ÁrsskÝrsla fyrir 2013 Ársk - avs.is · björgvin Þór björgvinsson bryndís skúladóttir...

35
2013 ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013

Upload: duongthuan

Post on 19-Aug-2018

270 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

2013ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013

Page 2: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

2

EfnisyfirlitFrá formanni ........................................................3

Stjórn sjóðsins og fagráð ...................................4

Breytingar í ráðuneyti .........................................6

Starfsemi AVS 2013 ............................................7

Skýrslur sem bárust á árinu ..............................11

Page 3: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

3

Frá formanniÁ árinu 2013 starfaði AVS sjóðurinn með líkum hætti og áður. Hann hafði til ráðstöfunar liðlega 295 milljónir króna og hefur fjármagn til sjóðsins farið lækkandi síðustu ár og eru fjárveitingar þessa árs t.d. 75 milljónum lægri en var í hendi árið á undan. Þessi staða kemur auðvitað niður á möguleikum sjóðsins til styrkveitinga og því voru mörg álitleg verkefni sem ekki fengu stuðning. Það er vitað að fjárhagur ríkisins er þröngur og niðurskurður hefur orðið í ýmsum málaflokkum sem heyra undir ríkisvaldið og AVS sjóðurinn hefur ekki farið varhluta af því.

Áherslur hins opinbera hafa samt á undanförnum árum beinst að auknu rannsóknarstarfi og boðuð hafa verið verulega aukin framlög til þeirra á næstu misserum. Í ljósi lækkandi framlaga til sjóðsins og þess að ný ríkisstjórn tók við völdum á miðju árinu var rætt við starfsmenn í ráðuneyti sjávarútvegsmála sem og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra til að fá fram hver vilji og áform væru varðandi sjóðinn. Það kom mjög skýrt fram hjá ráðherra að hann lítur svo á að hlutverk AVS sjóðsins sé afar mikilvægt og að ekki væru uppi önnur áform en að hann haldi stöðu sinni og að hægt verði að auka fjárveitingar til hans í náinni framtíð. Þótt vissulega þurfi að sýna þolinmæði og skilning á stöðu mála verður á hinn bóginn að halda vöku sinni og sækja fram á nýjan leik þegar enn frekar fer að birta til. Vonandi fæst stuðningur fjárveitingavaldsins til að slíkt geti orðið því ekki er vafi á að hlutverk AVS sjóðsins þegar hann hefur fjárhagslegt afl er þýðingarmikið.

Sjávarútvegurinn á Íslandi er enn sem fyrr ein meginstoð þess að að blómlegt atvinnu- og mannlíf dafni í landinu og þar er nú sem fyrr horft til framtíðar. Fjármagn til rannsókna í greininni er einn af mikilvægum þáttum þess að vel takist til og vonandi nær AVS sjóðurinn að koma sterkur inn í framtíðaruppbyggingu þessa mikilvæga málaflokks.

Lárus Ægir Guðmundsson

Page 4: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

4

Stjórn sjóðsins og fagráðStjórn sjóðsins var skipuð í janúar 2011 í kjölfar setningu fyrstu reglna um sjóðinn. Stjórnin var samkvæmt þeim skipuð til fjögurra ár og var því óbreytt.

Stjórnina skipa:

Lárus Ægir Guðmundsson formaður, varamaður Ásgeir Blöndal

Erla Kristjánsdóttir, varamaður Óðinn Gestsson

Friðrik Jón Arngrímsson, varamaður Sveinn Hjörtur Hjartarson

Jónas Jónsson, varamaður Jón Kjartan Jónsson

Ágústa Guðmundsdóttir , varamaður Bjarki Stefánsson

Arnrún Halla Arnórsdóttir, varamaður Katrín María Andrésdóttir

Jóhanna María Einarsdóttir, varamaður Heiða Jóna Hauksdóttir

Starfsmaður hefur frá 2011 verið Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur.

Lárus

Katrín María

Friðrik

Ágústa JóhannaSveinn Hjörtur

Jónas

Arnrún Pétur

Erla

Page 5: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

5

Fagráðin voru sömuleiðis skipuð í samræmi við fyrrnefndar reglur til tveggja ára haustið 2011. Eftirtaldir skipa fagráðin:

Þeir sem skipuðu fagráðin á árinu eru:

Veiðar og vinnsla: Arnar Sigurmundsson formaður Davíð LúðvíkssonFinnur Garðarsson Friðrik Blomsterberg Kristján Þórarinsson Gísli BenediktssonJóhann Pétur Andersen Bragi BergsveinssonSigurjón ArasonVerkefnisstjóri Guðbergur Rúnarsson

Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum: Sturlaugur Sturlaugsson formaður og verkefnisstjóri Dýrleif Torfadóttir

Fiskeldi: Hermann Kristjánsson formaðurJúlíus Birgir Kristinsson Finnur GarðarssonArnar Freyr Jónsson Óttar Már Ingvarsson Verkefnisstjóri Valdimar Ingi Gunnarsson

Líftækni: Hjörleifur Einarsson formaður Sindri SigurðssonKristinn P. MagnússonArnar HalldórssonJón M. EinarssonJakob KristjánssonVerkefnisstjóri Bryndís Skúladóttir

Markaðir: Ingólfur Sveinsson formaður og verkefnisstjóriBjörgvin Þór BjörgvinssonBryndís SkúladóttirSveinn Sævar Ingólfsson Finnur GarðarssonValdimar Ingi Gunnarsson

Page 6: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

6

Breytingar í ráðuneytinuUnnið hefur verið að viðamiklum breytingum í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu síðustu misserin. Í sjálfu sér hafa þær breytingar ekki haft mikil áhrif á störf sjóðsins, sem hafa verið unnin á hefðbundinn hátt. Allar greiðslur, hvort sem um er að ræða útgreiðslu styrkja eða kaup á rekstrarvörum, fara í gegnum ráðuneytið. Framan af ári var Sveinn Þorgrímsson helsti tengiliður sjóðsins við ráðuneytið en síðan tók Torfi Jóhannesson við því verkefni. Hulda Lilliendahl annaðist í umboði fyrrnefndra praktísk afgreiðslumál sjóðsins eins og áður, utan þess að um nokkurra mánaða skeið annaðist Anna Sigríður Gunnarsdóttir þau verkefni. Öll þessi samskipti hafa gengið vel fyrir sig og aðilar hafa lagt sig fram um að starfsemi sjóðsins geti gengið eftir á sem eðlilegastan hátt.

Sömuleiðis hafa samskipti við SRA, sem annast greiðslu styrkja og heldur yfirlit yfir greiðslustöðu eftir að ráðuneytið hefur yfirfarið greiðslubeiðnir og heimilað greiðslu til einstakra styrkþega, verið afskaplega góð og ánægjuleg.

Boðun breytinga á stöðu sjóðsinsStjórnarskipti urðu að loknum kosningum vorið 2013 og Sigurður Ingi Jóhannsson varð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sigurður Ingi ákvað þegar leið á árið að breyta stjórnsýslulegri stöðu sjóðsins og jafnframt þeim reglum sem um hann gilda. Ákveðið var að semja við Byggðastofnun um að annast stjórnsýslu hans og fella þar með sjóðinn undir stjórn hennar. Í stað þess að yfir sjóðnum væri sjö manna stjórn var ákveðið að þriggja manna úthlutunarnefnd ynni úr gögnum frá faghópum og kæmi með forgangsraðaðar tillögur um styrkveitingar til ráðherra. Að öðru leyti skyldi ferill umsókna og úrvinnsla þeirra vera með óbreyttu sniði. Þessar breytingar tóku gildi um áramótin 2013/2014 og var þá starfstöð sjóðsins flutt úr Verinu Háeyri 1 til Byggðastofnunar á Ártorgi 1.

Page 7: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

7

Starfsemi sjóðsins 2013

Fjárveitingar ársinsEins og hefðbundið er fékk sjóðurinn fjárheimildir sínar af fjárlögum.

Þær voru eftirfarandi:

Almennir styrkir kr. 247.900 þús.

Til eldis sjávardýra kr. 17.300 þús.

Fjáraukalög kr. 30.000 þús.

Samtals kr. 295.200 þús.

Rekstrarkostnaður sjóðsins greiðist af þessum fjárheimildum.

Fjöldi umsókna og upphæðirAlls bárust 155 umsóknir um styrki að upphæð 785.503.068 kr. Þessar umsóknir skiptust þannig á milli styrktarflokka:

Fiskeldi 23 verkefni að upphæð 137,8 milljónir kr.

Líftækni 22 verkefni að upphæð 145,9 milljónir kr.

Markaðir 23 verkefni að upphæð 111,9 milljónir kr.

Veiðar og vinnsla 62 verkefni að upphæð 321,5 milljónir kr.

Efling sjávarbyggða 25 verkefni að upphæð 68,4 milljónir kr.

Fjöldi úthlutana og upphæðirAlls voru styrkt 53 verkefni að upphæð kr. 258,0 milljónir kr.

Þau skiptust þannig:

Fiskeldi 10 verkefni að upphæð 74,3 milljónir kr.

Líftækni 8 verkefni að upphæð 44,5 milljónir kr.

Markaðir 8 verkefni að upphæð 32,2 milljónir kr.

Veiðar og vinnsla 18 verkefni að upphæð 89,7 milljónir kr.

Efling sjávarbyggða 9 verkefni að upphæð 17,3 milljónir kr.

Page 8: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

8

Styrkt verkefni 2013Í eftirfarandi töflu má sjá þau verkefni sem fengu styrki árið 2013

Númer Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Fyrirtæki Styrkur R 038-12 Súrefni og koldíoxíð í bleikjueldi Helgi Thorarensen Háskólinn á Hólum 7.900

R 074-13 Nýrnaveiki: samvistarsmit í laxi og bleikju og ónæmissvörun Sigríður Guðmundsd. Tilraunast. HÍ í meinafræði 7.000

R 113-12 Sníkjusveppurinn Loma morhua Tilraunastöð HÍ í íslensku þorskeldi Árni Kristmundsson í meinafræði að Keldum 2.400

R 008-13 Samspil fitu og litarefnis í fóðri á vöxt og gæði bleikju Heiðdís Smáradóttir Íslandsbleikja 7.600

R 010-13 Kítósan afleiður til að bæta Blóðbankinn – lífvirkni ígræða Ólafur Eysteinn Sigurjónsson Landspítalinn 3.800

R 013-13 Framlegðarstjórinn Kolbeinn Gunnarsson Trackwell 6.000

R 016-13 Náttúrulegar varnir fiska gegn veirum og bakteríum Eduardo Rodriguez Stofnfiskur hf 6.500

R 019-13 Handbók – þurrkun sjávarafurða Páll Gunnar Pálsson Matís ohf 3.000R 024-13 Economic utilisation of marine benthic Bettina Scholz BioPol 8.000

R 028-13 Ný náttúruleg andoxunarefni úr hafinu Hörður G. Kristinsson Marinox ehf 6.500

R 031-13 Markaðssetning á UNA Skincare Hörður G. Kristinsson Marinox ehf 7.000

R 033-13 Markaðsrannsóknir fyrir nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson Norður ehf 4.000

R 034-13 Stýranlegir toghlerar Atli Már Jósafatsson Pólar togbúnaður ehf 6.000

R 042-13 Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum Svavar Þór Guðmundsson Sæmark-sjávarafurðir ehf 4.000

R 049-13 Betri fóðurnýting bleikju Helgi Thorarensen Háskólinn á Hólum 8.000R 064-13 SEAntiDIABETES Patricia Yuca Hamaguchi Matís ohf 6.700

R 079-13 Hágæðalifur – Lifrargull Hörður G. Kristinsson Matís ohf 3.800

R 081-13 Vinnslueiginleikar makríls – áhrif hráefnis-gæða á afurðargæði Magnea G. Karlsdóttir Matís ohf 3.450

R 082-13 Sæskinn; aukið virði sjávarafurða með hátækni og hönnun Hannes Ottósson Nýsköpunarmiðstöð Íslands 6.500

R 083-13 Forsnyrting flaka með aukinni sérhæfingu og skilvirkni Kristinn Andersen Marel ehf 6.000

R 094-13 Vörur úr uppsjávarfiski. Vinnsla og markaðir Sindri Sigurðsson Síldarvinnslan hf 6.000

R 095-13 Íslenska fiskibókin Óli Þór Hilmarsson Matís ohf 4.500

R 099-13 Meðferð við rót vandans Einar Matthíasson Primex ehf 5.800

Page 9: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

9

Númer Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Fyrirtæki Styrkur S 001-13 Verkefnamiðlun sjávarútvegsins Hreiðar Þór Valtýsson Sjávarútvegsmiðstöð-in 1.000 við HA (SHA)

S 003-13 Söfnun sjávargróðurs Símon Sturluson Íslensk bláskel og sjávargróður ehf 1000

S 006-13 Makrílveiðar á Íslandsmiðum og umhverfisbreytur á gervitunglamyndum Kristín Ágústsdóttir 950

S 007-13 Towards low impact shell-fish harvesting in Iceland EinarHreinsson Hafrannsóknastofnun-in 1.000

S 009-13 Níunda Alþjóðaráðstefna um smoltun laxfiska, haldin á Íslandi 2013 Helgi Thorarensen Háskólinn á Hólum 920

S 014-13 Vinnsla og virðisaukning við úrskeljun á beitukóng Aðalsteinn Sigurgeirsson Sægarpur ehf 1.000

S 015-13 Veirur sem sýkja hjartavef í laxi Sigríður Guðmundsdóttir Tilraunastöð HI i meinafræði 943

V 006-13 Raufahöfn á tímamótum Gréta Bergrún Jóhannesd. Þekkingarnet Þingeyinga 2.325

V 009-13 Hönnun og prófun á sjókvíagildru Elís Hlynur Grétarsson Þorskeldi ehf 2.500

V 010-13 Meet the locals eða Kynnumst heimamönnum Hildigunnur Jörundsdóttir Tanni Travel 1.000

V 011-13 Þorskaslóð, þverfræði-legt Vör-sjávarrann-sóknasetur frumkvæði í ferðaþjónustu Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir við Breiðafjörð 1.500

V 012-13 Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum Einar Lárusson MPF Ísland ehf 1.500

V 014-13 Notkun erfðamarka í laxi til að þekkja flökkulax Leó Alexander Guðmundss. Veiðimálastofnun 3.000

V 025-13 Vinnsla Astaxanthin Einar Matthíasson Primex ehf 2.000

V 026-13 Framleiðsla og markaðssetning á „Sætfiskur“ Svanur Valdimarsson Matís ohf 1.500

V 027-13 Strandsiglingar frá Norðurfirði á Hornstrandir Arinbjörn Bernharðsson Urðartindur ehf 2.000

R 026-12 Aukin verðmæti gagna Páll Gunnar Pálsson Matís ohf 4.500

R 027-12 Fiskiátak Gunnþórunn Einarsdóttir Matís ohf 6.500

R 029-12 Aukið verðmæti makríls með réttri og markvissri kælingu Björn Margeirsson Matís ohf 8.000

R 040-12 Hámörkun gæða frosinna makrílafurða Björn Margeirsson Matís ohf 7.095

R 041-12 Sjálfvirkur skurður beingarðs úr hvítfiskflökum Kristinn Andersen Marel ehf 7.000

Page 10: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

10

Númer Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Fyrirtæki StyrkurR 054-12 Kæling karfa í vinnslu og flutningi Þröstur Reynisson HB Grandi 1.841

R 058-12 MARICHARR Heiðdís Smáradóttir Íslandsbleikja 8.000

R 062-12 Fullnýting próteina úr grásleppu Margrét Geirsdóttir Matís ohf 6.500

R 069-06 Kynbætur á þorski Agnar Steinarsson Hafrannsóknastofnun 25.000

R 069-12 Könnun á hagkvæmni á framleiðslu Háskólinn á Akureyri afurða úr sjávarfrumverum Magnús Örn Stefánsson og BioPol ehf 4.000

R 072-12 Kynbótakerfi fyrir japönsk sæbjúgu byggt á erfðatækni Anna K. Daníelsdóttir Matís ohf 4.000

R 075-12 Framleiðsla á kítín/kítósan tvísykrum Ólafur Friðjónsson Matís ehf 5.000

R 078-12 Saltfiskþurrkun við íslenskar aðstæður Víkingur Þórir Víkingsson Haustak hf 7.300

R 091-11 Vottun í verki: lifandi myndir úr veiðum og vinnslu Guðný Káradóttir Íslandsstofa 660

R 114-12 Hallandi beingarðs- og flakaskurður Helgi Hjálmarsson Valka ehf. 8.000

Samtals 257.984

Page 11: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

11

Skýrslur sem bárust á árinuRannsóknaverkefniR 043-08 Lífvirk bragðefni unnin úr íslensku sjávarfangi

Fyrirtæki: Matís ohf Verkefnisstjóri: Hörður G. KristinssonNýverið lauk vinna við verkefnið “Lífvirk bragðefni unnin úr íslensku sjávarfangi”. Verkefnið var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og var samstarfsverkefni Matís, Norðurbragðs ehf, Matvæla- og Næringarfræðideild University of Florida í Bandaríkjunum og Ónæmisfræðideild Háskóla Íslands. Stjórnandi verkefnisins var Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís og sviðsstjóri líftækni og lífefnasviðs Matís.

Framleiðsla ýmissa bragðefna er mjög umfangsmikil á heimsvísu. Tiltölulega fá fyrirtæki framleiða hinsvegar bragðefni úr sjávarfangi í einhverju verulegu magni. Eitt fyrirtæki á Íslandi, Norðurbragð ehf, hefur skapað sér sérstöðu á þessum markaði með því að framleiða náttúruleg bragðefni úr íslensku sjávarfangi, þar sem engum aukaefnum er bætt út í. Eftirspurn eftir náttúrulegum bragðefnum hefur aukist mikið og er talið að hún muni aukast enn meir á næstu árum. Bragðefni úr sjávarfangi hafa eingöngu verið seld í þeim tilgangi að gefa af sér gott bragð og bragðaukandi áhrif í ýmsum matvælum. Bragðefni unnin með ensímum á þann hátt sem Norðurbragð framleiðir, eru í raun s.k. hýdrólýsöt, eða niðurbrotin fiskprótein, en rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að slík efni geta borið með lífvirkni og geta haft jákvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Markmið verkefnisins var þess vegna að rannsaka og skima fyrir margskonar lífvirkni bragðefna sem unnin eru úr íslensku sjávarfangi. Skimað var fyrir andoxunarvirkni, hugsanlegum blóðþrýstingslækkandi áhrifum, kólestróllækkandi áhrifum, áhrifum á krabbameinsfrumur og ónæmisstýrandi áhrifum. Auk þess var andoxunarvirkni bragðefnanna könnuð í matvælakerfi. Verkefnið gekk vel og eru samstarfsaðilar að kanna möguleikann á því að sækja um vernd á niðurstöðunum.

Page 12: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

12

R 061-09 Bættur stöðugleiki og gæði fiskipróteina og peptíða

Fyrirtæki: Matís ohf. /Líftæknismiðj Verkefnisstjóri: Patricia Yuca HamaguchiFæðubótaefni og markfæði sem innihalda lífvirk peptíð herja nú á markað. Lífvirk peptíð eru framleidd með því að nota ensím til að brjóta niður (vatnsrjúfa) prótein í smærri einingar, þ.e. peptíð. Þessu ferli er hægt að stjórna til að fá mismunandi samsetningu peptíða. Sérstaklega erfitt hefur reynst að framleiða ásættanlegar peptíðafurðir úr fiskipróteinum. Þetta er sérstaklega vegna þránunar (oxunar) á fjölómettuðum fitusýrum í fiski, sem eykst við við vatnsrof. Þránun hefur afgerandi slæm áhrif á gæði og eiginleika prótein og peptíðafurða. Því er nauðsynlegt að skilja þránunarferla sem eiga sér stað við vatnsrof og stöðugleika peptíðafurðanna til að hvetja til frekari þróunar á hágæða lífvirkum peptíðum unnum úr fiski. Markmið þessa verkefnis var því að rannsaka þránunarferla við ensímatískt vatnsrof á þorskapróteinum.

Fiskipróteinin sem notuð voru í rannsóknina voru fengið með að hakka og þvo þorskvöðva til að búa til s.k. þveginn þorskvöðva sem innihélt allt nema vatnsleysanleg vöðvaprótein. Köldu fersku vatni var blandað saman við próteinin til að ná 3% prótein styrk. Gerðar voru umfangsmiklar tilraunir þar sem mismunandi magni af náttúrulegum þráahvötum og andoxunarefnum var bætt saman við próteinin. Próteinin voru síðan vatnsrofin mismikið með ensímum til að fá peptíð af mismunandi stærð. Þránun var mæld á mismunandi stigum vatnsrofs og í peptíðunum með því að fylgjast með fyrsta stigs (lípíð hydroperoxíð) og annars stigs (TBARS) þránunarafurðum. Áhrif þránunar á lífvirkni fiskpeptíðanna í tilraunaglasi (in-vitro) var rannsökuð með að gera mismunandi andoxunarpróf ásamt prófi til að kanna möguleg áhrif á lækkun blóðþrýstings. Tilraunirnar voru skalaðar upp og þránun mæld sem og sýnin metin með skynmati.

Niðurstöður sýndu að fiskiprótein sem ekki innihéldu þráahvata sýndu takmarkaða þránun sem bendir til þess að vatnsrofsstig hafði lítil áhrif á ferli þránunar. Fiskiprótein sem innihéldu þráahvata (hemóglóbín úr fiskablóði) þránuðu umtalsvert við vatnsrof, meira eftir því sem próteinin voru vatnsrofin meira. Þegar andoxunarefnum var blandað saman við fiskipróteinin dró verulega úr þránuninni. Andoxunaráhrifin voru háð styrk og viðveru þráahvata. Athygli vakti að þránun hafði ekki neikvæð áhrif á lífvirkni peptíðanna, en aftur á móti hafði þránunin slæm áhrif á bragð og lykt þeirra.

Verkefnið sýndi klárlega að þránun getur verið töluvert vandamál við vatnsrof fiskipróteina með ensímum og þörf er á andoxunarefnum til að framleiða hágæða peptíðafurðir og koma þeim á markað. Þrátt fyrir þránun hafði ekki áhrif á lífvirki þá hafði hún mikil neikvæð áhrif á bragðgæði peptíðanna sem dregur mjög úr möguleikum að koma þeim á markað í samkeppni við önnur peptíð. Þekkingin sem fékkst úr verkefninu er mjög mikilvæg fyrir framleiðendur fiskipeptíðafurða.

Page 13: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

13

R 011-10 Próteinþarfir bleikju

Fyrirtæki: Matís ohf Verkefnisstjóri: Jón Árnason Fimm mismunandi fóðurgerðir með protein innihaldi frá (29) 30 – 40% voru gefnar tveim stærðar hópum (100 gr. og 600gr.) bæði í fersku og söltu vatni. Áhrif mismunandi fóðra voru metin út frá áhrifum þeirra á meltanleika, þyngdar þróun, dagvaxtar (SGR), fóðurnýtingar (FCR), efnasamsetningu flaka(í stærri fiskinum) og skynmat. Lokaþungi og dagvöxtur var lægstur hjá þeim fiskum sem fengu fóður með lægstu próteini, en engin áhrif fundust af próteini, umfram 37% í fóðri, á lokaþunga og SGR. lÁgmarksþarfir fyrir protein til vaxtar liggja því á milli 33% og 38% í fóðrinu. Ekki var um að ræða neinn verulegan mun á fóðursvörun milli stærðarhópa, jafnvel að áhrifin af lækkuðu próteini væru meiri hjá stærri fiskinum. Ekki var heldur hægt að sjá ein afgerandi áhrif af seltu á próteinþörfina. Próteininnihald í fóðri hafði ekki heldur nein veruleg áhrif á flakasamsetningu eða skynmat á afurðum.

Heildar niðurstöður verkefnisins staðfesta fyrri niðurstöður um próteinþarfir bleikju samanber AVS verkefni R040-07-08.

Heildarniðurstöðurnar af þessum tveimur verkefnum má sjá í meðfylgjandi mynd:

Page 14: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

14

R 041-10 Auðgun sjávarrétta (Var getið í Ársskýrslu 2012)

Fyrirtæki: Grímur kokkur ehf Verkefnisstjóri: Gísli M. GíslasonVerkefninu Auðgaðir sjávarréttir sem unnið var í samvinnu Matís og Gríms kokks í Vestmannaeyjum og Iceprotein á Sauðárkróki er nú að ljúka. Þar voru þróaðar nokkrar frumgerðir af vörum úr íslensku sjávarfangi sem í hefur verið bætt lífefnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungaþykkni með skilgreinda lífvirkni, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og lýsi til að auka ómega-3 fitusýrur.

Niðurstöðurnar sýna að vel er hægt að auka magn ómega-3 fitusýra í fiskibollum án þess að það komi niður á bragðgæðum. Sama má segja um íblöndun þörungadufts og einnig tókst vel að auka próteinmagn í fiskbollunum. Sem tæki í virkri og farsælli vöruþróun með þátttöku neytenda voru fengnir tveir rýnihópar fólks til að fá innsýn í upplifun og vitneskju neytenda um auðgun, auðgaða sjávarrétti, neyslu þeirra á sjávarréttum og fæðubótarefnum og heilsutengdan lífsstíl. Neytendakannanir voru framkvæmdar til að kanna smekk neytenda fyrir frumgerðunum í samanburði við hefðbundna vöru sem þegar er á markaði. Upplýsingar um lífvirku efnin og virkni þeirra hafði áhrif á

hvernig fólki geðjaðist að vörunum. Áhrif upplýsinga voru háð ýmsum þáttum, eins og viðhorfum til heilsu og matar, viðhorfum til innihaldsefna í þeirri vöru sem prófuð var, sem og þáttum eins og aldri og menntun.

Neytendakönnun á netinu sem yfir 500 manns tóku þátt í sýndu að fólk er almennt jákvæðara gagnvart auðgun ef um er að ræða þekkt hollustuefni á borð við ómega-3. Einnig að betra er að veita upplýsingar um virkni þó að um þekkt efni sé að ræða, þar sem það eykur á jákvæða upplifun fólks af vörunni. Auðgun með þara virðist einnig vera raunhæfur kostur þar sem upplýsingar um notkunargildi þarans í vöru voru gefnar og svipað má segja varðandi fiskiprótein. Þessar vörur höfða almennt frekar til fólks sem leggur áherslu á hollustu matvæla, sem er nokkuð stór hópur samkvæmt þessum niðurstöðum. Almennt má álykta út frá þessum niðurstöðum auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda.

Í þessu verkefni skapaðist reynsla á Matís sem mun verða þróuð áfram og nýtast öðrum fyrirtækjum við vöruþróun og markaðssetningu á markfæði þar sem óskir neytenda verða hafðir að leiðarljósi. Neytendakannanir sýndu að það er mjög mikilvægt hvernig markaðssetning slíkra vöru mun fara fram til að ná til valinna neytendahópa sem hafa áhuga á slíku markfæði. Stigið hefur verið framfaraskref þar sem lífefnum með staðfesta virkni hefur verið bætt í tilbúnar neytendavörur. Mjög mikilvægur afrakstur þessa verkefnis er að á árinu 2011 tókst að afla styrks frá norræna sjóðnum Nordic Innovation, NICe, til að halda áfram stærra verkefni á þessu sviði og stuðla þannig að auknum verðmætum sjávarfangs og lífefna úr hafinu.

Page 15: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

15

R 043-10 Gildruveiðar á humri

Fyrirtæki: Matís ohf Verkefnisstjóri: Vigfús Þórarinn ÁsbjörnssonVeiðar á leturhumri við Íslandstrendur eiga sér átatuga sögu. Þær veiðar hafa að langmestu leiti verið stundaðar í troll en ekki í gildrur. Verðmætasköpun við veiðar á humri í troll eru mjög mismunandi þar sem trollveiðar leiða það af sér að hluti veidds afla getur orðið fyrir skemmdum þar sem skelbrot er áberandi auk fleiri þátta. Í verkefninu gildruveiðar á leturhumri var leitast eftir því að kanna fýsileika þess að stunda gildruveiðar á humri á smábátum. Í verkefninu voru ný veiðisvæði skilgreind fyrir gildruveiðar á humri, þau voru prófuð og metin eftir fýsileika. Einnig var fundinn ákjósanlegur tími áður en vitjað var um gildrurnar eftir að þær höfðu verið lagðar. Farið var yfir gögn sem sýndu árstíðabundnar sveiflur, bæði hvað varðar aflabrögð og aflaverðmæti, og einnig var nýrra gagna aflað og þau skilgreind. Markaðir fyrir lifandi humar voru skoðaðir ásamt verði eftir árstímum.

Niðurstöður verkefnisins sýna að stór humar er algengasti aflinn í gildrur hérlendis, raunar er humarinn það stór að hefðbundnar breskar pakkningar eru of litlar fyrir hann. Einnig er ánægjulegt að sá árstími sem mesta veiðin virðist vera er sá tími sem hæst verð fæst á mörkuðum fyrir lifandi humar. Ný veiðisvæði sem skilgreind voru reyndust vel og lofa góðu hvað framtíðina varðar.

R 084-10 Rafþurrkun á fiskmjöli

Fyrirtæki: Héðinn hf Verkefnisstjóri: Gunnar PálssonFiskmjölsiðnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein og hefur verið að tæknivæðast mikið á síðustu árum. Það er notuð mikil orka við framleiðslu afurða. Til þess að ná betri tökum á orkunýtingu í ferlinum er sett upp orku‐ og massastreymislíkan fyrir vinnslu á mismunandi hráefni og samtímis fæst betri yfirsýn yfir vinnslurásina. Líkanið stuðlar einnig að

því að auðveldara er að hafa áhrif á gæði fiskmjölsafurða, með ferlastýringu. Megin markmið með verkefninu er að stýra orkunotkun í vinnsluferlinum og þá sérstaklega við þurrkun og þróa rafþurrkunarbúnað fyrir loftþurrkara. Þurrkunin er síðasta vinnslustigið í rásinni og

glatorkan frá þurrkun er síðan notuð framar í rásinni. Markmið verkefnisins er að nýta rafmagn til að hita loft fyrir þurrkun á fiskmjöli á hagkvæman hátt. Með því móti væri mögulegt að ná því markmiði sjávarútvegsins að nýta eingöngu innlenda orku við

framleiðslu fiskmjöls, draga verulega úr innflutningi á olíu til landvinnslu og draga töluvert úr myndun sótspors. Mælingar í framleiðsluferli voru framkvæmdar fyrir fjórar gerðir af hráefnum, til að meta efnisstrauma í gegnum verksmiðjuna. Þrýstifall yfir líukyndingarbúnað var mælt og er mun meira samanborið við rafhitunarbúnað. Rafhitunarbúnaðurinn hefur reynst vel í fiskmjölsverksmiðju HB Granda Vopnafirði, hvað varðar orkugjafa, orkunýtingu, stýringu og viðhald.

Mynd 2. Þorskeldisseiði.

Page 16: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

16

R 093-10 Greining og sýkingarferli nýrnaveikibakteríu í bleikju

Fyrirtæki: Tilraunastöð HÍ í meinafræði (Keldur)

Verkefnisstjóri: Sigríður Guðmundsdóttir

Lokaskýrsla verkefnisins „Greining og sýkingarferli nýrnaveikibakteríu í bleikju“, AVS: R10093-10, er komin á vef AVS. Verkefnisstjóri var Sigríður Guðmundsdóttir á Rannsóknadeild fisksjúkdóma, Tilraunastöð H.Í. í meinafræði, Keldum og meðumsækjendur voru Ívar Örn Árnason og Árni Kristmundsson á sömu deild, Jón Kjartan Jónsson hjá Íslandsbleikju hf. og Guðbergur Rúnarsson hjá Landssambandi fiskeldisstöðva.

Megin tilgangur verkefnisins var að rannsaka sýkingu með nýrnaveiki- bakteríunni, Renibacterium salmoninarum (Rs), í bleikju. Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum mismunandi smittilrauna, sem stóðu yfir í allt að 8 mánuði, lýst er áhrifum seltu á smit, uppsöfnun mótefnavaka bakteríunnar í nýrnavef og fleiru.

Í þessum rannsóknum var sýklinum ýmist sprautað í kviðarhol (i.p. sýking) eða fiskur settur í samvist með fiski sem sýktur var á þann hátt. Tekin voru margs konar vefjasýni og fiskur sem fór í sýnatöku var veginn, lengdarmældur og ytri sem innri einkenni skráð, ef einhver voru. Fjölda greiningaraðferða var beitt til að nema smit og niðurstöður bornar saman.

Tilraunirnar sýndu, að bleikjan hefur mikið viðnám gagnvart sýkingu með nýrnaveikibakteríu og að samvistarsmit er ákjósanlegt rannsóknamódel fyrir náttúrulegt smit með nýrna veiki-bakteríu í bleikju. Bleikja í samvistarsmiti sýndi nær 100% lifun.

Mikilvægustu niðurstöðurnar varða þróun smits í samvist. Í fiski sem tók smit í samvist jókst sýkingin stöðugt fyrstu vikurnar, en fiskurinn náði svo tökum á henni þegar 3-4 mánuðir voru liðnir frá upphafi tilraunar. Við 6 mánaða markið jókst virkni smits að nýju. Niðurstöður benda til þess, að a.m.k. hluti hópsins hýsi lifandi bakteríu og að möguleikar á endurtekinni mögnun smits séu því fyrir hendi. Aukin selta dró úr sýkingarmagni, en einng úr vexti bleikjunnar. Varðandi hin ýmsu greiningarpróf sem beitt var í rannsókninni þá undirstrika niðurstöðurnar, að það er varhugavert að bera saman hæfni eða næmi einstakra prófa til greiningar á bakteríunni, án þess að hafa í huga að ólíkar niðurstöður fást á mismunandi stigum í smitferlinu.

Page 17: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

17

R 101-10

Ójafn vöxtur hjá eldisbleikju yfir einu kílói, áhrif mismunandi seltuferla á vöxt og líffræði

Fyrirtæki: Akvaplan – niva Verkefnisstjóri:Albert K. Imsland Lokið er AVS verkefninu “Ójafn vöxtur eldisbleiku yfir einu kílói, áhrif mismunandi seltuferla á vöxt og líffræði (BIGCHARR)”. Markmið verkefnis var að rannsaka vöxt og viðgang eldisbleikju sem alin er við mismunandi seltuferla. Seltuþol bleikju er takmarkað og mikilvægt að afla þekkingar á áhrifum seltu á eiginleika eins og vöxt, fóðurtöku og kynþroska. Í strandeldisstöðvum er bleikja iðulega alin í íssöltu vatni og oft mest framboð á hærri seltu. Þekking á áhrifum mismunandi seltuferla á eldiseiginleika er mikilvæg til þess að hægt sé að hámarka afrakstur úr eldi í strandeldisstöðvum.

Metin voru áhrif mismunandi seltuferla á vöxt, fóðurtöku og kynþroska hjá eldisbleikju. Fiskar í rannsókninni voru einstaklingsmerktir og vöxtur var metin með reglubundnum hætti.

Áhrif mismunandi seltustiga á bleikju var metin meðal annars með því að afla blóðsýna og mæla blóðseltu. Seltuþol bleikju reyndist ágætt og óx hún vel við seltustig að 29 ppt

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: - Fylgst var með langtímaáhrifum af misunandi seltuferlum á vöxt og kynþroska eldisbleikju. Borið var

saman að flytja bleikjuna beint á háa seltu (25-29‰) samanborið við hópa sem aldir voru fyrst í 3 eða 6 mánuði á lægri seltu en síðan fluttir á hærri seltu. Einni var gerð tilraun með að smolta hóp af bleikjuseiðum með ljósastýringu (stuttur dagur í 6 vikur í byrjun vetrar á seiðastigi) og fylgst með langtímaáhrifum þess í áframeldi i söltu vatni. Vöxtur var almennt betri við lægri seltu en hærri. Hins vegar var ávinningur til lengri tíma takmarkaður eða enginn hvað vöxt áhrærir af því að ala bleikju í 3 eða 6 mánuði við 16-18‰ (seltuaðlögun) fyrir flutning á hærri seltu (25-29‰) samanborið við að ala bleikjuna stöðugt við háa seltu í matfiskeldi.

Page 18: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

18

- Þótt bleikja yxi best við lægri seltustig sýnir þessi rannsókn að seltuþol bleikjunnar (Hólastofn) virðist vera nokkur gott. Bleikja alinn á 29‰ óx frá 150g í um1.4 kg á innan við 10 mánuðum. Hópum var fylgt lengur eftir og kom þá í ljós að kynþroski var meiri og vöxtur lakari hjá háseltuhópum (29‰) í samanburði við bleikju sem alin var við 25‰ og óx hratt upp að 2kg. Því er mælt með að ala bleikju við lægri seltu en 29‰ ef markmið er að framleiða stærri bleikju.

- Kynþroski er sá þáttur sem einkum leiðri af sér lakari vöxt að hausti í áframeldi. - „Smoltun“ hafði takmörkuð eða engin áhrif á seltuþol bleikju í áframeldi miðað við þá þætti sem

mældir voru en fram komu vaxtarhvetjandi áhrif, aukin fóðurtaka og vöxtur við flutning á langan dag samanborið við hóp sem alinn var við stöðugt ljós. Frekari rannsókna er þörf á möguleikum þess og ávinningi af að smolta bleikju á seiðastigi.

Verkefnið var styrk af AVS sjóðnum og var samstarfsverkefni Akvaplan niva á Íslandi, Hafrannsóknastofnunarinnar, Hólaskóla, Íslandsbleikju ehf og Háskólans í Gautaborg.

R 001-11 Bestun framleiðsluferils og aukin framleiðsla sandhverfu

Fyrirtæki: Akvaplan – niva Verkefnisstjóri: Albert K. ImslandLokið er AVS verkefninu “Bestun framleiðsluferils og aukin framleiðsla sandhverfu (MAXIMUS)”. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi á Íslandi. Sandhverfa er að langmestu leyti alin í kerum á landi og hentar því mjög vel til eldis á Íslandi auk þess sem markaðsverð er hátt (um 1500-2000 kr/kg) og nokkuð stöðugt. Landeldi er hins vegar kostnaðarsamt og því verður sífellt að leita nýrra og betrumbættra tæknilegra lausna til að auka hagkvæmni eldisins.

Verkefnisstjóri MAXIMUS, Albert Imsland, við sýnatöku á sandhverfu í eldisstöð Silfurstjörnunnar, Öxarfirði

Í MAXIMUS verkefninu hefur verið unnið að þróun nýrrar ljóslotustýringar sem gerir mögulegt að auka vöxt um allt að 20% samtímis sem komið er í veg fyrir ótímabæran kynþroska. Unnið hefur verið að þróun nýrra fóðurgerða þar sem leitast er við að minnka vægi sjávarpróteins og hefur okkur tekist að lækka fóðurkostnað um allt að 10% samanborið við hefðbundið fóður. Með þessu verður mögulegt að auka hagkvæmni eldis á sandhverfu á seinni stigum eldisferilsins. Framleiðsla á sandhverfu mun að öllum líkindum aukast töluvert á komandi árum en þrátt fyrir aukningu á undanförnum árum hefur verð haldist stöðugt. Niðurstöður verkefnisins benda eindregið til að eldi á sandhverfu sé hagkvæmt hérlendis og þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í verkefninu munu auka líkur á uppbyggingu og fjárfestingu í sandhverfueldi á Íslandi þegar fram líða stundir.

Page 19: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

19

R 005-11 Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum

Fyrirtæki: Sjávarútvegsþjónustan ehf Verkefnisstjóri: Valdimar Ingi GunnarssonMarkmið. Verkefnið ,,Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í landeldisstöðvum“ hófst um sumarið 2011 og var haft til viðmiðunar stefnumótun Landssambands fiskeldisstöðva frá 2009. Verkefnið er styrk af AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Markmið verkefnis var að:

• Hanna bleikjueldisstöð fyrir íslenskar aðstæður þar sem haft er til viðmiðunar lykilorðin; einfalt, ódýrt, öruggt og lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa.

• Skipuleggja bleikjueldisstöð m.t.t. þess að bæta vinnuaðstöðu og auka afköst.• Miðla þekkingu til bleikjueldismanna og skilgreina mikilvæg rannsókna- og þróunarverkefni.

Í verkefninu var skoðað hvernig best er að standa að stækkun núverandi bleikjueldisstöðva sem einnig mun nýtast við uppbyggingu nýrra stöðva.

Skipulag og þátttakendur. Í stuttu máli samanstóð verkefnið af upplýsingaöflun, þekkingarmiðlun, vinnufundum og útgáfu á skýrslu með niðurstöðum og tillögum. Samtals voru 18 þátttakendur að þessu verkefni; samtök,

bleikjueldisfyrirtæki, stofnanir og þjónustufyrirtæki.

Vefsíða verkefnisins. Þegar verkefnið hófst um sumarið 2011 var útbúin vefsíða þar sem upplýsingum og niðurstöðum var miðlað til þátttakenda og annarra áhugasamra (http://www.sjavarutvegur.is/Bleikja/index2.htm). Á vefsíðunni er einnig að finna almennar upplýsingar um bleikjueldi og þá sérstaklega efni sem tengist hönnun, skipulagningu og upplýsingum sem geta nýst til að draga úr umhverfisáhrifum strand– og landeldisstöðva.

Vinnufundir. Haldnir voru fjórir vinnufundir en þeir voru undirbúnir af stjórn verkefnisins og framsögumönnum sem tóku fyrir ákveðið efni. Á vinnufundunum voru haldin framsöguerindi og í framhaldi af því var þátttakendum skipt niður í litla hópa þar sem farið var yfir niðurstöður og tillögur framsögumanna eða það sem fram kom í erindi. Eftir vinnufund voru öll erindi sem haldin voru ásamt samantekt af niðurstöðum sett á vefsíðu verkefnisins. Í framhaldi af því skrifuðu framsögumenn drög að kafla sem settur var á netið og síðan nýttur í lokaskýrslu.

Page 20: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

20

Afrakstur. Afrakstur verkefnisins eru erindi, vefsíða og skýrsla sem gefur gott yfirlit yfir fjölmarga þætti er lúta að hönnun og skipulagningu landeldisstöðva fyrir bleikjueldi. Skýrslan samanstendur af 12 köflum og aftast í flestum þeirra er að finna niðurstöður og tillögur um áframhaldandi vinnu.

Staðan. Lítil uppbygging hefur verið í strand- og landeldisstöðva á undanförum árum þar sem markmiðið hefur verið að byggja upp matfiskeldi á bleikju. Mest hefur verið um endurbætur á eldri stöðvum þar sem m.a. hefur verið notaður efniviður úr strand- og landeldisstöðvum sem hafa verið lagðar niður. Hugmyndir hafa verið um að byggja nýjar stöðvar en af því hefur ekki orðið fram að þessu.

Áframhaldandi þróun. Fjölmargar tillögur eru um tækniútfærslur í skýrslunni sem hver og einn verður að meta hvað hentar best í hverju tilviki. Það er þó ljóst að mikil vinna er framundan með það að markmiði að byggja upp samkeppnishæft strand- og landeldi sem getur keppt við eldi í kvíum í framtíðinni. E.t.v. er þörf á að stíga út úr boxinu við áframhaldandi þróun á næstu árum. Það verður erfitt að byggja upp samkeppnishæft bleikjueldi með núverandi tækni. Þörf er á umtalsverðum breytingum á annarri kynslóð strand- og landeldisstöðva hér á landi. Nokkrar tillögur eru í skýrslunni sem vonandi nýtast frumkvöðlum á næstu árum.

R 028-11 Örveruhemjandi eiginleikar SaliZyme nefskols

Fyrirtæki: Raunvísindastofnun HÍ og Ensímtækni ehf

Verkefnisstjóri: Ágústa Guðmundsdóttir

Surface proteins of viruses and bacteria used for cell attachment and invasion are candidates for degradation by proteases. Trypsin from Atlantic cod (Gadus morhua) was previously demonstrated to have efficacy against influenza viruses in vitro and on skin. In this paper, cod trypsin is shown to be 3–12 times more effective in degrading large native proteins than its mesophilic analogue, bovine trypsin. This is in agreement with previous findings where cod trypsin was found to be the most active among twelve different proteases in cleaving various cytokines and pathological proteins. Furthermore, our results show that cod trypsin has high efficacy against herpes simplex virus type 1 (HSV-1) and the respiratory syncytial virus (RSV) in vitro. The results on the antipathogenic properties of cod trypsin are important because rhinovirus, RSV, and influenza are the most predominant pathogenic viruses in upper respiratory tract infections. Results from a clinical study presented in this paper show that a specific formulation containing cod trypsin was preferred for wound healing over other methods used in the study. Apparently, the high digestive ability of the cold-adapted cod trypsin towards large native proteins plays a role in its efficacy against pathogens and its positive effects on wounds.

Page 21: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

21

R 029-11 Fiskprótein gegn sykursýki

Fyrirtæki: Líftæknismiðja Matís ohf Verkefnisstjóri: Hólmfríður SveinsdóttirVerkefnið „Fiskprótein gegn sykursýki“ sem styrkt var af AVS-sjóðnum er lokið en verkefnið var samstarfsverkefni Matís og Iceproteins ehf. Markmið verkefnisins var að þróa mismunandi afurðir úr fiskpróteinum, svokölluð fiskpróteinhýdrólýsöt (FPH) þar sem vatnsrjúfandi efnahvötum er blandað út í próteinlausn til að framleiða FPH. Í framhaldinu átti að skoða lífvirkni eiginleika FPH með áherslu á lífvirkni gegn sykursýki af tegund 2 þar sem erlendar rannsóknir benda til þess að FPH geti haft jákvæð áhrif á fólk með þennan sjúkdóm.

Framleiddar voru tólf mismundandi gerðir af FPH úr þremur fisktegundum, ufsa, þorski og bleikju þar sem notaðar voru fjórar tilbúnar efnahvatablöndur. FPH voru greind m.t.t. efnasamsetningar og lífvirkni. Niðurstöður bentu til að

mikill breytileiki var milli framleiddra FPH bæði hvað varðaði efnasamsetningu og lífvirkni. Greiningar gerðar í HPLC sýndu fram á að peptíðasamsetning innan sömu tegundar en milli mismunandi ensíma var mikil og endurspeglaðist það í lífvirknimælingum, sérstaklega blóðþrýstingslækkandi virkni. Settar voru upp mælingar til að skoða áhrif á niðurbrot sykurs úr fæðu o.þ.a.l. áhrif á blóðsykur. Ekki var hægt að staðfesta áhrif FPH á niðurbrot sykurs úr fæðu. Settar voru upp aðferðir til að skoða áhrif meltingar í meltingarvegi á lífvirkni FPH og kom í ljós að lífvirkni FPH jókst í flestum tilfellum eftir meltingu.

Niðurstöður verkefnisins hafa verið kynntar á tveimur veggspjöldum á erlendum ráðstefnum. Í heildina er verkefnið mikilvægur liður í öflun þekkingar á samsetningu og eiginleikum FPH unnum úr mismunandi hráefni með mismunandi efnahvötum. Aðferðirnar sem settar voru upp munu nýtast í framtíðinni við að greina og sannprófa frekari lífvirkni í afurðum unnum úr íslenskum sjávarfangi.

Page 22: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

22

R 030-11 Ljósáta i Ísafjarðardjúpi – nýtanleg auðlind?

Fyrirtæki: Hafrannsóknastofnuninni Verkefnisstjóri: Ástþór GíslasonGerð er grein fyrir niðurstöðum rannsókna sem fram fóru frá ágúst 2011 til ágúst 2012 í Ísafjarðardjúpi með það að markmiði að afla upplýsinga um útbreiðslu, magn, framleiðni og fæðugildi ljósátu í Djúpinu, ásamt því að gera veiðarfæratilraunir með framtíðar nýtingarsjónarmið í huga. Af ýmsum ástæðum hentar Ísafjarðardjúp mjög vel til rannsókna af þessu tagi. Verkefnið var styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Farnir voru fimm leiðangrar þar sem beitt var bergmálsaðferð til að meta magn ljósátu og bergmálsgildin jafnframt sannreynd með upplýsingum frá háfum og svifsjá. Einnig voru gerðar veiðitilraunir með sérhönnuðu ljósátutrolli. Agga (Thysanoessa raschii) reyndist langalgengasta ljósátutegundin í Ísafjarðardjúpi (~60 % af heildarafla allra leiðangra) en talsvert fannst líka af augnsíli (T. inermis, ~22%) og náttlampa (Meganyctiphanes norvegica, 17%). Agga hrygnir fyrst eins árs og svo aftur tveggja ára en deyr svo að lokinni síðari hrygninguni. Hrygningin á sér aðallega stað í maí og fer saman við aðalvaxtartímabil plöntusvifs. Bergmálsmælingarnar gáfu til kynna að þéttleiki ljósátu var yfirleitt mestur í dýpsta álnum í Djúpinu þar sem dýpið er um og yfir 100 m. Gott samræmi reyndist á milli bergmálsmælinganna og svifsjármælinganna. Próteininnihald ljósátu var lægst að vetrinum (6,2-7,4% af votvigt) en hæst yfir sumarmánuðina (~10-11,7%,). Fituinnihald ljósátu rúmlega tvöfaldaðist frá vetri (0,5-0,8%) til sumars (1,3-2,9%). Tilraunir til að veiða ljósátu með fínriðinni vörpu gáfu misjafnan afla (104-348 kg á togtíma). Heildarlífmassi ljósátu var metinn í öllum leiðöngrum. Árlegur meðallífmassi ljósátu í Ísafjarðardjúpi er metinn um 25 þúsund tonn á svæði sem nær yfir um 70 fersjómílur (240 km2). Þá er stofnmat fyrir febrúar og apríl ekki tekið en talið er að það sé bundið mestri óvissu. Ljósáta er mikilvæg fæða næstum allra nytjastofna á svæðinu. Þetta þarf að hafa í huga í sambandi við hugsanlegar veiðar á ljósátu og beita við þær ýtrustu varúðarreglu. Ekki er gerð tillaga um hversu mikið megi veiða af ljósátu, enda yrði formleg ráðgjöf um veiðar á hendi Veiðiráðgafarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Ef til veiða kemur er nauðsynlegt að fylgjast vel með ljósátustofnunum til að kanna áhrif veiðanna á þá. Heppilegur tími til veiða er í ágúst, en þá hafa dýrin lokið hrygningu, fitu- og próteininnihald þeirra er hátt og lítil hætta er á meðafla.

Telja verður líklegt að arðbærar veiðar í framtíðinni muni tengjast því að þróaðar verði aðferðir til að draga ýmis verðmæt efni úr ljósátunni og nýta þau. Í því skyni að auka nákvæmni stofnstærðarmatsins er lagt er til að gerðar verði framhaldsrannsóknir í ágúst með sérstakri áherslu á að kanna flóttaviðbrögð ljósátu.

Page 23: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

23

R 038-11 BRAGÐ – Notkun þangs sem bragðaukandi efni í saltminni vörur

Fyrirtæki: Matis ohf Verkefnisstjóri: Rósa Jónsdóttir Margar þjóðir glíma við of mikla saltneyslu þó svo að hún hafi færst til betri vegar undanfarinn áratug. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur út ráðleggingar um að heildar saltneysla sé minni en 5 gr. á dag en slíkt samsvarar til 2 gr. af natríum. Það má því segja að matvælaiðnaðurinn standi frammi fyrir mikilli áskorun um að minnka magn af salti sem notað er við framleiðslu. Salt (natríumklóríð, NaCl) hefur mjög afgerandi bragð auk þess sem það dregur fram annað bragð. Salt hefur ýmis önnur áhrif t.a.m. örveruhemjandi áhrif í matvælum, einnig á áferð unninna matvæla, það styrkir glúten í brauði og hefur áhrif á lit og gelmyndun í unnum kjötafurðum. Sjávarþörungar eru ríkir af málmum líkt og natríum, kalíum og magnesíum sem gefa saltbragð. Auk þess innihalda þeir mikið af bragðaukandi efnum sem geta breytt bragðeiginleikum matvæla.

Markmið AVS verkefnisins BRAGÐ – notkun þangs sem bragðaukandi efni í saltminni vörur, var að þróa bragðefni úr klóþangi (Ascophyllum nodosum) með bragðaukandi áhrif, m.a. til að draga úr saltnotkun í matvælavinnslu. Í verkefninu var þróuð aðferð til að draga bragðefni úr klóþangi þar sem megináherslan var lögð á ensímvinnslu. Vinnsla á bragðefninu var sköluð upp og það prófað í kjötvörur, brauð og súpur með ágætum árangri.

Niðurstöður verkefnisins sýndu mögulegt er að vinna bragðefni úr þangi með bragðaukandi áhrif en frekari þróunarvinna er nauðsynleg, m.a. til að draga úr neikvæðum áhrifum bragðefnanna á tæknilega þætti eins og gelmyndun og lit.

R 062-11 Ofurkældur heill fiskur - fyrir dauðastirðnun

Fyrirtæki: Matís ohf Verkefnisstjóri: Björn MargeirssonMeginmarkmið verkefnisins „Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun“, sem hófst í júlí 2011, var að kanna hvort ofurkæling heils fisks um borð í veiðiskipi gæti lengt geymsluþol og aukið gæði afurðanna. Hæfilegra hita‐ og tímastillinga á roð‐ og snertikæli var leitað

með fjórum kælitilraunum og bestu stillingarnar notaðar til ofurkælingarheilla fiska í geymsluþolstilraun. Niðurstöður geymsluþolstilraunarbenda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Samkvæmt skynmati var þó lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar,

sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahóps með ofurkældum flökum úr ofurkældum heilum fiski virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐ og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðlagt að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt yrði eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C). Niðurstöður tölvuvæddrar varma‐ og straumfræði‐líkanagerðar gefa til kynna að þess lags líkön gætu nýst til áframhaldandi hönnunar á roð‐ og snertikæli fyrir heilan fisk.

Page 24: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

24

R 085-11 Hrognagæði eldisþorsks

Fyrirtæki: Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar

Verkefnisstjóri: Agnar SteinarssonNú er lokið rannsóknaverkefninu “Hrognagæði eldisþorsks”. Þátttakendur í verkefninu voru Hafrannsóknastofnun, Icecod ehf, Laxá hf og Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma. Verkefnið var framkvæmt í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar á árunum 2011-2012 og var styrkt af AVS-sjóðnum. Markmiðið var að öðlast betri skilning á hrognagæðum eldisþorsks og leita leiða til þess að bæta hrognagæði úr eldisfiski.

Unnið var með tvo árganga eldisþorsks (árganga 2008 og 2009) og skoðuð áhrif ýmissa þátta s.s. fóðurs, hitastigs, vaxtargetu og hrygnustærðar á hrognagæðin. Auk þess voru gerðar tilraunir með sprautun á fitusýrum og vítamínum í fiskinn fyrir hrygningu og aflað var hrogna úr villtum hrygningarfiski til samanburðar. Til þess að meta gæði hrogna og lirfa voru gerðar mælingar á ýmsum þáttum s.s. hrognastærð, frjóvgunarhlutfalli, klakhlutfalli, lirfustærð, lífsþrótti, seltuþoli, vaxtargetu og afföllum á lirfustigi. Keyptar voru efnamælingar (fitusýrur, E-vítamín, litarefni og þránun) á lifrarsýnum og hrognasýnum úr bæði eldisfiski og villtum fiski.

Niðurstöðurnar sýna að hrognagæðin minnka jafnt og þétt eftir því sem lengra líður á hrygningartímabilið. Hrognatæming og endurkreisting þremur dögum síðar gaf stærri hrogn og lirfur með aukinn lífsþrótt og seltuþol. Sprautun klakfisks með bætiefnum jók fituinnihald í lifur og leiddi til aukinnar klaklengdar og klakfeldis (hlutfall lirfustærðar og hrognastærðar). Lægra hitastig (2-7°C) í aðdraganda hrygningar hafði hins vegar gagnstæð áhrif og leiddi til lækkunar á bæði klaklengd og klakfeldi lirfa. Niðurstöðurnar sýndu einnig jákvæð áhrif klakfiskafóðurs og fóðurbætingar með arakídónsýru. Skilgreindir voru gagnlegir mælikvarðar á hrognagæði og aðferðafræði sem er líkleg til þess að stuðla að hámörkun hrognagæða fyrir seiðaframleiðslu og kynbætur á eldisþorski.

Myndir af hrognum og kviðpokalirfum árið 2012

Page 25: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

25

R 088-11 Gæðasalt fyrir fisksöltun

Fyrirtæki: Agnir ehf Verkefnisstjóri: Egill EinarssonMeginmarkmið með verkefninu var að nýta jarðsjó á Reykjanesi til framleiðslu salts sem nota má til að framleiða hágæða saltfisk. Þróaður verður feril til að framleiða saltið með jarðhita á staðnum og til að geta stýrt efnasamsetningu þess þannig að verði hægt að tryggja rétta verkun saltfisks. Salt unnið úr jarðsjó var borið saman við innflutt salt frá Miðjarðarhafi við framleiðslu á söltuðum þorskflökum með pæklun sem forsöltunarstig og þurrsaltað í lokinn. Niðurstöður leiddu í ljós að hærri nýting fékkst í saltfiskverkun með salti unnið úr jarðsjó, ásamt því að verkunin tók styttri tíma þar sem upptaka salts í þorskvöðva var meiri í samanburði við innflutta saltið. Salt unnið úr jarðsjó var sambærilegt við innflutta saltið að gæðum.

R 091-11 Vottun í verki: lifandi myndir úr veiðum og vinnslu

Fyrirtæki: Íslandsstofa Verkefnisstjóri: Guðný KáradóttirÍsland er þekkt fiskveiðiþjóð sem nýtir auðlindir hafsins með ábyrgum og hagkvæmum hætti með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi. Íslenskur fiskur er eftirsóttur víða um heim vegna uppruna, gæða og ferskleika. Íslenskur sjávarútvegur á í vaxandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum þar sem gerð er rík krafa um vottun á ábyrgri nýtingu auðlinda, um rekjanleika á uppruna afurða og góða umgengni um náttúruauðlindir.

Fiskafurðir vega lang þyngst í útflutningsverðmæti matvæla frá Íslandi og munu áfram skipta mestu máli. Fiskurinn er ekki eingöngu nýttur til fæðuöflunar, heldur er hann partur af okkar menningu auk þess sem í kringum sjávarútveginn hefur byggst upp klasi fyrirtækja og sérfræðinga (sjávarklasinn).

Nýleg vottun á þorskveiðum Íslendinga er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg því hún staðfestir að veiðarnar samræmast alþjóðlegum kröfum um sjálfbæra nýtingu endurnýjanlegra auðlinda. Þessi þáttur er einna mikilvægastur í að bæta samkeppnisstöðu eða halda styrkri stöðu á einstökum mörkuðum. En til að vottunin hafi gildi, þarf að kynna hana og um leið ímynd Íslands og styrkja orðspor sjávarútvegsins og skiptir uppruninn, veiðihefð Íslendinga, gæði og ferskleiki afurðanna einnig miklu máli.

Page 26: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

26

R 011-12

Kynning og markaðssetning ICELAND RESPONSIBLE FISHERIES verkefnisins

Fyrirtæki: Ábyrgar fiskveiðar ses. Verkefnisstjóri: Finnur GarðarssonAVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi veitti á árinu 2012 veglegan styrk til að kynna og markaðssetja íslenskar sjávarafurðir undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF) á mörkuðum erlendis. Styrkurinn er mikilvæg viðbót við það fé sem íslensk fyrirtæki í framleiðslu og sölu á sjávarafurðum leggja til verkefnisins, en Íslandsstofa leggur til vinnu markaðsstjóra verkefnisins.

Öflugt markaðs- og kynningarstarf er einn mikilvægasti þáttur verkefnisins og er megináhersla lögð á íslenskan

uppruna og ábyrga fiskveiðistjórnun í kynningarstarfinu. Framtíðarsýnin er að íslenskar sjávarafurðir þyki framúrskarandi valkostur og verði eftirsóttar á erlendum mörkuðum vegna gæða og ferskleika afurðanna sem eiga uppruna sinn í hreinu hafsvæði þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar. Einnig er unnið að vottun á ábyrgum fiskveiðum undir merkjum IRF.

Verkefnið er rekið af sjálfseignarstofnuninni Ábyrgum fiskveiðum, en að því standa félagasamtök í sjávarútvegi. Íslandsstofa sér um markaðsstarfið samkvæmt samningi við Ábyrgar fiskveiðar ses.

Helstu verkþættir, sem unnið var að á sl. ári voru:

• Gerð kynningarefnis, bæklingar, kvikmynd o.fl.• Vefurinn www.ResponsibleFisheries.is • Þátttaka í sjávarútvegssýningum og kynningarfundir erlendis (í Bremen, Boston, Brussel og Vigo)• Almannatengsl, kynningar fyrir erlendum blaðamönnum, greinaskrif o.fl.• Kynning innanlands• Heimsóknir á markaðssvæði, til erlendra kaupenda, smásala og dreifingaraðila• Aðstoð og þjónusta við þátttökufyrirtækin

Haldið verður áfram á sömu braut á þessu ári. Nú sem aldrei fyrr er sameiginlegt markaðsátak mjög mikilvægt vegna aukinnar samkeppni, vaxandi framboðs og minnkandi kaupgetu í okkar helstu markaðslöndum.

Page 27: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

27

R 024-12 COD-Atlantic-NORA: viðbótarfjármögnun

Fyrirtæki: MATÍS ohf Verkefnisstjóri: Rannveig Björnsdóttir

Nú er lokið rannsóknaverkefninu Cod-Atlantic sem var alþjóðlegt samstarfsverkefni fyrirtækja og rannsóknastofnana á Íslandi, Noregi og Kanada. Verkefnið hófst í byrjun árs 2011 og var upphaflega styrkt af NORA-sjóðnum í Færeyjum en hlaut síðan viðbótarstyrk frá AVS-sjóðnum á Íslandi. Þátttakendur í verkefninu voru Matís, Hafrannsóknastofnun, SINTEF í Þrándheimi, Háskólinn í Bodø, norska eldisfyrirtækið Codfarmers og Memorial University í Nýfundnalandi í Kanada. Hvatinn að verkefninu var einkum sá að auka samstarf rannsóknastofnana á norðlægum, strjálbýlum svæðum við N-Atlantshafið í þeim tilgangi að efla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á svæðinu sem heild. Með því að skilgreina sameiginlega rannsóknahagsmuni og nýta sérþekkingu frá hverju landi fyrir sig var mögulegt að ná mun breiðari nálgun að rannsóknarefninu en ella væri hægt. Þessi samstarfsvettvangur hefur hlotið góðan hljómgrunn hjá atvinnuþróunarstofnunum á hverju svæði fyrir sig, enda samræmist hugmyndafræðin markmiðum um byggðastefnu og atvinnuþróun.

Í þessu fyrsta verkefni alþjóðlega hópsins var kastljósinu beint að þorskeldi sem hefur verið á þróunarstigi í öllum þátttökulöndunum á undanförnum árum. Uppbygging þorskeldis hefur allsstaðar gengið erfiðlega og árangurinn verið undir væntingum. Helstu vandamálin eru hægur vöxtur, mikil afföll og lágt afurðaverð. Hátt hlutfall vansköpunar hefur einnig komið illa niður á afkomu og ímynd eldisins. Það hefur þó verið mat sérfræðinga að þorskurinn sem tegund búi yfir öllum nauðsynlegum eiginleikum eldistegundar og að þorskeldi hafi alla burði til þess að ná sambærilegri framleiðni og laxeldi í sjókvíum.

Tilgangur verkefnisins var sá að leita leiða til þess að bæta vaxtargetu og útlitsgæði þorskseiða sem framleidd eru fyrir þorskeldi. Í seiðaframleiðslunni er enn byggt á fóðrun með lifandi, ræktuðum fæðudýrum (hjóldýrum og saltvatnsrækju) en útgangspunktur verkefnisins var sá að nýta áfram ríkjandi aðferðafræði við seiðaframleiðsluna en gera á henni ákveðnar endurbætur til þess að ná settum markmiðum. Verkefnið skiptist þannig í þrjú undirverkefni; a) Frumfóðrun með krabbadýrum, b) Auðgun fæðudýra með lífvirku ufsapeptíði frá Iceprotein ehf. og c) Framleiðsla á þrílitna seiðum. Gerðar voru fjölmargar eldistilraunir og mælingar gerðar á vexti, lifun, genatjáningu, örveruflóru, efnasamsetningu, efnaskiptahraða, vöðvasamsetningu, ónæmisfræði, útlitsgöllum o.fl. þáttum. Gagnasöfnun var gríðarlega umfangsmikil og úrvinnsla þeirra mun gefa af sér tvö B.Sc. verkefni og eitt M.Sc. verkefni við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri auk bæði M.Sc. og Ph.D. verkefna hjá norskum og kanadískum samstarfsaðilum. Allir þátttakendur stefna á birtingu á sínum niðurstöðum í vísindagreinum, að hluta til sameiginlega.

Úrvinnsla á gögnum úr verkefninu stendur enn yfir en helstu niðurstöður liggja þó fyrir; a) Varanlegar framfarir í vexti og útliti seiða sem fóðruð voru með krabbadýrum að hluta (Kanada), b) Góður vöxtur og mjög góð útlitsgæði seiða (Ísland), c) Neikvæð áhrif þrílitnunar á vöxt og meltingarstarfsemi seiða (Noregur), d) Góður árangur í ræktun krabbadýra (Noregur), e) Engin marktæk áhrif af auðgun með lífvirku ufsapeptíði (Ísland og Noregur), f) Gagnlegar

Page 28: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

28

upplýsingar um genatjáningu og örveruflóru (Kanada og Ísland), g) Samband vaxtar og vöðvaþráðamyndunar (Noregur), h) Bætt aðferðafræði til framleiðslu á þorskseiðum (allir aðilar).

Reynslan af þessu fyrsta samstarfsverkefni var góð og allir þátttakendur hafa lýst yfir mikilli ánægju með samstarfið. Vonast er til þess að þessi samstarfsvettvangur sé kominn til að vera og að fleiri verkefni fylgi brátt í kjölfarið. Þátttakendur vilja jafnframt þakka NORA-sjóðnum og AVS-sjóðnum fyrir að styðja við verkefnið og gera það að veruleika.

R 026-12 Aukin verðmæti gagna

Fyrirtæki: Matís ohf Verkefnisstjóri: Páll Gunnar PálssonÞegar ákvarðanir eru teknar þarf upplýsingar og þekkingu. Burt séð frá því hvaða ákvarðanir eru teknar og hverjum þær reynast best þá eru gögn og upplýsingar grunnur rökræðunnar. Mikilvægt er að upplýsingar byggist á samræmdum og stöðluðum aðferðum þannig að nýta megi þær af þekkingu. Í sjávarútvegi sem öðrum greinum er mikið magn upplýsinga að finna, upplýsingar sem eru grunnur að mörgum mikilvægum og afdrifaríkum ákvörðunum, sem hafa áhrif á alþjóðasamskipti, samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga. Ef afrakstur þessa verkefnis verður nýttur, verður hægt að draga fram margfalt meiri og ítarlegri upplýsingar um verðmætasköpun og nýtingu í íslenskum sjávarútvegi, sem geta nýst á ótal vegu til að byggja upp þekkingu og aukin verðmæti um allt samfélagið.

Page 29: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

29

R 036-12 Þróun sýklalyfja úr fitusýrum unnum úr sjávarfangi

Fyrirtæki: Landspítali / Lipid Pharmaceuticals Verkefnisstjóri: Orri OrmarssonMarkmið verkefnisins er að þróa og markaðssetja hægðalyf, sem unnið er úr lýsisafurðum og gefið í formi endaþarmsstílar.

R 051-12

Sala og framleiðsla náttúrulegra/lífvirkra þurrefna úr íslensku sjávarfangi

Fyrirtæki Green in Blue Verkefnisstjóri Auðun Freyr IngvarssonÁ vegum þróunarfélagsins Green in Blue, Matís og IceCo hefur að undanförnu verið unnið að markaðsrannsóknum og vöruþróun á þurrkuðum afurðum úr íslenksku sjávarfangi og hliðarafurðurm fiskvinnslu. Í þessu sambandi hafa verið framleiddur nokkur fjöldi frumgerða afurða, mælingar hafa verið gerðar á efnainnihaldi þeirra, vörulýsingar útbúnar og þær kynntar fyrir mögulegum erlendum kaupendum á vörusýningum og með fundahöldum hér á landi og erlendis.

Eftirfarandi vörur og hráefni hafa m.a. verið teknar til skoðunar:• Sjávarþörungar sem afla má í verulegu magni hér við land. Sérstakleg hefur verið litið til þurrkunar á

afurðum sem vinna má úr þeim til manneldis sem krydd, matvöru eða heilsubótarvöru.• Reyndar hafa verið nokkrar tegundir hráefna og þurrktækni til framleiðslu á bragðefnum í

matvælaframleiðslu í samvinnu við alþjóðlegt bragðefnafyrirtæki.• Tilraunaframleiðsla hefur farið fram á þurrkuðum fiskbitum til súpugerðar úr nokkrum tegundum

hvítfiska.• Í samvinnu við innlend framleiðslufyrirtæki hafa nokkrar tegundir gæludýrasnakks verið framleiddar

úr fiskroði og fiskhakki og kynntar fyrir erlendum kaupendum.• Unnið hefur verið með alþjóðlegu fyrirtæki að greiningu á roðframboði hér á landi á landi og

mögulega nýtingu þess til gelatínframleiðslu. Ennfremur hafa verið kannaðir. möguleikar á uppsetningu á sérhæfðu þurrkfyrirtæki hér á landi í samstarfi við þýskt fyrirtæki

Page 30: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

30

SmáverkefniS 001-13 Verkefnamiðlun sjávarútvegsins

Fyrirtæki Hafrannsóknastofnun Verkefnisstjóri Hreiðar Þór ValtýssonVerkefnamiðlunin er vefsíða sem nú er búið að setja upp og er henni ætlað að efla og auðvelda samstarf háskólanema og fyrirtækja á sviði sjávarútvegs og á sama tíma að efla vitund og áhuga á sjávarútvegi meðal háskólanema. Á vefnum auglýsa fyrirtæki og skólar verkefni undir ákveðnum skilyrðum, þar á meðal hverskonar nemi hæfir verkefninu, og munu nemendur sækja um að fá að vinna þessi verkefni í samvinnu við fyrirtækin. Nemendur geta einnig skráð upplýsingar um sig, s.s. námssvið, skóla, áætluð námslok o.fl., inn á einskonar heimasvæði sem fyrirtæki geta skoðað.

S 006-12 Tilraunir til að draga úr drukknun fugla í grásleppunet

Fyrirtæki: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Verkefnisstjóri: Árni ÁsgeirssonAtvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum

V 004-11 Ferðamatur og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi

Fyrirtæki Murr ehf Verkefnisstjóri Þorleifur ÁgústssonAVS Verkefninu „Ferðamatur og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi“ (V11004-11) sem unnið var í samvinnu Murr (http://www.murrfoods.com) og Matís (http://www.matis.is) er nú að ljúka. Megin markmiðið með verkefninu var að þróa og markaðssetja ferðamat, neyðarmat og tilbúna rétti úr sjávarfangi og öðru hráefni í niðursuðupokum og auka þannig við stafsemi, veltu og bæta afkomu fyrirtækisins Murr í Súðavík.

Í verkefninu var gerð greining á markhópum á Íslandi og kannað hverskonar matvæli væri helst áhugi á að nota í niðursuðupokum. Valdar voru vörur til tilraunaframleiðslu, þær framleiddar og metnar m.t.t öryggis og gæða. Þá var framleiðsluferill varanna kortlagður. Jafnframt voru möguleikar á að selja niðursoðið sjávarfang erlendis skoðaðir og kannaðir möguleikar á undirverktöku. Upplýsingar um markaði og viðhorf neytenda munu auka líkur á farsælli vöruþróun og þar með auknu verðmæti sjávarafurða.

Almennt má álykta út frá niðurstöðum verkefnisins að ferðamatur og sérfæði í niðursuðupokum sé raunhæfur möguleiki fyrir fyrirtækið Murr, og mun Murr halda þróunarstarfi áfram í samvinnu við Brandintent (http://www.brandintent.com) í Boston og TRS foundation.

Page 31: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

31

V 007-11 Humarsoð kokksins, vöruþróun og markaðssetning

Fyrirtæki: Matís oh Verkefnisstjóri: Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson Sókn á erlenda markaði með íslenska sælkeravöru úr vanýttu hráefni.

Mikið fellur til af humarskel við humarvinnslur á Íslandi sem ekki hefur verið nýtt í miklu magni í gegnum tíðina til verðmætasköpunar. Humarsoð kokksins er hrein sjávarafurð án allra aukaefna sem framleidd hefur verið í matarsmiðju Matís á Höfn síðan 2009 með góðum árangri á innanlandsmarkað. Árið 2011 ákvað Jón Sölvi Ólafsson framleiðandi og eigandi humarsoðsins að taka skrefið lengra og sækja inn á erlenda markaði með humarsoðið og búið var til verkefnið „Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning“ sem styrkt var af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Í verkefninu Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning var farið út í rannsókn á mörkuðum bæði innanlands og utan þar sem mikil áhersla var lögð á að kanna áhuga bæði neytenda og iðnaðareldhúsa fyrir afurðinni . Einnig voru leiðir inn á erlenda markaði rannsakaðar með það að markmiði að finna rétt markaðsland fyrir afurðina. Með niðurstöðum þeirra rannsóknar var ákveðið að sækja skildi með soðið inn á danska markaðinn í byrjun þar sem flækjustig inn á þann markað væri mun mynna en inn á marga aðra markaði . Afurðin var tekinn í gegnum nýtt hönnunarferli þar sem nýjar umbúðir og nýtt útlit var hannað sem nota mætti bæði á erlendum og innlendum mörkuðum sem gæfi sterklega til kynna íslenska sælkera sjávarafurð. 30% söluaukning náðist á innanlandsmarkaði árið 2012. Afurðin var kynnt í verslunum í Danmörku við góðar undirtektir þar sem það náðist að skapa viðskiptasambönd við 4 kaupendur sem mikinn áhuga hafa á að versla með afurðina á dönskum markaði 2013. Starfsgildi humarsoðsframleiðslunnar er eitt á ársgrundvelli og álitið er að starfsgildin verði 2 þegar framleiðsla fer á fullt fyrir danska markaðinn.

V 011-11 Náttúruleg ensím úr slógi vinna verkin

Fyrirtæki: Ice-West hf Verkefnastjóri: Birkir Kristjánsson

Við fiskvinnslu falla til margskonar hráefni sem hægt er að nýta með hagkvæmum hætti. Aukaafurðir s.s. roð, hausar og slóg geta auðveldlega verið hráefni í ýmiskonar verðmætar afurðir. Ensím úr þorski (trypsin og aðrir proteasar) eru kuldakær ensím með lágt kjörhitastig og hafa fjölbreytta notkunarmöguleika þar sem dæmi má nefna ýmsar greinar matvælaiðnaðar (eyða eða losa um himnur o.fl.) og snyrtivöruiðnaðar (niðurbrot dauðra fruma og frumuhluta o.fl.).

Framkvæmdar hafa verið yfirgripsmiklar tilraunir með notkun mismunandi aðferða við útdrátt ensíma og áhrif þessa á virkni fjögurra ensíma rannsakað. Niðurstöður verkefnisins gefa vísbendingar um að hægt sé að einangra ensím úr þorskslógi með hagkvæmum hætti með aðferðum sem einungis þurfa einfaldan tækjabúnað og ódýrar lausnir. Einnig gefa niðurstöður vísbendingar um að hægt sé að nota þessi ensím til þess að losa hringorma af lifur fyrir

Page 32: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

32

niðursuðu með svipuðum árangri og þær aðferðir sem nýttar eru í dag. Ekki er vitað til að jafn umfangsmiklar rannsóknir hafi verið gerðar samtímis á mismunandi aðferðum til að vinna ensím úr slógi. Í verkefninu voru einnig sett fram drög að vinnsluferli sem hægt er að hafa til hliðsjónar við framleiðslu ensíma úr þorskslógi á iðnaðarskala og opnar þannig fyrir mögulegar leiðir til aukinnar verðmætasköpunar við vinnslu þorsks.

V 019-11 Virðiskeðja Vestmannaeyja

Fyrirtæki: Vinnslustöðin hf Verkefnisstjóri: Anna Sigríður HjaltadóttirThe species Sebastes marinus, commonly known as redfish, is the subject of a series of experiments aimed at determining the cause and mitigation of the appearance of yellowish stains on the surface of processed fillets. These detract from the visual quality and occur within five days of processing, thus precluding their transport to customer by sea and reducing their potential value. An investigation of progression described the appearance of the staining over a five day period. An attempt to prevent the staining was carried out by packing the fillets in two forms of modified atmosphere, one where the fillets were maintained in standard boxes with the addition of carbon dioxide releasing pads, and one where the fillets were individually sealed in vacuum bags with carbon dioxide releasing pads. It was found that the packaging prevented oxidation of lipids in the muscle but the visual and textural quality was greatly reduced. A further investigation monitored the appearance of stains in fish that had previously been bled at sea. It was found that the yellowish stains were less apparent in the bled fish compared to those that had not been bled. In addition, the textural quality was again reduced suggesting this may be a most suitable method for improving the quality such that the fresh fillets may be transported by sea. It is proposed that the likely cause is related to the breakdown of iron-containing pigments such as haemoglobin and myoglobin.

Page 33: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

33

V 020-11 Bætt nýting hrognkelsisafurða

Fyrirtæki: Oddi hf Verkefnisstjóri: Skjöldur PálmasonMegin tilgangur með verkefninu “Grásleppa, verðmæti úr vannýttu hráefni” er að skapa atvinnu á Vestfjörðum í kjölfar ákvörðunar

sjávarútvegráðherra að gera grásleppusjómönnum skylt að koma með allan afla, þ.m.t. slægða grásleppu, að landi frá og með árinu 2012. Í tengslum við verkefnið var ákveðið að gera könnun á því hvernig grásleppufloti Vestfirðinga væri búinn til að takast á við nýjar kröfu, og hver viðhorf útgerðarmanna væru til breytinga á starfsumhverfi. Rætt var við útgerðarmenn á Stöndum, við Djúp og á sunnanverðum Vestfjörðum. Viðtölin voru byggð á spurningalista þar sem meðal annars var leitað eftir upplýsingum um núverandi búnað, hvaða breytingar hefðu fylgt í kjölfar nýrra reglna og viðhorf þeirra til breytinga. Sérstakar áherslur voru lagaðar á viðhorf til slægingar á sjó eða í landi og hugmyndir útgerðarmanna um verð fyrir grásleppuna eftir hrognatöku.

V 002-12 Framleiðsla á bátum þar sem markhópurinn er fiskeldi

Fyrirtæki: Rán ehf Verkefnisstjóri: Vilhjálmur BenediktssonViðurkennd smíði á bátum úr PE plasti er nýjung á Íslandi. Samkvæmt okkar upplýsingum þá hefur Siglingamálastofnun aldrei fyrr samþykkt bát úr PE efni.

Það hefur ekki verið til þess að auðvelda þennan feril og mikil vinna hefur farið í hönnun á bátunum. Eins þurfti að ganga í gegnum ákveðið ferli bara til þess að fá efnið sjálft samþykkt.

Fyrsti áfangi þessa umfangsmikla verkefnis var að koma einum tilraunabát í sjó, það er einnig sá áfangi sem þessi styrkur var nýttur í að öllu leyti. Þann 15.07-12 var tilraunabáturinn sjósettur í fyrsta sinn, þá nánast fullkláraður. Þegar þetta er ritað þann 22 desember 2012 þá er Siglingamálastofnun búin að samþykja bátin að öllu leyti. Það eina sem vantar uppá fulla skráningu er upplýsingar um hámarksburðargetu bátsins, það er í prófun.

Page 34: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

34

V 014-12 Vestfirskt sjávarsalt frá Reykjanesi í Ísafjarðardjúp

Fyrirtæki: Saltverk Reykjaness ehf Verkefnisstjóri: Yngvi EiríkssonVestfirskt sjávarsalt frá Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi Saltverk Reykjaness hóf framleiðslu á hágæða sjávarsalti á árinu 2011. Hefð er fyrir saltframleiðslu á staðnum sem nær allt aftur til ársins 1774 sem byggt er á. AVS sjóður í sjávarútvegi hefur í tvígang komið að styrkveitingu til handa Saltverki sem nýst hefur við uppbyggingu á starfsemi í Reykjanesi, nú í síðara skiptið undir styrkflokknum Atvinnusköpun í sjávarbyggðum. Í upphafi ársins 2013 hefur verkefnið skapað 3 ný störf á Vestfjörðum og vinna nú að jafnaði 5-6 starfsmenn við uppskeru á íslensku sjávarsalti, sölu og dreifingu jafnt innanlands sem beggja vegna Atlantsála. Vestfirskt sjávarsalt fæst nú á yfir 200 útsölustöðum þar sem rúmlega helmingur þeirra er innanlands en gert er ráð fyrir því að nú þegar á árinu 2013 vegi útflutningur meira en starfsemi innanlands. Með því skapast dýrmætar gjaldeyristekjur ásamt því að starfsemin innanlands gerir hið sama þar sem allar samkeppnisvörur eru innfluttar. Hafist verður handa við að bjóða ferðaþjónustutengda starfsemi í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu af fullum krafti sumarið 2013. Búast má við að atvinnusköpunin aukist við þetta um 1-2 stöðugildi.

V 021-12 Gæðaréttir úr grásleppu

Fyrirtæki: Hugmat ehf Verkefnisstjóri: Steindór R. HaraldssonAðal markmið verkefnisins var að auka virði og bæta nýtingu grásleppu. Til að ná þessu markmiði var þróuð aðferð til verkunnar á grásleppuflökum þar sem haft var í huga að bæta bragðeiginleika fisksins. Vinnan fór að mestu fram á rannsóknastofu BioPol ehf á Skagaströnd. Verkunaraðferðin sem sköpuð var, er nýjung innan fiskvinnslu á Íslandi og lokaafurðin ljúffeng. Tvö veitingahús, Þrír Frakkar hjá Úlfari í Reykjavík og Linda Steikhús á Akureyri , tóku þátt í verkefninu og mæltist nýja varan mjög vel fyrir á þeim báðum. Gert er ráð fyrir að grásleppuflök, með þessari verkun, verði boðin á markaði á næstu grásleppuvertíð.

Hér er um nýja afurð að ræða sem getur aukið verulega verðmæti sjómanna sem stunda grásleppuveiðar. Varan verður boðin bæði fersk og frosin.

Page 35: ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2013 ÁRSK - avs.is · Björgvin Þór Björgvinsson Bryndís Skúladóttir Sveinn Sævar Ingólfsson Finnur Garðarsson ... nýjar saltfiskafurðir Bergur Benediktsson

35

V 037-12

Research on a variety of seaweed species and their extracts obtained from Suðurnes area of Iceland, for use in certified organic health and skin-care products

Fyrirtæki: Alkemistinn ehf Verkefnisstjóri: Daniel James Coaten A feasibility study was conducted regarding the economic viability and physical suitability of setting up and running a certified organic marine algae aquaculture and processing facility in Iceland.

The report focuses on such areas as current and predicted marine algae market trends and values, reviewing potential species and their associated industry sectors, explaining the protocols and benefits of organic certification, exploring the different methods of aquaculture, detailing the criteria for suitable site selection, and research on extraction methods and quality control considerations.

The results show that the establishment of such a facility in Iceland is a real possibility, and that the unique opportunity for utilising aquaculture methods along with the processing of raw materials into high value products could turn a pilot project into an economically viable industry; one that could possibly supply and competitively compete in the world marine algae market

V 011-13 Þorskaslóð, þverfræðilegt frumkvæði í ferðaþjónustu

Fyrirtæki: Vör-sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð

Verkefnisstjóri: Guðbjörg Ásta ÓlafsdóttirMarkmið verkefnisins var að miðla þverfræðilegum rannsóknarniðurstöðum á sviði fornleifa-fræði, sagnfræði, líffræði og loftslagsvísinda til ferðamanna og annara áhugasamra á skemmti-legan og aðgengilegan hátt. Lokið hefur verið við vinnslu texta, tilgátumynda, sett upp heima síða og landfræðilegt snjallsímaforit. Heimasíðan og snjallsímaforitið verður aðgengilegt í apríl 2014. Umsækjendur stefna að áframhaldandi þróunarvinnu og rekstri slóðarinnar