aÐalskipulag akureyrar greinargerÐ staÐfest ÁkvÆÐi · 2003. 2. 17. · guðlaug...

59
AÐALSKIPULAG AKUREYRAR, GREINARGERÐ, STAÐFEST ÁKVÆÐI 3. útgáfa, desember 1998 SKIPULAGSDEILD AKUREYRARBÆJAR

Upload: others

Post on 17-Mar-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

AÐALSKIPULAG AKUREYRAR, GREINARGERÐ, STAÐFEST ÁKVÆÐI

3. útgáfa, desember 1998

SKIPULAGSDEILD AKUREYRARBÆJAR

Page 2: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

©Skipulagsdeild Akureyrarbæjar 1998 Útlit og tölvusetning: Skipulagsdeild Akureyrarbæjar Prentun og bókband: Alprent, Akureyri Afritun einstakra hluta úr bók þessari er leyfileg, enda sé þá getið heimildar. Afritun heilla kafla eða bókarinnar í heild, svo sem með ljómyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, er þó aðeins heimil að fengnu skriflegu leyfi Skipulagsdeildar.

Page 3: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 3

EFNISYFIRLIT Bls. Ávarp .................................................................................................................5 Formáli ..............................................................................................................6 1 Inngangur .........................................................................................................9 1.1 Um aðalskipulag ...............................................................................................9 1.2 Aðalskipulag Akureyrar ...................................................................................9 2 Markmið ..........................................................................................................12 2.1 Leiðarljós .........................................................................................................12 2.2 Umhverfis- og byggingamál .........................................................................13 2.3 Félags- og fræðslumál ..................................................................................24 2.4 Atvinnu- og tæknimál .....................................................................................30 3 Landnotkunarflokkar ..................................................................................37 4 Önnur skipulagsákvæði .............................................................................41 5 Framfylgd .......................................................................................................43 6 Breytingar frá aðalskipulagi 1990 - 2010 ...............................................45 6.1 Staðfestar breytingar á tímabilinu 1990 - 1998 .........................................47 6.2 Breytingar samþykktar 19.5.1998 ...............................................................49 6.3 Frestun á skipulagi tengibrauta ...................................................................54 7 Samþykktir .....................................................................................................55 8 Uppdrættir .....................................................................................................56 Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 - landnotkun ...................................56 Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 - sveitarfélagsuppdráttur ..............57

Page 4: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar
Page 5: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 5

ÁVARP

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018, sem hér er lagt fram, er hið fjórða sem gert er fyrir bæinn. Fyrsta aðalskipulagið var unnið 1927 en síðan hafa liðið 46, 17 og nú 8 ár milli samþykkta á nýju skipulagi. Nýmæli í þessu aðalskipulagi er að hér er stuðst við yfirlýsingar og skuldbindingar Ríó samþykktarinnar frá 1992. Þar er m.a. lögð áhersla á hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga til þess að stuðla að sjálfbærri þróun þannig að tryggja megi rétt komandi kynslóða til sömu lífsgæða og við njótum. Í aðalskipulaginu felast drög að umhverfisstefnu Akureyrarbæjar í anda dagskrár 21 úr Ríó samþykktinni og þar með fær grundvöllur svonefndrar staðardagskrár 21 ákveðið vægi sem hluti staðfests aðalskipulags.

Aðalskipulag er langtímaverkefni og þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Ástæður þess eru m.a. að forsendur breytast, tíska og tíðarandi, svo og þarfir atvinnulífs og íbúa. Aðalskipulagið er verkfæri bæjarstjórnar til þess að ná þeim markmiðum sem sett eru hverju sinni en einnig er það víðtækt samkomulag bæjarbúa, stofnana og fyrirtækja um framtíðarþróun bæjarins. Aðalskipulag hefur enn fremur mikilvægt fræðslugildi bæði fyrir almenning og stjórnmálamenn.

Það er von mín að það verkefni sem tekur við að þessum áfanga loknum, þ.e. að ljúka skipulagi gatnakerfis umhverfis Lundahverfi, leiði til farsællar lausnar. Verkefnið verður unnið í anda þeirra markmiða sem sett eru í aðalskipulaginu um umhverfismál og þátttöku almennings í ákvarðanatöku um skipulagsmál og umhverfismótun.

Ég þakka þeim sem að þessu verki hafa komið fyrir vel unnin störf og vona að í því felist gott veganesti fram á næstu öld.

20. maí 1998.

________________________________ Gísli Bragi Hjartarson formaður skipulagsnefndar

Page 6: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 6

Skipulagsnefnd 1994 - 1998 og starfsmenn Akureyrarbæjar. Frá vinstri: Stefán Jónsson, Erlingur Sigurðarson, Guðmundur Jóhannsson, Gísli Bragi Hjartarson formaður skipulagsnefndar, Hallgrímur Indriðason, Aldís M. Norðfjörð arkitekt, Gunnar H. Jóhannesson verkfræðingur, Stefán Stefánsson bæjarverk-fræðingur og Matthildur K. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur.

FORMÁLI

Í hefti þessu er hinn staðfesti hluti greinargerðar með aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018. Hér er um að ræða 5. hluta greinargerðarinnar sem felur í sér stefnumótun þess og skipulagsákvæði. Fjallað er um hlutverk aðalskipulags almennt og aðalskipulags Akureyrar sérstaklega. Einnig eru nánari skýringar við nokkra efnisþætti og yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið frá samþykkt síðasta aðalskipulags árið 1990 og helstu breytingar frá því sem verða í hinu nýja aðalskipulagi. Í greinargerð með skipulags-tillögunni útg. í mars 1998, er ítarlega gerð grein fyrir forsendum skipulagsins og þeim niðurstöðum og sjónarmiðum sem að baki liggja.

Orðalag hefur verið fært til betri vegar á nokkrum stöðum í þessari útgáfu. Einnig hefur uppsetning verið lagfærð og bætt við ljósmyndum og skýringarkortum. Að öðru leyti er greinargerðin samhljóða þeirri útgáfu sem staðfest var af umhverfisráðherra 4. september1998.

Skipulagsvinnan Vinna við aðalskipulagstillöguna hófst árið 1995 en áður, eða 1993, hafði undir-búningur að endurskoðun gatnakerfis hafist með því að taka saman nauðsynlegar skipulagstölur fyrir reiknilíkan umferðar.

Í upphafi vinnunnar var ákveðið að samræma stefnu Akureyrarbæjar í helstu mála-flokkum í eina heildarmynd og setja fram í aðalskipulagi. Í þeim tilgangi og til þess að fá upplýsingar um forsendur landnotkunarskipulags, voru send út bréf til allra nefnda bæjarins og ýmissa stofnana, þar sem óskað var eftir upplýsingum um markmið og áætlanir í þeim málum sem um var að ræða. Einnig var óskað eftir ábendingum um hvert það atriði sem viðkomandi nefnd teldi að fjalla þyrfti um í aðalskipulagi.

Í framhaldi af þessu voru haldnir fundir með flestum nefndum þar sem hlutverk aðalskipulags var kynnt og rætt var við nefndarfulltrúa um tengsl málaflokksins við skipulagsáætlunina. Þá var haft samráð við viðeigandi embættismenn og hagsmunaaðila við ritun einstakra kafla greinargerðar. Á vinnslutímanum var jafnframt lögð áhersla á að kynna nálgun og framvindu endurskoðunarinnar fyrir bæjarbúum og í þeim tilgangi skrifaðar greinar í Dag og fréttabréf bæjarins, „Akureyri”.

Page 7: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 7

Árið 1997 voru gefnar út fjórar áfangaskýrslur sem fjölluðu um: 1) inngang, forsendur og yfirmarkmið, 2) umhverfismál, 3) bæjarmynd og 4) félags- og fræðslumál. Var þeim dreift til allra nefndarfulltrúa og ýmissa stofnana og félagasamtaka til kynningar og umsagnar. Skýrslurnar voru einnig sendar oddvitum nágrannasveitarfélaganna til kynningar. Í kjölfarið voru haldnir fundir með nokkrum nefndum eftir því sem efni skýrslnanna og ástæður þóttu til. Síðasta áfangaskýrslan, um atvinnu- og tæknimál, var send út til sömu aðila í janúar 1998.

Aðalskipulagstillagan var unnin á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar undir stjórn skipu-lagsnefndar, en í henni sátu kjörtímabilið 1994 - 1998: Gísli Bragi Hjartarson formaður, Stefán Jónsson varaformaður, Hallgrímur Þ. Indriðason, Guðmundur Jóhannsson og Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar. Árni Ólafsson skipulagsstjóri og Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulags -fræðingur höfðu yfirumsjón með verkinu. Við einstaka verkþætti, s.s. útfærslu landnotkunarskipulags og umferðarskipulag, unnu jafnframt Aldís M. Norðfjörð arkitekt á skipulagsdeild, Gunnar H. Jóhannesson deildarverkfræðingur tæknideildar og Kristinn Magnússon verkfræðingur tæknideildar. Þá var Baldvin E. Baldvinsson, yfir-verkfræðingur umferðardeildar embættis borgarverkfræðings í Reykjavík, ráðgjafi við notkun reiknilíkans fyrir umferð.

Árið 1996 var skipaður samstarfshópur um umhverfishluta skipulagsvinnunnar en í honum voru: Hallgrímur Þ. Indriðason fulltrúi skipulagsnefndar, Árni Steinar Jóhanns-son umhverfisstjóri, Helgi Jóhannesson þáverandi atvinnumálafulltrúi og Valdimar Brynjólfsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, auk Árna Ólafssonar skipulagsstjóra og Matthildar Kr. Elmarsdóttur. Hópurinn fór í gegnum tillögur að umhverfisstefnu áður en þær voru kynntar fyrir nefndum og stofnunum. Þá voru Hörður Kristinsson forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri og Halldór Pétursson jarðfræðingur stofnunarinnar, auk Hjalta Jóhannessonar landfræðings fengnir til að lesa yfir áfangaskýrslu um umhverfismál og koma með ábendingar um efnisatriði.

Höfundur aðalgreinargerðar aðalskipulagsins er Matthildur Kr. Elmarsdóttir, en um reiknilíkan umferðar, gatnakerfi og fráveitukerfi ritaði Gunnar H. Jóhannesson deildar-verkfræðingur og texta um vatnsöflun og dreifikerfi Hita- og vatnsveitu skrifaði Magnús Finnsson starfsmaður HVA. Þá rituðu höfundar verðlaunatillögu um skipulag Naustahverfis, Kanon arkitektar ehf., texta um skipulagsáherslur fyrir hverfið. Aðrir

Page 8: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 8

starfsmenn skipulagsdeildar lásu yfir handrit á ýmsum stigum og gáfu ráð um það sem betur mætti fara. Kortavinna var í höndum Árna Ólafssonar og Aldísar M. Norðfjörð. Prófarkalesari var Erlingur Sigurðarson. Hjalti Jóhannesson landfræðingur sá um loka-frágang verksins og gerð skýringarkorta. Ómerktar ljósmyndir eru úr myndasafni Skipulagsdeildar. Aðrar ljósmyndir tóku Árni Ólafsson (áó), Hermann Sigtryggsson (hs), Hjalti Jóhannesson (hj) og Sigurgeir Bernharð Þórðarson (sbþ).

Kynning og samþykkt Áður en aðalskipulagstillagan var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akureyrar var haldinn almennur kynningarfundur um hana. Tillagan var auglýst samkvæmt nýjum skipulagslögum og var kynningartími frá 14. mars til 27. apríl 1998. Á auglýsinga-tímanum voru haldnir tveir kynningarfundir um skipulagstillöguna. Einnig var gefinn út sérstakur kynningarbæklingur sem borinn var í hverja íbúð í bænum og fjallað var um tillöguna í tveim þáttum í Akureyrarsjónvarpinu Aksjón.

Alls bárust 24 athugasemdir, þar af nokkrir undirskriftarlistar. Skipulagsnefnd tók athugasemdirnar til afgreiðslu 13. maí 1998 og gerði vegna þeirra nokkrar minni háttar breytingar á skipulagstillögunni. Vegna athugasemda við skipulagðar tengibrautir við Lundahverfi var götustæði Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis, götustæði „Mjólkur-samlagsvegar” austan Mjólkursamlags KEA og nýtt götustæði vestan þess afmarkað sérstaklega og skipulagi þar frestað. Bókun nefndarinnar vegna þess er í kafla 6.3.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 1998 – 2018 svo breytta samhljóða á fundi sínum 19. maí 1998. Skipulagsstofnun afgreiddi tillöguna til Stjórnarráðsins til staðfestingar 23. júní og var aðalskipulag Akureyrar 1998 – 2018 staðfest af umhverfisráðherra 4. september 1998.

Page 9: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 9

1 INNGANGUR 1.1 UM AÐALSKIPULAG Aðalskipulag er lögboðin skipulagsáætlun sem nær til eins sveitarfélags og er samþykkt af bæjarstjórn og staðfest af umhverfisráðherra. Hlutverk aðalskipulags samkvæmt skipulags- og byggingarlögum (nr. 73/1997 með lagabreytingu nr. 135/1997) er að samræma og móta langtímastefnu í hinum ýmsu málaflokkum bæjarfélagsins og sýna stefnu sveitarstjórnar um þróun byggðar, landnotkun, landnýtingu, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Aðalskipulagið er því fyrst og fremst stjórntæki bæjarstjórnar til að stuðla að tilteknum markmiðum um framtíðarþróun bæjarins.

Aðalskipulagi er ætlað að tryggja að framkvæmdir í sveitarfélaginu verði samkvæmt fyrirframgerðri áætlun sem allir hagsmunaaðilar hafa samþykkt fyrir sitt leyti. Aðalskipulagið er einnig upplýsingabrunnur fyrir íbúa bæjarins, embættismenn, pólitískt kjörna fulltrúa, hönnuði og framkvæmdaaðila.

Auk aðalskipulags er í skipulags- og byggingarlögum gert ráð fyrir svæðisskipulagi og deiliskipulagi. Svæðisskipulag nær yfir tvö eða fleiri sveitarfélög og hlutverk þess er að samræma stefnu viðkomandi sveitarfélaga í skipulags- og umhverfismálum. Aðal-skipulag er síðan grunnur inn að gerð deiliskipulags fyrir einstök hverfi og byggingar-svæði. Í deiliskipulagi er gerð nákvæm grein fyrir notkun lands, nýtingarhlutfalli reita, húsagerð, tilhögun umferðarkerfis, lóða og byggingarreita.

1.2 AÐALSKIPULAG AKUREYRAR

Hlutverk Á grundvelli þessarar forsagnar í lögunum hefur Akureyrarbær skilgreint hlutverk aðal-skipulags fyrir Akureyri á eftirfarandi hátt:

ü Aðalskipulagið setur fram samræmda heildarstefnu og langtíma framtíðarsýn um mótun umhverfis og þróun bæjarins, sem tekur tillit til félags-, efnahags-, menn-ingar- og umhverfisþátta og hefur öryggi, heilsu og vellíðan íbúa að leiðarljósi.

ü Aðalskipulagið felur í sér umhverfisstefnu Akureyrarbæjar og sýnir hvernig

Aðalskipulag Akureyrar er sett fram í þrennu lagi. 1 Greinargerð, stefnumörkun um landnotkun og

þróun byggðar.

2 Landnotkunaruppdráttur sýnir landnotkun og gatnakerfi innan þéttbýlis.

3 Sveitarfélagsuppdráttur sýnir allt land innan marka sveitarfélagsins og þau ákvæði sem eiga við utan þéttbýlis.

Skipulagsuppdrættir verða gefnir út að lokinni skipulagsvinnu vegna tengibrauta við Lundahverfi sbr. kafla 6.3.

Page 10: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 10

bærinn hyggst stuðla að sjálfbærri þróun með dagskrá 21 að leiðarljósi. Aðalskipulagið er þannig fyrsti hluti staðardagskrár 21 (Local Agenda 21) fyrir Akureyrarbæ og setur fram þann ramma sem nauðsynlegur er við gerð framkvæmdaáætlunar í umhverfismálum.

ü Aðalskipulagið er rammi fyrir nánari skipulagsvinnu, s.s. deiliskipulag. ü Aðalskipulagið er rammi fyrir ýmsar verkefna-, framkvæmda- og fjárhags-

áætlanir. ü Aðalskipulagið veitir fræðslu til almennings, stjórnmálamanna og embættismanna

um skipulags- og umhverfismál. Því er ætlað að auðvelda íbúum og ráðamönnum að setja sig inn í mál og meta út frá þeim ólíku og margbreyttu þáttum sem skipta máli hverju sinni.

Áhersla Við endurskoðunina var lögð áhersla á að skapa heildstæða mynd af Akureyri með stefnumörkun á grundvelli allra málaflokka, ásamt sérstakri áherslu á útivistar- og um-hverfismál. Jafnframt var lögð á það áhersla að skýra tengsl milli málaflokka, m.a. með setningu markmiða, svo stuðla mætti að samræmdri og heilsteyptri uppbyggingu og rekstri bæjarins.

Markmið Stefna í Aðalskipulagi Akureyrar er sett fram með markmiðum, skipulagsákvæðum og á skipulagsuppdráttum. Markmið skipulagsins eru lýsing á því að hverju beri að stefna og hvað árangri skuli leitast við að ná. Í mörgum tilvikum er ekki um ný markmið að ræða, eftir sumum hefur verið unnið til fjölda ára, en með framsetningu í þessari greinargerð eru markmiðin og þar með stefna bæjarfélagsins, gerð sýnilegri fyrir íbúa, embættis-menn og pólitískt kjörna fulltrúa.

Markmiðin eru sett fram í fimm þrepum og stuðlar hvert markmið í einu þrepi að því að náð verði öðru í þreparöðinni fyrir ofan. Markmiðin verða sértækari eftir því sem neðar kemur.

Í efsta þrepinu er almennt víðtækt markmið sem er framtíðarsýn bæjarfélagsins, eins konar leiðarljós. Á grundvelli þessa leiðarljóss eru sett fram þrjú yfirmarkmið sem eru

Leiðarljós fyrir bæinn

Yfirmarkmið fyrir skipulagssvið

Meginmarkmið fyrir málaflokka

Deilimarkmið fyrir viðfangsefni

Starfsmarkmið sem skilgreina verkefni

Þreparöð markmiða

Page 11: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 11

almennt orðuð og er þeim ætlað að sameina hina ýmsu málaflokka, og þar með deildir bæjarins, undir einu merki. Í þriðja þrepinu eru síðan meginmarkmið sem sett eru fram fyrir hvern málaflokk skipulagsins og sundurliða þau enn frekar þau viðfangsefni sem um er að ræða.

Á grundvelli meginmarkmiðanna er síðan sett deilimarkmið fyrir einstök viðfangsefni í hverjum málaflokki, þar sem það á við. Starfsmarkmið benda síðan á verkefni eða aðgerðir sem stuðla að deilimarkmiðunum.

Stefnumótun í aðalskipulaginu er ætlað að leggja áherslu á fjögur efstu þrepin og mynda þannig ramma fyrir nákvæmari markmiðssetningu og framkvæmdir í bænum. Nákvæm starfsmarkmið verða í flestum tilfellum skilgreind af hinum ýmsu stofnunum, deildum og nefndum bæjarins og eru þau verkefni sem eru á könnu hvers um sig. Sérhver nefnd í bæjarkerfinu hefur því hlutverki að gegna í að ná þeim yfir-, megin- og deilimarkmiðum sem samþykkt er að setja fram í aðalskipulaginu.

Þessi nálgun byggir á þeirri hugsun að kerfisbundin vinnubrögð og framsetning skili sér í betri ákvarðanatöku og betri árangri. Auðveldara ætti því að reynast að meta tillögur og léttara ætti að vera fyrir utanaðkomandi að setja sig inn í mál. En ljóst er að meiri samræming þarf að vera á milli stefnu og ákvarðana í hinum ólíku málaflokkum ef ná á settum markmiðum. Þetta getur krafist breyttra aðferða við úrlausn verkefna og ákvarðantöku frá því sem nú er í bæjarfélaginu. Slíkt gerist ekki á skömmum tíma. Er hér um langtímaþróunarverkefni að ræða. Því er gert ráð fyrir að þau sjónarmið og markmið, sem sett eru fram, sýni í grófum dráttum hvert bæjarfélagið vill stefna og að í framhaldi af þeirri stefnumörkun verði nánar unnið að úfærslu og framkvæmd stefnunnar í stjórnkerfi bæjarins.

Skipulagstímabil og gagnagrunnur Stefna aðalskipulagsins er sett fram sem framtíðarsýn og fæst markmiðin eru tímasett, heldur benda þau í þá átt sem ganga skal. Samkvæmt skipulagslögum skal þó sýna fram á að mætt sé landþörf mismunandi starfsemi, a.m.k. næstu 12 árin. Í skipulagslögum sem giltu á vinnslutíma skipulagstillögunnar var þetta tímabil 20 ár og var því miðað við þann árafjölda við framreikninga á landþörf fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði. Framreikningarnir ná til 2015 og grunnár þeirra er 1995, sem er það ár sem nýjustu tölur lágu fyrir um. Skipulagstímabil tillögunnar er 1998 - 2018.

Page 12: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 12

2 MARKMIÐ 2.1 LEIÐARLJÓS Efla skal Akureyri sem höfuðstað Norðurlands. Bærinn verði áfram miðstöð verslunar, þjónustu, menningarlífs og samgangna í landsfjórðungnum. Vinna skal að hagkvæmri uppbyggingu bæjarfélagsins og fallegu og vönduðu bæjarumhverfi. Gæta skal vistfræði- og náttúruverndarsjónarmiða þannig að stuðla megi að heilbrigði náttúrulegs umhverfis. Stuðla skal að fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi og bættum lífsgæðum og lífs skilyrðum bæjarbúa.

Um leiðarljós skipulagsins:

Í markmiðinu felst samþætting þriggja meginsviða, umhverfis- og byggingarsviðs, félags-, fræðslu- og menningarsviðs og efnahags- og tæknisviðs, sem í sameiningu skapa búsetuumhverfi bæjarins. Ýmsir málaflokkar innan þessara þriggja sviða skarast á ólíka vegu og hafa áhrif hver á annan. Hið náttúrulega og byggða umhverfi hefur áhrif á félags- og efnahagslega umhverfið og öfugt. Gjarnan hefur verið litið á tæknileg mál sem aðskilin frá félagslega sviðinu en mönnum er að verða æ betur ljóst að allt hefur þetta áhrif hvert á annað og að þörf er á þverfaglegri sýn.

Þverfagleg sýn þýðir að skoða þarf málin frá ýmsum hliðum og að samvinna og samræming milli málaflokka er nauðsynleg svo betur megi sjá og meta afleiðingar af ákvörðunum og verkum. Mikilvægt hugtak í þessu samhengi er jafnvægi, þ.e.a.s. að við uppbyggingu bæjarins verði ekki lögð ofuráhersla á eitt sviðið á kostnað hinna, heldur verði leitast við að sviðin verði í jafnvægi. Sérstaklega þarf að samþætta umhverfissjónarmið við aðra málaflokka og auka þarf áherslu á umhverfið við skipulag landnotkunar, umferðar og mótun atvinnustefnu.

Fyrir þessi þrjú svið sem bæjarfélagið starfar á eru sett fram yfirmarkmið. Árekstrar geta orðið á milli yfirmarkmiðanna þegar þeim er beitt á tiltekna tillögu eða mál. Þegar svo ber undir þarf að vega og meta forgangsröð markmiða.

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, miðstöð verslunar, þjónustu, menningarlífs og samgangna.

Page 13: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 13

2.2 UMHVERFIS- OG BYGGINGAMÁL

Yfirmarkmið Gæta ber vistfræðilegra sjónarmiða og stefna skal að sjálfbærri þróun í skipulagi og uppbyggingu sveitarfélagsins. Skapa skal fjölbreytt og vandað búsetuumhverfi, styrkja bæjarmynd Akureyrar og leggja áherslu á sérkenni bæjarins með vandaðri hönnun og varðveislu hvers konar menningarminja.

Umhverfisþættir Meginmarkmið: Í skipulags- og framkvæmdaáætlunum skal, eftir því sem við á, gera grein fyrir umhverfisþáttum, s.s. loftgæðum, vatnsbúskap, jarðfræði, lands-lagi, gróðurfari og dýralífi og áhrif mismunandi kosta á þá metin. Efla ber kerfis-bundna söfnun upplýsinga um einstaka umhverfisþætti. Stuðla skal að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni með verndun margs konar kjörlendis dýra og plantna. Árvekni skal gæta í nýtingu náttúruauðlinda.

Um náttúru, auðlindir og sjálfbæra þróun:

Náttúran er viðkvæm og ómetanleg auðlind sem samfélag manna er háð. Auk þeirra auðlinda sem afkoma okkar og efnahagskerfi byggir á, felast í náttúrunni verðmæt lífs gæði með tilliti til útivistar, fegurðar og vellíðunar. Heilbrigði náttúrulega umhverfisins er háð athöfnum manna og okkur ber skylda til að skila náttúrulegri arfleifð okkar óskaddaðri til komandi kynslóða. Því þarf að gæta þess að náttúrulegar auðlindir megi nýta og njóta þeirra til langframa.

Hröð nýting endanlegra auðlinda, síaukið magn úrgangsefna sem náttúran nær ekki að brjóta niður, vöxtur þéttbýlis og þau umhverfisáhrif sem því fylgja krefst þess að æ meira tillit verði tekið til umhverfisverndarsjónarmiða við alla áætlanagerð og ákvörðunartöku, þ.m.t. í skipulagsferlinu. Styrkja þarf þau tæki sem tiltæk eru til að vernda umhverfið. Í stað skammsýni og skeytingarleysis þurfa varkárni, fyrirhyggja og langtímasýn að vera ráðandi. Þessi atriði felast í hugtakinu sjálfbær þróun.

Í hugtakinu felst jafnframt að leggja þarf áherslu á vistkerfið í skipulagsvinnu og við framkvæmdir. Vistkerfi er skilgreint sem allir lífrænir og ólífrænir þættir umhverfisins og tengslin á milli þeirra sem saman mynda eina samhangandi heild. Með áherslu á vistfræðileg sjónarmið er þá átt við að notuð sé aðferðafræði sem leggur áherslu á tengslin á milli lofts, lands, vatns og lífvera, þ.m.t. manna. Hún felur í sér að meta þarf áhrif mismunandi aðgerða á lífríkið sem samhangandi heild en ekki einangruð fyrirbæri.

Atvinnu- ogtæknimál

Umhverfis- ogbyggingarmál

Félags- ogfræðslumál

Aðal-skipulag

Þrír þættir búsetuumhverfisins og þau þrjú meginsvið sem bæjarfélagið starfar á.

Page 14: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 14

Loft Deilimarkmið: Taka ber tillit til loftgæða við skipulags- og framkvæmdaáætlanir, draga skal úr útblæstri mengandi lofttegunda með því að stemma stigu við aukinni bílaumferð. Áhersla skal lögð á skógrækt í bænum og í kraga umhverfis hann til að binda koltvíoxíð. Stuðla skal að reglubundnum loft gæða-rannsóknum og að hljóðvist samræmist ákvæðum reglugerða.

Starfsmarkmið:

• Við skipulags- og framkvæmdaáætlanir ber að meta hvort fyrirhuguð ákvörðun, aðgerð eða fram-kvæmd muni valda mengun lofts eða rýra loftgæði. Huga þarf að mögulegum svæðis - eða stað-bundnum breytingum á veðurfari, hringrás, raka eða hitastigi lofts.

• Skylt verði að tengja skip við rafveitu þegar þau eru í höfn.

• Leggja ber áherslu á stígagerð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, blöndun landnotkunar og að búa í haginn fyrir aukið vægi almenningssamgangna í framtíðinni til að hægja á vexti bílaumferðar.

• Í skipulagi verði leitast við að vernda núverandi trjágróður og stuðla að nýplöntun þannig að aukist sá lífmassi sem bindur koltvíoxíð. Áhersla verði áfram lögð á að planta meðfram tengi- og safnbrautum til að bæta loftgæði.

• Reglulegar mælingar á loftgæðum verði hafnar sem allra fyrst þannig að fylgjast megi með breytingum sem verða kunna og tryggja að þau séu ásættanleg.

Akureyri, Súlur í bakgrunni

Page 15: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 15

Vatn Deilimarkmið: Vernda skal gæði neysluvatns. Efla skal eftirlit með ástandi yfirborðsvatns og koma í veg fyrir mengun þess. Varðveita ber lífríki í og við vatnasvæði og styrkja skal þýðingu lækja-, ár- og strandsvæða fyrir útivist og frístundaiðju og sem hluta af bæjarmyndinni.

Starfsmarkmið:

• Strandsvæði sunnan Oddeyrartanga flokkast í I. flokk skv. mengunarvarnarreglugerð en svæði norðan hans í II. flokk. Stefnt skal að flokkun annarra vatnasvæða í bæjarlandinu.

• Við skipulagsgerð vegna nýrra hverfa skal miða við að náttúrulegt flæði lækja sé varðveitt og að vatn fái að renna áfram ofanjarðar þar sem þess er kostur í þeim tilgangi að vernda lífríki vatnasvæða. Þetta á fyrst og fremst við næsta stóra nýbyggingarsvæði bæjarins, Naustahverfi. Varðveita ber opið svæði meðfram Lóninu og leita skal samstarfs við Glæsibæjarhrepp um skipulag á bæjarmörkunum meðfram því.

• Leitast verði við að planta ekki í mýrlendi.

• Aðgengi að strandlengju bæjarins verði tryggt með úrbótum á frágangi hennar frá Oddeyrartanga að flugvelli og með því að varðveita þá ósnertu strönd sem enn er til staðar milli hafnarsvæðisins í Sandgerðisbót og Krossaness og norðan Krossaness að bæjarmörkum. Lækir og ár verði hluti af útivistarsvæðum innan og ofan byggðar.

Jörð Deilimarkmið: Sérkennandi landslagseinkenni bæjarlandsins verði varðveitt og staðsetning og hönnun mannvirkja taki mið af staðháttum og landslagi. Gerð skal áætlun um nýtingu jarðefna og efnis vinnslu þannig að gætt verði hagkvæmni og umhverfissjónarmiða. Gengið skal frá eldri efnistökusvæðum og umhverfi þeirra bætt og fegrað með endurgerð og uppgræðslu lands.

Starfsmarkmið:

• Skipulag og hönnun innan byggðar skal laga að landslaginu þannig að megindrættir þess haldist.

• Við skógrækt skal tekið tillit til klettaborga og klappa þannig að þær fái áfram að njóta sín.

• Forðast skal hvers konar sóun hagnýtra jarðefna með stýringu og eftirliti. Þess ber jafnframt að gæta að námuvinnsla getur haft í för með sér margvísleg áhrif á umhverfið, svo sem mikla landþörf, varanlega breytingu á ásýnd lands, eyðingu jarðmyndana, mengun, hávaða og fok. Beita skal mótvægisaðgerðum til að draga úr slíku m neikvæðum umhverfisáhrifum jafnframt því sem eftirlit með nýtingu og frágangi svæða að vinnslu lokinni skal vera virkt.

• Framkvæmendur skulu skyldaðir til að gera deiliskipulag af námusvæði sínu. Þar skal gera grein fyrir aðkomu að vinnslusvæðinu, umfangi námunnar, hve mikið efni vinna eigi úr námunni, hvernig ganga eigi frá henni að vinnslu lokinni og hvernig mótvægisaðgerðum við neikvæðum umhverfisáhrifum verði háttað.

Vatnavextir í Búðargili vorið 1990 (áó)

Page 16: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 16

Hagnýt jarðefni

Vinnanleg jarðefni, s.s. sandur, möl og grjót, eru takmarkaðar og óendurnýjanlegar auðlindir sem nýttar eru til mannvirkja-gerðar. Í bæjarlandinu eru fyrst og fremst malar- og sandnámur og ein grjótnáma í Ystaási í Krossaneshaga. Þar eru enn vinnanlegir um 400.000 m³ af klöpp á svæði sem skipulagt er fyrir almenna atvinnustarfsemi. Efnið þar hefur verðmæta eiginleika og nýtist í grjótgarða við sjó og sem mulningur í vegagerð. Ráðgert er að deiliskipulag fyrir svæðið feli í sér mat á umhverfisáhrifum efnisnámsins.

Efni sem Glerá og Eyjafjarðará skila af sér er nýtt t.d. sem fyllingarefni í húsgrunna og götur. Þar er um endurnýjanlega auðlind að ræða. Meiri efnistaka er möguleg á Glerárdal en ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýtingu annarra náma innan bæjarmarkanna en þeirra sem sýndar eru á meðfylgjandi skýringarkorti.

• Vinnsluáætlun ber að gera fyrir hverja námu fyrir sig þannig að framkvæmdin skili sem mestu af nothæfu efni og samræmi sé á starfsháttum þeirra sem nýta námuna.

• Á gömlum námasvæðum á Glerárdal verði fram haldið endurgerð lands og uppgræðslu.

• Við deiliskipulag B-áfanga í Krossaneshaga verði áhrif fyrirhugaðs grjótnáms á umhverfið metin og beitt viðeigandi mótvægisaðgerðum.

• Meðhöndlun moldar verði komið í ákveðnari farveg en nú er þannig að hún fari ekki til spillis. Geymsla, nýting og afhending moldar verði með kerfisbundnum hætti. Þess verði gætt að jarðvegur í nýjum íbúðarlóðum verði sem bestur, t.d. með því að miðla úr moldarbanka.

• Kannað verði hvernig best verður staðið að jarðgerð úr lífrænum úrgangi.

Náma, staðsetning Jarðefni Ástand Notkun, áform Eignarhald Notandi

Glerárnámur, Lögmannshlíð

Norðan Glerár, allt frá mynni Glerárdals niður undir byggð

Möl Mjög slæmt. Miklir malarhjallar hafa verið numdir brott. Ekkert skipulag var á vinnslunni áður fyrr. Nú er þó gengið skipu lega til verks. Fýkur úr námunum.

Í notkun.

Vinnsla til framtíðar.

Akureyrarbær og einkaeign í landi býlisins Glerár

Akureyrarbær,

einkaaðilar

Laugarhóll, Glerárdal

Á hjalla í Glerárdal (bæjarnámur Akureyrar)

Sandur (möl)

Frágangur óviðunandi. Stórar malarnámur sem eru að mestu leyti upp urnar. Efni er þó nýtt sem fyllifefni í malbik og sandur er nýtt-ur m.a. til þess að hylja sorphauga í grennd-inni. Náman er stór að flatarmáli. Fýkur úr námunni yfir íbúðahverfi í Glerárþorpi.

Í notkun.

Er unnið að lokun svæðisins.

Akureyrarbær Akureyrarbær

Hlíðarendi, Lögmannshlíð Tvær námur í landi Hlíðarenda sem ekki eru lengur nýttar.

Ekki í notkun. Einkaeign

Krossanes

Suð-vestur af Krossanesi

Grjót Grjótnáma þar sem mulið er efni í malbilk og til hafnargerðar. Frágangur mætti vera betri. Náman er á svæði sem er skipulagt fyrir iðnað og almenna atvinnustarfsemi.

Í notkun.

Vinnsla til framtíðar.

Akureyrarbær Akureyrarbær

Krossanes

Við Krossanes

Möl

Margar námur inni á skipulögðu iðnaðar-svæði. Sumar eru svo gamlar að þær eru löngu grónar upp, aðrar eru í vinnslu. Á þessu svæði er búið að skipuleggja og ganga frá svæði fyrir skipulega móttöku brotajárns.

Lítið í notkun.

Óvíst með framhald.

Akureyrarbær Akureyrarbær

Við Sólborg

Gamalt uppistöðulón ofan stíflu í Glerá, á móts við Sólborg

Möl, sandur

Í lagi. Endurnýjanleg auðlind, þ.e.a.s. efni sem Glerá skilar af sér og er mokað upp reglulega þarna. Misjafnt er hvað mikið magn berst frá ári til árs.

Í notkun. Vinnsla til framtíðar eftir því sem efni fellur til.

Akureyrarbær Akureyrarbær

Við Leiruveg

Ósar Eyjafjarðarár

Sandur Endurnýjanleg auðlind, þ.e.a.s. efni sem Eyja -fjarðará skilar af sér.

Í notkun. Vinnsla til framtíðar eftir því sem efni fellur til.

Akureyrarbær Akureyrarbær

Námur í landi Akureyrar 1998 Heimild: Náttúruverndarráð 1996, sérútprentun úr gagnagrunni og viðbætur tækni- og skipulagsdeilda Akureyrar.

Page 17: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 17

Gróður Deilimarkmið: Vernda skal merkileg gróðurlendi með skilgreiningu verndarsvæða og opinna svæða ofan byggðar. Vernda skal náttúruleg gróðurlendi utan skógræktarsvæða í kraganum, koma í veg fyrir eyðingu sérstæðra og friðlýstra plantna og vinna skal gegn gróður- og jarðvegseyðingu.

Starfsmarkmið:

• Þess skal gæta að ágangur á útivistarsvæðum bæjarins verði ekki til þess að gróður láti á sjá.

• Við deiliskipulag og framkvæmdir skal gæta þess að vegarstæði og staðsetning annarra mannvirkja raski gróðurlendi og jarðvegi sem minnst. Koma skal í veg fyrir að sérstæðum eða friðlýstum plöntum verði eytt.

• Skráð verði og merkt á kort þau tré í bænum sem vegna aldurs, stærðar, tegundar eða staðsetningar hafa varðveislugildi. Stuðlað verði að verndun þeirra.

Dýralíf Deilimarkmið: Tryggja skal fjölbreytni fuglalífs með verndun mikilvægra fæðu- og varp staða fugla.

Sorp Deilimarkmið: Leita skal leiða til að minnka sorp og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Stefnt skal að flokkun sorps í þessum tilgangi. Hraða skal ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag sorpförgunar í samvinnu við sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu.

Starfsmarkmið:

• Komið verð i upp geymslusvæði fyrir nýtanlega hluti sem bíða notkunar.

• Frágangur og vinnubrögð við sorpurðun á Glerárdal verði vönduð, m.a. vegna nálægðar urðunarstaðarins við gönguleiðir og útivistarsvæði á Súlum og Glerárdal. Þannig verði þess gætt að sorpurðunin valdi sem minnstri truflun á útivist í nágrenninu.

• Leitað verði leiða til að virkja almenning til aukinnar endurnýtingar og endurvinnslu á heimilum og draga þannig úr því sorpi er farga þarf.

Page 18: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 18

Opin svæði Meginmarkmið: Styrkja skal gróskumikla umgjörð bæjarins, viðhalda opnum svæðum og stuðla að verndun náttúrulegra verðmæta, þ.m.t. vistkerfi, náttúru-perlur og landslagseinkenni. Opin svæði innan og utan bæjar skulu tengd saman og mynda eina samhangandi heild. Þannig skal veita fólki möguleika á fjölbreyttum tækifærum til tómstunda, útivistar og fræðslu og bæta umhverfi, umgjörð og yfirbragð bæjarins.

Heildarskipulag opinna svæða Deilimarkmið: Leitast skal við að tengja saman núverandi og ný opin svæði innan byggðar, bæði innbyrðis sem og við opnu svæðin í kringum bæinn, t.d. með stígum, götum, trjáröðum og gróðurbeltum. Byggð verði upp ýmiss konar aðstaða á opnu svæðunum til að auka möguleika á notkun þeirra til margþættrar útivistar, s.s. bílastæði, áningarstaðir, útsýnisskífur, æfingastöðvar og leiktæki.

Starfsmarkmið:

Heildarskipulag

• Unnið verði deiliskipulag allra útivistarsvæða í heild og það kynnt íbúum

• Leitað verði samvinnu við nágrannasveitarfélög um heildarskipulag útivistarsvæða í Eyjafirði, t.d. í samhengi við gerð svæðisskipulags.

Fjalllendið

• Gerð verði áætlun um bætt aðgengi að Glerárdal og Súlum, t.d. með gerð bílastæða og gönguleiða. Strangar reglur verði settar um sorpurðun og formun og notkun skotæfinga- og bílaíþróttasvæðis þannig að almenningur á leið um svæðin verði fyrir sem minnstri truflun.

• Þess verði gætt að beit spilli ekki gróðurfari á Glerárdal.

• Vegna nálægðar skíðasvæðanna í Hlíðarfjalli við vatnsból skal meta áhrif hugsanlegra mannvirkja í fjallinu á náttúrufar áður en ráðist er í framkvæmdir.

• Mat á snjóflóðahættu í Hlíðarfjalli verði ein af forsendum deiliskipulags fyrir svæðið.

• Glerárdalur, ofan útivistar- og skógræktarbeltis ofan bæjar og svæða sem afmörkuð eru til sérstakra nota, er skilgreindur sem verndarsvæði vegna náttúrufars og útivistargildis.

„Græni trefillinn”

• Samþykkt Eyjafjarðarsveitar og Akureyrarbæjar um verndun óshólma Eyjafjarðarár er staðfest í aðalskipulagi. Helstu atriði samþykktarinnar eru:

Við Hliðarfjallsbrún (hj)

Page 19: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 19

ü Gamla þjóðveginum nr. 1 um hólmana verður haldið við sem göngu- og reiðleið um svæðið.

ü Eyjafjarðarbraut eystri og vestri. Gö ngu- og reiðleiðir út frá stofnbraut verða lagðar samkvæmt skipulagi fyrir svæðið.

ü Gangandi fólki er heimil för um svæðið enda virði það almennar umgengnisreglur og varist að skerða gróður, trufla að óþörfu dýralíf eða valda skemmdum á jarðmyndunum.

ü Hefðbundnar nytjar landsins eru leyfilegar, s.s. heyskapur, beit og kartöflurækt.

ü Umferð hvers konar vélknúinna tækja er óheimil á svæðinu. Undantekning er vegna hefðbundinna nytja á landinu og vegna umsýslu og eftirlits. Þá er og heimil umferð vélsleða á ís eftir farvegi Eyjafjarðarár.

ü Mannvirkjagerð og hvers konar jarðrask annað en lagfæring göngu- og reiðleiða er þar óheimilt. Lagning raflína um svæðið er háð samþykki sveitarstjórna. Ef af lengingu flugbrautar verður skv. skipulagi, þarf að færa aðkomu og göngu- og reiðleið sunnar en nú er.

ü Umsjón með svæðinu er í höndum 5 manna nefndar. Hlutverk hennar er að gera tillögur að skipulagi svæðisins og um framkvæmdir sem taldar eru nauðsynlegar; að veita leyfi til takmarkaðra skotveiða; að fylgjast með að hefðbundnar nytjar landsins samræmist friðun og útivist og að safna upplýsingum um náttúrufar svæðisins.

• Aðgengi að Krossanesborgum verði bætt með gerð bílastæða og merktra gönguleiða.

• Mannvirkjagerð á skilgreindu verndarsvæði Glerárgils efra er bönnuð.

• Uppgræðslu og endurformun lands við Glerárgil efra verði fram haldið.

Opin svæði innan bæjar Deilimarkmið: Leitað verði leiða til að tengja opin svæði innan byggðar betur saman en nú er.

Starfsmarkmið:

• Grænar æðar frá Glerár- og Kotárborgarsvæði inn í nálæg hverfi verði styrktar og gerðar sýnilegri, t.d. með gróðri og stígum. Unnið verði deiliskipulag af svæðinu í samh engi við skipulag háskólasvæðisins á Sólborg.

• Unnið verði að því að bæta umhverfi Glerár og tryggja að almenningi sé fært að ánni frá fjöru til fjalls.

• Leiksvæði í bænum verði í tengslum við stærri opin svæði þar sem kostur er, ellegar innan þeirra.

• Stofnanalóðir, einkum skólalóðir, skulu þannig úr garði gerðar að þær nýtist almenningi til útivistar.

• Helgunarsvæði umferðargatna verði nýtt þar sem mögulegt er sem hluti af samfelldum gróður- og útivistarsvæðum.

• Tryggja skal gönguleiðir um strandsvæði og að óröskuð strönd verði vernduð.

Page 20: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 20

Bæjarmynd

Meginmarkmið: Skapa skal vandað og fallegt búsetuumhverfi, sem gefur Akureyri sérkennandi bæjarmynd og veitir íbúum vellíðan og ánægju, með góðri hönnun bygginga og hverfa, vönduðum umhverfisfrágangi og varðveislu þeirra menningarsögulegu verðmæta sem felast í byggingum, bæjarumhverfi og fornleifum.

Um mikilvægi aðlaðandi bæjarumhverfis:

Byggingar og umhverfismótun er spegill hvers samfélags enda er byggingarlist eitt helsta skoðunarefni ferðamanna hvar sem er í heiminum. Aðlaðandi bæjarumhverfi hefur ekki síður afgerandi þýðingu fyrir Akureyri sem stað til búsetu. Líftími bygginga er áratugir og jafnvel aldir og hafa þarf í huga að verið er að skapa umhverfi og húsnæði komandi ekki síður en núverandi kynslóða. Því er mikilvægt að leggja áherslu á góða hönnun og að hagsmuna komandi kynslóða sé gætt. Jafnframt er mikilsvert að tengslum við fortíðina og upprunann sé viðhaldið með varðveislu fornminja, bygginga og hverfaheilda fyrri tíma og gæta þarf sérstaklega að varðveislu þess sem hefur byggingarlistar-, sögu- og/eða menningarlegt gildi þannig að sem gleggst megi lesa sögu og þróun bæjarins úr byggingum og umhverfi.

Hönnun bygginga Deilimarkmið: Nýbyggingar og breytingar á eldri byggð á Akureyri skulu teljast góð byggingarlist sem virðir og bætir bæjarmyndina.

Starfsmarkmið:

• Til þess að meta hvort nýbygging eða breyting á eldri byggingu telst góð byggingarlist skal hafa eftirfarandi atriði til viðmiðunar, auk umfjöllunar í greinargerð með tillögu að Aðalskipulagi Akur-eyrar dags. í mars 1998 (kaflar 6.1 og 6.2 um bæjarmynd og byggingarlist):

ü Byggingin feli í sér heilsteypta listræna hugmynd þar sem t.d. sé tekið tillit til ljóss og skugga, smáatriða og heildar, fjölbreytileika og samræmis, jafnvægis og hlutfalla, notagildis og hagkvæmni.

ü Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi; verndi landslagið og taki tillit til þess og falli vel inn í umhverfi og götumynd.

ü Byggingin þjóni vel hlutverki sínu.

ü Tekið sé mið af veðurfarsaðstæðum.

ü Byggingin sé öllum vel aðgengileg.

Úr Glerárhverfi.

Af Oddeyri.

Page 21: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 21

ü Byggingin feli í sér góða byggingartækni.

ü Tekið sé tillit til hagkvæmnissjónarmiða.

ü Tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða, t.d. sparnaðar orku og auðlinda. • Breytingar á byggingum og nýbyggingar í eldri hverfum skulu metnar eftir áhrifum þeirra á

yfirbragð byggðar, umferð, bílastæðaþörf, útsýni og skuggamyndun. Byggingarnar skulu falla vel inn í þá götumynd/bæjarmynd sem fyrir er.

• Allt nýtt íbúðarhúsnæði standist eftirfarandi kröfur:

ü Innra skipulagi sé þannig háttað að rými nýtist vel fyrir þær athafnir sem fram fara innan veggja heimilis.

ü Tekið sé tillit til þess að margir ólíkir einstaklingar eigi eftir að nota íbúðina, bæði núverandi og komandi kynslóðir.

ü Tenging við einkagarð eða sameiginlegt rými utandyra sé góð.

ü Staðlar um aðgengi hreyfihamlaðra verði uppfylltir.

Hönnun hverfa og umhverfisfrágangur Deilimarkmið: Íbúðahverfi bæjarins skulu henta sem best öllum aldurs- og þjóðfélagshópum hvað varðar húsnæði, öryggi, útivist, samgöngur og aðgengi að þjónustu. Við útfærslu nýrra hverfa verði lögð áhersla á vel skilgreind bæjarrými, skýra heildarmynd og umhverfis sjónarmið. Frágangur alls umhverfis í bænum verði sem vandaðastur.

Starfsmarkmið:

• Við deiliskipulag Naustahverfis skal tekið mið af áherslum sem lýst er í kafla 6.3 í greinargerð með tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar, mars 1998.

• Við úrbætur í núverandi hverfum og hönnun nýrra hverfa skal tekið mið af eftirfarandi:

ü Áhersla skal lögð á að skapa skýrt afmörkuð útirými, bæði einkarými og sameiginleg, með skilgreind hlutverk.

ü Lögð skal áhersla á opin svæði, torg og garða sem gefa möguleika á frístundaiðju hvers konar og óformlegum samskiptum íbúa.

ü Tryggt verði að einstaklingar geti farið um örugglega og þægilega, án ótta við hættu frá umferð. Fjölbreyttar og vel frágengnar samgönguleiðir fyrir gangandi, hjólandi og akandi myndi tengingar innan og milli hverfa.

ü Kappkostað verði að frágangur umhverfis og uppbygging þjónustu, s.s. leikskóla og grunnskóla, haldist í hendur við uppbyggingu íbúðahverfa.

Naustahverfi, nýr bæjarhluti sunnan núverandi byggðar

Framkvæmdir í Glerárhverfi.

Page 22: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 22

Giljahverfi

ü Umhverfis frágangur sé liður í að skapa bænum aðlaðandi heildaryfirbragð og skal vandað til hans jafnt í atvinnu- sem íbúðahverfum.

ü Leitast skal við að bæta umhverfi núverandi hverfa, s.s. göturými, bifreiðastæði, gönguleiðir og opin svæði t.d. með gróðri og vönduðum yfirborðsfrágangi.

ü Leggja skal alúð í val og hönnun götugagna, lýsingar og efna til yfirborðsþekju. Huga ska l að heildarsamræmi og langtímasjónarmiðum þannig að hlutirnir standist sem best tímans tönn.

• Listaverkum verði fjölgað í bænum, t.d. á opnum svæðum og í miðbæ og nágrenni hans.

• Auglýsingaskilti skulu falla vel að bæjarmyndinni og vera fróðleg og gagnleg. Þess skal gætt að þau skapi ekki umferðarhættu og að tekið sé tillit til nábýlis - og grenndarréttar.

Húsvernd Deilimarkmið: Vernda skal og bæta þær byggingar sem taldar eru hafa byggingarlistrænt eða menningarsögulegt gildi. Varðveislugildi bygginga frá fyrri hluta og miðbiki þessarar aldar skal gefa aukinn gaum við afgreiðslu erinda um breytingar á byggðinni. Tryggt verði að hvert tímabil byggingar-sögunnar eigi sér fulltrúa í bæjarmyndinni.

Hverfisvernd Deilimarkmið: Vernda skal og bæta svæði eða hverfi sem hafa sérkennandi yfirbragð og eru mikilvægur hluti af bæjarmyndinni. Varðveislugildi hverfa frá fyrri hluta og miðbiki þessarar aldar skal gefa aukinn gaum við afgreiðslu erinda um breytingar á byggðinni. Gróðursæld og gróðureinkenni eldri hverfa verði varðveitt og styrkt.

Hús- og hverfisvernd Starfsmarkmið

• Skipaður verði starfshópur sem móti tillögur um hvernig best megi stuðla að hús- og hverfisvernd. Starfshópurinn taki mið af markmiðum aðalskipulags og móti m.a. tillögur um eftirfarandi atriði:

ü Gerð bæjar- og húsakönnunar fyrir bæinn og þá fyrst og fremst austan Mýrarvegar. Greiningin taki m.a. til sögulegrar þróunar bæjarins, landslags, umhverfisfrágangs, byggingarhefða og atriða sem eru sérkennandi fyrir akureyrska eða íslenska húsagerð. Lagt verði mat á atriði sem vert er að halda í, þróa og byggja á í framtíðinni.

ü Leiðir til að gera eigendum gamalla húsa kleift að viðhalda og endurnýja eignir sínar, t.d. með lánafyrirgreiðslu, lækkun fasteignagjalda eða styrkjum.

ü Leiðir til að hvetja húseigendur til að bæta hús sín og umhverfi og halda þeim vel við.

ü Ráðgjöf og þjónustu við húseigendur um breytingar og viðhald á eldri húsum.

Skýringarmynd með deiliskipulagi elsta hluta byggðar á Oddeyri

Page 23: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 23

ü Afgreiðslu umsókna og verklagsreglur bæjarkerfisins um breytingar á eldri húsum og nýbyggingar í eldri byggð.

Fornleifavernd Deilimarkmið: Stuðla skal að verndun merkra fornleifa í bæjarlandinu og forðast skal að hrófla við minjum eftir því sem frekast er kostur. Stuðla skal að rannsóknum og kynningu og að gera menningar-sögulega arfinn sem best aðgengilegan íbúum og ferðalöngum.

Starfsmarkmið:

• Deiliskráning fornminja fari fram áður en gengið er frá deiliskipulagi nýbyggingarsvæðis og skulu minjar, bæði sýnilegar og þar sem vitað er um fornleifar í jörðu, sýndar á skipulagsuppdrætti.

• Við skipulagsgerð verði leitast við að fella hönnun hverfa og útivistarsvæða að þeim fornleifum sem fyrir eru og ástæða er til að varðveita.

• Tryggt verði að rannsóknir fari fram á merkum minjum sem óhjákvæmilegt reynist að raska.

• Þar sem fornleifar koma í ljós við jarðrask á svæðum þar sem ekki var vitað um þær fyrir skal þegar í stað stöðva framkvæmdir og láta fara fram vettvangsathugun. Á grunni hennar skal síðan tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að hefja rannsókn eða hvort þær skuli látnar víkja. Þar sem slík ákvörðun er tekin skal þó jafnan vera afdráttarlaust hvers eðlis fornleifarnar voru.

• Helstu fornminjastaðir í bæjarlandinu verði merktir og gerðir aðgengilegir með stígagerð og leiðarvísum.

Page 24: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 24

2.3 FÉLAGS- OG FRÆÐSLUMÁL

Yfirmarkmið Skapa skal mannvænt bæjarumhverfi sem mætir þörfum allra fyrir húsnæði, þjónustu, tómstundir, íþróttir og útivist. Stuðla skal að fjölbreyttum möguleikum til náms og menningarstarfsemi hvers konar. Stefna ber að aukinni þátttöku almennings við gerð skipulags.

Um mannvænt bæjarumhverfi:

Með hugtakinu mannvænt bæjarumhverfi er átt við þarfir mannsins fyrir húsnæði, öryggi, félagsleg samskipti, tækifæri til skólagöngu, frítímaiðju, skemmtunar og til þátttöku í ákörðunum um þróun byggðarlagsins. Þetta eru allt atriði sem hafa veruleg áhrif á það hversu gott er að búa á Akureyri.

Skipulag landnotkunar gegnir mikilvægu hlutverki í þessu samhengi, m.a. með því að tryggja aðgengi og jafna dreifingu þjónustu og atvinnutækifæra, fjölbreytta húsnæðismöguleika, blöndun félagshópa, öruggar samgönguleiðir, margháttaða samgöngumöguleika, svæði til útivistar og verndunar náttúruverðmæta og manngerðra fyrirbæra sem hafa sögu- og menningarlegt gildi.

Sveitarfélagið og íbúarnir bera gagnkvæma og sameiginlega ábyrgð á þróun bæjarins. Sveitarfélagið hefur þá ábyrgð að tryggja að þörfum íbúa sé sinnt og þeir hafa þá ábyrgð að meta framkvæmdir og ákvarðanir út frá hagsmunum bæjarbúa sem heildar. Þátttaka almennings er forsenda þess að þróun byggðar endurspegli þarfir fólksins. Almenningi er veitt tækifæri til þátttöku í ákvarðanatöku um uppbyggingu bæjarins í gegnum hið lagalega skipulagsferli en lítil hefð er fyrir samráði við almenning á fyrstu stigum skipulagsgerðar. Því ætti að leita leiða til að auka þátttöku almennings í skipulagsvinnu.

Húsnæði Meginmarkmið: Tryggt verði að fyrir hendi sé skipulagt byggingaland sem svarar þörfum allra íbúa fyrir húsnæði á skipulagstímabilinu.

Um lýðfræðilegar breytingar og þörf á nýju húsnæði:

Tölur og framreikningar nú benda til þess að draga muni úr fólksfjölgun á Akureyri á síðari hluta skipulagstímabilsins, m.a. vegna þess að hlutfall eldra fólks af íbúafjöldanum vex. Þetta þýðir að þörf fyrir nýbyggingar verði minni á síðari hluta skipulagstímabilsins en á því fyrra. Á fyrri hluta tímabilsins verður aðalíbúafjölgunin í aldurshópnum 40-64 ára. Á síðari hluta tímabilsins verður enn mikil fjölgun 50-64 ára og einnig í hópi 67 ára og eldri. Það má því búast við aukinni eftirspurn eftir húsnæði fyrir þessa aldurshópa á síðari hluta skipulagstímabilsins. Breytingar á fjölskyldugerð

Fjölgun í helstu aldurshópum 1995-2015(framreikningur er með flutningum)

0

1000

2000

3000

4000

5000

6000

1995 2005 2015

0-14 ára

15-24 ára

25-44 ára

45-64 ára

65 ára og eldri

fjöldi

Page 25: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 25

í átt til minni fjölskyldna, fleiri einstæðra foreldra og einhleypra benda enn fremur til að frekar megi búast við eftirspurn eftir minni íbúðum en stærri.

Starfsmarkmið:

• Stefna ber að kerfisbundinni skráningu og greiningu upplýsinga um sem flesta þætti íbúafjöldans á Akureyri, þannig að yfirlit fáist yfir þróun á tilteknu tímabili og á skilgreindu svæði, s.s. götu, hverfi eða bæjarhluta.

• Upplýsingar um íbúðir, byggingastarfsemi og breytingar á byggingum séu skráðar og greindar með sama hætti.

Félagslegt húsnæði Deilimarkmið: Stefna ber að blöndun félagshópa með sem jafnastri dreifingu félagslegs húsnæðis.

Húsnæði fyrir fatlaða Deilimarkmið: Allt nýtt húsnæði taki mið af kröfum um aðgengi fatlaðra. Íbúðarhúsnæði verði hannað og byggt þannig að sem minnst þörf verði á sérlausnum í húsnæðismálum þeirra. Sambýli fatlaðra verði hluti af íbúðahverfum bæjarins.

Húsnæði aldraðra Deilimarkmið: Öldruðum verði gert mögulegt að búa sjálfstætt á eigin heimili eins lengi og kostur er.

Með fjölbreyttum húsagerðum og íbúðastærðum innan hverfa, hafi aldraðir kost á að búa áfram í sínu hverfi þegar þeir vilja flytja í minna eða hentugra húsnæði. Íbúðarhúsnæði verði hannað og byggt þannig að sem minnst þörf verði á sérlausnum í húsnæðismálum aldraðra. Lóðir fyrir húsnæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum verði í boði þar sem stutt er í þjónustu og liggi vel við almenningssamgöngum.

Samfélagsþjónusta Meginmarkmið: Búa skal öllum aldurs - og þjóðfélagshópum umhverfi, öryggi og þjónustu sem mætir sem best þörfum þeirra.

Málefni fatlaðra Deilimarkmið: Skapa skal fötluðum skilyrði til taka hindrunarlaust þátt í samfélaginu á við aðra þjóðfélagsþegna.

Starfsmarkmið:

• Í skipulagi og viðhönnun bygginga og umhverfis verði ávallt tekið mið af aðgengi fyrir fatlaða.

Fjölgun fjölskyldueininga eftir fjölskyldugerðá Akureyri 1970-1995

0

500

1000

1500

2000

2500

3000

3500

4000

4500

1970 1975 1980 1985 1990 1995

fjöldi

Hjón/sambúð með börn

Hjón/sambúð án barna

Einstæðir feður

Einstæðar mæður

Einhleypir

Page 26: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 26

• Útfærsla á samgönguleiðum, s.s. götum, stígum og almenningsvagnakerfi, sé miðuð við að fatlaðir komist þar um.

Málefni aldraðra Deilimarkmið: Heimaþjónusta og endurhæfing verði efld til þess að gera öldruðum mögulegt að búa sjálfstætt á eigin heimili eins lengi og kostur er.

Æskulýðsmál Deilimarkmið: Börnum og ungmennum verði tryggð góð uppvaxtarskilyrði með öruggu umhverfi, öruggum samgönguleiðum og fjölbreyttum möguleikum til tómstundastarfa, iðkunar íþrótta og náms.

Heilbrigðismál Deilimarkmið: Bæjarbúar eigi kost á góðri heilbrigðisþjónustu.

Útivist, íþróttir og tómstundir Meginmarkmið: Stuðla ber að heilbrigði og vellíðan íbúa með því að skapa góða aðstöðu fyrir fjölbreytta útivist, íþróttir og tómstundir að vetri sem sumri.

Um mikilvægi útivistar, íþrótta og tómstundaiðkunar:

Með auknum frítíma fólks og vaxandi almennum áhuga á heilsurækt og útivist, eykst eftirspurnin eftir góðum og fjölbreyttum möguleikum til tómstundaiðju, hvort heldur sú iðja beinist að íþróttaiðkun, léttri hreyfingu, afslöppun, skapandi starfi eða að því að njóta menningarviðburða. Framboð á þessu sviði er einn mikilvægasti þátturinn í að gera Akureyri að eftirsóknarverðum stað til búsetu þar sem möguleikar til ástundunar ýmis konar tómstundaiðju er veigamikill liður í uppvaxtarskilyrðum fyrir börn og almennum lífsgæðum fólks.

Möguleika til frítímaiðju er augljóslega að finna á íþróttasvæðum, útivistarsvæðum og í tómstundarmiðstöðvum, en þá er einnig að finna á söfnum, í sýningarsölum, verslunum, veitingastöðum, almenningsgörðum og á torgum og götum bæjarins þar sem möguleikar eru fyrir hvers konar athafnir og samskipti. Þannig skiptir framboð á menningarstarfsemi og vel útfærður frágangur umhverfis miklu máli í þessu samhengi.

Almenn útivist Deilimarkmið: Skapa skal aðlaðandi útivistarsvæði bæði innan bæjarins og í nágrenni hans sem bjóða upp á margvíslega aðstöðu til slökunar, hollrar hreyfingar og íþróttaiðkana. Stígar tengi saman byggð og opin svæði og veiti góða möguleika til göngu, skokks og hjólreiða.

Gengið á Strýtu (hj)

Page 27: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 27

Vetraríþróttir Deilimarkmið: Vinna skal að uppbyggingu Akureyrar sem Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samvinnu við Menntamálaráðneytið, Íþróttasamband Íslands og Íþróttabandalag Akureyrar, með því að byggja upp góða aðstöðu til iðkunar vetraríþrótta.

Sund Deilimarkmið: Sundlaug Akureyrar verði byggð upp sem aðalsundstaður bæjarins til framtíðar.

Almennings- og keppnisíþróttir Deilimarkmið: Góð aðstaða verði fyrir sem flestar íþróttagreinar, bæði inni sem utandyra og verði Akureyri mið stöð keppnisíþrótta á Norðurlandi.

Dýrahald Deilimarkmið: Möguleiki til tómstundabúskapar verði í skilgreindum hesthúsahverfum, Breiðholti og Hlíðarholti. Afgirt beitarlönd verði til leigu ofan bæjarins. Skilgreindar verði reiðleiðir um bæjarlandið þar sem öryggi almennings, knapa og hesta verði í fyrirrúmi.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli (hs)

Vetrarskokk á Skógarlundi

Page 28: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 28

Starfsmarkmið:

• Framtíðaruppbygging á aðstöðu fyrir hestamenn verði að mestu leyti í Hlíðarholti.

• Stefnt er að því að búfjárhald í Búðargili verði lagt af innan tíðar.

• Gert verði ráð fyrir reiðvegaslaufum og áningastöðum um útivistarsvæðin, út frá aðalreiðleiðinni sem skilgreind er á aðlskipulagsuppdrætti. Frekari útfærsla reiðstíga verður unnin í deiliskipulagi fyrir svæðin.

• Þar sem umferð ríðandi eða hjólandi manna er leyfð á göngustígum skulu fótgangendur hafa forgang.

Tómstundamál Deilimarkmið: Í boði verði margskonar tómstundatilboð fyrir alla aldurshópa allan ársins hring, sem sinnt verði af vel menntuðu starfsfólki. Tómstundastarf á vegum Akureyrarbæjar verði liður í forvörnum gegn vímuefnaneyslu ungmenna, heilsubresti og einangrun aldraðra og neikvæðum áhrifum atvinnuleysis.

Starfsmarkmið:

• Við skipulag nýrra grunnskóla og endurskipulag eldra grunnskólahúsnæðis og -lóða verði gert ráð fyrir félagsmiðstöðvum og hugað að því að grunnskólinn geti þjónað sem almenn félagsmiðstöð fyrir við komandi hverfi.

• Við skipulag íbúða og þjónustuhúsnæðis fyrir aldraða verði tekið tillit til þarfa fyrir tómstundaiðju og félagsstarf.

Menningar- og menntamál Meginmarkmið: Styrkja skal Akureyri sem menningar- og skólabæ. Búa skal vel að leik-, grunn- og framhaldsskólum, listaskólum, efla Háskólann á Akureyri og styrkja menningarstarfsemi hvers konar.

Leikskólar Deilimarkmið: Skilyrði til uppeldis og menntunar barna á leikskólum verði til fyrirmyndar, s.s. með vönduðu húsnæði, góðum leiksvæðum og vel menntuðu starfsfólki. Lögð verði áhersla á að tryggja öryggi barna eins vel og kostur er.

Grunnskólar Deilimarkmið: Skilyrði til uppeldis og menntunar barna og ungmenna í grunnskólum verði til fyrir-myndar, s.s. með vönduðu húsnæði, góðri starfsaðstöðu nemenda og kennara og vel menntuðu starfsfólki. Samgönguleiðir að skólum verði gerðar eins öruggar og unnt er.

Leikskólinn Kiðagil (áó)

Giljaskóli (áó)

Page 29: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 29

Hugað verði að því að grunnskólinn geti þjónað sem félagsmiðstöð fyrir viðkomandi hverfi.

Starfsmarkmið:

• Stígagerð við skóla verði flýtt sem kostur er þannig að gönguleiðir verði öruggar.

• Ef þétting byggðar er áformuð við núverandi skólahverfi skal meta áhrifin á skólastarfsemi í viðkomandi hverfi.

• Við skipulag nýrra grunnskóla og endurskipulag eldri grunnskólahúsnæðis og -lóða verði gert ráð fyrir starfsemi Tónlistarskólans og félagsmiðstöðvum.

Framhaldsskólar Deilimarkmið: Fjölbreytt framhaldsskólanám verði í boði og skólunum verði tryggðir vaxtar-möguleikar. Leiðir almenningsvagna að skólunum verði sem bestar og göngu- og hjólreiðastígar sem greiðfærastir.

Háskólinn á Akureyri Deilimarkmið: Háskólinn á Akureyri verði efldur. Háskólasvæðið að Sólborg verði vel tengt öðrum hverfum bæjarins, með Borgarbraut, Dalsbraut, almenningssamgöngum og göngu- og reiðhjólastígum.

Aðrar menntastofnanir Deilimarkmið: Tónlistarskólum verði búnar góðar aðstæður fyrir starfsemi sína.

Menningarstofnanir Deilimarkmið: Menningarstarfsemi verði efld. Listamiðstöðin í Grófargili verði styrkt og stuðlað að því að húsnæði þar verði fyrst og fre mst nýtt til listastarfsemi eða starfsemi tengdri listum.

Þátttaka almennings við gerð skipulags Deilimarkmið: Leitað verði le iða til að gefa almenningi aukinn kost á að taka þátt í mótun skipulags.

Starfsmarkmið:

• Þróa ber aðferðir og vinnubrögð til að auka möguleika almennings á að taka þátt í stefnumörkun um umhverfismál og ákvörðunum um skipulag byggðar.

Íbúar í Glerárhverfi og starfsmaður Akureyrarbæjar ræða málefni hverfisins.

Page 30: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 30

2.4 ATVINNU- OG TÆKNIMÁL

Yfirmarkmið Lögð skal áhersla á fjölbreytt og öflugt atvinnulíf, greiðfærar og öruggar sam-göngur og vistvæn og hagkvæm veitukerfi. Lögð verði áhersla á mikilvægi vandaðs bæjarumhverfis, góðrar þjónustu, öflugs menningarstarfs og möguleika til menntunar og frístunda fyrir efnahagsstöðu bæjarins.

Umhverfi atvinnulífins:

Á Akureyri er fjölbreytt atvinnulíf og til þess að viðhalda og styrkja núverandi efnahagsgrunn og laða að ný fyrirtæki þarf Akureyri að bjóða upp á góðar aðstæður til búsetu og skapa atvinnulífinu fjölbreytt og sveigjanlegt umhverfi, m.a. með vel skipulögðum atvinnusvæðum og öflugum þjónustukerfum.

Atvinnumál Meginmarkmið: Stuðla skal að fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi og góðu rekstrar-umhverfi fyrirtækja, m.a. með nægu framboði á vel skipulögðum atvinnusvæðum fyrir margvíslega starfsemi, góðu samgöngu- og veitukerfi og mannvænu og vönduðu búsetuumhverfi.

Atvinnuþróun Deilimarkmið: Áhersla verði lögð á að styrkja meginstoðirnar í atvinnulífinu og þannig efla Akureyri í þeim greinum sem bærinn er þegar sterkur í, s.s. opinber og einkaþjónusta, sjávarútvegur, matvæla-framleiðsla og annar iðnaður, skólastarfsemi, ferðaþjónusta og vöru- og farþegaflutningar. Jafnframt verði tengsl atvinnulífs og háskóla efld með áherslu á nýsköpun, rannsóknir og menntunarmöguleika sem eru í takt við þróun atvinnulífsins. Þá verði tryggt að ávallt sé í boði góð þjónusta fyrir íbúa og þeir hafi fjölbreytt tækifæri til menntunar, frístundaiðju og að taka þátt í og njóta menningarstarfsemi.

Um aukið vægi þjónustugreina:

Vegna stöðu Akureyrar í landsfjórðungnum og þróunar samfélags og atvinnuvega almennt má miða við áframhaldandi vöxt þjónustugreina. Þó kann fjölgun starfa í opinberri þjónustu að verða hægari en verið hefur síðustu ár þar sem áhersla á aðhald og sparnað í opinberum rekstri er æ ríkari.

Þróun í átt til aukins vægis þjónustugreina ásamt því markmiði aðalskipulagsins að Akureyri verði efld sem miðstöð menntunar, menningar, verslunar og þjónustu í landsfjórðungnum, kallar á að

Skemmtiferðaskip við bryggju á Oddeyrartanga.

Mannlíf í göngugötunni í Hafnarstræti.

Page 31: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 31

Iðnaðar- og athafnasvæði í Krossaneshaga

skipulag atvinnusvæða miði í auknum mæli við þjónustugreinar. Einhver hluti þeirrar starfsemi á best heima í miðbæ eða á miðsvæðum og er því ástæða til nýta þessa þróun til að styrkja miðbæinn og skapa bæjarhlutum sterka miðkjarna, t.d. í Naustahverfi og norðan Glerár.

Vöxtur í þjónustugreinum gæti ennfremur þýtt að gera megi ráð fyrir meiri blöndun íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi en hefur verið gert síðustu áratugi, þar sem neikvæð áhrif ýmiss konar þjónustustarfsemi á íbúðabyggð gætu verið minni en áhrif dæmigerðrar iðnaðarstarfsemi.

Á landnotkunaruppdrætti aðalskipulagsins eru skilgreind fleiri athafnasvæði fyrir blandaða atvinnustarfsemi en áður þar sem þjónusta og léttur iðnaður getur farið saman, t.d. fyrrum verksmiðjusvæði við Glerá og svæði norðan Síðuhverfis.

Í Naustahverfi er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi sem getur verið í nálægð og nánum tengslum við íbúðabyggð og myndað kjarna hennar. Þannig er afmarkað miðhverfi eftir endilöngu svæðinu og er auk þess gefinn kostur á atvinnustarfsemi austast á svæðinu, annað hvort sem hluti af íbúðabyggð eða aðskilinn frá henni.

Atvinnuhúsnæði Deilimarkmið: Settur verði upp gagnabanki um nýbyggingar og breytingar á atvinnuhúsnæði út frá starfsemi, tegund og stærð húsnæðis, starfsmannafjölda og dreifingu um bæinn þannig að ávallt liggi fyrir upplýsingar sem nýtast við skipulagsgerð.

Um þörf á nýju atvinnuhúsnæði:

Niðurstöður framreikninga Byggðastofnunar á mannafla, töldum í ársverkum benda til þess að byggja þurfi um 37 þús. fermetra atvinnuhúsnæðis á fyrri hluta skipulagstímabilsins en 34 þús. fermetra á síðari hlutanum. Til samanburðar voru fullgerðir tæpir 60 þús. rúmmetrar atvinnu-húsnæðis á tímabilinu 1986-1995, eða tæpir 15 þús. fermetrar ef miðað er við fjögurra m. meðallofthæð. Hér er því verið að gera ráð fyrir ríflegum fermetrafjölda miðað við þróun síðustu ára, en æskilegt er að miða við hærri tölur en lægri til að tryggja að landþörfum verði mætt.

Atvinnusvæði Deilimarkmið: Tryggja skal nægt framboð á vel skipulögðum og aðlaðandi atvinnusvæðum fyrir margvíslega atvinnustarfsemi í góðum samgöngutengslum sín á milli og við íbúðabyggð. Áhersla verði lögð á vandaðan umh verfisfrágang.

Starfsmarkmið:

• Hugað verði að bættri nýtingu og skipulagi eldri atvinnuhverfa, þau verði metin með tilliti til þessa og gerð áætlun um endurskoðun eða gerð deiliskipulags eftir því sem við á.

• Miðbærinn verði styrktur sem hjarta bæjarlífsins og þungamiðja verslunar og þjónustu á Norðurlandi eystra. Staðsetning nýrrar verslunarstarfsemi í bænum verði skoðuð m.t.t. til þessa markmiðs.

Page 32: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 32

• Lögð verði áhersla á aðlaðandi bæjarmynd og heilsteypt yfirbragð miðbæjarins.

• Stefnt verði að endurskoðun á deiliskipulagi suðurhluta miðbæjar.

• Framtíðaratvinnusvæði verði í góðum tengslum við stofn- og tengibrautir og almenningssamgöngur.

• Atvinnusvæði verði í nálægð íbúðabyggðar þar sem kostur er en þess ávallt gætt að truflun verði í lágmarki.

• Starfsemi sem kann að hafa truflandi áhrif verði vel aðskilin frá íbúðabyggð og staðsett á skilgreindum iðnaðarsvæðum. Svæði fyrir slíka starfsemi verði fyrst og fremst í Krossaneshaga og á skilgreindu iðnaðarsvæði við Ytra-Krossanes.

• Nýjum stofnunum verði valinn staður norðan Glerár eftir því sem kostur er, t.d. í miðhverfi við Lindarsíðu.

Samgöngur

Meginmarkmið: Samgöngur til og frá bænum, hvort heldur á landi, í lofti eða á sjó, verði greiðar og öruggar. Leita skal leiða til að draga úr neikvæðum umhverfis-áhrifum af völdum bifreiðanotkunar og tryggja greiða og örugga umferð akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda innan bæjar.

Flugsamgöngur Deilimarkmið: Akureyrarflugvöllur verði efldur sem miðstöð flugsamgangna á Norðurlandi.

Starfsmarkmið

• Vinna þarf að gerð göngustíga milli flugvallarins og miðbæjar.

Sjósamgöngur, Akureyrarhöfn Deilimarkmið: Akureyrarhöfn verði efld sem miðstöð vöruflutninga á sjó á Norðurlandi. Þar verði góð aðstaða fyrir starfsemi tengda sjávarútvegi og aðra hafnsækna starfsemi

Gatnakerfi Deilimarkmið: Við skipulag og útfærslu gatnakerfisins skal áhersla lögð á greiðfæra umferð á stofn- og tengibrautum og að hámarka öryggi og vellíðan fólks í umferðinni. Leitað skal leiða til að hægja á vexti bílaumferðar innan bæjar og draga úr þeim neikvæðu umh verfis áhrifum sem fylgja mikilli bifreiða-notkun. Í þeim tilgangi skal byggt upp heilsteypt hjólreiða- og göngustígakerfi og skipulagi nýrra hverfa hagað þannig að það stuðli að minni bílaumferð og styðji við almenningssamgöngur. Vanda skal allan frágang gatna og bifreiðastæða.

Voruhofn-hluti.jpg

Deiliskipulag hafnarsvæðis á Oddeyri

Page 33: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 33

Starfsmarkmið:

Snjómokstur og hálkuvarnir

• Við snjómokstur verði unnið samkvæmt eftirfarandi forgangsröðun: 1) Strætisvagnaleiðir og að fjölmennustu vinnustöðum. 2) Aðrir vinnustaðir og húsagötur með flestar íbúðir. 3) Sérbýlishúsagötur.

• Jafnhliða mokstri á götum verði stígar ruddir eftir þessari forgangsröð: 1) Megin gönguleiðir að og frá stærstu vinnustöðum, miðbæ og skólum. 2) Stofnstígar og tengistígar.

• Þegar ástæða er til verður snjór fjarlægður af miðbæjarsvæði og fjölsóttustu gatnamótum.

• Forgangsröðun sandburðar vegna hálku verði eftir halla götu og stíga: 1) Brattar götur og við umferðarljós og gatnamót. 2) Gönguleiðir.

• Við skipulag hverfa, gatna og stíga og allan umhverfisfrágang verði tekið tillit til snjómoksturs og hann auðveldaður eftir því sem kostur er.

Bifreiðastæði

• Þar sem bifreiðastæði í þéttbýli geta tekið mikið landrými og haft þannig óæskileg áhrif á yfirbragð byggðarinnar skal leitast við að koma stæðum fyrir neðanjarðar eða í kjöllurum fjölbýlishúsa.

• Kannaðar verði leiðir til að hvetja og auðvelda húseigendum í eldri hverfum, þar sem götur eru þröngar og erfitt að leggja bifreiðum, að gera stæði innan lóða.

• Í skipulagi nýrra hverfa skal gera ráð fyrir stæðum fyrir stóra bíla og vinnuvélar og leitast skal við að finna svæði í eldri hverfum sem hentað gætu fyrir þessa notkun.

Umferðaröryggi

• Gerð verði framkvæmdaáætlun um aðgreiningu húsagatna frá safngötum með sérstökum yfirborðs-frágangi við gatnamót. Þetta verði jafnframt verklag í gatnaframkvæmdum nýrra hverfa.

• Unnið verði að því að skilgreina svæði þar sem hámarkshraði verði takmarkaður við 30 km, t.d. hverfi við Brekkuskóla, Miðbær, Innbær, Oddeyri, Norðurbrekka og ný íbúðahverfi. Breyting á yfirborðsfrágangi fylgi takmörkunum á umferðarhraða.

• Gatnamót verði stefnugreind þar sem umferð gefur tilefni til.

• Sett verði upp umferðar- og gangbrautarljós þar sem mikil umferð getur tilefni til.

Loftmengun

• Mælingar á loftmengun verði reglulegar þannig að ávallt liggi fyrir gögn um ástand og þróun sem hægt er að miða áætlanir og framkvæmdir við.

Úr Skipagötu.

Page 34: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 34

• Unninn verði kynningarbæklingur um núverandi og fyrirhugaða stíga og helstu hjólaleiðir og honum dreift í öll hús.

Hljóðvist

• Fylgst verði með nýjungum og rannsóknum sem stuðlað gætu að minni notkun nagladekkja og þær kynntar fyrir íbúum.

• Hljóðvist í bænum verði kortlögð og viðeigandi stefna og framkvæmdaáætlun mótuð á grundvelli þeirra gagna.

• Við hönnun nýbygginga nálægt umferðaræðum sé stuðlað að góðri hljóðvist með innra skipulagi og hljóðeingrun.

Útlit og yfirbragð umferðarmannvirkja

• Hönnun og frágangur gatna og bifreiðastæða taki mið af fagurfræðilegum sjónarmiðum.

• Gróðursetningu meðfram stofn-, tengi- og safnbrautum verði fram haldið.

• Frágangur göturýma og bifreiðastæða í Miðbæ og Innbæ verði sérstaklega vandaður.

Mat á áhrifum gatnaframkvæmda á umhverfi

• Miðað verði við að aðferðafræði mats á umhverfisáhrifum verði beitt við hönnun umferðarmannvirkja, óháð því hvort framkvæmd telst matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum eða ekki.

Stígakerfi Deilimarkmið: Byggt skal upp heilsteypt stígakerfi sem er greiðfært og öruggt að vetri sem sumri þannig að hjólreiðar og göngur verði auðveldur fararmáti. Stígakerfið innan og utan bæjar verði kynnt sérstaklega og almenningur hvattur til að nýta möguleika þess.

Starfsmarkmið:

• Gerð verði framkvæmdaáætlun um uppbyggingu stígakerfis á grundvelli aðalskipulags og deiliskipulags einstakra svæða.

• Unnið verði að því að stofnstíganetið geti gegnt hlutverki sínu öllum árstímum.

• Göngu- og reiðhjólaleiðir um bæjarlandið verði kynntar fyrir bæjarbúum með dreifingu korts.

• Þar sem stofnstígakerfið og gatnakerfið skerast verði gert ráð fyrir aðgerðum sem miða að auknu öryggi vegfarenda.

Gönguleið meðfram Strandgötu.

Á bökkum Eyjafjarðarár

Page 35: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 35

Almenningssamgöngur Deilimarkmið: Landnotkun, þéttleiki og hönnun gatnakerfis nýrra hverfa taki mið af að almennings-samgöngur geti gegnt stærra hlutverki í umferð framtíðarinnar.

Starfsmarkmið:

• Skipulag, þéttleiki, landnotkun og gatnakerfi í nýjum íbúða- og atvinnuhverfum miði við að hægt verði að veita þar aðlaðandi og skilvirka almenningsvagnaþjónustu.

• Umhverfi fótgangenda til og frá biðstöð og á biðstöð verði gert aðlaðandi og öruggt. Haldið verði áfram frágangi biðstöðva með vönduðum biðskýlum.

Page 36: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 36

Veitur Meginmarkmið: Veitukerfi þjóni íbúum og atvinnulífi á vistvænan og hagkvæman hátt.

Hita- og vatnsveita Deilimarkmið: Tryggt verði nægt vatn til neyslu, hitunar og iðnaðarnota á sem hagkvæmastan hátt.

Starfsmarkmið:

• Allar hugmyndir um mannvirki uppi á Hlíðarfjalli og í Glerárdal skal gaumgæfa vel áður en þau yrðu leyfð. Tryggja þarf að núverandi og hugsanleg vatnsöflunarsvæði bíði ekki skaða og að önnur náttúruspjöll hljótist ekki af.

Rafveita Akureyrar Deilimarkmið: Tryggð verði næg og örugg raforka til einkaneyslu og iðnaðarnota á sem hagkvæmastan hátt. Séð verði fyrir vandaðri og hagkvæmri almennri götulýsingu í bænum og tekið mið af umhverfi á hverjum stað við val á búnaði.

Starfsmarkmið:

• Akureyrarbær leggur áherslu á að línur verði lagðar í jörð þar sem mögulegt er.

• Vönduð og viðeigandi lýsing verði á götum, stígum og torgum.

Fráveita Deilimarkmið: Mengun á strandsvæðum við Akureyri verði ávallt innan marka sem skilgreind eru í mengunarvarnarreglugerð. Í þeim tilgangi verði skólpi dælt að hreinsivirki í Sandgerðis bót og því veitt í 500 m langa og 40 m djúpa útrás eftir grófhreinsun. Farið verði yfir alla staði sem fráveitukerfi bæjarins nær ekki til og úrbætur gerðar þar sem ástæða er til.

Page 37: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 37

3 LANDNOTKUNARFLOKKAR

Skilgreining landnotkunarflokka Á aðalskipulagsuppdráttum, þ.e.a.s. þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti, er landi bæjarins skipt upp í svæði eftir því hvaða landnotkun er stefnt að á hverju þeirra. Hver flokkur hefur sinn lit á uppdráttum og um hvern og einn gilda eftirfarandi reglur og viðmiðanir:

Íbúðarsvæði Íbúðarsvæði eru táknuð með ljósgráum lit. Á þeim er fyrst og fremst gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa í viðkomandi hverfi, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðar-fyrirtækjum, þjónustustarfsemi, leiksvæðum og öðru slíku, sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð.

Opin svæði til sérstakra nota Opin svæði til sérstakra nota eru táknuð með dökkgrænum lit. Í þessum flokki eru svæði sem afmörkuð eru til nota sem tengjast útivist á einn eða annan hátt, t.d. æfinga- og keppnisvellir fyrir ýmsar íþróttagreinar, skólagarðar, tjaldsvæði, útivistarmiðstöð, hesthúsasvæði og skíðasvæði. Til flokksins teljast einnig garðyrkjustöðvar og kirkju-garðar. Á uppdráttum er bókstafur notaður til að gefa til kynna hvaða starfsemi er á hverju svæði um sig. Mannvirkjagerð á svæðunum er aðeins í tengslum við þá tilteknu notkun sem er á viðkomandi svæði.

Óbyggð svæði og almenn útivistarsvæði Óbyggð svæði og svæði til almennrar útivistar eru táknuð með ljósgrænum lit. Undir þennan flokk falla öll þau opnu svæði sem ekki eru skilgreind til sérstakra nota. Þau eru flest ætluð til almennrar útivistar en til flokksins teljast einnig helgunarsvæði gatna. Ekki er gert ráð fyrir öðrum mannvirkjum á svæðunum en þeim sem beint tengjast útivistarnotkun þeirra, t.d. stígar, bílastæði, gróðursetning, útsýnisaðstaða, leiktæki, upplýsingaskilti og merkingar.

Séð yfir hluta miðbæjar, Pollsins og Strandgötu frá Eyrarlandsvegi.

Page 38: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 38

Verndarsvæði Verndarsvæði eru táknuð með rauðri útlínu. Um er að ræða svæði sem njóta verndar á grundvelli skilgreiningar í aðalskipulagi vegna sérstæðra jarðmyndana, fagurs landslags, sérstæðs og fjölbreytts gróðurfars og dýralífs, mikilvægis til útivistar, fræðslu og rannsókna. Til þessa flokks teljast óshólmar Eyjafjarðarár, Krossanesborgir og Glerárgil en þau svæði eru öll á náttúruminjaskrá Náttúruverndar ríkisins. Þar er mannvirkjagerð bönnuð, að stígum og bílastæðum frátöldum. Fjallað er um einkenni og reglur sem gilda fyrir hvert svæði um sig í kafla 5.3.2 í greinargerð með tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar, mars 1998.

Auk þess er Glerárdalur, ofan útivistar- og skógræktarbeltis ofan bæjar og svæða sem afmörkuð eru til sérstakra nota, skilgreindur sem verndarsvæði vegna náttúrufars og útivistargildis. Fjallað er um einkenni, markmið og ákvæði fyrir Glerárdal í kafla 5.3.1 í greinargerð með tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar, mars 1998.

Vatnsverndarsvæði Vatnsverndarsvæði eru táknuð með blárri skástrikun. Svæði Hesjuvallalinda í Hlíðarfjalli og Glerárdalsbóla njóta verndar í samræmi við ákvæði mengungarvarnar-reglugerðar og reglugerðar um neysluvatn. Verndunin nær til brunn-, grann- og fjar-svæða vatnsbólanna og eru brunnsvæði og hluti grannsvæða girt af. Umferð gangandi er heimil utan girðinga en umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð á verndarsvæðunum öllum. Auk þess gildir samþykkt Bæjarstjórnar Akureyrar frá 1996 um takmörkun umferðar vélknúinna ökutækja á svæðum í nágrenni vatnsverndarsvæðanna. Þá er öll skotveiði bönnuð á vatnsverndarsvæðunum. Fjallað er um vatnsvernd í kafla 14.1 í greinargerð með tillögu að aðalskipulagi Akureyar, mars 1998.

Miðsvæði Miðsvæði eru táknuð með dökkgulum lit. Á þeim er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi, stofnunum og stjórnsýslu sem þjónar öllum bænum eða heilum bæjarhlutum. Íbúðir eru einnig heimilar og skal miða við að þær séu á efri hæðum en verslanir og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Í einstaka tilfellum má leyfa hús sem eingöngu eru til íbúðar.

Page 39: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 39

Verslunar- og þjónustusvæði Verslunar- og þjónustusvæði utan miðsvæða eru táknuð með ljósgulum lit og er í flestum tilfellum um einstakar lóðir eða minni svæði að ræða. Þar er gert ráð fyrir hverfisverslunum og verslunar- og þjónustustarfsemi sem þjóna ýmist viðkomandi hverfi, bæjarhlutum eða öllum bænum. Atvinnustarfsemi sem hefur verulega truflandi áhrif á umhverfið er þar óheimil. Íbúðir eru heimilar á efri hæðum þar sem aðstæður leyfa.

Stofnanasvæði Stofnanasvæði eru táknuð með rauðgulum lit. Þar er gert ráð fyrir stofnunum og fyrirtækjum sem óháð eignaraðild veita almenna þjónustu við samfélagið, s.s mennta-, heilbrigðis- og menningarstofnanir, félagslegar stofnanir, trúarstofnanir, umferðarmið-stöðvar og aðrar þjónustustofnanir ríkis, sveitarfélaga og annarra aðila. Ef slíkar stofnanir eru innan miðsvæða eru þær ekki afmarkaðar sérstaklega.

Víða um bæinn eru stórar stofnanalóðir sem nýtast íbúum til leikja, íþrótta og ýmissa athafna. Hér er fyrst og fremst átt við skólalóðir framhaldsskóla og háskóla en einnig svæði sjúkrahússins, sund-laugar og íþróttahallar. Á aðalskipulagsuppdrætti eru þessi svæði ýmist skilgreind sem 1) stofnanasvæði, 2) stofnanasvæði með útivistargildi eða 3) stofnanasvæði og svæði íþróttafélaga og önnur íþróttaaðstaða.

Athafnasvæði Athafnasvæði eru táknuð með fjólubláum lit. Þar er hvers kyns atvinnustarfsemi sem ekki hefur verulega truflandi áhrif á umhverfi sitt. Þar má gera ráð fyrir léttum iðnaði, vörugeymslum, verkstæðum, verslun, skrifstofum, þjónustufyrirtækjum og stofnunum. Íbúðir eru ekki heimilar nema húsvarðaríbúðir í undantekningartilfellum.

Iðnaðarsvæði Iðnaðarsvæði eru táknuð með dökkgráum lit. Þau eru ætluð fyrir ýmiss konar iðnaðar-starfsemi, vörugeymslur og starfsemi sem getur haft truflandi áhrif á íbúðabyggð eða aðra atvinnustarfsemi. Einnig falla tengivirki, veitustöðvar, skólpdælu- og hreinsi-stöðvar, olíubirgðastöðvar og sorpmóttökusvæði undir þennan flokk.

Page 40: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 40

Hafnar- og flugvallarsvæði Svæði hafnar og flugvallar eru táknuð með dökkbláum lit á landnotkunarkorti. Á hafnarsvæði er gert ráð fyrir starfsemi tengdri sjóflutningum og annarri hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, matvælaiðnaði, skipasmíði, skipaviðgerðum, olíubirgðastöðvum og starfsemi sem er þessu tengd. Á svæði flugvallar verði eingöngu starfsemi tengd flugsamgöngum.

Sorpförgunarsvæði Svæði fyrir sorpförgun er táknað með mórauðum lit.

Orlofshúsabyggð Svæði fyrir orlofshús er táknað með ryðrauðum lit.

Ákvæði fyrir einstaka starfsemi Bensínstöðvar geta verið á svæðum sem í aðalskipulagi eru skilgreind sem iðnaðarsvæði, atvinnustarfsemi, verslunar- og þjónustusvæði og í undantekningartilvikum miðsvæði, ef gert er ráð fyrir þeim í deiliskipulagi viðkomandi svæða.

Page 41: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 41

4 ÖNNUR SKIPULAGSÁKVÆÐI

Þéttleiki byggðar

Skilgreining Nýtingu eða þéttleika svæða, reita eða lóða er lýst með hlutfallinu á milli heildarflatarmáls bygginga og flatarmáls svæðis og þá kallað nýtingarhlutfall. Það er einkum notað í deiliskipulagi til að skilgreina leyfilegt byggingamagn á reitum og einstökum lóðum. Þegar þéttleika á stærri svæðum er lýst er gjarnan talað um fjölda íbúa eða íbúða á hvern hektara.

Þéttleiki núverandi hverfa Þéttleiki hverfa á Akureyri er frá 9 íbúðum/ha í Gerðahverfi upp í rúmar 20 íbúðir/ha á Oddeyri. Ef Gerða- og Lundahverfi eru reiknuð sem eitt hverfi hafa nýrri hverfin á bilinu 12-15 íbúðir/ha.

Viðmiðun fyrir deiliskipulag og breytingar innan eldri hverfa Á þeim svæðum eða reitum þar sem í gildi er deiliskipulag gildir það nýtingarhlutfall sem þar er skilgreint. Við deiliskipulagningu og umfjöllun um einstök byggingarmál verði notaðar þær viðmiðanir sem koma fram í meðfylgjandi töflum og texta. Viðmiðanirnar eru þær sömu og í Aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010. Í Naustahverfi er miðað við að þéttleiki verði u.þ.b. 15 íbúðir/ha.

Í fullmótuðum eldri hverfum verði einstakar breytingar metnar með tilliti til aðstæðna á lóð, yfirbragðs byggðar, ákvæða byggingarreglugerðar, hagsmuna nágranna og þarfa fyrir bílastæði, leiksvæði og opin svæði. Veruleg hækkun á nýtingu verði ekki leyfð nema að undangengnu deiliskipulagi viðkomandi reits og meðferð þess samkvæmt skipulagslögum.

Í athafnahverfum ræðst lóðanýting af mörgum þáttum, s.s. eðli starfsemi, þörf fyrir úti-svæði og bílastæði og hæð húsa. Meðfylgjandi töflur sýna þá nýtingu sem eðlilegt er talið að miða við í deiliskipulagi nýrra athafnahverfa og nýrra íbúðasvæða. Á stofnana-lóðum verður nýtingarhlutfall ákveðið í samræmi við eðli og þarfir viðkomandi stofn-unar. Yfirleitt verður nýting slíkra lóða lág (0,2-0,3), s.s. á skóla- og dagvistalóðum.

Þéttleiki hverfa á Akureyri*

Hverfi Fjöldi íbúða Stærð (ha) Íbúðir/ha Oddeyri 598 27,5 21,7

Norðurbrekka 702 53,4 13,2

Gerðahverfin 288 31,9 9,0

Lundahverfi 931 49,0 19,0

Hlíðahverfi 769 63,3 12,1

Síðuhverfi 850 73,2 11,6

Giljahverfi 722-752 49,5 14,6-15,2

* Tölurnar eru úr Aðalskipulagi Akureyar 1990-2010, bls. 43, nema tölur yfir Gilja-hverfi. Til flatarmáls hverfis teljast safn- og húsagötur, opin svæði og leiksvæði (þó ekki íþróttasvæði félaga eða meiriháttar útivistarsvæði) og þjónustulóðir, sem tilheyra venjulegri hverfisþjónustu.

Starfsemi Nýtingarhlutfall

Iðnaðar- og hafnarsvæði 0,2-0,5

Svæði fyrir almenna atvinnustarfsemi 0,4-0,7

Miðhverfi 0,7-1,1

Viðmiðun um nýtingarhlutfall við deiliskipulag nýrra athafnahverfa og -lóða

Húsgerð Nýtingarhlutfall

Einbýlishús 0,35 Raðhús, garðhús 0,50

Fjölbýlishús:

2 hæðir 0,50-0,80

3 hæðir 0,60-0,90

4-5 hæðir 0,65-1,00

6 hæðir 0,70-1,10

Viðmiðun um nýtingarhlutfall við deiliskipulag nýrra íbúðarsvæða

Page 42: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 42

Bifreiðastæðakröfur Tilskilinn fjöldi bifreiðastæða á lóð skal ákveðinn í deiliskipulagi eða byggingar- og skipulagsskilmálum. Ef ekki er kveðið á um annað skal miða við eftirfarandi lágmarkskröfur.

Íbúða- og atvinnuhúsnæði Fyrir sérbýlishús og hverja íbúð í sambýlishúsum sem er 80 m² eða stærri skulu vera 2 stæði. Íbúðir í sambýli á stærðarbilinu 50-80 m² skulu hafa 1.5 stæði. Íbúðir sem eru minni en 50 m² skulu hafa 1 stæði en að auki skal gert ráð fyrir 1 gestastæði fyrir hverjar 5 íbúðir.

Gerð er almenn krafa um 1 stæði fyrir hverja 50 m² atvinnuhúsnæðis. Bílastæðakrafa fer eftir tegund starfsemi og staðsetningu og skal ákvörðuð sérstaklega m.t.t. þess í deiliskipulagi eða við breytingu á notkun og nýtingu lóða. Bílastæðaþörf verslunar getur verið frá 1 stæði fyrir hverja 10 m². Bílastæði vegna geymsluhúsnæðis mega ekki vera færri en 1 stæði á hverja 150 m².

Þar sem bifreiðastæði í þéttbýli geta tekið mikið landrými og haft þannig óæskileg áhrif á gæði og yfirbragð byggðarinnar skal leitast við að koma stæðum fyrir neðanjarðar eða í kjöllurum fjölbýlishúsa. Þá skulu kannaðar leiðir til að hvetja og auðvelda húseigendum í eldri hverfum, þar sem götur eru þröngar og erfitt að leggja bifreiðum, að gera stæði innan lóðir.

Stórir bílar og vinnuvélar Ekki er heimilt að leggja stórum bílum og vinnuvélum í húsagötum. Í skipulagi nýrra hverfa skal gera ráð fyrir stæðum fyrir slík tæki og leitast skal við að finna svæði í eldri hverfum sem hentað gætu fyrir þessa notkun.

Page 43: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 43

5 FRAMFYLGD

Framfylgd markmiða Markmið aðalskipulags sýna í grófum dráttum hvert bæjarfélagið vill stefna og benda í sumum tilvikum á ákveðin verkefni eða aðgerðir sem stuðla að meginmarkmiðum. Gert er ráð fyrir að nánar verði unnið að úfærslu og framkvæmd stefnunnar í stjórnkerfi bæjarins, t.d. með skipun starfshópa um tiltekin viðfangsefni, og að nefndir og starfsmenn bæjarins hafi að leiðarljósi þau gildi sem koma fram í markmiðum og stuðli að því að þeim verði náð.

Einnig er gert ráð fyrir að stefnan verði höfð til viðmiðunar við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana, þannig að unnið verði að þeim viðfangsefnum og verkefnum sem skilgreind eru og þeim raðað eftir því sem ástæða og efni þykja til hverju sinni. Stefna aðalskipulagsins mótar jafnframt ramma fyrir skipulag einstakra hverfa, bæði núverandi og fyrirhugaðra, og ber að taka mið af markmiðum og ákvæðum þess við vinnslu deiliskipulags.

Samræming skipulags og fjárhags- og framkvæmdaáætlana Stefna ber að því að uppbygging og rekstur þjónustu af ýmsu tagi sé í takt við þarfir hverju sinni og fylgi vexti byggðarinnar. Til að tryggja þetta sem best þurfa skipulagsáætlanir og fjárhags- og framkvæmdaáætlanir í gatnagerð, skólamálum og umhverfismálum að vera í samræmi innbyrðis.

Við skipulagningu nýrra hverfa ber því að hafa náið samráð við þá aðila sem fara með slíka málaflokka og er mikilvægt að öllum skipulagstillögum fylgi m.a. kostnaðaráætlanir.

Endurskoðun Markmið og ákvæði skipulagsins eru byggð á forsendum, aðstæðum og sjónarmiðum sem eru breytingum háð í tímans rás. Þess vegna þarf að fylgjast með forsendum, t.d. þróun í atvinnulífi, breytingum á aldursskiptingu, félagseinkennum og íbúafjölda, þróun og einkennum byggingastarfsemi, ástandi umhverfis o. s. frv., og meta áhrif breytinga á

Page 44: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 44

þá stefnu sem sett er fram. Með ákvæðum skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 (með síðari breytingum), um að sveitarstjórn skuli meta í upphafi hvers kjörtímabils hvort ástæða er til endurskoðunar á aðalskipulagi, er tryggt að þetta verði gert með reglulegu millibili.

(sbþ)

Page 45: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 45

Efri mynd: Tillaga að aðal-skipulagi Akureyrar 1926. Fyrsti aðalskipulagsuppdráttur fyrir Akureyri var staðfestur 1. september 1927 Neðri mynd: Aðalskipulag Akureyrar 1972 - 1993.

6 BREYTINGAR FRÁ AÐALSKIPULAGI 1990 - 2010

Meginatriði Helstu breytingar á landnotkun frá Aðalskipulagi 1990-2010 eru í Naustahverfi, á svæði við Verkmenntaskóla, nyrst við Mýrarveg, við Glerá og á framtíðarbyggðasvæðum nyrst í bænum.

Landnotkun í Naustahverfi er nú skilgreind nánar á grundvelli verðlaunatillögu í samkeppni sem haldin var um skipulag hverfisins vorið 1997. Svæði við Verkmennta-skólann (VMA) var tekið frá á sínum tíma fyrir uppbyggingu Háskólans á Akureyri og atvinnustarfsemi. Nú hefur Háskólanum hins vegar verið valinn framtíðarstaður að Sólborg og framboð á svæðum undir atvinnustarfsemi er allnokkurt. Í ljósi þessara breyttu forsenda og vegna eftirspurnar eftir íbúðalóðum á Brekkunni, er sett fram sú tillaga að taka hluta af stofnana- og iðnaðarsvæðinu við VMA undir íbúðabyggð. Möguleiki á atvinnustarfsemi eða starfsemi tengdri Verkmenntaskólanum verður áfram á norð-austur horni reitsins.

Svæði nyrst við Mýrarveg sem skilgreint hefur verið sem „óbyggt svæði, útivist” er breytt í íbúðasvæði. Þá er svæði fyrrum Sambandsverksmiðja við Glerá breytt úr iðnaðarsvæði í athafnasvæði og er það í samræmi við þá þróun sem þar hefur orðið. Svæði þar vestan við er stækkað lítillega til vesturs og breytt úr svæði fyrir íbúðabyggð í svæði fyrir íbúðir og/eða athafnastarfsemi. Landnotkun á svæðinu skal skilgreina í deiliskipulagi.

Svæði norðan Síðuhverfis, við Hörgárbraut, er breytt úr iðnaðarsvæði í athafnasvæði. Svæði þar vestan við, sem skilgreint var sem iðnaðarsvæði til framtíðarnota, er breytt í íbúðasvæði sem þá yrði í tengslum við íbúðabyggð í Glæsibæjarhreppi.

Svæði norðanvestan Gilja- og Síðuhverfis sem skilgreind voru sem íbúða- og/eða iðnaðarsvæði til framtíðarnota eru nú skilgreind annars vegar sem svæði fyrir íbúðir og/eða athafnasvæði og hins vegar í svæði fyrir iðnað og/eða athafnasvæði. Svæðin eru áfram skilgreind til nota eftir skipulags tímabilið.

Page 46: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 46

Þá er nú á skipulagsupprætti sýnt svæði fyrir sorpurðun og svæði fyrir iðkun ýmissa íþróttagreina, s.s. svæði fyrir skot- og bílaíþróttir við Glerárgil og skíðasvæði í Hlíðarfjalli, eru merkt inn á sveitarfélagsuppdráttinn sem svæði til sérstakra nota.

Auk ofangreindra breytinga eru gerðar ýmsar minniháttar breytingar þar sem skipulags-uppdráttur er samræmdur við núverandi stöðu. Einnig eru færðar inn þær breytingar sem staðfestar hafa verið frá gildistöku Aðalskipulags 1990-2010 sbr. kafla 6.1. Listi yfir breytingar á landnotkun sem verða við gildistöku þessa skipulags er í kafla 6.2.

Myndatexti (xx)

Aðalskipulag Akureyrar 1990 - 2010

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018, landnotkun

ASAK98-svfeluppdr.jpg

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018, sveitarfélagsuppdráttur

Page 47: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 47

6.1 STAÐFESTAR BREYTINGAR Á TÍMABILINU 1990 - 1998

1. Opnu útivistarsvæði sunnan Undirhlíðar og austan Hörgárbrautar var breytt í lóð fyrir almenna atvinnustarfsemi. Staðfest af umhverfisráðherra í ágúst 1991.

2. Svæði við Bugðusíðu vestan Glerárkirkju var breytt úr svæði fyrir almenna atvinnustarfsemi í miðhverfi. Staðfest af skipulagsstjórn ríkisins í október 1991.

3. Mörkum miðbæjar í Grófargili var breytt þannig að efstu byggingar í sunnanverðu Gilinu yrðu innan miðbæjarsvæðis. Staðfest af skipulagsstjórn ríkisins í október 1991.

4. Gerð voru ný gatnamót á Drottningarbraut norðan við svo nefnt Höepfnerssvæði ca. 300 m norðan við gatnamót Aðalstrætis og Drottningarbrautar. Staðfest af skipulagsstjórn ríkisins í júní 1992.

5. Svæði norðan Kjarnaskógar, sem áður var skilgreint sem óbyggt svæði/útivist, var breytt í orlofs- og sumarbústaðasvæði. Staðfest af umhverfisráðherra í janúar 1994.

6. Svæði við suð-austurhorn gatnamóta Hlíðarbrautar og Borgarbrautar, sem skilgreint var sem verndarsvæði, var breytt í verslunar- og þjónustulóð. Mörkum verndarsvæðis var jafnframt breytt í samræmi við mörk umræddrar lóðar. Staðfest af umhverfisráðherra í ágúst 1994.

7. Svæði sem afmarkast af Mýrarvegi, Skógarlundi, götustæði Dalsbrautar og íbúðarlóðum við Háalund var breytt þannig að íbúðarsvæði var minnkað, útivistarsvæði fært af vesturjaðri inn að miðju og gert var ráð fyrir stofnanalóð á norð-vesturhorni svæðisins. Staðfest af umhverfisráðherra í september 1995.

8. Lóðum við Hafnarstræti 24, 28 og 30, á svokölluðu Höepfnerssvæði, var breytt úr svæði fyrir iðnað, verslun og þjónustu í svæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Staðfest af umhverfisráðherra desember 1995.

9. Útivistarmiðstöð og tjaldsvæði að Hömrum var skilgreint sem blanda almenns útivstarsvæðis og svæðis til sérstakra nota. Staðfest af umhverfisráðherra í ágúst 1996.

Page 48: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 48

10. Óbyggðu, útivistarsvæði við gatnamót Hjalteyrargötu og Gránufélagsgötu var breytt í íbúðarsvæði. Staðfest af umhverfisráðherra í júlí 1997.

11. Legu Krossanesbrautar og Síðubrautar var breytt í samræmi við deiliskipulag atvinnusvæðis í Krossaneshaga og deiliskipulag hafnarsvæðis í Krossanesi. Byggingarsvæði og umferðarkerfi í Krossaneshaga voru afmörkuð til samræmis við deiliskipulag svæðisins. Svæði sem skilgreind voru til síðari nota var breytt í svæði til nota á skipulags tímabilinu. Hafnarsvæði í Krossanesi var afmarkað í samræmi við deiliskipulag og landfyllingar. Staðfest af umhverfisráðherra í desember 1997.

12. Á vöruhafnarsvæði Oddeyrar var Laufásgata framlengd til norðurs og svæði meðfram Strandgötu milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu var breytt úr iðnaðarsvæði í iðnaðar- og athafnasvæði. Staðfest af umhverfisráðherra 16. apríl 1998.

Page 49: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 49

6.2 BREYTINGAR SAMÞYKKTAR 19.5.1998 Oddeyri

1. Íbúðalóð norðan gatnamóta Grenivalla og Hjalteyrargötu er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu.

2. Svæði á suð-austurhorni gatnamóta Glerárgötu og Tryggvabrautar er breytt úr verslunar- og þjónustustarfsemi í athafnasvæði.

Hafnarsvæði (við Pollinn og á Oddeyri)

3. Uppfylling norðan Torfunefs er skilgreind sem miðsvæði í stað svæðis fyrir verslun og þjónustu og almenna útivist.

4. Iðnaðarlóð sunnan Glerárósa verður hafnarsvæði.

Innbær

5. Lóð sambýlis við Hafnarstræti nr. 16 er skilgreind sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir almenna atvinnustarfsemi.

6. Svæði við austanvert Hafnarstræti frá Aðalstræti 18 að gatnamótum við Drottningarbraut, svokallað Höepfnerssvæði, er skilgreint sem blanda af athafnasvæði og íbúðasvæði í stað fíngerðari skiptingar eins og sýnt var á breytingaruppdrætti 1995 (sjá staðfesta breytingu nr. 8).

Norðurbrekka

7. Hluta opins svæðis sunnan Helgamagrastrætis 43 er breytt í lóð fyrir leikskóla (stofnanasvæði).

8. Íbúðarsvæði vestan atvinnusvæðis við Dalsbraut 1 er stækkað til vesturs. Svæðið er skilgreint þannig að þar geti verið athafnasvæði og/eða íbúðir.

9. Atvinnusvæði við Dalsbraut 1 er breytt úr iðnaðarsvæði í athafnasvæði og er stækkað lítilega til norðurs til samræmis við gerða samninga.

10. Stofnanasvæði við Sjafnarstíg minnkar og í staðinn kemur íbúðarsvæði á syðri hluta þess.

Page 50: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 50

11. Hluta svæðis milli Mýrarvegar og Kotárgerðis er breytt úr óbyggðu svæði/útivist í íbúðarsvæði ætlað eldri borgurum.

Suðurbrekka

12. Kirkjugarður á Naustahöfða er stækkaður lítilsháttar til vesturs. Nyrsti hluti kirkju-garðsins er táknaður sem stofnanasvæði, en þar er líkhús og kapella.

13. Svæði Fjórðungssjúkrahússins er stækkað lítillega til suðurs.

14. Lystigarður er stækkaður til suð-vesturs og minnkar stofnanasvæði með útivistar-gildi norðan hans í samræmi við það.

15. Tjaldsvæði og stofnanalóðir á reit milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar er nú skilgreint sem stofnanasvæði og opið svæði til sérstakra nota í stað stofnanasvæðis með útivistargildi.

16. Landnotkun sunnan og austan lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri er breytt úr blöndu stofnana, iðnaðar, og íbúða í íbúðasvæði, nema norð-austur hluti reitsins sem er skilgreindur sem blanda athafnasvæðis og íbúðarsvæðis. Afmörkun reita er breytt til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Safngötu austan VMA er breytt í húsagötu.

Naustahverfi

17. Byggingarsvæði og umferðarkerfi eru skilgreind í samræmi við meginatriði verð-launatillögu í samkeppni um skipulag svæðisins.

Kjarni

18. Mörk orlofshúsasvæðis norðan Kjarnaskógar eru löguð að lítillega breyttri legu tengibrautar (sjá staðfesta breytingu nr. 5).

19. Leiðrétt eru suðurmörk gróðrarstöðvar norðan Kjarnaskógar.

Lundarhverfi

20. Íbúðasvæði sunnan Reynilundar stækkar lítillega til suðurs vegna breyttrar legu „Mjólkursamlagsvegar" og Dalsbrautar.

Page 51: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 51

Súluvegur

21. Efra iðnaðarsvæðið við sunnaverðan Súluveg er stækkað lítillega til suð-vesturs til samræmis við iðnaðarlóðir, sem þar eru.

22. Sorpurðunarstaður í gömlum námum sunnan Glerár er afmarkaður í samræmi við frummat á umhverfisáhrifum frá 1994.

Rangárvellir

23. Iðnaðarsvæði sunnan Hlíðarfjallsvegar, sem var skilgreint til síðari nota, er nú áætlað til nota á skipulagstímabilinu.

24. Í gömlum námum sunnan Hlíðarfjallsvegar eru skilgreind svæði til sérstakra nota. Annars vegar er um að ræða skotæfingasvæði og hins vegar svæði ætlað fyrir t.d. bílaíþróttir.

Lögmannshlíð

25. Hesthúsahverfið Hlíðarholt er stækkað til vesturs og austurs.

Giljahverfi

26. Afmörkun hverfisins og skipting í landnotkunarflokka er nú sýnt í samræmi við samþykkt deiliskipulag hverfisins.

Síðuhverfi

27. Lóð íbúða aldraðra við Lindarsíðu er skilgreind sem íbúðarsvæði í stað miðsvæðis eins og hún var skilgreind í aðalskipulagsbreytingu frá 1991 (sjá þegar staðfesta breytingu nr. 2).

28. Verslunar- og þjónustulóð við Kjalarsíðu 1 er breytt í blöndu íbúða, verslana og þjónustu.

29. Afmörkun íbúðareita við vestanverða Vestursíðu er breytt til samræmis við deiliskipulag.

30. Svæði vestan Kjalar- og Keilusíðu er skilgreint fyrir skólagarða sem opið svæði til sérstakra nota og svæði þar norð-vestan við, sem skilgreint var til þeirra nota, er fellt niður.

Page 52: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 52

31. Efsti hluti fyrirhugaðrar Síðubrautar er sveigður til norðurs og við það stækkar íbúðasvæði í norð-vesturhorni Síðuhverfis, þ.e.a.s. vestan Bakkasíðu, Bogasíðu og Möðrusíðu.

Norðan Síðuhverfis, Grænhóll

32. Svæði norðan Síðuhverfis og fyrirhugaðrar Síðubrautar sem skilgreint var sem iðnaðarsvæði til síðari nota er skilgreint sem íbúðarsvæði.

33. Svæði við norð-vesturhorn fyrirhugaðra gatnamóta Síðubrautar og Hörgárbrautar er skilgreint sem athafnasvæði í stað svæðis fyrir iðnað. Svæðið er jafnframt minnkað lítillega.

Norð- vestan Síðuhverfis, Mýrarlónsmóar

34. Síðubraut er sveigð ofar í landið til norð-vesturs. Framtíðarbyggingasvæðin næst núverandi byggð eru skilgreind sem athafna- og/eða íbúðasvæði en svæðin fjær sem athafna- og iðnaðarsvæði. Svæðin voru áður skilgreind fyrir íbúðir og iðnað.

Kotárborgir

35. Stofnanasvæði að Sólborg er stækkað og skilgreint sem stofnansvæði með útivistargildi og er opið svæði til sérstakra nota fellt út.

36. Stofnanasvæði við gatnamót Dalsbrautar og Borgarbrautar (hugsanleg slökkvistöð) er fellt út.

Holtahverfi

37. Syðsti hluti Langholts frá Miðholti að Undirhlíð er færður til austurs. Svæðið milli Langholts og Krossanesbrautar, er nú skilgreint sem óbyggt svæði, almennt útivistarsvæði, en var skilgreint sem iðnaðarsvæði, svæði til sérstakra nota og/eða óbyggt svæði, útivist. Svæði vestan nýrrar legu Langholts er skilgreint sem athafnasvæði en var áður skilgreint sem óbyggt svæði, útivist.

Hafnarsvæði (Óseyri, Sandgerðisbót)

38. Svæði við norð-austurhorn hafnarsvæðis í Sandgerðisbót, sem áður var ósnert svæði og að hluta til hafnarsvæði, er skilgreint sem iðnaðarsvæði og gert þar ráð fyrir uppfyllingu fyrir dælustöð vegna fráveitu.

Page 53: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 53

39. Iðnaðarsvæði austan við gatnamót Undirhlíðar og Krossanesbrautar er breytt í óbyggt svæði og almennt útivistarsvæði.

Neðan Krossanesborga, Þórsnes

40. Iðnaðarsvæði til síðari nota neðan Krossanesborga er minnkað vegna breyttrar legu Krossanesbrautar og tengingar Krossanesborga til strandar.

Almenn atriði, breytingar á framsetningu

41. Gróðrarstöðvar, hesthúsasvæði og kirkjugarðar eru táknuð sem opin svæði til sérstakra nota og auðkennd með viðeigandi bókstaf.

42 Gerð er grein fyrir flokkun strandsvæða.

43. Á nokkrum stöðum er uppdráttur samræmdur við deiliskipulag og framkvæmdir eftir 1990.

Gatnakerfi

44. Merkt er safngata frá Hlíðarfjallsvegi að Lögmannshlíð og hesthúsahverfi í Hlíðarholti.

45. Skipulagi er frestað á vegstæðum Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis, tengibrautar sunnan og vestan Lundarhverfis, svo og í hugsanlegri veglínu vestan Mjólkursamlags KEA. Sjá bókun skipulagsnefndar Akureyrarbæjar 13. maí 1998.

46. Legu Borgarbrautar og norðurhluta Dalsbrautar er breytt til samræmis við hönnun gatnanna og mat á umhverfisáhrifum vegalagningarinnar.

47. Legu Naustavegar er breytt til samræmis við frumtillögu að deiliskipulagi Naustahverfis.

48. Framlenging Mýrarvegar til norðurs er felld niður.

49. Byggðavegur milli Hamarsstígs og Hrafnagilsstrætis er felldur út sem safngata og tengist ekki Þingvallastræti að norðan.

Page 54: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 54

Götustæði Dalsbrautar og „Mjólkursamlagsvegar”

Skipulagi frestað

6.3 FRESTUN Á SKIPULAGI TENGIBRAUTA

Bókun skipulagsnefndar Akureyrar 13. maí 1998 (4. liður i) „Skipulagsnefnd leggur til að vegna athugasemda allmargra íbúa í Lundahverfi sbr. liði i-p, verði skipulag tengibrauta við hverfið enn yfirfarið og leitað lausna sem uppfylli óskir og þarfir sem flestra bæjarbúa í samræmi við markmið aðalskipulagsins í umferðar- og umhverfismálum. Færsla „Mjólkursamlagsvegar" vestur fyrir Mjólkursamlag KEA, sem nefnd er í nokkrum athugasemdanna, hefur áhrif á starfsemi á nokkrum lóðum á svæðinu og getur því ekki talist minni háttar breyting á skipulagstillögunni. Jafnframt geta meiri háttar breytingar á auglýstu gatnakerfi, eða brottfall einstakra tengibrauta, stóraukið umferð á Þórunnarstræti. Slíkar breytingar yrði að auglýsa að nýju á sama hátt og um nýja skipulagstillögu væri að ræða. Hefði það í för með sér frestun á samþykkt aðalskipulagsins.

Í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018 felst m.a. samræmd stefnumörkun um mótun umhverfis og þróun bæjarins til framtíðar og grunnur að umhverfisstefnu Akureyrarbæjar. Skipulagsnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að samþykkt verði sú stefna og þau markmið sem sett eru fram í tillögunni. Nefndin leggur því til að þeim þætti aðalskipulagstillögunnar sem um ræðir, þ.e. legu tengibrauta austan, sunnan og vestan Lundarhverfis, verði frestað en skipulagstillagan samþykkt að öðru leyti. Gerðar verði nánari athuganir á þeim valkostum sem fyrir hendi eru og þeir bornir saman í samhengi við önnur umferðarmál og umhverfismál. Bæjarbúum verði gerð grein fyrir framvindu, valkostum, hugsanlegri framkvæmdaröð og tillögum áður en endanleg tillaga verður fullmótuð og auglýst sem hluti af Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018. Stefnt skal að verklokum á þessu ári.

Skipulagsnefnd leggur til að breyting verði gerð á aðaluppdrætti skipulagstillögunnar þannig að götustæði Dalsbrautar sunnan Þingvallarstrætis, götustæði „Mjólkursamlags-vegar" austan Mjólkursamlags KEA og nýtt götustæði vestan þess verði afmarkað sérstaklega og skipulagi þar frestað. Samsvarandi breyting verði gerð í greinargerð aðalskipulagsins”.

Bókun þessi var samþykkt í bæjarstjórn 19.5.1998.

Page 55: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 55

7 SAMÞYKKTIR

55

Page 56: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 56

Page 57: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 57

Page 58: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 58

Page 59: AÐALSKIPULAG AKUREYRAR GREINARGERÐ STAÐFEST ÁKVÆÐI · 2003. 2. 17. · Guðlaug Hermannsdóttir sem sat fram á haust 1996 þegar Erlingur Sigurðarson tók við sæti hennar

Aðalskipulag Akureyrar 1998 - 2018 59