jar203 jarðsaga

21
JAR203 JAR203 Jarðsaga Jarðsaga Kennari Þorsteinn Barðason Kennari Þorsteinn Barðason

Upload: yardan

Post on 11-Jan-2016

76 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

JAR203 Jarðsaga. Kennari Þorsteinn Barðason. Aldur jarðar. Jörðin er talin vera um 4600 milljón ára gömul. Elsta berg á jörðinni er talið vera 4000 milljón ára gamalt. Nútíminn er lykill fortíðarinnar. Hægt er að gera ráð fyrir að sömu öfl myndi jarðlög í dag og í fortíðinni. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: JAR203 Jarðsaga

JAR203JAR203JarðsagaJarðsaga

Kennari Þorsteinn BarðasonKennari Þorsteinn Barðason

Page 2: JAR203 Jarðsaga

Aldur jarðarAldur jarðar

• Jörðin er talin vera um 4600 milljón ára gömul.

• Elsta berg á jörðinni er talið vera 4000 milljón ára gamalt.

Page 3: JAR203 Jarðsaga

Nútíminn er lykill fortíðarinnar.Nútíminn er lykill fortíðarinnar.

• Hægt er að gera ráð fyrir að sömu öfl myndi jarðlög í dag og í fortíðinni.

• Sambærileg atburðarás byggir upp jarðlög með sama hraða í nútíð og í fortíð

• James Hutton

Page 4: JAR203 Jarðsaga

Efra jarðlag er ávalt yngra en það Efra jarðlag er ávalt yngra en það sem undir liggursem undir liggur

• Ummerki um það sem gerðist í jarðsögunni er að finna í jarðlögum og eru elstu lögin að finna neðst í jarðlagastafla.

• Ef ráðið er í framvinduna og hún rakin í tímaröð, er því byrjað neðst og atburðarásin lesin upp eftir jarðlagastaflanum.

• Til eru undantekningar frá þessari reglu t.d. Í fellingafjöllum og þar sem hraun treðst milli jarðlaga

Page 5: JAR203 Jarðsaga

Eyður í jarðlagastaflaEyður í jarðlagastafla

• Sjaldgæft er að finna samfellda jarðlagastafla á einum stað þar sem hægt er að lesa langa óslitna atburðarrás í jarðsögunni.

• Roföflin hafa myndað slíkar eyður. Rof á einum stað þýðir upphleðslu á öðrum.

• Eyður í jarðlagastafla þar sem upphleðslan hefur hætt í nokkurn tíma en hafist svo að nýju nefnist það mislægi

Page 6: JAR203 Jarðsaga

• Þar sem mislægi verða í jarðlagastaflanum leitast jarðvísindamenn við að tengja saman jarðlög á mismunandi stöðum í tímaröð til að fá heildamynd af jarðsögunni.

• Það er einkum þrennt sem er notað til þess að tengja saman jafn gömul jarðlög á milli mismunandi staða. Einkennislag eða leiðarlag. Einkennissteingervingar. Aldursákvarðanir.

JarðlagatengingarJarðlagatengingar

Page 7: JAR203 Jarðsaga

Einkennislag eða leiðarlagEinkennislag eða leiðarlag

• Jarðlag sem nær mikilli útbreiðslu og er auðþekkjanlegt. Oft er hægt að finna þar sérstaka steingervinga, setlög eða bergmyndanir.

• Á Íslandi er að finna útbreidd og auðþekkjanleg hraunlög eða gjóskulög.

• Við sérstakar aðstæður er hægt að notast við segulskipti sem einkenna ákveðin tímaskeið jarðsögunnar.

Page 8: JAR203 Jarðsaga

EinkennissteingervingarEinkennissteingervingar

• Einkennissteingervingur nefnast steingerðar leifar lífveru sem náði mikilli útbreiðslu á stuttu tímaskeiði í jarðsögunni og hefur auk þess varðveitist vel í jarðlögum.

Page 9: JAR203 Jarðsaga

Aldursákvarðanir.Aldursákvarðanir.

• Þegar finna á raunverulegan aldur bergs er venjulega byggt á mælingum á geislavirkum samsætum í berginu eða í steingervingum.

• Forsenda mælinganna er að geislavirkt efni lokist inni í berginu eða steingervingnum þegar bergið myndast.

• Geislavirka efnið sem í þessu samhengi er nefnt móðurefni klofnar jafnt og þétt yfir í aðrar samsætur sem nefndar eru dótturefni, og er mælingin fólgin í því að finna hlutfall móður- og dótturefna

Page 10: JAR203 Jarðsaga

Aldabil Öld Tímabil Tími Tímaspönn Helstu tíðindi

Nútími - 10.000 ár Blómaskeið manna.

Kvarter Pleistósen 10.000-1,65 M.ár

Tími steinaldarmanna.

Plíósen 1,65-5 M.ár Ætt manna kemur fram.

Nýlífsöld Míósen 5-24 M.ár Mannapar birtast.

Líföld Tertíer Óligósen 24-37 M.ár Gresjur og grasbítar.

Eósen 37-58 M.ár Kolalög myndast.

Paleósen 58-65 M.ár Spendýr taka völdin.

Krít 65-146 M.ár Norður-Atlantshaf opnast. Hlýtt og rakt loftslag. Olía myndast. Risaeðlur deyja út.

Miðlífs-öld

Júra 144-208 M.ár Áflæði og hlýtt loftslag. Blómaskeið risaeðla. Fuglar koma fram.

Trías 208-245 M.ár Fiskeðlur fæða lifandi afkvæmi. Spendýr koma fram ásamt flugeðlum.

Page 11: JAR203 Jarðsaga

Perm 245-286 M.ár Skriðdýr breiðast út. Pangaea verður til. Afflæði. Mikil kreppa í lokin.

Kol 286-360 M.ár Miklir skógar. Breytileg sjávarstaða. Vængjuð skordýr. Froskdýr.

Fornlífs Devon 360- 408 M.ár Blómaskeið fiska. Handuggar brölta á

land. Kreppa í lokin.

öld Silúr 408-438 M.ár Plöntur nema þurrlendið og skordýr fylgja í kjölfarið. Afflæði.

Ordóvisíum 438-505 M.ár Fiskar koma fram. Áflæði. Blómaskeið graftólíta. Ísöld í lokin.

Kambríum 505 - 570 M.ár Fjölfrumungar leggja undir sig hafið. Blómaskeið þríbrota.

Frumlífs- öld

540-2.500 M.ár Járnrík setlög. Súrefnisbylting. Frumur með afmarkaðan kjarna. Ísaldir. Fjölfrumungar.

Upphafs- öld

2.500-3.960 M.ár Málmríkt storkuberg. Fyrstu lífverur, blá-grænþörungar og gerlar.

Grá forneskja 3.960-4.600 M.ár Jörðin þéttist úr geimryki. Árekstur við stóran hnött myndar tunglið. Höf, frum- meginlönd og lofthjúpur myndast.

Page 12: JAR203 Jarðsaga

Frumþróun jarðarFrumþróun jarðar

• Ekkert berg finnst á jörðinni frá fyrstu 600 ármilljónunum í sögu hennar, þ.e. frá 4600 til 3960 milljónum ára. Þetta tímaskeið hefur verið kallað hin gráa forneskja

• Elsta berg jarðar er 3500 milljón ára gamalt og er að finna á svokölluðum meginlandsskjöldum sem mynda kjarna helstu meginlandanna.

Page 13: JAR203 Jarðsaga

MeginlandsskildirMeginlandsskildir Elsta berg jarðar er að finna á svokölluðum meginlandsskjöldum sem mynda kjarna helstu meginlandanna

Page 14: JAR203 Jarðsaga

Elsta setbergiðElsta setbergið

• Fljótlega eftir að meginlönd fóru að myndast tóku veður og vindar að mylja niður berg þeirra og set settist á hafsbotninn umhverfis.

• Á Grænlandi er að finna 3800 milljón ára gamalt myndbreytt berg sem sýnir setlagamyndun í sjó. Hafið og bergið umhverfis það hlýtur þess vegna að vera eldra

Page 15: JAR203 Jarðsaga

Myndun lagskiptrar jarðarMyndun lagskiptrar jarðar

• Fyrir 4600 milljónum ára við það að loftsteinar, ryk og gas dróst saman fyrir áhrif eigin þyngdarkrafts.

• Kjarninn og möttullinn urðu til þegar þung efni sukku niður í bráðna jörðina

Svona var hugsanlega umhorfs á jörðinni fyrir meira en 4000 milljónum ára.

Page 16: JAR203 Jarðsaga

Myndun Tunglsins ?Myndun Tunglsins ?

• Fyrir um 4500 milljónum ára að jörðin dró að sér heilan hnött á stærð við Mars.

• Við áreksturinn þeyttist stórt brot úr jarðskorpunni og möttlinum út í geiminn og tunglið varð til.

Page 17: JAR203 Jarðsaga

Lagskipting JarðarinnarLagskipting Jarðarinnar

• Lagskiptingin jarðar varð til við það að þyngstu efnin, málmarnir, sukku niður í jörðina sem var að hluta til bráðin.

• Jörðin hefur sennilega bráðnað fullkomlega upp og orðið glóandi eldhnöttur. Það hefur gerst samhliða myndun hennar eða stuttu eftir.

Page 18: JAR203 Jarðsaga

Myndun lofthjúpsinsMyndun lofthjúpsins

• Upprunalegur lofthjúpur jarðar myndaðist úr loftegundum sem fylgdu geimskýinu sem sólkerfið varð til úr.

• Það er að mestu úr metani (CH4), amoníaki (NH3), vatnsgufu (H2O) og vetni (H2) ásamt eðallofttegundum helíum, neon argon, krypton o.fl.

• Nýr lofthjúpur myndaðist síðan úr gufu sem steig upp úr jörðinni á meðan hún var glóandi og gosgufu úr öllum þeim eldgosum sem orðið hafa eftir að jörðin tók að storkna

Page 19: JAR203 Jarðsaga

Myndun úthafannaMyndun úthafanna

• Gosgufur eru að mestu vatnsgufa (80%), en einnig er nokkuð af koltvíoxíði (CO2), vetni (H2), brennisteinstvíoxíði (SO2), nitri (N2) og saltsýru (HCl).

• Loft getur í mesta lagi innihaldið um 3-4% vatnsgufu og því er ljóst að fljótlega eftir að skorpa tók að myndast um jörðina hefur vatnsgufan tekið að þéttast og falla sem regn.

• Hafið hefur því myndast snemma þó svo að skammt væri í glóðina undir.

• Klórið (Cl) úr saltsýrunni hefur meðal annars farið í að mynda saltið í sjónum (NaCl).

Page 20: JAR203 Jarðsaga

AndrúmsloftiðAndrúmsloftið

• Frumbjarga lífverur taka upp mikið magn af CO2 og breyta því í súrefni og fjölsykrur við tillífun. – Koltvíoxíð + vatn + sólarljós fjölsykrur + súrefni, eða

– 6 CO2 + 6 H2O + sólarljós C6H12O6 + 6 O2

• Þessi ferli hafa smátt og smátt leitt af sér þann lofthjúp sem við höfum á jörðinni í dag. Hann er að mestu úr nitri (um 78%) og súrefni (um 21%) en auk þess inniheldur hann dálítið af eðallofttegundum, koldíoxíði, vatnsgufu og fleiru

Page 21: JAR203 Jarðsaga

Verkefni í Jarðsögu:Verkefni í Jarðsögu:

• Upphafsöld• Frumlífsöld• Fornlífsöld (Fyrri hluti)• Fornlífsöld (Síðari hluti)• Mörk Miðlífsadar og Fornlífsaldar• Miðlífsöld• Mörk Nýlífsaldar og Miðlífsaldar• Tertíer• Kvarter