Í leikskóla á landsbyggðinni alda björk einarsdóttir tilbúið.pdf · lokaverkefni til...

35
Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

Upload: others

Post on 21-Jul-2020

17 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

Kennsluefni í málörvun

Í leikskóla á landsbyggðinni

Alda Björk Einarsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed.-prófs

Kennaradeild

Page 2: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni
Page 3: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

Kennsluefni í málörvun

Í leikskóla á landsbyggðinni

Alda Björk Einarsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði

Leiðbeinandi: Jóhanna Thelma Einarsdóttir

Kennaradeild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2016

Page 4: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

Kennsluefni í málörvun

Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed-prófs

í grunnskólakennarafræði við kennaradeild,

Menntavísindasviði Háskóla Íslands

© Alda Björk Einarsdóttir

Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Page 5: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

3

Ágrip

Þetta verkefni fjallar um kennsluefni sem notað er í málörvun í leikskóla út á landi.

Málörvun er mikilvæg fyrstu árin í lífi hvers barns og fer hún fram daglega, bæði heima fyrir

og í leikskólanum. Í ritgerðinni verður byrjað á því að fjalla um hinn almenna málþroska og

hvernig máltaka hjá barni er háttað. Því næst verður gert grein fyrir þeim fimm þáttum sem

tungumálið felur í sér og um málörvun almennt. Loks verður sagt frá því kennsluefni sem

leikskólinn notar og hvernig unnið er með það í hópastarfi. Lokaorð fara í það að meta

hvernig gengur í þessu starfi og hvort eitthvað megi betur fara. Leitast verður eftir að svara

spurningunni: Hvaða kennsluefni er notað í málörvun í leikskóla á landsbyggðinni.

Page 6: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

4

Efnisyfirlit

Ágrip ............................................................................................................................ 3

Formáli ......................................................................................................................... 6

1 Inngangur .............................................................................................................. 7

2 Málþroski barna ..................................................................................................... 8

2.1 5 þættir tungumálsins ................................................................................................ 8

2.2 Nánar um málþroska .................................................................................................. 8

2.3 Nánar um 5 þætti tungumálsins ............................................................................... 11

2.3.1 Hljóðfræði (Phonetics) ...................................................................................... 11

2.3.2 Merkingarfræði (Semantics).............................................................................. 12

2.3.3 Setningarfræði (Syntax) ..................................................................................... 12

2.3.4 Orðmyndunarfræði (Morphology) .................................................................... 13

2.3.5 Málnotkunarfræði (Pragmatics) ........................................................................ 13

2.4. Málörvun ................................................................................................................... 14

3 Leikskólinn ........................................................................................................... 16

4 Kennsluefni .......................................................................................................... 17

4.1 Hljóðfræði ................................................................................................................. 17

4.1.1 Lubbi finnur málbein ......................................................................................... 17

4.1.2 Lærum og leikum með hljóðin .......................................................................... 19

4.1.3 Ljáðu mér eyra og verkefni frá kennurum ......................................................... 19

4.1.4 Markviss málörvun ............................................................................................ 20

4.2 Setningar ................................................................................................................... 21

4.2.1 Töfrapokinn ....................................................................................................... 21

4.2.2 Orðagull ............................................................................................................. 22

4.3 Merkingarfræði......................................................................................................... 22

4.3.1 Lubbi finnur málbein ......................................................................................... 22

4.3.2 Tölum saman ..................................................................................................... 23

4.4 Orðmyndunarfræði .................................................................................................. 24

4.4.1 Spil til að efla orðmyndun ................................................................................. 24

4.5 Málnotkun ................................................................................................................ 24

4.5.1 Orðagull ............................................................................................................. 25

4.5.2 Stig af stigi ......................................................................................................... 25

Page 7: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

5

4.6 Verkefni sem reyna á alla 5 þætti tungumálsins ..................................................... 26

4.6.1 Almenn þekking ................................................................................................ 26

5 Dæmi um verkefni í hópastarfi .............................................................................. 28

5.1 2-3 ára ...................................................................................................................... 28

5.2 3-4 ára ...................................................................................................................... 28

5.3 5-6 ára ...................................................................................................................... 29

6 Umræður og lokaorð............................................................................................. 30

Heimildaskrá ............................................................................................................... 32

Page 8: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

6

Formáli

Mig langar til að byrja á því að þakka Guðjóni, sambýlismanninum mínum, fyrir mikla

þolinmæði þegar vinnan við verkefnið stóð sem hæst. Einnig vil ég þakka

leiðsagnarkennaranum mínum, Jóhönnu, fyrir góða leiðsögn og góð ráð. Fjölskyldan mín og

samstarfskonur fá þakkir fyrir skilning á verkefninu og mikla aðstoð þegar ég leitaði til

þeirra.

Þetta lokaverkefni er samið af mér undirritaðri. Ég hef kynnt mér Siðareglur Háskóla

Íslands (2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim

samkvæmt bestu vitund. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka,

hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt

hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en ber sjálf(ur) ábyrgð á því sem missagt kann að

vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni.

Reykjavík, 10. maí 2016

_________________________________

Alda Björk Einarsdóttir

Page 9: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

7

1 Inngangur

Málörvun barns er mikilvæg fyrstu árin í lífi þess. Þegar barn byrjar skólagöngu sína í

leikskóla er strax byrjað að þjálfa alla fimm þætti tungumálsins. Nokkrir af mikilvægustu

þáttum í málörvun í leikskóla er að tala við börn, setja orð á athafnir, lesa fyrir þau og sýna

þeim bækur og venja þau við bæði bókunum og ritmáli. Mikilvægt er að lesa fyrir börnin en

einnig skiptir máli að syngja, æfa texta og rímur. Með þessari vinnu eflist

hljóðkerfisvitundin, málskilningurinn, orðaforði eykst, framburður verður betri og minnið

þjálfast. Foreldrar verða einnig að vera duglegir að lesa fyrir börnin til að ofangreindir þættir

eflist en betur (Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir, 2015).

Ég, sem starfsmaður í leikskóla, fór að hafa meiri áhuga á málörvun og vinnunni í

kringum hana þegar ég hóf að skrifin á þessu verkefni. Ég skildi vinnuna í kringum

málörvunina betur og hvers vegna það er mikilvægt að þjálfa hana markvisst, bæði í

leikskólanum og heima. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða kennsluefni í málörvun í

leikskóla út á landi og hvernig unnið er með það í skipulögðu starfi. Rannsóknarspurningin

sem ég leitast eftir að svara er hvaða kennsluefni er notað í málörvun í leikskóla út á

landsbyggðinni. Greint verður frá kennsluefninu og hvernig það tengist fimm þáttum

tungumálsins. Í byrjun verður farið yfir málþroska barna og fimm þætti tungumálsins. Þá

verður aðeins sagt frá viðkomandi leikskóla. Því næst verður sagt frá kennsluefninu, hverjir

höfundar hvers efnis eru og hvernig unnið er með það í leikskólanum og hvernig það

flokkast undir fimm þætti tungumálsins. Í lokaorðum leggur höfundur sitt mat á vinnuna í

leikskólanum, hvað megi bæta og hvað sé gott.

Page 10: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

8

2 Málþroski barna

Málþroski barna hefst um leið og þau koma í heiminn. Til að byrja með nota þau gráturinn

til lýsa tilfinningum sínum. Þau gráta ef þau eru svöng, ef þeim líður illa eða einungis til að

láta heyra í sér, einnig gera þau hljóð sem lýsa því að þeim líði vel. Þetta eru fyrstu stig

málþroskans og fyrsta stig að hjali barna. Þegar barnið eldist og verður nokkra mánaða þá

verða þessi hljóð að hjali og með því fer barnið að mynda ákveðin hljóð, sem dæmi ga-ga

og nota þannig góminn til að mynda hljóðið (Hrafnhildur Sigurðardóttir, 2002).

2.1 5 þættir tungumálsins

Þegar börn eru að öðlast þekkinguna að tala þá þróa þau með sér fimm þætti tungumálsins,

þessir þættir eru hljóðfræði, merkingarfræði, setningar, orðhlutar/orðmyndunarfræði og

málnotkun. Þættirnir fimm skiptast þrjá flokka. Setningar, orðmyndunarfræði og hljóðfræði

fer saman í einn flokk en þeir tengja saman hljóð eða tákn við merkingu eða bókstafi.

Merkingarfræðin er í einum flokki en hún flokkast sem merking texta og málnotkunin fer í

einn flokk sem flokkast sem notkun. Þegar þessir fimm þættir eru að þroskast hjá barni þá

þroskast þeir saman og geta ekki verið án hvors annars (Owens, 1996).

2.2 Nánar um málþroska

Við fæðingu byrja þrír af fimm þáttum tungumálsins að þróast, hljóðfræði, merkingarfræði

og málnotkun. Hjá enskumælandi börnum er fyrsta stigið í hljóðfræði er við fæðingu en þá

getur barnið greint tungumál eftir mismunandi hrynjanda og það gefur frá sér hljóð sem

líkist hjali. Við tveggja mánaða aldur getur barnið gert mun á sínu tungumáli og öðru

tungumáli sem ekki er líkt móðurmálinu og eins og kom fram hér að ofan, er það farið að

gefa frá sér hljóð, líkt og ga-ga. Við fjögurra mánaða aldur er barnið farið að greina tungumál

sem eru í svipuðum flokki og móðurmálið. Það er einnig farið að gefa frá sér hljóð sem

hljóma líkt og sérhljóðar. Við átta mánaða aldur er barnið farið að greina mismun á milli

þeirra sem tala tungumálið og þeirra sem gera það ekki. Það er byrjað að „babbla“ þegar

það er að reyna tjá sig. Við tíu til tólf mánaða aldurinn er barnið farið að skilja orð í

setningum og nær að tjá sig mun meira en bara með „babbli“, fyrstu orðin eru byrjuð að

myndast hjá barninu (Pence og Justice, 2008).

Fyrsta stig merkingarfræðinnar hefst einnig við fæðingu. Barnið leitar eftir þeim

hljóðum sem það heyrir. Ef barnið heyrir hávær hljóð þá verða viðbrögð þess að vilja fara

frá þeim hljóðum. Við tveggja mánaða aldur er barnið farið að skoða hluti og jafnvel setja

þá upp í sig. Við fjögurra mánaða aldur gerir barnið mun milli aðgerða sem gerast fyrir

slysni eða ekki. Við sex mánaða aldur er barnið farið að skilja orðið nei og er farið að reyna

líkja eftir athöfnum. Við átta mánaða aldur er barnið farið að leita að hlutum sem það þarf

Page 11: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

9

að finna, þessir hlutir geta verið bæði faldnir eða einfaldlega ekki í augsýn barnsins. Við tíu

til tólf mánaða aldurinn er barnið farið að skilja fimm til tíu orð og skilur einfaldar aðgerðir

sem það þarf að framkvæma.

Fyrstu stig málnotkunar hefjast strax við fæðingu. Barnið vill að foreldrar tali beint

til sín og hittir aðila sem eru félagslega tengdir fjölskyldunni. Við tveggja mánaða aldurinn

þá fer barnið að gera sér grein fyrir fólki og aðstæðum sem það þekkir ekki, það er aðeins

farið að horfa á fólk. Við fjögurra mánaða aldurinn er barnið farið að þekkja nafnið sitt og

farið að geta horft beint á fólk. Sex mánaða er barnið farið að vilja fá sameinaða athygli frá

foreldrum. Við átta mánaða aldurinn er barnið farið að nota samskipti. Þessi samskipti fela

í sér athygli, leitun, það biður um eitthvað, það getur kvatt, það mótmælir eða hafnar

einhverju, það svarar eða viðurkennir eitthvað. Barnið notar hljóð/tungumálið til að tjá

þessar athafnir. Við tíu til tólf mánaða aldurinn er barnið farið að mynda sitt fyrsta orð

(Pence og Justice, 2008).

Frá átta til sextán mánaða fer barnið að skilja fleiri og fleiri orð. Þegar það er átta

mánaða þá skilur það um 30 orð, 16 mánaða þá er það farið að skilja um 190 orð. Þarna

sést hve mikill skilningur á sér stað. Þessar tölur miðast við meðalbarn. Við átta mánaða

aldur getur barnið sagt fimm til tíu orð en þegar það er orðið 16 mánaða er það farið að

geta sagt 60- 70 orð. Með þessum tölum er einnig verið að tala um meðalbarn.

Málþroskinn fyrir 12 mánaða aldur skiptir miklu máli en það gerir einnig

málþroskinn eftir 12 mánuði og fimm þættir tungumálsins halda áfram að þroskast. Fyrir

12 mánaða aldur þróast hljóðfræðin, merkingarfræðin og málnotkunin en eftir 12 mánuði

bætist við setningarfræði og orðmyndunarfræði (Pence og Justice, 2008).

Hljóðfræði heldur áfram að þróast og eru miklar framfarir í hljóðþróun barna á

aldrinum 12 til 36 mánaða. Við 12 mánaða aldur er barnið að mestu óskiljanlegt en getur

þó sagt nokkur orð sem eru skiljanleg. Eftir því sem barnið eldist verða fleiri orð skiljanlegri

og barnið spyr spurninga. Við 36 mánaða aldur eru 80% orða barnsins orðin skiljanleg og

hljóðkerfisfræði byrjar að þróast.

Setningar- og orðmyndunarfræði byrjar að þroskast hjá barni við 12 mánaða

aldurinn. Á þeim aldri innihalda 50% setninga barns stök nafnorð. Við 16 mánaða er barnið

farið að nota neitun og 33% setninga innihalda stök nafnorð. Orðaforði barnsins heldur

áfram að þroskast og við 24 mánaða aldur er barnið farið að geta sett tvö orð saman í

setningu og notar forsetningar, fleirtölu og eitthvað af þátíð óreglulegra sagna. Við 36

mánaða innihalda 25% setninga barnsins stök nafnorð og 25% setninga innihalda eina sögn.

Page 12: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

10

Merkingarfræði heldur líka áfram að þróast og við 12 mánaða aldur er barnið farið

að segja eitt orð. Þessi orðafjöldi heldur áfram að stækka og við 20 mánaða aldur er barnið

farið að segja um 50 orð. Það fer að nota sagnir og lýsingarorð. Við 24 mánaða aldur er það

farið að segja um 200 orð og skilur um 500 orð. Við 36 mánaða aldur er það farið að segja

um 500 orð, skilur um 900 orð og er farið að spyrja einfaldra spurninga.

Málnotkunin heldur einnig áfram að þróast. Við 12 mánaða aldur er barnið farið

hlusta á rödd þeirra sem eldri eru og skoða líkamsstöðu þeirra og þannig finna út aðgerðir

þeirra. Við 24 mánaða aldur byrjar barnið að vera hugmyndaríkt og leitandi gagnvart

tungumálinu. Við 36 mánaða aldur er barnið farið að biðja um skýringar á orðum þegar

samtöl við fullorðna á sér stað (Pence og Justice, 2008).

Næsta skeið málþroskans er frá 36 til 60 mánaða. Hljóðfræðin heldur áfram að

þroskast og er 36 mánaða gamalt barn byrjað að þróa grunnhæfileika í hljóðkerfisvitund.

Þegar barnið er orðið 44 mánaða hefur það náð tökum á flestöllum samhljóðum. 52-56

mánaða gamalt barn er orðið vel skiljanlegt í máli og hefur náð tökum á öllum samhljóðum.

60 mánaða gamalt barn þekkir stafi nafns síns og á í litlum erfiðleikum með að þróa hljóð.

Setningar og orðmyndunarfræði halda áfram að þróast og við 36 mánuði er barnið

farið að nota fjögur til fimm orð í setningu og nær að setja tvær setningar saman með orðinu

og. Við 48 mánaða aldur er barnið farið að geta sett fjögur til sjö orð saman í setningu og

notar sagnir sem eru óreglulegar í þriðju persónu. Við 60 mánaða aldur er barnið farið að

geta sett fimm til átta orð saman í setningu.

Merkingarfræðin heldur einnig áfram að þróast. Við 36 mánaða aldur er barnið farið

að nota fornöfn og gengur vel og hratt að læra ný orð. Við 52 mánaða aldur er barnið farið

að geta spyrja spurninga sem innihalda orðin hvað/gera, hvað/gerir eða hvað/gerði. Við 60

mánaða aldur er barnið farið að nota 1500-2000 orð en skilur 2500-2800 orð.

Málnotkunin heldur líka áfram að þróast. 36 mánaða gamalt barn er byrjað að geta

tekið þátt í lengri samtölum. Við 48 mánaða aldur er barnið farið að geta sagt frá túlkandi

og rökétt. Frásagnir barnsins eru ekki búnar til. Við 60 mánaða aldur er barnið farið að geta

sagt frá atburðum án þess að segja frá aðalpersónu eða þema sem var í gangi (Pence og

Justice, 2008).

Þegar barnið eldist verður málþroskinn betri, hann þroskast alla ævi en meginhluti

hans á sér þó stað að mestu fyrir fimm ára aldur. Þegar það segir sitt fyrsta orð þá er það

yfirleitt um eins árs og orðin eru mjög einföld og barnið er að heyra þessi orð á hverjum

degi í umhverfi sínu, en þegar það er orðið eins og hálfs árs til tveggja ára eykst orðaforðinn

mikið og það fer að geta sett tvö orð saman. Við þriggja ára aldur er barnið farið að geta

sagt einfalda setningu og við fjögurra til fimm ára er barnið farið að geta sagt flóknari

setningar. Eins og sést hér að framan er leikskólaaldurinn næmiskeið barna í málþroska og

Page 13: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

11

hefur hann mikil áhrif á þroskann og ljóst er að umhverfið skiptir miklu máli (Ásthildur Bj.

Snorradóttir, Anney Ágústsdóttir, Bergrós Ólafsdóttir, Margrét Þóra Jónsdóttir og Sigurður

Sigurjónsson, 2014).

Málskilningur og máltjáning vinna náið saman þegar máltaka barna á sér stað.

Málskilningur er skilgreindur sem skilningur á orðum og setningnum. Hann er undirstaða

lesskilnings og þar er það orðaforðinn sem gegnir mikilvægu hlutverki. Máltjáning er

skilgreind hvernig við tjáum okkur í samskiptum með orðum og hljóðum. Talmál skiptir

miklu máli þegar verið er að vinna með bókstafi og hljóð, þannig gera börn sér grein fyrir

því að bókstafir tákni hljóð tungumálsins sem hægt er að tengja saman í orð þegar verið er

að lesa (Combs, 2012).

2.3 Nánar um 5 þætti tungumálsins

2.3.1 Hljóðfræði (Phonetics)

Undir hljóðfræði fellur hljóðmyndunarfræði, hljóðskynjunarfræði og hljóðeðlisfræði.

Íslensk ungabörn byrja að gefa frá sér hljóð fljótlega eftir fæðingu en við 4-6 mánaða aldur

byrja þau að hjala, setja saman tvö hljóð og yfirleitt eru það sérhljóðar og samhljóðar settir

saman. Við 8- 10 mánaða aldurinn byrja þau að endurtaka hljóð sem þau hafa myndað sjálf

og hafa heyrt í sínu nánasta umhverfi. Þegar hljóðþróun hefst hjá barni er það farið að

tileinka sér þekkingu um hljóðkerfi í sínu tungumáli. Þegar barn er talið vera búið að læra

hljóðin þarf það að segja hljóðið rétt í 50- 90% tilvika og við þriggja ára aldur þurfa öll

sérhljóðin að vera komin. Við 3-5 ára aldur byrjar hljóðvitundin að þroskast og framburður

barnsins verður skýrari. Það á að geta talað skýrt og gert sig skiljanlegt og á að geta sagt

flesta samhljóða. Á þessum aldri á barnið einnig að geta byrjað á því að tengja hljóð við

bókstafi. Við 6 ára aldur á það að geta myndað flest hljóðin (Jóhanna Thelma Einarsdóttir,

munnleg heimild, 1.september 2015).

Hljóðkerfisfræðin fjallar um hlutverk málhljóðanna, hvaða reglur gilda þegar um er

að ræða dreifingu málhljóða og hvernig og hvort málhljóðin greina merkingu.

Hljóðkerfisvitund byrjar að þróast hjá börnum við fjögurra til fimm ára aldur. Um leið og

lestarnámið hefst heldur hljóðkerfisvitundin áfram að þroskast og umskráning þeirra verður

betri og betri með tímanum (Jóhanna Einarsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Amalía

Björnsdóttir, 2011).

Börn verða að fá að vita að tungumálið hefur ákveðið form sem verður að fara eftir

en það flokkast í setningar, hljóð og orð. Hljóðin eiga sér bókstafi sem útskýra þau,

bókstafirnir búa til orð og orðin búa til setningar. Hljóðkerfisvitund skiptist í nokkra þætti:

Page 14: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

12

Sundurgreiningu, hljóðgreiningu, hljóðtengingu, hljóðflokkun, orðhlutaeyðingu og rím. Það

fyrsta felst í því að sundurgreina setningar í orð, atkvæði og hljóð. Sem dæmi væri hægt að

biðja barn um að telja orð í setningu, segja hversu mörg atkvæði orð er eða segja hve mörg

hljóð eru í orði. Að hljóðgreina þýðir að þekkja fyrsta og síðasta hljóð sem kemur fyrir í orði.

Hljóðtenging gengur út á það að hlusta á hljóð og geta tengt þau saman þannig úr verði

orð. Hljóðflokkun felst í því að geta sett þau orð saman sem eiga sama upphafsstaf/ hljóð.

Orðhlutaeyðing er sá hæfileiki að taka orðhluta úr samsettu orði og rím er það að geta

rímað og finna út hvaða orð ríma saman og einnig hvaða orð ríma ekki saman (Ásthildur Bj.

Snorradóttir og Valdís B. Guðjónsdóttir, 2001).

Til að lestur barna þróist eðlilega þá verða þau að geta þekkt og notað þau hljóð og

tákn sem eru í hverju tungumáli fyrir sig. Hljóðfræðin þróast þó ekki ein og sér heldur þróast

hún með hinum fjórum þáttum sem nefndir eru hér að neðan (Otto, 2014).

2.3.2 Merkingarfræði (Semantics)

Merkingarfræði vísar til þeirrar færni að þekkja orð og vita að þau tákni hugtök eða

hugmyndir. Þegar börn eru að byrja að þekkja og lesa orð þá læra þau að eitt orð getur haft

mismunandi merkingu hverju sinni. Til að byrja með vita þau að orðið tákni einn hlut eða

eina hugmynd en eftir því sem líður á málþroskann þá læra þau að þetta eina orð getur

táknað svo margt annað. Ef börnin eru dugleg að lesa, skoða bækur og fá örvun frá

fullorðnum verður færni þeirra í merkingarfræði og skilningur þeirra á texta mun betri

(Otto, 2014).

Merkingarfræðinni er skipt í tvo þætti, orðaþekking (e. word knowledge) og

heimsþekking (e. world knowledge). Heimsþekking felst í því að að reynsla einstaklings

nýtist til skilnings og til minnis. Einstaklingurinn hefur ekki bara áhrif heldur hefur

menningin sitt að segja á þessa reynslu. Merking texta getur verið mismunandi eftir

menningu og þekkingu einstaklings. Orðaþekkingin felst í orðum og táknum og fer að

mestu leiti fram munnlega. Þessir tveir þættir vinna mikið saman en orðaþekkingin byggist

gríðarlega mikið á heimsþekkingunni (Owens, 1996). Undir hugtakið merkingarfræði fer því

meira heldur en bara að þekkja muninn á merkingu orða.

2.3.3 Setningarfræði (Syntax)

Börn eru farin að geta komið setningum frá sér þegar þau eru byrjuð að tala. Setningar eru

nauðsynlegar til að koma tungumálinu eðlilega frá sér og hægt sé að skilja það sem fólk er

að segja. Öll tungumál hafa mismunandi reglur um hvernig setningar eru gerðar og hvernig

orðin eru sett saman til að setning verði til og hafi merkingu.

Börn verða einnig að læra að orðaröð skiptir máli, þau geti notað sömu orðin en

Page 15: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

13

búið til tvær setningar sem hafa alls ekki sömu merkinguna, dæmi: Lamdir þú Magnús?

Lamdi Magnús þig? Þarna eru sömu orðin notuð en merkingin er alls ekki sú sama.

Loks verða börn að læra að ekki er hægt að setja saman einhver orð og setningin er

tilbúin. Þau verða að læra hvaða orð passa saman og hvernig hægt er að búa til setningu

sem dæmi gætu þau ekki sagt: blómið borðinu fallegt er á, þau verða að segja: blómið á

borðinu er fallegt. Fyrri setningin sýnir röð orða en engin merking á sér stað en seinni

setningin sýnir röð orða og merking á sér stað (Otto, 2014).

Eftir því sem börnin eldast því lengri verða setningar þeirra. Jóhanna T. Einarsdóttir

og Álfhildur Þorsteinsdóttir (2015) gerðu rannsókn um málsýni leikskólabarna og hluti

niðurstaðna í henni voru tölur um meðallengd segða hjá leikskólabörnum. Talað var við

börnin í um það bil 5 mínútur eða þangað til barnið hafði sagt um 50 segðir. Þegar barn var

á aldrinum 2;6- 3;0 var meðallengd segða 2,7 orð en fjöldi villna voru 3,9. Þegar barn var á

aldrinum 4;0- 4;5;29 var meðllengd segða 4,0 orð og fjöldi villna voru 2,3. Þegar barn var á

aldrinum 6;0- 6;5;29 var meðallengd segða 5,5 orð en fjöldi villna 1,3. Á þessum tölum sést

að setningarnar lengjast eftir því sem börnin eldast og fjöldi villna fækkar.

2.3.4 Orðmyndunarfræði (Morphology)

Orðahlutar vísa til þeirrar færni að vita hvernig bygging orða er. Þegar börn læra hvað

orðhlutar eru þá vita þau að orðin geti þýtt það sama en samt sem áður er tími og tíð

breytileg, dæmi um orðið lesa- lesa- las- hef lesið. Þegar börnin hafa lært hvað orðhlutar

eru þá læra þau einnig að endingar á orðum geta breytt því hvað þau þýða. Til eru tvær

gerðir af orðhlutum, þeir sem standa sjálfir og eru notaðir sem orð einir og sér og svo þeir

orðhlutar sem verður að nota með orðhlutunum sem standa einir. Þessir síðar töldu

skiptast í tvennt, forskeyti og viðskeyti.

Með því að vita hvernig orðhlutar vinna þá ná þau að tala mun betur og skilja betur

hvað aðrir eru að segja, sem dæmi skilja þau betur fleirtölu og sagnir. Börnin eiga þó í hættu

með að alhæfa um að öll orð hafi sömu forskeyti og viðskeyti en með aldrinum og hjálp frá

fullorðnum læra þau hvernig endingar á orðum geta verið mismunandi (Otto, 2014).

2.3.5 Málnotkunarfræði (Pragmatics)

Málnotkun er sá þáttur sem börn eiga eftir að nota og læra mest af. Hún felst í því að læra

hvernig samskipti fara fram með því að nota tungumálið og hvað sé viðeigandi að segja við

hvert tilefni, hvort sem um er að ræða talmál eða ritmál eða hvort verið er að tala við góðan

vin eða ræða um mikilvæg málefni við kunningja. Setningar og orðaval getur einnig verið

mismunandi eftir því hver málnotkunin er. Börn fara að þróa málnotkun með sér strax frá

Page 16: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

14

unga aldri og sem dæmi má taka, ef ungabarn vill láta halda á sér en hefur ekki málþroskann

til að segja orðin þá notar það önnur hljóð, lyftir höndunum upp til þess aðila sem það vill

fara til og ef sú raun tekst ekki í fyrstu þá lætur barnið heyra en meira í sér þangað til það

er tekið upp. Málnotkunin hefst því snemma á lífsleiðinni hjá börnum og heldur áfram að

þróast alla ævi (Otto, 2014).

2.4. Málörvun

Málörvun skiptir gríðarlega miklu máli sem undirbúningur fyrir nám barna og verður hún

að hefjast sem fyrst. Í Aðalnámskrá leikskóla kemur fram að veita skuli skipulagða málörvun

og stuðla að eðlilegri færni í íslensku (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011).

Kennsluefni í málörvun þarf því að vera vel skipulagt og þarf að koma til móts við alla

nemendur. Lestur skipar einnig stóran sess í leikskólum. Að lesa fyrir börnin gerir það að

verkum að orðaforðinn eykst, málþekkingin verður betri og almenn málvitund þróast, þetta

eru allt hlutir sem eiga eftir að hjálpa börnum þegar þau hefja lestrarnámið. Málörvun er

þó ekki bara undirbúningur fyrir lestur, mikilvægt er að börn geti tjáð sig og sagt það sem

þau hugsa.

Málörvunin á þó ekki bara að fara fram í leikskólanum. Foreldrar verða að vera

duglegir heima að þjálfa börnin sín og það er hægt að gera með því að tala við barnið, nefna

athafnir, lesa fyrir börnin á hverjum degi og hvetja barnið til að segja frá (Halldóra

Haraldsdóttir, e.d.). Miklu máli skiptir að byrja málörvun snemma.

Snemmtæk íhlutun í málörvun getur skipt miklu máli í lestrarnámi barna.

Rannsóknir hafa sýnt að ef börn taka þátt í snemmtækri íhlutun verði hljóðkerfisvitundin,

lestrarnám og málkunnátta betri. Sem dæmi var gerð rannsókn um áhrif snemmtækrar

íhlutunar á drengi sem höfðu sýnt hegðun sem ekki var viðunandi. Þeir drengir sem ekki

höfðu tekið þátt í snemmtækri íhlutun voru líklegri til að klára ekki framhaldsskóla og

komast í kast við lögin en þeir sem hlutu þessa íhlutun (Boisjoli, Vitaro, Lacourse, Barker,

og Tremblay, 2007). Það er því ljóst að málörvun skiptir miklu máli og mikilvægt er að byrja

eins snemma og hægt er að vinna með hana fyrir lestrarnámið í fyrstu bekkjum

grunnskólans.

Til að finna út hvort barn er í áhættuhópi fyrir málþroskaröskun er hægt að nota

skimunarpróf. Dæmi um skimunarpróf sem eru notuð: PEDS, AEPS- listinn, TRAS og HLJÓM-

2.

PEDS er spurningalisti fyrir foreldra og er hann notaður um land allt á heilsugæslum.

Í þessum lista geta foreldrar tekið fram ef þeir hafa áhyggjur af barninu sínu, hvort sem það

eru áhyggjur af þroska, hegðun eða heilsu þess. Þegar niðurstöður úr þessum lista eru

komnar geta fagmenntaðir starfsmenn í leikskóla barnsins svarað spurningarlista sem

Page 17: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

15

metur hvort barnið þurfi frekari greiningu.

AEPS listinn metur eigin færni barnsins og er það fagmenntað starfsfólk sem á að

fylla hann út. Listinn metur félagsleg samskipti, hvernig félagsleg tjáning er, gróf- og

fínhreyfingar, færni í daglegum þáttum og vitsmunaþætti.

TRAS er listi sem skimar eftir börnum sem eru með frávik í mál- og félagsþroska.

Leikskólakennarar svara þessum listum og eiga þeir að hafa snemmtæka íhlutun í huga.

TRAS er fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára (Ásthildur Bj. Snorradóttir o. fl. 2014).

HLJÓM-2 er skimunarpróf í leikjaformi. Verkefnin í þessu prófi tengjast rími,

samstöfum, samsettum orðum, hljóðgreiningu, margræðum orðum, orðhlutaeyðingu

hljóðtengingu. Prófið er tekið á elsta árgangi í leikskóla (Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg

Símonardóttir og Jóhanna T. Einarsdóttir, 2013).

Til að efla málskilning, máltjáningu og málþroska barna yfirhöfuð, er hægt að hlusta

á þau og tala við þau, það er hægt að syngja með þeim og kenna þeim vísur og rím, hægt

er að lesa fyrir þau sögur þar sem málið er fjölbreytt og orðaforðinn góður, einnig er hægt

að leyfa þeim að segja frá einhverjum atburði eða búa til sögu og loks er hægt að leyfa þeim

að búa til framhald af sögu. Þessi listi er þó ekki tæmandi (Combs, 2012).

Page 18: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

16

3 Leikskólinn

Skoðað verður hvernig málörvun fer fram í einum leikskóla. Leikskólinn sem fjallað verður

um er á landsbyggðinni. Hann leggur upp með stærðfræði og uppeldisstefna hans er opinn

efniviður í þeim tilgangi til að hvetja barnið til gagnrýnnar hugsunar og örva um leið

sköpunar- og leikgleði þess. Einnig að koma til móts við þarfir barnsins og gefa því tækifæri

til að vaxa og dafna á jafningjagrundvelli. Markmið leikskólans eru: „Að hér starfi glaðir,

virkir, ábyrgir, skapandi og gagnrýnir einstaklingar sem beri virðingu fyrir sjálfum sér og

öðrum“.

Hópastarf deildanna skiptist í nokkra hluta, á yngstu deildinni skiptist hópastarfið í:

Málörvun, stöðvavinnu, könnunarleik, stærðfræði, myndlist og fara í salinn. Á miðdeildinni

skiptist hópastarfið í: Málörvun, stærðfræði, lífsleikni og fara í salinn. Á elstu deildinni

skiptist hópastarfið í: Málörvun, lífsleikni og stærðfræði. Leikskólinn leggur sérstaka áherslu

á snemmtæka íhlutun. Þessi vinna fer að mestu leiti fram á yngstu deildinni. Starfsmenn

eru með kippur utan um hálsinn en á henni eru miðar með myndum af nokkrum af

athöfnum dagsins eins og til dæmis sofa og einnig atriðum eins og að hlusta, sitja kyrr og

hafa hljóð. Starfsmenn eiga að vera duglegir að nota tákn með tali og þannig setja tákn á

athafnirnar.

Kennsluefnið Lubbi finnur málbein er mjög mikið notað. Önnur verkefni sem notuð

eru í málörvun eru úr Ljáðu mér eyra, Tölum saman, lærum og leikum með hljóðin, Orðagull,

mismunandi málörvunarspil, Markviss málörvun og verkefni sem kennarar hafa búið til. Þau

málþroskapróf sem leikskólinn notar eru TRAS, HLJÓM-2, þroskakönnun sem unnin er upp

úr AEPS listanum og hann er svo notaður ef talið er að barn sé með frávik í málþroska. Einnig

kemur talmeinafræðingur einu sinni í viku og vinnur með þeim börnum sem þurfa aðstoð í

málþroska.

Page 19: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

17

4 Kennsluefni

Hér fyrir neðan verður farið yfir það kennsluefni sem notað er í leikskólanum og hvernig

það tengist fimm þáttum tungumálsins.

4.1 Hljóðfræði

Kennsluefnið í leikskólanum fellur að mestu leiti undir þáttinn hljóðfræði/hljóðkerfisfræði.

Lubbi finnur málbein er það kennsluefni sem mest er notað í leikskólanum þegar kemur að

hljóðfræði.

4.1.1 Lubbi finnur málbein

Lubbi finnur málbein er málörvunarverkefni sem byggt er á þremur meginhlutum. Í fyrsta

lagi er það reynsla og þekking talmeinafræðinga sem unnið hafa með börnum með tal- og

málþroskaröskun. Í öðru lagi byggir málörvunarverkefnið á doktorsrannsókn Þóru

Másdóttur um tileinkun íslenskra barna á málhljóðum íslenskunnar. Í þriðja og síðasta lagi

snýst verkefnið um reynslu af notkun tákna og hreyfinga til stuðnings við hljóðmyndun og

framburð en þar kemur bókin Tákn með tali inn í, þetta er sérsvið Eyrúnar Ísfold Gísladóttur.

Þessir þrír hlutar eru meginstoð verkefnisins (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir,

2010).

Bókin Lubbi finnur málbein er eftir þær Þóru Másdóttur og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur,

Freydís Kristjánsdóttir myndskreytti bókina. Í verkefninu Lubbi finnur málbein eru tákn

notuð fyrir hvert hljóð hvers bókstaf en með því að nota tákn er hægt að gera hljóðið mun

merkingaríkara og áþreifanlegra. Táknin eru búin til af íslenskum höfundum og á hver

stafur/hvert hljóð sitt tákn og því fylgir vísa sem sungin er þegar verið er að kenna

börnunum hljóð stafsins. Þórarinn Eldjárn sá um að búa til vísurnar. Vísurnar eru auðveldar

og flest börn eiga auðvelt með að muna þær. Öll tákn sérhljóðanna lýsa og tengjast

tilfinningum eða líðan og tákn samhljóðanna tengjast athöfnum.

Í leikskólanum er unnið með málbein en hvert málbein stendur fyrir eitt hljóð. Á

þessum málbeinum eru hljóðin í mismunandi litum eftir því hvaða hljóðflokki þau tilheyra.

Hljóðaregnboginn sýnir hvernig hljóðunum í skipt niður í hljóðflokka. Nefhljóð eru saman í

hljóðflokki og eru það hljóðin m, n, og hn sem eru saman í flokki og er sá flokkur gulur á

litinn. Næsti flokkur er lokhljóð og eru það hljóðin p, b, t, d, k, og g sem eru saman í þessum

flokkum er hann rauður á litinn. Þriðji flokkurinn er hliðarhljóð en það eru hljóðin l og hl

sem eru saman í einum flokki og er han grænn á litinn. Fjórði flokkurinn er önghljóð en þar

eru hljóðin f, v, þ, ð, s, h, j, hj og mjúka g saman í flokki, hann er blár á litinn. Síðasti

flokkurinn er sveifluhljóð og þar eru hljóðin r og hr saman í flokki og er hann bleikur á litinn.

Hljóðin reyna bæði á sjón og heyrn og segja má að kennsluefnið sé í þrívídd. Þau eru

Page 20: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

18

næstum því áþreifanleg og gerir upplifunina svo einfalda. Hverju hljóði fylgir einnig

hljóðstöðumynd en hún segir til um hvaða stöðu talfærin eru í þegar verið er að mynda

hljóðið (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, 2009).

Til að gefa dæmi um staf og tákn úr Lubbabókinni er hægt að taka hljóðið A. Táknið er að

strjúka kinnina og vísan er:

A,a,a, hvað amma er góð, Amma segir Alli minn

afi er líka gæðablóð. Alli, þú ert besta skinn.

Afi segir a,a,a, Alli segir a,a,a

Amma svarar ha? Amma segir: Tja.

Í leikskólanum er byrjað að vinna með Lubba strax á yngstu deildinni. Þar er eitt málhljóð

tekið fyrir á viku og er það gert í hópastarfi. Það er byrjað á að hlusta á vísuna sem fylgir

hljóðinu og börnin læra táknið fyrir það. Þau syngja lagið aftur og læra það mun betur. Þegar

hópatímanum er lokið er hljóðið sem fjallað var um í tímanum hengt upp á vegg í augnhæð

barnanna og þar geta þau skoðað hljóðið í leik og starfi. Með því að hengja myndir af

hljóðunum upp á vegg þá eru börnin að skoða þau oftar en einu sinni eða tvisvar og þannig

muna þau betur hvaða hljóð um er verið að ræða, hvaða bókstafur á þetta hljóð og hvert

tákn hljóðsins er.

Á miðdeildinni, heldur ferlið áfram og börnin halda áfram að læra um Lubba og þau

hljóð sem hann lærir. Það sama gildir á þessari deild: börnin hlusta á vísuna, þau læra táknið

og hljóðið sem verið er að læra um. Deildarstjórinn á þeirri deild hefur verið að prófa að

taka fleiri hljóð en eitt og gengur það misvel en þó er alltaf farið í eitt hljóð.

Á elstu deildinni, er farið yfir eina opnu í Lubbabókinni í hverjum tíma. Á hverri opnu

er yfirleitt eitt hljóð en það kemur fyrir að þau séu tvö til þrjú. Ferlið er eins og á hinum

deildunum, hlustað á vísu hvers hljóðs og farið yfir tákn þess og æft það. Þar er einnig farið

yfir málbeinin og þau eru hengt upp á vegg þar sem börnin geta skoðað Lubbatáknin bæði

í leik og starfi. Það sem bætist við lærdóminn á þessari deild er að börnin eiga að skoða

myndir í Lubbabókinni sem byrja á því hljóði sem um er verið að fjalla hverju sinni. Það er

ýkt hljóðið fyrir þau til að þau eigi auðveldara með að finna mynd sem passar við það. Þegar

börnin hafa lokið þessu þá fara þau í það að skrifa stafinn eða búa hann til með kubbum.

Helmingur barnanna fær stórt blað eða töflu og eiga að skrifa staf þess hljóðs sem um er

verið að fjalla og hinn helmingurinn fer að búa til stafinn úr svokölluðum kaplakubbum, en

það eru trékubbar sem eru auðveldir í notkun þegar kemur að þessari vinnu.

Page 21: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

19

4.1.2 Lærum og leikum með hljóðin

Lærum og leikum með hljóðin er kennsluefni eftir Bryndísi Guðmundsdóttur. Bókin

samanstendur af öllum samhljóðum sem til eru í íslensku. Hún er ætluð þeim börnum sem

eru að hefja sín fyrstu skref í hljóðmyndun og í tali en einnig einstaklingum sem eiga erfitt

með framburð á ákveðnum hljóðum. Einnig hefur bókin reynst einstaklingum vel sem eru

heyrnaskertir eða tvítyngdir sem hafa annað móðurmál en íslensku. Lærum og leikum með

hljóðin er framburðarefni sem að byggir á aðferð sem Bryndís Guðmundsdóttir hefur þróað,

með börnum, kennurum og foreldrum, sem talmeinafræðingur hér á landi. Hugmyndin að

efninu var til að byrja með þróuð með Dr. Bernard Silverstein en hann er prófessor í

talmeinafræði í Bandaríkjunum. Þegar verið var að setja upp námsefnið var stuðst við bæði

erlendar og íslenskar rannsóknir um þróun hljóðferlis og hljóðtöku hjá börnum (Bryndís

Guðmundsdóttir, 2010).

Líkt og í Lubba eru börnin að læra hljóð bókstafanna í tungumálinu, hvað þeir segja

og hvernig þeir líta út. Einnig eru notuð bullorð en það eru samhljóð sett saman með

sérhljóðum sem notuð eru svo til æfinga áður en farið er í sem samsett eru úr þremur eða

fleiri hljóðum og mynda orð. Í bókinni Lærum og leikum með hljóðin er sagt frá því hvernig

á að segja hljóðin með talfærunum og hvaða tákn er notað fyrir hvert hljóð (Bryndís

Guðmundsdóttir, 2005). Þessi tákn eru ekki þau sömu og eru í Lubba en samt sem áður er

sýnt hvernig þau eru gerð.

Lærum og leikum með hljóðin er notuð í samverustundum. Bókin er að mestu leyti

notuð á elstu deild leikskólans. Þar er farið í eitt til tvö hljóð í einu. Börnin fá að heyra

bullorðin, þau fá að heyra orðin sem koma fram fyrir hvert hljóð en einnig eiga þau að koma

með önnur orð sem byrja á hljóðinu. Í fyrsta skipti sem hljóðið er sagt er það ýkt frekar

mikið og sagt nokkuð oft þannig flestir ættu að vera komnir með það þegar farið er í

orðamyndun.

Dæmi um verkefni úr bókinni Lærum og leikum með hljóðin: Hljóðið/ stafurinn B er

kynntur. Nemendur eru spurðir hvort þeir viti hvernig hljóðið hjá stafnum er, eftir að þeir

hafa svarað þá er farið yfir hljóðið og hvað það segir. Næst er farið yfir það hvernig talfærin

eru notuð og skoðuð þau bullorð sem eru í bókinni. Það síðasta sem er gert er að finna orð

sem byrja á hljóðinu/stafnum B. Hópnum finnst gaman að finna orð og skoða oft hvort það

sé einhver í hópnum sem byrji á viðkomandi hljóði (Bryndís Guðmundsdóttir, 2005).

4.1.3 Ljáðu mér eyra og verkefni frá kennurum

Bókin ljáðu mér eyra- undirbúningur fyrir lestur er eftir talmeinafræðingana Ásthildi Bj.

Snorradóttur og Valdísi B. Gunnarsdóttur, hún kom fyrst út árið 2001. Þessi bók er fyrir börn

sem eru að hefja undirbúning fyrir lestrarkennslu. Hægt er að nota bókina fyrir þau börn

Page 22: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

20

sem eru á elstu deild leikskóla og eru að hefja sín fyrstu skref í lestri en einnig er hægt að

nota hana fyrir nemendur í fyrstu bekkjum grunnskóla. Bókin er auðveld í notkun fyrir alla,

hvort sem það eru leikskólakennarar, leiðbeinendur eða foreldrar og því vel hægt að nota

bókina heima en ekki bara í leikskóla eða grunnskóla (Ásthildur Bj. Snorradóttir og Valdís B.

Guðjónsdóttir, 2001). Það er þó ekki bara unnið með verkefni upp úr bókinni heldur eru

einnig notuð spil sem búin hafa verið til út frá bókinni og verkefnum. Hljóðfræði er sá

færniþáttur sem verkefni úr Ljáðu mér eyra reyna hvað mest á börnin.

Dæmi um verkefni úr Ljáðu mér eyra: Nemendur fá fyrir framan sig blað sem sýnir

nokkrar myndir. Fyrir neðan myndirnar eru orð. Hópstjóri ræðir myndirnar með barninu og

það segir hvaða myndir ríma saman og hvaða myndir gera það ekki, þegar búið er að fara

yfir allar myndirnar þá er um að gera að leyfa barninu að lita myndirnar sem passa saman

(Ásthildur Bj. Snorradóttir og Valdís G. Sigurðardóttir, 2001). Svona verkefnavinna fer mikið

fram á elstu deild leikskólans en þá er hvert barn með sitt blað og hópstjóri aðstoðar þá

sem þurfa á því að halda.

Verkefni frá kennurum eru þau verkefni sem ekki eru beint upp úr bókinni heldur

hafa þeir sett sinn svip á það. Dæmi um verkefni sem æfir hljóðgreiningu er að klappa nafnið

sitt. Þetta er gert á tveimur elstu deildunum en þá á hver og einn nemandi að klappa nafnið

sitt og segja hve mörg atkvæði eru í sínu nafni. Stundum þurfa nemendur aðstoð og yfirleitt

geta aðrir samnemendur hjálpað til, áður en hópstjóri aðstoðar. Þessi verkefni eru svipuð

og önnur verkefni í bókinni Markvissri málörvun (Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og

Þorbjörg Þóroddsdóttir, 1998).

4.1.4 Markviss málörvun

Markviss málörvun en kennsluefni eftir Helgu Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og Þorbjörgu

Þóroddsdóttur (1999). Bókin er handbók, byggð upp með verkefnum sem eiga að efla

hljóðkerfisvitundina. Hún kom fyrst út árið 1987, en árinu áður kynntust höfundar hennar

nýjum hugmyndum sem hægt væri að nota til að efla hljóðkerfisvitund í lestrarferli. Nýju

hugmyndirnar voru frá þeim Jörgen Frost sérkennsluráðgjafa í Danmörku og Ingvari

Lundberg prófessor í Svíþjóð, en þeir höfðu verið að rannsaka og verið að þjálfa börn í

þessum málum. Einnig kynntu þeir fyrir íslensku höfundunum áætlun sem átti að nota til

að styrkja málvitund barna og þannig auðvelda fyrir þeim lesturinn. Markviss málörvun

handbókin var svo endurskoðuð og betrumbætt. Verkefnin urðu fullkomnari, fleiri leikir og

nýjar tillögur um ítarefni voru settar fram. Verkefnalýsingar urðu nákvæmari og voru

byggðar bæði á innlendri reynslu sem og erlendri og gert var betur grein fyrir þeim.

Verkefnunum er skipt í sex hluta, það eru:

Hlustunarleikir

Page 23: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

21

Rímleikir

Setningar og orð

Samstöfur

Forhljóð

Hljóðgreining

Bókin Markviss málörvun er mikið notuð í verkefni um rím. Dæmi um verkefni á elstu deild:

Nemendur fá blað fyrir framan sig með 15 myndum. Þeir eiga að fara yfir myndirnar og

segja hvaða myndir ríma. Eftir að því er lokið mega þau lita myndirnar. Þessi vinna fer fram

í hópastarfi og yfirleitt gengur þeim vel. Dæmi um verkefni á miðdeildinni: Nemendur eru í

hóparstarfi og hópstjóri er með möppu með rími. Hann byrjar á því að lesa fyrra hluta

rímsins upp og nemendur koma með seinni hlutann, sem rímar við fyrri hlutann (Helga

Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir, 1999). Verkefnin um rím eru þó ekki

bara upp úr þessari bók, þau koma einnig frá starfsfólki. Verkefnin á yngstu deildinni eru

gerð auðveldari og þar eru nemendur að prófa að ríma og prófa að nota bullurím það er

verkefni sem þeim finnst mjög skemmtilegt.

4.2 Setningar

4.2.1 Töfrapokinn

Á yngstu deildinni hefur verið notað verkefni sem nefnist Töfrapokinn. Verkefnið hefst á því

að poki er tekinn upp og í honum eru hlutir sem börnin vita ekkert um. Þau koma eitt í einu

að draga hlut upp úr pokanum og þurfa að segja hvað þetta er og þurfa að lýsa honum og

þurfa að nota setningar til að gera það. Þetta finnst börnunum gaman að gera en þeim

finnst stundum erfitt að lýsa hlutnum en hópstjóri aðstoðar þá sem þurfa á henni að halda.

Þetta verkefni reynir bæði á setningar og orðaforða. Þau þurfa að setja orð saman í

setningar og segja setningarnar. Setningar barnanna þróast betur og þau læra að búa til

setningar með þessu verkefni. Svona verkefni er einnig notað á elstu deildinni en þá þurfa

þau að segja, með setningu, hvaða hlut þau draga og þurfa að segja hvaða hljóð hann gerir,

ef það á við en það reynir þá að hljóðfræði.

Lestur fyrir börn þjálfar setningar þeirra. Þegar verið er að lesa bækur eru börnin

spurð út í bókina og þá eiga þau að reyna svara í setningum. Þessi vinna fer að mestu leiti

fram í samveru. Samtal við börnin skiptir einnig máli. Með því að tala við börnin í frjálsum

tíma æfast þau í að mynda setningar og setja saman setningar með mismuandi orðum.

Orðaforði þeirra eykst og þeim gengur betur að setja saman setningar.

Page 24: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

22

4.2.2 Orðagull

Orðagull er eftir þær Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjartey Sigurðardóttur (2010) og kom það

kennsluefni út árið 2010. Þetta eru verkefni fyrir börn á elstu deild í leikskóla og fyrstu

bekkina í grunnskóla. Markmiðin með bókinni Orðagull eru:

Að börnin skilji og muni það sem sagt er

Að þau læri að hlusti á fyrirmæli og geti unnið úr þeim

Að orðaforði þeirra eflist

Að þau geti náð að halda fyrirmælum í vinnsluminninu á meðan verkefnavinnu

stendur

Að þau geti kallað og endursagt úr minninu.

Verkefnin sem eru í bókinni skiptast í tvo flokka, A- og B flokk. A- flokkurinn er með verkefni

sem þjálfa úrvinnslu á einföldum fyrirmælum en B- flokkurinn er með verkefni sem krefjast

flóknari úrvinnslu. Það er þó hægt að gera verkefnin í A- flokki flóknari og verkefnin í B-

flokki auðveldari ef þess þarf. Orðagull reynir á þá færni sem flokkast undir setningar og

merkingarfræði (Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir, 2010).

4.3 Merkingarfræði

4.3.1 Lubbi finnur málbein

Lubbi finnur málbein reynir þó ekki bara á hljóðfræði/hljóðkerfisfræði, merkingarfræði

þróast einnig með notkun bókarinnar. Hverju hljóði fylgir ein örsaga. Í hverri sögu er hægt

að finna hljóðið/ bókstafinn í upphafi orða, inn í orði eða aftast í orði. Í örsögunum er góður

og fjölbreyttur orðaforði og því eflist orðaforði barnanna eftir hvert hljóð. Texti örsaganna

er heldur flókinn en það er gert vísvitandi af höfundum en það er til þess að orðaforðinn

verði enn betri, börnin heyra orð sem ekki eru notuð í nánasta umhverfi á hverjum degi og

þarna er því tækifæri til að efla orðaforðann með örsögunum. Börnin læra einnig að hlusta

af athygli og nákvæmni því þau eru spurð út í textann, þ.e. hvaða orð byrja á viðkomandi

hljóði. Í lokin á hverri sögu eru spurningar sem geta leitt til áhugaverðra samræðna eða

rökræðna.

Teikningar bókarinnar sýna dýr og íslenska náttúru og tengjast þær því hljóði sem

verið er að fjalla um hverju sinni (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, 2010). Í

leikskólanum fá börnin að skoða teikningarnar eftir að örsaga er lesin og eiga þau að segja

hvaða teikning byrjar á því hljóði sem þau eru að læra um. Þetta gengur yfirleitt vel og finnst

þeim gaman að skoða þessar teikningar og finna hljóðið.

Page 25: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

23

Lestur fyrir börnin á einnig hlut í máli í merkingarfræði. Þegar bækur eru lesnar fyrir

börnin eru þau spurð út í bókina og það er gert til að sjá hvort börnin skilji bókina og viti

hvað einstaka orð þýða, út á hvað bókin gengur eða hvað persónur heita í bókinni. Þessar

spurningar eru ekki alltaf skipulagðar og fer þessi vinna oftast fram í samverustundum.

4.3.2 Tölum saman

Tölum saman er kennsluefni unnið af Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjartey Sigurðardóttur og

kom út árið 2005. Tölum saman er fyrir börn með málþroskafrávik og tvítyngd börn og er

það ætlað nemendum sem eru að stíga sín fyrstu spor í grunnskóla eða elstu börnum í

leikskóla. Með þessu kennsluefni ætluðu þær Ásthildur og Bjartey að gera málörvunarkerfi

aðgengilegra fyrir börn sem ættu í erfiðleikum í málörvun og til að greina vanda þeirra í

henni. Mikilvægt er að börnin fái einstaklingsnámskrá út frá þeim erfiðleikum sem þarf að

vinna með.

Þegar markviss vinna er í gangi með kennsluefnið Tölum saman er mælt með því að

hafa í huga nokkra hluti, þeir fela í sér:

Útfyllt skráningarblað sem segir til um vinnu hvers nemanda í hverjum

tíma

Skráning bakgrunnsupplýsinga

Skilgreining á málþroska nemandans og þá áhersluþætti sem þarf að

vinna með

Ítarefni, til dæmis málörvunarspil

Hvaða börn er hægt að hafa saman í hópatímum í málörvun

Fá ráðgjöf frá sérfræðingi

Samstarf milli foreldra og kennara þarf að vera gott og báðir aðilar þurfa

að gæta að sömu markmiðum með málörvuninni

Heimaverkefni sem fylgja möppunni

Endurmat á frá talmeinafræðingi.

Kennsluefni þetta nýtist þó ekki bara þeim sem eiga í erfiðleikum með tungumálið heldur

eru þetta líka góð verkefni sem hægt er að nota fyrir nemendur sem eru í hópatímum í

málörvun.

Dæmi um verkefni sem notað er á elstu deildinni úr bókinni Tölum saman er virk

hlustun. Verkefnin úr virkri hlustun fer þannig fram að nemendur hlusta á kennarann lesa

Page 26: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

24

stutta sögu. Þegar sögunni líkur eru börnin beðin um að svara spurningum um hana, til

dæmis: Hvað heitir persóna X í sögunni eða hvað finnst persónu X gott að borða. Þessar

spurningar reyna á heyrnarminnið, þegar þeim er lokið eru börnin spurð spurninga sem

reyna á heyrnræna úrvinnslu. Þetta reynir á börnin því þau verða að tala skýrt og búa til

setningar til að svara spurningunum (Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir,

2005). Leikskólinn tekur verkefni upp úr bókinni, þau eru ekki öll notuð, dæmið sem hér er

tekið að ofan er verkefni sem hefur verið notað.

4.4 Orðmyndunarfræði

4.4.1 Spil til að efla orðmyndun

Málörvunarspil eru alltaf vinsæl hjá börnum og mikið af þannig spilum eru notuð í

leikskólanum. Til að taka dæmi um spil þá eru „spilin í álkössunum“ alltaf vinsæl. Þessi spil

eru framleidd af fyrirtækinu Super Duper Publications. Þau koma í litlum álkössum og er

hver bunki jafnstór og spilastokkur. Hver kassi eflir einn, jafnvel tvo af fimm þáttum

tungumálsins. Sharon og Thomas Webber eru framleiðendur þessa spila og hófu þau sinn

feril árið 1986. Til að byrja með voru þau Sharon og Thomas bara með tvö verkefni sem þau

voru að vinna með og gáfu út. Í dag hefur þetta margfaldast hjá þeim og hafa þau búið til

hundruðir spila sem eru skapandi, litrík og efla menntun barna (Super duper publications,

e.d).

Til eru mörg mismunandi málörvunarspil á öllum deildum leikskólans. Það eru hljóðabingó,

„spilin í álkössunum“ frá Super duper, spilin frá höfundum Ljáðu mér eyra og svo auðvitað

spil sem starfsmenn hafa búið til. Flest öllum nemendum finnst gaman að fá að fara í þessi

málörvunarspil og vilja oft fara í þau utan hópatímanna. Þau eru einnig notuð í

samverustundum og í raun þegar tími gefst til. Hvert spil hefur sitt hlutverk í hverjum þætti

fyrir sig og því mikilvægt að nota öll spilin svo að færni í öllum þáttum æfist jafn mikið.

4.5 Málnotkun

Málnotkunin er sá hluti sem alltaf er í þróun á öllum deildum leikskólans. Leikskólakennarar

jafnt sem leiðbeinendur eru að leiðrétta og æfa með börnunum rétta málnotkun allan

daginn, alla daga. Þeim er kennt að hvað er viðeigandi að segja hverju sinni og hvað megi

ekki segja við aðra, hvort sem það er við börn eða fullorðna. Börnin læra málnotkunina í

gegnum starfsfólk leikskólans, í gegnum önnur börn og með því að æfa sig sjálf. Á öllum

deildum er mikið lesið fyrir börnin og oft er það gert tvisvar á dag. Málnotkunin eflist þó

ekki bara í gegnum lestur heldur einnig í gegnum annað kennsluefni. Þar kemur inn efnið

Orðagull og Stig af stigi.

Page 27: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

25

4.5.1 Orðagull

Orðagull nýtist þó ekki bara í hljóðfræði heldur einnig í málnotkun. Bókin er samt sem áður

bara notuð á elstu deildinni. Dæmi um verkefni úr Orðagull sem notað er á elstu deild:

Nemendur fá verkefnablað og hópstjóri fer yfir allar þær myndir sem eru á því. Hann leggur

áherslu á þær, útskýrir vel og passar að allir séu að fylgjast með. Þegar þessu er lokið fá

nemendur fyrirmæli sem þeir þurfa að fara eftir. Fyrirmælin sem nemendahópurinn fær

eru til dæmis að lita myndirnar mismunandi á litinn, teikna mismunandi form í kringum

myndirnar eða teikna við hliðina á þeim. Ef nemendum finnst verkefnin of auðveld er hægt

að gera þau erfiðari en ef þeim finnst verkefnin of þung er hægt að gera þau einfaldari

(Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir, 2010).

4.5.2 Stig af stigi

Stig af stigi er kennsluefni gefið út af Commitee for children. Second Step, a Violence

Prevention Curriculum er erlent heiti kennsluefnisins en Stig af stigi er íslenska heitið.

Þýðingin á efninu er eftir Þóri Jónsson en hann vann það í samvinnu við kennara í leik- og

grunnskólum á Akureyri, Dalvík, Mosfellsbæ og Reykjavík. Þegar Stig af stigi var gefið út var

Þórir kennari í Ólafsfirði og er kennsluefnið ætlað börnum á aldrinum 4-10 ára.

Markmiðin með kennslunni er skipt í nokkra þætti. Fyrsti þátturinn er að þjálfa

börnin í innlifun, þetta þýðir að börnin geti viðurkennt tilfinningar annarra, að þau geti sett

sig í spor annarra, að þau geti ráðið í tilfinningar annarra og að þau geti sýnt öðrum

tilllitsemi. Þáttur tvö snýst um að minnka líkurnar á hegðun sem einkennist af skyndilegum

hugdettum, skyndihvötum eða hugsunarleysi og það er gert með því að kenna börnunum

að leysa þær deilur og þá árekstra sem upp koma. Með þessu er verið að efla félagsfærni

barnanna. Síðasti þátturinn snýst um að minnka líkurnar á því að börnin sýni hvert öðru

frekju og yfirgang. Þetta er gert með því að kenna þeim að þekkja reiðitilfinningar þegar

kviknar á þeim og að þau geti náð að nota slökun til að ná stjórn á sjálfum sér.

Verkefnin í Stig af stigi flokkast í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn snýst um innlifun, annar

hluti snýst um lausnir vandamála og hvernig á að hafa stjórn á þeim skyndihvötum sem upp

koma, þriðji hlutinn snýst um sjálfstjórn eða það að hafa stjórn á

frekju/yfirgangshneigð/reiði og svo mætti lengi telja (Þórir Jónsson, Sverrir Pálsson, Helgi

Þorbjörn Svavarsson og Orri Harðarson, 2002). Stig af stigi flokkast undir lífsleikni en það

er vel hægt að tengja það við fimmta þátt tungumálsins, málnotkun. Börnin þurfa að tjá sig

í hverju verkefni í kennsluefninu og þurfa að geta sagt það sem þau voru að læra í hverjum

hópatíma og hvers vegna mikilvægt er að læra það. Börnunum er aðallega kennt hvernig

þau eiga að tjá tilfinningar og hvernig þau eigi að haga sér í mismuandi aðstæðum.

Page 28: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

26

Nemendur þurfa að geta svarað spurningum frá hópstjóra og ef það tekst ekki þá

aðstoðar hann þau og þannig eflist málnotkunin. Þau þurfa að geta tjáð tilfinningar sínar og

eiga að geta sagt hvernig þeim líður og með kennsluefninu Stig af stigi gengur það upp.

Verkefnin úr bókinni eru byrjuð í notkun á miðdeildinni og halda áfram á elstu deildinni.

Nemendunum finnst skemmtilegt að fara í þessi verkefni því þau fá að leika mismunandi

hlutverk og þurfa að skiptast á um þau. Feimnin getur þó gripið aðeins inn í en þau reyna

alltaf að lokum.

4.6 Verkefni sem reyna á alla 5 þætti tungumálsins

4.6.1 Almenn þekking

Mikið er um það á öllum deildum leikskólans að reynt er á almenna þekkingu barnanna. Á

yngstu deildinni er byrjað á því að spyrja nemendur hvað þau heita og hversu gömul þau

eru. Ef það gengur vel er hægt að byrja á að spyrja hvað foreldrarnir heita. Einnig eru þau

að læra litina og því er farið vel í þá. Líkamspartarnir eru teknir fyrir og sungin eru lög eins

og til dæmis höfuð- herðar- hné og tær. Þetta finnst þeim gaman og eru glöð þegar þau eru

að fara syngja og gera hreyfingar með því.

Á miðdeildinni eru börnin spurð um nafnið sitt, nöfn fjölskyldumeðlima, hvar þau

eigi heima og ef allt gengur vel með þessa hluti er farið að spyrja barnið hvenær það á

afmæli.

Á elstu deildinni eru börnin spurð um fullt nafn, nöfn foreldra, afmælisdag, götuheiti

og bæjarnafn. Yfir heildina er einnig verið að spyrja um líkamshluta, liti og svo margt fleira.

Þessi verkefni koma frá deildarstjórum eða öðrum starfsmönnum leikskólans.

Þrátt fyrir að mikið af bókum eru notaðar sem kennsluefni eru spjaldtölvur (iPad) að koma

sterkar inn sem annað kennsluefni. Börnin fá að nota iPad í frjálsa tímanum, hvert barn fær

sinn tíma í honum og það er mismunandi eftir deildum hvað tíminn er langur. Hann er þó

ekki bara notaður í frjálsa tímanum, hann er mikið notaður í hópatímum, hvort sem það er

í málörvun eða stærðfræði. iPadinn er alltaf vinsæll á meðal barnanna og um leið og þau

sjá hann vilja allir fá að fara í hann, sem sýnir hversu vinsæll hann er.

Spjaldtölvunar koma þó aldrei í veg fyrir lesturinn. Lestur er mikið notaður á öllum

deildum leikskólans en yfirleitt er ein samvera sem verið er að lesa bók. Á öllum deildunum

er bók lesin í samverunum sem eru fyrir hádegismat. Oftast eru þetta bækur sem leikskólinn

á en ef börnin koma með bók þá er hún stundum lesin. Eftir lesturinn er börnin stundum

spurð spurninga upp úr bókinni og þá er hægt að sjá hvort athyglin hafi verið í lagi. Þau

róast niður við lesturinn og flest öllum börnunum finnst gaman að hlusta á sögur.

Page 29: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

27

Þessi almenna þekking sem verið er að ræða um hér að ofan þjálfar alla fimm þætti

tungumálsins. Það er ekki bara farið í almenna þekkingu í hópastarfi heldur fer hún fram

allan daginn, alla daga. Merkilegt er að sjá hvað börnin vita mikið og hvað málþroski þeirra

þroskast frá degi til dags. Yfirleitt eru öll börnin tilbúin í smá spjall þegar þau eru að leika

sér og þá kemur þessi almenna þekking fram.

Page 30: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

28

5 Dæmi um verkefni í hópastarfi

Hér fyrir neðan koma dæmi af verkefnum sem notuð eru í hópastarfi í leikskólanum.

5.1 2-3 ára

Verkefni 4

Lubbi Syngjum lagið við hljóðið N og gerum táknið

Sögur Endursögn, hvað gerðir þú í gær, hvað borðaðir

þú í morgunmat o.s.frv.

Orðaforði -

hugtakaskilningur

----------------------------------------------

Leikir – hljóðfæri - þulur Bangsi litli, klæða í föt. Ræða liti og líkamshluta

Rím Skoða rímorðasafn. Prófa bullurím

Verkefni 6

Lubbi Syngjum lagið við hljóðið Í og gerum táknið

Sögur

Orðaforði -

hugtakaskilningur

Ég fór í dýragarð í gær 1

Leikir – hljóðfæri - þulur Litaspil

Rím ----------------------------------------------

5.2 3-4 ára

Verkefni 8

Hljóð-hlustun Lubbi finnur málbein

Rím-samstöður

Spil Hugtakaspil

Lestur

Almenn þekking Líkamshlutar. Litirnir.

Verkefni 9

Hljóð-hlustun Lubbi finnur málbein

Rím-samstöður Rím-mappa

Page 31: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

29

Spil

Lesa

Almenn þekking Segja nafnið sitt,fjölskyldumeðlima,heimilisf.

5.3 5-6 ára

Verkefni 16

Hljóðin Lubbi finnur málbein - P

Hljóðgreining

Hlustunarleikir Hljóðabingó (sérkennsla)

Rím - samstöfur Dýrarím (á blaði – Tölum saman)

Almenn þekking

Verkefni 23

Hljóðin Lubbi finnur málbein - Æ –ei-ey

Hljóðgreining Ljáðu mér eyra: Hljóðflokkun, (1)

Hlustunarleikir

Rím - samstöfur Verkefni á blaði (12)

Almenn þekking „Matur“ (í möppu – Tölum saman)

Hér að framan má sjá dæmi um verkefni sem notuð eru í hópatímum á öllum deildum

leikskólans, frá þeirri yngstu til þeirrar elstu og er hvert verkefni er fyrir eina viku. Á hverri

deild er barnahópnum er skipt niður í minni hópa þegar hópatími í málörvun fer fram. Á

yngstu deildinni er reynt að fara í þrjá til fjóra þætti á viku. Á miðdeildinni er farið í þrjá

þætti á viku og á elstu deildinni er farið í þrjá til fjóra þætti. Nemendurnir eru áhugasamir

og duglegir að læra og flestum gengur vel með þau verkefni sem lögð er fyrir þá.

Page 32: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

30

6 Umræður og lokaorð

Leikskólinn vinnur mikið með bókina Lubbi finnur málbein og eftir að hafa fylgst með þeirri

vinnu og fá að vinna með í Lubba finnst mér óhætt að segja að þetta málörvunarverkefni er

að virka. Börnin eru dugleg að læra vísurnar og táknin og ná að tengja saman bókstaf og

hljóð. Þau muna vísurnar og eru dugleg að syngja þær, hvort sem það er í hópastarfinu eða

í leik. Þau eru að skoða spjöldin sem hengd eru upp á vegg eftir hvert hljóð og læra þannig

táknið fyrir sinn bókstaf. Lubbi finnur málbein stendur upp úr ef börnin ættu að velja um

verkefni í málörvun.

Leikskólinn stendur sig vel þegar kemur að málörvun. Það er mikið kennsluefni

notað hverju sinni og kemur úr mörgum áttum. Það gæti verið hentugra að vinna með eitt

efni í einu og fjalla um það til hið ýtrasta og skipta svo þegar það er búið en auðvitað er

mikið til af málörvunarefni sem mikilvægt er að nota og það gæti verið erfitt að halda sig

bara við eitt námsefni í einu. Erfitt er þó að halda sig við eitt efni því úr mörgu er að moða

og hópatímarnir verða að vera fjölbreyttir svo að börnin haldi einbeitingu og hafi áhuga á

því efni sem verið er að fjalla um. Það er mikið lagt upp með málörvunarverkefni í hljóðfræði

og málnotkun en það vantar meira efni sem tengjist orðmyndunarfræði, merkingu og

setningum. Ég tel að það sé eitthvað sem þarf að bæta, á öllum deildum. Yngsta deildin

er með mörg verkefni en úr fáum bókum en þar er lögð mikil áherslu á snemmtæka íhlutun.

Starfsmenn eiga að vera með kippur utan um hálsinn en á þeim eru myndir með þeim

táknum sem helst eru notuð, til dæmis bíða, stoppa, hlusta, horfa, sitja kyrr, sofa og nokkur

önnur í viðbót. Auk þessarar kippu eiga starfsmenn að vera duglegir að nota tákn þegar þeir

tala við börnin, hvort sem það er í samverum, í leik eða í starfi. Með því að nota þessi tákn

læra börnin að setja orð á athafnir og geta notað táknin ef þau muna ekki orðið en muna

táknið.

Á miðdeildinni fer kennsluefnið að aukast og verkefni eru tekin upp úr fleiri bókum.

Þar er einnig reynt að nota tákn með tali en það er minna um það heldur en á yngstu

deildinni.

Elsta deildin notar allt það kennsluefni sem komið hefur fram. Tákn með tali er líka

notað á þeirri deild. Börnin eru dugleg að fá og gera verkefni í frjálsum tíma, þeim finnst til

dæmis mjög gaman að æfa sig að skrifa stafi og nafnið sitt, en nöfnin eru á litlum,

plöstuðum miðum og eru bæði skrifuð með hástöfum og lágstöfum.

Sem starfsmaður í leikskóla þá var fróðlegt að fá að skoða allt það málörvunarefni sem til

er í honum og hversu mikið efni er notað því sem starfandi leiðbeinandi datt mér ekki í hug

hversu mikið efni og vinna er á bak við þá málörvun sem fram fer í leikskólanum. Eftir að

hafa setið yfir öllum kennslubókunum sem til eru finnst mér starfsfólk leikskóla eiga heiður

Page 33: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

31

skilið. Það er setið yfir öllu því efni sem er til til þess að skipuleggja starfið og gera það sem

fjölbreyttast fyrir alla nemendur leikskólans.

Page 34: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

32

Heimildaskrá

Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna T. Einarsdóttir. (2013).

Langtímarannsókn á forspárgildi málþroskaathugana við 5-6 ára aldur- um síðari

líðan og reynslu. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/013.pdf 5-6

Anney Ágústsdóttir, Ásthildur Bj. Snorradóttir, Bergrós Ólafsdóttir, Margrét Þóra

Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. (2014). Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja

til þriggja ára barna. Akranes: Guðjón Ó

Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir. (2005). Tölum saman-

Málörvunarkerfi fyrir börn með málþroskafrávik og tvítynd börn. Reykjavík:

Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir

Ásthildur Bj. Snorradóttir og Valdís B. Guðjónsdóttir. (2001). Ljáðu mér eyra-

undirbúningur fyrir lestur. Reykjavík: Skjaldborg

Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir. (2010). Orðagull- Málörvunarefni sem

styrkir vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn

Boisjoli, R., Vitaro, F., Lacourse, E., Barker, E. D. og Tremblay R. E. (2007). Impact and

clinical significance of a preventive intervention for disruptive boys: 15-year

follow-up. British Journal of Psychiatry, 191, 415–419.

Bryndís Guðmundsdóttir. (2005). Lærum og leikum með hljóðin- Undirbúningur fyrir

hljóðmyndun og tal. Reykjanesbær: Bryndís Guðmundsdóttir

Bryndís Guðmundsdóttir. (2010). Lærum og leikum með hljóðin- kynning á framburðarefni

fyrir íslensk börn. Talmeinafræðingurinn, 21(1), 9- 12.

Combs, B. (2012). Assessing and Addressing Literacy Needs – Cases and Instructional

Strategies. Los Angeles, Calif: SAGE

Eyrún Ísfold Sigurðardóttir og Þóra Másdóttir. (2009). Lubbi finnur málbein- Íslensku

málhjóðin syngd og sungin. Reykjavík: Mál og menning

Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir. (2010). Lubbi finnur málbein- Hljóðanám og

málörvun í leik- og grunnskóla. Talmeinafræðingurinn, 21(1), 5- 9.

Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir. (Janúar, 2015). Læsi í

leikskóla. Sótt af http://www.ki.is/skolavardan/2351-laesi-i-leikskola

Halldóra Haraldsdóttir. (e.d.). Leikskólaaldur- Áhrifaþættir við eflingu læsis ungra barna.

Sótt af http://lesvefurinn.hi.is/node/194

Page 35: Í leikskóla á landsbyggðinni Alda Björk Einarsdóttir tilbúið.pdf · Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild . Kennsluefni í málörvun Í leikskóla á landsbyggðinni

33

Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og Þorbjörg Þóroddsdóttir. (1998). Markviss málörvun-

þjálfun hljóðkerfisvitundar. Reykjavík: Námsgagnastofnun

Hrafnhildur Sigurðardóttir. (2002). Málþroski barna er mál foreldra- Málþroski. Mennta-

og menningarmálaráðuneyti: Svansprent

Jóhanna Einarsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Amalía Björnsdóttir. (2011).

Langtímarannsókn á forspárgildi athugana á málþroska- Frá leikskólaaldri til

fullorðinsára. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/006.pdf

Jóhanna T. Einarsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. (2015). Málsýni leikskólabarna-

Aldursbundin viðmið. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2015/ryn/010.pdf

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá leikskóla. Reykjavík:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Otto, B. (2014). Language development in early childhood. 4. útg. Upper Saddle River, NJ:

Merill/Pearson

Owens Jr, R.E. (1996). Language development- An introduction. Boston: Allyn og Bacon

Pence, K.L. og Justice, L.M. (2008). Language development from theory to practice. Upper

Saddle River, NJ: Perason/Merrill Prentice Hall

Super Duper Publications. (e.d.) About us. Sótt af

http://www.superduperinc.com/About/CompanyInfo.aspx

Þórir Jónsson, Sverrir Pálsson, Helgi Þorbjörn Svavarsson og Orri Harðarson. (2002). Stig af

stigi-Handbók. Akureyri: Reynir ráðgjafastofa KMM