upplýsingar fyrir ferðamenn um akranes

2
Vetrarstemning Vitarnir Vitarnir á Breið eru meðal helstu kennileita Akraness. Gamli vitinn á Suðurflös var byggður árið 1918 og Akranesviti á árunum 1943–1944. Akranesviti er opinn almenningi allt árið en úr vitanum er magnað útsýni yfir bæinn og frábær fjallasýn. Aðventuhátíð Jóla, jóla og allt sem því tengist. Jólasveinar, jólask- raut, jólaljósin tendruð o.s.frv. Á Akranesi verða ýmsir viðburðir víða um bæinn sem setja mark sitt á allar helgar aðventunnar fram að jólum. Við viljum að aðdragandi jólanna sé skemmtilegur. Safnasvæðið í Görðum Á Byggðasafninu í Görðum kennir ýmissa grasa en gripaeign safnsins er fjölbreytt. Þar má finna hluti tengda atvinnuháttum og heimilishaldi auk hverskyns amboða sem tilheyra daglegum störfum til sjávar og sveita í gamla bændasamfélaginu. Safnið er opið allt árið. Menningarhátíðin Vökudagar Vökudagar eru haldnir í byrjun nóvember ár hvert. Á vökudögum má finna fjölda tónleika, listsýninga og annarra viðburða. Listafólk af Akranesi í bland við bræður og systur í listum víðsvegar að kemur fram. Hér má bæði sjá listamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref og reynslumikla listamenn. Góð blanda og eitthvað fyrir alla. Norðurljós Við vitana getur norðurljósadýrðin á veturna verið alveg einstök upplifun í góðum veðurskilyrðum. Sólsetrið Það er fallegt að vera uppi í Akranesvita og fylgjast með sólinni setjast, njóta útsýnisins og litadýrðarinnar. Akranesviti opinn allt árið Áhugavert í vetur Vitar Akranes – fjölbreytt skemmtun í sumar Akranes – fjölbreytt skemmtun í vetur www.visitakranes.is / www.akranes.is Finndu okkur á Twitter og Facebook www.visitakranes.is / www.akranes.is Finndu okkur á Twitter og Facebook Afþreying · Útivist · Skemmtun · Menning Afþreying · Útivist · Skemmtun · Menning Aðeins 40 mín. frá Reykjavík Akranes Reykjavík Keflavík Aðeins 40 mín. frá Reykjavík Akranes Reykjavík Keflavík Brot Brot Brot 114mm 114mm 112mm 112mm

Upload: akraneskaupstadur

Post on 01-Apr-2016

237 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Upplýsingar fyrir ferðamenn um Akranes

Vetrarstemning

VitarnirVitarnir á Breið eru meðal helstu kennileita Akraness. Gamli vitinn á Suðurflös var byggður árið 1918 og Akranesviti á árunum 1943–1944. Akranesviti er opinn almenningi allt árið en úr vitanum er magnað útsýni yfir bæinn og frábær fjallasýn.

AðventuhátíðJóla, jóla og allt sem því tengist. Jólasveinar, jólask-raut, jólaljósin tendruð o.s.frv. Á Akranesi verða ýmsir viðburðir víða um bæinn sem setja mark sitt á allar helgar aðventunnar fram að jólum. Við viljum að aðdragandi jólanna sé skemmtilegur.

Safnasvæðið í GörðumÁ Byggðasafninu í Görðum kennir ýmissa grasa en gripaeign safnsins er fjölbreytt. Þar má finna hluti tengda atvinnuháttum og heimilishaldi auk hverskyns amboða sem tilheyra daglegum störfum til sjávar og sveita í gamla bændasamfélaginu. Safnið er opið allt árið.

Menningarhátíðin VökudagarVökudagar eru haldnir í byrjun nóvember ár hvert. Á vökudögum má finna fjölda tónleika, listsýninga og annarra viðburða. Listafólk af Akranesi í bland við bræður og systur í listum víðsvegar að kemur fram. Hér má bæði sjá listamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref og reynslumikla listamenn. Góð blanda og eitthvað fyrir alla.

NorðurljósVið vitana getur norðurljósadýrðin á veturna verið alveg einstök upplifun í góðum veðurskilyrðum.

SólsetriðÞað er fallegt að vera uppi í Akranesvita og fylgjast með sólinni setjast, njóta útsýnisins og litadýrðarinnar.

Akranesviti opinn allt árið

Áhugavert í vetur

Vitar Akranes– fjölbreytt skemmtun í sumar

Akranes– fjölbreytt skemmtun í vetur

www.visitakranes.is / www.akranes.is Finndu okkur á Twitter og Facebook

www.visitakranes.is / www.akranes.is Finndu okkur á Twitter og Facebook

Afþreying · Útivist · Skemmtun · MenningAfþreying · Útivist · Skemmtun · Menning

Aðeins 40 mín. frá Reykjavík Akranes

Reykjavík

Keflavík

Aðeins 40 mín. frá Reykjavík Akranes

Reykjavík

Keflavík

Brot Brot Brot 114mm114mm112mm112mm

Page 2: Upplýsingar fyrir ferðamenn um Akranes

Eldsmíði og sýningar á Safnasvæðinu

í sumar!

Sjóstangaveiði

MARKAÐUR

Hvalaskoðun

Írskir dagar fyrir alla fjölskylduna auk hins margrómaða LopapeysuballsÍ byrjun júlí ár hvert halda Skagamenn bæjarhátíðina Írska daga. Á hátíðinni er boðið upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin hefst á fimmtudegi og stendur fram á sunnudag.

Matar- og antíkmarkaðurÍ sumar verður markaðsstemning við Akratorg með matar- og antíkmarkaði á laugardögum. Fallegir antíkmunir, kjöt, grænmeti, lífrænar matvörur, rjómaís og skyr beint frá býli.

Tjaldsvæðið við KalmansvíkVerður alltaf vinsælla og vinsælla. Mjög vel búið tjaldsvæði með aðgangi að rafmagni, þjónustuhúsi með sturtum og snyrtingu að ógleymdum þurrkara og þvottavél. Staðsett ofan við sandfjöruna í Kalmansvík með frábæru útsýni og fallegum gönguleiðum. Stutt í verslun og þjónustu.

JaðarsbakkalaugJaðarsbakkalaug er 25 metra útilaug með heitum pottum og vatnsrennibraut. Komdu og baðaðu þig í vatni frá Deildartunguhver, vatnsmesta hver í Evrópu.

LangisandurLangisandur er náttúruleg baðströnd sem hlotið hefur Bláfánavottun Landverndar. Langisandur er oft þéttsetinn fólki á sólardögum. Á Langasandi er sturta með heitu vatni og kjörið að skella sér í sjósund.

Komdu í golf Garðavöllur er á meðal bestu 18 holu golfvalla á Íslandi, með mjög góðri æfingaaðstöðu. Ekki skemmir frábært umhverfi fyrir því Akrafjallið vakir yfir vellinum sem liggur meðfram Garðalundi.

AkraneshöfnÞað er jafnan líf og fjör á höfninni enda hafnarsvæði Akraness saman sett af nokkrum mismunandi bryggjum. Hægt er að dorga af þeim öllum og þar veiðast hinar ýmsu fiskitegundir auk þess sem bátar og skip landa þar afla sínum.

SafnasvæðiðÁ Byggðasafninu í Görðum finnur þú allt það helsta sem prýtt getur fallegt safn. Þilskipið kútter Sigurfara, Steinaríki Íslands og Íþróttasafn Íslands auk þess sem kaffihús og sýningarsalur eru í safnahúsinu. Á svæðinu eru gömul hús af Akranesi sem opin eru safngestum.

EldsmíðiÍslandsmeistaramót í eldsmíði hefur verið haldið á Akranesi síðastliðin ár, alltaf í byrjun júní. Mótið fer fram í eldsmiðjunni sem staðsett er á safnasvæðinu.

GarðalundurÍ Garðalundi er gott að koma saman, njóta skógræktarinnar með sínum fjölbreyttu trjátegundum, fallegu gönguleiðum og tjörnum og ekki síst til að hafa gaman. Hægt að grilla, fara í strandblak, fótbolta, leika frisbígolf o.fl. Tilvalinn staður fyrir fjölskyldu- eða vinalautarferðina.

AkrafjallNáttúruperlan Akrafjall býr yfir fjölskrúðugu fuglalífi og skemmtilegum gönguleiðum við allra hæfi.

Göngu- og hjólaleiðirÞað er þægilegt að ganga um Akranes. Strendur bæjarins bjóða upp á margskonar göngumöguleika auk þess sem bærinn er sléttur og því léttur undir fót. Fyrir lengra komna er Akrafjallið skammt undan auk þess sem Garðalundur hefur allt sem huggulegur gönguhringur hefur upp á að bjóða. Já og það má líka bara hjóla þetta.

Afþreying Útivist SkemmtunMenning

Eitthvað fyrir alla fjölskylduna

Komdu á ströndina

Akranes tekur vel á móti þér

Allt til alls á Akranesi

Veglegar verslanir, blómlegt bíó og vinalegir veitingastaðir

Brot Brot Brot114mm114mm 112mm112mm