Íslenska leiðin 2012

24
Forseti Íslands í viðtali: Lögfræðingar stýra umræðunni Stjórnmálafræðingar við HÍ: Engir öfgamenn Fjarvera stjórnmálafræðinga að tillögum stjórnlagaráðs er óskiljanleg, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Íslensku leiðina. „Mér hefur fundist skortur á því að fræðasamfélagið í stjórnmálafræði héldi fram sínum metnaði í fræðilegri greiningu á þessum tillögum sem og öðrum hugmyndum sem fram hafa komið,“ segir hann en lögfræðingar hafa alfarið stýrt umræðunni. „Þó að lögfræðin sé ágæt, er hún dálítið ferköntuð, hvað þetta snertir. Hún afmarkar sérstaka þætti í stað þess að meta gangvirkið í heild.“ Álit forsetans á tillögum stjórnlagaráðs við setningu Alþingis síðastliðið haust var túlkað á ýmsa vegu. „Stjórnmálafræðingur, sem situr í ráðinu, rauk til og sagði að þetta hefði allt saman verið vitleysa. Ráðherra sagði í stefnuræðu, að ég hefði talað einsog pólitíkus,“ segir Ólafur og kveðst hafa stillt sig um að halda þessari umræðu áfram. „Hið rétta er að ég talaði fyrst og fremst sem gamall stjórnmálafræðiprófessor.“ Samkvæmt viðhorfskönnun, sem Hulda Þórisdóttir lektor hefur lagt fyrir undanfarin þrjú ár, sigla stjórnmálafræðinemar lygnan sjó í pólitík, það er að segja þegar þeir eru beðnir um að staðsetja sig á vinstri-hægri kvarðanum. Meðaltalið er rétt hægra megin við miðju og nær engir yst til hægri eða vinstri. Þá styðja flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæplega þriðjungur, en næst á eftir segist órðungur stjórnmálafræðinema óviss hvernig hann myndi kjósa, yrði gengið til kosninga nú. Stuðningur við Samfylkinguna hefur dvínað mest milli ára en fylgi Vinstri grænna úr hópi stjórnmálafræðinema er undir kjörfylgi til Alþingis. Viðtal eftir Egil og Benóný sjá nánar á síðu 8 Egill Bjarnason fjallar um nýtt kosningafyrirkomulag í Stúdentaráð sjá nánar á síðu 12 12. árgangur Politica – félag stjórnmálafræðinema 9. mars 2012 Ný kosningalög bylta núverandi kerfi Yfirburðum félagsvísinda og fylkinga lýkur í Stúdentaráði 2013. Sitt sýnist hverjum um ný- samþykkt kosningalög sem koma til með að umturna núverandi kerfi. Kjördæmaskipting skapar skekkju og persónukjör gagnast framapoturum, segir Röskvuliði. Nefndarsætum Stúdentaráðs verður kjördæmaskipt eftir menntasviðum. Uppstokkunin kemur til með að skapa atkvæðaskekkju í þágu allra menntasviða, nema félags- vísinda. Miðað við bakrunn frambjóðanda, nemendaölda innan menntasviða og kjörsókn, endurspeglar núverandi kosningakerfi betur vilja kjósenda, samkvæmt úttekt blaðsins. Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs, segir að breytingarnar komi til með að færa Stúdentaráð nær nemendum og auðvelda samráð við deildarstjóra. „Sviðsráðin munu skapa nauðsynlega sérþekkingu,“ segir hann. „Til dæmis kemur sviðsráð heilbrigðisvísinda til með að vita betur hvernig eigi að bæta rannsóknaraðstöðu lyafræðinema, þó áfram verði barist fyrir heildarhagsmunum, einsog LÍN- málum.“ Hann telur ennfremur að kjörsókn komi til með að aukast við að þrengja kosningabaráttuna, sérstaklega innan sviða sem hafa verið atkvæðalítil til þessa. Benóný Harðarson, nýkjörinn fulltrúi Stúdentaráðs fyrir Röskvu, telur breytinguna illa ígrundaða og kerfið of fólkið fyrir hinn almenna kjósanda. „Það kemur til með að vinna gegn upphaflegu markmiði; að auka kjörsókn,“ segir hann og tekur persónukjöri með fyrirvara. Líklega legðu fáir einstaklingar í að safna allt að 17 prósent fylgi á sínu sviði. „Sýnilegir nemendur, hinir svokölluðu framapotarar, myndu líklega hagnast mest.“ Kosningar. Nýtt Stúdentaráð var kjörið í vetur með gamla laginu en á næsta ári verður kerfinu breytt. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL 20 11 23 Hið persónulega er pólitískt! 13 Leiðarvísir úr landi STJÓRNMÁLAFRÆÐI- NEMAR TAKAST Á: Er Jóakim aðalönd frábær náungi? 22 „Fólk er hrætt við allt sem ögrar því viðtekna,“ segir Þorgerður Einarsdóttir prófessor í viðtali við Íslensku leiðina. Hún ræðir feimni jafnréttissinna við að gangast við femínisma, skaðlega karlmennsku og svarar gagnrýni á kynjafræði. „Það sem flokkað er kvenlægt er iðulega skörinni lægra en hið karllæga. Og ég segi flokkað vegna þess að þetta eru allt saman menningarlegar skilgreiningar, það er ekki skrifað í skýin að eitthvað sé kvenlegt eða karlmannlegt,“ segir hún. Þorgerður Einarsdóttir í viðtali: Feimni í garð femínisma Viðtal eftir Hrefnu Rós við Þorgerði Einarsdóttur sjá nánar á síðu 14 Grein eftir Huldu Þórisdóttur sjá síðu 6 ÍSLENSKA LEIÐIN

Upload: birgir-bor-hardarson

Post on 29-Mar-2016

257 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Málgagn stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands. 12. áragangur

TRANSCRIPT

Page 1: Íslenska leiðin 2012

Forseti Íslands í viðtali:

Lögfræðingar stýra umræðunni

Stjórnmálafræðingar við HÍ:

Engir öfgamenn

Fjarvera stjórnmálafræðinga að tillögum stjórnlagaráðs er óskiljanleg, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Íslensku leiðina. „Mér hefur fundist skortur á því að fræðasamfélagið í stjórnmálafræði héldi fram sínum metnaði í fræðilegri greiningu á þessum tillögum sem og öðrum hugmyndum sem fram hafa komið,“ segir hann en lögfræðingar hafa alfarið stýrt umræðunni. „Þó að lögfræðin sé ágæt, er hún dálítið ferköntuð, hvað þetta snertir. Hún afmarkar sérstaka þætti í stað þess að meta gangvirkið í heild.“

Álit forsetans á tillögum stjórnlagaráðs við setningu Alþingis síðastliðið haust var túlkað á ýmsa vegu. „Stjórnmálafræðingur, sem situr í ráðinu, rauk til og sagði að þetta hefði allt saman verið vitleysa. Ráðherra sagði í stefnuræðu, að ég hefði talað einsog pólitíkus,“ segir Ólafur og kveðst hafa stillt sig um að halda þessari umræðu áfram. „Hið rétta er að ég talaði fyrst og fremst sem gamall stjórnmálafræðiprófessor.“

Samkvæmt viðhorfskönnun, sem Hulda Þórisdóttir lektor hefur lagt fyrir undanfarin þrjú ár, sigla stjórnmálafræðinemar lygnan sjó í pólitík, það er að segja þegar þeir eru beðnir um að staðsetja sig á vinstri-hægri kvarðanum. Meðaltalið er rétt hægra megin við miðju og nær engir yst til hægri eða vinstri.

Þá styðja flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæplega þriðjungur, en næst á eftir segist fjórðungur stjórnmálafræðinema óviss hvernig hann myndi kjósa, yrði gengið til kosninga nú. Stuðningur við Samfylkinguna hefur dvínað mest milli ára en fylgi Vinstri grænna úr hópi stjórnmálafræðinema er undir kjörfylgi til Alþingis.

Viðtal eftir Egil og Benóný sjá nánar á síðu 8

Egill Bjarnason fjallar um nýtt kosningafyrirkomulag í Stúdentaráð sjá nánar á síðu 12

12. árgangur Politica – félag stjórnmálafræðinema 9. mars 2012

Ný kosningalög bylta núverandi kerfiYfirburðum félagsvísinda og fylkinga lýkur í Stúdentaráði 2013. Sitt sýnist hverjum um ný­sam þykkt kosningalög sem koma til með að umturna núverandi kerfi. Kjördæmaskipting skapar skekkju og persónukjör gagnast framapoturum, segir Röskvuliði.

Nefndarsætum Stúdentaráðs verður kjördæmaskipt eftir menntasviðum. Upp stokkunin kemur til með að skapa atkvæðaskekkju í þágu allra menntasviða, nema félags-vísinda. Miðað við bakrunn frambjóðanda, nem endafjölda innan menntasviða og kjörsókn, endur speglar núverandi kosningakerfi betur vilja kjós enda, samkvæmt úttekt blaðsins.

Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdenta ráðs, segir að breytingarnar komi til með að færa Stúdenta ráð nær nemendum og auðvelda samráð við deildar stjóra. „Sviðsráðin munu skapa nauðsynlega sérþekkingu,“ segir hann. „Til dæmis kemur sviðs ráð heilbrigðisvísinda til með að vita betur hvernig eigi að bæta rannsóknaraðstöðu lyfjafræðinema, þó

áfram verði barist fyrir heildarhagsmunum, einsog LÍN-málum.“ Hann telur ennfremur að kjörsókn komi til með að aukast við að þrengja kosningabaráttuna, sérstaklega innan sviða sem hafa verið atkvæðalítil til þessa.

Benóný Harðarson, nýkjörinn fulltrúi Stúdentaráðs fyrir Röskvu, telur breytinguna illa ígrundaða og kerfið of fólkið fyrir hinn almenna kjósanda. „Það kemur til með að vinna gegn upphaflegu markmiði; að auka kjörsókn,“ segir hann og tekur persónukjöri með fyrirvara. Líklega legðu fáir einstaklingar í að safna allt að 17 prósent fylgi á sínu sviði. „Sýnilegir nemendur, hinir svokölluðu framapotarar, myndu líklega hagnast mest.“

Kosningar. Nýtt Stúdentaráð var kjörið í vetur með gamla laginu en á næsta ári verður kerfinu breytt. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL20

11

23Hið

persónulega er pólitískt!

13Leiðarvísir

úr landi

STJÓRNMÁLA FRÆÐI­NEMAR TAKAST Á: Er Jóakim aðal önd frábær náungi?

22

„Fólk er hrætt við allt sem ögrar því viðtekna,“ segir Þorgerður Einarsdóttir prófessor í viðtali við Íslensku leiðina. Hún ræðir feimni jafnréttissinna við að gangast við femínisma, skaðlega karlmennsku og svarar gagnrýni á kynjafræði.

„Það sem flokkað er kvenlægt er iðulega skörinni lægra en hið karllæga. Og ég segi flokkað vegna þess að þetta eru allt saman menningarlegar skilgreiningar, það er ekki skrifað í skýin að eitthvað sé kvenlegt eða karlmannlegt,“ segir hún.

Þorgerður Einarsdóttir í viðtali:

Feimni í garð femínisma

Viðtal eftir Hrefnu Rós við Þorgerði Einarsdóttur sjá nánar á síðu 14

Grein eftir Huldu Þórisdóttur sjá síðu 6

ÍSLENSKA LEIÐIN

Page 2: Íslenska leiðin 2012

2 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

ÍSLENSKA LEIÐIN 2012 – MÁLGAGN STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDSRITSTJÓRI & ÁBYRGÐARMAÐUR: Egill Bjarnason ÚTGEFANDI: Politica – félag stjórnmálafræðinema NETFANG: [email protected]. RITSTJÓRN: Benóný Harðarson, Birgir Þór Harðarson, Einar Valur Sverrisson, Hrefna Rós Matthíasdóttir og Kristín Arnórsdóttir. PRÓFÖRK: Gisela Stefánsdóttir og Björk Emilsdóttir. LJÓSMYNDIR: Egill Bjarnason, egillbjarnason.com. HÖNNUN & UMBROT: Birgir Þór Harðarson PRENTUN: Landsprent. SÉRSTAKAR ÞAKKIR: Heimssýn, félag sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrir lán á húsnæði.

Í KJALLARANUM með Birgi Þór Harðarsyni

KRÖFUSPJALDIÐ

RITSTJÓRN ÍSLENSKU LEIÐARINNAR

RITSTJÓRNARSPJALL

Fáðu þér sæti, hallaðu aftur stólnum, settu hendur fyrir aftan hnakka og steldu orðinu. Byrjaðu allar setningar á orðinu „þjóðin“. Ekki viltu að fólk haldi að þú talir einungis fyrir eigin skoðun. Þjóðarviljinn er í þágu áhugamáls þíns, sem

nota bene á skilið meira almannafé. Enda er kreppa á Íslandi, klykktu ævinlega út þannig, óháð umræðuefni. Þér á hægri hönd er maður að lesa Moggann. Gargaðu á hann. Bara eitthvað um Davíð Oddsson. Gott, gott. Hrósaðu nú DV fyrir að gera falli viðskiptabankanna góð skil. Ef einhver bendir á að það séu reyndar orðnar fjögurra ára gamlar fréttir, skaltu tilkynna viðkomandi til Sérstaks saksóknara. Það er enn 7. október 2008. Stattu fast á þínu. Hvað varðar sakamál, þá er ekkert til sem heitir of þungur dómur. Fordæmdu þá sem aðhyllast annarleg lífsviðhorf eins og íslam, frjálshyggju, umhverfisvernd og femínisma. Furðaðu þig á ofstæki fyrri kynslóða í garð samkynhneigðra. Fussaðu þeim sem eru fjarverandi að sinna tóbaksnautn. Tortryggðu Kínverja og yfirhöfuð alla þá sem græða á öðru en að selja haglél. Atvinnulaus? Helvítis ríkisstjórnin. Ísland er orðið Simbabve norðursins. Fólk þarf orðið að fara til Boston að versla. Viljirðu endilega vera jákvæður í garð einhvers skaltu draga upp nýja Apple-vöru. Talaðu um Iphone sem tímavél en ekki 150 ára gamla uppfinningu sem hefur til þessa kallast sími. Og svo er það kreppan ...

Þetta er íslenska leiðin til vinsælda.

Okkar leið er að skara framúr. Politica, félag stjórnmálafræðinema, stendur að einu öflugasta félagslífi háskólans, með vikulegum vísindaferðum og óteljandi hliðarviðburðum. Þess vegna kemur varla á óvart að

nemendafélagið skuli líka gefa út árvisst tímarit, efnisríkara en sjálft Stúdentablaðið. Einhver gæti haldið að umsvifin fælust í fjöldanum en slíkt stenst varla skoðun. Samkvæmt nemendaskrá Háskóla Íslands er fjöldinn innan stjórnmálafræðideildar rétt yfir meðallagi og deildin með þeim fámennari á félagsvísindasviði. Samvinna er drifkraftur okkar velgengni. Fjöldi manns kom að vinnslu blaðsins og kann ritstjóri þeim bestu þakkir fyrir. Markmiðið var að gefa út ferskt blað, þar sem hver grein væri unnin frá grunni. Vonandi skilar eljan sér til lesenda, svo allir hafi gagn og gaman af. Njótið vel.

Að falla í kramið á

kaffistofunni

Okkar leið

SKOTIÐ Vísindaferð á Alþingi

Vísindaferð á Alþingi Viktoría Guðbjartsdóttir, Bryndís Ottesen, Eyrún Ásgeirsdóttir, Lilja Kristín Birgisdóttir, Eygló Alexandersdóttir og Viktor Orri Valgarðsson virða fyrir sér myndir af ráðherrum lýðveldisins. Um þessar mundir sitja fimm stjórnmálafræðingar á Alþingi. Sjá umfjöllun á síðu 18. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Hvernig réttlætum við útgáfu skólablaðs?Af skólablöðum getur verið bæði gagn og gaman. Þau geta verið gefin út í pólitískum tilgangi, til að efla félagsstarf eða til kynningar á skólanum eða einstaka námsgreinum.

Útgáfu tímarita og annars konar prentaðs efnis fylgir gífurlegur prent-kostnaður. Ritstjórn skólablaða er skylt að fjármagna þennan kostnað annars lendir hann á reikningi nemenda í nemendafélögunum sem gefa út. Ég bendi líka á að kostnaðurinn er ekki endilega aðeins mældur í krónum heldur einnig í því hversu hart er gengið á auðlindir náttúrunnar þegar við framleiðum pappír og hendum honum

svo eftir við höfum neytt hans. Það er því mikilvægt að vanda vel til verka þegar við gefum út skólablöð á prenti.

Skólablöð hafa orðið tímanum að bráð. Með því meina ég að skólablöð eru stundum aðeins gefin út til þess að vera gefin út. Tökum sem dæmi að þegar fyrsta tölublað Íslensku leiðarinnar var gefið út hefur því örugglega verið ætlað eitthvað hlutverk í umræðu stjórnmálafræðinema, stjórn málafræðinga og annarra sem komust yfir eintak. Það hlutverk hefur glatast í tímans rás.

Ég hef nú verið viðloðandi útgáfu þriggja tölublaða Íslensku leiðarinnar og þykir það bæði gaman og athyglisvert.

Gaman af því að ég hef einstakan áhuga á útgáfu blaða en einnig athyglisvert vegna þess að hver ný ritstjórn virðist alltaf þurfa að finna upp hjólið og réttlæta útgáfuna, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað.

Það er því mikilvægt að spyrja sig: Hvers vegna erum við að gefa út? Og hvers vegna þarf það endilega að vera á prenti?

Við búum nefnilega yfir tækni sem við eigum eftir að beisla svo vel sé. Það er veraldarvefurinn. Í mínum huga eiga það að vera námsmenn sem beisla og þróa útgáfu á netinu, með sína útgáfu, sem oft á tíðum er algerlega óþörf.

Egill Bjarnason

Einar Valur Sverrisson

Benóný Harðarson

Hrefna Rós Matthíasdóttir

Birgir Þór Harðarson

Kristín Arnórsdóttir

VIÐ BÚUM Í ALLRABESTA HEIMI. SÆTTIÐ

YKKUR VIÐ ÞAÐ!

Page 3: Íslenska leiðin 2012

3POLITICA – FÉLAG STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA

AF HVERJU ERTU EKKI Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI? Spurt í flugstöðvarbyggingunni Háskólatorg

Réttur dagsins: Ekkert frá Ísrael

EGILL BJARNASON SKRIFAR UM HÁMU

Háma, veitingasala Há skóla torgs, hefur enga stefnu varð andi inn-kaup á vörum frá Ísrael. Rebekka Sigurðar dóttir, upp lýsinga fulltrúi Félags stofnunar stúdenta, sagði í samtali við blaðið að slíkt yrði að sjálfsögðu skoðað – óskuðu stúdentar eftir því.

Eftir hverju er Stúdentaráð eiginlega að bíða?

Framferði Ísraela gagnvart Palestínu mönn um réttlætir al þjóð-lega snið göngu. Aðskilnaðar stjórnin í Suður-Afríku lét undan slíkum þrýstingi á sínum tíma, enda annað varla hægt fyrir markaðsvætt ríki. Brot Ísraela eru skelfilegri, að margra mati. Samt hefur landið komist hjá viðlíka út skúfun. Ennþá.

Á undanförnum fimm árum hefur innflutningur frá Ísrael aukist um hálfan milljarð króna og nam í fyrra um 1021 milljón króna, sam kvæmt Hagstofu Íslands. Hagur Pale stínumanna hefur ekki beinlíns blóm strað á sama tíma.

Um er að ræða græn meti, ávexti, byggingar efni og tæknibúnað. Félag ið Ísland-Palestína birtir á vef sínum lista yfir al gengar matvörur, til dæmis greipaldin og avókadó. En merkingar í verslunum eru oft villandi. Þannig er algengt að krydd „pökkuð í Hol landi“ séu í raun framleidd fyrir botni Miðjarðarhafs. Og „product of Palestine“ þýðir yfirleitt að varan komi frá ísraelskum land ráns-byggðum í hertekinni Palestínu.

Samkvæmt upplýsingum frá Hámu eru paprikur og kryddjurtir fyrst og fremst þær matvörur sem há skólinn kaupir inn og þá gegnum fyrir tækið Banana. Magnið skiptir ekki máli heldur þau skilaboð sem Háskóli Íslands væri að senda byrgjum: Kaupið inn frá Ísrael og þið missið einn af ykkar stærstu við skiptavinum. Það eru skilaboð sem allir fyrirtækjaeigendur skilja. Líka þeir í Ísrael.

Höfundur stýrir sjálfboðastarfi Félagsins Ísland Palestína.

Dæmi um vöru. Kryddjurtir frá Ísrael eru meðal annars notaðar í þessa vinsælu vörur Hámu. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Nauðsynleg tilræði við hefðbundin

stjórnmálSIGGI PÖNK SKRIFAR UM FIRRINGU Í HÁSKÓLANÁMI

Í bók sinni, Infinitely De mand­ing, lýsir breski heim spek ingur-inn Simon Critchley hvernig al menn ingur á Vesturlöndum hefur orðið fyrir vonbrigðum með ríkjandi stjórnmál og al gengustu trúarbrögð, og hvernig öll heimspeki á upp haf sitt í þessum vonbrigðum sem eru þá undanfari breytinga.

Þegar þetta er skrifað er hérlend stjórn-sýsla, þing og bankar rúin trausti. Það er almenn vitneskja að atvinnu fólk í stjórn-málum er drifið áfram af gróða hyggju og eigin hagsmunapoti auk þess að vera mál-svarar fjár sterkra hags munaaðila frekar en kjós enda. Það sem veldur undir rituðum von brigðum frekar en spillt stjórn sýsla eru viðbrögð áhugafólks. Því þrátt fyrir almenna með vitund um að stjórn mála stéttin, og þar með Al þingi og stjórn sýslan öll sé rotin, fréttist ekki af öðrum við brögðum en að vongóðir séu að stofna nýja flokka og leitist við að fylla stöður þess for réttindafólks sem nú fer í taugarnar á kjósendum.

Litla gagnrýna rannsóknar-vinnu þarf til að skilja að stjórnvald spillir (því allt vald spillir) og að eðli kapítalisma kallast á við eðli mannæta. Engin raunveruleg ástæða er til að sitja og vola (eða blogga) um eigin vonbrigði. Hinsvegar þarf að rann saka hvað fær ungt fólk til að vilja taka þátt í atvinnustjórnmálum.

Gegnum fróðan kunningja, sem er í hagfræðinámi við Há skóla Íslands, veit ég að há skólinn kennir einungis þenslu hagfræði. Þá sömu hag fræði og segir bólur og kreppur eiga að vera lýsandi fyrir efnahagskerfi almennt. Hrun sé jafnvægi. Prófessor í lög fræði heyrði ég lýsa því hvernig tilvonandi lögfræðingar frá HÍ eru heila þvegnir í „legal positivism“ á fyrsta ári. Þeir fari inn í nám sitt með þá sann-færingu að allar lagasetningar séu alltaf góðar. Þegar nemendum í stjórn málafræði

er síðan kennt að stjórn mál séu einungis gerleg gegnum ríki, stjórn málaflokka og fulltrúa þeirra, fullyrðir undir ritaður að menntun þeirra byggist á sí-aukinni fjarlægð almennings frá eigin stjórn málum.

Í bókinni Ríkið bendir mann fræðingur inn Harold

Barclay á að af þeim 200 ríkjum sem til eru hafi einungis rúmlega 30 þeirra þróast náttúr lega frá ætt bál kasam félögum. Öll hin séu fyrrum nýlendur sem hafi fengið ríkis-fyrirkomulagið í arf frá fyrrum ný lendu-herrum. Ísland er ein þessara ný lenda. Hvað varðar pólitískan þroska er Ís land í svipaðri stöðu og mörg þeirra fjar lægu ríkja sem reglulega eru í fréttum vegna pólitísks óróleika. Hér er hinsvegar ríkis rekin

stofnun og fjölmiðlar sem kenna að lýðræði sé hlutverk for réttinda hóps. Þess vegna er lítið sem ekkert um raun-verulegar tilraunir til þess að ræða og skapa önnur stjórnmál (og ekkert um skæru liða-starfsemi). Mögu leikar til þess eru algerlega háðir persónu legu framtaki og eiga að vera það, því ekki fer ríkið að kenna fólki að skipuleggja sitt samfélag á skjön við stofnanir ríkisins.

Þar sem ég, undirritaður, er anarkisti og veit að stjórn-málafræðin segir ekkert til um þá stjórnmálaheimspeki sem ég aðhyllist, hófst ég handa við þýðinga vinnu og útgáfu anarkistarita. Stofna ði til þess litla bókadreifingu og síðan bókasafn. Safnið er nú stað sett í Reykjavíkurakademíunni, að Hring braut 121, fjórðu

hæð. Það inniheldur yfir eitt þúsund titla af róttækum og hug vekjandi bókum sem hinn leitandi stjórn mála fræði nemi getur nýtt sér til að læra um mögu leika innan stjórnmála. Lítið útibú er að finna í Grasrótarmiðstöðinni.

Höfundur er hjúkrunarfræðingur og for svars maður Andspyrnu, útgáfufélags anar­

kista.

IRIS EDDA NOWENSTEIN, nemandi í almennum málvísindum: Málvísindi og stjórnmálafræði eru tengdari en ætla mætti. Við spáum til dæmis mikið í hugtökum eins og frelsi og orðaræðu stjórnmála og áróðurs.

SVEINN RAGNAR SIGURÐSSON, viðskiptafræðinemi:Stjórnmálafræði er bara eintómt þras og leiðinlegar umræður - svipað og á Alþingi.

BJÖRG GEORGSDÓTTIR, viðskiptafræðinemi:Viðskiptalífið er áhugaverðara en opinberi geirinn.

ANÍTA ÓMARSDÓTTIR, nemi í ferðamálafræði:Því ég hef gaman af ferðalögum og vil ekki enda lokuð inná einhverri skrifstofu í framtíðinni.

KRISTINN H. GUNNARSSON, nemandi í ensku og þýsku:Ég er nú reyndar á leið til Englands að læra stjórnmálafræði, ef allt gengur að óskum.

BRYNHILDUR BOLLADÓTTIR, lögfræðinemi:Upphaflega stóð valið milli lögfræði og stjórnmálafræði. Og mér fannst einfaldlega meiri áskorun í lögfræði!

„Menntun þeirra byggist á síaukinni fjarlægð almennings frá eigin stjórn­málum.“

FLEYG ORÐFélagsvísindamaður kemur orðum, sem enginn skilur, að því, sem allir vita.

- Munnmæli.

Kaffihúsin eru minn háskóli. - Steinn Steinarr.

Það væri svo sem ágætt að vera háskólakennari, væru ekki allir þessir nemendur!

- Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði.

Vinnan er böl hinna drekkandi stétta.

- Oscar Wilde.

Heimsborgari er ekki maður, sem getur talað frönsku, heldur aðeins sá, sem hefur innrætt sér jafnrétti allra þjóða og finnur alla menn vera samborgara sína.

- Þórbergur Þórðarson.

Komandi kynslóðir: Hvað hafa þær gert fyrir okkur?

Roskinn maður í Flóanum. Munnmæli.

Ég hef sama viðhorf til stjórnmála og fótbolta, mér er alveg sama, hver er að sparka í hvern.

- Óskar Jónasson kvikmyndagerðamaður.

Lykillinn að góðri heilsu er að velja sér hrausta foreldra.

- Sigmundur Guðbjarnason, fv. rektor.

Stríð er friður. Frelsi er ánauð. Fáfræði er máttur.

- George Orwell í 1984.

Því óljósari sem ágreiningsefnin eru, því illvígari verða deilurnar.

- Sigurður Líndal lagaprófessor.

Til að geta sagt „ég elska þig“ verður maður fyrst að geta sagt „ég“.

- Ayn Rand í Uppsprettunni.

Þjóðaríþrótt Íslendinga er að tala um það, hvernig eigi að tala íslensku um ekkert, sem máli skiptir.

Páll Skúlason heimspekiprófessor.

Það er að vísu rétt, að erfitt er að lifa á þessum launum, en ég hygg, að erfiðara væri að lifa án þeirra.

Sigurður Júlíus Grétarsson, sálfræðikennari í HÍ.

Veriði hress, ekkert stress – og bless!

- Hermann Gunnarsson.

Heimild: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2010. Kjarni málsins

– fleyg orð á íslensku. Bókafélagið, Reykjavík.

Page 4: Íslenska leiðin 2012

4 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

Í ÓSPURÐUM FRÉTTUM

„Þróunin í háskólasamfélaginu um heim allan, hefur verið í þá átt að opna aðgang að gögnum, enda er þeim oftast safnað fyrir almannafé,“ segir Ólafur Þ. Harðar-son, forseti Félagsvísindasviðs. Frá árinu 1983 hefur hann gert kosninga rannsóknir í kjölfar hverra Alþingiskosninga; mælt við horf til stjórnmálaflokka, fram bjóð-enda, ein stakra mála og fleira. Rann-sóknin er án hliðstæðu á Íslandi og sömu leiðis það framtak að gera jafn viða-mikil gögn aðgengileg öllum á vef Félags-vísindastofnunnar nýverið.

„Frá sjónarhóli vísindanna er eðlilegt að gögn séu aðgengileg öllum,“ segir Ólafur. „Fyrir það fyrsta er mjög tíma-frekt að safna þeim saman og engin ástæða að margsafna sömu gögnum. Í öðru lagi er eðlilegt að fólk geti séð hvernig rannsakandinn túlki niður-stöður. Í þriðja lagi er oft hægt að nota gögnin í öðrum tilgangi, út frá öðrum vinkli en lagt var upp með.“

Aðspurður hvers vegna vísindamenn hafi til þessa verið ragir við að deila gögnum sínum, nefnir Ólafur þrjá þætti. Stundum búi að baki gamaldags hug-

mynd um ákveðið eignarhald þar sem rannsakendur vilji sitja einir að sinni vinnu. Í öðrum tilvikum ætlist vísinda-menn til að fá greitt fyrir notkun en slíkt sé varla forsvaranlegt ef gögnunum er á annað borð safnað fyrir almannafé. Loks getur kostnaðurinn við að gera gögnin að gengileg staðið í vegi.

Núorðið er einnig hægt að bera rann sóknir undanfarinna þrettán ára saman við önnur lönd, gegnum alþjóð-lega gagnabankann Comparative Study of Electoral Systems (CSES). Saman-burðurinn sýnir að hegðun íslenskra kjósenda hefur þróast í takt við nágrannaríkin. „Æ fleiri kjósa eftir mál-efnaafstöðu. Á móti hafa áhrif félagsfræði og sálfræðilíkana farið minnkandi; stöðugt færri láta stéttarstöðu og fjöl-skyldu hefðir móta afstöðu sína,“ segir Ólafur en tekur fram að stéttaáhrifin hafi alla tíð verið veik hér á landi, ólíkt til dæmis Bretlandi.

Ennfremur vinnur Ólafur um þessar mundir að samnorrænni bókaútgáfu þar sem niðurstöður kosningarannsókna fimm landa eru bornar saman og út-

skýrðar með tilliti til ytri þátta. Stefnt er að útgáfu á næsta ári.

Þáttur ungs fólks hefur ekki verið rann-sakaður sérstaklega út frá gögnunum. „En það yrði náttúrulega alveg rakið verkefni fyrir nemendur í stjórn málafræði!“ segir Ólafur og hvetur sem flesta nemendur til að nýta sér gagna safnið. Hann kveðst þó hafa skoðað ýmislegt tengt yngri kjósendum. „Í aðal atriðum hefur þróunin verið svipuð og í útlöndum. Þeir eru hreyfan legir kjósendur og enginn einn stjórn mála flokkur hefur átt yfirgnæfandi stuðning ungs fólks í langan tíma.“

Því er stundum haldið fram að áhugi ungs fólks á stjórnmálum fari minnk andi en gögn Ólafs sýna annað. „Áhuginn hefur verið býsna stöðugur og aukist ef eitthvað er. Þó að kjörsókn minnki dálítið, er ekki þar með sagt að áhuginn sé minni, heldur að fólk beini honum í annan farveg, eins þátttöku í mót-mælum,“ segir hann.

Sem fyrr segir er kosningarannsóknin að gengi leg á vef Félagsvísindastofnunnar, fel.hi.is/islenska_kosningarannsoknin, og á gagnabanka CSES, cses.org. ­ eb

Kosningarannsóknir Ólafs Þ. Harðarsonar aðgengilegar á netinu:

Eignarhald á gögnum gamaldags hugmynd

Á skrifstofu sinni. Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Aðalfundur Politica, félags stjórnmálafræðinema, verður haldinn 30. mars næstkomandi. Þá mun fráfarandi stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins, leggja fram reikninga, ræða lagabreytingar og kjósa í embætti nýrrar stjórnar.

Kosið verður í embætti for manns, varaformanns, gjaldkera, skemmtana-stjóra, alþjóðafulltrúa, ritstjóra, meðstjórnanda og hags muna fulltrúa. Framboð skulu berast stjórn ekki síðar en sólarhring fyrir kosningar. Stórskemmtilegt er að starfa í Politica og hvetjum við allt gott fólk til að bjóða sig fram og halda áfram partýinu.

Munið síðan eftir árshátíðinni! ­ evs

Politica, félag stjórnmálafræðinema:

Kosningar á næsta leiti

Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla er gefið út tvisvar á ári af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Ritið inniheldur aðallega ritrýndar greinar en auk þess má þar finna greinar almenns efnis og bókadóma. Hlutverk þess er að gefa út rannsóknir á sviði stjórnmála og stjórnsýslufræða, og að auka aðgengi fræðilegs efnis á sviðinu.

Greinar ritsins eru fjölbreyttar og koma meðal annars frá fræðimönnum úr ýmsum sviðum og má þar helst nefna; stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, hagfræði, viðskiptafræði, kynjafræði, lögfræði, sagnfræði og félagsfræði.

Meðal fræðigreina sem hægt er að finna í nýjasta tölublaði eru; Party Cohesion in the Icelandic Althingi eftir Gunnar Helga Kristinsson, Verðtryggðir samningar – saga þeirra og eiginleikar eftir Helga Tómasson og Allocation of Fishing Harvest Rights in Iceland and Norway – the Developement Since 1990 eftir Helga Grétarsson.

Hægt er að lesa greinar og gerast áskrifandi á vefnum stjornmalogstjornsysla.is, en einnig má finna prentuð eintök í Bóksölunni og hjá Háskólaútgáfunni. ­ ka

Tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla:

Fjölbreytt greinasafn eftir stjórnmálafræðinga

Page 5: Íslenska leiðin 2012

FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Fjölbreytt,krefjandi og skemmtilegt

BA-nám í stjórnmálafræði

Stjórnmálafræðideild

Page 6: Íslenska leiðin 2012

6 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

Hver eru þau? Hvaðan koma þau? Hvert stefna þau? Hvað telja þau? Á hverju hausti mætir til leiks nýr árgangur af nemendum reiðubúinn að læra allt um fræði valds og stjórnar. Ef til vill vita þau ekki að í því felst meðal annars að læra allt um Chicago til vísanakerfið, staðalvillu og myrkustu af-kima opinberrar fjárlagagerðar.

Frá því ég hóf störf hér við HÍ fyrir þremur árum hef ég lagt spurningakönnun fyrir nemendur í Inngangi í aðferðafræði. Stór hluti spurninganna breytist á milli ára þar sem þær tengjast rannsóknarverkefnum sem ég eða nemendur mínir vinna að hverju sinni. Nokkur hluti spurninganna hefur þó ávallt verið hinn sami og eru það allskyns gagn legar og forvitnilegar spurningar um stjórn málafræðinema. Köfum nú aðeins í gögnin.

BakgrunnurÁrið 2010 var hópurinn langstærstur eða 114 nemendur, í ár og í fyrra hefur hann verið um 50 manns. Það er athyglisvert að í ár og fyrir tveimur árum voru um 85% nemend anna á fyrsta ári en í fyrra brá svo við að ekki nema 72% voru á fyrsta ári. Skýringin er væntanlega sú að þar sem alltaf er nokkuð fall í áfanganum og árgangur inn árið 2010 var óvanalega stór, þá hafi þar með tiltölulega hátt hlutfall nemenda verið að taka námskeiðið í annað sinn í fyrra. Öll árin hafa verið fleiri karlar í hópnum en konur, árið 2010 voru þeir 57%, 2011 voru þeir 66% og nú í ár um 60%. Meðalaldur nemenda hefur haldist nánast óbreyttur, verið á bilinu 23 til 24 ár.

Lang flestir koma af höfuðborgarsvæðinu en sam setning hópsins hefur þó breyst eilítið á þessum þremur árum. Árið 2010 voru 77% nemenda af höfuðborgarsvæðinu en árið 2011 voru höfuðborgarbúar orðnir 68% og ekki nema 58% í ár. Í ár eru 12% af Norður landi og 14% af Suðurlandi. Í ljósi þess að svarendur eru ekki nema um

það bil 50 í ár og í fyrra er ekki hægt að álykta sem svo að það sé augljóslega að breytast hvaðan nemendur koma.

Öll þrjú árin hafa á bilinu 55% til 60% nemenda sagst vinna með námi. Þegar grennslast er fyrir um það hversu mikið fólk vinnur segja margir það mjög misjafnt eða gefa upp stórt bil (til dæmis 10-20 klukku-stundir á viku). En ef reynt er að rýna í svörin og finna ein hverskonar meðaltal, má ætla að um það bil helmingur þeirra sem vinna með námi, vinni 10 klukkustundir eða skemur í hverri viku. Meðalfjöldi eininga sem fólk segist ætla að taka á þeirri önn sem spurninga könnunin er lögð fyrir hefur haldist nákvæmlega sá sami öll þrjú árin, nánast sléttar 30 einingar.

Hvers vegna endaði fólk í stjórnmálafræði?Langalgengasta svarið á öllum árum við því hvers vegna fólk valdi stjórnmálafræði var einfald lega vegna áhuga á stjórnmálum og að námið hafi virkað áhugavert. Það er nú gott til þess að vita. Önnur algeng svör voru áhugi á alþjóðamálum, að námið virtist bjóða uppá fjölbreytt atvinnutækifæri og vegna áhuga á að starfa á fjölmiðlum. Loks voru nokkrir sem sögðust hafa prófað skyld fög, einkum lögfræði og heimspeki en ekki fundið sig í þeim.

Þegar fólk var spurt hversu ákveðið það var í að velja stjórnmálafræði um fram aðrar greinar eða að fara ekki í háskóla-nám sögðust um 55% hafa verið mjög eða frekar ákveðin árið 2010, það lækkaði um tíu prósentustig niður í 45% árið 2011 og stekkur svo upp í 65% í ár. Það er athyglisvert að setja þessar tölur í sam-hengi við að árgangur inn í fyrra, þ.e. þegar hlut fallslega fæstir sögðust hafa verið mjög eða frekar ákveðnir, var einnig lík legastur til þess að hafa séð auglýsingar frá stjórn-málafræði deild um það leyti sem hann var að ákveða sig, eða um 28% á móti 11% árið 2010 og 18% í ár. Þetta gæti bent til

þess að auglýsingar hafi gegnt lykil hlutverki í að lokka þessa nemendur í nám í stjórnmálafræði. Hver segir svo að aug-lýsingar séu af hinu illa!?

Hvað svo?Það hefur ávallt glatt kennarasál þeirrar sem þetta ritar að öll árin hafa liðlega 70% svarenda sagst alveg örugglega eða mjög lík lega ætla að halda áfram námi að loknu BA prófi, tæplega 20% hafa verið óviss. Af þeim sem hafa áform um að halda áfram námi hafa á bilinu 43% til 53% sagst ætla að gera það í útlöndum, tæplega 10% á Íslandi og hinir hafa ekki verið vissir.

StjórnmálaskoðanirVerra væri ef stjórn-mála fræðinemar væru hópur ein staklinga gjör sneyddur áhuga á stjórnmálum. Í ár og hitteð fyrra var fólk spurt hversu lítinn eða mikinn áhuga það hefði á stjórnmálum. Í báðum mælingum hafði yfir 90% frekar eða mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Þetta endurspeglast í fjölda þeirra sem eru meðlimir í stjórnmálaflokkum en árið 2010 sögðust 49% vera meðlimur í flokki, 57% árið 2011 og 39% í ár. Það má búast við að þetta hlutfall hækki aftur að ári þegar stjórnmálaflokkarnir fara á fullt að lokka til sín fólk vegna prófkjara og Alþingiskosninga.

En þá að stjórnmálaskoðunum. Saman-stendur nemendahópurinn af harðkjarna hægri hausum eða villtu vinstraliði? Niður-stöður könnunarinnar sýna að stjórn-málafræði nemar sigla nokkuð lygnan sjó, þ.e. þegar fólk er beðið um að staðsetja sig á vinstri-hægri kvarðanum þar sem 0 er vinstri og 10 er hægri (bæði 5 og 6 eru þá miðjugildi) er meðaltalið nánast akkúrat á miðjunni, eða rúmlega 5,5. Eins og sjá má á myndinni þá má greina örlítinn kynjamun, hann er þó aldrei nægur til þess að ná því að vera tölfræðilega marktækur. Afar lítið er um gallhart vinstra og hægra fólk, í ár valdi til dæmis enginn 0 eða 10 og hin árin hafa það verið sárafáir.

Að lokum má rýna í það hvað nemendur segjast ætla að kjósa yrði gengið til Alþingis kosninga á morgun. Eins og sjá má á mynd inni hefur Sjálfstæðis-flokkurinn öll þrjú árin haft talsvert forskot á hina flokk ana, verið með 30% - 34% fylgi meðal nemenda á meðan Sam fylking hefur fengið um 14% til 19% fylgi. Raunar hefur næst al gengasta svarið á eftir Sjálfstæðis flokki „ég veit það ekki“ en 21% - 30% nemenda hafa sagt svo vera. Ekki hafa orðið áberandi breytingar á fylgi flokk anna yfir árin, það er einna helst að fylgi vinstri flokk anna hafi dalað á kostnað aukins fjölda sem veit ekki hvað hann myndi kjósa. Þetta endurspeglar í senn stjórnmálalandslagið og skoðanakannanir meðal almennings.

Hvað vitum við?Skoðanakönnun meðal nemenda í Inngangi í

aðferðafræði þrjú ár í röð hefur stórt á litið leitt í ljós að nemendahópurinn breytist lítið milli ára. Karlar eru ávallt eilítið fleiri en konur, langflestir koma af höfuðborgarsvæðinu og rétt liðlega helmingur vinnur með námi, þó flestir virðist halda fjölda vinnustunda í ágætu hófi. Sjö af hverjum tíu hafa hug á því að halda áfram námi og flestir stefna á að gera það í útlöndum. Að meðaltali er stjórnmálaafstaða hópsins nánast akkúrat á miðju hægri-vinstri kvarðans en þó er áberandi að Sjálfstæðisflokkurinn er ávallt sá flokkur sem nýtur mests fylgis meðal nemenda, meira fylgis en vinstri flokkarnir tveir samanlagt.

Það hefur vakið athygli mína að iðulega segist einungis um helmingur nemenda hafa verið ákveðinn í að hefja nám í stjórnmálafræði. Þetta gæti endurspeglað tilfinningu sem ég fæ oft á spjalli við nemendur. Tilfinningin er sú að stjórnmálafræðinemar séu upp til hópa mjög virkir einstaklingar sem almennt séð hafa mikinn áhuga á flestu því sem viðkemur samfélagsmálum. Stjórnmálafræði hafi orðið fyrir valinu einfaldlega því hún virtist ná að sameina flest áhugasviðin.

Karlar eru ávallt eilítið fleiri en konur, langflestir koma af höfuð­borgarsvæðinu og rétt liðlega helmingur vinnur með námi ... Stjórnmála afstaða hópsins er nánast akkúrat á miðju hægri­vinstri kvarðans.

Hulda Þórisdóttir greinir frá viðhorfskönnun meðal nemenda:

HVERJIR ERU FYRSTA ÁRS NEMAR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI?

Hulda ÞórisdóttirHöfundur er lektor við stjórn mála­fræði deild Há skóla Íslands.

0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35%

Björt framtíð

Borgarahreyfingin

Framsóknarflokkkurinn

Frjálslyndi flokkurinn

Samfylking

Sjálfstæðiflokkur

Vinstri græn

Skila auðu

Veit ekki

Vil ekki svara

2010 2011 2012

HVAÐA FLOKK MYNDIR ÞÚ KJÓSA EF GENGIÐ YRÐI TIL ALÞINGISKOSNINGA NÚ?

10

9

8

7

6

5

4

3

2

1

0

Heild KVK KK

2010 2011 2012

STAÐSETNING Á VINSTRI-HÆGRI ÁSNUMÞAR SEM GILDIÐ 1 ER VINSTRI OG GILDIÐ 10 ER HÆGRI

Page 7: Íslenska leiðin 2012

Stærstiskemmtista›ur

í heimi!

da

gu

r &

st

ein

i

0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 490 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.

Page 8: Íslenska leiðin 2012

8 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

Saga stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands hefst: Í upphafi var Ólafur Ragnar Grímsson. Eftir að hafa verið fyrstur Íslendinga til að ljúka

doktorsprófi í stjórnmálafræði var hann fenginn til að koma greininni á laggirnar innan háskólans. Fræðigrein sem átti þá eina kennslubók inni á Háskólabókasafni – og hún var úrelt. Áður en kennsla hófst, flaug Ólafur þangað sem hann hafði hlotið sína menntun og snéri heim frá Bretlandi með fullar ferðatöskur af nauðsynlegum bókum.

Í hönd fór áhugaverður tími. Lýsingarnar eru stjórnmálafræðinemunum sem hér skrifa mjög framandi og þegar minnst er í framhjáhlaupi á Ólaf Þ. Harðarson sem „minn gamla nemanda“ mætti ætla að viðmælandinn væri samtíðarmaður Jóns Sigurðssonar. En það er forsetinn ekki. Hann er fæddur árið 1943 á Ísafirði, líkt og ljósmyndavalið á veggjum bókastofunnar ber með sér. Er semsagt 69 ára og þessa dagana veltir þjóðin fyrir sér hvort hann ætti að vera á vinnumarkaðnum fjögur ár til viðbótar í hennar umboði.

Vangaveltum um framhaldið svarar hann af hefðbundinni mælskulist sem fræðimenn hafa frá ársbyrjun keppst við að túlka. Stjórnmálafræðingarnir. „Ég hef lúmskt gaman af þeirra dómum um gerðir forsetans yfirleitt,“ segir Ólafur. „Ef þeim yrði safnað saman, ummælum stjórnmálafræðinga á forsetaferli mínum og svokölluðum fræðilegum dómum um hvað ég mætti og ætti að gera, þá gæti það orðið skemmtileg lesning og kannski viðvörun. Forsetaembættið hefur ekki verið mikið rannsakað og þá nær eingöngu af Svani Kristjánssyni. Aftur á móti hafa aðrir stjórnmálafræðingar, sem ekki hafa talið embættið sitt sérsvið, komið fram með hinar og þessar fullyrðingar.“

Hann telur að fræðimenn séu á hættulegri braut við að elta tímahark fjölmiðlamanna með augnabliksdómum. „Ásókn fjölmiðlamanna í að fræðimenn gefi álit, oft á tíðum samdægurs og jafnvel á sama klukkutíma, getur leitt menn út í ákveðna fræðilega freistni. Tímapressa fjölmiðlanna leyfir viðkomandi fræðimanni ekki

að glíma við þá analýsu sem þyrfti að liggja að baki fullyrðinga. Hætt er við að fræðin lendi fyrir vikið á einhverskonar einskismannslandi, þar sem menn eru ekki með skýr fræðileg mörk á vettvangi þjóðmálanna. Ef menn ganga of langt á þessari braut verður enginn munur á fræðimanninum, álitsgjafanum og spunameistaranum. Þegar ég var við háskólann, brýndi ég fyrir nemendum, að um leið og þeir stigu inn fyrir þröskuld kennslustofunnar, giltu önnur lögmál en úti á Suðurgötu. Inni þyrfti að færa fræðileg rök fyrir máli sínu. Það átti bæði við mig sem og nemendurna. Mér þótti því vænt um að lesa nýverið, í viðtali við Jóhannes Kristjánsson, sem hefur grætt mikla peninga á að herma eftir mér, að í fyrirlestrum hefði ekki verið nokkur vegur að greina stjórnmálaskoðanir mínar og ég hef reyndar aldrei hitt neinn fyrrverandi nemanda sem segist hafa gert það.“

Dr. Ólafur glímdi ekki við þessa umræddu fræðilegu freistni á sínum tíma. Fjölmiðlaumhverfið var einfaldlega svo gjörólíkt, með skýrum pólitískum línum. „Fjölmiðlarnir voru með þeim hætti, að í eyrum ykkar kynslóðar hljómar ástandið sjálfsagt einsog veröld í bók eftir Orwell,“ segir hann og telur nútíma flokkadrætti íslenskra miðla á engan hátt sambærilega. „Hins vegar hef ég vissar áhyggjur af þeirri tilhneigingu sem sést – of oft, að mínum dómi – hjá einstaka fjölmiðlamönnum og einstaka fjölmiðlum, að líta á sig sem einhverskonar þátttakendur í valdaspili í landinu.“ Við nefnum engin nöfn!

Fjarvera stjórnmálafræðinga óskiljanlegÁlit forsetans á tillögum stjórnlagaráðs við setningu Alþingis síðastliðið haust var túlkað á ýmsa vegu. „Stjórnmálafræðingur, sem situr í ráðinu, rauk til og sagði að þetta hefði allt saman verið vitleysa. Ráðherra sagði í stefnuræðu, að ég hefði talað einsog pólitíkus,“ segir Ólafur og kveðst hafa stillt sig um að halda þessari umræðu áfram. „Hið rétta er, að ég talaði fyrst og fremst sem gamall stjórnmálafræðiprófessor. Án þess að taka afstöðu með eða á móti, gaf ég einfaldlega klíníska

samantekt á tillögunum, á gangvirki stjórnkerfisins, sem tillögurnar fela í sér. Vinnu stjórnlagaráðs var skipt milli þriggja hópa og tillögur þeirra síðan færðar saman. Eftir að hafa smíðað einstök hjól, hafði stjórnlagaráð ekki tíma til að athuga hvernig vélin virkaði. Það sem vantaði, var sjónarhorn stjórnmálafræðinnar og þeirra sem greina

stjórnkerfið útfrá hinu pólitíska gangverki hinn lögfræðilegu fyrirmæla sem stjórnarskráin felur í sér. Af því að ég kenndi þessi fræði í áraraðir tel ég mig hafa alveg jafn sterkan fræðilegan grundvöll eins og hver annar til að fjalla um þær.“

Í raun má segja að Ólafur sé einn af fáum stjórnmálafræðingum sem hafa gefið álit sitt á

Ef þeim yrði safnað saman, ummælum stjórnmálafræðinga á forsetaferli mínum og svokölluðum fræðilegum dómum um hvað ég mætti og ætti að gera, þá gæti það orðið skemmtileg lesning og kannski viðvörun.

Háskólamenn vari sig á fræðilegri

freistni fjölmiðlaVIÐTAL VIÐ ÓLAF RAGNAR GRÍMSSON EFTIR EGIL BJARNASON OG BENÓNÝ HARÐARSON

„Alþjóðleg fjölmiðlun er orðin að einu þorpi. Ég gat setið inni í glerbúri úti í Kína, rætt við Bloomberg í beinni og klukkutíma síðar var það komið í

íslenskum miðlum. Þannig hélt ég uppi virkri samræðu við íslensku þjóðina í tvö ár – í gegnum erlenda miðla – án þess að gera mér beinlínis grein fyrir

því í upphafi,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson við Íslensku leiðina í viðtali án milligöngu glerbúrs eða Blúmmbergs.“

Page 9: Íslenska leiðin 2012

9POLITICA – FÉLAG STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA

tillögum stjórnlagaráðs. Lögfræðingar hafa – einhverra hluta vegna – alfarið stýrt umræðunni. Í nýlegum sjónvarpsþætti RÚV um tillögurnar voru til dæmis álitsgjafar útsendingarinnar þrír lögfræðingar og sagnfræðingur. „Mér hefur fundist skortur á því að fræðasamfélagið í stjórnmálafræði héldi fram sínum metnaði í fræðilegri greiningu á þessum tillögum sem og öðrum hugmyndum sem fram hafa komið. Fjarvera stjórnmálafræðinga er mér satt að segja óskiljanleg. Þó að lögfræðin sé ágæt, er hún dálítil ferköntuð hvað þetta snertir. Hún afmarkar sérstaka þætti í stað þess að meta gangvirkið í heild.“

Ráð til forsetaframbjóðandaÞrátt fyrir að blaðamenn Íslensku leiðarinnar séu ekki gjaldgengir forsetaframbjóðendur (eingöngu vegna stjórnarskrárákvæðis um 35 ára aldurstakmark í embættið) leikur þeim samt forvitni á að vita hvaða ráð Ólafur gæfi hugsanlegum eftirmanni sínum.

„Það geta allskonar einstaklingar haft áhuga á framboði til forsetakjörs og rætt það við fjölmiðla

og almannatengla. En ef umtalsverður hluti fólksins í landinu er ekki reiðubúinn að bera það framboð uppi skipta þær vangaveltur engu máli. Hinn lýðræðislegi stuðningur er algjör forsenda. Þetta er það sem margir fræðimenn hafa, að mínu mati, ekki áttað sig á varðandi forsetaembættið. Gangvirkið í embættinu er ekki formið heldur hið merkilega lýðræðislega samband forseta og fólksins í landinu. Þetta sést mjög skýrt, ef menn greina forsetakjörin 1996, 1980 og 1968. Hinn lýðræðislegi vilji fólksins fylkir sér bakvið ákveðið fólk og ekki endilega þá sem sækjast hvað harðast eftir embættinu. Margir, bæði fjölmiðlamenn og aðrir, halda að vilji fólksins sé bara slagorð eða eitthvert skálkaskjól sem ég og aðrir búi til á blaðamannafundum. Staðreyndin er sú að hvorki ég né aðrir höfum á okkar valdi hvað fólkið í landinu kýs að gera þegar kemur að embættinu.“

Enginn ræður sínum sögulega dómiEf við gefum okkur að síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar sé brátt á enda er ekki úr vegi að spyrja hvernig hann vilji, sem forseti

Íslands undanfarin sextán ár, að sín verði helst minnst. „Ég hef ekki velt vöngum yfir svarinu við slíkri spurningu,“ svarar hann að bragði. „Kannski vegna þess að eitt af því sem maður fær með hinu fræðilega veganesti, er að enginn ræður sínum sögulega dómi. Það getur líka verið hættuleg hugsun ef menn verða of uppteknir af sögulegum dómi og hætta á að slíkt blindi þeim sýn við ákvarðanatöku.“

Og þó – hann er ekki alveg búinn að jarða spurninguna: „Það sem mér hefur fundist mikilvægt í forsetaembættinu er það sem sett hefur svip sinn á samvinnu mína við háskólasamfélagið og stuðning við ýmis atvinnufyrirtæki; að eiga hlutdeild í því að unga kynslóðin á Íslandi teldi sinn heimvöll vera besta kostinn. Það er ekkert sjálfgefið, eins og ég hef fundið fyrir í samtölum við leiðtoga ýmissa ríkja, til dæmis í Mið- og Austur-Evrópu. Það er gríðarlegt vandamál fyrir þá að unga kynslóðin telur að sér sé betur borgið annars staðar. Þið eruð fyrsta kynslóðin í veraldarsögunni sem býr við þær aðstæður að hvert og eitt ykkar getur

alfarið valið sér búsetu og starfsvettvang hvar sem er í heiminum. Þess vegna hefur það verið leiðarljós í minni viðleitni að reyna að styrkja stöðu nýrrar kynslóðar á Íslandi, að menn sæju kostina við að vera Íslendingur í hinni alþjóðlegu veröld.

Ég er sannfærður um að það er leitun að landi sem býr að eins ríkum og ólíkum auðlindum, samfélagi sem er jafn öruggt, góðri velferð og nýtur þess að geta átt sambönd við erlendar þjóðir um heim allan.“

Í þessari veröld, þar sem Íslendingar geta kosið hvaða samastað sem er, virkar Mosfellsbær sem býsna látlaus staður. Þar hafa Ólafur og Dorrit keypt sér einbýlishús. „Við hefðum ekki gert það, nema hugur okkar stefndi í aðrar áttir,“ segir Ólafur og þegar blaðið fór í prentun voru enn nokkrir dagar í að hann svaraði áskorun 31.755 Íslendinga um að halda áfram. Við kveðjum, án þess að vita hvort drukkið verði úr bollastelli Bessastaða í næsta viðtali Íslensku leiðarinnar.

Á bókstofu Bessastaða. „Eitt af því sem maður fær með hinu fræðilega veganesti, er að enginn ræður sínum sögulega dómi,“ segir Ólafur meðal annars í viðtalinu. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Page 10: Íslenska leiðin 2012

10 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

NEMENDAFJÖLDI Í HÁSKÓLA ÍSLANDSÞann 20. febrúar 2012 voru 14.422 nemendur við Háskóla Íslands. Þar af voru 421 doktorsnemi og 3361 meistaranemi, samkvæmt nemendaskrá.

Við Háskóla Íslands eru 1288 fastráðnir starfsmenn, þar af 635 fastráðnir kennarar og 653 aðrir starfsmenn. Stundakennarar eru liðlega 2100 talsins.

531Fjöldi útskrifaðra stjórnmálafræðinema með BA próf frá HÍ á árunum 1997 til 2011. Að meðaltali hafa 35,4 útskrifast ár hvert, mest 53 árið 2011 og minnst 16 árið 1999.

47% Hlutfall karla í útskriftarhópum undanfarinna tíu ára, nær helmingi hærra en heildarhlutfall karla á félagsvísindasviði á sama tíma.

54 Fjöldi nýnema við deildina haustið 2011.

61%Prósent aðspurðra hér til hliðar höfðu nú þegar hafið eða lokið frekara námi, þar af þriðjungur í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

2Fjöldi þeirra sem héldu áfram í námi og lærðu við erlenda háskóla (að undanskyldu skiptinámi).

HVERT LIGGUR LEIÐ?Hvað tekur við að loknu grunnnámi í stjórnmálafræði? Kristín Arnórsdóttir tók púlsinn á útskriftarnemum fyrri ára.Útskriftarhópur vor 2011 Anna Sigríður Þórðardóttir Nemur viðskiptafræði við Háskóla Íslands.Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Hefur verið atvinnumaður í handbolta.Ágúst Bogason Upplýsingafulltrúi BSRB og útvarpsmaður á Rás 2 í hlutastarfi. Egill Örn Þórarinsson Hefur verið á ferðalagi um Suður- og Norður-Ameríku. Elís Rúnarsson Nemur stjórnun og stefnumótun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Íris Elma Jónsdóttir Guðmann Svaraði ekki.Guðný Hrafnkelsdóttir Nemur alþjóðasamskipti við HÍ en er á leið til Jórdaníu í arabískunám næsta haust. Haukur Sveinsson Er í framhaldsnámi.Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Er á bakpokaferðalagi um Suður-Ameríku.Herdís Sólborg Haraldsdóttir Nemur opinbera stjórnsýslu við Háskóla Íslands.Ingunn Guðmundsdóttir Náðist ekki í.Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir Náðist ekki í.Kristín Clausen Mastersnemi við Háskóla Íslands.Kristín Ólafsdóttir Í heimsreisu um Suðaustur Asíu. Kristján Andri Jóhannsson Nemur markaðsfræði og alþjóðasamskipti við Háskóla Íslands. Sævar Örn Albertsson Meistaranemi við Háskóla Íslands.Þórunn Elísabet Bogadóttir Hefur starfað sem blaðamaður og stefnir á frekara nám í stjórnmálafræði. Sædís Alda Karlsdóttir Er á ferðalagi um Nýja-Sjáland. Sigrún Jónsdóttir Náðist ekki í.Ólöf Ragnarsdóttir Stödd erlendis þegar blaðið hafði samband.

Útskriftarhópur vorið 2010Andri Már Fanndal Nemur markaðsfræði og alþjóðaviðskipti við Háskóla Íslands, eftir að hafa tekið eitt ár í „vinnu og djamm“ að loknu grunnámi. Árni Gíslason Eftir að hafa ferðast og lært frönsku í Montpellier árið eftir útskrift, nemur Árni opinbera stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Brynja Sævarsdóttir Meistaranemi við Háskóla Íslands. Davíð Roach Gunnarsson Svaraði ekki.Einar Þorsteinsson Náðist ekki í.Guðbjörg Lilja Sigurðardóttir Búsett í Sviss. Guðmundur Heiðar Helgason Meistaranemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.Guðrún Agða Aðalheiðardóttir Kenndi við Njarðvíkurskóla í einn vetur áður en hún hóf meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Gunnar Örn Arnarsson Meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og Erasmus-skiptinemi í Belgíu um þessar mundir. Gunnar Gunnarsson Meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, sjálfstætt starfandi blaðamaður og knattspyrnudómari. Hlynur Einarsson Verkefnastjóri félagsmiðstöðvar í Breiðholti. Jóhann Már Helgason Framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Aftureldingar og þar á undan starfsmaður hjá Creditinfo. María Rún Þorsteinsdóttir Náði sér í kennsluréttindi og starfar um þessar mundir sem verkefnastjóri Markaðsstofu suðurlands. Oddur Ingi Nyborg Stefánsson Lauk meistaranámi í alþjóðasamskiptum við London School of Economics og er um þessar mundir starfsnemi í norska sendiráðuneytinu í Washington DC.

Oddur Sturluson Náðist ekki í.Sveinborg Hafliðadóttir Meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og ráðgjafi um mannauðsmál í hlutastarfi. Önundur Páll Ragnarsson Nemur BSc í hagfræði við Háskóla Íslands eftir að hafa starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár. Stefnir á master í hagfræði. Jón Pálmar Ragnarsson Vinnur að meistararitgerð í opinberri stjórnsýslu með áherslu á alþjóðasamskipti eftir að hafa meðal annars starfað í Utanríkisráðuneytinu að loknu grunnámi. Guðrún Rós Árnadóttir Hefur unnið hjá Siglingastofnun og Landsbankanum en er á leið í heimsreisu og stefnir í meistaranám í alþjóðafræðum næsta haust. Samúel Karl Ólason Hefur verið sjómaður í Grundarfirði undanfarin ár.Sigurjóna Hr Sigurðardóttir Nemur opinbera stjórnsýslu, með sérhæfingu á sviði þjóðarréttar, og er skiptinemi við KU Leuven í Belgíu. Sigrún María Einarsdóttir Meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Sema Erla Serdaroglu Nam Evrópufræði við Edinborgarháskóla og starfar sem verkefnastjóri hjá Já Ísland. Örvar Már Marteinsson Skipstjóri á Ólafsvík. Jóhann Torfi Ólafsson Starfar hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu. Jón Júlíus Karlsson Meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Þorbjörg Sandra Bakke Nemur fagið „náttúra og saga“ á samstarfsbraut Lundúnarháskóla og Háskóla Íslands, búsett hérlendis.

Page 11: Íslenska leiðin 2012

11POLITICA – FÉLAG STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA

STARFSMANNAFJÖLDI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDSVið Háskóla Íslands eru 1288 fastráðnir starfsmenn, þar af 635 fastráðnir

kennarar og 653 aðrir starfsmenn. Stundakennarar eru liðlega 2100 talsins.

Ég trúi þessu varla, ef allt gengur að óskum mun ég ljúka grunnnámi mínu við stjórnmálafræði í júní. Háskólagráða í uppsiglingu og ég ekki búin að ákveða næsta skref.

Þegar ég skráði mig í stjórnmálafræði valdi ég fagið vegna fjölbreytileika þess. Þetta er þver fag legt nám sem býður upp á ótal möguleika, frábær grunnur fyrir allt sem tengist samfélaginu og líðandi stund, einmitt það sem ég hef mestan áhuga á. Þegar ég skráði mig var ég hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því hvað næsta skref yrði, mér fannst ég hafa óratíma til að ákveða það, ég hlyti að fá einhverja hugljómun í miðju nám inu; „Já, þetta

er eitthvað fyrir mig.“ – en nú er komið að ákvörðunartöku og ég er ennþá að bíða eftir hug ljómuninni!

Klukkutímum saman hef ég rannsakað vefsíður háskóla heims-ins og athugað hvað þeir hafa upp á að bjóða. Úrvalið er mikið, eiginlega óþolandi mikið. Þetta er algjört lúxusvandamál. Svipuð tilfinning og að vera staddur í ísbúð þar sem of margar bragð tegundir eru í boði. Þegar ég fór í fyrsta skipti á Yoyo tróð ég öllum spennandi bragðtegundum í ísboxið og fann þannig út hver besta tegundin væri. Það er hins vegar

ekki alveg í boði í þessu tilfelli, ég vel eina leið og þó að það sé auðvitað hægt að snúa við, henda ísnum og kaupa nýjan er það kostnaðarsamt og ég efast um að vinir mínir í LÍN yrðu ánægðir

með það, ég verð víst að velja og velja rétt!Meistara nám í stjórnmálafræði, opinberri stjórnsýslu, blaða-

mennsku, þróunarsamvinnu, Evrópufræðum, alþjóða sam-skiptum eða fara bara í eitthvað annað grunnnám.

Ísland, Danmörk, Bandaríkin, Bretland, Noregur, Svíþjóð eða bara að sleppa sér og fara til Kína.

Er málið kannski bara að lifa lífinu og fara í heims reisu, læra eitthvað annað en það sem kennt er í bókunum eða ætti ég kannski að freista gæfunnar og reyna að fá vinnu, eignast einhvern pening í fyrsta skipti frá fermingu.

Þetta var allt svo skýrt þegar ég var 5 ára, þá var valkvíði ekki til. Ég ætlaði að vera leikkona og leik skólastjóri og auðvitað forseti eins og Vigdís, flóknara var það ekki.

Loksins hef ég tekið ákvörðun, ákvörðun sem ég er mjög ánægð með. Ég hef hins vegar átt margar svefn lausar nætur og rætt fram og aftur við vini og vandamenn, en það hjálpaði mikið að heyra Huldu Þórisdóttur, lektor við stjórn málafræðideild, segja að ég væri alveg eins og dæmigerður stjórn málafræðinemi – hefði eiginlega áhuga á flestu tengdu sam félaginu. Það var kveikjan að þessari grein, ég vildi deila val kvíða mínum ef einhver hefur verið í sömu sporum og ég.

Nú get ég svarað þegar fólk spyr mig hvað taki við og næstu árin eru nokkurnvegin ljós, og þó. Það er ekkert gefið og fram-tíðin er aldrei ljós, það eina sem hægt er að gera er að vera já-kvæður og gera sitt besta. Vonandi er ákvörðunin rétt, en það er auðvitað mannlegt að taka feilspor og má alltaf byrja upp á nýtt – allt fer þetta í reynslubankann.

Gangi þér vel með ákvörðunartökuna og næsta skref.

NÆSTA SKREFHrefna Rós Matthíasdóttir, tilvonandi útskriftarnemi skrifar.

Ég verð víst að velja, og velja rétt!

Í ÓSPURÐUM FRÉTTUM

Stjórnmálafræðingar vinna flestir með námi, samkvæmt könnun Huldu Þórisdóttur. Fæstir reka hins vegar eigið fyrirtæki, líkt og Hafsteinn Birgir Einarsson, eigandi netverslunarinnar Hlaupaskór.is.

Hafsteinn stofnaði fyrirtækið árið 2010, ásamt æskufélaganum Vigni Lýðssyni. Líkt og nafnið gefur til kynna selja Hlaupaskór.is íþróttavörur - á verði sem hleypt hefur lífi í samkeppnina.

Landsbyggðin er vaxandi markaðssvæði fyrirtækisins enda vefverslun hentug fyrir þá sem hafa takmarkað úrval í heimabyggð. „Netverslun gerir líka viðskiptavinum kleift að nálgast allar upplýsingar sjálfir, í stað þess að reiða sig á gloppótta þekkingu afgreiðslumanns,“ segir Hafsteinn ennfremur.

Hafsteinn segist vel geta hugsað sér að færa út kvíarnar í fyrirtækjarekstri en hyggst ekki ílengjast sem skósali. „Þetta er nú þegar orðið að fullu starfi,“ segir hann. „Í framtíðinni gæti ég hugsað mér að vera með starfsmann í daglegum rekstri.“ ­ eb

Verslunarrekstur með námi:

Skórnir meira en íhlaupavinna

Hlauparinn og stjórnmálafræðineminn Hafsteinn Birgir Einarsson. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

fíf Félag íslenskra félagsvísindamanna - www.bhm.is/fi f - s:581 2720

FélagsfræðingurStjórn-málafræ ðingurHeim-s p e k i n g u r A f b r o t a -fræðingurMannfræðin-gurÞjóðfræðingurÞróu-n a r f r æ ð i n g u r S a f n a -fræðingurTrúfræðin-gurFötlunarfræðingur

K j a r a s a m n i n g a R á ð n -i n g a r s a m n i n g a Ré tt i n -davörsluSjúkrasjóðiOr-lofssjóðStarfsmenntas-jóðKjararannsóknirStar-fsþróunarseturHagsmu-nagæsluVinnumarkaðs-ráðgjöfLögfræðiráðgjöf

Stéttarfélag allra félagsvísindamanna

Ef þú ert félagsvísindamaður: Þá getum við aðstoðað með:

Page 12: Íslenska leiðin 2012

12 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

Persónukjör og kjördæma­skipting. Hvað þýða rót tækar breytingar á kosninga kerfi Stúdenta ráðs?

Á næsta ári verður Stúdentaráð stokkað upp; nefndarsætum fjölgað úr 20 í 27 og þeim skipt niður eftir svonefndum sviðsráðum félags vísinda, heilbrigðisvísinda, hug-vísinda, kennsluvísinda og verkfræði- og náttúru vísinda. Fjögur síðastnefndu ráðin skipa fimm fulltrúum hvor, á meðan félags-vísinda svið hefur sjö.

Hvert sviðsráð kemur til með að kjósa sér formann og starfa að einhverju leyti sjálf stætt. Formenn sviðsráða mynda fram kvæmdastjórn Stúdentaráðs. Færi sem svo að eitt og sama framboðið hlyti meiri hluta atkvæða á öllum sviðum, yrði framkvæmdastjórn óhjá kvæmilega ein-göngu skipuð fulltrúum við komandi lista. Slík úrslit yrðu auðvitað ólík leg en alveg hugsanleg, með tilliti til 12 prósenta fylgismunar Vöku og Röskvu í síðustu kosningum.

Sviðsráðin munu auka vægi allra mennta sviða innan Stúdentaráðs – nema félags vísindasvið sem hefur til þessa haft algjöra lykilstöðu. Samkvæmt samantekt Íslensku leiðarinnar hafa slétt 50 prósent frambjóðenda Vöku undanfarin þrjú ár komið af félagsvísindasviði. Hlut-fallið er örlítið lægra hjá Röskvu, eða samtals 43 prósent. Næst á eftir hjá Vöku hafa frambjóðendur af verk fræði- og náttúruvísindasviði og heil brigðis-vísindasviði átt sitthvort 15 prósent fram-bjóðenda. Hjá Röskvu hafa næstflestir komið af hugvísindasviði, um 22 prósent fram bjóðenda. Hlutfallið rímar merkilega vel við menntun Alþingismanna sem fjallað er um hér aftar í blaðinu.

Í ljósi þessa er rétt að miða hlutföllin við nemenda fjölda Háskóla Íslands. Í október 2011 voru 14.014 nemendur við skólann. Þar af voru 34 prósent á félagsvísindasviði, 16 prósent á heilbrigðisvísindasviði, 15 pró sent á menntavísindasviði, 16 prósent á verkfræði- og náttúruvísindasviði og 19 pró sent á hugvísindasviði. Þannig að miðað við fjölda kjósenda, ætti félagsvísindasvið að hafa níu fulltrúa í stað sjö í sameinuðu Stúdenta ráði. Í raun má segja að núverandi skipting framboðssæta Vöku og Röskvu endur spegli betur nemendafjölda, að kennaravísindasviði undanskildu. Sérstak-lega ef við gefum okkur að kjörsókn sé almennt hærri meðal nemenda á félags-vísindasviði, í takt við áhuga þeirra á stjórn málum. Því miður hefur skrifstofa Stúdenta ráðs ekki tekið saman kjörsókn eftir menntasviðum frá því byrjað var að kjósa rafrænt.

Krati, kratari, kratastur Þá verður innleitt persónukjör. Framboð geta verið einstaklingsframboð eða fram-boðs listar sem samanstanda af minnst tveimur frambjóðendum og mest þeim fjölda fulltrúa sem taka munu sæti í við-komandi sviðsráði, líkt og segir í ný-samþykktum lögum fráfarandi stjórnar. Kjósandi má greiða öllum einstaklingum í fram boði atkvæði sitt óháð framboðslistum í þeirri röð sem hann kýs. Þannig yrði til dæmis hægt að kjósa einungis oddvita Vöku

og Röskvu og velja síðan milli annarra fram-boða, allt eftir smekk viðkomandi kjós anda.

Þessi breyting kemur til með að hafa áhrif á blokkirnar tvær, Vöku og Röskvu. Hversu mikil skal ósagt látið. Þegar fram-boðin eru þrengd niður á menntasvið verður kosningabarátta frambjóðenda ó hjá-kvæmilega persónulegri. Fiskurinn stækkar jú eftir því sem tjörnin minnkar. Vel liðinn læknanemi ætti því að geta rúllað upp kjöri, án þess að hafa til þess fjár muni og bakland Vöku og Röskvu. Kosninga baráttan hefur nefnilega til þessa verið meira en bara nokkur plaköt og framboðsræður. Fyrir síðastliðnar kosningar hringdu stuðningsmenn Röskvu í yfir sex þúsund kjósendur, héldu útí kosningaskrifstofu í hálfan mánuð og gáfu út þykkt kosningablað, svo dæmi séu tekin. Al mennt er talið að Vaka hafi þeim meira bol magn en Röskva en félögin þurfa ekki að skila ársreikningum.

Breytingin opnar ennfremur dyr fyrir þá sem hafa til þessa ekki verið undir radar upp stillingarnefnda Vöku og Röskvu, sem sækja í rætur ungliðahreyfinga Sjálf-stæðisflokks og Samfylkingar. Áhugi ungs

fólks á flokkspólitísku starfi fer stöðugt minnkandi. Því er eðlilegt að spyrja hvort þessi útibú innan Háskóla Íslands séu að verða liðin tíð. Undirtektir ein staklings-framboða munu skera úr um það. Að einn fram boðslisti fari með hreinan meirihluta hefur þó sína kosti. Stefnan er skýr og auð-veldara að draga frambjóðendur til ábyrgðar fyrir að framfylgja ekki kosningamálum sínum.

En umfram allt, getur breytingin skilað fjöl breyttari kostum fyrir kjósendur. Við höfum vonandi hér eftir annað val en krati, kratari, kratastur.

Stóra spurninginStóra spurningin er: Koma breytingarnar til með að hífa upp kjörsókn? Á undanförnum árum hefur hún dalað niður í um þriðjung kjós enda, þrátt fyrir að núorðið taki „mesta lagi tíu sekúndur að greiða atkvæði á vef Ugl unnar,“ eins og frambjóðendur segja með hvatningu. Árið 2010, þegar kosið var raf rænt í fyrsta sinn, stökk kjörsókn upp í tæp 40 prósent, fimm prósentum hærra en árið á undan. Sama ár bauð Skrökva hins vegar fram í fyrsta sinn. Hefur það lík lega haft sitthvað að segja því næstu tvö árin á eftir hefur kjörsókn verið um 30 pró sent. Á undanförnum áratugum hefur kjör sókn mest verið 58,8 prósent árið 1990. Hún fór aldrei niður fyrir 40 prósent allan tíunda áratuginn en árið 1999 ræddi Morgun-blaðið við Björgvin G. Sigurðsson, þá-verandi formann kjörstjórnar, um óvenju dræma kjörsókn, „einungis“ 43 prósent at-kvæða bærra.

Með öðrum orðum sniðganga um átta þúsund nemendur kosningar til Stúdenta-ráðs. Telja þeir ráðið tilgangslaust eða áherslur framboðanna svo svipaðar að í

raun skipti sætaskipan engu máli? Eins og áður sagði, koma breytingarnar til með að færa kosningabaráttuna nær nemendum utan félagsvísindasviðs og vonandi auka fjöl breytni. Fróðlegt verður að sjá hvort dreifingin komi til með að vatna út kosninga baráttuna eða hleypa í hana nauð-synlegu lífi. Því pólitík er það sem stúdenta-pólitíkinni vantar.

Gestur Páll Reynisson, stjórnsýslu­

fræðingur og stundarkennari, leiðbeindi greinarhöfundi við gagnaöflun.

Stúdentaráð 2013:

YFIRBURÐIR FLOKKA OG FÉLAGSVÍSINDA Á ENDA Eftir Egil Bjarnason

Félagsvísindasvið Heilbrigðissvið Náttúru og verkfræðisvið Menntasvið Hugvísindasvið

46%

13%

16%

8%

17%

SAMANLAGÐUR FJÖLDI FRAM BJÓÐ ENDA VÖKU & RÖSKVU 2010 - 2012 EFTIR DEILDUM

Þessi breyting kemur til með að hafa áhrif á blokkirnar tvær, Vöku og Röskvu.

Page 13: Íslenska leiðin 2012

13POLITICA – FÉLAG STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA

OKKAR MENN OG RESTStjórnmálafræðinemar eru gjarnan spurðir, af misvitrum ættingjum í fermingaveislum, hvenær þeir ætli svo á Alþingi. Rétt eins og afbrotafræðingar hljóta oft að vera inntir eftir því hvenær þeir ætli á Hraunið. Úttekt Kristínar Arnórsdóttur á menntun þingmanna sýnir að löglærðir eru líklegastir til að sækjast eftir löggjafarvaldinu. Þar á eftir koma stjórnmálafræðingar og hagfræðingar.

Skúli HelgasonBA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ 1994. MPA-próf frá University of Minnesota 2005.

Guðlaugur Þór ÞórðarsonBA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ 1996.

Einar K GuðfinnssonBA-próf í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex, Englandi, 1981

Árni Þór SigurðssonCand.mag í hagfræði og rússnesku.

Eygló HarðardóttirViðskiptafræðingur.

Jón BjarnasonBúfræðikandídat.

Lúðvík GeirssonBA í íslensku og bókmenntum.

Ragnheiður RíkharðsdóttirUppeldis- og menntunar-fræðingur.

Tryggvi Þór HerbertssonDoktor í hagfræði.

Ásmundur Einar DaðasonBúfræðingur.

Guðfríður Lilja GrétarsdóttirDoktor í heimspeki.

Jónína Rós GuðmundsdóttirBA í sérkennslufræðum við KHÍ.

Margrét TryggvadóttirBókmennta-fræðingur.

Sigmundur Davíð GunnlaugssonHag- og stjórnmála-fræðingur.

Valgerður BjarnadóttirHeilsuhagfræðingur.

Ögmundur JónassonMA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974.

Ásbjörn ÓttarssonSkipstjóri.

Guðbjartur HannessonMeistarapróf í kennslufræðum.

Jón GunnarssonNam rekstrar- og viðskiptafræði við HÍ.

Magnús Orri SchramMBA frá HR.

Róbert MarshallStúdentspróf.

Unnur Brá KonráðsdóttirLögfræðingur.

Ásta Ragnheiður JóhannesdóttirNam félagsvísindi og ensku við HÍ.

Guðmundur SteingrímssonHeimspekingur.

Katrín JakobsdóttirMeistarapróf í íslenskum bókmenntum.

Mörður ÁrnasonMálvísinda-fræðingur.

Sigmundur Ernir RúnarssonStúdentspróf og námskeið í blaðamennsku.

Vigdís HauksdóttirLögfræðingur í skattarétti.

Birkir Jón JónssonNám í stjórnmálafræði HÍ 2000-2004. MBA í viðskiptafræði HÍ 2009.

Birgir ÁrmannssonLögfræðingur.

Gunnar Bragi SveinssonNam atvinnu-lífsfélagsfræði við HÍ.

Katrín JúlísdóttirNam mannfræði við HÍ.

Oddný G. HarðardóttirUppeldis- og menntunar-fræðingur.

Sigríður Ingibjörg IngadóttirViðskipta- og hagfræðingur.

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirLögfræðingur.

Atli GíslasonLögfræðingur í eignar- og þjóðlendurétti.

Birgitta JónsdóttirGrafískur hönnuður.

Helgi HjörvarNam heimspeki við HÍ.

Kristján Þór JúlíussonNam íslensku og almennar bókmenntir við HÍ.

Ólína ÞorvarðardóttirDoktor í íslenskum bókmenntum.

Sigurður Ingi JóhannsonDýralæknir.

Þór SaariHagfræðingur.

Álfheiður IngadóttirLíffræðingur.

Bjarni BenediktssonLögfræðingur.

Höskuldur ÞórhallssonLögfræðingur í Evrópu rétti og alþjóð legum einkamála rétti.

Kristján L. MöllerÍþróttakennari.

Ólöf NordalMBA frá HR.

Siv FriðleifsdóttirSjúkraþjálfari.

Þráinn BertelssonKvikmyndaleikstjóri.

Árni Páll ÁrnasonLögfræðingur í Evrópurétti.

Björgvin G. SigurðssonBA próf í sögu og heimspeki við HÍ.

Illugi GunnarssonHagfræðingur.

Lilja Rafney MagnúsdóttirGunnskólapróf og ýmis námskeið.

Pétur H. BlöndalDoktor í líkindafræðum.

Steingrímur J. SigfússonJarðfræðingur.

Þuríður Backman Hjúkrunarfræðingur.

Árni JohnsenKennari.

Björn Valur GíslasonSkipstjóri og kennari.

Jóhanna SigurðardóttirVerslunarpróf frá VÍ.

Lilja MósesdóttirDoktor í hagfræði.

Ragnheiður Elín ÁrnadóttirMS í Alþjóðasamskiptum.

Svandís SvavarsdóttirÍslensku- og málvísinda-fræðingur.

Össur SkarphéðinssonLífeðlisfræðingur.

Þeir þingmenn sem eru rauðmerktir

eru ekki menntaðir stjórnmálafræðingar

en þeir sem merktir eru grænum lit eru það svo

sannarlega.

Page 14: Íslenska leiðin 2012

14 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

Þorgerður Einarsdóttir lauk doktorsprófi í félagsfræði árið 1997 en sjálf lýsir hún sér sem félagsvísindamanneskju. Óhætt er að segja að Þorgerður hafi í nægu að snúast því hún er nú orðin prófessor í kynjafræði, hefur umsjón með kynjafræðináminu og kennir í öllum grunnnámskeiðum kynjafræðinnar. Síðast en ekki síst er hún deildarforseti Stjórn málafræðideildar.

Íslenska leiðin hefur aldrei gert kynja-fræðinni skil og því löngu tímabært að varpa ljósi á þessa lifandi og eldfimu grein. Ég settist niður með Þorgerði og spurði hana um kynjafræðina, femín ismann og gagnrýni.

Hvað er kynjafræði?Kynjafræðin er mjög þverfræðileg.

Hún er sérstakt fag með sitt eigið rými og líka sjónar horn innan allra greina, þannig er hægt að hafa kynjafræðilegt sjónarhorn innan bókmenntafræðinnar, menningarfræðinnar, stjórn málafræðinnar, félagsfræðinnar og nánast hverju sem er. Það eru ekki alveg skotheld mörk þarna á milli.

Er einhver munur á femínisma og jafn­rétti?

Í mínum huga er það ekki, ef við skil-greinum femínisma frekar vítt. Það sem gerir femínískar rannsóknir femínískar er að þær afhjúpa valdatengsl. Kynjavíddin felur iðulega í sér einhver valdatengsl. Það sem er flokkað kvenlægt er iðulega skörinni lægra en það sem flokkað er karl lægt og ég segi flokkað vegna þess að þetta eru allt saman menningarlegar skil greiningar, það er ekki skrifað í skýin að eitt hvað sé kvenlegt eða karlmannlegt. Þegar við erum komin með þekkingu á þessum valdatengslum þá er hægt að segja að við séum komin með femínískar rann sóknir.

Með femínískum rannsóknum ferðu kannski dýpra. Ef við segjum að þú sért að skoða fatlaða í samfélaginu og ferð að skoða valdatengsl, félagslegar aðstæður og aðstöðumun, þá er þekkingin partur af því að rjúfa aðstöðumun. Mjög mikið af hefðbundnum greinum hafa í sinni þekkingar sköpun átt þátt í að viðhalda valda misræmi.

Þetta er mjög augljóst í fötlunar fræðinni, þar sem þekking gekk lengi út á það að þeir sem væru fatlaðir væru minna virði.

Endursköpuð þekking fól í sér mismunun og jaðar setningu og þetta sama sjónarhorn er í mjög mörgum greinum. Til dæmis í mann fræðinni og víðar í félagsvísindum þar sem er talað um "critical whiteness" eða krít ískar kynþáttarannsóknir. Það er til fullt af gömlum rannsóknum sem gengu út á að hvítir væru æðri í þróunarstiganum heldur en svartir og þú þarft að sjá á hverju svona hugmyndir byggjast til þess að geta varpað ljósi á þau valdatengsl sem felast í þessu. Það var svolítið innbakað í vísindin að setja fram hugmyndir sem byggðu á því, kannski meðvitað eða ómeðvitað, að hvíti maðurinn hefði yfirburði. Þegar við tölum um femínískar rannsóknir þá er hugmyndin að skoða þessi valdatengsl gagn rýnum augum.

Þannig það er ekki einungis verið að rann­saka valdamisvægi karls og konu?

Nei, við erum eiginlega að kenna kynja- og margbreytileika. Þetta fléttast allt saman. Það er vegna þess að það sem byrjaði sem kvennafræði hérna fyrir 20-30 árum var gagnrýnt, þegar var verið að gera sögu kvenna sýnilega og þá komu mjög

gagnrýnar konur sem voru á jaðrinum, svartar konur, lesbískar konur og fatlaðar konur. Eru þetta kannski bara einhverjar vel stæðar háskólakonur sem eru að skapa þekkingu um sjálfar sig? Þannig að kynjafræðilegar rannsóknir þurftu mjög snemma að takast á við þessa gagn rýni og tóku það mjög alvarlega, þannig er stéttavíddin og félagslegur að stöðu munur alltaf partur af sjálfskilningi þessarar greinar og þess vegna tölum við um kynja- og margbreytileikafræði því við þurfum alltaf að hafa það í huga að konur eru ekki einsleitur hópur.

Þannig að um 1970 þegar konur voru búnar að gagnrýna veraldar söguna og menningarsöguna fyrir að vera karllæg og að karlar hafi útilokað konur, þurftu þær á sama tíma að passa að vera ekki sjálfar að útiloka aðrar konur. Hvaða konur átti að gera sýnilegar, voru það bara einhverjar hátt settar, vel stæðar konur í samfélaginu?

Þegar við tölum um þetta þá erum við með stéttavíddina, vel stæðar konur og minna vel stæðar og svo höfum við kynhneigðina inni í þessu. Það var til

„Oft eignaðar skoðanir sem ég hef ekki“

VIÐTAL VIÐ ÞORGERÐI EINARSDÓTTUR EFTIR HREFNU RÓS MATTHÍASDÓTTUR

Þorgerður Einarsdóttir. „Eitt af því sem er nýtt og mér finnst einna mest spennandi í kynjafræðinni, það eru þessi krítísku karlafræði,“ segir hún meðal annars í viðtalinu. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Fólk er hrætt við allt sem ögrar því viðtekna.

Kynjavíddin felur iðulega í sér einhver valdatengsl. Það sem er flokkað kvenlægt er iðulega skörinni lægra en það sem flokkað er karl lægt ...

Page 15: Íslenska leiðin 2012

15POLITICA – FÉLAG STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA

dæmis mjög gjarnan verið að tala í nafni gagn kynhneigðra kvenna, alls sem sneri að fjöl skyldunni, tæknifrjóvganir, fjölskyldulíf og hjónabönd. Þannig að femínísk fræði hafa í áratugi þurft að vera á tánum, að al-hæfa ekki. Þetta snýst ekki bara um konur, þetta snýst líka um karla og þegar konur voru að gagnrýna karlasamfélagið og karla-söguna þarf að hafa í huga að það voru auðvitað bara sumir karlar sem höfðu völd. Karlar eru líka af mismunandi litarhætti, kyn hneigð og svo framvegis.

Hugtakið kynjafræði felur allt þetta í sér en er óþarflega þröngt miðað hvað fagið inniheldur. Fólk hugsar strax femínisti, réttindi kvenna og eitthvað slíkt en það er allt undir, bæði kyn og allur marg-breytileikinn innan hvors kyns.

Ögrun hins viðteknaFólk virðist vera viljugra til að kalla sig jafnréttissinna en femínista, en er jafn­réttissinni ekki femínisti?

Jú, ég mundi skilgreina það þannig. Þá er kannski allt í lagi að hafa það í huga að þetta hefur alltaf verið svona. Þegar kvenna-blað Bríetar verður róttækt blað árið 1907 og hún fer að berjast fyrir kosningarétti kvenna, þá höfðu kvenréttindakonur rauð sokku-stimpil á sér og þannig getum við rakið okkur í gegnum söguna. Það er í raun og veru ekki orðið „rauðsokka“ sem er svona eldfimt, heldur það sem stendur á bakvið það. Einstaklingur, stefna eða hugmyndir sem rugga bátnum eru truflandi þannig það þarf að hafa bein í nefinu til að standa við þetta. Svo þegar mórall inn fer að breytast þá geta fleiri gengist við hugtakinu. Þetta á ekki bara við um konur og kvennabaráttu, þetta á líka við um samkynhneigða í réttindabaráttu, þeir sem þora að fá á sig ágjöf.

Fólk er hrætt við allt sem ögrar því viðtekna. Við getum tekið dæmi í Svíþjóð þar sem hugtakið femín ismi hefur svolítið náð í gegn og allir kalla sig femínista. Til dæmis kallaði Jöran Person fyrr verandi forsætis ráðherra í Svíþjóð sig femínista en róttækum femínistum fannst hann ekki neitt femínískur og hugsuðu með sér: Bíddu nú við, er hugtakið orðið inni haldslaust? Þá er hugtakið orðið það sam þykkt að hver sem er getur kallað sig femínista.

Má þá hver sem er ekki kalla sig femínista? Yrði það t.d. litið hornauga af róttækum femín istum ef kona með sílíkonbrjóst sem hefur farið í margar lýtaaðgerðir myndi kalla sig femínista?

Ég hugsa að einhverjir myndu hugsa, hvers lags femínisti er hún? Svona mann-eskja er kannski táknmynd fyrir allt það sem femínísk hreyfing hefur barist gegn, ein hverjir myndu hugsa bíddu hvað hefur orðið af femínismanum? Eins og íhalds-samur eldri stjórnmálamaður sem segist vera femínisti en ástundar eitthvað allt annað, þá verður merking orðsins inni-haldslaus.

Þegar ég segi að kynjafræðin skoði valdatengsl og aðstöðumun þá er ekki alveg klippt og skorið hvað það er, þannig við reynum að skapa rými fyrir þekkingar-sköpun og samræður. Tökum klassískt dæmi um vændi. Ég held að meirihluti kynja fræðinga sé á móti vændi, telja að það sé hlut gerving á konum, feli í sér valdatengsl og að konan sé í þjónandi hlutverki en það eru til sjónarmið innan fræðinnar sem segja að þetta sé gerendahæfni. Það eru til vændiskonur sem segjast gera þetta af fúsum og frjálsum vilja, það þarf að hlusta á þær og við reynum svolítið að skapa rými fyrir þessar samræður. Með hvaða rökum er því haldið fram að þetta sé hlutgerving og jaðar setning og með hvaða rökum er hinu haldið fram?

Kynjafræði er þverfagleg greinMarkmið okkar hér í náminu er að skapa vettvang fyrir samræður og leyfa rökum að takast á. Mér finnst það vera svolítið sem fólk misskilur oft á tíðum, að hér séu

allir hlynntir kvótum og fylgjandi boðum og bönnum. Við viljum skapa rými og af því þetta er þverfræðilegt. Þá eru til heim-spekileg abstrakt rök sem segja að hver ein staklingur megi gera það sem hann vill svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Svo eru einhver önnur fræði sem segja að við verðum að skoða hinn empíríska veruleika. Hvað segir veruleikinn okkur um afdrif kvenna í vændi. Þá höfum við annars konar rök sem segja að það sé mikil áhætta, flestar lenda fyrr eða síðar í ofbeldi, stór hluti þeirra þjáist af áfallastreituröskun.

Við reynum að byggja þetta á einhverri þekkingu, svo getum við vegið og metið, hversu þungt þessi rök vega. Það eru alltaf að koma ný rök og þekking. Það sem er svo skemmtilegt við að vera í svona þver-fræðilegri grein er að við erum að skapa rými fyrir samræður en það eru margir sem halda að komin sé einhver afstaða fyrir-fram.

Karlmennska útrásarinnarSvo við víkjum nú aðeins að þínum nýjustu rannsóknum um karlmennskuna og banka­hrunið, um hvað snýst hún?

Þetta er eitt af því sem er nýtt og mér finnst einna mest spennandi í kynja-fræðinni, það eru þessi krítísku karlafræði. Það gengur út á að skoða hugtakið karl-mennska. Ef við segjum til dæmis að við séum að skoða kynhneigð þá höfum við alltaf verið að skoða jaðarinn, sam-kynhneigða, svarta eða fólk af erlendum upp runa. En þetta gengur svolítið út á að skoða normið, skoða þá sem höfðu völdin, ekki þá sem voru valdalausir.

Við vitum að það voru karlar sem réðu ferðinni, það liggur fyrir, en við erum að reyna að skilja hverslags hugmyndir um karl mennsku endurspeglast í hinu íslenska við skipta módeli, íslenskum fyrirtækjum og íslenskri menningu. Við þurfum að varpa ljósi á þær og skilja þær til þess að geta innleitt nýtt viðhorf og nýtt gildismat, annars erum við svolítið eins og fiskurinn í vatninu, við sjáum ekki vatnið sem við syndum í. Þannig að þessi krítísku karla-fræði færa okkur hugtök, tól og verk færi til þess að skilja það sem gerðist.

Ég hef alltaf verið talsvert mikið í svona karla rannsóknum og í kringum 1996-1998 skoðaði ég feður í fæðingarorlofi en núna hef ég meiri áhuga á hugmyndum um karlmennsku, t.d. í stjórnmálum og viðskiptalífi.

Er karlmennskan kannski hættuleg?Ingólfur Ásgeir Jóhannesson okkar helsti

karla fræðingur talar um hugtakið „skaðleg karlmennska.“ Það eru þessar hugmyndir sem eru trissaðar upp um ofbeldi og yfirráð, bæði líkamlegt og andlegt. Það er talið að mest af því ofbeldi sem á sér stað séu karlmenn sem beita aðra karlmenn ofbeldi en það er ekki þar með sagt að það sé ekki kynjað. Þetta byggir á hugmyndum um karlmennsku, einhverskonar sam keppni eða barátta um völd, þannig það þarf líka að skoða hugmyndir um karl mennsku í átökum á milli karla.

Við getum til dæmis skoðað stríðsrekstur og annað slíkt út frá þessum hugmyndum. Af hverju leysa þjóðir heimsins vandamál sín með því að fara í stríð? Það geta verið hug-myndir um einhverskonar sjálfsskilning, stórmennsku og stolt. Það er mikilvægt að muna að hugmyndir um karlmennsku eru ekki bara bundnar við karla. Konur geta líka tileinkað sér karlmennskuímynd. Þessar hugmyndir eru allar breyti legar og við erum alltaf að endurskapa þær.

Kvenleikaímyndin sem var ráðandi 1940-1950 er t.d. allt önnur í dag þannig að þessar hugmyndir eru alltaf á floti. Við tölum um kynjakerfi eða formgerð alveg eins og við tölum um stéttakerfið. Þá er kynjagerð samfélagsins svo inngróin að hug myndirnar eru endurskapaðar og birtast í nýjum og nýjum búningi. Ef við tökum útrásina og hrunið sem dæmi, þá hefði ekki verið nóg að helmingur þeirra sem stóðu fyrir útrásinni hefðu verið konur

vegna þess að undirliggjandi hugmyndir, gildi og viðmið voru það sem við köllum karl læg og það hefði ekkert hjálpað ef konur hefðu klifrað í þetta kerfi.

Það eru hug myndirnar sem þarf að afbyggja og skoða; hvað er í þessum hugmyndum sem við heldur valdatengslum og stigveldi. Það er mjög mikilvægt að tala um þetta sem hug myndakerfi, það er ekki þannig að karlar séu vondir og konur góðar.

Ísland skorar háttHvar mundir þú segja að Íslendingar stæðu í jafnréttismálum?

Íslendingar eru mjög áhugavert tilvik í jafn réttismálum vegna þess að við skorum mjög hátt í þessum alþjóðlegu mælingum. Núna standa konur vel í stjórnmálum, margar á þingi, sveitastjórnum, kona er forsætisráðherra o.s.frv. Við skorum líka hátt vegna þess að konur eru mjög fjöl-mennar á vinnumarkaði og hafa alltaf verið.

Á sama tíma og konur hafa hlotið pólitískt völd þá hafa völdin færst í við-skipta lífið. Á síðastliðnum 10 árum hefur konum fjölgað í stjórnmálum en á meðan hefur orðið regluslökun og aukið við skipta frelsi. Völdin hafa færst í við-skiptalífið þar sem konur hafa lítil völd en konur eru bara rétt rúm lega fimmt ungur stjórnarformanna og fram kvæmda stjóra

fyrirtækja. Það er líka svolítið sérstakt fyrir Ísland að við höfum haft sterka og lifandi kvennahreyfingu, alveg síðan á tímum Bríetar, þó það hafi komið lægðir þá er þetta einstakt í samanburði. Þetta er mótsagnakennt ástand því konur eru fjöl-mennar á vinnumarkaði, hafa sterka stöðu í stjórn málum en lakari stöðu þar sem völdin hafa verið upp á síðkastið.

En ef maður skoðar aðstöðumun kynjanna út frá fleiri sjónarhornum en launum og völdum þá er til dæmis sjálfsvígstíðni karla mun hærri en kvenna og það eru mun fleiri karlar í fangelsi en konur, er það karlmennskan sem veldur þessu öllu?

Já, það eru þessar skaðlegu karl-mennsku hug myndir. Það er stundum talað um að sjálfsmorðstíðni sé hærri hjá körlum en tilraunir til sjálfsvígs eru algengari hjá konum, einnig lyfja neysla, þetta birtist aðeins öðruvísi.

Það er stundum talað um skólakerfið og það má vel vera að strákarnir sem standa lakast séu verr settir heldur en stelpurnar. Kannski er þeim hættara að fara í harðari afbrot. Í þeim skilningi lifa þeir kannski áhættumeira lífi heldur en konur. Það eru harðari afbrot og þar koma líka inn allar hug myndir okkar um kyn, jafnvel þó þær vildu þá komast stelpur ekki svo létt inn í þessi glæpagengi strákanna. Þú þarft að vera veru lega mikið hörkutól til þess að komast inn í það, þannig þetta er allt saman partur af þessu kerfi og hvernig þetta birtist.

Kynjafræði eins og hver önnur vísindiHvernig bregst þú við gagnrýni?

Þetta er mjög eldfimt og alltaf í skotlínu virðist vera. Við erum að reyna að skapa vett vang fyrir samræður. Mér eru oft eignaðar skoðanir sem ég hef ekki. Við reynum eftir fremsta megni að svara mál-efnalega. Ég fæ oft fyrirspurnir eftir að ég

hef komið fram í fjölmiðlum sem ég reyni þá að svara með hvaða rökum þessu er haldið fram, hvaða sjónarmið mæla með þessu og hvaða sjónarmið mæla með hinu, ég held að það þýði ekkert annað.

Þetta er náttúrulega bara eins og hver önnur vísindastarfsemi. Það er ákveðin að ferðafræði, við öflum gagna og skoðum en það er enginn fræðimaður án afstöðu. Það er enginn skoðanalaus en það þarf að safna gögnum skipulega, vega þau og meta og við reynum að svara gagnrýni þannig. Sumt er náttúrulega ekki svaravert ef fólk er bara með skæting.

Svo höfum við stundum bara gert grín af. Einu sinni vorum við Gyða með uppistand á aðalfundi hjá Femín-istafélaginu, þar voru við með leikþátt þar sem við lékum gagnrýni sem hefur komið á kynja fræðina. Við reynum að passa okkur að taka þessu ekki of alvarlega. Það fylgir því að hafa svona skoðanir að maður sigli ekki sléttan sjó. Það þarf að hafa svolítið sterk bein. Ég finn ofsalega mikinn stuðning við kynja fræðina en þetta er líka umdeilt. En það má ekki gleyma því að það er mjög margt sem er umdeilt. Hagfræðingar eru til dæmis iðulega í deilum um hvort það eigi að reikna svona eða hinsegin og lögfræðingar deila innbyrðis og fá gagnrýni. Að því leyti til erum við undir sömu sök seld.

Síðan er líka annað með kynjafræðina: Gagnrýnin sem hún fær, úr eigin röðum og utan frá, er í raun og veru lífsmarkið. Það er mjög mikil sjálfsgagnrýni í kynjafræðinni og hún er í raun og veru sterkasta lífsmarkið. Fólk er að ræða saman, kryfja og skoða. Það er í raun og veru styrkleiki. Það að fá fyrir spurnir og gagnrýni frá samfélaginu er merki um að við séum að hreyfa við einhverjum viðteknum þekkingarkerfum.

Ég frétti að þú ættir tvíbura, strák og stelpu, var ekki freistandi að gera tilraunir í uppeldinu?

Jú, ég er búin að gera margar tilraunir í upp eldinu. Þegar ég var í doktorsnámi þá var ég alltaf í útlöndum í svolítinn tíma í senn og þá reyndi ég alltaf að koma heim með gjafir og gleðja þau og ég var alltaf að reyna að finna eitthvað hlutlaust, passa að gefa henni ekki eitthvað Barbí og honum eitt hvað stráka. Ég fann þá út að allt þetta hlut lausa sem átti að ganga fyrir bæði kynin var meira á strákahliðinni. Svo fattaði ég að ég var meira að gefa þeim eitthvað stráka heldur en stelpu og það er svolítið dæmi gert.

Okkur finnst allt í lagi að stelpur séu strákalegar, það er bara flott og fínt, en strákar geta ekki verið stelpulegir. Þannig ég er búin að þurfa að upplifa svona og standa sjálfa mig að verki, þar sem ég var sjálf að kljást við einhverjar hugmyndir sem ég var ekki meðvituð um.

Leggja áherslu á samræðu við aðrar greinarÍ hvaða starfsgreinum enda þeir sem út­skrifast í kynjafræði?

Við höfum lagt þetta upp þannig að það þarf að hafa aukagrein í einhverju fagi og það er meðal annars út af vinnumarkaðnum, því við núverandi að-stæður hefðum við aldrei vinnu fyrir fleiri hundruð kynja fræðinga. Annað atriði er að við viljum sam þætta þetta þannig að allir nemendur sem útskrifast hjá okkur hafa einhverja aðal grein í grunnnámi. Það getur verið stjórn málafræði, félagsfræði eða hvað sem er, kynja fræðin verður þá viðbót.

Fólk er að vinna við kennslu, í félaga-samtökum, hjá ríki eða borg og mjög margir hjá fjöl miðlum, það er mjög fjölbreytt.

Við viljum sam þætta þetta sjónarhorn þannig að það sé alltaf samræða við greinarnar. Fólk hefur því alltaf einhverja grein með og fær þá vinnu við það sem sú grein býður upp á auk kynjafræðinnar. Þetta er frábær viðbót við hvað sem er.

Þorgerður Einarsdóttir. „Eitt af því sem er nýtt og mér finnst einna mest spennandi í kynjafræðinni, það eru þessi krítísku karlafræði,“ segir hún meðal annars í viðtalinu. ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Ég finn ofsalega mikinn stuðning við kynja­fræðina, en þetta er líka umdeilt.

Page 16: Íslenska leiðin 2012

16 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

TIL OPINBERRAR BIRTINGARFélagslíf stjórnmála­fræðinema er án hliðstæðu í hinum Vestræna heimi, að mati óháðra aðila. Meðfylgjandi myndir eru úr nýlegum vísindaferðum í sendiráð Kanada, Bændasamtökin, Alþingi og frá Sigmundinum, ólympíuleikum nemendafélagsins Politica. Þær tala sínu máli.

Í kanadíska sendiráðinu. Brynjar Þór Elvarsson, Vilhjálmur Theodórsson og fleiri skrafa yfir Moosehead, kanadískum gæðamjöður.

Bændasamtökin. Björn Rafn Gunnarsson á þriðja kjötsúpudisk.Rætt um ríkisstjórnina. Magnús Orri Schram, alþingismaður, ræðir við Sölku Margréti Sigurðardóttur og fleiri.

Svona langur, já? Dóra Haraldsdóttir og Snæfríður Ólafsdóttir.

Arnar Arnarsson hefur líklega tekið áfangann Kyn, fjölmenning og margbreytileiki.

Hópþrýstingur? Hörður Unnsteinsson og hauslausi armur Politica. Íslenskt, já takk! Michael Þórarinsson, matgæðingur.

Page 17: Íslenska leiðin 2012

17POLITICA – FÉLAG STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA

Togast á. Elín Káradóttir, Einar Valur Sverrisson og Magnús Fannar Eggertsson í pólitískum átökum. Benóný Harðarson og Sindri Snær fylgjast með.

V fyrir virðingu! Birta Austmann Bjarnadóttir, Kristín Gestsdóttir og Lilja Sigurbjörg Harðardóttir, liðsmenn Virðingarverðrar Valkyrja á Sigmundinum. Í Alþingi. Barbara Þorvaldsdóttir einbeitt.

Stigavörður. Stefán Rafn Sigurbjörnsson á Sigmundinum.

Í Framsóknarhúsinu. Gisela Stefánsdóttir á rabbi við Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Framsóknar.

Page 18: Íslenska leiðin 2012

18 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

„Það ætti að endurvekja hálshöggvanir,“ hugsaði ég við að uppgötva að einhver hafði skipt um stöð á eldhúsútvarpinu heima í Melhaga. Frá áramótum hef ég nefnilega rofið þá hefð að dvelja lengst þrjá mánuði á sama staðnum. Og orðið æ íhaldssamari, eftir því sem ræturnar styrkjast. Í Afríku var sólskin það eina sem ég gat verið viss um að morgundagurinn bæri í skauti sér. Í Vesturbænum get ég gengið að öllu vísu, nema sólskini. Að halda upp á hversdagsleikann er ekki svo slæmt, eftir allt saman. Á Þorra bauðst mér að skjótast vestur um haf á fyrsta degi Góu. Ég tók þessari freistingu illa og reyndi hvað ég gat að sannfæra Ameríku um að Ísland þarfnaðist mín: „Æ, Diana, ég á ekki pollagalla og svo ætlar Sirrý að tala um brjóst í næsta sunnudagsþætti. Getur þetta ekki beðið til sumars?“ En fékk um hæl: „Same as it ever was.“ Fyrir einhverja rælni gróf ég upp vegabréfið um kvöldið og athugaði hvort það væri enn í gildi. Jú, mig hafði reyndar lengi langað til Portlands, framsæknustu hjólareiðaborgar Bandaríkjanna, með stærstu sjálfstæðu bókabúð í heimi. Bara stutt heimsókn. Níu tíma flug er nú ekki svo slæmt. Einn stimpill í viðbót kemur varla að sök ... Let the good times roll!

Mér skilst að atkvæðadreifing íslenska kosninga-kerfisins sé svo flókin að hönnuður þess sé í raun eini núlifandi Íslendingurinn sem skilur hana til fulls. Leiðarkerfi Strætó er líklega einnig samið af Þorkeli Helgasyni. Sama hvert förinni er heitið enda ég ævinlega útí Skerjafirði. Þar deilir bílstjórinn með mér áliti sínu á „Steingrími Jóhanni Sigfússyni“ og „Jóni Gnarr Kristinssyni“ áður en hann röltir útí hvítt geymsluhús við sjávarsíðuna. Til þess að leika á kerfið tek ég orðið einungis strætó úr Skerjafriði. Einhversstaðar á þeim slóðum hófst ferðalag mitt til vesturstrandar Bandaríkjanna. Af kankvísum móttökum bílstjórans að dæma gat ég varla ráðið hvort förinni væri heitið útá Bifreiðamiðstöð eða í óvissuferð uppí Grafning þar sem Guðjón frændi hans ætti sumarhús með soðpotti, kampavíni og

kavíar. Korteri síðar kom í ljós að ég oftúlkaði aðstæður og frá BSÍ tók ég rútu til Bandaríkjanna, eins langt og komist verður akandi.

Að ferðast eingöngu með handfarangur er mjög þægilegt. Í þokkabót fær maður algjöra sérmeðferð í öryggishliðinu á Leifsstöð. Það er nefnilega hrós að vera meðhöndlaður sem hugsanlegur hryðjuverkamaður. Með því að sigta mig úr fjöldanum er öryggisvörðurinn í raun að segja: Þú lítur út fyrir að vera framtakssamur náungi, fær um að brotlenda heilli flugvél, opnaðu töskuna! Ég komst í gegn. Tannbursti, pípa og nærföt eru víst ekki viðurkennd áhöld til flugrána. Í fríhöfninni ætlaði ég að nota tækifærið og kaupa tóbak á viðráðanlegu verði. Vöruúrvalið er hins vegar í takt við tíðarandann; vínflöskur frá öllum heimshornum en aldrei fleiri en ein tegund píputóbaks. Það má ekki gera vel við reykingamenn en viljirðu gerast flug dólgur eru fjórir vínsérfræðingar til þjónustu reiðubúnir. Ég sá mér ekki stætt á að versla við fyrirtæki sem meðhöndlar Prins Albert sem útlaga og tók stefnuna upp aðalganginn, á svipinn eins og fólkið í 66° norður auglýsingunum sem þöktu veggina, innan um hefðbundið íslenskt náttúru-klám, í engu samræmi við auðnina fyrir utan gluggann.

Sestur í gluggasætið 14A heyrði ég að aftar í vélinni væri tegund sem fyrirfinnst á öllum fjölþjóðlegum mannamótum: Hinn háværi Amerí-kani. Hann byrjar og endar sögur – eða setningar, ef útí það er farið – á orðinu awesome. Hann er haldinn sjúklegri löngun í að vita hvernig nærstaddir hafa það. Hann hefur einstakt lag á að tala í efsta stigs lýsingarorðum, gjörsamlega óháð umræðuefni. Hann er eldri en fjórtán ára en endursegir samt atriði úr bíómyndum. Hann les ekki bækur en á samt Kindle. Hann hlær hátt. Hann hlær oft. Hann sat fyrir aftan mig næstu átta klukkustundirnar.

Einsog ég sagði tók flugið um hálfan vinnudag (á bandarískan mælikvarða). Þess vegna hefði ein-hver haldið að nokkrar mínútur skiptu litlu til eða

frá. Ekki aldeilis. Þegar vélin staðnæmdist í Seattle hófst mikið kapphlaup að útganginum. Ég hef almennt gott þol gagnvart löngum flugferðum, sjötíu tíma lestarferðum og sólarhrings bátsferðum – svo framarlega sem farartækin eru á hreyfingu. Tilgagnsleysið og tímasóunin hellist fyrst yfir mann í kyrrstöðu. Ég reis því á fætur fyrstur manna, til þess eins að standa boginn undir farangurshólfunum. Við sem boguðum í gluggaröðinni kinkuðum kolli hvor til annars með skilningsríku brosi og allt um kring mátti greina að maður var lentur í landi þar sem afsakið er sorrý.

Núorðið þurfa ferðamenn að greiða fjórtán dollara fyrir að heimsækja Bandaríkin. Ég hafði gengið samviskusamlega frá öllum formsatriðum fyrir brottför og athugað að merkja rétt í reitinn þar sem spurt er um þátttöku í þjóðarmorðum. Átti ekki von á öðru en að fljúga gegnum vegabréfseftirlitið að lokinni fingrafaraskönnun og myndatöku. Í stað þess að vera boðinn velkominn til hins frjálsa heims var mér skipað að fylgja „bláu línunni“ sem endar víst við stórt borð tveggja starfsmanna Heimavarna Bandaríkja Norður Ameríku. Annar þeirra hófst handa við að fínkemba farangurinn á meðan hinn straujaði vegabréfið með þumlinum. „Hvað varstu að gera í Jemen?“ spurði hann formálalaust og þekkti greinilega vegabréfsáritun landsins á augabragði. Ég var allur að vilja gerður til að segja honum frá mánaðarlangri dvöl minni þar í landi. Verra var að ég var í raun ekki að gera neitt sérstakt í Jemen. Bara þetta vanalega; flakka. Grunsamlegt. „Þú flaugst heim degi eftir [jemenska] sprengjutilræðið í Detroit 2009... Hvar varstu síðustu þrjá daga fyrir brottför?“ spurði hann meðal annars. Að vissu leyti gat ég skilið þennan kjánagang. Jemen er á góðri leið með að verða næsta Afganistan. Þangað fer enginn og meira að segja þarf býsna einbeittan vilja til að komast. En vel þess virði.

Þökk sé yfirheyrslunni þurfti ég ekki að drepa tímann fyrir tengiflug mitt til Portlands. Ég var orðinn spenntur að komast loksins á leiðarenda, án

þess að vita sérstaklega hverskonar borg biði mín. Stundum er ég hikandi við að gefa mig á tal við sætisfélaga í flugvélum. Þeir reynast oft talskrímsli sem erfitt er að losna við, augljóslega. Í von um að eldri maðurinn hliðin á mér væri Portlendingur, fullur af fróðleik, spurði ég varfærnislega hvort hann væri á heimleið. „Það má segja það - en ég kem reyndar frá Los Angeles,” sagði hann. „Ég hefði kannski betur farið þangað,“ sagði ég, að fullkominni vanþekkingu greinilega. „Los Angeles er ekki staður heldur sjúkdómur.“ Að þessu sögðu vissi ég að mér ætti eftir að lynda við William þennan. Hann sagðist „einhverskonar“ kennari og lagaði kragann á tvídjakkanum, líklega til einhverskonar staðfestingar. Efnislega sagði hann að Portland væri „trjástubbaborgin“, skógi vaxinn staður við landnám, þó nútíma markaðsmenn vísi til „borgar rósanna“. Í borgarkjarnanum býr um hálf milljón manna, mest megnið hvítt millistéttarfólk, kallað „granóla-fólkið“ fyrir grænan og and-amerískan lífstíl. Þar rignir alltaf, nema þegar það snjóar. Hið opinbera er langstærsti vinnu veitandinn en þar á eftir Intel og Nike. Brýr yfir bæjarfljótið eru helstu kennileiti. Portland er semsagt ákjósanlegur búsetustaður, sérstaklega fyrir útigangsmenn og ungt fólk sem vill setjast í helgan í stein, sem hefur eitthvað að gera með orðspor, aumingjagóðan borgarstjóra og efnahagsástandið í Bandaríkjunum sem virtist William hugleiknara umræðuefni og eflaust tilefni í aðra fróðlega samantekt.

Eftir klukkustundarlangt flug frá Washington-fylki til Oregon var ég kominn á áfangastað. Skemmst er frá því að segja að Portland er himnaríki á Jörðu og mannveran sem tók á móti mér þeirrar gerðar að guðfræðinemar þyrftu helst að endurskoða námsefnið. En nú er ég kominn útí aðra sálma. Hafið mig afsakaðan meðan ég reyni að finna gömlu, góðu rásina á útvarpstækinu sem hefur ekki flutt annað en kristniboð undanfarið. Amen.

AÐ FARA ÚR LANDI.LEIÐARVÍSIR.EFTIR EGIL BJARNASON

ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Page 19: Íslenska leiðin 2012

Í ÞÍNUM HÖNDUMNáttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Látum þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar vera til hins betra.

Sígarettustubbar eru mörg ár eða áratugi að eyðast í náttúrunni og hafa þar að auki fundist í maga fugla, fiska og sjávarspendýra.

to

n/

A

Page 20: Íslenska leiðin 2012

20 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

Ég er hálfnuð með BA gráðu í stjórnmálafræði. Ég er í New York. Ég er samt ekki í skiptinámi. Ég var einu sinni (kór)nörd.

Frá því ég var 6 ára gömul hef ég skottast upp í Langholtskirkju á kóræfingar, alltaf jafn spennt og full tilhlökkunar. 15 árum síðar er ég enn syngjandi í sömu kirkju með nánast sömu stelpunum, nema núna heitum við Graduale Nobili en ekki Krúttakórinn. Haustið 2010 hafði Björk samband við okkur og fékk okkur til liðs við sig á nýjustu plötu sinni, Biophilia. Við tókum upp plötuna í desember og síðan þá hefur þetta allt undið upp á sig, enda er þetta risastórt batterí.

Við höfum verið í New York allan febrúar og sungið á tíu tónleikum. Það hefur verið algjört ævintýri að kynnast þessu rokkstjörnulífi ef svo má kalla. Við erum 20 stelpur allt í allt og búum saman 6-7 í einu risaherbergi á hosteli (já, við ímyndum okkur stundum að við séum í Americas Next Top Model) í Brooklyn, mitt á milli aðal hipsterahverfisins, Williamsburg, og gettósins. Ég varð einmitt vitni af minni fyrstu skotárás fyrsta kvöldið í Brooklyn þegar gettó drengurinn Luis ´Baby´ Ortiz skaut lögreglumann í hálsinn. En þetta endaði allt vel að lokum eftir margra tíma þyrlueltingarleik á þökunum á fimmtíu hæða gettóblokkunum. Við fylgdumst spenntar með, með hálfan líkamann út um gluggann á herberginu okkar, þorðum ekki út á götu eins og nágrannar okkar. Löggan lifði af, fékk heimsókn frá Mike Bloomberg á spítalann og ´Baby´ fór í fangelsi. Týpískur dagur í Brooklyn.

Þó svo að ég sé að taka mér tímabundið frí frá náminu ákvað ég að segja ekki alveg skilið við það og skráði mig í tvær einingar. Við fórum nokkrar að skoða höfuðstöðvar

Sameinuðu þjóðanna sem ég taldi tilvalið tækifæri til að tengja við einingarnar tvær. Það er semsagt hægt að vera rokkstjarna og háskólanemi. Fastafulltrúi Íslands, Gréta Gunnarsdóttir, var svo indæl að taka á móti okkur og sýna okkur allsherjarþingið og öryggisráðið. Kvennaráðstefna SÞ var einnig í fullum gangi þannig það var mikið líf á svæðinu. Það var einmitt mjög spennandi fyrirlestur sem Gréta fór á eftir að hafa hitt okkur sem fjallaði um hvernig nota mætti hip hop til að bæta samskipti ólíkra þjóða í alþjóðasamfélaginu. Af hverju var ég ekki fulltrúi íslenskra kvenna þennan dag?

En ferðalagið með Björk heldur áfram, næsta stopp er Mexíkó. Þaðan munum við svo ferðast um Suður-Ameríku fram í maí. Það er ljúft líf að vera kórnörd get ég fullyrt. Ég er samt svo heppin að koma heim í stutt Íslandsstopp núna í mars svo ég geti mætt á stærsta og flottasta viðburð Politica, sjálfa árshátíðina. Gleðilega árshátíð og til hamingju með Íslensku leiðina elsku stjórnmálafræðinemar!

Póstkort frá Brooklyn

ÉG VAR EINU SINNI (KÓR)NÖRDeftir Erlu Maríu Markúsdóttur, gjaldkera Politica

Stund milli stríða „Vísó“ í bruggverksmiðju í Brooklyn. LJÓSMYND/ERLA

New York Séð frá efstu hæð Empire State byggingarinnar.

09:00 Vakna fresh, fresh!11:00 Leynifundur Politica.13:00 Tími eða ekki tími?15:00 Kaffibolli með Elvu Ellerts

og slúðrað um nemendur.17:00 Skvísa mig upp fyrir vísó.19:00 Vel marineruð vísó með

fríðu föruneyti.21:00 Mættur á Prikið í börger

og bjór.23:00 Þegar ég segi POLI…01:00 RITSKOÐAÐ.

Íslenska leiðin komst í dagbók Jökuls Torfasonar:

Föstudagur í lífi formanns 7 Fjöldi kaffibolla yfir

daginn.

15-19 Mínútur sem tók Jökul að gera sig kláran fyrir vísindaferð (hárið sko).

±30:250 Fjöldi bjóra sem Jökull stútaði sem heildarhlutfall af veittum bjór á Sigmundinum, stjórnmálafræðidag Politica.

ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

STJÓRN POLITICA 2011-2012

Stjórn Politica 2011-2012. Benóný Harðarson meðstjórnandi, Jökull Torfason formaður, Birta Austmann varaformaður, Natan Freyr Guðmundsson hagsmunafulltrúi, Barbara Hafdís Þorvaldsdóttir alþjóðafulltrúi, Einar Valur Sverrisson nýnemafulltrúi og Kristín Gestsdóttir skemmtanastýra. Á myndina vantar Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Erlu Maríu Markúsdóttur gjaldkera. MYND/HINRIK ÞÓR ÁGÚSTSSON

Page 21: Íslenska leiðin 2012

Árshátíd 2012

Rómantíkin mun svífa yfir vötnum á árshátíð Politica

sem haldin verður þann 9.mars nk.

í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún.

Forréttur: Humarpaté, laxamosaik og

kókosrækjur á brakandi salatimeð sólþurrkuðum tómötum,

fetaosti og fylltum eggjum.

Aðalréttur: Innbökuð nautalund

Wellington. Hvítlauks-og rósamarínerað lambalæri og

appelsínugljáðar kalkúnabringur.

Meðlæti:Ferskt grænmeti, pönnusteiktar

kartöflur, eplasalat,rauðvínsósa og kryddjurta-

eggjasósa.

Kaffi, konfektog

5.500 kr f/m

eðlimi P

olitica6.500 k

r f/aðra

Miðaverð:Húsið opnar:

kl. 19.00 m

eð ford

rykk

Borðhald hefst :k

l. 20.00

á heimsmælikvarða!

5. og 6. mars m

illi k

l 10-16 í Od

da

Miðasala:Sigm

und

ur Davíð

Gun

nlaugsson

Heiðursgestur:

skemmtiatriði

´

Page 22: Íslenska leiðin 2012

22 ÍSLENSKA LEIÐIN 2012

BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA: JÓN GNARR, BORGARSTJÓRI Í REYKJAVÍK„Landbúnaðarráðherra, sem ég veit ekkert hvað heitir, virkar sem alveg ótrúlega hallærislegur náungi. Þetta er gaur sem ætti í raun að búa á einhverskonar sambýli.“

­ Í viðtali við Íslensku leiðina árið 2010.„Við tölum ekki illa um annað fólk.“

­ Í viðtali við Kastljós tveimur árum síðar.

Tveir stjórnmálafræðinemar – tvær ólíkar hugsjónir:

ER JÓAKIM AÐALÖND FRÁBÆR NÁUNGI OG ALLT BETRA EN...?

Gunnlaugur Snær Ólafsson, formaður Félags íhaldsmanna

Jóakim aðalönd er frábær náungi. Ræðið.Það er ávallt aðdáunarvert þegar velgengni á sér stað sem

afleiðing framtaksemi og sjálfsaga. Ergo; Jóakim Aðalönd er frábær náungi.

Hvaða mótmælum tókstu síðast þátt í?Ég tek ekki þátt í ástarsamkomum umrótsmanna.

Er öreigabylting óhjákvæmileg?Hvað eru öreigar?

Þín skoðun á því að nær allar myndastyttur í Reykjavík skuli vera af körlum?

Það skiptir svo sem engu máli af hvoru kyninu stytturnar eru, en klárlega er þörf á talsvert fleiri styttum. Það er brýn

þörf á myndstyttum af lukkutröllum, þær munu kæta stóra sem smáa.

Allt er betra en ... ? Sögu- og menningarlaus þjóð.

Er ekki bara best að leyfa þeim í Brussel að stjórna?Stjórn Félags Íhaldsmanna

hefur þegar boðið fram sína krafta til að stjórna landinu og myndi það

vera miklu betra en stjórn möppudýranna í Brussel.

Með hvaða persónu mannkynssögunnar

myndirðu vilja drekka kaffi með?

„Tank-man“, nafnlausu hetjunni sem stöðvaði skriðdreka á Torgi hins

himneska friðar árið 1989. Kaffið vil ég hafa eins og sál

mína; svart, sterkt og biturt.

Stærsta vandamál samtímans?Samfylkingin.

Hvert er fyrirheitna landið?Íhaldsstefnan hafnar útópíum, þannig

að fyrirheitna landið er hvergi.

Björk Emilsdóttir, varamaður Ungra vinstri grænnaJóakim aðalönd er frábær náungi. Ræðið. Nei, hann er ósósíalískur og þar að auki ýtir hann undir steríótýpur (hann

er sko skoskur). Mér líkar betur við jólasveininn sem er augljóslega harðkjarna sósíalisti enda ávallt klæddur rauðu.

Hvaða mótmælum tókstu síðast þátt í?Síðustu mótmæli sem ég mætti í voru í nóvember 2011 í Kíev vegna nýfallins fangelsisdóms yfir Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu. Ég lenti að vísu í

þessum mótmælum fyrir slysni - en samt!

Er öreigabylting óhjákvæmileg?Marx hefur alltaf rétt fyrir sér.

Þín skoðun á því að nær allar myndastyttur í Reykjavík skuli vera af körlum?Sagan er skrifuð af karlmönnum, fyrir karlmenn, um

karlmenn. Stytturnar eru skýr birtingarmynd þess sorglega raunveruleika.

Allt er betra en ... ? Íhaldið.

Er ekki bara best að leyfa þeim í Brussel að stjórna?Njet.

Með hvaða persónu mannkynssögunnar myndirðu vilja drekka kaffi með? (og hvernig kaffi?)Ég myndi gjarnan þiggja félagskap Simone de Beauvoir enda er ég díkaff-soya-latte-þambandi-mussuklæddur-feministi.

Stærsta vandamál samtímans?Misskipting auðs í heiminum.

Hvert er fyrirheitna landið?Vinstri-Grænland.

Page 23: Íslenska leiðin 2012

23POLITICA – FÉLAG STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA

Íslenska leiðin fékk Gyðu Margréti Pétursdóttur, aðjúnkt í kynjafræði, og Jón Gunnar Ólafsson, alþjóðafræðing, til að fjalla um pólitísk slagorð. Þau völdu að sjálfsögðu kunnugleg viðfangsefni, femínisma annarsvegar og bandarísk stjórnmál hinsvegar.

Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 [email protected]

www.boksala.is

Pólitísk slagorð

FÖT FARA KONUM VEL!Einar Valur Sverrisson tók saman

Change we can believe inEftir tvö kjörtímabil af George W. Bush voru bandarískir kjósendur greinilega spenntir fyrir breytingum. Slagorð Obama um breytingar þótti mjög vel heppnað. Margir telja að Hillary Clinton hafi gert grundvallarmistök í baráttunni við Obama með því að leggja í upphafi áherslu á pólitíska reynslu sína, sem forsetafrú og síðar sem öldungadeildar-þingmaður. Eftir að baráttan á milli Obama og Clinton hófst fyrir alvöru sögðust bandarískir kjósendur ítrekað í könnunum vilja fá forseta sem legði áherslu á að breyta pólitísku menningunni í Washington. Í framhaldi reyndi Clinton að færa rök fyrir því að nauðsynlegt væri fyrir verðandi forseta að hafa mikla reynslu til þess að geta ráðist í nauðsynlegar breytingar. Hún notaði meðal annars slagorðið: „The Strength and Experience to Bring Real Change”. En kjósendur vildu greinilega einhvern nýjan og ferskan í Hvíta húsið.

Country first Ólíkt Obama þá lagði John McCain ekki áherslu á breytingar heldur á sjálf Bandaríkin. Þau áttu að vera í fyrsta sæti. Ég má til með að deila því hér að ég var að ferðast um Bandaríkin með vinum mínum fyrir kosningarnar 2008 og við fórum annars vegar á kosningasamkomu með Barack Obama og hinsvegar með Söru Palin. Það var fátt sem kom á óvart á fundinum með Obama en stemningunni á Palin samkomunni gleymi ég aldrei. Áherslan var öll á Bandaríkin. Þarna var meðal annars stærsti bandaríski fáni sem ég hef séð – á stærð við tennisvöll ef ekki stærri. Í ræðu sinni lagði Palin áherslu á að hún og McCain væru sannir föðurlandsvinir. Þessi áætlaði vinskapur hennar og föðurlandsins var gegnumgangandi þema á samkomunni. Þegar flugvél Palin lenti fyrir utan flugskýlið þar sem samkoman var haldin var spiluð dramatísk tónlist, ekki ósvipuð þeirri sem maður heyrir í bandarískum stórmyndum. Kjósendur voru greinilega margir hrifnir af þessari áherslu framboðsins, en það dugði ekki til sigurs. Fleiri vildu demókrata og breytingar en föðurlandsvini og stóra fána.

It’s the economy, stupid! Þetta slagorð Bill Clinton í kosningabaráttunni 1992 þótti mjög vel heppnað. Ég hef rekist á talsverða umfjöllun um það upp á síðkastið sem tengist þá efnahagsmálunum sem hafa verið æ meira áberandi í stjórnmálaumræðunni að undanförnu. George Bush eldri þótti sigurstranglegur í upphafi kosningabaráttunnar vegna þróunar í utanríkismálum, meðal annars Persaflóastríðsins og endaloka kalda stríðsins. Hann var reynslumeiri þegar kom að alþjóðapólitík og það var því nauðsynlegt fyrir nýja og unga frambjóðandann, Bill Clinton, að færa athyglina yfir á annað svið. Efnahagsmálin voru í lægð og færði Clinton rök fyrir því að Bush eldri hefði ekki staðið sig nógu vel í þeim málum. Nú í dag nota demókratar Bill Clinton mjög oft sem dæmi um forseta sem stóð sig vel í efnahagsmálum.

It’s morning again in America Á meðan demókratar tala um Bill Clinton þessa dagana er Ronald Reagan áberandi í orðræðu frambjóðenda repúblikana. Þeir vilja meina að hann hafi breytt rétt í efnahagsmálum á níunda áratugnum. Þegar Reagan bauð sig fram til endurkjörs árið 1984 bjó framboð hans til auglýsingu þar sem lögð var áhersla á fjölgun starfa og lægri verðbólgu. Auglýsingin og fyrsta lína hennar – “It’s morning again in America” – þóttu vera vel heppnuð skilaboð en í lok auglýsingarinnar leggur þulurinn áherslu á að þessar efnahagsbreytingar hafi einungis átt sér stað á síðustu fjórum árum undir stjórn Reagans. Af hverju ættu kjósendur að vilja fá demókrata aftur sem forseta spyr þulurinn að lokum. Reagan var endurkjörinn þetta ár.

?Mér finnst áhugavert að ljúka þessari umfjöllun örstutt á því að spá aðeins í því sem Obama ætlar mögulega að nota í kosningabaráttunni á þessu ári. Hann þótti jú vera einstaklega góður í almannatengslum í síðustu kosningum og slagorðið hans um breytingar þótti mjög vel heppnað eins og áður kom fram. Á heimasíðu framboðs hans má núna lesa fyrirsagnir eins “Putting Americans back to work” og “Reforming Wall Street & protecting consumers”. Ég spái því að framboðið reyni að búa til einhver góð slagorð varðandi efnahagsmálin á næstunni sem verði mjög áberandi í kosningabaráttunni í haust.

Hið persónulega er pólitískt Slagorð nýju kvennahreyfingarinnar (annarrar bylgju femínisma) á sjöunda og áttunda áratugnum. Krafan var sú að málefni sem áður voru afgreidd sem einkamál kvenna (s.s. heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi) yrðu gerð að viðfangsefni samfélagsins alls, þ.e. það er eitthvað að í samfélagi þar sem konur eru beittar ofbeldi. Þess vegna á ábyrgðin ekki að vera á herðum kvenna heldur samfélagsins í heild.

Manneskja ekki markaðsvaraSlagorð kvenna sem fylktu liði á rauðum sokkum í kröfugöngu 1. maí 1970. Hópurinn stofnaði síðar Rauðsokkahreyfinguna. Það merkilega (sorglega?) er að slagorðið á eins við í dag og þá (jafnvel betur). Með slagorðinu andæfðu Rauðsokkar því hvernig komið var fram við konur og litið á líkama þeirra sem markaðsvöru.

Á haugana með grútmyglaðar leifar feðraveldisinsEitt af slagorðum Femínistafélags Íslands (FÍ) og notað í 1. maí göngu félagsins árið 2003. Krafan var skýr; kynjamisrétti er tímaskekkja, útrýmum því strax.

Sannir karlmenn eru femínistar Slagorð tekið upp af Femínistafélagi Íslands, samið af Sigga Pönk. Slagorðið var meðal annars prentað á femínistableika boli á stofnári FÍ 2003. Markmiðið var að styðja við skilgreiningu FÍ á femínista: Er karl eða kona sem veit að jafnrétti hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.

Föt fara konum velSamið af Elísabetu Ronaldsdóttur félaga í staðalímyndahópi FÍ. Markmiðið er að vekja athygli á áhrifum klámvæðingar.

Cogito ergo feminista sum„Ég hugsa þess vegna er ég femínisti.“ Útúrsnúningur á „ég hugsa þess vegna er ég“. Uppruni þess er óþekktur.

Feminism is the radical notion that women are peopleSlagorð eignað þeim Cheris Kramarae og Paula Treichler. Þetta var andsvar við þeirri tilhneigingu að afgreiða femínisma, og baráttu fyrir kynjajafnrétti, sem öfga.

Page 24: Íslenska leiðin 2012

ENDURNÝJAR ORKU OG 4 STEINEFNISEM TAPAST VIÐ ÁREYNSLU*

NÝR OG ENDURBÆTTUR

ÍSLENSKA LEIÐIN

Politica – félag stjórnmálafræðinema

12. árgangur Íslensku Leiðarinnar

9. mars 2012