kafli 8-1. frágangur lóðar 8_fmos-l_08-05 frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · hellur...

19
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar MFF Síða 1 af 19 Efnisyfirlit 8 Frágangur lóðar ............................................................................................................ 3 8.1 Jarðvinna........................................................................................................................ 3 8.1.0 Almennt .......................................................................................................................... 3 8.1.1 Lífrænn jarðvegur fyrir gras / jarðvegsbætur ................................................................. 3 8.1.2 Lífrænn jarðvegur fyrir tré og runna ............................................................................... 3 8.1.3 Landmótun gras – og gróðursvæða ............................................................................... 4 8.2 Frágangur yfirborðs ........................................................................................................ 4 8.2.0 Almennt .......................................................................................................................... 4 8.2.1 Forsteyptar tröppueiningar í rampa B álmu ................................................................... 6 8.2.2 Forsteyptir flekar 1000x500x80mm á svalir 2 hæðar A álmu. ....................................... 6 8.2.3 Forsteyptir flekar 1000x500x80mm á svalir 2 hæðar B álmu ........................................ 6 8.2.4 Forsteyptar flekar 1000x1000x80mm á svalir 2 hæðar B álmu ..................................... 6 8.2.5 Forsteyptar flekar 1000x500x80mm á svalir 3 hæðar B álmu ....................................... 7 8.2.6 Forsteyptar flekar 1000x1000x80mm á svalir 3 hæðar B álmu ..................................... 7 8.2.7 Völusteinar 40 – 80mm á þök byggingar ....................................................................... 7 8.2.8 Malbikun akstursleiða / bílastæða ................................................................................. 7 8.2.9 Malbikun göngusvæða / hjólaleiða ................................................................................ 7 8.2.10 Steyptir gangfletir ........................................................................................................... 8 8.2.11 Hellulögn 60x300x300mm meðfram sökkli byggingar ................................................. 10 8.2.12 Hellulögn 60x100x200mm á bílastæði ........................................................................ 10 8.2.13 Forsteyptir flekar 80x1000x1000mm í grassvæði ....................................................... 10 8.2.14 Forsteyptir flekar 80x500x1000mm í grassvæði ......................................................... 10 8.2.15 Forsteyptir flekar 80x500x1000mm í trjábeð ............................................................... 10 8.2.16 Sögun á hellum ............................................................................................................ 11 8.2.17 Sögun á malbiki ........................................................................................................... 11 8.2.18 Forsteypur kantsteinn .................................................................................................. 11 8.2.19 Staðsteyptur kantsteinn ............................................................................................... 11 8.2.20 Malarefni og steinar (núverandi lóð) ............................................................................ 11 8.3 Gras og gróður ............................................................................................................. 12 8.3.0 Almennt ........................................................................................................................ 12 8.3.1 Grasþökur á hóla ......................................................................................................... 13 8.3.2 Úthagaþökur á þök byggingar (tvöfallt) ........................................................................ 13 8.3.3 Viðbótarþökur í jöðrum úthagaþökulagnar................................................................... 13 8.3.4 Jarðvegsdúkur undir þökur á byggingahluta ................................................................ 13 8.3.5 Sandur undir úthagaþökur ........................................................................................... 14 8.3.6 Úthagaþökur í rampa og útisvæði 3 hæðar ................................................................. 14 8.3.7 Net ofan á þökur í rampa. ............................................................................................ 14 8.3.8 Hellur 60x300x300mm til fergingar í jöðrum þökulagnar ............................................. 14 8.3.9 Úthagaþökur á útisvæði 2 hæðar ................................................................................ 14 8.3.10 Úthagaþökur í úrtök steyptra stétta. ............................................................................ 15 8.3.11 Grassáning .................................................................................................................. 15 8.3.12 Betula pubescens Embla – Ilmbirki (hnaus) ................................................................ 15 8.3.13 Sorbus mougeotii – Alpareynir (hnaus) ....................................................................... 15 8.3.14 Sorbus intermedia – Silfurreynir (hnaus) ..................................................................... 15 8.3.15 Pinus uncinata – Bergfura (hnaus) .............................................................................. 15 8.3.16 Salix caprea – Selja (hnaus) ........................................................................................ 16 8.3.17 Rosa rugosa Hansa – Garðarós/Hansarós (berrót) .................................................... 16 8.3.18 Gróðursetning trjáa ...................................................................................................... 16 8.3.19 Gróðursetning runna .................................................................................................... 16 8.3.20 Uppbinding trjáa........................................................................................................... 16 8.4 Búnaður........................................................................................................................ 16 8.4.0 Almennt ........................................................................................................................ 16

Upload: others

Post on 02-Mar-2021

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 1 af 19

Efnisyfirlit 8 Frágangur lóðar ............................................................................................................ 3

8.1 Jarðvinna........................................................................................................................ 38.1.0 Almennt .......................................................................................................................... 38.1.1 Lífrænn jarðvegur fyrir gras / jarðvegsbætur ................................................................. 38.1.2 Lífrænn jarðvegur fyrir tré og runna ............................................................................... 38.1.3 Landmótun gras – og gróðursvæða ............................................................................... 4

8.2 Frágangur yfirborðs ........................................................................................................ 48.2.0 Almennt .......................................................................................................................... 48.2.1 Forsteyptar tröppueiningar í rampa B álmu ................................................................... 68.2.2 Forsteyptir flekar 1000x500x80mm á svalir 2 hæðar A álmu. ....................................... 68.2.3 Forsteyptir flekar 1000x500x80mm á svalir 2 hæðar B álmu ........................................ 68.2.4 Forsteyptar flekar 1000x1000x80mm á svalir 2 hæðar B álmu ..................................... 68.2.5 Forsteyptar flekar 1000x500x80mm á svalir 3 hæðar B álmu ....................................... 78.2.6 Forsteyptar flekar 1000x1000x80mm á svalir 3 hæðar B álmu ..................................... 78.2.7 Völusteinar 40 – 80mm á þök byggingar ....................................................................... 78.2.8 Malbikun akstursleiða / bílastæða ................................................................................. 78.2.9 Malbikun göngusvæða / hjólaleiða ................................................................................ 78.2.10Steyptir gangfletir ........................................................................................................... 88.2.11Hellulögn 60x300x300mm meðfram sökkli byggingar ................................................. 108.2.12Hellulögn 60x100x200mm á bílastæði ........................................................................ 108.2.13Forsteyptir flekar 80x1000x1000mm í grassvæði ....................................................... 108.2.14Forsteyptir flekar 80x500x1000mm í grassvæði ......................................................... 108.2.15Forsteyptir flekar 80x500x1000mm í trjábeð ............................................................... 108.2.16Sögun á hellum ............................................................................................................ 118.2.17Sögun á malbiki ........................................................................................................... 118.2.18Forsteypur kantsteinn .................................................................................................. 118.2.19Staðsteyptur kantsteinn ............................................................................................... 118.2.20Malarefni og steinar (núverandi lóð) ............................................................................ 11

8.3 Gras og gróður ............................................................................................................. 128.3.0 Almennt ........................................................................................................................ 128.3.1 Grasþökur á hóla ......................................................................................................... 138.3.2 Úthagaþökur á þök byggingar (tvöfallt) ........................................................................ 138.3.3 Viðbótarþökur í jöðrum úthagaþökulagnar ................................................................... 138.3.4 Jarðvegsdúkur undir þökur á byggingahluta ................................................................ 138.3.5 Sandur undir úthagaþökur ........................................................................................... 148.3.6 Úthagaþökur í rampa og útisvæði 3 hæðar ................................................................. 148.3.7 Net ofan á þökur í rampa. ............................................................................................ 148.3.8 Hellur 60x300x300mm til fergingar í jöðrum þökulagnar ............................................. 148.3.9 Úthagaþökur á útisvæði 2 hæðar ................................................................................ 148.3.10Úthagaþökur í úrtök steyptra stétta. ............................................................................ 158.3.11Grassáning .................................................................................................................. 158.3.12Betula pubescens Embla – Ilmbirki (hnaus) ................................................................ 158.3.13Sorbus mougeotii – Alpareynir (hnaus) ....................................................................... 158.3.14Sorbus intermedia – Silfurreynir (hnaus) ..................................................................... 158.3.15Pinus uncinata – Bergfura (hnaus) .............................................................................. 158.3.16Salix caprea – Selja (hnaus) ........................................................................................ 168.3.17Rosa rugosa Hansa – Garðarós/Hansarós (berrót) .................................................... 168.3.18Gróðursetning trjáa ...................................................................................................... 168.3.19Gróðursetning runna .................................................................................................... 168.3.20Uppbinding trjáa ........................................................................................................... 16

8.4 Búnaður ........................................................................................................................ 168.4.0 Almennt ........................................................................................................................ 16

Page 2: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 2 af 19

8.4.1Merkingar bílastæða, aksturssvæða og göngusvæða .................................................. 178.4.2 Reiðhjólagrindur úr stáli ................................................................................................ 178.4.3 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind .......................................... 178.4.4 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind .......................................... 178.4.5 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind .......................................... 178.4.6 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind .......................................... 188.4.7 Sorpílát á setsvæði lóðar .............................................................................................. 188.4.8 Fánastöng með sökkli ................................................................................................... 18

Page 3: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 3 af 19

8 Frágangur lóðar Vakin er sérstök athygli á því að verkkaupi hyggst fá alþjóðlega umhverfisvottun á bygginguna samkvæmt BREEAM (British Building Research Establishment Environmental Assessment Method), en slíkt vottunarferli tekur til allrar framkvæmdarinnar, þ.m.t. umhverfis- og öryggisstjórnunar allra verktaka á framkvæmdartíma. Í þessu felst að aðalverktaki skuldbindur sig og undirverktaka til þess að vinna skv. verklagi sem er jafngott eða betra en best þekkist. Verktaki skal vinna samkvæmt virku umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi sambærilegu ISO 14001 og OSHAS 18001. Vottun umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfa er æskileg, en ekki skilyrði. Verktaki skal móta umhverfis- og öryggisstefnu fyrir vinnusvæðið, fylgja henni og tryggja að allir á vinnusvæði (bæði starfsmenn og gestir) þekki og fylgi. Verktaki skal útnefna ábyrgðaraðila umhverfis- og öryggismála á vinnusvæðinu og hann skal einnig sýna umhverfis- og félagslega ábyrgð. Verktaki skal staðfesta skriflega, áður en verksamningur er undirritaður, að hann muni uppfylla þær kröfur sem gerðar eru varðandi umhverfis- og öryggisstjórnun og umhverfis- og félagslega ábyrgð. Nánar er fjallað um kröfur varðandi umhverfisvottun í kafla 1.1.1.

8.1 Jarðvinna

8.1.0 Almennt Almennt séð er gert ráð fyrir því að það efni sem tekið er burt vegna jarðvegsskiptingar megi að mestu nýta til nákvæmari landmótunar á svæðinu (sjá nánar kafla 1). Grófara blandað efni skal nýtt í kjarna jarðvegsmanar og fínna moldarefni til nákvæmari yfirborðsmótunar. Verktaki skal að viðhöfðu samráði við eftirlitsmann verkkaupa ráðfæra sig við landslagsarkitekt um mögulegar jarðvegsbætur. Þetta á þó eingöngu við ef jarðvegur (uppgröftur) er sýnilega mjög rakur eða mjög þurr þegar lóðafrágangur hefst. Lágmarksdýpt lífræns (moldar) jarðvegs fyrir grassáningarsvæði skal vera 50mm, sama þykkt skal vera fyrir grasþökur. Meiri kröfur eru gerðar um gæði lífræns jarðvegar fyrir trjá- og runnagróður. Verktaki skal útvega og koma fyrir lífrænum jarðvegi sem hefur verið bættur sérstaklega til ræktunar (nema um annað semjist í kölfar ástandsskoðunar landslagsarkitekts). Athugið að jarðvinnukafli þessi gildir ekki um undirbyggingu svæða fyrir úthagaþökur.

8.1.1 Lífrænn jarðvegur fyrir gras / jarðvegsbætur Að viðhöfðu samráði við eftirlitsmann verkkaupa og landslagsarkitekt skal framkvæma viðeigandi meðferð á jarðvegi fyrir grassvæði. Eftirfarandi lýsing er dæmigerð og er notuð hér sem viðmið. Jarðvegurinn er blandaður með húsdýraáburði, 3.0 m³ á hverja 100 m². Húsdýaraáburðurinn skal vera laus við hálm og önnur óhreinindi. Blanda skal eftirfarandi áburði í efsta lag jarðvegsins: U.þ.b. 20 kg af áburðarkalki í hverja 100 m² og 5 kg af þrífosfati í hverja 100 m² moldarjarðvegs. Áburðinn skal tæta vel saman við moldina niður á a.m.k 100 mm dýpi. Gróðurmoldarblanda við bestu aðstæður er loftrík og létt og með pH-gildi (sýrustig) á bilinu 5 – 7.

Magntölur og einingarverð: Magntala er áætlaðir rúmmetrar (m³) nauðsynlegri jarðvegsvinnslu. Einingarverð skal m.a. innifela alla jarðvinnslu og áburð ásamt vinnu við útsetningu efnis eins og teikningar gefa til kynna. Verktaki skal ásamt eftirlitsmanni verkkaupa framkvæma sameiginlegar mælingar að verki loknu og reikna út endanlegt magn en einingarverð skal þó liggja til grundvallar breyttu tilboðsverði.

8.1.2 Lífrænn jarðvegur fyrir tré og runna Meiri kröfur eru gerðar til gæða gróðurmoldar í trjá- og runnabeðum. Þar þarf jarðvegsdýpt að vera að lágmarki 600mm fyrir runna og 1000 mm fyrir stakstæð tré (u.þ.b 1m³). Verktaki skal framkvæma jarðvegsbætur á lífrænum jarðvegi innan lóðar s.br. lið 8.1.1. Vanti jarðveg skal verktaki útvega það magn sem uppá vantar. Moldin skal vera blönduð húsdýraáburði, 3.0 m³ á hverja 100 m². Húsdýaraáburðurinn skal vera laus við hálm og önnur óhreinindi. Blanda skal eftirfarandi áburði í efsta lag jarðvegsins: U.þ.b. 20 kg af áburðarkalki í hverja 100 m² og 5 kg af þrífosfati í hverja 100 m² moldarjarðvegs. Áburðinn skal tæta vel saman við moldina niður á um 30

Page 4: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 4 af 19

cm dýpi. Gróðurmoldarblanda við bestu aðstæður er loftrík og létt og með pH-gildi (sýrustig) á bilinu 5 – 7.

Magntölur og einingarverð: Magntala er áætlaðir rúmmetrar (m³) af lífrænum moldarjarðavegi. Einingarverð skal m.a. innifela aðflutta mold, áburð og jarðvinnslu, þ.m.t. alla vinnu við niðursetningu eins og teikningar gefa til kynna. Verktaki skal ásamt eftirlitsmanni verkkaupa framkvæma sameiginlegar mælingar að verki loknu og reikna út endanlegt magn en einingarverð skal þó liggja til grundvallar breyttu tilboðsverði.

8.1.3 Landmótun gras – og gróðursvæða Móta skal endanlegt yfirborð gras- og gróðursvæða í samræmi við teikningar (49)2.01, (49)3.01/2 og (49)3.03/4. Gerðar eru miklar kröfur um nákvæmni við útsetningu og formun, ekki síst vegna jarðvegsmanar og hóla meðfram skólabyggingu. Um er að ræða fínjöfnun og tilrökun yfirborðs fyrir grassáningu. Mikilvægt er að kafsetja stóra /oddhvassa steina, að öðrum kosti fjarlægja þá (steina stærri en 200mm). Ef jarðföst klöpp verður sýnileg í yfirborðinu skal losa um allt lauslegt grjót og kafsetja. Klapparsvæðið skal yfirfarið og hvassar nibbur og brúnir sem mögulega geta valdið skaða á fólki slegnar burt. Æskilegt er að efniskjarni jarðvegsmanar fái um eitt ár til þess að síga saman. Verktaki skal hafa það í huga við gerð framkvæmdaáætlunar. Efniskjarni stakra hóla skal hinsvegar vera að mestu úr frostfríu efni. Einungis er þörf á að efstu 100mm séu lífrænn jarðvegur.

Magntölur og einingarverð: Magntala eru fermetrar (m²) landmótunar. Einingarverð skal innifela allt efni, alla jöfnun, grjóthreinsun, þjöppun og tilrökun jarðvegs í endanlega hæð eins og teikningar segja til um.

8.2 Frágangur yfirborðs

8.2.0 Almennt Í þessum kafla er lýst vinnu við fullnaðarfrágang á yfirborði lóðar. Verkið þarf að vanda vel og skal vanur verkstjórnandi / skrúðgarðyrkjumeistari hafa umsjón með daglegri verkstjórn.

Malbik / jöfnunarlag: Verktaki skal útvega og ganga frá efra burðarlagi/jöfnunarlagi undir malbik á bílastæði, göngu-og hjólasvæði. Efni sem verktaki útvegar skal uppfylla kröfur um í Alverk ´95 kafla 53b) um steinefni 1. Efnisnotkun er háð samþykki eftirlitsmanns verkkaupa. Efra burðarlag skal leggja út í 100 mm þykkt. Ganga skal frá efra burðarlagi skv. Alverk ´95 kafli 53c og þjappa það 2-4 umferðir með 5 tonna titurvalta eða sambærilegum valta. Þjöppunaraðferð skal samþykkt af eftirliti. Hámarks frávik á yfirborði jöfnunarlags skv töflu 1.5 í Alverk ´95. Ekki er heimilt að keyra út efra burðarlagi fyrr en eftirlitsmaður hefur fengið eftirlitsmælingu í hendur og tekið út yfirborð neðra burðarlags. Malbik: Allt malbik skal uppfylla skilyrði í kafla 14.4b í Almennri verklýsingu Vegagerðar ríkisins. Malbik skal vera að gerðinni Y 12. Niðurkomið og þjappað skal malbiksþykkt vera að jafnaði 50 mm. Köld samskeyti skal límbera með emulsjon biki. Samskeyti sem skilin eru eftir til næsta dags skal saga eða fleyga og límbera áður en lagt er að þeim. Samskeyti skulu vera bein og lóðrétt. Hitastig malbiks við meðalgóðar aðstæður þarf að vera 130º C við losun í útlagningarvél. Samræmi þarf að vera milli útlagningarhraða og völtunar. Gæta skal þess að réttur vatnshalli náist að niðurföllum og hvergi sé hætta á pollamyndun. Sléttleikakröfur: Mesta dæld á 4 m réttskeið sé minni en 6mm. Hvergi muni meira en 10 mm á endanlegu yfirborði og því sem teikningar sýna. Staðsteyptar stéttar / jöfnunarlag: Fylla skal með þjöppunarhæfri og frostfrírri grús upp undir neðra borð stétta og steypa 120 mm þykka stétt. Sjá nánar um undirbyggingu í kafla 1. Sérstaklega er vakin athygli á að ekki verður leyfð umferð þyngri en 2.0 tonna ökutækja á steyptum stéttum, og alls ekki steypu- eða vörubíla. Skemmdir sem kunna að verða á steyptum stéttum af slíkum völdum starfsemi verktaka eða aðila á hanns vegum skal verktaki bæta að fullu.

Page 5: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 5 af 19

Steinsteypa: Ákvæði íslensks staðals ÍST-10 gilda um steypugerð og steypugæði. Öll steypuvinna skal unnin skv. framkvæmdaflokki B. Steypa skal vera vönduð og ná tilskildum steypustyrkleika. Steypuskil skulu aðeins vera á fyrirfram ákveðnum stöðum svo að gallar, sem geta orsakað óþéttleika eða spillt útliti komi ekki fyrir. Þegar steypt er skal verkstjóri og múrarameistari ávallt vera á vinnustað og skulu fyrirmæli og leiðbeiningar eftirlitsmanns ávallt tekin til greina. Öll steypa sé C-30. Steypa C-30 hafi minnst 350 kg sement í m³ steypu og V/S tala ≤ 0.45. Loftinnihald steypu sé 5% - 6,5%. Hellur: Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri, frostþolinni steypu. Eftirlitsmaður verkkaupa skal samþykkja og taka hellur út áður en þær eru lagðar. Hellur skulu vera prófaðar samkvæmt dönskum staðli DS 400 þar sem því verður við komið. Frostþol skal prófað eftir Nordtest Method MT Build 209. Hellurnar skulu uppfylla eftirtalin skilyrði: Beygjuþol með 400 mm spennuvídd og línulöstun á miðju skal vera stærra en 4 MPa. 5 hellur sem valdar eru af handahófi úr magni afhentu sama dag, teljast þó uppfylla kröfur um beygjuþol ein hafi minna beygjuþol en 4 MPa, enda sé meðaltalsbeygjuþol hellnanna stærra en 4,5 MPa. Frávik frá uppgefinni lengd eða breidd skal vera minna en 2mm. Frávik frá uppgefinni þykkt skal vera minna en 2mm. Frávik frá réttskeið sem lögð er á slitflöt eða kant hellu skal vera minna en 3mm. Hornskekkja skal vera minni en 3mm á 500 mm. Hellur skulu fullnægja kröfum Byggingarreglugerðar um alkalívirkni. Yfirborð hellna skal vera slétt, vel þétt og áferðarfallegt. Verkkaupi gerir kröfur um að helluframleiðandi hafi staðist ofangreindar prófanir undanfarin misseri og hafi vottorð frá Rb þar um. Þar sem þess er þörf skal saga hellur. Forsteyptir flekar og þrep í tröppur: Flekar eru skilgreindir hér sem forsteyptar einingar stærri en 500x500mm á kant. Almennt skulu flekar uppfylla sambærilegar gæðakröfur og venjulegar hellur. Útlit og efnisáferð skal hinsvegar vera sambærileg við fleka sem Steypustöðin og BM Vallá framleiða. Sama gildir um forsteyptar tröppueiningar. Þrepin skulu styrkt með kambstáli eins og fram kemur á teikningu (44)5.01 Hellulögn: Hellur skal leggja í grófan sand. Hellur skal leggja þannig að þær liggi á öllum fletinum og hvergi komi mishæðir á hellubrúnum. Þar sem hellur leggjast að kantsteini eða steyptum fleti skulu þær hafa 15 mm yfirhæð. Millibil milli hellna skal vera sem minnst þó svo mikið að línur verði beinar. Í millibil skal strá sandi sem vökvist vel niður í rifurnar strax eftir að hellur eru lagðar. Þar sem hellur mynda mynstur skulu línur standast á og fúgum miðlað ef þörf er á. Verktaki skal athuga allar stærðir hellna og endurskoða málsetningar miðað við þær í samráði við hönnuði og eftirlitsmann. Sandlag. Grófur hellulagnarsandur kornastærð 1-11 mm rakastig uþb. 7%. Sandlag skal fullþjappað fyrir hellulögn. Söndun og þjöppun undir hellur er innifalin í verklið viðkomandi hellulagnar. Þessi liður gildir einnig um útlagningu á flekum þar sem það á við. Sögun á hellum: Hellur skulu sagaðar, þar sem þess gerist þörf. Ekki má steypa í glufur á hellulögn. Steypa meðfram hellulögn: Þar sem hellur eru í jöðrum og hætta er á að þær gangi til, þar skal leggja steypu utan með ystu röð þeirra en þó þannig að ekki sjáist eftir að fullnaðarfrágangi er lokið. Samsíða hellum og í steypu skal leggja samfellt K10 steypustyrktarjárn. Með um 400mm millibili skal rekinn niður 400 mm K10 teinn sem festur er tryggilega við lárétt steypustyrktarjárnið. Öll steypa skal vera S250, sementsmagn meira en 350 kg/m³ steypu og v/s talan minni en 0.5. Efni og vinna við verkliðinn skal vera innfalin í hellulögn. Ámálun merkinga á malbik: Málning og málningarvinna skal uppfylla skilyrði kafla 75.5 í almennri verklýsingu Vegagerðar ríkisins. Auk þess skal val á málningu háð samþykkis eftirlitsmanns verkkaupa. ATH: Ekki skal setja glerperlur í málningu, né er þess krafist að nota sprautubúnað.

Page 6: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 6 af 19

Þurrfilmuþykkt málningar skal vera min. 0,35 mm. Málningardagar eru háðir samþykki eftirlitsmanns verkkaupa. Bæta skal úr göllum, endurmála og hreinsa bletti eins og þörf krefur, verkkaupa að kostnaðarlausu. Verktaki skal verja málaða fleti fyrir umferð og veðri eins lengi og þörf krefur.

8.2.1 Forsteyptar tröppueiningar í rampa B álmu Um er að ræða sérsteyptar (stakar) einingar samanber teikningar númer (44)5.01 og (44)4.01. Þrepgerð 123 er í mestu magni, ásamt þrepgerð 1234 (millipallur). Tröppueining í verklýsingu þessari og tilboðsskrá samanstendur af fjórum einingum af þrepgerð 123 og einni einingu af þrepgerð 1234. Nokkrar tröppueiningar eru þó með fráviki frá þessu og þarf að steypa með ákveðnu horni – sjá nánar á teikningu (44)4.01. Borað skal fyrir stálteinum og þeir límdir fastir á neðra borð þrepa eins og teikningar sýna.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af forsteyptum tröppueiningum eins og líst er hér að ofan (4+1). Einingarverð skal innifela allan kostnað við verkliðinn.

8.2.2 Forsteyptir flekar 1000x500x80mm á svalir 2 hæðar A álmu. Yfirborð inndregina svala vesturhliðar A álmu skal leggja með forsteyptum 1000x500x80 mm flekum. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við flutning og niðursetningu fleka. Sjá einnig teikningar arkitekta varðandi undirbyggingu. Hellulögnin er óregluleg þ.e. flekarnir liggja ekki samsíða og snertast ekki á neinn hátt. Hver eining skal lögð út og stillt af lárétt í réttri hæð á 20 mm þykkt sandlag. Mikilvægt er að flekar séu vel skorðaðir og vaggi ekki. Málsetningar á teikningu eru leiðbeinandi en þó skal fylgja þeim eins og kostur er. Ekki er gert ráð fyrir neinni sögun við lagningu þessara fleka. Litur ljósgrár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af hellum/flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.3 Forsteyptir flekar 1000x500x80mm á svalir 2 hæðar B álmu Útisvæði 2 hæðar B álmu skal leggja með forsteyptum 1000x500x80 mm flekum eins og fram kemur á teikningum. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við flutning og niðursetningu fleka. Sjá einnig teikningar arkitekta varðandi undirbyggingu. Hellulögnin er tvískipt, þ.e. almennt regluleg þ.e. flekarnir liggja samsíða (hornrétt) og með 50mm millibili. Hinsvegar er óregluleg útlagning sbr. Lið 8.2.2. Hver eining skal lögð út og stillt af lárétt í réttri hæð á 20 mm þykkt sandlag. Ath – þykkt sandlags er minnst 20mm en meiri umhverfis niðurföll. Milli fleka kemur gróðurþekja (úthagaþökur) – sjá (46)4.01. Umhverfis niðurföll og meðfram útveggjum skal koma fyrir grófri möl (20-40m). Mikilvægt er að flekar séu vel skorðaðir og vaggi ekki. Málsetningar á teikningu eru aðeins leiðbeinandi – mikilvægt er að reyndur fagaðili stjórni niðursetningu fleka. Saga skal fleka á stefnu- og efnisbreytingarskilum. Litur ljósgrár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn þ.m.t. malarrönd meðfram útveggjum og umhverfis niðurföll.

8.2.4 Forsteyptar flekar 1000x1000x80mm á svalir 2 hæðar B álmu Útisvæði 2 hæðar B álmu skal leggja með forsteyptum 1000x1000x80 mm flekum eins og fram kemur á teikningu (46)4.01. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við flutning og niðursetningu fleka. Sjá einnig teikningar arkitekta varðandi undirbyggingu. Hellulögnin er regluleg þ.e. flekarnir liggja samsíða (hornrétt- sjá einnig 8.2.3) og með 50mm millibili. Hver eining skal lögð út og stillt af lárétt í réttri hæð á 20 mm þykkt sandlag. Ath – þykkt sandlags er minnst 20mm en meiri umhverfis niðurföll. Milli fleka kemur gróðurþekja (úthagaþökur). Mikilvægt er að flekar séu vel skorðaðir og vaggi ekki. Málsetningar á teikningu eru leiðbeinandi en þó skal fylgja þeim eins og kostur er. Saga skal fleka á stefnu- og efnisbreytingarskilum. Litur ljósgrár.

Page 7: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 7 af 19

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn þ.m.t. malarrönd meðfram útveggjum og umhverfis niðurföll.

8.2.5 Forsteyptar flekar 1000x500x80mm á svalir 3 hæðar B álmu Útisvæði 3 hæðar B álmu skal leggja með forsteyptum 1000x500x80 mm flekum eins og fram kemur á teikningu (44)4.01. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við flutning og niðursetningu fleka. Sjá einnig teikningar arkitekta varðandi undirbyggingu. Hellulögnin er regluleg þ.e. flekarnir liggja samsíða (hornrétt) og með 50mm millibili. Hver eining skal lögð út og stillt af lárétt í réttri hæð á 20 mm þykkt sandlag. Ath – þykkt sandlags er minnst 20mm en meiri umhverfis niðurföll. Milli fleka kemur gróðurþekja (úthagaþökur). Mikilvægt er að flekar séu vel skorðaðir og vaggi ekki. Málsetningar á teikningu eru leiðbeinandi en þó skal fylgja þeim eins og kostur er. Saga skal fleka á stefnu- og efnisbreytingarskilum. Litur ljósgrár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn þ.m.t. malarrönd meðfram útveggjum og umhverfis niðurföll.

8.2.6 Forsteyptar flekar 1000x1000x80mm á svalir 3 hæðar B álmu Útisvæði 3 hæðar B álmu skal leggja með forsteyptum 1000x1000x80 mm flekum eins og fram kemur á teikningu (44)4.01. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við flutning og niðursetningu fleka. Sjá einnig teikningar arkitekta varðandi undirbyggingu. Hellulögnin er almennt regluleg þ.e. flekarnir liggja samsíða (hornrétt) en með 50mm millibili. Hver eining skal lögð út og stillt af lárétt í réttri hæð á 20 mm þykkt sandlag. Ath – þykkt sandlags er minnst 20mm en meiri umhverfis niðurföll. Milli fleka kemur gróðurþekja (úthagaþökur). Mikilvægt er að flekar séu vel skorðaðir og vaggi ekki. Málsetningar á teikningu eru leiðbeinandi en þó skal fylgja þeim eins og kostur er. Saga skal fleka á stefnu- og efnisbreytingarskilum. Litur ljósgrár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn þ.m.t. malarrönd meðfram útveggjum og umhverfis niðurföll.

8.2.7 Völusteinar 40 – 80mm á þök byggingar Völusteina skal leggja meðfram útköntum á þakflötum byggingar. Um er að ræða 900 mm breitt svæði og skal lagþykkt steina vera 90 – 150mm að jafnaði. Steinarnir eru lagðir ofan á jarðvegsdúk í jaðri gróðurþekju (sjá liði 8.3.2 og 8.3.4). Skil milli gróðurþekju og steinasvæðis skulu vera bein og skal aðlaga steinlögn að gróðurþekju – ekki öfugt. Mikilvægt er að vanda útlagningu steina og að þeir skorðist sem best og að yfirbragðið verði sem jafnast.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er rúmmetrar (m³) af völusteinum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.8 Malbikun akstursleiða / bílastæða Malbika skal aðkomur og bílastæði austan og vestan megin byggingar í samræmi við teikningar og almenna kaflann um frágang yfirborðs. Tryggja skal að malbikað sé undir staðsteyptan kantstein.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m²) af malbiki. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.9 Malbikun göngusvæða / hjólaleiða Malbika skal aðkomur, göngu- og hjólaleiðir austan og vestan megin byggingar í samræmi við teikningar og almenna kaflann um frágang yfirborðs. Mikilvægt er að línur jaðra séu beinar og að bogaformun sé framfylgt.

Page 8: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 8 af 19

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m²) af malbiki. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.10 Steyptir gangfletir Megin aðkomusvæði norðan megin byggingar er staðsteypt. Einnig er útisvæði sunnan megin tengibyggingar milli álma A og B staðsteypt. Staðsteypt útisvæði verða að jafnaði eingöngu ætluð fyrir gangandi umferð. Neyðaraðkomusvæði sjúkrabíls og slökkviliðs um aðalinngang þarf hinsvegar að vera járnbent og með hitalögn. Sjá nánar teikningar burðarþols- og lagnahönnuða. Á aðkomusvæði og útisvæði eru gerð úrtök í steypta fleti skv. teikningu (40)4.01. Úrtök skulu vera vandlega gerð, öll horn rétt og brúnir skarpar. Þykkt steypu á göngusvæðum skal vera 120 mm. Steypuþversnið og staðsetning þensluraufa í steypu sbr. teikningu númer (40)4.01. Upplýsingar er varða legu og halla eru jafnframt á teikningum landslagsarkitekts númer (49)3.03 og (40)4.01. Vandað skal til uppsláttar þannig að línur verði beinar, og skal uppsláttur tryggilega festur þannig að hann raskist ekki í hæð eða plani þegar steypt er. Eftirlitsmaður skal taka út undirlag og uppslátt áður en steypt er og skal verktaki kalla eftirlitsmann til úttektar með góðum fyrirvara, þegar allri undirbúningsvinnu er lokið. Áður en steypuvinna hefst, skal séð til þess að nægjanlegar girðingar og aðvörunarmerki séu til staðar. Verktaki skal útvega alla steypu til verksins og skal steypan standast allar þær kröfur, sem gerðar eru til C-30 steypu. Sigmál steypunnar skal vera 50 – 80 mm. Vatnssementstalan skal vera 0,40 - 0,45 og loftinnihald 5 - 7 %. Óheimilt er að nota steypu ef liðinn er lengri tími en ein og hálf klukkustund frá því að hún var afgreidd frá steypustöð. Verktaka er skylt að kosta og láta viðurkenndan rannsóknaraðila framkvæma eftirfarandi prófanir: a.m.k. 1 próf á steypustyrk, loftblendi og flögnun steinsteypu fyrir hvern steypuáfanga (dag). Flögnun skal prófa með aðferð SS 13 72 44 og skal flögnun að hámarki vera 0.5kg/m2 eftir 28 umferðir á söguðu og slípuðu yfirborði. Sjá einnig kröfu um sýnatöku til að sannreyna þykkt stéttar hér að neðan. Í köldu veðri má aðeins hefja steypuvinnu þegar allur útbúnaður, sem nauðsynlegur er, til að tryggja nægjanlegt hitastig í steypunni, er fyrir hendi. Verktaki skal ávallt hafa yfirbreiðslur á vinnustað. Jafna skal yfirborð steypunnar, ganga síðan með "sladdara" á yfirborðið þannig að nokkur yfirhæð verði og draga síðan titursleða eftir yfirborðinu með hæfilegum hraða. Yfirborðið skal síðan sléttað með flotbretti ("glattara", "sleikju") og loks dreginn fínn kústur yfir. Þar sem leiðara er þörf fyrir titursleðann, skulu þeir vera úr vönduðu efni og tryggilega festir með tréhælum eða járnteinum. Ef erfitt reynist að loka yfirborði steypunnar er heimilt að væta yfirborðið lítillega með því að slá vatn úr kalkkústi yfir það. Slíkri vatnsnotkun skal þó stillt mjög í hóf. Vanda skal mjög allan frágang steypunnar og þess gætt mjög vel að ekki myndist neinar ójöfnur í yfirborðinu við afréttingu og ekki verði um yfirhæð að ræða miðað við aðliggjandi stéttar. Áhersla er lögð á að ekki geti myndast pollar á stéttum í vætutíð og er verktaki ábyrgur fyrir slíku. Þegar steypan hefur verið lögð niður, skal eins fljótt og unnt er, saga í hana þverrifur 40 mm djúpar. Steypu sem lögð hefur verið niður skal verja fyrir hvers konar álagi, svo sem rigningu, frosti, umferð gangandi og akandi o.s.frv. þar til hún er nægilega hörð og eru allar skemmdir, sem kunna að verða á steypunni á þeim tíma á ábyrgð verktaka. Verktaki skal verja niðurlagða steypu fyrir ofþornun með því að bera á hana efni sem varnar uppgufun, Curing compound eða samsvarandi. Val á efni, meðhöndlun þess og efnisnotkun er háð samþykki eftirlitsmanns. Efnið skal bera á yfirborð steypu strax og stirnun steypu leyfir. Verja skal steypu fyrir uppgufun án undatekninga og óháð veðri. Aðrar aðferðir svo sem með yfirbreiðslu eða vökvun eru ekki heimilar sem vörn gegn uppgufun. Noti verktaki flot í steypu skal hann draga sleða á móti halla, sé langhalli götu meiri en 40 o/oo, til að tryggt sé að steypuþykkt rýrni ekki. Heimilt er að draga sleða undan halla, sé ekki notað flot. Ef um minniháttar skemmdir er að ræða, einstök fótspor eða þess háttar skal sagað umhverfis skemmdina og brotið upp úr sárinu, 30 mm niður fyrir yfirborð stéttarinnar. Sárið skal hreinsað og síðan fyllt með sandlögun, sem blönduð hefur verðið Acryl 60 frá Thoro eða öðrum efnum

Page 9: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 9 af 19

jafngóðum þannig að 1 hluti af efninu komi á móti 3 hlutum af vatni. Hlutfall milli sands og sements skal vera þannig að ekki verði um litamun að ræða á viðgerð og stétt. Gæðakröfur/frádráttarákvæði: Þykkt: Stéttar skulu vera 120 mm þykkar. Leyfileg frávik frá ofangreindu, án frádráttar, er –5%. Verði frávik meira skal beita frádráttarákvæðum þannig að einingarverð steypu lækki fyrir hvert prósentustig sem frávikið víkur frá fyrirskrifaðri þykkt skv. formúlunni: A = p2/100 x 0,16 x EV, þar sem: A= lækkun á einingarverði steypu í kr/m2 p = meðalfrávik í % frá fyrirskrifaðri þykkt EV = einingarverð verktaka fyrir steypta gangstétt í kr/m2 T.d. Meðalþykkt stéttar Afsláttur á einingarverðum steypu 95% afsl. 0% 90% afsl. 16% 85% afsl. 36% 80% afsl. 64% 75% afsl. 100% Fyrir hverja byrjaða 300m2 af steyptri gangstétt skal verktaki taka einn borkjarna til að sannreyna þykkt stéttar. Verktaki og eftirlitsmaður skulu koma sér saman um aðferð sem ákvarðar borunarstaði tilviljanakennt. Eftirlitsmaður og fullgildur fulltrúi verktaka skulu ávallt vera viðstaddir þegar borun fer fram og annast mælingu og skráningu í sameiningu og kvitta fyrir. Þegar mælingu er lokið skal koma steypukjarnanum fyrir á sama stað og festa með steypulími. Reynist þykkt kjarna undir 95% af fyrirskrifaðri þykkt skal taka viðbótarkjarna þannig að einn kjarni verði tekinn fyrir hverja byrjaða 100m2 þannig að fyrir allt að 300m2 stéttar verði teknir samtals þrír kjarnar. Reikna skal meðalþykkt þessara kjarna sem hlutfall af fyrirskrifaðri þykkt þó þannig að enginn kjarni reiknast með meiri þykkt en 110% af fyrirskrifaðri þykkt. Ef meðalþykkt þessara kjarna reynist undir 95% af fyrirskrifaðri þykkt skal beita frádráttarákvæðum skv. formúlunni hér að framan og gilda þau fyrir allan viðkomandi stéttarhluta. Ef þykkt á einstökum kjarna reynist meira en 25% undir fyrirskrifaðri þykkt skal slíkur kjarni ekki notaður. Stétt skal þá tekin upp og endursteypt í fyrirskrifaða þykkt að þeim mörkum að þykkt aðliggjandi flata verði ofan þessara marka. Miða skal við að taka upp heila steypufleka á milli þensluraufa. Taka skal tvo nýja kjarna í stað þess sem ekki er notaður 1,5 m sitt hvoru megin við þá stétt sem tekin var upp og endursteypt og þeir notaðir við ákvörðun frádráttar í stað þess sem ekki var notaður. Sléttleiki, nákvæmni og yfirborðsfrágangur: Kantlínur stétta skulu ekki víkja meira en 5 cm frá skilgreindri hönnunarlínu Yfirborð gangstétta má ekki vera ósléttara en það að meiru muni en 15 mm í hæð frá fyrirskrifaðri hæð á 3 m réttskeið. Á 1 m réttskeið má ekki muna meiru en 4 mm. Yfirborði steypu skal lokað með glöttun, þannig að sementsefja komi upp í yfirborðið og loki öllum smáholum og loftgötum. Glöttun skal yfirlappast og þannig gerð að ekki myndist misfellur við kanta glattara. Skurður samdráttarraufa skulu ekki víkja meira en 10° frá því að vera hornrétt á gangstétt (30 – 40 mm á 2 m breiðri stétt). Þá skal þess vandlega gætt að rauf verði ekki tætingsleg vegna smásteina sem skerinn getur rifið með sér við raufarskurðinn. Sementsefju, sem fer út á kantstein eða á önnur aðliggjandi mannvirki (hellulögn lóða, ljósastaura, rafmagnskassa o.þ.h.) skal hreinsa strax að steypu lokinni, þannig að ekki sjáist munur á mannvirkinu fyrir og eftir steypu. Verði vanhöld á ofangreindum frágangi verður litið á það sem galla. Komi upp einhverjir gallar verður það metið til frádráttar, þannig að 10% af stéttarverðinu dragast frá reikningum verktaka fyrir hvern skilgreindan galla. Hver skilgreindur galli reiknast 2 m í báðar áttir frá staðnum þar sem gallinn er. Mesti frádráttur verður 40%. Komi fram gallar, sem krefjast meiri frádráttar, skal endurgera stéttina. Innheimtu frádráttar vegna ófullnægjandi þykktar og annarra galla verður hagað á þann veg að greiðslur verða dregnar af viðkomandi reikningi. Liggi niðurstöður þá ekki fyrir hefur verkkaupi heimild til innheimtu af síðari reikningum eða ganga að verktryggingu verktaka.

Page 10: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 10 af 19

Greitt verður ákveðið verð á fermetra af steyptu göngusvæði. Greitt er fyrir uppmælt magn, þ.e. nettóflöt stéttarinnar. Innifalinn í einingarverðum skal vera allur kostnaður við þennan verklið. Þar með talið steypu, frágang yfirborðs steypu, sögun þensuraufa vörslu, og frágang girðinga og flaggsnúra.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) og miðast við yfirborð á steyptum gangflötum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.11 Hellulögn 60x300x300mm meðfram sökkli byggingar Meðfram sökkulveggjum byggingar skal lögð ein röð með 300x300x60mm gangstéttarhellum. Þetta á þó ekki við þar sem staðsteypt stétt liggur upp að sökklinum. Þar sem við á skal saga hellur og steypa útkant. Að öðru leiti er vísað í almenna kaflann um hellulögn. Litur grár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af hellulögn. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.12 Hellulögn 60x100x200mm á bílastæði Við enda beggja bílastæða næst byggingu koma 500 mm breið bönd af 60x100x200 mm hellum. Jafnframt er hellulagt með þessum hellum inn í eyjar vestara bílastæðis. Halli og hellumunstur koma fram á teikningum. Að öðru leiti er vísað í almenna kaflann um hellulögn. Litur grár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af hellulögn. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.13 Forsteyptir flekar 80x1000x1000mm í grassvæði Ein röð af flekum er lögð í gras neðst undir rampa B álmu. Munstur og útlagning er sambærileg við lið 8.2.2. Litur ljósgrár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.14 Forsteyptir flekar 80x500x1000mm í grassvæði Ein röð af flekum er lögð í gras neðst undir rampa B álmu. Munstur og útlagning er sambærileg við lið 8.2.2. Litur ljósgrár.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.15 Forsteyptir flekar 80x500x1000mm í trjábeð Um er að ræða niðursetningu á flekum í trjábeð á malbikuðum og staðsteyptum svæðum. Heildarúrtak fyrir tré er 2000x2000mm og skal leggja 4 fleka í útkant hvers trjábeðs. Yfirborð fleka skal hafa 15mm yfirhæð gagnvart aðliggjandi yfirborði. Ekki er gerð krafa um þjappað frosfrítt undirlag – flekarnir skulu lagðir á 50mm sandlag og sitja á öllum fletinum og vagga ekki.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af flekum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

Page 11: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 11 af 19

8.2.16 Sögun á hellum Ekki má steypa í glufur í hellulögn. Hellur skulu sagaðar þar sem þess gerist þörf t.d. til aðlögunar að húsi, og niðurföllum og þar sem teikningar gera ráð fyrir því.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er sagaðir lengdarmetrar (m) í hellulögn, sem ekki verður hjá komist að saga. Ekki verður greitt fyrir sögun sem stafar af ónákvæmni verktaka í útsetningum.

8.2.17 Sögun á malbiki Malbik skal hreinskera á efnisskilum s.s. þar sem hellur, gras og malbik liggja saman. Gæta skal þess að söguð lína sé í samræmi við stefnu þeirra efnisskila sem fram koma á teikningum

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er metrar (m). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.2.18 Forsteypur kantsteinn Koma þarf fyrir forsteyptum kantsteinaeiningum 120x250x800mm (eða sambærilegu) fyrir reiðhjólagrindur. Einingarnar eru kafsettar (á hvolfi) þannig að neðri brún þeirra flútti við yfirborðið – sem er annars vegar malbik og hinsvegar gras. Einingarnar skulu lagðar í frostfrían jarðveg og skal steypt að neðri hluta þeirra. Vel þjappað malarlag skal ná upp að endanlegu yfirborðsefni (50mm fyrir neðan yfirborð). Sjá teikningu (40)4.05

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af forsteyptum einingum. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn eins og lýst er í verklýsingu þessari.

8.2.19 Staðsteyptur kantsteinn Staðsteypa skal kantstein með kantsteypuvél í samræmi við teikningar (49)3.03/4. Kantsteinninn skal vera járnbentur, 100 mm hár og snertiflötur við malbik skal vera 140 mm. Malbikið skal límbera (emulsjon biki) áður en steypt er. Línur skulu vera beinar, bogar og stefnubreytingar í samræmi við teikningar. Krappa boga og öll horn skal handvinna með þeim hætti að ekki sé sjáanlegur munur milli vélsteyptrar útlagningar og kantsteins sem er handmótaður. Sé þörf á skal slá sérstaklega upp mótatimbri fyrir handmótun kantsteins. Sérstakar hornstyrkingar skal framkvæma við mjórri enda kantsteinslagnar á eyjum vestara bílastæðis eins og teikningar sýna. Bora skal fyrir lóðréttum stálteinum (kambstáli) í malbik (Ø K12 c/c 90) og samfellt Ø k8 skal vírað lárétt á teinana í um 50 mm hæð. Steypugerð skal vera í samræmi við almenna lýsingu. Steypu, sem lögð hefur verið niður skal verja fyrir hvers konar álagi þar til hún er orðin nægilega hörð til að þola álagið. Strax og styrkur steypunnar leyfir skal vökva steypuna og síðan halda henni rakri í minnst 5 sólarhringa t.d. með því að breiða yfir hana. Áður en steypuvinna hefst skal séð til þess að nægjanlegar girðingar og aðvörunarmerkingar séu til staðar.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er metrar (m). Einingarverð skal innifela fullfrágenginn kantstein, þ.m.t. vinnu við útlagningu, steypu og járnabindingu, og að öllu leyti eins og kemur fram í verklýsingu og á teikningum.

8.2.20 Malarefni og steinar (núverandi lóð) Áður en stórfelldar framkvæmdir hefjast á svæðinu skal verktaki sjá svo um að svæðið sé yfirfarið og allt nýtanlegt holtagrjót og steinar sem liggja í og við yfirborð svæðisins séu teknir upp og settir til hliðar á meðan byggingu hússins stendur. Stærðir mega vera fjölbreyttar. Efnið sem til fellur verður nýtt m.a. á svalir 2 hæðar. Hafa skal samráð við landslagsarkitekt við framkvæmd þessa.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er rúmmetrar (m³). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

Page 12: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 12 af 19

8.3 Gras og gróður

8.3.0 Almennt Um er að ræða, gróðursetningu trjáa og runna, grassáningu, þökulagningu og lagningu úthagagróðurþekju (þökur) ásamt nauðsynlegum frágangi s.s uppbindingu trjáa og söndun runnabeða. Ætlast er til að faglærður garðyrkjufræðingur annist alla verkstjórn á meðhöndlun trjáplantna og gróðursetningar. Á teikningum landslagsarkitekts (49)2.02/03 koma fram skiptingar svæða til grassáningar, þökulagningar og úthagaþökulagnar ásamt yfirliti yfir trjátegundir og staðsetningar. Allar gæðakröfur varðandi plöntur í verklýsingu þessari eru samkvæmt drögum að íslenskum staðli fyrir tré og runna, gefin út í febrúar 1995, sem verktaki skal kynna sér nánar. Gæðaflokkar eru tveir samkvæmt staðlinum og skulu plöntur vera samkvæmt 1 flokki. Plöntur skulu vera einkennandi fyrir þá tegund og / eða afbrigði sem þær eru gefnar upp fyrir að vera bæði hvað lit og lögun varðar nema annað sé tekið fram. Plöntur mega ekki hafa sár eða aðrar skemmdir sem geta dregið úr eða hindrað áframhaldandi eðlilegan vöxt og þroska þeirra. Plöntur mega ekki líða vatnsskort við upptöku, geymslu eða flutning, né heldur óeðlilegt efnatap vegna öndunar. Rótarkerfið skal vera frískt, kröftugt og vel greinótt og vera í eðlilegu hlutfalli við stærð plöntunnar. Plönturnar mega ekki hafa lengri myrkursprota en 10 mm. Á gróðurnotkunarteikningum er að finna hvar og í hvaða magni einstökum plöntum skal plantað. Gróðursetning Í verkáætlun skal verktaki gera grein fyrir því hvernig hann hyggst tímasetja gróðursetningar. Verktaki skal gróðursetja eins mikinn hluta gróðursins og unnt er fyrir 1.júlí. Ekki skal gróðursetja berrótarplöntur og hnausplöntur á tímabilinu 15 júlí til 15 október. Sama gildir um úthagaþökur. Að öðru leyti ber verktaki ábyrgð á að velja réttan tíma til gróðursetningar og að meðferð á plöntunum sé samkvæmt kröfum verklýsingu. Að gróðursetningu afstaðinni skal bera á hverja 100 m² í runnabeðum 2 kg af tilbúnum áburði (Blákorn) og 4 kg af áburðarkalki. Skal það gert áður en 5 cm sandlag kemur yfir. Sama hlutfall skal nota fyrir stakstæð tré. Ef veður, eftir útplöntun, er þurrt skal verktaki vökva trjábeðin þannig að plönturnar líði ekki vatnsskort. Skila skal öllum plöntum lifandi. Verktaki skal framkvæma viðhald á trjábeðum og gróðri fram að úttekt. Viðhaldið skal fólgið í reglulegri íllgresiseyðingu, vökvun eftir tíðarfari og úðun fyrir maðki og lús ef þörf krefur. Úttekt á ástandi plantna fer fram að hausti eftir gróðursetningu. Þær plöntur sem þá eru dauðar eða lélegar skal verktaki endurnýja á sinn kostnað fyrir 1 júní vorið eftir. Þegar plöntun er lokið skal jafna yfirborð jarðvegs vandlega áður en sandað er yfir. Hvert tré skal binda við tvo girðingarstaura. Staurarnir skulu vera þrýstigagnvarðir, sívalir 7 cm í þvermál og uþb. 180 cm háir. Staurinn skal ná amk 20 cm niður fyrir gróðurmoldarlag og rekast tryggilega niður. Nota skal gúmmíborða til að binda plönturnar og skulu strimlarnir vera 5 cm breiðir. Gúmmíið skal vafið tvisvar um hvert tré og staur og neglt í staur í báða enda. Uppbindingarhæð skal vera u.þ.b. 1/3 af heildarhæð trés. Þegar uppbindingu er lokið skal saga af staurum 5 cm ofanvið bindingu. Að gróðursetningu lokinni skal verktaki jafna uþb 50 mm lagi af grófum sandi yfir runnabeð (ekki söltum sjávarsandi). Gæta skal að því að við jöfnun og rakstur sandsins myndist ekki óþarfa dældir eða ójöfnur. Sandur og söndun runnabeða skal vera innifalið í verði planta.

Gróðurmold. Sjá almenna lýsingu kafla 8.1.1 Grassáning: Grassáning skal fara fram í þurrviðri. Mikilvægt er að grasfræ séu ný. Blanda skal áburði í öll sáningarsvæði fyrir sáningu. Fyrir sáningu skal raka Fjölgræði 7 uþb 25g/m2 í efsta lag jarðvegar. Fræblanda: Tegund ísl. Tegund lat. Yrki Hlutfall Túnvingull Festuca rubra. Leik og sámur 65% Vallarsveifgras Poa pratensis. Fylking 25% Hálíngresi Agrostis capillaris. Nor 10%

Page 13: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 13 af 19

Ráðlagt sáðmagn er um 2-4 kg/100 m2. Eftir sáningu skal raka létt yfir sáð svæði svo jarðvegshula verji fræin. Eftir sáningu og rakstur skal vökva reglulega amk tvisvar á dag fram að úttekt á grassvæðum. Nota skal úðara svo ekki sé hætta á að fræ skolist til. Vökva skal svo að efstu 20 mm jarðvegs yfirborðs sé vel rakir. Forðast skal allan óþarfa umgang um svæðið eftir að sáningu lýkur.

8.3.1 Grasþökur á hóla Grasþökur skulu skornar af sérræktuðum ökrum þar sem vallarsveifgrös ásamt túnvingli eru einkennandi. Þökurnar skulu vera lausar við húsapunt og mosa. Annað illgresi eins og snarrótarpuntur má ekki vera yfir 5% af flatarmáli. Þegar gróðurmold er fínjöfnuð undir þökur skal þess vandlega gætt að hallar séu réttir samkvæmt teikningum, þannig að vatn geti hvergi sest í polla á grassvæðinu. Tryggja skal að hvergi sé minna en 10 cm moldarlag undir grasþökunum. Valta skal vel með venjulegum túnvaltara, fylla mold í dældir sem þá myndast og endurtaka völtunina. Síðan er grastorfið lagt út. Gæta skal þess að þökurnar leggist vel á yfirborðið, þær liggi þétt saman og séu skornar saman þar sem við á. Forðast skal að leggja þökur ofan á hverja aðra. Þar sem nauðsynlegt þykir skal festa þökur niður með tréhælum á meðan þær eru að ná rótfestu. Tryggja skal reglulega vökvun í tvær vikur eftir útlögn. Verktaki skal slá grasið a.m.k. einu sinni – með 30-50 mm sláttuhæð. Verktaki skal sjá um að fjarlægja tréhæla þegar þökurnar hafa náð rótfestu. Á grasflötina skal bera blandaðan áburð, Græðir 1 eða Blákorn, 2 kg á hverja 100 m2 eftir þakningu og einnig eftir hvern slátt.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af grassvæðum. Einingarverð skal m.a. innifela fullfrágengna þökulögn, þ.e. fínjöfnun á gróðurmold, áburðargjöf, túnþökur, tréhæla og grasslátt eins og lýst er í verklýsingu.

8.3.2 Úthagaþökur á þök byggingar (tvöfallt) Úthagaþökur koma á þök byggingar. Þær eru lagðar út tvöfallt / hálft í hálft (græna hliðin upp) til að tryggja sem best samfellda kápu. Þökurnar eru lagðar á sandlag-kornastærð 0-8mm. Ekki er þörf á áburðargjöf. Úthagaþökur skulu koma af sjálfgrónu valllendi. Megin grastegundir og uppistaða gróðurþekjunnar skal vera Túnvingull, Blávingull, Hálíngresi, Títulíngresi, Ilmreyr, Blóðberg, Möðrur og Murur. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við meðhöndlun, niðursetningu og eftirfylgni úthagans. Verði t.d. langvarandi þurrkar í kjölfar útlagnar skal verktaki hafa samráð við landslagsarkitekt um meðhöndlun svæðisins.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af úthagaþökum. Einingarverð skal innifela fullfrágengna þökulögn eins og hér er lýst.

8.3.3 Viðbótarþökur í jöðrum úthagaþökulagnar Vindálag í jöðrum nýrrar gróðurþekju verður töluvert og skapað hættu á ofþornun. Verktaki skal því leggja út viðbótar lög af úthagaþökum sbr teikning númer (47)5.01 til að draga úr slíkri hættu. Gæði og útlagning skal vera s.b.r. lið 8.3.2.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af úthagaþökum. Einingarverð skal innifela fullfrágengna þökulögn

8.3.4 Jarðvegsdúkur undir þökur á byggingahluta Jarðvegsdúk / síudúk skal leggja ofan á einangrun þaks áður en sandi er komið fyrir. Vanda skal útlagningu dúksins og skal yfirlapp ekki vera meira en 100mm. Jaðrar skulu vera beinir og frágangur umhverfis niðurföll í samræmi við teikningar.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af jarðvegsdúk. Einingarverð skal innifela efni og vinnu við niðursetningu dúks.

Page 14: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 14 af 19

8.3.5 Sandur undir úthagaþökur Ofan á jarðvegsdúk skal verktaki jafna út grófum sandi – kornastærð 0-8mm (ekki söltum sjávarsandi). Þykkt sandlags er almennt 20mm en á þökum getur þykkt sandlags náð allt að 80mm umhverfis niðurföll. Gæta skal að því að við jöfnun og rakstur sandsins myndist ekki óþarfa dældir eða ójöfnur. Fótþjappa skal eftir atvikum. Sandinn skal bleyta vel áður en útlagning gróðurþekju hefst

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er rúmmetrar (m3 ). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.6 Úthagaþökur í rampa og útisvæði 3 hæðar Úthagaþökur mynda samfellu í rampa og útisvæði 3 hæðar B álmu. Þær eru lagðar út tvöfallt / hálft í hálft (græna hliðin upp) til að tryggja sem best samfellda kápu. Þökurnar eru lagðar á 20mm þykkt sandlag-kornastærð 0-8mm. Þökur skulu jafnframt lagðar í millibil milli fleka. Ekki er þörf á áburðargjöf. Úthagaþökur skulu koma af sjálfgrónu valllendi. Megin grastegundir og uppistaða gróðurþekjunnar skal vera Túnvingull, Blávingull, Hálíngresi, Títulíngresi, Ilmreyr, Blóðberg, Möðrur og Murur. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við meðhöndlun, niðursetningu og eftirfylgni úthagans. Verði t.d. langvarandi þurrkar í kjölfar útlagnar skal verktaki hafa samráð við landslagsarkitekt um meðhöndlun svæðisins.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af úthagaþökum. Einingarverð skal innifela fullfrágengna þökulögn.

8.3.7 Net ofan á þökur í rampa. Verktaki skal útvega og koma fyrir fiskineti (möskvastærð c.a.50x50mm) í rampanum ofan á gróðurþekju. Netið skal þekja allt svæðið, leggjast jafnt út og ná alveg að jöðrum beggja vegna. Netið þarf ekki að vera nýtt – en val þess er þó háð samþykki landslagsarkitekts. Æskilegur litur nets er svartur. Lagning nets er hugsuð sem skammtíma aðgerð á meðan gróðurþekjan grær saman og nær festu.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af neti. Einingarverð skal innifela efni og útlagningu.

8.3.8 Hellur 60x300x300mm til fergingar í jöðrum þökulagnar Nauðsynlegt er að fergja gróðurþekju fyrstu vikurnar eftir útlagningu. Um er að ræða jaðra þakhluta byggingar og rampa. Verktaki skal leggja út lausar hellur með reglulegu millibili og skal hafa samráð við landslagsarkitekt við útlagningu. Hellurnar eru lagðar beint á gróðurþekju þaka og ofan á net í rampa. Magn er áætlað og skal magntaka endanlegt magn eftir útlagningu. Verktaka er heimilt að nýta notaðar hellur – einkum á þakhluta byggingar. Þær skulu þó hafa eigin þyngd sem er sambærileg við uppgefna stærð eða 13 kg hver eining. Verktaki skal sjá um að fjarlægja hellurnar eftir ákveðinn tíma og skal það gert að viðhöfðu samráði við eftirlitsaðila.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) af hellum. Einingarverð skal innifela efni, útlagningu, upptöku og brottnám efnis.

8.3.9 Úthagaþökur á útisvæði 2 hæðar Úthagaþökur mynda samfellu á útisvæði 2 hæðar B álmu. Þær eru lagðar út tvöfallt / hálft í hálft (græna hliðin upp) til að tryggja sem best samfellda kápu. Þökurnar eru lagðar á 20mm þykkt sandlag-kornastærð 0-8mm. Þökurnar eru felldar að einstökum flekum og í millibil milli fleka. Ekki er þörf á áburðargjöf. Úthagaþökur skulu koma af sjálfgrónu valllendi. Megin grastegundir og uppistaða gróðurþekjunnar skal vera Túnvingull, Blávingull, Hálíngresi, Títulíngresi, Ilmreyr, Blóðberg, Möðrur og Murur. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við meðhöndlun, niðursetningu og eftirfylgni úthagans. Verði t.d. langvarandi þurrkar í kjölfar útlagnar skal verktaki hafa samráð við landslagsarkitekt um meðhöndlun svæðisins.

Page 15: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 15 af 19

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af úthagaþökum. Einingarverð skal innifela fullfrágengna þökulögn.

8.3.10 Úthagaþökur í úrtök steyptra stétta. Úthagaþökur skulu lagðar í úrtök staðsteyptra stétta eins og teikningar (49)2.02 og (40)4.01 sýna. Þær skulu lagðar út tvöfallt og skulu hafa 15 mm yfirhæð gagnvart steypta yfirborðinu. Þökurnar eru lagðar á 20mm þykkt sandlag-kornastærð 0-8mm. Verktaki skal slá upp einfaldri 450mm hárri varnargirðingu umhverfis niðurfellingar á meðan gróðurþekjan er að ná rótfestu. Þær skal þá fjarlægja af staðnum. Úthagaþökur skulu koma af sjálfgrónu valllendi. Megin grastegundir og uppistaða gróðurþekjunnar skal vera Túnvingull, Blávingull, Hálíngresi, Títulíngresi, Ilmreyr, Blóðberg, Möðrur og Murur. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við meðhöndlun, niðursetningu og eftirfylgni úthagans. Verði t.d. langvarandi þurrkar í kjölfar útlagnar skal verktaki hafa samráð við landslagsarkitekt um meðhöndlun svæðisins. Ekki er þörf á áburðargjöf.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2) af úthagaþökum. Einingarverð skal innifela fullfrágengna þökulögn og bráðabirgða girðingarvinnu.

8.3.11 Grassáning Sá skal grasfræi samkvæmt almennri lýsingu 8.3.0.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er fermetrar (m2 ). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

TRJÁ OG RUNNAGRÓÐUR

8.3.12 Betula pubescens Embla – Ilmbirki (hnaus) Gróðursetja skal 2 metra hátt Ilmbirki samkvæmt almennri lýsingu og gróðurvalsteikningum númer (49)2.02 & 03.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv.magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.13 Sorbus mougeotii – Alpareynir (hnaus) Gróðursetja skal 2 metra háan Alpareyni samkvæmt almennri lýsingu og gróðurvalsteikningu (49)2.03.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv.magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.14 Sorbus intermedia – Silfurreynir (hnaus) Gróðursetja skal 2 metra háan Silfurreyni samkvæmt almennri lýsingu og gróðurvalsteikningu númer (49)2.02.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv.magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.15 Pinus uncinata – Bergfura (hnaus) Gróðursetja skal 2 metra háa Bergfuru samkvæmt almennri lýsingu og gróðurvalsteikningu númer (49)2.02.

Page 16: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 16 af 19

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv.magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.16 Salix caprea – Selja (hnaus) Gróðursetja skal 2 metra háa Selju samkvæmt almennri lýsingu og gróðurvalsteikningu númer (49)2.02.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv.magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.17 Rosa rugosa Hansa – Garðarós/Hansarós (berrót) Gróðursetja skal 800-950mm háa Garðarós með 500mm millibili. Raðir skulu vera beinar og í samræmi við gróðurvalsteikningar númer (49)2.02 & 03 og samkvæmt almennri lýsingu. Söndun rósabeða skal vera innifalin í einingarverði.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv.magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.18 Gróðursetning trjáa Verktaki skal gróðursetja tré skv. almennri lýsingu.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv. magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.19 Gróðursetning runna Verktaki skal gróðursetja runna skv. almennri lýsingu.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv. magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.3.20 Uppbinding trjáa Verktaki skal binda upp trjágróður skv. almennri lýsingu.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk) plantna skv. magnskrá. Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.4 Búnaður

8.4.0 Almennt Allur aðkeyptur búnaður skal vera vandaður og gerður fyrir mikla notkun á almenningssvæðum. Fylgja skal nákvæmlega verklýsingum/upplýsingum framleiðanda hvað varðar uppsetningu og alla meðhöndlun. Harðviður: Miðað er við gegnheilan Bankirai harðvið eðlisþyngd 850-1100 kg/m3. Allar festingar sem nota skal í harðvið skulu vera ryðfríar og sýrufastar A4. Hjólastandar smíðastál: Flatstál skal vera St. 37-2 samkvæmt DS 412 (ISO 630 eða DIN 17100 ) formstaðall DIN 1017/1 og 59200. Smíðastál skal heitgalvanhúðað eftir vinnslu.

Page 17: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 17 af 19

Allar suður skulu vera fyrsta flokks og unnar af vönum fagmönnum með gild réttindi frá Iðntæknistofnun íslands. Hæfnisprófin skulu vera samkvæmt ÍST EN 287-1 og svara til þeirra aðferða , sem áformað er að nota. Kverkar og horn skulu vera hvöss. Þar sem tveir fletir eru soðnir saman í plani skal gengið þannig frá suðu að hún sjáist ekki heldur verði um einn sléttann flöt að ræða Öll suðuvinna skal fullnægja ákvæðum staðals DS 316 af “karakter” 4 skv. DS/R 325. Allar rafsuður skulu vera a.m.k. í flokki C s.k.v. ÍST en 25817. Rafsuðuvinnu skal þannig hagað á hverjum stað að formbreytingar og innri spennur verði sem minnstar. Ef eftirlitsmaður óskar þess, ber verktaka að gefa fyrirfram upplýsingar um í hvaða röð og stefnu suður verða unnar á hverjum stað. Hugsanlegar athugasemdir eftirlitsmanns ber að taka til greina. Fletir sem soðið er að skulu vera nákvæmt unnir sléttir , þurrir og hreinir. Hreinsa skal gjall og öll önnur óhreinindi af hverjum suðustreng og við hver víraskipti áður en meira verður soðið. Þegar suðu er lokið skal allt gjall og óhreinindi hreinsað af suðunni þegar í stað. Allt ryð skal hreinsa af köntum áður en soðið er. Allar suður sem hægt er að komast að bakhlið á skulu róthöggnar og endursoðnar frá þeirri hlið.

8.4.1 Merkingar bílastæða, aksturssvæða og göngusvæða Mála skal afmörkunarlínur bílastæða, boð- og bannlínur akstursleiða og útlínur göngusvæða eins og teikningar (40)3.01/2 sýna. Einnig skal mála merkingar fyrir bílastæði hreyfihamlaða og reiðhjólamerkingar. Málning og málningarvinna skal uppfylla skilyrði kafla 75.5 í almennri verklýsingu Vegagerðar ríkisins. Auk þess skal val á málningu háð samþykkis eftirlitsmanns verkkaupa. ATH Ekki er þess krafist að nota sprautubúnað. Þurrfilmuþykkt málningar skal vera min. 0,35 mm. Málningardagar eru háðir samþykki eftirlitsmanns verkkaupa. Bæta skal úr göllum, endurmála og hreinsa bletti eins og þörf krefur, verkkaupa að kostnaðarlausu. Verktaki skal verja málaða fleti fyrir umferð og veðri eins lengi og þörf krefur.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn.

8.4.2 Reiðhjólagrindur úr stáli Gera skal reiðhjólagrindur úr stáli sbr teikning (40)4.05 og almenn lýsing.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn, smíði, uppsetning og allur frágangur.

8.4.3 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind Gera skal setbekk L=2000mm sbr teikning (40)4.03.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn, smíði, uppsetning og allur frágangur.

8.4.4 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind Gera skal setbekk L=3000mm sbr teikning (40)4.03.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn, smíði, uppsetning og allur frágangur.

8.4.5 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind Gera skal setbekk L=5000mm sbr teikning (40)4.03

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn, smíði, uppsetning og allur frágangur.

Page 18: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 18 af 19

8.4.6 Setbekkur úr forsteyptri einingu með harðviðartimburgrind Gera skal setbekk L=1000mm sbr teikning (40)4.03

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn, smíði, uppsetning og allur frágangur.

8.4.7 Sorpílát á setsvæði lóðar Sorpílát eru á völdum stöðum við aðalinnganga, dvalarsvæði nemenda og við þjónustuinngang austan megin byggingar. Sorpílát skulu vera úr stáli, vönduð að allri gerð, þægileg í umgengni bæði fyrir notendur og þjónustuaðila. Mikilvægt er að vatn/snjór eigi ekki greiðan aðgang að innra sorpílátinu. Ílátin skulu vera kassa-laga og geta tekið allt að 40 lítra. Hámarkshæð íláts skal vera 750mm. Þau skulu vera lökkuð í gráum tón RAL 9007. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við uppsetningu og festingar.

Sorpkassi sem hægt er að opna með lykli til þess að losa innra ílát. MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn, s.s. uppsetning og frágangur.

8.4.8 Fánastöng með sökkli Staðsetning fánastangar kemur fram á teikningu (49)3.04. Fánastöng (H=10metrar) skal vera úr fíbertrefjaefni, hafa toppstykki úr messing og vera fellanleg á jarðfastri undirstöðu. Stálfesting og felliöxull skulu vera úr heitgalvanhúðuðu stáli. Aðrar festingar, fánalína og annað er tengist flöggun skal vera vandað. Stefnuátt fellingar skal vera innan lóðarmarka og sem þægilegust til viðgerða

Page 19: Kafli 8-1. Frágangur lóðar 8_FMOS-L_08-05 Frágangur lóðar... · 2013. 1. 9. · Hellur (skilgreindar hér sem forsteyptar einingar undir 500x500mm) skulu steyptar úr sterkri,

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 8. Frágangur lóðar

MFF Síða 19 af 19

o.þ.h. Stönginni skal fylgja vottorð framleiðanda/umboðsaðila varðandi vindþol við íslenskar aðstæður. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda við uppsetningu og frágang.

MAGNTÖLUR / EININGARVERÐ Magntala er stykki (stk). Í einingarverði skal innifalinn allur kostnaður við verkliðinn, uppsetning og frágangur.