18 kafli – Ónæmiskerfið...18 kafli – Ónæmiskerfið Ónæmi – immunity Ónæmi, immunity,...

13
Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd. 18 kafli Ónæmiskerfið Ónæmi immunity Ónæmi, immunity, er dregið af latneska heitinu immunis sem þýðir undanþegin undanskilja okkur frá því sem ekki á heima í líkama okkar. Ónæmiskerfið er flókið og margþætt líffærakerfi sem samanstendur af líffærum út um allan líkamann og frumum blóðinu sem hafa þróast til þess að verja líkamann fyrir árásum sýkla eða efna. Við líkjum þessu við góðu og vondu hermennina, þessa hvítu góðu sem verja okkur og þessa svörtu ljótu sem eru að ráðast á okkur. Ónæmiskerfið verndar líkama okkar fyrir utanaðkomandi hættu með þrennum hætti: Drepur bakteríur, veirur, sveppi og frumudýr Losar líkamann við framandi efnasambönd Drepur illkynja frumur sem koma upp í okkur Ef við höfum kvefvírus sem ætlar að ráðast á okkur er ansi margt sem hann þar að ráðast gegn áður en við fáum kvef. Það fyrsta sem verður á vegi hans húð og slímhúð, vökvar og slím sem liggja á yfirborði slímhúðar. Ef hann kemst í gegnum þessa fyrstu vörn tekur við kerfi sem samanstendur af ónæmisfrumum sem eru í því að berjast: B-frumur T-frumur sem sumar eru killer cells, drápsfrumur og svo eru til ýmis efni sem verða til, svokölluð lymphokines eða boðefni sem frumur búa til Antibodies eða mótefni sem B-frumur búa til Complement Macrophagar, sem eru átfrumur Og svo spilar þetta alt saman í heildstæðu kerfi okkur til varnar. Hlutverk ónæmiskerfisins Hlutverk ónæmiskerfisins er að vernda okkur gegn öllu því sem ekki á heima í okkur. Þetta geta verið Bakteríur eins og streptococcar, vírusar eins og herpes, sveppir ofl. Efni í umhverfinu, óhreinindi sem berast í sár, megnun, sníkjudýr og örverur sem valda schistosomisis Fjarlægir skemmda eða dauða vefi Fjarlægir óæskilegan frumuvöxt eins og í krabbameini. Ef frumurnar okkar ruglast í ríminu við skiptingu og verða öðruvísi en þær eiga að vera, þá reynir ónæmiskerfið að útrýma þessari frumu. Jafnvel á hverjum degi ruglast einhver fruma í ríminu, við erum í stöðugri endurnýjun, rauð blóðkorn lifa í 120 daga, beinagrindinni skiptum við út á 2-3 árum og húðin vex út á nokkrum dögum. Svo kemur því miður fyrir að kerfið okkar ruglast í ríminu, ónæmiskerfið skýtur yfir markið eða áttar sig ekki á því hvað er heilbrigt og hvað á að vera, og fer að ráðast á okkar eigin frumur, þá fáum við svokallað sjálfsónæmi og psoriasis er t.d. týpískur svona sjúkdómur, og liðagikt er þegar ónæmiskerfið er farið að rugla með það sem það á að gera. Fleiri sjálfónæmissjúkdómar eru vefjagikt og exem.

Upload: others

Post on 28-Jan-2021

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    18 kafli – Ónæmiskerfið Ónæmi – immunity

    Ónæmi, immunity, er dregið af latneska heitinu immunis sem þýðir undanþegin – undanskilja okkur frá því sem ekki á heima í líkama okkar.

    Ónæmiskerfið er flókið og margþætt líffærakerfi sem samanstendur af líffærum út um allan líkamann og frumum blóðinu sem hafa þróast til þess að verja líkamann fyrir árásum sýkla eða efna. Við líkjum þessu við góðu og vondu hermennina, þessa hvítu góðu sem verja okkur og þessa svörtu ljótu sem eru að ráðast á okkur. Ónæmiskerfið verndar líkama okkar fyrir utanaðkomandi hættu með þrennum hætti:

    Drepur bakteríur, veirur, sveppi og frumudýr Losar líkamann við framandi efnasambönd Drepur illkynja frumur sem koma upp í okkur

    Ef við höfum kvefvírus sem ætlar að ráðast á okkur er ansi margt sem hann þar að ráðast gegn áður en við fáum kvef. Það fyrsta sem verður á vegi hans húð og slímhúð, vökvar og slím sem liggja á yfirborði slímhúðar. Ef hann kemst í gegnum þessa fyrstu vörn tekur við kerfi sem samanstendur af ónæmisfrumum sem eru í því að berjast:

    B-frumur T-frumur sem sumar eru killer cells, drápsfrumur og svo eru til ýmis efni sem verða til,

    svokölluð lymphokines eða boðefni sem frumur búa til Antibodies eða mótefni sem B-frumur búa til Complement Macrophagar, sem eru átfrumur

    Og svo spilar þetta alt saman í heildstæðu kerfi okkur til varnar. Hlutverk ónæmiskerfisins Hlutverk ónæmiskerfisins er að vernda okkur gegn öllu því sem ekki á heima í okkur. Þetta geta verið

    Bakteríur eins og streptococcar, vírusar eins og herpes, sveppir ofl. Efni í umhverfinu, óhreinindi sem berast í sár, megnun, sníkjudýr og örverur sem valda

    schistosomisis Fjarlægir skemmda eða dauða vefi Fjarlægir óæskilegan frumuvöxt eins og í krabbameini. Ef

    frumurnar okkar ruglast í ríminu við skiptingu og verða öðruvísi en þær eiga að vera, þá reynir ónæmiskerfið að útrýma þessari frumu. Jafnvel á hverjum degi ruglast einhver fruma í ríminu, við erum í stöðugri endurnýjun, rauð blóðkorn lifa í 120 daga, beinagrindinni skiptum við út á 2-3 árum og húðin vex út á nokkrum dögum.

    Svo kemur því miður fyrir að kerfið okkar ruglast í ríminu, ónæmiskerfið skýtur yfir markið eða áttar sig ekki á því hvað er heilbrigt og hvað á að vera, og fer að ráðast á okkar eigin frumur, þá fáum við svokallað sjálfsónæmi og psoriasis er t.d. týpískur svona sjúkdómur, og liðagikt er þegar ónæmiskerfið er farið að rugla með það sem það á að gera. Fleiri sjálfónæmissjúkdómar eru vefjagikt og exem.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Hvernig virkar ónæmiskerfið? Ónæmissvörun getur verið specific eða non-specific, sérhæfð eða ósérhæfð. Það sem er ósérhæft, non-specific, er eithvað sem er alltaf eins og gerist eins, óháð því hvert áreitið er. Ósérhæfð viðbrögð (nonspecific immune defences) Ósérhæfð viðbrögð eru margskonar og má skipta varnir við yfirborð líkamans og bólgusvar/ inflammation. Ósérhæfð viðbrögð vernda líkamann gegn utanaðkomandi efnum eða frumum, án þess að leggja gerð óvinarins á minnið.

    Varnir við yfirborð líkamans: Húðin er mikilvæg vörn gegn sýklum Svita-, fitu- og tárakirtlar seyta sýkladrepandi og heftandi efnum Slím í öndunar- og meltingarvegi festa sýklana við slímið og einnig er í slíminu

    sýkladrepandi og heftandi efni. Ef bifhár eru í lagi, þá fer slímið upp i barka og við kyngjum því.

    Hár við likamsop Sýra í maganum verndar okkur Eðlileg gerlaflóra líkamans í munnholi, þörmum og yfirborði

    húðar.

    Bólgusvar. Það er sama hvort það er baktería eða sandkorn sem á í hlut, það verður ósérhæfð ónæmissvörun sem lýsir sér með bólgu, inflammation. Ef bólgusvar fer í gang er það yfirleitt staðbundið svar við sýkingu eða annari ertingu. Markmið bólgunnar er að eyða sýkingu og gera við skemmdir. Bólgueinkennin byggja á:

    Vasodilation/æðaútvíkkun, aukið blóðflæði til svæðisins þar sem sýklarnir ráðast inn. Þetta aukna blóðflæði veldur bólgunni.

    Increased permability Aukið gegndræpi og prótein og vökvi flæða inn á sýkta svæðið.

    Chemotaxis (chemo = efni, taxis = toga) er annað einkenni ósérhæfðrar bólgu. Ónæmisfrumur, svo sem átfrumur dragast að sýktu svæði, því þar eru framleidd efnasambönd, efni sem þær sækja í (eins og góð kaffilykt...). Mikilvægustu átfrumurnar eru Leucocytar, monocytar og macrophagar, en þær gleypa og drepa innrásaraðila.

    Phagocytosis er svo átið sjálft, í þessari ósérhæfðu bólgusvörun eru rumur að éta upp aðskotahluti sem geta verið baktería, óhreinindi eða hvað sem er, þær phagocyta – éta.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Ónæmiskerfið þekkir okkar eigin frumur Þegar við tölum um þessa sérhæfðu ónæmissvörun er hún kannski það sem er langflottast í náttúrunni að þessu leitinu til. Vegna þess að þarna ætlar kerfið að þekkja allt sem ekki á heima inni i okkur, og ætlar um leið að láta okkar eigin frumur óáreittar. Þess vegna hefur náttúrnan komið upp þessu fína kerfi; lítil mólekúl sem eru á yfirborðið okkar eigin frumna, svokölluð self-markers, (major histocompatibility complex = aðal vefja-samræmanleika fláki (MHC I og II)), og hvert og eitt okkar er með eitthvað sem enginn annar er með. Vegna þessa mólikúla þekkir sérhæfða ónæmiskerfið okar eigin frumur frá öðrum. Ef við fáum frumur úr öðrum inn í okkur, eru þær öðruvísi og okkar frumur ráðast á þær og reyna að útrýma þeim. Ónæmiskerfið býr yfir þeim hæfileika að þekkja 100 milljón mismunandi mólikúl, sem ekki tilheyra okkur, þannig að ef eitthvað þessara 100 milljón mólikúla kemur inn í líkamann, þá fer varnakerfið í gang. Vegna self-markers, þá ræðst það ekki á okkar eigin frumur, nema þegar við fáum sjúkdóm eða eitthvað í kerfinu ruglist. Blóðfrumur hafa ekki eins ákveðna self-markers og þess vegna getum við þegið blóð, við skulum samt ekki gleyma því hvað eru margir undirflokkar, sem suðst er við til þess að draga úr líkunum á höfnun. Þegar beðið er eftir gjafalíffæri, er verið að finna líffæragjafa sem er með mjög líka merkingu og þiggjaninn, að það sé svo lítill munur á merkingunum að ónæmiskerfið ráðist síður á nýja líffærið. Ónæmiskerfið reynir þó alltaf, enda fá líffæraþegar ónæmishemjandi lyf alla sína ævi. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ónæmiskerfið í okkur hrynur og hætta að búa til antibodies, eða ekki eins mikið og þurfa þykir, og þá þarf fólk að fá immunoglobulins í sprautuformi til að mæta ýmsum sjúkdómum. Eyðni er dæmi um sjúkdóm sem eyðileggur T-helper cells, sem eru stýrimekanismi ónæmiskerfisins. Það hefur þau áhrif að fólk býr til minna af mótefnum og killer cells og þá hrynur ónæmiskerfið. Þetta sérhæfða kerfi verður að þekkja þau mólekúl sem ekki tilheyra okkur. Það sem ekki passar og er ekki okkar kveikir á ónæmiskerfinu og nefnist einu nafni antigen. Þetta geta verið vefir, frumur, vírusar, bakteríur eða hlutar efnaskiptaframleiðslu þeirra. Mótefni Mótefni (antibody) er prótein sem er framleitt af plasma frumum sem svar við ákveðnum mótefnavaka. Mótefni og mótefnavakar tengjast á sérhæfðan hátt. Á hverju mótefni er bindistaður þar sem mótefnavakinn getur bundist við það (antigen binding site). Til eru 5 mismunandi flokkar af mótefnum: IgG, IgA, IgM, IgD og IgE. Hver mótefnissameind er gerð úr einu pari þungra keðja og einu pari léttra keðja. Keðjurnar mynda Y

    Mótefnið hefur tvo bindistaði fyrir mótefnavaka. Þessir bindistaðir eru breytilegir (variable region)

    Stofninn á Y-inu tengist öðrum þáttum ónæmiskerfisins. Þessi bindistaður er eins hjá öllum mótefnum í sama flokki (constant region)

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Mótefnavakar Mótefnavaki (antigen) eru framandi sameindir og er hluti af utanaðkomandi sýkli sem getur leitt til myndunar mótefna. Þetta er oftast hluti af einhverju próteini sem einkennir sýkilinn en finnst ekki í líkama þess sem sýktur er. Framandi mótefnavakar geta komið af stað ónæmissvörum sem miða að því að eyðileggja frumuna (sýkilinn) sem ber þennan mótefnavaka. Sá hluti sameindarinnar sem er virkjar kerfið kallast epítóp. Complement kerfið Complement kerfið, þáttakerfið, samanstendur af syrpu próteina sem hringsóla í blóðinu í óvirku formi, en koma mótefnum til aðstoðar og fullkomnar eyðileggingu baktería. Svokallað complimet cascade fer í gang þegar fyrsta próteinið í röðinni (C1) rekst á mótefni bundið mótefnavaka, antigen, svokallað antigen-antibody complex. Þá fer af stað atburðarás þar sem hvert prótein í kerfinu hefur ákveðið hlutverk auk þess að virkja næsta prótein í röðinni (MAC). Lokaafurðin er próteinsívalningur (perforin) sem gatar frumuhimnu markfrumunnar, efni flæða út og inn og fruman drepst. Complement kerfið, frh.

    C1 kemur auga á, og þekkir sýkilinn C2, C3 og C4 eru compliment cascade sem

    virkja MAC C5, C6, C7, C8 og C9 eru MAC, membrane

    attack complex, og er það C3 sem sest á sýklana og auðveldar átfrumunum að innbyrgða og þar með að drepa sýklana.

    MAC orsakar svo frumurof (lysis) með því að gera sýklafrumunni ókleift að losa sig við Ca2+.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Interferón Interferon (IFN) örva nágrannafrumur til að mynda prótein sem hemja veiruframleiðslu og það verkar með því að bindast sértækum viðtökum á yfirborði frumna. IFN hindra bakteríu- og frumdýrafjölgun og hindra sýkingarhæfni þeirra. Gen sem nýmynda IFN virkjast þegar bakteríur ráðast inn í frumurnar. interferon mólekúl fara út úr sýktu frumunni og yfir í nágranna frumu. IFN örva nágranna frumuna til þess að mynda antiviral protein (PKR). PKR hindrar svo sýktu frumuna, með ósérhæfðum viðbrögðum, að fjölga sér í nágranna frumunni. Sérhæfð viðbrögð Sérhæfð viðbrögð er eitthvað sem er ekki alltaf eins, heldur er háð því hvert áreitið er og skiptist í tvennt. Annars vegar ónæmissvörun, sem byggir á því að það verða til antibodies/mótefni og hins vegar ónæmissvörun sem byggir á návígi, frumu á frumu. Þetta eru sérhæfðar varnir fyrir hvert áreiti misjafnt hvernig verjendur bregðast við hverju áreiti.

    Antibody mediated immunity er einskonar efnahernaður. Framandi efni geta hrundið af stað sértæku ónæmisvari, sem svo leggja gerð efnisins á minnið. Þær frumur sem sjá um þennan efnahernað eru aðallega B-lymphocyts cell, frumum sem sjá um að mótefni (antibodies) verka eins og eiturenfni, og lymphocytarnir verða að þekkja utanaðkomandi efni til þess að bregðast við þeim. Til eru efni sem geta ræst frumur, svo þær fari í gang en það eru svokallaðir mótefnavakar, antigen.

    Antigen eru framandi efni sem geta hrundið af stað sértæku ónæmissvari, sem leggja gerð efnisins á minnið. Þessi mótefni eru á yfirborði baktería og eru yfirleit prótein eða stórar fjölsykrur. Fjölsykrur gefa kröftugasta svarið (kröftugt mótefnasvar) þegar þau ráðast inn í líkamann.

    Frumu-á-frumu ónæmissvörun Cell mediated immunity – frumu miðlað þar sem fuma arf að komast í snertingu við aðra

    frumu til þess að drepa hana. Þetta er svona maður-á-mann hernaður. T-cell ráðast beint á sýktar frumur og eyða þeim. T-lymphocytar skiptast í dráps T-

    lymhocyta (killer T-lymphocytes eða T-cytotoxic (eitruð fruma)) og hjálpar T-lymphocyta. Stundum er talað um T-supressor frumur, sem bæði slökkva og kveikja á kerfinu, en tilvera þeirra er ósönnuð, en að öllum líkindum eru að sérhæfðar frumur sem kveikja og slökkva á því. T-supressor fruma tilheyrir þá T-hjálparfrumum.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Cytotoxic T lymphocyte hjálpa til við að losa líkamann við veirusýktar frumur og krabbameinsfrumur. Þær eru jafnframt ábyrgar fyrir því að hafna líffærum úr öðrum. Cytokines eru margslungin og öflug efni sem frumur ónæmiskerfisins seyta, og eru m.a. aðal verkfæri T-cytotoxic frumna, þetta er efni sem veldur dauða annarra frumna. T-hjálparfruma hefur flókna verkun, því hún virkjar margar ónæmisfrumur, þar á meðal bæði B og T frumur. T-helper kveikir á kerfinu svo T-cytotoxic fjölgi sér, og þær sjá til þess að B-frumur þroskist yfir í það að verða plasma frumur. Þess vegna er svo mikilvægt að T-helper haldi velli og skemmist ekki. Ef við fáum vírus sem skemmir T-helper, eins og HIV veiran gerir, en hún veldur því að báðir armar varnakerfisins collabera, en þá hætta T-hjálparfrumurnar að starfa eins og þær eiga að gera og bæði frumuvinna og mótefnamyndanir virka þá vitlaust.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Lymphoid organs Eitilvef má skipta í tvennt, annars vegar er primary eitilvefur þar sem eitilfrumur eru myndaðar og þær þroskast (beinmergur og thymus) og hins vegar er secondary eitilvefur þar adaptive ónæmissvarinu er startað Bæði B og T frumur koma frá merg en einungis B frumur þroskast þar, T frumur þroskast hins vegar í thymus. Frá þessu eru nöfn frumanna komin

    Primary lymphoid organs eru uppeldisstöðvar fyrir lymphocyta. Í hóstakirtli (thymus) þroskast T-lymphocytarnir, og

    þeim sem bregðast við eigin antigenum er útrýmt/þeir eru bældir

    Í beinmerg þroskast svo B-lymphocytar.

    Í secondary limphoid orgnas erum við með eitla, mitla, hálskirtla ofl. Þetta eru varðstöðvar gegn sýklum sem kunna að ráðast inn.

    Eitlar eru lítil baunalaga líffæri sem vessaæðar liggja umÍ eitlunum safnast ónæmisfrumurnar saman og komast í snertingu við mótefnavaka.

    Það eru tvær megin geriðir eitilfruma, B eitilfrumur og T eitilfrumur. B eitilfrumur breytast í plasma frumur við virkjun og seyta mótefnum. T eitilfrumur breytast í annars vegar cytotoxic T frumur og drepa veirusýktar frumur og hins vegar í frumur sem virkja aðrar frumur svo sem B frumur og macrophaga

    Hver eitilfruma er útbúin með viðtaka sem er sértækur fyrir ákveðið antigen. B frumu viðtakinn er himnubundið form mótefnanna sem þær seyta (immunoglobulin) en T frumu viðtakinn er skildur immunoglobulinum þrátt fyrir að nokkur munur sé á þeim

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    B-lymphocytar; viðtæki (receptors) Á fósturskeiði er mikill fjöldi B-lymphocyta, og hver þeirra frumna eru með sérstaka gerð af viðtækjum (receptora), hver fyrir sitt antigen. Þessi viðtakar heita immunoglobulin mólekúl Hver B fruma er sem sagt forrituð til að mynda eitt ákveðið mótefni og þegar B fruma hittir rétta mótefnavakann, fjölgar hún sér og myndar einræktaðan stofn plasmafrumna. Plasmafrumurnar mynda síðan mótefni gegn þessum ákveðna mótefnavaka. Flest antibodies eru eins og Y í laginu. Antibodies, mótefnin; plasmafrumur B-lymphocyta búa til mótefnin sem tilheyra fjölskyldu stórra próteinmólekúla, og eru betur þekkt sem immunoglobin, eða ónæmispróteinsameindir. Þau skiptast í 9 mismunandi flokka, 4 af gerð IgG, 2 af gerð IgA og 1 af gerð IgD, IgE og IgM. B-frumu viðtakar eru sýnishorn af mótefninu sem þær geta framleitt, þeir þekkja mörg antigen í náttúrlega ástandi sínu. Viðtakar B-frumna bindast viðeigndi antigeni og B-fruman gleypir það og meltir. Svo sameinar hún brot úr antigeninu og eigið merki; class II protein. T-fruma með þessa viðtaka fyrir þessa blöndu ber kennsl á hana og binst henni, en við það virkjast T-fruman og losar lymphokines – interleukins (IL-2), sem breyta B-frumunni í mótefnaseytandi plasmafrumu. En auk þess að B-fruman myndist í plasmafrumur, þá breytist hún einnig í minnis-B lymphocyta.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Viðtæki á T-lymphocytum Á yfirborði T-lymphocyta eru sérstök viðtæki, antigen-sértæk, og þau losna ekki frá frumunni. T-frumu viðtækin bindast við antigen í faðmi class I MHC-sameindar, sem er T-drápsfrumur og leiðir það til ræsingar T-frumu. Viðtækin geta einnig bundist við antigen í faðmi class II MHC-sameindar (T-hjálparfruma) og það leiðir einnig til ræsingar T-frumu. Ræsing T-hjálparfruma. B frumur og macrophagar meðhöndla mótefnavaka og tengja hann merki próteini II (class II protein) og eftir að antigen fruma hefur innbyrgt og melt antigen, veifar hún antigen leifunum, ásamt class II próteininu, framan í viðeigandi hjálpar T cellu með T4 viðtaka. Bindingin hvetur macrophagann jafnframt til þess að losa cytokinann interleukins (IL-2) sem örvar þroska T-frumunnar. Alltaf þegar T og B frumur eru virkjaðar, verða sumar þeirra minnisfrumur. Næst þegar þær hitta sama antigenið er ónæmiskerfið fljótt að eyða því. Sýktar líkamsfrumur geta myndað merkiprótein af flokki eitt (class I protein) sem þær tengja við mótefnavakann (sýkilinn) og T8 viðtakar T frumna tengjast mótefnavakanum Þegar T og B frumur virkjast sérhæfast alltaf einhverjar þeirra í minnisfrumur Næst þegar einstaklingurinn fær í sig sama mótefnavakann er ónæmiskerfið fljótt í gang Langvinnt ónæmi (virkt ónæmi) er hægt að öðlast annað hvort með venjulegri sýkingu eða með bólusetningu, þar sem óvirkum sýkli eða sýkilbroti er sprautað inn Ef blóðvatni með mótefni (antiserum) er sprautað í mann, fæst skammvinnt ónæmi (óvirkt ónæmi) Mótefni flytjast einnig frá móður til fósturs Ræsing T-drápsfruma MHC-antigen af flokki I finnast á yfirborði allra frumna með kjarna. Sem sagt ekki rauðum blóðkornum. Veirusýktar frumur tengja veirupróteinið við merkiprótein I (class I protein) Veirupróteinið sem er svo bundið merkipróteini flyst út á við og þar tengjast T-drápsfrumurnar veirupróteininu (mótefnavakanum) og með aðstoð T hjálparfrumna þroskast T drápsfruman og drepur veirusýkta frumuna T-drápsfruma getur drepið næstum all frumur í líkamanum, ef fruman er sýkt af veiru, eða er orðin illkynja (cancer). Próteinið sem kemur út á yfirborðið, MHC I, er framleitt í frumunni sem drepa skal.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Virk og passív bólusetning Ónæmi getur orðið með virkum (active) eða passífum hætti, og þessir þættir geta verið af náttúrunnar hendi og svo bólusetning af mannavöldum.

    Eftir fyrstu snertingu við antigen eykst mótefni smám saman í blóðinu næstu vikurnar, þetta er frumsýking, eða bólusetning nr. 1. Eftir snertingu nr. 2 við antigenið, þá verður mjög snögg aukning í mótefni í blóði. Passív náttúruleg bólusetning er þegar mótefni fara með fylgju frá móður til ófædd barn síns. Mótefni er sprautað í einstakling, úr smitsýklum sem hafa verið afvirkjaðir eða það sem algengara er; úr örlitlu broti örverunnar sjálfrar. Ef mótefni er sprautað (passíf bólusetning) í einstakling, þá verndar sú bólusetning einstaklinginn í nokkrar vikur, þetta er notað gegn lifrarbólgu og etv. stífkrampa.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Ofnæmi (allergy) Þegar ónæmiskerfið bilar, getur straumur hvers konar vandamála og sjúkdóma blússað upp og það algengasta er ofnæmi, og eru um þrenns konar viðbrögð að ræða:

    Stundum þegar við fáum í okkur efni, sem í sjálfu sér eru nokkuð skaðlaus svo sem frjókorn, þá bregst ónæmiskerfið við á rangan hátt. Allergen, er eins og antigen fyrir suma, en ekki aðra, á meðan við svörum öll einhverri bakteríu. Til þess að kveikja á B-frumu kerfinu, þá þarf T-hjálparfrumu og svo allergenið, sem veldur því að það verða til margar plasmafrumur sem fara að búa til IgE antibody/mótefni, t.d gagnvart frjókornum, en hann hefur þann eiginleika að festa sig á mast frumur. Í fyrsta skipti sem einstaklingur kemst í tæri við ofnæmisvald, fara B frumur að mynda IgE í miklu magni . IgE tengist við mastfrumur í vefjum Í næsta skipti sem ofnæmisvaldurinn birtist mynda þessar mastfrumur histamín sem veldru æðaútvíkkun og bólgu, hnerra, kláða, öndunarerfiðleikum, rennsli úr augum og nefi og fleiri einkennum. Þaðer mikið af mastvefum í slímhúðinni, í öndunarveginum, húð, tungu og lungum og nefi og þess vegna er það sem nefið stíflast, sem og önunarvegir, tungan bólgnar og útbrot koma á húðina. Bráðaofnæmi geta orðið svo heifarleg að útvíkkun á háræðunum verður um allan líkamann, sem leiðir til þess að blóðþrýstingur fellur og líkamnn fer í sjokk og fólk getur dáið vegna þess. Öndunarvegurinn getur lokast hjá sumum, t.d. við geitungarbit í hálsi og öndunarerfiðleikar eru einnig mjög algeng ofnæmisviðbrögð við skelfiski, sem inniheldur mikið af allergeni. Alvarleiki ofnæmisviðbragðanna byggir á magni histamínsins sem er framleitt í líkamanum (í misskildu varnarskyni) gegn allergenunum.

    Seinkuð ofnæmisviðbrögð eru mögulega viðbrögð af völdum allergena, en þá eru það ekki IgE (immonuglobinE) og mastfrumustarfsemin sem er í gangi,eins og í bráðaofnæmi, heldur virðist semað við sumum allergenum seyti T-frumurog macrophagar cytokinum sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum þá tekur það nokkurn tíma áður en viðbrögðin verða sýnileg og koma fram.

    Immune-complex-hypersensitivity er þegar við erum með antibodies og antigen sem bindast saman, og ef það gerist í miklu magni, safnast fyrir í vefjunum, endotheli, háræðum o.s.frv., virðist það geta valdið ofnæmisviðbrögðum..

    Efnaskipti framandi efna Ef við fáum í okkur einhver efni úr umhverfinu, reynir líkaminn að losa sig við þau án þess að þau skaði okkur. Þessi efni geta komist inn í líkamann í gegnum munn, lungu og húð (til fósturs í gegnum fylgju), og þau geta verið skaðleg eða meinlaus. Ónæmiskerfið ræðst yfirleitt ekki gegn þessum efnum, en við höfum þó leiðir til þess að losa okkur við þau.

    Metabolism: við getum melt efnin og skilað þeim óbreyttum í gegnum kerfið og meltingarveginn.

    Chemical alternation (biotransformation): efnum er breytt í lifrinni, húð, nýrum, fylgju ofl. Þetta eru aðallega efni sem eru polar, og er þeim breytt, með ensímum í efni sem eru meira polar og þar af leiðandi skiljast betur út með þvagi, eða öðrum útskilnaði. Við getum líka losað okkur við þau sömu leið til baka; gegnum húðina eða andað þeim frá okkur, t.d.

  • Iðjuþálfun LIE 0103 Hrefna Óskarsd.

    Fituleysanleg efnasambönd Svo getur komið fyrir að þessi efnasambönd safnist upp í okkur, en þá komum við þessu fyrir í vefjum, en mörg efni eru fituleysanleg og við bindum þau við fitu, bein eða þau tengjast próteinum í frumunum okkar. Það er jafnvægi milli blóðsins og geymslustaðarins í vefjunum, þannig að ef styrkur eiturefna minnkar í blóði, þá getur hann aukist í vefjum og öfugt, uns jafnvægi kemst á. Þessi fituleysanlegu efni fara mjög greiðlega yfir frumuhimnur geta jafnvel farið inn í MTK. Þau skiljast ekki vel út með þvagi, því þau eru tekin upp aftur úr þvaginu í tubuli í nýrum. Vatnsleysanleg efnasambönd, hins vegar, fara treglegar yfir frumuhimnurnar og skiljast yfirleitt vel út um nýrum með þvagi. Umbreyting og útskilnaður efna. Þegar fituleysanlegu efnin eru kominn inn í líkamann og hafa bundist fitu, þá vilja þau gjarna sitja þar sem fastast. Við þurfum því að umbreyta þessum fiuleysanlegu efnum í polar og minna fituleysanleg efni. Þetta gerum við aðallega í lifrinni, en þó einnig í nýrum, húð og fylgju. Eftir breytinguna eiga þau auðveldara með að komast aftur inn í blóðrásina og síðan út úr líkamanum. Lifrin hefur MES kerfi (microsomal enzyme system) sem vinnur í því að gera þessi fituefni minna fituleysanleg svo auðveldara verður að losa sig við þau. Þagar það verður virkt magnast það upp, positive feedback sem gerir það að verkum að við fáum þol fyrir eitulyfjum, áfengi, en það kerfi brýtur niður alkohól svo við losnum við það úr líkamanum. Eftir því sem við drekkum oftar er lifrin fljótari að losa sig við alkohólíð eða þangað til að drykkjan hefur náð að skemma lifrina, en þá verður hún lengi að losa sig við það. Þess vegna eru alkar fullir svona lengi! Það er sem sagt hægt að skapa þol með því að virkja MES kerfið. Biotransformation gera efnasamböndin þannig úr garði gerð, að við eigum auðveldara með að útskilja þau ef kerfin ráða ekki við þau beint. Nýrun eða GIT fara inn í þetta kerfi og gerir okkur auðveldara að losa okkur við efnin, þegar þau eru orðin meira polar. Ókostirnir eru gjarnan tveir; stundum gerir kerfið efni meira eitruð en þau voru, þ.e. niðurbrotsefnin sem verða til í lifrinni verða meira eitruð, eru hættulegri en sjálft upprunalega efnið. Gott dæmi eu efni úr sígarettureyk, en þau eru ekki beinlínis hættuleg sjálf, heldur geta niðurbrotsefni þeirra valdið krabbameini. Hinn ókosturinn er að stundum fer MES kerfið í gang og fer að brjóta niður það sem er endogenus, sem tilheyrir okkur, og við förum að skilja okkar efni út úr líkamanum.