Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar...

90
BS ritgerð í hagfræði Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á það fyrir einstæðar íslenskar mæður Höfundur: Valur Þráinsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórólfur Geir Matthíasson Febrúar 2010

Upload: others

Post on 30-Oct-2019

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

BS ritgerð

í hagfræði

Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum

launa á það fyrir einstæðar íslenskar mæður

Höfundur: Valur Þráinsson

Hagfræðideild Háskóla Íslands

Leiðbeinandi: Þórólfur Geir Matthíasson

Febrúar 2010

Page 2: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

2

Útdráttur

Markmið ritgerðarinnar eru fjögur. Í fyrsta lagi að útskýra hvað vinnuaflsframboð er og hvaða áhrif

skattar hafa á það auk þess sem fjallað er um tvö líkön sem hafa verið notuð til að meta

vinnuaflsframboð. Í öðru lagi að lýsa í stuttu máli þróun á skattheimtu af launum einstaklinga,

barnabótum og vaxtabótum frá árinu 1988. Í þriðja lagi að skoða nokkur dæmi um mismunandi

jaðar- og meðalskatta fyrir einstaklinga með börn á framfæri. Þegar virkir jaðarskattar á Íslandi fyrir

einstaklinga með börn á framfæri eru skoðaðir kemur í ljós að þegar tekið hefur verið tillit til

tekjuskatts, barna- og vaxtabóta hækka þeir eftir því sem börnunum fjölgar, og tekjurnar aukast.

Einnig eru áhrif skatts á launateygnistuðul fyrir Ísland og nokkur önnur lönd reiknaður út fyrir árið

2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði

eftir því sem launin urðu hærri meðan stuðullinn lækkaði fyrir hin samanburðarlöndin. Í fjórða lagi

að meta áhrif valinna breyta, fyrir einstæðar mæður á Íslandi tímabilið 2000-2005, á

atvinnuþátttöku, launamyndun og vinnuaflsframboð. Notuð er aðferð Heckit við matið á

atvinnuþátttöku- og launamyndunarjöfnunni en fixed effect aðferð við matið á

vinnuaflsframboðinu. Niðurstöðurnar úr því mati eru m.a. að aukinn fjöldi barna minnki líkur á

atvinnuþátttöku, aldur hafi jákvæð áhrif á launamyndun og að hærri laun hafi jákvæð áhrif á

vinnuaflsframboð.

Vinnan við þessa ritgerð hefur verið umfangsmikil og er eftirtöldum aðilum þökkuð veitt

aðstoð. Eyjólfur Sigurðsson, doktorsnemi við HÍ og sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, veitti

ómetanlega aðstoð við gagnavinnslu, ákvörðun á hagrannsóknaraðferðum og forritun. Þórólfur

Matthíasson, prófessor við HÍ og leiðbeinandi höfundar, veitti gagnlegar athugasemdir við

ritgerðarsmíðina. Helgi Tómasson og Daði Már Kristófersson, doktorar og kennarar við HÍ, er einnig

þakkað fyrir gagnlegar athugasemdir við hagrannsóknarhluta ritgerðarinnar. Að lokum er Rósmundi

Guðnasyni, skrifstofustjóra hjá Hagstofu Íslands, og Kristínu Þorsteinsdóttur, prófarkalesara, þakkað

fyrir samstarfið og aðstoðina

Page 3: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

3

Formáli

Sú ritgerð sem hér fer á eftir er BS ritgerð Vals Þráinssonar sem lögð er fram til fullnustu 180 ECST

eininga BS gráðu í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Vægi ritgerðarinnar eru 12 ECTS

einingar. Leiðbeinandi er Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Page 4: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

4

Efnisyfirlit

1 INNGANGUR ........................................................................................................................................... 8

2 FRÆÐILEG UMFJÖLLUN .................................................................................................................. 10

2.1 VINNUAFLSFRAMBOÐ ........................................................................................................................... 10

2.2 JAÐAR- OG MEÐALSKATTAR ................................................................................................................. 15

2.3 ÁHRIF SKATTA Á VINNUAFLSFRAMBOÐ ................................................................................................ 17

2.4 HAGFRÆÐILEG LÍKÖN ........................................................................................................................... 18

2.4.1 Lýsing ......................................................................................................................................... 18

2.4.2 Mat ............................................................................................................................................. 23

2.4.3 Hermanir .................................................................................................................................... 23

3 SKATTAR Á LAUNATEKJUR ............................................................................................................ 28

4 BARNA- OG VAXTABÆTUR ............................................................................................................. 32

4.1 BARNABÆTUR ...................................................................................................................................... 32

4.2 VAXTABÆTUR ...................................................................................................................................... 32

5 MEÐAL- OG JAÐARSKATTAR Á ÍSLANDI .................. .................................................................. 33

5.1 JAÐARSKATTAR 1988 TIL 2009 ............................................................................................................. 33

5.2 MEÐALSKATTAR 1988 TIL 2009 ........................................................................................................... 37

5.3 SAMANBURÐUR Á MEÐAL -, JAÐARSKÖTTUM OG LAUNATEYGNI ÍSLANDS OG NOKKURRA VALINNA

LANDA ............................................................................................................................................................ 39

6 LAUNAMYNDUNAR- OG VINNUAFLSFRAMBOÐSLÍKANIÐ ........ ........................................... 42

6.1 ATVINNUÞÁTTTÖKU- OG LAUNAMYNDUNARJAFNAN ............................................................................ 42

6.2 VINNUAFLSFRAMBOÐSJAFNAN ............................................................................................................. 44

7 GÖGN ...................................................................................................................................................... 47

7.1 ALMENN LÝSING Á GÖGNUM, GAGNAMEÐFERÐ OG SKILGREINING Á BREYTUM .................................... 47

7.2 LÝSANDI TÖLFRÆÐI .............................................................................................................................. 51

8 NIÐURSTÖÐUR .................................................................................................................................... 59

8.1 ATVINNUÞÁTTTÖKU- OG LAUNAMYNDUNARJAFNAN ............................................................................ 59

8.1.1 Atvinnuþátttökujafnan ................................................................................................................ 60

8.1.2 Launamyndunarjafnan ............................................................................................................... 66

8.2 VINNUAFLSFRAMBOÐSJAFNAN ............................................................................................................. 72

8.3 MAT Á FORSENDUM LÍKANANNA .......................................................................................................... 74

9 NIÐURLAG ............................................................................................................................................ 80

VIÐAUKI A ...................................................................................................................................................... 81

HEIMILDASKRÁ ........................................................................................................................................... 89

Page 5: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

5

Töfluyfirlit

Tafla 5-1 Meðalskattar og jaðarskattar fyrir einstakling með tekjur frá 67% og upp í 133% af

meðaltekjum í hverju landi fyrir sig árið 2008 ........................................................................... 40

Tafla 7-1 Breytur og nöfn þeirra ........................................................................................................ 49

Tafla 7-2 Lýsing á breytum í úrtaki einstæðra mæðra árin 2000 til 2005 ......................................... 51

Tafla 8-1 Mat á atvinnuþátttöku- og launamyndunarjöfnunnunni með aðferð Heckit. 18.498

mælingar .................................................................................................................................... 59

Tafla 8-2 Mat úr atvinnuþátttökujöfnunni samanborið við mat Pylkkänen (2001) .......................... 60

Tafla 8-3 Mat úr launamyndunarjöfnunni samanborið við mat Pylkkänen (2001) ........................... 67

Tafla 8-4 Jaðaráhrif launa .................................................................................................................. 71

Tafla 8-5 Fixed effect mat á vinnuaflsframboðsjöfnunni. 18.498 mælingar, 3.083 einstaklingar og 6

ár ................................................................................................................................................ 73

Tafla 8-6 Jaðaráhrif vinnuaflsframboðs ............................................................................................. 73

Tafla 9-1 Tekjuskattur og mörk sérstaks tekjuskatts 1988 til 2009 ................................................... 81

Tafla 9-2 Þróun meðaltalsútsvars í staðgreiðslu 1988 til 2009 ......................................................... 81

Tafla 9-3 Persónuafsláttur 1981 til 2009 ........................................................................................... 82

Tafla 9-4 Óskerðanlegar barnabætur 1986 til 2009 .......................................................................... 83

Tafla 9-5 Skerðanlegar barnabætur 1981 til 2009 ............................................................................ 84

Tafla 9-6 Skerðing barnabóta vegna tekna 1981 til 2009 ................................................................. 85

Tafla 9-7 Skerðing barnabóta vegna eigna 1981 til 2009 .................................................................. 86

Tafla 9-8 Hámarksfjárhæð vaxtabóta 1989 til 2008 ......................................................................... 86

Tafla 9-9 Hámark vaxtagjalda vegna skulda af íbúðarhúsnæði og til útreiknings vaxtabóta 1989 til

2008 ........................................................................................................................................... 87

Tafla 9-10 Skerðing vaxtabóta vegna tekna og skerðingarmörk vegna eigna 1989 til 2008 ........... 88

Tafla 9-11 Skerðing útreiknaðra vaxtabóta 2003 og 2004 ................................................................ 88

Page 6: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

6

Myndayfirlit

Mynd 2-1 Jafnnotagildisferill einstaklings ......................................................................................... 10

Mynd 2-2 Val milli neyslu og frítíma ................................................................................................. 12

Mynd 2-3 Útleiðsla vinnuaflsframboðskúrfunnar ............................................................................. 13

Mynd 2-4 Allratap vegna skattlagningar ........................................................................................... 17

Mynd 2-5 Áhrif tekjuskatts á vinnuaflsframboð einstaklinga ........................................................... 18

Mynd 2-6 Uppbygging hermunarlíkans ............................................................................................. 25

Mynd 2-7 Lífsferill einstaklings hermaður í SESIM ............................................................................ 26

Mynd 3-1 Þróun forsendna tekjuskatts einstaklinga 1988 til 2009 .................................................. 30

Mynd 3-2 Þróun persónuafsláttar 1988 til 2009 (verðlag ársins 2009) ............................................ 31

Mynd 5-1 Jaðarskattar einstaklings 1988 til 2009 (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí 2009) ....... 34

Mynd 5-2 Virkir jaðarskattar einstaklings með tvö börn á framfæri 1988 til 2009. Þ.e. tekið er tillit

til barnabóta. (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí 2009) ........................................................ 35

Mynd 5-3 Virkir jaðarskattar einstaklings árið 2009 m.t.t. hversu mörg börn hann hefur á framfæri

sínu. Gert er ráð fyrir að hann njóti barnabóta og hámarksvaxtabóta ...................................... 36

Mynd 5-4 Meðalskattar einstaklings 1988 til 2009 (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí 2009) ..... 37

Mynd 5-5 Virkir meðalskattar einstaklings með tvö börn á framfæri 1988 til 2009. Þ.e. tekið er tillit

til barnabóta. (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí 2009) ........................................................ 38

Mynd 5-6 Virkir meðalskattar einstaklings árið 2009 m.t.t. hversu mörg börn hann hefur á framfæri

sínu. Gert er ráð fyrir að hann njóti barnabóta og hámarksvaxtabóta. ..................................... 39

Mynd 5-7 Launateygnistuðull �� árið 2008 vegna tekjuskatts fyrir einstakling með tekjur frá 67%

og upp í 133% af meðaltekjum í hverju landi ............................................................................ 41

Mynd 7-1 Þéttifall aldurssamsetningar úrtaks einstæðra mæðra árin 2000–2005 .......................... 52

Mynd 7-2 Þéttifall áætlaðs tímakaups einstæðra mæðra árin 2000–2005 (verðlag ársins 2005) .... 53

Mynd 7-3 Þéttifall áætlaðra fjölda unninna vinnustunda á viku í úrtaki einstæðra mæðra árin 2000–

2005 ........................................................................................................................................... 54

Mynd 7-4 Áætlað tímakaup og áætlaður fjöldi unninna klukkustunda á viku í úrtakinu. Mat með

aðferð minnstu kvaðrata á línulegu sambandi þessara tveggja breyta teiknað inn á með rauðri

línu ............................................................................................................................................. 55

Mynd 8-1 Líkur á atvinnuþátttöku einstæðrar móður, m.v. aldur og hvort viðkomandi hafi lokið

háskóla eður ei, með tvö börn á framfæri (annað yngri en sjö ára), sem býr á

höfuðborgasvæðinu og hefur íslenskt ríkisfang ......................................................................... 63

Mynd 8-2 Villuliðir atvinnuþátttökujöfnunnar í Heckit matinu ........................................................ 75

Mynd 8-3 Villuliðir launamyndunarjöfnunar í Heckit matinu ........................................................... 75

Page 7: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

7

Mynd 8-4 Þéttifall villuliða atvinnuþátttökujöfnunnar í Heckit matinu ............................................ 76

Mynd 8-5 Þéttifall villuliðanna í launamyndunarjöfnunni. ............................................................... 76

Mynd 8-6 Villuliðir, úr vinnuaflsframboðslíkaninu, teiknaðir upp á móti aldri ................................. 77

Mynd 8-7 Villuliðir fixed effect matsins ............................................................................................ 78

Page 8: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

8

1 Inngangur

Megintilgangur ritgerðarinnar er tvískiptur. Í fyrsta lagi að gera grein fyrir hvað vinnuaflsframboð

er og hvaða áhrif skattar hafa á það, en einnig er skoðað hvernig jaðarskattar fyrir einstaklinga með

börn á framfæri hafa breyst undanfarin ár. Í öðru lagi er borinn saman launateygnistuðull á Íslandi

við önnur lönd og metið hversu mikil áhrif valdar breytur hafa á atvinnuþátttöku, launamyndun og

vinnuaflsframboð afmarkaðs hóps á Íslandi, einstæðra mæðra nánar tiltekið.

Ástæður fyrir því að höfundur ákvað að skrifa ritgerð um fyrrgreint efni er sú að mikilvægt

er að þegar hið opinbera tekur ákvarðanir um stefnubreytingar, t.d. skattabreytingar, sé til sú

fræðilega þekking sem nauðsynleg er til að mat á afleiðingum ákvarðananna verði sem best. Sem

dæmi skiptir miklu máli hvort markmiðið með skattalagabreytingum sé að hámarka

vinnuaflsframboð eða hámarka skatttekjur. Rannsóknir hafa verið gerðar á mati á

vinnuaflsframboði og hvaða breytur hafa áhrif á það í nágrannalöndum okkar, mun umfangsmeiri

en þær sem hafa verið gerðar hérlendis. Þessi ritgerð er tilraun höfundar til þess að leggja sitt á

vogarskálarnar til þess að bæta þekkingu á eiginleikum vinnuaflsframboðs einstæðra mæðra á

Íslandi.

Til þess að koma efni ritgerðarinnar til skila á fullnægjandi hátt hafa verið skrifaðir sjö kaflar

er fjalla um afmarkað viðfangsefni hver. Í öðrum kafla er fjallað um vinnuaflsframboð og hvaða

áhrif skattar hafa á það. Einnig er skilgreint hvað meðal- og jaðarskattar eru og fjallað er um valdar

tilraunir fræðimanna til að meta áhrif skatta, og annarra breyta, á vinnuaflsframboð, en ein þessara

rannsóka hefur t.d. verið nýtt við stefnumörkun hjá hinu opinbera í Svíþjóð. Í kafla þrjú og fjögur er

virkni skatt-, vaxtabóta- og barnabótakerfisins á Íslandi lýst og hvernig þróunin hefur verið frá

upptöku staðgreiðslukerfisins. Í kafla fimm eru tekin nokkur valin dæmi um hvaða áhrif tekjuskattur

og tekjutilfærslur hafa á jaðar- og meðalskatta á Íslandi og er einblínt þar á einstæðar mæður.

Einnig er lýst launateygni á Íslandi, árið 2008, í samanburði við önnur lönd. Í kafla sex eru líkönin

fyrir atvinnuþátttökuna, launamyndunina og vinnuaflsframboðið skilgreint og lýst hvaða

hagrannsóknaraðferðir verða notaðar til að meta þau. Í kafla sjö er eiginleikum gagnanna sem

notuð eru við matið lýst og hvernig þau hafa verið meðhöndluð. Í áttunda kafla er loks lagt mat á

líkönin sem lýst var í kafla sex og stuðlar þeirra túlkaðir. Einnig er tekið fram hvaða vandamál komu

upp við matið á jöfnunum og hvaða forsendur matsins stóðust.

Fyrri hluti ritgerðarinnar er inngangur að skilningi á matinu sem lýst er í köflum sex til átta

og á að vera skiljanleg öllum þeim sem eru læsir á stærðfræðilega framsetningu á vandamálum og

skilgreiningum. Seinni hlutinn, er varðar líkönin sem skilgreind eru í kafla sex, gæti verið torsóttur

fyrir þá sem hafa engan grunn í hagrannsóknum (e. econometrics) og gæti sá hluti lesenda þurft að

lesa sér til um þær aðferðir sem notaðar eru til að öðlast fullan skilning á þeim. Hins vegar á kafli

Page 9: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

9

átta, er varðar matið á jöfnunum, að vera auðskiljanlegur fyrir alla þá sem geta lesið fyrri hlutann

án vandkvæða.

Page 10: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

10

2 Fræðileg umfjöllun

Í kafla 2 er fræðileg umfjöllun um hvað vinnuaflsframboð er og hvaða áhrif skattar hafa á það.

Einnig er fjallað um tvö líkön sem notuð hafa verið til að meta vinnuaflsframboð og hvaða áhrif

skattar hafa á það. Í kafla 2.1 er almennt fjallað um hvað átt er við með hugtakinu

vinnuaflsframboð og hvernig svonefndur vinnuaflsframboðsferill er leiddur út. Í kafla 2.2 er

skilgreint hvað átt er við með hugtökunum jaðarskattur og meðalskattur og þannig lögð undirstaða

að umfjöllun kafla 2.3 um áhrif skatta á vinnuaflsframboð einstaklinga. Í kafla 2.4 er fjallað um

valdar tilraunir annarra höfunda til að meta vinnuaflsframboð og áhrif skattabreytinga og

tekjutilfærslna á það. Að lokum er vikið að aðferðafræði sem kölluð er hermanir (e. simulation) og

hvaða hlutverki þær gegna við mat á breytingu á vinnuaflsframboði í kjölfar stefnubreytinga hjá

stjórnvöldum.

2.1 Vinnuaflsframboð

Göngum út frá því að lýsa megi valferli einstaklings á vinnu- og vörumarkaði þannig að hann

hámarki vel skilgreint nytjafall ���, ��, þar sem � er neysla og � er frítími. Þannig megi draga upp

feril samsetninga af � og � sem veitir þessum dæmigerða einstaklingi tilgreint nytjastig. Það er,

hvaða gildi af � og � veitir tiltekið gildi af � ���, ��. Nefnast slíkir ferlar jafnnotagildisferlar eða

jafnnotaferlar, því notagildið er hið sama allstaðar á ferlinum. Dæmi um slíkan jafnnotagildisferil er

birt á mynd 2-1.

Mynd 2-1 Jafnnotagildisferill einstaklings

Page 11: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

11

Einstaklingur hefur til ráðstöfunar ákveðinn heildartímafjölda, � (t.d. 24 klukkustundir ef litið er á

einn sólahring). Gert er ráð fyrir að þessum heildartímafjölda sé hægt að ráðstafa annaðhvort til

þess að vinna eða njóta frítíma, �, þ.a.

� � �, (1)

þar sem � eru fjöldi klukkustunda í vinnu. Fyrir hverja unna klukkustund fær einstaklingurinn laun á

tímaeiningu, �. Tilgangur þessarar tímaráðstöfunar er að afla tekna til neyslu og til einföldunar er

gert ráð fyrir því að hann eyði öllum ráðstöfunartekjum í neyslu, �. Þannig afmarkast möguleg

samsetning af � og � af tekjubandi

� � �� � �, (2)

þar sem � eru aðrar tekjur/útgjöld s.s. tekjutilfærslur, fjárfestingatekjur o.s.frv. Hæglega er hægt að

útfæra tekjubandið til að gera ráð fyrir tekjuskatti þ.a.

� � ���1 �� � �, (3)

þar sem � er tekjuskattshlutfallið.

Einstaklingurinn stendur því frammi fyrir eftirfarandi hámörkunarvandamáli:

�á� ���, ��

m.t.t. � � �� �1 �� � � � � �

(4)

Ef vandamálið í jöfnu 4 er umbreytt á þann hátt að gert sé ráð fyrir því að � séu laun eftir skatta,

tímaskorðan sé á þann veg að � 1, allar ráðstöfunartekjur fari í neyslu og að fallform nytjafallsins

sé Cobb Douglas má skrifa vandamálið upp á eftirfarandi hátt:

���, �� ����

m.t.t. � �� � � � � � 1

(5)

Einnig er gert ráð fyrir til einföldunar að � � � 1. Ef skorðurnar í jöfnu 5 eru sameinaðar er hægt

að setja upp eftirfarandi lagrange fall fyrir hámörkunarvandamálið:

Λ ���, �� � ��� � � �� �� ���� � ��� � � �� ��

(6)

Page 12: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

12

Ef fyrsta afleiðan er tekin af jöfnu 6 fyrir �, � og � verður útkoman eftirfarandi:

Λ � ��!��� � 0

Λ � ����!� �� 0

Λ � � � � �� � 0

(7)

Með því að deila fyrstu afleiðunni með þeirri annarri fæst:

�l�� ���1 ��� 1� �ð% �� 1 �� � (8)

Ef jafna 8 er síðan sett í ráðstöfunartekjuskorðuna fæst:

� ��� � �� � ��� � ��/�

(9)

Með því að líta á jöfnu 9 má sjá að þessi einstaklingur eyðir föstu hlutfalli, �, af ráðstöfunartekjum

sínum í neyslu og afganginum í frítíma en fórnarkostnaður frítímans eru launatekjur eftir skatta, � í

jöfnu 9. Því má skrifa unnar stundir eins og gert er í jöfnu 9 fyrir � og í framhaldinu

vinnuaflsframboðsfallið sem:

���, �� 1 �

�1 �� ���

(10)

(Nicholson, 2005).

Á mynd 2-2 má sjá myndræna lausn á hámörkunarvandamálinu. Einstaklingurinn hámarkar

velferð sína þar sem jafnnotaferillinn (græni) og tekjubandið hafa sömu hallatölu, þ.e. í punkti A.

Þar eru nytjar hans hámarkaðar m.v. tekjuband hans og það mat sem hann hefur á nytjum sínum af

því að vinna annars vegar og frítíma sínum hins vegar.

Mynd 2-2 Val milli neyslu og frítíma

Page 13: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

13

Í framhaldinu er hægt að skoða svokallað vinnuaflsframboð en það er hægt að mæla með

t.d. hversu margar klukkustundir einstaklingurinn er tilbúinn að vinna á sólarhring m.v.

fyrirframgefnar tekjur. Til þess að leiða út vinnuaflsframboðsferilinn er hægt að byrja með t.d. laun

í '�1�, sjá vinstra grafið á mynd 2-3, og hækka þau síðan smám saman þar til þau eru komin upp í '�5�, en eins og sjá má eykst hallinn á tekjubandinu þegar tekjurnar eru auknar. Þegar tekjurnar

eru auknar minnkar einstaklingurinn frítímann sinn, og vinnur þ.a.l. meira, þar til frítíminn er

kominn í u.þ.b. átta klukkustundir á sólarhring en þá fer hann að auka frítíma sinn aftur, þó launin

séu að hækka. Ástæða þess er líklega sú að jaðarnytjarnar sem hann fær af því að vinna einni

klukkustund meira eru minni heldur en jaðartapið af því að hafa einni klukkustund minni frítíma

þegar tekjurnar eru orðnar þetta háar.

Mynd 2-3 Útleiðsla vinnuaflsframboðskúrfunnar

Heimild: McConnel, Brue, & Macpherson (2006)

Í hægra grafinu á mynd 2-3 er aftur búið að teikna vinnuaflsframboðsferilinn upp þar sem

tímakaupið er á y-ásnum og fjöldi vinnustunda á sólarhring er á x-ásnum. Sjá má að þar er um sömu

sögu að ræða. Þ.e. eftir því sem launin hækka meira í byrjun því fleiri klukkustundir vinnur

viðkomandi, en síðan kemur ákveðinn þröskuldur í '�3� þar sem vinnuaflsframboð einstaklingsins

dregst saman þó tímakaupið hækki. Ástæða þess er sú sama og var minnst á hér áður. Við þennan

þröskuld eru jaðarnyt þess að vinna einni klukkustund meira á sólarhring minni en jaðarnytin sem

tapast við það að hafa einni klukkustund minna á sólahring í frítíma (McConnel, Brue, &

Macpherson, 2006).

Page 14: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

14

Þess ber að geta að ekki er hægt að fullyrða um það að vinnuaflsframboðsferillinn sé

afturhallur eins og sýnt er á mynd 2-3, en hann getur einnig verið framhallur en það fer allt eftir

styrk staðkvæmdar- og tekjuáhrifanna í kjölfar breytinga á raunlaunum. Staðkvæmdaráhrifin lýsa

skiptihlutfalli einstaklingsins á tekjum fyrir frítíma og þau auka vinnuaflsframboð að öllu öðru

óbreyttu. Tekjuáhrifin hafa öfug áhrif miðað við staðkvæmdaráhrifinn þar sem einstaklingurinn

notar í því tilfelli aukinn kaupmátt til þess að kaupa meiri frítíma. Hægt er að leiða út Slutsky

jöfnuna, sem sýnir áhrif staðkvæmdar- og tekjuáhrifanna, á eftirfarandi hátt. Við höfum sýnt hér

áður fram á vinnuaflsframboð einstaklings þar sem gert var ráð fyrir því að einstaklingurinn hámarki

nytjar sínar að gefnum ákveðnum skorðum. Vandamál tengt því er að lágmarka eyðslu m.v. ákveðið

nytjastig. Hægt er að skrifa það vandamál upp með þeim hætti að velja neyslu, �, og frítíma, �, svo

upphæð útgjalda, *, til annarra hluta en neyslu séu:

* � �� (11)

sem þarf til að ná ákveðnu gildi nytja (t.d. �+ ���, ��� þannig E sé eins lítið og hægt er. Lausn á

þessu lágmörkunarvandamáli er sú sama og lausn nytjahámörkunarvandamálsins. Ef tekinn er

afleiða af jöfnu 11 m.t.t. � má sjá að breytingin á fjölda unninna stunda breytir lágmarkseyðslu um

samsvarandi upphæð:

* � � (12)

Eins og kom fram er gert ráð fyrir óbreyttu nytjastigi og því má segja að vinnuaflsframboðsjafnan,

sem hægt er að reikna út með því að finna hlutafleiður jöfnu 11, sé framboðsjafna miðað við

óbreytt nytjastig sem er frábrugðið útleiðslunni á jöfnu 5 þar sem gert var ráð fyrir möguleikanum á

mismunandi nytjastigi. Hægt er að nota fyrrgreind skilyrði til að leiða út Slutsky jöfnuna. Mikilvægt

er að átta sig á því að útgjöldin sem eru lágmörkuð í jöfnu 12 jafngila öðrum tekjum, �, í nytjahámörkunarvandamálinu í jöfnu 5. Því er skilgreiningin á besta punkti:

�,��, �� �-�, *��, ��. ���, �� (13)

Finnum síðan hlutafleiðu jöfnu 13:

�, � � � � � * * � (14)

Page 15: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

15

Setjum síðan jöfnu 12 inn í 14 og fáum út:

�, � � � � � *

� � � � �

(15)

Síðan setjum við notabættan (e. compensated) vinnuaflsframboðsferilinn fram með eftirfarandi

hætti:

�, � � � | |� �+ (16)

Og með því að endurraða jöfnu 16 má sjá Slutsky jöfnuna fyrir vinnuaflsframboðið sem:

� � � � | |� �+ � � � � (17)

Eins og fram hefur komið ræðst breytingin á vinnuaflsframboðinu af því hversu staðkvæmdar- og

tekjuáhrifin eru sterk. Í jöfnu 17 má sjá þessi áhrif á stærðfræðilegu formi. Þ.e. 0102 | |3435 parturinn

lýsir staðkvæmdaráhrifunum miðað við föst nyt og síðan lýsir � 0106 parturinn tekjuáhrifunum. Sjá má

að áhrifin eru andstæð. Þ.e. ef � hækkar þá valda staðkvæmdaráhrifin því að vinnuaflsframboðið

hækkar að gefnu föstum nytjum en tekjuáhrifin valda því að vinnuaflsframboðið lækkar að öllu

óbreyttu. Ef litið er á jöfnu 17 má sjá að tekjuáhrifin eru jafngild hækkun á öðrum tekjum en

launatekjum. Þar af leiðandi er hægt að færa rök fyrir því að vinnuaflsframboðið sem sýnt er á

mynd 2-3 geti einnig verið framhallandi vegna þessara tveggja áhrifa (Nicholson, 2005). Myndrænt

dæmi um mismunandi áhrif staðkvæmdar- og tekjuáhrifanna má sjá í kafla 2.4.

2.2 Jaðar- og meðalskattar

Þegar fjallað er um skattlagningu er mikilvægt að greina á milli tveggja ólíkra hugtaka. Fyrst ber að

nefna meðalskattinn og annars vegar jaðarskattinn. Meðalskatturinn er skilgreindur sem hlutfall

skattgreiðslna af heildarlaunum meðan jaðarskatturinn er skilgreindur sem skattahlutfall það sem

skattþeginn þarf að greiða af næstu viðbótarkrónu. Einnig er oft talað um virkan (e. effective)

meðal- og jaðarskatt en þá er átt við hlutfall allra skattgreiðslna, tekjutilfærsla og skattaafslátta

viðkomandi einstaklings.

Meðalskatturinn er skilgreindur stærðfræðilega á eftirfarandi hátt:

7�� �8 (18)

Þar sem 7�� er meðalskattshlutfall (e. average tax rate), � eru greiddir skattar og 8 skattskyldar

tekjur.

Page 16: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

16

Jaðarskatturinn er hins vegar skilgreindur sem:

9�� �: �;8: 8; Δ�Δ8 (19)

Þar sem 9�� er jaðarskattshlutfall (e. marginal tax rate), Δ� er mismunurinn á greiddum sköttum

og Δ8 er mismunurinn á skattskyldum tekjum (Cahuc & Zylberger, 2004).

Mörg skattkerfi byggja á svokölluðum stighækkandi (e. progressive) sköttum.

Jaðarskatturinn verður hærri eftir því sem launin hækka. Í einföldu fræðilegu líkani er gert ráð fyrir

því að tekjuskattsþrepin og laun einstaklingsins, �, séu raunstærðir og því haldist hlutfallslegt

jafnvægi þar á milli. Skrifum því kaupmátt launa, �= , og vinnuaflskostnað fyrirtækjanna, �> sem:

�= � �=��� og �> � � �>��� (20)

þ.s. fallið �= jafngildir summu beinna og óbeinna skatta sem einstaklingur greiðir af áunnum

tekjum. Fallið �> jafngildir síðan skattinum sem launagreiðandinn greiðir fyrir starfsmanninn (e.

payroll tax). Til að greina hvort skattkerfið er stighækkandi er notast við þá aðferð að greina

breytinguna sem verður á �> og �= þegar tekjur einstaklingsins hækka. Það er ástæða þess að

teygni �= og �> af �= og �> með tilliti til � er mikilvægur hluti þegar mælt er hversu stighækkandi

skattarnir eru í viðkomandi skattakerfi. Með því að diffra jöfnurnar tvær hér að ofan m.t.t. til � má

skrifa:

�= ;!?@́;!�?@ 2⁄ � og �> ;C?´D;C�?D 2�⁄ (21)

Hér eru �´= og �´> afleiður fallanna �= og �> m.t.t. � sem jafngildir í raun jaðarskattinum. Síðan

táknar ��= ��⁄ og ��> ��⁄ meðalskattinn. Með því að skoða bilið á milli meðalskattsins og

jaðarskattsins er hægt að sjá hvort skattheimtan sé stighækkandi eða stiglækkandi (e. regressive).

Hægt er að skilja þetta betur með því að skoða teygnistuðlana:

• Ef �= E 1 þá samsvarar 1% hækkun launa því að kaupmáttur einstaklingsins hækkar um

minna en 1%. Ef þetta skilyrði er uppfyllt er tekjuskatturinn stighækkandi.

• Ef �> F 1 þá samsvarar 1% hækkun raunlauna því að kostnaður fyrirtækisins vegna

starfsmannsins hækkar um meira en 1% við þessa hækkun. Ef þetta skilyrði er uppfyllt þá

er tekjuskatturinn sem leggst á fyrirtækið stighækkandi.

• Ef �= 1 þá er sagt að tekjuskatturinn sé hlutfallslegur. Þ.e. þá er jaðarskatturinn og

meðalskatturinn jafn (Cahuc & Zylberger, 2004).

Page 17: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

17

2.3 Áhrif skatta á vinnuaflsframboð

Þegar talað er um skattlagningu einstaklinga er oft minnst á tvo áhrifaþæti sem skattlagningin

veldur á fullkomnum markaði. Það fyrsta er svokallað allratap (e. dead weight loss) sem er tilkomið

vegna skattafleygsins (e. tax wedge) sem verður vegna skattlagningarinnar. Þegar skattar eru lagðir

á tekjur fólks valda þeir því að fleygur verður á milli kostnaðar atvinnurekandans vegna

starfsmannsins og ráðstöfunartekna starfsmannsins.

Mynd 2-4 Allratap vegna skattlagningar

Heimild: Boeri & Ours (2008)

Ef litið er á heildaráhrifin á vinnumarkaðinn má sjá á mynd 2-4 m.v. upphallandi framboðsferil af

vinnuafli og niðurhallandi eftirspurnarferli þá eru jafnvægislaun, án skatta, '�0� og magn vinnuafls ��2�. Hins vegar ef ríkið ákveður að leggja skatt á tekjur launafólks má sjá að magn vinnuafls

minnkar niður í ��1� vegna minna framboðs og ráðstöfunartekjur lækka úr '�0� í '�H�. Á sama

tíma eykst kostnaður fyrirtækisins úr '�0� í '�I� sem veldur því að eftirspurnin eftir vinnuafli

minnkar. Því rekur þessi skattlagning fleyg í launin sem veldur því að jafnvægi ríkir ekki á

markaðnum sem samsvarar í heildina '�I� '�H�. Einnig má sjá á mynd 2-4 að allratap myndast

sem samasvarar flatarmáli svæðisins ABC, en þetta er kostnaður samfélagsins af skattlagningunni

(Boeri & Ours, 2008).

Þótt heildaráhrif skattlagningar séu þau að allratap myndist þá hefur skattlagningin

mismunandi áhrif á einstaklinga. Sumir vinna meira, aðrir breyta ekki vinnuhegðun sinni og enn

aðrir vinna minna. Dæmi um þessi viðbrögð má sjá á mynd 2-5. Bæði gröfin á myndinni eru eins að

því leiti að tekjubandið er ' og síðan er lagður skattur á sem ýtir því niður í '���. Þessi breyting

veldur því að besta samsetning vinnu og frítíma hjá Gunnari og Jóni breytist, þó ekki á sama hátt

þar sem jafnnotaferlarnir eru ekki eins.

Page 18: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

18

Mynd 2-5 Áhrif tekjuskatts á vinnuaflsframboð einstaklinga

Heimild: McConnel, Brue, & Macpherson (2006)

Hjá Jóni yfirgnæfa staðkvæmdaráhrifin, sem skattlagningin veldur, yfir tekjuáhrifunum sem veldur

því að hann vinnur meira eftir að skatturinn er lagður á. Hins vegar yfirgnæfa tekjuáhrifin, sem

skattlagningin veldur, yfir staðkvæmdaráhrifunum sem veldur því að Gunnar vinnur minna eftir að

skatturinn er lagður á. Því eru áhrifin af skattlagningunni óljós í þessu tilviki (McConnel, Brue, &

Macpherson, 2006).

2.4 Hagfræðileg líkön

Í fyrsta lagi er fjallað um tvö líkön sem notuð hafa verið við til að meta vinnuaflsframboð

einstaklinga og hvaða forsendur liggja þar að baki. Í öðru lagi er matið á vinnuaflsframboðinu

útlistað. Í þriðja lagi er fjallað um það hvernig hægt er að hagnýta þær upplýsingar sem aflað hefur

verið í fyrstu tveimur undirköflunum með það að markmiði að herma t.d. breytingar á skattkerfinu

sem geta nýst stjórnmálamönnum við stefnumótandi ákvarðanir.

2.4.1 Lýsing

Til eru fjölmörg hagfræðileg líkön sem hægt er að byggja mat á vinnuaflsframboði á. Hér verða

útlistuð tvö mismunandi líkön sem hafa sama markmið, þ.e. að meta vinnuaflsframboð á

einstaklingsstigi. Í fyrsta lagi verður fjallað um grein Kumar (2008) þar sem hann reynir að meta

vinnuaflsframboð og allratap í kjölfar breytinga á bandaríska skattkerfinu 1986 en hann notast við

ólínulegt mat á neyslumöguleikamenginu (e. budget set) til að meta langsniðsgögn. Í öðru lagi

Page 19: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

19

verður fjallað um það hvernig Pylkkänen (2001) metur vinnuaflsframboð til að nota við hermanir á

mismunandi stefnum í ríkisfjármálum í Svíþjóð. T.d. afleiðingum skattahækkana og skattalækkana á

vinnuaflsframboð.

2.4.1.1 Kumar

Í grein Kumar (2008) er notað hefðbundið vinnuaflsframboðslíkan með sköttum þar sem

einstaklingar velja það magn af neyslu og frítíma sem hámarkar nyt þeirra á tíma �:

�á� ��K , �K; MK�

m.t.t. �K 'K�K � NK ��OK , PK , *K� (22)

þar sem �K er neysla á tímabili �, �K er fjöldi unninna stunda og MK er vektor ytri smekkstengdra

hliðrana, 'K er heildarlaun á klukkustund, NK er aðrar tekjur, OK er skattskyldar tekjur einstaklingsins, PK skattaafslættir, *K er skattaundanþágur og fallið ��… � ákveður skattbyrði einstaklings. Stigskipt

skattahlutfall býr til línulegt neyslumöguleikamengi, að hluta, með brotum þar sem

jaðarskatturinn breytist. Lausn hámörkunarvandamáls einstaklings leiðir í ljós lausn fyrir

vinnuaflsframboð hans sem er fall af launum hans eftir skatta, RK , og tekjum sem ekki er hægt að

skattleggja, NKS . Því er ákjósanlegasti fjöldi vinnustunda fyrir einstakling 8K1 með neyslumöguleika

hluta TK1 eftirfarandi:

�UV WXNUVS , RUV, �VY WUV���. (23)

Þar sem � er villuliður sem táknar mismunandi vildir einstaklinganna.

Með hliðsjón af fyrrgreindum upplýsingum og ef gert er ráð fyrir kúptu tekjubandi og

öðrum almennum skilyrðum leiddu Blomquist & Newey (2002) út eftirfarandi

vinnuaflsframboðskúrfu fyrir einstakling með Z mismunandi hluta og Z 1 brot merkt sem �U .

�VK W [ XN\VKS , R\VKY � ]-^XNUVKS , RUVK , �UVKY\!;U4; ^�NUC;VKS , RT � RUC;VK , �UVK�.

� ] _1`VK � aVK ,b14;

(24)

þar sem fyrsti hlutinn í jöfnunni er vænt vinnuaflsframboð ZK1 (seinasta) hluta

vinnuaflsframboðskúrfunnar sem er fall af launum og tekjum sem er ekki hægt að skattleggja fyrir

seinasta hlutann. Annar hluti jöfnunnar er mismunaliður sem er tilkominn vegna mismunandi

mögulegra samsetninga af ráðstöfunartekjum. Ef neyslumöguleikamengið er ólínulegt mun það

leiða til bjagaðs mats að hunsa þennan lið. Líta má á þennan mismunalið sem leiðréttingu á því að

skýristærðirnar eru innbyrðis háðar vegna ólínuleika í neyslumöguleikamenginu. Sést það best á

því að ef engin brot eru í neyslumöguleikamenginu þá hverfur þessi mismunaliður. Þriðji og síðasti

Page 20: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

20

liðurinn í jöfnunni er vektor af smekkstengdum hliðrunum eins og aldri og fjölda barna (Kumar,

2008).

2.4.1.2 Pylkkänen

Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar er varða áhrif tekjutilfærsla á einstæðar mæður og ber þar að

nefna rannsóknir (Levy, 1979) og (Moffit, 1983). Í þessari greiningu verður hins vegar lýst þeirri

aðferðarfræði sem t.d. Pylkkanen (2001), Flood, Hansen, & Wahlberg (2003) og Van Soest & Das

(2000) hafa beitt í rannsóknum sínum á mati á vinnuaflsframboði.

2.4.1.2.1 Mat á launamyndun

Í fyrsta lagi er launamyndunarjafnan metin. Ástæða þess að hún er metin er sú að nauðsynlegt er

að smíða líkan fyrir launamyndunina til að geta spáð fyrir henni eða hermað. Vandamál sem kemur

iðulega upp við rannsóknir á vinnuaflsframboði er að smíða launabreytu fyrir alla sem eru á

vinnumarkaði, sérstaklega þá sem eru atvinnulausir. Einnig er líka mikilvægt að geta metið hvað

hefur áhrif á þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði. Sú hagrannsóknaraðferð sem stuðst er við kom

fyrst fram í grein Heckman (1976) og er nefnd aðferð Heckman‘s. Ástæða þess að þessi aðferð

verður fyrir valinu er sú að matið á launum getur verið bjagað þar sem vantað getur breytur á

kerfislægan hátt, þ.e. launin eru aðeins gefin upp fyrir þá sem eru á vinnumarkaðnum.

Aðferðin er í stuttu máli sú að tvær jöfnur eru metnar. Sú fyrri metur líkurnar á því að

viðkomandi sé þátttakandi á vinnumarkaðnum og sú seinni metur áhrif útskýringabreytanna á

launin.

Dde f γ zde: � ρDde!; � vde ef t F 1δ opqr � vde ef t 1 s (25)

Wde u βwxde � ude � αd ef Ddew F 00 ef Ddew E 0s (26)

Þar sem Dde 1 ef Dde F 0 �{ Dde 0 annars. Wde táknar laun á klukkustund og xde er vigur af

breytum fyrir einstakling i á tíma t. α er stókastísk breyta sem ræðst af þáttum sem ekki eru

tilgreindir sérstaklega en hafa engu að síður áhrif á laun einstaklings i, en gert er ráð fyrir að þessi

áhrif séu stöðug yfir tíma. Einnig er gert ráð fyrir því að tímakaupið, Wde, sé aðeins gefið upp þegar Dde er jákvætt (Pylkkänen, 2001).

Page 21: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

21

2.4.1.2.2 Mat á vinnuaflsframboði

Þar sem forsendur vinnuaflsframboðslíkansins geta haft úrslitaáhrif á matið er nauðsynlegt að þær

séu vel skilgreindar. Mikilvægt er að vel sé skilgreint hvaðan innkoman kemur og því er

neyslumöguleikamengið skrifað almennt sem:

� �V � �V (27)

Þar sem því er skipt í eftirfarandi hluta fyrir hvern einstakling:

�V 'V�V � �V � �V ��O�, (28)

þ.s. � eru ráðstöfunartekjur, ' er laun á klukkustund, � er fjöldi unninna klukkustunda, � er

skattskyldar tekjur aðrar en atvinnutekjur, � er óskattskyldar tekjutilfærslur, fallið O��� ákveður

heildarskattbyrði og 8 táknar mismunandi einstaklinga. Í rannsókn Pylkkänen (2001) stóð � fyrir

þrem stærstu tekjumillifærslukerfunum í Svíþjóð (ekki innifalinn í �) sem eru húsnæðisbætur,

félagslegur stuðningur og opinber styrkur fyrir dagvistun barna. Hafa ber í huga að

neyslumöguleikamengið er ólínulegt og getur það því valdið vandræðum við matið. Það veldur því

að breytingar á sköttum og tekjutilfærslum geta í sumum tilfellum haft öfug áhrif miðað við það

sem grunnhagfræðikenningar segja til um en þar sem jafna 29 er skilgreind á þennan hátt og gert er

ráð fyrir því að mælingarnar á vinnutímanum séu strjálar er hægt að fara þá leið sem farinn er hér.

Í öðru lagi er vinnuaflsframboðslíkanið metið. Gert er ráð fyrir að hver og einn einstaklingur

ákvarði neyslu, C, og frítíma, T h, með því að hámarka nyt með tilliti til þeirra ráðstöfunartekna, C, sem þeir hafa og heildartíma, T. Laun eru metin fyrir sérhvern einstakling á grundvelli

launamyndunarjöfnunnar númer 26. Vildir neyslu og frítíma er lýst með direct translog nytjafalli :

U�C, h� β� log�C� � β� log�T h� β��DW � β���log�C��:

� ��log�T h��: � 2� log�C� log �T h� (29)

þ.s. gert er ráð fyrir því að nytjafallið sé vaxandi með tillitil til neyslu, C, en minnkandi með tilliti til

fjölda unninna klukkustunda, h. Einnig er gert ráð fyrir að sá einstaklingur sem vinnur greiði fastan

kostnað, táknað með skiptibreytunni P'. Þessi fasti kostnaður virkar líkt og skattur á þá sem vinna

og minnkar þar af leiðandi líkurnar á því að viðkomandi vinni. Þar sem vildir eru vaxandi fyrir neyslu

þá minnkar jákvæður fastur kostnaður vildirnar fyrir því að vinna en hefur engin áhrif á vildirnar af

því að vinna ekki.

Nauðsynlegt er að byggja líkan fyrir misleitni einstaklinganna, og stókastíska truflun, sem

hægt er að meta. Því er misleitni fyrir vildum einstaklinganna fyrir frítíma skilgreint sem:

Page 22: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

22

β ] βdxd�

d4; � �V (30)

Þar sem x-breyturnar eru einkenni hvers einstaklings eins og t.d. aldur, menntun, fjöldi barna og

svo framvegis en � táknar óuppgefnar breytur sem hafa áhrif á vildir einstaklingsins fyrir frítíma og

velferð. Því hærri sem hún er því hærri eru vildir einstaklingsins fyrir frítíma. Þessi aðferð að taka

tillit til óuppgefinnar misleitni einstaklinganna er svipuð og Heckman & Singer (1984) mæltu með

fyrir líkönum þar sem mælt er hversu langan tíma það tekur ákveðinn atburða að henda (e.

duration data models).

Til þess að líkanið verði metanlegt er viðbótar slembitruflun bætt við vildir allra mögulegra

samsetninga af neyslu og frítíma:

�U,� �X�U , �UY � �U,� (31)

Þ.s. T táknar stig vinnnuaflsframboðsins og � táknar hvaða velferðarkerfi, eða kerfum, viðkomandi

tekur þátt í og �U,� táknar nytjar einstaklingsins m.v. gefna samsetninga T og �. Gert er ráð fyrir að

�U,� fylgi öfgakenndri dreifingu (e. extreme value distributed) sem hafi þéttifall PrX�U,� E �Y exp� exp� ��� en hægt er að túlka � sem villu hjá einstaklingum í líkaninu við að hámarka nytjar.

Í framhaldinu er því hægt að skrifa upp sennileikafallið (e. likelihood function) sem:

� ] Wb �] 6�4; ]�\

U4; �|�U ,� � U ,��b4;

þ%� H��

��|Θ��,� exp �U�,� |Θ�∑ ��4; ∑ \K4; exp �U ,e |Θ�

(32)

Þ.s. Θ og U ,� tákna það ástand sem hver einstakingur velur. Segja má að ��|Θ��,� tákni líkurnar á

því að samsetning nytja í ástandi �T, �� sé hæst af öllum mögulegum samsetningum að því gefnu að

óuppgefnar vildir séu gefnar. Notast er við aðferð mesta sennileika við matið á

vinnuaflsframboðinu sem sjá má nánar t.d. í bók Wooldrigde (2002) Analysis of cross sectional and

panel data .

Fjöldi unninna klukkustunda eru mældar sem strjálar þar sem sú aðferð gefur möguleika á

því að notast við þá aðferð við mat á vinnuaflsframboðinu sem lýst er hér. Það veldur því að

nauðsynlegt er að gera ráð fyrir mælivillu. Notast er við sömu aðferð og MaCurdy, Green, & Paarsch

(1990) og gert ráð fyrir margföldunarumhverfu niðurröðunar villu (e. multiplicative classification

Page 23: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

23

error). � táknar unnar stundir og � besta fjölda unninna klukkustunda miðað við strjálar mælingar

og því er villan skilgreind sem:

� ��¡ þ. H. �~£� 12 ¤:, ¤:� (33)

Sjá má að núll klukkustundur eru mældar með miklu öryggi en eftir því sem klukkustundunum

fjölgar verður þessi slembna villa stærri. Miðað við forsenduna sem sett er fram í jöfnu 33 gefur

hún til kynna að þéttifallið fyrir villuna verði:

¥U ¦§§̈§§©

1 �ª � 0 �ð% �U 0 %{{%�H 1¤ « ¬­�®¥��� logX�UY¯ � 12 ¤:¤ °

s (34)

Ef gert er ráð fyrir ómælanlegu misleitninni og villunni í jöfnu 33 má skrifa sennileikafallið sem:

� ] Wb �] ]��|Θ�U ,� , ¥U\U

6�4; � U ,� �

b4; (35)

sem er í framhaldinu metið með aðferð mesta sennileika (Pylkkänen, 2001).

2.4.2 Mat

Í báðum aðferðunum sem lýst er í kafla 2.4.1 er tilgangurinn að finna tekjuteygni launa, þó leiðirnar

að því markmiði séu mismunandi, og að geta hermað ýmsar breytingar á skattkerfinu og hvaða

áhrif þær hafa á vinnuaflsframboðið. Sem dæmi þá komst Kumar (2008) að þeirri niðurstöðu að

skattabreytingarnar sem gerður voru í Bandaríkunum 1986 (e. Tax reform act of 1986) hafi aukið

vinnuaflsframboð um 2% ef notast var við úrtaksmeðaltölin til að reikna út jaðaráhrifin. Í grein

Pylkkänen (2001) var launateygni einnig reiknuð fyrir mismunandi fjölskyldustærðir og voru áhrifin

þar metin á þann veg að ef launin væru hækkuð um 10% jókst vinnuaflsframboðið um 0,283% til

0,344%.

2.4.3 Hermanir

Í þessum kafla verður því lýst hvernig hægt er að hagnýta þær upplýsingar sem fram hafa komið í

köflum 2.4.1 til 2.4.2 með hermunum sem nýst geta stjórnmálamönnum við ákvarðanatöku, t.d.

varðandi breytingar á skattkerfinu. Eins og segir í skýrslu Flood, Jansson, Pettersson, Sundberg, &

Westerberg (2005) um SESIM (e. Swedish dynamic micro simulation model) hermunarlíkanið er

megintilgangurinn með einstaklingshermunarlíkönum að herma ekki aðeins meðaltalsáhrif hverrar

breytu heldur líka dreifingu hverrar breytu. Það leiðir af sér að ekki er gert ráð fyrir því að hver

Page 24: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

24

einstaklingur eða heimili hegði sér eins og hinn dæmigerði hagfræðilegi umboðsmaður heldur leyfir

þessi aðferð misleita hegðun meðal einstaklinganna.

Til að draga saman tæknilegu lýsinguna þá er hægt að lýsa henni á þann veg að ástand

hvers einstaklings á tíma � � 1 sé tengt ástandi einstaklingsins á tíma � . Þetta er venjulega

framkvæmt með því að nota svokallað Monte Carlo ferli. T.d. til að meta hvort einstaklingurinn er

virkur á vinnumarkaði er fyrst metið líkan, t.d. logit líkan, og líkurnar á því að einstaklingur, dreginn

af handahófi, sé virkur á vinnumarkaði. Næst er dregin jafndreifð hending (0,1) af handahófi og ef

hendingin er minni en metnu líkurnar á því að vera virkur á vinnumarkaði þá er þessum einstaklingi

gefin sú staða að hann sé virkur á vinnumarkaði. Ef hendingin er stærri en líkurnar á því að vera

virkur á vinnumarkaði er þessum einstaklingi gefin staðan að hann sé óvirkur á vinnumarkaði.

Skrefin væru því:

1. Metum logit líkan sem metur líkurnar á því að einstaklingurinn sé virkur á

vinnumarkaðinum. T.d. ±�²� 0,95

2. Drögum jafndreifða hendingu. ´~��0,1�

3. Ef ��´� E ��²� þá er einstaklingurinn virkur á vinnumarkaði.

4. Ef ��´� F ��²� þá er einstaklingurinn óvirkur á vinnumarkaði.

5. Farið í skref 2.

Page 25: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

25

Heimild. Flood, Jansson, Pettersson, Sundberg, & Westerberg ( 2005)

Stuðst er við þá aðferðafræði og uppbyggingu sem notast er við í SESIM-líkaninu til að útskýra

hvernig hermuninn fer fram í stuttu máli. Í byrjun hvers árs fær hver einstaklingur stöðu sem gefur

Lýðfræði - T.d. Búferlaflutningar, dánartíðni og svo framvegis.

Mannfjöldi

á tíma t

Næsta ár

(t = t+1)

Mannfjöldi

á tíma t+1

Heilbrigðiskerfið og umönnun aldraðra - Aðstoð til aldraðra, nálægð við aldraða, vísitala, fötlun, vísitala heilbrigðis og svo framvegis

Ópeningalegar bætur -T.d. grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun, umönnun aldraðra og svo framvegis

Menntun - T.d. Þeir sem byrja í háskólum og þeir sem fara af vinnumarkaði og í skóla og svo framvegis.

Staða á vinnumarkaði - Í vinnu, atvinnulausir, veikir, eftirlaunaþegar og svo framvegis.

Auður og húsnæði - Húsnæðiseign, rekstrarkostnaður, lífeyrissparnaður, vextir, arður og svo framvegis

Skattar og millifærslur -Tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur, vaxtabætur, barnabætur og svo framvegis.

Mynd 2-6 Uppbygging hermunarlíkans

Heimild: Flood, Jansson, Pettersson, Sundberg, & Westerberg (2005)

Page 26: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

26

til kynna hvort hann sé virkur á vinnumarkaði og þá hvert aðalstarf þessa einstaklings er það árið.

Hver staða er tengd ákveðnu menntunarstigi og síðan eru launin metin út frá því. Þar á eftir væri

líkani beitt til þess að reikna ráðstöfunartekjur viðkomandi einstaklings eftir að hann hefur borgað

skatta, fengið millifærslur frá ríkinu og svo framvegis. Ef þessi hringrás er síðan hermuð í langan

tíma er hægt að sjá innkomu hvers einstaklings yfir hans lífsskeið, verða til.

Sem dæmi um hermun fyrir einn tiltekin einstakling er hægt að líta á mynd 2-7. Þar er

lífsferill konu hermaður í SESIM líkaninu. Sjá má að tekjur hennar eru mjög mismunandi. Leitni er í

þeim upp á við þó sjá megi tekjurnar fara niður í núll þegar hún ákveður t.d. að vera heimavinnandi

húsmóðir í eitt ár, á 34. aldursári, í kjölfar barneigna. Sjá má að heimilisstærðin hjá þessari konu

breytist með árunum. Þegar hún er 17 ára flytur systkini hennar að heiman og þá býr hún ein með

foreldrum sínum. Hún býr hjá þeim fram að 21 árs aldri þegar hún flytur að heiman og stofnar

heimili með manni. Ári seinna eignast þau barn og fjölskyldustærðin fer upp í þrjá. Átta árum

seinna, þegar konan er 32 ára, eignast þau sitt annað barn og fjölskyldustærðin fer upp í fjóra. Eins

og auga gefur leið minnkar innkoman þau ár sem konan eignast börnin. Fyrsta barnið flytur að

heiman þegar konan er 43 ára gömul og annað barnið 10 árum seinna. Við 65 ára aldur hættir hún

að vinna og fer að þiggja lífeyri og gerir það til dauðadags, 92 ára. Hins vegar má sjá að eiginmaður

hennar deyr tveim árum á undan, eða 90 ára.

Mynd 2-7 Lífsferill einstaklings hermaður í SESIM

Heimild: Flood, Jansson, Pettersson, Sundberg, & Westerberg (2005)

Page 27: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

27

Þegar lífsferill hvers einstaklings er hermaður er mikið af upplýsingum aflað fyrir hvern og einn í

hermunarlíkaninu. U.þ.b. 300 breytur eru geymdar, en aðeins var fjallað um þrjár þeirra í mynd 2-7.

Eins og áður hefur verið sagt er lífsferill hvers einstaklings hermaður og síðan er hægt í framhaldinu

að skoða meðaltal, þróun og dreifni hverrar breytu fyrir sig. Það væri t.d. hægt að bera saman tvö

módel þar sem annað væri með umtalsvert hærri barnabætur en hitt og ívilnaði barnafólki

umtalsvert. Líklegt er þá að áhrifin á konuna í mynd 2-7 hefðu verið þau að hún hefði eignast fleiri

börn og unnið minna. Einnig mætti hugsa sér hvaða áhrif hækkun á tekjuskatti hefði á þessa konu.

Líklegt er að hún hefði unnið minna.

Page 28: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

28

3 Skattar á launatekjur

Í kafla þrjú er fjallað um virkni skattakerfisins almennt fyrir launþega og lauslega um þróun

staðgreiðslukerfisins sem tekið var upp árið 1988. Í viðauka A má sjá töflur með þróun á

skattahlutföllum frá árinu 1988. Þessi kafli er byggður á skýrslu Vals Þráinssonar (2009) er nefnist

Hagnýtt tekjuskattslíkan á einstaklingsstigi og vísast í hana ef lesendur þurfa gleggri mynd af virkni

skattkerfisins og þróunina sem hefur orðið á því.

Hugmyndina að upptöku staðgreiðslukerfi skatta á Íslandi má m.a. rekja allt til byrjunar

fimmta áratugarins þegar Sigurbjörn Þorbjörnsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hóf störf á

skattstofu Reykjavíkur. Þessi hugmynd hlaut engar undirtektir fyrr en á áttunda áratugnum og átti

staðgreiðsla skatta að hefjast samhliða skattabreytingunni 1978 og aftur 1981. Framkvæmdin

frestaðist vegna þess að hún þótti of flókin og var það ekki tekið upp fyrr en árið 1988 eins og öllum

er kunnugt um (Tíund, 1996).

Í starfsáætlun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar sem tók við stjórnartaumunum í júlí 1987

segir um staðgreiðslukerfið:

Megintekjustofnar hins opinbera verði sem almennastir svo skattlagning verði sem hlutlausust.

Skattlagning mismuni ekki fyrirtækjum eftir rekstrarformi.

Undanþágum og sérreglum verður fækkað þannig að unnt verði að hafa álagningarhlutföll sem

lægst.

Stefnt verður að því að samræma og einfalda löggjöf um tekjuöflun ríkisins að lokinni endurskoðun.

Helstu þættir í hinu nýja skattkerfi verði:

1. Staðgreiðsla beinna skatta einstaklinga kemur til framkvæmda í ársbyrjun 1988.

2. Tekjuskattsálagning atvinnurekstrar verður jafnframt endurskoðuð og einfölduð og að því

stefnt að ný skipan taki gildi á árinu 1988.

3. Launaskattur og tryggingagjöld atvinnurekenda vegna launþega verða einfölduð og

samræmd og leggjast sem jafnast á allar atvinnugreinar.

4. Athuguð verður skattlagning fjármagns- og eignarskatta og samhengi slíkrar

skattlagningar og eignarskatts og skatta af öðrum tekjum.

5. Tekin verður upp ný, samræmd og einfölduð gjaldskrá aðflutnings- og vörugjalda sem gætu

komið til framkvæmda á árinu 1988.

6. Virðisaukaskattur, eða nýtt og endurbætt söluskattskerfi, verði kominn í varanlegt horf

1989. Fyrsta skref í þessa átt kemur til framkvæmda um mitt ár 1987 og annað í ársbyrjun

1988.

7. Stefnt verður að því að skattbyrði einstaklinga af tekjuskatti minnki í áföngum samhliða

endurskoðun annarra tekjustofna ríkisins. Um leið og undanþágum frá söluskatti verður

Page 29: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

29

fækkað og virðisaukaskattur, eða nýtt og endurbætt söluskattskerfi, tekinn upp verða

gerðar breytingar á öðrum sköttum, beinum og óbeinum, meðal annars til þess að tryggja

sérstaklega hag hinna tekjulægstu og barnafjölskylda (Stefnuyfirlýsing og starfsáætlun

ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, 1987, bls. 13-15).

Árið 1988 var síðan byrjað á því að innheimta staðgreiðslu opinberra gjalda og voru tekjur ársins

1987 þ.a.l. skattlausar. Skatthlutfall hvers einstaklings var 35,2%, en er nú, í desember 2009 37,2%.

Á þeim tíma fékk ríkið 28,5% og sveitarfélögin 6,7% en nú fær ríkið 24,23% og sveitarfélögin rúm

13% að jafnaði. Ákveðið var að persónuafsláttur skyldi vera 186.629 krónur fyrir tekjuárið 1988

(Ríkisskattstjóri, 2009).

Þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp ber helst að geta þess að skattþrepunum var fækkað

úr þremur í eitt og reynt að einfalda kerfið eins og kostur var á en frá árinu 1990 til og með 2009

urðu engar grundvallarbreytingar á skattkerfinu, líkt og þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp. Þó

ætlunin hafi verið að hafa aðeins eitt skattþrep hér á landi var svokallaður, sérstakur tekjuskattur,

tekinn upp og farið að greiða samkvæmt honum af tekjum ársins 1993. Hann var síðan afnuminn

árið 2005. Mörk sérstaks tekjuskatts vísa í það að þegar tekjur viðkomandi fóru yfir ákveðin mörk

lagðist sérstakur tekjuskattur á þær umframtekjur. Árin 1997 til og með 1999 var í gildi svokallaður

hámarksstofn. Þessi breyting gekk í gildi á sama tíma og fjármagnstekjuskatturinn og var þessi

hámarksstofn til útreiknings fjármagnstekna. Ef fjármagnstekjurnar voru hærri en 3 milljónir árið

1997 þá þurfti viðkomandi einstaklingur að greiða tekjuskatt af þeirri upphæð sem umfram var.

Tekjuskatturinn hækkaði töluvert fyrstu árin eftir að staðgreiðslukerfið var tekið upp en tók síðan

að lækka frá árinu 1993 til og með árinu 2008, eða úr 34,30% í 22,75%. Þess ber að geta að þó

tekjuskattsprósentan hafi lækkað á fyrrgreindu tímabili þá hækkaði meðaltalsútsvar á sama tímabili

úr 7,04% í 12,97% árið 2008, meðal annars vegna tilfærslu verkefna frá hinu opinbera til

sveitarfélaganna. Fram að árinu 1993 hafði verið mögulegt að draga hlutabréfakaup frá

tekjuskattstofni en árið 1993 var ákveðið að þennan frádrátt skyldi fella niður í áföngum, á árabilinu

1993–1997. Hins vegar var ákveðið með lögum árið 1998 að halda áfram með skattaafslátt vegna

hlutabréfakaupa sem þá var í gildi, 80%, en binditími hlutabréfaeignarinnar var lengdur í fjögur ár.

Fram að árinu 2003 hafði eignarskattur verið 1,2% en árið 2003 var hann lækkaður niður í 0,6% og

síðan afnuminn árið 2006. Því hefur það snúist við frá því sem tíðkaðist fyrr á öldum að hafa skatt

tengdan við eign manna heldur er skatturinn í dag að mestu leyti tengdur við veltu. Árið 2004 voru

síðan ný erfðafjárlög sett en þau kváðu á um að erfðafjárskattur verði 5% fyrir alla erfingja, áður

hafði skatturinn verið mismunandi eftir skyldleika erfingja við arfleitanda (Ríkisskattstjóri, 2009).

Hins vegar ber að taka það fram að nokkrar grundvallarbreytingar verða á skattlagningu

tekna fyrir árið 2010. Frábrugðið því sem áður var þegar sérstakur tekjuskattur var við lýði er

Page 30: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

30

áætlað að hafa þrjú skattþrep auk persónuafsláttar. Verða því í raun og veru fjögur skattþrep á

Íslandi og verður fróðlegt að sjá hvort þessar breytingar hafa tilætluð áhrif því það virðist sem eina

markmið þeirra sé að hámarka skatttekjur ríkisins.

Mynd 3-1 Þróun forsendna tekjuskatts einstaklinga 1988 til 2009

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Lýst hefur verið helstu breytingum á skattkerfinu sem átt hafa sér stað á Íslandi frá því

staðgreiðslukerfið var tekið upp, árið 1988. Eins og sjá má af mynd 3-1 hækkaði

staðgreiðsluhlutfallið fyrstu árin, aðallega af völdum hærri tekjuskatts. Frá árinu 1994 var

tekjuskattur hins vegar lækkaður markvisst og útsvar að nokkru leyti hækkað á móti þar sem

þjónusta færðist frá ríkinu til sveitarfélaganna. Einnig var sérstakur tekjuskattur settur á árið 1993

og aflagður árið 2007.

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

45%

Staðgreiðsla Tekjuskattur Sérstakur tekjuskattur Útsvar

Page 31: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

31

Mynd 3-2 Þróun persónuafsláttar 1988 til 2009 (verðlag ársins 2009)

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009) og Hagstofa Íslands (2009)

Frá því staðgreiðslukerfið var tekið í notkun hefur persónuafsláttur, þ.e. sú upphæð sem dregst frá

reiknuðum skatti, verið við lýði. Þegar persónuafsláttur er ákvarðaður í dag er stuðst við ákvæði A-

liðar laga nr. 90/2003 en með því að framvísa skattkorti til launagreiðanda geta einstaklingar nýtt

sér afsláttinn. Fyrir árið 2003 giltu lög nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt. Eins og sést á mynd 3-

2 hefur persónuafslátturinn minnkað um 20% af raungildi frá árinu 1988 til og með ársins 2009. Það

skref var síðan stigið árið 2003 að heimilt var að millifæra persónuafsláttinn 100% milli

samskattaðra sem hefur ótvíræða hagræðingu í för með sér fyrir þá aðila í þeim tilfellum þar sem

t.d. annar aðilinn er heima og hinn útivinnandi.

Mikilvægt er að átta sig á þróuninni á skattprósentunum en ekki síður mikilvægt að átta sig

á hvaða tekjur mynda skattstofninn. Þróunin á tekjuskatts- og útsvarsstofninum árin 1988 til og

með 2009 er sú að frádráttarliðum hefur verið fækkað og kerfið einfaldað á margan hátt. Sem

dæmi má nefna að allskyns frádrættir voru mögulegir, t.d. frádráttur vegna hlutabréfakaupa,

fjárfestingar í atvinnurekstri og svo framvegis. Voru þeir frádrættir aflagðir að mestu um 2002. Í dag

eru tekjuskattsútreikningarnir tiltölulega einfaldir, en hins vegar hefur flækjustigið verið aukið með

þeim breytingum sem áætlaðar eru að taki í gildi árið 2010.

400,000 kr.

450,000 kr.

500,000 kr.

550,000 kr.

600,000 kr.

650,000 kr.

1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008

Page 32: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

32

4 Barna- og vaxtabætur

Hér verður fjallað um hvernig barna- og vaxtabótakerfið hefur þróast frá því kerfi staðgreiðslu var

tekið upp árið 1988. Í viðauka A má sjá töflur með þróun á bótaupphæðum, skerðingarmörkum og

svo framvegis frá árinu 1988. Þessi kafli er byggður á skýrslu Vals Þráinssonar (2009) er nefnist

Hagnýtt tekjuskattslíkan á einstaklingsstigi og vísast í hana ef lesendur þurfa gleggri mynd af virkni

barna- og vaxtabótakerfisins.

4.1 Barnabætur

Við upphaf staðgreiðslukerfisins voru greiddar út barnabætur og barnabótaauki sem skertist eftir

því hve tekju- og eignaháir forráðamennirnir voru. Útreikningurinn á skerðingunni tók breytingum

árið 1996 en fram að þeim tíma var hún reiknuð af greiddum bótum með hverju barni. Árið 1996

var þeim breytt á þann veg að barnabæturnar voru skertar miðað við heildarupphæð útreiknaðra

bóta. Árið 1998 var barnabótaaukanum breytt í skerðanlegar barnabætur og eftir það urðu allar

barnabætur skerðanlegar. Hins vegar var árið 2000 hætt að eignatengja skerðinguna og árið 2001

var hætt að skerða viðbótina sem greidd er með börnum yngri en sjö ára. Einnig ber að geta þess

að aðeins var miðað við útsvarsstofninn fyrir útreikninginn á tekjuskerðingunni til ársins 1998 en því

var breytt á þann veg að miðað var við breiðari stofn, fjármagnstekjur, tekjuskatts- og

útsvarsskyldar tekjur auk ýmissa annarra skattfrjálsra tekna (Ríkisskattstjóri, 2009).

4.2 Vaxtabætur

Vaxtabætur eru bætur til húsbyggjenda og íbúðarkaupenda sem byggir á skuldsetningu

húsnæðisins sem er forsenda vaxtabótanna (Fjármálaráðuneytið, 1998). Helstu breytingarnar á

vaxtabótunum eru þær að frá árinu 1994 var farið að miða við að vaxtabætur væru ekki greiddar af

vöxtum umfram 7% af skuldum. Fyrir þann tíma höfðu vaxtabætur verið miðaðar við 90% vaxta af

skuldum árið 1993 og 100% árin þar á undan. Einnig var allt til ársins 1994 miðað við

tekjuskattsstofn þegar verið var að reikna út tekjuskerðinguna sem hefur verið 6% allt tímabilið.

Eftir árið 1994 verður skilgreiningin mun víðari á skattstofninum til viðmiðunar. Árið 2003 og 2004

var ákveðið að skerða reiknaðar vaxtabætur um ákveðið hlutfall. Fallið var frá þessari ákvörðun árið

2005. Árið 2009 eru neðri mörk eignaskerðingarinnar rúmlega 7 milljóna nettóeign fyrir

einstaklinga og síðan falla bæturnar við rúmar 11 milljónir. Skerðingarhlutföllin eru síðan helmingi

hærri fyrir samskattaða (Ríkisskattstjóri, 2009).

Page 33: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

33

5 Meðal- og jaðarskattar á Íslandi

Lýst hefur verið í grófum dráttum í kafla þrjú virkni tekjuskattskerfisins á Íslandi og í kafla fjögur

virkni barna- og vaxtabótakerfisins. Fram hefur komið í kafla tvö hvaða áhrif skattar hafa á

vinnuaflsframboð einstaklinga. Í þessum kafla verða tekin nokkur valin dæmi um það hvaða áhrif

tekjuskattur og tekjutilfærslur hafa á jaðar- og meðalskatta á Íslandi og verður einblínt á einstæða

foreldra í samanburði við einstaklinga sem hafa ekki börn á framfæri. Í kafla 5.1 er borinn saman

útreikningur á jaðarsköttum einstaklings sem nýtur engra tekjutilfærsla né skattaafslátta frá ríkinu

og síðan einstaklings sem hefur tvö börn á framfæri og fær þ.a.l. barnabætur frá ríkinu fyrir nokkur

valin ár á tímabilinu 1988 til og með 2009. Einnig eru bornir saman jaðarskattar einstæðra foreldra

og einstaklinga sem njóta barna- og vaxtabóta seinni hluta árs 2009. Í kafla 5.2 er samanburður á

meðalsköttum einstaklinganna sem fjallað er um í undirkafla eitt og að lokum er gerður

samanburður á jaðarsköttum, meðalsköttum og launateygni á Íslandi árið 2008 samanborið við

nokkur önnur lönd.

5.1 Jaðarskattar 1988 til 2009

Hér er fjallað um jaðarskatta á rúmlega 20 ára tímabili, eða nánar tiltekið árin 1988, 1996, 2006 og

2009. Þess ber að geta að þessi ár sem tekin eru til skoðunar eru sérstaklega valin með tilliti til þess

að andstæður eru í skattheimtunni þegar þau eru borin saman. Árið 1988 var fyrsta árið sem

greiddir voru skattar eftir staðgreiðslukerfinu sem tekið var upp sama ár og tekjuskattsstiginn

einfaldaður. Þróunin fram að árinu 1996 var sú að skattheimtan jókst á þann veg að útsvar og

tekjuskattur hækkuðu auk þess sem sérstakur tekjuskattur var lagður á. Fram að árinu 2006 voru

skattar markvisst lækkaðir og sérstaki tekjuskatturinn afnuminn það ár. Frá árinu 2006 til ársins

2008 var haldið áfram á sömu braut, en árið 2009 var bæði tekjuskattsprósentan hækkuð og

sérstakur tekjuskattur lagður á 1. Júlí, það ár. Til þess að hægt sé að bera þessi ár saman er

nauðsynlegt að núvirða persónuafsláttinn, mörk sérstaks tekjuskatts og bóta, barnabætur og svo

framvegis. Miðað er við neysluvöruverðsvísitölu Hagstofunnar 1. júlí 2009 og þ.a.l. miðast verðlag

áranna á undan við þann tíma.

Ljóst er, eins og sjá má af mynd 5-1, að leitnin yfir þetta rúmlega 20 ára tímabil er sú að

persónuafslátturinn hefur minnkað að raunvirði ásamt því sem skattar hafa hækkað.

Jaðarskatturinn var 0% við u.þ.b. 145.500 króna mánaðarlaun árið 1988 (m.v. verðlag 1. júlí 2009)

en lækkaði síðan stöðugt fram að árinu 2007. Það ár var hann hækkaður aftur þó hann sé nú, í

september 2009, langt frá þeirri upphæð sem hann var árið 1988. Persónuafslátturinn árið 2009 er

svipaður að raunvirði og hann var árið 1996. Árið 1988 var skattstiginn mjög einfaldur því það ár var

einfaldlega sett eitt frítekjumark, sem var við u.þ.b. 145.00 króna mánaðarlaun að núvirði, og síðan

Page 34: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

34

eitt skattþrep sem tók við og því var jaðarskatturinn það ár sá sami, sama hversu háar tekjur

viðkomandi einstaklingar höfðu.

Mynd 5-1 Jaðarskattar einstaklings 1988 til 2009 (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí

2009)

Heimildir: Ríkisskattstjóri (2009) og Hagstofa Íslands (2009)

Árið 1996 hafði persónuafslátturinn lækkað að raunvirði ásamt því sem tekjuskattsprósenta og

útsvarsprósenta höfðu hækkað, auk þess sem hátekjuskattur var í gildi. Því var skattkerfið það ár

mun meira stighækkandi og með hærri jaðarskatta en árið 1988. Eins og áður hefur komið fram

lækkuðu jaðarskattarnir frá árinu 1996 til ársins 2006 en þá var uppbygging skattkerfisins orðin

svipuð og hún var árið 1988. Þó voru jaðarskattarnir hærri og persónuafslátturinn lægri að

raunvirði það ár. Seinni hluta ársins 2009 er uppbygging skattkerfisins orðin svipuð og hún var árið

1996. Jaðarskattarnir eru þó lægri, bæði með og án sérstaka tekjuskattsins, en á móti kemur að

persónuafslátturinn er lægri og sérstaki tekjuskatturinn tekur gildi við lægri heildarlaunaupphæð.

Þegar bætt er inn tekjutilfærslum og skattaafsláttum í útreikningana á jaðarsköttunum

nefnast þeir virkir jaðarskattar. Þ.e. eins og gefur að skilja er mun raunsærra þegar verið er að

reikna út jaðarskatta mismunandi einstaklinga að miða við alla þá skatta sem viðkomandi greiðir

auk þeirra bóta og skattaafslátta sem viðkomandi fær frá ríkinu. Á mynd 5-2- má sjá samanburð á

jaðarskattbyrði einstaklings á árunum 1988 til og með 2009 sem hefur tvö börn á framfæri. Gert er

ráð fyrir því að þessi einstaklingur eigi ekki rétt á neinum öðrum tekjutilfærslum né skattaafsláttum

frá ríkinu en barnabótum. Eins og í dæminu fyrir ofan er lægsti persónufrádrátturinn árið 1988 og

einnig eru lægstu jaðarskattarnir þá. Hér mun vera gerð grein fyrir þeim brotum sem eru í hverjum

ferli fyrir hvert ár. Fyrir árið 1988 kemur fyrsta brotið þegar viðkomandi einstaklingur hefur fullnýtt

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

0 250.000 500.000 750.000 1.000.000 1.250.000

2009200619961988

Sérstakur tekjuskattur tekur gildi

Persónuafsláttur búinn

Page 35: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

35

persónuafsláttinn og fer að greiða tekjuskatt og útsvar. Annað brotið sem kemur strax á eftir þegar

mörkum tekjutengingar barnabótanna er náð og þær fara að skerðast vegna tekna einstaklingsins.

Þriðja brotið sem veldur því að jaðarskatturinn lækkar úr rúmum 40% í rúm 35%, við u.þ.b. 655.500

króna mánaðarlaun, er vegna þess að þá eru tekjurnar orðnar það háar að tekjutengdu

barnabæturnar eru búnar að skerðast til fulls.

Mynd 5-2 Virkir jaðarskattar einstaklings með tvö börn á framfæri 1988 til 2009. Þ.e.

tekið er tillit til barnabóta. (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí 2009)

Heimildir: Ríkisskattstjóri (2009) og Hagstofa Íslands (2009)

Fyrir árið 1996 kemur fyrsta brotið við um 92.500 króna mánaðarlaun þegar mörkum

tekjutengingar barnabótanna er náð en tekjuskerðingin á barnabótunum er 11% fyrir það ár. Annað

brotið, við u.þ.b. 114 þúsund króna mánaðarlaun, er vegna þess að persónuafsláttur viðkomandi

einstaklings er orðinn fullnýttur og hann farinn að borga tekjuskatt af tekjum sínum. Það sem er

sérstakt við jaðarskattinn árið 1996 er að við mánaðartekjur sem eru u.þ.b. 434 þúsund krónur

lækkar jaðarskatturinn úr rúmum 50% í 42% og hækkar síðan stuttu seinna upp í tæp 47%. Stafar

þessi breyting af því að þegar mánaðarlaunum við u.þ.b. 434 þúsund krónur var náð lækkaði

jaðarskatturinn þar sem tekjutengdu barnabæturnar voru búnar að skerðast til fulls og á sama tíma

höfðu launin ekki náð mörkum sérstaks tekjuskatts sem veldur því að viðkomandi borgar aðeins

venjulegan tekjuskatt og útsvar af mánaðarlaunum frá 434 þúsund krónum upp að 455 þúsund

krónum. Eftir það borgar viðkomandi tekjuskatt, útsvar og sérstakan tekjuskatt. Árið 2006 er nánast

eins og árið 1988 varðandi brotin í jaðarskattslínunni. Fyrir árið 2009 (hér er miðað við seinni hluta

ársins) má sjá tekjutengingu barnabótanna hækka virku jaðarskattana við 150 þúsund króna

mánaðartekjur og síðan hækka jaðarskattarnir enn meira við 700 þúsund króna tekjur þegar

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

0 250.000 500.000 750.000 1.000.000 1.250.000

2009200619961988

Tekjutenging barnabóta hefst Tekjutengdar barnabætur búnar

Sérstakur tekjuskattur tekjur gildi

Persónuafsláttur búinn

Page 36: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

36

sérstaki tekjuskatturinn tekur gildi. Lækkunin á jaðarskattinum verður síðan ekki fyrr en við u.þ.b.

1.007 þúsund króna mánaðartekjur þegar tekjutengdur barnabæturnar eru uppurnar.

Mynd 5-3 Virkir jaðarskattar einstaklings árið 2009 m.t.t. hversu mörg börn hann hefur

á framfæri sínu. Gert er ráð fyrir að hann njóti barnabóta og hámarksvaxtabóta

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Á mynd 5-3 er lýst virkum jaðarsköttum fyrir einstaklinga fyrir tímabilið 1.júlí 2009 og út það ár.

Gert er ráð fyrir því að viðkomandi einstaklingur þiggi bæði barnabætur og hámarks vaxtabætur.

Sjá má betur þær forsendur sem liggja að baki í viðauka A. Fyrir einstaklinginn sem á engin börn, og

er til samanburðar, má sjá að hann borgar 6% jaðarskatta frá 0 kr. tekjum vegna tekjutengingar

vaxtabótanna sem eru síðan uppurnar við 344.000 króna mánaðarlaun fyrir einstaklinginn og síðan

442.000 króna mánaðarlaun fyrir þá einstaklinga sem hafa barn á framfæri. Einnig má sjá að við

u.þ.b. 114 þúsund króna mánaðarlaun er byrjað að greiða fullan tekjuskatt og útsvar. Við 150

þúsund króna mánaðarlaun tekur síðan tekjutenging barnabóta gildi og eru því jaðarskattarnir á

tekjur upp að 422 krónum frá 45,2% fyrir einstakling með eitt barn á framfæri til 50,2% fyrir

einstakling með þrjú börn á framfæri. Aðeins munar 2% stigum á þeim virka jaðarskatti sem

greiddur er fyrir tekjur yfir 700 þúsund krónur og síðan þeim virka jaðarskatti sem er frá 150

þúsund krónum til og með 422 þúsund króna mánaðartekjum. Þegar sérstaki tekjuskatturinn hefur

tekið gildi er virki jaðarskatturinn frá 45,2% fyrir einstakling með ekkert barn á framfæri og upp í

52,2% fyrir einstakling með þrjú börn á framfæri. Jaðarskatturinn verður síðan sá sami þegar

einstaklingarnir sem hafa börn á framfæri eru komnir með það háar tekjur að tekjutengdu

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

0 200.000 400.000 600.000 800.000 1.000.000 1.200.000

Einstaklingur 1 barn 2 börn 3 börn

Tekjutengdarvaxtabætur búnar

Tekjutengdar barnabætur búnar

Persónuafsláttur búinn

Tekjutenging vaxtabóta byrjar

Tekjutenging barnabóta hefst

Sérstakur tekjuskattur tekjur gildi

Page 37: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

37

barnabæturnar eru uppurnar. Ljóst er að með þessum jaðarsköttum er minni hvati fyrir einstaklinga

að vinna eftir því sem viðkomandi hafa fleiri börn á framfæri.

5.2 Meðalskattar 1988 til 2009

Hér er fjallað um meðalskatta fyrir sömu dæmi og skoðuð voru í kafla 5.1. Þ.e. fyrsta dæmið er um

einstakling sem þiggur engar tekjutilfærslur frá ríkinu né á rétt á neinum skattaafsláttum, nema

persónuafslætti Annað dæmið snýr að einstaklingi sem hefur tvö börn á framfæri, eitt yngra en 7

ára og hitt eldra, sem þiggur barnabætur frá ríkinu en á ekki rétt á neinum öðrum tekjutilfærslum

né skattaafsláttum og að lokum eru bornir saman meðalskattar einstæðra foreldra og einstaklinga

fyrir árið 2009.

Meðalskattar fyrir einstakling árin 1988 til og með 2009 hafa breyst töluvert. Sjá má á mynd

5-4 að meðalskattar árið 1988 voru töluvert lægri en öll árin þar á eftir. Hins vegar voru

meðalskattarnir fyrir árið 1996 hæstir fyrir þetta tímabil að undanskyldum einstaklingum með

tekjur lægri en rúmar tvær milljónir á mánuði, en þeir greiddu hæsta meðalskattinn árið 2006. Sjá

má að árið 2006 er meðalskatturinn ívið hærri en árið 2009 fyrir tekjur lægri en u.þ.b. 770 þúsund

krónur á mánuði. Helsta ástæða þess er hækkun persónuafsláttar árin 2006 til og með 2009 sem

hefur vegið að hluta til á móti þeirri hækkun á tekjuskatti og útsvari sem hefur orðið á þessum

árum. Síðan má sjá að þeir sem fara yfir 770 þúsund króna mánaðarlaun árið 2009 borga hærri

meðalskatta en gert var árið 2006. Skýrist sú breyting að stærstum hluta af því að þá er

einstaklingurinn farinn að greiða sérstakan tekjuskatt.

Mynd 5-4 Meðalskattar einstaklings 1988 til 2009 (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí

2009)

Heimildir: Ríkisskattstjóri (2009) og Hagstofa Íslands (2009)

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

45%

50%

0 250.000 500.000 750.000 1.000.000 1.250.000

2009

2006

1996

1988

Page 38: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

38

Í dæmi 2 þar sem miðað er við einstakling með tvö börn, annað yngri en 7 ára en hitt eldra en 7 ára,

er augljóst að meðalskattarnir eru mun lægri en í tilfelli einstaklingsins í fyrra dæminu þar sem í

seinna dæminu þiggur viðkomandi barnabætur. Það veldur því að skattgreiðslur að viðbættum

barnabótum sem hlutfall af launum verða lægri en ella og í sumum tilfellum neikvæðar, þ.s.

viðkomandi fær meira í bætur en hann þénar. Sem dæmi má nefna að ef viðkomandi fær 10.000

krónur í launatekjur á mánuði og 10.000 krónur í barnabætur er meðalskattur viðkomandi

reiknaður sem -100%. Eins og áður hefur komið fram er meðalskatturinn lægstur fyrir árið 1988.

Fyrir árin 2006 og 2009 er meðalskatturinn nokkuð svipaður á tekjubilinu 120 þúsund krónur á

mánuði til og með 820 þúsund króna á mánuði þar sem hann hækkar nokkuð meira á árinu 2009

vegna sérstaka tekjuskattsins sem leggst á mánaðartekjur yrir 700 þúsund krónur.

Mynd 5-5 Virkir meðalskattar einstaklings með tvö börn á framfæri 1988 til 2009. Þ.e.

tekið er tillit til barnabóta. (Mánaðarlaun og verðlag m.v. 1. júlí 2009)

Heimildir: Ríkisskattstjóri (2009) og Hagstofa Íslands (2009)

Einnig má sjá brot greinilega í ferlinum fyrir sum árin. Sem dæmi má nefna að þar sem brotin eru í

ferlinum fyrir árin 1988 og 2009, þar sem meðalskatturinn er rúm -40%, þar er í báðum tilfellum

viðkomandi búinn að fullnýta persónuafsláttinn og byrjaður að greiða fullan tekjuskatt og útsvar.

Einnig má sjá brot í ferlinum fyrir árið 2009 í 700 þúsund krónum en þar tekur sérstaki

tekjuskatturinn gildi.

Virkir meðalskattar fyrir mismunandi einstaklinga fyrir árið 2009 m.t.t. hversu mörg börn

einstaklingurinn hefur á framfæri er athyglisverður. Fyrir alla einstaklingana er meðalskatturinn

neikvæður fyrir lægstu launin en það sem hefur áhrif þar á eru annars vegar vaxtabæturnar fyrir

-60%

-40%

-20%

0%

20%

40%

0 250.000 500.000 750.000 1.000.000 1.250.000

2009200619961988

Page 39: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

39

einstaklinginn sem hefur engin börn á framfæri og síðan barna- og vaxtabæturnar fyrir þá

einstaklinga sem hafa börn á framfæri. Hér er myndin öfug við það þegar fjallað var um

jaðarskattana í kaflanum á undan. Þ.e. þar voru virku jaðarskattarnir hærri eftir því sem viðkomandi

átti fleiri börn en hér eru meðalskattarnir lægri, upp að 1.050 þúsund króna mánaðarlaunum, fyrir

þá sem eiga fleiri börn vegna áhrifanna sem tekjufærslurnar

Mynd 5-6 Virkir meðalskattar einstaklings árið 2009 m.t.t. hversu mörg börn hann hefur

á framfæri sínu. Gert er ráð fyrir að hann njóti barnabóta og hámarksvaxtabóta.

Heimildir: Ríkisskattstjóri (2009) og Hagstofa Íslands (2009)

valda á virku meðalskattana. Hins vegar eru meðalskattarnir jafnmiklir fyrir alla hópana eftir að

1.050 króna mánaðarlaunum hefur verið náð, óháð fjölda barna.

5.3 Samanburður á meðal-, jaðarsköttum og launateygni Íslands og

nokkurra valinna landa

Í töflu 5-1 eru meðalskattar, jaðarskattar og teygni (�=� borin saman fyrir mismunandi lönd og

mismunandi tekjur fyrir árið 2008. Miðað er við hlutfallslegar tekjur, þ.e. í dálknum 67% eru

meðalskattarnir, jaðarskattarnir og �= miðuð við einstakling sem er með tekjur sem eru 67% af

meðaltekjum einstaklings í hverju landi fyrir sig það ár. Öll löndin sem borin eru saman hafa

stighækkandi meðalskatta en eins og sjá má eru meðalskattarnir í öllum tilfellum lægri fyrir þann

sem hefur 67% af meðaltekjum hvers lands miðað við þann sem hefur 100% í tekjur og svo

framvegis. Einnig eru jaðarskattarnir í öllum tilfellum hærri eftir því sem tekjurnar eru hærri, nema

á Íslandi. Þar eru sömu jaðarskattar fyrir þau hlutfallslaun sem miðað var við. Ástæðan fyrir því að

-60%

-40%

-20%

0%

20%

40%

Einstaklingur

1 barn

2 börn

3 börn

Page 40: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

40

jaðarskatturinn hækkar ekkert þó launin hækki er sú að árið 2008 var engin sérstakur tekjuskattur

sem lagður var á og launin sem voru lægst í samanburðinum, er vörðuðu Íslands, voru hærri en

skattleysismörk. Þess ber að geta að OECD miðar við að meðalmánaðarlaun á Íslandi árið 2008 séu

341.441 krónur og því eru 67% af því 228.765 krónur en það stemmir við þá tilgátu að

persónuafslátturinn sé orðinn fullnýttur við þau laun og þ.a.l. sömu jaðarskattar við þær tekjur sem

miðað er við.

Tafla 5-1 Meðalskattar og jaðarskattar fyrir einstakling með tekjur frá 67% og upp í 133% af meðaltekjum í hverju landi fyrir sig árið 2008

Meðalskattar

Jaðarskattar

Teygni ( �=�

Land 67% 100% 133%

67% 100% 133%

67% 100% 133%

Bandaríkin 22,3 24,7 28,2

29,4 29,4 39,4

0,91 0,94 0,84

Bretland 22,9 25,6 27,6

31,0 31,0 41,0

0,89 0,93 0,82

Danmörk 38,4 40,9 46,2

42,6 49,4 63,0

0,93 0,86 0,69

Finnland 23,4 30,0 34,5

42,8 48,0 48,0

0,75 0,74 0,79

Frakkland 25,9 27,8 31,0

31,7 31,7 42,3

0,92 0,95 0,84

Ísland 19,6 24,5 26,9

34,3 34,3 34,3

0,82 0,87 0,90

Japan 18,6 20,3 22,2

20,9 25,8 35,5

0,97 0,93 0,83

Noregur 25,9 29,7 33,5

35,8 44,8 44,8

0,87 0,79 0,83

Svíþjóð 23,8 26,7 32,9

30,4 51,4 51,4

0,91 0,66 0,72

Heimild: OECD (2009)

Þegar teygnistuðullinn er skoðaður kemur í ljós að aðeins tvö lönd, Ísland og Finnland, hafa hærri

teygni þegar launin eru 133% af meðaltekjum en þegar launin eru 67% af meðaltekjum. M.ö.o.

þýðir það að ef launin hækka t.d. á Íslandi um 1% við 133% markið þá hækkar kaupmáttur launanna

um 0,9% samanborið við þann einstakling sem er við 67% markið og launin hans hækka um 1% en

þar hækkar kaupmáttur launanna ekki nema um 0,82%.

Page 41: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

41

Mynd 5-7 Launateygnistuðull �µ¶� árið 2008 vegna tekjuskatts fyrir einstakling með tekjur

frá 67% og upp í 133% af meðaltekjum í hverju landi

Heimild: OECD (2009)

Til að skoða teygnistuðlana betur eru teiknaðir upp ferlar fyrir fjögur valin lönd á mynd 5-7. Eins og

sjá má fylgir leitnin hjá Danmörku og Bandaríkjunum þeim ferli sem fyrirfram mætti búast við, þ.e.

niður. Í því tilfelli hækkar kaupmáttur launanna minna við launahækkun eftir því sem

einstaklingarnir eru tekjuhærri. Hins vegar vekur það athygli að bæði í Finnlandi og á Íslandi eykst

hækkunin á kaupmætti launanna við launahækkun eftir því sem launin eru hærri, en þau eru einu

OECD löndin í þessu úrtaki sem hafa þessa leitni.

0.6

0.65

0.7

0.75

0.8

0.85

0.9

0.95

1

67% 100% 133% 166%

Danmörk Finnland Ísland Bandaríkin

Page 42: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

42

6 Launamyndunar- og vinnuaflsframboðslíkanið

Ítarlega hefur verið lýst matsaðferðum á vinnuaflsframboði í köflunum á undan og áhrif skatta á

framboðið. Þar sem ekki voru uppgefnar breytur sem gáfu tækifæri á að meta áhrif skatta á

vinnuaflsframboð í þessari greiningu verður það ekki gert. Hins vegar verður metin

atvinnuþátttökujafna, launamyndunarjafna og vinnuaflsframboðsjafna þar sem áhrifum tímakaups,

fyrir skatta, á þær er lýst.

Upphaflega var áætlað að notast við sömu aðferðarfræði við matið á vinnuaflsframboðinu og

í grein Pylkkänen (2001) sem lýst var í kafla tvö. Tók höfundur þá ákvörðun að einfalda líkanið og þá

aðferðarfræði sem notuð er í þessari ritgerð á eftirfarandi hátt. Fyrri hlutinn, þ.e. aðferðarfræðin

við matið á launamyndunarjöfnunni og vinnumarkaðsþátttökujöfnunni er eins og í grein Pylkkänen

(2001) þar sem leiðrétt er fyrir úrtaksbjöguninni (e. sample selection bias) sem er í gögnunum með

aðferð Heckit en þeirri aðferðarfræði er lýst í kafla 6.1. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því í Heckit

matinu í þessari ritgerð að hér sé um langsniðsgögn að ræða og því er ekki tekið tillit til

einstaklingsáhrifanna þar. Ástæðan fyrir því að líklegt sé að úrtaksbjögun sé í gögnunum er sú að

laun eru aðeins uppgefin fyrir þá sem eru á vinnumarkaði en ekki fyrir þá sem eru ekki á

vinnumarkaði. Við matið á vinnuaflsframboðinu er farin önnur leið en í grein Pylkkänen (2001). Í

þessari ritgerð er launamyndunarjafnan notuð til þess að spá launum fyrir alla einstaklinga í úrtaki

og þar af leiðandi ættu launin í vinnuaflsframboðsmatinu að vera óbjöguð að því gefnu að spáin

fyrir launin sé óbjöguð. Við matið á vinnuaflsframboðsjöfnunni er notast við fixed effect

aðferðarfræðina til þess að taka tillit til einstaklingaáhrifanna en matsaðferðunum er nánar lýst í

köflum 6.1. og 6.2.

6.1 Atvinnuþátttöku- og launamyndunarjafnan

Eins og minnst hefur verið á er líklegt að úrtaksbjögun sé til staðar í gögnunum þar sem aðeins þeir

sem eru skráðir með atvinnu hafa skráð laun, en hinir sem skráðir eru atvinnulausir hafa engin

skráð laun. Af þessu getur leitt að matið á launamyndunarjöfnunni verði bjagað. Til að taka tillit til

þessarar bjögunar er stuðst við sömu aðferð og Wooldrigde (2002) lýsir í bók sinni, Analysis of cross

sectional and panel data, þar sem notast er við aðferð Heckmans (annað nafn er Tobin líkan) til að

taka tillit til bjögunarinnar. Best hefði verið að taka tillit til þess að hér er verið að vinna með

langsniðsgögn við matið (þ.e. leiðrétta fyrir einstaklingsáhrifunum) en ákveðið var að nota allt

gagnasafnið í matinu og taka ekki tillit til einstaklingsáhrifanna (e. pooled estimation).

Page 43: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

43

Matsaðferðin er í stuttu máli eftirfarandi:

1. Líkurnar á því að einstaklingur taki þátt í vinnumarkaðnum, P�y: 1 tekurtatt|x� Φ�xδ:� eru metnar með probit aðferð sem fall af breytunum x �x;, x:� þar sem ´; �ª%H�8, %�Iº�, %�Iº�:, H�ºI�{�, �%H»®�8, �®ªºI¼®�¥, ����{��ª� og ´: �fasti, %�Iº�, %�Iº�:, ªT®�I8 _¼%�{%, ¼®�{_N{¥�8, �%H»®�8� og allt úrtakið er notað fyrir

báðar jöfnurnar.

2. Svokallað Mills-hlutfall, �¾¿ À�Áp ¿Ã�Ä�Áp ¿Ã� reiknað út.

3. Úrtak aðeins með þeim sem voru með uppgefin laun, þ.e. einstaklinga með N: 1 valið.

4. Launajafnan metin, þ.e. N; ��%º{»�H�� er metið sem fall af ´; �%�Iº�, %�Iº�:, H�ºI�{�, �%H»®�8, �®ªºI¼®�¥, ����{��ª� og �¾¿ .

5. Ef stuðull breytunnar �¾¿ í launajöfnunni er frábrugðinn núlli gefur það til kynna að

sjálfsvalsbjögun (e. self-selection bias) sé til staðar og því nauðsynlegt að nota aðra jöfnu

fyrir staðalfrávikin (Schjerning, Petersen, & Jørgensen, 2008).

Því eru tvær jöfnur metnar til að geta metið �¾¿ sem er síðan stungið inn í launajöfnuna. Fyrstu tvær

jöfnurnar sem eru metnar fyrir allt úrtakið með aðferð probit og lýsa atvinnuþátttöku eru því:

%�²8{{º�%��%» � � �: %�Iº� � �Å%�Iº�: � �Æ H�ºI�{�� �Ç �%H»®�8 � �È �®ªºI¼®�¥ � �É ����{��ª � �;

(36)

%�²8{{º�%��%» � � �: %�Iº� � �Å%�Iº�: � �Æ ªT®�I8 _¼%�{%� βÇ born!yngri � βÈstudent � βÉ haskoli� ��Ì �®ªºI¼®�¥ � �Í ����{��ª � Î; (37)

þar sem %�²8{{º�%��%» er breyta sem tekur gildið 1 ef viðkomandi er á vinnumarkaði, annars núll.

Í framhaldinu er Mills-hlutfallið reiknað út, eins og kemur fram hér að framan, og síðan er

launajafnan metin fyrir þá sem hafa uppgefin laun með Mills-hlutfallinu til að leiðrétta fyrir

bjöguninni. Gert er ráð fyrir því að þær breytur sem ráða því hvort viðkomandi sé á

vinnumarkaðnum, eða ekki, séu aldur, menntun, fjöldi barna, fjöldi barna yngri en sjö ára, hvort

viðkomandi býr á höfðuborgarsvæðinu eða ekki og hvort viðkomandi hafi erlent ríkisfang, eða ekki.

Svipaðar breytur ráða tímakaupi einstaklings þó áætla megi að fjöldi barna og hvort börn yngri en

sjö ára séu inn á heimilinu hafi lítil áhrif á eiginleika hvers einstaklings og þ.a.l. tímakaupið. Því eru

þær tvær breytur varðandi börn sem koma ekki fram í launamyndunarjöfnunni notaðar sem

einskonar hjálparbreytur (e. instrumental variable) til að leiðrétta fyrir bjöguninni. Því er gert ráð

fyrir því að breyturnar fyrir börn yngri en sjö ára og fjöldi barna hafi engin áhrif á

launamyndunarjöfnuna. Þ.e. það má áætla það að framleiðni hvers einstaklings breytist lítið þó

viðkomandi eignist barn þó hugsanlegt sé að atvinnuþátttaka viðkomandi breytist.

Page 44: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

44

Í framhaldinu er launamyndunarjafnan metin með Mills-hlutfallinu til að taka tillit til

úrtaksbjögunarinnar:

log��%º{»�H�� � � �; %�Iº� � �:%�Iº�: � �Å H�ºI�{�� �Æ �%H»®�8 � �Ç �®ªºI¼®�¥ � �È ����{��ª� �É �¾¿ � Î:

(38)

Þ.s. laun eru fall af aldri, aldri í öðru veldi, hæstu prófgráðu hvers einstaklings, hvar viðkomandi býr

og hvort viðkomandi hefur erlent ríkisfang eður ei.

Gert er ráð því að eftirfarandi forsendur haldi til þess að matið á jöfnum 36 til 38 verði

óbjagað:

a) Breyturnar í ´ vektorunum og %�²8{{º�%ºH eru alltaf gefnar upp. Breytan �%º{»�H� er

einungis gefin upp þegar breytan %�²8{{º�%ºH 1. b) Truflanirnar ��;, �:� eru óháðar breytunum í vektornum ´ og með meðaltal 0.

c) Truflunin �; er normaldreifð með meðaltal 0 og dreifni 1.

d) *��:|�;� _:�; (Wooldridge, 2002).

e) Engin fylgni á milli er skýribreytanna á tíma � og einstaklingsáhrifanna á tíma � fyrir báðar

jöfnurnar. Þ.e. *�´VKw �VK� 0, � 1,2 … ,5. Nánari lýsing á aðferð Heckmans má t.d. sjá í Wooldrigde (2002) og Greene (2008). Ítarlegri

skilgreiningar á breytum er að finna í kafla 7.2.

Eins og sjá má er matið á launamynduninni flókið og ekki eru öll vandamál úr sögunni þó öll

fyrrgreind skilyrði haldi og leiðrétt sé fyrir úrtaksbjöguninni. Í fyrsta lagi hefur ekki verið leiðrétt

fyrir ómældum áhrifum hvers einstaklings sem getur haft mikið að segja um matið. Í öðru lagi er

líklegt að einhverskonar mælivilla sé í matinu á tímakaupinu og þ.a.l. vinnuaflsframboðinu en matið

og afleiðingar mælivillu í matinu koma fram í kafla 7.1. Í þriðja lagi er nær öruggt að ekki eru allar

breytur sem hafa áhrif á laun einstaklingana í úrtakinu með og því er möguleiki á því að þær breytur

sem eru í jöfnunni séu að lýsa meiru heldur en einöngruðu orsakasamhengi. T.d. menntunarbreyta,

en algengt er að sjá í hagrannsóknargreinum að aukin menntun hafi jákvæð áhrif á laun. Ef ekki er

tekið tillit til einstaklingsáhrifanna er möguleiki á að hluti ástæðunnar sé sú að þeir sem eru

menntaðri hafi hærra tímakaup sé einfaldlega sú að hærra hlutfall af þeim sem hafi meiri menntun

hafi meiri metnað og löngun í að fá hærri laun (Kuhn, 2009).

6.2 Vinnuaflsframboðsjafnan

Við mat á vinnuaflsframboðinu er farin önnur leið en lýst var í kafla tvö, eins og áður hefur komið

fram. Stuðst er við sömu aðferð og Ziliak (1997) lýsir í grein sinni þar sem fjöldi unninna

klukkustunda er lýst með eftirfarandi fixed effect líkani.:

Page 45: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

45

ln��� � � �;�8{H�»� � �: ln��� ��Å%�Iº� � �Æ%�Iº�:

� �ǪT®�I_¼%�{% � �ÈIº��N_����¥_��8�H% � � (39)

þ.s. � er fjöldi unninna klukkustunda, � er fasti, �8{H�»� er skiptibreyta fyrir hvern og einn

einstakling, � er tímakaup, %�Iº� er aldur viðkomandi, ªT®�I8_¼%�{% er fjöldi barna viðkomandi

og Iº��N_����¥_��8�H% er skiptibreyta fyrir lélega heilsu og � er leifaliður. Sjá má í jöfnu 39 að

þar er ekki tekið tillit til jafn margra breyta og hér. Í þessari rannsókn er einnig tekið tillit til þess ef

viðkomandi á börn yngri en sjö ára, menntunar, búsetu og ríkisfangs. Eins og áður hefur komið fram

er launamyndunarjafnan notuð til þess að spá fyrir launum allra í úrtakinu sem síðan er notað við

matið á vinnuaflsframboðinu, en þessi aðferðarfræði er í samræmi við þá aðferðarfræði sem Flood,

Hansen og Wahlberg (2003) beittu í grein sinni, Labor supply and welfare participation in Sweden.

Rökin fyrir því að áætla laun fyrir alla, í staðinn fyrir að áætla einungis laun fyrir þá sem hafa ekki

uppgefinn laun, eru þau að möguleiki getur verið á delluaðhvörfum (e. spurius regression) í

mismuni dreifinganna á milli hópanna. Það mat ætti þá að vera óbjagað en einn stærsti ókosturinn

við þessa leið er sú að einstaklingsáhrifin eru ekki í því mati og þ.a.l. er matið ónákvæmt og

hugsanlega bjagað. Líkanið fyrir vinnuaflsframboðið er því eftirfarandi:

log�klst� � � �;�8{H�»� � �: log� �Ï� � �Å%�Iº�� �ƪT®�I8 _¼%�{% � �Ǽ®�{_ N{¥�8� �È�®ªºI¼®�¥ � �É����{��ª � �ÌH�ºI�{�� �Í�%H»®�8 � �

(40)

Þ.e. fjöldi unninna klukkustunda er fall af einstaklingsáhrifum, metnu tímakaupi, aldri, fjölda barna,

fjölda barna yngri en sjö ára, hvort viðkomandi býr á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni,

hvort viðkomandi hefur íslenskt eða erlent ríkisfang og hvort hæsta prófgráða viðkomandi er

stúdentsskírteini eða háskólagráða. Sjá má ítarlegri skilgreiningar á breytum í kafla 7.2. Til að meta

jöfnu 40 er farin sú leið að meta hana með fixed effect aðferð en þá er gögnunum umbreytt og

síðan eru umbreyttu gögnin metin með aðferð minnstu kvaðrata. Sú leið að umbreyta gögnunum er

jafngild því að hafa eina skiptibreytu fyrir hvern einstakling. Umbreytingin á gögnum felst í því að í

fyrsta lagi er reiknað út meðaltal hverrar breytu fyrir hvern og einn einstakling. Í öðru lagi er

meðaltal hverrar breytu fyrir hvern og einn einstaklings dregið frá hverri og einni mælingu fyrir

viðkomandi einstakling. Með þessari aðferð hefur einstaklingsáhrifunum verið eytt út ásamt öllum

áhrifum sem breytast ekki yfir tíma en gert er ráð fyrir því að t.d. fastinn og einstaklingsáhrifin

breytast ekki yfir tíma. Því verður útlit jöfnu 40 eftirfarandi:

log �klst� �; log��Ï� � �:%�Iº� � �ŪT®�I8 _¼%�{% � �Ƽ®�{_ N{¥�8 � �Ç�®ªºI¼®�¥ � �È����{��ª� �ÉH�ºI�{� � �Ì�%H»®�8 � �

(41)

Page 46: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

46

Eitt aðaleinkenni fixed effects mats er sú forsenda að skýribreytunum er leyft að vera háðar

einstaklingseinkennum, þ.e. *�´Kw �8{H�»�� Ð 0, sem er ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að

umbreyta gögnunum. Að því gefnu að matið á jöfnu 38 sé óbjagað og þ.a.l. matið á laununum fyrir

þá sem eru atvinnulausir, þá þurfa eftirfarandi skilyrði að halda til þess að fixed effect matið á jöfnu

41 sé óbjagað (gert er ráð fyrir í forsendunum hér fyrir neðan að verið sé að fjalla um umbreyttu

gögnin):

a) Þ.e. að leifaliðurinn fyrir einstakling 8 á tíma � sé óháður bæði skýribreytunum og

einstaklingsáhrifunum fyrir einstakling 8. Þ. � ��VK|´V , �8{H�»�� 0, � 1,2, … , � og 8 1,2, … . , £.

b) Breytur sem eru fastar yfir tíma eru ekki leyfðar. Þ.e. �%{»�∑ *�´VKw ´VK�� �%{»-*�ÒVwÒV�. Ó?K4; .

c) Leifaliðirnir �VK hafi fasta dreifni og séu óháðir yfir tíma. Þ.e. *��V�Vw|´V, �V� ¤¡:O? . Þessar

forsendur tryggja það að fixed effect matið sé nýtið (e. efficient) (Wooldridge, 2002).

Eins og þegar launamyndunarjafnan var metin þá eru margvísleg vandamál til staða þrátt fyrir að

hér sé búið að leiðrétta fyrir einstaklingsáhrifunum. Í fyrsta lagi er hér ekki einungis notast við

áætluð laun eins og gert var í launamyndunarjöfnunni heldur er vinnuaflsframboðið líka áætlað.

Metnu launin sem notuð eru í vinnuaflsframboðsmatinu er ekki mjög gott mat þar sem ekki er tekið

tillit til einstaklingsáhrifanna né slembinnar villu í mati á launum hvers og eins. Því væri hugsanlega

betra að búa til líkan fyrir launajöfnuna þar sem tekið væri tillit til mælivillu og deilingarbjögunar og

sú launajafna hermuð fyrir hvern og einn einstakling og það mat notað. Það væri miklu raunhæfari

leið þó hún hafi ekki verið notuð hér. Í öðru lagi er vinnuaflsframboðið línulegt (á log formi) en eins

og sjá má í kafla tvö er gert ráð fyrir því að vinnuaflsframboðsferillinn geti verið afturbeygður. Þetta

gæti valdið því að launateygnin væri minni en ella þar sem jákvæð og neikvæð

vinnuaflsframboðsáhrif hafa þau áhrif að samtala þessara tveggja áhrifa valda því að matið verður

lægra en það ætti að vera vegna ólínuleika í vinnuaflsframboðsferlinum. Í þriðja lagi er sama

vandamál og minnst var á fyrir launamyndunarjöfnuna en líklegt er að einhverjar skýribreytur sem

ekki eru í úrtakinu vanti (Kuhn, 2009).

Page 47: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

47

7 Gögn

Í kafla sjö er eiginleikum gagnanna lýst auk þess hvernig þau hafa verið meðhöndluð af höfundi,

breytur eru skilgreindar og útskýrt hvað er á bak við hverja breytu. Einnig eru teiknaðar upp myndir

þar sem skoðuð eru t.d. ýmis úrtaksmeðaltöl á milli mismunandi hópa og svo framvegis..

7.1 Almenn lýsing á gögnum, gagnameðferð og skilgreining á breytum

Gögnin sem notuð eru við matið á atvinnuþátttöku-, launa- og vinnuaflsframboðsjöfnunni eru úr

langsniðsgagnagrunni Hagstofunnar, en Eyjólfur Sigurðsson, doktorsnemi við HÍ og sérfræðingur hjá

Hagstofunni, hefur unnið að gerð gagnagrunnsins. Þessi gagnagrunnur svipar til sænska LINDA

gagnagrunnsins og hefur því að geyma upplýsingar frá mörgum stöðum sem hefur verið safnað á

einn stað. Má nefna að í gagnagrunninum eru upplýsingar m.a. frá tekjuskrá, þjóðskrá og

staðgreiðsluskrá.

Allir þeir einstaklingar í gagnagrunninum sem uppfylltu eftirfarandi skilyrði eru í úrtakinu

sem óskað var eftir. Forkröfurnar voru þær að einstaklingurinn væri kvenkyns, með börn á

framfæri, skráður einstætt foreldri samkvæmt skattaskýrslu, ekki með áætlun frá skattinum, ekki

sjálfstætt starfandi og til væru þær breytur sem koma fram í töflu 7-1 fyrir viðkomandi einstakling

árin 2000 til 2005. Því er hér um að ræða jafnvægislangsniðsgögn (e. balanced panel data).

Áður en byrjað var að vinna með gögnin var þeim breytt á þann veg að laun árin 2000 til og

með 2004 voru núvirt til ársins 2005 með meðaltali vísitölu neysluverðs hvers árs (Hagstofa Íslands,

2009). Einnig kom í ljós þegar farið var að vinna með gögnin að þeir einstaklingar sem höfðu engin

uppgefin mánaðarlaun en höfðu samt skráðar árslaunatekjur voru líklega á bótum og því var gert

ráð fyrir að árslaunatekjurnar fyrir viðkomandi væru núll krónur. Einnig var gert ráð fyrir því að þeir

sem höfðu mánaðarlaun undir 20.000 krónum á mánuði og uppgefna unna mánuði færri en þrjá

fengju tekjutilfærslur og því var gert ráð fyrir að mánaðarlaun viðkomandi væru núll. Einnig var

ósamræmi í gagnasettinu á þann veg að stundum voru árslaunatekjur skráðar en engin laun, og

öfugt, en í þeim tilfellum er gert ráð fyrir því að viðkomandi hafi engin laun ef annan hlutann

vantar.

Tímakaup og áætlað vinnuaflsframboð hvers einstaklings er ekki til í gagnagrunninum og

því er farinn svipuð leið og Flood, Hansen og Wahlberg (2003) fóru í grein sinni, Household labor

supply and welfare participation, in Sweden til að meta fjölda unninna klukkustunda og tímakaup

fyrir hvern og einn einstakling. Mánaðartekjum hvers einstaklings var deilt með 173 sem höfundur

áætlaði sem ,,venjulegt“ vinnuaflsframboð á Íslandi á mánuði (Flood, Hansen og Wahlberg áætluðu

163 klukkustundir í Svíþjóð). Þ.a.l. var hægt að áætla tímakaup einstaklings 8 á tíma � sem:

Page 48: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

48

�8�%»%º�VK 9á{%ð%���»Tº�VK173 (42)

Það er einn galli við þess aðferð sem leiðir af því að ekki var uppgefið starfshlutfall fyrir hvern og

einn einstakling. Það þýðir það að sá einstaklingur sem var t.d. í 50% starfi mælist með helmingi

lægri tímalaun en sá sem er síðan í 100% starfi og með sömu tímalaun þar sem mánaðarlaunum hjá

báðum aðilum er deilt með 173. Þetta er stór galli í matinu á tímakaupinu. Skásta leiðin til að reyna

að laga þessa bjögun er sú að herma tímakaupið fyrir hvern og einn. Farin var einfaldari leið í

þessari rannsókn sem að öllum líkindum er mun óvísindalegri en hermunarleiðin. Áætlað er að hver

og einn einstaklingur sem hefur áætlað tímakaup hærra en 0 krónur en lægra en 624 krónur, sem

er lágmarkstímakaup árið 2005 (Hagstofa Íslands, 2006) miðað við 173 unnar klukkustundir á

mánuði, sé í 75% starfi og laun hans sköluð upp samkvæmt því �KVbÕÖÕ×Ø+.ÉÇ �, þeir einstaklingar sem

enn er lágmarkstímakaup tímakaup en 624 krónur eru áætlaðir að séu í 66% starfi og laun þeirra

sköluð upp samkvæmt því ��8�%»%º� 1.5� og að lokum eru þeir einstaklingar sem enn eru með

lægra tímakaup en 624 krónur áætlaðir í 50% starf og laun þeirra sköluð upp eftir því ��8�%»%º� 2�. Þessi leiðrétting veldur því að fjöldi þeirra mælinga með uppgefin laun fyrir neðan lágmarkslaun

árið 2005 fer úr 3.176 mælingum í 609 mælingar, af 18.498 mælingum. Síðan er tímakaupið notað

til þess að finna áætlað vinnuaflsframboð viðkomandi einstaklings á viku með því að deila

launatekjum viðkomandi einstaklings með tímakaupinu, 12 mánuðum og 4,3 vikum í hverjum

mánuði. Hægt er að áætla vinnuaflsframboð einstaklings á sama hátt og gert er í jöfnu 43:

�8{{º%ª�Hª�%�¼®ð á á�8VK ��8�I%��%º{%��»Tº� á á�8VK�í�%»%º�VK

�8{{º%ª�Hª�%�¼®ð á �á{ºð8VK �8{{º%ª�Hª�%�¼®ð á á�8VK12

�8{{º%ª�Hª�%�¼®ð á ²8»ºVK �8{{º%ª�Hª�%�¼®ð á �á{ºð8VK4,3

(43)

Fjöldi einstaklinga í úrtakinu er 3.082 yfir sex ára tímabil, 2000-2005, og því er fjöldi athugana

samtals 18.492. Fjöldi breyta fyrir hvern einstakling er 12 en þær eru eftirfarandi fyrir hvern

einstakling; aldur, fjöldi barna í forsjá einstaklingsins, fjöldi barna yngri en sjö ára í forsjá

einstaklingsins, skiptibreyta sem sýnir hvort viðkomandi býr á höfuðborgasvæðinu eða utan þess,

hvort viðkomandi hafi erlent ríkisfang eða íslenskt, hvort hæsta prófgráða viðkomandi einstaklings

sé háskóli, hvort hæsta prófgráða viðkomandi sé menntaskóli, ráðstöfunartekjur, heildarárstekjur,

heildarmánaðartekjur og hversu marga mánuði viðkomandi vann á árinu. Áætlað vinnuaflsframboð

og tímakaup einstaklinganna var reiknað út á þann hátt sem lýst er í jöfnu 38 og 34. Nánari

upplýsingar um breyturnar má sjá í töflu 7-1.

Page 49: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

49

Tafla 7-1 Breytur og nöfn þeirra

Breyta Lýsing

tekjuar Árið sem færslan á við (2000 - 2005)

Pid Einstaklings auðkennis númer (1 - 2272)

aldur Aldur einstaklings (ár)

fjoldi_barna Fjöldi barna í forsjá einstaklings

born_yngri Einstaklingur hefur barn yngri en 7 ára í sinni forsjá

hofudborg Einstaklingur býr á höfuðborgarsvæðinu

Erlentrf Einstaklingur hefur erlent ríkisfang

Haskoli Hæsta prófgráða einstaklings er á háskólastigi

Student Hæsta prófgráða einstaklings er stúdentspróf

Radstofunartekjur Ráðstöfunartekjur einstaklings

laun Tekjur einstaklings af launaðri starfsemi

Manadarlaun Mánaðarlaun einstaklings í aðalfyrirtæki

Manudir Fjöldi mánuða sem einstaklingur starfaði hjá

aðalfyrirtæki

Timakaup Áætlað tímakaup í íslenskum krónum*

Klst Áætlað vinnuaflsframboð á viku*

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar merktir *

Þrátt fyrir að gögnin sem hér eru til skoðunar séu frá Hagstofunni er ekki hægt að gera ráð fyrir að

þau séu að öllu leyti fullkomin. Alltaf er einhver bjögun í gögnum sem þessum og því er nauðsynlegt

að gerð sé grein fyrir bjöguninni svo hægt sé að hafa hana í huga við matið. Augljóst er að tekjuárið,

auðkenninúmer hvers einstaklings, aldur, fjöldi barna og tekjur eru nokkuð nákvæmur mælikvarði,

að því gefnu að viðkomandi einstaklingur svíki ekki undan skatti og börn hans séu tilkynnt til

þarbærra yfirvalda. Þær breytur sem líklegastar eru til að hafi einhverskonar villu í sér eru

menntunarbreyturnar en t.d. er ekki til nein samræmd skrá fyrir þá sem hafa lokið námi erlendis og

því eru þeir ekki þarna inni nema þeir hafi verið skráðir sérstaklega. Einnig er líklegt að

einhverskonar bjögun sé í matinu á tímakaupinu og vinnuaflsframboðinu, svokölluð deilingarbjögun

(e. division bias), þar sem þær breytur eru áætlaðar.

Borjas (1980) fjallaði um deilingarbjögun í grein sinni, The Relationship between Wages

and Weekly Hours of Work: the Role of Division Bias, en deilingarbjögun er hægt að lýsa í stuttu

máli á eftirfarandi hátt. Eins og komið hefur fram er háða breytan, vinnuaflsframboðið, fall af

útskýringarbreytunni, launum.

Page 50: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

50

G.r.f . að jafnan sé eftirfarandi:

log �V � � � �®¥RV � �V (44)

Þar sem aðeins eru til upplýsingar um unnar stundir, �V , og laun, RV , væri eins hægt að setja upp

aðra jafngilda jöfnu:

log �V � � � -log NV log �V. � �V (45)

Ef allar breytur væru mældar „rétt“ þá mundi eftirfarandi gilda:

log NV log �V log�RV�V�

log �V log RV � log �V log �V log RV (46)

Eins og sjá má birtist háða breytan, vinnuaflsframboðið, báðum megin í jöfnunni sem væri ekkert

vandamál ef fjöldi unninna klukkustunda væri rétt mældur. Ef hins vegar er gert ráð fyrir að mældar

klukkustundir, �V, hafi eftirfarandi mælivillu, �V , fyrir hvern einstakling:

log �V log �V � �V (47)

Þá er raunverulega verið að mæla:

log �V � � � -log NV log �V �V. � �V � �V � � ��log RV �V� � �V � �V

(48)

Og því stefna stuðlar úr aðferð minnstu kvaðrata á:

��8� �Û �®²�log RV �V , log �V��%��log RV �V�

�®²�log RV �V, log RV� � �V � �V��%��log RV� � �%���V�

�%��log RV�� �%���V��%���®¥RV� � �%���V�

�� �%���V��%��log RV� � �%���V�

(49)

Eins og sjá má er bjögun niður á við þar sem mælivillan hefur bæði áhrif á skíribreytuna, R, og háðu

breytuna, �. Þetta atriði hefur þau áhrif að ef við áætlum færri unnar stundar en þær raunverulega

eru ofmetum við tímakaupið og fáum launateygni vinnuaflsframboðs sem er bjöguð niður á við.

Ekki er reynt að kanna hvort þessi bjögun sé til staðar í matinu í þessari ritgerð en vert er að

minnast á þær (Borjas, 1980).

Page 51: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

51

7.2 Lýsandi tölfræði

Áður en farið er að greina sjálf gögnin með hagrannsóknaraðferðum, eins og gert verður í kafla átta,

er gott að átta sig á helstu eiginleikum gagnanna. Þ.e. til dæmis meðaltali, þéttifalli og mismunandi

eiginleikum breytanna og undirhópa gagnanna. Í töflu 7-2 má sjá meðaltal fyrir allar breyturnar sem

notaðar eru í greiningunni. Meðalaldur í úrtakinu er rúm 35 ár, meðalfjöldi barna er 1,51 og tæpur

helmingur einstaklinganna í úrtakinu er með börn undir sjö ára á framfæri. Tæp 13% einstaklinga í

úrtakinu hafa háskólagráðu eða hærri menntun, tæp 18% hafa stúdentspróf sem hæstu menntun

og afgangurinn er annaðhvort með lægri menntun eða þá t.d. með menntun sem ekki er kominn

inn í menntagagnagrunninn. Búseta einstaklinganna er á þá vegu að 71,4% búa á

höfðuborgarsvæðinu en afgangurinn annars staðar á landinu. Tæp 2% eru erlendir ríkisborgarar en

afgangurinn er með íslenskan ríkisborgarrétt. Meðalatvinnutekjur fyrir skatta eru u.þ.b. 1,8

milljónir en ráðstöfunartekjur eru rúmar 2,5 milljónir fyrir þennan hóp, á verðlagi ársins 2005. Þetta

gefur til kynna að stór hluti einstaklinga í úrtakinu fái jákvæðar nettó tekjutilfærslu, þ.e. fái meira

frá ríkinu en þeir borgi til þess. Meðallaun á hverja unna klukkustund eru krónur 964 fyrir skatta og

meðalvinnuaflsframboð er tæpar 30 klukkustundir á viku. Þess ber að geta að tölurnar fyrir laun á

klukkustund og vinnuaflsframboðið eru mat eins og áður hefur komið fram.

Tafla 7-2 Lýsing á breytum í úrtaki einstæðra mæðra árin 2000 til 2005

Breyta Meðaltal

Aldur 35,06 Fjöldi barna 1,51 Börn undir 7 ára 47,28% Menntun (hæsta) -Stúdentspróf 17,66% -Háskólapróf 12,99% Búseta -Höfuðborgarsvæðið 71,40% -Landsbyggðin 28,60% Þjóðerni -Íslenskur ríkisborgari 98,10% -Erlendur ríkisborgari 1,80% Hlutfall atvinnulausra* 15,27% Laun á klst. (krónur)* 965 Vinnuaflsframboð (klst. á viku)* 29,61 Atvinnutekjur fyrir skatta 1.819.766 Ráðstöfunartekjur 2.522.830

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar merktir *

Aldursdreifingin er nokkuð jöfn þó sjá megi á mynd 7-1 að þéttifallið fyrir aldurssamsetninguna er

lægra fyrir þá yngstu og elstu. Toppurinn á þéttifallinu er hjá tæplega fertugum mæðrum. Lægsti

Page 52: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

52

aldur í úrtakinu er 17 ár og hæsti 58 ár en miðgildið og meðaltalið er nánast það sama, eða um 35

ár. Líkleg ástæða fyrir lágu hlutfalli einstaklinga í neðsta og efsta aldursstiganum er sú að algengur

barneignaraldur kvenna er frá u.þ.b. 20 árum og upp í rúmlega þrítugt og því er eðlilegt að stærstur

hluti af úrtakinu sé á þeim aldri og síðan 15-20 ár þar á eftir meðan einstaklingarnir eru að ala

börnin upp.

Mynd 7-1 Þéttifall aldurssamsetningar úrtaks einstæðra mæðra árin 2000–2005

Heimild: Hagstofa Íslands (2009)

Þéttifall áætlaðs tímakaups má sjá á mynd 7-2. Þau 25% í úrtakinu sem höfðu lægsta tímakaupið

voru með frá 0 krónum á tímann til og með 670 krónum, en þau 25% með hæsta tímakaupið voru

með frá 1.299 krónum til og með 10.690 krónur á tímann. Afgangurinn, eða 50% af úrtakinu, var

með tímakaup þar á milli, eða frá 624 krónum á tímann og til og með 1.299 krónum. Miðgildið er

aðeins lægra en meðaltalið, eða 882 krónur á tímann í staðinn fyrir 965 krónur.

20 30 40 50 60

0.00

0.01

0.02

0.03

0.04

Aldur (ár)

Hlu

tfall

Page 53: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

53

Mynd 7-2 Þéttifall áætlaðs tímakaups einstæðra mæðra árin 2000–2005 (verðlag ársins

2005)

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Fjöldi áætlaðar vinnustunda á viku fyrir úrtakið er nokkuð breytilegt eins og sjá má á mynd 7-3.

Jákvæða leitni má sjá frá 0 klukkustundum á viku til og með 30 klukkustundum en þá fer fallið langt

upp og nær toppi við tæpar 40 klukkustundir á viku. Þau 25% af úrtakinu sem vinna minnst vinna

frá 0 til 16,76 klukkustundir á viku en þau 25% sem vinna mest vinna frá 40,24 til og með 105,6

klukkustundum á viku. Þau 50% sem eru eftir vinna þar á milli, eða frá 16,67 til og með 40,28

klukkustundum á viku. Töluverður munur er á miðgildinu og meðaltalinu en miðgildið er 38,29 og

meðaltalið 29,61 klukkustundir á viku.

0 2000 4000 6000 8000 10000

0.00

000.

0002

0.00

040.

0006

0.00

080.

0010

0.00

12

Tímakaup (kr.)

Hlu

tfall

Page 54: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

54

Mynd 7-3 Þéttifall áætlaðra fjölda unninna vinnustunda á viku í úrtaki einstæðra mæðra

árin 2000–2005

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Ef tímakaup og vinnuaflsframboð á viku er teiknað upp eins og gert hefur verið á mynd 7-4 má sjá

að við rúmlega 600 krónur á tímann kemur hálfgert brot í gögnin þar sem punktarnir fyrir hverja

mælingu verða mjög þéttir. Líklegt er að umbreytingin sem gerð var á gögnunum, með því að áætla

starfshlutfall fyrir þá sem höfðu laun undir lágmarkslaunum, valdi þessu broti að hluta. Þegar metið

er línulegt samband þessara tveggja breyta má sjá að línan vísar í norðaustur. Þ.e. aukin laun og

aukið vinnuaflsframboð hafa jákvætt orsakasamhengi. Hvort þetta orsakasamhengi er af völdum

áætlaða matsins á laununum og vinnuaflsframboðinu er erfitt að segja til um en ekki er hægt að

útiloka þann möguleika. Ef myndin er grannt skoðuð má sjá að það virðist sem að þær mælingar þar

sem vinnuaflsframboðið er lítið og lág mánaðarlaun ýti línunni niður í suðvesturhornið á myndinni

og þar af leiðandi verði hún jafn brött og raun ber vitni.

0 20 40 60 80 100

0.00

0.02

0.04

0.06

Fjöldi vinnustunda á viku

Hlu

tfall

Page 55: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

55

Mynd 7-4 Áætlað tímakaup og áætlaður fjöldi unninna klukkustunda á viku í úrtakinu. Mat

með aðferð minnstu kvaðrata á línulegu sambandi þessara tveggja breyta teiknað inn á með

rauðri línu

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Eins og sást í kafla sex þá er gert ráð fyrir því að menntunarstig hafi áhrif á tímakaupið og

vinnuaflsframboðið. Því eru teiknaðar hér upp tvær mismunandi myndir til glöggvunar. Sú fyrri,

mynd 7-4, sýnir tvo undirhópa í úrtakinu teiknaða upp með tímakaupið á y-ásnum. Eins og sjá má á

þeirri mynd er miðgildi þeirra sem hafa lokið háskólagráðu hærra en þeirra sem ekki hafa lokið

háskólagráðunni.

0 2000 4000 6000 8000 10000

020

4060

8010

0

Tímakaup

Unn

ar k

lukk

ustu

ndir

á vi

ku

Page 56: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

56

Mynd 7-4 Miðgildi, fjórðungsmark, hæsta og lægsta gildi fyrir tímakaup einstæðra mæðra

eftir menntunarstigi. (1 fyrir að hæsta gráða sé háskólamenntun, annars 0)

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Einnig er fróðleg að lita á mynd 7-5 en þar eru sömu hópar skoðaðir, en í stað tímakaups á y-ásnum

er nú fjöldi unninna klukkustunda á viku. Svo virðist sem vinnuaflsframboð hjá þeim sem hafa lokið

háskólagráðu sé mun stöðugra heldur en hjá afganginum af úrtakinu. Þó miðgildið sé á sama stað,

er dreifnin mun meiri hjá þeim sem hafa ekki lokið háskólagráðu. Því virðist það vera í báðum

tilvikum að miðgildi tímakaups og vinnuaflsframboðs sé hærra hjá þeim sem hafa lokið

háskólagráðu, þó erfitt sé að segja til um hvort munurinn sé marktækur.

Mynd 7-5 Miðgildi, fjórðungsmörk, hæsta og lægsta gildi fyrir vinnuaflsframboð einstæðra

mæðra eftir menntunarstigi. (1 fyrir að hæsta gráða sé háskólamenntun, annars 0)

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

+++

+

+

+

+++++++++++++

+

++

+

++

++

++++

+

+++++++++++++++++++++++++

+

++++++++

+

+

++++

+

+

+++++

+

++

+

++++++++++++++

+

++++++

++++++++

+

+

+++++

+

+++++++++++

+

+

+

++++

+

+

++++++

++

+

+++++++++

+

+++

+

+

++

+

+

+

++++++

+++++

+

+++++++++

+

++

+

+

++++++++++++++++++

+

++

++++++++++++++++++++++

+++++++

++

+

++

+

+

++++++++

++

+

+

++

+++

+

+

++

+

+

+

+

+

+++

+

+

+

+

+

++

+

+++

+

++

+

+

++

++

+

++

+

++++

+++

+

+++

+

++

+

+

+++++++++

+

++++

+

+++++++

+

++++

+

+++++++++++++++++++++++

+

+++++++++++++++++

++

+

+

++++++

+++

+

+++++++

+++++

+

+++++++

+

+

++++

+

++

+

+++++++++++++++

++++++++++++

+

++++++++++++

++

+++++++++++++++++

+

+

+

+++

+

+++++++

+

++

++++++++++++

++++++

+

+

+

++++++++

+++

+

++

+

+++++

+

++++

++++

++

+++++

+

++

+

+++

+++

+

+++

+

+

+

+

+++++++++

++

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+++++

+

++++

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

++

++

+

+

+

+++

++

++

+

++

+

++

+

+

+

+

+

++

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+++

+

++

+

++

+

+

++

+

++++

++

++

+

+

+++

+

+

+

++

+

++

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

++

+

+

+

+++

+

+

+

+

+

+

+

+

+++

+

+

+

+

0 1

020

00

4000

600

080

00

10000

Tím

aka

up

+

+

+

+

++++

+

+

+

+

+

++

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

++

++

+

+++

+

+++

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+++

+

+

+

+

+

+

++

+

++

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+++

+

+++

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

++

++

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+++

+

+

+

+

++

+

+

+++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

++

+

++

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+++

+++++

+

+

+

+

+++

+

+

+++++

+

+

+

+

+

++

+

++++

++

++

+

+

+

++

+

+

++

+

++

++

+

++

++

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

++

+

+++

++

+

+++

+

+

+

+++

++

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

++

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

++

++

+

+

+

+

+

++

+

++

+

+

+

++

+

+

+

+

++

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

++

++++++

+

+

+

+

++

+

+++

++

+

+

+

+

+

+

+

+

++

++

+

+

+

+

+

+

+

++++

+

++

+

+

+

+

+

+

+++

+

+

+

++

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

0 1

020

4060

80100

Hæsta stig menntunar (1=háskóli 0=annað)

Vin

nua

flsfra

mbo

ð (k

lst á

viku)

Page 57: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

57

Þegar skoðað er samband fjölda barna og tímakaups, á mynd 7-6, má sjá leitni niður á við eftir því

sem börnin eru fleiri. Hins vegar er ekki hægt að segja til um það hvort þessi munur á miðgildum sé

marktækur, enda er það ekki tilgangur þessa kafla, heldur einungis að átta sig á eðli gagnanna.

Mynd 7-6 Miðgildi, fjórðungsmörk, hæsta og lægsta gildi fyrir tímakaup einstæðra

mæðra eftir fjölda barna

Heimild: Hagstofa Íslands (2009)

Þegar fjöldi unninna stunda kemur í stað tímakaupsins er svipuð leitni niður á við eftir því sem

börnin eru fleiri. Því minnkar í báðum tilvikum, annars vegar launin og hins vegar

vinnuaflsframboðið, eftir því sem börnunum fjölgar.

+

+

+++

+

+

+++

+

+

+

+

+

+

+

+

++

+

+

+

+++++++

++++++++

++

+

++

+++++

+

++++++

+

+

++

++

+

++++++

+

+

+

+

+

++

++

++++++

+

+++

+

++

+

+

+

+++

+

++

++

+++

+

++

++

++

+++++

+

+

++++++++++

+

+++

+

+++++++++

+

+++

++

+

++++

+

++++

+

+

++++++

+

+++

++++

+

+

+

+++++

+++++

++

+

+

+++++

+

+

++

+

++

+

+

+

+

+++

++++

++

++++

++++

+

+

+

+++++++++

+

+

+

+++++++++

++++++++++++++++++

+

++++++++++

++

+

+

++++++

+

+

+

+

+++

++

+

++++++

+

+

+

+

+

++++++

+

+++

+

++

+

++++++

+

+

+

++

+

+

+

++

+

+++

+

++

+

+

+

+

+

+++++

++++

+

+++

+++++++

++++

+

+

++

+

+++

+

+++

+

+

+

+

+++

+

++

+

+

+

++

+++

+++++++

+

++++++

+

++

++

+

++++

+

+++

+++++++++++

+++++

+

+

+

+++

+

+

+

+

++

+++

+++++++++++

+++++++++++

+

++

+

+++++

+

+

+++

+

+

+

+++

+

+++++

+

++++++++++++++++++

+++++

+

+++

+

+++++++

+

+

++++

+

+++++++

+

+++++++

+

+

++

++

+

+

+

+

+

+

+++

+++++++

1 2 3 4 5 6

020

0040

0060

0080

0010

000

Fjöldi barna

Tím

akau

p

Page 58: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

58

Mynd 7-7 Miðgildi, fjórðungsmark, hæsta og lægsta gildi fyrir fjölda unninna klukkustunda

einstæðra mæðra eftir fjölda barna

Heimild: Hagstofa Íslands (2009)

Þó nafn kaflans sé, Lýsandi tölfræði, ber að taka öllum þeim upplýsingum sem fram koma í

kaflanum með þeim fyrirvara að auðvelt er að mistúlka upplýsingarnar með einföldunum.

Aðalatriðið er að hægt sé að átta sig á eiginleikum gagnanna áður en hin eiginlega greining fer fram

í kafla átta. Þar er tekið tillit til allra þátta samtímis sem er mun rökréttari aðferð ef markmiðið er

að fullyrða eitthvað um orsakasambönd heldur en að gera það sem gert hefur verið í þessum kafla,

þ.e. taka einföld meðaltöl eða samband tveggja breyta. Mikilvægt er fyrir rannsakendur að vera á

varðbergi gagnvart delluaðhvörfum (Granger & Newbold, júlí 1974). Með delluaðhvörfum er átt við

að eitthvert orsakasamhengi mælist tölfræðilega marktækt þó ekkert samhengi sé þar á milli. T.d.

mætti hugsa sér að raunveruleg ástæða þess að laun lækka á mynd 7-6 eftir því sem fjöldi barna er

fleiri er að viðkomandi einstaklingar hafa minni tíma í atvinnuleit, hafi hærri rekstrarkostnað á

mánuði og geti þ.a.l. ekki verið að bíða eftir að fá „rétta starfið“ eins og þeir sem hafa færri börn á

framfæri. Þá væri hin rétta framsetning að laun væru fall af mögulegum tíma í atvinnuleit frekar en

fjölda barna. Ekki er verið að fullyrða að þessi bjögun sé hér til staðar en mikilvægt er að hafa í huga

þann möguleika að þesskonar orsakasambönd gætu verið til staðar í gögnunum þó ekki séu til

mælingar fyrir þá þætti hjá Hagstofunni.

++

+

+

+

+

+

++

+

+++

+

+

+++

+++

+

+++

++

+

++++++

+

+

++

+

+++

+

++

+

+

+

++

++

++

+

+

++

+++

+

+

+

++

+

++

+

+++++

+

+

+++

+

+

+

+

1 2 3 4 5 6

020

4060

8010

0

Fjöldi barna

Vin

nuaf

lsfra

mbo

ð (k

lst á

vik

u)

Page 59: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

59

8 Niðurstöður

Hér verða niðurstöðurnar úr atvinnuþátttöku-, launamynduar- og vinnuaflsframboðsjöfnunni

túlkaðar. Í kafla 8.1 verður matið úr atvinnuþátttöku- og launamyndunarjöfnunni túlkað. Í kafla 8.2

verður vinnuaflsframboðsjafnan túlkuð og að lokum verður skoðað hvort þær forsendur, sem þurfa

að vera til staðar til að matið á jöfnunum sé óbjagað og nýtið, séu til staðar.

8.1 Atvinnuþátttöku- og launamyndunarjafnan

Launamyndunarjafnan er metin í tveimur hlutum eins og komið hefur fram í kafla sex.

Tafla 8-1 Mat á atvinnuþátttöku- og launamyndunarjöfnunnunni með aðferð Heckit.

18.498 mælingar

Breyta Mat Staðalfrávik t-gildi Pr(>|t|)

Atvinnuþátttökujafnan:

Fasti 0,9153 0,2234 4,10 4,20e-05 ****

Aldur 0,0587 0,0128 4,60 4,21e-06 ****

I(aldur^2) -0,0010 0,0002 -5,93 3,05e-09 ****

fjoldi_barna -0,3564 0,0165 -21,54 < 2e-16 ****

born_yngri -0,0536 0,0296 -1,81 0,07040 *

Student 0,3121 0,0326 9,56 < 2e-16 ****

Haskoli 0,9681 0,0531 18,22 < 2e-16 ****

Hofudborg -0,1940 0,0266 -7,31 2,86e-13 ****

Erlentrf 0,2490 0,0902 2,76 0,00579 ***

Launamyndunarjafnan:

Fasti 5,8790 0,0817 71,98 < 2e-16 ****

Aldur 0,0488 0,0047 10,37 < 2e-16 ****

I(aldur^2) -0,0004 0,0001 -6,31 ,85e-10 ****

student -0,0262 0,0131 -2,00 0,0459 **

Haskoli 0,1661 0,0182 9,12 < 2e-16 ****

Hofudborg 0,1330 0,0103 12,89 < 2e-16 ****

Erlentrf -0,1705 0,0340 -5,02 ,22e-07 ****

MillsRatio -0,8600 0,0428 -20,08 <2e-16 ****

Útskýringarmáttur:

�: 0,2488 Leiðrétt �: 0,2485 Marktæknistuðlar eru eftirfarandi: 0 =****; 0,001= ***; 0,01 =**; 0,1=*

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Page 60: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

60

Í fyrri hlutanum er atvinnuþátttökujafnan metin, bæði fyrir breyturnar sem eru í matinu á

atvinnuþátttökujöfnunni hér fyrir neðan og síðan fyrir breyturnar í launamyndunarjöfnunni. Í

framhaldinu er Mills hlutfallið reiknað. Í seinni hlutanum er launamyndunarjafnan metin, einungis

fyrir þá sem hafa uppgefin laun, með Mills hlutfallinu til þess að leiðrétta fyrir úrtaksbjöguninni. Í

kafla 8.1.1 verður gerð grein fyrir matinu á atvinnuþátttökujöfnunni og hvernig ber að túlka

niðurstöðurnar og í kafla 8.1.2 verður gert grein fyrir matinu á launamyndunarjöfnunni og hvernig

ber að túlka niðurstöðurnar.

8.1.1 Atvinnuþátttökujafnan

Áður en byrjað verður að túlka niðurstöðurnar úr atvinnuþátttökujöfnunni er stuðlamatið fyrir hana

borið saman við mat Pylkkänen sem mat svipaða jöfnu í rannsókn sinni árið 2001. Sjá má á töflu 8-

2 að allir stuðlarnir nema einn hafa sömu formerki. Þ.e. breyturnar fyrir aldur, fjölda barna, börn

yngri en sjö ára og háskóla hafa öll sömu formerki sem eru í takt við það sem mátti búast við. Búast

má við því, ef beitt er hagfræðilegu innsæi, að með hærri aldri hafi viðkomandi meiri reynslu og

þ.a.l. meiri líkur á því að taka þátt í vinnumarkaðnum en á sama tíma séu þessi áhrif fallandi.

Tafla 8-2 Mat úr atvinnuþátttökujöfnunni samanborið við mat Pylkkänen

(2001)

Breyta Mat Mat Pylkkänen

Fasti 0,9153 -4,074

Aldur 0,0587 0,277

I(aldur^2) -0,0010 -0,00330

fjoldi_barna -0,3564 -0,212

born_yngri -0,0536 -0,226

Student 0,3121 *

Haskoli 0,9681 0,594

Hofudborg -0,1940 *

Erlentrf 0,2490 -1,213 Heimild: Hagstofa Íslands (2009), Pylkkänen (2001) og eigin útreikningar

Ef * þá voru stuðlarnir ekki metnir

Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um áhrif aldurs út frá því að líta beint á stuðlana en áhrifum

breytanna verður lýst síðar í kaflanum. Einnig er eðlilegt að aukinn fjöldi barna hjá einstæðu

foreldri auki líkurnar á því að viðkomandi einstaklingur taki ekki þátt í vinnumarkaðnum. Ljóst er að

einstæð móðir með mikinn fjölda af börnum á sínu framfæri hefur minni tíma til þess að taka þátt í

vinnumarkaðnum þar sem mikil vinna er að hugsa um börn. Hins vegar er eðlilegt að áætla að eftir

því sem börnin verða eldri og vonandi þroskaðri því minni vinna verði að hugsa um þau en

Page 61: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

61

stuðullinn born_yngri bendir einmitt til þess. Hann gefur það til kynna að þeir sem hafa börn yngri

en sjö ára á sínu framfæri hafi minni líkur á því að taka þátt í vinnumarkaðnum en þeir sem ekki eru

í þeirri aðstöðu.

Menntunarbreyturnar hafa einnig sömu formerki og áætla má út frá hagfræðilegu innsæi,

þ.e. eðlilegt er að þeir sem hafa háa menntun auki mannauð sinn og verði þ.a.l. hlutfallslega hæfari,

geti sinnt fjölbreyttari störfum og eigi þar af leiðandi auðveldara með að aðlaga sig að breyttum

aðstæðum á vinnumarkaði. Matið á síðustu tveimur breytunum kom mest á óvart. Samkvæmt

matinu á breytunni �®ªºI¼®�¥ þá eru þeir sem búa þar ólíklegri til að vera þátttakendur á

vinnumarkaðnum en þeir sem búa á landsbyggðinni. Hvaða ástæða er fyrir þessu er erfitt að segja

til um en spurning er hvort einstæðar mæður á landsbyggðinni eigi auðveldara með að finna

barnapössun vegna smæðar margra þorpa út á landi? Einnig mætti spyrja sig hvort umhverfið út á

landi sé barnvænna, þ.e. auðveldara sé að hafa útidyrahurðina opna og barnið þurfi því ekki eins

mikla viðveru foreldra eins og ef fjölskyldan býr á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur bjó einu sinni út

á landi og fann mikinn mun þegar hann flutti frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur sjö ára gamall

þegar móðir hans fór að hafa strangari reglur varðandi útivistartíma og svo framvegis. Þeir sem eru

skráðir með erlent ríkisfang eru líklegri til að vera þátttakendur á vinnumarkaðnum en þeir sem

hafa íslenskt ríkisfang sem er þveröfug niðurstaða samanborið við rannsókn Pylkkänen (2001). Lítil

atvinnuþátttaka er þekkt í nágrannalöndum okkar og því kemur þessi niðurstaða skemmtilega á

óvart. Líklegar ástæður fyrir þessu eru að minnsta kosti tvær. Í fyrsta lagi eru strangar reglur hér á

landi er varða þá sem koma til að vinna hér á landi og eru frá ríkjum utan Evrópska

Efnahagssvæðisins (EES) en dvalarleyfi hér á landi á grundvelli atvinnu skiptist í þrjá flokka; vegna

tímabundins skorts á vinnuafli, vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar og dvalarleyfi íþróttafólks.

Hins vegar geta útlendingar frá EES svæðinu starfað hér í allt að þrjá mánuði án sérstaks leyfis

(Útlendingastofnun, 2010). Hægt er að halda því fram að þessi síun valdi því að auknar líkur eru á

því að þeir sem fá dvalarleyfi hér séu með atvinnu og því væri hægt að halda því fram að ef

íslenskar einstæðar mæður þyrftu að uppfylla sömu skilyrði og þær sem hafa erlent ríkisfang þá

væri atvinnuþátttaka þeirra líklega betri. Önnur ástæðan fyrir þessu mati gæti verið tengd matinu á

launajöfnunni sem fjallað er um í kafla 8.1.2. Þar kemur fram að matið á stuðlinum gefur til kynna

að það að hafa erlent ríkisfang hafi neikvæð áhrif á vænt laun. Það að laun þeirra sem hafa erlent

ríkisfang séu lægri en þeirra sem hafa íslenskt mundi að öllu óbreyttu valda því að eftirspurn á

vinnumarkaðnum eftir þeim væri meiri en eftir íslenskum ríkisborgurum og þ.a.l. fengi hærra

hlutfall þessa hóps vinnu.

Page 62: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

62

Við mat á atvinnuþátttökujöfnunni með probit aðferð er gert ráð fyrir því að

líkindadreifingin fylgi normaldreifingunni. Þ.e. líkurnar á því að viðkomandi sé þátttakandi á

vinnumarkaðnum eru áætlaðar eftirfarandi:

±�®¼�� 1|´� Ü «���I� Φ�´w��ÝÞ�!ß (50)

þ.s. Φ er þéttifall normaldreifingarinnar. Til þess að reikna líkur á atvinnuþátttöku miðað við t.d.

mismunandi aldur eða menntun eru einfaldlega reiknaðir allir aðrir stuðlar en þeim sem á að breyta

við fast gildi og síðan er þeim sem eiga að breytast leyft að taka mismunandi gildi (Greene, 2008).

Green mælir með þeirri leið að hafa gildi breytanna sem eiga ekki að breytast við úrtaksmeðaltal

sitt. Í þessari greiningu eru allar breyturnar strjálar og því var farin sú leið að miða við ákveðnar

forsendur og skoða síðan hvernig líkurnar breytast miðað við það. Þ.e. ekki er farin sú leið að miða

fjölda barna við 1,5, sem er úrtaksmeðaltalið, þar sem ekki er hægt að eiga 1,5 barn, heldur verður í

þessari greiningu miðað við fjölda barna sem tvö en það er vel hægt að sýna fram á það að það er

mun rökréttari niðurstaða að miða við heila tölu af börnum heldur en t.d. eitt og hálft. T.d. er sýnt í

jöfnu 43 hvernig líkurnar á því að viðkomandi taki þátt í vinnumarkaðnum breytast þegar aldur

hækkar eða lækkar og skiptibreytan hvort viðkomandi hafi lokið háskólagráðu tekur gildið einn eða

núll. Miðað er við að viðkomandi sé einstæð móðir sem eigi tvö börn, annað yngra en sjö ára, hafi

lokið háskólaprófi, búi á höfuðborgarsvæðinu og hafi íslenskt ríkisfang:

±�®¼�%�²8{{º�%��%»% 1� Φ-�à � β:�aldur i� � βÅ��aldur i�:�� βÆ�ájoldi_barna 2� � βÇ�born_yngri 1�� βÈ�student 0� � βÉ�haskoli d�� βÌ�hofudborg 1� � βÍ�erlentrf 0�

(51)

þ.s. 8 17,18, … ,58 og I �0 �ð% 1�. Fyrir mynd 8-1 var jafna 43 metin á þann hátt að aldurinn

breyttist frá 17 ára og upp í 58 ára og síðan var jafnan metin bæði fyrir þá sem hafa lokið

háskólanámi og hina sem ekki hafa gert það. Sjá má á myndinni að líkurnar á því að einstæð móðir,

m.v. fyrrgreindar forsendur, sem hefur lokið háskólanámi sé þátttakandi á vinnumarkaðnum eru

töluvert hærri en ef hún hefur ekki lokið náminu. Þar sem matið er ólínulegt er ekki hægt að segja

til um hversu miklu meiri líkur eru á því að einstaklingur í úrtakinu sé á vinnumarkaði nema hafa

aldurinn líka fastann. Ef gert er ráð fyrir því að aldurinn sé sá sami og úrtaksmeðaltalið, 35,06 ár,

eru líkurnar á því að vera á vinnumarkaði ef viðkomandi hefur háskólapróf 95% en aðeins 75% ef

viðkomandi er ekki með háskólapróf. Því má segja að u.þ.b. 28% meiri líkur séu á að sá sem hefur

lokið háskólagráðu sé á vinnumarkaði en sá sem ekki hefur lokið háskólagráðu, miðað við

fyrrgreindar forsendur. Það ber að ítreka það að matið gildir aðeins fyrir þessi gildi sem talin eru

Page 63: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

63

upp hér að framan en það getur breyst þegar sett er inn ný gildi, s.s. fleiri börn, önnur búseta og

svo framvegis.

Mynd 8-1 Líkur á atvinnuþátttöku einstæðrar móður, m.v. aldur og hvort viðkomandi

hafi lokið háskóla eður ei, með tvö börn á framfæri (annað yngri en sjö ára), sem býr á

höfuðborgasvæðinu og hefur íslenskt ríkisfang

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Sama aðferðarfræði og lýst var fyrir matinu á atvinnuþátttöku er notuð til að lýsa líkum á

atvinnuþátttöku einstaklings miðað við mismunandi fjölda barna og aldur. Nokkuð mikill munur er á

líkunum á því hvort viðkomandi einstaklingur sé þátttakandi á vinnumarkaðnum, þegar tekið er tillit

til fjölda barna viðkomandi. Ef farin er sama leið og í fyrri útreikningum á líkum á atvinþátttöku og

miðað við fyrrgreindar forsendur, munar töluvert á því hvort viðkomandi eigi t.d. eitt barn, en þá

eru líkurnar 97,7% að viðkomandi sé á vinnumarkaði, miðað við 71,7 % líkur ef viðkomandi á fimm

börn.

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

17 20 23 26 29 32 35 38 41 44 47 50 53 56

Líku

r

Ár

Ekki háskóli

Háskóli

Page 64: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

64

Mynd 8-2 Líkur á atvinnuþátttöku einstæðrar móður, m.v. mismunandi aldur og fjölda

barna, með tvö börn á framfæri (annað yngri en sjö ára), sem býr á höfuðborgasvæðinu

og hefur íslenskt ríkisfang

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Til þess að glöggva sig betur á þeirri hlutfallslegu breytingu sem verður á líkum á atvinnuþátttöku

munu einnig verða skoðaðar jaðarlíkurnar. Jaðarlíkur lýsa þeirri hlutfallslegu breytingu sem verður

á líkunum á atvinnuþátttöku við það að einhver ákveðin breyta breytist um eina einingu.

Stærðfræðileg framsetning á jaðarlíkum er eftirfarandi:

T%ð%��í»º� �í»º�: �í»º�;´: ´; Δ�í»º�Δ´ (52)

þ.s. ´ gæti t.d. verið aldur, fjöldi barna og svo framvegis. Jaðarlíkurnar á atvinnuþátttöku er fallandi

m.t.t. aldurs. Sjá má á mynd 8-3 að jaðarlíkurnar þegar einstaklingurinn eldist um eitt ár eru frá 0%

og niður í rúm 5% fyrir þá sem eru ekki í háskóla þegar rúmlega 53 ára aldri er náð. Með öðrum

orðum segir þessi mynd það að þegar einstaklingurinn eldist um eitt ár þá minnka líkur viðkomandi

á því að vera virkur á vinnumarkaðnum, allt frá 0% og upp í rúm 5% á milli ára. Jaðarlíkur þeirra sem

hafa lokið háskólaprófi eru jákvæðar til u.þ.b. 29 ára aldurs en fara síðan að falla eftir það, þó með

minni hraða en þeirra sem ekki hafa lokið háskólaprófi.

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

17 20 23 26 29 32 35 38 41 44 47 50 53 56

Líku

r

Ár

1 barn

3 börn

5 börn

Page 65: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

65

Mynd 8-3 Jaðarlíkur atvinnuþátttöku einstæðrar móður, m.v. aldur og hvort

viðkomandi hafi lokið háskóla eður ei, með tvö börn á framfæri (annað yngri en sjö ára),

sem býr á höfuðborgasvæðinu og hefur íslenskt ríkisfang

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Sama aðferð er notuð til þess að reikna jaðarlíkurnar á því að viðkomandi sé þátttakandi á

vinnumarkaðnum að gefnum fjölda barna og aldri viðkomandi einstaklings. Eins og sjá má af mynd

8-4 eru jaðarlíkurnar fallandi fyrir viðkomandi og eru neikvæðari eftir því sem einstaklingurinn á

fleiri börn. Af þessum tölum má túlka niðurstöðurnar af mynd 8-4 á þann veg að eftir því sem

einstaklingurinn verður eldri og eignast fleiri börn því neikvæðari verða jaðarlíkur á atvinnuþátttöku

viðkomandi einstaklings að öllu öðru óbreyttu.

-6%

-5%

-4%

-3%

-2%

-1%

0%

1%

2%

17 20 23 26 29 32 35 38 41 44 47 50 53 56Lí

kur

Aldur

Ekki háskóli

Háskóli

Page 66: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

66

Mynd 8-4 Jaðarlíkur atvinnuþátttöku einstæðrar móður, m.v. mismunandi aldur og fjölda

barna, með tvö börn á framfæri (annað yngri en sjö ára), sem býr á höfuðborgasvæðinu og

hefur íslenskt ríkisfang

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

8.1.2 Launamyndunarjafnan

Áður en byrjað verður að túlka niðurstöðurnar úr launamyndunarjöfnunni er stuðlamatið fyrir hana

borið saman við mat Pylkkänen sem mat svipaða jöfnu í rannsókn sinni árið 2001. Matið á

stuðlunum er hægt að nota til að spá fyrir um áhrif breytu ´ á meðaltal N þar sem N er í okkar tilviki log ��8�%»%º�� og ´ útskýringabreyturnar. Ef litið er á töflu 8-3 má sjá að áhrif aldurs á laun hafa

sömu formerki en minni áhrif hjá Pylkkänen. Auðvelt er að álykta út frá aldursstuðlunum

samkvæmt kenningum í hagfræði að aukinn aldur og þ.a.l. aukin reynsla hafi jákvæð áhrif á

meðaltal launanna en áhrifin minnki með auknum aldri. Matið á breytunni H�ºI�{� hefur þveröfug

áhrif miðað við matið í rannsókn Pylkkänen, þ.e. að þeir sem hafa stúdentspróf sem hæstu

menntun hafi neikvæð áhrif á meðaltal launanna. Hugsanleg ástæða gæti verið sú að breytan fyrir

menntun er samkeyrð úr mörgum skrám og t.d. vantar alla þá sem hafa lokið námi erlendis. Því

gæti verið raunin að nokkrir aðilar sem hafa ekki skráða neina menntun, en hafa menntun í raun,

dragi launin upp í hópnum sem er ekki skráður með menntun. Einnig má benda á það að

marktæknistuðullinn fyrir matið á stuðlinum H�ºI�{� var minnst marktækur af þeim sem metnir

voru. Matið á stuðlinum fyrir breytuna �%H»®�8 er með sömu formerki og í mati Pylkkänen og hefur

svipuð áhrif, þó aðeins hærri í mati Pylkkänen. Rökrétt er að þeir sem hafa lokið háskólaprófi og

þ.a.l. aukið við sinn mannauð hafi að meðaltali hærri laun en þeir sem hafa ekki gert það, að öllu

öðru óbreyttu. Þeir sama hafa erlent ríksfang hafa lægri laun, að öllu öðru óbreyttu, en þeir sem

-6%

-5%

-4%

-3%

-2%

-1%

0%

1%

2%

17 20 23 26 29 32 35 38 41 44 47 50 53 56Ja

ðar

líku

r

Ár

1 barn

3 börn

5 börn

Page 67: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

67

hafa íslenskan ríkisborgararétt. Þó áhrifin séu ekki af sömu stærðargráðu og í mati Pylkkänen er

hugsanleg skýring á því að aðeins var miðað þar við þá sem komu sem frá löndum sem flóttamenn

og því er túlkunin í báðum rannsóknunum ekki alveg eins.

Tafla 8-3 Mat úr launamyndunarjöfnunni samanborið við mat

Pylkkänen (2001)

Breyta Mat Mat Pylkkänen

Fasti 5,8790 4,287

Aldur 0,0488 0,007

I(aldur^2) -0,0004 -0,00004

Student -0,0262 0,024

Haskoli 0,1661 0,224

Hofudborg 0,1330 *

Erlentrf -0,1705 -0,047 Heimild: Hagstofa Íslands (2009), Pylkkänen (2001) og eigin útreikningar

Ef * þá voru stuðlarnir ekki metnir

Við mat á launamyndunarjöfnunni er stuðst við aðferð Heckit eins og fram hefur komið. Við matið á

jöfnunni, sem sjá má í töflu 8-1, er það fyrsta sem hægt er að taka eftir að stuðullinn fyrir Mills-

hlutfallið reyndist marktækur sem bendir til þess að úrtaksbjögunin sé til staðar. Stuðlamatið nýtist

til þess að spá fyrir um breytingu á meðaltali launanna, óbjagað, þar sem tekið hefur verið tillit til

úrtaksbjögunarinnar með því að hafa Mills hlutfallið í matinu. Staðalfrávikin bæði fyrir

vinnumarkaðsþátttökujöfnuna og launamyndunarjöfnuna er í báðum tilvikum ekki óeðlilega há fyrir

neina stuðla sem bendir til þess að matið á jöfnunum sé ásættanlegt.

Page 68: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

68

Mynd 8-5 Tímakaup einstæðrar móður, m.v. aldur og hæsta stig menntunar, með tvö börn á

framfæri (annað yngri en sjö ára), sem býr á höfuðborgasvæðinu og hefur íslenskt ríkisfang

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Ef skoðuð eru áhrif háskólaprófs og aldurs á meðaltal launa fyrir einstæðu móðurina m.v. sömu

forsendur og var fjallað um í kaflanum um vinnumarkaðsþátttökujöfnuna má sjá það að laun hækka

yfir tíma af völdum aldurs, þó með minnkandi hraða og þeir sem hafa lokið háskólaprófi eru með

16,6% hærri laun en þeir sem hafa ekki lokið háskólaprófi, að öllu öðru óbreyttu. Ríma þessar

niðurstöður við túlkun okkar á stuðlunum í upphafi þessa kafla. Ef litið er á mynd 8-4 þar sem er

gert ráð fyrir að annar einstaklingurinn hafi erlent ríkisfang en hinn íslenskt má sjá sömu áhrif

aldurs og síðan um 17% hærri laun hjá þeim aðila sem hefur íslenskt ríkisfang.

5.8

6

6.2

6.4

6.6

6.8

7

7.2

7.4

7.6

7.8

17 20 23 26 29 32 35 38 41 44 47 50 53 56

log(

tím

akau

p)

Ár

Háskólapróf

Stúdentspróf

Page 69: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

69

Mynd 8-6 Tímakaup einstæðrar móður, m.v. aldur og skráningu ríkisfangs, með tvö

börn á framfæri (annað yngri en sjö ára), sem býr á höfuðborgasvæðinu og hefur

háskólapróf

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Þegar notuð er aðferð Heckit til þess að leiðrétta fyrir úrtaksbjögun flækir það matið á jaðaráhrifum

stuðlanna í launamyndunarjöfnunni. Þ.e. ekki er hægt að meta jaðaráhrifin beint, eins og hægt er

að gera þegar metið er beint með aðferð minnstu kvaðrata, heldur þarf að taka tillit til

atvinnuþátttökujöfnunnar þegar jaðaráhrif launa eru metin. Til þess að hægt sé að átta sig á

jaðaráhrifum matsins á stuðlunum í launajöfnunni mun hér verða sett upp Heckit líkan til

glöggvunar á því hvernig matið virkar en fylgt verður lýsingu Greene (2008, bls. 884-885). Gerum

ráð fyrir því að bæði jafnan sem ákveður atvinnuþátttökuna, og þar af leiðandi úrtaksbjögunina, sé:

`V �Vw_ � ºV (53)

og að launajafnan sé:

NV �Vw� � �V (54)

Eins og lýst hefur verið er NV aðeins gefið upp þegar `V er stærri en núll.

6.2

6.4

6.6

6.8

7

7.2

7.4

7.6

7.8

17 20 23 26 29 32 35 38 41 44 47 50 53 56

Log(

tím

akau

p)

Ár

Erlent ríkisfang

Íslenskt ríkisfang

Page 70: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

70

Ef gert er ráð fyrir sömu forsendum fyrir Heckit matinu eins og lýst var í kafla 6.1 má lýsa

launamyndunarjöfnunni fyrir uppgefin laun á eftirfarandi hátt:

*-NV|`V F 0. *-NV|ºV F �w_V. ´Vw� � *-�V|ºV F �Vw_. ´Vw� � 䤡���×� ´Vw� � �å�V��×�

(55)

Þ.s. �× �Vw_/¤× og ���×� «�2æÞçèé �/Φ ê2æÞçèé ë en af því leiðir að:

NV|`Vw F 0 *-NV|`V F 0. � ²V ´Vw� � �å�V��×� � ²V (56)

Af jöfnu 56 má síðan sjá að ef laun þeirra, sem hafa þau uppgefin, eru metin og ekki tekið tillit til

Mills hlutfallsins ��V� yrði mat með aðferð minnstu kvaðrata ósamkvæmt og bjagað.

Ástæðan fyrir því að farið er aftur í gegn um Heckit matið er sú að jaðaráhrifin sem reiknuð

eru fyrir breyturnar sem eru metnar eru tvískipt. Í fyrsta lagi eru bein áhrif útskýringabreytanna á

meðaltal launanna sem matið á � lýsir. Í öðru lagi eru það óbeinu áhrifin en þau eru til staðar ef

sama útskýringabreytan er notuð við matið á atvinnuþátttöku- og launamyndunarjöfnunni.

Ástæðan fyrir því er sú að ef útskýringarbreyta er bæði notuð í matinu á atvinnuþátttökujöfnunni

og launamyndunarjöfnunni þá veldur breyting í ´ ekki einungis beinum áhrifum á meðaltal

launanna heldur hefur þessi breyta líka áhrif á líkurnar á því að `V sé jákvæð, þ.e. á

atvinnuþátttökuna. Þar af leiðandi eru heildaráhrif útskýringarbreytu sem kemur fram í báðum

jöfnunum á launin:

*-NV|`V F 0. ´VÖ �Ö _Ö ì䤡¤× í V��×� (57)

Þar sem V �V: �V�V . Sem dæmi má taka að ef gert er ráð fyrir því að ä F 0 og vænt gildi

launanna er hærra fyrir þá sem taka þátt á vinnumarkaði miðað við þá sem ekki eru á vinnumarkaði

minnkar viðbótarliðurinn jaðaráhrifin þar sem 0 E V E 1. Mismunurinn á líkunum hefur áhrif á

vænt gildi launanna þar sem meðaltalið er hærra fyrir þá sem eru á vinnumarkaðnum. Þ.e. ef ekki

er tekið tillit til seinni liðsins við matið á jaðaráhrifunum er aðeins verið að gera ráð fyrir

jaðaráhrifum fyrir þá sem hafa uppgefin laun (Greene, 2008). Nauðsynlegt er að hafa þetta atriði

við hugann þegar jaðaráhrifin verða metin hér á eftir.

Ef litið er á jaðaráhrif launa, sem eru línuleg fyrir allar breyturnar nema aldur, þá má sjá að í

öllum tilfellunum nema einu hafa óbeinu jaðaráhrifin neikvæð áhrif á heildaráhrifin. Þ.a.l. yrði

matið á jaðaráhrifunum hærra ef aðeins væri tekið tillit til beinu áhrifanna, nema fyrir H�ºI�{�, en

fyrir þann stuðul væri það vanmetið. Í töflu 8-5 má sjá matið á beinu-, óbeinu- og

heildarjaðaráhrifunum fyrir allar breyturnar. Heildarjaðaráhrif þess ef einstaklingur lýkur

Page 71: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

71

stúdentsprófi, að öllu öðru óbreyttu, eru -2,616% lækkun á launum, en 16,609% hækkun á launum

ef hann lýkur háskólaprófi. Lækkunin sem spáð er vegna stúdentsprófs gæti verið sú að enn vantar

einstaklinga inn í menntagagnagrunninn eins og áður hefur verið minnst á. Jaðaráhrif þess að búa í

höfuðborginni eru metin sem 13,296% hækkun á launum. Varðandi stuðulinn ����{��ª táknar

hann það að jaðaráhrif þess að hafa erlent ríkisfang eru neikvæð um 17%.

Tafla 8-4 Jaðaráhrif launa

Breyta Bein

jaðaráhrif Óbein

jaðaráhrif Jaðaráhrif

samtals

Aldur 4,880% -0,005% 4,875%

I(aldur^2) -0,040% -0,001% -0,041%

Student -2,620% 0,004% -2,616%

Haskoli 16,610% -0,001% 16,609%

Hofudborg 13,300% -0,004% 13,296%

Erlentrf -17,050% -0,004% -17,054% Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Miðað við forsendur líkansins fyrir launamyndunarjöfnuna er gert ráð fyrir því að allar breyturnar,

nema aldur, hafi línulegt fallform og þ.a.l. föst jaðaráhrif. Hins vegar er gert ráð fyrir því að aldurinn

hafi ólínuleg áhrif, en eins og sést á töflu 8-5 eru jaðaráhrifin jákvæð en falla línulega með aldri.

Mynd 8-7 Jaðaráhrif aldurs á laun fyrir einstæðar mæður.

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar.

Jaðaráhrifin er hægt að finna með því að deilda tímakaupið m.t.t. til aldurs til að finna jaðaráhrif

aldur.

0.0%

0.5%

1.0%

1.5%

2.0%

2.5%

3.0%

3.5%

4.0%

17 20 23 26 29 32 35 38 41 44 47 50 53 56

Jað

aáh

rif

Aldur

Page 72: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

72

Skilgreina má því jaðaráhrif aldurs á eftirfarandi hátt:

log��8�%»%º�� %�Iº� �: � �Å %�Iº� 2 0,04875 0,0082 %�Iº� (58)

Þannig að jaðaráhrif aldurs breytast með aldri. Því má lesa út úr jöfnu 58 að jaðaráhrifin minnki

línulega með aldri um 0,82% fyrir hvert ár. Sjá má af mynd 8-5 ferilinn fyrir jöfnu 58 teiknaðan upp,

að í kringum 59 ára aldur fara jaðaráhrifin af hækkuðum aldri að vera neikvæð.

8.2 Vinnuaflsframboðsjafnan

Vinnuaflsframboðsjafnan er metin með fixed-effect aðferðarfræði sem hefur þann kost, sem lýst

hefur verið í kafla sex, að einstaklingsáhrifunum er eytt úr matinu og einstaklingsáhrifunum og

skýribreytunum er leyft að vera háðar. Hins vegar er nauðsynlegt forsenda þess að fixed effect

matið sé samkvæmt og óbjagað að sú forsenda haldi að einstaklingsáhrifin séu fasti yfir tímabilið

sem metið er fyrir hvern einstakling.

Til að rökstyðja valið á því að nota fixed effect aðferðarfræði við matið á

vinnuaflsframboðinu var gert próf sem Wooldridge lýsir í bók sinni þar sem �+ ¤×:, þ.e. að það

séu engin ómælanleg einstaklingsáhrif í matinu á gögnum ef pooled aðferð minnsta kvaðrata er

notuð. Prófstærðin er eftirfarandi:

' ∑ ∑ ∑ ºîVK?�4KC; ºîV�?!;K4;ïV4;-∑ ê∑ ∑ ºîV�ºîV��?�4KC;?!;K4; :ð;/:ïV4; (59)

Þ.s. ºî eru leifaliðir úr pooled matinu. Prófið er normaldreift. Niðurstaða þess var sú að M gildið væri

3.94 og því var núllkenningunni hafnað um að engin ómælanleg einstaklingsáhrif væru til staðar.

Því var ályktað að áhrifin séu til staðar og leita þurfi leiða til að taka tillit til þeirra.

Hafa skal í huga við fixed effect matið að launin fyrir hvern og einn einstakling er spáð með

launamyndunarjöfnunni sem er metin með Pooled Heckit aðferð sem gerir ráð fyrir því að engin

fylgni sé á milli einstaklingsáhrifa og skýribreyta á tíma �. Útskýringarmáttur launajöfnunnar er 0,25

en út frá þeim upplýsingum má með nokkurri einföldun halda því fram að launamyndunarjafnan

skýri 25% af breytileikanum í laununum. Þessi staðreynd gerir það að verkum að alhæfingar um

vinnuaflsframboð í úrtakinu sem er til skoðunar í framhaldi af fixed effect matinu eru varasamar.

Því er matið á vinnuaflsframboðinu tilraun til þess að varpa einhverskonar ljósi á það en með þeim

fyrirvara að vinna þyrfti betur í matinu á því til þess að hægt sé að nota það, t.d. við einhverskonar

stefnubreytingar hjá stjórnvöldum til að mynda.

Page 73: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

73

Tafla 8-5 Fixed effect mat á vinnuaflsframboðsjöfnunni. 18.498 mælingar, 3.083

einstaklingar og 6 ár

Breyta Mat Staðalfrávik t-gildi Pr(>|t|)

Logw 1,31549 1,11948 1,17510 0,23998

aldur -0,10316 0,02296 -4,49240 7,094e-06 ****

fjoldi_barna -0,37755 0,04157 -9,08310 < 2,2e-16 ****

born_yngri 0,04738 0,04342 1,09120 0,27520

student 0,12970 0,08595 1,50900 0,13131

haskoli 0,78832 0,22513 3,50160 0,0004638 ****

hofudborg -0,31852 0,16655 -1,91240 0,0558371*

erlentrf -0,15364 0,32242 -0,47650 0,63370 Marktæknistuðlar eru eftirfarandi: 0 =****; 0,001= ***; 0,01 =**; 0,1=*

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Matið á stuðlunum í fixed-effect líkaninu lýsir meðaláhrifum breytinga hverrar breytu á meðaltal

hvers einstaklings, þ.e meðaltalið af því hversu langt frá meðaltali breytingin á viðkomandi breytu

olli hjá hverjum einstakling. Þegar litið er á matið á vinnuaflsframboðsjöfnunni má sjá að formerki

launa, aldurs, fjölda barna og menntunar eru eins og við var að búast í línulegu mati. Þess má geta

að í mati Pylkkänen (2001) höfðu fyrrgreindir stuðlar sömu formerki. Búast hefði mátt við því

fyrirfram að formerki breytunnar ¼®�{_N{¥�8 væri neikvætt þar sem að öllu öðru óbreyttu ætti

vinnuaflsframboð að minnka ef ungabörn eru á heimilinu þar sem ummönnun þeirra ætti að taka

meiri tíma en hjá þeim sem eldri eru. Neikvæða formerkið fyrir breytuna �®ªºI¼®�¥ gefur það til

kynna að þegar einstaklingar búi á höfuðborgarsvæðinu minnki vænt vinnuaflsframboð

viðkomandi. Formerki stuðulsins ����{��ª gefur það til kynna að þeir sem hafa erlent ríkisfang hafi

lægra vinnuaflsframboð en þeir sem hafa íslenskt. Hugsanleg ástæða fyrir því gæti verið auðveldara

aðgengi þeirra einstaklinga sem hafa íslenskt ríkisfang að íslenskum vinnumarkaði, sem rímar að

vísu ekki við niðurstöðuna úr atvinnuþátttökujöfnunni þar sem þátttaka þeirra sem höfðu erlent

ríkisfang var betri en þeirra sem höfðu íslenskt.

Tafla 8-6 Jaðaráhrif vinnuaflsframboðs

Breyta Jaðaráhrif

logw 131,5%

aldur -10,3%

fjoldi_barna -37,8%

born_yngri -4,7%

student 1,3%

haskoli 7,9%

hofudborg -31,9%

erlentrf -15,4% Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Page 74: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

74

Matið á jaðaráhrifum aldurs á vinnuaflsframboðið gefur til kynna að þegar laun hækka um 1% þá

hækki vinnuaflsframboð viðkomandi um 1,31%. Sjá má hins vegar í töflu 8-7 að staðalfrávikið fyrir

launabreytuna er aðeins minna en matið sjálft sem gefur það til kynna að bilið á svörun

vinnuaflsframboðsins við 1% launahækkun sé u.þ.b. [0,2%,2,44%], miðað við eitt staðalfrávik frá

meðaltali, sem er ónákvæmt mat, enda er matið ekki marktækt. Jaðaráhrif aldurs eru áætluð á

þann veg að ef aldur hækkar um eitt ár þá minnki vinnuaflsframboðið um 10%. Þetta háa mat

kemur nokkuð á óvart en miðað við það væru þeir einstaklingar sem byrjuðu að vinna 20 ára komin

í 50% starf við 27 ára aldur, 25% starf við 34 ára aldur og kominn í 10% starf við 42 ára aldur. Því er

ljóst að jaðaráhrif þessa stuðuls er frekar ólíklegt og hugsanlegt að einhver ólínuleiki sé

undirliggjandi í jaðaráhrifum aldurs. Jaðaráhrif fjölda barna eru neikvæð um 37,8% við hvert barn.

Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn Pylkkänen þar sem mat á jaðaráhrifum fjölda barna

á frítíma viðkomandi voru metin jákvæð eins og fram hefur komið. Skiptibreyturnar H�ºI�{� og �%H»®�8 hækka vinnuaflsframboðið um 1,3% og 7,9% sem eru sömu formerki og hjá Pylkkänen þar

sem ein af niðurstöðunum var sú að fylgni væri á milli hás stigs menntunar og minni vildum fyrir

frítíma.

8.3 Mat á forsendum líkananna

Til þess að matið á líkönunum sé óbjagað og nýtið er nauðsynlegt að skoða hvort að forsendur

matsins standist. Í þessum undirkafla verður reynt að skoða eiginleika leifaliðanna og hvort fylgni sé

á milli breyta í líkönunum sem á ekki að vera til staðar.

Í matinu á Heckit líkaninu er í fyrsta lagi gert ráð fyrir því að skýribreyturnar og %�²8{{º�%��%»% séu alltaf gefnar upp en breytan fyrir laun á klukkustund sé aðeins gefin upp

þegar breytan %�²8{{º�%��%»% sé jöfn einum. Þessi skilyrði halda. Í öðru lagi er gert ráð fyrir því að

leifaliðirnir úr báðum jöfnunum séu óháðar útskýringabreytunum og með meðaltal jafnt og núll.

Ef skoðaðir eru leifaliðirnir fyrir matið á atvinnuþátttökujöfnunni og

launamyndunarjöfnunni á myndum 8-6 og 8-7 má sjá að leifaliðirnir fyrir atvinnuþátttökujöfnuna

eru misdreifðir og sveiflast annars vegar í kring um 0,5 og hins vegar -2 og hafa meðaltal 0,17.

Leifaliðirnir fyrir launamyndunarjöfnuna eru hins vegar nokkuð jafndreifðir og sveiflast í kring um

meðaltal sitt sem er jafnt og núll.

Page 75: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

75

Mynd 8-2 Villuliðir atvinnuþátttökujöfnunnar í Heckit matinu

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar.

Athugað var hvort einhver fylgni væri á milli leifaliðanna úr jöfnunum og síðan skýribreytanna á

tíma �. Það var ekkert mat sem gaf marktæka fylgni, þó með einni undantekningu, en breytan ¼®�{_N{¥�8 hafði fylgni við bæði leifaliðina í atvinnuþátttöku- og launamyndunarjöfnunni.

Mynd 8-3 Villuliðir launamyndunarjöfnunar í Heckit matinu

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar.

Page 76: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

76

Í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að truflunin úr atvinnuþátttökujöfnunni sé normaldreifð og með

meðaltal núll og dreifni jafnt og einn. Ef litið er á mynd 8-8 má sjá að þéttifall leifaliðanna er langt

frá því að vera normaldreift og hafa meðaltal jafnt og núll. Því brestur sú forsenda.

Mynd 8-4 Þéttifall villuliða atvinnuþátttökujöfnunnar í Heckit matinu

Heimild: Hagstofa Íslands (2009)og eigin útreikningar.

Í fjórða lagi er gert ráð fyrir því að leifaliðurinn úr launamyndunarjöfnunni hafi ákveðið fallform að

gefnum leifaliðnum úr atvinnuþátttökujöfnunni. Þetta atriði verður ekki skoðað. Í fimmta lagi er

gert ráð fyrir engri fylgni milli skýribreytanna og einstaklingsáhrifanna á tíma �. Ekki er mögulegt að

kanna hvort þessi forsenda haldi þar sem gert er ráð fyrir því að einstaklingsáhrifin séu ómælanleg.

Mynd 8-5 Þéttifall villuliðanna í launamyndunarjöfnunni.

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar.

-3 -2 -1 0 1

0.0

0.5

1.0

1.5

2.0

2.5

density.default(x = rsel, na.rm = TRUE)

N = 18498 Bandwidth = 0.02974

Den

sity

-3 -2 -1 0 1 2

0.0

0.2

0.4

0.6

0.8

1.0

1.2

density.default(x = rout, na.rm = TRUE)

N = 15673 Bandwidth = 0.04302

Den

sity

Page 77: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

77

Við matið á vinnuaflsframboðsjöfnunni með fixed effect aðferðarfræðinni voru þrjár forsendur fyrir

því að matið væri óbjagað og nýtið (e. efficient). Í fyrsta lagi að leifaliðurinn fyrir einstakling 8 væri

óháður bæði skýribreytunum og einstaklingsáhrifunum. Ekki er hægt að athuga hvort ómældu

einstaklingsáhrifin og leifaliðurinn hafi fylgni þar sem einstaklingsáhrifin eru ómæld en hins vegar er

hægt að skoða hvort leifaliðurinn og skýribreyturnar séu háðar. Þegar skoðað var einfalt línulegt

mat á sambandi skýringabreytanna og leifaliðanna á tíma � mældist engin stuðull marktækur nema

aldur, en t-gildið í því tilviki var 1,849. Ef litið er á mynd 8-10 má sjá villuliðinn og breytuna aldur

teiknaða upp og síðan línulegt mat í gegnum punktana. Eins og sést þá er línan nánast lárétt sem

bendir til þess að lítil fylgni sé til staðar.

Mynd 8-6 Villuliðir, úr vinnuaflsframboðslíkaninu, teiknaðir upp á móti aldri

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Í öðru lagi er gert ráð fyrir því að breytur sem eru fastar yfir tíma séu ekki leyfðar. Í þessu tilfelli var

aðeins ein breyta föst yfir tíma sem voru einstaklingsáhrifin, samkvæmt skilgreiningu. Í þriðja lagi er

gert ráð fyrir því að leifaliðirnir hafi fasta dreifni og séu óháðir yfir tíma sem á að tryggja að fixed

effect matið sé nýtið. Ef litið er á mynd 8-11 má sjá leifaliðina teiknaða upp. Hægt er að sjá það af

þeirri mynd að dreifnin er nokkuð jöfn og sveiflast í kring um meðaltal núll.

Page 78: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

78

Mynd 8-7 Villuliðir fixed effect matsins

Heimild: Hagstofa Íslands (2009) og eigin útreikningar

Það að prófa fyrir því hvort leifaliðurinn sé óháður yfir tíma er flóknara en virðist í fyrstu. Hafa

verður í huga að við getum ekki metið raunverulega leifaliðinn, �VK , heldur er einungis leifaliðurinn

úr fixed effect matinu, �V̂K, til reiðu þar sem búið var að umbreyta gögnunum áður en þau voru

metin. Sýna má fram á að leifaliðirnir úr fixed effect matinu hafa neikvæða fylgni, �®���V̂K , �V̂�� 1/�� 1�, ef �VK eru óháðir. Wooldridge (2002) mælir með prófi þar sem leifaliðirnir eru metnir

með eftirfarandi jöfnu:

�V̂,K � � �V̂,K!; � �V,K (60)

Þ.s. �+: 1�� 1� *{¥8{ HTá�ªªN�¥{8 í ��8ª%�8ð8{º� og �ó: 1�� 1� *{¥8{ HTá�ªªN�¥{8 í ��8ª%�8ð{º�. Núlltilgátunni um enga sjálffylgni í leifaliðnum var hafnað við

99,9% öryggi.

Af þessum niðurstöðum má ráða að nokkrar forsendur Heckit bresta og því má álykta að

matið á þeirri jöfnu sé hugsanlega bæði bjagað og ekki nýtið. Hins vegar halda þær forsendur

matsins á vinnuaflsframboðslíkaninu fyrir óbjagað líkan. Síðasta forsendan er varðar fylgni

leifaliðsins yfir tíma veldur því að matið á jöfnunni verður ekki nýtið. Hins vegar ber að taka það

fram að við matið á vinnuaflsframboðsjöfnunni voru notuð spáð laun, til að leiðrétta fyrir

úrtaksbjöguninni, sem gæti valdið því að matið á vinnuaflsframboðinu verði bjagað ef matið á

spáðu laununum var bjagað. Mat á langsniðsgögnum með úrtaksbjögun er flókið og nær öruggt er

að betur þarf að gera ef meta á vinnuaflsframboðið óbjagað og á besta máta en Wooldridge (2002)

segir um mat af því tagi; ,,Þetta er líkanasmíð sem er full af erfiðleikum og óhefðbundnum

Page 79: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

79

vandamálum sem koma upp við líkanasmíðina.“ (Wooldridge, 2002). Því ber að taka þeim

niðurstöðum sem koma fram í kafla átta með þessum fyrirvörum sem hafa verið tíundaðir hér og

ljóst er að það er verðugt verkefni í framhaldinu að halda áfram með að skoða gögnin og beita

nýjum og betri matsaðferðum.

Page 80: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

80

9 Niðurlag

Markmið þessarar ritgerðar er að sýna fram á áhrif skatta á vinnuaflsframboð og hvernig skattar,

barna- og vaxtabætur, hafa þróast á Íslandi frá upptöku staðgreiðslukerfisins. Metin voru líkön er

vörðuðu atvinnuþátttöku, launamyndun og vinnuaflsframboð. Sá hópur sem valinn var til að

skoðunar eru einstæðar mæður. Ástæðan fyrir því er sú að ef einhver hópur bregst við breytingum

sem verða t.d. á skatta- eða bótakerfinu eru það þær, þar sem í flestum tilvikum hafa þær lág laun

og eru eina fyrirvinnan á heimilinu.

Mikilvægt er fyrir stjórnvöld, sem ákveða þessa dagana miklar breytingar á skattakerfinu,

að hafa í huga þá þætti sem fjallað hefur verið um í þessari ritgerð. Þ.e. ekki er hægt að fullyrða um

það að tekjur ríkisins hækki ef skattar eru hækkaðir, að öllu öðru óbreyttu, þar sem skattar draga úr

ráðstöfunartekjum einstaklinganna og þ.a.l. í sumum tilfellum úr vinnuaflsframboði. Þar af leiðandi

er mikilvægt að skoðað sé ítarlega, ítarlegar en gert hefur verið í þessari ritgerð, hvaða áhrif

breytingar á skattkerfinu hafa á vinnuaflsframboð þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði. Því

er sá möguleiki uppi nú, þegar jaðarskattar hafa verið hækkaðir umtalsvert, að vinnuaflsframboð

dragist saman. Þá er mikilvægt að stjórnvöld hafi verið búin að áætla hversu mikið framboðið

dragist saman og hversu mikið tekjurnar aukast á hverja unna einingu hjá einstaklingum á

vinnumarkaðnum. Ef takmarkið er að hámarka skatttekjur mun skattahækkanirnar borga sig ef

heildarskatttekjur eru hærri en áður, þó vinnuaflsframboðið hafi hugsanlega minnkað. Ef hins vegar

heildarskatttekjur hafa minnkað þar sem vinnuaflsframboðsáhrifin vega þyngra en hin auknar

skatttekjur er ekki hagkvæmt að breyta skattkerfinu ef stuðst er við fyrrgreint takmark.

Þó ekki hafi reynst mögulegt að meta bein áhrif skatta á vinnuaflsframboð einstæðra

mæðra voru metin áhrif einstakra breyta á atvinnuþátttöku, launamyndun og vinnuaflsframboð.

Helstu niðurstöðurnar úr því mati voru þær að fjöldi barna og það að búa á höfuðborgarsvæðinu

höfðu neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku. Hins vegar hafði aukinn aldur, menntun og sá eiginleiki að

viðkomandi hefði erlent ríkisfang jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku. Við matið á

launamyndunarjöfnunni kom í ljós að aldur, og háskólamenntun hafði jákvæð áhrif á laun en að

hafa erlent ríkisfang hafði neikvæð áhrif á launamyndun. Við matið á vinnuaflsframboðsjöfnunni

hafði aukin laun og menntun jákvæð áhrif á vinnuaflsframboð en aukinn aldur, fjöldi barna, búseta

á höfðuborgarsvæðinu og að viðkomandi hefði erlent ríkisfang hafði neikvæð áhrif á

vinnuaflsframboðið.

Page 81: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

81

Viðauki A

Tafla 9-1 Tekjuskattur og mörk sérstaks tekjuskatts 1988 til 2009

Ár Tekjuskattur Sérstakur

tekjuskattur Mörk sérstaks

tekjuskatts Hámarks

stofn

1988 28,50% - - - 1989 30,80% - - - 1990 32,80% - - - 1991 32,80% - - - 1992 32,80% - - - 1993 34,30% 5,00% 2.440.080 - 1994 33,15% 5,00% 2.494.080 - 1995 33,15% 5,00% 2.805.840 - 1996 33,15% 5,00% 2.805.840 - 1997 29,31% 5,00% 2.805.840 3.000.000 1998 27,41% 7,00% 3.198.000 3.075.000 1999 26,41% 7,00% 3.277.950 3.151.875 2000 26,41% 7,00% 3.359.899 - 2001 26,08% 7,00% 3.865.000 - 2002 25,75% 7,00% 3.980.000 - 2003 25,75% 5,00% 4.089.450 - 2004 25,75% 4,00% 4.191.686 - 2005 24,75% 2,00% 4.191.686 - 2006 23,75% - - - 2007 22,75% - - - 2008 22,75% - - - 2009 1/2 24,23% - - - 2009 2/2 24,23% 8,0% 4.200.000 -

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Tafla 9-2 Þróun meðaltalsútsvars í staðgreiðslu 1988 til 2009

Ár Meðalútsvar í staðgreiðslu

Ár

Meðalútsvar í staðgreiðslu

1988 6,70% 1999 11,93%

1989 6,94% 2000 11,96%

1990 6,99% 2001 12,68%

1991 6,99% 2002 12,79%

1992 7,05% 2003 12,80%

1993 7,04% 2004 12,83%

1994 8,69% 2005 12,98%

1995 8,78% 2006 12,97%

1996 8,79% 2007 12,97%

1997 11,57% 2008 12,97%

1998 11,61% 2009 13,10% Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 82: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

82

Tafla 9-3 Persónuafsláttur 1981 til 2009

Ár Afsláttur Millifæranlegur

milli hjóna

Ár Afsláttur Millifæranlegur

milli hjóna

1981 11.415

1996 294.528 80% 1982 18.751

1997 286.812 80%

1983 29.500

1998 280.320 80% 1984 35.000

1999 279.948 80%

1985 34.705

2000 292.326 85% 1986 58.370 50% 2001 302.940 90% 1987 76.465 50% 2002 312.024 95% 1988 186.629 80% 2003 321.900 100% 1989 223.566 80% 2004 329.948 100% 1990 257.784 80% 2005 339.846 100% 1991 280.518 80% 2006 348.343 100% 1992 287.610 80% 2007 385.800 100% 1993 285.132 80% 2008 408.409 100% 1994 287.154 80% 2009 506.466 100% 1995 293.928 80%

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 83: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

83

Tafla 9-4 Óskerðanlegar barnabætur 1986 til 2009

Ár

Hjón &sambúðarfólk Einstæðir foreldrar Viðbót með

börnum yngri en sjö ára

Með fyrsta barni

Með börnum

umfram eitt

Með fyrsta barni

Með börnum umfram

eitt

1981 3.263 4.677 6.090 6.960 - 1982 4.960 7.110 9.257 9.257 - 1983 6.000 9.000 12.000 12.000 - 1984 7.500 11.250 15.000 15.000 - 1985 10.200 15.300 20.400 20.400 - 1986 12.625 18.910 25.250 25.250 - 1987 17.888 26.832 53.663 53.663 - 1988 21.568 32.353 64.705 64.705 - 1989 25.204 37.807 75.614 75.614 - 1990 27.598 41.399 82.797 82.797 - 1991 8.903 27.618 66.850 71.078 - 1992 8.976 27.847 67.403 71.664 - 1993 9.040 28.044 67.878 72.170 - 1994 9.252 28.708 69.482 73.872 - 1995 9.272 28.768 69.624 74.024 - 1996 9.272 28.768 69.624 74.024 - 1997 - - - - - 1998 - - - - - 1999 - - - - - 2000 - - - - 33.470 2001 - - - - 34.474 2002 - - - - 35.422 2003 - - - - 36.308 2004 - - - - 37.397 2005 - - - - 46.747 2006 - - - - 56.096 2007 - - - - 57.891 2008 - - - - 61.191

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 84: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

84

Tafla 9-5 Skerðanlegar barnabætur 1981 til 2009

Ár

Hjón & sambúðarfólk Einstæðir foreldrar Viðbót með

börnum yngri en sjö

ára

Með fyrsta barni

Með börnum umfram

eitt

Með fyrsta barni

Með börnum umfram

eitt

1983 12.000 12.000 12.000 12.000 6.000 1984 15.000 15.000 15.000 15.000 7.500 1985 20.400 20.400 20.400 20.400 10.200 1986 30.000 30.000 30.000 30.000 12.625 1987 46.201 46.201 46.201 46.201 17.888 1988 55.752 55.752 55.752 55.752 21.568 1989 63.488 63.488 63.488 63.488 25.204 1990 68.680 68.680 68.680 68.680 27.598 1991 89.623 89.623 89.623 89.623 28.972 1992 90.761 90.761 98.386 98.386 29.214 1993 90.884 90.884 98.518 98.518 29.420 1994 93.164 93.164 100.990 100.990 30.112 1995 93.164 93.164 100.990 100.990 30.176 1996 93.164 93.164 100.990 100.990 30.176 1997 102.436 121.932 170.614 175.014 30.176 1998 104.997 124.980 174.879 179.389 30.930 1999 107.622 128.105 179.251 183.874 31.703 2000 113.622 135.247 189.244 194.125 - 2001 117.031 139.304 194.921 199.949 - 2002 120.248 143.135 200.281 205.448 - 2003 123.254 146.713 205.288 210.584 - 2004 126.952 151.114 211.447 216.902 - 2005 139.647 166.226 232.591 238.592 - 2006 139.647 166.226 232.591 238.592 - 2007 144.116 171.545 240.034 246.227 - 2008 152.331 181.323 253.716 260.262 -

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 85: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

85

Tafla 9-6 Skerðing barnabóta vegna tekna 1981 til 2009

Ár Skerðingarmörk tekna Skerðing af tekjuskattofni Hjón&sam-búðarfólk

Einstæðir foreldrar

1 barn 2 börn 3 börn 4 börn og fleiri

1983 220.000 150.000 8,00% 8,00% 8,00% 8,00% 1984 275.000 187.500 8,00% 8,00% 8,00% 8,00% 1985 374.000 255.000 8,00% 8,00% 8,00% 8,00% 1986 505.000 344.250 7,50% 7,50% 7,50% 7,50% 1987 670.800 447.200 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1988 825.000 550.000 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1989 920.000 613.000 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1990 1.007.400 671.235 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1991 1.098.000 732.000 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1992 1.102.172 551.086 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1993 1.116.337 558.168 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1994 1.141.042 570.521 7,00% 6,00% 5,00% 4,00% 1995 1.141.042 570.521 6,00% 11,00% 15,00% 15,00% 1996 1.141.042 570.521 6,00% 11,00% 15,00% 15,00% 1997 1.141.042 570.521 5,00% 9,00% 11,00% 11,00% 1998 1.169.568 584.784 5,00% 9,00% 11,00% 11,00% 1999 1.198.807 599.404 5,00% 9,00% 11,00% 11,00% 2000 1.290.216 645.109 5,00% 9,00% 11,00% 11,00% 2001 1.354.727 677.364 4,00% 8,00% 10,00% 10,00% 2002 1.408.916 704.459 3,00% 7,00% 9,00% 9,00% 2003 1.444.139 722.070 3,00% 7,00% 9,00% 9,00% 2004 1.487.463 743.732 3,00% 7,00% 9,00% 9,00% 2005 1.859.329 929.665 3,00% 7,00% 9,00% 9,00% 2006 2231195 1.115.598 2,00% 6,00% 8,00% 8,00% 2007 2.880.000 1.440.000 2,00% 5,00% 7,00% 7,00% 2008 3.600.000 1.800.000 2,00% 5,00% 7,00% 7,00%

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 86: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

86

Tafla 9-7 Skerðing barnabóta vegna eigna 1981 til 2009

Ár Skerðingarmörk eigna Skerðing af eignastofni

Hjón&sam-búðarfólk

Einstæðir foreldrar

Hjón&sam-búðarfólk

Einstæðir foreldrar

1983 1.500.000 1.000.000 1,20% 1,20% 1984 1.875.000 1.250.000 1,20% 2,40% 1985 2.550.000 1.700.000 1,20% 2,40% 1986 3.136.500 2.091.000 1,50% 3,00% 1987 4.136.600 2.767.050 1,50% 3,00% 1988 5.700.000 4.275.000 1,50% 3,00% 1989 6.560.000 4.920.000 1,50% 3,00% 1990 7.336.500 5.502.375 1,50% 3,00% 1991 7.800.000 5.850.000 1,50% 3,00% 1992 8.064.530 6.048.899 1,50% 3,00% 1993 8.168.168 6.126.634 1,50% 3,00% 1994 8.348.932 6.262.219 1,50% 3,00% 1995 8.348.932 6.282.219 1,50% 3,00% 1996 8.348.932 6.262.219 1,50% 3,00% 1997 8.348.932 6.262.219 1,50% 3,00% 1998 8.557.656 6.418.774 1,50% 3,00% 1999 8.771.598 6.579.243 1,50% 3,00% 2000 - - - -

: : : : : : : : : :

2008 - - - - Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Tafla 9-8 Hámarksfjárhæð vaxtabóta 1989 til 2008

Ár Einhleypir Einstæðir foreldrar Hjón

1989 113.484 148.484 184.544 1990 122.765 160.628 199.637 1991 123.467 161.612 200.760 1992 125.035 163.664 203.310 1993 125.204 163.885 203.584 1994 140.903 181.212 233.015 1995 140.903 181.212 233.015 1996 140.903 181.212 233.015 1997 140.903 181.212 233.015 1998 144.426 185.742 238.840 1999 148.037 190.386 244.811 2000 151.738 195.146 250.931 2001 156.290 201.000 258.459 2002 160.588 206.527 265.566 2003 164.603 211.691 272.206 2004 169.541 218.042 280.372 2005 169.541 218.042 280.372 2006 169.541 218.042 280.372 2007 179.713 231.125 297.194 2008 246.944 317.589 408.374 Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 87: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

87

Tafla 9-9 Hámark vaxtagjalda vegna skulda af íbúðarhúsnæði og til útreiknings

vaxtabóta 1989 til 2008

Ár Vegna skulda af íbúðarhúsnæði

Til útreiknings bóta

Einhleypir Einstæðir foreldrar Hjón

1989 100,00% 400.000 525.000 650.000 1990 100,00% 438.000 574.875 711.750 1991 100,00% 438.000 575.000 712.000 1992 100,00% 439.664 577.185 714.706 1993 90,00% 400.580 526.651 651.705 1994 7,00% 411.209 539.830 668.450 1995 7,00% 411.209 539.830 668.450 1996 7,00% 411.209 539.830 668.450 1997 7,00% 411.209 539.830 668.450 1998 7,00% 421.489 553.326 685.161 1999 7,00% 432.026 567.159 702.290 2000 7,00% 442.827 581.338 719.847 2001 7,00% 456.112 598.778 741.442 2002 7,00% 468.655 615.244 761.831 2003 7,00% 480.371 630.626 780.878 2004 5,50% 494.782 649.544 804.304 2005 5,00% 494.782 649.544 804.304 2006 5,00% 494.782 649.544 804.304 2007 5,00% 524.469 688.517 852.562 2008 7,00% 554.364 727.762 901.158

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 88: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

88

Tafla 9-10 Skerðing vaxtabóta vegna tekna og skerðingarmörk vegna eigna 1989 til

2008

Ár Skerðing

vegna tekna

Skerðingarmörk vegna eigna (nettóeign)

Einhleypir Hjón og samskattaðir Neðri mörk Efri mörk Neðri mörk Efri mörk

1989 6,00% 2.500.000 5.000.000 4.150.000 8.300.000 1990 6,00% 2.797.725 5.595.450 4.637.325 9.274.650 1991 6,00% 2.965.001 5.930.000 4.915.001 9.830.000 1992 6,00% 2.976.267 5.952.534 4.933.677 9.867.354 1993 6,00% 3.105.003 4.968.003 5.146.536 8.234.456 1994 6,00% 3.092.937 4.948.699 5.127.077 8.203.323 1995 6,00% 3.092.937 4.948.699 5.127.077 8.203.323 1996 6,00% 3.092.937 4.948.699 5.127.077 8.203.323 1997 6,00% 3.092.937 4.948.699 5.127.077 8.203.323 1998 6,00% 3.170.260 5.072.416 5.255.254 8.408.406 1999 6,00% 3.249.517 5.199.227 5.386.635 8.618.616 2000 6,00% 3.330.755 5.329.208 5.521.301 8.834.081 2001 6,00% 3.430.678 5.489.084 5.686.940 9.099.103 2002 6,00% 3.525.021 5.640.034 5.843.330 9.349.328 2003 6,00% 3.613.148 5.781.037 5.989.414 9.583.062 2004 6,00% 3.721.542 5.954.467 6.169.097 9.870.555 2005 6,00% 3.721.542 5.954.467 6.169.097 9.870.555 2006 6,00% 4.838.005 7.740.808 8.019.826 12.831.722 2007 6,00% 7.119.124 11.390.599 11.390.599 18.224.958 2008 6,00% 7.119.124 11.390.599 11.390.599 18.224.958

Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Tafla 9-11 Skerðing útreiknaðra vaxtabóta 2003 og 2004

Ár Skerðing

2003 10%

2004 5% Heimild: Ríkisskattstjóri (2009)

Page 89: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

89

Heimildaskrá

Blomquist, S. og Newey, W. (Vol. 70, No. 6, 2002). Nonparametric estimation with nonlinear budget

sets. Econometrica , 2455-2430.

Boeri, T. og Ours, J. v. (2008). The Economics of Imperfect Labour Markets. Princeton: Princeton

University Press.

Borjas, G. (1980). The Relationship between Wages and Weekly Hours of Work: the Role of Division

Bias. 15(3) , bls. 409-23.

Cahuc, P. og Zylberger, A. (2004). Labor economics. London: The MIT Press.

Fjármálaráðuneytið. (1998). Leiðir til að efla sparnað. Skýrsla nefndar um þjóðhagslegan sparnað.

Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Flood, L., Hansen, J. og Wahlberg, R. (2003). Household Labor Supply and Welfare Participation in

Sweden. Journal of Human Resources , 1008-1032.

Flood, L., Jansson, F., Pettersson, T., Sundberg, O. og Westerberg, A. (2005). SESIM III - a Swdish

dynamic micro simulation model.

Granger, C. W. og Newbold, P. (Júlí 1974). Spurious regressions in econometrics. Journal of

Econometrics , 111-120.

Greene, W. H. (2008). Econometric analysis. Upper Saddle River, New Jersey: Pearson .

Gustafson, H. (1985). Mellan kung och allmoge, ämbetsmän, bestlutsprocess och inflytandi pä

Hagstofa Íslands. (21. Desember 2009). Gögn vegna vinnuaflsframboðs einstæðra mæðra 2000 -

2005. Reykjavík, Ísland.

Hagstofa Íslands. (12. Ágúst 2009). Hagstofa Íslands. Sótt 12. Ágúst 2009 frá Hagstofa Íslands -

Hagtölur>Verðlag og neysla>Vísitala neysluverðs: http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Verdlag-og-

neysla/Visitala-neysluverds

Hagstofa Íslands. (2006). Laun, tekjur og vinnumarkaður. Reykjavík: Hagstofa Íslands.

Heckman, J. J. (1976). The Common Structure of Statistical Models of Truncation, Sample Selection

and Limited Dependent Variables. Annals of Economic and Social Measurement, Volume 5, number

4 , 120-137.

Heckman, J. og Singer, B. L. (1984). A method for minimizing the distributional assumption in

econometric models for duration data. 52 , bls. 271-320.

Kuhn, P. (2009). Cross-Section Regression Estimates of Labor Supply Elasticities.

Kumar, A. (2008). Labor supply, deadweight loss and tax reform act of 1986: A nonparametric

evaluation using panel data. Journal of Public Economics (92), 236-253.

Page 90: Áhrif skatta á vinnuaflsframboð og mat á áhrifum launa á ... · 2008 og niðurstöðurnar bornar saman. Í ljós kemur að stuðullinn fyrir Ísland og Finnland hækkaði eftir

90

Levy, F. (1979). The Labor Supply of Female Household Heads, or AFDC Work Incentives Don´t Work

Too Well. Journal of Huma Resources , 76 - 97.

MaCurdy, T., Green, D. og Paarsch, H. (1990). Assessing Empirical Approaches for Analyzing Taxes

and Labor Supply. Journal of Human Resources 25 .

McConnel, C. R., Brue, S. L. og Macpherson, D. A. (2006). Contemporary labor economics. New York:

McGraw-Hill/Irvin.

Moffit, R. (1983). An Economics Model of Welfare Stigma. American Economic Review , 1023-1035.

Nicholson, W. (2005). Microeconomic theory. Basic principles and extensions. Mason: Thomson

South-Western.

OECD. (20. September 2009). OECD Tax database. Sótt 2009. September 2009 frá Heimasíða OECD:

http://www.oecd.org/document/60/0,3343,en_2649_34533_1942460_1_1_1_1,00.html#pir

Pylkkänen, E. (2001). Modeling Wages and Hours of Work. Brazilian Electronic Journal of

Economics .

Ríkisskattstjóri. (15. Júlí 2009). Ríkisskattstjóri. Sótt 15. Júlí 2009 frá

www.rsk.is>Fagaðilar>Skattatölfræði: http://www.rsk.is/fagadilar/skatttol

Ríkisskattstjóri. (2009). Vinnuskjöl Steinþórs Haraldssonar frá 1981 - 1989. Hella.

Schjerning, B., Petersen, S. L. og Jørgensen, R. (2008). Exercises in Advanced Microeconometrics,

Sample Selection. Kaupmannahöfn.

(1987). Stefnuyfirlýsing og starfsáætlun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar.

Tíund. (1996). Fréttablað RSK. Reykjavík: Ríkisskattstjóri.

Útlendingastofnun. (5. Janúar 2010). Útlendingastofnun - Dvalarleyfi. Sótt 5. Janúar 2010 frá

Vefsíða Útlendingastofnunar: http://www.utl.is/leyfi/

Valur Þráinsson. (2009). Hagnýtt tekjuskattslíkan á einstaklingsstigi. Reykjavík: Hagstofa Íslands og

Háskóli Íslands.

Van Soest, A., og Das, M. (2000). Family labor supply and proposed tax reforms in the Netherlands.

Tilburg: Tilburg University.

Wooldridge, J. M. (2002). Econometric analysis of cross section and panel data. London: MIT Press.

Ziliak, J. P. (Október 1997). Efficient estimation with panel data when instruments are

predetermined: An empirical comparison of moment-condition estimators. Journal of Economic

and Buisness statistics , bls. 419-431.