf að vera ljóst að

viðmið fyrir námsferlið og afrakstur námsins

eru jafnmikilvæg).

Page 21: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

21 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 14: Matsviðmið við lokamat við útskrift úr grunnskóla og þrep í framhaldsskólum

Matskvarði Viðmið um árangur Þrep í framhaldsskólum

A Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

2. þrep

B+ Mjög góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

2. þrep

B Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

2. þrep

C+ Nokkuð góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

1. þrep

C Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

1. þrep

D Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

1. þrep

Stjörnumerkt

A*- B*- C*- D*

Hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af einstaklingsnámskrá nemandans.

Lokið eða ólokið Hægt er að gefa lokið / ólokið í ákveðnum greinum en skilgreint í umsögn hvaða hæfni nemandinn hefur á valdi sínu.

Til að vitnisburður gefi nákvæmari upplýsingar um árangur nemenda er mikilvægt að flokka

hæfniviðmiðin og útbúa skýr matsviðmið (sjá dæmi í töflu 15). Námsmarkmið/hæfniviðmið og

viðfangsefni nemenda eiga að vera sönnun fyrir árangri nemenda. Matsaðferðir eiga ekki að

vera grunnur að einkunnagjöfinni, t.d. 50% próf, 20% verkefni, 5% sjálfsmat, 25% mat á

hópverkefni (sjá töflu 17). Verkefni nemenda á að flokka eftir því hversu vel nemendur hafa

tiltekna hæfni á valdi sínu (þekking, skilningur og leikni). Hægt er að útbúa matsverkefni/skrifleg

próf út frá sömu markmiðum/hæfniviðmiðum sem eru miskrefjandi fyrir nemendur t.d. að skipta

prófinu í þrjá hluta þar sem gerðar eru mismunandi kröfur um hæfni nemenda (sjá dæmi í töflu

16).

Mikilvægt er að hafa í huga að nemendur þurfa leiðsögn og stuðning áður en endaleg einkunn

er ákveðin og að hægt er að meta hæfni nemenda oftar en einu sinni. Eins og fram hefur komið

Page 22: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

22 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

þarf að gera ráð fyrir að framfarir séu vel aðgreindar í vitnisburði. Með hliðsjón af því er ekki

nauðsynlegt að safna öllum niðurstöðum úr mati annarinnar fyrir lokaeinkunn, gefa núll fyrir

það sem ekki var klárað og taka meðaltal af öllu saman. Í lokaeinkunn á skoða matsgögn

(niðurstöður úr lokamati) og matsviðmið.

Tafla 15. Dæmi um undirbúning og gerð samræmdra könnunarprófa

Flokkun matsviðmiða fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku – matskvarði (A-B-C-D).

http://namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/haefnisvidmid/upplysingar_isl.pdf

Við að skipuleggja og útbúa skriflegt próf

http://namsmat.is/vefur/samr_prof/grunnskolar/haefnisvidmid/hafnisvidmid_sta_einfalt.html

Tafla 16. Dæmi um hæfnistig – samræmd próf

Viðmið og gildi fyrir samræmd próf í ensku

2.0 3.0 4.0

Hæfnistig C Hæfnistig B Hæfnistig A

Nemandi þarf að lágmarki að: Nemandi þarf að lágmarki að: Nemandi þarf að lágmarki að:

geta lesið stutta texta með grunnorðaforða daglegs máls

ráða við einfaldan orðaforða og geta lesið sér til gagns stutta einfalda texta og fundið í þeim afmarkaðar upplýsingar

hafa nægan orðaforða til að geta lesið almenna texta um margvísleg málefni,

skilja megininntak þeirra og geta fundið aðalatriðin í þeim

hafa góðan orðaforða og geta lesið almenna og sérhæfðari texta af ólíkum toga, svo sem fræðilegt efni

geta lýst atburðarás í rituðu máli og stuðst við einfaldan orðaforða

geta beitt reglum um málnotkun sæmilega rétt

geta skrifað einfaldan texta á hnökralitlu máli þar sem grunnreglum um málnotkun og uppbyggingu texta er að mestu leyti fylgt

skilja hugtök í textanum og gera sér grein fyrir helstu niðurstöðum

geta skrifað lipran samfelldan texta og fylgt helstu reglum um málnotkun

geta nýtt orðaforða sem unnið hefur verið með

sýna góð tök á orðaforða og vald á tengiorðum

hafa gott vald á uppbyggingu og samhengi

Viðmið í prófi sem skipt er í þrjá hluta

1. hluti 2. hluti 3. hluti

Í fyrsta hluta 8–10 fjölvalsspurningar og/eða einfaldar opnar spurningar sem beina sjónum að meginatriðum í námsefni nemenda.

Í öðrum hluta 4–5 opnar spurningar sem gera þá kröfu til nemenda að útskýra meginatriði úr námsefninu eða gefa dæmi, atriði sem reyna á skilning nemenda.

Í þriðja hluta 1–2 opnar spurningar sem gera kröfu um beitingu, ályktun og mat, atriði sem sýna hvort nemandi hafi hæfni umfram væntingar.

Page 23: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

23 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 17: Hefðbundnar – hæfnimiðaðar einkunnir

Hefðbundin einkunnakerfi Hæfnimiðað einkunnakerfi

Byggt á matsaðferðum s.s. skyndiprófum, prófum, heimavinnu, verkefnum o.s.frv. Ein færsla skráð pr. mat.

Byggt á námsmarkmiðum og/eða viðmiðum um árangur. Ein færsla fyrir hvert matsviðmið/ námsmarkmið.

Mat byggist á prósentuútreikningi. Viðmið um árangur eru óljós.

Hæfni nemenda er viðmiðið. Viðmið og markmið eru aðgengilegar nemendum frá upphafi námsins.

Notaðar eru ólíkar matsaðferðir, s.s. skil á verkefnum, aukaverkefni, viðleitni nemenda og hegðun, sem hefur áhrif á lokaeinkunn.

Mæling á námsárangri og aðgreining á öðrum þáttum (lykilhæfni nemenda) t.d. viðleitni, hegðun. Ekki er refsað fyrir að skila verkefnum of seint eða gefið stig fyrir aukavinnu.

Allar niðurstöður settar í eina einkunn - óháð tilgangi matsins.

Val á matsaðferðum (próf, verkefni, o.s.frv.) tekur mið af tilgangi matsins.

Gefin stig alveg óháð því hvenær matið fór fram. Tekið meðaltal af öllu mati – ekki einungis bestu niðurstöðum.

Við lokaeinkunnagjöf er áhersla á nýjustu gögnin, þ.e. áhersla á námsframvindu nemandans.

Á vitnisburði nemenda á yngsta stigi er oftast áhersla á umsagnir sem taka mið af framförum

nemenda og stöðu þeirra við lok anna. Á miðstigi er hins vegar meiri áhersla á tákn

(tölur/bókstafi) og/eða umsagnir (sjá dæmi í töflu 18). Við lok grunnskólans ber kennurum að

taka mið af lokamatsviðmiðum aðalnámskrár/matskvarða A-B-C-D.

Tafla 18: Viðmið fyrir vitnisburð á miðstigi. Íslenska – málfræði

Hæfni og frammistaða

Umsögn

FÁ Framúrskarandi árangur

Þú hefur náð mjög góðum tökum á þeim þáttum íslenskunnar sem við höfum unnið með í vetur, fyrirmyndarmálsgrein, nafnorð, sérnöfn, sagnorð og lýsingarorð og getur af öryggi notað þá við lausn verkefna.

GÁ Góður árangur Þú hefur náð góðum tökum á þeim þáttum íslenskunnar sem við höfum unnið með í vetur, fyrirmyndarmálsgrein, nafnorð, sérnöfn, sagnorð og lýsingarorð og getur notað þá við lausn verkefna.

SÁ Sæmilegur árangur

Þú hefur náð sæmilegum tökum á þeim þáttum íslenskunnar sem við höfum unnið með í vetur, fyrirmyndarmálsgrein, nafnorð, sérnöfn, sagnorð og lýsingarorð og getur með aðstoð notað þá við lausn verkefna.

ÞÞ Þarfnast þjálfunar

Einstaklingsmiðuð umsögn: Þú hefur náð …

Page 24: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

24 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Norðurlönd

Á Norðurlöndunum er einungis gefin lokaeinkunn í elstu árgöngum grunnskólans, t.d. í Noregi

er gefin einkunn á töluskalanum (1–6) í 8.–10. bekk og í Svíþjóð eru gefnir bókstafir (A–F) í

7.–10. bekk (sjá töflu 19). Aðrir árgangar fá sitt mat í formi umsagna. Þar er gerður skýr

greinarmunur á mati í námsferlinu (stöðugt mat/leiðsagnarmat) og lokamati. Einkunnir á

elsta stigi eru einungis skráðar við lok anna eða við lok grunnskólans. Bæði Norðmenn og

Svíar gera greinamun á annarmati (haust og að vori) og á mati við lok grunnskólans. Þeir

telja að annarmat sé hluti af námsferlinu og að nemendur á elsta stigi eigi að fá einkunnir og

umsagnir við lok anna. Annað gildir um lokamat sem fer fram við lok grunnskólans og þá er

hverjum bókstaf gefið tiltekið gildi. Í Svíþjóð er gildi bókstafa: A 20 stig, B er 17,5, C er 15, D

er 12,5, E er 10 og F er 0 stig (sjá dæmi í töflu 19). Þeir nota sama skala í framhaldsskólum

en síðasti bókstafurinn F dettur út. Í töflum 16 og 19 má sjá það gildi sem rætt er um að

bókstafirnir í íslenska kerfinu skulu hafa, þ.e. 4.0-3.0-2.0 og +bókstafirnir hafa gildin 3.75 og

2.75. Þessi stig verða notuð við inngöngu í framhaldsskóla og af menntamálastofnun.

Tafla 19: Tákn, gildi og lokamat – Norðurlönd

Aðalnámskrá grunnskóla

Bókstafir í lokaeinkunn

eru:

Gildi Ísland

Tölustafir Noregur

Bókstafir Svíþjóð

Viðmið Svíþjóð

Gildi Svíþjóð

A 4.0 6 A Uppfyllir öll matsviðmið

fyrir A 20

B+ 3.75 5 B Uppfyllir matsviðmið fyrir

C og hluta af A 17,5

B 3.0 4 C Uppfyllir öll matsviðmið

fyrir C 15

C+ 2.75 3 D Uppfyllir matsviðmið fyrir

E og hluta af C 12,5

C 2.0 2 E Uppfyllir öll matsviðmið

fyrir E 10

D 0.0 1 F Uppfyllir ekki matsviðmið

fyrir E 0

Ef íslenskir skólar nota sænsku viðmiðin þá má gera ráð fyrir að nemandi sem fær B+ hafi

uppfyllt öll viðmið í B og hluta af A. Þá fái nemandi sem uppfyllir öll viðmið í C og hluta af

B fái C+ í lokaeinkunn. Nemendur geta fengið sömu einkunn þrátt fyrir að þeir uppfylli ekki

nákvæmlega sömu viðmið við lokamat (sjá dæmi í töflu 20).

Page 25: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

25 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 20: Lokamat í íslensku ef miðað er við sænsk viðmið – dæmi um einkunn B+ og C+

A

B

C

Nemandi 1

A

B

C

Nemandi 2 Nemandi 3

Íslenska – matsþættir

Nemandi 4

Íslenska – námsþættir sbr. aðalnámskrá

Talað mál, hlustun og áhorf

Lestur og bókmenntir

Ritun

Málfræði

*

D

C

C+

B

B+

A

A

B

C

Talað mál, hlustun og áhorf

Lesfimi

Lesskilningur

Bókmenntir I

Bókmenntir II

Ritun I

Ritun II

Málfræði

A

B

C

Page 26: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

26 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Bandaríkin

Að mati R. J. Marzano sem er bandarískur

námsmatssérfræðingur á ekki að gefa bókstafaeinkunnir A-

B-C-D á yngsta stigi eða miðstigi. Hann leggur áherslu á að

bókstafirnir séu notaðir við annar– og lokamat elstu árganga

í grunnskólum og í framhaldsskólum. Við hæfnimiðaða

einkunnagjöf bendir hann á tvær leiðir þ.e. standard based

grading – standard referenced grading. Fyrri leiðin leggur

megináherslu á einstaklingsmiðað nám og leiðsagnarmat,

þ.e. framfarir og árangur hvers nemanda óháð árgangi en

áhersla í seinni er á samanburð og árangur nemenda í

tilteknum árgangi.

4 þrepa kvarði Marzano (sjá töflu 21–22) virðist vera orðin

nokkuð algengur í bandarískum skólum. Þar eru skráð þrep

sem eiga að sýna þekkingu, skilning og leikni nemandans á

4 þrepa kvarða (framúrskarandi, á góðri leið, ásættanlegur,

þarfnast þjálfunar). Skor á 3.0 og 4.0 sýnir að nemandi hafi

náð viðmiðum en skor á 1.0 og 2.0 að hann uppfylli ekki

viðmiðin. Þetta eru viðmið sem notuð eru í námsferlinu og

sýna námsframfarir nemenda. Nemandi byrjar t.d. á þrepi

2.0 og er líður á önnina kemst hann hugsanlega á næsta

þrep á kvarðanum. Gefið er fyrir námsþætti (sbr. í töflu 20

þar sem er gefið fyrir 8 matsþætti en í aðalnámskránni eru

4 námsþættir í íslensku) og lokaeinkunn ekki gefin fyrr en í

lok annar. Marzano bendir á að margir kennarar vilji gjarnan hafa kvarðann nákvæmari og

bæta inn í hann 0.5 þegar þeir eru að meta viðfangsefni nemenda sinna. Væntingar um

námsframmistöðu nemenda í tilteknum árgangi er ávallt skráð á 3.0.

Tafla 21: Marzano 4 þrepa kvarði – við mat á markmiðum/viðmiðum/viðfangsefnum nemenda

0 1.0 2.0 3.0 4.0

Þrátt fyrir aðstoð, enginn eða lítill skilningur eða færni.

Með aðstoð er einhver skilningur á einstaka þáttum og einföldum atriðum.

Fáar skekkjur, á einföldum þáttum en mun fleiri ef um flóknari þætti er að ræða.

Fáar eða engar skekkjur á því sem kennt var.

Skilningur og færni umfram væntingar.

0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 4

Page 27: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

27 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Tafla 22: Ákvörðun við mat: Að breyta þrepum á kvarða í bókstaf – sbr. Marzano

Þrep á kvarða

4 þrepa kvarði

Viðmið Marzano

Hugtök

Viðmið um árangur á lokamati

4.0 Að minnsta kosti meira en helmingur er á 4

þrepi og afgangur á 3.

Framúrskarandi hæfni.

Einkunn sem sýnir frammistöðu umfram

væntingar, frammistaða mjög stöðug og sýnir ávallt sjálfstæði í námi.

3.5 ¾ er á 4 eða 3 þrepi og afgangur er ekki lægri

en 2.

Mjög góð hæfni.

3.0 Að minnsta kosti meira en 1/3 á 3 eða 4 þrepi og rúmlega helmingur

ekki lægra en 2.

Góð hæfni. Einkunn sem sýnir að frammistaða er samkvæmt væntingum, sýnir færni í

námsefninu og er vandvirkur. Frammistaða stöðug og sýnir sjálfstæði í námi.

2.5 Að minnsta kosti helmingur er á 2 þrepi

eða yfir.

Nokkuð góð hæfni.

2.0 Meira en helmingur er á 2 þrepi og afgangur

er undir.

Ásættanleg hæfni.

Einkunn sem sýnir að með aðstoð er

væntingum náð, nær ekki alltaf þeirri færni sem stefnt er að. Þarf stuðning í námi.

1.0 Meira en helmingur er á 1 þrepi eða undir …

eða ófullnægjandi gögn er um að ræða.

Þarfnast þjálfunar.

Einkunn sem sýnir óviðunandi árangur

og/eða ófullnægjandi sannanir/gögn. Þegar nemandi nær ekki þeirri færni sem að er

stefnt og viðmiðum árgangsins.

0 Einstaklingsmat.

Að mati námsmatsfræðinga er 100% kvarðinn ekki nægjanleg góð vísbending um hæfni

nemenda og telja að notkun á slíkum mælikvarða ósanngjarna gagnvart nemendum. Með því

að hafa minni jafnbilakvarða og flokka betur námsþætti/ inntaksþætti námssviðs/ námsgreina

– fáist nákvæmari og áreiðanlegri niðurstöður enn fremur stöðug og skýr viðmið fyrir hvern

árgang.

Markmið með hæfnimiðuðum einkunnum er að veita kennara, nemanda og foreldrum/

forráðamönnum eins nákvæma mynd og hægt er af námi nemandans og að skapa umræðu

um hvernig nemandinn getur náð sem bestum árangri. Nám er ferli sem á sér stað yfir lengri

tíma, við hvert mat þarf að gefa nemandanum lýsandi endurgjöf, hvernig hann geti bætt sig og

hvað hann á að gera næst og/eða leyfa nemandanum að endurtaka matið. Ef nýtt mat sýnir

meiri hæfni, eru gefið nýtt mat í stað þess gamla. Markmið skólans á að vera að gefa eins

nákvæmar, samræmdar einkunnir og að vitnisburður nemenda sé leiðbeinandi og styðji nám.

Þá er mikilvægt að einkunn nemenda byggi einungis á námsþáttum en ekki vinnulagi eða

viðhorfum hans. Það eru þó þættir sem skipta máli og mikilvægt að gefa sérstaklega fyrir.

Page 28: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

28 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Heimildaskrá:

Arter, J. A. og McTighe, J. (2001). Scoring rubriscs in the classroom: Using performance

criteria for assessing and improving student performance. Thousand Oaks: Corwin Press.

Erna Ingibjörg Pálsdóttir. (2011). Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum

að nemendur læri. Reykjavik: IÐNÚ.

Guskey, T. R. og Bailey, J. M. (2001). Developing grading and reporting systems for students

learning. Thousand Oaks: Corwin Press.

Guskey, T. R. (2009). Practical solutions for serious problems in standard based grading.

Thousand Oaks: Corwin Press.

Heflebower, T., Hoegh, J. K. og Warrick, P. (2014). A school leader´s guide to standard

based grading. Bloomington: Marzano Research.

María Steingrímsdóttir (2011). Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Reykjavik: Uppeldi og menntun,

20(2), 153–157. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5691002

Menntamálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. Reykjavík:

Menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðuneytið. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla. Greinasvið. Reykjavík:

Menntamálaráðuneytið.

Menntamálastofnun. Vefur um námsmat. http://vefir.nams.is/namsmat/haefnieinkunn.html

O´Connor, K. (2007). A repair kit for grading: 15 fixes for broken grades. Portland:

Educational Testing Service.

Marzano, R. J. (2010). Formative assessment and standard based grading. The classroom

strategies series. Bloomington. Marzano Research.

Skolverket. Sótt af netinu: http://www.skolverket.se/bedomning

Stiggins R. J., Arter, J. A., Chappuis, J. og Chappuis, S. (2006). Classroom assessment for

student learning: Doing it right – using it well. Educational Testing Service. Princeton: New

Jersey.

Vurdering. Sótt af netinu: http://www.udir.no/Vurdering-for-laring/

Page 29: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

29 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Myndbönd - vefslóðir:

Hæfnimiðuð einkunn – Standard based grading – Bandaríkin

https://www.youtube.com/watch?v=TJBGQ7_LSVA

Endurmat

https://www.youtube.com/watch?v=TM-3PFfIfvI

Að skila verkefnum of seint

https://www.youtube.com/watch?v=FHeij2Zfil4

Vitnisburður

https://www.youtube.com/watch?v=NC7ZI8zr_Mk

Útskýring fyrir foreldra

https://www.youtube.com/watch?v=GUdILvlXiYI

Leiðsagnarmat og hæfnimiðaðar einkunnir.

https://www.youtube.com/watch?v=TPqGjHQ-WpI&noredirect=1

Hæfnimiðuð einkunnagjöf í Svíþjóð

https://www.youtube.com/watch?v=MOKqtoy6UP4

Algengur misskilningur A-F (sænskt myndband)

https://www.youtube.com/watch?v=rs78xgvrlZA

Að komast af stað …

https://www.youtube.com/watch?v=bn_2mMyoPI4

Page 30: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

30 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Viðauki

a. Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga:

Við einkunnargjöf:

1. Að umbreyta ekki þrepum á kvarða í lokaeinkunn nema að markmið/hæfniviðmið viðkomandi verkefnis/prófs sé ætlað til lokamats.

2. Að útbúa töflu (e. decision rules) til að nota við ákvörðun um væntanlega útkomu. 3. Að ef kennari ætlar að nota þrep úr kvarða þarf hann að safna gögnum yfir lengri tíma

og muna að skipta út eldri gögnum fyrir ný – nota nýjustu gögnin. 4. Að nota töfluna til að umbreyta mati á gögnum á sama skala. Gildi á kvarða má ekki

rugla við prósentueinkunnir – B þýðir ekki að nemandi hafi skilið 75% af inntakinu.

Tilgangur matsins:

• að stöðumat – er mat á fyrri þekkingu, hæfni, viðhorfi

• að leiðsagnarmat – er mat á meðan á kennslu stendur

• að lokamat – er mat eftir að kennslu lýkur

Við upphaf hverrar annar:

að brjóta niður hæfniviðmið í minni einingar - námsmarkmið og viðmið um árangur sem hægt er að nota í gátlista, mats- og/eða sóknarkvarða

að nota fjölbreyttar matsaðferðir sem eru í samræmi við hæfniviðmið/námsmarkmið

að byggja einkunn á matsgögnum sem sýna hvort nemandinn hafi náð þeirri hæfni sem að var stefnt

Annað:

að nota faglega dómgreind

að það er eitthvað rangt ef stöðugleiki er ekki í mati nemandans

að ekki er hægt að treysta 100% kvarða

að treysta ekki á eitt mat. Meta þarf hæfni nemandans oftar en einu sinni

að jafnvel besta kennaramat hefur áreiðanleika 0.45. sem þýðir 12% skekkjumörk

að það er mikil fjölbreytni hvaða merkingu einkunn hefur í huga fólks og hvernig kennarar ákveða lokamat – einkunnagjöfina

að samvinna er mikilvæg við að flokka, greina, túlka og ákveða lokamatið

að kynna fyrir nemendum og foreldrum hvernig þetta er frábrugðið og hvað það þýðir

A er ekki sama og 9,5–10 eða prósentuútreikningur á matsaðferð

að skoða vel hæfniviðmið og matsviðmið – samræmd viðmið

að Endurmat er leið til að sýna nemendum framfarir þeirra í náminu og er stuðningur við námið, þá kemur nýtt mat í stað eldri mats

að ef nemandi hefur ekki lokið við nauðsynlegt mat til að hægt sé að gefa honum lokaeinkunn s.s. vegna fjarvista eða annarra þátta getur kennari skráð ólokið. ÓL stendur fyrir „ekki lokið“ Þegar nemandi hefur lokið mati fær hann lokaeinkunn

Page 31: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

31 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

b. Matsaðferðir

Matsaðferðir Kostir Gallar

Skrifleg próf og kannanir

Sýna hvað nemendur vita eða geta.

Ódýr og fljótleg leið.

Auðvelt að meta flest þau markmið sem sett eru.

Einfalt að gefa fyrir (einkunn).

Hlutlægt mat.

Auðvelt að koma í veg fyrir ritstuld og

svindl.

Auðveldar samanburð milli nemenda.

Gefa ekki lýsandi endurgjöf.

Styðja við yfirborðsnám.

Geta sýnt hæfni nemenda við að taka próf frekar en námshæfni þeirra.

Getur reynst kennurum vandasamt að útbúa gott próf.

Geta sýnt einungis yfirborðsþekkingu nemenda.

Nemendur geta tekið próf án þess að vita hvað það á að mæla.

Skriflegar úrlausnir (ritunar-verkefni)

Auðvelda nemendum að sýna hvað þeir geta og að tjá sig skriflega.

Endurspegla skilning og hæfni nemenda.

Æfir nemendur að skrifa á gagnrýninn

hátt.

Einfalt og fljótlegt fyrir kennara að útbúa.

Taka ekki til allra markmiða.

Tekur kennara drjúgan tíma að leggja mat á úrlausnir nemenda.

Getur verið huglægt, þ.e. að tveir kennarar fá ekki sömu niðurstöðu þegar þeir fara yfir.

Henta síður nemendum sem eiga í erfiðleikum með að skrifa.

Nemendum er ekki alltaf ljóst á hvaða þáttum matið er byggt og hver viðmiðin eru.

Tekur nemendur langan tíma að skrifa.

Munnleg próf Sýnir hvað nemendur vita eða geta.

Gefur nemendum færi á að sýna hæfni

sína munnlega.

Próftaka tekur langan tíma.

Krefst mannafla.

Prófdómari getur haft áhrif á niðurstöður.

Getur verið stressandi fyrir einstaka nemanda.

Frammi-stöðumat

Nemendur geta sýnt færni sína á fjölbreyttan hátt.

Mat á frammistöðu nemenda gefur færi á sjálfs- og jafningjamati.

Við mat á afrakstri nemenda er auðvelt að fylgjast með nemendum yfir lengra tímabil.

Tekur tíma og matið getur verið flókið.

Kennarar verða að hafa skýr viðmið í sóknarkvarða.

Krefst góðs undirbúnings, skipulags og samstarfs kennara ef vanda á til verka.

Hópverkefni

Fjölbreytt verkefni sem sýna getu nemenda til að vinna með öðrum.

Gefur færi á sjálfs- og jafningjamati.

Erfitt að gefa einkunn og vera sanngjarn.

Matið getur sýnt færni hópsins en ekki hvers nemanda.

Getur verið flókið að leggja mat á fjölbreytt verkefni.

Erfitt að meta samskipti nemenda.

Kynningar/ sýningar nemenda

Gefur nemendum tækifæri til að tjá sig eða sýna hæfni sína í verki.

Einfalt að meta lykilhæfni nemenda.

Nemendur eiga gott með að sjá hvað þeir eiga að vita og gera þ.e. ef þeir vita hver viðmiðin eru.

Erfitt fyrir nemendur sem eiga í erfiðleikum með nám.

Tekur tíma að meta.

Heimavinna

Fjölbreytt verkefni sem sýna skilning nemenda. Nemendur fá mismunandi aðstoð heima fyrir.

Rannsóknar-verkefni/ skýrslugerð

Geta sýnt færni nemenda.

Auðvelt að samþætta námið.

Tekur tíma að meta og gefa einkunn.

Ekki auðvelt að meta fjölbreytta þætti.

Ritstuldur getur átt sér stað.

Page 32: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

32 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

Gefa nemendum færi á að sýna hvernig þeir eru að læra.

Auðvelt að fylgjast með og meta í námsferlinu og einnig við lok viðfangsefnis.

Vettvangs-könnun

Auðvelt að fylgjast með nemendum að störfum.

Auðveldar kennara að skoða frammistöðu nemenda.

Auðveldar kennara að skoða lykilhæfni nemenda.

Tekur tíma að fylgjast skipulega með öllum nemendum.

Gátlistar

Auðvelt að meta ýmsa lykilhæfni eins og samvinnu, tjáningu eða hvernig nemendur takast á við viðfangsefnið.

Einfalt að meta frammistöðu nemenda.

Einfalt að gera nemendum grein fyrir hvað er verið að meta.

Gefur upp frekar einhæfa mynd af hæfni nemenda.

Endurgjöf er annað hvort : já eða nei.

Lýsa ekki gæðum verka nemenda nema að litlu leyti.

Tekur tíma að fylgjast skipulega með öllum nemendum.

Mats- eða sóknarkvarðar

Upplýsa kennara um þá færniþætti sem leitað er eftir í frammistöðu eða afrakstri nemenda.

Upplýsa kennara hvort eða hversu vel nemendur hafa náð markmiðum og hversu vel viðfangsefni þeirra er unnið.

Gera nemendum grein fyrir til hvers er ætlast – sjá hver viðmiðin eru.

Einfaldari endurgjöf til nemenda.

Kennarar hafa ákveðin viðmið í einkunnagjöf.

Auðveldar nemendum að skilja hvað þeir gera vel og hvað þeir þurfa að bæta.

Getur tekið langan tíma að útbúa.

Krefst góðs undirbúnings, skipulags og endurmats.

Viðmið geta verið óskýr.

Tekur tíma að læra að nota þá.

Námsmappa Upplýsir um gæði verka nemenda.

Er góð heimild um námsferlið eða afrakstur námsins.

Er markviss skráning á vinnu nemenda, árangri þeirra og þroska.

Gögn í möppunni veitir innsýn í nám nemenda.

Tekur tíma að safna gögnum og meta.

Erfitt að gefa einkunn fyrir fjölbreytileg gögn - ekki auðvelt að gera matið mælanlegt.

Mikið magn af gögnum.

Leiðarbækur Sýna ígrundun nemenda um það hvernig þeim miðar í náminu og hvað þeir þurfa að gera betur næst.

Upplýsa kennara um námsgengi og skilning nemenda.

Tekur tíma fyrir nemendur að skrá.

Krefst tíma og eftirfylgni kennara.

Sjálfsmat Nemendur geta betur skilið hvað þarf til að ná árangri.

Upplýsir kennara og gefur honum færi á að öðlast skilning á námsferlinu.

Getur reynst sumum nemendum erfitt að leggja mat á fjölbreytt gögn.

Nemendur þarfnast talsverðrar þjálfunar.

Jafningjamat Nemendur geta metið framlag, frammistöðu eða verk annarra,

Nemendur geta hjálpað öðrum að gera betur og skiptast á skoðunum.

Upplýsir kennara um samvinnu og samskipti nemenda.

Getur reynst sumum nemendum erfitt að leggja mat á fjölbreytt gögn.

Nemendur þarfnast talsverðrar þjálfunar.

Page 33: Lokamat - alftanesskoli.is€¦ · 3 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016 Inngangur Hefti

33 Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri.

Lokamat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir, 2016

c. Dæmi um áætlun í talað mál, hlustun og áhorf, íslenska 10. bekk

Hæfniviðmið Aðalnámskrá grunnskóla

Íslenska

Matskvarði A–B–C–D

Talað mál, hlustun og áhorf TMÁ 1-6

Matsaðferðir:

Áhersluatriði

Námsmarkmið

Viðmið um árangur

Lokaeinkunn

Lýsing á

matsviðmiðum B

Nemandi getur: flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu, tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda og samskiptamiðli á fjölbreyttan hátt, m.a. með leikrænni tjáningu nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar, einnig notið myndefnis, upplestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrir skoðun sinni á viðkomandi efni nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi

Munnleg próf Frammistöðu-mat:

mat á framsögn

mat á hlustun

mat á notkun heimilda og gagna

Viðmið í hlustun, samræðum og tjáningu bls. 90

Dæmi um 4 stiga/þrepa

kvarða: bls. 186-187. Kynning:

undirbúningur og skipulag

efnisþættir

gögn

upplestur

áhugi og athygli

fyrirmæli bls. 197. Framsögn – ljóðalestur:

lestur og áherslur

raddstyrkur

líkamsstaða

hlustun bls. 205. Viðtal:

undirbúningur

form

efni viðtals

Framsögn og hlustun. Skipulag og notkun gagna og upplýsinga. Greining og mat.

Leiðir: Viðfangsefni

nemanda

Munnleg kynning t.d. á glæpasögu, sjónvarpsþætti o.s.frv. Framsögn, mismunandi bókmenntatexti og/eða upplestur á ljóði. Munnlegur og skriflegur rökstuðningur (ritun). Viðtal (samræður) og skriflegar niðurstöður (ritun). Samræður.

Ég get tjáð mig skýrt og áheyrilega. Ég get náð góðum tengslum við áhorfendur. Ég geri mér grein fyrir gildi góðrar framsagnar. Ég get gert grein fyrir skoðunum mínum og rökstutt þær. Ég get hlustað af athygli og sýnt viðeigandi kurteisi. Ég get tekið þátt í samræðum og rökræðum. Ég get hlustað á gagnrýninn hátt á ýmiss konar fjölmiðlaefni. Ég get nýtt mér margs konar fræðslu og skemmtiefni.

Sbr. kvarða í töflu er lokaeinkunn í talað mál, hlustun og áhorf: B+ (sænsk viðmið) eða þrep í Marzano kvarða ¾ er á 3. og 4. og afgangur á 2 þrepi. Lokaeinkunn B+

Matsþættir í lokamati; hafa

allir námsþættir sama vægi eða hafa öll

markmið/hæfni-viðmið sama

vægi? Hversu stór þáttur er talað mál, hlustun og áhorf í íslenskunámi nemenda? Hversu stór þáttur er lestur og bókmenntir? Hversu stór þáttur er ritun? Hversu stór þáttur er málfræði?

Nemandi getur: flutt mál sitt skýrt og áheyrilega með blæbrigðum og áherslum sem hæfa efni og tilefni Hlustað og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks, skemmtunar og sem heimildir í vinnu, og notið myndefnis, leikins efnis, tónlistar og sett fram rökstutt mat á viðkomandi efni

Önnur matsviðmið í íslensku eru:

Lestur og bókmenntir Lesið almennan texta, með góðum skilningi og túlkun á efni þeirra, fjallað um íslenskar og erlendar bókmenntir og gert góða grein fyrir gildi bókmennta í menningu þjóðarinnar Ritun Beitt skipulegum og góðum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar á skýran hátt Málfræði Beitt málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess