fréttabréf5. ..tbl 2tátrrtgagnurá•detb5s52m0 5. tbl. 25. árgangur • desember 2014...

8
5. tbl. 25. árgangur • Desember 2014 Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum Gleðileg jól

Upload: others

Post on 02-Feb-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

    5. tbl. 25. árgangur • Desember 2014

    Fréttabréfstéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

    Gleð i l eg j ó l

  • ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Framsýn- stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar.Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: [email protected] • Heimasíða: www.framsyn.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á Baldursson

    Fréttabréfið er skrifað 28. nóvember 2014 og gefð út í 2000 eintökum. HÖNNUN: Skarpur, Húsavík. PRENTUN: Ásprent, Akureyri.

    ForsíðumyndSamkvæmt heimildum Fréttabréfsins eru jólasveinarnir mættir í Dimmuborgir. Ljósmyndari Fréttabréfsins fangaði þennan jólasvein á mynd þegar hann gerði sér ferð í Dimmuborgir.

    FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

    Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn 4. desember. Fljótlega verður hægt að nálgast helstu upplýsingar um fundinn inn á heimasíðu stéttarfélaganna.

    Aðalfundur SjómannadeildarAðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna mánudaginn 29. desember kl. 16:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:1. Venjuleg aðalfundarstörf2. Þing SSÍ3. Önnur málÍ lok fundar verður boðið upp á hefðbundnar veitingar að bestu gerð. Sjómenn innan Framsýnar, fjölmennum á fundinn.Stjórn Sjómannadeildar Framsýnar

    Töluverð aukning hefur verið á umferð um Húsavíkurflugvöll allt frá því að Flugfélagið Ernir tók ákvörðun um að hefja áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur vorið 2012. Alls flugu um 6500 farþegar með flugfélaginu árið 2012. Þeim fjölgaði árið 2013 í 9800 farþega og í ár stefnir í yfir 11000 farþega um Húsavíkurflugvöll. Þessari fjölgun er ekki síst að þakka samningi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum við flugfélagið. Samkomulagið tryggir félagsmönnum flugfargjöld á viðráðanlegu verði eða kr. 7.500.

    Aðalfundur STH

    Uppgangur í fluginu

    Farþegum um Húsavíkurflugvöll fjölgar stöðugt milli ára.

    Góðir skóla- og námskeiðsstyrkirStéttarfélögin í Þingeyjarsýslum styrkja fullgilda

    félagsmenn sem sækja námskeið eða stunda nám með vinnu. Styrkirnir koma frá fræðslusjóðum sem félögin

    eiga aðild að. Að auki er hægt að sækja til viðbótar um sérstaka námsstyrki frá félögunum sjálfum. Vinsamlegast leitið upplýsinga á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

    Framsýn hefur í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við Framhaldsskólann á Húsavík um kynningu á starfsemi stéttarfélaga og atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum. Nýlega komu tveir hópar frá skólanum í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Starfsmenn félaganna tóku vel á móti gestunum og fengu þeir fræðslu um viðfangsefnið. Í kjölfarið urðu góðar umræður og spurðu gestirnir út í réttindi þeirra á vinnumarkaði og þjónustu stéttarfélaganna. Eðlilega voru nemendurnir ekki vel inn í öllum málum enda markmiðið að afla sér þekkingar með heimsókninni.

    Það var myndarlegur hópur nemenda úr FSH sem kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna í lok nóvember til að fræðast um starfsemi stéttarfélaga.

    Komu við og fengu fræðslu

    JólakveðjaStéttarfélögin í Þingeyjarsýslum

    senda félagsmönnum og fjölskyldum þeirra hugheilar jólakveðjur með ósk

    um farsælt nýtt ár.

    STARFSMANNAFÉLAGHÚSAVÍKUR

    Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga allir launþegar rétt á ráðningarsamningum. Því miður standa atvinnurekendur í Þingeyjarsýslum sig verulega illa hvað þetta varðar fyrir utan fáeinar undantekningar. Hér með er skorað á atvinnurekendur að uppfylla ákvæði kjarasamninga. Þá eru starfsmenn jafnframt hvattir til þess að standa vaktina og krefja sína vinnuveitendur um ráðningarsamninga.

    Alltof margir atvinnurekendur sniðganga kjarasamninga með því að gera ekki ráðningarsamninga við starfsfólk. Skorað er á atvinnurekendur að koma þessum málum í lag þegar í stað.

    Ráðningarsamningar í ólagi

  • FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

    Desember 2014 3

    Framsýn stendur fyrir opnum fundi um sorpmál Húsvíkinga og framtíð Sorpsamlags Húsavíkur laugardaginn 6. desember. Nánar verður fjallað um fundinn inn á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is eftir helgina.

    Norðurþing stóð fyrir fundi með hagsmunaaðilum sem tengjast væntanlegum stór framkvæmdum á Bakka, það er heimamönnum. Meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum voru fulltrúar frá Framsýn, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Rauða krossinum, lögreglunni og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ákveðið var að mynda starfshóp um verkefnið sem komi reglulega saman og miðli upplýsingum sín á milli. Ekki er ólíklegt að fleiri fulltrúar frá öðrum hagsmunahópum verði kallaðir að verkefninu en næsti fundur er fyrirhugaður í janúar.

    Hér koma upplýsingar um desemberuppbótina. Allar tölur miðast við fullt starf. Starfsmenn eiga rétt á desemberuppbót m.v. starfstíma og starfshlutfall. Desemberuppbótin greiðist í desember. Sjá frekar:

    Framsýn, stéttarfélag:Kjarasamningur SGS og SA kr. 73.600,-Kjarasamningur SGS og SA vegna starfsfólks í ferðaþjónustu kr. 73.600,-Kjarasamningur Ríkissjóðs og SGS kr. 73.600,-Kjarasamningur SGS og Launanefndar sveitarfélaga kr. 93.500,-Kjarasamningur Bændasamtaka Íslands og SGS kr. 73.600,-Kjarasamningur smábátaeigenda og SGS kr. 73.600,-Kjarasamningur Landsvirkjunar og SGS kr. 105.933,-Kjarasamningur SGS og NPA miðstöðvarinnar kr. 73.600,-Rétt er að taka fram að starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar geta átt rétt á hærri desemberuppbót samkvæmt samkomulagi Framsýnar við sveitarfélögin.SGS stendur fyrir Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.

    Þingiðn:Kjarasamningur Samiðnar og SA sem Þingiðn á aðild að er kr. 73.600,-

    Starfsmannafélag Húsavíkur:Kjarasamningur Ríkissjóðs og starfsmannafélaga innan BSRB kr. 73.600,-Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélaga innan BSRB kr. 93.500,-Rétt er að taka fram að félagsmenn STH sem starfa hjá Norðurþingi geta átt rétt á hærri desemberuppbót samkvæmt samkomulagi aðila.

    Frekari upplýsingar um rétt félagsmanna er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.

    Nýjar starfsreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks sem félagsmenn Framsýnar í Deild verslunar- og skrifstofufólks eiga aðild að í gegnum Landssamband íslenskra verslunarmanna voru samþykktar í fyrra og hófst tveggja ára aðlögunartímabil þann 1. janúar 2014. Nýjar reglur munu taka við af eldri reglum árið 2016.Á aðlögunartímanum gefst félagsmönnum sem eiga uppsöfnuð stig samkvæmt eldri reglum Starfsmenntasjóðsins kostur á að nýta þau.Framsýn vill benda félagsmönnum í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan félagsins að kanna hvort uppsafnaður réttur samsvari 200 stigum eða fleiri. Hægt er að fá þessar upplýsingar á Skrifstofu stéttarfélaganna.

    Vilji er til þess að undirbúa samfélagið vel undir framkvæmdir á Bakka verði tekin ákvörðun um að hefja þar framkvæmdir á næstu vikum eða mánuðum.Nýjar starfsreglur hafa tekið gildi í Starfsmennasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Reglurnar ná

    til félagsmanna Framsýnar sem falla undir Deild verslunar- og skrifstofufólks innan félagsins.

    Sorpmálin til umræðu

    Hagsmunaaðilar komu saman

    Desemberuppbót árið 2014

    Átt þú uppsafnaðan rétt í Starfsmenntasjóði verslunar-

    og skrifstofufólks?

    STARFSMANNAFÉLAGHÚSAVÍKUR

    Allir velkomnir í jólakaffiðHið árlega og vinsæla jólakaffi stéttarfélaganna verður í fundarsal stéttarfélaganna laugardaginn 13. desember. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00.

    Boðið verður upp á kaffi og heimsins bestu tertu frá Heimabakaríi.

    Jafnframt verður boðið upp á tónlistaratriði og hver veit nema jólasveinarnir komi í heimsókn.

    Að sjálfsögðu eru allir velkomnir í jólakaffið.

    Það hefur verið vinsælt að líta við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir jólin þegar félögin hafa verið með opið hús og boðið upp á veitingar, söng og góða tónlist. Komið hafa á bilinu 300 til 400 gestir.

    STARFSMANNAFÉLAGHÚSAVÍKUR

  • FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

    4 Desember 2014

    Í nóvember fór fram málflutningur í Félagsdómi í máli Starfs-greinasambands Íslands fh. Framsýnar gegn Vísi hf. vegna starfsmanna fyrirtækisins á Húsavík. Forsagan er sú að Vísir lokaði starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík með mánaðar fyrirvara í vor. Uppsögnin kom til framkvæmda 1. maí. Málið er afar athyglisvert en Vísir hefur lagt mikið í vinnsluna á Húsavík á umliðnum árum. Fyrirtækið tók í gagnið nýja vinnslulínu í byrjun árs 2012 fyrir tugi milljóna. Þá fengu þeir leyfi byggingayfirvalda á Húsavík til að stækka húsnæði fyrirtækisins á Húsavík haustið 2013 auk þess sem fyrirtækið færði skötuvinnslu til Húsavíkur haustið 2013. Vísir hf. varð fyrir áfalli þegar fyrirtækið tapaði máli gegn Landsbankanum 6. mars 2014 er varðaði lánasamninga Vísis. Ákvörðun um verulegar skipulagsbreytingar á rekstri fyrirtækisins voru teknar í kjölfarið með það að markmiði að færa m.a. starfsemina frá Húsavík til Grindavíkur. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu 28. mars eru boðaðar verulegar breytingar á rekstri fyrirtækisins en ekki minnst á að loka þurfi starfsstöðinni á Húsavík vegna hráefnisskorts. Tilkynning þess efnis kom fyrst fram eftir fund Vísismanna með formanni Framsýnar sem mótmælti ákvörðun fyrirtækisins um að loka starfsstöðinni á Húsavík og framkomu í garð starfsmanna. Framsýn krafðist þess að fyrirtækið greiddi starfsmönnum laun á uppsagnarfresti, það er þeim starfsmönnum sem þáðu ekki vinnu hjá Vísi í Grindavík. Í fyrstu neitaði fyrirtækið að verða við kröfu Framsýnar. En eftir nánari skoðun féllust þeir á það eftir að Vinnumálastofnun tók undir með Framsýn. Varðandi hinn hópinn sem réð sig til starfa á nýjum stað í Grindavík, taldi Framsýn að þeir starfsmenn ættu að halda launum á tímabilinu sem leið milli þess að tækin og vinnslulínurnar voru teknar niður á Húsavík vorið 2014 og þar til aðstaðan var klár í Grindavík í september 2014. Þessu neitaði fyrirtækið og því hafa starfsmenn verið á atvinnuleysisbótum í sumar fyrir utan hefðbundin frí. Dómsmálið snýst um hvort Vísi var heimilt að senda fólk á atvinnuleysisbætur í sumar í stað þess að greiða þeim laun samkvæmt ákvæðum kjarasamninga? Félagsdómur mun kveða upp úr um það á næstu vikum.

    Fyrirtaka í máli Starfsgreinasambands Íslands gegn Vísi hf. fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan nóvember. Þegar Fréttabréfið fór í prentun var ekki búið að kveða upp dóm í málinu. Það verður væntanlega gert síðar í desember.

    Vísismálið til umræðu í Félagsdómi

    Í auglýsingu frá Vinnumálastofnun í auglýsingablaðinu Skránni á Húsavík kemur fram að Vinnumálastofnun hyggist loka þjónustuskrifstofu sinni á Húsavík 1. desember. Þar með lýkur áratuga samfelldri góðri þjónustu við atvinnuleitendur á Húsavík og Þingeyjarsýslum. Með þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og stjórnvalda skerðist enn opinber þjónusta á svæðinu, störfum opinberra starfsmanna fækkar enn frekar og nánast enginn sparnaður verður af þessari lokun. Í auglýsingunni er ekki að sjá að atvinnuleitendur á svæðinu verði þjónustaðir með reglubundnum hætti, öðrum en þeim að gefið er upp landssímanúmer Vinnumálastofnunar. Á liðnum árum hefur skráningaþjónusta við atvinnuleitendur færst inn á vef stofnunarinnar og munu Húsvíkingar og Þingeyingar hafa þann einn kost að nota þá þjónustugátt, ef þeir óska þjónustu í atvinnuleysi og sækja um atvinnuleysisbætur. Athygli vekur að stofnunin telji þessa þjónustugátt fullnægjandi á landsbyggðinni, á meðan atvinnuleitendur í stærra þéttbýli geta gengið að persónulegri þjónustu Vinnumálastofnunar á þjónustuskrifstofum þar. Framsýn stéttarfélag óttast að fjöldi einstaklinga munu fá litla sem enga þjónustu frá Vinnumálastofnun og tapa í einhverju mæli réttindum til atvinnuleysisbóta, vegna þessarar skerðingar á þjónustu. Hætta er á að eldri og yngstu atvinnuleitendurnir og íbúar af erlendum uppruna verði sérstakalega fyrir barðinu á þessu. Með lokun þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík fækkar opinberum störfum á vegum Ríkisins um eitt. Þetta starf bætist í fjölda annarra opinberra starfa sem tapast hafa á undanförum árum. Samkvæmt upplýsingum liggur ekkert annað fyrir hjá fráfarandi starfsmanni Vinnumálastofnunar en að skrá sig atvinnulausan og fá þannig atvinnuleysisbætur frá stofnuninni, sem eru nánast jafngildi þeirra launa sem hann hefur fengið. Framsýn hefur ítrekað mótmælt þessum og svipuðum ákvörðunum stjórnvalda á svæðinu og fordæmt þessa stefnumörkun stjórnvalda. Þá undrast Framsýn framtaksleysi þingmanna svæðisins, sérstaklega stjórnarþingmanna sem höfðu ekki fyrir því að svara erindi félagsins um viðhorf þeirra til lokunarinnar á Húsavík.

    Vinnumálastofnun lokar-Skerðing á þjónustu, fækkun opin-berra starfa og enginn sparnaður-

    Opinn fundur um sorpmálFramsýn boðar til fundar um sorpmál og framtíð Sorpsamlags Þingeyinga laugardaginn 6. desember kl. 10:30 í fundarsal stéttarfélaganna. Um er að ræða klukkutíma fund. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Fundurinn er öllum opinn.

    Framsýn- stéttarfélag

    Sk r i fstofa stéttar félaganna 464 6600 • Heimasíða: w w w.framsyn. is

  • FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

    Desember 2014 5

    Framsýn hefur náð samkomulagi við Flugfélagið Erni um að lækka verð á flugmiðum á flugleiðinni Reykjavík-Húsavík-Reykjavík. Verðið verður kr. 7.500 og mun gilda næstu mánuðina. Algengustu fargjöldin á þessari flugleið eru kr. 16.500 og kr. 20.100. Þetta eru að sjálfsögðu gleðileg tíðindi og mikil og góð kjarabót fyrir félagsmenn stéttarfélaganna en aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna fá aðgengi að samkomulaginu. Á síðustu tólf mánuðum hafa félagsmenn stéttarfélaganna sparað sér um 20 milljónir í bein útgjöld vegna samkomulags Framsýnar og flugfélagsins um flugfargjöld. Salan jafngildir því að allir félagsmenn Framsýnar hafi flogið eina ferð með flugfélaginu en 2400 flugmiðar hafa verið seldir síðustu 12 mánuði sem er glæsilegt og leiðir til þess að hægt er að halda uppi flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur en flugfarþegum fjölgar stöðugt um Húsavíkurflugvöll. Ekki er ólíklegt að fjölgunin milli ára verði um 15%. Þetta er því sannkallaður jólaglaðningur til félagsmanna. Til hamingju félagar.

    Framsýn stóð fyrir opnum félagsfundi í nóvember um fyrirhugaðar framkvæmdir á Bakka við Húsavík. Áhugi er fyrir því innan félagsins að halda opna félagsfundi í hverjum mánuði í vetur. Miðað við viðbrögðin er full þörf á slíkum fundum þar sem tæplega 70 manns mætu á fundinn sem fór vel fram og var mjög upplýsandi.Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri hjá Norðurþingi fór yfir verkefnið og sagði mikilvægt að snúa vörn í sókn í atvinnumálum. Störfum hefði fækkað um þriðjung á svæðinu eða um 32% á árabilinu 1990 til 2009. Snæbjörn sagði allt í fullum gangi varðandi verkefnið á Bakka, búið væri að skipuleggja iðnaðarlóðir á Bakka, frekari hafnarframkvæmdir og vegalagningu og göng frá hafnarsvæði að iðnaðarsvæðinu í Bakka og flestir samningar væru í höfn. Þá væru töluverðar framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar í gangi á Þeistareykjum sem miðuðu að því að gera allt klárt fyrir virkjunarframkvæmdir um leið og samþykkt PCC um uppbyggingu á orkufrekum iðnaði á Bakka lægi fyrir sem yrði vonandi um miðjan desember. Samhliða væri Landsnet að undirbúa línulögn frá Þeistareykjum til Húsavíkur. Verði af framkvæmdum þarf fyrri áfanginn á Bakka um 45 Mw af raforku en verksmiðjan verður byggð upp í tveimur áföngum. Talið er að um 700 manns komi að uppbyggingunni sem ætlað er að ljúki haustið 2017 enda hefjist hún á næsta ári. Eftir að framkvæmdum líkur er áætlað að um 130 til 150 manns vinni við verksmiðjuna og í afleiddum störfum verði starfafjöldin um 200 ný störf. Fleiri fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi á Bakka og bíða á hliðarlínunni meðan PPC er að klára sín mál. Í máli Snæbjörns kom einnig fram að búið er að tryggja fjármögnunina að mestu en Þýski sparisjóðabankinn með tryggingum frá Þýska ríkinu sér um að fjármagna verkefnið að mestu eða um 70%. Þá eru bundnar vonir við að íslenskir lífeyrissjóðir fjármagni innlenda hlutann sem upp á vantar. Reiknað er með því að afstaða þeirra til aðkomu að verkefninu liggi fyrir 15. desember n.k. Gangi fjármögnunin eftir taldi Snæbjörn fátt því til fyrirstöðu að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári. Hann sagðist vera bjartsýnn.

    Í boði eru flugmiðar á góðum kjörum fyrir félagsmenn stéttarfélaganna í vetur.

    Fundarmenn spurðu mikið út í verkefnið og fengu svör við flestum spurningum.

    Flugfargjöld lækka- gleðifrétt

    Kominn tími á ákvörðunartöku

    Formaður og varaformaður Framsýnar heimsóttu starfsmenn Vaðlaheiðagangna sem jafnframt eru félagsmenn í Framsýn. Farið var lauslega yfir þeirra réttindi og skyldur og hlutverk stéttarfélaga á Íslandi en starfsmennirnir eru allir erlendir. Fundurinn var mjög vinsamlegur og voru starfsmennirnir ánægðir með heimsóknina frá Framsýn. Um 10 starfsmenn voru á vakt en fundurinn fór fram á vaktaskiptum starfsmanna. Félagið hefur fengið óskir um að koma aftur og halda fund með þeim starfsmönnum sem voru á frívakt. Verður það gert á næstu dögum eða strax eftir áramótin.

    Fulltrúar Framsýnar funduðu með starfsmönnum Vaðlaheiðagangna. Ánægja var með fundinn af beggja hálfu.

    Funduðu með starfsmönnum Vaðlaheiðagangna

    Minnisbækur og dagatöl

    Á næstu dögum munu dagatöl og minnisbækur verða í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

  • FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

    Fulltrúum Framsýnar var boðið að koma í heimsókn í framhaldsskólann á Laugum. Það er í tíma í fjármálalæsi og tölfræði. Hlutverk gestanna frá Framsýn var að útskýra launaseðla og útreikning á sköttum og öðrum gjöldum sem leggjast á eða dragast af launum starfsmanna. Þá var einnig farið stuttlega yfir hlutverk stéttarfélaga og lífeyrissjóða.

    Sjóðurinn heitir Þróunar- og sí-menntunar sjóður bæjarstarfs manna-félaga hjá ríkinu kt. 550698-3079, Skipagötu 14, Pósthólf 75, 602 Akureyri. Félagsmenn Starfs manna-félags Húsavíkur sem starfa hjá ríkinu eiga aðgang að sjóðnum.Markmið sjóðsins er að auka möguleika stofnana á að þróa starfs-svið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma og efla símenntun félagsmanna sem eru í hlutað eigandi stéttarfélögum með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

    Sjóðurinn sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar sem eru í samræmi við markmið hans til:a) ráðuneyta, stofnana og vinnuveitenda sem í sjóðinn greiðab) hlutaðeigandi stéttarfélagac) verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur.Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram a.m.k. ársfjórðungslega. Stjórnin skal kom sér upp samræmdu matskerfi á umsóknum m.a. með tilliti til þeirra þarfa sem umsækjandi telur sig vera að uppfylla og setur sér nánari starfsreglur. Sjóðurinn er fjármagnaður með 0,5% greiðslu ríkissjóðs eða annarra af heildarlaunum félagsmanna sjóðsins.Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum mönnum til tveggja ára í senn, tveimur skipuðum af fjármálaráðherra og tveimur af hlutaðeigandi stéttarfélögum. Stjórnin kýs sér formann og varaformann.Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður fulltrúi Kjalar stéttarfélagsGuðmundur H. Guðmundsson, varaformaður fulltrúi fjármálaráðherraUnnur Sigmarsdóttir meðstjórnandi fulltrúi Samflots bæjarstarfs-mannafélaga

    Framsýn leitaði til allra þingmanna kjördæmisins og óskaði eftir skoðun þeirra á ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember.Nokkrir þingmenn svöruðu og má sjá svör þeirra á heimasíðu stéttarfélaganna. Framsýn þakkar þeim fyrir viðbrögðin og svör þeirra þar sem skilningur þeirra á mikilvægi þess að þjónustuskrifstofan á Húsavík yrði starfrækt áfram kemur skýrt fram.Því miður sáu ekki allir þingmenn kjördæmisins ástæðu til að svara fyrirspurn Framsýnar sem full ástæða er til að gagnrýna harðlega. Reyndar vekur furðu að þeir skuli ekki svara þessari mikilvægu fyrirspurn sem skiptir miklu máli fyrir samfélagið í Þingeyjarsýslum. Starf sem kostar innan við 3 milljónir á ári með öllu.Þessir þingmenn sáu ekki ástæðu til að svara og höfðu greinilega ekki skoðun á málinu; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Gunnarsdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.

    Hér má sjá mynd af miklum höfðingja sem býr á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Myndina teiknaði Baldur Einarsson sá mikli snillingur. Spurt er, hvaða maður er þetta? Vinsamlegast sendið svarið á netfangið [email protected]. ásamt nafni þess sem sendir inn svarið. Þeir sem hafa ekki aðgengi að tölvu er heimilt að senda bréf með nafni þess sem er á myndinni til Skrifstofu stéttarfélaganna. Dregið verður úr réttum svörum 23. desember. Vegleg verðlaun eru í boði en sex heppnir þátttakendur fá verðlaun.

    Ánægjuleg stund á Laugum

    Félagsmenn STH hafa aðgengi að Þróunar- og símenntunarsjóði

    Áhugalausir þingmenn

    Jólagetraun Fréttabréfsins

    6 Desember 2014

    Á Laugum er rekinn öflugur framhaldsskóli með um 120 nemendum sem koma víða að af landinu.

    Bílaleigubílar í boðiStéttarfélögin eru með samning við Bílaleigu Húsavíkur

    um afsláttarkjör á bílaleigubílum í Reykjavík.

    Leitið frekari upplýsinga á Skrifstofu stéttarfélaganna eða hjá Bílaleigu Húsavíkur.

  • FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

    Desember 2014 7

    MyndspilariXtreamer WonderVerð: 24.990 kr.

    FartölvaDell Inspiron 3531Verð: 54.990 kr.

    FartölvubakpokiDell Tek - tvær stærðir Verð frá: 9.990 kr.

    Hörðustu pakkarnir fást hjá Advania

    Guðrúnartúni 10, Reykjavík

    Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17

    Tryggvabraut 10, Akureyri

    Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17

    advania.is/jol

    Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar

    Far- og spjaldtölva Dell Inspiron 7347 Verð: 179.990 kr.

    FartölvutaskaBogart 13VVerð: 8.990 kr. Fartölvuumslag

    PC Skin Brown - þrjár stærðirVerð frá: 1.490 kr.

    Heyrnartól - þrír litir Jabra Revo StereoVerð: 29.990 kr.

    Ferðahátalari - margir litir Jabra Solemate BluetoothVerð: 29.990 kr.

    Snjallpakkarnir okkar

    eru sveigjanlegri

    Kynntu þér nýju sveigjanlegu SnjallpakkanaSveigjanlegu Snjallpakkarnir okkar eru farsímaleið þar sem þú sveigir pakkann þinn, hvort sem er í áskrift eða Frelsi, með því að skipta mínútum út fyrir gagnamagn eða öfugt, allt eftir þörfum hverju sinni. Þú stjórnar og auka-kostnaðurinn er enginn!

    Þú getur meira með Símanum

    Sveigðu pakkann

    fleiri MB

    90 mín. | 50MB 30 mín. | 500MB60 mín. | 200MB

    fleiri mín. 990 kr.

    fleiri MB/GB

    120 mín. | 60 mín. | 1GB90 mín. | 750MB

    fleiri mín. 1.990 kr.

    fleiri mín. fleiri GB

    350 mín. | 1GB 120 mín. | 10GB250 mín. | 3GB

    3.990 kr.

  • islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

    Gjöf sem þú getur verið viss um að hittir í markGjafakort Íslandsbanka er gjöf með endalausa möguleika. Kortið gildir eins og önnur greiðslukort jafnt í verslunum um allan heim og á netinu.

    Þú færð gjafakortið í fallegum umbúðum í útibúi Íslandsbanka á Húsavík.

    Gjafakort Íslandsbanka

    Gjöf sem er alltafefst á óskalistanum