efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 móðurfélag íslenska kalkþörungafélagsins ehf. og...

17

Upload: others

Post on 22-Jan-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er
Page 2: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Efnisyfirlit1. Form áli................................................................................................................................................................................................ 3

2. Inngangur.......................................................................................................................................................................................... 3

3. Súðavík................................................................................................................................................................................................4

4. Fjárfestar............................................................................................................................................................................................6

5. Staðarval............................................................................................................................................................................................ 7

6. Vinnsla kalþörungs......................................................................................................................................................................9

7. Um hverfisþæ ttir........................................................................................................................................................................10

8. Framkvæmdir...............................................................................................................................................................................11

Framkvæmdir við grunngerð vegna Kalkþörungaverksmiðju.....................................................................................11

Raforka..................................................................................................................................................................................................... 11

Lóð og hafnarm annvirki................................................................................................................................................................ 11

Framkvæmdir við kalkþörungaverksm iðju.............................................................................................................................14

9. Fundir með áhrifa- og hagsm unaaðilum ................................................................................................................... 15

10. Lokaorð og næstu sk re f..........................................................................................................................................................16

Page 3: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

FormáliSkýrsla þessi er unnin af verkefnisstjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (AtVest) Jóni Páli Hreinssyni,

Ms.C. í Alþjóða Viðskiptum.

Hún er unnin samkvæmt beiðni frá Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

InngangurUnnið hefur verið að því, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, hér eftir nefnt AtVest síðastliðin misseri að staðsetja Kalþörungsvinnslu á norðanverðum Vestfjörðum. Þeir fjarfestar sem að baki verkefninu standa eru íslenska Kalþörungaverksmiðjan, hér eftir nefnt ÍK. ÍK starfrækir nú þegar kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal en verksmiðjan hefur verið starfandi frá 200?. Óhætt er að segja að

með tilkomu verksmiðjunar, og annara verkefna, hefur orðið algjör viðsnúningur í þróun mála á

Bíldudal og er t.d. íbúaþróun í Vesturbyggð eins og sú jákvæðasta á landsvísu.

Síðastliðið haust var ákveðið að loka staðarvalsgreiningu verkefnisins og festa verkefnið í Súðavík, Álftafirði á svokölluðu Langeyrarsvæði. Ástæður staðarvalsins verða tillgreindar síðar í skýrslunni.

í Ijósi þessarar niðurstöðu staðarvalsgreiningar barst viljayfirlýsing frá Marigot, móðurfélagi ÍK um reisa verksmiðju og hefja starfsemi í Súðavík, Álftafirði árið 2018. Viljayfirlýsingin var tekin fyrir í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps og hefur verið unnið eftir henni allt síðan.

Skýrslan er samtekt á verkefninu þar sem það er statt á þessum tímamótum. Henni er ætlað að varpa Ijósi á verkefnið, lýsa umfangi þess og kostnaðarmeta. Skýrslan mun einnig greina þau hagrænu áhrif sem verkefnið getur haft inn í samfélag norð - Vestfjarða og mikilvægi þess fyrir atvinnusvæði þriggja

sveitarfélaga sem byggja svæðið.

Skýrslunni er ætlað er að brýna það verkefni sem miðar að því að fá inn á svæðið Kalkþörungaverksmiðju, sem í fullri vinnslu skapar rúmlega 20 ný heilsársstörf, sem eru ekki háð því einsleita atvinnulífi sem hefur einkennt Vestfirði og háð þeim í niðursveiflum.

Viðsnúningur hefur verið undanfarin ár í þróun mála á suð - Vestfjörðum. Kemur þar til einna helst ný

verkefni sem skapa ný verðmæti. Skýrslunni ætlað að vera inntalning inn þann sama viðsnúning sem norð - Vestfirðir kalla eftir og vinna að hörðum höndum.

Page 4: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

SúðavíkSúðavík er þéttbýliskjarni Súðavíkurhrepps, þorpið við Álftafjörð, sunnanvert ísafjarðardjúp. Ibúafjöldi í Súðavíkurhreppi er 210 og hefur farið örlítið upp á við síðast liðin ár eftir áralanga neikvæða

íbúaþróun.

Súðavíkurhreppur myndaðist endanlega árið 1994 við sameiningu Ögurhrepps og Reykjafjarðarhrepps við Súðavík. Við þá sameiningu varð til víðfem ur hreppur, sem teygir sig allt frá

miðbik ísafjarðar fram í miðja Súðavíkurhlíð.

Súðavík er sjósækið samfélag og hefur sjósókn verið aðalatvinnuvegur hreppsins frá upphafi. í innsveitum hefur í gegnum tíðina verið landbúnaður en á síðasta áratug hefur orðið engin nýliðun og

fram ráð tímans fækkað jörðum við ísafjarðardjúp í byggð og rækt.

Arid 2006 lotaði rækjuvinnslan og siðasti hluti kvótansfórfra Suðavík.

Page 5: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Súðavík hefur verið í gegnum tíðina verið mikil verstöð þar sem mikil verðmæti hafa verið sköpuð með tilheyrandi tekjum til þjóðarbúsins. Hefur það verið stolt Súðavíkinga í gengum tíðina að hafa verið vel stætt samfélag sem vinnur hörðum höndum, skapar verðmæti og skilar myndarlegri

skattheimtu. Þar skipti miklu máli mikil rækjuvinnsla, en rækjuvinnsla var olía Súðvíkinga um margra áratuga skeið.

Með hnignum rækjustofnsins og endanlegu hvarfi í kringum 2004 hefur hefur hallað undan fæti í Súðavík, en með ábyrgum og grandvörum hætti hefur þó verið haldið á spilum samfélagsins þannig að sveitarfélagið sjálft stendur ágætlega og rekur myndarlega innviði.

í dag er stærsta fyrirtæki Súðavíkur HG - Gunnvör. Annars vegar hefur HG - Gunnvör starfrækt sjóeldi í fjörðum sveitarfélagsins og hins vegar unnið þorsklifur í hraðfrystihúsi Súðavíkur sem er eigu HG - Gunnvarar.

Page 6: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Fjárfestar.

íslenska Kalkþörungafélagið ehf, var stofnað að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða árið 2001. Félagið stóð fyrir því að gerð var matsskýrsla á námi kalkþörungasets í Arnarfirði. Þann 17.

desember árið 2003 var skrifað undir vinnsluleyfi til handa félaginu.

Breytingar á Bíldudal frá 2005 til 2015, en á því tímabili var Kalkþörungaverksmiðjan byggð.

Um hverfisáhrif vinnslunnar voru metin og niðurstöður rannsókna voru jákvæðar. Ein af forsendum umhverfismatsins og þar með leyfisins var að úrvinnsla kalkþörungasetsins færi fram við Arnarfjörð og gert ráð fyrir að það yrði á Bíldudal. Sama ár tóku írska fyrirtækið Celtic Sea Minerals Ltd. (75%) og Björgun ehf. (25%) við rekstrinum.

Matsskýrsla um námur í Arnarfirði

AtVest st

f

:bfn

2001

4K- J

Bygging verksmiðju á Bíldudal hefst

S/

Þreyfingar í ísafja rðardjú pi hefjast

Vinnsluleyfi til ÍK Vinnsla hefst

Fjárfestar skoða aðstæður í ísafiarðardiúpi

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010

CSM skoðar aðstæður í Súðavík

2011 2012 2013

CSM og Súðavíkurhr undirrita

j viljayfirlýsingu 1-------------------

2014 2015

Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er m.a. að fjárfesta í vinnslu þörunga í gegnum fyrirtækið Marinox ehf. sem fjárfesti í uppbyggingu á Stykkishólmi að undangenginni viljayfirlýsingu milli félagsins og Stykkishólmsbæ.

Page 7: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Súðavíkurhreppur og Marigot Group skrifuðu undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Kalkþörungavinnslu í Súðavík 21. nóvember 2014.

Nánari upplýsingar:

íslenska KalkbörunRafélagið: www.iskalk.is

Celtic Sea Minerals Ltd: www.celticseaminerals.com

Heimasíða Marigod fyrirtækisins, sem er móðurfyrirtæki íslenska Kalkþörungafélagsins.

Staðarval.Súðavíkurhreppur er heppilegur kostur fyrir Kalkþörungaverefni af mörgum ólíkum ástæðum. Ein af megin forsendum þess að verkefni sem þetta blómgist og nái þeim markmiðum sem því er ætlað að ná er að ná fram mest mögulegri hagræðingu með því að setja niður verksmiðjuna á stað sem á mesta möguleika til að ná fram þessum markmiðum. Við staðaval horfðu menn einna helst til nálægðar við beðin/námurnar til að lágmarka þann flutningskostnað frá beðum til vinnslu. Beðin eru staðsett austur í ísafjarðardjúpi, sjá mynd, og Súðavík næst af þeim þremur byggðarkjörnum byggja

norð - Vestfirði.

Page 8: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Lending eða hafnaraðstæður við Langeyri í Álftafirði er frá nátturunnar hendi með allra besta móti. Enda ekki að ósekju að menn völdu sér Langeyrinartil lenda bátum sínum öldum saman, enda óvenju skjólgott og mikill ödlufriður við svæði Langeyrarinnar. Aðstæður til að reisa á Langeyri hafnarkant á uppfyllinu, til að taka á móti stórum námuskipum eru betri en á nokkrum öðrum stað á Vestfjörðum. Núverandi hafnaraðstæður bjóða ekki uppá hafnlegukannt sem uppfyllir kröfur

kalkþörungavinnslu, né er undirlendi nægilegt til að leggja vinnslunni til lóð sem hentar undir starfsemina.

Neðri hringurinn er fyrirhugað hafnarstæði við Langeyri, en efri hringurinn er núverandi höfn.

Auk þess er staðsetning á Langeyri afar heppileg í Ijósi fjárlæ gðarfrá þéttbýli og ríkjandi vindátt sem liggur af þéttbýli inn Álftafjörð. Ndáttúruleg brimvörn er fullkominn frá náttúrunar hendi og gerir allar fram kvæmdir við hafnargerð auðveldari og hagkvæmari en annars væri mögulegt.

Allar áætlanir og vinna við undirbúning verksmiðjunnar ganga út frá að hún rísi á landfyllingu innan við Langeyri.

Page 9: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Vinnsla kalþörungs.

Kalkþörungur (Lithothamnion) vex hægt í kalkþörungabreiðum. Lifandi er hann fallega rauðbleikur á lit en með tímanum situr eftir hvít stoðgrindin sem rík er af kalki og öðrum steinefnum. Það er einungis á þessu stigi sem hráefni er dælt upp af sjávarbotninum og það unnið vegna góðra eiginleika þess. Það er því ekki lifandi Kalkþörungur sem er sóttur í beðin og því er með auðveldum hætti hægt að segja að vinnslan sé sjálfbær, enda aldrei tekið meira en það sem það tíminn hefur nú þegar unnið á. Þá hefur reynslan sýnt að efnistakan hefur örvandi áhrif á vöxt kalkþörungs.

Efnistaka mun eiga sér stað að meðaltali fjórum sinnum á ári úr beðum sem staðsett eru austur í ísafjarðardjúpi.

Dæluskipið kemur með farminn að landi og dælir þörungunum í hráefnislónið. Eftir að dælingu lýkur hefst mokstur úr lóninu til áframhaldandi framleiðslu.

Eftir að dælingu lýkur hefst mokstur úr lóninu til áframhaldandi framleiðslu.

Page 10: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Um hverfisþæ ttirHugsanleg um hverfisáhrif frá Kalkþörungaverksmiðju og vinnslu kalkþörungs úr ísafjarðardjúpi geta verið tvennskonar.

Annarsvegar eru umhverfisáhrif vegna dælingar á kalkþörungi af sjávarbotni. Til þess að dæling sé leyfileg þarf viðkomandi vinnsluaðili að fá nýtingarleyfi frá stjórnvöldum. Nýtingarleyfi er aðeins gefið út að undangengnum eftirfarandi skilyrðum:

• Leyfi til hagnýtingar efna á, í eða undir hafsbotni skal bundið við ákveðið svæði og gilda til ákveðins tíma sem ekki má vera lengri en 30 ár

• í leyfisbréfi skal m.a. ætíð greina hverjar ráðstafanir leyfishafi skuli gera til að forðast mengun og spillingu á lífríki láðs og lagar

• Umhverfismati

Hinsvegar er hugsanleg mengun frá starfsemi vinnslu kalkþörungs í landi. Um er að ræða hugsanlega rykmengun. Áður en vinnsla hefst þurfa vinnsluaðilar að sýna fram hvernig þeir ætli sér að binda rykmengun og eru jafna sett ströng skilyrði þess efnis. Líta verður til þess árangurs sem náðst hefur á Bíldudal, þar sem verksmiðjan á Bíldudal hefur náð góðum tökum á að binda ryk með nýrri tækni sem felur í sér að ryk er þétt með rakabindandi búnaði. Þess má geta að fyrirhuguð staðsetning fyrir utan

Langeyri er mun lengra frá íbúðabyggð en á Bíldudal og ríkjandi vindátt liggur frá þéttbýli.

M yndirfrá dælingu á Kalkþörung í Arnarfirði sem fluttur er til vinnslu á Bíldudal.

Eftir að kalkþörungum hefur verið dælt í hráefnislón er þeim mokað upp á hörpu sem harpar efnið í hauga og tekur frá grjót. Efninu er síðan mokað í innmötunarsíló og fer áfram með færibandi inn í þurrkarann og sér síubúnaður um að binda ryk sem fer aftur inn í vinnsluferlið. Að þurrkun lokinni fer efnið í gegnum hristisigti sem flokkar það eftir stærð og tekur frá grjót. Efnið fer svo áfram ýmist í geymslusíló eða kornunarverksmiðju þar sem áburður og kornað dýrafóður er búið til og pakkað. Úr

Page 11: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

geymslusílóum er efni ýmist pakkað eða það malað í fínt duft og blandað með steinefnum til vinnslu dýrafóðurs. Allar fullunnar afurðir fara á lager þar sem þær bíða útflutnings.

Fram kvæ m dir

Framkvæmdum við Kalkþörungavinnslu í Súðavík má skipti í tvo þætti. Annarsvegar eru það

framkvæmdir við grunngerð sem þarf til að verksmiðjan starfi og svo framkvæmdir við verksmiðjuna sjálfa.

Framkvæmdir við grunngerð vegna Kalkþörungaverksmiðju

Uppbygging innviða í Súðavík er hluti verkefnisins. íviljayfirlýsingu Marigot kem urfram að þeir innviðir sem þurfi að vera til staðar sé m.a. 8 mw raforka til afhendingar. í dag er mögulegt að

afhenda 3,5 - 4 mw. Þá þarf að kalþörungaverksmiðja 20-25þ m2 lóð og 80m bryggjukant.

Unnið hefur verið frumathugun á kostnaði vegna þessara framkvæmda.

RaforkaRaforkumál Súðavíkur og Súðavíkurhrepps eru óviðunandi og raforkuöryggi með lakasta móti.

Dreifilínan milli Skutulsfjarðar og Álftafjarða og svo inn ísafjarðardjúpið er forn og löngu komin á endurnýjun. Sérstaklega er línan milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar sérlega léleg, úrsérgegnin og óviðunandi. Línan liggur yfir heiði milli þessara tveggja fjarða og liggur hún hæst allra raforkulína á íslandi að best er vitað. Hún er sérlega léleg og gefur jafn eftir við minnsta álag. Hún er einnig stórhættuleg þegar safnast upp snjór á heiðinni, þannig að línur hennar get verið í höfuð og jafnvel mittis hæð vegfarenda eins og snjósleðamanna.

í dag er mögulegt að afhenda 3,5 - 4 mw með þessari línu, að því gefnu að hún haldi. Ljóst er að verkefni eins og þetta, sem kallar á endurnýjun á dreifikerfi raforku á svæðinu, er frábær hvati og ástæða til að klára löngu þarft verkefni, íbúum vestfjarða til mikils lífsgæðaauka.

Ekki hefur verið unnin formleg verkfræðileg úttekt á kostnaði við afhenda 8Mv til verksmiðjunar

ásamt því að uppfylla aðrar kröfur íbúa og fyrirtækju um orku á sama tíma.

Bráðabirgðaathugun gerir ráð fyrir að kostnaður við að leggja jarðstreng um súðavíkurhlíð kosti 600- 700milljónir króna.

Lóð og hafnarmannvirki

Verkís á ísafirði var fengin til að gera frumathugun á kostnaði vegna uppbyggingar á lóð og hafnarkannti ásamt grjótvörn.

Miðast var við að nægilegt rými væri fyrir 25.000m2 lóð ásamt sjávarlóni. Samkvæmt neðangreindri áætlun er kostnaður áætlaður um 441milljón m/vsk.

Page 12: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

VERKHLUTI FJÁRHÆÐ kr.

1.1 AÐSTAÐA OG FRAMKVÆMDAMÆLINGAR 9.500.0001.2 ÖLDUVÖRN 27.300.0001.3 JARÐVINNA 69.200.0001.4 HAFNARKANTUR 164.930.0001.5 VATSLAGNIR 1.825.0001.6 RAFSTRENGIR OG RÖR 1.500.0001.8 FRÁGANGUR YFIRBORÐS 53.150.000

HEILDARVERKTAKAKOSTNAÐUR 3 2 7 .4 0 5 .0 0 0

Umsjón og eftirlit ~10% 32.740.500Annað og ófyrirséð ~25% 81.851.250

Heildarkostnaðaráætlun 4 4 1 .9 9 6 .7 5 0

Úr kostnaðaráætlun Verkís. Full áætlun er í viðauka.

Útsýnifrá Holtagötu 2, í áttina að fyrirhugaðri verksmiðju.

$£ VERKÍS

Page 13: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Kostnaðaráætlanir gera ráð fyrir að lóð og hafnarkanntur verði innan við Langeyri. Meðfylgjandi teikning er aðeins til viðmiðunar, en hún er ekki endanlegt útlit eða útfærsla lóðar. Mynd og kostnaðaráætlun er sett fram með fyrirvara um breytingu á aðalskipulagi, um lóðamörk og samþykki

þeirra sem eru fyrir með starfsemi á svæðinu.

Page 14: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Framkvæmdir við kalkþörungaverksmiðju

íslenska Kalkþörungafélagsins gera ráð fyrir að byggja 4-5.000 m2 verksmiðjuhús á fyrirhugaðri lóð ásamt sjávarlóni við verksmiðju.

Auk þess verður settur upp í verksmiðjunni sárhæfður vinnslubúnaður auk annars búnaðar.

Heildarfjárfesting er áætlun 6-7milljón EUR, eða um einn m illjarður króna.

Tölvugerð mynd a f ímynduðum aðstæðum á fyrirhugaðri lóð og byggingum á Langeyri.

Page 15: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Fundir með áhrifa- og hagsm unaaðilumTil að kynna verkefnið fyrir áhrifa- og hagsmunaaðilum sem líklegt þótti að myndu hafa áhrif á

verkefnið til lengri og skemmri tíma litið var ákveðið að bjóða fyrirtækjum og stofnunum til stuttra kynningar á verkefninu í Reykjavík.

Haldnir voru fundir í fundarkynnum íslandsstofu í Reykjavík. Á kynnningarfundnum var stutt kynning

á verkefninu sem fylgir í viðauka.

Þeir sem tóku þátt í fundunum voru:

PéturG . Markan, Jón Páll Hreinsson,

Stof n u n/fy ri rtæ ki

Iðnaðarráðuneyti

Iðnaðarráðuneyti

Orkubú Vestfjarða

íslandsstofa

Þingmenn

Hver Titill

Ragnheiður Elín Árnadóttir Ráðherra

Ingvi Már Pálsson Skrifstofustjóri

Kristján Haraldsson Forstjóri

Þórður H. Hilmarsson Forstöðumaður, fjárfestingasvið

Elsa Lára Arnardóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir

Áður hafði Sveitarstjóri fundar sérstaklega með Einar K. Guðfinnssyni og Ásmundi Einari Daðasyni.

Page 16: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

Lokaorð og næstu skref

Sú skýrsla sem hér lýsir áformum um uppbyggingu á vinnslu kalkþörungs í Súðavík er ætlað að gefa yfirlit yfir verkefnið og gefa innsýn í þá þætti sem þarf til að verkefnið verði að veruleika.

Skýrslan er ekki tæmandi og enn eru óvissuþættir sem þarf að fjalla um sérstaklega og leggja ítarlegra mat á.

Helsta niðurstaða þessarar skýrslu er að m.v. núverandi aðstæður í Súðavík, þá þarf að fjárfesta í innviðum til að verksmiðjan geti risið. Það er álit skýrsluhöfundar að slík fjárfesting geti ekki verið á ábyrgð og kostnað íbúa Súðavíkurhrepps eða sveitarsjóðs. Til þarf að koma ívilnanir úr ríkissjóði til að

hægt sé að byggja upp þessa innviði og tryggja þannig framgang verkefnisins.

Tillögur um næstu skref í verkefninu:

• Óska eftir formlegri greiningu frá Orkubú Vestfjarða um kostnað vegna afhendingu rafmagns til verksmiðju.

• Kynna verkefnið fyrir viðeigandi ráðuneytum og ráðherrum og óska eftir því að vinna við fjármögnun hefjist.

• Hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps.

Hið endanlega markmið verkefnisstjórnar þessa verkefnis og annarra þátta sem hér eru tíundaðir fyrir ofan er svo að fjárfestar og íslensks stjórnvöld geri með sér samning um uppbyggingu iðnaðarsvæðis í Súðavík sem leiði til m.a. uppbyggingar og fjárfestingar í kalkþörungaverksmiðju í

Súðavík sem hefi starfsemi 2018.

Súðavík, 7.apríl 2015

Jón Páll Hreinsson, verkefnisstjóri hjá AtVest

Page 17: Efnisyfirlit · 2016. 5. 10. · 2014 2015 Móðurfélag íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. og Celtic Sea Minerals Ltd er Marigot Group sem er alþjóðlegur fjárfestir sem er

o

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

2021

2022

2023

2024

2025

2026

2027

2028

2029

2030

2031

2032

2033

2034

2035

2036

2037

2038

2039

2040

2041

2042

2043

2044

2045

2046

2047

O "

csQJTT

O 'c

mC nQ *QJ< — s7T

g>3

xO)cra

QJzzQ_