háskóli Íslands - menntavísindasvið. lokaverkefni til …€¦ · web viewljósmyndun í...

36
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til M.Ed. gráðu. Leiðbeinandi Hlynur Helgason. Ljósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar í myndlistarkennslu ungmenna Magnús Valdimar Guðlaugsson

Upload: dinhdung

Post on 30-Jul-2018

222 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til M.Ed. gráðu. Leiðbeinandi Hlynur Helgason.

Ljósmyndun í kennslu myndlistar?

Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

í myndlistarkennslu ungmenna

Magnús Valdimar Guðlaugsson

Page 2: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

Efnisyfirlit

1 - Inngangur ............................................................................... 31.1 - Mikilvægi rannsóknarinnar ............................................. 31.2 - Ljósmyndun og samtímalist í myndlistarkennslu ............. 31.3 - Umfang og afmörkun ....................................................... 4

2 - Mögulegar forsendur............................................................... 42.1 - Rannsóknartilgátan........................................................... 52.2 - Heimspekilegur bakgrunnur ............................................ 52.3 - Ljósmyndun í myndlist ..................................................... 82.4 - Myndlistarkennsla ............................................................11

3 - Aðferð .....................................................................................144 - Áætlun ....................................................................................195 - Lokaorð....................................................................................196 - Heimildir..................................................................................20

2

Page 3: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

1 - Inngangur

Í dag þykir sjálfsagt að taka myndir og tjá sig um ólíklegustu fyrirbæri með stafrænum myndavélum og farsímum sem nánast hvert ungmenni hérlendis hefur aðgang að ásamt möguleikum á birtingu ljósmynda á Netinu. Engu að síður hefur ljósmyndun haft lítið vægi í kennslu myndlistar og því forvitnilegt að skoða mögulega þýðingu ljósmyndunar á því sviði? Fyrirhuguð rannsókn fjallar því um gildi ljósmyndunar í myndlistarkennslu ungmenna. Rannsóknarspurningin er: Hvaða gildi hefur ljósmyndun í myndlistarkennslu ungmenna? Rannsóknin er fræðileg úttekt (e. lieterature review as dissertation) á þeim fræðum sem snerta viðfangsefnið einkum á heimspekilegum og menningarlegum bakgrunni með áherslu á þátt ljósmyndunar í myndlist og kennslufræði myndlistar. Þar verður leitast við að gera grein fyrir og draga saman þær hugmyndir, kenningar og rök sem varpað gætu ljósi á rannsóknarspurninguna.

1.1 - Mikilvægi rannsóknarinnar

Þróun síðustu áratuga í samtímalist, listrannsóknum og kennslufræði myndlistar hefur verið aukin áhersla á frásagnarlegt inntak myndlistar, á samskipti, samfélagsrýni og myndgreiningu. Ljósmyndin hefur verið áberandi miðill í þeirri þróun. Engu að síður eru það módernísk gildi s.s. formhyggja (e. formalism) og áhersla á teikningu og málun sem einkennir myndlistarkennslu ungmenna enn í dag (Atkinson, 2006; Downing og Watson, 2004; Jóhanna Ingimarsdóttir, 2000). Þróun í kennslu myndlistar hefur því ekki verið alls kostar í takt við iðkun myndlistar. Tilgangur rannsóknarinnar er að vega og meta ljósmyndun í kennslu myndlisar með það fyrir augum að stuðla að framþróun í greininni. Fáar rannsóknir eru til um kennslu myndlistar hér á landi og enginn sem fjallar sérstaklega um ljósmyndun í myndlistarkennslu svo best er vitað. Með það í huga og jafnframt vegna þess hve

3

Page 4: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

ljósmyndin hefur nú til dags mikla þýðingu í myndlist og menningu okkar almennt þá tel ég þörf á rannsókn sem skoðar gildi ljósmyndunar í kennslu myndlistar.

1.2 - Ljósmyndun og samtímalist í myndlistarkennslu

Myndlist hefur verið kennd í grunnskólum hérlendis sem sérstakt fag oft með litla sem enga samþættingu við aðrar námsgreinar. Gerðar hafa verið tilraunir með námsstöðvar, einstaklingmiðað nám, samvinnu og þemanám einkum í nokkrum grunnskólum á stór Reykjavíkur svæðinu þar sem meiri samþætting náms hefur átt sér stað bæði á milli smiðja eða námsstöðva og við almennar námsgreinar. Enn er þó langt í land að þetta fyrirkomulag sé almennt í skólum landsins og deildar meiningar um hvernig til hefur tekist (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2007). Hvort sem um sérstaka myndlistartíma eða samþætt nám er að ræða þá hefur ljósmyndun haft lítið vægi í kennslu myndlistar. Ákveðnar vísbendingar og reynsla höfundar af kennslu hér á landi benda til þess að áherslur hafi umfram annað verið á formrænar æfingar í verkefnavali og færni nemenda, einkum í teikningu og málun (Jóhanna Ingimarsdóttir, 2000). Samtímalist hefur að sama skapi lítið verð sinnt í kennslu myndlistar. Slíkt er reyndar ekkert einsdæmi á Íslandi. Viðamikil bresk rannsókn sem gerð var 2004 bendir til hins sama þar í landi (Downing og Watson, 2004). Fleiri rannsóknir benda til hins saman en ekki hefur farið mikið fyrir rannsóknum á þessu sviði.

1.3 - Umfang og afmörkun

Rannsóknin miðar að því að skoða gildi ljósmyndunar sem athugun, rannsókn, tjáning eða iðkun frekar en afurð í myndlistarkennslu ungmenna. Það er sem leit eða rannsókn í ikun myndlistar og sem hvati til aukins þroska fyrir nemendur, bæði í sérstökum myndlistartímum og í samþættri kennslu. Spurt er hverjir séu möguleikar og þýðing ljósmyndunar í kennslu myndlistar sem tekur mið af sögulegum forsendum og iðkun samtímalista? Hver er heimspekilegur og menningarlegur bakgrunnur ljósmyndunar á

4

Page 5: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

sviði samtímalista og í framhaldi af því í kennslu myndlistar? Í rannsókninni er látið nægja að fjalla um ljósmyndun í myndlistarkennslu þó fleiri miðlar og ekki síðri hafi verið nýttir í samtímalist einkum kvikmyndir, myndbönd og hljóðvinnsla. Áherslan í væntanlegri rannsókn er einkum á það hvernig ljósmyndun hefur verið nýtt í myndlist frá áttunda áratug síðustu aldar og fram á þennan dag. Minni áhersla er á „ljósmyndun sem list“ frá miðri síðustu öld sem tók einkum mið af fagurfræði módernismans og tæknilegri fágun. Þessar áherslur hafa hins vegar skarast á síðustu áratugum innan myndlistar eins og síðar verður minnst á.

2 - Mögulegar forsendur

Hér verður gerð frekari grein fyrir mögulegum forsendum ýmissa fræðasviða sem snerta viðfangsefni rannsóknarinnar. Fræðilegri úttekt verður beitt á þá orðræðu og kenningar sem hafa mögulega áhrif á hvernig rannsóknarspurningu er svarað. Þau fræði eða texti sem úttektin tekur fyrir eru þau gögn sem rannsóknin byggir á (Chris Hart, 2005; Ridley, 2008). Leitað verður skipulega að heimildum í heimspekilegan bakgrunn, orðræðu og kenningar sem tengjast ljósmyndun innan myndlistar og kennslufræði myndlistar. Þessi fræðasvið skarast í mörgum tilfellum og sem dæmi er innan listrannsókna lögð áhersla á samtvinnað hlutverk þess sem kennir, rannsakar og iðkar myndlist. Jafnframt tekur kennslufræði myndlistar mið af myndlist en auk þess þroskasálfræði og almennri kennslufræði. Mörg önnur dæmi mætti nefna.

2.1 - Rannsóknartilgátan

Tilgangur með eftirfarandi rannsóknartilgátu sem byggir á afleiðslu er að afmarka fræðilega úttekt við gefnar forsendur. Hvað styður þær forsendur sem hér eru nefndar og hvað ekki?

5

Page 6: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

Tilgangur myndlistarkennslu ungmenna er sá að auka skilning þeirra á myndlist, myndrænni menningu og getu til þess að iðka myndlist sem er í takt við sögulega þróun hennar til dagsins í dag.

Tilgangur myndlistarkennslu eins og annarar kennslu er jafnframt að stuðla að uppbyggilegum þroska nemenda.

Samtímalist er list okkar tíma og því mikilvæg forsenda kennslu í myndlist eins og hún birtist okkur nú á tímum.

Ljósmyndin er mikilvægur og áberandi miðill í samtímalist, í fjölmiðlum og samskiptum fólks.

Greining á ljósmyndum getur stuðlað að auknum skilningi og læsi á myndræna menningu okkar.

Í dag nýta ungmenni sér ljósmyndun til samskipta og tjáningar í ríkum mæli.

Ljósmyndun er hægt að nýta á uppbyggilegan hátt í sjálfsmyndarsköpun og til aukins þroska.

Að þessu öllu leiðir að mikilvægt er að nýta sér ljósmyndun í myndlistarkennslu ungmenna sem tekur mið af áherslum og aðferðum samtímalistar.

Ókostir þess að miða rannsóknina eingöngu við forsendur rannóknartilgátunnar er sá að mögulega geta aðrar og mikilvægar forsendur komið fram og haft áhrif á það hvernig rannsóknarspurningu er svarað. Til þess að koma til móts við þetta miðast rannsóknin jafnframt og samhliða við fræðilega úttekt á afmörkuðum fræðasviðum sem þegar hafa verið nefnd til sögunar þ.e. úttekt á heimspekilegum bakgrunni, ljósmyndun í myndlist og kennslu myndlistar. En áður en lengra er haldið er rétt að skoða heimspekilegar og menningarlegar forsendur sem hafa einkum áhrif á heimsmynd okkar í dag. Þær forsendur hafa í flestum tilfellum svipuð áhrif á það hverning ljósmyndun, myndlist og kennslufræði myndlistar hefur þróast.

2.2 - Heimspekilegur bakgrunnur

Ljósmyndun, myndlist og kennsla myndlistar eru svið menningar sem hafa tekið töluverðum stakkaskiptun alla síðustu öld og fram til þessa dag. Þau eiga það sameiginlegt að fjalla um „myndina“ undir

6

Page 7: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

mismunandi formerkjum. Fræðileg orðræða og iðkun á þessum sviðum hefur reyndar verið að þróast svo lengi sem þessir menningarkimar hafa verið til. Með nokkurri einföldun er hægt að skilgreina helstu þróun á síðari helming tuttugustu aldar bæði innan heimspeki og menningar sem andóf gegn módernisma. Gagnrýni á heimsmynd og undirstöður módernismans, á þekkingar- og verufræðilegum forsendum hans hefur haft djúp áhrif á síðari tíma orðræðu og kenningar sem snerta menningu okkar, ekki síst viðfangsefnið, ljósmyndun, myndlist og myndlistarkennslu. Þessi gagnrýni hefur tekið á sig ýmsar myndir en hefur einkum verið kennd við póst-módernisma og póst-strúktúralisma. Póst-módernisminn er yfirhugtak yfir mismunandi kenningar og nálganir sem eiga það helst sameiginlegt að gagnrýna grunngildi módernismans.

Einn helsti talsmaður póstmódernismans, franski heimspekingurinn, Jean-François Lyotard hefur hvatt til þess að við höfnum algildum stórsögum eða einsögum (e. grand narratives) í vestrænni menningu þar sem þær hafi bæði dregið úr skapandi nálgun og tapað trúverðugleika sínum. Í stað þeirra komi margradda samræða (e. little narratives) sem stuðli að haldbetri þekkingu. Slík mótun þekkingar miðast við ákveðnar aðstæður eða gefnar forsendur (Sim, 2001). Póst-módernistar hafna engu að síður lýsingu andmælenda sinna sem telja að heimspeki þeirra einkennist af afstæðishyggju (e. relativism). Um leið og póst-módernistar hafna grunn forsendum frumspekinnar þá hafna þeir því sem getur talist algilt. Samkvæmt því getum við ekki talað um tilvist hins afstæða sem andstæðu hins algilda þar sem hið algilda er ekki til sem slíkt. Þannig lýsir bandaríski heimspekingurinn og nytjahyggjumaðurinn Richard Rorty (1999) póst-módernismanum sem and-Platónískum, and-frumspekilegum og and-stofnanalegum. Hann varar enn fremur við því að skilja um of á milli þess sem við finnum og búum til, þess sem við uppgötvum og finnum upp og þess sem er hlutlægt og huglægt.

7

Page 8: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

Póst-strúktúralismi hafnar því enn fremur að hægt sé að öðlast algilda þekkingu með því að greina og skýra þau kerfi sem tákn tungumálsins byggja á eins og strúktúralismi gerði ráð fyrir. Þannig leitaðist franski heimspekingurinn Jacpues Derrida við að afbyggja kerfisuppbyggingu strúktúralista sem gerði ráð fyrir því að öll fyrirbæri mætti skilgreina í kerfi. Hann sýndi fram á það hvernig tákn og merkingarkerfi geta haft margræða merkingu og gagnrýndi ríkjandi viðhorf sem gera ráð fyrir því að orð hafi sömu merkingu hjá þeim sem tjáir sig og þess sem tekur við merkingunni. Frumspeki þess sem er (e. metaphysics of presence) kallar Derrida þá blekkingu sem gerir ráð fyrir því að raunveruleg merking orðanna sé til staðar hjá þeim sem hlustar eftir þeim. Blekkingu sem hefur yfirbragð almennra sanninda.

Gagnrýni póst-módernista hefur einkennst öðru fremur af vantrú á ríkjandi stórsögu eða stóra sannleika en minna verið lagt upp úr uppbyggilegri kenningarsmíði. Póst-módernisminn hefur jafnvel verið sakaður um að nýtast síð-kapítalísku hagkerfi fram úr hófi. Bókmenntafræðingarnir Fredric Jameson og Terry Eagleton telja þannig að kenningar póst-módernismans hafa gagnast sem menningarforsendur síð-kapítalista og því samdauna efnahagskerfi ójöfnuðar sem viðvarandi ástandi (Sim, 2001, bls. 13).1 Orðræðan um gildi póst-módernisma og módernisma hefur einkum snúist um „merkinguna“ og merkingu lykilhugtaka en umræðan hefur jafnvel orðið til þess að flækja efnið í mótsagnarkennt orðflúr líkt og í verkum franska fræðimannsins Jean Baudrillard.

Douglas Crimp ritsjóri tímaritsins October sem fjallar einkum um myndlist frá sjónarhóli póst-strúktúralista, skrifaði eftrifarandi í sýningarskrá í tilefni af sýningu sem haldin var 1980 í New York undir heitinu „Myndir“ (e. Pictures). „Í æ ríkari mæli stjórnast reynsla okkar af myndum, myndum í dagblöðum, tímaritum, sjónvarpi og kvikmyndum. Samanborið við þessar myndir virðist

1 Enn frekari gagnrýni á póst-módernisman hefur komið fram hjá ýmsum heimspekingum s.s. Jürgen Habermas, Alain Badiou og Slavoj Zizek.

8

Page 9: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

sem áhrif beinnar reynslu fari dvínandi.” (Trodd, 2001, bls. 95).2 Ljósmyndaverkin á sýningunni voru valin með það í huga að sýna hvernig tilfinning okkar fyrir raunveruleikanum getur stjórnast af þeirri mynd sem við höfum mótað okkur af honum. Þær áherslur sem hér koma fram á dvínandi áhrif beinnar reynslu minna á kenningar Jean Baudrillards. Eitt af grunnhugtökum í kenningum hans er simulacra eða hermilíking. Í stuttu máli þá merkir það „sýnd sem gerir fyrirmynd sína einnig að sýnd“ (Hermann Stefánsson, 2003, bls. 31) eða að veruleikinn sé einfaldlega ekki til. Breski heimspekingurinn og gagnrýnandinn Cristofer Norris (1947-) hefur gagnrýnt kenningar Boudrillards og meðal annars bent á að ef Boudrillard véfengir öll rök og allt sem gæti verið raunverulegt þá getur hann því síður rökstutt sína eigin kenningu (Easthope, 2001, bls. 24).

Þrátt fyrir deildar meiningar um samspil myndar og veruleika þá kallar mikil aukning myndbirtinga og vaxandi áhrif myndmáls í menningu okkar á bæði kunnáttu til þessa að nýta myndmiðla til tjáningar og til þess að skilja og greina áhrif þeirra. Þekking og færni á þessum sviðum eykur möguleika einstaklinga á virkri samfélagslegri þátttöku og stuðlar að auknum þroska. Auknir möguleikar á þátttöku og áhrifum á sviði menningar er jafnframt ígildi menningarauðs (e. cultural capital) (Freedman, 2003).

Í væntanlegri rannsókn er enn fremur fyrirhugað að skoða tilvist og áhrif myndarinnar út frá þróun í fyrirbærafræðilegri heimspeki. Þar er ekki síst lögð áherlsa á sjónarhorn fyrstu persónu sem forsendu til þess „að skilja þær grundvallartakmarkanir sem gilda um sannleika, merkingu, tilvísun, rökstuðning o.s.frv. “ (Zahavi, 2008, bls. 17). Jafnframt er það sjálfsveran „og sér í lagi hin líkamlega sjálfsvera, sem leggur til það sjónarhorn sem hluturinn birtist undir“ (bls. 19). Og ennfremur á bls. 20 „Sjálfsveran er óhugsandi án tengsla við heiminn, og á móti getum við aðeins ljáð heiminum merkingu að því marki sem hann birtist

2 Einnig mætti bæta hér við stór aukningu í myndbirtingum á vefsíðum og samskiptagáttum Netsins.

9

Page 10: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

sjálfsverunni og hún leggur skilning í hann“. Í bréfi til vinar skrifar franski málarinn Paul Cezanne „the landscape thinks itself in me … and I am its consciousness“ (Wylie, 2007, bls. 2). Með hjálp franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty túlkar breski fræðimaðurinn John Wylie3 þessi orð Cezanne á þá lund að sá sem skoðar og það sem skoðað er, sjálfið og landslagið sé samtvinnað í því-sem-er eða þarverunni (þ. Dasein). Það er að sýn málarans og hið sýnilega land hafi í raun áhrif á hvað annað og búi með hvað öðru.

Í framhaldi af þessum vangaveltum má skoða hvort hægt er að túlka ljósmyndun með sambærilegum hætti. Ljósmyndun er leit, rannsókn eða iðkun auk þess sem hún fæðir mögulega af sér ljósmynd sem tengist vali, sjónarhorni þess sem ljósmyndar, stað og stund. Þeir heimspekingar sem einkum verður leitað til og hafa fjallað um tilveru og þýðingu mynda/ljósmynda með fyrirbærafræðilegri nálgun eða með gagnrýnum huga eru Martin Heidegger (1889-1976), Jean-Paul Sartre (1905-1980), Maurice Merleau-Ponty (1908-1961), Jean-François Lyotard (1924-1998), tvíeykið Gilles Deleuze (1925-1995) og Félix Guatti (1930-1992), Jacques Derrida (1930-2004) og Jean-Luc Nancy (1940-). Eftir því sem líður á rannsóknina má búast við að þessar áherslur breytist í samræmi við frekari úttekt á fræðunum.

2.3 - Ljósmyndun í myndlist

Ljósmyndafræði (e. photo theory) skoðar heimspekilega og menningarlega þróun ljósmyndunar og þýðingu og merkingarbærni ljósmynda. Hér verður leitast við að skoða mögulegar forsendur innan ljósmyndafræða sem snerta viðfangsefni rannsóknarinnar og mikilvægi ljósmyndunar í myndlistariðkun. Í stuttu máli er rannsóknartilgátan sú að ef ljósmyndun er mikilvæg í heimi myndlistarinnar þá er hún einnig mikilvæg í kennslu myndlistar, einkum ef hún stuðlar að jákvæðum þroska. Til þess að átta sig á

3 John Wylie er brekskur fræðimaður sem fæst við menningarlega landafræði með áherslu á fyrirbærafræði. Höfundur hefur stuðst töluvert við Wylie í vangaveltur sínum um samspil náttúru og menningar.

10

Page 11: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

mikilvægi ljósmyndar er nauðsynlegt að skoða mögulega merkingu hennar.

Fyrstu alvarlegu tilraunir til þess að framkvæma kerfisbundna greiningu á merkingu ljósmynda komu fram í Frakklandi á sjöunda áratug síðustu aldar með beitingu táknfræðinnar (e. semiotics). Strúktúralistar, eins og nafnið gefur til kynna, einbeittu sér að því að greina þann strúktúr og þær reglur sem liggja til grundvallar hvers konar menningarstarfsemi og menningarafurðum. Slík greining tók mið af þá nýlegri þróun í táknfræði tungumálsins en takmarkið var að finna „málfræðilegar“ reglur sem lægu til grundvallar retórík á mörgum sviðum menningar (Bate, 2009). Einkum er það franski fræðimaðurinn Roland Barthes sem varð þekktur fyrir greiningu sína á ýmsum menningarfyrirbærum meðal annars í grein sinni um retórík myndarinnar (1964) sem átti eftir að hafa mikil áhrif. Í greininni tekur hann fyrir auglýsingamynd og greinir þar tákn og formleg tengsl milli eininga sem gera kröfu um ákveðið menningarlegt læsi (Barthes, 2005). Sextán árum síðar ritar Barthes í bók sinni „La Chambre Claire“ (e. Camera Lucida) (1980) um persónulega reynslu sína af því að skoða ljósmyndir undir öðrum formerkjum sem e.t.v. mætti kalla fyrirbærafræðilega nálgun (Barthes, 2000). Áhrif hugmynda Barthes gætir víða hjá síðari tíma fræðimönnum sem skrifa um ljósmyndun m.a. John Berger og Susan Sontak (Bate, 2009).

Upphaf notkunar á ljósmyndum í myndlist er í ljósmyndasögubókum oft rakið til þýsku hugmyndalistamannana Bernd (f. 1931) og Hilla Becher (f. 1934) seint á sjötta áratug síðustu aldar. Hugmyndalistamenn á þessum árum og fram á níunda áratuginn nýttu sér iðulega svart/hvítar ljósmyndir til skrásetningar á hugverkum sínum. Á sjöunda og áttunda áratugnum eru það bandarísku ljósmyndararnir William Eggleston (f. 1939) og Stepen Shore (f. 1947) sem taka að ljósmynda í lit í stað svart/hvítra ljósmynda sem þá var algengast hjá fagljósmyndurum. Árið 1976 sýnir nútímalistasafnið í New York

11

Page 12: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

(MoMA) í fyrsta skipti einkasýningu ljósmyndara sem vinnur fyrst og fremst í lit en það voru ljósmyndir William Eggleston sem hann tók á árunum 1969 – 1971 (Cotton, 2009). Notkun á ljósmyndum undir formerkjum myndlistar fór síðan vaxandi einkum á síðustu tveimur til þremur áratugum tuttugust aldar. Eftir því sem ljósmyndatækninni fleygði fram hafa ljósmyndaverkin komið í yfirstærðum ekki ósvipað og málverk. Verkin hafa því bæði verið aðlöguð að galleríveggjum og listmarkaðinum. Ljósmyndun hefur þannig fengið vaxandi hlutverk innan samtímamyndlistar (Gelder og Westgeest, 2011) og sýningar og verslun með ljósmyndaverk hefur að sama skapi aukist á helstu listastofnunum og sölugalleríum. Nú til dags er það ljósmyndun frekar en málverkið sem ber mest á í orðræðu um samtímalist (Bate, 2009). Engu að síður eru vísbendingar um að blómaskeið stóru ljósmyndaflekanna sé liðið4. Þannig hefur bandaríski listfræðingurinn George Baker lýst breyttum áherslum í samtímalist um og eftir síðustu aldamót sem „cinematic“ í stað þess að vera „photographic“ (Baker, 2005).

Ekki verður skorast undan því að skoða breytingar á fagurfræði í myndlist og ljósmyndun sem gæti haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni. Með aukinni notkun á ljósmyndum á seinni hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu telja margir að málverkið hafi losnað undan raunsæinu en ljósmyndun tekið við á því sviði (Bate, 2009). Í bók sinni „Camera Lucida“ lýsir Barthes ljósmyndinni þannig sem gegnsærri hulu sem vísar fyrst og fremst til þess sem myndin er af (Barthes, 2000, bls. 5). Aftur á móti hefur módernistinn og listgagnrýnandinn Michael Fried í nýlegri bók sinni „Why Photography Matters as Art as Never Before“ (2008) tekist á við að greina samtímaljósmyndun út frá formrænum eiginleikum myndanna að fyrirmynd módernistans og gagnrýnandans Clement Greenbergs. Líkt og Greenberg leggur hann ekki áherslu á frásagnarlegt inntak verkanna (Bate, 2009). Túlkun Fried er mjög umdeild þar sem ljósmyndun með áherslu á

4 S.s. ljósmyndir í yfirstærðum á borð við verk eftir Thomas Struth, Andreas Gursky, Candida Höfer og Jeff Wall.

12

Page 13: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

formræna eiginleika og tæknilega útfærslu umfram frásagnarlegt gildi var einkum stunduð á fyrri hluta síðust aldar og því ekki í samræmi við nýlegri kenningar um fagurfræði eða áherslur í samtímalist en sýnir þó að lengi lifir í gömlum glæðum. Enn fremur þegar frásagnargildi ljósmynda er skoðað, þá er vert að hafa í huga kenningar póst-módernistans Jean Baudrillards um hermilíkinguna. Það er skort á möguleikum ljósmynda og annarra miðla til að vísa til veruleikans þar sem hann sé ekki til (Hermann Stefánsson, 2003). Engu að síður er erfitt að taka ekki mið af frásagnareiginleikum ljósmynda í myndlist sem og á öðrum vettvangi þrátt fyrir túlkun módernistans Michael Fried og póst-módernistans Jean Baudrillard.

Umræða um mismunandi sjónarhorn „myndlistamannsins sem nýtir sér ljósmyndun“ og „ljósmyndarans sem sér verk sín sem myndlist“ var áberandi í lok tuttugustu aldar. Umræðan mótaðist annars vegar af viðhorfum til notkunar á ljósmyndum í myndlist, ekki síst í hugmyndalist og hins vegar af áherslum á tæknilega vinnslu, formrænum áherslum eða listiðn hins lærða ljósmyndara. Þessi áherslumunur hefur farið minnkandi þar sem ímynd og verk ljósmyndarans og listamannsins hafa skarast í auknu mæli og ljósmyndarar á ýmsum sviðum hafa sóst eftir því að verk þeirra væru skoðuð sem myndlist (Bate, 2009). Hér á landi má nefna eitt dæmi um viðleitni menntaðra ljósmyndara til að fá sínar myndir viðurkenndar á vettvangi myndlistar en þeir stofnuðu með sér Félag íslenskra samtíma ljósmyndara. Um leið og hin ýmsu svið ljósmyndunar hafa skarast undir merkjum myndlistar á síðustu árum halda ljósmyndir áfram að segja sögur en það er eiginleiki sem e.t.v. er hægt að nýta betur í kennslu myndlistar.

2.4 - Myndlistarkennsla

Að síðustu verða hér teknar fyrir mögulegar forsendur í orðræðu um kennslufræði myndlistar. Hvað er það sem mælir með eða á móti því að ljósmyndun sé nýtt í kennslu myndlistar? Vægi frásagnarlegs inntaks í myndlist hefur undanfarna áratugi farið

13

Page 14: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

vaxandi í mennta listrannsóknum (e. art-based educational research) og myndrænum menningarfræðum (e. visual cultural study) innan kennslufræði myndlistar. Eins og áður hefur verið minnst á þá gætir áhrifa módernismans með áherslu á formhyggju (e. formalism) enn í kennslu myndlistar þrátt fyrir takmarkaðrar áherslur í iðkun myndlistar. Töluverðar deilur hafa skapast milli þeirra sem unna formrænum eiginleikum í myndlistarkennslu og þeirra sem leggja frekari áherslu á myndræn menningarfræði og sjálfs- og samfélagsrýni.

Myndlistarkennsla í grunnskólum miðast enn að miklu leyti við áherslur modernismans þar sem teikning og málun hefur verið í forgrunni. Að sama skapi benda ákveðnar vísbendingar til þess að áhersla á samtímalist sé óveruleg (Atkinson, 2006; Downing og Watson, 2004; Jóhanna Ingimarsdóttir, 2000). Myndlistarkennsla í grunnskólum hefur því ekki verið í takt við þróun myndlistar.5

Nokkrir af helstu hugmyndafræðingum myndlistarkennslu hafa lítið fjallað um mikilvægi samtímalistar í myndlistarkennslu en leggja þeim mun meira upp úr formhyggjunni. Kenningar þessarra fræðimanna hafa haft verulegu áhrif í kennslufræðum myndlistar og meðal annars á þróun fagmiðaðrar myndlistarkennslu (e. disipline based art education, DBAE) sem aðalnámsskrá íslenskra grunnskóla í listgreinum byggir að miklu leyti á (Aðalnámsskrá grunnskóla - listgreinar, 2007). Hér verður lítillega minnst á John Dewey, Eliot W. Eisner og Howard Gardner í þessu sambandi.Að sama skapi sem hugmyndir bandaríska heimspekingsins John Dewey um nám og kennslu eru viðeigandi enn í dag þá eru hugmyndir hans um myndlist litaðar af fagurfræði módernismans eða kenningum formhyggju- og tjáhyggjumanna.

…Formalists like Clive Bell insisted that aesthetic experience capture the “significant” form of the artwork in an immediate apprehension of an irreducible quality of

5 Meðalaldur íslenskra myndlistarkennara er tiltölulega hár og lítið um mannabreytingar í faginu. Þeir/þær hafa því fengið nokkuð hefðbundna mennun í myndlistarkennslu sem enn var í boði á sjötta til níunda áratug síðustu aldar.

14

Page 15: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

the work as a harmonious whole. Dewey's own view, as stated in Art as Experience and elsewhere, remains a classical one in just this sense. (Haskins, 2007-2009)

Aðferðafræðin að mati Deweys liggur í hreinsun alls þess sem er umfram eða ónauðsynlegt við gerð listaverksins eða „retain the essential and get rid of everything else“ (bls. 36). Og síðar á blaðsíðu 124 stendur eftirfarandi:

…art-centered experience are distinguished by their unity and wholeness. The are consummatory. They are accompanied by feelings of fulfillment and satisfaction. The are self-sufficient and meaningful. They do not point beyond themselves.

Í bók sinni „The Arts and the Creation of Mind“ leggur bandaríksi kennslufræðingurinn Eliot W. Eisner áherslu á að opna augu nemenda fyrir möguleikum efnisins og innri formrænum eiginleikum sem efniviðurinn gefur kost á. „How does the image feel? Is there coherence among its constituents parts? Does it hang together? Is it satisfying?“ (Eisner, 2002, bls. 231) og ennfremur „The arts teach its practitioners to think within the constaints and affordness of a material“ (bls. 236). Bandaríski sálfræðingurinn Howard Gardner segir svo um myndlist í bók sinni Art Education and Human Development (1990).

Virtually defenitional in the visual art is the capacity to deal with visual-spatial kinds of symbols– to think in terms of forms, what they reprensent, what feelings they can express, how they can be composed and combined, and what multiple forms of significance they can embody“. (Gardner, 1990, bls. 42)

Ekki er laust við að hér bergmáli formhyggjan í áherslu á merkingarbært form (e. significant form) að hætti eins af upphafsmönnum formyggjunnar Clive Bells. Síðar á sömu blaðsíðu varar Gardner við að rækta hugmyndir um of í myndlistarkennslu:

It would be a tragedy if a more conceptually based art education became yet another venue for verbally talented

15

Page 16: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

children to “show their stuff” while ceasing to provide a preserve for children with special visual, spatial, physical, or personal talents (bls. 42).

Vinna með inntak og hugmyndir og þróun þeirra hefur verið eitt af megin einkennum samtímalistar undanfarna áratugi. Það verður því ekki sagt að daumsýn Gardners um myndlistarkennslu spegli áherslu á samtímalist nema síður sé. Það má velta því fyrir sér hvort sjónarhorn þessa heiðursmanna minni ekki á hreinsun formsins að hætti formhyggjunnar, á listavekið sem sjálfstæða einingu með litla samfélagslega tilvísun?

Áhugi á breytingum í myndlistarkennslu hefur á síðust áratugum sýnt sig í útgáfu bóka og greina sem fjalla um þörfina á því að laga námið að samtímalist og viðfangsefnum þess. Það að nemendur séu sér betur meðvitaðir um þýðingu á vaxandi notkun myndmáls, á mikilvægi samfélaglegrar skírskotunar og gagnrýnis hugarfars. (Atkinson, 2006; Freedman, 2003; Gaudelius og Speirs, 2002; Illeris, 2005; Neperud, 1995). Hér verða nefndar tvær nálganir í kennslu myndlistar sem hafa haft veruleg áhrif síðustu tvo áratugina á orðræðu í kennslufræði myndlistar. Það er svokölluð myndræn mennigarfræði (e. visual cultural study) og áhrif listrannsókna á myndlistarkennslu. Áður hefur verið vitnað í bók Kerry Freedmans „Teaching Visual Culture“ (2003) en þar segir enn fremur um mikilvægi myndlistarkennslu til skilnings á menningu okkar og á okkur sjálfum.

Unless people are given instruction, they may never get beyond the surface of the images and designed objects they see every day. When students develop a deeper understanding of their visual experiences, they can look critically at surface appearances and begin to reflect on the importance of the visual arts in shaping culture, society, and even individual identity (Freedman, 2003, bls. xi).

16

Page 17: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

Freedmann hefur ennfremur eins og fleiri fræðimenn6 mælt með því að kennsla í listum sé skilgreind sem grunnur að almennri námsskrá eða með hans orðum: „Teaching visual culture requires that art education be seen as fundamental to any study of culture and that culture is seen as foundational to art education“ (bls. 127).

Í félagsfræði menntunar er bent á að ungmenni takast á við framtíð sína með öðrum hætti en áður. Einstaklingsvæðing á síð-nútíma lýsir sér í því að einstaklingar þurfa í ríkara mæli en áður að aðlaga sig og lífsögu sína í samræmi við breytilegar aðstæður. Lífsaga sem einkennist af vali frekar en föstu viðmiði er ekki síst viðleitni til þess að mynda merkingarbæra samfellu í lífshlaupi þess sem tekst á við síbreytilegar aðstæður. Þannig segir í bók Gests Guðmundssonar, Félagsfræði menntunar um lífsögu viðmið (e. normal biography) og lífssögu val (e. choice biography). „Lífssaga fyrri kynslóða tók mið af föstum viðmiðum […] en lífssaga yngri kynslóða tekur mið af því að stöðugt þarf að velja á milli ólíkra kosta“ (Gestur Guðmundsson, 2007, bls. 119). Það er því ekki vanþörf á því að skólinn taki mið af þessum aðstæðum og hugi að sjálfsmótun ungmenna og umhyggju eins og Sigrún Aðalbjarnardóttir bendir á í bók sinni „Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar“ (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007).Freedman og aðrir talsmennt menningarfræða innan myndlistar hafa bent á möguleika myndlistar til þess að stuðla að jákvæðum þroska ungmenna og sem verkfæri í sjálfsmótun þeirra (Aguirre, 2004; Atkinson, 2006; Illeris, 2005; Stanley, 2003). Innan listrannsókna (t.d art-based educational research og a/r/tography) hefur einnig verið lögð áhersla á áhrif myndlistariðkunar, einkum ljósmyndunar, í sjálfsmótun ungmenna (Ashburn, 2007; Bach, 2001; Beck, 2009; Mäkiranta og Ylitapio-Mäntylä, 2011; Sharples, Davison, Thomas og Rudman, 2003). Með nokkurri einföldun má skilgreina listrannsókn þar sem litið er á list sem rannsókn. Því er

6 T.d. Mary Ann Lee í grein sinni „Learning Through the Arts“ en þar er áherslan á dans sem grunnur að almennri námsskrá.

17

Page 18: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

hægt að skoða listiðkun sem þekkingarsköpun, einkum þegar við höfum í huga breytt viðhorf til þess sem kallast getur þekking samkvæmt eigindlegum rannsóknum. Rannókn á stöðu okkar í samfélagi annarra og leið til þess að tjá sig og skilja eða „A/r/tography […] is concerned with self-study, being in community, relational and ethical inquiry …“ (Springgay, Irwin, Leggo og Gouzouasis, 2008, bls. xix). Hlutverk listamannsins/rannsakandans/kennarans er ennfremur skilgreint sem samtvinnuð sjálfsmynd innan a/r/tography. Samkvæmt þessum áherslum eru markmið myndlistarkennslu umfram annað að greina og hafa áhrif á bæði samfélag sitt og sjálfsmynd í sköpun sinni. Eins og áður segir þá er ljósmyndun mikilvæg iðkun í þeirri rannsókn. Ef við gefum okkur þessar forsendur þá er rökrétt framhald frekari samþætting myndlistarkennslu/iðkunar við annað nám.

Eins og sjá má af því sém hér hefur verið sagt um mögulegar forsendur rannsóknarspurningar þá er í mörg horn að líta. Fræðilegri úttekt verður einkum beitt þar sem orðræðan um þýðingu ljósmyndunar, myndlistar og kennslufræði myndlistar skarast. Grunnur að þeirri geiningu er sú heimspeki sem fjallar um „myndrænuna“ og við höfum vikið að hér í upphafi þessa kafla. Það sem er mér ofarlega í huga eftir þessa upptalningu á mögulegum forsendum er að afmarka væntanlegt lesefni til útektar eins og mögulegt er. Í næsta kafla verður fjallað um skipulag, afmörkun og áherslur í fræðilegri úttekt.

3 - Aðferð

Hér verður gerð grein fyrir aðferðum við öflun gagna, greiningu á gögnum og mat á gæðum rannóknar. Ennfermur verður fjallað um eigin aðkomu að rannsókninni og siðferðisleg álitamál. Fræðileg úttekt er það rannsóknarsnið sem verður beitt í væntanlegri rannsókn. Ástæðan er sú að til stendur að skoða og greina þau fræði sem snerta rannsóknarspurninguna. Hvorki tölulegar

18

Page 19: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

upplýsingar né viðtöl svo nokkuð sé nefn eru því viðgeigandi gögn þar sem einkum er verið að skoða heimspekilegan grunn, kenningar og fræðilegan texta innan ljósmyndafræði (e. photo theory), myndlistarfræði og kennslufræði myndlistar. Rannsóknarsniðið hefur margt sameiginlegt með eigindlegum rannsóknum þó ekki sé það nefnt sem sérstakt rannsóknarsnið í handbókum um eigindlega aðferðafræði (Ary, Jacobs og Sorensen, 2010; Flick, 2009; Lichtman, 2010). Það sem er sameiginlegt er áþekk aðferð í kóðun og þemagreiningu á viðtölum og fræðilegum texta. Enn fremur má greina svipuð grunnviðhorf til þekkingarsköpunar. Finna má nokkuð ítarlega umfjöllun um fræðilega úttekt sem rannsókn í handbók Chris Hart „Doing your Masters Dissertation“ (2005). Erftirfarandi er lausleg þýðing á fjórum vinnslustigum fræðilegrar úttektar (bls. 140).

I

Afmörkun viðfangsefnis og rannsóknarspurning sett fram. Færð rök fyrir því að hægt sé að nýta sér rannsóknir og fræðileg skrif

til þess að svara því sem er til athugunar eða auka skilning á málefninu. Skrif fræðimanna um efnið eru þannig skilgreind sem rannsóknargögn.

II

Gagnaleit er hönnuð á markvissan hátt til þess að auðvelda afmörkun fræðanna.

Í þessu felst að skilgreina hvað getur talist gild og gagnleg heimild og hvernig heimilda verður aflað.

III

Fræðin eru greind á gagnrýnan hátt í þeim tilgangi að finna gögn sem nýta mætti í rannsókninni.

Í þessu felst að koma auga á, skoða hinar ýmsu greiningar og nálganir þess sem er til skoðunar. Afbyggja/greina megin röksemdir og meta þær miðað við gefnar forsendur. Ef þær byggjast á niðurstöðum þá skal gera grein fyrir þeim bæði sérstaklega og á almennum grundvelli.

19

Page 20: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

IV

Einstakir liðir greiningarinnar eru sameinaðir í viðeigandi flokka sem eiga sér hliðstæður í fræðunum og sýna andstæðar niðurstöður.

Einnig er æskilegt að slíkir flokkar sýni bæði viðeigandi og sundurleit sjónarmið hvað varðar efni rannsóknarinnar þannig að úttektin sýni yfirgripsmikla og skýra þekkingu á verkefninu/vandanum, uppruna þess og þróun.

Einnig skal leitast við að sýna með hvaða hætti hin fræðilega úttekt sem byggð er á fræðilegum heimildum, getur nýst sem grunnur að tillögum til úrbóta.

Í væntanlegri rannsókn verður ennfremur stuðst við ýmis fræði og greinar sem fjalla um öflun og greiningu gagna í fræðilegri úttekt.

Í grein Richard J. Torraco um samþætta fræðilega úttekt „Writing Integrative Literature Reviews“ (2005) er leitast við að skapa nýjan skilning á efni rannsóknarinnar með gagnrýnum samanburði og samþættingu gagna. Samþætt fræðileg úttekt rannsakar annað hvort viðfangsefni sem þegar hefur fengið að þróast eða viðfangsefni sem er nýtt á nálinni. Ef viðfangsefni rannsóknar hefur þróast til lengri tíma, eykst þröfin á samþættri úttekt, gagnrýnni umfjöllun og mögulegri endurskilgreiningu á fræðilegum bakgrunni. Viðfangsefni sem fjalla um nýlegri fyrirbæri hafa hins vegar þörf fyrir úttekt sem skapar heildræna sýn og samantekt á meginhugmyndum en þá eru meiri líkur á því að úttektin stuðli að nýjum hugmynda- og kenningagrunni og hugmyndafræðilegum líkönum. Hvor leiðin sem er farin er þess vænst að úttektin leið af sér þekkingu t.d. fræðilegt líkan sem dregur fram nýtt sjónarhorn á viðfangsefni rannsóknarinnar. Hægt er að nýta sér samþætta fræðileg úttekt til þess að skoða mótsagnakenndar niðurstöður, þegar rannsókn snertir mörg fræðasvið eða þegar áherslu- og stefnubreytingar verða. Áætluð rannsókn um gildi ljósmyndunar í kennslu myndlistar snertir nokkur fræðasvið og því viðeigandi að taka mið af umföllun Torraco af samþættri fræðilegri úttekt. Viðfangsefni rannsóknarinnar er tæplega alveg nýtt á nálinni þar

20

Page 21: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

sem ljósmyndun hefur í einhverjum tilfellum erlendis verið nýtt í kennslu myndlistar sem tekur mið af s.s. myndrænni menningarfræði og listrannsóknum. Gera má ráð fyrir því að þörf sé á endurskilgreiningu á fræðilegum bakgrunni myndlistarkennslunnar sem kann að leiða af sér stefnubreytingu í kennslu.

Önnur grein sem er ekki síður áhugaverð er „Literature Review As Creative Inquiry: Reframing Scholarship As a Creative Process“ eftir Alfonso Montuori (2005) en hann er bæði fræðimaður og tónlistarmaður sem skýrir e.t.v. áherslur hans á skapandi þátt fræðilegrar úttektar. Greinin lýsir því hvernig hægt er að beita fræðilegri úttekt sem skapandi rannsókn og þátttöku í fræðilegu samfélagi. Skapandi fræðileg úttekt getur tekið fyrir og endurskoðað fastheldin viðtekin viðhorf bæði samfélagsins og okkar eigin. Slík úttekt hafnar hugmyndum um hlutlausa aðkomu höfundar að fræðilegri úttetk. Alfonso lýsir því jafnframt hvernig skapandi fræðileg úttekt getur stuðlað að sjálfsskoðun þess sem stundar slíkar rannsóknir. Rannsakandinn mótar hugmyndafræðilegan strúktúr og afmörkun úttektarinnar, velur það sem honum finnst viðeigandi og sleppir öðru. Ef við líkjum úttekt við kortagerð þá verðum við að hafa hugfast að kortið getur aldrei orðið það sem er kortlagt. Skapandi fræðilegt úttekt eru virk samskipti við fræðilegan texta og fræðasamfélagið í stað þess að líta á slíkan texta sem dauðan bókstaf. Undir samtvinnuðum grunneiningum samfélagsins hvílir mismunandi menningarlegur bakgrunnur, afstaða og félagsleg staða okkar eins og net sem teygir sig undir heilu heimsálfurnar. Í skapandi fræðilegri úttekt er áríðandi að greina þennan bakgrunn sem kann að fléttast inn í viðfangsefnið og hafa áhrif á það. Alfonso flokkar þennan bakgrunn í þrennt.Faglegur bakgrunnur (e. disiplinary) t.d. mismunandi fræðasvið byggja á ólíkum þekkingarfræðilegum grunni s.s. sálfræði sem skilgreinir einstaklinginn sem frumeiningu samfélags og félagsfræði sem tekur mið af samfélaginu sem mótar

21

Page 22: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

einstaklinginn. Þverfaglegar rannsóknir geta stuðlað að því að stokka upp afmörkuð, þröng fræðasvið og skapað nýja nálgun, verðmæta þekkingu ef ekki endurbætta sýn á fræðasviðin.Menningarlegur bakgrunnur s.s. ólík nálgun fólks með mismunandi menningarlegan bakgrunn, með ólík tungumál og frá ólíkum löndum eða heimsálfum. Heimssýn (e. paradigmatic) sem er nánast inngróið viðhorf sem byggir á undirliggjandi afstöðu okkar til tilverunar. Áherslur Alfonso á skapandi þekkingarsköpun og greiningu á undirliggjandi viðhorfum, faglegum og menningarlegum bakgrunni er áhugavert og til eftirbreytni. Fyrri umfjöllun í þessari rannsóknaráætlun um mögulegar forsendur snerta bæði faglegan og menningarlegan bakgrunn auk umfjöllunar um mismunandi heimspekilegan bakgrunn eða heimssýn sem kann að hafa áhrif á efni rannsóknarinnar. Þessar forsendur verða hafðar að leiðarljósi í frekari gagnaleit og úttekt í væntanlegri rannsókn.

Í nánari útfærslu á flokkun og skipulagi á gagnaleit, þemagreiningu og samþættingu verður einkum leitað til handbóka um fræðilega úttekt og ritgerðarsmíði s.s. Doing Literature Review (Chris Hart, 1998), Doing your Master Dissertation (Chris Hart, 2005) og The Literature Review – A Step-by-step Guide for Students (Ridley, 2008).

Að síðustu má benda á einkar fróðlega grein sem fjallar ítarlega um skipulega gagnaleit, skráningu og flokkun í fræðilega úttekt „Analyzing the past to prepare for the future: Writing a literature review“ (Webster og Watson, 2002). Þar er mælt með því að fyrst sé leitað að greinum á netgáttum í efnisyfirliti lykiltímarita þeirra sviða sem rannsóknin tekur til. Eftir að hafa fundið þar áhugaverðar og viðeigandi greinar er leitað í heimildalista að eldri greinum, einkum þeim sem geta talist grunnheimildir eða lykiltextar. Að síðustu er leitað að yngri greinum sem hafa vitnað í þessar grunnheimildir. Til þess er hægt að notfæra sér þjónustu gagnabanka s.s. Web of Science. Einnig er hægt að leita í efnisyfirlit yfir efni frá nýlegum ráðstefnum en þar eru frekari líkur

22

Page 23: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

á því að finna það sem er hvað nýjast á hverju sviði. Þegar nýjar hugmyndir eða þema eru hætt að koma í ljós eftir ítarlega leit með þessum hætti þá eru sterkar líkur á því að viðunandi yfirlit yfir fræðasviðið sé komið. Fræðileg úttekt miðar að því að greina þema eða megin hugmyndir sem endurtak sig í fræðunum. Höfundar greinarinnar mæla með því að skrá slíkar hugmyndir í töflu (matrix) þar sem nöfn þeirra greina sem úttektin tekur fyrir er á lóðréttum ás en þær lykilhugmyndir sem þar eru greindar eru á láréttum ás. Ég hef gert tilraunir með ýmis afbrigði af slíkri töflu í þessari rannsókn og þær gefist vel. Lögð verður áhersla á að þemagreining, samþætting og úrvinnsla miðist fyrst og fremst að því að varpa ljósi á rannsóknarspurninguna, efni rannsóknarinnar.

Við mat á rannsókninni verða niðurstöður hennar og áherslur bornar saman við rannsóknartilgátu og markmið rannsóknarinnar. Leitast verður við að fá sjónarhorn félaga, myndlistarmanna og myndlistarkennara á efni rannsóknarritgerðar á meðan á úttekt stendur. Einkum er það þó leiðbeinandi minn, Hlynur Helgason, og sérfræðingar frá Háskóla Íslands sem ég mun leita til og óska eftir athugasemdum. Eigin reynsla af myndlistarkennslu og iðkun myndlistar einkum með áherslu á ljósmyndun, hefur óhjákvæmilega áhrif á það hvernig ég nálgast viðfangsefnið. Ég mun hins vegar gera mér far um að vega og meta af sanngirni andstæð sjónarmið. Eins og áður hefur komið fram í gein Alfonso Montuori er hlutleysi höfundar hér hafnað eða eins og segir í greininni um muninn á hlutleysi og svo kölluðu síð-hlutleysi:„Hlutleysi: Staða og viðhorf þess sem stundar rannsóknir á ekki að rata inn í lýsingu á rannsókn. Síð-hlutleysi: Lýsing á rannsókn á einnig að greina frá stöðu og viðhorfum þess sem rannsakar“ (vitnað í Van Foerster, 1983, p. xviii).Þessi afstaða er af sama toga og sjá má í eigindlegum aðferðafræðum (Lichtman, 2010). Einnig verður tekið mið af fyrirbærafræðilegri nálgun þar sem rannsakandi leitast við að

23

Page 24: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

skoða afstöðu sína „innan sviga“ (Sigríður Halldórsdóttir, 2003; Zahavi, 2008)7

Leitast verður við að fjalla um textaskrif annarra þannig að framlag þeirra njóti sannmælis og gagnrýni á fyrri fræðimenn og kenningar sé hófstillt og raunsæ. Jafnframt verður kappkostað að gera þeim fræðum sem snerta efni rannsóknarinnar eins full skil og kostur er.

4 - Áætlun

Skil lokaritgerðar er áætluð vorið 2012. Ritgerðin er 20 einingar og því er við hæfi að hafa efni hennar í samræmi við það. Þar sem efni rannsóknarinnar nær engu að síður yfir vítt svið þá mun hin fræðilega úttekt taka sinn tíma, einkum þar sem höfundur stundar vinnu með námi. Í aðalatriðum er vinnuáætlunin sú að vinna frekar að því að kynna sér fræðin almennt á þessu sumri. Það felur í sér að leita að greinum og viðeigandi texta, hefja greiningu á hugmyndum í töflur (matrix), endurskoða rannsóknaráætlun og afmarka viðfangsefnið. Endurskoðuð rannsóknaráætlun skilist í haust eða fyrir 1 september. Næsta haust og fram að áramótum er gert ráð fyrir markvissari úttekt á því efni sem endurskoðuð og nákvæmari rannsóknaráætlun gerir ráð fyrir. Eftir áramót verður síðan hafist handa við ritun rannsóknarritgerðar. Nákvæmari tímaáætlun verður sett fram næsta haust og aftur um næstu áramót.

5 - Lokaorð

Ljósmyndun í kennslu myndlistar? Þessi rannsóknarspurning virðist einföld í sjálfu sér. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að það eru ýmis fræðasvið sem snerta efni hennar. Nokkuð ítarlegur listi hefur verið settur fram yfir mögulegar forsendur sem gætu haft 7 Í bók Gests Guðmundssonar, Félagsfræði menntunar, er jafnframt fjallað um afturblik sem leið til þess að skoða aðkomu rannsakandans samkvæmt gagnrýnni kenningu. (Gestur Guðmundsson, 2007, bls. 124).

24

Page 25: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

áhrif á svarið. Svo sem heimspekilegur bakgrunnur og tilvist myndarinnar, kenningar um ljósmyndun innan myndlistar og kennslufræði myndlistar. Myndin er það hugtak sem einna helst tengir þessi svið. Hvers vegna hefur hún slíka þýðingu sem raun ber vitni? Hver er sá galdur sem myndin framkallar? Hvaða þýðingu hefur ljósmyndun fyrir iðkun og kennslu myndlistar? Gert er ráð fyrir því að listi yfir mögulegar forsendur taki breytingum eftir því sem rannsókn miðar áfram enda snýst rannsóknin um leit og úttekt á mögulegum forsendum. Það er von mín að rannsóknin komi til með að hafa uppbyggileg áhrif á orðræðu um þýðingu ljósmyndunar í kennslufræði myndlistar einkum ef það hefur í för með sér framþróun í kennslu myndlistar.

Reykjavík, 19. maí, 2011.Magnús V. Guðlaugsson

25

Page 26: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

6 - Heimildir

Aguirre, I. (2004). Beyond the understanding of visual culture: A pragmatist approach to aesthetic education. International Journal of Art & Design Education, 23(3), 256-269. Sótt af http://web.ebscohost.com/ehost/viewarticle?data=dGJyMPPp44rp2%2fdV0%2bnjisfk5Ie45PFIsKe0Sq6k63nn5Kx95uXxjL6prUm1pbBIrq%2beS7iosFKuqJ5oy5zyit%2fk8Xnh6ueH7N%2fiVa%2bus1G1qa5Mr6qkhN%2fk5VXj5KR84LPfiOac8nnls79mpNfsVa%2bqtVG2pq5QpNztiuvX8lXk6%2bqE8tv2jAAA&hid=9

Ary, D., Jacobs, L. C. og Sorensen, C. (2010). Introduction to research in education (8 útgáfa). Belmont: Wadsworth.

Ashburn, L. (2007). Photography in Pink Classrooms. International Journal of Art & Design Education, 26(1), 31-38. Sótt af http://search.ebscohost.com/login.aspx?direct=true&db=aph&AN=23750265&site=ehost-live úr aph.

Atkinson, D. (2006). School Art Education: Mourning the Past and Opening a Future. Jade, 25(1), 16-27.

Sigrún Aðalbjarnardóttir, S. (2007). Virðing og umhyggja - Ákall 21. aldarinnar. Reykjavík: Mál og menning.

Aðalnámsskrá grunnskóla - listgreinar. (2007). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Bach, H. (2001). The place of the photograph in visual narrative research. Afterimage, 29(3), 7. Sótt af http://proquest.umi.com/pqdweb?did=92500977&Fmt=7&clientId=58032&RQT=309&VName=PQD

Baker, G. (2005). Photography's Expanded Field. Í (bls. 120-140): MIT Press. Sótt af http://search.ebscohost.com/login.aspx?direct=true&db=aph&AN=19064211&site=ehost-live

Barthes, R. (2000). Camera lucida. London: Vintage. Barthes, R. (2005). Retórík myndarinnar. Í G. ó. Guðmundsdóttir og

S. Óskarsdóttir (Ritstj.), Ritið - Orð og mynd. Reykjavík: Hugvísindastofnun Háksóla Íslands.

Bate, D. (2009). Photography, the key concepts. Oxford: Berg. Beck, R. J. (2009). The Cultivation of Students' Metaphoric

Imagination of Peace in a Creative Photography Program. International Journal of Education & the Arts, 10(18). Sótt af http://search.ebscohost.com/login.aspx?direct=true&db=eric&AN=EJ859049&site=ehost-live úr eric.

Cotton, C. (2009). The Photograph as Contemporary Art. London, New York: Thames & Hudson world of art.

26

Page 27: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

Downing, D. og Watson, R. (2004). School art: what's in it? - Exploring arts in secondary schools. Í. The Mere.

Easthope, A. (2001). Postmodernism and critical and cultural theory. Í S. Sim (Ritstj.), The routledge companion to postmodernism. London: Routhledge.

Eisner, E. W. (2002). The Arts and The Creation of Mind. New Haven og London: Yale University Press.

Flick, U. (2009). An introduction to qualitative research (4 útgáfa). London: Sage Publicaton.

Freedman, K. (2003). Teaching Visual Culture. New York, Reston: Teachers Collage Press.

Gardner, H. (1990). Art Edudation and Human Development. Los Angeles: The J. Paul Getty Museum.

Gaudelius, Y. og Speirs, P. (Ritstj.). (2002). Contemporary Issues in Art Education. New Jersy: Prentice Hall.

Gelder, H. v. og Westgeest, H. (2011). Photography theory in historical perspective. Oxford: Wiley-Blackwell.

Gestur Guðmundsson. (2007). Einstaklingsvæðing í síðnútíma, Einstaklingsvæðing í síðnútíma - Kenningar Ulrichs Beck, Anthonys Giddens og Thomasar Ziehe. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.

Sigríður Halldórsdóttir. (2003). Vancouver-skólinn í fyrirbærafræðum. Í K. K. Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Hart, C. (1998). Doing a literature review - Releasing the social science research imagination. London: Sage Publications.

Hart, C. (2005). Doing your master dissertation. London: SAGE Publication.

Haskins, C., o.fl. (2007-2009). Dewey, John, Oxford Art Online (Vol. Encyclopedia of Aesthetics): Oxford University Press.

Illeris, H. (2005). Young people and contemporary art. International Journal of Art & Design Education, 24(3), 231-242.

Jóhanna Ingimarsdóttir. (2000). Höndin hlýðir sálinni og hreyfist sem hugurinn vill - Áherslur tólf myndlistarkennara í kennslu. Kennaraháskólí Íslands, Reykjavík.

Lichtman, M. (2010). Qualitative research in education: A user's guide (2 útgáfa). London, Singapore: Sage Publication.

Montuori, A. (2005). Literature Review As Creative Inquiry. Journal of Transformative Education, 3(4), 374-393. Sótt af http://jtd.sagepub.com/cgi/content/abstract/3/4/374

27

Page 28: Háskóli Íslands - Menntavísindasvið. Lokaverkefni til …€¦ · Web viewLjósmyndun í kennslu myndlistar? Rannsóknaráæltun fyrir fræðilega úttekt á gildi ljósmyndunar

Mäkiranta, M. og Ylitapio-Mäntylä, O. (2011). Listrannsókn - fyrirlestur. Erindi var flutt á Fyrirlestraröð listkennsludeildar Reykjavík.

Neperud, R. W. (Ritstj.). (1995). Context Content and Community in Art Education. New York: Teachers Collage Press.

Ridley, D. (2008). The literature review - A step-by-step guide for students. London: Sage Publications.

Rorty, R. (1999). Philosophy and social hope. London: Penguin Books.

Sharples, M., Davison, L., Thomas, G. V. og Rudman, P. D. (2003). Children as Photographers: An Analysis of Children's Photographic Behaviour and Intentions at Three Age Levels. Visual Communication, 2(3), 303-330. Sótt af http://vcj.sagepub.com/cgi/content/abstract/2/3/303

Anna Kristín Sigurðardóttir. (2007). Þróun einstaklingsmiðaðs náms í grunnskólum Reykjavíkur. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 7. maí, 2011 af http://netla.khi.is/greinar/2007/012/index.htm

Sim, S. (2001). Postmodernism and philosophy. Í S. Sim (Ritstj.), The Routledge companion to postmodernism (bls. 401). London: Routledge.

Springgay, S., Irwin, R. L., Leggo, C. og Gouzouasis, P. (Ritstj.). (2008). Being with a/r/tography. Rotterdam: Sense Publishers.

Stanley, N. (2003). Young people, photography and engagement. International Journal of Art & Design Education, 22(2), 134-144. af <Go to ISI>://000185289200002

Hermann Stefánsson. (2003). Sjónhverfingar. Reykjavík: Bjartur. Trodd, C. (2001). Postmodernism and art. Í S. Sim (Ritstj.), The

Routledge companion to postmodernism. London: Routhledge.

Webster, J. og Watson, R. T. (2002). Analyzing the past to prepare for the future: Writing a literature review., MIS Quarterly, (Vol. 2, pp. 26): ABI/INFORM Global.

Wylie, J. (2007). Landscape. Abingdon & New York: Routledge. Zahavi, D. (2008). Fyrirbærafræði (B. Þorsteinsson þýddi). 2008:

Heimspekistofnun - Háskólaútgáfan.

28