gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i gildi vinsælla...

67
i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun Guðmundur Daði Kristjánsson Leiðbeinandi: Þórarinn Sveinsson LOKAVERKEFNI TIL B.S. PRÓFS Maí 2011

Upload: dangkiet

Post on 02-May-2018

226 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

Page 1: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

i

Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn

gegn meiðslum og ofþjálfun

Námsbraut í sjúkraþjálfun

Guðmundur Daði Kristjánsson

Leiðbeinandi: Þórarinn Sveinsson

LOKAVERKEFNI TIL B.S. PRÓFS

Maí 2011

Page 2: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

ii

Útdráttur

Það eru miklar líkamlegar og andlegar kröfur gerðar til íþróttamana. Til þess að ná sem

mestum árangri þarf að viðhalda miklu æfingarmagni og ákefð en við áreynslu fara af stað

ýmsir ferlar í líkamanum sem trufla samvægi hans. Þetta ójafnvægi hefur neikvæð áhrif á

starfræna getu líkamans og sem er þá skilgreint sem þreytuástand. Aðalmarkmið

ritgerðarinnar er að skoða hvort ýmsar endurheimtaraðferðir hafi eitthvert gildi sem

forvörn gegn meiðslum eða ofþjálfun. Það verður einnig farið yfir ýmsar kenningar um

orsök þreytu og hvernig hún eykur á meiðslahættu. Niðurstöðum rannsókna stangast mikið

á um hvort meintar endurheimtaraðferðirnar hafi í raun einhver áhrif á endurheimt

starfrænnar getu. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja til um hvort þessar aðferðir minnki

líkurnar á meiðslum af völdum þreytu. Það hafa ekki verið gerðar langtímarannsóknir sem

þarf til að gefa skýrari mynd á hvort þessar aðferðir hafi einhver áhrif á meiðslatíðni.

Page 3: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

iii

Do popular recovery strategies play a role in

prevention of injury and overtraining.

Abstract

An athlete endures a great deal of physical and mental stress. In order to achieve great

results, one has to be able to maintain high training volume and intensity. During exertion

many metabolic events occur throughout the body that may disrupt the body’s

homeostasis. This loss of homeostasis within the body will result in declination of

functional ability which is then defined as fatigue. The main goal of this thesis is to

examine whether various recovery methods might play a role in the prevention of injuries

and overtraining. Also some theories about the onset of fatigue will be reviewed and how

fatigue can increase the risk of injury. There are a lot of conflicts in the findings of the

researches about whether these proposed recovery strategies truly affect the recovery of the

body’s functional ability. Therefore, it is not possible to predict if these methods will

reduce the risk of an injury being caused by fatigue. Furthermore, no long term studies

have been conducted on this matter which is needed to give a clearer picture whether these

modalities have any effect on injury rates.

Page 4: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

iv

Orðalisti

MTK = Miðtaugakerfi

Sinahnökri = Golgi tendon organ

PRICE = Protection, Rest, Ice, Compression, Elevation. Aðferð notuð til að minnka bólgu og verki

strax í kjölfar tognana eða maráverka. Fyrirbyggja frekari meiðsl, hvíld, kæling, þrýstingur og

upphækkun á útlim.

RM = „resistance max“ hugtak notað til að ákvarða ákefð í lyftingum. 1RM er það sem

viðkomandi getur mest lyft einu sinni. Þá er 6RM sú þyngd sem viðkomandi getur lyft 6 sinnum

mest. 80% af 6RM er 80% af þeirri þyngd sem viðkomandi getur lyft 6 sinnum.

Pi = ólífrænt fosfat

semjukerfi= sympatíska taugakerfið

utansemjukerfi = parasympatíska taugakerfið

Page 5: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

v

Efnisyfirlit

ÚTDRÁTTUR ................................................................................................................................... I

DO POPULAR RECOVERY STRATEGIES PLAY A ROLE IN PREVENTION OF INJURY

AND OVERTRAINING. ................................................................................................................. III

ABSTRACT .................................................................................................................................... III

ORÐALISTI ................................................................................................................................... IV

I. INNGANGUR ............................................................................................................................... 1

II. ÞREYTA OG ENDURHEIMT................................................................................................... 3

Vöðvaþreyta og orkukerfin ......................................................................................................................... 3

Taugaþreyta ............................................................................................................................................... 6

Skemmdir á vöðvaþráðum. ........................................................................................................................ 7

Heildræna líkanið (Complex model/ Central governing model) .................................................................. 9

Endurnýjun kolvetnabirgða .......................................................................................................................11

Við niðurbrot vöðva ..................................................................................................................................12

Taugakerfið ...............................................................................................................................................13

Þrjú tímabil endurheimtar .........................................................................................................................14

Ofþjálfun ...................................................................................................................................................15

Basedowoid og Addisonoid ofþjálfunar kenningin. ..................................................................................... 15

III. VINSÆLAR AÐFERÐIR TIL AÐ AUKA ENDURHEIMT............................................... 16

Virk endurheimt ........................................................................................................................................16

Skammtíma endurheimt .............................................................................................................................. 17

Langtíma endurheimt .................................................................................................................................. 18

Áhrif virkrar hvíldar á endurnýjun glýkógens .............................................................................................. 19

Hita- og kuldameðferðir ............................................................................................................................20

Skiptiböð og mjólkursýra ............................................................................................................................. 21

Skiptiböð og harðsperrur ............................................................................................................................. 22

Kæling .......................................................................................................................................................23

Kæling eftir fallhopp .................................................................................................................................... 24

Kæling og vöðvavinna í lengingu ................................................................................................................. 25

Page 6: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

vi

Kæling og harðsperrur ................................................................................................................................. 25

Kæling og bólgusvörun ................................................................................................................................ 25

Kæling eftir úthaldsálag ............................................................................................................................... 26

Ísnudd .......................................................................................................................................................... 27

Vatnsæfingar .............................................................................................................................................28

Þrýstiklæðnaður ........................................................................................................................................29

Þrýstiklæðnaður og endurheimt vöðvaskemmda ....................................................................................... 29

Nudd .........................................................................................................................................................31

Stöðuteygjur ..............................................................................................................................................35

Sjálfsbandvefslosun ...................................................................................................................................36

IV. SAMBAND MEIÐSLA OG ÞREYTU................................................................................... 37

Þreyta og hreyfistjórn ................................................................................................................................39

Hvenær er meiðslahættan mest? ..............................................................................................................40

Æfingaálag og meiðsli ................................................................................................................................41

V. LOKAORÐ ................................................................................................................................ 42

HEIMILDASKRÁ ......................................................................................................................... 45

Page 7: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

1

I. Inngangur

Það eru gerðar miklar líkamlegar og andlegar kröfur til íþróttamanna. Til þess að ná sem

mestum árangri skiptir máli að geta viðhaldið miklu æfingamagni og ákefð. Við áreynslu

fara af stað ýmsir ferlar í líkamanum sem trufla samvægi (homeostasis) hans. Þetta

ójafnvægi hefur neikvæð áhrif á starfræna getu líkamans sem veldur því að hann fer í

þreytuástand. Í endurheimtarfasanum er líkaminn að komast aftur í samvægi með

tilheyrandi aukningu á starfrænni getu. Afköstin minnka hins vegar ef endurheimt milli

æfinga er ekki nægileg (Bompa, 1999).

Starfræn geta getur átt við styrk, úthald, sprengikraft eða allt saman í heild. Það fer eftir

þörfum íþróttarinnar eða þeim prófum sem eru notuð til að meta árangur rannsóknanna.

Orðið endurheimt getur átt við endurheimt á starfrænni getu, frá því að hún fellur eftir

æfingaálag og þar til hún nær aftur fyrri getu. Slík endurheimt getur falið í sér marga ferla

s.s. endurnýjun orkubirgða, viðgerðir á vöðvaþráðum, færri hömlunarboð frá

miðtaugakerfinu og aukna leiðnigetu taugaþráða. Einnig er hægt að tala um endurheimt

þessara einstöku ferla þegar þeir eru sérstaklega teknir fyrir.

Ef álagið er meira en endurheimtin til lengri tíma koma fram ofþjálfunareinkenni

(Brukner & Khan, 2009) líkt og minnkuð afköst við mjólkursýruþröskuld, viðvarandi

þreyta, hækkuð hjartsláttartíðni, aukinn blóðþrýstingur, hormónaójafnvægi, endurtekin

einkenni í efri öndunarvegi, viðvarandi harðsperrur og þyngdartap. Einnig eiga sér stað

sálræn einkenni líkt og skapgerðarbreytingar, framtaksleysi, lystarleysi, svefntruflanir,

skapstyggð og þunglyndi.

Líkaminn þarf orku- og næringarefni til að geta tekist á við æfingaálag sem síðan þarf

að endurnýja eftir á. Vatn, steinefni, kolvetni og prótín eru mikilvæg næringarefni sem

verða annað hvort fyrir niðurbroti eða tapast úr líkamanum með útskilnaði. Mikilvægt er að

fylla aftur á þessar birgðir svo að líkaminn geti starfað eðlilega og nái aftur samvægi

(Hamilton, 2008). Ef kolvetnabirgðir líkamans klárast fer líkaminn í niðurbrotsástand

(catabolic state). Í gegnum flókin efnaferli brotna fitu- og próteinbirgðir líkamans niður til

að veita honum orku svo að hægt sé að viðhalda starfsemi og samvægi.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þreyta eykur meiðslahættu. Sem dæmi má nefna að

þreyta veldur minnkuðum krafti í dálksvöðvum sem getur aukið hættuna á misstigi

Page 8: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

2

(Gutierrez, Jackson, Kristin, Margiotta & Kaminski, 2007 ; Nyland, Caborn, Shapiro &

Johnson, 1999). Einnig getur þreyta valdið aukinni áhættu á sliti á fremra krossbandi við

lendingar og stefnubreytingar úr hlaupaskrefum. Ýmsar aðferðir eru notaðar í þeim tilgangi

að auka endurheimt milli æfinga svo að hægt sé að ná sem mestu æfingamagni áður en

þreyta fer að hlaðast upp. Sem dæmi um vinsælar aðferðir má nefna kæliböð, skiptiböð,

virka endurheimt („skokka niður“), vöðvateygjur, tímasetningu máltíða, nudd og

sjálfsbandvefslosun (Bishop, Jones & Woods, 2008; Dawson, Cow, Modra, Bishop &

Stewart, 2005; Healey, Dorfman, Riebe, Blanpied & Hatfield, 2011). Skilvirk endurheimt

hjálpar líkamanum að ná samvægi fyrr og þ.a.l. verður hann síður opinn fyrir meiðslum

þegar tekist er á við nýtt æfinga- eða keppnisálag (Bishop o.fl., 2008). Rannsóknir á

þessum aðferðum verða skoðaðar í ritgerðinni og athugað hversu áhrifaríkar þær eru í að

halda þreytu og ofþjálfun í skefjum og viðhalda færni.

Í ritgerðinni verður fyrst fjallað um hvernig þreyta birtist í mismunandi myndum eftir

tegund æfingaálags. Síðan er fjallað um hvernig álag hefur áhrif á orkukerfi líkamans,

taugakerfið og niðurbrot vöðvaþráða. Í framhaldi af því er svo farið í endurheimtarferli

líkamans. Einnig verður farið yfir það hvernig nýlegar hugmyndir um þreytu og

endurheimt draga í efa þær eldri, m.a. með því að setja fram heildrænt líkan yfir þetta ferli.

Rannsóknir á árangri og áhrifum virkrar endurheimtar, hita- og kælimeðferða,

þrýstiklæðnaðs, nudds og stöðuteygja á endurheimt verða einnig skoðaðar. Fjallað verður

stuttlega um sjálfsbandvefslosun og ábendingar um möguleg áhrif hennar á endurheimt og

frammistöðu. Umfjölluninni um þreytu og endurheimt lýkur svo með stuttu ágripi um

ofþjálfun. Í lok aðalhluta ritgerðarinnar verður fjallað um áhrif þreytu á meiðslatíðni og

hvernig þreyta eykur meiðslahættu.

Við heimildaleitina var notast við ProQuest, Pubmed, Sciverse scobus, Cinahl frá

Ebsco, Medline frá Ovid, Web of science og Google scholar leitarvélarnar. Leitað var eftir

rannsóknum, vísindagreinum og yfirlitsgreinum sem landsaðgangurinn og Lerki LHÍ veita

aðgang að. Heimildaleitinni var annars vegar beint að þeim aðferðum sem eru notaðar við

að auka endurheimt og hins vegar þreytu og ýmsum birtingarformum hennar, meiðslum af

völdum þreytu, áhrifum þreytu á hreyfistjórn, ofþjálfun, endurheimt líkamans, liðskyni og

hreyfistjórn. Öll rannsóknarform á mannfólki voru tekin til greina og einnig örfáar tilraunir

á dýrasýnum. Helstu leitarorð voru: Fatigue, metabolic fatigue, central fatigue, peripheral

fatigue, contrast baths, recovery, active recovery, stretching, myofascial release,

compression clothing, selfmyofascial release, CP (creatine phosphate) recovery, metabolic

recovery, injury, proprioception og motor control. Leitast var eftir að finna samband milli

Page 9: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

3

þreytu og meiðsla og hvort vinsælar endurheimtaraðferðir séu áhrifarík forvörn gegn

meiðslum.

II. Þreyta og endurheimt

Vöðvaþreyta og orkukerfin

Við vöðvavinnu er m.a. gengið á kolvetnabirgðir líkamans og vöðvinn þreytist (Bishop

o.fl., 2008). Til að sporna við því hefst m.a. insúlínóháður flutningur glúkósa inn í

vöðvafrumurnar. Þetta ferli viðhelst í um 30-60 mín eftir álag. Eftir að því ferli lýkur tekur

við hægvirkari insúlínháður flutningur inn í vöðvafrumurnar og viðkomandi þarf að

innbyrða kolvetni til að fylla aftur á birgðirnar. Í mjög grófum dráttum er orkan geymd í

ATP birgðum vöðvanna og við niðurbrot ATP í ADP + Pi losnar orkan og vöðvinn getur

dregist saman. Til að viðhalda vöðvavinnu þarf að endurnýja ATP í vöðvanum og það er

gert í gegnum orkukerfin þrjú, ATP-CP, loftháða kerfið og loftfirrta kerfið.

ATP-CP kerfið er fljótvirkt og ríkjandi við mikla ákefð, t.d. spretthlaup, lyftingar, hopp

o.þ.h. (Bompa, 1999). Það reiðir sig á kreatínfosfat (CP) birgðir vöðvans. Þegar það

brotnar niður (CP= C+ Pi) getur fosfathópurinn (Pi) bundist ADP og myndað þá nýtt ATP

(ADP + Pi = ATP) sem er þá orðinn aftur að orkuhlaðinni sameind. Þessar orkubirgðir

endast í um 8-10 s við hámarks ákefð (Bompa, 1999). Kreatínkínasi er mikilvægt ensím í

þessu kerfi. Það er hvati niðurbrots kreatínfosfats og sameiningar fosfathópa við ADP.

Kreatínkínasi hækkar einnig í blóðinu við niðurbrot eða skemmdir á beinagrindarvöðvum

og hjartavöðva. Loftfirrta kerfið tekur svo við þegar ATP-CP kerfið er uppurið. Loftfirrta

kerfið er ríkjandi þegar vöðvavinnan er svo áköf að loftháða kerfið annar ekki

orkuþörfinni. Fyrrnefnda kerfið vinnur um 2,5 sinnum hraðar úr glúkósanum en hið

síðarnefnda. Hins vegar framleiðir loftháða kerfið um 15 sinnum meira ATP úr hverri

glúkósasameind. Við efnaskipti á orkuefnunum safnast upp úrgangsefni sem hafa bæði

bein og óbein áhrif á getu vöðvans til að vinna. Úrgangsefnin hlaðast hraðar upp við

loftfirrta brennslu. Vöðvar geta unnið í allt að eina mín á hámarks álagi með þessum hætti.

Loftháða kerfið notar bæði fitu og kolvetni til að mynda ATP. Því ákafar sem álagið er því

hærra er hlutfall kolvetna. Loftháða kerfið er ríkjandi við vinnu sem varir allt frá 2 mín upp

Page 10: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

4

í marga klukkutíma. Í flestum íþróttagreinum er bæði loftháða og loftfirrta kerfið virkt,

bara misráðandi (Tafla 1).

Tafla 1 Mismunandi orkuþörf íþróttagreina í hundraðshlutföllum. Unnið úr (Bompa, 1999).

Íþróttagrein ATP-CP Loftfirrt Loftháð

100 m hlaup 49,50 49,50 1

400 m hlaup 26,7 55,3 18

5000 m hlaup 10 20 70

100 m sund 23,95 51,1 24,95

400 m sund 10,70 19,30 70

Blak 40 10 50

Fótbolti 60-80 20 0-10

Judo 90 10 0

Listskautahlaup 60-80 10-30 20

Körfubolti 80 20 0

Skíði, svig 40 50 10

Við loftfirrta vinnu verður uppsöfnun á úrgangsefnum, t.d. laktati og H+

jónum

(mjólkursýru) (Bompa, 1999). Við það lækkar pH gildi líkamans og umhverfið verður

súrara sem leiðir til minnkandi viðloðunar súrefnis við hemóglóbín. Við lok 9. áratugar

síðustu aldar voru menn búnir að móta sér eftirfarandi hugmyndir um uppsöfnun H+

jóna

og laktata eða súrnun líkamans;

A. Súrt umhverfi minnkar virkni mikilvægra ensíma í glýkólýsu (myndun mjólkursýru

úr glúkósa) og glýkógenolýsu (niðurbrot fjölsykra í glúkósa).

B. Minnkar samdráttargetu vöðva með því að minnka losun Ca2+

úr vöðvafrymisneti

og binda Ca2+

við trópónín.

C. Lækkað pH-gildi hefur neikvæð áhrif á samdráttarhraða vöðva.

D. Það eru orsakatengsl milli myndunar og magns mjólkursýru og magns vöðvaþreytu,

þ.e.a.s. magn mjólkursýru segir til um magn þreytu (Bishop o.fl., 2008).

Vísindamenn efast nú um þessi tengsl og segja að það sé ekki orsakasamband milli

lækkaðs pH-gildis og getu vöðvans til að mynda kraft og samdráttarhraða. Rök þeirra eru

eftirfarandi:

Page 11: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

5

A. Þegar vöðvi er í súru umhverfi er myndun fosfórýlasa og fosfófrúktókínasa

(mikilvæg ensím fyrir niðurbrot fjölsykra og vinnslu glúkósa) hindruð og það

virðist ekki hafa áhrif á glýkólýsu eða glýkógenólýsu vöðvans (Westerblad, Allen

& Lannergren, 2002). Þó að súrnun umhverfis virðist hafa áhrif á þessi ensím í

einangruðum sýnum við tilraunaaðstæður, er einhver virkni líkamans sem bætir upp

fyrir það í lifanda lífi, þ.e. þegar líkaminn starfar sem heild.

B. Flestar rannsóknirnar voru gerðar með því að bæta H

+ lausn út í einangruð sýni úr

vöðvum, t.d. vöðvaþræði án frumuhimnu, vöðvafrymisneti, stök jónagöng o.þ.h.

Þar kom fram minnkuð virkni þessara frumulíffæra en í heilum vöðvafrumum hafði

H+

ekki áhrif á losun Ca2+

úr vöðvafrymisnetinu. Ádeilan á að H+ hafi áhrif á

bindigetu Ca2+

við trópónín er annars vegar sú að margar rannsóknirnar eru

framkvæmdar í mjög súru umhverfi sem næst aðeins við hrikaleg átök, t.d. við

endurtekna hámarksspretti í 30-40 s. Hins vegar hafa rannsóknirnar einblínt of

mikið á H+

og að mati þessara vísindamanna þarf að veita öðrum þreytuþáttum

meiri athygli. Þeir telja að H+

geti verið einn þáttur af mörgum sem veldur

þreytueinkennum við loftfirrt efnaskipti (Cairns, 2006).

C. Þegar hitastig vöðvans er við líkamshita hefur lækkað sýrustig mun minni áhrif

heldur en við >15°C sem er hitastigið sem rannsóknir voru gerðar við áður fyrr.

Sýrustigið hefur mjög lítil áhrif á samdráttarhraða þegar hitastigið er við 25-37°C

(Cairns, 2006; Westerblad o.fl., 2002).

D. Mjólkursýran getur verið farin úr líkamanum eftir 90 mín en þreytuáhrifin geta

verið enn þá næsta dag eða lengur (Barnett, 2006).

Sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif mjólkursýru á líkamsstarfsemi (Cairns, 2006). Eins

og áður hefur verið nefnt loðir súrefni ekki jafn fast við hemóglóbín og á þá greiðari leið til

vöðvafrumnanna, eykur öndunartíðni, eykur blóðflæði til vöðva og sendir boð til heilans

um að auka vinnu hjarta- og æðakerfisins. Mjólkursýra sem kemur frá vinnandi vöðvum er

tekin upp annars staðar af öðrum vöðvum og er nýtt til orkumyndunar. Fólk með

McArdle‘s sjúkdóminn hefur ekki glýgógen fosfórýlasa og getur þ.a.l. ekki framleitt

mjólkursýru, þau eru mjög þollítil og þreytast mjög fljótt. Þetta er gott dæmi um það hve

glýkólýsan er mikilvægt ferli og að það þurfi líka að taka aðra þætti til greina heldur en

uppsöfnun laktats og H+. Það að ekki sé línulegt samband milli mjólkursýrumagns í blóði

og magns þreytu setur spurningamerki við réttmæti þeirra rannsókna sem notast við

mjólkursýru sem ábendingu um árangur inngripsins eða til að fylgjast með endurheimtinni.

Page 12: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

6

Mjólkursýran hefur augljóslega fastan sess í þreytuferlinu en hann er ekki allur til að hamla

afköstum

Vísindamenn hafa komið fram með nýjar kenningar um þætti sem miðla áhrifum þreytu,

Pi eða ólífrænt fosfat (Westerblad o.fl., 2002). Við niðurbrot kreatínfosfats verður til einn

hópur af Cr (kreatín) og einn hópur af Pi. Pi hópurinn fer fyrst yfir á ATP og svo yfir á

mýósín-hausana eða Ca-dælurnar. Þetta ferli er mikilvægt til að virkja krossbrýr hvítu

vöðvaþráðanna. Þegar það ástand er viðvarandi safnast upp Pi og við ákafa vöðvavinnu

verður skiptingin frá veikari vöðvaþráðunum yfir í þá sterkari hömluð. Þar af leiðandi

verður krafturinn minni. Einnig hafa vísindamenn sett fram eftirfarandi tilgátur um áhrif Pi

á Ca2+

og frymisnet vöðvafrumna:

* Bein áhrif: Pi hefur bein áhrif á jónagöng frymisnetsins og eykur flæði Ca2+

út úr því.

Það veldur því að vöðvinn slakar síður á samdrættinum (krampi).

* Hömlun á upptöku Ca2+

: Pi hamlar orkukræfu upptökuferli vöðvafrymisnetsins á Ca2+

sem veldur þeim skammtímaáhrifum að vöðvinn er lengur að sleppa samdrættinum

(krampi). Langtímaáhrifin eru þau að Ca2+

safnast upp í umfryminu og getur farið inn í

frumulíffærin, s.s. hvatberana eða jafnvel farið út úr frumunni. Þessi minnkun á þéttni Ca2+

í frumunni ætti fræðilega að minnka samdráttareiginleika vöðvans en rannsakendurnir

segjast ekki hafa fundið nægilega sterkar rannsóknir til að styðja þá tilgátu.

* Útfelling: Pi fer inn í vöðvafrymisnetið og sameinast Ca2+

sem minnkar magn nothæfra

Ca2+

jóna. Þar af leiðandi minnkar samdráttargeta vöðvaþráðanna.

Taugaþreyta

Við úttaugaþreytu verður minnkuð virkni úttauga, vöðva- og taugamóta, rafleiðni vöðva

eða minnkuð virkni innan vöðvafrumunnar (Bompa, 1999). Úttaugþreytu er skipt í

rafleiðniþreytu (minnkuð virkni í leiðni taugarinnar) og efnaskiptaþreytu (minnkuð virkni

efnaskipta). Rafleiðniþreyta á sér vanalega stað við álag sem endist í u.þ.b. 60 s við mikla

ákefð. Vöðvakraftur minnkar vegna minni rafleiðni vöðvafrumuhimnunnar sem stafar af

uppsöfnun kalíums (K+) í T-túbum frumnanna og á milli aktín og myósín þráðanna. Þessi

einkenni koma fljótt fram í óupphituðum vöðvum. Efnaskiptaþreyta er aðallega vegna

frumuskemmdar sem á sér helst stað við vöðvavinnu í lengingu. Frumuhlutar

vöðvafrumunnar sem leiða rafboðin eru ekki heilir og leiða því verr eða alls ekki.

Page 13: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

7

Miðtaugaþreyta er talin koma fram við ákafar æfingar til lengri tíma. Lífeðlisleg

einkenni hennar eru færri örvandi taugaboð niður mænuna, verri leiðni niður mænu og

minnkuð virkni hreyfitauga. Samdráttargeta vöðvanna minnkar sem leiðir til slakrar

frammistöðu í íþróttagreininni. Miðtaugakerfið (MTK) gefur hamlandi eða örvandi

skipanir. Undir eðlilegum kringumstæðum sendir MTK örvandi boð til vinnandi vöðva

óhindrað við þjálfun. Með vaxandi þreytu verða hamlandi boð MTK ríkjandi og

vöðvasamdráttur verður minni, færri hreyfieiningar (hreyfitaugin og þeir vöðvaþræðir sem

hún ítaugar) virkjast. Við æfingar og keppni minnka afköst tauganna og ef álagið verður

viðvarandi fara þær í hömlunarham til að vernda sig frá utanaðkomandi álagi. Þær

afskautast síður og vöðvinn missir kraft vegna þess að færri fullvirkar hreyfieiningar eru í

gangi. En nýlegri rannsóknir hafa sýnt fram á MTK-þreytu eftir eitt æfingaálag (eina

æfingu) og allt niður í 60 s. heildarálagstíma (Ross, Goodall, Stevens & Harris, 2010).

Hlaup í mjög langan tíma, 2-5 klst, minnkar hámarksvöðvakraft. En við raförvun hélst

vöðvastyrkurinn óbreyttur sem gefur til kynna þreytu í miðtaugakerfinu því að raförvun er

gefin yfir úttaug og þannig tekið fram fyrir hendur MTK. Þetta sýnir að öll virkni vöðva og

tauga frálægt staðsetningu rafstuðsins hefur enn þá getu til þess að mynda hámarkskraft.

Sömu niðurstöður mátti sjá eftir hlaup í 90 mín sem var ekki fram að örmögnun í rannsókn

(Racinais, Girard, Micallef & Perrey, 2007). Einnig sýndu (Racinais o.fl., 2007) að eftir

10x6 s spretti á hjóli var minnkuð virkni í MTK. Þreyta í MTK hefur því komið fram við

stuttar ákafar lotur og við lengri hlaup. Þegar MTK-þreyta er ráðandi er m.a. hægt að fá

vöðva til að mynda áætlaðan kraft með raförvun eftir að vöðvinn getur ekki endurtekið það

vegna þreytu (Gandevia, 1998). Þetta var aðeins stutt yfirferð á taugavirkni líkamans við

hreyfingu og þreytusvörun.

Skemmdir á vöðvaþráðum.

Styrktarþjálfun (þjálfun gegn utanaðkomandi mótstöðu) og sú þjálfun sem verður til

þess að vöðvinn vinnur mikið í lengingu, t.d. þegar hlaupið er niður brekku, við lendingar

og stefnubreytingar, hafa þau áhrif að vöðvinn verður fyrir skemmdum á smásæjum skala

(Eston, Finney, Baker & Baltzopoulos, 1996; Goodall & Howatson, 2008). Þetta á

sérstaklega við ef viðkomandi vöðvi er óvanur hreyfingunni eða ekki búinn að framkvæma

hana í langan tíma.

Page 14: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

8

Skemmdirnar eru taldar koma á tveimur stigum (Howatson & van Someren, 2008). Því

fyrra er hægt að skipta ennfremur í skaða af völdum efnaskipta og skaða af völdum

mekanísks álags. Tilgátan um skaða af völdum efnaskipta er byggð á því að vöðvinn verði

fyrir blóðþurrð við álag sem stendur yfir í lengri tíma. Þurrðin er talin valda uppsöfnun á

úrgangsefnum, aukinni jónaþéttni og ATP skorti og vefjaskemmdum. Tilgátan um

vöðvaskemmdir af völdum mekanísks álags er sú að vöðvaþræðir verða fyrir skemmdum

sem orsakast af beinu vélrænu álagi. Vöðvinn getur unnið með hátt í tvisvar sinnum meiri

þyngd í lengingu en við samdrátt í styttingu. Í lengdarvinnu eru vöðvadeildirnar ekki

samlaga því að sumar þeirra veita lengingunni meira viðnám en aðrar (Proske & Allen,

2005). Hugsanlega er það vegna þess að tenging krossbrúa milli vöðvaþræðlinga er

hagstæðari og vegna þess að vöðvaþræðlingarnir hafa meira þvermál á einhverjum

tímapunkti. Það verður til þess að veikari vöðvadeildirnar taka upp mestan slakkann.

Krossbrúatengingum þessara vöðvadeilda fækkar þar til engin er eftir. Þá hangir þessi

vöðvadeild bara á hlutlausum vöðvaþræðlingum (desmin, synemin og titin). Við það geta

orðið skemmdir á vöðvaþráðum og vöðvakraftur minnkar. Annars stigs skemmd kemur í

kjölfar fyrsta stigs skemmda vegna ójafnvægis Ca2+

því að utanaðkomandi Ca2+

streymir

inn í umfrymi vöðvafrumunnar (Howatson & van Someren, 2008). Einnig hefur það sést í

sýnum úr rottuvöðva að eftir álag í lengingu veikist himna vöðvafrymisnetsins og Ca2+

flæðir einnig þaðan inn í umfrymið og veldur frekari skaða á vöðvaþráðum,

frymisgrindinni og hvatberum. Frumuhimnan verður gegndræpari og prótín úr umfryminu

leka út í blóðið. Þetta er talið enda m.a. í frumudauða og loks endurnýjun. Reyndar eru

tilgátur um það að frumudauði þurfi ekki að eiga sér stað í svo miklum mæli til að knýja

fram enduruppbyggingu og aðlögun vöðvafrumna. Ásamt þessum skemmdum eykst m.a.

þéttni kreatínkínasa í blóðinu (sem er talinn afleiðing af niðurbroti vöðvaþráðanna),

hámarksstyrkur minnkar og staðbundin bólga myndast. Þessar skemmdir á vöðvaþráðum

eru einnig ein af kenningunum um ástæðu harðsperra (Cheung, Hume & Maxwell, 2003;

Clarkson, Nosaka & Braun, 1992; Eston o.fl., 1996; Howatson, Van Someren &

Hortobagyi, 2007; McHugh, 2003). Howatson & Milak (2009) vildu athuga hvort það væri

ekki hægt að fá sömu svörun með keppnislíkum sprettum. Viðföngin sprettu 15x30 m

spretti með 10 m til að hægja á sér og 60 s hvíld á milli þeirra. Með þessari aðferð tókst

þeim að fá sömu svörun og við mikla styrktarþjálfun í lengingu, þ.e. hækkaðan

kreatínkínasa í blóði, bjúgmyndun, harðsperrur og lækkaðan hámarksstyrk í jafnlengingu.

Þeir gera grein fyrir því að það er mikil vöðvavinna í lengingu við að bremsa sig niður á 10

m eftir 30 m hámarkssprett sem á líklega mikinn þátt í svöruninni.

Page 15: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

9

Heildræna líkanið (Complex model/ Central governing model)

Noakes, Gibson & Lambert (2005) hafa sett fram þá kenningu að þreytan sé mun

víðtækari en fyrri kenningar hafi gefið til kynna og að MTK sé þungamiðjan sem

endanlega ákvarðar afkastagetu líkamans. Samkvæmt þeirra kenningu er þreyta ekki

takmörkuð við eitt kerfi eða er staðbundinn, t.d. súrnun vöðva eða tæming orkubirgða, sem

sagt að það sé ekki línulegt samband milli uppsöfnun úrgangsefna eða tæmingu orkuefna

og þreytu. Þeir benda m.a. á að við átök fer magn ATP vöðvanna aldrei undir 50% af

heildarmagni, sama hvernig álagi hann er undir. Einnig að þreyta sé ekki afleiðing af

truflun á samvægi líkamans heldur að þreytueinkennin komi fram áður en samvæginu er

raskað. Þeir halda því fram að minnkuð afköst séu varnarviðbragð líkamans til að koma í

veg fyrir algjöra örmögnun eða miklar vefjaskemmdir, og er stjórnað af MTK útfrá

aðlægum boðum. En ekki vegna þess að eitthvað líkamskerfi þurfi að verða yfirkeyrt til að

þreytuferli fari af stað eða að uppsöfnun á úrgangsefnum í kjölfarið séu að hamla

samdráttargetu vöðva. Ástæðan er sú að efnaviðtakar taugakerfisins skynja breytingu

sýrustigsins og MTK minnkar afkastagetuna og stýrir m.a. hversu margar hreyfieiningar

eru virkar. Þ.a.l. getur MTK stýrt orkuþörf líkamans í stað þess að laktat og H+ séu að

skapa óhagstætt umhverfi fyrir efnaskipti. Hugmyndir heildræna líkansins eru:

A. Virkni hreyfieininga: Til að fyrri kenningar standist, um að vinna sé takmörkuð af

jaðar þáttum, þyrftu allar hreyfieiningar vöðvans að vera virkar fram að örmögnun.

Ef þær væru ekki allar 100% virkar við örmögnun er ekki hægt að gera ráð fyrir

öðru en að MTK sé að hamla frekari vinnu. Ef þær hreyfieiningar sem eftir sætu

væru virkjaðar, gætu afköst vöðvans aukist og vöðvinn hafi þá í raun ekki náð sinni

fullu vinnugetu.

B. Viðhald á samvægi: Fyrri kenningar gerðu ráð fyrir að eitthvert kerfi þyrfti að vera

yfirkeyrt áður en þreytan kæmi fram, þ.e. að þreytan væri afleiðing örmögnunar

einhverra ferla. Það er lítið til sem styður það að eitthvert líffærakerfi þurfi að vera

að þrotum komið áður en þreytueinkennin koma fram. Það eigi betur við að

þreytunni og afköstum sér stýrt af MTK og að hún þjóni þeim tilgangi að draga úr

eða koma í veg fyrir frekari áreynslu. Annars gæti orðið röskun á samvægi

líkamans sem í versta falli gæti valdið líffæraskemmdum, líffærabilun eða jafnvel í

Page 16: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

10

versta tilfelli dauða. Þessi stýring MTK er hornsteinn heildræna líkansins. Eins og

áður kom fram í ritgerðinni eru vöðvar fullfærir um að starfa eðlilega í súru

umhverfi svo lengi sem hitastigið sé við líkamshita.

C. Þreytutilfinningin: Ef þreytutilfinningunni er stjórnað af ferlum í vöðvunum,

óafturkræfum efnaskiptum sem þegar eiga sér stað og ferlum sem smám saman

minnka getu vöðvans til að starfa þar til hann neyðist til að stoppa, af hverju þarf

heilinn þá að túlka það? Hvers vegna fær MTK boð um eitthvað sem hann hefur

ekki stjórn á? Þreytutilfinninguna er betra að skilja sem endurgjöf lífeðlisferla,

lífefnaferla og annarra þátta í jaðri líkamans sem koma við eða án áreynslu.

Samkvæmt þessari skilgreiningu getur þreytutilfinningin verið til staðar án

áreynslu, við upphaf áreynslu, eða við hámarksáreynslu. Þreytutilfinning án

áreynslu getur verið til staðar hjá þeim sem hafa verið greindir með króníska

þreytu. Einnig í miklum hæðum þar sem loftið er þunnt. Þá er hlutþrýstingur

súrefnis lágur og líkaminn berst við að halda honum yfir 30 mmHg. Við minnstu

áreynslu verður þreytutilfinningin mjög mikil og jafnvel við algjöra hvíld.

Líkaminn er þá að berjast við að halda samvægi líkamans og er lágur hlutþrýstingur

súrefnis aðal hættan. Viðbragð heilans er þá aukin öndunartíðni til að viðhalda

hlutþrýstingnum og þreytutilfinning til að lágmarka hreyfingu. Óheft vöðvavinna í

þessum aðstæðum myndi setja líkamann í hættu. Í þessu dæmi virkar

þreytutilfinningin sem varnarviðbragð heilans til að raska ekki samvægi líkamans.

D. Taktur og Hraði: Ef uppsöfnun úrgangsefna er það sem hamlar vöðvasamdrætti og

hægir á t.d. hlaupahraða, ætti ekki að vera mögulegt fyrir viðkomandi að auka

hraðann aftur líkt og við endasprett í 10 km hlaupi. Samt sem áður auka

íþróttamenn oft hraðann síðustu 5-10% af vegalengdinni, á þeim tímapunkti sem

uppsöfnun úrgangsefna ætti þá að vera sem mest og samkvæmt eldri kenningum,

mesta hömlunin á samdráttargetu vöðvanna og þ.a.l. minnsti hlaupahraðinn.

Hugsunin er að þegar úrgangsefnin eru sem minnst er hraðinn mestur og þegar

úrgangsefnin eru sem mest er hraðinn minnstur. En það er einmitt þveröfugt við

það sem gerist í raunveruleikanum og ef úrgangsefnin hafa eitthvað að segja um

takt eða hraða hreyfingarinnar er það gert með aðlægum boðum til heilans, sem á

móti stýrir taktinum með þreytutilfinningu og magni vinnandi hreyfieininga. Þó að

Noakes og félagar (2005) taki ekki algjörlega fyrir það að umbrotsefni gætu haft

einhver staðbundin (ekki í gegnum MTK ) áhrif á samdráttargetu vöðvanna. En

MTK ætti að skynja þessa staðbundnu hömlun í vöðvanum og bregðast við með því

Page 17: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

11

að auka fjölda virkra hreyfieininga í vöðvanum. En svo lengi sem vöðvinn er ekki

að vinna með allar hreyfieiningarnar í einu er MTK að hamla afköstum en ekki

staðbundin þreyta. Takturinn og hraðinn er gróflega ákveðinn fyrirfram með tilliti

til lengdar og áætlaðrar ákefðar vinnulotunnar. Hraða og takti er að einhverju leyti

stjórnað af meðvitaðri ákvörðun um að halda áfram. Endanleg ákvörðun liggur þó

hjá MTK sem er sífellt að vinna úr og meta aðlæg boð frá hinum ýmsu

líkamskerfum. Það stýrir hve mikilli vinnu líkaminn fær að anna á hverjum

tímapunkti. Þetta ferli er sífellt í gangi og stöðugt endurmat á sér stað.

Þreytutilfinningin er til þess að gefa meðvitundinni hugmynd um það sem líkaminn

er að gera þessa stundina og gæti, ef ekkert er viðhafst, haft áhrif á samvægi

líkamans. Aukin þreytutilfinning kemur með auknu eða viðvarandi álagi sem

gengur nær og nær samvægi líkamans og þreytan á að draga úr löngun viðkomandi

til að halda þessari mögulega hættulegu athöfn áfram, eða á a.m.k. að minnka

álagið (þ.e.a.s. breyta taktinum).

E. Endurgjöf niðurbrotsefna í vöðvum: Þau úrgangsefni eða niðurbrotsefni sem verða

til í vöðvanum veita endurgjöf til MTK. Ekkert eitt niðurbrotsefni hefur úrslitaáhrif

á vinnugetu vöðvanna heldur er þetta samansafn af endurgjöfum frá öllum

niðurbrotsefnunum og aðlægum upplýsingum frá mörgum kerfum, eins og t.d.

stöðu orkubirgðanna, varmamyndun og efnaskiptahraða.

F. Samvinna margra lífeðlisfræðilegra ferla: Heildræna líkanið er byggt á samvinnu

margra líkamskerfa í gegnum sífellda endurgjöf til heilans, úrvinnslu og frálægra

taugaboða. Tilgangurinn er að viðhalda samvægi líkamans og koma í veg fyrir að

það verði gengið of nálægt einhverju kerfi eða það keyrt að þrotum. Þó að þessi

samvinna virðist ganga fullkomlega í heilbrigðum einstaklingum, hefur fólk dáið á

æfingum og þá oftast vegna hjartabilunar. Það gefur til kynna að MTK geti ekki séð

fyrir öllum mögulegum atvikum sem hafa slæm áhrif á starfsemi líkamans.

Endurnýjun kolvetnabirgða

Líkaminn nær að endurnýja kolvetnabirgðir sínar á um 24 klst með réttu mataræði

(Jentjens & Jeukendrup, 2003). Við erfiðar æfingar eða keppnir er gengið á þessar birgðir.

Ef tvær eða fleiri æfingar, keppnir eða leikir eru á dag er mikilvægt að líkaminn fái

kolvetni fljótt eftir áreynsluna. Þó að það náist ekki að fylla kolvetnabirgðirnar alveg

Page 18: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

12

minnkar það líkurnar á að þær séu takmarkandi þáttur fyrir næstu átök. Ráðlagt er að

innbyrða um 1-1,85 gr /kg/ klst strax eftir átökin og svo með 15-60 mín millibili í um það

bil 5 klukkustundir eftir æfinguna eða keppnina. Mikilvægt að innbyrða kolvetni sem fyrst

eftir æfingu til að nýta áðurnefndan insúlín óháðan flutning á glúkósa í vöðvafrumurnar.

Það á sér stað á meðan vöðvinn er að vinna og 30-60 mín á eftir. Það sem ræður skilvirkni

endurheimtar glúkósa í vöðvafrumum er upptaka glúkósa í meltingarveginum, flutningur

með blóði, upptaka glúkósa í öðrum vefjum og geta vöðvafrumunnar til að taka inn

glúkósa. Margar aðferðir, sem notast er við til að auka endurheimt, ganga m.a. út á það að

auka blóðflæði sem gæti þá verið einn þáttur í að auka flutning á glúkósa til vöðva.

Við niðurbrot vöðva

Það þarf prótein til að byggja vöðvana aftur upp eftir álag. Vöðvarnir eru próteinbirgðir

líkamans og þegar það verður niðurbrot á þeim er verið að ganga á birgðirnar (Brukner &

Khan, 2009). Það þarf að innbyrða amínósýrur eða prótein til að vöðvauppbygging eigi sér

stað. Við niðurbrot á vöðvafrumum er skaðinn dreifður um vöðvaþráðinn frekar en eftir

honum endilöngum eða þvert yfir (Connolly, Sayers & McHugh, 2003), líkt og við tognun.

Frekara álag í lengingu dagana eftir áreynsluna eykur ekki við fyrri skaða. Bólguefni

streyma að með tilheyrandi bjúgmyndun, og viðgerðarferlið hefst. Eftir mikið álag við

vöðvavinnu í lengingu getur það tekið vöðvann um viku að jafna sig fyllilega (Lowe,

Warren, Ingalls, Boorstein & Armstrong, 1995).

Aukning á kreatínkínasa í blóðinu á sér stað við niðurbrot vöðvavefs (Raastad & Hallen,

2000; Skurvydas, o.fl., 2006; Vincent & Vincent, 1997). Þessi aukning á kreatínkínasa í

blóðinu er því oft mæld til að fá ábendingu um hvort niðurbrot á vöðvavefnum hefur átt sér

stað eða ekki (Skurvydas o.fl., 2006; Vincent & Vincent, 1997). Hvort kínasinn aukist í

blóðinu vegna þess að hann flæðir út úr skemmdri frumu eða vegna aukins gegndræpis

frumuhimnnanna fyrir kreatínkínasa við mikið álag, er ekki víst. Rannsóknir hafa hins

vegar sýnt fram á að það sé ekki beint samband milli þéttni kreatínkínasa í blóði og

endurheimtar á styrk. Líkt og með mjólkursýruna má efast um réttmæti þeirra rannsókna

sem styðjast við þéttni kreatínkínasa sem ábendingu um hve langt endurheimtarferlið er

komið.

Page 19: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

13

Taugakerfið

Hoppæfingar þurfa ekki að vera framkvæmdar fram að örmögnun til að

sprengikrafturinn minnki. Rannsókn sem (Drinkwater, Lane & Cannon, 2009) gerðu á 10

tvítugum íþróttamönnum sýndi að úttaugaþreyta átti sér stað eftir hoppæfingu sem var með

mjög háu magni (242 snertingar) en þó ekki fram af örmögnun. Æfingin var samsett af

hoppum á hægri og vinstri fæti til skiptis, hoppum yfir keilur, háum valhoppum,

hliðarhoppum yfir keilur og fallhoppum af 60 cm hæð. Eftir æfinguna voru svo gerðar

mælingar á vöðvagetu og í ljós kom að samdráttarhraðinn var minni við raförvun heldur en

hann var fyrir. Slíkt gefur úttaugaþreytu til kynna. Samkvæmt þeirra niðurstöðu þurfa

sprengikraftsæfingar ekki að vera fram að örmögnun til að þreytueinkenni komi fram.

Þreytan var að mestu farin tveimur tímum eftir æfinguna en eftirfylgnin var ekki lengri en

það í þessari rannsókn. Rannsakendur benda þó á að starfræn geta geti minnkað aftur eftir

u.þ.b. tvo daga og því getur endurheimtarferli taugakerfisins verið tvískipt, sbr. rannsóknir

Kuitunen, Avela, Kyrolainen og Komi (2004), Place, Lepers, Deley og Millet (2004)

Raastad & Hallen (2000).

Eftir endurtekna spretti er taugakerfið tiltölulega fljótt að jafna sig samkvæmt Perrey,

Racinais, Saimouaa & Girard (2010) sem gerðu rannsókn á virkni kálfavöðva eftir

endurtekna hámarksspretti. Í þeirri rannsókn var úttaugakerfið nánast búið að jafna sig

alveg eftir um 30 mín og ekki sáust merki um MTK þreytu. Við áköf átök getur Na+/K

+

dælan ekki viðhaldið K+ magni innan vöðvafrumunnar sem veldur því að K

+ safnast fyrir

utan frumunnar. Þá eykst afskautun vöðvafrumunnar og þ.a.l. lengist ónæmistími

frumuhimnunnar sem gerir það að verkum taugaboðin verða færri og samdráttur vöðvanna

veikari. Þó rannsókn Racinais, Bishop o.fl. (2007) hafi verið með svipuðu móti ályktuðu

þeir að MTK þreyta hafi verið ráðandi. Mismunur rannsóknanna er sá að sú síðarnefnda

mældi vöðvavirkni í aftanlærisvöðva og lærisferhöfðanum við hjólreiðar en sú fyrri mældi

virkni kálfavöðvanna. Við hlaup er teygjuviðbragð (skiptifasi frá vöðvavinnu í lengingu

yfir í styttingu) vöðvanna mun meira en við hjólreiðar þar sem vinna vöðvanna er mest

megnis við styttingu. Tegund vöðvavinnu og vöðvahópar geta gert mismunandi kröfur á

taugakerfið (Perrey o.fl., 2010). Í rannsókn Lattier, Millet, Martin & Martin (2004a,

2004b) hlupu viðföngin brekkuspretti til að minnka lengingarvinnu vöðvanna. Þeir

rannsakendur áætluðu að úttataugaþreyta hafi átt sér stað þrátt fyrir að hafa minnkað

lengdarvinnu vöðvans (sem eykur skemmdir á vöðvaþráðum og ónæmistíma

Page 20: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

14

frumuhimnunnar). Þeir álitu einnig að MTK-þreyta hafi átt sér stað að einhverju leyti.

Klukkustund eftir átökin og eftir mismunandi endurheimtaraðferðir var taugakerfið ekki

búið að jafna sig, óháð því hvaða aðferð var notuð.

Eftir ákafa styrktarþjálfun getur það tekið úttaugakerfið um 30 klst að jafna sig alveg

(Raastad & Hallen, 2000). En endurheimtin er tvískipt, eftir um 3-7 klst er hún mjög hröð

en þar eftir staðnar eða minnkar aftur styrkur vöðvans. Svo tekur seinni fasinn við þar sem

styrkurinn byrjar að aukast aftur og sá fasi endar um 30 klst eftir álagið með fullri

endurheimt á styrk. Að sjálfsögðu koma inn fleiri þættir á borð við niðurbrot vöðvafrumna

og minnkuð virkni miðtaugakerfis að einhverju leyti er ekki útilokuð. Við meðal álag í

styrktarþjálfun kemur ekki fram þessi tvískipta endurheimt eða stöðnun um 11 klst eftir

æfinguna.

Þrjú tímabil endurheimtar

Hægt er að hugsa sér endurheimtina á þremur stigum (Bishop o.fl., 2008). Fyrsta stigið

er hægt að hugsa sem „ör-endurheimt“ og er þá verið að vísa til þeirrar hvíldar sem vissir

líkamshlutar fá meðan á hreyfingunni stendur. Við hlaup eru vöðvarnir t.d. ekki að vinna

jafn mikið á einum tímapunkti og á þeim næsta. Lágmarks endurheimt verður þá í þessum

tiltekna vöðva eða líkamshluta þegar álagið er sem minnst. Þetta verður til þess að þessir

vöðvar geta unnið örlítið lengur. Með aukinni tíðni minnkar glugginn sem hver vöðvi fær

til endurheimtar og þreytan færist fyrr yfir.

Skammtíma endurheimt er sú endurheimt sem á sér stað á milli æfingalota eða leikhluta.

Lengd hvíldarlotanna getur ákvarðað þjálfhrif æfingarinnar í takt við vinnuloturnar. Við

sprengikrafts- og styrktarþjálfun þarf þessi hvíldarlota t.d. að vera nægilega löng til að

kreatínfosfat vöðvanna nái sem mestu mögulegu magni á æfingatímanum svo að tilætlaður

árangur náist af æfingunni.

Langtíma endurheimt á sér stað á milli æfinga eða leikja þar sem verið er að vísa í þá

endurheimt sem er á milli atburða hvort sem hún er á sama degi, daginn eftir eða lengur.

Getur einnig átt við ef viðkomandi þarf að keppa í riðlum og úrslitum sama dag eða spila

tvo leiki t.d. um morguninn og svo aftur eftir hádegi eða síðdegis. Ef endurheimtin er ekki

nægileg milli æfinga minnkar getan og ef þetta ástand er viðvarandi leiðir það til

ofþjálfunar (sjá Mynd 1). Þessi línudans á milli nægilegrar endurheimtar og þjálfunarálags

er grundvöllur áhrifaríkrar þjálfunaráætlunar.

Page 21: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

15

Rannsóknir um endurheimt beinast að skammtíma og langtíma endurheimt. Ofangreind

atriði eru notuð í rannsóknunum ásamt öðrum atriðum til að fylgjast með áhrifum álags og

endurheimtar. Þó að þreytu ýmissa ferla í líkamanum hafi verið lýst sér í lagi þarf að

athuga að ákveðið álag hefur ekki bara áhrif á eitt kerfi í líkamanum, þó að einkennin geti

verið ríkjandi frá einhverju einu kerfi.

Ofþjálfun

Eftir erfiðar æfingar eða mikið magn æfinga verður alltaf viss þreytusvörun þ.e. álag

sem líkaminn þarf að ná að jafna sig á (sbr. mynd 1) til þess að aðlögun eigi sér stað

(þjálfhrif). Við mikla ákefð í stuttum lotum getur endurheimt á starfrænni getu tekið

nokkra daga eða jafnvel vikur. Líkaminn er þá kominn í það ástand sem mætti kalla

skammvinna yfirþjálfun. Viðvarandi yfirþjálfun er hins vegar þegar þetta ástand viðhelst til

lengri tíma. Þá getur það tekið vikur eða mánuði að ná upp fyrri starfrænni getu (Meeusen

o.fl., 2006). Því næst tekur við ofþjálfun ef það er ekki gripið í taumana. Það getur tekið

mánuði, jafnvel rúmt ár að losna úr ofþjálfunarfasanum. Við viðvarandi yfirþjálfun fara

fyrstu einkenni ofþjálfunar að koma fram. Dæmi um slíkt er minnkuð geta, andleysi,

áhugaleysi, þreyta og hormónaójafnvægi. Oft er erfitt að greina á milli ofþjálfunarástands

og síðari stiga yfirþjálfunar. Ofþjálfun er mjög erfitt að greina því að einkenni hennar eru

svo lík ýmsum öðrum sjúkdómum. Helsta leiðin til að fá þokkalega örugga greiningu er að

útiloka kerfisbundið sjúkdóma sem gætu valdið þessum einkennunum.

Basedowoid og Addisonoid ofþjálfunar kenningin.

Kenningin um Basedowoid og Addisonoid ofþjálfun er bara ein af mörgum kenningum

um hvernig væri hægt að flokka ofþjálfun (Bompa, 1999):

Mynd 1: Tekið úr Bishop P. 2008. Áframhaldandi álag án nægrar endurheimtar leiðir

til stöðugrar minnkunar á starfrænni getu, efsta línan sem hallar niður. „Train“ er

æfingarálagið og „Recover“ er upphaf endurheimtar sem nær aldrei fullum bata milli

æfinga á þessari mynd.

Page 22: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

16

Basedowoid er af völdum viðvarandi ofvirkni semjukerfis taugakerfisins og

afleiðingarnar geta komið fram sem semju- eða utansemjukerfiseinkenni. Slíkt er

algengara meðal styrktar- og hraðagreina. Einkennin geta verið hærri hvíldarpúls,

minnkuð matarlyst, verri endurheimt eftir æfingar, svefntruflanir, aukinn

blóðþrýstingur, blóðþrýstingurinn er lengur að ná hvíldarmörkum eftir álag, aukin

sýkingarhætta, minnkaður styrkur, minnkuð líkamsþyngd, pirringur og sveiflukennt

skap, minnkaður áhugi á æfingum, hokin líkamsstaða, aukin meiðslatíðni og

minnkuð mjólkursýrumyndun við átök.

Addisonoid kemur fram sem hömlun á utansemjukerfinu. Þar sem semjukerfið er

ráðandi við íþróttaiðkun getur verið erfitt að koma auga á þessi einkenni.

Addisonoid ofþjálfunareinkenni koma vanalega fram hjá þolíþróttamönnum, þeim

sem vinna í miklu magni. Einkenni Addisonoid ofþjálfunar eru vaxandi blóðleysi,

minnkaður blóðrauði, minnkað blóðkornaskil, aukinn svefnþörf, lækkaður

blóðþrýstingur, lækkaður hvíldarpúls, minnkað testósterón í blóði, skapsveiflur og

meltingartruflanir.

III. Vinsælar aðferðir til að auka

endurheimt

Virk endurheimt

Virk endurheimt, virk hvíld eða létt skokk í lok erfiðra æfinga er algengt á meðal

íþróttamanna. Virk endurheimt eða virk hvíld er létt álag sem getur einnig verið á milli

æfingalota eða léttir æfingadagar á milli ákafari æfinga. Virknin getur verið létt skokk,

sund, hjól eða þess háttar. Hugmyndin er að auka blóðflæði og minnka þ.a.l. þéttni

mjólkursýru- og kreatínkínasa í blóði og flýta á þann hátt fyrir endurheimt starfrænnar

getu. Óvirk hvíld er þegar lítil eða engin hreyfing á sér stað á milli æfinga eða æfingalota

(Brukner & Khan, 2009; Gill, Beaven & Cook, 2006). Virk endurheimt í lok æfinga tekur

vanalega 5-15 mín og er á álagið upp að 50% af VO2max. Hugmyndin er einnig að með

Page 23: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

17

auknu blóðflæði til vöðvanna verði hraðari endurnýjun á kreatínfosfati og þ.a.l. betri

frammistaða milli lota í styttri átakstímum (Toubekis, Douda & Tokmakidis, 2005). Það er

línudans að finna hæfilegt álag á milli lota því að hreyfing þarf orku. Hreyfing sem er of

orkukræf (of áköf eða of lengi) getur hamlað endurnýjun kreatínfosfats í hvatberum

frumnanna (Bessman & Carpenter, 1985). Kraemer og Fleck (2007) Tala um að virk

endurheimt eða léttir dagar séu nauðsynlegir til þess að taugakerfið fái að jafna sig.

Hreyfieiningarnar, sem eru með háan virkniþröskuld, þurfa lengri tíma í hvíld og þær

virkjast ekki við mjög létt álag. Þær athafnir sem eru teknar fyrir á þessum dögum þurfa að

vera nokkuð öruggar og keppnisskapinu þarf að stilla í hóf til að draga úr meiðslahættu.

Skammtíma endurheimt

Toubekis o.fl. (2011) sýndu fram á að virk hvíld í skammtíma endurheimt (2 mín og 6

mín) gaf ekki betri árangur en algjör hvíld. Sextíu prósent af VO2max var of mikið til að geta

viðhaldið hraðanum í tveggja mín hvíldinni. Sundmenn syntu 8x25 m eins hratt og þeir

gátu með 2 mín hvíld. Hvíldin var annaðhvort virk hvíld þar sem þeir syntu á 40% af

VO2max eða 60% VO2max. Hver 25 m sundsprettur tók um 12-14 s. Eftir þessa átta spretti

hvíldu þeir síðan í 6 mín með sama hætti og á milli styttri sprettanna. Að hvíldinni lokinni

syntu þeir 50 m eins hratt og þeir gátu. Það var enginn munur á milli hvíldaraðferðanna

þegar hvíldin var í 6 mín Hver 25 m sprettur tók um 12- 14 s. Önnur rannsókn frá

(Toubekis o.fl., 2005) sýndi fram á að virk 2 mín hvíld skilaði verri árangri í endurteknum

25 m sundsprettum heldur en 2 mín óvirk hvíld. Spencer, Dawson, Goodman, Dascombe &

Bishop (2008) vildu gera rannsóknina keppnislíka þar sem hún var samsett af 6

hjólasprettum sem stóðu yfir í 4 s hver. Þeir höfðu svo 21 s til að hvíla á milli spretta. Hún

var þrískipt; algjör hvíld, hjóla á 35% af VO2max eða hjóla á 20% af VO2max. Líkt og í

sundsprettunum skilaði óvirka hvíldin betri árangri, hámarkskrafturinn var hærri í

hjólalotunum. Þeir félagar höfðu gert aðra rannsókn 2 árum áður Spencer, Bishop,

Dawson, Goodman og Duffield (2006) þar sem þeir beittu sömu aðferðum nema þá voru

þeir einungis að skoða muninn á virkri (um 32% af VO2max) og óvirkri hvíld. Þeir fengu

sömu niðurstöður og í 2008 rannsókninni (Spencer o.fl, 2008). Í þessum tveimur

rannsóknum kom einnig fram vísbending um fylgni lækkaðs kreatínfosfats og ákefðar í

virkri endurheimt. En ekki nóg til þess að vera tölfræðilega marktækt. Þrátt fyrir að þessar

tvær rannsóknir hafi verið miðaðar að því að líkja eftir líkamlegu álagi í liðsíþróttum, m.t.t.

hlutfallsins á milli hvílda og spretta, eru aðeins hjólreiðar og þríþraut iðkaðar á hjólum.

Spencer o.fl. (2008) bentu á að þrátt fyrir að niðurstöðurnar sýndu fram á að minni

Page 24: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

18

hreyfing á milli stuttra spretta gæfi meiri kraft í sprettina, þurfa leikmenn alltaf að vera á

einhverri hreyfingu meðan á keppni stendur. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að virk

hvíld vinni betur við lengri hvíldartíma eftir hjólaspretti. Signorile, Ingalls & Tremblay,

(1993) voru með 30 s hvíld milli 6 s spretta og Bogdanis, Nevill, Lakomy, Graham &

Louis (1996) og Connolly, Brennan og Lauzon (2003) voru með 15-30 s spretti og 3-4 mín

í hvíld. Allar rannsóknirnar sýndu betri árangur með virkri hvíld. Rannsóknir sem hafa

verið gerðar þegar viðföngin fá að vera á tveimur jafnfljótum hafa t.d. sýnt að 15 s hlaup á

föstu álagi með 15 s hvíld fram að örmögnun, skilaði töluvert fleiri sprettum við óvirka

hvíld heldur en eftir virka hvíld. Sprettirnir voru fyrir ofan mjólkursýruþröskuldinn en þó

ekki á hámarkshraða (Dupont, Blondel & Berthoin, 2003). Ungir körfuboltaleikmenn

hlupu 10 x 15 m fram og til baka á 30 s fresti eins hratt og þeir gátu þar sem virka hvíldin

fólst í því að skokka fram og til baka. Óvirk hvíld skilaði betri tímum Castagna o.fl. (2008)

sem er í samræmi við niðurstöður hjólarannsóknarinnar. Við styrktarþjálfun hefur verið

sýnt fram á jákvæð áhrif virkar hvíldar undir mjög lítilli ákefð. Corder, Potteiger, Nau,

Figoni & Hershberger (2000) sýndu fram á að létt hjól í 4 mín milli 6 lota af 10

endurtekningum af hnébeygjum undir 85% þyngd af heildarþyngd sem viðföngin gátu lyft

10 sinnum (eða 6x10@85% 10RM). Eftir þessar 6 lotur gerðu þeir svo eins margar

hnébeygjur og þeir gátu með 65% af 10RM. Það að hjóla létt sýndi fram á betri árangur en

að hvíla alveg eða hjóla með meiri ákefð.

Langtíma endurheimt

Langtíma endurheimtin er sú sem á sér stað milli æfinga eða leikja. Hvort sem þeir/þær

eru á sama degi eða lengra á milli. Tessitore o.fl. (2008) athuguðu muninn á nokkrum

aðferðum til endurheimtar í raunverulegu umhverfi á innanhússfótbolta. Gert var ráð fyrir

því að leikmenn kepptu tvisvar í viku þannig að spilaðir voru 4 vináttuleikir með þriggja

daga millibili. Spurningalistar voru lagðir fyrir og mælingar gerðar fyrir og eftir leikina.

Enginn munur var á árangri milli endurheimtaraðferða í sprengikraftsprófunum

(endurtekin hopp, uppstökkshæð og 10 m sprettur) eða harðsperrum 5 tímum eftir leikina.

Aðferðirnar voru rafmagnsörvun, virk hvíld í vatni, óvirk hvíld eða virk hvíld á landi. Hins

vegar var þreytutilfinningin minni samkvæmt Berg skalanum eftir raförvunina og

vatnsæfingarnar heldur en eftir virka hvíld á landi og algera hvíld. Tessitore, Meeusen,

Cortis & Capranica (2007) gerðu rannsókn á sömu endurheimtaraðferðum og voru notaðar

í fyrrnefndri rannsókn, milli æfinga í undirbúningstímabili hjá ungum fótboltamönnum.

Æfingar voru tvisvar sinnum á dag og prófin voru gerð á þriggja daga fresti, fyrir

Page 25: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

19

morgunæfingu og kvöldæfingar. Endurheimtaraðferðunum var beitt strax eftir

morgunæfingu á prófdögum. Enginn munur var á árangri milli endurheimtaraðferða í

sprengikraftsprófunum tæpum 5 klst eftir morgunæfinguna. Hins vegar upplifðu viðföngin

minni harðsperrur eftir virku hvíldina og raförvunina en við vatnsæfingarnar og óvirku

hvíldina. Það er svolítið öðruvísi svörun en eftir innanhússleikina. Það þarf að hafa í huga

að það er öðruvísi álag á æfingunum miðað við leikina. Lattier o.fl. (2004a) fundu heldur

ekki mun á milli raförvunar, virkar-eða óvirkrar endurheimtar. Sprettirnir voru 10 sinnum 1

mín með tveggja mín hvíld á milli og endurheimtaraðferðinni var beitt í 15 mín eftir

æfinguna. Áttatíu mín eftir að sprettirnir voru kláraðir hlupu viðföngin eins lengi og þau

gátu á tiltölulega miklum hraða. Hámarksstyrkur var prófaður fyrir seinna hlaupið og engin

aðferð reyndist betri en önnur.

Áhrif virkrar hvíldar á endurnýjun glýkógens

Rannsóknir hafa sýnt fram á að endurnýjun glýkógens eftir mikið álag sé meiri eftir 30-

60 mín af óvirkri hvíld heldur en eftir virka hvíld. Hjá Choi, Cole, Goodpaster, Fink og

Costill (1994) hjóluðu viðföngin þrisvar sinnum í 1 mín á 130% af VO2max og hvíldu í 4

mín. Eftir það hjólaði tilraunahópurinn í 30 mín á 40-50% VO2max álagi og sat svo kyrr í

30 mín á meðan samanburðarhópurinn sat kyrr í 60 mín. Hjá tilraunahópnum hafði magn

glýkógens í vöðvunum minnkað á meðan það jókst hjá þeim sem sátu kyrrir allan tíman.

Fairchild ofl. (2003) gerðu mjög svipaða rannsókn þar sem viðföngin hjóluðu létt eða sátu

alveg kyrr í 40 mín eftir ákafar hjólalotur. Þá stóðu kolvetnabirgðirnar í stað hjá

tilraunahópnum en jukust hjá þeim sem hvíldu alveg. En þess má geta að magn

mjólkursýru minnkaði töluvert hraðar hjá tilraunahópunum í þessum rannsóknum.

Endurnýjun glýkógens er einnig meiri við 4 klst af óvirkri hvíld heldur en við mjög lágt

álag í 4 klst á hjóli þrátt fyrir að báðir hóparnir fengu að innbyrða kolvetni (Bonen, Ness,

Belcastro & Kirby, 1985). Við styttri hvíld (10-15 mín) er ekki munur á milli aðferða

(Bangsbo, Graham, Johansen & Saltin, 1994; McAinch o.fl., 2004). Ástæðan gæti líka

verið sú að tíminn væri of stuttur til að marktæk endurnýjun á glýkógeni gæti átt sér stað.

Virk endurheimt virðist ekki hafa árangur á skammtímaendurheimt við styttri hvíldir,

jafnvel hefur hún haft sýnt fram á minnkun á starfrænni getu. Þegar hvíldirnar ná upp í 3-4

mín hefur virka hvíldin meira gildi, a.m.k. á stöðuhjóli og við lyftingar. Einnig sýndu

virkar hvíldir með lægri ákefð fram á betri endurheimt á starfrænni getu heldur en þær sem

voru ákafari. Við langtímaendurheimt hefur virk endurheimt ekki sýnt fram á sannfærandi

niðurstöður samkvæmt þessum rannsóknum. Hún virðist frekar eiga erindi við æfingar

Page 26: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

20

heldur en keppnir. Við æfingar er töluvert meira magn en keppnir eru ákafari. Frekari

rannókna er þörf, t.d. á hvíldum milli lyftingalota og á milli mismunandi íþróttagreina.

Létt álag eftir æfingar hamlar endurnýjun kolvetnabirgðanna meðan á því stendur. Hins

vegar brotnar mjólkursýran hraðar niður við virka hvíld heldur en að sitja kyrr.

Hita- og kuldameðferðir

Skiptiböð (hiti og kuldi til skiptis) eftir æfingar eru talin auka endurheimt á starfrænni

getu með því að auka blóðflæði til og frá útlimum (Cochrane, 2004). Þar af leiðandi

hreinsast úrgangsefni eins og mjólkursýra fyrr út. Kæling er talin minnka bólgu og

bjúgmyndun með því að hægja á efnaskiptahraða og þrengja æðar. Kuldinn hægir á

leiðnihraða skyntauga og minnkar virkni vöðvaspólanna og dregur þar með úr krömpum og

sársauka. Hins vegar ef blóðflæði minnkar til útlima, minnkar einnig flutningur

næringarefna til útlima, hreinsun á mjólkursýru og úrgangsefnum og endurnýjun

glýkógenbirgða. Hitinn letur semjukerfið og víkkar æðarnar. Þar með eykur hann blóðflæði

svo að súrefni og ónæmisfrumur komast betur að og niðurbrots- og úrgangsefni fara hraðar

frá. Með því að sameina þessar aðferðir er hugsunin sú að það eigi sér stað s.k. „ pumpu-

áhrif“ í æðunum þegar þær eru að víkka og dragast saman til skiptis. Hiti og kæling eru

algengar meðferðir meðal sjúkraþjálfara og eru tiltölulega einfaldar og ódýrar í

framkvæmd. Kæling er algeng meðferð við mjúkvefja áverka. Hún er notuð til þess að

draga úr sársauka, minnka krampa og bólgu. Ísnudd er einnig notað við grunnlæg einkenni

á borð við sinaáverka og bólgur í sinafestum (Brukner & Khan, 2009). Skiptiböðin eru

notuð til þess að minnka bólgur og bjúgmyndun eftir mjúkvefjaskaða Hugmyndin er að

áðurnefnd „pumpu-áhrif“ auki blóðflæði og auki þ.a.l. hreinsun á niðurbrotsefnum frá

meiðslasvæðinu (Hing, White, Bouaaphone & Lee, 2008).

Vaile, Gill & Blazevich (2007) gerðu víðtæka rannsókn á áhrifum skiptibaða á

endurheimt eftir æfingar þar sem miklar vöðvaskemmdir verða, þ.e. vöðvavinna í lengingu.

Þau voru með 15 manna kynblandaðan hóp af fólki sem stundaði íþróttir og

styrktarþjálfun. Þau athuguðu muninn á áhrifum skiptibaða og algerrar hvíldar á myndun

kreatínkínasa, verkja eða harðsperra, ummáls læris (bólgusvörun), jafnlengdarstyrk í

hnébeygju og hnébeygjuhopp. Þetta var prófað fyrir inngripið, strax eftir og svo á 24 klst

fresti í 72 klst Eftir 5 lotur af 10 endurtekningum við lengdarvinnu í fótapressu fóru

hóparnir annað hvort í algjöra hvíld (PAS) eða skiptibaðsmeðferð (CWT). Þau voru í tvær

Page 27: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

21

mín í 40-42° C heitu vatni og skiptu svo yfir í 8-10° C kælibað í 1 mín, þetta var

endurtekið í 15 mín. Strax á 24 klst var komin marktæk aukning á kreatínkínasa við PAS

og hélt áfram að aukast fram á 48 klst. Við CWT náðist toppurinn strax á 24 klst og fór

lækkandi þaðan. Þrátt fyrir það varð ekki tölfræðilega marktækur munur á aukningu

kreatínkínasa á milli aðferðanna tveggja. Styrktarmunur á milli aðferðanna var marktækur

á 24 og 48 klst Þar sem CWT viðhélt meiri styrk en PAS. Jafnlengdarstyrkur við CWT

aðferðina fór í raun aldrei nægilega langt niður til að marktækur munur yrði frá grunnlínu.

Við CWT aðferðina var sprengikrafturinn marktækt meiri 24 og 48 klst eftir inngrip en hjá

PAS. Sprengikrafturinn minnkaði marktækt frá grunnlínu hjá PAS hópnum á 24 og 48

klst. Kraftminnkunin frá grunnlínu hjá CWT hópnum varð strax ómarktæk á 24 klst og

náði grunnlínu aftur á 72 klst. PAS sýndi marktæka aukningu á rúmmáli læris í öllum

mælingum. CWT sýndi marktæka aukningu á öllum nema 78 klst mælingunni. Það var

marktækur munur á milli aðferða þar sem CWT var minna í 0 klst og 48 klst mælingunni.

Báðir hópar tilkynntu marktæka aukningu á VAS skalanum en það var ekki marktækur

munur á aðferðunum.

Önnur rannsókn eftir sama rannsakanda sýndi einnig fram á meiri sprengikraft,

jafnlengdarstyrk og minni aukningu á ummáli læris næstu 74 klst eftir álag í lengingu

vöðvans (Vaile, Halson, Gill & Dawson, 2008b). Hjá Gill o.fl. (2006) var kreatínkínasinn

marktækt minni næstu daga þegar skiptiböðin voru notuð eftir ruðningsleik. En á hinn

bóginn eru aðrar rannsóknir sem sýna ekki fram á neinn mun á þéttni kreatínkínasa French

o.fl.( 2008), Ingram, Dawson, Goodman, Wallman & Beilby (2009).

Skiptiböð og mjólkursýra

Skiptiböð auka útskilnað á mjólkursýru úr vöðvunum við ákafa loftfirrta þjálfun miðað

við algjöra hvíld samkvæmt Morton (2007). Þau hafa einnig sýnt fram á að vera álíka

áhrifarík og 6 mín rólegt skokk eftir átök (Hamlin, 2007). Rannsókn Coffey, Leveritt og

Gill (2004) sýndi þó fram á að það væri enginn marktækur munur á mjólkusýrumagni í

blóðinu á milli lota af mjög áköfum hlaupum á hlaupabretti. Útskilnaðurinn var ekki

marktækt meiri við skiptiböðin og virku hvíldina heldur en við algjöra hvíld. Fjórar

klukkustundir voru á milli hlaupanna og þá hafði mjólkursýran náð hvíldarmörkum hjá

öllum hópum (hvíld, virk hvíld og skiptiböð). Þeir sem fóru í hita- og kælimeðferðina

sögðust hins vegar líða betur og finna fyrir minni fótaþreytu heldur en þeir sem voru í

hinum hópunum. Það var þó ekki nóg til þess að marktækur munur næðist á hlaupagetunni

í seinni lotu miðað milli endurheimtaraðferða. Við mjólkursýrumælingar er alltaf mælt

Page 28: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

22

magn mjólkursýru í blóði. Það er ekki víst að það gefi nægilega skýra mynd á myndun og

hreinsun mjólkursýru úr vöðvunum sjálfum. Einnig hafa rannsakendur notað mismunandi

reikniaðferðir til að áætla mjólkursýrumagn vöðva sem gerir samanburðinn erfiðari

(Tomlin & Wenger, 2001).

Skiptiböð og harðsperrur

Rannsóknir hafa sýnt mismunandi niðurstöður skiptibaða á magn harðsperra og

þreytutilfinningu. Í rannsóknum Coffey o.fl. (2004), French o.fl. (2008), Kuligowski,

Lephart, Giannantonio og Blanc (1998) og Vaile o.fl. (2008b) kom fram að eftir skiptiböðin

upplifðu viðföngin minni harðsperrur og óþægindi næstu daga heldur en við algjöra hvíld.

Harðsperrurnar voru mældar með þeim hætti að viðföngin fengu verkjaskala þar sem þau

merktu líðan sína inn á Kuligowski o.fl. (1998), Vaile, Halson, Gill og Dawson (2008a). Á

hinn bóginn sýndu rannsóknir Ingram o.fl. (2009) og Dawson o.fl. (2005) engan mun á

milli algerrar hvíldar og skiptibaða m.t.t. harðsperra. Benda má á að mismunandi aðferðum

var beitt við skiptiböðin, mislangur tími og hitastig. Til dæmis notuðu Dawson o.fl. (2005)

og Hamlin (2007) heita sturtu en ekki heitan pott. Það er erfitt að fá skýra mynd á

verkjaupplifun því að hún er huglæg og fólk túlkar hana mismunandi. Einnig gæti verið að

rannsóknarumhverfið hafi áhrif á hvernig viðföngin merktu inn á verkjaskalana.

Skiptiböðin hafa áhrif á efnaskipti og virkni í líkamanum. Rannsóknir stangast reyndar á

í flestum atriðum en hafa ber í huga að mismunandi aðferðir voru notaðar við skiptiböðin

og mælingar. Ef litið er aftur yfir rannsóknirnar, sem hefur verið fjallað um og horft fram

hjá smásjánni og spurningablöðunum, er hægt að sjá það sem skiptir máli fyrir hina

eiginlegu frammistöðu. Jafnlengdarstyrkur og isokinetiskar hreyfingar segja lítið til um

hvað gerist í íþróttinni sjálfri. Það gefur skýrari mynd að skoða atriði eins og hlaup- og

stökkgetu (Pyne, Saunders, Montgomery, Hewitt & Sheehan, 2008; Wilcock, 2005). Það

má sjá að í rannsóknum Vaile o.fl. (2008b, 2007) gáfu skiptiböðin betri árangur í

hnébeygjuhoppunum. Ingram o.fl. (2009) sýndi að það var ekki marktækur munur á milli

virkar hvíldar og skiptibaða í 10x20 m sprettum 48 klst eftir hlaupaprógramm sem náði

fram að örmögnun. Eins kom fram mjög svipaður árangur hjá Hamlin (2007). Þar var ekki

marktækur munur á tímum á milli virkrar hvíldar eða skiptibaða í 10x40 m sprettum. Þar

sem 30 s voru á milli spretta og aðeins var 1 klst á milli hlaupalota eða mælinga.

Meðferðinni var beitt strax á eftir fyrri lotunni. Þar sem enginn viðmiðunarhópur var til að

bera saman við virku hvíldina og skiptiböðin er erfitt að segja til um árangurinn. Dawson

o.fl. (2005) gerði líklegast raunverulegustu tilraunina þar sem heilt ruðningslið var

Page 29: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

23

rannsakað á keppnistímabili, en með því eru komnar inn fleiri breytur sem er ekki hægt að

stýra í rannsókninni, eins og t.d. svefn og mataræði o.fl. Þeir létu liðið halda sinni æfinga-

og keppnisrútínu (sem innihélt m.a. endurheimtaráætlun daginn eftir leik). Það eina sem

rannsakendur gerðu var að bæta við skiptiböðum (og höfðu samanburðarhóp) strax við

leikslok, ásamt fleiri aðferðum sem eru ekki til umfjöllunar í þessum kafla. Það var

marktækur munur á milli hópanna á afli (kraftur*veglengd*tími-1

) við 6 s á stöðuhjóli eða

jafnfætis uppstökki í 48 klst eftir leik.

Kæling

Verducci (2000, 2001) gerði tilraunir á áhrifum kælingar milli vinnulota, m.a. á hraða,

magn, þreytutilfinningu og harðsperrur. Í fyrri rannsókn sinni Verducci (2000) athugaði

hann muninn á kælingu og engri kælingu milli lota af mótstöðuæfingum fyrir öxlina hjá 10

virkum karlmönnum. Þeir voru í kringum þrítugt og höfðu um 5 ára reynslu af

styrktarþjálfun. Í upphafi mældi hann hámarksstyrk og lengd togferils hjá hverjum og

einum. Æfingin sem þeir gerðu var standandi brjóstpressa í trissu. Markmiðið var svo að

vinna með um 75% af þeirri þyngd og gera 22 endurtekningar í hverri lotu eins hratt og

þeir gátu. Það voru tveir rannsóknardagar með sjö daga millibili, fyrri daginn fengu allir

kælimeðferðina en seinni daginn var þurrt handklæði lagt frá öxl niður að olnboga. Eftir

hverja lotu fengu viðföngin kælipoka eða handklæði á öxlina niður undir olnbogann í 3

mín og 4 mín án kælingar. Gert ráð fyrir 30 s í að komast frá og að tækinu. Þessu var

haldið áfram þar til að viðkomandi gat ekki klárað 22 endurtekningar án þess að stoppa.

Niðurstöðurnar voru að eftir kælingu var vinnan (þyngd * vegalengd ) 14,1% meiri og

14,5% fleiri endurtenkningar. Átta af þátttakendunum náðu fleiri lotum með kælingunni og

tveir gerðu jafn margar á hvorum deginum. Hraðinn var meiri í öllum lotum og aflið

(vinna/tíma) var einnig meira í pöruðum lotum (þ.e.a.s. umframloturnar sem viðkomandi

náði í kælimeðferðinni eru ekki taldar með).

Önnur rannsókn Verducci (2001), sem var gerð á hafnaboltamönnum, athugaði áhrif

kælingar milli kastlota sem samanstóð af 22 köstum. Rannsóknin var með sama sniði; tveir

rannsóknardagar með sjö hvíldardögum á milli, fyrst með kælingu í 3 mín og svo 4 mín í

hvíld milli kastlota. Seinni daginn voru sett handklæði frá öxl og niður undir olnboga í 3

mín og svo 4 mín í hvíld. Þeir áttu svo að kasta þangað til þeir voru orðnir þreyttir í

Page 30: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

24

olnboganum eða öxlinni. Þeir fengu skalann 1-3 til að meta þreytumagnið, 1 = engin

þreyta, 2 = farinn að finna fyrir þreytu, 3 = orðinn þreyttur. Þegar þeir mátu þreytuna upp á

3 var hætt að kasta. Niðurstaðan var svipuð og í fyrri rannsókninni, við kælinguna voru 95

köst framkvæmd á móti 75 sem er 26% aukning. Allir köstuðu fleiri lotur nema einn, hann

kastaði jafnmargar lotur. Hraðinn á boltanum var tölfræðilega marktækt meiri hjá þeim

sem kældu heldur en hinum í pöruðum lotum. Einnig var kasthraðinn örlítið meiri í síðustu

lotunum við kælingu heldur en við enga kælingu, eða 2,6%. Þrátt fyrir að hafa kastað fleiri

köst við kælinguna voru þeir enn þá að kasta fastar en við síðustu köst án kælingar. Það var

ekki marktækur munur á hittni. Þeir köstuðu fleiri lotur (4,5 ± 0,67) undir einkunninni

„engin þreyta“ við kælingu heldur en þegar þeir kældu ekki (2,7 ± 0,21). Í báðum

rannsóknunum sögðu flestir að þeir fundu minna fyrir harðsperrum daginn eftir (6 af 10 í

þeirri fyrri og 5 af 6 í seinni). Þrátt fyrir að þessar rannsóknir gefi til kynna að kæling í 3

mín milli lota nægi til að viðhalda getu og jafnvel bæta hana smávægilega og halda

þreytutilfinningu í skefjum, bendir rannsakandinn á að „Hawthorrne áhrifin“ gætu hafa

spilað inn í, þ.e.a.s. að viðföngin hafi reynt meira á sig þegar þeir fengu kælimeðferðina.

Þeir höfðu þá fengið meiri aðhlynningu og fundist að tilraunin hafi ætlast til að þeir skiluðu

betri árangri eftir kælimeðferðina.

Kæling eftir fallhopp

Kæliböð við vöðvaskemmdum í kjölfar fallhoppa hafa sýnt fram á mjög ósamkvæmar

niðurstöður. Tvær keimlíkar rannsóknir voru gerðar og niðurstöður annarrar sýndu að með

kælingu varð minni þéttni kreatínkínasa, minni harðsperrur á 24 klst og 72 klst. Einnig

varð töluverður munur á sprengikraftinum (Skurvydas o.fl., 2006). En á hinn bóginn var

ekki alveg sama uppi á teningnum hjá Goodall og Howatson (2008). Þar var ekki

marktækur munur milli tilraunar- og rannsóknarhóps á fyrrnefndum atriðum eða á

lærisummáli. Rannsóknirnar notuðust reyndar ekki við sömu kæliaðferðir. Skurvydas o.fl.,

(2006) kældu strax á eftir hoppunum, svo 4, 8 og 24 klst eftir. Kæliaðferðin sem þeir

notuðust við var í 2 sinnum 15 mín í kælingu með 10 mín hvíld á milli. Goodall og

Howatson (2008) kældu hins vegar í 12 mín strax eftir hoppin og svo á 24, 48 og 72 klst. Í

fyrri rannsókninni voru því viðföngin meira í kælingunni og öll skiptin voru á fyrsta

sólarhringnum á móti einu sinni á dag í 3 daga.

Page 31: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

25

Kæling og vöðvavinna í lengingu

Við vöðvavinnu neðri útlima í lengingu sýndu Sellwood, Brukner, Williams, Nicol og

Hinman (2007) fram á að kælingin jók í raun sársauka við að standa og setjast 24 tímum

eftir 5x10 fótréttur þar sem var sem vöðvavinnan var í lengingu. Þau athuguðu líka

sársaukastig við 6 aðrar athafnir en það var enginn munur á milli kælihópsins og

samanburðarhóps. Það var heldur ekki munur á milli hópanna í öðrum þáttum eins og

jafnlengdarstyrk, bólgu (ummál læris), sprengikrafts og kreatínkínasa.

Samanburðarhópurinn fór reyndar í 24°C heitan pott en ekki í algjöra hvíld eins og í

mörgum rannsóknum. Einnig var vatnið mjög kalt eða um 5°C og viðföngin voru 3x60 s í

pottinum og fóru upp úr pottinum í 60 s á milli. Heitari kæliböð (um 15°C) í lengri tíma

(14 mín) hafa sýnt fram á betri árangur eftir æfingar í lengdarvinnu á neðri útlimi (Vaile

o.fl., 2008b).

Kæling og harðsperrur

Íþróttafólk fer oftast í kæliböð með það í huga að minnka bólgusvörunina og

harðsperrur eftir átök (Cochrane, 2004). Eins og áður kom fram voru niðurstöður

Sellwood o.fl. (2007) þær að harðsperrurnar jukust 24 tímum eftir kælingu og fundu

viðföngin mest fyrir þeim við að setjast og standa. En Skurvydas o.fl. (2006) og Verducci

(2000, 2001) sýndu fram á að kæliböð minnkuðu harðsperrur daginn eftir æfingar sem

valda niðurbroti eða skemmdum á vöðvavef. Rannsóknir Verducci eru þó á mörkunum að

geta fallist undir æfingar sem valda skemmdum í vöðvum samkvæmt Connolly, Sayers og

McHugh (2003). Í rannsóknum Goodall og Howatson (2008), Howatson, Goodall og

Someren (2009) og Vaile o.fl. (2007) var enginn munur á kæli- og viðmiðunarhópnum

hvað harðsperrur og óþægindi varðar. Eftir ákaft loftfirrt úthaldsálag hafa tvær rannsóknir

sýnt fram á að kæling minnki harðsperrur daginn eftir Ingram o.fl. (2009) og Vaile o.fl.

(2008a). Viðföngin í rannsókn Stacey, Gibala, Ginis og Timmons (2010) sögðust líða betur

og finna minna til í fótunum eftir kælingu milli ákafra hjólalota sem voru með stuttu

millibili.

Kæling og bólgusvörun

Í sambandi við bólgusvörun líkamans hefur m.a. verið talað um þéttni kreatínkínasa til

að meta magn hennar (Connolly o.fl., 2003). Aukning á ummáli vöðva eða bjúgmyndun er

einnig notað til að meta magn vöðvaskemmda. Við vöðvaskemmdir skemmast

Page 32: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

26

frumuhimnur einnig. Svörun líkamans við því er m.a. að það safnast vökvi og bólguefni

upp í kringum skemmdina og myndar fyrirferð eða bjúg sem getur valdið óþægindum.

Bjúgmyndun við kælingu var ekki minni eftir átök í þremur rannsóknum Goodall og

Howatson (2008) Howatson o.fl. (2009) og Sellwood o.fl. (2007). En það var hins vegar í

rannsókn Vaile o.fl. (2007) og Yanagisawa o.fl. (2003) þar sem kælingin sýndi bestan

árangur þegar henni var parað við virka hvíld.

Kæling eftir úthaldsálag

Ein rannsókn á kælingu við loftháða þjálfun á einstaklingum, sem voru ekki

íþróttamenn, sýnir fram á neikvæð áhrif kælingar í kjölfar æfinga. Yamane o.fl. (2006)

gerðu æfingaráætlun á hjóli í fjórar og sex vikur fyrir tvo hópa. Þar sem viðföngin hjóluðu

3-4 sinnum í viku á 70% af VO2max. Rannsakendurnir vildu komast hjá því að viðföngin

fengu harðsperrur eftir hjólatímana. Í lok hvers tíma var annar fóturinn kældur í 2x30 mín í

5°C heitu vatni. Þeir sem æfðu í sex vikur kældu 1x30 mín viðföngin voru mæld í lok og

við upphaf rannsóknarinnar, m.a. með því að hjóla bara með öðrum fætinum. Í ljós kom að

VO2max hafði hækkað marktækt meira þegar þau hjóluðu á þeim fæti sem var ekki kældur

miðað við þann sem var kældur í hvorum hópi fyrir sig. Rannsakendurnir halda því fram að

við kælingu sé verið að skapa óhagstætt umhverfi fyrir endurheimt. Meðal annars með því

að minnka blóðflæði, flæði mikilvægra efna og hægja á staðbundnum efnaskiptum, sem

annars eru eðlileg viðbrögð líkamans til að jafna sig eftir álag. Bosak o.fl. (2005) gerði

rannsókn á vönum langhlaupurum. Hann var að athuga hvaða áhrif 12 mín kæling strax

eftir hlaup hefði á hlaupatímann daginn eftir. Viðföngin hlupu 5 km hlaup 2 daga í röð. Það

var ekki tölfræðilegur munur á tímunum þegar þátttakendur kældu, þ.e.a.s. hlaupahraðinn

viðhélst. En þegar þeir kældu ekki var tíminn marktækt slakari. Einnig sögðust

þátttakendur vera frískari í fótunum daginn eftir kælingu.

Kæling milli loftfirrtra hjólalota á 20 mín millibili gefur ekki meiri árangur (miðað við

vinnu). En viðföngin í rannsókn Stacey o.fl. (2010) sögðust vera frískari, finna minna fyrir

harðsperrum á milli lota. Svipað kom fram í niðurstöðum rannsóknar Ingram o.fl. (2009)

þar sem viðföngin upplifðu sig sprækari og fundu minna fyrir harðsperrum sólarhring eftir

áköf hlaup. Af þremur aðferðum (kæliböð, skiptiböð og alger hvíld) hélt kælihópurinn

mesta hraðanum í 10x20 m sprettum 48 klst eftir átök. Crowe, O'Connor & Rudd (2007)

sýndu hins vegar fram á verri loftfirrta frammistöðu klukkustund eftir átök á hjóli hjá

hópnum sem kældi og enginn munur var á þreytutilfinningu milli hópa.

Page 33: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

27

Ísnudd

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum ísnudds á vöðvaskemmdir á

réttivöðvahóp úlnliðs og tvíhöfðavöðva handleggs, af völdum mikillar vöðvavinnu í

lengingu. Niðurstöðurnar sýndu ekki fram á neinn mun á hópum sem fengu ísnudd og þeim

sem ekki fengu ísnudd við endurheimt á styrk, harðsperrum, þéttni kreatínkínasa,

hreyfiferli og bólgu (bjúgs) (Gulick, Kimura, Sitler, Paolone & Kelly, 1996; Howatson,

Gaze & Someren, 2005; Howatson & Someren, 2003; Isabell, Durrant, Myrer & Anderson,

1992). Reyndar sýndi rannsókn Howatson og Someren (2003) minni þéttni kreatínkínasa

eftir ísnuddið en enginn munur var á hinum rannsóknaratriðunum. Eston og Peters (1999)

gerðu rannsókn á vöðvaskemmdum á tvíhöfða handleggs eftir vöðvavinnu í lengingu þar

sem handleggnum var dýft í vatn í stað ísnudds. Á öðrum og þriðja degi hafði hópurinn

sem kældi, lægra magn kreatínkínasa og tvíhöfðinn var lengri í afslappaðri stöðu. Annars

var ekki munur á milli aðferða. Howatson o.fl. (2009) benda á að það gæti verið munur á

viðbrögðum vöðva efri útlima og neðri útlima við vöðvavinnu í lengingu. Að þeirra sögn

eru vöðvar efri útlima mögulega óvanir svona miklu magni af álagi við lengingu og verði

þar af leiðandi fyrir meiri vöðvaskemmdir og meiri kreatínkínasi losnar í blóðið.

Raunverulegur árangur eftir kælingu í frammistöðu, sem mætti yfirfæra á margar

íþróttagreinar, kom fram í hjólahraða og vinnu (Lane & Wenger, 2004; Vaile o.fl., 2007),

hlaupahraða og hraðaþoli (Ingram o.fl., 2009), sprengikrafti (Skurvydas o.fl., 2006). Við

sértækar þolgreinar var sýnt fram á betri heildarframmistöðu í 5 km hlaupi (Bosak o.fl.,

2005). Það er erfitt að setja inn rannsókn Yamane o.fl. (2006) sem íþróttatengdan árangur

þar sem viðföngin voru óvön íþróttum og voru að hjóla með öðrum fætinum. Crowe o.fl.

(2007) voru hins vegar með íþróttafólk í sinni rannsókn þar sem loftfirrta frammistaðan

kom verr út hjá þeim sem kældu í klukkutíma hvíldum milli lota. Rannsókn Verducci,

(2001) sýndi mjög góðan árangur í kjölfar kælingar í hafnarboltarannsókn sinni þar sem

þátttakendur náðu fleiri köstum áður en þreytan fór að segja til sín. Þeir köstuðu fastar og

fundu minna til í öxlinni daginn eftir heldur en þeir sem kældu ekki. Með því einu að kæla

í 3 mín á milli kastlota.

Niðurstöður rannsókna á kæliaðferðum ber ekki saman. Aðferðirnar við kælinguna eru

misjafnar og segir í umræðukafla rannsóknar Howatson o.fl. (2009) að það sé nauðsynlegt

að rannsakendur fari að vinna markvisst að því að finna bestu aðferðina við kælinguna,

þ.e.a.s. tíma, tíðni og hitastig. Vísindamenn segja að það sem þurfi að skoða frekar sé m.a.

hver langtíma áhrif kælimeðferðar séu á endurheimt líkamans, hvaða tegund þjálfunar

Page 34: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

28

hagnist best af kælimeðferðum, hvaða áhrif hitastig líkamans hafi á þreytumyndun, hvaða

áhrif þessar aðferðir hafi á toppíþróttamenn, sem eru vanir eða óvanir kæliböðum eftir

keppni, á einstaka lífeðlisfræðilega þætti og frammistöðu (Crowe o.fl., 2007; Sellwood

o.fl., 2007; Verducci, 2001).

Vatnsæfingar

Að vera í vatni eitt og sér, óháð hitastigi, hefur viss áhrif á líkamann (Wilcock, Cronin

& Hing, 2006). Þrýstingurinn af vatninu eykst um 98,1 Pa á hverjum 10 cm sem eru fyrir

neðan vatnsyfirborð. Það samsvarar blóðþrýstingi upp á 74 mm Hg á neðsta hluta við 1m

dýpi, þ.e. í um mjaðmardjúpu vatni. Utanaðkomandi þrýstingur vatnsins þrýstir vökvum

líkamans uppávið. Þegar vatnið nær manni upp að hálsi er kominn töluverður þrýstingur á

vökva líkamans í átt að bolnum. Þessi áhrif gætu hjálpað til við endurheimt líkamans eftir

æfingar, m.a. með því að minnka bjúgmyndun með því að auka flæði. Æfingar í vatni eru

mjög algengar við endurhæfingu, m.a. hjá þeim sem eiga bágt með þungaburð (Beneka,

Malliou & Benekas, 2003; Tovin, Wolf, Greenfield, Crouse & Woodfin, 1994).

Flotkrafturinn gerir það að verkum að líkaminn er léttari í vatni. Vatnið gerir meiddum

íþróttamönnum einnig kleyft að gera hreyfingar úr þeirra íþrótt, t.d. hopp (Martel, Harmer,

Logan & Parker, 2005). Þegar líkaminn er léttari er einnig álagið af „bremsu“ áhrifum

vöðvanna (vinna í lengingu) minna. Því er möguleiki á að æfa sprengikraft án jafns mikils

álags á vöðvana og á landi. Hlaup í flotvesti er einnig notað sem endurhæfing fyrir

íþróttamenn og til að halda þeim í formi þrátt fyrir meiðslin. En hafa ber í huga að það að

hlaupa fljótandi í vatni kallar á öðruvísi hreyfimynstur en hlaup á landi, sem gæti haft slæm

áhrif á hlaupastíl og samhæfingu hlaupara (Kilding, Scott & Mullineaux, 2007).

Tvær rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðar niðurstöður við léttar æfingar í vatni eftir

æfingaálag. Eftir hlaup niður brekku (sem kallar fram mikla vöðvavinnu í lengingu)

viðhéldu léttar æfingar í sundlaug í 30 mín næstu 3 daga eftir hlaupin sprengikrafti betur

og minni harðsperrur komu fram (Takahashi, Ishihara & Aoki, 2006). Hin rannsóknin

Hudson, Loy, Vincent og Yaspelkis III (1998) sýndi að eftir stuttar lotur af mjög áköfum

sprettum var mjólkursýran og harðsperrur minni hjá tilraunarhópnum en hjá

viðmiðunarhópnum. Því má álykta að eitthvað af svörunum líkamans við hita- og

kæliböðum gæti verið tilkomið af vatnsþrýstingnum (Wilcock o.fl., 2006). Þó að það sé

Page 35: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

29

ekki búið að rannsaka þessa aðferð mikið varðandi endurheimtina er hún samt sem áður

notuð í beinu framhaldi af æfingum, og leikjum (Gill o.fl., 2006).

Þrýstiklæðnaður

Þrýstingur er einn þátta PRICE-meðferðarinnar. Þar sem þrýstingur er áhrifarík aðferð

við að draga úr bjúgsöfnun (Kraemer, o.fl. 2001). Bjúgur getur valdið frekari verkjum og

vefjaskaða og með því að draga úr bjúgmyndun er verið að draga úr líkum á auknum

verkjum og vefjaskaða af völdum hans (Jakeman, Byrne & Eston, 2010). Þröngir sokkar og

sokkabuxur hafa einnig sýnt góðan árangur við að minnka sogæðabjúg hjá þeim sem hafa

slæmt sogæðakerfi (Ko, Lerner, Klose & Cosimi, 1998). Þrýstibuxur eða sokkabuxur hafa

verið notaðar með góðum árangri sem forvörn gegn blóðtappamyndun eftir aðgerðir

(Wells, Lensing & Hirsh, 1994). Þjálfarar og íþróttamenn hafa tekið þetta upp í þeirri von

að geta minnkað bólgur og bjúgmyndun eftir erfiðar æfingar og hraðað endurheimt á

starfrænni getu (Duffield & Portus, 2007). Chatard o.fl. (2004) tala um að þrýstiklæðnaður

auki blóðflæði í djúpu bláæðunum og skili þar af leiðandi blóðinu skilvirkt til baka og

eykur m.a. niðurbrot mjólkursýru. Kraemer o.fl. (2001) segja að með þrýstiklæðnaði séu

vöðvaþræðirnir í stöðugra umhverfi. Eftir mikla vöðvavinnu í lengingu verða þeir þ.a.l.

fyrir minni skaða og eru betur í stakk búnir við að gróa vegna stöðugleikans og minnkaðrar

bólgusvörunar sem þrýstingurinn veldur. Til þess að þrýstibuxur nái bláæðablóðinu í dýpri

æðunum á hreyfingu þarf þrýstingurinn að vera a.m.k. 18 mm Hg við ökklann og 8 mm Hg

yfir kálfann (Berry, Bailey, Simpkins & TeWinkle, 1990). Þegar þrýstingurinn nær 30 mm

Hg er hann farinn að hamla blóðflæðinu (Lawrence & Kakkar, 1980). Venjulegar síðar

hlaupabuxur duga því ekki til að fá þessi áhrif fram. En það hefur komið fram að þær geti

sparað orku við loftháð hlaup. Rannsakendur geta sér til um að það sé komið vegna betri

samhæfingar í fótavinnu og að vöðvarnir hristist minna. En þess má geta að þetta kom

aðeins fram í einu stigi af fjórum í hlaupi með stigvaxandi hraða og að 6 hlauparar voru í

þessari rannsókn, þar af 2 í þessum tilteknu buxum (Bringard, Perrey & Belluye, 2006).

Þrýstiklæðnaður og endurheimt vöðvaskemmda

Viðgerð á vöðvafrumum eftir vöðvaskemmdir af völdum vöðvavinnu í lengingu og

endurtekinna fallhoppa er mjög vinsælt rannsóknarefni. Eins og áður hefur komið fram eru

kreatínkínasi, önnur bólguefni, bjúgur og harðsperrur vísbending um að vöðvaskemmdir

Page 36: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

30

hafi átt sér stað. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega þætti í

kjölfar æfinga sem valda vöðvaniðurbroti. Jakeman o.fl. (2010) voru með 17 konur í sinni

rannsókn sem skipt var í tvo hópa, annar fór í þrýstibuxur og var í þeim í 12 klst eftir að

hafa framkvæmt 100 fallhopp en hinn hópurinn var ekki í þrýstibuxum. Það var strax

munur á milli hópanna eftir eina klst þar sem fyrri hópurinn (í buxunum) gaf til kynna

marktækt minni harðsperrur frá fyrstu klukkustund og á öllum mælingum til fjórða dags.

Duffield og Portus (2007) og Kraemer o.fl. (2001) fengu svipaða niðurstöðu þar sem

munurinn kom fram á öðrum til fjórða degi, mismunandi eftir áreiti á harðsperrurnar. Þær

sem voru í þrýstingsbuxunum eftir hoppin viðhéldu einnig sprengikraftinum betur Jakeman

o.fl. (2010). Það var munur á hópunum í hnébeygjuhoppunum (stoppað í neðstu stöðu,

engar handasveiflur með í hreyfingunni) eftir 24 klst og 48 klst við venjulegt jafnfætis

uppstökk. Rannsóknarhópurinn sýndi einnig fram á betri árangur í hnéréttutæki frá fyrsta

degi fram á fjórða dag. Kraemer o.fl. (2001) sýndu einnig fram á mun á styrk og

sprengikrafti milli hópanna en sá munur kom ekki fyrr en á þriðja degi. Kreatínkínasi var

lægri heldur en hjá viðmiðunarhópnum í rannsóknum Gill o.fl. (2006), Kraemer o.fl.

(2001) en ekki hjá Jakeman o.fl. (2010).

Við úthaldsþjálfun á hjóli kom í ljós að ef viðföngin (63 ára gamlir karlmenn sem voru

vanir hjólreiðum) fóru í þrýstingsbuxur í 80 mín á milli tveggja ákafra 5 mín hjólalota,

stóðu þeir sig betur í seinni lotunni heldur en viðmiðunarhópurinn (Chatard o.fl., 2004). Í

hvíldinni lágu allir á bakinu með fæturna upp á stól, sem ætti að auka flæði bláæðablóðs úr

fótunum. Samt sem áður sýndi rannsóknarhópurinn fram á betri árangur. Í líklega fyrstu

íþróttatengdu rannsókninni sem var gerð á þrýstiklæðnaði kom ekki fram munur á árangri

við úthaldsþjálfun þar sem viðföngin unnu á mjög mikilli ákefð (Berry & McMurray,

1987). Hvort sem þau voru í þrýstingsbuxum eða ekki. Rannsóknin var tvískipt, annars

vegar þar sem álagið var hækkað smám saman fram að örmögnun og hins vegar var álagið

lotuskipt. Þó að enginn munur hafði verið á árangri, mældist mjólkursýran lægri eftir

þjálfunina hjá þeim sem voru í þrýstingsbuxunum í hvorri rannsókninni fyrir sig. Það varð

heldur enginn munur á hámarkssúrefnisupptöku eða súrefnisupptökunni eftir átökin. Töldu

rannsakendurnir að einn möguleikinn fyrir því að aðeins hafði fundist munur á

mjólkursýrumagni, gæti verið að þrýstingurinn hafi valdið því að mjólkursýran hafi setið

eftir innan í vöðvunum og þ.a.l. ekki komið fram í blóðprufunni sem var tekinn úr

olnbogabótinni. Mismunandi niðurstöður eru á milli rannsókna, t.d. rannsókn Chatard o.fl.

(2004) var hins vegar mjólkursýran lægri og hreinsaðist fyrr út, ásamt betri frammistöðu.

Duffield, Cannon & King (2010) sýndu hins vegar fram á að enginn munur var á milli

Page 37: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

31

hópa. Þar sem þjálfunin var sprettir og stökk, mikil ákefð á stuttum tíma. Þeir athuguðu

breytingar á meðaltali samanlagðra tíma úr hlaupunum og stökkhæð úr hoppum, fótastyrk,

hjartsláttartíðni, kreatínkínasa og mjólkursýru. Munur kom bara fram í harðsperrum,

þrýstingsklæðnaðinum í vil. Svipaðar niðurstöður komu fram við rannsókn á

ruðningsmönnum sem gerðu ákafa loftfirrta æfingu í 80 mín. Ekki var munur á 20 m

sprettum, styrk, mjólkursýru eða kreatínkínasa á næstu 48 klst (Duffield o.fl., 2008).

Rannsóknum á þrýstiklæðnaði fyrir íþróttamenn hefur verið beint meira í áttina að því

hvort klæðnaðurinn hafi bein áhrif á frammistöðu á meðan viðkomandi er í klæðnaðinum,

frekar en áhrif á endurheimt. Rannsóknir hafa sýnt fram á: Aukinn árangur við endurtekin

hopp (Kraemer o.fl., 1996), lægri súrefnisupptöku við loftháð hlaup (Bringard o.fl., 2006),

minni hristing á vöðva, sem er talið spara orku, hærra uppstökk (Doan o.fl., 2003) og betra

viðhald á styrk kálfavöðva við styrktarþjálfun (Miyamoto, Hirata, Mitsukawa, Yanai &

Kawakami, 2010). En auðvitað er þetta ekki svona borðleggjandi því að það hefur einnig

komið fram að enginn munur er á milli rannsóknarhóps og viðmiðunarhóps á hlaupahraða

(Bernhardt & Anderson, 2005; Doan o.fl., 2003; Houghton, Dawson & Maloney, 2009),

loftfirrtu þoli (Duffield & Portus, 2007), loftháðu þoli (Bernhardt & Anderson, 2005),

súrefnisupptöku (Ali, Creasy & Edge, 2010) eða hjartsláttartíðni (Bringard o.fl., 2006;

Duffield & Portus, 2007). Einnig kom í ljós minni hreyfiferill í mjöðm þar sem

mjaðmarréttan við 60 m sprett var skert en í þeirri rannsókn hafði það samt ekki áhrif á

tímann (Doan o.fl., 2003). Hjá Bernhardt og Anderson (2005) kom einnig fram að virk

mjaðmarbeygja var minni í þrýstibuxum. Klæðnaðurinn hefur einnig sýnt fram á að hækka

hitastig húðarinnar örlítið, en ekki líkamshitann sjálfan (Duffield o.fl., 2008; Duffield &

Portus, 2007; Houghton o.fl., 2009).

Nudd

Eftir erfiðar æfingar eða við mikið æfingamagn verða vöðvar oft stífir (aukin spenna)

sem getur haft þau áhrif að hreyfing efna (súrefni, niðurbrotsefni, næringarefni) til og frá

vöðvanum sé hömluð (Bishop o.fl., 2008; Brukner & Khan, 2009; Zainuddin, Newton,

Sacco & Nosaka, 2005). Minnkaður hreyfiferill, minni teygjanleiki og minni geta til að

taka við álagi auka á meiðslahættu. Sérstaklega ef stífleikinn er ósamhverfur milli

líkamshluta. Einnig getur bandvefur vöðvans stífnað og farið að festast saman. Þessir

Page 38: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

32

þættir leiða til meiðsla á endanum ef ekkert er aðhafst. Hugmyndin með nuddi er að losa

upp stífa vöðva og brjóta upp örvef, auka liðleikann og auka flæði efna til og frá

vöðvanum. Hugmyndin er góð og mikið notuð og íþróttasambönd fara t.a.m. fram á að

hafa nuddara með í för á leiki eða í æfingaferðir (Moraska, 2005). Þrátt fyrir það allt saman

eru ekki góðar vísindalegar sannanir fyrir árangri af nuddi. Algengar nuddaðferðir eru

effleurage eða langar strokur. Þær eru notaðar í byrjun nudds til að undirbúa mjúkvefina og

íþróttamanninn fyrir dýpra og ákafara nudd. Þær ná fram slökun þiggjanda, hita vefinn,

auka blóðflæði, mýkja vöðva og bandvefi og minnka verki. Petrissage sem er meira hnoð

og léttar lyftur á húðina. Hugsunin er að þessi aðferð auki blóðflæði og losun úrgangsefna.

Einnig minnka verkir, spenna og bólga og bandvefir losna upp. Tapotement, eða sláttur, er

ör og léttur sláttur með kúptum lófa, lokuðum hnefa eða með ölnar-hlið handar. Notað fyrir

átök til að örva vöðvann. Þvernudd til að brjóta upp örvefi, losa upp bandvef og auma

punkta. Hristur eru notaðar til að fá slökun í vöðvann og auka blóðflæði.

Rannsóknir á blóðflæði hafa hinsvegar sýnt að nudd auki ekki blóðflæði í stærri æðum,

hvorki í hvíld né eftir átök (Barnett, 2006). Blóðflæðið eykst þó í húðinni sem gefur til

kynna að blóðið flæði að einhverju leyti frá vöðvanum en ekki nægilega mikið til að hafa

einhver áhrif. Í rannsóknum Dolgener og Morien (1993), Gupta, Goswami, Sadhukhan &

Mathur (1996), Martin, Zoeller, Robertson og Lephart (1998), Monedero og Donne (2000)

og Robertson Watt og Galloway (2004) var ekki munur á mjólkursýrumagni eftir átök á

hjóli eða við hlaup milli þeirra sem fengu nudd eða þeirra sem ekkert gerðu. Aðferðirnar

sem rannsakendurnir notuðust við voru: Nuddari sem notaðist við strokur og hnoð í 17 mín

(Dolgener & Morien, 1993), nuddari sem notaðist við strokur og slátt í 7,5 mín á fót

(Monedero & Donne, 2000), sjúkraþjálfari sem notaðist við strokur og hnoð í 10 mín

(Gupta o.fl., 1996), sjúkraþjálfari sem notaðist við strokur og hnoð í 20 mín (Robertson

o.fl., 2004), nuddari sem notaðist við léttar strokur, hnoð, slátt og djúpar strokur (Martin

o.fl., 1998). Moraska (2005) leggur til að notast við þrýstinudd, þétt handtök í hringi ásamt

léttum strokum til að ná góðum árangri við að auka flæði blóðs og sogæðavökva.

Rannsóknir Farr, Nottle, Nosaka og Sacco (2002), Hilbert, Sforzo og Swensen (2003),

Rodenburg, Steenbeek, Schiereck og Bar (1994), Smith o.fl. (1994) og Tiidus og

Shoemaker (1995) hafa sýnt að endurheimt styrks eftir álag, sem brýtur niður vöðvavef, er

ekki aukin við nudd. Þessar sömu rannsóknir sýna þó að nuddið minnki harðsperrur frá 24-

96 klst eftir álag. Styrkurinn var annað hvort mældur sem jafnlengdarstyrkur eða í

hreyfingum yfir einn ás. Nuddaðferðirnar sem voru notaðar voru samsetning af löngum

strokum, hnoði og slætti. En samsetning og lengd nuddsins var mismunandi á milli

Page 39: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

33

rannsókna. Nýleg rannsókn sýndi fram á að enginn munur var á tilraunar- og

rannsóknarhóp við endurheimt á styrk eða magni harðsperra 4 dögum eftir mikla

vöðvavinnu í lengingu (Abad, Ito, Barroso, Ugrinowitsch & Tricoli, 2010). Í eftirfarandi

rannsóknum var heldur ekki munur á harðsperrum milli hópa Hart, Swanik og Tierney

(2005), Lightfoot, Char, McDermott og Goya (1997), Weber, Servedio og Woodall (1994).

Brooks, Woodruff, Wright og Donatelli (2005) athuguðu áhrif nudds á gripstyrk milli

átaka. Þau voru með 52 viðföng, þar sem 44% af þeim æfðu 3 sinnum í viku, 14% æfðu

daglega og restin æfði einu sinni í viku eða ekki neitt. Rannsóknin var þannig að fyrst var

gripstyrkur athugaður, svo áttu þau að kreista gripmælinn þangað til að styrkurinn fór undir

60% af hámarksstyrk. Eftir það fékk rannsóknarhópurinn 5 mín af nuddi sem var samsett

af löngum strokum og hnoði. Loks var hámarksstyrkurinn athugaður aftur. Þeir sem fengu

nudd viðhéldu styrknum lengur en hinir.

Hemmings, Smith, Graydon og Dyson (2000) gerðu tilraun á átta boxurum. Þeir

athuguðu muninn á algerri hvíld og nuddi við keppnislíka þjálfun. Þar sem boxararnir unnu

í 5x2 mín og hvíldu í 1 mín á milli lota. Í hverri lotu áttu þeir að kýla 80 högg í höggmæli

sem mældi kraftinn. Eftir það var tekin mæling á hjartsláttartíðni, mjólkursýru- og

blóðsykursmagni. Svo hvíldu þeir í 60 mín, annar hópurinn var nuddaður í 20 mín (strokur

og hnoð) af þessum klukkutíma á meðan hinn hópurinn gerði ekkert allan tímann. Síðan

var leikurinn endurtekinn þ.e.a.s. 5x2 mín og 80 högg í hverri lotu. Sjö dögum seinna var

rannsóknin endurtekin og þeir sem fengu nudd í fyrra skiptið gerðu ekkert í hvíldinni milli

lota í seinna skiptið. Það var ekki munur á höggþyngd, hjartsláttartíðni eða

blóðsykursmagni en mjólkursýran var lægri í síðustu mælingunni hjá nudd hópnum. Hins

vegar var enginn munur á hinum þremur mjólkursýrumælingunum. Viðföngin sögðust

finna minna fyrir þreytu og harðsperrum eftir nuddið heldur en við algera hvíld. Segja

rannsakendur þetta vera enn fremur vísbendingu um að nudd hafi meiri sálfræðileg áhrif en

líkamleg. Monedero & Donne (2000) voru með 18 hjólreiðamenn í sinni rannsókn þar sem

þeir hjóluðu 5 km eins hratt og þeir gátu, hvíldu í 20 mín og hjóluðu aftur 5 km eins hratt

og þeir gátu. Í hvíldinni var hjólreiðaköppunum skipt í fjóra hópa: a) nuddaðir í 15 mín b)

fengu algjöra hvíld c) hjóluðu rólega í 15 mín d) hjóluðu létt og fengu nudd. Sá hópur sem

var fljótastur að klára seinni 5 km var sá sem fékk blönduðu meðferðina. Hópurinn sem

fékk nudd í 15 mín var ekki hraðari en hópurinn sem hvíldi alveg. Robertson o.fl. (2004)

sýndu heldur ekki fram á mun á milli tilraunar- og viðmiðunarhóps. Þar sem viðföngin

hjóluðu 6x30 s á hámarkshraða og hvíldu í 30 s á milli endurtekninga. Meðferðinni var

beitt í 20 mín, annað hvort algjör hvíld eða nudd. Svo var hjólað aftur 6x30 s. Enginn

Page 40: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

34

munur var á heildarvinnu eða afli en þeir sem fengu nudd sögðust vera ferskari, sama kom

fram í rannsóknum Drews, Kreider og Drinkard (1991), Drews, Krieder, Drinkard, Lester

og Somma (1990) þar sem ekki var munur á árangri milli þeirra sem fengu nudd og sem

fengu ekki nudd, í seinni rannsókninni sögðu þeir sem fengu nudd vera frískari. Lane og

Wenger, (2004) sýndi hinsvegar fram á að nuddhópurinn skilaði betri árangri en

hvíldarhópurinn. Rannsóknin var einnig tekin fyrir í kælikaflanum og verður því ekki farið

nánar í hana. Mancinelli o.fl. (2006) voru með fyrstu deildar körfubolta- og blakstelpur í

bandaríska háskólaboltanum. Þær voru prófaðar á fyrsta degi undirbúningstímabilsins,

æfðu svo dag 2 og 3 og á fjórða degi voru þær prófaðar aftur. Þær voru allar með sama

ástandsþjálfara og gerðu sömu æfingarnar. Rannsakendur gerðu ráð fyrir að mesta þreytan

og harðsperrurnar yrðu á fjórða degi. Tilraunahópurinn fékk 17,5 mín nudd á hvorn fót í

upphafi æfingar en viðmiðunarhópurinn sat spakur og beið eftir hinum. Eftir það voru þær

prófaðar aftur. Þær voru prófaðar í uppstökki (með handasveiflum), snerpu og hröðun

(byrjuðu í miðjunni og hlupu 7,6m í aðra áttina, 15,2m til baka sneru svo aftur við og hlupu

7,6m inn að miðjunni), vöðvalengd lærisferhöfða, og snertieymsli með þrýstingsmæli. Hjá

viðmiðunarhópnum var uppstökkið að meðaltali 49,9 cm á fyrra prófinu en 48,1 cm, sem

er 1,8cm lækkun á meðaltali. En hjá rannsóknarhópnum var uppstökkið 45,8 cm að

meðaltali á því fyrra en 46,2 á því seinna, sem er 0,6 cm bæting. Í snerpu- og

hröðunarprófinu var marktækur munur á tímum viðmiðunarhópsins þar sem þær voru 0,30

s hægari í seinna prófinu. Rannsóknarhópurinn sýndi ekki marktækan mun á tímunum en

þær voru 0,06s hraðari í seinna prófinu. Rannsóknarhópurinn fann minna fyrir harðsperrum

í vinstri fætinum en enginn munur var á vöðvalengd lærisferhöfða milli hópanna. Þessar

niðurstöður sýna að nuddið virðist hafa áhrif á sprengikraft þó að tímarnir voru ekki

marktækt betri eftir nuddið, þá voru þeir ekki hægari (marktækt) eins og hjá

viðmiðunarhópnum. Þessi rannsókn er mjög „raunveruleg“, íþróttafólkið var í sínu

umhverfi með viðeigandi álag. Það sem getur hafa haft áhrif á niðurstöðurnar er að það var

ekki hægt að hafa áhrif á hvað stelpurnar gerðu áður en þær byrjuðu aftur í

háskólaæfingunum. Þær sem höfðu verið í styrktarþjálfun yfir sumarið þoldu líklega betur

álagið. Eins var hvíldartíminn á hröðunar- og snerpuprófinu frjáls, mjög líklegt að sumir

hafi ekki hvílt nóg. Prófið hefði verið betur staðlað ef allir hefðu hvílt jafn lengi, eftir 8s af

hámarksvinnu þarf u.þ.b. 3-5 mín í hvíld (Bompa, 1999).

Eins og sjá má eru niðurstöður rannsókna mismunandi. En tilhneigingin í niðurstöðum

þessara rannsókna er að klassískt nudd hafi helst áhrif á harðsperrur og „frískleika“ þó að

það sé ekki alltaf hægt að tengja það betri árangri. Hvort sem minni harðsperrur séu

Page 41: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

35

lyfleysuáhrif eða bein áhrif nuddsins er óvíst. Í greinum Barnett (2006), Bishop o.fl. (2008)

og Connolly o.fl. (2003) er talað um að það séu ekki nægilega margar góðar rannsóknir um

áhrif nudds. Eins að flestar rannsóknir sýna að nudd hafi ekki þau jákvæðu áhrif á

endurheimt og frammistöðu sem menn telja.

Stöðuteygjur

Hafa verið og eru fastur liður í æfingaferlinu. Hugmyndin með teygjum hefur verið að

auka liðleika, minnka harðsperrur og meiðslahættu. En hve mikil áhrif teygjur hafa á

endurheimt er óljóst. Meirihluti rannsókna beinist að síðasta klukkutímanum fyrir átök. Því

rannsóknir hafa sýnt að óvirkar teygjur hafi neikvæð áhrif á sprengikraft (Barnett, 2006).

Í samantektarrannsókn Herbert og Gabriel (2002) kom fram í þeim 5 rannsóknum sem

stóðust þeirra kröfur, að teygjur fyrir eða eftir æfingar hefði ekki mikil áhrif á harðsperrur.

Munurinn kom fram á 72 klst þar sem rannsóknarhóparnir (þeir sem teygðu) sýndu fram á

2 mm lægra skor á 100 mm verkjaskala. Í rannsókn Gulick o.fl. (1996) voru ýmsar aðferðir

prófaðar (teygjur, bólgueyðandi, jurtameðal, ísnudd og samanburðarhópur) gegn

harðsperrum eftir vinnu í lengingu. Enginn af þessum aðferðum sýndi fram á minnkaðar

harðsperrur og ágóðinn af teygjunum var að hreyfiferillinn var meiri en hjá hinum

aðferðunum 72 klst eftir álagið. Svipuð rannsókn Jayaraman o.fl. (2004) sýndi engan mun

á milli hópa á jafnlengdarstyrk, harðsperrum, bjúgmyndun í lærisferhöfðanum 15 dögum

eftir. Hjá Lund, Vestergaard-Poulsen, Kanstrup og Sejrsen (1998) var styrkurinn minni

næstu 7 daga eftir álagið þegar viðföngin teygðu á hverjum degi heldur en ekki. Teygjurnar

höfðu heldur ekki áhrif á harðsperrurnar. Teygjur milli lota af endurteknum stuttum

sprettum drógu úr hraðanum í rannsókn Beckett, Schneiker, Wallman, Dawson og Guelfi,

(2009). Dawson o.fl. (2005) athuguðu nokkrar aðferðir til að auka endurheimt eftir

ruðningsleik, með tilliti til þess að teygja til að auka endurheimt á starfrænni getu voru

niðurstöðurnar eftirfarandi: Daginn eftir var viðmiðunarhópurinn eini hópurinn marktækt

lægri í sprengikraftsmælingunum miðað við upphafsmælingu fyrir leik. Þegar árangur

hópanna var borinn saman sýndu teygjurnar og æfingar í sundlaug betri árangur en

viðmiðunarhópurinn í sprengikraftsæfingunum. Ekki var munur á liðleika eða harðsperrum

milli hópanna. Tveimur dögum eftir leikinn var enginn munur á milli hópanna.

Þó að nýlegri rannsóknir sýni ekki fram á jákvæð áhrif af því að teygja á endurheimt

styrks og minnkaðra harðsperra, eiga þær þátt í því að ná og viðhalda þeirri vöðvalengd

Page 42: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

36

sem íþróttin krefst. Það er heldur ekki útilokað að þær minnki líkur á tognunum en það er

mjög erfitt að gera góða rannsókn til að styðja það (McHugh & Cosgrave, 2010).

Sjálfsbandvefslosun

Bandvefir líkamans þekja allar taugar, vöðva, bein, æðar og líffæri líkamans frá toppi til

táar (Barnes, 1997). Þeir þjóna þeim tilgangi að veita stöðugleika, vörn og auka þéttni

líffæra. Við álag eða áverka stífnar bandvefurinn upp og veldur minnkun á styrk , úthaldi

vöðva og samhæfingu, breyttri líkamsstöðu og auknum verk. Bandvefslosun snýst um það

að teygja á bandvefnum og létta á undirliggjandi vefjum. Með auknum teygjanleika getur

verkurinn minnkað og starfshæfni vöðva og annarra vefja aukist. Hnútar geta myndast í

bandvefnum, svokallaðir „trigger- punktar“ (Shah & Gilliams, 2008). Þeir eru taldir koma

vegna slæmrar líkamsstöðu, mikils álags á vöðva, vöðvaþreytu við mikið endurtekið álag

eða vegna sálræns álags. Þeir eru viðkvæmir viðkomu og eru staðsettir vanalega í

þreyfanlegum og stífum streng í vöðva. Punktarnir geta verið virkir eða óvirkir. Virkur

punktur gefur frá sér staðbundinn og dreyfðan verk en óvirkur punktur gefur aðeins

einkenni þegar það er þrýst á hann. Vefjagigtarsjúklingar eru m.a. með þráláta verki

(Liptan, 2010). Verkina er ekki hægt að rekja til vöðvanna en vísbendingar eru um að

bandvefurinn í vöðvunum sé bólginn og valdi verkjunum og aukinni næmni taugakerfisins

við sársauka eða verkjum. Castro-Sanchez o.fl. (2011) sýndu fram á í samantektarrannsókn

sinni að bandvefslosun minnkar verki og bætir einnig svefn og kvíða hjá

vefjagigtarsjúklingum. Einnig hefur 6 vikna bandvefslosun minnkað verki, bætt

líkamsstöðu og aukið skilvirkni lungna hjá stelpu með hryggskekkju. Frekari rannsókna er

þó þörf til að styrkja þessar niðurstöður (LeBauer, Brtalik & Stowe, 2008). Sjálfsnudd á

trigger- punkta (sjálfsbandvefslosun) hefur sýnt fram á árangur sem meðferð hjá háls- og

bakverkjafólki. Viðföngin þrýstu sjálf á punktana og teygðu svo á vöðvanum einu sinni á

dag í fimm daga. Rannsóknarhópurinn var ekki jafn viðkvæmur í hnútunum og

samanburðarhópurinn eftir þessa fimm daga og þoldu meiri þrýsting en

samanburðarhópurinn (Hanten, Olson, Butts & Nowicki, 2000).

Vinsældir sjálfsbandvefslosunar hafa aukist mikið undanfarin ár hjá íþróttamönnum og

á heilsuræktarstöðvum. Frauðrúllur, tennisboltar og „nuddkefli“ eru helst notuð til þess að

losa upp bandvefinn með þeim tilgangi að ná fram ofantöldum áhrifum. Með það í huga að

ná auknu blóðflæði í vöðvann og minnka eymsli eftir æfingar er hugmyndin um bætta

Page 43: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

37

endurheimt kominn í gagnið. Að flýta fyrir enduruppbyggingu vöðva, skola út

úrgangsefnum, endurnýja orkubirgðir og minnka vöðvakrampa. Engar rannsóknir fundust á

Ovid medline, Pubmed, Scopus, Sinahl eða Proquest leitarvélunum um sjálfsbandvefslosun

sem endurheimtunaraðferð. Þó er ein rannsókn Healey o.fl. (2011) sem rannsakar áhrif

þess að nota frauðrúllur áður en eftirfarandi próf voru gerð: Uppstökkshæð,

uppstökkskraftur (mældur af þrýstiplötu), jafnlengdarkraftur, 43m sprettur og eins voru

spurningalistar um þreytutilfinningu og harðsperrur. Enginn munur var á líkamlegu

prófunum en samkvæmt spurningalistunum upplifðu þeir sem notuðu rúllurnar minni

þreytutilfinningu eftir álagið. Leggja rannsakendur til að frekari rannsóknir verði gerðar á

endurtekinni notkun á rúllunum yfir tíma sem myndi gefa betri mynd á virkni

sjálfsbandvefslosunar á endurheimtina. Við verðum bara að bíða þolinmóð eftir

rannsóknum á þessum aðferðum. Þær verða án efa teknar fyrir í framtíðinni því að

ábendingar frá fyrri aðferðum (bandvefslosun framkvæmd af fagaðila), hugmyndafræði og

niðurstöður vefjafræðilegra rannsókna á hegðun bandvefs eru til staðar um að

sjálfsbandvefslosun gæti átt erindi í rútínuna við lok æfinga (Barnes, 1997; Hanten o.fl.,

2000; LeBauer o.fl., 2008; Meltzer o.fl., 2010).

IV. Samband meiðsla og þreytu.

Meiðsli eins og krossbandaslit og misstig koma helst í lok leiks, keppni eða æfingar,

þegar þreytan fer að segja til sín (Gutierrez, Jackson, Dorr, Margiotta & Kaminski, 2007;

Johnston, Howard, Cawley & Losse, 1998). Aukin þreyta minnkar samhæfingu, jafnvægi,

hámarksstyrk og viðbragð gegn óæskilegri stöðu verður lakara (Biglandritchie & Woods,

1984; Gutierrez o.fl., 2007; Johnston o.fl., 1998; Sbriccoli, Solomonow, Zhou, Lu &

Sellards, 2005). Vöðvar sem verða mjög þreyttir geta hamlað endurgjöf tauga og vöðva

yfir nærliggjandi liðamót. Stöðuskyn liðamóta byggist á aðlægum taugaboðum sem er

endurgjöf frá sinahnökra, vöðvaspólum og skynjurum í liðumbúnaði (sinum, liðpoka og

liðbrjóski) og frálægum taugaboðum eins og viðbragði og viljastýrðum hreyfingum. Þreyta

getur haft áhrif á þessa virkni.

Ferrell, Rosenberg, Baxendale, Halliday & Wood (1990) gerðu rannsókn á ketti sem

þeir gáfu létt rafstuð beint í liðpoka hnéliðar og við hvert skot kom kippur í nærliggjandi

Page 44: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

38

vöðva. Því sterkara sem rafstuðið var því sterkari varð kippurinn í vöðvanum, upp að vissu

marki. Þeir töldu að þessi viðbrögð vöðvanna við áreitinu á liðpokann undirstrikuðu hve

virkir og mikilvægir nemarnir í liðpokanum væru fyrir hreyfistjórn líkamans. Tog á

liðböndin veldur því að seigja þeirra minnkar, liðbandið veitir minna viðnám gegn togi og

rennihreyfingum í liðnum (Sbriccoli o.fl., 2005). Þegar seigjan er minni þarf liðbandið að

teygjast lengra til þess að geta gefið sömu mótstöðu gegn hreyfingum. Eins og áður var

nefnt, skynja nemar sem eru í liðböndunum hversu mikið tog er á þeim og veita endurgjöf

um stöðu liðarins. Sífelld endurgjöf til MTK stýrir virkni nærliggjandi vöðva. Þegar

seigjan minnkar í liðböndunum þá minnkar næmni skynjaranna og meiri strekk þarf til þess

að fá sömu endurgjöf og áður. Það þýðir að meiri hreyfing er komin á liðinn áður en

nærliggjandi vöðvar fá boð um samdrátt sem er nægilega sterkur til að auka stöðugleika

liðsins eða koma honum aftur í öruggari stöðu. Í rannsóknum Beard o.fl. (2001), Friden,

Zatterstrom, Lindstrand og Moritz (1990), Urbach, Nebelung, Becker & Awiszus (2001) er

talað um að aftanlæris vöðvarnir verði virkari eftir krossbandaslit við venjulegar athafnir

eins og göngu, því að liðurinn skynjar óstöðugleika við hreyfingu. Eftir krossbandaaðgerð

minnkar virkni aftanlæris vöðvanna svo aftur og telja þau að aðgerðin veiti ekki bara

hlutlausan stöðugleika heldur betri samhæfingu vöðva til að gera liðinn stöðugri.

Aftanlæris vöðvinn verður t.d. ekki lengur í stöðugum samdrætti. Sem er gott dæmi um

hve náið skynjarar í liðnum vinna með nærliggjandi vöðvum. Sbriccoli o.fl. (2005) sýndu

að við 150 N álag, sem togar sköflungsbeinið í hringi í hnéliðnum (ekki snúningur á

beininu) í 10 mín, minnkar styrkur og virkni (EMG) nærliggjandi vöðva. Hringálagið er

talið líkja eftir hreyfingum í íþróttum, t.d. hoppa, lenda, skokka og hlaupa því að hnéð sé í

sífelldu áreiti meðan á hreyfingu stendur. Fyrir hnéliðinn er 150-200 N álag mjög lítið, að

ganga upp og niður stiga setur um 600-800 N álag á hnéliðinn og þá er álagið frá

vöðvavinnu ekki meðtalið, sem annars myndi auka álagið. Togið minnkar seigju liðbanda

og eykur hreyfingu (óstöðuga) í liðnum. Styrkminnkunina telja rannsakendurnir vera vegna

þess að skynjun í liðböndunum hafi minnkað, viljastýrður samdráttur er m.a. háður

endurgjöf frá liðumbúnaði. Þeir telja að annað hvort sé endurgjöfin frá liðnum ekki næg til

að leyfa fullan vöðvakraft eða þá að skynjararnir sendi hamlandi boð á alpha- hreyfitaugar

vöðvanna. Við íþróttaiðkun eða aðrar erfiðar athafnir minnka boðin frá liðumbúnaðinum

ásamt aukinni hreyfingu í liðnum sem verður til þess að vöðvarnir eru seinni til að styðja

við liðinn. Það eykur á meiðslahættu þegar á líður, eins og til dæmis krossbandaslit.

Page 45: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

39

Þreyta og hreyfistjórn

Borotikar, Newcomer, Koppes og McLean (2008) athuguðu hvaða áhrif þreyta og

viðbragð hefðu á hreyfistjórn neðri útlima. Viðföngin áttu að hoppa upp í loftið og skv.

skipun áttu þau að lenda á annarri af tveimur snertiplötum sem voru hlið við hlið. Til að

setja viðbragðið inn í jöfnuna kviknuðu ljósin nánast strax við lendingu en annars loguðu

þau áður en viðkomandi hoppaði upp í loftið. Til að búa til þreytu ákváðu rannsakendur að

hafa 5 þyngdar hnébeygjur milli viðbragðsprófana. Þetta var endurtekið þangað til að

viðkomandi gat ekki gert 3 hnébeygjur. Þessi aðferð var valinn vegna þess rannsakendur

töldu þetta líkjast frekar keppnis- eða leikaðstæðum í stað þess að gera æfingar sem

einblínir á að þreyta einn vöðvahóp eða hlaupa fram að örmögnun. Með þessu fékkst

stigvaxandi þreyta í mörgum vöðvum og vöðvavinnan líkti til hreyfingarinnar sem var svo

verið að prófa. Fylgst var með hreyfingum í hné, mjöðm og ökkla. Í ljós kom að með

þreytu jókst innsnúningur í mjöðminni, beygja við mjöðmina minnkaði, hnén féllu meira

inn að miðju og rétthverfing (supination ) í ökklalið jókst. . Við óvæntu hreyfingarnar varð

meiri innsnúningur í mjöðm og minni beygja í mjöðm miðað við fyrirfram ákveðnu

hreyfingarnar. Flestar þessar hreyfingar voru orðnar marktækar við 50% þreytu. Þegar

mjöðmin snýst inn þá snýst lærleggurinn einnig inn á við og hnéð fellur inn á. Þá er komið

mikið álag á fremra krossbandið sem er hættuleg staða upp á krossbandaslit. Einnig þegar

lærisferhöfðinn og aftanlærisvöðvinn eru orðnir þreyttir minnkar hámarksstyrkur þeirra og

þar afleiðandi getan til að vinna gegn þessari stöðu. Með það í huga að þreytan sé að

einhverju leyti MTK þreyta er hægt að sjá að þegar snöggar ákvarðanir bætast við kerfi

sem þegar er búið að ganga langt á, verður líkamsbeitingin alls ekki æskileg.

Rannsakendur leggja til að krossbandaslit ættu að vera meira skoðuð út frá miðlægri þreytu

frekar en að einblína á útlimina. Forvörn gegn krossbandasliti ætti þá að vera í formi

æfinga þar sem rétt líkamsbeiting er höfð í fyrirrúmi og sem og getan til að halda þeirri

líkamsbeitingu undir álagi, þreytu og við óvæntar aðstæður. Aðrir rannsakendur hafa

einnig komið með sömu tillögu. Miura o.fl. (2004) athuguðu stöðugleika í hné við

staðbundna þreytu (með því að beygja og rétta hné gegn mótstöðu) og almenna þreytu

(hlaup á hlaupabretti í 5 mín). Þar var niðurstaðan sú að hnéð var óstöðugra eftir hlaupin

og telja rannsakendur að óstöðugleikinn sé tilkominn vegna minnkaðrar getu til að vinna úr

skilaboðum frá liðumbúnaði. Þeir telja að úthaldsþjálfun ein og sér nægi ekki til minnka

óstöðugleika og verri hreyfistjórn með vaxandi þreytu. Önnur rannsókn á þreytu og áhættu

Page 46: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

40

á krossbandaslitum, Chappell o.fl., (2005) sýndu fram á að við jafnfætis uppstökk eftir

þriggja skrefa atrennu jókst framskrið á sköflungnum töluvert og hnén féllu frekar inn að

miðju. Þessi áhrif þreytunnar voru meira áberandi meðal kvenna en karla í rannsókninni.

Tsai, Sigward, Pollard, Fletcher og Powers (2009) sýndu fram á að þegar þreytan verður

það mikil að hún er farinn að breyta hreyfimynstrinu, er hreyfimynstrið ekki komið innan

eðlilegra marka aftur eftir 40 mín og aukin hætta á krossbandaslitum varir þá enn.

Hvenær er meiðslahættan mest?

Pinto, Kuhn, Greenfield og Hawkins (1999) fylgdust með 22 leikmönnum í yngri deild

íshokkí í Bandaríkjunum yfir heilt tímabil og tóku saman tegund, tímasetningu og tíðni

meiðsla. Tíðustu meiðslin voru tognanir/liðhlaup, (36% tilvika hjá sóknarmönnum og 42%

tilvika hjá varnarmönnum). Mar var næstalgengast eða 29% tilvika hjá varnar- og

sóknarmönnum. Flest meiðslin áttu sér stað í síðasta leikhlutanum og tíðnin var í raun

vaxandi eftir því sem leið á leikinn. Af þeim meiðslum sem áttu sér stað í hverjum

leikhluta fyrir sig, voru þau auk þess langflest á síðustu 5 mín leikhlutans. Þrátt fyrir að

meiðslin voru flest vegna samstöðu leikmanna, árekstra við battann eða markið, er mjög

líklegt að þreytan eigi þar stóran þátt. Ef litið er á tímasetningu meiðslanna eða í lok hvers

leikhluta og í þeim síðasta, þ.e. þegar þreytan er sem mest eru meiðslin helst að eiga sér

stað. Í rannsókninni kom einnig fram að ef litið er á tímabilið í heild sinni voru flest

meiðslin á fyrri hluta tímabils og minnkuðu svo þegar leið á. Telja rannsakendur að

leikmenn hafi verið komnir í betra form þegar leið á tímabilið og þreytan hafi ekki tekið

jafn stóran toll af leikmönnum meðan á keppni stóð. Svipaðar niðurstöður var að finna í

áhugamannadeild í ruðningi. Þar sem flest meiðslin áttu sér stað í seinni leikhluta og voru

maráverkar og tognanir algengustu meiðslin (Gabbett, 2002). Hins vegar voru meiðslin

fleiri þegar leið á tímabilið og telur Gabbett (2000), sem fylgdist með meiðslum yfir þrjú

tímabil áhugamannadeildar í ruðningi, að það sé af völdum uppsafnaðrar þreytu sem er á

skjön við íshokkírannsóknina. Með aukinni þreytu eykst tími viðbragðs og

ákvörðunartökunnar sem m.a. getur haft áhrif á hvort viðkomandi sleppi undan

varnarmanni eða ekki (Borotikar o.fl., 2008). Í íshokkí og ruðningi getur samstaða

leikmanna verið mjög harkaleg. Rahnama, Reilly og Lees (2002) skoðuðu 10 leiki ensku

Page 47: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

41

úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þeir tóku saman hvenær meiðslahættan væri mest og komust

að þeirri niðurstöðu að það væri á fyrsta og síðasta korteri leiksins.

Æfingaálag og meiðsli

Vetter og Symonds (2010) lögðu spurningalista fyrir 149 nemendur í bandarískum

háskólum. Nemendurnir voru allir í íþróttaliði háskólans sem var í annarri deild NCAA.

Nemendurnir æfðu u.þ.b. 5x í viku auk þess að stunda hreyfingu eða íþróttir í frístundum.

Æfingar flokkaðar undir „miðlungs“ eða „mikla ákefð“ voru 4.5x í viku. Æfingaálagið var

því tiltölulega mikið. Rannsóknin gekk út á að athuga samband þreytu, æfingaákefðar,

andlegrar þreytu og meiðsla. Spurningalistinn fyrir þreytu/örmögnun (enska: exhaustion)

hafði þrjá svarmöguleika; „Sjaldan“, „stundum“ og „oft“ fyrir andlega og líkamlega þreytu

yfir keppnis- og undirbúningstímabilið. Þrjátíu prósent karla sögðust finna oft fyrir

líkamlegri þreytu yfir keppnistímabilið og tæp 60 % sögðust stundum finna fyrir henni.

Tæp 20 % svöruðu „oft“ yfir undirbúningstímabilið og 55 % svöruðu „stundum“.

Konurnar sögðust oft vera þreyttar á keppnistímabilinu 24% tilfella og 66% svöruðu

„stundum“. Yfir undirbúningstímabilið voru 17 % sem svöruðu „oft“ en 66% sem svöruðu

„stundum“. Svörin um andlega þreytu héldust nokkuð í hendur við líkamlega þreytu. Það

var fylgni á milli langtímameiðsla og þreytu/örmögnunar hjá konunum og mikillar ákefðar

og bráðra meiðsla hjá körlunum. En 50% af nemendunum sögðust vera að stríða við

langtímameiðsli þetta árið. Rannsakendur ályktuðu að hægt væri að lækka meiðslatíðni

með því að draga úr álagi og þreytu með betur skipulagðri tímabilsskiptingu en þreytan

virtist hafa töluverð áhrif á meiðslatíðnina.

Page 48: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

42

V. Lokaorð

Það hefur enn ekki verið gerð rannsókn á því hvort ofantaldar aðferðir, sem ætlaðar er

að flýta fyrir starfrænni endurheimt, hefðu áhrif á meiðslahættu eða ofþjálfun og koma

þannig í veg fyrir að áframhaldandi álag myndi verða að langvarandi þreytu. Í raun hafa

engar langtíma rannsóknir verið gerðar á þessum aðferðum. Þar af leiðandi er ekki hægt að

sjá hvort þær hafi eitthvað forvarnargildi gegn meiðslum sem koma í kjölfar uppsafnaðrar

þreytu. Til þess þyrfti rannsóknin til dæmis að spanna heilt tímabil með

undirbúningstímabili og leiktímabili inniföldu eða jafnvel nokkur tímabil með mismunandi

hópum. Flestar skammtímarannsóknirnar höfðu mjög lítið úrtak og því erfitt að segja til um

gildi þeirra, enda voru langflestar rannsóknirnar á skjön hver við aðra. Það vantaði

samhljóm milli rannsóknanna, þannig að rannsakendur vinni að sameiginlegu marki. Í stað

voru rannsóknirnar að athuga mismunandi inngrip með mismunandi prófum til að mæla

árangur eftir mismunandi aðferðir til að valda þreytu. Því er mjög erfitt að álykta hvort

umrædd aðferð sé nytsamleg eða ekki. Sem dæmi má taka rannsóknir Skurvydas o.fl.,

(2006) og Goodall og Howatson (2008) á kælingu eftir fallhopp. Rannsóknirnar voru með

mjög svipaða aðferð til að framkalla þreytueinkennin en ólíkar aðferðir við kælinguna.

Niðurstöðurnar voru þær að Skurvydas o.fl. (2006) fengu mjög jákvæðar niðurstöður en

Goodall og Howatson (2008) ekki. Þessu hefði mátt fylgja betur eftir, af hverju er betra að

kæla strax eftir æfingarálagið og svona títt? Var munurinn vegna tímasetningar

kælibaðanna eða vegna þess að viðföngin voru helmingi lengur í kælibaðinu hjá Skurvydas

o.fl. (2006) en hjá Goodall og Howatson (2008)?

Hægt er að draga réttmæti margra þessara rannsókna í efa. Lífeðlislegir þættir líkt og

kreatínkínasi og mjólkursýra eru notaðir í mörgum rannsóknum til að meta árangur

rannsókna þó að það hafi margsýnt sig að þessir þættir gefa ekki skýra ábendingu um

starfræna endurheimt. Ennfremur er styrkur mældur í jafnlengdarmælingu eða yfir ein

liðamót í einni frígráðu í föstum tækjum. Próf sem eiga að gefa til kynna getu í íþróttum

þurfa að vera í formi sprengikrafts, spretts, viðbragðs og hraðaúthalds. Þó að

lærisferhöfðinn sé orðinn veikari í fótaréttutæki gefur það ekki til kynna hve mikil áhrif

það hefur á getu í íþróttum. Styrkur í hnéréttu er bara brot af þeirri stóru heild sem er

starfræn geta í íþróttum. Starfræn geta (sprengikraftur, úthald o.þ.h.) gefur mun betri mynd

af íþróttum, stöðuhjólin ættu bara að vera notuð fyrir hjólreiðar og ekki aðrar

Page 49: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

43

íþróttagreinar. Vo2max mælingar á stöðuhjólum taka ekki líkamsbeitingu eða hlaupastíl

með í reikninginn. Líkamsbeiting og hlaupastíll getur haft áhrif á orkuþörf viðkomandi.

Við endurtekna spretti eins og til dæmis 8x20 m (sem samkvæmt Pyne o.fl. (2008) gefur

skýra mynd af úthaldi) eru þættir eins og líkamsbeiting og hlaupastíll teknir inn í myndina

og sá sem hleypur oftast hraðast, gerir það sama hvert mjólkursýrumagnið er og hvert

Vo2max er hjá honum, hann kemur fyrstur í mark eða er fyrstur að boltanum. Fleiri

rannsóknir þurfa að nota starfræn próf til að meta árangur. Einnig þurfa þær að nota

hreyfingar og álag sem líkist því sem gerist í íþróttum til þess að búa til þreytusvörun. Tíu

sinnum 10 endurtekningar í hnéréttutæki við lengdarvinnu vöðva eða 6x6 s á stöðuhjóli

gefa ekki rétta mynd af starfrænni endurheimt. Þ.e.a.s. ef niðurstöður rannsóknanna eiga að

gagnast íþróttum.

Ef Noakes o.fl. (2004) hafa rétt fyrir sér með heildræna líkaninu eru ýmsir þætti sem

þarf að endurskoða varðandi endurheimt á starfrænni getu. Þættir á borð við aukið

blóðflæði og endurnýjun orkubirgða falla þá á forgangslistanum og aðferðir til að draga úr

hömlunarvirkni MTK verða þá í brennideplinum. Mjög líklega myndu þá rannsóknir einnig

snúast að matarræði og fæðubótarefnum sem hafa áhrif MTK. Hugleiðsla, takmörkun á

ytra áreiti og streitustjórnun væri þá mjög líklega komið ofarlega á forgangslistann

varðandi endurheimt á starfrænni getu.

Sumar aðferðirnar áttu það til að minnka harðsperrur og auka frískleika sem er bæði

mjög huglægt. Í einhverjum rannsóknum voru rannsakendur að reyna að mæla harðsperrur

með því að athuga hve mikinn þrýsting viðkomandi þoldi á ákveðnum punktum. Það er

líka mjög huglæg mæling, því að það hvernig viðfangið upplifir mælinguna segir til um

niðurstöðurnar. Í þessum mælingum ásamt fleirum, eru Hawthorne-áhrifin mjög líklegur

áhrifavaldur. Framkvæmd flestra þessara aðferða er svolítil athöfn, t.d. að troða sér í

þröngar buxur, sitja í ísköldum potti í 10-12 mín, sitja og teygja í nákvæmlega réttan tíma.

Þetta gæti ýtt aðeins undir það að þátttakendum finnist þau þurfa að hafa minni harðsperrur

eða vera frískari. Í rannsókn Verducci (2001) köstuðu hafnaboltakapparnir köstuðu töluvert

oftar eftir að hafa kælt á sér handlegginn í 3 mín á milli kastlota. Í þeirri rannsókn áttu þeir

að kasta þangað til að þeir finndu fyrir þreytu í handleggnum og hún kom ekki fram í

hraða, heldur átti hver og einn að meta hvort hann væri orðinn þreyttur í handleggnum.

Slíkt setur aftur inn þennan huglæga þátt. Ef viðkomandi finnst hann vera frískari og með

minni harðsperrur (hvort sem það sé raunveruleikinn eða ekki) getur verið að hann komi

einbeittari á næstu æfingu eða leik. Þessi aukna einbeiting gæti þá nýst honum taktískt í

keppninni eða að hann skynjar betur umhverfið og nær til dæmis frekar að forðast samstuð

Page 50: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

44

við varnarmenn, þ.a.l. minnkar meiðslahættan. Á hinn bóginn gæti þessi frískleiki verið að

slá ryki í augu viðkomandi fyrir því hversu líkaminn væri þreyttur í raun og veru.

Viðkomandi færi þá á álag sem hann væri hreint ekki í standi til að takast á við.

Hvernig gagnast þessar niðurstöður sjúkraþjálfurum? Fyrst og fremst hefur engin

rannsókn bent til þess að þetta séu skaðlegar aðferðir, sé skynsemin fyrir hendi. Vegna þess

hve mismunandi niðurstöðurnar eru og vegna skorts á langtímarannsóknum er hægt að

ráðleggja fólki að nýta tímann við sannreyndari aðferðir, vinna í öðrum þáttum ef þess

þarf. En ef ónóg endurheimt á starfrænni getu er veikasti hlekkurinn má prófa að beita

þessum aðferðum með það í huga að það er mjög líklega persónubundið hvað henti

hverjum og einum. Klassískt nudd sýnir helst fram á betri líðan en hefur mjög lítið vægi

við endurheimt á starfrænni getu. Stöðuteygjur virðast vera síst gagnlegar en gætu virkað

sem meiðslaforvörn til lengri tíma ef horft er á samvægi vöðvalengda, en það er ekki

umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Þrýstibuxur virðast stundum hafa jákvæð áhrif á

endurheimt eftir vöðvavinnu við lengingu, en hve margir eru að æfa það mjög sérhæft? Það

er búið að rannsaka skipti- og kæliböðin mest af þessum aðferðum og eins og áður hefur

komið fram stangast niðurstöður mikið á. Ef viðkomandi líður betur eftir að hafa

framkvæmt einhverja af þessum aðferðum og ef hann er ekki að kaupa einhvern rándýran

varning eða þarf að eyða miklum peningi til þess að stunda þessar aðferðir, tel ég að það sé

í lagi að sjúkraþjálfarar gefi grænt ljós á þær með þeirri skýru ábendingu að á þessum

tímapunkti eru mjög litlar sannanir fyrir því að einhver þessara aðferða virki.

Þessar aðferðir eiga alls ekki að hafa forgang yfir þá hluti sem íþróttamenn gera til að

auka starfræna endurheimt. Svefn, mataræði, streitustjórnun, lífsstíll og tímabilsskipting

æfingaáætlunarinnar (sem er reyndar í höndum þjálfara) eiga að hafa forgang og í flestum

tilfellum tekur það íþróttamenn langan tíma að tileinka sér þann lífsstíl sem þarf til að ná

sem mestum árangri. Þótt það sé gaman og gott hópefli að hoppa stundum saman í kaldan

pott eftir erfiða æfingu eða leik er það ekki það sem skiptir sköpum fyrir starfræna

endurheimt. Þegar allt annað er orðið 100% má fara að hugleiða þessar

endurheimtaraðferðir sem eru teknar fyrir í ritgerðinni. Það er ekki eitthvert eitt sem gerir

íþróttamanninn betri heldur er það allt sem hann gerir, sem gerir hann betri.

Page 51: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

45

Heimildaskrá

Abad, C. C. C., Ito, L. T., Barroso, R., Ugrinowitsch, C. & Tricoli, V. (2010). Effect of Classical

Massage on Subjective Perceived Soreness, Edema, Range of Motion and Maximum

Strength after Delayed Onset Muscle Soreness Induced by Exercise. Revista Brasileira De

Medicina Do Esporte, 16(1), 36-40.

Ali, A., Creasy, R. H. & Edge, J. A. (2010). Physiological effects of wearing graduated

compression stockings during running. European Journal of Applied Physiology, 109(6),

1017-1025.

Bangsbo, J., Graham, T., Johansen, L. & Saltin, B. (1994). Muscle Lactate Metabolism in

Recovery from Intense Exhaustive Exercise - Impact of Light Exercise. Journal of Applied

Physiology, 77(4), 1890-1895.

Barnes, M. F. (1997). The basic science of myofascial release. Journal of Bodywork and Movement

Therapies, 1(3), 231-236.

Barnett, A. (2006). Using recovery modalities between training sessions in elite athletes - Does it

help? Sports Medicine, 36(9), 781-796.

Beard, D. J., Murray, D. W., Gill, H. S., Price, A. J., Rees, J. L., Alfaro-Adrian, J. o.fl. (2001).

Reconstruction does not reduce tibial translation in the cruciate-deficient knee an in vivo

study. Journal of Bone Joint Surgery British Volume, 83(8), 1098-1103.

Beckett, J. R., Schneiker, K. T., Wallman, K. E., Dawson, B. T. & Guelfi, K. J. (2009). Effects of

static stretching on repeated sprint and change of direction performance. Medicine and

Science in Sports and Exercise, 41(2), 444-450.

Beneka, A. G., Malliou, P. C. & Benekas, G. (2003). Water and land based rehabilitation for

Achilles tendinopathy in an elite female runner. British Journal of Sports Medicine, 37(6),

535-537.

Bernhardt, T. & Anderson, G. S. (2005). Influence of moderate prophylactic compression on sport

performance. Journal of Strength and Conditioning Research, 19(2), 292-297.

Page 52: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

46

Berry, M. J., Bailey, S. P., Simpkins, L. S. & TeWinkle, J. A. (1990). The effects of elastic tights

on the post-exercise response. Canadian Journal of Sport Science, 15(4), 244-248.

Berry, M. J. & Mcmurray, R. G. (1987). Effects of Graduated Compression Stockings on Blood

Lactate Following an Exhaustive Bout of Exercise. American Journal of Physical Medicine

and Rehabilitation, 66(3), 121-132.

Bessman, S. P. & Carpenter, C. L. (1985). The creatine-creatine phosphate energy shuttle. Annual

Review of Biochemistry, 54, 831-862.

Biglandritchie, B. & Woods, J. J. (1984). Changes in Muscle Contractile Properties and Neural

Control during Human Muscular Fatigue. Muscle & Nerve, 7(9), 691-699.

Bishop, P. A., Jones, E. & Woods, A. K. (2008). Recovery from Training: A Brief Review. Journal

of Strength and Conditioning Research, 22(3), 1015-1024.

Bogdanis, G. C., Nevill, M. E., Lakomy, H. K. A., Graham, C. M. & Louis, G. (1996). Effects of

active recovery on power output during repeated maximal sprint cycling. European

Journal of Applied Physiology and Occupational Physiology, 74(5), 461-469.

Bompa, T. O. (1999). Periodization : theory and methodology of training (4th ed.). Champaign, IL:

Human Kinetics.

Bonen, A., Ness, G. W., Belcastro, A. N. & Kirby, R. L. (1985). Mild Exercise Impedes Glycogen

Repletion in Muscle. Journal of Applied Physiology, 58(5), 1622-1629.

Borotikar, B. S., Newcomer, R., Koppes, R. & McLean, S. G. (2008). Combined effects of fatigue

and decision making on female lower limb landing postures: Central and peripheral

contributions to ACL injury risk. Clinical Biomechanics, 23(1), 81-92.

Bosak, A., Bishop, P., Green, J. M., Iosia, M., Smith, J. & Richardson, M. (2005). Comparison Of

5km Running Performance After 24 And 72 Hours Of Passive Recovery. Medicine and

Science in Sports and Exercise, 37(5), S77-S78.

Bringard, A., Perrey, S. & Belluye, N. (2006). Aerobic energy cost and sensation responses during

submaximal running exercise--positive effects of wearing compression tights. International

Journal of Sports Medicine, 27(5), 373-378.

Page 53: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

47

Brooks, C. P., Woodruff, L. D., Wright, L. L. & Donatelli, R. (2005). The immediate effects of

manual massage on power-grip performance after maximal exercise in healthy adults.

Journal of Alternative and Complementary Medicine, 11(6), 1093-1101.

Brukner, P. D. & Khan, K. (2009). Clinical sports medicine (Rev. 3rd ed. ed.). North Ryde, N.S.W.

; London: McGraw-Hill.

Cairns, S. P. (2006). Lactic acid and exercise performance - Culprit or friend? Sports Medicine,

36(4), 279-291.

Castagna, C., Abt, G., Manzi, V., Annino, G., Padua, E. & D'Ottavio, S. (2008). Effect of recovery

mode on repeated sprint ability in young basketball players. Journal of Strength and

Conditioning Research, 22(3), 923-929.

Castro-Sanchez, A. M., Mataran-Penarrocha, G. A., Granero-Molina, J., Aguilera-Manrique, G.,

Quesada-Rubio, J. M. & Moreno-Lorenzo, C. (2011). Benefits of massage-myofascial

release therapy on pain, anxiety, quality of sleep, depression, and quality of life in patients

with fibromyalgia. Evid Based Complement Alternat Med, 561753.

Chappell, J. D., Herman, D. C., Knight, B. S., Kirkendall, D. T., Garrett, W. E. & Yu, B. (2005).

Effect of fatigue on knee kinetics and kinematics in stop-jump tasks. American Journal of

Sports Medicine, 33(7), 1022-1029.

Chatard, J. C., Atlaoui, D., Farjanel, J., Louisy, F., Rastel, D. & Guezennec, C. Y. (2004). Elastic

stockings, performance and leg pain recovery in 63-year-old sportsmen. European Journal

of Applied Physiology, 93(3), 347-352.

Cheung, K., Hume, P. A. & Maxwell, L. (2003). Delayed onset muscle soreness - Treatment

strategies and performance factors. Sports Medicine, 33(2), 145-164.

Choi, D., Cole, K. J., Goodpaster, B. H., Fink, W. J. & Costill, D. L. (1994). Effect of passive and

active recovery on the resynthesis of muscle glycogen. Medicine and Science in Sports

Exercise, 26(8), 992-996.

Clarkson, P. M., Nosaka, K. & Braun, B. (1992). Muscle Function after Exercise-Induced Muscle

Damage and Rapid Adaptation. Medicine and Science in Sports and Exercise, 24(5), 512-

520.

Page 54: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

48

Cochrane, D. J. (2004). Alternating hot and cold water immersion for athlete recovery: a review.

Physical Therapy in Sport, 5(1), 26-32.

Coffey, V., Leveritt, M. & Gill, N. (2004). Effect of recovery modality on 4-hour repeated

treadmill running performance and changes in physiological variables. Journal of Science

and Medicine in Sport, 7(1), 1-10.

Connolly, D. A., Brennan, K. M. & Lauzon, C. D. (2003). Effects of active versus passive recovery

on power output during repeated bouts of short term, high intensity exercise. Journal of

Sports Science and Medicine, 2(2), 47-51.

Connolly, D. A., Sayers, S. P. & McHugh, M. P. (2003). Treatment and prevention of delayed

onset muscle soreness. Journal of Strength and Conditioning Research, 17(1), 197-208.

Corder, K. P., Potteiger, J. A., Nau, K. L., Figoni, S. F. & Hershberger, S. L. (2000). Effects of

active and passive recovery conditions on blood lactate, rating of perceived exertion, and

performance during resistance exercise. Journal of Strength and Conditioning Research,

14(2), 151-156.

Crowe, M. J., O'Connor, D. & Rudd, D. (2007). Cold water recovery reduces anaerobic

performance. International Journal of Sports Medicine, 28(12), 994-998.

Dawson, B., Cow, S., Modra, S., Bishop, D. & Stewart, G. (2005). Effects of immediate post-game

recovery procedures on muscle soreness, power and flexiblity levels over the next 48

hours. Journal of Science and Medicine in Sport, 8(2), 210-221.

Doan, B. K., Kwon, Y. H., Newton, R. U., Shim, J., Popper, E. M., Rogers, R. A. o.fl. (2003).

Evaluation of a lower-body compression garment. Journal of Sports Science, 21(8), 601-

610.

Dolgener, F. & Morien, A. (1993). the effect of massage on lactate disappearance. Journal of

Strength and Conditioning Research, 7, 159-162.

Drews, T., Kreider, R. & Drinkard, B. (1991). Effects of post-event massage therapy on

psychological profiles of exertion, feeling and mood during a four day ultraendurance

cycling event. Medicine and Science in sport and exercice, (23), 91.

Page 55: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

49

Drews, T., Krieder, B., Drinkard, B., Lester, C. & Somma, C. T. (1990). Effects of post-event

massage therapy on repeated ultra-endurance cycling. International Journal of Sports

Medicine(11), 407.

Drinkwater, E. J., Lane, T. & Cannon, J. (2009). Effect of an Acute Bout of Plyometric Exercise on

Neuromuscular Fatigue and Recovery in Recreational Athletes. Journal of Strength and

Conditioning Research, 23(4), 1181-1186.

Duffield, R., Cannon, J. & King, M. (2010). The effects of compression garments on recovery of

muscle performance following high-intensity sprint and plyometric exercise. Journal of

Science of Medicine in Sport, 13(1), 136-140.

Duffield, R., Edge, J., Merrells, R., Hawke, E., Barnes, M., Simcock, D. o.fl. (2008). The effects of

compression garments on intermittent exercise performance and recovery on consecutive

days. International Journal of Sports Physiological Performance, 3(4), 454-468.

Duffield, R. & Portus, M. (2007). Comparison of three types of full-body compression garments on

throwing and repeat-sprint performance in cricket players. British Journal of Sports

Medicine, 41(7), 409-414.

Dupont, G., Blondel, N. & Berthoin, S. (2003). Performance for short intermittent runs: active

recovery vs. passive recovery. European Journal of Applied Physiology, 89(6), 548-554.

Eston, R. & Peters, D. (1999). Effects of cold water immersion on the symptoms of exercise-

induced muscle damage. Journal of Sports Sciences, 17(3), 231-238.

Eston, R. G., Finney, S., Baker, S. & Baltzopoulos, V. (1996). Muscle tenderness and peak torque

changes after downhill running following a prior bout of isokinetic eccentric exercise.

Journal of Sports Science, 14(4), 291-299.

Fairchild, T. J., Armstrong, A. A., Rao, A., Liu, H., Lawrence, S. & Fournier, P. A. (2003).

Glycogen synthesis in muscle fibers during active recovery from intense exercise.

Medicine and Science in Sports and Exercise, 35(4), 595-602.

Farr, T., Nottle, C., Nosaka, K. & Sacco, P. (2002). The effects of therapeutic massage on delayed

onset muscle soreness and muscle function following downhill walking. Journal of Science

and Medicine in Sport, 5(4), 297-306.

Page 56: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

50

Ferrell, W. R., Rosenberg, J. R., Baxendale, R. H., Halliday, D. & Wood, L. (1990). Fourier-

Analysis of the Relation between the Discharge of Quadriceps Motor Units and Periodic

Mechanical Stimulation of Cat Knee-Joint Receptors. Experimental Physiology, 75(6),

739-750.

French, D. N., Thompson, K. G., Garland, S. W., Barnes, C. A., Portas, M. D., Hood, P. E. o.fl.

(2008). The effects of contrast bathing and compression therapy on muscular performance.

Medicine and Science in Sports and Exercise, 40(7), 1297-1306.

Friden, T., Zatterstrom, R., Lindstrand, A. & Moritz, U. (1990). Disability in Anterior Cruciate

Ligament Insufficiency - an Analysis of 19 Untreated Patients. Acta Orthopaedica

Scandinavica, 61(2), 131-135.

Gabbett, T. J. (2000). Incidence, site, and nature of injuries in amateur rugby league over three

consecutive seasons. British Journal of Sports Medicine, 34(2), 98-103.

Gabbett, T. J. (2002). Incidence of injury in amateur rugby league sevens. British Journal of Sports

Medicine, 36(1), 23-26.

Gandevia, S. C. (1998). Neural control in human muscle fatigue: changes in muscle afferents, moto

neurones and moto cortical drive. Acta Physiologica Scandinavica, 162(3), 275-283.

Gill, N. D., Beaven, C. M. & Cook, C. (2006). Effectiveness of post-match recovery strategies in

rugby players. British Journal of Sports Medicine, 40(3), 260-263.

Goodall, S. & Howatson, G. (2008). The effects of multiple cold water immersions on indices of

muscle damage. Journal of Sports Science and Medicine, 7(2), 235-241.

Gutierrez, G.M., Jackson, N.D., Kristin A. D.,Margiotta S.E. & Kaminski, T.W. (2007). Effect of

Fatigue on Neuromuscular Function at the Ankle. Journal of Sport Rehabilitation, 16, 295-

306.

Gulick, D. T., Kimura, I. F., Sitler, M., Paolone, A. & Kelly, J. D. (1996). Various treatment

techniques on signs and symptoms of delayed onset muscle soreness. Journal of Athletic

Training, 31(2), 145-152.

Gupta, S., Goswami, A., Sadhukhan, A. K. & Mathur, D. N. (1996). Comparative study of lactate

removal in short term massage of extremities, active recovery and a passive recovery

Page 57: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

51

period after supramaximal exercise sessions. International Journal of Sports Medicine,

17(2), 106-110.

Gutierrez, G. M., Jackson, N. D., Dorr, K. A., Margiotta, S. E. & Kaminski, T. W. (2007). Effect of

fatigue on neuromuscular function at the ankle. Journal of sport Rehabilitation, 16(4), 295-

306.

Hamilton, A. (2008). Recovery the magic ingredient of any training program. London: P2P

publishing.

Hamlin, M. J. (2007). The effect of contrast temperature water therapy on repeated sprint

performance. Journal of Science and Medicine in Sport, 10(6), 398-402.

Hanten, W. P., Olson, S. L., Butts, N. L. & Nowicki, A. L. (2000). Effectiveness of a home

program of ischemic pressure followed by sustained stretch for treatment of myofascial

trigger points. Physical Therapy, 80(10), 997-1003.

Hart, J. M., Swanik, C. B. & Tierney, R. T. (2005). Effects of sport massage on limb girth and

discomfort associated with eccentric exercise. Journal of Athletic Training, 40(3), 181-185.

Healey, K., Dorfman, L., Riebe, D., Blanpied, P. & Hatfield, D. (2011). The effects of foam rolling

on myofascial release and performance. Journal of Strength and Conditioning Research,

25(Supplement 1).

Hemmings, B., Smith, M., Graydon, J. & Dyson, R. (2000). Effects of massage on physiological

restoration, perceived recovery, and repeated sports performance. British Journal of Sports

Medicine, 34(2), 109-114.

Herbert, R. D. & Gabriel, M. (2002). Effects of stretching before and after exercising on muscle

soreness and risk of injury: systematic review. British Medical Journal, 325(7362), 468-

470A.

Hilbert, J. E., Sforzo, G. A. & Swensen, T. (2003). The effects of massage on delayed onset muscle

soreness. British Journal of Sports Medicine, 37(1), 72-75.

Hing, W. A., White, S. G., Bouaaphone, A. & Lee, P. (2008). Contrast therapy - A systematic

review. Physical Therapy in Sport, 9(3), 148-161.

Page 58: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

52

Houghton, L. A., Dawson, B. & Maloney, S. K. (2009). Effects of wearing compression garments

on thermoregulation during simulated team sport activity in temperate environmental

conditions. Journal of Science and Medicine in Sport, 12(2), 303-309.

Howatson, G., Gaze, D. & van Someren, K. A. (2005). The efficacy of ice massage in the treatment

of exercise-induced muscle damage. Scandinavian Journal of Medicine and Science in

Sports, 15(6), 416-422.

Howatson, G., Goodall, S. & van Someren, K. A. (2009). The influence of cold water immersions

on adaptation following a single bout of damaging exercise. European Journal of Applied

Physiology, 105(4), 615-621.

Howatson, G. & Milak, A. (2009). Exercise-Induced Muscle Damage Following a Bout of Sport

Specific Repeated Sprints. Journal of Strength and Conditioning Research, 23(8), 2419-

2424.

Howatson, G., Van Someren, K. & Hortobagyi, T. (2007). Repeated bout effect after maximal

eccentric exercise. International Journal of Sports Medicine, 28(7), 557-563.

Howatson, G. & Van Someren, K. A. (2003). Ice massage - Effects on exercise-induced muscle

damage. Journal of Sports Medicine and Physical Fitness, 43(4), 500-505.

Howatson, G. & van Someren, K. A. (2008). The prevention and treatment of exercise-induced

muscle damage. Sports Medicine, 38(6), 483-503.

Hudson, O. D., Loy, S. F., Vincent, W. J. & Yaspelkis III, B. B. (1998). Blood lactate

concentration and rated perceived exertion following active recovery in water. Sports

Medicine, Training and Rehabilitation, 9(1), 41-50.

Ingram, J., Dawson, B., Goodman, C., Wallman, K. & Beilby, J. (2009). Effect of water immersion

methods on post-exercise recovery from simulated team sport exercise. Journal of Science

and Medicine in Sport, 12(3), 417-421.

Isabell, W. K., Durrant, E., Myrer, W. & Anderson, S. (1992). The effects of ice massage, ice

massage with exercise, and exercise on the prevention and treatment of delayed onset

muscle soreness. Journal of Athletic Training, 27(3), 208-217.

Page 59: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

53

Jakeman, J. R., Byrne, C. & Eston, R. G. (2010). Lower limb compression garment improves

recovery from exercise-induced muscle damage in young, active females. European

Journal of Applied Physiology, 109(6), 1137-1144.

Jayaraman, R. C., Reid, R. W., Foley, J. M., Prior, B. M., Dudley, G. A., Weingand, K. W. o.fl.

(2004). MRI evaluation of topical heat and static stretching as therapeutic modalities for

the treatment of eccentric exercise-induced muscle damage. European Journal of Applied

Physiology, 93(1-2), 30-38.

Jentjens, R. & Jeukendrup, A. E. (2003). Determinants of post-exercise glycogen synthesis during

short-term recovery. Sports Medicine, 33(2), 117-144.

Johnston, R. B., 3rd, Howard, M. E., Cawley, P. W. & Losse, G. M. (1998). Effect of lower

extremity muscular fatigue on motor control performance. Medicine and Science in Sports

and Exercise, 30(12), 1703-1707.

Kilding, A. E., Scott, M. A. & Mullineaux, D. R. (2007). A kinematic comparison of deep water

running and overground running in endurance runners. Journal of Strength and

Conditioning Research, 21(2), 476-480.

Ko, D. S. C., Lerner, R., Klose, G. & Cosimi, A. B. (1998). Effective treatment of lymphedema of

the extremities. Archives of Surgery, 133(4), 452-457.

Kraemer, W. J., Bush, J. A., Bauer, J. A., Triplett, N. T., Paxton, N. J., Clemson, A. o.fl. (1996).

Influence of compression garments of vertical jump performance in NCAA division I

volleyball players. Journal of Strength and Conditioning Research, 10(3), 180-183.

Kraemer, W. J., Bush, J. A., Wickham, R. B., Denegar, C. R., Gomez, A. L., Gotshalk, L. A. o.fl.

(2001). Continuous compression as an effective therapeutic intervention in treating

eccentric-exercise-induced muscle soreness. Journal of sport Rehabilitation, 10(1), 11-23.

Kraemer, W. J., Bush, J. A., Wickham, R. B., Denegar, C. R., Gomez, A. L., Gotshalk, L. A. o.fl.

(2001). Influence of compression therapy on symptoms following soft tissue injury from

maximal eccentric exercise. Journal of Orthopaedic and Sports Physical Therapy, 31(6),

282-290.

Kraemer, W. J. & Fleck, S. J. (2007). Optimizing strength training; designing nonlinear

periodization workouts. Champaign, IL.: human kinetics.

Page 60: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

54

Kuitunen, S., Avela, J., Kyrolainen, H. & Komi, P. V. (2004). Voluntary activation and mechanical

performance of human triceps surae muscle after exhaustive stretch-shortening cycle

jumping exercise. European Journal of Applied Physiology, 91(5-6), 538-544.

Kuligowski, L. A., Lephart, S. M., Giannantonio, F. P. & Blanc, R. O. (1998). Effect of whirlpool

therapy on the signs and symptoms of delayed-onset muscle soreness. Journal of Athletic

Training, 33(3), 222-228.

Lane, K. N. & Wenger, H. A. (2004). Effect of selected recovery conditions on performance of

repeated bouts of intermittent cycling separated by 24 hours. Journal of Strength and

Conditioning Research, 18(4), 855-860.

Lattier, G., Millet, G. Y., Martin, A. & Martin, V. (2004a). Fatigue and recovery after high-

intensity exercise - Part II: Recovery interventions. International Journal of Sports

Medicine, 25(7), 509-515.

Lattier, G., Millet, G. Y., Martin, A. & Martin, V. (2004b). Fatigue and recovery after high-

intensity exercise Part I: Neuromuscular fatigue. International Journal of Sports Medicine,

25(6), 450-456.

Lawrence, D. & Kakkar, V. V. (1980). Graduated, static, external compression of the lower limb: a

physiological assessment. British Journal of Surgery, 67(2), 119-121.

LeBauer, A., Brtalik, R. & Stowe, K. (2008). The effect of myofascial release (MFR) on an adult

with idiopathic scoliosis. Journal of Bodywork and Movement Therapies, 12(4), 356-363.

Lightfoot, J. T., Char, D., McDermott, J. & Goya, C. (1997). Immediate postexercise massage does

not attenuate delayed onset muscle soreness. Journal of Strength and Conditioning

Research, 11(2), 119-124.

Liptan, G. L. (2010). Fascia: A missing link in our understanding of the pathology of fibromyalgia.

Journal of Bodywork and Movement Therapies, 14(1), 3-12.

Lowe, D. A., Warren, G. L., Ingalls, C. P., Boorstein, D. B. & Armstrong, R. B. (1995). Muscle

Function and Protein-Metabolism after Initiation of Eccentric Contraction-Induced Injury.

Journal of Applied Physiology, 79(4), 1260-1270.

Lund, H., Vestergaard-Poulsen, P., Kanstrup, I. L. & Sejrsen, P. (1998). The effect of passive

stretching on delayed onset muscle soreness, and other detrimental effects following

eccentric exercise. Scandinavian Journal of Medicine and Science in Sports, 8(4), 216-221.

Page 61: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

55

Mancinelli, C. A., Davis, D. S., Aboulhosn, L., Brady, M., Eisenhofer, J. & Foutty, S. (2006). The

effects of massage on delayed onset muscle soreness and physical performance in female

collegiate athletes. Physical Therapy in Sport, 7(1), 5-13.

Martel, G. F., Harmer, M. L., Logan, J. M. & Parker, C. B. (2005). Aquatic plyometric training

increases vertical jump in female volleyball players. Medicine and Science in Sports and

Exercise, 37(10), 1814-1819.

Martin, N. A., Zoeller, R. F., Robertson, R. J. & Lephart, S. M. (1998). The comparative effects of

sports massage, active recovery, and rest in promoting blood lactate clearance after

supramaximal leg exercise. Journal of Athletic Training, 33(1), 30-35.

McAinch, A., Febbraio, M. A., Parkin, J. M., Zhao, S. A., Tangalakis, K., Stojanovska, L. o.fl.

(2004). Effect of active versus passive recovery on metabolism and performance during

subsequent exercise. International Journal of Sport Nutrition and Exercise Metabolism,

14(2), 185-196.

McHugh, M. P. (2003). Recent advances in the understanding of the repeated bout effect: the

protective effect against muscle damage from a single bout of eccentric exercise.

Scandinavian Journal of Medicine and Science in Sports, 13(2), 88-97.

McHugh, M. P. & Cosgrave, C. H. (2010). To stretch or not to stretch: the role of stretching in

injury prevention and performance. Scandinavian Journal of Medicine and Science in

Sports, 20(2), 169-181.

Meeusen, R., Duclos, M., Gleeson, M., Rietjens, G., Steinacker, J. & Urhausen, A. (2006).

Prevention, diagnosis and treatment of the Overtraining Syndrome - ECSS Position

Statement 'Task Force'. European Journal of Sport Science, 6(1), 1-14.

Meltzer, K. R., Cao, T. V., Schad, J. F., King, H., Stoll, S. T. & Standley, P. R. (2010). In vitro

modeling of repetitive motion injury and myofascial release. Journal of Bodywork and

Movement Therapies, 14(2), 162-171.

Miura, K., Ishibashi, Y., Tsuda, E., Okamura, Y., Otsuka, H. & Toh, S. (2004). The effect of local

and general fatigue on knee proprioception. Arthroscopy-the Journal of Arthroscopic and

Related Surgery, 20(4), 414-418.

Page 62: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

56

Miyamoto, N., Hirata, K., Mitsukawa, N., Yanai, T. & Kawakami, Y. (2010). Effect of pressure

intensity of graduated elastic compression stocking on muscle fatigue following calf-raise

exercise. Journal of Electromyography and Kinesiology.

Monedero, J. & Donne, B. (2000). Effect of recovery interventions on lactate removal and

subsequent performance. International Journal of Sports Medicine, 21(8), 593-597.

Moraska, A. (2005). Sports massage - A comprehensive review. Journal of Sports Medicine and

Physical Fitness, 45(3), 370-380.

Morton, R. H. (2007). Contrast water immersion hastens plasma lactate decrease after intense

anaerobic exercise. Journal of Science and Medicine in Sport, 10(6), 467-470.

Noakes, T. D., Gibson, A. S. & Lambert, E. V. (2005). From catastrophe to complexity: a novel

model of integrative central neural regulation of effort and fatigue during exercise in

humans: summary and conclusions. British Journal of Sports Medicine, 39(2), 120-124.

Nyland, J. A., Caborn, D. N., Shapiro, R. & Johnson, D. L. (1999). Crossover cutting during

hamstring fatigue produces transverse plane knee control deficits. Journal of Athletic

Training, 34(2), 137-143.

Perrey, S., Racinais, S., Saimouaa, K. & Girard, O. (2010). Neural and muscular adjustments

following repeated running sprints. European Journal of Applied Physiology, 109(6),

1027-1036.

Pinto, M., Kuhn, J. E., Greenfield, M. L. V. H. & Hawkins, R. J. (1999). Prospective analysis of ice

hockey injuries at the junior A level over the course of one season. Clinical Journal of

Sport Medicine, 9(2), 70-74.

Place, N., Lepers, R., Deley, G. & Millet, G. Y. (2004). Time course of neuromuscular alterations

during a prolonged running exercise. Medicine and Science in Sports and Exercise, 36(8),

1347-1356.

Proske, U. & Allen, T. J. (2005). Damage to skeletal muscle from eccentric exercise. Exercise and

Sport Sciences Reviews, 33(2), 98-104.

Pyne, D. B., Saunders, P. U., Montgomery, P. G., Hewitt, A. J. & Sheehan, K. (2008).

Relationships between Repeated Sprint Testing, Speed, and Endurance. Journal of Strength

and Conditioning Research, 22(5), 1633-1637.

Page 63: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

57

Raastad, T. & Hallen, J. (2000). Recovery of skeletal muscle contractility after high- and moderate-

intensity strength exercise. European Journal of Applied Physiology, 82(3), 206-214.

Racinais, S., Bishop, D., Denis, R., Lattier, G., Mendez-Villaneuva, A. & Perrey, S. (2007). Muscle

deoxygenation and neural drive to the muscle during repeated sprint cycling. Medicine and

Science in Sports and Exercise, 39(2), 268-274.

Racinais, S., Girard, O., Micallef, J. P. & Perrey, S. (2007). Failed excitability of spinal

motoneurons induced by prolonged running exercise. Journal of Neurophysiology, 97(1),

596-603.

Rahnama, N., Reilly, T. & Lees, A. (2002). Injury risk associated with playing actions during

competitive soccer. British Journal of Sports Medicine, 36(5), 354-359.

Robertson, A., Watt, J. M. & Galloway, S. D. R. (2004). Effects of leg massage on recovery from

high intensity cycling exercise. British Journal of Sports Medicine, 38(2), 173-176.

Rodenburg, J. B., Steenbeek, D., Schiereck, P. & Bar, P. R. (1994). Warm-up, stretching and

massage diminish harmful effects of eccentric exercise. International Journal of Sports

Medicine, 15(7), 414-419.

Ross, E. Z., Goodall, S., Stevens, A. & Harris, I. (2010). Time course of neuromuscular changes

during running in well-trained subjects. Medicine and Science in Sports and Exercise,

42(6), 1184-1190.

Sbriccoli, P., Solomonow, M., Zhou, B. H., Lu, Y. & Sellards, R. (2005). Neuromuscular response

to cyclic loading of the anterior cruciate ligament. American Journal of Sports Medicine,

33(4), 543-551.

Sellwood, K. L., Brukner, P., Williams, D., Nicol, A. & Hinman, R. (2007). Ice-water immersion

and delayed-onset muscle soreness: a randomised controlled trial. British Journal of Sports

Medicine, 41(6), 392-397.

Shah, J. P. & Gilliams, E. A. (2008). Uncovering the biochemical milieu of myofascial trigger

points using in vivo microdialysis: an application of muscle pain concepts to myofascial

pain syndrome. Journal of Bodywork and Movement Therapies, 12(4), 371-384.

Page 64: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

58

Signorile, J. F., Ingalls, C. & Tremblay, L. M. (1993). The Effects of Active and Passive Recovery

on Short-Term, High-Intensity Power Output. Canadian Journal of Applied Physiology-

Revue Canadienne De Physiologie Appliquee, 18(1), 31-42.

Skurvydas, A., Sipaviciene, S., Krutulyte, G., Gailiuniene, A., Stasiulis, A., Mamkus, G. o.fl.

(2006). Dynamics of indirect symptoms of skeletal muscle damage after stretch-

shortening exercise. Journal of Electromyography and Kinesiology,16(6), 629-636.

Skurvydas, A., Sipaviciene, S., Krutulyte, G., Gailiuniene, A., Stasiulis, A., Marnkus, G. o.fl.

(2006). Cooling leg muscles affects dynamics of indirect indicators of skeletal muscle

damage. Journal of Back and Musculoskeletal Rehabilitation, 19(4), 141-151.

Smith, L. L., Keating, M. N., Holbert, D., Spratt, D. J., Mccammon, M. R., Smith, S. S. o.fl.

(1994). The Effects of Athletic Massage on Delayed-Onset Muscle Soreness, Creatine-

Kinase, and Neutrophil Count - a Preliminary-Report. Journal of Orthopaedic & Sports

Physical Therapy, 19(2), 93-99.

Spencer, M., Bishop, D., Dawson, B., Goodman, C. & Duffield, R. (2006). Metabolism and

performance in repeated cycle sprints: Active versus passive recovery. Medicine and

Science in Sports and Exercise, 38(8), 1492-1499.

Spencer, M., Dawson, B., Goodman, C., Dascombe, B. & Bishop, D. (2008). Performance and

metabolism in repeated sprint exercise: effect of recovery intensity. European Journal of

Applied Physiology, 103(5), 545-552.

Stacey, D. L., Gibala, M. J., Ginis, K. A. M. & Timmons, B. W. (2010). Effects of Recovery

Method After Exercise on Performance, Immune Changes, and Psychological Outcomes.

Journal of Orthopaedic & Sports Physical Therapy, 40(10), 656-665.

Takahashi, J., Ishihara, K. & Aoki, J. (2006). Effect of aqua exercise on recovery of lower limb

muscles after downhill running. Journal of Sports Sciences, 24(8), 835-842.

Tessitore, A., Meeusen, R., Cortis, C. & Capranica, L. (2007). Effects of different recovery

interventions on anaerobic performances following preseason soccer training. Journal of

Strength and Conditioning Research, 21(3), 745-750.

Tessitore, A., Meeusen, R., Pagano, R., Benvenuti, C., Tiberi, M. & Capranica, L. (2008).

Effectiveness of active versus passive recovery strategies after futsal games. Journal of

Strength and Conditioning Research, 22(5), 1402-1412.

Page 65: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

59

Tiidus, P. M. & Shoemaker, J. K. (1995). Effleurage massage, muscle blood flow and long-term

post-exercise strength recovery. International Journal of Sports Medicine, 16(7), 478-483.

Tomlin, D. L. & Wenger, H. A. (2001). The relationship between aerobic fitness and recovery from

high intensity intermittent exercise. Sports Medicine, 31(1), 1-11.

Toubekis, A. G., Adam, G. V., Douda, H. T., Antoniou, P. D., Douroundos, I. I. & Tokmakidis, S.

P. (2011). Repeated Sprint Swimming Performance after Low- or High-Intensity Active

and Passive Recoveries. Journal of Strength and Conditioning Research, 25(1), 109-116.

Toubekis, A. G., Douda, H. T. & Tokmakidis, S. P. (2005). Influence of different rest intervals

during active or passive recovery on repeated sprint swimming performance. European

Journal of Applied Physiology, 93(5-6), 694-700.

Tovin, B. J., Wolf, S. L., Greenfield, B. H., Crouse, J. & Woodfin, B. A. (1994). Comparison of the

Effects of Exercise in Water and on Land on the Rehabilitation of Patients with

Intraarticular Anterior Cruciate Ligament Reconstructions. Physical Therapy, 74(8), 710-

719.

Tsai, L. C., Sigward, S. M., Pollard, C. D., Fletcher, M. J. & Powers, C. M. (2009). Effects of

Fatigue and Recovery on Knee Mechanics during Side-Step Cutting. Medicine and Science

in Sports and Exercise, 41(10), 1952-1957.

Urbach, D., Nebelung, W., Becker, R. & Awiszus, F. (2001). Effects of reconstruction of the

anterior cruciate ligament on voluntary activation of quadriceps femoris - A prospective

twitch interpolation study. Journal of Bone and Joint Surgery-British Volume, 83B(8),

1104-1110.

Vaile, J., Halson, S., Gill, N. & Dawson, B. (2008a). Effect of hydrotherapy on recovery from

fatigue. International Journal of Sports Medicine, 29(7), 539-544.

Vaile, J., Halson, S., Gill, N. & Dawson, B. (2008b). Effect of hydrotherapy on the signs and

symptoms of delayed onset muscle soreness. European Journal of Applied Physiology,

102(4), 447-455.

Vaile, J. M., Gill, N. D. & Blazevich, A. J. (2007). The effect of contrast water therapy on

symptoms of delayed onset muscle soreness. Journal of Strength and Conditioning

Research, 21(3), 697-702.

Page 66: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

60

Verducci, F. M. (2000). Interval cryotherapy decreases fatigue during repeated weight lifting.

Journal of Athletic Training, 35(4), 422-426.

Verducci, F. M. (2001). Interval cryotherapy and fatigue in university baseball pitchers. Research

Quarterly for Exercise and Sport, 72(3), 280-287.

Vetter, R. E. & Symonds, M. L. (2010). Correlations between Injury, Training Intensity, and

Physical and Mental Exhaustion among College Athletes. Journal of Strength and

Conditioning Research, 24(3), 587-596.

Vincent, H. K. & Vincent, K. R. (1997). The effect of training status on the serum creatine kinase

response, soreness and muscle function following resistance exercise. International

Journal of Sports Medicine, 18(6), 431-437.

Weber, M. D., Servedio, F. J. & Woodall, W. R. (1994). The effects of three modalities on delayed

onset muscle soreness. Journal of Orthopeadics and Sports Physical Therapy, 20(5), 236-

242.

Wells, P. S., Lensing, A. W. & Hirsh, J. (1994). Graduated compression stockings in the prevention

of postoperative venous thromboembolism. A meta-analysis. Archives of International

Medicine, 154(1), 67-72.

Westerblad, H., Allen, D. G. & Lannergren, J. (2002). Muscle fatigue: Lactic acid or inorganic

phosphate the major cause? News in Physiological Sciences, 17, 17-21.

Wilcock, I. M. (2005). The effect of water immersion, active recovery and passive recovery on

repeated bouts of explosive exercise and blood plasma fraction. Auckland University of

Technology, Auckland.

Wilcock, I. M., Cronin, J. B. & Hing, W. A. (2006). Physiological response to water immersion: a

method for sport recovery? Sports Med, 36(9), 747-765.

Yamane, M., Teruya, H., Nakano, M., Ogai, R., Ohnishi, N. & Kosaka, M. (2006). Post-exercise

leg and forearm flexor muscle cooling in humans attenuates endurance and resistance

training effects on muscle performance and on circulatory adaptation. European Journal of

Applied Physiology, 96(5), 572-580.

Yanagisawa, O., Miyanaga, Y., Shiraki, H., Shimojo, H., Mukai, N., Niitsu, M. o.fl. (2003). The

effects of various therapeutic measures on shoulder range of motion and cross-sectional

Page 67: Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn ... med titils.pdf · i Gildi vinsælla endurheimtaraðferða sem forvörn gegn meiðslum og ofþjálfun Námsbraut í sjúkraþjálfun

61

areas of rotator cuff muscles after baseball pitching. Journal of Sports Medicine and

Physical Fitness, 43(3), 356-366.

Zainuddin, Z., Newton, M., Sacco, P. & Nosaka, K. (2005). Effects of massage on delayed-onset

muscle soreness, swelling, and recovery of muscle function. Journal of Athletic Training,

40(3), 174-180.