eystrahorn 22. tbl. 2011

8
Miðvikudagur 1. júní 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 22. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Eyðibýli á Íslandi Í sveitum landsins er fjöldinn allur af eyðibýlum og öðrum yfirgefnum íbúðarhúsum sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Ástand þeirra er mjög misjafnt en mörg þeirra er þó enn hægt að gera upp og nýta. Sett hefur verið af stað verkefni sem felur í sér rannsókn á menningarlegu vægi þessara húsa, björgun þeirra, endurgerð og nýtingu. Fyrstu skref verkefnisins verða tekin í sumar. Þau fela í sér að hefja rannsókn á fjölda, ástandi og eignarhaldi þessara gömlu húsa á Suður- og Suðausturlandi. Aðstandendur verkefnisins eru Gláma– Kím arkitektastofa, R3- Ráðgjöf og Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Verkefnisstjórar eru Gísli Sverrir Árnason og Sigbjörn Kjartansson. Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð víðum skilningi. Það er látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum og smærri þéttbýlisstöðum, jafnvel þótt þau standi þar sem enn er önnur byggð til staðar, þ.e. ekki eingöngu á eyðijörðum. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar, og mikilvægar heimildir um byggðasögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sérstakt en einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil. Markmið verkefnisins er meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin eyðibýli (hús) á Íslandi. Í framhaldinu á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp af eigendum þeirra eða stofnað félag um rekstur og útleigu þeirra í ferðaþjónustu. Í sumar sjá fimm háskólanemar um rannsóknir á eyðibýlum sem lýkur svo með kynningu á verkefninu í haust. Þau hefja rannsókn sína á Hornafirði 6. júní og halda síðan vestur eftir Suðurlandi. Verkefnið er stutt í ár meðal annars af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Húsafriðunarsjóði, Kvískerjasjóði og Sveitarfélaginu Hornafirði. Háskólanemarnir fimm sem vinna að rannsókn á eyðibýlum á Suðurlandi í sumar. Frá vinstri: Árni Gíslason, Arnþór Tryggvason, Yngvi Karl Sigurjónsson, Birkir Ingibjartsson og Steinunn Eik Egilsdóttir. Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun Laugardagur 4. júní Kl. 11:00 Kvennahlaup frá sundlaug Kl. 12:00 Kaffisala Samkórsins í húsi Slysavarnafélagsins Kl. 13:00 Sigling báta (ef veður leyfir) Kl. 14:00 Kappróður - bryggjuleikir Kl. 19:30 Sjómannaskemmtun í íþróttahúsinu Matur + ball 7.500 kr. Grand matur og þjónað verður til borðs. Veislustjóri Jóhannes Kristjánsson, eftirherma. Hljómsveitin Bjartur Logi og Poppsmiðjan spilar á balli. Selt verður á ballið í anddyri íþróttahússins eftir borðhald. Miðaverð 2.000 kr. Sunnudagur 5. júní Kl. 14:00 Sjómannamessa í Hafnarkirkju, prestur séra Sigurður Kr. Sigurðsson. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur í minningarreit við Hafnarkirkju. Kl. 15:00 Hátíðardagskrá á Hóteltúni (ef illa viðrar færist dagskráin í íþróttahús). Ávarp í tilefni dagsins, heiðursmerki afhent, verðlaunaafhending, hoppukastalar, leikir, karamellukast og bingó (muna skriffæri). Sjómannadagurinn á Hornafirði Forsala aðgöngumiða á sjómannadagsballið verður dagana 1. og 2. júní kl. 18:00 - 21:00 á Víkinni, sími 478-2300. Góða skemmtun • Sjómannadagsráð 2011

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 07-Mar-2016

239 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 22. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 22. tbl. 2011

Miðvikudagur 1. júní 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn22. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Eyðibýli á Íslandi

Í sveitum landsins er fjöldinn allur af eyðibýlum og öðrum yfirgefnum íbúðarhúsum sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Ástand þeirra er mjög misjafnt en mörg

þeirra er þó enn hægt að gera upp og nýta. Sett hefur verið af stað verkefni sem felur í sér rannsókn á menningarlegu vægi þessara húsa, björgun þeirra, endurgerð og nýtingu. Fyrstu

skref verkefnisins verða tekin í sumar. Þau fela í sér að hefja rannsókn á fjölda, ástandi og eignarhaldi þessara gömlu húsa á Suður- og Suðausturlandi. Aðstandendur verkefnisins eru Gláma– Kím arkitektastofa, R3- Ráðgjöf og Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Verkefnisstjórar eru Gísli Sverrir Árnason og Sigbjörn Kjartansson.Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð víðum skilningi. Það er látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum og smærri þéttbýlisstöðum, jafnvel þótt þau standi þar sem enn er önnur byggð til staðar, þ.e. ekki eingöngu á eyðijörðum.Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar, og mikilvægar heimildir um byggðasögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sérstakt en

einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil.Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin eyðibýli (hús) á Íslandi. Í framhaldinu á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp af eigendum þeirra eða stofnað félag um rekstur og útleigu þeirra í ferðaþjónustu.Í sumar sjá fimm háskólanemar um rannsóknir á eyðibýlum sem lýkur svo með kynningu á verkefninu í haust. Þau hefja rannsókn sína á Hornafirði 6. júní og halda síðan vestur eftir Suðurlandi. Verkefnið er stutt í ár meðal annars af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Húsafriðunarsjóði, Kvískerjasjóði og Sveitarfélaginu Hornafirði.

Háskólanemarnir fimm sem vinna að rannsókn á eyðibýlum á Suðurlandi í sumar. Frá vinstri: Árni Gíslason, Arnþór Tryggvason, Yngvi Karl Sigurjónsson, Birkir Ingibjartsson og Steinunn Eik Egilsdóttir.

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun

Laugardagur 4. júníKl. 11:00 Kvennahlaup frá sundlaugKl. 12:00 Kaffisala Samkórsins í húsi SlysavarnafélagsinsKl. 13:00 Sigling báta (ef veður leyfir)Kl. 14:00 Kappróður - bryggjuleikirKl. 19:30 Sjómannaskemmtun í íþróttahúsinu Matur + ball 7.500 kr. Grand matur og þjónað verður til borðs. Veislustjóri Jóhannes Kristjánsson, eftirherma. Hljómsveitin Bjartur Logi og Poppsmiðjan spilar á balli. Selt verður á ballið í anddyri íþróttahússins eftir borðhald. Miðaverð 2.000 kr.

Sunnudagur 5. júníKl. 14:00 Sjómannamessa í Hafnarkirkju, prestur séra Sigurður Kr. Sigurðsson. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur í minningarreit við Hafnarkirkju.Kl. 15:00 Hátíðardagskrá á Hóteltúni (ef illa viðrar færist dagskráin í íþróttahús). Ávarp í tilefni dagsins, heiðursmerki afhent, verðlaunaafhending, hoppukastalar, leikir, karamellukast og bingó (muna skriffæri).

Sjómannadagurinn á Hornafirði

Forsala aðgöngumiða á sjómannadagsballið verður dagana 1. og 2. júní kl. 18:00 - 21:00 á Víkinni, sími 478-2300.

Góða skemmtun • Sjómannadagsráð 2011

Page 2: Eystrahorn 22. tbl. 2011

2 EystrahornMiðvikudagur 1. júní 2011

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Úrvals hráefni úr ríki VatnajökulsFiskmetið er humar, þorskur, karfi ofl.

Nautakjöt frá Seljavöllum, svínakjöt frá Miðskeri og lambakjöt úr héraði

Þorgrímur Tjörvi Halldórsson sér um eldamennsku

Veitingahús • Sími 478 - 1550 • www.arnanes.is

Bjóðum upp á kvöldverð(aðrar máltíðir ef pantað er með góðum fyrirvara)

Verið velkomin! Vorum að taka upp sendingu af flottum kjólum, túnikum og skokkum frá Belludonnu

Rósóttir sparikjólar, einlitir skokkar í nokkrum litum og sokkabuxur í stórum stærðum

flott fyrir flottar konur

Verið velkomin

Það má segja að meistaraflokkur karla fari vel af stað í 3. deildinni. Eftir tap gegn Leikni í bikarkeppninni unnu þeir sama lið 3- 0 á útivelli. Á laugardaginn fylgdu strákarnir þessu eftir með því að sigra Draupni á Akureyri 10 – 0 þar sem Sævar Gunnarsson skoraði fimm mörk. Báðir þessir leikir voru leiknir í knattspyrnuhúsum. 2.fl. kvenna sigraði Þrótt Reykjavík 2 – 1 á laugardaginn.

Næstu leikir

Miðvikudagur kl. 18:00 •3. d. karla Sindri - Huginn Miðvikudagur kl. 20:15 •Mfl. kvenna Valitorbikarinn Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir Laugardagur kl. 12:00 •1. d. kvenna kl. 12:00 Sindri - Fjarðabyggð/Leiknir Laugardagur kl. 15:00 •2. Fl. karla Sindri - Afturelding/Hvíti riddarinn

Fótboltinn fer vel af stað

Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra fyrir 6 - 9 ára börn hefst mánudaginn 6. júní og stendur til 18. júní. Námskeiðið er alla virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 en boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00Verð kr. 7.000,- en kr. 10.000,-fyrir systkini Hægt að fá eina viku á kr. 4.000,-Fjölbreytt dagskrá í boði s.s. fjöruferð, veiðiferð, golf og óvissuferð o.fl.

smárabrautGott 115,6 m² einbýlishús ásamt 55,8 m² bílskúr, alls 171,4 m², mikið endurnýjað að innan hluti af bílskúr innréttaður sem íbúðarými og þvottahús.

mIÐtÚNVel staðsett 69,4 m², 3ja herb. íbúð í parhúsi, mikið endurnýjuð að innan, góð fyrsta eign.

staFaFELLsFJÖLL Í LÓNIGlæsilegt og vandað heilsárshús í Stafafellsfjöllum í Lóni. Húsið er innflutt kanadískt, m/svefnlofti, skráð 60,3 m². Frábært tækifæri til að eignast sumarhús í þessar náttúruparadís.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

NÝTT Á SKRÁSUMARHÚS - HEILSÁRSHÚSNÝTT Á SKRÁ

Menningarmiðstöð Hornafjarðar auglýsir eftir málverkum eftir Jón Þorleifsson frá Hólum vegna fyrirhugaðrar sýningar á verkum hans í haust.

Þeir sem upplýsingar geta veitt um verk hans er bent á að hafa samband við Björgu Erlingsdóttur [email protected] Sími 470 8052

Page 3: Eystrahorn 22. tbl. 2011

3Eystrahorn Miðvikudagur 1. júní 2011

Skóli er meira en bara bókalestur, þar er líka gert margt fjölbreyttilegt og skemmtilegt. Til dæmis fóru krakkarnir í 10. bekk á hverjum fimmtudegi í starfskynningu eftir áramót og voru yfir 50 vinnustaðir sem hægt var að velja um. Í frímínútunum var haldin handboltakeppni þar sem hver bekkur var með eitt lið og allir kepptu við alla. Fyrir áramót fór 10.bekkur í Kollumúla í Lónsöræfum og var þar í tvo daga. Við fórum í nokkrar fjallgöngur og gerðum svo verkefni um ferðina í skólanum. Það var haldin lítil úrtökukeppni hér í íþróttahúsinu í skólahreysti og þar komust áfram fjórir nemendur og kepptu í undankeppni á Egilsstöðum og stóðu sig þar með prýði en þrátt fyrir það komust þau ekki áfram í lokakeppnina í Reykjavík. Það voru nokkur böll haldin í Sindrabæ og meðal þeirra voru vorfagnaðurinn sem var lokaball 10. bekkjar. Veitt var viðurkenning fyrir konung og drottningu 10. bekkjar og fleiri viðurkenningar. Áður en vorfagnaðurinn hófst þá kom allur árgangurinn saman og rúntaði um bæinn á þessari dýrindis kerru skreyttri blöðrum og öðru skrauti. Samaust var haldin hér á Hornafirði og þar komst Þorgeir Dan Þórarinsson áfram fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar á Hornafirði. Þar keppti hann í Samfés keppninni þar sem hann stóð sig mjög vel. Í lokin var farið í útskriftarferð í Suðursveitina, siglt á Jökulsárlóni, grillað inni á Steinadal og Þórbergssetur heimsótt.

Skóli er meira en bara bókalestur

Síðan er unnin af 10. bekkingunum á myndinni í starfskynningu á Eystrahorni. F.v. Trausti Sævarsson, María Birkisdóttir, Tómas Ásgeirsson og Maríus Sævarsson.

Allir skemmtu sér vel á vorfagnaðinum og stemningin var góð eins og hér má sjá.Kóngur og drottning (Felix og Siggerður)

Árshátíðin heppnaðist vel og var sérstaklega skemmtileg

Hlustað á Þorbjörgu á Þórbergssetri.

Lónsöræfin eru stórbrotin.

Keppendur skólans í SamFés, Sædís, Þorgeir Dan, Dóra og Siggerður

Það var rúntað á "sveitalimma" á vorfagnaðinn

Enn tekur skólinn þátt í alþjóðlegri Legókeppni fyrir hönd Íslands

Siglt á Jökulsárlóni.

María fékk mikla hvatningu enda stóð hún sig sérstaklega vel.

Page 4: Eystrahorn 22. tbl. 2011

4 EystrahornMiðvikudagur 1. júní 2011

Sjómannadagurinn er á næsta sunnudag. Í tilefni af þessum árlega hátíðisdegi sjómanna lítur fólk gjarnan til baka og hugsar til þeirra sem stunduðu sjó hér á árum áður við erfiðar og hættulegri aðstæður en í dag. Einn af þeim sem gerir það og meira að segja í verki er Birkir Birgisson smiður. Hann hefur fengið mikinn áhuga á bátasmíði fyrri tíma og er búinn að fá aðstöðu til að vinna við endurbyggingu og viðgerðir á gömlum trébátum. Ritstjóri heimsótti Birki í gömlu bogaskemmu Skinneyjar-Þinganes þar sem áður var verkaður fiskur m.a. skreiðin, sællar minningar fyrir þá sem voru börn þá og fengu vinnu í skreiðinni. Birkir hefur orðið.

Hef alltaf haft áhuga á bátum

„Ég hef alltaf haft áhuga á bátum og nú seinni árin verið mikið að spá í að smíða trébát. Í mínum

huga er líka tímabært að bjarga þessum bátum og varðveita því að þessir bátar eru að hverfa og lítið eftir af þeim. Sömuleiðis snýst þetta líka um að varðveita handverkið. Lengi vel lagði ég ekki í þetta en sá svo auglýst námskeið á Reykhólum við Breiðafjörð og var þar í hálfan mánuð. Fékk góða tilsögn til að koma mér af stað og þá var ekki aftur snúið. Það er einstaklega gott starf unnið þarna fyrir vestan. Þarna er gott safn og markmiðið að varðveita handverkið og þar af leiðandi að kenna það.“

Vandasöm smíði „Mér fannst ögrandi að takast á við þessa smíði sem er ólík öllu sem ég hef gert áður. Þetta er nákvæmnis smíði og auðvelt að klúðra hlutunum og þarf þá að byrja uppá nýtt. Það þýðir ekki að nota nýtísku verkfæri og tæki við þetta heldur aðallega handhefilinn og önnur handverkfæri. Það er gaman að kynnast þessum gömlu

verkfærum uppá nýtt. Það hlýtur að hafa verið misjafnt hvað menn voru fljótir að smíða einn bát en Björn Eymundsson (Björn lóðs) hefur verið afkastamikill því talið er að hann hafi smíðað um 100 báta misstóra.Báturinn sem ég er að gera upp núna var smíðaður í Færeyjum 1924 og kom á Djúpavog 1925 og árið eftir kaupir Gústi í Papey (Gústaf Gíslason) bátinn á 1800 kr. sem þótti mikill peningur á þeim tíma og skírði hann Barða. Báturinn var um 26 fet (7,7 m.) og var upphaflega glóðarhausvél í honum sem er glötuð.“

Vill gera bátana nothæfa

„Hugmyndin á bak við þetta er líka að nota þessa báta og sigla á þeim hér svona eins og fólk gerir með fornbílana. Þetta eiga ekki bara að vera safngripir sem þorna og verða ónothæfir. Það þarf mikið að endurnýja Barðann.

Ég skil einhverjar spýtur eftir til að tengja þetta fortíðinni og varðveita sálina í bátnum.Annar bátur sem ég er með hér í skemmunni er ekta fjarðarbátur með sínu lagi smíðaður af Birni. Það þarf töluvert að gera við hann og lagfæra gamlar viðgerðir sem ekki passa við upphaflega handverkið, eins og krossviður sem notaður hefur verið í staðinn fyrir borð. Báta sem Björn smíðaði má sjá m.a. Dverg í Pakkhúsinu og bát Sigurðar Filipussonar í Gömlu búð.“

Allir velkomnir„Aðstaðan er frábær og allt til alls til að vinna við viðgerðir. Sömuleiðis er nóg pláss ef einhverir finna gamlan trébát til að endurbyggja og laga. Ég er að vona að áhugi muni aukast á þessum málum og að fleiri komi inn í þetta.Ég hef gaman að fá fólk í heimsókn og það eru allir velkomnir.“

Birkir og Björn lóðs

Birkir stendur við bát sem Ragnar Albertsson systursonur Björns átti lengst af en Sigurþór Sigurðsson síðar. Þetta er dæmigerður fjarðarbátur, flatbotnaður til að hann risti grunnt en beri eftir sem áður mikinn þunga. Þetta er sérstakt bátalag sérhannað fyrir fjörðinn hér. Í bakgrunni sést Barðinn með nýjan kjöl.

D Ö M U N Æ R B U X U R F Y L G J A N ÚÖ L L U M D Ö M U S K Ó M F R Á

P U M ANældu þér í hlaupaskó og nærbuxurfyrir kvennahlaupið 4. júní

Sportvöruverslun, Litlubrú 1, 780 Höfn, S: 478-1966

Page 5: Eystrahorn 22. tbl. 2011

5Eystrahorn Miðvikudagur 1. júní 2011

Björn lóðsBirki var tíðrætt um Björn Eymundsson bátasmið og lóðs í Lækjarnesi. Því er ekki úr vegi að rifja aðeins upp sögu hans af þessu tilefni. Björn var einn af þeim sem sýndu fram á að siglingar um Hornafjarðarós væru mögulegar og hættuminni ef sjófarendur þekktu vel til aðstæðna við ósinn. Þessar siglingar voru grundvöllur þess að á Höfn myndaðist þéttbýliskjarni. Björn var fæddur í Dilksnesi árið 1872 eitt sextán barna Eymundar Jónssonar og Halldóru Stefánsdóttur. Hann byrjaði að sækja sjó hér við ósinn og í endurminningum sem birtust í Sjómannablaðinu Víkingi 2. tbl. 1942 segir hann; „... byrjaði að vísu 12 ára gamall að róa hér við ósinn með föður mínum, og út úr fermingu fór ég að skjótast ferð og ferð á eigin spýtur, 17 ára byrja ég formennsku hér

við ósinn, fyrir alvöru, varð gott til háseta, og gekk oftast vel, og þótti mörgum góður hlutarbóti að sel og hnísu, sem maður fékk oftast eitthvað af í hverjum róðri.“ Í afmælisgrein eftir Gunnar Snjólfsson sem birtist í Tímanum 19. janúar 1943 segir;

„Auk hafnsögumannsstarfsins hefur Björn lagt gjörva hönd á margt. Hann er þjóðhagssmiður bæði á tré og járn. Sem dæmi um afköst hans við smíðar má nefna að á annað hundrað smærri og stærri báta hefir hann smíðað, sem allir hafa reynzt prýðilegir að gerð. Á yngri árum stundaði

Björn sjómennsku og sótti þá af kappi miklu. Var hann fengsæll mjög, og þótti hverjum gott, sem gat ráðið sig í skipsrúm hjá Birni Eymundssyni.“ Mikla aðdáun fólks hlaut Björn þegar hann bjargaðist eftir miklar hrakningar, fullorðinn maður að verða sjötugur. Sigurbjörg Ragnarsdóttir frænka hans segir svo frá; „27. mars 1942, seinni

part þess dags, lendir Björn í hrakningum. Hann hafði farið með þrjú skip út fyrir Hornafjarðarós þann dag. Hann var á litlum vélarlausum bát sem hann hafði sjálfur smíðað og nefndi Dverg. Þegar hann hafði farið frá borði og var róandi á landleið skellur á illviðri af norðaustri og mikil snjókoma. Hann er þá að hrekjast einn frá því seinnipart þessa dags, alla nóttina og fram á 28. mars. Þetta var löng og ströng vökunótt. Hann reri alla tímann, allt kvöldið, alla nóttina og fram

á næsta dag. Hann gafst ekki upp þótt á móti blési. Þá kemur að honum skúta, Silverspray frá Vogi í Færeyjum. Var honum bjargað um borð og fékk góða aðhlynningu. Síðan tók annar bátur hann og sigldi með hann að heimaströnd en þá töldu margir hann af. Þessi lífsreynsla og átök tóku á og Björn var nokkurn tíma að ná sér eftir þrekraunina.“

Um þessa lífsreynslu orti hann síðar:

Guð minn Guð, ég þakka þér.Þú sem hefur forðað mérfrá voðadauða á nauðanótt.Þín náð mér veitti ráð og þrótt.

Björn lést í Reykjavík 3. júlí 1947 og til þess var tekið að jarðarför hans var fjölmennari en þekkst hafði í Austur-Skaftafellssýslu.

Björn heima í Lækjarnesi.

Prúðbúið fólk ferjað á Auðunni. Ragnar Albertsson við stýrið.

Báturinn Dvergur sem Björn lenti í hrakningum á við lóðsstörf.

Stígandi með uppskipunarbát í togi.

Page 6: Eystrahorn 22. tbl. 2011

6 EystrahornMiðvikudagur 1. júní 2011

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðarfæri, fjölda landana,heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 .................... dragnót ....6 ....145,1 ......blandaður afliSigurður Ólafsson SF 44 .... humarv ....4 ......19,8 ......humar 2,6 (halar)Skinney SF 20 ..................... humarv ....4 ......58,8 ......humar 18,4Þórir SF 77 .......................... humarv ....3 ......49,0 ......humar 19,5Steinunn SF 10 .................... botnv ........2 ....126,8 ......blandaður afliBenni SU 65 ........................ lína ............4 ......16,6 ......þorskur 10,4Beta VE 36 .......................... lína ............2 ........9,5 ......þorskur 5,9Dögg SU 118 ....................... lína ............7 ......27,5 ......þorskur 16,0Guðmundur Sig SU 650 ..... lína ............3 ......19,1 ......þorskur 16,3Ragnar SF 550 ..................... lína ............3 ......18,9 ......þorskur 15,3Auðunn SF 48 ..................... handf ........2 ......31,6 ......ufsi 1,3Birta Dís GK 135 ................ handf ........1 ........3,2 ......ufsi 2,8Herborg SF 69 .................... handf ........1 ........0,5 ......þorskur 0,5Húni SF 17 .......................... handf ........1 ........0,1 ......þorskur 0,1Kalli SF 144 ......................... handf ........3 ........1,8 ......ufsi 1,1Mímir SF 11 ........................ handf ........1 ........0,5 ......þorskur 0,5Siggi Bessa SF 97 ............... handf ........1 ........1,0 ......ufsi/þorskurSilfurnes SF 99 ................... handf ........1 ....................þorskur 0,8Staðarey SF 15 .................... handf ........1 ........0,3 ......ufsi 0,2Sæunn SF 155 ..................... handf ........1 ........0,1 ......þorskur/ufsiUggi SF 47 .......................... handf ........1 ........0,7 ......þorskur 0,7Örn II SF ............................. handf ........1 ........0,5 ......þorskur 0,4

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð 16. - 29. maí

Mynd: Fred Beveziers

Krakka- og unglingagolf í júníFjögurra vikna golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára hefst Þriðjudaginn 7.júní

Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 12:15

Námskeið endar með golfmóti og lokahófi

Kennari er Óli Kristján Benediksson

Dalshrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími: 565 [email protected] • www.glerborg.is

Hér á landi er síbreytileg veðrátta alþekkt. Þess vegna ættu Íslendingar að velja vandaðar vörur sem eru framleiddar fyrir erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds.

PVC-u GLUGGARHURÐAR OG GLER

Öll framleiðsla frá Glerborg er CE vottuð

Vilt þú reka blómlega verslun í sumar?Ríki Vatnajökuls auglýsir eftir aðila til að sjá um rekstur Heimamarkaðsbúðarinnar í Pakkhúsinu í sumar. Heimamarkaðsbúðin hefur til sölu afurðir matvælaframleiðenda og handverk af svæðinu. Áhugasamir hafi samband sem fyrst í síma 896 7084 eða sendi póst á [email protected]

Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra

hátíðarkveðjur í tilefni

sjómannadagsins.

Page 7: Eystrahorn 22. tbl. 2011

7Eystrahorn Miðvikudagur 1. júní 2011

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Landsbankinn lækkar skuldir

viðskiptavinaKynntu þér nýja skuldalækkun Landsbankans. Við lækkum

2 Við lækkum fasteignaskuldir 3 Við lækkum

aðrar skuldir1 Við endurgreiðum 20% af vöxtum

Þær aðgerðir sem nú eru kynntar koma til framkvæmda fyrir 1. október 2011.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 8: Eystrahorn 22. tbl. 2011

Skinney Þinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / [email protected]