dreifibréf námsgagnastofnunar - apríl 2012

3
APRÍL 2012 www.nams.is DREIFIBRÉF NÁMSGAGNASTOFNUNAR SAGA Frelsi og velferð – Saga 20. aldar II Bókin Frelsi og velferð er framhald bókarinnar Styrjaldir og kreppa. Þessar bækur eru þýddar úr norsku og staðfærðar eftir föngum. Frelsi og velferð fjallar um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram á síðustu ár. Sögueyjan 3. hefti 1900–2010 Bók, hljóðbók og kennsluleiðbeiningar með verkefnum Sögu- eyjan 3. hefti 1900–2010 er þriðja og síðasta bókin í bóka- flokknum Sögueyjan sem Námsgagnastofnun gefur út. Megin- markmið bókarinnar er að varpa ljósi á íslenskt samfélag frá aldamótum 1900 til okkar tíma. Á www.nams.is eru kennslu- leiðbeiningar með verkefnum og hljóðbók. STÆRÐFRÆÐI Sproti 2b – Kennarabók Kennsluleiðbeiningar með Sprota 2b.(Ný útg. 2012)  Aftast eru nokkur verkefnablöð til ljósritunar. Efnisþættir í Sprota 2b eruTölur upp í 100 – samlagning, tími, tölur upp í 100 – frádráttur, samhverf form og myndir, að tvöfalda helminga, þrívíð form, flatarmál, sléttar tölur og oddatölur og reikningur. Geisli 2B – Grunnbók/vinnubók/lausnir (Ný útg. 2011) Geisli 2B – Grunnbók er í námsefnisflokki í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Þessi bók er hluti af kjarnanámsefni fyrir miðstig sem samanstendur af grunnbókunum Geisla 2A og 2B ásamt vinnubókum, þremur þemaheftum og verkefnamöppu. Áður var gefin út ein grunnbók. Lausnir við bækurnar eru á Stærðfræði á miðstigi – Veftorg á www.nams.is Stika 1b – Nemendabók, æfingahefti, kennarabók, verkefni og lausnir Stika er námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir miðstig grunn- skóla. Efnið er framhald af stærðfræðiflokknum Sproti sem er fyrir yngsta stig. Stika býður upp á sveigjanleika í stærð- fræðikennslunni með því að gefa kennurum möguleika á að nota mismunandi kennsluaðferðir. Efnisþættir í Stiku 1b eruMælingar, almenn brot, margföldun og deiling og mynstur Nemendabók Námsefnið er sett fram með það í huga að hægt sé að aðlaga kennsluna nemendum með mismikla getu. Með hverjum kafla eru próf og æfingasíður. Æfingahefti Efni æfingaheftisins er skipt eftir efnisþáttum í kafla og þeim er gróflega skipt í þrjú þyngdarstig. Kennarabók Efni kennarabókarinnar fylgir efnisþáttum nemendabókar. Aftast í bókinni eru verkefnablöð til ljósritunar. Verkefni Vekefni til útprentunar með bókinni Stika 1a og 1b er á vef í fjórum hlutum. Lausnir við bækurnar eru á vef. Verkefnin ásamt lausnum eru einnig á  Stika – Veftorg á www.nams.is NÁMSGAGNASTOFNUN 2012

Upload: ellen-eyjolfsdottir

Post on 16-Mar-2016

229 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Upplýsingar um nýtt efni

TRANSCRIPT

Page 1: Dreifibréf Námsgagnastofnunar - apríl 2012

APRÍL2012

www.nams.is DREIFIBRÉF NÁMSGAGNASTOFNUNAR

Nýtt efNi – 2012SagaFrelsi og velferð – Saga 20. aldar II

Bókin  Frelsi og velferð  er  framhald  bókarinnar  Styrjaldir og kreppa. Þessar bækur eru þýddar úr norsku og staðfærðar eftir föngum.  Frelsi  og  velferð  fjallar  um  tímann  frá  lokum  síðari heimsstyrjaldar fram á síðustu ár. 

Sögueyjan 3. hefti 1900–2010 Bók, hljóðbók og kennsluleiðbeiningar með verkefnum Sögu-eyjan 3. hefti 1900–2010  er  þriðja  og  síðasta  bókin  í  bóka-flokknum Sögueyjan sem Námsgagnastofnun gefur út. Megin-markmið bókarinnar er að varpa  ljósi á  íslenskt  samfélag  frá aldamótum 1900 til okkar tíma. Á www.nams.is eru kennslu-leiðbeiningar með verkefnum og hljóðbók.

Stærðfræði Sproti 2b – Kennarabók

Kennsluleiðbeiningar með Sprota 2b.(Ný útg. 2012)  Aftast eru nokkur verkefnablöð til ljósritunar. Efnisþættir í Sprota 2b eru: Tölur upp í 100 – samlagning, tími, tölur upp í 100 – frádráttur, samhverf form og myndir, að tvöfalda helminga, þrívíð form, flatarmál, sléttar tölur og oddatölur og reikningur. 

Geisli 2B – Grunnbók/vinnubók/lausnir (Ný útg. 2011)Geisli 2B – Grunnbók  er  í  námsefnisflokki  í  stærðfræði  fyrir miðstig grunnskóla. Þessi bók er hluti af kjarnanámsefni fyrir miðstig sem samanstendur af grunnbókunum Geisla 2A og 2B ásamt vinnubókum, þremur þemaheftum og verkefnamöppu. Áður  var  gefin  út  ein  grunnbók.  Lausnir  við  bækurnar  eru  á Stærðfræði á miðstigi – Veftorg á www.nams.is

Stika 1b – Nemendabók, æfingahefti, kennarabók, verkefni og lausnir

Stika  er  námsefnisflokkur  í  stærðfræði  fyrir  miðstig  grunn-skóla.  Efnið  er  framhald  af  stærðfræðiflokknum  Sproti  sem er  fyrir  yngsta  stig.  Stika  býður  upp  á  sveigjanleika  í  stærð-fræðikennslunni  með  því  að  gefa  kennurum  möguleika  á  að nota mismunandi kennsluaðferðir. Efnisþættir í Stiku 1b eru: Mælingar, almenn brot, margföldun og deiling og mynstur

NemendabókNámsefnið er sett fram með það í huga að hægt sé að aðlaga kennsluna nemendum með mismikla getu. Með hverjum kafla eru próf og æfingasíður.

ÆfingaheftiEfni æfingaheftisins er skipt eftir efnisþáttum í kafla og þeim er gróflega skipt í þrjú þyngdarstig. 

KennarabókEfni  kennarabókarinnar  fylgir  efnisþáttum  nemendabókar. Aftast í bókinni eru verkefnablöð til ljósritunar.

VerkefniVekefni  til  útprentunar  með  bókinni  Stika 1a  og  1b  er  á  vef í  fjórum  hlutum.  Lausnir  við  bækurnar  eru  á  vef.  Verkefnin ásamt lausnum eru einnig á  Stika – Veftorg á www.nams.is

NÁMSgagNaStOfNUN 2012

Page 2: Dreifibréf Námsgagnastofnunar - apríl 2012

www.nams.iswww.nams.is

ÍSleNSkaLestrarlandið – Vinnubók 1

Þessi bók er sú fyrri af tveimur vinnubókum með Lestrarland-inu  þar  sem  lögð  er  áhersla  á  að  þjálfa  meginþætti  lestrar-náms. Gert er ráð fyrir að vinnubækurnar séu notaðar samhliða lestrarbókinni.

Svaðilför í berjamó – HljóðbókHljóðbók  með  samnefndri  bók  úr  flokknum  Auðlesnar  sögu-bækur. Bókin er til niðurhlaðs á www.nams.is

Mér er í mun … Lesbók og kennsluleiðbeiningar og hljóðbók

Mér er í mun … er sýnisbók bókmennta. Stiklað er á stóru í ís-lenskri  bókmenntasögu,  dæmi  eru  tekin,  þjóðþekkt  skáld  eru kynnt  en  jafnframt  eru  verk  yngri  höfunda  skoðuð.  Bókin skiptist þannig að á eftir almennri umfjöllun um bókmenntir koma  bókmenntatextar  og  stiklur  um  höfunda  í  aldursröð. Kennsluleiðbeiningar og hljóðbók eru á www.nams.is. 

Beinagrindur – Kennsluleiðbeiningar/InnlagnirBeinagrindur – innlagnir  eru  kennsluleiðbeiningar    með  bók-inni Beinagrindur – Handbók um ritun.  Innlagnirnar eru settar upp  á  einfaldan  hátt  í  Power  Point  og  geta  kennarar  valið  í flestum köflum um tvær mismunandi tegundir ritunar.

NÁttúrUfræðiMaður og náttúra – Grunnbók og verkefni

Maður og náttúra  er  í  flokknum  Litróf Náttúrunnar  sem  er námsefni  í  náttúrufræði  fyrir  unglingastig.  Bókin  er  í  fimm köflum. Verkefni til útprentunar eru á www.nams.is.

Litróf náttúrunnar – Gagnvirk verkefniÁ þessum vef eru gagnvirkar krossaspurningar í náttúrufræði sem  eru  tengdar  bókaflokknum  Litróf náttúrunnar.  Efnið  er ætlað  sem  þjálfunarefni  fyrir  nemendur  með  það  að  mark-

miði  að auka  fjölbreytni  verkefna og einfalda nemendum að ná tökum á efnisþáttum bókanna. Nemendur geta fylgst með hve  mörgum  spurningum  þeir  ná  að  svara  rétt  hverju  sinni. Á  vefnum  eru  verkefni  með  bókunum,  Lífheimurinn, Manns-líkaminn og Maður og náttúra.

JarðfræðivefurinnJarðfræðivefurinn    er gagnvirkur vefur  fyrir miðstig og ung-lingastig. Nýtt efni er komið í kaflann um eldgos en í honum er  fjallað  um  hvað  veldur  eldgosum,  hvað  gerist  þegar  gýs, ólíkar gerðir eldstöðva, gosbelti á Íslandi og helstu eldstöðvar á landinu. Þar er jafnframt tímalína yfir helstu gos á Íslandi frá 1902 og þrjár fræðslumyndir. Þær fjalla um eldvirkni á Íslandi, um gosið í Heimaey þar sem má meðal annars sjá afleiðingar eldgosa og um Surtsey.

lÍfSleikNiStefnan sett! – Um náms- og starfsval

Mappa og vefur Mappan  er hugsuð  til  að nemendur geti  safnað  í hana  fjöl-breyttum  gögnum  sem  þeir  afla  sér  í  námi  sínu  í  náms-  og starfsfræðslu en ábendingar um hvernig nota má efnið er að finna  í  kennsluleiðbeiningum  sem  eru  á  samnefndum  vef. Á vefnum  má  einnig  finna  gagnvirka  áhugakönnun,  krækjur  í heimasíður ýmissa stofnana og framhaldsskóla o.fl.

Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fílNám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl  er handbók fyrir kennara sem byggist á hugmyndum jákvæðrar sálfræði. Í henni er meðal annars að finna hugmyndir um viðfangsefni í kennslustundum og ráðleggingar um hvernig má innleiða verk-efni sem aukið geta velfarnað nemenda. Í bókinni er mikið af hagnýtum og faglegum leiðbeiningum og tillögum um hvernig skipuleggja má kennslu í lífsleikni á skemmtilegan hátt.

Svaðilförí berjamó

VINNUBÓK

NÁMSgagNaStOfNUN 2012

Page 3: Dreifibréf Námsgagnastofnunar - apríl 2012

NÁMSgagNaStOfNUN 2011

liStgreiNarHagnýt Leiklist – Handbók kennara og fræðslumynd

Aðferðir leiklistar nýttar til námsHagnýt leiklist er handbók ætluð kennurum. Í bókinni ertu teknir saman tugir kennsluaðferða í leiklist og leiðbeiningar um beit-ingu þeirra. Í leiklist er unnið markvisst að því að efla ábyrgðar-kennd  nemenda,  frumkvæði,  sjálfstæði  og  umburðarlyndi  og að gefa þeim  tækifæri  til  að afla  sér þekkingar  sem ýtir undir frumlega  hugsun  og  sjálfstæð  vinnubrögð.    Fræðslumyndin sýnir þrjú heildstæð kennsluverkefni í leiklist, eitt fyrir hvert stig grunnskólans. Raðað er saman nokkrum kennsluaðferðum leik-listar  þannig  að  úr  verði  heildstætt  ferli.  Aðferðirnar  má  nýta með nánast hvaða námsefni sem er en hér er unnið með Ástar-sögu úr fjöllunum, Snorra sögu og Kjalnesinga sögu. 

tUNgUMÁlLyt og se – Vefur

Vefurinn Lyt og se er gagnvirkur vefur í dönsku fyrir unglingastig á www.nams.is. Vefurinn samanstendur af níu stuttum mynd-böndum og þeim fylgir fjöldi gagnvirkra verkefna. Hvert mynd-band  er  á  bilinu  þrjár  til  fimm  mínútur  að  lengd  og  hverjum þætti fylgja fjögur til fimm verkefni.

Spotlight 9 – Lesbók, vinnubók, kennsluleiðbeiningar og CDÍ  lesbókinni Spotlight 9 eru sex einingar eða kaflar. Þrír þeirra hefjast á  tveimur grunntextum og þar á eftir  fylgja  fjórir  val-textar,  Cool  reads.  Þrír  kaflar  fjalla  um  Kanada,  New  York  og Asíu.  Í vinnubókinni eru æfingar og verkefni með textum í les-bókinni og lagatextum. Æfingar merktar með stjörnu eru erfið-ari. Málfræðiæfingar eru aftast og tengjast ekki textunum í les-bókinni. Á geisladiskinum  eu  textar,  tónlist,  hlustunaræfingar og próf úr þeim. Í kennsluleiðbeiningunum með Spotlight 9 eru leiðbeiningar og ráð með hverri einingu, fjölföldunarsíður með æfingum, handrit að hlustunaræfingum, einingarpróf auk mál-fræðiprófa.

trúarbragðafræðiBókin um Tíslu – Bók og vefur

Um er að ræða námsbók í siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir,  tilfinningar  og  atvik  sem  upp  kunna  að  koma  hjá börnum  við  upphaf  skólagöngu  og  hvernig  má  takast  á  við breytingar á jákvæðan hátt. Á vefnum eru myndir og nótur með Tísluvísunni. Hægt að hlusta á hana sungna eða eingöngu með undirspili, einnig eru myndirnar úr bókinni með og án texta. 

TrúarbragðavefurinnTrúarbragðavefurinn kemur til móts við vaxandi fjölmenningu í samfélaginu með það markmið að draga úr fordómum og bæta samskipti manna á milli. Trúarbrögð eru mikilvægur þáttur í allri menningu og áríðandi að börn  jafnt sem fullorðnir  tileinki sér umburðarlyndi gagnvart gildum annarra. Á vefnum er að finna kynningu á fimm af áhrifamestu trúarbrögðum heims, gagnvirk verkefni, tenglasöfn og vefleiðangur. 

NÁMSgagNaStOfNUN 2012