uppljóstranir og þjóðaröryggi

40
Eru upplýsingar frá Bradley Manning og Edward Snowden, sem birtar hafa verið á vef WikiLeaks, ógn við þjóðaröryggi? Anna Rósa Guðmundsdóttir Friðrik Þór Gestsson Guðrún Lilja Magnúsdóttir Gunnar Jökull Karlsson Helena Dögg Haraldsdóttir Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir Háskólinn á Bifröst Haustönn - 2013

Upload: fridrik-gestsson

Post on 14-Mar-2016

225 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Misserishópur N vann verkefni þar sem spurningunni: Eru upplýsingar frá Bradley Manning og Edward Snowden, sem birtar hafa verið á vef WikiLeaks, ógn við þjóðaröryggi? var svarað.

TRANSCRIPT

Page 1: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Eru upplýsingar frá Bradley Manning og Edward Snowden, sem birtar hafa verið á vef

WikiLeaks, ógn við þjóðaröryggi?

Anna Rósa Guðmundsdóttir

Friðrik Þór Gestsson

Guðrún Lilja Magnúsdóttir

Gunnar Jökull Karlsson

Helena Dögg Haraldsdóttir

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir

Háskólinn á Bifröst – Haustönn - 2013

Page 2: Uppljóstranir og þjóðaröryggi
Page 3: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Staðfesting um misserisverkefni

Í lok haust- og vorannar vinna nemendur Háskólans á Bifröst umfangsmikið verkefni,

misserisverkefni, oft í tengslum við aðila í atvinnulífinu, til að hagnýta þá þekkingu og þjálfun

sem þeir hafa öðlast í námi sínu.

Misserisverkefni er sjálfstætt hópverkefni og ákveður hver nemendahópur viðfangsefni sitt.

Misserisverkefni er unnið samkvæmt ákveðnum leiðbeiningum og reglum og því er ætlað að

standast kröfur skólans.

Háskólinn á Bifröst þakkar öllum þeim sem greiða götu nemenda við undirbúning og vinnslu

verkefna og vonar að hvert verkefni sé skerfur til úrbóta og framþróunar fyrir alla þá sem

málið varðar hverju sinni.

Kennarar Háskólans á Bifröst hafa fjallað um lokaverkefnið og metið það samkvæmt reglum

hans.

Titill verkefnis:

„Eru upplýsingar frá Bradley Manning og Edward Snowden, sem birtar hafa verið á vef

WikiLeaks, ógn við þjóðaröryggi?“

Háskólinn á Bifröst, 9. desember 2013

Einkunn: ________

Háskólinn á Bifröst

Page 4: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Haustönn 2013

Eru upplýsingar frá Bradley Manning og Edward

Snowden, sem birtar hafa verið á vef WikiLeaks, ógn við

þjóðaröryggi?

Misserishópur N

Anna Rósa Guðmundsdóttir

Friðrik Þór Gestsson

Guðrún Lilja Magnúsdóttir

Gunnar Jökull Karlsson

Helena Dögg Haraldsdóttir

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir

Page 5: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Þakkir

Höfundar vilja koma á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu við gerð verkefnisins á einn

eða annan hátt.

Kærar þakkir fær tölvuþrjóturinn ghost-dz en án hans hefði þessi málaflokkur aldrei komist til

tals hjá Misserishóp N.

Við viljum þakka Kristínu Höllu Haraldsdóttur fyrir aðstoð við verkefnið.

Page 6: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Haustönn – 2013

Yfirlýsing höfunda

Við undirrituð höfum unnið misserisverkefni þetta í sameiningu og er framlag hvers og eins

jafn mikið. Verkefni þetta er að öllu leyti okkar eigið verk og skilmerkilega er vísað til

heimilda þar sem vitnað er í verk annarra. Í því efni höfum við fylgt reglum skólans eftir bestu

getu.

Bifröst, 9.desember 2013

______________________

Anna Rósa Guðmundsdóttir

____________________________

Friðrik Þór Gestsson

____________________________

Guðrún Lilja Magnúsdóttir

____________________________

Gunnar Jökull Karlsson

____________________________

Helena Dögg Haraldsdóttir

____________________________

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir

Page 7: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Eru upplýsingar frá Bradley Manning og

Edward Snowden, sem birtar hafa verið á vef

WikiLeaks, ógn við þjóðaröryggi?

Page 8: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misseris hópur N Haust – 2013

Ágrip

2

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Ágrip

Í þessu verkefni verður hugtakið uppljóstrun skoðað í þeim tilgangi að sjá hvort slíkt hugtak

sé ógn við þjóðaröryggi. Til þess að komast að niðurstöðu ætlum við að skoða skilgreiningar

á því hvað telst vera uppljóstrun, hvað fylgi því að vera uppljóstrari og hvað PIDA er, sem

Evrópusambandið kom á til varnar uppljóstrurum. Tekið verður til athugunar hverjir það eru

sem ljóstra upp og hver tilgangur þeirra er. Einnig hvers eðlis upplýsingarnar séu sem eru

gerðar opinberar og tekin verða dæmi um slíkar upplýsingar.

Fjallað verður um hugtakið þjóðaröryggi, uppruna hugtaksins og hvað felst í því. Fjallað

verður um leyniþjónustur og upplýsingastríð og farið verður yfir skilgreiningu á þjóðaröryggi

með tilliti til uppljóstrana.

Fjallað verður um WikiLeaks, sem er gagnagrunnur á alnetinu og var stofnaður til þess að

miðla viðkvæmum trúnaðarupplýsingum sem fjölmiðlar eða almenningur gæti nýtt sér eða

komið þeim til góða á einhvern hátt. Sagt verður frá uppruna þess vefs, tilgangi og tekin eru

dæmi um uppljóstranir sem hafa verið birtar þar.

Þeir félagar Bradley Manning og Edward Snowden verða teknir til umfjöllunnar og hvers

eðlis þeirra uppljóstranir hafa verið og tilgang þeirra félaga með uppljóstrununum.

Að lokum verður lagt mat á hvort uppljóstranir Mannings og Snowdens á vef WikiLeaks

teljist vera ógn við þjóðaröyggi samkvæmt skilgreiningum um það hugtak og

rannsóknarspurningu svarað.

Page 9: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Efnisyfirlit

3

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Efnisyfirlit

Ágrip ........................................................................................................................................... 2

Efnisyfirlit .................................................................................................................................. 3

Inngangur ................................................................................................................................... 5

Aðferðafræði .............................................................................................................................. 6

Uppljóstranir ............................................................................................................................... 7

Eðli uppljóstrana .................................................................................................................... 7

Nafnlausar uppljóstranir ......................................................................................................... 9

WikiLeaks ................................................................................................................................ 10

Starfsemi WikiLeaks ............................................................................................................ 11

Upplýsingar sannreyndar ...................................................................................................... 11

Hverjir standa að baki WikiLeaks ........................................................................................ 12

Mikilvægi WikiLeaks ........................................................................................................... 13

Upplýsingar sem birst hafa á WikiLeaks ............................................................................. 13

Hergögn Bandaríkjanna í Afganistan ................................................................................... 13

ACTA-samkomulagið .......................................................................................................... 14

Kröfuhafar þrotabús Kaupþings ........................................................................................... 14

Uppljóstrarar ..................................................................................................................... 15

Bradley Manning ...................................................................................................................... 16

Uppljóstranir Mannings ........................................................................................................ 16

Myndskeið og skýrslur um Írak og Afganistan ................................................................ 16

Guantanamo ..................................................................................................................... 17

Skeyti bandaríska utanríkisráðuneytisins ......................................................................... 17

Page 10: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

4

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Áhrif uppljóstrana Mannings ............................................................................................... 18

Edward Snowden ...................................................................................................................... 19

Uppljóstranir Snowdens ....................................................................................................... 19

PRISM .............................................................................................................................. 20

Upstream .......................................................................................................................... 20

Áhrif uppljóstrana Snowdens ........................................................................................... 21

Ógn við þjóðaröryggi ............................................................................................................... 22

Leyniþjónustur og upplýsingastríð ....................................................................................... 22

Þjóðaröryggi og uppljóstranir ............................................................................................... 23

Upplýsingar til sölu .......................................................................................................... 24

WikiLeaks og þjóðaröryggi .................................................................................................. 24

Ógn í tengslum við þjóðaröryggi ......................................................................................... 25

Niðurstöður ............................................................................................................................... 26

Lokaorð .................................................................................................................................... 28

Heimildaskrá ............................................................................................................................ 29

Hugtakalisti .............................................................................................................................. 34

Page 11: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Inngangur

5

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Inngangur

Allir kannast við njósnarann James Bond. Hann hefur löngum verið sveipaður dulúðlegum

ævintýrablæ og komið sinni þjóð oftar en einu sinni til bjargar á ögurstundu. Hans hlutverk

var að komast að upplýsingum sem vörðuðu milliríkjasamskipti og þannig upplýsa um

hryðjuverk eða fyrirætlanir þeirra sem þóttu vera skaðlegir öðrum þjóðum. En James Bond er

skáldsagnapersóna. Hryðjuverk og skaðlegar fyrirætlanir þjóða eru það hinsvegar ekki. Hér

áður fyrr tók það langan tíma og mikla skipulagningu að koma upplýsingum á framfæri sem

ekki máttu líta dagsins ljós. Þekkt dæmi um uppljóstun er þegar forseti Bandríkjanna varð

uppvís að því að viðhafa ólögleg vinnubrögð eða mútur og skipulagning þeirra sem komu upp

um þau svik var umtalsverð. Ekki þarf að fara þetta langt aftur í tímann til að finna dæmi um

uppljóstranir á trúnaðargögnum. Uppþot varð til dæmis fyrir skemmstu, þegar viðkvæmum

upplýsingum var lekið úr gögnum fjarskiptafyrirtækisins Vodafone og afleiðingar þess

verknaðar eru ekki enn komin í ljós að fullu. Tilgangur þess verknaðar vekur til dæmis upp

spurningar um hvort það sé okkur almenningi í hag, að upplýsingum sé lekið fyrir allra

augum. Ef upplýsingar koma fram í dagsljósið sem varða viðkvæm samskipti þjóða og jafnvel

rýra traust þeirra í millum er þá komin upp staða sem jafnvel stefnir samskiptum þjóða í

hættu. Hér á eftir verður hugtakið þjóðaröryggi skoðað með tilliti til upplýsinga er hafa birst á

vef WikiLeaks fyrir atbeina þeirra Edward Snowden og Bradley Manning. Tekin verða dæmi

um upplýsingar sem þeir hafa birt á vef WikiLeaks, og verða þær upplýsingar, tilgangur og

áhrif þeirra, skoðuð með tilliti til skilgreiningar á þjóðaröryggi og rannsóknarspurningu

svarað: „Eru upplýsingar frá Bradley Manning og Edward Snowden, sem birtar hafa verið á

vef WikiLeaks, ógn við þjóðaröryggi?“

Page 12: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Aðferðafræði

6

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Aðferðafræði

Við gerð þessa verkefnis var eingöngu stuðst við heimildir. Þá hentaði heimildarýni þessu

verkefni vel, þar sem sú aðferð er góð til að túlka skrif fræðimanna er varða viðfangsefnið

sem fjallað er um. Eins er heimildarýnin góð til þess að túlka skilgreiningar fræðimanna á

lykilhugtökum verkefnisins sem eru uppljóstranir (whistleblowing), og þjóðaröryggi.

Eingöngu var notast við ritaðar heimildir, í formi bóka, fræðigreina og netheimilda.

Í upphafi var hafist handa við að afla þeirra heimilda sem nýst gætu við vinnslu verkefnisins.

Því næst voru heimildirnar flokkaðar eftir því hvaða köflum verkefnisins þær tilheyrðu. Eftir

það tók við vinnsla við að forgangsraða heimildum eftir mikilvægi þeirra, er kom að skrifum

verkefnisins. Síðan hófst úrvinnsla gagna er þjónaði þeim tilgangi að fá yfirsýn yfir öll

gögnin, sem unnið var með, með því markmiði að ákvarða hvort efni þeirra varðaði

rannsóknarspurninguna sem lagt var upp með. Þá skipti miklu máli hve áreiðanlegar

heimildirnar væru sem og hvaða gildi þær hefðu fyrir verkefnið.

Rýnt var í sögu samtakanna WikiLeaks, starfsemi þeirra og tilgang. Hópurinn ákvað að skoða

sérstaklega uppljóstranir tveggja þekktra manna, sem lekið höfðu gögnum til WikiLeaks, þá

Bradley Manning og Edward Snowden. Því næst voru hugtökin uppljóstranir og þjóðaröryggi

tekin til skoðunar og þau skilgreind, í þar til gerðum köflum. Að lokum voru uppljóstranir

Manning og Snowden bornar saman við þá skilgreiningu á þjóðaröryggi sem hópurinn hafði

komið sér saman um að notast við og rannsóknarspurningunni svarað.

Page 13: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Uppljóstranir

7

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Uppljóstranir

Uppljóstrun1 er vel þekkt aðgerð þar sem einstaklingur kemst á einhvern hátt yfir upplýsingar,

frá eða um fyrirtæki eða stofnun, sem ekki eru ætlaðar almenningi. Einstaklingurinn segir frá

þeim upplýsingum eða flytur þær áfram á einhvern hátt. Upplýsingarnar gætu verið þess eðlis

að fyrirtækið eða stofnunin séu að aðhafast eitthvað ólöglegt. Uppljóstrarinn getur í kjölfarið

orðið fyrir aðkasti innan þeirra stofnunar eða fyrirtækis sem hann tilheyrir. Slíkt aðkast hefur

til dæmis komið fram í stöðulækkun, lögsókn, brottrekstri, áreiti frá samstarfsfélögum,

fangelsisdómi eða jafnvel morði á uppljóstraranum. Síðan uppljóstrun varð þekkt fyrirbæri þá

hafa mörg lönd sett upp sérstök lög sem vernda uppljóstrara frá aðkasti eða áreiti frá þeim

sem komið var upp um. Uppljóstranir eiga sér mjög oft stað innan fyrirtækja eða stofnanna

með þeim hætti að uppljóstrarinn fer með viðeigandi upplýsingar til yfirmanna eða stjórnar

hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun og tilkynnir þar um vitneskju sína. Eða að uppljóstrarinn

fer með upplýsingarnar út úr fyrirtækinu eða stofnuninni og tilkynnir til lögreglu eða

yfirvalda. Þetta á sérstaklega við ef um beint lögbrot er að ræða (Lukacs, Christache, Nicolai

og Stoica, 2013).

Árið 1998 varð PIDA 2

að mótaðri stefnu innan Evrópusambandsins. Þessi stefna var tekin

upp í Bretlandi seinna sama ár, en hún verndar uppljóstrara frá uppsögnum og árásum.

Stefnan gengur í raun út á það að fá fólk til þess að tilkynna brot á lögum, óréttlæti eða hættu

á vinnustöðum, gagnvart fólki eða umhverfinu. Þessi stefna verndar uppljóstrara hvort sem

þeir tilkynna innan stofnunar eða beint til yfirvalda, jafnvel þótt verið sé að brjóta samning

um þagnarskyldu (Rhode-Liebenau, 2006).

Eðli uppljóstrana

Í greininni „Whistleblowers, the public Interest, and the public Interest Disclosure Act 1998“

sem birtist í ritinu „The Modern Law Review“ árið 2003 er farið vel í gegn um PIDA stefnuna

sem kom frá Evrópusambandinu. Í greininni eru raktar ástæður þess að einhver gæti hugsað

sér að gerast uppljóstrari og tekin nokkur dæmi um einstaklinga sem höfðu ákveðið að ljóstra

upp um hinar ýmsu misgjörðir vinnuveitenda sinna og hversu misjöfn viðbrögð þeirra geta

verið. Í sumum tilfellum gæti jafnvel verið að vinnuveitendur hafi ekki vitað neitt um þær

misgjörðir sem áttu sér stað innan fyrirtækja eða stofnanna. Ástæður fyrir uppljóstrun gætu

1 Whistle-blowing

2 The Public Interest Disclosure Act

Page 14: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Uppljóstranir

8

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

verið margar, til dæmis gæti ein ástæðan verið vegna siðferðislegs ágreinings við

vinnuveitendur eða yfirmenn, þegar uppljóstrarinn verður vitni af broti sem brýtur á

siðferðiskennd hans. Í einhverjum tilfellum getur þetta orðið til þess að uppljóstrarinn þurfi að

leita til PIDA eftir aðstoð vegna áreitis eða aðkasts samstarfsmanna vegna þess sem hann

uppljóstraði. Þetta er þó ekki alltaf raunin, en í greininni eru tekin dæmi um að uppljóstrari

hafi fengið greiddan bónus frá fyrirtækinu sem hann vann hjá vegna þeirra uppljóstrana sem

komu fram. Þá var það fyrirtækinu í hag að greiða uppljóstraranum fyrir að koma fram með

þessar upplýsingar þar sem þær sönnuðu í raun brot í starfi hjá yfirmanni uppljóstrarans sem

voru að kosta fyrirtækið fé. Einnig voru dæmi þess að uppljóstrarar komu fram, eftir að þeim

hafði verið sagt upp störfum hjá viðkomandi fyrirtæki, og uppljóstrunin sem slík var frekar

túlkuð sem hefndaraðgerð af hálfu uppljóstrarans fyrir að hafa misst vinnuna. Þá hafði

uppljóstrarinn í raun horft aðgerðarlaus á viðkomandi brot í langan tíma á meðan hann hafði

vinnuna, þrátt fyrir að hafa verið í aðstöðu til þess að breyta stefnu innan fyrirtækisins. Í því

tilfelli var það þá einungis eftir að hafa misst vinnuna, og því þannig hættur að hagnast sjálfur

á viðkomandi broti eða brotum, að uppljóstrarinn ákvað að koma fram með upplýsingarnar

(Gobert og Punch, 2000).

Í greininni er einnig farið vel yfir áhrif þess á andlegu hliðina, að gerast uppljóstrari. Sú

ákvörðun að ganga gegn fyrirtækinu sem viðkomandi vinnur hjá og segja frá atriðum sem

gætu verið meiðandi fyrir vinnuveitanda viðkomandi er ekki auðveld ákvörðun að taka. Það

kom einnig fram mikill samhljómur þess eðlis að aðgerðin uppljóstrun væri eitthvað sem

þyrfti langan aðdraganda, væri erfið ákvörðun og kostuðu mikið andlegt erfiði. Einmitt þess

vegna búast flestir uppljóstrarar við því að lenda í vandræðum fyrir að segja frá, möguleikar

eru taldir á því að enginn muni trúa því sem þeir segja og að þeir verði sjálfir málaðir út í horn

fyrir að leka upplýsingum. Einnig að vinnuveitendur reyni að hefna sín á þeim eftir að þeir

hafi komið fram með upplýsingar sem gætu komið sér illa fyrir yfirmann/yfirmenn.

Efi uppljóstrarans er alltaf hindrun sem þarf að komast yfir svo uppljóstrarinn geti komið

fram. Samkvæmt viðtölum við uppljóstrara þá er það alltaf fyrst efi um þeirra eigin siðferði

og hvort það sé í raun rétt að segja frá, efinn um það hvort þeirra siðferðiskennd sé æðri því

siðferði sem þeim finnst brotið ná yfir. Þetta er ögn auðveldara ef um klárt lögbrot er að ræða

en samt býr efi hjá uppljóstraranum um hvort það sé í hans verkahring að tilkynna eða standa

í löggæslu (Gobert og Punch, 2000).

Page 15: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Uppljóstranir

9

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Í Bandaríkjunum hafa uppljóstrarar líka orðið fyrir aðkasti og lent í fjárhagslegum erfiðleikum

vegna uppljóstrana sinna og hefur ríkið reynt hvað það getur til þess að koma í veg fyrir að

slíkt verði til þess að uppljóstrunum fækki. Árið 1989 voru sett lög til þess að varna því að

almennur borgari geti orðið fyrir árás af hálfu fyrrum vinnuveitanda síns, fyrir það að koma

fram af eigin frumkvæði með uppljóstrun. Þessi löggjöf er misjafnlega áhrifarík eftir fylkjum í

Bandaríkjunum og á sumum stöðum er það í boði að uppljóstrarinn fái hluta af því fé sem

hann sýnir fram á að fyrirtækið eða stofnunin hafi stungið undan skatti eða komið í skjól

vegna lögbrota. Slíkur hvati á að gera það fjárhagslega fýsilegt að gerast uppljóstrari frekar en

að vera undirmaður innan fyrirtækis þar sem slíkt svindl á sér stað. Að sjálfsögðu gerir þetta

það að verkum að uppljóstrarar eru líklegri til þess að verða fyrir aðkasti ef uppljóstrun þeirra

kemst upp af hálfu fyrirtækisins (Callahan og Dworkin, 1992).

Nafnlausar uppljóstranir

Uppljóstranir geta einnig verið nafnlausar en þá er skrifað bréf um umræddan atburð í stað

þess að koma fram undir nafni og segja frá meintum brotum. Þetta er stundum gert þannig að

starfsfólk hefur möguleika á að koma kvörtunum sínum á framfæri með því að setja þær

nafnlausar í svokallaðan kvörtunarkassa sem svo yfirmenn fá í hendurnar. Því miður hefur

þessi aðferð þó ekki borið sama árangur og uppljóstranir undir nafni vegna þess að mögulegt

er að bera fram falskar ásakanir í skjóli nafnleysis. Landslag slíkra uppljóstrana er þó að

breytast, því myndbandsupptökur sem eru aðgengilegar á stafrænu formi verða æ algengari og

þar með er mögulegt að bera beint fram sönnunargögn án þess nokkur sé í raun ábyrgur fyrir

uppljóstruninni. Sönnunargögn eru alltaf þess eðlis að þau er erfitt að véfengja og því góð leið

til þess að sýna fram á rangar gjörðir. Þessi aðferð er þó alltaf erfið þegar uppljóstranir eiga

sér stað innan veggja fyrirtækja. Sönnunargögn, um að rangar gjörðir eigi sér stað, eru ekki

alltaf fyrir hendi þar sem oft eru um munnmæli að ræða en ekki skrifleg gögn. Einnig er það

ekki eins vel séð að ljóstra upp einhverju, ef það er ekki gert undir nafni. Þá gæti ásökunin á

viðkomandi aðila komið frá hverjum sem er, jafnvel einhverjum sem hefði hagsmuna að gæta.

Þetta eru því allt álitamál um þær uppljóstranir sem settar eru fram á grundvelli nafnleysis

(Zhang, Pany og Reckers, 2013).

Page 16: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

WikiLeaks

10

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

WikiLeaks

WikiLeaks var stofnað árið 2006 af Ástralanum Julian Assange og var hugmyndin að vefur

samtakanna yrði einskonar dreifingaraðili eða miðlægur grunnur fyrir viðkvæmar og

mikilvægar upplýsingar, sem almenningur og fjölmiðlar gætu nýtt sér. Markmið samtakanna

er að miðla mikilvægum upplýsingum og fréttum til almennings, sem og að gera

uppljóstrurum3 kleift að koma á framfæri þeim upplýsingum sem þeir hafa undir höndum

hverju sinni (Ray, 2013).

Í lok sama árs birtu samtökin fyrstu fréttina, ásamt skjölum er lutu að henni, á vef sínum. Þar

var um að ræða skilaboð frá sómölskum stríðsherra sem hvatti til þess að notast yrði við

aðkeypta þjónustu til að ráða sómalska embættismenn af dögum. Þessar upplýsingar komu þó

ekki frá uppljóstrara líkt og í seinni tíð, heldur fengust þær í gegnum Tor netið4, sem er

dulkóðað til að flytja og deila gögnum á grundvelli leyndar og nafnleysis, en þar voru í raun

notaðar aðferðir líkar þeim sem þekkjast í dag innan samtaka á borð við Anonymous.

Sannleiksgildi fréttarinnar var aldrei staðfest eða sannreynt en úr varð deila um ýmis

siðferðileg álitaefni sem tengdust þessari birtingu (Ray, 2013).

Árið 2007 birtu samtökin það sem telst fyrsta stóra frétt þeirra ásamt skjölum sem tengdust

henni, þar sem tíundaðar voru starfsreglur og aðferðir bandaríska hersins í fangabúðum þeirra

í Guantamoflóa á Kúbu. Í kjölfarið var vef þeirra lokað tímabundið vegna aðgerða

bandarískra stjórnvalda, en systurvefirnir sem skráðir voru í öðrum löndum héldust opnir þrátt

fyrir það. Þetta markaði í raun upphaf WikiLeaks eins og við þekkjum samtökin og vef þeirra

í dag. Síðan þá hafa WikiLeaks komið að fjölda mála þar sem ljóstrað er upp um leynilegar

aðgerðir stjórnvalda víða um heim, spillingu, heftingu málfrelsis, ritskoðun alnetsins,

pyntingar og jafnvel trúarsöfnuði (Ray, 2013).

Hér á eftir verður farið nánar í það hvernig WikiLeaks starfa, eftir hvaða leiðum upplýsingar

berast til þeirra og hverjir standa á bakvið samtökin. Einnig verður athugað hvernig samtökin

sannreyna þær upplýsingar sem þeim berast og hvers vegna WikiLeaks telja starf sitt

mikilvægt, ásamt því að skoða nokkur mál sem birt hafa verið á vef þeirra.

3 Whistleblowers (e.)

4 Tor er vafri sem gerir notendum kleift að vera nafnlausir á netinu, þ.e. að ekki er hægt að rekja staðsetningu

þeirra eða samskipti. Upprunalega var Tor hannaður af bandaríska sjóhernum.

Page 17: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

WikiLeaks

11

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Starfsemi WikiLeaks

Líkt og fram hefur komið er WikiLeaks ætlað sem upplýsingamiðlari og móttöku- og

birtingaraðili fyrir viðkvæmar upplýsingar, en samtökin byggjast að miklu leyti á

sjálfboðavinnu. Vegna eðlis þeirra skjala og upplýsinga sem berast samtökunum er öryggi

afar mikilvægt að þeirra mati og er því lögð gríðarleg áhersla á að tryggja það öryggi með

nútímatækni. Má þar nefna dulkóðun gagna og þá leið að geta sent gögn til samtakanna í

gegnum rafrænt, nafnlaust skilahólf þar sem ekki koma fram neinar upplýsingar um

sendandann. Að auki starfa WikiLeaks eftir ákveðnum siðareglum, ekki ólíkar þeim sem

notaðar eru í blaðamennsku og öðrum tengdum greinum. Að mati samtakanna veitir þetta

þeim sem leka efni til WikiLeaks vernd gegn því að hægt sé að rekja upplýsingarnar til þeirra

og tryggir þannig aukið öryggi. Þær upplýsingar sem berast eru þannig oft skoðaðar í slíku

samhengi og eru atriði sem geta ógnað öryggi saklausra borgara oft fjarlægð eða birtingu

þeirra seinkað í þeim tilgangi (WikiLeaks, e.d.).

WikiLeaks heldur úti vefsíðum víða um heim, en WikiLeaks.is og WikiLeaks.org eru þó talin

aðallén samtakanna og eru samtökin óneitanlega tengd Íslandi þar sem að

rannsóknarblaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson er opinber talsmaður þeirra. Einnig halda

samtökin úti öðrum lénum þar sem nafn WikiLeaks kemur ekki fram í slóðinni, en það er til

þess að íbúar þeirra ríkja sem hefta aðgang að lénum samtakanna geti einnig kynnt sér þau

mál sem þar er að finna (WkikiLeaks, e.d.).

Upplýsingar sannreyndar

WikiLeaks nýta sér ýmis verkfæri til að sannreyna og meta allar þær upplýsingar sem berast,

en öll gögn þurfa að fara í gegnum viðamikið rannsóknarferli innan samtakanna. Eru þar

nýttar aðferðir rannsóknarblaðamanna sem og aðrar sem byggðar eru á nútímatækni, til að

athuga hversu áreiðanlegar upplýsingarnar eru og eins hvort um sé að ræða fölsun. Í ferlinu er

farið yfir atriði eins og kostnað þess að falsa þær upplýsingar sem í skjölunum eru, hvaða

ástæður gætu legið að baki slíku, hvaða leiðir gætu mögulega verið notaðar ásamt fleiru sem

samtökin telja ekki sérstaklega upp. Einnig hafa WikiLeaks sent liðsmenn sína á vettvang til

að vega og meta sannleiksgildi gagna og nefna sérstaklega myndbandið Collateral Murder

sem birt var á vef þeirra þann 5. apríl 2010. Er þar um að ræða myndband sem tekið var úr

þyrlu bandaríska hersins og sýnir árás á hóp manna í Írak árið 2007, en í árásinni létust alls 18

manns og meðal hinna látnu voru tveir frétta menn Reuters fréttastofunnar. Til að sannreyna

Page 18: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

WikiLeaks

12

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

að myndbandið væri ekta fór hópur manna til Írak og safnaði þar meðal annars

sjúkraskýrslum, dánarvottorðum og vitnisburðum sjónarvotta (WikiLeaks, 2010).

Með hverri frétt sem WikiLeaks birtir fylgja upprunalegu gögnin til að hver sem er geti metið

sannleiksgildi hennar og er hugmyndin einnig sú að auðvelda öðrum fréttaveitum að

sannreyna og birta fréttir af þeim málum sem WikiLeaks gerir opinber. Á þann hátt telja

samtökin að umræða um málin verði mun víðtækari og að það opni fleiri sjónarhorn að gera

þau aðgengileg á þennan hátt, því betur sjá augu en auga. Aðalmálið er þó að upplýsa

heiminn um sannleikann og að hver og einn geti í framhaldi gert upp hug sinn (WikiLeaks,

e.d.).

Hverjir standa að baki WikiLeaks

WikiLeaks var stofnað af blaðamanninum, forritaranum og aðgerðasinnanum Julian Assange

árið 2006, en hann telst upphafsmaður og miðja samtakanna. Assange fæddist í Ástralíu árið

1971 og hefur frá unga aldri haft gríðarlegan áhuga á tölvum, forritun og stærðfræði, en hann

nam hið síðastnefnda við Melbourneháskóla, án þess að útskrifast, en hann hætti námi af

siðferðislegum ástæðum og í mótmælaskyni við það að aðrir nemendur þar unnu að ýmsum

tölvutengdum verkefnum fyrir herinn. Árið 1991 var Assange handtekinn fyrir rafræna glæpi,

en hann nýtti sér veikleika í tölvukerfum fjarskiptafyrirtækisins Nortel til að viða að sér

upplýsingum þaðan. Í kjölfarið var hann ákærður fyrir 31 brot tengdum rafrænum glæpum í

Ástralíu og dæmdur til að greiða sekt í kjölfarið (Assange, 2011).

Assange hefur verið lýst í fjölmiðlum sem afburðagáfuðum manni með sterka réttlætiskennd

að svo virðist sem að sannleiksþorsti hans sé óslökkvandi (Assange, 2011). Árið 2012 veitti

ríkisstjórn Ekvador honum pólitískt hæli til að koma í veg fyrir að hann yrði framseldur til

Svíþjóðar þar sem að Assange hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot, en hann var í raun

eftirlýstur um alla Evrópu og hafði gefið sig fram við lögregluna í Lundúnum áður en hann

leitaði á náðir ekvadoríska sendiráðsins í sömu borg (Neuman og Ayala, 2012).

Assange er líklega þekktasti meðlimur samtakanna en WikiLeaks heldur nöfnum flestra

starfsmanna sinna og sjálfboðaliða leyndum til að tryggja öryggi þeirra, en þeim er talin mikil

hætta búin af því að starfa fyrir samtökin. Þannig liggja ekki miklar upplýsingar fyrir um það

hverjir vinna fyrir WikiLeaks eða hve margir meðlimirnir eru í raun (Assange, 2011).

Page 19: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

WikiLeaks

13

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Mikilvægi WikiLeaks

Þegar kemur að mikilvægi samtakanna kennir ýmissa grasa. WikiLeaks telja að birting þeirra

gagna sem þeim berast sé öflugt verkfæri til að bæta samfélagið og auka gagnsæi. Aukið

gagnsæi leiðir einnig til minni spillingar og styrkingar lýðræðisins á öllum sviðum

samfélagsins, hvort sem um er að ræða stjórnvöld, fyrirtæki eða aðrar stofnanir og

samfélagsstoðir. Það er álit samtakanna að öflugir og frjálsir fjölmiðlar séu lykilatriði þegar

kemur að þessari bætingu samfélagsins og að upplýsingaflæði sé líflína breytinganna

(WikiLeaks, e.d.).

Með því upplýsingaflæði sem gögnin skapa verður til ákveðið aðhald sem heldur

stjórnvöldum ríkja á tánum, en það sé ekki eingöngu þjóð hvers lands sem heldur ríkisstjórn

þess heiðarlegri og starfandi, heldur sé það einnig hlutverk annarra þjóða í gegnum þá

upplýsingaveitu sem fjölmiðlar eru (WikiLeaks, e.d.).

WikiLeaks gefur sig út fyrir að hafa skapað nýja tegund blaðamennsku og fréttaflutnings, sem

byggist ekki á gróðafíkn eða því að halda fréttum fyrir sjálfa sig. Samtökin segja samstarf við

aðra miðla mikilvægt og að samkeppni sé ekki stefnan, heldur hvetja WikiLeaks aðra

fjölmiðla til að greina frá þeim fréttum og gögnum sem birt eru, ásamt því að hvetja til frekara

samstarfs á milli fjölmiðla. Eftir að hafa fylgst með því árum saman hvernig fjölmiðlar misstu

hægt og bítandi sjálfstæði sitt og urðu í raun mun linari þegar kom að því að kryfja mál til

mergjar eða spyrja erfiðra spurninga, varð útkoman sú fréttaveita sem þekkt er í dag sem

WikiLeaks (WikiLeaks, e.d.).

Upplýsingar sem birst hafa á WikiLeaks

Í gegnum tíðina hefur mikið magn gagna verið birt á WikiLeaks frá öllum heimshornum. Enn

sem komið er hefur sannleiksgildi þessara gagna ekki verið hrakið nema að litlu leyti og hafa

þau oftar en ekki verið fréttaefni í mörgum stærstu fjölmiðlum heimsins, en meðal þess sem

birt hefur verið eru upplýsingar um hergögn bandaríska hersins í Afganistan, uppkast að

ACTA-samkomulaginu sem snertir höfundarrétt og einkaleyfi og listi yfir kröfuhafa í þrotabú

Kaupþings.

Hergögn Bandaríkjanna í Afganistan

Þann 9. september 2007 voru birt gögn um þann búnað sem bandaríski herinn hafði til

umráða í Afganistan. Listinn, sem er afar langur og ítarlegur, telur meðal annars 1480

Page 20: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

WikiLeaks

14

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Humvee jeppa, 22 þyrlur að andvirði yfir 100 milljóna dollara eða rúmlega 11,9 milljarða

íslenskra króna, hundruð vélbyssa og riffla, ásamt sprengjuvörpum og minni skotvopnum.

Einnig er þar að finna tvær tegundir vopna sem notaðar eru til að skjóta gashylkjum, í þessu

tilfelli táragasi og piparúða, en hvort tveggja telst til efnavopna samkvæmt skilgreiningu

bandaríska hersins. Listinn er þó langt frá því að vera tæmandi þar sem sá búnaður sem ekki

er undir eftirliti hersins5 er skráður á aðskilda lista (Assange og Mathews, 2007).

ACTA-samkomulagið

ACTA eða Anti-Counterfeiting Trade Agreement er fjölþjóðasamningur sem ætlað er að koma

á alþjóðlegum stöðlum eða lögum til verndar einkaleyfum og höfundarrétti. Markmiðið er að

hamla eða koma í veg fyrir sölu á fölsuðum varningi, samheitalyfjum og brot á

höfundarréttalögum á alnetinu. Aukið samstarf þjóða á milli til að berjast gegn fölsunum og

hugverkastuldi er inntak samkomulagsins ásamt því að festa í lög þær aðgerðir sem

aðildarlöndin geta gripið til. Aðilar að samkomulaginu eru Ástralía, Kanada, Japan, Mexíkó,

Suður-Kórea, Marokkó, Nýja-Sjáland, Singapúr, Sviss, Bandaríkin og 22 ríki innan ESB

(Ministry of Foreign Affairs of Japan, e.d.).

Birting samningsins olli miklu fjaðrafoki og brutust út mótmæli víða um heim þar sem að

álitið var að samningurinn í heild sinni myndi verða til þess að ritskoðun og hefting

tjáningarfrelsis á alnetinu yrði umfangsmikil og að slíkt eftirlit bryti gegn almennum

mannréttindum. Á endanum fór svo að ESB hafnaði samningnum, þó ekki sé enn útséð með

hvort hann verði samþykktur síðar (BBC, 2012).

Kröfuhafar þrotabús Kaupþings

Árið 2010 birti WikiLeaks lista yfir kröfuhafa í þrotabú Kaupþings eftir fall íslensku

viðskiptabankanna árið 2008. Skjalið innihélt lista yfir 28.167 kröfur að andvirði yfir 40

milljarða evra eða rúmlega 7300 milljarða íslenskra króna. Lekinn leiddi einnig í ljós

grunsamlegar lánveitingar til viðskiptavina bankans, þar sem lán voru veitt gegn litlum eða

engum tryggingum, sem og lán til stórra hluthafa á sömu kjörum. Meðal kröfuhafa á listanum

má nefna Credit Suisse, Deutsche Bank, Commerzbank AG og Goldman Sachs (Mason, 2009;

WikiLeaks, 2010).

5 U.S. Army. Ekki er um að ræða hina anga hersins, sjóher og flugher.

Page 21: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

WikiLeaks

15

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Uppljóstrarar

WikiLeaks fá gögn sín víðsvegar að og eftir ýmsum leiðum, en þó á enn eftir að nefna tvo

menn sem hafa látið samtökunum í té ógrynni gagna sem enn hafa ekki öll verið birt.

Sá fyrri, Bradley Manning, komst yfir þúsundir skjala sem innihéldu myndskeið, skýrslur frá

Afganistan og Írak, upplýsingar um fanga í Guantanamo og skeyti frá bandaríska

utanríkisráðuneytinu (Barnes, 2013).

Sá seinni, Edward Snowden, er fyrrum starfsmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna,

betur þekkt sem NSA. Snowden lak miklu magni gagna um njósnir stofnunarinnar, jafnt

innanlands sem utan, og hafa uppljóstranir hans valdið þó nokkrum úlfaþyt í

alþjóðasamskiptum síðan (Greenwald, MacAskill og Poitras, 2013).

Hér á eftir verður litið nánar á þessa tvo frægustu uppljóstrara seinni tíma.

Page 22: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Bradley Manning

16

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Bradley Manning

Bradley Edward Manning fæddist þann 17. desember 1987 í smábænum Crescent í

Oklahoma, Bandaríkjunum, og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar með foreldrum sínum og systur.

Faðir hans var í tölvudeild bandaríska sjóhersins og þaðan fékk Manning áhuga sinn á tölvum

og annarri tækni. Árið 2007 skráði Manning sig í herinn og vildi með því feta í fótspor föður

síns, en hann fékk sérstaka þjálfun frá leyniþjónustu hersins og var sendur til Írak árið 2008.

Íraksdvölin fór ekki vel í Manning, þar sem að starfsaðferðir og stefna hersins voru honum

ekki að skapi. Í kjölfarið safnaði hann miklu magni gagna um aðgerðir bandaríska hersins í

Írak og Afganistan og kom þeim í hendur WikiLeaks (Reitman, 2013).

Manning var í raun aldrei í neinum vafa um að það væri rétt að gera þessi gögn opinber þar

sem að hann var miður sín vegna þeirra aðstæðna sem hann varð vitni að í Írak. Honum fannst

sem stríðið gegn hryðjuverkum væri farið að snúast um að handsama og myrða fólk eftir

öllum mögulegum leiðum, sama hvað það kostaði (Reitman, 2013).

Uppljóstranir Mannings

Þau skjöl sem Manning hjálpaði til við að gera opinber voru rúmlega 700 þúsund talsins.

Innihald þeirra var meðal annars myndskeið, skýrslur um atvik í hernaðaraðgerðum í

Afganistan og Írak, fangaskýrslur úr fangabúðunum í Guantanamo og skeyti frá bandaríska

utanríkisráðuneytinu (Barnes, 2013).

Myndskeið og skýrslur um Írak og Afganistan

Árið 2010 birtist fyrsti bútur þeirra gagna sem Manning komst yfir. Myndskeiðið, sem tekið

var upp í þyrlu bandaríska hersins, sýnir aðgerð þar sem leitað var að uppreisnarmönnum í

Bagdad árið 2007. Áhöfn annarrar þyrlunnar biður leyfis til að skjóta á hóp fólks á jörðu niðri,

en í árásinni létust meðal annarra tveir starfsmenn Reuters fréttastofunnar. Myndskeiðið sýnir

glögglega þessa árás sem og aðra nokkrum mínútum seinna þegar skotið var á þá sem reyndu

að hjálpa særðum fórnarlömbum fyrri árásarinnar. Þetta myndskeið vakti spurningar um

starfshætti bandaríska hersins í Írak og kynti undir mikla reiði víða um heim (Walker, 2013).

Annað slíkt myndband var birt sama ár, sem sýnir bandaríska hermenn skjóta úr vopnum

sínum er þeir voru að flýja árás sem á þá var gerð, en þar létust 19 óvopnaðir borgarar og um

50 til viðbótar særðust. Vakti myndskeiðið mikla reiði, sérstaklega vegna aðgerðaleysis

Page 23: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Bradley Manning

17

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

hernaðaryfirvalda í kjölfarið.

Þessi myndbönd voru hluti þeirra skjala sem birt voru um Írak og Afganistan, en í þeim komu

einnig fram skjöl þar sem hugað var að því hvort talíbanar í Afganistan nytu stuðnings frá

Pakistan, en þau urðu til þess að samskipti Bandaríkjanna og Pakistan urðu frekar kuldaleg

um tíma (Walker, 2013).

Guantanamo

Skýrslurnar um Guantanamo fengu í raun litla athygli þar sem að megnið af innihaldi þeirra

hafði verið birt af bandarískum stjórnvöldum áður. Innihaldið var meðal annars nöfn þeirra

sem í haldi voru, upplýsingar sem fengust við yfirheyrslur, skýrslur um þá sem höfðu látist í

fangabúðunum, sem og lista yfir þá sem taldir voru áreiðanleg og óáreiðanleg vitni. Einnig er

þar að finna upplýsingar um heilsufar fanganna, hvar og hvenær þeir voru handsamaðir og

skýrslur um hegðun þeirra í prísundinni (WikiLeaks, e.d.).

Skeyti bandaríska utanríkisráðuneytisins

Skeytin sem Manning komst yfir ná allt frá árinu 1966 til ársins 2010, en innihald þeirra er

samskipti á milli 274 bandarískra sendiráða og bandaríska utanríkisráðuneytisins í

Washington. Alls eru þetta 251.287 skeyti og eru 15.652 þeirra flokkuð sem leyndarmál

(WikiLeaks, 2011).

Skeytin gefa góða mynd að umfangi njósna Bandaríkjamanna um bandamenn sína og

Sameinuðu þjóðirnar, leynilegum samningum við ríki sem hafa verið flokkuð sem hlutlaus og

þeim lobbíisma sem bandarísk stjórnvöld hafa stundað fyrirtækjum þar í landi til handa.

Einnig innihalda skeytin mat á bandamönnum og óvinum bandarískra stjórnvalda (Walker,

2013).

Meðal þeirra sem minnst er á er Abdullah, konungur Sádí-Arabíu, en skeytin sýna að hann

hefur ítrekað óskað eftir því og þrýst á að Bandaríkin grípi til hernaðaraðgerða gegn Íran til að

binda endi á kjarnorkuáætlun Írana. Einnig kemur fram að bandarísk yfirvöld halda úti

viðamiklum aðgerðum til að njósna um starfsmenn og erindreka Sameinuðu þjóðanna, þá

sérstaklega Ban Ki-moon og fulltrúa Bretlands, Frakklands, Kína og Rússlands. Er þar beðið

um upplýsingar um samskiptakerfi þeirra, lykilorð og dulkóðunarlykla sem notaðir eru í

samskiptum þeirra á milli. Rússlandi er lýst sem ríki þar sem embættismenn, olígarkar og

glæpasamtök eru svo nátengd að í raun sé um að ræða einskonar mafíuríki sem stjórnast af

Page 24: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Bradley Manning

18

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

spillingu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fær þar falleinkunn fyrir stjórnarhætti sína

(Walker, 2013).

Áhrif uppljóstrana Mannings

Skjölin sem Manning gerði opinber höfðu mikil áhrif á samskipti Bandaríkjanna við

umheiminn. Í skjölunum komu fram upplýsingar um njósnir Bandaríkjamanna um bandamenn

sína, hernað í Írak og Afganistan, þá fanga sem verið höfðu í haldi í Guantanamo og ekki síst

myndskeið af aðgerðum hersins í Mið-Austurlöndum (Barnes, 2013).

Að mati bandarískra stjórnvalda eru skeyti utanríkisráðuneytisins þær upplýsingar sem hafa

haft hvað mest áhrif á samskipti Bandaríkjanna við aðrar þjóðir, en þau hafa orðið til þess að

samskiptin hafa orðið ansi stirð í kjölfar birtingarinnar, þar sem að mikið af upplýsingunum

snerta bandamenn þeirra. Þetta hefur leitt til þess að margar þjóðir eru tregari til að deila

upplýsingum og gögnum með Bandaríkjamönnum, en það hefur áhrif á getu þeirra til að vera

á varðbergi gegn ýmsum hættum á þeim svæðum þar sem þeir eiga hagsmuna að gæta

(Barnes, 2013).

Að sögn Mannings eru áhrif birtingar þessara gagna og þá sérstaklega umræddra skeyta mun

jákvæðari, en hann telur að þau hafi veitt mikilvæga vitneskju um alþjóðleg málefni og hafi

styrkt lýðræðislegar hreyfingar í Mið-Austurlöndum (Barnes, 2013).

Page 25: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Edward Snowden

19

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Edward Snowden

Edward Joseph Snowden er fæddur þann 21. júní 1983 í bænum Wilmington í Norður-

Karólínu, Bandaríkjunum. Snowden nam tölvunarfræði í Anne Arundel lýðháskólanum á

árunum 1999 -2001 og aftur 2004-2005, en hann lauk aldrei framhaldsskólanámi. Árið 2004

var Snowden í þjálfun hjá varaliði bandaríska hersins6, en var að eigin sögn leystur frá

störfum eftir að hafa slasast við æfingar (Connor, 2013).

Snowden hóf störf sem öryggisvörður hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna7 árið 2007 en

hélt svo til starfa fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA í Genf. Árið 2009 hóf Snowden aftur

störf hjá NSA, en í þetta sinn í gegnum verktaka sem sinnti þar ýmsum tölvutengdum

störfum, og var Snowden fenginn til að starfa bæði í Japan og á Hawaii á þessum tíma

(Connor, 2013).

Árið 2013 markaði upphaf þeirra uppljóstrana sem kenndar hafa verið við Edward Snowden. Í

hans huga var það í raun aldrei neitt vafamál að það væri rétt að koma upp um þá

njósnastarfsemi sem NSA stundar og kvaðst hann óhræddur við þessa ákvörðun. Þetta er í

raun andstaða við eftirlitsríkið og allt sem það stendur fyrir, auk þess sem að ríkið fari út fyrir

valdsvið sitt með svo viðamiklu eftirliti. Að eigin sögn segist Snowden ekki vera að sækjast

eftir frægð eða gróða, að hann hafi ekki getað beðið eftir að einhver annar tæki málin í sínar

hendur og hafi því komið þeim gögnum á framfæri sem þurfti til að uppljóstra um njósnir

NSA (Greenwald, MacAskill, Poitras, 2013).

Uppljóstranir Snowdens

Edward Snowden komst yfir mikið magn leynilegra skjala í starfi sínu hjá NSA og hefur gert

hluta þeirra aðgengilegan í gegnum miðla á borð við The Guardian og WikiLeaks. Það sem

um er að ræða eru gögn er lúta að eftirliti NSA með fjarskiptum, jafnt í gegnum alnetið sem

og símkerfi, innan Bandaríkjanna og utan, þar sem hægt er að fylgjast með

tölvupóstsamskiptum, símtölum, smáskilaboðum í gegnum farsíma og samfélagsmiðla. Kerfi

NSA er kallað PRISM, en það veitir aðgang að netþjónum ýmissa þjónustuaðila á netinu, auk

Upstream sem er samansett af fjórum minni kerfum til að safna saman upplýsingum sem fara í

6 Army Reserves.

7 NSA. National Security Agency.

Page 26: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Edward Snowden

20

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

gegnum ljósleiðarakerfi og símalínur. Á þann hátt er hægt að safna saman

samskiptaupplýsingum nánast hvaðan sem er, hver sem samskiptamiðillinn er (Gellman og

Poitras, 2013).

PRISM

PRISM er í raun byggt á samningum við hugbúnaðarfyrirtæki og önnur stórfyrirtæki á netinu

sem veita NSA aðgang að netþjónum sínum og gagnageymslum til að hægt sé að fylgjast með

þeim samskiptum sem fara þar í gegn. Kerfið stendur þannig ekki eitt og sér, allavega ekki á

pappírum (Gellman og Poitras, 2013).

Með slíkum aðgangi getur NSA fylgst með samskiptum allra þeirra sem nýta sér þjónustu

þessara fyrirtækja. Fyrirtækin sem taka þátt í samstarfinu eru:

1. Microsoft og dótturfyrirtæki þeirra (Hotmail, Outlook, Skype).

2. Google

3. Yahoo!

4. Facebook

5. PalTalk

6. Youtube

7. AOL

8. Apple (Gellman og Poitras, 2013).

Með slíku eftirliti er því hægt að fylgjast með miklum fjölda fólks, en þess má geta að

Facebook er með um 727 milljónir notenda sem nýta sér vefinn daglega og um 472 milljónir

sem nýta hann í hverjum mánuði, eða samtals tæplega 1,2 milljarða notenda á heimsvísu og

eru 80% þeirra utan Bandaríkjanna og Kanada (Facebook, 2013). Kerfinu er ætlað að afhjúpa

erlendar ógnir við Bandaríkin (Gellman og Poitras, 2013).

Upstream

Upstream er kerfi sem ætlað er að safna gögnum sem fara um ljósleiðara til og frá

Bandaríkjunum, en þar er ekki gert upp á milli tölvusamskipta eða símtala. Innan þessa kerfis

er BLARNEY, sem er einskonar greiningar- og söfnunarkerfi fyrir þessi gögn, en einnig eru

Page 27: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Edward Snowden

21

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

nefnd kerfin FAIRVIEW, STORMBREW og OAKSTAR sem hafa óskilgreint og óþekkt

hlutverk, þó talið sé að þau safni einnig og greini gögn (Walton, 2013).

Kerfi þetta er tiltölulega lítið þekkt, en er samt sem áður hluti af eftirlitsneti NSA sem teygir

anga sína um allan heim (Walton, 2013).

Áhrif uppljóstrana Snowdens

Áhrifin vegna birtingar þeirra gagna sem Edward Snowden hefur undir höndum hafa verið

frekar neikvæð þegar kemur að stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Til að mynda hafa

samskipti þeirra við mörg samstarfsríki súrnað ansi hratt í kjölfarið og má þar nefna

Þýskaland, Brasilíu, Frakkland og Mexíkó, en NSA stundaði markvissar hleranir á

samskiptum leiðtoga þessara þjóða (Bryant, 2013).

Eitt þekktasta dæmið um þessi áhrif eru einmitt samskipti Bandaríkjanna og Þýskalands sem

hafa farið versnandi í kjölfar upplýsingalekans. Embættismenn innan þýsku ríkisstjórnarinnar

hafa látið í ljós óánægju sína vegna hlerana á samskiptum þeirra, og þá ekki síst vegna eftirlits

með Angelu Merkel, kanslara landsins, en haft var eftir henni að málið reyndi verulega á

samskipti ríkjanna. Þýskir þingmenn voru þó mun myrkari í máli og sökuðu kanslarann um að

ganga ekki nógu hart fram í að fá svör við þessum ásökunum (Olterman, 2013).

Þetta mál eitt og sér hefur orðið til þess að samskipti Bandaríkjanna og Evrópu hafa stirðnað

ansi mikið síðustu mánuði. Málið er nefnilega ekki svo einfalt að hlustað hafi verið á símtöl

Angelu Merkel. Það er margt annað sem er einnig í farvatninu og gæti verið í beinni hættu

vegna þessa máls. Þar má helst nefna fríverslunarsamning Bandaríkjanna sem hefur verið í

smíðum um nokkurt skeið og yrði einn stærsti samningur af slíkum toga sem gerður hefur

verið. Það eru því gríðarlegir hagsmunir í húfi þegar kemur að þessu máli og er það því

forgangsmál að Bandaríkin leysi það sem fyrst, en þó bendir ýmislegt til þess að skaðinn sé

þegar skeður og sé í þessu tilfelli varanlegur. Slík er ólgan í alþjóðasamfélaginu (Bryant,

2013).

Page 28: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Ógn við þjóðaröryggi

22

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Ógn við þjóðaröryggi

Upphaflegu kenninguna um þjóðaröryggi má rekja aftur til friðarsamningana um Vestfalíu8

sem voru undirritaðir árið 1648, eftir þrjátíu ára stríðið (MacFarlane & Khong, 2006).

Þjóðaröryggi nær yfir mörg mismunandi atriði innan þjóða. Fyrir þjóð er það öryggismál

hvernig staðið er að vissum umhverfismálum, hvernig náttúruauðlindir eru nýttar, hvernig

orkumálum er háttað og öryggi sendiráðsfulltrúa og diplómata utan síns eigin lands. Allt eru

þetta mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál án þess þó að tengjast hernaði eða falla undir

þau mál sem almennt falla undir herinn (Romm, 1993).

Í seinni tíð hafa fleiri atriði verið tekinn inn í þjóðaröryggismál líkt og netöryggi. Þjóðir þurfa

núna að halda vel utan um netöryggi þannig að ekki sé hægt að nálgast viðkvæmar

upplýsingar í gegnum netsíður. Í Bandaríkjunum var hópurinn CNCI9 settur á laggirnar árið

2008, en hann hefur það markmið að finna galla í öryggiskerfum netsíðna á vegum ríkisins,

finna einstaklinga sem væru að reyna að brjótast í gegnum varnir á netsíðum ríkisins og loka

fyrir mögulega galla í öryggiskerfum þeirra (Theohary, 2009). Eftir að Barrack Obama tók við

sem forseti þá hafa netöryggismál öðlast meira vægi en áður. Samkvæmt vefsíðu Hvíta

hússins þá hafa verið lagðar fram tillögur til framkvæmda sem tengjast frekara öryggi í

netmálum milli stofnanna innan Bandaríkjanna, opinberar heimasíður og almennt fyrir síður

vistaðar innan Bandaríkjanna (The White House, 2013).

Leyniþjónustur og upplýsingastríð

Innan ríkja hafa sprottið upp leyniþjónustur10

sem hafa það markmið meðal annars, að finna

og vinna upplýsingar sem hægt er að nota við samningagerð fyrir ríkið, til dæmis vegna

öryggismála eða almennt fyrir hervaldið. Þessar leyniþjónustur eru þekktar hjá flestum

vestrænum ríkjum í heiminum í dag og vinna þær flestar bæði innanlands og erlendis. Sum

ríki eins og Bandaríkin og Bretland hafa lagt meira í þessar leyniþjónustur en önnur ríki.

Þannig hefur upplýsingaöflun verði þeim auðveldari en öðrum ríkjum. Upplýsingasöfnun og

vinnsla er talin vera til staðar hjá öllum sjálfstæðum ríkjum heimsins í dag í einhverju mæli en

það sem skilur þær í sundur er það fjármagn sem sett er í slíka söfnun og hvort slík

upplýsingasöfnun sé á fjárlögum almennt. Þannig eru upplýsingar sem fengnar eru allstaðar

8 Peace of Westphalia

9 Comprehensive National Cybersecurity Initiative

10 Intelligence agency

Page 29: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Ógn við þjóðaröryggi

23

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

að, orðnar mjög mikilvægur þáttur fyrir viðkomandi ríki. Sérstaklega þau ríki sem standa

framarlega í alþjóðastjórnmálum og alþjóðaviðskiptum. Gagnlegar upplýsingar eru líka eitt af

lykilatriðunum fyrir þau ríki sem standa í stríðum. Þá eru það gögn sem nást um óvininn sem

skipta hvað mestu máli, og hversu hratt og örugglega hægt er að nýta sér þessar upplýsingar

(Collins, 2007).

Í mannkynssögunni má finna mjög góð dæmi þess að upplýsingar hafa verið lykillinn að sigri

í stríðum. Það voru einna helst upplýsingar sem voru vendipunkturinn í seinni

heimstyrjöldinni þegar Japanir voru sigraðir á sjó og á hernumdum eyjum. Einnig voru

upplýsingar um ranga staðsetningu og nákvæm tímasetning eitt af aðalatriðum innrásarinnar

sem nefnd hefur verið D-dagurinn11

. Þannig hafa upplýsingar mikið vægi á stríðstímum og

hafa haft það í gegnum söguna. Því er það eitt af aðalöryggismálum hverrar þjóðar að

upplýsingar séu ekki aðgengilegar hverjum sem er, upplýsingar sem gætu skaðað ríkið sem

um ræðir. Það er því jafn mikilvægt að verja sínar upplýsingar og það er að ná upplýsingum

frá öðrum. Þetta hefur líka verið raunin í samskiptum milli þjóða bæði hvað varðar stjórnmál

og viðskipti (Collins, 2007).

Þjóðaröryggi og uppljóstranir

Ein af þeim skilgreiningum sem komið hafa fram um þjóðaröryggi er að þjóðaröryggi sé sú

geta þjóðar til þess að verja innri hagsmuni sína frá ytri aðstæðum og ógnum (Hermann,

1984). Þegar við skoðum þjóðaröryggi í samanburði við uppljóstranir þá þarf að skoða

uppljóstrunina sjálfa. Í einhverjum tilfellum eru þær til þess fallnar að hjálpa til við að leysa

þau vandamál eða afhjúpa brot, en til eru aðrar uppljóstranir sem geta valdið fólki skaða.

Munurinn er bundinn í lög í flestum tilfellum. Þau uppljóstrunarlög sem hafa verið sett eru til

þess að vernda uppljóstrarann frá því að verða fyrir aðkasti þess sem uppljóstrunin beinist

gegn. Eins og getið hefur verið um í köflunum hér á undan, þá sér WikiLeaks fyrst og fremst

um að taka á móti upplýsingum, skoða, vinna þær og birta án þess að geta þess hvaðan

upplýsingarnar koma. Þetta form uppljóstrana er til þess fallið að vernda uppljóstrarann

fullkomlega frá hverskyns hættum sem uppljóstranirnar gætu mögulega skapað (Bellia, 2012).

11

D-Day. (6.júní 1944)

Page 30: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Ógn við þjóðaröryggi

24

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Upplýsingar til sölu

Hluti þeirra upplýsinga sem ríki safna að sér koma í gegnum leyniþjónustur sem starfa beint

undir ríkinu. Þessar leyniþjónustur eru eins misjafnar og þær eru margar en eiga það þó

sameiginlegt að vinna að því að safna upplýsingum fyrir ríkið eftir mismunandi leiðum sem

bera mismunandi árangur. Ein af þeim leiðum er að kaupa upplýsingar frá sjálfstætt starfandi

leyniþjónustum eða einstaklingum. Þessar sjálfstætt starfandi leyniþjónustur hafa orðið

uppvísar að því að baktryggja sig með því að koma fyrir glufum eða bakdyrum í hugbúnaði

þeim sem geymir upplýsingarnar, þannig að hægt sé að nálgast þær aftur seinna meir. Þetta er

eitt af því sem kom fram þegar Edward Snowden lak gríðarlegu magni af upplýsingum til

WikiLeaks um aðferðir sem hafa verið notaðar af bandarískum stjórnvöldum. Eitt af því sem

kemur fram um þessar sjálfstætt starfandi leyniþjónustur er það að þó þær vinni oft eftir

beinum samningum við aðrar leyniþjónustur og þá eru líka dæmi þess að upplýsingarnar séu

einfaldlega seldar til hæstbjóðanda. Í slíkum tilfellum er oft um sjálfstæða hakkara12

að ræða

sem sjálfir hafa brotist inn í tölvukerfi fyrirtækja eða stofnanna og náð í upplýsingarnar. Í

einhverjum tilfellum hafa hakkarar með gott orðspor verið ráðnir beint til þess að brjótast inn í

tölvukerfi stofnanna og fyrirtækja í leit að sérstökum upplýsingum. Þessi þróun baráttunnar

um upplýsingar hefur gert það að verkum að nokkuð margir einstaklingar hafa lifibrauð sitt af

því að brjótast inn í tölvukerfi og stela þaðan upplýsingum (Vombatkere, 2013).

WikiLeaks og þjóðaröryggi

WikiLeaks fær gögn sín úr ýmsum áttum frá hópi fólks sem flokkast myndu sem

uppljóstrarar. Einna frægastur þeirra er Bradley Manning. Þau gögn sem hann komst yfir og

afhenti WikiLeaks höfðu að geyma margvíslegar upplýsingar. Sem dæmi má nefna voru

upplýsingar tengdar stríðinu í Írak, upplýsingar um diplómatísk samskipti Bandaríkjanna og

svo mætti lengi telja. Sum þessara gagna voru þess eðlis að þau máttu alls ekki líta dagsins

ljós þar sem þær sýndu beinlíns þær aðferðir sem Bandaríkin nota í samskiptum sínum við

önnur ríki og sum þessara gagna gátu haft bein áhrif á útkomu stríðsins í Írak. Samkvæmt

viðamikilli úttekt og skoðun á því hvort WikiLeaks væru ógn við þjóðaröryggi sem kom fram

í greininni „WikiLeaks and the Institutional Framework for National Security Disclosures“

sem var birt í „Yale Law Journal“ árið 2012, var skoðað hvaða lög væru til staðar fyrir

uppljóstrara og hvað lög það gætu verið sem Manning í raun braut þegar hann sendi gögnin til

12

Hacker

Page 31: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Ógn við þjóðaröryggi

25

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

WikiLeaks. Í þessari úttekt þá kom fram að í raun væru lög til staðar sem hefðu átt að vernda

Manning frá lögsóknum og þar sem hluti af því sem hann var að uppljóstra voru upplýsingar

um mannréttindabrot og illa meðferð á föngum þá hefði hann í raun átt að falla undir vernd

uppljóstrunarlaga (Bellia, 2012).

Ógn í tengslum við þjóðaröryggi

Ógn við þjóðaröryggi13

má greina niður í mismunandi stig. Eitthvað sem ógnar velferð

borgaranna og eitthvað sem ógnar möguleikum ríkisins í tengslum við önnur ríki, bæði hvað

varðar innri stefnumótun og hvað varðar viðskiptamöguleika (Sachs, 2003).

Þegar við segjum „ógn“ í tengslum við þjóðaröryggi þá er það ógnin sem takmarkar

möguleikana til frambúðar. Til skilgreiningar á hugtakinu sjálfu þá er ógn ekki ósvipað og

hótun í þessum skilningi. Eitthvað sem ógnar þjóðaröryggi byggir á því að seinna meir gæti

það komið til að ógnin verði að veruleika og takmarki þannig möguleika þjóðarinnar. Ógn við

þjóðaröryggi er því möguleikinn á að eitthvað sem ógnar því muni seinna meir koma til með

að hafa raunveruleg áhrif á þjóðaröryggið. Þessi áhrif þurfa ekki að vera mikil til að ógn geti

verið til staðar. Þarf í raun aðeins að vera möguleiki á því að eitthvað utanaðkomandi geti

verið áhrifavaldur á innri stefnumótun ríkisins vegna upplýsinga sem aðrir hafa um það.

Þannig að til þess að eitthvað teljist vera ógn í þessum skilningi, þá þurfa mögulegar

afleiðingar að tengjast ríkinu beint. Einungis þannig verður eitthvað ógn við þjóðaröryggi

(Scholtz, 2000).

13

Threat to national security

Page 32: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Niðurstöður

26

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Niðurstöður

Uppljóstranir og ógnin við þjóðaröryggi eru að vissu leyti tvær andstæðar hliðar á sama

peningnum. Við lítum á uppljóstranir sem aðgerð sem hjálpar heiminum til betri vegar að því

leyti að þá komast upp brot sem annars hefðu haldist leynd. Bradley Manning og Edward

Snowden eru einstaklingar sem sættu sig ekki við slík brot, brot sem lágu fyrir augum þeirra

án þess að nokkur vilji væri til breytinga á þessum brotum. Vegna þessa tóku þeir það upp á

sína eigin arma að ljóstra upp um brotin sem þeir sáu og vissu af. Aðferðin sem þeir notuðu

var ekki þess eðlis að láta vita innan ríkis þannig að ríkjandi öfl gætu breytt. Frekar tóku

þessir menn þau sönnunargögn sem þeir voru með og sendu á WikiLeaks vitandi að þar

myndu þau líta dagsins ljós án ritskoðunar þeirra sem frömdu brotin.

Þjóðaröryggi er yfirgripsmikið hugtak, allt sem viðkemur stærri innviðum þjóðar fellur undir

þjóðaröryggi. Það á líka við um orðspor á alþjóðlegum vettvangi, samskipti við vinveitt ríki

og viðskiptasamningar sem ganga þvert á landamæri. Þegar upplýsingar eru annarsvegar þá er

það í hag þjóða að vita meira um nágranna sína en nágrannarnir vita um þau. Þessi barátta

ríkja um upplýsingar hefur orðið til þess að stórar stofnanir hafa verið settar á laggirnar í þeim

tilgangi að safna upplýsingum um einstaklinga og ríki. Þegar söfnun á upplýsingum er farin

að gegna svo stórum tilgangi í þjóðaröryggi þá gildir það sama yfir að vernda þær upplýsingar

sem myndast innan eigin ríkis. Þessi barátta hefur gert það að verkum að upplýsingar verða

mjög verðmætar á milli ríkja.

Þar sem Bæði Manning og Snowden sendu frá sér viðkvæmar upplýsingar tengdar þeirri

hegðun sem Bandaríkjastjórn hafði uppi og að þessar upplýsingar komust í opinbera birtingu í

gegnum WikiLeaks, þá er það niðurstaða misserishóps N að uppljóstranir á upplýsingum að

þessu tagi sé ógn við þjóðaröryggi þeirrar þjóðar sem á í hlut hverju sinni.

Svar misserishóps N við spurningunni „Eru upplýsingar frá Bradley Manning og Edward

Snowden, sem birtar hafa verið á vef WikiLeaks, ógn við þjóðaröryggi?“ er því: „Já,

upplýsingarnar eru ógn við þjóðaröryggi þeirrar þjóðar sem þær koma frá.“

Gögnin sem Bradley Manning og Edward Snowden láku til WikiLeaks, og voru seinna birt á

vef samtakanna, snérust fyrst og fremst um það sem Bandaríkjamenn voru að gera.

Uppljóstranirnar sem komu frá Manning og Snowden ógna því báðar þjóðaröryggi en ekki

endilega á sama hátt. Uppljóstranirnar sem komu frá Manning sýndu í raun brot

Page 33: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Niðurstöður

27

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Bandaríkjamanna á mannréttindum á stríðstímum meðal annarra brota. Brot af slíku tagi geta

kveikt mikla reiði almennings um allan heim. Þær uppljóstranir sem komu frá Snowden voru

aðeins annars eðlis en ógn engu að síður. Eins og fram kom í verkefninu þá hafa þessi gögn til

dæmis haft neikvæðar afleiðingar á samskipti Bandaríkjamanna og Þjóðverja. Reiði á milli

þjóða getur alltaf haft skaðleg áhrif á einn eða annan hátt og því eru uppljóstranirnar frá

Manning og Snowden ógn við þjóðaröryggi.

Það er þó alltaf hægt að velta því fyrir sér hvar sökin liggur. Liggur hún hjá uppljóstraranum

eða liggur hún hjá, í þessu tilfelli, Bandaríkjamönnum þar sem að brotið er þeirra? Þetta væri

efni í annað misserisverkefni og hvar sem sökin liggur þá eru þessar uppljóstranir engu að

síður ógn við þjóðaröryggið.

Page 34: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Lokaorð

28

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Lokaorð

Með allri þeirri tækniþekkingu og öllu því flæði upplýsinga sem heimurinn býr yfir í dag er

öryggi það sem við sækjumst oft mest eftir, öryggi heimafyrir þar sem fjölskyldan býr, öruggt

umhverfi fyrir þau gögn sem við viljum halda útaf fyrir okkur og síðast en ekki síst, öryggi

lands og þjóðar. Með tilkomu alnetsins má segja að þessu öryggi sé ógnað þar sem ekkert er

tiltölulega öruggt sem á annað borð er sett á netið. Vodafonelekinn sannaði það svo ekki væri

um villst. Því er það ógnvænleg tilhugsun að með einni einfaldri aðgerð sé hægt að opinbera

viðkvæm gögn er gætu teflt í hættu friði landa í millum. Maðurinn hefur alltaf verið breyskur

og sú framtíð að heilindi og hreinskilni einkenni samskipti þjóða í millum í hvívetna er

fjarlægur draumur, því miður. Þess vegna er það kvíðvænleg tilhugsun að þær upplýsingar

sem þeir félagar Snowden og Manning hafa komist yfir, birtist fyrir augum allra þjóða heims.

Því er hægt að spyrja sig hvort tilgangurinn helgi meðalið hjá þeim félögum, að hreinsa

samviskuna og koma íþyngjandi upplýsingum á framfæri og losna þannig undan þeirri

ábyrgð, að vita, en stofna jafnvel í hættu þeim árangri sem náðst hefur í átt til friðar þjóða í

millum. Slíkt verður framtíðin að leiða í ljós.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu misserishóps N við spurningu verkefnisins, þá er það engu að

síður skoðun hópsins að með uppljóstrunum sínum hafi þeir Bradley Manning og Edward

Snowden gert meira gagn fyrir umheiminn en ef þeir hefðu ekki tekið til sinna ráða og

uppljóstrað líkt og þeir gerðu. Þær upplýsingar sem komu fram í dagsljósið eru stór þáttur í

aðhaldi sem er nauðsynlegt að sé til staðar fyrir ríki jafnt og einstaklinga eða fyrirtæki.

Verkefnið var áhugavert en um leið ógnvekjandi sú tilhugsun að aðeins brot af upplýsingum

eru komin fyrir augu almennings, stærsti hlutinn bíður þess að rétti tíminn verði fyrir þær að

opnast augum þjóða heims.

Page 35: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Heimildaskrá

29

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Heimildaskrá

Assange, J. (2011). Julian Assange: The Unauthorised Biography. Melbourne: Text

Publishing Company.

Assange, J. og Mathews, D. (2007, september). US Military Equipment in Afghanistan.

WikiLeaks. Sótt 4. desember 2013 af

http://www.wikileaks.org/wiki/US_Military_Equipment_in_Afghanistan#Comprehensi

ve_Tally

Barnes, J.E. (2013, 21. ágúst). What Bradley Manning Leaked. The Wall Street Journal. Sótt

4. desember 2013 af http://blogs.wsj.com/washwire/2013/08/21/what-bradley-manning-

leaked/

BBC. (2012, 4. júlí). Acta: Controverial anti-piracy agreement rejected by EU. Sótt 4.

desember 2013 af http://www.bbc.co.uk/news/technology-18704192

Bellia, P.L. (2012). WikiLeaks and the Institutional Framework for National Security

Disclosures [rafræn útgáfa]. Yale Law Journal, 121, 1448-1526.

Bryant, N. (2013, 24. október). The Snowden effect on US diplomacy. BBC. Sótt 5. desember

2013 af http://www.bbc.co.uk/news/world-us-canada-24664045

Callahan, E.S. og Dworkin, T.M. (1992). Do Good and Get Rich: Financial Incentives for

Whistleblowing and the False Claims Act [rafræn útgáfa]. Villanova Law Review, 37,

273-336.

Collins, A. (2007). Contemporary security studies (2. útgáfa). New York: Oxford University

Press.

Connor, T. (2013, júní). What we know about NSA leaker Edward Snowden. NBC News. Sótt

5. desember 2013 af http://usnews.nbcnews.com/_news/2013/06/10/18882615-what-

we-know-about-nsa-leaker-edward-snowden?lite

Page 36: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Heimildaskrá

30

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Facebook. (2013, september). Newsroom: Key Facts. Sótt 5. desember 2013 af

http://newsroom.fb.com/Key-Facts

Gellman, B. og Poitras, L. (2013, júní). U.S., British intelligence mining data from nine U.S

Internet companies in broad secret program. The Washington Post. Sótt 5. desember

2013 af http://www.washingtonpost.com/investigations/us-intelligence-mining-data-

from-nine-us-internet-companies-in-broad-secret-program/2013/06/06/3a0c0da8-cebf-

11e2-8845-d970ccb04497_story_1.html

Gobert, J. og Punch, M. (2000). Whistleblowers, the Public Interest, and the Public Interest

Disclosure Act 1998 [rafræn útgáfa]. The Modern Law Review, 63, 25-54.

Greenwald, G., MacAskill, E. og Poitras, L. (2013, 10. júní). Edward Snowden: the

whistleblower behind the NSA surveillance revelations. The Guardian. Sótt 4. desember

2013 af http://www.theguardian.com/world/2013/jun/09/edward-snowden-nsa-

whistleblower-surveillance

Hermann, C.F. (1984). Defining National Security. Í J.F. Reichart og S.R. Sturm (ritstjórar),

American Defense Policy (bls. 18-21). Baltimore: Johns Hopkins University Press.

Lukacs, E., Christache, N., Nicolai, M. og Stoica, M. (2012). Corporate loyalty versus

whistleblowing: An ethical challenge in HRM [rafræn útgáfa]. Business & Leadership,

1, 55-66.

Mason, R. (2009, ágúst). Kaupthing leak exposes loans. The Telegraph. Sótt 4. desember

2013 af

http://www.telegraph.co.uk/finance/newsbysector/banksandfinance/5968231/Kaupthing

-leak-exposes-loans.html

Page 37: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Heimildaskrá

31

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Ministry of Foreign Affairs of Japan. (e.d.). Anti-Counterfeiting Trade Agreement. Sótt 4.

desember 2013 af

http://www.mofa.go.jp/policy/economy/i_property/pdfs/acta1105_en.pdf

Neuman, W. og Ayala, M. (2012, 16. ágúst). Ecuador Grants Asylum to Assange, Defying

Britian. The New York Times. Sótt 7. desember 2013 af

http://www.nytimes.com/2012/08/17/world/americas/ecuador-to-let-assange-stay-in-its-

embassy.html?_r=1&

Oltermann, P. (2013, 18. nóvember). Berman MPs complain about NSA silence on Angela

Merkel hacking. The Guardian. Sótt 5. desember 2013 af

http://www.theguardian.com/world/2013/nov/18/germany-nsa-angela-merkel-hacking

Ray, M. (2013). Julian Assange. Encyclopædia Britannica. Sótt 4. desember 2013 af

http://www.britannica.com/EBchecked/topic/1734894/Julian-Assange

Ray, M. (2013). WikiLeaks. Encyclopædia Britannica. Sótt 4. desember 2013 af

http://www.britannica.com/EBchecked/topic/1701592/WikiLeaks

Reitman, J. (2013, 28. febrúar). Bradley Manning Explains His Motives. Rolling Stone. Sótt

7. desember 2013 af http://www.rollingstone.com/politics/news/bradley-manning-

explains-his-motives-20130228

Rhode-Liebenau, B. (2006, maí). Whistleblowing Rules: Best Practice; Assessment and

Revision of Rules Existing in EU Institutions. European Parliament. Sótt 4. desember

2013 af

http://www.europarl.europa.eu/document/activities/cont/200907/20090728ATT59162/2

0090728ATT59162EN.pdf

Romm, J.J. (1993). Defining National Security: The Nonmilitary Aspects. New York: Council

on Foreign Relations.

Page 38: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Heimildaskrá

32

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Sachs, S.E. (2003). The Changing Definition of Security. Sótt 8. desember 2013 af

http://www.stevesachs.com/papers/paper_security.html#_ftnref19

Scholtz, S. (2000). Threat: Concept Analysis [rafræn útgáfa]. Nursing Forum, 35:4, 23-29.

Theohary, C.A. (2009, september). Cybersecurity: Current Legislation, Executive Branch

Initiatives, and Options for Congress. Federation of American Scientists. Sótt 4.

desember 2013 af http://www.fas.org/sgp/crs/natsec/R40836.pdf

The White House. (2013). Foreign Policy: Cyber Security. Sótt 4. desember 2013 af

http://www.whitehouse.gov/issues/foreign-policy/cybersecurity

Vombatkere, S.G. (2013, 23. júní). Edward Snowden‘s Wake-up Call: Cyber Security,

Surveillance and Democracy. Asian Tribune. Sótt 7. nóvember 2013 af

http://www.asiantribune.com/node/62920

Walker, P. (2013, 30. júlí). Bradley Manning trial: what we know from the leaked

WkikiLeaks documents. The guardian. Sótt 7. desember 2013 af

http://www.theguardian.com/world/2013/jul/30/bradley-manning-wikileaks-revelations

Walton, Z. (2013, 10. júlí). Leaked NSA Slide Reveals PRIM‘s Brother-Upstream.

WebProNews. Sótt 5. desember 2013 af http://www.webpronews.com/leaked-nsa-slide-

reveals-prisms-brother-upstream-2013-07

WikiLeaks. (e.d.). About. Sótt 4. desember 2013 af http://wikileaks.is/About.html

WikiLeaks. (e.d.). Press. Sótt 4. desember 2013 af http://wikileaks.is/Press.html

WikiLeaks. (e.d.). GITMO FILES: WikiLeaks Reveals Secret Files on All Guantánamo

Prisoners. Sótt 7. desember 2013 af http://wikileaks.org/gitmo/

Page 39: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Heimildaskrá

33

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

WikiLeaks. (2010, mars). Over 40 billion euro in 28167 claims made against the Kaupthing

Bank, 23 Jan 2010. Sótt 4. desember 2013 af

http://www.wikileaks.is/wiki/Over_40_billion_euro_in_28167_claims_made_against_t

he_Kaupthing_Bank,_23_Jan_2010

WikiLeaks. (2010, apríl). Collateral Murder, 5 Apr 2010. Sótt 4. desember 2013 af

http://www.wikileaks.org/wiki/Collateral_Murder,_5_Apr_2010

WikiLeaks. (2011, ágúst). Secret US Embassy Cables. Sótt 7. desember 2013 af

http://wikileaks.org/cablegate.html

Zhang, J., Pany, K. og Reckers, P.M.J. (2013). Under Which Conditions are Whistleblowing

“Best Practices“ Best? [rafræn útgáfa]. Auditing: A Journal of Practice & Theory, 32,

171-181.

Page 40: Uppljóstranir og þjóðaröryggi

Misserishópur N Haust – 2013

Hugtakalisti

34

Uppljóstranir & Þjóðaröryggi

Hugtakalisti

ACTA

Bradley Manning

Edward Snowden

Ógn

PIDA

PRISM

Uppljóstrari

Upplýsingar

Upstream

Þjóðaröryggi