hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. heildar kostn-aður...

32
15-19 Blaðaukinn fjallar að þessu sinni um jarðrækt 30 Fjölmargir kostir fyrir milliliðalaus kaup frá bónda 6. tölublað 2009 Fimmtudagur 26. mars Blað nr. 301 Upplag 20.000 10-11 Ódýrara að flokka úrgang en að urða hann Landssamtök slát- urleyfishafa and- snúin ESB aðild Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa árið 2009 var haldinn 19. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var sam- þykkt ályktun þar sem varað er eindregið við því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Innganga í sambandið myndi á fáum árum orsaka enda- lok íslensks landbúnaðar. Ályktunin, sem Sigurður Jóhannesson formaður sam- takanna skrifar undir fyrir hönd þeirra, er svohljóðandi: „Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa, haldinn í Reykjavík 19. mars 2009, varar eindregið við hugmynd- um um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það er alveg ljóst að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi á fáum árum orsaka endalok íslensks landbúnaðar eins og hann er í dag. Þúsundir starfa myndu tapast og breyting verða á byggð landsins. Matvælalegt sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki tryggt nema með öflugum íslenskum landbúnaði.“ Food and fun matarhátíðinni var formlega slitið síðasta sunnudag. Þótti hátíðin takast framar vonum og aðsókn að veitingastöðunum varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta var í áttunda sinn sem hátíðin er haldin og um 15.000 manns nýttu sér tækifærið og fóru út að borða á veitingastöðunum sextán sem tóku þátt í hátíðinni. Í keppninni um kokk hátíðarinnar sem fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi að þessu sinn bar Daninn Claus Henriksen sigur úr býtum. Henriksen sem sjá má á myndinni vinstra meginn var gestakokkur á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Á stóru myndinni má sjá Bjarna Kristinsson yfirmatreiðslumann á Grillinu flambera og á bak við hann grillir í Agnar Sverrisson sem var gestakokkur á Grillinu. Línur skýrast nú óðum í fram- boðsmálum fyrir komandi kosn- ingar 25. apríl næstkomandi. Þeir flokkar sem nú sitja á Alþingi eru flestir búnir að stilla upp listum í kjördæmunum eða eru langt komnir með það. Undantekningin þar á er Frjálslyndi flokkurinn en þar á bæ gera menn ráð fyrir að einhver bið verði á að upp- stilling klárist. Nýju framboðin, Borgarahreyfingin og L-listi full- veldissinna, eru skammt á veg komin við uppstillingu á sína lista en sú vinna er að sögn forsvars- manna listanna í fullum gangi. Bændablaðið kannaði stöðu bænda í efstu sætum á framboðs- listum flokkanna. Óhætt er að segja að hann sé mjög misjafn og á sumum listum heldur rýr. Hjá flest- um flokkanna má finna bændur á listum en í mörgum tilfellum eru þeir neðarlega á listunum og litlar líkur eru til þess að þeir nái kjöri. Þó eru bændur í nokkrum tilfellum ofarlega á listum. Einn bóndi leiðir framboðslista til Alþingiskosninga. Guðrún Guðmundsdóttir bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal leiðir L-lista fullveldissinna í norðvest- urkjördæmi. Hafa ber þó í huga að enn á eftir að klára uppstillingu hjá L-listanum og Borgarahreyfingunni svo ekki er útilokað það gæti breyst. Bændur ofarlega í Norðvesturkjördæmi Ekki er auðséð hvaða bændur eru líklegir til að ná inn á þing í kosn- ingunum. Þó má telja að talsverð- ar líkur séu á að Arndís Soffía Sigurðardóttir ferðaþjónustubóndi í Smáratúni í Fljótshlíð gæti kom- ist á þing en hún skipar annað sæti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Þá er ekki heldur loku skotið fyrir Ásmundur Einar Daðason bóndi á Lambeyrum í Dölum gæti komist inn en hann lenti í þriðja sæti í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Það er þó ekki á vísan að róa í þeim efnum en líkur eru til að Ásmundur verði varaþingmaður hið minnsta. Í sama kjördæmi skipar Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins. Telja má að það sæti sé nokkuð öruggt varaþingmannssæti og á góðum degi gæti Sindri náð inn á þing. Framsóknarmenn stilla einnig upp bónda í efstu sætin á Suðurlandi. Sá heitir Guðni Ragnarsson og er bóndi á Guðnastöðum í Rangárþingi. Engir bændur í öruggu þingsæti í Norðaustur kjördæmi Í Norðausturkjördæmi eru bændur á listum flokkanna en enginn í öruggu þingsæti. Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá er þeirra efstur en hann skipar fimmta sæti á lista Vinstri grænna í kjördæm- inu. Þórarinn Ingi Pétursson bóndi í Laufási í Eyjafirði skipar sjöunda sæti á lista Framsóknarflokksins og sama sæti á lista Sjálfstæðisflokksins skipar Kristín Linda Jónsdóttir bóndi í Miðhvammi í Þingeyjarsveit. Aðrir bændur eru ekki í efstu sætum listanna fyrir komandi kosn- ingar en þess ber að geta að ekki er búið að ganga frá listum Frjálslynda flokksins, Borgarahreyfingarinnar né L-lista. Ýmsir frambjóðendur eru þó tengdir landbúnaði allsterkum böndum. Á listunum eru eins og áður segir bændur í neðri sætum, bændasynir og bændadætur. Þá nefna fyrrverandi bændur, dýralækna, skólastjóra Hólaskóla, fyrrum ritstjóra Bændablaðsins auk annarra. Bændablaðið óskar öllum bændum góðs gengis í komandi kosningum og minnir á að aldrei hefur verið mikilvægara að standa vörð um landbúnaðinn en nú. fr Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr Fáir bændur í öruggum sætum Fyrirhugað er að halda „land- búnaðardag“ kosningabarátt- unnar fimmtudaginn 16. apríl í tengslum við alþingiskosningarn- ar. Bændasamtökin standa fyrir fjórum opnum kvöldfundum á jafn mörgum stöðum á landinu. Megintilgangurinn er að leiða saman bændur, áhugasaman almenning og frambjóðendur til þess að skiptast á skoðunum um málefni landbúnaðarins. Fundirnir verða haldnir á eft- irtöldum stöðum og hefjast allir kl. 20:30, fimmtudagskvöldið 16. apríl. Hótel Selfossi (S-kjördæmi) Hlégarði Mosfellsbæ (Kraginn og Reykjavík) – Hótel Borgarnesi (NV-kjör- dæmi) Hótel KEA (NA-kjördæmi). Fyrr um daginn verður opið hús fyrir frambjóðendur hjá nokkrum bændum og afurða- stöðvafyrirtækjunum. Ásmundur E. Daða- son. Arndís Sigurðardóttir. Sigurgeir Sindri Sigur- geirsson. Bændur og alþingiskosningarnar Food and Fun Myndir | Food and Fun/Sigurjón

Upload: others

Post on 27-Feb-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

15-19Blaðaukinn fjallar að þessu sinni um jarðrækt

30Fjölmargir kostir fyrir milliliðalaus kaup frá bónda

6. tölublað 2009 � Fimmtudagur 26. mars � Blað nr. 301 � Upplag 20.000

10-11Ódýrara að flokka úrgang en aðurða hann

Landssamtök slát-urleyfishafa and-snúin ESB aðild

Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa árið 2009 var haldinn 19. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var sam-þykkt ályktun þar sem varað er eindregið við því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Innganga í sambandið myndi á fáum árum orsaka enda-lok íslensks landbúnaðar. Ályktunin, sem Sigurður Jóhannesson formaður sam-takanna skrifar undir fyrir hönd þeirra, er svohljóðandi:

„Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa, haldinn í Reykjavík 19. mars 2009, varar eindregið við hugmynd-um um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það er alveg ljóst að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi á fáum árum orsaka endalok íslensks landbúnaðar eins og hann er í dag. Þúsundir starfa myndu tapast og breyting verða á byggð landsins. Matvælalegt sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki tryggt nema með öflugum íslenskum landbúnaði.“

Food and fun matarhátíðinni var formlega slitið síðasta sunnudag. Þótti hátíðin takast framar vonum og aðsókn að veitingastöðunum varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta var í áttunda sinn sem hátíðin er haldin og um 15.000 manns nýttu sér tækifærið og fóru út að borða á veitingastöðunum sextán sem tóku þátt í hátíðinni. Í keppninni um kokk hátíðarinnar sem fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi að þessu sinn bar Daninn Claus Henriksen sigur úr býtum. Henriksen sem sjá má á myndinni vinstra meginn var gestakokkur á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Á stóru myndinni má sjá Bjarna Kristinsson yfirmatreiðslumann á Grillinu flambera og á bak við hann grillir í Agnar Sverrisson sem var gestakokkur á Grillinu.

Línur skýrast nú óðum í fram-boðsmálum fyrir komandi kosn-ingar 25. apríl næstkomandi. Þeir flokkar sem nú sitja á Alþingi eru flestir búnir að stilla upp listum í kjördæmunum eða eru langt komnir með það. Undantekningin þar á er Frjálslyndi flokkurinn en þar á bæ gera menn ráð fyrir að einhver bið verði á að upp-stilling klárist. Nýju framboðin, Borgarahreyfingin og L-listi full-veldissinna, eru skammt á veg komin við uppstillingu á sína lista en sú vinna er að sögn forsvars-manna listanna í fullum gangi.

Bændablaðið kannaði stöðu bænda í efstu sætum á framboðs-listum flokkanna. Óhætt er að segja að hann sé mjög misjafn og á sumum listum heldur rýr. Hjá flest-um flokkanna má finna bændur á listum en í mörgum tilfellum eru þeir neðarlega á listunum og litlar líkur eru til þess að þeir nái kjöri. Þó eru bændur í nokkrum tilfellum ofarlega á listum. Einn bóndi leiðir framboðslista til Alþingiskosninga. Guðrún Guðmundsdóttir bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal leiðir L-lista fullveldissinna í norðvest-urkjördæmi. Hafa ber þó í huga að enn á eftir að klára uppstillingu hjá L-listanum og Borgarahreyfingunni svo ekki er útilokað það gæti breyst.

Bændur ofarlega í Norðvesturkjördæmi

Ekki er auðséð hvaða bændur eru líklegir til að ná inn á þing í kosn-

ingunum. Þó má telja að talsverð-ar líkur séu á að Arndís Soffía Sigurðardóttir ferðaþjónustubóndi í Smáratúni í Fljótshlíð gæti kom-ist á þing en hún skipar annað sæti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Þá er ekki heldur loku skotið fyrir að Ásmundur Einar Daðason bóndi á Lambeyrum í Dölum gæti komist inn en hann lenti í þriðja

sæti í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Það er þó ekki á vísan að róa í þeim efnum en líkur eru til að Ásmundur verði varaþingmaður hið minnsta. Í sama kjördæmi skipar Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins. Telja má að það sæti sé nokkuð öruggt

varaþingmannssæti og á góðum degi gæti Sindri náð inn á þing. Framsóknarmenn stilla einnig upp bónda í efstu sætin á Suðurlandi. Sá heitir Guðni Ragnarsson og er bóndi á Guðnastöðum í Rangárþingi.

Engir bændur í öruggu þingsæti í Norðaustur kjördæmi

Í Norðausturkjördæmi eru bændur á listum flokkanna en enginn í öruggu þingsæti. Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá er þeirra efstur en hann skipar fimmta sæti á lista Vinstri grænna í kjördæm-inu. Þórarinn Ingi Pétursson bóndi í Laufási í Eyjafirði skipar sjöunda sæti á lista Framsóknarflokksins og sama sæti á lista Sjálfstæðisflokksins skipar Kristín Linda Jónsdóttir bóndi í Miðhvammi í Þingeyjarsveit.

Aðrir bændur eru ekki í efstu sætum listanna fyrir komandi kosn-ingar en þess ber að geta að ekki er búið að ganga frá listum Frjálslynda flokksins, Borgarahreyfingarinnar né L-lista.

Ýmsir frambjóðendur eru þó tengdir landbúnaði allsterkum böndum. Á listunum eru eins og áður segir bændur í neðri sætum, bændasynir og bændadætur. Þá má nefna fyrrverandi bændur, dýralækna, skólastjóra Hólaskóla, fyrrum ritstjóra Bændablaðsins auk annarra. Bændablaðið óskar öllum bændum góðs gengis í komandi kosningum og minnir á að aldrei hefur verið mikilvægara að standa vörð um landbúnaðinn en nú. fr

Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýrFáir bændur í öruggum sætum

Fyrirhugað er að halda „land-búnaðardag“ kosningabarátt-unnar fimmtudaginn 16. apríl í tengslum við alþingiskosningarn-ar. Bændasamtökin standa fyrir fjórum opnum kvöldfundum á jafn mörgum stöðum á landinu. Megintilgangurinn er að leiða saman bændur, áhugasaman almenning og frambjóðendur til þess að skiptast á skoðunum um málefni landbúnaðarins.

Fundirnir verða haldnir á eft-

irtöldum stöðum og hefjast allir kl. 20:30, fimmtudagskvöldið 16. apríl. – Hótel Selfossi (S-kjördæmi) – Hlégarði Mosfellsbæ (Kraginn

og Reykjavík) – Hótel Borgarnesi (NV-kjör-

dæmi) – Hótel KEA (NA-kjördæmi).

Fyrr um daginn verður opið hús fyrir frambjóðendur hjá nokkr um bændum og afurða-stöðvafyrirtækjunum.

Ásmundur E. Daða-son.

Arndís Sigurðardóttir. Sigurgeir Sindri Sigur-geirsson.

Bændur og alþingiskosningarnar

Food and Fun

Myndir | Food and Fun/Sigurjón

Page 2: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

2 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi spurði Einar K. Guð-finnsson alþingismaður Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra út í rannsókn Samkeppniseftirlitsins á starfsemi Bændasamtakanna. Einar vildi heyra álit Gylfa á málinu og þeim úrskurði sem Samkeppnieftirlitið kynnti 6. mars sl. þar sem sagði að BÍ hefðu brotið samkeppnislög og gert að greiða 10 milljónir króna í sekt. Þingmaðurinn spurði jafnframt hvort viðskiptaráðherra þætti ekki eðlilegt að Bændasamtökin ræddu sín málefni á opnum fund-um líkt og á Búnaðarþingi og hvort hann teldi að umræður af því tagi væru brot á samkeppn-islögum.

Gylfi Magn ús son viðskiptaráð-herra sagðist ekki sjá neitt athuga-vert við málatilbúnað Sam keppnis-eftirlitsins í málinu. „Það er auðvit-að þannig að þegar samtök ein-yrkja, eins og bændur eru yfirleitt, koma saman til fundar þá er það um margt svipað því þegar verka-lýðsfélög funda með félagsmönn-um sínum. En það er grundvall-armunur þarna á. Verkalýðsbarátta og kjarasamningar falla ekki undir samkeppnislög. Starfsemi sem rekin er af einyrkjum, hvort sem þeir eru bændur eða iðnaðarmenn

eða aðrar stéttir, fellur almennt undir samkeppn-islög nema hún sé sérstaklega undanskilin.“

Gylfi sagði að landbúnaður-inn hefði reyndar

ákveðnar undanþágur frá samkeppn-islögum en þær væru ekki almennar. „Þess vegna hlýtur að gilda það sama um bændur eins og rakara eða aðra iðnaðarmenn að þeir mega ekki koma saman á fundum til þess að ræða um að hækka verð eða á annan hátt að koma sér saman um eitthvað sem telst viðskiptavinum þeirra óhagfellt. Auðvitað kemur það ekki í veg fyrir að menn geta rætt um almenn hags-munamál á fundum og það er ágætt að þeir geri það fyrir opnum tjöld-um eins og Bændasamtökin gerðu í þessu tilfelli. Þeir verða að gæta sín á því að leiðast ekki út í einhvers konar samráð um verð eða annað sem

kemur niður á samkeppni á viðkom-andi sviði.“

Einar K. Guðfinnsson var ósam-mála ráðherra að hægt væri að leggja að jöfnu starfsemi bænda og ýmissa annarra starfsstétta. Hann sagði að kjarni málsins væri að lög-bundið hlutverk Bændasamtakanna væri m.a. að fjalla um hagsmuni bænda og það væri varla gert nema á vettvangi þeirra á Búnaðarþingi. Hann taldi ekki óeðlilegt að for-ystumenn bænda og búnaðarþings-fulltrúar ræddu saman um það hvernig eigi að bregðast við rekstr-arvanda landbúnaðarins.

Gylfi tók aftur til máls og endur-tók að bændum væri heimilt að ræða saman um ýmis hagsmuna-mál, s.s. aðfangaverð eða annað sem snýr að rekstrarumhverfi greinarinnar. Um verðhækkanir mættu bændur hins vegar ekki ræða sín í milli. „Það er mitt mat, og eftir því sem túlka má af niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessu máli, að þeir megi ekki koma saman til þess að hvetja til verðhækkunar á afurðum,“ sagði Gylfi.

Gylfi Magnússon, sem nú er við-skiptaráðherra, var stjórnarformað-ur Samkeppniseftirlitsins á þeim tíma þegar rannsókn hófst á starfs-háttum BÍ fyrir rúmu ári síðan.

Fyrir stuttu var undirrituð vilja-yfirlýsing milli ríkisstjórnar inn ar og Sambands íslenskra sveit ar-félaga um að sveitarfélög lands-ins taki við málefnum fatlaðra af ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega.

Einfaldari og skýrari verka-skipting ríkis og sveitarfélaga

Til að standa undir kostnaði vegna tilfærslunnar verða tekjur sveitar-félaganna auknar með breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfé-laga. Sveitarfélögin munu bera fag-lega og fjárhagslega ábyrgð á þjón-ustunni. Helsta markmið með flutn-ingi þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga er að bæta þjónustu við notendur. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verður einfaldari og skýrari og áhersla er lögð á að draga úr skörun verkefna þannig að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar þjón-ustu við fatlaða. Í þessu felst einnig það markmið að efla sveitarstjórn-arstigið.

Mynduð verða þjónustusvæði um rekstur þjónustunnar og er miðað við að hvert þeirra hafi að lágmarki 8.000 íbúa. Sveitarfélög taka að sér ábyrgð á þjónustu við fatlaða í sambýlum og á áfanga-stöðum fatlaðra. Þau munu sinna frekari liðveislu í þjónustu- og íbúðakjörnum og dagþjónustu við fatlaða sem ekki fellur undir vinnu-mál. Einnig verða heimili fyrir fötluð börn og skammtímavistun á ábyrgð sveitarfélaganna ásamt ábyrgð á stuðningsfjölskyldum fatl-aðra barna. Allmörg sveitarfélög sinna nú þegar með góðum árangri umfangsmikilli þjónustu við fatl-

aða á grundvelli þjónustusamninga við ríkið. Þessir samningar munu halda gildi sínu þar til flutningur málaflokksins til sveitarfélaganna tekur gildi með lagasetningu eins og að er stefnt árið 2011.

Fréttir

Félagið skorar á aðlafund Lands-samtaka sauðfjárbænda að hann lýsi vanþóknun sinni á vinnu-brögðum ASÍ vegna fundaher-ferðar sl. haust um inngöngu Íslands í ESB. „Ef til þess kæmi myndi fjöldi starfa í afurðastöðv-um og tengdum greinum leggj-ast af. Nær væri fyrir verkalýðs-forustuna að standa vörð um þau störf sem landbúnaðurinn skapar um allt land í stað þess að flytja þau úr landi, því allar vinnufúsar hendur geta verið stoltar yfir því að vinna við eigin matvælaframleiðslu, hvort sem það er í sveit eða þéttbýli,“ segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði sem haldinn var á dög-unum. Í henni er lýst vanþóknun á vinnubrögðum Alþýðusamband Íslands vegna fundarherferð-ar á liðnu hausti um inngöngu í Evrópusambandið.

Birgir Arason formaður félags-ins sagði að Bændasamtökin hefðu lagt sig vel fram við að kynna hvaða áhrif það hefði á íslenskan landbúnað ef Ísland gengi í ESB og aðild hafi verið mótmælt á nýaf-

stöðnu búnaðarþingi. Hann sagðist ekki geta neitað því að fundaherferð ASÍ hafi verið undarleg og í raun með ólíkindum að forysta verka-lýðshreyfingarinnar hefði hagað sér með þeim hætti sem hún gerði. „Að bjóða félagsmönnum sínum upp á það, að aðild að ESB muni bjarga öllu en gleyma að segja þeim frá því hve mörg störf myndu glatast ef til aðildar kæmi,“ sagði Birgir.

Megum ekki láta ástandið draga úr okkur þróttinn

Hann sagði áhrif efnahagshrunsins koma misjafnlega við bændur líkt og aðrar stéttir landsins, sem betur fer væru til ágætlega stæðir bænd-ur en staða margra þeirra væri svo sannarlega mjög alvarleg. „Í mínum huga getum við lítið annað en horft fram á veginn og reynt að vinna úr þeim málum sem bíða úrlausn-ar, á jákvæðan hátt fyrir okkur og þá aðila sem við þurfum að eiga samskipti við. Bændur landsins hafa í gegnum tíðina búið við hin og þessi kerfi og lent í þrenging-um sem þeir hafa staðið af sér. Við megum ekki láta það ástand sem ríkt hefur undanfarna mánuði draga

úr okkur þróttinn, þó svo að okkur finnist stundum nær óbærilegt að yfirstíga þær hindranir sem á vegi okkar eru,“ sagði Birgir.

Vantraust væri ríkjandi við þess-ar aðstæður og nauðsynlegt að koma málum í þann farveg að samstaða manna verði ráðandi svo hægt verði að vinna að málefnum af einhverju viti. Að því þyrftu stjórnarmenn í Landsamtökum sauðfjárbænda líka að huga, en það væri óviðunandi með öllu að stjórnarmenn í sam-tökunum væru jafnframt stjórn-arformenn afurðarstöðva líkt og tíðkast hefði undangengin ár. „Það skapar óánægju útávið og er algjör óþarfi að haga málum þannig þó svo að menn reyni að koma í veg fyrir árekstra,“ sagði Birgir.

Sigurður Jóhannesson formað-ur Landssamtaka sláturleyf-ishafa sagði rekstarumhverfi með erfið asta móti nú, miklar kostn-aðarhækkanir blöstu við og bænd-ur hefðu takmörkuð tækifæri til að afla tekna utan bús. Hann nefndi að samanlagt tap afurðarstöðva á liðnu ári næmi um tveimur milljörðum króna og búast mætti við samdrætti í kjötneyslu á komandi mánuðum.

Félag sauðfjárbænda í Eyjafirði telur fundaherferð ASÍ á liðnu hausti með ólíkindum

Nær fyrir verkalýðsforystuna að standa vörð um þau störf sem landbúnaðurinn skapar

Stjórn BÍ óskar eftir viðhorfum aðildarfélaga til búnaðargjalds

Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var samþykkt að endurskoða þyrfti innheimtu búnaðar-gjalds. Lagt var til að stjórn Bændasamtakanna skipaði nefnd sem hefði það starfs-svið að finna leiðir til að lækka eða leggja niður bún-aðargjald í núverandi mynd í áföngum. Jafnframt skyldi nefndinni falið að finna leiðir til að fjármagna félagskerfi bænda með öðrum hætti og koma með tillögur um breytingar á því í tengslum við breytingar á fjármögn-un félagskerfisins. Þess var óskað að nefndin hraðaði störfum sínum sem kostur væri og legði fram tillögur sínar á næsta Búnaðarþingi.

Stjórn Bændasamtakanna fundaði 18. mars sl. og þar var ákveðið að óska formlega eftir viðhorfum aðildarfélaga BÍ til málsins og tillögum um breytingar á búnaðargjaldinu. Fyrirhugað er að fjalla nánar um málið á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn í lok apríl.

Sveitarfélög taka við málefnum fatlaðra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármála-ráð herra fyrir hönd ríkisins og þeir Halldór Halldórsson og Karl Björnsson, for maður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, undir-rituðu samninginn.

Sundlaugin á Þelamörk var tekin í notkun á dögunum eftir miklar endurbæt-ur. Hátt á annað hundrað manns voru viðstaddir athöfnina og voru menn hinir ánægðustu með hvernig til tókst. Ekki síður fögnuðu íbúar í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi því að geta nú aftur tekið þar sundsprett sér til heilsubótar og/eða lagt skrokkinn í bleyti í nýjum og heitum pottum.

Boðið var upp á tónlistar-atriði við vígsluna, fimleikasýn-ingu og lýsingu á framkvæmd-inni. Þá voru veittar viðurkenn-ingar og sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, blessaði mannvirkið. Þá var klippt á borða til vitnis um form-lega opnun laugarinnar. Síðan stungu oddvitar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, þeir Axel Grettisson og Helgi B. Steinsson sér fyrstir allra í nývígða laugina.

Hönnun endurbótanna var í

höndum Verkfræðistofu Norður-lands, Raftákns og Landslags ehf. Aðalverktaki framkvæmdanna var B. Hreiðarsson ehf.

Starfsemi Héraðsnefndar Eyja-fjarðar verður lögð af innan tíðar og verkefnum sem verið hafa á könnu nefndarinnar komið fyrir á öðrum vettvangi. Þetta er í samræmi við skýrslu sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri gerði fyrir nokkrum misserum, að sögn Valtýs Sig-ur bjarnarsonar framkvæmda-stjóra nefndarinnar. Hann segir að markmiðið sé að gera samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði skilvirk-ara og einfaldara.

Valtýr segir að samstarf sveitar-

félaga hafi verið orðið all umfangs-mikið og flókið og því hafi menn viljað breyta. Í skýrslunni kemur fram tillaga um að skipta sam-starfsverkefnum sem áður voru hjá héraðsnefnd þannig að hluti þeirra yrði færður inn í sjálfstæð fyrirtæki, hluti verkefna yrði unninn sam-kvæmt þjónustusamningi og á það einkum við um smærri samstarfs-verkefni sveitarfélaganna. Loks má nefna að lagt er til að stofnaður verði eins konar samstarfsvettvang-ur sveitarfélaga í Eyjafirði.

Þegar er búið að færa hluta af

fyrrum verkefnum nefndarinn-ar yfir í sjálfstæð félög, m.a. varð Sorpsamlag Eyjafjarðar að Flokkun, svo eitt dæmi sé tekið. Þá nefnir Valtýr að Minjasafn Akureyrar, sem áður var uppi á borði nefndarinn-ar, geri nú þjónustusamninga við hvert og eitt sveitarfélag í héraðinu. Þeim verkefnum sem eftir eru á vegum Héraðsnefndar verður fyrir komið hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og væntanlega verður tekin formleg ákvörðun um flutn-ing þeirra á næsta aðalfundi félags-ins. Svæðisskipulag Eyjafjarðar var eitt stærsta verkefnið sem enn var unnið að á vegum héraðsnefndar og mun þá væntanlega flytjast yfir til atvinnuþróunarfélagsins næsta sumar.

MÞÞ

Héraðsnefnd Eyjafjarðar

Starfsemin verður lögð niður

Miklar endurbætur á sundlauginni á Þelamörk

Árni Arnsteinsson, fyrrverandi formaður UMSE og bóndi á Stóra-Dunhaga, klippir á borðann með aðstoð Steinunnar Erlu Davíðsdóttur og Guðlaugar Jönu Sigurðardóttur, sem eru efnilegar íþróttakonur.

Axel Grettisson oddviti Arnar-nes hrepps og Helgi B. Steinsson odd viti Hörgárbyggðar, kampa-kátir í lauginni.

Bændur mega ekki ræða um verð-hækkanir segir viðskiptaráðherra

Page 3: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

3 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Rannsóknin var unnin af

fyrir

Page 4: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

4 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

„Samtökin Betri byggð í Mýrdal voru stofnuð í október 2008 í framhaldi af blaðaviðtali við sveit-arstjóra þar sem fram kom að Siglingastofnun hefði ekki hug á að flýta verki við sjóvarnir við Vík.“

Þetta segir Jóhannes Kristjáns-son, formaður samtakanna, en blaða-maður sótti hann heim á dögunum að Hótel Höfðabrekku, rétt austan Víkur, og ræddi við hann um þessi eldheitu skipulagsmál. Hann segir að í framhaldi hafi 10 manna áhugahóp-ur komið saman til að ræða framtíð-arskipulag vegstæðis um Þjóðveg 1 í Mýrdalshreppi og sjóvarnir, en vinna við aðalskipulagstillögu hafði stað-ið yfir frá árinu 2001. Var ákveðið að kanna hug heimamanna og í ljós kom mikill áhugi á málinu. Auk þess að beita sér fyrir vegabótum horfa samtökin til endurbóta á sjóvörnum við Vík, til að koma í veg fyrir frek-ara landbrot völdum sjávar og fyr-irbyggja sandfok á byggðina.

„Núverandi vegur uppfyllir engan veginn þær kröfur sem í dag eru gerðar til umferðaröryggis og greiðra samgangna. Með auknu umferð-arálagi og vaxandi þungaflutningum

á komandi árum mun ástandið verða óbærilegt. Gatnabrún er talin vera sjötta hættulegasta beygjan á hring-veginum og vegurinn um Reynisfjall er ein versta hindrunin vegna snjóa í vetrarsamgöngum á Suðurlandi auk þess sem þar er mjög misvindasamt og nokkuð um grjóthrun. Þjóðvegur 1 klýfur byggðina í Vík í tvennt og hámarkshraði er því eðlilega takmarkaður auk þess sem vegteng-ingar við þjóðveginn eru mjög marg-

ar. Þetta samræmist á engan hátt markmiðum samgönguyfirvalda um umferðaröryggi og flokkað gatna-kerfi. Í EuroRap-verkefninu kemur fram mat á því að vegkaflinn frá Litla-Hvammi að Vík er með öllu óásættanlegur.“

Margir kostir við Veglínu 3Jóhannes segir að helstu kostirn-ir við Veglínu 3 séu margir. „Hún sker t.a.m. ekki í sundur nytjalönd

bænda, ekki verður þörf á nema örfáum útafafleggjurum á rækt-unarlönd og landbrot á bökkum óssins verður stöðvað. Þar hefur tapast mikið land á undarförnum áratugum. Bændur hafa ítrekað farið fram á úrbætur vegna land-brots án mikils árangurs. Land á bökkum óssins er í dag ekki nýtt til mikillar ræktunar en norðar á mýrunum er aðal nytjalandið og þar af leiðandi verðmætara. Jarðir á svæðinu eru yfirleitt landlitlar og gott ræktunarland því dýrmætt. Láglendisvegur, vegagerð auðveld og vegtengingar í Reynisfjöru og á Dyrhólaey auðveldar.“

Sjóvarnargarðurinn forgangsmálJóhannes segir brýnasta verkefn-ið vera lagfæringu sjóvarnargarðs alveg óháð vegaframkvæmdum. „Eina sem þarf að huga að er að færa garðinn sunnar svo pláss verði fyrir veg þar í framtíðinni. Jafnframt er rétt að minna á að Landgræðslan telur sig þurfa það land sem eftir er til að verja þorpið sandfoki. Þarna þarf Siglingastofnun að koma að verki strax. Ótrúlegt er að á þeim 15 árum sem Siglingastofnun hefur

haft með þetta að gera hefur lítið gerst, tíminn ekki notaður til að fara í umhverfismat og fleira sem þurft hefði að gera. Kostun á þessari framkvæmd kemur úr sama sjóðn-um og að sögn samgönguráðherra eiga Vegagerðin og Siglingastofnun að vinna saman.“

Í undirskriftasöfnun til stuðn-ings Veglínu 3 söfnuðust 218 undirskriftir og segir Jóhannes að sjónum samtakanna hafi fljót-lega verið beint á þá leið. „Ekki kemur til greina að laga núverandi veg. Þar er ekki hægt að tryggja umferðaröryggi enda færi vegurinn áfram um snjóþungt og veðrasamt svæði.“

Í framhaldi af borgarafundi er haldinn var á vegum Betri byggð-ar, þar sem landgræðslustjóri var gestur fundarins, var honum send beðni um umsögn. Þar kom fram að Veglína 3, með aðlögun að norð-urbökkum Dyrhólaóss, falli best að tilgangi laganna um landgræðslu. Jóhannes segist ekki vita hvernig Landgræðslan vann sitt verk. „Allt tal um að við höfum pantað álit frá Landgræðslunni er bara bull. Landgræðslan vinnur ekki þannig.“

» Svæði á náttúruminjaskrá er merkt með ljósgrænni línu.Lína 2 er tillaga um endubæt-ur á núverandi vegi.

myndir og texti | smh

Deilurnar um vegabætur í Mýrdalshreppi

Umdeild vegalína inn á aðalskipulag

» Frumdrög Vegagerðar ríkisins af vegalínunum fimm.

kortagerð | Vegagerð ríkisins

Miðvikudaginn 18. mars sl. var Veglína 3 (sjá kort) samþykkt inn á tillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Talsverðar deil-ur hafa staðið um endurbætur á vegamálum í sveitarfélaginu sl. misseri. Síðla árs 2005 voru hug-myndir skipulags og bygging-arnefndar kynntar um færslu á veginum suður að Dyrhólaósi. Þá þegar var hugmyndum harðlega mótmælt af íbúum og hagsmuna-aðilum í erindi til hreppsnefndar og byggingar- og skipulagsnefnd-ar Mýrdalshrepps.

Í tengslum við vinnu við aðal-skipulag Mýrdalshrepps ákvað Vegagerð ríkisins að vinna frum-drög að vegasamgöngum um Vík til framtíðar. Markmiðið var að finna hagkvæma lausn til fram-tíðar, tryggja umferðaröryggi fyrir vegfarendur og íbúa svæðisins, bæta vegasamgöngur á hringvegi árið um kring og stytta hann.

Deilurnar hverfast að miklu leyti um svæðið við Dyrhólaós sem skráð er sem náttúruminjar. Samráðshópur íbúa og hagsmuna-aðila í Mýrdal segir að vegalagn-ing um svæðið yrði umhverfisslys. Samtökin Betri byggð í Mýrdal hafa safnað undirskriftum 218 íbúa sveit-arfélagsins fyrir lagningu vegarins. Umhverfisstofnun hefur lagst gegn slíkri vegalagningu en Landgræðslan telur hana falla best að tilgangi lag-anna um landgræðslu.

Samtökin Betri byggð

í Mýrdal

Þorsteinn Gunnarsson, í Samráðs-hópi íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal, segir margar ástæður liggja fyrir því að samráðshópur hans mótmæli Veglínu 3.

„Ein aðal ástæðan er sú að verði veglínu breytt í þessa veru hefur framkvæmdin gríðarleg óafturkræf áhrif á umhverfi, lífríki og mann-líf á svæðinu. Það sjá það allir sem læsir eru á landakortið og hing-að hafa komið að Mýrdalurinn er mjög landþröng náttúruperla milli eyðisanda, jökla og sjávar. Hér eru engin lönd til að leika sér með, allra síst um fjörur og votlendi sem Veglína 3 mun eyðileggja til allrar framtíðar. Með veglínunni er Víkurfjöru fórnað sem heims-þekkt er fyrir náttúrufegurð og tugþúsundir ferðamanna njóta ár hvert til útivistar og fuglaskoðunar. Sömuleiðis votlendi við Dyrhólaós – sem er á náttúruminjaskrá – þar sem að jafnaði er mikið fuglalíf og gjörbreytir allri ásýnd þess lands um leið og hún fer í gegnum land 20-30 jarða á svæðinu. Friðsæld gamla Víkurþorps, Reynishverfis og Dyrhólahverfis verður rofin.

Þetta er einhver versti grikkur sem hægt er að gera íbúum þessa svæðis en ekki síður ferðafólki sem leitar í friðsælt umhverfi.“

Þorsteinn segir að nærtækt sé að fara í endurbætur á núverandi veg-línu. „Í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust kemur fram að gera megi verulegar endurbætur á núverandi þjóðleið og gera hana a.m.k. jafn örugga og almennt gerist í dreifbýli fyrir fimmtung þess sem ný vegl-ína kann að kosta – og án nokkurra teljandi umhverfisáhrifa. Endurbætt núverandi þjóðleið tryggir best gott vegasamband innan sveitar, lág-markar kostnað sveitarfélags, t.d. af snjómokstri, og verndar um leið umhverfið.“

Þorsteinn segir sjálfsagt ef íbúar í Vík vilja veginn út fyrir plássið að reynt sé að verða við þeim óskum. „Vegagerðin hefur lagt fram ágætar tillögur um það. En mér finnst það dálítið tvöfalt siðgæði að segja í sömu andrá að öðrum íbúum sé þá engin vorkunn að fá nýja veglínu yfir sig og sín lönd. Forráðamenn Betri byggðar hafa reynt að villa um fyrir almenningi og stjórnmála-

mönnum með því að halda því fram að flóðvörn byggðar og sjóvörn fyrir þjóðveg um Víkurfjöru fari vel saman. Verði þeim frekar ágengt í þessu óráði gæti það tafið brýnar varnir gegn landbroti í Vík. Áratuga rannsóknir Siglingastofnunar sýna að vegalögn um Víkurfjöru er ábyrgðarlaust hættuspil, þótt þeir leggi hinsvegar áherslu á að verja byggðina.“

Þorsteinn telur að Veglína 3 muni skaða hagsmuni ferðaþjón-

ustunnar. „Ég og fjölskylda mín höfum um árabil stundað ferða-þjónustu hér við Dyrhólaey og við erum farin að þekkja mjög vel ástæður þess að ferðafólk kemur í Mýrdalinn svo tugþúsundum skipt-ir. Það kemur ekki hingað til skoða náttúruna út um bílrúðuna eða til að komast sem hraðast frá Skógum og austur í Víkurskála eða á Hótel Höfðabrekku. Það kemur hingað vegna þess að því finnst umhverf-ið fallegt, spennandi og tiltölulega

óspillt og ómengað. Fólk kemur til að skoða fuglalífið, gróðurinn, fjörurnar og friðsælar byggðir. Ferðaþjónustan er meir og meir að hugsa um hvernig ferðamönnum getur liðið sem best í þessu umhverfi. Þú örvar ekki ferða-mennsku um landlitlar náttúruperl-ur með því að þvera þær með meiri og meiri vegalögnum. Þvert á móti vinnurðu henni mikið ógagn því náttúran og mannlífið er það sem ferðaþjónustan byggir allt sitt á.“

Þorsteinn gefur lítið fyrir álit Landgræðslunnar á Veglínu 3, þar sem fram kemur að hún falli best að tilgangi laganna um landræðslu. „Því miður lét Landgræðslan draga sig inn í þessa hörðu deilu þegar Betri byggð pantaði í örvæntingu sinni álit hennar á einni veglínu, eftir að næstum allar skýrslur og álitsgerðir opinberra stofnana og almannasamtaka höfðu mælt gegn henni. Landgræðslan féll í gryfjuna, en neyddist til að útskýra eftir á að álit hennar væri hvorki skýrsla né úttekt á veglínum í Mýrdal heldur einungis svar við beiðni félagsins Betri byggðar í Mýrdal um umsögn um Veglínu 3.

Þráinn Sigurðsson t.v. og Jóhannes Kristjánsson félagar í Betri byggð og ferðaþjónustu aðilar í Mýrdalshreppi.

Samráðshópur íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal

Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum, við svartar sandsteins-klappir; við vestanverðan Dyrhólaós.

Page 5: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

5 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Flogið verður til Frankfurt og gist fyrstu nóttina í Ulm. Þaðan verður ekið til Riva del Garda og gist í 5 nætur. Farið í siglingu á Gardavatni til Limone og í áhugaverðar skoðunarferðir, svo sem til Feneyja og Veróna. Áfram er haldið til Seefeld í Tíról, Austurríki, en þar er mikil náttúrufegurð. Gist í 3 nætur í Seefeld og síðan í 2 nætur í Würzburg í Þýskalandi í lokin. Þrátt fyrir mikið tjón í stríðinu skartar borgin enn gömlum byggingum. Farið verður á útimarkað, hádegisverður snæddur í kastala hjá vínbónda og margt fleira.

Fararstjóri: Hlín GunnarsdóttirVerð: 182.640 kr. á mann í tvíbýliInnifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn.

VOR 4

30. apríl - 11. maí

Spör

ehf

.

Gardavatn

s: 570 2790 www.baendaferdir.is

A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R

Með hálfu fæði og öllum skoðunarferðum!

Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum.

Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar og

sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa.

Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta.

Átt þú rétt ábótum eftir slys?

Gylfi Thorlacius hrl.

Svala Thorlacius hrl.

S. Sif Thorlacius hdl.

Kristján B. Thorlacius hdl.

Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl.www.fortis.is

KR

AF

TA

VE

RK

Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu!

Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

Page 6: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

6 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Málgagn bænda og landsbyggðar

LOKAORÐIN

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.

Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400.Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. [email protected] – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir [email protected] – Margrét Þ. Þórsdóttir [email protected]

Freyr Rögnvaldsson [email protected] – Sigurður M. Harðarson [email protected] – Matthías Eggertsson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.isPrentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621

Skyndilegur garðyrkjuáhugiNeyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið. Það hefur sannast betur en oft áður í skyndi-legum ræktunaráhuga lands-manna. Þessi að því er virðist nýtilkomni áhuga birtist okkur þá aðallega í lögreglufréttum fjöl-miðlanna. Svo til daglega hefur okkur verið sagt frá nýrri rækt-unarstöð fyrir kannabis sem lög-reglan hefur komist á snoðir um og virðist ljóst að ræktunaráhug-inn sé ekki einskorðaður við íbúa höfuðborgarsvæðisins heldur hafi einnig skotið sér niður í dreifbýl-inu. Plönturnar sem gerðar hafa verið upptækar í áhlaupum lög-reglu eru taldar í þúsundum.

Þótt tilgangur þeirra sem standa að ræktuninni sé ekki ýkja fagur er samt hægt að bera vissa virðingu fyrir því hversu mikil sjálfsbjargarviðleitnin er í miðri kreppunni. Þetta minnir á kreppu-árin fyrri þegar landabruggun var öflug atvinnugrein, ekki bara í íslenskum sveitum heldur um allan heim.

Það er hins vegar engin ástæða til þess að fagna þessu framtaki að öðru leyti. Garðyrkjubændur munu ekki hlaupa til og bjóða þeim sem að því standa inn á gafl hjá sér. Þvert á móti er þetta þeim til ama. Ekki bara vegna þess að þarna er verið að misnota þá góðu atvinnugrein og þekkingu sem þeir búa yfir í þágu lágkúrulegustu viðskiptasjónarmiða sem hugsast geta. Nú fæst nefnilega skýring á því hvers vegna svo mikið hefur verið um innbrot í garðyrkju-stöðvar upp á síðkastið. Það sem garðyrkjumenn söknuðu mest eftir þau innbrot voru einmitt lamp-arnir sem þeir voru búnir að leggja stórfé í að kaupa. Það segir sig sjálft að þau innbrot standa í bein-um tengslum við annir lögreglu þessa dagana. –ÞH

ÞAÐ ER mikilvægt að segja eins og er. Ekki segja einungis það sem fólk vill heyra. Eindregin afstaða bænda í ályktun búnaðarþings um aðild-arviðræður að ESB og afstöðu til aðildar vekur athygli. Ekki er að undra þótt aðildarsinnar reyni að draga mjög úr gildi ályktunarinnar sem bún-aðarþing afgreiddi einum rómi.

Umræðan þarf ekki flóknar málalengingar af hálfu bænda. Bændasamtökin hafa í mörg ár stundað sjálfstæðar athuganir á kostum og göll-um aðildar sem ályktun búnaðarþings byggir á. Við höfum átt áratuga samstarf við systursamtök okkar á hinum Norðurlöndunum. Þar eru frænd-þjóðir okkar bæði innan og utan ESB. Þjóð sem hefur langa sögu af aðild. Þjóðir sem nýlega gengu til aðildar og þjóð sem hefur farið í gegn-um aðildarviðræður og kosningar en hafnað aðild. Þá eiga Bændasamtökin aðild að félagsskap evr-ópskra bænda, innan ESB og þeirra ríkja sem nýlega eru komin þar inn. Upplýsingar og reynsla frá slíku samstarfi getur ekki verið annað en trú-verðug. Við höfum fjölmargar innlendar athug-anir og margskonar rannsóknir virtra innlendra stofnana og fræðimanna við Háskóla Íslands eða aðrar viðurkenndar stofnanir, auk upplýsinga og rannsókna íslenskra stjórnvalda á áhrifum aðildar okkar að ESB. Þetta eru sjálfstæðar rannsónir ein-staklinga sem hafa farið í gegnum úttekt fræði-manna.

Áralöng og lifandi upplýsingamiðlun til bænda er traust undirstaða upplýstrar afstöðu þeirra, ekki einungis þeirra bænda sem mæta til búnaðarþings heldu hins almenna bónda, m.a. gegnum bænda-fundi og fjölda ályktana félaga úr byggðum lands-ins. Breið samstaða er meðal bænda um stefnu samtaka þeirra. Afstaða okkar er byggð á þekkingu og staðreyndum en ekki vonum og væntingum. Staðreyndirnar liggja fyrir og engin þörf er á mála-miðlun eða skrumi.

Aðild að ESB markar endalok landbúnaðar í landinu, í það minnsta í þeirri mynd sem við

þekkjum nú. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að a.m.k. 10.000 manns hafi atvinnu af landbúnaði, þetta er hvorki meira né minna en 15% alls vinnuafls á landsbyggðinni. Þessi fjöldi má ekki við því að landbúnaður leggist af.

Eitt af því sem sagt er um þetta mál er að við aðild að ESB opnist milljóna markaður. Þetta er dæmi um fádæma vanþekkingu. Við erum ekki að fullnýta þær heimildir inná innri markað ESB sem við höfum í dag, vegna þess að markaður-inn skilar ekki ásættanlegu verði. Þetta mun ekki breytast við aðild.

Sagt er: Betra er að taka upp nýjan gjaldmiðil og skapa stöðugleika sem fæst með aðild. Jú, en staðreyndin er að krónan verður tæki okkar næstu árin. Um efnahagsstjórn og stöðugleika má alveg eins segja að við treystum ekki ís lensk um stjórn-málamönnum. Hvers vegna ættum við að treysta þeim sömu til að meta það að aðild að ESB sé okkar besti kostur?

Sagt er: Aðild að ESB tryggir okkur fjölbreytta styrki til landsbyggðar og landbúnaðar. Já einmitt. Allar ábyrgar rannsóknir segja þjóðina þurfa að greiða hærri fjárhæðir til ESB en hingað koma frá sambandinu. Ef slíkur greiðsluvilji er til staðar mætti vel móta slíka byggðastefnu nú þegar, án aðildar.

Sagt er: Landbúnaðarstyrkir eiga að vera

almennir og óháðir framleiðslu. Við getum ekki haldið áfram með okkar kerfi vegna þess að það er alls staðar að breytast. Jú, við eigum einmitt að laga okkar kerfi að okkar aðstæðum, við höfum enn fullt sjálfstæði til þess. Íslenskum bændum hugnast ekki að verða töskubændur. Nú þegar hafa svokallaðir efnamenn komist upp á lag með að njóta fjármuna sem ætlaðir eru til mat-arframleiðslu og eflingar byggða. Með því að ganga lengra í þá átt með innleiðingu á sameig-inlegri landbúnaðarstefnu ESB, CAP, verða þeir fjármunir veittir jarðeigendum, ekki ábúendum. Það er kannski draumur jafnaðarmanna að þeim þjóðfélagshóp sé hjálpað úr þröngri stöðu nú með þeim hætti? Allir þurfa einhverja aðstoð nú um stundir.

Tímabært er líka að krefja aðildarsinna um stefnumál þeirra eftir inngöngu, hvort sem þar fara fram jafnaðar-, framsóknar- eða sjálfstæðismenn og Vinstri grænir. Fyrsta spurning til þeirra er: Hver er stefna ykkar gangvart nýrri aðildarþjóð-um ESB, svokölluðum austur evrópuríkjum? Er ekki tímabært að jafna fullkomlega lífskjör innan ESB. Gömlu ESB ríkin hafa ekki hingað til haft til þess burði. Finnst ykkur sjálfsagt að munur á framlögum til bænda, eftir því hvort þeir tilheyra „gamla ESB“ eða því nýja, sé mældur í tugum prósenta? Bændur í Póllandi, Búlgaríu eða öðru nýju aðildarríki í Austur-Evrópu fái aðeins hluta af framlögum sem greidd eru, til dæmis þýskum bændum? Eru íslenskir stjórnmálamenn tilbúnir að jafna þau kjör? Hvar á að taka þá fjármuni? Verður aðildarreikningur okkar enn hærri?

Stjórnmálamenn sem svara öllum spurning-um um vanda þjóðar okkar með því að nefna Evrópusambandsaðild þurfa líka að gera grein fyrir slíkum spurningum. Því hjá mörgum þeirra er næstum sama um hvað er spurt, þó aðeins sé spurt um hvað klukkan er, þá er svarið; Evrópusambandið.

HB

Sagt er …

LEIÐARINN

Starfshópur um áhættumat fyrir Ísland skilaði 11. mars síðast-liðinn áhættumatsskýrslu fyrir Ísland þar sem hnattrænir, sam-félagslegir og hernaðarlegir þætt ir voru teknir sérstaklega til skoðunar. Starfshópurinn var skipaður í lok október 2007 af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra.

Í skýrslunni er meðal annars fjallað um matvælaöryggi og fæðu-öryggi þjóðarinnar. Í skýrslunni er fullyrt að matvælaöryggi snúi að tvennu. Annars vegar að tryggu framboði á matvælum og hins vegar að aðgengi að drykkjarvatni. Ekki er talið að teljandi áhyggjur þurfi að hafa af drykkjarvatnsskorti hér á landi en aftur á móti eru sett ýmis spurningamerki við stöðu Íslands hvað varðar fullnægjandi framboð á matvælum. Í skýrslunni segir meðal annars:

„Hvað öruggt framboð á mat-vælum snertir eru Íslendingar nokkuð sér á báti og staða þeirra veikari en nágrannaþjóða. Þar sem Ísland er eyja og geta til fjölbreyttr-ar matvælaframleiðslu takmörkuð eru Íslendingar mjög háðir reglu-legum innflutningi matvæla svo og aðfanga til framleiðslu matvæla. Síðustu áratugi hefur matvæla-öryggi hér á landi verið tryggt. En þótt orku- og matvælaöryggi hafi ekki beinlínis verið teflt í tvísýnu sýndi fjármálakreppan árið 2008 að

gjaldeyrisskortur getur haft alvarleg áhrif vegna þess hve Íslendingar eru háðir innfluttri vöru. Aðeins voru til kornbirgðir í landinu til fárra vikna þegar bankahrunið varð. Ef innflutningur hefði stöðvast og við-skipti við útlönd lamast hefði það snert matvælaöryggi með beinum hætti.“

Íslendingar háðir innfluttum aðföngum

Í skýrslunni er bent á að hátt hlut-fall matvæla til neyslu hérlendis sé innflutt. Sömuleiðis sé inn-lend matvælaframleiðsla verulega háð innfluttum aðföngum. Bæði eigi það við um sjávarútveginn, sem sé háður innfluttri olíu og ekki síður íslenskur landbúnaður. Landbúnaðurinn þarfnast innfluttr-ar olíu í miklu magni, áburðar og tækja. Kæmi til að aðgangur að erlendum aðföngum myndi skerð-ast eða innflutningur jafnvel stoppa myndi það valda því að mjög hratt myndi draga úr innlendri fram-leiðslu á matvöru.

Helstu áhættuþættir sem valdið gætu slíkum truflunum eru farsótt-

ir, stríðsátök, stórfelldar náttúru-hamfarir, bilanir á grunneiningum í samfélaginu, svo sem raforkukerf-inu eða jafnvel fjármálakreppa.

Lítið hefur verið hugað að því hvernig tryggja megi matvælaöryggi á Íslandi, að því er fram kemur í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda hafa nágrannaþjóðir Íslendinga, svo sem Norðurlandaþjóðirnar og Bretar lagt mun meiri áherslu á þessi mál en gert hefur verið hér á landi.

Í skýrslunni er bent á nokkur atriði sem eðlilegt væri að hafin væri vinna við til að tryggja stöðu þessara mála hér á landi. Í fyrsta lagi er lagt til að gerð verði úttekt á sviði matvælaöryggis á breiðum grundvelli, meðal annars með tilliti til birgðahalds og viðbragðsáætlana á neyðartímum. Engar áætlanir séu til um hvernig unnt væri að við-halda framleiðslu og dreifingu inn-lendrar matvöru í neyð.

Í öðru lagi þarf að skilja að við-brögð við vá til skamms tíma ann-ars vegar og langs tíma hins vegar. Huga þarf að áætlunum um hvernig þjóðin lifir af þrengingar til lengri

tíma, jafnvel nokkurra ára.Í þriðja lagi þarf að miða við-

búnað við reynslu nágrannaríkja. Þó þarf að taka tillit til þess að staða annarra Norðurlandaþjóða er sterkari á sviði matvælaöryggis. Aðdrættir eru auðveldari af land-fræðilegum ástæðum auk þess sem Danir og Norðmenn vinna eigin olíu. Ræktunarskilyrði eru betri og hægt er að viðhalda framleiðslu-getu landbúnaðarins með ræktun niturbindandi tegunda sem er mun torsóttara hér á landi.

Góður grunnur en miklu meiri vinnu er þörf

Ólafur R. Dýrmundsson ráðunaut-ur hjá Bændasamtökum Íslands sat í nefnd á vegum Almannavarna Ríkislögreglustjóra þar sem metið var hversu mikil matvæli væru til í landinu á hverjum tíma og hvar þau væru staðsett. Að mati Ólafs er hættumatsskýrslan góður grunnur til að byggja frekara starf á. Hins vegar sé jafn ljóst að mikil þörf sé á að vinna frekari áætlanir til að tryggja fæðuöryggi hér á landi. „Það er nauðsynlegt að skoða hvernig

fæðuöryggi verði best tryggt hér-lendis í nútíð og framtíð. Að mínu mati er það mjög verðugt verk-efni fyrir komandi ríkisstjórn að setja af stað slíka vinnu. Ýmislegt sem ógnað getur fæðuöryggi þjóð-arinnar er nefnt í skýrslunni en þar er ekki tekið á ógn vegna þess hver samkeppnisstaða íslensks landbún-aðar yrði ef til kæmi óheftur inn-flutningur á búvöru. Það er ekki horft til þess hver yrðu líkleg áhrif á matvælaframleiðslu hérlendis ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Það er nauðsynlegt að skoða áhrif neysluhyggju og svokallaðrar frí-verslunar og þá tel ég að eftir-farandi muni koma í ljós. Aukinni markaðsvæðingu mun fylgja auk-inn innflutningur. Með auknum inn-flutningi gefur auga leið að minni matar verður aflað heima fyrir og þar með mun bændum fækka. Við verðum því háð öðrum þjóðum með matvæli og það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að líkur eru til þess að verð muni hækka við þær aðstæður auk þess sem að gæði myndu rýrna. Ef þetta ger-ist munum við Íslendingar búa við enn minna fæðuöryggi en nú er og staða okkar í samfélagi þjóðanna myndi veikjast. Þess vegna vara ég eindregið við þeim röddum sem dásama Evrópusambandsaðild því slík aðild mun stofna fæðuöryggi Íslendinga í mikla hættu.“

fr

Lítið verið hugað að því hvernig tryggja má fæðuöryggi á Íslandi

Fjallað um fæðuöryggi í áhættumatsskýrsluEngar neyðaráætlanir til um viðhald framleiðslu og dreifingu matvæla

Page 7: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

7 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Óskar Sigurfinnsson í Meðal-heimi á Ásum orti um smala-raunir. Nánari tildrög og sann-leiksgildi veit ég ekki:

Ég labbaði af stað til að leita að fé

í leðurstígvélum upp að hnéog sólin hún skein milli skýja.Með húfu og trefil og fleiri fötog vettlinga næstum því nýjaog flösku af Finnlandía.

Ég gekk upp á margan grýttan hól,

gáði og raulaði heims um ból,það glampaði á stígvélin bæði.Það er svo gaman í góðri tíð að ganga um landið í næðiog lifa á fljótandi fæði.

En dagurinn leið, það dimmdi af nótt

ég datt í polla og sagði ljóttog stígvélin fóru að fyllast.Ég forina óð í feikna ham en færðin tók óðum að spillast, ég hélt ég væri að villast.

Ég álpaðist loks út í fúafen,þar fannst mér nú lyktin ekki pen,ég hljóp eins og byssubrenndur.Að síðustu þarna ég seig á kaf, sokkinn upp undir hendur.Kannski dálítið kenndur.

Í svarta myrkri ég sá ekki neitt,svangur og skítugur, vítt og breittum foraðið fór ég að sveima.Loks þekkti ég staðinn sem stóð

ég áen staðnum ég helst vildi gleyma.Ég var fastur í fjóshaugnum

heima!

Óskar hefur ort um fleiri raunir. Fyrir aldamót voru sagðar fréttir af lögreglumönnum og hjálpar-sveitarmönnum sem gerðu sér dagamun á Nesjavöllum. Ágreiningur reis og urðu nokkur átök. Á baksíðu dagblaðs eins birtist mynd af bakhluta hjálp-arsveitarmanns þar sem voru áberandi tannaför eftir rysking-arnar. Óskar orti:

Lögreglan okkar er löngum í fréttum,

liðið í Nesbúð að fagnaði sat.Þeir höfðu þar veislu með

hefðbundnum réttumen Hjálparsveit skáta í eftirmat.

Og víðar hefur verið tekist á. Það var eftir mína tíð í guð-fræðideild Háskólans að á fagn-aði í deildinni sinnaðist einum nemanum við kennara sinn og lúskraði honum, eftir því sem blaðafréttir hermdu. Um þetta orti Sigfús Agnar Sveinsson á Sauðárkróki:

Guðfræðinemarnir gefa á kjaftog guðfræðiprófessor rota.Í Háskóla fá þeir heilagan kraftsem þeir hika´ekki við að nota.

Fyrir um áratug tók hagyrðing-urinn gengni, Hákon Aðal-steins son skógarbóndi, á móti stjórn Framleiðnisjóðs landbún-aðarins á Egilsstöðum. Þegar samvistum hans og stjórnarinnar lauk kvaddi hann með þessari limru:

Oft fylgir sultur og seyrasjálfsþurftarbúskapargeira.

Framleiðnisjóðurer fólkinu góður

en mætti þó úthluta meira.

Bestu kveðjur.

Umsjón: Hjálmar Jónsson

[email protected]

Í umræðunni

MÆLT AF MUNNI FRAM

Bændasamtök Íslands hafa að nýju sent sjávarútvegs- og landbúnað-arnefnd Alþingis umsögn sína um matvælafrumvarpið svokallaða. Eins og áður hefur verið sagt frá í Bændablaðinu hefur frumvarpið tekið umtalsverðum breytingum frá því það var fyrst lagt fram. Bændur voru mjög óánægðir með frumvarpið og töldu ljóst að ef það yrði samþykkt óbreytt myndi það þýða hrun fyrir íslenska kjöt-framleiðslu. Bændasamtökin unnu mjög ítarlega umsögn um frum-varpið þar sem meðal annars var leitað umsagnar Lagastofnunar Háskóla Íslands og dr. Margrétar Guðnadóttur prófessors í sýkla-fræði. Þær umsagnir má nálg-ast á vefsíðu samtakanna bondi.is en þær voru einnig birtar í 16. tölublaði Bændablaðsins árið 2008 sem kom út 23. september. Umsögninni var skilað síðastliðið haust og í nýju frumvarpi sem lagt var fram 19. desember síðastlið-inn er tekið tillit til margra þeirra þátta sem Bændasamtökin lögðu áherslu á að þyrftu breytinga við.

Eftir stendur þó að enn er stefnt að því að leyfa innflutning á hráu, ófrosnu kjöti. Við það geta Bændasamtökin alls ekki sætt sig enda myndi slíkur óheftur innflutn-ingur valda því að nánast útilokað sé að koma í veg fyrir að hingað til lands berist sjúkdómar sem tek-ist hefur með miklum ágætum að koma í veg fyrir að nái fótfestu hér á landi. Er þar ekki síst horft til kamfýlóbakter og salmónellusýk-inga en einnig annarra sjúkdóma. Þar að auki má gera ráð fyrir að markaðsstaða íslenskra afurða muni bíða mikinn skaða ef frum-varpið verður samþykkt eins og það lítur út nú. Bændasamtökin telja að samþykkt frumvarpsins muni valda því að fótunum verði kippt undan íslenskum bændum. Ljóst má vera að íslenskir bændur og afurða-stöðvar neyðast til að lækka verð á afurðum sínum til að standast sam-keppni við erlenda búvöru og við því mega þessir aðilar alls ekki.

Í umsögn sinni við frumvarpið nú benda Bændasamtökin á þess-ar augljósu brotalamir sem eru á

frumvarpinu. Bændasamtökin lýsa því hins vegar yfir að þau muni ekki leggjast gegn samþykkt frum-varpsins ef fullt tillit verður tekið til athugasemda þeirra.

Megináhersla á þrjú atriðiSegja má að Bændasamtökin leggi megin áherslu á þrennt í umsögn-inni. Fyrir það fyrsta er lögð áhersla á að ekki verður leyfður óheftur innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti. Samtökin leggja til að áfram verði lagt bann við slíkum innflutningi en ráðherra hafi tök á að veita undan-þágu frá banninu enda liggi fyrir umsögn Matvælastofnunar um inn-flutninginn og ljóst megi vera að ekki sé hætta á að til landsins berist sýktar afurðir. Ef ekki verði fallist á þessa leið leggja Bændasamtökin til vara til að innflutningur á þessum afurðum verði heimilaður með mun strangari eftirliti en lagt er til í frum-varpinu. Matvælastofnun láti þá fara fram rannsókn á öllum afurðum sem til landsins koma áður en þær fara í dreifingu og sölu til að ganga úr skugga um að þær séu heilnæmar.

Í öðru lagi gera Bændasamtökin kröfu um að komið verði á sjálf-stæðu Matvælaráði sem verði stjórnvöldum til aðstoðar við eftir-lit heilbrigðismál á þessu sviði. Ráðið myndi vera stjórnvöldum til aðstoðar við setningu laga og reglna og auk þess veita sérfræði- og vísindaráðgjöf.

Í þriðja lagi benda samtökin á að þessar breytingar á frumvarpinu sem áður er lýst eiga sér, sem og ýmsar aðrar breytingar sem lagðar eru til eiga sér stoð í 13. grein EES-samningsins þar sem heimilað er að veita undanþágu frá innflutningi á vöru teljist varan heilsuspillandi eða stofni almannaöryggi í hættu.

Bændasamtökin benda í umsögn sinni á leiðir til að breyta þeim ákvæðum laganna sem þau telja að íslenskur landbúnaður geti alls ekki búið við. Þar í ofanálag eru í umsögninni færð rök fyrir því að íslenskir framleiðendur hafi öðlast lögmætar væntingar til þess að sú réttarstaða sem ríkir á sviði fram-leiðslu búfjárafurða muni haldast lítt breytt. Sömuleiðis er hnykkt á þeirri staðreynd að skammur aðlög-unartími samningsins, markaðsað-stæður og tollvernd sú sem íslensk-ar landbúnaðarafurðir búa við nægi ekki til þess að vernda innlendan landbúnað gegn erlendum innflutn-ingi. fr

Bændasamtökin veita umsögn um matvælafrumvarpið að nýju

Hafna óheftum innflutningi á hráu, ófrosnu kjötiLeggjast ekki gegn frumvarpinu verði tekið tillit til athugasemda

Úr umsögn Bændasamtaka Íslands um matvælafrumvarpið

Í umsögninni sem unnin er af Lárusi L. Böndal hæstaréttarlögmanni kemur fram að ekki verður annað í ráðið en að í frumvarp-inu sé enn gert ráð fyrir að heimilt verði að flytja til landsins kjötafurðir uppfylli þær skilyrði Evrópusambandsins um heilbrigð-isvottun.

Í samræmi við almenn heilbrigðissjónarmið verður að teljast óvarlegt að opna á ótakmark-aðan innflutning á hráum eða lítt söltuðum kjötvörum og fóðurvörum sem ekki hafa hlotið viðeigandi hitameðferð. Slík opnun myndi fela í sér að nánast yrði útilokað að koma í veg fyrir dreifingu sýktra afurða eða afurða sem á annan hátt teljast skaðlegar heilsu manna og dýra.

Áfram verði lagt bann við innflutningi á hráu kjöti

Bændasamtökin leggja því til sem aðalkröfu að áfram verði lagt almennt bann við innflutningi hrárra og lítt saltaðra sláturafurða og fóður-afurða úr afurðum spendýra og fugla sem ekki hafi hlotið viðeigandi hitameðferð. Þó sé heim-ilt með sérstöku leyfi ráðherra, að fenginni umsögn Matvælastofnunar, að leyfa slíkan inn-flutning enda þyki sannað að ekki berist smit-efni með afurðunum.

Sem varakröfu leggja Bændasamtökin til að innflutningur af þessu tagi verði heimilaður að því tilskildu að mun strangara eftirlit verði haft með honum en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Lagt er til að áður en vara kemur á markað hér-lendis láti Matvælastofnun framkvæma rann-sókn á afurðunum til þess að ganga úr skugga um að afurðirnar séu ekki sýktar eða valdi sjúkdómum.

Komið verði á fót MatvælaráðiMikilvægt er að komið verði á fót sérstöku Matvælaráði hérlendis sem hefði það hlut-verk að sjá um samskipti við alþjóðastofnanir. Sömuleiðis myndi slíkt ráð veita íslenskum stjórnvöldum sérfræði- og vísindaráðgjöf, hafa sérstakt eftirlit með stöðu heilbrigð-ismála á þessu sviði og leita leiða til að auka öryggi búfjárafurða, aðbúnað og hollustuhætti búfjár. Einnig myndi ráðið vera stjórnvöldum til aðstoðar við setningu laga og reglna á þessu sviði. Mikilvægt er að slík stofnun sé sjálfstæð í störfum. Tekið er undir sjónarmið álitsgerðar Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 3. septem-ber 2008 hvað þessi mál varðar.

Mikilvægi 13. greinar EES-samningsinsBáðar þessar tillögur eiga sér stoð í ákvæðum 13. greinar EES-samningsins sem heimilar að takmarka eða leggja höft á innflutning ef inn-flutningurinn telst geta stefnt allmannaöryggi, vernd lífs eða heilsu manna eða dýra í hættu auk annarra ákvæða. Bændasamtökin leggja

áherslu á mikilvægi þessara ákvæða og að vísað verði til greinarinnar í frumvarpinu.

Lögmætar væntingar til óbreytts ástandsÍ nýrri umsögn Bændasamtakanna eru lagðar fram röksemdir um markaðsaðstæður íslenskra bænda og bent á að líkur séu til að þeir hafi öðl-ast svokallaðar lögmætar væntingar til þess að hér á landi haldist óbreytt réttarástand við fram-leiðslu búvara. Er þá vísað til víðtækrar skil-greiningar eignarréttarhugtaksins sem taki til hvers kyns eignarréttinda, beinna og óbeinna. Löng og óslitin réttarframkvæmd kann að telj-ast hafa skapað ákveðin réttindi, eignarréttindi.

Réttarástand á sviði framleiðslu búfjár-afurða hefur verið nær óbreytt um áratuga skeið og pólitísk umræða hefur verið í þá veru að ástandið myndi haldast að mestu óbreytt. Í þessu tilliti er rétt að benda á að íslenska ríkinu hefur frá upphafi verið veitt sérstök undanþága frá ákvæðum EES samningsins um innflutning búfjárafurða.

Löng og óslitin lagaframkvæmd á þessu sviði kann því að hafa leitt af sér að bændur hafi talist öðlast lögmætar væntingar í þá veru að gera megi ráð fyrir að óbreytt réttarástand vari áfram. Um sé að ræða eignarréttindi, með svipuðum hætti og til dæmis aflaheimildir í fiskveiðum. Slíkum eignarrétti verða menn ekki sviptir bótalaust að mati Lárusar Blöndal.

Hinar lögmætu væntingar bænda til þess að kerfið haldist óbreytt lúta meðal annars að þeim fjárfestingum þeir hafa ráðist í. Fullyrða má að í þær hefði ekki verið ráðist ef bændur hefðu gert ráð fyrir jafn róttækum breytingum á lagaumhverfi sínu og gert er ráð fyrir í frum-varpinu.

Alltof stuttur aðlögunartímiGert er ráð fyrir að lögin komi til framkvæmda haustið 2010. Í umsögninni er bent á að sá tími sé alltof skammur til að bændum gefist nægt svigrúm til að bregðast við gríðarlegum breytingum á markaðsaðstæðum. Eðlilegt er að bændum verði veittur meiri aðlögunartími til að hagsmunir stéttarinnar verði tryggðir. Benda má á að aðlögunartími vegna EFTA samnings-ins var tíu ár og vart er óeðlilegt að svipaður aðlögunartími verði veittur í þessu tilviki.

Tollvernd er ekki nægjanlegEkki er gert ráð fyrir breytingu á tollum á inn-fluttum búfjárafurðum. Hins vegar er ljóst að þeir tollar sem nú eru lagðir á erlendar sláturaf-urðir nægja ekki til að jafna samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda gagnvart erlendum. Hinn 1. mars 2007 lækkuðu tollar nær fyr-irvaralaust á kjötvörum frá ESB ríkjum um 40 prósent. Sú lækkun skerðir mjög möguleika innlendra framleiðenda til að mæta samkeppni erlendis frá.

Markaðsumhverfi óhliðhollt íslenskum bændum

Miðað við óbreytt tollaumhverfi er fyrirséð að erlendir frameiðendur búfjárafurða muni eiga greiða leið inn á markað hérlendis. Hætt er

við að þeir muni með skjótum hætti taka yfir markaðinn og kippa nær samstundis fótunum undan íslenskri framleiðslu, sem enda stendur ekki styrkum fótum fyrir. Framleiðendur eru almennt mjög skuldsettir og hafa litla burði til að standast harða erlenda samkeppni. Fram-leiðslukostnaði er ekki heldur hægt að jafna saman enda er hann mun lægri annars staðar í Evrópu. Í krafti stærðar gætu því evrópskir framleiðendur yfirtekið íslenskan markað.

Rétt er að vekja athygli á að á smásölumark-aði hérlendis ráða í meginatriðum tveir stór-ir aðilar. Fullvíst má telja að þeir verði helstu innflutningsaðilar kjötvöru og þar með öflugir samkeppnisaðilar innlendra framleiðenda. Slík staða getur ekki gengið upp til lengdar. Því verður að tryggja að eðlilegt markaðaumhverfi verði við lýði á þessum markaði en miðað við efni frumvarpsins stefnir ekki í það.

Með innkomu erlendra aðila á markaðinn munu íslenskir aðilar verða knúnir til að lækka verð framleiðslu sinnar, ellegar verða undir í samkeppni. Við því mega íslenskir bændur alls ekki. Verði frumvarpið að lögum óbreytt, mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir fram-leiðslu búfjárafurða, og þar með tefla hagsmun-um fjölda bænda, og jafnvel bændastéttarinnar allrar í tvísýnu.

Ekki raunhæfir möguleikar á útflutningií stórum stíl

Rétt er að benda á að komi til offramboðs á kjöti á innanlands markaði eiga íslenskir framleiðendur enga raunhæfa möguleika á að losna við sínar afurðir erlendis. Löng reynsla er komin á slíkt. Rétt er einnig að hafa í huga að offramboð á svokölluðu hvítu kjöti hefur bitnað á sölu á öðru kjöti einnig. Því er hrein fásinna að líta á þetta sem afmarkað vandamál kjúkling- og svínakjötsframleiðenda eins og stundum virðist gert.

Bændasamtökin hafna frumvarpinu óbreyttuBændasamtökin telja að verði ekki tekið mið af tillögum þeirra í umsögninni kunni það að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu íslenskra framleiðenda búfjárafurða. Ekki verður séð að fyrirhugaðar séu breytingar á tollareglum til að bregðast við auknum inn-flutningi á búvörum til landsins. Slíkar breyt-ingar væru algjörlega lífsnauðsynlegar til að gera bændum kleift að standast samkeppni við erlendar búvörur, ef frumvarpið yrði samþykkt í óbreyttri mynd.

Verði frumvarpið samþykkt er jafnframt verið að kasta fyrir róða þeim heilbrigðiskröf-um sem gerðar eru hér á landi. Ljóst má vera að nær vonlaust yrði þá að verjast því að á markað hér á landi myndu berast sýktar afurðir.

Bændasamtökin leggjast ekki gegn afgreiðslu frumvarpsins enda verði komið til móts við þær kröfur um breytingar sem settar hafa verið fram af samtökunum. Verði hins vegar ekki komið til móts við þær kröfur áskilja Bændasamtök Íslands sér fullan rétt til að hafna frumvarpinu. Umsögnin er aðgengileg á vefsíðu samtakanna bondi.is.

Page 8: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

8 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Um áratugi hafa bændur haft með sér öflug samtök á grunni félags-hyggju og samvinnu. Þær hugsjón-ir leiddu íslenska þjóð áfram alla síðustu öld á einu mesta framfara-skeiði í sögu þjóðarinnar.

Bændasamtökin voru stofnuð til að efla og auka framleiðslu og framleiðni íslensks landbúnaðar, tryggja matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar og bjóða íslenskum neytendum upp á holla og góða matvöru á sem bestu verði.

Á Búnaðarþingi hafa bændur rætt sameiginleg hagsmunamál sín og þjóðarinnar og þannig hefur það verið sl. rúm 100 ár.

Nú kallar Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum að bændur ræði mál sín og hefur lagt á þá 10 milljóna króna stjórnvalds-sekt fyrir samráð .

Er það kannski ESB-daðrið og þrýstingur einokunaraðilanna á óheftan innflutning hrárra kjötvara sem liggur hér undir?

Samkeppniseftirlitið er eins og Fjármálaeftirlitið hluti af því eftir-litskerfi sem byggt var upp í einka-væðingu og taumlausri nýfrjáls-hyggju stjórnvalda á undanförnum árum. Þessar eftirlitsstofnanir áttu að sögn að vernda hinn almenna borgara gegn einokun og sjálftöku græðgisaflanna. Gerðu þær það?

Nei, þvert á móti og þessum eft-irlitsstofnunum virtist samvinna og félagshyggja einkar mikill þyrnir i augum.

Samkeppniseftirlit frá tímum

einkavæðingarinnarÉg hef oft gagnrýnt Samkeppnis-eftirlitið og fundist forgangsröðun og nálgun mála illskiljanleg. Sú ákvörðum eftirlitsins að ráðast nú á bændur og samtök þeirra eykur ekki á trú mína á því.

Að mínu mati er lagaumgjörð og áherslur Samkeppniseftirlitsins hluti af því kerfi sem leiddi hrun þess froðuhagkerfisins yfir okkur sem við nú tökumst á við. Samkeppniseftirlitið er hluti af þeirri döpru fortíð og stefnu stjórn-valda síðustu ára sem brýnt er að endurskoða frá grunni.

Ég vil ekki gefa eftir öflugan íslenskan landbúnað og sterkt félagskerfi bænda sem byggt er á samvinnu og félagshyggju fyrir einhver fáránleg lög og áherslur samkeppnislaga sem eru í litlum takti við hagsmuni þjóðarinnar eða íslenskan raunveruleika?

Árið 1889 hófst kennsla í búfræði á Hvanneyri. Skólinn fagnar því 120 ára afmæli á þessu ári og er með elstu menntastofn-unum landsins. Frá 1947 hefur farið þar fram kennsla í búvís-indum á háskólastigi. Kennsla á háskólastigi stórefldist þegar Landbúnaðarháskólinn á Hvann-eyri varð formlega til 1999. Árið 2005 varð Land bún aðar háskóli Íslands (LbhÍ) til við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvann-eyri, Garðyrkjuskóla ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnað-ar ins.

Í dag sinnir LbhÍ viðamikl-um rannsóknum í auðlinda- og umhverfisfræðum ásamt því að bjóða upp á námsbrautir til háskólaprófs og sinna kennslu á framhaldsskólastigi í búfræði og garðyrkju. Það kom mér því á óvart þegar ég heyrði af hugsan-legri sameiningu LbhÍ og Háskóla Íslands (HÍ). Sem nemandi við LbhÍ ætla ég því að rekja hvernig þessir hlutir blasa við mér.

Við myndun „Þingvalla stjórn-arinnar“ vorið 2007 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á stjórn-arráðinu þar sem yfirstjórn LbhÍ var flutt frá landbúnaðarráðuneyti til menntamálaráðuneytis. Rúmu ári seinna skall á kreppa og þá þurfti að fara í sparnaðaraðgerð-ir, m.a. í rekstri ríkisstofnana. Því hefur verið skipaður starfshópur sem á að kanna fýsileika þess að sameina LbhÍ og HÍ.

Skólarnir eiga marga hluti sam-eiginlega en þó hefur LbhÍ mikla sérstöðu fram yfir HÍ. Sérstaðan felst í kennslu búfræði og garð-yrkju sem flokkast undir nám á framhaldsskólastigi. Við hugsan-lega sameiningu LbhÍ og HÍ þarf trúlega að aðskilja alveg kennslu á framhaldsskóla- og háskólastigi

því HÍ mun augljóslega ekki sinna kennslu á framhaldsskólastigi (vegna skilgreiningar skólastiga). Hvað verður þá um garðyrkju- og búfræðinám? Ein hugmyndin er að koma því fyrir í framhalds-skólum landsins. Ljóst er að það nám rúmast ekki innan þeirra vegna þess að eftirspurnin er ekki það mikil að allir framhaldsskól-ar geti boðið upp á þá kennslu. Menntun í búfræði og garðyrkju byggir á sérhæfingu og þekkingu sem þarf að vera aðgengileg og byggð á traustum grunni en þessi atriði eru til staðar hjá LbhÍ í dag. Vilja menn kannski að fólki þurfi að fara erlendis til að sækja sér sambærilega menntun á komandi árum?

Ef af sameiningu verður mun hluti af háskólamenntuninni trú-lega flytjast strax suður til Reykja-víkur svo ná megi betri samlegð-aráhrifum og nýtingu á starfsfólki, slík aðgerð myndi veikja það nám sem eftir verður á Hvanneyri. Ólíklegt er að yfirstjórn HÍ muni taka ákvarðanir um nýjungar eða framþróun á útstöð sinni og því yrði sparað þar til lengri tíma þannig að starfsemi þar mun drag-ast saman. Þegar að kreppir er oft byrjað að skera niður úti á landi þó svo að landsbyggðin hafi trú-lega lítið fundið fyrir hinu meinta „góðæri“ undanfarin ár.

Ég óttast að niðurstaða fýsi-leikakönnunar verði LbhÍ í óhag en á það skal bent að tíminn til að vinna hana er mjög skammur. Þó svo að ekki sé búið að tilkynna ákvörðun um sameiningu skól-anna held ég að ýmsar ákvarð-anir hafi þegar verið teknar bak við tjöldin. Oft hefur verið rætt um það að menntunarstig lands-byggðar sé lakara en höfuðborg-arsvæðisins. Ef af sameiningu þessara tveggja stofnana verður má leiða líkur að því að það verði enn lakara því margir af þeim sem í dag sækja nám að Hvanneyri myndu ekki fara í sambærilegt nám í 101 Reykjavík. Ég held það sé óumdeilanlegt að Hvanneyri hefur skilað landsbyggðinni miklu af vel menntuðu fólki undanfarin ár þar sem fólk úr ólíkum áttum kynnist og sest síðan að á lands-byggðinni að námi loknu.

Við bankahrunið síðasta haust áttuðu menn sig á að innlendur landbúnaður er mikilvægur fyrir þjóðina. Undanfarin ár hefur mér fundist að helsta ógnin við land-búnað sé vanþekking þorra þjóð-arinnar gagnvart atvinnugrein-inni og ég held að það sé mun stærra bil milli landsbyggðar og þéttbýlis á Íslandi en í mörgum af nágrannalöndum okkar. Ein af lykilforsendum öflugs land-búnaðar er menntastofnun sem sér atvinnugreininni fyrir öflugu starfsfólki og slík stofnun hefur verið byggð upp úti á landi, nánar tiltekið á Hvanneyri og Reykjum í Ölfusi. Vatnsmýrin verður seint heimili LbhÍ. Pössum því upp á að Landbúnaðarháskóli Íslands verði áfram með öfluga starfsemi úti á landi en verði ekki í sögubókum framtíðarinnar minnst sem öflugs menntaseturs í 120 ár.

Fjarskiptasjóður og Síminn undir-rituðu á dögunum samning um uppbyggingu háhraðanets um land allt eins og fram hefur komið hér í Bændablaðinu. Þetta er tímamóta-samningur þar sem öllum lands-mönnum er tryggður aðgangur að háhraðaneti fyrir árslok 2010 og er mér til efs að nokkurt annað ríki bjóði upp á slíka þjónustu. Allir sem að málinu hafa komið mega vera stoltir af því og vil ég þakka stjórn og starfsmönnum Fjarskiptasjóðs sem náð hafa að landa þessu máli.

Samningurinn er til fimm ára og tók gildi 1. mars 2009. Samn-ingsfjárhæðin er 606 milljónir króna og í samningnum felst að Fjar skiptasjóður veitir Símanum fjár styrk til uppbyggingar á há-hraðanetkerfi og háhraðanetþjón-ustu sem nær til staða sem ekki hafa aðgang að slíkri þjónustu. Þjónustan mun ná til heimila þar sem einn eða fleiri einstakling-ar eru með lögheimili og hafa þar jafnframt heilsársbúsetu og einn-ig til húsnæðis þar sem lögaðili er með atvinnustarfsemi allt árið.

Vinna við uppbygginguna er þegar hafin og verða í ár tekin fyrir svæði á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Áætlað er að teng-ingu ljúki undir lok næsta árs enda gengið rösklega til verks. Alls verða 1.800 bæir og vinnustaðir tengdir á þennan hátt. Þeir sem þiggja vilja þjónustuna eiga kost á að minnsta kosti 2Mb/s tengingu sem er marg-faldur hraði miðað við það sem boðið hefur verið til þessa.

Það var ekki einfalt að ná þess-um samningi. Tilboð í verkefnið voru opnuð í byrjun september og í ljós kom að Síminn var með lang-lægsta tilboðið. Viðræður hófust og í byrjun október gerðist síðan það sem við öll vitum, efnahags- og fjármálakerfið hrundi og setti alla hluti í uppnám. Þrátt fyrir þetta héldu viðræður áfram og samning-

ar náðust á endanum. Upphaflegt umfang verkefnisins

var um 1.100 staðir. Umfangið hefur aukist um tæplega 700 staði þar sem markaðsáform nokkurra aðila gengu ekki eftir. Auglýst var eftir áformum markaðsaðila á þess-um viðbótarstöðum sem reyndust engin vera. Samningurinn nær því í dag til allra staða á landinu sem, að uppfylltum búsetuskilyrðum, eiga ekki kost á háhraðanettengingu á markaðslegum forsendum.

Með þessum samningi hafa sam gönguráðuneytið og fjarskipta-sjóður komið í framkvæmd öllum helstu verkefnum gildandi fjar-skiptaáætlunar 2005-2010.

Háhraðanetsamband er löngu orðinn eðlilegur og sjálfsagður þáttur í daglegu lífi okkar og því nauðsynlegt að allir landsmenn sitji við sama borð í þeim efnum. Þessi sjálfsagði hlutur snertir okkur í vinnunni, heima, í félagsstarfi og hvar sem er og þetta er orðið jafn sjálfsagt og að fæða sig og klæða.

Ég endurtek þakkir til þeirra sem lagt hafa hönd á plóg og fagna þessum áfanga. Þetta er dæmi um verkefni sem okkur tókst að halda inni þrátt fyrir kreppuna og dæmi um að við getum horft fram á við í von um að hún standi skemur en ætla mætti.

Á heimasíðu fjarskiptasjóðs (www.fjarskiptasjodur.is) er listi yfir þá staði sem býðst háhraðanet samkvæmt samningnum.

Landsmönnum tryggður aðgangur að háhraðaneti

Kristján L. Möller

samgönguráðherra

Fjarskipti

Samkeppniseftirlitið á villigötum Sektar bændur fyrir að ræða mál sín á Búnaðarþingi

Jón Bjarnason

þingmaður Vinstri grænna í Norðvestur-kjördæmi

Samkeppnismál

Framtíð búfræðimenntunarEyjólfur Ingvi Bjarnason

nemi á þriðja ári í búvísindadeild LbhÍ[email protected]

Búfræðimenntun

Í tengslum við sölu Símans voru samþykkt lög um Fjarskiptasjóð í desember árið 2005. Jafnframt voru gerðar umfangsmiklar breyt-ingar á fjarskiptalögum sem m.a. gera ráð fyrir að Alþingi sam-þykki sérstaka stefnu í fjarskipta-málum, Fjarskiptaáætlun, fyrir tímabilið 2005-2010. Framlög til Fjarskiptasjóðs voru ákveðin 2.500 milljónir af söluandvirði Símans og þeir fjármunir ætlaðir til þess að byggja upp fjarskiptakerfið á þeim landssvæðum þar sem ekki væri gert ráð fyrir að fjarskiptafyrirtæk-in byggðu upp kerfi á viðskiptaleg-um forsendum.

Í fyrstu grein laganna um Fjar-skiptasjóð segir: Stofna skal sér-stakan sjóð, fjarskiptasjóð, sem hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála á grundvelli fjarskiptaáætlunar. Sjóðurinn er eign ríkisins. Varsla hans og dagleg umsýsla heyrir undir samgönguráðuneytið.

Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að fjarskiptaáætlun verði endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ekkert bólar á þeirri endurskoð-un fjarskiptaáætlunar en verk-efni hennar hafa raskast verulega og útboðum seinkað án þess að Alþingi hafi verið gefin skýring á þeirri framvindu eða lögð fram ný áætlun.

Fjarskiptaáætlun var tímamóta-verkefni þegar hún var unnin í sam-gönguráðuneytinu og samþykkt á Alþingi 11. maí árið 2005 eins og fyrr er getið. Markmiðin voru skýr. Þar má helst nefna það markmið að allir landsmenn sem þess óski geti tengst háhraðaneti og notið hag-kvæmrar og öruggrar fjarskipta-þjónustu fyrir árslok 2007, að allir

skólar landsins og ríkisstofnanir verði tengdar öflugu háhraðaneti, að allir landsmenn hafi aðgang að stafrænum sjónvarpssendingum, að landið tengist umheiminum með öflugum fjarskiptum um sæstrengi, að þeir sem búa í mesta dreifbýl-inu og sjófarendur hafi aðgang að stafrænum sjónvarpssendingum frá gervihnetti, að öryggi vegfar-enda verði tryggt með bættri far-símaþjónustu á þjóðvegum lands-ins og helstu ferðamannastöðum. Verulegur hluti þessara verkefna var settur af stað fyrir stjórnarskipt-in vorið 2007 og hafði ég tryggt fjármuni til þeirra.

Markmiðið var að Ísland væri altengt eins og sagði í kynningarriti samgönguráðuneytisins sem var sent inn á öll heimili í landinu og vakti mikla athygli. Bændur og aðrir sem í dreifbýlinu búa hafa bundið mikla vonir við þá fjarskiptabylt-ingu sem átti að fylgja þessari áætl-un. Um það hefur mikið verið skrif-að í Bændablaðið undanfarin ár og á Búnaðarþingi því sem nýlega var haldið var ályktað um netteng-ingu. Eins og búast mátti við hafa margs konar vandamál komið upp við undirbúning og framkvæmd verkefna Fjarskiptasjóðs. Engu að síður hafa verkefnin dregist óhóflega í höndum núverandi sam-gönguráðherra og mest það verk-efni sem átti að ljúka fyrir árslok 2007 að koma háhraðatengingum í dreifbýlið. Þegar fjárlagafrumvarp-ið fyrir árið 2009 var lagt fram sl. haust gerði samgönguráðherra ráð fyrir því í ramma ráðuneytisins að skera niður framlagið til fjarskipta-sjóðs. Alþingi tók af skarið, hafn-aði tillögu ráðherrans og samþykkti framlag til sjóðsins. Þannig var

komið í veg fyrir að framkvæmd-ir Fjarskiptasjóðs stöðvuðust sem þá þegar voru langt á eftir áætlun. Það væri gagnlegt fyrir þá sem fara núna með fjarskiptamálin og fjár-málin á vettvangi ríkisstjórnarinn-ar að rifja upp þær umræður sem áttu sér stað á Alþingi í aðdraganda þess að Fjarskiptasjóður var stofn-aður. Þá töluðu stjórnarandstæð-ingar úr röðum Samfylkingar og Vinstri grænna á þann veg að allt ætti að gerast í gær og mikið var fárast yfir sölu Símans sem var samt grundvöllur þeirrar fjarskipta-byltingar sem orðið hefur á grund-velli Fjarskiptaáætlunar. Hún átti að leggja grunn að stefnunni um altengt Ísland sem vonandi verður að veruleika innan tíðar.

Framkvæmdir Fjarskiptasjóðs eru á eftir áætlun

Sturla Böðvarsson

þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi

Fjarskipti

www.bbl.is

Frostvörn fyrir

vatnslagnir. 2m-4m-8m-12m 14m-18m-24m

Vélaval-Varmahlíð hf.

sími: 453-8888

Page 9: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

9 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

PROMENS DALVÍK

Rotþrær Vatnstankar Brunnar og framlengingar Olíu- og fituskiljur Sandföng

Sæplastvörur fást í byggingavöruverslunumum land allt

Til liðs við náttúrunaTil liðs við náttúrunaEIN

N, T

VEIR

OG

ÞR

ÍR 4

11.0

08

Hestar og vísindiNám í hestafræðum nýtur sívaxandi vinsælda. LbhÍ býður upp á sérhæft nám sem miðar meðal annars að rekstri hrossabúa, sérhæfðri þjónustu, ráðgjöf og hverskyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn. Einnig er möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.

Kynntu þér nám í hestafræðumá heimasíðu skólans: www.lbhi.is

AU

ÐL

IND

AD

EIL

D

PL

ÁN

ET

AN

Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

Page 10: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

10 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Haukur Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar, við nýja grenndarstöð á Mýrum. „Við greiðum verktaka fyrir hvert kg af sorpi sem fer til urð-unar þannig að hvert kg sem fer til endurvinnslu af bylgjupappa t.d. sparast urðunarkostnaður en ávinnast úrvinnslutekjur.“ mynd | smh

Hagræn umhverfisstefna Sveitarfélagsins Hornarfjarðar

Ódýrara að flokka úrgang en að urða hann– hagkvæmt fyrir umhverfið og fjárhag íbúanna

Algjör stefnubreyting hefur orð-ið í umhverfismálum Sveitar fé-lagsins Hornafjarðar á síðustu mánuðum. Haukur Ingi Ein ars-son, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs, segir óhætt að kalla það byltingu til hins betra. Hann er 28 ára, alinn upp á Höfn í Hornafirði en gekk í mennta-skóla í Reykjavík og þar lauk hann einnig háskólaprófi í hag-fræði. Þegar Hauki Inga bauðst freistandi starfstilboð á Höfn í byrjun árs 2007 ákvað fjöl-skyldan að flytjast þangað. Kona hans, Berglind Steinþórsdóttir, er ættuð úr héraðinu, frá Hala í Suðursveit, og það átti stóran þátt í að þau tóku af skarið.

Hin hagræna umhverfisstefna Haukur Ingi segir að á Hala eigi þau lítinn frístundabústofn og þar sé gott að vera og vinna sveitastörf-in, þótt þau eigi heima á Höfn. En hvernig skyldi þessi nýja umhverf-isstefna hafa mótast í huga hag-fræðingsins? „Ég fór að skoða hvað væri best fyrir samfélagsheildina í sorphirðumálum og niðurstaðan varð endurvinnsla. Bæði vegna þess að hún er ódýrari kostur fyrir sveit-arfélagið þegar allt kemur til alls og eins kom í ljós að hún er hagkvæm-asta leiðin í tilliti umhverfisverndar og landnýtingar. Eftir að farið var að huga að framtíð urðunarstaðar okkar Hornfirðinga snemma árs 2007 kom í ljós að með sama fyr-irkomulagi myndi hann duga okkur í 5 – 10 ár ef ekkert yrði að gert. Að undirbúa nýjan urðunarstað er gríðarlega kostnaðarsamt og best er auðvitað að urðunarstaðir séu á fáum afmörkuðum svæðum. Megin markmiðin voru því að leita leiða til að draga úr urðun úrgangs. Með því að lengja endingartíma núverandi urðunarstaðar sparast sá vaxtakostnaður af stofnkostn-aði sem annars hefði fallið til við

að finna nýjan stað eftir 5 – 10 ár. Þessir vextir yrðu greiddir af íbúum sveitarfélagsins á endanum svo það er samfélagslegur ávinningur að draga úr urðun,“ segir Haukur Ingi.

Í ljós kom að flokkun var ódýrari en urðun

„Allir sem ég talaði við í upphafi sögðu það deginum ljósara að það væri alltaf meiri kostnaður við að flokka úrgang en að urða hann, það er gaman að geta sýnt fram á hið gagnstæða í dag. Eftir að þetta tiltölulega einfalda markmið lá fyrir skoðuðum við hvaða leið-ir eru færar í að draga úr urðun. Tilkoma Úrvinnslusjóðs var grund-vallarskilyrði fyrir því að flokkun skili sér. Úrvinnslusjóður inn-heimtir gjald af vöruflokkum sem fer í úrvinnslusjóð. Sveitarfélög og úrvinnsluaðilar geta svo sótt í sjóðinn með samningi við hann og sótt þangað fjármagn gegn því að sýna fram á endurvinnslu/endur-nýtingu á vöruflokkunum. Þannig fær sveitarfélagið greitt fyrir að leggja fram til endurvinnslu 1 kg af bylgjupappa en við þurftum að greiða fyrir sama 1 kg fyrir tveim árum síðan auk þess sem 1 kg af ópressuðum bylgjupappa er rúm-frekur á urðunarstað þar sem hver laus rúmmetri er verðmætur. Við greiðum verktaka fyrir hvert kg af sorpi sem fer til urðunar þannig að við hvert kg sem fer til endur-vinnslu af bylgjupappa t.d. spar-ast urðunarkostnaður en ávinnast úrvinnslutekjur. Auk þess sem það er gaman að geta sagt gestum okkar frá því að við hugsum vel um land-ið okkar og gerum okkar besta til að stuðla að bættri náttúru,“ bætir Haukir Ingi við. „Sveitarfélagið Hornafjörður er mikill ferðamanna-staður og eru margar af falleg-ustu náttúruperlum Íslands í okkar sýslu svo þetta er einnig spurning

um hvaða augum aðkomufólk sér okkur.

Lítil fyrirhöfn að breyta skipulaginu

Það er endurvinnsluaðilinn Sagaplast ehf. sem sér um flutn-ing á endurvinnsluúrgangi fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð. Haukur Ingi segir að litlu hafi þurft að breyta við móttökustöðina við end-urskipulagninguna. „Það eina sem við höfum gert er að reisa gripa-hús þar sem við hýsum pressu sem pressar bylgjupappír, sléttan pappír og plast. Við höfum haldið sama starfmannafjölda við móttökustöð-ina en breytt vinnufyrirkomulaginu; í staðin fyrir að vakta gámaportið eins og áður var gert tekur starfs-maðurinn á móti flokkuðum úrgangi og pressar hann í 140-180 kg bagga sem sendir eru til Reykjavíkur. Áður fyrr fór allur úrgangur óflokk-aður í gáma og allt fór upp í sömu holuna. Stefán Sveinn Jónsson, sem er starfmaður gámaports, á heiður skilið vegna hins góða geng-is við þess umbreytingu. Það skiptir miklu máli að íbúar sjái að hugsað sé vel um þennan málaflokk, það verður líka einfaldara að fá fólk með í liðið því öll stefnum við í sömu átt. Samhliða þessu hefur samstarfið við Sagaplast verið gott. Íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði hafa flestir tekið virkilega vel í þetta breytta fyrirkomulag og eru gríðarlega virkir í flokkun. Við höfum reynt að bæta aðgengi íbúa að grenndarstöðvum en við teljum mikilvægt að íbúar geti losað sig við flokkað sorp á sem einfaldasta hátt. í dag erum við með 4 grennd-arstöðvar í þéttbýlinu og við erum búin að koma upp 6 grenndarstöðv-um í dreifbýli. Hægt er að flokka úrganginn niður í bylgjupappa, sléttan pappír, mjúkt plast, smátt brotajárn, dagblöð og tímarit. Við sækjum einnig rúllubaggaplast

heim á alla bæi og sendum suður til endurvinnslu.“

Hvetjandi fyrir dreifbýlisfólk að flokka

„Sveitirnar eru frábrugðnar þéttbýl-inu og þar fellur til úrgangur eins og dýrahræ og baggaplast sem ekki fellur til í eins miklu magni í þétt-býli. Þá er langt fyrir íbúa í dreif-býli að fara með mikið brotajárn sem vill safnast upp og verður oft lýti á annars fallegu bæjarstæði. Til að mæta þessari þörf verða stað-settir fjórir gámar undir lífrænan úrgang. Gámarnir verða staðsettir í hverri sveit; Suðursveit, Mýrum, Nesjum og Lóni. Gámarnir eru rúmir 3 rúmmetrar að stærð og opnast að ofan þannig að um 4 fermetra lúga stendur manni opin. Í þessa gáma er ætlast til að losaður verði lífrænn úrgangur sem fellur til, svo sem lausnir, lömb ef rollur láta, kálfar, kýr, hestar eða hrein-dýr. Sveitarfélög eru bundin lögum að urða lífrænan úrgang sem þenn-an sérstaklega þannig að við erum einnig að bregðast við skyldum okkar gagnvart lögum. Við munum einnig vera með tvo opna gáma sem flakka milli sveita þar sem íbúar geta losað sig við allt stórt brotajárn, allt timbur og öll dekk sem falla til. Ofan á þetta munum við fara á hvern bæ sem óskar þess í haust og bjóðast til að losa íbúa við spilliefni svo sem rafgeyma og afgangsolíu.“

Haukur Ingi segir að nýtt fyr-irkomulag til sveita muni verða bændum hagkvæmara í öllu tilliti – standi vilji þeirra til flokkunar. „Eldra fyrirkomulag í dreifbýli var þannig byggt upp að gámar voru staðsettir á 6 stöðum, allt frá Hala í Suðursveit að Jökulsá í Lóni með reglulegu millibili, einn gámur var á hverjum stað og íbúar í dreifbýli settu allt sem til féll í gámana, þegar gámarnir voru fullir þá var látið vita

og gámarnir sóttir og farið með þá á urðunarstaðinn í Lóni. Að fara úr þessu fyrirkomulagi, að safna öllu saman í einn gám og urða í sömu holunni, í mjög öflugt flokkunar-fyrirkomulag er ódýrara í flutning-inum einum saman. Þá á eftir að taka saman allan þann sparnað sem fellur til vegna minna magns af urðuðum úrgangi. Samhliða þessu öllu saman erum við að vinna til-lögu að breyttri gjaldskrá til fyr-irtækja þannig að þau hafi kost á því að lækka hjá sér urðunargjöld ef þau eru dugleg að flokka. Kerfið mun byggjast upp á því að þeir sem taka þátt í að flokka verði betur settir en áður og ég er bjartsýnn á að það geti gengið upp. Nýja gjaldskráin mun miða að því að fyrirtæki greiði eftir vigtuðu magni af blönduðum úrgangi sem það skilar frá sér. Í dag greiða fyrirtæki eftir flokkum og greiða eftir þeim. Þetta fyrirkomulag er ósanngjarnt að mínu mati sá sem er duglegur að flokka og skila af sér flokkuðum úrgangi greiðir niður fyrir þann sem ekki er eins duglegur. Markmiðið er að veita þeim fyrirtækjum sem vilja möguleika á því að lækka urðunar-kostnað sinn. Við getum tekið dæmi af aðila í ferðaþjónustu sem flokk-ast í gjaldflokk 3. Segjum að hann borgi í dag 70.000 á ári í urðunar-gjöld, sem er þá fastur kostnaður. Ef greitt verður eftir gjaldskrá per/kg þá getur fyrirtækið nýtt sér grennd-arstöðvarnar og flokkað allan flokk-anlegan úrgang og skilað frá sér litlu magni af blönduðum úrgangi. Fyrirtækið hefur þá möguleika á að vinna að því að lækka breytilega kostnaðinn sem áður var fastur kostnaður. Gjaldtakan verður einnig sanngjarnari því sá sem veldur hann geldur. Þetta stuðlar að minna magni af urðuðum úrgangi sem aftur lækk-ar urðunarkostnað og lengir líftíma urðunarstaðar auk þess sem sveitar-félagið fær greitt fyrir marga flokka

Page 11: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

11 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Menningarfélagið Hraun í Öxna-dal ehf. og Skógrækt ríkis ins hafa gert með sér samstarfs-samning um að koma upp trjá-safni (arboretum) í afgirtum garði umhverfis íbúðarhúsið að Hrauni í Öxnadal. Í trjásafninu verða gróðursett eintök af öllum íslenskum trjám og runnum sem þar geta þrifist. Auk þess verður stofnað til skógræktar í heima-landi Hrauns á þeim hluta jarð-arinnar sem er utan fólkvangsins Jónasarvangs, sem opnaður var 2007. Verður þess sérstaklega gætt að allur trjágróður lagi sig að landinu.

Tré og runnar verða merkt til þess að gestir og gangandi geti fræðst um trjágróður á Íslandi.

Einnig verður skólahópum og öðr-um, sem þess óska, gefinn kostur á kynningu og leiðsögn um svæðið.

af flokkanlegum úrgangi. Tekjurnar eru ekki ýkja háar en þær ná þó að greiða leigu á pressu og greiða upp stofnkostnað sem við höfum lagt út í. Mesti sparnaðurinn er fólginn í lægri kostnaði við urðun og leng-ingu notkunartíma urðunarstaðarins. Þetta er fjármagn sem ekki eru sýni-legt alla jafna en er nauðsynlegt að taka með í dæmið því á endanum fellur hann til. Sveitarfélagið, sem er fólkið sem í því býr, getur þá nýtt fjármagnið sem sparast í uppbyggi-lega starfsemi svo sem bæta aðgengi að ferðamannastöðum, bæta íþrótta-aðstöðu ungmenna, efla rannsókn-arvinnu og hvað sem okkur dettur í hug; eða allt annað en að sóa fjár-magninu í að urða rusl.

Við höfum einnig unnið að sam-starfsverkefni með sláturhúsinu Norðlenska og Skinney – Þinganesi. En þessi fyrirtæki eru gríðarlega öflug í matvælaframleiðslu og þar fellur til mikið magn af lífrænum úrgangi. Við stóðum við bakið á Norðlenska við að kaupa skilju í sláturhúsið með lánveitingu, skiljan skilur gor frá vömbum, vambirnar eru nýttar í loðdýrarækt í sveitar-félaginu. Með þessu er áætlað að urðað magn hjá Norðlenska dragist saman um 60-80 % frá því sem áður var. Enn er hægt að sýna fram á það að þessi aðferð er allra hagur, urð-unarkostnaður lækkar veruleg hjá Norðlenska þar sem greitt er fyrir hvert kg af lífrænum úrgangi sem fellur til, loðdýraræktandinn fær gott fóður á hagstæðu verði og líf-tími urðunarstaðarins lengist. Allt styður þetta hvort annað. Hér er um að ræða um 500 tonn af úrgangi sem breytt er í verðmæti.

Nýtingarmöguleikar á lífrænum úrgangi

Hin aukna umhverfismeðvitund í sorphirðu Sveitarfélagsins Horna-fjarðar virðist hafa gert það að verk-um að nú er litið til frekari nýting-ar á ýmsum lífrænum úrgangi sem fellur til hjá fyrirtækjum þéttbýlisins á Höfn. „Hjá Skinney – Þinganesi fellur til mikið magn af fiskúrgangi þegar fiskimjölsverksmiðjan er ekki í vinnslu,“ segir Haukur Ingi. „Þessi úrgangur er ekkert annað en lífrænn áburður fyrir bændasamfélagið. Við vinnum nú að tilraunarverk-efni í samstarfi HAUST, MAST, bænda í sveitarfélaginu og Skinney – Þinganess um nýtingu á þessum áburði. Hugmyndin er að plægja allan þann áburð sem fellur til niður í flög, kornakra og kartöflugarða og nýta áburðargildi úr fiskbein-unum og humarskelinni. Einnig verða gerðar tilraunir með að blanda saman húsdýra- og fiskáburði og nýta svo með hefðbundnum hætti. Hér er sama sagan og áður, allir eiga að hafa hag af því að koma að samn-ingaborðinu. Eins og áburðarverð er að þróast í dag þá getur þetta verið afar verðmæt aðferð við að endur-nýta fiskúrgang. Urðunarkostnaður hjá fiskvinnslunni fellur niður, bændur geta nálgast góðan áburð og urðun dregst saman um allt að 500 tonn.

Þetta eru þó tilraunarverkefni en ég er bjartsýnn á að þau gangi upp hjá okkur og það eina sem sveitar-félagið og fyrirtækin hafa kostað til er fundarseta. Við höfum einnig átt mjög gott samstarf við fram-kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Helgu Hreinsdóttir, sem er gríðarlega úrræða- og til-lögugóð.“

Haukur Ingi benti að lokum á að í dag er útlit fyrir að urðunarstaðurinn endist í 30-50 ár og áætlar hann að fyrirkomulagið spari sveitarfélagið um 4 m.kr á ári, en hann hefur ekki gefið sér tíma til að reikna út bein-an fjárhagslegan ávinning af bættri landnýtingu á urðunarstað. Þá segir hann að ef markmið um sparnað fyrirtækja nást að fullu þá megi gera ráð fyrir um 6 m.kr hagræð-ingu á ári hjá fyrirtækjum. Þá er möguleg verðmætasköpun í fóður-framleiðslu í loðdýrarækt og fram-leiðsla á lífrænum áburði bænda þar ótalin.

-smh

Til leigu er jörðin Staðarhús í Borgarbyggð

Helstu UPPLÝSINGARStaðarhús er 260 hektara jörð, 12km. fyrir ofan Borgarnes. Næsta jörð er Laxholt. Jörðin er vel upp byggð til reksturs tamningastöðvar, hestamiðstöðvar.Tvö íbúðarhús, 47 hesta nýtt hest-hús, 900 fm. Reiðhöll.Jörðin er í leigu til 15 mai 2009, laus eftir það.

Frekari upplýsingar gefur Haukur í sima 8939855

[email protected]

Trjásafn að Hrauni í Öxnadal

Page 12: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

12 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Hugmynd Sigurveigar Kára-dótt ur, matreiðslukonu og eig-anda Matarkistunnar ehf., um að koma á fót búvörumarkaði í hjarta Reykjavíkur verður brátt að veruleika. Í samvinnu við Jón Gunn ars son, forritara, vinna þau nú hörðum höndum að því að koma upplýsingum um fram-leiðslu í landinu í gagnagrunn og leita að heppilegu húsnæði til að hýsa markaðinn. Stefnan er að hafa búvörumarkaðinn opinn alla daga vikunnar og hvetja þau bændur sem hafa áhuga á að vera með að setja sig í samband við þau í gegnum netfangið [email protected].

Hvernig kom hugmyndin að búvörumarkaði hér í Reykavík til?

„Þetta er draumur sem ég er búin

að ganga með í maganum lengi. Í nánast hverri einustu borg eru slík-ir markaðir og yfirleitt blómlegt mannlíf í kringum þá. Á síðustu árum hefur framboð á innfluttri mat-vöru aukist, oft á kostnað innlendrar vöru. Við teljum einnig, á þessum tímapunkti, að það sé nauðsyn fyrir okkur öll að líta okkur nær í inn-kaupum og styðja betur við þá fram-leiðslu sem hér er.“

Verða allir vöruflokkar uppi á borðinu?

„Víða um land er verið að fram-leiða frábærar matvörur sem aldrei berast á borð neytenda á höfuð-borgarsvæðinu. Við viljum vera sú tenging sem þarf til að koma þeim vörum á framfæri. Eins viljum við geta komið bændum til frekari aðstoðar með það sem þá vantar

upp á til að koma framleiðslu sinni af stað, í formi upplýsinga og frek-ari þróunar. Víða er verið að vinna ýmis verkefni á landsbyggðinni, en á sama tíma eru hlutfallslega flestir neytendur á höfuðborgarsvæðinu. Framleiðslan er oft í smáum stíl og því óhentug til sölu í stórversl-unum. Okkur finnst vanta meiri fjölbreytni í úrval verslana og oft er erfitt að nálgast ýmsar afurðir sem verslanir hafa ekki talið hagkvæmt að hafa í sölu. Það er hægt að nýta ýmislegt fleira af t.d. lambinu en læri og hrygg. Við viljum geta valið okkur vörur með tilliti til ýmissa þátta sem skipta máli. Við vitum að ekki eru allir bændur með sömu framleiðsluaðferðir og fóður. Það að geta rakið hana til framleiðand-ans gerir okkur kleift að velja þær afurðir sem við sem neytendur telj-um falla betur að okkar smekk.“

Hverjir standa að markaðnum? „Ég fór í upphafi af stað með

mína vinnu í haust og hef verið að skoða málið frá öllum hliðum, jafnt bænda sem/og neytenda. Á leið minni kynntist ég svo Jóni Gunnarssyni, sem hefur einnig brennandi áhuga á málinu. Í kjölfar-ið fórum við svo á fullt að viða að okkur upplýsingum um framleiðslu í landinu og erum að vinna við að koma þeim upplýsingum saman í gagnagrunn. Við litum svo á að það væri fyrsta skref verkefnisins að koma öllum upplýsingum saman á einn stað.“

Hvernig er framkvæmdin hugsuð?

„Takmarkið er að á þessum markaði verði vörur frá eins mörg-um aðilum eins og hægt er frá öllu landinu. Einhverjir munu vilja selja vörur sínar beint og hafa tíma og aðstöðu til þess, meðan aðrir bændur myndu kjósa að selja vörur sínar með okkur sem millilið. Eins myndum við bjóða upp á þá þjón-ustu að aðstoða bændur við frekari vöruþróun sem tæki mið af mark-aðnum sem skapast. Eftirspurn neytenda eftir meiri fjölbreytni er mikil, en á sama tíma hefur ekki tekist að koma vörum á markað hér með þessu sniði. Þegar upp er staðið verður það betra fyrir alla, jafnt bændur sem/og neytendur að geta haft meiri samskipti og versl-un í stað þess að kaupa innflutta matvöru sem mun verða okkur öllum dýrari þegar upp er staðið. Vöruverð ætti einnig að nást niður við þetta en á sama tíma að skila bændum meiri framlegð.“

Hvenær mun búvörumarkaður-inn vera starfandi?

„Þetta mun standa yfir alla daga vikunnar. Sumir munu kjósa að vera með vörur í sölu alla daga, meðan aðrir vildu kannski koma með vörur sínar sjaldnar. Við telj-um að það sé það mikil framleiðsla í landinu að slíkt fyrirkomulag ætti að geta gengið. Eins vonumst við til að með opnun slíks markaðar þá sjái fleiri bændur í því möguleika að auka framleiðslu sína og taka hana á næsta stig.“

Hvernig gengur að vinna með hugmyndina?

„Við stefnum á að vera komin með þetta upp eins fljótt og auðið er. Við erum þessa dagana að leita að húsnæði og fer umfang starf-seminnar í upphafi eftir því hvernig endalegt húsnæði er. Staðsetningin verður í eða nálægt miðbænum. Þess fyrr sem við erum komin með nauðsynlegar upplýsingar frá bænd-um um framleiðslu þeirra, þess fyrr verður þetta tilbúið. Nú þegar eru margir bændur búnir að setja sig í samband við okkur og sýna málinu áhuga. Við viljum endilega heyra frá sem flestum bændum, bæði þeim sem hefðu áhuga á að vera með frá upphafi og eins þeim sem telja sig hafa áhuga á að vera með á síðari stigum.

Sjá bloggsíðu um búvörumark-aðinn:

http://buvorur.blogspot.com/ehg

Eirný Sigurðardóttir opnaði íslenska sælkeraverslun við Nóatún í Reykjavík þremur dögum áður en hin eiginlega kreppa skall á í október en þrátt fyrir það hefur verslunin staðið af sér ólgusjó síðustu mánaða og sýnir, að mati eigandans, að slík-ar verslanir hafa góðan grund-völl hérlendis. Eirný selur meðal annars býlisosta frá Bretlandi og vörur frá íslenskum bændum en hún óskar eftir fleiri íslensk-um vörum í verslun sína.

„Ostar og brauð hafa verið mín þráhyggja eftir störf mín fyrir veisluþjónustu í Skotlandi sem ég stundaði til margra ára. Ég starfaði um tíma í Invercauld-kastalanum þar sem ég sá um mat fyrir veiðihelgar og hafði nokkuð frjálsar hendur hvað kostnað varð-aði. Þarna skiptu peningar ekki máli og ég gat valið besta hugs-anlega hráefni. Það er mikil osta-menning í Bretlandi og þarna fór ég að kynnast allskyns ostateg-undum sem mér fundust spenn-

andi. Einnig kenndi ég í fjögur ár við Edinburgh School of Food & Wine þar sem heimsóknir frá og til framleiðenda voru margar ásamt heimsóknum til bænda sem tengdust Slow Food-hreyfingunni. Þar var lögð mikil áhersla á rekj-anleika sem ég hef lengi unnið eftir og mér finnst mikilvægt. Ég vil vita hvaðan varan er sem ég læt ofan í mig, hvernig er búið að meðhöndla hana og helst vil ég að hún komi til mín sem styst að,“ segir Eirný, sem bjó í 17 ár í Skotlandi eftir nám í hótelrekstri og ferðaþjónustu, þar til hún kom heim til Íslands árið 2007 og opn-aði verslunina Búrið ári síðar.

Vantar fjölbreytni í flórunaHugmynd Eirnýjar með búðinni var að gefa fólki tækifæri á því að smakka handgerða osta og eru nokkrir slíkir í versluninni hjá henni. Einnig eru þar ýmsar aðrar vörutegundir og hafa íslenskar vörur verið seldar þar í auknum mæli.

„Íslensku ostarnir eru mjög góðir en þetta er sennilega eina landið í heiminum þar sem ein-göngu er hægt að fá fjöldafram-leidda osta frá einum aðila. Það vantar fjölbreytni í flóruna og þar sem mér þykir vænt um gæðahrá-efni þá hef ég mestan áhuga á handgerðum ostum sem koma úr einni hjörð og maður getur fundið á bragðinu hversu breytilegir þeir eru eftir árstíðum. Ég vona að ein-hvern tíma geti maður státað af slíkum ostum sem eru íslenskir,“ útskýrir Eirný og segir jafnframt:

„Það eru margir að gera góða hluti hér heima og ég vil endi-lega ná þessum góðu vörum utan af landi, vöru sem framleidd er í litlu magni, hingað í verslunina til mín. Þetta er kjörið tækifæri fyrir bændur alls staðar að af landinu. Sem dæmi lét ég sérsmíða fyrir mig hér heima sérstakan þrosk-unarkæli fyrir osta og ef það er einhver þarna úti sem er að gera tilraunir með osta og vantar að geyma þá til þroskunar við kjör-aðstæður er það minnsta mál. Ég tek öllum nýjungum og íslensk-um vörum fagnandi. Í versluninni erum við með mjög góðar ráðlegg-ingar til viðskiptavina um hráefn-ið og við leyfum þeim að smakka vöruna áður en hún er keypt, svo allar vörur eru meðhöndlaðar eins og best verður á kosið.“ ehg

Vill fá vörur frá íslenskum bændum

Þær Eirný Sigurðardóttir og Sigrún Guðjohnsen standa vaktina á bakvið kræsingarnar í ostaborðinu í Búrinu.

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga sem haldinn var í Kiðagili í Bárðardal um liðna helgi var samþykkt ályktun þar sem stjórn sambandsins er veitt heimild til að kanna rekstr-argrundvöll og fagleg markmið með því að búnaðarsamböndin á svæðinu taki við rekstri á til-raunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands á Möðruvöllum í Hörg-árdal.

Bera á niðurstöðu viðræðn anna undir fulltrúafund Bún aðar sam-bands S-Þingeyinga til endanlegr-ar afgreiðslu. Nokkrar umræður spunnust um málið á fundinum og kom m.a. fram að nágrannarnir í norðri, Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga ályktaði á fundi sem haldinn var á Raufarhöfn um helgina ekki sérstaklega um málið, en sambandið hefur ekki hafnað þátttöku í verkefninu sem stuðning við tilraunastarfsemina. Þannig hefur stjórn sambandsins vilyrði aðalfundar til að leggja stofnfé í stofnun nýs félags um rekstur Möðruvalla.

Um er að ræða yfirtöku bún-aðarsambandanna á starfssvæði Búgarðs, þ.e. í Eyjafjarðar- og Þing eyjarsýslum á rekstri kúabús og tilraunastöðvar á Möðruvöllum.

Tilraunastarfið á Möðruvöllum er að mati manna norðan heiða mikið hagsmunamál fyrir svæð-

ið en Landbúnaðarháskólinn sem rekið hefur búið mörg undanfarin ár leitar nú leiða til að draga sig út úr rekstrinum.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga

Skoða hvort samböndin taki við rekstri búsins á Möðruvöllum

Sauðfjárræktarverðlaun B.S.S.Þ. voru veitt í fyrsta skipti á aðalfundinum Tilurð þessara verðlauna var m.a. sú að skorta þótti hvatningarverðlaun til sauðfjárbænda líkt og tíðkast til kúabænda. Verðlaunagripurinn er enn í smíðum en mun verða farandgripur líkt og Heiðurshornið. Þegar upp var staðið voru þau Helga og Sigurður í Skarðaborg í Reykjahverfi með bestu einkunn, en næst á eftir þeim komu Félagsbúið Grænavatni 2, Félagsbúið Vogum 2 og Hriflubú. Voru þau leyst út með bókargjöf og árn-aðaróskum, en smá bið verður eftir verðlaunagripnum sjálfum. Hér eru þau Helga og Sigurður með viðurkenninguna sem þau tóku við úr hendi Jóns Benediktssonar á Auðnum, formanns BSSÞ.

Heiðurshornið var veitt í þriðja sinn, en efnt var til þessa verðlaunagrips í minningu Eysteins á Arnarvatni. Að þessu sinni var Félagsbúið Grænavatni 2 hlut skarp ast en sjónarmun á eftir fylgdu Eyþór Pétursson í Baldursheimi 2 og Hjörleifur Sig urð ar son á Græna-vatni 4. Það var Hrafn hild ur Kristjánsdóttir sem tók við Heið-urshorninu auk bókargjafar frá B.S.S.Þ. fyrir hönd Fé lagsbúsins og fylgdu með árnaðar óskir fyrir góð an árangur.

Alíslenskur búvörumark-aður í burðarliðnum

Innan tíðar munu landsmenn von-andi geta rölt um og verslað á al-ís lenskum búvörumarkaði, að er-lendri fyrirmynd, í miðbæ Reykja-vík ur.

Page 13: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

13 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

ER RAFGEYMIRINN TÓMUR?

HLEÐSLUTÆKI

12V 3,6A 12V 0,8A

Tilboð í mars

10% afsláttur af þessum tveimur tækjum

12V 3,6A 12V 0,8A

Bakhjarl bænda í kornrækt

Bakhjarl bænda í kornrækt

Við bjóðum öllum viðskiptavinum sömu góðu kjörinóháð öðrum viðskiptum

Sími 540 1100 - www.lifland.is - [email protected]

Lífland leggur metnað sinn í að fylgjast vel með allri þróun á sviði kornræktar og hafa á boðstólum ný og áhugaverð yrki sem hæfa

íslenskum aðstæðum.

Við kappkostum að bjóða breitt úrval af yrkjum sem henta fyrir alla landshluta og við mjög breytilegar aðstæður íslenskrar náttúru.

Frír flutningur ef pantað er fyrir 1. apríl, sendum heim fyrir sumardaginn fyrsta.

Nýr sáðvörulisti er komin á vefsíðu okkar www.lífland.is

Í síðustu viku var haldin mál-stofa í Bændahöllinni á vegum VOR, félags lífrænna bænda og Bændasamtaka Íslands, þar sem Bernward Geier frá Þýskalandi o.fl. fluttu erindi um lífræna rækt-un hitabeltisávaxta í gróðurhús-um þar sem jafnframt er stundað fiskeldi. Bernward, sem um árabil var framkvæmdastjóri IFOAM, Alþjóðasamtaka lífrænna land-búnaðarhreyfinga, rekur ráð-gjafarfyrirtækið COLBORA í Þýskalandi og vinnur í nánu sam-starfi við SEECON í Sviss, sem hefur þróað og hannað slík gróð-urhús með góðum árangri.

Við ræktun í „hitabeltisgróð-urhúsum“ er nýtt umframorka, svo sem frárennsli hitaveitu eða hitaorka, sem myndast við kælingu í orkuver-um og er því lághita, um 25-27° C. Framleiddar eru gæðaafurðir sem fara beint í veitingahús til matgæð-inga eða eru seldar ferðamönnum á staðnum. Fram kom að í hitabelt-isgróðurhúsinu í Ruswil skammt frá Lucerne í Sviss er ársframleiðslan 60-80 tonn af hitabeltisávöxtum á borð við papaya og dvergban-ana auk 15-25 tonna af fiski og að í húsið, sem er um einn hektari (10.000 fermetrar) að stærð, koma um 10.000 gestir á ári. Þannig hafa þessi gróðurhús mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en aðgangseyrir er 6-7 evrur (um 1000 krónur) á mann.

Málstofuna sátu einkum full-

trúar ýmissa stofnana, svo sem frá landbúnaði, ferðaþjónustu, orkufyr-irtækjum og háskólum sem sinna verkefnum í þágu nýsköpunar. Þar sem slík gróðurhús stuðla að sjálf-bærri þróun með ýmsum hætti var við hæfi að Kolbrún Halldórsdóttir skyldi sitja málstofuna. Unnið er að fjármögnun hagkvæmniskönn-unar en ýmsir aðilar hafa sýnt þessu máli áhuga. Munu þeir Þórður Halldórsson, garðyrkjubóndi á Akri, og dr. Sveinn Aðalsteinsson frá fyr-irtækinu Primordia ráðgjöf hafa for-göngu þar um.

Að lokinni málstofunni var hald-ið málþing á Hótel Sögu um mögu-leika í lífrænum búskap og áform kynnt um lífrænt setur í Laugarási

í Bláskógabyggð og fluttu þeir Bernward, Þórður og Sveinn erindi um þau efni, þar sem einnig var vikið að hitabeltisgróðurhúsum.

Umhverfisráðherra á málstofu í Bændahöllinni um „Íslenska hitabeltið“

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra á milli þeirra Sveins Aðal steins-sonar (nær) og Bernwards Geier frá Þýskalandi.

Page 14: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

14 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Verkefnið „Úttekt á sláturferli sauðfjárafurða“ var unnið sl. haust í framhaldi af ályktun aðalfundar Landssamtaka sauð-fjárbænda um að gerð yrði úttekt á meðferð lambakjöts við slátrun og áhrif meðferðar á kjötgæði. Þar var lögð áhersla á að skoða sérstaklega áhrif aflífunar og kælingar. Í ályktunni sagði m.a. „þegar skepnan er aflífuð með rafmagni er hætt við að skrokkar nái ekki að blóðrenna nægilega og eins er hætt við kæliherp-ingu með of snöggri kælingu eða frystingu. Grunur er um að fyrr-greindir þættir geti haft áhrif á kjötgæði“.

Matís ohf. vann verkefnið fyrir styrk frá Landsambandi sauðfjár-bænda. Meginmarkmið þess var að skoða hvort vinnubrögð við deyð-

ingu og aflífun sláturlamba í slát-urhúsum hér á landi sé í samræmi við reglur þar um, einnig að meta hvort vinnubrögð við aflífun hafi neikvæð áhrif á kjötgæði og stuðla að úrbótum þar sem það á við. Einnig að mæla kælingu á lamba-skrokkum og bera saman við erlend viðmiðunargildi um tíma, hitastig og sýrustig í kjöti eftir slátrun.

Kröfur í reglugerð frá árinu 2003 um slátrun og meðferð slát-urafurða hafa leitt til hraðari og meiri kælingar lambaskrokka. Í henni stendur: „ferskt kjöt skal kæla strax að lokinni skoðun eftir slátrun. Kjarnhiti í kjötskrokkum og skrokkhlutum skal vera lægri en 4°C í kindakjöti og svínakjöti, 24 klst. eftir slátrun“. Færri slát-urhús og meiri dagsslátrun í hverju þeirra hefur einnig aukið hættuna á

að skrokkarnir séu frystir of fljótt eftir slátrun. Því var talin ástæða til að kanna ástand kjötsins með tilliti til svokallaðrar kæliherpingar sem veldur því að kjötið verður seigt og koma með tillögur til úrbóta ef ástæða væri til þess. Rétt dauða-stirðnun í skrokkum eftir slátrun er lykillinn að góðri meyrni. Hægt er að fylgjast með dauðastirðnun með því að mæla lækkun á svokölluðu sýrustigi í kjötinu. Rannsóknir í öðrum löndum benda til að sýru-stigið verði að vera komið undir 6,0 og hitinn í kjötinu að vera yfir 10-12°C til að tyggja meyrt kjöt. Við venjulega kælingu gerist þetta á 6-10 klukkustundum frá slátrun. Í Nýja Sjálandi o.fl. löndum er svo-kölluð raförvun notuð til að flýta fyrir dauðastirðnun svo hægt sé að hraðkæla kjötið, minnka tímann í

kjötsal fyrir vinnslu eða frystingu og draga um leið úr rýrnun.

DeyðingAlls voru 6 sláturhús heimsótt í þessari athugun, þar af var eitt hús heimsótt tvisvar. Fylgst var með deyðingu á 100 lömbum á hverjum stað til skoða hluti eins og straum-styrk, straumtíma, tími frá rotun að hálsskurði og tíma blæðingar frá hálsskurði þangað til hausinn er skorinn af. Einnig voru öll frávik skráð.

Verklag við deyðingu var alls staðar í lagi. Tími frá stungu þar til haus var skorinn var frá 15 sekúndum til 4 mínúta. Skrokkar lamba sem deydd voru með raflosti náðu oftast að blóðrenna nægilega. Athugasemdir gerð þar sem haus-aðferð var notuð og ekki hálsskor-ið. Háræðablæðingar voru meira áberandi í húsum sem nota hau-saklemmu við deyðingu heldur en þar sem notast er við haus-bak tæki við deyðingu. Einnig var sýrustig skrokka við komu í kjötsal nokkru

lægra í þeim húsum sem notast var við haus-bak tæki við deyðingu. Hins vegar ber að hafa í huga að gæra getur verið verðfeld ef þessi aðferð er notuð vegna brunabletts sem kemur á gæru þar sem tækið nemur við bak.

Kæling og meyrniÍ þessari úttekt voru valdir 10 skrokkar í byrjun sláturdags í hverju sláturhúsi af sama eða svip-uðum kjötmatsflokki og þyngd um leið og skrokkarnir komu inn í kælisal eftir slátrun. Skrokkarnir af kjötmatsflokki R2 og kring-um 15 kg. Í tveimur sláturhúsum voru teknir fleiri skrokkar. Bætt var við 10 léttari skrokkum og 10 þyngri til að sjá breytileika á áferð-areiginleikum eftir þyngd skrokka. Skrokkarnir fylgdu öðrum skrokk-um í sláturhúsinu í gegnum kælif-erilinn og svo í frost, þ.e. voru sama tíma í kælingu og skrokkar sem komu á sama tíma í kælisal-inn. Hér ber að hafa í huga að ekki er verið að gera úttekt á sláturhús-unum sjáfum og bera þau saman á neinn hátt, heldur er verið að skoða mun á aðferðum og áhrif mismun-andi aðferða á kjötgæði. Í þessari úttekt kom í ljós að kælitími þ.e. tíminn frá því skrokkarnir komu í kjötsal þar til þeir voru frystir var minnstur 4 tímar og mestur 22 tímar. Hiti í skrokkum við frystingu var frá 4 og uppí 21 °C og sýrustig-ið var frá 5,6 til 6,6 að meðaltali. Kælitími í sláturhúsum var mjög mismunandi enda engar kröfur gerðar á húsin hvað kælitíma varð-ar. Hitastig í kjötsölum sláturhúsa var nokkuð misjafnt en ljóst er að kæling hefur aukist verulega á und-anförnum árum og því mikilvægara að kjötið fái að hanga lengur til að dauðastirðnunin nái að ganga yfir með eðlilegum hætti og skili sér í fullmeyrnuðu kjöti.

Margir þættir hafa áhrif á meyrni kjöts, þættir eins og ræktun, meðferð við slátrun, vinnsla sem og eldun hafa öll áhrif. Íslenska lambakjötið hefur komið vel út úr alþjóðlegum rannsóknum og þótti það til að mynda meyrasta kjöt-ið í Evrópurannsókn fyrir nokkr-um árum. Hins vegar er hætta á að þessari sérstöðu sé fórnað ef kælitíminn í sláturhúsinu er styttur verulega. Í þessari úttekt sást að kjöt sem fékk stutta kælingu var stífara en það sem fékk að hanga lengur í kjötsalnum. Raförvun var notuð í einni sláturaðferð sem skoð-uð var og kom í ljós að kjötið sem fékk þannig meðferð í sláturferlinu hafði lægra sýrustig er það kom inní kjötsal og þoldi því meiri kæl-ingu. Einnig má leiða að því líkum að með raförvun þoli kjötið hraðari kælingu og þannig má framleiða nánast fullmeyrnað lambakjöt og um leið ná fram aukinni hagkvæmi með minni rýrnun skrokka í kæli, minni rýrnun kjöts við sögun og úrbeiningu og lengra geymsluþoli. Hins vegar hefur ekkert verið skoð-að hvaða áhrif hröð kæling hefur á bragðgæði, en þekkt er að bragð-myndunin verður meiri ef kjötið fær að hanga lengur í kæli.

Almennt var vel staðið að slátr-un á sauðfé á Íslandi í þeim húsum sem heimsótt voru í þessari úttekt, bæði út frá dýraverndunarsjónar-miðum og út frá þeim þáttum sem hafa áhrif á kjötgæði.

Valur Norðri GunnlaugssonMatís ohf.

Úttekt á sláturferli sauðfjárafurða

Page 15: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

15 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Í erindi á Fræðaþingi landbúnaðar-ins 2009 var talað fyrir nauðsynlegri endurskoðun á áburðargildi búfjár-áburðar og birtar nýjar og breyttar tölur um efnainnihald mykju sem geta leitt til verulegs sparnaðar á tilbúnum áburði á kúabúum. Þar var að auki lagt til að tekið verði meira tillit til uppsafnaðrar áhrifa af áburðargjöf á ræktarland í áburð-aráætlunum en gert hefur verið fram til þessa. Hér verða kynntar í stuttu máli þessar niðurstöður en nánari útfærsla birtist síðar á öðrum vettvangi.

Næringarefnastyrkur í mykju hefur breyst mikið

Í tenglsum við ýmis rannsóknaverk-efni Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á undanförnum árum hafa verið efnagreind tugir mykjusýna sem tekin voru úr völdum haughús-um á kúabúum. Efnagreiningarnar leiða í ljós að efnastyrkur höfuðnær-ingarefnanna; niturs (N), fosfórs (P) og kalís (K) í kúamykju hefur aukist umtalsvert miðað við eldri mælingar sem stuðst hefur verið við fram til þessa í Handbók bænda (2008) og af ráðunautum. Á 1. mynd eru eldri mælingar (“Gömlu gildin”) og nýjar mælingar (“Nýju gildin”) bornar saman og sýnir þennan mun vel. Af höfuðnæringarefnunum hefur N og K tvöfaldast og P nærri þrefaldast í styrk frá gömlu gildunum. Þessi munur á sér eðlilegar skýringar. Í

dag er fóðrun nautgripa og þá aðal-lega mjólkurkúa gjörbreytt frá því sem áður var. Afurðastig hefur stór-aukist vegna bættrar fóðrunar sem leiðir til þess að magn og efnastyrk-ur mykju eftir grip hefur aukist og efnahlutföll hafa breyst. Þá má færa rök fyrir því að næringarefnin sem bundin eru í lífræna hluta mykj-unnar séu aðgengilegri (leysanlegri) fyrir plöntur en áður einmitt vegna þess hvað fóðrunarstigið hefur auk-ist. Rétt er þó að nefna að styrkur annarra næringarefna í kúamykju eins og kalsíums (Ca) og magn-esíums (Mg) hefur ekki aukist (ekki sýnt hér).

Af þessum sökum er líklegt að á

undanförnum árum hafi bændur oft verið að bera of mikið á af N, P og K í tilbúnum áburði með mykjunni. Annar þáttur sem hefur verið van-metinn eru langtímaáhrif eða upp-söfnuð áhrif áburðargjafar á gæði jarðvegs til að geyma og losa nær-ingarefni úr forða. Langtímanotkun búfjáráburðar örvar umsetningu og efnaskipti í jarðveginum og aðgengileg næringarefni fyrir plöntuvöxt sem koma úr lífrænum forða jarðvegsins eykst með tíman-um. Þetta þýðir að minnka má enn frekar tilbúinn áburð með mykju á gömul tún í góðri ræktun án þess að það komi niður á uppskeru.

Næringarefnastyrkur í mykju tengist þurrefnishlutfalli

Efnagreiningar leiða í ljós mikinn mun á milli bæja á efnastyrk í mykju á þurrefnisgrunni. Það endurspegl-ar einfaldlega það að efnastyrkur og efnahlutföll í fóðri eru breytileg milli búa. Engu að síður er þurr-efnishlutfallið sá þáttur sem skýr-ir mest breytileikann á magni N, P og K í hverju tonni af mykju og er þetta meðalsamband dregið upp á 2. mynd. Þessa mynd má nota til að finna grunngildi N, P og K í áburð-aráætlunum ef ekki eru til nákvæm-ari upplýsingar um efnainnihald mykju á viðkomandi búi.

Þessi grunngildi þarf síðan að margfalda með stuðlum til að fá út áburðargildi mykjunnar í sam-anburði við tilbúinn áburð. Stærð stuðlanna er mjög breytileg og háð mörgum þáttum. Sérstaklega er köfnunarefnis (nitur) stuðullinn breytilegur en áburðargildi P og K í mykju er talinn vera nálægt 1,0 (það er jafngild P og K í tilbúnum áburði). Í 1. töflu er sýnt dæmi um útreikning á áburðargildi mykju sem byggir á þessum niðurstöðum.

Þurrefnisinnihald mykjunnar á kúabúunum er algengt á milli 4 og 8%. Það er mikilvægt að þurrefnis-innihaldið sé nokkurn veginn þekkt til þess að hægt sé að nota svona upplýsingar í áburðaáætlunum.

Dæmi um hlut mykju í að uppfylla áburðarþörf túns ásamt

útskýringumHér verður tekið dæmi um hvernig má áætla hlut mykju í að uppfylla áburðarþörf mýrar og/eða móa-túns sem nýtt er til sláttar og sem var síðast endurræktað fyrir u.þ.b. 10 árum síðan. Það er enn í ágætri ræktun enda borið á það árlega fullur áburðarskammtur í tilbúnum áburði og mykju.

Byrjað er á því að áætla hvað mikið af næringarefnum er fjarlægt með uppskerunni.

Nitur (N)

Nitur í uppskeru kemur ekki bara beint frá áburðinu heldur einnig úr forða jarðvegs sem hefur upphaf-lega að mestu borist þangað með áburði fyrri ára. Þá losnar einnig smábrot úr grunnforða jarðvegs-ins. Losun N úr forða er mjög háð umhverfisaðstæðum, einsog lofthita, leysanleika lífrænna efna, sýrustigi og vatnsbúskap jarðvegs. Í túnum er losunarhraðinn frekar lítill og N vill því safnast fyrir í jarðveg-inum. Eftir því sem að túnin eldast má gera ráð fyrir að aðgengilegt N úr forða aukist. Þegar tún er endur-unnið stóreykst losunin og getur auðveldlega farið yfir 100 kg N/ha. Þetta er mikilvægt að nýta sér í sáðskiptum með korn- og grænfóð-urrækt. Niturnám úr lofti er annars vegar ammóníum – N sem kemur

Jarðrækt 19 » Grænfóðurræktun þarf að

undirbúa snemma18 » Hvaða kornyrki hentar best aðstæðum á hverjum stað?

BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS � 26. MARS 2009

Gríðarleg verðhækkun á tilbún-um áburði síðustu ár knýr nú enn fastar á en áður um; – að bændur og ráðgjafarþjónustan leiti allra mögulegra leiða til að draga úr kostnaði, beina sjón-um að hagkvæmni jarðræktar í víðum skilningi og nýta sem best þau mikilvægu aðföng sem áburðurinn er. Í þessu sam-bandi gildir almennt, að margt smátt gerir eitt stórt og engin ein afmörkuð aðgerð dugar.

Í þessu sérstaka fylgiblaði Bændablaðsins um jarðrækt er að finna fjölbreytt fagefni, upplýs-ingar og viðtöl við ráðunauta sem geta komið mörgum bændum að góðu gagni á næstu vikum.

Í þeim tilgangi að fylgja átak-inu enn fastar eftir hafa Bænda-sam tökin ákveðið að verja sér-stökum fjármunum til þess að greiða fyrir einstaklingsbundna, afmarkaða ráðgjöf um jarðrækt (túnrækt, endurræktun, grænfóð-ur- og kornrækt) og áburðarnotk-un hjá bændum.

Fyrirkomulag átaksins verð-ur með þeim hætti; – að hver og einn bóndi getur óskað eftir heimsókn jarðræktarráðgjafa hjá sínu búnaðarsambandi, – bónd-

inn og ráðunauturinn fara sam-eiginlega og kerfisbundið í gegn-um framkvæmd jarðræktar og áburðarnotkunar á viðkomandi býli. – Í þeirri yfirferð er gert ráð fyrir að þeir styðjist við sérstakan gátlista, – vegvísi, sem jarðrækt-arráðgjafarnir hafa sameiginlega útbúið.

Tilgangurinn með heimsókn-inni og yfirferðinni er að bónd-inn og ráðunauturinn finni sam-eiginlega út; hvað hugsanlega er unnt að gera betur í jarðræktinni, – gera öðruvísi nú í vor en undan-farin ár, með það að markmiði að auka hagkvæmni jarðræktarinnar í búrekstrarins, – en treysta um leið nægilega fóðuröflun og fóð-urgæði miðað við þarfir bústofns-ins á búinu.

Bændur eru hér með hvattir til þess að nýta sér þetta ráðgjaf-artilboð og setja sig sem fyrst í samband við sinn jarðrrækt-arráðgjafa. Við vonum og erum raunar sannfærð um, að það getur komið mörgum bændum að gagni. Svo vísa sé til algengra heitstreng-inga nú um stundir; – ,,veltum við öllum steinum í jarðræktinni og könnum hvað betur má fara”.

Gunnar Guðmundsson

Átak í jarðrækt

Einstaklingsbundin jarðræktarráðgjöf

Endurskoðað áburðargildi mykju getur sparað áburðarkaup!

1. tafla. Dæmi um útreikning á áburðargildi mykju sem byggt er á 2. mynd og dæmigerðu magni á tún (30 t/ha). Miðað við 6,3% mykjuþurrefni.

NæringarefniDreifingartími N P K

Grunngildi, kg/tonn3,7 0,7 2,7

MargföldunarstuðlarHaust 0,30 0,90 0,80febrúar/mars 0,45 1,00 0,90apríl/maí 0,60 1,00 1,00milli slátta 0,30 1,00 1,00

Áburðargildi 30t mykja, kg/haHaust 33 19 65febrúar/mars 49 21 73apríl/maí 66 21 81milli slátta 33 21 81

2. tafla. Áburðarþörf á ha í tilbúnum áburði sem fær 30 t af mykju (sjá forsendur í 1. töflu og í dæmi) og borin saman við „gömlu“ gildin. Samtals 30t mykja/ha. Mykjuþurrefni = 6,3%.

Samkvæmt "nýju" gildunum Samkvæmt "gömlu" gildunum

Dreifingartími N P K N P K

Haust 92 1 5 108 13 34

febrúar/mars 76 -1 -3 100 12 30

apríl/maí 59 -1 -11 92 12 26

Mynd 1. Heildarefnastyrkur í mykju, gömlu og nýju gildin. Mynd 2. Styrkur N, P og K í mykju eftir hlutfalli þurrefnis.

N þörf, kg/ ha =Áætlað N í uppskeru = 160 - N úr forða = 50 - N úr lofti = 10

= 125 kg N/haáburðarnýting, %/100 = 0,80

Framhald á bls. 16

Page 16: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

16 JARÐRÆKT BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS � 26. MARS 2009

með úrkomu og frítt N (N2) sem numið er af niturbakteríum í jarð-vegi. Venjulega er talið að lítið N komi úr þessari átt nema þegar ræktaðar eru belgjurtir eins og smári og ertur.

Áburðarnýting N (bæði í mykju og í tilbúnum áburði) er hér metin 80%. Afgangurinn (20%) er þó ekki tapaður því að í góðu rækt-unarlandi binst hann við lífræna hluta jarðvegsins og þannig bætist það N við forða sem nýtist að hluta í framtíðinni. Tæplega helmingur (46% að meðaltali) af N í mykju er bundið í lífrænum samböndum og með því fylgir mikið magn kolefn-is (10 x N) öfugt við N í tilbúnum áburði sem er eingöngu „ólífrænn“. Þess vegna safnast forði hraðar fyrir í túnum þar sem borinn er á búfjáráburður en ekki eingöngu tilbúinn áburður. Forðasöfnunin ræðst einnig af öðrum þáttum eins og t.d. útskolunarhættu sem er mest á úrkomumiklum svæðum, illa framræstu landi og í jarðvegi með litla jónrýmd (eins og í sandi og möl).

Fosfór (P)

Fosfór í jarðvegi er bæði bundinn í lífrænum og ólífrænum sambönd-um og stærstur hluti P í uppskerunni kemur úr þessum forða. Leysanleiki P í forða er háður umhverfisað-stæðum eins og sýrustigi en einnig gerð lífræna forðans. Telja verður líklegt að stór hluti nýtanlegs forða í ræktunarjarðvegi sé vegna áburð-argjafar fyrri ára. Í mykju er P að mestu lífrænt bundinn en er talinn skv erlendum heimildum nánast jafn aðgengilegur og P í tilbúnum áburði. Nýjar innlendar rannsóknir LbhÍ benda þó til þess að P í mykju sé ekki jafn aðgengilegur og í P í tilbúnum áburði en þetta þarf þó að skoða betur. Hér er einungis 15% af ábornum P talinn skila sér í upp-skeru sama árs. Afgangurinn (85%) skilar sér í forða sem verður að hluta til aðgengilegur fyrir plöntur í framtíðinni.

Kalí (K)

Kalí losnar úr bergefnum jarðvegs-ins við veðrun og binst sem jón við jarðagnir. Talið er að verið sé að ganga á grunn K forða jarðvegs þó að enn séu fá merki um að skipt-anlegt K í jarðvegi hér á landi fari mikið minnkandi. Hér er áætlað að 40 kg af K komi úr þessum forða. Kalí er að mestu í vökvafasa mykj-unnar (þvaginu) og áburðargildið er það sama og í tilbúnum áburði. Hér er áburðarnýting áætluð 100% en ekki er ráðlágt að bera á ofur-skammta af K. Stórir K áburð-arskammtar auka K útskolun en þó enn meira útskolun á Ca og Mg sem þýðir K/(Ca+Mg) hlutfallið í

jarðvegi og plöntum verður óhag-stæðara.

Nú þegar búið er að áætla nær-ingarefnaþarfirnar og áburðargildi áborinnar mykju (1. tafla) er hægt að reikna út hvað þarf að bera mikið á af tilbúnum áburði. Niðurstaðan er sýnd í 2. töflu („nýju“ gildin) og borin saman við áburðaráætlun sem unnin er með gömlu áburð-argildunum.

Mikill munu er á þörfum eftir hvaða efnagildi fyrir mykju eru notuð. Samkvæmt nýju gildunum þarf einungis að bera á þetta tún nitur í tilbúnum áburði með mykj-unni en hins vegar þrígildan áburð ef gömlu gildin eru notuð. Ekki verða settar krónur og aurar á þenna mismun, það getur hver og einn reiknað út fyrir sig. Hægt er þó að fullyrða að munurinn er áþreifanlegur.

Samandregin niðurstaða● Hægt er að minnka áburðar-

skammta á völdum túnum veru-lega, sérstaklega N og P í tilbún-um áburði.

● Túnum fjölgar þar sem þarf bara að bera á N í tilbúnum áburði með mykju.

● Mikilvægt er að endurskoða áburðarþörf fyrir hverju spildu en ekki að vera með flatan nið-

urskurð á tilbúnum áburði á öll tún.

● Forðast á að bera á ofurskammta af mykju á tún og það á að miða mykjuskammtinn við að full-nægja P og/eða K þörfum.

● Mykjan ætti að duga á fleiri spildur en áður og þar með spara enn frekar tilbúinn áburð.

Hugsanlegar afleiðingar af breyttum viðmiðunum

Þessar hugmyndir sem hér eru lagð-ar fram fela í sér róttækar breyt-ingar á áburðaráætlunum og þess vegna er ekki óeðlilegt að spyrja hvort þetta hafi ekki einhverjar nei-kvæðar afleiðingar í för með sér. Það er vissuleg ákveðin óvissa um hvað gerist en miðað við innlendar og erlendar rannsóknaniðurstöð-ur með búfjáráburð munu þessar breytingar hafa lítil áhrif á heildar þurrefnisuppskeru en próteinstyrk-ur uppskerunnar mun lækka án

þess að það sé til skaða fyrir fóðr-unarvirðið. Sömuleiðis er sennilegt að fosfórstyrkur geti minnkað og kalístyrkur sömuleiðis en það er ekki öruggt. Þá er ekki líklegt að þetta muni hafa neikvæð áhrif á frjósemi jarðvegsins.

LbhÍ stefnir að því í vor að leggja út tilraunir á völdum kúabú-um til þessa að skoða og mæla áhrif þessara breytinga á áburð-arplönum og verða þá fyrstu nið-urstöður kynntar í upphafi næsta árs.

Þóroddur SveinssonLandbúnaðarháskóla Íslands

Tilraunastöðin á Möðruvöllum

K þörf, kg/ ha = [áætlað K í uppskeru = 110 - K úr forða = 40] = 70 kg K/ha

P þörf, kg/ ha =Áætlað P í uppskeru = 18 - P úr forða = 15

= 20 kg P/haáburðarnýting, %/100 = 0,15

Endurskoðuð gildi

Framhald af bls. 15

Bændasamtök Íslands hafa þróað nýtt veflægt skýrsluhaldsforrit í jarðrækt með aðgengi að miðlægum gagnagrunni um jarðrækt. Forritið hefur hlotið nafnið Jörð (www.jörð.is) og er arftaki jarðræktarforritsins NPK sem margir bændur kannast við. Með Jörð.is geta bændur m.a. gert vandaðar áburðaráætlanir á grunni áburðarþarfar og síðan borið saman margar mismunandi áætl-anir með tilliti til áburðarverðs og efnainnihalds.

Forritið bætist við fjölbreytta flóru Bændasamtakanna af veflæg-um skýrsluhaldsforritum sem öll hafa sameiginlegan notendagrunn. Þannig er sama notandanafn og lykilorð notað hvort sem farið er á Jörð.is, Fjarvis.is, Huppa.is eða Bufe.is.

Jörð.is þjónar bændum með ýmsu móti:● Túnkortagrunnur BÍ og Jörð.

is eru nátengd. Ef bændur láta ráðu nauta teikna fyrir sig túnkort eða þegar jarðabótaúttektir eru teiknaðar í Túnkortagrunn BÍ, þá geta bændur skoðað loftmynd af viðkomandi túnum á Jörð.is. Túnkort er forsenda þess að réttar túna stærðir séu notaðar við áburð ar út reikn inga í kerfinu.

● Niðurstöður hey- og jarðvegs-efnagreininga koma inn í grunn-inn beint frá greiningaraðila, svo fremi að bóndinn óski ekki sér-staklega eftir að svo verði ekki og vísa ég þá í annan pistil hér að neðan.

● Útreikningur á framleiðslu bú-fjár áburðar og efnainnihaldi hans á búinu út frá fjölda gripa og inni stöðutíma.

● Yfirlit yfir áburðarsala og efna-innihald áburðartegunda ásamt verði.

● Útreikningur á áburðaráætlun mið að við gefnar forsendur. For ritið gerir tillögu að þremur bestu áburðartegundunum sem henta á viðkomandi tún út frá

skráðum áburðarþörfum. Bú fjár-áburðargjöf er tekin með í reikn-inginn. Útreikningar áburð ar-áætlana geta unnið út frá ýms um skilyrðum sem notandinn setur.

● Skýrsluhaldið nær til grunn-skráningar um túnin, skráninga á uppskeru, ræktun, ástandi, áburðargjöf, o.s.frv. Skýrslu-hald ið verður síðar forsenda fyrir sjálfvirkum útreikningi á áburð ar þörf um túnanna.

● Hafi menn skráð skýrsluhald í NPK er hægt er að afrita gögnin yfir á Jörð.is.

Þrír stórir kostir fylgja því að hafa forritið á netinu:● Bændur og ráðunautar geta unn-

ið sameiginlega á Jörð.is þó þeir séu staddir á sitt hvoru lands-horninu, svo fremi sem aðgengi-leg nettenging sé til staðar.

● Öll gögn eru vistuð í miðlægum gagnagrunni hjá Skýrr hf., sem

sér um öryggisafritun. Þetta á líka við um gögn um jarðvegs- og heysýni og landfræðileg gögn um spildur búsins. Engin gögn eru vistuð á eigin tölvu bónda.

● Viðbætur og lagfæringar eru einfaldar því ekki þarf að senda hverjum og einum notanda upp-færslu heldur birtist hún honum næst þegar hann fer inn á Jörð.is.

Síðastnefnda atriðið er mjög mikil vægt nú þegar Jörð.is er opn-uð. Ýmis atriði eru ennþá í vinnslu og margar hugmyndir eru uppi um hvað forritið á í framtíðinni að bjóða upp á. Notendur geta því átt von á ýmsum viðbótum og lagfær-ingum næstu misserin. Aðgangur að Jörð.is verður fyrst um sinn bændum að kostnaðarlausu og eru bændur hvattir til að kynna sér möguleika þess í eigin jarðrækt.

Fyrirhugað er að halda námskeið í notkun kerfisins næsta haust.

Hey- og jarðvegsefnagreining-ar eru mikilvæg gögn við mat á áburðarþörfum túna. Mikilvægt er að halda vel utan um niður-stöðurnar, ekki síst þegar þær eru farnar að spanna gögn um sömu spildurnar yfir mörg ár. Þá geta hægfara breytingar í efnabúskap ræktarlandsins komið í ljós sem annars færu forgörðum. Í þessu tilliti er rétt að benda á nauðsyn þess að auðkenna hey- og jarð-vegssýni frá sömu túnum alltaf með sama hætti.

Landbúnaðarháskóli Íslands sem greinir hey- og jarðvegssýni hefur fram til þessa eingöngu sent bændum niðurstöðurnar á pappírsformi. Ráðunautar hafa líka fengið niðurstöðurnar á pappír en þeir hafa þó einnig getað fengið niðurstöðurnar í excel-skjali, hafi þeir beðið sér-staklega um það.

Með tilkomu skýrsluhalds-kerfis í jarðrækt, Jörð.is, þykir það eðlileg krafa bænda að þeir þurfi ekki að skrá handvirkt nið-

urstöðurnar inn í grunninn held-ur fái þær rafrænt beint frá grein-ingaraðilanum.

Bændasamtök Íslands munu á næstu dögum fara þess á leit við LbhÍ að fá áður nefndar nið-urstöður nokkur ár aftur í tímann til þess að opna aðgengi að þeim fyrir bændum á Jörð.is. Einnig verður óskað eftir samstarfi um að fá nýjar niðurstöður inn á Jörð.is jafnóðum og þær liggja fyrir.

Aðgangur að gögnunum verð-ur sá sami og hingað til. Bændur sjá aðeins eigin niðurstöður og ráðunautar niðurstöður allra umbjóðenda sinna.

Bændur!Óskið þið þess að niðurstöður hey- eða jarðvegsefnagreininga fari ekki inn á gagnagrunninn Jörð.is eruð þið beðnir um að hafa samband við Borgar Pál Bragason, [email protected], hjá Bændasamtökunum. Ef þið látið ekki í ykkur heyra, lítum við svo á að þið takið fram-takinu fagnandi.

Niðurstöður heyefna- og jarðvegsefnagreiningaJörð.is

– Veflægt skýrsluhalds-kerfi í jarðrækt

Bændablaðið hafði samband við jarðræktarráðunauta bún-aðarsambandanna og velti upp ýmsum spurningum sem snúa að málum sem eru umhugsunarverð á þessum umbrotatímum í jarð-rækt á Íslandi. Spurningarnar voru eftirfarandi:

1. Hvernig finnst þér áburð-arframboðið vera fyrir bændur nú í vor? Hvaða afleiðingar telur þú að hækkun á áburðarverði muni hafa fyrir bændur á þínu svæði? Óttastu að bændur muni jafnvel spara áburð sér til skaða?

2. Hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir þá bændur sem þurfa að skera niður kostnað við áburð-arkaup? Einhverjir vannýttir mögu-leikar sem hægt er að mæla með?

3. Hvaða tækifæri sérðu helst framundan fyrir bændur í þessum erfiðu efnahagsaðstæðum?

4. Hvað ráðleggur þú bændum helst um þessar mundir í jarðrækt?

5. Sérðu einhverja sérstaka þróun í jarðræktinni sem hægt er að festa fingur á og setur svip á þessa grein um þessar mundir?

Mætti skoða safnhaugagerð til áburðarvinnslu

Sigurður Þór Guðmundsson ráðu nautur hjá Búgarði-Ráðu-nautaþjónustu á Norð austur-landi svaraði spurningunum á eftirfarandi hátt:

1. Framboðið er mismunandi eftir áburðarsölum, og sumir bjóða í raun engan áburð sem

hentar bænd-um, samkvæmt þeim viðmið-unum sem hafa verið notuð um árabil. Hærra á b u r ð a r v e r ð pressar bændur til að vera mjög gagnrýnir, varðandi áburðarnotk-un. Mig grunar að ekki allir bænd-ur geri sér fulla grein fyrir hvaða afleiðingar steinefnaskortur geti haft á uppskeruna, en flestir taka þó á þessu með skynsömum hætti.

2. Áburður hefur alltaf verið dýr og menn hafa því aldrei verið að nota hann í neinu óhófi. Bætt nýting búfjáráburðar er þó allt-af möguleg, enda horfa flestir til þess. Endurræktun og skiptirækt-un er klárlega góður kostur, til að auka áburðarsvörun. Þá gæti verið rétt að skoða kölkun, t.d. mýra-túna. Þá má jafnvel fara skoða safnhaugagerð til að búa sér til áburðarefni.

3. Auka beina sölu á sínum afurðum, hvort sem er í gegnum afurðarstöðvarnar eða með því að selja beint. Fólk vill kaupa beint af bændum. Og síðan þurfa menn að vera enn gagnrýnni á sínar fjárfest-ingar og hvað skilar þeim tekjum.

4. Rækta kál fyrir haustbeit lamba, plægja upp tún, bæta fram-ræslu eða ræsa fram ný tún.

5. Nei, ekki neina sérstaka þróun, nema þá helst aukinn áhuga á að bæta grasræktina til að auka uppskeru og fá betra hey.

Auka þarf endurræktunRúnar Ingi Hjartarson ráðu-nautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands svaraði þessu til:

1. Það er misjafnt á milli áburðarsala, í heild ágætt en einstaka salar eru með mjög slakt úrval. Við höfum áhyggjur af því að brenni-steinn hefur nánast horfið úr ýmsum algeng-um áburði. Okkur finnst líklegt að hækkunin valdi því að minna verður borið á af tilbúnum áburði og hugs-anlega til skaða á sumum jörðum. Aftur á móti eru bændur greinilega farnir að huga að bættri nýtingu búfjáráburðar.

2. Það er öruggt mál að tals-verðir möguleikar eru í skynsam-legri nýtingu á búfjáráburði, alltof mikið er um að búfjáráburður sé vannýttur og illa hirtur. Sjálfsagt er að fylgjast með þróun áburð-arsparandi ræktunar eins og belg-jurtaræktar.

3. Gera átak í vélakostnaði. Endurskoða vélakost og samvinnu og/eða verktöku í því sambandi.

4. Margir mega taka sig á í end-urræktun túna. Ég legg einnig mikla áherslu á að sýni séu tekin svo við-unandi gögn fáist fyrir áburðaráætl-anagerð. Tækni í jarðvinnslu og verkþekking er einnig atriði sem við höfum verið að koma að.

5. Aukin umræða er um bætta nýtingu búfjáráburðar og notk-un belgjurta. Við finnum einnig fyrir áhuga á verktakaþjónustu en þróun á því sviði er ekki langt á veg komin á þessu svæði.

Jarðræktarráðunautar leggja áherslu á búhyggindi

Page 17: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

Aðföng í landbúnaði hafa hækkað umtalsvert á síðustu misserum. Á það bæði við um tilbúinn áburð og aðflutt fóður. Belgjurtir binda nitur úr andrúmsloftinu í samlífi við rót-arhnýðisbakteríur og þennan eigin-leika þeirra má nýta til þess að draga úr notkun á tilbúnum nituráburði. Fóðurbelgjurtir, eins og rauðsmári og hvítsmári, gefa bæði prótein- og steinefnaríkt fóður og ræktun þeirra getur bætt jarðvegsgæði. Því er ekki úr vegi að spyrja hvort fóðurbelg-jurtir hafi ekki eitthvað fram að færa í íslenskri jarðrækt.

Þrátt fyrir augljósa kosti belg-jurta hafa íslenskir bændur ekki enn farið að rækta fjölærar belgjurtir sem neinu nemur. Skýringarnar eru eflaust margar. Sérstaklega þarf að vanda til jarðvinnslu, sáningar og smitunar fræsins/jarðvegsins. Hlutdeild belgjurtanna í sverðinum getur verið breytileg eftir því hve-nær er sumars og eins milli ára. Belgjurtir hafa því af mörgum verið taldar óáreiðanlegar í ræktun. Okkur rannsóknamönnum hefur hins vegar gengið þokkalega að rækta belgjurtir síðustu 20 árin og hér verður stiklað á stóru um hvernig til hefur tekist.

HeyfengurUppskera hefur verið mæld og greind til tegunda í öllum okkar tilraunum. Nituráburður var að jafnaði innan við 50 kg N á hekt-ara en steinefnaáburður ríflegur. Í ljós hefur komið að rauðsmárat-aða hefur gefið að meðaltali 5 tonn þurrefnis á hektara en breytileiki er mikill milli tilrauna einstök ár, allt frá tveimur tonnum og upp í tæp 8 tonn þurrefnis á hektarann. Smárinn hefur almennt lifað mjög vel og er rétt tæpur helmingur af heildar-heyfengnum. Hvítsmárataðan hefur gefið talsvert minni uppskeru, eða 4,2 tonn þurrefnis á hektara að meðaltali, og þar er breytileikinn líka talsvert mikill. Hlutdeild smár-ans var rétt tæp 30% af heildarhey-feng að meðaltali (1. mynd).

1. mynd. Heildaruppskera og skipt-ing heyfengs í gras (grænt) og smára (rautt: rauðsmári; gult: hvít-smári) að meðaltali í tilraunum síð-ustu 20 ára.

Rauðsmárinn var yfirleitt rækt-aður í blöndu með vallarfoxgrasi og slík smárataða gaf sambærilega uppskeru og fékkst að jafnaði af átta vallarfoxgrastilraunum, sem fengu 120 kg N á hektara á Korpu, á sama tímabili. Hvítsmára hefur hins vegar aðallega verið sáð með vallarsveifgrasi. Það gefur almennt minni uppskeru en vallarfoxgras, auk þess sem hvítsmári er allur smágerðari en rauðsmári og leggur því minna til fóðursins.

Í nokkrum tilraunum voru reit-ir uppskornir lengur en þau þrjú ár sem venja var og á 2. mynd má sjá niðurstöður sex uppskeruára fyrir Norstar hvítsmára í blöndu með Lavang vallarsveifgrasi ann-ars vegar og Bjursele rauðsmára í blöndu með Öddu hins vegar. Heildaruppskera sveiflast nokkuð milli ára og er breytileikinn hlut-fallslega meiri í smáranum en gras-inu, einkum í hvítsmára, en almennt má segja að heildaruppskera sé við-unandi flest árin. Það hefur komið verulega á óvart hversu vel rauð-smárinn hefur enst hér í tilraunum

og á sjötta uppskeruári var heildar-uppskeran um 5,2 tonn þurrefnis á hektara, þar af var rauðsmárinn um 40% af heildarheyfengnum. Víðast hvar erlendis bera menn ekki við að uppskera rauðsmáratún lengur en í tvö til þrjú ár því þar er smárinn plagaður af ýmsum skaðvöldum. Sem betur fer virðumst við vera laus við slíkt, a.m.k. ennþá. Hins vegar er rauðsmári viðkvæmur fyrir hárri grunnvatnsstöðu og ís- og vatnssköðum. Ólíkt hvítsmára er rauðsmári með stólparót og rótarslit vegna frostlyftingar getur því verið vandamál. Með því að vanda fram-ræslu og reyna að hindra að vatn safnist í polla og lægðir á túnum má minnka slíka skaða verulega.

Yrkisval og svarðarnautarEnn sem komið er hafa ekki fund-ist rauðsmárayrki sem taka sænsku yrkjunum Bjursele og Betty fram. Á markaði eru tvö norsk hvítsmára-yrki sem hægt er að mæla með hér á landi, Norstar og Snowy, en hvor-ugt þeirra er þó uppskerumikið. Því hefur verið lögð áhersla á að kyn-bæta yrki sem sameina vetrarþol norðlægra yrkja og uppskeruhæfni suðlægra yrkja. Það starf lofar góðu og vonandi tekst að koma betri yrkjum á markað innan tíðar.

Bæði rauð- og hvítsmári er ávallt ræktaður í blöndu með grasi. Heildaruppskera og meltanleiki fóðursins verður meira og hrápró-teinið minna en ef smárinn væri í hreinrækt. Erlendis er algengast að rækta rýgresi í blöndu með báðum smárategundunum en það er ekki nægilega vetrarþolið hér á landi. Í stuttu máli má þó segja að vall-arfoxgras, háliðagras og hávingull virðast henta rauðsmára ágætlega og að vallarsveifgras fari mildust-um höndum um hvítsmára. Sé hins vegar málið skoðað út frá fóður-gæðum verður myndin öllu flóknari. Bæði er að miklu máli skiptir að fá margar fóðureiningar á hvern hekt-ara og ekki síður að fóðurgæði séu í samræmi við þarfir búpeningsins. Þá fer jafnframt að skipta máli hvenær tún eru slegin og í ljós hefur komið að mismunandi grastegundir bregð-ast við því með misjöfnum hætti.

Jarðvegskröfur og áburðargjöfBelgjurtir þola almennt illa lágt sýrustig og gjarnan er miðað við að pH-gildi skuli vera yfir 6 þar sem þær skal rækta. Ella dregur úr hnýð-ismyndun á rótum og leiðir það til minna niturnáms. Því skal forðast að rækta belgjurtir í ókölkuðum mýrarjarðvegi. Í slíkum jarðvegi er auk þess lítið af steinefnum, mikil losun niturs og lág varmaleiðni sem aftur leiðir af sér minna niturnám. Steinefnaríkur móajarðvegur hent-ar hins vegar ágætlega fyrir belg-jurtarækt eins og dæmin sanna á tilraunastöðinni á Korpu.

Almennt má segja að gagnslít-ið sé að auka framleiðni belgjurta með nituráburði þar sem nitur í rót-arumhverfi letur niturbindingu úr andrúmsloftinu. Niðurstöður hér á landi hafa hins vegar sýnt að með hóflegri N-áburðargjöf má auka

uppskeru grasa án þess að það komi verulega niður á smáranum og með því móti auka heildaruppskeru. Fari N-áburður hins vegar úr hófi (> 50 kg N/ha-1) verður uppskeruauki hverfandi eða enginn.

Alla jafna er talið að bera þurfi stærri skammta steinefna á smára en gras, þar sem smárinn keppir illa við gras um upptöku þeirra úr jarðvegi. Í tilraunum á Korpu hafa þó stærri skammtar en 20 kg P og 30 kg K/ha-1 skilað litlum uppskeruauka og ekki aukið hlut-deild smára í sverðinum. Því virðist sem þessir áburðarskammtar nægi smáranum við þau skilyrði sem eru í jarðveginum á Korpu miðað við þá uppskeru sem fékkst.

Fóðurgæði og nýtingFóðurgildi bæði rauð- og hvítsm-ára er miklu minna háð sláttutíma

en fóðurgildi grassins í sverðinum og við sama meltanleika inniheld-ur smári ævinlega mun minna af frumuvegg (NDF) heldur en grösin. Auk þess er smári bæði prótein- og steinefnaríkari en gras. Jákvæð áhrif smárans á fóðurgildi smáratöðu eru því talsverð. Sérstaklega getur smár-inn bætt orkuinnihald heyja og vegið upp á móti lágu hrápróteininnihaldi grasa þegar líða tekur á sumar. Með tilliti til nýtingar er almennt talið heppilegt að hlutfall smára sé á bilinu 20-50%, nokkuð háð þeim búpeningi sem fóðraður er á blönd-unni eða bítur hana. Miðað við okkar reynslu ætti að vera nokkuð auðvelt að ná því markmiði, einkum ef menn komast upp á lag með að stýra uppskeru og hlutdeild smára með nituráburðargjöf.

Kostnaður við endurræktunBæði rauðsmári og hvítsmári gætu hentað ágætlega inn í sáðskipta-kerfi þar sem tún er endurnýjað á 6 ára fresti. Ef smárinn hverfur fyrr er einfalt mál að hverfa frá þeirri takmörkuðu nituráburðargjöf sem hentar smáratúni yfir í fulla áburð-argjöf fyrir hreint gras og ná þannig fullri uppskeru. Í meðf. töflu má sjá samanburð á árlegum kostnaði við fræ og áburð fyrir tún með eða án smára, miðað við að frækostnaður deildist niður á 6 ár. Einingarverð á áburði er skv. nýjustu verðskrá

Áburðarverksmiðjunnar og á fræi skv. verðskrá Líflands. Í ljós kemur að samanlagður kostnaður er um 34% eða rúmlega 12.000 kr lægri á hektara fyrir smáratúnið.

Ef vel er að verki staðið má ná sambærilegri uppskeru af smáratúnum með u.þ.b. hálfum N-skammti eins og grastúnum með fullum N-skammti. Því ætti notk-un smára í túnum að geta lækkað kostnað við gróffóðurframleiðslu þegar vel tekst til og áhættan við að prófa slíka ræktun getur vart tal-ist mikil. Lykilatriði er að vel tak-ist til við sáningu og vanda verður til jarðvinnslu. Einnig er mikilvægt að arfaslá síðsumars sáðsumarið til að hvorki arfi né gras kæfi smárann sem er seinni til. Smit við sáningu, þar sem smári hefur ekki verið ræktaður áður, og kölkun, ef sýru-stig er lægra en 6, eru atriði sem einnig verður að muna eftir.

Tilbúinn áburður er dýr þessi misserin og vert er að leggja áherslu á að ræktun smára er raun-hæfur kostur. Íslenskum bændum ætti því ekkert að vera að vanbún-aði við að reyna fyrir sér með rækt-un smáratúna, því ávinningurinn er ótvíræður ef vel tekst til og áhættan lítil sem engin.

Áslaug Helgadóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson

Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldnaholti

17 JARÐRÆKT BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS � 26. MARS 2009

Haustið 2007 hófst með stuðn-ingi Framleiðnisjóðs verkefnið Dreifingartími mykju. Þar var áformað að dreifa vatnsbland-aðri mykju í byrjun hvers mán-aðar frá hausti til vors, þó með þeim fyrirvara að ekki væri borið á snjó sem nokkru næmi né á svell. Skammturinn var 60 tonn/ha af mykju með um 4,5% þurrefni, hlið-stætt magn og Handbókarskammtur af mykju með 11% þurrefni.

N-magn mykjunnar reynd-ist mun meira en Handbókartölur segja til um; ammoníakbundið N var um 2 kg/tonn, en það er það N sem getur nýst samsumars við bestu skilyrði (niðurfellingu).

Tilraunalandið var tveggja ára nýrækt á endurunnu landi við Hvanneyri; vallarfoxgras var al-gjör lega ríkjandi. Veðurfar þennan vetur var nokkuð sérstakt, einkum voru haustmánuðir blautir þannig að vænta mátti lélegrar nýtingar á haust dreifðri mykju. Meginniður-stað an er enda að haustdreifingin skil ar litlu eða jafnvel engu en dreif-ing á frosna jörð í apríl gafst best.

Dreifingardagar og aðstæður voru sem hér segir:9. október Land forblautt og rigndi

næsta dag1. nóvember Eftir frostnótt var

klakaskán en þíða næstu daga með mikilli rigningu

5. desember Jörð frosin uppundir yfirborð; hægviðri og súld

2. janúar Jörð að mestu þiðin en smáskán undir yfirborði. Úrkoma næsta dag

18. febrúar 3-5 sm niður á klaka, jörð forblaut og rigning næsta sólarhring

2. apríl Jörð alveg frosin en mykja seig í svörðinn. Lítilsháttar úr-koma næsta dag

2. maí Jörð klakalaus, þurrt veður og sólskin

Skammtar af tilbúnum áburði voru þessir:

Liður N P K Dagsetn.

A 0 0 0

B 33 10 50 9. okt.

C 33 10 30 15. maí

D 25 20 80 15. maí

E 50 20 80 15. maí

F 75 20 80 15. maí

G 100 20 80 15. maí

H 125 20 80 15. maí

I 100 0 0 15. maíTveir fyrstu skammtarnir (33-

10-50) eru það sem vænta má af nýtanlegu N, P og K úr þessari mykju. Næstu liðir mæla N-svörun og sá seinasti uppskeru án steinef-naáburðar. Engum tilbúnum áburði

var dreift á mykjureiti.Reitastærð var 2×8 metrar og

hver meðferð endurtekin á þremur reitum. Sama mykja var notuð á alla mykjureiti.

NiðurstöðurÁrangur áburðardreifingar er venju-lega mældur sem vaxtarauki í þurr-efnisuppskeru, enda það sem fyrst og fremst er litið til. Til að meta nýt-ingu áburðarins er einnig gagnlegt að horfa til magns (eða %) áburð-arefna í uppskeru og þess hve mikið (kg/ha) er fjarlægt með uppskeru.

Á 1. mynd er sýnd uppskera hvers liðar í 1. slætti 19. júní. Að baki allra talna af þessu tagi er nokkur óvissa, en telja má að ef munur er meiri en 500 kg þe/ha hafi meðferðirnar mismunandi áhrif.

Eins og við mátti búast voru áburðarlausir reitir uppskeru minnstir, en þó verður að telja 37 kg þe/ha mjög þokkalega uppskeru þegar svona snemma er slegið. Tilbúinn áburður í október (B-liður) skilar nokkru, en mun minna en tilsvarandi áburður í maí, og ekki er mælanlegur munur milli liða C, D og E. Hið sama má segja um liði F, G og H (75-125 kg N). Liðir D-H raða sé hinsvegar pent í samræmi við það sem vænta mátti, og próteinprósenta sömu liða hækkar eftir því sem meira er borið á af N, úr um 12% í 17%.

Uppskera steinefnalausa liðar ins (I) er býsna góð þannig að P og K virðast ekki vandamál. Þó er K-magn í uppskeru mjög lágt (um 1,3%) sem bendir til að kalí sé takmarkandi.

Desemberdreifing mykju kemur áberandi verst út og þeirri mykju hefur verið á glæ kastað. Bæði efnamagn og endurheimt N, P og K er svipuð og þegar ekkert var borið á. Það er hinsvegar lítill munur á október-, nóvember- og janúar-dreifingu. Apríldreifingin kemur best út, og skilar jafnmikilli upp-skeru og stærstu skammtar af til-búnum áburði. Þetta staðfestist enn betur þegar litið er til efnamagns og endurheimtar næringarefna.

Tilraunin er endurtekin nú í vetur á Hvanneyri, þó þannig að dreifingin hófst í september.

Ríkharð Brynjólfsson

Dreifingartími kúamykju

1. mynd. Uppskera reita eftir meðferð.

Smára-/grastún Grastún

Kg/ha Kr/kg Kr alls Kg/ha Kr/kg Kr alls

Grasfræblanda K 15 650 9.750 30 650 19.500

Hvítsmári 3 1100 3.300

Rauðsmári 7 1390 9.730

Frækostnaður alls 22.780 19.500Græðir 5 300 67,8 20.340

Græðir 9 500 66,5 33.250

Árlegur kostnaður við áburð og fræ:

24.137 36.500

Smári bætir fóðurgæði og sparar áburðarkaup

2. mynd. Skipting heildaruppskeru í gras (grænt) og Norstar hvítsmára (gult) eða Bjursele rauðsmára (rautt) í 6 uppskeruár.

Page 18: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS � 26. MARS 2009 18 JARÐRÆKT

Hverju á að sá og hvar?Í stórum dráttum hentar sexraðabygg norðanlands, en tvíraðabygg sunn-anlands. Þó er þessi skipting fjarri því að vera einhlít og stigsmunur er á. Norðlægasti hluti landsins, sam-kvæmt korninu, eru Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Fljótsdalshérað. Eftir sama mælikvarða er miðja landsins vesturhluti Norðurlands, Vesturland allt, uppsveitir í Árnessýslu og Hornafjörður. Hið eiginlega Suðurland eru lágsveitir Árnessýslu, Rangárvallasýsla og Skaftafellssýslur að mestu.

Nú henta hin ýmsu byggyrki misvel eftir jarðvegi. Athyglisvert er, að þau yrki sem best standa sig í þungum jarðvegi, til dæmis fram-ræstri mýri, eru þau sömu og henta best norðanlands. Á sama hátt henta suðlæg yrki best í sandjörð. Þannig geta yrkin farið yfir mörk milli landshluta. Þetta er reynt að sýna hér í einfaldri töflu:

En kornakrar verða ekki skornir allir í einu. Til að nýta tækjabúnað, svo sem þreskivélar og þurrkstöðv-ar, þarf að búa svo um hnútana að kornskurðartíminn geti verið fjórar og helst sex vikur. Undir það þurfa menn að búa sig þegar korn er valið í akra. Best er ef bóndi hver velur í akra sína tvenns konar korn; ann-ars vegar fljótþroska korn sem má þá vera viðkvæmt fyrir veðri því að það verður tekið snemma og hins vegar strásterkt korn, sem má vera nokkuð seinþroska, því að það þarf að standa fram á haust og verður tekið þegar skurðarvélin fer síðari umferð um sveitina.

Í Skagafirði, til dæmis, er fljót-þroska sexraðabygg tekið í fyrri umferðinni sem vélarnar fara um héraðið. Fyrir síðari umferðina hafa menn sáð Skeglu eða Kríu, sem oftast hafa þolað haustveðr-in í Skagafirði án mikilla áfalla. Sunnanlands gætu menn haft sama háttinn á en þar væri Kría í hlutverki snemmþroska kornsins og Filippa eða Saana í hlutverki þess sein-þroska sem standa á fram á haustið.

ByggyrkiHér á eftir fylgir svo lýsing á þeim byggyrkjum sem mælt er með og vitað er að verða fánleg vorið 2009. Tvö yrki eru líklega horfin af mark-aði frá í fyrra. Það eru norska sexr-aðayrkið Ven og sænska tvíraða-yrkið Rekyl. Tvö ný yrki eru komin í staðinn. Það eru sænsku yrkin Pilvi, sexraða, og Mitja, tvíraða.

Yrkjunum verður lýst hér í sömu röð og í töflunni að ofan:

TirilSexraða, norskt, fljótþroska. Þetta yrki er arftaki Arve, sem hér var notað árum saman og yrkin eru ekki ólík. Tiril hefur staðið sig misvel eftir árum. Sjúkdómsþol Tiril er til dæmis ekki gott og þegar smitálag er mikið, eins og sumarið 2006, kemur það niður á útliti og uppskeru. Tiril er norrænt yrki sam-kvæmt orðanotkun okkar og nýtur sín best á austanverðu Norðurlandi.

ErkkiSexraða, finnskt, nokkuð fljót-þroska. Þetta yrki hefur einungis verið tvö ár hér í tilraunum og eitt ár í notkun. Það hefur komið vel út á austanverðu Norðurlandi, er að vísu ívið seinna en Arve en líkist því yrki á margan hátt. Í stórviðrum á síðasta hausti reyndist Erkki þola veðrin heldur skár en sexraðayrki af sömu gerð.

JuditSexraða, sænskt, fljótþroska. Þetta yrki hefur verið í tilraunum í sex ár um allt land og eitt ár í notkun. Judit hefur staðið sig með ágætum og yrkið er bæði uppskerumikið og fljótþroska. Haustveðrin síðastliðið haust voru óvenju hörð og þá kom reyndar í ljós að Judit er ekki sterk-asta byggið í hvassviðri. Samt sem áður má fullyrða að Judit sé fram-tíðaryrki til notkunar í þeim hluta landsins þar sem sexraðabygg á heima á annað borð.

PilviSexraða, sænskt, fljótþroska. Mun vera ætlað fyrir finnska markaðinn og heitir því finnsku nafni. Pilvi hefur verið tvö ár í tilraunum hér og reynst vel en er nú í fyrsta skipti á markaði. Einkum vakti það athygli að í haust þoldi Pilvi haustveðr-in betur en önnur sexraðayrki að Lómi og Skúmi undanskildum. Nú er Pilvi hér í fyrsta skipti til sölu og norðanlands, að minnsta kosti, ætti ekki að fylgja því mikil áhætta.

OlsokSexraða, norskt, fljótþroska, þraut-reynt hérlendis. Skríður ekki snemma en skilar velþroskaðri upp-skeru. Hentar nokkuð vel á sendnu landi. Hefur reynst sérlega vel á vestanverðu Norðurlandi, á Vestur-landi og líka í uppsveitum sunnan-

lands. Olsok er aftur á móti varn-arlaust gegn blaðsjúkdómum og hefur stundum farið illa í gömlum ökrum þau árin sem smitálag hefur verið mikið.

SkeglaTvíraða, íslenskt, fljótþroska. Skilar ekki jafnmikilli uppskeru og sexr-aðabygg norðanlands né seinþroska tvíraðabygg syðra. Hefur þó góða fótfestu á nokkrum stöðum, einkum norðanlands og austan. Þar meta menn fljótan þroska og stórt og fallegt korn. Því miður verður þetta þó líklega síðasta árið sem Skegla verður á markaði.

Lómur og SkúmurTvö íslensk yrki, hvort öðru lík. Þau eru sexraða, fljótþroska og hafa verið eitt ár í notkun en fimm ár í tilraunum. Þau eru mjög lág-vaxin og strásterk, hafa hvorki sést leggjast né heldur hafa þau brotnað. Þessi yrki hafa staðið sig afar vel í tilraunum og hafa verið uppskeru-mest öll árin bæði sunnanlands og norðan og er það út af fyrir sig einstakt. Segja má þó að reynslan af þeim í ræktun hafi ekki alveg staðið undir væntingum fyrsta árið. Hugsanleg skýring er sú að sáðkornið hafi ekki verið nógu gott. Þessi yrki eru svo lík að ekki þykir ástæða að halda þeim báðum við. Því mun Skúmur hverfa að loknu þessu sumri og Lómur verða einn um hituna.

KunnariSexraða, finnskt, miðlungi fljót-þroska. Kunnari er svipað Erkki og

hefur aðeins verið hér tvö ár í til-raunum og eitt ár í notkun. Síðast liðið sumar reyndist Kunnari mjög vel á vestanverðu Norðurlandi. Kunnari þoldi furðuvel hvassviðr-in síðastliðið haust. Yrkið gefur mjög góða uppskeru en taka verð-ur tillit til þess að það er ekki með þeim allra fljótustu til þroska. Það mun þó eiga góða framtíð fyrir sér á miðsvæði landsins eins og það svæði var skilgreint hér í upphafi.

KríaTvíraða, íslenskt, miðlungi fljót-þroska, lítið eitt seinni en Skegla en skilar meiri uppskeru. Kría hentar til notkunar víða um land, síst þó norðan Öxnadalsheiðar. Víðast er Kría valin vegna öryggis, þó er það gert á mismunandi forsendum eftir landshlutum. Norðanlands stendur Kría betur en sexraðayrkin og þar er henni sáð með það í huga að láta hana standa frameftir hausti og taka hana í síðari umferðinni. Sunnanlands er Kría mun fljótari til þroska en þau tvíraðayrki sem þar er um að velja. Þar hefja menn kornskurð á Kríu.

FilippaTvíraða, sænskt, tiltölulega sein-þroska, þrautreynt hérlendis. Þolir súra jörð. Á best heima á framræst-um mýrum sunnantil á landinu og er afar vinsælt í þeim landshluta en hentar alls ekki norðanlands. Tvennt hefur stuðlað að vinsældum Filippu sunnanlands. Í fyrsta lagi stórt og fallegt korn og oft ágæt uppskera. Og í öðru lagi hefur Filippa þann háttinn á að byrja að hallast og

leggjast í haustrigningunum. Eftir það verða hvassviðri henni ekki að skaða og á endanum næst að skafa hana upp. Korn af Filippu glatast því sjaldan í haustveðrum.

MitjaTvíraða, sænskt, tiltölulega sein-þroska, nýtt. Mitja hefur verið tvö ár í tilraunum og reynst vel sunn-anlands en yrkið er nú í fyrsta skipti á markaði. Þetta yrki minnir mjög á Filippu og hugsanlegt er að það geti tekið við af henni. Lítil áhætta virðist fylgja því að reyna það.

BarbroTvíraða, sænskt, tiltölulega sein-þroska. Hefur verið þrjú ár í til-raunum og eitt ár á markaði. Barbro hefur reynst prýðilega sunnanlands en miður nyrðra. Sunnanlands hefur Barbro gefið mjög góða uppskeru. Yrkið er hávaxið af tvíraðabyggi að vera og stendur ekki haustveðrin af sér á sama hátt og Filippa.

SaanaTvíraða, finnskt, seinþroska. Saana er einstaklega strásterkt og fallegt yrki og stendur vel langt fram eftir hausti. Kornið er stórt og fallegt og í Finnlandi er yrkið notað sem mal-tkorn. Saana þarf langan vaxtartíma en þolir líka haustveðrin flestum yrkjum betur. Því er kjörið að sá þessu yrki sunnanlands þar sem líkur eru á, að korn verði ekki skor-ið fyrr en seint að hausti.

Jónatan HermannssonLandbúnaðarháskóla Íslands,

Keldnaholti

Val á sáðkorni vorið 2009Hentar á Yrki Þjóðerni Hæð undir

ax, smSkrið í júlí Þurrefni v/

skurð,%Veðurþol *** mest

Hentar á

Norður- Tiril 6r nor. 99 16. 63 þyngstu

landi Erkki 6r fin 96 16. 62 * jörð

Judit 6r sæn. 95 16. 63 (mýri)

Pilvi 6r sæn. 98 16. 64 *

Olsok 6r nor. 103 18. 65

Skegla 2r ísl. 91 12. 62 *

Lómur/Skúmur

6r ísl. 59 16. 60 ***

Kunnari 6r fin. 95 17. 61 *

Kría 2r ísl. 81 15. 61 **

Filippa 2r sæn. 91 20. 56 **

Mitja 2r sæn. 87 20. 56 ** léttustu

Suður- Barbro 2r sæn. 93 20. 56 ** jörð

landi Saana 2r fin. 83 23. 55 *** (sand)

1. tafla. Byggyrkjum raðað eftir viðbrögðum þeirra við náttúrufari og jarðvegsgerð. Tölur eru fengnar úr tilraunum Rala/LbhÍ 2000-2008; hæð og skrið einungis frá Korpu, en þurrefni úr tilraunum víða um land. Erkki, Kunnari, Mitja og Pilvi hafa verið tvö ár í tilraunum, Barbro þrjú, önnur yrki fimm ár eða meira.

Með hækkandi áburðarverði verður enn brýnna að vandað sé til verka þegar kemur að áburðardreifingu. Markmiðið er að ná nákvæmri og jafnri dreifingu yfir alla spilduna og jafnframt að tryggja plöntum aðgang að réttum næringarefnum á réttum tíma. Hér á eftir verður fjallað um nokkur atriði sem eru forsendur fyrir jafnri áburðardreif-ingu.

ÁburðargæðiGæði áburðar hafa mikil áhrif áburðardreifinguna. Áburðurinn verður að vera laus við köggla, raka, ryk og aðskotaefni. Aðrir eiginleikar skipta einnig miklu máli. Kornastyrkleiki getur hafa mikil áhrif á dreifigæðin. Eftir því sem kornastyrkleikinn er minni þá er meiri hætta á að áburð-urinn molni við alla meðhöndlun. Eðlisþyngd og áferð korna hefur áhrif á rennsliseiginleika áburð-arins og þar með magnstillingu við dreifingu. Kornastærð þarf að vera sem jöfnust og í réttum stærð-arflokkum.

Það verður seint áréttað of oft hversu mikilvægt er að vandað sé til verka þegar tekið er á móti áburði. Ef á að geyma áburðinn til lengri tíma ætti tvímælalaust

að geyma hann inni. Ef þess er ekki kostur þarf að velja þurrlegan stað og skjólsælan. Helst skal láta sekkina standa á vörubrettum og breiða yfir þá. Ef ekki er sett yfir-breiðsla yfir sekkina er mikilvægt að binda saman hankana á sekkj-unum. Annars geta þeir slegist til í vindi og gert gat á sekkina.

Rétt afstaða dreifaransMikilvægt er að dreifarinn sé stillt-ur í rétta hæð og halla aftan í drátt-arvélinni. Flestum áburðardreif-urum fylgir notandahandbók og jafnframt má finna frekari upplýs-ingar um dreifarana á heimasíðum framleiðanda.

Hagstætt veðurÆskilegt er að veður sé stillt og þurt þegar borið er á. Þó svo að áburðardreifari sé búinn einhvers-konar loki er ekki þar með sagt að ætlast sé til það áburðardreifing fari fram í rigningu. Í rigningu sest raki á skífur og dreifiugga. Við það raskast dreifieiginleikar áburðardreifarans.

Réttar stillingarÞað fyrsta sem við gerum áður en hafist er handa við áburðardreif-ingu er að yfirfara dreifarann.

Tryggja að stillingarbúnaður dreif-arans sé í lagi og huga sérstakleg að sliti og óhreinindum á kastskífu

Stilla þarf dreifarann í samræmi við þann áburð sem er notaður. Ýmist er hægt að fá upplýsingar varðandi stillingar dreifarans fyrir þann áburð sem notaður er hjá framleiðanda dreifarans eða þá að framkvæma mælingar sjálfur.

Gæta þarf að því að magnstil-ling áburðardreifarans tekur mið af rennsliseiginleikum áburðarins. Þannig þarf að gæta að því að

þegar skipt er um áburðartegund þá eiga ekki endilega sömu magns-tillingar við.

Rétt notkun á jaðardreifingarbúnaði

Flestir áburðardreifarar eru með útbúnað til jaðardreifingar. Hins vegar er ekki algilt að bændu noti þennan búnað þó svo að hann sé til staðar. Það áburðarmagn sem fer til spillist á jöðrum geti verið á bilinu 2-5% ef búnaður til jað-ardreifingar er ekki notaður. Ljóst er að slíkt tap getur numið tugum þúsund á ári á meðal búi. Er þá ekki gert ráð fyrir uppskerutapi vegna of lítils áburðarskammtar á jaðra túnsin.

Notkun á búnaði til að meta dreifigæði

Ekki er algengt að bændur noti sérstakan búnað til að meta dreifi-gæði. Til þess að framkvæma mælingar á dreifigæðum er notað svokallað bakkapróf. Þá eru lagði út sérstakir bakkar í línu þvert á akstursstefnu. Síðan er áburði dreift yfir bakkana og magn í hverjum bakka mælt. Með þessu móti fást mikilvægar upplýsingar varðandi lögun dreifikúrfunar og þar með dreifigæðin.

Notkun akstursmerkinga og aksturslag

Þegar komið er að sjálfri dreifing-unni er mikilvægt að tryggja að dráttarvélin sé á réttum hraða og snúningshraði á aflúttaki sé 540 snúningar/mínútu eða í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

Velja skal vinnslubreidd með hliðsjón af spildubreidd og gæðum áburðar. Á stærri spildum er til bóta að nota akstursmerkingar til þess að fá rétta skörun milli umferða. Algengast er að nota stikur til akst-ursmerkinga, en einnig er hægt að fá búnað sem leggur út froðumerk-ingar á túnið. Þeir sem vilja ganga hvað lengst í nákvæmninni geta fengið sér GPS búnað til þess að halda réttri vinnslubreidd og skör-un á milli umferða. Kostnaður við slíkan búnað er ekki það mikill að kaup á honum er raunhæfur kostur fyrir stærri bú. Búnaðurinn getur hentað vel í sameign eða fyrir þá sem dreifa áburði í verktöku.

Meðan á áburðardreifingu stendur skiptir síðan máli að fylgj-ast með dreifigæðunum og gæta vel að því að áburðarryk setjist ekki á kastskífur. Að áburðardreif-ingu lokinni er síðan mikilvægt að þrífa dreifarann vel og bera á hann ryðvörn.

Unnsteinn Snorri Snorrason, Bændasamtök ÍslandsHaukur Þórðarson,

Landbúnaðarháskóli Íslands

Vönduð vinnubrögð við áburðardreifingu

Page 19: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS � 26. MARS 2009 19 JARÐRÆKT

Grænfóður eru einærar eða vetr-areinærar tegundir sem ræktaðar eru til beitar eða sláttar. Þegar ráð-ist er í ræktun grænfóðurs þarf að hafa nýtinguna í huga. Á að verka fóðrið í rúllur eða á að beita það og þá hvenær? Mikilvægt er að leggja drög að grænfóðurrækuninni snemma og skipuleggja tegundaval og sáðtíma eftir fóðurþörfum á hverjum tíma.

Skipulag grænfóðurræktunarinnar

Grænfóðurræktunin nýtist vel sem liður í endurræktunarferli búsins. Gott er að sá grænfóðri í spildur sem brotnar hafa verið upp, rækta í þeim í 1-3 ár eftir atvikum og loka þeim síðan með grasfræi. Ef því verður við komið er gott að rækta grænfóður til beitar á endurrækt-unarári og láta beitargripina sjá um að jafna flagið. Á öðru ári væri síðan hægt að rækta grænfóður til sláttar og fínvinna á þriðja ári og loka spildunni með grasfræi.

Skjólsáning með grænfóðriVel kemur til greina að skjólsá grasfræi með grænfóðri þegar spildu er lokað. Flagið er þá fín-unnið, jafnað og kýft ef með þarf og grasfræi og grænfóðri sáð saman. Sá skal fullum skammti af grasfræi (t.d. 25-30 kg/ha af vallarfoxgrasi) en draga verulega úr sáðmagni grænfóðursins (sá. u.þ.b. 50% skammti). Best er að velja tegund-ir sem hafa gisinn svörð, s.s. bygg eða hafra. Einnig kemur til greina að nota rýgresi sem skjólsáð en þá er heppilegt að draga enn frekar úr sáðskammti. Helstu vandamálin við skjólsáningu er hætta á að sáð-gresið kafni og einnig skemmdir á nýræktum vegna umferðar við hirð-ingu grænfóðursins. Kostir skjóls-áningar eru meiri uppskera sáðárið og minni samkeppni við illgresi.

Sumaryrki og vetraryrkiMegin munur sumar- og vetraryrkja er sá að sumaryrki eru raunverulega einær en vetraryrki eru vetrareinær. Þetta þýðir að sumaryrkin blómstra/skríða sumarið sem þeim er sáð en vetraryrkin skríða ekki nema þau hafi lifað vetur eða kuldatímabil. Þetta hefur áhrif á nýtingartímann, því sumaryrkin eru fljótsprottn-ari en nýtingartíminn stuttur þar sem fóðurgildið fellur hratt eftir blómgun. Vetraryrkin skríða á hinn bóginn ekki sáðárið og halda því fóðurgildi sínu mun lengur. Vegna þessa henta sumaryrkin til miðsum-arsbeitar eða þar sem vaxtartími er stuttur og vetraryrkin til síðsumars-beitar og haustbeitar, einkum þar sem vaxtartíminn er langur.

Grænfóður til beitarVorbeitHægt er að rækta vetraryrki sumra tegunda til vorbeitar. Fræinu er þá sáð síðsumars og plönturnar látn-ar vaxa í 4-6 vikur. Ef plönturnar lifa veturinn hefja þær vöxt mjög snemma og mun fyrr en túngróð-ur og henta afbragðsvel til beitar fyrir sauðfé og nautgripi. Helsta vandamálið er að fæstar grænfóð-urtegundanna eru nógu vetrarþoln-ar en helst kemur til greina að

rækta vetrarrúg. Vetrarrúgurinn nýtist vel fram undir skrið en við skrið snarfellur fóðurgildið og beit-argildið.

MiðsumarsbeitTil miðsumarsbeitar henta sumar-yrkin s.s. sumarrýgresi og sumar-repja. Sumaryrkin spretta hratt og skila beit eftir 50-70 daga. Sé þeim sáð í byrjun maí ætti að vera komin beit snemma í júlí. Sumaryrkin spretta hins vegar fljótt úr sér og við skrið fellur fóðurgildið mjög hratt. Tæplega er því raunhæft að beita sumarrýgresi og sumarrepju lengur en út júlí. Vetrarrepja og vetrarrýgresi geta einnig hent-að ágætlega til miðsumarbeitar sé þeim sáð snemma eða um sama leyti og kornsáning fer fram.

Síðsumarbeit og haustbeitVetraryrki henta best til síðsumar- og haustbeitar. Blaðvöxtur er mik-ill í vetraryrkjunum og eins og fyrr sagði skríða þau ekki sáðárið. Þessi yrki nýtast því lengi fram á haust-ið. Vetrarrýgresi, vetrarrepja, næp ur og mergkál eru öll fremur seinsprottin og henta til síðsumar- og haustbeitar þar sem vaxtartím-inn er langur. Nýtingartími þeirra er einnig mjög langur og fóðurgildi fellur ekki teljandi er líður á haust-ið.

Grænfóður til beitar fyrir kýrBest nýting á grænfóðri fyrir kýr fæst með því að randbeita með færanlegri rafmagnsgirðingu. Vetrarrepja er lang algengasta grænfóðrið til beitar en vetrarrýg-resi er einnig töluvert notað eða blöndur af þessu tvennu. Hægt er við bestu aðstæður að ná 70-80% nýtingu af beitinni en algengt er að nýtingin versni sé repjan mikið sprottin.

Bötun lamba á grænfóðriNæringargildi úthagagróðurs fellur síðsumars og mikilvægt er að hefja haustbötun lamba snemma svo ekki komi afturkippur í vöxt. Til þess að gagn verði af þurfa lömbin að ganga á grænfóðri ekki skemur en 3 vikur og helst 4-5 vikur. Mjög mikilvægt er að þau hafi aðgang að annarri beit með grænfóðrinu, helst bæði að túni og úthaga.

Grænfóður til sláttarMeð verkun grænfóðurs í rúllum má ná gæðafóðri sem tryggt getur fjölbreytni í fóðri og auknar afurð-ir. Til rúlluverkunar er best að velja tegundir sem hafa tiltölulega hátt þurrefnisinnihald. Best henta því tegundir af grasaætt s.s. rýgresi, hafrar og bygg en einnig eru dæmi

um að mjög vel hafi tekist með verkun á repju. Verkun grænfóðurs lýtur sömu lögmálum og heyverk-un. Ástand fóðursins verður aldrei betra en fóðurgildi plöntunnar við slátt gefur tilefni til. Vorafbrigði af byggi og höfrum og sumarrýgresi eru fljótsprottin og meltanleikinn fellur því hratt eftir skrið. Ákvörðun sláttutíma er því afar mikilvæg.

HeilsæðisblöndurVaxandi áhugi er á ræktun heilsæð-is í hreinrækt eða blöndum. Með heilsæði er átt við korn (bygg) til þroska sem slegið er og verkað sem gróffóður áður en kornið nær harð-þroska og hálmur gulnar. Algengt er að rækta saman bygg og repju en einnig kemur til greina að rækta bygg og ertur. Þetta fóður hentar vel til stæðugerðar og gefur marg-ar fóðureiningar á flatareiningu. Vandamál við ræktun heilsæð-isblandna er að finna hæfileg hlut-föll í sáðmagni og gæta þarf að því að fóðrið sé vel saxað. Heppilegt sáðmagn gæti verið 50-100 kg/ha af byggi og 6-8 kg/ha af repju.

GrænfóðurblöndurVel kemur til greina að sá saman mismunandi grænfóðurtegundum. Algengt er að blanda repju með höfrum, byggi og rýgresi en sé það gert þarf að draga verulega úr sáð-skammti repjunnar. Eftirfarandi blöndur koma einnig til greina: hafrar/rýgresi, rýgresi/næpa, bygg/rýgresi eða jafnvel að blanda saman fleiri tegundum s.s. repja/rýgresi/hafrar. Vandasamt getur verið að

finna réttu hlutföllin á milli teg-unda og árferði og sáðtími getur haft áhrif á hvaða tegundir ná yfir-höndinni í grænfóðurblöndunum. Einnig þarf að hafa nýtingartíma og nýtingaraðferð í huga þegar teg-undir eru valdar saman.

Áburður á grænfóðurakraMjög gott er að nota búfjáráburð í grænfóðurakra. Ágætis viðmið er að uppfylla kalíþörf (K) grænfóð-ursins með búfjáráburði en miða má við að bera um 50-60 kg/ha af kalí á rýgresi, hafra og bygg en allt að 70-90 kg/ha á repju og næpu. N-þarfirnar eru svipaðar fyrir allt grænfóður (90-150 kg/ha) og einn-ig P-þarfirnar (20-40 kg/ha). Velja þarf áburðarskammta eftir jarð-vegsgerð og því hvort verið er að brjóta land til ræktunar eða rækta á þaulræktuðu landi. Ástæðulaust er að bera meira en túnskammt í grænfóðurakra í frjósömum túnum en bera þarf vel á grænfóður í útjörð, einkum ef um er að ræða móajarðveg, mela eða sanda. Hafa skyldi í huga að jurtir af kross-blómaætt eru viðkvæmar fyrir bór-skorti og því skyldi bera bóráburð á repju, næpur, fóðurrófur og merg-kál, einkum ef akrarnir fá ekki skít.

Ingvar Björnsson, Búgarði

Grænfóðrið í sumar

Kýr á grænfóðurbeit í Holtseli. (Mynd: Guðmundur Jón Guðmundsson)

Bændablaðið hafði samband við jarðræktarráðunauta bún-aðarsambandanna og velti upp ýmsum spurningum sem snúa að málum sem eru umhugsun-arverð á þessum umbrotatím-um í jarðrækt á Íslandi í ljósi efnahagsástands, náttúrufars, nýsköpunar og fleiri þátta. Jóhannes Símonarson ráðu-nautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að bænd-ur verði að huga að góðri skráningu í sinni jarðrækt. Sömuleiðis skipti nú sem aldrei fyrr máli að ná hámarksnýt-ingu á búfjáráburði. – Hvernig finnst þér áburð-

arframboðið vera fyrir bændur nú í vor?

„Framboð á áburðartegundum tel ég í heildina verra en það var í fyrra. Skeljungur er reyndar með svipað úrval og var í fyrra, bættu raunar við einni nýrri tegund. YARA er með svipað úrval milli ára nema hvað NPK 20-5-7 er ekki lengur í boði hjá þeim sem mér finnst mjög miður þar sem mér þótti sú blanda heppileg á nýleg tún og jafnvel við grænfóð-urræktun. Efnahlutföll grænfóður-áburðarins frá þeim breyttist einn-ig milli ára, ekki til bóta að mínu viti. Áburðarverksmiðjan dregur verulega úr vöruúrvali sínu milli ára, auk þess sem fjarlægð hafa verið aukaefni úr flestum blönd-unum s.s. kalsíum, magnesíum og brennisteinn. Mér finnst það miður og ekki til eftirbreytni. Þó svo að þessi efni séu ekki nauð-synleg við allar aðstæður eru þau það sannarlega við ákveðnar aðstæður. Til dæmis er mikilvægt að hugað sé að brennisteini á jarðveg sem hefur litla jónrýmd svo sem á sandjarðveg, mela og annan grófan jarðveg. Jákvætt er að nýir söluaðilar hafa komið fram á sjónarsviðið, það er Búvís fyrir norðan, svo og Novum með fljótandi áburð. Reynsla af þess-um nýju valkostum er þó ekki fyrir hendi við íslenskar aðstæð-ur.“– Hvaða afleiðingar telur þú

að hækkun á áburðarverði muni hafa fyrir bændur á þínu svæði?

„Hækkun áburðarverðs leiðir klárlega til þess að bændur hugsa meira um tegundaval og sparn-aðarleiðir en áður. Reyndar var töluverð hækkun á áburði í fyrra sem fékk bændur til að fara yfir hvort og hvar væri hægt að spara. Því eru væntanlega minni mögu-leikar á sparnaðarleiðum á þessu vori.“

Hætta á að bændur spari áburð sér til skaða

– Óttastu að bændur muni jafnvel spara áburð sér til skaða?

„Einhverjir bændur gætu hugs-anlega sparað sér til skaða og/eða borið á tegundir sem í raun henta ekki viðkomandi aðstæðum þar sem verð eða greiðslukjör getur ráðið för en ekki raunverulegar áburðarþarfir.“– Hvaða möguleikar eru fyrir

hendi fyrir þá bændur sem þurfa að skera niður kostnað við áburð-arkaup?

„Á þessum tímum ná þeir bændur mestri hagræðingu sem hafa góða skráningu í sinni jarð-rækt. Flokkun jarðvegs, aldur ræktunar, áburðargjöf og upp-skera eru mikilvægar forsendur fyrir skynsamlegri áburðaráætl-un. Góðar upplýsingar um stærðir spildna er einnig lykilatriði, s.s. með uppfærðu túnkorti. Að gera áætlun um fóðuröflunina fyr-irfram með því að átta sig á hvað þarf mikið af heyjum og af hvaða gæðum er líka lykilatriði. Rétt er að benda á nokkur excel reikni-líkön sem finna má á www.bssl.is í þessu sambandi.“

– Eru einhverjir vannýtt-ir möguleikar sem þú sérð hjá bændum og getur mælt með?

„Helsti möguleikinn í sparn-aði er að ná hámarksnýtingu á búfjáráburðinum. Nýlega birt-ust nýir stuðlar út frá efnagrein-ingu á mykju sem segir okkur að hún sé nokkru efnameiri en gert hefur verið ráð fyrir í áætlunum. Hún er reyndar einnig þynnri en fyrri stuðlar reiknuðu með eða um 6% þurrefni. Hvað sem því líður er það afar dýrmætur tími að ná að dreifa búfjáráburðinum á besta tíma, þ.e. þegar frost er um það bil að fara úr jörðu en ber samt umferðina. Hér sunnanlands er þetta alla jafna í aprílmánuði, jafnvel í mars.“

Mikið um fyrirspurnir varðandi áburðargjöf

– Hvernig hafa viðtökur bænda verið við átaksverkefni í jarðrækt sem nú er farið af stað?

„Eftirspurnin eftir átaksverk-efninu sem slíku er lítil, enn sem komið er að minnsta kosti. Það eru mikið til sömu bændurnir sem vilja láta vinna fyrir sig áburð-aráætlanir ár eftir ár og ég held að megi segja að fyrir þá bænd-ur séu til góðar forsendur fyrir skynsamlegum áburðarkaupum í ár. Það er hins vegar mjög mikið um símtöl frá ýmsum aðilum á þessum tíma með fyrirspurnum varðandi áburðargjöf og jarðrækt almennt.“– Hvaða tækifæri sérðu helst

framundan fyrir bændur í þessum erfiðu efnahagsaðstæðum?

„Tækifærin liggja helst í að nýta sér þær upplýsingar sem bóndinn hefur safnað saman undanfarin ár og að nýta búfjár-áburðinn sem allra best og skyn-samlegast.“– Hvaða ráðleggur þú bænd-

um helst um þessar mundir í jarðræktinni?

„Almennt ráðlegg ég bænd-um það sem ég hef farið yfir hér að framan, að nýta sér þau gögn sem fyrir eru og reyna sem aldrei fyrr að hámarka nýtingu búfjár-áburðarins. Það er einnig mik-ilvægt að gera skýran greinarmun þegar unnið er í flögum hvort um sé að ræða nýræktun í áður óbrotnu landi eða endurrækt-un á túni. Áburðarþörfin er oft-ast meiri í nýbrotnu landi og við fyrstu endurvinnslu en í túni sem verið er að endurvinna kannski í þriðja eða fjórða sinn. Frjósemi jarðvegsins byggist upp með tím-anum og um að gera að nýta sér það. Einnig ráðlegg ég mönnum sem þurfa að spara áburð að oft er skynsamlegra að sleppa allri áburðargjöf á ákveðin tún frem-ur en að draga úr áburðargjöfinni jafnt yfir öll túnin. Nýræktir og nýleg tún svara alla jafna áburð-argjöfinni best og mikilvægt að svelta þau ekki á meðan eldri tún geta oft á tíðum gengið á forða fyrri ára og gefið ágæta uppskeru þó það sé óáborið.“ fr

Nauðsynlegt að nýta þekkingu fyrri ára og búfjáráburð til fulls

Jóhannes Símonarson ráðunaut-ur hjá Búnaðarsambandi Suð ur-lands.

Page 20: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

20 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Hráfosfór til nota í áburð finnst m.a. í Suður-Afríku, Kína og Marokkó. Áætlað er að þekktar fosfórnámur endist í um eina öld, en vinnslan verður sífellt dýr-ari. Innan ESB hefur verið hafið rannsóknarverkefni við að finna aðferð til að endurvinna fosfór.

Hingað til hefur fosfór aðeins í litlum mæli verið endurunninn. Krafan um hringrás fosfórs í nátt-úrunni verður hins vegar sífellt sterkari. Lönd ESB eru alveg háð innflutningi á fosfór á heimsmark-aðsverði sem engin leið er að hafa áhrif á.

Fosfór er eitt af meginnæring-arefnum jurta og ekkert kemur í staðinn fyrir hann. Ekki er unnt að bregðast við takmörkuðum aðgangi að hráfosfór með öðru móti en að endurvinna hann, segir Ewald Schnug, prófessor við þýsku rík-isrannsóknastofnunina FAL.

Alþjóðleg samtök fyrirtækja og rannsóknastofnana í Þýskalandi, Finnlandi, Hollandi og Austurríki hafa þróað aðferð til að endur-vinna fosfóráburð úr lífrænum úrgangi. Verkefnið hefur feng-ið styrk frá ESB og gengur undir nafninu SUSAN (Sustainable and Safe Re-use of Municipal Sewage Sludge for Nutrient Recovery). Austurríska fyrirtækið Ash Dec hefur fjárfest í frumgerð tæknibún-aðar sem vinnur fosfór úr ösku sorps.

Ask Dec afhenti nýlega fyrstu sendinguna, 200 tonn af endurunn-um fosfór, sem fór til Ungverjalands sem áburður á akra en Ash Dec vinnur fosfór úr nokkrum tonnum af sorpi á dag. Við brennsluna eyð-ast öll hættuleg efnasambönd, svo sem lyfjaleifar.

Næsta skref í framleiðslunni er að askan, blönduð klórefnasam-böndum, er hituð upp í 1000°C. Við það breytast þungmálmar, svo sem kadmíum og kvikasilfur, í klórbundnar gufur. Útblásturinn er unnt að sía frá á þekktan hátt þann-ig að hann mengi ekki umhverfið. Með þessari aðferð er unnt að end-urvinna 90% af fosfór í sorpinu.

Um skeið var óljóst hvort jurtir gætu nýtt næringarefni sem endur-unnin eru á þennan hátt. Tilraunir í gróðurhúsum og á ökrum sýndu að enginn munur var í þeim efnum á endurunnum áburði og hefðbundn-um. Innihald jarðvegs af þung-málmum, einkum úrani og kadmí-um, er þar jafnvel minna en við hefðbundna áburðargjöf. Einungis koparmagn var meira en þó innan hættumarka. Þetta er góðs viti fyrir framhaldið.

Ash Dec stefnir að því að reisa endurvinnslustöð með öllum til-heyrandi búnaði í Bæjaralandi á þessu ári. Taka á stöðina í notkun í október og hún á að vinna áburð úr 15 þúsund tonnum af úrgangi á ári. Áætlað er að með þessari nýju

aðferð verði unnt að sinna allt að 20% af fosfórþörf Þýskalands. Þá áætlar fyrirtækið að reisa 20 endur-vinnslustöðvar á næstu árum, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Hollandi, Bretlandi, Sviss og Rússlandi.

Enn er unnið að því að bæta tæknina, einkum með því að draga úr mikilli orkunotkun við að hita upp öskuna. M.a. er verið að kanna þann möguleika að nota til þess orku frá almennri sorpbrennslu.

Ewald Schnug vonast til að þau áburðarfyrirtæki, sem fyrir eru, noti endurunninn fosfór í áburðarfram-leiðslu sinni, í stað þess að ganga á birgðir fosfórs í náttúrunni.

Víðar í heiminum er verið að leita leiða til að endurvinna fosfór. Þannig hefur sænskt fyrirtæki feng-ið einkaleyfi á annarri aðferð við endurvinnsluna.

Landsbygdens Folk

Utan úr heimi

Hver á að borga þetta?Hver hefur pantað þetta?

Þessar hendingar úr gamalli þýskri drykkjuvísu koma upp í hugann, nú þegar mál málanna er að bjarga þjóðarhagnum. Þetta var sungið á barnum. Fólk situr þar og hefur drukkið vel og lengi og þá kemur reikningurinn. Hann er hár. Hver á nú að borga? Hver pantaði? Þá er um að gera að láta sig hverfa nógu snemma svo að aðrir verði að borga.

Og nú er veislunni lokið og afgreiðslu hætt. Barnum hefur verið lokað. Margir gestanna eru farnir, sumir með fulla vasa fjár. Bankastjórar í gjaldþrota bönkum í Bandaríkjunum og víðar höfðu með sér hundruð milljóna doll-ara þegar þeir hættu. Forstjórar í gjaldþrota bílaverksmiðjum komu í einkaflugvélum til Washington til að biðja þingið um hjálp; pen-inga skattborgaranna.

Þannig er þetta alltaf, það eru skattgreiðendurnir, venjulegt fólk, sem fær reikninginn. Veislunni er lokið og ríkið verður að fara í uppvaskið, það á sér enga undan-komu.

Nú eru það björgunarpakkarnir; fyrir fjármálakerfið, fyrir iðnaðinn

og fyrir útflutninginn, allir með mörgum núllum og himinháum upphæðum. Þá er það aðeins rík-issjóður sem getur hjálpað. Ef ekk-ert er gert þá hrynur hagkerfið og það bætist við skuldugan ríkissjóð, það er fátt um fína drætti.

Þá kemur drykkjuvísan upp í hugann. Hver á að borga? Hinir atvinnulausu? Skattgreiðendur, hverjir eru þeir annars? Lífeyrisþegar? Við vitum ekki um alla þá sem pöntuðu veitingarnar. Auðveldur aðgangur að lánsfé og lágir vextir hleyptu húsnæðisverð-inu upp og verðbréfunum. Daglega lásum við um fjármálamenn með ævintýralega há laun og dýra bíla.

Þar að auki stóð ríkasta land veraldar í stríðsrekstri hér og þar í heiminum, fyrir lánsfé, um leið og það lækkaði skattana á þegnum sínum. Landið svamlar í skuldasúpu, áður óþekktri í heim-inum. Þá er hættuspil að ausa út milljörðum til að halda hagkerfinu gangandi. Það er líka áhættusamt að gera það ekki.

Í mannkynssögunni eru stríð alltaf tengd auknum sköttum. Það sem Ameríkanar hafa gert í skatta-málum síðasta áratug er undan-tekning í þeirri sögu. Í hinni stríðs-hrjáðu Evrópu á 17. öld flúðu bændur út í skóg til að komast undan skattheimtumönnum. Það var skárra en að vera skattrændur heima á búinu.

Sagan er full af hugmyndaríkri skattheimtu. Þegar við börmum okkur yfir bílasköttum, umferð-arsköttum, áfengissköttum eða öðrum sköttum þá er það aðeins til vitnis um það hve gott við höfum það og hve mildir skattarnir eru. Salt er lífsnauðsynlegt og því var saltskattur góður tekjustofn, hið sama gilti um áfengisskatta. Hinn fyrsti þeirra var lagður á í Kína 300 árum f.Kr.

Meira hugmyndaflug þurfti til að leggja á skóskatt sem hús-bændur urðu að borga í hlutfalli við fjölda skópara á heimilinu. Í Svíþjóð var gengið enn lengra í því að afla fjár til að kosta stríð-

ið. Árið 1765 var lagður mun-aðarskattur á tóbak, stífar skyrtur, silkikniplinga, líkkistur úr eik og austur-indískt postulín. Þetta lag-aði hallann á ríkissjóði en jók atvinnuleysið.

En óáranin hélt áfram, það var matarskortur og stríð og ríkissjóð-ur tómur. Það varð því að finna nýja skatta. Þingið (Riksdagen) í Norrköping brást árið 1799 við með því að leggja munaðarskatt á sykur, púður, vagna, spil, vasaúr og kjölturakka. Það var þá sem settur var á hundaskattur í Svíþjóð. Hann er þar enn.

Nú, þegar ríkisstjórn Bandaríkj-anna seilist æ lengra eftir sköttum til að forðast hrunið, verður hún að sigla þjóðarskútunni án þess að steyta á skerjum. Pólitískar og hernaðarlegar afleiðingar stríð-anna í Afganistan og Írak eru óvissar, en við sjáum efnahagslegu afleiðingarnar. Stríðskostnaðurinn og lækkun skatta þar hefur leitt til meiri skuldsetningar í stærsta hag-kerfi heims en áður hefur þekkst, þannig að það er nú bæði með sótt-hita og innflúensu. Og þess vegna hóstar heimurinn því að nú verður að borga reikninginn.

Bondevennen/Andreas Skartveit, stytt

Hver á að borga?

Endurvinnsla fosfóráburðar

Ríkisstjórn Argentínu hefur lýst yfir neyðarástandi í land-inu en verstu þurrkar í manna minnum ganga nú yfir landið. Í stórum hlutum landsins drepast nú gripir af völdum hungurs og vatnsskorts. Þá hefur hveitiupp-skeran minnkað um helming frá fyrra ári. Í Kína hafa þurrkar einnig dregið úr kornuppskeru á stórum svæðum.

Síðustu mánuðir hafa verið óvenju lega þurrir og heitir í Arg-en tínu og veðurfræðingar telja að í mörgum héröðum séu nú verstu þurrkar í 70 ár. Skaðinn, sem land-búnaðurinn hefur orðið fyrir, er tal-inn nema um 3,85 milljörðum evra.

Þess er vænst að þurrkarnir muni hafa áhrif á alþjóðaviðskipti með búvörur, þar sem Argentína flyt-ur út mikið af sojabaunum, hveiti, maís og nautakjöti.

Áætlað er að kornuppskeran verði 15-20 milljónum tonna minni en á meðalári og að nautgripum til slátrunar fækki um 600 þús-und. Áætlað er að maísuppskeran minnki um 45% á milli ára en soja-baunauppskeran um rúmlega þrjár milljónir tonna.

Forseti Argentínu, Cristina Fern-ández de Kirchner, hefur nýlega lýst yfir neyðarástandi um allt land og að bændur greiði ekki skatta á

þessu ári. Þá eru tímabundið felld úr gildi fyrirmæli um lágmarks-kjötvigt sláturgripa.

Nágrannalandið Úrúgvæ hefur einnig lýst yfir neyðarástandi. Þar hafa 2,5 milljónir hektara af akur- og beitilandi orðið fyrir barðinu á þurrkunum. Þar auka skógareldar og aðrir gróðureldar enn á vand-ann.

Að áliti stofnunarinnar Funda-paz, sem fjallar um samfélags- og efnahagsmál, er samhengi milli þurrkanna og skógareyðingar á þessum slóðum. Í argentínska hér-aðinu Santa Fé einu hefur ein millj-ón hektara af skógi verið rudd á sl. 15 árum.

Á síðustu árum hefur úrkoma minnkað um þriðjung á þess-um slóðum en 70% af skógum í Argentínu hafa verið rudd síðustu 70 árin, að sögn Fundapaz.

Þjóðþing Argentínu hefur nýlega sett ný lög um nýtingu skóga í land-inu. Lögin taka þó ekki gildi fyrr en forsetinn hefur undirritað þau.

Þurrkar í KínaÍ Kína hafa þurrkar valdið skaða í helsta hveitiræktarhéraði landsins. Samkvæmt fréttastofnunni Xinhua hafa a.m.k. 7,9 milljónir hektara orðið fyrir skakkaföllum af þeim sökum.

Það er einkum í norðurhéruðum landsins sem orðið hafa þurrka-skaðar. Þar hefur víða verið 70 til 90% minni úrkoma en á meðalári. Í héröðunum Henan, Anhui og Shanxi hefur helmingur hveitiakr-anna orðið fyrir skaða.

Ríkisstjórnin í Peking hefur sent sérfræðinga á vettvang til að leiðbeina bændum við að draga úr skaðanum.

Í Shanxi hafa yfirvöld gert við-vörunaráætlun en frá því í október á sl. ári hefur úrkoma þar verið sem svarar 20 lítrum á hektara.

Landsbygdens Folk

Þurrkar í Suður-Ameríku og Kína skaða uppskeruna

Hinir umfangsmiklu skógar- og kjarreldar í Ástralíu að undan-förnu hafa ekki einungis kostað mannslíf. Þúsundir nautgripa og annars búfjár hafa einnig orðið eldinum að bráð. Fjöldi bændabýla og annarra mann-virkja hafa einnig tapast, sem og fóður og beitiland.

Samband ástralskra afurða-sölufyrirtækja í landbúnaði (NFF) og samtök bænda (VFF) í verst farna sambandsríkinu, Victoria, hafa skipulagt neyðarhjálp til að útvega fóður á svæðum þar sem ástandið er verst.

Að sögn stjórnarformanns NFF, David Crombie, hefur fjöldi bænda um allt land rétt fram hjálparhönd. Þá hafa sam-tök bænda í Tasmaníu skipulagt fóðurflutninga til meginlandsins.

Í norðaustanverðri Ástralíu hefur mikil úrkoma á sama tíma valdið flóðum, hinum mestu í 15 ár. Mörg hundruð þúsund hekt-arar akra og beitilands hafa verið á kafi í vatni frá því snemma í janúar. Mörg svæði eru einangruð og bændur hafa yfirgefið býli sín. Þjóðvegurinn á austurströndinni nálægt bænum Ingham var lok-

aður um nokkurt skeið.Bændur þarna sjá fram á

verulegt uppskerutjón, einkum á sykurrófnaökrum og í grænmet-is- og ávaxtarækt. Stjórnvöld í Queensland reyna að létta undir með bændum, með lánafyrir-greiðslum og flutningastyrkjum.

En bændur í þessum lands-hluta, norðaustanverðri Ástralíu, sjá þó ekki aðeins skaðann af því sem gerst hefur. Þarna höfðu áður verið þurrkar og vatnsstaðan lág. Það hefur nú breyst. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurfarsráði Sameinuðu þjóðanna (IPCC) falla hitabylgjan og flóðin vel að veðurfarslíkönum ráðsins.

Í nýjustu skýrslu sinni upplýsir IPCC að meðalhiti á þessu svæði hafi hækkað um 0,5°C frá 1950 og að hitabylgjum hafi fjölgað á þessu tímabili. Samkvæmt lík-aninu minnkar úrkoman í sunn-an- og austanverðri Ástralíu en eykst að sama skapi í vestan- og norðanverðri álfunni. Þá varar ráðið við að kjarr- og skógar-eldum muni fjölga og þeir valda miklu tjóni í landbúnaði.

Landsbygdens Folk

Skógareldar í Ástralíu dýrir fyrir landbúnaðinn

Page 21: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

21 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

GÓÐ KAUP

SP-302B, stærðir 90x90 sm og 96x96 sm. sturtuklefi

SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi

SP-609A, stærð 130x130 sm. sturtuklefi m/baði

SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi

SP-029, stærð 148x148 sm. baðkar

GODDI.ISAuðbrekku 19, 200 Kóp.

S. 5445550

Tampere sem er 8,5 fm. með verönd.

Kerrur, margar gerðir.

JANÚAR-TILBOÐ!

B-Niewiado BE6317UFlutningakerra 304 x 130 cmTilboðsverð með vsk. kr. 299.000

B-Niewiado A2532HTPVélafl utningavagn 300 x 150 cmTilboðsverð með vsk. kr. 494.265

B-Niewiado BE6317UFlutningakerra 170 x 1,3 mTilboðsverð með vsk. kr. 118.960

CT 0080 GalvaniseruðFlutningakerra 224x115x40 cmTilboðsverð með vsk. kr. 75.000

Ótrúlegt verð á kerrum

Zagroda fl aghefi ll Brettagafl arStoll blokkskerar Zagroda valtariTanco rúllugreipar

Warfarma sturtuvagnar HiSpec haugsugurBreviglieri pinnatætarar Örfáar notaðar dráttarvélar á frábæru verði

Stoll ámoksturstæki

Allt á gamla genginu

Gæði á góðu verði

Allt á gamla genginu

Bændasamtök Íslands hafa ákveð-ið að leggja Nýsköpunarkeppni grunnskólanema lið í ár með styrkframlagi, ásamt því að gefa verðlaunahöfum mynd-arleg veggspjöld af íslensku búfé. Nýsköpunarkeppni grunnskól-anna (NKG) er keppni í nýsköp-un fyrir alla aldurshópa grunn-skólans. Landbúnaður verður í fyrsta skiptið meðal keppn-isflokka í ár.

Sköpunarkrafturinn virkjaðurTilgangur keppninnar er að virkja sköpunarkraft barna og unglinga í landinu í gegnum vinnu með eigin hugmyndir, efla og þroska frum-kvæði og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi. Lokahóf er haldið að hausti að und-angenginni vinnusmiðju þar sem þær hugmyndir sem komast í úrslit eru útfærðar frekar með aðstoð leiðbeinenda.

Anna Þóra Ísfold er verkefnis-stjóri NKG 2009 og segir hún að í ár verði keppt í sex flokkum: Sjávarútvegi, Orku og umhverfi, Landbúnaði, Slysavörnum, Hug-búnaði og Almennum flokki. „Í fyrsta skipti í ár er boðið upp á sér-stakan keppnisflokk þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu hugmyndirnar á sviði landbún-aðar. Í fyrra bárust spennandi hug-myndir á því sviði sem gáfu tilefni

til þess að bæta flokknum við. Þar má helst nefna hugmyndir eins og bindistimpil, moðgaffal, reiðstígvél með pískhaldara og taum með end-urskinsmerki. Það verður spenn-andi að sjá hvað kemur upp úr skúffunum í ár á þessu sviði.“

Hugmyndir streyma takmarkalaust

Tekið er á móti hugmyndum í keppnina til 30. apríl 2009 og eru börn og unglingar á grunn-skólaaldri hvött til að taka þátt. Umsóknareyðublöð og frekari upp-lýsingar má nálgast á heimasíðu keppninnar www.nkg.is. Anna Þóra segir engin takmörk fyrir fjölda hugmynda sem hver og einn þátt-takandi geti sent inn. Einstaklingar af landsbyggðinni sem komist í úrslit og á lokahóf verði styrktir af Iðnaðarráðuneytinu til þess að ferðast til Reykjavíkur. Slíkir styrk-ir miðast við kílómetrafjölda og eru eftirfarandi:

Kílómetrar Krónur200 7.500300 10.000400 15.000500+ 20.000

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari keppninnar og afhendir viðurkenningarskjöl og verðlaun á ári hverju. Sigurvegarar

í öllum keppnisflokkum fá gullme-dalíu, bókina Úr torfbæjum inn í tækniöld frá Erni og Örlygi, NKG-útivistarpeysu frá 66°Norður og NKG-hugmyndalykil.

Þeir sem lenda í öðru sæti fá silfurmedalíu, Íslensku alfræði-orðabókina frá Erni og Örlygi og NKG-hugmyndalykil. Fyrir þriðja sætið er veitt bronsmedalía í öllum keppnisflokkum, Bókin um jörð-ina eftir Pál Bergþórsson og NKG-hugmyndalykill.

Sá skóli sem sendir hlutfalls-lega inn flestar hugmyndir fær svo viðurkenningu og farandbikar til vörslu.

Mikilvæg hvatning til skapandi verka

Anna Þóra segir að NKG sé hvetj-andi vettvangur til góðra verka fyrir krakkana. „Það er engin spurning að þegar sköpunarkraftur barna er virkjaður er ákveðin gátt opnuð sem lokast ekki aftur. Börnin læra ákveðna tækni við að þarfagreina umhverfi sitt og leita lausna. Þrátt fyrir að tæknileg kunnátta sé ekki

fyrir hendi til að framkvæma marg-ar góðar hugmyndir þá hvetur það einmitt börnin til að afla sér frek-ari menntunar til þess að geta fram-kvæmt hugmyndir sínar síðar. Við þurfum á því að halda að stjórn-endur framtíðarinnar, börnin okkar, vinni í lausnum og hafi fengið þjálfun í því á unga aldri áður en fullorðinsárin taka að móta þau.“

-smh

Grunnskólanemar keppa í nýsköpun

Landbúnaður meðal keppnisflokka

Sérstakt merki og veggspjald hefur verið gert til að kynna keppnina.

BændablaðiðSmáauglýsingar.

563 0300

Page 22: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

22 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Á markaði

Verð á mjólk í Evrópu, evrur/100 kg

Fyrirtæki Land

Mjólkurverð til framleiðendajanúar 2009

Rúllandi meðaltal

sl. 12 mánuði

Milcobel Belgía 25,36 31,77

Alois Müller Þýskaland 25,62 33,35

Humana Milch Union eG Þýskaland 27,48 34,06

Nordmilch Þýskaland 23,87 30,12

Arla Foods Danmörku 27,54 36,23

Hämeenlinnan Osuusmeijeri Finnland 42,31 45,83

Bongrain CLE (Basse Normandie)

Frakkland 36,17 35,05

Danone (Pas de Calais) Frakkland 36,53 36,51

Lactalis (Pays de la Loire) Frakkland 36,01 34,86

Sodiaal Frakkland 32,26 34,54

Dairy Crest (Davidstow) Bretland 29,82 32,40

First Milk Bretland 26,38 30,50

Glanbia Írland 29,09 33,30

Kerry Írland 24,86 32,69

DOC Kaas Holland 22,97 31,10

Friesland Campina Holland 27,18 35,07 http://www.milkprices.nl/

Verð á mjólk til bænda í EvrópuMjólkurverð til bænda í flestum löndum Evrópu hefur farið lækkandi undanfarna mánuði. Meðfylgjandi tafla sýnir verð til framleiðenda í €/100 kg í janúar sl. samanborið við meðaltal sl. 12 mánaða. EB

Verð á greiðslumarki verðlagsárið 2008-2009

Dagsetninggildistöku

Sala á greiðslumarki

ltr.

Uppsafnað frá upphafi

verðlagsárs, ltr.

Meðalverð síðustu 500.000 ltr. kr/ltr*

1. september 2008 783.381 783.381 304,22

1. október 2008 19.387 802.768 297,52

1. nóvember 2008 0 802.768 –

1. desember 2007 101.756 904.524 288,32

1. janúar 2009 107.367 1.011.891 271,32

1. febrúar 2009 174.435 1.186.326 259,33

1. mars 2009 352.446 1.538.772 250,92

1. apríl 2009 97.779 1.636.551 255,78

Útgjöld hins opinbera til landbúnaðar og skógræktar. Línan sýnir hlutfall þeirra af heildúrútgjöldum hins opinbera, súlurnar sýna þróun útgjalda á verðlagi ársins 2007.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2009 er 334,5 stig (maí 1988=100) og lækk-aði um 0,59% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2% (miðað við verðlag í upp-hafi mánaðar í fyrra en um miðj-an mánuð nú). Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Kostnaður vegna eigin húsnæð-is lækkaði um 5,1% (vísitöluáhrif -0,76%). Verð á bensíni og dísel-olíu lækkaði um 3,1% (-0,13%) og verð á mat og drykkjarvöru um

0,9% (-0,12%). Þá lækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda um 8,3% (-0,11%).

Matur lækkaði um 1,07% frá febrúar. Búvörur án grænmetis hækkuðu um 0,75% og má rekja það

til 2% hækkunar á mjólkurvörum og eggjum. Engar hækkanir voru til framleiðenda mjólkur í mánuðinum og því má rekja hækkunina til hækk-aðrar álagningar á þessar vörur. Kjöt lækkaði hins vegar um 0,36% frá febrúar til mars. Grænmeti og kart-öflur lækkuðu um 5,56%, ávextir um 2,04%, brauð og kornvörur um 1,58% og fiskur um 5,75%.

Meðfylgjandi mynd sýnir breyt-ingu matvöruliða í vísitölu neyslu-verðs frá janúar 2008 til mars 2009, samanborið við hækkun vísitölu neysluverðs í heild, sem nam 18,5% á tímabilinu.

Verðbólgan minnkar talsvertErna Bjarnadóttir

hagfræðingur Bændasamtaka Í[email protected]

Verðlagsmál

Breyting matvöruliða vísitölu frá janúar 2008 (=100) til mars 2009. Heildar-hækkun neysluvísitölu er 18,5%, matur í heild um 29% en kjöt og fiskur um rúmlega 10%, svo dæmi séu tekin.

Kæru lesendur!Ég er að koma saman um sögu Ferguson-dráttar-vél anna vegna sextugsafmælis þessara merku véla á Íslandi, sem er nú í vor. Mig langar að leita til ykkar um tvennt:1. Þekkir einhver manninn sem er í miðjunni á með-

fylgjandi mynd? Til vinstri er Hjalti Pálsson, fyrsti framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. Til hægri er Runólfur Sæmundsson framkvæmdastjóri Dráttar-véla þegar myndin er tekin. Tilefnið sýnist hafa verið koma þúsundustu Ferguson-dráttar vél ar innar til Íslands, en það mun hafa verið á árunum 1954-

55. Myndina tók Guðni Þórðarson og hún er í eigu Ljósm.safns Íslands (GÞ18).

2. Ef einhver á góðar Ferguson-myndir (af gráu TE-20/FE-35 gerðunum) þar sem kona er ekill eða dráttarvélin er notuð til fólksflutninga eða annarra óhefðbundinna verka þætti mér afar gott að fá að heyra um það með eftirgerð myndar í huga vegna bókarinnar. Ég hef símann 894 6368 og netfangið bjarnig@lbhi.

is Bestu þakkir fyrir aðstoðina.Bjarni Guðmundsson

Hvanneyri

Þekkir einhver manninn í miðjunni?

Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvaraBráðabirgðatölur fyrir febrúar 2009

Framleiðsla feb.09 des.08 mar.08 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild %m.v. 12 mán.2009 feb.09 feb.09 feb.08 3 mán. 12 mán.

Alifuglakjöt 574.944 1.629.156 7.182.911 -9,4 -13,7 -7,2 26,2%

Hrossakjöt 93.863 403.598 1.026.973 39,6 22,8 3,0 3,7%

Nautakjöt 312.180 895.925 3.588.975 0,0 -0,1 -1,2 13,1%

Sauðfé * 0 16.787 8.930.113 0,0 -24,2 3,4 32,6%

Svínakjöt 503.143 1.557.764 6.665.936 -0,7 5,6 9,6 24,3%

Samtals kjöt 1.484.130 4.503.230 27.394.908 -2,4 -2,3 1,1

Innvegin mjólk 10.049.873 31.404.819 126.089.265 -1,6% 1,8% 0,7%Sala innanlands

Alifuglakjöt 558.863 1.593.583 7.161.151 -11,7 -15,7 -6,4 28,6%

Hrossakjöt 64.967 228.630 690.989 -0,9 29,5 5,1 2,8%

Nautakjöt 313.132 898.114 3.624.425 12,2 3,6 0,9 14,5%

Sauðfé ** 453.537 1.345.120 6.938.128 -24,2 -24,8 -0,7 27,7%

Svínakjöt 499.772 1.556.820 6.665.863 -1,4 5,4 9,6 26,6%

Samtals kjöt 1.890.271 5.622.267 25.080.556 -9,3 -9,3 0,4

Sala á próteingrunni 9.001.623 27.689.983 116.196.351 -5,2% -1,8% 0,2%

Sala á fitugrunni 8.637.135 28.302.705 112.055.992 0,1% 0,6% 1,9%* Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé pr. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana.

Page 23: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

23 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Landbúnaðarháskóli Íslands verður með opið hús í kennslu- og rannsóknafjárhúsunum að Hesti í Borgarfirði laugardaginn 4. apríl. Nú eru liðin tvö ár frá síðasta opna húsi að Hesti. Rétt eins og þá verða m.a. kynnt rann-sóknaverkefni í sauðfjárrækt og jarðrækt á vegum LbhÍ og sam-starfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á komandi misserum. Nám við LbhÍ verður kynnt auk þess sem lambhrútar verða til sýnis og annað fé. Efnt verður til ýmissa uppákoma yfir daginn

sem ætlaðar eru bæði börnum og fullorðnum. Boðið verður upp á skemmtilegar þrautir tengdar sauðfjárbúskap.

Fjöldi bænda og áhugafólks um sauðfjárrækt hefur komið á opin hús að Hesti á liðnum árum og var aðsóknarmet slegið árið 2007. „Við fengum á sjöunda hundrað gesta og þetta gerðist, þrátt fyrir að veðr-ið væri hörmulegt,“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri búrekstrarsviðs LbhÍ og bætir við að nú sé reiknað með mun fleirum. „Fyrir nokkrum árum var skipulagi opna dagsins breytt og fyrirtækjum og stofnunum gefið tækifæri til að kynna sig og sínar vörur. Síðast

tóku á þriðja tug aðila þátt í opna húsinu að Hesti.“

Snorri segir að þar sem pláss sé takmarkað þurfi þeir sem ætli að sýna að panta sér aðstöðu sem fyrst. Hann vekur athygli á því að ekkert sýningar- eða fermetragjald er inn-heimt af samstarfsaðilum LbhÍ. Nú verða m.a. kynnt lamba- og ásetn-ingsmerki frá nokkrum aðilum, fóður og fóðurbætir, áburður, fjór-hjól, mjaltavélar fyrir sauðamjalt-ir, dekk, heitir pottar, klippur og fylgihlutir, ýmsar sauðburðar- og smávörur fyrir fjárbú, gjafagrind-ur m.m., dráttarvélar, kerrur, hey-vinnutæki, afrúllarar, bankaþjón-usta, þjónusta BÍ og búnaðarsam-banda, smalahundar, ullarvörur og ýmislegt annað!

Meðan húsrúm leyfir geta allir fengið pláss fyrir kynningar. Nánari upplýsingar gefur Snorri í síma 843-5341 eða með tölvupósti: [email protected]

HáþrýstidælurÞegar gerðar eru hámarkskröfur

K 6.91 M PlusÞrýstingur: 20-150 bör maxVatnsmagn: 550 ltr/klstTúrbóstútur + 50%Lengd slöngu: 9 mSápuskammtariStillanlegur úði

K 7.80 M PlusÞrýstingur

20-160 bör maxStillanlegur úðiSápuskammtari

K 7.85 M PlusÞrýstingur:

20-160 bör maxVatnsmagn:

600 ltr/klstStillanlegur úðiSápuskammtariTúrbóstútur + 50%12 m slönguhjól

Vatnsmagn: 600 ltr/klstTúrbóstútur + 50%Lengd slöngu: 9 m

SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS

K 5.91 M PlusÞrýstingur:

20-140 bör maxVatnsmagn:

490 ltr/klstLengd slöngu: 7,5 mStillanlegur úðiTúrbóstútur + 50%Sápuskammtari

Ýmsir aukahlutir

Snúningsdiskur

Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldin föstudaginn 3. apríl nk. í

Súlnasal Hótel Sögu... og hefst kl 19.00 með fordrykk. Fjölbreytt skemmtiatriði og dansleikur að loknu borðhaldi. Veislustjóri verður Freyr Eyj-ólfsson útvarpsmaður og hljómsveitin Í sjöunda himni leikur fyrir dansi.

Forréttur: Humarsúpa með gulrótar-kúmen flani og pass-ion froðu.

Aðalréttur: Sinnepshjúpaður lambahryggvöðvi með lauk-kartöflu, grænmetisragout og rauðvínssósu.

Eftirréttur: Súkkulaði og jarðarberja samleikur

Miðaverð fyrir mat, skemmtun og dansleik er kr. 6.000.Allir sauðfjárbændur er hvattir til að mæta.

Tekið er við miðapöntunum hjá Bændasamtökunum í síma 563-0300. Þeim sem ætla að gista á Hótel Sögu er bent á að tryggja sér herbergi í tíma í síma 525-9900.

Árshátíðarnefnd LS.

Bændur / Búnaðarfélög.SKOÐIÐ ÞETTA í ljósi þurrkanna sem voru undanfarin tvö sumur.

Getum útvegað fær-anlegan vökvunar-búnað frá ítalska fyr-irtækinu OCMIS fyrir allar stærðir og gerðir af ræktunarsvæðum.

Einfaldur í notkun og fljótlegt að færa á milli svæða.

Um er að ræða kefli á beislisvögnum frá 50m/m x120m upp í 150m/m x 750m langar slöngur. Vatn fyrir búnaðinn er tekið úr nærliggjandi tjörn eða læk.

Ekkert rafmagn, vatnsþrýstingurinn fer að hluta til í gegnum túrbínu sem snýr tromlunni til baka og er stillanlegt fyrir regn-fall frá 5 m/m upp í 40 m/m á hverri vél.

Tilvalið fyrir 2-3 aðila að eiga saman eða fyrir búnaðarfélög til útleigu. Afgreiðslutími er um 2 mánuðir.

Við getum einnig útvegað öflugan dælubúnað af mörgum gerðum. Nánari upplýsingar s: 8924163, netfang: [email protected]

Hákonarson ehf.

Opið hús í kennslu- og rannsókna-fjárhúsum LbhÍ á Hesti í Borgarfirði

Page 24: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

24 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Búnaðarþing 2009 ályktaði um nauðsyn þess að tryggja betur fæðu-öryggi þjóðarinnar og vakti m.a. athygli á að vel þyrfti að varðveita þær þjóðargersemar sem felast í landnámskynjum okkar; mjólk-urkúm, hrossum, sauðfé og geitfé. Er þetta mjög í takt við þær breyt-ingar sem hafa orðið á viðhorf-um til landbúnaðar um allan heim síðan 2006 í ljósi efnahagskreppu, vaxandi kostnaðar vegna tilbúins áburðar og annarra orkufrekra efna, svo og í ljósi aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Meiri heimaöflunÍ Evrópu og víðar er nú lögð vax-andi áhersla á sjálfbærari búskap-arhætti; meiri heimaöflun, neyslu sem næst framleiðslustað til að spara flutninga, notkun búfjár-kynja sem nýta vel graslendi og eru aðlöguð aðstæðum í hverju landi eða landsvæði, og síðast en ekki síst er Evrópusambandið að renna styrkari stoðum undir lífrænan búskap sem lið í viðhaldi og eflingu sveitabyggða, m.a. til mótvægis við iðnvæddan stórbúskap sem oft er kallaður verksmiðjubúskapur (e. intensive factory farming). Hann er talinn ósjálfbærasta form landbún-aðarframleiðslu sem leiði til mestr-ar fækkunar bænda og eyðingar erfðaefnis búfjár um allan heim.

Verndun og varðveislaÞað var því mjög í anda ályktunar þingsins að daginn eftir að því lauk skyldi ég halda til Gent í Belgíu, þar sem mér var boðið að sitja 30 manna málþing um verndun gam-alla búfjárkynja, einkum þeirra sem orðin eru sjaldgæf eða jafnvel í útrýmingarhættu. Var málþing þetta liður í svokölluðu ELBARN (European Livestock Breed Arks & Rescue Net) verkefni og er SAVE stofnunin (Safeguard for Agricultural Varieties in Europe) ábyrgðaraðili ásamt fleiri stofn-unum í álfunni sem vinna að verndun erfðaefnis og viðhaldi líffræðilegs fjölbreytileika í sam-ræmi við Ríósáttmálann frá 1992 og seinni tíma aðgerðir á vegum FAO (Matvæla- og landbúnaðar-stofnunar Sameinuðu þjóðanna) og EAAP (Búfjárræktarsambands Evrópu). Á málþinginu í Gent var einkum fjallað um tvennt: Í fyrsta lagi viðbragðsáætlanir sem grípa þarf til þegar alvarlegir smitsjúk-dómar koma upp, svo sem gin- og klaufaveiki og fuglainflúensa, og einnig þegar stríðsátök eða nátt-úruhamfarir ógna búfjárkynjum og stofnum, jafnvel svo mjög að útrýmingarhætta skapast. Í öðru lagi var rætt um aðgerðir til að efla verndun búfjárkynja, helst þannig að þau séu áfram haldin til nytja í

sveitunum og jafnvel í þéttbýli þar sem aðstæður leyfa, þ.e. með sjálf-bærum hætti.

UpprunamerkingTil að efla markaðssetningu sér-afurða slíkra kynja var rætt um gerð og kynningu vörumerkja sem gefi möguleika á upprunamerkingu þannig að neytendur geti stuðlað að verndun kynjanna með því að kaupa afurðir frá þessum verndunarbúum. Þau er nú þegar að finna víða, sum eru með lífræna vottun og sum með ferðaþjónustu og heimanotkun afurðanna eða sölu þeirra beint frá býli. Flutt voru ágæt yfirlitserindi sem snertu alla þessa þætti, bæði af dýralæknum, búvísindamönn-um og áhugafólki um verndun margvíslegra búfjárkynja í norð-anverðri Evrópu en síðar á árinu mun ELBARN halda slík málþing í öðrum hlutum álfunnar.

VerndunaráætlanirÁ meðal frummælenda var sér-fræðingur frá ESB sem gaf glögg-lega til kynna að í Brussel væri svigrúm til að taka verndunarmálin fastari tökum, jafnvel möguleiki á undanþágum til þess að styrkja stöðu ákveðinna kynja en þá þyrfti að undirbúa málin vel með góðum

rökstuðningi og ætla því ferli rúman tíma. Ljóst er að ábyrgðin hvílir á hverju landi fyrir sig, m.a. með tilvísun í vandaða verndunaráætl-un, en hér á landi verður unnið að slíkri áætlun í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 151/2005 um varð-veislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði.

BorgarbýliMálþinginu lauk með kynnisferð í húsdýragarðinn – Levend Erfgoed Park – í Puyenbroeck, skammt frá Gent. Þar eru góðar aðstæður til að fræða almenning um nær allar tegundir búfjár, landrými mikið, vandaðar girðingar, byggingar og göngustígar í fögru, gróðursælu umhverfi. Vor var í lofti, ær að bera og foreldrar voru á ferð með borg-arbörnin til að sýna þeim örlítið sýnishorn af búfjárhaldi sem fæst þeirra komast í kynni við með öðrum hætti, þ.e. með dvöl í sveit. Sum þeirra fá reyndar að kynn-ast svokölluðum borgarbýlum (e. City Farms) þar sem oft fer saman búfjárhald og garðrækt, en um þau var töluvert fjallað á málþinginu. Hefur slíkum smábýlum fjölgað mjög víða í stórborgum á þeim tveimur áratugum síðan ég skrifaði um þau í Frey, 2. tbl. 1988, bls. 48. Allt er þetta jákvætt fyrir landbún-aðinn, styrkir tengsl á milli þétt-býlis og dreifbýlis og framlag til verndunar gamalla búfjárkynja er mikils virði, hvort sem er í líffræði-legu eða menningarlegu tilliti. Á meðal fræðslu- og upplýsingarefn-is sem lagt var fram voru búfjár-veggspjöld Bændasamtaka Íslands en þar vöktu hinir fjölbreyttu litir mikla athygli.

Nánari upplýsingar um ELBARN verkefnið er að finna á vef síð unni: www.elbarn.net

Líf og starf

Fréttir úr búrekstri LbhÍ

ÁburðardreifingarnámskeiðÞessa dagana eru tæknimenn Búrekstrarsviðs að setja saman efni í dagsnámskeið um áburðardreifingu. Á nám skeiðinu verður farið yfir tæknileg atriði, dreifigæði, stillingar, bætta nýtingu á áburði og margt fleira. Námskeiðin eru auglýst á vef LbhÍ: www.lbhi.is

Fósturvísatalning á HestiMánudaginn 16. mars voru talin fóstur í ánum á Hesti. Heildarfjöldi lamba sem vænta má í vor er 1.121 lamb, 170 lömb úr gemlingum og 951 lamb úr fullorðnu ánum. Frjósemin er yfir meðallagi og eru tveggja vetra ærnar með fína frjósemi, en í þeim taldist vera 1,88 lömb á vetrarfóðraða á. Þegar teknar eru ær sem ekki eru í tilraunum sem hafa bein áhrif á frjósemi þeirra er niðurstaðan 1,97 lömb á vetrarfóðr-aða fullorðna á.

Niðurstöður talningarinnar má sjá í eftirfarandi töflu:Gemlingar (%) Fullorðið (%) Tilraunaær

Geldar 17 (11,3 %) 11 ( 1,4 %)

Dautt fóstur 12 ( 7,9 %)

Einlembdar 74 (49,0 %) 53 (11,6 %) 20 (55,6 %)

Tvílembdar 48 (31,8 %) 335 (73,5 %) 13 (36,1 %)

Þrílembdar 55 (12,1 %) 3 ( 8,3 %)

Fjórlembdar 2 ( 0,4 %)

Frjósemi 170/151 = 1,13 lömb

897/456 = 1,97 lömb

54/36 = 1,50 lömb

Hálmkögglun19. mars var merkisdagur hjá okkur en þá köggluðum við hálm í fyrsta skipti en kögglunin er hluti af tilraunaverkefni varðandi undirburð fyrir búfé. Kögglarnir lofa góðu og eru nú í prófun í Hestamiðstöð skólans. Ef vel gengur, þá ættu niðurstöður að liggja fyrir fljótlega og bænd-ur víða um land þar með að geta snarhækkað hagkvæmni kornræktar sinnar því greiðslugeta fyrir þurran hálm eykst verulega.

Opið hús á HestiNú styttist óðum í 4. apríl, þegar húsin á Hesti verða opin fyrir gesti og gangandi. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki skráð sig til þátttöku svo þetta verður hin besta landbúnaðarsýning. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Búrekstrarsviði LbhÍSnorri Sigurðsson

Verndun gamalla búfjárkynja í Evrópu rennir styrkari stoðum undir fæðuöryggi

Ólafur R. Dýrmundsson

landsráðunautur Bændasamtaka Ís-lands í lífrænum búskap og landnýtinguog formaður Forystufjárræktarfélags Í[email protected]

Verndun búfjárkynja

Greinarhöfundur við upplýsingaskilti sem kynnir starfsemi húsdýragarðs-ins í Puyenbroeck í Belgíu.

SLE-samtökin björguðu þessu sauðfjárkyni, Ardens Voskop, frá útrýmingu og stuðla þar með að viðhaldi líffræðilegs fjölbreytileika

Nokkur þeirra húsdýrakynja sem verndunarsamtökin SLE í Belgíu láta sér annt um.

JarðræktarsjóðurSíðasta haust var greiddur styrkur út á annars vegar kornrækt og hins vegar gras- og grænfóðurrækt. Þá voru þetta tveir flokkar með sitt hvorar úthlutunarreglurnar. Nú er búið að sameina þá undir einn styrktarflokk sem er fjármagnaður með eftirfarandi hætti:

Búnaðarlagasamningur – eyrnamerkt kornrækt 13 millj.Sauðfjársamningur 35 millj.Mjólkursamningur 82 millj.Samtals 130 millj.

Reglurnar eru eftirfarandi:

Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt)Framlag fæst til sáningar þar sem korn-, tún- og grænfóðurrækt er ætluð til fóðurframleiðslu eða beitar samtals á a.m.k. tveimur ha. Uppskera er kvöð. Úttektaraðili sannreynir hvort um sé að ræða góða hefðbundna korn-, tún- eða grænfóðurrækt.

Framlag á ha fyrir hvert bú ræðst af umfangi ræktunar. Gert er ráð fyrir að það verði kr. 15.000 á ha að 20 ha ræktun og 10.000 á ha upp að 40 ha ræktun, en skerðist á hvern ha hlutfallslega ef fjármunir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður deilist hann jafnt á alla ræktaða hektara.Aðeins er greitt út á heila ha og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Til að standast úttekt þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnkort af ræktarlandinu (t.a.m. úr túnkortagrunni BÍ).

Umsókn til búnaðarsambanda um úttekt að hausti jafngildir umsókn um styrk.

Einnig fæst styrkur útá eftirfarandi þróunar- og jarðabótaverkefni á lögbýlum, sæki menn um úttekt næsta haust:

Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskapBeitarstjórn og landnýtingViðhald framræslu lands vegna ræktunarKölkun túna

Nánari upplýsingar um reglur og umsóknir má sjá á vef Bænda sam tak-anna www.bondi.is.

Bændablaðið á netinu...

www.bbl.is

Page 25: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

25 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Hugmynd mín byggist á færslu yfir í B-kvóta við umsýslu núver-andi greiðslumarks, sem ég kalla hér A- kvóta.

Það gerist þannig að við sölu á A-kvóta sé seljenda tryggt ákveðið verð (t.d. 300 kr/l) af hálfu ríkisins. Sala fari þannig fram, að seljandi býður fram greiðslumark (A-kvóta) sitt til til sölu á uppboðsmarkaði rík-isins. Kaupendur bjóða í greiðslu-markið, vitandi að við kaupin breytist greiðslumarkið í B-kvóta, sem færir bóndanum aðeins helm-ing þeirra beingreiðslna (til dæmis) sem A-kvótinn gerir. Fyrir vikið er kaupandinn varla reiðubúinn að greiða nema tæpan helming núver-andi gangverðs A-kvóta.

Í þessu tilbúna dæmi býður hæst bjóðandi 125 kr/l og ríkið greiðir seljandanum 175kr/l. að auki til að uppfylla umrædda 300 kr. lágmarksupphæð.

Það sem nú hefur gerst, er að ríkið hefur keypt sig út úr A-kvóta kerfinu yfir í B-kvóta kerfið fyrir 175kr/l en á móti nema útgjöld rík-isins vegna beingreiðslna aðeins helmingi þess sem áður var á hinu umsýslaða greiðslumarki.

Bændur geta nú boðið til sölu, á uppboðsmarkaði ríkisins, hvort heldur sem er A- eða B-kvóta, en ríkið tryggir 300kr/l eingöngu við sölu á A-kvóta.

Kostir kerfisins:1) Minni skuldsetning kaupenda.2) Meiri hagræðing, því kvótinn

leitar til þeirra sem eru tilbúnir að framleiða mjólk fyrir lægri beingreiðslur en seljandinn treystir sér til.

3) Til lengri tíma litið verður um minni kostnað að ræða af hálfu ríkisins, vegna beingreiðslna og það kemur til án þess að bændur verði þvingaðir til þess, heldur verður þessi breyting á A-kvóta yfir í B-kvóta algjörlega drif-in áfram af bændunum sjálfum sem stunda þessi viðskipti vegna þess að þeir telja þau ábatasöm.

4) Hugsanleg leið úr mikilli skuld-setningu, án þess að þurfa að draga úr framleiðslu. Mjög skuldsettir bændur geta átt þess kost að selja greiðslumark sitt, allt eða að hluta, fyrir 300 kr/l og keypt aftur á markaðsverði B-kvóta sem að öllum líkindum yrði töluvert lægra. Í þessum til-fellum og þegar um kynslóða-skipti er að ræða má hugsa sér að bóndinn geti fyrirfram samið sig frá uppboðsmarkaðnum og gengið að ákveðnu verði sem gefnu. Það gæti t.d. verið með-alverð á uppboðsmarkaðinum sl. 4 mánuði. (Hér má taka fram að ef markaðsverð B-kvóta nálgast af einhverjum ástæðum 300kr/l, er færi ríkisins til að lækka bein-greiðslur fyrir B-kvóta enn frek-ar). Hvort þetta sé skynsamleg leið til skuldalækkunar er mat hvers bónda fyrir sig, en hún er amk. í boði.

5) Kynslóðaskipti verða hugs-anlega auðveldari vegna minni áhættu kaupanda og lánastofn-ana.

6) Minnkandi umfang styrkjakerf-isins sem gerir íslenskan land-búnað samkeppnishæfari við erlendan en ella.

7) Getur komið í stað grænna greiðslna sem þykja skynsam-legar vegna þess að þær eru í tísku í París, London og Milanó og af því þær rýmast innan þess alþjóðasamnings sem til lykta skyldi leiddur í Doha á vettvangi WTO.

Ég hef lauslega reiknað út hvað það þýddi fyrir bónda sem á 300.000 l kvóta og skuldar 100.000.000 kr. til 15 ára með 6% vexti, ef hann færði sig úr A- í B-kvóta á umræddu verði, þ.e. 300 kr/125 kr.

Forsendur:Skilaverð er 115 kr lB-kvóti gefur 25 kr/l í stað 49kr/l

við A-kvótaFramleiðslukostnaður á mjólk-

urlítra er 35 kr

Ef bóndinn heldur sig innan A-kvóta:Tekjur 34.500.000Afb. og vextir 10.300.000Framleiðslukostn. 10.500.000Afgangur til launa- greiðslna og fjárfestinga 13.700.000Skuldir í upphafi tímabils 100.000.000

Ef bóndinn fer yfir í B-kvóta: (300kr/125kr)Tekjur 27.300.000Afb. og vextir 4.900.000Framleiðslukostn. 10.500.000Afgangur til launa- greiðslna og fjárfestinga 11.900.000Skuldir í upphafi tímabils 47.500.000

Ef bóndinn fer yfir í B kvóta: (325kr/125kr)Tekjur 27.300.000Afb. og vextir 4.100.000Framleiðslukostn. 10.500.000Afgangur til launa- greiðslna og fjárfestinga 12.700.000Skuldir í upphafi tímabils 40.000.000

Ef bóndinn fer yfir í B kvóta: (350kr/125kr)Tekjur 27.300.000Afb. og vextir 3.300.000Framleiðslukostn. 10.500.000Afgangur til launa- greiðslna og fjárfestinga 13.500.000Skuldir í upphafi tímabils 32.500.000

Kostnaður ríkisinsMiðað við 300kr/125kr dæmið hér að ofan.

Ef ríkið tekur lán fyrir þessum uppkaupum með 6% vöxtum, tæki það um 10 ár að endurgreiða lánið ef ríkið ver þeim 24 kr. sem sparast í beingreiðslur pr. l til þess. Með öðrum orðum (ef ég kann að reikna rétt): Hafi ríkið aðgang að lánsfé til þessa verkefnis, þýðir það engan útgjaldaauka fyrir ríkið fyrstu tíu árin og helmingslækkun styrkja til mjólkurframleiðslu þar eftir.

Árni HafstaðÚtvík, Skagafirði

Ræktum okkar eigin berÍ samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands, Reykjavíkur- og Akureyrardeild og Græna geirannKennarar: Guðríður Helgadóttir forstöðumaður LbhÍ Reykjum og Jón Kr. Arnarson verkefnisstjóri LbhÍ.Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið:I: 28. mars, kl. 9:00-15:00 í Búgarði á AkureyriII: 18. apríl, kl. 9:00-15:00 á Hvanneyri.Verð: kr. 12.000.

Ræktun matjurta í heimagróðurhúsumÍ samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirannKennarar: Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur, Edda Þorvaldsdóttir ræktandi og Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur EngiTími: 28. mars, kl. 9:00-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi.Verð: kr. 12.000.

Forntraktorar – meira en járn og stál!Í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands og Verktakafyrirtækið Jörva ehf.Kennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhÍ, Jóhannes Ellertsson kennari við LbhÍ, Haukur Júlíusson frkvstj., Erlendur Sigurðsson vélameistari Landbúnaðarsafns Íslands og Sigurður Skarphéðinsson vélvirki.Tími: 28. mars, kl. 10:00-17:00 á Hvanneyri.Verð: kr. 9.900.

Að breyta sandi í skóg - endurheimt skóglendis á örfoka landiKennarar: Ása L. Aradóttir prófessor við LbhÍ, Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Hekluskógum og Guðmundur Halldórsson rannsóknarstjóri Landgræðslu ríkisins. Tími: 3. apríl kl. 16:00-19:00 og 4. apríl kl 9:00-17:15 í Gunnarsholti.Verð: kr. 15.900.

Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garðiÍ samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands, Reykjavíkur- og Akureyrardeild og Græna geirannKennari: Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingurTími: 4. apr. kl. 9:00-15:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi.Verð: kr. 12.000.

Tækni við áburðardreifinguKennarar: Haukur Þórðarson verkefnisstjóri hjá LbhÍ og Óðinn Gíslason bútæknifræðingurTími: Boðið verður upp á þrjú námskeið:I: 31. mars kl. 10:00-16:30 á Hvanneyri.II: 6. apríl kl. 10:00-16:30 á Möðruvöllum í Hörgárdal.III: 8. apríl kl. 10:00-16:30 á Stóra-Ármóti.Verð: kr. 14.500.

Hverju á að sáHvað á að bera á?Kennari: Ríkharð Brynjólfsson prófessor við LbhÍTími: 6. apríl kl. 13:00-17:00 Sauðfjársetrinu á Ströndum.Verð: kr. 8.500.

Girðinganámskeið í GunnarsholtiKennarar: Grétar Einarsson bútæknifræðingur hjá LbhÍ og Hjörtur Bergmann Jónsson girðingarverktaki og stundakennari hjá LbhÍTími: 15. apríl kl. 8:30-18:00 í Gunnarsholti.Verð: kr. 13.400.

Heimavinnsla mjólkurafurða - Skref 1Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingurTími: 15. apríl kl 13:00-16:00 á Egilsstöðum.Verð: kr. 4.000.

Beltin bjargaKennsla í ræktun skjólbelta.Kennari. Samson B. Harðarson lektor við LbhÍTími: Boðið verður upp á fjögur námskeið:I: 22. apr. kl. 10:00-16:00 á HvanneyriII: 27. apr. kl. 10:00-16:00 í FnjóskadalIII: 28. apr. kl. 10:00-16:00 á EgilsstöðumIV: 30. aprl. kl. 10:00-16:00 á SuðausturlandiVerð: kr. 14.500.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeidSkráning fer fram á [email protected] eða í síma 433 5000

Námskeið fyrir þig!

Lækkun styrkja til kúabænda, lækkun skulda kúabænda = óbreyttar ráðstöfunartekjur

Getur verið að það kosti ekki neitt?Nokkrar staðreyndir

um stöðu mjólkurframleiðenda:

Stór hluti skulda mjólkur-framleiðenda er vegna kvóta-kaupa. Kynslóðaskipti/nýlið-un eru illmöguleg vegna hás „gjalds“ fyrir það að mega framleiða mjólk.

Áhættan er einnig mikil fyrir verðandi bónda og þá lánastofnun sem stendur á bak við hann.

MarkmiðDraga úr styrkjum til land-

búnaðar.Minnka skuldsetningu bænda.Auka hagræðingu.Færa framleiðslukostnað nær

því sem gerist í nágranna-löndunum.

Auðvelda nýliðun í greininni.

Í tengslum við Ársfund Fagráðs í nautgriparækt verður haldinn

Almennur bændafundur að Löngumýri í Skagafirði

fimmtudaginn 2. apríl kl. 13 – 17.Eftirtalin erindi eru á dagskrá fundarins:

1. Gæðakröfur í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar. Magnús B. Jónsson og Gunnfríður Elín Hreiðars-dóttir, nautgriparæktarráðunautar Bændasam-taka Íslands.• Kröfur til reglusemi í skráningu gagna• Kröfur til upplýsinga• Sýnataka og upplýsingar byggðar á greiningu

sýna.• Önnur atriði.

2. Staða mjólkurgæða á Íslandi. Jón Kristinn Bald-ursson, samlagsstjóri MS Reykjavík.• Gæðaþættir mjólkur og hvernig eru þeir metnir• Staða gæðamála, líftala, frjálsar fitusýrur• Mismunur í gæðum mjólkur eftir landshlutum.• Önnur atriði

3. Norfor fóðurmatskerfið – staða og horfur. Berg-lind Ósk Óðinsdóttir.• Staða verkefnisins• Innleiðing eftir svæðum• Næstu skref• Hvenær verður kerfið komið í almenna notkun• Önnur atriði

Kaffiveitingar í boði Landssambands kúabændaKúabændur eru hvattir til að fjölmenna!

Fagráð í nautgriparækt.

Aðalfundur Búsældar ehf.verður haldinn að Narfastöðum í Þingeyjarsveit laug-ardaginn 18. apríl næstkomandi og hefst kl. 14.00.

Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfBreytingar á samþykkt félagsinsÖnnur mál.

Stjórn Búsældar ehf.

Page 26: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

26 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Kæri lesandi.Vita Sackville-West skrifaði garða-greinar fyrir breska blaðið Observer í ein fjórtán ár. Vita var rithöfundur og garðræktandi en er ekki síður þekkt sem náin vinkona rithöfund-arins Virginiu Woolf. Vita var ekki skólagengin í garðrækt heldur lærði hana af reynslunni. Hún og maður hennar, Harold Nicolson, gerðu garðinn við kastalann í Sissinghurst nálægt Canterbury á Bretlandi, þar sem þau bjuggu. Kastalinn var lengi og er, held ég, enn í opinberri eigu og garðurinn að því er ég best veit opinn almenningi og örugglega verður skoðunar. Ef einhver er á leiðinni til Bretlands...

Einlitir garðarEitt af því sem Vita skrifaði um voru einlitir garðar: „Það er mjög skemmtilegt að gera garð sem er í einum lit. Hann þarf ekki að vera aflokaður en ef svo er þá helst með þéttu limgerði, það fer best. Ef slíkt er ekki til staðar þá er nóg að um sé að ræða hluta af garði eða garðhorn. Já, eða jafnvel bara rönd meðfram garðjaðrinum. Þegar staður fyrir einlitt garðstæði er val-inn þá þarf að hafa heildarskipulag garðsins í huga, líka stærð garðs-ins og þá möguleika sem eru fyrir hendi á að bæta einhverju við garð-flóruna. Og ef þú heldur að einn litur verði of einhliða þá geturðu bætt öðrum við eða jafnvel haft þá þrjá, en þá þarf að gæta þess að þeir

eigi vel saman. Slík hjónabönd eru stundum auðveldari í heimi jurta en okkar mannanna! Þú getur til dæmis valið saman bláar plöntur og fjólubláar og svo gular og brons-litaðar. Smekkurinn kemur svo til með að ráða því hvað þú velur. Hvað mig sjálfa varðar, þá er ég að reyna að koma á legg gráum, græn-um og hvítum garði. Þetta er tilraun sem ég vona sannarlega að skili af sér, samt efast ég. Bestu hug-myndir manns verða sjaldnast eins í rauninni og maður hafði hugsað sér á pappírnum, sérstaklega þegar kemur að garðrækt, þar sem allt lítur svo vel út á blaðinu en verð-ur ótrúlega mislukkað í raun, þegar búið er að planta út öllum plöntun-um. Samt reynir maður og vonar!“

KlifurjurtirAnnað sem Vita skrifar um eru klif-urjurtir, en þær telur hún vera mjög nytsamlegar plöntur í görðum. „Þær taka lítið pláss,“ skrifar hún, „og það er hægt að nýta þær á mjög marga vegu. Til dæmis til þess að hylja girðingu sem ekki er til prýði, til að þekja trjástubb, til að ramma inn innganginn að garðinum, til að skreyta vegg, til að hylja garðskýli eða garðhús. Klifurjurtir þurfa yfir-leitt frekar litla umhirðu samanbor-ið við margar aðrar jurtir. Þegar þær hafa náð taki á einhverju þá er ekki aftur snúið.“ Bjarmasóley eða clematis er ein mjög vinsæl klif-urjurt, líka hér á Íslandi, og er það

afbrigði sem ber gul blóm algeng-ast hér. Bjarmasóleyin þarf snúrur eða grind til þess að klifra upp eftir ef um vegg er að ræða, eftir það sér hún nokkurn veginn um sig sjálf, ef hún er staðsett á skjólgóðum og sólríkum stað. Ég gróðursetti einu sinni eina slíka austan undir vegg, þar sem nokkur sól komst að henni en sennilega ekki nóg, auk þess sem norðannæðingur gerði útslagið.

GræðlingatakaÞað að taka græðlinga er eitt af því sem Vita tekur á: „Það eru í raun-inni tvenns konar plöntur sem hægt er að fjölga með græðlingatöku. Annars vegar er hægt að taka græð-linga af harðviðarplöntum og svo mjúkum plöntum. Harðviðarplöntur eru til dæmis sígrænir og blómstr-andi runnar eins og rósir og berja-runnar. Best er að taka græðling-ana síðsumars, þú velur unga greinarsprota sem hafa þroskast yfir sumarið, annaðhvort kipp-

irðu þeim af foreldragreininni, eða skerð eða klippir af nálægt og rétt neðan við vaxtarsprota. Allt upp að 30 sm greinastubbar er góð lengd á græðlingi. Taktu af neðri laufin og stingdu græðlingnum í vel sand-blandaða mold, þéttu að og vökv-aðu, og leyfðu þessu að vera þang-að til græðlingarnir hafa myndað rætur og þá er þeim pottað. Þessi leið við græðlingatöku sem er hægt að gera utandyra er einföldust. Allt sem þú þarft að hafa áhyggjur af seinna meir er að sjá til þess að að græðlingarnir hafi ekki lyfst upp í frostinu. Ef þú vilt vera enn örugg-ari þá geturðu notast við lokað rými, en þá þarf að hafa áhyggjur af raka-stigi og loftun.“ Vita segir hér líka frá mjúkviðarplöntum sem hægt er að fjölga með græðlingatöku og eru til dæmis phlox og lúpínur. Þá eru nýju blöðin tekin sem græðlingar að vori, sett í sandblandaða eða vik-urblandaða sáðmold eða moltu og höfð undir plasti þangað til rætur

myndast. Phlox er reyndar yfirleitt keypt sem sumarblóm hér á Íslandi, einært, en hver veit hvað gerist með hækkandi hitastigi! En þetta er ein aðferðin við fjölgun. Og fjölgun lúpínu er mjög umdeild, en það má auðvitað fjölga skrautlúpínum án þess að það fari fyrir brjóstið á ein-hverjum.Heimild: Vita Sackville-West´s Garden

Book. Philippa Nicolson tók saman. Michael Joseph, London, 1981.

Einlitir garðar, klifurjurtir og græðlingataka

Kristín Þóra Kjartansdóttir

sagnfræðingur og garð[email protected]

Gróður og garðmenning

Nú er góður tími til þess að næla sér í matjurta-garðskika í næsta nytjagarði. Það er að segja ef forsvarsfólk á staðnum sem þú býrð á hefur verið svo forsjált að koma slík-um görðum á, görðum þar sem fólk hefur sinn skika en ræktar að vissu leyti í samfélagi við hina sem einnig eru með skika á staðnum. Einhver sveitar-félögin á höfuðborgarsvæðinu eru að koma slíkum görðum á og einnig verður einn slíkur á Akureyri, sem þegar er haf-inn undirbúningur að. Nú og ef ekki er byrjað á nytjagarðspæl-ingum á þínu svæði, þá er bara að sýna frumkvæði og ganga í málin! Því að nú er rétti tíminn.

Bjarmasóley eða Clematis tangutica hefur reynst ágætlega sem klifurjurt á Íslandi en þarf skjól og sól og blómstar þá ríkulega gulum blómum.

Í síðasta blaði sagði ég frá nýrri bók sem fjallar um margt sem lýtur að ræktun á mjólkurkúm á komandi árum. Það er kynnt undir enska orð-inu robubustnes en á því er engin góð íslensk þýðing. Um leið er ljóst að þeir sem um efnið fjalla eiga erf-itt með að skýra hugtakið í mjög stutt máli. Um er samt að ræða gripi sem sameina hreysti og fjölhæfni.

Hér ætla ég að segja frá örfáum efnisatriðum úr grein þekktra hol-lenskra kynbóta- og erfðafræðinga sem velta fyrir sér ýmsum þáttum í sambandi við ræktun þessara fram-tíðarkúa.

Tveir meginstraumar í þróun síðustu áratuga gera umræðu um þessa hluti brýna, en þar er annars vegar áhrif mjög árangursríks rækt-unarstarfs fyrir auknum afurðum, samhliða mikilli fækkun og stækk-un kúabúanna sem þýðir sífellt minni einstaklingsmeðferð grip-anna. Höfundar nefna fjögur atriði sem framtíðargripirnir þurfi að upp-fylla; 1. Halda líffræðilegu jafn vægi við sífellt breytilegri fram leiðslu-aðstæður, 2. henta enn fjölbreyttari framleiðslukerfum en áður, 3. þarfn-ast lágmarks einstaklings meðferðar, 4. vera auðveldir í umgengni.

Þeir benda á að breytingum og truflunum í framleiðsluumhverfi hafi verið mætt eftir tveim meg-inaðferðum. Verndun byggir á að halda áhættuþáttum úti, t.d. í sam-bandi við sjúkdómavarnir, en hin aðferðin er aðlögun. Uppbygging framleiðslukerfa í framtíðinni verður að byggja á að nýta aðlögun þar sem hún er möguleg en vörn-um þar sem slíkt er nauðsynlegt. Í sambandi við kýrnar þá grípa þeir til nútímahugtaks og tala um band-breidd. Segja að bandbreiddin sem kýrnar ráða við hafi smám saman farið minnkandi, en bandbreidd framleiðsluaðstæðna fari hins vegar núna vaxandi eftir langa þróun síðustu áratuga á hinn veg-inn sem einkenndust af stöðlun og bættum framleiðsluaðstæðum eftir verndunaraðferðunum.

Þeir nefna einstaklingsbundna

þætti gripsins sem ætíð verði að hafa í huga í umfjöllun um aðlögunar-hæfni, en þeir veigamestu eru; erfða-eðlið, ónæmiskerfi og taugakerfi gripsins. Taka verði tillit til marg-breytilegs samspils þessara þátta.

Þá benda þeir á samspil fram-leiðsluumhverfisins og þess að gripir sýni aðlögunargetu sína. Augljósast verður þetta í sam-bandi við sjúkdóma þegar byggt er á verndun gagnvart þeim, sjón-armiðið er allt annað en ef byggt er á aðlögun.

Síðan ræða þeir ræktunarstarfið í ljósi nýrra viðhorfa. Blendinsrækt ræða þeir fyrst en það er víst ekki raunhæft umræðuefni fyrir íslensk-ar aðstæður enn. Uppbygging kyn-bótastrafs í nautgriparækt hamlar víðast þróun í þá veru hjá mjólk-urkúm. Stóra frávikið þar er Nýja-Sjáland, en að því reyni ég að víkja síðar við endursögn á reynslu þeirra frá síðustu áratugum.

Þá ræða þeir mikið úrval fyrir fleiri eiginleikum samtímis og nefna skýr dæmi um árangur þess frá allra síðustu árum og enn ljós-ari dæmi þekkjum við úr rækt-unarstarfinu á Norðurlöndum. Þeir benda hins vegar á nokkur ljón sem þar eru oft í veginum í sambandi við þá eiginleika sem hér koma við sögu. Skilgreining eiginleika er oft torveld vegna þess að margir af þessum eiginleikum eru frekar framleiðsluferlar en eiginleikar og er júgurbólgan þar nærtækt dæmi. Þessir eiginleikar hafa oft göt í gögnum sem þarf að ráða í og geta skekkt. Benda má á sæðinganið-urstöður hjá kúm sem fargað er fljótt eftir sæðingu. Annað dæmi sem þeir nefna er þar sem byggt er á skráningu á júgurbólgutilfellum. Hvernig á að meðhöndla upplýs-ingar frá búum þar sem engin júg-urbólga er skráð? Er það brotalöm í skráningu eða óvanaleg júg-urhreysti kúnna? Hér geta óbeinar mælingar eins og frumtala komið að gagni. Síðan benda þeir á vanda-mál sem koma til sem oft er með þessa eiginleika, þegar ef til vill er

farið að grípa inná grunnþætti lífs-starfseminnar eins og ónæmiskerf-ið. Hér sé þörf á að stíga varlega til jarðar vegna þess að þarna gildi ekki hin einföldu línulegu sam-bönd þátta sem viðurkenna verður að við kynbótafræðingar byggjum okkar fræði enn mikið á. Fjórða vandamálið sem þeir benda á er að samspil á milli erfðaáhrifa og umhverfisáhrifa komi oft upp á borðið þegar kemur að þessum þáttum. Menn þekkja það orðið að við samanburð á afurðagetu við mismunandi framleiðsluaðstæður á Vesturlöndum er þetta samspil oft-ast aðeins tölfræðilegt og mögulegt að meðhöndla og leysa sem slíkt. Þegar kemur að aðlögunar- og við-haldseiginleikum gripanna verði þetta áreiðanlega oft mun flóknara. Þá birtist þetta okkur áreiðanlega oft sem raunveruleg mismun-andi röðun gripa við mismunandi aðstæður. Þeir ræða því í fram-haldinu all ítarlega mismunandi ástæður fyrir samspili erfða- og umhverfisáhrifa. Örfá atriði þess vil ég nefna.

Þeir ítreka að ræktunin beinist að því að finna „almennu“ gripina sem henta við breytilegar aðstæður í stað þeirra „sérhæfðu“ sem toppa við sérstakar aðstæður.

Þarna ræða þeir nokkur almenn vandamál sem snúið hafa að rækt-unarstarfi víða á Vesturlöndum á síðustu áratugum. Þannig telja þeir að við einhliða val nautsmæðra frá afurðahæstu búum sé fyrir hendi hætta á að við þær aðstæður hafi ekki reynt á suma aðlögunareigin-leikana hjá þessum kúm. Hið sama á við um suma ræktunarkjarna, sem sífellt verða þýðingarmeiri. Enn áður hafði það komið skýrt í ljós á dönsku afkvæmarannsóknarstöðv-unum. Þessi vandamál tel ég að vísu að hafi komið mjög lítið við okkar ræktunarstarf. Í öllu falli ef borið er saman við áhrif þessa í ræktunar-starfinu víða í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku þar sem áherslur til skamms tíma voru mjög einhliða á afurðir. Höfundar greinarinnar

benda á að t.d. við aðstæður eins og í lífrænni ræktun ættu menn þegar að taka tillit til þessa með vissum breyttum áherslum.

Þegar um er að ræða skýra flokkaskiptingu vegna umhverfis-þátta, t.d. eftir landsvæðum, fram-leiðsluháttum o.s.frv. þá er þekkt að nærtækast er að skoða eiginleikan sem sérstaka eiginleika í hverjum umhverfishóp og taka tillit til sam-spilsins með að mæla erfðafylgni á milli hópanna og sameina upplýs-ingar á þeim grunni.

Ef umhverfisáhrifin eru skil-greind út frá samfelldum mæling-um hafa verið þróaðar sérstakar aðferðir sem byggja á svörunar-línum (reaction norm) til að meta erfðaáhrif við þær aðstæður. Enn hafa slíkar aðferðir ekki verið not-aðar í íslenskri búfjárrækt. Þetta getur átt við ef umhverfisáhrif eru greind á grunni þátta eins og með-lafurða, kjarnfóðurgjafar o.s.frv.. Höfundar benda á að oft séu vandamál tengd skilgreiningu og mælingum á slíkum umhverfisá-hrifum en auk þess verður erfða-eðli gripa oft hluti mælingar á slík-um umhverfisþáttum.

Að lokum nefna þeir að næmni vegna umhverfisáhrifa megi auð-veldlega skoða sem mismun í frá-vikum t.d. í mælingum eiginleika frá búsmeðaltali. Þetta er talsvert farið að skoða í búfjárrækt á allra síðustu árum og kemur greinilega í ljós og þarna er áreiðanlega eig-inleiki sem velja má fyrir og þann-ig finna þá gripi sem minnst trufl-ast af umhverfisþáttum. Einmitt þá gripi sem verið er að leita að. Ég minnist þess í þessu sambandi að þegar ég var að byrja að vinna

með afurðatölur í íslenskri naut-griparækt fyrir meira en 30 árum, þá tók ég saman slíkar upplýsing-ar og taldi mig þarna sjá ákaflega áhugaverðan mun, Þegar ég sýndi öðrum hér þetta á þeim tíma vakti þetta hins vegar ekki áhuga nokkurs manns og því birti ég aldrei neitt af þessum niðurstöðum. Muni ég hins vegar hlutina rétt þá hafa „sér-hæfðu“ nautin horfið mjög hratt úr ræktuninni en þau „almennu“ aftur á móti flust áfram í stofninum.

Í lok greinarinnar víkja höf-undar aðeins að þeim vandamálum sem þarf að velta fyrir sér þegar farið er að velja gripi sem eru í hópum eins og meira og meira ger-ist í mjólkurframleiðslunni. Þetta er flókið vandamál og hefur til þessa lítt verið sinnt í búfjárrækt. Eins og þeir benda á er ekki víst að hér gildi lengur að velja eigi „bestu“ einstaklingana. Alloft hef ég velt þessum vandamálum fyrir mér í sambandi við þær tvær búgreinar sem ég hef aðallega hugsað um. Þannig er það mín sannfæring að þetta er vandamál sem enn meiri ástæða er til að velta fyrir sér þegar kemur að ræktun á mjólk-urkúm við slíkar aðstæður heldur en gerist hjá sauðfé, en umhverfi þess hefur lengstum verið slíkt.

Ég vona að þessi endursögn veki upp nokkrar spurningar og einhver umhugsunaratriði hjá lesanda, þá er tilganginum náð. Framförum náum við helst með að spyrja gagnrýninna spurninga og leita svara við þeim.

Jón Viðar Jónmundsson

landsráðunautur í búfjárræktBændasamtökum Í[email protected]

KynbótastarfRæktun á framtíðarkúnum

Page 27: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

27 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Kristján Gunnarssonmjólkureftirlitsmaður

HEYRT Í SVEITINNI

Eru 10-14 ára krakkar í þéttbýli hættir að fara í sveit á sumrin?

Hvað veldur ef svo er? Eru það krakkarnir sem vilja ekki fara eða eru ábú-

endur til sveita búnir að gefast upp á krakkagrisling-unum af malbikinu?

Það er mjög slæmt að mínu mati ef sú er raunin að færri og færri börn fari í sveit á sumrin og það þarf í raun ekkert að fjölyrða um það.

Ef ástæðan er sú að ábúendur til sveita vilja ekki fóstra bæjarbörn á sumrin vegna þess að þau séu frekar fyrir en til gagns og hugasanlega að meðlagsgreiðsla vegna fyrirhafnar, fæðis og uppihalds sé það lág að hún jaðri við að vera ósanngjörn, þá þarf hreinlega að skoða aðkomu ríkis og bæjarfélaga að málinu því sveitavistin mun skila betri og heilbrigðari þegnum útí þjóðfélagið þegar börnin vaxa úr grasi.

Þetta er jarðbundin skoðun mín.Ef börnin vilja ekki fara vandast auðvitað málið,

man að sjálfur var ég sendur þrisvar sinnum í sveit til óskildra aðila og entist hvergi út sumarið, var þó ætíð hjá úrvalsfólki.

Mikið vandamál getur orðið með börn í þéttbýli sem eru vaxin upp úr leikskólum en eru of ung til að fá að vinna venjulega sumarvinnu og eru oftast ein að þvæla með lykil um hálsinn ef foreldarnir vinna bæði úti.

Auðvitað hefur tækni til sumarverka í sveitum tekið stórstígum breytingum og vélar orðnar flóknari og dýr-ari en áður.

Þess vegna er e.t.v. raunin orðin sú í dag að það að taka barn eða ungling í sveit þýðir oftar en ekki að þau eru tekin í fóstur tímabundið líkt og dagmamma nema þarna er orðið ærið starf fósturmömmu og pabba því barnið dvelur þarna um daga og nætur í nokkrar vikur samfleytt.

Ef viðkomandi barn er heppið þá teygist úr dvölinni

og barnið verður lengur en eitt sumar á sama bænum, stálpast í ungling og er þá vonandi farið að vinna fyrir sér og meðlagsgreiðslan fellur sjálfkrafa niður.

Ég er ekki jafn spenntur fyrir því að sumardvöl barna og unglinga verði atvinnuvegur til sveita þ.e. að stofnuð séu barnaheimili með fjölda barna í vistun án hefðbundins búskapar því þá læra börnin ekkert um lífið og tilveruna.

Ég er að tala um venjulega sveitadvöl þar sem einu til tveim börnum er bætt inní fjölskyldu til sveita tíma-bundið.

Það er í raun eðlilegt að ríki og sveitarfélög komi að málum með endurgreiðslu dvalargjalds líkt og barna-heimilisgjöld eða dagmömmugjöld yngri barna.

Því vil ég segja, það er þess virði að greiða dágóða upphæð með börnum og unglingum sem eru svo hepp-in að komast að í sveit á sumrin.

Og við bændur og búalið vil ég segja þetta, takið að ykkur börn til sumardvalar ef þið mögulega getið og sannið til, þau munu þegar þau vaxa úr grasi neyta afurða ykkar og endurgjalda ykkur þannig dvölina svo um munar.

Síðan munu þau halda úti góðu umtali um bændur og skilja frekar hvar skórinn kreppir þegar á þarf að halda.

Í raun er ekki til betri markaðssetning en það að fóstra börn og unglinga úr þéttbýli.

Þau alla vega fitja síður uppá trýnið þegar landbún-aðarvörur og landbúnaðarmál eru til umræðu.

Vatnsdælur

SPD 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn

Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn

Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur

SCD 12000 Dæla - fyrir ferskvatn.

Stillanlegur vatnshæðarnemi.

Stillanlegur vatnshæ

ðarnemi

GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting

BPP 4500 Dæla með þrýstikút

og þrýstijafnara

SPP 60 Inox Ryðfrí og öflug

borholu- og brunndæla

SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS

Húsfreyjan 60 ára

Um þessar mundir er Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagasambands Ís lands, 60 ára en íslenskar konur hafa gefið blaðið út samfellt á þeim tíma. Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir, kúabóndi í

Mið hvammi í Þing eyjar sýslu.

Húsfreyjan er nútímalegt, jákvætt og hvetjandi tíma-rit sem er hluti af menningu og sögu þjóðarinn-ar allrar og hefur

nú í sex áratugi varðveitt og endur-

speglað á einstakan hátt íslenska kvennasögu. Í tilefni af afmælinu kemur út glæsilegt hátíðartölublað. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Sigurlaugu G. Viborg, forseta KÍ, ágrip af sögu tímaritsins unnið af Kristínu Guðmundsdóttur, fyrr-verandi framkvæmdastjóra KÍ, og viðtal við Kristínu Ástgeirsdóttur, sagnfræðing og framkvæmdastýru Jafnréttisstofu svo fátt eitt sé nefnt.

1 . TBL. 60 . ÁRG. 2009VERÐ KR. 1095

TÍMARIT KVENFÉLAGA-SAMBANDS ÍSLANDS

9

03

7700

1879

0088

– jákvæð oghvetjandi

HUSFREYJAN´

Page 28: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

28 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

3 4 6 1

9 5

2

4 2 3

6 9

5 8 7

6

4 9

2 3 7 8

6 5 9

4 7

2 3 8

3 1

7 8 9 6

5 2

8 7 5

4 1

3 6 2

2 8 9 7

5 6

6 2 4

5 2 6

6 7

5 1 8

7 9 5

3 1

1 3 7 2

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn-ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

Líf og lyst

Fljótlegt, einfalt og japanskt!Matargerð í Austurlöndum á sér ævaforna sögu og byggist að mestu á jafnvægi milli fjög-urra bragðtegunda, það eru sætt, salt, súrt og sterkt. Undan tekn-ingarlaust eru réttirnir fljót legir í matreiðslu en sjálft borð haldið tekur yfirleitt langan tíma þar sem hinn dæmigerði Aust ur-landabúi borðar hægt og nýtur hvers bita. Nú getur hver og einn prófað fyrir sig því hér fylgja tvær uppskriftir að einföldum og bragðgóðum japönskum réttum.

Svínakjöt á teiniFyrir 4

6-8 bambuspinnar700 g svínalundir1 stór laukur2 paprikursaltpipar

½ dl hveiti1 egg2 dl brauðraspolía til steikingar

Engifersósa:½ dl japönsk sojasósa½ dl sake (hrísgrjónavín)2 msk. sykur2 msk. grænmetisolía1 tsk. rifinn hvítlaukur1 tsk. rifin engiferrót

Aðferð:Leggið bambuspinnana í bleyti í volgt vatn í um 30 mínútur. Himnuhreinsið svínalundirnar og skerið í munnbita. Skerið laukinn og paprikuna einnig í munnbita.

Þræðið til skiptis kjöt og grænmeti á pinnana. Kryddið með salti og pipar. Setjið hveitið í grunna og víða skál, brjótið eggið í aðra skál og þeytið lauslega með gaffli og setjið raspið í þriðju skálina. Veltið pinnunum fyrst upp úr hveiti, síðan eggi og hjúpið loks með rasp-inu. Leggið pinnana á fat, breið-ið plastfilmu yfir og látið standa í kæli í 15-20 mínútur. Hitið olíuna í djúpri pönnu og steikið pinnana þar til þeir eru gulbrúnir að lit. Berið fram heitt með kaldri engifersósu og hrísgrjónum.

Engifersósan: Rífið hvítlaukinn og engiferrótina og setjið í skál ásamt hinu hráefninu. Hrærið. Geymið í lokuðu íláti fram að framreiðslu.

(Úr bókinni Lærum að elda japanskt)

Tempura-ídýfa með engifer og hreðkum200 ml fisksoð eða vatn

75 ml sojasósa, japönsk75 ml mirin eða sætt sjerrí50 g bonito-flögur (má sleppa)2-3 msk engiferrót, fínrifin4-5 msk kínahreðka, fínrifin

Aðferð:Setjið sojasósu, mirin, bonito-flög-

ur og fisksoð í pott. Hitið að suðu og hrærið vel saman. Takið af hit-anum og látið standa smástund. Síið sósuna svo (það er þó óþarfi ef bonito-flögur eru ekki notaðar) og síðan er henni skipt í litlar skálar, eina fyrir hvern gest. Setjið dálít-ið af rifnum engifer og hreðkum í hverja skál. ehg

MATUR

Svínakjöt á teini að hætti Japana er tilvalið í veislur og einnig sem léttur kvöld-verður. Mynd: Kristján Maack

Gunnlaugur Ingólfsson og Þóra Margrét Aradóttir tóku við búinu á Innri-Kleif í Breiðdal af for-eldrum Gunnlaugs 1995. Þá voru 24 kýr og 40 aðrir nautgripir á bænum, 40 ær og nokkur hross. Árið 1996 byggðu þau íbúðar-hús og á árunum 2000 - 2001 var byggt 40 kúa fjós og kúnum fjölg-að. 16 básum var bætt við árið 2006 og hafa nú rúmlega 5 faldað mjólkurframmleiðsluna. Innri - Kleif stendur við fjallsenda sem skiptir Breiðdal í Norðurdal og Suðurdal og afmark ast landið af ám á þrjá vegu þ.e Norðurdalsá, Tinnudalsá og Breiðdalsá. Í ánum hefur verið byggð upp töluverð laxveiði af leigutaka árinnar og hefur það alltaf verið mikið áhugamál hér á bæ

Býli? Innri - Kleif, Breiðdalshreppi.

Staðsett í sveit?Við þjóðveg nr 1 á miðsveit í Suðurdal í Breiðdal; um 16 km frá Breiðdalsvík og um 70 km frá Egilsstöðum.

Ábúendur?Gunnlaugur Ingólfsson og Þóra Margrét Aradóttir. Einnig býr á bænum móðir Gunnlaugs, Ingunn Gunnlaugsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)?Við eigum tvö börn Bergdís Evu (13) og Héðinn Loga (10) og svo eigum við tvær tíkur; Tinnu, Brennu og sjö hvolpa (border collie) sem vantar heimili. Kettir eru ekki velkomnir hér.

Stærð jarðar?Landið er um 1270 hektarar. Fjalllendi, kjarri vaxið og ásar með mýrum á milli og harðvellisbökk-um meðfram ánni. Einnig voru hér uppblásnir aurar sem hefur verið breitt að hluta í tún með ágætis árangri. Ræktað land um 90 hekt-arar.

Tegund býlis?Aðallega er hér mjólkur- og nautakjötsframseiðsla. Sauðfé sem áhugamál.

Fjöldi búfjár og tegundir?50 - 60 kýr og 120 geldneiti, 65 ær, 14 hross og 20 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar byrja og enda á mjölt-um, svo eru ártíðarbundin verk svo sem sauðburður, flagvinna, heyskapur, skítmokstur og viðhald húsa.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?Flagvinnan á vorin og heyskapur í góðu veðri er alltaf skemtilegast, en skítmokstur yfir veturinn leið-inlegast þar sem haughúsin rúma ekki vetrarskítinn.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Það er mjög erfitt að spá í framtíð-

ina eins staðan er núna. En þörfin fyrir uppeldishús er mjög brýn og við skulum vera svo bjartsýn að það takist en annað verði með svip-uðu sniði.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Bændasamtökin mættu vera harðari í að svara fyrir bændur. Svo væri ágætt að einfalda kerfið frekar en að flækja það með enn einni gæðastýr-ingunni!

Hvernig mun íslenskum landbún-

aði vegna í framtíðinni?Við erum með hreinar og góðar vörur og með það í farteskinu getur ekki verið annað en bjart fram-mundan svo framarlega sem stjórn-málamenn átta sig á því hversu mik-ilvægt er að geta brauðfætt þjóðina á innlendum matvælum. Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara?Gæði og hrein náttura, Ameríkumarkaður er ótæmandi ef hann opnast með viðunandi verðlagi.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?Ostur og Rifsberjasulta

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?Kjöt í karrý þá eru allir ánægðir. Nautafile ef á að vera veisla.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?Það er sennilega þegar við fluttum kýrnar í nýja fjósið í apríl 2001. Bóndanum á bænum er alltaf svolítið minnistætt þegar hann ók á rafmagnsstaur 6 ára gamall.

Bærinn okkar

Innri - Kleif, Breiðdalshreppi

Héðinn og hundurinn Tinna. Kornþresking 2008.

Page 29: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

29 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Fólkið sem erfir landið

Diljá Líf Guðmundsdóttir er nemandi við Grunnskóla Grinda-víkur en hún hefur mest gaman af íslensku og ritun í skólanum. Þegar hún verður fullorðin lang-ar hana að starfa við tónlist eða við eitthvað sem tengist dýrum svo það er aldrei að vita nema Diljá Líf gerist bóndakona ein-hvern daginn.

Nafn: Diljá Líf Guðmundsdóttir.Aldur: 12 ára.Stjörnumerki: Hrútur.Búseta: Suðurvör 7.Skóli: Grunnskóli Grindavíkur.Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íslenska og ritun.Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Páfagaukar.Uppáhaldsmatur: Pítsa.Uppáhaldshljómsveit: Fall Out Boy og My Chemical Romance.Uppáhaldskvikmynd: Twilight.Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór á fyrstu tónleikana mína í Dan-mörku.Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi taekwondo.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Hlusta á tónlist og vera í leikjum.Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vinna eitthvað í tónlist eða eitthvað sem tengist dýrum.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Veit ekki.Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Veit ekki.Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég fer kannski með pabba til Englands á fótboltaleik.

Diljá Líf er 12 ára gömul og býr í Grindavík þar sem hún æfir taekwondo af kappi.

Leggur stund á sjálfs-

varnarlist

Dagskrá aukafulltrúafundar og aðalfundarLandssambands kúabænda 2009Föstudagur, 27. mars 2009Kl. 10:00 Aukafulltrúafundur Landssambands kúabænda. Fyrir

fundinum liggur tillaga um breytingu á samþykktum LK. Önnur mál verða þar ekki til umfjöllunar.

Kl. 10:30 Aðalfundur Landssambands kúabænda. Fundarsetn-ing, kosning starfsmanna fundarins og kjörbréfa- og upp-stillingarnefndar

Kl. 10:35 Skýrsla stjórnar – Þórólfur Sveinsson, formaður LK og fagráðs í nautgriparækt

Kl. 11:00 Ávörp gesta/almennar umræðurKl. 12:00 HádegisverðurKl. 13:00 Erindi Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra. Erindi og

umræður Kl. 14:00 Reikningar LK lagðir fram og kynntirKl. 14:1 Almennar umræður Kl. 15:40 KaffihléKl. 16:00 Niðurstöður kjörbréfanefndar lagðar fram.Kl. 16:05 Skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndastörf Kl. 18:45 Fundi frestaðKl. 19:30 Kvöldverður fyrir fulltrúa í boði LK Laugardagur, 28. mars 2009Frá kl. 7 MorgunverðurKl. 8:00 NefndastörfKl.11:30 Kosningar. Kjör formanns Landssambands kúabænda.

Hver/hvor frambjóðandi fær að kynna sig með stuttri ræðu, 5 mín. Að því loknu fer fram kosning og talning atkvæða.

Kl. 12:00 Hádegisverður Kl. 13:00 Afgreiðsla málaKl. 15:00 KaffihléKl. 15:30 Afgreiðsla mála/KosningarKl. 17:00 Önnur málKl. 18:00 Áætluð fundarlok

Árshátíð kúabænda hefst á Hótel Sögu með fordrykk kl. 19.15

Fundurinn er í beinni útsendingu á www.naut.is

Pizzavagninn selur svínakjöt í 9 – 11 kg pakkningum af 4 gerðum.Kjötið er allt unnið og pakkað í lofttæmdar umbúðir hjá Krás ehf. á Selfossi.

Korngrís frá Laxárdal -alinn á íslensku byggi

Tekið er við pöntunum í síma 899-2910, einnig er hægt að senda e-mail á [email protected]ötið er afhent í Pizzavagninum þar sem hann er staðsettur hverju sinni. 1. Steikarpakki inniheldur Bayonskinku, hamborgarhrygg, salsas-

teik, purusteik, hnakkasteik og lund Verð: 1150 kr/kg2. Grillpakki inniheldur reyktar og óreyktar sneiðar og lund á grillið Verð: 1100 kr/kg3. Blandaður pakki inniheldur Bayonskinku, hamborgarsteik, síð-

usteik, sneiðar, gúllas, hakk, snitsel og bacon Verð: 1000 kr/kg4. Hversdagspakkinn inniheldur sneiðar, hakk, snitsel, gúllas og

bacon Verð: 850 kr/kg

Grísaskankar 250 kr/kg

Nánari upplýsingar á Pizzavagninn.is

Sunnlenskar svunturMikil áhersla hefur verið lögð á verkgreinakennslu í Flóaskóla undanfarin ár. Sýningar á verkum nemenda eru settar upp fyrir foreldra tvisvar á ári, rétt fyrir jólin og aftur að vori. Nemendur njóta sín vel í verk-greinakennslunni og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á meðfylgjandi mynd eru stúlkur úr 6. bekk en þær hafa nýlokið við að sauma sér svuntur undir leiðsögn textílkennara síns, Iðunnar Óskarsdóttur. Bekkjarbræður þeirra saumuðu einnig svuntur fyrir jólin en margir þeirra gáfu þær í jólagjafir. Á mynd-inni eru, frá vinstri: Helga Leifsdóttir frá Hamri, Inga Hanna Gunnarsdóttir frá Galtastöðum, Guðrún Inga Helgadóttir frá Súluholti, Helga Margrét

Höskuldsdóttir frá Stóra-Ármóti og Dagmar Öder Einarsdóttir frá Halakoti.

Page 30: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

30 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Viðarhöfða 2. S. 517-8400 eða á www.snjokedjur.is

Til sölu 300 lítra hitakútur, ca. 5 ára gamall, gömul olíufýring. Volga 75-árgerð til niðurrifs eða uppgerðar, mikið af varahlutum fylgja. Einnig 10 hestafla einsfasa súgþurrkunarmótor. Uppl. hjá Gunnari í síma 860-3978.

Kúaburstar. Eigum til góða og netta kúabursta. Mjög hentugir fyrir geld-neyti. Kr.19.750 m.vsk. Brimco ehf., s. 894-5111, www.brimco.is

Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripa-húsin. Brimco ehf., s. 894-5111, www.brimco.is

Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf., s. 894-511,1 www.brimco.is

Kerrur í ýmsum stærðum. Hentugar í flutninginn úr kaupstaðnum, fjárflutn-inga, heybaggana. Brimco ehf., s. 894-5111, www.brimco.is

Undirburður í úrvali. Woodypet spóna-kögglar í 13,6 kg. pokum. Bjóðum einnig spónaköggla í 800 kg. stór-sekkjum. Brimco ehf., s. 894-5111, www.brimco.is

Til sölu 12 ára, 62 fm heilsárshús, til-búið til flutnings. Staðsett í Árnessýslu. Ásett verð 7 milljónir. Uppl. í síma 698-3413.

Til á lager á hagstæðu verði. Snjóblásarar 2,29-2,59-2,74 m. Fjölplógar 3m, skekkjanlegar snjó-tennur 2,65 m og snjókeðjur. Uppl. í símum 587-6065 og 892-0016.

Á hagstæðu verði: Hnífatætari 2,60 m. Ávinnsluherfi (slóðar) 4 m. Flagjöfnur 3,0 m. Uppl. í símum 587-6065 og 892-0016.

Til á eldra verði diskasláttuvélar 2,6 m - 3,05 m, stjörnumúgavélar 3,4 m - 6,8 m, heytætlur 7,2 m, hjólarakstrarvélar 6 m. Uppl. í símum 587-6065 og 892-0016.

Til afgreiðslu á hagstæðu verði JOSKIN galv. haugsugur, með eða án sograna, flotdekk. Einnig RECK-mykjuhrærur. Uppl. í símum 587-6065 og 892-0016.

Til sölu brettarekkar í talsverðu magni, bæði stigar í hæð c.a. 450 cm og slár sem gerðar eru fyrir 2 og 3 europallett-ur. Selst ódýrt. Uppl. í síma 894-1445. Sigurður.

Til sölu Ford Econoline 350, 12 manna bíll, hópferðaskoðun, árg ´97, góður bíll og nýskoðaður. Skipti á traktor, sturtuvagni og/eða fjórhjóli koma til greina. Uppl. í símum 487-6655 eða 894-9249.

Góður Hyundai Starex, 7 manna, árg, 2004 til sölu. Sumar- og negld vetr-ardekk fylgja. Uppl. í síma 869-4892.

Til sölu 40 básar fyrir kýr, íslensk fram-leiðsla. Einnig básamottur, vatnsker og fóðurtrog af DeLaval-gerð ásamt 4.stk. DeLaval-glussasköfu, 80x1300. Uppl. í síma 861-8894.

Til sölu fóðursíló, smíðað 2004, í góðu ástandi. Tilboð óskast. Uppl. í síma 844-5428.

Til sölu Zetor 7045, 4x4., árg ´83, notuð um 8000 vst. Nokkuð góð dekk, ónýtur rafgeymir og brotið tannhjól í gírkassa. Lítur vel út miðað við aldur. Á sama stað er til sölu Tanco-pökkunarvél, árg. ´00, notuð um 6 þús. rúllur. Tilboð óskast í bæði tækin. Uppl. í símum 464-3955 og 892-3955. Sigurður.

Smágröfur til sölu. Eigum til sölu 2 stk. CanDig-smágröfur. Vélarnar eru c.a 2 ára og seljast með aukahlutum. Uppl. í síma 697-4900 eða á www.svansson.is

Brynningartæki í miklu úrvali. Flot-, nippil-, og tunguskálar, brynning-arnipplar, flotholt fyrir drykkjarker o.fl. Vefsíða: www.isbu.is, netfang [email protected], símar 434-7702, 865-1717 og 694-8613.

Til sölu Deutz 5206, Zetor 5011, Nalli 444 Universal, 45 hestafla og Benz 1418 með tanki. Land Cruiser VX árg. ´99 og SsangYong árg. ´99. Einnig Grimme-kartöfluupptökuvél, grind með beisli í rúlluvagn, ökumannshús af Benz, passar á bíla frá 917-1317. Að auki dekk 1122 ½ á felgum og 1000x20, varahlutir í JCB 3D, vara-hlutir í Benz 1418 og drif- og gírkassi í Scania árg. ´81. Uppl. í síma 894-4890.

Til sölu Subaru Legacy Sedan, nýskr. 01/08. Ekinn 9000 km. Áhvílandi 1.400 þúsund. Verð kr. 3.300 þús. Uppl. í síma 893-6143.

Til sölu 2 Toytoa Hilux Double Cap, dísel, árg. ´90-91. Skipti á dráttarvél koma til greina. Uppl. í síma 893-6272.

Til sölu dráttarvélar ofl. MF 240, MF 575, Case 785 og Nall-dráttarvél með vökvastýri og tækjum. Vörubílspallur, hentar vel sem vélaflutningapallur og Volvo fram- og aftur-vörubílshásing með fjöðrum. Einnig 4 þús. og 6 þús. l haugtankar og 2 þús. l haugsuga. Uppl. í síma 865-6560.

Til sölu ævagamlar kistur, verð 25 og 30 þús. Skilvinda og strokkur 30 þús. stykkið. Einnig tveir fornir bókaskáp-ar, 25 og 30 þús., ásamt Alfa Laval-mjaltatæki af fyrstu gerð. Uppl. í síma 865-6560.

Leirljóst, blesótt mertryppi, verð 100 þús., faðir Platon 1111. Fjórar stóð-hryssur og fjórir móvindóttir stóðhest-ar. Einnig Chevrolet Matiz árg. ´07, ekinn 62 þús. km., verð 800 þús., yfir-taka á óverðtryggðu láni upp á 750 þús. og 50 þús. út. Tveir fjórhjólavagn-ar, henta vel undir gjafagrindur, níð-sterkir, verð 65 þúsund stk. Einnig Kawasaki-snjósleði og tvær ógangfær-ar Nall-dráttarvélar. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma 865-6560.

Til sölu Zetor 7745, 4x4, árg. ´91, Ferguson 135, árg. ´73, 2 stk. Kuhn-fjölfætlur GF 452 T, Deutz Fahr TS 3,35, blöðkurakstrarvél og önnur í slátur, Howard Rota-keðjudreifari, Ritchie-fjárvog með skífu-vogarhaus, Tonutti T9 hjólarakstrarvél, 6m árg. ´06. Allt staðsett að Sandfellshaga í Öxarfirði, uppl. í símum 465-2226 og 893-1080. Sigþór.

Til sölu hey fyrir kýr. Uppl. í síma 899-9821.

Til sölu Benz Neoplan-húsbíll, árg, ´89. Stór bíll með wc ofl. Verð aðeins 1.790 þús. Uppl. í síma 864-3898.

Til sölu Liebherr 722 jarðýta, árg.'91, ekin 8000 vst. Góð vél m/ripper og 6way blaði, mikið af varahlutum fylgir. V. 3,5 millj. + vsk. Uppl. í síma 864-3898.

Ávinnsluherfi (Slóðar). Vorið er á næsta leiti og nú er þörf á að spara áburð. Eigum fyrirliggjandi á lager 3,60 m, 4,20 m og 4,80 m slóða. Hafið samband við sölumenn Vélaborgar í síma 414-8600.

Til sölu 3 áburðardreifarar, rúlluhnífur, 35 og 38 tommu negld dekk, vara-hlutir í DAF-vörubíl og Vicon-sláttuvél, dragtengd en biluð. Einnig Krone-einnarstjörnurakstrarvél og Krone-framsláttuvél. Á sama stað óskast dráttarvél, 120 hestöfl eða stærri, gæti sett 100 hestafla vél upp í kaup-in. Vantar einnig dekk, 16,9,34 og 480,65,24 og varahluti í MF399. Uppl. í síma 894-3367.

Ný sending af rúningsvörum á mjög hagstæðum verðum! Kambar, hníf-ar, barkaklippur, rafmagnsklippur, rúningsklæðnaður, rúningsrólur o.fl. Vefsíða: www.isbu.is, netfang [email protected], símar 434-7702, 865-1717 og 694-8613.

Til sölu díselvél ásamt gír- og milli-kassa úr Toyota Hilux. Uppl. í síma 893-1538 e. kl.15 á daginn. Til sölu 2 stk. lítið notaðir Nedap (sac)-kjarnfóð-urbásar ásamt fylgihlutum. Uppl. í síma 896-1972.

Til sölu Isuzu Trooper árg. ´92, (skr. 04/93), ekinn 156 þ., bensín, bein-skiptur og nýskoðaður. Fæst á 100 þús. kr. Uppl. í síma 858-0873.

Til sölu Clase-rúlluvél árg. ´93, Gard-bindibúnaður, mjósópur og Ilho-pökkunarvél, 2 hásinga, árg. ´99 með breiðfilmu. Einnig brúnblesótt 4 vetra hryssa, faðir Ægir frá Móbergi. Uppl. í símum 453-6553 og 862-5653. Halldór.

Til sölu Subaru Forester, ss, árg. ´06, ekinn 62 þús. km., verð 1700 þús. Golf Station, árg. ´00, vél ´00, beinskiptur, ekinn 130 þús.,dráttarbeisli, verð 550 þús., Ford Focus árg. ´01, beinskipt-ur, vél 1600, ekinn 104 þús., verð 550 þús. Chevrolet Lacetti Station, árg. ´06, beinskiptur, vél 1800, verð 1250 þús. Pontiac Grand Am, árg. ´02, vél 3400 ss, ekinn 100 þús., verð 1200 þús. Uppl. í síma 898-2128.

Til sölu 6 KW Lister-ljósavél. Sjá myndir á http://picasaweb.google.com/feddihansen Tilboð óskast. Uppl. í síma 824-6127.

Til sölu MF675, árg. ´83, þarfnast lagfæringar ásamt MF550, árg. ´77 í þokkalegu ástandi. Einnig Alfa Laval-brunndæla, 3 þús. l mjólkurtankur, sogdæla, þvottavél,10 kúta kerfi í mjaltabás og fl. tilheyrandi. Uppl. í síma 892-1624.

Gömul, skráð 2 hesta kerra á einni hásingu, verð 200 þús. Uppl. gefur Valdimar í s. 895-6870.

Prjónavél til sölu, Passap Duomatic, með munsturstykki. Verðhugmynd 40-50 þús. Uppl. í síma 825-1119.

Til sölu 4 stk. sumardekk og felg-ur undan Nissan X-Trail, 5 gata. BF Goodrich,Traction T/A, stærð: 215/65/R16. Verð: 100.000. Uppl. í síma 862-3412.

Óska eftir að kaupa gamla snjósleða til varðveislu, þeir þurfa ekki að vera ökuhæfir. Uppl. gefur Sindri í síma 894-9333.

Óska eftir 80 -100 hö, fjórhjóladrifn-um traktor og jarðvegstætara. Uppl. í síma 895-4143.

Vantar stillansaefni (1x6) og þakjárn. Uppl. í símum 552-3076 og 891-8674.

Óska eftir notuðum og vel með förnum tækjum, þar á meðal sláttuvél, hey-tætlu og múgavél. Ýmis önnur tæki koma til greina. Er á Suðurlandi, uppl. í síma 892-4680.

Óska eftir rúlluvél, plastpökkunarvél og sturtuvagni aftan í traktor. Ártal og ástand ekki heilagt. Uppl. í síma 844-5428.

Óska eftir Hydor-loftpressu í varahluti, má vera ónýt (þessi gula aftan í trak-tor). Er síðan með Zetor 25A árg. ´56-58 til sölu. Uppl. í síma 894-7701.

Óskum eftir allt að 60 þúsund lítra greiðslumarki í mjólk. Uppl. í síma 487-8990 eða á [email protected].

Óska eftir kornsáningsvél. Uppl. í síma 892-8445.

Óska eftir heyblásara með nokkrum rörum. Uppl. í síma 893-7099.

Óskum eftir súgþurrkunarblásara, aðeins Wild-80 kemur til greina. Uppl. hjá Flúðafiski ehf. í símum 486-6793 og 896-6098.

Mjólkurkvóti - beingreiðslur. Vilt þú hætta mjólkurframleiðslu, selja kýrnar en eiga kvótann og hirða beingreiðsl-urnar fyrirhafnarlaust? Hafðu sam-band í síma 841-8618.

Óska eftir notaðri mjólkurskilvindu. Uppl. í síma 893-1470.

Áttu muni frá stríðsárunum? Er safn-ari sem óska eftir munum tengdum stríðsárunum á Íslandi. Uppl. í síma 822-5344 eða á [email protected]

Óska eftir díselrafstöð, ekki minni en 25kw. Uppl. í símum 487-1233, 868-3539 eða í 845-3447.

Óska eftir 4x4 dráttarvél, c.a 100 hest-öfl með ámoksturstækjum og vendigír. Uppl. í símum 895-3800 og 471-3808 eftir. kl. 20.

Óska eftir pott-steypuhrærivél (0,5-0,75 rúmmetra), drifskaftsdrifinni. Óskum einnig eftir notuðum dokaf-lekum. Uppl. í síma 894-0042 eða á [email protected]

Óska eftir að kaupa dragtengdan akurvalta, samanbrjótanlegan, ýmsar breiddir koma til greina. Uppl. gefur Ragnar í s. 847-6325 eða á [email protected]

Óska eftir pallhýsi (camper) á Toyota Tacoma með löngum palli. Uppl. í símum 897-5093 og 487-5093.

Óska eftir 300 l hitakút., ekki eldri en 10 ára. Er á Suðurlandi, uppl. í símum 551-0654 og 896-6719.

Drengur á 16. ári óskar eftir vinnu í sveit frá byrjun júní. Vanur sveitastörf-um. Uppl. í símum 462-6881 og 898-3596.

Óska eftir vinnu á íslenskum bónda-bæ, við garðyrkju eða fiskveiðar. Ég er 36 ár gamall Íslendingur en hef verið búsettur erlendis (Í Bandaríkjunum) frá 8 ára aldri. Ég get hafið störf 13. apríl og get útvegað meðmæli. Uppl. á netfangið [email protected]

Ferðaþjónustubýli leitar eftir sum-arstarfsmönnum, unnið er á vöktum og tekur starfið til flestra þátta ferða-þjónustunnar. Uppl. í símum 478-1029 og 867-8036.

Óska eftir starfskrafti í sauðburð, um miðjan apríl og út maímánuð. Uppl. í síma 866-9843.

Óska eftir starfskrafti á kúabú á Norðurlandi til almennra landbún-aðarstarfa. Gott er að viðkomandi hafi reynslu en það er ekki skilyrði og geti byrjað sem fyrst. Uppl. veittar í síma 894-3367.

Tveggja ára hreinræktuð séffer-tík fæst gefins á gott heimili. Hún er mjög blíð og góð. Uppl. í símum 475-8803 og 848-9818.

Viltu styrkja þig, þyngjast eða léttast. Þú getur það með Herbalife. Sendi hvert á land sem er. Eva sími 892-6728 www.eva.topdiet.is

Óska eftir að taka á leigu kornakur til gæsaveiða á svæðinu frá Snæfellsnesi í vestri til Meðallands í austri. Einnig kæmi til greina að leigja land sem brotið yrði til ræktunar. Vinsamlega hafið samband í síma 857-7000 ell-egar á [email protected]

Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins styður:

atvinnuuppbyggingunýsköpunþróunrannsóknirendurmenntun

í þágu landbúnaðar.Kynntu þér málið:Veffang: www.fl.isNetpóstfang: [email protected] Sími: 430-4300Aðsetur: Hvanneyri311 BorgarnesTil sölu

Óska eftir

Atvinna

Dýrahald

Veiði

Heilsa

SmáSími 563 0300 Fax 552 3855

Netfang [email protected]

auglýsingar

Bændabíll825-3100

PIP

AR

/

SÍA

/ 7

1117

Upp með húmorinn!

Oft var þörf en nú er nauðsyn

1105 gamansögur af Vestfirðingum

101 ný vestfirsk þjóðsaga eftir Gísla Hjartarson 808

sögur í átta bókum.

99 vestfirskar þjóðsögur 297 sögur í þremur

bókum.

Allar 11 bækurnar í setti kosta 9,800,- kr. Sendingarkostnaður

innifalinn.

Sendið okkur tölvupóst eða sláið á þráðinn.

Pantanir: [email protected]

Bændablaðiðá netinu...

www.bbl.is

Page 31: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

31 Bændablaðið | fimmtudagur 26. mars 2009

Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar

Getum bætt við okkur stórum og smáum verkefnum.

Traust og góð þjónusta.

Páll s. 663-4455 - Hilmir s. 663-4457 [email protected]

GSM öryggis,- hússtjórn-unar,- og vöktunarkerfifyrir sumarhús, heimili, báta, hjólhýsi ...

Kirkjulundi 17 210 Garðabæ S. 554-0500 www.bodtaekni.is

House for Lambing SeasonHouse for Lambing Season2009/03/1601

SENSON ehfSÍMI: 511 [email protected]

Nethyl 2 B110 ReykjavikSími: [email protected]

Skemmur á hagstæðu verði# Hliðar og gaflar klæddir með einangruðum samlokuklæðningum.# Rafdrifnar Innkeyrsludyr á báðum göflum. Stærð: 3 x 4m# Hálf gegnsær PVC dúkur í þaki .# Verð: kr. 6.8 millj. Án/vsk afhent skipaafgr. Reykjavik eða eftir samkomulagi. Miðað er við gengi USD 114.-

Talsverð umræða hefur verið í gangi meðal neytenda í þjóðfélaginu á undanförn-um vikum og mánuðum um möguleika á kaupum afurða bænda beint frá býli – án milliliða. Í bréfi til Bændablaðsins í síðasta tölublaði skrifaði Ægir Sævarsson um mik-ilvægi þess að neytendur geti nálgast afurðir bænda á þann hátt og að byggt verði upp viðskiptanet fyrir bændur og aðra fæðu-framleiðendur.

Bændablaðinu er ljúft og skylt að greina frá því að starfandi er félagsskapurinn Beint frá býli, sem er félag heimavinnsluaðila og bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli. Félagið hefur verið starfandi í rúmt ár eða frá 29. febrúar 2008.

Tilgangur félagsins er að hvetja til heima-vinnslu og sölu beint frá bændum, einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum. Þá er það meðal markmiða félagsins að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki er í fyrirrúmi auk þess sem hvatt er til varðveislu margvíslegra framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í mat-argerð. Félagsmenn eru 62 og búsettir í öllum landshlutum.

Hér að neðan er listi yfir þá félaga í Beint frá býli sem verða í kynningarbæklingi sem kemur út í maí nk. Frekari upplysingar eru á www.beintfrabyli.is

Ferjubakki II, Miðbær, 311 Borgarnesi. Netfang: [email protected] Til sölu/þjón-usta: Nestiskörfur fyrir ferðamenn með mat-vælum beint frá býli. Starfsemi hefst: Sumarið 2009

Ystu-Garðar, 311 Borgarnesi. Netfang: [email protected] og [email protected] Til sölu: Lambakjöt í sláturtíð. Andaregg

Háafell, 320 Borgarnesi. Netfang: [email protected] Til sölu: Geitamjólk. Kiðlinga-/geitakjöt. Egg. Handverk. Sápur

Erpsstaðir, 371 Búðardal. Netfang: [email protected] Til sölu: Heimagerður mjólkurís

Vatn í Haukadal, 371 Búðardal. Netfang: [email protected] Til sölu: Hestar. Silungur. Rjúpna- og gæsaveiði. Gisting í sumarhúsi. Starfsemi hefst: Sumarið 2009

Þurranes, Saurbæ, 371 Búðardal. Netfang: [email protected] – Veffang: centrum.is/thurranes Til sölu/þjónusta: Heimareykt hangikjöt. Gisting og veitingar. Skotveiði. Gönguferðir

Staður, Reykhólasveit, 380 Reykhólahreppur. Netfang: [email protected] Til sölu: Heimareykt hangikjöt. Heimareyktur rauðmagi. Æðardúnn

Æðey, 401 Ísafirði. Netfang: [email protected] Til sölu: Æðardúnn og sængur. Gæsir. Handprjónaðar vörur. Sigling með hópa um Jökulfirði og Strandir

Skálholt, Barðaströnd, 451 Patreksfirði. Netfang: [email protected] Til sölu: Heimareykt hangikjöt

Hnjótur, Rauðasandshreppi, 451 Patreks-firði. Netfang: [email protected] – Veffang: hnjoturtravel.is Til sölu/þjónusta: Gisting. Tjaldsvæði. Trússþjónusta og skipulagning ferða

Höfði, Dýrafirði, 471 Þingeyri. Netfang: [email protected] Til sölu/þjónusta: Egg. Handverk. Gisting. Starfsemi hefst: Vorið 2009

Húsavík, Steingrímsfirði, 510 Hólmavík. Netfang: [email protected] – Veffang: strandalamb.is Til sölu/þjónusta: Lostalengjur – sérverkað lambakjöt. Lambakjöt. Svæðis-leiðsögn. Fuglaskoðun

Holtselsbúið ehf., 601 Akureyri. Netfang: [email protected] – Veffang: holtsel.is Til sölu: Heimagerður rjómaís, sorbet, ís fyrir syk-ursjúka og fólk með mjólkuróþol. Fersk egg

Hella, Mývatnssveit, 660 Mývatn. Netfang: [email protected] – Veffang: hangikjot.is Til sölu/þjónusta: Lambakjöt, reykt og nýtt. Reyktur silungur. Taka fisk til reykingar

Garður I, Mývatnssveit, 660 Mývatn. Netfang: [email protected] Til sölu/þjónusta: Reyktur Mývatnssilungur. Handverk. Taka fisk til reykingar

Vogafjós, Mývatnssveit, 660 Mývatn. Netfang: [email protected] – Veffang: vogafjos.net Til sölu/þjónusta: Gisting. Svæðisbundinn matur á veitingastað. Margvíslegar vörur til sölu í sælkerahorni Vogafjóss

Ytra-Áland, Þistilfirði, 681 Þórshöfn. Netfang: [email protected] – Veffang: ytra-aland.is Til sölu/þjónusta: Reykt sauða-kjöt. Handverk. Ferðaþjónusta

Síreksstaðir, Vopnafirði, 690 Vopnafirði. Netfang: [email protected] Til sölu: Nauta-tungur. Andaregg. Hænuegg. Starfsemi hefst: Í júní 2009

Miðhús, 701 Egilsstöðum. Netfang: [email protected] Til sölu: Listmunir úr íslenskum trjáviði, hornum og beinum. Einnig þurrkaðar jurtir úr skóginum. Villisveppir, ber og rab-arbari Starfsemi hefst: Haustið 2009

Aðalból II, 701 Egilsstöðum. Netfang: [email protected] – Veffang: simnet.is/samur Til sölu/þjónusta: Gisting og veitingasala í heimahúsi. Tjaldsvæði. Silungsflök, silungur, kindakæfa, heimabakkelsi

Blöndubakki, 701 Egilsstöðum. Netfang: [email protected] Til sölu: Frosið lambakjöt. Lambahangikjöt. Sauðahangikjöt

Klaustursel, 701 Egilsstöðum. Netfang: [email protected] Til sölu: Leðurvörur. Handverksmunir. Lambakjöt

Möðrudalur, 701 Egilsstöðum. Netfang: [email protected] – Veffang: fjalladyrd.is Til sölu/þjónusta: Lambakjöt. Hangikjöt. Geitakjöt. Reyktur silungur. Fjölbreyttar og

þjóðlegar veitingar. Handverk. Ullarvörur. Gisting í torfhúsum. Jeppa- og gönguferðir. Geitaskoðunarferðir. Í sérstökum veiðipakka er gisting, matur og leiðsögn á gæsa- og rjúpna-veiðitíma. Tjaldsvæði með salerni og sturtu

Árbær, 781 Hornafirði. Netfang: [email protected] og [email protected] Til sölu: Heimagerður mjólkurís – jöklaís

Miðsker, 781 Hornafirði. Netfang: [email protected] Til sölu: Kartöflur. Svínakjöt, ferskt eða frosið eftir pöntunum

Smyrlabjörg, 781 Hornafirði. Netfang: [email protected] – Veffang: smyrlabjorg.is Til sölu/þjónusta: Á staðnum er starfandi hótel. Í veitingasal er boðið upp á lambakjöt frá býlinu. Boðið verður upp á lambakjöt í neytendapakkningum á næstunni. Starfsemi hefst: Sala á lambakjöti í neytenda-pakkningum hefst haustið 2009

Fossnes, 801 Selfossi. Netfang: [email protected] Til sölu: Reykt sauðakjöt og lamba-kjöt

Þjórsárnes, 801 Selfossi. Netfang: [email protected] Til sölu: Lambakjöt, sagað að óskum neytenda

Langamýri, 801 Selfossi. Netfang: [email protected] og [email protected] – Veffang: rabarbia.is Til sölu: Lífrænn rab-arbari, ferskur og frosinn. Rabarbarakaramellur. Rabarbarasultur. Fíflahunang. Lífrænt lamba-kjöt

Efsti -Dalur II, 801 Bláskógabyggð. Netfang: [email protected] – Veffang: efstadal.is Til sölu: Gisting, kvöldverður, morgunverður, hádegispakkar, hestaleiga, silungsveiði

Garðyrkjustöðin Akur, Laugarási, 801 Selfossi. Netfang: [email protected] – Veffang: graenihlekkurinn.is Til sölu: Lífrænt ræktaðar afurðir s.s. tómatar, kirsuberjatómatar, agúrkur, paprika og pipar. Chilipiparmauk, nið-urlagning, mjólkursýring

Kaldbakur, 851 Hellu. Netfang: [email protected] Veffang: kaldbakur.is Til sölu: Lambakjöt og afurðir úr lambakjöti. Sultur úr jarðargróðri Rangárvalla Starfsemi hefst: Sumar til haust 2009

Lágafell, 861 Hvolsvelli. Netfang: [email protected] – Veffang: 123.is/lagafellbugardurf-armoghestarhorsespferd Til sölu: Alikálfakjöt. Folaldakjöt. Broddmjólk

Smáratún, 861 Hvolsvelli. Netfang: [email protected] – Veffang: smaratun.is Til sölu/þjónusta: Gisti-/veitingaþjónusta. Afurðir frá býlinu s.s. sultur, (rifsberja, rabarbara og krækiberja), landnámshænuegg, andaregg, kæfa, rúgbrauð og hrossabjúgu. Allt nautakjöt í veitingasal er frá býlinu. Ofangreind matvæli getur þurft að panta. Bjóða einnig hestaferðir og ferðir á Njáluslóðir, ýmist á hestum eða í rútum -smh

Félagsskapurinn Beint frá býli

Fjölmargir kostir við milliliðalaus kaup frá bónda

Page 32: Hlutur bænda á framboðslistum heldur rýr - bondi.is · ríkinu árið 2011. Heildar kostn-aður þjónustu ríkisins við fatl-aða nemur nú um 10 milljörðum króna árlega

6. tölublað 2009 � Fimmtudagur 26. mars

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út

8. apríl

Þæfð íslensk ull

vinsæl í hönnunar-

fatnaðUpphaf að þæfingu íslenskr-ar ullar í fatnað á rætur sínar að rekja til lokaverkefnis Ingibjargar Hönnu Pétursdóttur, fata- og textílhönnuðar, við Listaháskóla í Hollandi, sem hún vann að fyrir um það bil áratug. Hún hefur undanfarin ár selt línu sína, HANNA, með góðum árangri en öll vinna við hönnunina er alíslensk og fer fram í Reykjavík, á Seyðisfirði og á Hvolsvelli.

Ingibjörg Hanna rekur verk-stæði og verslun við Laugaveg í Reykjavík og segir að þótt ótrúlegt megi virðast hafi kreppan haft góð áhrif á hennar starfsemi, enda allt sem er íslenskt í hávegum haft um þessar mundir. Framleiðsla á þæfða ullarefninu fer fram á Seyðisfirði undir handleiðslu Þórdísar Bergsdóttur en starfs-menn Glófa í Kópavogi útbúa fyrir Ingibjörgu svokölluð ullar- og bómullarnet sem eru notuð við efnisgerðina. Fatnaðurinn er framleiddur á saumastofum á Hvolsvelli og í Reykjavík.

„Hugmyndin um að nota þæfða ull í mína hönnun kom fyrst fram þegar ég var við nám í Hollandi en þá fékk ég mikinn áhuga á að nota íslenskt hráefni. Í náminu fór ég til Finnlands þar sem ég sérhæfði mig í þæfingu og einnig fór ég til Frakklands þar sem okkur voru kennd tengsl við markaði. Ég prófaði mig síðan áfram hjá Ístex og einnig hjá Össuri þar sem ég prófaði að vinna með ull samhliða sílikoni. Það hefur tekið langan tíma að þróa efnið og finna réttu blönduna og í raun má segja að

efnið sé í stöðugri þróun,“ útskýrir Ingibjörg.

Þæfða ullin sem lífsstílsvaraSem stendur hannar Ingibjörg eingöngu fyrir kvenfólk en vegna eftirspurnar mun hún brátt mæta

henni með því að hanna einnig fatnað fyrir karlmenn og börn.

„Þæfingin tekur langan tíma og til þess er notuð vél. Maður þarf að ná ákveðnum hreyfanleika í efnið en ullin er mun mýkri eftir að hún er þæfð. Ég vinn mikið eftir því hvernig tilfinning það er að koma við efnið, það þarf að vera bæði þægilegt að vera í og einnig flott,“ segir hönnuðurinn.

Vörumerkið HANNA er selt í verslun Ingibjargar á horni Laugavegar og Klapparstígs, enn fremur á sumum stöðum úti á

landsbyggðinni og einnig erlendis.„Það er mikið um að ferða-

menn kaupi hjá mér og þá helst Bandaríkjamenn en einnig hafa Japanir verið áhugasamir og nú er ég með umboðssala í Japan til að selja vörurnar. Eftir að kreppan kom hafa einnig fleiri Íslendingar sýnt vörunum áhuga og ég er mjög ánægð með þá þróun. Hugsunin hjá mér er að hönnunarvörur úr þæfðu ullinni verði lífsstílsvara sem hentar fyrir konurnar, heim-ilið og alla fjölskyldumeðlimi.“

ehg

Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, fata- og textílhönnuður, selur fatnað úr þæfðri ull undir vörumerkinu HANNA en öll vinna við hönnunina er alís-lensk og fer fram í Reykjavík, á Seyðisfirði og á Hvolsvelli.

Myndir: Hörður Ellert Ólafsson

Mikið spurt um fjarnám í búfræði„Ég hef fengið margar fyr-irspurnir um búfræðifjarnám að undanförnu. Að venju eru marg-ar þeirra komnar frá sveita-mönnum en ég vil nota þetta tækifæri til að ýta við sveitafólki sem hefur verið að velta því fyrir sér að koma í fjarnám-ið. Framundan er annatími hjá bændum og rétt að áhugasamir skoði heimasíðu skólans og sendi mér tölvupóst áður en það er um seinan að sækja um,“ segir Edda Þorvaldsdóttir, umsjón-armaður fjarnáms starfsmennta-brauta hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Gerðar eru ákveðnar fornáms-kröfur þegar fólk vill nema bú-fræði og dvelja á Hvanneyri. Þær gilda hins vegar ekki um fjarnám-ið ef viðkomandi hefur náð 25 ára aldri og starfar í landbúnaði. Frumhlutverk búfræðifjarnáms er að ná til fólks sem starfar í land-búnaði og vill auka þekkingu sína. Fjarnemar eru á ýmsum aldri, frá 25 árum til sextugs. Færni í tölvu-notkun er aðalkrafan sem gerð er til fjarnema, auk þess að hafa náð umræddum aldri. Fjarnemar geta notað eigin býli í tengslum við nám sitt, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Nánari upplýsingar um fjar-nám LbhÍ er að finna á heimasíðu skólans, www.lbhi.is, og hjá Eddu Þorvaldsdóttur – netfang [email protected]

Kýr, sem bera nafn, mjólka

betur en hinarEr það aðeins gamaldags hugs unarháttur að gefa kún-um nafn? Ekki endilega. Fræði menn við Háskólann í Newcastle í Englandi, Cathe-rine Douglas og Peter Rowlin-son, hafa birt niðurstöður könn unar sem þau hafa gert um þetta efni og niðurstaða hennar er sú að kýr sem báru nafn mjólkuðu 258 lítrum meira á ári en kýr sem aðeins báru númer.

Niðurstöður könnunarinn ar eru birtar í vísindaritinu Anthro-zoos, en þær byggja á könnun á 516 kúabúum en af þeim báru kýr nafn á 46% búa.

Kosturinn við að kýrnar beri nafn er talinn sá að með nafninu fái kýrin meiri athygli og fái frekar meðferð sem ein-staklingur í hópnum. Þeim líði því betur en öðrum kúm og séu afslappaðri og mjólki því meira.

Kannski ekkert ólíkt tvífæt-lingum.

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, hann Friðjón Haukur Kristjánsson, neitar að borða morgunmatinn nema hann fái að skoða Bændablað ið í leiðinni. Hann er mikil áhugamaður um kýr og hefur skoðað sama blaðið í nokkurn tíma en það er blaðaukinn með uppgjöri kúaskýrslna fyrir árið 2008. Þessi efnilegi kúabóndi átti afmæli í vikunni, varð tveggja ára á þriðjudaginn 24. mars. Bændablaðið óskar honum til hamingju og býður hann velkominn í ört stækkandi hóp lesenda blaðsins. Við vonumst til þess að eiga við hann löng og mikil skoðanaskipti í framtíðinni.

Yngsti lesandinn?

Reiðhöll byggð á Selfossi

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samning við Hestamannafélagið Sleipni um stuðning vegna bygg-ingar reiðhallar að Brávöllum á Selfossi. Skrifað hefur verið undir samning um styrkveitingu frá Árborg til hestamannafélags-ins sem nemur heildarfjárhæð gatnagerðargjalda af fyrirhug-aðri byggingu.

Styrkurinn er m.a. háður því skilyrði að byggingin nýtist sem flestum hestamönnum sem og öðrum þeim sem geta nýtt sér hús-næðið. Einnig skal stefnt að því að reiðhöllin nýtist öflugu æskulýðs-starfi og að tekið verði tillit til þarfa fatlaðra varðandi aðstöðu í byggingunni.

Andvirði samningsins er metið á um 13 milljónir króna en Sleipnir á inni 25 milljónir króna hjá land-búnaðarráðuneytinu úr reiðhall-arsjóði Guðna Ágústssonar fyrr-verandi landbúnaðarráðherra. Nýja reiðhöllin verður 1.080 fermetrar að stærð og verður tilbúin til notk-unar á þessu ári.

MHH

Minna gróðursett í fyrraAlls voru gróðursettar 1.217.189 plöntur á vegum Norðurlandsskóga árið 2008. Það er samdráttur um rúmlega 200 þúsund plöntur frá árinu áður. Eins og undanfarin ár er lerkið fyrirferðarmesta tegund-in, enda byrja bændur oftast á því landi sem auðveldast er að gróð-ursetja í. Hlutfall lerkis í heildar-gróðursetningu hefur þó minnkað um rúm 10% á milli ára. Búast má við að hlutfall lerkis minnki enn frekar á næstu árum og aðrar teg-undir eins og greni, ösp og birki verði fyrirferðarmeiri.