vetrardekkjakÖnnun fÍb fibbladid 2014.pdfcontinental contivikingcontact 6 7,8 michelin x-ice xi3...

14
10 VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB 2014-2015 Það er almennt ráð okkar hjá FÍB til ökumanna, sérstaklega að vetrinum að gera eins og gönguskíðafólk gerir gjarnan áður en það leggur af stað í göngu, að ganga fyrst úr skugga um hvernig færið er og hvernig skíðin renna. 99 af hverj- um 100 ökumönnum byrja ekki á því að athuga hvort eða hversu hált er með því að prófa að hemla strax eſtir að hafa ekið af stað. En með því að gera þetta fær ökumaður strax tilfinningu fyrir gripi dekkjanna, færinu og hálkunni og stillir ökulag sitt af áður en út í megin umferðarstrauminn er komið. GÓÐ DEKK MEÐ TRAUST VEGGRIP ERU LÍFSNAUÐSYN En þótt ekkert sé frostið getur gatan verið hál, meira að segja flughál og það meira að segja jafn- vel þótt hún sé þurr. Nýlega lagt svart, rennislétt malbik sem glampar eins og bónað stofugólf í skini bílljósanna í morgunmyrkrinu getur verið stórlega varasamt. Einmitt þar er gott að snögghemla örstutt ef hægt er, til að finna hvernig hvort þarna sé hált eða ekki. Ef hjólin snögglæsast og ABS læsivörnin grípur inn, er greinilega hætta á ferðum.

Upload: others

Post on 28-May-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

10

VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB 2014-2015

Það er almennt ráð okkar hjá FÍB til ökumanna, sérstaklega að vetrinum að gera eins og gönguskíðafólk gerir gjarnan áður en það leggur af stað í göngu, að ganga fyrst úr skugga um hvernig færið er og hvernig skíðin renna. 99 af hverj-um 100 ökumönnum byrja ekki á því að athuga hvort eða hversu hált er með því að prófa að hemla strax eftir að hafa ekið af stað. En með því að gera þetta fær ökumaður strax tilfinningu fyrir gripi dekkjanna, færinu og hálkunni og stillir ökulag sitt af áður en út í megin umferðarstrauminn er komið.

GÓÐ DEKK MEÐ TRAUST VEGGRIP ERU LÍFSNAUÐSYN

En þótt ekkert sé frostið getur gatan verið hál, meira að segja flughál og það meira að segja jafn-vel þótt hún sé þurr. Nýlega lagt svart, rennislétt malbik sem glampar eins og bónað stofugólf í skini bílljósanna í morgunmyrkrinu getur verið stórlega varasamt. Einmitt þar er gott að snögghemla örstutt ef hægt er, til að finna hvernig hvort þarna sé hált eða ekki. Ef hjólin snögglæsast og ABS læsivörnin grípur inn, er greinilega hætta á ferðum.

Page 2: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

11

Niðurstöður eru ýmist með-altal marg endurtekinna mælinga eða huglægt mat

nokkurra tilraunaökumanna.Í litlu töflunum má sjá árangur dekkjanna í einstökum prófunar-þáttum. • Hemlun: Mæld er hemlunarvegalengd (í m) á snjó, ís, blautu og þurru malbiki. Hvert próf er endurtekið 15-20 sinnum á tveimur til þremur dögum við mismunandi hitastig og eru niðurstöðurnar meðaltal mælinganna. Á ís er hemlað á 50 km hraða þar til bíllinn stöðvast. Á snjó og votu malbiki er hemlað á 80-0 km hraða. Hemlunarprófin á ís og snjó eru gerð bæði úti og einnig innandyra þar sem hægt er að stjórna hita- og rakastigi og útiloka áhrif breytilegs veðurs.• Hröðun: Grip dekkjanna á ís og snjó er mælt með því að auka hraðann eins fljótt og hægt er. Mælingin sem er tímamæling, er gerð á tilteknu hraðabili. Á ís hefst tímamælingin á 5 km hraða og endar þegar bíll-inn nær 20 km hraða á klst. Í snjó hefst tímamælingin á 5 km hraða en endar þegar bíllinn hefur náð 35 km hraða. Eins og í hemlunar-prófunum eru hröðunarprófin marg endurtekin við mismunandi hitastig á mismunandi dögum, bæði inni og úti.• Aksturseiginleikar: Virkir aksturseiginleikar dekkjan-na eru metnir með því að mæla brautartíma bílanna á brautum sem eru, eftir því sem við á hverju sinni,

þaktar ís, snjó eða eru blautar eða þurrar. Í þessum akstri reynir á veggrip þeirra við hröðun, hemlun og í kröppum beygjum. Þessi próf eru endurtekin af mörgum tilrauna-bílstjórum og hver niðurstaða er meðaltal af brautartímum öku-mannanna hvers um sig. • Aksturstilfinning: Til viðbótar við brautartímana lýsir hver bílstjóri upplifun sinni af hverju dekki án þess að hann viti hvaða dekktegund var undir bílnum hverju sinni. Það mikilvægasta í þessu er að vita hversu bílstjórun-um þótti dekkin vera í „neyðartil-vikum,“ hversu snöggt þau misstu veggrip og bíllinn byrjaði að skrika og hversu erfitt eða auðvelt var að ná valdi yfir akstrinum á ný. • Rásfesta: Rásfesta dekkjanna er prófuð þannig að ekið er eftir brautum þar sem hjólför hafa myndast í malbik-inu ýmist vegna slits eða verið búin til í vegyfirborðið. Upplagt væri reyndar að prófa rásfestuna hér á landi þar sem slit-hjólför á vegum og götum er orðin regla en ekki undantekning. Reynsluökumennirnir gefa dekkjunum einkunn eftir því hversu oft og mikið þarf að snúa stýrinu til að rétta af stefnu bílsins. Ökumenn-irnir vita aldrei hvaða dekkjategund er undir bílunum hverju sinni• Veggnýr: Veggnýrinn eða hvinurinn frá dekkjunum í akstri er mældur inni í bílnum í höfuðhæð, á víxl í framsætum og í aftursæti. Loka-niðurstöðurnar eru byggðar bæði á

mælingum og huglægu mati öku-mannanna og eru meðaltal margra prófunarferða. Ökumenn vita ekki hvaða dekkjategund er undir bíl-num hverju sinni.• Núningsmótstaða: Núningsmótstaða dekkjanna er mæld þannig að bílnum er ekið á sléttri hallalausri braut utandyra. Þegar hann hefur náð 80 km hraða er hann settur í frígír og látinn renna þar til hraðinn er fallinn niður í 40 km á klst. Mælingin er endurtekin við mismunandi hitastig í logni og meðaltal niðurstaðna er síðan uppreiknað til bensínlítra miðað við viðmiðunardekkið sem er það dekk í könnuninni sem lengst rennur. Hvar birtist könnunin? Þetta vetrardekkjapróf á norður-slóðadekkjum er gert fyrir Motor, félagsblað NAF, hins norska systur-félags FÍB, Aftonbladet í Svíþjóð og tvö sænsk bílatímarit og eitt rússneskt. Það fer fram í Ivalo nyrst í Finnlandi á risastóru bílaprófana- og –tilrauna-svæði fyrirtækis sem heitir Test World. Öll dekkin sem prófuð eru, hafa verið keypt hjá dekkjasölu-fyrirtækjum. Ef dekkin væru fengin beint frá framleiðendum er talin hætta á að framleiðendur reyni að hafa áhrif á niðurstöður með því að búa til dekk sérstaklega fyrir prófunina sem gætu gefið aðrar og hagstæðari niðurstöður en dekk í almennri sölu.

SVONA ER KÖNNUNIN GERÐ

Page 3: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

12

Negldir hjólbarðar

Teg. gerðHeildar-einkunn

0 - 10Nokian Hakkapeliitta 8 8,8Continental ContiIceContact 8,6Pirelli Ice Zero 8,6 Goodyear Ultra Grip Ice Arctic 8,4Gislaved Nord Frost 100 8,3Hankook Winter I*Pike RS 8,1 Dunlop Ice Touch 8,0 Michelin X-Ice North 3 7,9 Bridgestone Blizzak Spike-01 7,7Vredestein Arctrac 7,5Jinyu Winter yw53 7,1 Nordman 4 7,1 Sunny Winter-Grip SN386 5,9

Ónegldir hjólbarðar

Teg. gerðHeildar-einkunn

0 - 10Goodyear Ultra Grip Ice2 8,2Nokian Hakkapeliitta R2 8,2Continental ContiVikingContact 6 7,8Michelin X-Ice XI3 7,8Maxxis Arctictrekker 7,7Bridgestone Blizzak WS70 7,3Sailun Ice Blazer WSL2 7,2Pirelli Icecontrol Winter 7,2Dunlop SP Ice Sport 6,8Vredestein Nord-Trac 2 6,7KumhoI´Zen KW31 6,6Sunny Snowmaster SN3830 6,1

13 negld og 12 ónegld dekk fyrir norðlægar slóðirVetraraðstæður á nyrstu slóðum Evrópu eru ólíkar því sem algengast er um miðja og sunnanverða álfuna. Hinar norðlægu slóðir krefjast fyrst og fremst vetrardekkja sem gera aksturinn öruggari í snjó og hálku meðan hinar suðlægari slóðir kalla á hjólbarða sem fyrst og fremst ryðja vel frá sér vatns- og krapaelg á vegum og hraðbrautum.

Það er þess vegna sem FÍB birtir árlega könnun á eiginleikum vetrarhjólbarða sem sérstaklega eru hannaðir og framleiddir fyrir norðurslóðir. FÍB fær þessa könnun frá hinu norska systurfélagi sínu NAF. Hún er gerð af sérfræðingum TestWorld í Finnlandi og birtist í bílatímaritum í ríkjum Skandinavíu og í Rússlandi.

Nýjar reglur um dekkjanagla

Í flestum þeirra ríkja þar sem þessi könnun birtist hafa nýjar reglur um negld vetrardekk gengið í gildi. Samkvæmt þeim takmarkast fjöldi nagla í hverju dekki við mest 50 nagla á hvern ferilmetra (hvern metra sem dekkið fer eftir veginum). Þetta er meginreglan og hún þýðir að dekk sem er 205/55 R16 að stærð, eins og öll dekkin í þessari könnun, er með tæplega 100 nagla.

En það er undantekning frá þessari reglu. Hún er sú að framleiðandi getur sett fleiri nagla í hvert dekk ef hann getur sýnt fram á það með prófunum, að hinn aukni naglafjöldi hafi ekki í för með sér aukið vegslit. Það hefur Nokian greinilega tekist því að í Nokian nagladekkinu eru naglarnir 190 og dæmi eru um

Mikill getumunur

Verulegur munur kemur í ljós á getu og eiginleikum dekkjanna sem auðvitað er mest áberandi milli þeirra bestu og þeirra sem verst koma út. Í þessari könnun eins og flestum þeim fyrri eru það hin þekktu gæða-vörumerki sem raða sér gjarnan í efstu sætin. Ekki er samt hægt að segja að beint samhengi sé milli verðs og gæða seme sjá má af því að ódýr dekk, m.a. frá Kína, Kóreu og Taiwan koma sum hver merkilega vel út. Gott dæmi um það er óneglda dekkið Maxxis frá Taiwan, en framleitt í Kína.

Könnunin sýnir líka hversu óskynsamlegt er að láta glæsileg gerðarheiti dekkja og markaðs-slagorð sem gjarnan ganga út á harðkorn og loftbólur, villa sér sýn. Skynsamlegra er að lesa sjálfa könnunina vel og gera sér grein fyrir eiginleikum dekkjanna og hvað best hæfir eigin akstursaðstæðum og aksturshæfni og taka síðan upplýsta ákvörðun um kaup. Markaðsslagorð og nafngiftir eru oftar en ekki mark-lausar. Gott dæmi um það í þessari könnun er Snowmaster á hinu kínverska Sunny dekki. Ætla mætti að þetta sé fyrirtaks dekk í snjó og kannski líka á ís, en það er nú aldeilis ekki svo: Sunny Snowmaster er svo lélegt á ís og í snjó að það er einfaldlega ekki hægt að ráðleggja nokkurri manneskju að fá sér það undir bíl á Íslandi.

dekk í þessari könnun með 170 nagla. Þá eru nokkur með 130 nagla og fáein með 95. Naglarnir í þeim síðastnefndu eru með bæði stærri og þyngri en í þeim sem flesta naglana hafa. Vissulega er sigurdekkið Nokian með flesta naglana. Naglafjöldinn gerir þó ekki gæfumuninn eins og kannski mætti ætla. Margir fleiri þættir hafa áhrif á það hversu gott dekkið er í vetrarfæri, þættir eins og mynstrið á slitfletinum, gúmmíblandan í honum og samsetning og upp-bygging dekksins. Það sést á þeim dekkjum sem næst Nokian koma í könnuninni og eru með mun færri nagla.

Page 4: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

13

www.n1.is facebook.com/enneinnÍSLE

NSK

A/SIA

.IS EN

N 70873 10/14

Hjólbarðaþjónusta N1:Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægissíðu 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394

Opið mánudaga-föstudaga kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is www.dekk.is 

• Fisléttir álnaglar, níðsterkir á hljóðlátum dekkjum

• Stytta hemlunarvegalengd á ís um 10% með allt að 30% færri nöglum

• Aukið öryggi með fullri virðingu fyrir umhverfinu

Michelin X-Ice North

• Mikið skorinn hjólbarði, hannaður fyrir fjölskyldubílinn

• Stefnuvirkt munstur gefur frábært grip

• Naglalaust vetrardekk sem endist aukavetur

Michelin Alpin A5

• Hljóðlátt naglalaust vetrardekk með góðu gripi

• Ný APS-gúmmíblanda lagar veggripið að hitastiginu

• Margátta flipamunstur eykur veggripið og líftíma dekksins

Michelin X-Ice

Búðu bílinn undir veturinn með öruggum og endingargóðum hjólbörðum. Þú færð hágæðahjólbarða frá Michelin á hjólbarða-verkstæðum N1 sem öll hafa hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin.

Michelin gæði árið um kring

2014

Page 5: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

14

Michelin X-Ice North 3

Michelin hefur jafna og góða aksturseiginleika í snjó. Það er heldur slakara í akstri á ís en vegna almennt jafnra og góðra aksturseiginleika þess er það laust við að gefa ökumönnum óþægilegar upplifanir í akstri. Í bleytu og á þurrum auðum vegum er það þægilegra en flest hin dekkin. Hljóðlátasta nagladekkið.

Fjöldi nagla: 95 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 29, 2013 Framleiðsluland: Rússland Söluaðili: N1 Verð: 4 stk á kr. 139.960

Gislaved Nord Frost 100

Gislaved er nú undirmerki Continental og eru Gislaved hjólbarðar boðnir á hagstæðara verði en Continental barðarnir enda er nýjasta tæknin ekki innbyggð í þá. En engu að síður er Nord Frost 100 gott vetrardekk sem dugar vel í hinu norræna vetrarríki, ekki síst er það gott í snjónum. Á ís er það lítilsháttar síðra en þau bestu en ágætt í bleytunni. Þar hefur það jafn góða eiginleika í öllum prófunarþáttum. Hemlunarvegalengdin á þurru malbiki er full löng og núningsmótstaðan er aðeins meiri en hjá þeim bestu.

Fjöldi nagla: 95 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 41, 2013 Framleiðsluland:Þýskaland

Goodyear Ultra Grip Ice Arctic

Goodyear er í essinu sínu í akstri á snjó. Þar fær það hæstu einkunn fyrir sérhverja prófunargrein. Það er einnig ágætt og mjög jafn gott í öllum akstri á ís þótt fáein önnur séu þar lítilsháttar fremri. Dekkið hefur enga sérstaka veikleika í akstri í bleytu né heldur á þurru malbiki. Skynsamlegt val fyrir þá sem aka mikið í allskonar vetrarfæri.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 1, 2014 Framleiðsluland: Pólland Söluaðili: Klettur Verð: 4 stk á kr. 139.960

Hankook Winter I*Pike RS

Hankook er eitt þeirra dekkja í lægri verðflokki sem spjarar sig vel í vetrarfærinu á Norðurslóðum. Hemlunarvegalengdin á ís er heldur lengri en hjá þeim bestu. Í snjó er það hins vegar ágætt í öllum prófunarþáttum en reynsluökumönnunum þótti það verða lítilsháttar ótryggt við þolmörk þess í snjóakstri. Stendur sig vel í bleytu. Núningsmótstaðan er lág.

Fjöldi nagla: 170 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 6, 2014 Framleiðsluland: Kórea Söluaðili: Sólning Verð: 4 stk á kr. 103.960

Nokian Hakkapeliitta 8

Nokian er sá framleiðandi sem gefur forskriftina að því hvernig vetrardekk fyrir norðurslóðir eigi að vera og hvað þau eigi að geta í snjó og á ís. Hakkapeliitta 8 fær hæstu einkunn í öllum prófunarþáttum. Það hemlar vel og skilar ökumönnum þægilegri öryggistilfinningu á erfiðum vetrarvegum. Að vísu er fylgifiskur afburðagóðra vetrareiginleikanna sá að að hemlunarvegalengd í bleytu lengist eilítið og rásfestan er örlítið síðri. Frábært vetrardekk.

Fjöldi nagla: 190 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 4, 2014 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: Max1 Verð: 4 stk á kr. 152.368

Continental ContiIceContact

Continental aftur í einu af efsta sætunum eins og í fyrra. Dekkið hlýtur hæstu einkunnir fyrir akstur á ís, hvort heldur sem um er að ræða hemlun, veggrip, rásfestu og aksturstilfinningu. Í snjó er dekkið einnig ágætt en eilítið síðra þar en Nokian. Hemlar vel í bleytu og er afar rásfast, einnig í hjólförum á vegi eins og þeim sem tíðkast svo mjög hér á Íslandi. Mikil núningsmótstaða dregur heildareinkunnina niður.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Nei Sérmerkt inn-/úthlið: Já Framleiðsludagsetning: Vika 43, 2013 Framleiðsluland:Þýskaland Söluaðili: Sólning Verð: 4 stk á kr. 135.960

Dunlop Ice Touch

Dunlop er fyrirtaks snjó-dekk með gott grip og örugga aksturseiginleika. Veggripið á ís er síðra og afturhjólin missa fremur fljótt gripið. Í bleytu er þetta eitt þeirra bestu. Hliðargrip mætti vera tryggara á þurru malbiki.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 1, 2014 Framleiðsluland: Pólland

Pirelli Ice Zero

Pirelli er eitt af bestu vetrardekkjunum í ár. Með svona dekkjagang ertu vel í stakk búin(n) að takast á við erfiða vetrarfærðina framundan. Hemlunareiginleikar þess í vetrarfærðinni eru afbragð en eins og títt er um slík dekk eru góðu vetrareiginleikarnir dálítið á kostnað hemlunareiginleika í bleytu. Þá er dekkið heldur háværara en sum önnur þeirra bestu.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 48, 2013 Framleiðsluland:Þýskaland Söluaðili: Bílabúð Benna Verð: 4 stk á kr. 139.960

NEGLDIR HJÓLBARÐAR 205/55 R16

8,6

7,9

8,8 8,6

8,0

8,38,4

8,1

22 3

Page 6: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

15

Nordman 4

Nordman er rússneskt vetrardekk. Það er ámóta slakt og Jinyu og af þeim sökum er vart hægt að mæla með því fyrir vetrarfæri norðlægra slóða. Eins og Jinyu er Nordman reyndar allgott í snjó, enda er það svosem ekki flókið að gera dekk þannig úr garði. En að búa til gott alhliða vetrardekk er bara miklu flóknara. Það sýnir sig hér. Nordman er afleitt í bleytu en að öðru leyti í meðallagi.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 41, 2013 Framleiðsluland: Rússland

Jinyu Winter yw53 Þetta ódýra kínverska vetrardekk hefur svo lélega aksturseiginleika á ís að erfitt er að mæla með kaupum á því. Að vísu er það nokkuð gott í snjó en það er bara ekki nóg. Reynsluökumennirnir töldu sig ekki finna þá öryggistilfinningu sem vænta mætti frá vetrarhjólbörðum í akstri á ís og snjó. Í bleytu er það þokkalegt en rásfesta er lítil og veggnýrinn er mikill og meiri en hjá flestum hinum nagladekkjunum.

Fjöldi nagla: 114 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 36, 2013 Framleiðsluland: Kína

7,17,1 Sunny Winter-Grip SN386

Hið kínverska vetrardekk Sunny er í sérflokki í þessari könnun – í botnflokknum. Eiginleikar þessa vetrar-dekks eru margir þeir sömu og hjá dæmigerðu Mið-Evrópu vetrardekki. Það er ágætt á votu og þurru malbiki. Þar gefur það góða aksturstilfinningu og hefur gott veggrip. En á ís og í snjó gegnir öðru máli. Þar er það alls ekki viðunandi. Það þýðir það en engin ástæða er til að setja það undir bílinn og aka síðan út í erfitt og varasamt íslenskt vetrarfæri.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: H (210 km/klst.) Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 20, 2013 Framleiðsluland: Kína

Vredestein Arctrac

Vredestein stendur sig vel í öllum prófunargreinum á ís og fær einkunnina 8 í sérhverri þeirra. Enn betur gengur því að fóta sig í snjó og fær m.a. hæstu einkunn fyrir hemlunareiginleika. Eftir aksturinn á snjóbrautunum sögðu tilraunaökumennirnir að þegar komið væri að þolmörkum tapaði dekkið veggripinu mjög snöggt. Öryggistilfinning í akstri væri því minni en á bestu dekkjunum sem sýna lengri aðdraganda að veggripsmissinum. Í bleytu stóð dekkið sig í meðallagi. Rásfesta reyndist ekki góð.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 8, 2014 Framleiðsluland: Holland Söluaðili: BJB Verð: 4 stk á kr. 103.856

Bridgestone Blizzak

Bridgestone er gott í snjó með einkunnina 9 í flestum greinum þar. Það hemlar einnig vel á ís en í öðrum prófunargreinum á ísnum er það hins vegar í meðallagi. Á blautu malbiki stendur það þeim bestu að baki. Er ekki rásfast í slithjólförum á veginum. Á þurrum vegi spjarar það sig hins vegar betur en flest hinna negldu dekkjanna.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 25, 2013 Framleiðsluland: Japan Söluaðili: Betra Grip

5,9

7,5

7,7

Page 7: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

16

Maxxis Arctictrekker

Maxxis afsannar fullyrðinguna um að öll dekk frá Kína og Taiwan séu léleg og ómöguleg. Maxxis er að vísu ekki meðal bestu ónegldu vetrarhjólbarðanna á ís. En meginkostur þess er að það hefur mjög jafna getu í öllum prófunarþáttunum. Það þýðir að fátt kemur óþægilega á óvart í akstri. Maxxis er með þeim bestu í snjó og því til viðbótar gott í bleytu. Hávaði frá því í akstri er í meðallagi og sömuleiðis núningsmótstaðan. Mjög þokkalegt vetrardekk sem stendur vel fyrir sínu.

Hraðaþol: T (190 km/klst) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Nei Sérmerkt inn-/úthlið: Já Framleiðsludagsetning: Vika 8, 2014 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Bílabúð Benna

Michelin X-Ice XI3

Einn af bestu vetrarhjólbörðunum á ís og í snjó. Þar stendur það sigurvegaranum Goodyear á sporði. Michelin hlýtur sömu aðaleinkunn og Continental dekkið. Það er eilítið slakara á blautu malbiki en hefur trygga aksturseiginleika og er laust við óþægilegar uppákomur. Það er hljóðlátt en núningsmótstaðan er í hærra lagi.

Hraðaþol: H (210 km/klst)Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 50, 2013 Framleiðsluland: Spánn Söluaðili: N1 Verð: 4 stk á kr. 135.960

Pirelli Icecontrol Winter

Hið óneglda Pirelli vetrardekk er næstum því jafn gott í vetrarfærinu og nagladekkið frá Pirelli. En eiginleikarnir á ís eru einungis í meðallagi en í snjónum er bæði hemlun og hröðun með ágætum. Tilraunaökumönnunum þótti þó sem „taugaveiklunar“ tæki að gæta við þolmörk veggrips. Pirelli er hljóðlátt í akstri en nokkuð skortir á rásfestu þess.

Hraðaþol: T (190 km/klst)Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 6, 2014 Framleiðsluland: Kína Söluaðili: Bílabúð Benna

Bridgestone Blizzak WS70

Bridgestone var áður leiðandi í því að gera gripföst vetrardekk. Samkeppnin harðnaði, aðrir framleiðendur bættu sín dekk og nú lendir Bridgestone um miðbikið. Hemlar ágætlega á bæði ís og snjó. Grip við hröðun er hins vegar greinilega síðra. Eiginleikar í bleytu eru í meðallagi og tilraunabílstjórarnir segja veggripið tapast of snögglega þegar þolmörkum þess er náð. Hljóðlátt en með háa núningsmótstöðu.

Hraðaþol: T (190 km/klst)Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 31, 2013 Framleiðsluland: Japan Söluaðili: Betra Grip Verð: 4 stk á kr. 151.904

Continental ContiVikingContact 6 Hið nýja ContiVikingContact 6 gengur beint inn í flokk þeirra bestu í þessari könnun. Aðeins sjónarmun slakara en þau tvö sem efst eru að þessu sinni. Dekkið hefur mjög jafngóða aksturseiginleika á ís og snjó en heldur síðri í bleytunni. Það er full mjúkt og virkar því lítilsháttar ónákvæmt í átakaakstri, Á auðum og þurrum vegi er það meðal þeirra bestu. Hljóðlátt og hefur mjög lága núningsmótstöðu sem þýðir eldsneytissparnað.

Hraðaþol: T (190 km/klst)Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Nei Sérmerkt inn-/úthlið: Já Framleiðsludagsetning: Vika 45, 2013 Framleiðsluland:ÞýskalandSöluaðili: Sólning Verð: 4 stk á kr. 131.960

Goodyear Ultra Grip Ice2

Goodyear fer rakleitt á toppinn meðal ónegldu vetrarhjólbarðanna. Einkenni dekksins er hversu jafngott það er í öllum prófunarþáttum. Stendur sig vel á ís og snjó og einnig og ekki síður á votu malbiki. Þetta er erfitt að sameina í einu og sama dekkinu en nú hefur verkfræðingunum hjá Goodyear tekist það. Til viðbótar þessu er dekkið mjög rásfast og lágvært og því að öllu samanlögðu afbragðs vetrardekk.

Hraðaþol: T (190 km/klst)Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 41, 2013 Framleiðsluland: Pólland Söluaðili: Klettur Verð: 4 stk á kr. 128.800

Nokian Hakkapeliitta R2

Nokian er eina óneglda vetrardekkið sem stendur sig betur í snjó og á ís held-ur en Goodyear. Raunin er sú að það hefur jafn stutta hemlunarvegalengd á ís og snjó og sum negldu dekkjanna. En það hefur þann slæma veikleika að hemla ekki nógu vel í bleytu. Þar er hemlunarvegalengdin sú lengsta. Kannski er þetta sönnun þess að ekki er hægt að vera bestur í öllu. Nokian hefur einfaldlega valið að vera best í snjó og á ís.

Hraðaþol: R (170 km/klst) Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 6, 2014 Framleiðsluland: Finnland Söluaðili: Max1 Verð: 4 stk á kr. 152.368

7,77,88,2

7,2

8,2 7,8

7,3

ÓNEGLDIR HJÓLBARÐAR 205/55 R16

2 2 3

Page 8: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

17

Dunlop SP Ice Sport

Með hliðsjón af frammi-stöðu Dunlop nagladekksins kemur það á óvart hversu hið óneglda er miklu síðara í akstursprófunarþáttunum sem fram fóru á ís. Um er að ræða bæði hemlun, hröðun og brautarakstur. Í snjó er þetta dekk hinsvegar miklu betra og á votum vegi er það nokkurnveginn eins gott og hægt er að hugsa sér. Rásfestan er í meðallagi og það er háværara í akstri en flest ónegldu dekkin.

Hraðaþol: T (190 km/klst)Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 41, 2013 Framleiðsluland:Þýskaland

KumhoI´Zen KW31

Kumho er ekki sterkt á svellinu – veggrip þess á ísnum er veikt, sérstaklega í hröðun og brautartími þess á ísbraut er langur. Það er heldur ekkert framúrskarandi í snjó. En á votum vegir er það ágætt en þá vaknar sú spurning hvort það taki því yfirleitt að hafa það undir bílnum þegar hinn íslenski vetur nær undirtökunum. Þá skiptir það satt að segja litlu að það sé lágvært, rásfast og hafi lága núningsmótstöðu.

Hraðaþol: R (170 km/klst)Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 6, 2014 Framleiðsluland: Kórea

Sailun Ice Blazer WSL2

Sailun er ódýrt en þó sæmilega gott dekk frá Kína sem spjarar sig betur í þessari könnun en sumar hinna þekktari tegunda. Í akstri á ís stendur Sailun sig í meðallagi en í snjó er það meðal þeirra bestu af ónegldu dekkjunum. Það er ennfremur ágætt á blautu malbiki. En bæði í snjónum og blautu malbikinu fundu tilraunaökumennirnir fyrir því að veggripið byrjaði að verða ótryggt þegar ystu þolmörk getunnar nálguðust. Núningsmótstaða er í lægra lagi en veggnýr í akstri hins vegar í hærra lagi.

Hraðaþol: H (210 km/klst)Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 8, 2014 Framl: Kína Söluaðili: Bílabúð Benna

7,2

6,66,1

6,8Sunny Snowmaster SN3830

Á sama hátt og neglda vetrardekkið frá Sunny er óneglda Sunny dekkið einnig í sérflokki – á botninum. Þetta dekk er slæmt á ís og langt frá því að vera gott í snjó. Það er hins vegar best ónegldu dekkjanna á blautu malbiki en það er bara ekki nóg til þess að hægt sé að mæla með því. Það hæfir einfaldlega ekki vetraraðstæðum hér en gæti hentað vel við mið-evrópskar vetraraðstæður.

Hraðaþol: H (210 km/klst)Burðarþol: 91 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsludagsetning: Vika 34, 2013 Framleiðsluland: Kína

Vredestein Arctrac

Vredestein stendur sig vel í öllum prófunargreinum á ís og fær einkunnina 8 í sérhverri þeirra. Grípur vel í snjó og fær þar hæstu einkunn fyrir hemlun. Eftir aksturinn á snjóbrautunum sögðu tilraunaökumennirnir að þegar komið væri að þolmörkum tapaði dekkið veggripi mjög snöggt.Öryggistilfinning í akstri væri því minni en á bestu dekkjunum sem sýna lengri aðdraganda að veggripsmissi. Í meðallagi í bleytu. Rásfesta reyndist ekki góð.

Fjöldi nagla: 130 Hraðaþol: T (190 km/klst.)Burðarþol: 94 Tiltekin snúningsátt: Já Sérmerkt inn-/úthlið: Nei Framleiðsluvika: 8, 2014 Framleiðsluland: Holland

6,7

Page 9: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

18

Hér að framan hafa birst stuttar umsagnir um 12 tegundir ónegl-

dra vetrarhjólbarða og 13 neglda. Þeir reyndust vera allt frá vart nothæfir upp í það að vera mjög góðir við norrænar vetraraðstæður. Þessi vetrarhjólbarðaprófun sýnir eins og oft áður að það er veruleg-

ur munur á því hversu miklu fé og fyrirhöfn einstakir hjólbarðafram-leiðendur verja til þess að þróa og framleiða dekk sem hæfa vetrar-aðstæðum á norðlægum slóðum. Akstursaðstæður á Norðurslóðum eru þær erfiðustu í Evrópu og krefjast sérstakra hjólbarða sem hafa veru-

lega annars konar eiginleika en þeir hjólbarðar sem best hæfa aðstæðum í Mið- og Suður-Evrópu. Vetrardekk fyrir norðlægar slóðir þurfa fyrst og fremst að vera örugg í akstri í snjó og á ís auk þess að ryðja sem best frá sér vatni og krapi. Það er ekkert einfalt mál að búa til dekk sem

ÓNEGLDIR EÐA NEGLDIR VETRARHJÓLBARÐAR?

Page 10: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

19

sameinar þetta tvennt. Þegar þú kaupir þér gang af ódýrum vetrardekkjum frá framleiðanda sem hvorki þekkir hinn norðlæga vetur né kynnir sér hann, gætirðu lent í hættu þegar dekkin ráða ekki við færðina. Lestu könnunina og finndu þá vetrardekkjategund sem best hæfir ríkjandi vetrarfærð á þínum eigin ökuleiðum.

Page 11: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

20

Prófuð hafa verið 13 nagladekk. Hið besta hefur sérlega gott veggrip í vetrarfæri en það lakasta er óhæft sem vetrardekk og fólki er ráðlagt að kaupa það ekki.

13 NEGLD VETRARDEKK

Page 12: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

21

Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjumog styrktu Bleiku slaufuna um leið

Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða.

ein öruggustu dekk sem völ er á

ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum

breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja

eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla

sendum um allt land með Flytjanda. 500 kr. hvert dekk

Bíldshöfða 5a, RvkJafnaseli 6, RvkDalshrauni 5, Hfj

Aðalsímanúmer515 7190

Opnunartími:Virka daga kl. 8-17Laugardaga: sjá MAX1.is

Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum MAX1. Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is

MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum út nóvemberog hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins.

Eru dekkin þín lögleg?Kynntu þér reglugerð

um mynsturdýpt á MAX1.is

Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta)

MAX1 &

Page 13: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

22

Mynsturdýpt sumarhjólbarða skal vera minnst 1,6 mm. FÍB mælir með því að fólk athugi sinn gang þegar myndsturdýptin er orðin minni en 3 mm. Grynnri mynsturdýpt en 3 mm þýðir versnandi veggrip, sérstaklega í bleytu. Lögbundin lágmarks mynst-urdýpt vetrarhjólbarða er 3 mm en við mælum með að fólk aki helst ekki á hjólbörðum með minni mynsturdýpt en 4 mm.

Mikilvægustu atriðin fyrir ökutæki allt að 3500 kíló að heildarþyngd:

• Lágmarksmynsturdýptinskalvera mælanleg á ¾ af breidd slitflatar hjólbarðans allan hringinn.

• Lögbundinlágmarksmynsturdýpt vetrarhjólbarða undir ökutækjum allt að 3500 kg að heildarþyngd skal vera 3 millimeter. FÍB mælir með 4 mm.

• Fráogmeð1.nóvemberer leyfilegt að aka á negldum vetrar-hjólbörðum. Ef vetur gengur fyrr í garð, t.d. á heiðavegum, er ekki sektað fyrir naglana eftir 15. október.

• Negldvetrardekkeruekkiskyldubúnaður í vetrarfæri. Lög og reglur segja einungis að bílar skuli vera búnir til vetraraksturs eftir færð og aðstæðum hverju sinni.

Má aka á vetrarhjólbörðum að sumrinu?

Já, svo framarlega sem þau eru ónegld. Það er hins vegar ekki góð hugmynd. Slitflötur vetrarhjólbarða er úr gúmmíi sem helst mjúkt í vetrarkuldum. Það þýðir að gúmmíið vill verða allt of mjúkt að sumrinu þegar sólin vermir vegyfirborðið og dekkið. Veggripið skerðist við það og dekkin geta verið varasöm í beygjum, við hemlun og við hröðun of í almennum akstri. Á sama hátt með með öfugum formerkjum eru

sumardekkin ekki góð að vetrinum. Slitflötur þeirra harðnar of mikið í kuldunum og þau verða hál.

Hve gamalt er dekkið?

DOT merkingin sem segir til um hvenær hjólbarðinn var framleiddur. Hana er að finna á hlið barðans. Þrír til fjórir síðustu tölustafirnir segja til í hvaða viku og hvaða ár dekkið var búið til. Á dekki frá árinu 2012 gæti t.d. staðið: 1512. Það þýðir 15. vika ársins 2012.

Á dekki frá því fyrir árið 2000 er þrjggja tölustafa DOT kóði. Þar gæti t.d. staðið 159. Það þýðir að dekki var búið til í 15. viku ársins 1999.

Hve lengi má reikna með að vetrardekkin endist?

Endingin er að sjálfsögðu mjög háð aksturslagi, akstursvegalengd og gerð þeirra vega sem mest er ekið á. En miðað við algengan meðalakstur (15.000 km á ári) ættu dekkin að geta enst þrjá vetur.

Loftþrýstingur

Réttur loftþrýstingur er mikilvægur með tilliti til öryggis í akstri, þæg-

Svona skulu dekkin vera-standast dekkin undir þínum bíl kröfurnar?

Page 14: VETRARDEKKJAKÖNNUN FÍB fibbladid 2014.pdfContinental ContiVikingContact 6 7,8 Michelin X-Ice XI3 7,8 Maxxis Arctictrekker 7,7 Bridgestone Blizzak WS70 7,3 Sailun Ice Blazer WSL2

23

Svona skulu dekkin vera

Renault ClioT = 190 km/klstU = 200 km/klstH = 210 km/klstV = 240 km/klstW = 270 km/klstY = 300 km/klst

Z = yfir 240 km/klst

Varðveisla hjólbarða

Eftir að þú hefur tekið sumar/ vetrardekkin undan bílnum ættirðu að byrja á því að þvo bæði dekkin og felgurnar og fjarlægja steina sem hafa sett sig fasta í mynstrinu.

Best er að geyma dekkin á þurrum svölum og dimmum stað, gjarnan hangandi upp á vegg eða standandi upp að vegg.

Hvaða stærð og hraðaþol á að vera undir mínum bíl?

Í handbók bílsins og í gerðarviður-kenningarskjölum hans stendur hve stór dekkin undir bílnum mega vera og hvert skal vera lágmarks burðar- og hraðaþol þeirra. Þar er einnig yfirleitt tilgreint hversu mikil stærðarfrávik mega vera. Hjólbarðaverkstæði og hjólbarðasölur hafa aðgang að þessum upplýsingum og miðla þeim til viðskiptavina ef um er beðið. Ennfremur er þær yfirleitt að finna á heimasíðum hjólbarðaframleiðenda.

Hraðakóðar hjólbarða

Allir bílar eru byggðir til að þola tiltekinn hámarkshraða og sumarhjólbarðarnir verða að vera í samræmi við hraðagetu bílsins. Þetta samræmi þarf hins vegar ekki að vera til staðar þegar vetrardekkin eru komin undir bílinn. Hversu dekkin eiga að vera hraðaþolin er tilgreint í handbók bílsins. Uppgefinn hámarkshraði bíla miðast við sumarhjólbarða en ekki við vetrarhjólbarða. Hraðaþol þeirra er sjaldnast hærra en Q eða 160 km á klst.

Hraðaþol hjólbarða:

L = 120 km/klstM = 130 km/klstN = 140 km/klstP = 150 km/klstQ = 160 km/klstR = 170 km/klstS = 180 km/klst

inda, eldsneytiseyðslu og endingar dekkjanna.

Ef bíllinn er þunghlaðinn er rétt að bæta lofti í hjólbarðana í samræmi við það sem segir í handbók bílsins eða á merkimiða sem oftast er að finna á hurðarstólpa (B-stólpanum) eða á innhlið loksins yfir eldsneytis-áfyllingarstútnum. Dekkin eru aldrei algerlega loftþétt. Mælið því loftþrýstinginn af og til ca. annan hvern mánuð. Loftþrýstingurinn er oftast tilgreindur sem bar, kg eða psi. (pund pr. fertommu)

1 bar = 1,02kg

1 bar = 14,29 psi

Á hliðum dekkja eru margskonar tölur og bókstafir sem segja til um stærð þeirra og eiginleika. Hér koma skýringar á nokkrum þessara merkinga á algengri stærð hjólbarða.

205/65R15 88H

• 205=breiddslitflatardekksins í mm.

• 65=prósentuhlutfallsleghæð dekkbelgsins miðað við breidd slitflatar.

• R=radíaldekk

• 15=þvermálfelgunnarítommum

• 88=burðarþolskóði.Hvemikinn þunga þolir dekkið. (88 = 560 kg.)

• H=hraðakóði.