2015 ekki ruslpostur

4
Við erum á réttri leið Beina brautin í augsýn. Undanfarna mánuði og ár hefur starfsemi Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja verið að færast úr mjög erfiðum aðstæðum til mun betri vegar. Með yfirveguðum vinnubrögðum, góðri samstöðu stjórnenda, starfsmanna og góðum skilningi viðskiptavina fyrirtækisins er óhætt að segja að Grettistaki hafi verið lyft. Lán fyrirtækisins hafa verið leiðrétt og lækkað um 500 milljónir króna, öll uppsöfnuð flugaska, um 4.900 tonn var send til förgunar hjá fyrirtækinu Noah í Noregi á s.l. ári. Lokið er endurmati á vélbúnaði brennslustöðvarinnar sem kemur til með að hafa mjög jákvæð áhrif á eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Rekstrarniðurstaða ársins 2014 var mjög ásættanleg og verður kynnt á aðalfundi í apríl n.k. Á árinu 2015 horfum við til betri tíma og getum vonandi farið að beina kröftunum í meira mæli að því að skoða og móta möguleika fyrirtækisins til framtíðar. Ýmsar leiðir hafa verið til skoðunar m.a. er unnið að greiningu á kostnaðarmun á urðun og brennslu úrgangs, viðræður hafa staðið yfir að undanförnu við SORPU um aukið samstarf eða sameiningu, unnið er að mótun stefnu um úrgangsforvarnir 2015 – 2026 á vegum umhverfisyfirvalda sem munu hafa áhrif á framtíðaráform í úrgangsmálum hér á Suðurnesjum. Þetta er „Ekki ruslpóstur“! Ábm. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Mars 2015 Sorpgjöldin þau sömu fjórða árið í röð Sorpgjöld sem íbúar á Suðurnesjum þurfa að greiða eru hluti af fasteignagjöldum og er gjaldið kr. 37.435 pr. íbúð á þessu ári. Innifalið í sorpgjöldum er notkun á einni sorptunnu sem fyrirtækið leggur íbúum til og er tunnan losuð að jafnaði á 10 daga fresti. Sorpgjöldin innifela einnig eyðingu/brennslu á því sorpi sem þannig er hirt frá heimilum á Suðurnesjum. Sorpgjöldin eru þau sömu nú og þau voru 2012, 2013 og 2014. Árið 2012 voru sorpgjöldin hér hjá okkur þau 5. hæstu á landinu. Á þessu ári, 2015 eru sorpgjöld okkar þau 14. hæstu á landinu. Flest sveitarfélög hafa hækkað sín gjöld reglulega, en á meðan við getum haldið óbreyttum gjöldum nálgast þau okkur hratt og mörg þeirra eru með gjöld sem eru komin vel yfir kr. 30.000.- á ári. Þennan árangur má þakka þeirri stefnu sem stjórnendur fyrirtækisins ákváðu á árinu 2012, um að hækka ekki sorpgjöld á íbúa á Suðurnesjum, eins lengi og mögulega verður hjá því komist. Þennan árangur má einnig þakka því að hófleg gjöld voru tekin upp á gámaplönum fyrirtækisins 2012. Það er oft gestkvæmt í Kölku. Hér voru á ferðinni fulltrúar á ráðstefnu um umhverfis- og úrgangsmál sem haldin var í Stapa í Reykjanesbæ í október s.l. haust. F.v. Davor Lucic, Jón Már Bjarnason, Loftur Sigvaldason flokksstjóri og Axel Þórisson. Þessir öflugu strákar eru alltaf boðnir og búnir til að liðsinna viðskiptavinunum. Árni Óskarsson (Bói) er enn í fullu fjöri þó kominn sé á 73. aldursár. Hann er búinn að starfa hjá fyrirtækinu síðan 1991, en er að byrja að gíra niður. Jan-Petter Lindstad sölustjóri Noah og Jón Norðfjörð eftir undirritun samnings um eyðingu flugöskunnar. Öflugir starfsmenn á plani Aldursforsetinn Samningum við NOAH lokið Gamla flugaskan farin til Noregs Stóra verkefnið á síðasta ári var að flytja út alla gömlu flugöskuna, tæplega 5000 tonn sem höfðu safnast upp frá því að Kalka var byggð árið 2004. Mikill léttir var að sjá öskuskipin sigla frá landinu.

Upload: kari-hunfjord

Post on 08-Apr-2016

247 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Þetta er „Ekki ruslpóstur“!

TRANSCRIPT

Page 1: 2015 ekki ruslpostur

Við erum á réttri leiðBeina brautin í augsýn.Undanfarna mánuði og ár hefur starfsemi Sorp-eyðingarstöðvar Suðurnesja verið að færast úr mjög erfiðum aðstæðum til mun betri vegar. Með yfirveguðum vinnubrögðum, góðri samstöðu stjórnenda, starfsmanna og góðum skilningi viðskiptavina fyrirtækisins er óhætt að segja að Grettistaki hafi verið lyft. Lán fyrirtækisins hafa verið leiðrétt og lækkað um 500 milljónir króna, öll uppsöfnuð flugaska, um 4.900 tonn var send til förgunar hjá fyrirtækinu Noah í Noregi á s.l. ári. Lokið er endurmati á vélbúnaði brennslustöðvarinnar sem kemur til með að hafa mjög jákvæð áhrif á eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Rekstrarniðurstaða ársins 2014 var mjög ásættanleg og verður kynnt á aðalfundi í apríl n.k.Á árinu 2015 horfum við til betri tíma og getum vonandi farið að beina kröftunum í meira mæli að því að skoða og móta möguleika fyrirtækisins til framtíðar. Ýmsar leiðir hafa verið til skoðunar m.a. er unnið að greiningu á kostnaðarmun á urðun og brennslu úrgangs, viðræður hafa staðið yfir að undanförnu við SORPU um aukið samstarf eða sameiningu, unnið er að mótun stefnu um úrgangsforvarnir 2015 – 2026 á vegum umhverfisyfirvalda sem munu hafa áhrif á framtíðaráform í úrgangsmálum hér á Suðurnesjum.

Þetta er „Ekki ruslpóstur“!Ábm. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Mars 2015

Sorpgjöldin þau sömu fjórða árið í röðSorpgjöld sem íbúar á Suðurnesjum þurfa að greiða eru hluti af fasteignagjöldum og er gjaldið kr. 37.435 pr. íbúð á þessu ári. Innifalið í sorpgjöldum er notkun á einni sorptunnu sem fyrirtækið leggur íbúum til og er tunnan losuð að jafnaði á 10 daga fresti. Sorpgjöldin innifela einnig eyðingu/brennslu á því sorpi sem þannig er hirt frá heimilum á Suðurnesjum. Sorpgjöldin eru þau sömu nú og þau voru 2012, 2013 og 2014. Árið 2012 voru sorpgjöldin hér hjá okkur þau 5. hæstu á landinu. Á þessu ári, 2015 eru sorpgjöld okkar þau 14. hæstu á landinu. Flest sveitarfélög hafa hækkað sín gjöld reglulega, en á meðan við getum haldið óbreyttum gjöldum nálgast þau okkur hratt og mörg þeirra eru með gjöld sem eru komin vel yfir kr. 30.000.- á ári. Þennan árangur má þakka þeirri stefnu sem stjórnendur fyrirtækisins ákváðu á árinu 2012, um að hækka ekki sorpgjöld á íbúa á Suðurnesjum, eins lengi og mögulega verður hjá því komist. Þennan árangur má einnig þakka því að hófleg gjöld voru tekin upp á gámaplönum fyrirtækisins 2012.

Það er oft gestkvæmt í Kölku. Hér voru á ferðinni fulltrúar á ráðstefnu um umhverfis- og úrgangsmál sem haldin var í Stapa í Reykjanesbæ í október s.l. haust.

Berghólabraut 7 • 230 Reykjanesbær • sími 421 8010 netfang [email protected] • www.kalka.is

F.v. Davor Lucic, Jón Már Bjarnason, Loftur Sigvaldason flokksstjóri og Axel Þórisson.Þessir öflugu strákar eru alltaf boðnir og búnir til að liðsinna viðskiptavinunum.

Árni Óskarsson (Bói) er enn í fullu fjöri þó kominn sé á 73. aldursár. Hann er búinn að starfa hjá fyrirtækinu síðan 1991, en er að byrja að gíra niður.

Jan-Petter Lindstad sölustjóri Noah og Jón Norðfjörð eftir undirritun samnings um eyðingu flugöskunnar.

Öflugir starfsmenn á plani

Aldursforsetinn Samningum við NOAH lokiðGamla flugaskan farin til Noregs

Stóra verkefnið á síðasta ári var að flytja út alla gömlu flugöskuna, tæplega 5000 tonn sem höfðu safnast upp frá því að Kalka var byggð árið 2004. Mikill léttir var að sjá öskuskipin sigla frá landinu.

Page 2: 2015 ekki ruslpostur

ATHUGIÐ - Það þarf ekki að greiða fyrir allar tegundir úrgangs!

Það kostar ekkert fyrir heimilin á Suðurnesjum að losa sig viðþessi úrgangsefni á gámaplönum Kölku

Það er FRÍTT fyrir heimilin að koma með þessi úrgangsefni á gámaplönin hjá Kölku

Raftæki – allar tegundir

Allur bylgjupappi

Rafhlöður – allar tegundir

Hjólbarðar – allar stærðir

Heimilissorp 2 til 3 ruslapokar í ferð

Gróður – gras og greinar

Spilliefni

Blöð og tímarit

Allar tegundir rafgeyma

Málmar – allar tegundir

Eins og sjá má á þessari síðu

eru fjölmörg úrgangsefni sem

heimilin á Suðurnesjum geta

losað sig við á gámaplönum

KÖLKU án þess að greiða

gjald. Gjaldskrá KÖLKU er

á næstu síðu. Kynnið ykkur

hana vel !

Page 3: 2015 ekki ruslpostur

Munið að umgengni sýnir innri mann!

Gjaldskylt frá rekstraraðilumGjaldskylt frá heimilum

Timbur, allar tegundir þ.m.t. trékassar, vörubretti, húsgögn, innréttingar, gólfefni, o.þ.h.Athugið, endurnýtanleg vörubretti eru gjaldfrjáls og öll stærri húsgögn bera lágmarksgjald pr. stk.

Grófur og blandaður úrgangur vegna framkvæmda,s.s. gler, steinefni, múrbrot, salerni, handlaugar, baðkör, flísar o.þ.h.

Blandaður úrgangur vegna bifreiðaviðgerða

Blandaður úrgangur vegna húsdýrahalds Athugið, heyrúlluplast gjaldfrjálst

Blandaður „heimilisúrgangur“ í eðlilegu magni (ca. 2-3 ruslapokar)

Garða- og gróðurúrgangur s.s. gras, trjágreinar o.þ.h.

Málmar, allar tegundir

Hjólbarðar, allar stærðir

Bylgjupappi, blöð, tímarit o.þ.h.

Raftæki af ýmsum gerðums.s. þvottavélar, þurrkarar, eldavélar, ísskápar, örbylgjuofnar, tölvur, sjónvörp o.þ.h. Spilliefni sem bera úrvinnslugjald (Sjá almenna spilliefnagjaldskrá)

Já Já

Já Já

Já Já

Já JáNei JáNei JáNei NeiNei Nei

Nei Nei

Nei Nei

Nei Nei

Gjöld, kr. með vsk. fyrir einstaka farma:0,25 m3

875.-

0,5 m3

1.750.-

0,75 m3

2.625.-

1 m3

3.500.-

1,25 m3

4.375.-

1,5 m3

5.250.-

1,75 m3

6.125.-

2 m3

7.000.-

Gjaldskrá á endurvinnslustöðvum (gámaplönum)Kölku í Vogum, Grindavík og Helguvík

Meðfylgjandi gjaldskrá á endurvinnslustöðvum Kölku fyrir ákveðnar tilgreindar tegundir úrgangsefna frá heimilum á Suðurnesjum gildir frá og með 1. janúar 2015.

– Vakin er athygli á að gjöld á endurvinnslustöðvum Kölkuhafa ekki hækkað frá því í ársbyrjun 2012 –

Heimsóknir á gámaplön Kölku aukast á milli áraÁ árinu 2013 komu íbúar á Suðurnesjum um 17 þúsund ferðir á gámaplön Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum. Nokkur aukning heimsókna varð á árinu 2014, en þá komu íbúar á Suðurnesjum í um 20.500 ferðir á gámaplönin. Skiptingin á fjölda heimsókna var þannig að um 14.200 komu á planið í Helguvík, um 4.300 á planið í Grindavík og um 2.000 á planið í Vogum. Nær 75% þeirra sem koma með úrgang á gámaplön eru ekki með gjaldskyldan úrgang og greiða þ.a.l. ekkert. Meira en helmingur þeirra 25% aðila sem eru með gjaldskyldan úrgang, greiða lágmarksgjad kr. 875.- m/vsk.

ReykjanesbærBerghólabraut 7, HelguvíkMánud.-Laugard.: 13:00 - 18:00 Sunnudaga: Lokað

GrindavíkNesvegi 1Alla virka daga 17:00 - 19:00Laugardaga 12:00 - 17:00

VogarJónsvör 9Þri./Fim/Fös 17:00 - 19:00Sunnudaga: 12:00 - 16:00

Opnunartímar á endurvinnslustöðvum:

Meðal gesta á aðalfundi fyrirtækisins á s.l. ári var forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, sem m.a. lýsti ánægju með átak fyrirtækisins í að uppfylla betur skilyrði starfsleyfis. Á myndinni eru auk Kristínar, Ríkharður Ibsen og Jóhann Rúnar Kjærbo.

Á sl. ári var ákveðið að veita einum nemanda í hverjum grunnskóla á Suðurnesjum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í greinum sem tengjast náttúru eða umhverfi. Myndin er frá afhendingu viðurkenningar í grunnskólanum í Sandgerði.

Færeyingar hafa brennt allan sinn úrgang til margra ára, enda er frekar erfitt að finna þar urðunarstaði sem mundu henta vel. Það má margt af þeim læra og möguleikar til samstarfs, m.a. um flugöskuflutninga eru til athugunar.

Frá aðalfundi 2014 Viðurkenningar í grunnskóla Færeyingar heimsóttir

Page 4: 2015 ekki ruslpostur

Ef fólk vill fá dagatalið aðeins fyrir sitt bæjarfélag, þá er hægt að nálgast það á heimasíðu fyrirtækisins www.kalka.is

5121926

4111825

6132027

7142128

18152229

29162330

310172431

6132027

5121926

7142128

18152229

29162330

3101724

4111825

6132027

5121926

7142128

18152229

29162330

310172431

4111825

5121926

4111825

6132027

7142128

18152229

29162330

310172431

4111825

310172431

5121926

6132027

7142128

18152229

29162330

310172431

29162330

4111825

5121926

6132027

7142128

18152329

29162330

18152229

3101724

4111825

5121926

6132027

7142128

18152229

7142128

29162330

3101724

4111825

5121926

6132027

7142128

6132027

18152229

29162330

3101724

4111825

5121926

7142128

6132027

18152229

29162330

310172431

4111825

5121926

291623

181522

3101724

4111825

5121926

6132027

7142128

29162330

18152229

310172431

4111825

5121926

6132027

7142128

SORPHIRÐUDAGARÁ SUÐURNESJUM 2015

421 5005