aðalskipulag hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var...

77
Hafnarfjörður Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Umhverfisskýrsla 11. maí 2006

Upload: others

Post on 11-May-2020

10 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

Hafnarfjörður

Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025

Umhverfisskýrsla

11. maí 2006

Page 2: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

1

Samantekt Tilgangur mats á umhverfisáhrifum skipulagsáætlana er að tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun við gerð skipulagsáætlana. Í þeim tilgangi eru helstu möguleg áhrif einstakra stefnumiða og ráðgerðra framkvæmda á umhverfið greind og metin til að ákvarða megi hvort áhrifin geti orðið veruleg í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins nr. 2001/42/EC um mat á umhverfisáhrifum skipulagsáætlana. Umhverfismat aðalskipulags Hafnarfjarðar nær til allra stefnumiða í fimm málaflokkum eins og þau eru sett fram í kafla 1.3 í greinargerð skipulagstillögunnar. Til að greina umhverfisáhrifin voru valdir sex umhverfisþættir sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum af stefnumörkun aðalskipulagsins eða framkvæmdum byggðum á þeim. Til að greina áhrifin á umhverfisþættina eru notaðir mælikvarðar eða umhverfisviðmið sem eru af ýmsum toga og geta m.a. byggt á stefnu stjórnvalda, tilmælum laga og reglugerða og upplýsingum um málaflokkana sem eru teknir fyrir í aðalskipulaginu. Helstu neikvæðu umhverfisáhrif af aðalskipulaginu koma til vegna röskunar á hraunum vegna uppbyggingar nýrra íbúða- og atvinnusvæða og vegagerðar, á landslag og ásýnd bæjarins, loft og hávaðamegnun sem fylgja aukinni umferð og uppbyggingu iðnaðar. Áhrifin stafa bæði af einstökum stefnumiðum og aðgerðum í kjölfar þeirra, s.s. uppbyggingu nýrra íbúðasvæða og vegna samlegðar áhrifa fleiri en eins stefnumiðs eða framkvæmda s.s. uppbygginu bæði íbúða og atvinnusvæða. Nokkur óvissa er um vægi neikvæðra áhrifa í heild. Stafar það einkum af því að á þessari stundu er ekki vitað hvernig starfsemi muni koma á ný iðnaðarsvæði. Þar af leiðir að erfitt er að meta áhrif af starfseminni og samlegðaráhrif sem til geta komið. Helstu jákvæðu umhverfisáhrif af aðalskipulagi eru á samfélagslega þætti s.s. fjölgun íbúa, bættri þjónustu við íbúa, auknu framboði og aukinni fjölbreytni í atvinnulífi og bættu umferðaröryggi. Jákvæð áhrif stafa einnig af stefnumiðum um viðhaldi á sérkennum bæjarins, verndun menningarminja og náttúru, bætt aðgengi að útivistarsvæðum, betri stígatengingum innanbæjar og betra búsetuumhverfi sem gerir Hafnarfjörð að meira spennandi búsetukosti. Draga má úr neikvæðum áhrifum með mótvægisaðgerðum s.s. stefnumótun varðandi friðun hrauna til móts við röskun, með skipulagsskilmálum og með frekari skipulagsvinnu, eftirliti og aðgerðum til að tryggja viðunandi loftgæði og hljóðvist. Einnig er lagt til að mekingar verði bættar og fræðsla aukin um menningar og náttúruminjar. Stefnumið aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hafa í för með sér bæði jákvæð og neikvæð umhverfisáhrif. Í flestum tilfellum er vægi áhrifa metin talsverð en einnig greindust veruleg áhrif, t.d. veruleg jákvæð áhrif á samfélag og hagræna þætti. Neikvæð áhrif eru oft óljósari og erfiðara að meta vægi þeirra þar sem lykilforsendur vantar einkum varðandi væntanlega starfsemi á iðnaðarsvæðum og möguleg mengunaráhrif þar frá. Að teknu tilliti til þess og mótvægis og vöktunaraðgerða er það niðurstaða umhverfismats á aðalskipulagi Hafnarfjaðrar 2005-2025 að það hafi ekki í för með sér veruleg neikvæð umverfisáhrif í skilningi tilskipunar 2001/42/EC.

Page 3: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

2

Efnisyfirlit

Inngangur .....................................................................................................................3 Tilgangur mats ...........................................................................................................3 Áhrif mats á skipulag.................................................................................................3 Tengsl við aðrar áætlanir ...........................................................................................3 Uppbygging skýrslu ...................................................................................................4

1 Aðferðir......................................................................................................................5 1.1 Umfang umhverfismats..................................................................................5 1.2 Umhverfisþættir .............................................................................................5 1.3 Umhverfisviðmið ...........................................................................................5 1.4 Matsvinna.......................................................................................................6 1.5 Framsetning mats ...........................................................................................7

2 Umhverfisáhrif aðalskipulags Hafnarfjarðar ........................................................8 2.1 Byggð.............................................................................................................8 2.2 Atvinnulíf.....................................................................................................18 2.3 Samgöngur ...................................................................................................33 2.4 Umhverfi ......................................................................................................42 2.5 Menning og samfélagsþjónusta....................................................................48 2.6 Samræmi stefnumiða á milli málaflokka .....................................................51 2.7 Samanburður stefnumiða á milli málaflokka...............................................52 2.8 Niðurstöður mats á umhverfisáhrifum aðalskipulags Hafnarfjarðar ...........54

3 Viðaukar ..................................................................................................................57 3.1 Umhverfisþættir ...........................................................................................57 3.2 Umhverfisviðmið .........................................................................................61 3.3 Venslatöflur..................................................................................................68 3.4 Framkvæmir sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum.................................73

Mynda og töfluskrá....................................................................................................74

Helstu heimildir og gögn ...........................................................................................76

Page 4: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

3

Inngangur

Tilgangur mats Tilgangur mats á umhverfisáhrifum skipulagsáætlana er að tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun við gerð skipulagsáætlana. Í þeim tilgangi eru helstu möguleg áhrif einstakra stefnumiða og ráðgerðra framkvæmda á umhverfið greind og metin til að ákvarða megi hvort áhrifin geti orðið veruleg í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins 2001/42/EC um umhverfismat áætlana. Umhverfi í þessu samhengi nær til náttúrufars, félagslegra og hagrænna þátta. Að auki eru bornir saman mismunandi kostir í málaflokkum þar sem tilefni þykir til. Í þessari umhverfisskýrslu er gerð grein fyrir því hvernig staðið var að mati á umhverfisáhrifum vegna skipulagstillögu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025, á hvaða hátt var tekið tillit til líklegra umhverfisáhrifa við mótun aðalskipulagstillögunnar og niðurstöðum umhverfismatsins.

Áhrif mats á skipulag Vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar hefur staðið í nokkur ár, með hléum. Vinna við mat á umhverfisáhrifum matsins hófst hins vegar árið 2005 og var þá þegar búið að leggja meginlínurnar varðandi t.d. byggðaþróun og upbbyggingu atvinnusvæði, s.b.r. fyrra aðalskipulag og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Matsvinnan og niðurstöður matsins hafa því í sjálfu sér ekki haft mikil áhrif á aðalskipulagið, nema þá hvað varðar mótvægis- og vöktunaraðgerðir. Engu að síður hefur matsvinnan dregið fram margt málefnið auk þess að leggja ákveðnar línur varðandi skipulagsvinnu í framtíðinni, bæði hvað varðar deiliskipulag og þegar aftur kemur að endurskoðun aðalskipulags. Mótvægisaðgerðir og tillögur um stefnumótun í málaflokkum mun setja mark sitt á skipulagsvinnu í framhaldi af samþykkt aðalskipulagsins. Áhrif matsins koma því tvímælalaust fyrst og fremst fram í frekari skipulagsvinnu. Matsvinnan fólst að mestu í:

• Aðkomu að skilgreiningum markmiða og leiða í aðalskipulaginu til að stuðla að samræmingu vinnubragða og skapa með því grundvöll til að meta möguleg umhverfisáhrif.

• Val á umhverfisþáttum. • Val á umhverfisviðmiðum. • Greining áhrifa á umhverfisþætti (vinsun). • Gagnaöflun og vettvangsferðir • Vinna við umhverfismat aðalskipulagstillögunnar.

Tengsl við aðrar áætlanir Við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 hefur þess verið gætt að skipulagið verði í samræmi við aðrar áætlanir sem tengjast henni. Þar á meðal eru:

Page 5: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

4

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, 2001-2024. Við gerð svæðisskipulags var lögð fram ákveðin stefnumótun fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og þróun þess. Aðalskipulag Hafnarfjarðar tekur mið af því sem þar kom fram, m.a. að eitt helsta iðnaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins rísi í Kapelluhrauni og uppbyggingu íbúðahverfa á suðursvæðum bæjarins. Einnig er horft til íbúaþróunar og þróunar samfélagsins, atvinnuþróunar, samfélagsþjónustu og umhverfismála. Aðalskipulag aðliggjandi bæjarfélaga. Við gerð aðalskipulagsins hefur verið tekið tillit til stefnumótunar sem fram kemur í aðalskipulagi aðliggjandi sveitarfélaga, Álftanes, Vatnsleysustrandar, Garðabæjar og Grindavíkur. Náttúruverndaráætlun alþingis til 2008 og Náttúruminjaskrá. Náttúruverndaráætlun Alþingis er fræðileg úttekt, byggð á ákveðnum forsendum, á svæðum á landinu sem teljast merk vegna náttúrufars. Náttúruminjaskrá er skrá yfir friðlýst svæði og önnur svæði sem þykja sérstæð að náttúrufari. Í hvoru tveggja koma fram forsendur þess að náttúrufarið þykir merkilegt og verndargildi svæða og fyrirbrigða. Við stefnumörkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar var tekið mið af þessum tveimur skjölum. Stefnumörkun um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi til 2020. Aðalskipulag Hafnarfjaðrar tekur mið af stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um sjálfbæra þróun, Velferð til framtíðar. Með því eru styrktir þrír grundvallar þættir sjálfbærrar þróunar, efnahagur, samfélag og umhverfi, og sett fram stefnumörkun þar að lútandi. Staðardagskrá 21 fyrir Hafnarfjörð. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti Staðardagskrá 21 fyrir bæinn á haustmánuðum árið 2000. Í staðardagkránni eru teknir fyrir níu málaflokkar og unnið að skilgreindum verkefnum innan þeirra. Hafin er vinna við endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir bæinn.

Uppbygging skýrslu Umhverfisskýrslan samanstendur af inngangi, 2 köflum og 4 viðaukum. Í kafla 1 er fjallað um aðferðir við umhverfismatið. Umfjöllunin er í fimm undirköflum þar sem fjallað er um umfang umhverfismatsins, gerð er grein fyrir vali á umhverfisþáttum og umhverfisviðmiðum, skýrt er hvernig staðið var að matsvinnunni og loks er framsetning matsins skýrð. Í kafla 2 er fjallað um umhverfisáhrif aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Umhverfisáhrif af stefnumiðum í hverjum málaflokki er tekin fyrir í sérstökum undirkafla, fjallað er um mögulegar mótvægis- eða vöktunaraðgerðir og um valkosti þar sem við á. Að auki er fjallað um samræmi stefnumiða á milli flokka, samanburð á áhrifum stefnumiða á milli flokka og loks eru niðurstöður matsins dregnar saman. Í viðauka 1 eru umhverfisþættir skýrðir nánar og í viðauka tvö eru umhverfisviðmið listuð. Í viðauka 3 eru sýndar venslatöflur um vægi og einkenni umhverfisáhrifa sem eru að baki niðurstöðum umhverfismatsins eins og þær eru kynntar í hverjum málaflokki fyrir sig. Í viðauka 4 er listi yfir framkvæmdir á skipulagstímanum sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum.

Page 6: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

5

1 Aðferðir

1.1 Umfang umhverfismats Umhverfismat aðalskipulags Hafnarfjarðar nær til allra stefnumiða í fimm málaflokkum eins og þau eru sett fram í kafla 1.3 í greinargerð skipulagstillögunnar. Málaflokkarnir eru:

• Byggð • Atvinnulíf • Samgöngur • Umhverfi • Menning og samfélagsþjónusta

Jafnframt var fjallað stuttlega um umhverfisáhrif mismunandi valkosta í köflum um byggð, atvinnulíf og samgöngur.

1.2 Umhverfisþættir Með hugtakinu umhverfisþáttur er átt við þætti í náttúrulegu- eða félagslegu umhverfi sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum af stefnumörkun aðalskipulagsins eða framkvæmdum byggðum stefnumiðum s.s. andrúmsloft, jörð og jarðvegur, náttúru og menningarminjar. Við val á umhverfisþáttum var stuðst við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um val á umhverfisþáttum, útgefnum í desember 2005, en einnig var höfð hliðsjón af umhverfisþáttum sem tilteknir eru í tilskipun 2001/42/EC. Mat á umhverfisáhrifum aðalskipulags er fremur gróft mat og í samræmi við það var umfjöllun um áhrifin einfölduð nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun um andrúmsloft og veðurfar og vatn og sjó er slegið saman. Eftirtaldir sex megin umhverfisþættir voru að endingu valdir til nota í umhverfismatinu:

• Náttúru- og menningarminjar, land • Landslag og ásýnd • Vistkerfi • Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar • Heilsa og öryggi • Hagrænir og félagslegir þættir

Gerð er grein fyrir umhverfisþáttunum og undirflokkum þeirra í viðauka 1.

1.3 Umhverfisviðmið Umhverfisviðmið eru þeir mælikvarðar sem notaðir eru til að meta umhverfisáhrif sem leiða af stefnumiðum aðalskipulagsins. Umhverfisviðmið geta verið af ýmsum toga og m.a. byggt á stefnu stjórnvalda eða bæjarstjórnar, tilmælum laga og reglugerða og upplýsingum um málaflokkana fimm. Við val og skilgreiningu á umhverfisviðmiðum og við mat á vægi og áhrifum var m.a. notast við eftirfarandi gögn:

• Greinargerð um umhverfi og útivist, fylgirit með aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Unnið af Landmótun.

• Greining á áhrifum með gátlistum og rýni ýmissa skipulagsgagna. • Lög um húsafriðun nr. 104/2001. • Lög um náttúruvernd nr. 44/1999.

Page 7: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

6

• Náttúruminjaskrá. Sjöunda útgáfa 1996. • Náttúruverndaráætlun Alþingis til 2008. • Reglugerð um hávaða nr. 933/1999. • Reglugerð um loftgæði nr. 787/1999. • Reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999. • Samráðsfundir um umhverfismat aðalskipulagsins. • Skipulags og byggingarlög nr. 73/1997. • Skipulagsreglugerð nr. 47/2001. • Staðardagskrá 21 í Hafnarfirði. • Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. • Upplýsingar frá íbúaþingi árið 2004 og aðrar upplýsingar sem hafa

komið fram á óformlegum vettvangi. • Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun

til 2020. • Þjóðminjalög nr. 107/2001.

Nánar er gerð grein fyrir umhverfisviðmiðum í viðauka 2.

1.4 Matsvinna Umhverfismatið hefur að mestu verið unnið af Guðjóni I. Eggertssyni verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði en í samstarfi við Sebastian Peters ráðgjafa frá VSÓ Ráðgjöf. Einnig hefur verið samvinna við Bjarka Jóhannesson skipulagstjóra Hafnarfjarðar og Bjarna Reynarsson skipulagsráðgjafa sem unnið hefur að aðalskipulaginu fyrir hönd bæjarins. Elsa Jónsdóttir, Umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðarbæjar gerði kort sem notuð eru í skýrslunni utan að mynd 11. bls. 43 var unnin af Landmótun. Einnig hafa upplýsingar sem komu að notum við matið verið fengnar frá ýmsum starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar. Er öllum þessum aðilum þökkuð samvinnan. Við vinnu að umhverfismati var stuðst við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um gerð aðalskipulags, leiðbeiningar um flokkun umhverfisþátta, viðmið, einkenni og vægi umhverfisáhrifa (desember 2005). auk þess sem höfð var hliðsjón af umhverfisskýrslum og drögum að umhverfisskýrslum sem fylgja aðalskipulagi Reykjavíkur, Álftanes og Seltjarnarnes og nálgast má á heimasíðum sveitarfélaganna. Við vinnu að matinu kom í ljós að tiltækar upplýsingar um náttúrfar í landi Hafnarfjarðar gefa ekki heildstæða mynd af náttúrufari í landi bæjarins. Gerð hefur verið úttekt á vatnafari, gróðri og smádýralífi á vatnasviði Hamarskotslækjar, í Ástjörn og í Hvaleyrarvatni en ekki er til úttekt á til að mynda jarðmyndunum og vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. grein laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Sé talið að framkvæmdir geti haft í för með sér röskun á ofangreindum jarðmyndunum eða vistkerfum, skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar og og náttúruverndarnefndar Hafnarfjarðar áður en veitt er framkvæmda- eða byggingarleyfi, sbr. 27. og 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997. Mörg svæði og myndanir sem falla innan sérstakrar verndar eru hins vegar þegar vernduð með öðrum hætti svo sem friðlýst skv. náttúruverndarlögum, hverfisvernduð með hverfisverndarákvæðum eða eru á náttúruminjaskrá. Þá hefur það verið sett inn í markmið aðalskipulagsins í málaflokknum umhverfi að safnað verði

Page 8: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

7

saman tiltækum upplýsingum um náttúrufar í landi bæjarins og að aflað verði upplýsinga sem á skortir til að fá megi heildstæða mynd af náttúrufari í landi bæjarins. Góð yfirsýn yfir náttúrufar kæmi að miklum notum við skipulagsvinnu framtíðar, við stefnumótun í náttúruvernd, gerð verndaráætlana, skipulag verndunar og ekki síður við eftirlit og vöktun á gæðum náttúrunnar og þróun breytinga á henni.

1.5 Framsetning mats Umhverfisáhrif hvers stefnumiðs í hverjum málaflokki voru metin sérstaklega - sjá viðauka 3. Áhrifin í hverjum málaflokki fyrir sig voru síðan dregin saman og hér eru kynntar niðurstöður fyrir hvern málaflokk. Til að lýsa vægi áhrifanna eru notaðar venslatöflur auk þess sem áhrifin eru skýrð í texta. Í venslatöflum eru áhrifin táknuð með lit og tákni á eftirfarandi máta . ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af nánari útfærslu skipulags

Mynd 1. Ný byggingarsvæði. Ekki er víst að uppbygging eigi sér stað á öllum reitum á skipulagstímanum. Á auða svæðinu í iðnaðarhverfinu í Kapelluhrauni er fyrirhugað að hafa akstursíþróttasvæði.

Page 9: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

8

2 Umhverfisáhrif aðalskipulags Hafnarfjarðar

2.1 Byggð Stefnumið í þróun íbúðabyggðar leggja áherslu á samspil nýrra íbúðasvæða við eldri svæði til að varðveita sérkenni Hafnarfjarðar og megindrætti í bæjarmyndinni. Áhersla er lögð á fjölbreytta húsagerð og fallega bæjarmynd í nánum tengslum við umhverfi og náttúru. Byggð skal þétt til að stuðla að bættri landnýtingu á byggingarsvæðum. Tafla 1. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í byggðamálum.

Umhverfisþættir Stefnumið

Náttúru- og menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúms-loft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Stefnumið í byggða-málum + - - Ó - + - + ++ • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af

nánari útfærslu skipulags Náttúru og menningarminjar, land: Meðal merkustu sérkenna Hafnarfjarðar eru bárujárnshúsabyggðin í hjarta bæjarins og hraunlandslagið í bænum, klettar, hraunmyndanir og bollar inni í byggð. Stefnumið um varðveislu sérkenna Hafnarfjarðar eru líkleg til að stuðla að verndun gömlu byggðarinnar en einnig munu aðrar menningarminjar njóta góðs af stefnumiðinu sem ýtir undir verndun þeirra. Stefnumið um vandaða skipulagsskilmála og varðveislu á sérkennum bæjarins munu stuðla að því að halda í mikilvægan þátt í bæjarmyndinni, þ.e. hraunmyndanir og -bolla inni í byggð, takmarka röskun á hraunum á nýbyggingarsvæðum og vernda merkar jarðmyndanir innan byggðarinnar. Stefnumið um þéttingu byggðar munu einnig stuðla að minna raski á landi þar sem byggðin verður ekki jafndreifð og ella. Ekki verður gengið á græn svæði í bænum til að þétta byggð heldur er um að ræða breytta landnotkun á svæðum sem áður voru hafnarsvæði og olíubyrgðastöð.

Page 10: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

9

Mynd 2. Horft yfir væntanlegt byggingarsvæði í Vallahverfi. Í bakgrunni er Kapelluhraun og væntanlegt iðnaðarsvæði. Aukin byggð og ný íbúðahverfi leiða til röskunar á eldhraunum við gerð þessara nýju hverfa. Eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. grein laga nr. 44/1999 um náttúruvernd auk þess sem stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun, Velferð til framtíðar, leggur áherslu á varðveislu sérstæðra jarðmyndana. Röskun hraunanna er bein aðgerð sem hefur í för með sér óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif þar sem hraunin verða aldrei endursköpuð í sömu mynd. Þá er um að ræða samlegðar áhrif þegar tekið er tillit til nauðsynlegrar götu-, vega- og stígagerðar og annarrar uppbyggingar atvinnu- og iðnaðarsvæða, sem einnig mun skerða hraun. Stefnumið um fjölbreytta húsagerð mun leiða til þess að stærra svæði er tekið undir nýbyggingar en gert yrði ef eingöngu væru byggð fjölbýlishús. Alls er gert ráð fyrir að um 400 hektarar lands fari undir ný íbúða og miðbæjarsvæði – sjá mynd 1 og skipulagsuppdrátt. Að stórum hluta er um að ræða svæði sem ætlað hefur verið til íbúðabyggðar og er merkt sem slíkt á landnotkunaruppdrætti aðalskipulags Hafnarfjarðar 1995-2015 og á landnotkunaruppdrætti svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins en einnig eru ný svæði svo sem íbúðasvæði sunnan Ofanbyggðavegar sem hafa komið til við vinnu aðalskipulagsins. Þau eru ekki í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins en sótt hefur verið um breytingu á svæðisskipulaginu til samræmingar. Landið sem fer undir íbúðabyggð er að miklu leyti lítt eða óraskað hraun en innan um eru flákar af röskuðu hrauni. Er þar um að ræða námur, svæði fyrir fiskihjalla o.fl. Þessir blettir eru dreifiðir og er því ekki hægt að segja að hraunin séu samfeld óröskuð hraun – sjá mynd 5, bls. 20.

Page 11: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

10

Við lauslega athugun á loftmyndum eru hraun í landi Hafnarfjarðar, utan Krýsuvíkurlands, metin vera um 8.500 ha. Mestur hluti hraunanna, eða tæplega 5.000 ha. er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og nýtur verndar í samræmi við það. Hraun sem áætlað er að fari undir ný íbúðahverfi eru um 350 ha. eða um 4% af heildarflatarmáli hrauna. Hátt í það jafn stórt svæði mun fara undir atvinnusvæði og því verður röskun á hraunum vegna uppbyggingar 7-8% af hraunum í landi bæjarins. Ástjörn og Ásfjall eru vernduð sem friðland og fókvangur – sjá skipulagsuppdrátt og mynd 11 bls. 43. Ekki stendur til að skerða mörk friðlýstu svæðanna í tengslum við uppbygginu íbúðahverfa og ættu áhrif á þau að verða í lágmarki. Umhverfisáhrif á umhverfisþættina náttúru- og menningarminjar og land eru bæði jákvæð og neikvæð. Jákvæð áhrif eru líkleg til að koma fram í varðveislu sérkenna bæjarins og menningarminja og stefnumiðum sem munu stuðla að því að röskun hrauna við uppbyggingu bæjarins verði takmörkuð eins og kostur er. Jákvæð áhrif eru bæði bein og óbein en eru afturkræf verði áherslum bæjarins breytt. Neikvæð áhrif eru einkum á land og náttúruminjar. Uppbygging á nýjum íbúðahverfum með fjölbreyttri húsagerð mun leiða til þess að töluverðu af eldhraunum, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, verður raksað. Um er að ræða talsverð neikvæð, bein og óafturkræf áhrif. Með mótvægisaðgerðum ætti að vera hægt að draga úr neikvæðum áhrifum og vernda merkustu jarðmyndanir. Jákvæð og neikvæð áhrif eru talin vega álíka þungt, hvoru tveggja eru talin talsverð að vægi. Landslag og ásýnd Hver áhrifin verða á landslag og ásýnd mun að miklu leyti ráðast af frekari útfærslu byggðar í deiliskipulagningu. Með uppbyggingu nýrra svæða mun bæjarmyndin óhjákvæmilega breytast talsvert og gæti orðið erfitt að viðhalda sérkennunum bæjarins og bæjarmyndinni á nýjum svæðum. Uppbyggingin mun valda breytingum á landslagi og útsýni sem flokka má sem neikvæð áhrif en vægi áhrifanna er erfitt að meta og því ríkir óvissa um hver heildaráhrifin verða. Til að mynda geta hærri byggingar haft talsverð áhrif á ásýnd, landslag og útsýni en lægri byggð sem dreifist yfir stærra svæði getur haft meiri bein áhrif á landslag en minni á útsýni. Áhrifin geta verið bæði bein og óbein, afturkræf ef um er að ræða áhrif af mannvirkjum sem má fjarlægja, óafturkræf ef landinu sjálfu er breytt auk samlegðar áhrifa af annarri uppbyggingu s.s. iðnaðarsvæða. Ein helsta ástæðan fyrir því hversu erfitt er að meta áhrifin á landlag og ásýnd er sú að huglægt mat hefur meira að segja um endanlega útkomu varðandi þessa þætti en aðra umhverfisþætti. Áhrifin á landslag og ásýnd eru metin neikvæð þar sem náttúrulegt landslag hverfur að hluta til og óvíst er hversu vel tekst til með að viðhalda bæjarmyndinni eins og hún er nú. Ítrekað er að talsverð óvissa er um endanleg heildaráhrif. Við frekari útfærslu í skipulagi gefast tækifæri til mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á landslag, útsýni og ásýnd.

Page 12: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

11

Vistkerfi Við uppbyggingu nýrra íbúðahverfa mun töluverðu af hraunum verða raskað. Um leið verða búsvæði og vistkerfi þessara hrauna eyðilögð. Áhrifin munu ná út fyrir framkvæmdasvæðið á meðan á þeim stendur og einnig má búast við einhverjum jaðaráhrifum til frambúðar. Ekki er ástæða til að ætla að búsvæði og vistkerfi á þessum svæðum hrauna séu að marki frábrugðin hraunasvæðum sem ekki verður raskað. Almennt eru búsvæði og vistkerfi hraunnanna allt að suðurmörkum bæjarlandsins tiltölulega einsleit og tegundasnauð og röskun á hluta þess ætti ekki að hafa veruleg áhrif á vistkerfi hraunanna í heild. Einnig hefur það komið fram að ekki er um að ræða heildstæð órökuð hraun heldur hefur þeim þegar verið raskað nokkuð og þar með vistkerfi staðbundið. Ekki er vitað til þess að sjaldgæfar tegundir eða tegundir á válista verði fyrir markverðum áhrifum þó hluti af hraununum verði eyðilögð. Ljóst er að áhrifin verða töluvert meiri á gróður en dýr þar sem að þær tegundir dýra sem það geta munu færa sig sunnar í hraunin. Gróður á hraununum er að mestu mosaþembur með kjarri og blómplöntum inn á milli. Stefnumið um vandaða skipulagsskilmála og þéttingu byggðar munu stuðla að því að takmarka röskunina sem hlýst af uppbyggingunni. Ástæða er til að fara með sérstakri gát við framkvæmdir sem gætu haft áhrif á vatnasvið Ástjarnar vegna verndargildis hennar. Þar gæti þurft að grípa til mótvægisaðgerða. Áhrifin af stefnumiðum í byggðaþróun eru neikvæð, bein, varanleg og óafturkræf en ekki er ástæða til að ætla að þau verði veruleg þar sem um einsleit og tegundasnauð vistkerfi er að ræða. Vatn, sjór, andrúmsloft og verðurfar Með áformum um íbúðabyggingu á Valla-, Áslands- og Hamraneshverfum er byggðin að færast til suðurs eða í átt að vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Stefna grunnvatnsstrauma er til norðurs og vesturs, sem þýðir að streymið er á móti stefnu byggðar og af þeim sökum eru ekki taldar miklar líkur á því að framkvæmdir og síðar búseta muni hafa neikvæð áhrif á grunnvatn á vatnsverndarsvæðinu á skipulagstímanum. Til að mæta aukinni vatnsþörf og auka öryggi í vatnsöflun er stefnt að nýju vatnsbóli á Hraunum. Áhrif á yfirborðsvatn verða ekki mikil þar sem að lítil uppbygging mun eiga sér stað nærri stöðuvötnum og Hamrakotslæk. Ekki er heldur gert ráð fyrir að framkvæmdir muni raska vatnasviðum Ástjarnar, Hvaleyrarvatns eða lækjarins en sjálfsagt er að viðhafa sérstaka gát í framkvæmdum sem gætu mögulega raskað vatnasviðum þessara vatna. Uppbygging bæjarins mun leiða til aukinnar umgengni við og í kringum vötnin og lækinn og þarf að mæta þeirri umferð með gerð göngustíga til að vernda vatnsbakka. Áhrif byggðaþróunar á sjó verða fyrst og fremst vegna aukinnar fráveitu með stækkandi bæ. Þegar umfangsmiklum fráveituframkvæmdum lýkur árið 2007 mun skólp verða hreinsað með 3 mm síum í nýrri hreinsi- og dælustöð milli lóðar álvers Alcan og golfvallarins á Hvaleyrarhöfða. Útrás skólpsins verður um 2 km. frá mörkum stórstraumsfjöru á u.þ.b. 20 metra dýpi. Allt bendir til þess að skólpið þynnist fljótt og að áhrif á lífríki í sjó verði hverfandi. Framkvæmdirnar munu hafa í för með sér talsverð jákvæð áhrif og mun

Page 13: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

12

umtalsverð mengun sem er nú á og við stendur hjá núverandi útrásum hverfa að mestu eða öllu leyti á skömmum tíma. Áhrif á sjó eru því jákvæð. Áhrif stefnumiða í byggðamálum á veðurfar eru talin verða óveruleg. Byggingar og breytingar á landslagi gætu haft einhver áhrif á staðbundið veðurfar. Breytingarnar gætu hvort sem er orðið jákvæðar og neikvæðar og óvíst um vægi þeirra. Áhrifin ráðast t.d. af deiliskipulagi og hönnun bygginga. Við frekari skipulagsvinnu þarf að huga að mótvægisaðgerðum ef taldir eru möguleikar á neikvæðum áhrifum á veðurfar. Ný íbúðahverfi og þétting byggðar gæti haft í för með sér talsverð neikvæð áhrif á andrúmsloft og staðbundin loftgæða í bænum og í nýju hverfunum, sérstaklega vegna útblásturs frá aukinni umferð sem búast má við að fylgi fjölgun íbúa. Stefnumið um þéttingu byggðar, samfelda þéttbýlisheild, styttri fjarlægðir mili heimilis og starfa og vandaða skipulagsskilmála eru öll til þess fallin að draga úr umferð og hvetja til notkunar annarra fararmáta. Engu að síður er ekki talið að jákvæð áhrif af þessum stefnumiðum nái að yfirvinna neikvæð áhrif af umferðaraukningunni sem mun fylgja aukinni byggð. Draga má úr áhrifunum með mótvægisaðgerðum. Nánar er fjallað um umhverfisáhrif aukinnar umferðar í kaflanum um samgöngur. Umhverfisþættirnir verða fyrir bæði jákvæðum og neikvæðum umhverfisáhrifum. Þessi áhrif vega hvort á móti öðru. Áhrifin munu verða bein, varanleg en afturkræf verði hreinsun skólps hætt eða ef mikið dregur úr bílaakstri. Heilsa og öryggi Það er stefna Hafnarfjarðarbæjar við þróun byggðar og landnotkun að hafa heilbrigði og öryggi í fyrirrúmi. Sú stefnumörkun og framfylgd hennar mun leiðar til jákvæðra áhrifa fyrir heilsu og öryggi bæjarbúa. Með byggingu nýrra hverfa til suðurs er byggðin að þokast í átt að þekktum jarðskjálftasvæðum á Reykjanesi. Þessi færsla eykur að einhverju leyti hættu á tjóni af völdum jarðskjálfta. Þrátt fyrir það er ekki talið að áhættan aukist markvert og verði mótvægisaðgerðum fylgt ættu þessi hverfi að vera jafnörugg og önnur hverfi í bænum. Uppbygging nýrra hverfa mun taka mið af fyrri reynslu og rannsóknum á vegöryggi og því eru líkur á að umferðaröryggi í þeim verði til muna betra en í eldri hverfum. Það hefur jákvæð áhrif á heilsu og öryggi íbúa. Uppbygging nýrra hverfa í nánd við víðtæk útivistarsvæði og gerð þéttriðins stígakerfis er til þess fallið að auðvelda íbúum útivist og um leið bjóða þeim öruggari aðstæður til þess. Nýti íbúar tækifærið getur það bætt heilsuna. Framkvæmdir við fráveitu munu gjörbreyta aðstöðu til útivistar og fræðslu við ströndina . Við núverandi aðstæður er mengun og óhreinindi slík að það er ekki bjóðandi íbúum að njóta útiveru þar. Við framkvæmdirnar verður útrás skólps í 2 km. fjarlægð frá stórstraumsfjörumörkum og á um 20 m dýpi. Mengun frá útrásinni mun þynnast og dreifast og verður vart mælanleg við strendurnar. Líklegt er að fjörurnar hreinsi sig á tiltölulega stuttu tíma og þar með opnast fjaran til útiveru og fræðslu fyrir bæjarbúa. Þar með eykst enn fjölbreytni útivistarmöguleika í bænum með heilsubætandi áhrifum fyrir þá sem nýta tækifærin.

Page 14: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

13

Aukin umferð sem fylgja mun nýjum íbúum mun líklega leiða af sér verri loftgæði staðbundið. Sá möguleiki er fyrir hendi að það, að viðbættum samlegðaráhrifum frá iðnaðarsvæðum, geti haft í för með sér heilsufarsáhættu fyrir íbúa. Með mótvægisaðgerðum s.s. gerð þéttriðins stígakerfis sem býður upp á mótvægi við notkun einkabílsins, má draga úr líkum á verri loftgæðum. Áhrif á heilsu og öryggi eru metin talsvert jákvæð þegar þættirnir eru teknir saman. Mun fleiri þættir verða fyrir jákvæðum áhrifum og hafa nokkrir þeirra, t.d. aukið umferðaröryggi í nýjum hverfum talsvert vægi. Áhrifin verða bein og til langframa. Áhrifin eru afturkræf í flestum tilfellum en það kallar á stefnubreytingu hjá yfirvöldum í bænum. Hagrænir og félagslegir þættir Uppbygging nýrra íbúðasvæða og framboð fjölbreyttra húsnæðisgerða sem koma til móts við þarfir mismunandi þjóðfélagshópa mun að líkindum leiða af sér aukinn íbúafjölda í bænum og er það í samræmi við markmið bæjarstjórnar. Fjölgun íbúa leiðir af sér aukna eftirspurn eftir verslun og þjónustu, þar með talið opinberri þjónustu svo sem leikskólum, grunnskólum, heilsugæslu, öldrunarþjónustu, félagsþjónustu, íþrótta og tómstundaaðstöðu og ýmissrar stoðþjónustu. Aukin eftirspurn eftir þjónustu kallar á uppbyggingu í viðkomandi málaflokkum til að mæta eftirspurn.

Mynd 3. Norðurbakkinn, þar mun rísa íbúðabyggð á næstu árum. Með þéttingu byggðar nærri miðbæ Hafnarfjarðar er verið að efla miðbæinn, auka mannlíf í miðbænum og bæta aðgegni íbúa að miðstöð þjónustu á vegum bæjarfélagsins auk þess að efla verslun og aðra þjónustu sem í boði er í miðbænum.

Page 15: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

14

Með fjölgun íbúa, bættu aðgengi og góðum stígatengingum, sbr. áætlun um uppbyggingu stígakerfis, má gera að því skóna að ásókn í útivistarsvæði muni aukast töluvert og að það verði ekki síst íbúar nýrra íbúðahverfa í Áslandi, Hamranesi og á Völlum sem munu nýta sér auðvelt aðgengi að t.d. fólkvanginum við Ásfjall, Hvaleyrarvatni og upplandi bæjarins sér til heilsubótar og hvíldar. Uppbyggingin, góð tengsl við útivistarsvæði og uppbygging þjónustu eru líkleg til að gera Hafnarfjörð að aðlaðandi búsetukosti í augum margra. Því er líklegt að ásókn í íbúðahúsnæði muni aukast og það leiði til hækkandi íbúðaverðs. Einnig mun fjölgun íbúa styrkja tekjustofna sveitarfélagsins og gera því fært að standa betur að þjónustu við íbúana. Ekki er gert ráð fyrir að uppbyggingin muni hafa veruleg áhrif á samfélagsgerðina þó ljóst sé að einhverjar breytingar verða, t.d. er líklegt að fjöldi Hafnfirðinga í eldri aldurshópum mun aukast töluvert. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í fjölskyldugerðum, sömu eða svipaðar fjölskyldugerðir eru líklegar til að velja Hafnarfjörð til búsetu og eru þar fyrir. Umhverfisáhrif stefnumiða á hagræna og félagslega þætti eru margbreytileg og snerta hagsmuni nokkurra þúsunda manna. Því er talið að um veruleg jákvæð umhverfisáhrif verði að ræða. Áhrifin verða að líkindum varanleg, bæði bein og óbein og samlegðaráhrifa mun gæta. Rétt er að taka fram að einhver óvissa er um eðli og vægi áhrifanna þar sem ýmsir utanaðkomandi þættir spila einnig inn í s.s. almennt efnahagsástand. Mótvægisaðgerðir/vöktun Tillögur að mótvægisaðgerðum miða að því að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum stefnumiða í byggðamálum á:

• ásýnd og sjónræna þætti • bæjarmynd og sérkenni Hafnarfjarðar • hraun • vatn og loftgæði • náttúruvá

Ásýnd og sjónrænir þættir, bæjarmynd og sérkenni Hafnarfjarðar: Með vandaðri skipulagsvinnu á deiliskipulagsstigi og skipulagskilmálum er varða útlit nýbygginga má draga úr neikvæðum sjónrænum breytingum vegna þéttingar byggðar og uppbyggingar nýrrar íbúðabyggðar. Við deiliskipulag þarf að gæta sérstaklega að því að ný hverfi falli að bæjarmyndinni og fella byggðina að hraunalandslaginu. Við hönnun bygginga þarf að gera kröfur um að þær falli í heildarsvipmót hverfis og að hæðin sé ekki það mikil að hún trufli útsýni eða skyggi á, eftir því sem við á. Við skipulagsvinnu og framkvæmdir ætti að vernda umhverfi og náttúru fyrir raski eins og kostur er á meðan á framkvæmdum stendur, t.d. með því að takmarka stærð framkvæmdasvæðis. Lagt er til að lokið verði við húsaskráningu sem fyrst og í kjölfarið verði verkefnum vegna húsa- og minjaverndar forgangsraðað.

Page 16: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

15

Hraun Umfangsmestu og alvarlegustu neikvæðu umhverfisáhrifin sem fylgja markmiðum í byggðaþróun snúa að röskun á hrauni á nýbyggingarsvæðum. Til að lágmarka röskun hrauna var valin sá kostur að nýbyggingarsvæði koma í beinu framhaldi og góðum tenglsum við þau hverfi sem byggð hafa verið á síðustu árum. Við deiliskipulag, hönnun mannvirkja og framkvæmdir þarf að gæta að því að hraununum verði raskað eins lítið og mögulegt er, byggð verði látin fylgja landslagi eins og hægt er og hraunbollar og klettar vernduð og látin halda sér þar sem kostur er. Til að verndun merkra jarðmyndana og hraunasvæða verði markvissari er lagt til að framkvæmd verði náttúrufarskönnun á landi Hafnarfjarðar til að meta megi hvaða svæði eða myndanir er mikilvægast að vernda, forgangsraða verkefnum í kjölfarið og jafnframt nota niðurstöðurnar til leiðbeiningar við skipulag í framtíðinni. Könnunin verði grunnur að framtíðarstefnumótun um náttúruvernd í landi bæjarins. Þrátt fyrir skerðingu á hraunum býr Hafnarfjörður svo vel að enn eru stór svæði ó- eða lítt snortinna hrauna að finna í landi bæjarins. Talsverður hluti þeirra nýtur formlegrar verndar sem hluti af annars vegar vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og/eða sem hluti af Reykjanesfólkvangi. Í þessu aðalskipulagi eru ennfremur lagðar fram tillögur um víðtæka hverfisvernd á hraunum sem mun enn stækka við vernduð hraun í upplandi bæjarins. Tillögurnar má sjá í greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025, kafla 2.2.5, en nánari grein er gerð fyrir þeim í greinargerð um umhverfi og útivist sem er fylgirit með aðalskipulaginu. Vatn og loftgæði: Við framkvæmdir sem gætu raskað vatnasviðum Ástjarnar og Hvaleyrarvatns er nauðsynlegt að farið verði með sérstakri gát. Er það vegna mikilvægis þeirra, Ástjarnar sem verndarsvæðis fyrir fuglalíf og beggja vatnanna sem útivistarsvæðis, og óvissu sem röskun á vatnasviðinu hefði í för með sér. Áhrif aukinnar íbúðabyggðar á loftgæði er fyrst og fremst tilkomin vegna meiri umferðar sem fylgir byggðinni. Við frekari skipulagsvinnu þarf að huga að aðgerðum sem gætu dregið úr umferð einkabíla og þar með mengun í bænum. Stefnumið í samgöngum um forgang almenningsvagna er dæmi um aðgerðir í þessa veru. Nánar er fjallað um mótvægisaðgerðir vegna aukinnar umferðar í kafla um stefnumið í samgöngum. Náttúruvá: Vegna færslu byggðar í suðurátt er nauðsynlegt að skilmálum byggingarreglugerðar um jarðskjálftavarnir verði skilyrðislaust fylgt við hönnun og byggingu hverskyns mannvirkja á nýbyggingarsvæðum. Lagt er til samstarf bæjarins við fagaðila hvað varðar mat á hættu, eftirlit með hættu og viðbragðsáætlana verði endurskoðað og metið hvort bæta megi það í þeim tilgangi að draga enn úr hættu fyrir íbúa. Valkostir: Forgangsröðun nýbyggingarsvæða. Byggðaþróun í Hafnarfirði eru sett nokkur takmörk af aðstæðum í bæjarlandinu. Byggt hefur verið að mörkum bæjarlandsins til austurs og norðurs. Í vestri setur hafið, álver Alcan og skilgreint þynningarsvæði þess

Page 17: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

16

skorður við byggð með ströndinni. Til suðurs eru ákveðnar takmarkanir einnig s.s. landhalli auk þess sem vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins er skammt undan. Engu að síður er álitið að vænlegustu byggingarsvæðin séu til suðurs, inn til landsins og í átt að vatnsverndarsvæðinu. Við mat á möguleikum á þróun byggðarinnar voru settir upp fimm kostir, sjá kafla 2.1 í greinargerð. 1. Þétting byggðar innan núverandi byggðarmarka, einkum vegna óska um breytta landnotkun, sérstaklega breytingar á atvinnusvæðum með úrelta starfsemi, eða starfsemi sem ekki er lengur þörf fyrir eða betur er staðsett annars staðar. 2. Byggt inn til landsins í átt að Hvaleyrarvatni. Helstu kostir þessarar stefnu eru nálægð við núverandi byggð og umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Helstu takmarkanir eru Hvaleyrarvatnið og vatnsverndarmörk. 3. Byggt í framhaldi af núverandi Áslandshverfi inn með Kaldárselsvegi og suður fyrir Ásfjall. Helstu kostir eru nálægð við núverandi byggð og umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Helstu takmarkanir eru landhalli. 4. Byggt í framhaldi Vallahverfis til suðurs og austurs. Helstu kostir eru gott byggingarland og nægilegt landrými. Helstu takmarkanir eru Ofanbyggðavegur. 5. Byggt til suðurs og vesturs í framhaldi Vallahverfis. Helstu kostir eru nálægð við alþjóðaflugvöll. Helstu takmarkanir eru þynningarsvæði álversins, vatnsverndarsvæði og að byggðin er í útjaðri höfuðborgarsvæðisins.

Mynd 4. Valkostir í forgangsröðun á uppbyggingu íbúðasvæða. Á mynd 5 eru þessir kostir sýndir. Þetta samsvarar í meginatriðum þeim svæðum sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024.

Page 18: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

17

Sú leið er valin í þessu aðalskipulagi að lögð er áhersla í upphafi á að þétta núverandi byggð þar sem þess er enn kostur (svæði 1), og má þar nefna Norðurbakkann og olíutankasvæðið á Hvaleyrarholti. Varðandi ný byggingarsvæði, er valin sú leið að lokið verði byggingu Valla- og Áslandshverfa (svæði 3 og 4) áður en hafin verður byggð á öðrum svæðum. Svæðið teygir sig frá Áslandshverfi suður fyrir Ásfjallið og Ástjörnina norðan raflínunnar og þaðan í hálfhring í átt að Reykjanesbrautinni norðaustan Krýsuvíkurvegar. Eftir það verði hafin bygging á Hamranessvæði ofan raflínu (svæði 2). Íbúðasvæði til lengri framtíðar verði síðan sunnan væntanlegs Ofanbyggðavegar (svæði 5). Áhersla á þéttingu byggðar í fyrsta áfanga er í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar um að hamla gegn útþennslu byggðar eftir því sem hægt er. Þá getur uppbygging nálægt miðbæ og uppbygging stígakerfis samhliða stuðlað að því að draga úr bílaumferð sem aftur er í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar og Staðardagskrár 21. Að öðru leyti er ekki hægt að sjá að önnur röðun valkosta eða jafnvel aðrar hugmyndir um uppbyggingu utan þeirra svæða sem sýnd eru sem valkostir hér, muni hafa önnur eða minni umhverfisáhrif í för með sér. Í grunninn er um að ræða svipuð áhrif af uppbyggingu svæðanna, sama hver forgangsröðunin er. Helstu neikvæðu umhverfisáhrifin af uppbyggingu byggðar eru, sem fyrr segir, röskun á hraunum og landi. Röðun valkosta hefur ekki afgerandi áhrif röskunina, hún eru ávallt svipuð sama í hvaða röð kostunum yrði raðað, þó með þeirri athugasemd að í Áslands og Hamraneshverfum er ekki jafnmikið um yfirborðshraun og á Völlunum og sunnan Ofanbyggðavegar. Verið getur að sú forgagnsröðun sem lögð er til í greinargerð hafi hvað minnst áhrif þar sem að áfangarnir koma hver í framhaldi af öðrum, næsta svæði stendur nærri nýlegri byggð og er því í jaðri raskaðs svæðis auk þess sem staðsetningin dregur úr þennslu byggðarinnar með tengingu við þegar komin hverfi. Því ættu að vera forsendur til að takmarka röskun á hraunasvæðum meira en með öðrum útfærslum á nýbyggingarsvæðum. Landslag og ásýnd eru líka líkleg til að verða fyrir neikvæðum áhrifum og gæti þar munað einhverju á áhrifunum á milli svæða. Óvissa um áhrifin eru hins vegar mikil og því erfitt að segja til um það hvort áhrif af uppbyggingu á einu svæði verða meiri en önnur. Ræðst það t.d. af útfærslu byggðar í deiliskipulagi. Jákvæð áhrif eru svipuð í öllum tilfellum. Þau koma fyrst og fremst fram í jákvæðum áhrifum á hagræna og félaglega þætti en einnig í heilsu og öryggi. Niðurstaða: Umhverfisáhrif stefnumiða í byggðamálum. Stefnumið í byggðamálum hafa jákvæð umhverfisáhrif á menningarminjar, sjó, heilsu og öryggi, hagræna og samfélagslega þætti. Vægi áhrifanna eru oftast metin talsverð en hagrænir og samfélagslegir þættir verða fyrir verulegum jákvæðum áhrifum. Stefnumið í byggðamálum hafa neikvæð umhverfisáhrif á náttúruminjar og land, landslag og ásýnd, vistkerfi og loftgæði. Vægi áhrifanna eru metin vera talsverð. Jákvæð áhrif eru talin hafa heldur meira vægi þegar heildaráhrif eru metin. Byggðamál eru því ekki talin valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum í skilningi tilskipunar 2001/42/EC.

Page 19: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

18

2.2 Atvinnulíf Markmið í atvinnumálum hafa það sameiginlegt að stefna að öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi í Hafnarfirði. Í þeim tilgangi skal boðið upp á gott framboð atvinnulóða þannig að fjölbreytt flóra fyrirtækja í ólíkum atvinnuflokkum finni athafnasvæði sem henta þeirra starfsemi. Umhverfi í og við bæinn skal bætt og fegrað í þeim tilgangi að laða að fyrirtæki og stuðla með því að uppbyggingu iðnaðar, þjónustu, verslunar, menningar og ferðamennsku. Ennfremur skal efla hafnarsvæðið frekar þannig að það haldi stöðu sinni sem eitt af megin hafnarsvæðum landsins. Tafla 2. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í atvinnumálum.

Umhverfisþættir Stefnumið

Náttúru- og menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúms-loft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Stefnumið í atvinnumálum - - ó - - ó + ++ • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af

nánari útfærslu skipulags Álver Alcan í Straumsvík – áform um stækkun Í Straumsvík er starfrækt álver Alcan með heimild til framleiðslu á 200.000 tonnum árlega. Fyrirtækið hefur viðrað hugmyndir um stækkun verksmiðjunnar í tveimur áföngum upp í 460.000 tonna ársframleiðslu. Skilgreind hafa verið þynningarsvæði til bráðabirgða og svæði takmarkaðrar ábyrgðar við álverið og eru takmarkanir á landnotkun innan þeirra. Við þessa aðalskipulagsgerð er það einkum skilgreint þynningarsvæði sem hefur þýðingu því að innan þess er íbúðabyggð ekki leyfð. Í skýrslu framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum er gerð tillaga að stækkuðu þynningarsvæði sem næði þá að mörkum svæðis takmarkaðrar ábygðar til suðurs. Hafnarfjarðarbær fellst ekki á þessa stækkun þynningarsvæðis þar sem henni fylgdu takmörkun á landnotkun á framtíðarbyggingarsvæði bæjarins. Jafnframt gerir bærinn kröfu um að bestu mögulegu mengunarvarnir til að tryggja að loftmegnun utan núverandi þynningarsvæðis fari ekki yfir umhverfismörk eftir stækkunina. Mat á umhverfisáhrifum stækkunar hefur farið fram og feldi Skipulagsstofnun úrskurð sinn þann 26. júlí árið 2002. Í nóvember 2005 auglýsti Umhverfisstofnun starfsleyfi fyrir álver Alcan miðað við allt að 460.000 tonna ársframleiðslu. Fyrirtækið kærði starfsleyfið.

Page 20: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

19

Umhverfisráðherra staðfesti ákvörðun um starfsleyfið með úrskurði 31. mars 2006. Efnistökusvæði Hafnarfjarðarbær vann stefnumótun um efnisvinnslu árið 2001. Stefnumörkunin tekur mið af náttúruvernd og landnotkun með það að leiðarljósi að nýting sé í anda sjálfbærrar þróunar, vernda beri sérstakt landslag, jarðmyndanir, lífríki og náttúrufyrirbæri ásamt þeim menningarminjum og náttúruvættum sem kunna að finnast í landi Hafnarfjarðar. Fimm efnistökusvæði eru starfrækt í landi Hafnarfjarðar og má sjá þau á mynd 6. Efnistakan mun áfram takmarkast við þessi fimm svæði og ný ekki opnuð. Þrjú þeirra eru á eða í jöðrum svæða þar sem áætlað er að rísi íbúðabyggð eða iðnaðarsvæði á skipulagstímanum og mun efnistaka þá leggjast af. Á öllum svæðunum verður vinnsla takmörkuð við þegar röskuð svæði í eða við námasvæðin, eða að vinnslan er bundin skilyrðum sem komið hafa fram í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Að lokinni vinnslu verður gengið frá svæðunum í samræmi við áætlanir þar að lútandi. Miðað við að tvö efnistökusvæði falla innan iðnaðar- og íbúðasvæði framtíðar og það þriðja sé í jaðri íbúðahverfis má segja að áhrif af þeim verði óveruleg þegar upp er staðið. Á meðan á vinnslu stendur fylgja þeim nokkur áhrif. Öllu meiri áhrif fylgja námunum við Óbrynnishóla og Undirhlíðar. Þær eru báðar inni á vatnsverndarsvæðum, Óbyrinnishólanáma á fjarsvæði vatnsverndar en Undirhlíðanáma á mörkum fjar- og nærsvæðis vatnsverndar. Mat á umhvefisáhrifum efnisvinnslu hefur farið fram fyrir þessar tvær námur. Náttúru- og menningarminjar, land Stefnumið um styrkingu miðbæjar og aukna áherslu á ferðamannaiðnað eru líkleg til auka mannlíf í miðbænum og draga með því athygli að menningarminjum, s.s. gömlu byggðinni, og samspili náttúru og byggðar. Aukin athygli og umfjöllun um minjarnar mun styrkja kröfur um verndun, viðhald og fræðslu um þær. Utan helsta þéttbýlisins eru líkur á að þessi stefnumið geti haft jákvæð áhrif á náttúru- og menningarminjar af sömu ástæðu, þær fá meiri athygli og með því ættu að koma fram ákveðnari kröfur um verndun þeirra og viðhald. Merkingar minja og fræðsla um þær og verndargildi þeirra ásamt uppbyggingu aðstöðu sem annar ásókn ferðamanna er mikilvægur þáttur í að byggja upp atvinnustarfsemi í ferðaiðnaði með áherslu á náttúru- og söguminjar. Uppbygging atvinnu- og athafnasvæða koma til með að valda röskun á hraunum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd og vinna gegn markmiðum Velferðar til framtíðar. Athafna- og iðnaðarsvæði eru fyrirhuguð á hraununum sunnan við álver Alcan í Straumsvík, í Hellna- og Kapelluhraunum. Alls eru tæplega 300 hektarar lands teknir frá undir þessi svæði auk um 50 ha. sem færu undir stækkun álvers og tengdar framkvæmdir, verði af stækkun álversins. Um er að ræða svæði sem að stærstum hluta hefur verið ætlað til iðnaðar og atvinnustarfsemi og verið merkt sem slíkt á skipulagsuppdrætti aðalskipulags Hafnarfjarðar 1995-2015. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir að þarna verði eitt af þremur megin iðnaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins.

Page 21: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

20

Inn á milli iðnaðarreita er áformað að hafa all stórt opið svæði til sérstakra nota þar sem til stendur gera aðstöðu til akstursíþrótta ýmis konar.

Mynd 5. Á myndinni er sýnd röskun hrauna á byggingarsvæðum á skipulagstímanum. Áhrif á land verða talsverð, einkum hvað varðar röskun á hraunum. Á mynd 5 má sjá að ekki er hægt að líta á hraunin sem eina óraskaða heild þar sem að víða eru flákar þar sem þeim hefur þegar verið raskað, m.a. með efnistöku, gerð fiskihjalla og gerð kvartmílubrautar. Röskun á hraunum nær því til heldur minna svæðis en heildarsvæðis iðnaðar- og athafnasvæða og má ætla að um 200 ha. hrauns verði fyrir beinum áhrifum af uppbyggingu þessara svæða. Á nýju athafna- og iðnaðarsvæðunum verða hraunin sléttuð og veldur það talsverðum, beinum, óafturkræfum og neikvæðum umhverfisáhrifum. Auk uppbyggingar athafna- og iðnaðarsvæða þarf að taka tillit til samlegðaráhrifa vegna uppbyggingar íbúðasvæða og mögulegrar stækkunar álversins. Sé öll uppbygging tekin saman gætu á milli 7 og 800 ha. lands orðið fyrir beinum áhrifum af framkvæmdum á skipulagstímanum. Að stærstum hluta er um hraun að ræða (u.þ.b. 600 ha. eða um 7% af hraunum í landi bæjarins að frá töldu landi Krýsuvíkur) en eins og áður hefur verið bent á eru þau ekki samfeld eða óröskuð fyrir. Til að draga úr neikvæðum áhrifum þarf að huga að mótvægisaðgerðum. Líkur eru á að í hraununum sé að finna menningar- og söguminjar. Við deiliskipulag verður gerð nákvæm fornleifaskráning og verður í kjölfarið hægt að leggja mat á minjarnar með það að markmiði að forða neikvæðum áhrifum á þær. Nokkuð er um fornleifar innan lands álversins, s.s. á jörðunum Þorbjarnarstöðum og Lambhaga. Þar á meðal er forn kapellutóft úr grjót sem var friðlýst sem þjóðminjaverndarsvæði árið 1930. Við fyrirhugaðar framkvæmdir yrði tekið tillit til kapellunnar og skilin eftir landræma að henni sem áhugasamir gætu gengið eftir til að komast að kapellunni. Almennt séð er ekki ástæða til að óttast að menningarminjar verði fyrir verulegum neikvæðum

Page 22: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

21

áhrifum af framkvæmdinni ef farið verður með gát, minjarnar skráðar vel og merktar og umgengni í kring vönduð. Hætt er hins vegar við að upplifun ferðamanna af þessum minjum breytist, sér í lagi af kapellunni þegar risið hafa háar byggingar í kringum hana til flestra átta. Ekki er vitað hve margir ferðamenn skoða minjar á þessu svæði en ekki er talið að um verulegan fjölda sé að ræða. Með vönduðum vinnubrögðum og mótvægisaðgerðum ætti að vera hægt að forða verulegum neikvæðum áhrifum á minjarnar.

Mynd 6. Efnistökusvæði Umhverfisáhrif efnisvinnslu á efnistökusvæðunum á náttúru og menningarminjar eru talin óveruleg. Efnisvinnslan hefur þegar haft nokkur áhrif á landið og hraunum verið raskað. Áframhaldandi vinnsla mun takmarkast við þegar röskuð svæði á fjórum svæðum og eru áhrifin af því metin óveruleg. Í Undirhlíðum verður frekara nám á allt að 32 ha. lands. Eru það neikvæð og óafturkræf áhrif en milda má áhrifin með mótvægisaðgerðum og frágangsáætlun. Ekki er talið að áframhaldandi vinnsla feli í sér að minjum verði raskað. Í úrkurði Skipulagsstofununar um mat á umhverfisáhrifum af efnistöku í Undirhlíðum er það skilyrði sett að forn leið, Dalaleið verði hlýft eins og kostur er, að öðru leyti eru áhrifin talin óveruleg. Fyrirhugað er að byggja nýtt 400 kV tengivirki vestan Vallahverfis. Hafnarfjarðarbær gerir þá kröfu að háspennulínur sem nú liggja að dreifistöð Landsvirkjunar í Hamranesi hverfi, hugsanleg ný dreifistöð verði byggð á iðnaðarsvæði í Kapelluhrauni og eldri dreifistöðin flutt á sama stað til þess að stuðla að hagkvæmri landnýtingu á svæðinu. Reiknað er með að raflínurnar verði lagðar í jarðstreng, en starfshópi sem unnið hefur að athugun málsins falið að vinna áfram að athugun hugmynda um færslu raflínanna. Eitthvert

Page 23: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

22

rask mun fylgja þessum framkvæmdum á meðan á þeim stendur en í það heila er talið að umhverfisáhrif vegna þeirra verði óveruleg. Landslag og ásýnd Við uppbyggingu atvinnusvæða í suðurbænum, með tilheyrandi mannvirkjum, mun ásýnd bæjarins úr suðri og vestri breytast umtalsvert. Tiltölulega slétt hraunalandslag næst núverandi byggð mun hverfa og í staðinn rísa iðnaðar- og þjónustubyggingar. Landslag og ásýnd tekur varanlegum breytingum og útsýni úr byggð í Áslandi og á Völlum og frá útivistarsvæðum í upplandi mun verða breytt frá því sem nú er. Sökum þess hversu sléttlent er verður því vart við komið að byggingar fylgi landslagi í þeim tilgangi að draga úr áhrifunum. Hversu mikil áhrifin verða og hversu vel tekst til mun ráðast af útfærslum í frekari skipulagsvinnu t.d. í deiliskipulagsvinnu og hönnun mannvirkja og má benda á að stefnumið um vandaða hönnun og umhverfi við aðkomuleiðir er líklegt til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum. Hér er um að ræða bein og neikvæð áhrif sem líkleg eru til að vara í langan tíma þó vissulega séu þau afturkræf að hluta ef landnotkun verður breytt.

Mynd 7. Unnið í grjótnámi í Kapelluhrauni. Þar sem fyrirhugað er að stækkun álversins rísi er að mestu sléttlent. Því er ekki ástæða til að ætla að áhrif á landslag verði mikil. Sjónræn áhrif gætu orðið talverð og neikvæð. Við stækkunina mun álverið stækka verulega að flatarmáli og verða enn meira áberandi í sjónlínu íbúa víða úr bænum s.s. í Valla- og Hamraneshverfum og af Hvaleyrarholti, Þá verður það talsvert áberandi af útsýnisstöðum s.s. Ásfjalli og Helgafelli. Líklegt er að byggingar

Page 24: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

23

tengdar álverinu verði með þeim hæstu á svæðinu sem eykur á sýnileika þeirra, t.d. fyrir þá sem eru á ferð um Reykjanesbraut og Ofanbyggðaveg. Því er talið að áhrif af stækkuninni á ásýnd verði neikvæð. Áhrif efnistöku á landslag og ásýnd verða talsverð á meðan á vinnslu stendur en að henni lokinni verða áhrifin óveruleg. Áhrif á landslag og ásýnd svæðanna í Kapelluhrauni og við Hamranes verða talsverð á meðan á vinslunni stendur, sérstaklega af útsýnisstöðum svo sem Ásfjalli og Helgafelli. Þegar iðnaðarsvæði og íbúðabyggð hefur risið á þessum svæðum verða ummerki um efnisnám væntanlega horfin. Hversu mikil áhrifin verða ræðst einnig af umfangi vinnslu hverju sinni og umgengni framkvæmdaraðila. Landslag við Óbrynnishóla og Undirhlíðar mun taka varanlegum breytingum með efnisvinnslunni. Þessi áhrif verða sérstaklega áberandi á meðan vinnsla stendur yfir, en verða mun minni þegar gengið hefur verið frá svæðunum endanlega í samræmi við frágangsáætlanir. Áhrifin eru metin neikvæð en með vönduðum frágangi verða þau lítil og jafnvel óveruleg í lok skipulagstímans. Þess má geta að samkvæmt tillögu að deiliskipulagi við Undirhlíðar er gert ráð fyrir að þegar að efnistöku lýkur verði landnotkun breytt og svæðið verði opið svæði til sérstakra nota, einkum ætlað til útivistar og skógræktar. Frágangsáætlun er í samræmi við þessa tillögu. Í það heila eru áhrifin á landslag og ásýnd metin talsverð neikvæð en um leið er ítrekað að all mikil óvissa ríkir um endanleg áhrif. Frekari skipulagsvinna og skipulagsskilmálar, svo og mótvægisaðgerðir munu hafa mikið um endanleg áhrif að segja. Vistkerfi Röskun hraun vegna uppbyggingar atvinnusvæða mun hafa í för með sér eyðileggingu búsvæða dýra og plantna á þessum svæðum. Þau dýr sem það geta munu færa sig á hagstæð búsvæði sunnar í hrauninu en plöntur munu væntanlega deyja að mestum hluta. Ekkert bendir til þess að þessi hluti hraunanna sé á nokkurn hátt sérstakur hvað varðar aðstæður fyrir lífríkið, miðað við aðra hluta þess. Sömu sögu er að segja um búsvæði og vistkerfi við efnistökusvæðin, ekkert bendir til þess að aðstæður þar séu sérstakar umfram aðstæður í kring. Því er vart hægt að telja að um verulega breytingu á vistkerfinu sé að ræða við röskun hraunanna. Breytingar á vistkerfinu munu ekki einskorða sig við röskuð svæði. Alltaf má reikna með einhverjum jaðaráhrifum út frá mörkum svæðisins. Hversu langt þau ná ræðst m.a. af frágangi og umhirðusemi við framkvæmdirnar. Iðnaðarstarfsemi er í eðli sínu mengandi starfsemi. Við val á starfsemi á svæðið þarf að hafa í huga samlegðaráhrif af mismunandi gerðum mengandi starfsemi og heildaráhrifum á lífríkið. Ljóst er að mengunin mun valda neikvæðum umhverfisáhrifum á vistkerfið í hraununum í kring. Hversu mikil áhrifin verða, til hvaða tegunda lífvera þau ná og hversu langt þau dreifast ræðst af þeirri starfsemi sem mun koma á svæðið, mengunarvörnum og veðurfarsaðstæðum. Þannig munu áhrif á lífríki í sjó ráðast af því hvort um verður að ræða áfall mengunarefna úr lofti og hvort mengandi efni verða losuð í sjó. Verði sótt um aðstöðu fyrir mengandi starfsemi sem kveðið er á um í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, mun slík starfsemi fara í mat

Page 25: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

24

á umhverfisáhrifum framkvæmda til að meta hvort um veruleg neikvæð umhverfisáhrif sé að ræða eða ekki. Stækkun álvers í 460.000 tonna framleiðslu hefur áhrif á vistkerfi á landi og í sjó. Á landi er það einkum loftmengun sem hefur áhrif á gróður og dýralíf. Það er helst flúormengun sem hefur neikvæð áhrif á gróður og mun það sjáanlegt á gróðri í ríkjandi vindstefnu frá álverinu. Áhrifin eru mest næst verksmiðjunni en minnka út frá henni og utan þynningarsvæðis eiga áhrifin ekki að vera veruleg fyrir gróður eða vistkerfi. Innan þynningarsvæðisinis eru tjarnir við Straumsvík með einstakt lífríki. Ekki hafa verið gerðar athuganir á styrk mengunarefna í tjörnunum og því er erfitt að meta áhrif mengunar á lífríkið. Vatnaskipti eru mikil í tjörnunum vegna mikils grunnvatnsstreymis og vegna sjávarfalla í tjörnunum og dregur það úr líkum á uppsöfnun mengandi efna í tjörnunum. Vegna sérstöðu lífríkis tjarnanna og langs rekstrartíma verksmiðjunnar er engu að síður töuverðar líkur á því að mengandi efni safnist fyrir í vistkerfi þeirra og er fyllsta ástæða til að kanna það til að meta megi hvort lífríkið verði fyrir neikvæðum áhrifum. Að öðru leyti þykir lífríkð á athafnasvæði álversins og nágrennis ekki hafa sérstöðu eða sérstakt verndargildi. Fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar að áhrif af stækkun álversins á gróður og dýralíf séu talin óveruleg utan þynningarsvæðis að því tilskyldu að styrkur flúors fari ekki yfir umhverfismörk þar. Áhrif af stækkun álversins á lífríki í sjó stafa annars vegar af áfalli loftmengunar og hins vegar af útskolun efna frá kerbrotum sem fargað er í flæðigryfjum. Athuganir hafa farið fram á áhrifum á lífríki sjávar og niðurstöður hafa ekki gefið í skyn að um veruleg neikvæð áhrif sé að ræða. Við stækkun álversins í 460.000 tonn myndi áfall mengunarefna aukast og magn kerbrota sem fer til förgunar nær þrefaldast. Þessi mikla aukning getur haft neikvæð áhrif á lífríkið í sjónum. Því er fyllsta ástæða til að fylgjast vel með lífríkinu og hugsanlegum breytingum á því sem gætu orðið í kjölfar stækkunar á álverinu. Leiði þær athuganir í ljós neikvæð áhrif á lífríki þarf að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða. Í úrskurði Skipulagsstofnunar er ekki talinn ástæða til að ætla að álverið hafi veruleg neikvæð áhrif á lífríkið í og við sjó. Árið 2009 þarf að liggja fyrir, í samræmi við tilskipun 99/31/EC, mat á því hvort förgun kerbrota í flæðigryfjum sé ásættanleg förgunarleið og jafnframt að vera tiltæk ný förgunarleið reynist förgun í flæðigryfjum óásættanleg. Aukin áhersla á ferðamennsku í og við bæinn getur leitt til hnignunar á gróðri og dýralífi nema aðstaða verði byggð upp, s.s. göngustígar, til að stýra umferðinni og álagi á vistkerfið Þegar áhrif allra þátta eru tekin saman er talið að umhverfisáhrif á vistkerfi af uppbygginu athafna og iðnaðarsvæða séu neikvæð, bein, varanleg og að stórum hluta óafturkræf. Óvissa ríkir um vægi þeirra að svo komnu máli. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Við mat á umhverfisáhrifum af stefnumiðum í atvinnulífi þarf að hafa sérstaklega í huga möguleg samlegðaráhrif mengunarvalda. Margir smáir mengunarvaldar sem hver um sig valda takmörkuðum umhverfisáhrifum geta samanlagt valdið verulegum umhverfisáhrifum. Við úthlutun lóða, starfs- og framkvæmdaleyfa þarf að meta samlegðaráhrifin, m.a. út frá því hvernig starfsemi verður heimiluð, hvernig mengun verður um að ræða, hversu mikla

Page 26: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

25

mengun gæti orðið um að ræða og hvernig verður háttað með mengunarvarnir, þannig að mengun valdi ekki óþægindum eða heilsufarslegri áhættu fyrir íbúa. Einnig þarf að taka tillit til aukinnar umferðar og hvers konar umferð fer um svæðið. Miklir þungaflutningar gætu t.d. haft neikvæð áhrif á loftgæði. Uppbyggingu atvinnusvæðanna verður háttað á þann máta að næst íbúðabyggð er verslun og þjónusta, þá koma svæði fyrir hreinlegan iðnað og fjærst íbúðabyggð er gert ráð fyrir iðnaðarsvæðum með þyngri iðnaði. Með því að staðsetja þá starfsemi, sem líklegast er að fylgi loft- og hljóðmengun, fjærst íbúðabyggð, er verið að draga úr líkum á því að ónæði verði af þessari starfsemi í íbúðabyggðinni. Veðurfarsathuganir benda til þess að austan og suðaustan áttir séu algengastar í bænum en þær áttir munu einmitt bera mengun frá íbúðabyggðinni og þannig aðstoða við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sem fylgja aukinni iðnaðarstarfsemi. Vatn er ekki liklegt til að verða fyrir miklum áhrifum af stefnumiðum og uppbyggingu í atvinnulífi. Grunnvatnsstraumar liggja í norður til sjávar frá iðnaðarsvæðunum en brunnsvæði eru í suðri og því óveruleg hætta á því að mengun frá starfsemi á iðnaðarsvæðum geti borist á vatnsöflunarstaði. Til að mæta væntanlegri aukinni eftirspurn eftir neysluvatni hefur Vatnsveita Hafnarfjarðar í athugun að taka í notkun ný brunnsvæði. Engin starfsemi er fyrirhuguð innan vatnsverndarsvæða önnnur en efnistaka. Í úrskurðum Skipulagstofnunar um mat á umhverfisáhrifum efnistöku við Óbrynnishóla og Undirhlíðar er lögð á það áhersla að útbúin verði aðstaða til olíuáfyllingar tækja til að hindra að spilliefni berist í grunnvatn á verndarsvæði vatnsverndar. Einnig voru settar fram kröfur um vöktun efnasamsetningar grunnvatns við Undirhlíðar. Að þessum skilyrðum uppfylltum var talið að áhrif efnistöku í námunum tveimur á grunnvatn yrðu óveruleg. Áhrif á sjó ráðast af því hvernig starfsemi verður á svæðinu. Stærsta einstaka uppspretta mengunar í sjó nú er álverið. Verði af stækkun þess mun magn mengunarefna í sjó aukast töluvert, hvort sem er áfall loftmengunar, fráveita frá álverinu eða útskol efna frá kerbrotum sem fargað er í flæðigryfjum. Hætt er við að uppsöfnun mengunarefna yfir langan tíma geti haft í för með sér neikvæð áhrif. Rétt er að taka fram að ekki hafa komið fram vísbendingar um neikvæð áhrif af mengun frá álverinu í sjó fram til þess svo óyggjandi sé. En með jafnmikill stækkun og um er rætt er líklegt að mengun muni aukast töluvert og með því líkurnar á því að hún hafi neikvæð áhrif. Í úrskurði Skipulagsstofnunar er kveðið á um það að nauðsynlegt sé að greina uppsprettu PAH efna mengunar í sjó jafnframt því að renna þurfi styrkari stoðum undir þær ályktanir að binding sýaníðs í torleyst efnasamband gangi jafn greiðlega og ef um blöndun við fullsaltan sjó væri að ræða, en í Straumsvík er mikið streymi grunnvatns út í sjó. Þá er minnt á að leggja þarf mat á hvort fögun kerbrota í flæðigryfjum sé ásættanleg fyrir árið 2009, samkvæmt tilskipun 99/31/EC. Á meðan ekki er ljóst hvernig starfsemi verður á iðnaðarsvæðunum eru áhrif á loftgæði að vissu marki óviss. Líklegt er að áhrifin verði talsvert neikvæð, bein og varanleg og að loftgæði verði verri vegna aukinnar mengunar í kjölfar uppbygingar á iðnaðarstarfsemi og afleiddum áhrifum s.s. aukinni umferð flutningatækja.

Page 27: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

26

Með stækkun álvers mun loftmengun frá því aukast töluvert. Jafnvel þó að takist að lækka útstreymi á hvert framleitt tonn er það ekki nóg til að vega upp aukningu í framleiðslu og því hlytur niðurstaðan að vera aukið heildarmagn loftmegnunar. Eins og fram kemur að ofan gerir Hafnarfjarðarbær þá kröfu að þynningarsvæði stækki ekki og að bestu mögulegum mengunarvörnum verði við komið. Með því vill bærin tryggja að styrkur mengandi efna fari ekki yfir umhverfismörk utan þynningarsvæðis. Þrátt fyrir að það takist þá stendur það eftir að samlegðaráhrif mengunar frá álverinu og annarra mengunarvalda, bæði þeirra sem eru til staðar nú þegar og annarra sem e.t.v. eiga eftir að koma, er líkleg til að hafa neikvæð áhrif á loftgæði staðbundið á iðnaðarsvæðunum en einnig í bænum og þarf að hafa það sérstaklega í huga varðandi frekari uppbyggingu á svæðinu. Ennfremur er rétt að hafa í huga að lofttmengun er vandamál sem horfa þarf til á heimsvísu og þá um leið á skuldbindingar og ábyrgð Íslands á þeim vettvangi. Helstu loftmengunarþættirnir frá álverinu eru brennisteinstvíoxíð, flúor, fjölhringa arómatísk kolefnissambönd (PAH efni) ryk og gróðurhúsalofttegundir. Varðandi frekari umfjöllun um losun þessara efna er vísað í úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum stækkunar álversins. Áhrif á veðurfar eru talin verða óveruleg. Staðbundið veðurfar í hverfum gæti tekið einhverjum breytingum og ráðast áhrifin m.a. af hönnun bygginga. Þannig gæti verið að skjól ykist á sumum stöðum sem leiddi til hlýrra veðurs þar. Þessi áhrif yrðu hins vegar mjög staðbundin og ekki er talin ástæða til að ætla að þau yrðu veruleg í það heila. Af ofansögðu er ljóst að uppbyggingu atvinnulífs, einkum uppbygging iðanaðar, er líkleg til að valda neikvæðum umhverfisáhrifum á sjó og andrúmsloft. Þessi áhrif eru líkleg til að verða talsvert neikvæð og jafnvel verulega neikvæð, bein, varanleg og samlegðaráhrifa mun gæta. Áhrifin yrðu afturkræf að því leyti að hægt er að stöðva rekstur mengunarvalda og tækninýjungar geta dregið úr neikvæðum áhrifum. Heilsa og öryggi Mikil óvissa er um eðli og vægi áhrifa af uppbyggingu atvinnulífs á heilsu og öryggi íbúa. Hér geta áhrif orðið bæði jákvæð eða neikvæð en einnig óveruleg. Áhrifin geta náð til líkamlegrar og andlegrar heilsu, líkamlegs og fjárhagslegs öryggis. Jákvæð áhrif geta til að mynda verið fjárhagslegt öryggi sem fylgir því að atvinnulíf er í blóma og framboð atvinnu gott. Það getur líka haft jákvæð áhrif á andlega heilsu íbúa að hafa næga og örugga atvinnu. Neikvæð áhrif geta stafað af aukinni umferð á atvinnusvæðin og verri loftgæðum sem gætu haft áhrif á heilsufar tímabundið eftir aðstæðum .Gera þarf þá kröfu að loftgæðaeftirlit sé nægilega virkt til að hægt verði að bregðast við séu líkur á að loftgæði fari niður fyrir heilsuverndarmörk til lengri tíma og forða þar með verulegum neikvæðum áhrifum á heilsu íbúa. Úrbætur í samgöngumálum eru miðaðar að því að auka öryggi í umferð, m.a. með því að færa þungaumferð og umferð til iðnaðarsvæðanna úr miðbænum. Líkur eru á að hávaði og áreiti aukist bæði fyrir starfsfólk á iðnaðarsvæðunum og íbúa. Með fyrirhyggju, réttri hönnun, skipulagi og virku eftirliti er ástæða til að ætla að halda megi þessum þáttum niðri þannig að þeir valdi ekki verulegum neikvæðum áhrifum.

Page 28: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

27

Óvissan starfar af því að ekki er ljóst hvernig starfsemi kemur til með að hasla sér völl á þessum svæðum, hvernig umsvif fylgja í kjölfarið og því er erfitt að meta vægi áhrifanna með svo stóran óvissuþátt. Gert er ráð fyrir að uppbyggingunni fylgi bæði jákvæð og neikvæð áhrif en að jákvæð áhrif hafi meira vægi þegar upp verður staðið. Ítrekað er að nokkur óvissa er um útkomuna. Hagrænir og samfélagslegir þættir Í samræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar er stefnt að uppbyggingu iðnaðar, verslunar og þjónustusvæða með það að markmiði að auka framboð og fjölbreytni í störfum. Líklegt er að uppbyggingin leiði af sér aukið framboð og aukna fjölbreytni í störfum, verslun, þjónustu og menningartengdri starfsemi sem er líklegt til að hafa jákvæð og varanleg áhrif á framboð atvinnu og fjölbreytni atvinnulífs í bænum. Jafnframt er líklegt að uppbygging nýrra íbúða- og atvinnusvæða í suðurhluta bæjarins muni styrkja hvort annað og grunn fyrir verslunarrekstur og þjónustu á athafnasvæðum í Selhrauni. Tenging íbúða- og atvinnusvæða gæti gefið fólki kost á því að búa nærri vinnustað og sækja flest alla þjónustu í næsta nágrenni heimilisins. Stefnumiðin eru því líkleg til að gera Hafnarfjörð að spennandi og eftirsóknarverðum búsetuvalkosti, hafa jákvæð áhrif á íbúafjölda, styrkja með því markmið um fjölgun íbúa og gætu aukið fjölbreytni í mannlífi í Hafnarfirði. Áhrif á efnisleg verðmæti eru líkleg til að verða jákvæð. Uppbygging atvinnuhúsnæðis mun auka á fjölbreytni í gerð og framboði slíks húsnæðis í Hafnarfirði og eru líkur á því að það hafi jákvæð áhrif á eftirspurn og verðmæti slíks húsnæðis til framtíðar. Aukin atvinnustarfsemi myndi einnig styrkja tekjustofna sveitarfélagsins og gera því kleyft að bæta þjónustu sína við íbúa sem og atvinnurekendur. Við stækkun álvers myndu skapast um 350 ný störf auk þess sem fjöldi ársverka skapast í óbeinum og afleiddum störfum. Einnig myndu framkvæmdir við stækkunina kalla á fjölda ársverka á meðan á þeim stæði. Áhrifin koma fram á öllu höfuðborgarsvæðinu og er líklegt að Hafnfirðingar njóti góðs af a.m.k. hlutfallslega og líklega betur en það vegna nálægðar við álverið. Jákvæð áhrif næðu því til fjölda heimila og þjónustuaðila í bænum auk þess að bæta stöðu sveitarfélagsins bæði beint og óbeint. Uppbygingin er líkleg til að snerta mikinn fjölda fólks og eru því áhrifin metin vera veruleg, jákvæð, bein og varanleg. Mótvægisaðgerðir/vöktun Tillögur að mótvægisaðgerðum miða að því að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum stefnumiða í atvinnumálum á:

• Hraun og land, náttúru- og menningarminjar • Landslag, sjónræn áhrif og ásýnd • Vatn, sjó og andrúmsloft

Hraun og land, náttúru- og menningarminjar: Valkostum um staðsetningu nýrra atvinnusvæða eru settar svipaðar skorður og eiga við um íbúðabyggð. Önnur svæði en hér er gerð grein fyrir koma vart

Page 29: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

28

til greina og má segja að afar erfitt sé að komast hjá því að raska hraunasvæðum eigi að standa að frekari uppbygginu atvinnulífs í Hafnarfirði. Til að verndun merkra náttúruminja, hraunasvæða og meningarminja verði markvissari er lagt til að bæjarstjórn standi fyrir framkvæmd náttúrufarskönnunar og fornleifaskráningar í landi Hafnarfjarðar til að meta megi hvaða svæði er mikilvægast að vernda, forgagnsraða verkefnum í kjölfarið og jafnframt nota niðurstöðurnar til leiðbeiningar við skipulag í framtíðinni. Náttúrufarskönnunin yrði grunnur að framtíðarstefnumótun um náttúruvernd í landi bæjarins og á sama hátt yrði fornleifaskráningin stefnumótandi fyrir vernd menningarminja í bænum. Í aðalskipulaginu eru lagðar fram tillögur um hverfisverndun all stórra óspiltra hraunasvæða og má líta á það sem mótvægisaðgerð vegna röskunar hrauna. Tengsl nýbyggingarsvæða við íbúðabyggð og atvinnusvæði sem þegar hafa eða stendur til að byggja er líkleg til að draga úr röskun á hraunum. Með frekari skipulagsvinnu má ennfremur draga úr röskuninni eins og mögulegt er, takmarka umsvif vegna framkvæmda, taka tillit til og sneiða hjá menningarminjum og tryggja verndun hraunbolla, kletta og annarra myndana inn á milli bygginga. Vandaðir skipulagskilmálar get gengt svipuðu hlutverki og takmarkað umsvif við framkvæmdina og þannig minnkað hættu á því að minjar og umhverfi verði fyrir röskun. Landslag, sjónræn áhrif og ásýnd: Til að vega á móti sjónrænum áhrifum og áhrifum á ásýnd bæjarins sem fylgja uppbyggingu iðnaðar- og atvinnusvæða þarf að vanda frekari skipulagsvinnu og gerð skipulagsskilmála. Með því má leggja línur um að nýbyggingar fylgi svipmóti bæjarins, séu formfagrar og snyrtilegar, falli að umhverfi eftir mætti og skyggi ekki óhóflega á landslag og útsýni. Mikilvægt er að frágangsáætlunum verði fylgt á efnistökusvæðum til að draga úr sjónrænum áhrifum. Ef mögulegt er ætti að ganga frá hverjum hluta vinnslusvæðis jafnóðum og hægt er og áður en byrjað verður að fullvinna nýjan hluta Allar forsendur eru fyrir því að draga megi úr umhverfisáhrifunum, óæskileg sjónræn áhrif verði ekki veruleg og að breytingum á ásýnd bæjarins verði haldið í lágmarki. Vatn, sjór og andrúmsloft: Til að verja loftgæði í bænum er mikilvægt að hafa hugfast að samlegðaráhrif margs konar starfsemi getur leitt til hnignunar loftgæða. Gera þarf ríkar kröfur til þess að fyrirtæki með mengandi starfsemi hlýti ákvæðum laga og reglugerða um loftgæði (nr. 787/1999), mengunarvarnir (nr. 785 og 786/1999) og hávaða (nr. 933/1999) auk frekari ákvæða í starfsleyfi eigi það við. Bæjarstjórn þarf einnig að vera tilbúin til að nýta sér leiðir til að setja strangari reglur, í samræmi við þær heimildir sem hún hefur, gerist þess þörf. Fylgjast þarf reglulega með loftgæðum og gera aðgerðaáætlun sem grípa má til ef loftgæði fara niður fyrir heilsuverndarmörk, í því skyni að tryggja öryggi íbúa. Frekari skipulagsvinnu má einnig nýta til að vernda loftgæði t.d. með því að stjórna staðsetningu mismunandi starfsemi og með útfærslu á skipulagi samgangna. Þá er ástæða til að fylgjast vel með hljóðmengun og við deiliskipulag þarf að huga sérstaklega að hljóðvist.

Page 30: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

29

Lagt er til að bæjaryfirvöld hafi frumkvæði að því að efla eftirlit með loftgæðum og hljóðvist í bænum og semji við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins um framkvæmd þess. Enn fremur þarf að leita svara við spurningum um það hversu virk og raunhæf mótvægisaðgerð felst í uppgræðslu og skógrækt til bindingar á loftmengun. Sérstök ástæða er til að fylgjast með mengun efna sem geta haft alvarleg heilsufarsvandamál í för með sér s.s. PAH efna sem geta verið krabbameinsvaldandi. Lagt er til að bæjaryfirvöld leiti til viðkomandi stofnana um samstarf um slíkt eftirlit. Mikilvægt er að eftirlit með lífríki í sjó og yfirborðsvötnum verði gott. Gefi starfsemi fyrirtækis tilefni til, er lagt til að bæjaryfirvöld setji ákvæði um eftirlit með efnasamsetningu og lífríki í vatni og sjó og leiti til óháðra aðila með það eftirlit. Gefi niðurstöður tilefni til verði gripið til viðeigandi aðgerða sem geta t.d. falist í frekari mengunarvörnum eða takmörkunum á starfsemi. Grunnvatn ætti ekki að verða fyrir miklum áhrifum af nýrri atvinnustarfsemi. Í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum efnisvinnslu í Undirhlíðum setti Skipulagsstofnun skilyrði er snéru að verndun grunnvatns, m.a. um hvernig staðið skuli að áfyllingu tækja og um vöktun efnainnihalds. Að þeim skilyrðum uppfyltum er ekki ástæða til að óttast að grunnvatn verði fyrir neikvæðum umhverfisáhrifum vegna efnisnáms. Varðandi sértækar mótvægis- og vöktunaraðgerðir vegna stækkunar álvers Alcan er vísað í úskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum stækkunarinnar. Niðurstaða: Stefnumið í atvinnulífi hafa neikvæð áhrif á náttúrufarslega þætti en jákvæð á samfélagslega þætti. Helstu neikvæðu áhrifin eru á hraun sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37 grein laga nr. 44/1999 og á loftgæði og mengun. Þessi áhrif geta orðið veruleg í skilningi tilskipunar 2001/42/EC. Helstu jákvæðu áhrifin eru á samfélag og heilbrigði manna og á efnisleg verðmæti. Þessi áhrif eru líkleg til að snerta umtalsverðan fjölda fólks og geta orðið veruleg, í skilningi tilskipunar 2001/42/EC. Einhver óvissa er um vægi þeirra þar sem þau ráðast að einhverju leyti af utanaðkomandi þáttum, s.s. almennu efnahagsástandi og afkomu fyrirtækja. Skipulagi frestað - valkostir: Hafnarsvæði eða fólkvangur vestan við Straumsvík Strandlengjan vestan við Straumsvík er á náttúruverndarskrá, svæði nr. 111 – sjá mynd 11 bls. 43. Því er lýst svo í náttúruminjaskrá, sjöundu útgáfu frá árinu 1996. “Strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi við Straumsvík, Vatnsleysustrandarhreppi, Hafnarfirði, Gullbringusýslu. (1) Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. (2) Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.”

Page 31: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

30

Á landnotkunaruppdrætti aðalskipulagstillögunar hefur skipulagi verið frestað á u.þ.b. 150 hektrum vestan við Straumsvík. Fram hafa komið hugmyndir um gerð hafnar á þessu svæði en einnig hafa komið fram hugmyndir um að svæðið verði friðað vegna náttúru- og söguminja og lýst fólkvangur. Landnotkun þessara hugmynda er afar ólík og umhverfisááhrifin af framkvæmd þeirra einnig. Rétt er að taka strax fram að hugmyndir um hafnarsvæði ná ekki yfir allt svæðið sem er á náttúruminjaskrá. Umrætt land er innan núverandi þynningarsvæðis/svæðis takmarkaðrar ábyrgðar vegna starfsemi álversins og setur það takmörk við landnotkun, t.d. er íbúðabyggð ekki valkostur að svo komnu máli. Verði ákveðið á einhverjum tímapunkti að fara af stað með hafnargerð mun fara fram sérstakt mat á umhverfisáhrifum hennar í samræmi við lög nr. 106/2000. Hér er stuttlega gerð grein fyrir umhverfisáhrifum af þessum tveimur valkostum um landnotkun, gerð hafnar og stofnun fólkvangs. Hafnargerð: Hafnargerð yrði miðuð við umferð stórra úthafsflutningaskipa og því yrði hún verulega afkastamikil. Hugmyndin hefur ekki verið útfærð mikið en ekki er ólíklegt að höfnin útheimti á bilinu 100-150 ha. af landsvæði. Hafnargerð er líkleg til að hafa í för með sér jákvæð hagræn og félagsleg áhrif. Þessi áhrif fælust einkum í atvinnu- og þjónustutækifærum í tengslum við starfsemi hafnarinnar, auk þess sem tekjustofn sveitarfélagsins myndi líklega styrkjast. Þessi áhrif eru jákvæð og líkleg til að vera varanleg. Þau eru afturkræf verði starfsemi hafnarinnar hætti. Vægi áhrifanna eru líkleg til að vera talsverð í fyrstu á meðan höfnin er að vinna sér sess. Verði umferð um hana mjög mikil með tímanum gætu áhrifin orðið veruleg. Hafnargerð hefði í för með sér neikvæð umhverfisáhrif á náttúru- og menningarminjar, landslag og ásýnd, vistkerfi og vatn, sjó, andrúmsloft og veðurfar. Á því landi sem athafnasvæði hafnarinnar yrði þyrfti að slétta hraun en þau eru vernduð samkvæmt 37. grein laga um náttúruvernd. Ekki er til fullkomin fornleifaskráning af þessu svæði en líklegt þykir að þar sé að finna talsvert af óskráðum fornleifum. Merkar minjar eru við stöndina við Straumsvík, Þýskabúð og Jónsbúð, en með mótvægisaðgerðum við deiliskipulagsvinnu mætti líklega sneiða hjá þeim þannig að þær yrðu ekki fyrir beinum áhrifum af framkvæmdinni. Einnig þarf að leita leiða til að þessar minjar verði sýnilegar og aðgengilegar áfram og að áfram yrðu tækifæri til útivistar á svæðinu þrátt fyrir breytta landnotkun. Ferkvatnstjarnir við Straumsvík eru mjög merkilegar náttúruminjar. Tjarnirnar, t.d. Brunntjörn, fylgja sjávarföllum en engu að síður er saltmagn í þeim það lítið að þær teljast vera ferskvatn. Mögulega eru þessar tjarnir einstæðar á heimsvísu og í þeim er afar sérstakt lífríki sem hefur aðlagast þessum sveilflum í vatnsyfirborðinu á síðustu 5-7 þúsund árum en þá er áætlað að hraunið hafi runnið. Þó að tjarnirnar séu utan við áætlað framkvæmdasvæði er engin leið að segja fyrir um það hvaða áhrif hafnargerð hefði á streymi sjávar undir hraunið en það stjórnar sjávarfallasveiflunum í vatnsborðinu. Með gerð hafnar er ljóst að landslag og ásýnd svæðisins tækju verulegum breytingum. Vegna reglna um Schengen svæði og af eðlilegum öryggiskröfum yrði hafnarsvæðið lokað en með því yrðu minjar við Straumsvík, Þýskabúð,

Page 32: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

31

Jónsbúð og fleiri, slitnar frá öðrum minjum á svæðinu og aðgengi áhugafólks um þær allt mun erfiðara. Þá myndu byggingar, skip og umferð tækja hafa veruleg áhrif á upplifun ferðamanna af minjaskoðun og útivist, bæði sjónrænt og vegna hávaða og upplifun líklega verða allt önnur en er í dag. Vistkerfi yrði fyrir áhrifum, mestu áhrifin gætu orðið á vistkerfi tjarnanna sem er einstakt og er alls óvíst hvernig því reyddi af við mögulegar breytingar. Áhrifin yrðu hvað mest ef framkvæmdin stöðvaði eða takmarkaði streymi sjávar undir hraunin og sjávarfalla hætti að gæta í tjörnunum. Sjór og andrúmsloft yrðu fyrir nokkrum staðbundnum áhrifum. Loftgæði myndu versna staðbundið vegna útblásturs frá skipum, vinnuvélum og flutningatækjum. Hætt er við að staðbundin mengun í sjó myndi aukast en með ströngum reglum þar um mætti lágmarka þau áhrif. Áhrif á náttúrufarsþætti yrðu veruleg, neikvæð, bein og varanleg. Í flestum tilfellum yrðu áhrifin óafturkræf s.s. áhrifin á hraunin en í öðrum yrðu þau afturkræf ef höfnin hættir starfsemi s.s. hávaði. Vægi áhrifanna yrðu í flestum tilfellum talverð en ekki verður hjá því komist að telja áhrif á tjarnir og lífríki þeirra veruleg neikvæð þar sem að þar getur verið um einstæðar náttúruminjar að ræða með mikið verndar- og fræðslugildi. Við mat á vægi áhrifanna á tjarnirnar er byggt á varúðarreglunni, þ.e. að á meðan ekki er vitað um sambærilegar tjarnir verði að telja allt rask á þeim eða lífríki þeirra veruleg neikvæð umhverfisáhrif. Fólkvangur: Stofnun fólkvangs myndi setja ákveðnar skorður við athöfnum og uppbyggingu innan fólkvangsins. Þá yrði aðgerðin líkleg til að vekja aukna athygli á svæðinu og auka umferð um það. Með stofnun fólkvangs er verndun hrauna, náttúru- og söguminja tryggð fyrir komandi kynslóðir að njóta og fræðast um. Breytingar á landslagi og ásýnd yrðu engar sem tryggði að náttúrulegt landslag og búsetulandslag héldist áfram óbreytt og ströndin yrði heil og aðgengileg. Vistkerfi yrði ekki fyrir breytingum og fengi áfram að þróast eftir sínum lögmálum. Aðgengi almennings að öllu svæðinu væri tryggt auk þess sem líkur eru á að stígakerfi yrði bætt, fræðsla um svæðið yrði aukin og minjar gerðar sýnilegri. Í tengslum við aukna ferðamennsku og fræðslu gætu orðið nokkur jákvæð áhrif á atvinnulíf. Jákvæð áhrif eru líkleg til að vera talsverð, bein og varanleg. Hagrænir og félaglegir þættir yrðu fyrir jákvæðum áhrifum sem kæmu fram í auknum útivistartækifærum, aðgengi og fræðslu um menningarminjar og möguleika til uppbyggingar þjónustu við ferðamenn. Þessi áhrif yrðu vart mikil að vægi. Áhrif á vatn, sjó og andrúmsloft, heilsu og öryggi íbúa eru líkleg til að vera óveruleg miðað við núverandi landnot. Bein neikvæð áhrif yrðu lítil. Aukið álag á landið gæti dregið úr gæðum umhverfisins en því má mæta með mótvægisaðgerðum. Niðurstaða: Um er að ræða tvær gjörólíkar hugmyndir um landnot á reitnum. Gerð hafnar veldur talsverðum og jafnvel verulegum jákvæðum hagrænum og samfélagsáhrifum en verulegum neikvæðum náttúrufarsáhrifum nema tilkomi

Page 33: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

32

gagnlegar mótvægisaðgerðir. Stofnun fólkvangs hefur talsverð jákvæð náttúrufarsleg áhrif, jákvæð hagræn og félagsleg áhrif sem yrðu þó vart mikil að vægi og lítil eða óveruleg bein neikvæð áhrif. Heildaráhrif eru meiri af gerð hafnar og á það jafnt við um umfang og vægi áhrifanna. Með gerð hafnar yrði meiri náttúrugæðum fórnað en mögulegur hagrænn og félagslegur ávinningur yrði einnig meiri heldur en af stofnun fólkvangs. Vegna skorts á gögnum um bæði hagræn og félagsleg áhrif af gerð hafnar og um náttúrufar á svæðinu er erfitt að kveða úr um endanleg áhrif. Minnt er á að verði ákveðið að fara út í gerð hafnar þarf framkvæmdin að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum þar sem frekari gagna yrði aflað og umhverfisáhrifin grein ítarlega.

Page 34: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

33

2.3 Samgöngur Í samræmi við yfirskrift málaflokksins er hér fjallað um umhverfisáhrif af umferð og stærstu vegagerðarverkefnum sem kveðið er um í greinargerð. Stefnumið í samgöngum miða að því að tryggja greiða og örugga umferð fyrir fjölbreytta samgöngumáta, þar sem sérstaklega verði hugað að öryggi vegfaranda, ekki síst skólabarna. Þungaumferð skal beint fram hjá megin byggð til að draga úr hættu og umhverfisáhrifum í íbúðahverfum. Ennfremur að dregið verði úr umhverfisáhrifum af umferð t.d. með því að efla almenningssamgöngur og uppbyggingu stígakerfis fyrir gangandi og hjólandi sem þjóni sem valkostur í samgöngum til móts við einkabílinn. Helstu nýframkvæmdir í vegagerð samkvæmt greinargerð aðalskipulagsins eru lagning Ofanbyggðavegar, ný lega Krýsuvíkurvegar við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni og færsla Reykjanesbrautar, verði af stækkun álvers. Einnig er fyrirhugað að gera þrjár nýjar tengibrautir, Ásvallabraut mun tengja Krýsuvíkurveg við Kaldárselsveg og tvær tengibrautir munu tengja Reykjanesbraut við Ofanbyggðaveg. Við endurnýjun Krýsuvíkurvegar er fyrirhugað að fylgja núverandi vegstæði eins og kostur er þegar komið verður suður fyrir byggðina og mun það takmarka röskun vegna framkvæmdarinnar. Allar meiriháttar breytingar á stofnbrautakerfi innan þéttbýlis í Hafnarfirði á skipulagstímabilinu eins og gerð nýrra stofnbrauta, fjölgun akreina og mislæg gatnamót svo og enduruppbygging vega utan þéttbýlis þar sem nýlagning er a.m.k. 10 km, eru ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt viðauka 1 í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 1123/2005. Tafla 3. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í samgöngum.

Umhverfisþættir Stefnumið

Náttúru- og menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúms-loft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Stefnumið í samgöngum - 0 0 + - + + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af

nánari útfærslu skipulags Náttúru- og menningarminjar, land Lagning nýrra stofn- og tengibrauta og safn- og húsagatna mun hafa í för með sér talsverð umhverfisáhrif á land. Mestu áhrifin verða vegna röskunar á

Page 35: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

34

hraunum sem fer undir vegi og breikkun vega og áhrifasvæði þessara framkvæmda. Eins og fram hefur komið þá njóta hraun sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og ber að forðast röskun þeirra eins og bægt er. Með tilliti til umfangs mannvirkjanna munu áhrifin á land verða minni en sambærileg áhrif sem fylgja uppbyggingu atvinnu og íbúðasvæða. Engu að síður eru áhrifin neikvæð, bein, varanleg og óafturkræf.

Mynd 8. Flokkun gatna í Hafnarfirði Umhverfisáhrif stefnumiða í samgöngum á náttúru- og menningarminjar ráðast að stærstum hluta af útfærslum í frekari skipulagsvinnu. Með vandaðri skipulagsvinnu ætti að vera hægt að sneiða hjá merkum minjum og þar með draga úr eða koma í veg fyrir að þær verði fyrir neikvæðum áhrifum. Því eru líkur á að áhrif á náttúru- og menningarminjar verði óveruleg. Landslag og ásýnd Umhverfisáhrif stefnumiðanna munu að mestu eða öllu leyti ráðast af útfærslu á framkvæmdum og hönnun samgöngumannvirkja á seinni skipulagsstigum. Helstu vegaframkvæmdir munu vera inni í eða í jarðri þéttbýllissvæða og mun það takmarka umhverfisáhrif af þessum framkvæmdum hvað varðar landslag

Page 36: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

35

og ásýnd. Þannig mun t.d. Ofanbyggðavegur liggja á milli íbúðahverfa austast í bænum en svo í jarðri iðnaðarhverfis. Með deiliskipulagi og hönnun manvirkja ætti að vera hægt að fella veginn vel að byggingum í grend þannig að vegstæðið sjálft verði lítt áberandi að stærstum hluta. Nýr Krísuvíkurvegur hefur hér nokkra sérstöðu þar sem að hann mun ekki liggja innan byggðar nema að litlu leyti. Þar gildir engu að síður hið sama, með vandaðri skipulags og hönnunarvinnu ætti að vera hægt að koma veginum þannig fyrir í landslagi að saman fari stefnumið um að vegöryggi sé eins gott og hægt er og að vegurinn verðir lítt áberandi í landi. Fyrirhugað er að Krýsuvíkurvegur fylgi núverandi vegstæði að mestu þegar komið er suður fyrir byggðina. Mun það draga úr áhrifum á landslag og ásýnd. Áhrif af stefnumiðum og framkvæmdum á landslag og ásýnd eru því metin óveruleg. Vistkerfi Þar sem að vegagerð í þéttbýli verður að stærstum hluta í tengslum við uppbygginu íbúða- og atvinnusvæða veldur vega- og gatnagerð óverulegum áhrifum á vistkerfi, umfram áhrifin af annarri og umgangsmeiri uppbyggingu. Stofnbrautir s.s. Ofanbyggðavegur og Krýsuvíkurvegur liggja um tiltölulega fábreytt land með tilliti til lífríkis og verður ekki séð að veglagningin muni hafa mikil áhrif á vistkerfi þar. Engu að síður er ástæða til að viðhafa gát við hönnun og framkvæmdir og gæta þess að valda ekki röskun á vistkerfum, t.d. með breytingum á flæði vants, verði komist hjá því. Sérstaka aðgát þarf að sýna við vega- eða gatnagerð sem mögulega gæti raskað vatnasviði Ástjarnar eða Hvaleyrarvatns. Vistkerfi eru talin verða fyrir óverulegum áhrifum af stefnumiðum í samgöngum. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Stefnumiðin kveða á um aðgerðir og skipulagningu sem miða að því að draga úr umferð einkabíla með því að veita almenningssamgöngum forgang og uppbyggingu góðs og víðfems stígakerfis sem geti þjónað sem valkostur við umferð í einkabílum. Einnig eru ákvæði um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af bílaumferð og nær það m.a. til loftgæða og hljóðvistar. Hver áhrifin verða mun að miklu leyti ráðast af útfærslu samgöngukerfis í deiliskipulagi en þar verða stefnumiðin útfærð frekar varðandi ofangreinda þætti s.s. stíga og stígatengingar og forgang almenningssamgangna. Gerð Ofanbyggðarvegar er líkleg til að stuðla að framgangi stefnumiða um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Með gerð hans skapast grundvöllur fyrir því að færa þungaumferð úr miðbæ og íbúðahverfum og með því draga úr áhrifum þessarar umferðar á loftgæði og hljóðvist á viðkvæmari svæðum auk þess sem öryggi vegfaranda í miðbæ og íbúðahverfum mun aukast. Gangi stefnumiðin eftir gæti því orðið um að ræða talsvert jákvæð áhrif á loftgæði í bænum og almennt áreiti sem fylgir umferð. Umferðarmál og umferðarmenning eru eitt helsta og viðurkenndasta umhverfisvandamál á höfuðborgarsvæðinu og fer vaxandi frekar en hitt. Ekki verður horft framhjá því að allar líkur eru á að bílaumferð muni aukast

Page 37: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

36

verulega í Hafnarfirði á skipulagstímanum og er spáð allt af þreföldun á fjölda bifreiða á sólarhring á vissum gatnamótum. Þrátt fyrir góð stefnumið í málaflokknum fylgja talsverð neikvæð umhverfisáhrif þessari aukningu, m.a. staðbundin hnignun loftgæða, hávaði og aukið áreiti fyrir bæjarbúa og ökumenn. Með færslu umferðar á stærri stofnbrautir sem betur anna umferðinni er dregið úr neikvæðum áhrifum í nærumhverfi íbúa en engu að síður eru líkur á að íbúar munu finna fyrir neikvæðum áhrifum aukinnar umferðar sem eru neikvæðar afleiðingar af uppbyggingu og þarf að leitast við að draga úr sem kostur er, líkt og stefnumiðin kveða á um. Sé gengið út frá umferðarspá sem forsendu fyrir mati á umhverfisáhrifum af samgöngumálum er ekki hægt annað en að meta áhrifin sem talsvert neikvæð og kæmu fram í versnandi loftgæðum vegna aukinnar umferðar en einnig eru líkur á að hávaði og almennt áreiti frá umferð muni aukast. Heilsa og öryggi Stefnumið um og uppbygging öruggs samgöngukerfis sem annar umferð bæjarbúa og umferð í gegnum bæjarlandið eru líkleg til að auka öryggi íbúa og draga úr fjölda umferðarslysa. Það hefur jákvæð áhrif á heilsu bæjarbúa og annarra sem ferðast um bæinn. Uppbygging stígakerfis býður íbúum einnig raunhæfan valkost til göngu eða hjólreiða sem eru ferðamátar sem hafa almenn heilsubætandi áhrif í för með sér auk þess sem göngu- og hjólreiðafólk er þá öruggara fyrir bílaumferð en ella. Sérstakur akkur er að aðgerðum sem draga úr umferðarslysum og auka öryggi í umferðinni. Gerð Ofanbyggðarvegar og endurbætur á Krýsuvíkurvegi auðvelda brottflutning íbúa reynist það nauðsyn vegna yfirvofandi náttúruvár. Í því sambandi er Krýsuvíkurvegur sérstaklega mikilvægur þar sem að hann er lykillinn að því að íbúar komist á Suðurstrandarveg sem verður styðsta leiðin á Suðurland að lokinni gerð hans. Jafnframt er sá möguleiki fyrir hendi að Suðurlandsvegur lokist vegna náttúruvár og eykur það mikilvægi góðrar tengingar inn á Suðurstrandarveg. Áhrifin af stefnumótum um heilsu og öryggi eru metin talsvert jákvæð, bæði bein og óbein og varanleg en afturkræf eru þau verði stefnunni breytt. Aukin umferð hefur hins vegar í för með sér meiri mengun og getur það haft neikvæð áhrif fyrir heilsufar íbúa. Áhrifin velta á mörgum þáttum og spilar veðurfar til aðmynda stóra rullu í því hversu mikil áhrifin verða. Veðurfarsaðstæður sem halda menguninni staðbundinni auka hættuna á slæmum heilsufarsáhrifum en sé vindasamt og úrkomuríkt minnkar sú hætta. Þó aukin mengun valdi neikvæðum áhrifum er ekki talið að þau verði það mikil að heilsu íbúa stafi almennt hætta af, en vissulega getur verið að íbúum sem eru viðkvæmir fyrir sé ráðlagt að fylgjast vel með loftgæðum og halda sig inni við þá daga sem þau eru slæm. Einnig getur meiri umferð leitt til aukinnar hættu á slysum en mótvægisaðgerðir við hönnun umferðarmannvirkja ættu að vega þar á móti. Umhverfisáhrif af stefnumiðum í samgöngum geta því haft bæði jákvæð og neikvæð umhverfisáhrif í för með sér. Vægi áhrifanna eru metin svo að jákvæð áhrif séu meiri af stefnumiðunum en neikvæð. Aukið öryggi vegfaranda af færslu gegnumstreymis- og þungaumferðar úr miðbæ, endurhönnun gatna til að auka öryggi og uppbygging stígakerfis sem aðskilur

Page 38: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

37

göngu- og hjólafólk frá akandi umferð eru stærstu póstarnir í jákvæðum áhrifum. Hagrænir og félagslegir þættir Bættar samgöngur og tengingar, öruggara samgöngukerfi, valkostir í samgöngum og viðamikið stígakerfi sem gagnast bæði til samgangna og til útivistar eru líkleg til að hafa jákvæð áhrif á íbúaþróun og aðra samfélagslega þætti í Hafnarfirði. Einnig má búast við að aðgengi að verslun, þjónustu og útivistarsvæðum verði auðveldara, hvernig fararmáta sem íbúarnir kjósa. Allir ofangreindir þættir hafa vægi í ákvörðun fólks um hvar það vill búa og framfarir í þessum liðum eru líklegar til að bæta búsetuumhverfið og þar með auka áhuga fólks á því að búa í Hafnarfirði. Greiðar og öruggar samgöngur eru líklegar til að gera Hafnarfjörður að vænlegum valkosti fyrir atvinnufyrirtæki af margvíslegum toga. Nánd við alþjóðaflugvöll og hafskipahöfn auka frekar á þægindin við rekstur í Hafnarfirði. Auknar og bættar stígatengingar innanbæjar, við önnur sveitarfélög og við útivistarsvæði eru mikilvægir þættir að mati bæjarbúa eins og kom glöggt fram á íbúaþingi í október 2004. Hafnarfjarðarbær hefur unnið skipulag fyrir stígakerfi sem byggir á flokkun stíga í þrjá flokka, stofnstíga, tengistíga og útivistarstíga. Jafnframt því hefur verið gerð framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu stígakerfisins, sjá nánar í greinargerð um umhverfi og útivist. Með markmiðssetningu, skipulagningu og framkvæmdaáætlun fyrir stíga er komið til móts við óskir bæjarbúa, sbr. niðurstöður íbúaþings í október 2004.

Mynd 9. Flokkun stíga. Umhverfisáhrif af stefnumiðunum eru jákvæð á viðmið fyrir hagræna og félagslega þætti. Áhrifin eru talin verða talsverð að vægi, bæði bein og óbein og varanleg.

Page 39: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

38

Mótvægisaðgerðir/vöktun: Rétt er að hafa í huga að stefnumið í málaflokknum má jafnframt líta á sem mótvægisaðgerðir vegna neikvæðra umhverfisáhrifa af samgöngum. Tillögur að mótvægisaðgerðum miða að því að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum stefnumiða í samgöngum á:

• hraun • loftgæði, mengun og heilsu

Hraun Til að vega á móti röskun hrauna er mikilvægt að tryggð verði verndun hraunasvæða til mótvægis. Fyrr í þessari skýrslu var sett fram tillaga um framkvæmd náttúrufarskönnunar og mótun stefnu í náttúruvernd í kjölfarið og er það ítrekað hér. Með þessum aðgerðum skal tryggt að sambærileg svæði verði varðveitt fyrir kynslóðir framtíðar til að njóta og læra um. Einnig þarf að leita allra leiða til þess að tryggja að röskunin verði eins lítil og mögulegt er, m.a. með því að hafa það hugfast við deiliskipulagningu, gerð skipulagsskilmála og hönnun mannvirkja að tengja legu vega og gatna eins og hægt er við svæði sem þegar hefur verið raskað vegna annarra framkvæmda, án þess að það komi niður á öryggisþáttum. Gæta þarf þess að vegur fari vel í landi og að jarðmyndanir fái haldið og notið sín eins og frekast er unnt enda eru þær eitt af sérkennum bæjarins og setja sitt mark á hann. Loftgæði, mengun og heilsa Í ljósi þess að spáð er allt að þreföldun á umferð um Hafnarfjörð er fyllsta ástæða til að leggja þegar línur um aukið eftirlit með loftgæðum í bænum. Lagt er til að bærinn leiti samráðs og samstarfs við Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit um framkvæmd og eftirlit með nauðsynlegum þáttum til að fá megi greinargóða mynd af loftgæðum. Meta þarf hvort ástæða sé til að fylgjast sérstaklega með loftgæðum við skóla og leikskóla þar sem ekki er ásættanlegt að börnum sé boðið upp á heilsuspillandi loftgæði. Stefnumið um að færa þunga- og gegnumstreymisumferð út fyrir miðbæ og íbúðahverfi er í sjálfu sér góð staðbundin mótvægisaðgerð vegna aukinnar umferðar og tilheyrandi mengunar. Með því er dregið úr neikvæðum áhrifum á staðbundin loftgæði og hávaða nálægt miðbænum og í íbúðahverfum þar í grend. Þessi svæði eru sérlega viðkvæm fyrir áhrifum af þessari umferð þar sem að annars vegar er um að ræða miðbæjarsvæði sem á að hafa á sér aðlaðandi ímynd í huga fólks og hins vegar að umferð er hægari þar en á stofnbraut eins og Ofanbyggðavegi og umferðin því meira áberandi. Öflugar almenningssamgöngur og forgangur almenningsvagna er líklegt til að vekja athygli á þeim og hvetja til notkunar þeirra. Með því er það unnið að fækka einkabílum á götunum og þar með er dregið úr álagi á samgöngumannvirkin. Til langframa gæti það dregið úr þörf fyrir ný samgöngumannvirki. Að auki yrði fækkun einkabíla til þess að draga úr loft- og hávaðamengun og gera samgöngur skilvirkari og öruggari ef meira rými er fyrir hvern bíl. Skipulagsvinna getur þar gengt lykilhlutverki, t.d með því að tryggja gott flæði umferðar, eða með því að beina íbúum til notkunar annars fararmáta en bílsins þar sem það á við. Sérstaklega er mikilvægt að draga úr bílaumferð í kringum skóla og aðra staði sem æska bæjarins sækir hvað mest til að tryggja öryggi þeirra og til að stuðla að sem bestum loftgæðum við þessa

Page 40: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

39

staði. Til að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd er nauðsynlegt að efla samstarf aðila sem koma að þessum málum á breiðum grunni, s.s. bæjarstjórnar, skipulagsyfirvalda, stofnana bæjarins, staðardagskrárvinnu, Strætó bs. og frjálsra félagasamtakra s.s. íbúasamtaka, samtaka hjólreiðamanna og foreldrasamtaka. Uppbygging og þétting byggðar í námunda við og í miðbænum er háð skilvirkum úrbótum í samgöngumálum til að anna þeirri aukningu á umferð sem uppbyggingin mun hafa í för með sér. Þar mun viðamikið og öruggt stígakerfi gegna stóru hlutverki sem valkostur í samgöngum og til útiveru sem aftur myndi skapa líflegan miðbæ. Valkostir. Lega Ofanbyggðavegar um Vatnshlíð Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 eru sett fram áform um gerð Ofanbyggðarvegar sem liggur frá Garðabæ í nánd við Setbergshverfi og sameinast Reykjanesbraut við landamörk Hafnarfjarðar og sveitarfélagsins Voga. Vegurinn mun liggja á milli Áslands- og Hamraneshverfa sem eru nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði. Hér eru stuttlega bornir saman tveir valkostir við lagningu vegarins þar sem hann fer um þessi tvö hverfi, annars vegar að vegurinn liggi yfir Vatnshlíð og hins vegar að hann fari um göng undir Vatnshlíð á um 600 m kafla. Hugmynd að legu Ofanbyggðarvegar um göng er sýnd á landnotkunaruppdrætti aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025.

Mynd 10. Horft í átt til Vatnshlíðar, muni jarðgangna gæti orðið u.þ.b. þar sem rauði hringurinn er. Ásfjall til vinstri, hægra megin er spennistöð Landsnets. Valkostur 1. Lagning Ofanbyggðavegar um göng undir Vatnshlíð. Jákvæð áhrif: Með göngum fæst betri landnýting þar sem byggingarland yrði samfeldara og betri landfræðileg tenging á milli Áslandshverfis og

Page 41: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

40

Hamraneshverfis. Það mun stuðla að öruggari ferðatengingum þar á milli, auðvelda stígagerð á milli hverfanna og í upplandið fyrir íbúa norðan við Ofanbyggðaveg. Jákvæð áhrif eru því á hagræna og félagslega þætti Neikvæð áhrif: Bora þyrfti undir landið með nokkru raski. Einhver áhrif yrðu á land og ásýnd vegna gangnamuna og hugsanlegra vegskála út frá þeim en þau áhrif eru ekki talin mikil. Gangnagerð er mun dýrari kostur. Talið er að náttúru- og menningaminjar, vistkerfi, sjór vatn, andrúmsloft og veðurfar yrðu fyrir óverulegum áhrifum af þessum valkosti. Ekki er heldur talið að gangnagerð hefði nokkur áhrif á samsetningu umferðar um Ofanbyggðaveg. Valkostur 2: Lagning Ofanbyggðavegar yfir Vatnshlíð. Jákvæð áhrif: Þessi kostur er mun ódýrari. Neikvæð áhrif: Landnotkun yrði verri, Áslands og Hamraneshverfi yrðu aðskilin af stofnbraut, erfiðari stígatengingar á milli hverfa og verra aðgengi íbúa norðan brautarinnar að upplandinu. Áhrif á land yrðu nokkur en þarna er ekki um það að ræða að yfirborðshrauni yrði raskað, áhrif á landslag og ásýnd yrðu meiri en af göngum. Náttúru- og menningarminjar, vistkerfi, vatn, sjór og veðurfar eru talin verða fyrir óverulegum áhrifum. Ekki er talið að lagning yfirborðsvegar hefði nokkur áhrif á samsetningu umferðar um Ofanbyggðaveg. Niðurstaða samanburðar. Valkostur 1 hefur í för með talsverð jákvæð áhrif á öryggi og samfélagslega þætti en lítil neikvæð áhrif. Landnotkun yrði betri og dýrmætt byggingarland fengist þar sem áhrifa- og helgunarsvæði vegar yrði annars. Betri tengingar á milli hverfa og við upplandið eru einnig jákvæð áhrif sem vega þungt. Neikvæð áhrif ná til lands og landslags en þau eru ekki mikil. Valkostur 2 hefur í för með sér jákvæða áhrif á hagræna þætti þar sem hann er talsvert ódýrari. Hann hefur talsverð neikvæð áhrif á öryggi íbúa og samfélagslega þætti. Einnig eru neikvæð áhrif á land og landslag en þau eru minni að vægi. Niðurstaðan er því sú að hvorugur valkosturinn hefur í för með sér veruleg neikvæð umhverfisáhrif en valkostur 1 hefur meiri jákvæð áhrif í för með sér. Niðurstaða: Umhverfisáhrif af völdum stefnumiða og uppbyggingar í samgöngumálum eru bæði jákvæð og neikvæð. Jákvæðu áhrifin eru einkum á heilsu og öryggi og hagræna og samfélagslega þætti. Má þar nefna jákvæð áhrif af öruggara samgöngukerfi fyrir íbúa og íbúaþróun og atvinnulífið. Einnig gæti aukin áhersla á göngur og hjólaferðir til samgangna og útivistar verið jákvæð fyrir heilsu bæjarbúa. Jákvæðu áhrifin eru metin vera talverð, bein og varanleg. Neikvæð áhrif eru á hraun sem fara undir vegaframkvæmdir, loftgæði og hávaða eða áreyti af völdum aukinnar bílaumferðar. Stefnumiðin í málaflokknum hafa í sjálfu sér ekki neikvæð áhrif í sambandi við loftgæði og aðra mengun en ekki verður horft fram hjá því að aukin bílaumferð sem spáð er gæti haft í för með sér neikvæð áhrif á loftgæði, aukin hávaða og meira áreyti. Draga má úr neikvæðum áhrifum með mótvægisaðgerðum.

Page 42: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

41

Líklegt er að jákvæð og neikvæð áhrif vegi að mestu á móti hvorum öðrum. Niðurstaðan er því sú að stefnumið í samgöngumálum eru ekki talin hafa í för með sér veruleg neikvæð umhverfisáhrif í skilningi tilskipunar 2001/42/EC.

Page 43: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

42

2.4 Umhverfi Stefnumið í umhverfi og útivist eiga það sameiginlegt að stefnt er að verndun náttúru og menningarminja og að viðhalda góðu og öruggu búsetuumhverfi. Skal það gert á grundvelli hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og Staðardagskrár 21. Tafla 4. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í umhverfi.

Umhverfisþættir Stefnumið

Náttúru- og menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúms-loft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Stefnumið í umhverfi og útivist + + + + + + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af

nánari útfærslu skipulags Náttúru- og menningarminjar, land Í gildandi aðalskipulagi hafa nokkur svæði verði tekin frá til verndar og útivistar með hverfisvernd auk þess sem að í landi bæjarins eru friðlýst svæði, Ástjörn og Ásfjall, Reykjanesfólkvangur og Hamarinn og þrjú svæði á náttúruminjaskrá – sjá myndir 11-14. Ekki er fyrirhugað að hrófla við mörkum þessara svæða. Í skipulagstillögu fyrir nýtt aðalskipulag eru lagðar fram frekari tillögur um hverfisvernd náttúru- og menningarminja og skiptast þær tillögur í þrjá flokka, A (tillögur í gildandi aðalskipulagi), B (hverfisvernd samþykkt í fyrirliggjandi deiliskipulögum) og C (tillögur sem komu fram við gerð aðalskipulags 2005-2025). Nánar má lesa um tillögur um hverfisvernd í kafla 2.2.17 í greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Markmið um verndun og gerð verndaráætlana eru líkleg til að tryggja verndun merkra jarðmyndana, menningarminja og mikilvægra búsvæða. Með verndaráætlunum er hægt að leggja ákveðið mat á mikilvægi minja og náttúru í landi bæjarins og forgangsraða verkefnum í málaflokkunum sem ætti að tryggja verndun mikilvægustu svæðanna. Í og við bæinn er að finna margvíslegar menningar- og búsetuminjar sem bjóða upp á margháttaða möguleika sem aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamanna, til fræðslu og upplifunar. Þar á meðal er gamla bárujárnsbyggðina, sem má telja til sérstöðu Hafnarfjarðar, og Ástjörn.

Page 44: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

43

Mynd 11. Friðlýst svæði og svæði á náttúruminjaskrá.

Mynd 12. Tillaga vinnuhóps um 5 flokka húsverndar í Hafnarfirði Skipulögð verndun menningarminja ásamt frekari viðbótum með friðlýsingum og hverfisverndun er líklegt til að styrkja sérstöðu Hafnarfjarðar og gera bæinn að aðlaðandi búsetukosti fyrir unnendur sögu- og menningarminja. Með verndun er einnig verið að taka frá og geyma landslag, jafnt náttúrulegt landslag og búsetulandslag. Hvoru tveggja er mikilvægt með hag kynslóða framtíðar í huga. Jafnframt styrkja þessar aðgerðir markmið í menningarmálum.

Page 45: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

44

Gert er ráð fyrir að útbúin verði aðstaða fyrir ýmsar akstursíþróttir í Kapelluhrauni, á svæði sem merkt er sem opið svæði til sérstakra nota á landnotkunaruppdrætt – sjá einnig mynd 1 bls 7. Þessum framkvæmdum munu fylgja röskun á hraunum en svæðið er að talsverðu leyti raskað nú þegar – sjá mynd 5, bls. 20. Einnig er skotæfingarsvæði í næsta nágrenni og er gert ráð fyrir að það verði áfram. Áhrif stefnumiða eru talin jákvæð, bein og varanleg en þau eru afturkræf verði um stefnubreytingu að ræða hjá bænum.

Mynd 13. Hverfisverndarsvæði A og B. Landslag og ásýnd Með stefnumiðum í umhverfi er lögð áhersla á að náttúrulegt landslag haldist óbreytt og ásýnd þess einnig. Til að svo megi verða þarf að grípa til aðgerða til að stýra aðgengi ferðamanna um landið og byggja upp aðstöðu til móttöku þeirra til að gæðum náttúru hnigni ekki vegna stjórnlausrar umferðar og átroðnings um landið. Fræðsla um gæði náttúru og verndargildi hennar er mikilvægur þáttur í þessu samhengi. Við uppbyggingu aðstöðu þarf að huga vel að sjónrænum áhrifum af mannvirkjum. Tillögur um hverfisverndun ættu að eiga þátt í að viðalda óbreyttri ásýnd landsins og með því leggja drög að því að Hafnfirðingar fái notið óspiltrar náttúru áfram. Stefnumiðin eru til þess fallin að styrkja stöðu óspiltrar náttúru og landslags og því eru umhverfisáhrifin jákvæð, bæði bein og óbein og varanleg en um leið afturkræf breyti bæjaryfirvöld um stefnu síðar. Vistkerfi Stefnumiðin eru líkleg til að tryggja verndun búsvæða og vistkerfa með hverfisverndun og skapa þannig grundvöll til þess að vistkerfin fái þróast eftir

Page 46: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

45

sínum lögmálum til framtíðar. Tillögur að hverfisvernd eru til þess fallnar að styrkja stöðu lífríkisins á þeim svæðum sem lagt er til að fái hverfisvernd. Umhverfisáhrifn af því eru jákvæð, bein og varanleg en engu að síður afturkræf breyti bæjaryfirvöld um stefnu síðar. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Umhverfisáhrif á vatn, loft og veðurfar eru ekki sérlega mikil en jákvæð þau sem fram koma. Áhrifin stafa af markmiðum um sjálfbæra þróun og að bæta almennt búsetuumhverfi. Með því að auka vægi Staðardagskrár 21 við stefnumótun og gera íbúana að virkari þátttakendur í staðardagskrárstarfinu verða þeir meðvitaðri um neikvæð áhrif af lífsháttum sínum. Það ætti að draga úr þrýstingi á þessa umhverfisþætti og leiða til batnandi ástands þeirra. Áhrifin eru því jákvæð, bein og varanleg en afturkræf sem önnur komi til stefnubreyting. Heilsa og öryggi Stefnumið í umhverfi og útivist munu stuðla að greiðara aðgengi íbúa að góðum og fjölbreyttum útivistarsvæðum auk þéttriðins stígakerfis um jafnt byggð sem útivistarsvæði, með ströndu og í upplandi. Allar forsendur eru fyrir því að íbúar nýti svæðin sér til heilsubótar og yndisauka. Aukin útivist bæjarbúa myndi hafa jákvæð áhrif á heislufar þeirra og því eru umhverfisáhrif af stefnumiðunum jákvæð og bæði bein og óbein. Þar sem hver og einn getur hætt að stunda útivist þegar hann vill geta áhrifin verði bæði tímabundin og afturkræf en einnig eru allar forsendur fyrir því að með vitundarvakningu bæjarbúa verði þau varanleg. Hagrænir og félaglegir þættir Sérstaða Hafnarfjarðar, hraunin, opnu svæðin og menningarminjarnar eru meðal þeirra þátta sem íbúar töldu hvað mikilvægustu búsetuatriðin samkvæmt niðurstöðum íbúaþings sem haldið var í október árið 2004. Með markmiðum í umhverfi og útivist er mikilvægi þessara þátta undirstrikað. Aukin og markviss verndun náttúru og menningarminja styrkir sérstöðu Hafnarfjarðar sem byggðarkjarna með sögu og tengsl við náttúru, bærinn í hrauninu. Hafnarfjörður býr vel að því leyti að stutt er í fyrirtaks útivistarsvæði af fjölbreyttri gerð í upplandi bæjarins og við Straumsvík. Bætt aðgengi að útivistarsvæðum er líklegt til að auka not af þessum svæðum bæði með því að fleiri íbúar njóti þar útivistar og að ferðamenn noti þau í ríkari mæli sem aftur getur leitt af sér kaup á þjónustu frá atvinnurekendum í bænum. Einnig verður bætt aðgengi til þess að auðvelda notkun útivistarsvæða til skipulagðrar fræðslu fyrir bæjarbúa, jafnt á vegum skóla, byggðasafns og annarra. Í þessu samhengi gegnir stígakerfi bæjarins lykilhlutverki með tengingum við upplandið og strandsvæði sem notuð eru til útivistar. Skipulögð verndun þessara náttúrukosta ásamt frekari viðbótum með friðlýsingum og hverfisverndun er líklegt til að styrkja enn sérstöðu Hafnarfjarðar og gera bæinn að aðlaðandi búsetukosti fyrir þá sem leita eftir og meta mikils tækifæri til útivistar.

Page 47: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

46

Nálægð útivistarsvæða við byggð, ekki síst komandi íbúðahverfi er einnig til þess fallið að skapa aukna eftirspurn eftir húsnæði þar meðal fólks sem hefur áhuga á því að nýta greitt aðgengi að útivistarsvæðum. Það gæti ýtt undir hærra íbúðaverð í Hafnarfirði. Áhrif á hagræna og félagslega þætti eru metin jákvæð, bein, óbein og varanleg. Komi til stefnubreyting af hálfu yfirvalda í bænum eru áhrifin afturkræf.

Mynd 14. Hverfisverndarsvæði C. Mótvægisaðgerðir/vöktun Helstu ógnir sem leiða af markmiðum í umhverfi og útivist er um leið helsti styrkur þeirra. Opnum útivistar- og minjasvæða með betra aðgengi getur leitt til þess að gæðum svæðanna hrakar á einn eða annan máta. Til að forða því er mikilvægt að deiliskipulag og verndaráætlanir sé notað á markvissan máta til að draga úr umhverfisáhrifunum, m.a. hvað varðar legu stíga og uppbyggingu aðstöðu. Jafnframt þarf að tryggja það að svæðin anni þeim fjölda íbúa og ferðamanna sem þangað leita til fræðslu, heilsubótar og afþreyingar. Ofnýting svæðis getur dregið hratt úr gæðum þess. Við skipulag svæðanna þarf einnig að gæta að því að not á einu svæði verði ekki til að rýra upplifun af öðru. Ennfremur er æskilegt að efla merkingar og fræðslu um náttúru og minjar. Virðing fyrir náttúru og minjum, sprottin af fræðslu og

Page 48: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

47

þekkingu, er líkleg til að hafa meiri og betri verndaráhrif en flestar aðrar aðgerðir sem hægt er að grípa til. Til að forgangsraða við skipulag verndunar og gerð verndaráætlana er nauðsynlegt að gerð verði úttekt á náttúrufari í landi Hafnarfjarðar og lokið við húsa- og fornleifaskráningu . Lagt er til að lokið verði við slíka úttekt og skráningu sem fyrst og í framhaldinu verði unnin tímasett framkvæmdaáætlun, byggð á niðurstöðum þessara verka. Auk þess að forgangsraða við verndun má líta á verndaráætlanir sem hluta af mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa þar sem hraun eru tekin undir íbúða- og atvinnusvæði, m.a. með því að vera leiðbeinandi við skipulagsvinnu síðar meir, t.d. varðandi þróun íbúðabyggðar. Lagt er til að gerð verði nýtingaráætlun fyrir náttúruauðlindir þannig að sjálfbær þróun sé í hávegum höfð við nýtingu þeirra. Mikilvægt er að lokið verði við endurskoðun Staðardagskrár 21 sem fyrst. Ábyrgð og tímarammi verkefna Staðardagskrár þarf að vera skýr. Með auknu vægi Staðardagskrár 21 í stefnumótun bæjarins og með markvissri framfylgni framkvæmdaáætlunar sem tekur til velfarnaðar íbúa og náttúru, ættu að myndast skilyrði til að skapa betra bæjarfélag til framtíðar. Mikilvægt er að við skipulag og hönnun skotsvæðis og akstursíþróttasvæðis verði hugað sérstaklega að aðgerðum sem muni tryggja að ónæði verði ekki af starfseminni fyrir starfsmenn nærliggjandi fyrirtækja og íbúa á Völlum, Áslandi og í Hamranesi. Til að mynda má koma fyrir hljóðmönum í þessum tilgangi en einnig má nýta byggingar á nálægum iðnaðarsvæðum til að hafa áhrif á hljóðvistina. Einnig er lagt til að athugað verði með að setja takmarkanir á opnurnartíma þessara svæða til að koma í veg fyrir ónæði frá þeim á óviðurkvæmilegum tíma. Niðurstaða mats Umhverfisáhrif stefnumiða í umhverfi og útivist eru að flestu leyti jákvæð. Jákvæð áhrif ná til allra umvherfisþátta sem teknir eru fyrir. Neikvæð umhverfisáhrif gætu orðið af ágangi á útivistar og verndarsvæði bæjarins. Einnig gæti orðið ónæði af akstursíþróttasvæði á nærliggjandi atvinnusvæðum og íbúðahverfum. Draga má úr eða koma í veg fyrir neikvæð áhrif með mótvægisaðgerðum. Stefnumið í umhverfi og útivist hafa því ekki í för með sér veruleg neikvæð umhverfisáhrif í skilningi tilskipunar 2001/42/EC.

Page 49: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

48

2.5 Menning og samfélagsþjónusta Markmið í menningu og samfélagsmálum eiga það sameiginlegt að stefna að uppbygginu og betri þjónustu í þessum málaflokkum. Stefnt er að eflingu menningarstarfsemi með bættri aðstöðu og betri tengingu inni í skóla og félagslegt starf hjá bænum. Uppbygging skóla skal miða að því að þörfum íbúa skuli fullnægt og að gönguleiðir verði viðráðanlegar og öruggar. Við uppbyggingu leik- og íþróttaaðstöðu skal horft til þess að þörf sé svarað, jafnt fyrir skipulagða íþróttaiðkun, almenningsíþróttir og leikþörf barna. Aðgengi að allri þjónustu á vegum bæjarins skal auðvelt og tryggt öllum. Félagsþjónusta í Hafnarfirði skal vera aðgengileg öllum og sniðin að þörfum viðskiptavina hennar. Sérstaklega skal hugað að uppbyggingu sambýla fyrir fatlaða, félags- og tómstundaaðstöðu. Tafla 5. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í menningu og samfélagsþjónustu.

Umhverfisþættir Stefnumið

Náttúru- og menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúms-loft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Stefnumið í menningu og samfélags-þjónustu

+ 0 0 + + + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af

nánari útfærslu skipulags Náttúru- og menningarminjar, land Í samræmi við stefnumið um eflingu menningarstofnana er gert ráð fyrir að þær stofnanir sem sjá um varðveislu og upplýsingagjöf um menningarminjar í landi bæjarins verði efldar. Það gefur færi á sókn í að byggja upp og gera sýnilegri ýmsar minjar sem í dag eru lítt sýnilegar auk þess sem fræðsla og upplýsingagjöf um sögu og menningu bæjarins nyti góðs af. Þar kemur stefnumið um markvissa miðlun upplýsinga til íbúa einnig við sögu og með nútímatækni eru forsendur til að setja upplýsingar fram á margvíslegu formi. Stefnumiðin eru einnig líklega til að stuðla að verndun náttúruminja í þéttbýlinu þar sem líta má á hraunalandslagið og hvernig byggðin hefur aðlagað sig að því sem hluta af menningu bæjarins. Að öðru leyti eru áhrif á náttúruminjar og land óveruleg.

Page 50: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

49

Í það heila eru stefnumiðin talin vera talsvert jákvæð fyrir náttúru- og menningarminjar og líkleg til að stuðla að verndun og viðhaldi þeirra. Áhrifin eru bein og varanleg en afturkræf verði um stefnubreytingu að ræða. Landslag og ásýnd, vistkerfi Þessir umhverfisþættir verða ekki fyrir teljandi umhverfisáhrifum af markmiðum í menningar- og samfélagsmálum. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Af þessum umhverfisþáttum verða áhrifin af stefnumiðunum mest á andrúmsloft. Stuttar gönguleiðir og öruggar í skóla og leikskóla og tryggt aðgengi að íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og félagsþjónustu eru vel til þess fallin að hvetja íbúa til að ganga eða hjóla á milli staða. Það dregur úr notkun einkabílsins og bætir loftgæði staðbundið. Það er ekki síst mikilvægt í kringum skóla/leiksskóla og íþróttasvæði eða þá staði þar sem börn eru að leik og starfi. Stefnumiðin geta því haft talsverð jákvæð áhrif á staðbundin loftgæði. Heilsa og öryggi Stuttar gönguleiðir og öruggar í skóla og leikskóla og tryggt aðgengi að íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og félagsþjónustu eru vel til þess fallin að hvetja íbúa til að ganga eða hjóla á milli staða. Er þetta sérstaklega mikilvægt þegar börn og unglingar eiga í hlut og getur lagt grunninn að lífstíl þeirra í framtíðinni. Meiri líkur verða að teljast vera á því að börn og unglingar sem venjast því að vera ekið í skóla og tómstundir telji sjálf það vera sjálfsagðan hlut að aka allt þegar þau fullorðnast og ræni sig því lágmarks hreyfingu. Sá lífstíll getur haft í för með sér ýmis heilsutengd vandamál á fullorðinsárum. Því er mikilvægt að venja þau strax við hreyfingu og lífstíl sem hvetur til heilsusamlegs lífernis á fullorðinsárum. Stefnumiðin hafa því jákvæð áhrif á heilsu og öryggi bæjarbúa, ekki síst yngstu kynslóðanna, framtíðar bæjarins. Jafnframt eru stefnumið um auðvelt og greitt aðgengi að skólum , fyrirtækjum og stofnunum bæjarins með uppbyggingu víðfeðms, þéttriðins og öruggs stígakerfis líkleg til að hafa jákvæð áhrif fyrir umferðaröryggi, t.d. skólabarna. Stefnumið í menningu og samfélagsþjónustu eru talin hafa talsverð jákvæð áhrif á heilsu og öryggi bæjarbúa. Áhrifin eru bein og varanleg. Samfélag og heilsa manna Uppbygging menningarstarfsemi er líkleg til að auka fjölbreytni í menningarlífi og veita fleiri íbúum tækifæri til að njóta, taka þátt í og móta menningarviðburði. Góð tenging inn í skólkerfið í Hafnarfirði er líkleg til að styrkja jafnt menningarlífið og starfsemi skólanna og ætti að verða hvoru tveggja til góðs. Stefnumið í skólamálum koma til móts við þarfir íbúa, svarar þörf fyrir þjónustu og eru líkleg til að gera Hafnarfjörð að álitlegum búsetukosti. Verði sú hugmynd tekinn upp af alvöru að skapa aðstöðu á leikskólum til að taka við börnum starfsmanna sem vinna í fyrirtækjum við helstu atvinnusvæði í Hafnarfirði eru líkur á að það muni hafa jákvæð áhrif á afstöðu fyrirtækja til staðsetningar í

Page 51: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

50

Hafnarfirði og gæti það ýtt undir aukna fjölbreytni í atvinnulífinu, sbr. stefnumið í atvinnumálum. Stefnumið um að hlúa enn frekar að og halda áfram uppbyggingu á aðstöðu til íþrótta og æskulýðsstarfs vegna þeirra jákvæðu félagslegu og heilsufarslegu áhrifa sem fylgja þátttöku og forvarnargildis hennar, hafa tvímælalaust jákvæð áhrif í för með sér. Markmiðin ná einnig til aðstöðu til almenningsíþrótta, almennrar útivistar og tómstundastarfs fullorðinna. Þar er komið til móts við óskir íbúa samanber niðurstöður íbúaþings og aðgerðir í þessa veru eru líklegar til að auka ánægju íbúa með bæinn sinn. Með tryggu og öruggu aðgengi að félagslegri þjónustu er komið til móts við þarfir og óskir skjólstæðinga félagsþjónustunnar. Mikilvægt er að þjónustuframboðið sé í samræmi við breytingar í samsetningu íbúa og endurspegli mismunandi þarfir þeirra. Bygging sambýla fyrir fatlaða koma til móts við þörf á slíku húsnæði jafnframt sem staðsetning innan íbúðahverfa gæti unnið á móti fordómum og skapað samhljóm um þessa þjónustu. Markmið um uppbyggingu þjónustu og stoðkerfa, þar á meðal uppbygging skóla og annarra þjónustustofnanna og sambýla fyrir fatlaða koma til móts við þörf sem myndast samhliða fjölgun íbúa. Uppbyggingin gæti því haft jákvæð áhrif á íbúðamarkað og verðmæti íbúða í Hafnarfirði. Áhrif af stefnumiðum í menningu og samfélagsþjónustu á hagræna og félagslega þætti eru líkleg til að verða jákvæðu, bæði bein og óbein og varanleg. Þau gætu verið að hluta til afturkræf verði stefnumótuninni breytt. Mótvægisaðgerðir/vöktun Markmið í menningar og félagsmálum hafa lítil eða engin neikvæð umhverfisáhrif, þvert á móti virðast áhrifin vera jákvæð á þá þætti sem verða fyrir áhrifum á annað borð. Því verður ekki séð að þörf sé á því að grípa til neina sérstakara mótvægis- eða vöktunaraðgerða. Niðurstöður Markmið í menningu- og samfélagsþjónustu eru metin hafa jákvæð umhverfisáhrif á flesta umhverfisþætti. Með framfylgd markmiðanna er komið til móts við þörf íbúa fyrir margvíslega þjónustu og afþreyingu og um leið er líklegt að Hafnarfjörður verði áhugaverðari búsetukostur. Markmið í menningu og samfélagsþjónustu eru því ekki talin hafa í för með sér veruleg neikvæð umhverfisáhrif í skilningi tilskipunar 2001/42/EC.

Page 52: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

51

2.6 Samræmi stefnumiða á milli málaflokka Tafla 6. Samræmi stefnumiða á milli málaflokka Stefnumið Byggðamál Atvinnumál Samgöngur Umhverfi Menning og

samfélags-þjónusta

Byggðamál

Atvinnumál

Samgöngur

Umhverfi

menning og samfélags-þjónusta

Grænn reitur þýðir samræmi á milli stefnumiða Gulur reitur þýðir að stefnumið eru ekki að fullu samræmanleg og eitthvað athugunarvert hefur komið fram við greiningu. Rauður reitur þýðir ósamræmi á milli stefnumiða Stefnumið málaflokkana eru í nær öllum tilfellum í ágætu samræmi á milli flokka. Þau hafa í flestum tilfellum jákvæð áhrif hver á önnur og styrkja þá um leið hvert annað. Til að mynda eru stefnumið í samgöngum og menningu og samfélagsþjónustu í góðu samræmi við aðra málaflokka. Eins og sjá má eru stefnumið í byggðamálum og atvinnulífi annars vegar og umhverfi hins vegar ekki að fullu samræmanleg. Það skýrist af því að stefnumið í umhverfi leggja áherslu á vernd náttúru á meðan stefnumið í byggð og atvinnu kveða á um uppbyggingu á kostnað náttúrunnar. Með mótvægisaðgerðum, s.s. tillögum um aukna hverfisvernd á náttúru og að hugað verði að því að lágmarka rask við uppbygginguna er hægt að færa markmiðin nær hvert öðrum þó ekki sé hægt að sjá að þau verði alveg samræmanleg.

Page 53: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

52

2.7 Samanburður stefnumiða á milli málaflokka Tafla 7. Samanburður á vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í málaflokkum

Umhverfisþættir Stefnumið

Náttúru og menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vitskerfi Vatn, sjór, andrúms-loft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Byggðamál + - - ó - + - + ++Atvinnumál - - ó - - ó + ++Samgöngur - 0 0 + - + + Umhverfi + + + + + + Menning og samfélags-þjónusta + 0 0 + + + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óljós og ráðast m.a. af

nánari útfærslu í skipulagi Í samræmi við það sem kom fram í kaflanum hér á undan kemur það ekki á óvart að neikvæð umhverfisáhrif greinast helst þar sem metin eru áhrif af stefnumiðum í byggðaþróun og atvinnulífi á náttúrufarsþætti. Það er stefna Hafnarfjarðarbæjar að efla bæjarfélagið með fjölgun íbúa og eflingu atvinnulífs. Aðstæður í Hafnarfirði eru með þeim hætti að sökum takmarkana ýmis konar, m.a. landfræðilegum og vegna starfsemi álvers Alcan, verður þessum markmiðum vart náð nema með því að brjóta ný svæði undir íbúðabyggð og atvinnusvæði. Þessi svæði eiga það einfaldlega sameiginlegt að stærstur hluti þeirra eru hraun sem hafa runnið á nútíma og njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd og stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun. Stefnumið í byggðaþróun og atvinnulífi kalla því á framkvæmdir sem eru andstæð ákvæðum laga og það eitt og sér er nægilegt til að áhrifin teljist neikvæð og það áður en farið er að huga að vægi áhrifanna að öðru leyti. Með mótvægisaðgerðum, s.s. nánari útfærslu á framkvæmdum í deiliskipulagi, vönduðum skipulagsskilmálum og náttúrufarsúttekt sem nota má sem grunn við forgangsröðun í verndaraðgerðum, ætti að vera hægt að færa þessi

Page 54: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

53

sjónarmið nær hvort öðru og ná niðurstöðu sem hefur í för með sér að neikvæð og jákvæð áhrif vegi á móti hvorum öðrum. Vegna aðstæðna í sveitarfélaginu verður ekki hjá því komist að uppbygging hafi í för með sér neikvæð áhrif á hraun. Sveitarfélagið stendur því frammi fyrir því að velja á milli þess að standa að uppbyggingu og fórna þá til hraunum eða láta af frekari uppbyggingu. Kostirnir hafa jákvæð og neikvæð áhrif í för með sér og er það einmitt tilgangur þessa mats að draga þá fram og vega þannig að neikvæð og jákvæð áhrif megi vera ljós.

Page 55: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

54

2.8 Niðurstöður mats á umhverfisáhrifum aðalskipulags Hafnarfjarðar

Tafla 8. Samantekt á helstu umhverfisáhrifum stefnumiða í fimm málaflokkum, tillögur að helstu mótvægisaðgerðum og niðurstaða umhverfismats í hverjum málaflokki fyrir sig. Rautt = neikvæð áhrif Grænt = jákvæð áhrif Málaflokkur Helstu áhrif Mótvægisaðgerðir Niðurstaða Byggðamál - röskun hrauna

- landslag og ásýnd - vistkerfi - heilsa og öryggi - samfélag og hagur - sérkenni bæjarins

- náttúrufarskönnun - stefnumótun og friðun hrauns - deiliskipulagsvinna og skipulagsskilmálar - vöktun loftgæða - jarðskjálftastaðlar - húsaskrá

Bæði neikvæð og jákvæð áhrif sem vega hvor á móti öðrum.

Atvinnulíf - röskun hrauna - landslag og ásýnd - vistkerfi - loftgæði - samlegð mengunaráhrifa - heilsa og öryggi - samfélag og hagur

- náttúrufarskönnun stefnumótun og friðun hrauns - deiliskipulagsvinna og skipulagsskilmálar - framfylgd laga og reglugerða um mengunarvarnir - vöktun lífríkis - vöktun loftgæða og hljóðvistar

Bæði neikvæð og jákvæð áhrif sem vega hvor á móti öðrum.

Samgöngur - röskun hrauna - loftgæði - hljóðvist - umferðaröryggi - umhverfisáhrif umferðar - samfélag og öryggi

- stefnumótun og friðun hrauna - vöktun loftgæða og hljóðvistar - færsla þungaumferðar - aðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum umferðar

Áhrif í heild jákvæð

Umhverfi - verndun náttúru og minja - bætt aðgengi og aðstaða til íþrótta og útivistar - betra búsetuumhverfi

- náttúrufarskönnun - verndaráætlanir fyrir náttúru og minjar - stýring ferðamanna - aukin fræðsla - opnunartími og aðgengi að útivistar- og íþróttaaðstöðu - vöktun hljóðvistar

Áhrif í heild jákvæð

Menning- og samfélags-þjónusta

- verndun náttúru og minja - samfélag

- engar sérstakar mótvægisaðgerðir

Umhverfisáhrif ekki veruleg

Mat á umhverfisáhrifum aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005–2025 fólst í því að meta áhrif stefnumiða í fimm málaflokkum á sex valda umhverfisþætti. Við mat á áhrifum sem leiða af stefnumiðunum voru svokölluð umhverfisviðmið notuð sem mælikvarðar. Umhverfisviðmið geta verið af ýmsum toga og m.a. byggt á stefnu stjórnvalda eða bæjarstjórnar, tilmælum laga og reglugerða og

Page 56: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

55

upplýsingum um málaflokkana fimm. Nánar er gerð grein fyrir umhverfisþáttum og umhverfisviðmiðum í viðauka 1. Neikvæð umhverfisáhrif koma fyrst og fremst fram í náttúrufarslegum þáttum. Veigamestu neikvæðu umhverfisáhrifin eru á eldhraun, sem vernduð eru samkvæmt 37. grein laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Veruleg röskun verður á um 600 ha. hrauna (7-8% af heildar flatarmáli hrauna í landi Hafnarfjarðar utan Krýsuvíkur) við byggingu nýrra íbúðahverfa og atvinnusvæða. Uppbyggingin veldur verulegum, neikvæðum og óafturkræfum umhverfisáhrifum á hraunin. Önnur veigamikil neikvæð áhrif eru á landslag og ásýnd bæjarins sem mun að líkindum taka talsverðum breytingum við uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og nýrra atvinnusvæða. Einnig eru líkur á að loftmengun, hávaðamengun og önnur mengun muni aukast með væntanlegri aukinni iðnaðarstarfsemi og aukinni bílaumferð í kjölfar fjölgunar íbúa. Eru líkur á að af því muni leiða hnignun t.d. loftgæða og hljóðvistar með mögulegum neikvæðum áhrifum á heilsu bæjarbúa. Við mat á umhverfisáhrifunum þarf sérstaklega að hafa í huga samlegðaráhrif af uppbyggingu bæði íbúða- og atvinnusvæða og af áhrifum mismunandi mengunaruppspretta. Jákvæð umhverfisáhrif eru mest á samfélagslega þætti, s.s. fjölgun íbúa, bætt búsetuumhverfi, aukin þjónusta og betra aðgengi að verslun og þjónustu, fjölgun atvinnutækifæra og efnisleg verðmæti. Að auki eru greind jákvæð áhrif af stefnumiðum í þá veru að viðhalda sérkennum bæjarins, vernda menningarverðmæti og náttúru. Stefnt er að því að auka umferðaröryggi og bæta stígakerfi þannig að það þjóni til úrivistar, afþreyingar og sem samgönguæð innan og á milli sveitarfélaga. Uppbygging í þjónustu bæjarins mun fylgja þörf íbúa og auðvelda þeim að sinna erindum sínum á sem skilvirkastan hátt. Stefnumið um eflingu íþróttaaðstöðu og bætt aðgengi að útivistarsvæðum eru líklegt til að stuðla að heilbrigðara líferni og betri heilsu íbúa. Mótvægisaðgerðir. Til að sporna við þeim neikvæðu áhrifum sem voru tíunduð að ofan er lagt til að gripið verði til mótvægis og /eða vöktunaraðgerða. Lagt er til að bæjarstjórn láti framkvæma náttúrufarskönnun á landi bæjarins og að sú könnun verði grunnur að náttúrverndaráætlun þar sem forgangsraða má verndun lifandi og dauðrar náttúru og fyrirbrigðum í henni. Með þeim móti verður tryggt að Hafnfirðingar muni um komandi kynslóðir hafa aðgang að óspilltri náttúru til að njóta og læra af. Í aðalskipulaginu eru settar fram tillögur um friðlýsingar og hverfisvernd, m.a. hverfisvernd á víðtæku hraunasvæði í upplandi bæjarins. Með frekari skipulagsvinnu, s.s. deiliskipulag, og hönnun mannvirkja má laga byggð og önnur mannvikri að náttúru þannig að áhrif á landslag og ásýnd bæjarins verði sem minnst. Einnig þarf, með skipulagsskilmálum, að gera framkvæmdaaðilum það að takmarka umhverfisáhrif af framkvæmdum eins og mögulegt er og að athafna og áhrifasvæði þeirra verði innan lóðar þar sem nokkur möguleiki er á. Lagt er til að gerð verði tímasett áætlun um ljúkningu húsaskrár og að í kjölfarið verði gerð tímasett framkvæmdaáætlun um aðgerðir í

Page 57: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

56

húsverndarmálum. Er þetta lagt til í ljósi þess hversu mikilvæg bárujárnshúsabyggðin er sem eitt af helstu og merkilegustu sérkennum bæjarins. Lagt er til að Hafnarfjarðarbær leiti samstarfs við viðeigangi stofnanir um frekara eftirlit með loftgæðum og hljóðvist í bænum. Þetta er mikilvægt í ljósi stækkandi byggðar, aukinnar umferðar og aukinnar iðnaðarstarfsemi sem væntanleg er á næstu árum. Lagt er til að aðgengi og merkingar við helstu menningar- og náttúruminjar verði bættar. Fræðsla og þekking eru hvað besta og árangursríkasta leiðin til að skapa virðingu fyrir minjum og náttúru. Leita þarf leiða til að auka forgang almenningssamgangna í umferðinni, draga úr umferð einkabíla og bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Með því er unnið gegn aukinni mengun af völdum bílaumferðar en um leið er stuðlað að aukinni hreyfingu og þá betri heilsu bæjarbúa. Niðurstaða. Stefnumið aðalskipulags Hafnarfjarðar hafa bæði neikvæð og jákvæð umhverfisáhrif í för með sér. Í flestum tilfellum eru áhrifin metin vera talsverð að vægi en einnig eru greind veruleg jákvæð áhrif á samfélag og hagræna þætti. Neikvæð áhrif eru oft óljósari og erfiðara að meta vægi þeirra þar sem lykilforsendur vantar. Til að mynda er erfitt að meta áhrif af aukinni iðnaðarstarfsemi á loftgæði á meðan ekki er vitað hvernig starfsemi mun koma á ný iðnaðarsvæði. Ennfremur geta samlegðaráhrif orðið talsverð og bætast þá ofan á áhrif frá einstökum mengunarvöldum. Neikvæð umhverfisáhrif geta því orðið veruleg þó ekki hafi þau verið greind við þær forsendur sem nú liggja til grundvallar. Niðurstaða matsins er því að stefnumið aðalskipulags Hafnarfjarðar hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif í skilningi tilskipunar 2001/42/EC. Þegar vinna hófst við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 voru hugmyndir um landnotkun þegar fram komnar og nokkuð mótaðar. Matsvinnan hefur því ekki haft mikil áhrif á mótun valkosta fyrir þetta aðalskipulag. Hins vegar hefur matsvinnan velt upp ýmsum málum og skerpt á öðrum. Helstu áhrif matsins verða í gegnum mótvægistillögur og þá stefnumótun sem þar er lögð til. Það sem hér er sett fram kemur til með að hafa áhrif á og jafnvel móta frekari skipulagsvinnu á nýbyggingarsvæðum svo og gerð skipulagsskilmála. Þannig verður aðalskipulagið virk stefnumótun fyrir deiliskipulög og leggur línur um takmörkun umsvifa við framkvæmdir, verndun náttúru, uppbyggingu þjónustu, aðgengi að útivistarsvæðum, gerð stígakerfis og fleiri þætti. Þá er lagt til að bæjaryfirvöld marki ákveðna stefnu í náttúruverndarmálum, láti framkvæma náttúrufarskönnun á landi bæjarins, auki vöktun lífríkis og loftgæða. Allt eru þetta tillögur til stefnumótunar sem munu hafa mikið að segja við áframhaldandi vinnu við skipulagsmál í Hafnarfirði.

Page 58: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

57

3 Viðaukar

3.1 Umhverfisþættir Eftirfarandi umhverfisþættir voru notaðir við vinnslu umhverfismatsins:

• Náttúru- og menningarminjar, land • Landslag og ásýnd • Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar • Vistkerfi • Heilsa og öryggi • Hagrænir og félagslegir þættir

Hverjum umhverfisþætti er skipt upp í undirþætti og hverjum undirþætti er skipt enn frekar upp. Er það gert í þeim tilgangi að skýra betur hvað liggur að baki viðkomandi umhverfisþætti. Töflur 6–11 sýna umhverfisþættina og flokkun þeirra auk stuttrar lýsingar á þáttum sem nota má til að lýsa ástandi umhverfisþáttar og/eða til að meta áhrif aðalskipulagsins á umhverfisþáttinn. Tafla 9. Náttúru- og menningarminjar, land Ítarflokkun umhverfisþátta Lýsing

Friðlýstar fornleifar Skráðar friðlýstar fornleifar Aðrar fornleifar Minjar 100 ára og eldri

Hús reist fyrir 1850 Friðuð hús Kirkjur reistar fyrir 1918

Hverfisvernd Menningarminjar sem njóta hverfisverndar

Menningarminjar

Önnur menningarverðmæti

Aðrar minjar eða byggingar sem eru taldar verðmætar vegna sögulegs eða menningarlegs gildis Friðlönd Friðlýst svæði Fólkvangar

Svæði á Náttúruverndaráætlun

Sérstök vernd skv. 37. gr. laga um náttúruvernd

Eldvörp, gervigígar og eldhraun

Hverfisvernd Náttúruminjar sem njóta hverfisverndar

Svæði á náttúruminjaskrá

Fágætar/sérstakar jarðmyndanir á landsvísu eða heimsvísu

Náttúruminjar

Aðrar náttúruminjar

Aðrar náttúruminjar sem eru taldar verðmætar Berggerð Setgerð/laus jarðlög

Jarðmyndanir Berg/set/sjávarbotn

Strandlína Jarðvegur Jarðvegsrof

Page 59: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

58

Tafla 10. Landslag og ásýnd Ítarflokkun umhverfisþátta Lýsing

Víðerni Ósnortið/náttúrulegt yfirbragð Fjölbreytileiki landslags Andstæður í landslagi

Náttúrulegt landslag

Sérstaða/fágæti

Menningarlandslag Saga/sögulegt gildi Tafla 11. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Ítarflokkun umhverfisþátta Lýsing

Efnasamsetning (hlutfall mengunarefna)

Vatnsgæði

Hitastig Vatnsmagn

Yfirborðsvatn

Vatnsflæði/vatnsbúskapurVatnasvið

Efnasamsetning (hlutfall mengunarefna)

Vatnsgæði

Hitastig Flæði grunnvatns Magn grunnvatns

Grunnvatn

Vatnsflæði/vatnsbúskapur

Grunnvatnshæð Sjór/strandsvæði Vatnsgæði Efnasamsetning (hlutfall

mengunarefna)

Veðurfar Gróðurhúsaáhrif Ósonlag Þynning ósonlagsins

Hnattrænt

Loftgæði Efnasamsetning (hlutfall mengunarefna)

Efnasamsetning (hlutfall mengunarefna)

Staðbundið Loftgæði

Svifryk

Page 60: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

59

Tafla 12. Vistkerfi Ítarflokkun umhverfisþátta Lýsing

Tegundir vistgerða/búsvæða Vistgerðir og/eða búsvæði Sjaldgæfar vistgerðir

Tegundasamsetning Válistategundir Ábyrgðartegundir Lykiltegundir

Líf í vatni

Gróður og dýr

Friðlýstar tegundir Tegundir vistgerða/búsvæða Vistgerðir og/eða

búsvæði Tegundir vistgerða/búsvæða Tegundasamsetning Válistategundir Ábyrgðartegundir Lykiltegundir

Líf í sjó

Gróður og dýr

Friðlýstar tegundir

Tegundir vistgerða/búsvæða Vistgerðir og/eða búsvæði Tegundir vistgerða/búsvæða

Tegundasamsetning Válistategundir Ábyrgðartegundir Lykiltegundir

Líf á landi

Gróður og dýr

Friðlýstar tegundir Tafla 13. Heilsa og öryggi Ítarflokkun umhverfisþátta Lýsing

Heilsufar íbúa Mengun (s.s. hávaðamengun, loftmengun, mengun vatns, o.s. frv.) Hávaði Titringur

Heilsa

Óþægindi

Ryk Eldgos Náttúruvá Jarðskjálftar Glæpir Umferðaröryggi

Öryggi

Samfélagsöryggi

Slysahætta

Page 61: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

60

Tafla 14. Hagrænir og félagslegir þættir Ítarflokkun umhverfisþátta Lýsing

Fjöldi starfa Tegund/samsetning starfa

Efnahagur og atvinnulíf

Staðbundið

Fjöldi og stærð fyrirtækja

Íbúafjöldi, þróun hans og framreikningar Fólksflutningar (aðfluttir, brottfluttir, aldur, kyn)

Íbúafjöldi

Dreifing búsetu eftir svæðum Samsetning íbúa (aldur, kyn) Fjölskyldugerðir og heimilisstærð Menntunarstig

Íbúaþróun

Íbúasamsetning

Minnihlutahópar

Verslun og þjónusta Framboð, eftirspurn og aðgengi að verslun og þjónustu

Samfélagsþjónusta Framboð, eftirspurn og aðgengi að samfélagsþjónustu (s.s. skólar, leiksskólar, heilsugæsla og þjónusta fyrir aldraða)

Útivist og tómstundir Framboð, eftirspurn og aðgengi að svæðum fyrir tómstundir og útivist (s.s. leiksvæði, íþróttasvæði og útivistarsvæði) Umferð Ferðatími Nálægð við flugvelli Almenningssamgöngur Vegakerfi

Félagslegt umhverfi

Samgöngur

Göngu-, hjóla, og reiðleiðir

Gerð, stærð og aldur húsnæðis Framboð og eftirspurn eftir húsnæði

Íbúðahúsnæði

Nýbyggingar Gerð, stærð og aldur húsnæðis Framboð og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði

Atvinnuhúsnæði

Nýbyggingar Samgöngumannvirki Veitur

Önnur efnisleg verðmæti

Önnur mannvirki s.s. íþróttamannvirki

Byggð og efnisleg verðmæti

Byggðamynstur Þéttleiki og fyrirkomulag byggðar, yfirbragð s.s. frv.

Page 62: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

61

3.2 Umhverfisviðmið Til að meta áhrif skipulagsins á umhverfisþættina eru notuð umhverfisviðmið. Viðmiðin geta verið stefna varðandi viðkomandi umhverfisþátt sem fram kemur í t.d. lögum og reglugerðum, alþjóðasamningum eða stefnumótun stjórnvalda. Einnig geta óskir og væntingar íbúa verið viðmið t.d. niðurstöður íbúaþings. Í töflum 12-17 eru gefin dæmi af umhverfisþáttum og hvaða viðmið voru notuð til að meta áhrifin á umhverfisþáttinn. Listinn er ekki tæmandi. Tafla 15. Náttúru- og menningarminjar, land Umhverfisþættir og undirþættir Umhverfisviðmið Heimild

Að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarsögulegum minjum landsins. Stuðla að verndun menningarsögulegra minja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.

Þl

Varðveita íslenska byggingararfleið sem hefur menningarsögulegt gildi. Lh Að tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Sbl.

Menningarminjar • Friðlýstar fornleifar • Aðrar fornleifar • Friðuð hús • Hverfisvernd • Önnur

menningarverðmæti Varðveisla menningarminja og sérstæðrar náttúru er undirstaða sérstöðu hvers svæðis. Í Hafnarfirði er vel búið að slíkum svæðum og þeirra framtíð tryggð með verndun.

Sd 21

Tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem sem þar er sérstakt eða sögulegt.

Ln

Auðvelda aðgengi og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar.

Ln

Jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga um náttúruvernd s.s eldvörp, gervigígar og eldhraun.

Ln

Að tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Sbl.

Náttúruverndaráætlun, svæðistillögur fyrir Suðvesturland. Ná Reglur um umgengni á friðlýstum svæðum. St. B. Að stuðla að sjálfbærri þróun og sjálfbæru umhverfi eins og kostur er. Stefnt er að því að ekki verði gengið um of á græn svæði og auðlindir svæðisins.

Ssk hbsv

Tekið skal tillit til margra umhverfisþátta við þróun nýrrar byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Viðkvæmum svæðum við ströndina, votlendi og landi meðfram ám og vötnum skal haldið sem mest ósnortnum.

Ssk hbsv

Tekið verði tillit til útivistargildis svæða við skipulag og ákvarðanir um landnýtingu. Vtf Að borin sé virðing fyrir umhverfi og náttúru og þar með verður umgengni öll til fyrirmyndar. Sd 21 Ákvæði og reglur um umgengni svæða sem njóta hverfisverndar. Sk. Hfn.

Náttúruminjar og land

• Friðlýst svæði • Svæði á

Náttúruverndaráætlun • Svæði á

náttúruminjaskrá • Sérstök vernd skv. 37.

gr. laga um náttúruvernd

• Hverfisvernd • Aðrar náttúruminjar

Fágætar/sérstakar jarðmyndanir á landsvísu eða heimsvísu.

Page 63: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

62

Aðrar náttúruminjar sem eru taldar verðmætar. Jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga um náttúruvernd s.s eldvörp, gervigígar og eldhraun.

Ln

Fjölbreytni jarðmyndana verði varðveitt með því að vernda þær sem eru sérstakar eða einstakar á svæðis-, lands- eða heimsvísu.

Vtf

Jarðmyndanir og jarðhitasvæði

Endurnýjanlegar orkulindir landsins verði nýttar með hagkvæmni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi

Vft

Jarðvegur Stefnumörkun í efnistöku, framboð og eftirspurn eftir hagnýtum jarðefnum. St efn

Tafla 16. Landslag og ásýnd Umhverfisþættir og undirþættir Umhverfisviðmið Heimild

Að höfuðborgarsvæðið beri svipmót fagurrar borgar þar sem tekið verði tillit til náttúrulegs landslags eins og kostur er við skipulag vel afmarkaðra nýrra hverfa. Ný hverfi eru skipulögð með skörp skil á milli byggðar og ósnortinnar náttúru.

Ssk hbsv

Við skipulag nýrrar byggðar skal leitast við að laga hana sem best að þeirri byggð sem fyrir er. Eftir því sem kostur er skal tekið mið af núverandi yfirbragði byggðar og einkennum hvers svæðis.

Ssk hbsv

Byggðin skal vera þétt, m.a. til að takmarka umfang hennar og nýta landið sem best. Ssk hbsv Við hönnun vega, virkjana, verksmiðja og annarra mannvirkja skal þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands.

Ln

Tryggt verði að stór samfeld víðerni verði áfram í óbyggðum Íslands. Vft Megin landslagseinkenni svæðis, heildarsvipmót. L Sk Fjölbreytileiki landslags og andstæður í landslagi. L Sk Sérstaða/fágæti og ósnortið/náttúrulegt yfirbragð. L Sk

Náttúrulegt landslag Menningarlandslag

Saga/sögulegt gildi. L Sk

Page 64: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

63

Tafla 17. Vistkerfi Umhverfisþættir og undirþættir Umhverfisviðmið Heimild

Stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem sem þar er sérstakt eða sögulegt.

Ln

Tegundir sem verndaðar eru samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland á aðild að. Alþ Tegundir sem verndaðar eru samkvæmt lögum, eru á válista, eru einkennis tegundir eða mikilvægar á svæðis- lands, eða heimsvísu. Önnur svæði mikilvæg fyrir dýr og/eða plöntur s.s. svæði þar sem fjölbreytni lífríkis er mikil eða svæði sem liggja nærri byggð.

L. Sk.

Viðhaldið verði fjölbreytileika tegunda og vistkerfa. Vft Tryggt verði að líffræðileg fjölbreytni vistgerða og vistkerfa á Íslandi verði viðhaldið með því að vernda tegundir dýra, plantna og annarra lífvera, erfðaauðlindir sem þær búa yfir og búsvæði þeirra.

Vft

Öll nýting hinnar lifandi náttúru fari fram á sjálfbæran hátt. Vft Mengun í ám og stöðuvötnum verði engin eða svo lítil að hún hafi ekki áhrif á vistkerfi ferksvatns, fiskgengd eða útivistargildi.

Vft

Við framkvæmdir sem raska eða breyta lifandi náttúru verði beitt varúðarsjónarmiði og vistkerfisnálgun þannig að neikvæðum áhrifum verði haldið í lágmarki.

Vft

Forðast verði eins og kostur er að skerða frekar votlendi og önnur lykilvistkerfi Íslands. Vft Unnið verði að endurheimt votlendis og annarra mikilvægra vistkerfa þar sem slíkt er talið mögulegt. Vft Þær auðlindir landsins sem felast í jarðvegi og gróðri, þar með töldum skógi, verði nýttar á sjálfbæran hátt samkvæmt bestu vísindalegu vitneskju.

Vft

Gæta skal að því að vistkerfi viðtakans í heild raskist ekki þegar þynningarsvæði er ákvarðað. Rl

Líf í vatni Líf í sjó Líf á landi

• Vistgerðir og/eða búsvæði

• Gróður og dýr

Halda meindýrum í lágmarki og lifa í sátt við náttúruna. Sd 21

Page 65: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

64

Tafla 18. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Umhverfisþættir og undirþættir Umhverfisviðmið Heimild

Stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft.

Ln

Mengun í ám og stöðuvörnum verði engin eða svo lítil að hún hafi ekki áhrif á vistkerfi ferskvatns, fiskgengd eða útivistargildi.

Vtf

Til þess að viðhalda náttúrulegu ástandi vatns og til þess að vernda það gegn mengun frá mannlegri starfsemi skulu heilbrigðisnefndir flokka vatn. Heilbrigðisnefndir skulu skilgreina langtímamarkmið fyrir vatn sem gera skal grein fyrir í svæðis- og aðalskipulagi.

Rvgmv

Tilvik þar sem neysluvatn mengast heyri til undantekninga. Vtf Allir íbúar landsins eigi kost á heilnæmu vatni, sem er ómengað af efnum og örverum til neyslu og annarra nytja.

Vtf

Gott aðgengi að góðu vatni og vel sé farið með það. Sd 21 Fráveitur skulu uppfylla kröfur mengunarvarnarreglugerðar um fráveitur og fráveituvatn. Beita skal fyrsta stigs hreinsun áður en skolpi er veitt í sjó. Við fjörur í þéttbýli skal fjöldi saurgerla vera undir 100 pr. 100 ml. í 90% tilvika.

Ssk hbsv

Yfirborðsvatn Grunnvatn Sjór/strandsvæði

• Vatnsgæði • Vatnsflæði/

vatnsbúskapur

Að skólpmyndun og mengun verði svo lítil sem mögulegt er, vegna góðrar nýtingar og hreinsunar. Sd 21 Halda skal loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti. Rl Íbúar landsins búi við heilnæmt andrúmsloft þar sem mengun verði haldið undir ströngustu mörkum á Evrópska efnahagssvæðinu. Loftmengun af völdum iðnaðar og annarrar starfsemi verði haldið í lágmarki eftir því sem kostur er.

Vft

Dregið verður úr loftmengun á höfuðborgarsvæðinu þannig að hún verði umtalsvert lægri innan nokkurra ára en í dag.

Vtf

Að loftmengun verði undir viðmiðunarmörkum og hafi hvorki áhrif á umhverfi heima né heiman. Að samgöngukerfi sé þannig úr garði gert að það hvetji til notkunar fram yfir einkabílinn, hjólandi, gangandi eða með almenningssamgöngum.

Sd 21

Stefnt verði að því að notkun ósoneyðandi efna verði hætt á Íslandi árið 2010. Vft

Andrúmsloft og veðurfar, hnattrænt og staðbundið

• Veðurfar • Loftgæði • Ósonlag • Gróðurhúsa-

lofttegundir

Ákvæði loftslagssamnings SÞ og losun gróðurhúsalofttegunda. Alþ

Page 66: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

65

Tafla 19. Heilsa og öryggi Umhverfisþættir og undirþættir Umhverfisviðmið Heimild

Að þróun byggðar og landnotkun verði í samræmi við skipulagsáætlanir sem hafi heilbrigði og öryggi landsmanna að leiðarljósi.

Sbl

Halda skal loftmengun í lágmarki og viðhaldið verði þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu loft. Loftmengun af völdum umferðar, iðnaðar og annarra starfsemi verði haldið í lágmarki eftir því sem kostur er.

Vft

Dregið verði úr loftmengun á höfuðborgarsvæðinu þannig að hún verði umtalsvert lægri innan nokkurra ára en í dag.

Vft

Íbúar landsins búi við heilnæmt andrúmsloft þar sem mengun verði undir ströngustu mörkum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Vft

Að hávaða og loftmengun verði undir viðmiðunarmörkum og hafi hvorki áhrif á umhverfi heima né heiman.

Sd 21

Allir íbúar landsins eigi kost á nægu heilnæmu vatni, sem er ómengað af efnum og örverum til neyslu og annarra nytja.

Ssk hbsv

Gott aðgengi að góðu vatni og að vel sé farið með það. Sd 21 Fráveitur skulu uppfylla kröfur mengunarvarnarreglugerðar um fráveitur og fráveituvatn. Beita skal fyrsta stigs hreinsun áður en skólpi er veitt í sjó. Við fjörur í þéttbýli skal fjöldi saurgerla utan þynningarsvæða vera undir 100 pr. 100 ml. í 90% tilvika.

Rl

Að skólpmengun verði svo lítil sem mögulegt er, vegna góðrar nýtingar og hreinsunar. Sd 21

Hávaði skal vera undir þeim viðmiðunarmörkum sem koma fram í reglugerð um hávaða. Rh Umferðaröryggi. Notkun efna og efnavöru ógni ekki heilsu manna og umhverfi. Vft Losun efna sem er hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt innan aldarfjórðungs.

Vft

Allir íbúar landsins búi við ásættanlegt öryggi með tilliti til náttúruvár. Vft Landnýtingu verði hagað með tilliti til náttúruvár. Vft

Heilsa og öryggi

• Heilsufar íbúa • Óþægindi • Náttúruvá • Samfélagsöryggi

Að galda meindýrum í lágmarki og lifa í sátt við náttúruna. Sd 21

Page 67: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

66

Tafla 20. Hagrænir og félagslegir þættir Umhverfisþættir og undirþættir Umhverfisviðmið Heimild

Að þróun byggðar verði í samræmi við skipulagsáætlanir sem hafi efnahagslegar þarfir landsmanna að leiðarljósi.

Sbl

Að skapa góð tækifæri fyrir vöxt og framfarir í atvinnulífi og með því móti leggja grunn að góðum lífskjörum, öflugri samfélagslegri þjónustu og traustri framtíð íbúanna.

Ssk hbsv

Skapa skilyrði til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geti uppfyllt óskir um ný atvinnusvæði. Ssk hbsv

Efnahagur og atvinnulíf

• Staðbundið • Þjóðhagsleg

Nýrri atvinnustarfsemi verði valinn staður með tiliti til landslags, umhverfisþátta, aðkomuleiða, núverandi grunnkerfa og stofnkostnaðar.

Ssk hbsv

Að sveitarfélögin á svæðinu verði vel í stakk búin til að mæta fyrirsjáanlegri íbúafjölgun, samfélagbreytingum og vexti nýrra atvinnugreina.

Ssk hbsv

Skapa þarf skilyrði til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geti uppfyllt óskir um nýjar íbúðir. Ssk hbsv Nýjum íbúðum skal valinn staður m.t.t. landslags, umhverfisþátta, aðkomuleiða, núverandi grunnkerfa og stofnkostnaðar.

Ssk hbsv

Að skipuleggja þróun byggðar, landnotkun, og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 2024 með sjónarmið heildarinnar að leiðarljósi.

Ssk hbsv

Fjölskyldugerðir og heimilisstærð. Menntunarstig.

Íbúaþróun • Íbúafjöldi • Íbúasamsetning

Minnihlutahópa.r Að þróun byggðar og landnotkunar verði í samræmi við skipulagsáætlanir sem hafi félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna að leiðarljósi.

Sbl

Tryggja skal íbúum greiðan aðgang að þjónustustofnunum og fyrirtækjum ásamt góðu aðgengi að útivistarsvæðum.

Ssk hbsv

Að tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sbl Tekið verði tillit til útivistargildis svæða við skipulag og ákvarðanir um landnýtingu. Vft Stefnt er að því að byggt verði upp í áföngum svæðisbundið stígakerfi sem nýtist fólki til að komast leiðar sinnar í daglegum erindagjörðum. Skipulagt verði svæðisbundið stígakerfi fyrir hjólandi og gangandi umferð á höfuðborgarsvæðinu sem tengi saman íbúðasvæði og helstu atvinnu- og kjarnasvæði.

Ssk hbsv

Að stuðla að sjálfbærri þróun og sjálfbæru umhverfi eins og kostur er. Ssk hbsv Stefnt er að því að almenningssamgöngur verði bættar. Ssk hbsv Að samgöngukerfi sé þannig úr garði gert að það hvetji til notkunar fram yfir einkabílinn, hjólandi, gangandi eða með almenningssamgöngum.

Sd 21

Félagslegt umhverfi

• Verslun og þjónusta

• Samfélagsþjónusta • Útisvist og

tómstundir • Samgöngur

Framboð, eftirspurn og aðgengi að verslun og þjónustu, samfélagsþjónustu, tómstundir og útivist. Að höfuðborgarsvæðið beri svipmót fagurrar borgar þar sem tekið er tillit til náttúrulegs landslags eins og kostur er við skipulag vel afmarkaðar hverfa.

Ssk hbsv Byggð og efnisleg verðmæti

• Íbúðahúsnæði • Atvinnuhúsnæði • Önnur efnisleg Byggð skal vera þétt, m.a. til að afmarka umfang hennar og nýta landið sem best. Gert er ráð fyrir

blandaðri byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis á nýjum svæðum sem næst núverandi byggð. Ssk hbsv

Page 68: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

67

Við skipulag nýrrar byggðar skal leitast við að laga hana sem best að þeirri byggð sem fyrir er. Eftir því sem kostur er skal tekið mið af núverandi yfirbragði byggðar og einkennum hvers svæðis.

Ssk hbsv

Byggðin verði látin þróast á þeim stöðum sem veðurfar hefur hvað minnst áhrif á búsetu. Ssk hbsv Gert er ráð fyrir þéttri byggð við miðkjarna og aðalleiðir almenningsvagna. Ssk hbsv Stuðlað skal að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landsgæða, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Sbl

Landnýtingu verði hagað með tilliti til náttúruvár. Vft Stuðlað verði að aukinni orkunýtni. Vft

verðmæti • Byggðamynstur

Endurnýjanlegar orkulindir landsins verði nýttar með hagkvæmni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Vft Skýringar á skammstöfunum. Alþ Alþjóðlegir samningar sem Ísland á aðild að. L Sk Leiðbeiningarrit skipulagsstofnunar um gerð aðalskipulags. Lh Lög um húsafriðun nr. 104/2001. Ln Lög um náttúruvernd nr. 44/1999. Ná Náttúruverndaráætlun Alþingis 2004-2008. Rh Reglugerð um hávaða nr. 933/1999. Rl Reglugerð um loftgæði nr.787/1999. Rvgmv Reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999. Sbl Skipulags og byggingarlög nr. 73/1997. Sd 21 Staðardagskrá 21 fyrir Hafnarfjörð. Sk. Hfn. Skipulagsáætlanir Hafnarfjarðar. Ssk hbsv Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. St efn Stefnumörkun Hafnarfjarðarbæjar í efnistöku. St. B Stjórnartíðindi B. Vft Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020. Þl Þjóðminjalög nr. 107/2001.

Page 69: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

68

3.3 Venslatöflur Töflur í megintexta eru samantekin niðurstaða úr eftirfarandi töflum. Vægi áhrifa kemur ekki vel fram í þessum töflum og skal frekar lesa það úr töflum í megintexta. Tafla 21: Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í byggðamálum

Umhverfisþættir Stefnumið Náttúru- og

menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Sérkenni Hafnarfjarðar varðveitt og megindrættir bæjarmyndar styrktir

+ + 0 0 0 + Fjölbreytt húsagerð - - ó - - 0 + Samfelld þéttbýlisheild í samspili við umhverfi og náttúru - - ó - - + 0 + Þétting byggðar + - ó + - + + + Vandaðir skipulags- skilmálar + + + + + + Nábýli íbúða- og atvinnuhverfa 0 - ó 0 + + + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af nánari útfærslu skipulags Tafla 22. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í byggðaþróun – fylltur reitur merkir að einkennin eiga við um áhrif á viðkomandi umhverfisþátt.

Einkenni áhrifa Umhverfisþættir Jákvæð Neikvæð Bein Óbein Varanleg Tíma-

bundin Aftur-kræf

Óaftur-kræf

Sam-legðar

Náttúru- og menningarminjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi

Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Page 70: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

69

Tafla 23. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í atvinnumálum Umhverfisþættir

Stefnumið

Náttúru- og menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Betri ímynd Hafnarfjarðar 0 0 0 0 0 + Gott og fjölbreytt framboð atvinnnulóða - - - - ó + + Styrking miðbæjarins + 0 0 0 0 + Uppbygging atvinnu og þjónustu í nýjum hverfum - - ó - - ó + + Vönduð hönnun og umhverfi við aðkomuleiðir + ó 0 0 0 + Aukin ferðamennska ó ó ó - ó 0 + Miðstöð flutninga og hafnsækinnar starfsemi - - - - + + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af nánari útfærslu skipulags Tafla 24. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í atvinnumálum

Einkenni áhrifa Umhverfisþættir Jákvæð Neikvæð Bein Óbein Varanleg Tíma-

bundin Aftur-kræf

Óaftur-kræf

Sam-legðar

Náttúru- og menningarminjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi

Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Page 71: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

70

Tafla 25. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í samgöngumálum Umhverfisþættir

Stefnumið Náttúru- og

menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Gæði samgöngukerfis sem þjónustukerfis verði tryggð - 0 0 - + + Samgöngukerfið sé öruggt fyrir alla ferðamáta - 0 0 0 + + Dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum bílaumferðar + + + + + + Almenningssamgöngur efldar og verði valkostur við einkabílinn 0 0 0 + + + Göngu- og hjólastígar nýttir til að draga úr umferð og opna tengingar

- 0 0 + + + Uppbygging reiðleiðakerfis - 0 0 0 0 + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af nánari útfærslu skipulags

Tafla 26. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í samgöngumálum

Einkenni áhrifa Umhverfisþættir Jákvæð Neikvæð Bein Óbein Varanleg Tíma-

bundin Aftur-kræf

Óaftur-kræf

Sam-legðar

Náttúru- og menningarminjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi

Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Page 72: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

71

Tafla 27. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í umhverfi og útivist Umhverfisþættir

Stefnumið Náttúru- og

menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Verndaráætlanir fyrir mannvirki, fornleifar og náttúru + + + + + + Viðhalda gæðum umhverfis og náttúru, gott og öruggt búsetuumhverfi

+ + + + + + Bætt aðgengi að útivistarsvæðum, verði ekki á kostnað svæðanna eða óspilltrar náttúru

+ + + + 0 0 Sjálfbær þróun og SD21 sem leiðarljós við skipulag og rekstur

+ + + + + + Verndun náttúru og sjálfbær nýting náttúruauðlinda + + + + 0 + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af nánari útfærslu skipulags

Tafla 28. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í umhverfi og útivist

Einkenni áhrifa Umhverfisþættir Jákvæð Neikvæð Bein Óbein Varanleg Tíma-

bundin Aftur-kræf

Óaftur-kræf

Sam-legðar

Náttúru- og menningarminjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi

Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Page 73: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

72

Tafla 29. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í menningu ogsamfélagsþjónustu Umhverfisþættir

Stefnumið Náttúru- og

menningar-minjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Menningarstofnanir efldar og framboð viðburða aukið + 0 0 0 0 + Gönguleiðir að skólum ekki lengri en 800 metrar

0 0 0 + + + Einn til tveir leikskólar í hverju skólahverfi 0 0 0 + + + Tryggja aðstöðu til íþrótta- og æskulýðsstarfs og gott aðgengi allra að henni

0 0 0 + + + Gott aðgengi allra að félagsþjónustu tryggt með stígum og tengingum

0 0 0 + + + Markviss miðlun upplýsinga til bæjarbúa + 0 0 0 + + • ++ - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg jákvæð • + - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð jákvæð • 0 - umhverfisáhrif stefnumiðs eru talin óveruleg • - - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera talsverð neikvæð • -- - áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru talin vera veruleg neikvæð • Ó – áhrif stefnumiðs á viðmið umhverfisþátts eru óviss og ráðast m.a. af nánari útfærslu skipulags Tafla 30. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í menningu og samfélagsþjónustu

Einkenni áhrifa Umhverfisþættir Jákvæð Neikvæð Bein Óbein Varanleg Tíma-

bundin Aftur-kræf

Óaftur-kræf

Sam-legðar

Náttúru- og menningarminjar, land

Landslag og ásýnd

Vistkerfi

Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar

Heilsa og öryggi

Hagrænir og félagslegir þættir

Page 74: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

73

3.4 Framkvæmir sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum Eftirtaldar framkvæmdir sem kveðið er á um í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 eru háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 1. viðauka reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005. - Stofnbrautir í þéttbýli

Ofanbyggðavegur Krýsuvíkurvegur

Færsla Reykjanesbrautar Aðrar umbætur á stofnbrautum í þéttbýli

- Möguleg hafnargerð við Straumsvík - Aukið grjótnám á röskuðum landi í Kapelluhrauni fari magn efnis yfir 150.000m3. - Lagning jarðstrengja og loftlína með 66kV spennu eða hærra. - Gerð spennuvirkis á iðnaðarsvæði - Skólphreinsistöð með afkastagetu sem svarar til 50.000 persónueininga eða meira. Eftirtaldar framkvæmdir eru tilkynningaskyldar samkvæmt 2. viðauka reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005. - Borun á rannsóknar- og/eða vinnsluholum á háhitasvæðum - Borun eftir neysluvatni miðað við 2 milljóna m3 ársnotkun eða meira - Vinnsla grunnvatns og tilflutningur grunnvatns - Tengibrautir í þéttbýli - Varanlegar kappaksturs og reynsluaksturs brautir fyrir vélknúin ökutæki - Aukið grjótnám í Kapellhrauni fari magn efnis yfir 50.000m3. - Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir skv. 1 eða 2 viðauka sem þegar hafa verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Um aðra framkvæmdir sem koma til síðar er vísað í ákvæði reglugerðarinnar um matskyldu og tilkynningaskyldu.

Page 75: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

74

Mynda og töfluskrá Myndaskrá Mynd 1 – bls. 7. Ný byggingarsvæði. Ekki er víst að uppbygging eigi sér stað á öllum reitum á skipulagstímanum. Á auða svæðinu í iðnaðarhverfinu í Kapelluhrauni er fyrirhugað að hafa akstursíþróttasvæði. Mynd 2 – bls. 9. Horft yfir væntanlegt byggingarsvæði í Vallahverfi. Í bakgrunni er Kapelluhraun og væntanlegt iðnaðarsvæði. Mynd 3 – bls. 13. Norðurbakkinn, þar mun rísa íbúðabyggð á næstu árum. Mynd 4 – bls. 16. Valkostir í forgangsröðun á uppbyggingu íbúðasvæða. Mynd 5 – bls. 20. Á myndinni er sýnd röskun hrauna á framtíðar byggingarsvæðum. Mynd 6 – bls. 21. Efnistökusvæði Mynd 7 – bls. 22. Unnið í grjótnámi í Kapelluhrauni. Mynd 8 – bls. 34. Flokkun gatna í Hafnarfirði Mynd 9 – bls. 37. Flokkun stíga. Mynd 10 – bls. 39. Horft í átt til Vatnshlíðar, muni jarðgangna gæti orðið u.þ.b. þar sem rauði hringurinn er. Ásfjall til vinstri, hægra megnin er spennistöð Landsnets. Mynd 11 – bls. 43. Friðlýst svæði og svæði á náttúruminjaskrá. Mynd 12 – bls. 43. Tillaga vinnuhóps um 5 flokka húsverndar í Hafnarfirði Mynd 13 – bls. 44. Hverfisverndarsvæði A og B. Mynd 14 – bls. 46. Hverfisverndarsvæði C. Töfluskrá Tafla 1 – bls. 8. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í byggðamálum. Tafla 2 – bls. 18. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í atvinnumálum. Tafla 3 – bls. 33. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í samgöngum. Tafla 4 – bls. 42. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í umhverfi. Tafla 5 – bls. 48. Vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í menningu og samfélagsþjónustu. Tafla 6 – bls. 51. Samræmi stefnumiða á milli málaflokka Tafla 7 – bls. 52. Samanbuður á vægi umhverfisáhrifa af stefnumiðum í málaflokkunum Tafla 8 – bls. 54. Samantekt á helstu umhverfisáhrifum stefnumiða í fimm málaflokkum, tillögur að helstu mótvægisaðgerðum og niðurstaða umhverfismats í hverjum málaflokki fyrir sig. Tafla 9 – bls. 57. Náttúru- og menningarminjar, land Tafla 10 – bls. 58. Landslag og ásýnd Tafla 11 – bls. 58. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Tafla 12 – bls. 59. Vistkerfi Tafla 13 – bls. 59. Heilsa og öryggi Tafla 14 – bls. 60. Hagrænir og félagslegir þættir Tafla 15 – bls. 61. Náttúru- og menningarminjar, land Tafla 16 – bls. 62. Landslag og ásýnd Tafla 17 – bls. 63. Vistkerfi Tafla 18 – bls. 64. Vatn, sjór, andrúmsloft og veðurfar Tafla 19 – bls. 65. Heilsa og öryggi Tafla 20 – bls. 66. Hagrænir og félagslegir þættir Tafla 21 – bls. 68. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í byggðamálum

Page 76: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

75

Tafla 22 – bls. 68. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í byggðaþróun. Fylltur gluggi þýðir að einkennin eiga við um áhrif á viðkomandi umhverfisþátt. Tafla 23 – bls. 69. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í atvinnumálum Tafla 24 – bls. 69. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í atvinnumálum Tafla 25 – bls. 70. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í samgöngumálum Tafla 26 – bls. 70. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í samgöngumálum Tafla 27 – bls. 71. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í umhverfi Tafla 28 – bls. 71. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í umhverfi Tafla 29 – bls. 72. Vægi umhverfisáhrifa af öllum stefnumiðum í menningu og samfélagsþjónustu. Tafla 30 – bls. 72. Einkenni umhverfisáhrifa stefnumiða í menningu og samfélagsþjónustu

Page 77: Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 · nokkuð með vinsun umhverfisþátta og einnig var þáttum slegið saman þar sem ástæða þótti til og má nefna sem dæmi að umfjöllun

76

Helstu heimildir og gögn Alta, 2004. Undir Gafli. Íbúaþing í Hafnarfirði: Niðurstöður, október 2005. Bessastaðahreppur, 2005. Aðalskipulag Álftaness 2005 – 2024 (handrit, sept. 2005). Hafnarfjarðarbær, 1998. Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995 – 2015. Hafnarfjarðarbær, 2001. Stefnumörkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar: Vinnufundur bæjarstjórnar 3. sept. 2001. Hafnarfjarðarbær, 2004. Námurekstur í landi Hafnarfjarðar (greinargerð og tillaga starfshóps). Hafnarfjarðarbær, 2000. Staðardagskrá 21 fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjarðarbær, 2000. Umhverfisstefna Hafnarfjarðar. Ingibjörg Kaldal (ritstj.) 2001. Náttúrufar á vatnasvæðum í landi Hafnarfjarðar – umhverfisúttekt. Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ af Náttúrufræðistofnun Íslands. Landmótun, 2005. Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 - 2025: Umhverfi og útivist. Lög um húsafriðun nr. 104/2001. Lög um náttúruvernd nr. 44/1999. Náttúruverndarráð, 1996. Náttúruminjaskrá. Sjöunda útgáfa. Reykjavíkurborg, 2002. Aðalskipulag Reykjavíkur 2001 – 2024. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis, 2002. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2001 – 2024. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis, 2002. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2001 – 2024. Fylgirit 5, umhverfismál. Seltjarnarnesbær, 2005. Aðalskipulag Seltjarnarness 2006 – 2024. (Handrit. 13. okt. 2005). Skipulags og byggingarlög nr. 73/1997. Skipulagsstofnun 2005. Leiðbeiningar um flokkun umhverfisþátta, viðmið og vægi umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun, 2003. Leiðbeiningar um gerð aðalskipulags. Skipulagsstofnun, 2005. Lög og reglur á heimasíðu stofunarinnar. Umhverfisráðuneytið 2002. Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020. Umhverfisstofnun, 2003. Náttúruverndaráætlun 2004 – 2008. Þjóðminjalög nr. 107/2001.