brekkó dygðir 2010-11

32
2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR

Upload: kristinn-petursson

Post on 11-Mar-2016

220 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Vefrit um dygðir skólaársins í Brekkubæjarskóla: UMBURÐARLYNDI á haustönn og ÞAKKLÆTI á vorönn.

TRANSCRIPT

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR

2 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Kæri lesandi

Þetta skólaár höfum við hér í Brekkubæjarskóla verið að vinna

með dygðirnar umburðarlyndi og þakklæti í öllu okkar skóla-

starfi. Í upphafi haust- og vorannar eru haldnir þemadagar þar

sem allir nemendur skólans vinna ýmiskonar verkefni með

dygðina sem útgangspunkt.

UMBURÐARLYNDI er ein af grunndygðum samfélagsins. Án um-

burðalyndis verða óhjákvæmanlega margir árekstrar í lífinu. Við

þurfum að geta sýnt umburðarlyndi gagnvart ýmsum aðilum og

ýmsum aðstæðum:

Fjölskyldu okkar, foreldrum, systkinum og vinum

Skólafélögum, starfsfólki skólans, vinnufélögum

Í mjög mörgum aðstæðum í samfélaginu eins og í umferðinni og í

röðinni í búðinni

Öðrum menningarheimum

Ásamt ýmsu fleiru.

ÞAKKLÆTI er yndisleg dygð sem allir ættu að iðka á hverjum

degi. Þakklætið veitir gleði þeim sem finnur til þess og þeim sem

þiggur. Við þurfum að vera dugleg að þakka fyrir allt það góða

sem við höfum í lífinu. Svo sem:

Fjölskyldu og vini

Heilsuna

Að fá menntun

Að búa á friðsömu landi

... og svo margt margt fleira.

Í Brekkubæjarskóla er fjölbreyttur nemendahópur og sem betur fer

sjáum við á hverjum degi nemendur sýna hver öðrum mikið um-

burðarlyndi og mikið þakklæti.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 3

Telma og Bergdís, nemend

ur í 5. bekk, kynna

vinnu sína í lok þemadag

s 28. september.

4 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Haustið 2001 var tekin

upp skólastefna í Brekku-

bæjarskóla í lífsleikni sem

ber heitið „Góður og

fróður.“ Skólastefnan er

skýr framtíðarsýn í anda

lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að

ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og

starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans.

Það eru forsendur fyrir árangri í námi og starfi.

Kennslustundir í lífsleikni

Í hverjum árgangi eru kennslustundir samkvæmt viðmið-

unarstundaskrá þar sem leitast er við að uppfylla markmið

aðalnámskrár. Einnig eru unnar lífsleikniáætlanir í öllum

námsgreinum.

Dygð annarinnar

Markviss vinna með dygðir þvert á allar námsgreinar er hluti

af skólastefnunni. Á hverri önn gefur lífsleikniteymi skólans

tóninn og ákveður eina sameiginlega dygð sem allir árgangar

vinna með. Í byrjun hverrar annar er haldinn þemadagur sem

markar upphaf þeirrar vinnu. Þá er öll kennsla brotin upp og

unnin fjölbreytt verkefni í tengslum við dygðina. Foreldrar fá

upplýsingar á vefsíðu skólans um þá dygð sem í hávegum er

höfð hverju sinni.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 5

Morgunstundir

Fjórum sinnum á skólaárinu höldum við hátíðir tengdar dygð

annarinnar í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þessar hátíðir

köllum við Stórar morgunstundir. Þar er lögð áhersla á söng

og atriði frá nemendum. Veittar eru viðurkenningar fyrir já-

kvæða hegðun, framfarir í námi o.s.frv., rætt um dygð annar-

innar og málefni líðandi stundar. Litlar morgunstundir eru

einnig haldnar á hverju aldursstigi fyrir sig á sal skólans, einu

sinni á hvorri önn. Á litlum morgunstundum eru flutt atriði,

sungið og veittar viðurkenningar fyrir umgengni í stofum.

Foreldrasamstarf

Samstarf heimilis og skóla er gildur þáttur í skólastarfinu. Til

að efla þetta samstarf er foreldrum m.a. boðið á ýmsa við-

burði tengda lífsleiknistefnu skólans. Má þar nefna stóru

morgunstundirnar og s.k. dygðastundir sem haldnar eru í

hverjum árgangi og/eða bekkjardeild. Dygðastundirnar undir-

búa nemendur og umsjónarkennarar en einnig eru þær oft

skipulagðar í samstarfi við foreldrafulltrúa bekkjanna. Yfirleitt

er ein dygðastund á önn, þar sem dygð annarinnar er þema

stundarinnar.

Umbunarkerfi

Á vorönn 2008 var tekið í notkun umbunarkerfi sem við köllum

Sólarkerfi. Markmiðið með umbunarkerfinu er að bæta líðan

nemenda í skólanum. Við teljum að hægt sé að draga úr eða

koma í veg fyrir óæskilega hegðun með því að umbuna fyrir

jákvæða hegðun. Það gerum við m.a. með því að hvetja nem-

endur til að iðka þær dygðir sem skólinn leggur áherslu á með

lífsleiknistefnu sinni.

6 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 7

Sýnum í verki að við hugsum um aðra,

jafnt og okkur sjálf.

8 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Umburðarlyndi er að

vera fær um að sætta sig

við það sem maður vildi

að væri öðruvísi.

Umburðarlyndi gerir

okkur hæf til að umbera

aðstæður jafnvel þótt þær

séu óþægilegar.

Umburðarlyndi gerir okkur þolinmóð og sveigjanleg gagnvart því

sem okkur líkar ekki.

Hvað er

umburðar-

lyndi ?

Magnús Vagn leiðir pallborðsumræður strá

ka

í 4. bekk um dygðina umburðarlyndi.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 9

Með því að vera umburðarlynd ætlumst við ekki til að aðrir séu

eins og við. Við erum sanngjörn og skilningsrík gagnvart ólíkum

skoðunum og lifnaðarháttum annarra.

Þeir sem eru umburðarlyndir sætta sig við það í fari fólks sem

þeim er ekki að skapi.

Ef við eigum systkini sem gera oft eitthvað sem okkur mislíkar þá

lærum við að umbera framkomu þeirra vegna þeirrar væntumþykju

sem við berum til þeirra.

Umburðarleysi - sá er umburðarlaus sem ekki virðir skoðanir eða

hátterni annarra.

UMBURÐARLYNDI ER ...

10 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Er hægt að kenna umburðarlyndi?

Það læra börn sem þau búa við ...

Barn sem býr við hnjóð lærir að

fordæma.

Barn sem býr við hörku lærir fólsku.

Barn sem býr við aðhlátur lærir

einurðarleysi.

Barn sem býr við ásakanir lærir

sektarkennd.

Barn sem býr við mildi lærir þolgæði.

Barn sem býr við örvun lærir

sjálfstraust.

Barn sem býr við hrós lærir að

viðurkenna.

Barn sem býr við réttlæti lærir

sanngirni.

Barn sem býr við öryggi lærir kjark.

Barn sem býr við skilning lærir að

una sínu.

Barn sem býr við alúð og vináttu

lærir að elska

Höf. Ronald Russel

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 11

Þessir krakkar b

ökuðu ekki vandr

æði

á þemadegi haust

ið 2010, heldur

þetta fína umbur

ðarlyndisbrauð.

12 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Þeir sem EKKI iðka umburðarlyndi ... ... þola ekkert sem er á skjön við það sem þeir vilja eða vænta. Þeir gagnrýna, kvarta og dæma aðra fyrir að gera það sem er þeim ekki að skapi og jafnvel bara fyrir að vera öðruvísi. Þeir reyna að breyta öðrum og eiga erfitt með að fyrirgefa. Þeir eru lengst af vansælir og allir í návist þeirra verða það líka.

Þeir sem iðka umburðarlyndi ...

... hafa svigrúm til að vera og svigrúm til að vaxa.

Ef það er eitthvað sem þeim geðjast ekki að í fari annara

þá horfa þeir fram hjá því með góðvild og kærleika.

Þeir kunna að að skilja á milli þess sem er mikilvægt og

þess sem engu máli skiptir. Þeir kunna að fyrirgefa og

geta bæði verið sammála og ósammála öðrum en kunna

að virða skoðanir þeirra.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 13

Þeir sem EKKI iðka umburðarlyndi ... ... þola ekkert sem er á skjön við það sem þeir vilja eða vænta. Þeir gagnrýna, kvarta og dæma aðra fyrir að gera það sem er þeim ekki að skapi og jafnvel bara fyrir að vera öðruvísi. Þeir reyna að breyta öðrum og eiga erfitt með að fyrirgefa. Þeir eru lengst af vansælir og allir í návist þeirra verða það líka.

Þeir sem iðka umburðarlyndi ...

... hafa svigrúm til að vera og svigrúm til að vaxa.

Ef það er eitthvað sem þeim geðjast ekki að í fari annara

þá horfa þeir fram hjá því með góðvild og kærleika.

Þeir kunna að að skilja á milli þess sem er mikilvægt og

þess sem engu máli skiptir. Þeir kunna að fyrirgefa og

geta bæði verið sammála og ósammála öðrum en kunna

að virða skoðanir þeirra.

14 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

50 ÁRA KONA (1) Þolinm

æði.

(2) Já þegar ég keyr

i til

Reykjavíkur þá verð

ég að

vera umburðalynd í

umferðinni.

Eitt af verkefnum á þe

madegi

28. september var að n

emendur í

5., 6. og 7. bekk geng

u um bæinn

í litlum hópum og tóku

bæjarbúa

tali og lögðu fyrir þá

tvær

spurningar.

(1) Hvað dettur þér í hug

þegar

þú heyrir orðið umburð

arlyndi?

(2) Getur þú nefnt dæmi

um

umburðarlyndi sem þér

hefur verið

sýnt eða þú sýnt öðrum

?

BÆJARBÚAR TEKNIR

TALI

71 ÁRS KARL (1) Taka tillit

til skoðana annarra.

(2) Að reiðast ekki þótt mér

finnist einhver hafa haft rangt

við gagnvart mér.

37 ÁRA KARL (1) Að hafa ekki fordóma gagnvart öðru fólki. (2) Að vera giftur í 13 ár.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 15

50 ÁRA KONA (1) Þolinm

æði.

(2) Já þegar ég keyr

i til

Reykjavíkur þá verð

ég að

vera umburðalynd í

umferðinni.

50 ÁRA KONA (1) Þegar öllum er leyft að vera eins og þeir eru. (2) Þegar maður lætur ekki annað fólk fara í pirrurnar á þér.

38 ÁRA KONA (1) Að virða skoðanir annarra.

(2) Þegar krakkarnir í skólanum láta ílla þarf ég að sýna umburðarlyndi.

37 ÁRA KARL (1) Að hafa ekki fordóma gagnvart öðru fólki. (2) Að vera giftur í 13 ár.

32 ÁRA KARL

(1) Vera umburðalyndur

gagnvart nágrönnum sínum.

(2) Þolinmæði t.d í

kassaröðinni í búðinni þegar

mikið er að gera.

16 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Íþróttadagar voru haldnir á mið- og

unglingastigi í byrjun febrúar. Ár-

gangar stiganna kepptu sín á milli í

hinum ýmsu íþróttum og var vel tekið

á því. En áhorfendur voru ekki síður

skrautlegir ...

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 17

18 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Vinna unglingadeildar

á þemadegi

Verkefni unglingadeildar á þemadaginn

voru margvísleg. Þau fóru meðal annars í

útileiki sem breyttust reyndar í innileiki því

það hentaði betur vegna veðurs. Leikirnir

fóru fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu

undir dyggri stjórn Siggu leikfimikennara

og skemmtu krakkarnir sér alveg ljómandi

vel og voru alveg til fyrirmyndar. Þau

þurftu að sýna hvort öðru mikið um-

burðarlyndi í sumum leikjunum.

Einnig var boðið upp á að gera könnun á meðal fólks úti í bæ

um það hvernig þau líta á umburðarlyndi. Krakkarnir fóru á

marga staði og spurðu fólk: „Hvað er umburðarlyndi?“. Svörin

voru að sjálfsögðu jafn ólík eins og fólkið var margt. Síðan var

útbúinn stórglæsilegur bæklingur með viðtölunum sem hægt

er að skoða á heimasíðunni okkar.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 19

Nokkrir krakkar völdu sér að búa til teikni-

myndaseríu sem tengdist dygðinni. Út úr

þessari vinnu skiluðu sér margar frábærar

teiknimyndasögur sem hengdar voru upp á

unglingaganginum fyrir gesti og gangandi.

Einn hópurinn fór síðan í að taka ljósmyndir af einhverju sem þeim fannst tengjast umburðarlyndi. Síðan prentuðu þau myndirnar út settu á plakat og jafnvel skrifuðu smá texta við.

Og síðast en ekki síst þá fór nokkuð stór hópur krakka í það verkefni að búa til orðið „Umburðarlyndi“ úr einangrunarplasti og líka

pappír sem þau skreyttu á mjög líflegan hátt og hengdu síðan upp yfir öllum inngöngum skólans.

Þemadagurinn tókst í alla staði mjög vel. Krakkarnir unnu frábæra vinnu og voru jákvæð og glöð og kennararnir voru ekki síður glaðir með krakkana.

20 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Þemadagur

á miðstigi

Miðstiginu var skipt í sex blandaða

hópa. Hópar 1 og 2 fóru út í bæ og

spurðu fólk hvað því dytti í

hug þegar

það heyrði orðið umburðarlyn

di. Síðan

fóru þeir upp í skóla og ger

ðu skýja-

myndir með svörunum sem fóru

að lokum

upp á vegg.

Hópar 3 og 4 gerðu sambæril

egt verk-

efni nema hvað þeir gerðu teikningar

sem að tengdust svörunum og

hengdu þær

upp á vegg.

Hópar 5 og 6 unnu með umburðarlyndi

gagnvart ólíkum trúarbrögðum. Unnið

var með sögur úr sex trúarbr

ögðum það

er kristni, íslam, búddhatrú

, hindúa-

trú, ásatrú og gyðingdóm. Ge

rðar voru

klippimyndir út frá sögunum o

g þær svo

settar upp á vegg.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 21

Þemadagur hjá 1. og 2. bekk

Við unnum með söngtextann í laginu Við getum gert úr Bugsy Malone. Við lásum textann fyrst fyrir krakkana og spáðum og spekuleruðum með þeim í textanum: hvað segir textinn okkur?, hvernig eigum við að koma fram við aðra?, o.s.frv. Eftir það var krökkunum skipt í hópa og hver hópur fékk eitt erindi til að vinna nánar með. Þau unnu saman tvö og tvö innan hópanna (einn 1. bekkingur og einn 2. bekkingur), völdu sér textabút úr sínu erindi og teiknuðu saman mynd sem passaði við. Þau skrifuðu svo textabútinn á litla miða og límdu inn á myndina.

Í lokin skoðuðum við svo aftur söng-textann og tókum út úr honum öll já-kvæð orð og söfnuðum þeim í orðapoka á vegginn hjá okkur. Þetta gekk mjög vel - allir jákvæðir og duglegir!

22 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

ÞAKKLÆTI

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 23

Dygð vorannar 2011 er þakklæti. Á þemadegi 7. janúar var unnið með dygðina á margvíslegan hátt sem sést vel hér á næstu síðum ...

24 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Börnin í 2. bekk unnu ritunar-

verkefni út frá orðaglímuverkefni

- hér eru nokkur sýnishorn

Ég er þakklátur þórgun sem kjenara og firir skólan og vini og

tilitsemi og að læra.

Helgi Rúnar

Ég er þaklát firir ísland

og kenara eins og

þórgunnu og krakkana

og lífið fjölskilduna sem

sínir mikið tilitsemi og

ærnar.

Sólbjört Lilja

Íeg er þakklátur virir

Friðberd og Alexander.

Kjartan Smári

Ég er þakklát firir að

eiga vini. Go Þórgui

sem kenara go litla

sistur sem heitir Valdís

sem er 1 árs og að

tilitsemi sé til og að

sólin er stór eins og

kluka. - Aníta Rós

Föndrað í 2. bekk á þemadegi.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 25

Ég er þakklátur fyrir skólann Skotti er kisan mín hann er góður.

Andri Bergsteinn

Ég er þakklát firir vini og kenara. Mér finst got að allir sína tilitsemi.

Ég er þakklát firir mig og kærleika.

Andrea Ósk

Ég er ðaklátur firir mömmu og pabba.

Magnús Máni

Ég er þakklát firir að eiga heima á Íslandi og þar eiga alir vinir

mínir heima. Ég er þakklát firir trén á Íslandi og blóm.

Guðrún Karitas

Ég er þakklátur firi leiktæki og krakana.

Georg Bergmann

Ég er þaklát firir Þórguni sem kenara og vini. Ég er þaklát firir

matin í skólanum og æti. Ég er þakklát firir að traust sé til. Sólin er

Stór einsvog klukka.

Arnheiður Anna

Ég er þákklát/ur fyrir að leika mér.

Guðjón Ágúst

Ég heiti Salka og ég á mjög góðan kenara sem heitir þórgunur og

hún er mjög góð í að láa okur læra. Og ég á ætt og í heni á ég vini.

Og við förum oftt í kapp og við eigum trú.

Salka

26 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Takk

- texti við lagið Takk

eftir Hafdís Huld Þrastardóttur

og Alisdair Wright

Takk fyrir mömmu

Og takk fyrir pabba minn,

Takk fyrir trúna

Og kærleikann þinn.

Takk fyrir þetta allt,

Já takk fyrir lífið

Sem gefur svo margt.

Takk fyrir róló

Og takk fyrir krakkana,

Takk fyrir alla

Sem passa upp á mig.

Takk fyrir brauðið

Og takk fyrir ostinn,

Já, takk fyrir mjólkina

Takk fyrir mig.

Takk fyrir þetta allt,

Já takk fyrir lífið

Sem gefur svo margt.

Takk fyrir fuglana,

Takk fyrir fiskana,

Takk fyrir kisu

Sem leikur við mig.

Takk fyrir þetta allt,

Já takk fyrir lífið

Sem gefur svo margt.

Takk fyrir þetta allt,

Já takk fyrir lífið

Sem gefur svo margt.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 27

Stákarnir í Brekkó höfðu fulla ástæðu til að vera þakklátir á bóndadaginn, því þá bökuðu stelpurnar fyrir þá og gerðu þeim bóndakórónur.

28 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

Þakklætiskassinn Nemendur í 3. og 4. bekk skrifuðu

niður á blað það sem þau eru

þakklát fyrir og söfnuðu því saman

í þakklætiskassann. Hér koma

sýnishorn af nokkrum miðum.

Ég þaka kærlega firir að eiga

rosalega góðan skólastjóra

Ég þakka fyrir að eiga vini,

ég er þakklátur fyrir að eiga

skóla. Ég þakka fyrir að vera

til.

Ég er þakklátur fyrir allt.

Ég er þakklát fyrir að eiga

góða foreldra.

Ég þaka firir að vera

heilbrigð.

Ég er þakklátur að eiga nóg

af mat.

Ég er þakkátur fyrir að það

er ekki stríð á íslandi.

Ég er þakklát fyrir að vera í

skóla og geta reiknað og

lært.

Ég er

þakklát fyrir hollan mat,

fyrir hreint vatn, fyrir föt.

Ég er þakklát fyrir að lifa.

Ég er Þakklát fyrir mömmu.

Ég er þakklát fyrir pabba.

Ég er þakklátur fyrir að vera

ekki fatlaður.

Ég er þakklátur firir að eiga

afa.

Ég er þakklátur fyrir

heyrnartækið og vatnið í

landinu.

Ég er þakklátur fyrir

hæfileikana mína.

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 29

þakklæti

tala

kennara

kærleikur

Ísland

læra

tré

vini

Krossglímuverkefni

úr 2. bekk þar sem unnið er

með orðið þakklæti. Orðin í

krossglímunni eru orð sem

lýsa því hvað nemendur eru

þakklát fyrir. Krossglímur eru

hluti af þróunnarverkefninu

Orð af orði.

30 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011

2010 - 2011 BREKKÓDYGÐIR 31

32 BREKKÓDYGÐIR 2010 - 2011