17 04 2015

68
17.–19. apríl 2015 15. tölublað 6. árgangur Augu blindra- hundsins bræða alla VIÐTAL 22 Stefán léttur á því eftir að 60 kílóin fuku VIÐTAL 18 FRÉTTIR 4 Líftíminn 38 SÍÐA 26 Ljósmynd/Hari Bókaðu sól, sand, strönd og sumarævintýri frá kr. 69.900 Fæst í apótekum og heilsubúðum Góð melting styrkir ónæmiskerfið Stjórnaðu bakteríuflórunni með OptiBac PRENTUN.IS 75% afsláttur Haugur af hulstum fyrir iPhone 3G/3GS,4/4S, 5/5S Lagersala! á aðeins 990 kr. Kringlunni Í helvíti á jörðu Leifur Muller var aðeins 22 ára þegar hann var svikinn af „íslenska böðlinum“ í Osló, handtekinn af Gestapó og síðar fluttur í hinar alræmdu þrælkunar- og fangabúðir nasista í Sachsenhausen, helvíti á jörðu. Hann lifði vistina af og skrifaði bók um reynslu sína sem kom út skömmu eftir stríð. Hún hefur nú verið endurútgefin. Börn Leifs segja hann lítið hafa rætt fanga- vistina á æskuheimili þeirra systkina en þau tóku þó eftir því að pabbi þeirra svaf alltaf með föt sín á gólfinu við hliðina á rúminu og við opnar dyr – tilbúinn til að flýja. Í fangabúðunum var Leifi gert að taka gulltennur úr líkum fanga en greindi ekki frá því fyrr en síðar því hann óttaðist fordæmingu sam- félagsins. Börn Leifs, sem lést 1988, segja hroll- vekjandi sögu föðurins. Telja orðið útlending- ur niður- lægjandi skammar- yrði VIÐTAL 12 Burt með snjallsímann úr svefnher- berginu Offita er mesta heilsu- fars- ógnin

Upload: frettatiminn

Post on 21-Jul-2016

295 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 17 04 2015

17.–19. apríl 201515. tölublað 6. árgangur

Augu blindra­hundsins bræða alla ViðtAl

22

Stefán léttur á því eftir að 60 kílóin fuku

ViðtAl18

Fréttir 4líftíminn

38

síða 26

Ljós

myn

d/H

ari

Bókaðu sól, sand, strönd og sumarævintýri frá kr. 69.900

Fæst í apótekum og heilsubúðum

Góð melting styrkir ónæmiskerfið

Stjórnaðu bakteríuflórunnimeð OptiBac

PRENTUN.IS

75%afsláttur

Haugur af hulstum fyrir iPhone 3G/3GS,4/4S, 5/5S

Lagersala!

á aðeins 990 kr.

Kringlunni

Í helvíti á jörðuLeifur Muller var aðeins 22 ára þegar hann var svikinn af „íslenska böðlinum“ í Osló, handtekinn af Gestapó og síðar fluttur í hinar alræmdu þrælkunar- og fangabúðir nasista í Sachsenhausen, helvíti á jörðu. Hann lifði vistina af og skrifaði bók um reynslu sína sem kom út skömmu eftir stríð. Hún hefur nú verið endurútgefin. Börn Leifs segja hann lítið hafa rætt fanga-vistina á æskuheimili þeirra systkina en þau tóku þó eftir því að pabbi þeirra svaf alltaf með föt sín á gólfinu við hliðina á rúminu og við opnar dyr – tilbúinn til að flýja. Í fangabúðunum var Leifi gert að taka gulltennur úr líkum fanga en greindi ekki frá því fyrr en síðar því hann óttaðist fordæmingu sam-félagsins. Börn Leifs, sem lést 1988, segja hroll-vekjandi sögu föðurins.

telja orðið útlending­

ur niður­lægjandi

skammar­yrði

ViðtAl 12

Burt með snjallsímann úr svefnher­berginu

Offita er mesta heilsu ­ fars­ ógnin

Page 2: 17 04 2015

Kappakstursbíll á ToyotasýninguÁ sýningu hjá Toyota í Kauptúni á laugar-dag og sunnudag verður sýndur kappaks-tursbíllinn TS030 HYBRID sem hefur m.a. tekið þátt í Le Mans þolaksturskeppninni, en í ár fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Viðurkenndir söluaðilar Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ bjóða einnig til sýningar á laugardag, frá kl. 12 – 16. Í Kauptúni verður fullkominn ökuhermir þar sem gestir geta sest undir stýri á GT86 sportbílnum og sýnt kunnáttu sína og ökuleikni.

Stoltenberg fundar á ÍslandiJens Stoltenberg er staddur hér á landi í sinni fyrstu heimsókn sem framkvæmd-astjóri Atlantshafsbandalagsins. Stolten-berg hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Braga Sveins-son utanríkisráðherra í gær, fimmtudag. Á fundinum með forsætisráðherra voru öryggismál í Evrópu ofarlega á baugi, ógn af hryðjuverkum sem og málefni Afgani-stan en Atlantshafsbandalagið stendur nú að þjálfunaraðgerð í landinu eftir að

aðgerðum alþjóðaliðsins lauk um síðustu áramót. Einnig voru öryggismál á norðurs-lóðum rædd, loftrýmisgæsla bandalagsins hér á landi og netöryggismál.

Svavar í sauðfjárbúskapinnSvavar Halldórsson, fyrrverandi frétta-maður, hefur verið ráðinn framkvæmda-stjóri Landssambands sauðfjárbænda. Frá því Svavar lét af störfum á fréttastofu RÚV fyrir tveimur árum hefur hann rekið fyrirtækið Íslenskur matur og matarmenn-ing, og sendi meðal annars frá sér Íslensku hamborgarabókina árið 2013. Í samtali við Bændablaðið segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að þar á bæ geri menn sér grein fyrir að margir verði undrandi á þessari ráðningu. „En það er líka bara fínt stundum að fara í endurmat á stöðunni þegar mannaskipti verða og horfa í aðrar áttir. Fyrst og fremst erum við þá að horfa til þeirra markaðstækifæra sem eru fyrir greinina, til að mynda á erlendum mörk-uðum og við teljum Svavar góðan kost í þeirri stöðu,“ segir Þórarinn í Bænda-blaðinu.

Björk á topp 100 áhrifamestuBjörk Guðmundsdóttir tónlistarkona er meðal 100 áhrifamestu einstaklinga í heiminum, samkvæmt lista TIME sem var birtur í gær, fimmtudag. Björk er þar nefnd í flokknum „Icon“ eða Átrúnaðargoð, en aðrir sem nefndir eru í þessum flokki eru til að mynda Kanye West, tónlistarmaður og eiginmaður Kim Kardashian, og pakistanska stúlkan Malala Yousafzai sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fyrirhugaða hótel-byggingu á blaða-

mannafundi í Hörpu í vikunni ásamt

Richard L. Friedman, forstjóra Carpenter

& Company. Fimm stjörnu hótel rís við

hlið Hörpu og verður það rekið af alþjóð-

legri hótelkeðju. Ljósmynd/Hari

SkipulagSmál BandaríSkt faSteignafélag Byggir á Hörpureit

Hefja framkvæmdir við fimm stjörnu hótel í haustBandaríska fasteignafélagið Car-penter & Company mun kaupa byggingarrétt að hótelbyggingu á Austurbakka við hlið Hörpu. Fram-kvæmdir hefjast í haust og fimm stjörnu hótel verður opnað eftir þrjú ár.

Carpenter mun reisa 250 her-bergja fimm stjörnu hótel á lóðinni en fela þekktri alþjóðlegri hótel-keðju rekstur þess. Samningar þess efnis eru á lokastigi, að því er segir í fréttatilkynningu Reykja-víkurborgar. Meðal hótelkeðja sem Carpenter vinnur með eru St.

Regis, Four Seasons, Marriott og Hyatt.

Þetta verður fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Auk herbergjanna 250 verða þar veislu- og fundarsalir, heilsulind og fjöldi veitingastaða.

Arionbanki vinnur að skipulagi fjármögnunar hótelbyggingarinn-ar og lánsfjármögnun en samið hefur verið við verkfræðistofuna Mannvit og T.ark-arkitekta um hönnun og stjórnun framkvæmda. Áfram er gert ráð fyrir íbúða- og verslunarbyggð á suðurhluta lóðar-innar. -hdm

Samfélag kynjaBilið er ekki einkamál kvenna

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og leikarinn Geena Davis, sem um árabil hefur unnið að auknum sýnileika kvenna í fjölmiðlum- og afþreytingarefni, eru meðal þátttakenda á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Hörpu á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í sumar. Halla Tómasdóttir ráðstefnustjóri segir mikilvægt að brúa kynjabilið í efnahagslegum, viðskiptalegum og samfélagslegum skilningi.

Christine Lagarde og Geena Davis tala á ráðstefnu í Hörpu

i nspirally WE er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður í Hörpu dagana 18.-19. júní af því tilefni að 100 ár

eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.

„Um er að ræða alþjóðlegt samtal um bestu leiðir til að brúa kynjamuninn, en betri árangur í því er mikilvægur í efna-hagslegum, viðskiptalegum og sam-félagslegum skilningi. Samtalið á sér stað á Íslandi enda erum við fremst í heimi þegar kemur að þessum málum,“ segir Halla Tómasdóttir sem er ráðstefnustjóri. Halla hefur gengið lengi með hugmynd-ina að því að halda slíka ráðstefnu á Ís-landi, og leggur mikla áherslu á að þetta mál sé ekkert mál kvenna, heldur mál sem konur og karlar eigi að láta sig varða, enda blómstra efnahagur, viðskiptalíf og samfélag hvað best þegar kraftar karla og kvenna eru fullnýttir. „Ráðstefnan er haldin í samstarfi við öflug íslensk fyrir-tæki og frumkvöðlafyrirtækið Inspirally, sem birtir daglega jákvæðar fréttir af kon-um og körlum sem eru til fyrirmyndar í að brúa kynjabilið. Innan skamms verður einnig opnaður samtalsvettvangur um þessi málefni, nokkurs konar samfélags-miðill þar sem fólk getur tekið samtalið áfram að lokinni ráðstefnu,“ segir hún.

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mikla áherslu á efnhagslegt mikilvægi þess að virkja konur til forystu mun ávarpa gesti í myndskilaboðum við upphaf ráð-stefnu. Þá mun dr. Michael Kimmel vera með Barbershop Breakfast fyrir karla að morgni 19. júní og mun Geena Davis vera með opnunarávarp þá um morguninn og síðar þann daga deila alþjóðlegum rann-sóknum sem hún hefur látið vinna um áhrif fjölmiðla- og afþreyingarefnis á drengi og stúlkur. Meðal íslenskra þátt-takenda eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, en Jóhanna Sigurðar-dóttir og Jón Gnarr verða einnig með myndinns-lög.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins, flytur ráðstefnugestum skilaboð af myndbandi eftir að ráðstefnan hefur verið sett. NordicPhotos/GettyImages

Leikarinn Geena Davis er stofnandi The Geena Davis Institute on Gender in Media og hefur um árabil unnið að auknum sýnileika kvenna í kvikmyndum. NordicPhotos/Getty

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni:

Pat MitchellKvenfrumkvöðull í bandarískri sjón-varpssögu. Hún var fyrsti kvenforseti og kvenforstjóri PBS, bandaríska ríkissjón-varpsins, og forseti CNN Productions. Hún er einn af stjórnendum AOL og TEDWomen og fyrrum forstjóri og nú ráðgjafi hjá Paley Center for Media. Hún er Emmy-verðlaunahafi og er iðulega á ýmsum listum yfir áhrifamestu konurnar.

Ivy RossEinn af æðstu stjór-nendum Google og stjórnandi teymis sem vinnur að framgangi Google Glass. Fyrrum framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá Procter and Gamble og marg-verðlaunaður skart-gripahönnuður.

Deborah K. JonesSendiherra Bandaríkj-anna í Líbíu, fyrrverandi sendiherra Banda-ríkjanna í Kúveit og er afar hátt sett innan bandarísku utanríkis-þjónustunnar.

Dr. Margot GerritsenPrófessor við Stan-ford University og ein áhrifamesta konan í heimi stærðfræði, verk-fræði og tölvunarfræði í Bandaríkjunum. Yfir-maður ICME, Institute for Computational and Mathematical Engineering í Stanford.

Tiffany DufuNefnd sem ein af 19 konum sem eru að ryðja brautina, á lista Huffington Post og er ósjaldan nefnd á listum yfir áhrifamestu konurnar. Hún er einn af stjórnendum Levo League og tók þátt í að stofna LeanIn, framtak Sheryl Sandberg. Hún er í ráðgjafateymi Women Ready for Hillary.

Michael Kimmel, sérfræð-ingur í karlmennskurann-sóknum, verður með Barbershop Breakfast fyrir karla að morgni 19. júní. Mynd/Hari

Gunnar Smári skrifar um þjóðmálin og hefur tekið

upp þráðinn við matarskrif

Nýr vefur Fréttatímans er kominn í loftið

www.frettatiminn.is

2 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 3: 17 04 2015

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I lykill.is I [email protected]

Þú finnur bíl sem hentar

þínum þörfum.

Við fjármögnum allt að 90% af

kaupverði bílsins.Lykillán Nýir

bílar

Nýir bílar á betri kjörum!

Lán til alltað 7 ára

10% útborgun af nýjum bíl

8,0%Lægstu vextir

Lykillán er hagkvæm leið til að eignast bíl. Með Lykilláni bjóðum við nú hærra lánshlutfall og lægri vexti.

1 2 Við aðlögumgreiðslubyrðinaað þínum fjárhag.3

Page 4: 17 04 2015

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

SlagveðurSrigning framan af degi S- og v-landS, en rofar til um kvöldið.

HöfuðborgarSvæðið: Rigning fRam eftiR degi og stRekkingsvinduR.

S-Strekkingur v-til. að meStu Skýjað, S- og v-til, en Heiðríkt n- og a-landS.

HöfuðborgarSvæðið: skýjað með köflum, en úRkomulaust.

Svipað veður og á laugardag. ennþá fremur milt

HöfuðborgarSvæðið: skýjað að mestu, en þó sólaRglennuR.

góðviðri og milt um helginaþað kom að því að tíðin breyttist og umskiptin eru vissulega mikil frá síðustu helgi. mildir vindar blása úr suðri, rigning í dag s- og v-til, en síðan þurrara loft og sólin mun skína

í heiði, einkum norðan- og austanlands. Hitinn upp undir og jafnvel

yfir 10 stig, einkum austanlands á sunnudag. strax eftir helgi slær slær hins heldur í bakseglin.

6

5 69

57

6 99

6

5

7 910

6

einar Sveinbjörnsson

[email protected]

Ólafur og Dorrit í afmæli drottningarmar grét þór hild ur dana-drottn ing fagn aði 75 ára af mæli sínu í gær, fimmtu-dag. ólaf-ur Ragn ar gríms son, for seti Íslands, og eig in kona hans, dor rit moussai eff, sóttu hátíðarkvöldverð í kristjáns-borgarhöll í kaupmannahöfn af þessu tilefni á miðvikudagskvöld. ljósmynd/nordicPhotos/getty

51.500.000krónur greiddi alþingi 28 þingmönnum í svokallað akstursgjald, eða vegna aksturs eigin bifreiða, á síðasta ári. Þar af voru 18 þingmenn sem fengu greitt meira en eina milljón króna, en greiðslurnar eru undanþegnar skatti.

Karólína sigraðisöng kon an karólína jó hanns dótt ir, nem andi við mR, fór með sig ur af hólmi í söng keppni fram halds skól anna um liðna helgi. Hún söng lagið go slow með Haim og sungu þær guðrún ýr eyfjörð,

krist ín Björg Björns dótt ir og mel korka davíðsdótt ir bakradd ir. Í öðru sæti varð Borgarholts skóli og fg í því þriðja.

Gefa frí 19. júníRíkisstjórnin hefur hvatt vinnuveitendur, bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hinn 19. júní næstkomandi. meðal fyrirtækja sem ætla að verða við áskoruninni eru Íslandsbanki, sem hyggst loka útibúum eftir hádegi þann dag og gefa starfs-fólki frí, og vÍs sem gefur öllu starfs-fólki frí. sigrún Ragna ólafsdóttir, forstjóri vÍs, segir það sanna ánægju að verða við hvatn-ingu stjórnvalda þessa efnis.

817ný hótelherbergi verða tekin í notkun í Reykjavík í ár. miðað við lægstu spá um fjög ur pró sent ár lega fjölg un ferða-manna fram til árs ins 2020 er ekki þörf á fleiri hót el um en þegar eru fyr ir­huguð. sé miðað við hæstu spár um tíu prósent árlega fjölgun vantar alls um 5.900 fleiri hótelherbergi í borginni.

vikan sem var

darri í næstu mynd Spielbergsólafur darri ólafsson er á leið til vancouver í kanada þar sem hann mun leika í næstu mynd stevens spielberg. myndin kallast Bfg og er byggð á sögu Roalds dahl. disney framleiðir myndina sem frumsýnd verður á næsta ári. ólafur darri leikur risa í myndinni.

Tónlistarskólinn í Reykjavík tekur við umsóknum nýnema til 4. maí.• Kennum á öll klassísk hljóðfæri• Sérhæfum okkur í kennslu lengra kominna nemenda• Einvala lið frábærra kennara

Nánari upplýsingar á tono.is og

í síma 553 0625 milli kl. 13-16.

s ímar eru fyrir löngu komnir út fyrir sitt upphaflega verksvið. Í dag er síminn allt í senn samskiptatæki, myndavél,

dagbók og vekjaraklukka, svo fátt eitt sé nefnt. Flest förum við ekki úr húsi án hans og samkvæmt rannsóknum förum við heldur ekki í rúmið án hans. Í rannsókn sem gerð var fyrir tímaritið Time árið 2012 kom fram að 75% fólks á aldrinum 18 til 44 ára sefur með símann innan seilingar. Þetta eru ekki góðar fréttir ef eitthvað er að marka sífellt fleiri vísindamenn sem stíga fram og benda á mögulega skaðsemi snjallasímanna á heilsu okkar. Snjallsími við rúmið ógnar góðum nætursvefni, sem er jú ein helsta undirstaða góðrar heilsu.

ekki til neinar langtímarannsóknirSálfræðingar stíga nú í auknum mæli fram til að benda á skaðsemi þess að vera stöðugt tengdur við símann og netið á andlega heilsu okkar. Rannsókn sem unnin var fyrir Gautaborgarháskóla árið 2012 sýndi fram á aukið stress og álag ungra snjallsímanotenda, sem í alvar-legum tilfellum geti leitt til þunglyndis.

„Ég held að þetta sé alls ekki sniðugt,“ segir Erna Björnsdóttir, sálfræðingur og varafor-maður Hins íslenska svefnfélags. „Í fyrsta lagi þá senda þessir símar frá sér allskyns bylgjur sem vitum ekki hvaða áhrif hafa á heilsuna. Það eru ekki nema tíu ár síðan þessir símar komu á markaðinn og þar af leiðandi ekki til neinar langtímarannsóknir. Ef fólk kynnti sér málið myndi það sjá að allir þessir símar koma með viðvörunum um að ekki megi hafa þá nálægt höfðinu lengur en í ákveðinn tíma og að ekki megi sofa með þá nálægt sér. Ég hef alltaf mælt með því við fólk sem vill nota símann sem vekjaraklukku, að stilla hann þá allavega á flugvélastillingu svo hann sendi ekki frá sér bylgjur alla nóttina,“ segir Erla en rannsóknir hafa sýnt að örbylgjur, í miklu magni, geta valdið krabbameini.

Svefnvandamál algeng hjá ungu fólkiFarsímar eru sagðir gefa frá sér það lítið magn af

örbylgjum að ekki sé mögulegt að tengja notkun þeirra við krabbamein. Þrátt fyrir það fannst Alþjóða heilbrigðismálastofnun-inni ástæða til þess að vara fólk við notkun þeirra árið 2011, vegna mögulegrar hættu á krabbameini.

„Mér finnst hrikalegt þegar ég fæ til mín fólk sem er með öpp í símanum til að greina svefninn sinn og er jafnvel að sofa með snjallsímann undir koddanum. Þá eru símarnir að senda bylgjur beint upp í höfuð og það finnst mér alls ekki sniðugt, fyrir utan brunahættuna sem fylgir því að hafa símann í rúminu. Þar að auki er stöðugt áreiti frá snjallsímanum vegna meldinga frá Facebook eða úr pósthólfinu sem geta haldið vöku fyrir fólki. Svefn-vandamál eru mjög algeng hjá ungu fólki

og maður þekkir þetta sérstaklega hjá unglingum sem bjóða mömmu og pabba góða nótt, loka svefnherbergis-dyrunum og fara svo að spjalla við vini eða þá að horfa á þætti í símanum langt fram eftir nóttu.“

Ljós og hljóð trufla svefninnRannsóknir hafa einnig sýnt að ljósið sem snjall-

símar og tölvur gefa frá sér minnkar fram-leiðslu hormónsins melatóníns sem hjálpar okkur að sofna á kvöldin. Erla segir fólk vera misviðkvæmt fyrir áreiti í svefni en hljóð frá snjallsímum geti raskað ró okkar, jafn-vel þó að við séum fallin í djúpsvefn. „Það er almennt ekki mælt með því að nota nein raftæki í svefnherberginu og sérstaklega

ekki ef við eigum erfitt með svefn. Okkur er langhollast að svefnherbergið sé bara fyrir

svefn. Svo eru gömlu góðu vekjaraklukk-urnar enn mjög góðar og gildar auk þess að vera ódýrar,“ segir Erla. „Ég hef alltaf sagt að snjallsímar eigi ekki heima í svefnher-bergjum. Það ætti að vera einhver staður á

heimilinu þar sem allir skila af sér símunum á kvöldin. Við þurfum ekkert á símanum að halda yfir blánóttina.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

lýðheilsa sérFræðingur varar við notkun snjallsíma í rúminu

Ekki skynsamlegt að nota snjallsíma sem vekjaraklukkuvið förum ekki úr húsi án snjallsímanna og samkvæmt rannsóknum förum við heldur ekki í rúmið án þeirra. en snjallsímar senda frá sér örbylgjur sem urðu tilefni til viðvarana alþjóðaheilbrigðis-stofnunarinnar árið 2011, þar sem þær gætu mögulega valdið krabbameini. Rannsóknir sýna auk þess að stöðug síma­ og netnotkun hafi neikvæð áhrif á andlega heilsu. Erla Björnsdóttir, sál-fræðingur og sérfræðingur í svefnvandamálum, mælir með því að fjölskyldan leggi símunum á kvöldin og taki þá alls ekki með í svefnherbergið.

það er kannski kom-inn tími til að draga fram gömlu góðu vekjaraklukkuna.

snjallsími við rúmið ógnar góðum nætur-svefni, sem er ein helsta undirstaða góðrar heilsu.

erla Björnsdóttir, sál-fræðingur og sérfræð-ingur í svefnvanda-málum, segir snjallsíma ekki eiga heima í svefnherberginu.

4 fréttir Helgin 17.­19. apríl 2015

Page 5: 17 04 2015

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/LE

X 7

4035

04/

15

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

STÓRI DAGURINN Lexus sýnir ástsælustu bíla sumarsins í Kauptúni um helgina.Sýning 18.–19. apríl, bæði laugardag og sunnudag kl. 12-16.

Sjáðu glæsilegt úrval Lexus bíla og smakkaðu á brúðartertunni í leiðinni. Tilvonandi brúðhjón eru sérstaklega boðin að skoða blómaskreytingar og brúðkaupsskreyttan Lexus en í sumar munum við lána tilvonandi brúðhjónum glæsilegan Lexus til afnota á brúðkaupsdaginn.

lexus.is

Page 6: 17 04 2015

[email protected] • www.betrabak.is

Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16

Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566

ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR

TIMEOUT Hægindastóll með skemli

Fáanlegur í mörgum útfærslum og litum.

Svart leður og hnota með skemli.

Fullt verð: 379.980 kr.

Tilboðsverð 299.990 kr.

AFSLÁTTUR

20%

Stillanlegur höfuðpúði.

Þægilegt handfang til að stilla halla á baki.

Skemill hentar öllum óháð lengd.

Undirritun við Celiktrans Shipyard. Saban Koca, innkaupastjóri Celiktrans, Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek og Volkan Urun, framkvæmdastjóri Celiktrans.

SkipaSmíðar Nortek gerir 270 milljóNa króNa SamNiNg

Fullbúið gagnaver í þrjá ísfisktogaraNortek ehf. hefur gert 270 milljóna samning við tyrknesku skipasmíðastöð-ina Celiktrans í Istanbúl. Samningurinn felur í sér að Nortek hannar og setur upp öryggis- og tæknibúnað ásamt full-búnu gagnaveri í þrjá ísfisktogara sem skipasmíðastöðin er með í smíðum fyrir HB Granda. Nortek gerði nýverið samn-ing um samskonar verkefni í 4 skip, fyrir Samherja, Útgerðarfélag Akureyr-ar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. Það var stærsti einstaki samningurinn sem Nortek hefur gert frá upphafi og nam verðmæti hans 350 milljónum króna.

Þessir tveir samningar skapa fjölda hátæknistarfa á Íslandi og í Noregi en fyrirtækið þarf að fjölga tæknimennt-uðu starfsfólki vegna samninganna, að því er fram kemur í tilkynningu.

Nortek hefur sérhæft sig í öryggis-tækni, seinni árin með sérstaka áherslu á öryggis-, upplýsinga- og vöktunarkerfi fyrir útgerðina.

„Samningarnir tveir eru sterkar grunnstoðir fyrir fyrirtækið og tryggja rekstur Nortek næstu tvö árin. Samn-ingarnir færa einnig systurfyrirtæki Nortek, Nordata, umtalsverð verkefni

og tekjur. Með samningnum tryggja ís-lensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,“ segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, markaðsstjóri Nortek.

Í vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu skipsins myndrænt, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést einnig í rauntíma. Allar upplýsingar og viðvaranir eru skráðar, ásamt því að siglingaljósum og ljósum á dekki er stjórnað frá skjánum. -jh

a llir félagsmenn í Dýralækna-félagi Íslands, 12 félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga

hjá Matvælastofnun og 13 starfsmenn í Stéttarfélagi háskólamanna á matvæla-og næringasviði (SHMN) hjá Matvælastofn-un, fara í ótímabundið verkfall næstkom-andi mánudag, 20. apríl. Einungis forstjóri Matvælastofnunar og yfirdýralæknir eru undanþegnir verkfalli hjá þessum starfs-stéttum.

Þar að auki munu 35 félagsmenn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnar-ráðsins (FHSS) fara í verkfall þennan sama dag og er boðað að það standi til 8. maí. Öll 17 aðildarfélög BHM semja sameiginlega um kjör félagsmanna og sameiginleg krafa þeirra er hækkun grunnlauna og stytting vinnuvikunnar.

Dýravelferð ógnaðJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonast til að samningar náist áður en boðað verkfall skellur þann 20. apríl.

„Ef verkfall hefst á mánudag eru afleið-ingarnar þær að við leggjum niður allt mat-vælaeftirlit. Það mun strax koma sér mjög illa fyrir slátrun, sérstaklega á alifuglum og svínum því menn eru komnir að þeim tíma að það þarf að fara að slátra þeim

dýrum. Það á alltaf að vera viðstaddur dýralæknir við slátrun á dýrum til að hafa eftirlit með aflífun og heilbrigði afurðanna. En ef slátrunin dregst þá verður þröngt á dýrunum svo það munu koma upp dýra-velferðarmál. Eina leiðin út úr því er að sótt verði um undanþágur til undanþágu-nefndar sem búið er að skipa. Sú nefnd ákveður hvort það verði einhver kallaður út til starfa eða ekki.“

Inn- og útflutningur stöðvastAuk tafa á slátrun eiga eftir að koma upp vandamál með inn- og útflutning sem þarfnast heilbrigðisvottunar. „Viðskipti á EES svæðinu ættu að geta gengið nokkuð eðlilega fyrir sig en í viðskiptum við svo-kölluð þriðju ríkin, eins og t.d. Bandaríkin, Rússland og Kína, þar geta skapast miklir erfiðleikar varðandi inn- og útflutning á landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þar að auki leggst niður allt eftirlit með matvæla-fyrirtækjum hjá okkur auk þess eftirlit með fóðri og áburði. Það er auðvitað á fjölmörgum sviðum sem þetta starfsfólk er að sinna störfum sínum, sem varða bæði hagsmuni fyrirtækja og almennings.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

ViNNudeilur Fjögur Félög BHm í VerkFall á máNudagiNN

Verkfall gæti ógnað dýravelferðHefjist verkfall félagsmanna Dýralæknafélags Íslands og félagsmanna BHM hjá Matvælastofnum mánudaginn 20. apríl mun allt matvælaeftirlit stöðvast. Sláturtíð í alifuglahúsum og á svínabúum er að hefjast og óttast Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, að verði ekki af slátrun muni fljótt þrengja að dýrunum.

Félagsmenn í verkfalli frá 7. apríl Félag geislafræðinga (FG), ótímabundið verkfall. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á Landspítala,

ótímabundið verkfall. Félag lífeindafræðinga (FL), ótímabundið verkfall, frá klukkan

8-12 alla virka daga. Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) á Landspítala, ótímabundið

verkfall frá klukkan 00-24 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Stéttarfélag lögfræðinga (SL) hjá Sýslumanninum á höfuð-borgarsvæðinu. Ótímabundið verkfall.

Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) á Sjúkrahúsinu á Akureyri, ótímabundið frá klukkan 00-24 alla mánudaga og fimmtu-daga frá 9. apríl.

Verkföll sem hefjast 20. apríl Dýralæknafélag Íslands (DÍ), ótímabundið verkfall. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á Matvæla-

stofnun, ótímabundið verkfall. Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og nær-

ingarsviði (SHMN) á Matvælastofnun, ótímabundið verkfall.

Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðs-ins (FHSS) hjá Fjársýslu ríkisins, tímabundið verkfall frá 20. apríl til 8. maí.

Ef verk-fall hefst á mánudag eru afleið-ingarnar þær að við leggjum niður allt matvæla-eftirlit.

6 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 7: 17 04 2015

TVÖFALT AUÐVELDARA AÐ MUNAÞann 1. maí færist 1. maí færist 1. maíþjónustan okkar úr númerinu 118 í 1818

EN

NE

MM

/ N

M6

79

56

Page 8: 17 04 2015

O kkur hefur komið helst á óvart að tilkynningar um heimilisofbeldi eru ekki

bundnar við kvöld og helgar eins og við reiknuðum með. Fjöldi til-kynninga er einnig meiri en við bjuggumst við,“ segir Þóra Kemp, deildarstjóri á velferðarsviði Reykja-víkurborgar og fulltrúi í stýrihópi sem settur var á laggirnar vegna átaksverkefnis Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgar-svæðinu gegn heimilisofbeldi.

Samstarfssamningur var undir-ritaður þann 12. janúar og ber verk-efnið heitið: Saman gegn ofbeldi. Með tilkomu verkefnisins er í fyrsta skipti boðið upp á þjónustu félags-ráðgjafa frá félagsþjónustu í útköll-um vegna heimilis þegar barn er ekki á heimilinu – en fulltrúi barna-verndar kemur alltaf ef barn er á heimili – og segir Þóra að þolendur þiggi þjónustuna í flestum tilfellum. Á fyrstu þremur mánuðunum sem verkefnið var í gangi, til 12. apríl, bárust 60 tilkynningar þar sem starfsmaður þjónustumiðstöðva var kallaður út til að sinna fullorðnum þolendum og/eða gerendum í heim-ilisofbeldismálum. Fyrstu tvo mán-uðina voru útköllin 36 en 24 bættust við síðastliðinn mánuð.

Í rannsókn á ofbeldi gegn konum sem Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið árið 2010 kemur fram að rúmlega rúm-lega 22% aðspurðra kvenna höfðu verið beittar ofbeldi í nánu sam-bandi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Engar innlendar rannsóknir eru til þar sem heimilisofbeldi sem karlar verða fyrir er sérstaklega skoðað.

Útkallið gengur fyrir

Samkvæmt nýju verklagi mætir ráðgjafi frá þjónustumiðstöðvum á staðinn ef brotaþoli og/eða ger-andi þiggja boð lögreglu þar um. Alls er um að ræða 33 starfsmenn sex þjónustumiðstöðva sem skipta á milli sér bakvöktum vegna slíkra útkalla. „Ef útkallið berst á dag-vinnutíma, þegar viðkomandi bak-vaktarstarfsmaður er í vinnu verða önnur verkefni að bíða og hann fer strax í útkallið. Líklega á þetta fyrir-komulag eftir að slípast þegar fram líða stundir en í takt við tölfræði frá lögreglunni höfðum við ekki reiknað með mörgum útköllum á dagvinnutíma,“ segir Þóra. Ráðgjafi velferðarsviðs veitir fyrstu aðstoð sem getur meðal annars falið í sér að fylgja þolanda til læknis og hvetja þolanda til að fá áverkavottorð, koma fjölskyldunni í öruggt skjól eða finna húsnæði fyrir geranda ef þörf er á. Þá hefur ráðgjafinn einnig milligöngu um að vísa þolanda til ráðgjafar hjá þjónustumiðstöð í því hverfi þar sem hann á lögheimili í. Kallaður er til túlkur er þörf er á.

Skýr skipting er á milli þess hvaða verkefnum lögregla og fulltrúi félagsþjónustu sinna – og svo fulltrúi barnaverndar ef hann er á staðnum – þannig að brotaþolar og gerendur þurfi ekki að endurtaka sömu upplýsingarnar við marga aðila. Eitt af hlutverkum félagsráð-gjafa er að greina og skrá þætti eins og vímuefnaneyslu, fötlun geranda eða þolanda, þungun brotaþola og notkun túlka. „Þessar upplýsingar geta hjálpað okkur að vinna áfram með þennan málaflokk. Fatlaðir eru

hópur sem á undir högg að sækja svo og innflytjendur eins og niður-stöður rannsókna hafa sýnt, og því erum við sérstaklega vakandi fyrir þessum hópum,“ segir Þóra.

Vitjun innan 7 dagaVerklag í þessum málum hjá félags-þjónustunni er með þeim hætti að eftir útkallið á sér stað eftirfylgni og félagsráðgjafi hringir innan þriggja daga til að taka stöðumat og býður upp á viðtal. „Misjafnt er þá hvort brotaþoli er heima, hefur farið til ættingja eða dvelst í Kvennaathvarf-inu. Lokahnykkurinn á því ferli sem hefst með útkallinu er sameiginleg vitjun lögreglu og ráðgjafa innan viku. Eftir það er málinu í raun lokið en það getur farið í áframhaldandi vinnslu á þjónustumiðstöð,“ segir Þóra. Þegar brotaþolar eru þegar með ráðgjafa innan þjónustumið-stöðvanna er allur gangur á því hvort þeir vilja að þeir ráðgjafar vinni að heimilisofbeldismálinu eða hvort þeir vilja fá annan ráðgjafa til þess. „Þetta er val fólks og við komum til móts við þessar óskir,“ segir hún.

Þóra segir að þolendur heim-ilisofbeldis tali um að þeim finnist þeir fá meiri stuðning með aðkomu þjónustumiðstöðvanna í þessum málum. „Ég get nefnt dæmi um eitt mál sem kom upp eftir að þetta verkefni hófst. Um var að ræða aðila sem hafði ekki verið í neinum sam-skiptum við félagsþjónustuna en eftir útkallið fann viðkomandi hjá sér aukinn persónulegan styrk og ákvað að fá stuðning til að skilja við ofbeldismanninn. Það er hins vegar alls ekki alltaf raunin og stundum leita báðir aðilar sér persónulegr-ar aðstoðar og reyna að láta sam-bandið ganga,“ segir Þóra.

Eins og Fréttatíminn fjallaði um í síðustu viku er verkefnið Karlar til ábyrgðar eina sérhæfða meðferðar-úrræðið fyrir þá sem beita ofbeldi á heimilum og leitaði metfjöldi sér þar aðstoðar í fyrra, 95 manns – þar af 54 sem voru að koma í fyrsta skipti. Þjónustumiðstöðvarnar benda ger-endum á þetta úrræði sem hefur reynst afar vel.

„Saman gegn ofbeldi“ er fyrsta samvinnuverkefni Reykjavíkurborg-ar og lögreglunnar á höfuðborgar-svæðinu af þessari stærðargráðu en tugir starfsmanna koma að því beint. „Þetta er gríðarlega viðamik-ið og samstarfið hefur gengið fram-ar vonum. Ég sé fyrir mér að þessi góða samvinna eigi eftir að skila sér í fleiri málaflokkum síðar meir enda skarast störf velferðarþjónustu og lögreglu á fleiri sviðum,“ segir Þóra.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Ráðgjafar frá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur hafa sinnt 24 útköllum vegna heimilisofbeldis síðastliðinn mánuð. Alls eru þetta 60 útköll frá því samstarfsverkefnið „Saman gegn ofbeldi“ hófst um miðjan janúar. Í fyrsta sinn er nú full-orðnum þolendum og/eða gerendum boðið upp á þjónustu félagsráðgjafa frá þjónustumiðstöðvum þegar lögreglan er kölluð út vegna heimilisofbeldis. Deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það hafa komið á óvart hversu mörg útköll berast á dagvinnutíma. Sérstaklega er skimað fyrir vímuefnaneyslu, fötlun, þungun brotaþola og notkun túlka.

Heimilisofbeldi ekki bundið við kvöld og helgar

Eftir að lögreglan kemur á staðinn vegna heim-ilisofbeldis býður hún þolanda og geranda, ef hann er enn á staðnum, að fá ráðgjafa frá félagsþjónustunni á staðinn. Flestir þiggja boðið. NordicPhotos/Getty

Þóra Kemp, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

60 útköll ráðgjafa vegna heimilisofbeldis á 3 mánuðum.

Þar af 24 á síðastliðnum mánuði.

22% kvenna beittar ofbeldi í nánu sambandi.

33 ráðgjafar á 6 þjónustumiðstöðvum sinna bakvöktum.

www.fi.is

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

HvannadalshnúkurHvannadalshnúkur

Árleg hvítasunnuferð FÍ

Hvannadalshnúkur23. maí, laugardagur

Árleg hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk, 2110 m. Gengin Sandfellsleið. Hækkun um 2000 m. 12-15 klst. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Gisting á eigin vegum.

Undirbúningsfundur: Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 í sal FÍ.

Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson.

Sjá nánar á www.fi.isNánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst [email protected]

Árleg hvítasunnuferð FÍÁrleg hvítasunnuferð FÍ

Skráðu þig inn – drífðu þig út

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Flachau er einstaklega fallegur fjallabær í Salzburgar-landi, en í nágrenni hans eru óteljandi gönguleiðir sem liggja um stórkostlegt landslag, fjöll og dali. Í ferðinni verður lögð sérstök áhersla á að njóta fjölbreyttrar útivistar á þessu yndislega Alpasvæði.

Verð: 178.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

verður lögð sérstök áhersla á að njóta fjölbreyttrar

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson

13. - 20. júní

Trítlað í FlachauSumar 5

8 fréttaúttekt Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 9: 17 04 2015

sKólAjógúrTHollArI

Skólajógúrt er nú sykurminni og uppfyllir viðmið Skráargatsins um sykurmagn í jógúrt. Jógúrtin er afar kalkrík, inniheldur trefjar og fæst í fjórum bragðtegundum.

Hrein Skólajógúrt er góður valkostur fyrir þá sem vilja engan viðbættan sykur. Hana má bragðbæta með t.d. ávöxtum eða musli.

Veldu það sem hentar fjölskyldu þinni.

TREFJARÍKARISYKURMINNI

og

HVÍ

TA H

ÚSÍ

Ð /

SÍA

Page 10: 17 04 2015

Nýskráðir fólksbílar eftir litum 2014

Heildarfjölda nýskráninga nýrra fólksbifreiða á árunum 2007-2014 eftir litum Heimild: Samgöngustofa

N 292015

Listahátíðí Reykjavík

Dans, jazz & ópera

Shantala Shivalingappa@ Borgarleikhúsið — 2. júní

Jan Lundgren Trio — Sænskur jazz@ Gamla Bió — 4. júní

MagnusMaria@ Þjóðleikhúsið — 3. júní

Nýskráðir brúNir bílar 2007-2014 Nýskráðir bláir bílar 2007-2014

’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14

1.600 1.000

800 500

Nýskráðir gráir bílar 2007-2014 Nýskráðir rauðir bílar 2007-2014

’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14

8.000 1.200

4.000 600

Nýskráðir svartir bílar 2007-2014 Nýskráðir hvítir bílar 2007-2014

’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14

1.600 2.200

800 1.100

Nýskráðir aðrir litir 2007-2014 samtals Nýskráðir fólksbílar 2007-2014

’07 ’07’08 ’08’09 ’09’10 ’10’11 ’11’12 ’12’13 ’13’14 ’14

1.200 16.000

600 8.000

n Brúnn 967

n Blár 270

n Grár 4.078

n Rauður 1.060

n Svartur 649

n Hvítur 2.109

n Aðrir litir 242

Samtals 9.462

NýNý

NýNýNý

NýNýNý

NýNýNý

Gráir bílar vinsælastir – hvítir í sókn

á síðasta ári voru 9.500 fólks-bílar nýskráðir og voru 4.100 þeirra gráir. Hvítur

hefur verið í sókn á undanförnum árum en aðrir litir njóta minni vin-sælda. Svartir bílar seldust eins og heitar lummur árið 2007 þegar fjöldi nýskráðra bíla var einnig í há-marki en vinsældir svarta bílsins hafa dalað nokkuð síðan.

Guðmundur Hrafnkelsson, sjálf-stætt starfandi bílasali og bílamál-ari, telur vinsældir gráa litarins vera þann að óhreinindi sjást lítið á gráum bílum. „Það þarf bara að

skola bílinn og þá er hann hreinn. Það ber líka minna á lakkskemmd-um. Hvítur er að vinna mikið á, bæði er það hlutlaus litur og margir nýir bílar eru þannig hannaðir að hvítur kemur mjög vel út á þeim,“ segir hann. „Mér persónulega finnst rauðir bílar alltaf fallegastir. Það er svona sportlegur litur á með-an þeir sem vilja ekki vera áberandi taka gráa litinn. Það er líka algengt að fólk kaupi alltaf nýjan bíl í sama lit og gamli bíllinn.“

Svartir bílar eru gjarnan merki um ákveðinn lúxus en afar mikla

vinnu þarf til að halda þeim hrein-um og glansandi. „Það er eins og með aðra dökka bíla að það er dag-leg vinna að halda þeim almenni-lega við,“ segir hann.

Samgöngustofa tók saman fyr-ir Fréttatímann tölur yfir fjölda nýskráðra fólksbíla á síðustu árum eftir litum, óháð skráningu bílanna í dag. Tekið skal fram að bílaleigubílar eru ekki inni í þess-um tölum.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Gráir bílar eru þeir alvinsælustu á Íslandi en á síðasta ári voru þeir ríflega 40% nýskráðra fólksbifreiða.

10 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 11: 17 04 2015
Page 12: 17 04 2015

„Helvítis útlendingarnir“

F jöldi innflytjenda á Íslandi hefur tvöfaldast á síðastliðn-um áratug og nú telur þessi

vaxandi hópur 8,4% landsmanna. Rannsóknir hafa sýnt að meðallaun þessa fólks eru lægri en Íslendinga og að menntun þeirra nýtist þeim illa hér á landi. Erla S. Kristjáns-dóttir, doktor í þverfaglegri aðlög-un, og Þóra Christianssen, doktor í samskiptum, hafa nýlokið við rann-sókn á samningsstöðu útlendinga með háskólamenntun á íslenskum vinnumarkaði. „Af einhverjum ástæðum er menntun útlendinga ekki að nýtast þeim á Íslandi og þess vegna fannst okkur áhugavert að skoða hvernig þetta fólk upplifir sína samningsstöðu,“ segir Þóra. „Af hverju er það með lægri laun og af hverju nýtist menntun þess ekki í starfi? Er það ekki með neinar kröfur eða treystir það sér ekki til að koma með kröfur? Eða fær það ekki tækifæri til þess?“

Tungumálið og tengslanetið Niðurstöður þeirra styðja niðurstöð-ur fyrri rannsókna. Það sem hamlar innflytjendum við að komast áfram á íslenskum vinnumarkaði er fyrst og fremst tungumálið og skortur á tengslaneti. Þeirra rannsókn sýn-ir að það eru líka þessi atriði sem hamla menntuðum útlendingum þegar kemur að því að semja um laun. „Tengslanetið er mjög mikil-vægt til að komast að því hvað eru eðlileg laun og margir nefna hversu gott sé að hafa stéttarfélögin. En taxtinn er eitt og hann segir hvað lágmarkið er, en svo semur fólk vanalega um hærri laun. En það heldur kannski að allir séu að fá lágmarkslaunin og sættir sig því

við þau, eða þorir ekki biðja um launahækkun af ótta við að missa starfið,“ segir Þóra. „Fólk sem upp-lifir sig í veikri stöðu semur síður um laun.“

„Varðandi tungumálið þá er ég hjartanlega sammála því að fólk sem kemur til landsins ætti að leggja sig fram við að læra íslensku. En fólkið í þessari rannsókn er ráð-ið til Íslands vegna hæfni sinnar en samt sem áður er ekkert komið til móts við það. Viðmælendur nefndu starfsmannafundi oft sem dæmi, en þeir fara alltaf fram á íslensku,“ segir Erla.

Pólverjar hljóta að vinna við fiskvinnsluRannsóknin ýtir líka undir það sem áður hefur komið fram í rannsókn-um, að við erum full af fyrirfram gefnum hugmyndum um útlendinga. Það birtist meðal annars í því að við gefum okkur það að Pólverjar vinni almennt við fiskvinnslu. „Í rannsókn-inni ræddum við einungis við mennt-að fólk og þeirra á meðal eru aðilar sem hafa gefist upp á því að vinna hér því þeir sjá ekki fram á að geta nokkurn tíma náð að komast áfram í starfi. Það er ekki í boði að komast áfram því það er fyrst og fremst litið á þetta fólk sem útlendinga. Og það kemur aftur og aftur fram í viðtöl-unum að íslenska orðið „útlending-ur“ er niðurlægjandi skammaryrði í þeirra eyrum og nokkur þeirra höfðu orðið vör við að vera kölluð „helvítis útlendingar“. Útlendingar upplifa það líka að þeim er haldið á tánum og látnir finna að þeir eigi að vera þakklátir fyrir að hafa starf því heima hjá þeim bjóðist nú örugglega ekkert betra,“ segir Þóra.

Vannýttur mannauðurÞær segja íslenska atvinnurekendur geta dregið lærdóm af niðurstöðun-um. „Það er mjög mikilvægt þegar nýr starfskraftur er ráðinn að tekin sé umræða um hvað manneskjan hafi fram að færa, að hennar þekking sé örugglega nýtt til fulls,“ segir Þóra. „Svo er líka mikilvægt að það fari fram opin umræða um menningar-legan mismun á vinnustöðum,“ segir Erla og bætir því við að mikilvægt sé að eyða ranghugmyndum.

„Íslendingar gera sér oft þær rang-hugmyndir að hingað komi fólk til þess að liggja á atvinnuleysisbótum. En það er að sjálfsögðu ekki þannig. Hér er fullt af fólki sem hefur bæði menntun og metnað og vill búa hér frekar en annarsstaðar en fær samt ekki sömu tækifæri og Íslendingar. Það er auðvitað algjör synd að nýta ekki alla þá þekkingu sem þetta fólk er að koma með inn í okkar litla land,“ segir Erla.

„Á sama tíma er maður að heyra að það sem standi íslenskum fyrirtækj-um fyrir þrifum á erlendum markaði, sé skortur á þekkingu og tengslaneti, vanþekking á því hvernig best sé að koma sér inn á markaðina,“ segir Þóra. „En svo erum við með fullt af fólki hér, með þekkingu, sem við kunnum ekki heldur að nýta okkur.“

Þóra og Erla munu kynna niður-stöður sínar á Vorráðstefnu Við-skiptafræðistofnunar Háskóla Ís-lands næstkomandi þriðjudag, 21. apríl. Þær munu einnig kynna niður-stöður sínar á menningarfræði-ráð-stefnunni „SIETAREUROPA“ í Val-encia á Spáni í maí.

Halla Harðardóttir

[email protected]ÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

Í Adria 2015 línunni ættir þú að finna fullkomið hjólhýsi fyrir þig.Fallega hönnuð og margverðlaunuð hjólhýsi framleidd meðgæði og nýjungar að leiðarljósi.Verð frá 2.995.000Hvert ætlar þú í sumar?

Opið um helgar fráklukkan 12 til 16

Útlendingar á Íslandi vinna meira og eru með lægri laun en Íslendingar og menntun þeirra nýtist þeim ekki í starfi. Erla S. Kristjánsdóttir og Þóra Christiansen, sem hafa nýlokið rannsókn á samningsstöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, segja vannýtt tækifæri felast í þessum mikla mannauði. Rannsóknin sýnir að það sem helst hamlar innflytjendum þegar kemur að því að semja á vinnumarkaði er tungumálið, skortur á tengslaneti og fordómar. Í rannsókninni kemur einnig fram að útlendingar á Íslandi upplifa orðið „útlendingur“ sem mun gildishlaðnara orð en enska orðið „foreigner“. Hér sé orðið niðurlægjandi skammaryrði.

Erla S. Kristjáns-dóttir og Þóra Christiansen, sem báðar kenna og stunda rannsóknir við Háskóla Ís-lands, eru mennt-aðar í samskiptum. Þær ákváðu að skoða hvernig samningsstaða menntaðra útlend-inga á íslenskum vinnumarkaði væri. Í ljós kom að sam-skiptaerfiðleikar vegna tungumáls-ins, fordómar og lélegt tengslanet mynda valdaójafn-vægi sem gerir það að verkum að fólk semur síður um laun. Mynd/Hari.

12 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 13: 17 04 2015

Við kynnum byltingu

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is

FYRSTa SUHD sjónvarpið kemur frá Samsung

myndin er 2.5 sinnum bjartari en í venjulegum sjónvörpum

Quantum litatæknin gefur 64 sinnum fleiri liti en í venjulegum sjónvörpum

Samsung býður þrjár nýjar línur af SUHD sjónvörpum

frá 48“ til 88“

1 2.5 64 88UE65JS9005

Page 14: 17 04 2015

ÍÍ huga okkar eru Spánn, Ítalía og Frakk-land meðal helstu ferðamannalanda, fjöl-menn lönd sem laða árlega að sér milljónir ferðamanna. Miðað við aukinn áhuga er-lendra ferðamanna síðustu ár á Íslandi er óhætt að setja það í hóp ferðamannalanda. Stöðugt aukinn straumur ferðamanna kemur hingað ár hvert og árið í ár er engin undantekning. Nýjar tölur Hagstofunnar

sýna að gistinóttum á hótel-um fjölgaði um 21% í febrúar miðað við metárið í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarf jölda gistinátta í mánuðinum.

Athyglisvert er í þessu sambandi að skoða hlut-

fall erlendra ferðamanna af heildar íbúafjölda. Miðað við fjölda ferðamanna og meðal dvalartíma jafngildir það því að hér séu um 26 þúsund er-

lendir ferðamenn á hverjum degi allt árið. Þetta hlutfall hefur, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu, verið notað sem vís-bending um það hversu stór ferðamanna-þjónusta er í hinum ýmsu löndum. Í fjöl-mennu ferðamannalöndunum sem nefnd voru er þetta hlutfall 2,2% á Spáni, 2% í Frakklandi og 1,3% á Ítalíu. Hlutfallið á Ís-landi er 7,2%. Vegna árstíðarsveiflu í fjölda ferðamanna er hlutfallið mun hærra yfir sumarmánuðina en í skýrslunni er áætlað að í sumar verði ferðamenn að meðaltali ríflega 16% þeirra sem eru hér á landi.

Ísland er í sjöunda sæti ríkja þegar borið er saman hlutfall heimamanna og erlendra gesta, á milli Mónakó og Möltu. Efst á þeim lista tróna smáríkin Vatíkanið og Andorra. Bahamaeyjar eru í fimmta sæti. Af smærri ríkjum má nefna að hlutfallið er 4% í Eist-landi, 3,8% í Austurríki, 3,7% á Írlandi og 2,5% í Danmörku.

Af þessu hlutfalli má ráða hve miklu ferðaþjónustan skiptir okkur. Breyting-arnar hafa verið hraðar. Árið 2009 aflaði ferðaþjónustan 19,8% gjaldeyristekna af út-

flutningi vöru og þjónustu. Árið 2012 var þetta hlutfall komið í 23,8% og í ár áætlar Greining Íslandsbanka að hlutfallið verði 28,9%.

Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferða-þjónustunni síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur síðan hagkerfið fór að taka við sér árið 2010. Greiningin áætlar að þriðjung hagvaxtar-ins á þessum tíma, að minnsta kosti, megi rekja til ferðaþjónustunnar. Þessi atvinnu-grein hefur því átt drjúgan þátt í endur-reisninni. Í skýrslunni kemur fram að í heild hafi störfum í hagkerfinu fjölgað um 10.300 á tímabilinu en af þeim má rekja um 45% til ferðaþjónustunnar, eða um 4.600 störf. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur því átt ríkan þátt í að ná niður atvinnuleysi sem jókst mjög í kjölfar efnahagshrunsins 2008.

Því er spáð að fjöldi ferðamanna á yfir-standandi ári, í gegnum Leifsstöð, verði um 1.191 þúsund, sem er aukning um tæplega 23% á milli ára, en að heildarfjöldi ferða-manna á árinu verði um 1.350 þúsund, eða rúmlega fjórfaldur fólksfjöldi. Fátítt er að hlutfall ferðamanna í samanburði við íbúa-fjölda sé svo hátt.

Vitaskuld reynir á við svo öra fjölgun ferðamanna. Velgengni á þessu sviði fylgja óhjákvæmilega vaxtarverkir. Okkur veitir ekki af tekjunum sem greinin skapar en um leið verður að gæta að þoli vinsælustu ferðamannastaða. Ólíklegt er að umdeilt frumvarp ferðamálaráðherra um náttúru-passa nái fram að ganga en aðgerðir þola ekki bið. Ráðherrann hefur sagt að þá verði gripið til „plans-B“, sem þýðir væntanlega að fjármunir úr ríkissjóði fari til fram-kvæmda og viðhalds. Ferðamönnum verður að beina á göngustíga svo þeir traðki ekki niður viðkvæm svæði og salernisaðstaða verður að vera boðleg. Þá þarf að benda gestum okkar á að fleira er matur en feitt kjöt, fleiri staði er fýsilegt að heimsækja en Þingvelli, Gullfoss og Geysi, auk Mývatns og nágrennis, svo nefndir séu ásetnustu ferðamannastaðirnir, sem að óbreyttu eru komnir að þolmörkum.

Ferðamannalandið Ísland

Óhjákvæmilegir vaxtarverkir

Jónas [email protected]

LóABORATORÍUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Síðumúla 21S: 537-5101

snuran.is

Keramik frá Finnsdottir verð frá 8.200 kr.

Cubebot vélmenni - 1.690 kr. og 2.900 kr.

Fuss púðar verð frá 12.990 kr.

OYOY Living Design - rúmteppi 31.900 kr.

14 viðhorf Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 15: 17 04 2015

FERSKUR KOSTUR

Hollur og góður kostur

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.is

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

kr/pk 398,-

frá Suður AfríkuGræn og rauð500 gr

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a. G

ildir

helg

ina

17. -

19.

apr

íl 201

5.

kr/kg 139,-

Bökunar-kartöflur

kr/kg 239,-

Perur Conference

Vínber pökkuð

Kiwi

kr/kg 319,-

VIKUTILBOÐMánudagur FöstudagurFimmtudagurMiðvikudagurÞriðjudagur Miðvikudagur

Ferskur kjúklingur á 598 kr/kg

Tvær pizzur og 2l. Coca Cola á 998 kr

50% afsláttur af völdu grænmeti og ávöxtum

Mjólkurlítrinn á 85 kr Nýmjólk, léttmjólk og undanrenna

Nautahakk á 989 kr/kg

kr/kg 229,-

Vatnsmelónur

OPIÐ

ALLA DAGA

O

PIÐ ALLA D

AG

A10-20

Mandarínur

kr/kg 359,-

Með NUTRiBULLET nýtir þú öll næringarefnin í fæðunni til fullnustu og

stuðlar að bættri heilsu og almennri vellíðan.

Verð 25.989,-

Öflugra tæki900w

15 stykki í settinu

kr/kg 279,-

Ananas

kr/kg 198,-

Blómkál

Paprikafrá Hollandirauð

kr/kg 479,-

kr/kg 398,-

Engifer rót

Kostakaup Brakandi ferskur kostur

frá Panama

frá Costa Rica

frá Spáni

frá Hollandi

frá Hollandi

frá Ítalíu

frá Frakklandi

frá Kína

Page 16: 17 04 2015

Einfalt

ÓtakmarkaðÞú getur horft á myndirnar í Vodafone PLAY þegar þér hentar, hálfar og heilar og aftur og aftur.

Fyrir eitt fast mánaðargjald færðu ótakmarkaðan aðgang að Vodafone PLAY. Aðeins 2.490 kr. á mánuði.

SívaxandiÚrvalið í Vodafone PLAY mun vaxa stöðugt. Jafnt og þétt verður úrvalið sífellt betra.

GæðaefniÍ Vodafone PLAY finnurðu fjölda textaðra kvikmynda frá öllum heimshornum, tónleika og lesnar sögur í bland við talsett og íslenskt barnaefni.

Vodafone PLAY býður úrval gæðakvikmynda fyrir alla fjölskylduna.

Áskriftarveita af þessu tagi er einungis í boði fyrir viðskiptavini með gagnvirkt Vodafone Sjónvarp.

Pantaðu Vodafone Sjónvarp á Vodafone.is, í verslunum Vodafone eða hringdu í 1414.

Einstök alhliða þjónusta

Prófaðu Vodafone PLAY án endurgjalds til 31. maíVodafone býður viðskiptavinum sínum að prófa Vodafone PLAY án viðbótar endurgjalds til 31. maí.

Viðskiptavinir með gagnvirkt Vodafone Sjónvarp þurfa ekkert að gera því Vodafone PLAY kemur sjálfkrafa inn í viðmótið í sjónvarpinu.

Við skráningu í þjónustuna bætist við annað 30 daga endurgjaldslaust áhorf. Eftir það tekur við 2.490 kr. kostnaður á mánuði.

Úrval af uppáhaldsmyndum í Vodafone PLAYVodafone á Íslandi kynnir Vodafone PLAY, áskriftarveitu í anda Netflix. Vodafone PLAY veitir notendum Vodafone Sjónvarps aðgang að fjölbreyttu úrvali af íslenskum og erlendum kvikmyndum og barnaefni, tónleikum og lesnum sögum.

Flakkaðu ótakmarkað og án skuldbindinga um ævintýraheim Vodafone PLAY til 31. maí

VodafoneVið tengjum þig

Page 17: 17 04 2015

Einfalt

ÓtakmarkaðÞú getur horft á myndirnar í Vodafone PLAY þegar þér hentar, hálfar og heilar og aftur og aftur.

Fyrir eitt fast mánaðargjald færðu ótakmarkaðan aðgang að Vodafone PLAY. Aðeins 2.490 kr. á mánuði.

SívaxandiÚrvalið í Vodafone PLAY mun vaxa stöðugt. Jafnt og þétt verður úrvalið sífellt betra.

GæðaefniÍ Vodafone PLAY finnurðu fjölda textaðra kvikmynda frá öllum heimshornum, tónleika og lesnar sögur í bland við talsett og íslenskt barnaefni.

Vodafone PLAY býður úrval gæðakvikmynda fyrir alla fjölskylduna.

Áskriftarveita af þessu tagi er einungis í boði fyrir viðskiptavini með gagnvirkt Vodafone Sjónvarp.

Pantaðu Vodafone Sjónvarp á Vodafone.is, í verslunum Vodafone eða hringdu í 1414.

Einstök alhliða þjónusta

Prófaðu Vodafone PLAY án endurgjalds til 31. maíVodafone býður viðskiptavinum sínum að prófa Vodafone PLAY án viðbótar endurgjalds til 31. maí.

Viðskiptavinir með gagnvirkt Vodafone Sjónvarp þurfa ekkert að gera því Vodafone PLAY kemur sjálfkrafa inn í viðmótið í sjónvarpinu.

Við skráningu í þjónustuna bætist við annað 30 daga endurgjaldslaust áhorf. Eftir það tekur við 2.490 kr. kostnaður á mánuði.

Úrval af uppáhaldsmyndum í Vodafone PLAYVodafone á Íslandi kynnir Vodafone PLAY, áskriftarveitu í anda Netflix. Vodafone PLAY veitir notendum Vodafone Sjónvarps aðgang að fjölbreyttu úrvali af íslenskum og erlendum kvikmyndum og barnaefni, tónleikum og lesnum sögum.

Flakkaðu ótakmarkað og án skuldbindinga um ævintýraheim Vodafone PLAY til 31. maí

VodafoneVið tengjum þig

Page 18: 17 04 2015

Tvisvar hefur hún lent í því að flogin voru ekki stoppuð í tíma, svo heilaskaði hlaust af. Hún er sköðuð fyrir lífs-tíð. Hún verður aldrei eins og fullorðin mann-eskja og við erum að reyna að búa henni sem best líf.

É g var þyngstur í maí í fyrra, þá var ég 165 kíló. Ég var 153 kíló þegar ég byrjaði í þáttunum. Það var fjarlægur draumur að hlaupa. Í dag

hleyp ég,“ segir Stefán Sverrisson, sigurvegari Big-gest Loser á Skjá einum og brosir. „Biggest Loser bjargaði lífi mínu, það er ekkert flókið.“

Þótti gott að „fá sér“ og lét eins og bjániÉg hitti Stefán Sverrisson daginn eftir að sigurvegar-inn í Biggest Loser var krýndur og það var greini-legt að hann var í sjöunda himni með árangur-inn og brosti sínu breiðasta.

Stefán er 35 ára Skagfirðingur í húð og hár og hefur búið þar allt sitt líf. „Ég er frá bæ sem heitir Efri Ás í Hjaltadal,“ segir Stefán. „Það er rétt hjá Hólum. Ég átti þeirri gæfu að fagna að ganga í lítinn sveitaskóla fyrstu árin og svo í gaggó í Varmahlíð, þar sem maður lærði að slá frá sér, segir Stefán.

Þurftirðu að gera mikið af því? „Bara eins og gengur hjá ung-

lingum,“ segir Stefán. „Svo datt maður bara út í lífið. Maður er búinn að gera sitt af vitleysunni, en við erum bara ung einu sinni,“ segir Stefán sem vinnur í Steinull-arverksmiðjunni á Sauðárkróki. Kvæntur heimilisfaðir með þrjú börn, kött og hund. „Ég átti það til að gera alls konar af mér,“ seg-ir Stefán. „Manni þótti gott að „fá sér“, eins og gengur, og láta eins og bjáni. Ekkert alvarlegt samt sem áður.“

Var búinn að reyna alltStefán hóf þátttöku í Biggest Lo-ser í byrjun september og dvaldi þá ásamt öðrum þátttakendum að Ásbrú í Keflavík í tvo mánuði, fjarri fjöl-skyldu og vinum. „Ég var þarna í 9 vikur að gera það sem við átt-um að gera, og svo vorum við bara send heim,“ segir Stefán. „Það gekk upp og niður. Ég er bara mannlegur. Ég þyngdist um jólin, og ég fékk flensu í viku, en

Ef ég hefði ekki gengið í gegnum það sem við höfum þurft að ganga í gegnum, hefði ég aldrei getað farið í Big-gest Loser.

Skagfirðingurinn sem skóf af sér 60 kílóKeppninni Biggest Loser, sem hefur verið á dagskrá Skjás eins í vetur, lauk í síðustu viku. Tuttugu einstaklingar voru skráðir til leiks í haust og var tilgangurinn sá að losa sig við eins mörg kíló og hægt var á meðan keppninni stóð. Að lokum stóð eftir einn sigurvegari og var það Skagfirðingurinn Stefán Sverrisson sem hafði losað sig við tæp 60 kíló. Stefán er 35 ára, þriggja barna faðir og dóttir hans glímir við erfiðan sjúkdóm sem þýðir að hún verður aldrei eins og fullorðin manneskja. Hann segir að erfiðleikar sem fjölskyldan hefur gengið í gegnum hafi gert það að verkum að hann var tilbúinn til að takast á við þá þraut sem þátttakan í Biggest Loser var. Stefán er ásatrúar en segist þó mestmegnis trúa á sjálfan sig, eins og Skagfirðingar geri.

það er bara eins og gengur, maður tekur bara það sem lífið hendir í mann,“ segir Stefán.

„Ég var kominn á þann stað í byrjun, að þetta var bara komið gott. Mér var illt allsstaðar. Gat ekki reimað skóna mína. Læknar vildu senda mig á sykursýkislyf svo það var bara að duga eða drepast. Í al-vöru,“ segir Stefán. „Svo skráði konan mín mig bara í þáttinn og þá var ekkert hægt að bakka með það.“

Í Biggest Loser eru keppendur undir stöðugu eftirliti og eftirfylgnin er gríð-arleg. Stefán er þó á því að þetta sé vel mögulegt án þeirrar hjálpar. „Ég er búinn að reyna slatta af þessum kúrum og þessu drasli,“ segir hann. „En maður þarf að vera réttur í hausnum. Maður þarf að vera bú-inn að fatta að það er eitthvað að. Ef maður er ekki búinn að sjá að það er komið nóg, þá gerist ekki neitt,“ segir Stefán.

Hvernig líður manni sem er laus við 59 kíló?

„Ég veit ekki hvernig á að lýsa því,“ segir Stefán. „En líðanin er góð, mjög

góð.“

Fjarveran frá langveiku barni erfiðustEftir svona keppni hefst verkefni hjá þátttakendum

sem er erfitt. Það er að halda áfram án hjálpar þáttanna.

„Ég er ekki hættur,“ segir Stef-án. „Ég vil losna við meira. Ég

fékk alveg gríðarlegan stuðning frá fjölskyldunni og hreinlega öllum

á Sauðárkróki. Það er ómetanlegt. Ég fann aldrei fyrir fordómum eða neinu. Það kom mér skemmtilega á óvart, því sveitafólki hættir til að vera dómhart,“ segir Stefán. „Það voru allir með mér í liði. Það kann-ast margir við það að bera á sér aukakíló.“

Stefán býr ásamt konu sinni og þremur börnum á Króknum og þau hafa fengið sinn skerf af lífsskólagöngu. Elsta dótt-irin er 16 ára, sá yngsti 7 ára og svo eiga þau dóttur á ellefta ári sem glímir við lang-veikindi. „Hún er með sjúkdóm sem veldur því að kolvetnaupptaka í heilanum er ekki nema um 50%,“ segir Stefán. „Aukaverk-anirnar af þessu eru flogaveiki, ADHD, þroskaraskanir og fullt af svona hegðun-artengdum vandamálum. Í raun eru floga-köstin eitthvað sem við erum alltaf að eiga við. Frá því að ég kom heim í nóvember höfum við þrisvar þurft að hringja á sjúkra-bíl,“ segir Stefán. „Tvisvar hefur hún lent í því að flogin voru ekki stoppuð í tíma, svo heilaskaði hlaust af. Hún er sköðuð fyrir lífstíð. Hún

verður aldrei eins og fullorðin manneskja og við erum að reyna að búa henni sem best líf,“ segir hann.

„Þessi pakki varð til þess að ég gat farið í þessa keppni. Ef ég hefði ekki gengið í gegnum það sem við höfum þurft að ganga í gegnum hefði ég aldrei getað farið í Big-gest Loser. Ég hefði ekki verið tilbúinn í það. Ég hef unnið svo mikið í sjálfum mér og var algerlega á réttum stað þegar ég byrjaði í Biggest Loser. Ég var tilbúinn,“ segir Stefán.

Mont í SkagafirðiÞað var erfitt fyrir Stefán að fara í burtu frá heimilinu í þá tvo mánuði sem hann varð að dvelja fyrir sunnan í upphafi þáttanna. Hann segir konuna sína eiga mikinn þátt í því hvernig hann stóð sig. „Konan mín á endalaust hrós skilið fyrir allt saman,“ segir hann. „Maður vissi alveg að það yrði vesen heima fyrir vegna veikindanna. Ein-hver hélt þó yfir okkur verndarhendi því það kom ekkert upp á, á meðan ég var í burtu,“ segir Stefán. „En það byrjaði stuttu eftir að ég kom heim. Mínir menn héldu yfir okkur verndarhendi.“

Þínir menn? Hverjir eru það? „Ég er ásatrúarmaður,“ segir hann og

glottir. „Ég er ekki trúaður maður. Hef allt-af verið hrifinn af þessum gömlu sögum og ég fann mig bara í þessari pælingu. Ég trúi á heiðarleikann og jörðina. Heiður umfram allt. Þannig fór ég í gegnum Biggest Loser. Bróðir minn er að verða goði í Skagafirði og búinn að reisa hof í Hjaltadal,“ segir Stefán. „Ég er vel settur til þess að stunda mína trú.

Skagfirðingar trúa mestmegnis á sjálfan sig,“ segir Stefán. „Við erum sögð montin, og við erum það. Mörg okkar hafa rétt á því og það er gaman að vera Skagfirðingur. Að búa þar eru forréttindi. Jú, jú, menn tala um kaupfélagið og kolkrabbann, en flest okkar hafa vinnu og þak yfir höfuðið og við getum ekki beðið um meira,“ segir Stefán. „Sveitarfélagið er örugglega með bestu þjónustu við fatlaða á landinu, það er umtalað.“

12 fjöll í sumarHvað tekur nú við?

„Nú fer maður bara aftur heim á Krók-inn,“ segir Stefán. „Ég hef engar skipanir eða þjálfara. Ég er búinn að gera þetta allt sjálfur. Ég talaði ekki við neinn þjálfara eftir að ég fór frá Ásbrú,“ segir hann. „Ég notaði bara spinning-hjólið sem bróðir minn gaf mér. Mokaði snjó og fór í göngu-túra. Fór í Þreksport heima þar sem ég

fékk mikinn stuðning og mér fannst þetta skemmtilegt. Markmiðið er tólf fjöll í sumar,“ segir Stefán.

Tólf fjöll? „Þau þurfa ekki að vera stór,“ segir

hann og glottir. Byrjarðu þá á Tindastóli? „Hann er framarlega í röðinni, það er

stutt að fara,“ segir hann. „Annars er mitt helsta takmark að vera á lífi fyrir börnin mín, geta verið með þeim í því

sem þau eru að gera og not-ið lífsins með þeim,“ segir Stefán Sverrisson Skagfirð-ingur.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Stefán Sverr-isson missti sem um nemur 60 kílóum af smjörlíki í Biggest Loser. Ljósmynd/Hari

18 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 19: 17 04 2015

Sumarið erkomið í umferðhjá okkur!Við hvetjum bíleigendur til að fá aðstoð fagmanna okkar við val á dekkjum með rétta eiginleika, - það er öruggast.

Dekkin eru eina snerting bílsins við veginn og öryggi þitt veltur því á gæðum þeirra. Við hjá Nesdekk og Bílabúð Benna búum að áratuga reynslu og vitum að mikill munur er á gæðum og endingu þeirra dekkja sem eru í boði á markaðnum.

Umboðsmenn um land alltBjóðum vaxtalaus lán frá Visa og Mastercard í allt að 12 mánuði

Nánari upplýsingará benni.is

Við erum á Facebook

Nú er tími sumardekkjanna kominn

Dekkjaþjónusta

Reykjavík Tangarhöfða 8 S: 590 2045

www.benni.is Þjónustuborð: 590 2000

Dekk, smur og smáviðgerðir

Garðabæ Lyngási 8 S: 565 8600Reykjavík Grjóthálsi 10 S: 561 4210Reykjavík Tangarhöfða 15 S: 590 2080Reykjavík Fiskislóð 30 S: 561 4110Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 S: 420 3333

www.nesdekk.is

Page 20: 17 04 2015

Maður er stöð-ugt að þiggja frá jörðinni svo við verðum að hugsa um hana. Þetta er mat-arkistan okkar. „You dont shit where you eat.“

É g vildi óska þess að fólk myndi opna augun fyrir því hversu skaðlegt plast er umhverfinu. Það eru sífellt að koma

fram nýjar rannsóknir sem sýna fram á skað-semi þess en fjölgun á plastumbúðum hefur nánast verið logarithmísk síðan þær komu á almennan markað seinnipart síðustu aldar,“ segir Dísa Anderiman en hún hefur nú sett umhverfisvæna taupoka í framleiðslu í sam-starfi við prentsmiðjuna Odda. Taupokann kallar hún Listapokann en hann er hannaður í samstarfi við myndlistarkonununa Gabríelu Friðriksdóttur. „Þetta eru ótrúlega flottir og níðsterkir pokar,“ segir Dísa. „Verkin hennar Gabríelu njóta sín svo vel og gera það að verk-um að þú passar vel upp á þinn poka, manst eftir honum og svo eignast þú listaverk.“

Fyrst til að rækta rúkóla á ÍslandiDísa hefur barist fyrir bættari og umhverfis-vænni heimi í mörg ár og lifað meira og minna sjálfbæru lífi síðan hún fluttist í Mosfellsdalinn fyrir tuttugu og fimm árum. „Ég stofnaði líf-ræna grænmetismarkaðinn í Mosfellsdal fyrir um tuttugu árum með vinkonu minni, Tristan Gribbin, og bræðrunum í Dalsgarði. Pabbi hennar var algjör frumkvöðull í sjálfbærum lífsstíl. Hann stofnaði og stuðlaði að sjálfbær-um þorpum víða um heim og það veitti okkur

Vill plast-pokalaust

ÍslandDísu Anderiman hefur verið umhugað um sjálfbæran lífsstíl

síðan hún fluttist í Mosfellsdalinn til að rækta grænmeti og elta hesta fyrir tuttugu og fimm árum. Hún var ein þeirra fyrstu til

að selja grænmeti beint frá býli og var fyrsta konan á Íslandi til að rækta og selja rúkóla – eða klettasalat. Fyrir tuttugu árum byrjaði hún að hvetja fólk til að raða grænmeti í körfur frekar

en plastpoka og í dag berst hún fyrir því að Ísland feti í fótspor þeirra landa sem hafa alfarið bannað einnota plastpoka.

Dísa Anderiman leggur áherslu á að taupokar nýtist öllum, jafnt konum sem körlum og stelpum sem strákum. Listapokinn sé fallegur og eigulegur poki sem allir geti borið með stolti. Hann sé yfirlýsing um að þú standir með jörðinni gegn plasti. Hér er Dísa með tveimur af sínum fjórum börnum, Brynju og Skildi. Mynd/Bjarni Grímsson.

Fallegra að setja mat í körfu en plast „Ég var alltaf að hvetja fólk til að koma með körfur á markaðinn því við vildum ekki selja grænmetið í pokum,“ segir Dísa. „Ég náði í allar körfur sem ég fann og skreytti borð-in með þeim því það er bæði yfirlýs-ing, fallegt og girnilegra svo ekki sé nú talað um ánægjuna af því að setja grænmeti í körfur frekar en plast.“

„Með því að búa í dalnum og í gegnum vinkonu mína, hana Trist-an, fór ég að verða sífellt meðvitað-ari um sjálfbærni og það hversu mikilvægt það er að nýta allt og minnka ruslið, bæði mat og um-búðir. Ég er með hænur, kindur og hesta og allir matarafgangar fara í dýrin og krummana. Þeir sem ekki eiga dýr geta notað moltu og búið til bestu mold í heimi fyrir innanhús-plöntur eða til að bæta mold í garð-inum. Svo nota ég skítinn í garðinn og á túnin og allt er í jafnvægi. Mað-ur er stöðugt að þiggja frá jörðinni svo við verðum að hugsa um hana. Þetta er matarkistan okkar,“ segir Dísa ákveðin. „You dont shit where you eat.“

Vill plastpokalaust ÍslandDísa er ötul talskona gegn plasti og hennar draumur er að Ísland verði í framtíðinni plastpokalaust land. „Bæði borgir og heilu löndin eru orðin plastpokalaus og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Íslandi verði þar á meðal. Hér fara 45 milljónir burð-arplastpoka í ruslið á hverju ári, og þá hafa ekki verið taldar allar aðrar plastumbúðir. Draumurinn minn er að í framtíðinni verði hér allir með fjölnota taupoka í stað plastpoka, og að þeir gangi bara á milli fólks, svona eins og maður skiptist á regn-hlífum í London.“

„Ég man þegar ég var lítil stelpa, en þá sáust engir plastpokar hér á landi, hvernig hún amma mín setti alltaf þrjú dagblöð í skúringafötu og þegar hún var full braut maður saman efstu blöðin og henti. Það sem er svo hættulegt í dag er það

að það er búið að slíta samhengið milli úrgangs og ábyrgðar. Fólk þarf ekki lengur að hugsa út í það hvert ruslið fer. Fólk virðist því mið-ur ekki hugsa lengra en út í svörtu ruslatunnuna, þar stoppar ábyrgðin. Þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta því ábyrgðin er okkar allra.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

mikinn innblástur. Sjálf hafði ég búið í Danmörku þar sem ég var vön að kaupa ferska vöru beint frá býli undir berum himni og saknaði þess alltaf rosalega. Svo keypti ég minn bóndabæ upp í sveit og fór að rækta grænmeti og elta hesta,“ segir Dísa en hún var meðal annars fyrsta manneskjan til að rækta og selja rúkóla og svartkál á Íslandi. „Já, ég held ég megi nú alveg monta mig aðeins af því,“ segir hún og hlær.

Listapokinn kemur út í takmörkuðu upplagi og er hugmyndin að gefa út fleiri poka með ólíkum listamönnum. Pokinn er óblægður sterkur taupoki, með góðum handföngum sem hægt er að sveifla yfir öxlina. Pokann er hægt að nálgadst í prensmiðjunni Odda.

Hvað á að nota undir ruslið?

n Ekkert – ef þú er með moltu fyrir matarúr-gang og flokkar þá er ekkert rusl eftir.

n Dagblöð.

n Bréfpoka.

n Hríspoka, maíspoka eða kartöflupoka.

n Stjórnvöld víðs-vegar um heiminn hafa ákveðið að taka sér stöðu gegn einnota plastpokum og með umhverfinu.

n Rúanda, Kína, Taívan og Makedónía hafa alfarið bannað plastpoka.

n Nokkrar borgir í Bandaríkjunum eru plastpokafríar. Árið 2014 varð Kalifornía fyrsta fylkið til að setja lög sem banna sölu plastpoka.

n Í apríl 2014 setti Evrópuþingið sér það markmið að minnka plastnotkun um 50% fyrir árið 2017 og um 80% fyrir árið 2019.

n Árið 2003 setti Dan-mörk skatt á heildsala sem gefa plastpoka. Í kjölfarið fóru verslanir að rukka fyrir pokana og að hvetja til notkunar á taupokum, körfum og netum. Í dag er minnsta plastnotkun í Evrópu í Danmörku, þar sem hver Dani notar um 4 plastpoka á ári, miðað við 466 poka meðaltal í Portúgal, Póllandi og Slóvakíu.

n Árið 2011 bannaði Ítalía sölu á plast-pokum sem eru ekki úr lífrænum efnum sem brotna niður í náttúrunni.

20 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015

Þrif í matvælafyrirtækjum kalla á

fagmennsku og öguð vinnubrögð.

Sérþekking starfsfólks ISS tryggir

að þrif í matvælaiðnaði standist

þær ströngu gæðakröfur sem til

þeirra eru gerðar.

Við hugsum í lausnum.

Fáðu upplýsingar um þjónustuna.

580 0600 | [email protected]

„Fagmennskaog gæði”

Heildarlausnir í fasteignaþjónustu. Enginn viðskiptavinur hefur sömu þarfir. Við sérsníðum lausnir sem henta hverjum og einum.

F A S T E I G N A U M S J Ó N | R Æ S T I N G | M A T V Æ L A Þ R I F | S É R V E R K E F N I | V E I T I N G A R | I S S . I S

Page 21: 17 04 2015

Minis_ad_bigtastevisual_Iceland_255x390.pdf 1 16/03/2015 16:27

Page 22: 17 04 2015

ÓGLEYMANLEG KVEÐJASendu fermingarbarninu persónulegt skeyti

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

15-

0500

Pósturinn býður þér að setja þína eigin mynd á fermingarskeytið og undirstrika þannig þínar persónulegu framtíðaróskir til fermingarbarnsins.

Gefðu sköpunargáfunni og tilfinningunum lausan tauminn á postur.is/fermingar

SKEYTI

Elsku Kristín

Við sendum þér innilegar h

amingjuóskir með ferm

ingardaginn.

Kærar kveðjur fr

á sólinni.

Guðrún frænka

Gefðu sköpunargáfunni og tilfinningunum lausan tauminn á postur.is/fermingar

SKEYTI

Við sendum þér innilegar h

amingjuóskir með ferm

ingardaginn.

SKEYTI

Elsku Þorsteinn okkar

Við sendum þér innilegar hamingjuóskir með fermingardaginn.

Megi þér farnast vel í framtíðinni.

Dóri og Lauga

Leiðsögu- hundurinn eykur sjálf-

stæði og lífsgleði

Halldór Sævar Guðbergsson hefur alla tíð verið með mikið skerta sjón en fyrir tveimur árum missti hann sjónina alveg. Í febrúar fékk hann leiðsöguhundinn Bono sem hefur fylgt honum líkt og skuggi síðan. Halldór segir Bono veita sér aukið sjálfstæði, öryggi og félagsskap. Í dag hefst Rauðafjöðurs-söfnun Lions-hreyfingarinnar en að þessu sinni er safnað fyrir kaupum á og þjálfun blindrahunda.

Halldór Sævar Guðbergsson og leiðsöguhundurinn Bono. Til eru 7 leiðsöguhundar á landinu en í dag, föstudaginn 17. apríl, hefst Rauða-fjöðurssöfnun Lions-hreyfingar-innar og verður söfnunarfé varið til kaupa og þjálfunar á blindrahundum. Ljósmynd/Hari

Þ að eru mikil lífsgæði sem felast í leiðsöguhundi og þar af leiðandi líka lífsgleði,“

segir Halldór Sævar Guðbergs-son, varaformaður Blindrafélags Íslands og Öryrkjabandalagsins. Halldór fékk leiðsöguhundinn Bono í febrúar og segir þá félaga hafa verið að venjast hvor öðrum síðan. „Við erum alltaf saman og lærum hægt og rólega á hvorn annan, en hundaþjálfarar tala um að það taki allt að einu ári að ná fullkominni samvinnu milli blinds manns og leiðsöguhunds. Mér finnst okkur ganga talsvert vel og ég finn hvernig sjálfstæði mitt er að aukast.“

Augun bræða hvern sem er„Um daginn var ég að ganga Hrísa-teiginn, þar sem ég bý, en þá var búið að grafa sundur gangstéttina á einum stað og setja vinnustólpa fyrir. Bono snarstoppaði við stólp-ana og þá fann ég með stafnum hvað var fram undan. Svo beygði hann fram hjá hindruninni og út á götuna og þá fann ég í fyrsta sinn hvernig hann leysti svona vanda-mál.“

„Leiðsöguhundur er fyrst og fremst umferlistæki og hann hjálpar mér að komast um í mínu hversdagslega umhverfi. Hann er auðvitað ekki staðsetningartæki, ég get ekki sagt honum að koma mér á Suðurlandsbraut 20, ég þarf að þekkja mínar leiðir vel og hlusta vel eftir umferð og þess háttar. En Bono aðstoðar mig við öryggisat-riðin. Hann lætur mig vita þegar ég er t.d. kominn að gangstéttar-brún með því að stoppa en ég verð alltaf að stýra honum. En auðvi-

tað er hundurinn miklu meira en hjálpartæki, við erum alltaf saman, hann er eins og skugginn af mér og við erum orðnir miklir félagar. Hann kallar dálítið á athygli en þegar hann er í vinnubeislinu á helst ekki að tala við hann, því þá er hann í vinnunni. En ég veit að það er mjög erfitt fyrir fólk að hlýða því, því augun hans bræða víst hvern sem er.“

Ætlar með Bono upp EsjunaHalldór hefur verið með mikið skerta sjón frá fæðingu en missti hana alveg fyrir tveimur árum. „Það hefur margt verið að mínum augum en ástæða þess að ég er orðinn alveg blindur er sú að sjón-taugin er alveg ónýt. Það var vegna gláku og hornhimnuvandamála. Ég hef farið í um 50 augnaðgerðir á hægra auga en hef verið blindur á vinstra auga frá því ég fæddist.“

Halldór er mikill göngumaður og hefur ekki látið skerta sjón hindra sig í að fara á fjöll. Hann fer alltaf nokkrum sinnum á Esjuna hvert einasta sumar. „Ég bind miklar vonir við að hreyfa mig með Bono í sumar en það hefur ekki verið mikið ferðaveður í vetur vegna snjós og hálku. Það sem gerist í þannig veðri er að öll kennileiti hverfa fyrir mig og eins er erfiðara fyrir hund að stoppa við gangstéttarbrún ef hún er á kafi undir snjó og hálku. Ég hef mjög gaman af því að fara í gönguferðir og fjallgöngur og ætla að prófa við fyrsta tækifæri að fara með Bono upp Esjuna.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

22 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 23: 17 04 2015

BL ehfSævarhöfða 2 / 110 Reykjavík525 8000 / www.bl.is

GE bílarReykjanesbæwww.gebilar.is420 0400

Bílasalan BílásAkranesiwww.bilas.is431 2622

Bílasala AkureyrarAkureyriwww.bilak.is461 2533

Bílaverkstæði AusturlandsEgilsstöðumwww.bva.is470 5070

IB ehf.Selfossiwww.ib.is480 8080

Renault var þriðji mest keypti bíllinn á Íslandi 2014. Nýju Renault bílarnir hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna bensín- og dísilvéla með einstaklega hagkvæmri „Dual Clutch“ sjálfskiptingu. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault.

DÍSILBÍLARNIR FRÁ RENAULT SLÁ Í GEGN

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

www.renault.is

RENAULT CLIODÍSIL, SJÁLFSKIPTUR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

67

83

8 /

*M

iðað

við

upp

gefn

ar tö

lur f

ram

leið

anda

um

eld

sney

tisno

tkun

í bl

öndu

ðum

aks

tri

RENAULT CLIO SPORT TOURER DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. 3,7 l/100 km*

VERÐ: 3.250.000 KR.BEINSKIPTUR, VERÐ: 3.050.000 KR.

RENAULT CLIO DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. 3,7 l/100 km*

VERÐ: 3.050.000 KR.BEINSKIPTUR, VERÐ: 2.850.000 KR.

Page 24: 17 04 2015

Ef leiksýning er ekki góð, er það leikstjóranum að kenna, segir Vignir Rafn Valþórsson. Ljósmynd/Hari

Er eiginlega atvinnulaus

leikariBorgarleikhúsið frumsýnir í næstu viku leikritið Peggy

Pickett eftir eitt þekktasta samtímaskáld Þjóðverja, Roland Schimmelpfennig. Leikstjóri verksins er Vignir

Rafn Valþórsson sem á undanförnum árum hefur getið sér gott orð sem einn áhugaverðasti leikstjórinn í íslensku leikhúslífi. Vignir ræddi við Fréttatímann um

leikhús og leikstjórn, en hann langar að leika meira.

V ignir Rafn Valþórsson hefur á undanförnum árum leik-stýrt meira en leikið, þrátt

fyrir að vera lærður leikari. Í vetur stýrði hann Lísu í undralandi hjá Leikfélagi Akureyrar, síðasta vet-ur Bláskjá og Refnum árið 2013 í Borgarleikhúsinu. Hann segir hlut-ina hafi bara þróast í þessa átt því honum var sagt upp sem leikara.

„Peggy Pickett sér andlit guðs, er skrifað árið 2010 fyrir kanadísk-an leikhóp sem hóaði saman vest-rænum og afrískum listamönnum, paraði þá saman og þeir gerðu þrjú verk sem kallaðist The African Tri-logy,“ segir Vignir. „Þetta voru lítt þekktir listamenn fyrir utan Schim-melpfenning sem var smá stjarna eftir að hann skrifaði Gyllta drek-ann, verk sem var sýnt í Borgar-leikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hans verk í þessum þríleik er það eina sem hefur lifað. Verkið fjallar í grófum dráttum um tvö læknahjón sem voru saman í námi,“ segir Vign-ir. „Eftir útskrift fóru önnur hjónin að vinna við hjálparstarf en hin urðu eftir heima og áttu mikilli velgengni að fagna. Þau hittast svo sex árum seinna og eru með sitt hvora sýnina á lífið,“ segir hann. „Hvorugt með eitthvað réttari sýn en hitt. Þetta tæklar bara hvernig við eigum að vera með samviskubit yfir ástand-inu í Afríku,“ segir Vignir. „Við borgum í Unicef eða eitthvað slíkt í hverjum mánuði í rauninni bara fyr-ir okkur sjálf. Friðum samviskuna og þá þurfum við ekkert að vita neitt meira. Okkur líður betur að halda að einhverjum í Afríku líður betur,“ segir Vignir. „Í rauninni er þetta klassískt stofudrama sem fjallar um samskipti fólks, og hvaða væntingar við berum til lífsins, en galdurinn er að það er skrifað á mjög óvenju-legan hátt.“

Þarf ekki að fá hugmyndina sjálfurVignir Rafn útskrifaðist sem leik-ari frá Listaháskólanum árið 2007 og var mjög áberandi á sviði og í sjónvarpi fyrstu árin eftir útskrift. Hann segir leikstjórnina bara eitt-hvað sem æxlaðist. „Frá 2010 hef ég nær eingöngu leikstýrt. Ég var í Þjóðleikhúsinu eftir útskrift og var svo rekinn þaðan,“ segir Vignir. „Þá varð ég að búa eitthvað til. Ég var bara duglegur að gera mitt eig-ið þangað til Magnúsi Geir fannst hann hafa séð nóg til þess að treysta mér fyrir verki í Borgarleikhúsinu, sem var verkið Refurinn. Svo sett-um við í Óskabörnum ógæfunnar upp Bláskjá í samstarfi við Borgó og Kristín Eysteinsdóttir treysti mér svo áfram fyrir Peggy Pickett.“

Finnurðu þig betur í þessu hlut-verki, en í því að vera uppi á sviði?

„Öðruvísi,“ segir Vignir. „Ástæð-an fyrir því að ég fór að vinna í leikhúsi var að samtvinna öll mín áhugamál. Í leikstjórninni get ég verið að fikta í leikmyndum, bún-ingum og lýsingu og hafa skoðun á fleiri hlutum. Ég er til dæmis bara með íslenska 90´s músík í Peggy Pickett svo Villi naglbítur vinur minn fái Stefgjöld,“ segir Vignir. „Mér finnst það mjög gaman að fá að hafa skoðun á þessu öllu. Mér finnst samt ekkert mál að vera gaur-inn sem fékk ekki hugmyndina. Það liggur í augum uppi að nokkrir fá betri hugmyndir en einn, en það er þá mitt hlutverk að velja,“ segir Vignir. „Ég stend með því vali því ef leiksýning er ekki góð, er það bara leikstjóranum að kenna.“

Það nennir enginn að dæma leikhúsHvernig tilfinning er það að fá dóma sem eru mönnum ekki að skapi?

„Það segja allir að þetta skipti engu máli og þetta sé skoðun eins manns, en þetta skiptir öllu máli og þess vegna finnst mér sorglegt að það sé ekki betur að þessu hlúð í fjölmiðl-um,“ segir Vignir. „Ég held að það sé aðallega vegna þess að það er eng-inn sem nennir að gera þetta. Þetta er vanþakklátt starf, og mjög mikið af fólki að skrifa um leikhús sem hefur ekki nægilega þekkingu á því.

Leikstjóri vinnur í hálft ár að svona sýningu,“ segir Vignir. „Í tvo mánuði eru æfingar með leikurum, andvöku-nætur og erfitt fyrir alla sem koma að verkinu. Svo kemur kannski bara einhver blaðamaður sem á boðs-miða á frumsýningu, fer heim til sín og myndar sér skoðun í mesta lagi klukkutíma og gefur þrjár stjörnur. Fólkið les og segir í næsta boði, þetta fékk nú ekki góða dóma.“

Ættu leikarar þá ekki að viður-kenna það að þetta skiptir máli?

„Það skiptir mig jafn miklu máli þegar einn gestur er óánægður í fermingarveislu,“ segir Vignir. „Nú eru allir orðnir gagnrýnendur á Facebook til dæmis. Mér finnst allt í lagi að leikarar og leikstjór-ar viðurkenni það að þetta skiptir máli. Það eru mikil völd hjá þeim sem skrifa og skrifin geta hæglega drepið sýningar. Við erum að gera okkar besta og ef einhverjum finnst það ekki gott, þá segir maður bara ok, ég er allavega að reyna að búa til leikhús. Þú ert bara að skrifa um það,“ segir Vignir.

Atvinnulaus leikariVignir segir leikarann í sér vera að vakna úr dvala eftir að hafa leikstýrt samfleytt í fimm ár. Hann finnur að hann langar mikið til þess að standa á sviðinu á ný. „Ég fer beint eftir Peggy Pickett að leikstýra leikhópn-um Lottu og á næsta ári setja Óska-

börn ógæfunnar upp verk í Borgar-leikhúsinu sem heitir Illska, eftir sögu Eiríks Norðdahl. Mig langar að leika núna, svo ég er eiginlega atvinnulaus leikari,“ segir Vignir. „Það er samt ekkert í pípunum.“

Eru Þjóðverjar að gera gott leik-hús í dag?

„Já, þeir eru langbestir,“ segir Vignir. „Það eru margir sem halda að þýskt leikhús sé að standa nak-inn og hella súrmjólk yfir sig, en það er búið. Í dag eru þeir með ákveðna sýn á það hvernig á að segja sögu, ég er svolítið að reyna að stela frá þeim í Peggy. Þetta er óvenjuleg sýning. Þetta er ekki kassastykki og verður það aldrei, en við erum að gera okkar besta,“ segir Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri og at-vinnulaus leikari.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Fyrst og fremst þjónustustarf!

Nemaþing útskriftarnema í þroskaþjálfafræðum verður haldið þann 17.apríl

2015 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð

frá kl. 9.00 – 16.00.

Þar kynna nemendur þróunarverkefni undir y�rskriftinni þroskaþjálfunframtíðarinnar. Verkefnin endurspegla sýn nemenda á stöðu mála, helstu

áskoranir og tækifæri í þeirri viðleitni að skapa eitt samfélag fyrir alla.

Frítt er á ráðstefnuna og boðið verður upp á ljúfar veitingar.

24 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 25: 17 04 2015

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups.

AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT* AF ÖLLUM SKÓM, DÖMU-

OG BARNAFATNAÐI14.-19. APRÍL Í SKEIFUNNI,

HOLTAGÖRÐUM, SMÁRALIND, BORGARNESI, SELFOSSI

OG NJARÐVÍK.

Page 26: 17 04 2015

Hann var mjög upptekinn af því að við skildum ekki eftir minnstu brauðskorpur.

Þ egar við vorum krakkar og fórum í sumarbústað harð-bannað pabbi okkur að drepa

flugurnar. Hann sagði að flugur ættu fullan rétt á að lifa eins og aðr-ir,“ segir Leifur Muller, sonur og al-nafni Leifs Mullers heitins sem þola mátti helvíti á jörðu í fangabúðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Leifur, faðir hans, var aðeins 22ja ára gamall og stundaði nám í Osló árið 1942 þegar hann var handtek-inn af Gestapó og gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa Noreg með ólögmætum hætti og fara heim til Íslands. „Pabbi upplifði þarna al-gjört helvíti,“ segir Sveinn, yngri sonur Leifs.

Miðvikudaginn 15. apríl var end-urútgefin bókin „Í fangabúðum naz-ista“ sem Leifur skrifaði eftir heim-komuna til Íslands við lok stríðsins þar sem hann greindi frá skelfilegri vist í fangabúðunum en bókin kom fyrst út aðeins þremur mánuðum eftir að Leifur kom heim – í sept-ember 1945. Það eru því 70 ár frá því hún kom upphaflega út og sam-kvæmt Wiesenthal-stofnuninni er þetta ein af þremur fyrstu bókunum sem rituð var í heiminum um Hel-förina, en upphafsmaður stofnunar-innar helgaði líf sitt því að koma lög-um yfir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni.

Lítið rætt á æskuheimilinu15. apríl var ekki valinn af handa-hófi til útgáfunnar því eiginkona Leifs, Birna Sveinsdóttir, hefði fagn-að 90 ára afmæli sínu á þessum degi og höfðu fimm börn þeirra því fyrir löngu gert ráð fyrir að koma saman á þessum tímamótum. Birna lést hins vegar 15. desember og koma börn þeirra því saman í öðrum til-gangi – að jarðsetja ösku móður sinnar við hlið jarðneskra leifa föð-ur síns í Fossvogskirkjugarði og fagna endurútgáfu bókarinnar sem pabbi þeirra skrifaði um hræðilega reynslu sem mótaði allt hans líf en var þó var lítið rædd á æskuheimili þeirra.

„Hann lokaði tilfinningar sínar inni,“ segir Leifur yngri. „Á sama tíma og pabbi var í fangabúðunum við ömurlegar aðstæður í stríðinu var mikill uppgangur á Íslandi, fólk átti oft erfitt með að trúa honum. Vistin í fangabúðunum háði honum alla ævi, bæði andlega og líkamlega. Á þessum tíma var enga áfallahjálp að fá,“ segir hann.

Tveimur dögum fyrir útgáfu bók-arinnar taka þrjú af fimm börnum Leifs á móti mér á heimili Sveins í

reisulegu húsi í Grafarvogi. Leifur yngri er búsettur í Suður-Noregi og það er einnig systir þeirra, Björg, en þau komu fyrr um daginn til lands-ins með flugi. Hin systkinin tvö eru Stefanía, elsta systirin sem fædd er árið 1951 og María en þær voru væntanlegar heim til Íslands úr ferðalagi strax næsta dag. Raunar hringir Björg sérstaklega í Maríu til að athuga hvort hún vilji koma ein-hverju að í viðtalinu. „María pass-aði alltaf mikið upp á pabba. Hún vildi bara nefna að sunnudagar voru hans tími með okkur þegar við vor-um lítil. Við bjuggum mestallan tím-ann á Hraunteignum í Reykjavík og á sunnudögum fyllti pabbi bílinn af krökkum og við fórum ýmist á skíði, í sund eða fórum að spila badmin-ton,“ segir Björg eftir símtalið.

Merktur með rauðum þrí-hyrningiSystkinin sitja við stofuborðið og virða fyrir sér tvær litlar bækur sem faðir þeirra átti og eru í dag merkar sagnfræðilegar heimildir. Önnur bókin er örsmá. Það er minn-isbókin sem Leifur var með í fanga-búðunum og bókin „Í fangabúðum nazista“ var að hluta til byggð á þessum minnispunktun, en þó var hún einnig að stórum hluta skrifuð eftir minni enda Leifur nýkominn úr fangabúðunum þegar hann skrif-aði hana. „Við vitum ekki nákvæm-lega hvernig hann geymdi þessa minnisbók en flestir fangarnir voru með tannbursta og fötin sín á sér-stökum stað. Norrænu fangarnir fengu síðan reglulega böggla frá Rauða krossinum sem bókstaflega bjargaði lífi þeirra,“ segir Sveinn en faðir þeirra var í fangabúðunum í Sachsenhausen í Þýskalandi auð-kenndur með rauðum þríhyrningi sem þýddi að hann var pólitískur fangi og nutu þeir meiri virðingar en margir aðrir hópar fanga, svo sem gyðingar eða samkynhneigðir. Hina bókina fundu systkinin aðeins fyrir stuttu þegar þau fóru í gegn um geymsluna hjá móður sinni heit-inni. „Þetta er bók þar sem fangarn-ir skrifa kveðjur til pabba og þakka honum fyrir samveruna. Þetta hef-ur verið skrifað um það leyti sem stríðinu var að ljúka og hann var á leiðinni heim,“ segir Sveinn og þykir þeim öllum afar vænt um þau orð sem samfangar föður þeirra láta þarna um hann falla.

Heppinn að fá vinnu í lík-brennslunniÞrátt fyrir rauða þríhyrninginn var

Pabbi upplifði

helvítiSveinn Muller segir föður sinn hafa upplifað helvíti í fanga-

búðum nasista, en Leifur faðir hans var aðeins 22ja ára þegar hann var handtekinn af Gestapó. Lítið var rætt um fangavistina

á æskuheimili systkinanna, sem eru fimm talsins, en börnin tóku þó eftir því að pabbi þeirra svaf alltaf með fötin sín á

gólfinu við hliðina á rúminu – tilbúinn til að flýja. Hann bar öll merki áfallastreituröskunar og skrifaði bók um reynslu sína til

að reyna þannig að vinna úr henni. Í bókinni, sem nú hefur verið endurútgefin, sleppti Leifur að segja frá því að hann starfaði við

að taka gulltennur úr líkum fanga áður en þau voru brennd því hann óttaðist fordæmingu samfélagsins.

Leifur var aðeins 22ja ára gamall þegar hann var handtekinn af nasistum og settur í fangabúðir. Í Sac-henhausen bar hann fanganúmerið 68138. Mynd af forsíðu bókarinnar

Leifur þó fyrst og fremst fangi í því sem hann sjálfur kallar „gereyðing-arbúðir nasistanna.“ Leifur lýsir í bókinni hversu litlir matarskammt-arnir voru sem jafnvel þurfti að borða úr óhreinum matardöllum sem deilt var með berklasjúkling-um. Hann lýsir því hvernig hann horfði upp á félaga sína hengda jafnvel fyrir að stela sér efnisbút til að búa til eitthvað sem líkist skóm og síðast en ekki síst var það lík-brennslan í búðunum. Í eigin bók segir hann vissulega frá sérstökum kjallara þar sem lík voru brennd en það var ekki fyrr en í æviminning-um Leifs sem Garðar Sverrisson tók saman og komu út árið 1988 undir yfirskriftinni „Býr Íslendingur hér?“ – sama ár og Leifur lést – að fram kemur að hann starfaði sjálf-ur í líkkjallaranum. „Hann sleppti þessu líklega í upphafi af ótta við að vera dæmdur af samfélaginu,“ segir Björg en starfið í kjallaranum fólst meðal annars í því að taka gull-tennur úr líkum áður en þau voru brennd.. „Hann ræddi þetta aldrei við okkur en mamma sagði að hann hefði í raun verið heppinn að fá þetta starf. Flestir fangarnir stund-uðu erfiða útivinnu en þarna var pabbi allavega inni í hitanum. Hann fékk líka auka matarbita fyrir vikið. Stundum voru nasistarnir að grípa í hann í gríni þarna í líkbrennslunni og segja: „Næst tökum við Muller.“ Auðvitað varð hann dauðhræddur því víst er að þeir voru alveg nógu

brjálaðir til að fram-kvæma þetta,“ segir hún.

Svaf með opnar dyrSveinn segir að þegar hann var strákur hafi hann stundum gortað sig af því við fé-laga sína að pabbi sinn hafi nú verið í fangabúðum nas-ista. „Mér þótti þetta einhvern veg-inn spennandi en auðvitað hafði ég engan þroska til að

skilja hvað fólst í því að hafa verið í fangabúðunum,“ seg-ir hann. Sveinn var um tíu

ára þegar hann las sjálfur upp-haflega útgáfuna af „Í fangabúð-

um nazista“ en jafnvel eftir það var erfitt fyrir lítinn dreng að skilja.

Björg segir að þegar hún las bók-Minnisbókin sem Leifur skrifaði í fangabúðunum er afar smá og þéttskrifuð á norsku. Mynd/Hari

Leifur, Sveinn og Björg Muller fara yfir bækurnar sem faðir þeirra skildi eftir sig. Þau eiga tvö systkini til viðbótar, þær Maríu og Stefaníu sem er elst og fædd sex árum eftir að Leifur kom heim úr stríðinu. Mynd/Hari

Framhald á næstu opnu

26 viðtal Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 27: 17 04 2015

Landssöfnun LionsRauða fjöðrin17.-19. apríl 2015

KAUPIÐ RAUÐU FJÖÐRINA TIL STYRKTARLEIÐSÖGUHUNDAVERKEFNI BLINDRAFÉLAGSINS

HELSTU STYRKTARAÐILAR RAUÐU FJAÐRARINNAR:

Leiðsöguhundar eru mikilvæg hjálpartæki sem aðstoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt.

Félagsmenn Lions verða á ferðinni helgina 17.-19. apríl með Rauðu fjöðrina til sölu.

Leggja má verkefninu lið með því að millifæra upphæð að eigin vali á reikning Lions: 0111-26-100230, kt. 640572-0869.

Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímanúmer.

VERNDARI SÖFNUNARINNAR ERHR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, FORSETI ÍSLANDS

VIÐ LEGGJUM LIÐ WWW.LIONS.IS

SÖFNUNARSÍMAR

Fjárhæð skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið.

904 1010 fyrir 1.000kr. 904 1030 fyrir 3.000kr. 904 1050 fyrir 5.000kr.

17.-19. apríl 201517.-19. apríl 2015

KAUPIÐ RAUÐU FJÖÐRINA TIL STYRKTAR

Þjónustu- og þekkingarmiðstöðfyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Page 28: 17 04 2015

niðurhal

einfaltótakmarkað

6.990ljósleiðari ljósnet

vortex.is 525 2400

ina fannst henni hún vera að lesa um allt annan mann en föður sinn, svo fjarlægar voru lýsingarnar henni. „Það var helst mamma sem svar-aði ef við vorum að spyrja. Pabbi svaf til dæmis alltaf með fötin sín samanbrotin á gólfinu við hliðina á rúminu og með svefnherbergis-dyrnar opnar,“ segir Leifur. „Okk-ur fannst þetta fyrst bara mjög eðli-legt enda ólumst við upp við þetta en síðan fórum við að velta þessu fyrir okkur. Mamma sagði að hann yrði óöruggur ef honum fyndist hann ekki vera tilbúinn til að flýja. Hann varð að hafa fötin við hlið-ina á sér til að vera sem fljótastur að fara í þau og komast út. Þann-ig var þetta í fangabúðunum. Hann

gat ekki sofnað nema þetta væri ná-kvæmlega svona,“ segir hann og Sveinn bætir við: „Pabbi tók líka alltaf svefntöflur. Okkur fannst það líka eðlilegt. Pabbi okkar tók bara svefntöflur.“ „Og pabbi lagði mikla áherslu á að við kláruðum matinn okkar,“ segir Björg. „Hann var mjög upptekinn af því að við skildum ekki eftir minnstu skorpur,“ segir hún en í fangabúðunum þótti hungruðum föngum þurrar brauðskorpur hið mesta lostæti.

Dýrmætt að hitta gamla félaga úr fangelsinuÞjóðverjar ráku fangabúðirnar í Sachsenhausen 1936-1945. Af þeim 200.000 föngum sem komu í fanga-

búðirnar á þessu 9 ára tímabili er talið að um 30-40.000 fangar hafi látist. Þeir voru ýmist drepnir eða dóu úr sjúkdóm-um. Eitt það fyrsta sem Leifur gerði eftir heimkomuna var að breyta nafni sínu úr Müller í Muller til að fólk héldi ekki að hann væri þýskur.

Rétt eins og flest-ir fangarnir bar Leifur öll einkenni áfallastreiturösk-unar eftir heimkom-una, sumir þjáðust jafnvel af sektar-kennd yfir því að hafa lifað af. Aldrei gat Leifur talað við neinn sem skildi hann fullkomlega um þessa reynslu sína fyrr en hann komst í samband við fanga í Noregi sem hann var með í fangabúðunum, en þá var Leifur orðinn rúmlega fimmtugur. „Í tæp þrjátíu ár burðaðist hann einn með þessa reynslu,“ segir Björg. Hún lærði hjúkrun í Noregi og það gerði María systir þeirra líka. „Hún talaði þá bjagaða norsku og var að hjúkra sjúklingi sem spurði hana út í eftir-nafnið og vildi vita hvort hún þekkti Leif Muller. Þetta var þá félagi hans úr stríðinu.

Eftir að pabbi komst í samband við þessa gömlu fangana aftur losn-aði um tilfinningarnar hjá honum og reyndi pabbi að hitta þá sem oft-ast. Það hjálpaði honum gríðarlega að tala við þá. Þúsundir Norðmanna voru hnepptir í ánauð í stríðinu og þeir sem sluppu stofnuðu sérstök stuðningssamtök. Ég man að það var alltaf léttara yfir honum þegar hann var að fara að hitta þessa fé-laga sína,“ segir hún. Það var 9. apríl 1940 sem Þjóðverjar réðust inn í Noreg og Danmörku, og var þess minnst á dögunum að 75 ár eru frá innrásinni. 9. apríl á ári hverju hafa gamlir fangar komið saman í Noregi og þrátt fyrir að vera orðinn fársjúkur af krabbameini fór Leif-ur enn eina ferðina til Noregs vorið 1988 til að vera viðstaddur minn-ingarathöfnina. Hann lést síðar sama ár.

„Íslenski böðullinn“ kjaftaði fráEnn er ekki vitað af hverju Leifi var refsað svo grimmilega fyrir það eitt að hafa ætla að fara aftur til Íslands en algengt var að menn væru settir í 3ja mánaða fangelsi fyrir að ætla að flýja land. Það er síðan kaldhæðni örlaganna að það var Íslendingur sem sagði til hans. „Hann hét Ólaf-ur Pétursson. Hann hafði samband

Gríðarleg þrengsli voru í svefnsal fangabúðanna og sváfu menn nánast hver ofan á öðrum. Mynd úr bókinni.Ein af mörgum „lifandi beinagrindum“ í fangabúðunum, eins og Leifur kemst sjálfur að orði.

„Hengdur félagi“ segir við þessa mynd í bókinni en Leifur þurfti að horfa á félaga sína hengda fyrir smávægileg brot.

Ýmsar teikningar leynast í bókinni sem samfangar Leifs skrifuðu í kveðjur til hans við lok stríðsins. Mynd/Hari

við pabba í Noregi og bauð honum í kaffi. Það voru ekki margir íslensk-ir námsmenn þarna og Íslendingum finnst jú gaman að hitta aðra Íslend-inga. Pabbi og ung kona sem var einnig í námi fóru og hittu Ólaf og hann veiddi upp úr þeim þessi plön,“ segir Sveinn. „Ólafur Pétursson var seinna kallaður „íslenski böðullinn“ því tugir manna enduðu í fangabúð-um vegna hans og fjöldi þeirra lést. Ólafur var dæmdur í 20 ára fang-elsi í Noregi eftir stríðið sem þótti mjög þungur dómur. Bjarni Bene-diktsson, þáverandi utanríkisráð-herra, beitti sér síðan fyrir því að Ólafur var framseldur til Íslands og sat hann því aðeins í fangelsi í 72 daga. Mér finnst það hreinlega til skammar,“ segir hann.

Á öftustu síðum litlu minnisbók-arinnar sem Leifur ritaði í fanga-vistinni er að vinna erindi úr gömlu lagi sem börnin hans reyndar þekktu ekki fyrr en eftir að hafa leitað á náðir netsins. Þetta er texti úr laginu „Prisoner´s Song“ sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og var meðal annars flutt af Johnny Cash. Í stað þess að lesa sjálf texta-brotið bið ég Svein að lesa það upp-hátt fyrir okkur. „Ég skal reyna. Ég vona að ég haldi haus því ég beygi alltaf af þegar ég les þetta,“ segir hann og hefur lesturinn:

Now if I had the wings like an an-gel

Over these prison walls I would flyAnd I’d fly to the arms of my dar-

lingAnd there I’d be willing to die...

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Jafnvel þurfti hann að borða úr óhreinum matardöllum sem deilt var með berkla-sjúklingum.

28 fréttir Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 29: 17 04 2015

Kellogg´s froot loopsverð 398 kr.

Kellogg´s rice Krispiesverð 624 kr.

Kellogg´s frozenverð 658 kr.

prins póló 28 x 50gverð 1.998 kr.

smoothie, margar gerðirverð 298 kr./stk.

popcorners 3 gerðirverð 298 kr./stk.

ali grísabógur paKKaðurverð áður 898 kr./kg

pampers jumbo+ pacKverð 2.498 kr./kassinn

svínaKótiletturverð áður 1.598 kr./kg

lambaprimeverð áður 3.640 kr./kg

pampers baby wipesverð 428 kr./pr. stk.

fl lambahryggur frosinnverð áður 1.998 kr./kg

hangiframpartur í bitumverð áður 1.349 kr./kg

helgar-tilboð

FJARDARKAUP-

17. - 18. apríl

Kellogg´s frozen

1.998kr.

658kr.

624kr.

398kr.

298kr./stk. 298

kr./stk.

35kr./stk.

32kr./stk.

35kr./stk.

33kr./stk.

KaupauKimed hverjum Kassa

NyttNytt

2.498kr./kassinn

1.098kr./kg

3.098kr./kg

598kr./kg

1.798kr./kg

998kr./kg

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Tilvalið gjafakortNýTT korTaTímabil

Snertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

Page 30: 17 04 2015

ErlEndar skyndibitakEðjur á Íslandi Þær sEm Eru horfnar á braut

Þ að leggst auðvitað mjög vel í mig að amerísk keðja ætli að opna hér á landi enda

hafa þær frekar verið að fara en koma síðustu árin. Það er mikill söknuður að öllum þessum banda-rísku keðjum sem hafa ekki séð sér vært á íslenskum markaði og kvatt okkur hinnar hinstu kveðju á

undanförnum árum,“ segir Kjartan Guðmundsson, útvarpsmaður og fagurkeri.

Kjartan er mikill áhugamaður um skyndibitafæði og vel að sér í þeim fræðum. Hann fagnar tíðindum vik-unnar um að Dunkin Donuts ætli sér að opna 16 staði á Íslandi.

„Auðvitað fagna ég þessu þó ég

hefði fremur kosið aðrar keðjur, svo sem Fatburger eða In’n’Out. En það er kannski bara í villtustu draumum mínum. Ég smakkaði Dunkin Do-nuts í Barcelona og varð fyrir dá-litlum vonbrigðum. Þetta er náttúr-lega þekkt vörumerki, stofnun eins og Alþingi eða Legoland, því þegar maður heyrir um kleinuhringi í bíó-myndunum heyrir maður um Dunk-in Donuts. En þessi fyrsta upplifun mín, að þetta væru bara venjulegir kleinuhringir, varð til þess að þegar ég fór fyrst til Bandaríkjanna fór ég frekar á Krispy Kreme sem er tölu-vert betri,“ segir Kjartan.

Saga erlendra skyndibitakeðja á Íslandi er ekki samfelld sigursaga. Best hefur gengið hjá KFC, Dom-

inos og Subway en stór nöfn á borð við McDonalds og Burger King hafa þurft frá að hverfa.

„KFC er konungur amer-íska skyndibitans á Íslandi. Hann kom fyrstur og er enn stór. KFC er orðinn eins og annarar kynslóðar Íslending-ur. Dominos byggði veldið væntanlega upp á hálftíma-reglunni, þegar þú fékkst pítsuna fría ef hún kom ekki innan hálftíma heim til þín. Ætli það megi ekki segja að Dominos sé svona Toyota skyndibitans, tákn um gæði; fínir bílar sem bila sjaldan,“ segir Kjartan.

Þessi kraftmikla innkoma Dunkin Donuts, 16 staðir á fimm árum, er að mati Kjart-ans athyglisverð. „Það sýnir hvers-lags veldi þetta er. En ég hef smá vara á mér. Ef þetta á að vera í versl-unum 10/11 þá grunar mig að þetta verði meira eins og sjálfsali. Manni getur varla liðið eins og amerískri löggu ef maður þarf að fara í sjálf-

sala og velja sér kleinuhring. Ég hefði frekar viljað sjá meiri sjarma, eins og maður væri í NYPD Blue

eða Hillstreet Blues.“Hvaðan kemur þessi ógur-

legi áhugi þinn á skyndibita?„Mér fannst langt fram

eftir aldri hreinlega ekki gott að borða, ég bara greip eitthvað til að halda mér gangandi. Upp úr tvítugu f lutti ég til Danmerkur í nám og þar kynntist ég ke-bab-menningu þeirra Dana sem er ein sú besta í heimi, vil ég meina. Í kjölfarið fór ég að njóta skyndibita á borð við McDonalds og Burger King. Það sem gerði held ég útslagið var mæjónesið frá Kraft sem er besta mæjónes

í heimi. Það að hella 2-3 bréfum af því á Whopperinn leiddi mig inn í undraheim skyndibitans og ég heill-aðist fyrir lífstíð.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Kentucky Fried ChickenFyrsta alþjóðlega skyndibita-keðjan á Íslandi. Hefur náð góðri stöðu og nú eru reknir átta KFC-staðir hér á landi.

Domino’sLangvinsælasti pítsastaður á Íslandi. Meðal annars í eigu líf-eyrissjóðanna.

SubwayEin stærsta keðjan hér á landi sem selur sívinsælar samlokur.

Pizza HutNýlega kominn í eigu sömu aðila og eiga KFC. Var áður rekinn á nokkrum stöðum en er nú bara í Smáralind. Stefnt er því að opna fleiri í framtíðinni.

QuiznosSamlokustaður sem var opnaður upp úr aldamótum. Er enn rekinn á Olís-stöðvum.

Taco BellSysturstaður KFC hér á landi.

TGI Friday’sFjölskylduveitingastaður í Smáralind.

Ruby TuesdayBandarískur fjölskylduveitinga-staður sem virðist alltaf eiga fastan kúnnahóp.

McDonaldsKom inn með miklum látum árið 1993 og forsætisráðherra gúff-aði í sig fyrsta Big Mac-inum. Var lokað árið 2009.

Burger KingKóngurinn kom og kóngurinn fór. Náði aldrei því flugi sem búast hefði mátt við og var lokað í árslok 2008.

Little Caesar’sFínar pítsur sem nutu vinsælda um skeið.

PopeyesKjúklingastaður sem var bæði í Kringlunni og við Smáratorg. Suðurríkja-meðlætið féll ekki að smekk Íslendinga.

Wendy’sVar rekinn um árabil á her-stöðinni á Keflavíkurflugvelli.

Papa John’sVar opnaður árið 2000 og seldi amerískar pítsur.

Jacket PotatoesVar opnaður árið 1994 í Skeifunni en varð ekki langlífur. Seldi bakaðar kartöflur með átta tegundum af fyllingum.

Dairy QueenVinsælar ísbúðir sem reknar voru um áratugaskeið í Reykja-vík.

Bandaríska skyndibitakeðjan Dunkin Donuts hyggst opna 16 staði hér á landi á næstu fimm árum. Þetta er gert í samstarfi við 10/11-verslanirnar. Fjölmargar erlendar skyndibitakeðjur hafa reynt fyrir sér á íslenskum markaði en engin hefur komið inn með sömu látum og kleinuhringjakeðjan. Sérfræðingur á þessu sviði fagnar komu Dunkin Donuts hingað en hefði heldur kosið aðrar keðjur.

Sorgir og sigrar erlendra skyndibitakeðja á Íslandi

Kjartan Guð-mundsson

útvarpsmaður kynntist undra-heimi skyndi-

bitans í gegnum danskt mæjónes.

30 skyndibiti Helgin 17.-19. apríl 2015

www.sgs.is

SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ!

KJÓSTU JÁ

Page 31: 17 04 2015

VERKEFNASTJÓRNUN ER FRAMTÍÐIN!Félag útskrifaðra nemenda úr Meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) bauð á dögunum til landins Tom Taylor. Tom er einn ötulasti tals-maður faglegrar verkefnastjórnunar á Bret-landi og forseti Association for Project Man-agement (APM) þar í landi. Hann hélt erindi á ráðstefnu félagsins þar sem hann ræddi síaukið mikilvægi verkefnastjórnunar. Tom sem hefur gefið út fjölda bóka og greina um nýsköpun í viðskiptalífi og nýjungar í stjór-nun og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir afburðarárangur í faglegri verkefnastjórnun.

Erindi þitt fjallaði um strauma og stefnur í verkefnastjórnun. Hvað er að gerast?Verkefnastjórnun og verkefnamenning er í síauknu mæli að verða hluti af daglegu lífi fólks í nútíma samfélagi. Við sjáum aukinn áhuga á verkefnastjórnun á öllum sviðum athafnalífs; ekki aðeins í byggingariðnaði, hugbúnaðarþróun og verkfræði. Heilbrigðis-geirinn, hönnuðir, auglýsendur, listamenn, rannsakendur og viðskiptalífið er að átta sig á mikilvæginu. Verkefnastjórnun er að verða fyrsti námskostur reynslumikils fólks sem vill láta til sín taka og koma hlutum í verk. Það er mikil efirspurn eftir fólki sem kann að stýra teymum af skilvirkni og þannig að þek-king allra nýtist. Metnaðurinn er að aukast og eins skilningur á hvað skilar raunárangri í verkefnum. Þá er síaukinn áhugi á sjálfbærni,

Tom Taylor sem vinnur að alþjóðlegri gæðaúttekt á MPM-náminu litar mynd af inntaki námsins. Hann er forseti Association for Project Management (APM) í Bretlandi.

ÞETTA ERUM VIÐ! ÞETTA KUNNUM VIÐ!MPM-FÉLAGIÐ KYNNIR MEÐ STOLTI KYNNA NÝJA MYND AF INNTAKI MPM-NÁMSINS!

SJÓNRÆN FRAMSETNING Á MEGININNTAKI MEISTARANÁMS Í VERKEFNASTJÓRNUN (MPM) VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK.

siðrænum og „grænum” viðmiðum innan fyrirtækja og stofnana; og þá bæði í vali á verkefnum og hvernig þau eru unnin—og það er gott.

Hvað er fagleg verkefnastjórnun?Verkefnastjórnun er sérþekking sem gerir háar faglegar kröfur. Þessari þekkingu er beitt víða og í miðju atburða þar sem verk-fræði, viðskiptalíf og menning mætast. Fag-maður í verkefnastjórnun vinnur á grund-velli sérfræðiþekkingar sem skilgreind er al þjóðlega og af fagfélagum á borð við APM og Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). APM hefur þá hugsjón að auka á veg og vegsemd verkefnastjórnunar í þágu viðskipta vina, fyrirtækja og stofnana, og með almannahagsmuni í huga. Samtökin eru ekki rekin í ábataskyni og með limir þeirra koma úr viðskiptalífi, úr félagasamtökum og frá sveita stjórnum og ríkisstofnunum. Hjá okkur starfa 60 manns og við erum með skrifstofur víða, meðal annars í Hong Kong. Í samtöku-num eru um 20,000 einstaklingar og um 500 fyrir tæki. Við sjáum mikinn vöxt í samtöku-num í takt við stóraukinn skilning á mikilvægi verkefnastjórnar í samfélaginu. APM vinnur hörðum höndum að því að fá löggildingu á starfsheitinu Charted Project Management Professional í Bretlandi og við stefnum líka að nánu faglegu samstarfi við VSF og MPM-námið í HR.

Hver til tilgangur heimsóknar þinnar?Ég er að hitta kollega, núverandi og útskrifaða MPM-nemendur og kynna faglega verkefna-stjórnun í víðum skilningi. Ég er líka að funda um þekkingu, útgáfumál og ráðstefnuhald, og aðstoða HR við innri úttekt á MPM-námuni og leggja grunn að alþjóðlegri gæðaútekt þess. Vottunin mun skerpa enn frekar á því góða starfi sem þar er unnið, stilla strengi og draga en meiri athygli að MPM-náminu bæði hér og erlendis. Það er fróðlegt að kynnast af eigin raun þessu stórmerkilega starfi—ég veit ekki hvort Íslendingar átti sig fyllilega á því mikla orðspori sem fer erlendis af frum-kvöðlastarfi forsvarsmanna MPM-námsins á Íslandi.

Hvað viltu segja að lokum—eitthvað sem gæti komið á óvart?Já, ég hlakka til þess dags þegar allir ráð-herrar í ríkisstjórn Íslands verði færir um að beita verkefnastjórnun í ráðsmennsku sinni. Þetta kann að hljóma sem ögrun eða grín—en í reynd er þetta aðeins almenn skynsemi, enda er fagleg verkefna stjórnun besta leiðin til að gera réttu hlutina rétt. Íslenskt sam-félag nýtur þess að eiga nú fjölda fólks með glæsilega menntun á sviði verkefnastjórn-unar—þetta mun veita ykkur forskot inn í framtíðina.

Myndin er hugmynd Írisar Hrundar Þórarinsdóttir sem er að ljúka MPM-námi við HR. Myndin er hluti af lokaverkefni hennar sem fjallar um sjónræna stjórnun.

Grafísk útfærsla: Björk Bjarkadóttir.

hr.is/mpm

sida 4.indd 1 16.04.15 19.01

Page 32: 17 04 2015

MPM-félagið kynnir þá sem hafa lokið Meistaranámi í

verkefnastjórnun (MPM) á Íslandi!

VIÐ KOMUM HLUTUM Í VERK!

Ef þú vilt slást í hópinn þá er opið fyrir umsóknir fyrir árgang MPM2017

Heimasíða náms hr.is/mpm

OPNA 2-3.indd 1 16.04.15 19.14

Page 33: 17 04 2015

MPM-félagið kynnir þá sem hafa lokið Meistaranámi í

verkefnastjórnun (MPM) á Íslandi!

VIÐ KOMUM HLUTUM Í VERK!

Ef þú vilt slást í hópinn þá er opið fyrir umsóknir fyrir árgang MPM2017

Heimasíða náms hr.is/mpm

OPNA 2-3.indd 1 16.04.15 19.14

Page 34: 17 04 2015

Á líkbíl inn í eilífðina

AAmma mín var fædd á því herrans ári 1910. Hún var Skagfirðingur og bjó á Sauðárkróki áður en hún flutti til Reykjavíkur í kringum 1970. Ég var alltaf hændur ömm-um mínum og ekki skemmdi fyrir að þær bjuggu lengst af í sama húsi, á sitt hvorri hæðinni. Amma þessi var mjög ern fram á síðasta árið þegar hún veiktist. Hún dó 96 ára gömul og hafði alltaf verið hraust. Hún var dugleg að borða morgunmat og smakkaði aldrei vín, en leyfði sér þó stöku rettu við og við.

Þegar hún lést var það ákveðið að hún skyldi jarðsett í heimabæn-um, Sauðárkróki. Flytja þurfti því gömlu konuna frá Reykjavík norður í Skagafjörð. Ekki vildi fjölskyldan láta f lytja hana á reglubundinn máta, þar sem það þótti ekki nægi-lega persónulegt. Faðir minn tók því þá ákvörðun að ræða við aðila í útfararþjónustunni um einhverja lausn. Niðurstaðan var sú að hann fékk lánaðan gamlan Cadillac lík-bíl og gæti ferjað konuna upp á eig-in spýtur. Faðir minn, um sjötugt á þessum tíma, treysti sér ekki í þetta verkefni einn og auðvitað er skemmtilegra að hafa félagsskap í bíltúr sem þessum. Ég bauð mig fram til þess að keyra bílinn – og ömmu.

Við lögðum af stað snemma morguns í góðu veðri þar sem þetta var í júní. Fyrsta umræða ferðarinn-ar var um bílinn, því skiljanlega var þetta í fyrsta sinn sem við feðgar ferðuðumst í líkbíl. Bíllinn var eins og hugur manns. Rann blítt og létt eftir malbikinu, eins og sá ameríski eðalvagn sem hann var. Faðir minn, bifvélavirkinn, hefur löngum haft dálæti á amerískum bílum og þessi hitti beint í mark, þrátt fyrir háan aldur. Þessir bílar batna bara með aldrinum.

Það er kúnstugt að keyra bíl með kistu í skottinu. Maður keyrir mjög yfirvegað og rólega því ekki vill maður æsa farþegann upp – og þá er ég að meina þann sem sat við hlið mér. Maður er líka mjög með-vitaður um farangurinn sem maður er að ferðast með og vill sýna þeirri gömlu yfirvegun í sínum síðasta bíl-túr. Þegar komið var út fyrir bæjar-mörkin var hægt að gefa aðeins í, en alls ekki um of þar sem, jú, maður var nú einu sinni með kistu aftur í. Allir þeir bílar sem við mættum störðu á rennireiðina hvar hún rann ljúft eftir þjóðveginum með tvo grunsamlega menn í framsætunum. Oft á tíðum leið mér eins og ég væri staddur í kvikmynd eftir Federico Fellini og eitthvað stórkostlega und-arlegt mundi eiga sér stað. Við feðg-ar stoppuðum í Staðarskála, upp-runanlegu útgáfunni, það var ekki búið að færa hann á þeim tíma. Við fengum okkur hádegismat að hætti ferðalanga. Hamborgara með öllu

tilheyrandi á uppsprengdu verði. Amma beið róleg á meðan, enda var matur eitthvað sem hún vildi að fólk borðaði reglulega og mikið af. Ein-hverra hluta vegna vildi maður sitja með bílinn í augsýn, ég ætlaði ekki að láta neitt koma fyrir í þessari síðustu ferð. Saddir og sælir ókum við af stað og nú var karl faðir minn farinn að tala um alla staðhætti og ábúendur á undarlegustu stöðum. Ég var með augun á veginum, með hvíta hnúana á stýrinu. 13.50 var handstaðan.

Í Langadalnum, þar sem ég er alla jafna stöðvaður fyrir of hraðan akstur, var engin hætta á slíku. Það hefði ekki skipt neinu þó ég hefði verið að aka of hratt, þar sem ég efast um að nokkur lögreglumaður hafi það í sér að stöðva líkbíl. Mað-ur veit þó aldrei, svo ég hélt mér á þeim hraða sem ég hafði verið á. Maður keyrir mjög yfirvegað á svona bíl. Í Langadalnum hjó ég eft-ir skilti sem á stóð „Á fleygiferð inn í eilífðina“ sem var kaldhæðnislegt í ljósi tilgangs ferðarinnar. Ekki vor-um við á fleygiferð, við sem ferðuð-umst í bílnum, en það er þetta með eilífðina.

Við renndum inn í Skagafjörð, sem að mati föður míns er falleg-asti fjörður landsins. Ég er ekki frá því að ég sé bara sammála því. Auðvitað eru það ættartengslin sem spila þar inn í og manni þykir vænt um þennan fjörð, sem á sumrin er engu líkur. Skagafjarðargorgeirinn er engu líkur og ef maður hefur ein-hverja smá tengingu við fjörðinn þá er gaman að nýta sér það.

Ég fann að það færðist kyrrð yfir farþega bílsins, lífs eða liðna við það að keyra niður í fjörðinn fagra og brátt vorum við á áfangastað. Sauðárkrókur var handan við horn-ið og þar ætluðum við að kveðja ömmu í hinsta sinn. Við keyrðum í kirkjugarðinn á Sauðárkróki þar sem föðurbróðir minn beið, ásamt konu sinni. Búið var að gera gröf-ina klára. Við lögðum bílnum og þeir sem vinna við þessa hluti tóku til sinna ráða. Það var einhver ró sem færðist yfir mig og það var eitthvað mjög fallegt við þetta allt saman. Ég var mjög ánægður að við pabbi skyldum hafa farið með gömlu konuna þessa síðustu ferð og ég fann það að hún var sátt við þetta sjálf. Eftir þessa litlu athöfn okkar í kirkjugarðinum fórum við í kaffi og kleinur hjá föðurbróður mínum, ásamt prestinum. Ég sagði ekki margt á meðan, maulaði klein-ur og hjónabandssælu og hlustaði á gamlar sögur af Króknum. Ég var ánægður. Amma var ánægð líka. Við pabbi héldum svo heim á leið og leyfðum okkur að gefa aðeins í. Það var ekki eins og einhver færi að stoppa líkbíl á hraðferð inn í ei-lífðina

Teik

ning

/Har

i

HannesFriðbjarnarsonhannes@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

ERTU AÐ PLANAHÓPFERÐ?

VANTAR ÞIG GOTT TILBOÐ FYRIR SAUMAKLÚBBINN, VINNUFÉLAGANA

EÐA FJÖLSKYLDUNA?

Hvort sem um er að ræða vinnu- eða

skemmtiferð þá hjálpum við ykkur að

finna flug og gistingu á WOW verði.

Beint samband: [email protected]

Athugið að lágmarksfjöldi er 12 manns.

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ

HEYRA FRÁ YKKUR!

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

34 viðhorf Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 35: 17 04 2015

Grímur Hákonarson, leikstjóri Hrúta.

KviKmyndir Heiður fyrir Grím HáKonarson

Hrútar á Cannes

H rútar, nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar, hef-ur verið valin til þátttöku í

Un Certain Regard keppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar í maí næst-komandi. Þetta var tilkynnt á blaða-mannafundi í París í vikunni þar sem kynntar voru þær myndir sem eru hluti af Cannes Official Selection í ár.

Cannes kvikmyndahátíðin er ein allra stærsta og virtasta kvik-myndahátíð heims, svokölluð „A“ hátíð, og því er um gífurlegan heiður að ræða fyrir aðstandendur mynd-arinnar. Um er að ræða heimsfrum-sýningu myndarinnar. Af um fjög-ur þúsund myndum sem sóttu um komust aðeins 20 að og munu keppa um aðalverðlaunin „Prix Un Certain Regard.“

Hrútar fjallar um tvo sauðfjár-bændur á sjötugsaldri, bræðurna

Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norð-urlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við út-breiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða. Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum og með aðalhlutverkin fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Myndin verður frumsýnd hér á landi í sumar. -hf

KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt

ÍSLE

NSK

ASI

A.IS

MSA

717

42 0

3/15

HÁRLITUR SEM ENDIST LENGURENDINGABETRI, LÍFLEGRI OG FALLEGRI HÁRLITUR

Íslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningar

Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 36: 17 04 2015

Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre

[email protected]

Þ að var flett yfir í nýjan kafla í vorinu í París undir lok síðustu viku. Hitinn steig upp, sólin skein, tempóið í mann-

lífinu lækkaði, engum lá á heim. Allstaðar sat fólk og naut blíðunnar, matar, drykkjar og hvors annars. Það var fögnuður í loftinu. Úr þessu var ekki von á hreti. Fram undan var sumarið. Það mátti bóka það.

En þótt sólin hefði ekki skinið svona glatt hefðum við samt vitað að sumarið var að taka vorið yfir. Það mátti sjá á borðum allra græn-metissala í bænum. Þar voru komin frönsk jarðarber og glæný kirsuber og hraukar af aspas; grænum og hvítum. Þetta eru vottuð loforð frá náttúrunnar hendi um að sumarið sé á hraðferð til okkar. Þegar þistilhjörtun koma í næstu viku eða þar næstu; verður víst að veturinn mun ekki einu sinni gera vart við sig um nætur.

Dillandi hlátur jarðarberjannaMunurinn á jarðarberjunum frá Bretóníu, sem komu í búðirnar um daginn, og þeim berjum sem hafa komið undan plastinu í Almeríu á Spáni í allan vetur er mikill. Bretónsku jarðar-berin eru fersklega súr með frískum sætleika á meðan þau spönsku bragðast eins og gamall maður sem hefur ekki komist út undir bert loft langa lengi. Berin frá Bretóníu hafa smit-andi dillandi hlátur á meðan þau sem ólust upp undir plastinu í Almeríu hafa beiskju og þunga í sínum hlátri. Sem er svo sem ekki einu sinni hlátur; heldur eitthvert humm-hummhump sem maður veit ekki hvort að er kaldhæðni eða fyrirlitning. Eins og skáldið sagði: Þú getur tekið berið undan plastinu en þú nærð aldrei plastinu úr berinu.

En við þurfum að borga fyrir þennan mun; öll okkar sem erum ekki svo heppinn að búa við jarðarberjabreiðu í Bretóníu eða annars staðar þar sem berin skjótast upp á vorin. Kílóið af spönskum jarðarberjum kostar um 4 evrur eða tæpar 600 krónur íslenskar. Kílóið af ný tíndum jarðarberjum frá Bretóníu rétt skríða undir 20 evrur kílóið sem eru rétt tæp-lega þrjú þúsund kall íslenskar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að það væri hægt að komast framhjá þessu með því að halda bretónsku jarðarberjunum lengur upp í sér; en það væri lýgi. Það er ekki hægt að halda þeim upp í sér. Þau leysast upp og láta sig hverfa eins og makkarónur; skilja bara bragðið eftir og yfirþyrmandi löngun í meira sem fæstir geta staðist. Það er enginn vandi að sitja á bekk í sólskini og borða jarðarber fyrir 750 kall ís-lenskar án þess að átta sig almennilega á hvað gerðist. Allt í einu eru berin horfin og þú fimm evrum fátækari. Hvað situr eftir? Fyrir utan eilítinn rauðan lit á fingrunum? Tja, hvað situr svo sem eftir fagran ljúfan vordag nema þæg-indatilfinning og sátt?

Eins og hvolpur meðal gamalla hundaEn ef einhverjum finnst vorið í bretónsku jarðarberjunum dýru verði keypt þá ætti sá að reyna að vega ferskleika fyrstu kirsuberja vorsins saman við gengi gjaldmiðla, kaupmátt og aðrar veraldlegar mælistikur. Geta þessi ber verið virði 50 evra kílóið? Tæplega 7.500 króna? Og ætli steinarnir séu ekki helmingur-inn af þyngdinni. Berin sem þú sporðrennir eru þá 15 þúsund króna virði per kílógramm.

Er vorið þess virði? Þannig spyr kannski sá sem hefur ekki bragðað á fyrstu kirsuberjum vorsins en varla sá sem hefur nýverið klárað heilan bakka út í garði þótt berin hafi átt að vera ábætir með kvöldmatnum.

Munurinn á bragði þessara berja og kirsu-

berjanna sem koma seinna í vor (að ekki sé talað um kirsuber sem hafa ferðast langan veg) er eins og munurinn á fegurð og krútt-leika fimm vikna hvolps og gömlum hundi – giktveikum með gláku, ef við erum að tala um kirsuber sem flogið hafa hálfa leiðina kring-um hnöttinn. Auðvitað er hægt að þykja vænt um svoleiðis hund, en sú ást kemur vorinu bara ekkert við. Vorið er of ungt fyrir tryggð, sem byggist upp á löngum tíma. Vorið er fyr-ir það sem er ferskt og fjörugt, frískandi og óumræðilega fallegt. Og fyrstu kirsuber vors-ins eru þannig.

Það er síðan umhugsunarefni hvernig stendur á því að við þurfum að borga þessi reiðinnar býsn fyrir að fá notið vorsins. Hvers vegna er veröldin okkar þannig að þar sem flestir búa geta aðeins þeir efnuðu notið bragðsins af vorinu? Sólin skín á alla jafnt og blærinn strýkur öllum blíðlega; en til að fá að bragða á vorinu þurfa borgarbörnin að borga.

Við viljum vor í borgirnar!Þetta er náttúrlega kerfisgalli. Eftir því sem borgirnar hafa vaxið hefur komið í ljós að skýr aðgreining borgarinnar, þar sem fólk-ið býr, og sveitarinnar, þar sem maturinn er ræktaður, var misráðin. Í raun er hægt að rækta mest af því grænmeti sem borgarbúar þurfa innan borgarmarka. Þetta á við um svo til allar borgir og örugglega þær strjálbýlu, eins og Reykjavík.

Og líka París, þótt hún sé ein þéttbýlasta borg heims. Hérna úti er til dæmis þokka-legur garður með trjám og blómum, bekkjum og stígum, þar sem vel mætti rækta jarðar-ber, salat, rótarávexti og hvaðeina sem myndi duga fólkinu í húsunum í kring. Á gluggasyll-unum mætti síðan rækta kryddjurtir – og það gera reyndar flestir. Þar sem ekki eru jafn

stórir garðar mætti spretta upp umferðareyj-um og rækta þar matjurtir. Annars staðar mætti rækta á þökum eða á stöllum utan á húsum.

Það er óhjákvæmilegt að borgirnar muni þróast í þessa átt á næstu áratugum. Það er í fyrsta lagi óhagkvæmt að rækta salat út í sveit og flytja það síðan tugi kílómetra á bíl svo borgarbarnið geti borðað. Það er of dýrt, of mengandi og í alla staði heimskulegt. Í annan stað eru engin lífsgæði fólgin í því að borða aldrei glænýtt salat. Salat er eitt af þeim fyrir-brigðum sem eru best ný tínd en sem verða síðan snöggtum verri eftir því sem tíminn líður. Við hljótum því að skipuleggja borg-irnar þannig að borgarbarnið fái sem allra besta matinn og slíkur matur er eins ferskur og mögulegt er. Helst ný tíndur. Og það er ekki hægt öðru vísi en að draga stóran hluta af ræktun matar aftur inn í borgirnar. Ég segi aftur, vegna þess að fyrst þegar sveitafólkið flutti í bæinn tók það belju með sér, kind og hænur og ræktaði kál og rófur út í garði.

Með því að draga ræktun aftur inn í borg-irnar myndum við líka sækja vorið og leyfa borgarbörnin að smakka. Þá gætum við öll bragðað á vorinu og þyrftum ekki að vinna í banka til að hafa efni á því. Sem er ónýtt sýstem því almannarómur segir að því leng-ur sem fólk vinnur í banka því meir dragi úr hæfni þess til að njóta og fagna hinu smáa og fagra.

LátleysiðEn ég ætlaði nú ekki að segja svo margt um berin og vorið heldur mest um aspasinn. Fyrsti aspas evrópska vorsins er kominn í grænmetisbúðirnar í París og líka á matseðla veitingahúsanna. Þar kostar hann meira en góð steik. Soðinn aspas með hollandaisesósu.

Á bestu stöðunum er appelsínusafi í sósunni í staðinn fyrir sítrónu.

Það er eitthvað fallegt við að aspas sé dýr-ari en naut. Aspas er einkar látlaus matur á meðan nautið er fyrirferðarmikið og gróft. Aspas er til að mynda gras, reyndar fjarskylt því sem nautið borðar. Og aspas vex best þar sem annar gróður festir ekki rætur, í söltum og sendnum jarðvegi. Bragðið er fínlegt og óráðið. Það er næstum ómögulegt að lýsa því. Reynið til dæmis að útskýra muninn á bragð-inu af hvítum og grænum aspas. Soðinn hvít-ur aspas á hvítum diski með hollandaisesósu er ekki skrautlegur réttur; minnir svo sem ekki sjónrænt á vorblómin blíð, björt og fríð. Það er mörgum óbærileg freisting að setja steinseljulauf á þennan disk til að lyfta honum upp, eins og það er orðað af sjónvarpskokk-unum. En reynið að standast þá freistingu.

Betra er að krækja sér í fyrstu smákartöflur vorsins og sjóða með aspasinum og fullkomna þannig litleysuna með því að hafa fölhvítgular kartöflur við hliðina á fölhvítgulum aspas með fölgulri hollandaisesósu yfir. Þá eruð þið kom-ið með vor eins og evrópskur bóndi fagnar; ekkert glys eða skraut heldur aðeins staðfast loforð um komandi uppskeru.

Að sjóða aspasVandinn við aspasinn er að hann er bestur ný uppskorinn og þolir eiginlega enga geymslu. Hann tilheyrir því fyrst og fremst þeim land-svæðum þar sem hann vex. Þá er hann tíndur, fluttur, seldur og borðaður innan sama sólar-hringsins, helst.

Ef Íslendingur vill njóta evrópsks aspas þarf hann að spyrjast fyrir út í búð hvort og hve-nær aspas kemur með flugi til landsins. Skrifa svo daginn hjá sér og hlaupa þá út í búð, kíkja undir stilkana og meta hvort þeir séu orðnir of

Vor í munni, vor í magaVorið gælir ekki aðeins við okkur með hitanum frá sólinni eða ljúfum andblæ vindsins heldur miklu fremur með fersku bragði af fyrstu gjöfum náttúrunnar; vorboðunum ljúfu hjá grænmetissalanum.

36 matartíminn Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 37: 17 04 2015

Um leið og fyrstu frönsku jarðarberin og kirsuber vorsins koma og fyrsti asp-asinn þá springa borð grænmetissal-anna út í vorsins fögnuði og tilbeiðslu. Og verðið rýkur upp. Það er ekki nema fyrir sterkefnað fólk að borða vorið, fyrst á vorin. Mynd Alda Lóa

trénaðir. Ef svo er þá er ekkert annað að gera en að bíða í viku. Reyna þá aftur og ef aspasinn lítur þá betur út skal hlaupið með hann heim, hýð-ið skrælt með grænmetisskrælara, tveimur sentímetrum eða svo frá krónublöðunum og niður að enda stilksins. Ekki fara of varlega, þið viljið losna við allt sem hefur trénað svo eftir sitji aðeins það sem verður dúnmjúkt eftir suðu. Aspasinn eldast líka jafnar ef neðri hlutinn er þynnt-ur. Þegar þið hafið skrælt skulið þið taka utan um stilkendann með ann-arri hendi og um spergilinn, aðeins fyrir neðan krónuna, með hinni og brjóta stilkinn. Hann brotnar akk-úrat á réttum stað; þar sem hann er of trénaður til að vera góður.

Kannski á einhver aspaspott, en líklega fáir. Þetta eru háir mjóir pottar, aspasinn er settur í upp á rönd í þá svo stilkarnir séu í sjóð-andi vatni en krónan gufusoðni. Vandinn við aspas er nefnilega að krónurnar þurfa minni suðu en stilkarnir. Fyrir okkur hin er best að sjóða aspas í pönnu með brún-um. Þið getið sett afskurðinn undir krónurnar svo þær standi eilítið upp úr sjóðandi vel söltu vatninu. Það má líka nota kartöflur til að lyfta undir krónurnar og annað hvort borða þær með aspasinum eða nota seinna í kartöflusalat (það mun hafa keim af aspas). Önnur leið er að binda aspasinn saman í búnt og skorða hann með einhverjum hætti í háum potti þannig að krónurnar standi upp úr sjóðandi vatninu.

Það tekur um 20 mínútur að sjóða þykkan aspas og eitthvað skemur að sjóða þynnri. Notið vel salt vatn. Jaques Médecin, borgarstjóri Nice og snilldarkokkur, mælir með að sjóða aspasinn í hvítvíni styrktu með lauk, grænmeti og sítrónusafa en líklega er það ofrausn. En prófið endilega, ef þið viljið.

Að borða aspasÞið getið borðað aspas kaldan eða volgan – ekki sjóðandi heitan. Hann er bestur frá stofuhita upp í líkams-hita. Þegar þið hafið soðið aspasinn skulið þið leggja hann á klæði eða grind svo vökvinn renni af honum. Ef aspasinn er of rakur tekur hann ekki eins vel við sósunni sem þið berið fram með honum. Eins og í

svo mörgu snýst þetta um að skipta á vökva; ef aspasinn er vatnssósa kemst ekkert annað að.

Það er óþarfi að leggja hnífapör á borðið. Það fer best á því að borða aspas með fingrunum. Það má hafa hollandaissósu með aspasnum eða vinaigrette, majónesu eða bráðið smör, bræddan ost eða bechamel. Og gott brauð. Og jafnvel léttsteikt egg eða linsoðið; helst utan skurn-ar. Sumir vilja strá eilitlu af ristaðri brauðmylsnu yfir aspasinn til að fá smá kröns kröns í áferðina, en ég get ekki mælt með því.

Ef við byrjum á einfaldari endan-um þá má bera olívuolíu, hvítvíns-edik, salt og pipar á borðið og leyfa hverjum fyrir sig að búa til vinaig-rette. Þið getið líka gert einfalt vina-

igrette sjálf. Ekki setja þó sinnep eða neitt bragðsterkt í hana. Þið getið líka búið til hollandaissósu með app-elsínusafa. Ef þið eigið blóðappelsín-ur þá breytir sósan um nafn og heitir þá maltnesk sósa en ekki hollensk. Það má líka bræða smjör á pönnu og hella yfir aspasinn þegar það er við það brúnast eða hafa skál með majó-nesu til að dýfa stilkunum í.

Svo má baka aspasinn með par-mesan osti. Þið setjið aspasinn þá í eldfast mót, raspið ost yfir og látið neðst í heitan ofn í fimm mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað en ekki grillast. Stillið þar næst grillið á hæsta hita og raspið meiri ost rausnarlega yfir aspasinn (þó ekki yfir krónurnar, leyfið þeim að standa út úr) og grillið ostinn gull-

inbrúnan undir grillinu.Aspas er frábær forréttur en hann

getur líka verið stofninn í hádegis-verði með góðu brauði og salati á eftir. Þreifið ykkur áfram með elda-mennsku og framsetningu og finnið aspasinum viðeigandi stað. Annað hvort sest hann að í fjölskylduhefð-unum eða ekki; sumir elska aspas en öðrum finnst hann alltaf jafn óspenn-andi; fölur og óljós í bragði. Aspas er reyndar svo persónubundinn mat-ur að sumir finna undarlega lykt af þvaginu eftir að hafa borðað aspas en aðrir alls ekki. Pælið í því. Þið get-ið jafnvel rifist um hvort aspas hafi áhrif á pissulykt eins og þið deilduð um hvort kjóll var hvítur eða blár. En þó ekki undir borðum. Það má ekki tala um piss meðan maður borðar.

Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við

Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

matartíminn 37 Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 38: 17 04 2015

Erla María Markúsdóttir

Offita er málefni sem er á allra vörum. Páll Matth-íasson, forstjóri Land-spítalans, sagði í viðtali við Líftímann í janúar

að offita sé ein megin heilsufarsógnin sem við glímum við í dag. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, birti í lok síðasta árs uppfærð gögn þar sem ítarlega er farið yfir stöðu heil-brigðismála í ríkjum stofnunarinnar. Íslendingar eru sjötta feitasta þjóð í Evrópu, samkvæmt þessum gögnum, hlutfall of feitra meðal þjóðarinnar er 21% og yfir kjörþyngd tæplega 60%.

Offita hefur aukist mikið frá aldamótumStaðreyndin er sú að offita hefur aukist hratt á Íslandi á undanförnum

árum, eða úr 12% á árinu 2000 og upp í 21% árið 2010. Hlutfall offitu er þó lægra en í mörgum öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum og Mexíkó. Vert er þó að taka fram að sú að-ferðafræði sem OECD notast við hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en hlutföllin byggjast á niðurstöðum úr lífsstíls-könnunum, en ekki beinum mæling-um. Fleiri mælingar og rannsóknir benda þó til þess að offita hafi aukist verulega frá aldamótum. Skýrsla sem Norræna ráðherranefndin lét gera árið 2011, og innihélt gögn um mataræði, hreyfingu og holdafar á Norðurlöndun-um, sýnir að Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða.

Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offituÝmsar leiðir hafa verið farnar til að

ná tökum á þessari miklu heilsufar-sógn og er raunveruleikaþátturinn Biggest loser Ísland meðal þeirra. Þáttaröð númer tvö lauk á dögunum og þar misstu keppendurnir 14 yfir hálft tonn á sjö mánuðum. Lausnin felst þó ekki eingöngu í fjölda kílóa sem hverfa heldur þarf að taka á rót vandans. Vinnuhópur á vegum vel-ferðarráðuneytisins hefur meðal ann-ars sett saman aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur og verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis, sat í vinnuhópnum. „Meðal þess sem við ráðlögðum stjórnvöldum var að efla heilbrigða lifnaðarhætti á breiðum samfélagslegum grund-velli án sérstakrar áherslu á offitu eða líkamsþyngd.“ Í áætluninni eru ýmis forgangsatriði nefnd, til dæmis

að hækka verð á gosdrykkjum. „En síðan þessi áætlun var gerð hefur verið farið í þveröfuga átt,“ segir Elva og á þá við afnám sykurskatts sem tók gildi um síðustu áramót.

Auka þarf forvarnirLjóst er að aukin tíðni offitu hér á landi mun óneitanlega stuðla að auknum heilsubresti, líkt og sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum, og þar með auknum kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfis í framtíðinni. „Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast síðustu ár og sú þróun mun halda áfram. Samhliða þessu verður að auka forvarnir enda sjáum við árangur af slíku starfi í þessum tölum, til dæm-is varðandi reykingar. Þeim árangri er mikilvægt að ná hvað offituna varðar,“ segir Páll Matthíasson.

Erla María Markúsdóttir

E f við meðhöndlum offitu eins og aðra langvinna sjúkdóma þurfa að vera til úrræði á fyrsta, öðru

og þriðja stigi heilbrigðisþjónustunnar. Heilsugæslan starfar á fyrsta stiginu og hún þarf að geta gripið snemma inn í þegar ljóst er að um sé að ræða óæskilega þróun hjá viðkomandi ein-staklingi,“ segir Erla Gerður. Á öðru stiginu verður að vera til víðtæk sér-fræðiþekking. „Ef kemur í ljós að einfaldari ráðleggingar duga ekki til þarf að fara í nánari greiningu og finna undirliggjandi orsök því hún getur verið margs konar.“ Á þriðja stiginu fer svo fram endurhæfing fyrir þá sem eru verst settir. „Þetta snýst ekki endilega um að borða minna og hreyfa sig meira. Þegar komin er greining á undirliggjandi vanda er hægt að leggja upp með meðferðarplan sem þarf að sérsníða að hverjum og einum.“

Greining á offitu loks niður-greidd Erla Gerður hefur, ásamt Lúðvíki Guð-mundsson sérfræðilækni, verið að vinna að því að bæta annað og þriðja stig heilbrigðisþjónustunnar, en þau

starfa bæði í Heilsuborg sem leggur meðal annars áherslu á forvarnir, ráð-gjöf og meðferð við offitu. „Við störfum samkvæmt rammasamningi sérfræði-lækna og það er okkur mikið gleðiefni að loksins er greining á offitu niður-greidd. Það er því ekki fyrr en nú sem annað stig heilbrigðisþjónustu, þegar kemur að offitu, er raunverulega til,“ segir Erla Gerður.

Einstaklingsmiðuð greining Erla Gerður er einnig formaður Fé-lags fólks um offitu. Meðal baráttumála félagsins er að móta klínískar leiðbein-ingar svo heilsugæslan og heilbrigðis-stéttir geti stuðst við ákveðið ferli þeg-ar kemur að meðhöndlun offitu. „Við funduðum með landlækni um þetta mál og hann hefur sett þetta svolítið í okkar hendur og nú hefjum við það verkefni að móta þessar leiðbeiningar. Offitan er svo víðtæk og til að setja upp virka meðferð þarf að taka tillit til ýmissa þátta. Andleg líðan, líkamleg heilsa, aðstæður einstaklinga og fyrri reynsla, sem og fjárhagur eru meðal þátta sem þarf að taka tillit til svo meðferð henti viðkomandi einstaklingi. Þess vegna er svo mikilvægt að hver einstaklingur fái góða greiningu á vandanum og einstak-

lingsmiðaðar leiðbeiningar. Þetta snýst ekki um enn einn matarkúrinn.“

Munur á ofþyngd og offituErla Gerður segir að lífsstílsbreyting sé kjarninn í þessu en hún innifeli hins vegar marga og ólíka hluti. „Þegar um offitu er að ræða er ójafnvægi ein-hvers staðar sem þarf að leiðrétta. Það að leggja aðaláherslu á kílóin er ekki endilega rétta svarið. Við viljum leggja meiri áherslu á heilsu og vellíðan, því í raun getur maður búið við góða heilsu þó að um aukakíló sé að ræða.“ Erla Gerður segir að þetta snúist um að koma jafnvægi á alla ferla í líkamanum og líða vel með sjálfan sig og vera sátt-ur. „Ofþyngd er ekki endilega tengd heilsubresti, en getur verið vísbending um neikvæða þróun. Þegar um offitu er að ræða er fituvefurinn orðinn það mik-ill í líkamanum að hann hefur áhrif á alls konar efnaskipti. Þá er þetta orðinn sjúkdómur, auk þess sem þyngdin sjálf veldur álagi á ýmis líffæri. Þá getur þyngdartap upp á 5-10% snúið við alls konar efnaskiptaójafnvægi. Þetta snýst um að koma líkamanum í jafnt og gott ástand. Heilsa og líðan einstaklingsins er númer eitt, ekki kílóin.“

— 38 — 17.-19. apríl 2015

Offita er mesta heilsufars­ógnin

Ný gögn frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu sýna að Íslendingar eru sjötta feitasta þjóð í Evrópu. Hlutfall of feitra Íslendinga er 21% og tæplega 60% eru yfir kjörþyngd.

Erum að vakna til meðvitundar„Offita er áhættuþáttur og sjúkdómur sem við þurfum að bregðast við. Offita er fyrst og fremst heilsufarsvanda-mál sem leiðir til margra annarra sjúkdóma.“ Þetta segir Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður Félags fagfólks um offitu, en hún segir að með aukinni þátttöku á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar sé hægt að ná tökum á þeirri miklu heilsufarsógn sem offita er.

Holdafar á ekki að vera feimnismál „Við erum að vakna til meðvitundar um umfang offitu. Það er miklu meiri vakning núna en til dæmis fyrir fimm árum. Fram-förin er sú að við erum ekki að horfa jafn mikið á megrun og áður,“ segir Erla Gerður. Hún segir hins vegar að eins og andinn í þjóðfélaginu sé í dag eigum við enn langt í land. „Útlitsdýrkunin er mikil og áherslan á kílóafjölda er of mikil. Til að takast á við þetta vandamál þarf heilbrigðis-kerfið að taka virkan þátt, það er að lagast en gerist hægt.“ Hún segir einnig að fitufor-dómar séu fyrirferðamiklir í samfélaginu og mikilvægt sé að vinna markvisst gegn þeim. „Liður í því er að heilbrigðiskerfið taki virkari þátt. Holdafar á ekki að vera feimnismál og fólk þarf að átta sig á því að skömm og vanlíðan þarf ekki að fylgja þeim sem glíma við offitu. Það sýnir styrk að leita eftir aðstoð. Með því að ræða um offitu eins og hvert annað verkefni í heilbrigðis-kerfinu og á faglegum nótum munum við ná að koma í veg fyrir fitufordóma.“

Heilsufarsógn sem hægt er að taka á Varðandi forvarnir segir Erla Gerður að mikilvægt sé að opna á umræðuna. „Við þurfum að taka á vandanum áður en hann verður of mikill. Með almennri heilsu-eflingu er hægt að koma í veg fyrir ýmis konar heilsubrest svo sem stoðkerfissjúk-dóma og hjarta- og æðasjúkdóma og sama nálgun dugar í raun til að draga úr offitu. Það er margt sem við getum gert og ég er bjartsýn á að við getum náð miklu betri tökum á þessum vanda og tekist á við þessa miklu heilsufarsógn. Við þurfum að vanda okkur og sýna samstöðu.

Ofþyngd er ekki endilega tengd heilsu-bresti, en getur verið vísbend-ing um nei-kvæða þróun.

Hvað er BMI stuðull?BMI er líkamsmassastuðull og er mælikvarði á þyngd eða massa miðað við hæð. Hann er reiknaður með því að deila massa einstaklings í kílóum með líkamshæðinni í metrum í öðru veldi, það er þyngd(kg)/ hæð(m)2.

Samkvæmt viðmiðunarmörkum Al-þjóða heilbrigðismálastofnunarinn-ar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita fyrir fullorðna skilgreind á eftirfarandi hátt:

Vannæring: BMI < 18,5

Kjörþyngd: BMI: 18,5-24,9

Ofþyngd: BMI: 25-29,9

Offita: BMI: ≥30

Aukin tíðni offitu á ÍslandiHoldarfar fullorðinna Íslendinga:

% með ofþyngd: 39,3% með offitu: 17,8% yfir kjörþyngd 57,1Heimild: Skýrsla norrænu ráðherranefndarinnar, 2011.

Þróun offitu meðal fullorð-inna Íslendinga:2002: 12,4%2012: 21%Heimild: OECD, 2014.

Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður Félags fagfólks um offitu.

Page 39: 17 04 2015
Page 40: 17 04 2015

40 heilsa Helgin 17.-19. apríl 2015

Í þrótta- og ólympíusamband Ís-lands stendur fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga

og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói í dag, föstudag, milli klukkan 11 og 14.30. Ráðstefnan verður einnig í beinni útsendingu á heimasíðu ÍSÍ. Fyrirlesarar verða reyndir þjálfarar úr ólíkum greinum íþrótta og aðrir einstak-lingar með margvíslega aðkomu að íþróttum barna og unglinga.

Leiddist út í þjálfun eftir meiðsli Fyrirlestur Pálmars ber yfirskrift-ina: Jákvæð nálgun og félagsstarf í íþróttaþjálfun barna. „Ég mun tala um þær aðferðir sem ég nota til að byggja upp jákvætt og skemmti-legt andrúmsloft í íþróttum barna þar sem allir fá að njóta sín, óháð getu,“ segir Pálmar, en hann er með BS gráðu í sálfræði og hefur þjálfað körfubolta í tíu ár. „Það má segja að ég hafi alist upp í körfu-boltanum, en ég æfði og spilaði með meistaraflokki þangað til ég var 19 ára. Ég meiddist og gat ekki tekið þátt á næstu leiktíð. Þá vantaði einmitt þjálfara í einn af yngri flokkunum og ég tók það að

mér, mjög hikandi samt. En svo heillaðist ég algjörlega af þessu starfi og hef sinnt því síðan.“

Jákvæð sýn á lífið Pálmar hefur ávallt tileinkað sér jákvæða sýn á lífið og nýtir það jafnframt í þjálfuninni. „Ég hef það líklega frá pabba mínum sem var líka í körfuboltanum. Með reynslunni og árunum hef ég svo þróað með mér aðferðir sem virka og skila sér með góðum árangri.“ Síðustu sex árin hefur Pálmar séð um þjálfun 5-9 ára stráka. „Það þarf vissulega að beita annarri nálgun á yngri iðkendur en í grunninn virkar það sama hjá öllum.“

Litlu hlutirnir geta breytt öllu Ein af aðferðunum sem Pálmar beitir er að heilsa öllum fyrir og eftir æfingar og reyna að ná að tala við alla persónulega á hverri æfingu þannig að börnin finna að þau eru mikilvægur hluti af hópnum. „Þetta er lítið og einfalt atriði sem allir geta gert og getur í raun breytt öllu. Með því að heilsa börnunum með nafni, gefa „five“ og brosa verða allir glaðari. Í lok

æfingar sest ég svo við dyrnar og kveð alla og þakka þeim fyrir æfinguna.“ Það eru því litlu hlut-irnir sem skipta máli. Pálmar segir einnig að það skipti miklu máli að hann sé alltaf klæddur í íþróttaföt á æfingum og talar af áhuga um íþróttina sem smitar frá sér.

Virkari foreldrar – ánægðari börnÍ fyrirlestrinum mun Pálmar einnig tala um samskipti sín við foreldra. „Ég legg áherslu á að kynnast foreldrum og kynni þá fyrir hver öðrum. Því meiri stemning sem er meðal for-eldra því meiri stemning verður í starfinu almennt. Ég gef þeim gott yfirlit yfir skipulag vetrarins og reglulega upplýsingagjöf yfir tímabilið,“ segir Pálmar. „Það er auk þess mín reynsla að því virkari sem foreldrarnir eru, því betur njóta börnin sín í íþróttum,“ bætir hann við. Fyrirlestur Pálmars, sem og annarra fyrirlesara, verður aðgengilegur heimasíðu ÍSÍ að ráð-stefnunni lokinni.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Heilsar öllum fyrir og eftir æfingarPálmar Ragnarsson þjálfar 57 hressa körfuboltastráka hjá KR og tekur í spaðann á hverjum og einum fyrir og eftir æfingu. Hann leggur áherslu á að byggja upp jákvætt og skemmtilegt andrúmsloft á æfingum og mun halda fyrirlestur þess efnis í dag, föstudag, á ráðstefnu á vegum ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga sem ber yfirskriftina: Erum við á réttri leið?

Pálmar Ragnarsson fjallar um jákvæða nálgun og félagsstarf í íþróttaþjálfun barna á ráðstefnu á vegum ÍSÍ í dag, föstudag. Hann segir litlu hlutina skipta miklu máli, eins og að heilsa öllum fyrir og eftir æfingu. Ljósmynd/Hari.

30

Vinsælt og gagnlegt námskeið fyrir einstaklinga og pör.• Slökunnarnudd með völdum ilmkjarnaolíum.• Djúp- og þrýstipunktanudd ásamt svæðameðhöndlun. • Farið í ilmolíur og góðar uppskriftir.

Baknuddnámskeið helgina 25 - 26 april n.k. Frá kl. 11.00- 15.00

LÖNGUN Í SÆTINDI NÁNAST HORFIN MEÐ ZUCCARIN !

RÓSA HARÐARDÓTTIR

BLÓÐSYKURINN Í JAFNVÆGI

▶ Ég átti ekki sérstaklega von á því að sjá árangur og kom það mér því á óvart þegar ég fann að ég var orðin orkumeiri og orðin fimm kílóum léttari á einum mánuði.

▶ Ég hef ég sótt meira í sykur og sætindi en áður. Ég var alltaf að narta í eitthvað, til dæmis nammi eða popp á kvöldin. Þess vegna hafa kílóin læðst á mig hægt og rólega.

▶ Ég er ánægð með árangurinn og ætla að halda áfram að taka Zuccarin því mér líður betur en áður og er orkumeiri og léttari.

BERGLIND STOLZENWALD JÓNSDÓTTIR

▶ Ég fann fyrir vanlíðan eftir að hafa borðað sælgæti og kökur, fanntil í skrokknum og fékk höfuðverk.

▶ Zuccarin töflurnar eru aðallega unnar úr laufum af japanska mórberjatrénu. Einnig innihalda þær króm.

▶ Laufin innihalda sérstakt efni sem kallast DNJ en það getur komið í veg fyrir upptökusykurs úr matnum sem við neytum. DNJ getur því haldið blóðsykrinum í jafnvægi og minnkað löngun í sykur. Króm getur hjálpaðtil við að viðhalda eðlilegumefnaskiptum.

▶Taktu eina töflu fyrir hverja máltíð og þú finnur fljótt muninn.

▶ Eftir að ég fór að taka Zuccarin er þetta hins vegar ekkert mál. Ég hef nánast enga löngun í súkkulaði og önnur sætindi og finn að ég er öll kraftmeiri.“

▶ Ég hef gert margar tilraunir til að útiloka sykur úr daglegri fæðu með misgóðum árangri.

www.icecare.is

Endilega skráðu þig í IceCare klúbbinn okkarwww.icecare.is

Viltu vinna 12 mánaða skammt af Bio Kult ?

12 mánaða

Endilega skráðu

klúbbinn okkarwww.icecare.is

Page 41: 17 04 2015

DP COLLAGENISTRE-PLUMP

ÖLDRUNARMERKI HALDAST EKKI LENGUR Á HÚÐINNI

12 ÁRA KOLLAGEN RANNSÓKNIRSJÁANLEGUR ÁRANGUR – ENGIN MÁLAMIÐLUN

DREGUR ÚR HRUKKUM – ÞÉTTARI HÚÐHELENA RUBINSTEIN RANNSÓKNARSTOFURNAR SEM HAFA SÉRHÆFT SIG Í

KOLLAGENI SÍÐUSTU 12 ÁRIN KOMA NÚ MEÐ ENN EINA NÝJUNGINA. KREMLÍNU SEM VINNUR Á HRUKKUM OG ÞÉTTLEIKA HÚÐARINNAR.

HRUKKUR MINNKA OG HÚÐIN VERÐUR ÞÉTTARI OG LJÓMAR AF ÆSKU.

www.helenarubinstein.com

HELENA RUBINSTEINKYNNING 14. TIL 20. APRÍL.

Vissir þú að endurnýjunar og viðgerðarferli húðarinnar nær yfirleitt hámarki milli kl. 23:00 og 04:00 á nóttunni og á þeim tíma er hún móttækilegri fyrir virkum efnum?Yfir daginn er húðin yfirleitt í varnarstöðu en það breytist á nóttunni, þegar hægist á starfsemi líkamans. Einmitt þá, er besti tíminn til að endurheimta æsku húðarinnar, fyrir frumuendurnýjun og aukið viðgerðarferli gegn hrukkum, skemmdum og húðlýtum.Næturkrem eru því ómissandi fyrir úthvílda og unglega húð. Helena Rubinstein býður upp á mismunandi næturkrem fyrir kröfuharðar konur sem leita að kremum sem vinna gegn öldrun húðarinnar svo hún öðlist unglegra yfirbragð.

20% AFSLÁTTUR AF

ÖLLUMHELENA RUBINSTEIN NÆTURKREMUM OG MÖSKURUM

Við mælum með Lash Queen Feline Blacks maskaranum frá Helena Rubinstein sem margar íslenskar konur kalla „Tiger maskarann“. Hann er extra svartur, þéttir og lengir augnhárin á djarfan og tælandi hátt. Helena Rubinstein er frumkvöðull og sérfræðingur í möskurum og kom með fyrsta sjálfvirka maskarann á heimsvísu 1958 og fyrsta vatnshelda maskarann 1939. VERTU VANDLÁT – VARASTU EFTIRLÍKINGAR.

Glæ

sileg

ir kau

pauk

ar að

hætti

HR.

Page 42: 17 04 2015

42 heilsa Helgin 17.-19. apríl 2015

Zuccarin töflurnar eru fæðu-bótarefni sem innihalda engin lyf. Töflurnar henta þeim sem þurfa að draga úr sykur­notkun og minnka hættuna á sykursýki 2.

R ósa Harðardóttir skólasafns-kennari hefur gert margar tilraunir til að útiloka sykur

úr daglegri fæðu sinni með misgóð-um árangri. „Ekkert er eins gott og góður súkkulaðimoli eftir góða mál-tíð en ég hef átt erfitt með að stan-dast sykur og sætindi. Sykurinn er nánast í öllum mat og því er erfitt að halda sig frá honum. Ég hef fundið fyrir vanlíðan eftir að hafa borðað sætindi og kökur, finn til í skrokkn-um og fæ höfuðverk. Oft hef ég fundið fyrir aukinni orku eftir að hafa fengið mér sætindi en verð orkulaus og þreytt fljótlega á eftir.“

Ekki lengur orkulausRósa hefur í gegnum tíðina lagt sig fram við að borða hollan og nær-ingarríkan mat og hreyfa sig dag-lega en sykurlöngunin er alltaf til staðar. „Ég hef talið að mig vanti viljastyrk til að neita mér um sæ-tindi þegar þau eru á boðstólum. Eftir að ég fór að taka Zuccarin er þetta hins vegar ekkert mál. Ég hef nánast enga löngun í súkkulaði og önnur sætindi og finn að ég er öll kraftmeiri.“

Eftir að Rósa Harðardóttir byrjaði að taka Zuccarin töflurnar hvarf nánast öll löngun í sætindi og hún er mun kraftmeiri en áður.

Kostir jógaiðkunar fyrir börn:Jóga kennir krökkum að þekkja líkama sinn. Hinar ýmsu líkamsstöður jóga eru ekki einungis hugsaðar til að styrkja líkamann og liðka, heldur líka til að gera okkur meðvituð um líkamann.

Jóga kennir öndun og slökun.Djúp og regluleg öndun kennir börnum að færa ró yfir líkamann og getur nýst þeim jafn vel og fullorðnum sem tækni til að ná jafnvægi milli líkama og huga.

Jóga kennir okkur að nýta orku líkamans.Ástundun jóga kennir okkur að nýta orku líkamans til að auka einbeitinguna, eitthvað sem nýtist skólabörnum ein-staklega vel.

Jóga kennir okkur að róa hugann. Jóga kennir jafnvel allra mestu orku-boltunum að vera kyrrir og ná jafnvægi, sem hjálpar okkur að hlusta á umhverfið og taka betri ákvarðanir.

Jóga kennir okkur að vinna með líkamanum. Að kunna líkamsstöður jóga hjálpar þeim sem upplifa verki eða þreytu í líkam-anum að takast á við vandann. Það góða við jóga er að það er hægt að stunda það

hvar sem er og hvenær sem er, einn eða með hópi fólks.

Jóga kennir okkur að bera virðingu fyrir líkama okkar.Öll börn ættu að læra að bera virðingu fyrir sínum eigin líkama, sama hvernig hann er gerður. Með aukinni þekkingu á eigin líkama læra börn að bera virðingu fyrir honum og að hugsa betur um hann. Eins og öll góð hreyfing þýðir ástundun jóga líka betri nætursvefn, sem þýðir betri líðan.

Krakkar og jóga er

fullkomin blanda

Vinsældir jóga hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár og æ fleiri staðir eru farnir að bjóða upp á jóga fyrir börn og jafnvel fyrir alla fjölskylduna. Orðið jóga kemur úr sans-krít og þýðir sameining, enda snýst ástundun jóga að miklu leyti um að finna jafnvægi milli líkama og hugar með hjálp líkamsæfinga og önd-unar. Jóga snýst líka um að kanna líkama sinn og takmörk hans, eitthvað sem flestir krakkar hafa mjög gaman af, og að læra að hlusta á líkama sinn og hugarástand, eitthvað sem öll börn hafa gott af.

Blóðsykurinn í jafnvægiZuccarin töflurnar eru aðallega unnar úr laufum af japanska mór-berstrénu. Einnig innihalda þær króm. Laufin innihalda sérstakt efni sem kallast DNJ en það getur komið í veg fyrir upptöku sykurs úr matnum sem við neytum. DNJ getur því haldið blóðsykrinum í jafnvægi og minnkað löngun í sykur. Króm getur hjálpað til við að viðhalda eðli-

legum efnaskiptum. Zuccarin er auð-veld í notkun. Taktu eina töflu fyrir hverja máltíð og þú finnur fljótt mun-inn. Zuccarin er fáanlegt í öllum apó-tekum, heilsuverslunum og heilsu-hillum stórmarkaðanna. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heima-síðu IceCare, www.icecare.is.

Unnið í samstarfi við

Icecare

Löngun í sætindi nánast horfin með Zuccarin

Göngugreining

Pantaðu tíma

í síma 5173900

Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900

Vandamál sem göngugreining Flexor getur

hjálpað til við að leysa eru til dæmis:

• þreytuverkir og pirringur í fótum

• verkir í hnjám

• sársauki eða eymsli í hælum

(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)

• beinhimnubólga

• óþægindi eða verkir í baki

og/eða mjöðmum

• verkir í tábergi og/eða iljum

• hásinavandamál

• óþægindi í ökklum

• þreytu- og álagsverkir

hjá börnum og unglingum

Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.

Verð í tveggja manna herbergi

kr. 98.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli.Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.

Upplýsingar í síma 588 8900

Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kaf�húsa.Næturlíf eins og það gerist best.

RigaLettlandi

Stórfengleg borg

Beint �ug frá Keflavík og Akureyri14.-17. maí

Page 43: 17 04 2015

heilsa 43Helgin 17.-19. apríl 2015

M ikið er fjallað um streitu í okkar samfélagi þessa dagana. Miklar kröfur

eru gerðar á okkur og erfitt er að standa undir þessu öllu saman. En hver er það sem er að gera all-ar þessar kröfur og hver stjórnar áreitinu? Auðvitað vitum við svarið, það er enginn nema við sjálf en það er bara ekki svarið sem við viljum heyra.

Hin lúmska streita er öflug og stjórnar svo miklu um hvernig okk-ur líður og hversu sátt við erum í eigin skinni. Kröf-urnar sem við ger-um til okkar sjálfra eru oft á tíðum mjög ósanngjarnar og óraunhæfar.

Það er ekki alltaf fallegt það sem við segjum við okkur sjálf í hljóði. Ekki myndi okkur detta í hug að segja þetta upphátt við nokk-urn mann. Þá er gott að spyrja sig af hverju leyfum við okkur að segja þetta við okkur sjálf. Einn af þess-um streituvöldum er þessi þrýstingur á okkur að vera mjó. Megrunarhugsanir valda streitu sem heilinn skynjar sem hættuástand og bregst við af mikl-um krafti. Hormónið leptin sem segir okkur hvenær við erum södd minnkar og hormónið grehlin sem gerir okkur svöng eflist til muna. Streitukerfið okkar er í raun mjög öflugt og gert til að bjarga okkur úr lífsháska og frá hungursneyð. Þetta er mjög gagnlegt kerfi þegar það á við. En þegar kemur að megrun þá hefst baráttan.

Hver kannast ekki við það að þegar við ætlum í átak og taka út

ákveðnar fæðutegundir sem okkur líkar þá langar okkur aldrei eins mikið að fá okkur að borða. Við förum að pína okkur og láta á móti okkur, borða sjaldnar og minna, hugsum meira um mat en við gerð-um áður. Er þetta bara spurning um viljastyrk? Nei. Eitt af því sem ger-ist í heilanum á okkur er að streitu-kerfið virkjast til að vinna á móti þessum skorti. Heilinn skynjar bara streitu og bregst við henni án tillits til þess hvað er að valda streitunni. Þegar þetta sterka kerfi er ríkjandi

og við borðum af því að við erum svöng þá hefst sjálfsniður-rifið fyrir alvöru og streitukerfið magn-ast enn meir. Megr-unarstreitan er til staðar.

En hvað er til r á ð a ? H æt t u m í megrun. Ekki f leiri átök, kúrar og skyndilausnir. Borðum reglulega, borðum hollan mat og njótum hans. Setjum inn meira af góðum siðum skref fyrir skref og leyfum ósiðunum

að fjara út án öfga og áreynslu. Vinnum með líkamanum okkar en ekki á móti honum. Finnum okk-ar jafnvægi. Verum sátt við okkur eins og við erum, leyfum okkur að þykja vænt um okkur sjálf. Við get-um síðan sett okkur markmið um breytingar á okkar högum. Stefnum að markmiðum okkar markvisst og örugglega. Ef markmiðið okkar er að léttast náum vi[ svo miklu betri árangri með þessum hætti og okkur líður miklu betur á leiðinni.

Erla Gerður Sveinsdóttir

læknir hjá Heilsuborg.

Megrunarstreita

Konur hugsa betur um heilsuna en karlarSamkvæmt niðurstöðum úr könn-uninni Heilsa og líðan sem fram-kvæmd er af embætti landlæknis má draga þá ályktun að konur hugsi almennt betur um heilsuna en karl-ar. Fleiri konur en karlar borða reglulega morgunmat, konur borða meira af ávöxtum en karlar, karlar borða oftar skyndibita en konur og drekka mun meira af sykruðum gosdrykkjum. Auk þess eru fleiri konur en karlar sem telja sig reyna að borða hollan mat.

Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að íslenskar konur neyti al-mennt hollari fæðu en íslenskir karl-ar. En hver er ástæðan? Eru konur

skynsamari en karlar? Hafa kon-ur betri stjórn á mataræði sínu en karlar? Eða hafa karlar einfaldlega merkilegari hnöppum að hneppa? Þessi munur hefur ekki verið rann-sakaður sem slíkur en könnunin er framkvæmd á fimm ára fresti og fer næst fram árið 2017. Íslenskir karlmenn hafa því tvö ár til að auka heilsuvitund sína og reyna að ná konunum.

100%

80%

60%

40%

20%

0%

Samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan sem framkvæmd er af Embætti

landlæknis á fimm ára fresti telja fleiri konur en karlar sig reyna að borða

hollan mat.18-44 ára 45-66 ára 67-79 ára 18-44 ára 45-66 ára 67-79 ára

64

,6%

85,6

%

72,1

%

88

,7%

80,5

% 89,3

%

69,9

%

85,3

%

73,5

%

90

,7%

83,7

%

89,2

%

2007 2012n Karlarn Konur

Page 44: 17 04 2015

44 heilsa Helgin 17.-19. apríl 2015

V iviscal er heildræn lína fyrir hár og hársvörð og saman-stendur af sjampói, nær-

ingu, serum fyrir hársvörðinn og bætiefnum í töfluformi. Hárvörurnar og bætiefnin stuðla með sameigin-legum hætti að heilbrigðu hári og auknum hárvexti og hafa rannsóknir sýnt allt að 125% aukningu eftir sex mánaða notkun. Hárvörurnar vinna á einstakan hátt og næra hverja hár-rót fyrir sig, sem skilar sér í auknum hárvexti. Bætiefnin virka á hár sem tekið hefur að þynnast. Bætiefnið hentar þó ekki þeim sem hafa of-næmi fyrir fiski eða skelfiski.

Aukinn hárvöxtur og heil-brigðara hárViviscal inniheldur einstaka blöndu próteina úr sjávarfangi sem næra

hárið innan frá. Blandan inniheld-ur einnig fjölda nærandi vítamína, steinefna og jurta fyrir aukinn hár-vöxt og heilbrigt hár. Hárvörurn-ar eru frábær lausn fyrir þá sem hafa skemmt hár eftir mikla efna-meðhöndlun, svo sem við litun eða permanent. Viviscal byggir upp skemmt hár og hafa fjölmargar klínískar rannsóknir sýnt fram á virkni þess. Blandan hefur einnig góð áhrif á neglur og húð.

Stjörnurnar velja ViviscalLeikkonan Gwyneth Paltrow hefur notað bætiefnið til uppbyggingar eftir efnameðhöndlun. „Ég fór í hársléttun með efnameðhöndlun og hárið á mér var algjörlega ónýtt á eftir. Ég byrjaði að taka Viviscal bætiefnið fyrir sex mánuðum síðan

Hárvörurnar frá Viviscal byggja upp hárið og innihalda einstaka blöndu próteina úr sjávarfangi sem næra hárið innan frá.

og munurinn er ótrúlegur!“ sagði leikkonan í Vogue árið 2014.

Hárvörurnar frá Viviscal fást í Apótekinu, Lyfju og Árbæjarapó-teki.

Unnið í samstarfi við

Innland

Heilbrigt hár með Viviscal

Hreyfðu þig hægt eftir fríiðÞeir sem eru með samviskubit yfir sófahangsi páskanna ættu að hætta því. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að afslöppun og samvera við sína nánustu er öllum holl og nauðsynleg. Þá er alls ekki heilsu-samlegt að fá samviskubit yfir því að hafa borðað of mikið súkkul-aði eða þá að hafa hellt of mikilli rjómasósu yfir páskalærið. En ef þig langar að koma blóðinu rólega af stað eftir afslöppun páskafrísins þá eru hér nokkrar leiðir til þess.

Fjöruferð er holl en líka róandi hreyf-ing. Notaðu tækifærið og dýfðu tánum í sjóinn. Fótaböð hafa frá örófi alda verið talin meinholl og ískalt Atlantshafið ætti að koma blóðinu vel af stað.

Ef einhver grasblettur nær að þorna í nágrenni við þig, gakktu þá þangað með teppi og komdu þér vel fyrir.

Farðu í hjólatúr. Ef hjólið er stirt og ryðgað eftir langa vetursetu er fríið fullkominn tími til að koma því í lag.

Það er líka hollt að njóta þess að liggja á sófanum.

Gerðu vorverkin í garðinum.

Farðu út með hundinn. Ef þú átt ekki hund, fáðu þá einn lánaðan.

Farðu út að skokka, helst

í góðum félagsskap.

Hreyfing getur verið góð leið

til að rækta sambandið við

fólkið sitt.

Page 45: 17 04 2015

heilsa 45Helgin 17.-19. apríl 2015

N iðurgangur getur átt sér margs konar orsakir eins og veirusýkingar, mat-

areitranir eða bakteríur sem valda bólgum í ristli og draga tímabundið úr getu hans til að frásoga vatn. Af-leiðingin er niðurgangur og getur haft óþægilegar eða jafnvel hættu-legar afleiðingar ef hann varir í lengri tíma. Lyfjafyrirtækið Alvo-gen býður nú upp á Entroseal; nýja vöru sem tekur á niðurgangi hjá börnum og fullorðnum á náttúru-legan hátt.

Örugg vara – sönnuð virkni„Þetta er ein mest spennandi var-an okkar og klár nýjung á íslenska markaðnum,“ segir Henrik Þórðar-son, lyfjafræðingur hjá Alvogen. Virkni Entroseal er einstök að því leyti að varan hefur ekki bein líf-efnafræðileg áhrif á þarmana held-ur þekur þá með verndandi filmu. „Filman er úr náttúrulegu efni sem nefnist gelatín tannat og virkar ein-göngu staðbundið í meltingarvegin-um án þess að fara í blóðstreymið,“ segir Henrik. Leifar efnisins skolast svo úr líkamanum eftir að það hefur gegnt hlutverki sínu.

Orsökin meðhöndluð svo einkennin hverfiEntroseal tekur á einkennunum með því að meðhöndla orsökina. Varan dregur þannig ekki aðeins úr einkennum niðurgangs heldur flýtir líka fyrir bata. Að sögn Hen-

riks hjálpar varan til við að fjarlægja bakteríur ásamt því að vinna gegn bólgunum sjálfum.

Engar þekktar aukaverkanir„Þetta efni, gelatín tannat, sinnir sínu hlutverki en brotnar síðan niður og skilar sér úr líkamanum án þess að valda neinum aukaverk-unum eins og hægðatregðu, enda hefur varan engin áhrif á þarma-hreyfingar eins og til dæmis lyf við niðurgangi geta haft,” segir Henrik. Virkni Entroseal hefur verið sönn-uð með klínískri rannsókn þar sem sýnt var fram á 60% færri salern-isferðir á aðeins 12 tímum, ásamt auknum þéttleika. Varan flokkast undir lækningatæki og er því hvorki lyf né fæðubótarefni. „Það sem okkur þykir hvað mest spennandi við Entroseal er einföld og sönnuð virkni án aukaverkana og sú stað-reynd að hana megi gefa börnum frá sex mánaða aldri. Allt þetta ger-ir þessa vöru næstum því að hálf-gerðri skyldueign í lyfjaskápnum, sérstaklega hjá barnafólki svo það sé hægt að bregðast strax við nið-urgangi sem barnið fær kannski á nóttunni þegar apótek eru lokuð,“ segir Henrik.

Entroseal fæst í apótekum í duft-formi fyrir börn og í hylkjum fyrir fullorðna. Nánari upplýsingar má nálgast á www.entroseal.com

Unnið í samstarfi við

Alvogen

Entroseal – Fyrsta hjálp

við niðurgangi

Eðlilegt ástandHeilbrigður meltingar-vegur getur frásogað allt að 9-10 lítra af vatni á sólar-hring.

SýkingVið sýkingu bólgna þarmatot-urnar og frásogs-geta þeirra minnkar.

Entroseal hjálparEntroseal ver þarma-vegginn og fjarlægir bakteríur.

Eðlilegt á nýÞarma-toturnar endur-heimta starfs-getuna og leifarnar af Entroseal skolast burt.

Húðlæknar mæla með PampersPampers bleiur hafa fengið sérstaka viðurkenningu frá óháðum samtökum húðlækna, Skin Health Alliance. Pampers bleiur þykja sérstaklega góðar fyrir húð ungbarna, en þær eru nú með nýju og stærra yfirlagi sem dregur bleytu hraðar frá viðkvæmri húð barnsins. Húðin helst þurr og barnið getur sofið ótruflað lengur.

Þess vegna mæla húðlæknar með Pampers.

Page 46: 17 04 2015

hulstur utan um til að verja þær. Hjá Citroën Cactus er þessi vörn einfaldlega innifalin í formi eftir-gefanlegrar plastklæðn-ingar með loftbólum. Já, ég potaði í klæðninguna og já, hún gaf eftir.

Vegna þessarar sér-stöku hönnunar vekur útlit bílsins athygli hvert sem hann fer. Hann fæst í tíu litum, meðal annars er hægt að fá hvítan með brúnni hlífðarklæðningu og rauðan með svartri klæðningu, en víst er að þeir sem ekki eru hrifnir af því að vekja of mikla athygli geta einfaldlega valið litinn á bílnum sem ég reynsluók, dökkgráan með svartri klæðningu. En nóg um útlitið.

Citroën C4 Cactus er í raun stór smábíll. Hann hentar einstaklega vel til innanbæjaraksturs, og vel á bílastæði borgar-innar. Þetta er bíll sem er nægjanlega vel búinn til að ekkert skorti og lætur þar við sitja. Þess vegna er hægt að fá hann allt niður

í tæpar 2,7 milljónir, en mögulegt er að velja um þrjár gerðir af vélum og þrenns konar pakka af staðal-

búnaði. Allir bílarnir eru útbúnir 7 tommu marg-miðlunarsnertiskjá, USB-tengi, aksturstölvu, LED-ljósum í framstuðara og veltistýri.

Ég skal viðurkenna að ég reiknaði ekki með neinum sérstökum akst-urseiginleikum þegar ég settist fyrst upp í bílinn, að teknu tilliti til krafts og verðmiðans, og viður-kenni ég því líka að hann kom mér skemmtilega á óvart. Það var hreint út sagt bara mjög gott að keyra hann og það var ekki laust við að ég sakn-aði hans eilítið þegar ég var búin að skila honum. Þetta er bíll sem stendur undir því sem lofað er og veitir auka skemmtun við aksturinn að aka bíl sem á engan sinn líkan í útliti.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

46 bílar Helgin 17.-19. apríl 2015

ReynsluakstuR CitRoën C4 CaCtus

Þægilegur borgarbíll með rispuvörn

JEPPADEKKJEPPADEKKJEPPADEKK

Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.isKletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is

Citroën C4 Cactus er einfaldur borgarbíll sem hefur þó til að bera allt sem þarf. Sérstaklega er hann hentugur fyrir þá sem hafa stöðugar áhyggjur af því að fá rispur eða litlar dældir á bílinn af innkaupakerrum eða öðrum bílum því hann er búinn sérhannaðri hlífðarklæðningu sem setur sterkan svip á bílinn.

Þ að fyrsta sem grípur augað við Citroën C4 Cactus er hlífðarklæðningin á hliðum,

afturhlera og stuðara. Einhverjir kunna að spyrja sig hvað þetta sé eiginlega, og því er f ljótsvarað: Þetta er sérhönnuð klæðning sem ver bílinn til að mynda fyrir hurðum annarra bíla á þröngum bílastæðum, fyrir innkaupakerrunum á bílastæði Kringlunnar og hvers konar hnjaski. Við fyrstu kynningu á bílnum sagði yfirhönnuðurinn að hugmyndin hefði raun komið frá snjallsímum því margir kaupa slíkar tæknigræj-ur en þurfa síðan að kaupa sérstakt

CitRoën C4 CaCtus

5 dyra

Vél 1,2 VTi

82 hestöfl

Eyðsla 4,6 l/100 km í

blönduðum akstri

Úblástur 107 Co2 g/km

Tog 118 Nm

Lengd 4160 mm

Farangursrými 358 lítrar

Verð frá 2.890.000 kr

Citroën C4 Cactus vekur athygli fyrir útlitið en Citroën er með einkaleyfi á hönnun hlífðarklæðningarinnar á hliðum, afturhlera og stuðara. Þeir djarfari geta valið saman liti þannig að heildarútlitið verði enn meira afgerandi. Myndir/Hari

Mælaborðið er stílhreint og í miðjunni er 7 tommu margmiðlunarskjár.

B ílasala á Evrópumarkaði hef-ur vaxið umtalsvert á milli ára og nemur aukningin um

279.300 bílum á fyrsta ársfjórðungi 2015. Þegar hlutur Opel og enska systurfyrirtækisins Vauxhall er tekinn saman kemur sést að vöxtur þeirra er nokkuð yfir því sem aðrir bílaframleiðendur hafa notið á tíma-bilinu. Aukningin hjá Opel er einnig í samræmi við þá þróun sem átt hef-ur sér stað hjá fyrirtækinu frá árinu 2013 og nemur vöxturinn 5,8% mið-að við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu Bílabúðar

Benna, umboðsaðila Opel. Hér á landi er sömu sögu að

segja, segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs Bíla-búðar Benna. „Frá því að við opn-uðum nýjan Opel sýningarsal í haust hafa fjölmargir lagt leið sína til okkar og reynsluekið nýjum Opel bifreiðum,“ segir hann. „Við frum-sýndum nýjan Opel Corsa á dögun-um og seldist hann upp. Nú er stór sending á leiðinni til landsins og við sjáum bara góðan vöxt fram undan,“ segir hann. Umboðið býður einnig fjölbreytt úrval atvinnubíla frá Opel.

Gott gengi hjá Opel

Opel eykur markaðshlutdeild sína í 11 Evrópulöndum. Sportjeppinn Mokka, sem valinn var 4X4 bíll ársins í Þýskalandi, á stóran þátt í velgengninni.

Page 47: 17 04 2015

Þú færð líka sykurlaust MENTOS tyggjó í pokum, fullum af ferskleika

Page 48: 17 04 2015

48 fjölskyldan Helgin 17.-19. apríl 2015

Nær þúsund myndir frá 43 grunnskólum

Börn Um 120 viðBUrðir á Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í fimmta sinnRatleikur í varðskipinu Óðni, danssýning í Eldborg, spila­stund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hæfileikakeppnin Reykjavík got talent eru meðal þeirra 120 viðburða sem verða á dagskrá Barnamenningarhátíðar Reykja­víkur í ár. Hátíðin verður haldin í fimmta skipti frá þriðjudegin­um 21. apríl til sunnudagsins 26. apríl. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og unglinga í borginni og skapa vett­vang þar sem þau fá bæði kost á að njóta menningar og taka þátt í að ýmiss konar sköpun.

Hátíðin er fyrir börn og ung­linga allt frá tveggja ára til 16 ára. Það eru því fjölbreyttir viðburðir í boði sem höfða til mismunandi hópa á þessu aldursbili. Gæði, f jölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum við­burðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum geta sótt sér að kostnaðarlausu.

Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má nálgast á vefnum Barna­menningarhatid.is. ­ eh

Fjöldi viðburða á Barnamenningarhátíð Reykavíkur verða haldnir í Hörpu, en um 120 viðburðir verða haldnir víðs vegar um borgina á meðan á hátíðinni stendur.

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.iswww.tolvutek.is

SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

30ÞÚSUND AFSLÁTTUR!VERÐ ÁÐUR 199.900

2 DAGATILBOÐ

GTA V FYLGIR MEÐAN

BIRGÐIR ENDAST!

Black edition lúxus fartölva úr úrvals-

deild Acer með Soft-touch metal finish,

17” Full HD IPS skjá, ofur öflugu leikja-skjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.169.900

NITRO

SkólamjólkUrdagUrinn ÚrSlit í teikniSamkeppni grUnnSkólaBarna

Ein af verðlaunateikningunum. Höfundur hennar er Ella Rose T. Patambag í 4. VE í Fellaskóla. Fellaskóli hefur verið sigursæll í keppninni og átt vinningsmyndir mörg ár í röð.

Ú rslit í árlegri teiknisam­keppni fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins

réðust á dögunum en það var menntamálaráðherra og for­maður dómnefndar, Illugi Gunn­arsson, sem tilkynnti úrslitin. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn, sem er í september ár hvert, og var það í fimmtánda skipti sem dagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðið haust. Að sögn Guð­nýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, er markmið keppninnar að vekja athygli á mikilvægi mjólkur og hollustu hennar í daglegu mataræði barna og það hefur sýnt sig að neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum. Það er að undirlagi Mat­vælastofnunar Sameinuðu þjóð­anna sem skólamjólkurdagurinn er haldinn og eru verðlaunateikn­ingarnar notar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna hans í framhaldinu, en slíkt vekur bæði stolt og lukku meðal nemendanna.

Í framhaldi af skólamjólkurdeg­inum hófst teiknisamkeppnin og höfðu nemendurnir góðan tíma til að vinna að myndunum og nutu til þess leiðsagnar frá kennurum sín­um. „Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppn­ina og hugmyndaflug, sköpunar­gáfa og litagleði var ótæmandi hjá börnunum. Alls bárust tæplega eitt þúsund myndir í keppnina frá

43 grunnskólum á landinu svo það var mikið og vandasamt verk sem beið dómnefndarinnar,“ segir Guðný.

Að lokum eru tíu nemendum veittar viðurkenningar fyrir teikn­ingar sínar og fær hver verðlauna­hafi 25.000 krónur sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningshafarnir í teiknisam­keppninni 2014 eru: Arion Aron Veselaj – Fellaskóla, Reykjavík, Ella Rose T. Patambag – Fella­skóla, Reykjavík, Ragnhildur Guðmundsdóttir – Flataskóla, Garðabæ, Anna Nguyen Ngoc Ha

– Fossvogsskóla, Reykjavík, Sindri Sigurðsson – Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit, Auður Dís Krist­jánsdóttir – Húsaskóla, Reykja­vík, Heiða María Hannesdóttir – Lágafellsskóla, Reykjavík, Markús Birgisson – Lindaskóla, Kópavogi, Saule Viktoría Tyscenko – Snæ­landsskóla, Kópavogi og Markús Heiðar Ingason – Víðistaðaskóla við Engidal, Hafnarfirði.

Mjólkursamsalan þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátt­tökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Tíu grunnskólanemendum voru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar. Hver verðlaunahafi fékk 25 þúsund krónur sem renna í bekkjarsjóð viðkomandi.

Fósturforeldrar - fósturbörn

Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri?Barnaverndarstofa leitar að fólki sem er

reiðubúið að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings. Um getur verið að

ræða tímabundið og/eða varanlegt fóstur.

Æskilegt er að fósturheimili séu í eða í námunda við þéttbýli. Ýmis reynsla og menntun, einkum á sviði umönnunar barna, getur komið að góðu gagni.

Nánari upplýsingar eru veittar á Barnaverndarstofu sími: 530 2600

eða netfang: [email protected]. Einnig er hægt að afla sér upplýsinga um umsóknarferli og hlutverk fósturforeldra á

www.bvs.is

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Iana Reykjavík

20% afsláttur af öllum vörum frá Bóboli föstudag og laugardag

Page 49: 17 04 2015

Fersk, lífræn ogljú�eng sojajógúrt

Sojade er sojajógúrt unnið úr lífrænum og óerfðabreyttum sojabaunum. Það er laust

við kólesteról, laktósa og glúten og er sérstaklega próteinríkt. Fæst í verslunum

Hagkaups og Bónus.

- ekkert kólesteról

- enginn laktósi

- ekkert glúten

Page 50: 17 04 2015

Helgin 17.-19. apríl 201550 tíska

S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Nýr litur í þessu frábæra sniðiMjúkir og þægilegir dömuskórÚr leðri, skinnfóðraðir og með mjúkum leppum. Tilvaldir

vinnuskór þar sem það á við, svo sem hótelum, veitin-gastöðum, í �ugvélum og allstaðar þar sem gerðar eru kröfur

um snyrtilegan klæðaburð. Stærðir: 37 - 41

Verð: 16.500.-

Teg Rebecca - fæst í 32-40 D,DD,E,F,FF,G á kr. 11.550,- buxur á kr. 4.890,-

Póstsendum hvert á land sem er

Mjúkir og þægilegir dömuskórÚr leðri, skinnfóðraðir og með mjúkum leppum. Tilvaldir

vinnuskór þar sem það á við, svo sem hótelum, veitingastöðum, í �ugvélum og allstaðar þar sem gerðar eru kröfur

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Við bjóðum gott verð allt

árið.

Kjóll kr 3000

Tökum upp nýjar vörur daglega

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

FLOTT FÖT Í STÆRÐUM 14-28 FYRIR SKVÍSUR Á ÖLLUM ALDRI!

OPIÐ Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9

ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.11-18LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM! Hettupeysa úr íslenskri ull

– endurunnin úr tveimur gömlum íslenskum ullarteppum.

Grár karlmannsjakki – endurunninn úr gráum

hörjakka frá vini Frionu og fóðri.

Útsaumuð hand-taska með

perlum – endur-unnin úr gamalli leðurtösku og perlum úr slitnum hálsfestum.

Útsaumuð peysa – endurunnin úr gamalli peysu

úr Rauða krossinum og perlum úr slitnum hálsfestum sem voru þaktar með ull.

Tíska Fiona Cribben leggur áherslu á endurvinnslu og -nýTingu

Sjálfbær tísku-hönnunSjálfbær tískuhönnun er við-fangsefni írsku listakonunnar Fionu Cribben í útskriftar-verkefni sínu frá Listaháskóla Íslands. Hún nýtir þannig gamlar flíkur og annan efnivið til að búa til nýjan tískufatnað. Fiona leggur áherslu á um-hverfisvernd í hönnun sinni og talar gegn sóun.

Þ etta snýst um tísku sem hefur merkingu, tísku sem tengir fólk saman og tengir

okkur við umhverfi okkar,“ segir írska listakonan Fiona Cribben sem er að útskrifast með meistaragráðu í tískuhönnun frá Listaháskóla Ís-lands. Útskriftarverkefni Fionu ber heitið „Half and Half“ en þar vinnur hún með sjálfbærni og notagildi í tískuhönnun með því að endurvinna og nota náttúruleg íslensk hráefni, sér í lagi íslenska ull.

Fiona er fædd og uppalin í Du-blin á Írlandi. Hún lærði tísku og textílhönnun í The National College of Art and Design í Dublin og út-skrifaðist árið 1999. Þá flutti hún til New York í Bandaríkjunum og síðar til London þar sem hún starf-aði fyrir þekkt tískumerki á borð við Calvin Klein, Diesel og DKNY. Hún kynntist íslenskum kærasta í

hornum og hvaltönnun, en einnig hefur hún verið stundakennari við Listaháskólann.

Fiona fer nýjar leiðir í útskriftar-verkefninu en er þó trú því sem hún hefur verið að vinna við í gegn um tíðina. „Verkefnið ýtir undir félagsleg gæði og vekur athygli á verðmæti hefðbundinna úrgangs-efna með það að markmiði að fólk finni enn meiri tengingu við sanna tísku. Gríðarlegu fjármagni er veitt í fullvinnslu fatnaðar og textíls, til að mynda í vinnuframlagið, orku og vatn. Almennur stuðningur við al-þjóðlega starfsemi og tískusveiflur hefur torveldað sjálfbærni innan tískuiðnaðarins, með tilheyrandi vandamálum tengdum ódýru vinnu-afli og lélegum gæðum. Við þurfum að breyta hugsunarhætti okkar og gildum þegar kemur að tísku og hönnun til að tryggja að sjálfbærni verði viðmiðið,“ segir hún.

Verk Fionu eru til sýnis á útskrift-arsýningu meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni sem opnar laugardag-inn 18. apríl og stendur sýningin til 10. maí. Fjórtán nemendur sýna þar verk sín, átta í hönnun og sex í myndlist. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga og er aðgang-ur ókeypis.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

London og þau ákváðu að flytja til Íslands, allavega tímabundið, en síðan eru liðin mörg ár. Skömmu eftir komuna til Íslands fékk Fiona starf sem tískuhönnuður hjá CCP. Undanfarin ár hefur hún starfað við hönnun fylgihluta, til að mynda skartgripa úr íslenskum hreindýrs-

Fiona Cribben sýnir útskriftarverkefni sitt í tískuhönnun í Gerðar-safni. Ljósmynd/Hari

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-16

Flottar sumarpeysur

Verð 12.900 kr.3 litirStærð XS - 2XL (36 - 52)

Page 51: 17 04 2015

heimkaup.is

Heimkaup.is er stærsta netverslun á Íslandi!

Augljós kostur við að versla við innlendarisavefverslun og vöruhús eins ogHeimkaup.is er að ekkert mál er aðskila eða skipta ef upp koma vandamál.

Ólíkt mörgum netverslunum býðstþér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Pantaðu fyrir kl. 1700 og við sendum fríttheim samdægurs á höfuðborgarsvæðinu – næsta dag víðast hvar á landsbyggðinni. Frítt ef pantað er fyrir 4.000.- eða meira.

Frí heimsendingsamdægurs

Öryggi - Ekkert málað skila eða skipta

Hægt að greiðavið afhendingu

FLOTTAR LÍFRÆNAR

SNYRTIVÖRUR Á FRÁBÆRU VERÐI

TAXFREE

*Tax-Free tilboð jafngildir 19.35% afslætti.

Smáratorgi 3 · 201 Kópavogi · 550 2700

TAX-FREE á snyrtivörum alla helgina!

NÝJA VARAGLOSSINN FRÁ MAX FACTOR X?

VARSTU BÚIN AÐ PRÓFA

TAXFREE

á snyrtivörum alla helgina!

NÝJA VARAGLOSSINN FRÁ MAX FACTOR X?

VARSTU BÚIN AÐ PRÓFA

TTAXTAXTFREEFREEFREEFREE

Page 52: 17 04 2015

52 matur & vín Helgin 17.-19. apríl 2015

Spænsk eggjakakaHanda 4-6 sem forréttur

Til eru ýmsar gerðir af eggjakökum: hin klassíska franska er fölgul, vindilslaga og stundum með einfaldri fyllingu; sú bandaríska er gullinbrúnn hálfmáni með vænni fyllingu og sú ítalska er þykk, nokkuð frauðkennd og hún kláruð inn í ofni.Sú spænska er mjög lík þeirri ítölsku nema hvað að hún er þéttari í sér

og elduð allan tímann á eldavélinni. Venjulega er hún að löguð með pönnusteiktum þunnskornum kartöflum og lauk en ég nýti mér þá staðreynd að oft eru til soðnar kartöflur inn í ísskáp eftir kvöldmáltíð gærkvöldsins. Í raun er hægt að nýta hvað eina úr ísskápnum: afgangs ofnbakað grænmeti, frosnar grænar ertur eða bita af bragðgóðri pylsu – svo fátt eitt sé nefnt.

Innihald1 kíló kaldar soðnar kartöflur, skornar langsum í tvennt og svo í þykkar sneiðar1 stór laukur, flysjaður, skorinn til helminga og sneiddur þunnt4 matskeiðar jómfrúarolía½ teskeið salt¼ teskeið nýmalaður pipar5 stór egg

Leiðbeiningar1. Hitið 2 matskeiðar af jómfrúarolíu við miðlungshita, á pönnu sem er 25 sentímetrar í þvermál og með nokkuð háum kanti. Best er að nota viðloðun-arfría pönnu eða góða steypujárns-pönnu. Blandið saman kartöflum, lauk, ólífuolíu, helmingnum af saltinu og öllum piparnum í stórri skál. Hellið kartöflu-blöndunni á heita pönnuna og eldið hana

undir loki þar til laukurinn er mjúkur í gegn, 10-15 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni til að koma í veg fyrir að hún brenni við.

2. Sláið eggin saman í sömu skál ásamt ¼ teskeið af salti. Blandið kartöflu-blöndunni vel saman við eggin. Hitið 2 matskeiðar af jómfrúarolíu í sömu pönnu á miðlungsháum hita og hellið allri blöndunni á pönnuna. Hristið hana til og hrærið í miðjunni með sleikju á sama tíma þar til barmar eggjakökunnar hafa stífnað, í um hálfa mínútu.

3. Lækkið undir pönnunni og eldið eggja-kökuna við miðlungslágan hita. Setjið lok á pönnuna og hristið hana af og til á meðan eggjakakan eldast. Eftir um 10 mínútur ætti botninn að vera gullinbrúnn og eggin að mestu leyti elduð í gegn.

4. Verið viss um að eggjakakan sé laus í pönnunni og hvolfið henni þá á disk. Rennið henni aftur í pönnuna og eldið hana í um 5 mínútur til viðbótar eða þar til eggin eru elduð í gegn.

5. Færið eggjakökuna yfir á skurðar-bretti og leyfið henni að kólna í um 10 mínútur áður en hún er skorin í geira. Hún er fullkomin heimagerðum rjómaosti og graslauk.

Spænsk eggjakaka af Hinu blómlega búiÞriðja þáttaröðin af hinu Hinu blómlega búi fer í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Sem fyrr er það Árni Ólafur Jónsson sem stjórnar þessum huggulegu matarþáttum. Við fengum Árna til að leggja okkur til uppskrift úr fyrsta þættinum.

Þ essi þáttaröð verður með svipuðu sniði og hinar tvær. Lífið í Árdal gengur sinn

vanagang, matjurtagarðurinn held-ur áfram að gefa af sér og það bæt-ast svo við nokkrar skepnur. Við víkkum aðeins sögusviðið í nokkr-um þáttum og ferðumst út fyrir Borgarfjörðinn en höldum okkur á Vesturlandi,“ segir Árni Ólafur Jónsson matreiðslumaður.

Árni stjórnar hinum skemmtilegu sjónvarpsþáttum Hið blómlega bú á Stöð 2 en þriðja þáttaröðin fer í loft-ið á sunnudagskvöld klukkan 19.45.

Í þáttunum er fylgst með Árna við leik og störf í Árdal í Borgarfirði. Þar kom hann sér fyrir eftir að hafa starfað sem matreiðslumaður í New York og í þáttunum reynir hann að nýta sér það sem landið og sveitin hefur upp á að bjóða. Fyrsta þátta-röðin fór í loftið sumarið 2013 og vakti mikla lukku. Henni var svo fylgt eftir með annarri þáttaröð þá um veturinn þar sem Árni einbeitti sér að vetrar-verkunum í sveitinni. Þessi þriðja þáttaröð var tekin upp síðasta sumar og hefur Árni og sam-starfsfólk hans einbeitt sér að eftir-vinnslu þáttanna í vetur.

Hvað verður til umfjöllunar í

fyrsta þætti?„Í fyrsta þættinum tökum við

meðal annars fyrir kúamjólk, hænuegg og hinn algenga túnfífil. Ég laga heimagerðan rjómaost, geri spænska eggjaköku og bý til fíflasal-at,“ segir Árni sem féllst á að færa lesendum brakandi ferska uppskrift úr fyrsta þættinum.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Hágæða postulín- með innblæstri frá náttúrunni

Verið velkomin í verslun RV og

sjáið úrval af glæsilegum

hágæða borðbúnaði

Árni Ólafur Jónsson snýr aftur á Stöð 2 með þriðju þáttaröðina af Hinu blómlega búi um helgina. Í þáttaröðinni víkkar hann út sögusviðið og fer út fyrir Borgarfjörðinn til að leita fanga.

S ex bjórar frá hinu kynngi-magnaða brugghúsi Three Floyds verða í boði á krana

á barnum Mikkeller & Friends við Hverfisgötu í dag, föstudag. Tilefnið er opnun Warpigs bruggpöbbsins í Kaupmannahöfn á dögunum. Sá bar er samstarfsverkefni hins danska Mikkeller og Three Floyds í Muns-ter í Indiana.

Three Floyds hefur um árabil verið eitt virtasta brugghús Banda-ríkjanna, sér í lagi í hinum sístækk-andi heimi handverksbjóra. Hefur Three Floyds verið talið eitt af fimm bestu brugghúsum heims síðasta áratuginn á Ratebeer.com. Afar erf-itt er að nálgast bjórinn utan Illinois og Indiana.

Three Floyds var stofnað árið 1996 af Nick Floyd. Hann fékk föður sinn og bróður með í slaginn og þaðan er nafnið komið. Floyd hefur tekist að brugga bragðmikla bjóra frá upphafi. Flestir bjórarn-ir eru með einhverskonar tilvísun í heimsendi og flöskurnar skarta skrautlegum miðum. Einu sinni á ári brugga þeir sótsvartan Imperial Stout, Dark Lord, sem nýtur gríðar-legra vinsælda. Frægasti bjórinn er þó sennilega Zombie Dust sem er

besti Pale Ale í heimi, samkvæmt Ratebeer.com og BeerAdvocate.com. Zombie Dust verður einmitt í boði á Mikkeller-barnum í dag. Auk þess verður hægt að smakka á Alpha King sem einnig er Pale Ale, Gumballhead sem er humlaður hveitibjór, Anicca sem er IPA-bjór sem framleiddur er í samstarfi við Half Acre, Blot Out The Sun sem er Imperial Stout og Permanent Fune-ral sem er tvöfaldur IPA. Auk þess verður takmarkað magn af bjór á flöskum.

Mikkeller & Friends verður opn-aður klukkan 14 í dag, föstudag.

Bjór Góðir GeStir á Mikkeller & FriendS

Sex gæðabjórar frá Three Floyds á krana

Andrew og Kyle eru yfirkokkur og yfirbruggari á Warpigs í Kaupmanna-höfn. Þeir eru vel stemmdir fyrir Three Floyds-veisluna á Mikkeller-barnum við Hverfisgötu í dag, föstudag.

Page 53: 17 04 2015
Page 54: 17 04 2015

Elín skorar á Sóleyju Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna. ?

? 5 stig

9 stig

Elín Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.

1. Hafnarfirði. 2. 56 ára.

3. Pass.

4. Pass.

5. 600.

6. Pass.

7. Pass.

8. Ísrael.

9. Karl Marx.

10. Ísafjörð.

11. Fjón. 12. Fréttanetið. 13. 4. maí.

14. Pass.

15. Rakel Þorbergsdóttir.

1. Hafnarfirði. 2. 58 ára.

3. BGM.

4. Yammoussoukro. 5. 510.

6. John Carver. 7. Vigdís Grímsdóttir.

8. Palestínu.

9. Zeppo. 10. Dýrafjörð. 11. Fjón. 12. Pass.

13. 4. maí.

14. Himinn og jörð. 15. Rakel Þorbergsdóttir.

Tómas Harðarson nemi.

54 heilabrot Helgin 17.-19. apríl 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

STYRKJAST FLANDUR ÚRKOMARÓA

AÐÍLÁT TRAÐK

ATHYGLI

STYRKUR

AFGANGAR

SAMSTÆÐA

GUMSMISSA

SITJANDI

FERMARÓMVERSK

TALA

ÓREIÐA

GARGA

Á NÝ

URGA

SAMTÖK

HRUN

SKRAUT-STEINN

SAUÐA-GARNIR

ÁVÖXTUR

ÍSHROÐI

BÖLVAN-LEGA

TÍMA-MÆLIR

STRÍÐNI

FASTA STÆRÐFORÐAST

BIFHJÓL

TEGUNDIM FYRIRTAK

ÝKJUR

NABBI

LEYSIR

HLJÓÐVARKÁRNI

SKRAUT

PÁLMA-LILJA

BAÐA

LÍTIÐ

TVEIR EINS

RIST

GETA

ÓVILD

SÆGUR

AFKVÆMI

FRIÐUR

KOMAST

ÞEI

VEGUR

KVK. SPENDÝR

JURT

GEIGUR

MASA

ÞÓFI

LYKTA

SKILABOÐ

ÁN

HYGGJA

DRYKKUR

KLÆÐ-LEYSIS LANDSTAL

VAXA

NÆSTUM

KVK NAFN

SKJÖNMÁLMUR

MÁL

LAMPI

BERGMÁLA

SPARSÖM

HLAUP

BAKKI

HÓFDÝR

ÞREKVIRKI

STRIT

HLÓÐIR

SKART-GRIPUR

MÍGA

Í RÖÐ

GOLF ÁHALD

MERGÐFOLD

VIÐUR-EIGN

SANN-FÆRINGARRÓL

MAMMASKRIFAÐUR

FRÆ

237

9

5 9 8

8 6 1 7

4 1

7 5 6 3

2 9 8 6

5 2 4

1 4 8

9 6

4 5 3 8

8

9 3 4

9 3 1 2

6 5

5 6 9 3

7 4

6 2 8

6 9

Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni og óbornum mun boðað réttlæti hans.

www.versdagsins.is

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

MÆLI-EINING

INNI-LEIKUR F MAK ELDSNEYTI MÁLMUR SÓUN AF-

HENDING

GRAF-HELLIR

ÓVILD K A T A K O M B AK A L ANDA

KVIÐUR S Á L A R FREKKJA R Ú

FRÁ-DRÁTTUR

AFKVÆMI M Í N U SA Ð A L

FLAT-ORMUR

TRAUST A G Ð AMÁLM-HÚÐA

PILLU TSTRIT

LISTA-MAÐUR A T HOLA

MÆTTU G A TMJÖG

ENDUR-NÝJA A L L

VIÐMÓT

HÁSTÉTT

TVEIR EINS

M

S T I K A HÁLOFT

SLÆPAST H I M I N N HLJÓÐ-FÆRI KISUSTAUR

P Ö N K Í RÖÐ

SKÓLI H I MÁLMUR

FRESTA B L Ý KLAFI

ÞEFJA O KRÆFLA-ROKK

VERA TIL

I F A ÁLITS

KASTA M A T S BIK T J A R ALL L SKORTA

NÁÐIR V A N T A VITLAUST

VÍSAÐ R A N G TTVEIR EINS

A U K AINN-

KIRTILL

RANNSAKA G U L B Ú KANN

EGGJA G E TAFL

VAFI O R K A DRYKKUR

FÆÐU T E MASA

MÁLMUR M A L AD E M P A BRASKA

NÆGILEGA M A N G A KARL-MAÐUR UMHIRÐA RDRAGA ÚR

A F S A N N A MÁLI

GLYRNA T U N G U NÆRÐARHREKJA

SÝKING

M I T TÓNN

FLEY N Ó T A SPIL

TÆKIFÆRI L A U M ASM GREIN

STARFS-GREIN

FEIKN F A G Á KIND

LÆRLINGUR U L L GRÚS

VARKÁRNI M Ö LT Á G A NÝJA

KEYRA U N G ALOFT-

STRAUM

BÓKSTAFUR V I N DRÓTAR-TAUGA

A L L R A TÚNA

TÍMABIL E N G J A ÁTT

Í RÖÐ N AMEST

ÚTMÁ

F M Á ÓHREINKA K Á M A SLANGA O R M U RAL A S T A R I GOÐ Ó Ð I N NBAKTALARI

BÆTA VIÐ

236

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Hafnarfirði. 2. 67 ára. 3. BFG. 4. Yammoussoukro. 5. 611. 6. John Carver. 7. Þórberg Þórðarson. 8. Ísraelar og

Palestínumenn gera báðir tilkall til höfuðborgarinnar. 9. Zeppo. 10. Dýrafjörð. 11. Fjón. 12. Fréttanetið. 13. 3.

maí. 14. Himinn og jörð. 15. Rakel Þorbergsdóttir.

1. Hvar á landinu er bæjarhátíðin Bjartir dagar?

2. Hvað er Hillary Clinton gömul?

3. Hvað heitir kvikmynd Steven Spielberg, sem Ólafur Darri fékk hlutverk í?

4. Hvað heitir höfuðborg Fílabeins-strandarinnar?

5. Hvert er póstnúmerið í Grímsey?

6. Hvað heitir stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni?

7. Eftir hvern er Rökkuróperan?

8. Í hvaða landi er borgin Betlehem?

9. Hver af Marx bræðrunum lifði lengst?

10. Við hvaða fjörð stendur Þingeyri?

11. Hver er næst stærst af dönsku eyj-unum?

12. Hvað heitir nýr vefmiðill Ellýjar Ár-manns?

13. Hvaða dag hefst keppni í Pepsi deild karla í ár?

14. Hvað nefnist safndiskurinn sem kom út af tilefni 70 ára afmælis Gunnars Þórðarsonar?

15. Hver er fréttastjóri RÚV?

Spurningakeppni kynjanna

svör

Page 55: 17 04 2015

Salatið okkar er eitthvað ofan á brauð.

Ferskt á hverjum degi

565 6000 / somi.is

Áratuga reynsla af samlokugerð skilar sér til þín í ferskara og ljúffengara salati. Þú getur treyst á ferskt og vel útilátið gæðahráefni sem breytir venjulegri brauðsneið í veislu.

Page 56: 17 04 2015

Föstudagur 17. apríl Laugardagur 18. apríl Sunnudagur

56 sjónvarp Helgin 17.-19. apríl 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20:15 The Voice (15/16:28) Dómarar Christina Aguilera, Pharell Williams, Blake Shelton og Adam Levine.

19:50 Spurningabomban (11/11) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum þætti þar sem hann egnir saman tveimur liðum.

RÚV17.05 Vinabær Danna tígurs (11:40) 17.20 Táknmálsfréttir17.30 Íslandsmótið í hópfimleikum 2015 b.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.40 Hraðfréttir20.05 Útsvar (Rvk - Seltjarnarn.) b.21.20 Dýragarðurinn okkar (6:6) (Our Zoo) Bresk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna um Georg Mottershead, ungan eldhuga á fjórða áratug síðustu aldar, sem dreymdi um að opna dýragarð. 22.15 Barnaby ræður gátuna Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við morðgátur í ensku þorpi. 23.45 Indiana Jones og dóms-dagsmusterið Fornminjafræð-ingurinn Indiana Jones bregður sér til Indlands og lætur til sín taka í þorpi þar sem börn hafa horfið með dularfullum hætti. Garpurinn vaski reynir að hafa uppi á helgum steini sem hefur verið stolið og bjarga börnunum. Ævintýramynd frá 1984. Leik-stjóri er Steven Spielberg og í helstu hlutverkum eru Harrison Ford, Kate Capshaw, Amrish Puri og Roshan Seth. e.01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist14:35 Cheers (15:26)15:00 Royal Pains (1:13)15:45 Once Upon a Time (5:22)16:30 Beauty and the Beast (19:22)17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (19:22)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show19:10 The Talk19:50 Parks & Recreation (12:22)20:15 The Voice (15/16:28)22:30 Fleming (4:4)23:15 Pusher00:45 The Affair (1:10)01:35 Law & Order: SVU (2:24)02:20 Necessary Roughness (7:10)03:05 Fleming (4:4)03:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:30/ 16:15 Spider-Man 312:50/ 18:35 To Rome With Love14:40/20:25 Austin Powers. The Spy ...22:00/ 03:00 Pompeii Á23:45 Closer01:30 Bullet to the Head

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 The Middle (5/24) 08:30 Glee 5 (5/20) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (147/175) 10:15 Last Man Standing (7/22) 10:40 Heimsókn (9/27) 11:00 Grand Designs (10/12) 11:50 Jamie Oliver’s Food Revolution12:35 Nágrannar13:00 Here Comes the Boom14:40 The Amazing Race (3/12) 15:25 Batman: The Brave and the bold 15:45 Kalli kanína og félagar16:10 Super Fun Night (7/17) 16:35 Family Tools (4/10) 16:55 A to Z (8/13) 17:20 Bold and the Beautiful17:40 Nágrannar18:05 Simpson-fjölskyldan18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag. 19:25 The Simpsons19:50 Spurningabomban (11/11) 20:40 NCIS: New Orleans (18/23) 23:35 Beautiful Boy 01:15 Bad Teacher02:45 Red Lights04:35 Spurningabomban (11/11) 05:20 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

14:15 Juventus - Mónakó15:50 Meistaradeildin - Meistaramörk16:20 Spænsku mörkin 14/1516:50 Þýsku mörkin17:20 Wolfsburg - Napolí19:00 La Liga Report19:30 Meistaradeild Evrópu 20:00 FA Cup - Preview Show 2015 20:30 Evrópudeildarmörkin21:20 Sevilla - Zenit23:00 Njarðvík - KR00:30 Tindastóll - Haukar02:05 FA Cup - Preview Show 2015

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

14:10 WBA - Leicester16:00 QPR - Chelsea17:45 Premier League Review18:40 Norwich - Middlesb. Beint20:40 Match Pack21:10/ 23:50 Messan21:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun22:10 Norwich - Middlesbrough00:20 Premier League World 2014/ 00:50 Enska úrvalsdeildin - upphitun

SkjárSport 11:35 B. München - Eintr. Frankfurt13:25 Hamburger - Wolfsburg15:15 Köln - Hoffenheim17:55/22:15 Bundesliga Preview Show18:25 Eintr. Frankf. - B.Mönchengladb.20:25 Stuttgart - Werder Bremen22:45 Eintr. Frankf. - B.Mönchengladb.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 12:00 Bold and the Beautiful13:45 Ísland Got Talent (11/11) 15:50 Spurningabomban (11/11) 16:40 Sælkeraheimsreisa um Rvk17:05 Íslenski listinn 17:35 Sjáðu (387/400)18:00 Latibær 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (36/50) 19:10 Lottó 19:15 Stelpurnar (5/12) 19:35 Fókus (9/12)20:00 Ocean’s Eleven21:55 Joe Nicolas Cage leikur Joe Ransom sem á vafasama fortíð að baki. Þegar Joe vingast við hinn 15 ára Gary sem býr við ömurlegar heimilisaðstæður ákveður hann að ganga í málið og vernda drenginn. Þrátt fyrir viðvaranir frá vinum ákveður hann að hjálpa Gary þó það eigi eftir að kosta hann sjálfan frelsið.23:55 The Wolf of Wall Street02:55 Deadgirl04:35 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Evrópudeildarmörkin09:45 PSG - Barcelona11:25 Meistaradeild Evrópu 11:55 Barein - Æfing 3 Beint13:00 FA Cup - Preview Show 2015 13:30 La Liga Report13:55 Barcelona - Valencia Beint16:10 Reading - Arsenal Beint18:25 Barein19:50 Porto - Bayern Munchen21:30 Reading - Arsenal23:10 UFC Now 201500:00 UFC: Jones vs. Cormier Beint02:00 Real Madrid - Malaga

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:15 Man. Utd. - Man. City09:00 Norwich - Middlesbrough10:40 Match Pack11:10 Enska úrvalsdeildin - upphitun11:40 Messan12:10 Liverpool - Newcastle13:50 Leicester - Swansea Beint16:00 Markasyrpa16:20 Chelsea - Man. Utd. Beint18:30 Stoke - Southampton20:10 Everton - Burnley 21:50 Crystal Palace - WBA23:30 Leicester - Swansea01:10 Chelsea - Man. Utd.

SkjárSport 11:05 Eintr. Frankf. - B.Mönchengladb.12:55 Bundesliga Preview Show (12:17)13:25/18:25 Hoffenheim - B. München16:25/20:15 Augsburg - Stuttgart

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (2:500)10.25 Bækur og staðir e.10.30 Alla leið (1:5) e.11.35 Erfðarbreytt matvæli e.12.20 Gyðingar og múslimar e.13.15 Matador (5:24) e.14.15 Kiljan e.14.55 Útúrdúr (7:10) e.15.50 Jerúsalem á diskinn e.16.50 Melissa og Joey e.17.10 Táknmálsfréttir17.20 Kalli og Lóla (11:26)17.32 Sebbi (22:40) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (23:52) 17.49 Tillý og vinir (13:52) 18.00 Stundin okkar (2:28) e.18.25 Kökugerð í konungsríkinu 19.00 Fréttir19.20 Íþróttir19.35 Veðurfréttir19.40 Landinn 20.10 Öldin hennar (16:52) 20.15 Þú ert hér (Katrín Jakobsd.) 20.40 Sjónvarpsleikhúsið – Að eilífu Chloe og amma hennar fara til Reykjavíkur eftir að þeim berst til-kynning um að lík hafi fundist vel varðveitt á íslenskum jökli.21.05 Heiðvirða konan (8:9) 22.00 Kleópatra (Cleopatra) Söguleg stórmynd sem vann til fernra Óskarsverðlauna árið 1964. Myndin lýsir sorgum og sigrum egypsku drottningarinnar Kleópötru. 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist13:00 Dr. Phil14:20 Cheers (17:26)14:45 The Biggest Loser (1/2:27)16:25 Royal Pains (12:16)17:15 My Kitchen Rules (1:10)18:00 Parks & Recreation (12:22)18:25 The Office (4:27)18:50 Top Gear (4:7)19:45 Gordon Ramsay Ultimate Home Cooking (5:20)20:15 Scorpion (14:22)21:00 Law & Order (11:23)21:45 Allegiance (9:13)22:30 The Walking Dead (15:16)23:20 Hawaii Five-0 (19:25)00:05 CSI: Cyber (4:13)00:50 Law & Order (11:23)01:35 Allegiance (9:13)02:20 The Walking Dead (15:16)03:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:20/ 15:40 10 Years11:00/17:20 Thunderstruck12:35/18:55 Cheerful Weather for the14:10/ 20:30 Of Two Minds22:00/ 04:30 The Da Vinci Code00:50 Lawless02:45 Killer Joe

19.45 Handboltalið Íslands (18:18) Úrslitin um bestu handboltalið Íslands í karla- og kvennaflokki ráðast í beinni útsendingu.

22:05 Faster Spennumynd með Dwayne Johnson og Billy Bob Thornton. Leik-stjóri er George Tillman Jr. Stranglega bönnuð börnum.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.30 Skólahreysti (5:6) e.11.00 Djöflaeyjan e.11.30 Landinn e.12.00 Melissa og Joey12.20 Kvöldstund með Jools Holland13.20 Landsmót UMFÍ 50+ e.13.50 Íslandsmótið í áhaldafiml. e.14.15 Sterkasti maður Íslands e.15.05 Ástin grípur unglinginn (10:12) 15.50 Úrslit kk í handb. (ÍR-Afture.) 17.20 Franklín og vinir hans (14:52)17.42 Unnar og vinur (15:26)18.15 Vinur í raun (1:6) e.18.35 Hraðfréttir e.18.54 Lottó19.00 Fréttir19.20 Íþróttir 19.35 Veðurfréttir19.45 Handboltalið Íslands (18:18)21.50 Hrói höttur (Robin Hood) Sögusviðið er England á 14. öld. Russel Crowe leikur hinn réttsýna Hróa hött sem ásamt félögum sínum ræðst á spillingu og valdníðslu hvar sem þurfa þykir. Önnur hlutverk: Cate Blanchett og Matthew Macfa-dyen. Leikstjóri: Ridley Scott. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.00.10 Allt um Steve Gamanmynd með Söndru Bullock í aðalhlut-verki. Mary er málglaður kross-gátuhöfundur sem er staðráðin í að sannfæra myndatökumann um að þeim sé ætlað að vera saman. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e.01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:15 The Talk12:35 Dr. Phil14:35 Cheers (16:26)15:00 Psych (1:16)15:45 Royal Pains (11:16)16:30 Scorpion (13:22)17:15 The Voice (15/16:28)18:45 The Voice (16:28)19:30 Red Band Society (6:13)20:15 Sylvia22:05 Faster23:40 Unforgettable (12:13)00:25 CSI (2:22)01:10 Law & Order: UK (2:8)02:00 Faster03:35 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:50/15:25 Men in Black 310:35/ 17:10 Night at the Museum12:20/ 18:55 Robot and Frank13:50 20:25 The Rebound22:00/ 03:35 Anchorman 200:00 Bless Me, Ultima01:45 Special Forces

20:15 Britain’s Got Talent (1/18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar í keppninni eru S. Cowell, D. Walliams .o.fl.

22.00 Kleópatra Stór-mynd sem vann fjögur Óskarsverðlaun. Myndin lýsir sorgum og sigrum egypsku drottningarinnar Kleópötru.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtunHEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

29.900,-18.300,-Verð:

Verð:

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

BÍLGEISLASPILARI PIDEH-1700UB4X50 W MOSFET magnari. - Útvarp með 24 stöðva minni. - Spilar MP3, WMA, WAV, FLAC, CD-R/RW. AUX og USB tengi á framhlið.

BÍLGEISLASPILARI PIDEH-4700BT4X50 W MOSFET D4Q magnari. Útvarp með 24 stöðva minni.AUX og USB*. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna.Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW, RCA Pre-OutHleður og spilar Apple og Android í gegnum USB (snúra fylgir ekki)Bluetooth tenging (mic fylgir). Hægt að nota fjarstýringu (fylgir ekki)MIXTRAX EZ, 5-Band Graphic Equaliser, Siri Eyes Free

Page 57: 17 04 2015

Ég sogast alltaf inn í sjónvarpsheiminn þegar myndefni frá heimstyrjöldinni seinni, eða númer tvö eins og allir aðrir en Íslendingar kalla þessa klikkuðu tíma, rúllar yfir skjáinn.

Á RÚV á miðvikudaginn var sýndur þáttur, Helförin með augum Hitchcock. Þáttur um gerð heimildarmyndar sem setti ljós á stríðsglæpina sem Þjóðverjar frömdu í útrýmingarbúðunum og frelsun eftirlifenda. Þessi heimildarmynd var hins vegar aldrei kláruð. Aðallega vegna þess að stríðinu lauk rétt í þann mund sem leggja átti lokahönd á verkið og þá þóttu Bandamönnum, og þá Bretum sérstaklega, óþægilegt og óþarfi að núa Þjóðverjum upp úr fortíðinni og vildu einbeita sér að uppbyggingu. Því varð úr að öllu

sem tengdist þessari mynd var pakkað vandlega niður í kassa og sett í geymslu. Áratugum seinna fundust svo filmurnar og nákvæm handrit um hvernig planið var að klára myndina.

Þátturinn var ljómandi enda myndefnið þannig að það var ein-faldlega ekki hægt annað en að sökkva inn í þessa klikkun sem útrýmingarbúðirnar voru. En alltaf þegar ég sé meðferð Þjóðverjanna á gyðingunum get ég ekki annað en hugsað til þeirra í dag. Hvernig taflið hefur snúist við. Því nú eru það gyðing-arnir sem pína Palestínumenn að gaddavírsgirð-

ingum og reisa múra á landi sem tekið var ófrjálsri hendi. Það er í raun alveg með ólíkindum að þeir sjái þetta ekki sjálfir, gyðingarnir.

Kannski þarf önnur sextíu ár til þess. Því alveg eins og Þjóðverj-arnir sem bjuggu í nágrenni við útrýmingar-og fangabúðirnar – og nýttu jafnvel margir sem ódýrt vinnuafl, sögðu lítið og gerðu

minna. Horfum við hin nú þegjandi á ofbeldið. Við getum þó því miður ekki skýlt okkur bak við það að heimildarmyndinni hafi verið pakkað ofan í kassa. Hún er nefnilega í beinni.

Haraldur Jónasson

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar13:45 Krækiberjablús14:40 Fókus (9/12)15:10 Margra barna mæður (7/7) 15:40 Matargleði Evu (5/12) 16:05 ET Weekend (31/53) 16:50 60 mínútur (28/53) 17:35 Eyjan (30/35) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (86/100) 19:10 Sjálfstætt fólk (22/25) 19:45 Hið blómlega bú 3 (1/8) Á20:15 Britain’s Got Talent (1/18) 21:20 Mad Men (9/14) 22:10 Better Call Saul (5/10) 23:00 60 mínútur (29/53) 23:45 Eyjan (30/35) 00:30 Brestir (3/5) Önnur þáttarröð þessa fréttaskýringa-þáttar sem rýnir í bresti sam-félagsins. Forvitnir þáttastjórn-endur gægjast undir yfirborðið og fylgjast með því sem fram fer fyrir luktum dyrum. 01:00 Game Of Thrones (2/10) 01:55 Vice (5/14)02:25 Daily Show: Global Edition02:50 Transparent (10/10) 03:15 Backstrom (5/13) 04:00 One Fine Day05:45 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Barein09:25 Barcelona - Valencia11:10 Real Madrid - Malaga12:55 Centers of the Universe13:20 FA Cup - Preview Show 2015 13:50 Aston Villa - Liverpool Beint16:00 Reading - Arsenal 17:40 Evrópudeildarmörkin18:30 Meistaradeild Evrópu 19:00 Moto GP - Ástralía Beint20:00 Formúla 1 2015 - Barein Beint22:20 Aston Villa - Liverpool00:00 Haukar - Keflavík

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:30 Premier League World 2014/ 09:00 Crystal Palace - WBA10:40 Leicester - Swansea12:20 Man. City - West Ham Beint14:50 Newcastle - Tottenham Beint17:00 Man. City - West Ham18:40 Newcastle - Tottenham20:20 Chelsea - Man. Utd. 22:00 Stoke - Southampton23:40 Everton - Burnley

SkjárSport 09:15 Augsburg - Stuttgart11:05/21:05 Hoffenheim - B. München12:55 Bundesliga Preview Show13:25/17:25 W. Bremen - Hamburger15:25/19:15 Wolfsburg - Schalke

19. apríl

sjónvarp 57Helgin 17.-19. apríl 2015

Í sjónvarpinu Helförin á rÚv

Hvað á að gera við gyðingana?

Mánudagur 17. ágúst 2015

Eldborgarsal HörpuMiðasala hefst á morgun kl 10:00Harpa.is - midi.is og í síma 528 50 50

Patti Smith ásamt hljómsveitflytja Horses

Horses 1975-2015Tónleikur kynnir

Page 58: 17 04 2015

Frá tónleikum Hreims og hálfvita í Ýdölum um síðustu helgi.

Tónleikar 40 ára afmæli karlakórs

Hreimur og hálfvitarKarlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsýslu fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli og af því tilefni hafa kór-félagar tekið höndum saman með gleðisveitinni Ljótu hálfvitunum, sem ættaðir eru úr sömu sveit, að mikl-um meirihluta. Um síðustu helgi héldu þeir tónleika í félagsheimilinu Ýdölum í heimabyggðinni og þurftu margir frá að hverfa, slík var aðsóknin. Um helgina ætlar hópurinn að endurtaka leikinn í Reykjavík, í Há-skólabíói á laugardaginn. Karlakórinn Hreimur byrjaði sem bændakór en hefur í gegnum árin þróast og er í dag skipaður mönnum á öllum aldri sem koma frá ýmsum starfstéttum og koma menn keyrandi allt að 80 km leið á æfingar.

Ljótu hálfvitana þarf vart að kynna en þeir eru þekkt-astir fyrir líflega og skemmtilega sviðsframkomu og tónleikar þeirra þykja hin besta skemmtun. Á efnis-

skrá tónleikanna verða alkunn karlakórslög í bland við lög þeirra Hálfvita og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stjórnandi Hreims er Steinþór Þráinsson, undirleik-ari er Steinunn Halldórsdóttir og einsöngvari Ásgeir Böðvarsson. Hálfvitarnir verða þeir sömu og venjulega. Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 15. Miða-sala er á www.midi.is og í afgreiðslu Háskólabíós. -hf

kórsöngur 140 syngjandi konur á sumardaginn fyrsTa

Kvenorka og ham-ingjusprengja í HörpuAf tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna munu mæðginin Margrét Pálmadóttir og Maríus Her-mann Sverrisson stjórna 140 syngjandi konum í Hörpu á Sumardaginn fyrsta. Á efnisskránni eru klassísk lög sem ömmur okkar allra elskuðu en sem munu fá nýja vídd í flutningi kvennanna. Auk kóranna, sem allir æfa í Sönghúsinu Domus Vox, munu Diddú og Maríus syngja einsöng.

s ýnilegar konur í listum eru það fallegasta sem ég veit,“ segir Margrét Pálmadóttir,

kórstýra með meira, en á sumar-daginn fyrsta, næstkomadi fimmtu-dag, munu 140 konur fagna 100 ára kosningaafmæli kvenna með söng og almennri gleði í Norður-ljósasal Hörpu. Það eru kvennakór-arnir Aurora, Cantabile, Hrynjandi og Vox feminae sem standa fyrir viðburðinum en kórarnir æfa allir í Sönghúsinu Domus Vox undir stjórn mæðginanna Margrétar Pálmadóttur og Maríusar Sverris-sonar, einsöngvara og kórstjóra.

„Það eru allskonar konur í þessum kórum, á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Allar þessar konur koma á æfingar úr ólíku umhverfi en ná samt að sam-einast í söngnum. Hjúkrunarkona mætir á æfingar í heilan vetur og stígur svo á eitt fínasta tónleikasvið Evrópu á sumardaginn fyrsta til að fagna kosningarétti kvenna. Það er bara eitthvað virkilega fallegt við það og það gerir mig ofboðslega stolta,“ segir Margrét.

Hljóðfærið kvennakór„Þetta verður þreföld hamingja. Í fyrsta lagi erum við að fagna því

hvað konur á Íslandi eru miklir frumkvöðlar og fyrirmyndir, hvort sem það er í listum eða pólitík. Og hundrað ára kosningaafmæli er nú ekkert lítið tilefni. En í öðru lagi erum við að halda upp á söngperlur þjóðarinnar,“ segir Margrét en efnisskráin er vafningur þekktra ljóða og tónverka sem fylgt hafa þjóðinni í áratugi. „Með þessari efnisskrá langar okkur að sýna hljóðfærið kvennakór. Lögin eru ekki endilega um konur eða eftir konur, heldur eru þetta íslenskar söngperlur sem nú hafa verið umritaðar fyrir kvennakóra. Sam-hljómur kvenradda gefur þessum söngperlum nýjan lit. „Brennið þið vitar“ er lag sem þjóðin elskar í flutningi karla en það er önnur upplifun að hlusta á það í flutningi kvenna. Þetta eru allt lög sem ömmur okkar elskuðu og við ætl-um að fagna því með að gefa þeim nýja vídd.“

Kvenorkan mun fylla rýmiðMargrét stofnaði kórskóla kvenna í Kramhúsinu fyrir 25 árum, en þá var engin kvennakór starfandi í Reykjavík, og úr skólanum urðu til fjölmargir kvennakórar. „Á þeim tíma voru ekki til margar útsetn-

ingar íslenskra laga fyrir konur. Við fengum fyrstu útsetningarnar okkar frá Akureyri þar sem var starfandi kvennakór og fljótlega fór ég að leita í útsetningar fyrir stúlknakóra og svo í erlendar út-setningar fyrir konur. En í dag eru kvennakórar út um allt land að láta skrifa fyrir sig og með hverju árinu aukast tónverk fyrir konur, um kon-ur og eftir konur,“ segir Margrét.

Í sönghúsinu Domus Vox, þar sem allir kórarnir æfa, hafa yfir 200 konur sungið saman í 15 ár. „Á þessum tónleikum ætlum við líka að fagna því. Það verða allar söngkonur hússins á staðnum og þar að auki ætla Diddú og Maríus að syngja einsöng. Kvenorkan mun fylla rýmið og mynda algjöra ham-ingjusprengju!“

Með kórunum og stjórnend-unum verða einnig listamennirnir Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Matthías Stefánsson fiðluleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir píanó-leikari. Gleðin hefst klukkan 17 á sumardaginn fyrsta í Norðurljósa-sal Hörpu. Hægt er að nálgast miða á miði.is.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Mæðginin Margrét Pálmadóttir og Maríus Hermann Sverrisson munu stjórna 140 syngjandi konum í Hörpu á sumardaginn fyrsta. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem kórar syngja undir stjórn mæðgina.

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00Fim 30/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00Sun 3/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00Þri 5/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00Síðustu sýningar leikársins

Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.

Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.

Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.

Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.

Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 21/5 kl. 20:00Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.

Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k

Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni

Beint í æð (Stóra sviðið)Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00Sýningum fer fækkandi

Hystory (Litla sviðið)Fös 17/4 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fös 15/5 kl. 20:00Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Mið 20/5 kl. 20:00 auka.

Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

leikhusid.is Segulsvið – HHHH „Mikill galdur“ – AV, DV

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn

Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn

Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz.

Segulsvið (Kassinn)Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn

Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn Sun 26/4 kl. 19:30 12.sýn

Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson

Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas.

Allra síðasta aukasýning.

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)Sun 19/4 kl. 13:30 Þri 26/5 kl. 13:30Sun 19/4 kl. 15:00 Þri 26/5 kl. 15:00Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!

Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00Sápuópera um hundadagakonung

20. apríl kl. 20.00

Heimspekispjall – Mannréttindi. Aðgangur ókeypis. Súpa í veitingastofum frá kl 18.00, borðapantanir í síma 511 1904

23. apríl kl. 14.00 og 16.00

Barnamenningarhátið – Tónleikhús Dúó Stemmu Aðgangur ókeypis

23. apríl kl. 20.00

Vilborg Davíðsdóttir – Ástin, drekinn og dauðinn. Aðgangseyrir 1000 kr. Súpa í veitingastofum frá kl 18.00, borðapantanir í síma 511 1904

www.hannesarholt.isMiðasala á midi.is

Dagskrá

hannesarholts

58 menning Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 59: 17 04 2015

sár og átakanlegLeifur H. Muller þurfti að þola hryllilega fangavist í Sachsenhausen-fangabúðunum

þar sem hver dagur var barátta upp á líf og dauða. Bók um einhverja skelfilegustu reynslu sem Íslendingur hefur þurft að þola.

DYN

AM

O R

EYK

JAV

ÍK

Page 60: 17 04 2015

Hafnfirðingar kveðja veturinn og bjóða fólki heim til sín í tónleika-veislu síðasta vetrardag, næstkom-andi miðvikudag, 22. apríl.

Tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í annað sinn, síðasta vetr-ardag, og markar upphaf Bjartra daga í Hafnarfirði. Markmiðið er að kveðja þennan grimma vetur, fagna komandi sumri, hafa gaman af líf-inu, njóta samvista og heimsækja hvert annað.

Hugmyndin að tónlistarhátíðinni HEIMA er fengin frá Færeyjum og byggist hún á því að stuttir tónleikar eru haldnir í heimahúsum miðsvæð-is í bæ eins og Hafnarfirði. Miðan-um, sem fólk kaupir á www.midi.is,

er skipt út fyrir armband á tónleika-dag og síðan er rölt af stað.

Vel er mögulegt að ná allt að

þrennum til fernum tónleikum yfir kvöldið.

Frábær hópur listamanna hefur staðfest komu sína á HEIMA: Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skugg-arnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar og Kiriyama Family.

Allar nánari upplýsingar um há-tíðina má finna á Facebook síðunni Heima 2015.

TónlisT Heima í Hafnarfirði í annað sinn

Tónlist úr hafn-firskum húsum

Ragga Gísla kemur fram á Heima 2015. Ljósmynd/Hari

s tofufangelsi er sýnt í leikrými leik-félags MH, sem er í skólanum sjálfum, og gekk frumsýningin mjög

vel. Jóhanna Rakel Jónasdóttir, oddviti leik-félagsins, segir starfið mjög skemmtilegt.

„Það er búið að vera margt í gangi og margt sem þarf að hugsa um,“ segir Jóhanna. „Við sömdum þetta í sameiningu og allir leikararnir eru í rauninni höfundar. Við komum öll með tillögur og unnum svo úr þeim,“ segir Jóhanna. „Það var ekki erfitt að bakka með sínar hugmyndir ef aðrar voru betri. Það var mikil virðing fyrir öllum hugmyndunum og allar voru teknar til greina,“ segir Jóhanna.

Félagar leikfélagsins sjá um alla vinnu í kringum sýninguna sjálfir svo þetta er mikið samvinnuverkefni. „Verkið er fyndið, erfitt, spennandi og rómantískt,“ segir Jóhanna. „Það fjallar um hvernig það er að vera unglingur í dag og er á einhvern máta sjálfsskoðun. Allir komu með sína reynslu að verkinu og þetta tengist mjög lífinu í Menntaskólanum við Hamrahlíð,“ segir hún. Leikfélagið fékk grínistann

Dóra DNA til þess að vera leikstjóra sýn-ingarinnar. „Hann vann þetta með okkur og lagði ákveðnar línur í ferlinu hjá okkur. Annars er þetta bara okkar verk,“ segir Jóhanna sem er í fyrsta sinn að vinna með leikfélagi skólans, og í það síðasta þar sem hún útskrifast í vor. „Ég hef oft verið með puttana í ýmsu hjá leikfélaginu og fylgst vel með, en þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt af alvöru,“ segir Jóhanna. „Ég er ekkert búin að ákveða hvað ég geri næsta haust. Ég var að trúlofa mig og ætla til Kúbu í sumar, segir hún. „Kannski verð ég bara áfram þar, hver veit. Ég er ekki með neitt plan, annað en að lifa lífinu.“

Í verkinu Stofufangelsi eru 24 leikarar og er uppselt á allar næstkomandi sýning-ar. „Við erum að vinna að því að bæta við sýningum og mér sýnist við þurfa þess,“ segir Jóhanna Rakel Jónasdóttir.

Allar upplýsingar um Stofufangelsi má finna á Facebooksíðu Leikfélags MH.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

leiklisT leikfélag mH frumsýnir sTofufangelsi

Nýtrúlofuð og á leið til KúbuLeikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýndi í síðustu viku leikritið Stofufangelsi. Leikritið er samið af aðstandendum sýningarinnar og nutu þau leikstjórnar Dóra DNA við uppfærsluna. Oddviti leikfélagsins, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, segir verkið fjalla um líf ungs fólks í dag og í MH. Hún leikur einnig lítið hlutverk í sýningunni en segir ekki tíma fyrir mikið annað en að skipuleggja starfið í kringum sýninguna.

Jóhanna Rakel Jónasdóttir er oddviti leikfélag MH sem frumsýnd leikritið Stofufangelsi á dögunum. Hún er að útskrifast í haust og segir að eina plan sitt sé að lifa lífinu. Ljósmynd/Hari

Það var mikil virðing fyrir öllum hugmynd-unum og allar voru teknar til greina.

60 menning Helgin 17.-19. apríl 2015

KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINNKLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN

Inntökupróf

30. aprílInntökupróf

30. apríl

Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinumánudaginn 27. apríl kl. 18:00

WWW.BALLET.ISWWW.BALLET.ISGrensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: [email protected]

Inntökupróf fer fram á Grensásvegi 14 fimmtudag 30. apríl

nemendur 13 ára og eldri mæti kl.18:00

Miðasala hefst 20. apríl á www.borgarleikhus.is

Skráning fyrir nýja nemendur fyrir haustönn 2015 er hafin á

Opnað verður fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð 18.apríl

Myndlistarsjóður

Veittir verða Undirbúningsstyrkir og styrkir

til minni sýningar verkefna allt að 500.000 kr.

Styrkir til stærri sýningar­verkefna, útgáfu/rannsóknar­styrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr.

Umsóknarfrestur er 1.júní 2015

Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar­reglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs www.myndlistarsjodur.is

Úthlutað verður í júlí

Page 61: 17 04 2015

Vina del Mar

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.E

NN

EM

M /

SIA

• N

M6

20

83

Bókaðu sól áVina del Mar

Bókaðu sól áVina del MarBodrum & Marmaris

Bodrum

Marmaris

m/allt innifalið

La Blanche Resort & SpaFrá kr. 169.900 Netverð á mann frá kr. 169.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 204.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.18. júní í 11 nætur með bókunarafslætti.

m/allt innifalið

Hotel Bitez Garden LifeFrá kr. 144.900 Netverð á mann frá kr. 144.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 188.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.30. júlí í 11 nætur með bókunarafslætti.

m/allt innifalið

Green Nature ResortFrá kr. 171.300 Netverð á mann frá kr. 171.300 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. Netverð á mann frá kr. 183.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.9. júlí í 11 nætur með bókunarafslætti.

m/allt innifalið

Pasa Beach HotelFrá kr. 149.900 Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 183.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.20. júlí í 11 nætur með bókunarafslætti.

í Tyrklandi

m/allt innifalið

Grand Cettia HotelFrá kr. 139.900 Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. Netverð á mann frá kr. 165.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.18. júní í 11 nætur með bókunarafslætti.

Frá kr. 112.900

m/allt innifalið

Risa HotelFrá kr. 119.900 Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. maí í 11 nætur á sértilboði.

SÉRTILBOÐ

m/allt innifalið

Club SharkFrá kr. 130.900 Netverð á mann frá kr. 130.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 158.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.20. júlí í 11 nætur á sértilboði.

m/hálft fæði innifalið

Hotel RomanceFrá kr. 112.900 Netverð á mann frá kr. 112.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 127.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. maí í 11 nætur á sértilboði.

SÉRTILBOÐ

Marmaris Marmaris

Allt að

20.000 kr.

bókunarafsláttur á mann

Valdar dagsetningar, valin hótel.

Sértilboð&

Page 62: 17 04 2015

Sagnfræði ráðStefna BaSkavinafélagSinS

400 ár liðin frá Spánverjavígunum

Í sumar verða liðin 400 ár frá því að einhver mestu voðaverk Íslandssögunnar, hin svokölluðu Spánverjavíg, áttu sér stað á

Vestfjörðum. Þá voru baskneskir hvalveiðimenn, 31 að tölu, drepnir eftir að hafa verið dæmdir réttdræpir af sýslumann-inum á Vestfjörðum, Ara í Ögri. Skáldsagan „Ariasman“ eftir

Finnann Tapio Koivukari er byggð á þessum atburðum en Tapio verður einn frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu Baskavina-

félagsins í Þjóðarbókhlöðunni næstkomandi þriðjudag, 21. apríl.

S amkvæmt Jóni lærða var þetta þriðja sumar Baskanna á Ströndum, en sumarið 1615

voru þar þrjú skip. Það höfðu komið upp einhverjar deilur á milli manna vegna kindar sem hvarf en annars hafði alltaf verið gott sam-band milli aðkomumanna og heimamanna,“ segir finnski sagnfræðingur-inn Tapio Koivukari sem heldur erindi um Spán-verjavígin, þennan smán-arblett Íslandssögunnar, í Þjóðarbókhlöðunni næst-komandi þriðjudag. Ta-pio segist lengi hafa haft áhuga á Spánarvígunum, allt frá því hann heyrði fyrst af þeim þegar hann bjó sjálfur á Vestfjörðum fyrir mörgum árum. Fyrir tveimur árum gaf hann svo út skáldsögu sem segir frá atburðunum og byggir á frásögn Jóns lærða.

50 manna her ræðst gegn skip-brotsmönnunum„Daginn áður en vígin áttu sér stað höfðu Baskarnir ætlað sér að fara heim. En þá skall á svakalegt óveður með haf-ís og skipin rákust á kletta og brotnuðu í stórsjónum. Um 80 manns voru um borð í skipunum þremur og allir nema 3 komust í land á stórum árabátum.

Presturinn í Árnesi hafði áður átt í deilum við skipstjórann og þegar Bask-arnir komu aftur í land laug hann að þeim að á Jökulfjörðum væri stórt skip á leið til Evrópu sem þeir gætu fengið far með. Baskarnir sigla þá á litlu ára-bátunum sínum fyrir Hornið og komust þannig á Jökulfirði, sem sýnir hversu miklir sjómenn þetta voru,“ segir Ta-pio.

En við Ísafjarðardjúp var ekki tekið blíðlega á móti skipbrotsmönnunum. „Ari í Ögri, sýslumaðurinn á Vestfjörð-um, hafði áður selt Böskunum leyfi til að veiða hval og tekið 600 silfurpen-inga fyrir það, án þess að hafa heimild

til þess. Nú kallar hann til þings á Súðavík, þar sem Baskarnir eru lýstir útlæg-ir og réttdræpir. Rökin eru þau að baskneskur skip-stjóri hafi hótað prestinum í Árnesi,“ segir Tapio. „En aðalrökin tengdust því hvað þeir gætu mögulega gert af sér ef þeir yrðu ekki drepn-ir. Að þeir myndu líklegast fara um rænandi og rupl-andi. Eftir þingið kallar Ari bændur við Djúpið til vopna og náði á stuttum tíma að smala saman 50 manns og á næstu dögum var 31 Baski drepinn í tveimur lotum, við Dýrafjörð, í Æðey og á Sandeyri.“

Ekkert vitað um afdrif eftirlif-endaRestin af Böskunum fór á einni lítilli skútu til Patreksfjarðar og lifði vetur-inn af þar. Um vorið rændu þeir svo ensku fiskiskipi og komust frá Íslandi. En þrátt fyrir að hafa sloppið úr klóm Vestfirðinganna vitum við ekki hvort Baskarnir hafi komist heim til San Se-bastian þar sem engar heimildir eru til um það. Þeir sem vilja vita meira um samskipti Íslendinga og Baska geta sótt í brunn fjölda íslenskra og erlendra fræðimanna um efnið á ráð-stefnu í Þjóðarbókhlöðunni mánudag-inn 20. apríl og þriðjudaginn 21. apríl.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Baskneski listamaðurinn Guill-ermo Zubiaga gerði teikninguna sem er hluti af farandsýningu um Spánverjavígin sem fer um Vest-firði í sumar. Miðvikudaginn 22. apríl verður minningarskjöldur afhjúpaður við Galdrasafnið á Hólmavík að viðstöddum Martin Garitano, héraðsstjóra Gipuzkoa, Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Jónasi Guðmundssyni, sýslumanni Vestfjarða. Tapio Koivukari mun flytja sjóferðabæn, Xabier Irujo og Magnús Rafnsson sáttargjörð og Steindór Andersen mun kveða úr Fjölmóði eftir Jón lærða.

„Baskar voru fyrstir Evrópu-manna til að veiða hvali. Þeir seldu Íslendingum hvalkjöt enda höfðu þeir bara áhuga á spikinu, sem var brætt í lýsi og flutt heim í tunnum. Lýsið var mjög verðmætt í Evrópu þar sem það var aðallega notað til að búa til kerti, en líka til að verka skinn og búa til sápur. Þetta var áður en farið var að vinna olíu úr jörðu og var því mjög mikilvægur iðnaður á þessum tíma. Svo gerði tískan það að verkum að skíðin voru líka mjög vinsæl og verðmæt vara meðal hirðanna í Evrópu. Úr skíðunum voru búin til grindverk sem voru svo sett undir pils og kjóla til að halda þeim uppi,“ segir Tapio. „Um miðja 17. öld fækkaði hvölum við Ísland og hvalveiði-stöðvarnar færðust norðar, til Svalbarða. Stuttu síðar misstu Baskar svo forystuna til Hol-lendinga og Englendinga.“

Sagnfræðingurinn Tapio Koivukari gaf út skáld-

söguna „Ariasman“ sem er byggir á Spánarvíg-unum. Hún hefur verið

þýdd á íslensku.

Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987. Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur, ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og eplum.

HAVARTÍFJÖLHÆFUR

www.odalsostar.is

TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400OPIð MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 / SUNNUDAGA KL. 13-18

Vefverslun á www.tekk.is

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM

TAX FREE20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

VÖRUMSKOÐAÐU

VÖRUÚRVALIÐÁ

TEKK.IS

62 menning Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 63: 17 04 2015

Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Komdu og skoðaðu allt það nýjasta í flísum í dag.

Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!

Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • [email protected] • sími: 595 0570

Full búð af flottum flísum

Page 64: 17 04 2015

Í takt við tÍmann inga Rán ReynisdóttiR

Finnst ég vera nakin án naglalakksInga Rán Reynisdóttir er 22 ára nemi á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Ís-lands. Inga Rán er úr miðbænum og er á leiðinni í mánaðarferðalag um Asíu. Hún dýrkar kisur og The O.C. en getur ekki borðað soðna ýsu.

StaðalbúnaðurDags daglega er fatasmekkur minn frekar „plain“ og klassískur. Ég er nýbúin að fatta að einn fjórði af fötum í fataskápnum mínum er dökkblár og hvítur þannig að það eru greinilega uppáhalds litirnir mínir. Svo finnst mér mjög gaman að blanda einum „spes“ lit við þá. Þeg-ar ég fer út að djamma finnst mér gaman að klæða mig upp og þá er enginn sérstakur stíll sem ræður. Ég kaupi annars ógeðslega mikið af peysum. Það er alveg óvart en ég er mikil kuldaskræfa. Ég versla frekar mikið í Zöru og svo finnst mér mikið af fallegum fötum í GK, flott skandinavísk merki. Það getur verið skemmtilegra að kaupa eina flík þar frekar en helling í H&M, hún endist oftast miklu lengur. Ég er eiginlega alltaf með naglalakk, það gerist mjög sjaldan að ég fari út án þess. Þá finnst mér ég eiginlega vera nakin.

HugbúnaðurÉg eyði mjög miklum tíma í skólanum, þetta er þannig nám. Þar fyrir utan reyni ég að mæta reglulega í World Class, bæði til að æfa sjálf og fara í Hot Yoga. Ég elska líka að fara í sund, það er frábært að slaka á í pottinum og hugsa. Mér finnst gaman að fara niður í bæ á tónleika, sýningar og ýmsa viðburði en líka að fá mér bjór með vinkonunum. Þegar ég fer út um helgar vil ég bara dansa fram á nótt og fá smá útrás. Þá fer ég til dæmis á b5, ég er örugglega ein af fáum í Listaháskólanum sem læt sjá mig þar um helgar. Ég er mjög hamingjusöm með að uppá-halds þættirnir mínir, Game of Thrones og Mad Men, voru báðir að byrja aftur. Ég hef líka gaman af skandinav-ískum sakamálaseríum og svo er ég O.C.-aðdáandi. Ég fæ ekki leið á þeim þáttum og tek maraþon á hverju ári.

VélbúnaðurÉg er með Macbook Pro sem ég nota í skólanum en ég er smá að svíkja lit því það er líka PC-stýrikerfi í henni. Sum forrit sem ég nota eru nefnilega bara til fyrir PC. Ég hef alltaf verið með iPhone en fékk mér síðast Sam-sung S5 sem er með mjög góðri myndavél. Ég nota mest Instagram, Facebook og Snapchat og svo fylgist ég smá með á Twitter í laumi. Ég nota líka Pinterest mikið til að sækja mér innblástur. Eru ekki allir dálítið háðir þessum samfélagsmiðlum? Maður er alltaf eitthvað að kíkja á símann.

AukabúnaðurÉg og kærastinn minn erum dugleg að prófa okkur áfram við að elda. Ég elska þá tilfinningu þegar eitthvað heppnast sjúklega vel. Síðasta sem ég prófaði mig áfram með var risotto. Annars hef ég alltaf þótt vera með sér-stakan smekk á mat, ég elska bragðsterkan mat og get borðað sterka osta og hákarl en þoli ekki mat sem allir borða. Soðin ýsa er til dæmis eitt það hrikalegasta sem ég veit. Ég þurfti því alltaf að svelta í skólaferðalögum. Áhugamál mín snúa flest að hönnun, rýmisupplifun og arkitektúr. Ég er dýrka kisur næstum því meira en fólk og á tvær kisur sjálf. Þegar ég fer út að skemmta mér fæ ég mér oftast bjór en ég komst að því í skólaferða-lagi til Sviss í haust að mér finnst Dry Martini snilldar drykkur. Ég er á leið til Asíu í lok maí í mánaðarferð. Ég fer með kærastanum mínum, sem er í læknisfræði, í út-skriftarferð og svo ætlum við að ferðast saman eftir það. Kvöldið sem ég lendi hér heima ætla ég svo að skella mér beint á Secret Solstice.

Ljósmynd/Hari

Prófaðu heilsurúmin í RúmfatalagernumÞú sefur betur á Gold heilsurúmi frá okkur, bæði vegna þægind-anna og verðsins. Þú átt það skilið! Komdu og prófaðu úrvalið hjá okkur og láttu gæðin koma þér þægilega á óvart!

www.rumfatalagerinn.is

Láttu gæðin koma þér þægilega á óvart

Rafmagsnrúm – verð frá 99.950 kr.

Rúm á mynd Höie rafmagnsrúm verð pr. stk. 299.950

Gerið gæða- og verðsamanburð!

64 dægurmál Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 65: 17 04 2015

TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 | Opið MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 / SUNNUDAGA KL. 13-18 | Vefverslun á www.tekk.is

SÍÐAN1964

TAX FREE20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUMSKOÐAÐU

VÖRUÚRVALIÐÁ

TEKK.IS

Page 66: 17 04 2015

Rapparinn Gísli Pálmi á traustan aðdáenda-

hóp. Fimm-tíu eintök af

plötu hans seldust fyrir

hádegi á útgáfudag-

inn í einni plötubúð.

Ég var með fiðrildi í mag-anum á frumsýningunni, segir Björn Stefánsson, aðal-leikari í kvikmyndinni Austur. Ljósmynd/Hari

TónlisT Mikil efTirvænTing vegna úTgáfu fyrsTu plöTu gísla pálMa

Biðröð eftir fyrstu eintökunumFyrsta plata rapparans Gísla Pálma kom út í gær, fimmtudag, og er greinilegt að hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þegar Smekkleysa plötubúð opnaði þá um morguninn biðu yfir tíu manns eftir því að geta fengið eintak.

Platan, sem heitir einfald-lega Gísli Pálmi, verður því ein af plötum ársins ef marka má vinsældir rapparans.

Kristján Kristjánsson, verslunarmaður í Smekk-

leysu, sagðist hafa selt yfir fimmtíu eintök fyrir hádegi á fimmtudeginum, sem verður að teljast afar gott ef litið er til minnkandi plötusölu undanfarin misseri.

Gísli Pálmi er þekktur fyrir glæfralegt rapp í lögum eins og Skynja mig, Hvíta-gull, Ískaldur og Set mig í gang, sem hafa öll fallið vel í kramið hjá ungu fólki í dag.

Platan er komin í allar helstu hljómplötuverslanir. -hf

kvikMyndir Berskjaldaður á hvíTa Tjaldinu

B jörn Stefáns-son, aðal-leikari kvik-

myndarinnar Austur sem frumsýnd var í vikunni, var í hljóm-sveitinni Mínus sem oft á tíðum hneykslaði fólk með framkomu sinni svo þetta er ekki nýtt fyrir honum. „Ég held því víst eitthvað áfram,“ segir Björn. „Sumir gengu út, enda er þetta klárlega ekki mynd fyrir alla. Ég hef ekki mikla reynslu af því að sitja í bíósal og horfa á sjálfan mig, hvað þá að upplifa ein-hver svona viðbrögð,“ segir Björn. „Ég var samt ekkert að spá í því. Ef ég væri að velta því fyrir mér þá yrði ég geðveikur. Ég skilaði minni vinnu og var mjög sáttur,“ segir Björn.

„Mér finnst þessi mynd mjög merkileg. Það er skrýtið að sjá sig og heyra í sér í þessum aðstæðum sem eru í myndinni, vitandi af því að það eru menn þarna úti

í þessum sporum,“ segir Björn. „Þetta er mögnuð mynd sem ég stend með.“

Kvikmyndin var innblásin af nokkrum frelsissviptingarmál-um sem hafa átt sér stað á Íslandi undan-farin ár. „Við fórum óvenjulega leið í þessu og það er óhugnan-legt að kafa ofan í það hvernig það er að vera sviptur frelsinu,“ segir Björn. „Það er ekki hægt að undirbúa sig undir svona hlutverk á nægilegan hátt. Ég las mikið um sambæri-leg mál og svo ákvað ég að ég yrði bara að mæta á staðinn og láta þetta gerast,“ segir Björn. „Þetta er karakter sem maður getur ekki ímyndað sér hvernig hugsar.

Heldur áfram að hneykslaKvikmyndin Austur var frumsýnd í vikunni og voru viðtökur á þá leið að einhverjir gestir gengu úr salnum, sökum þess að þeim fannst óþægilegt að horfa á sum atriðin. Myndin, sem er í leikstjórn Jón Atla Jónassonar, segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrr-verandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Með aðalhlutverkið í myndinni fer leikarinn og trymbillinn Björn Stefánsson.

Myndin var skotin fyrir ári og síðan hefur mað-ur bara verið að vinna og sjá um börnin, svo ég var ekki búinn að sjá neitt þegar ég fór í bíó,“ segir Björn. „Ég var búinn að gleyma þessu mikið til og var því með fiðrildi í maganum, en það var stórkostleg til-finning,“ segir Björn sem útskrifaðist sem leikari fyrir tveimur árum í Danmörku.

„Ég bjó úti í fimm ár og flutti svo heim þegar

ég fékk hlutverk í Jeppa á fjalli, segir hann. „Þar sá Jón Atli mig leika fórnarlamb og ætli ég sé ekki bara nokkuð góður í því, fyrst hann vildi fá mig í myndina,“ segir Björn Stefáns-son. Í vetur hefur Björn leikið í Billy Elliott og Línu langsokki og fer með tvö stór hlutverk í sýningum Borgarleik-hússins á næsta leikári.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Þetta er mögnuð mynd sem ég stend með.

María gengin útSöngkonan og Eurovisi-onfarinn María Ólafs-dóttir hefur sést spóka sig að undanförnu með trymblinum Gunnari Leó Pálssyni. Hún birti svo í vikunni mynd af þeim saman og segja kunnugir það staðfesta sambandið. Gunnar er einnig blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur spilað á trommur með Atómskáldum Eyþórs Inga.

Gleymdi að deyða JesúÁ gríðarlega vel heppnaðri tónleikauppfærslu af Jesus Christ Superstar, sem flutt var um páskana, átti sér stað skondið atvik í Hofi, Akureyri. Björn Jörundur, sem söng hlutverk Pontíusar Pílatusar, gleymdi í öllum hamaganginum að setja þyrnikórón-una á Jesú sjálfan, og gekk rakleiðis út af sviðinu eftir magnaðan flutning sinn. Það var Kaífas sjálfur, Jóhann Sigurðarson, sem kallaði á Pontíus og lét hann klára verkið. Ekki kom þetta að sök því fólk norðan heiða, sem og í Reykjavík, heldur ekki vatni yfir sýningunni og fyrirhuguð er aukasýning í Eldborg í maí.

Fyrrum fréttamaður RÚV plokkar bassannTónlistarmað-urinn Haraldur Sveinbjörnsson gefur út sína fyrstu sólóplötu, Shine, undir listamannsnafn-inu Red Barnett. Af þessu tilefni heldur hann útgáfutónleika í Fríkirkjunni í kvöld, föstudagskvöld, ásamt 12 manna hljómsveit. Bassaleikari á þessum tónleikum er lögfræðingurinn og fyrrum fréttamaðurinn Finnur Beck, sem las fréttir á RÚV í yfir áratug og er enn kallaður fréttamaður þrátt fyrir 7 ára fjarveru frá skjánum.

Sara Marti nýr formaðurLeikkonan og leik-stjórinn Sara Marti Guðmundsdóttir var í vikunni kjörin nýr formaður Leikstjórafé-lags Íslands. Í félaginu eru rúmlega 100 með-limir og hefur farið fjölgandi undanfarin ár, sérstaklega með tilkomu sviðshöfunda-brautar Listaháskólans. Sara Marti hefur að undanförnu leikstýrt á ýmsum sviðum. Nú síðast sjónrænu tónverki á Listahátíð. Næsta vetur leikstýrir Sara meðal annars í Borgar-leikhúsinu.

Einákvörðungetur öllubreytt

www.allraheill.is

66 dægurmál Helgin 17.-19. apríl 2015

Page 67: 17 04 2015

Bleyjurnar eru umhverfisvænar og innihalda engin ónauðsynleg aukaefni svo sem ilm- og mýkingarefni.Newborn 2-4 kg 889 kr,- Mini 3-6 kg 1.189 kr,-Midi 5-8 kg 1.798 kr,-Maxi 7-16 kg 1.798 kr,-Junior 12-22 kg 1.689 kr,-

Änglamark barnavörur eru án ofnæmisvaldandi efna og efna sem hafa áhrif á hormónastarfsemina.

Með því að nota Änglamark barnahreinlætisvörur sýnum við umhyggju fyrir börnunum okkar og stuðlum um leið að aukinni umhverfisvernd.

Blautklútar 72 stk298 kr,-

Änglamark barnavörur eru án ofnæmisvaldandi efna og efna sem hafa áhrif á hormónastarfsemina.

Með því að nota Änglamark barnahreinlætisvörur sýnum við umhyggju fyrir börnunum okkar og stuðlum um leið að

Blautklútar 72 stk298 kr,-

Änglamark barnahreinlætisvörur

www.netto.is

www.netto.is

Grænn apríl 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

grænn apríl

Veldu það besta fyrir börnin þín

Ofnæmisprófaðar Bleyjur

Page 68: 17 04 2015

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Eva Bjarnadóttir

Bakhliðin

Ógift en trúlofuðNafn: Eva BjarnadóttirAldur: 32 ára. Maki: Styrmir Goðason.Börn: Bragi og Indra.Menntun: MSc í stjórnmálakenningum.Starf: Aðstoðarkona Árna Páls Árna-sonar, formanns Samfylkingarinnar.Fyrri störf: Blaðakona á Fréttablaðinu, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og ýmis störf sem tengjast jafnréttis- og mann-réttindamálum. Áhugamál: Skíðamennska er það skemmtilegasta sem ég geri en þar á eftir koma víkingaþreksæfingar í Mjölni og svo auðvitað lestur góðra bóka, ferðalög og baráttan fyrir betri heimi. Stjörnumerki: Sporðdreki.Stjörnuspá: Nú er ekki tími til þess að hafa uppi kröfugerð á hendur öðrum. Skrifaðu hugmyndir þínar hjá þér. Þó þú framkvæmir ekki nema helming þeirra, nærðu miklu betra jafnvægi, líkamlegu og andlegu.

E va er ráðagóð, skemmtileg og hlý og mjög góður vin-ur,“ segir Hildur Steinþórs-

dóttir, vinkona Evu. „Hún er með skemmtilega áráttu sem lýsir sér þannig að hún er alltaf að raða hlutum upp á nýtt, og mjög pent. Eina sem ég er ósátt við hennar persónu er að hún er ekki enn búin að bjóða mér í brúðkaupið sitt. Þrátt fyrir að hafa trúlofað sig fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Hildur Steinþórsdóttir.

Eva Bjarnadóttir var í vikunni ráðin að-stoðarkona Árna Páls Árnasonar, for-manns Samfylkingarinnar. Eva hefur áður starfað fyrir Samfylkinguna, þá sem framkvæmdastjóri Ungra jafnaðar-manna árið 2008.

Hrósið...... fær golfarinn Guðmundur Ágúst Kristjáns-son sem farið hefur á kostum á háskólamótum í Bandaríkjunum að undanförnu. Guðmundur fagnaði sínum öðrum sigri í röð á móti í vikunni en hann leikur fyrir ETSU háskólaliðið.

Flott fermingargjöf

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð 39.900,-