Ú r s k u r Ð u r - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. laun hans taki mið af...

32
Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Austurlands fimmtudaginn 27. júní 2019 í máli nr. Q-1/2018: A (Jón Jónsson lögmaður) gegn B C D E F G og H (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) I. 1. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 7. maí sl., er komið til dómsins vegna kröfubréfs Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur, lögmanns og skiptastjóra, dags. 6. mars 2018, sbr. ákvæði 122. gr. laga nr. 20/1991 um skipti dánarbúa o.fl. Tilefnið var ágreiningur málsaðila við opinber skipti á dánarbúi I, kt. […], sem andaðist á árinu […], en hún hafði setið í óskiptu búi, eftir eiginmann sinn J, sem andast hafði á árinu […], en þau voru síðast til heimilis að […] í […]. Erfingjar dánarbúsins eru eftirlifandi börn hinna látnu og svo erfingjar einnar dóttur sem skipta með sér einum hluta og er því um níu hluta að ræða. Sóknaraðili er A, kt. […], […], […]. Varnaraðilar eru B, kt. […], […], […], C, kt. […], […], […], D, kt. 180352- 4579, […], […], E, kt. […], […], […], F, kt. […], […], […], […], […], G, kt. […], […], […], og H, kt. […], […], […]. 2. Með nefndu bréfi skiptatjóra er vísað til þess að á skiptafundum hafi komið upp margvíslegur ágreiningur með málsaðilum, en endanlega hafi hann varðað:

Upload: others

Post on 27-Jun-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

Ú R S K U R Ð U R

Héraðsdóms Austurlands fimmtudaginn 27. júní 2019 í máli nr. Q-1/2018:

A

(Jón Jónsson lögmaður)

gegn

B

C

D

E

F

G og

H

(Gísli M. Auðbergsson lögmaður)

I.

1. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 7. maí

sl., er komið til dómsins vegna kröfubréfs Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur, lögmanns

og skiptastjóra, dags. 6. mars 2018, sbr. ákvæði 122. gr. laga nr. 20/1991 um skipti

dánarbúa o.fl. Tilefnið var ágreiningur málsaðila við opinber skipti á dánarbúi I, kt.

[…], sem andaðist á árinu […], en hún hafði setið í óskiptu búi, eftir eiginmann sinn

J, sem andast hafði á árinu […], en þau voru síðast til heimilis að […] í […].

Erfingjar dánarbúsins eru eftirlifandi börn hinna látnu og svo erfingjar einnar

dóttur sem skipta með sér einum hluta og er því um níu hluta að ræða.

Sóknaraðili er A, kt. […], […], […].

Varnaraðilar eru B, kt. […], […], […], C, kt. […], […], […], D, kt. 180352-

4579, […], […], E, kt. […], […], […], F, kt. […], […], […], […], […], G, kt. […],

[…], […], og H, kt. […], […], […].

2. Með nefndu bréfi skiptatjóra er vísað til þess að á skiptafundum hafi komið upp

margvíslegur ágreiningur með málsaðilum, en endanlega hafi hann varðað:

Page 2: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

2

a) gildi erfðaskrár, dags. 27. október 2006, svo og viðauka hennar, dags.

31. janúar 2007, að því er varðar íbúðarhúsið að […] og þá til handa

varnaraðilanum […],

b) ábúðarrétt sóknaraðila á jörðinni […] frá árinu […] eða frá síðari tíma

til vara og þá á grundvelli ábúðarréttar,

c) eignarhald sóknaraðila á bústofni á […], en til vara að um sameign sé

að ræða með dánarbúinu,

d) endurbætur á mannvirkjum á […] eftir árið […], en til vara að um

sameign sé að ræða með dánarbúinu,

e) greiðslu launa til handa sóknaraðila verði ekki fallist á kröfur hans

samkvæmt liðum b, c og d,

f) útlagningarrétt málsaðila á fasteigninni […] á grundvelli 2. mgr. 36. gr.

laga nr. 20/1991.

Fram kemur í nefndu bréfi og framlögðum gögnum að skiptastjórinn hafi

á skiptafundum 5. febrúar 2017 og 6. mars 2018 endanlega hafnað öllum kröfum

málsaðila vegna ofangreindra álitaefna.

II.

1. Sóknaraðili gerir í máli þessu svohljóðandi kröfur:

a) Um gildi erfðaskrár. Að ákvörðun skiptastjóra á skiptafundi, dags. 6. mars 2018,

varðandi erfðaskrá verði staðfest og dómur staðfesti þannig:

Að erfðaskrá, dags. 27. október 2006, með viðauka dags. 31. janúar 2007, sé

ógild, og hafi enga þýðingu við skipti á óskiptu búi I og J.

b) Ábúðarréttindi sóknaraðila. Að ákvörðun skiptastjóra á skiptafundi, dags. 6. mars

2018, varðandi réttindi hans um ábúð, bústofn og endurbætur á mannvirkjum á

[…] verði hnekkt og dómur staðfesti:

Aðallega að viðurkennt verði að sóknaraðilinn A hafi ábúðarrétt á jörðinni […],

frá árinu […], eða frá síðara tímamarki til vara.

c) Að viðurkennt verði að sóknaraðili sé eigandi bústofns á […].

d) Til vara krefst sóknaraðili viðurkenningar á því að bústofn á […] og að

endurbætur á mannvirkjum á jörðinni eftir árið […] teljist sameign hans og

dánarbús I.

Page 3: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

3

Sóknaraðili krefst þess að um eignarhlutföll hans gagnvart dánarbúinu á

mannvirkjum fari eftir mati þar sem að vinnuþáttur og önnur framlög hans, s.s.

notkun tækja, aðkeyptrar vinnu og efnis koma til mats á efnislegum verðmætum

mannvirkja á […] samkvæmt matsreglum 41. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004 .

Um eignarhlutföll sóknaraðila gagnvart dánarbúinu á bústofni fari eftir

hlutfallslegum framlögum hans og dánarbúsins í búrekstri á hverju ári vegna

gripa sem fæddir eru eftir árið […].

e) Til þrautavara krefst sóknaraðili réttar til launa úr dánarbúi I, frá 1. janúar 2008

til 31. desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt

kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands á

hverjum tíma miðað við stöðu hans sem bústjóra, 100% starf og 8 klst. vinnu alla

daga ársins. Höfuðstóll kröfunnar miðist við 36.622.356 krónur, að teknu tilliti

til frádráttar vegna húsnæðiskosnaðar samkvæmt sömu kjarasamningum. Þá

dragist frá fjárhæðinni launagreiðslur sem sóknaraðila hafi sannanlega verið

greiddar, enda verði sýnt fram á þær.

f) Útlagningarréttur sóknaraðila: Að ákvörðun skiptastjóra á skiptafundi, dags. 6.

mars 2018, varðandi útlagningarrétt sóknaraðila verði hnekkt og dómur staðfesti:

Viðurkenndur er forgangsréttur, sóknaraðila til þess að leysa til sín jörðina […],

sbr. ákvæði 2. mgr. 36. gr. laga nr. 20/1991.

Útlagningarréttur varnaraðila: Að ákvörðun skiptastjóra á skiptafundi, dags. 6.

mars 2018, varðandi útlagningarrétt varnaraðila verði staðfest og dómur

staðfesti að varnaraðilar eigi ekki útlagningarrétt á fasteignum dánarbúsins.

Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar að mati dómsins.

2. Varnaraðilar gera í málinu svohljóðandi kröfur:

a) Að viðurkennt verði með dómi að erfðaskrár I frá 27. október 2006 (dskj. 28) og

31. janúar 2007 (dskj. 29) séu gildar og verði lagðar til grundvallar við skipti

dánarbúsins. Til vara krefjast þeir að viðurkennt verði með dómi að erfðaskrárnar

verði lagðar til grundvallar við skiptin og jafnframt að varnaraðilanum E verði

Page 4: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

4

lögð út jörðin […] gegn því að hann greiði dánarbúinu það sem upp á kann að

vanta að jörðin rúmist innan arfleiðsluheimildar I.

b) Að staðfest verði sú niðurstaða skiptastjóra að hafna beri kröfu sóknaraðila um

að hann eigi rétt til ábúðar á […].

c) Að staðfest verði sú niðurstaða skiptastjóra að hafna beri kröfu sóknaraðila um

að hann teljist vera eigandi bústofns á […].

d) Að staðfest verði sú niðurstaða skiptastjóra að hafna beri kröfu sóknaraðila um

að viðurkennt sé að hann sé sameigandi með dánarbúinu að bústofni á jörðinni

[…] og endurbótum á mannvirkjum hennar sem framkvæmdar hafi verið frá árinu

[…].

e) Að staðfest verði sú niðurstaða skiptastjóra að hafna beri kröfu sóknaraðila um

að hann eigi rétt til launa frá dánarbúinu.

f) Að viðurkennt verði með dómi og lagt til grundvallar við skiptin, að varnaraðilar

eigi rétt til útlagningar jarðanna […] og […].

Að staðfest verði sú niðurstaða skiptastjóra að hafna beri kröfu sóknaraðila um að

honum verði lögð út fasteignin […].

Loks krefjast varnaraðilar málskosnaðar úr hendi sóknaraðila.

III.

Málavextir.

1. Málsaðilar eru börn fyrrverandi jarðeigenda og bænda á […], ásamt hjábýlinu

[…], í […], þeirra J, kt. […], og I, kt. […].

2. Með gjafaafsali, dags. 27. ágúst 1996, gaf J konu sinni I fasteignina […]. Afsalið

er undirritað af þeim báðum og vottað á sýsluskrifstofunni á Eskifirði af tveimur

þáverandi starfsmönnum skrifstofunnar. Í afsalinu kemur fram að eignin skuli vera

séreign I.

Page 5: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

5

Af hálfu sóknaraðila er vísað til þess að skiptastjóri hafi staðfest að ekki hafi

verið skráður kaupmáli milli þeirra hjóna.

Í nefndu afsali er gjöfin nánar tilgreind sem íbúðarhúsið á jörðinni […] ásamt

skemmu og „landspildu umhverfis húsin“ sem nánar er tiltekin. Þá segir að enginn

framleiðsluréttur búfjárafurða fylgi eignarhlutanum.

3. Sóknaraðili vísar til þess að í kjölfar veikinda og síðar andláts J, á árinu […], hafi

hann starfað einn á […] við búskap, en allt frá árinu […] hafi hann verið þeirra

systkinanna sem aðallega hafi komið að búrekstrinum. Frá hinu fyrrnefnda ári hafi

hann og einn haft búsetu í íbúðarhúsi jarðarinnar, en einnig hafi hann verið þar með

skráð lögheimili.

4. Ágreiningslaust er að ekkja J og móðir málsaðila, I, sat um árabili í óskiptu búi,

en hún bjó og átti lögheimili síðustu æviárin að […], en hina allra síðustu mánuði

ævinnar var hún á dvalarheimilinu í […], en hún andaðist hinn […].

5. Sóknaraðili áréttar að hann hafi einn annast og starfað við búskapinn á […] frá

árinu […] og hafi sá rekstur verið grundvöllurinn að því að I, móðir málsaðila, hafi

fengið beingreiðslur vegna ásetnings og framleiðslu búfjárafurða í sauðfjár- og

nautgriparækt.

Sóknaraðili staðhæfir að hann hafi ekki fengið laun greidd frá hinu óskipta

búi, þó svo að í landbúnaðarskýrslum sem skilað hafi verið kunni að vera vísað til

slíkra greiðslna til hans. Sóknaraðili bendir á að í skattframtölum móður hans, I, hafi

verið vísað til greiðslna til hans, en þá sem hlutdeildar í rekstri.

6. Varnaraðilar vísa til þess að samkvæmt framlögðum gögnum hafi verulegar

greiðslur runnið frá I til sóknaraðila, A, á nefndum búskaparárum. Hafi

Skrifstofuþjónusta Austurlands tekið slíkar færslur saman og hafi hún fundið slíkar

úttektir, en samtala þeirra hafi verið 49.188.947 krónur, og þá allt frá árinu 2002 og

fram að andláti I. Hafi verið um að ræða m.a. færslur af viðskiptareikningum hjá

Kaupfélagi […], Kaupfélagi […] og af bankareikningum.

Page 6: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

6

7. Varnaraðilar vísa til þess að með gerð erfðaskrár þann 27. október 2006 hafi I

afráðið að áðurnefndar húseignir að […], þ.e. íbúðarhús og skemma, en einnig nefnd

landspilda, sbr. gjafaafsalið frá 27. ágúst 1996, skyldi renna til varnaraðilans E. Með

öðrum erfðagerningi, dags. 31. janúar 2007, hafi svo I afráðið að innbú nefndrar

húseignar skyldi einnig renna til sama varnaraðila. Varnaraðilar benda á að I heitin

hafi rætt þessar ráðstafanir við málsaðila og fleiri og hafi hún þannig lýst þeim vilja

sínum að nefndur varnaraðili fengi umræddar eignir sökum þess að íbúðarhúsið á

nágrannajörðinni […] hafi verið ónýtt og óíbúðarhæft, en þar hafi varnaraðilinn

stundað búrekstur sinn.

Varnaraðilar benda á að skömmu áður en faðir málsaðila, J, andaðist á árinu

[…] hafi hann flutt ásamt móður þeirra, I, í íbúðarhúsið í […]. Og eftir að J féll frá

hafi varnaraðilinn E haft búsetu með I í íbúðarhúsinu og aðstoðað hana við rekstur

heimilis, ásamt því að sinna ýmsum verkum á […], og þá samhliða því að hann hafi

rekið fyrrnefnt bú á […].

8. Sóknaraðili, A, bendir á að hann hafi markað (merkt) nýja gripi í bústofninum á

[…] með eigin marki. Þá hafi hann á árinu 2004 verið skráður sem búfjáreigandi

sauðfjár í Fjárvís. Og frá árinu 2005 hafi hann verið skráður sem búfjáreigandi

sauðfjár og nautgripa hjá Bændasamtökum/Mast.

9. Óumdeilt er í máli þessu að engir skriflegir samningar liggja fyrir milli

sóknaraðilans, A, og I um búreksturinn á […].

10. Sóknaraðili vísar til þess að í upphafi hafi afraksturinn af búskapnum á […]

runnið til I, þ.e. bæði innlegg og beingreiðslur, að frátöldum nýjum gripum

bústofnsins, sem markaðir höfðu verið marki hans. Þá hafi það síðar tíðkast að innlegg

búsins hafi verið lagt inn á reikning sóknaraðila, en þá hafi líka allir gripir bústofnsins

verið fæddir, þ.e. eftir árið 1998.

Sóknaraðili staðhæfir að beingreiðslur hafi alltaf verið greiddar til I, enda fylgi

sá réttur jörðinni […]. Þó hafi hann keypt á árinu 2008 121 ærgildi í beingreiðslurétt

í sauðfé, sem hafi síðan verið sérskráð sem hans eign. Greiðslur samkvæmt þessum

réttindum hafi hafist á árinu 2009, en það ár hafi þær numið 608.192 krónum.

Sóknaraðili staðhæfir að ekki sér ágreiningur um að þessi beingreiðsluréttur tilheyri

Page 7: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

7

honum, og vísar hann til þess að það hafi verið afráðið á skiptafundi. Sóknaraðili

staðhæfir og að óumdeilt sé að beingreiðslurétturinn sé að öðru leyti eign dánarbúsins.

11. Sóknaraðili bendir á að á árinu 2009 hafi hann farið á námskeið vegna

gæðastýringar í sauðfjárrækt og að frá því ári hafi […] uppfyllt skilyrði til greiðslna

vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Sóknaraðili hafi verið aðili að gæðastýringunni

og hafi greiðslur vegna þessa á árinu 2009 numið 645.103 krónum.

12. Sóknaraðili vísar til þess að hann hafi lagt fram hluta af eigin skattframtölum og

þá til þess að upplýsa um stofns til útreiknings tekjuskatts, en þar komi m.a.

eftirfarandi fram:

Á árinu 2006, var tekjuskattsstofn kr. 144.524,-. (dskj. 8) Engar greiðslur frá

I.

Á árinu 2007, var tekjuskattsstofn kr. 725.431,-. (dskj. 9) Engar tekjur frá I.

Á árinu 2008, var tekjuskattsstofn kr. 94.004,. (dskj. 10) Engar frá I.

13. Sóknaraðili bendir sérstaklega á að á árinu 2009 hafi tekjuskattsstofn hans

samkvæmt framlögðu skattframtali verið 1.522.306 krónur (dskj. 11), en að þar af hafi

1.503.366 krónur verið skráðar vegna hlutdeildar í búrekstrinum með I. Sóknaraðili

staðhæfir að þrátt fyrir þetta hafi í raun ekki átt sér stað neinar greiðslur til hans heldur

hafi nefnd skráning á skattframtalinu verið með þessum hætti gerð vegna upplýsinga

frá skattayfirvöldum úr framtali I. Hann staðhæfir að það sama hafi átt við á árunum

2010-2012.

Sóknaraðili tíundar í málavaxtalýsingu hin næstu ár þannig:

Á árinu 2010, var tekjuskattsstofn kr. 1.663.902, þar af 1.595.150,- skráðar

vegna hlutdeildar í rekstri með I. (dskj. 12) Sambærileg staða og vegna ársins 2009,

þ.e. engar greiðslur fóru fram til sóknaraðila.

Á árinu 2011 var tekjuskattsstofn kr. 1.746.662,-, þar af 1.602.321, vegna

hlutdeildar í rekstri með I. (dskj. 13) Greiðslur fóru ekki fram frá búi I til sóknaraðila,

þrátt fyrir skráninguna.

Á árinu 2012 var tekjuskattsstofn kr. 1.047.902, þar af 914.269, skráð vegna

hlutdeildar í landbúnaðarskýrslu I. (dskj. 14) Greiðslur fóru ekki fram frá búi I til

sóknaraðila, þrátt fyrir skráninguna.)

Page 8: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

8

Á árinu 2013 var tekjuskattsstofn kr. 1.954.803. (dskj. 15) Það ár var

landbúnaðarframtali skilað af sóknaraðila, en ekki vísað til hlutdeildar í rekstri I.

Tekjur eru að meginstofni til vegna reiknaðs endurgjalds og hreinna tekna af búrekstri

sóknaraðila.

Á árinu 2014 var tekjuskattsstofn kr. 3.001.401. (dskj. 16)

Landbúnaðarframtali skilað af sóknaraðila.

Sóknaraðili bendir á að skattframtöl I vegna áranna 2013-2015, þ.e. vegna

tekjuáranna 2012-14, liggi fyrir á dskj. 17-19, en hann lýsir þeim m.a. þannig:

Í skattaframtali I, landbúnaðarframtali, frá 2013, er allur hagnaður

búrekstrar á […] skráður sem hreinar tekjur A vegna hlutdeildar hans í rekstri.

(Framtalið fylgdi með skiptabeiðni til héraðsdóms) Hlutdeild hans í rekstri er

samkvæmt því 100%. Sambærilegt fyrirkomulag tíðkaðist aftur til tekjuársins 2009,

Sóknaraðili segir í málavaxtalýsingu sinni að hann telji nauðsynlegt að eldri

landbúnaðarframtala I verði aflað og bendir á að á meðan landbúnaðarframtal hafi

verið gert á nafni I hafi reikningar og viðskipti sem hann hafi staðið fyrir verið færð

inn á framtal og í bókhald hennar.

14. Sóknaraðili staðhæfir að frá árinu 2009 hafi I fengið greiddar 20-25 milljónir

króna vegna ofannefnds beingreiðsluréttar, og þá vegna búskapar og vinnu hans. Þar

um vísar hann m.a. til yfirlits MAST, dags. 2.11.2016, yfir beingreiðslur, dskj. nr. 20.

Sóknaraðili staðhæfir að forsenda þessara greiðslna hafi verið ásetningur búfjár og

búrekstur hans og liggi þannig ekki annað fyrir en að bú I hafi notið góðs af framlagi

hans, en jafnframt hafi ekki nokkrar ráðstafanir verið gerðar til þess að hnekkja

fyrrnefndri skráningu hans á bústofni hjá MAST eða varðandi breytingu á því hvert

afurðirnar voru innlagðar.

Sóknaraðili bendir á að hann hafi að þessu leyti sett fram meginsjónarmið sín

í bréfi, dags. 17. nóvember 2015, sbr. dskj. 21, en jafnframt vísar hann til eigin bréfs,

dags. 30. janúar 2017, og þá um nánari atvik málsins, sbr. dskj. 22.

Page 9: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

9

15. Sóknaraðili vísar til þess að við störf skiptastjóra hafa nokkur ágreiningsefni verið

sett niður. Þá vísar hann til þess að ágreiningslaust virðist vera að hann sé eigandi véla

og tækja sem keypt hafa verið að […] hin síðustu árin, en að dánarbúið eigi á móti hin

eldri tæki.

Sóknaraðili staðhæfir að hinn fyrrgreindi og sérskráði beingreiðsluréttur hans

sé óumdeildur.

16. Sóknaraðili staðhæfir að við störf nefnds skiptastjóra hafi komið fram

upplýsingar um færslur fjármuna til hluta erfingja sem orkað hafi tvímælis í ljósi þess

að I hafi setið í óskiptu búi. Hann bendir á að slík tilvik geti skipt máli að því er varðar

eignastöðu bús og forsendur til útlagningar eigna, sbr. að því leyti bókun hans á

skiptafundi þann 1. febrúar 2016, sbr. dskj. 23.

Sóknaraðili staðhæfir að í samræmi við ofangreint liggi fyrir upplýsingar um

að varnaraðilinn E skuldi dánarbúinu töluverðar fjárhæðir og/eða hafi fengið gjafir.

Sóknaraðili bendir sérstaklega á í þessu sambandi að I hafi keypt dráttarvélina […] á

árinu […], en að vélin hafi verið notuð til búskapar hjá nefndum varnaraðila á jörðinni

[…] í […], án nokkurra fjárhagslegra hagsbóta fyrir hið óskipta bú I, sbr. skattframtal

ásamt eignaskrá og landbúnaðarframtal frá árinu 2010, vegna tekjuársins 2009, sbr.

dskj. 24. Þá hafi nefnd dráttarvél verið seld nefndum varnaraðila á árinu 2014, sbr.

eignaskrá skattframtals 2015, dskj. 25, bls. 5, en kaupverðið hafi verið tilgreint

5.000.000,- en engar upplýsingar liggi fyrir um hverjum það hafi verið greitt eða hvort

það hafi verið greitt.

IV

Málsástæður sóknaraðila.

1. Krafa vegna erfðaskrár.

Sóknaraðili tekur undir sjónarmið skiptastjóra, sbr. skiptafund dags. 6. mars

2018, og vísar til þess að í kröfu hans felist m.a. að áðurrakin erfðaskrá verði ekki

talin gild að hluta, heldur skuli hún talin ógild með öllu.

Sóknaraðili byggir á því að fasteignin […] og aðrar eignir sem erfðaskráin og

viðauki hennar vísa til séu hjúskapareignir í samræmi við ákvæði hjúskaparlaga nr.

31/1993, einkum 55. gr., en í lagagreininni sé með tæmandi hætti talið hvernig

séreignir hjóna geta myndast.

Page 10: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

10

Sóknaraðili byggir á því að gjafaafsalið frá 27. ágúst 1996 geti ekki að lögum

gert eignina […]að séreign I. Og í ljósi þessa verði við mat á nefndri erfðaskrá að

kanna hvort I hafi farið út fyrir heimild sína til arfleiðslu með erfðaskrá og viðauka

við hana, sbr. 20. gr. erfðalaga nr. 8/1962, en þar segir:

Maki, sem situr í óskiptu búi, getur aðeins ráðið yfir sínum hluta úr búinu með

erfðaskrá. Honum er heimilt að ráðstafa einstökum munum innan þessara

eignarmarka, ef það gengur ekki í berhögg við fyrirmæli hins látna maka samkvæmt

2. mgr. 36. gr.

Stefnandi byggir á því að einnig beri að líta til ákvæða 2. mgr. 19. gr. erfðalaga,

þar sem segir:

Nú fara skipti fram eftir lát beggja hjóna, og fellur þá niður lögmæltur

erfðaréttur hins langlífara eftir hið skammlífara. Nú er skipt eftir lát beggja hjóna, og

leitt er í ljós, að enginn á tilkall til arfs eftir það hjóna, sem fyrr lést, og renna eignir

bús þá til erfingja þess, er síðar féll frá. Ef engir erfingjar þess, er síðar féll frá, eru

á lífi, hverfa eignir bús með sama hætti til erfingja þess hjóna, er fyrr lést.

Sóknaraðili byggir á því að í ljósi framangreinds verði að líta til þess hvort

eignir, sem ráðstafað hafi verið með erfðaskránni og viðauka hennar, hafi farið fram

úr 1/6 af heildareignum hins óskipta bús.

Sóknaraðili byggir á því að ætla verði að fasteignin […] hafi meira verðgildi

en sem nemur 1/6 hluta af eignum hins óskipta bús. Því til stuðnings bendir hann á

verðmat, dags. 14.12.2016, sem skiptastjóri hafi aflað, sbr. dskj. 27, en þar sé verðmat

[…] talið vera 10 milljónir af samtals 45 milljóna króna sameiginlegu verðmati […]

og […].

Sóknaraðili lætur þess getið að hann telji forsendur verðmatsins vegna […]

ekki réttar, enda hafi þar ekki verið tekið tillit til mannvirkja/framkvæmda sem hann

eigi á […].

Sóknaraðili byggir á því, sbr. síðar, að ráðstöfun […], sem taki til meira en 1/6

hluta eigna hins óskipta bús, sé andstæð 35. gr. erfðalaganna um takmörkun á

arfleiðsluheimild þar sem niðjar eru lögerfingjar. Í ljósi þessa geti erfðaskráin ekki

komið til framkvæmda, en hún sé og rengjanleg að því er varði fasteignina […] í heild.

Sóknaraðili byggir á því að framangreind staða fasteignarinnar […] sem

hjúskapareignar feli jafnframt í sér að I hafi byggt efni nefndrar erfðaskrár svo og

viðauka hennar á rangri forsendu. Sóknaraðili bendir á að í erfðaskránni vísi

Page 11: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

11

arfleifandinn til gjafaafsalsins frá 27. ágúst 1996. Þannig sé þar vísað til þeirrar

forsendu að eignin hafi verið séreign hennar. Sú forsenda hafi hins vegar verið röng

og því sé erfðaskráin véfengjanleg í heild. Sóknaraðili byggir á því að óvíst sé hvort I

hafi viljað ráðstafa eigninni hefði hún gert sér ljóst að um hjúskapareign væri að ræða.

Sóknaraðili bendir á að það veki sérstaka athygli að í afsalinu frá 27. ágúst

1996 sé vísað til íbúðarhússins á […], skemmu og landspildu, með sérstakri lýsingu

landamerkja. Ekki sé fjallað um beingreiðslurétt sem hafi verið skráð á […] en nýtt

með […]. Sóknaraðili byggir á því að gjafaafsalið vísi þannig ekki til þessa réttar,

heldur fylgi hann […], sem […] hafi upphaflega verið stofnað úr, en um nánari

skráningu beingreiðsluréttar vísar hann til bréfs MAST, dags. 4.11.2015, á dskj. 30.

2. Ábúðarréttur og önnur réttindi sóknaraðila.

Sóknaraðili mótmælir afstöðu skiptastjóra til krafna hans um ábúðarrétt,

stofnun sameignar eða um launakröfur hans til þrautavara. Hann staðhæfir að í afstöðu

skiptastjóra felst að sóknaraðili standi eftir allslaus eftir 20 ára ástundun búskapar á

[…].

Sóknaraðili bendir á að ábúð merki í ábúðarlögum nr. 80/2004 afnotarétt af

jörð eða jarðarhluta til búrekstrar eða annars atvinnurekstrar á sviði landbúnaðar með

réttindum og skyldum samkvæmt lögunum. Sóknaraðili byggir á því að hann hafi

einmitt haft slík afnot af […].

Sóknaraðili byggir á og áréttar að frá árinu 2004 hafi bústofninn á […] verið

skráður eign hans hjá MAST og/eða í fjárbókhaldi. Þá hafi nýir gripir í bústofninum

verið markaðir hans marki, enda hafi þar verið um að ræða afrakstur vinnu og

fjárfestingar hans. Sóknaraðili áréttar að hann hafi ekki fengið greidd laun frá búinu

frá því að hann tók við rekstri þess á árinu […]. Ásetningur hans, þ.e. búfé, sem hafi

verið skráð sem eign hans, hafi og verið grundvöllurinn að því að I, sem eigandi

jarðarinnar […], hafi fengið til sín fyrrnefndar beingreiðslur.

Sóknaraðili byggir á því að hann hafi staðið fyrir endurbyggingum og viðhaldi

fasteigna á […]. Um hafi verið að ræða nauðsynlegar úrbætur og án þeirra hefði ekki

verið hægt að viðhalda búvöruframleiðslu á […]. Hann staðhæfir að framkvæmdirnar

hafi verið sem hér segir:

Page 12: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

12

• Endurbætur á kálfahúsi/hlöðu. Byggt nýtt frá grunni, 2008. (108 fm. Skráð sem

votheysgryfja)

• Endurbætur á fjósi og mjólkurhúsi fá árunum 2002-2004. (sóknaraðili keypti það

sjálfur)

• Endurbætur á litla fjósi, sem fóru fram á árinu 2000. (m.a. skipt um allar

innréttingar)

• Endurbætur á íbúðarhúsi hafa verið unnar jafnt og þétt.

• Steyptar hafa verið plötur í fjárhúskjallara, nautahús, verkfærageymslu,

fjárhúshlöðu og fjárhúskjallara í svokölluðum ,, […]“.

• Allt viðhald á girðingum og ræktun á […].

Ofangreindu til sönnunar vísar sóknaraðili til framlagðra mynda og þá m.a.

varðandi ástand kálfahúss/hlöðu, einnig fjóss, mjólkurhúss, litla fjóss fyrir og við

framkvæmdir, en einnig vettvangsferðar dómsins við aðalmeðferð máls þessa. Auk

þessara framkvæmda hafi hann keypt búvélar vegna nauðsynlegs búrekstrar á

jörðinni.

Sóknaraðili vísar til þess að frá ársbyrjun 2009 hafi hann haft 121,2 ærgildi sem

sérskráðan beingreiðslurétt, sem hann hafi keypt, en af þeim sökum fái hann

viðeigandi greiðslur. Hann vísar til fyrri umfjöllunar um eignarhald á nefndum

beingreiðslurétti, en bendir jafnframt á að í verðmati á […] hafi hann ekki réttilega

verið talinn með sem réttindi sem fylgi jörðinni.

Sóknaraðili bendir á að frá árinu 2009 hafi verið skráð á tekjusíðu skattframtals

hans hlutdeild í rekstri í búrekstrinum á […], en með því hafi verið vísað til tekna

hans af beingreiðslurétti og annarra tekna. Samkvæmt upplýsingum frá bókhaldara

sóknaraðila hafi ástæðan fyrir þessari skráningu verið sú að í skattframtali I hafi verið

skráð að hann ætti hlutdeild í rekstri hennar, og að þannig hafi tekjustofn sóknaraðila

á árunum 2009-2012 verið skráður rétt um 1-1,5 milljónir króna. Af hálfu sóknaraðila

er vísað til þess að nefnd skráning hafi verið gerð fyrir tilstuðlan I, en engar greiðslur

hafi þó runnið til hans, og því hafi skattkort hans (skattaafsláttur) verið nýtt í

persónulega þágu I til aukningar ráðstöfunarfjár.

Sóknaraðili bendir á að í landbúnaðarframtali I fyrir árið 2013 vegna tekjuársins

2012 komi fram að hreinn hagnaður rekstrar hafi verið 914.269 krónur. Hafi sú

fjárhæð öll verið skráð sem tekjuskattsstofn sóknaraðila, sem hreinar tekjur hans, sbr.

Page 13: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

13

færslu á sundurliðunarblaði í reit 4400. Þar hafi þannig sama fjárhæð verið færð sem

hlutdeild sóknaraðila, þ.e. 100% af hagnaði. Sama fyrirkomulag hafi verið í

framtölum áranna 2009, 2010 og 2011.

Sóknaraðili byggir á því að með því að I hafi í landbúnaðarframtölum sínum,

a.m.k. frá árinu 2009, skráð 100% af hagnaði rekstrarins sem hlutdeild hans í

búrekstrinum, felist í því viðurkenning á stöðu hans sem ábúanda. Í öllu falli felist í

þessu viðurkenning á hlutdeild hans í rekstri. Að öðrum kosti hefði borið að reikna

honum laun og greiða honum þau lögum samkvæmt. Sóknaraðili byggir á því að verði

ekki með réttu talið að hann hafi haft aðild að búrekstri á […] og þá stöðu sem ábúandi

sé sýnt að fjölmargar reglur vinnuréttar hafi verið brotnar á honum.

Sóknaraðili bendir á að verði fallist á kröfu hans um viðurkenningu á ábúðarrétti

komi til uppgjörs á viðhaldi og eignaaukningu ábúanda eftir reglum ábúðarlaga og

þurfi ekki að setja fram sérstaka kröfu vegna slíks, sbr. einkum ákvæði 41. gr.

ábúðarlaga um mat á eignum og endurbótum ábúanda.

Sóknaraðili byggir á því að á árunum 2010 og 2011 hafi átt sér stað samskipti milli

hans og I, og þá um stöðu hans, sbr. framlagt bréf nafngreinds lögmanns I, dags. 24.

mars 2011, (dskj. 41). Og þar hafi m.a. verið tekið svo til orða:

I segir fullan vilja til þess að A sé rekstraraðili að búinu og fái innkomu af því

eins og verið hefur og óskar hún eftir hans hugmyndum og nánari útlistun á því

hvernig best verði að því staðið.

Sóknaraðili byggir á því að í ofannefndu bréfi komi fram

grundvallarmisskilningur um réttarstöðu óskipts bús I, og þá um að hann hafi ekki

getað átt bústofn, endurbætur og annan afrakstur af vinnu sinni frá árinu 1998.

Sóknaraðili bendir á að með bréfi lögmannsstofu sem gætt hafi hagsmuna hans í

nefndum samskiptum, dags. 8. apríl 2011, hafi verið skorað á I að leiðrétta skráningu

eigna og fjalla um framtíð búrekstursins á […], sbr. dskj. 42. Sóknaraðili staðhæfir að

þrátt fyrir greind samskipti hafi ekki verið gengið frá máli þessu með formlegum hætti

og byggir hann á því að af því megi álykta að jarðareigandinn hafi unað vel við lýstar

aðstæður og þá þannig að hann hafi verið með búrekstur á […]jörðinni og haft tekjur

af þeim rekstri og að þeir fjármunir rynnu með réttu til hans, a.m.k. að einhverju

marki.

Page 14: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

14

Sóknaraðili vísar til þess að frá árinu 2013 hafi greiðslur vegna mjólkurafurða

búsins verið lagðar inn hjá honum og hafi það komið fram í landbúnaðarframtali.

Tekjur af beingreiðslurétti hafi hins vegar runnið til I, en aftur á móti hafi sóknaraðili

greitt lögákveðið búnaðargjald, sbr. lög nr. 84/1997. Hið sama hafa gilt vegna ársins

2014, en þá hafi og greiðslur vegna sauðfjárafurða einnig verið lagðar inn hjá

sóknaraðila, og hann þá áfram verið greiðandi búnaðargjaldsins.

Sóknaraðili byggir á því að verði litið svo á að I hafi með samskiptum sínum,

eða með öðru formi sem talist hafi ígildi samnings, staðið í vegi fyrir því að

sóknaraðili nyti stöðu sem ábúandi, eigandi búfjár eða rétthafi annarra réttinda vegna

vinnu og fjárframlaga sinna, þá beri að líta fram hjá slíku, með vísan til 31. gr. laga

um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936. Sóknaraðili byggir á því

að ljóst megi vera að hann hafi verið háður I, í ljósi vinnuframlags hans, sem ekki hafi

verið greitt fyrir, en hann hafi vegna aðstæðna sinna og eigin búfjárhalds ekki getað

horfið frá rekstrinum á […].

3. Um eignarhald á bústofni.

Sóknaraðili hafnar niðurstöðu skiptastjóra varðandi eignarhald á bústofni og

telur rökstuðninginn að baki þeirrar ákvörðunar ekki standast.

Sóknaraðili byggir á því að allur bústofn á […] sé í hans eigu. Eignarhaldið

hvíli m.a. á skrám MAST. Sóknaraðili bendir á að frá árinu 2005 hafi hann verið

skráður búfjáreigandi hjá MAST, sbr. skrár frá 2005-2015, á dskj. 31. Nákvæmar

upplýsingar um fjölda fjár og nautgripa komi fram á skýrslunum, sbr. haustskýrslu

dagsetta 25.2.2015, þ.e. lokasíðu á dskj. 31, en hann sé þar skráður eigandi 26

nautgripa og 252 sauðkinda.

Sóknaraðili vekur athygli á því að í skattframtölum i, á árunum 2013, 2014 og

2015, sé bústofn á […] talinn upp sem hennar eign. Sérstaklega bendir hann á að sami

fjöldi gripa sé talinn upp vegna allra áranna, en að það sé ekki í samræmi við skráðan

bústofn hjá Matvælastofnun.

Sóknaraðili vísar til þess að fyrir árið 1998 hafi hann átt nokkrar kindur á […],

en hann byggir á því að hluti nefnds bústofns sé beinlínis afkomendur þessa sauðfjár.

Þannig hafi frá nefndu ári bústofn í raun verið endurnýjaður með vinnu og búrekstri

hans og nýir gripir orðið eign hans. Bústofninn beri fjármörk og merki sóknaraðila,

en þar um vísar hann til Landsmarkaskrár varðandi upplýsingar um búfjármark hans,

Page 15: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

15

sbr. dskj. 32. Skorar sóknaraðili á varnaraðila að upplýsa um hvort greind málsatvik

séu dregin í efa.

Sóknaraðili vísar til áðurrakinnar málavaxtalýsingar og áréttar að hann hafi

staðið fyrir búrekstri á […] frá árinu […] , en hafi ekki fengið launagreiðslur fyrir þá

vinnu. Sóknaraðili byggir á því að hann hafi á grundvelli vinnu sinnar og annarra

framlaga til búrekstrarins orðið eigandi að nýjum gripum í hjörðinni. Frá árinu 2004

hafi hann þannig verið skráður eigandi alls sauðfjár í fjárbókhaldi. Þessu til staðfefstu

bendir hann á útprentun af númerum gripa í bústofninum og þá úr forritinu Fjárvís og

úr nautgriparæktarforritinu Huppu frá árinu 2017, en þar komi m.a. fram að elstu

gripirnir í hjörðinni séu frá árinu 2008. Þar komi og fram færslur um keypta gripi.

Að því er varðar eignarhald á nýjum gripum vísar sóknaraðili til meginreglna

eignarréttar um viðskeytingu og smíði, sem hann segir að feli m.a. í sér að framleiðsla

feli í sér stofnun eignarréttar á nýjum gripum. Sóknaraðili áréttar og byggir á því að

hann hafi ekki fengið greiðslur fyrir vinnu sína og önnur framlög, en því hafi

afraksturinn orðið eign hans.

Sóknaraðili vísar máli sínu til stuðnings til 64. gr. laga um afréttarmálefni,

fjallskil o.fl. nr. 6/1986, um að mark helgi markeiganda eignarrétt nema sannist að

annar eigi, en hann áréttar að allt sauðfé á […] sé markað hans marki.

Sóknaraðili byggir á því að I, og e.t.v. aðrir ráðgjafar hennar, hafi misskilið

þýðingu þess að hún sat í óskiptu búi skv. 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. skyldu til

að viðhalda eignum búsins, sbr. 17. gr. Sú staða feli heldur ekki í sér að eignarhald

bústofns og staða búrekstrar á jörðinni hafi verið óbreytanleg. Sóknaraðili bendir á að

í megindráttum hafi fjárstjórn I verið góð, enda megi ljóst vera að með búrekstri

sóknaraðila hafi henni verið tryggðar verulegar tekjur án vinnuframlags. Sóknaraðili

staðhæfir að frá árinu 2009 hafi I t.a.m. fengið greiddar um 25 milljónir vegna

beingreiðslna af búrekstri hans.

Sóknaraðili bendir á að á árinu 2014 hafi hann keypt 8 nautgripi frá […] í […],

sbr. dskj. 36. Á árinu 2015 hafi hann einnig keypt 5 nautgripi frá […] í […], sbr. dskj.

37. Þá hafi hann keypt kýr og fleiri nautgripi fyrir þennan tíma, líkt og reikningar á

nafni hans beri með sér.

Sóknaraðili byggir á 16. kapítula Kaupabálks Jónsbókar, þar sem m.a. kemur

fram: Nú selr maðr kýr á leigu eða annat búfé, þá skal sá ábyrgjast at öllu er hefir,

nema við bráðasótt ok lungnasótt, kelfing eða lambburð, aldri eða lýstr reið. En þó

Page 16: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

16

at alla ábyrgð skili þeim á hendr er leigir, þá skal þat eigi haldast. Engi skal kú eða

annat kvikfé leiga lengr en lifir, nema hann drepi sjálfr.

Sóknaraðili byggir á því að að því marki sem hann hafi tekið við bústofni hins

óskipta bús I á árinu 1998 og hafi síðan starfað við búreksturinn kauplaust og nær

einn, keypt vélar, lagað framlög til búsins, þá teljist það andstætt hinni fornu lagareglu

að nýir gripir í bústofninum séu eign óskipts bús I. Hann byggir á því að nefnd

lagaregla eigi við þar sem engar sönnur séu um að hann hafi verið launamaður hjá I í

búrekstrinum á […].

Sóknaraðili byggir á ákvæðum hefðarlaga nr. 46/1905, einkum 1. gr. Vísar

hann til þess að einstakir gripir bústofns á […], sem óbornir hafi verið á árinu 1998,

hafa verið í vörslum hans. Hann geti því unnið á þeim eignarrétt fyrir hefð í ljósi

lagareglna, enda hafi honum ekki verið falin umsjón þeirra gripa sem launamaður.

Jafnframt vísar sóknaraðili til 5. gr. hefðarlaganna, um að núlifandi gripir að […] séu

arður af eldri gripum, og verði honum ekki gert að skila þeim arði.

Sóknaraðili vísar að lokum til sjónarmiða um að það falli undir óréttmæta

auðgun verði það niðurstaðan að dánarbú I sé eigandi að bústofninum á […], en að

því leyti áréttar hann ofangreind sjónarmið, þ. á m. að með því móti hafi dánarbúið

eignast arð af svo til endurgjaldslausri vinnu hans allt frá árinu […].

4. Varakrafa um réttindi sóknaraðila og stofnun sameignar.

Sóknaraðili vísar til þess að verði ekki fallist á kröfu hans um ábúðarrétt og/eða

eignarhald á bústofni hafi hann uppi þá varakröfu að viðurkennt verði að stofnast hafi

til sameignar hans og dánarbúsins. Í því tilfelli geri hann ráð fyrir að á síðari stigum

megi afla matsgerðar um nákvæma hlutdeild og verðmæti sameignarhluta hans.

Sóknaraðili byggir nefnda kröfu á meginreglum um sameign, þ.e. að með

stofnun og byggingu nýrra eigna/verðmæta á […] eða viðhaldi eignarinnar, allt frá

árinu 1998, beri að líta til framlags hans. Hann hafi í raun ráðstafað allri starfsgetu

sinni í 365 daga á ári í um 20 ár til búrekstrar á […]. Jafnframt hafi hann ráðstafað

tekjum frá því að hann vann utan búsins, til búrekstrarins, m.a. til uppbyggingar og

viðhalds mannvirkja.

Um beitingu meginreglna um stofnun sameignar vísar sóknaraðili m.a. til

dómaframkvæmdar um eignamyndun í sambúð, en einnig vísar hann til

lagasjónarmiða um félagsbú, sbr. 25. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Bendir hann á að

Page 17: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

17

félagsbú sé í raun sérstakt sameignarform í búskap, en þar um vísar hann einnig m.a.

til afstöðu I, sem fram hafi komið í áðurnefndum skattframtölum hennar.

Sóknaraðili vísar um ofangreint til meginreglna eignarréttar um viðskeytingu

og smíði, enda hafi ný mannvirki og nýir gripir í bústofninum orðið til vegna vinnu-

og fjárframlags hans og því beri honum eignarréttindi á þeim eignum í samræmi við

það.

Loks vísar sóknaraðili varðandi varakröfu og henni til stuðnings til

meginreglna um óréttmæta auðgun og þá í ljósi vinnu- og fjárframlaga hans og þá

varðandi eignastöðu hins óskipta bús I. Hann hafi þar ekki notið nokkurra réttinda

sem launamaður. Því beri að leggja til grundvallar að fjárverðmæti sem hann hafi í

raun tapað teljist eign hans.

Sóknaraðili vísar til þess að viðurkenningarkrafa hans hvíli á því að

hlutfallsleg skipting eigna í mannvirkjum og bústofni verði ákveðin af matsmanni.

Viðurkenningarkrafan hvílir hins vegar á því að forsendur þeirrar matsvinnu verði

staðfestar með dómi.

5. Þrautavarakrafa um réttindi sóknaraðila – launakrafa.

Sóknaraðili byggir á því að verði ekki fallist á ofangreindar kröfur hans verði

staða hans ekki metin öðruvísi en svo að hann hafi verið bústjóri á […]búinu. Höfnun

skiptastjóra á fyrrnefndum kröfum hafi fyrst gefið sóknaraðila tilefni til þess að setja

fram kröfu um greiðslu launa. Og að því er varði sjónarmið um fyrningu vísar

sóknaraðili til 10. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007, sem tekið hafi gildi 1. janúar 2008.

Sóknaraðili hafi þannig ekki haft tilefni til þess að setja fram launakröfu sína eða að

álíta sig launamann á […], en að því leyti áréttar hann að hann sé skráður eigandi

bústofns á jörðinni, en einnig hafi hann keypt vélar, ráðstafað vinnutíma sínum og

tekjum af vinnu utan bús, til uppbyggingar á jörðinni.

Sóknaraðili vísar til þess að launakrafa hans taki yfir lengra tímabil, og þá frá

árinu 2008, og nái hún allt til 31. desember 2015, en frá því tíma hafi sóknaraðili haft

stöðu sem sjálfstæður rekstraraðili með samkomulagi við skiptastjóra dánarbúsins.

Um nánari rökstuðning fyrir launakröfunni vísar sóknaraðili til þess að á […]

hafi um árabil verið rekið mjólkurbú, en það hafi þýtt að hann hafi innt vinnu sína af

hendi 365 daga ársins. Að auki sé rekið sauðfjárbú á jörðinni, sem kallað hafi á

verulegt vinnuframlag á ákveðnum árstímum.

Page 18: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

18

Í ljósi ofangreinds beri sóknaraðila sem launamanni að fá greidd lögbundin

lágmarkskjör í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga. Hann rökstyður og

sundurliðar nefnda kröfugerð nánar og segir: Byggt er á kjarasamningum

Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands, sem eru opinberir. Lagðir

eru fram samningar frá 1. maí 2008-30. nóvember 2010, sbr. dskj. 43, og samning frá

1. júní 2011 til 21. janúar 2014, dskj. 44. Miðað er við 10. launaflokk í launatöflu og

hæsta launaþrep í ljósi starfsaldurs. Miðað er við 8 klst. vinnudag, alla daga ársins.

Dagvinnukaup á virkum dögum, ella yfirvinna eða eftir atvikum stórhátíðarkaup. Ekki

er miðað við frítökurétt, sem mætir þá tilfallandi frídögum ef einhverjir hafa verið.

Orlof er reiknað 13,04%. Tekið er tillit til þess hvort frídagar og stórhátíðardagar

lenda á helgum eða virkum dögum. Ekki er tekið tillit til launatengdra gjalda. Krafa

er ekki dráttarvaxtareiknuð. Þá er varðandi frádrátt vegna húsnæðis miðað við 760

kr/dag, sbr. kjarasamning. Sundurliðun kröfu eftir árum kemur fram á dskj. 45.

Samtals kröfufjárhæð er kr. 39.118.956,-. Frá þeirri fjárhæð dragast kr. 2.496.600,

vegna húsnæðiskostnaðar. Samtals krafa er því kr. 36.622.356,-. Jafnframt dragast

frá launagreiðslur sem A hafa sannanlega verið greiddar, enda verði gerð grein fyrir

slíku af hálfu varnaraðila með gögnum.

Sóknaraðili vísar til vara til lagasjónarmiða samkvæmt eldri dómaframkvæmd

um réttarstöðu við sambúðarslit, þar sem dæmd hafi verið svokölluð ráðskonulaun.

Og eins og í slíkum málum bendir hann á að hann hafi unnið að uppbyggingu eigna

og við verðmætasköpun hvað sem liðið hafi formlegri skráningu á eignarhaldi

umþrættra eigna. Á grundvelli vinnuframlaga og annarra framlaga til búrekstrarins á

[…] verði þannig að ákvaðra fjárhæð launagreiðslna honum til handa. Slík

launaákvörðun geti og verið að álitum enda innan marka kröfugerðar.

6. Útlagningarréttur sóknaraðila og varnaraðila.

Sóknaðili krefst viðurkenningar á forgangsrétti til þess að leysa til sín jörðina

[…], sbr. ákvæði 1. og 2. mgr. 36. gr. laga nr. 20/1991, og því beri að hnekkja

áðurlýstri ákvörðun skiptastjóra þar um.

Sóknaraðili bendir á að hann hafi átt lögheimili á nefndu lögbýli og hafi svo

verið alla hans ævi. Á þeim tíma hafi hann og ætíð uppfyllt skilyrði lögheimilislaga

fyrir lögheimilisskráningu, þ.e. um raunverulega búsetu á jörðinni. Þá hafi hann einn

haft með höndum búskap á jörðinni allt frá árinu […]. Hann hafi því augljósan

Page 19: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

19

forgangsrétt gagnvart öðrum erfingjum til útlagningar, með vísan til allra gagna

málsins.

Þá byggir sóknaraðili á því að þessu geti ekki verið öfugt farið og byggir hann

aðallega á því að varnaraðilar geti ekki með réttu átt útlagningarrétt í ljósi forgangs

hans samkvæmt áðurnefndri lagagrein, 1. mgr. 36. gr. laga nr. 20/1991. Til vara vísar

sóknaraðili til sjónarmiða skiptastjóra um höfnun á útlagningarrétti varnaraðilum til

handa, en fyrir liggi að skilyrði til slíks séu ekki uppfyllt, og að auki sé kröfugerð

varnaraðila um þetta atriði óútskýrð og ósamræmanleg, en virðist helst byggjast á því

að fyrrgreind erfðaskrá vegna […]eigna og spildu haldi gildi sínu, en jafnframt að þeir

til samans eigi útlagningarrétt á sömu eign.

Undir rekstri málsins var af hálfu sóknaraðila skorað á varnaraðila að leggja

fram upplýsingar um greiðslur I til sóknaraðila frá árinu […], sem geta talist

endurgjald fyrir vinnu hans. Jafnframt var af hans hálfu skorað á varnaraðila að

upplýsa um hvort þeir dragi í efa að allt sauðfé á […] sé markað með

fjármarki/mörkum hans og loks var af hans hálfu skorað á varnaraðila að upplýsa um

hvort einhver þeirra hefði tekið við greiðslum frá I í október 2013, að fjárhæð kr.

1.436.000,-, 1.079.000,- og 4.000.000,- eða hluta þeirra fjármuna, sbr. fundargerð

skiptafundar frá 1. febrúar 2016, á dskj. 23.

Um lagarök vísar sóknaraðili til laga um skipti á dánarbúum nr. 20/1991, en

einnig vísar hann til ábúðarlaga nr. 80/2004, einkum 9. gr., og til laga um hefð nr.

46/1905. Þá vísar hann til meginreglna eignarréttar, s.s. um stofnun eignarréttar, um

viðskeytingu og smíði og reglna um stofnun sameignar. Loks vísar hann til

meginreglna vinnuréttar og kröfuréttar um rétt til endurgjalds fyrir vinnu, s.s. 7. gr.

laga nr. 80/1938 og um ólögmæta auðgun. Um málskosnað vísar hann til 129. og 130.

gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

V.

Málsástæður varnaraðila.

1. Krafa vegna erfðaskrár.

Varnaraðilar viðurkenna í málatilbúnaði sínum að ekki liggi fyrir gögn um að

gengið hafi verið með réttum hætti frá því að fasteignin […] yrði á sínum tíma séreign

Page 20: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

20

I, enda liggi ekkert fyrir um að gengið hafi verið lögformlega frá gerð kaupmála um

eignina.

Varnaraðilar byggja á hinn bóginn á því að leggja beri til grundvallar að

áðurraktar erfðaskrár I séu gildar og því beri að miða við þær við dánarbússkiptin.

Þeir árétta að erfðaskrárnar hafi verið bókaðar í gerðabók sýslumanns og vottaðar af

fulltrúa hans sem lögbókanda. Þær séu þannig formlega rétt gerðar og öllum

formskilyrðum sem gilt hafi um erfðaskrár hafi verið fullnægt. Þá beri einnig að leggja

til grundvallar að I hafi verið hæf til að standa að gerð erfðagernings, enda liggi ekki

annað fyrir en að hún hafi haft alla burði til að skilja þýðingu slíkrar ráðstöfunar og

standa að henni.

Varnaraðilar vísa til þess að sóknaraðili virðist byggja kröfur sínar varðandi

erfðaskrárnar á því að með gerningunum hafi I farið út fyrir arfleiðsluheimild sína.

Hún hafi ráðstafað með erfðaskránum stærri hluta af eignunum en henni hafi verið

heimilt samkvæmt 35. gr. erfðalaganna.

Varnaraðilar andmæla þessum skilningi og túlkun og byggja á því að ekki liggi

fyrir í þeim gögnum sem skiptastjóri hafi kynnt varnaraðilum né í framlögðum

gögnum tölulegar upplýsingar um heildareignir búsins á þeim tíma sem erfðaskrárnar

voru gerðar, þ.e. veturinn 2006-7. Varnaraðilar byggja á því að við gerð nefndra

gerninga hafi andlög þau sem ráðstafað hafi verið með erfðaskránum verið innan

þeirra marka að vera 1/6 af heildarverðmætum í sameiginlegu búi I og J. Ekkert liggur

fyrir um annað og verði því að leggja þetta til grundvallar. Á sama hátt verði að leggja

til grundvallar að I hafi talið að þannig væri þessu háttað.

Varnaraðilar vísa til þess að þó svo að atvik kunni mögulega að hafa þróast þannig

á þeim árum sem liðið hafa frá gerð erfðaskránna, að verðmæti þeirra eigna sem

erfðaskrárnar taka til sé nú orðið meira en svo að rúmist innan

arfleiðsluheimildarinnar, þá valdi það ekki því að arfleiðslugerningana beri að virða

að vettugi. Til slíks standa engin lagaákvæði og slík túlkun fari algerlega í bága við

allar meginreglur og sjónarmið í erfðarétti.

Varnaraðilar vísa til þess að ekki liggur fyrir við skiptin frumvarp að skiptagerð

og því sé enn óljóst og umdeilt hverjar eignir tilheyri búinu. Töluleg samantekt liggi

þannig ekki fyrir og hafi slík skjöl ekki verið lögð fram. Þó liggi fyrir matsgerð

löggilts fasteignasala á líklegu verðmæti jarðeignanna […] og […]. Varnaraðilar

benda á að skiptastjóri hafi bókað um afstöðu sína til þessa atriðis á skiptafundi, dags.

Page 21: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

21

5. febrúar 2018: „Af verðmötum á fasteignum þá sé líklega leitt í ljós að I heitin hafi

farið út fyrir ráðstöfunarrétt sinn á 1/6 af eignum búsins“. Varnaraðilar vísa til þess

að hér séu forsendur skiptastjórans ekki afdráttarlausar heldur hafi hann orð um

líklega niðurstöðu. Varnaraðilar benda á að frá nefndum fundi hafi komið fram frá

báðum málsaðilum ábendingar um innheimtanlegar kröfur og þannig mögulegar

frekari eignir í búinu en skiptastjóri hafi byggt niðurstöðu og líkindamat sitt á. Byggja

þeir á því að því sé ósannað að með erfðaskránum hafi verið farið út fyrir

arfleiðsluheimildir og því séu ekki forsendur í málinu til þess að takast á um þetta

tölulega. Þannig liggi ekki fyrir eignalisti með fjárhæðum miðað við andlátsdag I og

því síður miðað við dagsetningu skiptagerðar.

Varnaraðilar vísa til þess að sóknaraðili virðist byggja kröfur sínar um ógildi

erfðaskránna á því að I hafi verið í einhverri villu um arfleiðsluheimild sína. Þeir

byggja á því að fyrir þessari röksemdafærslu sé ekki öðru teflt fram en því að í

áðurnefndu gjafaafsali segir að […] skuli vera séreign I. Hins vegar hafi ekki verið

gengið frá nefndu afsali með lögmæltum hætti, þ.e. að þetta yrði séreign, en af þeim

sökum verði að leggja til grundvallar að öllum hlutaðeigandi hafi verið ljóst að svo

hafi ekki verið. Varnaraðilar halda því enn fremur fram að þó svo að e.t.v. megi telja

að þarna hafi komið fram vísbending um að við gerð gjafaafsalsins á árinu 1996 hafi

staðið til að gera umrædda eign að séreign, þá sé ekkert sem bendi til þess að I hafi

ekki verið það fullljóst áratug síðar, þegar hún gerði erfðagerningana, að ekki væri um

séreign að ræða. Ekkert komi fram í þeim skjölum um að svo sé. Benda varnaraðilar

á að I hafi a.m.k. tvisvar átt fund með sýslumannsfulltrúa vegna þessara gjörninga og

því hljóti hún að hafa verið vel upplýst um réttarstöðu sína.

Varnaraðilar benda á ofangreindu til viðbótar, þ.e. við ofangreindar hugleiðingar

um hvað fyrir I hafi vakað, að þá sé til þess að líta að hún hafi haft möguleika á því

að skipta hinu óskipta búi J, en með því móti hafi hún sjálf getað tekið lögboðinn arf

eftir hann og þannig aukið möguleika sína til þess að ráðstafa arfi fram hjá

skylduerfingjum. Að þessu gættu verði að telja enn fjarstæðukenndara að byggja

andmæli gegn gildi erfðagerninganna á því að I hafi verið í villu um

ráðstöfunarheimildir sínar.

Varnaraðilar byggja á því að hér eigi að ráð úrslitum hver vilji I hafi verið með

erfðaskránum. Vilji I hafi verið alveg skýr um að varnaraðilinn E fengi […] og

ástæðan að baki þeim vilja liggi einnig fyrir, þ.e.a.s. að hún hafi talið að hann þyrfti á

Page 22: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

22

þessu að halda þar sem íbúðarhúsið á […] hafi verið ónýtt. Vegna þessa alls séu ekki

uppi þær aðstæður sem vísað sé til í 38. gr. erfðalaganna, að erfðaskrákvæði starfi af

misskilningi arfleiðanda og að rangar hugmyndir hans hafi ráðið úrslitum um efni

erfðaskrárinnar og hún skuli því ógild. Þvert á móti ber hér að gagnálykta frá téðu

lagaákvæði. Vilji I hafi verið skýr, hún hafi viljað hygla E að þessu leyti. Verði ekki

séð að neinu hefði breytt um þann vilja hvort hún hafi ætlað að ráðstöfunin rúmaðist

að öllu leyti innan arfleiðsluheimildar sinnar samkvæmt 35. gr. erfðalaganna.

Varnaraðilar byggja á því að í rauninni hafi alls enginn misskilningur verið á ferðinni

þegar nefndir erfðagerningar voru gerðir, en árétta enn fremur að þá hafi eignastaða

búsins verið með þeim hætti að ráðstöfunin hafi rúmast innan marka 35. gr.

erfðalaganna.

Varnaraðilar byggja á því að við túlkun á erfðagerningunum beri að horfa til þess

hvert markmið þeirra hafi verið, sbr. það sem þeir hafi rakið hér að ofan. Þeir benda

og á að samkvæmt skýrri meginreglu í erfðarétti beri að skýra erfðaskrá út frá vilja

arfleiðanda. Jafnframt sé það meginregla erfðaréttar að skýra beri erfðaskrá þannig að

hún haldi gildi sínu og sé framkvæmanleg eins og frekast sé unnt. Því gengi það í

berhögg við markmið I með arfleiðslunni ef fallist yrði á kröfu sóknaraðila í máli

þessu varðandi nefnda erfðagerninga.

Að því er varðar varkröfu sína um greint deiluatriði vísa varnaraðilar til þess að

fari svo að við dánarbússkiptin komi í ljós, þ.e. þegar allar tölur séu komnar fram, að

I hafi farið út fyrir afleiðsluheimild sína samkvæmt 35. gr. erfðalaganna, haldi

erfðaskrárnar engu að síður gildi sínu og sú eign sem þar hafi verið ráðstafað verði

lögð út til varnaraðilans E en þá gegn því að hann greiði dánarbúinu þá fjárhæð sem

muni um, og þá milli annars vegar þess sem I hafi verið heimilt að ráðstafa með

erfðaskrá og hins vegar verðmætis nefndra eigna. Varnaraðilar vísa til þess að

varakrafa þeirra að þessu leyti sé í raun studd sömu röksemdum og þegar hafa verið

raktar til stuðnings aðalkröfunni. Auk þess byggja varnaraðilar á því að ákvæði

erfðaskrárinnar gefi varnaraðilanum E rétt til að krefjast útlagningar nefndrar eignar,

enda eigi slíkt sér stoð í meginreglum skiptaréttar, sbr. ákvæði skiptalaga nr. 20 frá

1991, einkum 2. mgr. 36. gr.

2. Krafan um ábúðarrétt sóknaraðila og önnur réttindi.

Page 23: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

23

Varnaraðilar vísa til þess að um ábúð gildi ábúðarlög nr. 80 frá 2004, en

samkvæmt þeim sé skylt að gera samning um ábúð milli landeiganda og ábúanda.

Slíkur samningur hafi aldrei verið gerður í máli þessu. Þeir benda á að auk þess gildi

um réttarsambandið milli jarðeiganda og ábúanda ýmis ákvæði sem ekki eigi við um

stöðu sóknaraðila á […]. Í því sambandi benda varnaraðilar á ákvæði nefndra laga um

að semja eigi um greiðslu afgjalds fyrir ábúðina, en slíku sé ekki til að dreifa í máli

þessu, enda hafi sóknaraðili engar slíkar greiðslur innt af hendi til I. Þeir benda einnig

á að samkvæmt lögunum beri að kalla til úttektarmenn við upphaf ábúðar, en slíku

hafi ekki verið að heilsa í þessu máli. Þá sé það tiltekið í nefndum lögum að ábúanda

beri að reka búskap á jörð. Varnaraðilar byggja á því að fyrir liggi í þessu máli að

búskapurinn á […] hafi verið rekinn af I og að því leyti sem það hefur verið gert af

sóknaraðila hafi það verið án vitundar og samþykkis hennar.

Varnaraðilar byggja á því og þá í ljósi ofangreinds að staða sóknaraðila á […]

hafi alls ekki uppfyllt þau megineinkenni sem til staðar þurfi að vera til að unnt sé að

tala um ábúð.

Varnaraðilar andmæla öndverðum málatilbúnaði sóknaraðila algerlega, bæði

lýsingu á málavöxtum og eins lagarökum og málsástæðum.

Varnaraðilar byggja á því að allar endurbætur á húsum og mannvirkjum á […]

hafi verið gerðar á kostnað I þó svo að þær hafi etv. að einhverju leyti verið gerðar

með vinnuframlagi sóknaraðila, en þar hafi þá einnig fleiri aðilar komið að verki.

Varnaraðilar benda á að samkvæmt 14. gr. gildandi ábúðarlaga þurfi ábúandi

fyrirfram að afla skriflegs samþykkis landeiganda fyrir framkvæmdum, en slíku hafi

ekki verið til að dreifa í tilfelli sóknaraðila. Varnaraðilar byggja á því að þetta atriði

sé því til staðfestu um að sóknaraðili hafi ekki haft stöðu ábúanda en að auki fyrirgeri

vanræksla sem þessi algerlega rétti hans til að krefjast endurgjalds vegna framkvæmda

hans.

Varnaraðilar byggja á því að I, en einnig þeir, hafi ekki haft vitneskju um

annað en að hún ætti allan bústofninn á […] og þær breytingar sem þar kunni að hafa

orðið á hafi þannig ekki verið með vitund eða samþykki þeirra.

Varðandi launagreiðslur og kröfur sóknaraðila tengdar þeim staðhæfa

varnaraðilar að sóknaraðili hafi í raun fengið umtalsverðar greiðslur frá I. Sóknaraðili

hafi á hinn bóginn algerlega neitað því að nokkuð af því yrði gefið upp á sig, en þar

um vísa þeir til verka nafngreinds bókhaldara I. Af þessum sökum hafi verið brugðið

Page 24: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

24

á það ráð að gefa upp á sóknaraðila, og þá sem arð, þann rekstrarafgang sem hafi orðið

á búrekstri I og þá þannig að ekki færðist hagnaður á I og skerti ellilaun hennar, enda

í öllum tilvikum um það að ræða að greiðslur til sóknaraðila hafi náð a.m.k. þeim

fjárhæðum sem þannig hafi verið gefnar upp.

Varnaraðilar vísa til þess að svokallaðar beingreiðslur hafi runnið til I, og

byggja þeir á því að það bendi ekki til ábúðarstöðu sóknaraðila.

Varnaraðilar benda jafnframt á að fleiri en sóknaraðili hafi komið að

búrekstrinum á […], t.d. vegna smalamennsku og heyskapar. Þar hafi m.a. komið við

sögu varnaraðilinn E. Í ljósi þess mótmæla varnaraðilar því sem röngu og ósönnuðu

að sóknaraðili hafi einn staðið að þessum búskap.

Varnaraðilar benda loks á að í samningum við skiptastjóra um að sóknaraðili

annaðist búið á […] meðan skiptin stæðu yfir hafi ekkert komið fram um að hann

hefði ábúðarrétt eða að hann hafi litið þannig á stöðu sína.

3. Krafan um eignarhald á bústofni.

Varnaraðilar andmæla því að sóknaraðili sé eigandi bústofns á […]. Þeir

byggja m.a. á því að engin gögn liggi fyrir um að sóknaraðili hafi keypt eða fengið

afsalað frá I þeim bústofni sem hún átti á búinu. Og því síður að greiðsla hafi komið

fyrir slíkt. Varnaraðilar byggja á því að skráning hjá MAST, sem ekki liggur fyrir

hvernig sé til komin, hafi ekki neina grundvallarþýðingu í þessu sambandi og þá ekki

heldur hvernig gripirnir hafi verið markaðir eða númeraðir, enda hafi sóknaraðili

getað gert slíkt án vitundar I og varnaraðila.

Varnaraðilar byggja á því, að því leyti sem keyptir hafi verið nýjir gripir, að

greiðslur vegna slíkra viðskipta hafi verið sóttar í sjóði I.

Varnaraðilar andmæla sérstaklega því að sóknaraðili hafi getað stofnað til

eignarhalds fyrir hefð þar sem skilyrði fyrir slíku hafi ekki verið fyrir hendi, t.d. hafi

ekki verið um að ræða að þeir eða aðrir hafi verið í góðri trú um eignarhald sóknaraðila

á bústofninum.

4. Varakrafa um réttindi sóknaraðila og stofnun sameignar og um endurbætur.

Varnaraðilar fallast ekki á að stofnast hafi sameign um bústofn og endurbætur

á mannvirkjum og byggja þeir á því að engin lagaskilyrði séu til þess, en að auki sé

Page 25: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

25

ósannað hvað sóknaraðili hafi lagt til í þeim efnum, en af þeim sökum hafi þeir skorað

á hann að leggja fram greiðslustaðfestingar vegna slíkra þátta.

Varnaraðilar mótmæla og tilvísun sóknaraðila til sjónarmiða um stofnun

sérstakrar sameignar, og um félagsbú, enda eigi þau ekki við í málinu, en hið sama

gildi um önnur lagarök sóknaraðila.

Varnaraðilar benda á að nefndar kröfur sóknaraðila séu settar fram sem

viðurkenningarkröfur, og byggja þeir á því að slíkt sé ekki heimilt nema að í ljós sé

leitt að sameign hafi stofnast, en það hafi ekki verið gert.

5. Nánar um launakröfu sóknaraðila.

Varnaraðilar byggja á því að engin lagarök standi til slíkrar kröfu sóknaraðila

og er henni því mótmælt. Varnaraðilar árétta að sóknaraðili hafi í gegnum árin fengið

talsverð fjárframlög frá I, sbr. að því leyti framlagða úttekt Skrifstofuþjónustu

Austurlands. Varnaraðilar árétta enn fremur að sóknaraðili hafi ekki gefið upp slíkar

greiðslur til skatts, en hann hafi í raun bannað I og bókhaldara hennar að gera slíkt.

Þeir byggja og á því að ekkert liggi fyrir um að I og sóknaraðili hafi talið eitthvað vera

ógreitt þeirra í millum og þá vegna ætlaðs vinnuframlags hans.

Varnaraðilar byggja á því að sjónarmið um óvígða sambúð eigi ekki við.

Varnaraðilar andmæla öllum fjárhæðum sem sóknaraðili hafi tiltekið og

forsendum þeim tengdum sem óviðeigandi og tilhæfulausum.

Varnaraðilar andmæla og nefndri kröfu sem of seint fram kominni, en hún hafi

ekki verið kynnt skiptastjóra fyrr en talsvert hafi verið liðið á málsmeðferðina, og þá

hafi hún heldur ekki verið sett fram sem sjálfstæð krafa heldur sem einhvers konar

vararöksemd ef ekki yrði fallist á eignarhald sóknaraðila á eignum búsins. Því beri

krafan talsverðan málamyndakeim og bendi ekkert til þess að sóknaraðili hafi litið svo

á að hann ætti inni ógreitt endurgjald fyrir vinnuframlag í þágu búsins.

6. Útlagningarréttur sóknaraðila og varnaraðila.

Varnaraðilar benda á að þeir séu sameiginlegir lögerfingjar að 7/9 hlutum

dánarbúsins. Og þrátt fyrir að ekki liggi fyrir frumvarp að útlagningu eða fjárhagslegt

uppgjör eigna og skulda búsins byggja þeir á því að býsna ljóst verði að teljast að

Page 26: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

26

jarðeignin […] rúmist innan arfshluta þeirra. Að því leyti séu skilyrði 36. gr.

skiptalaganna fyrir útlagningu uppfyllt.

Varnaraðilar vísa til þess að þeir hafi allir alist upp á […], en að auki hafi sumir

þeirra búið þar langt fram á fullorðinsárin. Þeir byggja á því að tengsl þessi renni

stoðum undir rétt þeirra til útlagningar. Að því er varðar rétt varnaraðilans E til

útlagningar […] vísa þeir til þess sem fjallað hafi verið undir lið 1 hér að framan.

Varnaraðilar vísa til alls framangreinds og þar með að sóknaraðili sé einn af níu

börnum arfláta. Því nemi arfshluti hans í búinu einungis 1/9 parti af þeim eignum sem

ekki hafi verið ráðstafað með erfðaskrá. Og þrátt fyrir að frumvarp að úthlutunargerð

liggi ekki fyrir og ekki heldur endanleg fjárhagsleg samantekt skiptastjóra á eignum

og skuldum búsins, telja þeir engu að síður ljóst af öllum gögnum málsins að eignin

[…], sem sóknaraðili haldi fram að leggja beri honum út, sé mjög verulega verðmætari

en sem nemur arfstilkalli hans. Standa því engin lagaleg rök til þess að hann fái þessu

framgengt.

Varnaraðilar andmæla rökstuðningi og túlkun sóknaraðila og þá með vísan

hans til 1. og 2. mgr. 36. gr. skiptalaganna. Vísa þeir til þess að lagagreinin mæli líkt

og skiptarétturinn fyrir um það að erfingi eigi ekki rétt á að leysa til sín eign sem sé

margfalt meira virði en arfstilkall viðkomandi. Varnaraðilar andmæla því einnig að

sóknaraðili hafi einhver slík tengsl við jörðina umfram aðra erfingja og þá þannig að

slíkt geti réttlætt kröfu um útlagningu. Loks staðhæfa varnaraðilar að þó svo að

sóknaraðila gæfist kostur á að kaupa samerfingja sína út úr þeirri fasteign sem hér um

ræðir hafi hann ekki sýnt fram á að hafa til þess fjárhagslega burði og því efist þeir

um að það sé raunin.

Undir rekstri málsins skoruðu varnaraðilar á sóknaraðila að leggja fram

eignarhlið skattframtala sinna á árunum 2005-2015 svo og greiðslustaðfestingar

vegna kaupa á fullvirðisrétti og gripum.

Um nánari lagarök og þá varðandi eigin málskostnaðarkröfu vísa varnaraðilar til

129. og 130. gr. laga nr. 91 frá 1991 um meðferð einkamála, sbr. XVII. kafla laga nr.

20 frá 1991. Þá benda þeir á að krafa þeirra um virðisaukaskatt styðjist við lög um

virðisaukaskatt nr. 50 frá 1988, enda séu þeir ekki virðisaukaskattsskyldir.

Page 27: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

27

VI.

Niðurstaða.

1. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilaskýrslur málsaðilarnir A, G, C, H og E. Einnig

gáfu vitnaskýrslur K bóndi, L bókari, M vélvirki, N bóndi, O lögmaður, P bókari, R,

fyrrverandi skrifstofustjóri, S, fyrrverandi landbúnaðarráðunautur, T, U, lögmaður og

skiptastjóri, og V.

2. Mál þetta varðar ágreining málsaðila við opinber skipti á dánarbúi móður þeirra,

I, kt. […], sem andaðist á árinu […]. I hafði um árabil setið í óskiptu búi eftir

eiginmann sinn, J bónda, sem andast hafði á árinu […]. Arfleifendur voru síðast til

heimilis á nýbýlinu […], sem stofnað var út úr lögbýlinu […] í […], en þar höfðu þau

verið með búrekstur um árabil.

Erfingjar dánarbúsins eru eftirlifandi börn hinna látnu og svo erfingjar einnar

dóttur sem skipta með sér einum hluta og er því um níu hluta að ræða.

3. Sóknaraðili byggir m.a. á því að hann hafi öðlast ábúðarrétt á lögbýlinu […], og

því beri að taka mið af því við hin opinberu skipti og krefst hann viðurkenningar á

þessum rétti. Varnaraðilar andmæla röksemdum sóknaraðila.

Ekki liggur fyrir skriflegur gjörningur um ábúð sóknaraðila og ber hann

sönnunarbyrðina fyrir því að slíkur leigusamningur hafi komist á, líkt og hann heldur

fram, og þá við I, eftir að afráðið hafði verið að hún sæti í óskiptu búi eftir lát

eiginmanns síns, J, á árinu […].

Í máli þessu er ekki um það deilt að sóknaraðili hefur alla sína tíð verið

heimilisfastur og með lögheimili á nefndu lögbýli. Þar hefur hann sinnt

landbúnaðarstörfum, en einnig verið, fyrr á árum, með eigið skepnuhald. Samkvæmt

gögnum hefur sóknaraðili haft mjög óverulegar launatekjur utan heimilis síns.

Sóknaraðili byggir á því að hann hafi í raun tekið við rekstri […] eftir lát föður

málsaðila á árinu […]. Óumdeilt er að sóknaraðili hefur vart þegið greiðslur sem

launamaður vegna þessa búrekstrar.

Í aðila- og vitnaskýrslum kom það m.a. fram að systkini sóknaraðila höfðu nær

öll sinnt bústörfum fram eftir ævi á […], en þá helst varnaraðilarnir G og F. Þá er

einnig óumdeilt að varnaraðilinn E tók um árabil mikinn þátt í búrekstri foreldra sinna

og að hann hélt því áfram eftir að I hafði tekið við búsforráðum með setu í hinu óskipta

Page 28: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

28

búi, en þá einkum vegna fjallskila og við heyannir. Þá hélt E heimili með I síðustu

æviár hennar í einbýlishúsinu að […], sem er í túnfæti […].

Á […] hefur um árabil verið rekinn blandaður búskapur, með sauðfé og kúm.

Búreksturinn er ekki ýkja stór í sniðum, en ráðið verður af gögum að síðustu áratugina

hafi þar verið á húsi um 7-11 kýr, auk ungviðis. Þá virðist sauðfé hafi verið um og

innan við 250. Virði þessa bústofns samkvæmt skattframtali ársins 2015 var rétt um

3.500.000 krónur.

Ágreiningslaust er að dánarbú þessa máls er eigandi nefndra jarða, […] og

[…], og er einnig handhafi beingreiðsluréttar, að öllu verulegu, og þá samkvæmt

greiðslumarki, í sauðfé og mjólk.

Af gögnum verður ráðið að sóknaraðili hafi frá árinu 2004 verið skráður fyrir

öllum bústofninum á […] hjá Matvælastofnun. Óumdeilt er að sóknaraðili keypti eftir

þetta og þá samkvæmt framlögðum skilríkjum nokkra nautgripi.

Samkvæmt gögnum keypt sóknaraðili að auki, á árinu 2008, 121 ærgildi í

beingreiðslurétti í sauðfé, og að sá réttur hafi þá strax verið sérskráður sem hans eign.

Einnig liggur fyrir að sóknaraðili hefur allt frá árinu 2009 verið með gæðastýrða

sauðfjárframleiðslu. Á grundvelli þessa hefur hann og tekið við sérstökum

álagsgreiðslum úr ríkissjóði til samræmis við samning um starfsskilyrði

sauðfjárræktar frá árinu 2007.

Samkvæmt skattframtölum sóknaraðila, sem er í samræmi við skattframtöl I frá

árunum 2009-2012, var hann skráður með hlutdeild í búrekstrinum á […] og […]. Þá

er í skattframtölum sóknaraðila frá árunum 2014 og 2015 tiltekið svonefnt reiknað

endurgjald af eigin atvinnurekstri og þá fyrir „ræktun mjólkurkúa.“ Er þetta í samræmi

við fullyrðingar sóknaraðila um að hann hafi frá árinu 2013 fengið greiðslur vegna

mjólkurafurða, en að tekjur af beingreiðslurétti hafi hins vegar farið til I heitinnar. Hið

sama hafi gilt um sauðfjárafurðir.

Af framlögðum landbúnaðarskýrslum, sem fylgdu skattframölum, liggur að

mati dómsins fyrir í máli þessu að I

heitin hafi verið skráð fyrir bústofni og mestum kvótanum og að hún hafi í

samræmi við það fengið nær allar beingreiðslur og a.m.k. framan af einnig

afurðatekjur búsins inn á sinn reikning. Gögn málsins bera hins vegar með sér að

einstakir gripir hafi verið á nafni sóknaraðila og að I hafi enn fremur jöfnum höndum

lagt fjármuni inn á reikning hans. Er þetta í samræmi við skýrslur sóknaraðila og vitna,

Page 29: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

29

þ.e. að sóknaraðili hafi þegar frá leið annast allar helstu útréttingar við búreksturinn á

[…]. Að auki liggur það fyrir að búvélar hafi jafnan verið skráðar á landbúnaðar- og

skattskýrslur I þó svo að ekki sé deilt um að sóknaraðili hafi í nokkrum tilvikum keypt

slík landbúnaðartæki fyrir eigin reikning.

Af gögnum verður ráðið að nokkrar endurbætur hafi farið fram á húsakosti […]

á liðnum árum, en að einnig hafi þar verið reist nýtt gripahús. Óumdeilt er að

sóknaraðili sótti um og fékk byggingarleyfið, en það er dagsett 12. janúar 2009.

Samkvæmt gögnum runnu um svipað leyti talsverðir fjármunir af reikningum I til

sóknaraðila, en sá háttur virðist almennt hafa tíðkast vegna búrekstursins á […].

Af hálfu sóknaraðila hefur við meðferð máls þessa ítrekað verið skorað á varnaraðila

að leggja fram fullnægjandi bókhaldsgögn, en án árangurs.

Í 2. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004 er ábúandi skilgreindur sem einstaklingur sem

hefur afnotarétt af jörð með réttindum og skyldum samkvæmt lögunum. Þá merkir

ábúð samkvæmt lögunum afnotaréttur af jörð eða jarðarhluta til búrekstrar eða annars

atvinnurekstrar á sviði landbúnaðar.

Að virtum gögnum verður ráðið að sóknaraðili hafi a.m.k. frá því í byrjun þessarar

aldar í raun verið aðalrekstraraðili […]. Verður það m.a. ráðið af ofangreindu, en ekki

síður áðurröktu bréfi lögmanns I, sem dagsett er 24. mars 2011, þar sem segir: I segir

fullan vilja til þess að A sé rekstraraðili að búinu og fái innkomu af því eins og verið

hefur og óskar hún eftir hans hugmyndum og nánari útlistun á því hvernig best verði

að því staðið. Og eins og fyrr var rakið var sóknaraðili einnig með eigin búpening og

fékk af honum afurðagreiðslur. Þá er ómótmælt að sóknaraðili var í samræmi við

þágildandi lög nr. 84/1997 gjaldskyldur fyrir búnaðargjaldi sem búvöruframleiðandi,

og var þar um að ræða rekstrarkostnað samkvæmt 31. gr. laga nr. 75/1981 um

tekjuskatt og eignaskatt. Loks þykir ekkert markvert hafa komið fram um að

sérstaklega hafi verið amast við búsetu eða lögheimili sóknaraðila á lögbýlinu, en ekki

er deilt um að nokkur stirðleiki hafi verið með aðilum, en einnig að einhverju leyti

millum sóknaraðila og I heitinnar […].

Þegar ofangreint er virt í heild verður að áliti dómsins að líta svo á að I og

sóknaraðilinn A hafi a.m.k. að nokkru staðið saman að búvöruframleiðslu á nefndu

lögbýli og að um hafi verið að ræða ígildi félagsbús með þeim. Að þessu virtu verður

Page 30: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

30

fallist á með sóknaraðila að hann hafi verið með ábúð og haft stöðu ábúanda á

lögbýlinu eins og atvikum var háttað þrátt fyrir að vanrækt hafi verið að gera við hann

byggingarbréf, sbr. til hliðsjónar ákvæði 9. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004, og þá með

þeim skyldum og réttindum sem lögin kveða skýrt á um að öðru leyti.

Samkvæmt þessu er það niðurstaðan að sóknaraðili hafi ábúðarrétt á jörðinni

[…].

Sóknaraðili byggir á því að viðurkenna beri hann sem eiganda alls bústofns á […]

og þá í ljósi aðstæðna og skráningar í opinberum skjölum eða samkvæmt merkingum,

ellegar og til vara að áhöfnin teljist vera sameign hans og dánarbús I.

Varnaraðilar andmæla röksemdum sóknaraðila að þessu leyti og vísa m.a. til

afstöðu skiptastjóra.

Sóknaraðili hefur lagt fram skilríki um eigin kaup á nautgripum eftir að hann

varð ábúandi samkvæmt ofangreindri niðurstöðu. Einnig verður ráðið, eins og áður er

fram komið, að hann hafi áður en það gerðist haft með höndum takmarkað

skepnuhald.

Að mati dómsins verður til þess að líta að sóknaraðili er samkvæmt

ofangreindri niðurstöðu leigutaki og á samkvæmt meginreglum leiguréttar að skila

„samsvarandi áhöfn“ og hann tók við, að tölu, magni eða gæðum. Af þessu leiðir eðli

máls samkvæmt að sóknaraðila er heimilt að farga einstökum skepnum úr áhöfninni

gegn því að fylla í skarðið, en ekki verður talið að hann geti byggt á tilvitnuðu ákvæði

Jónsbókar, hefðarrétti eða reglunum um viðskeyti og smíði. Í ljósi nefnds ábúðarréttar,

en einnig að virtum ákvæðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála,

sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum ofl., en einnig sökum

þess að krafa sóknaraðila er að áliti dómsins ekki nægjanlega afmörkuð, þykir verða

að vísa henni frá dómi.

Varnaraðilar krefjast þess að viðurkennt verði að erfðaskrár I frá 27. október 2006

og 31. janúar 2007 séu gildar og verði lagðar til grundvallar við skipti dánarbúsins.

Til vara krefjast þeir þess að viðurkennt verði að erfðaskrárnar verði lagðar til

grundvallar við skiptin og jafnframt að varnaraðilanum E verði lögð út jörðin […]

gegn því að hann greiði dánarbúinu það sem upp á kann að vanta að jörðin rúmist

innan arfleiðsluheimildar I.

Page 31: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

31

Sóknaraðili andmælir gildi þessara gerninga og tekur hann að því leyti undir

afstöðu skiptastjóra.

Þá krefjast málsaðilar, hvor um sig, útlagningar á fasteignum dánarbúsins og

þá á grundvelli 2. mgr. 36. gr. laga nr. 20/1991.

Að mati dómsins er sannaður vilji I til að tryggja nefndum varnaraðila, E,

umrædda húseign. Gerningar þessir eru hins vegar að álitum dómsins ógildir þar sem

arfleifandinn sat í óskiptu búi og að skiptum var ekki lokið. Er því ekki unnt að fallast

á þessar kröfur varnaraðila og verður þeim hafnað, en um útlagningarréttinn að öðru

leyti vísast til þess sem hér að neðan segir.

Í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 21/1991 um skipti dánarbúa o.fl. segir að krefjist fleiri

erfingjar en einn að fá sömu eign lagða sér út gangi maki alltaf fyrir öðrum erfingjum,

en ella ræður hlutkesti. Verði talið að eignin hafi sérstakt gildi fyrir tiltekinn erfingja

öðrum fremur skuli hann þó ganga fyrir um útlagningu, en eigi það við um fleiri

erfingja en einn skal hlutkesti milli þeirra ráða.

Þá er til þess að líta að samkvæmt 1. mgr. 110. gr. sömu laga segir að eftir því

sem ráðið sé hverjar eignir komi til skipta, hvorum aðila þær tilheyri og hvert

verðmæti þeirra verði talið við skiptin, svo og til hverra skulda verði tekið tillit og

með hvaða hætti, skuli skiptastjóri gefa hvorum aðila fyrir sig kost á því á skiptafundi

að fá eignir lagðar sér út eftir ákvæðum 2.-4. mgr. hafi aðilarnir ekki þegar komið sér

saman um annað. Eftir því sem skiptastjóri telji skilyrðum þessarar greinar fullnægt

til að verða við kröfum um það skal hann leggja aðilunum út eignir þegar í stað til

frjálsrar ráðstöfunar þótt enn sé óvíst um eignir og skuldir að öðru leyti, enda þyki

sýnt að hvorugur aðilinn fái meira í sinn hlut með þessum hætti en hann muni eiga

rétt á að endingu.

Eins og áður er fram komið hefur skiptastjóri þegar leitað eftir mati um

verðgildi eigna dánarbúsins, en fyrir liggur að bæði sóknaraðili og varnaraðilar hafa

haft uppi athugasemdir við það mat. Málsaðilum gefst enn kostur á að hafa uppi

athugasemdir, en einnig að bregðast við til að hnika málum í réttan farveg og þá eftir

atvikum í samræmi við 17.-23. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 105. gr. Þá liggur

fyrir, eins og málum er nú komið, að til mats getur komið og þá samkvæmt ákvæðum

og reglum 41. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004.

Að þessu virtu, og þar sem enn liggur ekki endanlega fyrir hvernig skiptum

milli aðila verður hagað að öðru leyti og því eftir atvikum ekki unnt að ákvarða þá

Page 32: Ú R S K U R Ð U R - heradsdomstolar.is€¦ · desember 2015. Laun hans taki mið af lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

32

peningafjárhæð sem t.d. varnaraðilinn E þyrfti að greiða í milli, telst ekki fullnægt

skilyrðum 1. mgr. 110. gr. laga nr. 20/1991 til að fjalla að svo komnu um kröfu

málsaðila um útlagningu jarðanna […] og […], eða einstakra hluta þeirra. Verður

þeirri kröfu málsaðila því vísað sjálfkrafa frá dómi.

Með hliðsjón af öllu framangreindu verður að mati dómsins ekki talið að aðrar

fram komnar röksemdir eða málsástæður hafi við svo búið þýðingu í málinu eða geti

leitt hér til annarrar niðurstöðu að svo stöddu, sbr. e-lið 1. mgr. 114. gr. laga nr.

91/1991, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. nr. 20/1991.

Rétt þykir að málskostnaður falli niður í málinu.

Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991 fyrir uppsögu úrskurðarins.

Ólafur Ólafsson kveður upp úrskurð þennan.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð:

Krafa sóknaraðila, A, um ábúðarrétt á jörðinni […] og þá allt frá árinu 2004

er viðurkennd.

Kröfu sóknaraðila um að hann sé eigandi alls bústofns á […] eða að bústofninn

sé í sameign hans og dánarbús I er vísað frá dómi.

Kröfu varnaraðila B, C, D, E, F, G og H um að erfðaskrár I frá 27. október

2006 og 31. janúar 2007 séu gildar og verði lagðar til grundvallar við skipti

dánarbúsins er hafnað.

Kröfu varnaraðila um að nefndar erfðaskrár verði lagðar til grundvallar við

skiptin og jafnframt að varnaraðilanum E verði lögð út jörðin […] gegn því að hann

greiði dánarbúinu það sem upp á kann að vanta að jörðin rúmist innan

arfleiðsluheimildar I er vísað frá dómi.

Kröfum málsaðila um útlagningu eigna er að öðru leyti vísað frá dómi.

Málskostnaður fellur niður.