katrin svava í gjaldkera

4

Upload: katrin-svava-masdottir

Post on 24-Mar-2016

263 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Katrin Svava í gjaldkera
Page 2: Katrin Svava í gjaldkera

Þetta snýst allt um fjármálin. Án fjármagns og ábyrgri umsjón þess, gerist voðalega lítið í félagslífi okkar MH-inga. Ég hef þess vegna ákveðið að bjóða mig fram í gjaldkera fyrir skólaárið 2014-2015. Ég er að ljúka þriðja ári á náttúrufræðibraut og á einungis fimmtán einingar eftir á næsta ári. Ég hef því ekki bara áhuga, heldur einnig nægan tíma í gjaldkerastarfið.

Ég hef tekið virkan þátt í nemendafélaginu í gegnum tíðina. Í fyrra var ég í þjóðháttafélaginu og í ár í listaráði. Á þessu skólaári hef ég síðan sinnt starfi gjaldkera MH-kórsins og séð um fjármál og bókhald hans, sem og Mararþaraborgar. Ég hef mikinn áhuga á fjármálum, og er í fjarnámi í bókfærslu við Fjölbrautarskólann við Ármúla.

Mér þykir mjög vænt um nemendafélagið og skólann minn. Með því að kjósa mig sem gjaldkera ykkar fáið þið heiðarlega manneskju með reynslu og þekkingu - og umfram allt áhuga - til að sjá um fjármál nemendafélagsins.

Page 3: Katrin Svava í gjaldkera

Katrín Helga ÓlafsdóttirMyndbandabúi

Ég kynntist Katrínu, nöfnu minni, í kórnum á busaönninni minni. Þegar ég sé Katrínu fyrir mér í hausnum á mér þá er hún alltaf brosandi, sem segir aðeins til um hvað hún er hress og skemmtileg (og einnig algjör dugnaðarforkur). Katrín hefur verið í Mararþaraborgarstjórn sem sér um fjármálin í Mararþaraborg, kórsjoppunni og hefur gengið ótrúlega vel að fara vel með peninga og ef það er einhver manneskja sem ég myndi treysta fyrir peningunum mínum þá er það hún Katrín Svava.

Sölvi RögnvaldssonGjaldkeri mh-kórsins 2012-2013.

Ég hef fengið að kynnast því hve áreiðanleg Katrín Svava er í samstarfi. Hún framkvæmir þá hluti sem hún tekur að sér mjög vel og á auðvelt með að virkja aðra með sér. Það er mjög góður og nauðsynlegur eiginleiki eins af þeim sem stýrir skútu NFMH. Katrín er jákvæð, eldklár og umfram allt skemmtileg. Nemendafélagið vantar eina Katrínu í gjaldkerann. Áfram Katrín!

Brynja HelgadóttirGjaldkeri NFMH 2012-2013

Klár kona, ábyrgðarfull og sterk en aðallega er hún með svo traustvekjandi og yndislega nærværu að það hálfa væri nóg. Þetta lýsir því vel af hverju ég trúi að Katrín yrði frábær gjaldkeri. Það er langt síðan að Katrín sagði mér frá áhuga sínum gjaldkerastarfinu. Það var rétt eftir að ég tók við embættinu en ég man að ég hugsaði strax að ég myndi treysta Katrínu jafn vel, ef ekki betur en sjálfri mér fyrir þessu hlutverki og trúi því enn! Ég veit að Katrín myndi gefa sig alla í hlutverkið og sinna því eins vel og hægt er. Hugsið ykkur bara Katrínu sem gjaldkera. Ég sé allavega eitthvað frábært í vændum með hana í stjórn NFMH!!

Jóhanna Rakel Jónasdóttir:Fréttapési og Reykjavíkurdóttir

Þegar ég hugsa um gjaldkera sé ég fyrir mér ábyrga manneskju með háa greindarvísitölu og sniðugt orðalag. Ég efast ekki um það að þegar þú heyrir þessa lýsingu sérðu fyrir þér Katrínu Svövu í hillingum. Katrín er núna búin að sjá um mín fjármál í heil þrjú ár eða allt frá því við vorum í stærðfræði 103 saman þar sem ég sat og svitnaði yfir námsefninu, flaug Katrín í gegnum þann áfanga (og næstu fjóra) með tíur í öllu. Eftir að Katrín tók við fjármálunum mínum hef ég aldrei þurft að fá lánað fyrir kaffi og núna aldrei verið ríkari. Peningar og Katrín fara betur saman en amerískar pönnsur og síróp og þá er nú mikið sagt!

Lárus JakobssonListaráðsbusi

Fuglinn veit hvað hann syngur. Hann syngur ekki hvað sem er heldur aðeins þær laglínur sem hann ræður við og syngur alltaf fallega. Þessi fugl er Katrín. Hún Katrín veit nákvæmlega hvað hún er að gera og gerir hlutina alltaf vel. Hún gerir líka allt sem leiðinlegt er skemmtilegt eins og t.d. að taka til í Norðurkjallara. Það hefur aldrei verið leiðinlegt því Katrín gerir það svo ánægjulegt. Alltaf þegar ég hitti hana á göngum skólans þá er hún brosandi og kát. Hún hefur staðið sig frábærlega í að halda utan um fjármál kórsins. Það hefur verið yndislegt að vera með henni í ráði. Katrín er dugleg, skipulögð og mjög metnaðarfull. Hún er einnig mjög skemmtileg, fyndin, hress og góðhjörtuð.

Hákon Örn Helgason Listaráð

Katrín Svava ætti eiginlega að heita Katrín Svala því hún er svo fokking töff. En hún er ekki bara töff, heldur er hún líka geðveikt góð í stærðfræði (hversu töff?). Ég var með henni í Listafélaginu og það var frábært að vinna með henni. Hún er skipulögð, stundvís og alltaf tilbúin að taka verkefni að sér. Hún er ein af metnaðarfyllstu manneskjum sem ég þekki og ég veit að hún mun vinna gott starf í þágu nemendafélagsins sem gjaldkeri. Katrín er líka eina manneskjan sem ég veit um sem langar að taka fleiri stærðfræðiáfanga en hún hefur tíma fyrir, á fjórum skólaárum (í alvöru). Hún er fullkominn gjaldkeri! Ég hef traust og trú á henni sem gjaldkera og ég veit að hún mun standa sig undurvel.

Page 4: Katrin Svava í gjaldkera

Agnes Freyja Björnsdóttir – Fréttapési Anastasía Jónsdóttir – Búðaráð Andri Þór Arason – BeneventumAnna Elísabet Sigurðardóttir Anna Rakel Sigurðardóttir Assa Borg Þórðardóttir – Óðríkur AlgaulaÁsgeir Eðvarð Kristinsson – Atvinnu bakariÁslaug Eik Ólafsdóttir – ÚtvarpsráðBaldur Haraldsson – LagningardagaráðBaldvin Snær Hlynsson – BassabróðirBrynjólfur Haukur IngólfssonEmil Þór Gunnarsson – DJ ParatabsEmilía Bjarnadóttir – GóðgerðaráðErna Kanema Mashinkila – ListaráðEva Lena Brabin Franklin Ágústsdóttir– FréttapésiGylfi Þorsteinn Gunnlaugsson - BeneventumHalla Heimisdóttir – GrínistiHalldór Holgersson – LeikfimifélagHrefna Björg Gylfadóttir – Atvinnuljósmyndari & jóðlariIðunn Jónsdóttir - ÚtvarpsráðIngólfur Neto – MálfundafélagJón Nordal - Söngengill

Jökull Smári JakobssonHrefna Björg Gylfadóttir – ljósmyndari

Jónas Þór Rúnarsson – FréttapésiJökull Smári Jakobsson – MyndbandabúiKarin Sveinsdóttir - SöngkonaKolbeinn Arnarsson – GóðgerðaráðKolbeinn Hamíðsson - FréttapésiKristbjörg Guðrún Halldórsdóttir Kristinn Arnar Sigurðsson – Vefnefnd & rokkstjarnaLíneik Jakobsdóttir – GóðgerðaráðMagnea Herborg MagnúsardóttirMagnús Jónsson – Flugnabani NFMHMargrét Katrín Guttormsdóttir – BallerínaMarsibil Ósk Helgadóttir – LeikfimifélagMarta Hlín Þorsteinsdóttir - AuglýsingagangsteriMóeiður Kristjánsdóttir - FréttapésiOddur Kristjánsson – LagningardagaráðÓlafur Sverrir Stephensen - ListaráðRakel GróaSigný JónsdóttirSigríður Vala Finnsdóttir – MálfundafélagSteinunn Ólína Hafliðadóttir – ListaráðTryggvi Björnsson – MyndbandabúiUna Hallgrímsdóttir – LeikfélagiðVera Hjördís Matsdóttir – Óðríkur Algaula

Magnús Elvar Jónsson – hönnun bæklings og umbrotHáskólaprent