handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... ·...

56
Þverfaglegt framhaldsnám við Læknadeild HÍ Meistaranám í talmeinafræði Handbók nemenda 2010-2012

Upload: others

Post on 27-May-2020

13 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 1

Þverfaglegt framhaldsnám við Læknadeild HÍ

Meistaranám í talmeinafræði

Handbók nemenda 2010-2012

Page 2: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 2

Efnisyfirlit Inngangur ......................................................................................................................................................... 4

Meistaranám í talmeinafræði ........................................................................................................................... 5

Forkröfur til að geta hafið meistaranám í talmeinafræði við HÍ ...................................................................... 6

Námskeið kennd í meistaranámi ...................................................................................................................... 7

LÆK102F Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema ......................................... 8

TAL101F Taugalíffærafræði fyrir talmeinafræði ........................................................................................... 9

TAL102F Málhömlun barna I ...................................................................................................................... 10

TAL103F Málhömlun fullorðinna I .............................................................................................................. 11

TAL104F Greining og meðferð á tal- og málmeinum – Vísindaleg vinnubrögð og tengsl við vettvang ..... 12

TAL201F Málhömlun barna II .................................................................................................................... 13

TAL203F Málhljóða- og framburðarröskun barna ...................................................................................... 14

TAL204F Inngangur að heyrnarfræði og talþjálfun heyrnarskertra........................................................... 15

TAL205F Málhömlun fullorðinna II ............................................................................................................ 16

TAL206F Skarð í gómi og vör ..................................................................................................................... 17

TAL207F Starfsnám .................................................................................................................................... 18

TAL208F Snemmtæk íhlutun ..................................................................................................................... 19

Vinnulag og ástundun í námi .......................................................................................................................... 20

Vettvangsheimsóknir nema í talmeinafræði, almennt ................................................................................... 21

Vettvangsheimsóknir nema í talmeinafræði .............................................................................................. 22

Samantekt á klukkustundum í vettvangsheimsóknum .............................................................................. 23

Heimsóknir talmeinafræðinema á vettvang ............................................................................................... 24

Starfsnám nema í talmeinafræði við Læknadeild Háskóla Íslands ................................................................. 26

Almennt: ..................................................................................................................................................... 26

Hlutverk leiðbeinandans á fyrstu önn í starfsþjálfun: ................................................................................ 27

Hlutverk nemandans á fyrstu önn starfsþjálfunar: .................................................................................... 28

Page 3: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 3

Mat leiðbeinanda á frammistöðu nema ..................................................................................................... 29

Mat á samskiptafærni, faglegri færni og fleira. .......................................................................................... 30

M.S. ritgerð í talmeinafræði .......................................................................................................................... 31

Vinnuferlar og tímaáætlun ........................................................................................................................ 32

Hugmynd að rannsóknarviðfangsefni ........................................................................................................ 33

Meistaraprófsnefnd: Leiðbeinandi og sérfræðingar ................................................................................ 34

Meistararitgerð í talmeinafræði við Læknadeild Háskóli Íslands ............................................................... 35

Leiðsagnarfundur – fundargerð .................................................................................................................. 35

Vinnuferli meistaraverkefnis meistaranema í talmeinafræði .................................................................... 37

Rannsóknaráætlun ..................................................................................................................................... 38

Frágangur meistararitgerða frá læknadeild ............................................................................................... 39

Mat á lokaverkefnum til meistaraprófs - helstu viðmið ............................................................................. 43

Vinnuferli fyrir meistarprófsverkefni .......................................................................................................... 44

Reglur um meistaranám við Háskóla Íslands í talmeinafræði, nr. 972/2009 .............................................. 45

Talmeinafræðingur er lögverndað starfsheiti ................................................................................................ 49

REGLUGERÐ .................................................................................................................................................... 50

Siðareglur Félags talkennara og talmeinafræðinga ........................................................................................ 53

Ýmsar upplýsingar og krækjur ........................................................................................................................ 56

Page 4: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 4

Inngangur

Handbók þessi er ætluð meistaranemum í talmeinafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Hún hefur að geyma hagnýtar upplýsingar um flest það sem við kemur náminu. Handbókin er í þróun og smám saman bætast við upplýsingar. Hverjum nemenda er úthlutaður umsjónarkennari í samræmi við reglur Háskóla Íslands um meistaranám í talmeinafræði. Vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara ef spurningar vakna um óljós atriði er varða námið. Nemendum er þó einnig bent á að fletta upp í handbókinni eða leita svara á vefsíðu talmeinafræðinnar: http://www.hi.is/heilbrigdisvisindasvid_deildir/laeknadeild/nam/talmeinafraedi Einnig er vísað í handbók nýnema: http://www.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid/almennt/HSK_Nynemab__klingur_2009-2010.pdf

Page 5: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 5

Meistaranám í talmeinafræði

Um er að ræða tveggja ára (fjögurra missera) þverfræðilegt, rannsóknartengt nám í talmeinafræði, auk

starfsþjálfunar. Námið er 120 e og telst fullgilt MS-próf. Inntökuskilyrði eru BA/BS/BEd-próf með fyrstu

einkunn.

Meistaranám í talmeinafræði skiptist í námskeið í skyldukjarna (90 ECTS) sem ákveðin eru af námsstjórn og tilgreind í kennsluskrá, eða sambærileg námskeið sem námsstjórn samþykkir sem valnámskeið. Auk þess lokaverkefni (30 ECTS), starfsþjálfun og málstofur. Við lok fyrsta námsárs skal nemandi hafa valið sér leiðbeinanda fyrir rannsóknaverkefni og veitir umsjónarkennari aðstoð við valið. Þá skal einnig liggja fyrir lýsing á rannsóknaverkefni og áætlun um framkvæmd þess.

Tekið er inn í meistaranám í talmeinafræði annað hvert ár og takmarkast fjöldi nýrra nemenda við töluna 15.

Markmið námsins er að veita nemendum vísindalega menntun og þjálfun og búa þá fyrst og fremst undir störf talmeinafræðinga á ýmsum vettvangi (t.d. á sjúkrastofnunum, endurhæfingastöðum, á þjónustumiðstöðvum, heilsugæslustöðum, leik- og grunnskólum eða einkareknum talmeinastofum) og vísindastörf af ýmsu tagi. Með náminu skal koma til móts við þarfir samfélagsins um rannsóknir, þjónustu og stefnumótun sem tengist talmeinafræði og efla þekkingu á því sviði.

Námið er skipulagt sameiginlega af Menntavísindasviði, íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði og læknadeild og sálfræðideild á Heilbrigðsvísindasviði. Meistaranám í talmeinafræði er vistað í læknadeild sem hefur umsjón með því og brautskrást nemendur þaðan. Læknadeild annast umsýslu námsins, t.d. upplýsingagjöf til nemenda, tilkynningar, frágang kennsluskrár og slík atriði. Samstarfsdeildir og fræðasvið gera með sér samkomulag um framkvæmd námsins og þróun þess.

Page 6: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 6

Forkröfur til að geta hafið meistaranám í talmeinafræði við HÍ

Nemendur skulu hafa lokið eftirfarandi námskeiðum eða námskeiðum sem metin eru sambærileg af viðkomandi deild Háskóla Íslands, áður en eiginlegt nám í talmeinafræði hefst:

Sálfræði – 30 einingar

Tölfræði I SÁL102G (8e)

Tölfræði II SÁL203G (6e) Þroskasálfræði SÁL414G (10e) Skýringar á hegðun SÁL104G (6e)

Íslenska – 35 einingar

Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði ÍSL407G (5e)

Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði ÍSL408G (5e)

Íslensk setningafræði og merkingafræði ÍSL409G (5e)

Tal- og málmein AMV307M (10e)

Máltaka barna ÍSL407M (10e)

Önnur námskeið en forkröfunámskeiðin og mat á þeim

Önnur sambærileg grunnnámskeið sem nemendur kynnu að hafa í upphafi náms verða metin

sérstaklega, t.d. ef nemandi hefur lokið grunnnámi í talmeinafræði við erlendan háskóla. Nemandi

getur óskað eftir að námskeið sem hann hefur tekið en fellur ekki undir tilgreindar forkröfur verði

metið til fulls. Nemandi þarf að skila inn gögnum um viðkomandi námskeið, námskeiðslýsingu og

lokaeinkunn til læknadeildar fyrir 1. maí eða 1. desember ár hvert. Fulltrúar úr námsbrautarstjórn

taka ákvörðun um mat á námskeiðum og kalla til sérfræðinga eftir þörfum.

Page 7: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 7

Námskeið kennd í meistaranámi

1. önn (haust)

Taugalíffærafræði fyrir talmeinafræði (TAL101F) 6 e

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK102F) 6 e

Málhömlun barna I (TAL102F) 6 e

Málhömlun fullorðinna I (TAL103F) 6 e

Greining og meðferð á tal- og málmeinum – Vísindaleg vinnubrögð og tengsl við vettvang (TAL104F) 6 e

2. önn (vor)

Málhömlun barna II (TAL201F) 8 e

Málhljóða- og framburðarröskun barna (TAL203F) 7 e

Inngangur að heyrnarfræði og talþjálfun heyrnarskertra (TAL204F) 7 e

Málhömlun fullorðinna II (TAL205F) 4 e

Skarð í gómi og vör (TAL206F) 1 e

Snemmtæk íhlutun (TAL208F) 1 e

Starfsnám (TAL207F) 2 e

3. önn (haust)

Stam og flausturmæli (TAL303F) 6 e

Rödd og raddveilur (TAL305F) 6 e

Tal- og kynging (TAL301F) 6 e

Börn með sérþarfir. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir (TAL304F) 6 e

Starfsþjálfun (TAL302F) 4 e

Meistaraprófsritgerð (TAL306F) 2 e

4. önn (vor)

Starfsþjálfun 4 e

Meistaraprófsritgerð 26 e

Page 8: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 8

LÆK102F Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema

Námskeiðslýsing Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Umfjöllunarefni: Vísindaleg aðferð: vísindaheimspeki, rannsóknarferlið, megindlegar og eigindlegar aðferðir. Vísindasiðfræði: Helsinki sáttmálinn, almenn siðfræði vísinda. Aðferðir í rannsóknum: gagna-, heimilda- og upplýsingaöflun, vefsíður, gagnavinnsla. Styrkir og leyfi: umsóknir um rannsóknastyrki, Vísindasiðanefnd, Persónuvernd, Tilraunadýranefnd. Birting á niðurstöðum í skrifuðu og töluðu máli. Gæðastaðlar.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: LÆK102F Deild/Eining: Læknadeild Einingafjöldi: 6 einingar Kennslumisseri: Haust

Umsjón Kennari: Guðmundur Þorgeirsson prófessor Umsjónarkennari: Gunnsteinn Ægir Haraldsson fagstjóri Umsjónarkennari: Helga M Ögmundsdóttir prófessor Umsjónarmaður: Ragna Haraldsdóttir verkefnisstjóri Kennari: Unnur Anna Valdimarsdóttir dósent Kennari: Þórarinn Sveinsson

Page 9: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 9

TAL101F Taugalíffærafræði fyrir talmeinafræði

Námskeiðslýsing Tengsl taugavísinda og talmeinafræði. Miðtaugakerfið, taugafrumur, skynbörkur, sjón, heyrn og jafnvægi, hreyfikerfi, heilataugar, blóðflæði og heilavökvi. Heilabörkur og æðri heilastarfsemi. Myndgreiningar á heila.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL101F Deild/Eining: Læknadeild Einingafjöldi: 6 einingar Kennslumisseri: Haust Kennsluár: 2010-2011

Umsjón Umsjónarkennari: Sigríður Magnúsdóttir dósent

Bækur Subhash C. Bhatnagar: Neuroscience. For the study of Communicative Disorders 3rd ed., 2007. Marian C. Diamond, Arnold B. Scheibel, Lawrence M. Elson: The human brain coloring book, 1985.

Page 10: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 10

TAL102F Málhömlun barna I

Námskeiðslýsing Fjallað um eðli og orsakir málþroskaraskana á fræðilegan hátt ásamt greiningu þeirra. Nemendur kynna sér helstu kenningar og nýjustu fræðilega umfjöllun um málþroskaraskanir. Nemendur þróa með sér þekkingu á nýjustu aðferðum við greiningar á málþroska barna, erfiðleikum tengdum beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði og merkingarfræði.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL102F Deild/Eining: Læknadeild Einingafjöldi: 6 einingar Kennslumisseri: Haust

Umsjón Elín Þöll Þórðardóttir prófessor við McGill University, Kanada

Bækur Paul, R.: Language disorders from infancy through adolescence: Mssessment and intervention (3rd. Ed.), St Louis, MO: Mosby - Elsevier 2007.

Page 11: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 11

TAL103F Málhömlun fullorðinna I

Námskeiðslýsing Áhersla á orsakafræði og mismunandi tegundir málstols og málfræðistols. Lesstol og ritstol kynnt. Greining á málgetu fullorðinna einstaklinga eftir heilablóðfall. Farið í helstu málstolspróf og mikilvægar rannsóknir kannaðar. Tilfellarannsóknir. Meðferð þjálfuð.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL103F Deild/Eining: Læknadeild Einingafjöldi: 6 einingar Kennslumisseri: Haust Kennsluár: 2010-2011

Umsjón Umsjónarkennari: Sigríður Magnúsdóttir dósent

Bækur Nancy Helm-Estabrooks: Manual of Aphasia and Aphasia Therapy, 2nd ed., 2004. Roberta Chapey: Language Intervention Strategies in Aphasia and Related Neurogenic Communication Disorders 4th ed., 2008.

Page 12: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 12

TAL104F Greining og meðferð á tal- og málmeinum – Vísindaleg vinnubrögð og tengsl við vettvang

Námskeiðslýsing Nemendur kynnast helstu próftækjum á sviði tal- og málmeina sem notuð eru af talmeinafræðingum hérlendis. Kynnt verður uppbygging prófa og gildi þeirra í fræðilegum og hagnýtum tilgangi. Nemendur fylgjast með talmeinafræðingum að störfum með heimsóknum á vettvang. Nemendur fá tækifæri til að leggja próf fyrir börn og fullorðna, vinna tölulegar upplýsingar úr prófunum og túlka niðurstöður með gerð meðferðaráætlunar í huga. Nemendur fá innsýn í margvíslegan starfsvettvang talmeinafræðinga. Rýnt verður í aðferðafræði sem tengist talmeinafræði og litið til gagnreyndra aðferða í tengslum við meðferð á tal- og málmeinum. Nemendur læra að lesa vísindagreinar í talmeinafræði með gagnrýnum hætti og að leggja drög að rannsóknaráætlun. Lög og reglugerðir talmeinafræðinga verða kynntar.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL104F Deild/Eining: Læknadeild Einingafjöldi: 6 einingar Kennslumisseri: Haust

Umsjón Umsjónarkennari: Þóra Másdóttir Kennari: Þóra Sæunn Úlfsdóttir Kennari: Þórunn Hanna Halldórsdóttir

Page 13: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 13

TAL201F Málhömlun barna II

Námskeiðslýsing Fjallað er um málþroskaraskanir og tengsl þeirra við lestur og námserfiðleika. Farið er í almenn fræðileg atriði um meðferðir, gagnreyndar meðferðir og mælingu á virkni meðferðar. Nemendur læra að byggja upp meðferðaráætlanir og kynnast helstu leiðum sem eru notaðar við þjálfun barna með málþroskaraskanir. Nemendur öðlast þekkingu og innsýn í íhlutun og meðferð barna með frávik. Hér verða kynnt líkön af þjónustu í skólakerfinu og hvert sé starfssvið talmeinafræðinga innan skólakerfisins.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL201F

Deild/Eining: Læknadeild

Einingafjöldi: 8 einingar

Kennslumisseri: Vor

Umsjón Umsjónarkennari: Jóhanna Einarsdóttir Lektor. Úr starfsmannaskrá

Aðstoðarkennari: Þóra Sæunn Úlfsdóttir . Úr starfsmannaskrá

Page 14: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 14

TAL203F Málhljóða- og framburðarröskun barna

Námskeiðslýsing Farið verður yfir málhljóðatileinkun barna og rýnt í helstu kenningar innan hljóðkerfisfræðinnar sem nýtast talmeinafræðingum í meðferð á framburðarröskunum. Nemendur læra að greina raskanir í málhljóðamyndun og framburði. Mismunandi leiðir í gagnaöflun verða ræddar. Nemendur læra að semja meðferðaráætlun út frá eðli röskunarinnar og kynnast aðferðum sem notaðar eru í meðferð.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL203F

Langt námskeiðsnúmer: 3033TAL203F20110

Deild/Eining: Læknadeild

Einingafjöldi: 7 einingar

Kennslumisseri: Vor

Umsjón Umsjónarkennari: Þóra Másdóttir . Úr starfsmannaskrá

Bækur Bauman-Waengler, J: Articulatory and phonological impairments. A

clinical focus. (3rd ed.), Allyn & Bacon 2007.

Page 15: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 15

TAL204F Inngangur að heyrnarfræði og talþjálfun heyrnarskertra

Námskeiðslýsing Inngangsnámskeið í heyrnarfræði fyrir talmeinafræðinema. Farið verður í grunnatriði hljóðs, heyrnar og hljóðeðlisfræði. Fjallað verður um líffærafræði eyrans og lífeðlisfræði heyrnar, sem og ýmsar tegundir heyrnarskerðingar og sjúkdóma sem tengjast heyrn. Nemendur kynnast ýmsum aðferðum heyrnarmælinga og fá tækifæri til að æfa sig á að mæla heyrn. Nemendur skyggnast í málefni heyrnarskertra á Íslandi og þjónustu sem heyrnarskert börn fá í skólakerfinu. Kynnt verður talþjálfun heyrnarskertra og heyrnarlausra (þar á meðal fólks sem farið hefur í kuðungsígræðslu).

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL204F

Langt námskeiðsnúmer: 3033TAL204F20110

Deild/Eining: Læknadeild

Einingafjöldi: 7 einingar

Kennslumisseri: Vor

Umsjón Kennari: Bryndís Guðmundsdóttir . Úr starfsmannaskrá

Kennari: Bryndís Guðmundsdóttir . Úr starfsmannaskrá

Kennari: Friðrik Rúnar Guðmundsson . Úr starfsmannaskrá

Umsjónarkennari: Ingibjörg Hinriksdóttir . Úr starfsmannaskrá

Kennari: Kristbjörg Pálsdóttir . Úr starfsmannaskrá

Page 16: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 16

TAL205F Málhömlun fullorðinna II

Námskeiðslýsing Í þessu námskeiði verða kynntir tal- og málörðugleikar í kjölfar höfuðáverka og hægri heilaskaða. Nemendur læra að greina þessa erfiðleika og veita viðeigandi meðferð. Þverfagleg meðferð sjúklinganna er kynnt á öllum stigum endurhæfingarinnar, þ.e. á bráðastigi, í langtímaendurhæfingu og eftir útskrift af stofnunum. Að lokum er fjallað um elliglöp, orsakir og tíðni ásamt tal- og málörðugleikum, greiningu og meðferð og fræðslu til aðstandenda.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL205F

Langt námskeiðsnúmer: 3033TAL205F20110

Deild/Eining: Læknadeild

Einingafjöldi: 4 einingar

Kennslumisseri: Vor

Umsjón Umsjónarkennari: Sigríður Magnúsdóttir Dósent. Úr

starfsmannaskrá

Umsjónarkennari: Þórunn Hanna Halldórsdóttir . Úr

starfsmannaskrá

Bækur Robert H. Brookshire: Introduction to Neurogenic Communication

Disorders. 7. útg., 2007.

Page 17: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 17

TAL206F Skarð í gómi og vör

Námskeiðslýsing Nemendur læra um mismunandi tegundir skarða og áhrif þeirra á tal, heyrn og fæðuinntöku. Nemendur kynnast þjónustuferli barna með skarð í góm og vör, ráðgjöf og fræðslu til foreldra og annarra í nánasta umhverfi barnsins. Ennfremur læra nemendur að meta tal, nefjun og framburð þessara barna og þekkja helstu meðferðarleiðir í talþjálfun.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL206F

Deild/Eining: Læknadeild

Einingafjöldi: 1 eining

Kennslumisseri: Vor

Umsjón Kennari: Bryndís Guðmundsdóttir . Úr starfsmannaskrá

Kennari: Friðrik Rúnar Guðmundsson . Úr starfsmannaskrá

Umsjónarkennari: Þóra Másdóttir . Úr starfsmannaskrá

Page 18: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 18

TAL207F Starfsnám

Námskeiðslýsing Nemendur starfa á vettvangi undir handleiðslu talmeinafræðinga. Starfsþjálfunin felur í sér þjálfun í greiningu og mati á mismunandi tal- og málmeinum barna og fullorðinna auk þjálfunar í að skrifa skýrslur og álitsgerðir. Nemendur læra að byggja upp markvissa þjálfun og velja viðeigandi íhlutunaraðgerðir fyrir skjólstæðinga.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL207F

Langt námskeiðsnúmer: 3033TAL207F20110

Deild/Eining: Læknadeild

Einingafjöldi: 2 einingar

Kennslumisseri: Vor

Umsjón Umsjónarkennari: Sigríður Magnúsdóttir Dósent. Úr

starfsmannaskrá

Page 19: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 19

TAL208F Snemmtæk íhlutun

Námskeiðslýsing Kynnt verður hugmyndafræði að baki snemmtækri íhlutun og fjallað um gildi snemmtækrar íhlutunar fyrir ung börn sem greind eru með frávik í málþroska og börn í áhættuhópi. Um er að ræða börn með fjölbreytt frávik og fatlanir, m.a. börn með einkenni einhverfu. Fjallað verður um greiningartæki sem gefast vel við greiningu á boðskiptum ungra barna við upphaf íhlutunar talmeinafræðings. Fjallað verður um samvinnu við foreldra og aðra fagaðila. Nemendur kynnast fjölbreyttum aðferðum sem beita má í snemmtækri íhlutun með stuðningi dæma, m.a. notkun tákna og söngva. Leitast verður við að gefa nemendum færi á að spreyta sig á hagnýtum verkefnum.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TAL208F

Deild/Eining: Læknadeild

Einingafjöldi: 1 eining

Kennslumisseri: Vor

Umsjón Kennari: Eyrún Ísfold Gísladóttir . Úr starfsmannaskrá

Umsjónarkennari: Jóhanna Einarsdóttir Lektor. Úr starfsmannaskrá

(Upplýsingar um önnur námskeið verða settar inn á næstunni)

Page 20: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 20

Vinnulag og ástundun í námi

Gert er ráð fyrir að nemendur séu vel undirbúnir fyrir fyrirlestra og taki virkan þátt í umræðum í tímum. Lögð er rík áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum og góða ástundun í námi. Mætingaskylda er 80% í öll námskeið.

Page 21: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 21

Vettvangsheimsóknir nema í talmeinafræði, almennt

Hver nemandi þarf að ljúka samtals 25 klukkustundum á vettvangi áður en námi í talmeinafræði lýkur. Fyrstu önnina er gert ráð fyrir að nemendur ljúki a.m.k. 15 klukkustundum á vettvangi en hinar 10 dreifast jafnt og þétt á næstu annir. Með vettvangi er átt við að nemendur heimsækja ýmsar starfsstöðvar talmeinafræðinga og fylgjast með talmeinafræðingum að störfum. Með þessu kynnast nemendur margvíslegum starfsvettvangi talmeinafræðinga og fá innsýn í greiningu og meðferð á ýmsum tal- og málmeinum áður en sjálft starfsnámið hefst á vorönn (2. önn). Nemendur fá nánari upplýsingar í námskeiðinu Greining og meðferð á tal- og málmeinum (TAL104F).

Page 22: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 22

Vettvangsheimsóknir nema í talmeinafræði

Hvað getur talist sem meðferðar-/greiningartími?

nemandi fylgist með skjólstæðingi í tíma hjá klínískum leiðbeinanda*

nemandi og leiðbeinandi ræða um skjólstæðing (bakgrunnsupplýsingar, markmið, framfarir o.s.frv.)

nemandi fylgist með meðferð/greiningu á myndbandsupptöku

nemandi skoðar þjálfunarefni eða verkefni sem tengist skjólstæðingnum (ræðir við leiðbeinandann eftir þörfum)

annað - - þarf að vera vel skilgreint, t.d. fjölskyldufundur, hóptími, teymisfundur o.s.frv. Verður að tengjast skjólstæðingnum beint

Hlutverk klínísks leiðbeinanda

fá leyfi hjá forráðamanni/aðstandanda skjólstæðings eða skjólstæðingi sjálfum fyrir því að talmeinafræðinemar megi fylgjast með greiningar-/meðferðartíma

segja nema lauslega frá skjólstæðingi áður en tími hefst, þ.e. ef tími gefst til

ræða við nema eftir að skjólstæðingur fer um markmið, framfarir og annað sem tengist skjólstæðingnum og svara spurningum nema

ef meðferð: sýna þjálfunarefni og verkefni sem notuð eru í tímanum (frjálst)

ef greining: sýna greiningartæki sem notuð eru í tímanum (frjálst)

staðfesta heimsókn á eyðublaði sem neminn heldur utan um

Skyldur nema

mæta stundvíslega

ekki taka þátt í tímanum að öðru leyti en því að fylgjast með og skrá niður upplýsingar

ekki skrifa niður persónugreinandi upplýsingar um skjólstæðinginn – munið að þið eruð bundin þagnarskyldu um allt sem fram fer í tímunum.

ekki svara í farsíma í tíma með skjólstæðingi (slökkva á hringingu)

láta talmeinafræðinginn vita ef þið getið alls ekki mætt í bókaða heimsókn (sjá nánar á blaðinu „Heimsóknir á vettvang“)

aðrar upplýsingar: sjá ljósrit úr Clinical Methods and Practicum in Speech-Language Pathology

*klínískur leiðbeinandi = talmeinafræðingur

Page 23: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 23

Meistaranám í talmeinafræði

Samantekt á klukkustundum í vettvangsheimsóknum

Nafn nemanda ____________________________________________________

Undirskrift umsjónarkennara Undirskrift nemanda

_______________________________ __________________________________

Samtals

klukkustundir

Málþroskafrávik

Framburðarfrávik

Stam og flausturmæli

Raddveilur og hljómvandi

Málstol/höfuðáverkar

Þvoglumæli

Kyngingartregða

Heyrnarskerðing

Skert boðskipti (t.d. einhverfa)

Annað___________________

Annað___________________

Samtals

Page 24: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 24

Heimsóknir talmeinafræðinema á vettvang

Nafn nemanda __________________________________ Dags. ________

Viðfangsefni í heimsókn mín.

Málþroskafrávik _________________________________________________ _____

Framburðarfrávik ________________________________________________ _____

Stam __________________________________________________________ _____

Raddveilur ______________________________________________________ _____

Málstol _________________________________________________________ _____

Tjáningartruflun vegna höfuðáverka ___________________________________ _____

Þvoglumæli _____________________________________________________ _____

Kyngingartregða _________________________________________________ _____

Skarð í góm/vör _________________________________________________ _____

Heyrnarskerðing _________________________________________________ _____

Skert boðskipti (t.d. einhverfa) ______________________________________ _____

Annað (tal- og málmein) ___________________________________________ _____

Annað (tal- og málmein) ___________________________________________ _____

Annað (tal- og málmein) ___________________________________________ _____

Umfjöllun um skjólstæðing við talmeinafræðing

(bakgrunnsupplýsingar, markmið þjálfunar, framfarir o.s.frv.) _______________ _____

Þjálfunarefni skoðað _______________________________________________ _____

Annað __________________________________________________________ _____

Samtals mínútur _____ (rúnnið af: 15, 30, 45 eða 60 mínútur)

Undirskrift talmeinafræðings (leiðbeinanda) Undirskrift nemanda

________________________________ ______________________________

Page 25: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 25

Vettvangur Upptaka Annað _________________

Stutt lýsing á heimsókn ________________________________________________________________

____________________________________________________________________________________

____________________________________________________________________________________

____________________________________________________________________________________

____________________________________________________________________________________

____________________________________________________________________________________

____________________________________________________________________________________

____________________________________________________________________________________

Hafið eftirfarandi til hliðsjónar þegar þið skrifið stutta lýsingu á heimsókn:

Starfsvettvangur (endurhæfing á sjúkrastofnun, aðrar stofnanir, stofa sjálfstætt starfandi talmeinafræðings, grunnskóli)

Hversu mörgum skjólstæðingum fylgdist þú með í þessari heimsókn?

Greining og/eða þjálfun?

Börn eða fullorðnir skjólstæðingar?

Voru foreldrar/aðstandendur viðstaddir?

Samstarfsvilji skjólstæðinga

Hver voru aðalmarkmið fyrir hvern skjólstæðing (nánari upplýsingar í námskeiðinu um greiningu og meðferð á tal- og málmeinum)?

Voru framfarir í tímum í samræmi við það sem talmeinafræðingurinn lagði upp með?

Ef greining: hvaða greiningartæki var notað?

Ef þjálfun: hvaða þjálfunarefni var notað?

Vinsamleg tilmæli

Ef þið getið alls ekki mætt í skipulagðan vettvangstíma verðið þið sjálf að sjá til þess að finna annan tíma í

staðinn, annað hvort hjá sama talmeinafræðingi eða hjá öðrum. Ef tími fellur niður hjá talmeinafræðingi þá

berið þið ábyrgð á að finna tíma hjá hinum sama eða öðrum.

Skil á blöðum

Vinsamlega haldið þessum blöðum til haga og skilið þeim öllum í lok annar auk samantektarblaðsins.

Page 26: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 26

Starfsnám nema í talmeinafræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Almennt:

Hver nemandi þarf að ljúka starfsnámi 275 klukkustundum (þar af 25 klst. í

áhorf/vettvangsheimsóknir) áður en námi í talmeinafræði lýkur. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 50

klukkustundum í starfsnámið á annarri og þriðju önn námsins en á lokaönninni verður hver nemi

að vinna samfleytt á vettvangi á einni starfsstöð í fjórar vikur (um 160 klukkstundir). Það er á

ábyrgð nemandans að halda utan um fjölda tíma í starfsnáminu en hann getur óskað eftir aðstoð

frá umsjónarkennara ef tvísýnt er um að hann geti lokið öllum tímunum áður en námi lýkur.

Starfsnámið er skylda sem allir nemar í talmeinafræði á meistarastigi við Læknadeild HÍ verða að ljúka.

Í starfsnámi læra nemendur að nýta það sem þeir hafa lært í fræðilegu námi sínu undir leiðsögn

talmeinafræðinga og talkennara sem hafa víðtæka reynslu af vinnu með skjólstæðingum með margs konar

tal- og framburðartruflanir, málþroskaraskanir, áunnið málstol, kyngingarerfiðleika og margt fleira.

Til viðbótar traustum fræðilegum grunni á mörgum sviðum þurfa nemendur í starfsnámi að hafa góða

færni í að koma frá sér í rituðu máli skýrslum og samantekt á því sem þeir eru að vinna. Jafnmikilvægt er að

hafa góða getu til þess að tala við alls konar fólk og fólk á öllum aldri.

Nemendur í starfsnámi læra annars vegar að vinna sjálfstætt og hins vegar að vera hluti af teymi þar sem

fleiri faghópar vinna saman með skjólstæðinga. Allt miðar þetta að því að nemendur geti í framtíðinni

unnið sjálfstætt sem fullgildir talmeinafræðingar.

Nemendur í starfsnámi skulu vera samviskusamir og áreiðanlegir. Þeir eiga að koma vel undirbúnir til

klínískrar vinnu sinnar og vera fullkomlega ábyrgir fyrir því sem þeir gera, eins og undirbúningi fyrir

meðferðartíma, því að hitta skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra, skýrslugerð, samvinnu við annað

starfsfólk og leiðbeinendur sína. Þetta eru lykilatriði í starfsnáminu. Í starfsnámi er að mörgu að hyggja og

m.a. nauðsynlegt að gæta þess að blandast hvorki að óþörfu inn í líf skjólstæðinganna né að blanda þeim í

sitt einkalíf. Við slíkar aðstæður þarf að fara varlega og gæta hófs og þagmælsku. Nemandi í starfsnámi skal

koma fram sem fagmaður (professional) bæði í framgöngu, tali og klæðaburði.

Þegar neminn hefur lokið því tímabili á fyrstu önn námsins að fylgjast með meðferð hjá starfandi

talmeinafræðingum, kemur að því að hann er tilbúinn til þess að taka að sér meðferð undir umsjón sjálfur.

Klukkustundum er safnað fyrir skimun, greiningu og meðferð kyngingar- og margs konar erfiðleika og

raskanir er varða mál og tal bæði barna og fullorðinna, þ.e. þar sem neminn á í beinum samskiptum við

skjólstæðing. Einnig teljast með tímar sem fara í hvers kyns fundi um þá skjólstæðinga sem nemandinn er

að vinna með. Má þar nefna fjölskyldu- og foreldrafundi, teymisfundi og skilafundi til að gefa nokkur dæmi.

Þeir tímar sem nemar nota í áhorf telur hann sem slíka.

Page 27: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 27

Hlutverk leiðbeinandans á fyrstu önn í starfsþjálfun:

Hlutverk leiðbeinanda er að leiðbeina, fylgjast með, aðstoða og útskýra hvernig til tekst og hvað

þarf að laga fyrir næsta skipti. Leiðbeinandinn ákveður með nemanum hvernig

starfsnámstímabilinu er háttað og hvert innihald starfsnámsins er. Þetta felur í sér:

Kynna nemanum vinnustaðinn og kynna honum bæði formlegar og óformlegar reglur sem

gilda á staðnum

Fara með honum um vinnustaðinn til að heilsa upp á þá sem vinna með sömu

skjólstæðinga

Koma sér saman um rútínur, t.d. að boða skjólstæðing í tíma, fá leyfi hans fyrir því að

neminn vinni með honum undir handleiðslu, boða honum forföll osfrv.

Finna út hverjar væntingar nemans eru

Finna viðeigandi verkefni fyrir nemann og skipuleggja með honum það sem hann á að gera

í hvert skipti sem hann kemur, t.d. skilgreina með nemanum markmið hvers tíma og

aðstoða við að fylla út markmiðsblöð, skrá niðurstöður verkefna sem lögð eru fyrir auk

þess að kenna skýrsluskrif og undirbúa nemann við að gera grein fyrir skjólstæðingi á fundi

Sækja um aðgang að tölvukerfum fyrir nemann þar sem það á við, sbr. Landspítala-

háskólasjúkrahús

Neminn skrifar undir þagnarskyldu

Taka frá tíma fyrir handleiðslu

Leiðbeinandi ber ábyrgð á meðferð skjólstæðinga sem neminn veitir, skráningu á

niðurstöðum í tíma og/eða dagnótum sem neminn gengur frá að meðferð lokinni

Láta forsvarsmenn námsbrautar vita af vandamálum sem upp kunna að koma

Skila inn mati á nemanum á þar til gerð eyðublöð

Page 28: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 28

Hlutverk nemandans á fyrstu önn starfsþjálfunar:

Hlutfall áhorfs, beinnar þjálfunar, þátttöku í fundum o.fl. er breytilegt á milli vinnustaða. Nemandi

gengur eins og kostur er inn í daglega vinnu talmeinafræðinga. Í fyrsta tíma með skjólstæðingi

fylgist neminn með leiðbeinanda að störfum með skjólstæðinga sem hann seinna vinnur með og

telst sá tími sem áhorf. Í öðrum tíma með skjólstæðingi má búast við að neminn grípi inn í þjálfun

að litlu leyti (u.þ.b. 10-20% af þjálfunartímanum) með eitt verkefni til að leggja fyrir

skjólstæðinginn. Í þriðja tímanum sér neminn um allt að helming þjálfunartímans og í næsta tíma

þar á eftir sér hann alfarið um meðferð á skjólstæðingnum. Í byrjun starfsnámstímabilsins skal

leiðbeinandinn gjarnan vera allan tímann inni með nemanum og síðan koma nokkuð oft inn í

þjálfunartímann til að fylgjast með vinnunni. Á tímabilinu getur neminn svo smám saman unnið

meira og meira sjálfstætt.

Neminn fær til afnota gögn, bæði einnota og margnota, í starfsnáminu. Nauðsynlegt er að fara vel

með prófgögn og meðferðarefni sem neminn fær í hendur. Athuga þarf hvaða reglur gilda um

eyðingu hjálpargagna eins og tunguspaða, hanska ofl. þess háttar á þeim stöðum þar sem slíkt er

notað.

Nemi í talmeinafræði skal kynna sér siðareglur talmeinafræðinga og talkennara.

Kynnið ykkur reglur um heilsuvernd á vinnustað eins og bólusetningar þeirra sem vinna með

sjúklinga á heilbrigðisstofnunum (rauðir hundar, hettusótt, hepatitis B, berklapróf); handþvott o.fl.

Gætið varúðar þar sem þið eruð að vinna eins og t.d. að skilja ekki barn eftir eftirlitslaust; muna að

láta einstakling í hjólastól setja stólinn í bremsu; ef þið keyrið sjúkling í hjólastól gáið að því að

fætur hans séu á fótafjölinni og handleggir í kjöltu hans.

Ekki koma veik á vinnustað í starfsnámið. Tilkynnið forföll til leiðbeinanda.

Þagnarskylda:

Talið ekki um skjólstæðinga með nafni nema við leiðbeinanda og aðra sem vinna með sama einstakling

Ekki ræða um skjólstæðinga opinberlega eða í kynningu eða umræðum um hann í tíma í skólanum

Aldrei má skilja eftir gögn um skjólstæðinga á glámbekk

Ekki er rétt að taka möppur með upplýsingum um skjólstæðinga með sér heim eða stök gögn úr þessum möppum

Munið að fá skriflegt leyfi fyrir t.d. upptökum eða myndatökum af skjólstæðingum

Gætið ávallt þagmælsku um vinnu ykkar eins og t.d. á netinu og hvar sem er

Page 29: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 29

Starfsnám

Mat leiðbeinanda á frammistöðu nema

Nafn leiðbeinanda:___________________________________________________________________

Nafn nema: ______________________________________________________ Dags: ____________

Setjið hring um númer fyrir viðeigandi önn 1 2 3 4

Staður starfsnáms: __________________________________________________________________

Tegund tilfella: _____________________________________________________________________

Vandamál önnur en tjáskiptaerfiðleikar: _________________________________________________

Aldur skjólstæðinga: _________________________________________________________________

Fjöldi meðferðartíma: ________________________________________________________________

Athugasemdir leiðbeinanda: ___________________________________________________________

__________________________________________________________________________________

__________________________________________________________________________________

__________________________________________________________________________________

Samskiptafærni.…………………………………./___/

Fagleg færni.……………………………………../___/

Meðaltal Sf + Ff =……………………………../___/ 2

PERSÓNULEGIR EIGINLEIKAR – SAMANTEKT:

Fjöldi atriða sem teljast fullnægjandi: ……………………….…./___/

Fjöldi atriða sem teljast misgóð: …………………………………./___/

Fjöldi atriða sem teljast ófullnægjandi: ………………………./___/

Fjöldi atriða þar sem upplýsingar vantar: …….……………./___/

Fjöldi atriða sem eiga ekki við: …………………………………./___/

FYRIRGJÖF (í prósentum): Summa atriða sem gefið er fyrir ____________ = Fjöldi atriða sem gefið er fyrir x 10

Page 30: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 30

Mat á samskiptafærni, faglegri færni og fleira.

Eyðublöð til útfyllingar. Vinsamlega smellið á þessa krækju: http://www.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid/deildir/laeknisfraedi/2.%20Mat%20lei%C3%B0b.%20%C3%A1%20nema.pdf

Page 31: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 31

M.S. ritgerð í talmeinafræði Við lok fyrsta námsárs skal nemandi hafa valið sér leiðbeinanda fyrir rannsóknaverkefni og veitir umsjónarkennari aðstoð við valið. Þá skal einnig liggja fyrir lýsing á rannsóknaverkefni og áætlun um framkvæmd þess. Námsstjórn samþykkir lýsingu og áætlun. Sjá nánar um leiðbeinendur, námsmat, skil og frágang ritgerða í reglum Háskóla Íslands um meistaranám í talmeinafræði. Sjá nánar um vinnuferla og eyðublöð til útfyllingar fyrir meistarprófsverkefni á næstu síðum.

Page 32: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 32

Meistaraprófsverkefni í talmeinafræði

Vinnuferlar og tímaáætlun

Verkferlar Útskrift júní 2012 Útskrift október 2012

Rannsóknarhugmynd og viðfangsefni

15. júní 15. september

Leiðbeinandi fundinn 30. júní 30. september

Rannsóknaráætlun og rannsóknarspurning – skil til leiðbeinanda

15. september 15. nóvember

Meistaraprófsnefnd skipuð

5. október 5. desember

Fundur nema með meistaraprófsnefnd

Fyrir 20. október Fyrir 20. desember

Rannsóknaráætlun send inn til rann-sóknarnámsnefndar til yfirlestrar

1. nóvember

1. janúar

Sækja um til Vísindasiðanefndar

15. nóvember 15. janúar

Nemar kynna hver fyrir öðrum

20. janúar 20. janúar

Kynning nema á rannsóknarverkefni.

Opin fræðileg ráðstefna fyrir væntanlega nema talmeinafræðinga eða fyrir opnu húsi í læknadeild

23. mars ?

Skil á verkefni til leiðb. A.m.k. fjórum vikum fyrir útskrift A.m.k. fjórum vikum fyrir útskrift

Skil til meistara-prófsnefndar

A.m.k. tveimur vikum fyrir útskrift

A.m.k. tveimur vikum fyrir útskrift

Page 33: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 33

Meistararitgerð

Hugmynd að rannsóknarviðfangsefni

Nemandi: Kennitala:

HÍ-netfang: Símar:

Titill / vinnuheiti verkefnis:

Stutt lýsing á verkefninu (markmið og innihald): Athugið hér á einungis að koma fram mjög stutt

lýsing á rannsóknarviðfangsefninu

Ósk um leiðbeinanda: Ef nemandi hefur ósk um ákveðinn leiðbeinanda og/eða hefur rætt við

væntanlegan leiðbeinanda þá á það að koma hér fram.

Nemandi sendi til Jóhönnu Einarsdóttur [email protected] 15. júní eða 15. september.

Page 34: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 34

Meistararitgerð í talmeinafræði við Læknadeild Háskóli Íslands

Meistaraprófsnefnd: Leiðbeinandi og sérfræðingar

Nemandi: Kennitala:

HÍ-netfang: Símar:

Titill verkefnis:

Íslenskt heiti:

Enskt heiti:

Áætluð námslok:

Umsjónarkennari:

Meistaraprófsnefnd:

Leiðbeinandi:

Netfang Símanúmer

Sérfræðingur 1

Netfang Símanúmer

Sérfræðingur 2

Netfang Símanúmer

Námsstjórn þarf að samþykkja leiðbeinanda og sérfræðinga

Bakgrunnur nemenda:

Fyrri háskólagráða:

Heiti lokaverkefnis:

Athugasemdir:

Page 35: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 35

Meistararitgerð í talmeinafræði við Læknadeild Háskóli Íslands

Leiðsagnarfundur – fundargerð

(nemandi skráir og sendir leiðbeinanda)

Nemandi: Dags.:

HÍ-netfang: Símar:

Undirbúningur

Fundargerð/helstu niðurstöður

Verkefni fyrir næsta fund

Page 36: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 36

Page 37: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 37

Vinnuferli meistaraverkefnis meistaranema í talmeinafræði

Hlutverk nemanda

Nemandi ber ábyrgð á framvindu meistaraverkefnis síns og tímaáætlunum.

Nemandi kallar saman meistaraprófsnefnd þegar þörf er á, í samráði við leiðbeinanda.

Gott getur verið að nemandi sendi fundargerð á leiðbeinanda og nefndarmenn eftir nefndarfundi.

Lokafrágangur, heimildaskráning og prófarkalestur er á ábyrgð nemanda.

Nemandi skrifar umsókn til Persónuverndar, Vísindasiðanefndar eða annarra siðanefnda eftir því sem þar á við

Hlutverk leiðbeinanda

Leiðbeinandi veitir nemandanum hvatningu og aðhald við vinnu við lokaverkefni.

Leiðbeinandi ráðleggur nemandanum um eftirfarandi atriði: afmörkun efnisins heimildaleit skilgreiningu markmiða og rannsóknaspurninga gerð rannsóknaráætlunar öflun rannsóknargagna, úrvinnslu þeirra og greiningu framsetningu á niðurstöðum ritgerðarsmíðina í heild

Leiðbeinandi er ábyrgðarmaður á umsóknum til Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.

Leiðbeinandi fylgist með framvindu verksins og metur það með hliðsjón af rannsóknar- og námsáætlun.

Hlutverk meistaraprófsnefndar

Meistaraprófsnefnd samþykkir rannsóknaráætlun og aðferðafræði sem lögð er upp

Telji nefndarmenn að meistararitgerð sé ekki tilbúin fyrir meistaravörn er nefnd heimilt að fresta vörn þar til meistararitgerð hefur verið betrumbætt.

Samstarf nefndar og nemanda

Nemandi, leiðbeinandi og meistaraprófsnefnd ákveða í sameiningu hvernig samvinnu og yfirlestri er háttað, t.d. hvort handriti er skilað í heilu lagi eða stökum köflum til yfirlestrar á mismunandi stigum vinnunnar og einnig hvernig yfirlestur skiptist á milli nefndarmeðlima, t.d. eftir sérþekkingu. Allir aðilar (leiðbeinandi, aðrir nefndarmenn og nemandi) geta gert kröfu um reglubundin samskipti meðan unnið er að verkinu.

Til viðmiðunar ættu leiðbeinandi og sérfræðingarnir í meistaraprófsnefnd að vera sátt við handritið í heild um fimm vikum fyrir vörn.

Stuðst við reglur um vinnuferli meistaraverkefna á Menntavísindasviði og í Lýðheilsufræðum á Heilbrigðisvísindasviði

Page 38: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 38

Rannsóknaráætlun

Leiðbeinandi og nemandi gera með sér verk- og rannsóknaráætlun þar sem verkefninu er lýst og sett

fram áætlun um framvindu verksins og samstarf leiðbeinanda og nemanda. Markmið

rannsóknaráætlunar er að afmarka verkefnið, skýra tilgang þess og skilgreina rannsóknarspurningar og

aðferð.

Lokaverkefni til M.S.-gráðu geta verið með ólíkum hætti. Í öllum tilvikum er þó mikilvægt að nemandi sem

tekst á við það nálgist viðfangsefni sitt sem rannsókn og setji fram rannsóknaráætlun.

Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram en nemandinn og leiðbeinandi hans geta aðlagað þau til samræmis

við tegund verkefnis og tilgang þess:

Drög að uppbyggingu ritgerðar

Greinargerð og rökstuðningur fyrir vali á viðfangsefni: Kynning og afmörkun efnis. Markmið verkefnis,

rannsóknarspurningar sem leita á svara við, álitamál sem varpa á ljósi á í verkefninu. Rök fyrir vali

verkefnisins (af hverju það er mikilvægt), hvernig það tengist reynslu eða áformum höfundar.

Vísindalegt og/eða hagnýtt gildi verkefnis.

Fræðilegur bakgrunnur: Stutt lýsing á stöðu þekkingar á viðkomandi fræðasviði, skýringar á hugtökum

eftir því sem þörf er á. Hvernig rannsóknin tengist fyrri rannsóknum og/eða kenningum á sviðinu.

Aðferð: Gagnaöflun og fyrirhuguð úrvinnsla gagna. Tengsl rannsóknarspurningar og aðferðar (hvernig

aðferð er valin). Kostir og gallar rannsóknarsniðsins.

Umfjöllun um siðferðileg atriði og hvaða leyfa þarf að afla (ef við á).

Heimildaskrá um það efni sem vitnað er til í rannsóknaráætluninni.

Viðmið um lengd rannsóknaráætlunar: 2000 – 3000 orð.

Stuðst við reglur um gerð rannsóknaráætlana til meistaraprófsgráðu, m.a. á Menntavísindasviði

Page 39: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 39

Frágangur meistararitgerða frá læknadeild

Forsíða er í lit Heilbrigðisvísindasviðs og meistararitgerðir skulu prentaðar í A4 stærð. Athugið að sniðmátið er til viðmiðunar og varast ber að láta sniðmátið stjórna framsetningu á efni ritgerðarinnar. Megintexti 30 eininga meistararitgerðar skal ekki vera lengri en 20.000 orð. Sniðmát er að finna á heimasíðu læknadeildar sjá slóðina: http://www.hi.is/is/heilbrigdisvisindasvid_deildir/laeknadeild/nam/fragangur_meistararitgerda

Hér má finna upplýsingar um aðgang að Endnote: http://skrif.hi.is/rannum/fraedsla/endnote/

Frágangur meistararitgerða í Læknadeild Háskóla Íslands Samþykkt í Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar, febrúar 2002, með síðari smávægilegum breytingum á kröfum um uppsetningu. Almennur frágangur meistararitgerða Handriti að meistararitgerð skal skilað í fimm eintökum til skrifstofu læknadeildar a.m.k. sex vikum fyrir áætlaðan prófdag. Ekki er leyfilegt að gera efnislegar breytingar á ritgerð eftir að henni er skilað til deildar. Innbundinni ritgerð skal skilað amk. 2 dögum fyrir próf. Ritgerðin skal vera á hefðbundnum 80/100 gramma gæðapappír. Kápa skal vera blá og úr stífum pappa eða vínil. Ritgerðin skal heft eða límd í kjölinn og vera 17x24 cm að stærð. Á kápu skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: Höfundur, titill ritgerðar og undirtitill ef við á, leiðbeinandi, prófgráða (ritgerð til meistaraprófs við læknadeild), misseri (haust/vor) og ár, eða mánuður og ár, Háskóli Íslands, læknadeild, merki háskólans. Nemanda ber einnig að skila rafrænu eintaki (pdf.) á slóðinni www.skemman.is í síðasta lagi viku fyrir brautskráningu. Meistararitgerðir mega vera á íslensku eða ensku. Sé ritgerð skrifuð á ensku er eindregið ráðlagt að hún sér yfirfarin af fagmanni í ensku. Ritgerðum á ensku skal fylgja ágrip á íslensku. Próförk skal lesin vel, leiðréttingar og útstrokanir eru ekki leyfðar. Letur skal vera Times eða Times New Roman 12pt. Línubil skal vera 1,5. Spássíur skulu vera 25 mm á öllum jöðrum. Titilsíður skulu vera tvær, önnur á íslensku, hin á ensku. Titilsíður skulu ekki bera númer, allar síður aftan titilsíðna skulu númeraðar með arabískum tölustöfum (1, 2,...) efst á síðu og 15 mm frá efra jaðri. Kaflafyrirsagnir skulu vera með hástöfum og feitu letri efst á síðu fyrir miðju. Undirfyrirsagnir skulu vera með feitletruðum lágstöfum yst til vinstri á síðu. Undir-undir-fyrirsagnir skulu vera með venjulegu letri og undirstrikaðar yst til vinstri á síðu. Ritgerðin skal þannig sett upp: Titilsíða, saurblað, ágrip á íslensku, abstract (ágrip á ensku), þakkarorð, efnisyfirlit, mynda- og töfluskrá, listi yfir skammstafanir, inngangur, efni og aðferðir, niðurstöður, umræða, heimildaskrá, birtar og óbirtar greinar, nema þær séu hluti af meistararitgerðinni, sjá síðar.

Titilsíða: Titill skal vera hnitmiðaður; nákvæmur, upplýsandi, og eins yfirgripsmikill og hægt er en þó stuttur. Á titilsíðu skal koma fram nafn Háskóla Íslands og læknadeildar, ennfremur nöfn umsjónarkennara, leiðbeinenda og þeirra sem sátu í meistaranámsnefnd.

Page 40: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 40

Ágrip: Greina skal í stuttu máli frá markmiði/markmiðum rannsóknarinnar, geta aðferða stuttlega og segja hnitmiðað frá niðurstöðum rannsóknanna án þess að vísað sé í myndir/töflur eða heimildir. Draga má ályktanir af niðurstöðum en ekki skal vera umræða um niðurstöður.

Abstract: Ágrip á ensku. Efnisyfirlit: Efnisyfirlit skal sýna alla blaðsíðuflokkun aðra en titilsíðu. Myndaskrá/Töfluskrá: Listi yfir myndir/töflur eftir númerum þeirra og blaðsíðu, ásamt titli. Dæmi:

Mynd Titill bls. Mynd 1 Greining á TdT virkni í MOLT frumum 5 Mynd 2... Inngangur: Inngangur skal vera ítarlegur. Þar skal koma fram ítarleg þekking og skilningur á

fræðunum. Rakin skal staða rannsókna á fræðasviðinu, greint frá bakgrunni verkefnisins og tengslum við fyrri rannsóknir. Tilgangur inngangs er að setja viðfangsefnið í rétt samhengi og gefa yfirsýn yfir rannsóknarsviðið. Í inngangi má koma fram umfang rannsóknarinnar, mikilvægi hennar og gagnsemi eftir því sem við á hverju sinni. Inngangur skal enda á framsetningu á rannsóknarspurningum eða markmiðum verkefnisins.

Aðferðir: Aðferðum skal lýst það ítarlega að utanaðkomandi aðili geti endurtekið rannsóknirnar. Vísa skal til höfunda um þær aðferðir sem vel eru þekktar, en lýsa náið breytingum sem gerðar eru á þessum aðferðum. Lýsa skal náið nýjum eigin aðferðum. Lýsa skal aðferðum við mat á niðurstöðum, þar á meðal tölfræðiaðferðum og geta tölvuforrita sem notuð voru. Í þessum kafla mega koma fram skýringar á því af hverju tilteknar aðferðir voru valdar. Spurningalistar o.þ.h. eiga heima í viðauka. Geta skal um leyfi frá Persónuvernd og siðanefndum eftir því sem við á.

Niðurstöður: Fjallað skal skipulega um niðurstöður. Niðurstöður skulu skýrðar í sömu röð og rannsóknarspurningarnar eða markmiðin eru sett fram í inngangi. Í þessum kafla skal einungis skýra frá staðreyndum. Hér skal hvorki ræða niðurstöður né draga ályktanir; forðast skal að vitna í niðurstöður annarra höfunda. Niðurstöður skulu settar fram í texta, töflum, línuritum eða myndum, sjá ennfremur um frágang á myndum og töflum hér að neðan. Í texta skal skýra og draga fram aðalatriði hverrar myndar/töflu. Vitnað skal í hverja mynd/töflu a.m.k. einu sinni. Ítarlegar lýsingar, svo sem á þýði og niðurstöðum greininga í miklum smáatriðum, skal setja í viðauka þar sem hægt er að nálgast þær til að sannreyna nákvæmni athugana, lýsinga og útreikninga.

Umræður/Ályktanir: Gott er að hefja umræðukaflann á mjög stuttri samantekt á niðurstöðunum. Síðan er fjallað skipulega um niðurstöðurnar, þær túlkaðar og settar í samhengi við rannsóknir annarra. Niðurstöður rannsóknanna skulu ræddar út frá þeim rannsóknarspurningum/markmiðum sem sett voru fram í inngangi; var spurningum svarað, markmiðum náð. Ræða skal kosti og takmarkanir rannsóknarinnar ásamt skýringum á þeim. Rannsóknir skulu bornar saman við og ræddar út frá niðurstöðum og ályktunum annarra svipaðra rannsókna sem vitnað er í. Draga skal ályktanir. Ræða má frekari rannsóknir, hvaða vandamál eru óleyst enn og hvernig mætti leysa þau. Umræðukaflanum skal ljúka með ályktunum og, eftir því sem við á, hugmyndum um næstu skref.

Myndir: Myndir (línurit, ljósmyndir, o.s.frv.) skulu númeraðar í hlaupandi röð (mynd 1, mynd 2,...). Myndir skulu hafa heiti sem skýrir frá viðfangsefni þeirra. Síðan kemur skýringartexti sem skal vera þannig að myndin skiljist án þess að leitað sé í texta ritgerðar að skýringum. Hér skal ekki túlka né draga ályktanir af myndunum. Geta skal heimilda svo sem höfunda ljósmynda, þeirra sem teiknuðu o.sv.frv. Myndir höfundar sjálfs skal ekki auðgreina. Á smásjármyndum skal vera stærðarmælikvarði.

Töflur: Töflur skulu númeraðar í hlaupandi röð (tafla 1, tafla 2,...). Töflur skulu hafa heiti sem skýrir frá viðfangsefni þeirra. Síðan koma skýringar sem skulu vera þannig að taflan skiljist án tilvísunar í texta ritgerðar. Nota má neðanmálsgreinar til að skýra ýmsa hluta töflunnar og vitna í heimildir, slíkar neðanmálsgreinar skulu auðkenndar a, b, c, o.s.frv.

Viðauki: Í viðauka má setja efni sem ekki á heima í meginmáli ritgerðarinnar, t.d. spurningalista, nánari aðferðalýsingar, töflur sem línurit í texta eru byggð á og annað efni sem erfitt er að koma fyrir annars staðar. Örstuttur skýringartexti skal fylgja hverjum viðauka og vitnað til myndar/töflu

Page 41: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 41

sem byggjast á þessum gögnum. Að öðru leyti skal skýringartextinn vera þannig að óviðkomandi aðili geti notað frumgögnin.

Þakkir: Þakka ber öllum sem veitt hafa liðsinni við verkefnið. Koma skal fram hverjir leiðbeinendur voru og við hvaða stofnun verkefnið var unnið. Geta skal þeirra sjóða er styrktu verkefnið.

Heimildir í texta: Fylgt skal APA Style, sbr. ., einnig skal bent á leiðbeiningar Læknablaðsins, sbr. . Eindregið er mælt með notkun heimildavinnsluforrits, svo sem EndNote eða Reference Manager. Heimildaskrá skal vera í stafrófsröð. Tilvitnanir í texta skulu vera sem hér segir: Komi nafn höfundar fyrir í texta skal ártal greinarinnar haft í svigum aftan við eftirnafn höfundar: Skúli Skúlason (1991) greinir frá... Komi nafn höfundar ekki fyrir í texta skal það haft með ártalinu innan sviga: Genið er um það bil 4.5 kb að lengd og inniheldur 3 exon (Abrahamson, 1986). Séu höfundar tveir skal þeirra beggja getið (Smith & Jones, 1997). Ef höfundar eru fleiri en tveir má geta þeirra í texta á þennan hátt: Smith o.fl. (1986) eða ...(Smith o.fl. 1986). Séu óbirtar upplýsingar fengnar munnlega eða bréflega skal þess getið (Guðrún Jónsdóttir munnl. uppl. eða skrifl. uppl., 1999). Leyfi höfundar skal fá fyrir notkun slíkra upplýsinga og fá skriflega staðfestingu á því. Þær skal nota af mikilli aðgát því aðferðir við öflun þeirra eru óþekktar hinum almenna lesanda. Leyfi höfundar skal einnig fá til notkunar á upplýsingum úr óbirtum handritum. Netheimildir má nota þar sem höfunda eða ábyrgðarmanna er getið. Sé heimildalisti settur upp í tölusettri röð kemur númer heimildarinnar í sviga á eftir tilvitnun í texta.

Heimildaskrá: Fylgt skal APA Style. Heimildum skal raðað í stafrófsröð eftir föðurnafni fyrsta höfundar Ef sami fyrsti höfundur er að fleiri en einni grein er greinum hans raðað eftir tíma, samtímaheimildir sömu höfunda skulu aðgreindar a, b, o.s.frv. eftir röð þeirra í texta. Munnlegra eða óbirtra skriflegra upplýsinga skal ekki getið í heimildaskrá. Heiti tímarita skal skammstafa í samræmi við alþjóðlegan staðal (International Organization for Standardization 1977, sem til er á háskólabókasafni). Íslensk höfundanöfn skulu skrifuð skv. erlendri venju og raðað eftir stafrófsröð föðurnafns, sbr. leiðbeiningar Læknablaðsins. Sé notað heimildavinnsluforrit skal nota valkost sem fellur að þessari lýsingu.

Birtar/óbirtar greinar um efni meistaritgerðar: Hafi höfundur skrifað grein/greinar til birtingar í vísindatímaritum um efni ritgerðar skulu þær fylgja í viðauka. Yfirlitsgreinar nemanda sem unnar eru á námstímanum og tengjast verkefninu mega einnig fylgja í viðauka.

Birtar/óbirtar greinar sem hluti af meistararitgerð: Hafi meistaranemi skrifað grein/greinar til birtingar í vísindatímaritum geta þær myndað hluta af rigerðinni og er hún/þær þá felld/ar inn í ritgerðina með þessum hætti: Titilsíða, saurblað, ágrip á íslensku, abstract (ágrip á ensku), þakkarorð, efnisyfirlit, mynda- og töfluskrá, listi yfir skammstafanir, inngangur, efni og aðferðir, grein/ar, umræða, heimildaskrá.

Stuðst við reglur um vinnuferli meistaraverkefna á Menntavísindasviði og í Lýðheilsufræðum á

Heilbrigðisvísindasviði

Page 42: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 42

Page 43: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 43

Mat á lokaverkefnum til meistaraprófs - helstu viðmið

Eftirfarandi viðmið um mat á lokaverkefnum til meistaraprófs eru almenn og sett fram til leiðbeiningar fyrir nemendur, leiðbeinendur, meistaraprófsnefndir og prófdómara. Eftirfarandi atriði endurspegla helstu viðmið við mat á meistaraprófsritgerðum.

1. Er viðfangsefnið vel kynnt í upphafi ritgerðarinnar? Er val viðfangsefnis og mikilvægi þess rökstutt?

2. Eru markmið verkefnisins skýr? 3. Er gerð góð grein fyrir fræðilegum bakgrunni á rannsóknarsviðinu? Er fjallað um þau

álitamál sem tengjast viðfangsefninu? 4. Hvernig eru heimildir valdar og nýttar? 5. Gerir höfundur grein fyrir rannsóknaraðferðum, framkvæmd rannsóknarinnar,

gagnasöfnun, þátttakendum og úrvinnslu gagna á skýran og greinargóðan hátt? 6. Er meðferð og úrvinnsla rannsóknargagna vönduð, greinandi og gagnrýnin? 7. Er lýsing á niðurstöðum rannsóknarinnar skýr? 8. Er gætt eðlilegrar varfærni þegar ályktanir eru dregnar? Gerir höfundur sér grein fyrir

takmörkunum verkefnisins? 9. Hversu góð er framsetning efnisins? Myndar ritgerðin eina heild? Er markmiðum náð og

rannsóknarspurningum svarað? Eru mikilvægustu niðurstöður rannsóknarinnar dregnar saman í niðurlagi og helsti lærdómur sem af henni má draga?

10. Hvernig er málfar og frágangur? Er frágangur og framsetning taflna góð, ef við á? 11. Sýnir höfundur hugkvæmni eða varpar hann nýju ljósi á viðfangsefnið? Hvert er gildi

verkefnisins? Leiðir það af sér nýja þekkingu? 12. Er gerð grein fyrir siðferðilegum atriðum eða álitamálum ef um slíkt er að ræða?

Önnur viðmið en hér hafa verið nefnd geta ráðist af eðli hvers viðfangsefnis. Sem dæmi má nefna að ólík viðmið geta að hluta átt við um verkefni sem byggjast á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum.

Stuðst við reglur um vinnuferli meistaraverkefna á Menntavísindasviði og í Lýðheilsufræðum á

Heilbrigðisvísindasviði

Page 44: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 44

Vinnuferli fyrir meistarprófsverkefni

Skráning í brautskráningu (í upphafi misseris) Nauðsynlegt er að stúdent skrái sig í brautskráningu á Uglunni og geri skrifstofu læknadeildar viðvart um fyrirhuguð námslok við upphaf misseris. Prófdómarar valdir (þremur mánuðum fyrir vörn) Leiðbeinandi, meistaraprófsnefnd og/eða nemandi leggja til einn prófdómara við rannsóknarnámsnefnd læknadeildar í samráði við námsstjórn. Lokasamþykki leiðbeinanda og meistaraprófsnefndar á handriti (um fimm vikum fyrir vörn) Athugasemdir hafi borist frá leiðbeinanda og meistaraprófsnefnd. Nemandi endurbætir ritgerð í samráði við leiðbeinanda fyrir skil til prófdómara. Skil á verkefni til prófdómara (þremur til fjórum vikum fyrir vörn) Þegar leiðbeinandi og meistaraprófsnefnd eru sammála um að handrit sé fullbúið er verkefnið sent utanaðkomandi prófdóma (rafrænt) til mats. Prófdómari fær tvær til þrjár vikur til að samþykkja handrit eða gera athugasemdir. Eftir að verkefni hefur verið skilað til prófdómara eru breytingar ekki leyfðar. Prófdómarar senda samþykki eða athugasemdir til nemanda eigi síðar en viku fyrir áætlaða vörn. Nemandi leggur lokahönd á handrit fyrir prentun. Nemandi sendir skrifstofu læknadeildar útdrátt til auglýsingar (um viku fyrir vörn). Skrifstofa læknadeildar auglýsir vörnina á viðburðadagatali Hí og sendir auglýsingu á póstlista. Nemandi setur handrit í prentun Prentun tekur yfirleitt einn til tvo daga. Nemandi ber ábyrgð á kostun prentunar. Skil á prentuðum eintökum (eigi síðar en tveimur dögum fyrir vörn) Nemandi skilar sjö eintökum af meistaraverkefni sínu í prentuðu formi á skrifstofu læknadeildar. Eitt eintak fer til leiðbeinanda, tvö til meistaraprófsnefndar, eitt á Háskólabókasafn, eitt til prófdómara, eitt til prófstjóra og eitt til skrifstofu. Til viðbótar getur nemi skilað eintaki til samstarfsaðila, t.d. stofnunar sem veitti aðgang að gögnum. Meistaraprófsvörn Þegar prófdómarar hafa samþykkt lokaverkefnið fer fram opin meistaraprófsvörn þar sem nemandi ver

verkefni sitt munnlega. Nemandi gerir grein fyrir verkefni sínu í 15 mín. erindi og bregst svo við spurningum

prófdómara sem fær um 15 mín. til spurninga. Að því loknu er opnað fyrir spurningar úr sal. Prófdómari

gefur lokaeinkunn fyrir meistaraverkefnið, sem er samsett úr einkunn fyrir ritgerð (70%) og einkunn fyrir

vörn (30%). Prófstjóri stýrir vörninni. Leiðbeinandi og meistaraprófsnefnd sitja vörnina.

Page 45: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 45

Reglur um meistaranám við Háskóla Íslands í talmeinafræði, nr. 972/2009 með síðari breytingum 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um meistaranám í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Námið er þverfræðilegt og skipulagt sameiginlega af Menntavísindasviði, íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði og læknadeild og sálfræðideild á Heilbrigðsvísindasviði. Reglur um námið eru sérreglur gagnvart ákvæðum 69. gr. reglna nr. 569/2009, fyrir Háskóla Íslands, og reglum einstakra fræðasviða og deilda um framhaldsnám. Sameiginlegar reglur Háskóla Íslands og reglur læknadeildar gilda þó eftir því sem við á ef þessar reglur um meistaranám í talmeinafræði hafa ekki að geyma ákvæði um einstök tilvik. Fyrirvarar í kennsluskrá um fjárveitingar, fáanlegt kennaralið og slík atriði gilda gagnvart þeim nemendum sem skráðir eru í námið. 2. gr. Markmið. Meistaranám í talmeinafræði er þverfræðilegt nám sem miðar að því að veita vísindalega menntun og þjálfun í talmeinafræði og búa nemendur undir störf talmeinafræðinga og vísindastörf sem tengjast greininni. Með náminu skal koma til móts við þarfir samfélagsins um rannsóknir, þjónustu og stefnumótun sem tengist talmeinafræði og efla þekkingu á því sviði. 3. gr. Um námið. Námið er skipulagt og stundað í umboði þeirra fræðasviða og háskóladeilda sem aðild eiga að því skv. 1. gr., án tillits til fjölda skráðra nemenda frá viðkomandi deild. Aðild að náminu felur í sér að viðkomandi deild er bundin af reglum þessum svo og af samkomulagi um námið, sbr. 2. mgr. Námið er vistað í læknadeild sem hefur umsjón með því og brautskrást nemendur þaðan. Samstarfsdeildir og fræðasvið gera með sér samkomulag um framkvæmd námsins og þróun þess. Í því skal kveða á um fjármögnun þess og önnur atriði sem lúta að fjárhagslegum samskiptum. Forsetar þeirra fræðasviða sem viðkomandi deildir tilheyra skulu staðfesta samkomulagið. Umsjónardeild annast umsýslu námsins, s.s. upplýsingagjöf til nemenda, tilkynningar, frágang kennsluskrár og slík atriði. Nánar skal kveðið á um í samkomulagi deilda hvert hlutverk umsjónardeildar er. 4. gr. Stjórn námsins. Rektor skipar stjórn meistaranáms í talmeinafræði til þriggja ára í senn. Stjórnin er skipuð sex fulltrúum samkvæmt tilnefningum íslensku- og menningardeildar, Menntavísindasviðs, læknadeildar og sálfræðideildar, einum föstum kennara greinarinnar og fulltrúa sem rektor tilnefnir og er hann formaður námsstjórnar. Hver þeirra tilnefnir tvo, einn karl og eina konu til að taka sæti í stjórn. Í námsstjórn skulu sitja bæði karlar og konur og skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé ekki minna en 40%, sbr. 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Námsstjórn ber faglega ábyrgð á náminu í umboði þeirra deilda og þess fræðasviðs sem aðild eiga að því. Námsstjórn fer með öll sameiginleg málefni námsins, skipuleggur það og hefur yfirumsjón með því.

Page 46: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 46

Námsstjórnin tryggir gæði námsins m.a. með því að yfirfara og samþykkja umsóknir, samþykkja skipulag námsins og breytingar á því, áætluð rannsóknaverkefni, skipa leiðbeinendur og menn í meistaranámsnefnd og tilnefna prófdómara fyrir meistarapróf. Falli atkvæði jöfn við atkvæðagreiðslu í stjórn sker atkvæði formanns úr. 5. gr. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 15. apríl fyrir innritun á haustmisseri. Stjórn námsins getur veitt undanþágu frá þessari tímasetningu ef sérstaklega stendur á. 6. gr. Meðferð umsókna. Umsóknum merktum „talmeinafræði“ skal skilað til Nemendaskrár Háskóla Íslands á sérstöku rafrænu eyðublaði sem aðgengilegt er á vef háskólans. Eftir skráningu gagna í Nemendaskrá fjallar námsstjórn um umsóknir og ber að líta til gæða þeirra og inntökuskilyrða. Námsstjórn afgreiðir umsóknir og annast val milli nemenda ef fleiri sækja um en unnt er að taka inn í námið sbr. 2. mgr. 7. gr. Enn fremur tilnefnir námsstjórn umsjónarkennara. Að lokinni umfjöllun í námsstjórn tilkynnir hún umsækjanda um niðurstöðu sína. Afgreiðsla námsstjórnar skal skráð í rafrænt kerfi Nemendaskrár. Afgreiðslu umsóknar skal að jafnaði vera lokið og henni svarað skriflega innan sex vikna frá móttöku. Umsókn er synjað ef hún uppfyllir ekki gæðakröfur. Nemandi sem námsstjórnin hefur samþykkt í meistaranám skal snúa sér til Nemendaskrár og ganga frá greiðslu skrásetningargjalds komandi háskólaárs. Skráning og greiðsla skrásetningargjalds vegna náms á haustmisseri skal fara fram í síðasta lagi 5. júní, en 30. nóvember fyrir nám á vormisseri, ef við á, sbr. 5. gr. 7. gr. Inntökuskilyrði og val nemenda. Nemendur sem hefja meistaranám í talmeinafræði skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði: a. Hafa lokið B.A., B.Ed. eða B.S.-prófi með 1. einkunn. b. Hafa lokið eftirfarandi námskeiðum eða námskeiðum sem metin eru sambærileg af viðkomandi deild Háskóla Íslands: I. Málfræði (íslenska/almenn málvísindi) – 35 einingar i. Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði ÍSL407G (5e) ii. Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði ÍSL408G (5e) iii. Íslensk setningafræði og merkingafræði ÍSL409G (5e) iv. Tal- og málmein AMV307M (10e)

v. Máltaka barna ÍSL507M (10e)

II. Sálfræði – 30 einingar i. Tölfræði SÁL102G (8e) ii. Tölfræði II SÁL203G (6e) iii. Þroskasálfræði SÁL414G (10e) iv. Skýringar á hegðun SÁL104G (6e)

Page 47: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 47

[...]1

1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 155/2010 8. gr. Einingafjöldi og tímalengd náms. Nám í talmeinafræði er 120 einingar. Miðað skal við að lengd námsins sé tvö ár (fjögur misseri). Við brautskráningu skal stúdent sýna fram á að hann hafi verið skráður og greitt skráningargjald allan námstímann, eða samkvæmt nánari reglum sem Háskóli Íslands kann að setja. 9. gr. Námsleiðir, framvinda og samsetning náms. Nám í talmeinafræði skal fela í sér þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og þátttöku í námskeiðum á framhaldsnámsstigi, auk starfsþjálfunar. Náminu lýkur með rannsóknar- eða þróunarverkefni innan talmeinafræða og ritgerð sem byggist á því. Stærð verkefnisins er 30 einingar. Aðrar einingar fást með þátttöku í námskeiðum og málstofum. Námsstjórn setur sérstakar reglur um starfsþjálfun. Allir nemendur þurfa að hafa lokið tilteknum skyldunámskeiðum, þ.e. skyldukjarna, til að útskrifast með M.S.- gráðu í talmeinafræði frá læknadeild Háskóla Íslands. Námskeið í skyldukjarna eru ákveðin af námsstjórn og tilgreind í kennsluskrá. Hafi nemandi við innritun þegar lokið námi sem er sambærilegt tilteknu námskeiði í skyldukjarna getur námsstjórn samþykkt að valnámskeið sé tekið í þess stað. Við lok fyrsta námsárs skal nemandi hafa valið sér leiðbeinanda fyrir rannsóknarverkefni og veitir umsjónarkennari aðstoð við valið. Þá skal einnig liggja fyrir lýsing á rannsóknarverkefni og áætlun um framkvæmd þess. Námsstjórn samþykkir lýsinguna og áætlunina. 10. gr. Umsjónarkennari og leiðbeinandi. Sérhver meistaranemi skal frá upphafi náms hafa umsjónarkennara úr hópi fastra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands sem hann ráðfærir sig við um rannsóknarverkefni og annað sem tengist náminu. Umsjónarkennari ásamt nemanda leggur fram áætlun um rannsóknaverkefni sem stjórn námsins samþykkir. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Nemanda er heimilt að hafa utanaðkomandi leiðbeinanda enda uppfylli hann kröfur þessara reglna. Ef umsjónarkennari og leiðbeinandi eru ekki sami maðurinn, þá hefur umsjónarkennari umsjón með verkefninu og er ábyrgur fyrir því að það sé í samræmi við kröfur læknadeildar, en leiðbeinandi sér um að leiðbeina nemanda í rannsóknarverkefni. 11. gr. Kröfur til umsjónarkennara og leiðbeinenda. Umsjónarkennari skal vera akademískur starfsmaður í fullu starfi við Háskóla Íslands. Ef leiðbeinandi kemur ekki úr þeim hópi þarf hann að hafa lokið a.m.k. meistaraprófi á viðkomandi fræðasviði. Gæta þarf þess að verkefni nemandans sé á sérsviði leiðbeinandans. 12. gr. Meistaranámsnefnd. Meistaranámsnefnd talmeinafræðinámsins er skipuð þremur mönnum. Námsstjórnin skipar tvo sérfróða menn í meistaranámsnefnd sem eiga þar fast sæti. Umsjónarkennari hvers nemenda tekur sæti í nefndinni þegar fjallað er um nám viðkomandi nemanda. Hlutverk meistaranámsnefndar er að fylgjast með að framgangur námsins sé í samræmi við skipulag námsins, svo og að tryggja fagleg gæði rannsóknavinnunnar í samræmi við reglur.

Page 48: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 48

Meistaranámsnefnd heldur reglulega fundi með hverjum nemanda og skilar árlegri skýrslu um framvindu námsins til námsstjórnarinnar. Námsstjórnin getur vikið frá ákvæði 1. mgr. ef sérstaklega stendur á. 13. gr. Prófdómarar. Námsstjórnin tilnefnir prófdómara. Prófdómari og meistaranámsnefnd prófa meistaranema og leggja mat á lokaverkefnið. Prófdómari skal ekki vera tengdur rannsóknarverkefninu. 14. gr. Námsmat og meistarapróf. Þegar ritgerð er lögð fram skal jafnframt leggja fram til mats staðfest námsferilsyfirlit nemanda. Um einkunnir gilda ákvæði samkvæmt reglum fyrir Háskóla Íslands. Í meistaraprófi flytur nemandi opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið en að honum loknum er nemandinn prófaður. Prófdómari, ásamt meistaranámsnefnd, meta frammistöðu nemanda og úrskurða hvort nemandi hafi staðist prófið. 15. gr. Skil og frágangur meistararitgerða. Meistaraprófsritgerð skal leggja fram í þremur eintökum fyrir meistaraprófsnefnd og prófdómara minnst þremur vikum fyrir áætlaðan prófdag. Við frágang lokaverkefna og meðferð heimilda skal nemandi fylgja reglum læknadeildar sem hann brautskráist frá. Koma skal skýrt fram að verkefnið sé unnið innan talmeinafræða og við læknadeild. Geta skal þeirra sjóða sem styrkt hafa verkefnið, ef það á við. Ritgerð skal vera á íslensku eða ensku, en útdráttur á báðum tungumálum skal fylgja. 16. gr. Tengsl við aðra háskóla. Heimilt er með samþykki námsstjórnar að taka hluta meistaranámsins við aðra háskóla eða viðurkenndar rannsókna- eða vísindastofnanir, enda sé um sambærileg námskeið að ræða. 17. gr. Lærdómstitill. Meistarapróf samkvæmt þessum reglum veitir rétt til lærdómstitilsins Magister scientiarum (M.S.) í talmeinafræði. 18. gr. Gildistaka o.fl. Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af viðkomandi háskóladeildum, fræðasviðum og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi. Auk birtingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. mgr. 28. gr. laga nr. 85/2008, skal birta reglurnar í kafla þverfræðilegs náms í kennsluskrá og á heimasíðu læknadeildar. Háskóla Íslands, 16. nóvember 2009. Unnið er að endurskoðun á þessum reglum.

Page 49: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 49

Talmeinafræðingur er lögverndað starfsheiti

Á vefsíðu Landlæknis segir m.a.:

Réttur til að kalla sig talmeinafræðing og starfa sem slíkur hér á landi er skilgreindur í reglugerð nr. 618/1987 um réttindi og skyldur talmeinafræðinga með áorðnum breytingum samkvæmt reglugerð nr. 480/1988. Leyfi er veitt þeim sem lokið hafa prófi eftir að minnsta kosti 3ja ára nám í talmeinafræði við háskóla sem Landlæknisembættið (áður heilbrigðisráðuneyt) viðurkennir og jafnframt eru viðurkenndir af heilbrigðisstjórn þess lands, þar sem námið er stundað. Ennfremur skulu umsækjendur hafa lokið 6 mánaða verklegri þjálfun undir leiðsögn talmeinafræðings. Erlendir ríkisborgarar sem sækja um starfsleyfi talmeinafræðings hér á landi skulu jafnframt sanna kunnáttu sína í töluðu og rituðu íslensku máli. Áður en leyfi eru veitt er leitað umsagnar yfirlæknis Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Undirritaðri umsókn um starfsleyfi þarf að fylgja staðfest ljósriti af prófskírteini auk ítarlegra upplýsinga um námið. Útfylltar umsóknir um starfsleyfi þarf að undirrita og senda Landlæknisembættinu ásamt staðfestum ljósritum af nauðsynlegum gögnum, þ.e. prófskírteini og yfirliti um um námskeið sem lokið er auk staðfests ljósrits af vottorði um að umsækjandi hafi lokið 6 mánaða verklegri þjálfun undir leiðsögn talmeinafræðings. Með staðfestu ljósriti er átt við að samræmi milli frumrits og ljósrits sé staðfest, en gögnin fást staðfest hjá viðkomandi skóla (ef nám var stundað á Íslandi), hjá Landlæknisembættinu, á lögreglustöðvum eða hjá sýslumanni. Gjald fyrir starfsleyfi er kr. 8.300.- en kr. 2.000.- fyrir vottorð vegna starfsleyfis. Við afgreiðslu leyfis er greiðsluseðill sendur umsækjanda

Sjá nánar: http://landlaeknir.is/Pages/1283

Page 50: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 50

REGLUGERÐ

um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga

1. gr.

Rétt til þess að kalla sig talmeinafræðing og starfa sem slíkur hefur sá einn, sem til þess hefur leyfi

heilbrigðismálaráðherra.

2. gr.

Leyfi samkvæmt 1. gr. má veita þeim íslenskum ríkisborgurum, sem lokið hafa prófi eftir að minnsta

kosti 3ja ára nám í talmeinafræði við háskóla, sem heilbrigðisráðuneytið viðurkennir og jafnframt eru

viðurkenndir af heilbrigðisstjórn þess lands, þar sem námið er stundað. Ennfremur skulu umsækjendur

hafa lokið 6 mánaða verklegri þjálfun undir leiðsögn talmeinafræðings.

3. gr.

Heimilt er að veita erlendum ríkisborgurum takmarkað og/eða tímabundið leyfi, enda uppfylli þeir

skilorð annarrar greinar að öðru leyti og sanni kunnáttu sína í töluðu og rituðu íslensku máli.

4. gr.

Áður en leyfi er veitt samkvæmt 2. og 3. gr. skal leita umsagnar landlæknis og yfirlæknis Heyrnar- og

talmeinastöðvar Íslands.

5. gr.

Starfssvið talmeinafræðinga er við greiningu, meðhöndlun og rannsóknir talmeina. Starfsvettvangur

talmeinafræðinga er á heilbrigðisstofnunum, í skólum og eigin stofum. Þeir starfa á eigin ábyrgð en þó

eingöngu samkvæmt tilvísun og í samráði við lækni sé um að ræða meðferð í lækninga-, rannsókna- eða

endurhæfingarskyni.

6. gr.

Óheimilt er að ráða sem talmeinafræðinga aðra en þá, sem hafa starfsleyfi samkvæmt reglugerð

þessari.

7. gr.

Talmeinafræðingi er heimilt að hafa sér til aðstoðar fólk, sem ávallt skal starfa á ábyrgð og undir

handleiðslu hans. Aðstoðarfólk þetta hefur ekki heimild til þess að taka að sér sjálfstæð verkefni á neinu

sviði, sem undir talmeinafræðing fellur.

Page 51: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 51

8. gr.

Talmeinafræðingi er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem hann fær vitneskju um í starfi og leynt

skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Sama þagnarskylda gildir um starfsfólk það, sem

talmeinafræðingur kann að hafa í starfi. Þagnarskyldan helst þótt viðkomandi láti af störfum.

9. gr.

Talmeinafræðingi ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða

starfið.

10. gr.

Talmeinafræðingi er skylt að halda skýrslur um þá, er leita til hans í samræmi við fyrirmæli landlæknis.

11. gr.

Verði landlæknir þess var, að talmeinafræðingur vanrækir skyldur sínar, fer út fyrir verksvið sitt eða

brýtur í bága við fyrirmæli laga eða heilbrigðisyfirvalda skal hann áminna viðkomandi. Nú kemur áminning

ekki að haldi og ber þá landlækni að leggja málið fyrir ráðherra. Getur þá ráðherra úrskurðað, að

viðkomandi skuli sviptur starfsleyfi, en skjóta má þeim úrskurði til dómstóla.

12. gr.

Um talmeinafræðinga gilda að öðru leyti og eftir því sem við getur átt, reglur laga um lækningaleyfi,

réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækningaleyfi hafa og um skottulækningar.

Reglur laga um þessi efni gilda um refsingu vegna brota talmeinafræðinga og um sviptingu og um

endurveitingu starfsleyfa.

Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

13. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi

heilbrigðisstétta, öðlast gildi þegar við birtingu.

Ákvæði til bráðabirgða.

Heilbrigðisráðherra er heimilt til 31. desember 1988 að víkja frá skilyrðum 2. gr. þegar í hlut eiga

umsækjendur sem hafa menntun á þessu sviði, þótt hún jafngildi ekki þeim kröfum sem fram koma í 2. gr.,

enda séu þeir í starfi sem talmeinafræðingar við gildistöku reglugerðarinnar og hafi starfað sem slíkir

samfellt síðustu 3 ár fyrir gildistöku.

Page 52: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 52

Aðeins má þó veita slík leyfi að landlæknir og yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands mæli með

leyfisveitingu.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 21. desember 1987.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson

Breytingar:

480/1988 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 618/1987, um menntun, réttindi og skyldur

talmeinafræðinga.

966/2008 - Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna flutnings á útgáfu starfsleyfa

heilbrigðisstétta til landlæknis.

Page 53: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 53

Siðareglur Félags talkennara og talmeinafræðinga

Skyldur gagnvart skjólstæðingi

Frumábyrgð talkennara og talmeinafræðinga er að standa vörð um sjálfstæði og velferð

skjólstæðinga. Þeir skulu veita skjólstæðingum eða forráðamönnum þeirra upplýsingar um

niðurstöður greiningar, valkosti í meðferð og þau úrræði sem fyrir hendi eru. Áhersla skal lögð á

rétt þeirra til sjálfsákvörðunar.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu veita skjólstæðingum sínum bestu hugsanlega meðferð

sem miðar að því að hæfa þá eða endurhæfa að því marki sem vandkvæði þeirra leyfa.

Talkennarar og talmeinafræðingar veita faglega þjónustu óháð kynferði, þjóðerni, kynþætti,

stjórnmálaskoðunum, trúarbrögðum, þjóðfélagsstöðu eða aldri skjólstæðinga.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu ekki taka upp persónulegt samband við skjólstæðinga sem

breytt gæti gangi meðferðar og ekki notfæra sér sambönd sem þeir hugsanlega öðlast í gegnum

starf sitt í ábata eða hagsmunaskyni. Talkennarar og talmeinafræðingar skulu ekki láta starfsframa

eða fjárhagslegan ábata hafa áhrif á framgang meðferðar. Þeir skulu ekki taka við gjöfum eða fé

eða annars konar hvatningu sem haft gæti áhrif á faglegt mat.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu meta árangur meðferðar og hætta eða gera hlé á henni ef

sýnt er að skjólstæðingi gagnist hún ekki.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu ekki fyrirfram lofa tilteknum árangri af meðferð.

Láti talkennarar og talmeinafræðingar aðstoðarfólk sitt eða nema sjá um meðferð ber að sjá þeim

fyrir nægilegri leiðsögn og taka ábyrgð á verkum þeirra. Þegar nemi er látinn annast meðferð í

menntunarskyni undir leiðsögn skal viðkomandi skjólstæðingi eða forsjármanni gerð grein fyrir því

og þeir skulu hafa rétt á að hafna slíkri meðferð.

Trúnaður við skjólstæðinginn

Talkennarar og talmeinafræðingar eru bundnir þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar er þeim er

trúað fyrir í starfi um einkahagi fólks og sömuleiðis um það hverjir skjólstæðingar þeirra eru. Þetta

gildir einnig að skjólstæðingi látnum.

Talkennarar og talmeinafræðingar mega gefa upplýsingar um persónulega og heilsufarslega hagi

skjólstæðinga þegar það er nauðsynlegt með tilliti til þarfa og meðferðar skjólstæðingsins. Í þeim

tilvikum skal leitað samþykkis skjólstæðings, forráðamanns eða nánasta ættingja. Í þeim tilvikum

þar sem landslög kveða á um upplýsingaskyldu til stjórnvalda skulu upplýsingarnar takmarkast við

það sem skiptir máli fyrir meðferð máls.

Skýrslur um skjólstæðinga eru trúnaðarmál. Aðgang að þeim hafa aðeins skjólstæðingar eða

forráðamenn þeirra og tilvísunaraðilar. Óski stéttarsystkin eða aðrar starfsstéttir eftir skriflegum

upplýsingum þarf leyfi skjólstæðings eða forráðamanns hans. Í þeim tilvikum ber að minna á

þagnarskyldu.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu ganga þannig frá greinargerðum sínum að þær misskiljist

ekki og ekki sé hægt að misnota þær. Skýrslur skulu gerðar með viðtakanda í huga.

Page 54: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 54

Skipti skjólstæðingur um talkennara eða talmeinfræðing skulu þeir hafa samráð og skiptast á

faglegum upplýsingum, nema skjólstæðingur óski eftir að það sé ekki gert.

Séu upplýsingar um skjólstæðinga notaðar í kennslu, greinaskrifum eða á annan opinberan hátt

skal séð til þess að ekki sé hægt að bera kennsl á þá. Sé ætlunin að nota feril einstaks skjólstæðings

í slíkum tilgangi og á þann veg að ekki er unnt að dylja um hvern er fjallað, skal leita samþykkis

skjólstæðings eða forráðamanns hans.

Menntun og viðhald hennar

Starfandi talkennarar og talmeinafræðingar skulu hafa yfir að ráða þeirri menntun sem viðurkennd

er af félagi þeirra og viðkomandi yfirvöldum. Þeir skulu búa yfir þeirri hæfni sem fagið krefst og

hafa yfirgripsmikla þekkingu á töluðu og rituðu formi þess tungumáls sem þeir vinna með í starfi

sínu.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu viðhalda fagþekkingu sinni og bæta við hana í þeim

tilgangi að geta boðið skjólstæðingum sínum bestu hugsanlega meðferð. Þeir skulu hætta eða gera

hlé á faglegu starfi, komi til þess að tímabundinn misbrestur verði á faglegri hæfni þeirra.

Skyldur tengdar rannsóknarvinnu

Talkennarar og talmeinafræðingar sem starfa að rannsóknum eða taka þátt í rannsóknarverkefnum

skuldbinda sig til að fara að gildandi lögum og vísindalegum siðareglum, innlendum sem

alþjóðlegum, sem fjalla um það svið sem þeir rannsaka.

Talkennarar og talmeinafræðingar gera grein fyrir rannsóknaniðurstöðum sínum og þeirri þýðingu

sem þær hafa. Leitast skal við að ganga þannig frá greinargerðum að ekki sé hægt að misskilja þær

eða misnota.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu kappkosta að deila niðurstöðum rannsókna sinna með

stéttarsystkinum sínum.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu einungis gefa út verk í eigin nafni, séu þau algerlega samin

af þeim sjálfum (samkvæmt höfundarréttarlögum). Sé um að ræða þýðingu, staðfærslu eða

„eftirlíkingu“, skal nákvæmra heimilda getið.

Ábyrgð gagnvart samfélaginu

Fagfélag talkennara og talmeinafræðinga og einstakir félagar þess skulu kappkosta að upplýsa

almenning um að talmeinafræði sem starfsgrein og þá þjónustu sem talkennarar og

talmeinafræðingar geta veitt. Varast ber að gefa vanhugsaðar yfirlýsingar um nýjar aðferðir sem

ekki eru nægilega rannsakaðar.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu kappkosta að viðhalda og auka framboð þjónustu.

Þegar talkennarar og talmeinafræðingar gefa yfirlýsingar í nafni starfsgreinarinnar skulu þær vera

málefnalegar og nákvæmar í framsetningu. Talkennarar og talmeinafræðingar sem taka þátt í að

svara bréfum opinberlega skulu aðeins veita almennar ráðleggingar.

Skyldur gagnvart stéttarsystkinum

Page 55: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 55

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu stuðla að virðingu starfsstéttarinnar. Þeir skulu leitast við

að eiga góða samvinnu við aðra talkennara og talmeinfræðinga.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu ekki smala sér skjólstæðingum með því að bera lof á eigin

hæfni eða veikja traust skjólstæðings á stéttarsystkinum sínum.

Talkennarar og talmeinafræðingar sem starfa á opinberum stofnunum eða einkastofnunum skulu

ekki gangast undir reglur eða skyldur sem takamarka faglegt sjálfstæði þeirra og heilindi. Þeir skulu

styðja starfsfélaga í að verja sjálfstæði sitt. Þeir skulu ekki starfa með aðilum sem stunda ólöglega

eða ófullnægjandi meðferð talmeina. Þeir skulu ekki í ábataskyni flytja meðferð skjólstæðings af

opinberri stofnun yfir á einkarekna stofnun.

Talkennarar og talmeinafræðingar sem eiga þátt í að vinna bækur, tæki eða efni til nota í þágu

starfsins og stéttarinnar skulu setja mál sitt fram á hlutlægan hátt. Þeir eru hvattir til að miðla

faglegri þekkingu sinni, reynslu og hagnýtri kunnáttu til stéttarsystkina sinna og nema í faginu. Ekki

skal setja persónulegan eða fjárhagslegan ávinning ofar faglegri ábyrgð.

Skyldur gagnvart öðrum starfsstéttum

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu vera tilbúnir að kynna starf sitt, innihald þess og aðferðir

fyrir öðrum starfsstéttum og til að taka þátt í samvinnu með öðrum starfsstéttum þar sem það á

við.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu bjóða skjólstæðingum sínum bestu hugsanlega meðferð

og forðast að fara út fyrir sitt svið. Þeir skulu vísa á aðrar starfsstéttir þegar þess gerist þörf.

Ekki er heimilt að taka við umboðslaunum, afslætti eða annars konar launum fyrir tilvísun til

annarra fagstétta.

Talkennarar og talmeinafræðingar skulu virða sérhæfni, skyldur og ábyrgð annarra starfsstétta.

Þeir skulu vera vakandi fyrir því að færni, tækni og styrkur annarra starfsstétta geti nýst

skjólstæðingi þeirra.

Page 56: Handbók nemenda 2010-2012aldarafmaeli.hi.is/files/skjol/heilbrigdisvisindasvid... · 2012-09-17 · Handbók meistaranema í talmeinafræði 2010-2012 5 Meistaranám í talmeinafræði

Handbók meistaranema í talmeinafræði

2010-2012 56

Ýmsar upplýsingar og krækjur

Ritun Leiðbeiningar um ritgerðasmíð Eiríkur Rögnvaldsson Ritreglur Íslensk málstöð Höfundaréttur og ritstuldur Hvað er ritstuldur? Vísindavefurinn Höfundalög Lög nr. 73 frá 29. maí 1972 ásamt breytingum Höfundarréttur Fjölís - samtök rétthafa (Fengið að láni frá Bókasafni Menntavísindasviðs: http://stofnanir.hi.is/bokasafn/is/ritun) Krækjur Félag talkennara og talmeinafræðinga (FTT) www.talmein.is American Speech-Language-Hearing Association (ASHA) www.asha.org Royal College of Speech and Language Therapists (RCSLT) www.rcslt.org Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) www.hti.is