tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur,...

50
Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og geislaskammtar í samhengi við ábendingu Guðlaug Anna Jónsdóttir Ritgerð til diplómaprófs Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í geislafræði Heilbrigðisvísindasvið

Upload: others

Post on 25-Apr-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og geislaskammtar í samhengi við ábendingu

Guðlaug Anna Jónsdóttir

Ritgerð til diplómaprófs

Háskóli Íslands

Læknadeild

Námsbraut í geislafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og geislaskammtar í samhengi við ábendingu

Guðlaug Anna Jónsdóttir

Ritgerð til diplómaprófs á meistarastigi í geislafræði

Umsjónarkennari: Guðlaug Björnsdóttir

Leiðbeinandi: Jónína Guðjónsdóttir

Læknadeild

Námsbraut í geislafræði

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2016

Page 3: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var
Page 4: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

Ritgerð þessi er til diplómaprófs á meistarastigi í geislafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á

nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Guðlaug Anna Jónsdóttir 2016

Prentun: Háskólaprent ehf.

Reykjavík, Ísland 2016

Page 5: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

3

Ágrip

Inngangur: Geislaálag gefur mat á áhættu sjúklings vegna jónandi geislunar á allan líkamann. Þegar

mynda á sjúkling þarf að passa upp á að halda geislaskammti eins lágum og möglegt er í samræmi

við það sem beðið er um, sem er svo nefnd ALARA reglan. Einnig þarf að huga að því hver er

ábendingin og spurningin, það er hvað er það sem læknirinn heldur að sé ástæðan fyrir því að það

þurfi að framkvæma rannsóknina. Þannig að möguleiki sé á að velja prógröm sem henti og huga að

geisaskammti. Aukning á myndgreiningu í tölvusneiðmyndum hefur leitt til þróunar ýmissa aðferða og

geislasparandi tækni til þess að lækka geislaskammt.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum og

skoða þá í samhengi við ábendingu. Annars vegar eru skoðuð prógröm í tölvusneiðmyndatækjum

Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) sem notuð eru við tölvusneiðmyndir af kvið, þá er það fjöldi

þeirra, uppbygging, möguleikar á geislasparandi tækni og notkun þeirra. Hins vegar aftursæ könnun á

geislaskömmtum, það er framkvæmt með því að skoða gögn í myndageymslu.

Efni og aðferðir: Notast var við myndageymslu LSH til þess að afla gagna aftur í tímann frá

fullorðnum einstaklingum. Helstu upplýsingar og þar á meðal geislaskammtur úr

tölvusneiðmyndarannsókninni voru skráðar ásamt ábendingunni sem fylgdi. Prógröm fyrir

kviðrannsóknir í tölvusneiðmyndatækjum LSH voru skoðuð og sneiðbreytur og geislasparandi tækni

fyrir þau skráð. Meðaltal geislaskammts fyrir hvert prógram var reiknað, ábendingin borin saman við

prógramið og það kannað.

Niðurstöður: Meðal heildar lengdargeislunar (DLP) fyrir algengustu TS kvið prógrömin á LSH voru

798,0 mGy*cm í Fossvogi og 704,1 mGy*cm á Hringbraut. Prógramið með hæsta geislaskammtinn á

LSH í Fossvogi var urografíu prógram, 3725,8 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var

nýrnasteinaprógram, 201,7 mGy*cm. Prógramið með hæsta geislaskammtinn á LSH á Hringbraut var

þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0

mGy*cm. Æxli var algengasta ábendingin á báðum spítölum og geislaskammturinn fyrir þá ábendingu

var 1079,8 mGy*cm á LSH í Fossvogi og 862,7 mGy*cm á LSH á Hringbraut. Ábendingin með hæsta

geislaskammtinn í Fossvogi var garnastífla, 1186,2 mGy*cm og með lægsta var nýrnasteinn, 313,6

mGy*cm. Ábendingin með hæsta geislaskammtinn á Hringbraut var ígerð, 875,3 mGy*cm og með

lægsta var nýrnasteinn, 502,9 mGy*cm. Í um 99% tilfella var prógramið sem valið var í samræmi við

ábendinguna og í um 30% tilfella voru fyrirmæli röntgenlæknis um framkvæmd rannsóknar skráð skráð

á beiðni. Notast er við geislasparandi tækni í prógrömum fyrir kvið í tölvusneiðmyndatækjumtækjum

LSH. Þá er algengast að nota iDose ítrekunar útreikningsaðferð og z-dom sjálfvirka geislunarstýringu.

Ályktanir: Geislaskammtar TS-tækja LSH eru á góðu bili og nokkurn vegin í samræmi við önnur lönd

og notast er við þá geislasparandi tækni sem í boði er. Samhengi milli ábendinga og prógrama er gott.

LSH er með mörg prógröm fyrir hvort tæki til þess að nota og það hefur áhrif á að mismunandi

prógröm eru notuð sem gefa misháan geislaskammt.

Page 6: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

4

Page 7: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

5

Þakkir

Þessi rannsókn er unnin sem lokaverkefni til diplómaprófs í geislafræði við Háskóla Íslands.

Rannsóknin var unnin á tölvusneiðmyndadeildum Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Ég vil byrja á að þakka Jónínu Guðjónsdóttur leiðbeinanda mínum sem meðal annars átti

hugmyndina af rannsókninni fyrir hjálpina, stuðninginn og gott samstarf meðan á rannsókninni stóð.

Einnig vil ég þakka Ásrúnu Karlsdóttur og Svanhvíti Huldu Jónsdóttur geislafræðingum og

einingastjórum á tölvusneiðmyndadeildum Landspítalans fyrir aðstoðina og samvinnuna við skoðun á

prógrömum tölvusneiðmynda tækjanna.

Díönu Óskarsdóttur langar mig að þakka fyrir aðstoð við leyfi rannsóknar, aðstoð við aðgang að

gögnum og notkun á aðstöðu röntgendeildar.

Að lokum vil ég þakka fjölskyldu minni fyrir góðan stuðning meðan á rannsókninni stóð. Ásamt

móður minni Agnesi Ósk Ómarsdóttur og móðursystur Fanneyju Petru Ómarsdóttur fyrir

prófarkalestur.

Page 8: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

6

Efnisyfirlit

Ágrip ......................................................................................................................................................... 3

Þakkir ........................................................................................................................................................ 5

Efnisyfirlit .................................................................................................................................................. 6

Myndaskrá ................................................................................................................................................ 8

Töfluskrá ................................................................................................................................................... 8

Listi yfir skammstafanir ............................................................................................................................. 9

1 Inngangur........................................................................................................................................10

1.1 Sneiðbreytur .......................................................................................................................... 12

1.2 Aðferðir til að lækka geislaskammt ........................................................................................ 13

1.2.1 Geislunarstýring ......................................................................................................... 14

1.2.2 Ítrekurnar útreikningsaðferð ....................................................................................... 15

1.2.3 Lág kV tækni .............................................................................................................. 15

1.3 Mælistærðir fyrir geislun ........................................................................................................ 16

1.4 Geislavarnir............................................................................................................................ 17

1.5 Viðmiðunarmörk myndgæða og geislaskammta ................................................................... 18

2 Markmið ..........................................................................................................................................19

3 Efni og aðferðir ...............................................................................................................................20

3.1 Leyfi ....................................................................................................................................... 20

3.2 Tækjabúnaður........................................................................................................................ 20

3.3 Skráning gagna ..................................................................................................................... 20

3.3.1 Gögn .......................................................................................................................... 20

3.4 Mat á beiðni ........................................................................................................................... 21

3.5 Prógröm ................................................................................................................................. 22

3.6 Tölfræði .................................................................................................................................. 22

4 Niðurstöður .....................................................................................................................................23

4.1 Prógrömin sem notast var við - Upplýsingar ......................................................................... 23

4.2 Prógröm borin saman ............................................................................................................ 24

4.3 Geislaskammtar fyrir mismunandi ábendingar ...................................................................... 28

4.4 Prógram í samhengi við ábendingu ....................................................................................... 31

4.5 Geislasparandi tækni ............................................................................................................. 33

5 Umræða ..........................................................................................................................................37

5.1 Geislaskammtar prógrama .................................................................................................... 37

5.2 Munur á geislaskammti milli ábendinga og samhengi ........................................................... 39

5.3 Notkun á geislasparandi tækni .............................................................................................. 40

5.4 Næstu skref ........................................................................................................................... 42

6 Ályktanir ..........................................................................................................................................43

Page 9: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

7

Heimildaskrá ...........................................................................................................................................44

Fylgiskjöl .................................................................................................................................................46

Page 10: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

8

Myndaskrá

Mynd 1: Fyrsta kynslóð TS-tækja. .................................................................................................... 10

Mynd 2: Þriðja kynslóð TS-tækja...................................................................................................... 11

Mynd 3: Spíralmyndataka og sát. ..................................................................................................... 12

Mynd 4: Með og án sjálfvirkri geislunarstýringu. .............................................................................. 14

Mynd 5: Meðaltal heildar DLP (mGy*cm). ........................................................................................ 24

Mynd 6: Meðaltal heildar DLP (mGy*cm). ........................................................................................ 26

Mynd 7: Geislaskammtar fyrir mismunandi ábendingar í Fossvogi. ................................................ 28

Mynd 8: Geislaskammtar fyrir mismunandi ábendingar á Hringbraut. ............................................. 30

Mynd 9: Ábendingar. ........................................................................................................................ 32

Mynd 10: DRL viðmiðunar staðlar fyrir Evrópu. ............................................................................... 38

Mynd 11: Sjálfvirk geislunarstýring, Z-DOM. .................................................................................... 41

Töfluskrá

Tafla 1: Reinkistuðlar. ....................................................................................................................... 17

Tafla 2: Fjöldi rannsókna, meðaltal heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik. ................. 25

Tafla 3: Fjöldi rannsókna, meðaltal heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik. ................. 27

Tafla 4: Ábendingar, fjöldi, heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik. .............................. 29

Tafla 5: Ábendingar, fjöldi, heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik. .............................. 31

Tafla 6: Fjöldi og hlutfall rannsókna.................................................................................................. 31

Tafla 7: Sneiðbreytur. ....................................................................................................................... 33

Tafla 8: Notkun á geislasparandi tækni. ........................................................................................... 34

Tafla 9: Sneiðbreytur. ....................................................................................................................... 35

Tafla 10: Notkun á geislasparandi tækni. ......................................................................................... 36

Tafla 11: Geislaálag - kviður. ............................................................................................................ 37

Tafla 12: Geislaálag – kviður/ábendingar. ........................................................................................ 40

Page 11: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

9

Listi yfir skammstafanir

Skammstöfun Íslenska Enska

AEC Sjálfvirk geislunarstýring Automatic Exposure Controle

ALARA As Low As Reasonably Achievable

cm Sentímetrar

CTDI Computed Tomography Cose Index

DLP Lengdargeislun Dose Length Product

DRL Viðmiðunarmörk geislaskammta Diagnostic Reference Levels

EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu European Free Trade Association

EU Evrópusambandið European Union

FBP Afturvörpun Filtered Back Projection

Gy Gray

HU Hounsfield Unit

ICRP International Commission on Radiological

Protection

IR Útreiknings aðferð Iterative Reconstruction

J Joule

Kg Kílógramm

kVp Kílóvolt Kilovoltage peak

LSH Landspítali Háskólasjúkrahús

mA Milliamper Milliampere

mAs Milliamper á sekúndu Milliampere per seconde

mGy Milligray

mm Millimetrar

mSv Millisívert

TS Tölvusneiðmyndir Computed Tomograpy

SI Alþjóðlega einingakerfið

Sv Sívert Sivert

Page 12: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

10

1 Inngangur

Orðið sneiðmyndataka hefur verið til frá því snemma um 1920 þegar að nokkrir rannsóknarmenn voru

að hanna aðferðir til þess að mynda ákveðin lög eða hluta líkamans, eina sneið. Þá voru notuð

mismunandi orð yfir þessa aðferð. Árið 1935 var það Grossmann sem endurbætti aðferðina og kallaði

sneiðmyndatöku. Þessi ótrúlega uppfinning sem tölvusneiðmyndatækið er var fundið upp af nokkrum

einstaklingum en þó aðallega Godfrey Newbold Hounsfield og Allan MacLeod Cormack. Fyrsta

tölvusneiðmyndin (TS) var tekin 1972 og tækið var hannað til að mynda höfuð. Fyrsta TS-tækið til

þess að mynda allan líkamann kom til sögunnar 1974 og það þróaði Dr. Robert Ledlay (1).

Fyrsta kynslóð TS-tækja var þannig að tekin var mynd með örmjóum geisla eða blýantsgeisla, sem

sýndur er á mynd 1 og einn nemi var á móti sem myndaði eina geislasummu. Lampinn færðist þvert

yfir sjúklinginn til að búa til eitt dofnunarsnið og öllu snúið nokkrar gráður. Þegar búið var að reikna

fyrir öll dofnunarsniðin þá var komin ein sneið svo til að mynda aðra sneið þurfti að færa til hliðar fyrir

annað sjónarhorn (1, 2). Það tók um það bil 5 mínútur að taka eina mynd (2).

Mynd 1: Fyrsta kynslóð TS-tækja.

Blýantsgeisli og einn nemi (1).

Önnur kynslóð TS-tækja voru nokkrir nemar hlið við hlið en þeir voru samt það fáir að enn þurfti

bæði að hliðra og snúa lampanum. Myndatökutíminn styttist hins vegar niður í 30 sekúndur. Geislinn

var lítill blævængsgeisli, þannig að geislinn náði örlítið betur yfir lögun líkamans (1, 2).

Þriðja kynslóð TS-tækja er eins og flest tæki í dag. Þá eru fleiri nemar, blævængsgeislinn sem sjá

má á mynd 2 er stærri og ekki þarf lengur að hliðra lampanum fyrir nýja sneið (1).

Page 13: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

11

Mynd 2: Þriðja kynslóð TS-tækja.

Blævængsgeisli og margir nemar (1).

Til þess að mynda eina sneið í TS-tæki er örmjór geisli sendur í gegnum sjúklinginn og þegar

geislinn kemur í gegn er hann með upplýsingar um allt það sem á vegi hans verður. Á leiðinni í gegn

dofnar geislinn og ljóseindum fækkar eftir þykkt efnisins. Til þess að lýsa dofnun á vegalengd er notast

við µ sem er dofnunarstuðull, hvert efni hefur sitt µ við ákveðna orku geisla. Þegar myndin birtist á

skjánum er hún margir litlir dílar (e. pixel) og hver díll hefur ákveðinn lit sem táknar µ fyrir þann vef.

TS-tækið reiknar út tölu fyrir hvern og einn díl sem gefur litinn í myndinni, talan er kölluð TS-tala og

hefur eininguna HU. Talan er reiknuð beint út frá µ og kvarðinn hefur 0 í vatni (1). Eftirfarandi jafna

sýnir útreikninginn á TS-tölu:

TS-tala = 1000 HU * ((µt - µw) / µw)

Þar sem t er stuðullinn fyrir vef og w er stuðullinn fyrir vatn (2).

Geislinn er sendur í gegn á meðan lampinn snýst þannig að upplýsingar fást um hvert og eitt

sjónarhorn, allan hringinn. Hversu þykk sneiðin sem mynduð er fer eftir breidd geislans. Það þarf

upplýsingar allan hringinn eða 360° til þess að geta reiknað út myndir af einni sneið (1, 2).

Spíraltækni er notuð til þess að mynda margar sneiðar í röð og fá samfellda mynd af ákveðnu

svæði. Þá færist bekkurinn sem sjúklingurinn liggur á stöðugt og jafn hratt á meðan geislað er hring

eftir hring. Sleituhringur (e. slip-ring) er það sem gerir tækinu kleift að snúast án þess að stoppa.

Geislinn fer hring eftir hring án þess að stoppa og þá tekur myndatakan mun styttri tíma. Hversu mikið

borðið færist miðað við breidd geislans er kallað sát (e. pitch), sem er bilið á milli í næsta geisla. Eins

og sjá má á mynd 3 að þá verður skörun þegar að geislinn er að fara hefja nýjan hring, lampinn fer í

raun 360° utan um hverja sneið. Það er svo lagað með útreikningsaðferðum (1, 3).

Sát = Borðfærsla / Breidd geislans (1)

Page 14: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

12

Mynd 3: Spíralmyndataka og sát.

Það sést hvernig sátið er aukið, þannig að bilið í næsta geisla eykst. Spíralmyndatakan sést þar sem geislinn mætist aldrei akkurat því svæði sem myndað var í upphafi (1).

Ef sátið er aukið þá færist borðið hraðar í gegn og tíminn sem geislað er er minni og þar með minni

geislun. Ef sátið er tvöfaldað þá er það tvöfalt minni geislun en það er alltaf á kostnað myndgæða (1,

3).

1.1 Sneiðbreytur

Það sem hefur áhrif á geislaskammt sjúklings eru margs konar sneiðbreytur. Þær eru allar

mismunandi og hver og ein hefur áhrif á sinn hátt. Það sem hefur bein áhrif á geislaskammt

sjúklingsins eru:

mA

kVp

Lengd skannsins

Hraði borðfærslunnar

Sát

Tíminn sem það tekur að mynda eina sneið

Aðferðir til að lækka geislaskammta eins og t.d. sjálfvirk geislunarstýring (4)

Það sem er allra helst notað til þess að aðlaga geislaskammta að sjúklingum er mAs, sem er þá

hækkað eða lækkað. mAs er milliamper á sekúndu og það ræður fjölda ljóseinda sem eru framleiddar.

Það hefur áhrif á hversu mikið suðið verður í myndinni. Þá eru mAs helst lækkaðir, það veldur því að

meira suð verður í myndinni. Hins vegar ef myndin er nógu góð til læknisfræðilegrar greiningar þá er

Page 15: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

13

það í lagi. mAs er lækkað eða hækkað eftir stærð sjúklings og er oftast notuð sjálfvirk geislunarstýring

í tækinu til þess að aðlaga að hverjum og einum (2, 4, 5).

kVp stýrir hæstu orku ljóseindanna og er það sem ræður gæðum röntgengeislans. Það segir til um

hversu greitt geislinn kemst í gegnum sjúklinginn (2, 4).

Eins og kom fram að ofan er sát hversu mikið borðið færist miðað við breidd geislans og þá er bil

sem myndast í næsta geisla. Þannig verður geislaskammturinn ekki jafn mikill og annars hefði orðið.

Þó eru flest TS-tæki í dag þannig að ef sátið er aukið þá eykst mAs líka til þess að halda nógu góðum

myndgæðum og öfugt (4, 5). Þannig að sát hefur í raun ekki bein áhrif á geislaskammt.

Því lengur sem tækið er að mynda eina sneið því meiri geislaskammtur. Þar sem geislað er hægar

yfir svæðið og þar með fer meiri geislun í hverja sneið. Sama gildir um lengd skannsins þar sem auka

geislun verður ef áhugasvæðið er stærra. Þannig að til þess að lækka geislaskammtinn er reynt að

hraða myndatökunni og passa vel upp á svæðið sem valið er til að mynda. Þegar sjúklingurinn er

myndaður er mikilvægt að reyna að hafa eins lítið auka svæði og hægt er að komast upp með. Fyrir

hvern og einn sjúkling er lengdin valin eftir því hvað er verið að mynda (4, 5).

1.2 Aðferðir til að lækka geislaskammt

Aukning á myndgreiningu og þá sérstaklega TS hefur leitt til mikillar hækkunar geislaskammta á

einstaklinga og hópa (6, 7). Notkun TS-tækja hefur aukist ört bæði í Bandaríkjunum og annars staðar

og þar er Ísland engin undanteking. Þessi mikla aukning á notkun tækjanna er heilmikil þróun í nýrri

tækni sem veður alltaf auðveldari og fljótlegri í notkun (8).

Í TS-rannsóknum hefur það verið mikið skoðað að reyna að minnka geislaskammtinn eins og

mögulegt er en halda myndgæðunum sem bestum (9). Fyrst og fremst þarf að huga að stærð sjúklings

og ábendingunni þannig að allt komi fram sem þarf að koma fram (5). Þá er helst verið að notast við

tækni eins og t.d. sjálfvirka geislunarstýringu til þess að minnka geislaskammta á sjúklinga (10).

Samkvæmt rannsókn þar sem lagður var fram spurningalisti fyrir geislafræðinga og þeir látnir krossa

við þær aðferðir sem þeir nota helst til þess að lækka geislaskammta á sjúklinga kom í ljós að flestir

eða 93% lækka mAs, 43% auka sátið og 39% nota lág kVp tækni. Mun færri völdu t.d. að nota ekki

margra fasa prógröm ef það er ekki nauðsynlegt og að nota sjálfvirka geislunarstýringu (11).

Geislaskammtar í tölvusneiðmyndum eru töluvert stærri en í venjulegri röntgenmyndatöku. Sem

dæmi má nefna að venjuleg myndataka af kvið í almennu röntgentæki gefur um 50 sinnum minni

geislun heldur en venjuleg rannsókn af kvið í TS-tæki (6, 8).

TS kviðrannsókn er mikið notuð nú til dags. Þar sem að þessi rannsókn er frekar auðveld í

framkvæmd, tekur ekki langan tíma að framkvæma, niðurstöður koma hratt og í flestum tilfellum

sársaukalaus fyrir sjúklinginn, þá gefur það auga leið að hún er mikið notuð. Hins vegar þarf að huga

að því að í kviðnum er mikið af líffærum sem eru viðkvæm fyrir geislun og þess vegna þurfa

stjórnendur TS-tækja hverju sinni vera vakandi fyrir geislaskömmtum sjúklinga (5). Samkvæmt

Radiation Protection N° 180 sem er skýrsla Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kemur fram að

Page 16: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

14

TS er ástæðan fyrir meira en helmingi læknisfræðilegrar geislunar á íbúa Evrópu, restin er svo önnur

tegund röntgengeislunar og ísótóparannsóknir eru rétt um 5% geislunar (6).

1.2.1 Geislunarstýring

Sjálfvik geislunarstýring (e. automatic exposure control) (AEC) er tækni sem getur verið notuð til þess

að lækka geislaskammt sjúklings. Geislaskammturinn er þá aðlagaður að stærð og lögun sjúklings og

reynt að halda sem bestum myndgæðum. Tekin er yfirlitsmynd og tækið reiknar út frá henni form

sjúklings og þá hversu mikla geislun þarf á hvern stað, minni geislaskammur þar sem sjúklingar eru

nettari og meiri geislaskammtur fyrir stærri sjúklinga eða líkamsparta (1, 5, 12).

Tæknin byggist á því að tökugildin eru aðlöguð að því sem á að mynda hverju sinni. Magn mA eru

látin fara nákvæmlega eftir því hvernig líkaminn er í laginu eins og sjá má á mynd 4, þannig að

nákvæmur fjöldi ljóseinda fer á hvern hluta líkamans og suðið í myndinni helst stöðugt (1, 5). mAs er

þá mismunandi í hverjum hring sem er geislað og tíminn sem það tekur að mynda er þar af leiðandi

styttri þar sem þarf minni geislun og öfugt (5). Þetta er mjög hentugt til þess að minnka

geislaskammtinn og er eitt af aðalmarkmiðum með notkun hennar (1). Tæknin er notuð til þess að fá

eins litla geislun og mögulegt er og halda myndgæðum góðum. Það sem geislunarstýringin gerir líka

er að hún hækkar mAs eins og þarf fyrir stærri sjúklinga, þar sem verið er að reyna halda myndgæðum

sem bestum (5, 13). Hins vegar þarf að passa upp á að sjúklingurinn hreyfi sig ekki eftir að

yfirlitsmyndin hefur verið tekin þannig að réttir mAs fari á réttan flöt þegar myndatakan á sér stað. Eins

og sjá má á mynd 4 þá þarf fleiri mAs á þykkari sjúkling og því slæmt ef færsla verður á sjúklingnum

fyrir myndatökuna þannig að myndin sé með rétta geislun á hverjum stað og komi sem best út svo

ekki þurfi að endurtaka (5).

Mynd 4: Með og án sjálfvirkri geislunarstýringu.

Þannig að með AEC fær grennri sjúklingurinn minni geislun en jafn góð myndgæði (5).

*AEC = sjálfvirk geislunarstýring

Page 17: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

15

Öll nútíma TS-tæki eru með sjálfvirkri geislunarstýringu en ef hún er ekki til staðar þá þarf

stjórnandi tækisins að stilla mAs sjálfur. Þá þarf að athuga þyngd og ummál sjúklinga betur og reiknað

er með um það bil 1.5 mAs fyrir hvert kíló (5).

Í rannsókn þar sem borin voru saman frá sömu prógrömum suð í myndum og myndgæði með

notkun sjálfvirkar geislunarstýringar og var enginn marktækur munur á myndunum til greiningar.

Sömuleiðis var lækkun á geislaskammt rannsakað með notkun geislunarstýringarinnar og var

lækkunin frá 20-68% fyrir mismunandi rannsóknir og 35-38% í kviðrannsóknum (14).

1.2.2 Ítrekurnar útreikningsaðferð

Tölvusneiðmyndir hafa verið reiknaðar út með því að nota afturvörpun (FBP). Ástæða þess að FBP

hefur verið vinsælli en ítrekunar útreikningsaðferð (e. iterative reconstruction) (IR) er hraði

útreikningsins, það tekur mun styttri tíma en suðið í myndinni er þá meira. Aukið suð er það sem hefur

alltaf verið stærsta vandamálið við lækkun geislakammta í tölvusneiðmyndun (15, 16). Þegar FBP er

notað er það einn útreikningur en IR er margar endurtekningar útreiknings myndarinnar þannig að

niðurstaðan er betri myndgæði, en lengri tími (16, 17).

IR aðferðin er í þrem skrefum, fyrst er framvörpun á viðfangsefninu sem eru þá hrá gögnin (e. raw

data), í skrefi tvö eru hrá gögnin svo borin saman við upprunalegu hrá gögnin til þess að reikna fyrir

leiðréttinguna. Í þriðja og síðasta skrefinu er það sem leiðrétt var fyrir afturvarpað til baka (17). Í öðrum

orðum er upphafsmyndin tekin, hún reiknuð, gögnin áætluð og hún borin saman við aðalmyndaröðina

og þær svo settar saman (3). Eftir því sem upprunalega myndin er líkari lokaútkomunni því fljótlegra

er ferlið. IR er svo lokið þegar gæði myndarinnar eru fullnægjandi eða búið er að reikna nógu oft (17).

Allir helstu framleiðendur TS-tækja hafa sett á markað ákveðna tegund IR með sínu tæki. IR

aðferðin sem Philips þróaði í sínum tækjum heitir iDose og er oft notað samhliða FBP. Til eru nokkur

stig af iDose og eftir því sem iDose er hærra því lægra er hægt að stilla mAs. Stig iDose segir til um

hlutfall ítrekunar-útreikninga í útreikningi myndarinnar. Samkvæmt rannsókn þar sem borið var saman

FBP og iDose 4 kom í ljós að geislaálag sjúklinga var 46.5% lægra með notkun iDose 4 heldur en FPB

og gæði myndanna mun betra (18).

1.2.3 Lág kV tækni

Lækkun á kVp er notað mun minna heldur en lækkun á mAs vegna þess að það eru takmörk á því að

lækka kVp. Yfirleitt er hægt að velja um að lækka kVp örlítð (3, 19). Ef kVp er lækkað of mikið hefur

það í för með sér óhjákvæmilega mikið suð í myndinni. Sem dæmi, ef 120 kVp eru lækkuð niður í 80

kVp þá krefst það um það bil fjórfaldri hækkun á mAs (19). Með því að lækka kVp mun suðið í

myndinni aukast, þá er hægt að hækka mAs smá á móti. Þá er lækkun á geislaskammti ekki jafn mikil

og hefði verið en það skemmir þó ekki alltaf fyrir (3).

Þrátt fyrir þessar takmarkanir þá er hægt að notast við lág kV tækni (e. low kV) til þess að lækka

geislaskammta í myndatökum þegar notast er við joð skuggaefni (19). Til eru rannsóknir sem sýna

fram á að það sé hægt að nota lág kV tækni og fá nógu góð myndgæði. Helstu rannsóknir sem þessi

Page 18: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

16

tækni hefur verið notuð í eru æðarannsóknir með joð skuggaefni. Með því að lækka úr 120 kVp í 100

kVp í æðakviðrannsóknum hefur það sýnt töluverða lækkun á geislaskömmtum og myndgæðin og

suðið haldast alveg nógu góð til greiningar (20, 21).

1.3 Mælistærðir fyrir geislun

Geislaskammtur jónandi geislunar á sjúkling í tilteknu líffæri er heildar orkuaukning líffæris vegna

jónandi geislunar deilt með massa líffærissins. SI-eining fyrir geislaskammt er Gy = J/Kg. Geislaálag er

hinsvegar það sem gefur mat á áhættu sjúklings vegna jónandi geislunar á allan líkamann. Líffærin

eru mis viðkvæm og sami fjöldi ljóseinda getur valdið misháu geislaálagi. SI-eining fyrir geislaálag er

Sv (1, 16). Geislaálag er reiknað með því að taka vegið meðaltal hlutgeislaálags líffæra líkamans, þar

sem hvert líffæri hefur vægisstuðul í samræmi við hlut þess í heildaráhættu líkamans (1, 5, 16).

CTDI (Computed Tomography Dose Index) er meðal geislaskammturinn sem mælist í einni sneið,

þetta er geislunin frá frumgeislanum ásamt dreifigeislun frá sneiðunum í kring (22).

CTDI100 er geislaskammturinn í 100 mm sneið (22).

CTDIW er geislaskammturinn samanlagt af 2/3 af geislaskammti við yfirborð og 1/3 af

geislaskammti í miðju á 100 mm svæði (22).

CTDIW = (1/3)*(CTDI100)geislaskammtur í miðju + (2/3)*(CTDI100)geislaskammtur við yfirborð

CTDIvol er CTDIW deilt með sátinu og er gefið upp í mGy. Það er stöðluð stærð og hefur það verið

mælt með því að geisla á líkan, notast er við tvö líkön annað sem er 32 cm í þvermál fyrir búk og 16

cm fyrir höfuð. Líta má á þetta sem geislunina í einni sneið sem er háð mAs, kVp, afblendun og sátinu

og alveg óháð stærð sjúklings eða lengd skannsins (3, 16, 22). Þannig að CTDIvol helst alltaf eins

alveg sama hversu margar sneiðarnar eru (5). Vegna þess að CTDIvol er stöðluð stærð er hægt að

nota það til þess að bera saman geislakammta í mismunandi prógrömum milli spítala (16).

CTDIvol = CTDIw /Sát

DLP eða lengdargeislun (e. dose length product) er CTDIvol margfaldað með lengd skannsins eða

sneiðþykkt margfaldað með hversu margar sneiðar í cm. Þannig að DLP eykst eftir því sem sneiðarnar

eru fleiri. DLP gefur bestu heildarmyndina um geislaskammtinn sem sjúklingurinn fékk og hefur

eininguna mGy*cm. Þegar sagt er að það gefi bestu heildarmyndina er það af því að það er

samanlögð geislun fyrir öll skönnin sem tekin eru. Þá sést vel hver geislunin var fyrir hvert prógram á

hvern og einn sjúkling (3, 5, 22).

DLP = CTDIvol * Lengd skannsins

Page 19: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

17

CTDIvol og DLP eru skyldar stærðir, þær segja okkur mest um geislaálagið og þær er hægt að lesa

af tækinu (22).

Geislaálag er svo hægt að áætla út frá DLP með reiknistuðli.

Geislaálag = k * DLP

k = reiknistuðullinn (16, 23).

Notast er við reinkistuðla úr European Commission Radiation Protection N° 154 European Guidance

on Estimating Population Doses from Medical X-Ray Procedures. Þar er gefin upp tafla með

reiknistuðlum fyrir alla helstu líkamsparta, sjá má í töflu 1 (24).

Tafla 1: Reinkistuðlar.

Reiknistuðlarnir eru til þess að áætla geislaálag út frá DLP

Svæði sem er myndað Reiknistuðull (k) - (mSv/mGy*cm)

Höfuð 0.0021

Háls 0.0059

Brjósthol 0.014

Kviður og mjaðmagrind 0.015

Mjaðmagrind 0.015

Líkaminn 0.015

*mSv = millisívert, mGy = milligray, cm = sentímetrar

1.4 Geislavarnir

Helstu meginreglur sem mælt er með af alþjóðageislavarnaráðinu (ICRP) fyrir geislavarnir í

læknisfræðilegri myndgreiningu eru réttlæting myndatökunnar og bestun geislavarna, ásamt athugun á

DRL (Diagnostic Reference Levels) sem er viðmiðunargildi geislaskammta. Áherslan er lögð á að

halda geislaskammti sjúklinga eins lágum og möglegt er í samræmi við það sem beðið er um, eða

ALARA reglan (As Low As Reasonably Achievable) (7).

Réttlætingin er fyrsta skrefið í geislavörnum og engin myndataka er réttlætanleg án gildrar

ábendingar frá lækni. Sérhver myndataka verður að vera þannig að ávinningurinn fyrir sjúklinginn sé

meiri en áhættan (7).

ICRP vekur athygli á því að með því að nota DRL til þess að skoða geislaskammt sjúklinga og

þannig bestun geislavarna í læknisfræðilegri myndatöku. Þegar myndatakan hefur verið réttlætt eru

það þrjár megin reglur sem fela í sér mikilvægt samspil:

Gæði myndarinnar til greiningar

Geislaskammtur sjúklings

Val á aðferðinni sem er notuð við myndatökuna (7)

Page 20: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

18

DRL er notað til þess að athuga hvort að geislaskammtar sem sjúklingar fá t.d. úr ákveðnu tæki

eða innan eins sjúkrahúss séu of háir. DRL viðmiðið er einnig hægt að nota til þess að bera saman

starfshætti/aðferðir á sjúkrahúsi eða milli sjúkrahúsa. Sjúkrahús geta sett sín eigin viðmið sem þau

byggja á eigin rannsóknum. Staðbundinn DRL staðall ætti þó að vera strangari eða jafnari milli svæða

eða landshluta til að koma í veg fyrir óþarflega mikla geislun. Fyrir röntgenrannsóknir af fullorðnum

hafa verið sett áveðin DRL viðmið í 72% af 36 Evrópulöndunum og í 81% af EU og EFTA. Hlutfallið er

þó minna fyrir börn. Á Íslandi eru DRL viðmið ekki til (9).

1.5 Viðmiðunarmörk myndgæða og geislaskammta

Þegar velja á prógröm í TS-tækinu sem nota á fyrir rannsóknina þá þarf að huga að eftirfrandi þáttum.

Hver er ábendingin og spurningin, það er hvað er það sem læknirinn heldur að sé ástæðan fyrir því að

það þurfi að framkvæma rannsóknina. Þarf að undirbúa sjúklinginn nánar, t.d. þarf að gefa skuggaefni

eða drekka vatn. Hversu langt svæði á myndatakan að ná yfir, það er hversu stórt svæði á að sneiða

(7). Einnig þarf að huga að þyngd sjúklingsins, þar sem meiri geislun þarf til þess að ná í gegnum

þykkari sjúklinga sem er ástæða þess að prógröm eru oftast hönnuð fyrir mismunandi kg (25).

Í European Guidelines on Quality Criteria for Computed Tomography kemur fram að í venjulegri

kviðrannsón er meðal gildið:

CTDIW : 35 mGy

DLP: 780 mGy*cm (5, 7)

Mjög mikilvægt er að velja rétt prógram miðað við ábendingu frá lækni. Það getur munað heilmiklu í

geislaskammti sjúklings ef rangt prógram er valið miðað við ábendingu eða það sem beðið er um að

skoða. Prógrömin eru misjöfn eins og þau eru mörg og uppbygging þeirra gefur mismikla geislun (5).

Sem dæmi má nefna ef að ábendingin er nýrnasteinn getur það munað umtalsverðu í geislaskammti

að nota sérstakt nýrnasteinaprógram sem er lágskammta heldur en að nota venjulegt prógram fyrir

kvið (26). Það hefur verið sýnt fram á allt að 43%–66% lækkun á geislaskammt með notkun sérstaks

nýrnasteina prógrams (27).

Þó svo að það sé alltaf hægt að deila um það hvaða prógram sé hentugast hverju sinni þá er alltaf

ákjósanlegast að velja það prógram sem gefur minni geislaskammt. Sem dæmi hefur verið sýnt fram á

að hægt er að fá jafn góðar myndir til greiningar á bráðabotlangabólgu með því að nota prógram sem

gefur 30 mAs og það sem gefur 100 mAs (28).

Markmið þessarar rannsóknar er að afla upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum og

skoða þá í samhengi við ábendinguna.

Page 21: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

19

2 Markmið

Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum og skoða þá í

samhengi við ábendingu.

Annars vegar eru skoðuð prógröm í TS-tækjum Landspítala Háskólasjúrahúss (LSH) sem notuð

eru við tölvusneiðmyndir af kvið, þá er það fjöldi þeirra, uppbygging, möguleikar á geislasparandi

tækni og notkun þeirra. Hins vegar aftursæ könnun á geislaskömmtum, það er framkvæmt með því að

skoða gögn í myndageymslu.

Page 22: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

20

3 Efni og aðferðir

Rannsóknin fór fram sem könnun á prógrömum kviðrannsókna í TS-tækjum LSH og gögnunum var

safnað úr tölvu Landspítalans þar sem myndageymslan var aðgengileg.

Fengin voru samþykkt leyfi frá siðanefnd Landspítala, Persónuvernd og framkvæmdastjóra

lækninga. Þegar leyfin voru samþykkt var haft samband við deildastjóra röntgendeildar Landspítala til

þess að fá aðgang að myndageymslunni.

Heimildaleit hófst strax í byrjun janúar 2016 og stóð yfir fram í mars. Gagnasöfnun byrjaði svo um

miðjan febrúar og var unnin fram í apríl. Talað var við einingastjóra TS á LSH. Hjá þeim voru fengnar

upplýsingar um prógrömin sem notuð eru við TS-rannsóknir af kvið á LSH í báðum tækjum.

3.1 Leyfi

Eftirfarandi leyfi voru fengin samþykkt fyrir rannsókninni:

Framkvæmdastjóri lækninga

Siðanefnd Landspítala

Persónuvernd

Leyfin má sjá í fylgiskjölum.

3.2 Tækjabúnaður

Notuð voru gögn úr TS-tækjum Landspítalans, annað tækið er staðsett á LSH við Hringbraut og hitt á

LSH í Fossvogi. TS-tækið á LSH í Fossvogi er 64 sneiða Philips tæki, sem heitir Brilliance 64. TS-

tækið sem notað er á LSH við Hringbraut er 128 sneiða Philips tæki sem heitir Philips iCT 128.

3.3 Skráning gagna

Notast var við tölvu sem hefur aðgang að rannsóknum úr báðum TS-tækjum Landspítalans til þess að

skrá niður þau gögn sem þurfti. Byrjað var að safna gögnum frá 12.02.2016 og aftur í tímann til

20.11.2015 og það voru 1094 rannsóknir í heildina. Áður en gögnin voru skráð niður var búin til tafla í

Excel 2013 sem innihélt alla flokka sem ákveðið var að skrá.

3.3.1 Gögn

Einungis voru skráðar niður upplýsingar úr TS-kviðrannsóknum hjá fullorðnum einstaklingum, eða 18

ára og eldri. Búin var til viðeigandi tafla í Excel 2013 og eftirfarandi stærðir skráðar niður:

Heildar DLP

Fjöldi helicala

kV

Page 23: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

21

mAs

Kyn

Aldur

Prógram

Hvaða tæki

Beiðnin fyrir hverja og eina rannsókn var skoðuð samhliða og var eftirfanadi skráð niður:

Hvað er beðið um

Hver er spurningin

Fyrirmæli röntgenlæknis

Rannsóknunum var skipt niður eftir prógrömum. Reiknað var meðaltal fyrir heildar DLP fyrir hvert

prógram um sig og það sett upp í súlurit, eitt súlurit fyrir hvort tæki. Næst var sett upp tafla fyrir hvort

tæki um sig sem sýnir fjölda rannsókna fyrir hvert prógram, meðal heildar DLP, hæsta og lægsta gildi

og staðalfrávik.

3.4 Mat á beiðni

Ábendingarnar voru flokkaðar niður og meðal heildar DLP fyrir helstu ábendingarnar í hvoru tæki tekið

og sett upp í súlurit. Við flokkun ábendinganna var ekki sérstaklega horft til prógramanna heldur horft á

hvað var beðið um í hvoru tæki fyrir sig og það sett í flokka. Flokkarnir voru skipaðir með því að taka

það fyrsta sem spurt var um nema þegar beðið var um tumor. Eins var hugað að því að þegar spurt

var um stein að athuga þá hvort að spurt væri um eitthvað annað líka og það þá flokkað frekar í þann

flokk.

Ábendingin og fyrirmæli röntgenlæknis voru bornar saman við prógramið sem notað var til að

mynda. Þá var skoðað hvort að það sem beðið var um passaði við það prógram sem notað var.

Aðferðin sem notuð var til þess að bera saman var að skoða fyrst það sem beðið var um, svo hvort að

fyrirmæli væru til staðar og þar næst prógramið. Ef beðið var um eitthvað ákveðið sem tengdist kvið og

notast var við prógram fyrir kvið þá var það flokkað sem það væri í samræmi við ábendingu. Þegar

spurt var um steinaskann þá var skoðað hvort að notast var við lágskammta steinaprógram en hins

vegar tekið til greina ef beðið var um eitthvað sem tengdist kvið að þá væri notað venjulegt prógram

fyrir kvið.

Gögnin voru í heildina 1094 og voru þau flokkuð niður með eftirfarandi hætti:

Engin fyrirmæli en í samræmi við ábendingu

Engin fyrirmæli og ekki í samræmi við ábendingu

Í samræmi við ábendingu og fyrirmæli

Í samræmi við ábendingu en ekki fyrirmæli

Hvorki í samræmi við ábendingu né fyrirmæli

Page 24: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

22

Niðurstöðurnar voru svo færðar í töflu þar sem fram kemur fjöldi og hlutfall fyrir hvern flokk ásamt

því að setja upp súlurit sem sýnir myndrænt mun á milli flokka.

3.5 Prógröm

Fengnar voru upplýsingar um prógrömin sem notuð eru fyrir kviðrannsóknir í TS-tækjum LSH hjá

einingastjórum TS rannsókna LSH. Einungis voru skráðar niður upplýsingar fyrir þau prógröm sem

voru algengust í gagnasöfnuninni. Hins vegar var skráð niður úr hversu mörgum kviðprógrömum er

hægt að velja í hvoru tæki fyrir sig. Búin var til viðeigandi tafla í Excel 2013 þar sem skráðar voru

eftirfrarandi upplýsingar fyrir hvert og eitt prógram:

Hvaða prógram

kV

Meðal mAs

CTDI

Sát

Sneiðþykkt

Reikniaðferð (e. reconstruction)

Útreikningsaðferð (e. reconstruction filter)

Sjálfvirk geislunarstýring

Breidd geislans (e. collimation)

Tími, einn hringur (e. rotation time)

Upplausn

Adaptive filter

Niðurstöðurnar eru settar upp í tvær töflur fyrir hvert tæki. Önnur taflan inniheldur sneiðbreytur og

hin geislasparandi tækni. Búin til sitthvor taflan fyrir hvort tæki sem sýnir fjölda rannsókna fyrir hvert

prógram ásamt, meðaltali, hæsta og lægsta gildi og staðalfráviki fyrir heildar DLP.

3.6 Tölfræði

Allar upplýsingar voru skráðar niður í Excel 2013 og það notað við útreikninga. Meðaltal, hæsta og

lægsta gildi og staðalfrávik fyrir heildar DLP var reiknað fyrir hvert prógram.

Page 25: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

23

4 Niðurstöður

Gögnin sem unnið var með til þess að fá út niðurstöðurnar voru 1094 í heildina og allir einstaklingar í

þeim rannsóknum sem notast var við voru eldri en 18 ára.

4.1 Prógrömin sem notast var við - Upplýsingar

Algengustu prógröm fyrir kvið í TS-tækjum LSH samkvæmt þessari rannsókn voru skoðuð fyrir hvort

tæki. Fjölda rannsókna fyrir hvert prógram má sjá í töflum 2 og 3. Ákveðið var að notast aðeins við

þau prógröm sem voru með um 5 eða fleiri rannsóknir. Undantekning var Pelvimetriu prógramið, það

þótti spennandi að sjá það í samanburði við hin þar sem vitað er að það gefur mjög lítinn

geislaskammt. Heildar fjöldi prógrama sem eru til í hvoru tæki til þess að mynda kvið eru 37 á LSH í

Fossvogi og 20 sem eru í notkun á LSH á Hringbraut og þar eru einnig 15 gömul prógröm sem eru

aðgengileg til notkunar. Á LSH í Fossvogi voru 4 prógröm sem notuð voru sjaldnar en 5 sinnum og á

LSH á Hringbraut voru það 6 prógröm fyrir utan pelvimetriuna.

Prógrömin sem hér koma, ásamt skammstöfunum voru mest notuð á LSH í Fossvogi:

Abdomen/bolus trac id 1 (Abd/b id 1)

Abdomen/bolus trac id 1 +90 (Abd/b id 1 +90)

Abdomen/bolus trac id 2 +120 (Abd/b id 2 +120)

6.1 Abdomen id 1 (Abd id 1 (6.1))

Nýrnasteinar id 3 (Nýrnast. id 3)

Nýrnasteinar id 3 +90 (Nýrnast. id 3 +90)

Nýrnasteinar (Nýrnast.)

Urografía id 2 (Urogr. id 2)

Urografía id 2 +90 (Urogr. id 2 +90)

Prógrömin sem hér koma, ásamt skammstöfunum voru mest notuð á LSH á Hringbraut:

Abdomen bolus trac id 1 +k (Abd/b id 1 +k)

Abdomen id 1 án k (Abd id 1 án k)

Abdomen bolus trac id 2 +k (Abd/b id 2 +k)

Aorta abdomen id 1 (Aorta/abd id 1)

Lifur bolus trac 3 fasar id 1 (Lifur/b 3 fasar id 1)

Pelvimetria

Steinayfirlit id 1 (St.yfirlit id 1)

Urografía 3 fasar id 1 (Urogr. 3 fasar id 1)

Urografía bolus trac 3 fasar id 1 (Urogr. 3 fasar id 1)

Eftirfarandi er útskýring á heitum prógramanna:

Abdomen: Kviður

id 1, 2, 3: Skilgreining á því hvaða stig af iDose er notað í prógraminu

Page 26: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

24

+90: Fyrir sjúklinga sem eru þyngri en 90 kg

+120: Fyrir sjúklinga sem eru þyngri en 120 kg

+k: Þá er notast við skuggaefni

Án k: Þá er ekki notast við skuggaefni

Bolus trac: Er notað í prógrömum þar sem gefið er skuggaefni. Þegar búið er að taka

yfirlitsmyndina að þá er valið áhugasvæði (e. region of interest) sem er inni í ósæðinni. Svo

þegar skuggaefninu er dælt inn og komið á þann stað sem var valinn þá er byrjað að

mynda og skuggaefninu fylgt eftir.

3 fasar: Myndað þrisvar sinnum yfir þann hluta sem á að mynda.

4.2 Prógröm borin saman

Algengustu prógrömin fyrir kvið í TS-rannsóknum á LSH í Fossvogi voru í heildina með 631 rannsókn.

Prógramið með lægsta geislaskammtinn gaf 201,7 mGy*cm og með hæsta geislaskammtinn 3725,8

mGy*cm.

Á mynd 5 er meðaltal heildar DLP fyrir prógrömin sem eru mest notuð í kviðrannsóknir í TS-tækinu

í Fossvogi. Heildar DLP er gefið upp fyrir hvert og eitt prógram og þau flokkuð eftir lit þannig að hver

litur táknar sambærilegt prógram.

Mynd 5: Meðaltal heildar DLP (mGy*cm).

Hér má sjá prógröm sem eru notuð fyrir kvið í tölvusneiðmyndatæki í Fossvogi.

*DLP = dose length product, mGy*cm = milligray*sentímetrar, TS = tölvusneiðmynd

Page 27: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

25

Í töflu 2 má sjá heildarfjölda algengustu kviðrannsókna sem skráðar voru niður fyrir hvert prógram í

TS-tækinu á LSH í Fossvogi, ásamt reiknuðu meðaltali, hæsta og lægsta gildi og staðalfráviki á heildar

DLP.

Tafla 2: Fjöldi rannsókna, meðaltal heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik.

Hér má sjá algengustu kviðrannsókna prógröm í TS-tækinu á LSH í Fossvogi.

Kviðrannsókna

prógröm TS-tækis á

LSH í Fossvogi

Fjöldi

rannsókna

Meðaltal

heildar DLP

(mGy*cm)

Hæsta gildi

(mGy*cm)

Lægsta gildi

(mGy*cm)

Staðalfrávik

Abd/bolus id 1 325 798,0 2587,2 124,5 321,1

Abd/bolus id 1 +90 113 1382,8 2552,1 427,3 330,0

Abd/bolus id 2 +120 21 2532,5 3449,3 1790,3 424,2

Abd id 1 (6.1) 7 937,0 2475,6 415,1 691,7

Nýrnasteinar id 3 113 256,0 1805,2 98,4 198,7

Nýrnasteinar id 3 +90 36 571,5 1935,4 169,7 310,0

Nýrnasteinar 6 201,7 345,1 110,4 79,9

Urografía id 2 5 1500,0 2066,1 1285,4 320,8

Urografía id 2 +90 5 3725,8 5717,9 1813,3 1357,5

*TS = tölvusneiðmynd, DLP = dose length product, mGy*cm = milligray*sentímetrar

Page 28: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

26

Algengustu prógrömin fyrir kvið í TS-rannsóknum á LSH á Hringbraut voru í heildina með 415

rannsóknir. Prógramið með lægsta geislaskammtinn gaf 48 mGy*cm og með hæsta geislaskammtinn

2198,6 mGy*cm.

Á mynd 6 er meðaltal heildar DLP fyrir prógrömin sem eru mest notuð í kviðrannsóknir í TS-tækinu

á Hringbraut. Heildar DLP er gefið upp fyrir hvert og eitt prógram og þau flokkuð eftir lit þannig að hver

litur táknar sambærilegt prógram.

Mynd 6: Meðaltal heildar DLP (mGy*cm).

Hér má sjá prógröm notuð fyrir kvið í tölvusneiðmyndatæki á Hringbraut.

*DLP = dose length product, mGy*cm = milligray*sentímetrar, TS = tölvusneiðmynd

Page 29: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

27

Í töflu 3 má sjá heildarfjölda kviðrannsókna sem skráðar voru niður fyrir hvert prógram í TS-tækinu

á LSH við Hringbraut, ásamt reiknuðu meðaltali, hæsta og lægsta gildi og staðalfráviki á heildar DLP.

Tafla 3: Fjöldi rannsókna, meðaltal heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik.

Hér má sjá algengustu kviðrannsókna prógröm í TS-tækinu á LSH við Hringbraut.

Kviðrannsókna

prógröm TS-tækis á

LSH við Hringbraut

Fjöldi

rannsókna

Meðaltal heildar

DLP (mGy*cm)

Hæsta

gildi

(mGy*cm)

Lægsta

gildi

(mGy*cm)

Staðalfrávik

Abd/bolus id 1 +k 233 704,1 2802,1 252,8 384,3

Abd id 1 án k 35 542,1 1003,2 233,1 212,1

Abd/bolus id 2 +k 25 787,2 3494,1 278,3 642,0

Aorta/abd id 1 6 824,4 1225 384,4 329,4

Lifur/bolus 3 fasar id 1 5 2198,6 2870 869,3 795,1

Pelvimetria 4 48,0 70,2 28 21,1

Steinayfirlit id 1 88 490,5 1708,6 135 274,9

Urografía 3 fasar id 1 13 1755,2 3290 814,3 698,6

Urografía/bolus 3

fasar id 1

6 1620,0 2352,9

777,9

596,6

*TS = tölvusneiðmynd, DLP = dose length product, mGy*cm = milligray*sentímetrar

Page 30: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

28

4.3 Geislaskammtar fyrir mismunandi ábendingar

Algengustu ábendingarnar fyrir LSH í Fossvogi og LSH á Hringbraut flokkaðar niður. Undir hverri

ábendingu eru mismunandi prógröm. Ábendingin sjálf var flokkuð niður til þess að sjá geislaskammt

fyrir hana en ekki sérstaklega horft á prógrömin.

Ábendingin sem gefur lægsta geislaskammtinn á LSH í Fossvogi er nýrnasteinn (313,6 mGy*cm)

og ábendingin sem gefur hæsta geislaskammtinn er ileus eða garnastífla (1186,2 mGy*cm).

Hér á mynd 7 má sjá meðaltal heildar DLP fyrir mismunandi ábendingar á LSH í Fossvogi.

**Hvaða prógröm voru notuð í hverri ábendingu:

Botlangabólga: Abd/b id 1, Abd/b id 1 +90, Abd/b id 2 +120 og Nýrnast. id 3.

Bólgur: Abd/b id 1, Abd/b id 1 +90.

Diverticulitis: Abd/b id 1, Abd/b id 1 +90, Abd/b id 2 +120 og Nýrnast. id 3.

Frír vökvi/loft: Abd/b id 1, Abd/b id 1 +90, Abd/b id 2 +120 og Abd id 1 (6.1).

Ileus: Abd/b id 1, Abd/b id 1 +90, Abd/b id 2 +120, Abd id 1(6.1) og Angio/Embolíusk. id 4.

Abscess (ígerð): Abd/b id 1, Abd/b id 1 +90 og Abd/b id 2 +120.

Nýrnasteinn: Nýrnast., Nýrnast. id 3, Nýrnast. id 3 +90, Nýrnast. id 3 +k og Abd/b id 1 +90.

Tumor (æxli): Abd/b id 1, Abd/b id 1 +90, Abd/b id 2, Abd/b id 2 +120, Abd id 1 (6.1),

Lifur/Pancreas 3 fasar id 1, Nýrnahettur, Nýrnahettur, Nýrnahettur id 1, Nýrnahettur +90,

Nýrnast. id 3, Nýrnast. id 3 +90, Urogr. id 2 og Urogr. id 2 +90.

Mynd 7: Geislaskammtar fyrir mismunandi ábendingar í Fossvogi.

Hér má sjá algengustu ábendingarnar flokkaðar niður. Meðal heildar DLP er gefið upp fyrir hverja ábendingu.

*DLP = dose length product, mGy*cm = milligray*sentímetrar

Page 31: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

29

Tafla 4 inniheldur fjölda rannsókna fyrir hverja ábendingu ásamt meðal heildar DLP, hæsta og

lægsta gildi og staðalfráviki. Eftirfarandi tafla er fyrir LSH í Fossvogi.

Tafla 4: Ábendingar, fjöldi, heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik.

Niðurstöður eru fyrir LSH í Fossvogi.

Ábending -

Fossvogur

Fjöldi Meðal heildar

DLP

(mGy*cm)

Hæsta gildi

(mGy*cm)

Lægsta gildi

(mGy*cm)

Staðalfávik

Botlangabólga 48 1014,2 3449,3 425,8 574,7

Bólgur 25 770,4 1579,5 301,1 304,5

Diverticulitis 72 1039,7 2994,1 225,0 490,1

Frír vökvi/loft 21 908,0 2487,9 415,1 505,3

Ileus 24 1186,2 3051,4 478,7 671,8

Abscess 33 1159,3 2969,3 331,7 562,6

Nýrnasteinn 135 313,6 1805,2 98,4 235,2

Tumor 139 1079,8 5717,9 165,3 758,6

*DLP = dose length product, LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús, mGy*cm = milligray*sentímetrar

Page 32: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

30

Ábendingin sem gefur lægsta geislaskammtinn á LSH á Hringbraut er nýrnasteinn (502,9 mGy*cm)

og ábendingin sem gefur hæsta geislaskammtinn er abscess eða ígerð (875,3 mGy*cm).

Á mynd 8 má sjá meðaltal heildar DLP fyrir mismunandi ábendingar á LSH á Hringbraut.

**Hvaða prógröm voru notuð í hverri ábendingu:

Blæðing: Abd id 1 án k, Abd/b id 1 +k, Abd id 2 +k, Aorta/abd id 1 og Aorta/dissection id 1.

Bólgur: Abd/b id 1 +k og Abd/b id 2 +k

Frír vökvi/loft: Abd id 1 án k, Abd id 2 án k, Abd/b id 1 og Abd/b id 1 +k.

Abscess (ígerð): Abd id 1 án k, Abd/b id 1, Abd/b id 1 +k, Abd/b id 2 +k, Abd/b id 4 +k,

Urogr. 3 fasar id 1 og Urogr./b 3 fasar id 1.

Nýrnasteinn: Abd id 1 án k, St.yfirlit id 1, Urogr. 3 fasar id 1 og 8.8.plo.prost joð id 1.

Tumor (æxli): Abd +k, Abd id 1 +k, Abd id 1 án k, Abd id 2 án k, Abd/b id 1 +k, Abd/b id 2

+k, Abd/b id 4 +k, Lifur/b 3 fasar id 1, Nýrnahettur id 1, Pancreas 3 fasar id 1, St.yfirlit id 1,

Urogr. 3 fasar id 1 og Urogr./b 3 fasar id 1.

Mynd 8: Geislaskammtar fyrir mismunandi ábendingar á Hringbraut.

Hér má sjá algengustu ábendingarnar flokkaðar niður. Meðal heildar DLP er gefið upp fyrir hverja ábendingu.

*DLP = dose length product, mGy*cm = milligray*sentímetar

Page 33: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

31

Eftirfarandi tafla 5 inniheldur fjölda rannsókna fyrir hverja ábendingu ásamt meðal heildar DLP,

hæsta og lægsta gildi og staðalfráviki og er fyrir LSH á Hringbraut.

Tafla 5: Ábendingar, fjöldi, heildar DLP, hæsta og lægsta gildi og staðalfrávik.

Niðurstöður eru fyrir LSH á Hringbraut

Ábending -

Hringbraut

Fjöldi Meðal heildar

DLP

(mGy*cm)

Hæsta gildi

(mGy*cm)

Lægsta gildi

(mGy*cm)

Staðalfrávik

Blæðing 9 601,5 1432,5 308,5 357,7

Bólgur 9 703,9 1268,4 369,8 330,7

Frír vökvi/loft 16 707,1 1936,9 323,2 369,1

Abscess 47 875,3 2802,1 279,6 579,8

Nýrnasteinn 84 502,9 2463,4 135,0 330,4

Tumor 112 862,7 3494,1 252,8 697,0

*DLP = dose length product, LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús, mGy*cm = milligray*sentímetrar

4.4 Prógram í samhengi við ábendingu

Í töflu 6 er sýnt hvort að prógramið var í samhengi við ábendinguna. Skipt er niður í flokka eftir því sem

við á, bæði fjöldi og hlutfall fyrir hvern flokk.

Tafla 6: Fjöldi og hlutfall rannsókna.

Skipt niður eftir því hvort að prógramið sem notað var passi við ábendinguna og fyrirmæli ef þau voru til staðar.

Hvort fyrirmæli og ábending passi við það prógram sem notað var

Fjöldi rannsókna Hlutfall

Engin fyrirmæli en í samræmi við ábendingu 753 68,8 %

Engin fyrirmæli og ekki í samræmi við ábendingu 3 0,3 %

Í samræmi við ábendingu og fyrirmæli 336 30,7 %

Í samræmi við ábendingu en ekki í samræmi við fyrirmæli 1 0,1 %

Hvorki í samræmi við ábendingu né fyrirmæli 1 0,1 %

*% = prósentur

Page 34: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

32

Á mynd 9 má sjá á súluriti hvort að prógramið hafi verið í samhengi við ábendinguna. Þar má sjá

hvort að fyrirmæli röntgenlæknis hafi verið til staðar og séu í samræmi.

Mynd 9: Ábendingar.

Ábendingum skipt niður eftir því hvort þær passi við prógramið sem notað var í rannsókninni. Tekið inn í hvort fyrirmæli passi við og séu til staðar.

Page 35: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

33

4.5 Geislasparandi tækni

Notaðar eru ákveðnar sneiðbreytur og geislasparandi tækni í hverju prógrami fyrir sig.

Tafla 7 sýnir þær sneiðbreytur sem notaðar eru í kviðrannsóknum í TS-tæki LSH í Fossvogi.

Tafla 7: Sneiðbreytur.

Þessar sneiðbreytur eru skráðar fyrir prógrömin sem notuð eru fyrir kviðrannsóknir í TS-tækinu á LSH í Fossvogi.

Prógröm fyrir

kviðrannsóknir í

TS-tæki LSH í

Fossvogi

kV mAs

(meðal)

Sát Sneið-

þykkt

(mm)

Tími,

einn

hringur

(sek)

CTDI

(mGy)

Breidd

geislans

(mm)

Abd/b id 1 120 180 0,891 0,9 0,75 11,8 64*0.625

Abd/b id 1 +90 120 250 0,891 0,9 0,75 16,4 64*0.625

Abd/b id 2 +120 140 200 0,891 0,9 1 19,4 64*0.625

Abd id 1 (6.1) 120 180 0,891 0,9 0,75 14,7 64*0.625

Nýrnast. id 3 120 50 1,142 0,9 0,75 3,3 64*0.625

Nýrnast id 3 +90 120 85 0,67 0,9 1 5,6 64*0.625

Nýrnast. 120 88 1,142 0,9 0,75 5,8 64*0.625

Urogr. id 2 - án 120 50 0,891 0,9 0,75 3,3 64*0.625

Urogr. id 2 - með 120 200 0,984 0,9 0,75 13,1 64*0.625

Urogr. id 2 - 10 mín 120 175 0,984 2 0,75 11,4 64*0.625

Urogr. id 2 +90 - án 140 60 0,891 0,9 0,75 5,8 64*0.625

Urogr. id 2 +90: með 120 250 0,984 0,9 0,75 16,4 64*0.625

Urogr. id 2 +90: 10

mín

120 200 0,984 2 0,75 13,1 64*0.625

Aorta/dissec id 3 120 200 0,891 0,9 0,75 13,1 64*0.625

*TS = tölvusneiðmynd, LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús, kV = kílóvolt, mAs (meðal) = meðal milli

amper á sekúndu fyrir vejulegan einstakling, mm = millimeter, sek = sekúndur, mGy = milligray

Page 36: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

34

Tafla 8 sýnir geislasparandi tækni sem notuð er á LSH í Fossvogi.

Tafla 8: Notkun á geislasparandi tækni.

Hér eru upplýsingar um geislasparandi tækni fyrir kviðrannsóknir í TS-tækinu á LSH í Fossvogi.

Prógröm fyrir

kviðrannsóknir í TS-

tæki LSH í Fossvogi

Ítrekunar

útreiknings-

aðferð

Sjálfvirk

geislunar-

stýring

Útreiknings-

aðferð

Upplausn Adap-

tive

Filter

Abd/b id 1 iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Abd/b id 1 +90 iDose 2 Z-dom Standard B Standard Nei

Abd/b id 2 +120 iDose 2 Z-dom Standard B Standard Nei

Abd id 1 (6.1) iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Nýrnast. id 3 iDose 3 Z-dom Smooth A Standard Já

Nýrnast. id 3 +90 iDose 3 Z-dom Smooth A Standard Já

Nýrnast. Standard Angular

Modulation

Smooth A Standard Já

Urogr. id 2 - án iDose 2 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr. id 2 - með iDose 2 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr. id 2 - 10 mín iDose 2 Z-dom Smooth A Standard Já

Urogr. id 2 +90 - án iDose 2 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr. id 2 +90 - með iDose 2 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr. id 2 +90 - 10 mín iDose 2 Z-dom Smooth A Standard Já

Aorta/dissec id 3 iDose 3 Z-dom Standard B Standard Já

*TS = tölvusneiðmynd, LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús,

Page 37: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

35

Tafla 9 sýnir þær sneiðbreytur sem notaðar eru í kviðrannsóknum í TS-tæki LSH á Hringbraut.

Tafla 9: Sneiðbreytur.

Hér eru upplýsingar um geislasparandi tækni fyrir prógrömin sem notuð eru fyrir kviðrannsóknir í TS-tækinu á LSH á Hringbraut.

Prógröm fyrir

kviðrannsóknir í

TS-tæki LSH á

Hringbraut

kV mAs

(meðal)

Sát Sneið-

þykkt

(mm)

Tími,

einn

hringur

(sek)

CTDI

(mGy)

Breidd

geislans

(mm)

Abd/b id 1 +k 120 119 0,609 0,9 0,75 8,7 64*0.625

Abd/b id 1 án k 120 119 0,609 0,9 0,75 8,7 64*0.625

Abd/b id 2 + k 140 104 0,609 0,9 0,75 7,6 64*0.625

Aorta/abd id 1 120 300 0,906 0,9 0,4 13,2 64*0.625

St.yfirlit id 1 120 80 1,142 0,9 0,75 5,9 64*0.625

Lifur/b 3fasar id 1 –

án

120 160 0,798 0,9 0,5 11,7 64*0.625

Lifur/b 3fasar id 1 –

b track

120 200 0,798 0,9 0,5 14,7 64*0.625

Lifur/b 3fasar id 1 –

porta fasi

120 200 0,798 0,9 0,5 14,7 64*0.625

Pelvimetria 120 10 1,142 1 0,4 0,7 64*0.625

Urogr./b 3 fasar id 1

– án

120 60 1,173 0,9 0,5 4,4 64*0.625

Urogr./b 3 fasar id 1

– 70 sek

120 142 1,173 0,9 0,5 10,4 64*0.625

Urogr./b 3 fasar id 1

– 10 mín

120 140 1,173 2 0,5 10,3 64*0.625

Urogr. 3 fasar id 1 –

án

120 60 1,173 0,9 0,5 4,4 64*0.625

Urogr. 3 fasar id 1 –

70 sek

120 142 1,173 0,9 0,5 10,4 64*0.625

Urogr. 3 fasar id 1 –

10 mín

120 140 1,173 2 0,5 10,3 64*0.625

*TS = tölvusneiðmynd, LSH = Landspítali Hákólasjúkrahús, kV = kílóvolt, mAs (meðal) = meðal milli

amper á sekúndu fyrir vejulegan einstakling, mm = millimeter, sek = sekúndur, mGy = milligray

Page 38: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

36

Tafla 10 sýnir geislasparandi tækni sem notuð er á LSH á Hringbraut.

Tafla 10: Notkun á geislasparandi tækni.

Hér eru upplýsingar um notkun á geislasparandi tækni fyrir kviðrannsóknir í TS-tækinu á LSH á Hringbraut.

Prógröm fyrir

kviðrannsóknir í TS-

tæki LSH á Hringbraut

Ítrekunar

útreiknings-

aðferð

Sjálfvirk

geislunar-

stýring

Útreiknings-

aðferð

Upplausn Adap-

tive

Filter

Abd/b id 1 +k iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Abd/b id 1 án k iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Abd/b id 2 + k idose 2 Z-dom Standard B Standard Nei

Aorta/abd id 1 iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

St.yfirlit id 1 iDose 1 Z-dom Smooth A Standard Já

Lifur/b 3fasar id 1 - án iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Lifur/b 3fasar id 1 – b

track

iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Lifur/b 3fasar id 1 –

porta fasi

iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Pelvimetria iDose 5 Nei Standard B Standard Já

Urogr./b 3 fasar id 1 –

án

iDose 3 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr./b 3 fasar id 1 –

70 sek

iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr./b 3 fasar id 1 –

10 mín

iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr. 3 fasar id 1 – án iDose 3 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr. 3 fasar id 1 – 70

sek

iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

Urogr. 3 fasar id 1 – 10

mín

iDose 1 Z-dom Standard B Standard Nei

*TS = tölvusneiðmynd, LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús

Page 39: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

37

5 Umræða

Helstu niðurstöður sýndu að eins og búast mátti við eru prógrömin fyrir nýrnasteinayfirlit með lægsta

meðal geislaskammtinn ásamt prógrami fyrir pelvimetru. Svo er hæsti meðal geislaskammturinn í

öllum prógrömunum fyrir þriggja fasa rannsóknir þar sem skannað er þrisvar sinnum yfir áhugasvæðið.

Þegar geislaskammtur fyrir mismunandi ábendingar er borinn saman má sjá að hann er mjög svipaður

milli ábendinga þar sem prógrömin sem eru notuð eru mjög mismunandi. Hins vegar nokkuð lægri fyrir

ábendingu um nýrnasteina.

Í öllum þeim helstu prógrömum sem notuð eru í tölvusneiðmyndun fyrir kviðrannsóknir er notast

við aðferðir til þess að lækka geislaskammt.

Prógramið sem valið var fyrir hverja rannsókn passaði í öllum tilvikum við ábendinguna fyrir utan

fjórar rannsóknir. Einnig kom í ljós að í rétt um 30% rannsókna skrifaði röntgenlæknir fyrirmæli um

hvernig rannsóknin ætti að fara fram.

5.1 Geislaskammtar prógrama

Niðurstöðurnar fyrir meðal DLP í venjulegum kvið fyrir bæði tækin í Fossvogi og á Hringbraut voru

algengust á bilinu 700-900 mGy*cm en þó hærra fyrir tækið í Fossvogi í prógrömunum sem eru stillt

fyrir þyngri sjúklinga. Samkvæmt því sem European Guidelines on Quality Criteria for Computed

Tomography hefur gefið út að þá á DLP fyrir venjulega kviðrannsókn í tölvusneiðmyndum sem nær frá

efsta hluta lifrar og niður að ósæðarskiptingu að vera 780 mGy*cm (5, 7). Þannig að miðað við það má

segja að geislaskammturinn sem sjúklingar á LSH eru að fá í tölvusneiðmyndum séu á fínu bili.

Í skýrslu European Commission N° 180 hluta 1 er gefið út meðaltal dæmigerðs geislaálags fyrir

Evrópulöndin (6). Með því að nota reiknistuðulinn og aðferðina sem gefin var hér að framan má bera

saman niðurstöður þessarar rannsóknar og það sem European Commission gefur út árið 2015. Þá er

DLP margfaldað með 0,015 til þess að fá út geislaálagið fyrir kvið (16, 23, 24). Ef tekin eru til greina

algengustu prógrömin fyrir kvið í hvoru tæki á LSH má sjá í töflu 11 að geislaálagið er mjög svipað og

European Commission gefur út.

Tafla 11: Geislaálag - kviður.

Hér má sjá geislaálag í TS myndatöku á kvið fyrir Ísland og 36 Evrópulönd sem gefið var út í skýrslu European Commission. Ásamt geislaálagi fyrir algengustu prógröm fyrir kviðrannsóknir í báðum TS-tækjum LSH samkvæmt þessari rannsókn.

Staður Prógram Meðal geislaálg á kvið (mSv)

Ísland Kviður 14,1

36 Evrópulönd, meðaltal Kviður 11,3

LSH - Fossvogur Abd/b id 1 12,0

LSH - Hringbraut Abd/b id 1 +k 10,6

*LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús, mSv = millisívert, TS = tölvusneiðmyndir

Page 40: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

38

Í skýrslu European Commission N° hluta 2 eru settir fram DRL viðmiðunarstaðlar fyrir 36

Evrópulönd og þar eru þeir gefnir út í einingunni mGy*cm fyrir DLP. Þessi DRL viðmið sem sett hafa

verið eru staðlaðar tölur sem þarf að huga að og ná að vera undir í geislaskammti. Samkvæmt

skýrslunni er kviðrannsókn með DRL 800 mGy*cm, það var algengasta gildið. Einnig kemur fram að

DRL sem mælt var fyrir öll löndin var á bilinu 460-1200 mGy*cm (9). Ef mynd 10 er skoðuð sem gefur

DRL fyrir Evrópulöndin sem hafa sett viðmiðunarstaðla fyrir kviðrannsóknir má sjá að Danmörk (DK)

og Noregur (NO) eru bæði með DRL 800 mGy*cm (9). DRL viðmiðunarstaðlar eru ekki til fyrir Ísland

eins og er en Geislavarnir ríkisins eru að vinna í því að koma þeim á (29). Niðurstöður þessarar

rannsóknar eru einnig gefnar upp í DLP. Það má sjá að prógrömin fyrir venjulegan kvið eru aðeins

hærri ef við berum okkur saman við nágrannalöndin. Hins vegar er það sem mælt var í þessari

rannsókn einungis meðalgeislaskammtur DLP fyrir hvert prógram og því ekki hægt að nota sem

rökstuddan samanburð en áhugavert að sjá þar sem mælieiningin er sú sama.

Mynd 10: DRL viðmiðunar staðlar fyrir Evrópu.

Á x-ás má sjá skammstafanir fyrir þau Evrópulönd sem hafa gefið út DRL fyrir TS rannsókn af kvið (9). Viðmiðunarstaðlarnir eru gefnir upp í DLP.

*DLP = dose length product, mGy*cm = milligray*sentímetrar, DRL = diagnostic reference levels, TS =

tölvusneiðmynd

Niðurstöðurnar gáfu hæsta meðal DLP fyrir allar þriggja fasa rannsóknirnar, lifur og urografíu. Þá er

geislað þrisvar sinnum yfir áhugasvæðið og ætti þá samkvæmt því að vera hærra. Rannsókn sem

gerð var á geislaskömmtum á 21 spítala í Hollandi gefur þær niðustöður að þriggja fasa urografíu

rannsókn sé með DLP að meðaltali 1300 mGy*cm (30). Þessi niðurstaða er heldur lægri en

niðurstöður úr TS-tækjum LSH þar sem meðal DLP er um og yfir 1600 mGy*cm. Ef sama hollenska

rannsóknin er skoðuð má sjá niðustöður gefa meðal DLP sem er um 300 mGy*cm fyrir

nýrnasteinaprógram (30). Niðurstöður þessarar rannsóknar fyrir prógröm nýrnasteina voru á bilinu

200-500 mGy*cm meðal DLP.

Page 41: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

39

5.2 Munur á geislaskammti milli ábendinga og samhengi

Mikilvægt er að ábendingin sé rétt til þess að sjúklingur fái ekki hærri geislaskammt en nauðsynlegt er.

Eins og komið hefur fram að þá er ALARA reglan mikilvæg (7). Hins vegar má sjá að niðurstöðurnar

gefa mjög svipaðar tölur fyrir hverja ábendingu fyrir utan nýrnasteina rannsóknina. Ef niðurstöðurnar

fyrir geislaskammt úr hverju prógrami eru skoðaðar samhliða niðurstöðum fyrir geislaskammt miðað

við ábendingu þá má sjá að það skiptir mjög miklu máli að valið sé rétt prógram fyrir sjúklinginn. Í

99,6% tilfella var prógramið sem valið var í samhengi við ábendinguna. Hins vegar má sjá að í rétt um

31% tilfella voru fyrirmæli frá röntgenlækni til staðar á ábendingunni. Það er mjög mikilvægt fyrir

sjúklinginn að ábendingin sé vönduð svo að auðveldara sé fyrir geislafræðinginn að velja prógram

sem á við fyrir hvern og einn sjúkling. Þannig má koma í veg fyrir óþarfa geislun svo að of geislahátt

prógram sé ekki valið. Einnig eru minni líkur á að það þurfi að endurgera rannsóknina ef rangt

prógram er valið. Eins og sjá má í kafla 4.3 þá er það mjög misjafnt hvaða prógram er notað fyrir

hverja ábendingu. Hins vegar er skýringin sú að skjúklingarnir eru misjafnir og getur þurft að velja

geislameiri prógröm fyrir t.d. þykkari sjúklinga. Þannig að ef myndir 5 og 7 eru skoðaðar samhliða og

svo 6 og 8 má sjá að mismunandi prógröm og prógröm sem gefa misháan geislaskammt eru notuð

fyrir hverja ábendingu. Þess má þó geta að þyngd sjúklings er hvergi skráð niður til þess að hægt sé

að bera saman fullkomlega hvort rétt prógram sé valið. Þess vegna eru takmarkanir á flokkun

ábendinga og prógrama. Gert var ráð fyrir að prógramið hafi verið valið eftir þyngd og ef að

sjúklingurinn var á milli 90-120 kg að þá hafi verið notað +90 prógram. Svo má taka til greina að saga

sjúklingsins gæti sagt til um það hvaða prógram röntgenlæknirinn vill að sé notað. Þess vegna er svo

mikilvægt að beiðnin sé vönduð og til séu staðlaðar vinnureglur. Nú er í gangi stórt verkefni sem heitir

Referral Guidelines for Imaging sem á að hjálpa til við að þetta verði auðveldara. Þar er markmiðið að

setja upp stuðningskerfi fyrir ákvarðanir sem hefur að geyma leiðbeiningar sem byggjast á gögnum og

aðferðir sem hjálpa til við að sníða ákvörðunina um myndatökuna að sjúklingnum. Markmiðið er einnig

að kerfið muni vera notað af læknum við val um hvað á að mynda og þar af leiðandi vandaðari

ábendingar. Þetta er stórt skref í áttina að því að minnka óþarfa geislun og mun vera aðgengilegt fyrir

Evrópu. Með þessu er verið að styðja við og efla læknisfræðilegar geislavarnir í Evrópu (31). Einnig

getur verið erfitt að meta hvort rétt prógram hafi verið valið í hvert skipti og hægt að nota margs konar

aðferðir til þess að flokka niður. Sá geislafræðingur sem valdi prógramið sem notað var við

rannsóknina hefur að öllum líkindum haft röntgenlækni innan handar til þess að spyrjast fyrir um hvaða

prógram væri best ef ábending var ekki nógu skýr. Þannig að ætla má að mögulega gætu fyrirmæli

röntgenlæknis hafa verið fleiri en niðurstöður segja til um sem gæti leitt til hækkaðs geislaskammts á

ákveðnum ábendingum ef læknir vill geisla þyngri rannsókn.

Algengustu ábendingar á hvorum spítala voru tumor og þar má sjá að mismunandi prógröm voru

notuð við rannsóknina. Þar spilar inn í að mögulega þarf að skoða eitthvað meira í sögu sjúklingsins

og ástæða fyrir völdu prógrami. Ef sama reikningsdæmi um geislaálag og áður er skoðað fyrir þessar

tvær algengustu ábendingar má sjá í töflu 12 að geislaálagið hækkar. TS-tækið á LSH við Hringbraut

heldur þó enn í við samanburðinn fyrir kvið við Evrópulöndin (6).

Page 42: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

40

Tafla 12: Geislaálag – kviður/ábendingar.

Hér má sjá geislaálg í TS myndatöku á kvið fyrir Ísland og 36 Evrópulönd sem gefið var út í skýrslu European Commission. Ásamt geislaálagi fyrir algengustu ábendingar fyrir kviðrannsóknir í báðum TS-tækjum LSH.

Staður Ábending Meðal geislaálg (mSv)

Ísland (Kviður) 14,1

36 Evrópulönd (Kviður) 11,3

LSH – Fossvogur Tumor (æxli) 16,2

LSH – Hringbraut Tumor (æxli) 12,9

*LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús, mSv = millisívert, TS = tölvusneiðmyndir

5.3 Notkun á geislasparandi tækni

Ef litið er yfir töflur í kafla 4.5 má sjá að notkun á geislasparandi tækni í TS-tækjum LSH er góð. Í öllum

tilvikum er verið að notast við einhvers konar aðferð til þess að koma til móts við lægri geislun.

Þegar byrjað er á því að skoða kV sést að alltaf er notast við 120 kV nema í þeim prógrömum sem

eru fyrir þykkari sjúklinga þar eru þau hækkuð upp í 140 kV. Það er gert til þess að koma til móts við

minna suð í myndinni (1). Þegar mAs í prógrömunum var skoðað mátti sjá að skráðir voru meðal mAs

sem var þá reiknað út frá meðal manneskju. Það er svo sjálfvirka geislunarstýringin í prógraminu sem

sér um að skammta mAs eins og þarf fyrir hvern og einn sjúkling. Sátið er aukið í þeim prógrömum þar

sem verið er að reyna að minnka geislunina eins og hægt er og eins með sneiðþykktina.

Niðurstöður sýna að í öllum prógrömum nema einu er notast við iDose útreikningsaðferð til þess að

lækka geislaskammt sjúklinga og halda myndgæðum góðum. Þannig að eftir því sem iDose er hærra

því lægra er hægt að hafa mAs á móti. Rannsókn á mismunandi útreikningsaðferðum eftir tækjum

sýndi að iDose hjá Philips getur lækkað suð í myndum um 10-46% eftir því hvaða iDose stig er valið

og einnig eftir CTDIvol. Í þessari umræddu rannsókn var skoðað iDose 1, 3 og 6 (32). Helstu prógröm

fyrir kviðrannsóknir TS-tækja LSH eru skráð með í flest skipti hæsta stig iDose 3 og iDose 5 einu sinni

í pelvimetriu. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar má sjá að þegar notað er iDose 3 að þá er mAs lægra.

Eins í pelvimetriu prógraminu þar sem geislaskammti er haldið alveg í lágmarki. Þess má geta að mAs

sem skráð er niður fyrir hvert og eitt prógram er viðmiðun fyrir það sem meðal sjúklingur ætti að fá (e.

average patient mAs).

Annað sem notast er við til þess að lækka mAs og þannig laga suð í myndinni er útreikningsaðferð

(e. reconstruction filter). Upphaflega merkið í myndinni er margfaldað með ákveðinni aðferð eins og

fyrirmæli segja til um að myndin eigi að vera. Útreikningsaðferðin er notuð til þess að setja jafnvægi á

milli suðs í myndinni og því að greina á milli líffæra eða smáatriða (e. spatial resolution). Ef notast er

við útreikningsaðferðina til þess að skerpa útlínur verður suðið í myndinni meira en möguleikinn til

þess að greina á milli smáatriða betri, útlínur verða skarpari. Hins vegar þegar smooth

útreikningsaðferð er notuð að þá er það alveg öfugt, suðið minnkar á kostnað þess hve auðvelt er að

greina á milli smáatriða. Hægt er að nota smooth útreikningsaðferð þegar möguleikinn til þess að

Page 43: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

41

greina á milli smáatriða er nægur miðað við ábendinguna, þar af leiðandi minni geislaskammtur og

minna suð (5). Í þeim prógrömum sem eru skráð niður er notast við tvær gerðir standard B, það er

millivegurinn og smooth A. Þau prógröm þar sem notað er smooth A eru nýrnasteinaprógrömin sem

voru öll með lágt meðal DLP.

Adaptive filter er sía sem er einnig notuð til þess að aðlaga suðið í myndinni. Þessi sía er notuð í

þeim prógömum þar sem að merkið (e. signal) í myndinni er ekki nógu gott. Adaptive filter aðlagar

suðið og oft myndgalla á pelvis svæði þar sem ljóseindir voru ekki nægar. Notkun á þessari síu getur

verið tvenns konar þá til þess að laga myndgæði eða til þess að minnka geislaskammt á móti (5). Ef

niðurstöður fyrir notkun á adaptive filter á LSH er skoðuð má sjá að sían er notuð í lágskammta

rannsóknum þá væntanlega til þess laga myndgæði og í seinasta fasanum í urografíu líklega til þess

að lækka geislaskammt.

Sjálfvirka geislunarstýringin í prógrömunum var Z-dom í lang flestum tilfellum. Samkvæmt Philips

að þá á Z-dom ekki að hækka mAs meira en hámarks mAs sem gefið er upp í prógraminu og ekki

lækka mAs meira en 70% af þeim mAs sem gefið er upp fyrir. Eins og sjá má á mynd 11 að þá er Z-

dom táknað sem rauða línan og mAs er háttað eftir því hvernig líkaminn er í laginu og þannig minni

geislun á þá staði sem þurfa ekki mikla geislun (33). Í prógrami sem heitir Nýrnasteinar er notast við

angular modulation geislunarstýringu þá er mAs skammtað mismunandi eftir sjónarhornum. Það virkar

þannig að undir venjulegum kringumstæðum ætti að þurfa meiri mAs á hlið sjúklings heldur en ofan á

og er skammtað eftir því (5).

Mynd 11: Sjálfvirk geislunarstýring, Z-DOM.

Hér sést hvernig Z-dom sem er rauða línan á myndinni gefur mAs eftir því hvernig líkaminn er í laginu. Hins vegar er engin geislunarstýring sem er táknuð sem gula línan að gefa jafn marga mAs á allan líkamann (33).

*mAs = milliamper á sekúndu

Þegar könnunin sem gerð var á prógrömum LSH er skoðuð samhliða því sem CTisus gefur út um

prógröm í iCT Philips tækjum má sjá að aðferðirnar eru mjög svipaðar (34). Þannig að gera má ráð

fyrir að LSH notist við tæknina sem í boði er fyrir tækin. Venjulegt prógram fyrir kvið sem sagt er vera

Page 44: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

42

t.d. við kviðverk, tumor (æxli) eða abscess (ígerð) að þá er notast við sömu útreikningsaðferð og sömu

upplausn. Sátið er örlítð meira, notað er iDose 3 í því sem CTisus gefur út en ekki iDose 1 eins og á

LSH og ekki er gefin upp sjálfvirk geislunarstýring. CTisus gefur út að 3 fasa urografíu prógram sé hins

vegar með sjálfvirkri geislunarstýringu, notað iDose 3 ,sama útreikningsaðferð og sama upplausn (34).

5.4 Næstu skref

Hægt væri að nota upplýsingarnar úr uppbyggingu prógramanna og geislaskammtinum sem hvert

prógram gefur til þess að laga það sem betur má fara ef það er eitthvað athugavert.

Frekari og meiri rannsókn væri hægt að gera með mun nákvæmari útlistun á ábendingu. Þar sem

væri hægt að skoða prógramið sem notað er í hverri ábendingu samhliða og þá fundið leið til þess að

samræma betur vinnuaðferðir. Með betri samræmingu vinnuaðferða er mögulega hægt að lækka

geislaskammta fyrir hluta ábendinganna.

Í TS-tækinu í Fossvogi voru 4 prógröm sem notuð voru sjaldnar en 5 sinnum og í TS-tækinu á

Hringbraut 6 prógröm. Möguleiki væri að gera strangari reglur um verklag á tölvusneiðmyndastofum

Landspítalans þannig að ekki sé verið að nota prógröm sem á ekki að nota. Jafnvel laga aðgengi með

því að hafa þau prógröm sem á ekki að nota falin. Prógrömin sem á að notast við verða við það

skýrari. Þannig auðveldar það starfsmönnum vinnuna við val á réttum prógrömum. Þó má nefna að

auðvitað geta alltaf verið undantekningar.

Einnig gæti verið hægt að samræma betur prógrömin milli spítala og hvernig þau eru byggð upp.

Þannig að ekki sé verulegur munur á því hversu mikinn geislaskammt sjúklingurinn fær eftir því á

hvorum spítalanum hann fer í rannsókn.

Page 45: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

43

6 Ályktanir

Segja má að geislaskammtar prógrama fyrir kvið í TS-tækjum LSH séu á góðu bili og í samræmi við

önnur lönd. Við uppbyggingu prógramanna er notast við þá tækni sem í boði er til þess að halda

geislaskömmtum lágum.

Samkvæmt niðurstöðum er samhengi milli ábendinga og prógrama mjög gott og geislafræðingar

notast við það prógram sem beiðnin segir til um að eigi að nota. LSH er með mörg prógröm fyrir hvort

tæki til þess að nota þegar taka á ákvörðun í samhengi við ábendinguna. Það hefur áhrif á að

mismunandi prógröm eru notuð sem gefa misháan geislaskammt þó svo að öll prógrömin gætu verið

rétt. Þannig dreifist geislaskammturinn fyrir hverja ábendingu á stóru bili. Prógramið sem notað er í

rannsókninni gefur betri upplýsingar um geislaskammt sjúklings heldur en ábendingin.

Page 46: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

44

Heimildaskrá

1. Seeram E. Computed Tomography: Physical Principles, Clinical Applications, and Quality

Control. United States of America: Saunders Elevier; 2009.

2. Bushong SC. Radiologic Science for Technologists: Physics, biology and protection.

Cananda: Elsevier; 2013.

3. Maldjian PD, Goldman AR. Reducing Radiation Dose in Body CT: A Primer on Dose Metrics

and Key CT Technical Parameters. American Journal of Roentgenology. 2013;200(4):741-7.

4. Abujudeh HH, Bruno MA. Quality and Safety in Radiology. New York: Oxford University Press;

2012.

5. Baert AL, Knauth, M., Sartor, K. Radiation Dose from Adult and Pediatric Multidetector

Computed Tomography: Springer; 2007.

6. Commission E. RADIATION PROTECTION N° 180 Medical Radiation Exposure of the

European Population Part 1/2. Luxembourg: 2015.

7. Bongartz G, Golding SJ, Jurik AG, Leonardi M, van Meerten E, Geleijns J, et al. European

Guidelines on Quality Criteria for Computed Tomography e.d. [cited 2016 20. febrúar]. Available from:

http://www.drs.dk/guidelines/ct/quality/htmlindex.htm.

8. Brenner DJ, Hall EJ. Computed tomography--an increasing source of radiation exposure. The

New England journal of medicine. 2007;357(22):2277-84.

9. Commission E. RADIATION PROTECTION N° 180 Diagnostic Reference Levels in Thirty-six

European Countries Part 2/2. Luxembourg: 2014.

10. Israel GM, Cicchiello L, Brink J, Huda W. Patient Size and Radiation Exposure in Thoracic,

Pelvic, and Abdominal CT Examinations Performed With Automatic Exposure Control. American

Journal of Roentgenology. 2010;195(6):1342-6.

11. Karabulut N, Ariyurek M. Low dose CT: practices and strategies of radiologists in university

hospitals. Diagnostic and interventional radiology (Ankara, Turkey). 2006;12(1):3-8.

12. Christopher PF, Xinhui D, Yi Z, Lifeng Y, Shuai L, James MK, et al. A cross-platform survey of

CT image quality and dose from routine abdomen protocols and a method to systematically

standardize image quality. Physics in Medicine and Biology. 2015;60(21):8381.

13. McCollough CH, Primak AN, Braun N, Kofler J, Yu L, Christner J. Strategies for Reducing

Radiation Dose in CT. Radiologic clinics of North America. 2009;47(1):27-40.

14. Mulkens TH, Bellinck P, Baeyaert M, Ghysen D, Dijck XV, Mussen E, et al. Use of an

Automatic Exposure Control Mechanism for Dose Optimization in Multi–Detector Row CT

Examinations: Clinical Evaluation. Radiology. 2005;237(1):213-23.

15. Hara AK, Paden RG, Silva AC, Kujak JL, Lawder HJ, Pavlicek W. Iterative Reconstruction

Technique for Reducing Body Radiation Dose at CT: Feasibility Study. American Journal of

Roentgenology. 2009;193(3):764-71.

16. Mayo-Smith WW, Hara AK, Mahesh M, Sahani DV, Pavlicek W. How I Do It: Managing

Radiation Dose in CT. Radiology. 2014;273(3):657-72.

17. Beister M, Kolditz D, Kalender WA. Iterative reconstruction methods in X-ray CT. Physica

Medica. 2012;28(2):94-108.

18. Arapakis I, Efstathopoulos E, Tsitsia V, Kordolaimi S, Economopoulos N, Argentos S, et al.

Using “iDose(4)” iterative reconstruction algorithm in adults' chest–abdomen–pelvis CT examinations:

effect on image quality in relation to patient radiation exposure. The British Journal of Radiology.

2014;87(1036):20130613.

19. Kubo T, Lin P-JP, Stiller W, Takahashi M, Kauczor H-U, Ohno Y, et al. Radiation Dose

Reduction in Chest CT: A Review. American Journal of Roentgenology. 2008;190(2):335-43.

20. Wintersperger B, Jakobs T, Herzog P, Schaller S, Nikolaou K, Suess C, et al. Aorto-iliac

multidetector-row CT angiography with low kV settings: improved vessel enhancement and

simultaneous reduction of radiation dose. Eur Radiol. 2005;15(2):334-41.

21. Nakayama Y, Awai K, Funama Y, Hatemura M, Imuta M, Nakaura T, et al. Abdominal CT with

Low Tube Voltage: Preliminary Observations about Radiation Dose, Contrast Enhancement, Image

Quality, and Noise. Radiology. 2005;237(3):945-51.

22. McCollough C, Cody D, Edyvean S, Geise R, Gould B, Keat N, et al. The Measurement,

Reporting, and Management of Radiation Dose in CT. 2008 96.

Page 47: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

45

23. Christner JA, Kofler JM, McCollough CH. Estimating Effective Dose for CT Using Dose–

Length Product Compared With Using Organ Doses: Consequences of Adopting International

Commission on Radiological Protection Publication 103 or Dual-Energy Scanning. American Journal

of Roentgenology. 2010;194(4):881-9.

24. Commission E. RADIATION PROTECTION N° 154 European Guidance on Estimating

Population Doses from Medical X-Ray Procedures 2008 TREN/04/NUCL/S07.39241

25. Goldman AR, Maldjian PD. Reducing Radiation Dose in Body CT: A Practical Approach to

Optimizing CT Protocols. American Journal of Roentgenology. 2013;200(4):748-54.

26. Mulkens TH, Daineffe S, De Wijngaert R, Bellinck P, Leonard A, Smet G, et al. Urinary Stone

Disease: Comparison of Standard-Dose and Low-Dose with 4D MDCT Tube Current Modulation.

American Journal of Roentgenology. 2007;188(2):553-62.

27. Kalra MK, Maher MM, D’Souza RV, Rizzo S, Halpern EF, Blake MA, et al. Detection of Urinary

Tract Stones at Low-Radiation-Dose CT with Z-Axis Automatic Tube Current Modulation: Phantom

and Clinical Studies. Radiology. 2005;235(2):523-9.

28. Keyzer C, Tack D, Maertelaer Vd, Bohy P, Gevenois PA, Gansbeke DV. Acute Appendicitis:

Comparison of Low-Dose and Standard-Dose Unenhanced Multi–Detector Row CT. Radiology.

2004;232(1):164-72.

29. Einarsson G, Sigurðsson Þ. Mælifræði geislunar (Radiation Dosimetry) Reykjavík: Raförninn

ehf.; 2006 [cited 2016 18. apríl]. Available from: http://www.raforninn.is/w/user/catprint/show/29/444.

30. van der Molen AJ, Schilham A, Stoop P, Prokop M, Geleijns J. A national survey on radiation

dose in CT in The Netherlands. Insights into imaging. 2013;4(3):383-90.

31. Imaging EE. Clinical decision support for European imaging referral guidelines Vienna,

Austria: European Society of Radiology; e.d. [cited 2016 12. apríl]. Available from:

http://www.eurosafeimaging.org/information-for-referring-professionals-2/clinical-decision-support.

32. Jensen K, Martinsen AC, Tingberg A, Aalokken TM, Fosse E. Comparing five different

iterative reconstruction algorithms for computed tomography in an ROC study. Eur Radiol.

2014;24(12):2989-3002.

33. Philips. Clinical Guide Philips Customer Services Education. Philips Medical Systems

Nederland; e.d.

34. CTisus. CT Protocols. ICT Philpis e.d. [cited 2016 19. apríl]. Available from:

http://www.ctisus.com/protocols/philips?philips.

Page 48: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

46

Fylgiskjöl

Page 49: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

47

Page 50: Tölvusneiðmyndarannsóknir af kvið, myndgæði og ... · þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var

48