13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 issn ...bænda á heima-rafstöðvum...

33
13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN 1025-5621 Aðalfundur Félags raforku- bænda var haldinn fyrir skömmu og mætti um 30 manns á fundinn. Fyrir utan venjuleg aðalfundar- störf voru flutt erindi á fundinum á vegum vatnamælingasviðs Orkustofnunar og einnig flutti Kristján Haraldsson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, erindi. Ólafur Eggertsson, formaður Fé- lags raforkubænda, segir þetta hafi verið mjög gagnlegur upplýsingafundur og greinilega mikill hugur í mönnum koma sér upp heimarafstöðvum. ,,Eina vandamálið sem hægt er að tala um er að vatnamælingasvið Orkustofnunar kemst ekki yfir að mæla samtímis hjá öllum þeim sem þess óska. Sem dæmi má nefna að um þessar mundir eru í gangi 23 vatnsmælingar á vegum vatna- mælingasviðs Orkustofnunar bara á Austurlandi og menn sækja um alls staðar að af landinu," sagði Ólafur. Hann segir að þeir sem hafa áhuga á að koma sér upp rafstöð og óska eftir að Orkustofnun mæli hjá þeim vatnið þurfa útfylla sérstakt umsóknareyðublað sem þeir geta fengið hjá Orkustofnun. Þar gefa menn upp grunnupplýs- ingar sem Orkustofnun fer síðan yfir og metur. Í sumum tilfellum dettur umsókn út við skoðun en í öðrum tilfellum fer fram nánari skoðun og síðan vatnsmæling ef allt er í lagi. Hver vatnsmæling kostar á bilinu 200 til 300 þúsund krónur. Af þeirri upphæð greiðir bóndinn 50 þúsund krónur en afgangurinn er styrkur frá ríkinu. Ólafur segir að sökum þess hve margir hafa áhuga á að byggja heimarafstöðvar sé ljóst að það fjármagn sem ríkið áætlaði til styrktar dugi ekki. Áætlaðar voru 5 milljónir króna á ári í fimm ár. Ólafur Eggertsson segir að í sumum tilfellum ætli menn að selja afgangs rafmagn frá heimastöðvum inn á kerfi RARIK en í öðrum til- fellum sé bara verið að hugsa um heimarafstöð. Vaxandi áhugi bænda á heima- rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka Íslands fyrir skömmu var lögð fram áætlun um framleiðslu, ráðstöfun og birgðir kindakjöts almanaksárið 2003. Birgðir dilkakjöts 31. maí voru 3.110 tonn, en þar af voru óútflutt á ábyrgð sláturleyfishafa og Bændasamtakanna 436 tonn. Gert er ráð fyrir að birgðir á innanlandsmarkaði verði 1.200 tonn 1. september nk. Þannig þarf útflutningshlutfallið nk. haust að verða 30,8% til að halda þeirri birgðastöðu en 36,6% til að takast megi að lækka birgðirnar aftur í 800 tonn. Á fundinum var eftirfarandi tillaga um útflutningshlutfall í ágústmánuði samþykkt samhljóða: “Í samræmi við tillögu Markaðsráðs kindakjöts um hlutfallslega skiptingu útflutningsskyldu eftir árstímum er lagt til að útflutningsskylda af dilkakjöti verði 10% 3.-16. ágúst og 17% 17.-31. ágúst 2003.” Þessi tillaga var send Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, sem tekur endanlega ákvörðun um útflutningshlutfallið. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða lokaðar vegna sumarleyfis starfsmanna dagana 21. júlí til 1. ágúst. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir í við- tali við Bændablaðið að afstaða Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra til komandi mjólkursamnings, sem fram kom í viðtali við hann í síðasta Bændablaði, þurfi ekki að koma neinum á óvart. Hann hafi í viðtalinu sagt það sama og á aðalfundi Landssambands kúa- bænda á Laugum í Sælingsdal árið 2002. Síðan ræðir Ari um mjólk- ursamninginn og hátt verð á mjólkurkvóta í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða vegna nýrra alþjóðlegra samninga og segir síðan: "Ég hygg að rétt sé að velta því fyrir sér hvort það breytta umhverfi sem nú virðist fram- undan, þar sem stuðningur við bændur flyst meira yfir á jarðir og umhverfi og frá fram- leiðslunni, geri okkur ekki erfitt fyrir um að gera sérstaka sam- ninga fyrir einstakar búgreinar. Ef stuðningurinn er í vaxandi mæli fluttur yfir á jörðina, hvað sem framleitt er, þá fellur það illa að því að gera samning um einstakar búgreinar. Því er e.t.v. rétt að skoða þann möguleika hvort skynsamlegt sé að gera einungis mjólkursamning til tveggja ára með heildarland- búnaðarsamning í huga sem tæki gildi árið 2007." Sjá viðtal við Ara Teitsson á bls. 15. Einn landbúnaðarsamningur fyrir allar búgreinar árið 2007? Hagtölur á ensku Bændasamtök Íslands gefa út með tveggja ára millibili bæklinginn Icelandic Agricultural Statistics. Þar eru settar fram helstu hagstærðir landbúnaðarins á skýran hátt í máli og myndum. Bæklingnum er m.a. dreift til utanríkisþjónustunnar og til ferða- og leiðsögumanna. Hagtölurnar eru notaðar í erlendu samstarfi Bændasamtakanna og gegna mikilvægu hlutverki við að kynna íslenskan landbúnað á erlendri grund. Þeir ferðaþjónustubændur sem vilja fá bæklinginn sendan er vinsamlegast bent á að hafa samband við útgáfu- og kynningarsvið Bændasamtakanna í síma 563-0300 eða á netfangið [email protected]. Svipast um í Húsdýra- garðinum í Reykjavík Matur og menning á Blönduósi Helgina 18. til 20. júlí verður fjölskylduhátíðin MATUR OG MENNING haldin á Blönduósi í fyrsta sinn. Markmið hátíðar- innar er að festa í sessi ímynd héraðsins sem matvælaframleið- anda í hæsta gæðaflokki, þar sem byggt er á hefðum, inn- lendu hráefni og stöðugri ný- sköpun í nýtingu og framleiðslu. Í matgæðingatjaldi verður boðið upp á rétti framleidda úr af- urðum af staðnum. Margvíslegt verður til skemmtunar, m.a. verður boðið upp á vönduð og fjölbreytt leik- tæki sem staðsett verða á lóð grunnskólans, auk þess sem trúð- ar, og aðrir barnvænir gleðigjafar skemmta gestum og gangandi og má þar nefna Afa gamla, leikinn af Erni Árnasyni, og Lalla töfra- mann. Fyrir eldri gesti er meðal annars boðið upp söng og lifandi tónlist, harmonikkuleik og hag- yrðingakvöld, dansleik í Félags- heimilinu með hljómsveitinni Landi og sonum, tónlistaratriði á veitingastaðnum Við Árbakkann auk fjölda annarra uppákoma.

Upload: others

Post on 27-Jun-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN 1025-5621

Aðalfundur Félags raforku-bænda var haldinn fyrir skömmuog mætti um 30 manns á fundinn.Fyrir utan venjuleg aðalfundar-störf voru flutt erindi á fundinumá vegum vatnamælingasviðsOrkustofnunar og einnig fluttiKristján Haraldsson, forstjóriOrkubús Vestfjarða, erindi.Ólafur Eggertsson, formaður Fé-lags raforkubænda, segir aðþetta hafi verið mjög gagnlegurupplýsingafundur og aðgreinilega sé mikill hugur ímönnum að koma sér uppheimarafstöðvum.

,,Eina vandamálið sem hægt erað tala um er að vatnamælingasviðOrkustofnunar kemst ekki yfir aðmæla samtímis hjá öllum þeim semþess óska. Sem dæmi má nefna aðum þessar mundir eru í gangi 23vatnsmælingar á vegum vatna-mælingasviðs Orkustofnunar bara áAusturlandi og menn sækja um allsstaðar að af landinu," sagði Ólafur.

Hann segir að þeir sem hafaáhuga á að koma sér upp rafstöð og

óska eftir að Orkustofnun mæli hjáþeim vatnið þurfa að útfyllasérstakt umsóknareyðublað semþeir geta fengið hjá Orkustofnun.Þar gefa menn upp grunnupplýs-ingar sem Orkustofnun fer síðanyfir og metur. Í sumum tilfellumdettur umsókn út við skoðun en íöðrum tilfellum fer fram nánariskoðun og síðan vatnsmæling efallt er í lagi.

Hver vatnsmæling kostar ábilinu 200 til 300 þúsund krónur.Af þeirri upphæð greiðir bóndinn50 þúsund krónur en afgangurinn erstyrkur frá ríkinu. Ólafur segir aðsökum þess hve margir hafa áhugaá að byggja heimarafstöðvar séljóst að það fjármagn sem ríkiðáætlaði til styrktar dugi ekki.Áætlaðar voru 5 milljónir króna áári í fimm ár.

Ólafur Eggertsson segir að ísumum tilfellum ætli menn að seljaafgangs rafmagn frá heimastöðvuminn á kerfi RARIK en í öðrum til-fellum sé bara verið að hugsa umheimarafstöð.

Vaxandi áhugibænda á heima-

rafstöðvum

Stjórn BÍ samþykkirtillögu um

útflutningshlutfallÁ fundi stjórnar BændasamtakaÍslands fyrir skömmu var lögðfram áætlun um framleiðslu,

ráðstöfun og birgðir kindakjötsalmanaksárið 2003. Birgðir

dilkakjöts 31. maí voru 3.110tonn, en þar af voru óútflutt á

ábyrgð sláturleyfishafa ogBændasamtakanna 436 tonn.Gert er ráð fyrir að birgðir á

innanlandsmarkaði verði 1.200tonn 1. september nk. Þannigþarf útflutningshlutfallið nk.

haust að verða 30,8% til að haldaþeirri birgðastöðu en 36,6% til

að takast megi að lækkabirgðirnar aftur í 800 tonn. Á fundinum var eftirfarandi

tillaga um útflutningshlutfall íágústmánuði samþykkt

samhljóða: “Í samræmi viðtillögu Markaðsráðs kindakjöts

um hlutfallslega skiptinguútflutningsskyldu eftir árstímumer lagt til að útflutningsskylda afdilkakjöti verði 10% 3.-16. ágúst

og 17% 17.-31. ágúst 2003.”Þessi tillaga var send Guðna

Ágústssyni,landbúnaðarráðherra, sem tekur

endanlega ákvörðun umútflutningshlutfallið.

Lokað vegnasumarleyfa Skrifstofur Bændasamtaka

Íslands verða lokaðar vegnasumarleyfis starfsmannadagana 21. júlí til 1. ágúst.

Ari Teitsson, formaðurBændasamtakanna, segir í við-tali við Bændablaðið að afstaðaGuðna Ágústssonar land-búnaðarráðherra til komandimjólkursamnings, sem framkom í viðtali við hann í síðastaBændablaði, þurfi ekki að komaneinum á óvart. Hann hafi íviðtalinu sagt það sama og á

aðalfundi Landssambands kúa-bænda á Laugum í Sælingsdalárið 2002.

Síðan ræðir Ari um mjólk-ursamninginn og hátt verð ámjólkurkvóta í ljósi þeirrabreytinga sem eru að verðavegna nýrra alþjóðlegrasamninga og segir síðan:

"Ég hygg að rétt sé að velta

því fyrir sér hvort það breyttaumhverfi sem nú virðist fram-undan, þar sem stuðningur viðbændur flyst meira yfir á jarðirog umhverfi og frá fram-leiðslunni, geri okkur ekki erfittfyrir um að gera sérstaka sam-ninga fyrir einstakar búgreinar.Ef stuðningurinn er í vaxandimæli fluttur yfir á jörðina, hvað

sem framleitt er, þá fellur þaðilla að því að gera samning umeinstakar búgreinar. Því er e.t.v.rétt að skoða þann möguleikahvort skynsamlegt sé að geraeinungis mjólkursamning tiltveggja ára með heildarland-búnaðarsamning í huga semtæki gildi árið 2007." Sjá viðtalvið Ara Teitsson á bls. 15.

Einn landbúnaðarsamningur fyrirallar búgreinar árið 2007?

Hagtölur á enskuBændasamtök Íslands gefa út með

tveggja ára millibili bæklinginn IcelandicAgricultural Statistics. Þar eru settarfram helstu hagstærðir landbúnaðarins áskýran hátt í máli og myndum.Bæklingnum er m.a. dreift tilutanríkisþjónustunnar og til ferða- ogleiðsögumanna. Hagtölurnar eru notaðarí erlendu samstarfi Bændasamtakanna oggegna mikilvægu hlutverki við að kynnaíslenskan landbúnað á erlendri grund.Þeir ferðaþjónustubændur sem vilja fábæklinginn sendan er vinsamlegast bentá að hafa samband við útgáfu- ogkynningarsvið Bændasamtakanna í síma 563-0300 eða á netfangið[email protected].

Svipast um íHúsdýra-garðinum íReykjavík

Matur ogmenning áBlönduósi

Helgina 18. til 20. júlí verðurfjölskylduhátíðin MATUR OGMENNING haldin á Blönduósi ífyrsta sinn. Markmið hátíðar-innar er að festa í sessi ímyndhéraðsins sem matvælaframleið-anda í hæsta gæðaflokki, þarsem byggt er á hefðum, inn-lendu hráefni og stöðugri ný-sköpun í nýtingu og framleiðslu.Í matgæðingatjaldi verður boðiðupp á rétti framleidda úr af-urðum af staðnum.

Margvíslegt verður tilskemmtunar, m.a. verður boðiðupp á vönduð og fjölbreytt leik-tæki sem staðsett verða á lóðgrunnskólans, auk þess sem trúð-ar, og aðrir barnvænir gleðigjafarskemmta gestum og gangandi ogmá þar nefna Afa gamla, leikinnaf Erni Árnasyni, og Lalla töfra-mann. Fyrir eldri gesti er meðalannars boðið upp söng og lifanditónlist, harmonikkuleik og hag-yrðingakvöld, dansleik í Félags-heimilinu með hljómsveitinniLandi og sonum, tónlistaratriði áveitingastaðnum Við Árbakkannauk fjölda annarra uppákoma.

Page 2: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

2 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Um síðustu mánaðamót varopnuð á Netinu heimasíða ávegum Ráðgjafaþjónustunnar áNorðausturlandi og er vefslóðinwww.bugardur.is. Vefurinn erhluti af hinu sívaxandi vefsvæðiBændasamtaka Íslands,www.bondi.is.

Markmiðið með heimasíðuRáðgjafaþjónustunnar er að miðlaupplýsingum, bæði fréttum og fag-legu efni, til bænda á starfs-svæðinu.

Vignir Sigurðsson, fram-kvæmdastjóri Búgarðs ráðgjafa-þjónustu á Norðausturlandi, sagði

að svo stutt væri síðan þessiheimasíða var opnuð að segjamætti að hún væri á byrjunarreitenn sem komið er. Smám samanværi verið að tína inn upplýsingarog fréttir á síðuna.

Vignir sagðist hins vegar veraviss um að mjög margir bændur áNorður- og Norðausturlandi væruorðnir tölvuvæddir en hve mikiltölvunotkun þeirra væri sagðisthann ekki þora að segja til um. Þóværu ótrúlega margir þeirra vel aðsér í þeim upplýsingum semmiðlað er á Netinu, til að mynda ávef Bændasamtaka Íslands.

Ráðgjafaþjónustan á Norðausturlandi

Heimasíðan bugardur.isopnuð á Netinu

Á öllum betriveitingastöðum íEvrópu er boðið upp ákanínukjöt. Hefur svoverið um aldir ogþykir það herramannsmatur. Hér á landihefur ekki verið tilsiðs að borðakanínukjöt enda þóttkanínur hafi verið ílandinu í áratugi. Núer að verða breyting á.Með auknumferðalögum Íslendingatil útlanda hefur fólklært að metakanínukjöt og nú ersvo komið að farið erað selja það íverslunum íReykjavík. ÍMelabúðinni erkanínukjöt til sölu ogkemur það frá bænumSandlæk í Skeiða- ogGnúpverjahreppi. Þarbúa þau LofturErlingsson og HelgaKolbeinsdóttir ogrækta holdakanínur.

Loftur sagði í

samtali við tíðindamannBændablaðsins aðkanínuræktin hjá þeimgengi orðið ágætlega enþau hófu hana fyrirþremur árum og hafa tilþessa selt kjötið sjálf tilneytenda. Hann segir aðmesta vinnan í kringumþetta séu markaðsmálinþví hér sé ekki hefðfyrir því að borðakanínukjöt og þeir semþað gera viti ekki afþessari kjötframleiðsluþeirra. Loftur segir þóað þetta mjakist hægt ogrólega í rétta átt.

Um tvö tonn á ári,,Við erum komin

með um eitt hundraðlæður og að meðaltali áhver þeirra sex unga.Þeir eru síðan aldir í tíutil tólf vikur áður enþeim er slátrað og vegurþá hver skrokkur ábilinu 1.000 til 1.300grömm. Við ættum meðþessum læðufjölda aðgeta framleitt um tvo

tonn af kjöti á ári,"sagði Loftur.

Það er Sláturhúsið áHellu sem séð hefur umslátrun dýranna ogvinnslu á kjötinu. Boðiðer upp á kjötið í heilumskrokkum eðahlutuðum. Kanínukjöter fitusnautt en orku- ogpróteinríkt og býðurupp á marga möguleikaí matreiðslu. Hægt er aðnota kanínukjöt í allarkjúklinga- ogkálfakjötsuppskriftir.

Loftur segir að þauhafi ekki enn farið út íað verka kanínuskinninen það sé gert víða ogþau notuð til ýmissahluta. Það sé þvímöguleiki á að fá meiraút úr ræktuninni en barakjötið.

,,Það er auðvitaðdraumurinn að aukaframleiðsluna og geraræktunina að okkar aðalatvinnu. Það ræðst hinsvegar algerlega af þvíhvernig til tekst með

markaðssetninguna ákjötinu," segir Loftur.

Fengu nóg afborgarlífinu

Hann segir að þauHelga hafi búið íReykjavík en fengiðnóg af lífinu þar oglangað til að söðla umog flytja út í sveit. Þeimstóð til boða hæð í húsiforeldra Lofts áSandlæk og fluttuþangað fyrir rúmumþremur árum.

,,Þá fórum við aðvelta fyrir okkurmöguleikum á að hefjaeinhvern búskap. Viðskoðuðum möguleikanaí hinum hefðbundnubúgreinum en sáumstrax að þar yrði um ofmikla fjárfestingu aðræða. Síðan gerðist þaðað við fórum í sumarfríút á Dalatanga þar semvið þekkjum til. Hjóninþar eru með kanínurbara fyrir heimilið og þákviknaði hugmyndin aðþessari kanínuræktokkar. Fyrst ætluðumvið að fara út ífeldkanínurækt og égfór á námskeið áHvanneyri í þeirri greinen síðan sáum við aðkjötræktin væriheppilegri og fórum út íhana," segir LofturErlingsson.

Bændur á Sandlæk í Skeiða- ogGnúpverjahreppi eru að hefja söluá holdakanínukjöti

Jóhannes Sigfússon, bóndi áGunnarsstöðum í Þistilfirði, varkjörinn formaður Landssam-taka sauðfjárbænda á fundi LSsem haldinn var á dögunum. Íávarpi til fundarmanna sagðiJóhannes mikilvægt að í félagi áborð við LS fengju allar raddirað heyrast, en hann lagði ekki

síður áherslu á að félagar ynnusaman og færu að leikreglumlýðræðis. Félagslega samstöðuyrði að efla og verkefni værunæg. "Ég hef ekki töfralausnir ímálefnum sauðfjárbænda en éger tilbúinn til að gera mitt besta.Ég hef alltaf haft gaman aðvinna með góðu fólki og ég vona

að svo verði áfram."„Nýkjörin stjórn mun að sjálf-

sögðu vinna þeirri stefnu brautar-gengi sem nýafstaðinn aðalfundurmarkaði. Fundurinn samþykktimörg mál en mér er efst í huga aðnú þarf stjórn LS að fjalla um við-miðunarverð og útflutnings-prósentuna," sagði Jóhannes.

Aðalfundur LS fjallaði meðalannars um breytingar á flokkunullar. Jóhannes sagði ljóst að þaðþyrfti að lækka kostnað við matog flutning eins og mögulegt er.Þetta yrði að gera í ljósi þeirrarreynslu sem komin er á ullarmatiðheima hjá bændum.

Á fundi LS var mikið rætt umsláturhúsaskýrsluna en Jóhannessagði að hún hefði valdið miklumóróa meðal bænda. "Ég tel aðskýrslan sé um margt ágæt og íhenni er bent á hluti sem mennverða að hugleiða. Skýrslan semslík er hins vegar enginn stóri-dómur og hún segir engum fyrirverkum. Ef einhver er í stakkbúinn til að slátra og uppfylla lögog reglur þá bannar það enginn. Ískýrslunni er mörkuð stefna ogýmsir telja að þær stofnanir semlána í uppbyggingu af þessu tagi -eða veita hlutafé í hana - takiskýrsluna bókstaflega. Slíkt má þóekki leiða til þess að mönnumverði mismunað að öðru jöfnu.

Þegar horft er til framtíðarverða menn að taka allan kostnaðmeð í dæmið. Lenging sláturtímafelur til dæmis í sér ákveðinnkostnað sem lendir á bóndanum.Ég er þeirrar skoðunar að þaðþurfi að skoða, á mun markvissarihátt en gert hefur verið, hvernighagstæðast er að geyma lömbframundir áramót. Nú er það svoað það er fyrirsjáanlegt að þaðþarf að frysta ákveðinn hlutakjötsins og það liggur í augumuppi að fyrir bóndann er hag-stæðast að afsetja það á besta tímaeða frá 10. september til 20.október."

Mikið hefur áunnist í útflutn-ingi á dilkajöti á liðnum árum, enárleg framleiðsluaukning ásamtmjög óhagstæðri gengisþróun hefurétið þennan ávinning upp. Viðeigum að sinna þeim mörkuðumsem eru að gefa besta verðið en þaðmá ekki eyðileggja þann ávinningmeð því að setja umtalsvert magnaf kjöti á hrakvirðismarkað. Ef viðstefnum í 30-40% út-flutningsskyldu þá er magnið ein-faldlega of mikið en gæti hentaðeftir nokkur ár. Markaðssóknin ogframleiðslan verða að haldast íhendur," sagði nýkjörinn formaðurLandssamtaka sauðfjárbænda.

Nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

„Hef ekki töfralausnir en ertilbúinn til að gera mitt besta“

Landssamband veiðifélaga vill semja við BÍAðalfundur Landssambands veiðifélaga, sem

haldinn var á Húsavík dagana 13.-14. júní heimilaðistjórn LV að ganga til viðræðna og semja viðBændasamtök Íslands eða aðra aðila um skrifstofuhaldfyrir LV. Var ákveðið að núverandi skrifstofuhúsnæðiyrði leigt út.

Þá heimilaði fundurinn stjórn að sækja um aðildað Bændasamtökum Íslands fyrir hönd Lands-sambandsins ef viðræður og athuganir leiða í ljós aðslíkt þjóni hagsmunum félagsmanna og brjóti eigi íbága við þau fyrirmæli laga sem veiðifélög og landssambandið starfasamkvæmt.

Jóhannes Sigfússon ræðir málin á aðalfundinum.

Hér má sjá mikið þarfaþing í kúa-haganum á Bessastöðum í Húna-vatnssýslu. Staurinn góði stendurþarna frír og frjáls, en eftir aðkýrnar uppgötvuðu staurinn hafaþær nýtt sér hann til að klóra sér áhöfðinu og hálsinum. Um leiðhættu þær að hnoða og skemmamoldarbala. Hins vegar eru sól-eyjarnar til lítils gagns í haganum,nema kannski rétt fyrir augað.

Case og Steyr um-boðið til AkureyrarCNH fjölþjóðafyrirtækið, eig-andi Case IH, Steyr og NewHolland verksmiðjanna hefuróskað eftir því að Vélaver hf.taki að sér umboð og þjónustufyrir Case og Steyr dráttarvélarí ágúst nk. Vegna þessarar yfir-töku mun Vélaver hf. breyta nú-verandi þjónustumiðstöð fyrir-tækisins á Akureyri í sjálfstættdótturfyrirtæki sem mun annastalla sölu á Case og Steyrdráttarvélum ásamt varahluta-og viðgerðarþjónustu á lands-vísu.

Núverandi þjónusta Vélavers áAkureyri mun að mestu verðaóbreytt í hinu nýja dótturfyrirtæki,en hjá fyrirtækinu munu starfs-menn verða 7-8, en bókhalds-þjónusta og yfirstjórn mun áframvera í Reykjavík eins og veriðhefur frá stofnun þjónustumið-stöðvar á Akureyri í maí 1998.Þessari viðbótarstarfsemi munufylgja töluvert aukin umsvif áAkureyri en um 1.500 Case ogSteyr dráttarvélar eru í notkun hérá landi samkvæmt upplýsingumfrá Umferðarstofu, en þar af eruum 1.200 vélar 20 ára og yngri./Fréttatilkynning.

Page 3: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 3

Í Bændablaðinu nú er auglýsingfrá Lánasjóðnum þar sem framkemur m.a. að sjóðurinn óskareftir afriti greiðsluseðla af öllumáhvílandi veðlánum, auk þesssem að framvegis munu veð-bókar vottorð eldri en mánaðargömul ekki verða tekin gild semfylgiskjal með umsókn. Lán fráLánasjóðnum eru yfirleitt á 1.veðrétti og því ættu þau lán semá eftir koma ekki að skipta svomiklu máli fyrir Lánasjóðinn.Bændablaðinu lék forvitni áhvers vegna þessar reglur erusettar og spurði GuðmundStefánsson, framkvæmdastjórasjóðsins, hvort hér væri ekkibara um óþarfa skriffinnsku aðræða sem gerði ekki annað en aðíþyngja bændum.

"Nei þetta er ekki óþarfi,heldur liður í að bæta okkarþjónustu við okkar viðskipta-menn" sagði Guðmundur. "Þó viðséum yfirleitt á efstu veðréttumverða lántakendur að fá veðleyfihjá seinni veðhöfum og við höfumannast þau mál fyrir okkar við-skiptavini. Síðari veðhafar þurfaað vita hver staða allra lána er ogvið höfum ekki haft þærupplýsingar á reiðum höndum,a.m.k. ekki nærri því alltaf. Viðviljum auk þess hafa betri yfirsýnyfir veðstöðuna við afgreiðslu um-sókna og bændur landsins erumargir hverjir farnir að skuldamiklu víðar en hjá Lánasjóðnumog Lífeyrissjóði bænda. Við eig-um enga greiða leið að upp-lýsingum um stöðu lána aðra en tilumsækjendanna sjálfra vegnaþeirra eðlilegu takmarkana semeru á upplýsingagjöf fjármála-

stofnanna til þriðja aðila. Til aðráða bót á þessu er sú leið sem viðförum nú sú einfaldasta ogöruggasta. Menn eiga væntanlegagíróseðlana sína og það ætti ekkiað vera svo óskapleg fyrirhöfn aðtaka af þeim ljósrit og senda meðumsókninni.

Varðandi veðbókarvottorðin,þá er mjög mikilvægt að þau séuný eða nýleg. Vanti upplýsingar áveðbókarvottorð vegna þess aðþað er orðið of gamalt, getur þaðleitt til mistaka sem tímafrekt er aðleiðrétta og þannig tafið afgreiðsluumsóknar, jafnvel verulega.

Þegar upp er staðið getur þessivonandi óverulega aukafyrirhöfnbænda skilað sér í öruggari um-fjöllun og afgreiðslu lánsumsóknaog jafnvel stytt afgreiðslutíma íeinhverjum tilvikum".

Breyttar áherslur hjáLánasjóði landbúnaðarins

Innan Félags raforkubænda erhópur manna sem hefur ekki að-stöðu til að koma sér upp vatns-aflsrafstöð en á hins vegarmöguleika á að setja upp vind-orkustöð eða vindmyllu. Miklarframfarir hafa átt sér stað í gerðvindorkustöðva og er nú svokomið að farið er að fjölda-framleiða allt að 3ja MW stöðv-ar. Talað er um að kostnaðurinnvið að reisa stóra vindmyllu sé ámilli 40 og 60 þúsund krónur áKW.

Fyrir skömmu var að frum-kvæði Félags raforkubænda hald-inn á Selfossi fundur áhugamannaum vindorkurafstöðvar. ÓlafurEggertsson, formaður félagsins,segir að allt að fimmtán aðilar hafisýnt því áhuga að reisa vindorku-stöðvar. Um er að ræða bæðibændur og smáfyrirtæki sem eruað skoða þennan möguleika. Áfundinn mættu fulltrúar frá Vind-virkjun sem er félag áhugamanna

um vindorku. Þeir bændursem áhuga hafa á að reisasér vindmyllur ætla sér aðselja raforku inn á kerfiRARIK, alveg eins ogbændur sem eru að reisavatnsaflsstöðvar.

Mikill áhugihjá bændum

Örn Marelsson er einnaf forystumönnum Vind-virkjunar. Hann segir aðmikill áhugi sé nú fyrirvindorkurafstöðvum hér álandi, ekki síst hjá þeimbændum sem ekki hafaaðstöðu til að koma sér uppvatnsaflsstöðvum.

Félagar í Vindvirkjuneru að vinna að athugun ástórri vindraforkustöð meðElvari Eyvindssyni á Skíð-bakka II í Landeyjum. Ef niður-stöður þeirrar athugunar verða já-kvæðar verður að öllum líkindum

haldið áfram með þá vindmyllu.Elvar sagði í samtali við tíðinda-mann Bændablaðsins að þetta hefði

lengi blundað með sér. Hann sagðistbíða spenntur eftir niðurstöðumathugana Vindvirkjunarmanna ensíðan yrðu verkin látin tala.

Vindmylla fyrir Vestmannaeyjar

Örn talar um þann möguleikaað mynda hlutafélag um myllu ogað frá henni yrði selt ódýrt raf-magn til bænda í nágrenninu og af-gangurinn færi inn á kerfi RARIK.Þessi möguleiki opnaðist með nýjuorkulögunum. Örn telur jafnvelþann möguleika vera fyrir hendi aðframleiða með vindmyllu alla þáraforku sem Vestmannaeyjar hafaþörf fyrir.

Örn segir að Danir og Þjóð-verjar standi framarlega ísmíði á vindmyllum og íDanmörku sé búið að reisa6 þúsund myllur. Miklarframfarir hafa orðið í gerðvindmyllna og þær þvíorðnar afar vænlegurkostur til raforkufram-leiðslu.

Hann segist þessfullviss að ef sú athugunsem nú er í gangi verðurjákvæð muni bændur takasig saman um að reisavindmyllur með það fyriraugum að selja raforku semþeir hafa ekki sjálfir þörffyrir til RARIK. Örn segistlíka sjá fyrir sér möguleikafyrir fullorðna bændur semvilja minnka bú sín að reisavindmyllu og hafa tekjur afraforkusölunni.

Ítarlegri upplýsingar umvindmyllur er að fá á heimasíðu Vind-virkjunar sem er www.vindvirkjun.is

Eru vindraforkustöðvarvalkostur þeirra sem ekki

geta reist vatnsaflsstöðvar?Nýr héraðsfulltrúiLandgræðslunnar á

VesturlandiÞann 1. júní sl. tók Þórunn

Pétursdóttir við starfi héraðs-fulltrúa Landgræðslunnar á

Vesturlandi af FriðrikiAspelund. Þórunn er

landfræðingur frá Háskóla Ís-lands og stundar meistaranámvið Landbúnaðarháskólann áHvanneyri samhliða starfinu.Héraðssetrið er nú til húsa ínýbyggðu skrifstofuhúsi á

Hvanneyri ásamt fjölmörgumöðrum stofnunum land-

búnaðarins. Nýtt símanúmerhéraðssetursins er 433-7059.

Getur verið að svona fyrirbæri verði algeng sjón ííslenskum sveitum í framtíðinni?

Ref hefur fjölgað mjög í öllumhreppum í Flóanum og segirGuðmundur Stefánsson, oddviti íHraungerði í Hraungerðishreppi,að segja megi að tófan sé kominum allt í Flóanum.

Hann segir að tófa sæki mjögað sumarbústaðabyggðinni íGrímsnesi. Þar sé friðland fyrirhana því enginn skjóti inni ísumarbústaðabyggðinni. Að aukigangi fólk oft illa frá úrgangi semtófan sæki í.

,,Hún fer einnig yfir ána ogsíðan niður allan Flóa. Það erorðið svo mikið af tófu hér ásvæðinu að við verðum að fara aðbregðast við af meiri þunga enverið hefur við veiðar á henni ogþað er í undirbúningi," sagðiGuðmundur Stefánsson.

Hilda Pálmadóttir á StóraÁrmóti sagði í samtali viðtíðindamann Bændablaðsins aðþað helsta sem plagaði fólk þar ábæ væru tófur.

,,Þær eru farnar að valsa hérum allar sveitir. Eitthvað hafa þærverið að fara í lömb hér íhreppnum og fuglalífið hefur látiðnokkuð á sjá. Eitt greni hefurfundist hér svo gott sem viðbæjardyrnar okkar og tófa hefursést víða í hreppnum og líka áSkeiðunum. Sumum finnst aðgjarnan mætti verða átak í aðveiða kvikindin. Það er ekkertsérstaklega spennandi að hafa þausvona gott sem á hlaðinu hjá sérog að auki valsandi innan umkindurnar í haganum," sagði HildaPálmadóttir.

Refaplága í Flóanum

Heildarfjöldi nemenda við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri verður ríflega 160 á komandi vetri. Nýirnemendagarðar með 19 íbúðum voru opnaðir síðastliðinn vetur og um næstu áramót verður lokið við annaneins áfanga með 18 íbúðum. PJ byggingar ehf. sjá um framkvæmdirnar. Hér er horft út um glugganýbyggingarinnar á gömlu skólahúsin Bændablaðið/Torfi

Nýir nemendagarðar

Page 4: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

4 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Sláturhúsið í Búðardalekki lagt niður

Dalamenneru að

endurbætahúsið

Nefnd á vegum landbúnaðar-ráðherra sem fór yfir málefnisláturhúsa í landinu lagði til að11 sláturhúsum yrði boðinnstyrkur til úreldingar og þáværu eftir þau 7 sláturhús semhafa viðurkenningu Evrópu-sambandsins. Sláturhúsið íBúðardal er ekki í hópi þessara7 húsa en heimamenn vilja ekkiúrelda húsið. Þeir ætla aðendurbæta það þannig að þaðnái ESB-staðlinum og haldaáfram slátrun í því. Haraldur L.Haraldsson, sveitarstjóri Dala-byggðar, sagðist telja víst að svoverði.

Endurbætur hafnar,,Menn eru byrjaðir að vinna

að því að húsið nái ESB-staðlinumog í fyrra var framkvæmt fyrir um8 milljónir króna í endurbótum áhúsinu og nú eru uppi plön um aðhalda áfram í sumar. Við munumekki ná að ljúka framkvæmdunumí haust en stefnum að því að þaðgeti orðið haustið 2004. Það eralla vega sú áætlun sem mennvinna nú eftir," sagði Haraldur.

Hann sagði að í fyrra hefði alltónýtt járn á húsinu verið endur-nýjað og að meiningin væri aðljúka endurbótum utanhúss í sum-ar og fara síðar í þær breytingarsem nauðsynlegar eru innanhússtil þess að ESB-staðli verði náð.

Öflug kjötvinnslaMiðað við hina venjulegu

sláturtíð hér á landi taldi Haraldurað mögulegt væri að slátra um 40þúsund fjár í húsinu en það er ekkistórgripasláturhús heldur aðeinsfyrir sauðfé.

Í tengslum við sláturhúsið íBúðardal er kjötvinnsla þar sem15 til 20 manns hafa starfað alltárið. Haraldur bendir á að fyrirekki stærra pláss en Búðardalskipti þetta verulegu máli í at-vinnulegu tilliti. Kjötvinnslan íBúðardal er öflug og vinnur kjötfyrir Bónus og fleiri verslanir ílandinu.

Þessi tæki (milkmaster) erustillanleg á marga vegu eftiróskum eða sérvisku hvers og einsbónda og ýmsar gagnlegar upp-lýsingar er hægt að lesa af skjátækisins s.s. mjólkurmagn semgerir þá kjarnfóðurgjöf skilvirkariþar sem bóndinn er í raun aðmæla úr kúnum í hvert mál.

"Hér er oft um að ræða fólksem á tiltölulega ný fjós og vill

síður endurnýja þau í hólf og gólf.Einnig má í þessum hópi bændafinna fólk sem er komið um eðayfir miðjan aldur og vill ekkistanda í miklum fjárfestingum envill létta sér störfin en algengt erað mjaltafólk í básafjósum bili áefri árum í hnjám og baki. Þámega menn ekki gleyma því aðþað er hægt að rífa þessi brautar-kerfi niður og selja þau ef

viðkomandi hættir búskap," sagðiKristján. "Ég er eins og mein-dýraeyðir í veiðihug, ég vil út-rýma gömlu rörmjaltakerfunumþví þau eru - að mínu mati -líklega ein af orsökum bágrarjúgurheilsu auk þess sem flutn-ingsgeta þeirra er slök þegar umer að ræða vel mjólkandi kýr.Auðvitað er ég láglínumaður enþað er mikið dýrari leið og ekkiskynsamleg fyrir alla."

Elín Sigurðardóttir í NeðriVindheimum á Þelamörk sagði aðnú væri liðið um eitt ár síðan húnog maður hennar, Sverrir B.Sverrisson, hefðu tekið kerfið ínotkun. "Við greiddum rúmarþrjár milljónir fyrir kerfið meðvirðisaukaskatti," sagði Elín. Þessmá geta að fjósið í Neðri Vind-heimum er þrístætt og því varðbrautarkerfið lengra og dýrara ent.d. í tvístæðu fjósi. Í fjósinu íNeðri Vindheimum eru 46 kýr ogframleiðsluréttur búsins er 185

þúsund lítrar og mjólkað er með 5tækjum. "Eftir að við fengumþetta brautarkerfi erum við umhelmingi fljótari að mjólka, envinnan við mjaltirnar er líkamiklu léttari. Flestar kúnna sættusig við breytinguna án mótmæla."Í Neðri Vindheimum og Skriðueru tölvustýrðar þvottavélar semþvo kerfin eftir mjaltir. Þær eruafar fullkomnar og forritanlegar,hita t.d. þvottavatnið ef það erekki nægilega heitt þannig að íraun gerilsneyðist mjaltakerfið al-gjörlega í þvotti.

Sigríður Sverrisdóttir ogÞór Jónsteinsson búa í Skriðu íSkriðuhreppi (Hörgárbyggð)ásamt foreldrum Sigríðar. Þautóku brautarkerfi með sex tækjumí notkun fyrir nokkrum vikum.Þau tóku undir orð Elínar varð-andi tímasparnað og léttari vinnu."Þá má skoða þessa leið semstökkpall í eitthvað annað. Fjósiðhér er ekki gamalt og mikið eftir íþví," sagði Þór og gat þess aðkostnaðurinn hefði numið tæpumþremur milljónum. Í Skriðu ertvístætt fjós með 40 kúm og fram-leiðslurétturinn er 180 þúsundlítrar. Eftir að brautarkerfið komupp tekur um 40 mínútur aðmjólka. Allt gamla rörmjalta-kerfið var lagt til hliðar þegarbrautarkerfið kom til sögunnar.Sigríður sagði að það hefði tekiðrúma viku að setja kerfið upp. Ábáðum þessum bæjum komabrautarkerfin frá DeLaval.

Þór bóndi í Skriðu með son sinn, Egil Má.

Elín Sigurðardóttir, bóndi á Neðri Vindheimum. Við hlið hennar ervinnumaðurinn á bænum, Geir Konráð Theodórsson, en þá kemurKristján Gunnarsson, mjólkureftirlitsmaður.

Á liðnum mánuðum hafa margir norðlenskir bændur látið setjaupp brautarkerfi í fjósin hjá sér. Kostnaður við uppsetningu svonakerfa, auk mjaltabúnaðar, er að sjálfsögðu aðeins brot af þeimútgjöldum sem verða við kaup á mjaltabás eða róbót. KristjánGunnarsson, mjólkureftirlitsmaður hjá Norðurmjólk, sagði að á sl.tveimur árum hefðu um 17 bændur á svæði Norðurmjólkur rifiðniður gömlu rörmjaltakerfin og keypt brautarkerfi. Vinna viðmjaltir verður mun léttari en talið er að fólk þurfi að beygja sighelmingi sjaldnar en það helgast af því að hér fylgja sjálfvirkir af-takarar sem gera það að verkum að ekki hangir um of á kúnum.Þetta kerfi gefur fólki færi á að mjólka með fleiri tækjum og styttaþar með mjaltatímann og ekki má gleyma því að þetta er munbetra mjaltakerfi fyrir kúna en gömlu rörmjaltakerfin vegna af-kasta og flutningsgetu brautarkerfisins.

Sautján bændur á svæði Norður-mjólkur hafa rifið niður gömlu rör-mjaltakerfin og keypt brautakerfi

"Ábyrgð lánastofnana á þvíástandi sem nú ríkir ákjötmarkaði er mikil og þarvirðist Búnaðarbankinn vera ífararbroddi. Það hlýtur að veraspurning hvernig við eigi aðbregðast en bankinn er tilbúinnað tapa háum fjárhæðum til aðhalda úti skemmdarverka-

starfsemi á kjötmarkaði," sagðiGunnar Sæmundsson,varaformaður stjórnarBændasamtaka Íslands, íávarpi á aðalfundi sauðfjár-bænda sem haldinn var á HótelVin í Eyjafjarðarsveit fyrirskömmu. "Því miður er Lána-sjóður landbúnaðarins ekki

saklaus heldur. Gjaldþrotafyrirtæki eru endurreist hvaðeftir annað. Til hvers? Fyrirhvern? Það hlýtur að veraspurning sem sauðfjárbændurverða að velta fyrir sér, hvaðþeir eigi að greiða gjald tilsjóðsins í þeim mæli sem núer."

Gunnar sagði fjölda aðila ákjötmarkaði stefna í gjaldþrotef ekki yrði gripið til róttækraaðgerða. "Nú er svo komið aðeðlileg markaðslögmál ná ekkifram að ganga heldur er spurn-ingin að lifa af með klækjum ogbrögðum á annarra kostnað."

Varðandi sláturhúsamálinsagði varaformaðurBændasamtakanna að þar yrðumenn að taka upp annanhugsunarhátt. "Það er vonlaustað hægt sé að halda uppiatvinnu við sauðfjárslátrun áöllum þeim stöðum sem núslátra sauðfé. Framtíðin er súað bændur munu leggja inndilka sína hjá þeim aðilum sembjóða besta verðið og menntreysta til að standa viðgreiðslur á réttum tíma. Það erekki nóg að bjóða gott verð efekki er staðið viðgreiðsludaga."

Búnaðarbankinn tilbúinn til að tapa háumfjárhæðum til að halda úti skemmdar-

verkastarfsemi á kjötmarkaði- segir varaformaður stjórnar Bændasamtaka Íslands

2. septemberFyrsta blað

eftir sumarleyfi

Úttekt á stöðu ognýtingu lax-ogsilungsstofna

Aðalfundur Landssambandsveiðifélaga, sem haldinn var áHúsavík dagana 13.-14. júní 2003,skorar á stjórnvöld að láta farafram heilstæða úttekt á stöðu ognýtingu laxa-og silungstofnalandsins. Sú úttekt taki til verð-mætasköp- unar, lagaumhverfis,nýtingar auk líffræðilegrar stöðuog ástands. Stjórnvöld tryggi aðlagaumhverfi og fjármagn sé tilstaðar og að það nýtist til vernd-unar og viðhalds á auðlindinni.

Page 5: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 5

VGK hefur í 40 ár verið sjálfstætt og óháðverkfræðifyrirtæki sem hefur stuðlað að tækni-framförum og nýsköpun. Frá upphafi hefurfyrirtækið fengist við ýmis verkefni tengdstórum og smáum vatnsafls- og jarðhita-virkjunum.

VGK tekur að sér:

• Undirbúningsathuganir

• Kostnaðaráætlanir og mat á hagkvæmni

• Umhverfis- og skipulagsmál

• Leyfisumsóknir

• Kortagerð og hæðarmælingar

• Aðstoð við samningagerð

• Val á vélbúnaði og hönnun lagna

• Hönnun raf- og stjórnbúnaðar

• Eftirlit með framleiðslu búnaðar og uppsetningu

Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf.Laugavegur 178 105 Reykjavík

Sími: 5400100 Bréfsími: 5400101 Veffang: www.vgk.is

VGK getur tekið þátt í fjármögnun lítilla og hagkvæmra virkjunarkosta (stærri en 100 kW).

Góður undirbúningur er grundvöllur að góðum árangri -

40

ár í f

rem

stu r

öð

-

Sumarið 2003 verður greitt álagá dilkaslátrun samkvæmt eftirfaranditöflu. Einungis er greitt út á flokka E-O: 1 og 2. Landssamtök sláturleyfis-hafa sjá um greiðslu álagsins tilbænda og verður það greitt í einulagi fyrir lok október með sama hættiog beingreiðslur. Þessa töflu, ásamtfleiri verðtöflum um slátrun, er aðfinna í Handbók bænda 2003 semfæst hjá Bændasamtökunum.

júní - 12. júlí, 1.100 kr. pr. dilk 13. - 19. júlí, 1.000 kr. pr. dilk 20. - 26. júlí, 900 kr. pr. dilk 27. júlí - 2. ágúst, 800 kr. pr. dilk 3. - 9. ágúst, 700 kr. pr. dilk 10. - 16. ágúst, 500 kr. pr. dilk17. - 23. ágúst, 400 kr. pr. dilk24. - 30. ágúst, 200 kr. pr. dilk31. ágúst - 6. sept., 100 kr. pr. dilk

Landssamtök sláturleyfishafa

Álag á sumarslátrun 2003

sími: 433 7000 – fax: 433 7001 – netfang: [email protected]

N Á M S K E I Ð H J Á E N D U R M E N N T U N L B H

MATSVEPPIR ÚR SKÓGI Námskeið á Hvanneyri 18.-19. ágúst

fyrir áhugafólk um matsveppi í náttúru Íslands.

Á Fjallað verður um sveppategundir, eðli og útlit sveppa, tínslu þeirra, verkun og geymslu.

Á Farið verður í sveppatínsluferðir og “aflinn” skoðaður og unninn á eftir. Verkleg sýnikennsla.

Á Einnig ræddar hugmyndir um matreiðslu sveppanna. Sjá dagskrá á heimasíðu LBH.

Leiðbeinandi er Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur.

S k r á n i n g h j á L B H f y r i r 8 . ágúst .

Nánari kynning á námskeiðum á heimasíðu LBH, www.hvanneyri.is

EN

DU

RM

EN

NT

UN

LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN Á HVANNEYRI

Spar Bæjarlind, er góður kostur fyrirþá sem vilja gera hagkvæm innkauptil heimilisins, allt á einum stað og á

frábæru verði

Page 6: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

6 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins ogfjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirraer stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn

kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)

Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór SigurdórssonNetfang blaðsins er [email protected]

Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins

Bændablaðinu er dreift í tæpum 8000 eintökum. Íslandspóstur annast það verk að mestu leyti.

ISSN 1025-5621

BblBændablaðið er málgagníslenskra bænda

Misskilin náttúruverndFram kom í Bændablaðinu á dögunum að álftum hefði

fjölgað gífurlega en tún og kornakrar liggja víða undirskemmdum af völdum þessara fugla. Í sömu frétt kom fram aðekki hefur fengist fjárveiting til þess að ráða mann í starf til aðkoma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra og annastleiðbeiningar til þeirra sem verða fyrir skaða af þeim. Hinsvegar segir í lögum nr. 94/1994: „Veiðistjóraembættið leiðbeinirþeim sem stunda veiðar og aðrar aðgerðir til þess að koma í vegfyrir tjón af völdum villtra dýra“. Brýnt er að þessum þættiumræddra laga verði framfylgt en nú svo komið að þolinmæðibænda er þrotin og þörf á róttækum aðgerðum. Biðlund mannaeru skorður settar, einkum þegar sanngjörnum hagsmunum erógnað og vilji til að koma til aðstoðar virðist takmarkaður.Nauðsynlegt er að leyfðar séu staðbundnar veiðar á álft til aðkoma í veg fyrir verulegt tjón af völdum þeirra.

Bændur fyrir vestan fullyrða að ref hafi fjölgað á Vest-fjörðum undanfarin ár og kenna um friðun hans á Hornströnd-um. Þeir, sem staðið hafa að friðun tófunnar á svæðinu, hafnaþessu. Það skiptir þó ekki máli um hvaða rándýr er að ræða -engum er greiði gerður með offjölgun þeirra. Fram kom í áður-nefndri frétt í Bændablaðinu - og haft eftir þeim sem stundaeggjatöku í Hornbjargi - að tófan leiti nú í bjargið í ætisleit.Fullyrt er að ástandið hafi aldrei verið verra en í vor og aðrefurinn hafi hreinlega hrakið fuglinn burt þar sem hann hafiengan frið til að verpa.

Talið er að villimink hafi fjölgað á undanförnum árum enhann veldur ómældu tjóni á fuglalífi landsins, auk þess að herjaá fisk og seiði í ám og vötnum. Í því sambandi má minna áályktun búnaðarþings 2003 um „að villiminkur á Íslandi verðiskilgreindur sem meindýr sem beri að útrýma úr íslenskrináttúru með öllum tiltækum ráðum.“ Villiminkurinn var flutturtil landsins á sínum tíma á ábyrgð stjórnvalda. Því er það rétt-mæt krafa að þau sömu stjórnvöld taki af alvöru á því skaðræðisem minkurinn er í íslensku lífríki.

Sagan segir að fyrir nokkru hafi sést til útlendra ferðamannasem voru að rífa niður vörðu á heiðum uppi þar sem þeir tölduhana „skemma“ landslagið. Þegar þeim var bent á að á veturnagæti varðan skipt sköpum fyrir þann sem væri á ferðalagi áttuðuþeir sig á að hér á landi á annað við en í ofurskipulögðumheimshlutum.

Nýlega hafnaði reykvískur ljósmyndari ósk Bændablaðsins umnotkun á prýðilegri mynd sem sýndi tófu á Hornströndum meðfugl í kjaftinum. Hann kvaðst ekki kæra sig um að myndskreytafrétt um refaveiðar, þar sem hann teldi að friða eigi tófur. Þessarsömu tófur hafa nánast skrúfað niður í mófuglum víða áVestfjörðum og halda nú suður á bóginn í leit að æti. Ferðafólk,sem hefur gengið um Hornstrandir, saknar söngs mófuglanna envaknar gjarnan við þrusk í refum í ætisleit. Hið sama virðist vera íuppsiglingu í Flóanum - samanber frétt á blaðsíðu 3. Vargfuglnemur líka land og eyðileggur æðarvarp og má í því sambandinefna Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, þar sem skúmur er á góðri leiðmeð að eyðileggja varpið. Þess má geta að æðarbændur hafa umárabil óskað eftir því að fá að skjóta skúm í friðlýstu æðarvarpiutan Skaftafellssýslna, en því hefur ætíð verið hafnað með einniundantekningu.

Utan úr heimi heyrast raddir sem bergmála hér á landi og segjaað náttúruvernd felist í leit að jafnvægi - þar sem maðurinn sénánast áhorfandi. Tilraun af því tagi virðist nú í gangi í friðlandinufyrir vestan og er útkoman, enn sem komið er, verulegtáhyggjuefni. Kreddusjónarmið eða skortur á fjármagni mega ekkiráða ríkjum þegar kemur að náttúruvernd - sem á fyrst og síðast aðbyggja á heilbrigðri skynsemi. /ÁÞ

Niðurstöður úr skoðanakönnunHér á eftir fylgja þær

spurningar sem lagðar voru framog svör við þeim:

Er verkefni þitt starfrækt nú?87% svarenda sögðu svo vera. Þeirsem höfðu hætt sögðu það veravegna: brottflutnings, heilsu-brests, gjaldþrots eða tíma-bundinnar stöðvunar.

Hefur uppbygging þess gengiðeins og vonir stóðu til? 77%svarenda sögðu svovera.

Hafa áætlanirþínar um starfseminastaðist? 81%svarenda kvað svohafa verið.

Hversu margirstarfa við verkefnið,starfshlutfall? 74%þeirra sem svöruðugerðu grein fyrirárangrinum. Þeir tölduað alls hefðu 33 árs-störf orðið til vegnaverkefna sem þeirhefðu stofnað til áfjögurra ára tímabili.

Var fyrirgreiðslasjóðsins nægileg?73% svarenda töldusvo vera, en fjórðungur þeirra taldiað styrkurinn hefði þurft að verahærri.

Hversu miklu skiptir það aðeiga þess kost að fá styrk úrsjóðnum til verkefna eins og þíns?90% svarenda sögðu að það hefðiskipt mjög miklu eða miklu máliað hljóta styrk til verkefnisins.

Hafði styrkurinn eitthvertannað gildi heldur enfjárhagslegt? 72% svarendasvöruðu því játandi.

Hvert er markaðssvæði þitt?Rúmlega helmingur þeirra semsvaraði telur allt landið semmarkaðssvæði og þar næst komheimahérað.

Hver var brúttóvelta verkefnis-ins árin 2001 og 2002? Meðal-velta á verkefni hjá þeim semsvöruðu var kr. 1.209.400 fyrirárið 2001 og kr. 1.332.200 fyrirárið 2002.

Hefði átt að gera meiri kröfurum þjálfun eða fræðslu í upphafi?84% svarenda svöruðu því neit-andi.

Er samvinna við aðra umframleiðslu eða sölu? 55% svar-enda sögðu svo vera. Ekki reyndistunnt að fá fram í hvaða formi súsamvinna væri.

Ert þú aðili að félagsskap semtengist framtaki þínu? Svarendur

skiptust í tvo nokkuð jafnstórahópa sem sögðust ýmist virkir ífélagsskap tengdum verkefninueða þeir voru utan alls félags-skapar.

Hyggur þú á frekari fram-kvæmdir eða fjárfestingu til at-vinnuauka? 68% svarendasvöruðu því játandi.

Er þörf á frekari styrk og þá tilhvers? 74% svarenda töldu svovera.

UmfjöllunUm þrjá fyrstu liðina er tæpast

hægt að álykta annað en að mjög velhafi tekist til varðandi úthald, upp-byggingu og áætlanir umsækjenda.

Varðandi það hversu mörg störfhafa orðið til þá hljóðar svar þeirrasem svöruðu upp á 33 ársstörf. Eftekið er tillit til þess að 87% verkefnaí úrtakinu eru enn gangandi, en 35þátttakendur (74%) svara spurn-ingunni, þá má telja líklegt að störfinséu í raun nokkru fleiri.

Samkvæmt þessu virðist hverstyrkveiting hafa skapað 0,94 árs-störf hjá þeim sem svöruðu. Með þvíað líta yfir sviðið frá upphafi ogyfirfæra niðurstöðu könnunarinnar áallt tímabilið þá kemur eftirfarandi íljós. Þegar könnunin var gerð höfðusamtals 424 aðilar hlotið styrk fráupphafi. Með framreikningi sam-svarar þetta 399 ársstörfum, þar semSmáverkefnasjóður hefur átt hlut aðmáli. Ef litið er á heildarupphæðstyrkja frá upphafi og deilt meðáætluðum fjölda starfa, þá hefurhvert stöðugildi kostað sjóðinn175.990 kr.

Rétt er að geta þess að deila máum hversu raunhæfir svona fram-reikningar eru. Ef þeir standast eraugljóst að ótrúlega lága upphæðþarf til þess að skapa atvinnu á þvísviði sem Smáverkefnasjóður starfar.

Hafa ber í huga að líklega gera þátt-takendur í könnuninni fremur litlarkröfur um tekjur á bak við hvert árs-starf sbr. tölurnar um ársveltu. Þóttdeila megi um réttmæti framreikn-inga úr skoðanakönnun sem þessari,þá sýnir könnunin að um ótvíræðanárangur var að ræða hjá þeim semsvöruðu.

Varðandi þá hámarksupphæðsem veitt hefur verið virðist sem all-vel hafi til tekist við að afmarka þannhámarksstyrk sem veittur er á hvertverkefni. Hámarksstyrkur á verkefnivar frá upphafi og til ársins 2003 kr.300 þúsund en meðal styrkupphæð,sem veitt var á hvert verkefni, var þómun lægri. Hámarksstyrkur varsíðan hækkaður í kr. 500 þúsund áárinu 2003.

Greinilega kom fram að mikluskipti fyrir verkefnin að eiga þesskost að fá styrk því að oft er verið aðráðast í ný verkefni af litlum efnum.Hvort styrkurinn hefði eitthvertannað gildi heldur en fjárhagslegt þásögðu langflestir svo vera og notuðuumsögn eins og "hvetjandi, tiltrúannarra, að starfa heima, viður-kenning og félagslegt gildi."

Varðandi það hvert væri helstamarkaðssvæði framleiðslunnar, þákemur nokkuð greinilega í ljós aðþað er landið allt en heimamarkaðurvirðist minni heldur en oft hefurverið talið.

Varðandi ársveltu verkefnannakemur í ljós að hjá nokkrum að-spurðra er hún fremur lág. Margirgáfu þá skýringu að starfsemi þeirraværi fyrst og fremst menningarleg ogtekjur kæmu inn með óbeinum hættiog jafnvel á aðra liði eins og almennaþjónustu en starfsemin væri þráttfyrir það nauðsynleg vegna annarraverkefna. Því má telja að ársvelta sévíða raunverulega talsvert hærriheldur en svörin sýna beinlínis.

Þegar spurt var um tengsl við fé-lagsskap tengdan verkefninu kom íljós að helst var um slíkt að ræðavarðandi starf í handverkshópumþótt svörun á þessu sviði væri býsnafjölbreytileg.

Athygli vekurhversu margir hyggja áfrekari framkvæmdirvið núverandi verkefni,sem styður þá ályktunað vel hafi tekist til íupphafi.

Þegar spurt var umþörf fyrir frekari styrkog til hvers þá kom íljós að þörfin er fyrirhendi hjá langflestumog þá helst til fjár-festinga og markaðs-setningar.

Að lokumTekið skal fram að

alls svöruðu 43,5%aðspurðra. Æskilegrahefði verið að fá fleiri

svör. Niðurstaðan hlýtur þó að veragóð vísbending um árangur starfsinsþví að svörin eru eindregið á þannveg að vel hafi tekist til við að styrkjaverkefni sem skila talsverðumtekjum og skapa mörg störf.Ánægjulegt er hversu margirhyggjast auka starfsemi á því sviðisem styrkt var og telja þá væntanlegaað það sé líklegt til árangurs.Augljóst ætti að vera, samkvæmtofangreindri könnun, að starfSmáverkefnasjóðs landbúnaðarinshefur skilað umtalsverðum árangri.

Ákveðið hefur verið að Smá-verkefnasjóður muni starfa enn umsinn með svipuðu sniði og veriðhefur. Í árslok 2004 verður tekinákvörðun um framhaldið.

Stjórn Smáverkefnasjóðs skipa:Jóhanna Pálmadóttir, Akri A-Húna-vatnssýslu formaður, Jónas Helga-son, Æðey N-Ísafjarðarsýslu og JónG. Guðbjörnsson, framkvæmdastjóriFramleiðnisjóðs landbúnaðarins.

Umsjónarmaður með daglegumrekstri sjóðsins er Árni Snæ-björnsson, Bændasamtökum Íslands.

Upplýsingar um sjóðinn, ásamtumsóknareyðublöðum, fást hjáBændasamtökum Íslands, búnaðar-samböndum og á heimasíðu BÍ,bondi.is.

Árni Snæbjörnsson,Bændasamtökum Íslands

Smáverkefnasjóður landbúnaðarins

Hvaða árangriskila styrktar-

verkefni sjóðsins?Smáverkefnasjóður landbúnaðarins var stofnaður í árslok 1990 með

sérstakri fjárveitingu frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Frá upphafihefur hann haft sérstaka stjórn og er svo enn. Tilgangur hans er og hefurverið að styðja við framtak og hugmyndir fólks í dreifbýli sem eflt gætuatvinnusköpun. Þau verkefni sem notið hafa styrkja eru afar fjölbreytilegþó að handverk hvers konar og starfsemi tengd því sé mest áberandi.

Þegar sjóðurinn hafði starfað í nokkur ár var gerð könnun á árangristarfsins. Niðurstaðan var á þann veg að augljóst þótti að halda áfram. Áárinu 2002 fannst stjórn sjóðsins kominn tími til þess að kannaárangurinn eftir tíu ára starf.

Á þeim tíma sem könnunin var gerð höfðu sjóðnum borist 544umsóknir, þar af höfðu 424 (78%) hlotið styrk. Hlutfallsleg skiptingþessara styrkja er þannig: konur 50%, karlar 30% og félagslegarumsóknir 20%.

Í mars 2002 sendi stjórn Smáverkefnasjóðs spurningalista til allrasem fengið höfðu styrk úr sjóðnum undanfarin fjögur ár þar semstyrkþegar voru spurðir um árangur og afdrif þeirra verkefna sem hlotiðhöfðu styrk í því skyni að meta þann árangur sem styrkveitingar sjóðsinshafa skilað.

Page 7: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 7

Auglýsingar eru stundumeinkennilega orðaðar. Hér erunokkur dæmi um óheppilegaorðaðar auglýsingar.

Sérstakur hádegisverðarmatseðill:Kjúklingur eða buff kr. 600,kalkúnn kr. 550, börn kr. 300.

Til sölu: Antikskrifborð, hentar veldömum með þykka fætur og stórarskúffur.

Nú hefur þú tækifæri til að láta gataá þér eyrun og fá extra par meðþér heim.

Við eyðileggjum ekki fötin þín meðóvönduðum vélum, við gerum þaðvaranlega í höndunum.

Til sölu nokkrir gamlir kjólar afömmu í góðu ástandi.

Þetta hótel býður upp ábowlingsali, tennisvelli, þægilegrúm og aðra íþróttaaðstöðu.

Brauðrist: Gjöfin sem allirfjölskyldumeðlimir elska, brennirbrauðið sjálfvirkt.

Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmannvantar, kvenmann, til starfa.

Vantar mann til að vinna ídínamítverksmiðju. Þarf að veratilbúinn til að ferðast.

Notaðir bílar. Því að fara annað ogláta svíkja sig. Komdu til okkar!

Vinna í boði fyrir mann til að hugsaum kú sem hvorki reykir nédrekkur.

Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dagog við munum veita þér ókeypisaðstoð.

Gott ruglFyrir skömmu gerðist það aðRagnar Ingi Aðalsteinsson kenndiHjálmari Freysteinssyni lækni vísuí vísnaþætti, sem var eftir nafnahans Jónsson Dómkirkjuprest.Hjálmar Freysteinsson sagði m.a.,,Þó þetta sé svosem ekkert mjögvond vísa þótti mér rétt aðbregðast illa við."

Ragnar er ræksni hið mesta,rosalegt hvernig hann er,andlegar afurðir prestaætlar að kenna mér.

En svo sá ég að svona rugl gætinú líka komið sér vel.Eftir þetta engu kvíðer í málum fínum,kersknisvísur, klám og níðkenni nafna mínum.

Ranghverfan af Hróa hetti?Séra Hjálmar svaraði þessumvísum nafna síns og sagði:Kannski er Ragnar Ingiranghverfan af Hróa hetti.

Misskiptingu má hér sjáer magnað Ragnar hefur.Tekur af þeim sem ekkert áog efnamönnum gefur.

Mælt afmunni fram

Umsjón Sigurdór Sigurdórsson.Netfang: [email protected]

Jörðin Esjuberg á Kjalarnesihefur verið byggð frá landnámstíð.Þegar írskur maður af nafniÖrlygur flúði frá Írlandi til Íslandsleitaði hann á náðirlandnámsmannsins Helga bjólusem nam Kjalarnes og bjó á Hofi áKjalarnesi. Örlygur reisti bú áKjalarnesi en þegar hann varorðinn aldinn kom skip frá Írlandiog meðal skipverja var rík konasem Esja hét. Örlygur stóð upp úrbúi sínu fyrir henni og settist húnað á Esjubergi. Heitir fjallið ogjörðin eftir henni.

Nú ræður ríkjum á EsjubergiSverrir Ólafsson myndlistarmaðursem reisti og rak um árabillistamiðstöðina í Straumi. Sverrirkeypti jörðina Esjuberg og ætlarsér að koma þar upp alhliðamenningarmiðstöð. Hann hefuróskað eftir viðræðum viðReykjavíkurborg um stofnstyrk tilverkefnisins og hugsanlegssamstarfs um listamiðstöðinaþannig að Reykjavíkurborg fengifastan aðgang að gestarými ogvinnustofu fyrir sínagestalistamenn. Ágætt íbúðarhúser á jörðinni með þremur íbúðumfyrir sjö til níu gesti. Auk þess erSverrir að innrétta annað hús semíbúðarhús fyrir sjálfan sig og lokshyggst hann gera upp öll útihús ájörðinni til afnota fyrir hvers konarlistastarfsemi.

Endurheimt votlendisÞar fyrir utan hefur hann

ákveðið að endurheimta gríðarlegamikið votlendi á jörðinni sem vará sinni tíð þurrkað upp meðskurðum. Skurðirnir eru að fallasaman og gróa upp og því tilvaliðað endurheimta votlendið sem þarvar og endurvekja fuglalífið.Ætlunun er líka að koma þar upptjörnum með lækjum á milli ogsetja silunga í tjarnirnar. Þá hyggstSverrir gróðursetja eins mörg tré ásvæðinu og mögulegt er.

Hann segist hafa rætthugmyndina við votlendisnefndlandbúnaðarráðuneytisins ogfuglafræðingaNáttúrufræðistofnunar og hefurhann verið hvattur af þeim til að

gera alvöru úr því að endurheimtaþetta votlendi og hafa þeir boðiðhonum sérfræðiaðstoð við það.Frekar auðvelt er að endurheimtavotlendið á Esjubergi því mikiðvatn kemur úr hlíðum Esju ásvæðið.

FornminjarÍ landi Esjubergs eru merkar

fornminjar frá landnámstíð.Fornleifafræðingar á vegumÁrbæjarsafns hafa merkt ogkortlagt allt svæðið. Sverrir hefurhug á að ganga þannig frá því að

almenningur eigi þess kost aðskoða það undir leiðsögn ekkiósvipað og gerist á Stöng íÞjórsárdal

Sverrir sagði í samtali viðtíðindamann Bændablaðsins að súmenningarmiðstöð sem hann værimeð í huga á Esjubergi værihugsuð á miklu breiðari grunni enlistamiðstöðin sem hann rak íStraumi.

,,Ég hef hugsað mér að hérgætu fræðimenn og vísindamennfengið aðstöðu og auðvitaðlistamenn hvers konar.Útihúsunum ætla ég að breyta ívinnustofur af ýmsum gerðum.Hér er stór og mikil heyhlaða semég hef hug á að breyta íkvikmyndaver því bæði er húnrúmgóð og þar er mjög hátt tillofts eins og nauðsynlegt er íkvikmyndaverum. Ég veit að þeirsem eru að gera kvikmyndir hér álandi eru oft á hrakhólum meðaðstöðu til kvikmyndunarinnanhúss," sagði Sverrir.

Fjöldi fyrirspurnaÍ starfi sínu í Straumi var

Sverrir í tengslum við listamenn,erlenda sem innlenda. Sömuleiðishefur hann unnið mikið aðlistsköpun sinni erlendis, meðalannars víða í Suður-Ameríku.Hann segist því vera íkunningsskap við listamenn umallan heim. Um leið og þaðspurðist til kunningja hans og vinaað hann væri búinn að kaupajörðina tók að rigna yfir hannfyrirspurnum frá erlendumlistamönnum sem vilja koma tilÍslands og vinna að list sinni envantar aðstöðu.

,,Þær eru sennilega orðnar yfir200 fyrirspurnirnar ogumsóknirnar sem ég hef fengið frálistamönnum sem vilja komahingað og vinna. Þetta eitt sýnirhve þörfin fyrir svona listamiðstöðer mikil," segir Sverrir.

Hér er að sjálfsögðu um aðræða dýrar framkvæmdir. Sverrirsegist þegar vera búinn að leggjaum 25 milljónir króna í þettaævintýri sitt og telur að það munikosta um 20 milljónir til viðbótarað koma menningarmiðstöðinniupp fullbúinni. Þar semKjalarnesið hefur verið sameinaðReykjavíkurborg segist hann hafasnúið sér til borgarinnar umstofnstyrk við að koma stöðinniupp. Sverrir hefur fengiðfyrirtækið Endurskoðun ogreikningsskil ehf. til að gera fyrirsig rekstraráætlun fyrirmenningarmiðstöðinni og er húnvæntanleg fljótlega. Það semþegar er komið segir Sverrir að lítivel út.

Gömul þulaHafið þið heyrt um ána og hetjuna.

Hann Stjána.Snemma dags til dala drengur fór að smala.

Út um alla móa alltaf var að hóa.Hund einn lítinn hefur, honum skófir gefur.

Sauðfé saman elti, seppi hljóp og gelti.Hjörð í húsið gengur, hópinn telur drengur,

eina vantar ána æ það er hún Grána.Hann var afar hræddur hurðum lokar mæddur.

Lagði af stað í leitir, lengi göngu þreytir.Hana loks hann hitti hálf dauða í pytti.

Ennþá dró hún anda, en ekki mátti hún standa.Ekkert orð hann sagði, en ána á herðar lagði.

Hana í bæinn bar hann býsna þreyttur var hann.Bjó um hana í heyi, og hlúði að nótt sem degi.Á nýmjólk hana nærði og nýjan kraft það færði.

Líf menn eins og Stjáni, einni að hinna láni,þá hlýnaði í hugarvetri og heimurinn yrði betri.

-----Nú er spurt: Eftir hvern er þessi þula? Sendið línu til

Bændablaðsins!

Sverrir Ólafsson myndlistarmaður

Vill breytaEsjubergi í alhliðamenningarmiðstöð

Horft heim að Esjubergi.

Page 8: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

8 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Leyndarmál í Búðardal!Það er kunnara en frá þurfi að segja að starfsmenn Mjólkursamlagsins í Búðardal eru kappsamir í

vöruþróun. Á þessari mynd má sjá Jóhannes H. Hauksson, ostameistara og vöruþróunarstjóra, aðmeðhöndla súrmjólkurvöru sem er framleidd samkvæmt einkaleyfi fyrirtækis á Norðurlöndum. Þegarmyndin var tekin var Jóhannes að undirbúa sýni sem neytendahópur átti að prófa næsta dag. Ekki erunnt að segja meira um þessa nýju vöru annað en að hún kemur á markað næsta haust og að varanflokkast undir það sem gjarnan er nefnt "fæða með hlutverk". Sem sagt: Leyndarmál þar til í haust!

Í Bændablaðinu sem kom út hinn 24.júní 2003 er viðtal við Guðna Ágústssonlandbúnaðarráðherra þar sem farið er vítt ogbreitt yfir stöðu landbúnaðarins nú umstundir.

Margt ágætt kemur fram í viðtalinu einsog við er að búast (skárra væri það nú) og erekki að efa að ráðherrann vill landbúnað-inum og búandi fólki allt hið besta. Vonandier t.d. að spá Guðna um uppgang í ferða-þjónustu, hrossabúskap og trjárækt gangieftir og að sauðfjárræktin komist í það horfað lífvænlegt verði fyrir þá sem í hennistarfa.

En það er þegar farið er að fjalla umástandið á kjötmarkaðinum sem mér finnstslá dálítið út í fyrir ráðherranum. Blaða-maðurinn kemst svo að orði að ,,dökk ský"séu þar á lofti og í framhaldinu kemur semsvar frá Guðna spuni sem vart er hægt aðsitja undir og láta ósvarað. Ráðherrannheldur því til að mynda fram að kjúklinga-búin séu farin úr höndum bænda og komin íhendur einhverra ótilgreindra ,,sláturfélaga"og einhverra dularfullra ,,peningaafla ein-hvers staðar úr þjóðfélaginu" sem séu orðnireigendur þeirra. Þarna er svo frjálslega fariðmeð staðreyndir og fullyrðingar svo al-mennar, svo ekki sé sagt loðnar, að undrunsætir. Ég veit að Guðni veit betur og því ermér með öllu óskiljanlegt hvers vegna hannsetur þetta svona fram.

Sannleikurinn hvað þetta varðar er aðeitt kjúklingabú, Reykjagarður hf., er ímeirihlutaeigu Sláturfélags Suðurlands, enhafði áður verið í eigu Búnaðarbankans oghefur það verið rekið með tapi undanfarinmisseri, þrátt fyrir að bankinn hafi ausið íþað hundruðum milljóna. Tapið stafar af þvíað fyrirtækið (bankinn?) virðist ekki gerahina minnstu tilraun til að verðleggja afurðirbúsins þannig að einhver von sé til aðreksturinn standi undir sér. Þetta hefur hversem er getað sannreynt sem hefur fylgst meðverðlagningu ,Holtakjúklinga t.d. í Bónus-búðunum.

Þar sem Guðni ræðir um bú í eigupeningaafla gæti hugsanlega verið um aðræða ,Íslandsfugl sem virðist hafa níu lífeins og kötturinn, fer á hausinn næstum ár-lega og rís jafnharðan upp aftur og eins ogReykjagarður, virðist ekki þurfa að fá fyrirkostnaði, leikurinn er bara endurtekinn. Þarkoma að málinu sjóðir og sveitarfélög, þettaer nefnilega ,,landsbyggðarmál" og þá skipt-ir ekki endilega máli hvort reksturinn bersig. Svo er þetta atvinnumál líka, fólk gætimisst vinnuna fyrir norðan og ekki er það

gott, svoleiðis má bara gerast á Suð-Vestur-landi, þar er víst næga atvinnu að fá þráttfyrir allt atvinnuleysið! Enginn virðist leiðahugann að því hvað þetta fólk gerði áður enDalvíkurbúið reis upp eins og gorkúla fyrirörfáum árum og væri fróðlegt að sjá hvernigþað var fjármagnað á sínum tíma og kannskiekki síður núna síðast.

Guðni heldur því réttilega fram aðskuldir hverfi ekki heldur skipti um greið-endur og eru það ekki ný sannindi, en hversvegna skyldu menn taka þann kost að fallafrá hluta af sínum kröfum frekar en að knýjaviðskiptaaðila sína í gjaldþrot. Ætli það getinú ekki verið af því að fyrri kosturinn sémetinn betri til lengri tíma litið. Víst er sártað sjá á eftir stórfé í svokölluðum nauða-samningum en verra gæti verið að missagóðan viðskiptavin sem líklegt er að getispjarað sig sé til framtíðar litið.

Svo aftur sé vikið að eignarhaldi á kjúk-lingabúum þá er rétt að upplýsa svo dæmi sétekið að það eru nokkrir bændur sem eigaÍsfugl og leggja þar inn sínar afurðir, svonarétt eins og sauðfjárbændur leggja sínar innhjá t.d. Sláturfélagi Suðurlands.

Ísfugl er búinn að fara í gegnum gjald-þrot.

Einnig er eitthvað um að bændur leggiinn hjá Reykjagarði.

Reykjagarður væri eflaust gjaldþrota efBúnaðarbankinn kæmi ekki til.

Íslandsfugl er að nokkru sér á parti,verður gjaldþrota með vissu millibili eins ogáður er getið.

Hjá Móum er það þannig að um er aðræða dreifðan hóp bænda sem ýmist eru íverktöku hjá fyrirtækinu eða leggja innafurðir sínar með hefðbundnum hætti.

Móar fengu samþykktan nauðasamning íbyrjun júní og ganga nú í gegnum endur-fjármögnun. Móar voru byggðir upp afmyndarskap og framsýni svo sem Móastöðiner glöggt dæmi um og Guðni ætti að kannastvið, þar sem hann var eitt aðalnúmerið viðopnun hennar og hafði þar mörg orð um hvevel væri að staðið. Þá má geta þess aðbændur í viðskiptum við Móa eru allt frá ogmeð Húnavatnssýslu suður um og austur aðRangárvallasýslu.

Af þessu má sjá að það er með öllu rangtað halda því fram að kjúklingaframleiðslansé algjörlega farin úr höndum bænda endæmi eru vissulega um það, svo sem sjá máá Reykjagarði og Íslandsfugli á Dalvík.

Ingimundur Bergmann

Um „sorglega“... „sprengju"

Könnun sem gerð var á vegumVesturbyggðar og Tálknafjarðarum möguleika á aukinni ferða-þjónustu á þessum stöðumeykur mönnum vestra bjartsýniá að hægt sé að fjölga til munaferðamönnum í V-Barða-strandarsýslu frá því sem nú erog ekki hvað síst á Látrabjargi.Könnunin var gerð fyrir ári ogvar studd af samgönguráðu-neytinu.

Kannaður var fjöldi gesta og

heimsókna og voru þeir greindireftir kyni, búsetu, aldri, menntun,ferðamáta og farartækjum o.fl.Samkvæmt könnuninni koma um15 þúsund ferðamenn á Látrabjargá ári og þeir sem koma og hafaviðdvöl í V-Barðastrandarsýslueru um 36 þúsund á ári.

Þórólfur Halldórsson sýslu-maður, sem sæti á í atvinnumála-nefnd Vesturbyggðar, segir aðniðurstöður könnunarinnar gefifullt tilefni til að ráða sérstakan

ferðamálafulltrúa fyrir svæðið ogþá hugsanlega í samvinnu viðTálknafjörð.

,,Við í atvinnumálanefndhöfum beint því til bæjarstjórnarVesturbyggðar að þegar í staðverði gerðar ráðstafanir til að ráðaferðamálafulltrúa. Okkur sýnistsem að umtalsverður vaxtarbrodd-ur sé fyrir hendi í ferðaþjónustuhér vestra. Það er samdóma álitallra sem kannað hafa möguleika áaukinni ferðaþjónustu á sunnan-verðum Vestfjörðum að Látrabjargsé einn af þeim stöðum á landinusem hefur hvað mest aðdráttaraflfyrir ferðamenn," segir ÞórólfurHalldórsson.

Hann segir að atvinnumála-nefnd leggi til að ferðamálafulltrúivinni að stefnumótun og skipulagiferðaþjónustunnar á svæðinu.Hann verði einnig til ráðgjafar viðþá vinnu sem fer í hönd við gerðaðalskipulags, þar með talinuppbygging þjónustumiðstöðvar áLátrabjargi og samþættingu ferða-þjónustuaðila á svæðinu.

Talið mögulegt aðfjölga ferðamönnum í

Vesturbyggð

Einstaklingsmerkingar nautgripa

Merkja þarf allaásetningskálfa sem koma íheiminn frá og með 1.september

Senn líður að því að hefja skuli einstaklingsmerkingarnautgripa, en eins og flestum kúabændum er kunnugt skalmerkja alla ásetningskálfa sem koma í heiminn frá og með 1.september n.k. Rætt hefur verið við tvo merkjaframleiðendur umað taka framleiðslu merkjanna að sér, annars vegar Allflex A/S íDanmörku og Os Husdyrmerkefabrikk í Noregi. Smíði tölvukerfisog gagnagrunns sem heldur utan um kerfið stendur einnig yfir ávegum tölvudeildar BÍ og vonast er eftir því að bændur geti fariðað panta merki frá 1. ágúst n.k. Fyrir því verður þó gerð nánarigrein þegar ljóst er hvenær pantanir geta hafist.

Verð merkja og annars búnaðar

Komnar eru fram verðhugmyndir framleiðenda, samkvæmt þeimer kostnaður við venjulegt, forprentað plötumerki ca. 60 krónur,raflæst merki (lítið, hringlaga) kostar rúmar 200 krónur og er íaugnablikinu aðeins fáanlegt hjá Allflex, stærri gerð slíkra merkjakostar rúmar 230 kr. Norska fyrirtækið Os verður tilbúið með slíkmerki um næstu áramót. Skv. erlendum tölum fara 2-5% merkjannaforgörðum. Rekstrarkostnaður kerfisins hefur síðan verið áætlaður 200krónur á merki. Tangir til ísetningar kosta á bilinu 2.900-4.200 krónurog lófatölvur (fyrir þá sem það vilja) til að lesa af raflæsu merkjunumkosta á bilinu 30-50.000 krónur eftir gerðum. Þess ber þó að geta að áraflæsu merkjunum er að finna sömu forprentuðu upplýsingar og áplötumerkjunum. Innkaupsverð merkja, flutningur og dreifing, svo ogumsýslugjald innheimtist í einu lagi með millifærslu (beingreiðslur),gíró, Vísa/Euro eða á annan þann hátt sem bóndinn velur.

Raflæs merkiÞað eru eindregin tilmæli BÍ að bændur noti raflæsu merkin, þar

sem hugmyndir eru uppi um að hagnýta þau við sæðingar, útlitsdóma,sjúkdómaskráningu o.s.frv., þannig að flytja megi þær upplýsingarbeint inn í miðlægan gagnagrunn, án handvirkrar skráningar. Einnigmá búast við að sláturleyfishafar muni innheimta skráningargjald (500kr?) fyrir gripi sem þarf að skrá handvirkt í sláturhús, þannig að ca.140 króna munur á verði merkjanna verður sennilega mjög fljótur aðskila sér til baka.

MerkjapantanirGert er ráð fyrir því að bændur panti merkjabirgðir til ca. eins árs.

Pöntunarferlið er þannig hugsað að bændur panta merki gegnumNetið, búnaðarsamböndin eða sína þjónustudýralækna. Hægt verðurað panta til 20. hvers mánaðar, þá eru pantanir mánaðarinsframleiddar og sendar til landsins.

Merkingar fullorðinna gripa

Eins og fram kemur í reglugerðinni um merkingar búfjár, skuluallir nautgripir vera merktir skv. ákvæðum hennar frá og með 1.janúar 2005. Eins og áður hefur komið fram, skulu fullorðnir gripirvera merktir með því númeri sem þeir hafa þegar hlotið í skýrsluhaldiBÍ, eins og mun vera tilfellið með um 80% nautgripa. Æskilegt er aðallir nautgripir verði komnir með einstaklingsmerki hið allra fyrsta.Það stuðlar að því að kerfið virki sem skyldi og fari að skilakúabændum þeim ávinningi sem til er ætlast./BHB.

Page 9: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 9

Fjölmenni var samankomið viðHamarsbúð í Húnaþingi vestraþegar Húsfreyjurnar á Vatnsnesi(gamla Kirkjuhvammshreppi)efndu til veislu fyrir skömmu. Þessisamkoma sem kallast Fjöruhlað-borðið var nú haldin í níundaskipti, tilgangurinn er að fólk komisaman eina kvöldstund og blandigeði og einnig að kynna og viðhaldaáratuga gamalli matarhefð. Aðþessu sinni voru 58 réttir á boð-stólum og meðal drykkjarfangavar að sjálfsögðu mysa. Afskemmtiatriðum má nefna böggla-uppboð og kvæðamenn af Vatns-nesi kváðu stemmur. Í lokin var svostiginn dans. Þessi samkoma ereinn liður í Björtum nóttum sem

eru í raun nokkrar skemmti- ogmenningarsamkomur sem Vestur-Húnvetningar hafa haldið víðsveg-ar um sveitarfélagið síðan árið1994.

,,Hátíðin hefur verið með svipuðusniði frá upphafi þó réttum á hlað-borðinu fari alltaf fjölgandi. Viðhöfum reynt að vera með einhvernnýjan rétt árlega þ.e. sem ekki hefuráður verið á boðstólum. Nú vorumvið t.d. með sauðaábrystir og grafiðkjöt.

Við eru með sjávarfang s.s.selkjöt reykt og nýtt með spiki, súraselshreifa, höfrungakjöt,reyktan oggrafinn fisk og að sjálfsögðu hákarlog harðfisk. Einnig sauðahangi-kjöt,lambakjöt og súra sviðasultu.

Líka má nefna súrsuð egg og blóð-pönnukökur. Auk margra annarrarétta er margs konar brauðmeti meðáleggi. Svo er boðið upp á ábrysti,fjallagrasamjólk og heimagert skyr.Undirbúningur að hátíðinni hefsteiginlega í sláturtíðinni á haustin. ÁHvammstanga býr Björn Þ. Sig-urðsson, hann er okkur afar hjálpleg-ur, verkar hákarlinn, grásleppuna ogharðfiskinn o.fl. Allur undirbún-ingurinn krefst mikillar skipulagning-ar og við Húsfreyjurnar vinnum velsaman, það er góð samstaða íhópnum. Okkur finnst nokkurs virðiað halda í þessar gömlu matarhefðirog fólki líkar þetta vel, a.m.k. heyrumvið ekki annað á þeim sem koma tilokkar, " sagði Kristín Guðjónsdóttir á

58 RÉTTIR Á HLAÐ-BORÐI Á VATNSNESI

Húsfreyjurnar á Vatnsnesi semstóðu að Fjöruhlaðborðinu í þettaskipið. Frá vinstri. Guðlaug áBergsstöðum, Þóra á Sauðadalsá,Andrea á Neðra-Vatnshorni.Kristín á Ásbjarnarstöðum. Helga íHelguhvammi. Stella í Gröf. Sigríð-ur á Svalbarði. Kristín á Þorgríms-stöðum,Katharina í Galtanesi ogAðalheiður á Sauðá.

Bændablaðið/Örn

Fjörutíu ára útskriftarafmæli

Ferðir á heimsleika íslenska hestsinsLöngum hefur verið vinsælt meðal hestamanna að fylgja íslenska

landsliðinu í hestaíþróttum til keppni erlendis. Nú í sumar ferheimsmeistaramót í hestaíþróttum fram hjá frændum okkar Dönum ogstendur það yfir dagana 29. júlí nk. til 3. ágúst. Fjöldi Íslendinga hyggstfara á mótið enda auðvelt að ferðast til Danmerkur og margt áhugavertað sjá og gera. Mótið fer fram í Herning á Jótlandi, en þaðan er stuttt.d. í Legoland og fleiri skemmtilega staði fyrir fjölskyldufólk.

Íslenska landsliðið þykir sterkt í ár eins og svo oft áður og án efamunu íslensku knaparnir berjast til sigurs í hverri grein. Liðið hefurekki verið fullskipað ennþá, en Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla semstýrir liðinu mun hnýta síðustu hnútana í þeim efnum nú í vikunni.

Fyrir þá sem áhuga hafa á því að heimsækja Danaveldi og styðjaíslenska landsliðið má benda á að ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býðurupp á ferðir á mótið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga,auk þess sem hægt er að fljúga til Billund eða Kaupmannahafnar ogferðast þaðan á eigin vegum. Þeir sem vilja kynna sér dagskrá mótsinso.s.frv. geta kíkt á heimasíðu mótshaldara sem er að finna á slóðinniwww.vm2003.dk

Þann 28. maí sl. fóru nokkrir búfræðikandidatar, sem útskrifuðust fráHvanneyri árið 1963, ásamt mökum í ferð til Desenzano við Gardavatn áÍtalíu í tilefni þessara tímamóta. Ekki áttu þó allir þeir sem útskrifuðust1963 heimangengt. Ferðin tókst vel og sneri hópurinn heim 2. júní sl.Hópurinn hefur haft þá venju að hittast einu sinni á vetri þegar haldinn erráðunautafundur og á fimm til tíu ára fresti hefur hann hist að sumarlagihjá einhverjum félaganna víðsvegar um land. Á myndinni eru ferða-langarnir, taldir frá vinstri, Magnús B. Jónsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Ól-afur Guðmundsson, Jón Snæbjörnsson, Lilja Ólafsdóttir, ErlendurDaníelsson og Gréta Jónsdóttir.

Page 10: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

10 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Í febrúarblaði Bændablaðsinsvar auglýst eftir bændum til aðhýsa bandaríska háskólanema ínokkra daga. FerðaskrifstofaGuðmundar Jónassonar skipu-lagði ferðina en hún er hluti afnámi í alþjóðaviðskiptum hjáDrew-háskóla í New York borg.Hópurinn er nú farinn af landibrott en alls dvöldust sextánungmenni ásamt tveimurkennurum á Íslandi í þrjárvikur. Að sögn fararstjórans,Noru Ann Colton, var ferðin í áreinstaklega vel heppnuð. Mark-miðið sé að nemendur kynnistólíkri menningu og heimsækifyrirtæki og einstaklinga. Dvöliná sveitabæjunum hafi tvímæla-laust verið hápunktur ferðar-innar og almennt hafikrakkarnir verið ánægðir.

Matarmenningin ólík þeirri bandarísku

Nemarnir fengu að sjálfsögðuað taka til hendinni á sveita-bæjunum. Nokkrir komust ígirðingarvinnu, aðrir mjólkuðu kýrog sumir plöntuðu trjám. Höfðuþeir sérstaklega á orði að matar-menningin hefði komið þeim áóvart og líkað vel. Slátur, svið oghrossakjöt hafi verið á mat-seðlinum en ekkert af því höfðuþau bragðað áður.

Sjö bæir tóku á móti gestumSæunn Þórarinsdóttir og

Halldór Áki Óskarsson á Lágafellií A-Landeyjum fengu þrjá stráka íheimsókn til sín, þá Corey, Coilinog Robert. Sæunn sagði að dvölþeirra hafi verið með ágætum ogþeir helst ekki viljað fara þaðan.Piltarnir hefðu m.a. farið á hest-bak, litið í fjósið, séð kú bera ogtekið þátt í að þrífa fjárhúsin. "Þaðvar ekki síður lærdómsríkt fyrirokkur að fá þessa heimsókn, viðspjölluðum mikið og það vargaman að heyra hvernig þeir upp-lifa sitt samfélag. Börnin höfðulíka gott af að kynnast strákunum,"sagði Sæunn. Hún sagði að þaumyndu ekki hugsa sig um tvisvaref þeim væri boðið að taka slíkagesti í vist á ný. Aðrir bæir semtóku á móti krökkunum voruGarðsauki í Hvolhreppi, Vellir íMýrdal, Björnskot á Skeiðum,Hagi í Gnúpverjahreppi, Akbraut íHoltahreppi og Ingólfshvoll íÖlfusi.Háskólakrakkarnir gistu í Laugardalnum þegar þeir voru í Reykjavík.

Vel heppnuðÍslandsför að baki

Nokkrir bændur halda enn í þann sið að reka fé á fjall en við slíkt tækifæri var þessi mynd tekin. Hér má sjá séraGísla í Glaumbæ í Skagafirði og aðstoðarfólk hans er þau áðu hjá Skarðsá í Sæmundarhlíð og tóku til við aðsnæða nestið í blíðunni sem leikið hefur við landsmenn í vor og sumar. Frá vinstri: Þorbergur í Glaumbæ, Kallií Árgerði, Gísli, Aldís Gísladóttir, Bryndís á Ytra-Skörðugili III og loks Stefanía Björgvinsdóttir.

Bændablaðið/Gunnar.

Aðalfundur Landssamtaka sauð-fjárbænda var haldinn í HótelVin í Eyjafjarðarsveit í liðnummánuði. Hér á eftir verður stiklaðá stóru í samþykktum fundarins,en samþykktirnar er að finnaóstyttar á heimasíðu Bænda-samtakanna - www.bondi.is.

Fundurinn samþykkti að beinaþví til "stjórnar félagsins og búnað-arþingsfulltrúa að beita sér fyrirendurskoðun búnaðargjalds meðþað í huga að hluti þess fjármagnssem rennur til Lánasjóðs land-búnaðarins verði nýttur til markaðs-setningar á dilkakjöti."

Aðalfundurinn gagnrýndi "þámálsmeðferð og afgreiðslu sem til-lögur aðalfundar LS 2002 umendurskoðun á sauðfjársamningifengu. Jafnframt beinir fundurinn

því til stjórnar samtakanna aðfylgjast grannt með gangi W.T.O.samninga og framkvæmd gæða-stýringar, í ljósi þess að óska eftirendurskoðun á sauðfjársamn-ingnum telji hún ástæðu til."

Aðalfundurinn beindi "því tilstjórnar LS að kanna hvort nýtamegi hluta tryggingargjalds til aðfjármagna forfallaþjónustu fyrirsauðfjárbændur". Fundurinn sam-þykkti að beina því til "yfirdýra-læknis og Sauðfjárveikivarna aðefla rannsóknir og eftirlit meðöllum hugsanlegum smitleiðum áriðu."

Aðalfundurinn beindi "því tilyfirkjötmats ríkisins að áfram verðiunnið að samræmingu á kjötmatimilli sláturhúsa. Einnig verðikönnuð þróun í kjötmati erlendis,

einkum með tilliti til sjálfvirkrartækni. Einnig er ítrekuð ályktun fráaðalfundi LS 2002 um að aflesturfitumæla verði skráður á vigtarseðilbóndans."

Aðalfundurinn "harmar þaumistök sem voru gerð við notkun ánýjum sæðisvökva frá sauðfjár-sæðingastöð Suðurlands á síðastavetri, og beinir því til stjórnar LS aðfylgja því eftir að bændum verðibættur sá skaði er af hlaust"

Þá var því beint til "ullar-matsnefndar og stjórnar LS að leitaraunhæfra leiða í lækkun ásöfnunarkostnaði á ull".

Fundurinn hvatti "stjórnvöld tilað veita fjármagni til úreldingarsláturhúsa" og fundurinn taldi "aðþað ástand sem ríkir á kjötmarkaðisé óviðunandi. Fundurinn átelur

þau vinnubrögð lánastofnana aðhalda uppi fyrirtækjum sem eru íraun gjaldþrota. Sauðfjárbændurhljóta að íhuga hvort viðskiptiþeirra eigi heima hjá lánastofnun-um."

Aðalfundurinn harmaði "aðekki hafi tekist að stofna sölu-samtök allra útflytjenda kindakjötsen meðan svo verður ekki væntirfundurinn þess að sláturleyfishafarhafi með sér náið samráð á þessusviði og eftirlit með útflutningiverði í fullkomnu lagi."

Aðalfundurinn fól "stjórn LS aðgefa út viðmiðunarverð fyrirkomandi sláturtíð og gera tillögur ísamráði við BÍ um útflutnings-hlutfall kindakjöts með það aðmarkmiði að birgðir minnki veru-lega á milli ára."

Vegna fjölda athugasemda umslælega snyrtingu á dilkakjötibeindi aðalfundur LS "því til kjöt-matsformanns og sláturleyfishafaað betur verði fylgt eftir reglugerðfrá 1998 um gæðamat, flokkun ogmerkingu sláturafurða. Jafnframtskorar fundurinn á kjötsala að látaekki banakringlu og afsagaðanhækil fylgja niðursöguðu kjöti íneytendapakkningum."

Úr samþykktum aðalfundarLandssamtaka sauðfjárbænda

HeyflutningarMiklir heyflutningar eiga sér

stað landshluta á milli. Talið ervíst að riðuveiki geti borist meðheyi og vitað er að garnaveiki

berst með heyi. Aðallega eru þaðhestamenn, sem kaupa hey.

Stundum taka þeir hey og flytjameð sér í

ferðalögum. Meðþví gætu þeir

valdið stórtjóni.Þetta ættu þeirekki að gera,

heldur kaupa heyþar sem þeir faraum. Þeir brjóta

lög meðflutningum á heyimilli varnarhólfa án leyfis. Skorað

er á sveitarstjórnir ogbúfjáreftirlitsmenn að fylgjastmeð því, hvaðan er flutt inn í

sveitina og fá menn til að spyrjastfyrir um það hjá héraðsdýralækni

eða fulltrúum yfirdýralæknis áKeldum hvað óhætt er. Reynt

verður að svara greiðlega slíkumspurningum. /SS

Hægt er aðútrýmagarnaveikiúr landinu

Svigrúm hefur skapast til aðgera atlögu gegn garnaveiki meðþað markmið að útrýma henni úrlandinu. Bólusetningu hefur veriðhætt á nokkrum svæðum, oft meðgóðum árangri enda hafa skilyrðiverið ströng og eftirfylgniheimamanna góð. Þessi eruaðalskilyrðin:

* Þegar hætt erbólusetningu sé um að ræðaheilt varnarhólf með tryggumaðalvarnarlínum.

* Engin ný tilfelli hafi komiðupp á svæðinu síðastliðin 10 ár ísauðfé, nautgripum eða geitum.

* Bólusetning hafi veriðframkvæmd óaðfinnanlega og ítæka tíð á öllum bæjum ásvæðinu.

* Sýni hafi verið tekin úrfullorðnu sauðfé, nautgripumog geitum í sláturhúsum ogheimaslátruðu.

* Leitað sé upplýsinga umvanþrifagripi og gripi sem eytter heima og þeir veriðrannsakaðir.

* Tryggt sé með prófum, aðgarnaveiki leynist ekki ínautgripum á bæjum þar semhún var síðast.

* Sauðfé á svæðinu hafiverið skoðað á húsi og íhaustréttum, og allarvanþrifakindur rannsakaðar.

* Upplýst hafi verið umaukna hættu af flutningum frásýktum svæðum þegarbólusetningu er hætt.

* Skipulagt sé afheimamönnum eftirlit til aðuppgötva veikina láti hún á sérkræla næstu árin.

* Samstaða sé um að hættabólusetningu og með aðstoðhéraðsdýralæknis skulusveitarstjórnir afla sér fullvissuog gefa yfirlýsingu um aðofantöld skilyrði hafi verið eðaverði uppfyllt.

Það yrði sauðfjárræktinni tilverulegs hagræðis og einnig tilhagsbóta fyrir nautgriparæktina,ef útrýming garnaveiki tækist.Áætlað hefur verið, að 100 kindurog 10 kýr tærist upp árlega afvöldum garnaveiki og langtumfleiri vanþrífist og skili óeðlilegalitlum afurðum vegna þess að þærganga með sjúkdóminn dulinn aðmestu. Þetta tjón yrði úr sögunni.Aflétt yrði þeim kostnaði, sembólusetning hefur í för með sér.Það myndi losa mjög um þau höft,sem verið hafa í gildi viðflutningum nautgripa millilandssvæða, ef garnaveiki yrðiútrýmt. Það er einnig í þáguímyndar framleiðslunnar að hér álandi séu sem allra fæstirsjúkdómar. Hafa ber einnig í hugaað erlendis hafa komið framkenningar um að sjúkdómsvaldurgarnaveikinnar eigi einnig sök ásvonefndri Crohn´s veiki ímönnum. Það er því ljóst, að þvífyrr sem sjúkdómnum verðurútrýmt, þeim mun betra er þaðfyrir alla aðila sem tengjastsauðfjárrækt og nautgriparækt.

Page 11: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 11

Bylting er að verða hér á landivarðandi geymslu á fersku kjöti.Um er að ræða svokallaða gas-pökkun en hún gerir kleift aðgeyma ferskt kjöt í allt að 3mánuði. Markaðsráð kindakjötsá svona pökkunarvél og er hún áHúsavík. Markaðsráðið fékkstyrk frá Framleiðnisjóði land-búnaðarins til að kaupa vélina.Kjötafurðarstöð KS á Sauðár-króki hefur fest kaup á svona vélog kemur hún til landsins nú íjúlí. Hún er fullkomnari og af-kastameiri en vélin á Húsvík ogkostar 19 milljónir króna.

Ágúst Andrésson, forstöðu-maður Kjötafurðastöðvar KS,segir að kjötinu sé pakkað ígeymslupakkningar og geymslu-þolið sé allt að 3 mánuðir sem fyrrsegir. Pökkunin fer þannig fram aðfyrst er kjötið vakúmpakkað eðavakúmdregið og síðan er gas-blöndu skotið inn í pakkningunaog henni lokað.

Að sögn Ágústs breytir þetta íengu bragði eða gæðum kjötsins.Varðandi útflutning á fersku kjötier hér um hreina byltingu að ræðavegna þess hve tíminn lengistmikið sem hægt er að bjóða ferskt

kjöt. Sömuleiðis verður flutnings-kostnaður lægri þar sem ekki þarflengur frystiskip.

Til afgreiðslu strax á verði frákr. 177.000 án vsk.

IH Sprintmasterhjólmúgavéar

Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · Fax 587 9577 · [email protected] · www.ih.is/velar

IngvarHelgason véladeild

Beint innval í véladeild 525-8070

6 hjóla

Kjötafurðastöð KS með gaspökkun á kjöti

Lengir geymslutímann íallt að þrjá mánuði

Kúarektor í Hléskógum í Grýtubakkahreppi

2. septemberFyrsta blað eftir

sumarleyfi

Page 12: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

12 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Á bænum Hríshóli íEyjafjarðarsveit er að rísa 640fermetra lausagöngufjós með 68legubásum auk þriggja bása ísjúkrastíu. Nýbyggingin verðurtengd eldra fjósi á bænum. Þaðeru þau Sigurgeir B. Hreinssonog Bylgja Sveinbjörnsdóttir sembúa á Hríshóli. Framleiðslurétturbúsins er 190 þúsund lítrar og ísauðfé eru 144 ærgildi.Framkvæmdir hófust í maí oggert er ráð fyrir að kýrnar flytji ífjósið fyrir haustið. Í fjósinuverður mjaltari frá DeLaval, semeinnig leggur til innréttingar oglagði línur varðandi skipulag, enbyggingaþjónusta landbúnaðarinshannar bygginguna að öðru leyti.

Skipulag fjóssins verðuráþekkt því sem er áLambastöðum á Mýrum ogBændablaðið greindi frá fyrr áárinu. Hér er á ferð límtréshúsmeð yleiningum frá Límtré áFlúðum og er það væntanlegtnorður í lok júlí. "Við höfumskoðað mörg fjós og finnstlímtrésbyggingarnarskemmtilegri en stálgrindin.Límtrésbyggingar eru heldurdýrari en hinar en nú þurfa mennað fara að klæða af stálbita ogþegar það er búið þá tel ég aðmunurinn sé hverfandi," sagðiSigurgeir. Nýja húsið er nokkuðbreitt, eða 21 m, og því verða

settar súlur í það. Uppeldi gripa verður í gamla

fjósinu sem er rúmlega 300fermetrar og er frá árinu 1973.Næst nýja fjósinu verðasmákálfar. Munu þau hjón kaupameiri framleiðslurétt? Sigurgeirsagði að verðlag á kvóta réði þarstefnu en í fjósinu verður hægt aðframleiða yfir 400 þúsund lítra."Afurðirnar nú eru yfir 6 þúsundlítrar á kú og ég vil sjá þá töluhækka," sagði Sigurgeir.

Steypa í fjósið er og hefurverið hrærð af Sigurgeir og hansmönnum en Sigurgeir sagði að

það væri mun ódýrara en efsteypan hefði verið keypt hjásteypustöð á Akureyri. "Auðvitaðtekur steypuvinnan eitthvaðlengri tíma þar sem við erumekki með aðkeypta vinnu við þaðverk," sagði Sigurgeir.Byggingameistarinn hefur mætt ásvæðið ásamt sínum sveinum ogslegið upp veggjum en Sigurgeir,sonurinn og tengdasonurinn hafaþá tekið við ásamt vinum ogvandamönnum. ÚtreikningarSigurgeirs benda til þess að hverrúmmetri í steypu kosti rétt rúmar6000 krónur. Tilboð frásteypustöðvum á Akureyri, semsveitungar Sigurgeirs hafafengið, hljóða upp á rúmar 12þúsund krónur.

Byggingarmeistari hússins erGunnlaugur Ingólfsson hjábyggingarfyrirtækinu Timbru.Múrarameistari er HannesÓskarsson. Heildarkostnaður eráætlaður um 34 milljónir fyrirutan vinnu heimamanna. Íframangreindri tölu er ekkiheldur gert ráð fyrir eiginvélavinnu.

F.v. Sigurgeir B. Hreinsson, Elmar Sigurgeirsson og Stefán ElvarGarðarsson.

Nýtt fjós að rísa áHríshóli í Eyjafirði

Samstarf við sveitarfélög, önnurfyrirtæki og íbúa á svæðinuSamstarf er lykilatriði í vinnu

að umhverfismálum. Það geturverið mjög fjölbreytt en hér fyrirneðan er að finna dæmi ummikilvæga samstarfsmöguleika.

Sveitarfélög ! Mikilvægt er að sveita-

stjórnir geri sér grein fyrir mikil-vægi ferðaþjónustu á svæðinu ogþví er tilvalið að bjóða sveitar-stjórnarmönnum í dagsferð til aðupplýsa þá um starfsemi ferða-þjónustufyrirtækjanna á svæðinu.

!Umhverfisstarf sveitarfélagaskiptir miklu máli, t.d. hvað varðarfrárennslismál og sorpmál enmargir ferðaþjónustubændurkvarta yfir því að ekki sé hægt aðflokka sorpið nógu mikið þar semsveitarfélög hafi ekki komið uppfullnægjandi sorpflokkun.

!Annar mikilvægur þáttursem skiptir miklu máli íferðaþjónustu er snyrtimennska ogþar geta sveitarfélög unnið mikil-vægt starf, þ.e. sýnt gott fordæmi,hvatt íbúa og fyrirtæki til þess aðleggja sitt af mörkum og veitaþeim aðstoð t.d. við að safnasaman drasli, koma upp moltu-kassa o.s.frv.

!Þá má einnig nefna frum-kvæði sveitarfélagsins sem stuðlaætti að góðri samvinnu innansveitarfélagsins. Samvinna á sviðiskipulagsmála fer nú stöðugt vax-andi og í því sambandi má nefnaíbúaþing þar sem allir íbúar eruvelkomnir að taka þátt í að mótaeigin framtíð í sinni heimabyggð.

!Ferðaþjónustubændur ogaðrir sem áhuga hafa á umhverfis-málum ættu að standa saman oghvetja sitt sveitarfélag til dáða íumhverfismálum og leggja til aðþað vinni markvisst að Staðar-dagskrá 21. Ef sveitarfélagið er aðgera góða hluti þá má ekki heldurgleyma að minnast þess sem vel ergert.

Önnur fyrirtæki!Það má læra margt af því

sem aðrir eru að gera. Því er til-valið að heimsækja önnur ferða-þjónustufyrirtæki á svæðinu ogskoða hvernig "hinir" gera hlutina.Það getur lagt grunninn að frekarisamvinnu.

!Önnur fyrirtæki en þau semkoma beint að ferðaþjónustu getaverið í samstarfi við ferða-þjónustufyrirtæki, t.d. gróðurhúsa-bændur, sauðfjárbændur, mjólkur-samsölur, kjötvinnslur og ullar-vinnslu-fyrirtæki. Afurðirnar getaverið á boðstólum hjá ferða-þjónustubændum, en jafnframtgætu gestir heimsótt fyrirtækið þarsem varan er framleidd. Slík sam-

vinna getur stuðlað að markvissarisvæðisbundinni markaðssetninguá hreinum íslenskum afurðum.

!Íbúar: Það er stórsniðugt aðhafa opið hús fyrir íbúa í sveitarfé-laginu. Slíkt styrkir tengslin viðnágrannana auk þess sem þaðgetur verið góð auglýsing.

Lög og reglugerðirÞað er grundvallaratriði að

starfsemin uppfylli ákvæði laga ogreglugerða á öllum sviðum. Tilþess að vera fullgildur aðili innanFerðaþjónustu bænda þarf að upp-fylla eftirfarandi skilyrði, sett afopinberum aðilum.

!Reglugerð samgönguráðu-neytis um veitinga- og gististaði

!Leyfi sýslumanns/lög-reglustjóra fyrir rekstrinum.

!Sýslumaður krefst umsagnarfrá heilbrigðisfulltrúa, byggingar-fulltrúa, eldvarnareftirliti ogvinnueftirliti.

Nánari upplýsingar um ofan-greind lög og reglugerðir er m.a.að finna á eftirfarandi heima-síðum:http://www.samgonguraduneyti.is,http://umhverfisraduneyti.is,http://www.ust.is,http://www.skipulag.is,http://vinnueftirlit.is.

Stöðugar úrbætur á sviðiumhverfismála

Það er mikilvægt að vinnastöðugt að úrbótum í rekstri ogþjónustu til að draga úr skaðlegumumhverfisáhrifum. Það er undirhverjum og einum komið hvað ergert á hverjum tíma en nauðsyn-legt er að setja niður verkefnalista,forgangsraða honum og skrifaniður raunhæf markmið. Að tíma-setja markmið er mikilvægt, hvortsem um er að ræða nokkra daga,vikur eða ár og setja ný markmiðþegar öðrum hefur verið náð.

Þess má geta að með því aðsækja um vottun á umhverfisstarfifyrirtækis skapast aðhald semstuðlar að því að fyrirtækið þarfstöðugt að huga að úrbótum á sviðiumhverfismála. Slík vottun geturekki síður verið trygging fyrirgæðum á vöru og þjónustu.

Hólaskóli og Ferðaþjónustabænda ætla ekki að láta sitt eftirliggja í umhverfisstarfinu ogstefna að því að vera til fyrir-myndar á sviði umhverfismála - ísamvinnu við ykkur hin!

Elín Berglind Viktorsdóttir ergæðastjóri Ferðaþjónustu bænda

og kennari við ferðamáladeildHólaskóla.

Netfang: berglind

@holar.is/[email protected]

Umhverfið er okkar mál

Taktu þátt í að verndaumhverfið með okkur!

Í þessum síðasta pistli Ferðaþjónustu bænda og Hólaskóla ítengslum við umhverfisstefnu Ferðaþjónustu bænda verður sjónumbeint að:

- samstarfi við sveitarfélög, önnur fyrirtæki og íbúa,- lögum og reglugerðum, - stöðugum úrbótum á sviði umhverfismála.

Að fyrri slætti loknum vaknar sú spurning hvortástæða sé til þess að bera áburð á tún á milli slátta.Þegar vel árar og spretta er góð, eins verið hefurundanfarin ár, ásamt því að flestir eiga nægjanlegastór tún, þá virðist við fyrstu sýn lítil ástæða til þess aðbæta við fóðurforðann með viðbótaráburði. Einnigskal haft í huga að víða eru fyrningar umtalsverðar oger það verulegt umhugsunarefni hvað leggja eigi ímikinn kostnað vegna þeirra (sjá grein Bjarna Guð-mundssonar í Bbl. 29. apríl2003), þótt hæfilegar fyrn-ingar séu nauðsynlegar aföryggisástæðum.

En fleira kemur til.Þegar vel árar og snemmaer borið á og tún eru tví- ogþríslegin eða beitt síð-sumars þarf að hafa í hugaað væntanlega hefur gengiðá köfnunarefnisforða jarð-vegsins. Þar sem nægjan-legt köfnunarefni er undir-staða þess að pró-teininnihald uppskerunnarverði sem mest getur þvíverið nauðsynlegt að bera áköfnunarefni á milli slátta.Þetta á sérstaklega við efnota á hána fyrir mjólkurkýr eða til beitar fyrirsláturlömb. Hver kannast ekki við það að sláturlömbfitna við túnbeit að hausti í stað þess að vöðvarnir vaxieða að hámjólka kýr mjólka minna en skyldi við beiteða fóðrun með há? Úr þessu má bæta með viðbótarköfnunarefni á milli slátta, t.d. 20 - 30 kg/ha af N eðasem svarar 75 - 150 kg á hektara af algengumköfnunarefnisáburði. Á markaði er áburðarkalk semjafnframt inniheldur 5% N (köfnunarefni). Þar sembæta þarf kalsíumástand jarðvegsins reynist mörgumvel að bera þennan áburð á tún á milli slátta. Þá erhæfilegt að nota 400 - 600 kg/ha (samsvarar 20 - 30kg/ha af N). Hins vegar skal skýrt tekið fram að þóttmeð þessu fáist, auk köfnunarefnisins, æskilegkalsíumviðbót (Ca) á túnin, þá er þetta ekki full-nægjandi til þess að hækka sýrustig, pH, nema mjöglítið. Því telst þetta ekki kölkun í þeim skilningi að umrétt á framlagi sé að ræða, til þess þarf að lágmarki 2tonn á hektara af kalki. Kalkið getur hins vegar komiðsér afar vel ef Ca - tölur í jarðvegi og uppskeru hafa

við mælingar reynst lágar.Það villir oft um fyrir mönnum að spretta getur

verið góð þótt próteininnihald grasanna sé fremur lágt.Því er ekki nægjanlegt að líta eingöngu til sprettunnaref nýta á uppskeruna til bötunar sláturlamba eða fyrirhámjólka kýr. Við ákvörðun á því hvort bera skuli áköfnunarefni á milli slátta, verður að taka tillit til þesshversu mikið köfnunarefni var borið á að vori og gætaþess að heildar N - magnið verði ekki alltof hátt.

Einnig skal hafa í hugahvort um frjósaman jarð-veg er að ræða, sem hefurfengið ríkulegan skammtaf búfjáráburði undanfar-in ár, eða hvort jarðvegur-inn er rýr. Reynsla kal-áranna sýndi að mikillköfnunarefnisáburður jóklíkur á kali. Mild vetrar-veðrátta undanfarin árveldur því að e.t.v óttastmenn síður kal í þeimmæli sem áður þekktist,en um veðurfar komandivetrar verður aldreifullyrt fyrirfram. Þá skalbent á að ef ráðlagðurskammtur steinefna er

borinn á að vori þá er óþarfi að bera þau á vegnaháarsprettu.

Reynslan hefur sýnt að próteinmagn í há er afarbreytilegt. Því er mikilvægt að taka sýni til efna-greiningar, sérstaklega ef háin er slegin, því að þá máhaga fóðrun eftir niðurstöðunum. Þótt háin sé beitt ogniðurstöður efnagreininga liggi ekki fyrir fyrr en eftirnýtingu, þá geta niðurstöðurnar verið mikilvægar viðákvörðun á áburðargjöf næsta árs.

Víða reynist vel að dreifa vatnsblandaðri kúa-mykju á tún á milli slátta, en þá er best að gera þaðstrax eftir slátt til þess að grösin brennist síður. Hafaskal í huga að nái búfjáráburðurinn ekki að ganganógu vel ofan í svörðinn þá getur uppskeran veriðblönduð búfjáráburði sem er afar óæskilegt. Þá færistþað í vöxt að bera búfjáráburð á tún síðsumars eðasnemma að hausti og láta margir vel af því þótt óvissaum nýtingu hans að vori verði meiri miðað við það aðbera búfjáráburðinn á snemma vors.

/Árni Snæbjörnsson

Áburðargjöf á milli slátta?

BændablaðiðEins og undanfarin ár verður gert hlé á útgáfu

Bændablaðsins meðan starfsfólk fer í sumarleyfi.

Vinna hefst á nýjan leik um miðjan ágúst en fyrsta

blað eftir sumarleyfi er væntanlegt þriðjudaginn 2.

september.

Page 13: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 13

Skrifað undirsamning

Þann 1. júlí síðastliðinn varundirritaður verksamningur

milli Landbúnaðarháskólans áHvanneyri og

verktakafyrirtækisins Sólfellsehf. um byggingu kennslu- og

rannsóknafjóss við LBH.

Á myndinni má sjá Magnús B.Jónsson, rektor LBH og Sigurð

Guðmundssonframkvæmdastjóra Sólfells

innsigla með handabandisaming um bygginguna.

Bændablaðið/TJ

Hægt gengurað fá tarf íKlaustursel

Hve oft hafa menn ekki kvartaðum seinagang í kerfinu eða talaðum ,,hraða snigilsins" eins ogágætur maður sagði á Alþingiforðum daga. Aðalsteinn Jóns-son, bóndi á Klausturseli áJökuldal, hefur heldur beturorðið fyrir þessum seinagangi.

Forsaga glímu Aðalsteins viðkerfið er sú að fyrir nokkrum árumfékk hann leyfi til að ná sér í þrjáhreindýrskálfa og halda þá íKlausturseli. Um var að ræða tværkvígur og einn tarf. Tarfurinnstrauk eftir að hann stækkaði enkýrnar eru í Klausturseli, gæfareins og hver önnur húsdýr. Þaðvantar hins vegar tarf handa þeimog sótti Aðalsteinn um leyfi ívetur til að ná sér í hreintarfskálf ímaí sl. Það er ekki hægt að náþeim lifandi nema strax eftir burð.En hann fékk aldrei neitt svar.

Aðalsteinn sagðist hafa fyrirþví vissu að umsókn hans hafifarið frá umhverfisráðuneytinu tilUmhverfisstofnunar sem á aðveita leyfið. Þar hafi málið lent ískriffinnskunni og ekki hlotið af-greiðslu.

Hreindýrin í Klausturseli erufyrst og fremst til augnayndis fyrirþá fjölmörgu ferðamenn semþangað koma en Ólafía Sigmars-dóttir, eiginkona Aðalsteins, er þarmeð saumastofu og gallerí. Húnvinnur bæði fatnað og listmuni úrskinni.

Aðalsteinn sagði að hann hafimeð herkjum kríað út leyfi á sinnitíð fyrir hreindýrskálfunum. Hannsegir að það muni aðeins tvö slíkleyfi hafa verið gefin út hér álandi. Annað þeirra fékk hann enhitt leyfið var veitt Húsdýragarði-num í Reykjavík. Hann segistvonast til að fá svar frá Um-hverfisstofnun fyrir maíbyrjun2004.

Page 14: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

14 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Endurskoðunlandbúnaðar-stefnu ESB

Þann 26. júní sl. komustlandbúnaðarráðherrar ESB aðniðurstöðu um endurskoðunlandbúnaðarstefnu þess.Niðurstöðurnar eru sagðar markatímamót í sögu sameiginlegrarlandbúnaðarstefnu ESB enkjarninn í þeim er að horfið verðurfrá því að tengja styrki til bændavið framleiðslu. Hér er bæði umað ræða stuðning sem telst í "gulaboxinu" gagnvart og WTO ogeinnig það sem flokkað hefurverið í "bláa boxið". Markmiðiðer að gera evrópskan landbúnaðsamkeppnishæfari og aðmarkaðsöfl ráði meiru umframleiðsluákvarðanir einstakrabænda.

Grunnurinn að stuðningi viðeinstök bú verða þeir styrkir sem

viðkomandi bú fékk á árunum2000-2002. Aftengingstuðningsins á að hefjast frá ogmeð 2005 þó að einstök lönd hafiheimild til að fresta því til 2007.Frakkar fengu því framgengt aðhluti stuðningsins verður áframtengdur framleiðslu. Þannigverður lágmarksverð á kornióbreytt og einstök lönd geta valiðmilli þriggja valkosta við að tengjahluta stuðnings við nautakjöt viðframleiðslu. Niðurstaðan felureinnig í sér að til að fá þannstuðning sem verður ótengdurframleiðslu þurfa bændur aðuppfylla kröfur varðandi meðferðbúfjár, umhverfisvernd,plöntuheilbrigði ogmatvælaöryggi. Einnig kröfurvarðandi viðhald ásýndar lands ídreifbýli. Sé þessu ábótavantlækka greiðslur til viðkomandiframleiðanda. Tenging greiðslnavið fleiri þætti en framleiðslu munhins vegar auka eftirlit ogskrifræði við styrkjakerfið.

Að mati dönskubændasamtakanna eru áhrifendurskoðunarinnar mest ámjólkurframleiðslu. Lækkun álágmarksverði á smjöri og

undanrennudufti munóhjákvæmilega fylgja lækkun ámjólkurverði til bænda.Nautakjötsframleiðsla er einnigmikilvæg á jaðarsvæðum ogaftenging stuðnings viðframleiðslu í verulegum mæli mun

breyta forsendum búskapar þarverulega.

Viðbrögð samtaka bænda íEvrópu eru blendin. Ífréttatilkynningu frá COPA ogCOCEGA, samtökumbændasamtaka og samvinnufélaga

innan ESB, er lýst vonbrigðummeð niðurstöðuna. Hún þýði aukináhrif einstakra landa á stuðningvið landbúnað í hverju landi fyrirsig auk þess sem fyrirkomulagstuðnings verði flóknara en fyrr.Óvissa og misræmi skapist ísamkeppnisstöðu milla bænda,milli búgreina og aðildarríkja.Mestur þrýstingur skapist áharðbýl svæði þar semframleiðslukostnaður er hærri enverðið sem markaðurinn greiðirfyrir afurðirnar og þar munaftenging stuðnings viðframleiðslu hafa mest áhrif ogleiða til samdráttar í framleiðslu.Krafa COPA og COCEGA er aðráðherrar ESB lýsi yfir að hér séum lokatilboð af hálfu ESB aðræða í WTO viðræðunum íCancun í september. ForystumennWTO hafa hins vegar líktniðurstöðu ESB við blóðgjöf fyriryfirstandandi viðræður um nýjansamning um viðskipti meðlandbúnaðarvörur. Því má telja aðlíkur hafi aukist á að ráðherrafundiWTO í Cancun í haust takist aðkoma þeim viðræðum áfram enþar hefur lítið miðað síðustumánuði. /EB

Landbúnaðar-stefna ESB

Þann 26. júní sl. náðu löndEvrópusambandsins samkomulagi umendurskoðun á hinni almennulandbúnaðarstefnu (kölluð CAP- CommonAgricultural Policy) eftir þriggja viknasamningalotu. Samkomulagið byggir átillögum framkvæmdastjórnarinnar umendurskoðun á Agenda 2000, seminniheldur stefnu ESB í landbúnaðarmálum.Aðalmarkmið framkvæmdastjórnarinnarmeð þessum tillögum var að hverfa fráframleiðslutengdum styrkjum í landbúnaðiog greiða þá án markaðstruflandi áhrifa s.s.með hliðsjón af umhverfisþáttum,dýravernd og heilbrigði dýra og afurða. Úrþessu markmiði var dregið nokkuð meðsamningunum, en framkvæmdastjórnin telurþó að aðalmarkmiðið hafi náðst með þessusamkomulagi eftir nær 12 mánaðasamningaþóf.

Samkomulagið er byggt á fyrriákvörðunum ESB um ramma fyrirfjárhagslegan stuðning til landbúnaðarinssem nær fram til 2013 og var settur viðákörðun um stækkun Evrópusambandsins. Ísamkomulaginu er talin felast ein mestabreyting sem gerð hefur verið álandbúnaðarstefnu ESB í fjóra áratugi.Verður hér á eftir greint frá helstubreytingum en ekki er um tæmandi lýsinguað ræða.

MeginbreytingarSamkomulagið felur í sér að meginhluti

styrkja í landbúnaði greiðist hverju býlióháð framleiðslu og er áætlað að þegar hiðnýja fyrirkomulag hefur tekið gildi að fullumuni beinn stuðningur innan svæðisins einsog það er nú nema um 35 milljörðum evraog 60% hans verði óframleiðslutengd. Tilað halda óframleiðslutengdum styrkjum þarfeinungis að vera stundaður landbúnaður ábýlinu án tillits til hvað er framleitt.

Markmið þessa nýja fyrirkomulags er aðákvarðanir um framleiðslu á einstökumbýlum verði teknar með tilliti tilmarkaðsverðs fyrir afurðirnar á hverjumtíma.

Út á hvert býli greiðist framlag, semreiknast á hverja einingu lands, út fráviðmiðunarstærðum um framleiðslu ogframlög árin 2000 til 2002 með rétti tilendurskoðunar vegna sérstakra aðstæðna.

Til að ná sameiginlegri niðurstöðu varsamið um frávik frá þessari meginreglu semhverju landi er heimilt að beita teljist þaðnauðsynlegt til að afstýra vandamálum, sem

breytingarnar eru taldar kunna að valda. Þvíverður hverju ríki fyrir sig heimilt að halda25% styrkja út á akurlendi semframleiðslutengdum. Nú nema þessirstyrkir um 63 evrum á hektara að meðaltalifyrir allt svæðið. Fastur styrkur á hektaraverður því 75% af þeim styrk sem hefurverið greiddur eða um 47 evrur á ha á ári aðmeðaltali, óháð ræktun. Út á framleiðslu ádurumhveiti verður heimilt að halda 40%framlaga sem framleiðslutengdum greiðslu.

Veittar eru undanþágur vegna styrka út áframleiðslu sauðfjár, geita og nautgripa.

Heimilt verður að halda 50% framlaga ákindur og geitum áfram tengdum fjölda bú-fjár og því framlagi sem greitt er á jaðar-svæðum (LFA - Less Favored Areas). Áþeim svæðum verður einnig heimilt að við-halda sérstökum framleiðslutengdumstyrkjum við þurrkun á korni.

Vegna framleiðslu nautgripakjöts eruríkjunum veittir þrír undanþágukostir. íFyrsta lagi að halda að fullu framlagi áhverja holdakú og 40% framlags á hvernsláturgrip. Í öðru lagi að halda fulluframlagi á hvern sláturgrip og í þriðja lagiað halda 75% af sérstöku framlagi á hvertholdanaut.

Markaðskerfi mjólkurafurða tekur sér-stökum breytingum. Þær felast í að dregiðverður úr aðgerðum sem hingað til hefurverið beitt til að halda uppi verði fyrirbænda. Skylduuppkaup til að tryggja lág-marksverð fyrir útfluttar mjólkurafurðirverða skert. Einnig lækkar hámarksmagnuppkaupa í smjöri á fjórum árum úr 70þúsund tonnum í 30 þúsund tonn en helstóbreytt fyrir mjólkurduft. Uppkaupaverð ásmjöri lækkar á sama tíma um 25% oguppkaupaverð á mjólkurdufti er lækkað um15% á þremur árum. Til að mæta þessariskerðingu verða teknar upp beingreiðslur tilmjólkurbænda er nema á fyrsta ári (2004)11,81 evru á tonn mjólkurkvóta sem hverbóndi hefur, sem hækka í 35,50 árið 2007.Þessum greiðslum er ætlað að verðaaftengdar framleiðslukvóta mjólkur árið2008 og verða þá tengdar landi jarðarinnareftir það á sama hátt og aðraróframleiðslutengdar greiðslur.

Við endurskoðun landbúnaðarstefnunnar

árið 1999 var samþykkt að skerðamjólkurverð til bænda um 15% á árunum2005-2008 og að auka mjólkurkvóta um1,5% frá árinu 2006. Með þessumbreytingum verður skerðingin 5% meiri enáformað var þ.e.a.s. 20%. Framleiðslukvótimjólkur verður framlengdur til ársins2014/15.

Sérstakt ákvæði er um aðaðildarríkjunum skuli vera heimilt að greiða10% álag til einstakra jarða á framlög þausem sameiginlegur sjóður ESB veitir til aðstuðla að betri búskaparháttum sem hafiþýðingu frá umhverfislegu sjónarmiði.

Sérstakt ákvæði er um að styrkir til býlayfir 5000 evrum á ári skuli skerðast um 3%

árið 2005 sem hækkar í 5% árið 2007 oghelst óbreytt úr því. Þessum fjármunumverður ráðstafað á hlutlægan hátt eftiralmennum reglum er taka mið aflandbúnaðarlandi, atvinnustigi ogþjóðartekjum landanna eða svokölluðum"samhygðarforsendum". Þó skulu aldreiminna en 80% skerðingarfjárhæðar renna tilbaka til hvers lands.

Áhrif á viðskiptalegt umhverfilandbúnaðarafurða

Hið nýja fyrirkomulag sem aftengirstyrki framleiðslunni á að taka gildi 1.janúar 2005. Til samkomulags var fallist áað þó sé einstökum ríkjum heimilt að frestaframkvæmd þess um tvö ár.Framkvæmdastjórnin hefur lagt áherslu á aðþessum breytingum sé ætlað að geralandbúnað ESB umhverfis- ogmarkaðsvænni og samkeppnishæfari. Horfiðverði frá að greiða með einstökum afurðumfyrir utan áðurnefndar undantekningar semleiði til þess að bændur í Evrópu leiti fyrstog fremst eftir að framleiða þær afurðir sembest borgar sig út frá framleiðslukostnaði ogheimsmarkaðsverði án tillits til styrkja. Þáer einnig lögð áhersla á að þessar breytingargreiði fyrir gerð nýs landbúnaðarsamningsAlþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO).Eftirfarandi tölur sýna hvert er svigrúm ESBí þeim samningum með tilliti tilskuldbindinga þess um hámark á reiknuðuminnanlandsstuðningi og tillögur sem WTOhefur lagt fram um skerðinguinnanlandsstuðnings sem ermarkaðstruflandi (kallað "gult box") um60% og á framleiðslueiningatengdumstuðningi (kallað "blátt box") um helmingeða að hann haldist óskertur.Markaðshlutlaus stuðningur (kallað "græntbox") skerðist ekki. Sjá töflu

Tölurnar bera með sér aðinnanlandsstuðningur leyfður innan ESBþyrfti að lækka ef tillögur WTO yrðusamþykktar eins og þær liggja fyrir úr 84milljörðum evra í 76 milljarða.

Hið nýja samkomulag mun auðveldaESB að koma til móts við tillögur WTO ánþess að til sérstakrar skerðingar áframlögum til landbúnaðarins þurfi aðkoma. Það felst m.a. í lækkun kornverðs ogmjólkurafurða og lækkun á uppkaupumsmjörs og undanrennudufts. Það ætti þvígreiða fyrir því að samkomulag náist íyfirstandandi samningum um landbúnaðinnan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar.

Samtök bænda innan ESB hafa lýstáhyggjum sínum af að of margarundantekningar finnist í samkomulaginusem séu óljósar og kalli á flóknar pólitískarlausnir sem veiki hina almennulandbúnaðarstefnu (CAP).

Guðmundur SigþórssonSkrifst.stj. Brussel

Íslenskur landbúnaður og Evrópumálin

·Eingreiðsla á bú tilbænda innan ESB,óháð framleiðslu;

halda má takmarkaðritengingu við

framleiðslu til aðkoma í veg fyrir aðframleiðsla leggist

niður.·Eingreiðslan verður

tengdumhverfisþáttum,matvælaöryggi,

heilbrigði dýra ogplantna og kröfum ummeðferð búfjár, auk

kröfunnar um aðhalda

landbúnaðarlandi ígóðu ástandi með

tilliti tillandbúnaðarnota og

umhverfismála.·Aukin áhersla ábyggðamál, með

auknumfjárframlögum, nýjum

aðferðum til að námarkmiðum sbr. að

ofan (t.d. meðframlögum til

ráðgjafar).·Lækkun á styrkjum tilstærri búa (bú sem fámeira en 5000 evrur á

ári í styrki) en þaðfjármagn sem sparastverður notað til nýrra

aðgerða íbyggðamálum.

·Lágmarksverð ásmjöri verður lækkað

um 25% á fjórumárum og á

undanrennudufti um15% á þremur árum.

Lauslegt mat á tilkynningum ESB um innanlandsstuðning til WTO (1999/2000) miðaðvið mismunandi möguleika á aftengingu við framleiðslutengingu (mia Euro)

Í raun Tillögur-WTO Tillögur -WTO Till-WTO+ núverandi + full +50%landbúnaðar- aftenging aftengingstefnu ESB

Gult box (hámark) 67 27 27 27Gult box (í reynd) 35 27 27 27Blátt box (hámark) - 0 (eða 15) 0 (eða 15) 0 (eða 15)Blátt box (í reynd) 30 0 (eða 15) 0 15Grænt box 19 19 49 34Heild (í reynd) 84 46 (eða 61) 76 76

Nokkur lykilatriði í breytingum á landbúnaðarstefnu ESB

Page 15: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 15

Bændur telja að umræða umaðild Noregs að ESB hafi veriðmjög yfirborðskennd síðustumisseri og vonast til að markvissariumræða um kosti og galla aðildarverði til þess að fleiri taki afstöðugegn aðild en nýlegar skoð-anakannanir benda til að hóparfylgjenda og andstæðinga aðildarséu nokkuð jafnir, en sem kunnugter var aðild felld íþjóðaratkvæðagreiðslu 1994 með52,2% atkvæða.

Á fundinum kom einnig framað norskir bændur hafa miklaráhyggjur af þróun alþjóðasamningaum búvöruviðskipti (WTO) og ekkisíst tillögur Harbinsons, sem þeirtöldu að yrðu mikið áfall fyrirlandbúnaðinn ef þær yrðu grunnurnýs samnings.

Bændur og stjórnvöld í Noregihafa unnið mjög vel saman í þess-um alþjóðaviðræðum og lagt miklavinnu í að ná samstöðu þjóða umhægfara þróun í átt til aukins frelsis

í búvöruviðskiptum í stað þeirrarbyltingar sem Harbinson boðar.

Eigi að síður kom fram á fund-inum að breytingar eru framundan,bæði á sviði ESB og WTO, ogundir þessar breytingar yrðu norskirbændur að búa sig og þá ekki sístmeð því að huga vel að öllumkostnaði við búreksturinn og

hvernig unnt sé að lækka hann ogþar með auka samkeppnishæfnigagnvart innflutningi sem verðursífellt opnari.

Norðmenn gera árlega samningvið ríkið um búvöruverð ogstuðning við landbúnaðinn. Þótt sásamningur sem gerður var nú í vorfæli í sér nokkrar kjarabætur varfjarri því að bændur væru ánægðirmeð hann enda drógust bænduraftur úr öðrum þjóðfélagshópum ílaunaþróun.

Í kjaraályktun fundarins varlögð áhersla á að bændum yrðusköpuð góð rekstrarskilyrði tillengri tíma sem væri forsenda þessað uppfylla óskir yfir 80% þjóð-arinnar um að viðhalda norskumlandbúnaði í svipuðu formi og hanner nú.

Við samningagerðina í vor komfram í sameiginlegu nefndarálitiallra flokka nema eins að hröðfækkun búa ógnaði markmiðumnorsks landbúnaðar um matvæla-framleiðslu um allt land. Ennfrem-ur þurfi að varðveita "kultur-landskap" og störf og búsetu semvíðast og tryggja að umhverfisvænnlandbúnaður í stórum og litlumeiningum sé rekinn um allanNoreg. Fundurinn taldi nokkuðvanta á að stjórnvöld fylgdu þess-um markmiðum eftir.

Stjórn Norsku bændasam-takanna hefur að undanförnu lagtáherslu á að víkka tekjumöguleikasem finnast á bújörðum og bætanýtingu þeirra.

Unnið er í samráði við samtökskógareigenda og m.a. horft tilaukinnar nýtingar við veiðar fiska,fugla, elgs og hjartardýra en einnighvers konar þjónustu við ferða-menn sem tengist landinu og nýt-ingu þess.

Norskir bændur hvetja tilopnari umræðu um kosti

og galla ESB-aðildarí fyrsta skipti í 25 ár kom norskiforsætisráðherrann á ársfundnorsku bændasamtakanna. Hérmá sjá Kell Magne Bondevik íræðustól. Bondebladet/Arvid Gjelten

Ársfundur Norskubændasamtakanna

(Norges bondelag) varhaldinn 25. og 26. júní sl.

Að venju var Bænda-samtökum Íslands boðiðað senda fulltrúa og að

þessu sinni fór AriTeitsson á fundinn.

Að sögn Ara bar þrjú mál hæst á fundinum. Möguleg aðild Noregsað ESB veldur norskum bændum sem fyrr miklum áhyggjum og áfundinum var ákveðið að hefja skipulega umræðu og kynningu áhvað aðild að ESB hefði í för með sér fyrir norskt samfélag. Varsamþykkt að þetta skyldi vera forgangsverkefni bændasamtakannanæsta ár enda virtust þeir fulltrúar sem fjölluðu umEvrópusambandið sammála um að innan þess þrifist norskurlandbúnaður ekki í þeirri mynd sem hann er nú rekinn.

Ummæli Guðna Ágústsson land-búnaðarráðherra í síðastaBændablaði um að bændur getiekki búist við óbreyttum mjólk-ursamningi og gagnrýni hans áhátt mjólkurkvótaverð hefurvakið mikla athygli og hörð við-brögð hjá sumum.

Ari Teitsson, formaður Bænda-samtakanna, segir hins vegar aðafstaða landbúnaðarráðherra tilkomandi mjólkursamnings þurfiekki að koma neinum á óvart.

,,Í viðtalinu við Bændablaðiðsegir Guðni í raun ekki annað enþað sem hann sagði á aðalfundiLandssambands kúabænda áLaugum í Sælingsdal árið 2002. Þásagði hann að það væri í raun ogveru útilokað að gera óbreyttanmjólkursamning ekki síst í ljósi al-þjóðasamninga sem eru í vinnslu.Það sem síðan hefur gerst, bæði íalþjóðasamningum og í breyt-ingum í landbúnaði Evrópusam-bandsins, skerpir enn frekar þávissu að það væri ekki skyn-samlegt og raunar ómögulegt aðgera óbreyttan mjólkursamning,"segir Ari.

Einn erfiðasti hjallinnHann segir að umræður um

mjólkurkvóta og verð á honum,sem landbúnaðarráðherra legguráherslu á í viðtalinu að sé vanda-mál, eigi heldur ekki að komabændum á óvart því þetta hafiverið einn erfiðasti hjallinn í við-ræðunum um núgildandi mjólkur-samning.

,,Sá samningur var í raun aldreifullkláraður að því leyti að full-trúar ríkisins töldu að það fyrir-komulag á flutningi greiðslumarksmilli aðila sem þar var sett inn yrðigreininni of dýrt til lengri tímalitið. Fyrirkomulagi aðilaskipta aðgreiðslumarki var því vísað tilsérstakrar nefndar sem lítið hefurstarfað".

Landbúnaðarráðherra hefurvarað unga kúabændur við aðkaupa sér mjólkurkvóta of dýru

verði. Um það segir Ari að mennverði að reikna með því að um-hverfi íslensks landbúnaðar munibreytast mjög á næstu árum.

,,Það breytist vegna nýrra al-þjóðasamninga sem munu aukamöguleika á búvöruverslun millilanda ekki síst með minnkandi toll-vernd. Það mun líka breytast vegnaminni tengingar framleiðslu ogstuðnings sem bæði Evrópusam-bandið og alþjóðlegir samningargera ráð fyrir. Það þýðir að sam-keppnishæfni íslensks landbúnaðarhlýtur í framtíðinni að byggjastenn frekar á því að okkur takist aðlækka framleiðslukostnaðinn. Ínýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórn-arinnar er gert ráð fyrir að bændumverði lagt lið við það að lækkakostnað eins og mögulegt er tilþess að auka samkeppnishæfni ís-lenskrar búvöruframleiðslu. Þvívirðist ljóst að nýr kostnaðarliðurvið mjólkurframleiðslu, kaup ágreiðslumarki, sem hefur fariðhækkandi á síðustu árum gengur íþveröfuga átt og stenst í raun ogveru ekki til frambúðar. Þessvegna er ég sammálalandbúnaðarráðherra um að þettaháa verð á greiðslumarki veikisamkeppnisstöðu mjólkurfram-leiðslunnar og gangi ekki til lengd-ar í fyrirsjáanlega opnara um-hverfi," segir Ari.

Mjólkursamningur til tveggja ára?

"Ég hygg að rétt sé að velta þvífyrir sér hvort það breytta um-hverfi sem nú virðist framundan,þar sem stuðningur við bændurflyst meira yfir á jarðir og um-hverfi og frá framleiðslunni, geriokkur ekki erfitt fyrir um að gerasérstaka samninga fyrir einstakarbúgreinar. Ef stuðningurinn er ívaxandi mæli fluttur yfir á jörðina,hvað sem framleitt er, þá fellur þaðilla að því að gera samning um ein-stakar búgreinar. Því er e.t.v. réttað skoða þann möguleika hvortskynsamlegt sé að gera einungis

mjólkursamning til tveggja árameð heildarlandbúnaðarsamning íhuga sem tæki gildi árið 2007,"segir Ari.

Ari nefndi að lokum að þráttfyrir að breytingar virtust fram-undan væri ekki ástæða til svart-sýni. Í öllum umræðum um breyt-ingar á landbúnaðarstefnu, hvortheldur sem er á íslenskum vett-vangi eða vettvangi WTO, ESB,gera allir sér grein fyrir að þróun erfarsælli en bylting og því hljótaallar breytingar að gerast hægt ogmeð verulegum aðlögunartíma.

BREYTTAR FORSENDUR KALLAÁ BREYTT VINNUBRÖGÐ

Grímsnes- ogGrafningshreppur

Samræmtlyklakerfi að frí-stunda-svæðum

Samkomulag hefur veriðgert milli Grímsnes- ogGrafningshrepps,byggingarfulltrúasveitarfélagsins,Sýslumannsembættisins áSelfossi, brunavarnaÁrnessýslu ogumdæmisstjóra RARIK umað koma upp samræmdulyklakerfi að einstökumfrístundasvæðum í Grímsnes-og Grafningshreppi. Íhreppnum er ein stærstasumarbústaðabyggð landsins.

Gunnar Þorgeirsson,oddviti Grímsnes- ogGrafningshrepps, segir að tilþess að verjast þjófnaði hafimenn girt hin ýmsusumarbústaðahverfi af oglæst hliðunum sem gjarnaneru út við veg. Hverfin eru 34sem þýðir 34 hlið meðmismunandi lyklum. Þegar tilútkalls kom á sjúkrabíl eðaslökkvibíl þurftu þeir að farameð lyklaskáp með 34 lyklumí og leita síðan að réttumlykli.

,,Þess vegna var ákveðiðað koma upp master-lyklakerfi og var það tekiðupp í vor. Hvert hverfi ermeð sinn lás ogsumarbústaðaeigendur meðlykla að honum en síðan er tillykill sem gengur að öllumhliðunum og eru fyrrnefndiröryggisaðilar með slíkan lykilundir höndum. Lóða- eðahúseigendur fá hver um sigtvo lykla gegn 1.000 kr.skilagjaldi. Þetta lyklakerfi erí eigu og þjónustusveitarfélagsins," sagðiGunnar Þorgeirsson.

Verð kr. 665,000,- m/vsk

Burðargeta 12 tonn + Stærð palls = 2,55x9,0m

H. Hauksson ehf.Suðurlandsbraut 48Sími: 588-1130. Fax. 588-1131.

FLATVAGNARFLATVAGNAR

Page 16: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

16 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Á síðustu árum hefurverulega færst í vöxt að bændurgeymi hluta sláturlamba tilslátrunar eftir hefðbundnasláturtíð. Bændur hafa veriðhvattir til þess með greiðslu álagsá framleiðslu á þessum tíma ogmeð lægra útflutningshlutfallivegna slíkrar slátrunar. Allirmunu sammála að lengrisláturtími hljóti að styrkjamarkaðsstöðu lambakjötsins þarsem á þann hátt verður mögulegtað bjóða ferskt kjöt á markaðimun lengur en ella. Öll þróun tilað bæta markaðsstöðu hlýtur aðvera af hinu góða.

Um leið er ljóst að bændurhljóta að verða að gera þærkröfur að sá aukalegi kostnaðursem alla jafnan hlýtur að vera þvísamfara að fresta slátrunlambanna skili sér í auknumtekjum, sem þurfa að gera gottbetur en mæta auknum kostnaði.Því miður er ástæða til að ætla aðí sumum tilvikum hafi ekki öllumsem í slíkri framleiðslu hafastaðið á síðustu árum auðnastslíkt.

Talsverð tilraunastarfsemihefur verið í gangi um slíkaframleiðslu á síðustu árum. Mestaf þeim tilraunum hefur verið viðtilraunabúið á Hesti en einnigvíðar t.d. hjá bændum íSkaftártungu. Niðurstöður úrýmsum slíkum tilraunum hefurJóhannes Sveinbjörnsson birt ínokkrum af síðustusauðfjárblöðum Freys ásamtsamstarfsfólki sínu. Í Handbókbænda 2003 (s. 136-141) er greineftir Jóhannes um innieldisláturlamba. Þar dregur hann ámjög skýran hátt fram ýmsarhelstu niðurstöður tilraunanna ásíðustu misserum. Þessa grein ernauðsynlegt fyrir alla að kynnasér sem eru að fást við eldisláturlamba eftir hefðbundnasláturtíð.

Aðstæður eru feikilegabreytilegar og hver og einn hlýturfyrst og síðast að sníða fóðrun ogmeðferð lambanna að eiginaðstæðum, þó að nokkrarmeginreglur verði almennar viðslíka framleiðslu.

Þegar þetta er skrifað liggjahvorki fyrir ákvarðanir um verðdilkakjöts til framleiðenda hjásláturleyfishöfum á komandihausti né um útflutningshlutfall.Augljóslega eru þetta þættir semmiklu hljóta að skipta máli viðákvarðanatöku hvers og eins íþessum efnum. Ég vil samt nefnaörfá almenn atriði fyrir menn aðskoða við skipulag slíkrarframleiðslu, en vísa mönnum ááðurnefndar greinar Jóhannesartil að kynna sér málið enn frekar.Notið sauði til innifóðrunar

Hvaða lömb á að velja í eldi?Það er ljóst að til þess að eldiðgeti skilað hagkvæmri niðurstöðuþarf að velja í það lömb sem eigaónotaða vaxtargetu tilvöðvasöfnunar. Það almenna íþessum efnum hefur verið aðgeyma fyrst og fremst fyrir slíkteldi rýrari hluta gimbranna.Tilraunaniðurstöður, og þvímiður líklega reynsla alltofmargra, hefur sýnt að gimbrarnarhafa ekki sérlega miklavaxtargetu á þessum tíma ogalltof almennt að þær sæki íóhóflega fitusöfnun á þessumtíma. Gerist það verðurávinningur eldisins fljótt að engu.

Tilraunaniðurstöður ogreynsla ýmissa bænda sýna mjögskýrt að almennt hafa gelthrútlömb miklu meiri ónotaðavaxtargetu á þessum tíma og ofthægt að fá hjá þeim góðan vöxtán þess að þeir fitni um of. Í ljósiþess sem tilraunir hafa sýntvirðist því mest ástæða til aðhvetja bændur til að huga aðþessum þætti í sambandi við val álömbum fyrir eldi.

Nauðsynlegt er að huga aðþví að gelda hrútlömbin sem setjaá í slíkt eldi sem allra fyrst eftirað þau koma af fjalli að haustinu.

Gott vel verkað heyTilraunir sýna að með fóðrun

á vel verkuðu og kjarngóðu, velþurru rúlluheyi er hægt að náallgóðum vexti í lömb á þessumtíma. Þarna er lykilatriði aðfóðurgæðin séu næg og heyið þaðþurrt að gott át fáist hjálömbunum.

Fóðrun með kjarnfóðri íverulegum mæli á þessum tímahefur yfirleitt sýnt sig að geta allsekki keppt við gott heyfóður.Með tilliti til kostnaðar þá er þvíalls ekki ráðlegt að byggja slíkafóðrun á verulegri notkunkjarnfóðurs þó svo að smáirskammtar af því geti veriðhagkvæmir.

Það kjarnfóður sem eðlilegt erað vænta mestrar svörunar fyrirer gott próteinfóður (fiskimjöl).Reynsla alltof margra er hinsvegar að oft er erfitt að fá lömbintil að éta fiskimjöl við slíkafóðrun. Þarna er lykilatriði aðgeta tryggt lystugt fóður.Köggluð fóðurblanda með háupróteininnihaldi hefur að því leytireynst vænlegri kostur enfiskimjöl.

Lýsing - rúningur - heilsufarÍ tilraunum á Hesti hafa

fundist mjög skýr áhrif af lýsinguí 16 tíma á sólarhring á át og þarmeð vöxt hjá lömbum á slíkuinnieldi. Þessi áhrif virðast samtekki koma mikið fram, einkumhjá gimbrunum, fyrr en komið erfram yfir svartasta skammdegið.Ljóst er að fyrir hendi eru einhversamspilsáhrif árstíma og lýsingar.

Það hlýtur nokkuð að veraháð aðstæðum hvort lömb í eldieru rúin eða ekki. Ullin er aðsjálfsögðu vissar viðbótartekjuraf eldinu. Át lambanna eyksteinnig almennt við rúninginn.Hins vegar þarf eldistíminn aðvera það langur, ef rúið er, aðkominn sé aftur nægurullarvöxtur til að gærur lambannaséu ekki verðfelldar.

Meginatriðið er að lömb íslíku eldi séu í þurru og hreinuumhverfi og hafi nægan aðgangað hreinu vatni. Hníslasótt eðaaðrir kvillar í lömbunum áþessum tíma gera fljóttvæntanlegan ábata eldisins aðengu.

Að lokum vil ég enn og afturhvetja alla sem hyggja á innieldisláturlamba að kynna sér afgaumgæfni skrif JóhannesarSveinbjörnssonar þar um íHandbók bænda. /JVJ

Slátrun lambaeftir hefðbundnasláturtíð

Haustið 1998 hófust afkvæma-rannsóknir í sauðfjárræktinni þarsem byggt er á því að samþættaupplýsingar úr kjötmati og ómsjár-mælingum. Þessar afkvæmarann-sóknir hafa notið stuðnings fráFramleiðnisjóði landbúnaðarins.Þátttaka í þessu starfi hefur veriðmikil og fariðvaxandi með hverjuári. Árangur þessar-ar skipulegu vinnuer víða þegar aug-ljós og blasir við.Áframhaldandiframfarir í ræktun-arstarfinu eru sauð-fjárræktinni lífs-nauðsyn. Þessvegna er full ástæðatil að hvetja bændurtil þess að slaka þarhvergi á heldurhaga vinnu þannigað árangur verðisem bestur.

Haustið 2003 mun Framleiðni-sjóður veita styrki til stærriafkvæmarannsókna sem unnarverða á vegum búnaðarsam-bandanna. Það er um leið ástæðaað þó að ekki sé veittur styrkurnema til stærri rannsókna munubúnaðarsamböndin vafalítið veitaþjónustu við minni rannsóknirfyrir þá bændur sem þess óska.

Hér skulu aðeins rifjaðar upphelstu reglur í sambandi við stærrirannsóknirnar. Til að um fullgildarannsókn sé að ræða þá þurfa aðlágmarki að vera sex afkvæma-hópar í samanburði innan búsins. Íhverjum afkvæmahópi þurfa aðlágmarki að vera fyrir hendiniðurstöður ómsjármælinga ogstigunar fyrir átta lömb undanhrútnum af sama kyni. Meginhlutiþeirra sem vinnur afkvæmarann-sóknir hefur síðustu árin byggt matlifandi lamba á ómsjármælingumog stigum á gimbralömbum.Einnig þurfa að liggja fyrir niður-stöður úr kjötmati fyrir að lág-marki 12 sláturlömb undan

hrútnum.Ástæða er til þess að hvetja

alla sauðfjárbændur sem vinna aðmarkvissu ræktunarstarfi að takaþátt í afkvæmarannsóknum á kom-andi hausti. Til að auðvelda fram-kvæmd haustvinnu hjá búnaðar-samböndunum er æskilegt að til-

kynna þátttöku tilbúnaðarsambandssem fyrst.

Þátttaka ískýrsluhaldi í sauð-fjárrækt hefur veriðað aukast meðhverju ári. Sífelltfleiri bændur hafanýtt sér að fálambabók fyrirhaustið. Til þess aðsvo megi verðaþarf að senda fjár-bókina til uppgjörshjá BÍ þegar lokiðer skráningu um

sauðburð að vori. Líklegt er aðbúnaðarsambönd muni gera aðskilyrði fyrir að vinna afkvæma-rannsóknir að vorbók hafi veriðskilað til uppgjörs. Slíkt einfaldarfeikilega mikið alla vinnslu áafkvæmarannsóknunum vegnaþess að í þeim tilvikum liggja allarupplýsingar úr vorbókum fyrir átölvutæku formi hjábúnaðarsamböndunum.

Þegar þessar línur eru settar áblað, í lok júní, hefur þegar tals-vert af fjárbókum frá vorinu 2003skilað sér til uppgjörs hjá BÍ. Rétter að nota tækifærið og hvetja allasem ætla að fá unna lambabókfyrir haustið að skila sem fyrstvorbók til uppgjörs. Til að tryggjaað uppgjör náist á vorbókinni þáþurfa bækur að skila sér til upp-gjörs í síðasta lagi 25. ágúst.

Að síðustu vil ég minna þáskýrsluhaldara sem ekki hafa ennkomið til uppgjörs gögnum fráhaustinu 2002 að koma skýrslun-um hið allra fyrsta til uppgjörs hjáBÍ. /JVJ

Afkvæmarannsóknir áhrútum haustið 2003

Sauðfjárskýrsluhaldið

Hambri? Hvað er Hambri? Þessaspurningu bar blaðamaður upp viðunglingana á meðfylgjandi myndþegar hann tók þátt í fjöruhlað-borðinu við Hamarsrétt í Húnaþingivestra á dögunum og sá nafnið álista yfir þá drykki sem gestum stóðtil boða. ,,Hambrinn er góður, þvígetum við lofað. Hann er samblandaf mysu og appelsínusafa. Mysan erfrá Illugastöðum en þar á bæ er enngert skyr og þess vegna getum viðverið með mysu sem er framleiddhérna í sveitinni," sögðu krakkarnirsem skenktu veislugestum þennan

ágæta drykk ásamt öðrum óáfengumdrykkjarföngum sem á boðstólumvoru. En unga fólkið á myndinni ertalið frá vinstri: Valdimar EinarssonÁsbjarnarstöðum, Stella EllertsdóttirSauðá, Ingibjörg AuðurGuðmundsdóttir úr Kópavogi og SaraB. Þorsteinsdóttir Akranesi. ÞærIngibjörg og Sara eru kaupakonur ábænum Gröf á Vatnsnesi í sumar.Hvort nokkuð verður ort ódauðlegtljóð um þessar kaupakonur eins oggert var um aðra og þekktarikaupakonu fyrir nokkrum áratugumskal hins vegar ósagt látið. /Örn

Um miðjan maí var, einsog sagt var frá í síðastaBændablaði, greindistriðuveiki á Breiðabóls-stað, sem er vestast íÖlfusi. Fólkið á bænumhefur brugðist drengilegavið. Óvíst er hvernigveikin barst þangað, enlíklegt er vegna tals-verðra samskipta með féog réttun í fjárhúsumþar, að veikin hafi skotiðrótum á ýmsum grannbæjum. Illt er að búa við þáhættu að veikin skjóti upp kollinum hvað eftirannað næstu árin, jafnvel um leið eða eftir að nýttfé kemur aftur að Breiðabólsstað.

Þess vegna hefur undirritaður lagt til að öllu fé ásvæðinu frá Selvogsheiði austur fyrir Núpa í Ölfusi,þar á meðal öllu fé í Þorlákshöfn verði fargað í haustog mælt fyrir um tveggja ára fjárleysi í von um aðekki þurfi frekari aðgerðir. Hugsanlegt er að lóga þurfiöllu fé í Selvogi, ef grunsemdir vakna við rannsókn áfénu, sem fargað yrði. Verði þetta, sem lagt er tilsamþykkt, er fjárfjöldi sem slátra þarf sem næst 500

og fjárhjarðirnar nálægt 20,flestar smáar. Þá þarf líkaað ríkja órofa samstaða umframkvæmdina og allir aðleggja sig fram um að látahana heppnast. Þá þurfamenn líka að styrkja hvernannan í að láta þetta aldreigerast aftur. Verslun ogviðskipti með fé innanþessa svæðis verður aðleggjast af með öllu næstu20 árin. Aðflutningur á heyi

úr öðrum varnarhólfum verður allur að vera sam-þykktur af dýralæknum. Hestamenn verða að hætta aðtaka með sér hey á ferðalögum en kaupa hey þar semþeir fara um landið. Hætta verður að flytja fé áhestakerrum. Hætta verður flutningi á ósótthreinsuð-um landbúnaðarvélum milli varnarhólfa. Svo ótrúlegtsem það nú er urðum við, rétt eftir að síðastaBændablað kom út með frétt um riðuna í Ölfusi, að fáaðstoð lögreglu til að stöðva slíkan flutning frá gömluriðusvæði á Vesturlandi austur í Flóa. Láta þarf vitaum allar grunsamlegar kindur strax og rannsaka þær./Sigurður Sigurðarson.

RiðuveikiLagt til að öllu fé á svæðinu frá Selvogsheiði austur fyrir Núpa í

Ölfusi, þar á meðal öllu fé í Þorlákshöfn verði fargað í haust

Page 17: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 17

á sértilboði út júli kr. 790.000 án vsk.

Vicon 653múgavél

Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · Fax 587 9577 · [email protected] · www.ih.is/velar

IngvarHelgason véladeild

Beint innval í véladeild 525-8070

Fyrstu skóflustungur að nýjumfjósum á Vöðlum í Önundarfirðiog í Botni í Súgandafirði voruteknar fyrir skömmu. Það geristekki á hverju ári að byggð séuný fjós á norðanverðum Vest-fjörðum. Árni Brynjólfsson,bóndi á Vöðlum, sagði í samtalivið tíðindamann Bændablaðsinsað bændur þar vestra værubjartsýnismenn og því væri m.a.ráðist í þessar fjósbyggingar.

,,Við höfum verið með þetta íundirbúningi í tvö ár undirmerkjum þess sem við köllumÁtak í að verja þá framleiðslu ogvinnslu mjólkur sem hér er ogþjóna þeim markaði sem er ásvæðinu. Stjórn MjólkursamlagsÍsfirðinga stofnaði til þessa átaksog tilnefndi starfshóp til að leiðaþað. Starfshópinn skipa tveir full-trúar bænda, einn frá Ísafjarðarbæog einn frá AtvinnuþróunarfélagiVestfjarða. Aðalverkefni átaksinshefur verið að fjármagna þessarframkvæmdir og mjólkurkvóta-kaup þeim tengd," sagði Árni.

Hann segist vera með um það

bil 50 ára gamalt fjós sem aðsjálfsögðu er barn síns tíma meðvinnuaðstöðu eins og þá tíðkaðist í

fjósum. Þar er hann með aðstöðufyrir 21 mjólkandi kú en hefurleigt sér aðstöðu á nágrannabæfyrir geldneyti og gripi í uppeldi.Það verður allt hægt að setja undireitt þak með tilkomu nýja fjóssinsog þar með verður það svo til fullt.

,,Í nýja fjósinu, sem verðurlausagöngufjós, verður pláss fyrir43 mjólkandi kýr og á milli 20 og25 geldneyti. Húsið er þannighannað að auðvelt er að lengja þaðef til kæmi að maður vildi stækkaþað eitthvað," segir Árni.

Með byggingu nýja fjóssinssegist hann fjölga mjólkurkúnumog ætlar að kaupa sér aukinnmjólkurkvóta. Hann vonast til aðtaka fjósið í notkun í lokseptember í haust.

Kúabændur á svæðinu seljamjólkina til Mjólkursamlagsins áÍsafirði sem er í eigu þeirra sjálfra.

Fjósið í Botni í Súgandafirðiverður 72ja bása fjós og stefnt erað því að það verði líka tilbúiðfyrir veturinn. Það eru þeir BirkirFriðbertsson, Björn Birkisson ogSvavar Birkisson sem reka búið íBotni.

Viðstaddir fyrstu skóflu-stungurnar að fjósunum á Vöðlumog í Botni voru þeir Halldór Hall-dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-bæjar, Aðalsteinn Óskarsson,framkvæmdastjóri Atvinnuþróun-arfélags Vestfjarða, og ÁgústGíslason húsasmíðameistari enfyrirtæki hans, Ágúst og Flosi ehf.,mun að mestu annast byggingufjósanna.

Einnig er fyrirhuguð byggingþriðja fjóssins á Hóli í Önundar-firði í sumar en framkvæmdirhefjast þar síðar í mánuðinum.

Stórhuga kúa-bændur á norðan-

verðum Vestfjörðum

Efla samlagiðá Ísafirði

með stækkunkúabúa

Eins og annars staðar er greintfrá í Bændablaðinu er stórhug-ur í kúabændum á norðan-verðum Vestfjörðum um þess-ar mundir. Á tveimur bæjumer hafin bygging nýrra fjósa ogfleiri munu vera að huga aðfjósbyggingum. Kúabændur ásvæðinu selja sína mjólk tilMjólkursamlags Ísfirðingasem er í eigu bænda á norðan-verðum Vestfjörðum. Með þvíað stækka kúabúin á svæðinuer verið að efla og treystarekstur Mjólkursamlags Ís-firðinga.

Mjólkursamlagið sér íbúumá svæðinu fyrir mjólkurvörum,súrmjólk og skyri. Þar er líkaframleiddur Prímus prótein-drykkur, sem er vinsæll afvaxtarræktarfólki og þeim semhalda vilja í línurnar og vera ígóðu formi, og sýrður sósu-grunnur 8% en þessi vara erframleidd fyrir mötuneyti ogframleiðendur á sósum og fleiru,hún er seld í 5 og 10 kg fötumog er seld um allt land, að sögnHalldórs G. Guðlaugssonarframleiðslustjóra.

Hann segir að nítján fram-leiðendur á sextán bæjum séu íviðskiptum við MjólkursamlagÍsfirðinga. Þessi tala hefur veriðóbreytt í ein tvö ár. Tekist hefurað halda óbreyttum mjólkur-kvóta innan svæðisins með þvíað bændur hafa keypt upp þannkvóta sem hefur losnað.Greiðslumarkið á svæði sam-lagsins er nú um 1,1 milljónlítrar.

Hjá Mjólkursamlagi Ísfirð-inga eru sjö og hálft stöðugildien það fækkaði um tvö stöðu-gildi í fyrra. Um það leyti varðsú breyting á starfseminni aðmjólkurbússtjórinn hætti og þávar farið í samstarf við Mjólkur-samsöluna í Reykjavík. Í kjölfarþess var Sigurður Rúnar, mjólk-urbússtjóri í Búðardal, ráðinnsem mjólkurbússtjóri á Ísafirði.Halldór G. Guðlaugsson er fram-leiðslustjóri og annast dagleganrekstur Mjólkursamlags Ísfirð-inga.

Mikið aðgera ímjalta-

afleysingumFyrir nokkru síðan var rætt í

Bændablaðinu við menn áSuðurlandi sem tóku að sér

að leysa bændur af viðmjaltir ef þess var óskað. Þeir

sögðu ekki mikið að gera ístarfinu enda þótt þeir hafiauglýst þjónustu sína á vef

BúnaðarsambandsSuðurlands.

Þau Sæunn Þórarinsdóttirog Halldór Áki Óskarsson á

Lágafelli í Austur-Landeyjumhafa unnið við

mjaltaafleysingar í ein 6 ár.Sæunn segir að þau hafa aðra

sögu að segja en þeir semblaðið ræddi við í vor því þau

hafi nóg að gera. Húnviðurkennir að vísu að fyrst

eftir að þau fóru út í afleysingarhafi verið mjög lítið að gera hjáþeim en síðan hafi þetta aukist

smátt og smátt og þau unnið sértraust bænda.

,,Við höfum verið hér íAustur-Landeyjum í 6 ár og

alltaf unnið viðafleysingaþjónustu með annarri

vinnu. Nú erum við orðinbændur og höfum aldrei haft

eins mikið að gera viðafleysingaþjónustuna og nú,"

sagði Sæunn í samtali viðBændablaðið.

Hún segir að það séu fyrstog fremst bændur í Landeyjumsem eru viðskiptavinir þeirraenda margir kúabændur á þvísvæði. Sæunn segist ætla aðþau hafi leyst af við mjaltir á

um helmingi kúabúa í Austur-Landeyjum og það hafi komið

fyrir að þau hafi leyst af áþremur bæjum í einu. Hún

segir að eftir að þau fóru sjálfað búa lendi það mest á

eiginmanni hennar, HalldóriÁka Óskarssyni, að sinna

afleysingunum en sjálf sjái húnþá um þeirra eigið bú.,,Við höfum ekki undan

neinu að kvarta, það er meiraen nóg að gera," sagði Sæunn

Þórarinsdóttir.

Safna lífrænumúrgangi í Skeiða- og

Gnúpverjahreppi Hleypt hefur verið af stokkun-

um tilraunaverkefni í heimajarð-gerð í Skeiða- og Gnúpverja-hreppi. Verkefnið felst í aðtuttugu og fimm heimili í hreppn-um fá afhent ílát til að safnalífrænum úrgangi sem til fellur íheimilishaldinu og breyta honum ímold.

Með verkefninu verður tilþekking og reynsla innan sveitar-félagsins sem nýtist við áfram-haldandi innleiðingu á flokkunsorps. Tilgangurinn með aukinniflokkun er að endurnýta allan líf-rænan úrgang sem fellur frá áheimilum og stuðla þannig aðsjálfbærri þróun. Með þessuminnkar einnig kostnaður viðurðun en sveitarfélög greiða kíló-verð fyrir það sorp sem fer tilurðunar og getur lífræni hlutinnvegið um 30-50% af heimilis-sorpi. Dagskráin skýrir frá.

www.bondi.is

Árni Brynjólfsson á Vöðlum.

Heyvinnuvélatindar, hnífar og festingar

áratuga reynslaSkeifan 2Sími: 530 5900Fax: 530 5911Netfang: [email protected]íða: http://www.poulsen.is

ww

w.d

esig

n.is

©20

02

Page 18: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

18 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Þakka fremur greinargott svarvið spurningum í Bbl. 25.02.03. Þóeru nokkur atriði sem ekki komanógu skýrt fram. E.t.v. hef ég ekkikveðið nógu fast að athuga-semdum mínum. Verðlagningin áskoðuninni er ekki aðalmálið þóttauðvitað séu allar slíkar kostnaðar-hækkanir, ekki síst sem nema tug-um prósenta, illa séðar þegar hag-ræðingar er þörf á öllum sviðum efná á viðunandi tekjum. Hins vegarlæðist óhjákvæmilega að manni ságrunur að þarna sé auðfundin leiðtil fjáröflunar með lítilli fyrirhöfnþegar dýralæknum fjölgar í réttuhlutfalli við það að búunumfækkar.

Þú virðist ekki vita hverniggjaldskráin er fundin út. Ég get þóupplýst þig um að í samtali sem égátti við yfirdýralækni út af þessummálum fræddi hann mig um það aðvegna umkvörtunar þeirra semeftirlitið hefur annast hafi eftir-farandi leiðrétting verið gerð:Gjaldskráin var sett í febrúar árið2000 og eins og aðrar opinberargjaldskrár ákvörðuð samkvæmtkostnaði. Þá átti hver klukkutími íeftirliti að kosta 4.200 kr . en ráðu-neytið ákvað að tímagjaldið yrðiekki nema 3000 kr.

Vorið 2002, þegar gjaldiðhækkaði, var tekið tillit tilþess að það hefði þurft aðvera 4.200 í febrúar árið2000 og einnig voru teknarinn almennar verðlags-hækkanir sem orðið höfðufrá þeim tíma þannig aðgjaldið fór upp í 14þúsund krónur.

Þá veistu það, en nú vilég og fleiri vita hvar liggurþessi vinna sem við erum aðborga fyrir?

Ég var ekki að tala um"nákvæmar" tímamælingarþegar ég sagðii að vinnumagnráði gjaldi, það þarf ekki flóknariaðgerð en að eftirlitsaðilinn líti áklukkuna og skrifi hana ágátlistann þegar hann byrjar aðfylla út og svo aftur þegar skoðuner lokið. Ég geri ekki ráð fyrirmiklum aukakostnaði við úr-vinnslu þeirra talna. Svo mætti t.d.jafna út akstrinum.

Þar sem þú vitnar til afskiptaminna af öðrum málum, þá veit égað þessi vinnubrögð sem bændureiga að láta yfir sig ganga yrðualdrei liðin þar. Einnig er þar íheiðri höfð sú regla að allir hafarétt til umsagnar um skýrslurnar ogef eitthvað hefur farið á skjön viðgerð þeirra er það bara leiðrétt oggerð ný.

Það þarf engan að æra og ættiekki að vera erfitt fyrir þig ef þú þáá annað borð telur skýrslurnar fráþessum reyndasta dýralækni em-bættisins einhvers virði, að svarabeint út.

Það var enginn viðstaddurskoðunina fyrir mína hönd eins ogþú fullyrðir, en kaupakonan okkarvar að vinna í fjósinu þegar dýra-lækninn bar að garði. Ég sé þóekki hvað það kemur málinu viðað hún var ekki íslenskurríkisborgari. Það eitt gerir hanaekkert ótrúverðugi en eftirlits-aðilann, sérstaklega með það íhuga að atriði þau sem ég tiltek eruupptalin á fylgiblaði með mjólk-ursöluleyfinu sem er undirritað afþér. Þegar umrædd skoðun vargerð hafði hún starfað á Íslandi í 5ár, talaði íslensku lýtalaust og ernú í framhaldsnámi í búvísindum.Henni kom þessi skoðun, efskoðun skyldi kalla, mjög spánsktfyrir sjónir. Einnig má segja aðekki sé vansalaust að skoðun farifram án þess að ábúendur eðamjög staðkunnugir séu til að svara

spurningum dýralæknisins. Íreglugerð þeirri sem þú vitnar íkemur einnig skýrt fram að héraðs-dýralæknar skuli framkvæmafjósaskoðun. Þar segir orðrétt:

"Héraðsdýralæknar skulu,hver í sínu umdæmi, hafa eftirlitmeð því að ákvæðum reglugerðarþessarar sé framfylgt. Héraðsdýra-læknar skulu reglulega sækja sér-stakt námskeið á vegum yfirdýra-læknis og Landbúnaðarháskólans áHvanneyri, til samræmingar áeftirliti samkvæmt reglugerðþessari."

Hvar er heimildin sem var íeldri reglugerðinni fyrir aðra dýra-lækna til að framkvæmaskoðunina? Hún virðist hafa veriðfelld niður í þeirri sem nú gildir.Ég kom að minnsta kosti ekki augaá hana. Þú vísar okkur ef til vill áhana?

Það er heldur ekkinóg að setjabara reglurfyrir

bændurað fara eftir.Dýralæknar þurfaað uppfylla sinn hluta þótt"reynslumiklir" séu, t.d. að skiljaeftir sjúkdómaskráningu á bæjumeftir læknisverk og senda útlöglega reikninga. Í títt nefndrireglugerð segir líka að mjólk-urframleiðendur skulu starfrækjainnra eftirlit samkvæmt reglumsem yfirdýralæknir setur.

Þær hafa ekki séð dagsins ljós,þótt þar segi að mjólkurfram-leiðendur skuli...

Í 15. gr segir :"Umráðamaður nautgripa skal

halda nákvæma skýrslu á þar tilgerðum eyðublöðum, sem héraðs-dýralæknir lætur í té, eða á annanviðurkenndan hátt, um heilsufareinstakra gripa, aðgerðir og þályfjameðferð sem hann fram-kvæmir eða dýralæknir viðkom-andi bús. Skýrslur þessar skuluávallt vera aðgengilegar fyrir hér-aðsdýralækna."

Eins og þú sagðir sjálfur hefurþú aldrei haft þessi eyðublöð ogsagðir að Ískýr væri viðurkenndurháttur, en ég að minnsta kosti séekki fyrir mér svo auðveldan að-gang héraðsdýralæknis að ein-katölvum bænda.

Þú kemur þér hjá því að svarahvernig á því standi að gerðar erumisjafnar kröfur til manna um úr-bætur og á það ekkert skylt við þaðhvar í ferlinum menn eru staddirvið að vinna í sínum málum. Égskil og vissi vel að það eru ekkiallir að laga sama hlutinn á samatíma eins og þú skýrir svo vel út.

Fjós eru byggð á mismunandi tímaog því ekki sömu reglur í gildi allsstaðar.

Vinnuregluna sem þú nefnirum að setjast niður og fara yfirfjósið út frá skoðuninni kannast égekki við og enginn sem ég hefheyrt í. Áttu ef til vill við það aðþið gerið það ykkar á milli? Það erauðvitað gott og blessað að hafa"Gróu á Leiti" með í umræðum umástandið en ekki getur það nú talistfaglegt. Væri ekki vænlegra aðgera það með viðkomandi bóndalíka? Þá gætu bændur gert sérgrein fyrir stöðu sinni, framtíð ogþeim kröfum sem á þá eru settar.Það er auðvitað gott og blessað aðfá mjólkursöluleyfi og er auðvitaðsjálfsögð aðgerð og fáir munuefast um nauðsyn þess. En þaðsem að baki þessu leyfi liggur þarfað vinna af meiri samviskusemi en

gert var hér og á flestumþeim bæjum

sem viðhöfum

heyrt

af og ættirþú að hafa orð

fleiri en okkar tilsannindamerkis um hvernig staðiðvar að verki. Allir sem tjáðu sig áfundi L.k. í haust um skoðuninahöfðu svipaða sögu að segja.

Þú gerir lítið úr þeirri skoðunminni að fyrst sóttvarnarlína skiptiEyjafirði eigi að minnsta kosti þúog "reynslumiklir" dýralæknar aðvirða sóttvarnir þegar farið er yfirlínuna ekki síst vegna þess að í títtnefndri reglugerð stendur þó aðviðhafa skuli ýtrasta hreinlætiþegar farið er á milli fjósa. Þaðkosti bara meiri peninga fyrirbændur og ef við viljum viðhafahreinlæti og sóttvarnir sé það baraokkar mál. Ég vil þó leyfa mér aðfullyrða að það sé borð fyrir báru ígjaldinu til að fjárfesta í hlífðar-skóm, svona bláum einnota ogjafnvel slopp úr svipuðu efni. Þaðværi jafnvel þrifalegra fyrir eftir-litsaðilann. Hann tefðist þá ekkivið að þvo stígvélin eftir hvern bæ.

Smit og sóttvarnir eru í mínumhuga fyrirbyggjandi aðgerðir til aðkoma í veg fyrir smit og ég sé ogskil ekki hvernig hægt er að sjásmit fyrir, samanber þegar hægtvar að rekja slóð dýralæknisinssem bar á milli hrossafárið semkom upp í Reykjavík um árið.Hann var greinilega ekki forspár.Enda lenti náttúrulega ekkikostnaðurinn við að endurheimtaheilsu dýranna hjá honum. Mérfinnst einhvern veginn að héraðs-dýralæknir ætti ekki að ganga framfyrir skjöldu og gera lítið úr gildi

sóttvarna. Til hvers er þá yfirdýra-læknir að setja reglur um sóttvarniref ekki þarf að fara eftir þeim?Hann veit kannski ekki að það erleikur einn að vera í fjósi t.d. íHollandi að morgni og mjólkaheima hjá sér að kvöldi.

Ég skil ekki þessar vangavelturþínar um ástandið í fjósinu hjáokkur, vegna þess að þessireynslumikli dýralæknir, hefur núþrjú ár í röð skoðað hjá okkur ogvarla getur þú trúað að honum hafiyfirsést svo hrapalega í sínum fag-legu skoðunum þar sem hannkrossar við besta möguleika allsstaðar hvort sem hluturinn er tileða ekki.

Hér á bæ myndum við meðmestu ánægju bjóðaHÉRAÐSDÝRALÆKNI vel-kominn til fjósaskoðunar þar semsíðan væri hægt að setjast niður tilskrafs og ráðagerða um það sembetur mætti fara.

Ég vil síst draga úr því aðnauðsyn sé að bæta ímynd búvöru-framleiðslunnar. Ekki veitir af því.En ef alls staðar er unnið meðsama hætti og hér var gert er lítið ábak við pappírinn.

Ég held að þú vaðir í reyk efþú raunverulega trúir því að fjósa-skoðun eins og ég þekki hana,bæði af eigin reynslu og því semaðrir segja, hafi átt þátt í að bætaímynd mjólkurframleiðslunnarhér á þessu svæði og ekki vissi égað almenningur væri almennt upp-lýstur um það ferli sem þar ferfram.

Þú tilgreinir ekki þau atriðisem er betra að skoða að sumri

þegar fjósið er tómt og enginskepna kemur inn í nema kýr tilmjalta.

Þegar mjólkureftirlits-maðurinn var hjá okkur ísinni yfirferð til aðauðvelda bændum aðhalda uppi gæðum bæði ívinnuferli og mjólk hafðihann með sér hita- ograkamæla til að geta gertsér grein fyrir loftslagi ífjósinu. Seinna kom hannsvo með niðurstöður úr

þessari heimsókn sinni ogræddi þær við okkur.

Ef einhver aðili hér ásvæðinu á sérstakir þakkir

skildar fyrir að bæta ímyndmjólkurframleiðslunnar þá er það

Kristján Gunnarsson og enginnannar. Þökk sé honum fyrirstórkostlega vel unnið starf á liðn-um árum.

Ég vil nota tækifærið og bendaá mjög nytsamar ábendingar fráhonum í nýlegu fréttabréfi B.S.E.einmitt um þessi mál. Allir mat-vælaframleiðendur, þ.m.t. bændur,eiga auðvitað að leggja allan sinnmetnað í að bæta ásýndframleiðslu sinnar og mjólkursölu-leyfi á auðvitað ekki að veita öðr-um en þeim sem teljast standaundir gerðum kröfum.

Ég vil um leið og ég læt þess-um skrifum lokið af minni hálfuþakka þér fyrir fróðlega grein þóað hún svari ekki beint neinni afspurningum mínum sem ég ogaðrir bændur biðum eftir að þúgerðir og vonum að þú gerir nú.

Ég er sammála því að þörf erfyrir jákvæða umræðu um búvöru-framleiðsluna. Allar neikvæðaruppákomur varandi búfjárhald,hreinlæti og umgengni við dýr ognáttúru eru slæmar og e.t.v. mætistundum taka fyrr á málunum engert er.

Bændur gera sér vel grein fyrirþví hvaða kröfur eru settar á þá ogvita jafnvel líka uppruna þeirra oghverjir eru hugmyndasmiðirnir.Ekki síst þær sem hreint og beinteru atvinnuskapandi fyrir ákveðnastétt manna, sem geta leyft sér aðtaka allt að því 10.000 kr. ístartgjald fyrir klukkutímann. Ekkiværi þörf fyrir alla starfandi dýra-lækna ef ekki væru til bændur aðskaffa þeim lifibrauð.

Með vinsemd og virðingu.Guðmundur Jón

GuðmundssonHoltseli

Eyjafjarðarsveit

Nokkur orð til frekari umhugsunarum fjósaskoðun dýralækna

MJÚKAR BÁSADÝNURúr svampi sem bælast aldrei ogeru með sléttri áferð og vatnsheldriyfirbreiðslu. 7 ára ábyrgð.Með hæstu einkunn frá DLG(þýska RALA)VÉLAVAL-VARMAHLÍÐ HFSÍMI:453 8888 FAX:453 8828net: [email protected]íða: www.velaval.is

Orkuver ehf Heildarlausn fyrir þig!

Hugaðu að bæjarlæknum.Bjóðum eftirfarandi búnað

til virkjanaTúrbínur 0.5- 20.000 kWRafalar / allar stærðir

JarððstrengirRafbúnaður / stýringar

Þrýstipípur / margar gerðirog stærðir fáanl.

Leitið upplýsinga!S: 5 34 34 35

Þjónustu-miðstöð fyrir

MasseyFerguson og Fendt

dráttarvélarViðgerðir og

varahlutaútvegunSmíðum

glussaslöngur íallar gerðir

landbúnaðarvéla.

MF Þjónustan ehfGrænumýri 5b, 270 MosfellsbæSími: 566-7217, fax: 566-8317Netfang: [email protected]

Page 19: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 19

Núverandi kerfi með kynbóta-mat samkvæmt einstaklingslíkanivar tekið upp árið 1993. Þar eruákveðnar reglur sem þarf aðuppfylla til að reiknað sékynbótamat fyrir kúna, sem byggirá upplýsingum um afurðir hennar.Nokkrar þeirra, sem mestu máliskipta í þessu samhengi eru: kýrinþarf að hafa afurðaupplýsingar umfyrsta mjólkurskeið, kýrin þarf aðbera fyrsta kálfi innan skilgreindraaldursmarka og lengd fyrstamjólkurskeiðs þarf einnig að verainnan skilgreindra marka. Þettaþýðir að gripir sem ekki uppfyllaþessi skilyrði fá aldrei reiknaðkynbótamat sem byggir á eiginafurðum. Á búi sem er að byrjaskýrsluhald verða því fyrstu gripirsem fá kynbótamat þær kýr semfyrst bera fyrsta kálfi eftir aðskýrsluhald hefst. Það er hinsvegar ekki rétt sem Bóel segir ígrein sinni að skilyrði séu umákveðinn upplýsingagrunn ummæður kúnna til að þær geti fengiðreiknaða kynbótaeinkunn. Kyn-bótaeinkunn fær hver kýr reiknaðavið fyrsta útreikning á kynbóta-mati eftir að kýrin lýkur fyrstamjólkurskeiði, sem uppfyllir skil-yrði fyrir útreikning, alveg óháðþví hvort móðirin hefur kynbóta-mat eða ekki.

Svarið er því að í reynd násjaldan allar kýr á búi að uppfyllaskilyrði til að fá reiknað kyn-bótamat á grundvelli eigin afurðaog á búum, sem eru að byrjaskýrsluhald, verða það aðeinskýrnar sem þar hafa byrjað sinnframleiðsluferil eftir að skýrslu-hald hófst.

Þess má geta að í flestumnálægum löndum eru nú notuð líkkerfi og hér á landi við útreikningá kynbótamati. Víða eru gerðarenn strangari kröfur um gögn í út-reikninga en hér er gert og brottfallþví enn hærra en hér á landi. Þettaá t.d við í sambandi við kröfur umætternisupplýsingar. Það er hinsvegar ljóst að ef við tækjum upphliðstæðar kröfur þar um hér álandi yrði brottfall upplýsingaóbærilegt vegna of mikilla brota-lama í ættfærslu gripanna.

Víkjum þá aðeins að atriði umflutning gripa á milli búa. Upp-lýsingar um slíka gripi eiga að getanýst að fullu, eins og Bóel raunarnefnir dæmi um í grein sinni.Kynbótamat fær gripurinn hinsvegar alltaf á því búi þar sem hannvar sitt fyrsta mjólkurskeið og ídæmi Bóelar hafa kýrnar frá Mið-koti því sitt kynbótamat þar. Til aðþessar upplýsingar komi rétt tilskila þarf hins vegar að ættfæra af-kvæmin með móðurnúmeri þarsem móðirin hefur sínar upp-lýsingar um kynbótamat.

Í eldra kynbótamati var reikn-að kynbótamat á allar kýr semeinhverju sinni höfðu náð að skilaheilu afurðaári á sama búi. Þessiaðferð mundi að einhverju komatil móts við hugmyndina um kyn-bóteinkunn fyrir allar kýr.Reynslan hafði hins vegar kenntokkur, og það er í algerum sam-hljómi við það sem þekkt er ímörgum öðrum löndum, að þettamat var miklu ónákvæmara en þaðsem nú er unnið með. Gripir semhöfðu í raun alltof takmarkaðanupplýsingagrunn mynduðu skekkj-ur í matinu. Með þeim reglum eðaforsendum sem settar eru ínúverandi mati er verið að tryggjaákveðin lágmarksgæði þeirragagna sem notuð eru og reynslanhefur kennt að verður að setja.

Eitt atriði sem snýr að kyn-

bótamati og Bóel nefnir í greinsinni er rétt að leiðrétta. Hún talarum lágt hlutfall af ásetningskvíg-um sem fæddar voru árið 2001sem hafi fengið kynbótamat. Hérer um vissan misskilning að ræða.Hér er ekki um að ræða kynbóta-mat heldur kynbótaspá byggða áætterni eingöngu, sem reiknuð erfyrir þær ásetningskvígur, semhafa það miklar ætternisupplýs-ingar að grundvöllur sé fyrir hendiað reikna slíka spá. Hér er aðeinsum að ræða þær kvígur sem eigaað föður afkvæmadæmt naut ogmóður sem hefur kynbótamat. Áflestum búum er líklegt að þettaséu á bilinu fjórðungur til helm-ingur ásetningskvígnanna. Það erhins vegar þessi hópur sem hefurþað traustan ætternisgrunn að rétt-lætanlegt er að byggja ákveðið valúrvalsgripa á þeim grunni strax.

Í sambandi við það dæmi semBóel nefnir í grein sinni um val ánautkálfi fyrir Uppeldisstöðina errétt að taka það fram að súvinnuregla hefur verið að taka ekkinautkálfa undan kúm nema feðurþeirra séu komnir með afkvæma-dóm þegar kemur að vali á naut-kálfinum til notkunar.

Vegna spurningar um hvortekki sitji allir við sama borð í naut-griparæktinni teljum við að svo sé.Í raun hefur margs konar mis-munun sem þekkist í nálægumlöndum ekki verið tekin upp hér álandi. Þar er það þekkt að þeir semeru með í skýrsluhaldi hafa for-gang í notkun á sæði úr bestunautunum. Litið er á slíkt sem lág-marksumbun fyrir þá vinnu semþeir hafa lagt af mörkum við aðfinna þá gripi.

Hér er ekki ástæða til aðfjölyrða um mikilvægi og nauðsynskýrsluhaldsins í nautgriparækt,heldur vísað til mikilla skrifa umþað efni frá fjölmörgum aðilum áundanförnum árum. Skýrsluhaldiðer nauðsynlegur upplýsingagrunn-ur fyrir rekstur á nútímalegumkúabúum, auk þess sem það erhornsteinn í framkvæmd ræktunar-starfsins. Þess vegna höfum viðséð jafna og stöðuga aukningu íslíku starfi hér á landi og í nálæg-um löndum á undanförnum árum.Hið nýja í umræðu ínágrannalöndunum kemur frá af-urðastöðvunum þar, sem núvirðast stefna að því að afurða-skýrsluhald verði skilyrði fyrir búsem verða með sölu á mjólk tilþeirra í framtíðinni.

Að lokum skal á það bent aðframboð á nautkálfum fyrir Upp-eldisstöðina hefur nú síðasta heilaárið verið meira og öflugra ennokkru sinni áður. Þetta er að von-um óskastaða vegna ræktunar-starfsins. Þannig fæst meira úrvalnautkálfa fyrir Nautastöðina meðtilliti til ætternis en áður hefurverið. Við þessar aðstæður þáverður að hafna mörgum mjögefnilegum kálfum sem hefðu mjögkomið til álita á árum áður þegarframboð á efnilegum kálfum varþví miður stundum minna en æski-legt hefði verið. /Fagráð í naut-griparækt.

Fjós eru okkar fag

Landstólpi ehf.

Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríkssons: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190

¶ Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf- Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar

- Hafið samband - við mætum á staðinn

¶ Weelink - fóðrunarkerfi

¶ Ametrac - innréttingar í fjós

¶ Promat og AgriProm - dýnur

¶ Zeus Beton - steinbitar

¶ Dairypower - flórsköfukerfi

¶ PropyDos - súrdoðabrjóturinn

¶ Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur

Nautgriparæktinstefnir fram á við

Í Bændablaðinu 29. apríl sl.birtist athyglisverð grein með

heitinu "Hvert stefnirnautgriparæktin?" frá Bóel

Önnu Þórisdóttur áMóeiðarhvoli. Um leið og

umræðu um nautgriparækt erfagnað sýnist okkur í faghópi

um nautgriparækt hjá Fagráði ínautgriparækt að

spurningunum í greininni hljótiað vera beint til okkar og höfumþví tekið að okkur það hlutverk

að svara þeim. Um mörg afþessum atriðum hefur verið

fjallað í greinum á umliðnumárum þannig að það sem hér

kemur fram á eftir verður fyrireinhverja endurtekning á

atriðum sem þar hafa birst.

Besta lausnin er oft sú ódýrasta!Akureyri Sími 462 3002 Egilsstaðir Sími 471 2002

Landbúnaðar-hjólbarðar

verðdæmiDráttarvéladekk NylonStærð Án vsk M/vsk8,3-24 13.475 16.7769,5-24 14.430 17.96511,2-24 17.932 22.32512,4-28 20.359 25.34716,9-28 32.156 40.034

Dráttarvéladekk RadialStærð Án vsk M/vsk11,2R 24 21.692 27.00713,6R 24 28.921 36.007380/70R 24 38.445 47.86414,9R 28 35.360 44.023480/70R 28 42.837 53.33216,9R 34 53.968 67.19016,9R 38 56.131 69.883

VagnadekkStærð Án vsk M/vsk11,5/80-15,3 11.233 13.98512,5/80-15,3 14.032 17.47014,0/65-16 16.646 20.724

Staðgreiðsluverð beint til bænda án milliliða

Dekkjalogowww.dekkjahollin.is

FlagheflarVinnslubreidd 2,5 m

Verð kr. 188.000 m. vsk.

H. Hauksson ehfSuðurlandsbraut 48108 ReykjavíkSími 588 1130

Page 20: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

20 Þriðjudagur 8. júlí 2003

Þessi samantekt um gæðamat dilkakjöts, eins og hún birtist hér, var kynnt sem veggspjald á ráðunautafundi 2003. Í ritinuRáðunautafundur 2003 birtist grein með nokkru ítarlegri upplýsingum, m.a. töflu um skiptingu dilka í einstaka matsflokka haustið 2002.

Einnig er fjallað um samræmingu kjötmatsins í greininni. Hana má og finna í greinasafninu á landbunadur.is /SV

Átaksverkefni umtæknilausnir í fjósum

Brynningarí fjósum

Aðgangur að hreinu og ferskuvatni er öllum nautgripum nauð-synlegur og er mikilvægur til aðtryggja heilbrigði og afurðirgripanna. Allir gripir verða aðhafa stöðugan aðgang að hreinuog ómenguðu vatni og tryggjaþarf að hönnun brynningartækjaog vatnsflæði sé í samræmi viðþarfir gripanna.

Nautgripir þurfa mikið vatn -sérstaklega kýr í fullri nyt, semdrekka um og yfir 100 lítra á dag.Kúm er eðlilegt að drekka 2-5sinnum á dag og þær geta svolgraðí sig 12-20 lítra/mín. við góðar að-stæður. Dagleg vatnsþörf naut-gripa er frá 10-20 lítrum fyrirkálfa og kvígur upp í 80-100 lítrafyrir mjólkandi kýr. Hluti afþessari vatnsþörf kemur meðblautu fóðri en tvö kíló af hálf-þurru heyi innihalda einn lítra afvatni.

Nautgripum má brynna meðdrykkjarskálum, drykkjarkörumeða drykkjarstútum (bitventlum).Þó er ekki mælt með drykkjarstút-um fyrir kýr en þá má vel notafyrir kálfa. Drykkjarstútar eiga aðhalla niður á við um 15° og vera10 cm ofan við herðakamb grip-anna. Á drykkjarstútum á ventill-inn að snúa upp. Í básafjósum erbest að nota brynningarskálar ogmælt er með því að hafa eina skálfyrir hverja kú til að tryggja þeimstöðugt aðgengi að vatni.Vatnsflæðið þarf að haldast 10l/mín. þegar 20% kúnna drekkasamtímis. Skálarnar þurfa að veraum 30 cm í þvermál og nægjan-lega djúpar til að kýrnar getistungið grönunum 3-4 cm niður ívatnið. Brynningarskálar eiga aðvera yfir fóðurgangi til að ekkisullist niður í básana og þær ættuekki að vera hærri en 60 cm frágólfi.

Í lausagöngufjósum er best aðnota brynningarkör og alltaf ættuað vera a.m.k. tvö kör á hverngripahóp. Hæfilegt er að 11-12kýr séu um hvern metra drykkjar-kars. Körin þurfa að rúma 200-300 lítra miðað við 10 l/mín.vatnsflæði. Nauðsynlegt er aðþrífa körin reglulega. Best er aðstaðsetja körin í þvergöngum ogumhverfis þau þarf að vera gottfrísvæði þannig að gripir semstanda og drekka truflist ekki afþeim sem ganga um fyrir aftan þá.Gott er að hafa þrep í kring umvatnskör til að koma í veg fyrir aðkýrnar skíti í vatnið. Þrepið á aðvera 20 cm hátt og ná 50 cm útfyrir brún karsins. Með því mótibakka kýrnar ekki upp á þrepið enþær standa með framfætur uppi áþrepinu þegar þær drekka. Ráð-lögð hæð á drykkjarkörum er 80-90 cm yfir fótþrepi.

Vatnsþörf nautgripa eykstþegar þeir eru á beit, bæði vegnahita frá sól og aukinnar hreyfingargripanna. Það er mikilvægt aðvatnsból séu nálægt beitilandi ogað vatnið í þeim sé ferskt oghreint. Í mörgum tilfellum er ein-faldast og árangursríkast að stað-setja brynningarkar nálægt beiti-landinu.

Óðinn Gíslason og Torfi Jóhannesson

Bútæknihúsi RALA og LBH

Stórglæsilegt Íslandsmót á Selfossi- heimsmet í skeiði

Íslandsmót í hestaíþróttum fór fram á nýju keppnissvæði hesta-mannafélagsins Sleipnis á Selfossi dagana 26. - 29. júní sl. Metþátttakavar á mótinu en keppt var í tveimur flokkum í öllum helstu greinumhestaíþrótta. Meðal gesta á mótinu voru Guðni Ágústsson landbúnaðar-ráðherra og Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambandshestamannafélaga, og létu þeir vel af aðstöðu og hestakosti á mótinu.Helstu úrslitum var svo sjónvarpað beint í ríkissjónvarpinu þar semskiptust á skin og skúrir hjá keppendum í dramatískri keppni. Mestaafrek mótsins vann gamli refurinn Sigurbjörn Bárðarson sem settiÍslandsmet í 250 m skeiði á Óðni frá Búðardal, 20,60 sek. Sá tími erjafnframt heimsmet en ólíklegt verður að teljast að hann fáist staðfestursem slíkur þar sem nýjar alþjóðlegar reglur um tímatöku gera ráð fyrir aðvið tímatöku á handklukku skuli bæta við 0,4 sek. Aðrar reglur eru þó ígildi hér á landi og því er Íslandsmet Sigurbjörns gott og gilt. /HHG

Á meðfylgjandi mynd Soffíu Sigurðardóttur má sjá GylfaÞorkelson (Bjarnasonar) við vígslu reiðvallarins og hjá honumstendur Jón Gunnarson, formaður Sleipnis.

Page 21: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 21

Það er ríkt í kúabændum aðvera ""kóngar í ríki sínu" og víster að mesta vinna hvers kúabóndafer fram í hans eigin fjósi eðanæsta nágrenni en minni tíma ervarið í samstarf eða samvistir meðöðrum í sömu atvinnugrein. Það erþví alveg bráðnauðsynlegt,sérstaklega fyrir kúabændur semalla daga ársins starfa á tvískiptrivakt, bæði morgun-, og kvöldvakt,að gefa sér tíma til að hittast,skiptast á skoðunum og hafagaman saman.

Með þetta sjónarmið aðleiðarljósi lögðu 30 félagar íFélagi þingeyskra kúabænda írútuferð maímánuði með formannfélagsins, Ólöfu Hallgrímsdóttur íVogum í Mývatnssveit, ífararbroddi. Förinni var heitið íaustur þar sem formaður Félagsnautgripabænda á Héraði ogFjörðum, Jón Steinar Elísson, tókað sér fararstjórn. Hann sinntiverkinu með þeim hætti að hanngæti sem best gerst atvinnumaðurí faginu. Mjólkursamlagið áEgilsstöðum var skoðað ogsérstaklega rannsakað hvernigmossarella ostur er teygður til aðhann passi á pítsur landsmanna. Íhádeginu var hópnum boðið tilveislu af mjólkursamlaginu ensíðan var haldið í Gíslastaði áVöllum, skoðaðar breytingar áfjósi, nýr mjaltabás og þeginnsvaladrykkur. Til að auka ennfrekar á víðsýni og þekkingu varþví næst haldið í Vallarnes sem er"mekka" lífrænnar ræktunar áÍslandi en þar snæddu kúabændur

bygggrautinn, "morgungrautGabriels" sem er mögnuð fæðasérstaklega með mjólk að ekki sétalað um rjóma. Því næst voruframtíðar skógarplöntur skoðaðar íBarra. Hápunktinum náði svohópurinn þegar Gunnar Jónsson áEgilsstaðabúinu og Vigdís konahans skáluðu við hópinn í"mysudrykk mjaltamannsins" íglæsilegu nýju fjósi. Kvöldverðurvar síðan snæddur hjáferðaþjónustubændunum áEgilsstöðum, enda þingeyskirkúabændur búnir að fá frí ákvöldvaktinni í þetta skiptið.

Mótttökur Austfirðinga vorualveg með eindæmumhöfðinglegar og ferðin heppnaðistí alla staði vel, nema ef til villeinmitt á staðnum þar sem rútanfestist í sandi sökum vinnu viðvegabætur og þurfti eina 20kúabændur á kaðal til að dragafarartækið upp úr gildrunni.

Þess má geta að fyrir um þaðbil ári sóttu um 50 félagar úrFélagi þingeyskra kúabændaEyfirðinga heim, Mjólkursamlagiðá Akureyri og kúabændur íEyjafirði og fengu bæði kleinur ogrjóma og einkar góðar móttökur.

Niðurstaðan er sem sagt bestuþakkir fyrir okkur, Eyfirðingar ogAustfirðingar og kúabændur kátir,skellum okkur saman í rútu,kynnumst nágrönnunum örlítiðbetur, sjáum eitthvað nýtt ogsækjum heim kúabændurna hinumegin við fjallið, þeir eru hveröðrum skemmtilegri.

Kristín Linda/Ólöf

Þingeyskir kúa-bændur þakkafyrir sig!- bæði í austur og vestur

Frá Lánasjóði landbúnaðarinsAthygli umsækjenda um lán hjá Lánasjóðilandbúnaðarins er vakin á að nú þarf að sendameð umsókn afrit síðustu greiðsluseðla vegnaallra veðlána, annarra en hjá Lánasjóðnum ogLífeyrissjóði bænda, er hvíla á þeirri eign semveðsetja á til tryggingar láni. Enn fremur verðaveðbókarvottorð eldri en mánaðar gömul ekkitekin gild.

Umsækjendur eru ennfremur hvattir til að fyllaumsóknareyðublað vandlega út. Það tryggir fljótariog öruggari afgreiðslu lánsumsóknar.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á netinu([email protected]) á skrifstofu sjóðsins, hjábúnaðarsamböndum og í útibúum KaupþingsBúnaðarbanka.

Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofusjóðsins alla virka daga frá 9-16.

Smakkað á bygggraut hjá Eymundi í Vallarnesi. Á þeirri neðri má sjábændur í heimsókn í mjólkursamlaginu á Egilsstöðum.

Bændablaðið/Kolbeinn Kjartansson

Sumarslátrun hjá SS á Selfossihefst í lok þessa mánaðar.Hermann Árnason slátur-hússtjóri segir að vaxandi áhugisé hjá bændum á sumarslátrunenda hærra verð greitt fyrirkjötið með sérstakri yfirborgun.SS gerir ráð fyrir að engin út-flutningsskylda verði lögð áfyrstu vikur sumarslátrunar, enfljótlega ætti að skýrast hvertútflutningshlutfallið verður. SSgreiðir hærra verð fyrirútflutningskjöt í sumarslátrunen á öðrum tíma þannig aðþað á að vera mjög hagkvæmtfyrir bændur að nýta sér sumar-slátrun. Bændum er bent á aðhafa sem fyrst samband viðsláturhúsið á Selfossi til að fánánari upplýsingar..

Hermann segist taka eftirþví að bændur sendi eldri ær oglömb þeirra til slátrunar á

sumrin. Þessum ám og lömbumþeirra sé haldið heima við þartil sumarslátrun hefst. Hannsegir að tekið sé við fullorðnu féalveg eins og ekki síður ísumarslátrun.

,,Það eru fyrst og fremstbændur í láglendissveitunumsem nýta sér sumarslátrunina.Það eru líka til bændur semhafa nokkur undanfarin ár lagtinn allt sitt fé á óhefðbundnumslátrunartíma. Það er annarsvegar sumarslátrunin og hinsvegar í nóvember og desemberen þá er aftur farið að yfirborgakjötið. Þeir koma ekki með neittfé í hefðbundna haustslátrun.Það er raunar meira um aðbændur komi með fé tilslátrunar í nóvember ogdesember en í sumarslátrun,"segir Hermann Árnason.

Sumarslátrun að hefjast hjáSláturfélagi Suðurlands

Austurvegi 10800 Selfoss

Sími 480 6000Fax 480 6001

Veffang www.llb.is

Page 22: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

22 Þriðjudagur 8. júlí 2003

SmáauglýsingarSími 563 0300 Fax 552 3855 Veffang [email protected]

Til sölu 4 mjög efnilegar kvígur.Burðartími í september. Uppl. ísíma 453-8149 eða 892-9396.

Til sölu Nissan Patrol, árg. '92, 2.8Turbo Dísel, Intercooler, ekinn 260þús, 33" dekk. Góður bíll, skoðaskipti. Uppl. í síma 487-8810.

Til sölu kýr og kvígur. Uppl. í síma451-2577.

Tilboð óskast í 126,1 ærgildagreiðslumark í sauðfé. Tilboðið skalsenda inn í síðasta lagi fyrir 18. júlí2003 til BúnaðarsambandsSuðurlands á Selfossi merkt:"Sauðfjárkvóti 126,1 ærgildi."Seljandi áskilur sér rétt til að takahvaða tilboði sem er eða hafnaöllum.

Til sölu Zetor 7011 árg. '81.Gangfær en þarfnast viðgerðar.Verð kr. 80.000 án vsk. Uppl. ísíma 893-0218.

Til sölu Deutz-Fahr GP-2.30rúlluvél árg.'91 í góðu lagi. Verð kr.150.000 án vsk. Uppl. í síma 863-3327.

Til sölu hreinræktaðir Border Colliehvolpar. Uppl. í síma 696-6937.

Óska eftir að kaupa pall á sexhjóla vörubíl. Uppl. í síma 892-3354.

Óska eftir Border Collieblendingum, þremur til fjórum. Ekkieldri en sjö til átta vikna. Uppl. ísíma: 868-7626.

Óska eftir að kaupa notaðakartöfluupptökuvél. Uppl. í síma435-6707 eða 892-2986.

Óska eftir gamalli dráttarvél (árg'60 eða eldri) til uppgerðar. T.d.Deutz 11-15 hö. Aðrar tegundirkoma til greina. Uppl. í síma 894-2436.

Óska eftir hestakerru á 100 - 200þús. Og vel með farna Didda-dýnuá sanngjörnu verði. Uppl. í síma426-8813 eða 699-8813.

Óska eftir að kaupa blokkskerafyrir vothey. Uppl. í síma 896-2566.

Óska eftir að kaupa góða sex hjólarakstrarvél. Uppl. í síma 864-2484.

Er 45 ára kona úr sveit, börninflogin úr hreiðrinu. Var ráðskona ínokkur sumur með þau lítil. Þreyttá stressinu á höfuðborgarsvæðinu.Langar aftur í sveit. Losna meðhaustinu. Uppl. í síma 698-7097.

Tilboð óskast í 112,6 ærgildagreiðslumark í sauðfé. Tilboðið skalsenda inn í síðasta lagi fyrir 18. júlí2003 til Búnaðarsambands Suður-lands á Selfossi merkt: "Sauðfjár-kvóti 112,6 ærgildi." Seljandiáskilur sér rétt til að taka hvaðatilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð óskast í 58.000 l. fram-leiðslurétt í mjólk fyrir næstaverðlagsár. Tilboð sendist í pósthólf68, 780 Höfn fyrir 20. júlí nk.

Til sölu Maletti tætari 100",Kverneland pökkunarvél meðbreiðfilmu, Zetor 6911 ogSpringmaster rakstrarvél. Uppl. ísíma 898-9960.

Til sölu Zetor 7245 árg '91 meðVeto tækjum. Uppl. í símum 577-1045 eða 892-2506.

Til sölu Sipma rúlluvél árg ´02 ogSilapac-4500 pökkunarvél árg. ´94.Lán geta fylgt. Verð beggja véla kr.1.020.000 með vsk. Uppl. í síma478-1830.

Til sölu Valmet-900 4x4 árg.´00með Valtra tækjum. Notuð 1.400vst. Mjög vel með farin. Verð-hugmynd kr. 2.200.000. Hi-Spechaugsuga 9.000 l. árg. ´01. Verð kr.800.000, Velger RP-200 rúlluvélárg. ´95. Verð kr 250-300.000,Duun ská- og brunndæla árg.´99og Bögballe áburðardreifari árg.´91. Allt verð án vsk. Uppl. í síma434-1440, 694-3991 eða 694-9869.

Til sölu MF-4255, 4x4, árg. ´99, 24gírar áfram og 24 gírar afturábak,notuð 1.650 vst. með Trima 340tækjum, skóflustærð 2,20m. Allartengingar á tækjum með hraðtengi.Uppl. í síma 868-4741.

Tilboð óskast í 76 ærgildaframleiðslurétt í sauðfé. Uppl. ísíma 847-8409.

Til sölu 2600 l mjólkurtankur m.áfastri þvottavél og innrétt. úrbásafjósi. Uppl. í 691 4995.

Til sölu nýleg rakstrarvél níu hjóladragtend, vinnslubreidd 6m. Einnigrúlluvagn til sölu á sama stað. Uppl.í síma 864-2484.

Til sölu frystiklefi og háþrýstidælameð hitara. Á sama stað óskastfjórhjól eða 125 krossari. Uppl. ísíma 460-5872 eða 466-1019.

Til sölu Krone-125 rúlluvél árg ´89.Verð u.þ.b. 100.000 kr. án vsk. ogtvær bilaðar Deutz-Fahrsnúningsvélar árg. '82 og '86. Uppl.í síma 486-6720, Jón.

Óska eftir plássi í sveit frá miðjumjúlí til ágústloka, helst þar sembúið er með hross. Er 15 ára ogvanur hestum og bústörfum. Uppl.í síma: 565-2758 og 694-5956.

Stúlka á 17. ári óskar eftir vinnu ísveit. Uppl. í síma 433-8903.

Tvær kanínur með búrum fástgefins. Uppl. í síma 587-0094 eða869-9440.

Óska eftir kornakri eða túni fyrirkomandi gæsaveiðitimabili. Uppl. ísíma 567-7412 eða 698-3859,Halldór.

Viltu auka við sjóndeildarhringinneða fjölga atvinnumöguleikum?Vandað staðlað tölvunám íheimanámi/fjarnámi - alls um 55kennslust. Þú ræður ferðinni!Námsefni: 5 bækur og 10 geisla-diskar innifalið. Niðurgr. af stéttar-fél. Hentar bæði byrjendum oglengra komnum. Hringdu núna ogfáðu meiri upplýsingar. Símar 487-4999 og 846 -1696, HugVerk.Net

Til sölu Óska eftir

Nám

Atvinna

Gefins

Leiga

Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins styður:

atvinnuuppbyggingunýsköpunþróunrannsóknirendurmenntun

í þágu landbúnaðar.

Kynntu þér málið:Veffang: www.fl.isNetpóstfang: [email protected] Sími: 430-4300Aðsetur: Hvanneyri311 Borgarnes

Ódýr Lauga-vegsganga

10.-13. ágúst Ákveðið hefur verið að efna tilódýrrar Laugavegsgöngu (trúss-ferðar) dagana 10. - 13. ágúst.Ferðin er farin á vegum Snæ-land Grímsson ehf og kostarhún 25.000. Innifalið er akstur íLandmannalaugar og úr Þórs-mörk, trússbíll, matur og hóp-stjórn.

Lagt verður af stað frá Lang-holtsvegi 115 kl. 10:00 þann 10.ágúst og ekið sem leið liggur íLandmannalaugar, þangað erkomið um kl. 13 og gengið íHrafntinnusker þar sem gistverður þá nótt. Annan daginn ergengið í Álftavatn og þann þriðja íEmstrur. Síðasta daginn er gengiðí Þórsmörk þar sem rútan sækirgöngufólk. Tvær ár þarf að vaða,Bláfjallakvísl sem er á leiðinni fráÁlftavatni í Emstrur og Þröngásem er efst í Þórsmörk. Þá dagaþarf að hafa vaðskó í bak-pokanum.

Mikilvægt er að klæða sig vel ífjallaferðum. Við val á klæðnaðiverður að taka tillit til þess að veð-ur getur breyst á örfáum mínútumá hálendi Íslands, þar af leiðir aðgott er að hafa fötin þannig aðauðvelt sé að fækka fötum ef hitn-ar í veðri og bæta við ef kólnar.Nánari uppl. Er að fá í síma 588-8660. Fararstjóri er Kristín F.Einarsdóttir. Sími hennar er 698-3105.

Bók um Blöndu ogSvartá í Austur-Húnavatnssýslu

Út er komin bókin Blanda ogSvartá frá bókaútgáfunni á Hofi.Tíu höfundar leggja bókinni lið ogskrifar hver þeirra um mismun-andi þætti ánna. Bókin er prýddfjölda litmynda, bæði yfirlits-myndum og myndum af veiði-stöðum, fólki og umhverfi. Einnigeru kort sem sýna veiðistaðina.Lýst er helstu veiðistöðum íSvartá, síðan er farið fram íBlöndugil við Rugludal, haldið útBlöndudal og Langadal og Blöndufylgt til sjávar hjá Blönduósi. Ábókarkápu segir að saga veiði-félagsins sé rakin frá stofnun þessárið 1930 og gerð grein fyrir lífríkiánna. Þáttur er um bæi og búendurí nágrenni veiðisvæðanna og sér-stakur kafli er um Blönduvirkjun.Gísli Pálsson ritar formála enbókin kemur einnig út á ensku íþýðingu Jeffrey Cosser.

FellilúsVar síðast á Austurlandi

sunnanverðu og er ekki víst aðhún sé úr sögunni ennþá, þóttallsherjar atlaga hafi tekistbærilega eða vel fyrir fáum árumog ekki hafi vaknað rökstuddurgrunur um lúsina ennþá. /SS

Viðmiðunarverð sauðfjárafurða frá 1. júlí 2003Gefið út samkvæmt heimild í búvörulögum

Verðfl. Gæðaflokkar Kr/kg1. DE1 DE2 DU1 DU2 3182. DR2 DU3 DE3 3113. DR1 DO2 DR3 3034. DE3+ DU3+ DO3 2925. DR3+ DO1 DO3+ DP1 DP2 DP3 DP3+ VR3 2606. DE4 DU4 DR4 VR4 VP1 VHR3 2317. DE5 DU5 DR5 DO4 DO5 DP4 DP5 2118. VHR4 VHP1 FR3 939. FR4 FP1 5910. HR3 HR4 HP1 23

Kr/stkSlátur úr dilkum 183,-

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda.

Umhverfisráðuneytið hefur senterindi til viðkomandi sveitar-félaga vegna áfangaskýrslu um-hverfisráðherra um stofnunþjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Íbréfinu, sem er undirritað afMagnúsi Jóhannessyni ráðu-neytisstjóra og Ingibjörgu Hall-dórsdóttur, er óskað eftir upp-lýsingum um framtíðaráætlanirum landnýtingu á svæðinunorðan jökulsins.

Þingeyjarsveit á stórt land áþessu svæði. Sveitarstjórn Þing-eyjarsveitar ræddi þetta bréf áfundi sínum nýlega og telur ein-

sýnt að hér geti verið um um-talsverða og fjölþætta hagsmuni aðræða. Jóhann Guðni Reynissonsveitarstjóri segir að landsvæðiðsem tilheyrir Þingeyjarsveit náivestur fyrir Tungnafellsjökul innað Fjórðungskvísl og Jökuldal ogaustur að landamerkjum Skútu-staðahrepps.

,,Þetta er fyrst og fremst af-réttur en hugsanlega eru þarnaeinhver verðmæti í tengslum viðferðaþjónustu og svo eigum viðhagsmuna að gæta gagnvartnáttúruvernd. Þá getur þettahugsanlega snert orkunýtingu tilað mynda í Skjálfandafljóti. Viðhöfum ekki enn mótað sérstakastefnu um þetta og erum því baraþátttakendur í þessari bylgju ogmunum láta vita af því að viðætlum að skoða málið mjög vel,"

Landsmót hagyrðinga verðurhaldið á Djúpavogi í glæsilegumsalarkynnum Hótels Framtíðarlaugardaginn 23. ágúst. Mótiðhefst kl. 20 með borðhaldi.Skemmtiatriði verða að hættihagyrðinga og kvæðamanna.Heiðursgestur mótsins, Vil-hjálmur Hjálmarsson á Brekku,flytur ávarp eins og honumeinum er lagið. Að öðru leyti erdagskrá ekki fullmótuð enn,enda skapa mótsgestir hana aðverulegum hluta sjálfir, eins ogandinn blæs þeim í brjóst. Þátt-takendur sem vilja kynna sigmeð 1-2 vísum eru hvattir tilþess.

Sérstök stökuefni mótsinsverða: 1. Að breyta fjalli 2. „Íefra“ og „í neðra“. Að borðhaldiloknu verður stiginn dans fram ánótt.

Mótið er að sjálfsögðu öllumopið sem yndi hafa af þjóðlegumkveðskap og hagmælska er ekkiskilyrði! Áætlað miðaverð er3500 kr. á mann. Við skráningutaka Þorsteinn Bergsson hs. 4713024, netfang: [email protected]án Vilhjálmsson hs. 462 2468,gsm. 898 4475, netfang:[email protected]

Gistirými er á Hótel Framtíð, s. 4788887, netf.: [email protected] þarf að panta þar sem

fyrst og í síðasta lagi í júlílok. Tilfróðleiks má geta þess að "lands-nefnd hagyrðingamóta" er skipuðfimm áhugamönnum um þjóð-legan kveðskap(einum frá hverjulandssvæði) og hlutverk hennar erað halda þessi landsmót árlega tilskiptis í landsfjórðungunum og í"landnámi Ingólfs", eins ogReykjavík heitir í munni nefndar-manna og félaga. Landsmótið í árer hið 15. í röðinni, en fyrirbæriðvarð til á Skagaströnd árið 1989.Gefin eru út hefti með afrakstrihvers móts í bundnu og lausu máli.

Stakan lifir, stefjamálstöðugt vekur yndi.Andinn flýgur, yngist sálundir Búlandstindi.

Stefán Vilhjálmsson ogÞorsteinn Bergssonlandsnefndarmenn

Landsmót hagyrðinga

Þjóðgarður norðan Vatnajökuls

Page 23: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

Þriðjudagur 8. júlí 2003 23

Blómlegt mannlíf íÞingeyjarsveit

Unga fólkiðvill búa á

Laugum ogný hús rísa

Í samtali við tíðindamannBændablaðsins sagði JóhannGuðni Reynisson, sveitarstjóriÞingeyjarsveitar, að það værifull ástæða fyrir fólk í Þing-eyjarsveit að vera bjartsýnt.Ungt fólk er tilbúð að setjast að ísveitarfélaginu, ný hús rísa,framhaldsskólinn á Laugumblómstrar og þau atvinnu-fyrirtæki sem eru í byggðar-laginu gera það gott. Mikilaðsókn var að framhaldsskólan-um á Laugum síðasta vetur ogáhugi fyrir skólanum virðistvera mikill.

,,Hér á Laugum er nýbúið aðreisa eitt heilsárs íbúðarhús og áskólasvæðinu eru tvö önnur íbyggingu. Hér er verið að geranýja götu og þar er búið að úthlutatveimur lóðum fyrir fjórar íbúðir,annars vegar fyrir einbýlishús oghins vegar þríbýlishús. Í Svartár-koti í Bárðardal eru ábúendur aðbyggja íbúðarhús og ungt fólk áFornhólum í Fnjóskadal hefur sóttum byggingarleyfi fyrir íbúðar-húsi," sagði Jóhann Guðni.

Hann segir að á Laugum hafiverið hörgull á litlum íbúðum fyrirstarfsfólk skólanna og Laugafisks.Meðal fólks sem nú hefur ákveðiðað setjast að til frambúðar ogbyggja sér hús á Laugum erukennarahjón og tvenn önnur hjónsem starfa hjá Laugafiski, ískólanum eða við verslunarstörf.Þannig er fólk, sem hefur verið íleiguhúsnæði, að taka sér fasta bú-setu á staðnum sem verður aðteljast jákvætt miðað við þróun álandsbyggðinni síðustu ár.

,,Það sem vekur manni bjart-sýni er að það er enginn bráða-birgða hugsunargangur hjá þessuhjá fólki. Fólk vill setjast hér aðog sér sóknarfæri sveitarfélagsins.Miðað við staðsetningu njótumvið kostanna af þjónustukjörnun-um á Akureyri og Húsavík en er-um í sveitasælunni engu að síður,"segir Jóhann Guðni.

NOTAÐAR VVÉLARMF 390 m/tækjum 4x4 1995

New Holland L85 m/tækjum 4x4 1996

Zetor 7340 m/tækjum 4x4 1997

Valmet 565 m/tækjum 4x4 1996

FjárkláðiAðgerðir til útrýmingar fjárkláða eru ígangi um Norðurland frá Hrútafirði aðHólabyrðu. Útigengið fé getur veriðhættulegt og þarf að einangra stax ogmeðhöndla með kláðalyfi. Enginn grunurhefur vaknað en ekki er víst að öll nótt séúti enn á þessu svæði. Verið á varðbergifjáreigendur á þessu svæði áfram. Nú erþað brýnna en nokkru sinni áður aðstoppa grunsamlegan fénað, svo ekkiþurfi að endurtaka aðgerðina á öllusvæðinu, ef eitthvað kemur upp. Kláði ervonandi úr sögunni á Ströndum, en þarvar hann skæður um langan tíma./SS

Hér má sjá skagfirskasauðfjárbændur og fleiri stillasér upp til myndatöku í Forth

Williams í Skotlandi, enhópurinn var nýlega í fræðslu-

og kynnisferð um Skotland.Einkum skoðaði hópurinn

skoska sauðfjárrækt.Hápunktur ferðarinnar var

skoska landbúnaðarsýninginThe Royal Highland Show. Það

var FerðaskrifstofaVesturlands sem skipulagðiferðina að óskum Einars E.

Gíslasonar á Skörðugili.Fararstjóri var Árni

Snæbjörnsson, ráðunautur .Ljósmynd: Sigríður

Héðinsdóttir.

Vicon PZ CM 168 tromlusláttuvélvbr. 165 cm kr. 290.000 án vsk. – Tilb. kr. 248.000 án vsk.

Kuhn GA 402 stjörnumúgavél(2ja stjörnu) vbr. 4 m kr. 325.000 án vsk.- tilb. kr. 295.000 án vsk.

Kuhn GA 6002 stjörnumúgavél(2ja stjörnu) vbr. 3-5,8 m kr. 927.000 án vsk. -tilb. kr. 790.000 án vsk.

Vicon Andex 423T dragtengd stjörnumúgavélvbr. 4,2 m kr. 504.000 án vsk. – tilb. kr. 450.000 án vsk.

Vicon RF 121 rúllubindivélm/garni 950.000 án vsk., m/neti kr. 1.150.000 án vsk.

CLAAS 250 FR rúlluvélmgarni 1,58 sópv. 1.655.000 án vsk tilb. kr.1.390.000 án vsk.

Bögballe áburðardreifari2ja skífu, 700 l. Kr. 167.000 án vsk. tilb – kr. 147.000 án vsk.

Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · Fax 587 9577 · [email protected] · www.ih.is/velar

IngvarHelgason véladeild

Beint innval í véladeild 525-8070

Nýjar heyvinnuvélar o.fl. átilboðsverði og til afgreiðslu strax:

Page 24: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka

www.valtra.com Sími 4800 400 • www.buvelar.is

M línanÖflugustu 4 strokka dráttarvélar í heimi

4 strokka 120, 130 og 150 hestöfl

Undanfarin ár hefur Valtra kynnt hverja nýjungina á fætur annarri. Nú er komið að því að kynna 4 strokka ofurvélar sem hafa verið í hönnun og prófunum undanfarin ár.Í hönnun þessara véla fer saman mikið afl hinna hefðbundnu 6 strokka dráttarvéla og léttleiki og lipurð 4 strokka dráttarvélanna.

Sisu DiselSisu Disel er dótturfyrirtæki Valtra sem sérhæfir sig í smíði diselvéla. Diselvélarnar frá Sisu Disel eru heimsþekktar fyrir

mikið afl og togkraft sem samhliða góðri endingu hefur borið orðspor vélanna víða. Sisu Disel framleiðir allar diselvélar

fyrir Valtra dráttarvélarnar en auk þess framleiða þeir diselvélar fyrir marga keppinauta Valtra, t.d. MF, Case og Steyr.

Valtra - Einstök dráttarvél fyrir kröfuharða notendur

Framleiðsla M línunnar hefst í haust og höfum við í samvinnu við Valtra ákveðið að bjóða þeim sem stað-

festa pöntun á nýrri Valtra M línu fyrir 1 September í ár í sérstaka ferð til Finnlands í haust þar sem menn fá

gott tækifæri til að kynnast Finnlandi auk þess sem mönnum gefst kostur á að sjá vélina sína verða til á

færibandi verksmiðjunnar í Soulahti. Hver pöntun gildir fyrir 2 boðsgesti.

Page 25: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 26: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 27: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 28: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 29: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 30: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 31: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 32: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka
Page 33: 13. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 8. júlí 2003 ISSN ...bænda á heima-rafstöðvum Stjórn BÍ samþykkir tillögu um útflutningshlutfall Á fundi stjórnar Bændasamtaka