þekking mars 2013

8
Þ ekking á upphaf sitt að rekja til Kaupfélags Eyfirðinga, gamla KEA stórveldisins. „Þekking er stofnuð rétt fyrir aldamótin. Á þeim tíma voru að eiga sér stað miklar breytingar hjá KEA. Verið var að búta félagið niður og deildir voru klipptar út. Ég byrjaði að vinna hjá KEA 1988 og þá sem forritari. Á þeim tíma sem breytingarnar áttu sér stað var ég deildarstjóri tölvudeildar. Tölvudeildinni var kippt út og úr varð félagið Þekking og ég fylgdi auðvitað með,“ segir Stefán í léttum tón. Stefán segir félagið hafa fengið í vöggugjöf viðskiptasamninga sem urðu til út úr KEA. „Þessi viðskiptasambönd hafa mörg hver haldist allan þennan tíma. Þrátt fyrir breytingar á eignarhaldi, sameiningar félaga og svo framvegis. Það voru tíu starfsmenn sem komu frá KEA í þetta félag en í dag erum við um sextíu. Árið 2001 sameinuðust við svo félagi sem hét Tristan sem var með starfsemi í Hlíðasmára í Kópavoginum. Upp frá því fengum við nokkuð góða fótfestu hér á suðvesturhorninu,“ segir hann um þróun fyrirtækisins. Tvær öflugar starfstöðvar Höfuðstöðvar Þekkingar eru fyrir norðan á Akureyri og þar starfa um tuttugu og fimm manns. Á Höfuðborgarsvæðinu eru þeir nokkuð fleiri. „Við erum því með tvær öflugar starfsstöðvar. Við skilgreinum okkur sem þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Við rekum tölvuþjónustu, hýsingu og bjóðum fyrirtækjum upp á að koma með búnaðinn sinn inn í öruggt umhverfi hjá okkur. Við erum með glæsilegan hýsingarsal hér í Kópavogi og góða aðstöðu á Akureyri. Þessir tveir salir eru svo samtengdir með ljósleiðara til að auka öryggið,“ segir Stefán um fyrirtækið og starfsemina. „Eitt stærsta atriðið í okkar þjónustu er þessi rekstrarþjónusta. Við sjáum um að reka kerfi og veita þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þetta er allt frá því að við störfum sem tölvudeild fyrirtækja upp í að við vinnum með tölvudeildum og veitum þeim sérhæfða aðstoð eða þjónustu,“ segir Stefán. Vel búinn hýsingarsalur Stefán segir það hafa breytt miklu fyrir fyrirtækið að flytja í Urðarhvarf. Starfsemin í Hlíðasmáranum var sprungin og þar var ekki pláss fyrir fleiri viðskiptavini. Í Urðarhvarfinu er glæsilegur hýsingarsalur og er það skref upp á við fyrir fyrirtækið að hafa hann. „Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hvað hýsingarsalur er og hversu mikilvægt er að geyma tölvugögnin sín á slíkum stað. Tölvubúnaður er þess eðlis að það er ekki heppilegt að geyma hann í venjulegu skrifstofurými. Hann er viðkvæmur fyrir ýmis konar utan að komandi þáttum. Eitt er ytra öryggi, þú vilt ekki að einhver geti labbað inn og tekið búnaðinn þinn, eða komist í disk úr búnaðinum og komist þannig yfir gögnin þín. Ytra öryggi er því mjög mikilvægt. Hýsingarsalurinn okkar hefur aðgangskerfi, vöktun og ýmis eſtirlitskerfi. Við erum til dæmis með myndavélakerfi sem greinir hreyfingu. Svo þarf líka að hugsa út í umhverfisöryggið, að hita og rakastigið sé rétt sem og brunavarnir. Rafmagnsmálin eru líka mjög mikilvæg. Fólk gleymir stundum að huga að þeim. Við erum með stóra dísel rafstöð sem tekur við ef eitthvað ólag kemur á rafmagnið, t.d. flökt eða útsláttur. Okkar viðskiptavinir verða ekki fyrir truflun komi það upp á. Við erum líka með margfaldar tengingar þarna inn og má meðal annars nefna órar ljósleiðaratengingar. Það má því ýmislegt klikka áður en það bitnar á þjónustunni,“ segir hann. Stefán segir að þegar þetta allt kemur saman þá kosti það sitt. Þetta er svo sérhæſt rými. „Þegar fyrirtæki eru að velta fyrir sér hvað skal gera við tölvubúnaðinn, hvort þau eigi sjálf að byggja hýsingarsal eða geyma þetta hjá sérhæfðum aðila er niðurstaðan oſtast sú síðar nefnda.“ Persónuleg og góð þjónusta Eins og Stefán hefur nefnt breytti það miklu fyrir Þekkingu að flytja í húsnæðið við Urðarhvarf. Húsnæðið er stærra og betra og hýsingarsalurinn stór og góður. „Við sjáum og finnum að viðskiptalífið er að taka við sér aſtur. Það er að koma inn meira af nýjum verkefnum og viðskiptavinirnir eru farnir að huga að endurnýjun á búnaði. Það er eitthvað sem var mikið í frosti vegna efnahagsmála. Það skiptir auðvitað máli fyrir fyrirtæki eins og Þekkingu,“ segir hann. Stefán segir Þekkingu leggja fyrst og fremst upp með að veita viðskiptavinum sínum persónulega og góða þjónustu. „Við viljum að viðskiptavinurinn upplifi og finni fyrir því að hann skiptir máli. Við teljum okkur hafa þá sérstöðu enn í dag þrátt fyrir að viðskiptavinum hafi ölgað og við stækkað,“ segir Stefán að lokum. FRÉTTABRÉF MARS 2013 „VIÐ ERUM LÍKA MEÐ MARGFALDAR TENGINGAR ÞARNA INN OG MÁ MEÐAL ANNARS NEFNA FJÓRAR LJÓSLEIÐARATENGINGAR. ÞAÐ MÁ ÞVÍ ÝMISLEGT KLIKKA ÁÐUR EN ÞAÐ BITNAR Á ÞJÓNUSTUNNI,“ STÆRRI OG BETRI Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, hefur unnið hjá fyrirtækinu frá stofnun þess árið 1999. Hann segir fyrirtækið hafa vaxið og dafnað í gegnum árin og með tilkomu nýja húsnæðisins að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi eru þeim flestir vegir færir. HÝSINGARSALUR

Upload: birtingur

Post on 19-Mar-2016

218 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Frettabref þekkingar

TRANSCRIPT

Þekking á upphaf sitt að rekja til Kaupfélags Eyfirðinga, gamla KEA stórveldisins. „Þekking er stofnuð

rétt fyrir aldamótin. Á þeim tíma voru að eiga sér stað miklar breytingar hjá KEA. Verið var að búta félagið niður og deildir voru klipptar út. Ég byrjaði að vinna hjá KEA 1988 og þá sem forritari. Á þeim tíma sem breytingarnar áttu sér stað var ég deildarstjóri tölvudeildar. Tölvudeildinni var kippt út og úr varð félagið Þekking og ég fylgdi auðvitað með,“ segir Stefán í léttum tón.

Stefán segir félagið hafa fengið í vöggugjöf viðskiptasamninga sem urðu til út úr KEA. „Þessi viðskiptasambönd hafa mörg hver haldist allan þennan tíma. Þrátt fyrir breytingar á eignarhaldi, sameiningar félaga og svo framvegis. Það voru tíu starfsmenn sem komu frá KEA í þetta félag en í dag erum við um sextíu. Árið 2001 sameinuðust við svo félagi sem hét Tristan sem var með starfsemi í Hlíðasmára í Kópavoginum. Upp frá því fengum við nokkuð góða fótfestu hér á suðvesturhorninu,“ segir hann um þróun fyrirtækisins.

Tvær öflugar starfstöðvarHöfuðstöðvar Þekkingar eru fyrir norðan á Akureyri og þar starfa um tuttugu og fimm manns. Á Höfuðborgarsvæðinu eru þeir nokkuð fleiri. „Við erum því með tvær öflugar starfsstöðvar. Við skilgreinum okkur sem þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Við rekum tölvuþjónustu, hýsingu og bjóðum fyrirtækjum upp á að koma með búnaðinn sinn inn í öruggt umhverfi hjá okkur. Við erum með glæsilegan hýsingarsal hér í Kópavogi og góða aðstöðu á Akureyri. Þessir tveir salir eru svo samtengdir með ljósleiðara til að auka öryggið,“ segir Stefán um fyrirtækið og starfsemina.

„Eitt stærsta atriðið í okkar þjónustu er þessi rekstrarþjónusta. Við sjáum um að reka kerfi og veita þjónustu fyrir fyrirtæki

og stofnanir. Þetta er allt frá því að við störfum sem tölvudeild fyrirtækja upp í að við vinnum með tölvudeildum og veitum þeim sérhæfða aðstoð eða þjónustu,“ segir Stefán.

Vel búinn hýsingarsalurStefán segir það hafa breytt miklu fyrir fyrirtækið að flytja í Urðarhvarf. Starfsemin í Hlíðasmáranum var sprungin og þar var ekki pláss fyrir fleiri viðskiptavini. Í Urðarhvarfinu er glæsilegur hýsingarsalur og er það skref upp á við fyrir fyrirtækið að hafa hann. „Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hvað hýsingarsalur er og hversu mikilvægt er að geyma tölvugögnin sín á slíkum stað. Tölvubúnaður er þess eðlis að það er ekki heppilegt að geyma hann í venjulegu skrifstofurými. Hann er viðkvæmur fyrir ýmis konar utan að komandi þáttum. Eitt er ytra öryggi, þú vilt ekki að einhver geti labbað inn og tekið búnaðinn þinn, eða komist í disk úr búnaðinum og komist þannig yfir gögnin þín. Ytra öryggi er því mjög mikilvægt. Hýsingarsalurinn okkar hefur aðgangskerfi, vöktun og ýmis eftirlitskerfi. Við erum til dæmis með myndavélakerfi sem greinir hreyfingu. Svo þarf líka að hugsa út í umhverfisöryggið, að hita og rakastigið sé rétt sem og brunavarnir. Rafmagnsmálin eru líka mjög mikilvæg. Fólk gleymir stundum að huga að þeim. Við erum með stóra dísel rafstöð sem tekur við ef eitthvað ólag kemur á rafmagnið, t.d. flökt eða útsláttur. Okkar viðskiptavinir verða ekki fyrir truflun komi það upp á. Við erum líka með margfaldar tengingar þarna inn og má meðal annars

nefna fjórar ljósleiðaratengingar. Það má því ýmislegt klikka áður en það bitnar á þjónustunni,“ segir hann.

Stefán segir að þegar þetta allt kemur saman þá kosti það sitt. Þetta er svo sérhæft rými. „Þegar fyrirtæki eru að velta fyrir sér hvað skal gera við tölvubúnaðinn, hvort þau eigi sjálf að byggja hýsingarsal eða geyma þetta hjá sérhæfðum aðila er niðurstaðan oftast sú síðar nefnda.“

Persónuleg og góð þjónustaEins og Stefán hefur nefnt breytti það miklu fyrir Þekkingu að flytja í húsnæðið við Urðarhvarf. Húsnæðið er stærra og betra og hýsingarsalurinn stór og góður. „Við sjáum og finnum að viðskiptalífið er að taka við sér aftur. Það er að koma inn meira af nýjum verkefnum og viðskiptavinirnir eru farnir að huga að endurnýjun á búnaði. Það er eitthvað sem var mikið í frosti vegna efnahagsmála. Það skiptir auðvitað máli fyrir fyrirtæki eins og Þekkingu,“ segir hann.

Stefán segir Þekkingu leggja fyrst og fremst upp með að veita viðskiptavinum sínum persónulega og góða þjónustu. „Við viljum að viðskiptavinurinn upplifi og finni fyrir því að hann skiptir máli. Við teljum okkur hafa þá sérstöðu enn í dag þrátt fyrir að viðskiptavinum hafi fjölgað og við stækkað,“ segir Stefán að lokum.

fréttabréf mars 2013

„Við erum líka með margfaldar tengingar þarna inn og má meðal annars nefna fjórar ljósleiðaratengingar. það má þVí ýmislegt klikka áður en það bitnar á þjónustunni,“

STærri og beTri

Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, hefur unnið hjá fyrirtækinu frá stofnun þess árið 1999. Hann segir fyrirtækið hafa vaxið og dafnað í gegnum árin og með tilkomu nýja húsnæðisins að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi eru þeim flestir vegir færir.

hýSingarSalur

Skrifstofur Þekkingar eru á 8. og 9. hæð í byggingunni en hýsingarsalurinn, sem gríðarlega fullkominn og vel búinn, er í kjallara byggingarinnar sem sparar

fyrirtækinu þó nokkra fjármuni þegar kemur að orkunotkun vegna kælingar vélbúnaðarins.Segja má að útsýnið frá skrifstofu Þekkingar

af 9. hæð sé 360° en þaðan má sjá til fjölda sveitarfélaga, t.d. Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar, Snæfellsness, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Álftaness.

VíðSýni hjá ÞekkinguNý og glæsileg húsakynni Þekkingar eru að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi.

nýir STarfSmenn hjá ÞekkinguÞekking hefur bætt nýju fólki við góðan hóp starfsmanna.

björn Þór SigurðSSon er nýr starfsmaður á rekstrarsviði þekkingar. björn er sérfræðingur í almennri tækniþjónustu til fyrirtækja og iP-símstöðvalausnum þekkingar og hefur unnið í tölvugeiranum frá árinu 2001.

guðmundur alberT harðarSon er nýr starfsmaður á sölu- og markaðssviði þekkingar. guðmundur annast viðskiptastýringu hjá þekkingu en hann hefur meira en 5 ára reynslu af stjórnun, bæði hjá íslenskri erfðagreiningu, nimblegen systems inc. og hjá kosmos & kaos.

rúnar júlíuSSon hefur hafið störf hjá þekkingu sem verkefnastjóri. rúnar mun koma að stjórnun stærri verkefna hjá þekkingu. rúnar er tölvunarfræðingur að mennt og er að ljúka msc prófi við Hr. Hann hefur langa reynslu af störfum í tölvubransanum og hefur m.a. unnið hjá tm software, kPmg og landsbanka íslands.

OLAP-teningar úr Microsoft BI bjóða margvíða greiningu gagna sem gerir notendum kleift að

fá innsýn í gögn á hraðan og skilvirkan hátt. Á grundvelli teninganna má útbúa skýrslur og sýnir sem draga betur fram kjarnaupplýsingar úr rekstrinum. Microsoft BI er mjög skilvirkt og einfalt í notkun og með litlum tilkostnaði er hægt að koma sér upp umhverfi sem nýtist til að bæta rekstur fyrirtækja og auka framlegð,“ segir Finnur.

„Hægt er að taka gögn úr ólíkum kerfum og keyra saman í eina heild sem varpar ljósi á margar hliðar á einum stað. Þannig getur notandi með einni lausn, stillt upp fjölmörgum skýrslum og þarf því ekki að kaupa sérstaklega nýja uppstillingu á sömu upplýsingum eins og oftast er raunin í viðskiptakerfum. Notkun er tiltölulega einföld og nýtist Microsoft Excel gríðarlega vel í greiningarvinnu með Pivot-vinnslu.“

dæmi um upplýsingar sem má draga fram með microsoft bi

„Flestir viðskiptavinir okkar nota viðskiptagreind frá Þekkingu daglega,“ segir Finnur og bendir á eftirfarandi dæmi yfir það sem helst er skoðað:

» Hvaða vörur hreyfast mest/ minnst? » Verkskráning starfsmanna, tímafjöldi og tekjur verkefna» Frammistaða einstakra starfsstöðva eða eininga » Aldurssamsetning birgða » Hver er vörusalan og vöruframlegð á vöruflokki/vöru? » Afsláttarkjör

Nánari upplýsingar um Microsoft BI hjá Þekkingu veitir sölusvið Þekkingar, [email protected]

olaP-kerfiðgreining ViðSkiPTauPPlýSinga hjálPar Til Við ákVarðanaTöku í rekSTri

Þekking hefur til margra ára veitt fyrirtækjum þjónustu við hönnun og smíði á sérsniðnum viðskiptagreindartólum. Þekking notast við Microsoft BI viðskiptagreindarumhverfi en lausnin er sérhönnuð fyrir söfnun, samhæfingu og úrvinnslu gagna. Gögnum sem er síðan miðlað til notenda í formi verðmætra upplýsinga sem síðan er hægt að nota við alla ákvarðanatöku í rekstrinum. Við tókum hús á Finni Jóhannessyni, helsta sérfræðingi Þekkingar á þessu sviði, og báðum hann að segja okkur aðeins frá lausninni.

myndræn framsetning gagna með microsoft bi: stöPlarit sýnir söluVerðmæti og framlegð eftir mánuðum, bæði í krónum og Prósentum.

einfalt kökurit sýnir Hlutfall sölu eftir landsHlutum.

Hver voru tildrög þess að WOW air ákvað að fara í Office 365 lausnina?

„Þegar hugmyndir voru ræddar um Exchange hjá okkur, hjá hýsingaraðila og svo hjá Microsoft í Office365 lá beint við að fara í nútímalega lausn sem þar að auki kostar minna en hýsing hjá rekstraraðila. Við erum flugfélag og viljum einbeita okkur að því að gera allt sem best, tölvupósts- og skrifstofuumhverfi á að vera eitthvað sem lítið eða ekkert þarf að hugsa um. Office365 varð fyrir valinu vegna þess að prófanir komu vel út, kostnaðarútreikningar einnig og við ákváðum að treysta Þekkingu fyrir uppsetningunni af því við vissum að Þekking myndi bjóða fleiri aðilum þessa lausn og þannig öðlast góða þekkingu á henni,“ segir Jón Árni.

 Hvernig gekk innleiðingin á Office365 og þá um leið, samstarfið við Þekkingu?

„Innleiðingin gekk mjög vel fyrir sig enda ákváðum við í samvinnu við Þekkingu

að fara í gegnum PILOT-áfanga þar sem lítill hópur innan WOW air notaði kerfið í þrjár vikur áður en innleiðingin fór fram í öllu fyrirtækinu. Hópurinn tók saman ýmis atriði sem betur máttu fara og voru lagfærð og undirbúin fyrir innleiðinguna sjálfa. Innleiðingin sjálf tók u.þ.b. tvo daga og svo tók um viku að hreinsa til. Það var meðvituð ákvörðun WOW air að eyða ekki meiri tíma í undirbúninginn en með meiri tíma í undirbúning hefði líklega mátt stytta innleiðinguna og þá sérstaklega tiltektartímann en þetta gekk mjög vel.“

Jón Árni segir helsta ávinninginn fyrir WOW air af innleiðingu og notkun á Office365 vera þann að ekki þurfi lengur að spá í eða hafa áhyggjur af tölvuumhverfinu. Hægt sé að nota kerfið hvar sem er í heiminum með nettengingu án þess að til þurfi sérstaka VPN-tengingu, „Umhverfið einfaldlega virkar eins og til er ætlast og auglýst er.“

Hvernig hefur þjónusta Þekkingar reynst í kjölfarið á innleiðingu Office365?

„Þjónusta Þekkingar hefur virkað mjög vel bæði á meðan á undirbúningi stóð sem og eftir innleiðingu. WOW air nýtur einnig sérstaklega góðs af því að vera með starfsmann frá Þekkingu í viðveru þrjá hálfa daga í viku til þess að kippa í liðinn þeim málum sem upp koma og til þess að setja upp og viðhalda búnaði. Sá þáttur í rekstrinum hefur reynst okkur mjög vel. Heilt yfir var það góð ákvörðun að skipta yfir í Office365 og Þekking stóð sig vel í innleiðingunni,“ segir Jón Árni að lokum.

office365:„TölVuPóSTS- og SkrifSTofuumhVerfi á að Vera eiTThVað Sem líTið eða ekkerT Þarf að hugSa um“

Flugfélagið WOW air hefur stækkað ört frá upphafi og starfssemin sprengdi fljótt utan af sér gamla póstkerfið. Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Þekkingar og WOW air og Office 365 lausnin innleidd hjá fyrirtækinu. Jón Árni Bragason, yfirmaður tölvumála WOW air, segist ánægður með hvernig til tókst.

Hér má sjá outlook webclient og lync samskiPtaforritið fyrir office365 umHVerfið.

f.V. jón árni bragason, framkVæmdastjóri uPPlýsingatækni-sViðs wow air, auðunn stefánsson, sölu- og markaðsstjóri þekkingar, róbert leifsson, kerfisstjóri Hjá wow air og sVerrir daVíðsson og birgir kjartansson, sérfræðingar Hjá þekkingu.

Boðleiðir virðast skýrar því að verkbeiðnir þvælast ekki á milli aðila áður en úrlausn fæst. Öllum

verkbeiðnum er svarað skjótt, úrlausn fengin og eftirfylgni með því hvort væntingar viðskiptavina séu uppfylltar,“ segir Hulda um þjónustu Þekkingar.

Þekking er í raun tölvudeild Viðlagatryggingar Íslands og rekur fyrir stofnunina litla tölvudeild sem annast hýsingu allra helstu kerfa, tölvupóst, skjalakerfi, gæðakerfi og heimasíðu. Auk þess hefur Þekking annast ráðgefandi verkefni, t.d. hvað varðar upplýsingaöryggi og fleiri stefnumótandi þætti upplýsingamála hjá stofnuninni.

Hulda segir ávinninginn af því að hafa alla sérfræðinga innan seilingar vera ótvíræðan. „Það er óhagkvæmt í lítilli rekstrareiningu eins og hjá okkur að byggja upp þá þekkingu sem nauðsynleg er til að reka alhliða tölvukerfi. Fyrir okkur er nauðsynlegt að hafa aðgang að víðtækri þekkingu, sem ekki væri auðvelt að finna

í einum starfsmanni. Þess vegna hentar okkur vel að nýta þá þjónustu sem veitt er af sérfræðingum á hverju sviði eftir því sem á þarf að halda. Stjórnskipulag Þekkingar er frekar flatt og aðgangur að starfsmönnum mjög greiður sem hentar okkur vel,“ segir Hulda og bætir því við að miðað við reynslu Viðlagatryggingar Íslands af útivistun á rekstri tölvukerfa myndi hún mæla með því að allir skoðuðu þá möguleika sem í boði eru hvað það varðar. Myndir þú mæla með því að fyrirtæki og stofnanir íhugi útvistun á rekstri tölvukerfa sinna og hvað ættu menn að hafa sérstaklega í huga við slíkt mat?

Miðað við reynslu VTÍ af útvistun á rekstri tölvukerfa, mæli ég með því að allir skoði þá möguleika sem eru í boði. Mér finnst mikilvægt að samningar séu skýrir, ljóst sé hvaða þjónustu er verið að greiða fyrir í föstum samningum og hvaða verkefni teljist utan samnings. Það dregur úr mögulegum núningi á milli aðila þegar í samstarf er komið. 

Þekking sinnir þjónustu fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana og þeirra á meðal er Viðlagatrygging Íslands. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir þjónustuna hafa reynst afar vel, viðbrögð við verkbeiðnum vera skjót og að verkefnum sé raðað í raunhæfa forgangsröð.

„auk þess Hefur þekking annast ráðgefandi Verkefni, t.d. HVað Varðar uPPlýsinga-öryggi“

„öllum Verkbeiðnumer SVarað SkjóTT og Vel“

Sigrún ýr árnadóTTir er nýr starfsmaður á sölu- og markaðssviði þekkingar. sigrún starfar við söluverkefni og viðskiptastjórnun. Hún hefur meðal annars starfað hjá iss á íslandi sem sölu- og markaðsfulltrúi og þar áður hjá capacent sem ráðgjafi og viðskiptatengill.

SVerrir Þór daVíðSSon er nýr starfsmaður á rekstrarsviði þekkingar. sverrir er sérfræðingur í rekstri miðlægra umhverfa og hefur yfir 10 ára reynslu af rekstri upplýsingakerfa. sverrir starfaði nú síðast hjá advania.

adolf Þorberg anderSen er nýr starfsmaður á sölu- og markaðssviði þekkingar. adolf sinnir almennum söluverkefnum fyrir lausnir frá þekkingu en hann hefur verið viðloðandi tölvu og tæknigeirann til fjölda ára. adolf hefur unnið hjá tölvulistanum, fyrst sem sölumaður og síðar sem verslunarstjóri á akureyri. nú síðast vann adolf hjá símanum.

birgir kjarTanSSon er nýr starfsmaður á rekstrarsviði þekkingar. birgir er sérfræðingur í almennri tækniþjónustu og kerfisstjórn. Hann er mikill reynslubolti úr upplýsingatæknigeiranum og starfaði síðast hjá advania.

nýir STarfSmenn hjá Þekkingu

Föstudaginn 11. janúar s.l. mætti Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, ásamt Ómari

Stefánssyni, bæjarráðsfulltrúa, og Viggó Einari Hilmarssyni, formanni atvinnuþróunarnefndar Kópavogs, í opinbera heimsókn í ný og glæsileg húsakynni Þekkingar að Urðarhvarfi.

Stefán Jóhannesson kynnti starfssemina fyrirtækisins fyrir þeim en Þekking hefur getið sér gott orð í þjónustu við sveitarfélög víða um landið.

Ármann Kr. óskaði Stefáni og Þekkingu innilega til hamingju með nýju húsakynnin og kvaðst ánægður með þá góðu uppbyggingu sem nú á sér stað á þessum slóðum. Hann hlakkaði til frekara samstarfs Þekkingar og Kópavogsbæjar.

oPinber heimSókn

bæjarSTjóra kóPaVogS

f.v.: ómar stefánsson, bæjarfulltrúi, stefán jóhannesson, framkvæmdastjóri þekkingar, Viggó einar Hilmarsson, formaður atvinnumálanefndar kópavogs, ármann kr. ólafsson, bæjarstjóri kópavogs, auðunn stefánsson, sölu- og markaðsstjóri þekkingar, oddur Hafsteinsson, sviðsstjóri sérlausna hjá þekkingu og ingimar þór friðriksson, forstöðumaður þróunardeildar kópavogsbæjar.

bæjarSTjóra kóPaVogS

ómar stefánsson, stefán jóhannesson og ármann kr. ólafsson í nýju hýsingarrými þekkingar.

stefán jóhannesson útskýrði margþætta þjónustu þekkingar fyrir forystumönnum kópavogsbæjar.

fjarfundir

til Hægri á myndinni má sjá stjórnborðið í netViewer. Hér sést HVernig PowerPoint-kynningu er deilt með gestum fundarins í stóra rammanum.

„Núna skiptir hraðinn öllu, hlutirnir verða að gerast hratt og vel. Nýting fjarfundatækni í rekstri fyrirtækja snýst ekki bara um að spara ferðakostnað milli bæjarhluta, landshluta eða landa, heldur ekki síður að spara tíma,” segir Adolf Þorberg Andersen, söluráðgjafi hjá Þekkingu.

Þekking hefur undanfarin misseri boðið „Netviewer“ fjarfundalausnina í kerfisleigu. „Við vorum fyrsta

fyrirtækið sem fékk að hýsa lausnina staðbundið en annars staðar í heiminum er þjónustan rekin gegnum netþjóna í Þýskalandi. Með þessu náum við bæði að útrýma kostnaði við niðurhal sem og að bæta gæði og hraða.“

Netviewer er forrit sem keyrt er á tölvu og krefst að sögn Adolfs ekki fjárfestingar í viðbótarbúnaði. „Stofnkostnaður fyrir viðskiptavininn er enginn og ekki þarf heldur að greiða fyrir uppfærslur. Aðeins þarf að greiða mánaðarlegt gjald fyrir fjölda samtíma fundarboða og greiðist sama gjaldið óháð hversu marga fundi notandinn boðar eða hversu marga hann boðar á fundinn,“ segir Adolf en allt að 100 manns geta tekið þátt í fundi á Netviewer í einu.

Fundarstjóri sendir út boð til fundargesta og inniheldur boðið hlekk sem smella þarf á og ræsist þá fundurinn sjálfkrafa í tölvu gestsins, án þess að hann þurfi að setja upp nein forrit. Það er því hægt að boða til fjarfundar við hvern sem er, svo lengi sem hann hefur aðgang að nettengdri tölvu, óháð því hvort viðkomandi er sjálfur áskrifandi að þjónustu Netviewer. „Í Netviewer er síðan ekki aðeins hægt að sjá og ræða við fundargesti heldur má á einfaldan hátt halda t.d. glærukynningar á skjánum,“ en lausnin hentar t.d. líka vel fyrir fjarkennslu segir Adolf. „Forritið gerir einnig kleift að senda gögn og plögg á milli fundargesta og vinna í þeim í sameiningu. Sá sem boðar til fundarins getur fært fundarstjórn yfir til annars notanda og fundurinn haldið áfram þótt hann aftengist. Nýi fundarstjórinn getur þá tekið yfir

skjámynd upphaflega fundarstjórans, og haldið þræðinum eins og ekkert sé. Og ef einhver getur ekki sótt fundinn er hægt að taka hann upp og gestir geta hlýtt aftur á samræðurnar eða kynninguna eftir hentugleika.“

Að sögn Adolfs er Netviewer léttur í keyrslu en jafnframt búinn kröftugum öryggiseiginleikum til að vernda þær oft á tíðum viðkvæmu og verðmætu upplýsingar sem koma fram á fjarfundunum. „Forritið notast við mjög öfluga dulkóðun og uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi í samskiptum.“

En henta fjarfundir fyrir alla fundi? Getur Netviewer komið í staðinn fyrir fundi og kynningar upp á gamla mátann? „Vitaskuld munu fundir augliti til auglitis alltaf standa fyrir sínu en raunin er sú að fjarfundatækni eins og Netviewer getur fyllilega komið í staðinn fyrir meirihluta funda og kynninga sem starfsmenn og stjórnendur sækja í venjulegu íslensku fyrirtæki,“ segir Adolf. „Þegar við síðan byrjum að mæla kostnaðarlegt hagræði, aukna framleiðni og þann hraða sem verður á samskiptum þá leikur ekki á því nokkur vafi að þetta er fundarform sem fyrirtæki munu horfa til í auknum mæli.“ Einnig má geta þess að nú á dögum er mikið horft til lausna sem hafa góð áhrif á umhverfið. Netviewer hefur hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir að bjóða uppá lausn sem stuðlar að minni ferðalögum og hefur þar með óbein áhrif á útblástur mengandi loftegunda í andrúmsloftið.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Netviewer fjarfundalausnina með því að hafa beint samband við Adolf Þorberg Andersen, [email protected], eða í síma 460-3100.

SPara Tíma og Peninga

fréttabréf þekkingar

RitstjóRi: auðunn stefánssonUmsjón: guðrún Vaka HelgadóttirBlaðamenn: jón kristinn snæhólm og kristín ýr gunnarsdóttirljósmyndaRaR: ernir eyjólfsson, eggert jóhannesson, auðunn níelsson og kristinn magnússonFRamleitt aF BiRtíngi ehF. FyRiR ÞekkingU

urðarHVarf 6203 kóPaVogur

s : 4603100

Hafnarstræti 93 -95600 akureyr i

s : 460 3100

www.thekking. i s thekking@thekking. i s