hin forna framtÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár...

60
HIN FORNA FRAMTÍÐ Verkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005

Upload: others

Post on 21-Jan-2021

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

HIN FORNA FRAMTÍÐVerkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005

FORSÆTISRÁÐUNEYTI

Page 2: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Umsjón sýningarGuðmundur Ólafsson fagstjóri fornleifa á Þjóðminjasafni ÍslandsKaren Þóra Sigurkarlsdóttir listgripaforvörður á Þjóðminjasafni ÍslandsGraham Edward Langford forngripaforvörður á Þjóðminjasafni Íslands

Stjórn KristnihátíðarsjóðsAnna Soffía Hauksdóttir prófessor, formaðurAnna Agnarsdóttir prófessorÞorsteinn Gunnarsson rektor

Verkefnisstjórn á sviði menningar- og trúararfsGuðmundur Heiðar Frímannsson prófessor, formaðurGuðmundur K. Magnússon prófessorSéra Lára G. Oddsdóttir

Verkefnisstjórn á sviði fornleifaGuðmundur Hálfdanarson prófessor, formaðurÁrný E. Sveinbjörnsdóttir vísindamaður á Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsHjalti Hugason prófessor

Grafísk hönnun ÁmundiPrófarkalestur Málvísindastofnun Háskóla Íslands

Page 3: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

HIN FORNA FRAMTÍÐVerkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005

Ritstjóri RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR sagnfræðingur

Page 4: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

2

Page 5: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Kristnihátíðarsjóður hefur á síðustu fimmárum unnið gagnlegt verk og gott starf. Nú á

þeim tímamótum þegar úthlutað er úrsjóðnum í síðasta sinn er rétt að undirstrikaenn einu sinni mikilvægi kristinna lífsgilda,

sem eru og verða undirstaða lífs íslenskrarþjóðar. Kristnin hefur haft mikil áhrif á

þjóðfélagið síðustu þúsund ár og gott betur,mótað menningu okkar og viðhorf. Því verður

ekki of oft minnt á hversu nauðsynlegt þaðer að viðhalda þeim lífsgildum sem þar koma

fram, í náinni samvinnu ríkis og kirkju. Súarfleið sem kristnin hefur gefið okkur og þaugildi sem hún stendur fyrir geta aldrei verið áábyrgð eins aðila. Sameiginleg ábyrgð íslensku

þjóðarinnar kemur þar til.

Þau eru mörg verkefnin semKristnihátíðarsjóður hefur styrkt á síðustuárum og því er ánægjulegt að geta skýrt fráþví að á fjárlögum áranna 2006–2008 verðursamtals 60 milljónum króna varið til forvörsluog undirbúnings sýninga á niðurstöðumfornleifarannsókna sem styrktar hafa verið úrsjóðnum. Er það von mín að sem flestirÍslendingar eigi eftir að njóta þess semúthlutanir úr sjóðnum hafa gefið af sér ogkemur fram í þessari skrá.

Að lokum vil ég þakka stjórnKristnihátíðarsjóðs og verkefnastjórnumsjóðsins fyrir vel unnin störf síðustu árin, verkþeirra eru þeim til mikils sóma.

3

Page 6: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

4

Page 7: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin

frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn starfar eftir lögum

nr. 12/2001 um Kristnihátíðarsjóð. Starfstími sjóðsins er fimm ár eða til

ársloka 2005. Ríkissjóður hefur lagt til 100 milljónir króna fyrir hvert hinna fimm

starfsára sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt: Annars vegar er honum ætlað að efla

fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum

um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Hins vegar er hlutverk sjóðsins að kosta

fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og

á Hólum.

Nú er komið að síðustu úthlutun sjóðsins og hefurþá verið úthlutað um 500 milljónum króna tilrannsókna á þessum sviðum. Í tilefni af því hefurstjórn Kristnihátíðarsjóðs ákveðið að efna til ráðstefnusem ber heitið „Hin forna framtíð“ en hún hefst ífyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 14 þann 1. desember2005. Samnefnd sýning verður opnuð sama dag íbókasal Þjóðmenningarhússins. Jafnframt var ákveðiðað gefa út rit þetta þar sem finna má m.a. stuttarlýsingar á flestum verkefnum sem sjóðurinn hefurstyrkt, sum að fullu, önnur að hluta.

Ég vil fyrir hönd stjórnar Kristnihátíðarsjóðs þakkaöllum þeim sem hafa unnið með okkur að þessuskemmtilega verkefni sem Alþingi fól okkur.

Tilkoma Kristnihátíðarsjóðs markaði tímamót ífræðslu og rannsóknum á menningar- og trúararfiþjóðarinnar, sem og í fornleifarannsóknum. Lög ogfjárveitingar til sjóðsins bera vott um stórhug ogframsýni sem hefur hvatt þá sem vinna á þessumsviðum til dáða og góðra verka sem munu gagnast ísamtíð og framtíð. Verkefnissvið sjóðsins er vítt ogspannar allt frá lífi íslenskra fornmanna til lífsleikninútímamannsins, sem þarf oft á tíðum að vera ærinen þó sennilega hvorki meiri né minni en lífsleiknifornmannsins. Sjóðurinn hefur styrkt yfir 150 verkefniog eru stærstu styrkir sjóðsins með þeim hæstu semúthlutað hefur verið á Íslandi til rannsókna- ogfræðistarfa. Grettistaki hefur verið lyft bæði á sviðifornleifarannsókna á Íslandi og á sviði hug- ogfélagsvísinda.

Anna Soffía Hauksdóttir

formaður stjórnar Kristnihátíðarsjóðs

5

Page 8: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

6

Page 9: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

7

Dagskrá ráðstefnu 1. og 2. desember 2005

Fornleifar – verkefni styrkt árin 2001–2005

Menningar- og trúararfur – verkefni styrkt árin 2001–2005

Lífsgildi, siðferði og framtíðarsýn – verkefni styrkt árin 2001–2005

Önnur verkefni styrkt árin 2001–2004

Ný verkefni styrkt árið 2005

Skrá yfir verkefni

8

11

19

45

53

53

54

EFNISYFIRLIT

Page 10: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Ráðstefna í fyrirlestrasalÞjóðminjasafns Íslands1. og 2. desember 2005

HIN FORNA FRAMTÍÐVerkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005

8

Page 11: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

14:00 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherrasetur ráðstefnuna

14:15–15:30 SÁLMASKÁLD

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR: Hallgrímur Pétursson – það mikið elskaða og nafnfræga þjóðskáld vorrar tungu

ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR: Saga Matthíasar Jochumssonar – rannsóknir og ritun

GUÐRÚN LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR: Söngarfur þjóðar

15:45–17:00 BISKUPSSTÓLAR

RAGNHEIÐUR TRAUSTADÓTTIR: Hólarannsóknin

MJÖLL SNÆSDÓTTIR: Fornleifarannsóknir í Skálholti

SÉRA GUNNAR KRISTJÁNSSON: Á stólum biskupanna

1. DESEMBERkl. 14:00–17:00

Kaffihlé

2. DESEMBERkl. 9:00–17:00

Fundarstjóri:ANNA AGNARSDÓTTIR

Kaffihlé

Fundarstjóri:ÞORSTEINN GUNNARSSON

12:15-13:30 Hádegishlé og leiðsögn um grunnsýningu

16:45 Móttaka í boði forsætisráðherra

9:00-10:30 MIÐALDAKIRKJAN – KLAUSTUR OG BANNSMÁL

STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR: Skriðuklaustur – staður menningar og líknar

KRISTJÁN MÍMISSON: Lesið í rústabrot á Kirkjubæjarklaustri

LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR: Eitt orð, heill heimur – um rannsókn á bannfæringu

10:45–12:15 SAMTÍÐ OG FORTÍÐ

FRIÐRIK H. JÓNSSON: Lífsgildakannanir

SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR: Að rækta lífsgildi í lýðræðisþjóðfélagi

ADOLF FRIÐRIKSSON: Þingvellir í nýju ljósi

13:30–15:00 SIÐFRÆÐI, RÉTTLÆTI OG KIRKJA

VILHJÁLMUR ÁRNASON: Erindi siðfræðinnar við samtímann

SÓLVEIG A. BÓASDÓTTIR: Hjónaband samkynhneigðra!

SÉRA SIGURÐUR PÁLSSON: Veraldarvæðing skólans – viðbrögð kirkjunnar

15:30–16:30 STAÐIR VERSLUNAR OG MENNINGAR

ORRI VÉSTEINSSON: Gásir – verslunarstaður frá síðmiðöldum

GUÐRÚN SVEINBJARNARDÓTTIR: Staðurinn Reykholt

16:30 Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherraslítur ráðstefnunni

Fundarstjóri:ANNA SOFFÍA HAUKSDÓTTIR

Kaffihlé

9

Page 12: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn
Page 13: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

FORNLEIFAR Verkefni styrktárin 2001–2005I

Page 14: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Í Skálholti fer fram viðamikilluppgröftur á kjarna staðarhúsa,íveruhúsa biskupa og annarraheimamanna, skólahúsi,svefnskála og borðstofuskólapilta, ýmsumgeymsluhúsum og göngum.Einnig er grafið í öskuhauga

staðarins. Markmiðið er að afla gagna um sögu staðarins ogkirkjustjórnar í Skálholtsbiskupsdæmi, og varpa með því ljósi áþjóðarsöguna í heild og samskipti Íslands við umheiminn. Velvarðveittar byggingarleifar sýna þróun staðarhúsa, einkum á 17.og 18. öld og fjöldi gripa sem hafa fundist veitir margvíslegarupplýsingar um daglegt líf staðarfólks. Rannsóknin verður grunnurað íslenskum griparannsóknum og húsagerðar- og ræktunarsögu.Áhersla er lögð á nýtingu raunvísindalegra aðferða við uppgröftinnog greiningar, sem og þjálfun ungra vísindamanna.

Árið 1186 var fyrsta íslenskanunnuklaustrið stofnað áKirkjubæ að tilhlutan Þorlákshelga Þórhallssonar, biskups íSkálholti. Löngu var fallið ígleymsku hvar klaustrið stóð.Rannsóknirnar á

Kirkjubæjarklaustri, sem hafa staðið yfir frá árinu 1995, hafa miðaðað því að staðsetja klausturrústirnar. Nú er ljóst að klaustrið stóðþar sem Kirkjubæjarklaustursbærinn byggðist seinna upp en ekkiþar sem í dag kallast Klausturhólar. Leifar a.m.k. þriggja kynslóðaklausturhúsa hafa nú verið rannsakaðar á Kirkjubæ. Niðurstöðurþeirra rannsókna hafa varpað nýju ljósi á gerð íslenskra klaustra,auk þess sem ýmsar nýjar upplýsingar hafa komið fram um lífkvennanna í klaustrinu á Kirkjubæ.

RÚSTIRNUNNUKLAUSTURSINSÁ KIRKJUBÆFornleifafræðistofanVerkefnisstjóri: Bjarni F. Einarssonfornleifafræðingur

SKÁLHOLT —HÖFUÐSTAÐUR ÍSLANDSÍ 700 ÁRFornleifastofnun Íslands ogÞjóðminjasafn ÍslandsVerkefnisstjóri: Mjöll Snæsdóttirfornleifafræðingur

12

Page 15: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Markmið verkefnisins ertvíþætt: 1. Að rannsaka kirkjuog kirkjugarð í Reykholti meðfornleifauppgrefti og greinamannabein með tilliti tilerfðafræðilegs upprunaÍslendinga og lífskjara

þjóðarinnar er hluti verkefnisins. 2. Að tengja niðurstöðuruppgraftarins og lýsingar í heimildum, að lýsa með teikningumhvernig kirkjan hefur þróast í aldanna rás og að setja efnið framí þrívíðu stafrænu formi. Þetta er fyrsta sóknarkirkja sem rannsökuðer á Íslandi en sóknarkirkjur gegndu mikilvægu hlutverki í íslenskrikirkjuskipan. Reykholt var höfuðkirkja, svonefndur staður, ogmeðal hinna mikilvægustu þeirra. Rannsóknin mun því bæta viðþekkingu okkar á íslenskri kirkjusögu og auka skilning á þróunstaðarins í Reykholti.

Markmiðið með verkefninu er aðrannsaka með fornleifauppgreftiklaustur það sem starfrækt var áSkriðu í Fljótsdal tímabilið1493–1554. Ein helstarannsóknarspurning verkefnisinslýtur að byggingarlagi og

starfsemi klaustursins. Fornleifarannsóknin hefur þegar opnað nýjasýn á sögu Skriðuklausturs en svo virðist sem hvorki byggingar þessné hlutverk greini sig að ráði frá öðrum kaþólskum klaustrum íEvrópu. Klausturbyggingarnar voru um 1200 fermetrar að stærðog samanstóðu af þyrpingu vistarvera og veglegri kirkju sem byggðvoru við skýrt afmarkaðan klausturgarð. Hlutverk klaustursins varog fjölþætt en þar bar hæst, samhliða bænahaldi, líkn sjúkra ogfátækra, garðrækt og blek- og bókfellsgerð, auk ritunar skjala ogbóka.

RANNSÓKNKIRKJUNNAR ÍREYKHOLTIÞjóðminjasafn ÍslandsVerkefnisstjóri: Guðrún Svein-bjarnardóttir fornleifafræðingur

SKRIÐUKLAUSTUR —HEIMILI HELGRA MANNASkriðuklaustursrannsóknirVerkefnisstjóri: SteinunnKristjánsdóttir fornleifafræðingur

13

Page 16: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Rannsóknir á fornum þingstöð-um hófust árið 2002. Markmiðverkefnisins er að afla nýrraupplýsinga um þinghald meðgrefti og uppmælingu á þing-minjum og að leita svara við

spurningum um gerð og lögun þingbúða og annarra þingmann-virkja, skipulag þingstaða og þróun þinghalds. Á Þingvöllum hefurverið grafið á Miðmundatúni, Biskupshólum, í „Njálsbúð“, á„Lögbergi“, í þústir á austurbakka Öxarár og á Spönginni. Minjarvorþingsstaða hafa verið athugaðar við Árnes, í Þorskafirði, áValseyri, Þingeyri, Þingeyrum og við Krakalæk. Uppgröftur hefureinnig farið fram í Hegranesi og í Þingey. Meðal niðurstaðna semnú liggja fyrir má nefna að á Þingvöllum hefur fundist stórt mann-virki, líklega frá upphafi þinghalds, og mun fleiri búðatóftir enáður var vitað um. Í Hegranesi og í Þingey fundust vel varðveittarleifar bygginga frá tímum þinghalds á þjóðveldisöld.

Á Gásum við vestanverðanEyjafjörð hafa varðveistumfangsmiklar rústirverslunarstaðar frá miðöldumen staðarins er einnig getið víða

í miðaldaritum. Er ljóst af þeim að Gásir voru helsti verslunarstaðurNorðurlands milli 12. og 14. aldar. Fornleifarannsóknir sem staðiðhafa yfir frá 2001 hafa einkum beinst að yngsta skeiði verslunar áGásum, frá 14. og 15. öld. Auk stórrar trékirkju frá 14. öld hafaverið grafnar upp leifar af niðurgröfnum búðum og bendir skipulagþeirra til lóðaskiptingar innan staðarins. Margs konar verslunarvarahefur fundist á staðnum, bæði innfluttar vörur ogútflutningsvarningur, en einnig eru þar ummerki um iðnað, svosem járnsmíði og brennisteinshreinsun.

ÞINGVELLIR OGÞINGHALD TIL FORNAFornleifastofnun ÍslandsVerkefnisstjóri: Adolf Friðrikssonfornleifafræðingur

GÁSIR Í EYJAFIRÐIMinjasafnið á AkureyriVerkefnisstjóri: Guðrún M.Kristinsdóttir safnstjóri

14

Page 17: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Hólarannsóknin, sem hófst árið2002, hefur m.a. leitt í ljós aðsaga byggðar á Hólum íHjaltadal er lengri en mennætluðu af heimildum. Viðuppgröftinn hafa fundistmannvistarleifar frá landnámi,

sem ekki var vitað um áður, og ósar Kolku geyma ýmsar merkilegarvísbendingar um að þar hafi verið ákjósanleg höfn af náttúrunnarhendi, sem kann að hafa ráðið mestu um að biskupsstólnum varvalinn staður á Hólum. Á Hólum var vagga prentlistar. Prenthúsið,þar sem Guðbrandsbiblía var prentuð, hefur enda verið vel byggtog íburðarmikið. Þar hafa m.a. fundist prentsátur, bæði úr blýi ogtré, og kakalónn með myndskreyttum flísum. Rannsóknin hefuraukið til muna þekkinguna á húsakosti Hólastaðar á 17. og 18.öld en óvíða, ef nokkurs staðar hér á landi, gefst betra tækifæri tilað rannsaka þéttingu byggðar á miðöldum en á Hólum. Meira en30 þúsund munir frá ýmsum tímum hafa fundist, leirker,krítarpípur, steináhöld, hnífar, lyklar, leikföng og ýmislegt semtengist fatnaði, s.s. hnappar, perlur, textíll, leðurskór og gullþráður.

HÓLAR Í HJALTADALÞjóðminjasafn Íslands,Byggðasafn Skagfirðinga ogHólaskóliVerkefnisstjóri: RagnheiðurTraustadóttir fornleifafræðingur

15

Page 18: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Uppgröftur í Keldudal íHegranesi í Skagafirði fór framárin 2002–2003. Þar var grafinnupp kirkjugarður úr frumkristniog hluti af skála sem lá undirkirkjugarðinum, auk kumlateigsí nágrenni garðsins. Kirkju og

kirkjugarðs í Keldudal er hvergi getið í rituðum heimildum enkolefnisaldursgreiningar gefa til kynna að garðurinn sé að stofnitil frá fyrstu árum kristni í landinu en að hann hafi verið aflagðurþegar á 12. öld. Alls voru grafnir upp á sjötta tug einstaklinga úrheiðni og kristni, þar af um helmingurinn ung börn. Góðvarðveisluskilyrði beina, auk staðsetningar kumlateigs, kirkjugarðsog skála á sömu jörð, gefa einstaka rannsóknarmöguleika á samspiliheiðins og kristins siðar og mannlífi í frumkristni.

Rannsóknarverkefnið hófst árið2003 og felst í að afla gagna umstaðsetningu þekktra kumla áÍslandi, skoða kumlstæðin ávettvangi, lýsa staðháttum og leitanýrra kumlfunda. Markmiðið er

að greina hvaða hugmyndir lágu að baki staðarvali kumla og geraá þeim grunni líkan sem vísað getur á áður ókunn kumlstæði.Vitnisburður kumla um samfélag og byggð á Íslandi á 9. og 10. öldmun varpa ljósi á ýmsa samfélagslega þætti frumbyggðar á Íslandi,s.s. efnahagslegan og kynbundinn mismun, táknræna merkingugreftrunar og staðsetningar kumla, þróun og breytingar á grafsiðumo.fl.

KUML OG SAMFÉLAGFornleifastofnun ÍslandsVerkefnisstjóri: Adolf Friðrikssonfornleifafræðingur

UPPGRÖFTUR ÍKELDUDALByggðasafn SkagafjarðarVerkefnisstjóri: Guðrún Zoëga,deildarstjóri fornleifadeildar

16

Page 19: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

17

Page 20: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn
Page 21: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

MENNINGAR- OGTRÚARARFUR

Verkefni styrktárin 2001–2005II

Page 22: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Í tilefni af 950 ára afmælibiskupsstóls í Skálholti og 900ára afmælis biskupsstóls áHólum hefur verið unnið aðútgáfu ritverks um sögubiskupsstólanna í Skálholti og

á Hólum. Miðað er við að bókin verði um sex hundruð blaðsíðurí einu bindi. Guðrún Ása Grímsdóttir miðaldafræðingur skrifarum Skálholtsstól og Jón Þ. Þór prófessor ritar sögu Hólastóls.Aðrir höfundar eru: Björn Teitsson, Einar Gunnar Pétursson, MjöllSnæsdóttir, Orri Vésteinsson og Gavin Lucas, Jón Viðar Sigurðsson,Kristján Valur Ingólfsson, Vilborg Auður Ísleifsdóttir, GunnarKristjánsson, Torfi Stefánsson Hjaltalín, Ragnheiður Traustadóttirog Guðný Zoëga og vígslubiskuparnir Jón A. Baldvinsson á Hólumog Sigurður Sigurðarson í Skálholti. Ritnefnd skipa GunnarKristjánsson, Jón A. Baldvinsson og Sigurður Sigurðarson. ÓskarGuðmundsson rithöfundur er framkvæmdastjóri verksins. Stefnter að útgáfu fyrir páska 2006.

Í bókinni Church Centres eruellefu greinar sem byggjast áerindum sem flutt voru áráðstefnunni „KirkjumiðstöðinReykholt“. Auk þeirra er sérstaktyfirlit um kirkjusögu Íslands1000–1300, sem lagt var fram á

ráðstefnunni. Höfundar eru ellefu og greinarnar eru á ensku,sænsku og norsku. Meginviðfangsefni er hugtakið kirkjumiðstöð,fjallað er um merkingu þess og fræðilegt notagildi og hvernig ogaf hverju kirkjumiðstöðvar urðu til á fyrstu öldum kristni. Leitaðer samanburðar erlendis við þróun mála á Íslandi. Þetta er hlutiaf hinu þverfaglega Reykholtsverkefni.

Kjarni verkefnisins er reksturstaðar í Reykholti, íkirkjusögulegri merkinguorðsins staður. Þetta er í fyrstasinn sem staður er kannaðurrækilega á þennan hátt. Eignirstaðarins eru teknar til

meðferðar og eignaþróun og spurt er um tekjur og gjöld. Kannaðer m.a. hversu vel Reykholt var fallið til búskapar, og eins jarðeignirstaðarins í grennd, og í því viðfangi er lögð áhersla á þverfaglegasamvinnu við náttúrufræðinga, innan ramma hins þverfaglegaReykholtsverkefnis. Rannsóknin skiptir máli fyrir búnaðarsöguog almenna hagþróun miðalda en megináhersla er lögð á tímaSnorra Sturlusonar.

Markmið rannsóknarinnar erað kanna trúardýrkunina áGuðmundi góða og forsendurhennar. Mikilvægustuheimildir verkefnisins eruSturlunga saga, biskupasögur,annálar og fornbréf. Jafnframteru niðurstöður fornleifarann-sókna á tímabilinu 1160–1400

nýttar, en þær varpa m.a. ljósi á hagþróun og menningarlegsamskipti við önnur lönd í Evrópu. Þverfagleg rannsókn á helgiGuðmundar Arasonar er nauðsynleg forsenda fyrir skilningi ávinsældum þessa umdeilda einstaklings.

KIRKJUMIÐSTÖÐINREYKHOLTSagnfræðistofnun Háskóla ÍslandsVerkefnisstjóri: Helgi Þorláksson,prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

SAGABISKUPSSTÓLANNAVerkefnisstjóri: Séra GunnarKristjánsson

REKSTUR STAÐARÍ REYKHOLTISagnfræðistofnun Háskóla ÍslandsVerkefnisstjóri: Helgi Þorláksson,prófessor í sagnfræði við HáskólaÍslands

LÍF OG DÝRKUNGUÐMUNDAR ARASONAR„GÓÐA“ (1161–1237)Joanna A. SkórzewskasagnfræðingurVerkefnisstjóri: Jón ViðarSigurðsson, dósent í sagnfræði viðOslóarháskóla

20

Page 23: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið er kvikmynd í tveimurhlutum, um 30 mínútur hvor.Myndin er framleidd í tilefniþess að 80 ár verða liðin frástofnun Hvítasunnuhreyfingar-innar hér á Íslandi árið 2006.Tilgangur myndarinnar er að

fara yfir sögu hreyfingarinnar og varpa ljósi á umfang og vöxthennar, umsvif og áhrif á þjóðfélagið. Í myndinni verður fjallaðum þætti úr sögu hreyfingarinnar, safnaðarstarfið verður rakiðmeð viðtölum, ljósmyndum, upptökum af hljóðsnældum oggömlum myndskeiðum. Myndin verður sýnd í sjónvarpi og áætlaðer að hún verði tilbúin í apríl 2006.

Verkefnið fól í sér þverfaglegakönnun á þeim skrifleguheimildum sem til eru umnunnuklaustrið í Kirkjubæ,sem og fræðilegum skrifumum klaustur í öðrum löndum.Að verkefninu unnu sagn-fræðingar, fornleifafræðingar,bókmenntafræðingar og

guðfræðingur. Sagnfræðingarnir og miðaldafræðingarnir AgnesArnórsdóttir og Auður Magnúsdóttir unnu meginhlutarannsóknarinnar. Markmiðið var að rannsaka aðdraganda aðstofnun klaustursins, sögu þess og áhrif í samfélaginu. Gerður varsamanburður við klausturlifnað á Norðurlöndunum og í Evrópuá sama tíma til að leiða í ljós hvað var alþjóðlegt og hvað staðbundiðí lífi nunnanna í Kirkjubæ. Rit er væntanlegt þar sem fjallað verðurum ýmsar hliðar á sögu klaustursins og það sem fram fór íklaustrum almennt.

Markmið verksins er að ljúkadoktorsnámi með útgáfu bókarsem eykur þekkingu ásamskiptum kirkju ogleikmanna á síðmiðöldum. Þarsem bannsákvæði náði til flestra

kirkjulagabrota er bannfæring skilgreind í lagalegu ogstjórnmálalegu samhengi meðal annars með því að kanna íslensklög og bera þau saman við alþjóðlegan kirkjurétt. Aðferðin erréttar- og menningarsöguleg greining sem gerir kleift að skilgreinastöðu og valdsvið miðaldakirkjunnar mun nákvæmar en gert hefurverið, ásamt því að opna nýja leið að túlkun íslenskra kirkjuskjalafrá miðöldum. Umfjöllunin er jafnframt innlegg í umræðu umstöðu kirkjunnar nú á dögum.

Rannsóknin fólst í að kannaviðhorf Þórbergs Þórðarsonartil trúmála eins og þau birtastí útgefnum verkum hans, semog óbirtum handritum áhandritadeild Lbs., svo sem ídagbókum, bréfum og fleiri

gögnum. Sérstök áhersla var lögð á að rýna í ritdeilurnar umkristindóminn sem hófust með útkomu Bréfs til Láru 1924 ogfæddu af sér greinaskrif margra manna. Þá var sérstaklega hugaðað svari Halldórs Laxness 1925 í fyrirlestrinum „Kaþólsk viðhorf“sem kom út í bókarformi sama ár. Einnig voru könnuð skrifÞórbergs um austræn trúarbrögð, guðspeki og spíritisma og reyntað varpa ljósi á þær sundurleitu hugmyndir sem þar koma framum eðli trúarinnar.

SAGA KLAUSTURS ÍKIRKJUBÆRannsóknarstofa í kvenna- ogkynjafræðumVerkefnisstjóri: Irma J. Erlingsdóttir,forstöðumaður RIKK, í samstarfi viðHjalta Hugason, prófessor í guðfræðivið Háskóla Íslands

BANNFÆRINGARÁ ÍSLANDI ÁSÍÐMIÐÖLDUMLára Magnúsardóttirsagnfræðingur

SAGA HVÍTASUNNU-HREYFINGARINNARÁ ÍSLANDILindin, kristileg fjölmiðlunVerkefnisstjóri: Michael Fitzgerald

ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON— TRÚARVIÐHORFOG DEILUR UMKRISTINDÓMINNVerkefnisstjóri: Soffía AuðurBirgisdóttir bókmenntafræðingur

21

Page 24: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið felst í ítarlegrigrunnrannsókn á starfsemiKFUM og KFUK í Reykjavík áárunum 1908–1918 í ljósiþróunar þjóðlífs og kirkjumála

á þeim tíma. Á þessum árum náðu félögin að festa sig í sessi semfarvegur öflugrar trúarlegrar og félagslegrar vakningar í landinusem markað hefur djúp og varanleg spor í íslenska kirkju- ogmenningarsögu allt til þessa dags. Verkefnið er hluti viðameirirannsóknar á aðdraganda og upphafi starfs KFUM og KFUK áÍslandi og er enn í vinnslu.

SAGA KFUM OG KFUK ÍREYKJAVÍK 1908–1918Þórarinn Björnsson guðfræðingur

Trúarhreyfingum hefur fjölgaðsvo mjög á Íslandi á síðari árumað í vaxandi mæli er talað umlandið sem fjölmenningarsam-félag. Enda þótt flestar þeirrakenni sig við kristna trú hefurþeim fjölgað til muna sem teljast

til annarra trúarbragða, ekki síst frá áttunda áratugnum.Rannsóknin varðar uppruna þessara trúarhreyfinga, félagslegastöðu þeirra og áhrif, einkum hvað varðar afstöðu til mannréttindaog siðferðilegra álitamála og samskipti þeirra við helstu stofnanirríkisvaldsins og aðrar sambærilegar trúarhreyfingar á alþjóðlegumvettvangi. Þar er stuðst við skilgreiningar trúarlífsfélagsfræðinnará trúarhreyfingum og helstu kenningar hennar um félagslegarbreytingar.

TRÚARHREYFINGAR ÁÍSLANDI EFTIR SÍÐARIHEIMSSTYRJÖLDBjarni Randver Sigurðssonguðfræðingur

Verkefnið felst í ritun ævisöguHallgríms Péturssonar ogGuðríðar Símonardóttur,byggðrar á svo traustumheimildum sem kostur er. ÆskaHallgríms og uppvöxtur erutekin til meðferðar í sérstakri

bók. Arfurinn frá Hólum, aldarfar, tíðarandi, trúarlíf og samlífþeirra hjóna er skoðað sem uppspretta skáldskapar hans. Byggter undir endurmat á sögu beggja eins og hún hefur varðveist íslitróttum heimildum og þjóðsögum. Stefnt er að því að skrifaástar- og örlagasögu fremsta skálds og einnar víðförlustu oglífsreyndustu konu Íslands á 17. öld.

HALLGRÍMURPÉTURSSON OGGUÐRÍÐURSÍMONARDÓTTIRSteinunn Jóhannesdóttirrithöfundur

22

Page 25: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Í bókinni Lifandi vatn. Íslensktkristniboð í Eþíópíu í 50 ár er rakinsaga kristniboðsins í máli ogfjölmörgum myndum. Um 30Íslendingar hafa starfað þar semkristniboðar á undanförnum 50árum, margir í áraraðir. Innlendkirkja, Mekane Yesus, hefur vaxið

fram. Kristniboðarnir eru starfsmenn kirkjunnar á vettvangi en eruum leið fulltrúar Sambands íslenskra kristniboðsfélaga sem greiðirlaun þeirra og kostnað við starfið. Í bókinni er sagan rakin í annál ogmeð sérstökum köflum um kirkjustarf, þ.e. boðun og fræðslu, ogköflum um þróunarstarf, þ.e. heilsugæslu, skólastarf og fleira. Sagter frá þeim þjóðflokkum sem íslenskir kristniboðar hafa kynnst ísuðurhluta landsins og innsýn gefin í menningu þeirra og siði.

Verkefnið kallast „Okkar erhelvíti sagt paradís“ og greinirfrá trúar- og hugmyndafræði-legum deilum milli upplýsingarog rómantíkur í ljósi eldritrúararfs. Fjallað er umtrúararfinn frá siðbót með

sérstakri áherslu á áhrif kaþólskrar miðaldadulhyggju á hannannars vegar og hins vegar á áhrif kalvínskrar siðavendni. Þessiutanaðkomandi áhrif báru ávöxt í tveimur af helstu trúarritumokkar, Passíusálmunum og Vídalínspostillu. Í þessu ljósi er metintilraun upplýsingarinnar íslensku um aldamótin 1800 til að dragaúr áhrifamætti þessarar gömlu guðsorðahefðar. Fullyrt er hér aðhún hafi misheppnast vegna þeirrar sterku trúarhefðar sem fyrirvar í landinu og vegna rómantísku stefnunnar. Sú síðarnefndaflytur til landsins nýja trúarstefnu sem einkennist af innileika ogsiðferðilegri alvöru, líkri þeirri sem hinn gamli trúararfureinkenndist af.

Markmið rannsóknarinnar er aðleita svara við spurningunni:Hvernig hefur hlutverkskyldunámsskólans gagnvartkirkjunni, ásamt markmiði,

stöðu og inntaki kennslu í kristnum fræðum, siðfræði ogtrúarbragðafræðum, þróast frá og með setningu laga um fræðslubarna 1907 og þar til námskrá var gefin út árið 1999 á grundvellilaga um grunnskóla nr. 66/1995? Kirkja og skóli á Norðurlöndumeru sprottin af sömu rót og því verður leitast við að bera þróuninaí Danmörku, Noregi og Svíþjóð saman við þróunina hér á landi.Þar sem þetta tengist veraldarvæðingu skólans sem varð á öllumNorðurlöndunum um aldamótin 1900 verða einnig skoðuðsamskipti kirkjunnar og veraldlegra yfirvalda við þessi umskipti.

UPPLÝSING OGRÓMANTÍK Í LJÓSI ELDRITRÚARARFSTorfi K. Stefánsson Hjaltalínguðfræðingur

KIRKJA OG SKÓLIÁ 20. ÖLDSéra Sigurður Pálsson

Markmið þessarar þverfaglegurannsóknar er að skoða tengslkristinnar trúar og þeirrahugmynda sem einkennduíslenskar kvennahreyfingar íupphafi 20. aldar. Til þess aðgera grein fyrir rótum þeirrahugmynda sem einkennduíslenskt samfélag umaldamótin 1900 eru skoðuð

áhrif siðbótar Lúthers á konur og hlutskipti þeirra, sem og viðhorftil kvenna í trúarlegum textum (sérstaklega í útbreiddumhúslestrarbókum) eftir siðbreytingu. Niðurstöðum þessa verkefniser ætlað að sýna hvernig kristin trú hefur mótað ríkjandisamfélagshugmyndir á liðnum öldum og hvernig íslenskar konurtúlkuðu trúararfinn í baráttu sinni fyrir bættum kjörum ogendurskoðun á hlutverki kvenna í íslensku samfélagi.

KRISTIN TRÚ OGKVENNAHREYFINGARRannsóknarstofa í kvenna- ogkynjafræðum í samvinnu viðGuðfræðistofnun Háskóla ÍslandsVerkefnisstjóri: ArnfríðurGuðmundsdóttir, dósent íguðfræði

ÍSLENSKT KRISTNIBOÐ ÍEÞÍÓPÍU Í 50 ÁRSamband íslenskrakristniboðsfélagaRagnar Gunnarsson,guðfræðingur og sagnfræðingur

23

Page 26: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkið fjallar um formæðurokkar í gamla bændasamfélag-inu. Þar runnu fram ólíkirmenningarstraumar: Annarsvegar var innflutt lærðprentmenning, þaðan sem

konur fengu ströng fyrirmæli um hegðun og hugsanir, en þar ríktiannars jafnmikil þögn um þær og í kennslubókum og fræðiritumvorra daga. Hins vegar var alþýðumenning, munnleg oghandskrifuð. Í stofnanalausu landi streymdu sálmar, bænir ogsagnaarfur frá eldri kynslóðum til yngri í bóndabæjum, skólum,sjúkrahúsum og gistihúsum, sem voru framleiðslueiningar ogmenningarmiðstöðvar þess tíma. Mikið mæddi á konum, sem oftvoru fátækar og áttu engan að nema guð. Heimildir skortir þóekki því að sjálfmenntaðir karlar skráðu margt eftir þeim og umþær uns þær lærðu sjálfar að skrifa seint á 19. öld. Nýrannsóknarviðhorf, einsaga og kvennafræði, koma að góðu haldivið þessar rannsóknir.

ÓÐURINN TILFORMÆÐRANNAInga Huld Hákonardóttirsagnfræðingur

Markmiðið með verkefninuer að kanna pílagrímaferðirfrá Íslandi á miðöldum.Rannsóknarspurningarnarvarða umfang og eðli slíkraferða, samanburð viðnágrannalönd og áhrif ájaðarsamfélög eins og Ísland

á miðöldum. Sérstök áhersla er lögð á Leiðarvísi Nikulásar ábótafrá Munkaþverá, pílagrímaför hans til Landsins helga upp úr 1150og þá stöðu sem rit Nikulásar hefur á þessu rannsóknarsviði.Dregin er upp mynd af einstaklingnum Nikulási og heimsmyndhans fléttuð inn í frásögnina. Átti hann auðvelt með að aðlagastþví umhverfi sem hann fór um eða fann hann fyrir því að komafrá jaðri hins kristna heims? Verkinu lýkur með útgáfu bókar umefnið árið 2007. Birtur verður ítarlegur útdráttur á ensku ogLeiðarvísir Nikulásar verður birtur í heild á ensku í fyrsta sinn.

SUÐURGANGA NIKULÁSAROG PÍLAGRÍMAFERÐIRÍSLENDINGASumarliði R. Ísleifsson,sagnfræðingur íReykjavíkurAkademíunni

Markmið verkefnisins er aðnálgast skilning á stöðukvenna innan kaþólskrartrúarmenningar á Íslandi ámiðöldum og setja þáþekkingu í samhengi við

kringumstæður í Evrópu og á Norðurlöndum. Kvennarannsóknirí Evrópu hafa leitt í ljós að konur hösluðu sér völl innan kaþólskrarmenningar sem málpípur Guðs, þ.e. konum tókst að rækta mystísktsamband við Guð sem erfiðara var fyrir karlmenn að nálgast. Þettaverkefni er byggt á biskupasögum, annálum, fornbréfasafni,dýrlingasögum o.s.frv. og því er ætlað að leiða í ljós hvort að einhverþvíumlík menning muni hafa þróast meðal íslenskra kvenna.

KONUR OG KAÞÓLSKKIRKJA Á ÍSLANDI1200–1500Ellen Gunnarsdóttir sagnfræðingur

24

Page 27: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Dagskráin „Líkfylgd JónsArasonar“ var samin ogundirbúin vorið 2003 meðstyrk frá Kristnihátíðarsjóðiog MenningarsjóðiBúnaðarbanka Íslands.

Markmiðið var að birta svipmynd af persónu og skáldskap Jónsbiskups. Jón var eitt fremsta skáld sinnar tíðar og ljóð hans veitatækifæri til þess að skilja hugsanir hansog gjörðir, auk þess að vera með því bestasem ort hefur verið á íslensku. Siðaskiptinvoru öðrum þræði menningarbylting þarsem landsmenn sögðu skilið við kaþólskasiði og sá trúarlegi menningararfur semtil varð á 550 ára kaþólskri tíð hefur aðmörgu leyti legið í láginni.

LÍKFYLGD JÓNSARASONARÁsgeir Jónsson hagfræðingurog Gerður Bolladóttir sópran

Markmið rannsóknarinnarvar að kanna mjög líkleg áhrifJóhanníta, þ.e. Reglu riddaraheilags Jóhannesar (The

Knights of St. John, einnig þekktir sem Mölturiddarar), á starfsemiÁgústínusarklaustra hérlendis, en þó sérstaklegaHelgafellsklausturs, með tilliti til líknarhlutverks og reksturssjúkraskýla. Einnig voru sérstaklega könnuð hugsanleg tengslHrafns Sveinbjarnarsonar, eins nafnkunnasta læknis Íslandssög-unnar, við regluna og tengsl hans við Helgafellsklaustur. Jóhannítarstarfræktu spítala og líknarheimili víða um lönd, m.a. við helstupílagrímaleiðir og í krossfararíkinu, en þeir voru einnighernaðarregla sem hafði um margra alda skeið mikil umsvif. Áhrifreglunnar voru mikil um tíma og tengslin við Ísland varpa skýraraljósi en áður á samband evrópskrar og íslenskrar menningar ásíðari hluta 12. aldar og fyrri hluta 13. aldar.

JÓHANNÍTAR Á ÍSLANDI?Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur

Markmið verkefnisins er aðsafna saman, koma áframfæri og gera aðgengilegtefni er varðar samskiptiÍslands og Niðurlanda á sviðikirkju og kristni. Fjallað er

um ferðir kirkjunnar manna frá Hollandi til Íslands, um varningsem barst frá Hollandi til kirkna á Íslandi og um tengsl Hollendingavið Ísland í aldanna rás. Við sögu koma einnig, svo að fleiri dæmiséu tekin, hollenskur texti á vaxtöflum sem fundust viðfornleifauppgröft á stæði hins forna Viðeyjarklausturs og tengslJóns Arasonar biskups við Holland.

ÍSLENSK-NIÐURLENSKSAMSKIPTI FYRRI ALDA ÁSVIÐI KIRKJU OG KRISTNILeo Ingason sagnfræðingur

25

Page 28: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Skrifuð hefur verið vönduðog efnismikil ævisaga, enmjóu munaði að hún kæmistút fyrir jólin 2005 hjá JPVútgáfu. Verkið er fræðilega

unnið en ævisöguformið er notað til að ná til hins almenna lesandasem af áhuga fyrir þjóðskáldinu vill kynna sér uppeldi, kjör,tíðaranda, nám í latínuskóla og prestaskóla og fræðast um mótunskálds og prests á tímum þjóðbyggingar. Því er lýst hvernig Matthíasánetjaðist frjálsu eða nýju guðfræðinni og kom henni til skila ástétt og í stóli, í skáldskap, þýðingum, predikunum oggreinaskrifum. Veraldlegum hliðum Matthíasar eru líka gerð skilen hann var leikritaskáld, stórvirkur þýðandi og ritstjóri. Aukstyrks frá Kristnihátíðarsjóði naut verkið styrks Rannís ogLaunasjóðs rithöfunda.

SÉRA MATTHÍASJOCHUMSSONÞórunn Valdimarsdóttir,sagnfræðingur og rithöfundur

Verkefnið felst í rannsóknsönglaga sem varðveist hafa ííslenskum handritum frá1550–1800, en nú eru til skráðum þúsund kvæða- og

sálmalög úr yfir hundrað handritum. Auk nákvæmrar skráningarlaganna, er unnin samanburðarrannsókn á þeim og gerð greinfyrir uppruna þeirra og varðveislu í íslenskri söngsögu. Fyrstuniðurstöður rannsóknarinnar eru áhugaverðar og greinilegt er aðsöngur hérlendis hefur verið töluvert fjölbreyttari en áður var taliðog fjöldi laga hefur aðeins varðveist í handritum. Einnig er ljóstað mörg laganna eiga ekki upptök sín í dönskum eða þýskumsálmasöng. Markmið verkefnisins er að koma þessum lögum áframfæri og gera íslenskan söngarf sýnilegri en hann hefur verið.

SÖNGARFUR ÞJÓÐARGuðrún Laufey Guðmundsdóttirsagnfræðingur

Í einfaldleikanum felst oftdýpsta fegurðin og í alvörunnimesta gleðin. Á hljómdiskin-um Allt svo verði til dýrðar þérer leitað til fortíðar, bæði ítextum og lagavali, en þar eru

íslensk þjóðlög klædd í nýjan búning. Þó er leitast við að haldahinum forna tónblæ og þeirri kyrrð sem yfir lögunum hvílir. Efniðer sótt bæði í munnlegan og skriflegan arf Íslendinga. Á hljómdisk-inum eru íslensk þjóðlög við tólf passíusálma Hallgríms Péturssonarog ellefu íslensk þjóðlög við ljóð annarra höfunda. Útsetningarfyrir söngrödd og orgel gerði Smári Ólason. Flytjendur eru MagneaTómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari.Upptökur fóru fram í Reykholtskirkju haustið 2002. Magnea ogGuðmundur stóðu straum af kostnaði við upptökur, hljóðblöndun,eftirvinnslu og útsetningar. Útgáfufélagið Smekkleysa gafhljómdiskinn út. Framlag Kristnihátíðarsjóðs til útgáfunnar gerðihana mögulega.

ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG VIÐPASSÍUSÁLMA HALLGRÍMSPÉTURSSONARGuðmundur Sigurðsson organisti ogMagnea Tómasdóttir sópran

26

Page 29: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Allt frá árinu 1993 hefursönghópurinn Voces Thulesunnið að undirbúningiheildarhljóðritunar áÞorlákstíðum, merkastatónlistarhandriti Íslendinga

frá miðöldum. Doktorsritgerð dr. Róberts A. Ottóssonar varmegingrundvöllur þessa verkefnis. Það reyndist þó nauðsynlegtað skrifa handritið allt upp með hefðbundinni gregoríanskrinótnaskrift til þess að gera lögin aðgengileg til aflestrar en umritundr. Róberts var í eins konar nútímanótnaskrift. Hljóðritanirnarfóru fram í Hallgrímskirkju á árunum 2000 til 2004 eftir aðhópurinn hafði flutt tíðirnar víðs vegar, m.a. í heild sinni áListahátíð í Reykjavík 1998, og gert hljóðritunarprufur bæði íSkálholtskirkju og Kristskirkju. Útgáfudagur heildarhljóðritanaÞorlákstíða verður 23. desember 2005.

Frá upphafi hefur sönghópur-inn Voces Thules unnið að þvíað rannsaka söng og hljóð-færaslátt miðalda á Íslandi ívíðari skilningi en sjálfan

kirkjusönginn. Hópurinn hefur komið sér upp safni hljóðfærasem þekkt eru úr íslenskum miðaldaheimildum og hefur ísamvinnu við Arngeir Heiðar Hauksson, sérfræðing í hljóðfæraleiká miðöldum, unnið að tónsetningu á kveðskap m.a. úr íslenskumfornritum með því að nýta sér þjóðlagaarf okkar og beita svokallaðri„contrafacta-aðferð“ sem var alþekkt í Evrópu á tímumtrúbadúranna þar sem þekktir lagboðar voru felldir að sífellt nýjumkvæðum í sama eða svipuðum bragarhætti. „Sé eg eld yfir þér“ erkafli úr Sturlunga sögu þar sem kvæðamenn og -konur birtastfólki í draumi og spá fyrir um Örlygsstaðabardaga. Til að rammainn kaflann eru sungnar Hallvarðstíðir, bæði í sléttu formi og meðhljóðfæraslætti, til að undirstrika trúhneigð þeirrar kynslóðar semvar uppi á Sturlungaöld.

ÞORLÁKSTÍÐIRSönghópurinn Voces ThulesVerkefnisstjórar: Sverrir Guðjónssontónlistarmaður og SigurðurHalldórsson tónlistarmaður

SÉ EG ELD YFIR ÞÉRSönghópurinn Voces ThulesVerkefnisstjóri: SigurðurHalldórsson tónlistarmaður

Kristnihátíðarsjóður veittistyrk vegna vinnu GunnarsÞórðarsonar við að semjamessu í tilefni af 400 áraafmæli Brynjólfs biskups

Sveinssonar. Verkið er í sjö köflum sem allir eru við klassískanlatneskan messutexta kirkjunnar, nema einn sem er saminn viðhluta af ljóði eftir Brynjólf. Verkið verður flutt í febrúar árið 2006.

Syng mín sál með glaðværð góðrier hljómdiskur með sálmumúr fornum handritum.Flytjendur eru MargrétBóasdóttir sópran, Björn

Steinar Sólbergsson orgelleikari og Sigurður Halldórsson selló-leikari. Á plötunni verða átta sálmar úr fornum handritum sungnirán undirleiks, níu sálmar fyrir sópran og orgel í útsetningum eftirHróðmar Inga Sigurbjörnsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, MistÞorkelsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Smára Ólason, fjórirsálmar fyrir sópran og selló í útsetningu Elínar Gunnlaugsdótturog fjögur lög í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar. Í plötubækl-

ingi verða prentaðir textará íslensku, ensku og þýskuog stuttar greinar umkirkjutónlist á Íslandi,forn lög og sálma í hand-ritum. Höfundar efnis eru:Smári Ólason, KristjánValur Ingólfsson, GuðrúnLaufey Guðmundsdóttirog Kári Bjarnason.Upptökur fóru fram íLangholtskirkju og íSkálholtskirkju.Smekkleysa gefur hljóm-plötuna út vorið 2006.

BRYNJÓLFSMESSAVerkefnisstjóri: Hákon Leifssonkórstjóri

SYNG MÍN SÁL MEÐGLAÐVÆRÐ GÓÐRIVerkefnisstjóri: MargrétBóasdóttir sópran

27

Page 30: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið er heimildamynd semfjallar um tónlistararf Íslend-inga og tengingu hans ogúrvinnslu í nútímanum.Kveikjan var mikill tónlistar-flutningur í Skálholti ásamtráðstefnu um tónlistina. Mikið

efni hefur verið tekið upp: söngur beint upp úr handritum,tíðasöngur kirkjugesta, útsetningar tónskálda, frumsamin verkmeð hliðsjón af gamalli tónlist og textum og viðtöl við tónlistar-menn og fræðimenn. Ætlunin er, þegar nægilegt fjármagn fæst,að bæta við fleiri gerðum tónlistar, svo sem þjóðlögum ogrímnakveðskap, tengja hana jafnframt við bókmenntir og myndlistog varpa fram tilgátum um samhengi og rof. Heiti verksins erfengið að láni úr fyrsta passíusálmi Hallgríms Péturssonar.

UPPTEIKNAÐ, SUNGIÐ,SAGT OG TÉÐVerkefnisstjóri: ÞorsteinnHelgason, dósent í sagnfræði viðKennaraháskóla Íslands

Verkið varpar ljósi á íslenskaarfleifð tengdaverndardýrlingitónlistarinnar, heilagriSesselju. Áskell Másson semurtónlistina við texta sem Thor

Vilhjálmsson skrifar og byggir á sögnum um ævi dýrlingsins einsog þær birtust Íslendingum á miðöldum. Verkið vekur athygli áþeim gersemum sem má finna í fornum íslenskum helgisögnumog kvæðum um heilagar meyjar. Stefnt er að frumflutningi íHallgrímskirkju með einsöngvurum, lesara og Mótettukór ogKammersveit Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar ádegi heilagrar Sesselju, 22. nóv. 2006, undir merkjum ListvinafélagsHallgrímskirkju. Í hljóðfærakosti kammersveitarinnar verða m.a.steinaspil, smíðuð af Páli á Húsafelli, en Sesselja var nafndýrlingurHúsafellskirkju í kaþólskum sið.

ÓRATÓRÍAN CECILÍAVerkefnisstjóri: Inga RósIngólfsdóttir, framkvæmdastjóriListvinafélags Hallgrímskirkju

Sumartónleikar í Skálholts-kirkju hlutu styrk úr Kristni-hátíðarsjóði fyrir verkefnið„Skálholtsdiskar“. Sótt var umað vinna einn disk á ári með

nýjum verkum byggðum á íslenska tónlistararfinum sem frumflutthafa verið á sumartónleikum í Skálholtskirkju. Einn af þessumdiskum er kominn út undir nafninu Þýðan eg fögnuð finn. Næstidiskur er kominn á lokastig en hann geymir nýjar útsetningarstaðartónskálda á sálmum Ólafs Jónssonar á Söndum. Þá hefurþriðji diskurinn verið hljóðritaður en hann mun innihalda nýtrúarleg verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

SKÁLHOLTSDISKARVerkefnisstjóri: Helga Ingólfsdóttirsemballeikari

28

Page 31: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Í verkefninu var tekið tilrannsóknar hversu margar jarðirkirkjan eignaðist á tímabilinu1000–1550. Jarðeignirkirkjunnar uxu hægt í upphafien hröðum skrefum á 14. öld.Áttu þá klaustrin níu flest yfir50 jarðir og sum miklu meira,

eins og Þingeyraklaustur og Möðruvallaklaustur, sem áttu 70–90jarðir hvort. Hólastóll átti þá um 150 jarðir og Skálholtsstóllsennilega eitthvað svipað. Um 1550 áttu flest klaustur um 50jarðir, nema Viðeyjarklaustur og Helgafellsklaustur sem áttu umeða yfir 100 jarðir um 1550. Hólastóll átti um 350 jarðir árið 1550og Skálholtsstóll 329. Kirkjustaðirnir níu sem athugaðir voru áttusamtals um 75 jarðir um 1300 en 125 árið 1550.

Markmið verkefnisins var aðrannsaka forna leið þvert yfirÓdáðahraun. Leiðin var notuðfram um 1650, m.a. afSkálholtsbiskupum ávísitasíuferðum til Austfjarða.

Rannsóknir á 20. öld leiddu í ljós vörðulínu sem markar leiðina.Saga leiðarinnar var skoðuð ítarlega. Áður fundnar vörður voruleitaðar uppi, ljósmyndaðar og staðsettar með GPS-tækni. Helstuniðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi: Skálholtsbiskupar fóruoft norður um miðhálendið í júlí og ágúst til að vísitera í Múlasýsluog vestur sunnan Vatnajökuls í september. Botnatóft viðSuðurárbotna var beitarhús en ekki sæluhús á biskupaleiðinnifornu. Staðsettar voru 72 vörður í línu yfir Ódáðahraun fráHafursstaðahlíð að Grafarlandaá. Bók með niðurstöðunum kemurút í árslok 2005.

BISKUPALEIÐ YFIRÓDÁÐAHRAUNVerkefnisstjóri: Ingvar Teitsson,formaður Ferðafélags Akureyrar

JARÐEIGNIRKIRKJUNNAR OG TEKJURAF ÞEIM 1000–1550Árni Daníel Júlíusson,sagnfræðingur íReykjavíkurAkademíunni

29

Page 32: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Meginmarkmið verkefnisins erað gera upplýsingar umlegstaðaskrár aðgengilegaralmenningi, fræðimönnum ogöllum þeim sem þurfa slíkarupplýsingar, s.s. vegnaættarmóta, ættfræði og skrifa

um þjóðlegan fróðleik. Jafnframt á að safna menningarlegumheimildum um kirkjugarða og legstaði í þeim, jafnt skriflegumsem munnlegum, og gera þær aðgengilegar á Veraldarvefnum.Heimasíðan gardur.is var opnuð 9. júní 2001. Þar er hægt að flettaupp hvar í kirkjugarði látnir hvíla, ásamt fæðingar- og dánardægri.

Verkefnið felst í því að gefa útskrá yfir skjalasöfn presta ogprófasta með skýringum orða oghugtaka sem tengjast verkefnumþeirra og skjalasöfnum.Jafnframt því á að semja yfirlityfir þróun og breytingar áprestakalla-, sókna- og

prófastsdæmaskipun þar sem fram kemur landfræðileg afmörkunþeirra hvers fyrir sig. Spurt er hvaða lög, reglur og fyrirmæli séugrundvöllur skjalahalds presta og prófasta, hvaða reglur hafi t.d.gilt um færslur prestsþjónustubóka og hvað vitað sé um skýrslugjöftil yfirvalda o.fl. Leitast er við að svara þessum og áþekkumspurningum í samhengi við áðurnefndar orð- og hugtakaskýringar.

NÝTT AÐGENGI AÐSKJALASÖFNUMKIRKJUNNARÞjóðskjalasafn ÍslandsVerkefnisstjóri: BjörkIngimundardóttir sagnfræðingur

VEFURINN gardur.isIn Memoriam ehf.Verkefnisstjóri: ÞórsteinnRagnarsson, forstjóri KirkjugarðaReykjavíkurprófastsdæma

30

Page 33: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Markmið verkefnisins er að gefaút bækling um kirkjugönguna ásíðari öldum og kirkjur íMúlaprófastsdæmi. Fjallað er umpílagrímagöngur sem trúarlegt ogsögulegt fyrirbæri og

endurvakningu þeirra. Jafnframt er hugað er að tengingu útilífs ogferðamennsku við helgihald, andlega íhugun og upprifjun kennileitasem hafa haft þýðingu í trúarlífi fólks, með dæmi um einfalt helgihaldí slíku samhengi. Þá er fjallað um 19 kirkjur Múlaprófastsdæmis,gerð þeirra og sögu. Jafnframt er fjallað um leiðir til kirkna ogkirkjur og bænhús sem lögð hafa verið niður eftir því sem heimildirog rými leyfa.

Verkefnið snýst um að nýtaupplýsingatækni 21. aldar tilþess að setja fram upplýsingarum sögu og menningu íslenskramiðaldaklaustra ímargmiðlunarformi.Sérfræðingar á ólíkum sviðumnýta sérþekkingu sína til að segjafrá afmörkuðum þáttum í

starfsemi klaustranna. Þannig verður fléttað saman myndum,texta, töluðu máli, tónlist og gagnvirkri miðlun. Þungamiðjan íefnisvinnslunni er fornleifarannsóknin á Skriðuklaustri og gögnúr henni. Teikningar af rústum og munir sem hafa fundist þarverða notaðir til þess að draga upp trúverðuga mynd afklausturlífinu og skapaður verður þrívíður heimur sem veitirítarlegar upplýsingar um klaustur og klausturlíf á Íslandi ámiðöldum. Stefnt er að því að afraksturinn verði gefinn út ámargmiðlunardiski sem nýta má hvort heldur til kennslu eða tilþess að miðla upplýsingum á tölvuskjám til ferðamanna sem komatil að skoða klausturrústir í Fljótsdal.

Í heimildakvikmyndinni Kirkju-tónlist á Íslandi er rakin saga ogþróun tiltekins þáttar menning-ar og sögu. Með myndmálikvikmyndatækninnar er sálma-söngur og kirkjutónlist liðinna

alda og samtímans látin segja söguna, eftir því sem ýmsar heimildirog skráning á nótur gefa tilefni til. Elstu kirkjusöngvar eru latneskirmessu- og tíðasöngvar sem varðveittir eru frá kaþólskum sið ískinnhandritum miðalda. Í myndinni er rakin saga sálmalagsins„Gef þinni kristni góðan frið“, frá frumgerð í Þýskalandi, umDanmörku til Íslands og Hóladómkirkju, þar sem safnaðarfólksyngur þessa friðarbæn með íslenskum texta Grallarans. PállSteingrímsson leikstýrir, Njáll Sigurðsson hefur staðið aðrannsóknum og gerð handrits og sögumaður er KristinnSigmundsson.

Verkefnið gengur út á að smíðagagnvirkt fræðsluforrit um sögukristni á Íslandi. Stærsti hlutiverkefnisins felur í sér gerðgagnvirkra verkefna þar semnotendur geta reynt á þekkingusína á nýstárlegan hátt. Nú þegar

eru um 200 verkefni í gagnagrunninum. Einnig verður þar aðfinna ýmsan fróðleik, m.a. gagnvirkt sögukort, tímalínu, biskupatalog netútgáfu af Íslendingabók og fleiri fornritum. Fræðsluforritiðer netforrit, forritað í .NET, og það býður upp á mikla vaxtarmögu-leika. Forritið spannar sögu kristni á Íslandi frá kristnitöku tilsiðaskipta.

KIRKJUTÓNLIST ÁÍSLANDIVerkefnisstjóri: Páll Steingrímssonkvikmyndagerðarmaður

ÍSLENSKMIÐALDAKLAUSTUR —MARGMIÐLUNARDISKURGunnarsstofnun, Skriðuklausturs-rannsóknin og GagarínVerkefnisstjóri: Skúli BjörnGunnarsson, forstöðumaðurGunnarsstofnunar

KRISTNI Á ÍSLANDI —GAGNVIRKTFRÆÐSLUFORRITÍslensk kennsluforrit ehf.Verkefnisstjórar: Sigurður IngiFriðleifsson og Brynjólfur Bjarnason

KIRKJUGANGAN OGKIRKJUR ÍMÚLAPRÓFASTSDÆMISéra Vigfús Ingvar Ingvarsson

31

Page 34: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið felst í að heimsækjakirkjur, ljósmynda og mælaaltarisdúka þeirra og safnaupplýsingum um þá eftirföngum. Tilgangurinn er annarsvegar að kanna gerð og munsturaltarisdúka og altarisbrúna og

teikna upp þar sem unnt er og hins vegar að fræðast um tilurðdúkanna, hverjir hafa unnið þá og skrá tiltækan fróðleik umhvorttveggja. Verkefnið hefur því almennt menningarsögulegtgildi en snertir sérstaklega íslenskar konur sem mest koma viðsögu altarisdúka. Umrætt verkefni miðast viðEyjafjarðarprófastsdæmi og er fyrirhugað að því ljúki með sýninguá fyrri hluta árs 2006. Stefnt er að hliðstæðri rannsókn víðar.

ALTARISDÚKAR ÍÍSLENSKUM KIRKJUMJenný Karlsdóttir kennari ogOddný E. Magnúsdóttir, kennariog þjóðfræðingur

Ritröðin Kirkjur Íslands ergrundvallarrit um friðaðarkirkjur á Íslandi þar sem horfter á kirkjurnar frá sjónarhólibyggingarlistar, stílfræði ogþjóðminjavörslu. Í máli ogmyndum er fjallað um

kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum.Útgáfan er samstarfsverkefni Húsafriðunarnefndar ríkisins,Þjóðminjasafns Íslands, Fornleifaverndar ríkisins og Biskupsstofu.Kristnihátíðarsjóður styrkti fyrsta bindið í röðinni sem fjallaði umþrjár kirkjur í Árnesprófastsdæmi, Hrepphólakirkju, Hrunakirkjuog Tungufellskirkju. Höfundar eru Guðmundur L. Hafsteinssonarkitekt, Guðrún Harðardóttir sagnfræðingur, Þór Magnússonfyrrverandi þjóðminjavörður og Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur.Birtar eru teikningar af kirkjunum og fjöldi ljósmynda sem ÍvarBrynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið. Síðan hafaverið gefin út fimm ný bindi í ritröðinni. Með þeim er lokiðumfjöllun um allar friðaðar kirkjur í Árnesprófastsdæmi ogSkagafjarðarprófastsdæmi.

KIRKJUR ÍSLANDSHúsafriðunarnefnd ríkisins, Forn-leifavernd ríkisins, ÞjóðminjasafnÍslands og BiskupsstofaRitstjóri: Þorsteinn Gunnarssonarkitekt

32

Page 35: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Í bókinni er sagt fráAuðunarstofu, húsi sem norskibiskupinn Auðun rauðiÞorbergsson lét reisa á Hólumí Hjaltadal um 1317 og stóð íhartnær 500 ár er það var rifið

1810. Gerð er grein fyrir endursmíð hússins, sem unnin var ávegum Hólanefndar 2000–2001 í samvinnu við Norðmenn, ogsagt frá heimildum, hönnun, handverki og framkvæmdum. Ritinuvar ætlað að fylla í eyður í íslenskri byggingarsögu og segja fránorskum áhrifum á húsagerð landsmanna sem gætti á 13. og 14.öld. Höfundar eru Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, sem jafnframter ritstjóri, Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari, GuðmundurGuðmundsson, framkvæmdastjóri Hólanefndar og verkefnisstjóri,Atle Ove Martinussen, ráðgjafi hjá Norskri handverksþróun, ogSigurjón Páll Ísaksson fræðimaður. Birtar eru teikningar að húsinu,gömul kort af Hólastað og skýringarmyndir sem lúta að smíðinni,að ógleymdum ljósmyndum af húsinu sem Guðmundur Ingólfssonljósmyndari hefur tekið.

AUÐUNARSTOFA ÁHÓLUM Í HJALTADALVerkefnisstjóri: GuðmundurGuðmundsson, framkvæmdastjóriHólanefndar

Verkefnið felst í því að útbúagagnagrunn og rafrænt kort(Interactive GIS) sem inniheld-ur allar upplýsingar umdýrlinga, jarðir, ítök og örnefnitengd íslenskum kirkjum og

bænhúsum á miðöldum og fyrstu öld eftir siðaskipti. Efnið er sóttí máldaga og vísitasíubækur sem gefa ítarlegar upplýsingar umefnið. Verkefnið gerir þessar upplýsingar aðgengilegar öllum semkomast á Netið og má skoða fyrsta árangur þess, upplýsingar fráHólabiskupsdæmi, á síðunni www.tasc.mpg.de/iceland.

KIRKJUR OG DÝRLINGARÁ ÍSLANDI Á MIÐÖLDUMVerkefnisstjóri: Margaret Cormackmiðaldafræðingur

Kristnihátíðarsjóður styrktiútgáfu bókar um gamla bæinní Laufási. Lýst er torfbænum semenn stendur og búið var í til1936, og gerð grein fyrir þróunhans og einstakra bæjarhúsa frá

miðri 16. öld í texta, á ljósmyndum og með teikningum. Bærinner borinn saman við aðra merka kirkjustaði á Norðurlandi síðustualdir og einnig við meðalbæi og kot í sókninni. Grennslast er fyrirum innanstokksmuni og sagt frá staðarhöldurum þar frá því á 14.öld. Um útihús í Laufási er fjallað í sérstökum köflum og lýst erefnahag, mannfjölda, heimilisgerð, læsi o.fl. í Laufássókn einslangt aftur og heimildir ná.

STAÐURINN LAUFÁSHörður Ágústsson, listmálari ogfræðimaður, og Hið íslenskabókmenntafélag

33

Page 36: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið „Íslensk myndlistfyrri alda — frá siðaskiptum til19. aldar“ hlaut styrkKristnihátíðarsjóðs 2002 tilútgáfu bókarinnar: Mynd á þili— íslenskir myndlistarmenn á 16.,

17. og 18. öld eftir Þóru Kristjánsdóttur, en hún kom út 8. júní 2005.Verkið er árangur rannsókna á myndlistararfi Íslendinga og er þvífyrst og fremst ætlað að kynna listaverk eftir nafngreinda íslenskalistamenn. Elsti íslenski listgripurinn sem fundist hefur með nafnihöfundar er stóll Þórunnar Jónsdóttur Arasonar á Grund eftirBenedikt Narfason, sem ólst upp í Munkaþverárklaustri í upphafi16. aldar. Sýning með sama nafni var sett upp í BogasalÞjóðminjasafnsins með völdum gripum. Höfundur flutti þarfyrirlestra og leiðsagði gestum um sýninguna. Útgáfan varsamstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og JPV útgáfu. AukKristnihátíðarsjóðs styrkti Menningarsjóður útgáfuna.

Þessi vefur er ætlaður grunn- ogframhaldsskólum. Þar er í fyrstalagi að finna umfjöllun umalmenna sögu kristninnar áÍslandi frá því um árið 1000 ogfram á okkar daga. Samhliðaalmennu söguyfirliti er fjallað

um ævi valinna biskupa og annarra er komu við sögu kristninnarmeð beinum eða óbeinum hætti. Í þriðja lagi fjallað um efnið íljósi þess tíma sem umfjöllunin nær til. Í fjórða lagi eru teknir tilsérstakrar skoðunar helstu kirkjustaðirnir á landinu. Þá vinnurSkólavefurinn að því setja Biblíuna á vefinn, upplesna og íaðgengilegum búningi.

VEFUR UM SÖGUKRISTNINNAR Á ÍSLANDISkólavefurinnVerkefnisstjóri: Ingólfur BjörgvinKristjánsson

ÍSLENSK MYNDLISTFYRRI ALDAÞóra Kristjánsdóttir, sérfræðingurí kirkjulist á Þjóðminjasafni Íslands

34

Page 37: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Íslenska teiknibókin í Árnasafni(AM 673 a III 4to) er safn fjöldafyrirmynda frá 14. og 15. öldsem ætlaðar voru til nota viðgerð ýmiss konar listaverka afkristilegum toga. Meðal efnis í

bókinni eru myndraðir um sköpunina, ævi Maríu og píslarsöguKrists. Þar eru einnig allmargar Maríu- og dýrlingamyndir og ýmisönnur minni sem hvergi eru varðveitt annars staðar í íslenskrimiðaldalist. Handritið er skert, 22 blöð eru varðveitt. Teiknibókiner einstæð meðal íslenskra miðaldahandrita. Hún er ein af fáumteiknibókum frá miðöldum sem varðveist hafa í Evrópu og sú einaá Norðurlöndum. Fyrirmyndir teiknibókarinnar varpa einstæðuljósi á íslenska trúarlist og kristinn hugmyndaheim miðalda og eróhætt að fullyrða að hvergi sé samankomið efni á einum stað semveitir jafnríkulega innsýn í trúar- og kirkjulist hins kaþólska siðará Íslandi. Fyrirhugað er að Íslenska teiknibókin í Árnasafni komiút um mitt ár 2007.

Undir merkjum CollegiumMusicum, samtaka umtónlistarstarf í Skálholti og síðarHelgisiðastofnunar í Skálholti,hefur undanfarin fimm ár staðiðyfir umfangsmikil rannsókn ánótum og öðru tónlistartengdu

efni sem leynist í handritum, sem og sálmum og andlegumkvæðum. Þar kom í ljós að mun meira er varðveitt af nótum íhandritum en nokkurn hafði rennt grun í og að þær eru skrifaðarvið sálma eða kvæði sem einnig eru að miklum hluta óþekkt.Collegium Musicum, undir forystu Kára Bjarnasonar og HönnuStyrmisdóttur, kom á samstarfi við margmiðlunarfyrirtækiðGagarín um hönnun og framleiðslu á tónlistar- ogmargmiðlunardiski um myndlistar- og tónlistararf Íslendinga semer byggður á fyrrnefndum rannsóknum. Á diskinum verður hægtað nálgast ítarlegt margmiðlunarefni um þennan menningararf,auk þess sem tónlistarefnið er flutt af fjölda tónlistarmanna semsótt hafa innblástur í handritin.

ÍSLENSKA TEIKNIBÓKINÍ ÁRNASAFNIGuðbjörg Kristjánsdóttir,listfræðingur og forstöðumaðurGerðarsafns í Kópavogi

MARGMIÐLUNARDISKURUM MYNDLISTAR- OGTÓNLISTARARFÍSLENDINGACollegium Musicum og Gagarín

35

Page 38: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Búið var til námsefni fyrirsafnfræðslu ÞjóðminjasafnsÍslands. Námsefnið var umsiðskiptaöldina á Íslandi og séraEinar Sigurðsson skáld íEydölum. Gerður var leikþáttur

byggður á ævi hans og búningar að hætti 16. aldar, bæði til notkunarí leikþættinum og við aðra safnfræðslu. Samið var fræðsluefni umsiðskiptatímann og séra Einar til birtingar á vefsíðu safnsins.

Markmið verkefnisins er að metahvað af gamla sálmasöngnumgetur nýst við helgihald í dag,hvort sem er við ný lög eðagömul. Tekið hefur verið saman

hefti með völdum sálmum til söngs við athafnir, skipt upp eftirkirkjuárinu og tilefni. Þar eru sálmar með bæði gömlum og nýjumlögum og var það hefti notað við viðburði í Neskirkju á tveggjavikna tímabili í nóvember 2005, bæði við messur og í miðri vikuá fyrirlestrum. Kallaðist þetta tveggja vikna tímabil „Fornir textarfá líf að nýju“ og verður árlegur viðburður í starfi kirkjunnar. Erþetta liður í því að tengja nútímafólk við trúarlegan arf þjóðarinnar.

SIÐSKIPTAMAÐURINNEINAR Í EYDÖLUMÞjóðminjasafn ÍslandsVerkefnisstjóri: SigurborgHilmarsdóttir íslenskufræðingur

FORNIR TEXTAR FÁ LÍFAÐ NÝJUSteingrímur Þórhallsson organisti

Tækifæriskvæði voru mjögvinsæl í Evrópu á 17. öld, ekkisíst erfiljóð. Þau eru sprottin uppúr húmanisma, klassískumbókmenntum og mælskufræði

og einkum ort af mönnum sem höfðu gengið í latínuskóla og lærtþar að yrkja slík kvæði á latínu og grísku. Mikið magn er til afíslenskum erfiljóðum í handritum en lítið hefur verið prentað fráþessum tíma. Kristnihátíðarsjóður hefur styrkt vinnu við að búau.þ.b. 60 kvæði til útgáfu með nútímastafsetningu og undirbúningfræðilegs inngangs að útgáfunni. Með útgáfunni og umfjöllunum kvæðagreinina bætist mikilvægur en vanræktur þáttur viðbókmenntasöguna.

ERFILJÓÐ FRÁ 17. ÖLDÞórunn Sigurðardóttiríslenskufræðingur

Verkefnið er að gefa út textavísitasíubóka Brynjólfs biskupsSveinssonar í Þjóðskjalasafni,Bps A II 6–10, frá 1639 o. áfr.,og birta þá í stafrænum búningiá Netinu. VísitasíubækurBrynjólfs brúa bilið milli

miðalda og síðari tíma og gefa mikilvægar upplýsingar um kirkjuog menningu þjóðarinnar á fyrstu öld eftir siðaskiptin. Þettamikilvæga efni er óaðgengilegt öðrum en þeim sem kunna að lesaforna skrift og geta setið á sal Þjóðskjalasafnsins. Með birtingutextans á Netinu verður hann tiltækur öllum. ÖrnefnastofnunÍslands annast útgáfuna sem er stafrétt en öll nöfn verða einnigmeð nútímastafsetningu og leitarbær.

VÍSITASÍUBÆKURBRYNJÓLFS BISKUPSSVEINSSONARSvavar Sigmundsson,forstöðumaður ÖrnefnastofnunarÍslands

36

Page 39: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Séra Oddur Oddsson(1565–1649) á Reynivöllum ereinhver mesti fjölfræðingur semÍslendingar hafa eignast. Aukguðfræði lagði hann stund á

læknisfræði, grasafræði og rímfræði eða tímatalsfræði. Með þvímerkasta sem hann lét eftir sig eru frumortir sálmar og útleggingarí bundnu máli á Davíðssálmum. Því hefur löngum verið haldiðfram að saltari Odds væri byggður á þýskri gerð af Genfarsaltar-anum frá 1573 en við rannsóknina kom í ljós að af 92 lögumsamtals við 75 sálma eru aðeins 27 þau sömu hjá Oddi og íGenfarsaltaranum og fimm lög er hægt að rekja til annarraheimilda. Því eru enn 60 lög óþekkt en hugsanlegt er að Oddurhafi sjálfur samið þau.

SALTARI ODDSODDSSONARSmári Ólason tónlistarfræðingur

Verkefnið felst í því að skráeinkenni bragarhátta ígagnagrunn en myndrænnbraglykill er notaður til að túlkaform og rímskipan bragarins.Slík rafræn skráning bragarháttaer alger nýjung í bragfræði. Þegar

búið er að skrá bragarhætti inn í grunninn má spyrja um hvaðaíslenskir bragarhættir séu til með ákveðnum einkennum, til dæmisátta línur með fjórum tvíliðum í hverri línu og rímskipaninniAbAb. Síðan má athuga hvaða sambærilegir hættir séu til í erlendummálum og ef til vill komast að því hvaðan íslenski hátturinn sékominn. Með tölvuskráningu verður einnig unnt að gera ýmsareinangraðar rannsóknir aðgengilegar vísindamönnum ogalmenningi. Hægt verður á augnabliki að sjá háttanotkun einstakrahöfunda, til dæmis Hallgríms Péturssonar og Bjarna Gissurarsonar,og rekja að hvaða leyti þeir voru helst nýjungamenn í notkunbragarhátta og hvert þeir sóttu einkum fyrirmyndir. Þá má ekkiheldur gleyma mikilvægi slíks grunns fyrir rannsóknir á tengslumbragar og lags en í grunninn verða skráð lög við einstaka hætti ogverður einnig hægt að hlýða á þau á Netinu.

Markmið verkefnisins er aðskilgreina forna söngmenninguíslensku þjóðarinnar og hvernighún gerði forskriftir erlendrasálmalaga frá 16. og 17. öld aðgrunni eigin þjóðlaga með því

að breyta þeim miðað við þá fornu tónlistarhefð sem hér ríkti.Hljóðritanir með söng fólks sem flest var fætt á 19. öld á því semnefnt hefur verið „gömlu lögin“ við Passíusálma HallgrímsPéturssonar hafa verið rannsakaðar og skráðar niður. Laggerðirhafa verið bornar saman. Þessi gamla sönghefð lagðist niður, ekkisíst með tilkomu harmóníum-hljóðfæra, bæði í kirkjur og íheimahús í lok 19. aldar.

BRAGFRÆÐI HELGRAKVÆÐA OG SÁLMA1550–1800Ferskeytlan ehf.Verkefnisstjóri: Kristján Eiríkssoníslenskufræðingur

„GÖMLU LÖGIN“VIÐ PASSÍUSÁLMAHALLGRÍMSPÉTURSSONARSmári Ólason tónlistarfræðingur

Í handriti sem nú er varðveitt íháskólabókasafninu íCambridge er að finna íslenskaþýðingu Makkabeabóka Gamlatestamentisins. Handritið varskrifað í Skálholti veturinn1574–75 en komst í eiguEbenezers Henderson sem gafþað Breska biblíufélaginu árið1815. Þýðing Makkabeabókanna

í handritinu er annars vegar frábrugðin þýðingu Brands Jónssonar(d. 1264) í fyrri hluta Gyðinga sögu og hins vegar þeim texta semprentaður var í Guðbrandsbiblíu 1584. Markmið verkefnisins erað gera grein fyrir stöðu umræddrar þýðingar meðal annarrabiblíuþýðinga og auka þannig þekkingu á fornum biblíuþýðingumog þýðingarstarfi á 16. öld sérstaklega. Bráðabirgðaniðurstöðursýna að þýðingin hefur að líkindum verið gerð úr dönsku. Textinnverður búinn til prentunar með inngangi og skýringum og kemurút árið 2006.

RANNSÓKN OG ÚTGÁFAMAKKABEABÓKA ÍHANDRITI ÚR SAFNIBRESKABIBLÍUFÉLAGSINSSvanhildur Óskarsdóttir,sérfræðingur á Stofnun ÁrnaMagnússonar á Íslandi, og KarlÓskar Ólafsson íslenskufræðingur

37

Page 40: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Kristnihátíðarsjóður styrktiútgáfu bókarinnar Guðs dýrð ogsálnanna velferð.Prestastefnudómar Brynjólfsbiskups Sveinssonar 1639–1674.Már Jónsson tók dómana

saman og var bókin gefin út sem 10. bindið í ritröðinni Sýnisbókíslenskrar alþýðumenningar hjá Háskólaútgáfunni. Brynjólfur biskupSveinsson er einn af höfðingjum íslenskrar sögu. Þekktastur erhann fyrir harmþrungin örlög dóttur sinnar Ragnheiðar. Farsællivar hann sem embættismaður og hér birtast dómar sem hann létganga á prestastefnum áÞingvöllum og víðar um landið,allt frá því hann tók við embættiárið 1639 þangað til hann lét afstörfum sumarið 1674. Efnidómanna er mjög fjölbreytt.Tekið er á siðferðisbrestumþjóðarinnar og ekki síðurprestastéttarinnar en jafnframter andlegri velferð landsmannasinnt og réttindi þeirra gagnvartkonungi varin. Útgáfunni fylgiryfirgripsmikil skrá yfir nöfn ogatriðisorð.

„Lýsir“ er heiti á verkefni semstofnað var til um gerðgagnagrunns um myndlist ííslenskum handritum. Ígrunninum eru núna um 1300myndir sem búið er að

frumskrá. Fyrsta útgáfa af vef Lýsis, lysir.is, hefur nú litið dagsinsljós en þar gefur að líta valin sýnishorn úr myndasafni grunnsins.Ætla má að það efni sem þar birtist í fyrsta sinn sé einungistoppurinn á ísjakanum.

Um ánauð viljans er hluti afritdeilu milli Lúthers ogErasmusar frá Rotterdam.Ritdeilan varðaði grundvöllkristinnar kenningar, sér í lagiþá spurningu hvort viljimannsins væri frjáls eðaánauðugur. Erasmus hafði

haldið því fram að vilji mannsins væri frjáls en Lúther taldi hannvera ánauðugan og að þessi ánauð fælist í því að einungis náðGuðs gæti gert manninn frjálsan. Ritdeila Lúthers og Erasmusarvar á köflum hatrömm, eins og glöggt má sjá í þessu riti. Um ánauðviljans ber skarpri ritskýringu Lúthers vitni og sem slíkt hefur ritiðótvírætt gildi fyrir hvern þann sem vill skilja Biblíuna. En gildiritsins er ekki bundið kristinni trú einni, heldur vitnar það einnigum hugmyndaheim 16. aldar, þær mælskulistarhefðir sem þá voruvið lýði og þá menningarstrauma sem voru að gjörbylta öllumennta- og menningarlífi Evrópu. Þýðendur eru Jón Árni Jónssonog Gottskálk Þór Jensson, sem einnig ritar inngang ásamt SigurjóniÁrna Eyjólfssyni.

Á prestastefnum fyrr á tímumvoru felldir dómar í einstökummálefnum á sviði sifjamála,trúmála, siðferðismála, innrimálefna kirkjunnar og

samskipta hennar við veraldleg yfirvöld. Fundargerðir dómannaeru í mörgum tilvikum yfirgripsmiklar og í þeim eru birtaryfirheyrslur, dómsúrskurðir og rökstuðningur fyrir dómum.Fundargerðir þessar eru flokkaðar og spurt er hvernig dómstörfinkomi heim og saman við þann lagaramma sem kirkjunni var settur;hvernig dómarnir endurspegla guðfræðistrauma. Tímabilið semum ræðir hefst á fyrstu prestastefnu Brynjólfs biskups Sveinssonar1639 og lýkur með sameiningu stólanna í lok 18. aldar.

Á 16. og 17. öld voru mörgguðsorðarit skrifuð í hinnilútersku Evrópu sem höfðumikil áhrif á hugarfar,bókmenntir og menninguþjóðanna. Mörg þessara ritavoru þýdd á íslensku og prentuðhérlendis, sum margsinnis.

Kristnihátíðarsjóður styrkti vinnu við útgáfu á einu slíku riti,Fimmtíu heilögum hugvekjum eftir Johann Gerhard, sem ÞorlákurSkúlason biskup þýddi og lét prenta 1630. Ritið var endurprentaðátta sinnum á 17. og 18. öld. Þessi útgáfa er með nútímaletri,nútímastafsetningu, skýringum og fræðilegum inngangi. Vonaster til þess að útgáfan verði kveikja að rannsóknum á áhrifumguðræknirita fyrri tíma á trúarlíf og bókmenntir þjóðarinnar.

PRESTASTEFNUDÓMARBRYNJÓLFS BISKUPSSVEINSSONARMár Jónsson, prófessor ísagnfræði við Háskóla Íslands

ANDLEGIR SKULUÍ LÖG SETJASéra Skúli S. Ólafsson

ÞÝDD GUÐSORÐARIT ÁÍSLANDI Á 17. ÖLDEinar Sigurbjörnsson, prófessor íguðfræði við Háskóla Íslands, ogÞórunn Sigurðardóttiríslenskufræðingur

LÝSIR – MYNDLIST ÍÍSLENSKUMHANDRITUMÁsrún Kristjánsdóttir,myndlistarmaður og hönnuður

UM ÁNAUÐ VILJANSEFTIR MARTEIN LÚTHER54. ritið í LærdómsritaröðBókmenntafélagsRitstjóri: Ólafur Páll Jónsson,lektor í heimspeki viðKennaraháskóla Íslands

38

Page 41: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn
Page 42: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið felst í rannsókn ánokkrum helstu sköpunar-textum Gamla testamentisins:sköpun-artexta Prestaritsins í 1.

Mósebók 1.1–2.4a, sköpunarsögu J-ritsins í 1. Mósebók 2.4b–3.24,Davíðsálmi 8; 19A og 104 og Jobsbók 38–41, auk yfirlits yfirsköpunarstefið hjá spámönnum Gamla testamentisins, einkum hjáJesaja spámanni. Niðurstöður rannsóknarvinnunnar voru ræddará opinberum fyrirlestrum veturinn 2003–2004, m.a. í HáskólaÍslands, en einnig á námskeiðum fyrir almenning hjáLeikmannaskóla þjóðkirkjunnar og EndurmenntunarstofnunHáskólans, auk sjö útvarpserinda um efnið sem unnin voru ísamvinnu við Helga Jónsson, tónlistarfræðinema í Freiburg imBreisgau í Þýskalandi. Fyrirlestrarnir voru tileinkaðir minninguÞóris Kr. Þórðarsonar, prófessors í gamlatesta-mentisfræðum viðHáskóla Íslands í meira en 40 ár. Nú hefur efnið verið tekið samaní handrit sem gefið verður út á bók fyrir næstu jól. Útgefandi erGrettisakademían í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Titill bókarinnarer Verk handa þinna. Sköpunartextar og sköpunartrú í Gamla testamentinuog það kemur út sem 2. bindið í ritröð Grettisakademíunnar.

SKÖPUNARTEXTAR OGSKÖPUNARTRÚKristinn Ólason guðfræðingur

Verkefnið felst í rannsóknum áþýðingu Jóns Þorlákssonar ogþar með óhjákvæmilega áfrumtexta Miltons (og þeimþýðingum sem Jón studdist við)vegna fyrirhugaðrar fræðilegrarútgáfu á Paradísarmissi, meðskýringum, formála ogeftirmála. Hin merka þýðing

Jóns á Bægisá á þessu undirstöðuriti í kristnum trúarbókmenntumer áhrifavaldur í íslenskri bókmenntasögu og oft talin í lykilstöðuí menningar- og trúararfi þjóðarinnar. Samt hefur þessi þýðingeinungis komið út einu sinni, í Kaupmannahöfn 1828. Markmiðstyrkhafa er að búa textann til útgáfu í vönduðum búningi semer lesendavænn en samt unnin samkvæmt ströngum fræðilegumkröfum og verkinu á allan hátt til sóma.

PARADÍSARMISSIRMILTONS Í ÞÝÐINGUJÓNS ÞORLÁKSSONARÁstráður Eysteinsson, prófessor íalmennri bókmenntafræði viðHáskóla Íslands, og Guðni Elísson,dósent í almennri bókmenntafræðivið Háskóla Íslands

40

Page 43: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið er ritskýring á svoköll-uðum sálmi Hiskía konungs.Ritskýringin beinist í fyrsta lagiað sálminum einum og sér, óháðsamhengi hans, og í henni erreynt að greina og lýsa byggingu

hans og merkingu, þrep af þrepi, frá minnstu einingum textans aðtextanum í heild sinni. Í þeim tilgangi að reyna að skilja merkingu,skilaboð og ætlun textans er m.a. hinni svokölluðu „málgjörðar-kenningu“ málheimspekinnar (speech act theory) beitt í rannsókn-inni til að greina hvaða áhrif höfundur vill hafa eða hvaða viðbrögðhann vill vekja með textanum. Í öðru lagi beinist rannsóknin aðnotkun sálmsins í bókmenntalegu og sögulegu samhengi hans.Spurningin um þýðingu sálmsins fyrir söfnuð Ísraelsmanna íútlegðinni í Babýlon er í því sambandi sérlega áhugaverð.

BÓKMENNTAFRÆÐILEGRANNSÓKN Á JESAJA38,9–20Jón Ásgeir Sigurvinssonguðfræðingur

Í þessari rannsókn voru könnuðáhrif vinsælla Biblíutexta áíslenska biblíuguðfræði.Skýrasta dæmið um þessabiblíuguðfræði er að finna ítengslum við íslenskarbiblíuþýðingar en samhliðaþeim myndaðist mjög auðug

túlkunarhefð og guðfræðileg orðræða. Í rannsókninni var kannaðsamspil þýðingar, ritskýringar og guðfræðihefða eftir að Íslendingarfóru að þýða Nýja testamentið fyrst úr grísku í lok 17. aldar. Sérstökáhersla var lögð á skýringar Péturs Péturssonar (1861–1863) ítengslum við íslenska þýðingu hans á Rómverjabréfi Páls postula(1866). Ákveðið var að kanna sérstaklega biblíuorðræðu útgefinnaþýðinga með hliðsjón af mikilvægum trúarstefjum í bréfi Pálspostula til Rómverja. Slík afmörkun var talin vera eðlileg í ljósiþess að Rómverjabréfið er það biblíurit sem hvað mest áhrif hefurhaft á kristnar guðfræðihefðir í sögulegu og alþjóðlegu ljósi. Íþessu er íslensk guðfræðihefð engin undantekning.

Verkefnið felur í sér úttekt ábókasafni Gamla testamentisins.Gerð verður grein fyrir ólíkumtextategundum og textahefðumsem þar birtast. Fjallað er umtilurðarsögu textanna, en hún

er í langflestum tilfellum margflókið fyrirbæri. Fyrsti verkþátturinnfelur í sér yfirlit yfir tilurðarsögu Fimmbókaritsins, þ.e.Mósebókanna fimm (= Tóra Gyðinga). Næsta skref þessarar vinnufelur í sér úttekt á tilurðarsögu hinna sögulegu rita Gamlatestamentisins (s.s. Jósúabók, Dómarabók, 1.–2. Samúelsbók, 1.–2.Konungabók o.fl.) en í framhaldi af því verður fjallað um spekiritin(Sálmana, Jobsbók, Orðskviðina o.fl.) og spámannlegu ritin (Jesaja,Jeremía, Daníel, Esekíel og Tólfspámannaritið). Ætlunin er aðvinna úr þessu efni kennslubók á framhaldsskóla- og háskólastigisem jafnframt verður hægt að nota til kennslu fyrir almenning.

Markmið verkefnisins er í fyrstalagi að kanna óútgefnaríslenskar þýðingar Nýjatestamentisins í handritum frá17. og 18. öld. Í öðru lagi erætlunin að kanna feril hinnaóútgefnu biblíuþýðinga og áhrif

þeirra á seinni biblíuþýðingar sem voru gefnar út. Þriðja ogmeginmarkmið verkefnisins er að rannsaka áhrif hinna óútgefnuþýðinga á íslenska alþýðutrú, sérstaklega með hliðsjón af meintumáhrifum þeirra á Vídalínspostillu. Rannsóknin afmarkar sig viðbiblíuorðræðu óútgefinna þýðinga með hliðsjón af mikilvægumtrúarstefjum sem koma aðallega fyrir í bréfum Páls postula tilRómverja og Galatamanna, en þau bréf hafa haft mikil áhrif ávestræna trúarhugsun í sögulegu ljósi; hið sama gildir um áhrifþeirra á íslenska biblíuorðræðu.

Verkefnið felst í vísindalegriútgáfu á kristinrétti Árna frá1275 sem Stofnun ÁrnaMagnússonar á Íslandi mun gefaút. Lagabálkurinn er varðveitturí um 120 handritum; helmingur

þeirra er frá því fyrir 1551. Kristinrétturinn var samþykktur á alþingiárið 1275 og gilti fram til siðaskipta. Margt óljóst um áhrif réttarinsog valdsvið hans, einkum framan af fjórtándu öldinni. Enginn vafileikur þó á því að kristinréttur Árna er grundvallarrit í íslenskrikirkjusögu. Vísindalegri útgáfu fylgir svo ítarleg greinargerð fyriröllum handritum kristinréttarins og inngangur um sögu hans. ÍLagasafni eru prentaðar greinar úr kristinrétti Árna og eru þær elstunúgildandi lög Íslendinga.

INNGANGSFRÆÐI OGBÓKMENNTASAGAGAMLATESTAMENTISINSKristinn Ólason guðfræðingur

ÍSLENSKBIBLÍUGUÐFRÆÐI —RÓMVERJABRÉFIÐ ÍSKÝRINGUM ÍSLENSKRAGUÐFRÆÐINGAClarence E. Glad, guðfræðingur íReykjavíkurAkademíunni

VÍDALÍNSPOSTILLA,ÍSLENSK ALÞÝÐUTRÚ OGÓÚTGEFNARBIBLÍUÞÝÐINGARClarence E. Glad, guðfræðingur íReykjavíkurAkademíunni

KRISTINRÉTTURÁRNA ÞORLÁKSSONARBISKUPSMagnús Lyngdal Magnússonsagnfræðingur

41

Page 44: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

42

Page 45: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Útgáfan skiptist ífjóra hluta. Fyrstihluti útgáfunnareru Ljóðmæli ífimm bindum.Fyrsta bindið komút árið 2000, annaðbindið 2002 og

þriðja bindið 2005. Þegar verkinu er lokið hafa öll þaukvæði sem Hallgrímur getur með góðum rökum talisthafa ort verið gefin út með fræðilegum hætti þar semtekið er tillit til allra varðveittra handrita kvæðannasem vitað er um. Auk þess mun gagnabanki geyma þærupplýsingar um handritin sem safnast hafa viðútgáfustarfið, auk upplýsinga úr segulbandasafniÁrnastofnunar. Hin nýja útgáfa hefur ótvírætt gildi ísjálfri sér en jafnframt verður hún grundvöllur hverskyns rannsókna og miðlunar á kveðskap séra Hallgríms.

HEILDARÚTGÁFA ÁVERKUM HALLGRÍMSPÉTURSSONARVerkefnisstjórar: MargrétEggertsdóttir og SvanhildurÓskarsdóttir, sérfræðingar á StofnunÁrna Magnússonar á Íslandi

43

Page 46: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn
Page 47: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

LÍFSGILDI, SIÐFERÐIOG FRAMTÍÐARSÝN

Verkefni styrktárin 2001–2005III

Page 48: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Kristnihátíðarsjóður veitti styrktil íslenska hlutans af„European Social Survey“.Styrkur Kristnihátíðarsjóðs vartvær milljónir króna sem var um13% af heildarkostnaðiverkefnisins. Verkið náði tilþýðingar spurningalista,gagnasöfnunar og skráningar

gagna. Markmiðið með rannsókninni er að kortleggja og útskýrasamtvinnandi þætti í lífsgildum (values) fólks. Sami spurninga-listi var lagður fyrir í rúmlega 20 Evrópulöndum. Slíkar kannanirhafa áður verið gerðar innan tiltekinna landa en þá vantar oftsamanburð á milli landa og ákveðinn staðal í vinnubrögðum enmeð „European Social Survey“ er lagður grunnur að slíkum staðli.Með rannsókninni er safnað haldgóðri þekkingu á afstöðuÍslendinga til ýmissa þjóðfélagsmála. Þegar frágangi gagna er lokiðverða þau opin öllum til úrvinnslu.

Glíman er veftímarit sem hýst erá vefsvæði Reykjavíkur-Akademíunnar, kistan.is, ogkemur út einu sinni á ári. Hverárgangur er birtur á vefsvæðinuað hausti en á hverju vori kemurút prentuð útgáfa tímaritsins. Í

stefnuyfirlýsingu ritstjórnar kemur fram að markmið ritsins sé aðgera guðfræðina gjaldgenga í samfélagslegri umræðu á Íslandimeð því að fjalla á óháðan, opinn og gagnrýninn hátt um málefnisem tengjast samfélagi og kirkju út frá sjónarmiði guðfræði. Þarað auki er stefnt að því að birta vandaðar greinar í guðfræði semstandast kröfur virtra fagrita um fræðileg vinnubrögð.Kristnihátíðarsjóður veitti styrk vegna stofnunar tímaritsins ogútgáfu 1. árgangsins.

Markmið verkefnisins var aðstuðla að fræðslu og umræðuum það fjölmenningarsamfélagsem hér er að þróast. Það vargert með því að boða tilmálþinga í samstarfi viðFræðslumiðstöð Reykjavíkur,Landlæknisembættið,

Fjölmenningarsetur Vestfjarða, Alþjóðahús í Reykjavík ogAlþjóðastofu á Akureyri. Fjallað var almennt um fjölmenningu ogtrúarbrögð og samskipti fólks af ýmsum trúarbrögðum í íslenskusamfélagi. Fyrirlestrarnir sem haldnir voru á málþingunum erubirtir á www.kirkjan.is/?trumal/menning/a_sama_bati. Útgáfa áfyrirlestrunum er í undirbúningi.

FJÖLMENNINGARLEGTSAMFÉLAG OGTRÚARBRÖGÐ ÞESSBiskupsstofaVerkefnisstjóri: RagnheiðurSverrisdóttir, verkefnisstjóri ákærleikssviði

GLÍMAN — ÓHÁÐTÍMARIT UM GUÐFRÆÐIOG SAMFÉLAGRitstjórn: Ágúst Einarsson, JónPálsson, Kristinn Ólason, SigurjónÁrni Eyjólfsson og Stefán Karlsson

Verkefnið hefur falist ífyrirlestrum og málþingumundir yfirheitinu „Siðfræði ogsamtími“ og útgáfu á ritröð meðsama heiti. Eins og yfirheitið bermeð sér tekur verkefnið á

brýnum siðfræðilegum vandamálum samtímans og lífsgildumþjóðarinnar með það að markmiði að efla samfélagsumræðu umbrýn álitamál í samfélaginu nú á dögum og gefa út efni sem geturnýst almenningi, fagfólki og verið gagnlegt við siðfræðikennslu.Verkefnið hófst í byrjun árs 2002. Fjölmörg málþing og fyrirlestrarhafa verið haldin undir yfirskriftinni „Siðfræði og samtími“ umefni eins og klónun, samþykki í rannsóknum, persónuvernd,sjúkdómsvæðingu og sjálfræði aldraðra. Tvær bækur hafa komiðút í ritröðinni, sú fyrsta, Sjálfræði og aldraðir, kom út á vormánuðum2004 og Sjúkdómsvæðing kom út síðar sama ár. Fleiri bækur eru íundirbúningi.

SIÐFRÆÐI OG SAMTÍMISiðfræðistofnun Háskóla ÍslandsVerkefnisstjóri: VilhjálmurÁrnason, prófessor í heimspeki viðHáskóla Íslands

HVERNIG ERUEVRÓPUBÚAR?FJÖLÞJÓÐASAMAN-BURÐARRANNSÓKNFélagsvísindastofnun HáskólaÍslandsVerkefnisstjóri: Friðrik H. Jónsson,dósent í sálfræði við HáskólaÍslands

Verkefnið fólst í ítarlegrirannsókn á siðanefndBlaðamannafélags Íslands.Farið var yfir alla úrskurðisiðanefndar B.Í. frá upphafi,þeir flokkaðir og komið fyrir ígagnagrunnsforritinu Access.Þessi gögn hafa verið greindmeð ítarlegum hætti til að svara

spurningum um starfsemi siðanefndarinnar, fjölda úrskurða oggreiningu kæra og brota, svo að dæmi séu nefnd. Þá hafa gögninverið borin saman við gögn frá sambærilegum nefndum í Evrópu,einkum í Noregi og Bretlandi.

SIÐANEFNDSTARFSSTÉTTA— SIÐANEFNDBLAÐAMANNAFÉLAGSÍSLANDSSiðfræðistofnun Háskóla ÍslandsVerkefnisstjóri: Róbert H.Haraldsson, dósent í heimspekivið Háskóla Íslands

46

Page 49: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Markmiðið var að rannsakaþróun þjóðkirkjuskipunar ogtengsl ríkis og kirkju frá setningustjórnarskrárinnar 1874 tilgildistöku laga um stöðu, stjórnog starfshætti þjóðkirkjunnar nr.

78/1997. Fengist var við viðfangsefnið út frá tveimur mismunandisjónarhornum: guðfræðilegu og kirkjusögulegu. Í guðfræðilegahlutanum er þjóðkirkjuhugtakið greint kirkjufræðilega með tillititil lúterskrar siðbótarguðfræði og þýsk-danskrar guðfræðihefðarfrá 19. öld. Í hinum er greint hvernig hin erlenda guðfræði er löguðað innlendum aðstæðum. Þó að þjóðkirkjan sé skilgreind semsjálfstætt trúfélag sem ætlað er að starfa á evangelísk-lúterskumgrunni og í lýðræðislegum anda eru lagaleg, stjórnunarleg ogefnahagsleg tengsl milli ríkis og kirkju töluverð. Greining á þessumtengslum bendir til þess að íslenska þjóðkirkjan rúmist ekki innansama líkans og þjóðkirkjurnar annars staðar á Norðurlöndunum,en íslenska þjóðkirkjan hefur þróast lengra í átt til sjálfstæðis enþær.

Markmið verkefnisins var aðsetja upp og þróa vef um siðfræðiog heimspeki með námsefni fyrirnemendur í framhaldsskólumog skólum á háskólastigi, ásamt

efni fyrir kennara í siðfræði og heimspeki á öllum skólastigum.Með nýrri námskrá um grunn- og framhaldsskóla var komið á fótnýrri námsgrein, lífsleikni. Innan þessarar námsgreinar er ætluninað sinna siðfræðikennslu og kennslu í gagnrýninni hugsun, aukaskilning nemenda á náttúru og umhverfi og þjálfa þá í rökræðumog skoðanaskiptum, svo að nokkuð sé nefnt. Markmiðið meðsiðfræðivefnum er að mæta þeim sveigjanleika og fjölbreyttuáherslum sem koma fram í aðalnámskrá. Siðfræðivefinn má finnaá heimsíðu Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

SIÐFRÆÐIVEFURSiðfræðistofnun Háskóla ÍslandsVerkefnisstjóri: Salvör Nordalforstöðumaður

Tilgangur rannsóknarinnar er aðlýsa þátttöku fólks meðþroskahömlun í kristnu trúarlífi.Leitast er við að skoða trúariðkunþess og þátttöku í kirkjustarfi.Einnig voru trúarviðhorf skoðuðog hvaða gildi trúarlífið hefur.Athyglinni var auk þess beint að

embætti prests fatlaðra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda tilþess að þátttaka og hlutdeild í kristnu samfélagi geti haftmargbrotin áhrif á líf og sjálfsmynd þroskaheftra. Ekki er ástæðatil að ætla að trúarviðhorf fólks með þroskahömlun séu á einhvernhátt frábrugðin trúarviðhorfum ófatlaðra. Sumir eru trúaðir, aðrirefast og enn aðrir eru eflaust trúlausir. Hins vegar bendaniðurstöður þessarar rannsóknar til þess að fólk meðþroskahömlun mæti ýmsum félagslegum hindrunum innankirkjunnar, líkt og í samfélaginu í heild. Rannsóknin hófst árið2004 og stefnt er að því að henni ljúki síðla árs 2006.

ÞÁTTTAKA FÓLKS MEÐÞROSKAHÖMLUN ÍKRISTNU TRÚARLÍFIRannsóknarstofnunKennaraháskóla ÍslandsVerkefnisstjóri: KristínBjörnsdóttir uppeldisfræðingur

TRÚFELSI, ÞJÓÐKIRKJA,SAMBAND RÍKIS OGKIRKJU 1874–1997Verkefnisstjóri: Sigurjón ÁrniEyjólfsson, guðfræðingur

Á undanförnum árum hefurmátt greina áhyggjur áVesturlöndum aflýðræðishugsjóninni (vegnalítillar þátttöku almennings ímálefnum samfélagsins) og

lífsgildum fólks (þar sem slagsíða er í gildunum: frelsi, jafnréttiog bræðralag). Verkefnið felst í að skrifa bók um fagvitund kennaravið að efla skilning nemenda á lífsgildum lýðræðislegs samfélags.Kennararnir vinna að því að efla samskiptahæfni nemenda ogsiðferðiskennd, fjölmenningarlega hæfni þeirra og borgaravitund.Sett er fram nýtt líkan til að greina fagvitund þeirra. Fræðilegtmarkmið verkefnisins er að taka þátt í rannsóknum á fagvitundkennara og hagnýtt markmið þess að geta með slíkum rannsóknumstutt betur en nú við bakið á kennurum í því vandmeðfarna starfiað efla skilning nemenda á lífsgildum.

Í rannsókninni var sjónumbeint að guðfræðilegri siðfræðium kynhneigð, kynlíf og ást.Hefðbundið viðhorfguðfræðilegrar siðfræði gengur

út frá gagnkynhneigð sem eðlilegri og fastri siðfræðilegri viðmiðun.Kynlíf og ást gagnkynhneigðra eru þannig náttúruleg og eðlilegfyrirbæri en hið sama gildir ekki um samkynhneigða. Kynlíf þeirraer talið óeðlilegt og jafnvel sjúklegt. Verkefnið fólst í að greina ogþróa siðfræðilega umræðu um kynhneigð, kynlíf og ást í ljósibreyttra tíma og í ljósi guðfræðilegrar umræðu um réttlæti. Stuðstvar við kenningar sem gagnrýna og andmæla forræðigagnkynhneigðra. Þær koma m.a. frá femínískri guðfræði ogsiðfræði, félagsfræðum almennt, svo og guðfræði homma og lesbía.Áhersla var lögð á gagnrýna umfjöllun og leitast við að setja framtrúverðuga og vel rökstudda kristna siðfræði um kynhneigð, kynlífog ást sem ekki útiloki neinn vegna kynhneigðar.

AÐ RÆKTA LÍFSGILDI ÍLÝÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGISigrún Aðalbjarnardóttir, prófessorí uppeldis- og menntunarfræði viðFélagsvísindadeild Háskóla Íslands

RÉTTLÆTI OG ÁSTSólveig Anna Bóasdóttir,guðfræðingur íReykjavíkurAkademíunni

Adrenalín gegn rasisma erfjölmenningarlegt unglingastarfþar sem ungu fólki afmargvíslegu bergi brotið erskapaður vettvangur til umræðu

um raunveruleg lífsgildi, ólíka menningu og skaðsemi fordóma.Hópurinn hefur það að markmiði að vinna gegn fordómum ogefla virðingu milli unglinga af ólíkum uppruna. Unglingunumgefst tækifæri á að vera saman á eigin forsendum þar sem þeir getatjáð sig um líf sitt og menningu. Starfið er á vegum miðborgarstarfsKFUM/KFUK og þjóðkirkjunnar. Þátttakendur eru ungirÍslendingar úr Laugalækjarskóla og ungir innflytjendur úrAusturbæjarskóla. Markmiðið með þessu öllu er að vinátta skapistsem haldist til framtíðar og geri það að verkum að hér verði einþjóð í einu landi. Þetta verkefni er unnið í samstarfi viðLaugalækjarskóla, nýbúadeild Austurbæjarskóla ogLaugarneskirkju.

ADRENALÍN GEGNRASISMASéra Jóna Hrönn Bolladóttirmiðborgarprestur

47

Page 50: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið fólst í fyrsta lagi ímegindlegri rannsókn á trúarlífiÍslendinga. Þar var leitað eftirviðhorfum fólks á aldrinum13–75 ára til trúar og kirkju.Könnuð var trúariðkun, s.s.kirkjusókn, bænahald, starf ítrúfélögum og einnigtrúarhugmyndir. Samanburðurvið fyrri rannsókn (1988) gerir

kleift skoða breytingar á trúaratferli og viðhorfum landsmannam.a. til trúar, trúaruppeldis og kirkjunnar. Í kjölfar megindlegurannsóknarinnar var síðan hafin eigindleg rýnihóparannsókn. Þarer trúarlíf einstakra hópa kannað frekar.

Fulltrúar frá Æskulýðssambandikirkjunnar íReykjavíkurprófastsdæmum(ÆSKR), miðborgarstarfi KFUM

og KFUK og þjóðkirkjunnar hafa haft áhuga á að gera tilraun meðstarf fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri í þjóðkirkjunni. Haustið2004 var ákveðið að ganga út frá hugmyndafræði Ten-sing-starfsinssem er ættað frá Noregi. Þar er haft til grundvallar að laða unglingatil fylgdar við Jesú Krist og jafnframt að vinna út frá menninguunglinga og hvetja ungt fólk til að gefa eitthvað af sjálfu sér. Þessihugmyndafræði leiddi til nafnsins Kristur-menning-sköpun (KMS).KMS er kristilegt unglingastarf þar sem tónlist, söngur, leiklist ogdans eru miðlæg starfstæki. Í starfinu er lagt til grundvallar aðmaðurinn sé allt í senn: líkami, sál og andi, og að mikilvægt sé aðallar þessar þrjár víddir mannlegrar tilveru fái að njóta sín. Slíktgerir manninn mennskan. Tilgangurinn er m.a. að unglingarnirþekki menningu og hefðir kirkjunnar og læri að bera virðingufyrir þeim en jafnframt að þeim séu gefin tækifæri til að fara nýjarleiðir.

KMS-UNGLINGASTARFSéra Jóna Hrönn Bolladóttirmiðborgarprestur

Hvað vilja unglingar sem takaþátt í æskulýðsstarfiþjóðkirkjunnar vita um kristnatrú? Verkefnið gengur út á aðsafna saman spurningum þeirraog svara þeim og birta svörin á

nýjum spurningavef: www.kirkjan.is/unglingar/svor. Ráðgert erað sá vefur verði opnaður í desember 2005.

HVERS SPYRJAUNGLINGAR UM TRÚ?BiskupsstofaVerkefnisstjóri: Árni SvanurDaníelsson guðfræðingur

Fræðsla á vegum þjóðkirkjunnarum lífsleikni hófst haustið 2002.Þá var stofnaður starfshópur tilað vinna að efnisgerðfræðsluefnis fyrir ungt fólk áframhaldsskólaaldri. Fráupphafi var haft samráð við

námsráðgjafa og kennara í nokkrum framhaldsskólum umverkefnið sem fékk heitið „Lífsleikni þjóðkirkjunnar íframhaldsskólum“. Markmið verkefnisins er að bjóða öllum 16ára unglingum, eða þeim sem eru að byrja í framhaldsskólum,upp á umfjöllun um sorg og sorgarviðbrögð o.fl. Einnig verðurhaft samband við þá sem hætt hafa í skóla. Verkefnið er hugsaðsem ókeypis þjónusta kirkjunnar við aldurshóp sem hún hefurþjónað afskaplega takmarkað hingað til. Markmiðið er að kennaunga fólkinu að takast á við erfiðar tilfinningar tengdar áföllumog sorg. Nú þegar hefur verkefnið verið kynnt í um helmingi allraframhaldsskóla landsins í samvinnu við námsráðgjafa og kennara.

LÍFSLEIKNIÞJÓÐKIRKJUNNAR ÍFRAMHALDSSKÓLUMBiskupsstofaVerkefnisstjóri: HrundÞórarinsdóttir djákni

Verkefnið fólst í gerðfræðsluefnis til að nota íæskulýðsstarfi KFUM og KFUKveturinn 2002–2003 enmarkmiðið með því var að gefaþátttakendum tækifæri til aðræða um trú, siðferði og lífsgildi.

Efnið var byggt þannig upp að í hverri samveru var gengið út fráákveðnum Biblíutexta en umræðan opnuð eða auðguð t.d. meðbroti úr kvikmynd, tónlistarmyndbandi, auglýsingu, dægurlagi,leik, sögu eða öðru því sem gat örvað umræður og vakið spurningar.Mikil áhersla var lögð á virðingu þátttakenda fyrir skoðunumhvers annars.

SAMRÆÐUR UM RÉTT OGRANGTKFUM og KFUKVerkefnisstjóri: Gyða Karlsdóttirheimspekingur

TRÚARLÍF ÍSLENDINGAGuðfræðistofnun Háskóla Íslands,Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts-dæma og BiskupsstofaVerkefnisstjórar: Pétur Pétursson,prófessor í guðfræði við HáskólaÍslands, og Steinunn ArnþrúðurBjörnsdóttir, verkefnisstjóriguðfræði og þjóðmála áBiskupsstofu

48

Page 51: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Tilgangur þessa verkefnis er aðþjálfa ungt fólk íleiðtogahlutverk í barna- ogæskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar,en skortur hefur verið á velþjálfuðu fólki í það viðamiklastarf sem kirkjan stendur fyrir

á meðal þessa aldurshóps. Unnið hefur verið grunnefni fyrir ungaleiðtoga og er því ætlað að kenna leiðtogaefnunum umgrundvallaratriði kristinnar trúar og gildismats, að upplýsa þá umréttindi og skyldur leiðtogans, að þjálfa þá í að tala við börn ogunglinga og að veita þeim þjálfun í helgihaldi. Nú þegar er búiðað semja drög að fræðsluefni og verður það notað áþjálfunarnámskeiðum veturinn 2005–2006.

NÁMSKEIÐ FYRIR UNGALEIÐTOGAÞJÓÐKIRKJUNNARBiskupsstofaVerkefnisstjóri: Séra Stefán MárGunnlaugsson

Í aðalnámskrá leikskóla er lögðáhersla á að börn séu fær um aðtaka virkan þátt ílýðræðisþjóðfélagi, undir það berleikskólanum að búa þau eftirbestu getu. Þrír leikskólar á

Akureyri tóku höndum saman um þróunarverkefni þar semmarkmiðið var að efla siðferðisvitund barna og fullorðinna. Önnurmarkmið voru að auka á virðingu fullorðinna fyrir tilfinningumbarna, að efla samkennd barna, að börnin læri að þekkja muninná réttu og röngu og að börnin tengi orsök og afleiðingu. Spurninginvar: Hefur skipuleg siðferðisumræða með leikskólabörnum áhrifá aga í leikskólastarfi? Út frá þeim gögnum sem aflað var má dragaþá ályktun að siðferðisumræðan hafi borið árangur sem felst í þvíað fullorðnir og börn sýni hvert öðru umhyggju, vináttu og virðinguog að í því felist agaðri einstaklingar en annars. Börnin virðasthafa náð að tileinka sér notkun á siðferðilegum hugtökum enhvort þau hafi náð að gera þau að sínum kemur í ljós síðar.

LÍFSLEIKNI Í LEIKSKÓLAVerkefnisstjóri: Sigríður SítaPétursdóttir, sérfræðingur áskólaþróunarsviði kennaradeildarHáskólans á Akureyri

Tveggja hæða breskurstrætisvagn var notaður semfélagsmiðstöð á hjólum áhöfuðborgarsvæðinu og ínokkrum byggðarkjörnum á

landsbyggðinni. Strætisvagninum var breytt í færanlega starfsstöðþar sem fram fer ókeypis fræðslustarf um félags- og trúarleg efnisem ætlað er að hvetja ungmenni til siðferðislegrar ábyrgðar. Áneðri hæð vagnsins eru ýmis leiktæki en á efri hæðinni 44 sæti.Um 24.000 börn og unglingar hafa komið í vagninn síðan hannvar tekinn í notkun. Auk þess hefur vagninn verið notaður ítengslum við atburði eins og ljósanótt í Reykjanesbæ ogmenningarnótt í Reykjavík en þar kölluðu sumir hann„sjúkrakassann á Lækjartorgi“.

FÉLAGSSTARF Á HJÓLUMKFUM og KFUKVerkefnisstjóri: Ragnar Schram

Verkefnið fólst í því að útbúa oggefa út fræðsluefni fyrir 9–12 árabörn til nota í sumarbúðumKFUM og KFUK.Sumarbúðirnar eru starfræktará fimm stöðum á landinu: viðHólavatn í Eyjafirði, í Ölveri

undir Hafnarfjalli, í Vatnaskógi í Svínadal, í Vindáshlíð í Kjós ogí Kaldárseli suðaustan Hafnarfjarðar. Verkið var unnið í þremuráföngum. Í fyrsta áfanga, sem fékk yfirskriftina „Skoða þú verkGuðs“, er unnið með tengsl barnanna við umhverfi sitt. Í öðrumáfanga, sem nefnist „Nálægð Guðs í tilverunni“, er efnt til samræðnaum áhrifin af nærveru Guðs á breytni mannsins. Markmið þriðjaáfangans, „Rauða þráðarins“, er að auka skilning barnanna áBiblíunni.

FRÆÐSLUEFNI FYRIRBÖRN Í SUMARBÚÐUMKFUM og KFUKVerkefnisstjórar: Gyða Karlsdóttirheimspekingur og RagnhildurÁsgeirsdóttir djákni

49

Page 52: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Verkefnið fólst í gerðverkefnaheftis fyrirfermingarbörn en það kom útfyrr á árinu 2005 undir heitinuGildi manneskjunnar — ítarefnifermingarfræðslu. Höfundur varGuðrún Karlsdóttir, prestur ísænsku kirkjunni, og var efnið

unnið í samvinnu við fræðslusvið Biskupsstofu. Aðalmarkmiðkennsluefnisins er að benda á það hvernig trúin hefur áhrif á lífokkar og breytni. Rætt er um gildi manneskjunnar og mannlegsamskipti í ljósi kristinnar trúar. Fjallað er um fyrirbæri eins ogfordóma, fyrirgefningu og sátt, líf og dauða, vináttu, kærleika,stráka og stelpur og fjölskylduna. Verkefnin eru sett fram meðveruleika fermingarbarnanna í huga.

KRISTIN TRÚ OGVERULEIKIFERMINGARBARNABiskupsstofaVerkefnisstjóri: Séra GuðrúnKarlsdóttir og séra Stefán MárGunnlaugsson

Markmið þessa verkefnis er aðsemja fræðsluefni og síðan þjálfastarfsfólk kirkjunnar þannig aðhægt verði að bjóðakerfisbundið og reglulega uppá hjónafræðslu um allt land. Ávegum kirkjunnar hefur verið

boðið upp á margvíslegt fræðslustarf og námskeið fyrir hjón ogsambúðarfólk. Hins vegar hefur ekki verið um samræmda þjónustuað ræða, heldur hefur þessi þjónusta oft verið komin undirfrumkvæði einstakra presta eða starfsfólks þjóðkirkjunnar. Gildiþessa verkefnis er í því fólgið að styðja hjón og sambúðarfólk í aðrækta gott samband og hlúa að heimili og barnauppeldi.

SAMRÆMTHJÓNANÁMSKEIÐÞJÓÐKIRKJUNNARBiskupsstofaVerkefnisstjóri: Halldór Reynisson,verkefnisstjóri fræðslusviðs

Hugmyndin sem bjó að bakimyndinni var að skrá ákvikmynd undirbúning ogframkvæmd nokkurramerkisdaga mannsævinnar einsog þeir fara fram á okkar tímum.

Í myndinni er fylgst með skírn á Akureyri, fermingu á Selfossi ogbrúðkaupi í Reykjavík. Tökur fóru fram vorið og sumarið 2003.Myndin var frumsýnd í kvikmyndahúsinu Regnboganum íársbyrjun 2004 og sýnd í Sjónvarpinu á páskum 2004. SævarGuðmundsson leikstýrði myndinni og Björn Br. Björnssonframleiddi hana fyrir kvikmyndafyrirtækið Spark.

MERKISDAGAR —HEIMILDAMYNDSparkVerkefnisstjóri: Björn Br.Björnsson kvikmyndagerðarmaður

Verkefnið fólst í ráðstefnuröðsem miðaði að því að skapaólíkum kynslóðum vettvang tilþess að ræða hvaða gildi værimikilvægt að leggja rækt við ánýju árþúsundi. Á öllum

ráðstefnunum voru eldri borgarar en jafnframt tilteknir hóparsamkvæmt yfirskrift hverrar ráðstefnu: a. Ungir foreldrar, b. 10.bekkingar við lok skólaskyldu, c. Ungt fólk almennt. Eldri borgararhittust einir sér og samræmdu skilaboðin til nýrra kynslóða tilþess að auka lífsgæði þeirra og stuðla að betra samfélagi.Samverurnar voru sex talsins, flestar í Skálholtsskóla en einnig íReykjavík.

MIÐLUNREYNSLUARFSINSSkálholtsskóliVerkefnisstjóri: BernharðurGuðmundsson rektor

Markmið verkefnisins„Guðfræði og siðfræði nýrramiðla“ var að skapa vettvangfyrir umræðu um guðfræðilegog siðferðileg álitamál tengdnýjum samskiptamiðlum. Í þvísambandi er m.a. lögð áhersla á

mannskilning og siðfræðilegar spurningar um samskipti á Netinu.Haldnir hafa verið lokaðir umræðufundir sérfræðinga um efniðog í nóvember 2005 voru haldin örþing um þetta efni. Settur varupp vefannáll verkefnisins og þar hafa birst pistlar um spurningartengdar guðfræði og siðfræði Netsins. Vefslóð hans erwww.kirkjan.is/annall/netid.

GUÐFRÆÐI OG SIÐFRÆÐINÝRRA MIÐLABiskupsstofaÁrni Svanur Daníelssonguðfræðingur og Irma SjöfnÓskarsdóttir guðfræðingur

50

Page 53: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Kirkjuþing ungs fólks varverkefni sem fræðslusviðBiskupsstofu hrinti íframkvæmd í upphafi árs 2005og tók um hálft ár í framkvæmd.Verkefnið var aðallega í tveimur

þáttum, annars vegar sjö leiðarþing sem haldin voru álandshlutavísu með þátttöku heimamanna og hins vegar kirkjuþingungs fólks sem haldið var á kirkjudögum á Jónsmessu 2005 meðþátttakendum af öllu landinu — flestum sem áður höfðu tekiðþátt í leiðarþingi. Á leiðarþingunum var fjallað um spurningarungs fólks um trúna, lífið og tilveruna, svo og viðhorf þess tilkirkjustarfs á Íslandi, sérstaklega þátttöku ungs fólks í því. Á sjálfuþinginu voru unnar tillögur sem sendar voru kirkjuráði tilumfjöllunar og jafnvel ályktanir sem bornar voru upp á kirkjuþingiþjóðkirkjunnar.

KIRKJUÞING UNGSFÓLKS 2005BiskupsstofaVerkefnisstjóri: Séra Stefán MárGunnlaugsson

Með verkefninu er leitast við aðleggja mat á hvernig sambandifíkna og trúarlífs getur veriðháttað. Leitast er við að dragafram hvernig sumar tegundir af

trúarreynslu geta haft skaðleg áhrif á bataferli þeirra sem kannastvið fíknivanda sinn og sækjast eftir endurhæfingu. Á hinn bóginneru jákvæðir þættir trúarlegrar reynslu skoðaðir og sýnt fram áhvernig rannsóknin leiddi í ljós styrkjandi eiginleika trúarlífs fyrirmarga. Meginmarkmiðið er að skapa viðmiðanir sem geta komiðað notum hjá fagfólki innan kirkjunnar og eins innanheilbrigðisgeirans.

GETUR VERIÐHJÁLPLEGT AÐ TALA UMTRÚARFÍKN?Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur

Á hverju ári koma um 2000unglingar í fermingarbúðir íVatnaskóg og dvelja þar einn oghálfan sólarhring. Með styrk fráKristnihátíðarsjóði hefurfermingarfræðsluefnifermingarbúðanna í Vatnaskógi

verið endurnýjað að miklu leyti. Í allri kennslunni er áhersla lögðá lífshlaup Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur, enþau bjuggu lengi í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í næsta nágrenniVatnaskógar. Í nýja efninu eru bænavers Hallgríms kynnt,unglingarnir eru látnir semja eigin bænir og rætt er um bænalífþá og nú. Fjallað er um Biblíuna og í því samhengi er tilurðPassíusálmanna útskýrð. Þá endursegja unglingarnir Biblíutextameð hliðsjón af samsvarandi texta í Passíusálmunum. Í efninu ereinnig fjallað um uppbyggingu guðsþjónustunnar á spennandihátt og kirkjuskilning lúterskrar kirkju.

HALLGRÍMUR OGFERMINGARBÖRNIN ÍVATNASKÓGIKFUM og KFUKVerkefnisstjóri: Halldór ElíasGuðmundsson djákni

Kirkjumiðstöð Austurlandsfékk styrk úr Kristnihátíðarsjóðitil að láta gera fræðsluefni fyrirsumarbúðir. Þau séra ArnaGrétarsdóttir og séra ChristophGamer tóku að sér að semja

efnið sem gefið hefur verið út í tilraunaútgáfu og notað sl. fjögursumur. Það hefur nýst vel og stuðlað að markvissari fræðslu ogstarfi sumarbúðanna. Efnið skiptist í fjóra hluta, sem kenndir erutil skiptis fjórða hvert ár. Fyrsti hlutinn ber heitið „Jósefssaga“,annar hluti „Heilagur andi“, sá þriðji „Þú ert þýðingarmikil/ll“ ogfjórði og síðasti hlutinn heitir „Í fótspor Jesú“. Hver hlutisamanstendur af 5 daga fræðsluefni.

FRÆÐSLUEFNI FYRIRBÖRN Í SUMARBÚÐUMÞJÓÐKIRKJUNNARVerkefnisstjóri: Séra Jóhanna I.Sigmarsdóttir

Bókinni Krakkar í kirkju er ætlaðað gefa nemendum 4.–7. bekkjarinnsýn í heim kirkjunnar ogathafnir sem þar fara fram.

Tekin eru fyrir helstu orð sem notuð eru í umhverfi og athöfnumkirkjunnar og farið yfir algengustu siði og venjur sem þar eru íheiðri hafðar. Ekki er kafað djúpt í málefni kirkjunnar, enda erbókinni ekki ætlað að vera kennslubók í kristnum fræðum heldurfrekar sem hluti af kennslu í lífsleikni eða samfélagsfræði en einnigmá nota hana sem almenna lestrarbók. Fylgst er með Rakel, 12ára stelpu, og vinkonum hennar. Þær verða þátttakendur í ýmsumathöfnum kirkjunnar, bæði skemmtilegum og sorglegum. Hægter að fá verkefnahefti með bókinni.

KRAKKAR Í KIRKJUHrafnhildur Valgarðsdóttirbarnabókahöfundur

Verkefnið felst í rannsókn ástöðu kristinna fræða,trúarbragðafræða og siðfræði ígrunnskólum landsins(tímafjölda,kennslufyrirkomulagi ognámsbókum). Sendir voruspurningalistar í 181

grunnskóla, en það voru allir grunnskólar landsins vorið 2005.Svör hafa borist frá 103 skólum og enn er verið að safna samanupplýsingum. Þá voru tekin viðtöl við stjórnendur og kennara ískólum víðs vegar um landið, þar sem viðhorf tilkennslugreinarinnar eru könnuð. Úrvinnsla gagna er hafin oglýkur í byrjun næsta árs. Þá verða niðurstöður kynntar.

STAÐA KENNSLUKRISTINNA FRÆÐA OGTRÚARBRAGÐAFRÆðA ÍGRUNNSKÓLUMHalla Jónsdóttir, aðjúnkt íuppeldisögu og siðfræði viðKennaraháskóla Íslands

Verkefnið byggist á viðtölum viðfólk með ólíkar lífs- og trúar-skoðanir. Skoðað er hvaða sesstrúin skipar þegar staðið er átímamótum, s.s. við fæðingubarns, þegar stofnað er til hjú-skapar eða þegar náinn ættingi

deyr. Einnig er ætlunin að leita eftir sýn fólks fyrr á öldum meðþví að skoða þær heimildir sem eru til, s.s. dagbækur. Persónulegarfrásagnir fólks af mikilvægi trúarinnar í lífi þess gera okkurmögulegt að setja okkur í spor annarra. Fortíðin varpar líka ljósiá nútíðina og önnur trúarbrögð og lífsskoðanir varpa ljósi á okkareigið gildismat.

HELSTU VIÐBURÐIRMANNSÆVINNAR Í

TRÚARLEGU LJÓSIFjölmenninsetur VestfjarðaVerkefnisstjóri: Elsa Arnardóttirforstöðumaður

51

Page 54: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Katla gamla er 28 mínútna leikinmynd fyrir börn, byggð ásmásögu eftir IðunniSteinsdóttur. GuðrúnÁsmundsdóttir fer með

aðalhlutverkið. Framleiðandi er Kvikmyndagerðin Terra ogleikstjórn og myndataka er í höndum Sigurðar Inga Ásgeirssonar.Kristnihátíðarsjóður og Menningarsjóður KB-banka styrktu gerðmyndarinnar. Myndin fjallar um skaðleg áhrif eineltis og máttfyrirgefningarinnar. Katla gamla segir krökkunum Ómari og Tinnufrá því að þegar hún var í barnaskóla lagði hún bekkjarsystur sínaí einelti. Seinna sá hún mikið eftir því og ætlaði að biðja hanafyrirgefningar en þá var hún flutt úr hverfinu. Þegar krakkarnirfrétta þetta fá þau snjalla hugmynd.

KATLA GAMLAVerkefnisstjóri: Sigurður IngiÁsgeirsson

Kristnihátíðarsjóður styrktifélagið Siðmennt tilnámsefnisgerðar fyrirundirbúningsnámskeiðborgaralegrar fermingar.Borgaraleg ferming hefur tíðkasthér á landi frá árinu 1989 og hafaalls 755 ungmenni tekið þátt í

henni. Á undirbúningsnámskeiðunum eru umfjöllunarefninfjölbreytt. Fjallað er um samskipti unglinga og fullorðinna,fjölskylduna, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju,gleði og sorg, samskipti, mannréttindi og réttindi unglinga, jafnrétti,siðfræði, efahyggju og trúarheimspeki, baráttu fyrir friði, samskiptikynjanna, umhverfismál, fordóma o.fl.

Markmið rannsóknarinnar varmeðal annars að skoða og greinanokkra mikilvæga þætti ílífsviðhorfi og gildismatiíslenskra unglinga og átta sig áhæfni þeirra til að tjá sig umlífsviðhorf sitt og gildismat. Ennfremur var ætlunin að setja þaðsem einkennir lífsviðhorf

unglinganna í samhengi við gildagrunn grunnskólans og nám ogkennslu í kristinfræði/trúarbragðafræði, siðfræði og lífsleikni.Valin var eigindleg rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl viðunglinga í þremur grunnskólum á Íslandi með árs millibili. Valdirvoru 15 unglingar í 9. bekk af handahófi í hverjum skóla en samtalssvöruðu 24 og tóku þátt í rannsókninni, 14 stúlkur og 10 drengir.

Markmið verkefnisins er aðstuðla að vel ígrundaðri umræðuum kristna trú, kirkju ogsamkynhneigð með því að útbúafræðsluefni fyrir söfnuðiþjóðkirkjunnar. Viðfangsefnið

er nálgast út frá biblíufræðum, siðfræði, trúfræði og félagsvísindum.Verkefnisstjórnin hefur sérstaklega unnið að því að til verðiheildstætt ritskýringarefni um þá texta Biblíunnar sem einkumhafa verið notaðir sem rök fyrir mismunandi skoðunum í umfjöllunum málefni samkynhneigðra. Efnið verður prentað ásamt meðtilvísunum í ítarefni og notað með öðrum gögnum til umræðu ísöfnuðum landsins en er einnig birt á vef þjóðkirkjunnar eftir þvísem kostur er. Þá er stefnt að ráðstefnuhaldi meðal fagaðila.

LÍFSVIÐHORF OGGILDISMAT UNGLINGAGunnar J. Gunnarsson, lektor ítrúarbragðafræði viðKennaraháskóla Íslands, ogGunnar E. Finnbogason, dósent ímenntunarfræðum viðKennaraháskóla Íslands

NÁMSEFNI VEGNABORGARALEGRARFERMINGARSiðmenntVerkefnisstjóri: Jóhann Björnsson,umsjónarmaður fræðslumálaSiðmenntar

TRÚ OG SAMKYNHNEIGÐLeikmannaskóli þjóðkirkjunnarVerkefnisstjóri: Séra Jón HelgiÞórarinsson

52

Page 55: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

SÁLMAR Í 1000 ÁR. Kirkjuhúsið og Skálholtsútgáfan. Verkefnisstjóri: Edda Möller.NIKULÁSARTÍÐIR. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Verkefnisstjóri: Sverrir Tómasson.HEILAGRA MANNA SÖGUR. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands. Verkefnisstjóri: Sverrir Tómasson.HARALDUR NÍELSSON PRÓFESSOR. ÆVI OG STARF. Pétur Pétursson.TRÚARSIÐIR Á 20. ÖLD. Þjóðminjasafn Íslands — Þjóðháttadeild. Verkefnisstjóri: Hallgerður Gísladóttir.„GUÐI TREYSTI ÉG“ — RANNSÓKN Á TRÚARHUGMYNDUM ÍSLENSKRA KVENNA Á FYRRI HLUTA 19. ALDAR. Karitas Kristjánsdóttir.TRÚ OG TÖFRAR. Strandagaldur ses. Verkefnisstjóri: Jón Jónsson.ÍSMÚS — ÍSLENSK MÚSÍK. Músík og saga ehf. Verkefnisstjóri: Bjarki Sveinbjörnsson.TRÚ OG KVIKMYNDIR. Deus ex cinema. Verkefnisstjóri: Gunnlaugur A. Jónsson.TRÚHNEIGÐ OG TRÚRÆKNI UNGRA ÍSLENDINGA. Rannsóknir og greining ehf. Verkefnisstjórar: Þóroddur Bjarnason og Inga Dóra Sigfúsdóttir.KIRKJUNETIÐ. Vindós ehf. Verkefnisstjóri: Hannes Björnsson.LÍFSLEIKNI Í LEIKSKÓLA — KENNSLULEIÐBEININGAR. Hanna Berglind Jónsdóttir.LÍFSGILDI OG LÍFSLEIKNI. Giljaskóli. Verkefnisstjóri: Jón Baldvin Hannesson.TRÚARLÍF Í LEIKSKÓLUM. Kristín Dýrfjörð.

ARISTÓTELES OG ÍSLENSKA LÍFSLEIKNIN. Kristján Kristjánsson.TILVIST, TRÚ OG TILGANGUR. Sigurjón Árni Eyjólfsson.NÝJU SUNNUDAGASKÓLALÖGIN. Hafdís Huld Þrastardóttir.PRÓVENTA Í KLAUSTRUM. Jón Ólafur Ísberg.AÐ EFLA SIÐFERÐILEGT SJÁLFRÆÐI. Réttarholtsskóli. Verkefnisstjóri: Jóhann Björnsson.ORGEL Í ÁRNESPRÓFASTSDÆMI. Bjarki Sveinbjörnsson.UNGT FÓLK Í HJÁLPARSTARFI — GERÐ FRÆÐSLUEFNIS. Samstarfshópur um starf fyrir ungt fólk í hjálparstarfi. Verkefnisstjóri: Dagný Halla Tómasdóttir.„AFMÝTÓLÓGISERING“ BIBLÍUNNAR? UM NOTKUN OG HLUTVERK GOÐSAGNA OG GOÐSÖGULEGRA „MÓTÍFA“ Í BIBLÍULEGU SAMHENGI. Jón Ásgeir Sigurvinsson.TRÚARSKOÐANIR GRÍMS THOMSENS. Gylfi Gunnlaugsson.EINTAL SÁLARINNAR VIÐ SJÁLFA SIG EFTIR MARTIN MOLLER. Guðfræðistofnun Háskóla Íslands. Verkefnisstjóri: Einar Sigurbjörnsson.LAUFÁS — KIRKJUR. Hið íslenska bókmenntafélag. Verkefnisstjóri: Gunnar Harðarson.FERMING Í FJÓRAR ALDIR. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín.GILDISMAT OG VELFERÐ BARNA Í NEYSLUSAMFÉLAGI NÚTÍMANS. Siðfræðistofnun. Verkefnisstjóri: Vilhjálmur Árnason.HVAÐ ER ÞÁ MAÐURINN? Hannes Björnsson.STÚDENTAR HEIÐRA MINNINGU FJÖLNISMANNA. Kristilegt stúdentafélag. Verkefnisstjóri: Guðni Már Harðarson.RÁÐSTEFNA UM HALLGRÍM PÉTURSSON OG SAMTÍÐ HANS. Margrét Eggertsdóttir.KRISTUR, KIRKJA OG KVIKMYNDIR. Neskirkja. Verkefnisstjóri: Sigurður Árni Þórðarson.HVAÐ ÞURFUM VIÐ AÐ VITA UM ÍSLAM? Verkefnisstjóri: Magnús Þorkell Bernharðsson.FORMÁLAR LÚTHERS Að BIBLÍUNNI. Hið íslenska bókmenntafélag. Verkefnisstjóri: Árni Svanur Daníelsson.ÁHRIF BYGGINGARLAGS ÍSLENSKU DÓMKIRKNANNA Á AÐRAR KIRKJUR Í LANDINU Á FYRRI ÖLDUM. Guðrún Harðardóttir.KLASSÍSKIR UNGLINGAR. Neskirkja. Verkefnisstjóri: Örn Bárður Jónsson.TÓNTEGUNDABREYTINGAR Í GÖMLUM SÁLMALÖGUM. RANNSÓKN Á SÁLMABÓKARHANDRITI FRÁ UM 1600 (Lbs 524 4to). Ingibjörg Eyþórsdóttir.TENNISSPAÐARNIR. Gagnvirkni sf. Verkefnisstjóri: Sigurður Ingi Ásgeirsson.MENNINGARSETRIÐ AÐ ÚTSKÁLUM. Menningarsetrið að Útskálum ehf. Verkefnisstjóri: María Hauksdóttir.

ÖNNUR VERKEFNISTYRKT AFKRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐIÁ ÁRUNUM 2001–2004

NÝ VERKEFNISEM HLUTU STYRKÁRIÐ 2005

53

Page 56: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Adrenalín gegn rasisma

Að efla siðferðilegt sjálfræði

Að rækta lífsgildi í lýðræðisþjóðfélagi

„Afmýtólógisering“ Biblíunnar? Um notkun og hlutverk

goðsagna og goðsögulegra „mótífa“ í biblíulegu samhengi

Altarisdúkar í íslenskum kirkjum

Andlegir skulu í lög setja

Aristóteles og íslenska lífsleiknin

Auðunarstofa á Hólum í Hjaltadal

Áhrif byggingarlags íslensku dómkirknanna á aðrar kirkjur

í landinu á fyrri öldum

Bannfæringar á Íslandi á síðmiðöldum

Biskupaleið yfir Ódáðahraun

Bókmenntafræðileg rannsókn á Jesaja 38,9–20

Bragfræði helgra kvæða og sálma 1550–1800

Brynjólfsmessa

Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Martin Moller

Erfiljóð frá 17. öld

Ferming í fjórar aldir

Félagsstarf á hjólum

Fjölmenningarlegt samfélag og trúarbrögð þess

Formálar Lúthers að Biblíunni

Fornir textar fá líf að nýju

Fræðsluefni fyrir börn í sumarbúðum

Fræðsluefni fyrir börn í sumarbúðum þjóðkirkjunnar

Gásir í Eyjafirði

Getur verið hjálplegt að tala um trúarfíkn?

Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi nútímans

Glíman — óháð tímarit um guðfræði og samfélag

Guðfræði og siðfræði nýrra miðla

„Guði treysti ég“ — rannsókn trúarhugmyndum íslenskra

kvenna á fyrri hluta 19. aldar

„Gömlu lögin“ við Passíusálma Hallgríms Péturssonar

Hallgrímur og fermingarbörnin í Vatnaskógi

Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir

Haraldur Níelsson prófessor – ævi og starf

Heilagra manna sögur

Heildarútgáfa á verkum Hallgríms Péturssonar

Helstu viðburðir mannsævinnar í trúarlegu ljósi

Hólar í Hjaltadal

Hvað er þá maðurinn?

Hvað þurfum við að vita um íslam?

Hvernig eru Evrópubúar? Fjölþjóðasamanburðarrannsókn

Hvers spyrja unglingar um trú?

Inngangsfræði og bókmenntasaga Gamla testamentisins

Íslensk biblíuguðfræði — Rómverjabréfið í skýringum

íslenskra guðfræðinga

Íslensk miðaldaklaustur — margmiðlunardiskur

Íslensk myndlist fyrri alda

Íslensk þjóðlög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar

Íslenska teiknibókin í Árnasafni

Íslensk-niðurlensk samskipti fyrri alda á sviði kirkju og

kristni

Íslenskt kristniboð í Eþíópíu í 50 ár

Ísmús — íslensk músík

Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000–1550

Jóhannítar á Íslandi?

Katla gamla

Kirkja og skóli á 20. öld

Kirkjugangan og kirkjur í Múlaprófastsdæmi

Kirkjumiðstöðin Reykholt

Kirkjunetið

Kirkjur Íslands

Kirkjur og dýrlingar á Íslandi á miðöldum

Kirkjutónlist á Íslandi

Kirkjuþing ungs fólks 2005

Klassískir unglingar

KMS-unglingastarf

Konur og kaþólsk kirkja á Íslandi 1200–1500

Krakkar í kirkju

Kristin trú og kvennahreyfingar

Kristin trú og veruleiki fermingarbarna

Kristinréttur Árna Þorlákssonar biskups

Kristni á Íslandi — gagnvirkt fræðsluforrit

Kristur, kirkja og kvikmyndir

Kuml og samfélag

Laufás — kirkjur

Líf og dýrkun Guðmundar Arasonar „góða“ (1161–1237)

Lífsgildi og lífsleikni

Lífsleikni í leikskóla

Lífsleikni í leikskóla — kennsluleiðbeiningar

Lífsleikni þjóðkirkjunnar í framhaldsskólum

Lífsviðhorf og gildismat unglinga

Líkfylgd Jóns Arasonar

Lýsir – myndlist í íslenskum handritum

Margmiðlunardiskur um myndlistar- og tónlistararf

Íslendinga

Merkisdagar — heimildamynd

Menningarsetrið að Útskálum

Miðlun reynsluarfsins

SKRÁ YFIR VERKEFNI

54

47

53

47

53

32

38

53

33

53

21

29

41

37

27

53

36

53

49

46

53

36

49

51

14

51

53

46

50

53

37

51

22

53

53

43

51

15

53

53

46

48

41

41

31

34

26

35

25

23

53

29

25

52

23

31

20

53

32

33

31

51

53

48

24

51

23

50

41

31

53

16

53

20

53

49

53

48

52

25

38

35

50

53

50

Page 57: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Námsefni vegna borgaralegrar fermingar

Námskeið fyrir unga leiðtoga þjóðkirkjunnar

Nikulásartíðir

Nýju sunnudagaskólalögin

Nýtt aðgengi að skjalasöfnum kirkjunnar

Orgel í Árnesprófastsdæmi

Óðurinn til formæðranna

Óratórían Cecilía

Paradísarmissir Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar

Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar

Próventa í klaustrum

Rannsókn kirkjunnar í Reykholti

Rannsókn og útgáfa Makkabeabóka í handriti úr safni

Breska biblíufélagsins

Ráðstefna um Hallgrím Pétursson og samtíð hans

Rekstur staðar í Reykholti

Réttlæti og ást

Rústir nunnuklaustursins á Kirkjubæ

Saga biskupsstólanna

Saga Hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi

Saga KFUM og KFUK í Reykjavík 1908–1918

Saga klausturs í Kirkjubæ

Saltari Odds Oddssonar

Samræður um rétt og rangt

Samræmt hjónanámskeið þjóðkirkjunnar

Sálmar í 1000 ár

Sé eg eld yfir þér

Séra Matthías Jochumsson

Siðanefnd starfsstétta — siðanefnd Blaðamannafélags

Íslands

Siðfræði og samtími

Siðfræðivefur

Siðskiptamaðurinn Einar í Eydölum

Skálholt — höfuðstaður Íslands í 700 ár

Skálholtsdiskar

Skriðuklaustur — heimili helgra manna

Sköpunartexti og sköpunartrú

Staða kennslu kristinna fræða og trúarbragðafræða í

grunnskólum

Staðurinn Laufás

Stúdentar heiðra minningu Fjölnismanna

Suðurganga Nikulásar og pílagrímaferðir Íslendinga

Syng mín sál með glaðværð góðri

Söngarfur þjóðar

Tennisspaðarnir

Tilvist, trú og tilgangur

Tóntegundabreytingar í gömlum sálmalögum. Rannsókn

á sálmabókarhandriti frá um 1600 (Lbs 524 4to)

Trú og kvikmyndir

Trú og samkynhneigð

Trú og töfrar

Trúarhreyfingar á Íslandi eftir síðari heimsstyrjöld

Trúarlíf í leikskólum

Trúarlíf Íslendinga

Trúarsiðir á 20. öld

Trúarskoðanir Gríms Thomsens

Trúfrelsi, þjóðkirkja, samband ríkis og kirkju 1874–1997

Trúhneigð og trúrækni ungra Íslendinga

Um ánauð viljans eftir Martein Lúther

Ungt fólk í hjálparstarfi — gerð fræðsluefnis

Uppgröftur í Keldudal

Upplýsing og rómantík í ljósi eldri trúararfs

Uppteiknað, sungið, sagt og téð

Vefur um sögu kristninnar á Íslandi

Vefurinn gardur.is

Vídalínspostilla, íslensk alþýðutrú og óútgefnar

biblíuþýðingar

Vísitasíubækur Brynjólfs biskups Sveinssonar

Þátttaka fólks með þroskahömlun í kristnu trúarlífi

Þingvellir og þinghald til forna

Þorlákstíðir

Þórbergur Þórðarson — trúarviðhorf og deilur um

kristindóminn

Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld

55

52

49

53

53

30

53

24

28

40

38

53

13

37

53

20

47

12

20

21

22

21

37

48

50

53

27

26

46

46

47

36

12

28

13

40

51

33

53

24

27

26

53

53

53

53

52

53

22

53

48

53

53

47

53

38

53

16

23

28

34

30

41

36

47

14

27

21

38

Page 58: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn
Page 59: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

Umsjón sýningarGuðmundur Ólafsson fagstjóri fornleifa á Þjóðminjasafni ÍslandsKaren Þóra Sigurkarlsdóttir listgripaforvörður á Þjóðminjasafni ÍslandsGraham Edward Langford forngripaforvörður á Þjóðminjasafni Íslands

Stjórn KristnihátíðarsjóðsAnna Soffía Hauksdóttir prófessor, formaðurAnna Agnarsdóttir prófessorÞorsteinn Gunnarsson rektor

Verkefnisstjórn á sviði menningar- og trúararfsGuðmundur Heiðar Frímannsson prófessor, formaðurGuðmundur K. Magnússon prófessorSéra Lára G. Oddsdóttir

Verkefnisstjórn á sviði fornleifaGuðmundur Hálfdanarson prófessor, formaðurÁrný E. Sveinbjörnsdóttir vísindamaður á Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsHjalti Hugason prófessor

Grafísk hönnun ÁmundiPrófarkalestur Málvísindastofnun Háskóla Íslands

Page 60: HIN FORNA FRAMTÍÐ...ristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Sjóðurinn

HIN FORNA FRAMTÍÐVerkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005

FORSÆTISRÁÐUNEYTI