listin að lifa - 1. tbl. 2016

32
L ISTIN SUMAR 2016 Tímarit Landssambands eldri borgara á Íslandi leb.is Ný skipan lífeyrismála Formaður LEB um kjaramálin Réttindagæsla aldraðra FEBS 25 ára LIFA

Upload: soekkolfur-ehf

Post on 28-Jul-2016

273 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Ritstjóri: Jóhannes Bjarni Guðmundsson. Útgefandi: Sökkólfur ehf.

TRANSCRIPT

Page 1: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

LISTINAÐS U M A R 2 0 1 6

Tímarit Landssambands eldri borgara á Íslandil e b . i s

Ný skipan lífeyrismálaFormaður LEB um kjaramálin

Réttindagæsla aldraðraFEBS 25 ára

LIFA

Page 2: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í CHICAGOVerð frá 38.200*

kr.

Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

+ Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur

Njóttu hverrar mínútuÞú þarft ekki að flýta þér með pönnupizzuna eða rjúka á milli búða á Michigan Avenue. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Rölta meðfram Lake Michigan eða kíkja á sýningu í The Goodman Theatre. Spegla þig í Bauninni, Cloud Gate, staldra við og litast um. Eyða heilum degi í The Museum Park. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

Page 3: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

3

Bætt lýðheilsa ....................................................... 4

Til bóta fyrir lífeyrisþega að mati LEB ............ 5

Félag eldri borgara á Suðurnesjum 25 ára ....... 8

Samband norrænna eldri borgara funda í Keflavík ...............................................................10

Öldungaráð lögfest? ..........................................11

Hefur hugsun áhrif á heilsu? ..........................12

Breytt greiðslufyrirkomulag á öldrunarstofn-unum? ................................................................12

Hvernig er að vera eldri borgari á Akureyri? .14

Umboðmaður aldraðra og réttindagæsla .......15

Samkomulag um samstarf LEB og RKÍ ......15

Fræðsluhornið ...................................................16

Næsta Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði ..........18

Veikindi og ökuhæfni ........................................19

Áætlun heilbrigðisráherra vonbrigði ..............20

Upplýsingavefur um öldrun og aldraða .........20

Forsætisráðherra líst vel á tillögurnar .............22

Hvernig er að vera eldri borgari á Ísafirði? ...22

Formannafundur LEB: .....................................22

Nýjung hjá Strætó ............................................23

Krossgáta ............................................................24

Vísnaskrínið .......................................................26

Hver er áhættan við að ávaxta sparnað? ........28

Kjaraumræðan má ekki yfirskyggja allt ..........29

AlmannatryggingarNefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar, sem skipuð var í nóvember 2013, skilaði skýrslu og tillögum í febrúar. Núverandi líf-eyriskerfi almannatrygginga hefur ekki mikið breyst á þessari öld, heldur verið í raun stagbætt og er orðið svo flókið með allar sínar skerðingar og frítekjumörk að nánast er ógerlegt að skilja það nema fyrir örfáa sér-fræðinga. Það hefur því verið sterk krafa að einfalda kerfið og gera það skiljanlegra, en laga það jafnframt að þörfum framtíðarinnar. Helstu til-lögur nefndarinnar varðandi aldraða eru þessar:1. Lífeyriskerfi almannatrygginga er einfaldað með því að sameina

grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn flokk lífeyris sem nefnist ellilífeyrir.

2. Einstaklingur haldi alltaf 55% af tekjum sínum svo sem lífeyris-, at-vinnu- eða fjármagnstekjum. Þar með er bundinn endir á að skerðing lífeyris almannatrygginga geti verið 100% eða króna á móti krónu og verði aldrei meiri en 45%.

3. Valkostum aldraðra er fjölgað og sveigjanleiki aukinn þannig að einstak-lingar geti hafið lífeyristöku frá 65 ára aldri eða frestað lífeyristöku til átt-ræðs auk þess að einstaklingur geti verið í hlutastarfi og tekið hlutalífeyri.

4. Réttindakerfi almennra lífeyrissjóða og almannatrygginga verði sam-ræmt þannig að hver einstaklingur geti með einföldum hætti notið réttinda sinna í báðum kerfum.

5. Lífeyrisaldur verði hækkaður í skrefum frá 67 ára aldri til 70 ára aldurs á 24 árum en slík breyting er í takti við aukinn lífaldur og betra heilsu-far landsmanna. Einstakir hópar kunna þó að þurfa sértæk úrræði til dæmis vegna slits eða erfiðisvinnu.

Enginn nær öllu fram í svona nefndarstarfi ef niðurstaða á að nást. Bærileg samstaða náðist í nefndinni um málefni aldraðra. Svo var ekki um málefni öryrkja enda var þar verið að ræða kerfisbreytingu; upptöku starfsgetumats í stað örorkumats. Eins og kemur fram í bókun okkar með nefndarálitinu hefðum við viljað sjá frítekjumark vegna atvinnutekna og lægri skerðingarprósentu en 45%. Einnig hefur breytt lífeyriskerfi í för með sér að aldraður sem hefur tæpa hálfa milljón á mánuði í tekjur svo sem lífeyris-, atvinnu- eða fjármagnstekjur fær ekki til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum enda hlutverk þeirra að tryggja hag þeirra sem verr eru settir.

Vinna við að semja frumvarp í anda þeirra breytinga sem lagðar eru til í skýrslunni mun hafin í velferðarráðuneytinu og í því ferli fer frum-varpið í kostnaðarmat til fjármálaráðuneytisins. Samhliða þurfa stjórnar-flokkarnir að ná samkomulagi um hvernig á að fjármagna kostnaðarauka vegna tillagnanna. Þá er eftir að leggja frumvarpið fyrir ríkisstjórn og samþykki hún það fer það inn í þingflokka stjórnarliða og þaðan til af-greiðslu á Alþingi. Það liggur því ljóst fyrir að það þarf að ganga vel til þess að frumvarpið verði að lögum 1. janúar 2017 eins og nefndin hefur lagt til.

Eldri borgarar hafa engin réttindi umfram aðra landsmenn nema það sé markað í löggjöf. Tillögur nefndarinnar hafa í för með sér verulegar kjarabætur fyrir mjög marga, taka á ýmsum þeim agnúum sem hafa verið gagnrýndir, einfalda kerfið og gera það sveigjanlegra, skiljanlegra og þægilegra fyrir notendur. Landssamband eldri borgara mun fylgja málinu eftir af einurð og leggur ríka áherslu á að allt þetta ferli gangi hratt og örugglega fyrir sig.

Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, LEBJóna Valgerður Kristjánsdóttir, fulltrúi LEB í endurskoðunarnefnd almannatrygginga

Útgáfustjórn: Bryndís Steinþórsdóttir, [email protected]ólfur Eysteinsson, [email protected]étar Snær Hjartarson, [email protected] Ingibergsson, [email protected]óna Valgerður Kristjánsd. [email protected]ður Jónsson, [email protected]óri: Jóhannes Bj. Guðmundsson, [email protected]íðumynd: Dynjandi í Arnarfirði, ljósmynd: Arnar Bergur Guðjónsson.Auglýsingar: Sökkólfur ehf., [email protected] & útlit: Sökkólfur ehf., [email protected]: Ísafoldarprentsmiðja.Útgefandi: Landssamband eldri borgara,Sigtúni 42, 105 Reykjavík, [email protected]

Meðal efnis

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í CHICAGOVerð frá 38.200*

kr.

Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

+ Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur

Njóttu hverrar mínútuÞú þarft ekki að flýta þér með pönnupizzuna eða rjúka á milli búða á Michigan Avenue. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Rölta meðfram Lake Michigan eða kíkja á sýningu í The Goodman Theatre. Spegla þig í Bauninni, Cloud Gate, staldra við og litast um. Eyða heilum degi í The Museum Park. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

Leiðari

Page 4: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

4

Nú liggur fyrir Alþingi í 8. sinn tillaga um að koma á fót embætti umboðs-manns aldraðra. Slík mál hafa alltaf lognast út af í þinginu alveg frá árinu 1995 að það kom fyrst fram í þings-ályktunartillögu. Vonandi gerist það ekki einu sinni enn. Landssamband eldri borgara hefur árum saman ályktað um umboðsmann fyrir aldraða og á síðasta landsfundi einnig um að rétt-indagæslumenn þyrfti fyrir aldraða líkt og fyrir fatlað fólk.

Á ráðstefnu um ofbeldi gagnvart öldruðum sem Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara stóðu fyrir ásamt fleirum og haldin var 27. nóvember s.l. var m.a. mjög áhugavert erindi frá Kristjönu Sigmundsdóttur. Hún lýsti markmiðum laganna um rétt-indagæslu fatlaðs fólks, en lögin eru frá árinu 2011 og spurði: Er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra? Í dag eru átta rétt-indagæslumenn fatlaðs fólks á landinu og það hefur sýnt sig að mikil þörf er fyrir þá. Í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk segir m.a.: „Öllum er skylt að tilkynna til réttindagæslumanns ef þeir hafa ástæðu til að ætla að brotið sé á

rétti fatlaðs einstaklings.” Þetta á jafnt við um aðstandendur, þjónustuaðila og alla sem verða varir við slíkt. Enn fremur segir: „Réttindagæslumaður skal veita hinum fatlaða einstaklingi nauðsynlegan stuðning og kanna málið að höfðu samráði við hann. Hann að-stoðar hinn fatlaða einstakling við að

leita réttar síns miðað við atvik máls hverju sinni.“

Mér sýnist liggja ljóst fyrir að koma þarf á réttindagæslu fyrir aldraða. Allt of mörg dæmi höfum við um það að á þeim sé brotið, ekki síst ef þeir eru orðnir veikir og/eða vanmáttugir til að gæta réttar síns sjálfir.

Öll þjóðin veit að fjölgun í hópi aldr-aðra er staðreynd og þar með fjölgar þeim sem þurfa aðstoð samfélagsins. Margir aðstandendur aldraðra eru þeirra hjálparhellur, en hitt er líka til að aðstand-endur geri ekkert til hjálpar eða hafi ekki aðstöðu til þess sökum fjarlægðar eða annarra orsaka. Það er því löngu tíma-bært að koma á fót tiltækum úrræðum eins og umboðsmanni aldraðra og rétt-indagæslumönnum fyrir aldraða. Aldrað fólk á skilið fulla virðingu samfélagsins og stuðning okkar allra.

Það er löngu tímabært að mati Jónu Valgerðar að koma á fót umboðs-mannni aldraðra og réttindagæslumönnum fyrir eldri borgara. Margir aðstandendur eru þeirra hjálparhellur, en af ýmsum ástæðum geta eldri borgarar ekki alltaf treyst á að aðstandendur gæti þeirra hagsmuna.

Samkomulag um samstarf LEB og RKÍ Landssamband eldri borgara og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem miðar að því að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara, koma á samstarfi deilda Rauða krossins og félaga eldri borgara og efla sjálfboðaliðastarf eldri borgara hjá Rauða krossinum. Samstarfið felur í sér að Rauði krossinn tekur upp síma-þjónustu sem gengur út á að hringt sé á fyrirfram ákveðnum tíma í tiltekna einstaklinga sem eiga við félagslega einangrun eða einsemd að etja. Fyrsta skref í samstarfinu er tilraunaverkefni sem deild Rauða krossins í Kópavogi og Félag eldri borgara í Kópavogi standa að með þátttöku fulltrúa frá LEB og RKÍ. Sá lærdómur sem skapast í tilraunaverkefninu verður nýttur til að þróa þessa þjónustu og frekara sam-starf aðila.

EllimóðÞað hættulegasta sem maður getur gert er að lifa.

Það hefur enginn lifað það af svo vitað sé!

Haukur Ingibergsson formaður LEB og Sveinn Kristinsson formaður RKÍ undirrita samstarfssamning LEB og RKÍ.

Umboðsmaður aldraðra og réttindagæsla

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, varaformaður Öldrunarráðs Íslands.

Page 5: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

5

Einhverjar róttækustu breytingar á almannatryggingakerfinu frá upphafi, eru í farvatninu, ef tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga ná fram að ganga. Nefndin hélt sinn lokafund þann 10. febrúar á þessu ári og hefur skilað tillögum sínum til vel-ferðarráðherra. Var þá búið að halda 41 fund og auk þess marga fundi í undirnefndum. Nefndin var skipuð í nóvember árið 2013 og fékk það hlut-verk samkvæmt skipunarbréfi að ráð-ast í heildar endurskoðun laga um al-mannatryggingar og laga um félagslega aðstoð samkvæmt nánari skilgreiningu verkefna. Formaður nefndarinnar var skipaður Pétur Blöndal en hann lést 26. júní 2015. Varformanni nefndarinnar, Þorsteini Sæmundssyni var þá falin formennska í nefndinni. Í henni áttu 19 fulltrúar sæti ásamt starfsmönnum frá Tryggingastofnun og velferðaráðu-neytinu. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi formaður LEB hefur verið aðalfulltrúi sambandsins í nefndinni og Haukur Ingibergsson núverand for-maður hefur verið varamaður hennar. LEB styður þær breytingar sem lagðar eru til í niðurstöðu nefndarinnar og skrifuðu fulltrúar LEB undir tillögurnar því til staðfestu á lokafundinum þann 10. febrúar s.l. Um leið gerði LEB ákveðna bókun við niðurstöðu nefnd-arinnar til að árétta sín sjónarmið og er hún birt hér til hliðar.

Ekki náðist full samstaða og einhugur um niðurstöðurnar í þessari fjölmennu nefnd. Mikill meirihluti lýsti engu að síður yfir stuðningi við breytingarnar sem lagðar eru til og skilaði bókun um ýmis sératriði til áréttingar, líkt og LEB gerði. Öryrkjabandalag Íslands skrifaði aftur á móti ekki undir tillögurnar og skilaði séráliti. Einnig boðuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinn-ar græns framboðs, að þeir myndu ekki skrifa undir, en skila þess í stað bókun þar sem tekið er undir með öryrkjum. Fulltrúi Samfylkingar lýsti því þó jafn-framt yfir að hann styddi þær tillögur sem varða eldri borgara.

Jóna Valgerður gerði stjórn LEB

Nefnd um endurskoðun almannatrygginga lýkur störfum:

Til bóta fyrir lífeyrisþega að mati LEB

Sérstök bókun LEB við tillögunum: Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir það markmið endur-skoðunarinnar að fækka bótaflokkum, einfalda kerfi almannatrygginga og gera það skiljanlegra fyrir notendur. Með þessum tillögum er verið að sameina grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn flokk ellilífeyris. Með því er framfærsluuppbótin sem er félagslegur stuðningur færð í flokk ellilíf-eyris. Þarna hafa verið afar mismunandi skerðingarákvæði m.a. 100% skerðing á framfærsluuppbót gagnvart öllum öðrum tekjum. Lagt er til að skerðing á hinum nýja ellilífeyri verði 45% vegna annarra tekna og engin frítekjumörk. Við í Landssambandinu hefðum viljað sjá lægri skerðingarprósentu en 45% og höfum lagt fram tillögu um það og vitnað til þess að í nágrannlöndum okkar er skerðing vegna annarra tekna ýmist engin sbr. atvinnutekjur lífeyris-þega hjá Norðmönnum, eða 30% eftir frítekjumark atvinnutekna, eins og hjá Dönum. Við leggjum til að með batnandi efnahag landsins verði unnið að því að lækka skerðingarákvæði á lífeyrisgreiðslum í áföngum á næstu árum. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir að hækka lífeyristökualdur í 70 ár á 24 árum og það höfum við samþykkt. Jafnframt að starfsaldur og lífeyristaka verði sveigjanlegri m.a. að hægt verði að taka 50% lífeyri og stunda 50% vinnu. Þá taki hinn geymdi lífeyri hækkun mánaðarlega samkvæmt tryggingafræðilegu mati, allt að 80 ára aldri lifeyrisþegans. Einnig hefur því verið beint til samtaka opinberra starfsmanna og stjórnvalda að hækka starfsaldur opinberra starfs-manna í 75 ár.

Við lýsum okkur fylgjandi því að tekið sé upp starfsgetumat í stað örorku-mats. Útfærsla á því verði unnin í nánu samráði við ÖBÍ og taki gildi í áföngum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að það geti tekið um 15 ár að innleiða það að fullu.

Í þeim útreikningum sem starfshópurinn hefur fengið bæði frá fulltrúa Trygg-ingarstofnunar og Talnakönnunar munu þær breytingar að sameina bótaflokka og hafa 45% skerðingarhlutfall fyrir allar tekjur aðrar, leiða til hækkunar fyrir lífeyrisþega, nema þá sem hafa atvinnutekjur. Því leggjum við til að áfram verði í gildi frítekjumark hvað varðar þær tekjur. Með þessum breytingum sem lagðar eru til er verið að skapa hvata til meiri þátttöku lífeyrisþega á vinnumarkaði, bæði öryrkja og eldri borgara ef heilsa og geta leyfir og sá hvati verður þá að vera fyrir hendi hvað varðar atvinnutekjur. Þá leggjum við til að endurskoð-unarákvæði verði um þær breytingar sem gerðar verða á lögum um almanna-tryggingar í framhaldi af skýrslu starfshópsins. Sú endurskoðun færi fram eftir 3-5 ár.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fulltrúi LEB í starfshópnum.Haukur Ingibergsson formaður LEB

Page 6: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

6

grein fyrir helstu niðurstöðum eftir að nefndin lauk störfum og fara helstu at-riði úr skilagrein hennar til stjórnarinn-ar hér eftir, til upplýsinga fyrir lesendur.

Helstu atriði samkomulags-ins sem snerta eldri borgara Megintillaga nefndarinnar er sú að al-mannatryggingar greiði einn lífeyri til elli- og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af samanlögðum tekjum við-komandi og verði án frítekjumarka.

Tillagan lýtur að því að einfalda bóta-kerfi almannatrygginga og festa í sessi þá lágmarksfjárhæð sem framfærslu-uppbótin tryggir þeim sem hafa lægstu tekjurnar í dag ásamt því að breyta uppbótinni frá því að vera félagslegur stuðningur í áunnin réttindi. Það hefur í för með sér hækkun bóta til þeirra sem búa erlendis en hafa áunnið sér rétt hér á landi. Loks kemur það í veg fyrir krónu á móti krónu lækkun framfærslu-uppbótar gagnvart öllum tekjum. Mjög mikilsvert er að þarna er verið að færa framfærsluuppbótina sem er félagslegur stuðningur yfir í flokk ellilífeyris. Það hefur lengi verið ósk bæði eldri borgara og örorkuþega að þessi bótaflokkur yrði sameinaður ellilífeyri vegna hinna háu skerðingarmarka þar. Þetta mun hækka lífeyri frá almannatryggingum til þeirra sem hafa haft verulega lágar greiðslur úr lífeyrissjóðum. Fulltrúi TR hefur tekið sem dæmi að ef einhver hefur í dag 60.000 kr. í lífeyrissjóðs-tekjur þá hækka bætur almannatrygg-inga um 35.000 kr. samkvæmt þessum tillögum. Hér er um kerfisbreytingar að ræða, en nefndin leggur til að hækkanir á bótum fylgi svo þróun lágmarkslauna. Kerfisbreytingin getur þó leitt til þess að tekjur þeirra sem hafa lágar atvinnu-tekjur minnki, þess vegna þurfi að setja bráðabirgðaákvæði um að bera saman greiðslur þess hóps fyrir og eftir og við-komandi fái þá greiðslu sem hærri reyn-ist. Nefndin bendir í skýrslunni á nánari útfærslu til að leiðrétta þetta.

Heimilisuppbótin verður áfram með sama hætti og áður fyrir þá sem búa ein-ir, en skerðingarhlutfall hennar gagnvart öðrum tekjum lækkar úr 11,3% í 7,5%. Lagt er til að skoða þær skilgreiningar sem liggja að baki við mat á því hvort

um fjárhagslegt hagræði er að ræða af sambýli við aðra eða ekki. Á það sér-staklega við ungmenni 18 ára sem búa heima og stunda nám.

Hækkun lífeyrisaldursNefndin leggur til að lífeyrisaldur hækki í skrefum, m.a. vegna hækkandi líf-aldurs. Ekki eru lagðar til breytingar á eina snemmbæra lífeyrisflokknum í

almannatryggingum, þ.e. svokölluðum sjómannalífeyri (60 ár). Er því vísað til stéttarfélaga að skoða það.

Nefndin er nokkuð sammála um að æskilegt sé að lífeyrisaldur sé hinn sami í báðum lögbundnu lífeyriskerfunum. Tvenn lög gilda í dag auk mismunandi reglna samkvæmt samþykktum einstaka lífeyrissjóða. Tillögur lífeyrissjóðanna eru að lífeyrisaldur hækki um 2 mánuði á ári á 12 árum og síðan um 1 mánuð í 12 ár eða alls 24 ár, en þá væri lífeyris-aldurinn kominn í 70 ár. Samkomulag er í nefndinni um þá tilhögun. Það þýðir að sá sem í dag er 46 ára á rétt á fullum ellilífeyri 70 ára, en getur jafn-framt tekið hann 65 ára en þá með ein-hverjum skerðingum samkvæmt trygg-ingafræðilegu mati. Geymdur réttur skapar jafnframt hækkanir á lífeyri TR. Þá bendir nefndin á að tiltekinn hópur kann að þurfa á sértækum úrræðum að halda, þar sem hann getur ekki unnið lengri starfsævi vegna slits/erfiðisvinnu án þess þó að um örorku sé að ræða vegna sjúkdóma eða fötlunar.

Starfsgetumat í stað örorkumats:Endurskoðunarnefndin leggur til að tekið verði upp starfsgetumat í stað núgildandi læknisfræðilegs mats á örorku. Matskerfið miðist við tvö þrep, þ.e. verulega skerta starfsgetu í fyrsta þrepi (26 – 50%) og lítil sem engin starfsgeta í öðru þrepi (0 – 25%). Samhliða verði teknar upp hlutabætur úr almannatryggingum.

Nokkur dæmi um breytingar samkvæmt nýju tillögunum:

Ekki Með heimilisuppbót heimilisuppbótMiðað við tekjur pr. mánuðMeð 70.000 kr lífeyrissj.tekjur er hækkun ................31.958 28.578Með 100.000 kr ............................................................29.963 27.723Með 200.000 kr ............................................................23.313 24.875Með 250.000 ...............................................................19.988 23.451Með 300.000 ................................................................16.663 22.026Með 20.000 kr fjármagnstekjur .................................11.000 9.500 Með 40.000 ...................................................................22.000 19.000Með 100.000 ................................................................37.319 37.246 Með 50.000 atvinnutekjur ..........................................24.621 17.926Með 100.000 ..................................................................2.121 -8.324Í tillögunum um nýtt kerfi halda menn sem búa einir sömu upphæð ellilífeyris frá almannatryggingum og í dag ef þeir eru með 394.362 kr. í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Hjá þeim sem ekki hafa heimilisuppbót (búa ekki einir) halda þeir sömu upphæð og í dag við kr. 384.253.kr. lífeyrissjóðstekjur á mánuði.

Í nýju kerfi lækkar ellilífeyrir frá almannatryggingum við hækkandi lífeyris-sjóðstekjur og fellur endanlega út við um það bil 473.000 kr mánaðartekjur. Ávinningur af nýju kerfi hvað varðar fjármagnstekjur hækkar með hækkandi tekjum, þar sem hér er verið að afnema þá skerðingu sem sett var vegna fjár-magnstekna árið 2009.

Eins og sjá má í töflunni eru þetta lægri tölur hvað varðar þá sem hafa at-vinnutekjur. Því hefur LEB lagt til í bókun að áfram verði frítekjumark hvað varðar þær tekjur. Það skiptir máli ef kerfið á að vera atvinnuhvetjandi.

Samantekt JVK.

Page 7: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

7

Sveigjanleg starfslokSveigjanleg starfslok verða með þeim hætti að hægt er að taka hálfan lífeyri og vinna 50% vinnu. Þá hækkar hinn geymdi lífeyrir mánaðarlega samkvæmt tryggingarfræðilegu mati. Hægt er að fresta starfslokum til allt að 80 ára og greiða menn þá í lífeyrissjóð á meðan þeir halda áfram vinnu. Einnig verður hægt að taka ellilífeyri fyrr en þó ekki fyrr en 65 ára, en þá lækkar hann sam-svarandi og hann hækkaði ef frestað er töku lífeyris. Markmiðið er að hvetja þá sem til þess hafa getu að vinna lengur. Í dag er heimilt að fresta töku lífeyris hjá TR frá 67 ár aldri til 72 ára aldurs gegn 30% hækkun lífeyris eða 0,5% fyrir hvern frestaðan mánuð. Sérfræð-ingar segja okkur að tryggingarfræði-legt mat væri mjög líklega hærra. Lagt er til að hækka starfslokaldur opinberra starfsmanna í 75 ár en því er vísað til stéttarfélaga og fjármálaráðuneytis til úrvinnslu.

LokaorðHér er um að ræða einar mestu breyt-ingar á almannatryggingum í áratugi, náist þetta fram í lögum sem lagt er til.

Breytingarnar eru til mikilla bóta fyrir ellilífeyrisþega og sérstaklega þá sem eru með lágar lífeyrissjóðstekjur og hafa jafnframt þurft að treysta á fram-færsluuppbótina. Það fólk hefur verið fast í fátæktargildru. Þarna er því verið að lagfæra kjör verulega stórs hóps eldri borgara. Þá eru sveigjanleg starfslok og möguleikar á töku á hálfum lífeyri og að vinna hálfa vinnu einnig nýmæli. Það hef ég lagt ríka áherslu á að yrði í til-lögunum og var ég jafnframt formaður undirnefndar sem um það fjallaði. Hækkun á lífeyristökualdri er löngu tímabært að margra áliti. Þegar 67 ára aldursmarkið var sett í lög var meðaldur á Íslandi 68 ár. Ef farið er að tillögum nefndarinnar um að hækkun lífeyris-tökualdurs verði á 24 árum má vel við það una. Nefndin leggur til að þessar breytingar verði að lögum 1. janúar 2017.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

NJÓTTU LÍFSINSRegatta er meðfærileg og góð rafskutla með einföldum stillingum

Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja.

Sérhæft starfsfólk leggur metnað sinn í að finna réttu rafskutluna fyrir þig.Hafðu samband við Svövu iðjuþjálfa í síma 580 3911 fyrir frekari upplýsingar

REGATTA 8 TILBOÐSVERÐ552.500,- m.vsk.

Page 8: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

8

Í mars voru 25 ár liðin frá stofnun Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Á þessum árum hefur starf félagsins sífellt verið að aukast. Félagið vinnur í góðri samvinnu við sveitarfélögin um að hafa framboð sem mest af alls konar félags-starfi og skemmtilegum uppákomum. Í félagi eldri borgara á Suðurnesjum eru nú 2210 félagar. Það er mjög hátt hlutfall þeirra sem eru 60 ára og eldri á Suðurnesjum.

Öflugt og fjölbreytt starfFEBS heldur uppi mjög öflugu og fjölbreyttu starfi, þar sem mikill fjöldi nefndarmanna leggur hönd á plóginn til að starfið verði sem best. Vikulega höldum við spilavist á Nesvöllum, þar sem spilað er á 22-27 borðum. Spilað er alla miðvikudaga yfir vetrarmán-uðina. Sú nýbreytni var tekin upp s.l. sumar að spila yfir sumarmánuðina og mæltist það vel fyrir. Bingó er svo alla þriðjudaga og er það vel sótt. Gaman að fylgjast með hversu kappið er mikið í sumum því menn eru með allt að 15 spjöld fyrir framan sig til að fylgjast með.

Ein er sú nefnd sem hefur nóg verk-efni og þarf mikinn tíma í undirbún-ing fyrir léttu föstudagana. Skemmti-nefndin hefur það hlutverk að bjóða uppá eitthvað skemmtilegt eða fróðlegt annan hvern föstudag á Nesvöllum. Að auki sér nefndin um skemmtikvöld, þorrablót og haustfagnað svo eitthvað sé nefnt. Ferðanefndin sinnir miklu og öflugu starfi. Að lágmarki er boðið uppá tvær ferðir ár hvert innanlands. Í ár er ferðinni heitið á Unaðsdaga í Stykkishólmi. Einnig er ferð í vor til Siglufjarðar. Að auki er svo farið á jólahlaðborð á Hótel Örk. Allar þessar ferðir eru mjög vel sóttar.

Leikhúsnefndin efnir til tveggja leik-húsferða ár hvert sem notið hafa mikilla vinsælda. Nú í vor er ferðinni heitið í Borgarleikhúsið að sjá Mamma Mia.

Að auki er svo boðið uppá boccia, dans, billiard og ferðir á 50 plús lands-mótið svo eitthvað sé nefnt. Öflugur púttklúbbur er starfandi sem er vel sóttur af eldri borgurum.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum 25 ára

Eyjólfur Eysteinsson fyrrverandi formaður FEBS og núverandi formaður Öldungaráðs og Sigurður Jónsson núverandi formaður FEBS

Stjórn og varastjórn FEBS 2015-2016. Frá vinstri Jón Berg Halldórsson, Jón Ísleifsson, Kolbrún Bára Guðveigsdóttir, Árni Júlíusson, Hildur Harðardóttir, Óla Björk Halldórsdóttir, Sverrir Vilbergsson, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Brynja Pétursdóttir, Sigurður Jónsson og Sigríður E.Jónsdóttir. Á myndina vantar Jón Ólaf Jónsson.

Eftir langt og gott starf í kaffi- og spilanefnd láta þau nú af störfum. Frá vinstri, Sólveig Óskarsdóttir , Fjóla Jóhannesdóttir, Sigríður R. Jónsdóttir, Grethe Iverssen, Pétur Þórarinsson og Benedikt Sæmundsson.

Page 9: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

9

Forvarnarstarf nauðsynlegtFyrir okkur eldri borgara er nauðsyn-legt að hafa forvarnarstarf þannig að við getum haldið þokkalegri heilsu sem lengst. Í Reykjaneshöllinni er góð að-staða fyrir okkur til að ganga og þrisvar í viku er boðið uppá léttar leikfimis-æfingar. Í öllum sveitarfélögum er svo góð aðstaða til sinna forvarnarstörfum í sundi og þreksölum.

Það er ekki eingöngu boðið uppá fjölbreytt starf í Reykjanesbæ. Í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum er öflugt og fjölbreytt félagsstarf. Aðstað-an er mjög góð sem betur fer í öllum sveitarfélögunum og sýna bæjaryfirvöld góðan skilning á okkar þörfum til að geta stundað félagsstarf.

Sveitarfélögin leggja til húnæði og greiða kostnað við leiðbeinendur í félagsstarfi.

Eldeyjarkórinn vekur athygli

Eldeyjarkórinn fagnar í ár 25 ára afmæli sínu. Kórinn er öflugur og hefur víða vakið mikla og jákvæða athygli. Félagið hefur í gegnum tíðina stutt vel við starf-semi Eldeyjarkórsins. Í tilefni afmælisins mun Eldeyjarkórinn halda marga tónleika og í haust fer kórinn í utanlandsferð. Það er 60 manna hópur sem fer í ferðina.

Allir hafi lágmarkslaunKjaramálin hafa að sjálfsögðu verið mikið til umræðu. Auðvitað er það svo að kjör aldraðra eru mjög mismunandi en það er staðreynd að stór hópur eldri borgara hefur það litlar tekjur að virki-lega er erfitt að lifa af þeim. Það hlýtur að vera krafa okkar að öllum séu tryggð lágmarkslaun og að við njótum sömu hækkana og launþegar. Það á að gilda það sama fyrir okkur hvað varðar aftur-

virkni hækkana og aðrir fá. Í gegnum 25 ára sögu félagsins hafa kjaramálin alltaf verið til umræðu. Við megum aldrei slaka á í þeirri baráttu. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega skilið að geta lifað sómasamlegu lífi. Stjórnvöld þurfa að gera sér grein fyrir að núverandi eldri borgarar byggðu upp þjóðfélagið. Yngra fólkið nýtur nú ávaxtanna af því.

Öflugt ÖldungaráðAnnað sem hefur verið mikið í um-ræðunni er staðan hér á Suðurnesjum hvað varðar hjúkrunarheimilin. Þessi mál hafa fyrst og fremst verið á hönd-um Öldungaráðs. Það er nauðsynlegt að þeirri baráttu verði haldið áfram, því það mun ekki ganga að við séum ekki í myndinni næstu fimm árin hvað varðar uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis.Öldungaráðið hefur af miklum krafti bent ráðamönnum á þessa staðreynd. Staðreyndin er sú að innan örfárra ára verður vandamálið orðið verulega stórt verði ekkert að gert.

Sumir hafa sagt að leggja verði meiri áherslu á að eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Auðvitað vilja allir búa sem lengst heima og nauðsynlegt að vinna að samþættingu heimaþjónsutu

og heimilishjúkrunar, en það kemur að því að stærri og stærri hópur þarfnast mikillar umönnunar. Það hefur verið sýnt fram á að eigi að veita slíka þjón-ustu til heimila verði það dýrari kostur en bygging hjúkrunbarheimila.

Höldum baráttunni áframFélag eldri borgara á Suðurnesjum og önnur félög okkar þurfa sífellt að halda baráttunni áfram fyrir okkar hags-munum. Sem betur fer sýna fyrirtæki og verslanir okkur góðan skilning og veita félagsmönnum okkar myndar-legan afslátt. Hlunnindanefndin vinnur gott starf. Við eigum að nota afsláttar-bókina,sem gefin er út árlega. Það má einnig benda á að margar verslanir í Reykjavík og víðar veita okkur afslátt ef við sýnum afsláttarbókina.

Félagið gefur út árlega Aftanskin þar sem ýmsan fróðleik er að finna um starfsemi okkar. Við gerum einnig í því að koma sem flestum fréttum af okkar starfi í fjölmiðla hér á svæðinu.

Í ár fagnar FEBS 25 ára afmæli sínu. Það hefur náðst að byggja félagið upp og gera það að sterku afli. Mikill fjöldi vinn-ur í nefndum og ráðum og eyðir mörg-um klukkustundum í starfið. Allt er þetta unnið í sjálboðavinnu. Við þurfum að vinna að því að fá enn fleiri til að starfa. Þótt við séum hætt á vinnumarkaðnum þurfum við að hafa eitthvað fyrir stafni. Þátttaka í félagsstarfi aldraðra gefur okkur gott tækifæri til að vinna saman að skemmtilegum málum. Svo þurfum við að sýna ráðamönnum að saman erum við stórt og öflugt afl, sem hlusta þarf á.

Vonandi tekst okkur að halda áfram öflugu starfi hjá eldri borgurum á Suð-urnesjum og landinu öllu.

Sigurður Jónsson, formaður FEBS

Hluti af kórfélögum Eldeyjarkórsins.

Úr félagsstarfinu.

Page 10: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

10

Sambandsnefnd norrænna eldri borgara NSK mun halda vorfund ársins í Kefla-vík í maí á þessu ári. Um er að ræða þriggja daga fund þar sem farið verður yfir stöðu helstu verkefna landssam-bandanna og verkefnaáætlun næsta árs. Um 30 manns munu sitja fundinn.

Norræna sambandið heldur vorfundi sína fjórða hvert ár á Íslandi en síðast var slíkur fundur haldinn í Hveragerði vorið 2012.

Á þessu ári hefur nefndin lagt áherslu á að fylgja sérstaklega eftir málefnum um stöðu aldraðra sem unnið er að á vegum Evrópusambandsins og Samein-uðu þjóðanna. Þar ber að nefna sam-antekt um ákvæði í lögum og reglum stjórnvalda eða ákvæðum annarra aðila sem fela í sér mismunun á kjörum eldri borgara gagnvart öðrum aldurshópum. Sameinuðu þjóðirnar munu tileinka daginn 29. apríl samstöðu milli kynslóða og leggja fram tillögu um leiðir til að afnema alla mismunun sem rekja má til aldurs og vekja athygli á mikilvægi jafnréttis kyn-slóðanna í stefnumörkun og stjórnun allra þjóða innan Evrópu. Þess ber að geta að á aðalfundi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015 var samþykkt tillaga um virð-ingu og verndun mannréttinda eldri borgara.

Þá er nefndin að undirbúa ráðstefnu síðar á árinu þar sem fjallað verður um slys á öldruðum og velferðar-tækni. Verið er að kalla eftir upplýsingum frá hverju landi og aðgerðum til varnar slysum á öldruðum.

Á síðasta ári hefur skipan starfsnefnda AGE á vegum Evrópusambandsins verið til skoðunar og hafa fulltrúar norræna sambandsins verið 6 og átt sæti í 13 nefndum. Nefndunum hefur nú verið fækkað en lögð er áhersla á að norrænu fulltrúarnir taki áfram þátt í starfinu. Í starfi nefndanna nú er lögð áhersla á fjarfundi, skýrslugerðir og upplýsingaöflun þar sem leitað er svara við helstu viðfangsefnum eldri borgara.

Fulltrúarnir eru frá Færeyjum, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Þeir sækja um aðild að nefndunum og þurfa að standast ákveðnar hæfniskröfur áður en þeir eru sam-þykktir og síðan að taka virkan þátt í verkefnum nefnd-anna.

Birna Bjarnadóttir er fulltrúi norræna sambandsins í nefndum AGE Platform um heilbrigða öldrun og öldrun með virðingu árið 2014.

Samband norrænna eldri borgara fundar í Keflavík

Fulltrúar Norræna sambands eldri borgara á fundi síðasta haust í Danmörku.

Augnheilbrigði

Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.

Viteyes er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað aðallega við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður.

NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM!

Page 11: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

11

Sigmundur Guðbjarnarson prófessor emeritus er frumkvöðull og einn aðal stofnandi SagaMedica, sem framleiðir fæðubótarefni úr íslenskri náttúru. Hann var rektor Háskóla Íslands um 6 ára skeið og á langan feril að baki sem vísindamaður og háskólakennari. Í stað þess að setjast í helgan stein, eins og það er kallað, ákvað hann ásamt tveim-ur öðrum að setja á stofn fyrirtækið SagaMedica sem selur fæðubótarefni úr íslenskum lækningajurtum. Vörur fyrirtækisins hafa náð töluverðum vin-sældum víðs vegar um heim, enda er vaxandi áhugi fólks á að nota náttúrleg efni til að efla forvarnir gegn ýmsum algengum sjúkdómum.

Í tilefni vörutilboða frá SagaMedica sem fylgja blaðinu að þessu sinni, tók-um við hús á Sigmundi. Hann býður til stofu í rjúkandi heitt kaffi og talið berst að meintri óhollustu þess, sem Sigmundur vill ekki samþykkja. „Ég hef fylgst töluvert með rannsóknum á kaffi og það eru áhugaverð efni í þessu og þetta er enginn skaðvaldur eins og sumir vilja meina” segir efnafræðipró-fessorinn.

Notar SagaPro og SagaMemo daglegaSigmundur er 84 ára og býr ásamt eiginkonu sinni í einbýlishúsi þeirra í Kópavogi. Hann er mjög hress og fer daglega í sund og líkamsrækt. Góðri heilsu þakkar hann meðal annars því að nota daglega vörur SagaMedica eins og SagaPro og SagaMemo. „Báðar vör-urnar eru unnar úr íslenskri ætihvönn sem hefur mikla lífvirkni samkvæmt rannsóknum. SagaPro er laufaseyði úr hvönninni og hefur sýnt sig að virkar vel við tíðum þvaglátum, en hefur auk þess margs konar góð áhrif. Einnig eru í hvönninni efni sem virka vel á margs konar þrálátar bólgur. Þetta er okkar vinsælasta vara.”

Sigmundur segir að eldra fólk þurfi að gæta að lyfjanotkun sem aukist oft með aldrinum og athuga að lyf geti haft í för með sér aukaverkanir og ein slík aukaverkun geti verið minnistap. „Vísindamenn telja nú eina af orsökum fyrir skertu minni sé óæskileg notkun á svokölluðum andkolinerg lyfjum. Lyf þessi valda mun lakari boðflutningum í heila og verri boðflutningar skerða minnið.” Sigmundur segir ýmis lyf og

náttúruefni hafi verið notuð til að bæta minni hjá öldruðum og eitt algengasta þeirra heitir galantamin. „SagaMemo er unnið úr hvannarfræjum og blágresi og inniheldur efni sem hafa sambærilega virkni. Þessi efni auka magn boðefna í heilanum og styrkja þannig minnið.

Við teljum okkur vera með góða vöru sem komin er góð reynsla á og höfum niðurstöður rannsókna sem sýna fram á virknina. Þá liggur fyrir að íslenska æti-hvönnin hefur í gegnum aldirnar verið notuð við erfið veikindi fólks og þar að auki hef ég sjálfur reynslu af því að þetta virkar,” segir Sigmundur brattur.

Vonir standa til þess að nýtt frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga líti dagsins ljós síðar á þessu ári. Þar inni-falið er tillaga um að leiða í lög ákvæði um Öldungaráð í sveitarfélögum lands-ins.

Hvert sveitarfélög er stjórnvald í sínu umdæmi og hefur margskonar skyldum að gegna gagnvart íbúum sínum. Eitt af baráttumálum Landssambands eldri borgara er að félög eldri borgara á hverjum stað eigi formlegan og lög-bundinn samráðsvettvang með sveitar-félaginu þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Með þannig fyrirkomu-

lagi næst festa og lögmæti í slíkt samráð. Öldungaráð eru nú starfandi í hátt í 20 sveitarfélögum.

Landssamband eldri borgara á full-trúa í nefnd sem endurskoðar lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og hefur í samráði við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga mótað eftirfarandi texta sem komið gæti í lögin sem sérstök lagagrein:

„Í hverju sveitarfélagi, eða í fleira en einu sveitarfélagi sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvett-vangur er nefnist öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og

framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um öldrunarþjónustu skulu viðkomandi sveitarfélög og félög eldri borgara á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu öldungaráðs.“

Það er von LEB að þessi tillaga nái fram að ganga enda baráttumál LEB um margra ára skeið og ljóst að lögleið-ing slíks ákvæðis yrði mikið framfara-skref fyrir aukin áhrif okkar fólks.

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga endurskoðuð:

Öldungaráð lögfest?

Náttúruefni úr íslenskum lækningajurtum sem virka

Page 12: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

12

Félags- og húsnæðismálaráðherra und-irbýr nú skipun starfshóps um „breytt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum“ þar sem stefnt er að auknu sjálfræði aldraðra með afnámi svokallaðs vasapeninga-kerfis og því að teknar verði upp sér-tækar greiðslur fyrir húsleigu og annan kostnað er fylgir heimilishaldi. Starfs-hópurinn verður skipaður fulltrúum ráðuneytisins, Landssambands eldri borgara, Sambands íslenskra sveitar-félaga og Samtökum fyrirtækja í vel-ferðarþjónustu.

Landssambandið fagnar stofnun starfshópsins, en Landsfundur LEB 2015 ítrekaði samþykkt fyrri landsfunda um „þá kröfu að greiðslufyrirkomulag á

hjúkrunar heim ilum verði endurskoðað. Fólk haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar það flytur inn á hjúkrunarheimili, greiði húsaleigu, fæði og aðra grunn-þjónustu. Ríki eða sveitarfélög greiði

fyrir hjúkrun og umönnunarþáttinn og vasapeningar verði aflagðir. Miklar líkur eru á því að með núverandi fyrirkomu-lagi sé um stjórnarskrárbrot að ræða,“ eins og segir í samþykkt Landsfundar.

Heilsan er hátt skrifuð í hugum Ís-lendinga og er jafnan nefnd sem höfuðgildi í lífinu. Læknisfræðin lítur gjarnan á huga og líkama sem aðskilin fyrirbæri en hvað segja heimspekin og önnur vísindi? Getur skapandi hugsun eða jákvæð hugsun haft heilsusamleg áhrif á starfsemi líkamans? Við Lára G. Sigðurðardóttir læknir og doktor í lýð-heilsuvísindum áttum nýlega samtal um samband hugsunar og heilsu.

Tvíhyggjan um eðlisólíka þætti tilver-unar, efni og anda, sál og líkama, hug og hönd og mann og náttúru, hefur haft ómæld og róttæk áhrif til hins verra í sögu mannkyns. Maðurinn greindi sig frá náttúrunni, taldi sig yfir hana haf-inn, skar sig frá henni og öðlaðist vald yfir henni, varð skeytingarlaus gagnvart henni og oft miskunnarlaus. Maðurinn hefur raskað svo yfirþyrmandi mörgu í náttúrunni að það sætir furðu að hann skuli enn sífellt finna nýja staði til að manngera. En í raun er maður og nátt-úra eitt, ein heild. Mannveran er út frá visthverfu sjónarhorni meðlimur í líf-rænu samfélagi jarðar. Maðurinn getur aldrei verið meira en ein af þeim teg-

undum sem fram hafa komið í sögu lífsins á jörðinni. Við höfum stundum ímyndað okkur að andinn, sálin, hug-

urinn og hugsunin, skynsemi og viskan séu af öðrum og æðri meiði og toga en efnið og líkaminn. Af þeim sökum hafa vísindi og fræði einskorðað rannsóknir sínar við efnið eða andann. Tvíhyggja af þessu tagi er oft kennd við franska heimspekinginn Rene Descartes. Sam-kvæmt kenningu hans er hugurinn, eða meðvitundin, af allt öðru tagi en efnis-heimurinn. Nútíma heimspekingar sem aðhyllast efnishyggju leggja yfirleitt áherslu á að lögmál náttúruvísindanna gildi um hugarstarf rétt eins og hvað annað. Þeir hafna yfirnáttúrulegum, trúarlegum og dulspekilegum skýring-um á reynslu fólks og álíta að maðurinn tilheyri algerlega ríki náttúrunnar, efni og andi, hugur og líkami séu af sama meiði og þarf af leiðandi ætti hugsun að geta haft áhrif á heilsu.

Við Lára áttum samtal um málið og gestir á þessu heimspekikaffi okkar í Gerðubergi lögðu margt gott efni í við-leitni okkar til að svara spurningunni: Hefur hugsun áhrif á heilsu? Svarið var ótvírætt jákvætt og var að það einnig í samræmi við almenna reynslu.

Gunnar Hersveinn Sigursteinsson

Hefur hugsun áhrif á heilsu?

Lára G. Sigurðardóttirlæknir og doktor í lýðheilsuvísindum.

Gunnar Hersveinn Sigursteinsson

Breytt greiðslufyrirkomulag á öldrunarstofnunum?

Page 13: Listin að lifa - 1. tbl. 2016
Page 14: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

14

Hvernig er að vera eldri borgari á Akureyri?

Sigurður Sigmarsson er 86 ára og einn þeirra sem býr í raðhúsunum við Hlíð.

Hann hefur búið á Akureyri í um hálfa öld og lætur vel af því að verða gamall fyrir norðan. „Ég hef verið hérna síðustu fimm árin og þetta er al-veg ljómandi gott, að vera eldri borgari hér. Ekki yfir neinu að kvarta,” segir Sigurður. Honum kemur ekkert sérstakt til hugar þegar hann er spurður um eitt-hvað sem betur mætti fara. „Nei, ég get ekki séð neina vankanta á þessu. Þjón-ustan og starfsfólkið er frábært. Ég gæti ekki hugsað mér betri stað í ellinni að vera á, en hér. Hér nýt ég þess að spila og vera í góðum félagsskap. Og ég held að hér á Akureyri sé búið mjög vel að eldra fólki.”

Olga Snorradóttir er 85 ára og býr heima. Hún tekur afar vel á móti blaða-manni Listarinnar að lifa og rómar blaðið. „Ég vil bara fá Listina að lifa og Heima er best. Annað er mér sama um” segir Olga og brosir í kampinn. „Ég segi nú stundum að ég búi hér á daginn en heima hjá mér á kvöldin og næturna. Mér finnst ég ekki þurfa kvarta yfir

neinu, nema þá kannski veðrinu. Það kemur kona heim til að þrífa hjá mér og hingað kemur maður í félagsstarfið og hreyfinguna. Aðalatriðið er að starfs-fólkið er gott. Þetta er góður staður og ekki útá neinn að setja.”

Sigrún Jónsdóttir er 89 ára og býr heima á Akureyri en notar dagþjálf-unina í Hlíð í hverri viku. „Ég held að það sé bara ágætt að eldast hér á Akur-eyri og ég held maður fái miklu betri þjónustu hér en í Reykjavík til dæmis, ég er svolítið búin að kynna mér það”, segir Sigrún. „Þar er fjöldinn meiri og ég veit um dæmi þar sem sú sem átti að þrífa varð veik og þá þurfti viðkomandi að bíða í heilan mánuð eftir næstu þrif-um. Hingað í Hlíð er gott að koma og starfsfólkið yndislegt.” En Sigrún telur að viðmiðin eigi eftir að breytast með næstu kynslóðum. „Kynslóðin sem á eftir kemur mun gera meiri kröfur en við. Þau munu ekki gera sér að góðu það sem nægir fyrir okkur; og þar næsta k y n s l ó ð verður jafn-vel ennþá verri.”

Vilborg Sigríður Guðmundsdóttir er 87 ára og ættuð frá Kópaskeri. Hún býr heima en byrjaði að sækja dagþjálfun fyrir um 5-6 árum síðan og líkar afskap-lega vel. „Það sem mér hefur þótt best hérna er að komast í skammtímadvöl eins og ég gerði nú í vetur. Þá fór mað-ur bara að heiman það var stjanað við mann í algjörri hvíld í 4 vikur. Flottast fannst mér á kvöldin áður en maður fór að sofa, þá var komið með ferska ávexti og þeyttan rjóma í skál. Ég átti varla eitt einasta orð, ég var svo hissa,” segir Vilborg. Hún segir að vafalítið megi alltaf bæta alla hluti, þegar hún er spurð um hvort einhverju sé ábótavant, en fátt virðist koma upp í hugann annað en henni finnst húsakosturinn heldur napur. „En hér er gott pláss og starfs-fólkið hér leggur sig verulega fram.”

Hópur heldri Akureyringa ræðir málin yfir morgunkaffinu í Hlíð.

Við heimsóttum nokkra hressa eldri borgara á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð sem er hluti af Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) fyrir nokkru og spurðum þau hvernig væri að vera eldri borgara þar í bæ. Á Öldrunarheimilunum búa tæplega tvö hundruð manns. Hjúkrunarrými eru fyrir 169 og þar að auki eru dvalarrými og skammtímadvöl í boði. Þannig sækja margir sem enn búa heima hjá sér margs konar þjónustu í Hlíð til lengri eða skemmri tíma.

Page 15: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

15

Ráðherranefnd um lýðheilsumál ákvað haustið 2014 að setja á fót ráðgefandi nefnd sem skipuð var yfir 20 fulltrúum frá ýmsum stofnunum, samtökum og ráðuneytum. Landssamband eldri borgara tilnefndi aðal- og varamann til setu í nefndinni og tók nefndin til starfa nokkru síðar. Inga Dóra Sigfúsdóttir leiddi starf nefndarinnar og með henni ýmsir starfsmenn heilbrigisráðuneytis, forsætisráðuneytis og landslæknisemb-ættisins.

Hlutverk nefndarinnar var að vinna drög að heildstæðri stefnu og aðgerðar-áætlun með það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum en með sérstakri áherslu á börn og ung-menni. Þau drög yrðu unnin í samráði við ráðherranefndina sem síðan bæri ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun.

Ljóst var á fyrsta fundi nefndarinnar að miklar væntingar voru bundnar við að koma á framfæri nýjum verkefnum og áherslum á sviði lýðheilsu. Nefndin hélt því sérstakan vinnufund til að fara

yfir fjölda hugmynda og komst að nið-urstöðu um að draga fram mikilvæga þætti sem væru grundvallaratriði og kæmu fleirum til góða. Það voru þættir sem tengdust ung- og smábarnavernd, þáttum tengdum starfi leikskóla og foreldrum leikskólabarna, hreyfingu, andlegri vellíðan og máltíðum í leik- og grunnskólum. Með vali á þessum verk-efnum tók nefndin tillit til áherslu ráð-herranefndarinnar um sérstaka áherslu á þennan aldurshóp.

Til þess að mæta mikilvægum þörfum allra annarra aldurshópa lagði nefndin einnig til að heilsusjónarmið verði áhersluþáttur í öllum stefnum stjórn-valda. Þar er meðal annars lögð áhersla á að aðstoða fólk við að lifa heilbrigðu lífi og stuðla að því að það haldi starfsgetu og annarri færni sem lengst og góðri heilsu fram á efri ár. Það sé mikilvægur þáttur á sama tíma og fram kemur sú áskorun að lengja vinnuævina samhliða því að lífaldur þjóðarinnar hækkar.

Nefndin hefur nú lagt fram drög að lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun og þess er að vænta að ráðherranefndin sem skipuð er forsætisráðherra, heil-brigðisráðherra, félags- og húsnæðis-málaráðherra og mennta- og menn-ingarmálaráðherra taki þessar tillögur og komi þeim til framkvæmda og tryggi fjármögnun. Þessar tillögur eru mikil-vægt skref til að efla þekkingu og vitund um mikilvægi réttrar næringar, hreyfingar og almennrar vellíðunar og virkni meðal þjóðarinnar allt lífið.

Bætt lýðheilsa

Birna Bjarnadóttir fulltrúi LEB í Lýðheilsunefnd ríkisstjórnarinnar

2014 til 2016.

Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • [email protected]

Snyrtistofan Hafblik15% afsláttur fyrir (h)eldri borgara!

PANTAÐU FRÍAN TÍMA

Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098

RAUÐUR ÞEGAR HEITT ER OG BLÁR ÞEGAR KALT ER ?ÞAÐ ER HÆGT AÐ FJARLÆGJA

HÁRÆÐASKEMMDIRNAR

Fyrir Eftir

LITABLETTIR Á HANDARBÖKUM?HÚÐSLÍPUN ER MJÖG ÁRANGURSRÍK

MEÐFERÐ GEGN LITABLETTUM

Fyrir Eftir

ER HÚÐIN FARIN AÐ SLAPPAST?VILTU AFMÁ ÓTÍMABÆR ÞREYTUMERKIN Í ANDLITINU

OG YNGJA ÞIG UPP UM NOKKUR ÁR Í LEIÐINNI!

Fyrir Eftir

HúðslípimeðferðHúðslípun vinnur á ótímabærri öldrun húðar og örum eftir bólur, ójafnri og óhreinni húð, litabreytingum og öldrunarblettum. Blóð- og næringarflæði til húðfrumna eykst sem stuðlar að heilbrigðari og unglegri húð.

Hversu margar meðferðir þarf?Til að ná sem mestum árangri er best að fara í 10 meðferðir í röð með 5-7 daga millibili.

HljóðbylgjumeðferðFjarlægir háræðaslit í andliti, háræða stjörnur, blóðblöðrur og skemmdir í húð eftir rósroða.

Hversu margar meðferðir þarf?Algengt er 2-4 skipti, en misjafnt er hversu margar meðferðir þarf til að fjarlægja háræðaslit endanlega.

Page 16: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

16

Síldarterta frá Margréti Þ.200 g seytt rúgbrauð75 g smjör4-5 blöð matarlím150-200 g kryddsíld1 gulur laukur5,5 dl sýrður rjómi½ tsk svartur piparUm 1 msk vökvi af síldinni.Brauðið sett í mixer eða rifið á annan hátt, smjörið brætt og sett saman við, sett í tertuform með lausum botni 24 sm. Þrýst vel og þjappað saman. Matar-límið lagt í bleyti. Síldin skorin í mjög smáa bita og laukurinn saxaður fínt. Síldinni og lauknum er svo blandað saman við sýrða rjómann og síldar-vökvinn settur saman við og kryddað með pipar og salti ef þarf. Svo smakkar maður þetta til, bætir í meiri síldarvökva eða síld eftir smekk. Síðan er matarlím-inu hrært út í og blandan sett á brauð-botninn, sett í kæli í a.m.k. 2-3 tíma. Áður en tertan er borin fram er smátt klipptur graslaukur settur ofan á hana.

Mér þykir gott að hafa meira rúg-brauð og smjör í botninn, einnig hef ég meiri síld en segir til í uppskriftinni, en þetta er auðvitað allt eftir smekk hvers og eins.

Verði ykkur að góðu.

Gómsætar Tandoori svína-lundir frá Guðrúnu J.400-500 g svínalundir1 tsk ferskt engifer pressað eða fínsaxað4-6 hvítlauksgeirar pressaðirSafi úr 1 sítrónu6 msk sojasósa5-6 msk tandoori-kryddSkerið kjötið í bita og marínerið í krydd-inu í a.m.k. 4 klst.

1 blaðlaukur1 paprika2 rauðlaukar2 gulrætur1 dós water chestnuts, í sneiðum2 msk hnetusmjör2 msk hunang5 msk kókosmjöl

Sneiðið grænmetið og steikið hvert í sínu lagi á wokpönnu, blandið síðan öllu saman ásamt water chestnuts, færið af pönnunni og steikið kjötið í áföngum. Hitið hnetusmjör og hunang saman og veltið grænmeti og kjöti upp úr blöndunni ásamt helmingnum af kókosmjöli þar til allt hefur samlagst vel. Stráið afganginum af kókosmjölinu yfir til skrauts. Berið réttinn fram með salati og hrísgrjónum.

Kornbúðingur frá Ernu S.A.2 dósir maískorn (vökvanum hellt af)6 egg (létt hrærð með gaffli)½ ltr rjómi1 ½ msk sykurSmá saltEldfast form með loki(helst frekar djúpt) smurt með smjöri. Öllu blandað saman og sett í formið. Fer í 200°c heit-an ofn í u.þ.b. 1 klst eða þar til hnífur sem stungið er í kemur hreinn út. Eld-fasta formið þarf að sitja í vatnsbaði.Góður með ýmsum réttum.

Karrýkrydduð linsubaunasúpa (fyrir fjóra) frá Elísabetu S.M.1 dl rauðar linsubaunir100 g blaðlaukur 100 g sellerírót (afhýdd)1 tsk karrý2 msk ólífuolía5 dl vatn og grænmetiskraftur (gjarnan gerlaus)1 dós maukaðir tómatar½-1 tsk. sjávarsaltsítrónusafiferskt blaðkrydd að eigin vali. Rífið sellerírótina gróft og saxið blað-laukinn smátt.Látið græmetið krauma með karrýinu í olíunni við meðalhita í nokkrar mínútur.

FræðsluhorniðBryndís SteinþórsdóttirÁgætu lesendur. Bestu þakkir fyrir góða samvinnu við Fræðsluhornið.Dóra S. Gunnarsdóttir, fagstjóri hjá Matvælastofnun gefur okkur góð ráð um meðferð og geymslu matvæla sem fara hér á eftir.

Setjið kælivörur strax í ísskáp þegar komð er heim úr innkaupaferð. Kælið matarafganga strax að máltíð lokinni og geymið þá í ísskáp í lokuðum ílátum. Sýklar geta fjölgað sér gríðarlega hratt í mat, sem látinn er standa við stofuhita. Matarafganga s.s. pottrétti og súpur skal hita upp að suðu fyrir neyslu.

Hrávörur s.s. hrátt kjöt eða safi úr kjöti á ekki að komast í snertingu við tilbúinn mat s.s. álegg eða mjólkurvörur. Raðið matvörum þannig í ísskápinn að safi geti ekki lekið af hráum vörum niður í matvæli sem eru tilbúin fyrir neyslu s.s. opnar mjólkurfernur eða opin áleggsbréf í hillum fyrir neðan.

Algengt er að hitastig í ísskápum sé mun hærra en við höldum. Fylgist með því. Það skilar sér í betra geymsluþoli auk þess sem það tryggir öryggi matarins.

Viðkvæmum matvælum, sem eru tilbúin til neyslu er oft pakkað í lofttæmdar (allt loft hefur verið fjarlægt) eða loftskiptar (í stað lofts er komin gasblanda) umbúðir. Þetta er gert til að stöðva vöxt baktería sem skemma matvæli. Maturinn getur því lyktað vel, þrátt fyrir að geymsluþolið sé útrunnið. Sumir sýklar geta vaxið í lofttæmdum eða loftskiptum umbúðum. Því ætti ekki að neyta viðkvæmra matvæla sem ekki eru hituð að suðu eftir að geymsluþolsmerking er útrunnin. Þetta á einkum við álegg s.s. skinku, áleggspylsur, reyktan eða grafinn fisk og önnur tilbúin matvæli sem ekki eru hituð fyrir neyslu.

Hér koma nokkrar áhugaverðar uppskriftir, sem þættinum hafa borist:

Page 17: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

17

Skolið linsubaunirnar og setjið saman við. Setjið tómatana og vatnið með kraftinum út í pottinn og sjóðið í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til linsubaunirnar eru mjúkar.Bragðbætið með salti og e.t.v. meira karrýi. Bætið nokkrum dropum af nýpressuðum sítrónusafa og söxuðu blaðkryddi saman við, rétt áður en súpan er borin fram.Berið súpuna fram með grófu brauði og/eða græn-metisalati.Linsubaunir eru próteinríkar, auðugar af B-vítamínum og ýmsum steinefnum, sér-staklega kalíum, sem hjálpar til að vinna á móti of háum blóðþrýstingi.

Sæla frá Guðrúnu J.Botnar4 eggjahvítur2 ½ dl sykur5 dl kókosmjöl50 g Síríus suðusúkkulaði (konsum) brytjaðStífþeytið eggjahvíturnar og setjið sykurinn smám saman út í á meðan. Bætið kókos-mjölinu og súkkulaðinu varlega saman við. Bakið í tveimur 22 sm tertumótum við 150°C í u.þ.b. 45 mín.Krem4 eggjarauður4 msk flórsykur50 g smjör150 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)3 dl rjómi, þeyttur.Þeytið saman eggjarauðurn-ar og flórsykurinn. Bræðið smjörið og súkkulaðið yfir vatnsbaði, kælið lítið eitt og hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjahræruna. Setjið hluta

af kreminu og rjómann á milli botnanna og afganginn af kreminu ofan á. Þessa köku er tilvalið að frysta og bera fram hálffrosna.

Blinis (Pönnukökur með pressugeri)(Óskað var eftir þessari uppskrift)½ dl volgt vatn15 g pressuger eða1 ½ tsk þurrger2 dl volg mjólk2 eggjarauður100 g hveiti eða bókhveiti½ tsk salt½ dl sýrður rjómi1 msk matarolía2 eggjahvíturMælið volgt vatn í skál, mylj-ið pressugerið út í vatnið eða stráið þurrgerinu yfir. Látið bíða í 3-5 mín.Velgið mjólkina í heitu vatni og hrærið henni saman við gerblönduna og síðan eggja-rauðunum.Blandið saman hveiti og salti og þeytið því saman við ger-blönduna. Blandið sýrðum rjóma og matarolíu saman við hræruna og látið hana bíða á hlýjum stað í ½ klst.Stífþeytið hvíturnar og blandið þeim varlega í hræruna um leið og baka á pönnukökurnar. Bakið á heitri pönnuköku-pönnu þykkar eða þunnar kökur, eftir því hvernig á að nota þær. Úr deiginu fást 5 þykkar pönnukökur.Berið kökurnar fram með kavíar, reyktum laxi og gras-lauk eða einhverri fyllingu, eða bara á hefðbundinn hátt með þeyttum rjóma og aldinmauki.Heimild: „Við matreiðum“ A.G og B.S

Ég hlakka til að heyra frá ykkur. Vonast til að fá fjölbreytt efni í næsta blað. Bestu kveðjur.

Bryndís Steinþórsdóttir hússtjó[email protected]

Blómapeysa og húfa

Stærð: 0-3 mánaða.Garn: DUO silkimerino 100 gr.Prjónar nr. 2,5-3,0

MunsturMunstrið er deilanlegt með 2+1Umf. 1,3,5,7 eru sléttarUmf. 2,4,6 eru brugnarUmf. 8: (frá röngu) slétt Umf. 9 (frá réttu) 1 sl *slá upp á prjóninn og prj. 2 sl saman*Endurtakið frá * til *Umf. 10 sléttEndurtakið þessar 10 umferðir

Fitjið upp 158 L á prj nr.2,5 eða 3 og prjónið 10 umf slétt (garðaprjón)Í 11. umf er aukið jafnt út um 16 L, aukið ekki út í 8 upp-hafs- og lokalykkjunum (kantur)Prj nú munstur eins og lýst er hér að ofan og í 8. umf á eftirfarandi hátt: 8L sl, 17L munstur, 124L sl, 17L munstur, 8L sl. Ljúkið svo 9. og 10. umf.

Ath. Kantlykkjurnar eru alltaf prjónaðar sl (garðaprjón)Gerið 5 hnappagöt í hægri boðunginn (stelpa og vinstri fyrir strák). Fyrsta hnappagatið gert í 12. umf og síðan eru 12 garðar á milli í kanti. Hnappagat: prj.4L sl frá kanti, sláið upp á prjóninn, takið 2L saman og prj 2L sl.

Prjónið annað munstur , umf 1-10, en í stað 17L eru nú prjónaðar 13L í 8. umf.Prjónið þriðja munstur , umf 1-10, en í stað 13L eru nú prjónaðar 9L í 8. umfPrjónið fjórða munstur, umf 1-10, en í stað 9L eru nú pjónaðar 5L í 8. umf.

Þegar fjórða munstri líkur er prjónað slétt prjón. Þegar bolur mælist 14 cm er fellt af undir hendi þannig: Prj 8 kantlykkjur, 36L sl, fellið 4L af, prj 78L sl, fellið 4L af, prj 36L sl og 8 kantlykkjur sl.Leggið bolinn til hliðar og prjónið ermar.

Ermar - Þær eru prjónaðar fram og til baka.Fitjið upp 40L á prj nr. 2,5 eða 3 og prjónið 10 umf sl (garðaprjón) Framhald á næstu síðu

Page 18: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

18

Skiptið yfir í sl prjón og aukið jafnt út í 11. umf um 6L.Prj 3cm sl og aukið þá út um 1L í upphafi og lok umf. Þetta er gert þrisvar sinnum á þriggja cm millibili.Þegar ermin mælist 13cm eru felldar af 3L í hvorri hlið.Prjónið seinni ermina á sama hátt.

Nú eru ermar og bolur prjónað í einu lagi, þ.e.a.s 8L sl (kantl.) 36L sl, 46L ermi, 78L bak, 46L ermi, 36L framstk. og 8L sl (kantl.) Nú eru 258L á prjóni.Prjónið tvær umf fram og til baka.Síðan eftirfarandi úrtökur (laski) frá réttu:8L sl, 34L sl, 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 42sl, 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 72L sl, 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 42L sl, 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 34L sl og 8sl (kantl)Þessar úrtökur eru gerðar í annarri hverri umf, alltaf frá réttu og þar af leiðandi fækkar lykkjumu um 8 í hverri umf þ.a. næsta úrtaka verður: 8L sl (kantl) 33L sl, 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 40L sl, 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 72L sl., 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 40L sl, 2sl saman, takið eina óprj, prj 1L og steypið óprj. L yfir, 33L sl, og 8L sl (kantl)Prjónið áfram á þennan hátt þar til 90L eru eftir á prjóninum. Skiptið þá yfir í garðaprjón og takið jafnt úr4L. Eftir 6 umf eru teknar úr 4L jafnt yfir, fellið af frá röngu.

FrágangurSaumið saman ermar og undir handveg. Saumið út blóm með tvöföldu garni og lykkjuspori.Festið tölur á. HúfaFitjið upp 114 L á prjóna nr. 3,0 og prjónið fram og til baka 10 umf. Garðaprjón.Tengið saman í hring og prjónið umferðir 1 til og með 7 sl.8. umf munsturprjón, prj. 40L sl, 34L br. og 40L sl9. umf munsturprjón, prj. 40L sl, *slá upp á prjóninn og prj. 2 sl saman* 17 sinnum, 40L sl.10. umf munsturprjón, prj. 40L sl, 34L br. og 40L slEndurtakið umf 1 til og með 7 sl, 8. umf, 44L sl, 26L br, 44L sl9. umf, 44L sl, *slá upp á prjóninn og prj. 2 sl saman* 13 sinnum, 44L sl10. umf, 44L sl, 26L br, 44L slEndurtakið umf 1 til og með 7 sl, 8. umf, 48L sl, 18L br, 48L sl9. umf, 48L sl, *slá upp á prjóninn og prj. 2 sl saman* 19 sinnum, 48L sl10. umf, 48L sl, 18L br, 48L slEndurtakið umf 1 til og með 7 sl, 8. umf, 52L sl, 10L br, 52L sl9. umf, 52L sl, *slá upp á prjóninn og prj. 2 sl saman* 5 sinnum, 52L sl10. umf, 52L sl, 10L br, 52L slPrjónið 20 umf sl., 1 umf br, 22. umf *slá upp á prjóninn og prj. 2 sl saman* allan hringinn23. umf br., 24. umf *1L sl, 2L sl saman* Prjónið 10 umf sl, síðan 10 umf garðaprjón , fellið af slétt frá röngu.

Gangið frá endum. Saumið blóm í húfuna og snúið saman snúru í koll.

Næsta Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Ísa-firði dagana 10.-12. júní í sumar. Mótið sem er ætlað keppendum 50 ára og eldri hefur vaxið hægt og örugglega, en um 400 kepp-endur tóku þátt í síðasta móti sem var haldið á Blönduósi 2015. Það mót tókst mjög vel í alla staði en veðurguðirnir léku við móts-gesti.

Ísafjörð þarf vart að kynna. Einstök perla með yndislegu fólki sem mun taka vel á móti mótsgestum í sumar. Undirbúningur er í full-um gangi fyrir vestan og allt verður tilbúið þegar flautað verður til leiks föstudaginn 10.júní.

Á Ísafirði er aðbúnaður allur til móts hald-sins með miklum ágætum. Keppt verður í fjölda íþróttagreina, hefðbundnum sem nýjum, auk þess sem afþreying og aðrir við-burðir verða fá morgni til kvölds.

Helstu keppnisgreinar verða; badminton, boccia, bogfimi, bridds, frjálsíþróttir, golf, kajak, kappróður, körfubolti 2:2, línudans, pútt, ringó, skák, skotfimi, pönnukökubakst-ur, stígvélakast, strandblak, sund og þríþraut.

Skráning á mótið mun hefjast í byrjun maí á heimasíðu Ungmennafélags Íslands, umfi.is og er keppnisgjaldið kr. 4.500.-

Það er ástæða til að hvetja sem flesta til að koma vestur og taka þátt í skemmtilegu móti. Njóta samverunnar með góðu fólki og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu móts-ins, umfi.is

Ómar Bragi Stefánsson

Page 19: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

19

Algengt er að veikindi og sjúkdómar tengist umferðarslysum, annaðhvort sem meginorsök eða meðverkandi þáttur. Líkindi þess að valda umferðarslysi aukast stórlega þjáist ökumenn af vissum sjúkdómum þó áhættan sé mismunandi eftir tegund og alvarleika þeirra. Margar rannsóknir eru til sem sýna tengsl milli umferðarslysa og sjúkdóma eins og floga-veiki, kæfisvefns, þunglyndis og sykursýki en einnig er fylgni milli hjarta- og æðsjúkdóma og umferðarslysa.12 Þá eru ótalin tengsl öldrunar og umferðarslysa en þó ber að taka fram að aldur er ekki sérstakur áhættuþáttur, heldur þeir sjúkdómar og heilsubrestir sem fylgja hækkandi aldri3. Flest banaslys í umferðinni verða í hópi ungra ökumanna á aldrinum 15-19 ára, en síðan dregur úr slysatíðni með hækk-andi aldri. Þó má sjá aukningu á slysatíðni hjá ökumönnum eftir sextugsaldur (sjá mynd 1).

Mistök eldri ökumanna í umferð eru frábrugðin mis-tökum annarra ökumanna. Þau tengjast gjarnan heilsu þeirra þ.m.t. skertri sjón, heyrn og minnkandi viðbragðshraða. Slys við gatnamót eru algeng, sem og slys við aðreinar og fráreinar.

Undanfarin ár hefur Rannsóknar-nefnd samgönguslysa rannsakað all-mörg banaslys í umferðinni sem rekja má til veikinda ökumanna. Árið 2015 létust 16 í banaslysum í umferðinni en í fjórum þessara slysa telur rannnsóknar-nefndin að veikindi séu meðverkandi orsakaþáttur. Með því er átt við að ökumaður sem veldur slysinu er óhæfur til aksturs vegna sjúkdóms eða lyfja sem skerða ökuhæfi hans verulega.

1 P.C. Dischinger, S.M. Ho and J.A. Kufera, Medi-cal conditions and car crashes, Proceedings of the 44th Annual Conference of the Association for the Advancement of Automotive Medicine Chicago, IL (2000), pp. 335–346.

2 American Thoracic Society, 1994 American Thoracic Society, Sleep apnea, sleepiness and driv-ing risk, Am. J. Respir. Crit. Care Med. 150, pp. 1463–1473.

3 Determining medical fitness to operate motor vehicles. CMA Drivers guide. 7th edition. Ottawa: Canadian Medical Association.

Gildistími fullnaðarskírteinis er að öllu óbreyttur til sjötugs, en við endurnýjun þarf að framvísa vottorði frá heimilis-lækni þar sem fram kemur ástand sjónar, heyrnar og hreyfigetu. Ef ökumaður stenst læknisskoðun gildir leyfið í 4 ár. Eftir það þarf að endurnýja réttindi ann-að hvert ár og á hverju ári eftir áttrætt (sjá reglugerð nr.830/2011 um ökuskírteini). Samkvæmt 4. grein reglugerðar um öku-skírteini (830/2011) getur sýslumaður krafist þess að umsækjandi gangist undir læknisfræðilega rannsókn ef vafi þykir leika á að heilbrigðisskilyrðum sé full-nægt, til að fá úr því skorið hvort gefa megi út ökuskrírteini. Í því sambandi getur sýslumaður krafist þess að um-sækjandi þreyti próf í aksturshæfni.

Að mati rannsóknarnefndar sam-gönguslysa hefur ekki tekist nægjanlega vel að framfylgja ákvæðum um heil-brigðiskröfur sem gerðar eru til öku-manna í íslenskum lögum og reglum. Áherslan er á sjón, heyrn og hreyfigetu en aðrir heilsufarsþættir eru sjaldan teknir með í reikninginn. Þá telur nefndin óheppilegt að heimilslæknar annist mat á heilsu sem getur leitt til þess að sjúklingur missi ökuréttindi.

Heppilegra er að mati nefndarinnar að óháður aðili eða stofnun sem sérhæfir sig á þessu sviði, annist matið.

Í Missouri (og víðar) í Bandaríkjunum geta heilbrigðisstarfsmenn, nánir að-standendur sjúklinga, starfsfólk sem af-greiðir ökuskírteini og lögregla tilkynnt yfirvöldum ef grunur leikur á að öku-hæfi einstaklings sé skert vegna veik-inda með lögbundnu ferli. Þá er sérstakt eyðublað fyllt út og sent til viðkomandi ökuleyfastofu. Trúnaður ríkir um nafn tilkynnanda og sérstök grein í lögunum

tryggir að tilkynnandi brýtur ekki gegn þagnarskyldu sinni eða trúnaði við skjól-stæðing, t.d. ef læknir til-kynnir um sjúkling sinn. Í kjölfar tilkynningar er metið hvort hún er áreiðanleg, ef svo er þá er ökumaðurinn beðinn um að fara í sérstaka læknisskoðun þar sem fram fer læknisfræðilegt mat á ökuhæfi m.t.t. heilsufars. Ef læknir skilar ekki inn mati á ökuhæfi innan 30 daga með

sérstöku eyðublaði þá missir ökumað-urinn ökuleyfi sitt. Mögulega fer einnig fram skriflegt ökupróf og verklegt öku-mat ef læknisskoðun er ekki ótvíræð. Hægt er að skjóta álitamálum til ráð-gjafanefndar. 4

Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun gera þá tillögu í öryggisátt að heilbrigðis-ráðherra skipi vinnuhóp sem fjalli um ökuleyfi og veikindi. Yrði horft til skipu-lags í öðrum löndum og t.d. rannsakað hvort taka eigi upp sambærilegt kerfi og tíðkast í Bandaríkjunum. Jafnframt hvetur rannsóknarnefndin ökumenn, sem eru í áhættuhópi vegna veikinda eða lyfjanotk-unar til að bregðast við af ábyrgð og gangast undir skoðun á ökuhæfi sínu hjá læknum og stjórnvöldum.

4 Meuser, T.M, Carr, D.B., Unger., E.A og Ul-farsson, G.F., (2015). Family reports of medically impaired drivers in Missouri: Cognitive con-cerns and licensing outcomes. Accident Analysis and Prevention, 74, bls. 17-23. DOI: 10.1016/j.aap.2014.10.002Meuser, T.M., Carr, D.B. og Ulfarsson, G.F., 2009: Motor-vehicle crash history and licensing outcomes for older drivers reported as medically impaired in Missouri. Accident Analysis and Prevention, 41(2), bls. 246-252. DOI: 10.1016/j.aap.2008.11.003

Veikindi og ökuhæfni

Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysa skrifar fyrir hönd Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Veikindi og ökuhæfni Í sér dálk ef hentar.... Að mati rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur ekki tekist nægjanlega vel að framfylgja ákvæðum um heilbrigðiskröfur sem gerðar eru til ökumanna í íslenskum lögum og reglum. Aldur er ekki talinn sérstakur áhættuþáttur, heldur þeir sjúkdómar og heilsubrestir sem fylgja hækkandi aldri. Algengt er að veikindi og sjúkdómar tengist umferðarslysum, annaðhvort sem meginorsök eða meðverkandi þáttur. Líkindi þess að valda umferðarslysi aukast stórlega þjáist ökumenn af vissum sjúkdómum þó áhættan sé mismunandi eftir tegund og alvarleika þeirra. Margar rannsóknir eru til sem sýna tengsl milli umferðarslysa og sjúkdóma eins og flogaveiki, kæfisvefns, þunglyndis og sykursýki en einnig er fylgni milli hjarta- og æðsjúkdóma og umferðarslysa.12 Þá eru ótalin tengsl öldrunar og umferðarslysa en þó ber að taka fram að aldur er ekki sérstakur áhættuþáttur, heldur þeir sjúkdómar og heilsubrestir sem fylgja hækkandi aldri3. Flest banaslys í umferðinni verða í hópi ungra ökumanna á aldrinum 15-19 ára, en síðan dregur úr slysatíðni með hækkandi aldri. Þó má sjá aukningu á slysatíðni hjá ökumönnum eftir sextugsaldur (sjá mynd 1).

Mistök eldri ökumanna í umferð eru frábrugðin mistökum annarra ökumanna. Þau tengjast gjarnan heilsu þeirra þ.m.t. skertri sjón, heyrn og minnkandi viðbragðshraða. Slys við gatnamót eru algeng, sem og slys við aðreinar og fráreinar. Undanfarin ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakað allmörg banaslys í umferðinni sem rekja má til veikinda ökumanna. Árið 2015 létust 16 í banaslysum í umferðinni en í fjórum þessara slysa telur rannnsóknarnefndin að veikindi séu meðverkandi orsakaþáttur. Með því er átt við að ökumaður sem veldur slysinu er óhæfur til aksturs vegna sjúkdóms eða lyfja sem skerða ökuhæfi hans verulega. Gildistími fullnaðarskírteinis er að öllu óbreyttu til sjötugs, en við endurnýjun þarf að framvísa vottorði frá heimilislækni þar sem fram kemur ástand sjónar, heyrnar og hreyfigetu. Ef ökumaður stenst læknisskoðun gildir leyfið í 4 ár. Eftir það þarf að endurnýja réttindi annað hvert ár og á hverju 1 P.C. Dischinger, S.M. Ho and J.A. Kufera, Medical conditions and car crashes, Proceedings of the 44th Annual Conference of the Association for the Advancement of Automotive Medicine Chicago, IL (2000), pp. 335–346. 2 American Thoracic Society, 1994 American Thoracic Society, Sleep apnea, sleepiness and driving risk, Am. J. Respir. Crit. Care Med. 150, pp. 1463–1473. 3 Determining medical fitness to operate motor vehicles. CMA Drivers guide. 7th edition. Ottawa: Canadian Medical Association.

2 2 2

24

16

8 7 11

7 9 9

6

12 10

2 6 7

2

0

5

10

15

20

25

30

0-4

5-9

10-1

4

15-1

9

20-2

4

25-2

9

30-3

4

35-3

9

40-4

4

45-4

9

50-5

4

55-5

9

60-6

4

65-6

9

70 -7

4

75-7

9

80-8

4

85+

Fjöl

di

Aldur

Mynd 1. Aldur látinna í umferðarslysum 2005-2014

Page 20: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

20

Nýlega lagði heilbrigðisráðherra fram áætlun um fjölgun hjúkrunarheimila. Áætlunin er til skamms tíma, en Land-samband eldri borgara hafði reiknað með því og óskað eftir að áætlað væri til næstu ára því þörfin er mikil.

Áætlunin gerir ráð fyrir að fjölga hjúkrunarheimilum um þrjú á næstu þremur árum. Tvö þeirra í Reykjavík og nágrenni og eitt á Suðurlandi.

Skýrsla frá heilbrigðisráðuneytinu, sem Erna Indriðadóttir varaþingmaður óskaði eftir, staðfestir að eldri borg-arar bíða eftir vistun á hjúkrunar-heimilinum í að meðaltali 87 daga og að samtals eru á þessu ári 276 sjúkir eldri

borgarar á biðlista sem hafa ekki í ann-að hús að venda en á hjúkrunarheimili.

Lengst er biðin eftir vistun á hjúkrunar-rýmum á Suðurnesjum eða 138 dagar og þar eru nú 33 á biðlistum.

Áætlanir gera ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra einstaklinga sem þurfa vistunar við vegna aldurs og sjúkleika á næstu árum. Hafa þeir þá ekki í önnur hús að venda en vistun á hjúkrunarheimili eftir að önnur úrræði hafa verið reynd svo sem heimilishjálp eða heimahjúkrun

Það er skoðun Landsambands eldri borgara að gera verði áætlun um bygginu hjúkrunarrýma til lengri tíma en fyrirliggj-andi áætlun heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir vegna þeirrar miklu fjölgunar eldri borgara á næstu árum sem framundan er.

Áætlun heilbrigðisráherra veldur vonbrigðum

Eyjólfur Eysteinsson, fulltrúi LEB í stjórn Framkvæmdasjóðs

aldraðra.

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra og skal m.a. vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra.

Samstarfsefndin hefur meðal annars fjallað um að mikil þörf virðist vera á upplýsingavef fyrir almenning um öldrun og aldraða þar sem er að finna margvíslegar upplýsingar um málaflokkinn, fyrirkomulag hans og hlutverk og þjónustu einstakra aðila á þessu sviði. Á fundi sínum 17. mars s.l. samþykkti nefndin að leggja til við velferðarráðuneytið að slíkur upp-lýsingavefur verði starfræktur og að ráðuneytið feli Landssambandi eldri borgara umsjón með vefnum. Stjórn Landssambands eldri borgara hefur fjallað um málið og hvatt til að unnið verði áfram að málinu.

Upplýsingavefur um öldrun og aldraða

Fjölmargar keppnisgreinar, meðal annars frjálsar íþróttir, boccia, sund, golf, pútt, stígvélakast og línudans.

Fjölbreytt afþreying og ýmsir viðburðir utan keppnisdagskrár.

Á Ísafirði er fjölmörg gistiheimili og hótel. Nánari upplýsingar á www.westfjords.is/is

Tjaldstæði er í Tungudal rétt við golfvöllinn og góð aðstaða fyrir húsbíla og fellihýsi á tjaldstæði neðarlega á eyrinni.

Ísafjörður er í einungis 5 tíma aksturfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði 10.-12. júní 2016

Efni óskast !Ritnefnd Listarinnar að lifa hvetur lesendur og forystufólk í félögum eldri borgara að senda inn efni í blaðið okkar.

Gerum gott blað enn betra og fjölbreyttara. Hugmyndir og efni sendist á ritstjórn: [email protected]

LISTINLIFAAÐ

Page 21: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

lyfja.is

Við bjóðum upp á eftirfarandi heilsufarsmælingar alla virka dagaí Lyfju Lágmúla og Smáratorgi

• Blóðþrýstingsmælingu• Blóðsykursmælingu• Blóðfitumælingu• Beinþéttnimælingu

• Öndunarmælingu• Blóðrauðamælingu• Mælingu á súrefnismettun í

blóði

sjá nánar á lyfja.is

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS LYF 79004 03/16

Page 22: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

22

Þórdís Þorleifsdóttir er 79 ára, fædd og uppalin á Ísafirði þar sem hún býr enn í dag. Lengst af bjó hún ásamt fjöl-skyldu sinni í Hnífsdal en er nú aftur flutt á Ísafjörð. Þar býr hún á 4. hæð í fjölbýlishúsi við Sundstræti og líkar vel. Við slógum á þráðinn vestur og spurðum Þórdísi hvernig væri að vera eldri borgari á Ísafirði?

„Mér finnst mjög gott að búa hér,” segir hún „það er stutt í alla þjónustu eins og verslanir og heilsugæslu. Ég hef ekki þurft að fá mikla þjónustu hjá bænum, en t.d. eftir aðgerð í fyrra þá fékk ég aksturs-þjónustu.” Hún kveðst þó geta fengið heimahjúkrun og heimilishjálp ef hún þurfi með. „Hvað húsnæðismál varðar þá er hér úrval íbúða fyrir eldra fólk, ýmist góðar íbúðir í fjölbýli eða leigu- og eignar-íbúðir á Hlíf. Á Hlíf þar sem eru íbúðir fyrir eldri borgara er líka margs konar þjónusta í boði. Þar er dagdeild 5 daga vikunnar.” Á Hlíf er föndur og handa-vinnukennsla og ýmis önnur þjónusta, eins og leikfimi, fótsnyrting, hárgreiðsla,

verslun, bankaþjónusta o.fl. Fólk getur komið utan úr bæ og keypt þar mat eða fengið heimsendan mat. Þórdís segist stundum fara á Hlíf og taka þátt í handa-vinnunni og þar sé ákaflega gott að koma. En henni finnst að fleiri mættu gjarn-an koma þangað og taka þátt í starfinu. Félag eldri borgara hefur sína aðstöðu á Hlíf sem kallast Naust og þar er ýmislegt í boði líka að sögn Þórdísar sem er greini-lega ánægð með þjónustuna.

En finnst henni eitthvað vanta varðandi þjónustuna?

„Nei hér er allt sem maður þarf. Nú er líka komið í gagnið glænýtt hjúkr-unarheimili, svo þar er þá endastöðin fyrir þá sem veikjast eða geta ekki leng-ur búið heima. Svo er nú veðurblíðan á Ísafirði ekki til að spilla fyrir” segir Þórdís að lokum.

Formanna- fundur LEB:Fundur formanna Landssambands eldri borgara verður haldinn þriðju-daginn 26. apríl 2016, hefst kl. 13:00 og fer að þessu sinni fram í félags-heimilinu Hlégarði í boði Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni. Formannafundurinn er haldinn annað hvert ár, þegar enginn Lands-fundur fer fram og á fundinum er farið yfir ýmis þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Í tilefni af nýútkomnum tillögum um breytingar á almannatrygg-ingakerfinu leituðum við eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Hvað finnst forsætisráðherra um þessar til-lögur hvað eldri borgara varðar?

„Ég tel að tillögurnar séu góð undirstaða framfara á þessu sviði og til þess fallnar að einfalda lífeyriskerfið og að fólk njóti ávaxta lífsstarfs síns. Einn-ig er stefnt að því að auka sveigjanleika og fjölga valkostum varðandi starfslok eða að vera í hlutastarfi og á hlutalífeyri. Og sú velgengni sem Ísland nýtur nú í efnahagsmálum mun án efa gefa eldra fólki aukna möguleika til atvinnuþátt-töku fram eftir árum.”

Mun forsætisráðherra beita sér fyrir því að þessar tillögur nái fram að ganga á þessu kjör-tímabili eins og nefndin leggur til?

„Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur þegar sett af stað vinnu við að

semja frumvarp um framkvæmd til-lagnanna þannig að þær komist til framkvæmda frá næstu áramótum og ég vænti þess að góð samstaða geti náðst á Alþingi um lögfestingu frumvarpsins.”

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Ríkisstjórnin telur mikilvægt að aldraðir njóti jafnræðis og sanngirni í samfélaginu,

og virkni þeirra sé tryggð. Stuðla þarf að sveigjanlegum starfslokum og lífeyristöku-aldri. Fyrirliggjandi áform um breytingar á almannatryggingum verða endurmetin.“ Telur forsætisráðherra að með lögfestingu tillagna almannatrygginganefndar sé þessu stefnumiði náð?

„Já ég tel að svo sé. Tillögurnar byggja til dæmis á því að sá sem er á lífeyri haldi alltaf að minnsta kosti 55% tekna sinna og eru því mun sanngjarnari en núverandi fyrirkomulag þar sem skerð-ing er í ákveðnum tilvikum 100% eða króna á móti krónu.”

Telur forsætisráðherra að það sé gott að vera aldraður á Íslandi.

„Í öllum alþjóðlegum samanburði á högum aldraðra eru íslendingar og aðrar norðurlandaþjóðir yfirleitt í efstu sætum. En það er alltaf hægt að gera gott betra og þessar tillögur miða að því. Það gera einnig aðgerðir ríkisstjórnar-innar á öðrum mikilvægum sviðum eins og í húsnæðismálum og heilbrigðismál-um,” segir Sigmundur Davíð.

Forsætisráðherra líst vel á tillögurnar

Hvernig er að vera eldri borgari á Ísafirði?

Þórdís Þorleifsdóttir

Page 23: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

23

Frá og með 1. mars á þessu ári hóf Strætó að bjóða eldri borgurum verulegan afslátt af árskortum. Almennt verð er 58.700.- krónur en þessum hópi býðst kortið á kr. 19.900.- Kortið gildir eingöngu um ferðir innan höfuðborgara-svæðisins, þannig að ef ferðast á út fyrir það, kemur til sérstakt gjald eftir því hvert er haldið.

Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að fyrirtækið vilji með þessu gera enn betur fyrir þennan ört stækkandi hóp. „Við vinnum stöðugt að því að betrumbæta okkar þjónustu og eldri borg-arar geta líkt og allir aðrir ferðast mjög víða um landið með Strætó á mjög góðum kjörum.” Eldri borgarar samkvæmt reglum Strætó teljast 70 ára og eldri.

Hægt er að kaupa kortin á heimasíðu Strætó og fá þau af-hent gegn framvísun viðeigandi skilríkja í miðasölu Strætó í Mjódd. Nýja árskortið fyrir aldraða og öryrkja ætti að koma

vel út fjárhagslega, auk þess sem aukin þægindi felast í því að geta keypt kort til eins árs í stað afsláttarfarmiða með takmörkuðum fjölda ferða. „Loks er rétt að benda á appið okkar. Þar er frábær lausn fyrir alla sem eru með sjallsíma,” segir Jóhannes. „Eldri borgarar geta sem dæmi fengið 50% afslátt af stakri ferð með appinu; hún kostar þá 210 krónur í stað 420”.

Kynning:

Nýjung hjá Strætó – góð kjör fyrir eldri borgara

Jóhannes Svavar Rúnarsson,framkvæmdastjóri Strætó.

Hafðu það gott í ferðalaginu !Þrýstijöfnunar- heilsudýnur í ferðavagninn

Svefnsett samanstendur af sæng sem saumuð er við þrýsijöfnunaryfi rdýnu og hentar því sérstaklega vel í ferðavagninn. Enginn kuldi sleppur inn við úthliðina.

Þrýstijöfnunar- yfi rdýnurnar eru einstaklega þægilegar og rúllast vel upp til geymslu.

Allar upplýsingar á duvalay.is eða í síma 824 8070

Einnig er hægt að sérpanta sérsniðna

heilsudýnu í hjólhýsi og húsbíla. Verst að þá verður jafnvel betra að

sofa í ferðavagninum en heima !

Page 24: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

24

KROSSGÁTALausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni.

Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnirtil skrifstofu LEB fyrir 1. júní 2016. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik.Vinningshafi síðustu krossgátu var: Óttar Björnsson, Ytra-Laugalandi Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri og hlýtur hann kr. 10.000 í verðlaun.Lausnarorð síðustu gátu var: FYRNIST ÞEGAR FENGIÐ ER

AuðnÆrsl

ÞreytirÁflíkBoli

ÞokaDróúrVöxtur

Lækn-ing100

ÁttSamhlj.

ÆtlaÖgn

Regn-skúr

TörnLeik-fang

út-hverf Skæði

VarpVægð

KúgarOp

Sk.st.ÓreiðaKorn

SpaugStein-snar

18

MæðaÞautÓhóf

TertaÞrepStefna

NiðrunPen

Mynni

16 8

ÞegarMasturBelgur

3 5 VissaSvar-dagi

VarmiPípurSonur

ÓttastPlanta

GetaList

1

VilltirPíla

Klaufi

ÚtvegaBeint

13 SkessaRöddFlan

Snún-ingar

TónnRöstKorn

FákurRauð-aldin

Kvittur15 Tvíhlj.

Vín-stofa

Öf.tvíhlDútl

TindaTemja

Sam-þykkiTítt

Rugl-ingur

Fuglinn

2 VeinÓ-

ánægð

7 EkkiMagiBullar

17

Burðar-ól

ÞysKopar

FroðaHljóm-

ar

SnáðaTemja

6

Hófu14 Vík

Sér-hljóðar

11 ReimRöðAfa

DrollVillMýri

HéraðTengi

ValaAfát

ÞjórarMjúkaKvakaTvíhlj.

12 Brynnamúsum

10

Áhald6Samhl5Sérhl.

9 4

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

11 12 13 14 15 16 17 18

Page 25: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

HOLLVINUR LEB

HNAPPUR SEM BJARGAÐ GETUR LÍFI ÞÍNU OG ÞINNA NÁNUSTU

ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

Page 26: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

26

Í nóvember á síðasta ári var haldið framtíðarþing um farsæla öldrun á Selfossi. Margt var til umfjöllunar og ýmissa spurninga spurt. Um væntingar samfélagsins til aldraðra hafði Skafti Bjarnason þessi orð:

Það nær ekki nokkurri átt nöldrið verð ég að segja. Þið skuluð ekki hafa hátt en halda kjafti og þegja.

Þá kom spurningin: Hvað er farsæl öldrun?Skafti svaraði.

Farsæl öldrun finnst mér vera fjölbreytt lífið kost ég telað gera það sem ég vil geraog geta notið lengi og vel.

Sömu spurningu svaraði Hjörtur Þórarinsson.

Upplýsingar eigi læt bíðaí einfaldleika frá því segi. Best er af öllu að láta sér líða ljómandi vel á hverjum degi.

Þótt liggi fyrir launabætur er lífsviðhorf sem mestu ræðurþví sá á nóg sem nægja lætur við notalegar kringumstæður.

Þá var spurt. Hvernig stuðlum við að farsælli öldrun? Þessu svaraði Ásdís Sigurðardóttir.

Kveðjumst kát að loknu starfi, margt var um hér rætt. En hlátur, dans og fullur magi getur flest allt bætt.

Við þessari sömu spurningu kom svar frá borði númer 2 þar sem Steinunn K. Jónsdóttir átti fyrripart, en Óskar H. Óskarsson seinni partinn.

Farsæl öldrun er okkar fag fylkjum saman liði í dag. Gerum öllum öðrum gott endum síðan lífið flott.

Þegar Hjörtur Þórarinsson, sem sat við borð númer 8, var inntur eftir því hvort vísurnar hér að framan væru eftir hann, svaraði Hjörtur.

Frá borði 8 börnin mín bæði allvel metin. Heiðarleg og hugsun fín hvergi óskilgetin.

Um fésbókina og þá sem ekki eru þar og því ekki fullgildir í umræðunni, sagði Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akur-eyri.

Þótt glompur séu í mínu minni margt ég bæði veit og skil. En fólk sem er ekki á fésbókinni er fjandakornið varla til.

Á árinu 2008 birtist talsvert merkileg frétt í Fréttablaðinu um sauðburð. Einari nokkrum Kolbeinssyni þótti þessi frétt bera vitnisburð um úrkynjun landans. Í fréttinni stóð m.a.: „Ærin Ræsa gerði sér lítið fyrir og gaut fimm lömbum. Einar gat ekki orða bundist og sendi blaðinu þessa vísu og spurn-ingu:

Miklar gáfur margur ber, minna aðrir hljóta, síðan hvenær, segið mér, sauðkind fór að gjóta?.

Og Einar heldur áfram: Fáfræðinnar dregur dám, drengur sá er lýsir, því að komi undan ám, yrðlingar og grísir.

Sem grundvallarupplýsingar fyrir blaða-menn Fréttablaðsins sendi Einar þeim þetta vísukorn.

Um náttúruna nú skal fræða, nefnilega þörf er brýn:Hryssur kasta, konur fæða, kindur bera, gjóta svín.

Sigurður Jóhannsson bjó síðustu árin á Suðureyri í húsi sem hann byggði og kallaði Slunkaríki. Hann mun hafa róið á vetrarvertíðum frá Bolungarvík um tíma og var stundum einn á báti. Afla-brögð voru rýr og eins henti það að bát hans hvolfdi. Sigurður var lunkinn hag-yrð-ingur og um þessa erfiðleika orti hann vísu.

Illt er að róa einn á bát, óhægt mjög að stýra. Enginn heyri í mér grát yfir hlutnum rýra.

Sigurður orti formannavísur á Suður-eyri, en skipstjórar á bátunum voru kall-aðir formenn. Sjálfsagt hefur bragurinn verið fluttur á samkomu þar vestra. Ein þeirra, ort um dugmikinn formann, er svona.

Jón um bláan brimarvöll beitir ráardýri, aldan há þó auki sköll, ei fer hann frá stýri.

Jónas hét maður sem vann í verk-smiðjunni á Sólbakka í Önundarfirði á karfa- og síldarárunum á milli 1930-40. Þegar hann talaði um sjálfan sig sagði hann alltaf „mér“ í staðin fyrir „mig“ Hann var eitt sinn að þrífa þróna og týndi þá krónupening, sem var meira en tímakaup karlmanns á þeim tíma. Til að hjálpa Jónasi að endurheimta krónuna samdi Sveinn Gunnlaugsson, skóla-stjóri þessa vísu.

Þið sem þrífið þróna hér, þessum orðum sinni. Að þið skilið heim til mér, henni krónu minni.

Um sveitunga minn vestan úr Ön-undarfirði, orti Kristján Runólfsson í Hveragerði.

Orðanna kunnur af kyngi, kræfur var braga á þingi, ljúfur og laginn, að lífga upp á daginn, góðskáldið Guðmundir Ingi.

Þar með er lokið sett á Vísnaskrínið.

VísnaskríniðGrétar Snær Hjartarson tók saman

Grétar Snær Hjartarson

Page 27: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

Kynntu þér málið á strætó.is

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

STR

786

77 0

3/16

ÁRSKORTfyrir aldraða og öryrkja aðeins

19.900 kr.

Með árskort upp á vasann er Strætó ódýr farkostur fyrir aldraða og öryrkja sem vilja komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið.

Kauptu kortið á strætó.is og fáðu það sent heim.

Page 28: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

28

Stór hluti viðskiptavina okkar í VÍB eru á lífeyrisaldri. Hvort sem þeir ávaxta fjármuni í séreignarsparnaði, á banka-reikningum eða í sjóðum er markmið flestra það sama en það er að ávöxtun sé umfram verðbólgu en á sama tím að halda áhættu í lágmarki. En hver er áhættan og hvert er raunverulegt öryggi þeirra ávöxtunarleiða sem hægt er að velja?

Bankareikningar Til einföldunar er hægt að tala um tvær tegundir áhættu. Annars vegar hversu líklegt er að eignin sveiflist í verði og hins vegar hvort líkur séu á að eignin rýrni eða tapist að fullu.

Sveiflur á bankareikningum eru sára-litlar. Verðtryggðir reikningar tryggja að inneignin haldi verðgildi sínu og við bætast hóflegir vextir. Þeir eru þó bundnir í að lágmarki 3 ár. Óverðtryggðir reikningar geta þó gefið neikvæða raunávöxtun ef verðbólga er óvenju mikil. Innlán voru í hruninu tryggð að fullu af ríkinu og eru nú forgangskrafa ef banki verður gjaldþrota. Ríkið ábyrgist enn flesta reikninga að fullu og auk þess tryggir Tryggingasjóður innstæðueigenda um 3 milljónir króna.

SjóðirÍ sjóðum geta sparifjáreigendur fengið aðgang að fjölbreyttu úrvali fjárfestingarkosta, svo sem ríkisskuldabréfum og lausafjársjóðum. Eignadreifing er lykilatriði þegar lágmarka á áhættu. Þegar mörgum verðbréfum er blandað saman dregur það úr sveiflum safnsins og kemur í veg fyrir að slæmt gengi eins verðbréfs geti haft afgerandi áhrif á heildarsafnið. Sjóðir bjóða upp á mikinn sveigjanleika, eru alltaf lausir með stuttum fyrirvara og hafa engin áhrif á greiðslur Trygginga-stofnunar fyrr en þeir eru seldir.

Algengt er að viðskiptavinir okkar ávaxti hluta síns spari-fjár í ríkisskuldabréfasjóðum, fyrst og fremst vegna öryggis.

Aðrar hætturLengi væri hægt að telja upp hættur sem sparifjáreigendur geta brennt sig á. Sem dæmi má nefna að of margir gera þau mis-tök að geyma háar upphæðir í reiðufé, sem rýrnar í verðbólgu. Reiðufé sem geymt hefur verið síðustu 10 ár „undir koddan-um“ hefur til dæmis rýrnað um þriðjung. Misskilningur vegna Tryggingastofnunar getur reynst fólki dýrkeyptur og örar breytingar á eignasöfnum geta verið kostnaðarsamar.

Ráðgjöf um ávöxtun sparifjár á lífeyrisaldri er hægt að fá hjá VÍB á Kirkjusandi án kostnaðar, í síma 440-4900 eða í tölvupósti [email protected].

Hver er áhættan við að ávaxta sparnað?Frá fræðslustjóra VÍB

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.

TryggingastofnunLaugavegi 114 | 105 ReykjavíkSími 560 4400 | [email protected] | tr.is

67+Kynningarfundir fyrir 67+í hverjum mánuði.Dagsetningar og skráning á tr.is

Page 29: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

29

Haukur Ingibergsson var kosinn formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi samtakanna síðastliðið vor eftir að hafa verið varaformaður tvö árin þar áður. Á síðasta ári heimsótti hann 28 að-ildarfélög eða rúman helming allra aðildarfélaga LEB og kynntist fjöl-breyttu starfi sem félögin sinna um land allt.

Næg verkefniEitt best heppnaða verkefni LEB síð-ustu misserin segir Haukur að varði einmitt samtal við sveitarstjórnarstig-ið. „Þar höfum við lagt áherslu á að í hverju sveitarfélagi starfi öldungaráð þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldr-unarmála enda sjá sveitarfélögin mikið til um þennan mikilvæga þátt í mál-efnum aldraðra. Sveitarstjórnarmenn tóku hugmyndunum um öldungaráð vel og nú þegar starfa öldungaráð í um 20 sveitarfélögum.”

„Annað verkefni sem loksins tókst að ljúka eftir margra nefnda starf var að ná bærilegri samstöðu í nefnd um endur-skoðun laga um almannatryggingar hvað varðar hagsmuni eldri borgara, en núverandi lífeyriskerfi hefur ekki mikið breyst á þessari öld og er ógegnsætt og flókið“ segir Haukur. Hann segir að Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fulltrúi LEB í nefndinni eigi mikinn þátt í að ná fram þeirri samstöðu sem náðist. Og nú þurfa tillögurnar að endurspeglast í lagafrumvarpi sem hljóti samþykkt Al-þingis. Það sé eitt af meginverkefnum þessa árs að fylgja tillögunum eftir til framkvæmdar.”

Kjaramálin háværEn LEB hefur ekki náð öllum markmið-um sínum. Að loknum landsfundi síðasta vor var stjórnvöldum kynnt sú krafa LEB að lífeyrir almannatrygginga tæki sömu hækkunum og lægstu laun í kjarasamn-ingum og myndi hækka jafn mikið og á sömu dagsetningum og hækkun lægstu launa, þannig að lífeyririnn yrði 300 þús-und krónur árið 2018. Haukur segir að

þrátt fyrir ötula baráttu LEB og aðildar-félaga við að ná þessari kröfu fram, hafi vilji ráðandi afla til að fjárhæðir bóta og lægstu launa fylgdust að reynst lítill. „Við afgreiðslu fjárlaga samþykkti Alþingi að bætur skyldu hækka 1. janúar 2016 um 9,7% þannig að fjárhæð bóta þess sem býr einn árið 2016 verður 246.902 kr. á mánuði og 212.776 kr. á mánuði hjá þeim sem býr með öðrum.

Það sem var sérstakt við þetta ferli síðasta haust var að kjaramál eldri borgara komust í brennidepil hinnar pólitísku umræðu og vöktu athygli allra landsmanna” segir Haukur. „Stjórnar-andstaðan á Alþingi sameinaðist um að gera afturvirkni lífeyris aldraðra að öðru af sínu aðalmáli við afgreiðslu fjárlaga og mikil fjölmiðlaumfjöllun var um kjaramál okkar. Samskiptamiðlarnir loguðu um málefnið og forseti Íslands vakti máls á bágum kjörum aldraðra svo eitthvað sé nefnt. En fjármálaráðuneyt-inu varð hins vegar ekki haggað.”

En hvernig sér Haukur kjaramál næstu missera fyrir sér?

„Lykill að betri kjörum er að lögfesta tillögu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar. Þá halda menn 55% af tekjum sínum svo sem lífeyris-, atvinnu- eða fjármagnstekjum og þar með er bundinn endir á að skerðing líf-eyris almannatrygginga geti verið 100% eða króna á móti krónu og verði aldrei meiri en 45%. Jafnframt er valkostum fjölgað og sveigjanleiki aukinn þannig að einstaklingar geti hafið lífeyristöku

frá 65 ára aldri eða frestað lífeyristöku til áttræðs auk þess að einstaklingur geti verið í hlutastarfi og tekið hluta líf-eyri. Þá er mikilvægt að réttindakerfi al-mennra lífeyrirssjóða og almannatrygg-inga verði samræmt þannig að hver einstaklingur geti með einföldum hætti notið réttinda sinna í báðum kerfum,“ segir formaður LEB.

„Það þarf hins vegar alltaf að gæta að högum þeirra sem minnst hafa úr að spila og búa við rýr réttindi en góð efnahagsstaða Íslands á að gera okkur kleyft að sinna þeim hópi á mannsæm-andi hátt“ segir Haukur og bætir við, „við megum líka gæta þess að láta ekki kjaraumræðuna yfirskyggja umræðu um önnur mikilvæg hagsmunamál eldri borgara svo sem varðandi heilbrigðis-kerfið, hjúkrunarheimilin, félagsþjón-ustu sveitarfélaga, húsnæðismál og að-stæður aldraðra og stöðu í þjóðfélaginu almennt.“

Formaður LEB í viðtali:

Kjaraumræðan má ekki yfirskyggja allt

Haukur Ingibergsson,formaður Landssambands eldri borgara.

Ákall til alþingismannaÍ aðdraganda lokaafgreiðslu fjárlaga síðasta haust, sendi stjórn LEB sér-stakt ákall til alþingismanna og ítrek-aði enn og aftur „fyrri samþykktir um að ellilífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið var um í kjarasamningum síðastliðið vor. Eldri borgarar hafa skilað giftríku ævi-starfi við að byggja Ísland og íslenskt samfélag upp og ákalla þingmenn um að meta það starf að verðleikum við afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga á yfirstandandi þingi. Landssamband eldri borgara skorar á alþingismenn að greiða því atkvæði sitt að kjör eldri borgara verði bætt í samræmi við hækkun lægstu launa og hækki frá 1. maí á þessu ári (þ.e. 2015) eins og laun á almennum markaði. Greiðsla afturvirkt er réttlætismál því ósann-gjarnt er að eldri borgarar séu skildir útundan við að njóta kjarabóta sem þorri almennings hefur þegar notið.“

Þetta ákall breytti engu um afstöðu meirihluta þingmanna.

Page 30: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

Góður heimilisvinurKomdu til okkar og veldu þér þitt draumasæti. Glæsilegur 250 m2 sýningasalur fráLA-Z-BOY með allt það nýjasta fyrir þig í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða.

18 MISMUNANDI HÆGINDA STILLINGAR

MEST SELDI HÆGINDASTÓLL Í HEIMI

LA-Z-BOY STOFNAÐ

1928

Reykjavík Bíldshöfði 20

www.husgagnahollin.is 558 1100

AkureyriDalsbraut 1

10 – 18 virka daga11 – 17 laugardaga13 – 17 sunnudaga

10 – 18 virka daga11 – 16 laugardaga

ÍsafjörðurSkeiði 1

Hinn eini sanni!● LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem

þægindi, notagildi og ending fara saman.

●Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi

inn á þitt heimili með LA-Z-BOY.

●LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem

hefur 18 mismunandi hægindastillingar.

●Í Húsgagnahöllinni getur þú valið á milli

yfir annað hundrað útfærslna á LA-Z-BOY

hægindastólum, lyftistólum og sófum.

●LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst

eingöngu í Húsgagnahöllinni.

Page 31: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

Góður heimilisvinurKomdu til okkar og veldu þér þitt draumasæti. Glæsilegur 250 m2 sýningasalur fráLA-Z-BOY með allt það nýjasta fyrir þig í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða.

18 MISMUNANDI HÆGINDA STILLINGAR

MEST SELDI HÆGINDASTÓLL Í HEIMI

LA-Z-BOY STOFNAÐ

1928

Reykjavík Bíldshöfði 20

www.husgagnahollin.is 558 1100

AkureyriDalsbraut 1

10 – 18 virka daga11 – 17 laugardaga13 – 17 sunnudaga

10 – 18 virka daga11 – 16 laugardaga

ÍsafjörðurSkeiði 1

Hinn eini sanni!● LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem

þægindi, notagildi og ending fara saman.

●Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi

inn á þitt heimili með LA-Z-BOY.

●LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem

hefur 18 mismunandi hægindastillingar.

●Í Húsgagnahöllinni getur þú valið á milli

yfir annað hundrað útfærslna á LA-Z-BOY

hægindastólum, lyftistólum og sófum.

●LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst

eingöngu í Húsgagnahöllinni.

Page 32: Listin að lifa - 1. tbl. 2016

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M1

66

40

2

Hvernig er best að ávaxta fé við starfslok? Hjá okkur færðu ráðgjöf um allt sem snýr að sparnaði þér að kostnaðarlausu.

Til áramóta fellum við niður 1% kostnaðargjald þegar þú kaupir í Einkasöfnum.

Velkomin í heimsókn

VÍB er eignastýringarþjónusta ÍslandsbankaKirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | [email protected] | facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is

Velkomin til VÍB á Kirkjusandi og á vib.is