Ævintýralandið

80
landið Ferðalag um Ísland 2013 Vesturland // 10 Austurland // 42 Suðurland // 54 Reykjanes // 70 Höfuðborgar- svæðið // 74 Vestfirðir // 23 Norðurland // 30

Upload: athygli

Post on 10-Mar-2016

266 views

Category:

Documents


13 download

DESCRIPTION

kynningarblað um ferðalög á Íslandi sumarið 2013

TRANSCRIPT

Page 1: Ævintýralandið

landiðFerðalag um Ísland 2013

Vesturland // 10

Austurland // 42

Suðurland // 54

Reykjanes // 70

Höfuðborgar- svæðið // 74

Vestfirðir // 23 Norðurland // 30

Page 2: Ævintýralandið

2 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Frá því Ólöf Ýrr Atladóttir tók við sem ferðamálastjóri í byrjun árs 2008 hefur ferðaþjónustan á Íslandi tekið verulegum breyt-ingum. Þær sér Ólöf Ýrr ekki bara í tölum um fjölda ferða-manna sem berast frá Keflavík-urflugvelli heldur verður hún einnig meira vör við fleiri og fleiri ferðamenn sem vappa um í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hún býr. „Umbylting hefur orðið á ferðaþjónustu á Íslandi á þess-um rúmlega fimm árum frá því ég tók við þessu búi sem þá þótti frekar stöndugt. Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á þessum tíma en við sjáum auðvitað bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar eftir fjármálahrunið,“ segir Ólöf Ýrr þegar hún er spurð um hvað hafi breyst á síðustu árum.

Aukið framboðÍ dag er bæði ódýrara að koma

til Íslands og flugframboð til landsins hefur aukist til muna. Vegna þessa hefur ferðahegðun erlendra gesta breyst að vissu leyti, nú koma þeir oftar með skemmri fyrirvara og hafa ekki endilega skipulagt ferðalagið til Íslands í þaula. Það hefur skap-að tækifæri fyrir fleiri fyrirtæki ekki síst afþreyingarfyrirtæki sem þjónusta þennan hóp ferða-manna, segir Ólöf Ýrr.

„Það er mjög gleðileg þróun að fjölgun ferðamanna er hlut-fallslega meiri utan háannatíma en yfir hásumarið og það skapar einnig tækifæri fyrir fleiri fyrir-tæki að bjóða þjónustu sína allt árið í kring. Um leið fjölgar þeim áskorunum sem við þurf-um að mæta,“ segir Ólöf og bendir á að fyrstu fjóra mánuði þessa árs var 34 % fjölgun er-lendra ferðamanna miðað við árið í fyrra og í febrúar var fjölg-unin 45%. Þetta skiptir verulegu máli fyrir þróun greinarinnar, enda getur verið erfitt að að byggja upp og þróa atvinnu-grein sem byggir á því að hala inn tekjur á 12 vikna tímabili ár hvert.

Verkefnið Ísland allt árið hef-

ur haft veruleg áhrif á fjölgun ferðamanna en margir aðrir þættir spila inn í þennan árang-ur og þar má helst nefna frá-bæra vinnu margra fyrirtækja í ferðaþjónustunni.

Þurfum að hægja á vextinum„Ég er ein þeirra sem myndi vilja sjá hægari vöxt og jafnari til langs tíma. Það stendur engin atvinnugrein undir svona hröð-um vexti ár frá ári, þegar horft er til þeirrar uppbyggingar sem þarf að eiga sér stað ef jafnvægi á að nást og sjálfbærni að vera tryggð. Ekki síst á þetta við um þolmörk samfélagsins því ferða-þjónustan kemur við nánast alla geira þess. Þá umræðu þarf að taka á breiðum grunni. Á sama tíma og fleiri ferðamenn koma til landsins þá þarf að huga bet-ur að fjölmörgum atriðum sem tengjast móttöku þeirra s.s. skipulagsmálum. Við þurfum að huga að því hvert við viljum beina ferðum ferðamanna, skapa ný tækifæri og nýja segla og stefna að því að stýra vexti greinarinnar á grunni heildar-sýnar.“

Ólöf Ýrr segir einnig að

tryggja þurfi að þeir sem vilja starfa við ferðaþjónustuna fái menntun við sitt hæfi og helst þannig að sú menntun nýtist hér á landi. Það skipti miklu máli þar sem atvinnugreinin er svo margbreytileg. Horfa þurfi á alla heildina í menntunarmálum ferðaþjónustunnar, t.d. hvernig ferðaþjónustustörf viljum við skapa og hvað viljum við að liggi til grundvallar?

Íslendingar í eigin ævintýralandi„Við viljum gjarnan að Ísland verði einnig ævintýraland fyrir Íslendinga,“ segir Ólöf sem sjálf vann áður fyrr við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim landið. Til þess að ýta undir það var farið af stað með verkefnið Ísland er meðetta. Á heimasíðu verkefnisins er hægt að nálgast nánast alla þá afþrey-ingu sem er í boði á Íslandi og er fyrst og fremst hugsuð fyrir íslenska ferðamenn.

Íslendingar ferðast mikið um eigið land miðað við tölur frá öðrum löndum og Ólöf Ýrr bendir á að við megum ekki vanmeta hlut þeirra þegar horft er til vægis greinarinnar fyrir þjóðarbúið í heild. Íslendingar eru þegar öllu er á botninn hvolft stærsti einstaki hópur ferðamanna og eiga ekki síður en erlendir gestir allan kost að nýta sér þá fjölbreyttu afþrey-ingu sem þróuð hefur verið út um allt land. Þannig styður inn-lendi markaðurinn við þann er-lenda og öfugt, sem skapar for-sendur til að byggja upp fjöl-breyttari og betri þjónustu.

Gjaldtaka á ferðamannastöðumUmræðan um gjaldtöku á vin-sælum ferðamannastöðum hefur verið hávær að undanförnu og ekki síst vegna þeirra áhrifa sem fjölgun ferðamanna hefur á vin-sæla staði á Íslandi. „Ferðamálastofu var falið af at-vinnu- og nýsköpunarráðuneyt-inu að skoða þessi mál og grein-ingarvinna hefur verið sett af stað. Margt hefur verið rætt á undanförnum árum varðandi gjaldtöku og fjármögnun og þær leiðir eru allar til skoðunar, sbr.

hugmyndir um einhvers konar náttúrupassa,“ segir Ólöf.

„Ég skil vel áhyggjur landeig-enda og umsjónarmanna náttúr-verndarsvæða í þessari hröðu þróun sem t.d. Þingvellir hafa ekki farið varhluta af í vetur. Þessir aðilar hafa í raun ákveð-inn rétt til að taka gjöld fyrir veitta þjónustu, en ég lít svo á að áður en allir rjúka til og finni sína eigin lausn, þá ættum við að leita bestu lausnanna í sam-einingu og taka mið af því sem gert hefur verið annars staðar.“ Það gæti þó haft neikvæð áhrif ef ferðamenn upplifa að rukkað sé á suma staði að viðbættri ein-hverskonar almmenri gjaldtöku til uppbyggingar. Við viljum vanda til verka og vinnan er far-in af stað, vonandi verður hún til þess að við finnum sameigin-lega heilstæða lausn á vandan-um, segir Ólöf Ýrr.

Horfum til framtíðarÞegar Ólöf er spurð um hvort opinberir aðilar hafi farið of seint af stað að marka stefnu í þessum málum telur hún að eftir á að hyggja hefði verið gott að huga að jafnvæginu milli innri uppbyggingar greinarinnar og markaðssetningar frá upphafi. Líklega hefði þurft að huga jafn-mikið að öllum þáttum ferða-þjónustunnar frá upphafi, horfa á heildina og búa til vandaða áætlun sem tæki til allra þátta á grunni langtímaáætlunar.

„Nú ríður á að við horfum til framtíðar með þeim formerkjum að ná jafnvægi í atvinnugrein-inni en það er orðið aðkallandi svo greinin geti orðið sjálfbær og í sátt við umhverfi sitt,“ segir Ólöf Ýrr. Hún bætir við að eitt af því jákvæða sem breyst hafi á síðustu árum sé að ferðaþjónust-an hafi fengið aukið vægi í um-ræðunni sem atvinnugrein. „Það skiptir verulegu máli að ferða-þjónustan sé tekin alvarlega. At-vinnugreinin er búin að slíta barnsskónum,” segir Ólöf að lokum.

ferdamalastofa.is

Umbylting hefur orðið í ferðaþjónustunni - segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri: „Það skiptir verulegu máli að ferðaþjónustan sé tekin alvarlega. Atvinnugreinin er búin að slíta barnsskónum.“

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). [email protected]

Textagerð: Guðjón Guðmundsson, Svava Jóns-dóttir, Margrét Þóra Þórsdóttir, Gunnar E. Kvaran, Hjördís Guðmundsdóttir og Jóhann Ólafur Halldórsson.

Forsíðumynd: Verkið Dansleikur eftir Ólöfu Pálsdóttur við Perluna í Reykjavík. Ljósm. Heiðrún Þorbjörnsdóttir.

Hönnun og umbrot: Guðmundur Þorsteinsson, Athygli ehf.

Auglýsingaöflun: Ingibjörg Ágústsdóttir [email protected]

Prentun: Landsprent hf.

Ævintýralandið Ísland 2013 er unnið í sam-starfi við markaðsstofur ferðamála í landshlut-unum og ferðaþjóna um land allt.

Blaðinu er dreift til kaupenda Morgunblaðsins um land allt fimmtudaginn 23. maí 2013.

landiðFerðalag um Ísland 2013

Vesturland // 10

Austurland // 42

Suðurland // 54

Reykjanes // 70

Höfuðborgar- svæðið // 74

Vestfirðir // 23 Norðurland // 30

Page 3: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 3

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur veitt ferðaþjónustuaðilum og öðrum fyrirtækjum fjármálaþjónustu í meira en 10 ár. Kristín Hrönn er viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.

Page 4: Ævintýralandið

4 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group hf., hefur ástæðu til að horfa björtum aug-um til næstu missera í rekstri samstæðunnar. Afkomutölur fyrsta ársfjórðungs 2013 eru betri en gert var ráð fyrir og í kjölfar-ið hefur afkomuspá ársins fyrir afskriftir og fjármagnsliði hækk-að úr 115-120 milljónum dollara í 122-127 milljónir dollara sem jafngildir því að hagnaður fyrir fyrrgreinda liði verði allt að 15 milljörðum króna. Björgólfur segir margt skýra betri afkomu en í fyrra. „Við getum sagt að öll fyrirtæki samstæðunnar hafi náð betri árangri en við gerðum ráð fyrir. Þar munar mest um Ice-landair, sem er hryggjarstykkið í starfseminni, en árlegur vöxtur félagsins frá hruni hefur verið 15-20%.“

Björgólfur segir gríðarlegar breytingarnar hafa orðið í rekstri samstæðunnar frá hremmingun-um sem félagið lenti í við efna-hagshrunið 2008. „Þetta var vissulega mjög snúin staða en við fengum í lið með okkur inn-lend og erlend félög sem höfðu trú á starfseminni og í dag er þetta að mestu leyti að baki. Hins vegar trufla gjaldeyrishöftin og það er nauðsynlegt að aflétta þeim eins fljótt og hægt er.“

Stíga varlega til jarðarBjörgólfur segir að vissulega taki það í að vaxa hratt og því þurfi að stíga varlega til jarðar. Það séu hins vegar gríðarleg verkefni framundan sem lúti bæði að áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi og að endurnýjun á flugflota Ice-landair. Undanfarið hefur félagið fjárfest drjúgt í uppbyggingu hótela og má þar nefna nýtt hót-el á Akureyri og Marina hótel á hafnarbakkanum í Reykjavík auk endurnýjunar á Icelandair Hotels Reykjavik Natura við Reykjavíkurflugvöll. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að menn fari of geyst í upp-byggingu ferðaþjónustunnar og fjölgun ferðamanna segir hann svo ekki vera. Það sé fyrst og fremst spurning um að skipu-leggja hlutina og að hafa stjórn á ferðamannastrauminum. „Vissu-lega geta menn farið of geyst og gengið of nærri landinu en það vandamál er tengt tiltölulega fáum stöðum og afmörkuðum tíma ársins. Ég sé að þjóðgarð-svörðurinn á Þingvöllum hefur efasemdir um að staðurinn geti tekið á móti þeim mikla fjölda sem þangað kemur. Ef svo er þá þurfa menn að ákveða hvernig þeir vilja hafa aðgengið að Þing-

völlum og stýra því síðan í sam-ræmi við það. Reynslan er sú að ef settar eru ákveðnar stýringar sem leiðbeina ferðafólki um hvar það má fara og hvar ekki þá virða menn það.“

Björgólfur bendir á að frá árinu 1954 hafi um 8 milljónir ferðamanna lagt leið sína til Ís-lands en það er um það bil sá fjöldi sem kemur til Danmerkur á tveimur árum. Þrátt fyrir að Danmörk sé þrisvar sinnum minni að flatarmáli en Ísland hafi þetta ekki verið vandamál þar í landi vegna þess að ferða-mannastraumnum sé stýrt. „Öðr-um þjóðum hefur tekist þetta ágætlega og því skyldi okkur ekki takast það líka? Aðalatriðið er að vinna skipulega því við viljum skila landinu að minnsta kosti jafngóðu í hendur næstu kynslóða og við tókum við því. Það er langt frá því að við séum að nálgast einhver þolmörk í þessu efni. Við þurfum að marka okkur framtíðarsýn um hvernig við viljum hafa þessa

hluti og byrja að vinna eftir henni og stýra ferðamanna-straumnum í raun og veru.“

Þeir greiði sem njótaBjörgólfur telur eðlilegt að þeir borgi sem njóti en það felur meðal annars í sér að selja að-gang að helstu ferðamannastöð-um. „Við þurfum að finna út-færslu sem fólk getur sætt sig við og sem gerir okkur kleift að ná meira fjármagni til að við-halda og byggja upp ferða-mannalandið Ísland.“ Hann segir miklu skipta að nýta betur þau tækifæri sem eru alls staðar í kringum okkur og nefnir Bláa lónið sem dæmi um aðstöðu sem byggð hafi verið upp og gefi kost á einstakri upplifun sem ferðafólk sé tilbúið að greiða talsvert fyrir að njóta. Hann nefnir líka Þríhnjúkagíg sem opni tækifæri til einstakrar upplifunar sem hluti ferðamanna sé tilbúinn að greiða talsvert mikið fyrir. Mikill vöxtur í hvala-skoðun sé einnig dæmi um vel

heppnaða uppbyggingu sem byggi á upplifun ferðafólks. „Við skulum ekki gleyma því að mik-ill fjöldi fólks kemur hingað til að njóta menningar og mannlífs, eins og vinsældir Iceland Airwa-ves og Food and Fun eru gott dæmi um. Það er víðtækur mis-skilningur að það sé bara náttúr-an sem selji Ísland. Það er ekki síður upplifunin að koma hing-að og njóta þeirrar sérstöku og blómlegu menningar sem hér þrífst.“

30% aukning vetrarumferðarAðspurður um samkeppni frá erlendum flugfélögum segir Björgólfur samkeppni af hinu góða og hún stækki markaðinn. Hann bendir hins vegar á að flest erlendu flugfélögin fleyti fyrst og fremst rjómann með því að fljúga hingað yfir sumarmán-uðina. Icelandair hafi hins vegar lagt áherslu á að lengja ferða-mannatímann og að markaðs-setja Ísland allt árið. Á meðan aukningin yfir sumarmánuðina hafi verið 6-8% sé aukningin aðra mánuði ársins allt að 30% hjá Icelandair.

Fyrr á þessu ári var Björgólfur kjörinn formaður Samtaka at-vinnulífsins. Á hann einhver ráð að gefa nýrri ríkisstjórn? „Það eru gríðarleg verkefni framund-an hjá nýjum stjórnvöldum. Í fyrsta lagi erum við með gjald-eyrishöft og við verðum að finna leiðir til að afnema þau. Það þarf líka að einfalda leik-reglur eins og tollalög og þétta umhverfi atvinnulífsins. Ég vil sjá lækkun virðisaukaskatts sem bætir lífskjörin og mun stækka kökuna til lengri tíma litið og draga úr umfangi svarta hagkerf-isins. Svo þurfum við að ein-falda stjórnsýsluna. Við erum bara 320 þúsund manns og þetta á ekki að þurfa að vera mjög flókið. Stjórnsýslan á að vera lausnamiðuð og við þurfum ekki að búa til þröskulda heldur einbeita okkur að lausnunum,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for-stjóri Icelandair Group.

icelandairgroup.is

Björgólfur segir Icelandair Group leggja höfuðáherslu á að auka fjölda ferðamanna utan háannatíma enda sé aukning Icelandair á framboði yfir veturinn um 20-30% en aðeins um 6-8% yfir sumartímann.

Síðustu ár hefur árlegur vöxtur Icelandair verið 15-20%. Eitt af stærstu verkefnum næstu ára er endurnýjun á flugflota félagsins.

Þurfum að stýra ferða-mannastraumnum beturViðtal við Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group

H7 höfuðljós• Fislétt• 180 lumens• Drægni 140 metrar• Fókusstilling og dimmer

Verð 14.450 kr.

Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur

Page 5: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 5

KOLUFOSSAR Í VÍÐIDALSÁ

HÉR SPRETTUR SAGAN FRAM

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

50

58

6

Karldýr selsins nefnist brimill, kvendýrið urta og afkvæmið kópur. Landselurinn getur haldið niðri í sér andanum í allt að 30 mínútur meðan hann kafar.

TELDU UPP AÐ MILLJÓN

1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal5 Höfn • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal

12 HÓTEL ALLAN HRINGINN

Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gjafabréf fáanleg • Eddubiti í ferðalagið

Page 6: Ævintýralandið

6 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Ásbjörn Björgvinsson var á dög-unum kjörinn formaður Ferða-málasamtaka Íslands. Að þeim samtökum standa ferðamála-félög og -samtök í landshlutun-um en á vegum þeirra starfa markaðsstofur í ferðamálum hringinn í kringum landið. Má því segja að Ferðamálasamtök Íslands standi fyrir stóran hluta grasrótarstarfs í ferðaþjónustu í byggðarlögunum. Ásbjörn hefur lengi starfað í ferðaþjónustu; var forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og er nú í hlutastarfi sem rekstrarstjóri Special Tours í Reykjavík. Að hans mati er stóra verkefnið framundan að auka sýnileika samtakanna og þess starfs sem innan þeirra er unnið á lands-vísu.

„Starfsemi ferðamálafélaganna og ferðamálasamtaka er mis-munandi mikil og endurspeglast á sumum stöðum fyrst og fremst í gegnum starf markaðsstofanna. En að mínu mati þarf að gera þetta starf á allan hátt sýnilegra. Við verðum að efla orðspor um það hversu miklu greinin skiptir, bæði á landsvísu og í landshlut-unum, og verða enn meira gild-andi í opinberri umræðu. Við höfum um 400-500 fyrirtæki

starfandi innan Samtaka ferða-þjónustunnar – SAF en þess ut-an skipta fyrirtækin þúsundum sem starfa í greininni og hlut-verk okkar samtaka er að hluta til að vera hagsmunaaðili þeirrar grasrótar,“ segir Ásbjörn.

Ferðamenn eru „kjöríbúar“Þrátt fyrir að ferðaþjónusta sem atvinnugrein sé orðin jafn öflug og raun ber vitni segir Ásbjörn enn mikið verk að vinna í því að efla ímyndina og festa grein-ina í sessi. „Ég þekki til að mynda umræðu af sveitarstjórn-

arstiginu um að sveitarfélögin hafi fyrst og fremst kostnað af ferðaþjónustunni og fái ekkert til baka af þeim fjármunum sem í uppbyggingarstarfið eru lagðir. Við þurfum stöðugt að benda á skatttekjurnar sem skapast í greininni, störfin í sveitarfélög-unum og þá staðreynd að ferða-þjónustan lyftir upp þjónustu-stigi hvers sveitarfélags um sig, býr til ný tækifæri í þjónustu og eykur þannig hagsæld og bú-setukosti heimafólks. Með öðr-um orðum er það þannig að við höfum innviði í þjónustu hér á

landi sem eru okkur mikilvægir árið um kring en við gætum ein-faldlega ekki haldið úti ef ferða-manna nyti ekki við. Ferðamenn eru því „kjöríbúar“ hvers sveitar-félags. Þeir koma inn í sam-félögin án þess að gera kröfur á grunnþjónustuna en skilja eftir heilmikla fjármuni í öðrum þjón-ustuþáttum á borð við afþrey-ingu, veitingar eða verslun, svo dæmi séu tekin,“ segir Ásbjörn.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru mörg smá og raunar eru ein-yrkjafyrirtæki mjög algengt form. Þessum fyrirtækjum er mjög mikilvægt að geta sameinað krafta sína undir hatti markaðs-tofanna út um landið og komið þannig sinni þjónustu á fram-

færi. „Með þeim hætti verður til fjölbreytt þjónustuframboð svæðanna og okkar hlutverk hjá ferðamálasamtökunum er að miðla upplýsingunum út og láta vita af því hvað er í boði á hverju svæði.“

Samgöngur og beint flug eru lykilatriði Aukinn fjöldi ferðamanna ár frá ári er vel merkjanlegur nánast hvert sem litið er um landið. Og ef rýnt er í efnahagsleg áhrif ferðamannastraumsins þá sést að 23,5% allra gjaldeyristekna á árinu 2012 sköpuðust af ferða-mönnum. Vetrarferðamennska hefur verið í sókn og sýna tölur að áhrifa hennar gætir enn sem komið er umtalsvert meira á höfuðborgarsvæðinu en á lands-byggðinni.

„Lykillinn að vetrarferðaþjón-ustunni eru samgöngur. Góðar samgöngur þurfa að vera til staðar til að ferðamenn geti heimsótt svæði en líka hitt að settir séu saman svo áhugaverðir pakkar á svæðunum að kveiki löngun ferðamanna til að heim-sækja þau. Ég get nefnt nýjan veg að Dettifossi og opnun á honum yfir vetrartímann sem dæmi um forsendur í ferðaþjón-ustu sem góðar samgöngur skapa. Þangað hafa mörg þús-und manns lagt leið sína í vetur. Þetta var ekki hægt áður. Og svo höfum við það öndverða í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum þar sem lokun Landeyjarhafnar á vetrarmánuðunum hindrar ferðamenn í að komast til Eyja og þar með nýtist ekki allt það framboð á flottum hlutum í ferðaþjónustu sem er til staðar í Eyjum,“ segir Ásbjörn en á með-an aðeins er flogið á einn flug-völl landsins yfir vetrarmánuðina þarf ferðaþjónustan á lands-byggðinni að leggja mikið á sig til að ná skerf af þeim hópi sem kemur á Suðvesturhornið.

„Við höfum fína dreifingu ferðamanna yfir sumarið, gott framboð á skemmtilegri afþrey-ingu og góðri þjónstu hvert sem litið er og sá árstími er því ekk-ert vandamál. En við sjáum 95% ferðamannanna á veturna gista í Reykjavík og því er mjög mikil-vægt að fá aðra innkomuleið inn í landið, beint flug erlendis frá. Ég er þess fullviss að sá ís muni fyrr en síðar brotna og beint flug verða fastur liður í ferðaþjónust-unni. Og að það skref komi til með að skipta afar miklu máli fyrir ferðaþjónustuna í byggðun-um,“ segir Ásbjörn.

ferdamálasamtok.is

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands.

Ferðamenn í gönguferð á Vestfjörðum. Mynd: Markaðsstofa Vestfjarða.

Góðar samgöngur skipta ferðaþjónustuna miklu máli- segir Ásbjörn Björgvinsson, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Íslands

Trex - Hópferðamiðstöðin ehf. hefur haldið uppi öruggri og far-sælli hópferðaþjónustu allt frá stofnun þess árið 1977, en á síð-asta ári var einmitt haldið upp á 35 ára afmælis fyrirtækisins. Miklar breytingar hafa orðið á þessum árum, en fyrirtækið hef-ur um árabil verið með þeim öflugustu í sínum geira í ferða-þjónustunni.

Í febrúar síðastliðinn var til-kynnt að Trex - Hópferðamið-stöðin ehf. væri í hópi framúr-skarandi fyrirtækja 2012 eftir að hafa staðist kröfur um styrk og

stöðugleika samkvæmt grein-ingu Creditinfo.

Nýtt nafn tekið uppÁrið 2006 var tekið upp nýtt vörumerki sem er stytting úr Travel Experiences og hefur það heiti náð að festa sig í sessi. Að-alsmerki Trex hefur jafnan verið að veita góða þjónustu með stórum og fjölbreyttum bílaflota er fáir aðrir geta státað af.

„Ekkert verkefni er of stórt og ekkert of lítið. Sem dæmi um verkefni hjá okkur má nefna akstur fyrir nokkrar af stærstu

ferðaskrifstofum, innlendum og erlendum, sem skipuleggja hóp-ferðir um Ísland. Þá hefur fyrir-tækið sérhæft sig í akstri með börn og ungmenni en síðast-liðna 7 vetur hefur fyrirtækið séð um akstur fyrir Grunnskóla Reykjavíkur,“ segir Kristján Bald-ursson, framkvæmdastjóri Trex - Hóferðamiðstöðvarinnar.

Daglegar ferðir í Þórsmörk og LandmannalaugarMeðal nýmæla í ferðaþjónustu er að Trex - Hópferðamiðstöðin ehf. sér um daglegar ferðir í

Þórsmörk og Landmannalaugar yfir sumarið sem gengið hafa vel. Ekið er daglega að morgni úr Reykjavík á tímabilinu frá 15. júní til 1. september.

Nánari upplýsingar um starf-semina er að finna á heimasíðu fyrirtækisins eða á skrifstofu á Hesthálsi 10.

trex.is

Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri Trex - Hópferðamiðstöðvarinn-ar, við einn af fjölmörgum bílum fyrirtækisins.

Grindarbílar Trex fara létt yfir vatnsmiklar ár, ferðalöngum til óbland-innar ánægju.

Trex - Hópferðamiðstöðin ehf.:

Örugg og farsæl hópferða-þjónusta í 35 ár

Page 7: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 7

OR

BSÍ Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík

580 5400 [email protected] • www.re.is EMS 582904

Bláa Lónið

Dettifoss

GoðafossReykjahlíð

Keflavík

Reykjavík

Selfoss

Mývatn

Hella

Hvolsvöllur

AkureyriBrjánslækur

Látrabjarg

Stykkishólmur

Ólafsvík

Borgarnes

Hveragerði

Þingvellir

Laugarvatn

Flúðir

Markarfljót

SeljarlandsfossSkógar

Þórsmörk Mýrdalsjökull

Vatnajökull

Hofsjökull

Langjökull

HvanngilEmstrur

Vík

Kirkjubæjarklaustur

LakiLandmannalaugar

EldgjáLeirubakki

Hrauneyjar

Geysir

Gullfoss

Hvítárnescrossroads

Kerlingarfjöllcrossroads

Hveravellir

Nýidalur

Jökulsárlón

Kverkfjöll

Hvannalindir

Askja

Herðubreiðarlindir

Aldeyjarfoss

Krafla

Hljóðaklettar(Vesturdalur)

Ásbyrgi

Skútustaðir

Dimmuborgir

Vestmannaeyjar

Króksfjarðarnes

Búðardalur

Reykhólar

Patreksfjörður

Höfn

Skaftafell

Egilsstaðir

Drangjökull

Drangsnes

Hólmavík

Skagaströnd

Varmahlíð

Siglufjörður

Kópasker

Húsavík

Raufarhöfn

Þórshöfn

Borgarfjörður eystri

Seyðisfjörður

Neskaupstaður

Reyðarfjörður

Ólafsfjörður

Vigur

Snæfellsjökull

Staðarskáli

Svartá

20

19

1516

18

20a

21 21a

10 10a

62 62a

14 14a

610 610a

650 650a

641 641a

661 661a

SBA 5

SBA 2

SBA 3

SBA 4SBA 2a

SBA 1 SBA 1a

17 17a

9 9a

6 6a

11 11a

Ísafjörður

Grímsey

Ferja

Ferja

Ferja

Ferja

Ferja

Ferja

Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina.

ÍSLAND Á EIGIN VEGUMSUMARIÐ 2013

KyNNtU þéRMöGULEIKANA Áwww.Ioyo.IS

Page 8: Ævintýralandið

8 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Bitruhálsi 2 - 110 Reykjavík - Símar 567-6640 & 577-3300 - Fax 567-6614

Við hjá Esju Gæðafæði útbúum allan grillmat

fyrir ferðalagið

Miklar annir hafa verið hjá Skúla H. Skúlasyni, framkvæmdastjóra Útivistar og samstarfsmönnum hans, við að skipuleggja sumar-ið. Það er grimmt bókað í skál-ana og í Básum eru fáar helgar lausar. Ásóknin byrjar strax í maí og stendur alveg fram í ágústlok.

„Við sáum í fyrra verulega breytingu og mun meiri ásókn. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar sem sækja eftir gist-ingu í skálum okkar en aukning-in er mest á meðal erlendra ferðamanna. Skálinn okkar á Fimmvörðuhálsi er sömuleiðis mjög þétt bókaður og gestir þar að stórum hluta útlendingar,“ segir Skúli.

Útivist hefur ekki verið að markaðssetja starfsemi sína sér-staklega til erlendra ferðamanna en upplýsingar um starfsemina er að finna á netinu og með tengingum inn á vefi sem eru mikið skoðaðir af útlendingum.

Í skipulögðum ferðum innan-lands eru þátttakendur að stærstum hluta Íslendingar. Vel er bókað í langflestar ferðirnar. Everest er ferðadagskrá sem ferðalangar kaupa sig inn í. Gengið er á 14 fjöll yfir árið og eru þessar ferðir ætlaðar reynd-ari göngumönnum. Uppselt er í þessar ferðir.

Fjallarefir er hálfs árs ferða-dagskrá og er stíluð inn á byrj-endur. Farið er hægar yfir og fléttað saman inn í námskeiði í

fjallamennsku og útivist, göng-um og þolþjálfun. Færri komust að en vildu í þetta prógramm.

Dagsferðir eru á vegum Úti-vistar alla sunnudaga. Dæmigerð dagsferð er t.d. ein af mörgum leiðum á Reykjanesi eða ganga á Snæfellsjökul eða Eyjafjallajökul. Skúli segir að þær hafi verið mjög vel sóttar.

Allt upp í vikulangar ferðirLengri ferðir eru allt frá 4 dög-um og upp í heila viku. Í mörg-um þeirra er gist í skálum og farangur trússaður milli skála en alltaf eru á dagskrá einhverjar ferðir þar sem gengið er með farangur á bakinu og gist í tjöld-um. Tvær þægilegar ferðir sem henta vel byrjendum urðu til

þegar Útivist gerði upp gamla gangnamannakofa og breytti þeim í skála; annars vegar er farið niður með Skaftá frá Sveinstindi um Skælinga og end-að í Hólaskjóli og hins vegar eft-ir Strútsstíg þar sem gengið er vestur eftir Fjallabaki. Farangur-inn er fluttur á milli skála og dagleiðin er u.þ.b. 20 km á dag. Talsvert er bókað í þessar ferðir.

Raðgöngur eru yfirleitt hluti af dagsferðaprógramminu. Um er að ræða lengri leiðir sem gengnar eru í áföngum. Nú er í gangi raðganga frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi, eða þvert yfir landið. Ráðgert er að rað-göngunni ljúki á þremur árum. Nýlega náði gangan að Reykja-vík þannig að það er dágóður spölur eftir enn. Nokkur ár eru síðan Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og ráðherra, gekk svipaða leið og tók það hann um 20 daga.

Dæmigerð helgarferð á veg-um Útivistar er ganga yfir Fimm-vörðuháls. Lagt er af stað frá Skógafossi á föstudagskvöldi og gengið niður í Bása í Þórsmörk á laugardegi. Í Jónsmessuferð-inni, sem farin er á hverju ári, eru hátt í 300 þátttakendur.

Jeppaferðirnar eru ávallt vin-sælar en minni aukning hefur verið í þátttöku í þeim en öðr-um ferðum og segir Skúli það hugsanlega ráðast mest af hærra eldsneytisverði. Tvær ferðir verða m.a. farnar á Vatnajökul í ár. Hjólaferðir eru á laugardög-um í og við borgina en einnig skipuleggur Útivist nokkrar lengri hjólaferðir, t.d. um Vest-firði. Einnig er það fastur liður að hjóla inn í Bása frá þjóðveg-inum við Stóru Mörk.

utivist.is

Leiðin yfir Fimmvörðuháls er á löngum köflum með þeim tignarlegri. Mikil ásókn er í þessar ferðir hjá Útivist.

Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, er ánægður með góða þátttöku í ferðum félagsins.

Básar eru eins og ævintýraveröld á góðum sumar-degi.

Hjólaferðir frá Stóru Mörk inn í Bása eru mjög vin-sælar.

Skálar Útivistar nánast fullbókaðir

Page 9: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 9

Page 10: Ævintýralandið

V E S T U R L A N D

Meðal viðburða á VesturlandiJúní-júlí-ágúst Sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju.

1. júní Hátíðarhöld vegna sjómannadagsins í Grundarfirði.

2. júní Sjómannadagurinn – hátíðarhöld í Snæfellsbæ og Stykkishólmi.

13.-16. júní ÍsNord tónlistarhátíð í Borgarfirði.

15. júní Jökulmílan – hjólaáskorun kringum Snæfellsjökul.

22. júní 24 tíma Jónsmessuganga á Snæfellsnesi.

21.-23. júní Norðurálsmót 7. fl. drengja í knattspyrnu á Akranesi.

27. júní Leikritið Geimveran frumsýnt í Frystiklefanum á Hellissandi.

29. júní Brákarhátíð í Borgarnesi.

29. júní Snæfellsjökulshlaupið.

4.-7. júlí Írskir dagar á Akranesi.

12.-14 júlí Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival á Hellissandi.

20. júlí Kátt í Kjós.

26.-28. júlí Reykholtshátíð.

26.-28. júlí Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ í Grundarfirði.

11. ágúst Ólafsdalshátíð.

14.-8. ágúst Norðurlandameistaramót í eldsmíði á Akranesi

16.-18. ágúst Danskir dagar í Stykkishólmi.

23.-25. ágúst Hvalfjarðardagurinn.

31. ágúst Krásir í Kjós.

25.-26. október Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD).

15.-17. nóvember Northern Wave kvikmyndahátíð í Grundarfirði.

Nánar á vesturland.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Vesturlands.

Meginhlutverk Markaðsstofu Vesturlands er að markaðssetja landshlutann sem við skiptum stundum í þessi meginsvæði; Akranes-Hvalfjörður, Borgarnes-Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalir. Á Vesturlandi eru 10 sveit-arfélög sem öll eru aðilar að Sambandi sveitafélaga á Vestur-landi. Markaðsstofan á einnig marga samstarfsaðila í Kjósinni og Mosfellsbæ.

Markaðsstofan rekur einnig upplýsingamiðstöð landshlutans sem er staðsett á Hyrnutorgi í Borgarnesi. Þar veitum við ýms-ar upplýsingar sem nýtast bæði íslenskum og erlendum ferða-mönnum en einnig er hægt að panta ýmiskonar afþreyingu og eða gistingu.

Circles – mörkun ferðahring-leiða á VesturlandiMarkaðsstofa Vesturlands hefur undanfarið ár unnið að verkefni

sem heitir Circles og er af-sprengi vetrarátaks sem fór af stað í byrjun ársins 2012 sem byggir á samstarfi ferðaþjónustu-aðila um að tryggja opnun og þjónustu á Vesturlandi allt árið. Markiðið var að finna nöfn á hringleiðir í landshlutanum með áherslu á opnun allt árið. Búið að sameinast um nöfn á fjóra Circles hringi á Vesturlandi til mótvægis við Gullna hringinn. Hægt er að nálgast ferðalýsing-arnar á vef landshlutans www.vesturland.is. Ferðaleiðirnar sem um ræðir nefnast:

• Fossahringurinn / Waterfall Circle

• Klassíski hringurinn – Jökl-ar & hraun / Classical Circle – Ice & lava

• Dala hringurinn / Dalir Circle

• Snæfellsnes hringurinn / Snæfellsnes Circle

Markmiðið með þessum ferðaleiðum er að búa til grund-völl til að markaðssetja ákveðnar ferðaleiðir á Vesturlandi undir ákveðnum nöfnum sbr. Gullni hringurinn sem er orðinn að þekktu vörumerki.

Verið velkomin á Vesturland!

vesturland.is

Velkomin á Vesturland

10 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Velkomin í Sögulandið Vesturland

Ferðahringir á Vesturlandi

www.vesturland.is

Page 11: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 11

SIGTÚN 38 105 REYKJAVÍK

SÍMI: 562 4000 FAX: 562 4001

[email protected]

V I N A L E G R I U M A L LT L A N D

NORÐURLAND:Fosshótel DalvíkFosshótel Laugar*Fosshótel Húsavík

AUSTURLAND:Fosshótel VatnajökullFosshótel Ska�afell

REYKJAVÍK:Fosshótel BarónFosshótel Lind

SUÐURLAND:Fosshótel Mosfell*

*Sumarhótel

VESTURLAND:Fosshótel Reykholt

VESTFIRÐIR:Fosshótel Vestfirðir

FosshótelVestfirðiropnar1. júní 2013BÓKAÐU NÚNA Á FOSSHOTEL.IS

Fosshótel - 10 hótel um allt land

Það er allt klárt fyrir þína heimsókn

Page 12: Ævintýralandið

V E S T U R L A N D

Skipulagðar ferðir í Vatnshelli í suðurhlíðum Purkhólahrauns eru meðal nýjunga í ferðaþjón-ustu í Snæfellsbæ í sumar. Á vegum þjóðgarðsins Snæfellsjök-uls hefur verið boðið upp á ferðir í hellinn síðustu ár en feðgarnir, Ægir Þór Þórsson og Þór Magnússon, hafa nú stofnað nýtt fyrirtæki um skoðunarferðir í Vatnshelli. Afgreiðsla við Vatnshelli verður opin milli kl. 10 og 18 og boðið upp á ferðir um hellinn á um klukkutíma fresti. Gjald fyrir einstakling er 2.000 kr. en 1.500 kr. á mann í hópum. Vatnshellir er um 200 metra langur en hraunið, sem hann er í, er talið vera 5-8 þús-und ára gamalt. Frekari upplýs-ingar er að finna á heima síð-unni vatnshellir.is.

Nýtt fjölskyldufyrirtæki, Nesv-argar hunting, er sömuleiðis að spreyta sig í fyrsta sinn í ferða-þjónustu í Ólafsvík í sumar en að því standa Snorri Rafnsson og Ólöf Birna Jónsdóttir og for-eldrar Snorra, þau Rafn Guð-laugsson og Edda Hilmarsdóttir. Þeir feðgar gera út 15 metra Vík-ingplastbát sem þeir hafa gert breytingar á og munu í sumar bjóða upp á sjóstangveiði- og fuglaskoðunarferðir tvisvar á

dag frá Ólafsvík. „Við erum með bátinn á fiskveiðum á veturna og höfum róið á skötusel á sumrin en ákváðum að reyna fyrir okkur í ferðaþjónstunni og sjá hvernig gengur. Gera eitt-hvað nýtt. Við erum með leyfi til að taka 25 manns um borð og stæði eru fyrir 12 sjóstangir,“ segir Snorri. „Hér er mikið af fiski rétt fyrir utan Ólafsvík og fiskur á í hverju kasti. Auk sjóst-angveiðanna förum við að fugla-björgum hér rétt hjá og þar hag-ar þannig til að við getum lagst upp á björgunum eins og nátt-úrulegri bryggju,“ segir Snorri. Tvær ferðir verða í boði á dag, þ.e. kl. 10 og 12:30. Frekari

upplýsingar eru á heimasíðunni nesvargarhunting.is.

Hótel Framnes í Grundarfirði hefur boðið upp á skoðunar-ferðir og hvalaskoðun frá Grundarfirði síðustu ár en í sum-

ar verður fyrirtækið í fyrsta sinn einnig með reglubundnar hvala-skoðunarferðir frá Ólafsvík á bátnum Brimrúnu. „Kosturinn við svæðið út af Snæfellsnesi er fjöldi hvalategunda sem hægt er að sjá og við leggjum mikið upp úr því. Við sjáum háhyrninga, hrefnur og höfrunga við Önd-verðarnesið og síðan steypi-reyði, hnúfubaka og langreyði þegar komið er utar,“ segir Gísli

Ólafsson, eigandi Hótel Fram-ness. Brimrún tekur 45 farþega og gengur yfir 20 mílur. Farið er í ferðirnar kl. 14 og taka þær um þrjá tíma. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni lakitours.com.

„Það er gott að busla í Borgarfirði“Velkomin í sundlaugar Borgarbyggðar

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi, sími 437 1444Sundlaugin Kleppjárnsreykjum, sími 430 1534

Sundlaugin á Varmalandi, sími 430 1521

www.borgarbyggð.is

Frábær aðstaða – góðar sundlaugar, heitir pottar,

rennibraut , gufa,líkamsrækt og fl.

Á Vesturlandi liggja slóðir margra þekktustu söguhetja Ís-lendingasagnanna og eru þeim gerð skil á ýmsum stöðum s.s. á Eiríksstöðum í Dölum, í Land-námssetri Íslands í Borgarnesi og í Reykholti. Það er því ekki að ósekju að landshlutinn er nefndur Sögulandið Vesturland. En það eru ekki bara sögur af hetjum fyrri tíma sem hægt er að kynnast á Vesturlandi; sögurnar eru margar og fjölbreyttar. Vest-

urland býr til dæmis yfir ríkri jarðsögu, sögum af álfum og huldufólki, draugasögum, gam-ansögum, ýkjusögum og mörg-um fleiri. Ferðalagið verður miklu skemmtilegra og upplif-unin dýpri þegar sögur glæða staði og náttúru lífi. Á www.vesturland.is er að finna lista yfir söfn og sýningar í landshlutan-um þar sem má fræðast um sög-ur og menningu á Vesturlandi.

Saga og Jökull – Ævintýri á VesturlandiSaga er níu ára stelpa, sem ferðast mikið um landið með foreldrum sínum. Eitt sinn þegar þau voru á ferðalagi, birtist allt í einu álfastrákurinn Jökull og síð-an hafa þau tvö lent saman í ýmsum ævintýrum. Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið upp á að kynnast ævintýrum Sögu og Jökuls á níu stöðum á Vest-urlandi þar sem í boði eru sögur af þeim á hverjum stað og rat-leikir á pappír eða í rafrænu formi. Hægt er að fara inn á www.vesturland.is, hlaða þar niður smáforriti fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu og nálgast þann-ig sögurnar og ratleikina þar sem þau Saga og Jökull eru í að-alhlutverki.

Þessir níu staðir eiga það sameiginlegt að bjóða upp á eitthvað sérstaklega spennandi fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sögu og Jökul er að finna að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, Bjart-eyjarsandi í Hvalfirði, Landnáms-setri Íslands í Borgarnesi, Eddu-veröld í Borgarnesi, Reykholti, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Sögumiðstöðinni í Grundarfirði, Sæferðum í Stykkishólmi og Ei-ríksstöðum í Haukadal.

Hægt er að fræðast meira um Sögu og Jökul á heimasíðunni www.vesturland.is

Á Vesturlandi er að finna allt það besta sem íslensk náttúra býður upp á. Fjölbreytni ein-kennir landslagið á Vesturlandi, en stundum hefur verið talað

um landshlutann sem ,,Byggðir milli jökla“ en þar kallast á Langjökull og Snæfellsjökull. Boðið eru upp á ferðir með leiðsögn á báða þessa jökla hvort sem fólk vill fara með vél-sleða, á sérútbúnum bílum, hundasleða eða tveimur jafn-fljótum.

Gönguleiðir eru fjölmargar og liggja um fjallgarða, hraun, strandlengjur og skóglendi þannig að allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.

Skyggnst undir yfirborðiðVesturland er ekki bara fallegt ofanjarðar því undir yfirborðinu leynast miklar náttúruperlur. Það er mikið ævintýri að skoða hella og á Vesturlandi má finna stærstu og fegurstu hella Íslands. Má þar sem dæmi nefna hraun-hellana Víðgelmi í Hallmundar-hrauni og Vatnshelli í Þjóðgarð-inum Snæfellsjökli en í þeim báðum er boðið er upp á ferðir með leiðsögn.

Nánari upplýsingar er að finna á www.vesturland.is .

Vesturland er fyrir náttúruunnendur

Sögulandið Vesturland

Þjóðgarður og fjölbreyttar náttúruperlur er meðal þess sem ferðamenn geta skoðað á Vesturlandi.

Nýjungar í ferðaþjónustu í Snæfellsbæ í sumar

Mögnuð upplifun er að fara í Vatnshelli.

Brimrún með fjölda ferðamanna í hvalaskoðun, fast upp við land.

12 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 13: Ævintýralandið

V E S T U R L A N D

Stykkishólmur er einn vinsælast áfanga- og áningarstaður lands-ins. Bæjarbúar leggja metnað í að varðveita umhverfi sitt og sögu svo komandi kynslóðir fái notið þeirra á sama hátt og við gerum nú. Sú hugsum endur-speglast hvað best í miðbæ Stykkishólms sem óhætt er að vísa til sem safns gamalla húsa. Í hjarta bæjarins stendur Norska húsið þar sem hægt er að skoða „heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld“. Einnig er þar krambúð með vönduðu handverk og hönnun og fleira fallegt í anda hússins. Sýningin „Æðarsetur Ís-lands“ verður á jarðhæð hússins í sumar þar verður æðarfuglinn kynntur í máli og myndum og gamlar og nýjar aðferðir við dúnhreinsun verða kynntar, dúnsængur og listmunir verða til sýnis og sölu.

Eldur og ísAndstæður í íslenskri náttúru er sérkenni landsins og þær áhrifa-mestu eru eldur og ís. Í Stykkis-hólmi eru tvö glæsileg söfn þar sem þessum efnum eru gerð góð skil.

Annars vegar er það Vatna-safnið, sem er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn. Þar á hæsta punkti Stykk-ishólms, með útsýni til allra átta,

er safn vatns, orða og veðurfrá-sagna. Safnið prýðir m.a. 24 glersúlur með vatni úr helstu jöklum landsins. Samspil birtu og vatnasúlnanna er einstök og útsýnið yfir Breiðafjörðinn speglast skemmtilega í súlunum.

Hins vegar er það Eldfjalla-safnið sem er opið daglega á sumrin. Safnið er mjög fjölbreytt þar sem m.a. er alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos. Einnig munir, forngripir, minjar og steinteg-undir úr einstöku safni Haraldar Sigurðssonar prófessors sem hefur stundað eldfjallarannsókn-ir í yfir 40 ár um allan heim. Í Eldfjallasafninu eru kynningar eða erindi flutt af Haraldi á ís-lensku og ensku, um eldgos og áhrif þeirra ásamt fræðslu um

jarðfræði sem hentar fólki og nemendum með litla eða enga þekkingu á þessu sviði.

Fjölbreytt afþreyingGlæsileg sundlaug er í Stykkis-hólmi og þar er meðal annars boðið upp á 25 metra útisund-laug, risarennibraut, innisund-laug og heita potta með sérstak-lega vottuðu vatni vegna eigin-

leika þess til að vinna á ýmsum húðsjúkdómum. Þá er einn af glæsilegustu 9 holu golfvöllum landsins við tjaldsvæðið. Versl-unin og vinnustofan Leir 7, sem vinnur muni úr íslenskum leir, tekur á móti allt að 40 manna hópum í bláskeljasmakk. Þeir sem vilja komast á sjó geta tekið ferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms

og Brjánslækur með viðkomu í Flatey. Sæferðir og Ocean Safari bjóða upp á daglegar skoðunar og ævintýraferðir um hinar ótelj-andi eyjar Breiðafjarðar þar sem hugað er að náttúru og fuglalífi.

Verslun og þjónustaVerslun og þjónusta í Stykkis-hólmi er fjölbreytt. Þar er lág-vöruverðsverslun, bakarí, sjoppa, bensínstöðvar og ÁTVR. Auk þess er bókabúð, byggingavöru-verslun, blómabúð, fataverslun, gjafavöruverslun og ýmislegt fleira. Einnig eru í bænum fyrir-tæki sem þjónusta bíla og báta, svo og bílaleiga. Þá eru góð veit-inga- og kaffihús í bænum. Þeir sem vilja slaka á og láta dekra við sig geta gert það með góðu móti því í Stykkishólmi eru hár-greiðslu-, snyrti- og nuddstofur. Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í og við bæinn; hótel, gistiheimili, farfuglaheimili og sumarhús. Þá er 5 stjörnu tjaldsvæði staðsett við golfvöllinn og er öll almenn þjónusta í göngufæri við það. Nýtt og glæsilegt þjónustuhús er við tjaldstæðið og aðstaða fyrir felli- og hjólhýsi svo og húsbíla eins og best verður á kosið. Á tjaldsvæðinu og í nágrenni þess er opið samband við internetið.

stykkisholmur.is

Mörg falleg gömul hús má sjá í miðbæ Stykkishólms.

Umhverfi golfaranna verður varla fegurra en við Breiðafjörðinn.

Stykkishólmur – bærinn við eyjarnar

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 13

Page 14: Ævintýralandið

V E S T U R L A N D

Sveitarfélagið Snæfellsbær liggur á sunnan- og utanverðu Snæ-fellsnesi og hringar sig um Snæ-fellsjökul. Bæjarmörkin á sunn-anverðu nesinu eru í Staðarsveit, rétt vestan við Vegamót, en að norðan liggja þau um Búlands-höfða. Bæjarfélagið er um 680 ferkílómetrar að stærð og íbúar þess eru um 1.800. Þjóðgarður-inn Snæfellsjökull tekur yfir 170 ferkílómetra yst á Snæfellsnesi og nær frá Dagverðará að Gufu-skálum og er eini þjóðgarðurinn á Íslandi sem nær að sjó. Einnig eru strendurnar við Arnarstapa og Hellnar friðaðar og Búða-hraun er friðland. Engin byggð er innan þjóðgarðsins og því eru víðáttumikil, óbyggð svæði inn-an sveitarfélagsins þar sem auð-velt er að komast í snertingu við óspillta náttúru.

Að „graðga í sig fisk“ Auðvelt er að ferðast um Snæ-fellsbæ þar sem malbikaður hringvegur liggur um Snæfells-nes, auk þess sem hægt er að þvera nesið og fara yfir fjallgarð-inn, bæði um Fróðárheiði og Vatnaleið. Einnig er hægt að aka um Eysteinsdal og Jökulháls yfir sumartímann.

Margar þekktar þjóðleiðir liggja líka víða um svæðið, bæði með ströndinni og um fjallgarð-inn, og nýtast vel til útivistar fyr-ir göngufólk og í hestaferðir. Fjölbreytt ferðaþjónusta er í Snæfellsbæ, þar sem boðið er upp á gistingu, mat og dægra-dvöl af ýmsum toga. Veitingaað-ilar hafa lagt sig fram um það að bjóða upp á mat af heimaslóð þar sem fiskur er í hávegum hafður og hver fiskisúpan topp-ar aðra á veitingastöðunum. Það er því vel þess virði að taka „súpurúnt“ fyrir Jökul og smakka ýmsar útgáfur af fiski-súpu eða „graðga í sig fisk“ þótt það hafi ekki þótt mönnum bjóðandi í „Kristnihaldi undir jökli“. Þetta landsvæði hefur ver-ið mörgum listamanninum inn-blástur og má þar nefna Laxnes, Kjarval og Collingwood.

Snæfellsjökull og stórbrotin náttúraÞað sem einkennir Snæfellsbæ öðru fremur er fjölbreytt lands-lag og sú stórkostlega náttúra sem þar er að finna. Stutt er frá fjalli til fjöru og þjóðvegurinn liggur um fornan ölduhrygg og hraunbreiður svo víða sést mjög vel yfir og útsýnið er bæði fjöl-breytt og fagurt. Þar ber hæst Snæfellsjökul, en fjallgarðurinn sem að honum liggur er ekki síður svipmikill og státar af fjöl-breytni bæði í form- og jarð-fræði. Frá jarðfræðilegu sjónar-miði þykir þetta svæði sérstakt hvað fjölbreytileika varðar. Þar eru gróin tún og engi, stórbrotn-ar hraunbreiður sem eru ólíkar að útliti, lögun og gróðri, fjöldi eldgíga af ýmsum gerðum, fjöl-breytt úrval hella, fossar og læk-ir, vötn og ár sem geyma silung og lax. Strandlengja sveitar-félagsins er líka fjölbreytt, en þar má finna gullnar skeljasand-sfjörur og svartar strendur, slíp-aða steina og sorfið fjörugrjót eða hraunmyndanir, stórbrotna

kletta, björg og stuðlaberg. Þar finnast bæði lygnar víkur og beljandi brim, selir og fjölbreytt fuglalíf, gjöful fiskimið og stund-um sjást hvalir velta sér í hafinu fyrir utan ströndina.

Fræðst um söguna í gönguferð-umGott aðgengi er að landi og sjó, bæði gönguleiðir og vegir sem auðvelda ferðamönnum að njóta alls þess sem náttúran í Snæ-fellsbæ hefur að bjóða. Svæðið er ríkt af sögu, bæði minjum sem marka spor þeirra sem á

undan gengu um þetta land, en einnig eru til margar sögur sem finnast bæði í munnmælum og á prenti um menn og ýmsar verur og vætti sem átt hafa leið um þetta svæði eða eru þar enn. Yfir sumartímann eru í boði skipulagðar gönguferðir um frið-löndin og hægt er að fá sögu-fylgd heimamanna um svæðið, auk þess sem landverðir leið-segja fólki í þjóðgarðinum og bjóða upp á ferðir í Vatnshelli. Þá má einnig finna bæði heitt og kalt ölkelduvatn í Snæfellsbæ sem sögur segja að sé mjög

heilsusamlegt til baða og inn-töku, en lítil laug með heitu öl-kelduvatni er að Lýsuhóli. Einn-ig telja margir að kraftur streymi frá Snæfellsjökli sem eflir mönn-um dáð og dug, en boðið er upp á ferðir á Jökulinn á þeim tímum sem það er óhætt. Einnig er hægt að fara í hestaferðir um fjöll og fjörur og upplifa þannig náttúru Snæfellsbæjar.

Margt að sjá og njótaHvar sem farið er í Snæfellsbæ er margt að sjá og njóta fyrir ferðamenn. Fjörurnar eru hafsjór útaf fyrir sig og t.d. má sjá seli við Ytri-Tungu og víðar, 9 holu golfvöllur er í Görðum, skoða má timburkirkjuna á Búðum, hægt er að hverfa inn í bergið í Rauðfeldargjá eða spá í sögusvið Kristnihalds Halldórs Laxness. Sjávarplássin Arnarstapi og Hellnar er vert að skoða og til-valið að fara göngustíginn frá Arnarstapa að Hellnum en ein-mitt þar er gestastofa og upplýs-ingamiðstöð Þjóðgarðsins Snæ-fellsjökuls. Aðalsmerki hans er fjölbreytt og ósnert náttúra en boðið er upp á ferðir með leið-sögn um þjóðgarðinn yfir sum-armánuðina.

Annar stærsti þéttbýlisstaður-inn á Snæfellsnesi er Ólafsvík þar sem búa um 1000 manns. Bæjarstæðið er fagurt og margt að skoða í náttúrunni umhverfis bæinn. Í bænum er kirkja í ein-stökum byggingarstíl og í mið-

bænum sjómannagarður – sá fyrsti hér á landi. Gestir Ólafs-víkur ættu ekki að láta verslun-ar- og verkháttasafnið í „Gamla Pakkhúsinu“ framhjá sér fara en það var reist árið 1844. Þar er handverkssala íbúa Snæfellsbæj-ar og við Pakkhúsið er Upplýs-ingamiðstöð sveitarfélagsins.

Í Ólafsvík eru verslanir, mat-sölustaðir, sundlaug, heilsugæsla og ýmis önnur þjónusta auk þess sem hægt er að fara í hvalaskoðun, sjóstöng, skotveiði og ýmsar sérsniðnar útsýnisferð-ir. Sagt er að Hellissandur hafi verið fyrsti byggðakjarninn hér á landi sem kalla hafi mátt sjávar-þorp. Útræði þaðan á sér langa sögu og í bænum er Sjóminja-safn sem geymir muni úr sögu árabátaútgerðar undir Jökli. Vert er einnig að skoða útilistaverkin á Hellissandi; höggmyndina „Jöklara“ eftir Ragnar Kjarans-son, „Beðið í von“ eftir Grím Marinó Steindórsson og „Sigl-ingu“ eftir Jón Gunnar Árnason.

Þeir sem kjósa að skoða fjöl-skrúðugt fuglalíf ættu að leggja leið sína til Rifs en þar hefur verið komið upp ágætri aðstöðu til fuglaskoðunar við Rifós. Um 170 manns búa á Rifi og er þar öflug útgerð og blómleg fisk-vinnsla. Gott kaffihús er á staðn-um, gistiheimili, matvöru-, bygg-inga- og handavinnuverslun, ásamt fleiru.

snb.is

Snæfellsjökulshlaupið er árviss viðburður í Snæfellsbæ. Hlaupið verður haldið í þriðja sinn þann 29. júní en góð þátttaka hefur verið í því. Hlaupaleiðin er um 22 km en hlaupararnir eru ræstir frá Arnarstapa og hlaupa þeir yfir Jökuháls til Ólafsvíkur. Snæfellsjökull hjálpar að sjálf-sögðu upp á orkubúskap hlauparanna en mikil náttúrufegurð umvefur þátttakendur á leiðinni.

Reiðtúr á Löngufjörum.

Fjörurnar eru heillandi heimur fyrir yngstu kynslóðina.

Timburkirkjan á Búðum.

Snæfellsbær – þar sem jökulinn ber við loft ...V E S T U R L A N D14 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 15: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 15

Page 16: Ævintýralandið

Edduveröld, nýtt veitinga- og kaffihús í gömlu verslunar- og pakkhúsunum í svokallaðri Eng-lendingavík í Borgarnesi, opnaði formlega fyrir rúmum tveimur mánuðum. Athafnakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Jó-hanna Erla Jónsdóttir ráða ríkj-um í Edduveröld.

Húsin í Englendingavík eiga sér merka sögu en þar var með-al annars starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga í fjölmörg ár um miðbik síðustu aldar. „Fólk er

ánægt með að komið sé líf í Englendingavík á nýjan leik. Við finnum fyrir mikilli jákvæðni í samfélaginu og það gefur okkur góð fyrirheit um framhaldið,“ segir Guðrún. Hún segir boðið upp á heimagerðan mat sem unninn sé frá grunni og að leit-ast sé við að nýta hráefni úr hér-aði.

Í Edduveröld er einnig að finna vinnustofur handverks-fólks ásamt galleríi í anda nor-rænnar goðafræði og því eiga

gestir staðarins þess kost að skoða þar margt fróðlegt. Þar er m.a. sýning um „Níu heima

goðafræðinnar“ sem staðsett er í Skíðblaðni, skipi Freys (neðra pakkhúsi). Sýningin er byggð á listaverki eftir Hauk Halldórsson listamann. Þar fara gestir um 25 m2 líkan með hljóðleiðsögn.

Edduveröld er opin frá kl. 10-

23 á sunnudögum til og með fimmtudögum en á föstudögum og laugardögum frá kl. 10 á morgnana til 01 eftir miðnætti.

edduverold.is

V E S T U R L A N D

Ný og glæsileg sýning í Snorrastofu í Reykholti

Gömlu verslunar- og pakkhúsin í Englendingavík sem nú hýsa Edduveröld.

Líkanið „Níu heimar goðafræðinnar“ eftir Hauk Halldórsson í Skíð-blaðni. Ljósmyndir: Skessuhorn.

Edduveröld opnuð í Englendingavík

Ný og glæsileg sýning um Snorra Sturluson (1179-1241) var opnuð í Snorrastofu í Reykholti í mars síðastliðnum. Sýningin miðlar í máli og myndum ævi Snorra, umhverfi hans og sam-tíð. Snorrastofa í Reykholti stendur fyrir sýningunni og starfsfólk stofnunarinnar veitir upplýsingar og leiðsögn um hana. Jónína Eiríksdóttir er verk-efnisstjóri við Snorrastofu.

Jónína segir að við sama tækifæri og nýja sýningin var opnuð hafi verið fagnað upp-setningu og merkingu legsteina úr Reykholtskirkjugarði. „Þetta eru það sem kallaðir hafa verið Húsafellssteinar en nafnið er dregið af þeim sem hjuggu þá og unnu en þeir voru allir Hús-fellingar,“ segir Jónína. Í anddyri Gestastofunnar á jarðhæð Reyk-holtskirkju-Snorrastofu er einnig ljósmyndasýning Guðlaugs Ósk-arssonar, Perlur í Reykholtsdal.

Fjölþætt þjónusta og fræðslaSnorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu og þar er auk sýninga boðið upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reyk-holt. Þar er einnig rekin verslun með bókum, hljómdiskum og ís-lensku handverki. Gestastofa veitir almenna upplýsingaþjón-ustu, sér um tónleikahald og annast útleigu á aðstöðu Reyk-holtskirkju-Snorrastofu. Gesta-stofa er opin alla daga sumarsins

frá 1. maí kl. 10-18 og virka daga kl. 10-17 að vetrarlagi. Að-gangur að sýningunni Saga Snorra er kr. 1000, börn að 16 ára aldri, í fylgd með fullorðn-um, greiða ekki aðgangseyri.

Höfuðbólið ReykholtReykholt í Borgarfirði er eitt af fornum höfuðbólum Íslands og menningarsetur í fortíð og nútíð. Meðal elstu varðveittra mann-virkja á Íslandi er Snorralaug og

stokkar sem veita vatni í hana úr hvernum Skriflu. Saga Íslands tengist Reykholti órofa böndum. Þekktasti rithöfundur Íslendinga um allan heim er án nokkurs vafa sagnaritarinn og skáldið Snorri Sturluson. Snorri skrifaði Heimskringlu, sögu Noregskon-unga, Eddu, ómetanlegar heim-ildir um norræna goðafræði og kveðskap og líklega einnig Egils sögu.

snorrastofa.is

Opnuð hefur verið glæsileg sýning í Reykholti um Snorra Sturluson og veitir starfsfólk Snorrastofu allar upplýsingar og leiðsögn um hana.

Vígásarnir sem marka gáttir sýn-ingarinnar um Snorra eru gerðir í samræmi við hefðbundin minni í myndlist miðalda; hið klassíska minni um Sigurð Fáfnisbana og síðan kunnar handritalýsingar sem eru hafðar að fyrirmynd. Mynd: Guðlaugur Óskarsson

Hafið heillar og við sjávarsíðuna á Vesturlandi er að finna margt forvitnilegt til afþreyingar. Frá Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík er hægt að fara í báts-ferðir og virða fyrir sér fuglalífið og náttúruna, skoða hvali eða renna fyrir fisk. Fyrir þá sem kunna betur við sig á föstu landi er upplagt að fá sér gönguferð við sjávarsíðuna, anda að sér fersku lofti og dást að landslag-inu. Gönguleiðin meðfram ströndinni milli Arnarstapa og Hellna er til dæmis einstaklega skemmtileg þar sem samspil sjávarniðar, hrauns, einstakra klettamyndana og iðandi fugla-lífs skapar stórbrotna upplifun. Hestaferðir eftir Löngufjörum eru líka afar vinsælar og er mik-ið ævintýri að þeysa eftir þess-um víðáttumiklu, gulu söndum í góðum félagsskap manna og hesta.

Víða má njóta lífsins við sól- og sjóböð við sjávarsíðuna á Vesturlandi. Má þar nefna Langasand á Akranesi sem er talin ein besta baðströnd lands-ins. Þar er að finna útisturtur, salernisaðstöðu og veitingasölu og á góðviðrisdögum er ljúft að njóta lífsins á Langasandi. Einnig

er áhugasömum boðið upp á að skella sér í sjósund með vönu fólki úr Sjóðbaðsfélagi Akraness frá Langasandi.

Á nokkrum sveitabæjum á Vesturlandi stendur fólki til boða að koma í heimsókn og kíkja í fjárhús eða fjós og fylgjast með lífinu á bænum. Á Bjarteyj-arsandi í Hvalfirði er til dæmis hægt að komast í kynni við sauðfé, svín, landnámshænur og fleiri dýr og að Háafelli á Hvítár-

síðu gefst tækifæri til að kynnast íslenskum geitum. Í Dölum er vinsælt að heimsækja Rjómabúið Erpsstaði, skoða fjósið og bragða á ljúffengum afurðum sem þar eru framleiddar. Hesta-leigur eru einnig fjölmargar víðs-vegar um Vesturland.

vesturland.is

Til sjávar og sveita á Vesturlandi:

Bátsferðir, strandlíf og sveitaheimsóknir

Sveitasælan er heillandi.

16 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 17: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 17

Íslensku Alparnir í Faxafeni 8 í Reykjavík er verslun sem byggir á traustum vörumerkjum, fag-þekkingu og góðri ráðgjöf til viðskiptavina, hvort sem þeir eru að fara í fjöruferð, á göngu-stígarölt, fjallgöngu eða í útileigu með fjölskyldunni. Verslunin varð nýlega tíu ára gömul og segir Guðmundur Gunnlaugs-son, framkvæmdastjóri, að lögð sé áhersla á heilsárs vörulínu, hvort sem er til gönguferða að sumar- og vetrarlagi eða skíða-iðkunar.

Guðmundur segir að gríðar-legur vöxtur hafi orðið í útivist og gönguferðum í kjölfar efna-hagsáfallsins á Íslandi. Atvinna hafi minnkað og til að fylla tóm-ið sem myndaðist hafi margir sótt í þá fjölmörgu gönguhópa sem urðu til víða um land.

„Það byrjuðu hundruðir manna að ganga í hverri einustu viku, fólk sem áður hafði ekki stundað göngur,“ segir Guð-mundur en samhliða þessu jókst sala á fatnaði og skóm til gönguferða, jafnt langra sem stuttra. Og þar er af mörgu að taka í Íslensku Ölpunum. Versl-unin hefur einnig á boðstólum alla gerðir af tjöldum. Guð-mundur segir mikla aukningu hafa orðið í sölu á hústjöldum í kjölfar hrunsins.

Verslunin er með fjölmörg heimsþekkt merki á boðstólum, eins og Salomon bakpoka, Ato-mic og Salomon skíði, fatnað og göngu- og hlaupaskó frá Salom-on og útivistarfatnað frá Mo-untain Equipment, svo fátt eitt sé nefnt. Verslunin er á tveimur hæðum yfir sumartímann. Á neðri hæðinni er allt til almennr-ar útivistar og ferðalaga en á efri hæðinni eru uppsett tjöld í öll-um gerðum og stærðum.

Fimm fingra skórnir og mann-broddarEin af sérstakari vörunum hjá Ís-lensku Ölpunum eru skór sem kallast Five Fingers. Þeir eru framleiddir af Vibram. Þetta eru skór sem laga sig fullkomlega að fætinum og reyna á 24-27 vöðva á móti einungis sjö vöðv-um þegar æft er í hefðbundnum íþróttaskóm. Skórnir henta vel í ræktina, Bootcamp, Crossfit, jóga, lyftingar, sjósund, á kajak, uppá fjöll, út að hlaupa eða jafnvel í vinnuna.

Á tímabilinu október 2012 fram til mars á þessu ári seldu Íslensku Alparnir þúsundir para af Kahtoola keðjubroddum og segir Guðmundur þetta benda til þess að mikill fjöldi séu að ganga á fjöll hér á landi að vetr-arlagi.

alparnir.is

Guðmundur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Íslensku Alpanna, segir gríðarlegan vöxt vera í útivist og gönguferðum á Íslandi.

Five Fingers skórnir eru óvenjulegir í lögun og þjálfa upp allt að 27 vöðva.

Heilsárs vörulína fyrir útivistar- og ferðafólk

Snæfellsbær

Upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar – Tourist information centre – Kirkjutún 2 - Ólafsvík, Snæfellsbær - ( 433 6929 - [email protected] – www.snb.is - www.facebook.com/snaefellsbaer

Þar sem jökulinn ber við loft...

Fjölbreytt tjaldsvæði...

Ævintýri líkast...

Undirheimar...

leiðin að m

iðju jarða

r?...

Frábærar gönguleiðir...

Frábærar fjörur í Snæfellsbæ

...

Öðruvísi

laug m

eð heitu

ölkeldu

vatni...

Ótrúlegt útsýni...

Fékk þann stóra...

Page 18: Ævintýralandið

18 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Íslensku ofurhugarnir fjórir sem lögðu upp frá Kristiansand í Noregi 17. maí á úthafsróðrar-bátnum Auði eiga nú að vera við það að taka land í Orkneyj-um, eða jafnvel komnir þangað. Þeir hafa þá lagt að baki fyrsta áfangann af þremur á leið sinni frá Noregi til Íslands. Þeir Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eð-varðsson, Kjartan Jakob Hauks-son og Svanur Wilcox áætla að vera 2-3 mánuði á leiðinni og takist þeim ætlunarverk sitt – að verða fyrstir allra til að róa þessa leið – skrá þeir nöfn sín á spjöld sögunnar og komst í heimsmeta-bók Guinness!

Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið á annað ár og sagði Eyþór í samtali stuttu fyrir brott-för að þeir hafi allir sínar ástæð-ur fyrir því að takast þessa ævin-týraför á hendur. „Hjá mér byrj-að þetta eiginlega vegna áhuga á örnefnum í Noregi, Skotlandi, Færeyjum og Íslandi en Kjartan, sem réri einn í kringum Ísland árið 2005, var búinn að ganga með í maganum í mörg ár að róa þessa leið. Leiðir okkar félaganna lágu svo saman í róðr-inum þar sem við höfum m.a. í mörg ár verið að æfa og taka þátt í Sjómannadagsróðrar-keppnum,“ sagði Eyþór.

Íþróttaafrek á heimsmæli-kvarðaTakist þeim félögum að róa frá Noregi til Íslands með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum verð-ur það íþróttaafrek á heimsmæli-kvarða. „Margir kalla úthafsróð-ur hina nýja Everestáskorun og þó svo nokkrir hafi reynt, hefur

engum enn tekist að róa þessa leið,“ sagði Eyþór og bætti við að einnig vilji þeir með þessari ferð draga fram áhugaverðar sögulegar tengingar milli land-ananna. Leiðangurinn ber enda yfirskriftina „Í kjölfar forfeðr-anna“ og róðrarbáturinn fékk nafnið Auður, í höfuðið á land-námskonunni Auði djúpúðgu. „Við ætlum að róa að mestu leyti sömu leið og hún sigldi á sínum tíma og vera með upp-ákomur á stöðunum þar sem við komum við og kynna söguleg tengsl þessara svæða.“

Njóta stuðnings fjölda fyrir-tækja„Það gefur auga leið að svona ævintýri kostar sitt,“ svarar Ey-þór, aðspurður um hvernig þeir fjármagni leiðangurinn. Þar njóta þeir fjárstuðnings fjölmargra fyr-irtækja og sérlegur verndari leið-angursins er forsetafrú Íslands. „Langstærsti styrktaraðilinn okk-ar eru Samskip og það er held ég á engan hallað þó ég segi að það er stuðningur þeirra sem gerir gæfumuninn og gerir okk-ur í raun kleift að láta þennan draum okkar rætast .“ Nefnir hann sem dæmi flutning á róðr-arbátnum góða frá Hollandi, þar sem hann var sérhannaður og smíðaður, til Íslands og síðan Noregs, sem og dýrmæta þekk-ingu Samskipa og dótturfélags-ins Jóna Transport varðandi flutninga á séríslenskum kosti, matvælum og fleiru, landa á milli. „Allar þessar flutnings- og tollareglugerðir eru frumskógur og þá er gott að eiga svona hauka í horni!“

Heimildarmynd verður gerð um leiðangurinn og hægt er að fylgjast með gangi mála frá degi til dags hjá ofurhugunum fjórum á Facebook, www.facebook.com/northatlanticrow, og á heimasíðunni www.northatlan-ticrow.com. Gangi þeim vel er

til skoðunar að framlengja leið-angurinn og freista þess að fara í kjölfar víkinganna og róa frá Íslandi til Ameríku með við-komu á Grænlandi. Eyþór segir ekki tímabært að slá neinu föstu um þetta, fyrst ætli þeir að ljúka þessum áfanga. „Það er helst að

veður geti sett strik í reikninginn hjá okkur en við erum bjartsýnir á að þetta takist og trúum bara á mátt okkar og megin!“

northatlanticrow.com

Ofurhugarnir Einar Örn, Eyþór, Kjartan Jakob og Svanur prófa farkostinn góða, úthafsróðrarbátinn Auði, sem nefndur er eftir landnámskonunni Auði djúpúðgu.

Í kjölfar forfeðranna – hin nýja Everestáskorun!

Mynd: Ari Magg

Bíldudalur

Reykjavík

Gjögur

Vestmannaeyjar

Höfn

Húsavík

Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug

Bókaðu flugið á ernir.isalltaf ódýrara á netinu

Flugfélagið Ernir | Reykjavíkurflugvelli | 101 Reykjavíksími: 562 2640 | netfang: [email protected] | veffang: ernir.is

Page 19: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 19

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir.

Montana er einnig til með 5MP myndavél.

Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

112

120

Janusbúðirnar á Laugavegi 25 í Reykjavík og Hafnarstræti 99-101 á Akureyri eru einstæðar að því leyti að þær selja eingöngu vörur frá einum framleiðanda, verksmiðjunni Janusfabrikken AS, sem er í Espeland í Noregi, sem framleiðir ullarfatnað undir vörumerkjunum JANUS og IRIS. Janusbúðirnar sérhæfa sig í sölu á þessum þekkta fatnaði, sem framleiddur er úr merino-ull. Fatnaðurinn hefur notið mikilla vinsælda hér á landi allt frá því fyrsta verslunin var opnuð árið 2005.

Reksturinn hófst í 30 fermetra húsnæði á Barónsstíg 3. Strax þremur mánuðum seinna var húsnæðið orðið of lítið og í framhaldinu verslunin stækkuð um helming. Janus vörurnar nutu strax mikilla vinsælda og enn þrengdi að rekstrinum. Árið 2009 var verslunin því flutt í stærra húsnæði að Laugavegi 25, en árið 2007 hafði verið opnuð Janusbúð í Amaróhúsinu á Akur-eyri.

Verslanirnar eru í eigu hjónanna Margretu Björke og Heiðars V. Viggóssonar. „Þetta er mjög þekkt vara í Noregi og orðin það líka á Íslandi núna. Verksmiðjan í Noregi var sett á fót árið 1895 við bæjarlækinn sem var virkjaður til að knýja verksmiðjuna,“ segir Heiðar.

Fötin í útivistinaJANUS fötin eru prjónuð úr merino-ull sem er er af Merino sauðfé, sem er alið eingöngu til ullarframleiðslu. Ullin í flíkum Janusbúðarinnar kemur frá Nýja Sjálandi og prjónað er úr henni í Noregi. Merino-ullin er mjúk og stingur ekki. Í Janusbúðinni er boðið upp á ullarnærföt fyrir alla aldurshópa, allt frá fæðingu til fullorðinna, milliklæðnaður fyrir börn og fullorðna, t.d. leik-gallar fyrir leikskólabörn og jakka og buxur, sem henta vel til skokks og annarrar útiveru.

JANUS vörumerkið býður einnig upp á sérstakan eldtefj-andi nærfatnað fyrir alla þá sem þurfa á slíkri vörn að halda, t.d. slökkvilið, lögreglu, björgunar-sveitir, málmiðnaðarmenn o.fl.

„Við seljum mest af barnaföt-um en þessi vara er einnig mjög eftirsótt af útvistarfólki og ferða-löngum. Margir nota fatnaðinn dagsdaglega því ullin hefur þann eiginleika halda líkaman-um heitum jafnvel þótt þú svitn-ir, ólíkt t.d. bómullinni. Margir kjósa því þessar vörur til útivist-ar, fjallgöngu og til veiði,“ segir Heiðar.

janusbudin.is

Hjónin Margreta Björke og Heiðar V. Viggósson, eigendur sérverslunar-innar Janusbúðin.

Mikið úrval nærfatnaðar og fatnaðar á ungbörn og börn á leikskólaaldri er að finna í Janusbúðunum.

Janusbúðirnar selja gæðafatnað úr merino-ull

Page 20: Ævintýralandið

20 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Vatnajökulsþjóðgarður var stofn-aður 7. júní árið 2008 og er því með yngstu náttúruverndar-svæðum landsins. Við stofnun var flatarmál Vatnajökulsþjóð-garðs um 10.700 km2. Vorið 2013 hafði garðurinn verið stækkaður fjórum sinnum frá stofnun og spannaði þá um 13.918 km2.

Þjóðgarður er friðlýst svæði sem telst sérstætt vegna náttúru-fars eða sögulegrar helgi sem á því hvílir svo að ástæða þykir til að varðveita það með náttúrufari sínu og veita almenningi aðgang eftir tilteknum reglum.

Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs er mótuð af átökum jökuls og eldvirkni. Þetta skapar honum mikla sérstöðu meðal þjóðgarða heimsins. Vatnajökull er stærsti hveljökull Evrópu, a.m.k. utan Svalbarða og hann liggur að miklu leyti á gliðnunar- og gos-beltinu sem gengur í gegnum landið frá suðvestri til norðaust-urs. Undir jöklinum eru sjö meg-ineldstöðvar, þar á meðal tvær af virkustu eldstöðvum landsins, Grímsvötn og Bárðarbunga.

Nokkrir þekktir staðir Vatna-jökulsþjóðgarðs eru Jökulsár-gljúfur, Hljóðaklettar, Hólma-tungur, Dettifoss, Herðubreiðar-lindir, Herðubreið, Askja, Víti, Hvannalindir, Kverkfjöll, Snæ-fell, Eyjabakkar, Hoffellsdalur, Breiðamerkurlón, Öræfajökull, Hvannadalshnjúkur, Skaftafell, Morsárdalur, Lakagígar, Langi-sjór, Eldgjá, Jökulheimar, Helj-argjá, Vonarskarð, Tungnafells-jökull, Nýidalur og Trölladyngja.

Sex gestastofur eru fyrirhug-aðar í þjóðgarðinum: á Mývatni, í Ásbyrgi, á Skriðuklaustri, á Höfn í Hornafirði, í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri. Þrjár þess-ara gestastofa eru þegar starf-ræktar, þ.e. Gljúfrastofa í Ás-byrgi, Snæfellsstofa á Skriðu-klaustri og Skaftafellsstofa í Skaftafelli. Fjórða gestastofan verður opnuð í Gömlu búð á Höfn í Hornarfirði á fimm ára af-mæli garðsins 7. júní næstkom-andi og stefnt að opnun hinnar fimmtu á Kirkjubæjarklaustri árið 2015. Landvörslustöðvar eru m.a. í Ásbyrgi, Herðubreiðarlindum, Öskju, Hvannalindum, við Snæ-fell, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, í Lóni, Skaftafelli, Blágiljum við Lakagíga, Hólaskjóli á Fjallabaks-leið og Nýjadal á Sprengisandi.

Ferðamennska í þjóðgarðinumEkki eru til nákvæmar tölur um heimsóknir ferðamanna í Vatna-jökulsþjóðgarð, enda fjölmargar innkomuleiðir í garðinn og ógerlegt að fylgjast með þeim öllum. Nokkuð áreiðanlegar áætlanir eru þó til um fjöldann og hvernig hann greinist á mis-munandi staði innan þjóðgarðs-ins. Samkvæmt þeim var heild-arfjöldi ferðamanna í Vatnajök-ulsþjóðgarði 343 þúsund árið 2012 og hafði þá fjölgað úr 213 þúsund árið 2005 eða um 61% á sjö árum. Þar af hafði Íslending-um fjölgað um 43% en erlend-um ferðamönnum um 71%.

Áætlað er að um 38% lands-manna hafi komið á staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2012. Af einstökum stöðum innan garðsins eða í jaðri hans heim-sóttu flestir Íslendingar Jökulsár-

lón árið 2012, um 74 þúsund. Þá er áætlað að 57 Íslendingar hafi komið í Skaftafell, 40 þúsund í Ásbyrgi og að Dettifossi, 14 þús-und að Snæfelli, 10 þúsund að Öskju og 9 þúsund í Eldgjá, 7 þúsund í Lakagíga og 6 þúsund að Langasjó og í Kverkfjöll.

Flestir erlendir gestir heim-sækja Skaftafell og Jökulsárlón, um 197 þúsund árið 2012 (29% gesta til landsins). Það ár er jafn-framt áætlað að 130 þúsund hafi heimsótt Dettifoss eða Jökulsár-gljúfur, 29 þúsund Lakagíga, Langasjó og Eldgjá og önnur

svæði vestan jökuls og um 17 þúsund Snæfellsöræfi og önnur svæði í norðaustanverðum þjóð-garðinum. Tæp 70% af öllum gestum 2012 voru útlendingar en það hlutfall var talsvert mis-munandi eftir stöðum. Í Skafta-felli og Dettifossi voru útlend-

ingar um 75%. Hlutfall Íslend-inga og útlendinga var svipað við Snæfell og í Kverkfjöllum en við Langasjó voru Íslendingar fleiri en erlendir gestir.

vatnajokulsthjodgardur.is

Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur eldkeilunnar undir Öræfajökli og jafnframt hæsti tindur Íslands. Samkvæmt nýjustu mælingu er hæð hans 2.109,6 metrar yfir sjávarmáli. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.

Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 45 m hár og rúmlega 100 m breiður, hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem Náttúru-vætti af Umhverfisstofnun.

Mynd: Guðmundur Ögmundsson.

Yfir 60% fjölgun gesta á sjö árum

Hollvinasamtökin Vinir Vatnajök-uls voru stofnuð 21. júní 2009, ári eftir stofnun Vatnajökulsþjóð-garðs. Hlutverk þeirra er m.a. að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf þann-ig að sem flestir geti notið nátt-úru og sögu Vatnajökulsþjóð-garðs. Ennfremur að styðja við uppbyggingu þjóðgarðsins í samráði við stjórn hans og með samstarfi við innlenda og er-lenda hagsmunaaðila.

Samtökin hafa frá stofnun veitt um 150 milljónum króna til styrktar sextíu og tveimur verk-efnum. Alcoa Fjarðaál, Lands-virkjun og Íslensk erfðagreining hafa verið megin fjárhagslegir bakhjarlar Vinanna frá upphafi og má reyndar rekja hugmynd-ina að stofnun samtakanna til samstarfsins við Alcoa Fjarðaál en Alcoa fyrirtækjasamsteypan hefur um árabil styrkt margvís-leg þjóðgarða- og landverndar-verkefni víða um heim. Þegar Vatnajökulsþjóðgarður var í undirbúningi beittu Alcoa á Ís-landi og Landsvirkjun sér fyrir því að hingað kom erlendur sér-fræðingur sem kynnti sér svæðið og skilaði í framhaldinu skýrslu með tillögum um hvernig best væri að standa að stofnun holl-vinasamtaka og hvernig styrk-veitingar þeirra kæmu að sem bestum notum. Alcoa Founda-tion í Pittisburg, styrkti árið 2011 stofnunina the American-Scand-inavian foundation til að bjóða 15 Íslendingum í námsferðir til Bandaríkjanna, þar sem kynntur var rekstur og samstarf þjóð-garða og hollvinasamtaka þar í landi. „Þetta voru gríðarlega mikilvægar og lærdómsríkar ferðir fyrir okkur sem höfum verið að fikra okkur áfram með samstarf Vina Vatnajökuls og

Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir Kristbjörg Hjaltadóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri samtak-anna frá upphafi. Hún segir að

þarna hafi þau m.a. kynnst nokkrum þeirra vandamála sem garðarnir í Bandaríkjunum hafi helst glímt við og hvernig holl-

vinasamtök á hverjum stað hafi brugðist við þeim.

Fjölbreytt verkefniKristbjörg segir verkefni sem samtökin styrkja fyrst og fremst mótast af þörf og þeim umsókn-um sem berast hverju sinni. Meðal verkefna sem samtökin hafa sjálf ráðist í má nefna rit Hjörleifs Guttormssonar, Leið-sögn um Vatnajökulsþjóðgarð en það er bók í handhægu broti sem gefin var út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku og er ætlað að auðvelda fólki að ná yfirsýn yfir þetta stóra svæði og þær fjölmörgu gersemar sem það hefur að geyma. Þá hafa verið veittir styrkir til rannsókna sem miða að því að fylgjast með hvernig íbúum á svæðinu líður í nábýli við þjóðgarðinn auk þess sem gerð hefur verið úttekt á stígum og ferðamannastöðum innan þjóðgarðsins. Á næstunni gefa Vinirnir út bókina Upplifðu nátt-úru Vatnajökulsþjóðgarðs með barninu þínu. Bókin er ætluð foreldrum og börnum og er af-rakstur verkefnis sem samtökin styrktu árið 2011. Litli landvörð-urinn eru ný hefti fyrir börn sem heimsækja þjóðgarðinn, afrakst-ur samstarfs Vinanna og starfs-manna þjóðgarðsins. Auk þess eru í vinnslu stuttmyndir og sjónvarpsþættir um þjóðgarðinn sem Vinirnir styrktu, svo fátt eitt sé nefnt. Kristbjörg segir mikil-vægt að vanda mjög undirbún-ing allra verkefna og að færast ekki meira í fang hverju sinni en fyrirsjáanlegt er að menn ráði við.

vinirvatnajokuls.is

Vinir Vatnajökuls – hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs:

Hafa veitt 150 milljónum króna til styrkt-ar rannsóknum og fræðslu í þjóðgarðinum

Lakagígar eru ein af náttúruperlunum í Vatnajökulsþjóðgarði. Mynd: Helga Davids

Kristbjörg Valsdóttir, framkvæmdastjóri Vina Vatnajökuls, segir mikil-vægt að vanda mjög undirbúning allra verkefna og að færast ekki meira í fang hverju sinni en hægt er að ráða við.

Page 21: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 21

NÝR VEFUR Í LOFTIÐ

04. VELDU ÞITT UPPÁHALDSSÆTI

05. GÆLUDÝRIÐ, GOLFSETTIÐ, EÐA YFIRVIGTIN

01. FLUGSLÁTTUR= AFSLÁTTUR AF FLUGI

03. ENN FLEIRI SÆTI Á NETVERÐI

Viltu sæti, sæti? Nú eru enn fleiri sæti á netverði. Nú er bara að sæta lagi og stökkva á næsta nettilboð. Þú mátt velja milli sæta, sæta.

Flugsláttur er afsláttarkóði sem stundum fylgir kynninga r­efni Flugfélags Íslands. Með því að skrá Flugslátt við bókun á flugi á netinu færðu um svifa laust afslátt. Flugsláttur færir niður verðið og þú sparar. Fylgstu vel með Flugslættinum í auglýsingum okkar.

Hérna er uppáhaldssætið þitt, sætyndið mitt. Já, hérna á netinu. Við getum bókað það núna strax og ég ætla að sitja þér við hlið. Ekkert smá hentugt.

Þú færð 50% afslátt af yfirvigtinni með því að bóka far fyrir hana á netinu. Það er kjörið fyrir skíðin, golfsettið eða gæludýrið. Alveg klikkað auðvelt að pakka.

NÚ Á NETINU

FLUGFéLAG ÍSLANDS mÆLIR mEÐ því að smella sér inn á nýja vefinn okkar. Hann var að fara í loftið og við erum alveg í skýjunum með hann. Af þessu tilefni erum við með bráðsmellin tilboð á skemmti ferðum suður á bóginn, norður eftir, vestur á firði eða austur á land. Komdu um borð á flugfelag.is

02. kAUPTU GjAFAbRéFLáttu það ekki vefjast fyrir þér að kaupa g jöfina. Þú finnur pakka fulla af ævintýrum og ferðafrelsi í g jafa bréfum frá okkur. Nokkrir smellir á netinu og allir glaðir.

Gefur þér afslátt á flugfelag.is

Flugslátturinn

Page 22: Ævintýralandið

22 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Fjórar nýjar vörur frá Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni hafa verið á markaði frá því í fyrra-haust og óhætt að segja að þær hafi algjörlega slegið í gegn. Viðtökur hafa að hennar sögn verið mun betri en hún átti von á og hefur hún vart undan að framleiða sumar þeirra.

Vörurnar eru Burnirót, Bólu-hreinsir og tvær tegundir af olíum. Anna Rósa segir að Burnirótin hafa fengið sérlega góðar viðtökur á markaði. „Ég hef fengið margar reynslusögur frá fólki sem segir að hún sé góð gegn kvíða og stressi, fólk er mjög ánægt og þykir hún virka fljótt og vel,“ segir hún. Burnirót styrkir taugakerfið og eykur andlegt og líkamlegt þol, er góð gegn orkuleysi, þreytu, kvíða og depurð, álagi og streitu.

Bóluhreinsir er borinn á bólur og sár, hann er sótthreinsandi og bólgueyðandi. „Ég átti satt best að segja alls ekki von á svona góðum viðtökum þegar hann fór á markað, hann er mjög vinsæll og ég hef vart und-an að framleiða,“ segir Anna

Rósa, en það er fólk á öllum aldri, frá unglingum og upp úr sem notar bóluhreinsinn. Aðal-jurtin í framleiðslunni á bólu-hreinsi er íslenskur vallhumall en Anna Rósa handtínir allar ís-lensku jurtirnar sjálf og býr til allar vörurnar sínar í höndunum.

Olíurnar virka velÞá komu einnig á markað tvær

olíur á liðnu hausti, vöðva- og gigtarolía og slakandi olía. Anna Rósa segir að hún hafi þróað vöðva- og gigtarolíuna í sam-vinnu við gigtarsjúklinga sem leitað hafi til hennar í ráðgjöf og ekki sett hana á markað fyrr en allir voru ánægðir með árangur-inn. „Fólki finnst þessi olía virka vel, það finnur mun á sér eftir notkun hennar, en hún dregur

úr verkjum í vöðvum og liðum,“ segir hún.

Slakandi olían inniheldur líf-rænar ilmolíur og hefur róandi áhrif og er að sögn Önnu Rósu tilvalin sem nuddolía fyrir svefn-inn. Eins hefur hún virkað vel út í baðvatnið, en hún mýkir og nærir húðina og dregur úr þurrki.

Anna Rósa lærði grasalækn-ingar í Englandi og hefur starfað við þær í rúma tvo áratugi. Hún hefur sérhæft sig í notkun ís-lenskra lækningajurta. Starfsemi fyrirtækis hennar er mjög vax-andi, en það er þríþætt; fram-leiðsla á kremum, tinktúrum og olíum úr lækninga jurtum, bóka-útgáfa og ráðgjöf.

annarosa.is

Anna Rósa grasalæknir:

Fjórar nýjar vörur sem allar njóta vinsælda

Anna Rósa grasalæknir.

Burnirót, nýjung sem kom á markað í fyrrahaust og hefur sleg-ið í gegn.

Stærsta ferðafélag landsins með um átta þúsund félaga er Ferða-félag Íslands sem var stofnað ár-ið 1927. Félagið á 40 skála og undir merkjum þess starfa 15 deildir út um allt land. Kjörsvið félagsins eru skálarekstur, ferðir og útgáfustarf. Páll Guðmunds-son, framkvæmdastjóri Ferða-félags Íslands, segir að árbækur félagsins sé einstakur bókaflokk-ur um land og náttúru sem kom-ið hefur út í óslitinni röð í 85 ár. „Síðustu árin hefur aukin áhersla verið lögð á fallegar myndir og kort í bókunum og þær bæði mjög fróðlegar og fallegar. Stór hluti félagsmanna er í félaginu til þess að fá árbækurnar,“ segir Páll.

Einnig gefur Ferðafélagið út smærri rit, 1-2 á ári og einnig kort. Árbókin er gefin út í 8.000 eintökum og hver bók hugsuð fimm ár fram í tímann. Páll segir því ljóst nú þegar um hvað Ár-bókin 2018 mun fjalla, enda ekki vanþörf á því vegna þess að hver bók er nokkur ár í smíðum.

Sígilt og nýtt í blandUndirbúningur ferðatímabilsins hjá Ferðafélaginu hefst þegar því síðasta lýkur eða að hausti til. Ferðanefnd tekur þá til starfa og hittist reglulega til loka nóvem-ber, eða þar til áætlunin er tilbú-in.

Ferðaáætlunin er gefin í janú-ar. Páll segir að sígildar ferðir séu ávallt í boði en jafnframt er einnig bryddað upp á nýjungum á hverju ári. Dæmi um sígildar ferðir eru Hornstrandir, Lauga-vegur og Fjallabak. Nýjar ferðir eða nýjar áherslur, t.d. í mat, af-þreyingu eða sögu, eru einnig mjög vinsælar.

„Undanfarin ár höfum við ver-ið með ferðir á söguslóðir Ís-lendingasagnanna. Einnig höfum við boðið upp á nýjungar á hverju ári, t.d. áherslu á mat í heimabyggð, sögu, menningu eða einhvers konar afþreyingu,“ segir Páll.

Ferðafélagið hefur einnig ver-ið að þróa sig áfram með fjalla-verkefni sem nefnast Eitt fjall á viku og Eitt fjall á mánuði. Núna eru 400 manns í áskrift að fjalla-verkefnum Ferðafélagsins þar sem gengið er á nýtt fjall í hverri viku, 52 fjöll á ári. Á síðastliðn-um 4 árum hafa um 1.500 manns tekið þátt í þessum göngum.

Sum svæði taka ekki við fleiri ferðamönnumGríðarleg fjölgun erlendra ferða-manna til landsins hefur skilað sér í aukinni aðsókn að skálum Ferðafélagsins í gegnum ferða-skrifstofurnar. Einkum sækjast þeir eftir aðstöðu í skálum félagsins og hefur aukningin aldrei verið meiri en á þessu ári.

„Við erum ekki að leita eftir erlendum ferðamönnum inn í okkar ferðir og höfum alltaf beint þeim á ferðaskrifstofurnar. Við erum áhugamannafélag og bjóðum upp á ferðir fyrir félags-menn og landsmenn. Það hefur þó aldrei verið vandamál þótt 2-3 erlendir ferðamenn hafi sleg-ist í hópinn en þegar ásókn þeirra í ferðir eykst þurfum við að skoða málið betur og vísa

þeim enn meira á ferðaskrif-stofurnar,“ segir Páll.

Hann segir að aukning er-lendra ferðamanna til landsins sé verkefni sem þurfi að leysa. Uppbyggingin á innri viðum ferðaþjónustunnar hafi ekki orð-ið jafn hröð og aukning í kom-um erlendra ferðamanna. Sum svæði geti ekki tekið við fleirum og nefnir Páll Laugaveginn og Landmannalaugar sem dæmi. Ferðafélagið er með um tíu ferð-ir yfir sumarið um Laugaveginn en síðan fara margir þessa leið á eigin vegum eða á vegum ferða-skrifstofa. 75% allra sem ganga Laugaveginn eru erlendir ferða-menn. Aðstaðan er að mati Páls

sprungin í Landmannalaugum. Ferðafélagið hefur engin áform uppi um að stækka skálana á Laugaveginum sem hver um sig tekur um 60-70 manns í gist-ingu. Hins vegar segir hann nauðsynlegt að byggja upp betri aðstöðu í Landmannalaugum þar sem upphaf göngunnar er.

„Ég held að eftir 3-5 ár verði umhverfið orðið allt annað og betra. Það verði komin meiri heildar- og framtíðarsýn en við þurfum að huga að því núna hvernig við getum dreift þessari umferð betur og tryggt að allir fái góða móttöku og þjónustu.“

fi.isVaðið yfir Þúfuverskvísl á fögrum sumardegi.

Ferðafélagshópur á góðum degi á Geitafelli. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.

Fjallabak og Hornstrandir

Page 23: Ævintýralandið

V E S T F I R Ð I R

1.-2. júní Sjómannadagshátíð á Patreksfirði.

18.-23. júní Við Djúpið, tónlistarhátíð og masterclass á Ísafirði.

28.-30. júní Bíldudals grænar, stórhátíð fyrir alla fjölskylduna á Bíldudal.

28.-30. júní Hamingjudagar á Hólmavík, bæjarhátíð.

4.-7. júlí Rauðisandur Festival 2013.

5.-7. júlí Dýrafjarðardagar, hátíð með víkingablæ á Þingeyri.

5.-7. júlí Markaðshelgin í Bolungarvík. Hátíðarstemning, markaðstorg og brekkusöngur.

11.-14. júlí Sæluhelgin á Suðureyri. Hátíð fyrir alla fjölskylduna.

20. júlí Bryggjudagur á Drangsnesi.

19.-21. júlí Hlaupahátíð á Vestfjörðum.

19. júlí: Sjósund (500 m, 1.500 m), Óshlíðarhlaup (21,1 km, 10 km).

20. júlí: Skemmtiskokk (2 km, 4 km), Vesturgatan – hjólreiðar (55 km).

21. júlí: Vesturgatan – hlaup (45 km, 24 km, 10 km).

2.-4. ágúst Evrópumótið í Mýrarfótbolta, Ísafirði.

3. ágúst Sandkastalakeppni, Holt, Önundarfirði.

8.-11. ágúst Act Alone, einleikjahátíð á Suðureyri við Súgandafjörð.

Nánar á westfjords.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Vestfjarða.

Meðal viðburða á Vestfjörðum

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 23

Page 24: Ævintýralandið

Ferðaþjónustufyrirtækið Vestur-ferðir hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn öflugasti ferða-skipuleggjandi Vestfjarða. Fyrir-tækið leggur áherslu á að kynna hina stórbrotnu náttúru Vest-fjarða fyrir sínum viðskiptavin-um, bæði landanum og erlend-um ferðamönnum. Er boðið upp á sérsniðnar pakkaferðir fyrir einstaklinga eða hópa, allan árs-ins hring; dagsferðir; helgarferðir eða lengri ferðir.

Nýjar ferðir í sumar„Vesturferðir hafa alla tíð lagt mikla áherslu á þróun nýrra ferða. Nýjar ferðir eru í boði á hverju ári og í ár get ég nefnt náttúruskoðunarferðir frá Pat-reksfirði á Látrabjarg og að Dynjanda og víðar á suðursvæði Vestfjarða. Einnig má nefna Mat-arferð til Suðureyrar þar sem stoppað verður á nokkrum stöð-um í plássinu til að smakka á framleiðsluafurðum heima-manna. Vinsælustu ferðirnar okkar eru hins vegar alltaf út í Vigur, perlunnar í Djúpinu, heimsókn á Hesteyri þar sem tíminn stendur í stað og göngu-ferðin frá Aðalvík til Hesteyrar. Vesturferðir bjóða nú upp á ferðir út um allan Vestfjarða-kjálkann,“ segir Nancy Bechtloff hjá Vesturferðum.

Meðal þess sem er að auki í boði í sumar á vegum Vestur-ferða eru styttri og lengri fjór-hjólaferðir frá Breiðavík, hesta-ferðir frá Dýrafirði og fuglaskoð-unarferðir í Vigur og Grímsey á Steingrímsfirði. Einnig má nefna leigu á rafmagnsvespum en þá er hægt að fara t.d. um Ísafjarð-arbæ og inn í Tungudal, útivist-arsvæði Ísfirðinga. Þá eru styttri og lengri kajakferðir frá Ísafirði alltaf vinsælar. Þá má nefna létt-ar göngur frá Ögri, náttúrskoð-urnarferðir á RIB-báti frá Ísafirði og sjóstangaveiðiferðir frá Flat-eyri, Suðureyri og Ísafirði. Er þá alls ekki allt upp talið.

Gönguferðir um HornstrandirVesturferðir hafa lengi séð um skipulagningu ferða hvers konar gönguhópa sem ferðast á eigin vegum, m.a. um Hornstrandir. Skipulagning slíkra ferða er flók-in, þar sem huga þarf að því hverjir fara með, hvernig eigi að flytja fólk og farangur, hvar skuli gista, hvernig ferðinni skuli hátt-að, hvar skuli gista eftir og fyrir ferðina og hvernig hægt sé nú að gera þetta án þess að eyða of miklum peningum. Starfsfólk Vesturferða er vant því að skipuleggja svona ferðir, og því er skynsamlegt að kaupa slíka þjónustu, og einbeita sér að öðr-um og skemmtilegri þáttum ferðarinnar.

vesturferdir.is

V E S T F I R Ð I R

Umhverfi og afþreying í Heydal við Ísafjarðardjúp eru sérlega fjölskylduvæn hvort sem hentar að gista í tjaldi, á hótelinu eða í sumarbústað. Þar er að finna heita potta, litla sundlaug um-vafna suðrænum gróðri, hesta- og kajakleigu, hjólabáta, mini-golf og veiði í vötnum, svo eitt-hvað sé nefnt. Meira að segja náttúrupott sem Guðmundur góði á að hafa vígt og ýmsir leit-uðu í til að fá bót meina sinna.

Fjöruskoðun og fugla- og jurtaskoðun heillar marga unga náttúruunnendur. Það getur ver-ið skemmtileg þraut fyrir fjöl-skylduna að fylla út marklista um fugla og jurtir. Kannski legg-ur páfagaukurinn Kobbi orð í belg en öruggt má telja að birki-kjarrið býður upp á ýmsa ævin-týraleiki og gönguleiðir eru fjöl-margar.

Legsteinn sem ber menn ofurliði!Reyna má við við aflraunastein-inn Legstein þó hann sé ugg-laust flestum ofviða.

Hundurinn Loki og refurinn Cha Cha heilsa gestum en Loka finnst sérlega gaman að fara í leiki. Og þegar svo hungrið sverfur að má alltaf finna eitt-hvað við hæfi á matseðli hótels-

ins þar sem leitast er við að hafa sem mest hráefni úr héraði. Eng-um ætti því að leiðast í Heydal.

Inndjúpsdagur í ágústLaugardaginn 3. ágúst verður haldin hátíð í Heydal í samvinnu

við Fornleifaskólann í Vatnsfirði. Þá gefst ferðamönnum einstakt tækifæri til að kynna sér hinn stórmerka uppgröft í Vatnsfirði undir leiðsögn fræðimanna, snæða af hlaðborði með mið-aldaívafi, dansa miðaldadansa og sjá Elvar Loga fara á kostum er hann kynnir forna íbúa Vatns-fjarðar.

Fimmtudaginn 22. ágúst verð-ur ganga frá Vatnsfirði gegnum Heydal að Hrafnseyri til að minnast þess er Þorvaldur Vatnsfirðingur fór með sínu liði og drap Hrafn Sveinbjarnarson.

heydalur.is

Ferðaþjónustan Heydal.

Gott er að láta líða úr sér í náttúrupottinum sem Guðmundur góði á að hafa vígt.

Veisluborð með miðaldaívafi.

Fjölskylduferð í ævintýra-dalinn í Heydal

Vesturferðir:

Fjölbreytt úrval ferða um Vestfirði

24 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 25: Ævintýralandið

V E S T F I R Ð I R

Fosshótel opna nú um sjó-mannadagshelgina nýtt hótel á Patreksfirði, Fosshótel Vestfirði. Þetta er fyrsta hótelið á suður-fjörðunum og jafnframt fyrsta Fosshótelið á Vestfjarðakjálkan-um. „Það er mikil ánægja með tilkomu hótelsins, heimamenn taka okkur fagnandi og bókanir hafa verið umfram væntingar. Hótelið verður því vel nýtt strax á fyrsta sumri,“ segir Hrönn Guðmundsdóttir, markaðsstjóri hjá Fosshótelum um opnun hót-elsins.

Sláturhúsið gekk í endurnýjun lífdagaHótelið er ekki byggt frá grunni heldur var gamla sláturhúsið á Patreksfirði endurbyggt. Eins og vera ber hefur öllu verið um-turnað og breytt en hótelið verður vel búið þriggja stjörnu. Hótelið stendur niður við sjávar-mál og gestir fá því nærveruna við sjóinn beint í æð, að ógleymdu útsýninu um fjöll og fjörð.

„Hótelið gefur bænum fallega ásýnd að okkar mati og það var einmitt markmiðið þegar við hófum þessar framkvæmdir. Þetta er gott þriggja stjörnu hót-el og töluvert mikið hefur verið

lagt í efnisval og innréttingar og fleira til að gera hótelið sem vandaðast,“ segir Hrönn en á hótelinu verða 40 herbergi með baði. Morgunverður fylgir gist-ingu en einnig er veitingastaður á hótelinu sem fengið hefur nafnið Fjall og fjara. Efnt var til

hugmyndasamkeppni um nafn á veitingastaðinn og varð þetta nafn fyrir valinu, en alls bárust um 170 tillögur.

Gott ferðasumar framundan Hrönn segir tilkomu Fosshótel Vestfjarða styrkja enn þjónustu-

net Fosshótela sem alls hafa nú 10 hótel innan keðjunnar, átta á landsbyggðinni og tvö í Reykja-vík. „Bókunarstaðan fyrir sumar-ið er mjög góð og stefnir í gott ferðasumar hjá okkur. Með því að bæta við hóteli á Vestfjörðum í keðjuna aukum við þá valkosti

sem viðskiptavinir Fosshótela hafa. Nú getur fólk horft til þess að leggja leið sína til Vestfjarða og gista á Fosshótel Patreksfirði og njóta alls þess sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. En hótelið er í þjónustu við hinn almenna ferðamann, innlendan sem er-lendan hvort sem er hópar og einstaklingar, “segir Hrönn og lýsir mikilli ánægju með viðtök-ur heimamanna á Patreksfirði og jákvæðni í garð fyrirtækisins í þessari uppbyggingu. „Við von-umst að sjálfsögðu til þess að Fosshótel Vestfirðir verði inn-spýting í ferðaþjónustuna á sunnanverðum Vestfjörðum og að í samstarfi við heimamenn getum við aukið ferðamanna-strauminn á svæðinu. Þá njóta allir. Hótelið skapar líka störf á svæðinu og markmið okkar er að geta verið með það í rekstri allt árið um kring,“ segir Hrönn.

fosshotel.is

Vel búið herbergi á Fosshótel Vestfjörðum á Patreksfirði. Hótelið er stað-sett niður við sjó og útsýni gesta úr herbergjunum mjög skemmtilegt.

Hrönn Guðmundsdóttir, mark-aðsstjóri Fosshótela.

Fosshótel opna nýtt hótel á Patreksfirði

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 25

Page 26: Ævintýralandið

26 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Flugfélagið Ernir hefur vaxið úr fremur smáu fjölskyldufyrirtæki í umsvifamikinn flugrekstraraðila sem sinnir jafnt áætlunarflugi, leiguflugi, sjúkraflugi og skipu-leggur dagsferðir sem og lengri ferðir. Félagið er með höfuð-stöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Ernis, segir stöðuga aukningu hafa verið í starfsemi félagsins en það eru nú með þrjár 19 sæta Jet Stream skrúfuþotur í rekstri auk nokk-urra eins hreyfils véla sem sinna útsýnisflugi. Ernir flytja á milli 45-50 þúsund farþega á ári í áætlunarflugi.

Fleiri bókanir en nokkru sinni„Það eru mun fleiri bókanir hjá okkur en nokkru sinni áður. Við erum með áætlunarflug til Vest-mannaeyja, Húsavíkur, Horna-fjarðar, Bíldudals og Gjögurs. Bókanir á þessa staði eru stöð-ugt að aukast. Farþegum okkar til og frá Hornafirði fjölgaði t.a.m. um 10% í mars miðað við sama tíma í fyrra. Við byrjuðum að fljúga til Húsavíkur fyrir einu ári þannig að við höfum ekki samanburðartölur þar. Þangað höfum við flutt um 10 þúsund farþega sem við teljum bara mjög gott fyrsta árið sem við fljúgum þangað og munum að öllum líkindum flytja um 12-13 þúsund farþega á þessu ári,“ segir Ásgeir Örn.

Hann segir að sumarið lofi mjög góðu hvað varðar aukn-ingu á flugfarþegum til Húsavík-ur. Þar í kring séu gjöful veiði-svæði og stutt í helstu náttúru-perlur landsins. Erlendir ferða-menn eru því talsverður hluti af

heildar farþegafjöldanum. Ásgeir á von á því að allt að 30% af þeim sem fljúga með félaginu til Húsavíkur í sumar verði erlendir ferðamenn. Flogið var sjö sinn-um í viku til Húsavíkur framan af en frá nóvember á síðasta ári er flogið tíu sinnum í viku. Auk þess bætast iðulega við auka-ferðir þannig að heildarfjöldi flugferða til Húsavíkur er að jafnaði 12-13 á viku.

Erlendir ferðamenn og norður-ljósaferðirÁsgeir segir að jákvæð teikn séu á lofti í rekstrinum því jafnt ein-staklingar, fyrirtæki og stofnanir séu farnar að nýta sér flugsam-göngurnar í auknum mæli.

„Það þarf samt sem áður að verða mun meiri aukning til að standa straum af þeirri hækkun gjalda sem verið er að leggja á flug innanlands. Ef fram heldur

sem horfir þá þarf að hækka far-gjöld mun meira en orðið hefur og eru oft bein tengsl á milli hækkunar fargjalds og fækkunar farþega.

Loks eru erlendir ferðamenn farnir að fljúga mun meira en á árunum 2009-2011. Það hefur verið aukning í norðurljósaferð-um austur á Hornafirði. Farþeg-arnir gista þar í tvær nætur og þennan pakka vinnum við í samstarfi við ferðaskrifstofur. Þetta lofar góðu fyrir næsta tímabil. Nú er líka mikil ásókn í flug aðra leið á áfangastaði þar sem ferðamenn taka við bíla-leigubíl til að komast aftur til baka þar sem ferðin hófst.“

Byrjað að bóka í Þjóðhátíðar-flugiðErnir skipuleggur líka pakka-ferðir með afþreyingu. Dæmi um þetta er flug fram og til baka til Hornafjarðar með bátsferð um Jökulsárlón eða vélsleðaferð upp á Vatnajökul. Stærsti þáttur-inn í rekstrinum er engu að síð-ur áætlunarflugið en samhliða því sinnir Ernir sjúkraflugi á milli landa, t.a.m. með Íslendinga sem gangast undir líffæraíg-ræðslur erlendis. Félagið flýgur einnig mikið til Kulusuk með er-lenda ferðamenn og þjónustar jafnframt sjávarútveg á vestur-strönd Grænlands.

Ernir flytur gríðarlegan fjölda farþega milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. Síðasta sum-ar voru 20 flug á dag í tengslum við hátíðina. Sala er hafin á flug-miðum á Þjóðhátíð en Ásgeir segir að bókanir hefjist ekki að ráði fyrr en um mánaðamótin maí-júní. Alltaf hefur selst upp í þessi flug.

ernir.is

Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Flugfélagsins Ernis við eina af Jet Stream skrúfuþotum félags-ins.

Fjöldi erlendra ferðamanna leggur leið sína til Húsavíkur til að fara í hvalaskoðun.

Flytja hátt í 50 þúsund manns á ári í áætlunarflugi

Flestir nefndu AkureyriKönnun MMR fyrir Ferðamálastofu á ferðalögum Íslendinga í fyrra sýnir að Akureyri var fjölsóttust. Bæinn heimsóttu um 43% svar-enda. Þar á eftir kom Borgarnes með 27% og síðan Þingvellir, Geysir og Gullfoss, Skagafjörður, Mývatnssveit, Siglufjörður, Egils-staðir/ Hallormsstaður, Vík, Húsavík og í 10. sæti listans eru Vest-mannaeyjar.

Þau svæði sem flestir sóttu í fyrra voru Suðurland og Norðurland. Suðurland heimsóttu 63% svarenda og 57% Norðurland. Þessi sömu svæði voru líka vinsælust árið 2011 en for-skot Suðurlands jókst lítið eitt milli ára.

Hesthálsi 10- 110 Reykjavík

sími: 587 [email protected] - www.trex.is

Trex - Hópferðamiðstöðin er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins með áratuga reynslu í þjónustu við hópa.

Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs sumar sem vetur og með öryggisbeltum.

DAGLEGAR FERÐIR Í ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR

Brottför kl.08:00 frá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6 frá 15. júní til 1. september. Ekið í Langadal, Bása og að

skála í Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða.

VIÐ FLYTJUM EKKI FJÖLL EN VIÐ FLYTJUM FARÞEGA

HVERT Á LAND SEM ER!

Page 27: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 27

lÍs en ku

ALPARNIRs

Faxafen i 8 / / 108 Reyk jav ík / / S ími 534 2727 / / e -mai l : a lparn i r@a lparn i r . i s / / www.a lparn i r . i s

Vor • Sumar • Haust • Vetur • Ísland

Allt frá fjöru til fjalla

fjallasteini.isAlpakóngurinn

Page 28: Ævintýralandið

28 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

fuj i b ik es .com

Fuji Traverse er hentugt alhliða reiðhjól jafnt í stuttar sem langar ferðir. Hayes vökva diskabremsur. Shimano DEORE gírbúnaður. Suntour frammdempari með vökvalæsingu.

Any TerrainAny Commute

A n y D i s t a n c e

TRAVERSE

Hvellur.Com – G.Tómasson ehf, Smiðjuvegi 30 - 200 Kópavogur – Iceland, http://www.hvellur.com, [email protected] Tel: +354-5776400 Fax: +354-5776401

Traverse_CS6.indd 1 25.03.2013 12:12:10

„Útivistaráhugi Íslendinga hefur stóraukist undanfarin ár og er árið í ár engin undantekning á því. Á veturna hefur mesta breytingin orðið í þá átt að fólk skráir sig í hópa, t.d. hjá Ferða-félagi Íslands þar sem er í boði er að taka þátt í göngu á 52 fjöll. Hóparnir fara vikulega til fjalla, en enda svo flestir á að sigrast á hæsta tindi landsins, Hvanna-dalshnjúk, í lok vetrar. Í allri þessari útivist er mjög mikilvægt að vera vel búinn þannig að ferðin verði sem ánægjulegust og því koma margir til okkar í leit að vönduðum vörum og þá helst skóm og skæðum, en ekki síður til þess að fá góð ráð,“ segir Halldór Hreinsson, kaup-maður í Fjallkofanum.

Með góða skó á fótunum„Fjallakofinn er með allan þann búnað sem göngufólk þarf til fjallaferða, hvort sem er að vetri eða sumri. Það leggur enginn af stað án þess að vera með góða

skó á fótunum og þar hafa ítölsku SCARPA gönguskórnir margsannað sig fyrir gæði, end-ingu og þægindi. Til að skórnir nýtist vel þurfa sokkarnir líka að vera góðir og þar eru ullarsokk-arnir frá Smartwool góður kost-ur, en við erum líka með ullar-nærföt úr 100% merino ull frá Smartwool. Það er nánast ekkert sem kemur í stað ullarinnar sem innsta lag og Merino ullin er ert-ingarfrí, mjúk og þægileg að vera í. Utanyfir er svo fátt betra en vandaðar og fallegar flíkur frá MARMOT,“ bætir Halldór við.

En það er ekki bara göngu-fólk sem sækir í Fjallakofann því þar er að finna nánast allan þann útivistarbúnað sem þarf til að gera góða útilegu enn betri. Sem dæmi má nefna tjöld, bak-poka, svefnpoka, eldunarbúnað, mataráhöld, göngustafi, sólgler-augu og margt fleira. „Starfsfólk Fjallakofans er með mikla reynslu og getur auðveldað við-

skipavininum að taka réttar og skynsamar ákvarðanir þegar kemur að vali á búnaði – og það kann viðskiptavinurinn að meta,“ segir Halldór.

Litríku SCARPA Mojito skórnir hafa notið mikilla vinsælda und-anfarið ár. Halldór segir að skórnir séu nú fáanlegir í um 15 mismunandi litum og dæmi séu um að fólk eigi tvö til þrjú pör í mismunandi litum.

Fylgst með EverestförumÍ byrjun síðasta mánaðar héldu þrír Íslendingar af stað í leiðang-ur á hæsta tind heims. Tveir þeirra, Ingólfur Geir Gissurarson og Guðmundur St. Maríusson fara suðurleiðina á tindinn, en þeir klæðast fatnaði frá MAR-MOT, frá toppi til táar. Að sögn Halldórs er hægt að fylgjast með ferðum þeirra á heimasíðunni www.everest2013.is, en þeir nota m.a. PIEPS GlobalFinder sem sendir út staðsetninguna þeirra reglulega, og gerir þeim sem fylgjast með ferðinni betri grein fyrir hvað við er að kljást í tilraun þeirra til að ná Everest, hæsta tindi jarðar.

fjallakofinn.is

Ítölsku SCARPA gönguskórnir eru þekktir fyrir gæði, endingu og þægindi. Á myndinni eru f.v.: Ingólfur Geir Gissurarson, Halldór Hreinsson og Guðmundur St. Maríusson.

Vel búnar á göngu í fjörunni: Teresa Brenner og Lisa Horst.

Litríku SCARPA Mojito skórnir eru nú fáanlegir í um 15 mismun-andi litum og dæmi eru um að fólk eigi tvö til þrjú pör.

Fjallakofinn með þann búnað sem göngufólk þarf

Page 29: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 29

Farfuglar Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík

Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: [email protected] . www.hostel.is

www.hostel.is

Farfuglaheimili - frábær kostur

Farfuglar ❚ [email protected] ❚ www.hostel.is

Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga,

fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða

gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði.

Flest heimilanna bjóða upp á 2-6 manna herbergi

og sum bjóða einnig sumarhús. Á öllum heimilunum

eru gestaeldhús.

Nánari upplýsingar er að finna á www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan.

Page 30: Ævintýralandið

N O R Ð U R L A N D

Gistiheimilið Básar

Verið hjartanlega velkomin

Bent flug frá Akureyri kl. 13 alla dagana.

www.grimsey.is

Myn

d: F

riðþ

jófu

r He

lga

son

.

við heimsskautsbauginn

Sími 467 3103 - www.gistiheimilidbasar.is - [email protected] - [email protected]

1. júní Mývatnsmaraþon.

2. júní Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í sjávarplássum.

10.-14. júní Gönguvika Ferðafélags Akureyrar.

13.-16. júní Bíladagar á Akureyri.

27.-30. júní Lummudagar í Skagafirði.

22.-23. júní Flugdagar á Akureyri.

22. júní Jónsmessuhátíðin Bjartar nætur á Vatnsnesi.

20.-23. júní Barokkhátíð á Hólum í Skagafirði.

27.-29. júní Blúshátíðin í Ólafsfirði.

29. júní-7. júlí Gönguvika í Dalvíkurbyggð.

1.-4. júlí Gönguvika á Akureyri.

3.-7. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.

6. júlí Glerárdalshringurinn, 24x24.

6.-27. júlí Sumartónleikar í Akureyrarkirkju (alla sunnudaga í júlí).

12.-14. júlí Fjölskyldu- og skeljahátíðin í Hrísey.

14. júlí Íslenski safnadagurinn.

19.-21. júlí Húnavaka á Blönduósi.

19.-21. júlí Miðaldadagar að Gásum.

21. júlí Selatalningin mikla, Vatnsnesi.

24.-28. júlí Eldur í Húnaþingi, fjölskylduhátíð á Hvammstanga og í Borgarvirki.

25.-28. júlí Mærudagar á Húsavík.

28. júlí Víkingahátíðin Grettistak, Hvammstanga og Laugarbakka.

1.-5. ágúst Hátíðin Ein með öllu, Akureyri.

1.-5. ágúst Síldarævintýrið á Siglufirði.

8.-11. ágúst Fiskidagurinn mikli á Dalvík.

9.-12. ágúst Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla.

10. ágúst Jökulsárhlaupið.

15.-18. ágúst Gönguvika Ferðafélagsins Hörgs.

16.-17. ágúst Rokkhátíðin Gæra, Sauðárkróki.

16.-18. ágúst Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði.

16.-18. ágúst Grenivíkurgleði.

17. ágúst Sléttuganga á Melrakkasléttu.

17.-18. ágúst Útilegumannahátín í Kiðagili, Bárðardal.

18.-20. ágúst Kántrýdagar á Skagaströnd.

16.-18. ágúst Hólahátíð.

30. ágúst-1. sept. Akureyrarvaka.

September Ljóðahátíð á Siglufirði.

28. september Laufskálarétt í Skagafirði.

Nánar á nordurland.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Norðurlands.

Meðal viðburða á Norðurlandi

Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ á Akureyri um verslunarmanna-helgina er orðinn fastur liður á meðal bæjarbúa og gesta. Í dag-skrárgerð hátíðarinnar er nýtt saga og hefðir í bænum „því við viljum að heimamenn og gestir séu virkir þátttakendur í hátíðar-höldunum. Yfirbragðið er vina-legt og við teljum frekar bros en fólk,“ segir Davíð Rúnar Gunn-arsson hjá Viðburðastofunni sem er nýstofnað fyrirtæki en ásamt honum starfar þar Pétur Guð-jónsson. Viðburðastofan sér um framkvæmd Einnar með öllu í ár ásamt Vinum Akureyrar og N4 í samvinnu við Akureyrarstofu.

Vinir Akureyrar er félag hags-munaaðila í verslun og þjónustu sem aftur kosta hátíðina. Davíð verður framkvæmdastjóri Einnar með öllu en Pétur verður tals-maður hátíðarinnar.

„Það leggja allir sitt af mörk-um til að búa til skemmtilega stemningu í bænum. Það eru því bakhjarlar og stuðningsaðilar, alls á annað hundrað fyrirtækja, sem leggja í púkk og eru þannig beinir þátttakendur og sjá til þess að gestir njóti dagskrárinn-ar sem er í boði því ekkert kost-ar inn á Eina með öllu.

einmedollu.is

Forsvarsmenn Einnar með öllu segja heimamenn og gesti mjög virka þátttakendur í hátíðarhöldunum.

Hátíðin „Ein með öllu“ á Akureyri um verslunarmannahelgina:

Telja frekar bros en fólk

Mynd: Þorgeir Gunnarsson.

30 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 31: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 31

Nokkrar staðreyndir um ferðamannabæinn Akureyri: Menning: Fjöldi viðburða og hátíða, skemmtileg söfn og gallerí, tónleikar og óvæntar uppákomur.

Afþreying: Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, heilsulindir, kvikmyndahús, skemmtistaðir, keilusalur, gönguferðir, siglingar, reiðtúrar, veiði, óvissuferðir, Grímsey, Hrísey og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi.

Gisting: Hótel, gistiheimili, íbúðir, bústaðir, auk sveitahótela í næsta nágrenni.

Matur og drykkur: Úrval kaffihúsa og veitingastaða, matur úr Eyjafirði.

Verslun: Fjölbreytt og gott úrval verslana í miðbænum, á Glerártorgi og víðar. Stuttar vegalengdir, frítt í strætó og frítt í bílastæði - munið bílastæðaklukkurnar.

Sumar á Akureyri!Einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna í sannkallaðri ævintýraferð.

Verið hjartanlega velkomin! www.visitakureyri.is

Page 32: Ævintýralandið

N O R Ð U R L A N D

Hvalasafnið á Húsavík er undraheimur þar sem erað finna beinagrindur af mörgum tegundum hvala og

heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar.

Húsavík er stærsti hvalaskoðunarstaður landsins og tilvalið að svala forvitni sinni um þessi stófenglegu spendýr

með því að sækja Hvalasafnið heim. Í inngangssal safnsins er verslun þar sem boðið er upp á ýmsar vörur sem tengjast hvölum og hafinu.

Opnunartími:Apríl, maí, september og október: Alla daga 9:00 – 16:00

Júní, júlí og ágúst: Alla daga 8:00 – 18:30

AðgangseyrirFullorðnir: 1300Börn 10-18: 500

Námsmenn, eldri borgarar og hópaverð (10+): 1000 kr.Fjölskylduverð: 3000

Yfir 250.000 manns hafa heimsótt Hvalasafnið frá stofnun þess og við hlökkum til að taka á móti enn fleiri gestum. Hafnarstétt 1, 640 Húsavík

Sími 414 2800www.whalemuseum.isVerið velkomin!

Hvalasafniðá HúsavíkSpennandi staður fyrir alla fjölskylduna

Gestastofa sútarans:

Upplifðu leður á eigin skinni!

Sýningin Friðland fuglanna var opnuð í Náttúrusetrinu á Húsa-bakka árið 2011 og hefur síðan vakið mikla athygli. Hún fjallar um fugla í náttúru og menning-arsögu Íslands og efnið sett fram á þann hátt sem vekur forvitni bæði barna og fullorðinna. Fjallað er um þróunarsögu fugla, líffræði, tilhugalíf, fuglasöng, hreiðurgerð og svo mætti lengi telja. Eðlisfræðinni á bak við flug fuglanna er útskýrð með einföldum hætti, fróðleikur er um mismunandi lögun á gogg-um og klóm fugla og þar fram eftir götum. Fróðleikurinn á sýn-ingunni er bæði settur fram með

uppsettum fuglum, textum, ljós-myndum og kvikmyndum af fuglum. Og marga muni á sýn-ingunni má snerta og skoða vandlega.

Nú í vor jókst fjölbreytileiki sýningarinnar enn meira þegar við bættist margmiðlunarefni þar sem gestir fá að fylgjast með flórgoða á hreiðri og geta með skemmtilegum hætti fylgst með hversu varir ungarnir eru um sig. „Hægt, hægt“ er heitið á þessum hluta sýningarinnar – enda algjörlega nauðsynlegt að fara sér hægt til að styggja ekki fuglana á Húsabakka!

dalvik.is/natturusetur

Margmiðlunarefnið á sýningunni Friðland fuglanna líkist því að gengið sé um í varplandi fugla. Og þar gildir að fara hægt, hægt!

Gagnvirkur flórgoði á hreiðri!

Þegar ferðast er um Skagafjörð er upplagt að koma við á Gesta-stofu sútarans á Sauðárkróki í einu sútunarverksmiðjunni í Evr-ópu sem framleiðir leður úr fisk-roði. Þar hefur ferðafólki verið opnaður aðgangur að sútunar-verksmiðju og afurðum hennar og er m.a. boðið er upp á skemmtilega skoðunarferðir um verksmiðjuna þar sem fylgst er með hvernig roð er sútað svo úr verður úrvals fiskleður.

Verslun með leðurvörurÍ verslun gestastofunnar er hægt að kaupa leður og skinn beint frá sútara og fá allar upplýsingar um vöruna frá fyrstu hendi. Vör-urnar eru valdar af kostgæfni

þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi; töskur, skór, fatnaður, fylgihlutir og áfram mætti lengi telja. Hér er upplagt að versla

leðurvörur í nálægð við sjálfa uppsprettu hráefnisins.

Skoðunarferð um sútunarverk-smiðjuHvernig er mögulegt að búa til leður úr jafn veigalitlu efni og fiskroð virðist vera? Til að fá

svör við þessari ráðgátu er upp-lagt að skella sér í skoðunarferð um sútunina og skoða verk-smiðju sem er í fullri virkni og komast þannig í bein tengsl við lífið í landinu. Starfsfólkið tekur hjartanlega á móti þér. Boðið er upp á fastar skoðunarferðir alla

virka daga kl. 14 eða eftir sam-komulagi. Gestastofa sútarans er opin frá 1. júní til 15. september á virkum dögum frá 10 til 17 og á laugardögum frá 11 til 15.

sutarinn.is

Áhugavert er að sjá hvernig skinn eru sútuð. Taska og skór úr fiskleðri.

Fjöllin umhverfis Skagafjörð eru tilvalin til gönguferða og geta þær verið miserfiðar; allt eftir óskum hvers og eins. Hafa verið gefin út ýmis göngukort af svæðinu og eru þar fjölmargar leiðir merktar inn á auk leiðar-lýsinga.

Mjög vinsælt er að ganga um Austurdal en það er austasti dal-ur Skagafjarðar, afar djúpur og þröngur. Í dalnum eru skógar-leifar í Jökulsárgili, skammt frá Merkigili og einnig í Fögruhlíð í miðjum dalnum. Þarna fellur Austari-Jökulsá sem áður var mikill farartálmi. Gangan inn Austurdal er létt og skemmtileg og mögulegt að gista í skála Ferðafélags Skagfirðinga Hilda-seli. Göngubrýr eru á Ábæjará og Tinná.

Skagfirsku fjöllin geta verið árennileg fyrir göngugarpa og má t.d. nefna Mælifellshnjúk,

(1138 m.y.s.) sem má telja eitt af einkennistáknum Skagafjarðar. Þetta háreista fjall er talið sjást úr 10 sýslum landsins og útsýn af hnjúknum því mikil og víð-feðm. Austan undir hnjúknum er um 700 m. hár hjalli úr basalti, Hamraheiði og rís hnjúkurinn upp af honum en grunnt dald-rag á milli.

Af öðrum fjöllum sem tilvalið er að reyna við er t.d. Molduxi (706 m.y.s.) fyrir ofan Sauðár-krók og Tindastóll (989 m.y.s.) við utanverðan Skagafjörð. Þá má nefna Þórðarhöfða sem gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Merkt gönguleið er um höfðann en gæta skal þess að trufla ekki huldufólkið sem sagt er að búi þar.

northwest.is/gonguleidir

Fjölbreyttar göngu-leiðir í Skagafirði

32 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 33: Ævintýralandið

N O R Ð U R L A N D

Gönguvika Dalvíkurbyggðar hefur skipað sér fastan sess og verður hún dagana 29. júní til 7. júlí. Veg og vanda af dagskránni hefur Ferðafélag Svarfdæla en Kristján Hjartarson á Tjörn í Svarfaðardal hefur séð um allt skipulag. Hann er þrautreyndur leiðsögumaður í fjallgöngum og verður í því hlutverki í nokkrum af ferðum gönguvikunnar.

Gönguvikan hefst með ferð í kringum fjallið Skjöld, innst í Svarfaðardal, laugardaginn 29. júní. Síðan tekur við átta daga dagskrá, ein ganga á dag. Meðal annars verður gengin póstleiðin milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, farið á Karlsárfjall ofan Upsa-strandar, gengið verður að Nyk-urtjörn, miðnætursólarganga verður á Sólarfjall – eða Krossa-fjall, eins og það heitir líka. Þá verður gengið á Rima(r) og einnig á Kerlingu, einkennisfjall-ið fyrir miðjum Svarfaðardal. Á síðasta degi gönguvikunnar verður farið um Friðland Svarf-dæla og fuglalífið skoðað. Þeirri ferð lýkur á Húsabakka þar sem er sýningin Friðland fuglanna.

Göngurnar taka allt frá tveim-ur upp í níu tíma og eru að erf-iðleikastigi frá einum skóm upp í fjóra.

Nýtt gönguleiðakortGönguleiðir eru annars mjög fjölbreyttar í Dalvíkurbyggð og auðvelt að velja stuttar og ein-faldar leiðir þar sem margt er að sjá í náttúrunni. Til að auðvelda

ferðafólki þetta hefur Dal-víkurbyggð látið vinna kort yfir léttar gönguleiðir bæði á lág-lendi og í fjalllendi sveitarfélags-ins. Kortið má fá í upplýsinga-miðstöð ferðamanna í Sundlaug Dalvíkur.

dalvik.is/gonguvika

Miðnætursólarganga á Sólarfjall.

Dalvíkurbyggð:

Gönguvikan orðin fastur liður

34% fleiri ferðamenn

á fyrstu mánuðunumFrá áramótum til loka apríl fóru 167.902 erlendir ferða-menn frá landinu eða um 42 þúsund fleiri en á sama tíma-bili í fyrra. Um er að ræða 34% aukningu milli ára. Veru-leg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Bretum hefur fjölgað um 51,2%, N-Ameríkönum um 39,8%, ferðamönnum frá Mið- og S-Evrópu um 28,8% og ferða-mönnum frá öðrum mörkuð-um um 40,9%. Norður-landabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 7,8%.

Um 28 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl, um 800 færri en í apríl árið 2012. Frá ára-mótum hafa 99.554 Íslending-ar farið utan, aðeins færri en árinu áður en þá fóru 100 þúsund utan.

Heimild: Ferdamalastofa

Leyfðu bragðlaukunumað ferðast til fjarlægra landa!

Pylsurnar frá Kjarnafæði hafa allar hlotið gullverðlaun og Kielbasa pylsanhlaut verðlaunin besta afurðin úr svínakjöti í fagkeppni Kjötiðnaðar 2012.

…með pylsunum frá Kjarnafæði

Komdu íBRAGÐGOTT FERÐALAG

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 33

Page 34: Ævintýralandið

N O R Ð U R L A N DN O R Ð U R L A N D

Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði1.-3. júní

Blue North Music Festival í Fjallabyggð26.-30. júní

Þjóðlagahátíð á Siglufirði4.-8. júlí

Nikulásarmót í Ólafsfirði13.-15. júlí

Reitir á Siglufirði20.-31. júlí

Alþjóðlegt samstarfsverkefniskapandi greina

Síldarævintýrið á Siglufirði2.-6. ágúst

Pæjumót á Siglufirði10.-12. ágúst

Berjadagar í Ólafsfirði17.-19. ágúst

Ljóðahátíð á Siglufirðií september

2012

www.fjallabyggd.is

Hátíðir í Fjallabyggð2013

Sjómannadagshátíð í Ólafsfi rði 31. maí – 2. júní

Jónsmessuhátíð á Siglufi rði22. júní

Blue North Music Festival í Ólafsfi rði 27. – 29. júní

Þjóðlagahátíð á Siglufi rði 3. – 8. júlí

Reitir 5. – 14. júlí – alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi greina á Siglufi rði

Nikulásarmót í Ólafsfi rði 12. – 14. júlí

Síldarævintýrið á Siglufi rði 1. – 5. ágúst

Berjadagar í Ólafsfi rði 16. – 18. ágúst

Pæjumótið á Siglufi rði 9. – 11. ágúst

Ljóðahátíð á Siglufi rði í september

„Við erum sífellt að þróa okkar starfsemi og bæta við nýjung-um,“ segir Jóhann Albertsson sem ásamt eiginkonu sinni Sig-ríði Lárusdóttur rekur umfangs-mikla ferðaþjónustu, Sveitasetrið Gauksmýri í Línakradal í Húna-þingi vestra. Gauksmýri er í al-faraleið, við þjóðveg 1, miðja vegu milli Akureyrar og Reykja-víkur. Komandi sumar lítur vel út og eru bókanir mjög góðar líkt og verið hefur undanfarin ár.

Sveitasetrið Gauksmýri býður

upp á gistingu árið um kring, 20 herbergi eru með sérbaði og 7 herbergi með sameiginlegu baði. Veitingasala er á staðnum og segir Jóhann að Gauksmýri hafi skapað sér sérstöðu hér á landi með því að bjóða upp á grillhlaðborð á kvöldin.

Grillhlaðborðið mælist vel fyrir„Við byrjum að bjóða upp á grillhlaðborðin um miðjan maí og þau eru í boði fram í miðjan september,“ segir hann. Auk

þess sem gestir á Gauksmýri kunna vel að meta vegleg og vel útilátin hlaðborðin eru ferða-menn á leið um þjóðveginn tíðir gestir sem og ferðafólk sem dvelur í Húnaþingi vestra og heimamenn gera sér gjarnan glaðan dag yfir grillhlaðborðinu. Boðið er upp á 4-5 tegundir af kjöti, 1-2 af fiski ásamt tilheyr-andi meðlæti og þá geta gestir valið sér forrétt og eftirrétt. „Það er óhætt að segja að þetta hafi mælst mjög vel fyrir og sífellt

fleiri sem njóta þess að eiga hér kvöldstund yfir grillinu,“ segir Jóhann.

Á Gauksmýri er lögð áhersla á náttúru- og hestatengda ferða-þjónustu, en á staðnum er hesta-leiga og í boði fjórar ferðir alla daga, enda hefur eftirspurn auk-ist undanfarin misseri. Þá segir Jóhann að vaxandi ásókn hafi verið í miðnæturferðir. Boðið er upp á leiðsögn í ferðunum, sem taka allt upp í tvo tíma, en fjöldi ágætra reiðleiða er í nágrenni við sveitasetrið.

Vinsælar hestasýningarHestasýningar eru vaxandi þátt-ur í starfseminni, þær eru fyrir hópa og hafa mælst mjög vel fyrir. „Útlendingum þykir mjög gaman að fylgjast með sýning-unum og sækjast eftir þeim,“ segir Jóhann, en um 120 sýning-ar voru haldnar á Gauksmýri á liðnu ári og telur hann að þær verði ekki færri í ár. Sýndar eru gangtegundir íslenska hestsins og þær útskýrðar, saga íslenska hestsins rakin og fjölbreytileg notkun hans sýnd. Aðstaðan er

eins og best verður á kosið, sýn-ingarvöllurinn er beint framan við veitingasalinn og þar á milli er stór verönd og grasi gróin brekka.

Fuglaáhugamönnum fer fjölg-andi og er Gauksmýri sérlega vel í sveit sett þegar kemur að fuglaskoðun en við Gauksmýrar-tjörn, sem er endurheimt vot-lendi, hefur verið komið fyrir fuglaskoðunarhúsi með sjón-auka og fulgabókum. „Aðstaðan þar er ákjósanleg. Það verpa um 20 fuglategundir við tjörnina þar hafa sést yfir 40 tegundir fugla,“ segir Jóhann, en reiðhjólafær göngustígur er að húsinu þannig að aðgengið er gott.

Í næsta mánuði verður opn-aður sýningarsalur og gallerí þar sem boðið verður upp á hand-verk og ýmsan varning, t.d. minjagripi. Bæði er um að ræða minjagripi sem tengjast íslenska hestinum og héraðinu og það sem til sýnis verður tengist ís-lenska hestinum.

gauksmyri.is

Veisludiskur hlaðinn grillmat af hlaðborðinu. Hestaferðirnar njóta mikilla vinsælda og margar skemmtilegar leiðir eru í næsta nágrenni Gauksmýr-ar.

Sveitasetrið Gauksmýri í Línakradal í Húnaþingi vestra.

Sveitasetrið Gauksmýri í alfaraleið við þjóðveg 1:

Sífellt fleiri njóta kvöld-stunda yfir grillhlaðborði

34 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Sumartónleikar í AkureyrarkirkjuSumartónleikar í Akureyrarkirkju er dagskrá sem á sér mjög langa hefð í kirkjunni. Tónleikarnir eru haldnir alla sunnudaga í júlímánuði og hefjast þeir kl. 17. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en hægt er að fylgjast með efnisskrá tónleikanna á heimasíðu Akureyrarkirkju, akureyrarkirkja.is

Mikið að gerast í veitingageiranumVart fer framhjá þeim sem sækja Akureyri heim að flóra veitingastaða í bæn-um er mjög fjölbreytt og ein af skrautfjöðrum bæjar-ins í þjónustu við ferða-fólk. Enn er að bætast í þessa fjölbreyttu flóru því í vor var nýr veitingastaður opnaður undir heitinu Bryggjan í Gránufélagshús-unum við Strandgötu, Hamborgarafabrikan hefur opnað þar sem í eina tíð var sá nafntogaði staður Súlnaberg, Serrano mun opna í júní við Ráðhústorg og í fyrri hluta sama mánaðar verður breytt móttökuhæð opnuð á Hótel Kea með nýjum veitingastað.

Húni II í afmælissiglinguEikarbáturinn Húni II átti að ljúka í nótt hringferð um landið sem farin var í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá sjósetningu skipsins. Þar með er þó landshornaflakki þeirra Húnamanna ekki lokið því áformað er að skipið sigli með tónlistarmenn milli staða síðar í sumar og verða haldnir tónleikar vítt og breytt. Meðal annars mun Mugison taka þátt í þeirri för en siglingunni mun ljúka með tónleikum á Akureyri 20. júlí.

Page 35: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 35

Skannið kóðana eða finnið allar nánari upplýsingar á www.umfi.is

Landsmótasumarið 2013

3. Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Vík í Mýrdal

dagana 7.–9. júní 2013.

27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi dagana

4.–7. júlí 2013.

16. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði

dagana 2.–4. ágúst.

mag

gi@

12og

3.is

-248

.254

Page 36: Ævintýralandið

Hvalasafnið á Húsavík hefur löngum verið eitt af vinsælustu söfnum landsins. Frá því safnið var stofnað árið 1997 hafa um 250 þúsund manns notið þess að skoða sig þar um. Í ár var nýtt sýningarrými tekið í notkun fyrir Hvalaskólann sem safnið rekur.

Einar Gíslason, framkvæmda-stjóri Hvalasafnsins á Húsavík, segir að á safninu gefist gestum gott færi á að skyggnast inn í veröld hvalanna, þessara risa hafsins. Áhersla hefur ævinlega verið lögð á að vanda framsetn-ingu efnis og kunna gestir vel að meta það, en skýringarmynd-ir á safninu og náttúrulegir sýn-ingagripir hafa vakið verðskuld-aða athygli gesta og komið ímyndunaraflinu á flug.

Margt forvitnilegt að sjá og skoðaSýning safnsins samanstendur meðal annars af vistkerfi sjávar, líffræði hvala, hvalveiðisögunni og hvalrekum fyrr á öldum. Sýn-ingarrýmið er um 1600 fermetrar að stærð en Hvalasafnið er stað-sett í gamla sláturhúsi Kaup-félags Þingeyinga sem byggt var árið 1931. „Við erum með margt forvitnilegt sem fólki þykir gam-an að sjá og skoða,“ segir Einar og nefnir m.a. að á sýningunni séu 10 beinagrindur af hinum ýmsu hvalategundum, sú stærsta er 13 metra löng af búrhval sem rak á land í Steingrímsfirði árið 1997. Meðal beinagrinda má nefna norðsnjáldra, hrefnu, búr-hval, hnúfubak, háhyrning, and-arnefju, grindhval og náhval.

Nafn Húsavíkur er nátengt hvalaskoðunarferðum en þar á bæ hafa menn verið í farar-broddi í yfir 20 ár hvað varðar hvalaskoðun hér á landi og þótt víðar væri leitað. „Það er upp-lagt fyrir þá sem hyggjast fara í hvalaskoðun í sumar að koma fyrst við á safninu og fræðast um hvalina og það gera mjög margir,“ segir Einar.

Nýtt sýningarrými fyrir Hvala-skólannHvalasafnið gegnir lykilhlutverki

í fræðslu og upplýsingamiðlun um hvali og lífríki þeirra hér við land og má á safninu finna margvíslegan fróðleik um hvali, samskipti manna og hvala og þróun tegundarinnar svo eitt-hvað sé nefnt. „Í ár tókum við í notkun nýtt sýningarrými fyrir Hvalaskólann, sem við rekum í tengslum við safnið og þar má meðal annars sjá verkefni sem nemendur í leik- grunn- fram-halds- og háskólanámi hafa unn-ið,“ segir Einar, en í fyrirlestrar-sal eru sýndir vandaðir þættir um hnúfubaka og búrhvali.

Frá upphafi hefur Hvalasafnið tekið við sjálfboðaliðum, m.a. erlendum háskólanemum í líf-fræði eða skyldum greinum og hafa þeir verið daglegri starfsemi safnsins ómetanlegir. Þeir taka að sögn Einars m.a. þátt í að vinna að sýningunni sem stöð-ugt er verið að þróa áfram, bæta og breyta auk þess að taka þátt í rannsóknarverkefnum á vegum safnsins.

„Við teljum að þetta safn sé á heimsmælikvarða, það er tilval-inn staður fyrir alla fjölskylduna að heimsækja,“ segir Einar.

whalemuseum.is

N O R Ð U R L A N D

Safnið verður opnað 20. maí og

verður opið út september, alla daga

frá 10 fyrir hádegi og til 8 á kvöldin.

Aðgangseyrir er 700 krónurog frítt fyrir yngri en 12 ára.

Samgönguminjasafnið YstafelliYstafelli 3 - 641 HúsavíkSími 464 3133 og 861 [email protected] - www.ystafell.is

Samgöngu-minjasafnið Ystafelli

Safn á heimsmælikvarða

Með Útivist út í náttúruna

Yfir 250 þúsund gestir hafa sótt Hvalasafnið á Húsavík frá upphafi.

Ferðamannastraumur í Fjalla-byggð hefur aukist umtalsvert eftir að Héðinsfjarðargöng voru opnuð en með tilkomu þeirra varð aðeins fáeinna mínútna akstur milli miðbæja Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Annar ávinning-ur ganganna er aðgengi að Héð-insfirði en áningarstaðir með upplýsingaskiltum eru á vegs-pottanum milli gangamunnanna tveggja. Ferðafólki er bent á að nota þar tækifærið á ferð sinni og hafa þar viðdvöl, njóta nátt-úrunnar og fræðast um þennan fjörð, hvort heldur er komið frá Akureyri eða úr Skagafirði. Það er margt að sjá og njóta í Fjalla-byggð.

Þétt dagskrá viðburðaViðburðadagskráin í Fjallabyggð er þétt á sumrin og sumir þeirra eiga sér mjög langa sögu. Hæst ber auðvitað að nefna Síldaræv-intýrið á Siglufirði um verslunar-mannahelgina, sem er í raun orðin fimm daga samfelld hátíð sem nú mun standa dagana 1.-5. ágúst. Með þeirri hátíð er haldið

á lofti sögu síldaráranna á þess-um fornfræga söltunarstað en ár-ið um kring má einnig fræðast um þá sögu í Síldarminjasafninu á Siglufirði sem stöðugt er í framþróun. Hróður þess safns hefur borist víða á undanförnum árum. Af öðrum rótgrónum við-burðum má nefna fjölsótt knatt-spyrnumót; annars vegar Niku-lásarmótið í Ólafsfirði 12.-14. júlí fyrir yngstu aldursflokkana og á Siglufirði er síðan haldið Pæju-mót dagana 9.-11. ágúst þar sem, líkt og nafnið bendir til, þreyta kappi yngstu stúlkurnar í knattspyrnunni. Raunar má segja að fyrsti viðburður sumarsins verðir sjómannahátíðin á Ólafs-firði 31. maí til 2. júní en þar í bæ er rík hefð fyrir því að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Jónsmessuhátíð verður á Siglu-firði 22. júní og síðan taka við þrjár tónlistarhátíðir í röð; fyrst Blue North Music Festival í Ólafsfirði 27.-29. júní en þá daga ræður blúsinn ríkjum. Í kjölfar hennar kemur svo Þjóðlagahátíð á Siglufirði dagana 3.-8. júlí en á

sama tíma, þ.e. 4.-7. júlí er ný hátíð á dagskránni í Ólafsfirði sem ber það skemmtilega nafn Ólæti. Þar er á ferðinni tónlistar- og menningarhátíð ungs fólks.

Dagna 5.-14. júlí verður síðan efnt í annað sinn til dagskrár sem ber heitið Reitir og er al-þjóðlegt samstarfsverkefni skap-andi greina. Þessi dagskrá verð-ur á Siglufirði. Síðsumars verða síðan tvær hátíðir í Fjallabyggð. Fyrst hin gamalgróna tónlist-arhátíð Berjadagar í Ólafsfirði en þar er berjatíðinni fagnað með klassískum tónlistarviðburðum. Að þessu sinni verður sú hátíð

dagana 16.-18. ágúst. Síðasta há-tíð sumarsins verður síðan Ljóðahátíð á Siglufirði sem hald-in verður í septembermánuði. Þar taka þátt landsþekkt ljóskáld og aðrir aðkomnir heimamenn, auk listfenginna heimamanna, yngri sem eldri.

Golf, gönguleiðir og veitingarEn það eru ekki aðeins viðburð-ir sem fanga athygli og áhuga ferðafólks. Golfáhugamönnum skal bent á golfvelli bæði í Burstabrekku í Ólafsfirði og á Hóli í Siglufirði. Hótel Brimnes er starfrækt í Ólafsfirði og á

Siglufirði hafa opnað tvö ný gistiheimili; annars vegar Gisti-heimilið Siglunes og hins vegar The Herring House. Vert er einnig að gefa sér tíma við höfn-ina á Siglufirði þar sem byggð hefur verið upp öflug veitinga-starfsemi á vegum fyrirtækisins Rauðku. Þar er að finna veit-ingahúsið Hannes Boy og kaffi-húsið Kaffi Rauðku en fyrirtækið hefur einnig hafið framkvæmdir við byggingu Hótels Sunnu þar skammt frá.

Göngugarpar hafa einnig úr fjölmörgum gönguleiðum að velja í Fjallabyggð enda Trölla-skaginn ein besta uppspretta fjölbreyttra gönguleiða á land-inu.

fjallabyggd.is

Síldarævintýrið á Siglufirði er ein af þekktustu bæjarhátíðunum hér á landi og jafnan fjölsótt.

Viðburðaríkt sum-ar í Fjallabyggð

Gönguleiðir eru fjölmargar um Tröllaskagann og víðsýnt af fjallatind-um. Hér eru tveir ungir göngugarpar með Siglufjörð í baksýn.

Velkomin til Hríseyjar!

Allar nánari upplýsingar á [email protected] og í síma 695-0077 - Heimasíða www.hrisey.net

Hús Hákarla Jörundar Opið alla daga 1. júní – 31. ágúst frá kl. 13:00-17:00

Í þessu elsta húsi Hríseyjar er búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum og sögu eyjarinnar

Þar er einnig hægt að nálgast upplýs-ingar um eyjuna og hvað hún hefur upp á að bjóða.

36 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 37: Ævintýralandið

N O R Ð U R L A N D

Með Útivist út í náttúruna

Pantanir í síma 562 1000

Fjölbreyttar ferðir bíða þín

Gönguferðir

Hjólaferðir

Jeppaferðir

Langar ferðir

Stuttar ferðir

Jöklaferðir

Eldstöðvaferðir

Bækistöðvaferðir

Fjallaferðir

Fjöruferðir

www.utivist.is

„Bókanir í sumar eru þær bestu frá því ég hóf hér rekstur árið 2008,“ segir Lárus Jónsson hjá Glaðheimum á Blönduósi en því fyrirtæki tilheyra 19 sumarhús á bökkum Blöndu og tjaldstæði. Þjónustan er í hjarta Blönduóss en þegar setið er á veröndinni í sumarhúsunum er fuglalífið og árniðurinn líkastur því að húsin séu staðsett langt út í sveit en ekki í miðjum bæ. En það er einmitt þessi góða staðsetning sem gerir Glaðheima svo vinsæl-an gististað sem raun ber vitni.

„Þó við séum skammt frá akstursleiðinni í gegnum bæinn þá heyrist lítið í umferðinni hingað niður á árbakkann. En einn af stóru kostunum við stað-setninguna er að í göngufæri er sundlaugin, verslanir, veitinga-staðir og önnur þjónusta fyrir ferðamennina,“ segir Lárus sem segir Húnavatnssýslur hafa allt til brunns að bera til vaxtar í ferðaþjónustu. „Við höfum Vatnsnesið hér í nágrenninu, rómaðar laxveiðiár, gljúfrin í Víðidal, Vatnsdalshólana, auð-velt er að fara og fylgjast með sel og þannig mætti áfram telja. Það má fara niður að sjó eða upp á hálendið. Að ekki sé

minnst á ótal möguleika í gönguleiðum, ekki síst þann sem nærtækastur er þ.e. að ganga yfir í Hrútey sem er eyja hér í Blöndu beint á móti Glað-heimum þar sem sjá má skemmtilegt fuglalíf og náttúru. Og héðan er ekki langt að fara í dagsferð, t.d. hringinn á Trölla-skaga eftir að Héðinsfjarðargöng komu til sögunnar eða skjótast norður til Akureyrar,“ segir Lárus en Glaðheimar eru nokkurn veginn á þeim punkti sem er miðja vegu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Enda segir hann vinsælt af fjölskyldum og hóp-um að mætast á miðri leið og dvelja í húsum Glaðheima.

„Tímabilið er að lengjast fram á haustið, erlendir ferðamenn eru lengur á ferð en áður en viðburðir hér á svæðinu, t.d. fjár- og stóðréttir, draga Íslend-inga meira af stað en áður. Allt hjálpast þetta að,“ segir Lárus.

Hjá Glaðheimum eru hús frá 15 upp í 58 fermetra að stærð. Í fullbúnum húsunum geta gist allt að 8 manns og heitir pottar eru við flest þeirra og sauna í fjórum. Nokkur húsanna eru leigð stéttarfélögum yfir sumar-tímann en önnur eru í almennri

útleigu til ferðamanna. Tjald-stæðið hjá Glaðheimum býður sömuleiðis mikla þjónustu, raf-magnstengingar, salernis- og sturtuaðstöðu og fleira. Þeir sem vilja tryggja sér sumarhús hjá Glaðheimum á Blönduósi í sum-ar ættu að hafa hraðann á því bókanir eru örar þessa dagana.

„Ég skráði fyrirtækið fyrir skömmu á tvær erlendar bókun-arvélar og svörunin hefur verið mjög góð. Netið er gott sölutæki fyrir fyrirtæki eins og þetta,“ segir Lárus.

gladheimar.is

Horft yfir svæði Glaðheima, sumarhús og tjaldstæði.

Tilvalið er að ganga um Hrútey í Blöndu. Ný sundlaug er á Blönduósi.

Glaðheimar á Blönduósi:

Sumarhús og tjaldstæði í alfaraleið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 37

Page 38: Ævintýralandið

Jónatanshús er með þremur her-bergjum og gistingu fyrir allt að 9 manns og Mínukot þar sem er gisting fyrir sex manns eru nýr valmöguleiki fyrir þá sem vilja gista í eyjunni. Til viðbótar er einnig í boði gisting í tveggja manna herbergjum hjá veitinga-húsinu Brekku. Vaxandi gisti-þjónusta er til marks um við-gang ferðaþjónustu Hríseyinga en Ferðamálafélag Hríseyjar vinnur að eflingu hennar. Fé-lagið er áhugamannafélag heimafólks.

Veitingahúsið Brekka í Hrísey er fyrir löngu landsþekkt fyrir

matreiðslu sína og er meðal flaggskipanna í þjónustu við þá sem heimsækja Hrísey. Í versl-uninni Júllabúð „fæst allt“, eins og Hríseyingar segja en þar er auk nauðsynjavöru hægt að kaupa kaffi, samlokur, pizzur og pylsur. Að ekki sé minnst á harðfiskinn frá Hvammi í Hrísey og minjagripi.

Orkulind og dráttarvélaferðirÍ Hrísey er starfrækt fyrirtækið Hrísiðn en þar eru framleiddar hrífur og einnig þurrkuð hvönn sem vex í eynni og notuð er í náttúrulyf og fleira. Ferðamenn

ættu að líta þar inn og koma í leiðinni við í handverkshúsinu Perlu við höfnina. Þar er hægt er að skoða og versla fallegt hand-verk og listmuni. Þar byrjar líka útsýnisferð um eyjuna á dráttar-vélavagni en þær ferðir eru í boði alla daga yfir sumartímann. Tekur hver ferð um 40 mínútur.

Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar í Hrísey og tilvalið er að leggja leið sína á austur-hluta eyjunnar þar sem sögð er vera önnur mesta orkulind landsins. Geislar friðar og elsku streyma yfir frá fjallinu Kaldbaki sem gnæfir yfir austan fjaraðar-ins. Upplýsingaskilti fyrir ferða-menn eru á gönguleiðunum.

Hús Hákarla-Jörundar hýsir fróðlega sýningu um hákarla-veiðar við strendur Íslands fyrr á tímum, þar má einnig sjá sögu Hríseyjar í máli og myndum. Þar er opið daglega yfir sumartím-ann. Eins konar byggðasafn Hríseyjar er í Holti, húsi Öldu Halldórsdóttur sem hún ánafnaði Hríseyjarhreppi eftir sinn dag.

Hríseyjarhátíð í júlí Efnt verður til fjölskylduhátíðar í Hrísey sumar sem nefnist ein-faldlega Hríseyjarhátíð. Hún hef-ur verið haldin frá árinu 1997 og er því ein elsta bæjarhátíð lands-ins. Hátíðin í ár verður með

breyttu sniði frá síðustu árum og skulu þeir sem hafa í hyggju að vera í Hrísey helgina 12.-14 júlí fylgjast með auglýsingum og heimasíðu Hríseyinga.

Ekki verður skilið við umfjöll-un um Hrísey öðruvísi en nefna sundlaug staðarins. Úr lauginni er einstakt útsýni yfir Eyjafjörð og komið hefur fyrir að gestir í heita pottinum hafa getað fylgst með hvölum svamla úti fyrir eynni. Bjóði aðrir sundstaðir landsins betur!

hrisey.net

N O R Ð U R L A N D

Hrísey – Perla Eyjafjarðar, sem svo er oft kölluð.

Hrísey er kjörinn staður til göngu-ferða, fugla- og náttúruskoðunar.

Stigið inn í gamla tímann í Holti, húsi Öldu Halldórsdóttur.

Ný gistirými í Hrísey og fjölskylduhátíð með breyttu sniði

Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar

Opið allt áriðSumarhús með heitum pottum og mismunandi stærðir húsa

Stutt í alla þjónustu verslun sund, veitingar og söfn

Perla norðursins Hrútey við hlið sumarhúsanna mikið fuglalíf

Glaðheimarsumarhús á bökkum Blöndu við þjóðveg 1

Símar 820-1300 & [email protected] - [email protected]

gladheimar.is

Drangey er náttúruperla á miðjum Skagafirði, þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð. Eyjan er eintök fyrir margra hluta sakir, þar er því sem næst ósnortin náttúra og sagan með Gretti sterka við hvert fótmál. Það er því ævintýri líkast að sigla út í Drangey. Yfir sumarmánuðina (1. júní til 15. ágúst) er daglega boðið upp á ferðir í Drangey frá Reykjum klukkan 11:00. Ferðin tekur um fjóra tíma en þá er um að ræða siglingu, göngu og fuglaskoðun.

Drangey er aðeins kleif á ein-um stað, í Uppgöngu fyrir ofan Uppgönguvík. Fuglalíf er fjöl-breytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum: stuttnefju, langvíu, álku og lunda. Stuttnefjan og langvían verpa í bjarginu sjálfu en álkan einkum í urðum undir því. Lundinn grefur sér aftur á móti holur á brúnunum. Auk þess verpa rita og fýll í björgunum og hrafn og valur eiga sér þar einn-ig griðland. Bjargsig hefur verið stundað í Drangey um aldir og

var eyjan forðabúr Skagfirðinga fyrr á tímum. Mest voru veiddir þar um 200.000 fuglar og týnd um 24.000 egg.

Á Reykjum, þaðan sem siglt er í Drangey, eru tvær heitar laugar. Eldri laugin er nefnd Grettislaug eftir Gretti sterka en sú nýrri nefnist Jarlslaug eftir Drangeyjarjarlinum Jóni Eiríks-syni. Hitastig lauganna er um 39° en getur verið breytilegt eftir veðri. Við laugarnar er útisturta og skiptiaðstaða. Fátt jafnast á við það að sitja í laugunum á Reykjum og njóta óviðjafnan-legrar náttúrufegurðar staðarins.

drangey.net

Drangey.

Daglegar ferðir í Drangey

Grettislaug á Reykjum, þaðan sem siglt er í Drangey.

38 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 39: Ævintýralandið

N O R Ð U R L A N D

Skagafjörðurfyrir stóra sem smáa!

PREN

T eh

f.

SparkvellirFlottir sparkvellir eru á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.

Sundlaugar og heitir pottar eruá Sauðárkróki, á Hofsósi,í Varmahlíð, á Hólum, á Bakkaflöt, Steinsstöðum og Sólgörðum.

SandfjörurÁ Borgarsandi við Sauðárkrók er allt fullt af sandi sem gaman er að leika í.

Dorg & veiðiÞú getur auðveldlega krækt í marhnút á bryggjunni og silung í fjörunni – björgunarvesti eru til útláns við Sauðárkrókshöfn.

Á hestbakiAllir geta fundið hestaferðir við sitt hæfií Skagafirði.

RaftingFlúðasiglingar eiga vaxandi vinsældum að fagna, enda sameinar slík ferð frábæra skemmtun, spennu og ferðalag um einstök náttúruundur.

FuglaskoðunÍ Skagafirði er fjölbreytt fuglalíf, t.d hafa hátt í 50 tegundir flækinga sést í Skagafirði á undanförnum árum.

Svo miklu meiraFjölmargt annað er hægt að gera sér til afþreyingar og skemmtunar í Skagafirði en hægt er að nálgast upplýsingar um það á www.visitskagafjordur.is

RólóÍ Skagafirði eru margirskemmtilegir róluvellir.

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra :: Varmahlíð :: & 455 6161 :: [email protected] :: visitskagafjordur.is

www.visitskagafjordur.is

Spænskt kaffihúsí Bergi„Ferðaþjónustuaðilar í Dal víkur-byggð hafi mikla trú á greininni því víða er uppbygging og fjár-festing þessa dagana. Gistirým-um fer fjölgandi í sveitarfé-laginu, aukin umsvif eru í hvala-skoðun, nýtt kaffihús og þannig mætti áfram telja,“ segir Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, en ferðamönn-um sem leggja leið sína í Dalvíkur byggð í sumar er bent á að upplýsingamiðstöð ferða-manna verð ur nú staðsett í af-greiðslu sundlaugarinnar á Dal-vík. Þar má nálgast allar upplýs-ingar um viðburði í Dalvíkur-byggð í sumar, afþreyingu, gisti-rými og fleira sem ferðamenn fýsir að vita.

Að vanda verður Fiskidagur-inn mikli hápunktur sumarsins í Dalvíkurbyggð en hann verður laugardaginn 10. ágúst. Í menn-ingarhúsinu Bergi verður einnig margt um að vera í sumar, m.a. verða þrjár myndlistarsýningar í húsinu. Segja má að spænsk menning hafi tekið sér bólfestu í Bergi því nú í vor opnaði þar kaffihúsið Rincón Canario. Þar er hægt að fá bæði kaffi og kökur, sem og ekta spænska tapasrétti.

bergmenningarhus.is

Þrjár myndlistarsýningar verða í menningarhúsinu Bergi í sumar. Menningarhúsið Berg er í hjarta Dalvíkur og frá kaffihúsinu er skemmtilegt útsýni norður Eyjafjörð.

Yfir 7% fjölgun að jafnaði á áriFrá árinu 2000 hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfald-ast. Erlendir ferðamenn voru 303 þús. árið 2000 en voru komnir í 673 þús. 2012. Árleg aukning hefur verið að jafn-aði 7,3% milli ára frá 2000. Ef fram heldur sem horfir verða ferðamenn ríflega ein milljón árið 2020.

Frá árinu 2000 hefur far-þegum til landsins með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega, úr um 26 þús. árið 2000 í um 95 þús. farþega ár-ið 2012. Aukningin hefur ver-ið að jafnaði 12,4% milli ára.

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna var um 673 þús-und árið 2012 og er um að ræða 18,9% aukningu frá 2011 en þá voru erlendir ferðamenn um 565 þúsund talsins.

Langflestir komu með flugi um Keflavíkurflugvöll eða 96,2%, 1,9% með Norrænu um Seyðisfjörð og 1,9% með flugi um Reykjavíkur-, Akur-eyrar- eða Egilsstaðaflugvöll. Vert er að taka fram að tölur fyrir aðra staði en Keflavíkur-flugvöll byggja ekki á talning-um heldur mati út frá sölu- og farþegatölum. Um 647 þúsund ferðamenn komu til Íslands um Keflavíkurflugvöll árið 2012 eða um 187 þúsund fleiri en árið 2010.

Fjöldamet voru slegin í öll-um mánuðum ársins 2012.

Heimild: Ferdamalastofa

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 39

Page 40: Ævintýralandið

„Öll ökutækin sem við erum með hér í safninu eiga sér ein-hverja sögu og sérstöðu sem við erum að varðveita og halda til haga. Þetta er það sem gestum okkar þykir svo áhugavert; að fá að vita hvaðan ökutækin eru komin og hver er saga þeirra. Erlendum gestum þykir ekkert

síður merkilegt en Íslendingum að lesa um hvort einhver Gunn-ar á Læk eða Jón á Hóli hefur átt jeppann eða traktorinn,“ seg-ir Sverrir Ingólfsson, safnstjóri í Samgönguminjasafnsins Ystafelli í Þingeyjarsýslu. Safnið er að komast í sumarbúning þessa dagana og er opið ferðafólki alla

daga. Þangað koma að jafnaði um 4000 gestir árlega, bæði inn-lendir sem erlendir. Raunar segir Sverrir að hlutfall erlendra gesta hafi hækkað nokkuð með árun-um enda hróður safnsins borist víða. Sem dæmi þar um segir hann að margir Hollendingar komi í safnið sem virðist mega rekja til að ferðaskrifstofa þar í

landi geti um safnið í sinni markaðsetningu á Íslandi.

Hælisbíllinn endurbyggðurOg talandi um söguna og öku-tækin þá eru vetrarmánuðirnir notaðir hjá Sverri og samstarfs-mönnum hans til að endur-byggja gamla bíla og önnur tæki fyrir safnið. Svo er einnig nú en í vetur var hafin endurgerð á svokölluðum Hælisbíl sem var bíll í eigu Kristneshælis í Eyja-firði. Bíllinn er af gerðinni Ford 1946, upphaflega vörubíll en á hann var smíðað hús úr timbri fyrir 10 farþega, auk bílstjóra. Bíllinn þjónaði hælinu til fjölda ára, bæði til aðfangaöflunar og til að skemmtiferða með sjúk-linga.

„Bíllinn var í mjög slöku ásig-komulagi þegar við fengum hann hingað á safnið þannig að það verður mikið verk að gera hann upp í upprunalega mynd.

En hann á sér merka sögu og mun að lokum koma hingað inn á gólf í safninu,“ segir Sverrir en gestir í Samgönguminjasafninu geta í sumar litið inn í verkstæð-ishúsið og fengið innsýn í hvernig þessu merkilega verk-efni vindur fram.

Samgönguminjasafnið í Ysta-felli geymir mörg stórmerkileg ökutæki, ekki aðeins gamla bíla heldur einnig vélsleða, mótor-hjól, snjóbíla, veghefla og önnur vinnutæki. Elsti bíllinn í safninu er Dixie Flyer árgerð 1919 og einn þriggja slíkra sem til eru í heiminum. „Stærstan hluta öku-tækjanna hefur safnið fengið gefins og við getum ekki þegið nema brot af því sem okkur er boðið. Hér eru 70-80 tæki til sýnis í safninu og fer brátt að verða aðkallandi að fá meira sýningarrými,“ segir Sverrir.

ystafell.is

N O R Ð U R L A N D

Ný atvinnutækifæri– framtíðin er í ferðaþjónustu!

Margar minningar verða ljóslifandi gestum þegar þeir berja gömlu öku-tækin augum í Samgönguminjasafninu Ystafelli.

Samgönguminjasafnið Ystafelli:

Ökutæki með sögu

Allar upplýsingar í símum 864 0700 (Viðar) og 462 3599 (Ragnar) og vefsíðunni 24x24.is

Mesta áskorunin!Glerárdalshringurinn 2013 verður genginn laugardaginn 6. júlí nk.

Skráning stendur nú yfir á vefsíðunni 24x24.is

40 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 41: Ævintýralandið

LeiðsögunámLeiðsöguskólinn býður upp á fræðandi og skemmtilegt nám

Nemendur öðlast haldgóða þekkingu á náttúru, sögu og menningu Íslands og fá þjálfun í að leiðseigja erlendum ferðamönnum. Á vorönn velja nemendur kjörsvið, almenna leiðsögn eða gönguleiðsögn.

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun en auk þess þurfa nemendur að standast inntökupróf í erlendu tungumáli.

HótelstjórnunNám á háskólastigi, kennt í samstarfi César Ritz College í Sviss

Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa sveinsprófi í matvælagreinum og/eða stúdentsprófi.

Námið veitir alþjóðlegt skírteini í hótelstjórnun og tekur tvær annir ásamt 1000 vinnustundum í starfsþjálfun. Nemendum býðst að ljúka BS-námi hjá César Ritz College í Sviss.

FerðafræðinámFerðamálaskólinn býður upp á fjölbreytt og hagnýtt nám

Nemendur kynnast uppbyggingu og stafsemi greinarinnar, fræðast um land og þjóð og fá þjálfun í skipulegum og öguðum vinnubrögðum.

Námið skiptist í tveggja anna bóklegt nám og þriggja mánaða starfsþjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki þar sem nemendur takast á við margvísleg og krefjandi verkefni.

www.mk.is

Ferðamálaskólinn sími 594 4020 - Leiðsöguskólinn sími 594 4025 - Upplýsingar á www.mk.is og á skrifstofu skólans í síma 594 4000

Upplifun að heimsækja GrímseyN O R Ð U R L A N D

„Stóra áhersluefnið okkar er að fá ferðamenn til að dvelja lengur hjá okkur í eynni. Hingað kem-ur stór hópur, bæði með flugi og ferjunni, sem dvelur hér hluta úr degi en áherslan er á að stækka hópinn sem gistir og get-ur þannig notið enn frekar þeirr-ar náttúru og sérstöðu sem við höfum að bjóða í Grímsey,“ seg-ir Rannveig Vilhjálmsdóttir hjá Gistiheimilinu Básum í Grímsey. Ferðamönnum segir hún að hafi farið mjög fjölgandi undanfarin ár en ferjan Sæfari siglir þangað mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og hefur nokkurra klukkustunda viðdvöl. Daglegar ferðir eru með flugi yfir sumar-tímann á vegum flugfélagsins Norlandair. Flogið er frá Akur-eyri laust eftir hádegi.

„Farþegar skemmtiferðaskipa eru til að mynda einn hópurinn sem stækkað hefur verulega en Norlandair kemur með þá frá Akureyri þegar skipin hafa þar viðdvöl. Annars sjáum við bæði aukningu í komum erlendra ferðamanna og ekki síður ís-lenskra ferðamanna. Það þykir mjög spennandi að heimsækja þetta litla eyjasamfélag, sjá lífið hér og síðast en ekki síst að fara yfir heimskautsbaug og fá skjal upp á það,“ segir Rannveig en í sumar verður líka hægt að slá golfkúlur yfir heimskautsbaug

því vísir að golfvelli er nú þegar kominn í Grímsey. Ekki ónýtt að fara holu í höggi á heimskauts-baug!

Sjóstöng og hvalaskoðun í bí-gerðFuglalífið í björgunum í Grímsey er einstakt og meðal þess sem ferðamenn vilja helst sjá, fyrir utan að fara yfir heimskauts-bauginn. Mikið líf er í björgun-um og hægt að virða þau fyrir sér þegar genginn er hringur um eyjuna en Rannveig segir líka mikinn áhuga hjá ferðamönnum að komast í siglingu hringinn í kringum eyjarnar og virða fugla-björgin fyrir sér af sjó.

„Þetta er einmitt þáttur í ferðaþjónustunni hjá okkur sem við erum með í vinnslu núna og vonandi tekst okkur að uppfylla öll formsatriði þannig að unnt verði að bjóða upp á bæði hvalaskoðun, útsýnissiglingu og sjóstangveiði í sumar. Það er nýjung sem við stefnum á að koma á fót fyrir sumarvertíðina,“ segir Rannveig en á gistiheim-ilinu eru 8 vel búin herbergi og veitingasala.

„Við erum tilbúin fyrir sumar-ið og vonumst til að sjá sem flesta hjá okkur,“ segir hún.

gistiheimilidbasar.is

Fuglinn, björgin, sjórinn og mannlífið. Allt laðar þetta að ferðamenn til Grímseyjar.

Hvalaskoðun, sjóstangveiði og siglingar eru meðal þeirra þjónustuþátta sem ætlunin er að bjóða ferðamönnum upp á í Grímsey í sumar.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 41

Page 42: Ævintýralandið

42 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

1.-2. júní Sjómannadagshátíðarhöld á Austfjörðum.

8. júní Vegareiði – tónleikar í Bragganum á Egilsstöðum.

15. júní Bjartur í byggð – rathlaup um Egilsstaði og Fellabæ.

22. júní Skógardagurinn mikli – fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi.

22.-29. júní Á fætur í Fjarðabyggð – gleði- og gönguvika í Fjarðabyggð.

26.-29. júní Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi – 25 ára afmæli.

29. -30. júní Öxi – þríþrautarkeppni.

30. júní-1. júlí Hernámsdagurinn Reyðarfirði.

7. júlí Safnadagur í Minjasafni Austurlands – liður í íslenska safnadeginum.

7.-13. júlí Eistnaflug 2013 – rokkmetalhátíð í Neskaupstað.

12.-14. júlí Pólar festival – lista- og menningarhátíð á Stöðvarfirði.

12.-14. júlí Sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum.

25.-28. júlí Bræðslan 2013 – tónlistarhátíð á Borgarfirði eystri.

25.-28. júlí Franskir dagar – fjölskylduhátíð á Fáskrúðsfirði.

1.-4. ágúst Álfaborgarsjens – fjölskylduhátíð á Borgarfirði eystri.

2.-5. ágúst Neistaflug – fjölskylduhátíð í Neskaupstað.

3.-4. ágúst Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli.

10.-11. ágúst Tour de Ormurinn, hjólreiðakeppni umhverfis Lagarfljótið.

10.-19. ágúst Ormsteiti – tíu daga veisla á Héraði.

31. ágúst Bjartur – rathlaup á Jökuldalsheiði.

7.-8. sept. Helgarferð Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfjörð og tónleikar.

Október RIFF kvikmyndahátíð – úrval á Austurlandi.

Fjölbreyttir viðburðir eru hjá Skaftfelli á Seyðisfirði. Sjá skaftfell.is

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs býður upp á fjölbreyttar ferðir allt sumarið. Sjá eg-ilsstadir.is/ferdafelag

Nánar á east.isHeimild og myndir: Upplýsingamiðstöð Austurlands.

Meðal viðburða á Austurlandi

east.is

42 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 43: Ævintýralandið

A U S T U R L A N D

Eins og alltaf verður ýmislegt um að vera á Seyðisfirði í sumar en staðinn sækja heim þúsundir ferðamanna á ári hverju, inn-lendir sem erlendir. Heimamenn hafa upp á ýmislegt að bjóða og skulu hér taldir til nokkrir við-burðir. Er af mörgu að taka.

Sýningar í SkaftfelliSýningar og uppákomur eru jafnan allt árið um kring í Skaft-felli, miðstöð myndlistar á Aust-urlandi. Í sumar verða efnt til sýningarinnar Perfomansar í að-alsýningarsal dagana 11.-25. maí, frá 17. júní til ágústloka er svo sýningin A Kassen og 29. júní sýnir Susanne Asp staðbundið útilistaverk. Í september hefst sýning í Skaftfelli í minningu Dieter Roth og í desember sýnir Jens Reichert í bókabúð og verk-efnarými. Sjá nánar á skaftfell.is

Sæluhelgi í júníÍþróttafélagið Huginn á Seyðis-firði á 100 ára afmæli í ár og stendur það fyrir íþróttaviðburð-um í hverjum mánuði allt árið. Sá stærsti er á Sæluhelgi dagana 28.-30. júní í sumar. Meðal ann-ars verður efnt til tónleika og dansleiks þar sem stórsöngvar-arnir Björgvin Halldórsson, Sigga Beinteins, Matti Matt ásamt Tomma Tomm og stórsveit Rokkabillýbandsins stíga á stokk. „Grand gala dinner“ verður á Hótel Öldunni. Stanslaus skemmtun fyrir alla fjölskylduna; Solla stirða, Íþróttaálfurinn, ung-lingadiskó, ratleikur, grill og margt fleira.

LungA 14.-21. júlíLungA hátíðin verður haldið í 14. skiptið dagana 14.-21. júlí. Þar verður að venju framsækin og metnaðarfull dagskrá þar sem lítið og meira þekktir listamenn, alls staðar að úr heiminum, koma fram. Einnig listasmiðjur, myndlistasýningar, gjörningar, uppákomur, ungmennaskipti, hönnunarsýning, uppskeruhátíð, bíó, DJ partý og stórtónleikar á útisviði. Sjá nánar á lunga.is

Fleiri viðburðirMargt fleira verður á dagskrá á Seyðisfirði í sumar. Frá 10. júlí til 14. ágúst verður efnt til sumar-tónleikaraðar í Bláu kirkjunni öll miðvikudagskvöld, Tækniminja-safn Austurlands efnir til Smiðjuhátíðar dagana 26.-28. júlí og laugardaginn 17. ágúst verður efnt til svokallaðrar Hverfahátíð-ar þar sem verður skemmtun, grill og samvera.

Í haust efna Seyðfirðingar svo til Haustroða, markaðshátíðar fjölskyldunnar, laugardaginn 5. október þar sem verður m.a. á boðstólum kompudót, uppskera sumarins, ljósmyndasamkeppni, handverk o.fl. Þá efna Skálar, miðstöð hljóðlistar og tilrauna-kenndrar tónlistar, til alþjóðlegr-ar hljóðlistahátíðar í fyrrum hús-næði frystihússins Norðursíldar í októbermánuði. Loks má nefna Daga myrkurs um allt Austurland í nóvember.

seydisfjordur.is

LungA hátíðin verður haldið í fjórtánda skiptið í sumar, dagana 14.-21. júlí. Þar verður að venju framsækin og metnaðarfull dagskrá. Myndin er af hópnum sem undibjó LungA í fyrra. Mynd:. LungA.

Seyðisfjörður hefur upp á margt að bjóða fyrir gesti og gangandi í sumar sem endranær. Mynd: Hlynur Oddsson.

Margt um að vera á Seyðisfirði í sumar!

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 43

Page 44: Ævintýralandið

A U S T U R L A N D

www.hotel701.is - Sími [email protected]

Hótelgisting – Matarævintýri

Dekurhópar - Spa - Fundir

Ráðstefnur – Veisluþjónusta

Upplifðu á Hótel Hallormsstað!

„Hversu margir hafa séð fíl á Ís-landi?“ spyr Berghildur Fanney Hauksdóttir, fulltrúi menningar-arfs og ferðamála í Vopnafirði. „Vopnafjörður er einstaklega söguríkur og fallegur fjörður og eitt af einkennum hans eru ótrú-legir klettadrangar sem taka á sig ýmsar kynjamyndir, eins og fíllinn okkar er gott dæmi um. Við erum m.a. að skapa okkur sérstöðu með því að nýta sög-una, hinar einstöku náttúruperl-ur sem hér eru allt um kring og fallega strandlengju,“ segir Berg-hildur um sérstöðu Vopnafjarð-ar. Hún bendir á að í Sandvík sé einstök strandfjara sem er tilval-in til útiveru og sandkastalagerð-ar fyrir alla fjölskylduna, en í sumar verður sett þar niður „fjár-sjóðskista“ með sandleikföngum.

„Við hlökkum mikið til að taka á móti ferðafólki í sumar og erum bjartsýn á að hér verði töluverður straumur bæði inn-lendra og erlendra gesta. Við vorum ánægð með hvernig til tókst í fyrrasumar og teljum að þetta verði enn betra,“ segir Berghildur Fanney.

Hún segir þjónustu við ferða-fólk með ágætum í Vopnafirði. Hótel er á staðnum, gistiheimili, bændagisting og tjaldstæði, auk þess sem verslun er þar að finna, tvö kaffihús, söfn og af-þreyingu af ýmsu tagi. Þá verður í sumar sett upp véla- og tækja-sýning og á hún eflaust eftir að vekja forvitni margra gesta.

Sérstaðan felst í sögunni og einstökum náttúruperlumSvæðið umhverfis Vopnafjörð er kjörið til gönguferða og verða nú í sumar merktar inn sjö nýjar gönguleiðir, en gönguleiðakort eru til sölu í Kaupvangi, húsi sem m.a. hýsir Múlastofu, Vest-urfarann, kaffihús og upplýs-ingamiðstöð ferðamanna. Múla-stofa er einstök margmiðlunar-sýning um líf og list þeirra bræðra Jónasar og Jóns Múla Árnasona sem ættu að vera flest-um Íslendingum að góðu kunn-ir, enda hafa lög þeirra, raddir og leiksýningar lifað með þjóð-inni í áratugi. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Ef áætlanir ganga eftir mun skiltuð sögutengd göngu-leið um þorpið á Kolbeinstanga verða að veruleika í sumar. Gestir ganga leiðina á eigin veg-um og tekur það um klukku-stund. Á leiðinni er staldrað við sögufræg hús og byggingar í Vopnafirði og liggur hún einnig upp á Andrésarklett ofan við þorpið en þaðan er frábært út-sýni til allra átta. Eftir góða gönguferð er ekki úr vegi að skella sér í sundlaugina, en úti-sundlaug er á bökkum Selár, með vatni úr volgri náttúrulegri uppsprettu og hefur hún mikið aðdráttarafl.

Mikill fjöldi þeirra gesta sem sækja Vopnafjörð heim koma við í Bustarfelli, einum fallegasta og best varðveitta torfbæ á Ís-landi. Bærinn á sér langa sögu,

en þar var búið allt frá árinu 1770 til 1966. Sama ættin hefur búið á jörðinni allt frá árinu 1532 sem er því sannkallað ætt-aróðal, og býr hún þar enn þó í nýju húsi sé. Safnið í gömlu bæj-arhúsunum opið alla daga sum-arsins og við hlið þess stendur kaffihúsið Hjáleigan þar sem boðið er upp á þjóðlegar veit-ingar.

Merkja heiðarbýliBerghildur segir að Vopnafjörð-ur og nágrenni sé kjörinn staður fyrir áhugamenn um veiðiskap hvers konar, hvort heldur menn vilji dorga á bryggjunni, stunda hornsílaveiðar eða sækja í þekktar laxveiðiár sem eru inn-an seilingar. Í sumar ætla Vinir Selárdals, sem eru frjáls félaga-samtök, að merkja heiðarbýli

upp frá Selárdal en upp með Selá var lagður veiðivegur sem er vel fær öllum fjárhjóladrifsbíl-um. „Það er þegar búið að merkja býlin og í sumar á að bæta við upplýsingaskiltum við þau. Það þykir mörgum forvitni-legt að ferðast um upp á regin-fjöllum og upplifa hvernig fólk bjó langt fram á síðustu öld. Margir af ábúendum þessa svæðis fluttu vestur um haf og þeir sem hafa áhuga á að finna ættingja sína þar geta fengið að-stoð til þess í Vesturfaranum. Að góðum sið bjóðum við gesti okkar velkomna til Vopnafjarðar og teljum að enginn sögu- eða náttúruunnandi verði svikinn af þeirri heimsókn,“ segir hún.

vopnafjardarhreppur.is

Burstafell er einn af fjölsóttustu ferðamannstöðunum í Vopnafirði.

Starfsemi Skorrahesta í Fjarða-byggð sem standa fyrir hesta-ferðum um nágrenni Norðfjarðar og Gerpissvæðið – austast á

Austfjörðum – hefur vaxið jafnt og þétt frá því starfsemin hófst fyrir fimm árum. Flestir við-skiptavinanna eru erlendir ferða-menn, einkum frá Þýskalandi, en Íslendingum hefur einnig far-ið fjölgandi.

Í sumar er sem fyrr boðið upp á sex daga skipulagðar ferðir á föstum dagsetningum; 8.-14. júlí, 22.-28. júlí og 5.-11. ágúst. Reiðleiðirnar um Gerpis-svæðið; Hellisfjörð, Viðfjörð, Barðsnes, Vöðlavík og dali og fjöll í kringum Norðfjörð, eru um margt ólíkar því sem gerist annars staðar á landinu þar sem hestaferðir eru í boði. Svo kryddar leiðsögumaðurinn auð-vitað ferðirnar með fróðleik og þjóðsögum af svæðinu og þar er af nógu að taka á slóðum Við-

fjarðar-Skottu og Sandvíkur-Glæsis.

Skorrahestar bjóða einnig upp á sérsniðnar ferðir á öðrum tímum fyrir þá sem þess óska. Það geta verið allt frá dagsferð-um upp í vikuferðir en mikil-vægt er að skipuleggja þær með góðum fyrirvara. Þá er í annað sinn í sumar boðið upp á „sum-arfrí á sveitabæ“, dagana 1.-7. júlí og 15.-21. júlí hjá hjónunum á Skorrastað, Þórði (Dodda) Júlí-ussyni og Theódóru Alfreðsdótt-ur, sem þar hafa búið til margra ára og eiga og reka Skorrahesta. Innifalið í dvölinni er gisting, fullt fæði, reiðtúrar og styttri hestaferðir um Norðfjarðarsveit-ina og næsta nágrenni hennar.

skorrahestar.123.is

Það er víða ægifagurt útsýni á reiðleiðum Skorrahesta um nágrenni Norðfjarðar og Gerpissvæðið. Hér er áð fyrir ofan bæinn Skuggahlíð í rjómablíðu og í baksýn er tignarlegur fjallgarðurinn milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar.

Hestaferðir austast á Austfjörðum

Vopnfirðingar bjartsýnir á komandi sumar:

Hefur þú séð fíl á Íslandi?

Neðrifoss í Gljúfursá.

Sandvík er einstök strandfjara sem er tilvalin til útiveru og sand-kastalagerðar fyrir alla fjölskyld-una, en í sumar verður sett þar niður „fjársjóðskista“ með sand-leikföngum. Og hér blasir vopn-firski „fíllinn“ við.

44 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 45: Ævintýralandið

„Ferðaþjónusta hefur vaxið mjög hér á Breiðdalsvík undanfarin ár og mikil uppbygging átt sér stað, enda leggja æ fleiri ferða-menn leið sín hingað,“ segir Páll Baldursson, sveitarstjóri á Breið-dalsvík. Fiskvinnsla og landbún-aður voru lengi aðal atvinnu-greinar bæjarbúa og nærsveit-unga en ferðaþjónustu hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg og sækir stöðugt í sig veðrið.

Þannig eru gistirými sem til boða standa vel á annað hundr-aðið og líklega eru hvergi á Ís-landi jafnmargir veitingastaðir miðað við íbúafjölda og einmitt þar. Íbúarnir eru um það bil 200 talsins og veitingastaðirnir alls 8.

„Á Breiðdalsvík má finna alla helstu þjónustu sem ferðamenn sækjast eftir og við erum stolt af því hversu mikið er í boði hér hjá okkur,“ segir Páll. Hann nefnir að veitingasala fari fram á Hótel Bláfelli, Hótel Staðarborg, í Veitingahúsinu Eyjum, Café Margréti, Silfurbergi sveitahóteli, Óðinsferðum, Höskuldsstöðum og hjá Ferðaþjónustunni Háleiti. „Úrvalið er óvíða meira á ekki stærri stað,“ segir hann.

Breiðdalssetur í Gamla kaup-félaginuLítil útisundlaug er á Breiðdals-vík með heitum potti og í miðju þorpinu, við hlið leikskólans er skjólsælt og gott tjaldstæði með öllum þeim þægindum sem ferðalangar kjósa. „Við erum svo með Breiðdalssetur í elsta húsi þorpsins, Gamla kaupfélaginu, sem reist var árið 1906. Þar er miðstöð menningar, sögu og þekkingar. Á setrinu getur ferða-fólk kynnt sér jarðfræði Austur-lands, en í húsinu er Jarðfræði-setur George P.L. Walkers og einnig er þar að finna sögu og verk hins kunna málvísinda-manns Stefáns Einarssonar, fyrr-verandi prófessors við John Hopkins háskóla í Baltimore,“ segir Páll.

Á Breiðdalsvík er líka hús sem gengur undir nafninu „Nýja kaupfélagið,“ en það hefur verið gert upp á skemmtilegan hátt og nú eru þar kaffihús, krá, ferða-mannaverslun með úrvali af gjafavöru og handverki af ýmsu tagi auk þess sem þar er einnig verslun 66° Norður.

Fjölbreytt afþreyingAfþreying af ýmsu tagi stendur þeim til boða sem sækja Breið-dalsvík heim. Páll nefnir að Breiðdalsá sé með fallegri lax- og silungsveiðiám landsins og laði að sér fjölda veiðimanna á hverju sumri. Þá er einnig hægt að fá veiðileyfi í Kleifar- og Mjóavatni. „Við höfum líka upp á að bjóða fjölda skemmtilegra gönguleiða en margir ferða-menn hafa áhuga fyrir slíkum ferðum og verða ekki sviknir af því að ganga hér um svæðið,“ segir Páll. Hann nefnir einnig Meleyri, sem er falleg strönd innan við Breiðdalsvík, en þar er líka ríkulegt fuglalíf sem gam-an er að fylgjast með um leið og fjölskyldan gengur eftir strönd-inni.

Í næsta nágrenni eru svo fornfrægir staðir eins og Heydal-

ir þar sem hefur verið kirkja frá fyrstu tíð kristni hér á landi og prestsetrið þótti löngum með betri brauðum landsins. Þar er minnisvarði um sálmaskáldið

Einar Sigurðsson sem eitt sinn sat þar og orti m.a. hinn þekkta jólasálm, Nóttin var sú ágæt ein.

breiddalur.is

A U S T U R L A N D

er nær en þú heldur

Við tökum vel á móti þérwww.vopnafjörður.isVopnafjörður

Gamla Kaupfélagið, elsta húsið á Breiðdalsvík, var reist var árið 1906 og hefur nú fengið nýtt hlutverk.

Ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein á Breiðdalsvík

Breiðdalssetur, en þar er miðstöð menningar, sögu og þekkingar.

Margt er hægt að gera sér til dundurs á ferðalagi um Breið-dalsvík, m.a. að setjast niður og prjóna.

VOPNAFJÖRÐUR

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 45

Page 46: Ævintýralandið

„Sumarið lítur vel út og það er aukning í bókunum miðað við í fyrrasumar,“ segir Helgi Sigurðs-son sem ásamt konu sinni, Auði Völu Gunnarsdóttur, rekur gisti-heimilið Blábjörg á Borgarfirði eystra. Þau keypti gamla frysti-húsið á staðnum árið 2006 og breyttu því í glæsilegt gistiheim-ili, sem opnað var formlega um miðjan júní árið 2011.

„Við hófumst strax handa við endurbætur á húsinu og gerðum á því miklar breytingar,“ segir Helgi, en húsið sem byggt var árið 1946 var áður frystihús og hófst vinnsla þar tveimur árum síðar. „Þetta hús gegndi mikil-vægu hlutverki í atvinnulífi íbúa þorpsins,“ segir hann, en það var einnig að hluta til sláturhús. Vinnslunni var lokað síðla árs 1991 og hefur staðið autt um árabil eða þar til Helgi og Auður keyptu það og breyttu í gisti-heimili.

Húsið er á tveimur hæðum og er gistiheimilið á efri hæðinni þar sem áður voru skrifstofur og kaffistofur. Þar eru nú 11 vel útbúin herbergi, þrjú baðher-

bergi, fullbúið eldhús og setu-stofa. Gengið er inn í húsið yfir göngubrú eða nokkurs konar landgang. „Við reyndum að hanna brúna í þeim anda og nýttum gamla símastaura í það verk,“ segir Helgi.

Heilsulind og gallerí á neðri hæðinniÁ neðri hæð gamla frystihússins eru gallerí og heilsulind. Gallerí-

ið ber heitið Rétt-inn en það var fyrst í þeim hluta hússins þar sem fé var smalað inn á þeim tíma sem það var sláturhús. Nú er búið að færa galleríið til inn-an húss og endurbæta aðstöð-una. Galleríið er rekið af mæðg-unum Ástu Sigfúsdóttur og Est-her Kjartansdóttur. Þær selja eig-ið handverk og fatnað og einnig frá öðrum hönnuðum.

Heilsulindin heitir Musterið

Baðstofa. Þau fengu Hallgrím Friðgeirsson innanhússarkitekt til liðs við sig við hönnun á heilsulindinni og tókst vel til en íslenskar basaltflísar eru á gólf-um, líparít umhverfis pottinn og lerki úr Hallormsstaðaskógi er notað í milliveggi. Innrauður saunaklefi er í heilsulindinni og stór heitur pottur.

„Við ætlum að stækka úti-svæðið í vor og bæta heitum potti við sjóvarnargarðinn og einnig að setja upp útisauna-klefa. Eins er á stefnuskránni að bæta aðstöðu fyrir fólk sem stundar sjósund,“ segir Helgi.

Návígi við náttúrunaÁ Borgarfirði eystra þarf ekki að fara langt til að komast í návígi við náttúruna og þar er margt áhugavert að skoða fyrir ferða-fólk. Helgi bendir á að á vorin og yfir sumarið sé mikið og blómlegt fuglalíf og hafi heima-menn lagt mikið kapp á að byggja upp aðstæðu fyrir áhuga-

menn um fuglalíf og náttúru. Hvergi er jafngott og öruggt að-gengi að lunda og við Hafnar-hólma utan við þorpið í Bakka-gerði. Göngupallur hefur verið byggður í hólmanum og liggur hann um lundavarpið. Aðrar fuglategundir eru einnig áber-andi í hólmanum og er hann eitt helsta aðdráttarafl staðarins. „Við leggjum mikla áherslu á fuglalíf-ið og fjöruna,“ segir Helgi, en einnig nefnir hann að góð og áhugaverð göngusvæði eru allt um kring og mun Blábjörg bjóða upp á fjórar mismunandi gönguferðir um Víknaslóðir við Borgarfjörð eystra í sumar. Ís-lendingar eru áberandi fleiri í skipulögðu gönguferðunum að sögn Helga, en almennt eru út-lendingar bróðurpartur gesta gistiheimilisins Blábjargar.

blabjorg.is

A U S T U R L A N D

Ekki amalegt útsýni úr heita pott-inum, en pottormar geta virt fyrir sér lífið við smábátahöfnina á meðan þeir baða sig.

Gengið er inn í gistiheimilið yfir göngubrú sem byggð var úr göml-um símastaurum.

Gistiheimilið Blábjörg á Borgarfirði eystra:

Útisvæði stækkað og að-staða fyrir sjósund bætt

Gistiheimilið Blábjörg á Borgarfirði eystri, séð utan frá sjó.

Borgarfjörður eystri fékk í lok síðasta árs boð um aðild að evr-ópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destina-tion of Excellence“ og auðkenn-ir gæðaáfangastaði í álfunni. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjöl-breytileika og sameiginlegum einkennum evrópskra áfanga-staða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.

Þessi aðild þykir mikil viður-kenning á þeirri uppbyggingu sem heimamenn hafa staðið í undanfarin ár, bæði hvað varðar gistingu og aðra þjónustu við ferðafólk en ekki síður skipu-lagningu gönguleiða um Víkna-slóðir og markaðssetningu þess

svæðis. Í þeirri vinnu nota Borg-firðingar hér eftir EDEN merkið sem auðkenni á gæðum á evr-ópska vísu.

EDEN merkið sem nú kemur til með að sjást í tengslum við mark-aðssetningu Borgarfjarðar eystri fyrir ferðafólk.

Meðal gæða-áfangastaðaí Evrópu

Göngu- og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

Drífðu þig á fætur og taktu þátt í frábærri dagskrá fyrir alla fjölskyldunaÍ gönguvikunni verður boðið upp á margvíslega afþreyingu:

fjöllin fimm, fjölskylduferðir, náttúrunámskeið, fjöruferð,

söguferðir, grill, kvöldvökur á hverju kvöldi og margt, margt fleira.

www.fjardabyggd.is

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

FJA

619

37 1

1.20

12

Á fæturí Fjarðabyggð

22. - 29. júní 2013

46 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 47: Ævintýralandið

A U S T U R L A N D

Á Reyðarfirði er ekki aðeins eina stríðsárasafn landsins heldur er hernáms landsins einnig minnst þar á hverju ári. Þennan dag lifna stríðsárin bókstaflega við. Óbreyttir dátar, offíserar og fínar frúr setja svip á bæinn í boði leikfélags Reyðarfjarðar og Ís-lenska stríðsárasafnsins og hvar-vetna getur að líta farartæki og aðra muni sem varðveist hafa frá þessum tíma.

Reyðarfjörður varð óvænt hluti af einum hrikalegasta hild-arleik síðustu aldar. Síðari heimsstyrjöldin reyndist þessu 300 manna þorpi þó meiri bless-un en bölvun, með aukinni at-vinnu og viðskiptum við það 4000 manna hernámsliðið sem hafði þar setu. Eftir standa mannvirki og ýmsir munir, tengdir stríðsárunum. „Blessað stríðið“ eins og iðulega var haft á orði á þessum árum, færði þorpsbúum á hinn bóginn einn-ig loftvarnabyrgi og loftvarnaf-lautur sem þurfti iðulega að grípa til vegna yfirvofandi sprengjuárása þýska flughersins. Það má því segja að hernámsár-in hafi verið byssur og súkkul-aði í bland. Helsti harmleikur hernámsins á Reyðarfirði tengd-ist styrjöldinni þó aðeins óbeint. Um 70 manna herflokkur varð nærri úti á reglubundinni liðsæf-ingu til fjalla, þegar blindbylur

skall fyrirvaralaust á. Mikið þrekvirki var unnið þessa nótt af heimilisfólkinu í Veturhúsum í Eskifirði við að bjarga tugum mannslífa við óvægnar aðstæð-ur. Átta manns urðu úti og hvíla þeir í kirkjugarði á Búðarmel á Reyðarfirði.

Hernámsins á Reyðarfirði er minnst ár hvert með dagskrá á sérstökum Hernámsdegi sem að þessu sinni verður 30. júní.

stridsarasafn.fjardabyggd.is

Fjöldi fólks fylgist með atriði á Hernámsdeginum.

Fjarðadætur er stelpusveit sem tekur Andrews Sisters lög á hernámsdeg-inum við góðar undirtektir.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, er hér lengst til vinstri á myndinni og klæddur í hermannabúning. Hann er hér með fé-lögum í Leikfélagi Reyðarfjarðar á Hernámsdegi.

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 47

Page 48: Ævintýralandið

A U S T U R L A N D

Sími / Tel. 478 8119 - Fax 478 8183GSM / Mobile 659 1469 (Leiðsögumaður)

GSM / Mobile 866 1353 (Már)GSM / Mobile 862 4399 (Þórlaug)

Netfang / Email: [email protected]

Dalatangi, fjöllin fimm, sjóhúsa-partý og náttúru- og leikjanám-skeið. Á fætur í Fjarðabyggð er sannkölluð göngu- og gleðivika fyrir fjallagarpa á öllum aldri. Vikan spannar gönguferðir af öllum gerðum og meira en sneisafylli af skemmtilegum við-burðum þess á milli. Sævar Guðjónsson hefur verið verkefn-isstjóri göngu- og gleðivikunnar frá upphafi.

1-4 gönguskórGönguvikan hefur að sögn Sæv-ars verið að sækja í sig veðrið jafnt og þétt undanfarin ár, en þetta er í sjötta sinn sem farið er Á fætur í Fjarðabyggð. „Reyndar er vikan hjá okkur átta dagar eða frá laugardegi til laugardags að báðum dögum meðtöldum. Göngur af mismunandi gerðum eru í boði alla dagana; langar göngur ætlaðar alvöru göngu-görpum og síðan styttri miðaðar að fjölskyldufólki. Við erum með erfiðleikakvarða fyrir göng-urnar frá einum og upp í fjóra

gönguskó, þar sem þær auð-veldustu eru einn gönguskór og þær erfiðustu fjórir. Nokkuð margar göngur eru í boði og

ætti út frá þessu kerfi að vera til-tölulega auðvelt að velja réttu gönguna hverju sinni.“

Skessukatlar og fjallagarparGönguvikan í ár hefst á göngu- og bátsferð á Barðsneshorn við sunnanverðan Norðfjarðarflóa. Áður en sól gengur til viðar á þessum fyrsta göngudegi verður að sögn Sævars jafnframt farin sólstöðuganga á Grænanípu í Fáskrúðsfirði. „Takturinn í þessu er sá að bjóða þyngri og léttari göngur í bland. Fjölskyldumið-aðar göngur eru aðallega seinni part dags, með sögugöngum, manngengum fossum, skessu-kötlum og öðru fróðlegu og skemmtilegu. Hefð er síðan fyrir því að hafa örtónleika á toppum hæstu tinda. Þegar síðasta fjallið er að baki kemur síðan í ljós hverjir ávinna sér heiðursnafn-bótina Fjallagarpur Fjarðabyggð-ar. Þar koma einungis þeir til greina sem gengið hafa fjöllin fimm og hafa „safnað“ fjöllum í þar til gert gönguvikuhefti. Yngri en 16 ára þurfa þó ekki að safna nema þremur fjöllum í heftið hjá sér.“

Sjóhúsapartý í RandulffsUm 650 manns tóku þátt í

skipulögðum göngum á síðasta ári auk 12 barna sem voru skráð í náttúru- og leikjanámskeið gönguvikunnar. „Þetta var mikil gleði og gaman hjá okkur í fyrra,“ rifjar Sævar upp. „Hátt á annað þúsund manns tók þátt í kvöldvökunum, sem er nýtt gönguvikumet. Göngurnar sem voru í boði voru alls 16 talsins og með hliðsjón af því hversu vel tókst til, erum við að gera ráð fyrir gönguviku með svip-uðu sniði í ár.“

Fjöllin fimm, sem hafa verið fastur liður frá upphafi, eru Kistufell (1.239 m), Goðaborg (1.132 m), Svartafjall (1.021 m), Hólmatindur (985 m) og Hádeg-isfjall (809 m).

„Vikunni lýkur með ekta Ran-dulffs-sjóhúsapartýi á Eskifirði, þar sem Þórunn Clausen og Guðrún Árný Karlsdóttir koma fram, en þær gerðu stormandi lukku í síðustu gönguviku.“

Dagskrá vikunnar má nálgast í heild sinni á heimasíðu Ferða-þjónustunnar Mjóeyrar.

mjoeyri.is

Á Karlskálabrúnum, séð yfir að Skrúð.

Gengið á Svartafjall. Sjá má til Reyðarfjarðar.

Góður hópur á toppi Snæfells. Að baki hópnum er Vöðlavík.

Yngstu þátttakendunum þykir merkilegt að skoða fuglsungana.

Á Fætur í Fjarðabyggð 22. til 29. júní:

Frábær útivistarskemmt-un fyrir alla fjölskylduna

Einn af draumastöðum hálendis-aðdáenda er Laugarfell, skammt

norðan fjallsins Snæfells. Þar er mjög vel búinn gistiskáli fyrir 38 manns sem byggður var árið 2011 og úti fyrir eru tvær nátt-urulegar heitar laugar. Eins og nafn staðarins bendir til er þetta einn af þeim sælureitum á Ís-landi þar sem heitt vatn sprettur úr jörðu. Það er hreint ekki ónýtt að liggja í laugunum í Laugarfelli, virða fyrir sér dýrð Snæfells og njóta kyrrðar há-lendisins. Laugarfellsskálinn er í eigu Fljótsdalshrepps en nýir rekstaraðilar tóku við um ára-mótin síðustu, þau Bjarni Magn-ús Jóhannesson, Hildur Einars-dóttir, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Páll Guðmundur Ásgeirsson.

„Markmið okkar er að opna augu almennings fyrir þessari fallegu og fjölbreyttu náttúru á hálendinu hér á Austurlandi,“ segir Páll Guðmundur í Laugar-fellsskála en hann stýrir þar gisti- og veitingaþjónustu í sum-ar. Ætlunin er að hafa skálann opinn fram í september en yfir vetrartímann geta hópar fengið þjónustu í skálanum. Góður veitingasalur er í honum og því tilvalið fyrir hópa að eiga saman góða daga á þessum notalega stað. Boðið er upp á morgun-mat, kvöldmat ásamt léttum veit-ingum yfir daginn eins og sam-lokur, kökur og kaffi.

Ekið er að Laugarfelli upp úr Fljótsdal, inn á Kárahnjúkaveg og síðan afleggjara að Laugar-

felli. Vegurinn er bundinn slit-lagi, utan síðustu tveir kílómetr-arnir, en fært er öllum bílum á staðinn að sumarlagi. Það er því kjörinn bíltúr í ferðalaginu á

Héraði að fara í kaffi í Laugar-felli og skreppa í gott bað.

„Hér er allt til alls, góð að-staða, öll nútíma þægindi og raf-magn sem er óvanalegt á há-lendinu. Og heitu laugarnar við skálann svíkja engan. Gamlar heimildir segja líka að heita vatnið hér búi yfir lækninga-mætti,“ segir Páll Guðmundur. „Hér eru skemmtilegar göngu-leiðir allt í kring og gott að láta líða úr sér í laugunum eftir gönguferðirnar.“

highlandhostel.is

Laugarfellsskáli.

Í háfjalladýrð Austurlands

Slakað á í heitri lauginni við skál-ann.

48 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 49: Ævintýralandið

A U S T U R L A N D

Nýr veit-ingastaður í miðbæ Egilsstaða

BORGARFJÖRÐUR

BETRI EN ÞIG GRUNARBETRI EN ÞIG GRUNAR

Við bjóðum ykkur velkomin á Borgarfjörð eystriFerðamálahópur Borgarfjarðar

www.borgarfjordureystri.is

VF

w

Nýr veitingastaður, Salt café & bistró, hefur verið opnaður í miðbæ Egilsstaða þar sem boð-ið verður upp á fjölbreyttan matseðil sem inniheldur heilsu-samlega rétti. Veitingastaðurinn er í eigu Hótel Hallormsstaðar.

Þráinn Lárusson, eigandi Hót-els Hallormsstaðar, segir að lengi hafi vantað slíkan stað í miðbæ Egilstaða. Mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína um Egilsstaði á hverju sumri en það hefur ekki verið um marga veit-ingastaði að velja fram til þessa. Salt café & bistró á að bæta þar úr. Veitingastaðurinn er í sama húsi og verslun ÁTVR og þar á mikill fjöldi ferðamanna leið um á hverju sumri.

„Við verðum heilsutengdir og bjóðum upp á létta rétti. Sá sem er að leita sér að hamborgara og frönskum kemur ekki hing-að. Það er nóg til af slíkum stöðum,“ segir Þráinn.

Einnig verður boðið upp á margvíslegt brauðmeti og svo auðvitað gott kaffi. Lögð verður áhersla á að draga úr allri fitu í matnum og þess vegna er hann grillaður en ekki pönnusteiktur. Þráinn segir ekki verði boðið upp á djúpsteiktan mat. Mikið úrval verði af girnilegum salöt-um.

Ferðalangar staldri við„Það var orðið tímabært að það yrði tekið til hendinni hérna á Egilsstöðum. Miðbærinn hefur ekki verið sérstaklega aðlaðandi fyrir ferðamenn lungann úr árinu. Við höfum verið dálítið aftarlega á merinni þegar kemur að því að laða til okkar ferða-langa sem stoppa hér um ein-hvern tíma. Það má kannski segja að nýi veitingarstaðurinn sé liður í því. Hérna eru stærstu hótelin á Austurlandi en það hefur vantað hliðarstarfsemi til þess að auka og lengja dvöl ferðamanna á staðnum.“

Salt café & bistró er þriðji veitingastaðurinn í eigu Hótels Hallormsstaðar. Hinir tveir eru hótelinu sjálfu. Staðurinn tekur um 50 manns í sæti og borð og stólar verða úti á sumrin. Mat-reiðslumeistari veitingastaðarins er Gróa Kristín Bjarnadóttir. Veitingastaðurinn veitir 10-15 manns vinnu.

Á matseðlinum verður kjöt, fiskur, pasta, heilsubökur og ekta, ítalskar pizzur. Þráinn seg-ir að mikil áhersla verði lögð á pizzur. Þá verði nýtt sérfræði-þekking indversks matreiðslu-meistara sem starfar á Hótel Hallormsstað og boðið upp á indverska tandoori rétti og fleira góðgæti. Boðið verður upp á rétt dagsins í hádeginu og meiri áhersla lögð á heilsutengda rétti.

graihundurinn.is

Allt að verða tilbúið. Systkinin Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, hótelstjóri Hótels Hallormsstaðar og Kristján Stefán, annar tveggja yfirmanna Salt café & bistró.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 49

Page 50: Ævintýralandið

Borgarfjörður eystri er eins langt frá þéttbýlasta svæði Íslands eins og hægt er innanlands og skiptir þá litlu máli hvort ekið er út frá Reykjavík til norðurs eða suður-strandar. Það er staðreynd að svæðið hentar ekki til helgar-ferðar af höfuðborgarsvæðinu en það tryggir líka ákveðin ferðagæði sem fólgin eru í kyrr-látu og afslöppuðu ferðaum-hverfi. Margir sækjast einmitt eft-ir slíku í dag þegar fjölsóttustu staðir landsins eru yfirfullir af ferðamönnum og Laugavegurinn til fjalla er álíka fjölmennur og sá er staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur.

Einir í kyrrðinni„Það er gaman að bjóða upp á gönguferðir á Víknaslóðum og nágrenni Borgarfjarðar með ná-lægð og leiðsögn staðkunnugra heimamanna,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, eigandi Álf-heima á Borgarfirði eystra. Upp-lifun ferðamanna segir hann ótrúlega sterka af náttúru og mannlífi. Ferðamenn njóti ein-veru og kyrrðar og séu í raun af-ar hissa á hve fáir eru á ferli.

„Það líða oft dagar þar sem gönguhópar eru ekki að sjá aðra ferðalanga enda svæðið með um 180 km af merktum gönguleið-um og mikla fjölbreytni í leiða-vali. Það fer hins vegar ekkert fram hjá okkur að ferðamönnum

á svæðinu fjölgar hratt og örugglega en við erum búin undir það varðandi gistingu og þjónustu en þó þarf að huga að fjölförnum og viðkvæmum stíg-um eins og í kringum Stórurð,“ segir hann nú er að fara af stað hönnunarsamkeppni um útlit, þjónustu og breytingar á leiðum til og frá Stórurð. Þær eru fimm talsins, hver með sína sérstöðu.

Gistiskálar í hæsta gæðaflokkiSú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað á Borgarfirði eystra og Víknaslóðum segir Arngrímur Viðar vera einsdæmi. „Við höf-um hér á svæðinu 220 gistirými, 3 veitingastaði og fjölbreytta þjónustu tengda skipulagi ferða og þá sérstaklega gönguferð-um,“ segir hann og nefnir þátt Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem hefur hefur verið þar í farar-broddi með uppbyggingu þriggja hágæða gistiskála sem alls rúma 100 manns í gistingu. Skálarnir eru staðsettir í Breiðu-vík, Húsavík og sá nýjasti í Loð-mundarfirði en milli þeirra eru þægilegar gönguleiðir og einnig góðar dagleiðir út frá skálunum þannig að þægilegt er að gista tvær nætur á hverjum stað í ró-legheitum. „Loðmundarfjarðar-skálinn tengir einnig svæðið bet-ur við Seyðisfjörð og ferðaþjón-ustuna þar. Hjá öllum skálunum eru vatnssalerni og sturtur með heitu vatni auk þess sem skála-varðarhús er hjá hverjum skála þar sem skálaverðir í sjálfboða-vinnu dvelja viku í senn. Og komast færri að en vilja í það starf!“

Nóg af lausum gistirýmum„Hér höfum við ennþá nægt rými fyrir gönguhópa og erum tilbúin að taka við auknum straumi ferðamanna. Við viljum

hins vegar vera með í ráðum og hvetjum gönguhópa til að nýta sér þjónustu heimamanna við skipulag, til leiðsagnar, veitinga og trússflutninga svo eitthvað sé nefnt. Góð skipulagning tryggir að ferðin takist vel,“ segir Arn-grímur Viðar.

Allar frekari upplýsingar um þjónustu og ferðir í nágrenni Borgarfjarðar eystra er að finna á góðri heimasíðu Ferðamála-hóps Borgarfjarðar.

borgarfjordureystri.is

A U S T U R L A N D

Gengið á Hvítserk.

Vel búinn skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Breiðavík, jafnt að innan sem utan.

Borgarfjörður eystri og Víknaslóðir eru draumur göngufólks:

Að upplifa náttúruna og kyrrðina

Skila fleiri milljörðum í

kassannHeildarferðaneysla innan-lands á árinu 2010 var um 199 milljarðar kr. Útgjöld er-lendra ferðamanna voru um 118 milljarðar kr. eða rúmlega 59% af ferðaneyslu innan-lands. Heildarútgjöld Íslend-inga voru um 81 milljarður kr. eða tæplega 41% af ferð-aneyslu, þar af mældust út-gjöld íslenskra heimila tæp-lega 36% eða rúmur 71 millj-arður kr. af ferðaneyslu inn-anlands árið 2010. Ef far-gjaldatekjum íslensku flug-félaganna vegna starfsemi þeirra utan Íslands er bætt við hækka gjaldeyristekjurnar af erlendum ferðamönnum úr 118 milljörðum í 170 milljarða kr.

Heimild: Ferdamalastofa

Breiðdalur …brosir við þér

Hér

aðsp

rent

Kannaðu málið!www.breiddalur.is

Austurland ævintýrannaBreiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi.

Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði.

Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar.

Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira!

ýranna

50 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 51: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 51

Kynnisferðir:

60% aukning erlendra ferðamanna„Viðvarandi aukning hefur verið í komum erlendra ferðamanna til landsins frá seinnihluta ársins 2008 og síðan varð bara spreng-ing í vetur. Við vorum með 60% aukningu hjá okkur fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þetta hefur verið algjörlega magnaður vet-ur,“ segir Þórarinn Þór, fram-kvæmdastjóri sölu- og markaðs-mála hjá Kynnisferðum – Reykjavik Excursions.

Hann segir að þessi gífurlega aukning kalli á auknar fjárfest-ingar. Stöðugt er verið að endur-nýja rútuflota fyrirtækisins og kappkostað er að hafa hann sem nýjastan og þægilegastan fyrir ferðamenn.

„Undanfarin þrjú ár höfum við endurnýjað flotann að stórum hluta. Við ætluðum að endurnýja átta rútur í vetur en ákváðum selja enga þeirra fyrr en í haust og bæta við fjórum nýjum rútum. Við ætlum svo að sjá til hvað við gerum í haust með þessar átta rútur,“ segir Þórarinn.

Á síðustu þremur árum hafa Kynnisferðir endurnýjað 18 stór-ar rútur og 19 minni þannig að þessi floti er allur innan við þriggja ára gamall. Fjallatrukkar, sem notaðir eru til hálendis-ferða, eru hins vegar endurnýj-aðir inni á verkstæðum enda óhægt um vik að endurnýja svo sérhæfða og sérsmíðaða bíla.

Rútufarþegar á Twitter3G nettenging er í öllum bílum Kynnisferða og hefur verið frá því um áramótin 2011-2012. Nú stendur fyrir dyrum að færa tenginguna yfir í 4G. Netteng-ingin er ókeypis fyrir alla sem ferðast með fyrirtækinu.

„Það eru allir gríðarlega ánægðir með nettenginguna. Bæði gleður þetta kúnnann og býr sjálfkrafa til markaðssetn-ingu fyrir fyrirtækið. Okkar við-skiptavinir eru strax komnir á Twitter og Facebook til að segja vinum og vandamönnum annars staðar í heiminum frá ferðinni og hvað þessi nettenging sé frá-bær þjónusta. Þetta er því fínt markaðstól sem varð eiginlega bara óvart til. Hugmyndin upp-haflega var bara sú að bæta þjónustuna en nú eru farþegarn-ir töluvert farnir að sjá um mark-aðsmálin fyrir okkur,“ segir Þór-arinn.

Kynnisferðir eru með fjöl-breytta starfsemi og halda m.a. uppi dagsferðum til Gullfoss og Geysis, Bláa lónið, ferðum um Reykjavík og Reykjanes svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess rekur fyr-irtækið Flybus sem heldur uppi ferðum milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

re.is

Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Kynnisferðum, segir fyrstu þrjá mánuði ársins hafa verið magnaða hvað varðar eftirspurnaraukningu.

Dagsferðir að Gullfossi og Geysi eru meðal þjónustuþátta Kynnisferða.

Page 52: Ævintýralandið

52 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Nýtt Farfuglaheimili með gisti-rými fyrir allt að 100 manns í 19 vel búnum 2-8 manna herbergj-um með baði var opnað í apríl í Bankastræti 7 í miðbæ Reykja-víkur. Farfuglaheimilið Loft er á þremur efstu hæðunum í gamla Samvinnubankahúsinu og nýtur góðs af sinni miðlægu staðsetn-ingu með mikilli nánd við hjarta Reykjavíkur, urmul veitingastaða og verslana. Sigríður Ólafsdóttir er rekstrarstjóri Farfuglaheimil-anna í Reykjavík.

„Nafnið segir sig sjálft. Við er-um að bjóða fólki að kíkja til okkar upp á loft í notalega stemningu og tónleika, þar sem móttakan, ferðasala og kaffihús-ið eru en gistingin sjálf er á ann-arri og þriðju hæð,“ segir Sigríð-ur.

Á fjórðu hæðinni er einnig sameiginlegt eldhús fyrir gesti

Farfuglaheimilisins og veitinga-salur. Þar hefur verið settur upp langur skenkur þar sem hægt er að kaupa úrvals kaffi og te og meðlæti. Gólfefnið er tréplankar með grófri áferð sem gefur saln-um dálítið villt en hlýlegt yfir-bragð. Á stórum svölum hefur verið komið fyrir borðum og stólum og þar hafa gestir útsýni yfir Þingholtin, niður eftir Bankastræti og suður með Lækj-argötu.

Fyrir reka Farfuglar tvö Far-fuglaheimili í Reykjavík; í Laug-ardal og á Vesturgötu. Rekstur-inn á Vesturgötu hefur gengið mjög vel síðan heimilið opnaði 2009, að sögn Sigríður, og sýndi fram á þörfina fyrir staðsetningu á farfuglaheimili í miðbænum. Úti á landi eru síðan rekin 34 önnur farfuglaheimili, sjá nánar hostel.is.

„Fyrir fjórum árum var Laug-ardalurinn eina Farfuglaheimilið í Reykjavík en markhópurinn er annar hérna, þ.e.a.s. yngra fólk á öllum aldri sem vill taka þátt í menningunni í miðbænum,“ segir Sigríður en nýtingin hefur verið mjög góð frá því Loft opn-aði í apríl.

„Farfuglar er aðili að alþjóða-samtökum farfugla, Hostelling International (HI) er voru stofn-uð 1939. Frá upphafi hefur hlut-

verk Farfugla verið að stuðla að ferðalögum sem auka þekkingu fólks á umhverfinu, umhyggju fyrir náttúrunni og virðingu fyrir menningarlegu gildi borga og bæja í öllum heimshlutum. Til að vinna að þessu hlutverki sínu starfrækja samtökin m.a. far-fuglaheimili, gangast fyrir ódýr-um ferðalögum um byggðir og óbyggðir og veita upplýsingar um farfuglaheimili víðs vegar um heiminn,“ segir Sigríður.

Margir sem tjá sig um ferða-mál segja að hingað til lands komi of margir erlendir ferða-menn sem skili of litlum tekjum í þjóðarbúið. Sigríður er ósam-mála þessu.

„Ég tel t.d. að ferðamenn sem ferðast um landið á reiðhjólum séu ekki síður framtíðin. Þeir ferðast hægt og fyrir eigin orku, skoða margt, kaupa þjónustu á staðnum og gera vel við sig þar sem færi gefst. Þessi hópur velur að ferðast hjólandi. Þetta fólk gistir líka á Farfuglaheimilum vegna þess að það er lífstíll og ávísun á skemmtun. Farfuglar er hópur sem ferðast mikið og sækjast eftir sterkari og fjöl-breyttari upplifun. Og þeim fer fjölgandi sem sækjast eftir ferða-máta af þessu tagi.“

hostel.is

Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík á nýja Farfuglaheimilinu Lofti í Banka-stræti.

Loft í Bankastræti – nýtt aðsetur Farfugla

Íslendingar á ferðalagi fara í sund! MMR kannaði í febrúar síðastliðnum fyrir Ferðamálastofu hvaða af-þreyingu þeir greiddu fyrir á ferðalaginu á síðasta ári. Niðurstaðan er ótvíræð: sundstaðir og laugar eru ómissandi hluti af fríinu. Eins og sjá má í töflunni nýttu flestir sundlaugar eða jarðböð, söfn eða sýningar og tónleika eða leikhús. Önnur afþreying var nýtt í minna mæli s.s. golf, bátsferð, dekur eða heilsurækt, skoðunarferðir ýmiss konar, hestaferð og flúðasigling eða kajakferð.

Krem og smyrsl– fyrir útivistarfólk

Innihalda íslenskar lækningajurtir

Engin paraben eða kemísk ilmefni

Fæst í apótekum og í heilsubúðum.

www.annarosa.is

Fótakrem– kælandi og kláðastillandi

fyrir þreytta fætur

24 stunda krem– náttúruleg vörn gegn

sól og þurrki

Sárasmyrsl– fyrir hælasár, sprungur,

frunsur og sólbruna

Page 53: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 53

Ferðir við allra hæfi

Ferðafélag Íslands www.fi.is

Dagsferðir – Helgarferðir – Sumarleyfisferðir

Hornstrandir – Laugavegurinn – Fimmvörðuháls Héðinsfjörður – Fjörður – Víknaslóðir – Kjalvegur hinn forni – Arnarvatnsheiði – Sunnanverðir Vestfirðir Vonarskarð – Jarlhettuslóðir – Þjórsárver – Lónsöræfi Þórsmörk – Landmannalaugar

Sög

um

iðlu

n e

hf

Skráðu þig inn – drífðu þig út!

Page 54: Ævintýralandið

S U Ð U R L A N D

1.-2. júní Sjómannadagurinn í Hornafirði.

1.-3. júní Fjör í Flóa, fjölskylduskemmtun.

1. júní Hálandaleikar á Selfossi.

2. júní Sjómannadagurinn, róðrakeppni á Hæðargarðsvatni í Skaftárhreppi.

30. maí-2. júní Hafnardagar í Þorlákshöfn.

2. júní Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka og Stokkseyri.

7.-9. júní Kótelettan 2013 – bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíð á Selfossi.

15. júní Gullspretturinn, árvisst hlaup í kringum Laugarvatn.

18.-20. júní Norrænt vinabæjarmót á Selfossi og nágrenni.

22. júní Naflahlaupið í Rangárþingi ytra.

22. júní Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka.

21.-23. júní Landsmót fornbílaklúbbs Íslands á Selfossi.

28.-29. júní Humarhátíðin á Höfn.

29. júní Fjölskylduhátíð í Rangárþingi eystra.

29. júní Hjólahátíðin Tour de Hvolsvöllur.

4.-6. júlí Ljósmynda- og plöntusýning á Selfossi.

4.-7. júlí Landsmót UMFÍ á Selfossi.

14. júlí Íslenski safnadagurinn.

12.-14. júlí Bryggjuhátíð á Stokkseyri.

18.-21. júlí Skálholtshátíð.

28. júlí Djass undir fjöllunum, djasshátíð á Hellu.

2.-5. ágúst Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

3.-5. ágúst Traktorstorfæra og furðubátakeppni á Flúðum.

8.-11. ágúst Sumar á Selfossi og delludagur – bæjar- og fjölskylduhátíð.

9.-11. ágúst Meistaradeild Olís á Selfossi – knattspyrnumót.

10-11. ágúst Aldamótahátíð á Eyrarbakka.

16.-18 ágúst Blómstrandi dagar í Hveragerði – menningar- og fjölskylduhátíð.

10. ágúst Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi.

17. ágúst Tvær úr Tungunum – hátíð í Reykholti/Aratungu.

17.-18. ágúst Töðugjöld – fjölskylduhátíð á Hellu.

24. ágúst Flugeldasýning á Jökulsárlóni.

30. ágúst-1. sept. Kjötsúpuhátíð í Rangárþingi ytra.

7. sept. Brúarhlaupið á Selfossi.

7. sept. Uppskeruhátíð á Flúðum.

7. sept. Uppsveitahringurinn – hjóla- og hlaupaviðburður í tengslum við Uppskeruhátíð.

September Fjárréttir á Suðurlandi.

Október Menningarmánuðurinn í Árborg.

Nánar á south.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Suðurlands.

Meðal viðburða á Suðurlandi

54 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 55: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 55

Með Norrænu til FæreyjaMeð bílinn og gistingu í 4 nætur á hótel Hafnia . . . . . . . . . . frá kr. 82.900Verð á mann miðað við tvo saman. Gist um borð í tveggja manna klefa án glugga.

Á húsbílnum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá kr. 42.750Verð á mann miðað við tvo saman. Gist um borð í tveggja manna klefa án glugga. Húsbíll allt að 7 metrum.

Með bíl og hjólhýsi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá kr. 34.750Verð á mann miðað við 2 fullorðna + 2 börn (3-11 ára). Bíll og hjólhýsi allt að 12 metrum.

Með bílinn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá kr. 33.900Verð fyrir einn farþega, gist um borð í fjögurra manna sameiginlegum kynjaskiptum klefa án glugga.

Komdu og skoðaðu

FalleguFæreyjar

Stangarhyl 1 · 110 ReykjavíkSími: 570-8600 · [email protected]

Fjarðargötu 3 · 710 SeyðisfjörðurSími: 472-1111 · [email protected]

570-8600 / 472-1111 · www.smyrilline.is

Hópa-bókanir10+ leitið

tilboða

Bókaðumatinn fyrir brottför og sparaðu!

Verð báðar leiðir

Page 56: Ævintýralandið

Óhætt er að segja að Suður- og Suðausturland verði vettvangur íþróttanna í sumar því auk landsmóts UMFÍ á Selfossi verða unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina á Höfn og landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal.

Unglingalandsmót UMFÍ verður númer 16 í röðinni en það var fyrst haldið á Dalvík ár-ið 1996. Um er að ræða vímu-efnalausa fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrin-um 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjöl-breytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin eru árlegur viðburður og meðal stærstu íþróttaviðburða á Íslandi ár hvert.

Þetta er í annað sinn sem unglingalandsmótið er haldið á Höfn en þar er glæsileg keppn-isaðstaða. Frá því síðasta mót var haldið hefur bæst við glæsi-leg sundlaug, sem og stórt knatt-spyrnuhús. Bæði munu þessi mannvirki leika stórt hlutverk í mótshaldinu.

Keppni hefst föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi og verður mótið sett þá um kvöldið. Því lýkur með mótsslitum á sunnu-dagskvöld. Áætlað er að kepp-endur verði um 2000 talsins en keppt verður í fimleikum, frjáls-um íþróttum, glímu, golfi, hesta-íþróttum, íþróttum fatlaðra, knattspyrnu, körfuknattleik, mo-tocross, skák, starfsíþróttum, strandblaki og sundi. Góð að-staða er fyrir gesti, bæði á keppnissvæðum og tjaldssvæði í útjaðri bæjarins.

Þriðja landsmót 50+Ungmennafélag Íslands stóð fyr-ir þeirri nýbreytni árið 2011 að efna til landsmóts UMFÍ fyrir fólk 50 ára og eldri. Í ár verður verður þriðja mótið haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní. Fram-kvæmd mótsins er í höndum UMFÍ og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu.

Mótið er íþrótta- og heilsuhá-

tíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í fjölmörg-um keppniusgreinum mótsins.

Ekki þarf að vera í ungmenna-félagi til að taka þátt en þátttak-endur greiða eitt mótsgjald og

öðlast með því keppnisrétt í öll-um greinum. Keppt er í utan-vegahlaupi um náttúruperlur

Mýrdals, boccia, bridds, golfi, frjálsíþróttum, hestaíþróttum, línudansi, pútti, ringó, skák, pönnukökubakstri, dráttarvéla-akstri, kjötsúpugerð, ljósmyn-damaraþoni, búfjárdómum, sundi, þríþraut og hjólreiðum utan vegar.

Mótshelgina verður fjölbreytt afþreying í boði og meðal ann-ars hægt að taka þátt í Zumba og sundleikfimi, fara í sögu-göngu um Vík í Mýrdal og ljúka kvöldinu með því að fara á dansleik.

Skráning á landsmót UMFÍ 50+ er á heimasíðu UMFÍ.

umfi.is

Rangárþing eystra er þekkt fyrir fjölmargar náttúruperlur sem finna má í sveitarfélaginu. Árný Lára Karvelsdóttir ferðamála-fulltrúi nefnir að um helmingur allra þeirra ferðamanna sem til Íslands komi staldri við Skóga-foss og Seljalandsfoss auk þess sem fjöldi Íslendinga geri það líka. „Það er því oft margt um manninn hér á okkar slóðum,“

segir hún. Þá sækja margir Þórs-mörk heim og fjöldi vinsælla gönguleiða enda í héraðinu, svo sem hinn sívinsæli Laugavegur og gönguleiðin yfir Fimmvörðu-háls er ein sú vinsælasta þar eystra.

Vinsælar gönguleiðir„Hingað kemur margt ferðafólk í tengslum við lengri gönguferðir

en það eru einnig ýmsar ferðir aðrar sem taka skemmri tíma sem njóta ekki síður vinsælda,“ segir hún og nefnir að æ fleiri gangi upp á Stóra-Dímon, ekki síst fjölskyldufólk og þá séu margar styttri gönguleiðir um-hverfis Hvolsvöll sem eru við allra hæfi. „Við erum líka með sérstakan heilsuhring í kringum Hvolsvöll þar sem hægt er að stoppa á 15 stöðvum og gera æfingar áður en göngunni er haldið áfram,“ segir Árný.

Eitt þekktasta byggðasafn landsins, Skógasafn, er í Rangár-þingi eystra og á Skógum má einnig finna samgöngusafn þar sem er að finna fjöldann allan af farartækjum. Gestastofa var opn-uð á Þorvaldseyri árið 2011 og þangað leggja æ fleiri leið sína. Þar er hægt að horfa á stutta kvikmynd og líta á sýningu um gosið í Eyjafjallajökli. Menning-armiðstöð sveitarfélagsins er svo í Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem m.a. er Kaupfélagssafn og sýning um Njálu.

Spor tekið í Njálurefilinn„Við bjóðum upp á nýja afþrey-ingu í sumar, sem er Njálurefill-inn, en því verkefni var hleypt af stokkunum nýverið,“ segir Árný. Njáls saga verður saumuð í refil á Sögusetrinu á Hvolsvelli, en tvær kjarnakonur úr heima-byggð, þær Gunnhildur Krist-jánsdóttir og Christina M. Bengtsson fengu hugmyndina

eftir að hafa séð Laxdælu saum-aða í refli á Blönduósi. Refillinn er 90 metra langur og er áætlað að verkið taki 10 ár, en reflil-saumur er forn útsaumur, stund-aður á Víkingaöld. „Það er vel við hæfi að ein þekktasta saga okkar Íslendinga sé saumuð í refil,“ segir Árný. „Nú þegar hef-ur fjöldi manns komið við hjá okkur og tekið spor í refilinn, fólk á öllum aldri og allir hafa gaman af.“ Hönnuður refilsins er Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listakona og bókmenntafræðing-ur.

BæjarhátíðirÁrný segir að yfir sumarið séu nokkrar hátíðir haldnar sem jafnan laði að sér fjölda ferða-manna. Stór hjólreiðahátíð verð-ur haldin 29. júní, Tour de Hvolsvöllur og í beinu framhaldi af henni er hátíðin Hvolsvöllur.is, sem er grillhátíð með tilheyr-andi skemmtilegheitum á mið-bæjartúninu. „Svo erum við með kjötsúpuhátíð í byrjun hausts þar sem gestir og gangandi keppast við að skemmta sjálfum sér og öðrum,“ segir hún. Árný nefnir að lokum Heilsuviku sem jafnan er haldin snemma hausts, „en þá einblínum við á heilsu og heilsueflingu með því að kynna ýmsar íþróttir og annað heilsu-tengt efni.“

hvolsvöllur.is

Fjölmargar náttúruperlur í Rangárþingi eystra:

Margt að sjá og skoða

S U Ð U R L A N D

Keppnisandinn er sannarlega til staðar á landsmóti UMFÍ 50+. Frjálsíþróttir og motocross verða meðal keppnisgreina á unglinga-landsmóti UMFÍ á Höfn.

Unglingalandsmót á Höfn og landsmót 50+ í Vík

Eitt þekktasta byggðasafn landsins, Skógasafn, er í Rangárþingi eystra. Njáls saga verður saumuð í refil á Sögusetrinu á Hvolsvelli en verkefnið tekur um 10 ár.

Heiðmörk 38810 Hveragerði Sími 483 4800 Fax 483 4005www.ingibjorg.iS [email protected]

GRÓÐURINN Í GARÐINN fáið þið hjá okkur:

Sumarblóm Tré og runnar Matjurtaplöntur RósirFjölær blóm Skógarplöntur

56 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 57: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 57

HAGLÖFS MATRIX 50 50 l bakpoki. Litur: Blár.

HAGLÖFS LIM II JACKET Útivistarjakki. Dömu- og herrastærðir. Litir: Appelsínugulur, bleikur.

HAGLÖFS SOLID LITE Gönguskór úr brúnu leðri. Herrastærðir.

HAGLÖFS MID FLEX PANT Útivistarbuxur. Dömu- og herrastærðir. Litir: Svartar, beige.

HÁGÆÐAÚTIVISTARFATNAÐUR

Haglöfs er stærsti framleiðandiútivistarvöru á Norðurlöndunum.Merkið sérhæfir sig í bakpokum, svefnpokum,gönguskóm og hágæða útivistarfatnaði.Flíkurnar eru fjölnota, hannaðar í nokkrummismunandi lögum sem hægt er að fækka og breyta eftir veðurskilyrðum.

INTERSPORT LINDUM / SÍMI 585 7260 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 11 - 19. LAU. 11 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

Page 58: Ævintýralandið

S U Ð U R L A N D

Sigmundur K. Guðmundsson og Kristín Jónsdóttir stofnuðu garð-yrkjustöð í Hveragerði fyrir 60 árum. Dóttir þeirra, Ingibjörg og eiginmaður hennar, Hreinn Kristófersson, tóku við rekstrin-um fyrir 32 árum. Fyrsti vísirinn að stöðinni var 100 fermetra gróðurhús sem Sigmundur reisti í bakgarðinum hjá sér. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafn-að.

Í dag selur Garðyrkjustöð Ingibjargar afurðir stöðvarinnar í heildsölu um allt land og í smá-sölu að Heiðmörk 38 í Hvera-gerði. Á sumrin er lögð áhersla á garðplöntur en í stöðinni má finna mikið úrval af sumarblóm-um, trjám, runnum, rósum, fjöl-ærum blómum og matjurtum. Á öðrum árstímum fer fram rækt-un á pottaplöntum, jólastjörnum, túlípönum og páskaliljum.

Skipulagning í görðum fylgir tískusveiflum eins og svo margt annað. Ingibjörg segir að á tíma-bili hafi flestir garðar verið með stórar grasflatir en nú kjósa margir að útbúa gróðurreiti und-ir matjurtir. Hjá Garðyrkjustöð

Ingibjargar geta viðskiptavinir keypt yfir 30 tegundir af for-ræktuðum matjurtaplöntum.

Íslendingar eru duglegir að prófa nýjungar og með tilkomu internetsins fóru margir að leita sér að upplýsinga. Viðskiptavinir hafa mikil áhrif á vöruúrvalið og sumir senda Ingibjörgu óskalista með plöntum sem þeir vilja eignast.

„Með hlýrra loftslagi komu möguleikar á að rækta ávaxtatré á Íslandi. Vinsælustu ávaxtatrén eru epla-, kirsuberja-, plómu- og perutré. Berjarunnarnir eru mjög vinsælir og má þar helst nefna rifs-, sólberja-, og stikkilsberjar-unna. Ræktun á bláberjum, trönuberjum og hvítum rifsberj-um hefur einnig tekið kipp. Síð-an erum við alltaf að taka inn

nýjungar og í ár eru það goji-ber.“

VetrargarðurÞað er algengt að grasflatir víki fyrir viðarpöllum og um leið

minnkar gróðurinn í garðinum. Þessar breytingar kalla á aðrar tegundir en áður. Gróður í ker er mjög vinsæll núna. Ingibjörg segir að nú sé minna um há og plássfrek tré og því kjósa margir frekar runna.

„Margir vilja sígrænan gróður þar sem fólk er farið að verja meiri tíma úti í garði. Fólk er á pöllunum snemma vors og langt fram eftir hausti. Margir eru með heita potta á pallinum og eru því mikið í garðinum allan árs-ins hring og þá skiptir máli að það sé eitthvað sígrænt í um-hverfinu.“

Það er hægt að rækta gróður víðar en í garðinum sjálfum og kjósa sífellt fleiri að vera með gróðurhús. ,,Þau eru ýmist heit eða köld og hjá okkur er hægt að fá plöntur til að rækta í þeim t.d. tómata, gúrkur og kúrbít en einnig plöntur sem margir Ís-lendingar tengja við heitu löndin svo sem bananaplöntur, sítrónu-tré, ólífutré og mandarínutré sem henta í heit gróðurhús og garðskála.“

ingibjorg.is

Feðgarnir Andrés Úlfarsson og Úlfar Jón Andrésson reka ferða-þjónustufyritækið Iceland Activi-ties í Hveragerði ásamt fjöl-skyldu. Fyrirtækið býður m.a. upp á hjólaferðir, gönguferðir og brimbrettaferðir. Einnig bjóða þeir ýmis konar hópefli, eitthvað af framantöldu, auk ratleikja, leikjaþrautabrautar og hinnar vinsælu aparólu (svifbrautar) sem liggur yfir Reykjafoss í Varmá. Einnig býður fyrirtækið upp á íshokký og krullu í Egils-höllinni í Reykjavík, sem nýtur vaxandi vinsælda. Úlfar hefur leikið yfir 70 landsleiki fyrir Ís-lands hönd í íshokký.

„Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur og erum við að hefja okkar fjórða starfsár. Við lítum bjartsýnum augum á framhald-ið,“ segir Andrés en komandi sumar lítur vel út og er þegar búið að bóka í fjölmargar ferðir.

„Fyrirtækið hefur verið í örum vexti þau ár sem það hefur starf-að, en þó fyrirtækið sé ungt að árum byggir það á gömlum grunni og við sem að því stönd-um höfum áratuga reynslu af ferðamennsku á Hengilsvæðinu og víðar um Ísland.“

Fyrir ævintýragjarnt fólk á öll-um aldriAndrés segir að Iceland Activitis sinni ævintýragjörnu fólki á öll-um aldri. „Við leggjum áherslu á að fólk upplifi eitthvað nýtt og skemmtilegt og höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá við-skiptavinum okkar hingað til. Það er alltaf mikil stemning í kringum okkar ferðir,“ segir hann. Markmið fyrirtækisins er að veita persónulega og góða þjónustu. „Við einblínum meira á gæðin en magnið. Fyrirtækið býður margar útfærslur af ferð-

um, göngufólk getur valið um nokkrar mismunandi ferðir og þá er einnig úrval hjólaferða í boði þar sem fyrirtækið leggur til góð fjallahjól með viðeigandi öryggisbúnaði. Leiðsögn er veitt í öllum ferðum og vel útilátið nesti fylgir einnig með í pakkan-um.

Flestar ferðanna eru um Hveragerði og næsta nágrenni og á Hengilssvæðinu „og er fólk undantekningalaust mjög hrifið af því að ferðast með heima-mönnum sem þekkja vel til um þessum slóðum,“ segir Andrés.

Brimbrettaferðir í Norður Atl-anshafiAð skella sér á á brimbretti við suðurströnd Íslands er mikið ævintýri, að brima um í góðum öldum innan um forvitna seli er eitthvað sem fólk gerir ekki á hverjum degi og er ströndin við Þorlákshöfn ákjósanlegur staður til þess, þar sem aðstæður geta oft verið mjög góðar .

Þannig að ef fólk vill upplifa ævintýri á Íslandi í fallegri nátt-úru er um að gera að hafa sam-band við þá feðga og athuga hvað þeir hafa að bjóða.

icelandactivities.is

Ingibjörg Sigmundsdóttir segir að með hlýrra loftslagi hafi komið mögu-leikar á að rækta ávaxtatré á Íslandi.

Þegar stjúpur frá Ingibjörgu í Hveragerði eru komnar í beðin er sumarið komið!

Í Garðyrkjustöð Ingibjargar er að finna gríðarlega fjölbreytt úrval hvers konar sumarblóma og fjöl-ærra jurta.

Garðyrkjustöð Ingibjargar í blóma í 60 ár

GESTASTOFAN Á ÞOrvAldSEyri / viSiTOr cENTrE 861 HvOlSvÖllUr • SÍMi / TEl. 487-5757 / 487-8815

www.icElANdErUPTS.iS • iNFO@ icElANdErUPTS.iS

AFUrðir FrÁ ÞOrvAldSEyri Til SÖlU

PrOdUcTS FrOM ÞOrvAldSEyri FArM FOr SAlE

MiNjAGriPir / SOUvENirS

UPPliFið GOSið Í 20 MÍNúTNA lANGri kvikMyNd

ExPEriENcE THE ErUPTiON THrOUGH A 20 MiNUTE FilM

ÁHriFAMiklAr ljóSMyNdir

STUNNiNG PHOTOGrAPHS

Hin vinsæla aparóla, svifbrautin sem liggur yfir Reykjafoss í Varmá, er mjög vinsæl.

Ævintýralegt ferðaþjónustufyrir-tæki í Hveragerði

Það er mikið ævintýri að brima um við Suðurströndina.

Hjólaferðir af ýmsu tagi um og við Hveragerði eiga vaxandi vinsæld-um að fagna.

58 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 59: Ævintýralandið

S U Ð U R L A N D

www.icelandactivities.is - Sími 777-6263

Hópefli - Ratleikir - Aparóla - Íshokkí - Krulla Hjólaferðir - Gönguferðir - Brimbrettakennsla

Prófaðu eitthvað nýtt!frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa

Hveragerði býður upp á marg-víslega afþreyingu fyrir alla ald-urshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjón-ustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins, innan um ósnortna náttúru, steinsnar frá höfuðborginni, er vel til þess fallin að heimsækja og m.a. skoða sýningar, stunda útivist og verslun af einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi.

Blómlegt menningarlífMenningu og listum hefur verið gert hátt undir höfði í bæjar-félaginu. Listasafn Árnesinga er við Austurmörk. Þar eru reglu-lega settar upp metnaðarfullar sýningar á verkum eftir fremstu listamenn þjóðarinnar auk þess sem í húsinu er notalegt kaffi-hús. Í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk eru tvær fróðlegar og glæsilegar sýningar, Lista-mannabærinn Hveragerði, – fyrstu árin og Skjálftinn 2008. Í Bókasafninu Sunnumörk og á veitingastöðum bæjarins eru reglulega settar upp hinar fjöl-breyttustu sýningar.

HeilsubærinnHveragerði er heilsubær og eru þar miklir möguleikar á að stunda fjölbreytta hreyfingu úti í fallegri náttúru. Margar merktar gönguleiðir eru í bænum og á heimasíðu bæjarins, www.hvera-gerdi.is/ferdamenn/gönguleidir má finna göngukort fyrir bæði lengri og styttri gönguferðir um Hveragerði og nágrenni. Áhuga-menn um golf ættu ekki að láta golfvöllinn í Hveragerði fram hjá sér fara; fallegt umhverfi og fyrsta flokks vallargæði. Rétt við golfvöllinn er glæsileg íþrótta-höll sem hýsir gervigrasvöll, níu holu púttvöll og fjölnota íþrótta-gólf í fullri stærð. Stærð íþrótta-hallinnar er um 5000 m² (104 x 48). Íþróttahöllin er upphituð og er kjörið að leigja tíma fyrir

hópa og einstaklinga og nýta þá gistiaðstöðu sem er í boði í bænum.

Sundlaugin í Laugaskarði er gegnumrennslislaug, hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðli-legt sýrustig og hreinleika vatns-ins. Laugin er í skjólsælli hvilft sem veit gegn suðri og er vinsæl hjá ferðamönnum. Heilsustígur, með uppsettum þrek- og æf-ingastöðvum, liggur frá sund-lauginni meðfram hlíðum Reykjafjalls. Austan við laugina eru tveir strandblakvellir.

Ferðaupplýsingar og jarðskjálfti á einum stað!Upplýsingamiðstöð Suðurlands er staðsett í Hveragerði. Þar get-ur ferðamaðurinn nálgast allar upplýsingar fyrir ferðalagið á Suðurlandi. Bæklingar, ferða-kort, frímerki og internet. Þar er einnig hægt að upplifa jarð-skjálfta sem er 6.6 á ricter og sjá upplýsta sprungu sem er í gólf-inu. Hún er talin er vera 4-5 þúsund ára gömul.

hveragerdi.is

Viðburðir í Hveragerði25. maí Hálf ólympísk þríþraut í umsjón Skokkhóps

Hamars hefst í Sundlauginni Laugaskarði. Í þríþrautinni er 750 m sund, 20 km hjólreiðar og 5 km hlaup.

17. júní Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur með dagskrá allan daginn.

27. júlí Hengils-Ultra maraþon, 50 og 81 km, utanvegahlaup. Skráning á hlaup.is.

16.-18. ágúst Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar.

6.-8. september Eden Island hátíðin – alþjóðleg tónlistar- og uppskeruhátíð.

Varðeldur er meðal atriða á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum sem haldin er aðra helgi eftir verslunarmannahelgi.

Þessi blómaskreyting er frá garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ sem haldin hefur verið í Hveragerði undanfarin ár.

Hveragerði – fjölbreytt upplifun í næsta nágrenni

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 59

HVERAGERÐI- blómstrandi bær!

Heilsubærinn Hveragerði

Vinalegt samfélag

Eggjasuða í Hveragarðinum

Rómantískar gönguleiðir

Afar fjölbreyttar hátíðir

Garðyrkja og græn svæði

Einstakur golfvöllur

Rómuð náttúrufegurð

Drauma sundlaug

Iðandi lista- og menningarlíf

Page 60: Ævintýralandið

„Þungamiðjan í Gestastofunni hér á Þorvaldseyri er kvikmynd þar sem fylgst er með okkur, heimilisfólkinu frá fyrstu mínútu Eyjafjallajökulsgossins og áhrif-um þess á okkar daglega líf. Þetta er kvikmynd sem hefur mikil áhrif á fólk, bæði erlenda sem innlenda gesti okkar, enda leit út fyrir á tímabili að við þyrftum að yfirgefa býlið Þor-valdseyri. Það hefði sannarlega verið mjög erfitt, enda hefur sama fjölskyldan búið hér frá 1906,“ segir Inga Júlía Ólafsdótt-ir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll-um.

Í húsi við þjóðveginn, neðan við bæinn Þorvaldseyri, opnuðu hjónin á Þorvaldseyri, Ólafur Eggertsson og Guðný A. Valberg Gestastofu vorið 2011. Þar er sögu Eyjafjallajökulsgossins árið 2010 gerð skil í máli og mynd-um, auk áðurnefndrar 20 mín-

útna kvikmyndar. Inga Júlía og Þuríður Vala eru dætur þeirra og starfa á Gestastofunni. Hún segir að auk upplýsingaefnisins séu í boði minjagripir tengdir gosinu, t.d. aska í „neytendaumbúðum“, ef svo má segja. Þá eru einnig til sölu framleiðsluvörur frá Þor-valdseyri, bæði matarolía, hveiti og bygg.

„Til okkar koma bæði erlend-

ir og innlendir gestir. Skólahóp-ar hafa verið hátt hlutfall gesta á veturna en almennir ferðamenn á sumrin. Við búum okkur undir

mikla umferð í sumar,“ segir Inga Júlía en margir gestanna hafa sögu að segja af áhrifum gossins á þeirra líf. „Já, gosið hafði áhrif á flugumferð víða um heim og mörgum gestum okkar er í fersku minni að hafa þurft að bíða löngum stundum á flug-völlum vegna þess að flug féllu niður. En það er áhrifaríkt fyrir

gestina að sjá hvernig var að búa fast við gosstaðinn og þurfa að takast á við afleiðingar nátt-úruhamfaranna,“ segir Inga Júlía en Gestastofan við Þorvaldseyri er opin alla daga í sumar kl. 9-18.

icelanderupts.is

S U Ð U R L A N D

Gosmökkurinn að baki Þorvaldseyrar í gosinu 2010.

Gestastofan við Þorvaldseyri.

Þorvaldseyri og Eyjafjallajökulsgosið

Sumar, haust, vetur eða vor

Mýrdalurinn hefur margt að bjóða

ferðamönnum allan ársins hring

Starfsemi Gullfosskaffis við Gull-foss hefur svo sannarlega vaxið og dafnað frá því hún hófst fyrir tæpum 10 árum, árið 1994. Veit-ingastarfsemin var þá í tjaldi en hefur nú yfir að ráða um 1000 fermetra húsnæði með sæti fyrir um 400 viðskiptavini. Minja-gripaverslun er einnig á staðn-um. Gullfosskaffi er opið allt ár-ið, en eigendur eru Svavar Njarðarson og Elfa Björk Magn-úsdóttir en starfsmenn eru á bilinu 10 til 20 eftir árstíma.

Árlega koma tugþúsundir ferðamanna að Gullfossi til að njóta náttúrufegurðar hans og hefur aðstaða fyrir þá batnað mikið undanfarin ár og er nú eins og best verður á kosið. Gullfosskaffi hefur að markmiði að veita ferðamönnum hraða og örugga þjónustu með áherslu á íslenska matreiðslu og gestrisni.

Svavar Njarðarson fram-kvæmdastjóri Gullfosskaffis segir starfsemina byggjast upp á veit-ingasölu. Í boði eru heimabak-aðar kökur, frábært espresso kaffi, úrval af samlokum og sal-ati sem svangir ferðalangar geta

valið úr. „Íslenska kjötsúpan hefur alltaf verið vinsælust hjá okkur, enda leggjum við í hana mikinn metnað,“ segir Svavar. Í súpuna er valið úrvalshráefni og þess vandlega gætt að ævinlega sé nóg til. Hópar geta tekið frá borð en auk þess sem kjötsúpan stendur til boða nefnir hann að einnig sé hægt að panta grillað-an lax, þorsk eða grillað lamba-kjöt.

Vaxtarverkir fylgja uppbyggingu„Okkar starfsemi hefur vaxið með auknum fjölda ferðamanna, húsnæðið hefur stækkað og þá höfum við einnig bætt við bíla-stæðum, allt eftir þörfum við-skiptavina. Það fylgja þessu þó nokkrir vaxtarverkir, mikilli upp-byggingu fylgir nokkurt rask og álag en okkur hefur tekist þetta smám saman án mikillar lántöku og því er fyrirtækið sterkt og getur tekist á við enn frekari uppbyggingu á svæðinu,“ segir Svavar. Jákvæð þróun í vetrar-ferðamennsku hefur mikið hjálpað til og rennt styrkari stoð-um undir reksturinn og þá þjón-ustu sem til boða stendur á svæðinu.

Svavar segir að Gullfosskaffi sinni öllum daglegum rekstri á svæðinu við Gullfoss, t.d. bíla-stæðum,hreinlætisaðstöðu, hreinsun á rusli, upplýsinga-miðlun og almennri landvörslu. Hvorki ríki né sveitarfélag taki þátt í verkefninu, utan þess að sjá um gerð og viðhald göngu-stíga inn á friðland sem næst

fossinum er. „Og það er vel,“ segir hann.

Um 20% ferðamanna nýta sér þjónustunaUm 20% ferðamanna sem koma á Gullfosssvæðið nýta sér þá þjónustu sem í boði er á vegum Gullfosskaffis, „en við berum hins vegar allan kostnað af þeim 80% sem koma á svæðið og nýta sér aðstöðuna en skila eng-um tekjum inn. Það er þungur baggi að bera, en við verðum að skoða hvort hægt er að finna einhvern flöt þannig að við fáum til baka hluta af þeim kostnaði sem við leggjum út fyr-ir,“ segir Svavar og nefnir í því sambandi hugmyndir um gjald-töku á bílastæðum eða hreinlæt-isaðstöðu. „Þetta eru bara gríðar-lega flókin atriði í framkvæmd og kostnaðarsöm.“

gullfosskaffi.is

Gullfosskaffi hefur yfir að ráða um 1000 fermetra húsnæði en veitinga-aðstaða tekur um 400 manns í sæti.

Allt að 20 manns vinna í Gullfos-skaffi á háönn ferðamannatím-ans yfir sumarið.

Gullfosskaffi:

Áhersla á íslenska matreiðslu og gestrisni

60 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 61: Ævintýralandið

S U Ð U R L A N D

Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð

VATNA JÖKULSV IN IR

Útgefandi:

Vinir Vatnajökuls • Sturlugötu 8 • 101 Reykjavík www.vinirvatnajokuls.is

Handbókin sem taka á með í ferðalagið! Bókin gerir á hnitmiðaðan hátt grein fyrir furðum garðsins, glæsileika og fjölbreyttu náttúrufari. Hún leiðir ferðamanninn um þjóðgarðinn til upplýsingar og fróðleiks á ljósan og aðgengilegan hátt í byggð sem óbyggð.

Fæst á íslensku, ensku og þýsku í öllum helstu bókabúðum og www.vinirvatnajökuls.is

fyrsta bókin um þjóðgarðinn

PORT

hön

nun

“Hjörleifur guttormsson setur Vatnajökulsþjóðgarð á heimskortið”

–tryggvi fleixsson ráðgjafi hjá Norðurlandaráði

Með tilkomu hafnarinnar í Land-eyjum hefur mikil gróska færst í ferðamál hjá Vestmanneyingum og líflegt er þar um að litast á sumrin. „Um leið og Landeyjahöfn opnar breytist samfélagið hér. Túrisminn blómstrar enda margt í boði fyrir hinn almenna ferðamann hér í Eyjum,“ segir Kristín Jóhanns-dóttir, ferða- og menningarmála-fulltrúi Vestmannaeyjabæjar.

Ferðamannafjöldinn til Vest-mannaeyja hefur þre- til fjórfald-ast á sumrin eftir opnun nýju hafnarinnar enda ekki nema u.þ.b. 30 mínútna sigling milli lands og Eyja. Þessi aukni fjöldi ferðamanna hefur skapað fjöl-mörg ný störf í Eyjum og gefið gamla bænum líflegt og alþjóð-legt yfirbragð yfir háannatímann. Mikill meirihluti þeirra sem leggja leið sína þangað eru inn-lendir ferðamenn en erlendum ferðamönnum hefur einnig fjölg-að mikið og eru þeir um 30% allra þeirra ferðamanna sem fara til Eyja.

Stærsta Goslokahátíðin í sumar„Íslendingar koma hingað út af viðburðunum og þess vegna bara í ísbíltúr og til þess að fara í sund. Erlendu ferðamennirnir koma frekar út af náttúrunni og sögunni, ekki síst eldgosinu. Á þessu ári eru 40 ár frá því gosið hófst og því lauk. Hér verður stærsta goslokahátíð í sögu Vest-mannaeyja í byrjun júlí og þá er von á gríðarlega miklum fjölda til Eyja,“ segir Kristín.

Til þess að taka á móti öllum þessum fjölda þarf að byggja upp innviðina og það kallar á aukna fjárfestingu. Nú er t.d. verið að stækka Hótel Vest-mannaeyjar og fjölga gistirými þar um helming. Einnig eru uppi hugmyndir um byggingu á nýju hóteli við Hásteinsvöll en sú framkvæmd er þó nokkuð umdeild innanbæjar.

Golf og heimsþekktir knatt-spyrnukapparFyrir tveimur árum var opnað

nýtt og glæsilegt útisvæði við sundlaugina með heitum pott-um, vaðlaugum og vatnsrenni-brautum. Margir fara í dagsferðir til Eyja í þeim tilgangi einum að spila golf í einhverju stórbrotn-asta umhverfi sem hægt er að hugsa sér í Herjólfsdal. Völlur-inn, sem er 18 holu, er talinn einn af þeim bestu á landinu og sá þriðji elsti í landinu.

Vestmannaeyjar eru einn helsti íþróttabær landsins og á nú knattspyrnulið í karlaflokki í fremstu röð. Eflaust gera margir sér ferð á Hásteinsvöll í sumar til þess að fylgjast með eyjapeyj-anum Hermanni Hreiðarssyni, spilandi þjálfara liðsins, og fé-lögum hans, þar á meðal fyrrum enska landsliðsmarkverðinum David James, spila í úrvalsdeild-inni íslensku.

Önnur afþreying að sumri til í Vestmannaeyjum, sem menn fá seint eða aldrei leiða á, er gönguferðir í þessari miklu nátt-úruparadís þar sem fuglalíf er fjölskrúðugra en víðast hvar annars staðar og brimsorfnir klettar og úfið hraun skapa ótelj-andi kynjamyndir.

Vestmannaeyjar skoðaðar af sjóÁvallt er boðið upp á bátsferðir í kringum Heimaey á sumrin með viðkomu í hellum þar sem getur að líta fjöldann allan af súlum og ritum í hverri klettaskoru. Í Vestmannaeyjum er stærsta sjós-völubyggð í Evrópu, en talið er að 85-100.000 sjósvölupör verpi í eyjunum. Nær allar íslenskar stormsvölur verpa í Vestmanna-eyjum og er talið að varppörin þar séu á bilinu 50-100.000. En lundinn er að sjálfsögðu ein-kennisfugl Vestmannaeyja og þar telst vera um þriðjungur alls íslenska lundastofnsins.

Með auknum fjölda ferða-manna hefur öll þjónusta í Vest-mannaeyjum aukist stórlega. Sprottið hafa upp nýir veitinga-staðir og þar byggja menn að sjálfsögðu ekki síst á brakandi fersku sjávarfanginu.

Fiska- og náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum er rótgróið safn og var lengi vel eina sjávar-dýrasafnið á Íslandi. Byggða-safni Vestmannaeyja var gjör-breytt fyrir skemmstu og gert að

þemasafni þar sem farið er á skipulegan hátt í gegnum sögu Vestmannaeyja. Þar eru umfjöll-unarefnin margvísleg, t.a.m. hvernig lundaveiðar fara fram, hvernig er að vinna í frystihúsi

og hvernig þjóðhátíð fer fram. Safnið endurspeglar því daglegt líf Eyjamanna.

vestmannaeyjar.is

Ung Vestmannaeyjasnót í forgrunni og Heimklettur í bakgrunni.

Sprangan er ávallt vinsæl.

Fjölmargt við að vera í náttúru-paradísinni Vestmannaeyjum

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 61

Page 62: Ævintýralandið

S U Ð U R L A N D

Skemmtilegar fjórhjólaferðir um Fljótshlíðina fögru og okkar stórkostlegu óbyggðir allt árið um kring. Til dæmis Eyjafjallajökull, Hekla, Þórsmörk, Markarfljótsgljúfur, Landmannalaugar, Vestmannaeyjar auk fleiri staða.

Frábær hótel, tjaldstæði, golfvellir, veitingastaðir,hestaleigur og öll þjónusta við ferðamenn í næsta nágrenni, meðal annars Hellishólar, Kaffi Langbrók og Smáratún.

Heimsókn í Fljótshlíðina svíkur engan!

Lambalæk · Fljótshlíð · 861 HvolsvelliS: 661-2503 · [email protected] · www.obyggdaferdir.is einnig á Facebook

Óbyggðaferðir Fjórhjólaferðir - ATV/QUAD

Óbyggðaferðir

126

1

30

32

Obyggðaf. bækl.indd 1 8/7/12 10:56:36 AM

Við miðja suðurströnd Íslands er liggur Mýrdalur og mitt á milli sanda, jökuls og sjávar leynist lítil byggð. Vestan Reynisfjalls ræður landbúnaður ríkjum, en austan þess er þéttbýliskjarninn Vík. Í Mýrdal og nágrenni hans má finna margar af helstu nátt-úruperlum Suðurlands.

Svartir sandar Reynisfjöru, mikilfenglegt brimið og tignar-legir Reynisdrangar eru flestum áhugasömum um Ísland vel kunnuglegir. Ásamt því að vera einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Suðurlandi hefur Reynisfjara komið fyrir í fjölda auglýsinga, kvikmynda og tíma-rita, innlendum sem erlendum.

Þá má ekki gleyma friðland-inu í Dyrhólaey, Sólheimajökli, Hjörleifshöfða, Reynisfjalli og Víkurfjöru. Allir eru þessir staðir vel sóttir af ferðamönnum og eru þó bara hluti þess sem Mýr-dalurinn hefur að bjóða. Fugla-lífið á líka sinn þátt í vinsældum Mýrdalsins og á það sérstaklega við um lundann. Miklar fýla-

byggðir og stór kríuvörpin vekja líka forvitni ferðamanna, en þó hvergi nærri jafn mikla og lund-inn.

Kötlusetur geymir sögu mann-lífs og byggðarÞrátt fyrir að stutt sé á gjöful fiskimið undan suðurströndinni er ekki stunduð sjósókn úr Mýr-dal. Ógnvænlegar öldur Atlands-hafsins gera mönnum illkleift að komast á sjó. Saga sjósóknar úr Mýrdal fyrri tíma er lituð tíðum og miklu sjóslysum og hefur sjó-sókn því nánast alfarið lagst af.

„Sögu byggðar og mannlífs í Mýrdal eru gerð góð skil á sýn-ingum Kötluseturs í Vík,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, for-stöðumaður Kötluseturs. „Sýn-ingin Mýrdalur, mannlíf og nátt-úra fjallar um byggð í Mýrdal, samspil manna og náttúru, og sérstaklega Kötlu og áhrif henn-ar á mannlífið. Gott strand eða vont..? er svo sýning sem rekur sögu 112 sjóslysa á 84 ára tíma-bili undan ströndum Vestur-

Skaftafellssýslu,“ segir Eiríkur.Sýningarnar ætti enginn að

láta fram hjá sér fara sem hefur áhuga á mannlífi og byggðasögu Íslands. Í Kötlusetri er einnig rekin upplýsingamiðstöð yfir sumartímann þar sem ferða-menn geta nálgast upplýsingar um allt sem viðkemur Mýrdaln-um.

Jöklagöngur, golf og sundAukinn straumur ferðamanna hefur verið kærkomin viðbót í Mýrdalnum líkt og víða annar-staðar á landsbyggðinni. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í tengslum við ferðaþjónustu. Úr-val afþreyingar, gistingar og þjónustu hefur aldrei verið meira og eykst enn.

Mikil aukning ferðamanna ut-an háannar undanfarin ár gefur draumum um heilsársferðaþjón-ustu byr undir báða vængi og er nú svo komið að gistiheimili og veitingastaðir í Vík eru sum opin allan ársins hring.

Af afþreyingu er nóg af taka.

Jöklagöngur hafa notið síauk-inna vinsælda og er hægt að fara í slíka göngu á Sólheimajök-ul. Þar fara ferðaþjónustufyrir-tæki í reglulegar göngur daglega allt árið. Fyrir þá sem ekki leggja á jökul er fjöldi annara áhugaverðra gönguleiða á svæð-inu. Allt frá léttari göngum á lág-lendi til fjallgangna. Ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í stórbrotinni náttúru Mýrdalsins.

Fyrirtaks golfvöllur er í Vík. Krefjandi og skemmtilegur 9 holu völlurinn liggur undir fögr-um hömrum til norðurs með út-sýni til strandar til suðurs. Á vellinum er jafnframt eina par 6 hola landsins. Sundlaugin í Vík býður gestum svo upp á hress-andi sundsprett, sólbað í vað-lauginni eða afslöppun í pottin-um.

Sumar, haust, vetur eða vor; Mýrdalurinn hefur margt að bjóða ferðamönnum allan ársins hring!

kotlusetur.is

Í Brydebúð í Vík er Kötlusetur. Þar eru sýningar um mannlíf og náttúru í Mýrdal og um sögu 112 sjóslysa á 84 ára tímabili. Mynd: kindin.is

Reynisdrangar eru tignarlegir ásýndum og laða til sín fjölda ferðamanna. Mynd: Þórir

Hálsanefshellir er ein af náttúruperlunum sem verða á vegi ferðamanna í Mýrdal. Mynd: Þórir

Margar af helstu náttúruperlum Suð-urlands í Mýrdal

Í könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu var m.a. spurt hvernig erlendir ferðamenn hafi aflað sér upplýsinga um Ísland. Eins og sést á meðfylgjandi

mynd er Netið orðið lykilmark-aðstæki fyrir íslenska ferðaþjón-ustu og stefnir hraðbyri í að hafa tvöfalt vægi á við næsta flokk, sem reyndust vera handbækur.

Netið selur Ísland

62 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 63: Ævintýralandið

S U Ð U R L A N D

Sveitarfélagið Árborg býður ferðamenn velkomna í heim-sókn sumarið 2013. Mikið verð-ur um að vera í öllum byggða-kjörnunum þremur, Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri, sem hver státar af sínum séreinkenn-um. Ýmis afþreying er í boði í sveitarfélaginu, m.a. flóra skemmtilegra safna og veitinga-staða, svo fátt eitt sé nefnt. Kjör-ið tækifæri er að leggja leið sína í Árborg á þær fjölmörgu bæj-arhátíðir sem haldnar verða í sumar.

Bæjarhátíða- og ferðamanna-sumarið í Árborg verður mjög viðburðaríkt þetta árið en yfir tuttugu skipulagðar hátíðir eða viðburðir eru í sumar og hver annarri glæsilegri. Á heimasíðu sveitarfélagsins arborg.is er að finna upplýsingar um hátíðirnar en sveitarfélagið gefur út á hverju ári sérstakt viðburða- og menningardagatal sem sýnir helstu viðburði ársins. Næstu viðburðir eru t.a.m. Kótelettan, sjómannadagsfagnaður, Jóns-messuhátíð á Eyrarbakka, Bryggjuhátíð á Stokkseyri, Sum-ar á Selfossi, Landsmót UMFÍ, Aldarmótahátíð á Eyrarbakka og fleira og fleira.

Þjónustukjarninn SelfossÁ Selfossi er stærsti þjónustu-kjarninn í sveitarfélaginu með fjölda verslana, veitingahúsa og skemmtistaða. Ferðamenn geta nálgast allar upplýsingar um svæðið í Upplýsingamiðstöð Ár-borgar sem er til húsa í Bóka-safni Árborgar í miðbæ Selfoss.

Meðal fjölsóttustu staða Sel-foss er sundhöllin þar sem að-staða er góð til móttöku stærri hópa í sund. Líkamsræktarstöð, sauna- og gufubað eru einnig að finna í sundhöllinni. Vert er einnig að benda á hesta-, hjól-reiða- og göngustíga víða í sveit-arfélaginu og Hellisskóg, sem er skógræktarsvæði við hina sögu-frægu Ölfusá.

Gullmolar á ströndinniÍ hjarta Stokkseyrar er lítil og mjög persónuleg sundlaug sem er eftirsótt en annar og ekki síð-ur þekktur staður á Stokkseyri er veitingahúsið Við Fjöruborð-ið. Fjöldi safna og listamanna hefur aðsetur í Menningarver-stöðinni við bryggjuna sem vert er að heimsækja, ekki síður en Veiðisafnið á Stokkseyri sem er á heimsmælikvarða. Og svo má bregða undir sig betri fætinum að Knarrarósvitanum eða Rjóma-búinu.

Hinn sögufrægi Eyrarbakki státar af Húsinu, sem hýsir byggðasafn staðarins og Sjóm-injasafnið er steinsnar frá. Veit-ingastaðurinn Rauða húsið er í hjarta bæjarins og nýverið var opnuð upplýsingamiðstöð í félagsheimilinu Stað sem stend-ur við sjóvarnargarðinn rétt hjá Rauða húsinu. Fuglafriðlandið í flóa er í nágrenni Eyrarbakka og er paradís fuglaskoðarans.

arborg.is

Á Selfossi verður efnt til fjölda útihátíða og viðburða í sumar.Bryggjuhátíðin á Stokkseyri er alltaf fjölsótt.

Hátíðarandi á Selfossi, Eyrar-bakka og Stokkeyri í allt sumar!

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

Velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð!Í sumar er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fyrir gesti Vatnajökulsþjóðgarðs með áherslu á lifandi leiðsögn og persónulega upplifun af náttúru og umhverfi þjóðgarðsins.

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð

GestastofurGestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans. Gestastofurnar eru jafnframt miðstöðvar fræðslu þar sem náttúru, menningu og sögu er miðlað til gesta í sýningum, fyrirlestrum og gönguferðum með landvörðum.

Gestastofur þjóðgarðsins eru: skaftafellsstofa í Skaftafelli, snæfellsstofa á Skriðuklaustri, Gljúfrastofa í Ásbyrgi og GaMlaBúÐ á Höfn.

Auk gestastofanna er yfir sumartímann starfrækt upplýsingastofa á kirkjubæjarklaustri.

láttu æVintýrin Gerast Í suMar Í VatnajökulsþjóÐGarÐi!

PORT

hön

nun

Vík

Húsa- vík

GljúfrastofaÁsbyrgiHljóðaklettar

Dettifoss

Snæfell

Skaftafell

Kverkfjöll

Askja

Hvannalindir

HeinabergEldgjá

Nýidalur

Jökulheimar

Laki

skaftafellsstofa

snæfellsstofa

GaMlaBúÐHöfn

Kirkjubæjar- klaustur

Egilsstaðir

Ísafjörður

Snæfellsnes

Skaftafellsstofa

Gljúfrastofa

fræðslugöngur

Snæfellsstofa

Gamlabúð

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 63

Page 64: Ævintýralandið

64 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Stórhöfða 25 • 569 3100

eirberg.is

LordoLoc bakbelti

GenuTrain S hnéspelka

MalleoTrain Plusökklahlíf með styrkingu

MalleoLoc ökklaspelka

GenuTrain hnéhlíf

Stuðningshlífar og spelkur

S U Ð U R L A N D

Heilsulindin Laugarvatn Fontana hefur nú verið opin síðan um mitt sumar 2011 og hefur rekst-urinn farið vel af stað. Staðurinn byggir á gömlum grunni en flestir Íslendingar þekkja sögur af gufubaðinu á Laugarvatni. Laugvetningar hófu að baða sig í gufu hversins við vatnið árið 1929 þegar tveir klefar voru byggðir ofan á hann. Heilsulind-in Laugavatn Fontana er byggð á sama stað og sem fyrr gefur hverinn frá sér bæði mikinn hita og mikla gufu sem fyllir klefana í gegnum ristar á gólfi. Þrjár fjöl-breyttar laugar eru á staðnum, misheitar og misdjúpar og því getur fullorðna fólkið slakað á um leið og börn leika sér. Saun-an er að finnskri fyrirmynd og úr saunaklefanum er hægt að njóta útsýnis yfir Laugarvatn. Að sögn Sigurðar Rafns Hilmarsson-ar, framkvæmdastjóra Laugar-vatns Fontana, verður fjórða laugin opnuð í vor en það er gegnumstreymislaug sem notar vatn úr gufuhvernum sem blandað er köldu vatni. „Við hönnun laugarinnar var leitast við að hafa útlitið eins náttúru-legt og kostur er og þar leikur sjávarslípað grjót stórt hlutverk. Engum kemískum efnum verður bætt í baðvatnið og er hún því 100% náttúruleg,“ segir Sigurður.

Fjölbreyttar veitingarBoðið er upp á fjölbreyttar veit-ingar, bæði í mat og drykk. Þar má nefna heilsudrykki, framandi súpur, paninisamlokur, salöt, ávexti, hrákökur, tertur o.fl. að ógleymdu stolti heimamanna sem er hverarúgbrauð, borið fram með taðreyktri bleikju frá Skúla og Elsu í Útey. „Ég er bú-inn að fara ótal ferðir með ferðamenn út á hverasvæðið okkar og sýna þeim hvernig amma, mamma og fleiri hafa í gegnum tíðina bakað brauð í sandinum í kringum stóra hver-inn. Svipurinn sem kemur á fólk þegar maður grefur holu og kemur niður á bullsjóðandi klöppina er óborganlegur því fólk hreinlega skilur þetta ekki.“

Mikið gistirýmiMikið gistirými er á Laugarvatni og til að mynda eru tvö Eddu Hótel rekin þar á sumrin. Hótel-in eru í góðu samstarfi við Font-ana og verður hægt að fá tilboð í gistingu, mat og Fontana á ákveðnum tímabilum í sumar. Að sögn Sigurðar eru vorferðirn-ar nú í fullum gangi og hafa fjöl-margir skólar sótt staðinn heim undanfarið og sömuleiðis fjöl-mörg fyrirtæki sem eru í hvata- og skemmtiferðum. Kynnisferðir eru með reglulegar ferðir á Laugarvatn Fontana og fjölmarg-

ar ferðaskrifstofur hafa einnig sýnt staðnum mikinn áhuga en um þessar mundir er tekið á móti bókunum fyrir sumarið. Hér á Laugarvatni er „allt að ger-ast“. Það hefur verið lagt mikið af göngustígum og ýmislegt framundan sem mun gera Laug-

arvatn að enn skemmtilegri stað til að heimsækja,“ segir Sigurður Rafn Hilmarsson, framkvæmda-stjóri Fontana.

fontana.ishoteledda.is

Útsýnið yfir Laugarvatn frá Fontana er glæsilegt.

Siguður Rafn, framkvæmdastjóri Fontana, í dyrum gufubaðsins á Laug-arvatni.

Laugarvatn Fontana:

Fjórða sundlaugin opn-uð við heilsulindina

„Hálendið okkar er nánast með óþrjótandi möguleika til ævin-týraferða þar sem fólk nýtur þess að vera úti í lítt snortinni náttúru, njóta friðsældar jökla, fegurðar fossa og dala. Fátt jafn-ast á við að upplifa þá dásemd á góðu fjórhjóli. Við hjá Óbyggða-ferðum bjóðum upp á fjölbreytt-ar fjórhjólaferðir frá Lambalæk í Fljótshlíðinni fögru, þeirri sömu og Gunnar nokkur Hámundar-son gat ekki yfirgefið sökum fegurðar,“ segir Unnar Garðars-son en hann rekur ferðaþjón-ustufyrirtækið Óbyggðaferðir ásamt fjölskyldu sinni út frá Lambalæk í Fljótshlíð.

„Við höfum verið að frá 2006 og vorum lengi vel með bæki-stöð fyrirtækisins í Hólaskógi of-an Þjórsárdals en fluttum okkur um set og erum nú á enn betri stað hér í hlíðinni, með Eyja-fjallajökul, Þórsmörkina, Tind-fjöll, Vatnsdalinn og Markar-fljótsgljúfur í næsta nágrenni. Og reyndar má segja að allt Ísland sé á okkar ferðakorti því þau eru fá takmörkin fyrir því hvert við förum eða hversu langt, allt eftir óskum viðskiptavina okk-ar,“ segir Unnar.

„Fjórhjólin sameina kosti jeppans, mótorhjólsins, drossí-unnar og hestsins. Fólk fær smá skammt af því öllu á fjórhjólun-um. Á fjórhjóli sér maður líka

hluti sem annars færu oftar en ekki framhjá manni út um bíl-gluggann. Maður finnur vindinn leika um sig og er í náinni snert-ingu við veður og náttúru, en við gætum þess að ferðast alltaf um náttúruna í sátt og völdum ekki tjóni,“ segir Unnar og bætir

því við að hálendið sé sameign okkar allra og allir ættu að ganga vel um það.

Opið 368 daga á ári!„Við erum með lengsta opnunar-tíma fyrirtækis í heiminum eða 368 daga á ári. Hvernig það er framkvæmt er atvinnuleyndar-mál,“ segir Unnar og bætir við að það segi sig sjálft að óbyggðaferðir á fjórhjólum frá Lambalæk standi alltaf til boða, hvort heldur er vetur, sumar og haust. „Að öllu gamni slepptu þá gleður það mig mest eftir þessi sex ár hve margir við-skiptavinir láta sjá sig aftur. Og líka það að erlendir ferðamenn sem komið hafa eru duglegir að benda vinum sínum á að koma

til okkar þegar þeir sækja Ísland heim. Það segir manni að við er-um að gera eitthvað sem fólki líkar. Fyrirtækið okkar er ekki stórt en við tökum á móti fólki frá einum og upp í þrjátíu í fjór-hjólaferðirnar, fólki á öllum aldri, bæði konum og körlum. Ég mæli sjálfur hiklaust með óbyggðaferð með Óbyggðaferð-um því ég hef farið í þær flestar en þær skipta hundruðum. Og undantekningarlaust skemmt mér konunglega, ef svo má að orði komast.

Uppskrift að góðum degi á fjöllum er einföld að mati okkar Óbyggðaferðamanna. Það er að leyfa náttúrunni að komast að í sálartetrinu og njóta hennar fé-lagsskapar óskipt. Gleyma klukkunni og helst símanum líka á meðan. En kannski er þetta með símann að breytast nú í seinni tíð því þeir eru nú gæða myndavélar líka. Eitt af prinsippum okkar frá upphafi hefur verið að stoppa oft, stíga að hjólunum til að taka myndir eða ganga að og skoða eitthvað forvitnilegt sem fyrir augu ber. Og við höfum alla tíð verið hóf-söm í verðlagningu okkar þjón-ustu og stendur ekki til að breyta því,“ segir Unnar.

obyggdaferdir.is

Á leið heim úr Þórsmörk.

Óbyggðaferðir í Fljótshlíð:

Ævintýraferðir á fjórhjólum

Á ferð um Vatnsdal. Horft í átt að Þríhyrningi.

Page 65: Ævintýralandið

S U Ð U R L A N D

Eitt helsta aðdráttaraflið á Klaustri og í Skaftárhreppi er hrein og tær náttúra. Skaftár-hreppur nær frá fjöru og upp til jökla og ættu ferðalangar að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Gistimöguleikar eru víða í hreppnum, allt frá huggulegum tjaldstæðum til glæsilegra hótela. Þá er einnig fjöldi matsölustaða á svæðinu. Gönguferðir eru í boði og fjölmargar skemmtilegar ökuleiðir.

Lilja Magnúsdóttir, sem tekur þátt í rekstri tjaldstæðisins á Kirkjubæ 2 á Klaustri, skrifaði bók fyrir þá sem vilja ganga á eigin vegum en í henni er að finna lýsingar á níu stuttum gönguleiðum um Kirkjubæjar-klaustur og næsta nágrenni. Í upplýsingamiðstöðinni á Klaustri, Skaftárstofu er að finna upplýsingar um lengri göngu-leiðir, sem og alla þá þjónustu sem í boði er í hreppnum, kort af Vatnajökulsþjóðgarði og sitt-hvað fleira.

Fjölbreyttar göngu- og ökuferð-ir„Á vegum Slóða verður í sumar boðið upp á gönguferðir með leiðsögn þar sem farið er um gljúfur og fossa og við erum viss

um að þær muni mælast vel fyr-ir,“ segir Lilja, en fossar, fuglalíf og gróður umlykja ferðalanginn og við hvert fótmál eru minjar liðinna búskaparhátta. Slóðir standa einnig fyrir víðavangs-hlaupi 1. júní næstkomandi og hægt er að skrá þátttöku á slod-ir.is. „Önnur spennandi ferða-þjónusta er á Þykkvabæjar-klaustri þar sem bændurnir leið-segja gestum um auðnir, víðátt-una og fjörurnar í Álftaveri.“

Lilja nefnir skemmtilegar öku-leiðir, t.d. í Eldgjá og Langasjó, þangað sé auðvelt að aka á ein-um degi eða gista í Hólaskjóli. „Þarna er stórbrotið landsvæði og margir möguleikar til að ganga og njóta,“ segir hún en Eldgjá og Langisjór eru hluti Vatnajökulsþjóðgarðs sem og Lakasvæðið. „Það er góð dags-ferð að Laka, ganga upp á gíg-inn, skoða Tjarnargíg og jafnvel að aka hring um svæðið. Eins er upplagt að taka með sér tjald, gista við Blágil og njóta þess að eiga sumarnótt í náttúrunni.“

Álftaversafréttur er að sögn Lilju falin perla í Skaftárhreppi en hann liggur austan við Mýr-dalsjökul. Hólmsá sem á upptök sín í Hólmsárlóni rétt norðan við Strút, liðast þar niður en hægt er

að aka hringleið, svokallaða Öldufellsleið upp með Hólmsá og koma niður í Skaftártungu hjá Snæbýli. „Þá geta menn líka brugðið sér Landbrots- og Með-allandshringinn og farið á fjöru,“ segir Lilja, en fyrir þá sem ekki ferðast á góðum jeppum er hægt að fara í þessar ferðir með fyrir-tækjum á staðnum eða áætlunar-bílum.

Merkilegir hellarSkaftáreldahraunið setur mikinn svip á Skaftárhrepp en nýlega fundust merkilegir hellar í eystri hluta þess, nærri Laufbalavatni og segir Lilja að hugsanlega séu hellarnir eitt stærsta hellakerfi hér á landi. Hótel Geirland býð-ur upp á ýmsar ferðir, m.a. í hellana.

„Þeir sem vilja hafa það huggulegt án mikilla ferðalaga geta unað sér í Íþróttamiðstöð-inni á Klaustri, en þar er sund-laug, notaleg líkamsræktarstöð og íþróttasalur sem leigður er út

til hópa. Á Hótel Laka er svo golfvöllur, fuglaskoðun, veiði og þar má skoða öskulögin í land-inu í til þess gerðum jarðhelli.“ Lilja bendir á að í Minningarkap-ellu Jóns Steingrímssonar á Klaustri sé líkan af kirkjunni sem var þegar séra Jón söng Eldmessuna og stöðvaði för hraunsins við Systrastapa. Eld-messan, stutt kvikmynd um Skaftáreldana er svo sýnd í Skaftárstofu.

visitklaustur.is klaustur.is

Skemmtilegar ökuleiðir, eru frá Klaustri og að Langasjó, þar sem við blasir stórbrotið landssvæði, en þangað er auðvelt að aka á einum degi eða gista í Hólaskjóli. Langisjór er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.Bók Lilju Magnúsdóttur um

gönguleiðir á Kirkjubæjarklaustri og í nágrenni er kjörinn ferða-félagi þeirra sem vilja skoða svæð-ið á tveimur jafnfljótum.

Hrein og tær náttúra helsta aðdráttaraflið í Skaftárhreppi

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 65

Page 66: Ævintýralandið

Velkomin í Rangárþing eystraKraftur – fegurð – ferskleikiwww.hvolsvollur.is • www.eyjafjoll.is

FYRIR ALLA

OG AFÞREYING

ÚTIVIST

S U Ð U R L A N D

Landsmót Ungmennafélags Ís-lands verður haldið á Selfossi í dagana 4.-7. júlí og ef að líkum lætur verður það einn af fjöl-mennari hátíðum sumarsins. Landsmót UMFÍ var síðast haldið á Akureyri árið 2009 en þetta er í annað sinn sem mótið er hald-ið á Selfossi, var þar síðast árið 1978. Mótið er númer 27 í röð-inni en það fyrsta var haldið á Akureyri árið 1909.

Héraðssambandið Skarphéð-inn er mótshaldari að þessu sinni en innan vébanda þess eru 59 aðildarfélög, þ.e. 24 ung-mennafélög, 13 golfklúbbar, sjö hestamannafélög, sex íþrótta-

félög, þrjú knattspyrnufélög, tvö akstursíþróttafélög, tvö skot-íþróttafélög, eitt karatefélag og eitt körfuknattleiksfélag.

Undirbúningur landsmótsins hefur í raun staðið allt frá síð-asta móti en sveitarfélagið Ár-borg á einnig mikinn þátt í hon-um með uppbyggingu íþrótta-mannvirkja á Selfossi. Er óhætt að segja að aðstaðan, sem kepp-endum á landsmóti sem og gest-um verður boðið upp á í sumar, sé ein sú allra besta á landinu í dag. Aðalkeppnissvæðið er í hjarta Selfoss en þar eru frjals-íþróttavöllur, knattspyrnuvellir, íþróttahús og sundlaug, ásamt

skólahúsnæði.Vinnuframlag sjálfboðaliða

skiptir miklu um framkvæmd mótsins en áætlað er að þeir verði um 600 talsins.

25 keppnisgreinarÁ landsmóti UMFÍ koma saman félagar úr ungmenna- og íþrótta-hreyfingunni og reyna með sér í fjölbreyttum íþróttagreinum, sem og svokölluðum starfsíþróttum. Aðeins er keppt í einum aldurs-flokki á mótinu og þar takast þeir bestu á í mörgum greinum. Hver keppnisaðili hefur heimild til að senda ákveðinn fjölda keppnisliða og einstaklinga til keppni samkvæmt reglugerð.

Keppendafjöldi var um 2000 á síðasta landsmóti og vænta mótshaldarar þess að fjöldinn verði álíka í sumar.

Keppnisgreinar á landsmótinu á Selfossi verða 25. Þær eru: badminton, blak, boccia, borð-tennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, 10 km götuhlaup, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, kraftlyftingar, körfuknattleikur, motocross, pútt, skák, skotfimi, starfsíþrótt-ir, sund og taekwondo.

Setningarhátíð föstudagskvöld-ið 5. júlíLandsmót UMFÍ 2013 hefst

fimmtudaginn 4. júlí með keppni í nokkrum greinum. Íþróttakeppninni verður síðan fram haldið á föstudegi en há-punktur mótsins verður á laug-ardag og sunnudag. Mótssetning verður á Selfossvelli föstudags-kvöldið 5. júlí og hefst kl. 21. Mótsslit verða upp úr miðjum sunnudegi.

Stórt og vel búið tjaldstæði verður í útjaðri Selfoss og hafa þar allir gestir aðgang að raf-magni. Öllum keppnisliðum verður jafnframt boðið upp á gistingu í skólastofum við aðal-keppnissvæðið.

umfi.is

Keppni í frjálsum íþróttum hefur jafnan verið meðal hápunkta á lands-mótum UMFÍ.

Keppnissvæðið á Selfossi er eitt hið glæsilegasta á landinu.

Landsmót UMFÍ á Selfossi í júlí

66 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Á Suðausturlandi er fjölbreytt þjónusta við ferðamenn sem sameinast undir heitinu Ríki Vatnajökuls. Nefna má jöklaferð-ir, sýningar sem tengjast Vatna-jökli s.s. Jöklasýningunni á Höfn og sýningunni í gestastofunni í Skaftafelli þar sem fjallað er um náttúrufar, sögu, mannlíf og bú-setu í Öræfum. Matarmenningin

kemur einnig mjög við sögu í ferðaþjónustu svæðisins en af-urðir sem framleiddar eru í ríki Vatnajökuls hafa skírkotun í menningu, sögu og náttúru svæðisins. Á Höfn er að finna Heimamarkaðsverslun með af-urðum sem framleiðendur af svæðinu hafa fullunnið.

Í heimahögum ÞórbergsEinn af fjölmörgum stöðum sem skemmtilegt er að hafa viðkomu á er Þórbergssetur á Hala í Suð-ursveit. Það var opnað árið 2006 og hefur að geyma sýningu sem tengist ævi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar sem fæddur var á Hala. Í húsinu eru veitingasala, gestamóttaka, sal-erni og tveir sýningarsalir. Í öðr-um þeirra eru breytilegar sýn-ingar milli ára en í hinum áður-nefnd sýning um Þórberg Þórð-arson. Hún er sambland af fræðsluspjöldum og safni og er í raun hægt að ganga í gegnum

leikmyndir þar sem andblær lið-inna ár er svífur yfir vötnum en um leið njóta gestir stórbrotinna lýsinga meistara Þórbergs.

Opið er alla daga í Þórbergs-setri.

thorbergur.isrikivatnajokuls.is

Meistari Þórbergur og fleira gott í ríki Vatnajökuls

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit.

Sýning í Þórbergssetri þar sem fléttað er saman andblæ liðinna ára og stórbrotnum lýsingum meistara Þórbergs.

Page 67: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 67

32.5

m

17.15 m

Fjölsk.herb 30m2

Tveggja m. herb 20m2

Einingum ekið á staðinn.

Allt komið á sinn stað. Aðeins tveir tímar og byggingin er tilbúin fyrir þakvinnu.

Einingar hífðar á sökkul.

Einfalt og fljótlegt!

Hafnarbakki–Flutningatækni vill kynna ykkur hagkvæmar lausnir sem við höfum unnið að ásamt samstarfsaðilum bæði hér á landi og erlendis. Smáhýsum er raðað saman á sökkla og síðan byggt þak yfir. Bjóðum upp á margar stærðir og mismunandi útfærslur, allt eftir ykkar höfði!

Eftir að smíði sökkuls og frágangi lagna er lokið er ekkert að vanbúnaði að koma einingunum fyrir á sínum stað. Það tekur aðeins nokkra klukkutíma.

Geitey í Mývatnssveit.

Breiðavík.

Leirubakki.

Hugmynd að tuttugu herbergja hóteli með sextán tveggja manna herbergjum og fjórum fjölskylduherbergjum. Gistieiningarnar í þessu hóteli eru þriggja metra breiðar og lofthæð að innan er tveir og hálfur metri.

Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2550 • [email protected] • hafnarbakki.is

Áhugasamir hafi samband í síma 535 2550.

Herbergi á Hótel Hofi

Síðastliðið sumar hóf Eirberg ehf. sölu á Foscam öryggis-myndavélum. Foscam hefur lagt áherslu á að þróa vandaðan búnað sem hefur vakið athygli, ekki síst fyrir nýjungar og hag-stætt verð. Foscam myndavél-arnar hafa víða fengið hæstu einkunn fyrir tækni og virkni. Myndavélarnar hafa verið settar upp í fyrirtækjum, heimahúsum og sumarbústöðum enda hand-hægt að tengjast vélunum frá nettengdum tækjum eins og spjaldtölvu og snjallsíma hvar sem er í heiminum þar sem net-samband næst.

Algengustu innivélunum er hægt að fjarstýra, t.d. með far-símanum. Innivélarnar eru bæði með hljóðnema og hátalara. Fást þær ýmist í hvítum lit eða svört-um. Linsurnar eru vandaðar og nætursjón virkar einkar vel. Á stöðum þar sem netsamband er ekki, er hægt að notast við 3G beini með fastri IP-tölu til þess að tengjast myndavélunum. Myndavélin er með öfluga næt-ursjón sem notast við innrauðar díóður sem gerir linsunni kleift að sjá umhverfið þegar myrkur er skollið á. Linsan í myndavél-inni er búin sérstakri myndflögu sem gerir þetta mögulegt og skynjar því einnig birtuna frá díóðunum þrátt fyrir að manns-

augað sjái ekki neitt. Myndefnið er því mjög skýrt þótt litir grein-ist ekki þegar nætursjón er virk.

Fjarstýrð myndavél HDNýjasta tækni í öryggismynda-vélum og allt í háskerpu. Myndavélin er með HD víðlinsu með 70° sjónsviði, fjarstýrð 300° Pan – 120° Tilt og með 8 m næt-ursjón. Innbyggður hreyfiskynj-ari, hátalari og hljóðnemi. Mögu-legt er að geyma upptöku á minniskorti. Upplausnin er 1280x720, IR CUT fyrir raun-verulega liti. Einnig H.264 videó samþjöppun með tvöfalt streymi og þráðlaus nettenging. Vistar myndskeið eða myndir á disk sem valinn er eða sendir myndir á tölvupóstfang við hreyfingu.

Myndavélin er úbúin HD 720P myndflögu sem býður upp á framúrskarandi myndgæði og ótrúlega skerpu. Allt myndefni verður mun skýrara og einfald-ara. Innbyggður hreyfiskynjari með tímaáætlun er í myndavél-inni en hann nemur allt sem vél-in sér. Með næmnistillingu er auðvelt að sníða skynjarann eftir umhverfinu hverju sinni. Hægt er að velja allt að fjögur svæði á myndinni sem svokallaða „heita reiti“ og stjórna þá betur hvernig vélin skynjar hreyfingu. Hreyfi-skynjarinn sendir fimm myndir í

hvert sinn með tölvupósti á allt að fjögur netföng eða beint á FTP-netþjón við hreyfingu. Allar myndir sem myndavélin nær geymast sem viðhengi í tölvu-pósti og því lítil hætta á að glata myndefni þótt búnaðurinn sé fjarlægður.

Myndavél Mini Lítil og nett, góður kostur fyrir barnagæslu og þar sem ekki er þörf á fjarstýrðri myndavél. Fylgstu með barninu á tölvu-skjánum eða spjaldtölvunni. Inn-byggður hreyfiskynjari, hátalari og hljóðnemi. Nætursjón 8 metr-ar. Sendir myndir á tölvupóst við hreyfingu.

HD útimyndavél 50 mHD myndgæði fyrir gæslu utan-húss. Vatnshelt hús úr flugvé-laáli IP66. Hreyfiskynjari og næt-ursjón allt að 50 metrum. Upp-lausnin er 1280x720, IR CUT fyr-ir raunverulega liti. Einnig H.264 videó samþjöppun með tvöfalt streymi og þráðlaus nettenging. Vistar myndskeið eða myndir á disk sem valinn er eða sendir myndir á tölvupóstfang við hreyfingu.

Nánari upplýsingar á foscam.is og hjá Eirbergi, Stórhöfða 25.

foscam.isMyndavél Mini.

HD útimyndavél 50 m. Fjarstýrð háskerpumyndavél HD.

Háskerpu öryggismyndavélar frá Foscam:

Hafðu öryggið í þínum höndum!

Page 68: Ævintýralandið

68 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Garminbúðin býður upp á margvísleg tæki fyrir ferðamenn og er af mörgu að taka í þeim efnum. Ríkarður Sigmundsson, framkvæmdastjóri verslunarinn-ar, segir að nú séu margir að undirbúa ferðalög sumarsins og þá er að mörgu að hyggja þegar kemur að nýjustu tækni.

Mikið úrval er af ódýrari gerðum leiðsögutækja í bíla með 4ra eða 5 tommu skjám í Garm-inbúðinni og nú eru meira að segja komin leiðsögutæki með 7 tommu skjám. „Þetta eru einföld tæki til að rekja sig niður á ákveðið heimilisfang eða áhuga-verða staði. Tækin leiðbeina ökumönnum sjónrænt og með rödd á áfangastað. Þessi tæki eru ekki vatnsheld og aðeins með tveggja tíma rafhlöðuend-ingu þannig að þau henta ekki göngufólki,“ segir Ríkarður.

Nýjustu tækin með 8 megapixla myndavélumÚtivistartækin eru til í mismun-andi stærðum og með eða án snertiskjás. Þau eru með mikla rafhlöðuendingu og mikið minni fyrir notendagögn. Hægt er að

vista gönguslóðir allt að 100 ferðalaga. Einnig er hægt að setja vegpunkta og sum tækj-anna halda utan um hæðarbreyt-ingar, ferðatíma og fleiri þætti. Sum tækin eru einnig með myndavélum og setja þá stað-setningarhnit inn á ljósmyndir sem eru teknar. Nýjustu tækin eru að koma með 8 megapixla vélar. Með Basecamp forritinu er síðan hægt að sjá vegpunkta í formi ljósmynda sem voru tekn-ar á ferðalaginu.

Garminbúðin býður einnig upp á nýja vöru frá fyrirtækinu Powertraveller sem sérhæfir sig í búnaði sem framleiðir raforku á ferðalögum. Öll tækin sem höfð eru með á ferðalögum, eins og ljósmyndavélar, GPS-tæki, símar o.fl., þurfa sína raforku og þar koma sólarspeglar frá Powertra-veller sterkir inn. Þeir fást stakir og með sambyggðar rafhlöður. Dæmi um tæki af þessu tagi er Adventure Explorer sem er sól-arspegill sem er festur utan á bakpokann. Sambyggð við hann er létt rafhlaða sem hleðst upp yfir daginn, jafnvel þótt skýjað sé. Að kvöldi hefur sólarspegill-

inn hlaðið rafhlöðuna að fullu og hún nýtist til að hlaða önnur tæki, s.s. síma, GPS-tæki eða myndavélar.

Leiðsögutæki í armbandsúriÖnnur nýjung er Garmin Fenix leiðsögutækið sem er armbands-úr til útivistar. Það er með öllum sömu aðgerðum og stærri GPS-tæki en tekur ekki Íslandskort. „Þetta er upplagt fyrir styttri göngur sem lengri þar sem ekki er beinlínis þörf á korti,“ segir Ríkarður. GPS-úrið kostar 69.000 kr.

Verkfræðistofan Samsýn hefur unnið rafræn Íslandskort fyrir Garminbúðina og hafa þau lækkað verulega í verði sem og uppfærsla þeirra. Á kortunum eru allir vegir, heimilisföng á Ís-landi, allir bóndabæir og flest sumarbústaðalönd, hálendisslóð-ar, 40 þúsund örnefni og hæðar-línur á 20 metra fresti.

Í Garminbúðinni fást einnig vatnsheldar vídeótökuvélar á verðbilinu 16.000-60.000 kr. Dýrari gerðirnar eru með inn-byggðu GPS-tæki og sýna því hámarkshraða og hæð yfir sjáv-

armáli meðan vídeóið er í afspil-un. Tækin henta ekki síst þeim sem stunda skíðamennsku, mót-orhjólasport eða vélsleðaíþróttir.

Ríkarður segir að oft vilji það gleymast að á ferðalögum sé nauðsynlegt að hafa góð vasa-

ljós. Garminbúðin er með vasa-ljós frá fyrirtækinu Surefire sem hann segir vera Rollsinn í vasa-ljósum. „Þetta eru með sterkustu vasaljósum á markaðnum, bæði hvað varðar ljósmagn og styrk-leika ljóssins.“

garminbudin.is

Solarmonkey sólarspegillinn sér til þess að hægt er að hlaða mynda-vélar og GPS-tæki á ferðalaginu.

Garmin Fenix er armbandsúr með GPS-tæki.

Surefire vasaljósin eru með sterk-ustu vasaljósum á markaðnum.

GPS-tæki, sólarspeglar og vatnsheldar tökuvélar

Í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi er boðið upp á fjöl-breytt og áhugavert nám sem veitir góða atvinnumöguleika í ört vaxandi og spennandi at-vinnugrein. Í Ferðamálaskólan-um er boðið upp á starfstengt ferðafræðinám, Leiðsöguskólinn býður upp á almenna leiðsögn og gönguleiðsögn og einnig er boðið upp á hótelstjórnunarnám í samstarfi við César Ritz í Sviss. Nemendur geta tekið fyrsta árið hér á Íslandi en farið síðan í áframhaldandi nám til Sviss.

Í Leiðsöguskólanum er mark-miðið að undirbúa nemendur undir það að fara með hóp er-lendra ferðamanna um landið. Námið er víðfemt og fjölbreytt, fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, náttúruvernd og leiðsögutækni. Boðið er upp á tvö kjörsvið, al-menna leiðsögn og gönguleið-sögn.

„Við erum í nánum tengslum við atvinnulífið og hagsmuna-aðila ferðaþjónustunnar og fylgj-umst vel með því sem er að ger-ast. Erum sífellt að endurskoða námið þar sem ferðaþjónustan hefur breyst mikið á undanförn-um árum,“ segir Helene H. Ped-ersen, kynningarstjóri MK.

„Í Ferðamálaskólanum er markmiðið að undirbúa nem-endur undir alhliða störf í ferða-þjónustu enda fara nemendur okkar í ýmis störf eins og á ferðaskrifstofur, upplýsingamið-stöðvar, hótel, ráðstefnufyrir-tæki, flugfélög, söfn og afþrey-ingarfyrirtæki í víðasta skilningi. Þetta er mjög hagnýtt og gott nám og nemendur ættu að vera vel í stakk búnir að fara út á vinnumarkaðinn að námi loknu. Nemendur hafa einnig stofnað eigin fyrirtæki þar sem námið nýtist vel.“

Helene segir námið fjölbreytt og skemmtilegt þar sem fjallað er um helstu ferðamannastaði á Íslandi og úti í heimi, uppbygg-ingu og starfsemi greinarinnar, markaðssetningu og rekstur ferðaþjónustu. Skólinn er þekkt-ur fyrir öflugt starfsnám en til að ljúka námi er skylt að fara á þriggja mánaða starfssamning hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu sem getur farið fram samhliða námi eða að bóklega náminu loknu. Einnig er hægt að velja hvort farið er í starfsþjálfun í þrjá mánuði í fullu starfi eða í sex í hálfu starfi. Starfsreynsla hjá ferðaþjónustufyrirtæki er einnig metin til eininga í starfsþjálfun, segir Helene.

mk.is

Í Ferðamálaskólanum er markmiðið að undirbúa nemendur undir al-hliða störf í ferðaþjónustu.

Ferðamálaskólinn og Leiðsöguskólinn:

„Góðir atvinnumöguleikar í ört vaxandi atvinnugrein“

Page 69: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 69

Siglingar Smyril Line milli Ís-lands, Færeyja og Norðurlanda hófust árið 1975 og hafa því staðið yfir í rúm 36 ár. Þáttaskil urðu með tilkomu núverandi skips sem hóf siglingar árið 2003. Það tekur um 1.500 far-þega og 800 bíla. Þrír veitingar-staðir eru um borð, fríhöfn, sundlaug og barir sem bæði eru innandyra og úti á dekki. Þá er einnig líkamsræktaraðstaða og góð leikjaaðstaða fyrir börn auk þess sem gervihnattasjónvarp er í hverjum klefa.

Norræna siglir frá Seyðisfirði alla fimmtudaga. Þaðan er stutt að fara til Færeyja. Þeir sem kjósa að fara hringinn í kringum Ísland á fjölskyldubílnum geta því bætt Færeyjum inn í ferðina án mikils kostnaðar. Sumir vilja einnig ferðast um meginland Evrópu á einkabílnum og geta siglt áfram til Danmerkur þaðan sem hægt er að fara í allar áttir. Norræna opnar þannig allt meg-inland Evrópu fyrir íslenska ferðalanga.

Hagstæður ferðamáti í sum-arfríinuSigurjón Þór Hafsteinsson, fram-kvæmdastjóri Norrænu ferða-skrifstofunnar, umboðasaðila Smyril Line sem rekur Norrænu, segir að fólk sé í auknum mæli að bóka sig í ferðir fram og til baka, bæði fjölskyldur og hjóna-fólk með húsbíla sem vilja nýta sér þann möguleika að nota bílana sína til sumarleyfisferða í Evrópu.

„Nú bjóðast Íslendingum afar hagstæð fargjöld. Í tilefni 30 ára afmælis Smyril Line er boðið upp á sérstaklega lágt verð frá og til Seyðisfjarðar. Þetta er hag-stæðara verð en sést hefur hjá okkur í mörg ár. Við erum þannig að koma til móts við ís-lenska markaðinn og gera utan-landsferðir með Norrænu mun hagstæðari og áhugaverðari. Það hefur skilað sér í því að það er vel bókað í allar ferðir í sumar,“ segir Sigurjón.

Siglingar um Miðjarðarhaf og karabíska hafiðNorræna ferðaskrifstofan er einnig umboðsaðili fyrir Nor-wegian Cruise Line og býður upp á siglingar í Miðjarðarhaf og Karabíska hafið á mjög hastæðu verði. Þegar siglt er um Karab-íska hafið er gist í Orlando í Flórída í fjórar nætur og siglt í eina viku með viðkomu á nokkrum af fallegustu stöðum karabíska hafsins svo sem Hondúras og Mexíkó.

„Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar og verðið hefur komið mörgum á óvart,“ segir Sigurjón.

smyrilline.isnorræna.is

Norræna siglir frá Seyðisfirði alla daga. Hún tekur 800 bíla. Sigurjón Þór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofu-nnar, er bjartsýnn á sumarið.

Norræna opnar landa-mærin að Evrópu

Gistirými SalerniGeymslur

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

Stólpi Gámar bjóða til leigu og sölu gámaeiningar, hentugar sem gistiherbergi fyrir ferðaþjónustuaðila eða sumarbústaðaeigendur. Einnig sem snyrtingar fyrir tjaldstæði eða einfaldlega sem geymslur.

Gámahúsin frá Stólpa eru til í margvíslegum gerðum og stærðum.

Húsin eru vel einangruð, björt og snyrtileg.

www.stolpigamar.is Hafðu samband!

ATH

YGLI

EH

F.-0

3-13

Page 70: Ævintýralandið

R E Y K J A N E S

31. maí-2. júní Sjóarinn síkáti í Grindavík.

8. júní Bláalónsþrautin.

15. júní Bryggjudagurinn í Vogum

25. maí-24. júní Ferskir vindar í Garði.

22. júní Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins.

1.-4. ágúst Gönguhátíð í Grindavík.

16.-19. ágúst Fjölskyldudagar í Vogum.

27.-30. júní Sólseturshátíð á Garðskaga.

28. ágúst-1. sept. Sandgerðisdagar.

5.-8. september Ljósanótt í Reykjanesbæ.

Einnig eru í boði vikulegar gönguferðir um Reykjanesskagann.

Nánar á visitreykjanes.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Suðurnesja.

Meðal viðburða á Reykjanesi

70 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 71: Ævintýralandið

R E Y K J A N E S

Veitingahúsið VitinnVitatorg 7 | 245 SandgerðiSími 423 7755 | [email protected]

Hjá Vitanum er metnaður lagður í vandaða matreiðslu og persónulega þjónustu. Veisluþjónusta Vitans tekur að sér allar veislur svo sem brúðkaup, afmæli, fermingar og erfidrykkjur. Glæsilegir veislusalir og spennandi hópmatseðlar.

Opið alla daga frá klukkan kl. 11:30 til 21:00

Tökum á móti hópum alla daga!Leitið tilboða á netfangið [email protected]

www.vitinn.is

Þeir sem hafa áhuga á íslenskri náttúru og dýralífi, sjávardýrum og rannsóknum á sviði náttúru-fræða ættu að heimsækja Þekk-ingarsetur Suðurnesja við Garð-veg í Sandgerði. Þar má skoða tvær áhugaverðar sýningar.

Í náttúrusalnum er hægt að skoða og snerta yfir 70 upp-stoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúr-um. Þar er einnig safn jurta og skelja auk þess sem eina upp-stoppaða rostung landsins er þar að finna. Gaman er að flétta fjöruferð á Garðskaga saman við heimsókn í Þekkingarsetrið. Líf-verum er þá safnað í fjörunni og þær svo skoðaðar í víðsjám í setrinu.

Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og starf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans, Pourquoi-Pas? fórst við Íslands-strendur árið 1936. Líkan af skipinu má sjá á sýningunni.

Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsókna í náttúru-fræðum og tengdum greinum. Náttúrustofa Suðvesturlands og

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum eru stoðstofnanir setursins, staðsettar í sama húsi, og sjá um rannsóknahluta þess þar sem áherslan er á sjávarlíf-fræði og fuglafræði. Þekkingar-setrið býður upp á fyrsta flokks rannsóknaaðstöðu sem felur meðal annars í sér aðgang að hreinum borholusjó. Erlendir vísindamenn og háskólanemar nýta sér aðstöðuna óspart og dvelja þá í Þekkingarsetrinu á meðan.

thekkingarsetur.is

Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði.

Fiskarnir eru forvitnilegir. Skoða má bæði lifandi og uppstoppuð sjávardýr í Þekkingarsetrinu.

Þekkingarsetur Suðurnesja er heimur útaf fyrir sig:

Saga heimskautafara og lifandi sjávardýr

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 71

Page 72: Ævintýralandið

Sjálfseignarstofnun um Reykja-nes jarðvang var stofnuð seint á síðasta ári og liggur nú fyrir um-sókn um aðild að alþjóðlegum samtökum jarðvanga. Sú aðild er einskonar vottun á starfsemi jarðvangsins. Ef jarðvangurinn fær viðurkenningu samtakanna verður hann annar jarðvangur-inn hér á landi en fyrir er Katla jarðvangur á Suðurlandi.

Jarðvangur er gæðastimpill á svæði þar sem finna má merki-legar eða einstakar jarðminjar. Fyrstu jarðvangarnir í heiminum voru stofnaðir undir lok síðustu aldar í Evrópu og Asíu. Í dag eru 94 viðurkenndir jarðvangar í heiminum, þar af eru 54 í Evr-ópu. Alþjóðleg viðurkenning gæti fjölgað ferðamönnum á Reykjanesi, sérstaklega yfir vetr-artímann, og orðið til þess að fólk með sérstakan áhuga á jarð-fræði dvelji lengur á svæðinu.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Ferðamálasamtök Suðurnesja, HS Orka, Bláa lónið og Keilir tóku höndum saman um verk-efnið og segir verkefnisstjórinn að Reykjanes sé kjörið svæði fyrir jarðvang. „Reykjanesskag-inn er einstakt svæði á heims-vísu því þar má berlega sjá út-hafshrygg ganga á land með eldsumbrotum og jarðhræring-um,“ segir Eggert Sólberg, verk-efnisstjóri Reykjanes Geopark.

Áratuga gömul hugmyndEggert segir að á Reykjanesi megi finna minjar um einstakt nábýli íbúa við náttúruna og lifnaðarhætti síðan land byggð-ist. Víða eru fornar minjar og kennileiti sem tóku á sig ýmsar myndir í myrkri og þoku, s.s. sögur sem lifa með okkur enn þann dag í dag. Sögurnar og vitneskjan um það hvernig landsins gæði eru nýtt eru oft óáþreifanlegur menningararfur.

Eggert segir að Jarðvangur á Reykjanesi sé áratuga gömul hugmynd. „Við erum að nota Jarðvanginn til að móta sameig-inlega sýn á þessar jarðminjar og hvernig maðurinn hefur nýtt náttúruna. Við höfum unnið þetta með sveitarfélögunum, ferðaþjónustuaðilum og fleir-um,“ segir Eggert. Um er að ræða 55 skilgreinda staði á Reykjanesi, s.s. Keili, Brú milli heimsálfa, Gunnuhver og Reykjanestá, þar sem Reykjanes-

hryggurinn kemur á land. Starfið felst að stórum hluta í því að bæta aðgengi að þessum stöð-um.

„Á síðustu árum hefur margt verið gert í aðgengismálum á Reykjanesi, t.d. hefur aðgengi verið bætt mjög að Gunnuhver og Garðskagavita. Nú er verið að gera stíg milli Garðskagavita og Útskála. Þar verða sett upp upplýsingaskilti um sögu og minjar staðarins.“

Regnhlíf fyrir mörg verkefniÍ Grindavík opnaði nýlega stígur milli þéttbýlisins og Bláa lónsins sem hlykkjast m.a. um úfið hraunið. Einnig er verið að laga aðgengi og verja minjar sem taldar eru vera með elstu mann-virkjum á Íslandi. Þá stendur til að bæta aðgengi að Selatöngum og Katlahrauni. Í Sandgerði er unnið að gerð ferðamannavegar um Ósabotna. Til stendur að bæta aðgengi að Stafnesi og

Sandgerðistjörn. „Jarðvangurinn er þannig

regnhlíf fyrir mörg verkefni. Jarðvangurinn kemur einnig til með að styðja við ýmiss konar starfsemi og stuðla að aukinni fræðslu þeirra sem búa hérna á svæðinu. Við viljum vinna með skólum að því að auka þekk-ingu nemenda um sitt ná-grenni,“ segir Eggert. Hann segir að megintilgangurinn sé sá að skilgreina þær jarðminjar sem

þarna er að finna, bæta aðgengi að þeim og upplýsingar um þær. Eggert segir að um leið verði að huga að því að ein-hverjar þessara minja verði að vernda. „Hlutverk Jarðvangsins er því einnig að fylgjast með þolmörkum á þessum stöðum,“ segir Eggert.

reykjanesgeopark.tumblr.com

R E Y K J A N E S

Vitinn er veitingastaður við höfnina í Sandgerði. Þar á bæ ráða ríkjum Stefán Sigurðsson matreiðslumeistari og Brynhildur Kristjánsdóttir og er áhersla lögð á sjávarfang þegar kemur að fjölbreyttum matseðli staðarins. Á matseðlinum er líka lambafil-let og kjúklingaréttir. Í hádeginu er alltaf hlaðborð með margvís-legum réttum.

Nafn veitingastaðarins er auð-vitað dregið af vitanum í Sand-gerði en Stefán opnaði þar veit-ingastað fyrir 31 ári. Það er þannig til komið að Heimir Morthens, sonur Hauks Mort-hens, bjó í Sandgerði á þessum tíma og bauð til barnaafmælis þar sem stórsöngvarinn og faðir Heimis var meðal gesta. Þá var ekki búið að finna heiti fyrir veitingastaðinn og stakk Haukur upp á nafninu Lighthouse. Stef-án vildi alls ekki erlent heiti á staðinn en sneri tillögu Hauks upp á íslensku og gaf veitinga-staðnum nafnið Vitinn.

Krabba- og skelfiskveislaEins og áður sagði leggur Vitinn áherslu á að hafa sjávarfang á matseðlinum. Meðal annars er boðið upp á heilan humar og heila rauðsprettu, sem ekki er algengt að boðið sé upp á, auk grjótkrabbans sem áður var nefndur. Krabba- og skelfisk-veislan er hins vegar aðalréttur Vitans en þar eru sjö tegundir af krabba og skelfiski m.a. humar, öðuskel, grjót- og trjónukrabbi, kúskel, kræklingur, rækja og beitukóngur. „Við bjóðum upp á

krabbasúpu, ekki humarsúpu. Við notum í þetta grjótkrabba sem fannst fyrst árið 2006 í Hvalfirði. Hann finnst hvergi annars staðar í heiminum nema við austurströnd Norður-Amer-íku. Við erum trúlega eini veit-ingastaðurinn í Evrópu sem býð-ur upp á grjótkrabba,“ segir Stef-án.

Nýlega var sett um myndar-legt fiskabúr með rennandi sjó í miðjum veitingasalnum í Vitan-um. Þar er veislufangið geymt fram að matreiðslu og setur búr-ið skemmtilegan svip á veitinga-stofuna.

Umsvif tengd flugvellinumStefán segir að erlendir ferða-menn borði oft á Vitanum og að pantanir líti vel úr fyrir sumarið. „Margir erlendir ferðamenn, sem eiga miðnæturflug frá landinu borða hér áður en þeir fara í flug. Þá þjónustum við flugfar-þega sem koma hingað snemma morguns með Ameríkufluginu. Þeir fá ekki að tékka sig inn á hótelin sín fyrr en í hádeginu og skoða sig því um hér í nágrenn-inu og fá hjá okkur góðan morgunverð áður en þeir halda lengra.“

vitinn.is

Sandgerði:

Vitinn - veitingstaðurinn við höfnina

Það er stórbrotið að fylgjast með úthafsöldunni berja á Valahnúk. Í beinni sjónlínu til suðurs er óslitinn hafflötur alla leið til Suðurskautslandsins.

Gott aðgengi er að Gunnu-hver, einu stærsta og falleg-asta háhitsvæði landsins.

Karlinn, virðulegur 50 m hár klettadrangur, stendur rétt utan við ströndina á Reykjanesi. Hann er hluti af gömlum gígbarmi. Maki hans, Kerlingin sem var við hans hlið, er nú horfin í hafrótið.

Jarðvangur á Reykjanesi gæti dregið að fleiri ferðamenn

Á matseðli Vitans er gómsætt sjávarfang en líka lambafillet og kjúk-lingaréttir. Í hádeginu er alltaf hlaðborð með margvíslegum réttum.

Fiskabúrið í miðjum veitingasalnum geymir krabba og skelfisk sem gestir fá síðan framreidda í dýrindis veislu.

72 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 73: Ævintýralandið

Það er heillandi heimur sem býður ferðalanga á Reykjanesi – ævintýralegir staðir sem eru spölkorn frá íbúum á höfuðborg-arsvæðinu en margir hafa ekki heimsótt. Þuríður Aradóttir, verk-efnisstjóri Markaðsstofu Reykja-ness, segir að þarna séu faldar perlur og spennandi möguleikar til staðar.

„Það er margt í boði fyrir börnin, til dæmis Skessan í Reykjanesbæ, en víða um bæinn má finna fótspor skessunnar sem liggja að hellinum hennar við höfnina. Landnámsdýragarður hefur opnað við Víkingaheima, þar er hægt að heilsa upp á dýr-in sem fylgdu forfeðrum okkar til landsins og einnig víkinga-skipið Íslending. Víða liggja leið-ir fyrir léttar gönguferðir. Í Þekk-ingarsetri Suðurnesja í Sandgerði er að finna heillandi heim hafs-ins en þar býðst börnum á öllum aldri að skoða smágerðar lífverur í smásjám,“ segir Þuríður.

Reykistjörnur á ReykjanesiÁ Reykjanesi er Orkuverið Jörð. Fyrir utan stöðvarhús virkjunar-innar hefur verið komið fyrir hnöttum sem tákna afstöðu sól-arinnar og plánetanna til Jarðar-innar. Sólin er hálfgrafin í hraun-inu en hinar plánetur sólkerfisins eru staðsettar víðsvegar um Reykjanesskagann í hlutfallslega réttri fjarlægð frá sólinni við Reykjanesvirkjun og þar af leið-andi er upplagt að fara í skemmtilegan ratleik um skag-ann.

Reykjanesið er tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskylduna og margt sem finna má utan Reykjanesbrautarinnar. Tilvalið er að taka hringferð og heim-sækja Sandgerði, Garð, Hafnir og Ásbrú, þar sem gamla her-stöðin var, og þaðan að Reykja-nestá. Þegar staðið er á Reykja-nestánni og horft til suðurs, þá er ekkert nema hafið allt til Suð-urskautsins.

Frá Reykjanestánni liggur leið-in að Grindavík. Á þeirri leið er hægt að stoppa á mörgum stöð-um og víðast er mjög gott að-gengi fyrir ferðamenn. Gunnu-hver á Reykjanestánni er vinsæll viðkomustaður og Krísuvík hefur verið innblástur fyrir marga ljós-

myndara. Á þessari leið eru þrír átján holu golfvellir, þ.e.a.s. Leir-an, Sandgerði og Grindavík og einn níu holu völlur að auki í Vogum.

Brú milli heimsálfa„Með Suðurstrandarveginum frá Grindavík opnast ný tækifæri með tengingu inn á Suðurlandið Á þeirri leið er stórbrotið útsýni

og þarna opnast nýr heimur. Fyrir þá sem vilja upplifa landið á ævintýranlegan hátt er boðið upp á fjórhjólaferðir og hesta-ferðir í Grindavík og Bláa lónið þekkja margir sem fyrirtaks bað-stað.“

Garðskagavitarnir eru vinsælir

viðkomustaðir. Annar þeirra er ennþá í notkun en hinn er búið að afleggja sem vita en opnað safn og veitingastaður. Búið er að leggja göngustíga um svæðið og allt aðgengi til fyrirmyndar.

Brúin á milli heimsálfa er merkilegt fyrirbæri. Atlantshafs-hryggurinn gengur á land á Reykjanesi og er hægt að sjá plötuskilin mjög greinilega sem aðskilja heimsálfurnar Evrópu og Ameríku. Yfir plötuskilin hefur verið byggð brú sem hægt er að ganga yfir og teljast menn þá hafa gengið milli heimsálfanna. Þeir sem ganga yfir brúna geta fengið viðurkenningarskjal og er það sérstaklega vinsælt meðal erlendra ferðamanna.

reykjanes.is

R E Y K J A N E S

UppgötvaðU Reykjanes

Heillandi heimur fyrir alla fjölskyldunaorkan - náttúran – menningin – mannlífið

visitreykjanes.is

reykjanes.is

Í auðlinda- og menningarhúsinu Kvikunni við Hafnargötu í Grindavík standa yfir breytingar vegna opnunar Guðbergsstofu. Hún er tileinkuð einum þekkt-asta Grindvíkingi sögunnar, Guðbergi Bergssyni rithöfundi. Stofan verður opnuð með pompi og prakt sunnudaginn 2. júlí.

Kvikan, auðlinda- og menn-ingarhús Grindavíkur var opnað 2002 og er sérhannað sýningar-hús. Þar eru tvær sýningar um auðlindir í Grindavík; Saltfiskset-ur Íslands og Jarðorkan. Þetta eru vandaðar og fróðlegar sýn-ingar sem vakið hafa mikla at-hygli.

Í Kvikunni er einnig miðstöð Jarðvangs á Reykjanesi, upplýs-ingamiðstöð ferðamanna, ýmsir menningarviðburðir og minni sýningar og skemmtilegt náms-efni fyrir hópa á öllum skólastig-um.

Fyrsta ritvél og tölva GuðbergsNú er verið að undirbúa opnun þriðju sýningarinnar sem verður

föst sýning í svokallaðri Guð-bergsstofu. Í stofunni verður hægt að sjá verðlaunagripi sem Guðbergur hefur fengið í gegn-um tíðina, þar á meðal heiðurs-orðu frá spænska konunginum, Silfurkross spænsku utanríkis-þjónustunnar, íslensku fálkaorð-una, Íslensku bókmenntaverð-launin og Silfurhestinn, bók-menntaverðlaun sænsku aka-

demíunnar. Meðal annarra sýn-ingargripa er fyrsta ritvél og fyrsta tölva Guðbergs, ljósmynd-ir og fleira.

Sett verður upp tímalína um feril Guðbergs þar sem tíundað verður m.a. hvenær hans helstu verk voru gefin út. Þá verða sýndar gamlar ljósmyndir og kvikmyndir sem Guðbergur hef-ur tekið í gegnum tíðina.

Öll verk Guðbergs á nýju bóka-safni GrindavíkurÍ Grindavík er verið að byggja nýtt bókasafn við grunnskólann og sameina almenningsbóka-safnið og skólabókasafnið. Þar verður hægt að nálgast öll verk Guðbergs; skáldsögur, smásög-ur, ljóðabækur, ritgerðir og ann-að sem hefur verið gefið út eftir hann.

Guðbergur er heiðursborgari Grindavíkur. Haldið var upp á 80 ára afmæli skáldsins í Grind-vík síðastliðið haust og við það tækifæri skrifuðu hann og bæjar-stjórinn Róbert Ragnarsson f.h. bæjarstjórnar Grindavíkur undir yfirlýsingu um að reist yrði Guð-bergsstofa í bænum. Rithöfund-urinn verður sjálfur viðstaddur opnun sýningarinnar 2. júní. Daginn áður verður haldið Guð-bergsþing í hátíðarsal Háskóla Íslands um höfundarverk Guð-bergs á vegum Stofnunar Vigdís-ar Finnbogadóttur og fleiri aðila.

grindavik.is

Guðbergsstofa opnuð í Kvikunni í Grindavík í sumar

Dulmögnuð náttúra á Reykjanesi. Mynd: Olgeir Andrésson.

Ljósanótt er gríðarlega fjölsótt menningarhátíð sem haldin er í Reykja-nesbæ á hverju sumri.

Sumarævintýrið byrjar á Reykjanesi

Guðbergur Bergsson og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík skrifa undir yfirlýsingu um byggingu Guðbergsstofu síðastliðið haust.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 73

Page 74: Ævintýralandið

17. maí-2. júní Listahátíð í Reykjavík.

24.-25. maí Reykjavík Music Mess – tónlistarhátíð.

30. maí-2. júní Bjartir dagar í Hafnarfirði.

1.-3. júní Hátíð hafsins við Reykjavíkurhöfn.

14.-17. júní Víkingahátíð í Hafnarfirði.

25.-29. júlí Rey Cup alþjóðlegt knattspyrnumót.

2.-5. ágúst Innipúkinn – tónlistarhátíð.

29. ágúst-1. sept. Tangóhátíðin Tango on ICEland.

8.-18. ágúst Íslenska kammertónlistarhátíðin.

9.-12. ágúst Gleðigangan Gay Pride.

15.-22. ágúst Jazzhátíð í Reykjavík.

24. ágúst Reykjavíkurmaraþon.

24. ágúst Menningarnótt í Reykjavík.

23.-26. ágúst LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð.

4.-8. september Bókmenntahátíð í Reykjavík.

27. sept.-7. okt. RIFF alþjóðleg kvikmyndahátíð.

Nánar á visitreykjavik.isHeimild: Viðburðadagatal Höfuðborgarstofu.

Meðal viðburða á höfuðborgarsvæðinu

Flugfélag Íslands býður upp á dagsferðir frá Reykjavík til Akur-eyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Flogið er frá Reykjavík að morgni og komið til baka seinni-partinn. Eva Björk Guðjónsdóttir deildarstjóri hjá Flugfélagi Ís-lands segir að dagsferðir af þessu tagi hafi lengi verið vin-sælar hjá erlendum ferðamönn-um, „en við finnum fyrir auknum áhuga meðal landsmanna á þessum ferðum,“ segir hún.

Eva Björk segir að Ísafjarðar-ferðin sé „Leiðsögn um Ísafjörð“, ferð sem sameini menningu, sögu og náttúruna í Ísafjarðar-djúpi. „Gönguferð um eyrina er tilvalin leið til að fletta hulunni af undrum Ísafjarðar og draga fram í dagsljósið forvitnilegar staðreyndir um þetta heillandi sjávarpláss,“ segir hún. Eftir há-degi er eyjan Vigur heimsótt, en hún er einn vinsælasti viðkomu-staður ferðafólks á Vestfjörðum.

Óspillt náttúra AusturlandsTvenns konar dagsferðir eru í boði þegar flogið er til Egils-staða, önnur ber yfirskriftina „Náttúra Seyðisfjarðar og Skála-ness“ en í þeirri ferð gefst ferða-löngum færi á að kynnast óspilltri náttúrufegurð Austur-lands. Ferðast er með leiðsögu-manni og er ekið um á fjórhjóla-drifinni bifreið sem búið er að breyta og hanna fyrir akstur á ís-lenskum fjallvegum. Í þessari ferð er farið að Skálanesi sem er í mynni Seyðisfjarðar á einka-náttúruverndarsvæði. Þarna er mikil fjallasýn, fuglabjörg, reka-strendur og graslendi og segir

Eva Björk að ferðafólk komi al-sælt heim eftir þá upplifun.

„Höfuðborg álfa og lunda,“ er heiti á hinni Austfjarðarferðinni en þá er m.a. komið við á Borg-arfirði eystri en á leiðinni njóta menn stórbrotins útsýnis úr Vatnsskarði og líparítgljúfrið Hvannagil er skoðað.

Flestar ferðir í boði út frá Akur-eyriEva Björk segir flestar ferðir séu í boði út frá Akureyri, en þar má nefna hvalaskoðunarferð á Húsavík, ferð í Mývatnssveit og Grímseyjarferð. „Og svo erum við með ferð með yfirskriftinni „Hápunktar Norðursins“ en hún sameinar eins og nafnið gefur til kynna helstu hápunkta Norður-

lands, Mývatnsferð og hvala-skoðun á Skjálfanda,“ segir hún.

Þá nefnir hún ferð á Siglufjörð með viðkomu á Síldarminjasafn-inu, Sælkeraferð um Eyjafjörð þar sem bæði er farið á sjó og um sveitir Eyjafjarðar þar sem framleiðendur eyfirskra matvæla eru heimsóttir. „Síðast en ekki síst get ég nefnt ferð í Lofthell-inn í Mývatnssveit, lengd hans er

um 370 metrar og hann er á 5 hæðum, mjög tilkomumikill og enginn svikinn sem leggur leið sína þangað,“ segir Eva Björk. Mesta hæð hellisins er 15 metrar en víða þarf að ganga um bog-inn eða jafnvel skríða. Allur nauðsynlegur búnaður er á staðnum. „Þetta er ógleymanleg ferð fyrir þá sem í hana fara, en vissulega hentar hún ekki fólki með innilokunarkennd eða myrkfælni.“

Borgarísjakar, litskrúðug hús og kajaksýning í KulusukFlugfélag Íslands hefur undanfar-in mörg sumur boðið upp á dagsferð til Kulusuk á Grænlandi og engin breyting verður þar á nú á komandi sumri. Ferðir til Kulusuk verða í boði alla daga vikunnar í júlí og ágúst og segir Eva Björk að þegar séu margir dagar uppseldir. Flugið tekur tæpar 2 klukkustundir. Á áfanga-stað tekur leiðsögumaður á móti hópnum og fer með í létta gönguferð um þorpið. „Farþegar fá tækifæri til að fylgjast með ka-jaksýningu og heimamenn bjóða líka upp á skemmtilegan trommuleik. Þetta hefur mælst vel fyrir meðal þátttakenda, en ekki síst eru það tröllauknir bog-arísjakar sem lóna úti fyrir þorp-inu og litskrúðug húsin þar sem virðast mega sín lítils í baráttu við ógnvekjandi náttúruna sem heilla þá sem skella sér í dags-ferð til Kulusuk,“ segir Eva Björg.

flugfelag.is

Þegar er uppselt í nokkrar dagsferðir sem Flugfélag Íslands býður upp á til Kulusuk í Grænlandi í sumar.

Flugfélag Íslands býður upp á dagsferð frá Reykjavík í hvalaskoðunarferð til Húsavíkur.

Sælkeraferð um Eyjafjörð nýtur mikilla vinsælda, en framleiðendur eyfirskra matvæla til sjávar og sveita eru sóttir heim.

Dagsferðir með Flugfélagi Íslands njóta vaxandi vinsælda

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð74 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 75: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 75 PI

PAR\

TBW

A •

SÍA

• 1

3140

8

kopavogur.is

lifandi menning í allt sumarVelkomin í KópavogBÓKASAFN KÓPAVOGS | Hamraborg 6a | Sími 570 0450 | bokasafnkopavogs.is

GERÐARSAFN | Hamraborg 4 | Sími 570 0440 | Frítt inn á miðvikudögum, lokað mánudaga | gerdarsafn.is

TÓNliSTARSAFN ÍSlANdS | Hábraut 2 | Sími 570 1693 | tonlistarsafn.is

SAlURiNN TÓNliSTARHÚS | Hamraborg 6 | Miðasala 5 700 400 | Fjölbreytt dagskrá | salurinn.is

NÁTTÚRUFRÆÐiSTOFA KÓPAVOGS | Hamraborg 6a | Sími 570 0430 | Aðgangur ókeypis | natkop.is

Page 76: Ævintýralandið

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð

SUMARHÚS OG FERÐALÖG

Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra

Gas-hellur

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-125w

Gas-ofnar

Gas-vatnshitarar5 - 14 l/mín

Kæliboxgas/12v/230v

Gas-eldavélar

Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi.Þunnar 130w

Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30

Gleðilegt ferðasumar!

Led-ljós

Borð-eldavél

Víkin, sjóminjasafnið í Reykjavík nýtur stöðugt meiri vinsælda Ís-lendinga en ekki síður erlendra ferðamanna. Safnið er í gömlu Bæjarútgerð Reykjavíkur á Grandagarði 8 en húsnæðinu hefur verið umbylt til nútíma-legri hátta og til að sinna hlut-verki sínu sem sjóminjasafn.

Víkin – sjóminjasafn hefur verið til í átta ár og er því ungt að árum af safni að vera. Safnið hefur alla tíð verið sjálfseignar-stofnun og hefur þurft að reiða sig á styrki frá fyrirtækjum, Reykjavíkurborg og ríkinu og sjálfsaflafé til rekstrarins.

Jákvæðar umsagnir og fjölgun ferðamannaIngibjörg Áskelsdóttir er sviðs-stjóri miðlunarsviðs sjóminja-safnsins. Hún segir að safnið hafi vaxið mjög hratt á stuttum tíma og sannað gildi sitt við Reykjavíkurhöfn.

„Við erum að sjá mjög ánægjulegar tölur um gesta-fjölda. Hérna tökum við á móti mörgum skólahópum á veturna og frístundaheimilin taka síðan við á sumrin. Eins og allir vita hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið á landsvísu. Yfir vetrarmánuðina hefur gest-um hjá okkur fjölgað um 50% frá því síðasta vetur,“ segir Ingi-björg.

Safnið hefur fengið góðar umsagnir, t.a.m. í Trip Advisor og hefur það eflaust haft sín áhrif til aukins fjölda gesta. Ingi-björg bendir einnig á að svæðið í kringum safnið og slippinn í Reykjavík hafi opnast töluvert fyrir gangandi umferð. Auðveld-ara er að finna safnið og að-gengið að því er betra.

Rétt austan við safnið er verið að setja upp flotbryggju og er ráðgert að hvalaskoðunar fyrir-tæki hafi þar aðstöðu. Að sögn Ingibjargar mun þetta leiða til enn frekari fjölgunar erlendra ferðamanna í safnið sem er spölkorn frá flotbryggjunni.

Bryggjan verður tekin í notkun í sumar.

Það á einnig eftir að styrkja stöðu sjóminjasafnsins að Norð-urljósasetur verður opnað í gamla Ellingsenhúsinu í maí og Sögusafnið, sem nú er í Perl-unni, flytur í gamla Alliancehús-ið eftir eitt ár. Grandinn er því að breytast í safnahverfi og að-setur lista, handverks og hönn-unar.

Saga SjómannadagsráðsÍ fyrra komu um 40 þúsund gestir í safnið. Ingibjörg vonast eftir að gestafjöldinn á þessu ári

verði vel yfir 50 þúsund manns. Varðskipið Óðinn liggur við festar við sjóminjasafnið og er mikil aðsókn í skoðunarferðir með leiðsögn um skipið.

Sumarsýningar sjóminjasafns-

ins opna ávallt við upphaf Há-tíðar hafsins, sem er laugardag-urinn fyrir sjómannadaginn. Að þessu sinni fjallar sumarsýningin um 75 ára sögu Sjómannadags-ráðs. Hátíðarstemning verður í

bryggjusal safnsins þar sem verður sett upp sjómanna-dagshátíð í anda sjötta áratugar-ins. Fastasýningin verður áfram opin en hún spannar sögu fisk-veiða frá landnámi til nútímans með áherslu á Reykjavík. Safnið er fjölskylduvænt og börnin fá að njóta athafnagleði sinnar inn-an safnsins.

sjominjasafn.is

Ingibjörg Áskelsdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs Víkurinnar – sjóminja-safns, segir safnið hafa vaxið hratt á stuttum tíma.

Varðskipið Óðinn laðar til sín fjölda gesta sjóminjasafnsins.

Víkin sjóminjasafn:

Gestum fjölgaði um 50% í vetur

Gámaþjónustan, sem hóf starfsemi árið 1984, hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á fljóta og góða þjón-ustu. Fyrirtækið rekur fullkom-inn jarðgerðarbúnað sem eykur möguleika sveitarfélaga, fyrir-tækja og stofnana til endurnýt-ingar á lífrænum efnum. Gáma-þjónustan innleiddi nú fyrir skömmu umhverfisstjórnunar-kerfi samkvæmt staðlinum ISO 14001. Það var fyrirtækið bsi á Íslandi sem sá um vottunina sem gekk formlega í gegn í byrj-un maí sl.

Bætt umhverfi – betri framtíð„Vottunin er staðfesting þess að Gámaþjónustunni hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma fram í slagorði fyrirtækisins um bætt umhverfi og betri framtíð. Vaxandi krafa er gerð um vottuð umhverfis-

stjórnunarkerfi í viðskiptum og á stefnumótunarfundi starfsmanna, sem haldinn var í byrjun árs 2012, kom fram mikill áhugi á verkefninu. Í framhaldi af því tók stjórn fyrirtækisins ákvörðun um að hefja innleiðingu á kerf-inu,“ segir Gunnar Bragason, markaðs- og gæðastjóri Gáma-þjónustunnar.

Starfsfólk Gámþjónustunnar tók virkan þátt í innleiðingarferl-inu en umhverfisstjórnunarkerfið gerir þær kröfur til vottaðs aðila að stöðugt sé unnið að umbót-um og bættu verklagi og er verkefninu því í raun aldrei lok-ið.

Margvíslegur ávinningur„Ávinningurinn af umhverfis-stjórnunarkerfi er margvíslegur og má þar nefna fjárhagslegan ávinning, aukna umhverfisvit-und starfsmanna, aukið upplýs-ingaflæði og samskipti, bæði

innan og utan fyrirtækisins, bætta þjónusta við viðskiptavini, aukin tækifæri til markaðssetn-ingar auk þess sem starfsmenn eru stoltir af innleiðingunni og

breiða út boðskapinn,“ segir Gunnar.

gamar.is

Gunnar Bragason, markaðs- og gæðastjóri Gámaþjónustunnar:

Gámaþjónustan fær ISO 14001 vottun á umhverfisstjórnunarkerfi

Á myndinni afhendir Örn Alexandersson frá bsi á Íslandi, Sveini Hann-essyni, framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar, vottunarskjalið.

76 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 77: Ævintýralandið

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð

Kópavogur er sem kunnugt er mikill menningarbær. Þar eru starfrækt fimm söfn sem hvert með sínum hætti varðveitir sögu bæjarins og um leið menningar-arfleifð þjóðarinnar.

Auk Bókasafns Kópavogs í Menningarmiðstöð Kópavogs, sem var stofnað 15.mars 1953, hefur Héraðsskjalasafn Kópa-vogs verið starfrækt frá stofnun 12. desember 2000. Verksvið þess nær ekki einungis til bæjar-kerfisins heldur einnig félaga-samtaka, fyrirtækja og einstak-linga í bænum.

Kjarninn í þjónustu Héraðs-skjalasafnsins er lestrarsalurinn þar sem safnkosturinn er að-gengilegur almenningi og fræði-mönnum. Sagnfræðilegt hlutverk Héraðsskjalasafnsins felst í því að tryggja varðveislu sögulegra heimilda um Kópavog og íbúa Kópavogs og efla þekkingu á sögu svæðisins.

Myndlistinni er haldið til haga í Gerðarsafni sem er framsækið

listasafn með megináherslu á nútíma- og samtímalist í glæsi-legri byggingu á besta stað í Kópavogi. Safnið er reist í minn-ingu Gerðar Helgadóttur mynd-höggvara. Í Gerðarsafni eru á hverju ári haldnar um 20 sýning-ar af fjölbreyttu tagi, innlendar sem erlendar. Þrír sýningarsalir eru í safninu, tveir á efri hæð en á neðri hæð er fjölnota sýningar-salur.

Eina náttúrugripasafnið sem opið er almenningi Í Náttúrufræðistofu Kópavogs er að finna eina náttúrugripasafn höfuðborgarsvæðisins sem opið er almenningi. Sýningaraðstaðan er með ágætum og þar er að finna fjölbreytt úrval náttúru-gripa með áherslu á jarðfræði Ís-lands og íslensk dýr. Þar eru einnig stór fiskabúr með lifandi ferskvatns- og sjávarlífverum. Náttúrufræðistofa Kópavogs var opnuð í desember 1983. Hlut-verk hennar er að safna, varð-

veita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsókn-um í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd.

Tónlistarsafn Íslands opnaði 9. maí 2009 með sýningunni Dropar úr íslensku tónlistarlífi þar sem varpað var ljósi á nokkra frumkvöðla tónlistarlífs-ins á 20. öld. Safnið er rekið af Kópavogsbæ með stuðningi frá

menntamálaráðuneytinu sam-kvæmt sérstökum samningi þar um.

Nú er að ljúka fimmtu sýn-ingu safnsins: Sveinbjörn Svein-björnsson (1847-1927) – fyrsta tónskáld Íslendinga. Að sýning-um frátöldum er uppbygging gagnagrunna og miðlun á Net-inu (tonlistarsafn.is, ismus.is, musik.is) veigamiklir þættir í

starfsemi Tónlistarsafns. Þjónusta við tónlistarlífið og almenning er líka mikil, til að mynda í formi upplýsingagjafar um hvaðeina er varðar íslenska tónlistarsögu og móttöku gagna sem talsvert er um að almenningur færi safninu.

kopavogur.is

Safnahús Kópavogs og Salurinn.

Söfn og menn-ing á einum stað í Kópavogi

Gæða ullarfatnaður í útivistina!

Mikið úrval á alla fjölskylduna

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 77

Page 78: Ævintýralandið

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð

„Skilaboð hins opinbera; „Inspi-red by Iceland“ er bara að virka. Í mars var 40% fjölgun ferða-manna til landsins og aldrei kom þetta hlé sem allir áttu von á,“ segir Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjóna-sambands Íslands.

Handprjónasamband Íslands er samvinnufélag sem var stofn-að í nóvember árið 1977. Sam-bandið var stofnað af um 1.000 einstaklingum, aðallega konum, víðsvegar um landið sem höfðu drýgt heimilistekjurnar með því að prjóna peysur og aðrar vörur úr íslenskri ull. Vörurnar höfðu verið seldar til ýmissa aðila sem ráku ferðamennaverslanir eða keyptu þær til útflutnings. Til-gangurinn með stofnun Hand-prjónasambandsins var að hafa þessi viðskipti á eigin hendi og bæta jafnframt kjör prjónafólks.

Salan hefur stóraukistBryndís segir að langstærsti hluti viðskiptavina séu erlendir ferða-menn. „Í gegnum tíðina hafa þeir flestir komið frá Bandaríkj-unum, Þýskalandi, Bretlandi og Norðurlöndunum. Viðskiptin

eiga sér núna stað allan ársins hring og sveiflan verður því ekki jafn mikil. Það er erfitt að reka fyrirtæki þar sem veltan minnkar um tvo þriðju hluta eða jafnvel meira yfir vetrarmánuðina. Þetta var eins og loðnuvertíð yfir sum-arið en nú hefur þetta jafnast töluvert,“ segir Bryndís.

„Hrunið bjargaði okkur, það er bara staðreynd. Salan hefur stóraukist og verslun ferða-manna hefur breyst úr kaupum á húfum og vettlingum í peysur. Ferðamannastraumur yfir allt ár-ið er mesta breytingin sem við finnum fyrir. Prjónafólk landsins hefur núna nægan markað svo lengi sem hlutirnir eru vel gerð-ir.“

Bryndís segir að erlendir ferðamenn geri miklar kröfur til gæða vörunnar. „Við fáum hing-að dálítið sérstaka hópa sem eru prjónafólk frá útlöndum sem hefur það áhugamál sjálft að prjóna. Þetta fólk kemur ekki hingað inn einungis til þess að kaupa heldur til þess að sjá hvernig við prjónum og göngum frá. Það er virkilega gaman að sýna það að Íslendingar kunna

ýmislegt fyrir sér í prjónaskap. Bretar prjóna t.d. allt öðruvísi en Íslendingar. Þeir prjóna sínar flíkur í stykkjum og sauma stykkin saman en við prjónum í hring. Það hefur hvert land sínar aðferðir. En sérstaðan er ís-lenska ullin og hún er einstök í heiminum.“

Sumir eiga margar lopapeysurNúna eru á milli 200-300 félagar virkir í Handprjónasambandinu. Bryndís segir að þetta geti verið góður vettvangur fyrir prjónafólk

að koma sinni framleiðslu á markað.

„En þau hafa ekki alveg sama frelsið í prjónaskap því við þurf-um að geta selt afurðirnar. Þess vegna þurfum við að stýra fram-leiðslunni í átt að óskum við-skiptavinanna.“

Bryndís segir að erlendir ferðamenn geri sér sérstaka ferð í verslunina á Skólavörðustíg til þess að kaupa handprjónaðar ullarvörur. „Margir vilja eiga ís-lenska ullarpeysu og svo er stór hópur sem kemur oft hingað til þess að sjá hvort einhverjar breytingar hafi orðið á fram-leiðslunni. Sumir eiga kannski fjölda peysa heima hjá sér en vilja bæta við í safnið.“

Bryndís segir að íslenskar prjónavörur séu jafn einstæðar og þær eru vegna þess hve fá-menn þjóðin er og framleiðslan lítil. Þess vegna verði varan ein-stök. Gömlu mynstrin hafi hald-ið sér í 50-60 ár sem þó er ekki langur tími miðað við aðrar þjóðir. Hún bendir sérstaklega á að sé framleiðanda ekki getið á ullarpeysum sé mjög líklegt að peysan sé prjónuð í útlöndum. Yfirleitt er þess getið á merking-um að peysurnar séu Designed in Iceland en þær eru framleidd-ar t.d. í Kína og seldar í ýmsum ferðamannabúðum í Reykjavík.

handknit.is

Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands, er ánægð með verslunina sem og auk-inn fjölda ferðamanna.

Ullarpeysur í stöflum af öllum gerðum blasa við þeim sem ganga inn í verslunina á Skólavörðustíg.

Hrunið bjargaði lopapeysusölunni

78 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2013

Page 79: Ævintýralandið

ÆVINTÝRALANDIÐ 2013 | 79

í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.isfoscam.is

Bjóðum úrval öryggis- og eftirlitsmyndavéla frá Foscam til notkunar innandyra og utan. Verð frá 16.950 kr.

Bendum á reglur um rafræna vöktun á personuvernd.is

-til öryggis

-gæsla og öryggi

Kíktu heim

Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar

í Bandaríkjunum.

Verð: 29.750 kr.

öryggismyndavélar

Foscam Monitor - Camera 1 - heima

Háskerpu öryggismyndavélar• Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma

• Myndavél fjarstýrð með símanum

• Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu

• Nýjasta tækni í myndgæðum

• Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar

• Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld

Háskerpu-myndgæði

Þráðlaussamskipti

Greinir hreyfinguog sendir boð

Hljóðnemiog hátalari

Nætursjón MinniskortFjarstýrðPan / Tilt

Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur

Page 80: Ævintýralandið

Dagskráin er sérstaklega ætluð fjölskyldufólki. Ýmis skemmtiatriði, leiktæki og sýningar fyrir börnin. Tónleikar, listviðburðir, leiktæki og uppákomur alla helgina.Meðal skemmtikrafta: Páll Óskar, Matti Matt, Helgi Björns, Íþrótta álfurinn og Solla Stirða, Einar Mikael töframaður, Brúðubíllinn og Sterkasti maður á Íslandi.Sjá dagskrá og allar nánari upplýsingar á www.sjoarinnsikati.is

Sjóarinn síkáti 31. maí- 2. júní

Nýtt og sérhannað tjaldsvæði í Grindavík sem slegið hefur í gegn.

200 m2 tjaldsvæðishús ásamt 220 fermetra palli við húsið með allri nauðsynlegri þjónustu.

Grindavík og nágrenni er heillandi fyrir ferðafólk. Hvernig væri að skella sér á þetta flotta tjaldsvæði í Grindavík og sjá hvað þessi vina-legi og skemmtilegi bær hefur upp á að bjóða fyrir alla fjölskylduna?

Tjaldsvæði Grindavíkur

Jarðorkan: Afar fræðandi og vönduð sýning fyrir alla þá sem hafa áhuga á eldgosi, jarðorku og kraftinum í iðrum jarðar.

Saltfisksetur Íslands: Lifandi og fróðleg saga saltfisksverkunar á Íslandi í afar metnaðarfullri sýningu sem vakið hefur mikla athygli.

Í SÉRFLOKKI

Þann 2. júní opnar Guðbergsstofa í Kvikunni sem er safn og sýning um Guðberg Bergsson rithöfund og heiðursborgara Grindavíkur, eins virtasta rithöfundur Íslendinga fyrr og síðar. Guðbergur fæddist í Grindavík árið 1932 og ólst þar upp. Guðbergur hefur alla tíð tengst Grindavík sterkum böndum.

Á sýningunni er að finna allar bækur og verk sem gefin hafa verið út eftir Guðberg á Íslandi, sýnishorn af bókum og verkum Guðbergs sem þýdd hafa verið á erlend tungumál, sýnishorn af óútgefnum verkum Guðbergs, verðlaunagripir og viður kenningar, ýmsir gamlir munir, ljósmyndir og saga og ferill Guðbergs má sjá á stórum veggskiltum.

Hafnargata 12a - Sími 420 1190 - [email protected] - Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00

Þrjár fróðlegar sýningar undir einu þaki

GuðbergsstofaNÝSÝNING

Austurvegi 26Sími: 420 [email protected]

www.grindavik.is