gleÐilegt og farsÆlt nÝtt Ár -...

8
1. tbl. janúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR

Upload: others

Post on 04-Oct-2019

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

1. tbl. janúar 2018

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

Facebook: Klúbburinn Geysir

GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR

Page 2: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

2

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Mikael Hreiðarsson: Ég strengi engin heit, því ég er svo lélegur í að halda þau.

Helena Hörn Einarsdóttir: Ég læt mig dreyma.

Sigrún Jóhannsdóttir: Já, ég ætla að léttast um 5 kg. á árinu og halda áfram að hugsa um heilsuna.

Helgi Halldórsson: Ég ætla að drekka minna gos, minna nammi og vera duglegur í ræktinni.

Ólafur Hauksson: Nei.

Sigurður Bjarni Gunnarsson: Vera hamingjusamur og 12 kg. léttari.

Ján Jakub Ilavsky: Læra leirkerasmíði, verða margmilljónari, fara í ræktina, fara til tunglsins og halda áfram að vera fullkominn með kærustunni.

Grace: Nei, en ég ætla að halda í góða skapið.

Page 3: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

3

Árlegt Þorrablót Klúbbsins Geysis verður haldið

fimmtudaginn 1. febrúar 2018.

Húsið opnað kl. 18:00,

borðhald hefst kl. 19:00. Söngur, matur og önnur skemmtan til kl. 21:00.

Félögum er velkomið að taka með sér gesti, ættingja og vini. Verð kr. 3.000.

Staðfestingargjald 1.500 greiðist eigi síðar en mánudaginn 22. janúar 2018

Þjóðlegt, gleði, gaman, söngur

Þorrablótið 2018 verður 1. febrúar

Ástmar Ingimarsson: Ég er ekki í neinu áramótaheitaátaki um áramótin.

Lárus Svavarsson: Já. Lifa heilbrigðu líf og mæta þrisvar í víku í Geysi. Er aðeins hægt að

fagna sigrum?

Til umhugsunar.

Umsóknarfrestur framlengdur til 15. janúar. Starfsemi Fjölmenntar heldur áfram eftir áramótin. Nánari upplýsingar á

vefsíðunni fjolmennt.is

Page 4: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

4

Mats

eðill b

irtu

r m

eð f

yrir

vara u

m b

reyti

ng

ar

Mats

eðill fy

rir

janúar

2018

n.

Þri

. M

ið.

Fim

. F

ös.

Lau

.

1.

árs

da

gu

r

LO

KA

Ð

2.

Eit

thv

óv

æn

t

3.

Om

ile

tta

(eg

gja

ka

ka

)

4.

Hla

ðb

orð

5.

rsæ

tur

kjú

kli

ng

ur

6.

8.

Grj

ón

ag

rau

tur

9.

Kin

na

r

10

.

Sp

ag

ett

i m

kjö

tbo

llu

m

11

.

Hla

ðb

orð

12

.

Mo

uss

ak

a

13

.

ttu

r ré

ttu

r o

g

Ka

rók

í

15

.

Græ

nm

eti

ssú

pa

og

bra

16

.

Ste

iktu

r fi

sku

r 1

7.

Bjú

gu

1

8.

Hla

ðb

orð

19

.

Sv

ína

kjö

t í

ofn

i

20

.

22

.

Bra

súp

a m

rjó

ma

23

.

Py

lsa

í b

rau

ði

24

. G

ræn

me

tisl

asa

gn

a

25

.

Hla

ðb

orð

26

.

lla

ssú

pa

27

.

29

.

Sv

ep

pa

súp

a

30

.

So

ðin

n f

isk

ur

31

. E

gg

jan

úð

lur

me

ð

kjú

kli

ng

i

Page 5: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

5

Lausar stöður í RTR á Bakka: Áhugasamir hafi samband við Benna í síma 551-5166.

Tölvuver er í boði fyrir félaga í Geysi á þriðjudögum frá kl. 11:15 til 12:15. Þar geta félagar fengið aðstoð og leiðbeiningar í notkun

ýmissa forrita, eins og Word, Publisher, interneti og öðru sem félagar hafa áhuga á. Félagar eru hvattir til að kynna sér aðstöðuna

og taka þátt.

Tölvuverið

RTR-fréttir

Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og

símanúmeri. Dregið verður úr innsendum lausnum á húsfundi miðvikudaginn 3. janúar 2018.

Vegleg verðlaun. Gleðileg jól og gangi ykkur vel.

Jólagetraun Litla Hvers 2017

Afmælisveislan fyrir félaga sem

eiga afmæli í janúar verður þriðjudaginn

30. janúar kl. 14:00

Barnateppi úr Cottonsoft Úr prjónasmiðju Tótu Helgu

Fytjið upp 120 lykkjur á prjón nr. 3 1/5 Prjónið slétt fram og til baka (garðaprjón) 4 umferðir. Setjið niður munstur svona: Prjónið 3 L slétt (kantur) sláið bandinu upp á prjóninn. Prjónið 8 L slétt takið 2 L óprjónaðar yfir á hinn prjóninn, prjónið 1 L. Takið þessar 2 og steypið yfir prjónuðu L. Prjónið 8 L sláið upp á prjóninn, prjónið 1 L sláið upp á prjóninn og prjónið 8 L. Prjónið þannig þangað til 3 L eftir á prjóninum og sláið upp á prjóninn og prjónið þessar 3. Fyrstu 3 og síðustu 3 eru alltaf prjónaðar slétt. Prjónið brugðið til baka. Prjónið þá lengd sem ykkur finnst passa. Leikið ykkur svolítið með litina. Ég nota alltaf hvítan í aðallit og nota einhvern annan lit með. Þessa stundina er ég með grátt með hvíta litnum. Ég hef lika notað 2 bleika og hvítan og svo 2 bláa liti og hvítan. Gangi ykkur vel. Tóta Helga PS. L=lykkja

Page 6: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

6

Í ljósi óheyrilegs kostnaðar við dreifingu Litla-Hvers með póstinum, hefur verið ákveðið að hætta að senda Litla-Hver til félaga og annarra velunnara klúbbsins. Þetta tölublað hversins er því síðasta tölublaðið sem berst með þeim hætti. Í staðinn verður hverinn sendur rafrænt til þeirra sem þess óska og að sjálfsögðu verður hann aðgengilegur á heimasíðu klúbbsins. Okkur þykir þetta miður, en verðum að láta á þetta reyna. Þetta hefur verið rætt á húsfundum og verið jákvæður skilningur á stöðunni. Litli-Hver verður þó prentaður áfram í litlu upplagi og félagar sem það vilja geta nálgast hverinn í klúbbnum. Gleðilegt ár 2018.

Breyting á dreifingu

Litlu jólin mild og góð

Litlu jólin voru haldin í Klúbbnum Geysi 16. desember. Þau tókust mjög vel í mat, drykk og stemningu. Hefðbundinn matur á litlu jólunum er hangikjöt ásamt meðlæti og á eftir var svo boðið upp á kaffi og konfekt. Mæting var góð og að vanda fengum við góðan gest til þess að flytja uppbyggilegan og jákvæða hugleiðingu í tilefni dagsins. Að þessu sinni fengum við fræðslufulltrúa frá Búddistasamtökum SGI á Íslandi, Lindu Karen Gunnarsdóttur. Henni talaðist vel, ræddi meðal annars um frið, kærleikann og þau lífsgildi sem felast í jákvæðum viðhorfum til lífsins. Myndirnar að neðan eru frá Litlu jólunum í Klúbbnum Geysi.

Efri myndin: Linda Karen flytur hugleiðingu sína. Neðri myndin: Tóta Helga, Ásta og Imma hlýða á.

Page 7: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

7

Popptónlistarspurningakeppni (pop-quiz) samráðshóps úrræða í geðheilbrigðismálum var haldin í Geðhjálp þriðjudaginn 5. desember síðastliðinn, en þetta var í fyrsta skipti sem keppnin fór fram. Tilefnið var að efla tengslin, skerpa liðsandann og skemmta sér. Sex lið voru skráð til keppni en þau voru frá Dvöl í Kópavogi, Læk í Hafnarfirði, Vin í Reykjavík, Geðhjálp, Hlutverkasetri og Klúbbnum Geysi. Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á RÚV og Margrét Marteinsdóttir upplýsinga- og viðburðarstjóri Geðhjálpar voru spyrlar og stjórnuðu dagskránni af gamansamri næmni. Eftir fjöruga og jafna viðureign fór Klúbburinn Geysir með sigur af hólmi. Vinningsliðið fékk farandbikar til varðveislu næsta árið. Að auki fengu þátttakendur sigurliðsins kertastjaka eftir Ragnheiði Ösp Sigurjónsdóttur. Ljóst er að áhugi er fyrir því að halda keppnina aftur að ári, enda til mikils að vinna.

Keppendur Geysis voru Sigurður Andri Sigurðsson, Helgi Halldórsson og Fannar Bergsson.

Geysir vann poppspurningakeppni Geðhjálpar

Keppendur Geysis voru Sigurður Andri Sigurðsson, Helgi Halldórsson og Fannar Bergsson ásamt skipuleggjendum og spyrlum keppninnar: T.v.

Margrét Marteinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson.

Að ofan: Svipmyndir frá keppninni.

Page 8: GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR - kgeysir.iskgeysir.is/wp-content/uploads/2014/05/Litli-Hver-2018.-01.-tbl.pdf · Lausnir skal setja í lausnakassa í sjoppunni merkt nafni og símanúmeri

8

Fimmtudagur 4. janúar Kringluferð. Lagt af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 16:00

Fimmtudagur 11. janúar

Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Lagt af stað frá Geysi kl.

15:00

Laugardagur 13. janúar Opið Hús í Geysi. Karókí

kl. 11:00 til 15:00

Fimmtudagur 18. janúar Ganga í kringum

Tjörnina og farið á

Háskólatorg í kaffi.

Kl. 16:00 til 18:00

Fimmtudaginn 25. janúar Opið hús í Geysi.

Eldum saman kl. 16:00 til 19:00

Félagsleg dagskrá í janúar 2018

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl. 9:15 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju

sinni.

Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og

ræktum vináttuböndin.

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00, nema föstudaga er

opið frá 8:30 - 15:00.

Húsfundir Húsfundir eru miðvikudaga kl. 14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og

taka þátt í opnum umræðum. Allir að mæta!

Minn innri maður Ég kannast við minn innri mann, alla hluti veit og kann. Öðrum gefur ráðin góð, eys úr gildum viskusjóð. Ei þau sjálfur, brúkar hann. Því er allt á vonarvöl, veröldin er pína og kvöl. Sálartetrið svart og reitt, særir hugann yfirleitt. Vonin orðin heldur föl. Gæti verið, ef að er gáð, gæfuspor og mikil náð. Hlúa vel að hjarta og sál, hugarvíli kasta á bál. Og geta notað eigin ráð. Óðinn, júlí 2005

Minnum á Þorrablótið 1. febrúar. Þjóðleg stemning, söngur,

gleði og gaman. Verð kr. 3.000 fyrir manninn.

Staðfestingargjald kr 1.500 greiðist mánudaginn 22. janúar 2018