Ávaxtatré og berjarunnar frá finnlandi vorið 2008. matjurtaklúbbsfundur 11. mars 2008 flestar...

Post on 21-Dec-2015

242 Views

Category:

Documents

1 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

Ávaxtatré og berjarunnar frá Finnlandi vorið 2008.

Matjurtaklúbbsfundur 11. mars 2008

Flestar myndir eru fengnar að láni frá MTT tilraunastöðinni í Finnlandi og Leif Blomqvist í

Blomqvist Plantskola. Einhverjar myndir á ég sjálfur.Vinsamlegast hlaðið ekki niður myndum né texta án

skriflegs leyfis.Ath. eitthvað er er hugsanlega uppselt!

Ólafur Sturla NjálssonNátthaga, Ölfusi.

Malus domestica ‘Sävstaholm’Sænsk E-planta, zone 1-5 (6).

Zone 3 (4) í Finnlandi.Gamalt sænskt yrki frá 1830. Eplið

miðlungsstórt, dálítið ílangt, gulgrænt með rauðum röndum sólarmegin.

Aldinkjöt hvítt safaríkt, ilmur góður. Þroskast í september. Tréð vex mikið.

Sävstaholm er góður frjóvgari fyrir önnur yrki.

Það eru til nokkurra áratugagömul tré af þessu yrki í Múlakotsgarðinum og víðar og þau hafa gefið aldin. Einnig

til ræktað sem “veggtré” í Norður-Noregi, t.d. á Rå, 69°N.

Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka.

Malus domestica ‘Pirja’Fin E planta, zone 4 – 5.

Finnskt yrki (Huvitus x Melba). Miðlungsstórt, rauðröndótt epli, ilmar, þægilega sætt á

bragðið.Þroskast í ágúst – september.Veiktvaxandi tré og myndar

aldin ungt.

Hefur verið flutt innáður, en hef ekki frétt af afdrifum þeirra trjáa ennþá.Ágrætt á grunnstofn af‘Antonovka’

Malus domestica ‘Borgowskoje’Zone 5 – 6 í Finnlandi.

Gamalt rússneskt yrki, sem kom tilFinnlands á sautjándu öld. Það

minnir dálítið á Transparente Blanche. Eplið er miðlungsstórt, ljósgult, sætt og þroskast í ágúst. Ung tré

gefa stór aldin.Eitt af harðgerðustu eplayrkjunum

í Finnlandi.Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’

Malus domestica ‘Korobovka’Zone 5 – (6) í Finnlandi.

Gamalt yrki frá Hvíta-Rússlandi.Eplið er smátt, gult, rauðröndótt,safaríkt, bragðið hunangskryddað

og aldinkjöt gult.Þroskast snemma í ágúst.

Mjög harðgert yrki.Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’.

Malus domestica ‘Wabiscaw’Zone 4 í Finnlandi.

Skrauteplatré með ætum,súrum rauðum eplum.

Blómgun áberandi mikil ogfalleg. Eitt fallegasta rauðblómstrandi yrkið.

Tréð vex hratt og fær fallegalögun. Ung blöð eru rauðleit.

Sennilega eitt harðgerðastarauðblómgandi skrauteplayrkið.

Ágrætt á grunnstofn af‘Antonovka’

UPPSELT!

Malus domestica ‘Linnanmäki’Zone 3 í Finnlandi.

Yrkið fannst við Borgbäckení Helsinki.

Blóm eru tvöföld og dimmrauð.Aldin er dimmrautt.

Ung blöð eru rauð í byrjun.Fallegt, lágvaxið, lítið,

skrauteplatré fyrir litla garðaog þar sem er lítið pláss.

Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’.

Því miður fannstengin mynd!

Malus domestica ‘Gerby Tidiga’Zone 4 í Finnlandi.

Yrkið var valið í Syrings Plantskola í Gerby, Vasa, um 1940.Gulrautt epli, sem verður gegnsætt

og safaríkt. “Delikatesse” epli,segjum nammiepli á íslensku.

Þroskast í september.Yrkið er ennþá sjaldgæft í ræktun

í Finnlandi.Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’

.

Malus domestica ‘Hampus’Zone 3 - 4 í Finnlandi.

Gamalt sænskt yrki frá sextándu öld.

Miðlungsstórt, flatkringlótt aldin, dálítið rauðbrúnt

á sólarhliðinni.Eitt af bragðbestu eðalyrkjunum.

Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’

Malus domestica ‘Rescue’Zone 5 – 6 í Finnlandi.

Yrkið er frá Kanada og þolir 43°C frost.

Blómstrar ríkulega. Hvít blóm. Aldin rauð,

um 4 cm breið og bragðgóð fersk. Þroskast í lok ágúst.Vinsælt sem skrauteplatré

og til nytja.Ágrætt á grunnstofn af

‘Antonovka’

UPPSELT

Pyrus communis ‘Tidigt sommar’

Zone 3 í Finnlandi.

Gömul perusort.Fundust engar fleiri upplýsingar,

en nafnið bendir til þess að yrkið þroski aldin snemma,

sennilega í september.Ágrætt á grunnstofn af

Pyrus communis. .

Því miðurfannst enginmynd.

Pyrus communis ‘Aune’Zone 3 – 4 í Finnlandi.

Finnskt héraðsyrki.Sjálfsfrjótt peruyrki, geturþví staðið eitt í garði og

myndað aldin. Aldin miðlungsstórt,

ávalt – kringlótt, gulgrænt með roðnandi

sólarhlið.Ágrætt á grunnstofn af

Pyrus communis.

Pyrus communis ‘Pepi’Zone 3 – 4 í Finnlandi.

Lettneskt, bragðgott yrkimeð dásamlegu perubragði!

Þroskast snemma (september).Aldin er brúngrænt, tæplegaMeðalstórt, en mjög safaríkt.

Yrkið gefur fljótt miklauppskeru.

Ágrætt á grunnstofn afPyrus ussuriensis!

Pyrus communis ‘Augusti Päron’Zone 3 – 4 í Finnlandi.

Harðgert yrki.Góður frjógjafi fyrir önnur

peruyrki.Aldin ljósgrænt, smátt, en

mjög gott ferskt.Þroskast í lok ágúst.

Ágrætt á grunnstofn af Pyrus communis.

.

Því miðurfannst enginmynd.

Prunus domestica ‘Kuntala’Zone 3 – (4) í Finnlandi.

Rauðlilla plómuyrki meðsæt, ilmandi aldin.Þroskast snemma

(september).Frekar veiktvaxandi yrki.

Tréð verður ekki stórt.Fullt yrkisheiti er:

‘Kuntala Punaluumu’.Ekki sjálffrjóvgandi.

Ágrætt á grunnstofn afMyrobolana

.

Því miðurfundust engarmyndir.

Prunus domestica ‘Sinikka’Fin E planta.

Zone 3 – (4) í Finnlandi.

Finnskt, sjálfsfrjótt yrki fráLeivonmäki. Góður frjógjafi fyrir

önnur plómuyrki. Þroskast í byrjun september og

því sérlega hentugt fyrir norðlægustu svæðin.

Gefur smáar, kringlóttar, bláarplómur með gulbrúnu, bragðgóðu aldinkjöti.

Byrjar fljótt að gefa uppskeru.Ágrætt á grunnstofn Myrobolana.

UPPSELT

Prunus domestica ‘Onega’Zone 4 í Finnlandi.

Rússneskt yrki.Gul, bragðgóð aldin.

Mjög harðgerð.Þolir 40°C frost.

Ágrætt á grunnstofnMyrobolana.

Prunus domestica ‘Smedman’Zone 3 – 4 í Finnlandi.

Nýlegt yrki fráKorsholmssvæðinu.

Rauð aldin.Ágrætt á grunnstofn

Myrobolana.

Prunus avium ‘Brianskaja’

Zone 2 – 3 í Finnlandi.

Sætkirsi (amareller).Sætkirsuberjayrki eru

almennt ekki einsvetrarharðgerð og súrkirsuberjayrkin

(moreller), en þetta yrkier sagt lofa góðu

í Finnalandi.Ágrætt á grunnstofn

Prunus avium.

Því miður fundustengar myndir.

Prunus cerasus ‘Lettisk låg’Zone 5 í Finnlandi.

Harðgert, lettneskt, runnkennt yrki

Þolir 39°C frost.Berin eru sæt á bragðið.Þroskast í byrjun júlí.

Runninn verður um 1,5 m hárog álíka á breidd.

Hægt að fjölga með sumargræðlingum.

Þarf sólríkan vaxtarstað ogkalkríkan jarðveg.

Er á eigin rót. .

Prunus cerasus ‘Rauhala’Fin E planta.

Zone 4 í Finnlandi.

Fullt yrkisheiti er‘Rauhala Morelli’

Harðgert finnskt yrki semfannst í Pihtipudas.

Sennilega gamalt yrkisem kom upp af sjálfsáningu.

Aldin er dökkrauttog súrt (syrliga) á bragðið.

Ágrætt á grunnstofn af Prunus avium.  

Því miður fundustengar myndir.

Prunus cerasus ‘Fanal’ frá Dk.Zone 1 – 3 í Svíþjóð.

Stendur sig samt vel á Íslandi!Yrkið hét áður ‘Heimanns Konserva’

Þrífst vel hérlendis á skjólgóðumsólríkum stað. Gefur aldin sem

þroskast frá byrjun ágúst til októberhérlendis, fyrst næst húsveggnum.Miðlungsstórt tré, breið og slútandikróna, grannar greinar. Gefur aldin

snemma. Ein uppskerumestasúrkirsuberjasortin. Aldin miðlungs-

stórt, dökkfjólurautt og aldinkjöteinnig fjólurautt, safaríkt, í súrara lagi

og bragðmikið. Sjálfsfrjótt yrki!Ágrætt á grunnstofn af Prunus avium.

Prunus ‘Silvast’ krikonZone 4 í Finnlandi.

Vetrarharðgert héraðsyrki frá Jeppo í norðursænska

Österbotten.Sæt, safarík, blálilla aldin,

sem þroskast snemma (ágúst).Blómstrar snemma.

Eitt harðgerðasta “krikonið”?Ágrætt á grunnstofn af

Myrobolana. .

Vitis ‘Supaga’Zone 3- (4) í Finnlandi.

Þarf sólríkan suðurvegg í Finnlandi.Yrkið er frá baltnesku löndunum

og er sjálffrjóvgandi.Þolir 25°C frost.

Aldin þroskast snemma.Ljósgul ber í gisnum klösum,

sæt á bragðið. Þarf súran jarðveg.

Vitis ‘Zilga’Zone 4 í Finnlandi.Zone 5-6 í Svíþjóð.

Sjálffrjóvgandi lettneskt yrki.Þolir 35°C frost. Verður

2-4 metra hátt á vegg. Berin erusmá, ilmandi, sæt á bragðið,dimmblá-himinblá í stórumklösum. Gefur 25-30 kg af

berjum pr. runna.Þarf súran jarðveg.

UPPSELT

Actinidia kolomitka ‘Annikki’Zone 6 í Finnlandi.

Kallað minikiwi enda af sömuættkvísl. Yrkið er kvenkyns ogþarf karlplöntu á móti sér, t.d. venjulega Actinidia kolomitka,

þessa sem fær bleiku blaðendana.Í Finnlandi þarf yrkið sólríkan

suðurvegg til að gefa uppskeru. Aldinið er smátt, en sætt á bragðið

og ilmandi, borðað ferskt.Er sætara á bragðið en kiwialdinin

sem fást í búðunum. .

Amelanchier alnifolia ‘Thiessen’Zone 5-6 (8) í Finnlandi.

Verður um 1,5-2 metra hár og breiðurrunni og fær sterka haustliti.

Blómstrar snemma. Aldin þroskast í júlí og fram í september. Þarf aðtína þau af í nokkrum áföngum.

Þau eru sætsúr á bragðið.Yrkið ‘Thiessen’ er með stór aldin.Íslenskar hlíðaramalsplöntur eru einnig til ræktaðar upp af fræi, oggefa heilmikla uppskeru sum árin.

.

Hippophae rhamnoides‘Bornia Guldklimp’ B6

Zone 4 í Finnlandi.

Verður um 2-3 metra hár ogbreiður runni, næstum þyrnalaus.Kvenplanta sem þarf karlplöntu,

að ég held.Gekk því miður illa að finnaupplýsingar um það, en þær

Koma frá framleiðandanum seinna.

.

Aronia mitschurinii ‘Viking’Zone 3-4 í Finnlandi.

Zone 6 í Svíþjóð.

Svört vítamínrík ber íágúst-september, á 1,5 metra

háum og breiðum runna.Fær sterka haustliti.

Yrkið er tegundablendingur.(Aronia prunifolia x )

Rubus alleghaniensis ‘Sibirisk’Síberísk bjarnarber.

Zone 4 – 6 í Finnlandi.

Ættað frá Baikalhéraði í Síberíu.Þarf sólríkan stað við húsveggeða sólarmegin við stein/bjarg.

Getur orðið 2 metra breiður með löngumgreinum! Berin dökkrauð til svört

bragðgóð fersk. Þroskast í 1. viku ágúst.Greinar sem hafa borið aldin, þarf að klippa

burt, eins og gert er á hindberjarunnum.

Vaccinium corymbosum ‘North Blue’Zone 4 – (5) í Finnlandi.

Zone 3 – 7 í Norður-Ameríku.

Yrki frá University of Minnesota. Þarf sólríkan, skjólgóðan stað, létta,

húmusríka, súra jörð, pH 4,5-5,5.Þrífst vel í upphækkuðum beðum meðsvörtu plasti eða ofnum svörtum dúk,sem hylur jarðveginn. Yrkið er 90%

sjálffrjóvgandi, breiðvaxinn runnium 3 fet á hæð. Berin stór, sæt, bláog mild á bragðið. Gefur 6 lítra af

berjum af einum runna. Þolir 35°C frost. Fær rauðan haustlit.

.

Vaccinium angustifolium‘North Sky’Zone 5 í Finnlandi.

Zone 3 – 7 í Norður-Ameríku.

Yrki frá University of Minnesota. Þarf sólríkan, skjólgóðan stað, létta,

húmusríka, súra jörð, pH 4,5-5,5.Þrífst vel í upphækkuðum beðum meðsvörtu plasti eða ofnum svörtum dúk,sem hylur jarðveginn. Yrkið er 100%

sjálffrjóvgandi, lágvaxinn breiður runniaðeins um 2 fet á hæð. Berin sæt og

mild á bragðið, döggvuð blá.Þroskast um viku á eftir ‘North Country’

Fær skærrauðan haustlit.

.

Vaccinium angustifolium ‘North Country’Zone 5 í Finnlandi.

Zone 3 – 7 í Norður-Ameríku.

Yrki frá University of Minnesota. Þarf sólríkan, skjólgóðan stað, létta,

húmusríka, súra jörð, pH 4,5-5,5.Þrífst vel í upphækkuðum beðum meðsvörtu plasti eða ofnum svörtum dúk,

sem hylur jarðveginn. Yrkið þarf annaðfrjógefandi yrki. Lágvaxinn breiður runniaðeins um 1-2 fet á hæð og dreifir úr sér.

Berin sæt og mild á bragðið, blá.Uppskeran um 2 – 4 lítrar af berjum á runna.

Fær dumbrauðan haustlit.

Því miður fundustengar myndir.

Vaccinium angustifolium ‘Alvar’Fin E-planta.

Zone 3 – 4 í Finnlandi.

Um 1 metra hár og breiður runni.Berin eru stór, blá, sæt og mild á

bragðið. Hefur verið flutt inn áðurog lifir vel á sólríkum stað í skjóli.

Ekki heyrt um uppskeru ennþá.Yrkið gefur mesta uppskeru viðkrossfrjóvgun með öðru yrki,

t.d. finnska yrkinu ‘Aino’.

Vaccinium angustifolium ‘Aino’Fin E-planta.

Zone 3 – 4 í Finnlandi.

Um 80-90 cm hár og breiður runni.Berin eru stór, blá, ilmandi, sæt og mild á bragðið. Hefur verið flutt

inn áður og lifir vel á sólríkum stað í skjóli.

Ekki heyrt um uppskeru ennþá.Yrkið gefur mesta uppskeru viðkrossfrjóvgun með öðru yrki,

t.d. finnska yrkinu ‘Alvar’ .

Rheum rabarbarum ‘Vinrabarber’ frá Dk.

Harðgert og auðræktað rabarbarayrkimeð vínrauðum stilkum, sem eru rauðir

í gegn. Þarf þá ekki að setja litarefnií sultuna! Einnig góður til víngerðar.Þarf djúpan og frjóan jarðveg og gefuruppskeru þrisvar á ári, ef er vel hirtur

og nægur áburður gefinn.

Pantanir er hægt að senda á netfangið natthagi@centrum.isGefið upp nafn, heimilisfang og hvernig greiðsla fer fram.Hægt er að sækja plönturnar í Nátthaga í fyrsta lagi frá og með helginni 15-16. mars. Plönturnar eru geymdar í kaldri skemmuog afgreiddar þaðan. Það þarf að geyma þær á svipaðan háttfram að gróðursetningu um leið og tíðarfar leyfir.Gott að hringja á undan í 6984840 svo að maður sé við.

top related