bs ritgerð í viðskiptafræði - skemman.isžú þarft að geta tekið... · aldamótin 1900 en...

42
BS ritgerð í viðskiptafræði „Þú þarft að geta tekið þessar beygjur og sveigjur.“ Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag Bjarni Bent Ásgeirsson Leiðbeinandi: Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor Júní 2018

Upload: others

Post on 23-Sep-2019

17 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

BS ritgerð í viðskiptafræði

„Þú þarft að geta tekið þessar beygjur og sveigjur.“

Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag

Bjarni Bent Ásgeirsson

Leiðbeinandi: Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor

Júní 2018

„Þú þarft að geta tekið þessar beygjur og sveigjur.“

Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag

Bjarni Bent Ásgeirsson

Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2018

3

„Þú þarft að geta tekið þessar beygjur og sveigjur.“

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BS prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

© 2018 Bjarni Bent Ásgeirsson

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2018

4

Formáli

Þessi ritgerð er 12 eininga lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Ég vil þakka leiðbeinanda mínum kærlega fyrir aðstoðina, góða leiðsögn og fyrir að svara

skjótt þeim ótal spurningum sem ég hafði varðandi ritgerðina. Viðmælendum mínum vil

ég þakka fyrir að gefa af tíma sínum og fyrir þann einlæga áhuga sem þeir sýndu

verkefninu. Einnig vil ég þakka kærustunni minni Hafdísi Tinnu Pétursdóttur fyrir allan

þann stuðning, hvatningu, þolinmæði og styrk sem hún veitti mér á meðan skrifum stóð.

Síðast en ekki síst vil ég þakka móður minni, Kristínu Hreinsdóttur, kærlega fyrir alla

aðstoðina.

5

Útdráttur

Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað á síðastliðnum árum og eru þær þegar farnar að

hafa áhrif á vinnumarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Lítið hefur verið skrifað á

íslensku um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á vinnumarkaðinn. Megin markmið

rannsóknarinnar var að skoða hver áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar verða á vinnumarkað

og samfélagið á Íslandi í náinni framtíð. Tekið var mið af sögu fyrri iðnbyltinga,

fræðigreina sem skrifaðar hafa verið um fjórðu iðnbyltinguna erlendis og hérlendis og

það svo tengt við niðurstöður rannsóknarinnar. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar

sem tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga á vinnumarkaðnum með fjölbreyttan

bakgrunn. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að töluverðar breytingar hafa orðið

á störfum fólks og að tækniframfarir munu að öllum líkindu hafa mikil áhrif á störf í

framtíðinni. Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfi stjórnenda til starfsmanna.

Einnig þurfa starfshættir og menntun í samfélaginu að aðlagast eða breytast. Búast má

við töluverðum samfélagsbreytingum í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar og mikilvægt að

huga strax að því hvernig hindra megi að auðurinn safnist enn frekar á hendur fárra og

að fátækt aukist í heiminum. Áhugavert er að sjá hversu fjölbreytt svör viðmælenda

voru. Viðmælendur komu víða við í vangaveltum um hvernig samfélagið verði í

framtíðinni og komu viðmælendur meðal annars inn á mikilvægi þess að innviðir væru

tilbúnir fyrir iðnbyltinguna.

6

Efnisyfirlit

Formáli ....................................................................................................................... 4

Útdráttur .................................................................................................................... 5

Efnisyfirlit ................................................................................................................... 6

Myndaskrá ................................................................................................................. 7

1 Inngangur ............................................................................................................. 8

2 Fræðilegt yfirlit um iðnbyltingar ........................................................................ 10

2.1 Samgöngur ................................................................................................. 11

2.2 Búseta ......................................................................................................... 11

2.3 Menntun ..................................................................................................... 12

2.4 Áhrif á vinnumarkað ................................................................................... 13

2.5 Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar .................................................................... 14

2.6 Áskoranir og tækifæri samfara fjórðu iðnbyltingunni ................................ 16

2.7 Helstu fyrirsjáanlegar breytingar ................................................................ 17

2.7.1 Róbótar ............................................................................................... 17

2.7.2 Gervigreind.......................................................................................... 17

2.7.3 Sjálfkeyrandi bílar................................................................................ 18

2.7.4 Internet hlutanna ................................................................................ 19

3 Aðferðafræði ..................................................................................................... 20

3.1 Gagnasöfnun og úrvinnsla gagna ............................................................... 20

3.2 Siðferðilega álitamál ................................................................................... 21

3.3 Viðtöl .......................................................................................................... 21

4 Niðurstöður........................................................................................................ 22

4.1 Breytingar í starfi og samfélagi undanfarin ár ............................................ 22

4.2 Hagnýting menntunar í starfi ..................................................................... 23

7

4.3 Þróun vinnumarkaðarins í framtíðinni ....................................................... 25

4.4 Þróun samfélagsins í framtíðinni ................................................................ 29

5 Umræður ........................................................................................................... 34

6 Lokaorð .............................................................................................................. 37

Heimildarskrá ........................................................................................................... 38

Viðauki 1 Viðtalsrammi ............................................................................................ 40

Myndaskrá

Mynd 1 (Ólafur A. Ragnarsson, 2018, 1) ........................................................................... 10

Mynd 2 (EEF, 2016,7) ........................................................................................................ 14

Mynd 3 (Ólafur A. Ragnarsson, 2018, 2) ........................................................................... 19

8

1 Inngangur

Markmiðið með þessari rannsókn er að bera saman skoðanir ólíkra aðila á vinnumarkaði

og helstu kenningar um hvaða áhrif fjórða iðnbyltingin muni mögulega hafa á íslenskan

vinnumarkað og samfélag.

Það hefur verið og er mikil og hröð þróun í tækni sem snýr að sjálfvirkni síðastliðin ár.

Sjálfkeyrandi bílar og sjálfvirkir róbótar hafa litið dagsins ljós og þróast hratt. Fyrri

iðnbyltingar hafa haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Má þar nefna vélvæðingu

verksmiðja, tilkomu gufuvélarinnar, færibönd í framleiðslu og einföldun starfa til að

hámarka afköst og svo mætti lengi telja. Áhugavert er að skoða áhrifin sem

iðnbyltingarnar hafa haft í för með sér varðandi fjölgun eða fækkun starfa í einstökum

atvinnugreinum. Fjórða iðnbyltingin vakti áhuga minn og mér finnst áhugavert að velta

fyrir mér hvernig vinnumarkaðurinn verður í náinni framtíð og hvaða áhrif þróunin er

þegar farin að hafa á Íslandi. Ég mun rýna í hvaða störf eru líkleg til að hverfa af

vinnumarkaði, hvaða áhrif fjórða iðnbyltingin getur haft á ólíka menntahópa og hvort

menntun á Íslandi sé að þróast nógu hratt og í rétta átt til að takast á við breytingar sem

verða á vinnumarkaði í náinni framtíð.

Það er ekki til mikið af rannsóknum á íslensku um þetta viðfangsefni þó hægt sé að

segja að við séum í miðri hringiðu breytinganna. Það gerir efnið enn þá áhugaverðara.

Fjórða iðnbyltingin er nú þegar farin að hafa áhrif hér á landi eins og annars staðar í

heiminum. Má þar nefna sjálfvirka búðarkassa, róbóta sem sjá um einfaldar

afstemmingar í bókhaldi, heimabanka, aðgangsstýringar með augnskönnum, sjálfvirkni

bíla o.fl.

Rannsóknin var eigindleg rannsókn sem fólst í því að taka viðtöl við einstaklinga í

ólíkum starfsstéttum með mismunandi langa og sérhæfða menntun að baki og ræða við

þá hvernig þeir sjá fyrir sér framtíðina í þeirra starfsstétt í tengslum við tækniþróunina í

fjórðu iðnbyltingunni. Fyrir valinu urðu prentari, viðskiptafræðingur, ökukennari og

vörubílstjóri, mannauðsstjóri og fulltrúi stéttafélags. Rannsóknarspurningin er: Hver

verða áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag í náinni framtíð?

9

Spurningin var skoðuð út frá fjórum þemum: Breytingar í starfi og samfélagi,

hagnýting menntunar í starfi, þróun vinnumarkaðarins í framtíðinni og þróun

samfélagsins í framtíðinni.

10

2 Fræðilegt yfirlit um iðnbyltingar

Iðnbyltingar einkennast af framförum eða þróun í tækni, vísindum, landbúnaði o.fl.

Fyrsta iðnbyltingin hófst í Bretlandi og nokkru síðar í öðrum löndum Evrópu. Um 1800

varð mikil fólksfjölgun í

Bretlandi og einnig varð ör

þróun í landbúnaði og

tækni. Það hafði í för með

sér aukna framleiðni í

landbúnaði sem gat þá

mætt meiri eftirspurn í

kjölfar fólksfjölgunar og

flutningi fólks í þéttbýli. Vél- og verksmiðjuvæðing voru einkenni þessarar fyrstu

iðnbyltingar. Þessi þróun gerði mönnum kleift að auka framleiðslu, búa til ný störf sem

ýtti undir samfélagsbreytingar og það að fólk fluttist úr sveit í þéttbýli (Sverrir

Jakobsson, 2005). Tímabilið frá seinni hluta 19. aldar fram að fyrri heimstyrjöld, sem

hófst árið 1914, er skilgreint sem önnur iðnbyltingin. Sá tími einkenndist af því að

margar og merkilegar uppfinningar komu fram á sjónarsviðið sem áttu eftir að hafa mikil

áhrif á samfélagið í heild. Var það fyrir tilstilli manna eins og Thomas Alva Edison, Nikola

Tesla, Alexander Graham Bell o.fl. Margar uppfinningarnar voru byggðar á tilkomu

rafmagns, eins og t.d. ljósaperan sem leysti af hólmi olíulampa og aðra úrelta kosti til

lýsingar. Aðrar stórar uppfinningar þessa tímabils voru m.a. ljósmyndir, kvikmyndir,

síminn og útvarpið, svo eitthvað sé nefnt. Í kjölfarið komu svo olían, bílarnir og

fjöldaframleiðslan (Ólafur A. Ragnarsson, 2018). Tölvubyltingin hófst eftir seinni

heimsstyrjöldina með tilkomu tölvunnar og er hún nefnd þriðja iðnbyltingin.

Upplýsingatæknibyltingin hófst síðan um 1980 þegar tölvur urðu almenn neytendavara

og náðu mikilli útbreiðslu á skömmum tíma. Upplýsingatækni og önnur tengd tækni

hefur síðan þróast með stigvaxandi hraða.

Sú bylting sem við stöndum frammi fyrir í dag er ekki síðri en sú sem mannfólkið stóð

frammi fyrir um 1800. Mikill hraði þróunar í sjálfvirkni og gervigreind einkennir þessa

Mynd 1 (Ólafur A. Ragnarsson, 2018, 1)

11

fjórðu iðnbyltingu. Við sjáum fram á að mörg störf sem við þekkjum í dag muni breytast

og jafnvel hverfa. Talið er að byltingin muni hafa í för með sér nýja tækni og aðferðir

sem muni breyta framleiðsluvörum, ferlum og dreifingu í öllum þáttum iðnaðar.

Neytendur fara fram á sífellt hraðari og sjálfvirkari framleiðslu og afhendingu vara, sem

kallar á meiri sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrirtækja. Það kallar svo aftur á

aðlögun samfélagsins í heild að breyttum aðstæðum, en ekki síður á breytingar á

hugsunarhætti og stjórnunarháttum í fyrirtækjum með aukinni áherslu á nýsköpun (The

Manufacturers‘ Organisation [EEF], 2016). Hugtakið fjórða iðnbyltingin vísar til þeirra

tækniframfara sem hafa átt sér stað síðastliðin ár og þeirra framfara sem eru í vændum.

Sú tækni er aðallega gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bílar, Internet hlutanna

(Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðing og fleiri þættir. Þessar breytingar munu að

öllum líkindum hafa veruleg áhrif á líf okkar, bæði í einkalífi og atvinnu (Ólafur A.

Ragnarsson, 2018).

Það er áhugavert að skoða þau áhrif sem iðnbyltingar hafa á samfélög, hvað þær eiga

sameiginlegt og hvað er ólíkt. Fjallað er um helstu þættina í köflunum hér fyrir neðan.

2.1 Samgöngur

Eitt af þeim atriðum sem vert er að skoða er áhrif iðnbyltingar á fólksflutninga. Þegar

gufuvélin kom fram á sjónarsviðið og við fórum að nýta kol sem orkugjafa komu fram

lestir sem styttu tímann sem fór í ferðalög á milli staða og fluttu fleira fólk en áður hafði

þekkst. Næstur kom sprengihreyfillinn um árið 1900, en hann var knúinn af olíu og

bensíni. Þá bættust bílarnir við sem tæki til fólksflutninga. Flugvélin varð svo að

algengum ferðamáta á sama tíma og kjarnorka og náttúrugas komu fram á sjónarsviðið

og fyrstu tölvurnar og þjarkarnir litu dagsins ljós um árið 1960. Upp úr aldamótunum

2000 komu svo fram ný tækniundur eins og grænu orkugjafarnir vetni og metan. Upp úr

því fóru raf-, tvinn- og tengiltvinnbílar að verða almannaeign og ofur hraðlestir bættust í

almenningssamgönguflóruna (Prisecaru 2016).

2.2 Búseta

Fyrstu iðnbyltingarnar einkenndust af miklum flutningum úr sveit í bæ. Nú seinni ár,

eftir að þéttbýlismyndun er komin vel á veg hefur tekið við sívaxandi flutningur milli

þéttbýlisstaða frá minni stöðum til stærri staða, og einnig milli minni þéttbýlisstaða

12

innbyrðis. Í nútímanum er þessi þáttur flutninga oft orðinn umtalsvert meiri að umfangi

en flutningur úr sveit eða dreifbýli í bæ og borg. W. Zelinsky setti fram kenningu um

búferlaflutninga innan þjóðríkja sem rímar vel við aðstæður sem við sjáum nú í nágrenni

höfuðborgarsvæðisins og einkennist af því að fólk flyst milli þéttbýlissvæða eftir

aðstæðum hverju sinni. Gott dæmi um þetta er búseta í sveitarfélaginu Árborg. Í

aðdraganda efnahagshrunsins 2008 fjölgaði mjög í sveitarfélaginu, en þegar hrunið skall

á fækkaði aftur. Seinni part ársins 2017 fjölgaði hratt í sveitarfélaginu aftur og rímar það

við kenningu Zelinskys um slíka flutninga, sem skýra má með versnandi umhverfi á

höfuðborgarsvæðinu, s.s. hækkandi húsnæðisverði, aukinni umferð, aukinni glæpatíðni,

takmarkandi skilyrðum til barnauppeldis, auk þess sem nýsköpun atvinnulífs hefur aukist

utan höfuðborgarsvæðisins m.a. með tilkomu ferðamannaiðnaðarins (Stefán Ólafsson,

1997; Sveitarfélagið Árborg, e.d.). Samkvæmt kenningu Zelinskys munu þéttbýliskjarnar

í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, þar sem þegar eru fyrir hendi aðstæður sem fólk gerir

kröfur um í dag svo sem aðgengi að verslun, afþreyingu o.fl., halda áfram að stækka í

náinni framtíð. Tæknibyltingunni fylgir einnig aukið aðgengi að afþreyingu sem er ekki

staðbundin og getur það haft sín áhrif líka.

2.3 Menntun

En hvaða áhrif mun fjórða iðnbyltingin hafa á menntun? Kröfur um menntun haldast í

hendur við breytingar á vinnumarkaði í tengslum við iðnbyltingarnar. Sem dæmi má

nefna að um 1880 voru sett lög í Bretlandi sem skylduðu börn til mætingar í skóla upp

að 10 ára aldri og 1902 voru sett lög um skólakerfi fyrir eldri börn. Sagnfræðingar telja

að þessar breytingar á skólakerfinu hafi orðið vegna þrýstings frá almenningi um aukna

menntun og vernd barna sem unnu langa og erfiða vinnudaga í verksmiðjum. Þá telja

sagnfræðingar að raunverulegur vilji hafi orðið til hjá stjórnvöldum í Bretlandi til að

mennta fólk svo það gæti unnið arðsamari störf fyrir samfélagið (BBC, e.d.).

Sambærilegar breytingar urðu á Íslandi árið 1907, en þá var skólaskylda sett í lög

(Snjáfjallasetur, e.d.). Segja má að iðnbyltingin á Íslandi hafi hafist skömmu fyrir

aldamótin 1900 en á þeim tíma var Ísland að breytast úr sveitasamfélagi í

borgarsamfélag. Árið 1867 var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík stofnað, en það félag

stofnaði til skólahalds fyrir iðnnema árið 1873. Kennsla hófst í Iðnskólanum í Reykjavík

1904. Undanfarin ár hefur háskólamenntun vaxið fiskur um hrygg á Íslandi og

13

háskólamenntuðu fólki með fjölbreytta menntun hefur fjölgað mikið. Samkvæmt tölum

Hagstofunnar voru háskólamenntaðir landsmenn á aldrinum 25-64 ára 27,7% árið 2003

en 2016 voru þeir komnir í 40% landsmanna (Hagstofa Íslands, e.d.).

En eru menntakerfin okkar að þróast í rétta átt til að takast á við fjórðu

iðnbyltinguna? Mikil aukning á tækni mun verða afleiðing fjórðu iðnbyltingarinnar, en

framboð á hæfni mun skilgreina getu okkar til að manna þessi tæknivæddu störf. Mikill

hraði breytinga krefst meira framboðs fólks með sérhæfða tæknimenntun og nýja gerð

stjórnunarhæfni en við höfum áður upplifað (EEF, 2016). Í grein sinni „The Fourth

Industrial Revolution: What it Means, How to Respond“ spáir Klaus Schwab því að flest

störf í framtíðinni verði annað hvort ósérhæfð eða mjög sérhæfð. Af því má draga þá

ályktun að milli-sérhæfðum störfum fækki og millistéttin minnki.

2.4 Áhrif á vinnumarkað

Hugtakið vinnumarkaður vísar til markaða þar sem vinnuafl gengur kaupum og sölum í

formi launa sem atvinnurekendur greiða launþegum og í formi krafta sem launþegi veitir

vinnuveitenda sínum. Lögmálið um framboð og eftirspurn á við um þennan markað eins

og aðra markaði en það mótast að miklu leyti af efnahagsástandinu, þó svo að

áhrifaþættirnir séu fleiri. Vinnumarkaðurinn stjórnast af flóknu samspili hefða, löggjafar

eins og vinnulöggjafar sem segir til um hversu mikið má vinna og hvernig hátta skuli

orlofi, lágmarkslaunum, uppsagnarfresti, veikindum og þess háttar. Vinnumarkaðir eru

einnig mismunandi eftir löndum þar sem afskipti og áherslur stjórnvalda eru

mismunandi (Ingi Rúnar Eðvarðsson, 1997).

Hægt er að aðgreina vinnumarkaði eftir ýmsum sérkennum, t.d. landsvæði. Þá

aðgreinist vinnumarkaðurinn á Íslandi í höfuðborgarsvæðið annars vegar og

landsbyggðina hins vegar. Einnig eru þeir mismunandi eftir starfsgreinum.

Vinnumarkaður iðnmenntaðra er ekki sami vinnumarkaður og þeirra sem eru

háskólagengnir. Það er hægt að kafa dýpra í sundurliðun vinnumarkaða og skipta í ytri

og innri vinnumarkað. Ytri vinnumarkaður er þegar að fólk leitar að nýjum störfum á

milli fyrirtækja, þ.e. ekki hjá því fyrirtæki sem það starfar hjá í dag. Innri vinnumarkaður

er þegar að fólk leitast eftir að komast hærra í metorðastiganum eða breyta til innan

þess fyrirtækis sem það starfar hjá (Ingi Rúnar Eðvarðsson, 1997). Ég ætla að leitast við

14

að svara spurningunni um hvernig fjórða iðnbyltingin mun hafa áhrif á ólíka hópa á

íslenska vinnumarkaðinum.

Á 6. áratugnum þegar fræðimenn ályktuðu að iðnaður þróaðist fyrir tilstilli tæknilegra

framfara skoðaði Robert Blauner fjórar greinar iðnaðar í Bandaríkjunum sem hann taldi

að endurspegluðu mismunandi þróun á braut tæknivæðingar. Hann skoðaði prentiðn

sem flokkaðist sem handverk, textíliðnað sem var þá einföld vélavinna, bílaiðnaðinn sem

var færibandavinna og efnaiðnaðinn sem var talinn sjálfvirkur. Blauner talar um að

prentun fyrir vélvæðingu hafi verið margbrotið starf, með takmarkaðri verkaskiptingu og

lítilli stöðlun. Starfið hafi því krafist víðtækrar menntunar og færni af hálfu

handverksmannanna (Ingi R. Eðvarðsson, 1992). Mikil breyting hefur átt sér stað á starfi

prentara, ekki hvað síst á liðnum árum, vegna mikilla tækniframfara í greininni.

2.5 Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar

Fjórða iðnbyltingin snýst að miklu leyti um

tengingu gagna. Raunkerfi tengjast ofur-

netkerfum (Cyber networks) í eitt heildar-

kerfi sem vinnur saman til að tryggja flæði

upplýsinga í rauntíma. Gögnum er safnað og

breytt í upplýsingar og innsýn í

neytendahegðun og getur nýst fyrirtækjum

og framleiðendum samstundis. Þrír megin-

þættir skipta máli í þessari umbreytingu:

➢ Iðnaðar-internet hlutanna (IIoT Industrial Internet of Things) - vélar og tækni safna, deila og bregðast við gögnum sín á milli.

➢ Stórtæk söfnun og vinnsla gagna (Big Data) – söfnun gagna um alla skapaða hluti og rauntímagreining véla og kerfa á þeim.

➢ Öruggir og áreiðanlegir stafrænir innviðir sem aðlaga sig hratt til að ná að tengja þessar upplýsingar.

Söfnun slíkra gagna gerir fyrirtækjum kleift að skilja hvað er raunverulega að gerast,

hvernig varan er notuð og hvernig framleiðsluferlar eru. Söfnun gagna og greining á sér

stað í rauntíma sem gerir það að verkum að hægt er að bregðast samstundis við og

Mynd 2 (EEF, 2016,7)

15

hámarka þannig framleiðslu. Skýið er ein aðal forsenda fjórðu iðnbyltingarinnar, en það

gerir fyrirtækjum kleift að vinna á sveigjanlegri, skalaðri og hagkvæmari hátt og gerir

samtengingu tækni fjórðu iðnbyltingarinnar og núverandi kerfa og vinnuferla auðveldari

(EEF, 2016).

Fræðimenn eru sammála um að fjórða iðnbyltingin muni hafa umtalsverð áhrif á störf

fólks. Störfum í sumum starfsgreinum muni fækka, sum muni einfaldlega hverfa og

önnur taka miklum breytingum. Einföldum störfum við framleiðslu, ýmis konar störfum

við umönnun, störfum sem tengjast innslætti á gögnum og símsvörun mun að öllum

líkindum fækka, þau breytast eða hverfa. Það að taka upp stórtæka söfnun og vinnslu

gagna í stað ferla sem unnir eru í höndunum í dag muni að öllum líkindum gera ákveðin

störf óþörf, en einnig skapa nýjar gerðir af störfum og tækifærum sem ekki eru til staðar

í dag. Einnig er vert að minnast á öryggisgæslu og eftirlit sem hægt er að sinna rafrænt.

Störf við ráðgjöf muni breytast að miklu leyti með tilkomu forrita sem geta gefið betri

svör eins og t.d. fjármálaráðgjöf, tryggingaráðgjöf og jafnvel sjúkdómsgreiningar. Margt

sem að við gerum í dag hefur færst yfir í öpp, forrit eða vefsíður. Sífellt fleiri kaupa og

selja vörur í gegnum internetið, tónlist og kvikmyndum er streymt í gegnum

upplýsingaveitur eins og Netflix og Spotify. Stærsti hluti bókana á hótelherbergjum,

bílaleigubílum og flugförum fer fram í gegnum bókunarvélar á vefsíðum eins og t.d.

Airbnb og Booking.com og eru samskipti við leigubíla orðin sjálfvirk erlendis í gegnum

forrit eins og Uber (Ólafur A. Ragnarsson, 2018).

Eftir fyrstu tvær iðnbyltingarnar urðu heimsstyrjaldir. Yves Smith telur að við eigum

að vara okkur á að gera ekki sömu mistökin aftur og aftur, en hún tengir það sem hún

kallar fimm stoðir stöðugs samfélags: Mat, öryggi, heilsu, velferð og þekkingu, við

heimsstyrjaldirnar. Hún segir að á milli iðnbyltinganna sé breytingartími og í lok hvers

breytingatímabils sé velferðarstoðinni ógnað með miklu atvinnuleysi, sem sé

meginorsök heimsstyrjaldanna. Hún varar við að stoðir samfélagsins séu í hættu, þar

sem mannkynið horfir nú fram á yfirvofandi matarskort, ýmis heilbrigðis- og

öryggisvandamál og mikla aukningu atvinnuleysis. Fall velferðarstoðarinnar muni líklega

leiða til nýrrar iðnbyltingar, þ.e. þeirrar fjórðu. Spurningin er því hvort þær tæknilegu

framfarir og mikla framlegðaraukning sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér eigi

eftir að auka velmegun í samfélaginu, atvinnuleysi og/eða félagslegan ójöfnuð. Nú þegar

16

er mikil fátækt í heiminum og milljónamæringum fækkar en hver og einn verður ríkari

(Prisecaru 2016). Hagfræðingarnir Erik Brynjolfsson og Andrew McAfee hafa bent á að

byltingin gæti leitt af sér meiri ójöfnuð, sérstaklega hvað varðar uppstokkun á

vinnumarkaði. Þegar sjálfvirkni kemur í stað vinnuafls í hagkerfinu öllu getur útskipting

vinnuafls fyrir vélar aukið bilið milli fjármagnseigenda og vinnuafls. Þeir benda þó á að

það sé einnig mögulegt að útskipting vinnuafls fyrir tækni geti skilað sér í heildarfjölgun

öruggra og gefandi starfa. Ómögulegt er þó að segja á þessari stundu hvort sé líklegra til

að gerast og sagan segir okkur að niðurstaðan verði líklega eitthvert sambland af

þessum tveimur. Það er þó líklegt að í framtíðinni verði hæfni lykilþáttur í framleiðslu.

Það gæti orðið til þess að meiri munur yrði á vinnumarkaði á milli þeirra sem hafa litla

sérhæfingu og fá lág laun og þeirra sem hafa mikla sérhæfingu og há laun, sem gæti leitt

til aukins titrings á milli stétta. Aukin eftirspurn eftir öfgunum, þ.e. þeim sem eru

ósérhæfðir og þeim sem eru mjög sérhæfðir setur stöðu millistéttarinnar í uppnám,

stéttar sem varð í raun og veru til fyrir tilstilli fyrri iðnbyltinga. Meira en þrjátíu prósent

íbúa alheimsins nota nú samfélagsmiðla til að tengjast, læra og deila upplýsingum. Í

hinum fullkomna heimi myndu þessi samskipti veita tækifæri fyrir þvermenningarlegan

skilning og samheldni. Ekki má þó gleyma því að þau geta einnig skapað og ýtt undir

óraunhæfar væntingar um mælikvarða á velgengni fyrir einstaklinga eða hópa auk þess

að auðvelda öfgahugmyndum og -hugmyndafræði að breiðast út. (Schwab, 2015).

2.6 Áskoranir og tækifæri samfara fjórðu iðnbyltingunni

Eins og aðrar iðnbyltingar á undan þessari felur fjórða iðnbyltingin í sér möguleika til að

auka velmegun og lífsgæði jarðarbúa. Neytendum sem hafa efni og aðgang að tækni er

nú kleift að nýta sér hinn stafræna heim. Tækninýjungar hafa fært neytendum heim

nýjar vörur og þjónustu sem auka árangur og þægindi í einkalífinu, t.d. að horfa á

kvikmyndir, hlusta á tónlist, panta leigubíl, bóka flug og hótel o.fl. Allt þetta er hægt að

gera úr stofunni heima þegar hverjum og einum hentar (Schwab, 2015).

Samkvæmt framtíðarspám sem komu fram á World Economic Forum 2016 munu

tæknilegar framfarir einnig leiða til kraftaverka í framboði á vörum og þjónustu sem

mun hafa langvarandi áhrif á árangur og framleiðni. Kostnaður við fólksflutninga og

samskipti mun lækka, vöruflutningar og alþjóðlegar birgðakeðjur verða árangursríkari og

kostnaður við verslun mun minnka. Allt þetta mun opna nýja markaði og auka hagvöxt.

17

2.7 Helstu fyrirsjáanlegar breytingar

2.7.1 Róbótar

Róbótar eða þjarkar hafa verið í þróun í fjölda ára en undanfarin ár hefur þróun þeirra

fleygt fram og þeir orðið viðráðanlegri í verði. Sem dæmi um þetta má nefna sjálfvirka

ryksuguþjarka sem til eru á mörgum heimilum. Margs konar aðrir þjarkar hafa verið

þróaðir til að sinna ýmsum verkefnum eins og t.d. afgreiðslustörfum, öryggiseftirliti,

aðstoð í verksmiðjuframleiðslu o.fl. Dæmi eru um þjarka sem annast flóknari verkefni.

Einn slíkur er CyberKnife sem notar leysigeisla til að fjarlægja æxli, þ.á.m. æxli í mænu,

aðgerð sem krefst mikillar nákvæmni og erfitt er fyrir færustu mennska skurðlækna að

framkvæma. Grundvöllurinn fyrir framþróun þessara þjarka er þróun gervigreindar

(Hrafn Þ, Þórisson, 2006). Áður fyrr voru þjarkar notaðir til að vinna ákveðin og sérhæfð

verk. Þjarkar nútímans skynja hins vegar umhverfi sitt og geta brugðist við áreiti. Þeir

hafa sjón og geta borið kennsl á hluti og þeir hafa heyrn og því er hægt að tala við þá.

Þeir geta verið fastir eða færanlegir. Skemmtilegt dæmi um færanlegan þjark er

Fjærveran sem notuð er við kennslu og nám í Háskólanum á Akureyri og gerir

nemendum og kennurum kleift að taka þátt í kennslustund þó þau séu ekki í raun á

staðnum (Birna Pétursdóttir og Edda S. Pálsdóttir 2018).

2.7.2 Gervigreind

Þegar talað er um gervigreind í dag er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið

umhverfi sitt og tekið svo sínar eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur.

Gervigreind skiptist að grunni til í tvo nátengda hluta. Annars vegar er gervigreind sem

samsvarar rökrænni hugsun. Sú fræðigrein snýst um hvernig best er að geyma þekkingu

í tölvum þannig að þær geti notað þekkinguna til að leysa verkefni, taka ákvarðanir og

byggja ofan á þekkingu. Markmiðið er að tölvur geti notað sömu aðferðirnar fyrir

mismunandi verkefni og aðstæður. Grunnhugmyndin er sú að upplýsingar eru geymdar

á stöðluðu formi og reglur eru gefnar um hvernig tölvan geti notað upplýsingarnar til að

komast að nýjum niðurstöðum. Til að leysa verkefnið leitar tölvan leiða til að nota

upplýsingarnar ásamt reglunum um samtengingu þeirra til að finna lausn á verkefninu.

Hins vegar snýst málið um hvernig tölva skynjar umhverfi sitt, þ.m.t. mannfólk, og getur

bætt þannig við þekkingu sína. Þessum hluta er oft skipt í tvo þætti, tölvusjón, þar sem

markmiðið er að kenna tölvum að sjá hluti, afmarka þá og ákvarða hvað og hvar þeir

18

eru, og skilning á tungumálum, þar sem reynt er að gera tölvum kleift að skilja ritað eða

talað mál (Ari K. Jónsson, 2000).

2.7.3 Sjálfkeyrandi bílar

Sjálfkeyrandi bílar keyra án aðstoðar ökumanns eftir fyrir fram skilgreindri leið og nota

til þess gervigreind. Þeir notast við upplýsingar úr GPS tækni með hjálp myndavéla og

fjarlægðarskynjara. Meðal fjölmargra kosta sjálfkeyrandi bíla er að þeir geta aðstoðað

við að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem búa við fötlun af einhverju tagi og búa ekki í

alfaraleið. Sömu ástæður og gera þessu fólki ókleift að nota venjulega bíla hindra það í

að nota almenningssamgöngur. Fleiri kostir sjálfkeyrandi bíla eru t.d. að þeir keyra ekki

fullir. Þeir geta komið auga á eða fylgst með ökutækjum í mikilli umferð með meiri

nákvæmni en mennskur bílstjóri og geta brugðist hraðar við. Sjálfkeyrandi bílar verða

heldur ekki þreyttir og verða ekki fyrir utanaðkomandi truflunum, s.s. af snjallsímum í

formi skilaboða eða símtala (Lutin, Kornhauser og Lerner-Lam, 2013). Nokkrir ókostir

gætu verið að störfum við akstur gæti fækkað eða þau horfið hjá t.d. leigu-, vöru- og

rútubílstjórum og starfsmönnum við framleiðslu bíla. Enn eru óleyst mál varðandi

tryggingar ómannaðra ökutækja og önnur tengd tryggingamál, samdráttur gæti orðið á

tekjum ríkissjóðs vegna færri umferðalagabrota, fækkun bíleigenda, að ónefndri ógninni

sem fylgir netárásum á bíla. Árið 2015 var t.a.m. gerð netárás á mannaðan bíl þar sem

árásarmennirnir tóku yfir mælaborð bílsins, tóku yfir útvarp og miðstöð, settu af stað

rúðuþurrkur og rúðuvökva og trufluðu vélartölvu. Tekið skal fram að tilraunin var

skipulögð og gerð með vitund bílstjórans (Greenberg, 2015). Nýlegar fregnir af

dauðsföllum af völdum sjálfkeyrandi bíla samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins sýna okkur

að langt er enn í land með að þeir verði í almennri notkun (Ritstjórn, 2018). Augljós

kostur er að við erum farin að sjá nýja öryggistækni í bílum þar sem maður og vél vinna

saman, sbr. Toyota Safety Sense sem býður, ef marka má auglýsingu frá framleiðanda,

upp á fimm öryggiskerfi: árekstrarviðvörunarkerfi með greiningu gangandi vegfarenda,

akreinaskynjara, sjálfvirkt háljósakerfi, umferðaskiltaaðstoð og sjálfvirkan hraðastilli

(Toyota á Íslandi, e.d.).

19

2.7.4 Internet hlutanna

Internet hlutanna er notað um þegar

tengdir eru saman með neti ótal hlutir

sem geta sent og safnað gögnum. Þetta

geta verið hlutir sem við notum daglega

eins og snjallúr, símar, tölvur,

heimilistæki og bílar. Með tilkomu ör-

tölva, þ.e. örsmás tölvubúnaðar sem

jafnframt er það öflugur að hann ræður

við flóknar vinnslur, hefur verið hægt að

koma fyrir skynjurum í hvers kyns tæki

og búnað sem við nýtum í daglegu lífi. Dæmi um það er snjallsíminn sem inniheldur allt

að þrjátíu mismunandi skynjara sem greina staðsetningu, hraða, áttir o.fl. Þessar

örtölvur má setja á alls kyns hluti s.s. bíla, hús og staði sem nýtist til landbúnaðar og

vísindastarfa s.s. á kornökrum og kartöflugörðum, og afla upplýsinga um alls kyns hluti

og fyrirbæri í umhverfinu (Ólafur A. Ragnarsson, 2018).

Sérfræðingar telja að í framtíðinni muni allar raunvörur verða tengdar alltumlykjandi

samskiptainnviðum og skynjarar alls staðar muni gera fólki kleift að skilja umhverfi sitt til

fullnustu. Þetta muni hafi bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Dæmi um jákvæð áhrif gætu

verið aukin nýtni í notkun auðlinda, aukin framleiðni, bætt lífsgæði, jákvæð

umhverfisáhrif, lægri kostnaður við afhendingu vöru og þjónustu, tilurð nýrra

viðskiptatækifæra, m.a. í stafræna geiranum, á meðan neikvæð áhrif væru skortur á

einkalífi, fækkun starfa fyrir ósérhæft starfsfólk, öryggisógnanir, hærra flækjustig og

minni stjórn á umhverfinu (Schwab, 2016).

Mynd 3 (Ólafur A. Ragnarsson, 2018, 2)

20

3 Aðferðafræði

Við rannsókn þessa var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Í eigindlegum rann-

sóknum er lögð áhersla á að skoða upplifun og reynslu viðmælenda. Við val á aðferð

hentaði eigindleg rannsóknarferð best þar sem markmiðið var að fá innsýn í reynslu,

skoðanir og vangaveltur viðmælenda um hvað framtíðin ber í skauti sér. Eigindlegar

rannsóknir miðast gjarnan að því að öðlast skilning á reynslu fólks eins og hún birtist

þeim sem hafa öðlast reynsluna (Yin, 2009). Markmiðið var að kanna hvaða áhrif fjórða

iðnbyltingin muni hafa á störf þeirra í framtíðinni og hvaða samfélagsbreytingar aðrar

þeim þyki sennilegar. Rannsóknarspurningin er: Hver verða áhrif fjórðu

iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag í náinni framtíð?

Tekin voru hálfopin og hálfstöðluð viðtöl og var notast við viðtalsramma þar sem

föstum spurningum var fylgt, en viðmælanda var gefinn kostur á að velta frjálslega

vöngum um viðfangsefnið. Með því að taka djúpviðtöl við viðmælendur öðlaðist

rannsakandi dýpri og víðari skilning á skoðunum, reynslu og viðhorfum ólíkra aðila á

viðfangsefninu fjórðu iðnbyltingunni. Spurningarnar beindust bæði að starfi viðkomandi

og samfélagsbreytingum út frá tækniframförum samfara fjórðu iðnbyltingunni.

3.1 Gagnasöfnun og úrvinnsla gagna

Leitast var við að finna viðmælendur úr ólíkum starfsstéttum með mismunandi langa og

sérhæfða menntun að baki. Einnig var lögð áhersla á að viðmælendur væru á

mismunandi aldri og höfðu þeir því upplifað mismunandi hraða þróun á starfs- og

menntunarferli sínum. Spurt var m.a. um helstu nýjungar í fjórðu iðnbyltingunni, s.s.

gervigreind, þjarka og internet hlutanna. Einnig var rætt hvaða áhrif viðmælendur teldu

að breytingar á þessu sviði myndu hafa á samgöngur, búsetu, menntun og samfélag.

Viðmælendur voru valdir með hliðsjón af menntun, starfsgrein og aldri og reynt að

hafa úrtakið eins fjölbreytt hvað alla þessa þætti varðar og kostur var. Viðtöl fóru ýmist

fram á vinnustað eða heimili viðmælenda. Ýmist var bein viðtalsaðferð notuð, þar sem

rannsakandi ræddi við viðmælendur á staðnum eða í gegnum síma þar sem rannsóknin

var kynnt og útskýrð og viðmælendum sendur spurningalisti sem þeir fylltu út sjálfir.

Viðtöl tóku á bilinu 30-40 mínútur, voru hljóðrituð á síma og svo skrifuð orðrétt upp í

tölvu. Til að greina og túlka gögnin var notast við fyrirbærafræðilega aðferð. Í þeirri

21

aðferð eru notuð þrjú greiningarstig, lýsing, samþætting og túlkun. Á fyrsta stigi er

viðtalið tekið og afritun framkvæmd. Á þessu stigi er mikilvægt að rannsakandi leggi

skoðanir sínar til hliðar og láti þær ekki hafa áhrif á viðtöl. Á öðru stigi eru gögnin rýnd

og þemu koma fram. Þetta stig hjálpar manni að átta sig á því hvaða hlutar viðtals svara

rannsóknarspurningunni. Þriðja og síðasta stigið snýst svo um að draga saman þau

þemu sem fram komu, túlka og tengja við fræðilegt yfirlit (Yin, 2009).

3.2 Siðferðilega álitamál

Þegar eigindlegum aðferðafræðum er beitt þarf að upplýsa viðmælendur um tilgang

rannsóknar og að fyrir liggi upplýst samþykki frá þeim fyrir þátttöku þeirra. Þá ber að

leggja áherslu á að trúnaði við viðmælendur sé haldið og nafnleysis sé gætt (Yin, 2009). Í

upphafi samtals voru viðmælendur upplýstir um tilgang rannsóknarinnar svo þeim væri

fullljóst hvernig svör þeirra yrðu notuð. Einnig að lögð yrði áhersla á trúnað við

þátttakendur og nafnleynd. Þá var óskað eftir samþykki fyrir hljóðritun viðtala. Allir þeir

sem viðtöl voru tekin við gáfu samþykki sitt fúslega. Við gerð rannsóknarinn var farið

eftir siðareglum Háskóla Íslands.

3.3 Viðtöl

Í viðtölunum var rýnt í viðhorf ólíkra aðila sem hafa mismunandi innsýn í

vinnumarkaðinn og hafa ólíkra hagsmuna að gæta varðandi þróun og tilurð starfa á

Íslandi. Einstaklingarnir sem ég ræddi við hafa mismunandi langa og sérhæfða menntun

að baki og eru fulltrúar ólíkra starfsstétta. Rætt var við þá um hvernig þeir sjá fyrir sér

framtíðina í þeirra starfsstétt í tengslum við tækniþróunina fjórðu iðnbyltingarinnar.

Fyrir valinu urðu atvinnubílstjóri og ökukennari, prentari sem starfar í

menntunargeiranum og er með framhaldsmenntun á háskólastigi, viðskiptafræðingur

með BSc. gráðu sem starfar sem RPA (Robotic Process Automation) ráðgjafi,

mannauðsstjóri með tvær meistaragráður, framhaldsnám í tungumálum, MPA í

opinberri stjórnsýslu og kennslufræði, og ráðgjafa með MA gráðu í félagsfræði.

Viðmælendur eru á aldrinum 27-58 ára. Viðtalsramminn skiptist í þrjá hluta:

Bakgrunnsspurningar um viðmælanda, spurningar sem snúa að starfsgrein viðkomandi

og vangaveltur um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag. Til að gæta

trúnaðar og nafnleyndar var nöfnum og jafnvel kyni viðmælenda breytt. Notast var við

22

fimm algengustu karlmannsnöfnin á Íslandi samkvæmt Hagstofu Íslands, Jón, Sigurður,

Guðmundur, Gunnar og Ólafur.

4 Niðurstöður

Eftir greiningu viðtala stóðu fjögur þemu upp úr viðtölunum sem áhugavert var að skoða

nánar. Viðtöl gengu vel og margar áhugaverðar skoðanir voru viðraðar. Viðmælendur

voru allir opnir fyrir viðfangsefninu og þátttöku.

4.1 Breytingar í starfi og samfélagi undanfarin ár

Jón starfar við ráðgjöf hjá stéttarfélagi. Hann telur að ekki hafi verið miklar breytingar á

ráðgjafastarfinu síðustu ár. Helstu breytingar eru sjálfvirknivæðing umsóknarferils, þ.e.

umsóknir sendar inn gegnum heimasíðu á rafrænu formi í stað umsókna á pappírsformi.

Úrvinnslan er því mun skilvirkari en áður.

Sigurður starfar við stjórnun tengdri prenti og miðlun. Hann segir að það hafi verið

mikil breyting síðan hann hóf störf í prentiðnaði í kringum 1995. Þá var allt umbrot enn

mikil handavinna, langir spaltar (dálkar) prentaðir út ásamt myndum. Allt var svo límt á

form sem var myndaður á filmu. Sú filma var lýst á álplötu sem var síðan notuð til

prentunar. Nú á dögum er allt unnið í tölvu og prentað beint á plötu eða beint inn á

stafrænar prentvélar. Forvinnslugreinarnar, sem voru fimm, eru núna eitt fag, grafísk

miðlun. Því má segja að prentiðnaður hafi gengið í gegnum miklar breytingar á

undanförnum áratugum. Segja má að þessi iðnaður sé síkvikur og allur á stöðugri

hreyfingu. Hann telur að prentun muni að einhverju leyti minnka og að vandaðri hlutir

verði unnir. Rafbókasalan fór upphaflega hratt af stað með tilkomu snjalltækja en

hjaðnaði síðan aftur. Einhver merki eru um að þessi sala sé á uppleið aftur. Einnig eru

orðnar svo margar leiðir til miðlunar, skjár, mynd, hljóð og fleira. Kostur prentaðra bóka

er til dæmis að ekki þarf að hlaða bókina.

Guðmundur starfar sem mannauðsstjóri hjá opinberri stofnun. Hann segir að það hafi

orðið mikil breyting á starfi mannauðsstjóra undanfarin ár. Ein stærsta breytingin varð

þegar starf starfsmannastjóra varð starf mannauðsstjóra. Þá þróaðist starfið frá því

hugsa bara um ráðningar og launakjör í að huga að þróun mannauðs.

23

Þetta gerðist á sama tíma og farið var að hugsa um starfsfólk sem auðlind, þegar fólk fór að gera sér grein fyrir að það þyrfti að keppa um mannauðinn. Það kostar að skipta út starfsfólki, að þjálfa upp nýtt starfsfólk og það er alltaf einhver þekking sem hverfur þegar starfsmaður hættir. Það skiptir því máli að halda starfsfólki ánægðu.

Tæknivæðing hefur líka breytt starfinu nokkuð. Allar mælingar og utanumhald gagna

er orðið mikið auðveldara en það var með tilkomu nýs hugbúnaðar, ákveðin sjálfvirkni

eins og að fólk sæki um störf rafrænt og öflugri launakerfi hafa sparað tíma sem nýtist

þá betur í áætlanagerð og önnur verkefni.

Gunnar starfar sem RPA-ráðgjafi, þar sem helstu verkefni eru greining ferla í

sjálfvirknivæðingu fyrir viðskiptavini sem hafa áhuga á samstarfi eða vilja kynna sér

samstarf þegar kemur að þjónustu þjarka. Deildin sem hann starfar í er tiltölulega ný

sem og viðfangsefnin sem þeir fást við. Það hafa því ekki orðið miklar breytingar í

starfsgreininni sem slíkri á undanförnum árum, en þróunin er hröð.

Ólafur starfar sem ökukennari og vörubílstjóri. Helstu verkefni hans eru annars vegar

verkleg ökukennsla og hins vegar akstur vörubíls, jarðvinna og alls kyns ráðgjöf við

viðskiptavini. Í ökukennslunni hefur orðið mikil breyting frá því að hann hóf störf.

Nemendur geta tekið bóklega kennslu alfarið rafrænt, ökutímum hefur fjölgað og meiri

kröfur gerðar bæði til nemenda og kennara. Hvað varðar vörubílaaksturinn segir Ólafur

að hann hafi í fyrstu einungis verið að keyra vörubíl á milli staða, en starfið hafi breyst

þannig að tækjunum hafi fjölgað og meira þurfi að hafa fyrir því að fá verkefni.

4.2 Hagnýting menntunar í starfi

Jón er með tiltölulega nýlega meistaragráðu í félagsfræðum. Hann telur að menntunin

nýtist vel sem grunnur þótt sérhæfing menntunarinnar sé ekki nákvæmlega í því sem

hann vinnur við.

Þó svo að ég sé ekki beint með menntunina félagsfræði með áherslu á atvinnulífsfræði þá tók ég fullt af námskeiðum í háskólanum sem voru einmitt tengd atvinnulífinu á einn eða annan hátt. Kollegar mínir koma samt sem áður úr ýmsum áttum þegar rýnt er í menntun þeirra.

Jón sér töluverða þörf á endurmenntun í sinni starfsgrein, en þar sem hann er svo ný-

útskrifaður hefur ekki reynt á það enn þá. Jón telur mikilvægt að gott framboð sé á

24

símenntun til að unnt sé að viðhalda sér í starfi, en það sé mismunandi mikið í boði fyrir

ólíkar stéttir.

Jón telur að e.t.v. þyrfti fólk að ákveða fyrr í námi í hverju það ætlar að sérhæfa sig,

annars sé hætta á að menntunin verði of víðtæk og fólk verði í raun ekki „sérfræðingar“

í neinu.

Sigurður hefur verið iðinn við að bæta við menntun sína. Eftir stúdentspróf fór hann í

prentsmíði en tók svo framleiðslustjórnun ofan á það og loks meistaragráðu í viðskiptum

og stjórnun. Hann starfar í fræðslugeiranum við að skipuleggja endurmenntun

fagmanna í prent- og miðlunargreinum. Einnig hefur hann unnið að verkefnum tengdum

fjórðu iðnbyltingunni með hinum ýmsu starfstéttum og rýnt í hvaða breytingar séu

framundan. Sigurður telur að öll sín menntun hafi nýst honum í starfi. Í starfi hans er

gert ráð fyrir iðnmenntun í grunninn og háskólamenntun ofan á það. Mikilvægt er að

hafa iðnmenntun í þeim málaflokki sem maður er ábyrgur fyrir. Einnig sé æskilegt að

hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Guðmundur telur að öll menntun nýtist í starfi. Hann segist ekki vera með klassíska

mannauðsstjóramenntun, heldur nokkuð þverfaglega menntun: BA-próf í tungumálum

og uppeldisfræðum, framhaldsnám í ensku, kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla

og MPA-nám í opinberri stjórnsýslu. Öll þessi menntun nýtist vel ásamt þjálfun í

gagnrýnni hugsun og tölvufærni, en það er það sem fleytir manni langt. Guðmundur

telur mest aðkallandi verkefnin í mannauðsstjórnun hafa með mannlega þáttinn að

gera, vinnusálfræði, vinnumarkaðsmál, hvernig best er að virkja mannauðinn og fá það

besta út úr honum. Eftirspurnin eftir góðu vinnuafli eigi eftir að aukast og því skiptir svo

miklu máli að hlúa vel að mannauðnum, gæta vel að símenntun og efla samstarf fólks í

gegnum teymisvinnu.

Gunnar hefur BSc. menntun í viðskiptafræði og segir að hún sé ekki beintengd því

sem hann er að gera, en starfsreynsla í reikningshaldi, sem hann fékkst við eftir nám,

hefur komið að góðum notum. Þegar hann hóf störf á núverandi vinnustað þurfti hann

að fara á námskeið þar sem hann lærði að búa til þjarka. Hann telur símenntun hafa

mikið vægi í sinni starfsgrein, en sér fram á að viðbótarnám í viðskiptafræðum myndi

nýtast honum hvað best og svo það að bæta í reynslubankann, þar sem aðrir sjá um

tölvufræðihlutann af verkefnunum.

25

Gunnar telur að besti undirbúningurinn fyrir starf RPA-ráðgjafa sé sambland af

viðskiptafræðum og tölvunarfræðum. Starfsmenn á sviðinu hans eru sambland af verk-

fræðingum, tölvunarfræðingum og viðskiptafræðingum og það er ekki verra ef þeir hafa

innsýn í starf hinna.

Viðskiptafræðingur eða verkfræðingur með enga tölvuþekkingu og tölvunar-fræðingur með enga viðskiptaþekkingu eru nánast eins og tveir einstaklingar sem tala ekki sama tungumálið. Við komumst alveg á leiðarenda, en það tekur lengri tíma.

Ólafur telur að menntunin sem hann fékk í upphafi nýtist honum í báðum tilvikum

vel. Ökukennaranámið sé ágætt í dag, en það hafi færst upp á háskólastig síðan hann

öðlaðist réttindi til ökukennslu. Hann telur að próf til aukinna ökuréttinda (meira-prófið)

þurfi að breytast frá því sem það er í dag, það þurfi meiri og vandaðri kennslu, bæði

bóklega og verklega. Það sé þörf á betra framboði á endurmenntun, henni sé illa sinnt

og ekki eins og þarf að gera.

4.3 Þróun vinnumarkaðarins í framtíðinni

Jón telur að gervigreind sé það helsta sem gæti breytt sinni starfsgrein í framtíðinni í

formi aukinnar sjálfvirkni í afgreiðslu umsókna. Starf Jóns myndi þá breytast í þá veru að

vera í beinum tengslum við umsækjendur og eftirlit með sjálfvirkum afgreiðslum. Hann

telur tæknina þó vera hverfula og við sennilega langt frá því að geta treyst á tækni án

mannlegra inngripa.

Jón telur að tilkoma þjarka muni geta breytt ýmsu í framtíðinni.

...að ég þurfi ekki að vera með jafnmikla viðveru á vinnustaðnum. Þá get ég verið heima hjá mér að vinna við það sem ég þarf að gera, en svo setið fundið og annað með tilkomu fjarvinnuróbóta sambærilegt fjarkennslu-róbótum sem eru t.d. komnir í notkun hjá Háskólanum á Akureyri.

Jón telur að vinnumarkaðurinn muni breytast töluvert á komandi árum, þó hvað

minnst í störfum sem tengjast mannlega þættinum, s.s. störf sem tengjast aðhlynningu,

samskiptum o.þ.h. Fleira fólk muni þó starfa í slíkum starfsgreinum á komandi árum og

þess vegna verði umræðan um slíka þætti háværari og „á hærra plani“.

Sigurður telur að prentmiðlunarstörf muni breytast mikið í framtíðinni. Meiri þörf

verði fyrir þekkingu á upplýsingatæknimálum og gagnavinnslu, s.s. internets og gagna-

26

grunna. Krafan í framtíðinni gæti orðið sú að fólk hafi bæði þekkingu á upplýsingatækni

og hönnun, en erfitt hefur verið að finna fólk með þekkingu í báðum greinum.

Tæknin er að þróast í þá átt að offset prentun er að dragast saman því komnar eru á

markað ódýrari og hraðvirkari stafrænar prentvélar. Ýmislegt hefur stuðlað að þessum

breytingum, s.s. hækkandi póstburðargjald sem hefur minnkað markpóst. Það er því

mikilvægt að prentarar læri á stafrænar vélar og læri inn á nýja þætti, eins og að framan

er getið, upplýsingatækni og fleira.

Sigurður segir að þörfin muni ekki minnka heldur aukast í framtíðinni.

..menntun úreldist eins og annað, í mörgum tilfellum er það þannig að það sem þú lærðir fyrir fimm árum er ekki lengur í gildi. Þessi þróun mun verða enn hraðari.

Sigurður leggur mikla áherslu á að grípa nemendur sem allra fyrst í iðn- eða

tækninámi, eða áður en þau klára iðnnám og kynna þeim möguleika til símenntunar

áður en þau ljúka sveinsprófi. Það þurfi að verða rútína frá upphafi að sinna símenntun.

Fyrirtæki í þessum greinum eru strax farin að átta sig á þessu og greiða gjarnan

símenntunina fyrir þátttakendur. Þeir starfsmenn sem ekki átta sig á þessu eru fljótir að

„mála sig út í horn“.

Þannig að endurmenntun er alveg samkvæmt öllum þessum litteratúr um fjórðu iðnbyltinguna, þá er það bara eitt af því stærsta.

Sigurður telur að þjarkar geti nýst í alls kyns frágangi og eftirvinnslu, en þeir muni

ekki koma í stað fólks í prentun. Gervigreind gæti reyndar nýst við prentun bóka eða

annarra prentgripa, þ.e. mannshöndin komi minna við sögu þar. Hún hafi þó sömu

annmarka og aðrar greinar varðandi vinnuafl, ef vinnuaflið er ódýrara en tæknin muni

menn ekki fjárfesta í tækni.

Sigurður telur að það verði til urmull af störfum í framtíðinni sem við höfum enga

hugmynd um hver verði í dag. Hann telur að menntakerfið þurfi að breytast.

Grunnmenntakerfið þarf að breytast þannig að það kenni ungu fólki í dag gagnrýna hugsun og í rauninni að læra að leita og læra að læra. Það er aðalmálið í dag, að þú lærir að læra og þú sért fljótur að tileinka þér nýja hluti.

27

Hann telur að það sé mikilvægt að hafa grunnfærni í raungreinum, forritum,

tungumálum og góða samskipta- og greiningafærni. Hann telur að því sé mjög ábótavant

eins og staðan er í dag.

Það er ákveðin grunnfærni sem fólk þarf að hafa, en svo þarf fólk bara að geta uppfært sig. Þú getur verið í starfi í dag og svo eftir tvö ár hefur það starf breyst eitthvað og svo aftur, þannig að þú þarft að geta tekið þessar beygjur og sveigjur.

Hann telur að atvinnuleysi gæti orðið í einhverjum greinum og það þurfi að hjálpa því

fólki að finna sinni hæfni og hæfileikum farveg.

Við sjáum fyrir okkur að ef trukkar verða sjálfvirkir að einhverju eða öllu leyti þá verða þeir starfsmenn líklega ekki vefforritarar eða gagnagrunnsforritarar, nema kannski í undantekningartilvikum.

Guðmundur telur að starf mannauðsstjóra muni áfram halda áfram að þróast á

komandi árum, þótt það verði kannski ekki í stórum stökkum. Tölvulæsi skiptir miklu

máli í starfi mannauðsstjóra. Þar sé sífelld áskorun því tölvutæknin breytist hratt.

Komandi kynslóðir komi hins vegar til með að vera öflugri í tölvulæsi því þau alast upp

við að tölvan sé bara eðlilegt og sjálfsagt vinnutæki og læra jafnvel einhverja forritun

strax í grunnskóla. Þau muni því nálgast verkefnið allt öðruvísi en kynslóðirnar á undan

þeim.

Glíman við það mannlega í fólki, eins og ég fæst við í mínu starfi, verður samt áfram unnin af fólki, held ég. A.m.k. verður hægt að áfrýja sjálfvirkum ákvörðunum til fólks ef marka má drög að nýrri persónuverndarlöggjöf.

Guðmundur telur að sífellt verði meiri þörf og krafa um símenntun í nánast öllum

störfum. Tæknibreytingar verði sífellt hraðari með tilheyrandi breytingum á umhverfi og

störfum fólks og sú krafa eigi bara eftir að aukast. Því verði símenntun stærri hluti af

almennum vinnudegi.

Símenntun verður líka stöðugt aðgengilegri, bæði vegna breyttrar vitundar um mikilvægi símenntunar og svo líka vegna þess að það er orðið svo miklu auðveldara að nálgast hana. Bæði hefur internetið stórt hlutverk þar og svo auðveldari og ódýrari samgöngur.

Guðmundur telur að sérhæfing á vinnumarkaði muni aukast í kjölfar fjórðu

iðnbyltingarinnar og hætta sé á að auðurinn færist á færri hendur. Það hafi vissulega

28

orðið til nýjar stéttir með tilkomu fyrri iðnbyltinga og möguleikar ólíkar þjóðfélagshópa

við tekjuöflun og söfnun auðs breyst. Guðmundur, eins og Sigurður, telur að við þurfum

að vera vel undirbúin þeim miklu breytingum sem þegar eru sjáanlegar í náinni framtíð.

Við þurfum t.d. að hugsa um hvernig við getum aukið sérhæfingu nægjanlega mikið.

Það er sífellt verið að auka kröfur um að nemendur læri mikið um marga ólíka hluti og hættan er sú að flestir muni þá vita lítið um margt. Við gætum þurft að endurskoða alla kennslu og hvernig við vinnum, t.d. leggja meiri áherslu á nám og starf í teymum til að bregðast við þessari stigvaxandi þekkingu og tryggja nýsköpun.

Hann veltir fyrir sér hvort við þurfum að byrja sérhæfingu fyrr en við gerum nú. Hann

veltir líka upp spurningunni um þá nemendur sem ekki hafa getu til náms í flóknum

fræðum.

Guðmundur telur ekki að starf mannauðsstjóra muni verða úrelt í framtíðinni

samfara aukinni sérhæfingu og tæknivæðingu. Tæknivæðing muni halda áfram að

aukast og auðvelda úrvinnslu gagna, en mannauðsstjórnun fjalli að svo miklu leyti um

stefnumótun og mannleg samskipti að þrátt fyrir tækniframfarir og sjálfvirkni verði

starfið seint óþarft.

Gunnar telur að „robotics“ sé komið til að vera.

Af hverju ekki að nýta tæknina þegar hún er til staðar og auðveldar okkur verkefnin? Ef við getum tekið þessi heilalausu verkefni ... afsakaðu orðalagið ... og stútað þeim, þá er hægt að nýta starfsfólk í meira virðisaukandi verkefni.

Hann segir að á næstu tuttugu árum eða svo verði komin einhvers konar sjálfvirkni

inn í 47% þeirra starfa sem við þekkjum í dag. Gunnar telur að það muni að öllum

líkindum auka nýsköpun, að ný störf verði til og þar af leiðandi telur hann að eftirspurn

eftir tæknimenntun muni fara vaxandi.

Gunnar telur að mikið af skrifstofustörfum muni breytast og telur að þeir sem þeim

sinna muni eiga hvað mest undir högg að sækja. Honum finnst þó að fólk eigi að taka

breytingunum fagnandi því tækniþróun er eitthvað sem við höfum búið við lengi. Sem

dæmi um hana má nefna að fjöldi fólks starfaði við að tengja símtöl hér áður fyrr og þau

störf eru algjörlega horfin. Í dag keppa þjarkar, svokölluð spjallmenni, við starfsfólk á

netspjalli í fjölda fyrirtækja.

29

Gunnar hefur ekki áhyggjur af því þjarkar muni leysa starfið hans af hólmi, a.m.k. ekki

í náinni framtíð, til þess þurfi gervigreindinni að fleygja fram og verða mjög öflug. Hann

telur að það muni alltaf vera eftirspurn eftir fólki til að starfa við robotics, t.d. bara til að

viðhalda þjörkunum og hanna fleiri.

Hann telur þó að einhverjir komi til með að missa vinnuna með tilkomu þjarka. Gott

dæmi um það sé sjálfvirknivæðing frystihúsa þar sem meira og minna allt er orðið

sjálfvirkt. Þetta muni þó skapa fleiri tækifæri í samfélaginu, ný störf muni skapast og

framlegð aukast hjá fyrirtækjum.

Ólafur telur að miklar breytingar séu framundan í starfi ökukennarans því með

aukinni sjálfvirkni og betri almenningssamgöngum muni færri læra að aka bíl. Hann telur

að starf ökukennarans mun jafnvel leggjast af, þótt það sé ekki fyrirsjáanlegt í nánustu

framtíð. Hann telur að aukin sjálfvirkni muni ekki leysa vörubílsstjóra af hólmi að öllu

leyti þó svo að langkeyrsla með ökumanni geti lagst af. Enn verði eftir sérhæfð störf eins

og nýbygging vega, vinna við húsgrunna og fleira sem þurfi mannshöndina við.

Aukin sjálfvirkni mun fækka störfum atvinnubílstjóra og fækka nemendum sem læra

á bíla. Mikið af rútínuvinnu atvinnubílstjóra verður hægt að koma í sjálfkeyrandi bíla, t.d.

þar sem alltaf er verið að keyra sömu leiðina. Aukin sjálfvirkni og gervigreind er orðin

heilmikil í bílum og hefur gert þá öruggari og má þar nefna alls kyns skynjara og GPS.

Það mun örugglega batna og aukast. Aukning í notkun internets hlutanna gæti aukið

þægindi og öryggi.

4.4 Þróun samfélagsins í framtíðinni

Jón telur erfitt að segja til um hvort aukin tæknivæðing muni auka fátækt eða ekki.

Vonandi verði fjórða iðnbyltingin til þess að velferðarsamfélagið styrkist til muna. Það

muni verða meiri áhersla á velferð fólks og vellíðan. Hann telur að tæknivæðingin muni

hafa veruleg áhrif á búsetu fólks í framtíðinni því hann muni gera fólki kleift að vinna

hvar og hvenær sem er. Þessa áhrifa sé þegar farið að gæta í ákveðnum starfsstéttum.

Jón telur að samgöngur muni breytast verulega í framtíðinni, með þeim fyrirvara þó

að hann sér ekki hvernig sjálfkeyrandi bílum muni ganga að glíma við árstíðabundna

ófærð á Íslandi.

30

Sigurður velti því fyrir sér hvort aukin þjarkavæðing, þar sem þjarkar taka beinlínis

störf af fólki, kalli ekki á breytingar á skattkerfi þannig að þjarkarnir verði þá skattlagðir

eins og fólk, svo að hagnaðurinn af því að fækka starfsfólki fari ekki allur í vasa eigenda.

Sigurður sér fyrir sér ákveðna útfærslu á borgaralaunum sem myndi þá tengjast

nýsköpun að einhverju leyti eða í formi þróunarstyrks, þar sem fólk er styrkt til náms til

að halda í við þróunina.

Svo er alltaf einhver hluti sem bara mun ... missa fótanna ... og það er bara eins og í öllum fögum. Bara fólk nær ekki að halda í og fer þá að gera eitthvað annað. Það er náttúrulega vissulega sorglegt að einhverju leyti að þú dettur út úr faginu þínu, en þetta er bara tæknin ... er þannig að hún er svo kvik að ef þú ert ekki að hlaupa þá ertu bara skilinn eftir.

Sigurður telur að þróun internets hlutanna sé í fullum gangi. Það muni þróast þróast

þannig öll gögn muni geymast í skýi, bæði heimilis- og vinnutengd. Það hefur vissulega

galla, t.d. ef fólk lokast út úr skýinu eða skýið verður fyrir árás.

Sigurður telur að fjórða iðnbyltingin muni hafa mjög jákvæð áhrif á byggðaþróun á

Íslandi. Eins og Jón telur hann að aukin tækni muni hafa áhrif á hvar fólk getur stundað

vinnu sína og þar af leiðandi á búsetu. Það standi þó og falli með því hvort verði

háhraðanettenging um allt land. Framleiðsla muni þó áfram vera á „strategískum“

stöðum, en framleiðslan muni líka breytast. Hún muni flytjast til markaðslandanna því

það verði framleitt minna og nákvæmar. „Smart“ verksmiðjur muni líka hafa áhrif, þær

geti framleitt fleiri vörur á hverri línu en hefðbundnar framleiðslulínur. Þá sé mikilvægt

að innviðirnir haldi í við tæknina, s.s. dreifikerfi rafmagns, veldisfjölgun rafbíla og

hleðsluaðstaða fyrir þá. Það sé kannski stærsta áskorunin í fjórðu iðnbyltingunni. Ísland

ætti þó, að mati Sigurðar, að vera í kjöraðstöðu til að gera vel á þessu sviði.

Sigurður telur að rafmagn og metan muni verða framtíðarorkugjafar í samgöngu-

málum. Hann telur að Íslendingar gætu nýtt orkuna betur, þeir séu of góðu vanir í þeim

efnum.

Sigurður telur mikilvægt að undirbúa fólk fyrir samfélagsbreytingar í kjölfar fjórðu

iðnbyltingarinnar. Það þarf að kenna fólki nýja tækni og opna augu þess fyrir því að í

stað þess að hanga í fortíðinni þurfi það að læra og tileinka sér nýja tækni og ný störf.

Hann tekur sem dæmi þróunina í Bandaríkjunum, þar sem verið er að reyna að blása lífi í

31

kola- og framleiðsluiðnað þegar frekar ætti að leggja áherslu á að mennta og uppfræða

fólk, laga innviði og hugsa til framtíðar.

Það er bara hópur kjósenda sem heldur að kolaiðnaðurinn eigi sér viðreisnar von ... í staðinn fyrir að kenna fólki á nýju tæknina og hjálpa því að sjá möguleikana og að það séu jafnvel betri störf en verri inni í þessu.

Hann telur að ríkið verði að stíga inn og skattleggja rétt til að bregðast við

misskiptingu auðs. Þeir sem eigi peninga geti orðið svo ævintýralega ríkir eins og dæmin

sýna, t.d. með Amazon og Facebook. Löggjöfin þurfi að vera tilbúin. Þess í stað séu

menn stöðugt að slökkva elda.

Guðmundur telur að aukin samtenging upplýsinga og hluta muni halda áfram að

auðvelda aðgengi að upplýsingum og mögulega að hægt verði að fjarstýra vinnslum

gegnum síma eða önnur samskiptatæki. Það verði settar stífari og nákvæmari reglur um

aðgengi að upplýsingum, merki þess sé þegar að sjá í nýrri persónuverndarlöggjöf.

Ég held þetta verði nokkuð stöðugur línudans þar sem við, sem erum að vinna í kerfinu, erum sífellt að bregðast við nýjum áskorunum og slökkva elda. Það er því miður of mikið um það í stað þess að við sjáum fyrir þróun áður en hún gerist.

Guðmundur telur að fólk muni áfram búa þar sem það hefur aðgang að þeirri

þjónustu sem það vill hafa aðgang að. Hann segir fólk verða sífellt kröfuharðara um

þjónustu og hún verði frekar til þar sem nægur fjöldi er til að nota hana. Hann bendir á

þegar er farið að gera tilraunir með sérfræðilæknisþjónustu að hluta til í gegnum

fjarvinnslu þar sem sérfræðingurinn er ekki endilega á staðnum heldur fær sendar

myndir og gögn í rauntíma. Stöðugt meira afþreyingarefni er í boði rafrænt o.þ.h. og það

kann að verða til þess að fólk kjósi að búa í ákveðinni fjarlægð frá stóru þéttbýli, t.d. þeir

sem eru með börn í skóla og á viðkvæmum aldri. Þeir munu hins vegar gera kröfur um

að börnin þeirra hafi aðgengi að fjölbreyttri afþreyingu, s.s. íþróttum, tónlistarnámi o.fl.

þar sem þarf að vera saman kominn ákveðinn lágmarksfjöldi til að hægt sé að halda úti

fjölbreytninni. Hann telur að óhjákvæmilega verði þróun í þá átt að fólk vinni meira í

teymum vegna allrar þeirrar þekkingar sem við þurfum að hafa við höndina, miðla og

öðlast á sem skemmstum tíma. Hans reynsla er sú að þrátt fyrir Skype og aðra

fjarfundatækni þá mun slíkt seint koma í stað fyrir að fólk hittist í eigin persónu.

32

Guðmundur telur að það verði örugglega breyting á orkugjöfum til samgangna þar

sem grænir orkugjafar komi í stað mengandi. Sú þróun sé þegar komin vel á veg. Öflugar

almenningssamgöngur verða þar sem nægur fjöldi fólks er fyrir hendi, en dreifðari

byggðir munu ekki njóta góðs af þeirri þróun.

Guðmundur telur að það verði óhjákvæmilega miklar breytingar á menntakerfinu.

Aðgengi að námi verði auðveldara og búseta skipti minna máli hvað varðar aðgengi að

námi, sérstaklega framhaldsnámi þar sem nemendur hafa þegar tileinkað sér

grunnþætti náms, eins og lestur, grunnfærni í stærðfræði og námstækni. Guðmundur

telur að við þurfum að leggja meiri áherslu á gagnrýna hugsun hjá fólki til að það sé í

stakk búið að meta hvað af öllu þessu upplýsingaflóði sé ábyggilegt.

Störf verði væntanlega líkamlega auðveldari þar sem þjarkar geti í auknu mæli leyst

slík störf, t.d. að lyfta þungu, stuðning og aðstoð við aldraða og jafnvel börn, þannig að

mannfólkið geti þá lagt meiri áherslu á hið mannlega og félagslega. Því var spáð í

upphafi tæknibyltingarinnar að störfum myndi fækka með tilkomu tölvunnar. Það hefur

ekki endilega orðið raunin í hinum vestræna heimi, fremur að störfin hafi breyst og

orðið sérhæfðari. Guðmundur telur að það verði áfram reyndin. Við eigum síðan eftir að

sjá hvernig við ætlum að tryggja það að við sem þjóð höfum efni á allri þessari tækni, því

öll tækni kostar peninga, sem þýðir að tekjur almennings þurfa að aukast til að geta nýtt

sér tæknina. Sem dæmi um þetta má nefna snjallsímann sem á fáum árum hefur orðið

að „grunnþörf“ í stað munaðar.

Gunnar telur að ekki verði mikil breyting á búsetu vegna fjórðu iðnbyltingarinnar.

Fólk muni alltaf halda áfram að mæta á vinnustað, þó ekki væri nema vegna félagslega

þáttarins. Hann telur að þróun í samgöngum muni hafi minni áhrif á Íslandi en annars

staðar vegna veðurfars. Hann telur, eins og Jón, að ófærð og veður muni setja strik í

reikninginn m.a. með sjálfkeyrandi bíla.

Gunnari finnst líklegt að í framtíðinni verði meiri skilvirkni, meiri hagræðing og aukin

afköst í atvinnulífinu í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar. Meiri áhersla verði lögð á

tækniþekkingu meðal einstaklinga og við séu þegar farin að sjá það á yngsta kynslóðin er

komin langt fram úr þeirri tækniþekkingu sem hann hafði á þeirra aldri.

33

Ólafur telur að samgöngur muni breytast í framtíðinni, en vegakerfið þurfi að batna

mikið til að hægt sé að koma við sjálfkeyrandi bílum, auk þess sem veðurlag og ófærð

hamlar samgöngum. Almenningssamgöngur munu aukast þar sem þéttbýli er mikið.

Hann telur að fjórða iðnbyltingin muni dreifa búsetunni því það verði auðveldara að

vinna fleiri störf hvar sem er. Hann telur hættu á meiri fátækt þar sem störfum muni að

öllum líkindum fækka, sérstaklega störfum sem krefjast lítillar sérhæfingar.

34

5 Umræður

Fræðimenn eru sammála um að töluverðar breytingar séu framundan á vinnumarkaði

fylgjandi fjórðu iðnbyltingunni. Miklar breytingar hafa orðið undanfarin ár enda ekki svo

langt síðan síðasta iðnbylting átti sér stað, tæknivæðingin. Viðmælendur mínir voru allir

sammála um að töluverðar breytingar hafi orðið á störfum þeirra undanfarin ár, þó

nokkur mismunur sé þar á eftir starfsgreinum. Meðal annars kemur fram að

grundvallarbreyting hafi orðið á viðhorfi stjórnenda til starfsmanna, en seinni ár hefur sú

skoðun orðið ráðandi að líta beri á starfsfólk sem auðlind. Nýjar starfsgreinar hafa orðið

til í tengslum við sjálfvirknivæðingu, gervigreind og þjarka (Ólafur A. Ragnarsson, 2018).

Í grein sinni „The Fourth Industrial Revolution: What it Means, How to Respond“

spáir Klaus Schwab því að flest störf í framtíðinni verði annaðhvort ósérhæfð eða mjög

sérhæfð. Af því má draga þá ályktun að milli-sérhæfðum störfum fækki og millistéttin

minnki. Viðmælendur voru sammála um að ósérhæfðum störfum muni fækka og

eftirspurnin eftir starfsfólki með mikla sérhæfingu muni aukast. Þess vegna sé mikilvægt

að huga vel að mannauð og að símenntun verði stærri hluti af vinnudegi fólks.

Viðmælendur voru ekki allir á sama máli hvernig grunnmenntun komi til með að

breytast, sérstaklega hvað varðar grunnmenntun og hvar sérhæfing í námi eigi að

hefjast. Tveir viðmælenda minna eru sammála um að grunnmenntakerfið þurfi að

breytast þannig að það kenni fólki gagnrýna hugsun, að læra að leita og læra að læra,

auk grunnfærni í lestri og raungreinum. Samkvæmt skýrslu EEF, sem gefin var út 2016,

mun mikill hraði breytinga krefjast meira framboðs fólks með sérhæfða tæknimenntun

og nýja gerð stjórnunarhæfni. Einn viðmælenda minna taldi að stjórnunar- og

starfshættir þurfi að breytast í fyrirtækjum. Meiri teymisvinnu þurfi til að tengja

þekkingu sérfræðinga og tryggja aukna nýsköpun á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum

Hagstofunnar hefur fólki með háskólamenntun á aldrinum 25-64 ára fjölgað mjög á

síðustu fimmtán árum (Hagstofan, e.d.). Má því segja að þessi þróun sé þegar hafin, en

þeirri spurningu er enn ósvarað hvort við séum að undirbúa fólk á réttan hátt.

Viðmælendur mínir eru sammála um að tækniframfarir samhliða fjórðu

iðnbyltingunni muni hafa mikil áhrif á störf í framtíðinni, þó mismunandi eftir eðli starfa.

Auðveldara verði að stunda vinnu án beinnar viðveru og sjálfvirkni muni aukast á

kostnað ósérhæfðs vinnuafls sem kallar aftur á móti á fleiri sérhæfð störf. Þeir eru líka

35

sammála um að störf sem tengjast mannlegum samskiptum, stefnumótun og nýsköpun

verði áfram í höndum mannfólks. Einn viðmælenda minna bendir á að sú þróun að

gervigreind taki við af mannlegu vinnuafli hafi þó þá annmarka að ef vinnuaflið sé

ódýrara en tæknin muni menn ekki fjárfesta í tækni. Samkvæmt Erik Brynjolfsson og

Andrew McAfee gæti þessi áhersla á aukna sérhæfingu orðið til þess að meiri munur

yrði á vinnumarkaði á milli þeirra sem hafa litla sérhæfingu og fá lág laun og þeirra sem

hafa mikla sérhæfingu og há laun, sem gæti leitt til aukins titrings á milli stétta.

Viðmælendur mínir komu víða við í vangaveltum um hvernig samfélagið verður í

framtíðinni. Mikilvægt sé að innviðir á Íslandi séu vel undirbúnir fyrir þessar miklu tækni-

breytingar. Má þar nefna að vegir séu farartálmi í þróun samgangna, ekki síst þegar um

ræðir sjálfkeyrandi bíla. Í máli tveggja viðmælenda kom fram að vegir væru langt frá því

að vera nógu góðir til að unnt væri að nota sjálfkeyrandi bíla auk þess sem veður og

færð myndu trúlega setja strik í reikninginn. Þá var rætt um að dreifikerfi rafmagns,

internets og hleðsluaðstöðu fyrir rafmagnsbíla væri ábótavant. Flestir voru á því að

grænir orkugjafar myndu leysa mengandi orkugjafa af hólmi enda standi Ísland vel í

þeim efnum.

Flestir viðmælenda minna höfðu velt fyrir sér aukinni tæknivæðingu og hafa fylgst vel

með þeim nýjungum sem komið hafa fram síðustu ár og mánuði. Flestir velta fyrir sér

kostum og göllum við samtengingu upplýsinga og hluta. Þeir voru sammála um að þróun

tölvuskýja muni halda áfram og notkun þeirra aukast, bæði hvað varðar heimilið og

vinnustaðinn. Flestir höfðu velt fyrir sér hættunum samfara þessu mikla aðgengi og

upplýsingaflóði. Einn af viðmælendum minntist sérstaklega á mikilvægi þess að kenna

fólki nýja tækni og opna augu þess fyrir tækifærunum sem framtíðin ber í skauti sér í

stað þess að reyna að blása lífi í gamlan iðnað og orkugjafa sem eiga sér litla eða enga

framtíð.

Nokkrir viðmælenda minna velta fyrir sér mikilvægi þess að hafa beri í huga að gera

nauðsynlegar varúðarráðstafanir til þess að auðurinn safnist ekki á fárra hendur og

almenningur geti nýtt sér aukna tækni, afþreyingu og annan ávinning tækniframfara, en

samkvæmt framtíðarspám, sem komu fram á World Economic Forum 2016, munu

tæknilegar framfarir einnig leiða til kraftaverka í framboði á vörum og þjónustu sem

mun hafa langvarandi áhrif á árangur og framleiðni. Kostnaður við fólksflutninga og

36

samskipti mun lækka, vöruflutningar og alþjóðlegar birgðakeðjur verða árangursríkari og

kostnaður við verslun mun minnka.

Aðspurðir um breytingar á búsetu eru flestir viðmælenda minna sammála um það að

aukin tækni muni auðvelda fólki búsetu utan höfuðborgarsvæðisins, en einn

viðmælendanna minntist þó á að fólk muni halda áfram að vilja að búa þar sem

þjónustan er fyrir hendi. Þetta samræmist kenningum Zelinskys um að þéttbýliskjarnar í

nágrenni stórra þéttbýla þar sem þegar eru fyrir hendi aðstæður sem fólk gerir kröfur

um í dag, s.s. aðgengi að verslun, afþreying og fleira, haldi áfram að stækka.

Erfitt er að spá fyrir um hvort fátækt á Íslandi muni aukast samfara aukinni

tæknivæðingu og sérhæfingu starfa. Mikið veltur á því hvernig stefnumótun yfirvalda

verður. Viðmælendur mínir minntust á ýmislegt tengt stefnumótun, svo sem hvort

borgaralaun ættu rétt á sér og þá í hvaða mynd eða hvort breyta þurfi skattlagningu, svo

sem að skattleggja þurfi þjarka sérstaklega.

37

6 Lokaorð

Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman skoðanir ólíkra aðila á vinnumarkaði

og helstu kenningar um hvaða áhrif fjórða iðnbyltingin muni mögulega hafa á íslenskan

vinnumarkað og samfélag. Þessi rannsókn var byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð. Þar

sem rannsóknin var ekki stór í sniðum er ekki æskilegt að draga víðtækar ályktanir af

henni, en viðmælendur voru einungis fimm.

Ekki var til mikið af íslenskum rannsóknum um viðfangsefnið. Því var stuðst við

erlendar greinar í bland við íslenskar.

Það var áhugavert hvað viðmælendur voru búnir að velta iðnbyltingunni vel fyrir sér

þó svo að bakgrunnur þeirra sé ólíkur og þeir starfi í fjölbreyttum starfsgreinum.

Niðurstöður rannsóknarinnar ríma ágætlega við þær fræðigreinar sem rannsóknin var

byggð á. Má þar geta að viðmælendur voru allir sammála því að töluverðar breytingar

hafi orðið á störfum þeirra undanfarin ár, þó svo að nokkur munur sé þar eftir greinum.

Áhugavert var að sjá hversu fjölbreytt svör viðmælenda voru.

Samfélagslegar vangaveltur viðmælenda fóru um víðan völl eins og gefinn var kostur

á og komu viðmælendur meðal annars inn á mikilvægi þess að innviðir væru tilbúnir fyrir

iðnbyltinguna, þar með talið vegakerfi og dreifikerfi rafmagns og internets.

Erfitt er að spá fyrir um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á fátækt á Íslandi út frá

niðurstöðum þessarar rannsóknar. Viðmælendur höfðu flestir velt fyrir sér hættunni á

aukinni misskiptingu auðs og var umhugað um að ráðstafanir yrðu gerðar til koma í veg

fyrir aukna auðsöfnun á fárra hendur og aukna fátækt og komu með ýmsar vangaveltur

um leiðir til þess.

Áhugavert væri að endurtaka þessa rannsókn með stærra úrtaki og kafa dýpra í svör

þátttakenda og fá þannig marktækari niðurstöður til að geta mögulega svarað

spurningunni um hvernig fjórða iðnbyltingin muni hafa áhrif á skiptingu auðs í

samfélaginu betur.

38

Heimildarskrá

Ari K. Jónsson. (2000, 20. mars). Hvað er gervigreind? Vísindavefurinn. Sótt 17. mars 2018 af http://visindavefur.is/svar.php?id=264

BBC. (e.d.). Education during the Industrial Revolution. Sótt 17. mars 2018 af https://www.bbc.com/education/guides/zvmv4wx/revision/4

Birna Petursdóttir og Edda S. Pálsdóttir. (2018, 05. mars). Hvaða verur eru í Háskólanum á Akureyri? Landinn. Sótt 24. mars 2018 af http://www.ruv.is/frett/hvada-verur-eru-i-haskolanum-a-akureyri

Greenberg, A. (2015, 21. júlý). Hackers remotely kill a jeep on the highway – with me in it. Wired. Sótt 24. mars 2018 af https://www.wired.com/2015/07/hackers-remotely-kill-jeep-highway/

Hagstofa Íslands. (e.d.). Menntunarstaða: Mannfjöldi eftir menntunarstöðu. Sótt 24. mars 2018 af https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/menntunarstada/.

Hrafn Þ. Þórisson. (2006, 9. júní). Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki? Vísindavefurinn. Sótt 17. mars 2018 af http://visindavefur.is/svar.php?id=6005

Ingi R. Eðvarðsson. (1992). Framtíðarskipan vinnu: Þróun iðnaðar, verkaskiptingar og vinnumarkaðar. Skírnir, 166, 389-406.

Ingi R. Eðvarðsson. (1997). Upplýsingasamfélag, sveigjanleiki og atvinnulíf: Breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Íslensk félagsrit, 7-9, 101-124.

Lutin, J., Kornhauser, A. L. og Lerner-Lam, E. (2013). The Revolutionary Development of Self-Driving Vehicles and Implications for the Transportation Engineering Profession. ITE Journal, 83, 28-32.

Ólafur A. Ragnarsson. (2018, 14. febrúar). Hvað er fjórða iðnbyltingin? Vísindavefurinn. Sótt 21. febrúar 2018 af http://visindavefur.is/svar.php?id=75164.

Ólafur A. Ragnarsson. (2018, 14. febrúar). Hvað er fjórða iðnbyltingin? Vísindavefurinn [stafræn mynd]. Sótt 21. febrúar 2018 af http://visindavefur.is/svar.php?id=75164.

Prisecaru, P. (2016). Challenges of the fourth industrial revolution. Knowledge Horizons – Economics, 8, 57-62.

Ritstjórn, (2018, 20. mars). Sjálfkeyrandi bíll veldur banaslysi. Viðskiptablaðið. Sótt 24. mars 2018 af http://www.vb.is/frettir/sjalfkeyrandi-bill-veldur-banaslysi/145820/

Schwab, K. (2015) The Fourth Industrial Revolution: What It Means and How to Respond. Foreign Affairs, 12, grein 12. Sótt 02. janúar 2018 af https://www.foreignaffairs.com/articles/2015-12-12/fourth-industrial-revolution.

39

Schwab, K. (2016). The Fourth Industrial Revolution. Cologny/Geneva: World Economic Forum.

Snjáfjallasetur. (e.d.). Sýning um skólahald. Sótt 17. mars 2018 af http://www.snjafjallasetur.is/Skolahald.pdf.

Stefán Ólafsson. (1997, nóvember). Búseta á Íslandi: Rannsókn á orsökum búferla-flutninga. Sótt 24. mars 2018 af https://www.byggda-stofnun.is/static/files/Skyrslur/buseta_a_islandi.pdf

Sveitarfélagið Árborg. (e.d.). Íbúafjöldi í Sveitafélaginu Árborg. Sótt 24. mars 2018 af https://www.arborg.is/upplysingar/ibuafjoldi/

Sverrir Jakobsson. (2005, 7. nóvember). Getið þið sagt mér eitthvað um iðnbyltinguna? Vísindavefurinn. Sótt 13. nóvember 2017 af http://visindavefur.is/svar.php?id=5385.

The manufacturers‘ organisation. (2016). The 4th industrial revolution: A primer for manufacturers. London: Oracle.

The manufacturers‘ organisation. (2016). The 4th industrial revolution: A primer for manufacturers [stafræn mynd]. London: Oracle.

Toyota á Íslandi. (e.d.). Toyota Safety Sense: Aukið öryggi í akstri. Sótt 24. mars 2018 af https://www.toyota.is/heimur-toyota/safety-technology/toyota-safety-sense.json

Yin, Robert K. Case Study Research: Design and Methods. 2Rev.ed.: Sage Publications, 1994.

40

Viðauki 1 Viðtalsrammi

1. Hvert er starfsheitið þitt?

2. Hvaða menntun hefur þú?

3. Er gerð krafa um sömu menntun eða sambærilega menntun og þú hefur í

starfinu þínu?

4. Hvað felst í starfinu þínu?

5. Hafa orðið miklar breytingar á starfinu þínu síðan þú laukst námi?

6. Hvernig nýtist menntunin þín í starfinu þínu?

7. Telur þú að það verði gerð meiri krafa á tæknimenntun í þinni starfsgrein í

framtíðinni?

8. Er mikil þörf á endurmenntun (til að halda gildi menntunar)? Ef mikil þörf er á

endurmenntun hefur þú þá einhverja möguleika til að öðlast hana?

9. Ef þú værir að undirbúa einhvern sem ætlaði inn í þína starfsgrein í dag, myndir

þú gera einhverjar breytingar á grunnnáminu? Áherslubreyting (lenging eða

stytting á námi)

10. Sérð þú fram á einhverjar grundvallarbreytingar á starfsgreininni samfara aukinni

sjálfvirkni og tæknivæðingu? (stórar breytingar, jafnvel að starfsgreinar hverfi)

11. Heldur þú að tilkoma róbóta komi til með að breyta þínu starfsumhverfi eða hafa

breytingar á starfsstéttinni í för með sér? Ef svo er, mun tilkoma þeirra einfalda

starfsgreinina eða gera hana flóknari? (Hvernig telur þú að aukin nýting á

róbótum komi til með að hafa áhrif á starfið þitt?)

12. Kemur gervigreind til með að leysa störf af hólmi eða breyta þeim í þinni

starfsstétt?

13. Hvernig telur þú að internet hlutanna, þ.e. aukin samtenging upplýsingar og

hluta, muni hafa áhrif á starfið þitt?

14. Hvernig telur þú að vinnumarkaðurinn muni þróast almennt í kjölfar þessarar

iðnbyltingar? Heldur þú að það verði meira eða minna atvinnuleysis, meiri eða

minni fátækt. (Hefur fólk mismunandi svör eftir greinum?)

15. Hvaða áhrif heldur þú að 4. iðnbyltingin muni hafi á búsetu á Íslandi? - Mun fólk

halda áfram að flytja í stærra þéttbýli? - Mun aukin notkun internetsins breyta

því hvort fólk þarf að mæta í eigin persónu í vinnu? (sbr. Fjarveran á Akureyri eða

aukinn sýndarveruleiki).

16. Telur þú að samgöngur muni breytast vegna 4. iðnbyltingarinnar? Ef svo er,

hvernig?

17. Hvers konar samfélagsbreytingar aðrar sérð þú fyrir þér að 4. iðnbyltingin geti

haft í för með sér?

41

42