almería - handbók

12
Almería Velkomin til

Upload: ferdaskrifstofa-islands

Post on 11-Mar-2016

248 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Handbók Úrvals Útsýnar um Almería á Spáni.

TRANSCRIPT

Page 1: Almería - Handbók

AlmeríaVelkomin til

Page 2: Almería - Handbók

2

ALMERÍA

Page 3: Almería - Handbók

Velkomin til Almería, Roquetas del Mar

Úrval útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir bjóða farþega sína velkomna til Roquetas del Mar. Fararstjórar verða ykkur innan handar á meðan á dvöl ykkar stendur. Viðtalstímar eru á gististöðum okkar og þjónustusíminn er opinn á auglýstum tíma. Hikið ekki við að hafa samband á viðtals- eða síma tímum, en þeir eru nánar auglýstir í upplýsinga möppum sem eru á öllum okkar gististöðum.

Í upplýsingamöppunni má finna þjónustu og neyðarsímanúmer fararstjóra. Góðar lýsingar á skoðunarferðum og hagnýtar upplýsingar er einnig að finna í upplýsinga-möppunum. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og skoða möppurnar. Í möppunum eru allar upplýsingar og tilkynningar varðandi brottfarir, ferðir og önnur atriði sem farþegar gætu þurft að vita.

Við vonum að dvölin verði ánægjuleg og uppfylli væntingar ykkar.

Skoðunarferðir og áhugaverðir staðir

SKOÐUNARFERÐIRFjölbreyttar skoðunarferðir eru í boði á Almería svæðinu. Upplýsingar um þær ferðir sem eru í boði hverju sinni er að finna í upplýsingamöppum á gisti stöðunum. Íslenskur fararstjóri er í flestum ferðum og eru þær því góð leið til að kynnast svæðinu enn betur. Athugið að ferðir geta breyst, fallið niður og/eða aðrar komið í staðinn. Bóka þarf í ferðir með dagsfyrirvara, í viðtalsímum eða í gegnum þjónustusímann. Boðið er uppá ferðir til Granada í Mini Hollywood og margt fleira.

Á EIGIN VEGUMÁ Almería svæðinu gilda almennar umferðar-reglur og lög. Rétt er að taka fram að á hring torgum er það ytri hringurinn sem á réttinn. Beltisskylda er í fram- og aftur-sætum og ávallt skal hafa meðferðis öku skírteini og vegabréf. Ekki er leyfilegt að tala í GSM síma undir stýri, nota skal hand frjálsan búnað. Á Almería svæðinu eru fjölmargir áhugaverðir staðir sem gaman er að heimsækja. Yfirleitt eru ágætar merkingar og tiltölulega auðvelt er að aka um svæðið. Hér á eftir er minnst á nokkra áhugaverða staði sem gaman er að kanna á eigin spýtur.

MARIO PARKMario Park í bænum Roquetas del Mar er skemmtilegur vatnsleikjagarður. Þar er mikið úrval af ýmiskonar vatnsleiktækjum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

AQUARIUMAquarium er skemmtilegur sjávargarður þar sem við sjáum m.a. hákarla og auk þess er þar að finna fjöldann allan af spennandi fiskum.

ALMERÍA

3

Page 4: Almería - Handbók

MINI HOLLYWOODMini Hollywood er garður fyrir unga sem aldna. Kúrekaþorp og dýragarður. Einnig eru margar fjölbreyttar sýningar allan daginn, t.d. kúrekasýning, Cancan dansar og fugla-sýning. Garðurinn er mjög skemmtilegur.

MOJACÁRMojácar er týpist andalúsíkst þorp sem hefur að geyma arabíska menningu. Þetta litla einstaklega fallega þorp veitir sýn inn í arfleið svæðisins. Sérstakt byggingarform á húsum í Mojácar vekur athygli þar sem þau hanga í brattri hlíðinni.

ÞJÓÐGARÐURINNCABO DE GATA-NIJARÞjóðgarður sem státar af fallegu grófu lands lagi, fallegum ströndum, saltnámu og miklu fuglalífi. Einnig má skoða safn sem segir frá sögu svæðisins og lýsir þeim fuglum og jarðhreyfingum sem hafa átt sér stað þarna. Nijar er bær rétt við þjóðgarðinn og er þetta mjög fallegur bær. Þar er mikið um handunnar vörur, bastvörur og keramik.

ALMERÍAAlmería er fallegur bær með um 190.000 íbúum. Marga áhugaverða staði er hægt að skoða í Almería eins og t.d. dómkirkjuna Santa Ana sem er er frá 15 öld og kastalann Alcazaba. Kastali er frá 9 og 10 öld og svo hluti frá 15 og 16 öld. Einnig er hægt að skoða neðanjarðarbyrgi sem eru frá borgara stríðinu á Spáni. Þessi byrgi voru byggð í byrjun árs 1936.

Markaðir

Útimarkaðurinn í Roquetas de Mar er fyrstu þrjá fimmtudagana í mánuðinum á götu sem heitir Avenida Union Europea sem er gatan fyrir neðan verslunarmiðstöðina. Gran Plaza markaðurinn er opinn frá kl. 9:00 til 13:00. Strætisvagn nr. 1 gengur frá öllum hótelunum að markaðnum, leigubíll kostar frá 6-12 evrur frá gististöðum.

Flóamarkaðurinn Rastro „Plaza de Toros“, er alltaf fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Strætisvagn nr. 1 stoppar nálægt Plaza de Toros (nautahringurinn).

ALMERÍAÚtimarkaðurinn í Almería er við Campo de Futbol á þriðjudögum frá kl. 09:00 til 13:00 og við Plaza de Toro á föstudögum frá kl. 09:00 til 13:00.

VICARÍ Vicar er útimarkaður á sunnudögum frá kl. 09:00 til 13:00.

AGUADULCEÚtimarkaður er á laugardögum í Aguadulce frá kl. 09:00 til 13:00 strætisvagn númer 1 gengur þangað. Markaðurinn er við Plaza Ramón y Cajal. EL TOYOLítill útimarkaður er í júlí og ágúst í El Toyo niður við ströndina á kvöldin.

Nánari upplýsingar um markaðina má finna í upplýsingamöppu sem er á gististöðunum.

NAUTAATNautaatshringur er í Almería og Roquetas del Mar. Miðar á nautaat eru seldir á ferðaskrifstofum og við inngaginn. Nautaat er yfirleitt á sunnudögum og hátíðisdögum í júlí og ágúst. Í ágúst er hátíð í Almería og er þá nautaat á hverjum degi í 5 daga.

Almennar upplýsingar

APÓTEKApótek heita „Farmacia“ á spænsku og eru merkt með grænum krossi á hvítum fleti.Apótek eru opin frá kl. 09:00 – 20:00 alla virka daga. Á laugardögum eru apótek opin frá kl. 10:00 – 14:00. Það er alltaf næturvakt í einhverju apóteki og á sunnudögum er alltaf eitt apótek opið. Finna má upplýsingar um það í glugga apótekanna.

4

ALMERÍA

Page 5: Almería - Handbók

BANKARBankar eru nánast á hverju götuhorni en opnunartímar þeirra eru frá kl. 08:30 – 14:00 alla virka daga. Allir ferðatékkar eru stílaðir á einn ákveðin banka, vinsamlegast leitið hann uppi og skiptið ferðatékkum þar. Ef þið skiptið ferðatékkum á gististöðum þá taka þeir alltaf einhverja þóknun 3 – 10%. Hraðbanka er auðvelt að nota og eru þeir víða. Notið hraðbanka á gististöðum eða þar sem banki er fyrir innan. Takið peninga út að degi til en ekki seint á kvöldin eða nóttunni. Pin númer má ekki slá rangt oftar en 2svar sinnum því þá gleypir hraðbankinn kortið og erfitt getur verið að fá það til baka. Gætið að því að ekki sé einhver að horfa á þegar þið sláið inn pin númerið.

BÍLALEIGUBÍLARHægt er að leigja sér bílaleigubíl fyrir milli göngu fararstjóra. Íslenskt ökuskírteini nægir. Munið að panta bíl með góðum fyrir vara. Við mælum með TROPICAR bíla leigunni. Nánari upplýsingar má finna í upp lýsingarmöppunni, t.d. verð og bíla-tegundir. Lágmarksaldur bílstjóra er 21 árs. Innan bæja og borga er hámarkshraði 60 km/klst nema annað sé tekið fram á umferðar skiltum. Hámarkshraði á sveita-vegum er 90 km/klst, á hraðbrautinni er hámarkshraði 120 km/klst. Ekki er leyfi legt að tala í GSM síma undir stýri, nota skal handfrjálsan búnað. Í Almería og Roquetas del Mar er bílastæðagjald greitt í sérstaka vél

og kvittuninni komið fyrir í framrúðu bílsins þar sem hún sést vel. Ef línurnar eru bláar eða gular þá þarf að greiða gjald fyrir bílastæði.

Skiljið ALDREI eftir verðmæti í bílnum.

DRYKKJARVATNRáðlagt er að kaupa neysluvatn. Vatnið í krönunum er ekki skaðlegt, en það er ekki gott á bragðið og ekki æskilegt að nota það til matargerðar. Agua sin gas er venjulegt vatn og Agua con gas er kolsýrt vatn.

GLERAUGUEf þið þarfnist gleraugna en hafið ekki tilvísun frá augnlækni er hægt að láta mæla sjónina hjá sjóntækjafræðingum hér. Gler augna-verslanir er að finna víða. Leitið upplýsingar hjá fararstjórum.

GREIÐSLUKORTFlestir stórmarkaðir og veitingastaðir taka greiðslukort. Varist þó að borga með greiðslu kortum í prúttverslunum. Hægt er að taka út peninga á greiðslukort í hrað bönkum, með pin númeri. Vinsamlegast notið hrað-banka þar sem banki er fyrir innan. Athugið að varðveita aldrei kort og pin númer á sama stað. Ef kort tapast skal tilkynna það strax til viðkomandi korta fyrirtækis á Íslandi.

SÍMANÚMERVISA: 00 354 525 2000.Mastercard: 00 354 550 1500.

GISTISTAÐIRNauðsynlegt er að kynna sér vandlega reglur gististaða og virða þær sem og taka tillit til annarra gesta. Ekki má vera með hávaða frá kl. 23:00 til kl. 09:00 næsta morgun. Hverri íbúð á að fylgja nægilegt magn af eldunaráhöldum og borðbúnaði miðað við fjölda í gistingu. Ef eitthvað vantar uppá talið þá við gestamóttöku. Upp þvotta bursti, uppþvottalögur, sápa, borðtuska og viskastykki fylgja yfirleitt ekki íbúðum. Gestir

ALMERÍA

5

Page 6: Almería - Handbók

eru minntir á að ganga frá reikningum við gestamóttöku daginn fyrir brottför.

GOLFFjöldi golfvalla er í nágrenni Roquetas del Mar, Almería og El Toyo. Leitið upplýsinga hjá fararstjórum eða í upplýsingamöppu sem er á öllum gististöðum.

INTERNETNokkri gististaðir bjóða farþegum sínum að komast á netið gegn vægu gjaldi. Tölvur eru yfirleitt staðsettar í gestamóttökunni. Einnig er hægt að fara með tölvuna sína á staði sem bjóða upp á „heitan reit“. Einnig eru internet kaffi víða.

KAFFI/MJÓLKÁ veitingastöðum og börum er kaffi borið fram á eftirfarandi hátt:Cafe solo - sterkt kaffi í litlum bolla.Cafe cortado - sterkt kaffi í litlum bolla með dálítilli mjólk.Cafe con leche - kaffi í stærri bolla með flóaðri mjólk.

Athugið að mjólk sem ekki er geymd í kæli er eins konar G mjólk. Fersk mjólk er geymd í kæli og heitir „leche de día“ Léttmjólk heitir „leche semi desnatada“Undarenna heitir „leche desnatada“.

LEIGUBÍLARLeigubíla er auðvelt að fá. Þeir aka með gjaldmæli í gangi. Laus leigubíll þekkist á því að grænt ljós logar á þakinu. Hótel afgreiðslur panta leigubíl ef óskað er. Einnig eru leigubílastöðvar víða í kringum gisti staðina. Gott er að leggja á minnið númer hvað leigubíllinn er, því ef eitthvað gleymist í bílnum er nauðsynlegt að vita númer bílsins. Einnig er gott að spyrja um verð áður en haldið er af stað með leigubílnum.

LÆKNISÞJÓNUSTALeitið aðstoðar fararstjóra ef upp koma

veikindi eða slys. Fararstjórar eru til aðstoðar ef þess er óskað hringið þá beint í neyðarsímann. Upplýsingar um lækni má finna í upplýsingamöppum sem er á öllum hótelum og er merkt Úrval Útsýn, Sumar-ferðir eða Plúsferðir. Einkarekin sjúkra hús eru í Almería, m.a. Clinica Mediterraneo. Síminn þar er 950 62 10 63. Einnig er hægt að hringja í lækni sem kemur á hótelið í síma 950 20 60 80, eða hringja beint í neyðarsíma hjá fararstjóra. Ríkisrekin neyðar þjónusta er í Roquetas del Mar og í Almería.

MAGAVEIKIMeð breyttu mataræði, sól og hita gera meltingartruflanir oft vart við sig. Varist að drekka of kalda drykki í sólinni og sleppið ísmolum. Í apótekunum fást lyf sem stoppa niðurgang, Fortasec og Immodium. Einnig er Fernet Branca líkjörinn stemmandi.Athugið: Dragið ekki að leita til læknis ef um alvarleg veikindi er að ræða svo sem matareitrun/sýkingu. Vinsamlegast hafið samband beint við fararstjóra eða lækni.

MOSKÍTÓFLUGURÞessi litla fluga sem varla sést getur verið hvimleið og bit hennar angrað marga. Flugan lætur mest á sér bera í ljósaskiptum. Í matvörubúðum og apótekum er hægt að kaupa moskítófælur sem stungið er í samband. Best er að kaupa moskítófælu sem er með vökva þá er hægt að hafa tækið í gangi allan sólarhringinn. Úr tækinu kemur lykt sem flugan forðast. Til eru áburðir sem hægt er að bera á áður en fólk fer út á kvöldin sem ver fólk fyrir bitum (AUTAN). Einnig eru til krem í apótekinu sem minnka kláða.

RAFMAGNÁ Spáni er rafmagnsstraumur 220 volt eins og heima á Íslandi.

SÍMITil Íslands er hringt þannig: valið 00 út úr

6

ALMERÍA

Page 7: Almería - Handbók

landinu þá 354 fyrir Ísland og síðan síma-númerið. Það er dýrt að hringja frá hótelinu, hótelin taka aukalegt gjald. Það er ódýrara að fara í símaklefa út á götu, setja þarf 3 evrur í byrjun símtals.

SJÓBÖÐVið strendurnar er lítið sem ekkert eftirlit eða strandgæsla. Hins vegar er flaggað á ströndunum á hverjum degi til að gefa til kynna ástand sjávar og hvort óhætt sé að baða sig eða ekki. Grænn fáni: ládeyða, gott baðveðurGulur fáni: aðgát skal höfð Rauður fáni: bannað að fara í sjóinn, getur varðað sektum.Farið varlega þegar farið er út í sjó. Gott er að eiga plastskó til að geta farið í þegar farið er í sjóinn. Oft getur verið mikil undiralda, farið því varlega.

SJÓNVÖRPFlestir gististaðir eru með sjónvarp. Á sumum gististöðum þarf að greiða fyrir notkun á sjón varpinu. Hægt er að leigja sjónvörp á meðan á dvöl stendur gegn vægu gjaldi.

SÓLBÖÐ/BRUNIÁstæða er til að fara varlega í sólböð, gott er að byrja á vörn númer 30. Verið stutt í sólinni fyrstu dagana. Æskilegt er að nota höfuðföt til að hlífa kollinum. Varast skal að vera í sólbaði á heitasta tímanum sem er kl. 14:00 – 16:00. Við sólbruna er gott að nota Aloe Vera áburðinn og einnig hreint jógúrt. Ef farþegar brenna illa þarf að leita læknis.

STUNDVÍSIVið biðjum farþega okkar sem eru að fara í skoðunarferðir um að sýna okkur þolin-mæði, en við reynum að vera stundvís á hótelin en það getur komið fyrir að þið þurfið að bíða eftir okkur. Yfirleitt er biðin þó ekki lengur en 15 mínútur.

ALMERÍA

7

Page 8: Almería - Handbók

STRÆTISVAGNARStrætisvagnarnir eru ljósgrænir og ljósgulir eða bláir og grænir.

Strætisvagn númer 1, einnig stundum merktur Aguadulce, gengur á milli Roquetas del Mar og Aguadulce á ca 50 mín. fresti. Þessi vagn stoppar við verslunarmiðstöðina í Roquetas del Mar.

Strætisvagn númer 2, einnig stundum merktur Almería eða Las Salinas, gengur á milli Roquetas del Mar og Almería á ca 50 mín. fresti.

Strætisvagn frá El Toyo til Almería stoppar rétt við hótelin og gengur hann á ca. 60 mín. fresti.

Nánari upplýsingar um strætisvagna má finna í upplýsingamöppu.

TANNLÆKNARTannlæknastofur má finna í Roquetas del Mar og Almería. Ef leita þarf til tannlæknis þá vinsamlegast hafið samband við farar stjóra í neyðarsíma eða við gesta-móttöku hótelanna.

TRYGGINGARÖllum er ráðlagt að huga að ferða-tryggingum áður en lagt er af stað í ferðalag

og athuga að allir fjölskyldumeðlimir séu vel tryggðir. Kynnið ykkur vel tryggingar-skilmála. Athugið að ferða og slysa-tryggingar kortafyrirtækja eru mismunandi eftir kortum. Áríðandi er að halda saman öllum reikningum fyrir lækna-, lyfja- og aksturskostnaði og fá síðan endurgreitt þegar heim er komið. En athugið að hjá sumum tryggingarfélögum er sjálfsábyrgð um 15 til 20 þúsund krónur. Um innlagnir á sjúkrahús gilda aðrar reglur. Athugið að íslensk tryggingarkort frá Tryggingarstofnun Ríkisins gilda aðeins á ríkisreknum heilsu-gæslustöðvum og spítölum.

UPPLÝSINGAMÖPPURÍ öllum gestamóttökum er að finna upp lýsingamöppu frá ferðaskrifstofunni og í henni eru hagnýtar upplýsingar og allar þær tilkynningar sem fararstjórar þurfa að koma til farþega. Það er góð regla að líta í möppuna daglega. Vinsamlegast takið möppuna EKKI með ykkur upp á herbergi.

VERSLANIRVerslanir eru almennt opnar frá kl. 10:00 – 13:30 og 16:30 – 21:00 alla daga nema sunnudaga. Verslunarmiðstöðvarnar í Roquetas del Mar og Almería eru opnar frá kl. 10:00 – 22:00 alla daga nema sunnudaga

8

ALMERÍA

Page 9: Almería - Handbók

(opið frá miðjum júli og fram í byrjun september á sunnudögum). Stórir matvöru-markaðir eins og Mercadona og Margar eru opnir frá kl. 09:30 – 21:00 alla daga nema sunnudaga.

VARÚÐ/ÞJÓFNAÐURÞví miður er alltaf eitthvað um vasa- og handtöskuþjófnað. Helst ber á því í mannmergð eins og á mörkuðum, strætó, ströndinni og á götum borga. Hafið peninga eða veski aldrei í rassvasanum. Hengið ekki handtösku á stólbak eða leggið hana frá ykkur. Ekki skilja eftir verðmæti í bílum. Takið aldrei með ykkur verðmæti á ströndina.

ÞJÓRFÉEf þið eruð ánægð með þjónustu á veitinga-stöðum er til siðs að gefa 5 – 10% þjórfé. Herbergisþernum er ágætt að gefa 6 til 10 evrur á viku, en athugið að enginn er skyldugur að gefa þjórfé.

ÞRIFRæstingarkonur sjá um að þrífa borð og gólf, búa um rúm, taka rusl og skipta á sængurfötum og handklæðum. Annað er ekki í þeirra verkahring. Ræstingarkonur eiga ekki að taka til í íbúðinni og ekki að vaska upp. Ef skór, föt og annað dót er á gólfunum er þeim gert erfiðara fyrir með þrifin. Ef drasl á gólfum er yfirgengilega mikið ber þeim ekki skylda til að þrífa gólfin.

ÖRYGGISHÓLFÞau heita CAJA FUERTE á spænsku og á ensku SAFETY BOX. Við viljum benda farþegum á að geyma gjaldeyri, vegabréf, farseðla og önnur verðmæti í öryggishólfum sem fást leigð hjá hótelafgreiðslunni gegn vægu gjaldi. Athugið að farþegar bera sjálfir ábyrgð á lyklinum að öryggishólfinu.

ALMERÍA

9

Page 10: Almería - Handbók

Orðabelgur

Já . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . SiNei . . . . . . . . . . . . . . . . . . . NoHalló . . . . . . . . . . . . . . . . . . HolaGóðan dag ( morgun) . . . Buenos díasGott kvöld . . . . . . . . . . . . . Buenas nochesGóða nótt . . . . . . . . . . . . . Buenas noches/ Hasta mananaBless . . . . . . . . . . . . . . . . . AdíosHvernig hefurðu það? . . . Como éstas?Gott . . . . . . . . . . . . . . . . . . BuenoTakk . . . . . . . . . . . . . . . . . . GraciasAfsakið . . . . . . . . . . . . . . . . PerdónViltu vera svo góður! . . . . Por favor Allt í lagi . . . . . . . . . . . . . . Todo bienVatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . AguaKaffi . . . . . . . . . . . . . . . . . . CaféMjólk . . . . . . . . . . . . . . . . . LecheTe . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . TéGull . . . . . . . . . . . . . . . . . . . OroSilfur . . . . . . . . . . . . . . . . . PlataLeður . . . . . . . . . . . . . . . . . CueroHvað kostar þetta? . . . . . Cuanto vale ?Lokað . . . . . . . . . . . . . . . . . CerradoOpið . . . . . . . . . . . . . . . . . . AbiertoBréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . CartaFrímerki . . . . . . . . . . . . . . . SelloApótek . . . . . . . . . . . . . . . . FarmaciaBanki . . . . . . . . . . . . . . . . . BancoHvað er klukkan? . . . . . . Qué hora es ?Hvenær? . . . . . . . . . . . . . . Cuando ?Flugvöllur . . . . . . . . . . . . . AeropuertoStrætisvagn . . . . . . . . . . . Autobus /Gua-guaVinstri . . . . . . . . . . . . . . . . . IzquierdaHægri . . . . . . . . . . . . . . . . DerechaBeint áfram . . . . . . . . . . . RectoEpli . . . . . . . . . . . . . . . . . . ManzanaAppelsína . . . . . . . . . . . . NaranjaBanani . . . . . . . . . . . . . . . PlátanoJarðaber . . . . . . . . . . . . . FresasTómatar . . . . . . . . . . . . . . TomatesAgúrka . . . . . . . . . . . . . . . Pepino Súpa . . . . . . . . . . . . . . . . . SopaKjúklingur . . . . . . . . . . . . PolloFiskur . . . . . . . . . . . . . . . . PescadoKjöt . . . . . . . . . . . . . . . . . . Carne

TÖLUORÐ:1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Uno2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Dos3 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tres4 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Quatro5 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Cinco6 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Seis7 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Siete8 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ocho9 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nueve10 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Diez

VIKUDAGARNIRMánudagur . . . . . . . . . . . LunesÞriðjudagur . . . . . . . . . . . MartesMiðvikudagur . . . . . . . . . MiercolesFimmtudagur . . . . . . . . . JuevesFöstudagur . . . . . . . . . . . ViernesLaugardagur . . . . . . . . . . SabadoSunnudagur . . . . . . . . . . Domingo

Fararstjórar Sumarferða, Úrvals Útsýnar og Plúsferða vona að þið eigið ánægju-lega daga hér í Almería.

10

ALMERÍA

Page 11: Almería - Handbók

ALMERÍA

11

Page 12: Almería - Handbók