borgarfjarðar- og mýrasýsla · verslunarskip í borgarnes í fyrsta sinn. borgarnes þótti...

28
Háskóli Íslands Byggðaþróun og Atvinnulíf 09.63.49-030 Kennari: Ásgeir Jónsson Vormisseri 2003 Borgarfjarðar- og Mýrasýsla -staða og horfur- Höfundar: Erla Björk Atladóttir Gunnar Magnússon Hildur Bára Leifsdóttir Ingibjörg María Kr Gorozpe Sonja Björk Frehsmann

Upload: others

Post on 08-May-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Háskóli Íslands Byggðaþróun og Atvinnulíf 09.63.49-030 Kennari: Ásgeir Jónsson Vormisseri 2003

Borgarfjarðar- og Mýrasýsla -staða og horfur-

Höfundar: Erla Björk Atladóttir Gunnar Magnússon

Hildur Bára Leifsdóttir Ingibjörg María Kr Gorozpe

Sonja Björk Frehsmann

2

Efnisyfirlit

Inngangur ............................................................................................................................ 3

1. Landfræðileg einkenni og afstaða ................................................................................... 4

2. Þéttbýlismyndun ............................................................................................................. 6

2.1. Borgarnes ................................................................................................................. 6

2.2. Hvanneyri................................................................................................................. 7

2.3. Bifröst ....................................................................................................................... 8

2.4. Samgöngur og þéttbýli ............................................................................................. 8

2.5. Sögulegar tilviljanir eða forskot? ............................................................................. 9

3. Atvinnuhættir ................................................................................................................ 10

3.1. Atvinnuþróun ......................................................................................................... 10

3.2. Sérhæfing og klasamyndun .................................................................................... 13

5. Félagsfræðilegir og stjórnunarlegir þættir .................................................................... 14

4.1. Menntun ................................................................................................................. 15

4.2. Menning og afþreying ............................................................................................ 15

5. Lýðfræði og fólksflutningar.......................................................................................... 17

6. Lífsskilyrði á svæðinu ................................................................................................... 21

7. Framtíðarhorfur............................................................................................................. 23

Lokaorð ............................................................................................................................. 25

Heimildaskrá ..................................................................................................................... 27

Vefheimildir .................................................................................................................. 27

Munnlegar heimildir ..................................................................................................... 28

3

Inngangur

Búseta manna, byggðaþróun og stærð byggða eru atriði sem standa manninum nálægt og

er mikill áhrifavaldur á lífsgæði hans og viðurværi. Það er því engin furða að mikið af

kenningum og skrifum hafi farið fram í gegnum tíðina um þennan málaflokk. Ýmis atriði

hafa áhrif á þróun byggðar og með því að greina þau atriði sem mestu máli skipta er hægt

að leggja rökstutt mat á hvaða landsvæði henti til byggðar. Sérstaklega á þetta við á landi

eins og Íslandi þar sem veðurfar, landgæði, gerð landsins, eins og jöklar, fjöll og

jarðvegur, flutningskostnaður og ferðatími ráða miklu um staðsetningu byggðarinnar.

Hér verður gerð grein fyrir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu og lagt mat á búsetugæði þeirra

út frá nokkrum þáttum. Hins vegar verður lögð megin áhersla á svæðið norðan

Skarðsheiðar og þar af leiðandi ekki rætt um Akranes og nágrenni.

Byrjað verður á því að lýsa afstæðri legu sýslnanna á Íslandi og sagt frá

landfræðilegum sérkennum þeirra. Næst verður gerð grein fyrir þéttbýlisþróun í

sýslunum til dagsins í dag og svo verður atvinnuþróun gerð skil. Þar á eftir verður gert

grein fyrir lýðfræðilegum þáttum og því svarað hvort svæðið sé að draga að sér fólk eða

missa það frá sér. Einnig verður tekið á félagsfræðilegum og stjórnunarlegum þáttum.

Að lokinni þessari greiningu verða lífsskilyrðin á svæðinu metin og reynt verður að

leggja mat á framtíðarhorfur sýslnanna næstu 10-20 árin.

4

1. Landfræðileg einkenni og afstaða

Afstæð lega (e. relative location) Borgarfjarðar- og Mýrasýslu er Vesturland.

Borgarfjarðarsýsla er sunnar heldur en Mýrasýsla og eru skiptin á milli

Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýslu eftir Botnsdal í Hvalfirði að Botnsúlum og þaðan eftir

Bláskógarheiði inn að Kaldadal. Sýslumörk Mýrasýslu við Borgarfjarðarsýslu liggja eftir

endilangri Hvítá að Húsafelli. Skipting Mýrasýslu við Snæfells- og Hnappadalssýslu er

eftir endilangri Hítará að Hítarvatni, við Dalasýslu og Strandasýslu yfir Tröllakirkju og

yfir Holtavörðuheiði og við Húnavatnssýslurnar þvert yfir Arnarvatnsheiði að nyrsta odda

Langjökuls (Þorsteinn Þorsteinsson 1953).

Yfirleitt er Borgarfjarðarsýslu skipt í tvennt og talað um Borgarfjörð sunnan

Skarðsheiðar og Borgarfjörð norðan Skarðsheiðar. Norðan heiðar er Borgarfjörður með

breiðum láglendissveitum sem hafa skjól af háfjöllum í suðri. Þar eru margir dalir sem

kallast einu nafni Borgarfjarðardalir. Sunnan Skarðsheiðar er Hvalfjörðurinn og

Akranesbær (Jón Helgason 1950).

Í Borgarfjarðarsýslu er gróður víða og er héraðið frjósamt. Víða er mýrlent og

miklar starengjar við Hvítá. Skógar eru á mörgum stöðum en stærstir eru

Húsafellsskógur, Vatnaskógur og í Skorradal. Mikill jarðhiti er í Borgarfjarðarsýslu,

sérstaklega í Reykholtsdal og Lundarreykjadal. Innan sýslunnar er Deildatunguhver sem

er talinn vatnsmesti hver í heimi og ylrækt er víða á jarðhitasvæðunum. Margar ár eru í

sýslunni og er mest þeirra Hvítá sem er á sýslumörkunum en aðrar helstu ár eru Geitá,

Reykjadalsá, Flókadalsá, Grímsá, Andakílsá og Laxá. Lax er í flestum ám og mikil

veiðihlunnindi. Einnig eru mörg stöðuvötn og er Skorradalsvatn stærst þeirra (Tómas

Einarsson og Helgi Magnússon 1989). Sérkenni sýslunnar er hvað hún er dalskorin og

gera dalirnir hana skjólsæla. Einnig er jarðhiti víða í sýslunni og í henni eru margar ár.

Sýslan liggur að þremur jöklum, Þórisjökli, Ok og Langjökli (Jón Helgason 1950).

Mýrasýsla er gróðursæl og þar eru ágæt búlönd. Á Mýrum, vestan Langár er

mikið flatlendi sem skiptist upp í mýrar, flóa og klappaholt og hefur þetta svæði verið

mikið notað sem beitisvæði (Þorsteinn Þorsteinsson 1953). Það er á mörgum stöðum

erfitt yfirferðar og þar eru fjöldi vatna og tjarna. Dalir skerast upp í hálendið og ganga

fjöll með bröttum múlum fram á milli þeirra. Upp af innsveitum eru heiðarlönd;

5

Holtavörðuheiði, Tvídægra og Arnarvatnsheiði. Eins og í Borgarfjarðarsýslu eru ár og

stöðuvötn mörg í Mýrasýslu. Fyrir utan Hvítá er þeirra þekktust Norðurá sem er mikil

laxveiðiá (Tómas Einarsson og Helgi Magnússon 1989). Sérkenni sýslunnar eru

mýrarnar, vötnin og árnar. Hallmundarhraun setur einnig sterkan svip á sýslunna sem og

Eiríksjökull og Langjökull (Þorsteinn Þorsteinsson 1953).

Þéttbýlisstaður er þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns í heildstæðri byggð

(Mörður Árnason, 2002) Samkvæmt þessu er Hvanneyri eina þéttbýlið í Borgarfjarðar-

sýslu en í Mýrasýslu er Borgarnes, og Bifröst. Vísir að þéttbýli er víðar í sýslunum

tveim, en það eru Varmaland, Reykholt, Kleppjárnsreykir og Hagamelur (munnleg

heimild Jenni R. Ólason).

6

2. Þéttbýlismyndun

Hvað varðar upphaf búsetu í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu þá nam landnámsmaðurinn

Skallagrímur Kveldúlfsson land fyrir rúmum 1100 árum, þar sem kista föður hans rak að

landi, en það var í námunda við þann stað sem í dag nefnist Borgarnes. Hann byggði

óðal sitt að Borg á Mýrum, sem er skammt frá Borgarnesi, og var fyrsti bóndinn til að

nýta þar land (Jón Helgason 1967). Í föruneyti Skallagríms var maður að nafni Grani en

hann fékk land í Borgarnesi og er því talinn vera frumbyggi þar (efni tekið af vef

Borgarbyggðar). Hvanneyri er einnig talin vera landnámsjörð, numin af Skallgrími, en

hann er sagður hafa gefið Grími hinum háleygska land og á hann að hafa hafið búskap á

Hvanneyri (efni tekið af vef Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri). Eftir lok Egilssögu er

ekki vitað um búsetu í Borgarnesi (Jón Helgason 1967). Annars staðar í héraðinu voru þó

miklir menn og fer þar fremst Snorri Sturluson í Reykholti en hann bjó áður á Borg á

Mýrum (Geir Waage 1990).

2.1. Borgarnes Upphaf verslunar í Borgarnesi er einnig saga þéttbýlismyndunar á svæðinu, en

þéttbýlismyndun hófst ekki af alvöru fyrr en verslunarstaðir í héraðinu fengu löggildingu

einn af öðrum.

Á meðan danska einokunarverslunin stóð yfir urðu Borgfirðingar og Mýramenn

að sækja alla verslun vestur á Snæfellsnes eða til Reykjavíkur. Þegar einokuninni var

aflétt komu strax fram óskir um að setja upp verslunarstaði víðar. Fyrst þótti

Straumfjörður álitlegastur sem verslunarstaður en þar hafði verið verslun í nokkurn tíma,

en mismunandi mikil og kröftug. Árið 1845 báru Borgfirðingar og Mýramenn upp bón

við endurreist Alþingi um löggildingu verslunarstaða í héraðinu. Þrátt fyrir að þetta hafi

ekki gengið í gegn komu áfram kaupskip í Straumfjörð og nokkrum árum seinna komu

verslunarskip í Borgarnes í fyrsta sinn. Borgarnes þótti ákjósanlegur vegna þess að þar

var skjólgott og bein og djúp stórskipaleið. Borgarnes dafnaði og reis þar fyrsta húsið,

eftir tíð Grana, árið 1857, en það var niðursuðuverksmiðja. Með því hófst iðnaðurinn í

Borgarnesi sem ekki varð langlífur að þessu sinni en tók sig upp aftur eftir aldamótin og

7

hefur æ síðan verið nokkur. Fyrsti staðurinn sem fékk löggildingu var Straumfjörður árið

1861 en Borgarnes fékk loks löggildingu árið 1867 (Jón Helgason 1967).

Borgarnes var frekar eyðilegur staður um það leyti sem löggildingin fékkst og

voru þar engin mannvirki lengur. Árið 1877 kom fyrsti kaupmaðurinn í Borgarnes og

byggði sér þar hús. Eftir það fór Borgarnes sívaxandi fram að aldamótum og virtist sem

svo að þar yrði til frambúðar miðstöð alls viðskiptalífs í héraðinu, sem gekk eftir (Jón

Helgason 1967).

Sumarið 1891 hófust bátsferðir á milli Borgarnes og Reykjavíkur og var það mikil

samgöngubót því sama sumar hófst varanleg byggð í Borgarnesi. Hugsanlega átti laxinn

í ánum einhvern þátt í því að fólk byrjaði að flytjast til Borgarnes en auk þess fór

þjónusta að myndast við kaupmennina. Um aldamótin hafði kaupstaðurinn borið sigur úr

bítum í samkeppninni við Straumfjörð. Um 1919 streymdi að fólk í Borgarnes og bættust

þar við nokkrir iðnaðarmenn. Þá voru Borgnesingar aðallega kaupmenn og

handverksfólk en það mynstur hefur haldist alla tíð síðan (Jón Helgason 1967).

Það sem rak áfram þéttbýlismyndun í Borgarnesi á sínum tíma er að bændurnir

þurftu á kaupstað að halda. Þeir börðust mikið fyrir löggildingu verslunarstaða í þeirra

héraði vegna erfiðleika við ferðalög og mannföll við langar og erfiðar kaupstaðarferðir.

Þess vegna byggðist Borgarnes upp sem helsti þjónustukjarni við sveitirnar og rak þar

nálægðin við landbúnaðarhéruðin þróunina áfram (Jón Helgason 1967). Í dag er

Borgarnes nokkuð blómlegur þéttbýlisstaður sem hefur úr mörgum tækifærum að vinna.

2.2. Hvanneyri Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri var stofnaður árið 1999 og yfirtók öll verkefni og

skyldur Bændaskólans á Hvanneyri sem stofnaður hafði verið 110 árum áður, eða árið

1889. Þegar Landbúnaðarháskólinn var stofnaður hafði verið kennsla á háskólastigi við

skólann í 52 ár (efni tekið af vef Landbúnaðarháskólans).

Hvanneyrarengjar við botn Borgarfjarðar eru meðal grösugustu engja landsins.

Þær gefa af sér mikið af heyi og réðu engjarnar nokkru um að Búnaðarskólanum var valin

staður á Hvanneyri í upphafi (Tómas Einarsson og Helgi Magnússon 1989).

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri sérhæfir sig í íslenskum landbúnaði og

skólinn hefur vafið utan um sig tengdum stofnunum landbúnaðargeirans undanfarin ár og

þess vegna hefur myndast byggðahverfi með nemenda- og kennarabústöðum, leikskóla,

8

söfnum, auk skólabygginga. Af þessari starfsemi hafa margir atvinnu, enda ber þess

merki í fjölda þjónustustarfa í sveitarfélaginu. Þar hefur myndast vísir að þekkingarþorpi

og almennur uppgangur er í starfsemi Bændaskólans á Hvanneyri, og virðist vöxtur í

tengdum greinum á staðnum valda fjölgun íbúa (efni tekið af vef Landbúnaðarháskólans

á Hvanneyri).

2.3. Bifröst Jónas Jónasson frá Hriflu stofnaði skóla í Reykjavík árið 1918 sem var fluttur að Bifröst

árið 1955 og kallaðist Samvinnuskólinn á Bifröst (efni tekið af vef Viðskiptaháskólans).

Haustið 1988 varð skólinn Samvinnuháskóli og loks Viðskiptaháskóli haustið 2000.

Viðskiptaháskólinn á Bifröst er eini háskólinn á landinu sem sérhæfir sig í viðskiptum

(munnleg heimild Rósa Jennadóttir).

Á meðan skólinn á Bifröst var Samvinnuskóli voru um 30-40 manns í hverjum

útskriftarárgangi en nú hefur fjöldinn margfaldast. Á Bifröst er nú allt sem nútímafólk

þarfnast og hefur þar byggst upp framsækið þekkingarsamfélag þar sem tæknin er nýtt til

hins ýtrasta. Háskólaþorpið hefur vaxið á undanförnum árum og er þar til að mynda öll

almenn þjónusta svo sem verslun, leikskóli, og líkamsræktarstöð. Bifröst er orðið að

háskóla- og þekkingarþorpi og þar á sér stað klasamyndun (efni tekið af vef

Viðskiptaháskólans).

2.4. Samgöngur og þéttbýli Samgöngur er stór þáttur í þéttbýlismynduninni í sýslunum. Árið 1910, við

samgöngubætur, var ákveðið að miðstöð allra vegabóta í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

skyldi vera í Borgarnesi (Jón Helgason 1967). Snemma varð mönnum einnig ljóst að

nauðsynlegt væri að gera höfn í Borgarnesi, var hún tilbúin árið 1930 og var á þeim tíma

mikil samgöngubót fyrir héraðsbúa þar sem þjóðbrautin var á þessum tíma á sjó.

(Búnaðarsamband Borgarfjarðar 1998). Flóaferðir milli Borgarness, Akraness og

Reykjavíkur hófust árið 1891 og stóð til 1966 þegar Akraborgin hætti að koma við í

Borgarnesi. Ástæða þess var sú að með bættum landsamgöngum var boðið upp á

landflutninga og valdi fólk þá leið heldur. Vöruskip komu til Borgarness allt fram til

1980 en þá lagðist það alveg af (Búnaðarsamband Borgarfjarðar 1998). Í dag er höfnin í

Borgarnesi í niðurníðslu og lítið notuð (munnleg heimild Jenni R. Ólason).

9

Mýrabáturinn svokallaði var mikilvægur þáttur í samgöngumálum Mýramanna

áður en bæir komust í vegasamband. Báturinn var í verslunarferðum milli Reykjavíkur

og Mýra (Búnaðarsamband Borgarfjarðar 1998). Samgöngur bötnuðu þegar brú var gerð

yfir Borgarfjörðinn, gengt Borgarnesi á árum 1975-1980 (Tómas Einarsson, Helgi

Magnússon 1989). Mikil breyting varð einnig á samgöngum með tilkomu

Hvalfjarðargangnanna sem voru opnuð fyrir umferð árið 1998 (efni tekið af vef Spalar).

Þau hafa orðið til þess að nú er Borgarnes í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík

eða 74 km fjarlægð. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla eru því komnar mun meira inn á

áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins og má segja að þar sé í raun jaðarbyggð við

höfuðborgina (Axel Hall, Ásgeir Jónsson, Sveinn Agnarsson 2002).

2.5. Sögulegar tilviljanir eða forskot? Eftir því sem sagan segir þá hefur landnám í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu verið tilviljun

ein. Á sama hátt og sagan af öndvegissúlum Ingólfs í Reykjavík, þá er þetta táknræn saga

en hvort hún er sönn vitum við ekki. “Upphefð Reykjavíkur [Borgarfjarðar- og

Mýrasýslu] virðist því vera annaðhvort verk guðlegra forsjóna eða tilviljunakenndra

hafstrauma –eftir því hvernig á málin er litið” (Axel Hall, Ásgeir Jónsson, Sveinn

Agnarsson 2002). Hins vegar er vitað að ekki var um sögulega tilviljun að ræða þegar

rætt er um Borgarnes því fyrir þeim stað þurftu Mýramenn og Borgfirðingar að berjast

lengi áður en þar fékkst leyfi til að hefja verslun, og ekki hófst að setjast þar að fólk fyrr

en sú barátta var unnin (Jón Helgason 1967).

10

3. Atvinnuhættir

Á milli grunnatvinnuvega og byggðalandslags er náið samband. Því skiptir

grunnatvinnuvegur landsvæða miklu máli við greiningu efnahags-, atvinnu- og

búsetuþátta. Á Íslandi er það þannig að tiltölulega samfelld landsvæði hafa svipaða

grunneiginleika og er þeim skipt í þrjá meginhluta samkvæmt því: Sjávarbyggðir, stærri

þéttbýlisstaðir og landbúnaðarhéruð (efni tekið af vef Byggðastofnunar). Samkvæmt

þessari skilgreiningu má flokka Borgarfjarðar- og Mýrasýslu undir landbúnaðarhérað sem

er í auknum mæli að færa sig inn í flokk stærri þéttbýlisstaða. Ástæðan fyrir þessu er sú

að þjónusta er orðin mikilvægasti þátturinn í atvinnugreinum á svæðinu.

Hér á eftir verður aðallega fjallað um atvinnuþróun í Borgarnesi en einnig verður

komið inn á hina helstu vaxtarbrodda og sérhæfingarmynstur sem finnast utan þessa

svæðis. Framar öllu öðru á Borgarnes viðgang og vöxt sinn að þakka verslun og

matvælaiðnaði sem á sér um hundrað ára sögu og er því söguleg sérstaða þess.

3.1. Atvinnuþróun

Landbúnaður og matvælaiðnaður: Sauðfjárafurðir var helsta búgreinin áður fyrr en þar

á eftir kom mjólkurframleiðslan. Mjólkurframleiðsla var stunduð í héraðinu með

einhverju móti frá árinu 1900. Mjólkursamlag Borgfirðinga var stofnað árið 1931. Þrátt

fyrir að mjólkuriðnaðurinn byrjaði smár í sniðum þá var hann um langt skeið ein mesta

máttarstoð kauptúnsins og héraðsins alls. Hins vegar raskaðist matvælaframleiðsla

talsvert árið 1994 þegar mjólkursamlagið var lagt niður vegna hagræðingar, og hefur

mjólkin úr héraðinu verið flutt til vinnslu í Reykjavík síðan þá (Búnaðarsamband

Borgarfjarðar 1998).

Lengi hefur verið sláturgerð og kjötvinnsla í Borgarnesi, allt frá því Sláturfélag

Borgfirðinga tók við af Sláturfélagi Suðurlands að Þjórsárbrú árið 1920 (Jón Helgason

1967). Það starf hefur ekki haldist óslitið seinni ár en í dag er enn unnið kjöt í Borgarnesi

(munnleg heimild Áslaug Þorvaldsdóttir). Það má því segja að Borgarnes hafi tiltölulega

sterka stöðu í úrvinnslugreinum landbúnaðar og er þetta mikilvægur styrkur fyrir allt

svæðið.

11

Um síðustu aldamót varð mikil breyting á atvinnuháttum Íslendinga þegar

sjávarútvegur efldist á kostnað landbúnaðarins. Sú þróun hélt áfram og á stríðsárunum,

1939-1945, óx atvinna við sjávarsíðuna sem orsakaði það að byggð færðist úr sveit í

borg. Þó kom Borgarfjarðar- og Mýrasýsla ekki sérstaklega illa út úr þessari þróun og

missti ekki margt fólk. Atvinnuvegir hafa samt sem áður breyst mikið á síðustu

áratugum, og þá helst á kostnað hins hefðbundna landbúnaðar (Búnaðarsamband

Borgarfjarðar 1998).

Þjónusta og verslun: Árið 1904 var Kaupfélag Borgfirðinga stofnað fyrir tilstuðlan

bænda á svæðinu. Kaupfélag Borgfirðinga var umfangsmesta fyrirtækið og má sem

dæmi nefna að á sjötta áratugnum hafði fyrirtækið um 600 mans á launaskrá ár hvert.

Þrátt fyrir að verslunin hafi verið aðal þátturinn í starfi Kaupfélagsins hafði það á þessum

tíma komið á legg stórum iðnaðarfyrirtækjum og jafnframt gegnt allskonar þjónustu við

félagsmenn. (Jón Helgason 1967) Í dag er Kaupfélag Borgfirðinga enn stór hlekkur í

verslun í Borgarnesi og rekur deildaskipt verslunarhús og leigir út aðstöðu fyrir verslanir

í Hyrnutorgi (efni tekið af vef Byggðastofnunar).

Borgarnes er í dag miðstöð verslunar og þjónustu í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.

Þar hefur átt sér stað uppbygging í sérhæfðri verslun og þjónustu sem skapar mörg störf

t.d. tölvuverslun, lyfjaverslun, fasteignasala og fataverslanir. Einnig skapar opinber

þjónusta mörg störf, m.a. heilsugæsla, hjúkrunarheimili, dvalarheimili og íbúðir aldraðra

(efni tekið af vef Byggðastofnunar).

Bakland verslunar og þjónustu í Borgarnesi hefur stækkað með bættum

samgöngum og nær nú lengra út á Snæfellsnesið. Verslun hefur talsvert aukist með

Hvalfjarðargöngunum en þrátt fyrir þessa kosti þá hafa þau einnig ókosti í för með sér.

Með bættum samgöngum við Reykjavík hefur skapast samkeppni sem er viss ógnun við

verslun í Borgarnesi og hafa nokkrar verslanir lagst niður vegna þessa. Hlutur þjónustu

hefur samt sem áður verið að aukast síðastliðinn ár á meðan að dregist hefur úr

landbúnaði (efni tekið af vef Byggðastofnunar). Það telst í samræmi við almenna þróun

landbúnaðar á Íslandi og er Borgarfjarðar-og Mýrasýsla engin undantekning á því sviði.

Í Borgarbyggð eru ársverk hlutfallslega flest í þjónustu eða 26%, iðnaði 22%,

verslun 17% og landbúnaði 12%. Ársverkum fækkar mest á síðustu 10 árum í

12

landbúnaði en fjölgar í iðnaði, bönkum og fleira.(efni tekið af vef Sambands

Sveitarfélaga Vesturlands, umgjörð og grunngerð atvinnulífs)

Iðnaður: Iðnaður gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnusköpun í Borgarnesi. Vírnet-

Garðastál er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir þakjárn o.fl., og er það eina fyrirtækið á

landinu sem framleiðir saum. Verktaka- og byggingastarfsemi er öflug í Borgarnesi og til

dæmis hafa Loftorka og Borgarverk umfangsmikla starfsemi með hundruð starfsmanna.

Nálægðin við Járnblendið og Norðurál gegnir mikilvægu hlutverki fyrir héraðsbúa því

margir þeirra sækja vinnu þangað (efni tekið af vef Byggðastofnunar).

Ferðaþjónusta: Án vafa má tala um að ferðaþjónusta sé vaxtarbroddur í Borgarfjarðar-og

Mýrasýslu. Í dag er til að mynda ekki lengur neinn landbúnaður í Húsafelli heldur er þar

sumarbústaðabyggð. Sumarbústaðabyggðir er að finna víðar í Borgarfjarðar- og

Mýrasýslu t.d. hefur myndast blómleg sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi og í Skorradal

og eru þær mikill styrkur fyrir verslun og þjónustu á svæðinu. Mikil uppbygging á svið i

ferðaþjónustu hefur átt sér stað síðustu ár í Borgarnesi og víðar í sýslunum.

Atvinnuráðgjöf Vesturlands sinnir ráðgjöf í ferðaþjónustu fyrir allt Vesturland og er hún

staðsett í Borgarnesi. Einnig er þar upplýsingamiðstöð og ferðamálafulltrúi Vesturlands

(efni tekið af vef Vesturlands).

Að lokum má nefna að tilkoma Hvalfjarðarganganna hefur aukið möguleika

Borgarfjarðar- og Mýrasýslu í ferðaþjónustu stórlega, þar sem svæðið hefur færst nær

stærsta markaðssvæði landsins (Atvinnuráðgjöf Vesturlands 1999).

Talsvert dulið atvinnuleysi í sveitarfélaginu og virðast slæmir vegir draga úr

atvinnusókn. Einnig stendur verslun frekar veikum fótum og er atvinnulíf einhæft því nær

allt vinnandi fólk stundar annað hvort landbúnað eða þjónustu (Atvinnuráðgjöf Vesturlands

1999). Í Borgarbyggð eru 82 einstaklingar nú án atvinnu og er ástandið slæmt að því leyti að

kyrrstaða ríkir og lítil hreyfing á vinnumarkaði (efni tekið af vef Borgarbyggðar).

Meðallaun í Borgarbyggð eru með því lægsta á landinu og bendir könnun til

þess að þau séu 23% lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Meginástæðu má rekja til lágra

launa í landbúnaði. Á hinn bóginn borgar Viðskiptaháskólinn á Bifröst einhver hæstu

meðallaun fyrirtækja á atvinnusvæðinu. Ástæðan er sú að fastráðnir kennarar og

13

sérfræðingar háskóla eru hálaunafólk og stuðla slíkir starfsmenn að hækkun launa á

viðkomandi svæði (efni tekið af vef Sambands Sveitarfélaga á Vesturlandi, 2).

3.2. Sérhæfing og klasamyndun Borgarfjarðar-og Mýrasýsla hafa yfir að ráða mannauði sem er svæðinu ómetanleg

auðlind til frekari uppbyggingar. Svokölluð þekkingarþorp hafa myndast í kringum

nokkra skóla í Borgarfjarðar-og Mýrasýslu þar sem sérhæfingar á ýmsum sviðum hafa

vafið utan um sig.

Fjölgun hefur orðið á störfum í þekkingariðnaði í Borgarbyggð á sl. 5 árum.

Háskólarnir í sýslunum tveimur eru því mikilvægur styrkur fyrir svæðið bæði vegna þess

að þeir laða fleira fólk að sér og einnig að hlutur menntaðs starfsfólks þaðan mun aukast í

atvinnulífinu. Þar af leiðandi hefur verið þörf fyrir aukna þjónustu sem skapar enn

frekari atvinnu. Tækifæri eru því fjölmörg í aukinni þjónustu og atvinnustarfsemi sem

tengja má þeim mannauði og auðlindum sem fyrirfinnst á svæðinu (efni tekið af vef

Viðskiptaháskólans).

Á síðustu áratugum hafa myndast svokallaðir klasar í þremur atvinnugreinum í

Borgarbyggð og næsta nágrenni. Þeir eru í matvæla- og byggingariðnaði sem og

ferðaþjónustu. Þessir klasar myndast vegna þess að atvinnugreinar sem eru svipaðar leita

í nálægð hvors annars til að fá styrk. Í matvælaiðnaði eru það Borgarnes kjötvörur,

Eðalfisk, Geira-bakarí og Kleinuhringjagerð Gunnars svo dæmi séu tekin. Í

ferðaþjónustu er það til dæmis starfsemin í Húsafelli, Munaðarnesi, Bifröst, Reykholti,

Hvanneyri, Hótel Borgarnesi og víðar. Í bygginga- og járniðnaði má benda á fyrirtæki

eins og Loftorku, Vírnet, Borgarverk og Sólfell (efni tekið af vef Sambands Sveitarfélaga

á Vesturlandi, 2).

14

5. Félagsfræðilegir og stjórnunarlegir þættir

Miklar sameiningar hafa átt sér stað í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu á síðustu árum.

Mýrasýsla samanstendur í dag af sveitarfélögunum Hvítársíðuhrepp og Borgarbyggð.

Borgarfjarðarsýsla samanstendur af Hvalfjarðarstrandahrepp, Skilmannahrepp, Innri-

Akraneshrepp, Leirár- og Melahrepp, Skorradalshrepp og Borgarfjarðarsveit (efni tekið

af vef Borgarbyggðar).

Árið 1913 var Borgarnes gert að sérstöku sveitarfélagi, Borgarneshreppi, og 1987

var Borgarneshreppi breytt í Borgarnesbæ. Árið 1994 sameinuðust sveitarfélögin

Hraunhreppur, Borgarnesbær, Norðurárdalshreppur og Stafholtstungnahreppur í eitt

sveitarfélag sem fékk nafnið Borgarbyggð. Fjórum árum síðar, eða árið 1998,

sameinuðust Borgarbyggð og þrjú önnur sveitarfélög; Álftaneshreppur, Borgarhreppur og

Þverárhlíðarhreppur (efni tekið af vef Borgarbyggðar).

Borgarbyggð er miðstöð stjórnsýslu í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.

Sveitarfélagið, og sérstaklega Borgarnes, verður alltaf mikilvægari sem þjónustumiðstöð

heimamanna sem og ferðamanna sem heimsækja sýslurnar. Þar er í boði öll almenn

þjónusta svo sem banka- póst- lögreglu- og heilbrigðisþjónusta. Í Borgarnesi er

sýslumaður og þar er einnig Héraðsdómur Vesturlands. Bæjarstjórn Borgarbyggðar er

skipuð níu fulltrúum og meirihlutasamstarf er með Sjálfstæðisflokki og

Borgarbyggðarlista (efni tekið af vef Borgarbyggðar).

Borgarfjarðarsveit, sveitarfélag norðan Skarðsheiðar og sunnan Hvítár í

Borgarfjarðarsýslu, varð til við sameiningu fjögurra hreppa við

sveitarstjórnarkosningarnar árið 1998. Mörk sveitarfélagsins eru Borgarfjörður og Hvítá

í vestri og norðri, jöklar til austurs en Skorradalsháls, Skeljabrekkufjall og Hafnarfjall í

suðri/suðaustri (efni tekið af vef Borgarfjarðar).

Ekki er vilji hjá öllum sveitarfélögum innan sýslnanna að sameinast öðrum.

Skorradalshreppur fær mikil fasteignagjöld vegna sumarbústaða sem eru þar í miklum

fjölda og sér því hag sínum best unað sem sjálfstætt sveitarfélag. Það sama má segja um

Hvalfjarðarstrandahrepp og Skilmannahrepp sem hafa tekjur af stóriðju (munnleg heimild

Jenni R. Ólason).

15

4.1. Menntun

Í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu eru skólar á ýmsum stigum sem leiða til frekari

uppbyggingar á mannauði. Grunnskólar eru í Borgarnesi, Varmalandi, Reykholtsdal,

Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og Leirár- og Melahrepp. Fjölbrautaskóli Vesturlands á

Akranesi er framhaldsskóli sem á að þjóna öllu Vesturlandi. Sérhæfing hefur átt sér stað

í skólum á háskólastigi og er það styrkur fyrir sýslurnar. Háskólarnir eru því

aðdráttarafl, þá sérstaklega meðal yngra menntaðs fólks. Á Bifröst er Viðskiptaháskólinn

og á Hvanneyri er Landbúnaðarháskóli. Tónlistarskóli Borgarfjarðar er rekinn af öllum

sveitarfélögum í Mýrasýslu og sveitarfélögum norðan Skarðsheiðar (efni tekið af vef

Borgarbyggðar).

Í Reykholti er skólasetur, kirkjustaður og prestssetur. Í lykilhlutverki eru ritverk

Snorra Sturlusonar, Heimskringla og Eddukvæði. Snorrastofa er menningarsetur og

rannsóknastofnun í miðaldafræðum á hinu forna höfuðbóli Snorra Sturlusonar í Reykholti

(efni tekið af vef Snorrastofu).

4.2. Menning og afþreying Menningarlíf er fjölbreytt í sýslunum tveimur og sem dæmi má nefna var

Menningarsjóður Borgarbyggðar stofnaður árið 1967 og er tilgangur sjóðsins að styrkja

menningarmál í Borgarbyggð (efni tekið af vef Borgarbyggðar).

Safnahús Borgarfjarðar er samstarf fimm safna sem eru í eigu eða rekin af

sveitarfélögunum í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Söfnin eru listasafn, náttúrugripasafn,

byggðasafn, skjalasafn og bókasafn. Safnahúsið er alhliða menningarmiðstöð og hefur

tekið þátt í ýmsum menningarverkefnum. Má þar nefna hina árlegu Borgfirðingahátíð og

fjölþjóðlega rannsóknarverkefnið Sögur og samfélög, sem er styrkt af Evrópusambandinu

(efni tekið af vef Safnahúss Borgarfjarðar).

Í Borgarnesi er hótel með góðri aðstöðu til ráðstefnuhalds. Þar er einnig

innisundlaug, ný útisundlaug með gufubaði, eimbaði og heitum pottum. Einnig er góð

aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar. Veitingaaðstaða er fjölbreytt og ýmsar skemmtanir og

uppákomur í gangi ef ekki í Borgarnesi þá í félagsheimilum á svæðinu, má þar nefna

öflugt leiklistarfélag (efni tekið af vef Borgarbyggðar).

Tónlistarfélag Borgarfjarðar var stofnað af Æskulýðsnefnd Borgarfjarðar- og

Mýrasýslu og er markmið þess að stuðla að tónleikahaldi í héraðinu. Eftir að aðstaða til

16

tónleikahalds batnaði m.a. með tilkomu nýrrar kirkju í Reykholti óx tónlistarlíf í

Borgarfirði fiskur um hrygg og hefur félagið síðan lagt áherslu á að standa fyrir nokkrum

tónleikum á ári. Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings er virk og setur að jafnaði upp

leikverk annað hvert ár í félagsheimilinu Brún (efni tekið af vef Borgarfjarðar).

Ágætis aðstaða er til íþróttaiðkana í sýslunum tveimur og má þar nefna að nokkrar

sundlaugar eru til staðar auk þess sem nokkur ungmennafélög eru starfrækt (efni tekið af

vef Borgarbyggðar). Það má því telja að menningarstarfsemi í Borgarfjarðar- og

Mýrasýslu sé almennt góð og því fremur til kosta en galla.

17

5. Lýðfræði og fólksflutningar

Þegar kemur að því að skoða þróun byggðar er mannfjöldi lykilstærð. Íbúatala

Borgarfjarðarsýslu var í hámarki 1982 og í Mýrasýslu árið 1983 en síðan þá hefur fólki á

svæðinu farið smám saman fækkandi og hefur svæðið ekki náð að halda í landsmeðaltal

hvað varðar fólksfjöldaþróun (efni tekið af vef Byggðastofnunar). Mannfjöldi í

Borgarfjarðarsýslu var í kringum 1520 þegar mest var. Á tímabilinu 1971 til 2000 dróst

mannfjöldinn saman um rúm 9% í Borgarfjarðarsýslu á meðan að mannfjöldinn óx um

rúm 12% á landsbyggðinni og 8% á Vesturlandi (efni tekið af vef Sambands

Sveitarfélaga á Vesturlandi 1).

Þegar litið er til þróunar mannfjöldans í Borgarbyggð er hægt að greina aukningu

í mannfjölda frá árunum 1971 til 1982 og var hann í hámarki árið 1983 með 2547 íbúa.

Eftir það tók við u.þ.b. 15 ára tímabil stöðnunar. Nú á síðustu árum hefur aukning í

mannfjölda tekið við en aldrei náð því sem mannfjöldinn var árið 1983. Á tímabilinu

1971 til 2000 óx mannfjöldinn um 19% í Borgarbyggð (efni tekið af vef Sambands

Sveitarfélaga á Vesturlandi, 1) en ef horft er til síðustu 30 ára hefur mannfjöldinn aukist

um 22% (efni tekið af vef Sambands Sveitarfélaga á Vesturlandi, 2).

Árið 2000 bjuggu 2468 íbúar í Borgarbyggð (efni tekið af vef Sambands

Sveitarfélaga á Vesturlandi, 1) en í desember 2001 voru íbúar Borgarbyggðar 2523

talsins eða 55 fleiri en árið áður og þar af bjuggu tæplega 2000 manns í Borgarnesi. Íbúar

á aldrinum 16-66 ára voru þá 63% en til samanburðar var þetta hlutfall 66% í

Reykjavíkurkjördæmi (efni tekið af vef Sambands Sveitarfélaga á Vesturlandi, 2).

Aldurstré Borgarbyggðar er ekki mjög ólíkt því sem gerist á landinu öllu en þó er

einkum tvennt frábrugðið. Það er í fyrsta lagi hærra hlutfall karla í flestum aldurshópum

og í öðru lagi lágt hlutfall fólks á aldrinum 20-40 ára (efni tekið af vef Sambands

Sveitarfélaga á Vesturlandi, 2).

18

Heimild: Atvinnuráðgjöf Vesturlands 2002: Borgarbyggð, umgjörð og grunngerð atvinnulífs (efni tekið af

vef Samband Sveitarfélaga á Vesturlandi).

Hægt er að benda á ýmsa atburði sem kunna að hafa haft áhrif á mannfjöldaþróun

í sýslunum tveimur. Dæmi um jákvæða atburði eru t.d. opnun Járnblendiverksmiðjunnar

árið 1977, tilkoma Borgarfjarðarbrúnnar 1981, Samvinnuháskólinn á Bifröst 1989,

Norðurál 1998 og opnun Hvalfjarðargangna 1998 sem og fjöldi sumarhúsa. Neikvæðir

atburðir sem hafa haft áhrif á íbúaþróun á svæðinu og aðallega í Mýrasýslu eru tengdir

mikilli endurskipulagningu á Kaupfélagi Borgfirðinga síðust 20 árin (efni tekið af vef

Sambands Sveitarfélaga á Vesturlandi, 3).

Um 2000 manns vantar í mannfjöldatölur í Borgarfirði vegna dulinnar búsetu og

margt bendir til þess að dulin búseta sé í örum vexti og ekki útlit fyrir að dragi úr henni,

þvert á móti. Þetta styðja tölur um þróun á fjölda sumarhúsa en þeim hefur fjölgað um

130 að jafnaði á hverju ári á árunum 1994 til 2000 eða um 67% (efni tekið af vef

Sambands Sveitarfélaga á Vesturlandi, 2).

Ef litið er til ársins 2001 kemur í ljós að aðfluttir umfram brottflutta í sýslunum

tveim eru 64 íbúar en ef skoðað er árið 1999 kemur í ljós að 22 íbúar fluttust á brott

umfram þá sem fluttu til svæðisins (efni tekið af vef Hagstofu Íslands).

19

Aðfluttir umfram brottflutta í Borgarfjarðar –og Mýrasýslu 1999 og 2001

-40

-20

0

20

40

60

80

1999 2001

Sveitafélög

Fjö

ldi í

búa

Hvalfj.strandahr.

Skilmannahr.

Innri-Akraneshr.

Leirár-og Melahr.

Skorradalshr.

Borgarfj.sveit

Hvítársíðuhr.

Borgarbyggð

Samtals

Heimild: Hagstofa Íslands

Mesta fólksfækkunin í sýslunum tveimur árið 1999 átti sér stað í

Borgarfjarðarsveit en þar fækkaði um 21 íbúa og í Hvalfjarðarstrandarhrepp fækkaði um

17 íbúa. Árið 2001 hefur fólksfækkunin í Borgarfjarðarsveit stöðvast og voru íbúar 9

fleiri það árið en árið á undan. Ástæða þessara breytinga á íbúafjölda kann að vera sú að

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri var stofnaður árið 1999 en hann er staðsettur í

Borgarfjarðarsveit (efni tekið af vef Landbúnaðarháskólans). Ástæða þess að fjöldi fólks

flutti frá Hvalfjarðarstrandahrepp árið 1999 kann að vera sú að árið 1998 var opnað fyrir

umferð um Hvalfjarðargöngin (efni tekið af vef Spalar). Það varð til þess að umferð um

Hvalfjörð dróst saman, verslun við ferðamenn og aðra sem áður áttu þar leið um,

minnkaði þar af leiðandi talsvert. Minni verslun olli því að ekki var eins mikil atvinna á

svæðinu og því fann fólk sig knúið til að leita annað (munnleg heimild Jenni R. Ólason).

Þrátt fyrir að sýslurnar báðar hafa verið að missa íbúa síðustu áratugi þá má

glögglega sjá á þessum tölum að miklar breytingar hafa verið þar á síðustu árum hvað

varðar aðflutta umfram brottfluttra. Nú virðist svæðið vera fýsilegra en oft áður til

búsetu. Hvalfjarðagöngin og nánd við höfuðborgarsvæðið spila eflaust þar inní. Vitað er

að einhver hluti íbúa sýslnanna býr þar á svæðinu en tilkoma Hvalfjarðagangna hefur gert

20

þeim auðveldara fyrir að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið án þess þó að þurfa að flytja

(munnleg heimild Jenni R. Ólason).

Þegar fæðingartíðni í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu er skoðuð fyrir árin 1991 og

2000 kemur í ljós að 23 færri einstaklingar fæddust á þessu svæði árið 2000 en árið 1991.

Ef þessar tölur eru bornar saman við fæðingartíðni á öllu landinu kemur í ljós að

fæðingum hefur líka farið fækkandi á öllu landinu. Árið 1991 fæddust 4533 einstaklingar

en árið 2000 fæddust 4315 eða 218 færri (efni tekið af vef Hagstofu Íslands). Þar sem

þessi þróun á sér stað um allt land er ekki vænlegt að segja til út frá þessum tölum hvort

fólki fari fækkandi í sýslunum eður ei.

Þegar kemur að því að bera saman íbúafjöldatölur þessara sýslna árin 1990 og

2000 er vænlegast að taka íbúafjöldann í Borgarfjarðarsveit árið 2000 ekki með þar sem

íbúafjölda tölur fyrir árið 1990 voru ekki aðgengilegar.

Þrátt fyrir að á allra síðust árum hafi sífellt fleiri einstaklingar kosið að flytja í

sýslurnar þá hefur orðið fækkun á íbúum frá árunum 1990 til 2000 um 60 einstaklinga

eins og sést í töflunni hér að ofan. Þar sem aðfluttir umfram brottflutta á allra síðustu

árum fer sífellt fjölgandi má þó gera ráð fyrir að mannfjöldinn muni heldur aukast í

náinni framtíð í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.

21

6. Lífsskilyrði á svæðinu

Samkvæmt Stefáni Ólafssyni eru nokkrir meginþættir sem ákvarða byggðarlega stöðu

sveitarfélaga í dreifbýli Íslands. Fimm veigamestu þættirnir eru atvinnulíf og samgöngur,

aðgengi að menntun auk annarra þátta á borð við húshitunarkostnað, verðlag og aðgengi

að verslunum (efni tekið af vef Vesturlands). Ef skoðuð eru lífsskilyrðin í Borgarfjarðar-

og Mýrasýslu út frá þessum þáttum ætti framtíðin að vera nokkuð björt.

Atvinna og samgöngur: Tækifæri í atvinnulífinu eru nokkur, bæði fyrir menntafólk,

verkamenn og aðrar stéttir. Nálægðin við Járnblendið og Norðurál er styrkur fyrir

nágrennið en nokkrir Borgnesingar sækja vinnu þangað og fer hugsanlega fjölgandi. Auk

þess er stór, og stækkandi markaður fyrir þjónustu við ferðamenn þar sem

sumarbústaðabyggðir í héraðinu, sem og annars staðar á Vesturlandi, blómstra sem aldrei

fyrr (munnleg heimild, Jenni R. Ólason).

Umferð um Borgarnes hefur aukist mest af öllum stöðum á landinu undanfarin ár

og er það í kjölfar Hvalfjarðagangna. Ástæðan er sú að þetta er eina leiðin frá

höfuðborgarsvæðinu sem er alltaf fær, þ.e. engir fjallvegir eða aðrir faratálmar. Helstu

áhrif Hvalfjarðargangnanna í Borgarnesi eru þau að það styrkti tilveru Borgarness og

nágrennis sem þjónustusvæði fyrir umferðina. Það sem verra er er að segja má að lítið

hafi verið unnið í þeim tilgangi að koma til móts við aukna umferð annað en að KB var

byggt við Hyrnutorg. Bílastæði eru aftur á móti fá og oft illgerlegt að fá stæði þegar

umferðin er mest (munnleg heimild, Jenni R. Ólason).

Helsta vandamálið er að atvinnurekstur gengur almennt frekar illa í sýslunni allri

og eru það aðallega tvö fyrirtæki sem blómstra, Vírnet og Loftorka, en yfirleitt á

atvinnurekstur í vök að verjast á svæðinu. Má þar að auki nefna hinn hefðbundna

landbúnað sem býr við sívaxandi niðurlægingu, og hefur lagst af í stórum stíl (munnleg

heimild, Jenni R. Ólason).

Aðgengi að menntun: Nábýlið við menntastofnanir gefur nokkur tækifæri, bæði fyrir

menntað fólk að flytja á svæðið, svo og að námsfólk staldri við í héraðinu. Má segja að

aðgengi að menntun sé gott miðað við landsbyggðina þar sem Borgarfjarðar- og

22

Mýrasýsla er að verða nokkurskonar þekkingarmiðstöð og má segja að það hafi nokkra

sérstöðu á landsbyggðinni hvað það varðar, þ.e.a.s. samfara Akureyri.

Aðgengi að grunnskóla er gott í sýslunum. Framhaldsskólamenntun er til staðar á

Akranesi. Ungt fólk í framhaldsskólanámi þarf því að leggja leið sína til Akraness og

gengur skólarúta daglega á milli Borgarness og Akraness (munnleg heimild, Jenni R.

Ólason).

Hvað varðar menntun á háskólastigi þá er jákvætt að Bifröst og Hvanneyri skulu

vera á svæðinu því auk þess að veita sveitungum menntun þá mynda þær þekkingarflakk

(e.spillover effects) sem getur nýst fyrirtækjum á svæðinu (Axel Hall, Ásgeir Jónsson,

Sveinn Agnarsson 2002).

Húshitunarkostnaður, verðlag og aðgengi að verslun: Orkuveita Reykjavíkur keypti

veiturnar á svæðinu árið 2002 og eru því nú sömu veitugjöld og í Reykjavík. Þetta er að

sjálfsögðu mikill búhnykkur fyrir héraðsbúa (munnleg heimild, Jenni R. Ólason).

Verðlag er samkeppnishæft í Borgarnesi en þar eru margskonar verslanir. Sú

nýjasta, sem bættist í flóruna árið 2002, er lággjalda matvöruverslunin Bónus. Þessi

verslun virkar eins og segull á fólk að vestan sem og að sunnan sem þykir þægilegt að

versla í Borgarnesi á leið sinni í gegn, og sleppa þannig við ys borgarinnar (munnleg

heimild, Jenni R. Ólason).

Á heildina litið má segja að styrkur sýslnanna, og þá sérstaklega Borgarness, sé sá

að vera í þjóðbraut, svo og nábýlið við höfuðborgina.

23

7. Framtíðarhorfur

Íbúum hefur fjölgað í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæðisins og gæti það verið vísbending

um að þróun hérlendis sé að fara í sömu átt og sést hefur víða erlendis undanfarna

áratugi. Með bættum samgöngum og breyttu gildismati hafa þéttbýliskjarnar í nálægð

við höfuðborgarsvæðið orðið ákjósanlegir til búsetu (efni tekið af vef Sambands

Sveitarfélaga, 2).

Önnur ástæða sem ætla má að komi til með að auka íbúafjölda eru háskólarnir á

svæðinu og uppbygging þeirra. Háskólasamfélögin eru í dag um 300 manna hvort en

búist er við tvöföldun þess fjölda. Ekki má gleyma að gera má ráð fyrir að hluti þess

fjölda eru makar nemenda sem þurfa á vinnu að halda (efni tekið af vef Sambands

Sveitarfélaga, 2).

Hefðbundinn landbúnaður mun halda áfram að tapa ársverkum eins og verið

hefur. Ákjósanlegur kostur fyir fólk sem leggur niður búskap gæti verið að flytja atvinnu

sína til Borgarbyggðar (efni tekið af vef Sambands Sveitarfélaga, 2).

Nokkur lægð virðist vera í fólki í Borgarnesi og skortur á frumkvæði. Þrátt fyrir

að Borgarnes sofi Þyrnirósarsvefni að mörgu leyti, er næsta víst að svæðið mun vakna til

lífsins fyrr en varir vegna helstu styrkleika þess, þ.e. að vera í þjóðbraut og að vera sífellt

að nálgast meira höfuborgarsvæðið (munnleg heimild, Jenni R. Ólason).

Ýmis iðnaður með markað á höfuðborgarsvæðinu getur átt möguleika á að

byggjast upp í Borgarnesi vegna minni þenslu og ódýrari lóða auk þess sem

flutningskostnaður er tiltölulega lágur vegna nálægðar við höfuborgarsvæðið (efni tekið

af vef Sambands Sveitarfélaga, 2). Skipulagt svæði fyrir iðnaðarhúsnæði eru í

viðbragðsstöðu að Sólbakka, sem er rétt fyrir utan Borgarnes, ef fyrirtæki vilja flytja

starfsemi sína (munnleg heimild, Jenni R. Ólason).

Borgarnes hefur um árabil þjónað sem einskonar samgöngumiðstöð á leið fólks

um þjóðveg 1 og eru tækifæri vegna staðsetningarinnar því mörg. Þjóðvegur 1 mun þó

ekki liggja í gegnum Borgarnes um ókomin ár og er því nokkur ótti á meðal íbúa að

staðurinn missi aðdráttarafl sitt. Þó má telja ólíklegt að svo verði þar sem vegurinn mun

áfram liggja að Hyrnutorgi en fara fyrir neðan Borgarnes í stað þess að fara í gegnum

bæinn (munnleg heimild Jenni R. Ólason).

24

Tækifæri í ferðaþjónustu, sem og að vinna betur með hina þekktu sögu og hinn

mikla bókmenntaarf er nokkuð sem mætti nýta betur í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.

Sumarbústaðabyggð fer vaxandi og er það, og kemur til með að verða, mikið aðdráttarafl

fyrir sýslurnar.

Vegna atvinnuleysis í sýslunum er nauðsynlegt að frekari uppbygging á

Grundartanga verði að veruleika til að sporna við atvinnuleysi (efni tekið af vef

Byggðastofnunar). Aukin atvinna mun hafa áhrif á öllu svæðinu og mun

atvinnuaukningin m.a. leiða af sér afleidd störf.

Í Borgarbyggð er nú unnið að því að koma á Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið.

Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags, þar sem koma á fram

hvernig sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúarnir geta stuðlað að því að komandi kynslóðum

verði tryggð viðunandi lífskilyrði á jörðinni. Borgarbyggð er 34. íslenska sveitarfélagið

sem gerist aðili að verkefninu (efni teki af vef Borgarbyggðar).

Styðja verður með öllum ráðum við frumkvæði einstaklinga sem í sveitarfélaginu

búa og lokka ný fyrirtæki og einstaklinga til búsetu í Borgarfirði. Helsta markmið

sýslnanna ætti að vera að snúa neikvæðri íbúaþróun undanfarinna ára við og byggja innan

frá upp mannvænt samfélag.

25

Lokaorð Komið hefur fram að þéttbýlismyndum í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu á sér ekki langa

sögu. Hún hófst í Borgarnesi rétt fyrir aldamótin 1900 fyrir tilstuðlan þess að bændur

sýslanna þurftu á kaupstað að halda til að þjónusta landbúnaðarhéruðin. Á svipuðum

tíma tók Bændaskólinn á Hvanneyri til starfa. Árið 1955 flutti svo Jónas frá Hriflu skóla

á Bifröst í Norðurárdal. Það má því segja að þeir staðir sem búa yfir þéttbýli í dag séu

þar út af meðvituðum ákvörðunum sem voru teknar en ekki vegna sögulegra tilviljana. Í

framhaldi þess hafa þessir þéttbýlisstaðir þróast vegna ýmissa þátta og eru samgöngur t.d.

stór þáttur í þéttbýlismyndun í sýslunum. Helstu þættir sem týndir eru til er fyrst

Mýrabáturinn sem var í verslunarferðum á milli Reykjavíkur og Mýra, því næst

Borgarfjarðarbrúin sem gerð var 1975-1980. Í þriðja lagi er það loks Hvalfjarðargöngin

sem hafa fært sýslurnar í nánari tengsl við stærsta þéttbýlissvæði landsins,

höfuðborgarsvæðið, því ferðatími er orðin styttri.

Borgarfjarðar-og Mýrasýslu má flokka sem landbúnaðarhéruð sem eru í auknum

mæli að færa sig inn í flokk stærri þéttbýlisstaða vegna þess að þjónusta er alltaf að verða

stærri þáttur í atvinnuskiptingu sýslnanna. Hefðbundinn landbúnaður er þar á undanhaldi

og hafa t.d. mörg landsvæði verið tekin undir sumarbústaðarbyggðir í stað landbúnaðar,

en mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu. Borgarnes er miðstöð verslunar

og þjónustu í sýslunum þar sem Kaupfélag Borgfirðinga hefur lengi verið máttarstólpi.

Bakland verslunar og þjónustu í Borgarnesi er líka að verða stærra með sífellt betri

samgöngum og nær áhrifasvæði þess nú lengra inn á Snæfellsnesið. Iðnaður skipar

einnig mikilvægt hlutverk í atvinnusköpun í Borgarnesi og skiptir nálægðin við

Járnblendið og Norðurál miklu máli fyrir sýslunnar. Þó virðist atvinnulífið vera hálf

einhæft og eru meðallaun í Borgarbyggð með þeim lægstu á landinu. Færð eru rök fyrir

því að klasamyndanir eigi sér stað í matvælaiðnaði, byggingariðnaði og ferðaþjónustu í

sýslunum, auk þess sem háskólaþorpin virðast laða fólk að sér og mynda störf í

þekkingariðnaði.

Með auknum sameiningum sveitarfélaga virðast sýslunnar verða að sterkum

stjórnunarlegum einingum. Þar er menntun víðtæk á öllum skólastigum og menningarlíf

26

og afþreying er fjölbreytt þannig að íbúar ættu ekki að þurfa að leita út fyrir sína

heimabyggð.

Íbúaþróun á svæðinu hefur verið neikvæð síðan 1982-1983 og hafa sýslunnar ekki

náð að halda í landsmeðaltal hvað varðar fólksfjöldaþróun. Þó virðist vera hæg aukning í

Borgarbyggð, en þar er þó hærra hlutfall karla en kvenna og lágt hlutfall fólks á aldrinum

20-40 ára sem er ekki jákvæð þróun. Ýmsir þættir kunna að hafa áhrif á

mannfjöldaþróun eins og t.d. samgöngur og aukning eða minnkun á atvinnu. Í heildina

virðist svæðið þó vera að missa fólk frá sér. Þar sem aðfluttir umfram brottflutta á allra

síðustu árum fer sífellt fjölgandi má þó gera ráð fyrir að mannfjöldinn muni heldur aukast

í náinni framtíð í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.

Hvað varðar lífsskilyrði á svæðinu þá virðast tækifæri í atvinnulífinu nokkur og

þá helst í stóriðju og ferðaþjónustu. Á móti mun landbúnaður heldur draga saman seglin.

Aðgengi að menntun er fremur gott á svæðinu og eru háskólastofnanirnar tvær töluverður

styrkur fyrir lífsskilyrði og framtíðarþróun svæðisins. Að auki er lágt orkuverð og

jákvætt verðlag töluverður styrkur svo ekki sé gleymt að meta gildi þess að Borgarnes er í

þjóðbraut og á góða möguleika að dafna vegna þess.

Þá er spurning hvort að ríkið eigi að hætta að styrkja Borgarfjarðar- og Mýrasýslu

með byggðastyrkjum. Að ofansögðu virðist svæðið að einhverju leiti geta bjargað sér

sjálft en þó mætti leggja meiri peninga í nýsköpun til að svæðið geti þróað og nýtt sér þá

hlutfallslegu yfirburði sem það hefur, eins og t.d. í ferðaþjónustu, iðnaði og menntun. Þar

þyrfti að koma til samstarf á milli sveitarfélaga, ríkisins, háskólanna og atvinnulífsins.

Hlúa verður betur að báðum háskólunum svo þeir geti orðið kjölfesta á svæðinu. Það

væri erfitt að hugsa þá hugsun til enda að annar hvor þeirra myndi hætta eða flytja sig um

set því að þéttbýli og þjónusta í kring veltur á þeim. Til að efla vöxt skólanna væri t.d.

hægt að flytja sérhæfð störf sem byggja á þeirri þekkingu sem skólanir veita á svæðið

eins og t.d. sérfræðistörf í landbúnaði í tilfelli Hvanneyrar. Þegar talað er um atvinnulífið

yfir höfuð er hugsanlegt að frumkvæði í atvinnu muni í framtíðinni koma frá fyrirtækjum

utan svæðisins, eins og t.d. iðnfyrirtækjum sem munu vilja flytja frá höfuðborginni til

sýslanna til að nýta sér lægri fasteignagjöld.

27

Heimildaskrá

Axel Hall, Ásgeir Jónsson, Sveinn Agnarsson 2002. Byggðir og búseta. Þéttbýlismyndun á Íslandi. Haustskýrsla 2002. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Búnaðarsamband Borgarfjarðar 1998. Byggðir Borgarfjarðar I. Reykjavík.

Geir Waage 1990. Reyholt Sögustaður fyrr og nú. Reykholt. Reykholtskirkja-Snorrastofa.

Jón Helgason 1950. Borgarfjarðarsýsla sunnan Skarðsheiðar. Ferðafélag Íslands. Reykjavík.

Jón Helgason 1967. Hundrað ár í Borgarnesi. Reykjavík.

Tómas Einarsson og Helgi Magnússon, 1989. Íslandshandbókin. Náttúra, saga, sérkenni.

Þorsteinn Þorsteinsson 1953. Mýrasýsla. Ferðafélag Íslands. Reykjavík.

Vefheimildir Atvinnuráðgjöf Vesturlands 1999: Byggð í sveit. Skýrsla um atvinnumál í Borgarfjarðarsveit. http://www.andakill.is/skyrsla/09-0.html. (Skoðað 5.mars 2003).

Borgarbyggð. http://www.borgarbyggd.is. (Skoðað á tímabilinu 28.febrúar til 15.mars 2003).

Borgarfjörður. http://www.borgarfjordur.is. (Skoðað á tímabilinu 28.febrúar til 15.mars 2003).

Byggðastofnun. http://www.bygg.is. (Skoðað 28.febrúar 2003)

Byggðastofnun 2001: Byggðalög í sókn og vörn2. Landshlutakjarnar. http://www.bygg.is/adal/utgafur/SVÓT%20landshlutakjarnar%20lokaskýrsla%20okt%202001.pdf. (Skoðuð 2.mars 2003).

28

Hagstofa Íslands. http://www.hagstofa.is. (Skoðað á tímabilinu 15. febrúar til 17.mars).

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. http://www.hvanneyri.is. (Skoðað 27.febrúar 2003).

Safnahús Borgarfjarðar. http://www.safnahus.is. (Skoðað 16.mars 2003).

Samband Sveitarfélaga á Vesturlandi, 1 2001: Mannfjöldi á Vesturlandi. http://ssv.vesturland.is/atv/hagvisar42001.pdf. (Skoðað 28. febrúar 2003).

Samband Sveitarfélaga á Vesturlandi, 2 2002: Borgarbyggð, umgjörð og grunngerð atvinnulífs. http://ssv.vesturland.is/atv/Borgarbyggd-info.pdf. (Skoðað 28. febrúar 2003).

Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, 3 2002: Borgarbyggð og Bifröst-Sambúð háskóla og byggðarlags. http://ssv.vesturland.is/bbb.pdf (Skoðuð 15.mars 2003).

Snorrastofa. http://www.snorrastofa.is. (Skoðað 16.mars 2003).

Spölur. http://www.spolur.is. (Skoðað 27.febrúar 2003).

Vesturland. http://www.vesturland.is. (Skoðað 8.mars 2003).

Viðskiptaháskólinn. http://www.bifrost.is . (Skoðað 27.febrúar 2003).

Munnlegar heimildir

Jenni R. Ólason, starfsmaður Vegagerðarinnar í Borgarnesi og fyrrverandi meðlimur í bæjarstjórn Borgarbyggðar.

Áslaug Þorvaldsdóttir, starfsmaður í Borgarnes kjötvörur.

Rósa Jennadóttir, stúdent við Viðskiptaháskólann á Bifröst.