tengsl 11 tbl 2010

16
Jákvæð forritun Velgengnisþjálfun hugans Endurheimtun Að ná sér af þunglyndi Að iðka lofgjörð Viðtal við Merlin Carothers 11 tbl. 2010

Upload: fjoelskyldan-liknarfelag-ses

Post on 17-Mar-2016

238 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Tengsl nóvember 2010 Jákvæð forritun - Velgengnisþjálfun hugans Endurheimtun - Að ná sér af þunglyndi Að iðka lofgjörð - Viðtal við Merlin Carothers

TRANSCRIPT

Page 1: Tengsl 11 tbl 2010

Jákvæð forritunVelgengnisþjálfun hugans

EndurheimtunAð ná sér af þunglyndi

Að iðka lofgjörðViðtal við Merlin Carothers

11 tbl. 2010

Page 2: Tengsl 11 tbl 2010

Á PERSÓNULEGU NÓTUNUM Ég ólst upp á tímabili svart-hvíta

sjónvarpsins (milli 1950 og 1960) þegar vestrar voru vinsælasta sjónvarpsefnið. Það var engin tölvugrafík eða sérstakar tæknibrellur í þáttum eins og The Lone Ranger, Gunsmoke og Wanted: Dead or Alife og það voru engir bílar

í eltingaleikjum eins og nú er skylda að hafa. Þess í stað náði spennan hámarki þegar ráðist var á hestvagn eða járnbrautarlest en það gerðu óþokkar með svarta hatta (til aðgreiningar frá góðu mönnununum sem voru með hvíta hatta). Hestar, sem drógu þungan vagn, höfðu alls ekki í tré við óþokka á hestbaki en járnbrautarlestar höfðu í fullu tré við þá. Þegar tónlistin náði hámarki jókst spennan upp í hápunkt og myndavélin beindist til skiptis að hetjunum, sem héldu óþokkunum í skefjum, og að kolamokstursmanninum sem mokaði kolum í gríð og erg inn í ofninn sem knúði gufuaflsvélina. Því fleiri kolum sem maðurinn gat mokað þeim mun heitari varð eldurinn og þeim mun meiri hraða náði lestin. Svo lengi sem nóg var af kolum, til þess að bera í eldinn, var von.

Andleg vellíðan okkar líkist þessu svolítið. Þegar vondir hlutir gerast, hvolfast neikvæðar hugsanir og tilfinningar yfir okkur og eru við það að gera út af við okkur. Ef við getum ekki forðað okkur, munu þessi hughrif taka frá okkur baráttuandann sem við þörfnumst til þess að komast af. Þegar við erum ein á báti, höfum við ekki meira í tré við neikvæðni en hestvagnar hafa í tré við óþokka. En guðstrú er eins og gufuvél, mun öflugri en viljastyrkurinn. Við kyndum undir vélina með því að staðfesta kraft og gæsku Guðs og þakka Honum fyrir hjálpina sem við vitum að Hann mun veita, jafnvel áður en Hann blandar sér í málin. Því meir sem við gerum af slíku, þeim mun fljótari erum við að fjarlægjast hið neikvæða.

Næst þegar eitthvað vont hendir þig og neikvæðnin hvolfist yfir þig, settu þá trúna í gang með því að einblína á Guð og óbrigðulan kærleika Hans og hjálp. Bættu á eld vélarinnar. Hlauptu hraðar en óþokkarnir.

Keith PhillipsFyrir Tengsl

11 tbl. 2010

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2010 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

2

Page 3: Tengsl 11 tbl 2010

Norðurljósin eru einn af markverðustu hlutum næturhiminsins. Þegar ég bjó á Íslandi sá ég þau oft. Eitt skipti er mér sérstaklega minnisstætt.

Það var febrúarmánuður 2009 og ég var í þann mund að yfirgefa Ísland til þess að halda til liðs við sjálfboðaliða á Írlandi. Ég hafði mest allan daginn verið að reyna að koma því svo fyrir að ég gæti sent eigur mínar á undan mér til Írlands en það hafði ekki gengið vel. Hvert símtal til þess að grennslast fyrir um tollskoðun hlutanna hafði verið til einskis.

Þegar leið á daginn virtust hlutirnir bara fara aftur á bak. Jafnvel göngutúr í listigarði fór illa þegar ég missteig mig og meiddist á hné. Um kvöldið lá mér við gráti þegar ég gat ekki lengur haft stjórn á hugsunum mínum. Ég vissi að mér myndi líða betur ef ég liti

Eftir Anjali Miles

hlutina björtum augum en ég gat ekki komið auga á neitt jákvætt. Hvernig gat ég verið þakklát þegar ég var umlukin myrkri? Hvernig gat ég þakkað Guði þegar allir í kringum mig sögðu að það sem ég vildi gera myndi ekki ná fram að ganga?

Rétt í þessu hringdi síminn. Vinkona hringdi til þess að segja mér að hún hefði frétt að það yrðu stórkostleg norðurljós þetta kvöld. Þar eð ég var á förum, væri þetta líklegast síðasta tækifærið til þess að sjá norðurljós um skeið.

Ég greip kápuna mína og hringdi til annarrar vinkonu og við keyrðum af stað til staðar fyrir utan borgina, þar sem borgarljós myndu ekki spilla norðurljósunum. Á þeim stað var bæði kalt og hvasst en útsýnið myndi bæta það upp.

Þar sem við sátum og

horfðum á titrandi bleika, græna og bláa liti dansa yfir næturhimininn, komu mér nýjar hugsanir í hug. Þessar náttúrulegu ljósasýningar sjást aðallega við pólana, þar sem verður kalt og dimmt. Oftast krefst það erfiðis eða fórna að fá besta útsýnið.

Á þessum afskekkta stað var ég umkringd myrkri og kulda en norðurljósin skörtuðu sínu fegursta. Staða mín í heild hafði ekki breyst en hjarta mitt dansaði í sama mjúka takti og þau. Á því sem virtist vera myrkasta stundin, hafði Guð ekki aðeins lýst upp heim minn og veitt mér eitthvað þakkarvert, heldur minnti Hann mig enn á ný á að öll dimm nótt hefur dásamlega hlið ef við aðeins horfum upp.

Anjali Miles er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Írlandi. 1

f y r i r b æ r i ð

n o r ð u r l j ó s

3

Page 4: Tengsl 11 tbl 2010

Í morgun varð ég kjarklítill og ergilegur. Konan mín fann það og fór glaðlega að syngja þennan söng:

Kætist þið heilagir, ekkert veldur áhyggjum

ekkert veldur hræðslu, ekkert veldur efa

Guð hefur aldrei brugðist, svo hvers vegna ekki að treystHonum og ákalla.

Á morgun muntu verða feginn því að þú treystir Honum.1

Vandamálið er það að þegar við erum leið og ef við förum að tala um stöðuna, förum við vanalega að kvarta og efast og verðum haldin uppgjafaranda. Það mátti segja um mig þegar ég svaraði: „Gefist upp, þið heilagir, það er ekkert til að gleðjast yfir!“ Þannig leið mér og það var eiginlega gott um stund. „Aumingja ég!“

Það er vegna þess að við höfum augun á okkur sjálfum í stað þess að hafa þau á gæsku Guðs. Við hugsum svo mikið um eigin galla, veikleika og mistök að við limpumst niður. Djöfullinn eyðileggur hamingjuna og hann getur sagt okkur margan sannleika um okkur sjálf, sem er

Eftir David Brandt Berg

hræðilegur, svo ekki sé minnst á lygarnar sem hann segir okkur. Ef við förum að hlusta á hann mun það standa endalaust.

Það minnir mig á það sem Davíð konungur segir í Biblíunni: „Nú fell ég einhvern daginn fyrir hendi Sáls“. Hvernig gat Davíð búið til ljóð um það? Hvers slags hryggilegur útfararsálmur, sunginn í sorglegum moll, myndi það hafa orðið? „Einhvern daginn mun ég vissulega deyja. Guð hefur brugðist mér. Ég gæti alveg eins hætt!“2 Það hefði hljómað hræðilega! Það er þess vegna, tel ég, að það kemur aldrei fyrir í Davíðssálmunum. Davíð sagði það en var nógu skynsamur til að búa ekki til ljóð um það. Þess í stað er hann jákvæður í gjörvöllum sálmunum, lofar Guð þrátt fyrir erfiðleika sína því hann vissi að Guð myndi snúa öllu til góðs, vegna þess að Hann hafði alltaf gert það og vegna þessa að Hann hafði lofað því.

Þegar við erum leið veldur djöfullinn því að við reiðumst þegar fólk er að reyna að hressa okkur við, vegna þess að við njótum ekki vesaldar okkar nógu mikið þegar aðrir eru að reyna að kæta okkur. Við skömmumst okkar vegna þess að uppgjafarandi okkar lítur svo

endurheim tu

n

1. Hefðbundið skoskt viðlag

2. 1 Samúelsbók 27:1

3. Rómverjabréf 14:74

Page 5: Tengsl 11 tbl 2010

illa út samanborið við sigurviðhorf þess, svo að við reynum að finna á því galla og galla á öllu – jafnvel Guði – til þess að finna afsökun fyrir að vera miður okkar.

Þannig að í morgun var ég ergilegur út í konuna mína þegar hún reyndi að kæta mig með þessu lagi og ég reyndi að vera fyndinn og snúa því á hvolf. Það var svolítið fyndið í byrjun, það var augljóslega þrjóskufullt en þegar ég kom að þriðju línunni og sá hvert umsnúin ljóðlínan myndi leiða, hræddi það mig og ég gat ekki haldið áfram. Hvernig gat ég sungið: „Guð hefur ætíð brugðist okkur, svo hvers vegna ekki að kvarta og efast, þú munt á morgun sjá eftir því að hafa treyst Honum.“ Ef ég veit eitthvað þá er það að Guð bregst aldrei. Daginn eftir hef ég alltaf verið feginn að ég treysti Honum. Ég gat bara ekki sungið sönginn umsnúinn, sama hversu illa mér leið.

Einn þeirra hluta, sem fengu mig til þess að hætta þessu, var hversu slæmt fordæmi ég yrði konunni minni sem var að reyna að kæta mig. Ég gerði mér ljóst að ég varð að vera jákvæður hennar vegna, ef ekki annað.

Afi minn var vanur að segja: „Ef þú verður að fara til helvítis, ekki

láta neinn annan hrasa yfir þig inn í helvíti líka!“ En það stenst ekki vegna þess að ef þú ert að fara til helvítis, hlýturðu að draga aðra með þér. „Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.“3 Enginn er eyland. Líf sérhvers okkar hlýtur að hafa áhrif á aðra. Við munum annað hvort draga fólk upp á okkar svið, eða draga það niður á það, annað hvort eða.

Við hljótum að vera annað hvort jákvæð eða neikvæð, annað hvort eða. Það er ekki hægt að vera svolítið af öðru hvoru. Um leið og þú ferð að hlusta á djöfulinn, er þér öllum lokið! Hann mun aldrei hætta fyrr en hann hefur dregið þig til botns og skilið þig eftir algjörlega yfirbugaða/n.

Þannig að þú skalt hafa augun á himnaríki. „Hafðu augun á markmiðinu og sigurinn í sálunni.“ Farðu að gera eitthvað jákvætt. Farðu að segja eitthvað glaðlegt og hvetjandi – eins og konan mín gerði fyrir mig í morgun þegar hún fór að syngja: „Kætist þið heilagir“ og minnti mig á að treysta Drottni.

„Endurheimtun“ var samin upp úr greininni „Dumps“ sem hægt er að nálgast í bókinni „Greater Victories“ frá Áróraútgáfunni. 1

endurheim tu

n

5

Page 6: Tengsl 11 tbl 2010

RannsóknaRniðuRstöðuR

Vísindamenn hafa nýlega uppgötvað ósýnilegt, torskilið snýkjudýr, negaskordýrið, en það er nefnt svo vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem það hefur á vellíðan hýsilsins, bæði hugrænt og tilfinningalega.

Það er of lítið til þess að það megi sjá með berum augum en einkenni um sýkingu eru augljós. Negaskordýrið kemst af með því að festa sig við mjúka himnu í innra eyra. Örlitlir suðandi vængir titra svo títt að menn heyra það ekki en það truflar á sama tíma heilabylgjur og gerir fórnarlambið áttavillt og leitt.

Þennan neikvæða titring getur verið erfitt að greina frá eigin hugsunum og einstaklingurinn getur auðveldlega haldið að suðið sé neikvætt sjálfstal. Í alvarlegri tilvikum getur negaskordýrið fært sig yfir í heila hýsilsins til þess að eiga unga sína og út koma þúsundir lítilla negaskordýra sem fara fljótt að fljúga og geta sýkt

Varist

aðra með neikvæðum orðum sem hýsillinn segir.

Negaskordýrið er alvarlegur skaðvaldur og hefja skal meðferð með fyrstu vitneskju um smit. Negaskordýrið verður að hrista úr stað sínum og hrista burt úr eyra fórnarlambsins.

Í vanalegum tilvikum geta menn sjálfir séð fyrir meðferð með því að halla undir flatt, halla á hliðina sem skordýrið er statt í og hoppa ákaft um leið og maður lemur á hina hlið höfuðsins. Ef það er óljóst í hvoru eyranu negaskordýrið er, beitið þá meðferðaraðferðinni á báðum hliðum höfuðsins til öryggis. Ef til staðar eru meira en eitt negaskordýr, getur verið nauðsynlegt að endurtaka ferlið.

Í óvanalegum eða þrálátum tilvikum getur verið að fórnarlambið þurfi hjálp. Ef högg á höfuðið með púða hreyfir ekki við sníkjudýrinu, getur verið nauðsynlegt að beita sjokkmeðferð til þess að fá það úr felustað sínum. Skvetta af köldu vatni er næstum alltaf áhrifarík. Til þess að koma í veg fyrir endurtekna sýkingu, látið einstaklinginn vera með heyrnartól og látið hann hlusta á upplífgandi tónlist og innblásinn lestur.

Iðkið líka sjálfstalsæfingar með einstaklingnum.

(Viðvörun: Það ætti aðeins að láta fært, fullorðið fólk beita púða- og vatnsmeðferðinni. Ef börn reyna hana, getur það leitt til slysa eða óhappa!)

Læknisfræðileg athugunÍ læknisfræðilegri athugun

á börnum mínum og ungum táningi, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ofangreind meðferð er áhrifarik þegar ná skal þeim út úr sjálfsvorkunn og öðrum neikvæðum tilfinningum.

Til dæmis kom ég um daginn í eldhúsið og kom að 13 ára táningi grátandi yfir vaski fullum af óhreinu leirtaui. Ég vorkenndi henni og sagði: „Mér þykir leitt að þú ert ekki hamingjusöm, ég vil að þú vitir að ég elska þig mikið, reyndar svo mikið að ég verð að gera þetta…“ Ég beitti púða sem ég var með fyrir aftan bak og kom mér að verki. Dóttir mín hló og grátbað um miskunn. Að lokinni meðferð virtist sjúklingurinn hafa hlotið

Eftir Misty Kay

NEGASKORDÝRIÐ

1. Orðskviðirnir 17:226

Page 7: Tengsl 11 tbl 2010

undrunarverðan bata.Hún sneri aftur að

uppvaskinu en mér til mikils ama féll hún aftur í

sömu gryfjuna. Hún átti von á sömu meðferð en taldi að ég myndi ekki láta verða að því að beita henni. Eftir stuttan eltingaleik um húsið, króaði ég hana af… púff! Meira að segja henni þótti þetta skemmtilegt. Eftir nokkur hlátrasköll og eltingaleiki um húsið, var uppvaskinu næstum lokið.

Sem móðir tilfinninganæmrar táningstúlku, hef ég eytt mörgum stundum í að rökræða, smjaðra, hugga og biðja til Guðs og reynt að toga hana út úr hormónatengdum leiða en undanfarið hefur mér fundist negaskordýrsmeðferðin jafnvel enn áhrifaríkari og verkar fljótar.

Þegar grunlaus fórnarlömb negaskordýrsins hafa verið meðvituð um hættuna, geta þau lært að bera kennsl á og gert ráðstafanir til þess að verjast því með því að hafa ekki neikvæðar hugsanir eða skaðlegt sjálfstal. Únsa af meðvitund er jafn mikils virði og pund af lækningu. Varist negaskordýrið!

Misty Kay er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Tævan. 1

F Æ Ð S L U L E S T U RJákvæðni

Teldu þær blessanir sem þú nýturSálmarnir 40:5Sálmarnir 103:2Sálmarnir 126:3

Leitaðu að því góða við prófanir og raunirSálmarnir 119:71Habakkúk 3:17–18Rómverjabréf 8:281 Þessalóníkubréf 5:18Jakobsbréf 1:2-41 Pétursbréf 4:12–13

Ræktaðu jákvæð viðhorf í garð annarraRómverjabréf 12:10Efesusbréf 4:32Kólossubréf 3:121 Pétursbréf 4:8

Temdu þér þakklæti og lofgjörðSálmarnir 35:28Sálmarnir 100:4Efesusbréf 5:20

H L Æ Ð U !

„Glatt hjarta veitir góða heilsubót“– og veitir ekki aðeins andlega uppörvun. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að glatt hjarta gagnast líka líkamanum. Ef þú stöðvar för þína og hlærð dátt, getur það stuðlað að því að koma þér út úr deyfðinni. Hafðu húmor. Slakaðu á. Hlæðu. Skemmtu þér – finndu útgönguleið sem fær þig til þess að gleyma vandamálunum og njóta lífsins.

7

Page 8: Tengsl 11 tbl 2010

Jákvæð forritunEftir Samuel Keating

1. Rómverjabréf 12:2

2. Filippíbréf 4:8–9

Flest okkar berjast við neikvæðni á einhverjum tímapunkti í lífi okkar.

Við niðurlægjum okkur sjálf vegna raunverulegra eða ímyndaðra galla og veikleika eða við berum okkur sjálf saman við aðra á neikvæðan hátt. Það er vísindalega sannað að það að endurtaka með sjálfum sér jákvæðar yfirlýsingar yfirvinni slíka neikvæðni.

Hugsanir okkar móta viðhorf okkar, viðhorfin móta gjörðir okkar og gjörðir okkar móta að einh-verju leyti framtíð okkar. Breytt líf hefst á breyttum hugsunum. Biblían kennir: „Takið háttaskiptum með endurnýjung hugarfarsins.„ 1 Við setjum slíka endurnýjung í gang með því að fylla hug okkar af guðlegum, jákvæðum hugsunum. „… allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert… og Guð friðarins mun vera með yður. 2

Lykillinn að þessu er að trúa að það sem þú lýsir yfir sé mögulegt, vegna þess að þegar þú trúir að ákveðinn hlutur sé mögulegur, þá er hann það. „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.„ 3 Það krefst þjál-funar að einblína á hið jákvæða en sá tími kemur að þú sérð árangur í formi hamingjusamara og öruggara lífs.

Biblían er full af jákvæðum yfirlýsingum. Þegar við lærum að láta þær fjalla um okkur sjálf og hvers-dagslegar kringumstæður, förum við að líta á okkur sjálf og lífið eins og Guð gerir og það endurspeglast í hugsunum okkar og hegðun.

Hér koma nokkur dæmi til að byrja með. Við erum ólík og höfum ólíkar þarfir, svo þú skalt velja

dæmi sem eiga hvað best við um þig, ellegar komdu með eigin dæmi.• Hvort sem mér finnst ég fær um að vinna þetta

verk eða ekki, ætla ég að gera mitt besta og treysta því að Jesús geri afganginn. „Allt megna ég fyrir hjálp Hans sem mig styrkan gjörir.„ (Filippíbréf 4:13)

• Í dag urðu mér á mistök en ég er ákveðin/n í að læra af þeim, standa á fætur og reyna aftur. „Frá Drottni kemur skrefum mannsins festa þegar Hann hefur þóknun á breytni hans. Þótt hann falli þá liggur hann ekki flatur, því að Drottinn heldur í hönd hans.„ (Sálmarnir 37:23-24)

• Verið getur að hlutirnir gangi ekki eins og ég vonaði – að minnsta kosti ekki enn – en ég ætla að halda áfram að treysta því að Guð eigi ráð uppi í erminni. „Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.„ (Rómverjabréf 8:28)

• Verið getur að ég sé ekki fullkomin/n en ég er sérstök/stakur fyrir Guði vegna þess að Hann gaf mér einstakan huga, einstakan persónuleika og einstök örlög. „Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín.„ (Sálmarnir 139:14)

• Ekkert getur komið á milli mín og kærleika Guðs. „Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.„ (Rómverjabréf 8:38-39)

• Ég hef ekkert að óttast vegna þess að Guð er kærleikur og Hann er alltaf með mér. „Ótti er ekki í elskunni.„ (1 Jóhannesarbréf 4:18)

3. Markús 9:23

4. Rómverjabréf 4:218

Page 9: Tengsl 11 tbl 2010

Því lengur sem ég lifi þeim mun betur

geri ég mér ljós áhrif viðhorfa á lífið.

Það sem er undravert er að við stöndum

frammi fyrir vali á hverjum degi, hvað

varðar viðhorf sem við umföðmum lífið

með. Við getum ekki breytt fortíðinni.

Við getum ekki breytt þeirri staðreynd

að fólk hegðar sér á ákveðinn hátt. Við

getum ekki breytt því óumflýjanlega.

Það sem okkur er fært að gera er að

spila á strenginn sem við höfum og

þar kemur viðhorfið til sögunnar. Ég er

sannfærður um að í lífinu er það sem

hendir mig 10% og 90% eru viðbrögð

mín við því sem gerist.

—Charles Swindoll (fæddur 1934)

V I Ð H O R F E R ALLT S E M ÞAR F• Guð vill að ég sé hamingjusöm/samur og njóti

lífsins. „Þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn.„ (Jóhannes 15:11)

• Í dag ætla ég að hugsa meira um aðra og minna um sjálfan mig og ég ætla að bæta dag einhvers. „Sælla er að gefa en þiggja.„ (Postulasagan 20:35)

• Ég ætla ekki að gefast upp! Ég neita að hætta! Jesús lofaði að veita mér styrk á meðan ég reyni. „Þreytumst ekki á að gjöra það sem gott er því að á sínum tíma munum vér uppskera ef vér gefumst ekki upp.„ (Galatabréf 6:9)

• Kannski er ég ekki jafnvel efnum búin/n og sumt annað fólk en ég hef hluti sem skipta meira máli – heilindi og hugarró. „Guðhræðsla samfara nægjusemi er mikill gróðavegur.„ (1 Tímóteusarbréf 6:6)

• Guð vill leiðbeina mér í gegnum daginn og hjálpa mér að fá sem mest út úr honum. „Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega er þú hefir eigi þekkt.„ (Jeremía 33:3).

• Guð mun hjálpa mér að taka réttar ákvarðanir. „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast.„ (Jakobsbréf 1:5)

Þetta eru ekki tilviljanakenndar vellíðunaryfirlýsin-gar sem hafa ekki trygga undirstöðu. Sérhver þeirra kemur beint frá einu af óbrigðulum fyrirheitum Guðs og því sem Hann hefur lofað. Hann mun einnig leiða til lykta.4 Það eru engin takmörk fyrir því sem Guð gerir!

Samuel Keating er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni. 1

9

Page 10: Tengsl 11 tbl 2010

Á sérstaklega annasömum tíma varð breyting á sjónarhorni hjá mér sem breytti viðhorfum mínum til hins betra..

Ég vann að nokkrum stórverkefnum, var afskaplega upptekinn og var mjög þreyttur – næstum örmagna.

Versið sem kom í huga mér og breytti viðhorfum mínum til kringumstæðna minna, var þetta: „Því brýni ég yður, bræður, að þér vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri Guði þóknanlegri fórn.“1 Ég gerði mér ljóst að þrotlaus vinna, þreyta og erfiðar ákvarðanir, sem ég stóð frammi fyrir, var allt hluti af „þóknanlegri fórn.“

Flest okkar bera ábyrgð og stundum er hún erfið og lýjandi. Við höfum öll staðið frammi fyrir aðstæðum sem voru ögrandi og persónulega dýrkeyptar. Við upplifum öll stundir þar sem við erum svo þreytt að okkur finnst við ekki geta haldið áfram.

Nokkur kristin mikilmenni sögunnar, áar okkar í trúnni – fólk eins Abraham, Móses, Pétur postuli og Páll postuli sem og framúrskarandi kristið fólk á undangengnum öldum,

sjónarhornsbreyting

eins og Davíð Livingstone og móðir Theresa – fórnuðu miklu og þoldu mikla erfiðleika og upplifðu sorgir í lífi sínu. Þau lifðu hvað eftir annað við heilsubrest og mörg þeirra upplifðu einmanaleika og kljáðust við þunglyndi og þau unnu árum saman án þess að sjá árangur af vinnu sinni. Það er gagnlegt að sjá raunir sínar í öðru ljósi þegar við lítum á aðstæður okkar frá því sjónarhorni.

Versið sem fylgir „bjóðið fram sjálfa yður… að þóknanlegri fórn“ er: „Takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins.“2 Þetta vers stemmir vel við hið rétta sjónarhorn þegar við litum á fórnir okkar. Ef við höfum raunsannt viðhorf, sem er líka jákvætt og lotningarfullt, getur það skipt sköpum. Þegar sjónarhorn okkar er endurnýjað og endurskipað þannig að við verðum samfara Guði, mun það bókstaflega umbreyta lífi okkar.

Þannig að þegar þér hættir til að finnast lífið of erfitt, líttu þá á fórnina sem þú þarft að færa eftir þessu nýja sjónarhorni. Þegar þú gerir það kemstu ekki hjá því að líta hlutina jákvæðari augum.PPeter Amsterdam og kona hans Maria Fontaine fara fyrir Alþjóðlegu fjölskyldunni. 1

Verið getur að

kvíði, veikindi,

þjáningar eða ógn

(…) fái okkur til

að staðnæmast

og veldur því að

andi okkar skelfur

og sálin fer á kaf;

en látum það vera

aðeins stutta stund.

Allt þetta fölnar

samanborið við þá

vegsemd sem mun

opinberast í okkur

og fyrir okkur.3

—David Livingstone

(1813–1873)

Eftir Peter Amsterdam

1. Rómverjabréf 12:1

2. Rómverjabréf 12:2

3. Rómverjabréf 8:1810

Page 11: Tengsl 11 tbl 2010

Sp. Ég hef heyrt að jákvætt hugarfar geti skipt sköpum í erfiðum kringumstæðum en stundum getur mÉr ekki dottið neitt í hug til að hugsa um jákvætt. hvað get Ég gert til þess að komast á jákvæða bylgjulengd þegar allt virðist ganga illa?

Sv. Hugsaðu um Jesú og kærleika Hans í stað þess að hugsa um kvöl þína þegar áhyggjur, ótti, sorg eða sársauki íþyngja hjarta þínu. Teldu blessanir þínar, ef ekki annað, og þú getur verið þakklát/ur fyrir að þú hefur ekki önnur vandamál sem þú gætir átt í en Guð hefur hlíft þér við.Líttu á björtu hliðina. Hugsaðu um góðu hlutina. Þakkaðu Guði fyrir allt sem Hann hefur gert fyrir þig. Rektu burt svörtu skýin með því að hleypa inn birtu Guðs Orðs, bæna, lofgjörða og söngva Hans. Leitastu við að láta jákvæðar hugsanir taka yfir huga þinn.Ef þú ert að hugleiða gæsku Guðs og einbeitir þér að því, þá ýtir það burt djöflinum og efa hans, lygum og ótta. Þú getur ekki verið jákvæð/ur og neikvæð/ur á sama tíma, þannig að þú skalt fylla huga þinn af birtu lofgjörðar til Guðs og það mun ýta burt myrkrinu. 1

SVÖR VIÐ SPURNINGUM ÞÍNUM

Jákvætt afllofgjörðarinnar

Jesús, þakka þér fyrir lífið og allt sem því fylgir. Þegar eitthvað fer úrskeiðis segjum við oft: „Svona er lífið!“ En lífið er svo miklu meira en litlir hlutir sem fara ekki á þann veg sem við óskum okkur. Að vakna á hverjum morgni með augu sem sjá og eyru sem heyra – það er lífið!Að tala við barn og sjá örskotsstund heiminn með saklausum augum barnsins

– það er lífið!Að gera hlé á annasömum degi til þess að sjá fugl hefja sig til flugs eða fiðrildi skjótast á milli blóma – það er lífið!Að spjalla við vin og muna hve sérstök sú vinátta er – það er lífið!Að fá óvænt hvatningarorð– það er lífið!Að halda á nýfæddu barni og ná að sjá fyrsta bros þess – það er lífið!

Að ganga úti í náttúrunni, drekka í sig dýrð hennar og hljóð og anda að sér þessu ferska lofti – það er lífið!Að leggjast til hvílu um kvöld og þakka Guði fyrir blessanirnar sem dagurinn bar í skauti sínu – það er lífið!

Bonita Hele er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Indlandi.

S V O N A E R L Í F I ÐÞakkarbæn Eftir Bonita Hele

11

Page 12: Tengsl 11 tbl 2010

Eins lengi og ég man eftir mér, líkaði mér ekki við þá dagar þegar skýjað var, einkum á veturna. Þeir virtust endalausir og án vonar, kaldir bæði fyrirlíkama og sál.

Samt sem áður voru þeir hluti af lífinu þannig að ég ákvað að læra að láta mér líka við þá – og það tókst. Hvað er leyndarmálið? Reyndar eru þetta nokkur leyndarmál.

Stundum nýti ég þessa daga til þess að baka köku, smákökur eða matreiði aðrar góðgjörðir sem ég hef með kaffinu. Allt húsið ilmar af nýlöguðu kaffi og heimabökuðum smákökum og það myndar hlýju og ánægjutilfinningu.

Mér hefur líka lærst að ég get varpað birtu á daginn með því sem ég klæðist, eins og skærlitaðri peysu eða vera með svolítið af auka skartgripum.

Um fram allt hefur mér lærst að þakka Guði fyrir þessa daga. Þessir dagar eru mér enn til ama en ég hef hús sem er hlýtt og lekur ekki, notalegt rúm og fæðu til að borða og fólk til að njóta alls þessa með mér.

Ekki alls fyrir löngu var ég úti við á einum þessara drungalegu daga. Þótt það væri skýjað bjóst ég ekki við að það myndi rigna í raun og veru, svo ég tók ekki regnhlíf með mér. Um miðjan morgun þegar ég var 25 húsalengjum frá heimili mínu kom úrhellisrigning. Þegar ég kom heim var ég viss um að vatnið í fötum mínum og hári væri meira en vatnið í skýjunum. Heit sturta og hádegismatur fékk mig þó til þess að gleyma þessu og mér leið miklu betur. Þegar ég lenti í rigningunni bað ég fyrir öllum þeim sem voru fórnarlömb einhvers stórslyss á þeirri stundu. Þá var ég ekki að meina slys eins og að brenna við kjúkling eða fá misheppnaða háralitun – heldur raunverulegt stórslys eins og að vera heimilislaus

Sólin skín samt

Eftir Victoria Olivetta

eftir byl eða jarðskjálfta, hafa ekki heita sturtu, þurr föt og heitan mat til þess að koma manni í gott skap.

Þegar vont veður eða aðrar aðstæður gera mann niðurdreginn mun bæn fyrir öðrum, sem eru verr staddir, gefa yfirsýn og bæta sálartetrið alveg eins og heit sturta hitar líkamann eftir rigningardembu eða ilmurinn af heimabakaðri köku hrekur burt drunga dimms dags. Þegar við munum að við eigum mjög voldugan Guð, sem sér og veit allt, sem elskar okkur heitt og lætur okkur aldrei verða fyrir freistingum sem við ráðum ekki við með Hans hjálp1, lyftir það andanum eins og ilmur af nýlöguðu kaffi.

Sólin skín samt ofar skýjum. Jafnvel þegar ský þekja himininn. Það er staðreynd. Verið getur að skýin komi í veg fyrir að við sjáum hana en hún er til staðar, alveg eins kringlótt og björt og á öðrum dögum. Þegar við umlykjumst myrkri er sólskin Guðs eigi að síður til staðar eins stöðugt og nokkurn tímann áður og bíður eftir rétta augnablikinu til að dreifa skýjunum og hita sálir okkar aftur.

Victoria Olivetta er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Argentínu. 1

1. 1 Korintubréf 10:1312

Page 13: Tengsl 11 tbl 2010

Sagan fjallar um afrískan kóng og náinn vin hans sem höfðu alist upp saman. Vinur kóngsins hafði fyrir vana að líta jákvætt á alla stöðu og segja: „Þetta er gott!“

Dag einn ætlaði kóngur í veiðiferð og lagði fyrir vin sinn að hlaða byssur hans og fá honum þær. Svo virtist sem vinurinn hafi farið rangt að á einhverjum tímapunkti því skot hljóp úr einni byssunni og feykti af þumli kóngsins.

„Þetta er gott!“ sagði vinur kóngsins eins og vanalega.„Nei, þetta er ekki gott!“ svaraði kóngurinn og lét varpa vini

sínum í fangelsi.Um það bil ári síðar var kóngur að veiðum á svæði sem hann

hefði ekki átt að fara inn á. Mannætur tóku hann til fanga og færðu hann til þorps síns. Þeir bundu hann á höndum og bundu hann við staur sem stóð upp af jörðinni og settu sprek í kringum fætur hans. En um það bil er þeir voru að fara að kveikja í viðnum, tóku þeir eftir því að kónginn vantaði þumal. Mannæturnar höfðu þá hjátrú að þeir mættu ekki borða neinn sem væri ekki heill, þannig að þeir leystu kónginn og sendu hann burt.

Á leiðinni heim minntist kóngurinn atburðarins sem leiddi til missis þumalsins og hann sá eftir því hvernig hann hafði komið fram við vin sinn. Hann fór beint til fangelsisins og leysti vininn úr prísundinni.

„Þú hafðir rétt fyrir þér,“ sagði kóngurinn. „Það var gott að þumallinn fór af,“ og hann hélt áfram og sagði vini sínum frá hversu nálægt hann hefði verið dauðanum. „Mér þykir leitt að hafa látið þig dúsa í fangelsi í svona langan tíma. Það var ljótt af mér!“

„Nei,“ svaraði vinurinn, „þetta var gott!“„Hvað meinarðu, „þetta var got“. Hvernig gat það verið gott

að ég sendi vin minn í fangelsi í heilt ár?“„Ef ég hefði ekki verið í fangelsi,“ svaraði vinur kóngsins,

„hefði ég verið í för með þér.“ 1

Afrísk þjóðsaga

13

Page 14: Tengsl 11 tbl 2010

Merlin Carothers hefur borið bæði virta og vansæmandi titla á sinni 85 ára löngu ævi: AWOL hermaður, svartamarkaðsbraskari, niðurbrotssérfræðingur, lífvörður forseta, meistari í fallhlífarstökki, prestur í meþódistakirkju, herprestur, könnunarflugsflugmaður. Hann var hermaður í bandaríska hernum í Evrópu, Kóreu, Vietnam og Dómeníska lýðveldinu.

Hann hefur stokkið 90 sinnum úr flugvél. Samt segir hann að uppgötvun kraftsins, sem fylgir lofgjörðarfylltum bænum, hafi verið ein mest spennandi upplifun lífs síns. Hann hefur ritað margar bækur sem greina frá hundruðum tilvika þar sem sjúkdómar hafa verið læknaðir sem og geðsjúkdómar, frá sambandsslitum þar sem sambandinu var komið á aftur og öðrum „ómögulegum“ aðstæðum sem úr hafa orðið kraftaverk – allt fyrir kraft Guðs sem lofgjörð til Guðs hefur áorkað.

Ég settist niður með Merlin á skrifstofu hans í San Diego í Kaliforníu til þess að ræða um reynslu hans.

Að iðka lofgjörð Julia Kelly: Hvernig fannstu hvað

það var sem Guð vildi að þú gerðir með líf þitt eftir að þú fannst Jesú?Merlin Carothers: Á því augnabliki, sem ég varð kristinn, vissi ég að mér væri ætlað að breiða út Orðið – að segja öðrum frá kærleika og krafti Guðs. Ég hafði enga hugmynd um hvernig, hvað eða hvenær en ég vissi að það væri köllun mín.

Voru tímar þar sem lofgjörð dugði ekki, heldur kom Guð þér á óvart?Við Mary, konan mín, höfðum verið forstöðumenn kirkju í Kaliforníu í 4 ár þegar kringumstæður neyddu okkur

til að fara. Ég braut heilann um þetta. Hvers vegna hafði Guð leitt okkur til að starfa þar og síðan numið það á brott? Hvernig gæti það verið Guðs vilji? Aðeins tveim vikum síðar var hringt í mig og var það maður sem rak sjónvarpsstöð í Los Angeles. Hann sagðist vilja gera nokkra þætti um lofgjörð og hann myndi gera þá ókeypis. Eftir 10 fyrstu þættina vildi hann gera fleiri þætti, og svo koll af kolli þar til við höfðum gert 200. Ég hefði aldrei haft efni á því að framleiða þá einn míns liðs. Guð hafði tekið „vonda“ stöðu og gert úr henni undur.

Viðtal viðMerlin Carothers

Eftir Julia Kelly

1. Rómverjabréf 8:28;

Fimmta Mósebók 31:8;

Efesusbréf 3:20

14

Page 15: Tengsl 11 tbl 2010

Hefur samband þitt við Drottin breyst eftir að þú eltist?Ég hef sífellt verið að gera mér betri grein fyrir náð Guðs. Ég hef auðvitað trúað því að Guð fyrirgæfi en ég skildi ekki að þegar við bregðumst Honum, elskar Hann okkur ekkert síður. Ef eiginkona særir eiginmann sinn, getur verið að hann segist fyrirgefa henni og meini það í raun og veru en það sem hún gerði verður samt í huga hans og verið getur að hann hafi áhyggjur af því að hún geri það aftur. Þannig er Guð ekki. Þegar Hann fyrirgefur gleymir Hann.

Hversu langan tíma tók að fara að temja sér grundvallarreglur lofgjörðar?Að læra að lofa tekur alla ævi. Ég hef iðkað lofgjörð svo lengi að mér er það tamara nú. En í fyrstu var það ekki auðvelt vegna þess að hugmyndin var fjarri mér. Ég hafði rannsakað Biblíuna allt mitt kristna líf en það tók mig langan tíma að skilja áherslu Guðs á eftirfarandi: „Treystu að ég vinni þér til góðs. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast. Ég geri í krafti mínum langt fram yfir það sem þið biðjið um eða skynjið.“1 Hann hefur alltaf gert það!

Sumt fólk hefur

spurt mig hvort þessi

grundvallarregla

um lofgjörð sé ekki

það sama og jákvæð

hugsun. Það er fjarri

lagi. Að lofa Guð fyrir

allar kringumstæður,

merkir ekki að við

lokum augunum fyrir

erfiðleikunum. Þegar

við lofum Guð þökkum

við fyrir stöðu okkar,

ekki þrátt fyrir hana.

Við erum ekki að

reyna að komast hjá

ógöngum. Jesús er

fremur að benda okkur

á leið til að sigrast á

þeim.

—Merlin Carothers,

Prison to Praise

Hvað hefurðu verið að sýsla eftir að þú komst á eftirlaun?Ég er ekki prestur lengur en trúi því að ég eigi að vinna fyrir Drottin til dánardægurs. Hetjan mín, John Wesley (1703-1791), gerði það og hann var tæplega 88 ára þegar hann dó. Hann fór á fætur klukkan fjögur á hverjum morgni til að biðja, síðan settist hann á bak hesti sínum og fór út að prédika. Núna skrifa ég aðallega. Drottinn talar til mín um eitthvað efni og segir: „Þetta veldur fólki heilabrotum, svo skrifaðu um það. Sumir hlutirnir sem ég skrifa um virðast sára einfaldir en þetta eru oft hlutirnir sem snerta fólk mest. Mary, konan mín, segir að ég muni skrifa á leið minni til líkhússins.

Hvaða ráð myndirðu gefa fólki sem stendur frammi fyrir þrengingum, eins og atvinnumissi og óttast framtíðina?Það er mjög erfitt að tala við fólk sem er í fjárhagslegum kröggum. Ég segi ekki við það: „Þú skalt þakka Guði fyrir stöðu þína,“ vegna þess að þá myndi það missa áhugann. Það sem ég segi við það er fyrst að biðja til Guðs um að hann annist það og síðan að hjálpa því að trúa því að Hann muni gera það. 1

Til þess að öðlast meira lestrarefni eftir Merlin Carothers, heimsækið www.foundationofpraise.org

15

Page 16: Tengsl 11 tbl 2010

Hvernig geturðu fundið hugarró og fengið lausn frá vanmáttarkennd? Það er einfalt. Ég hef afl til þess að yfirvinna neikvæðar hugsanir sem draga úr þér kjarkinn og það afl leysist úr læðingi við bæn og lofgjörð. Þegar þú varpar yfir á mig öllu sem angrar þig og lofar Mig fyrir að annast það, færist athygli þín frá vandamálum þínum yfir á kraft Minn sem leysir þau og við það öðlastu hugarró.Þetta er þriggja spora ferli:Fyrsta, varpaðu hjarta þínu sem er fullt af áhyggjum, erfiðleikum, efa og ótta yfir á Mig.Annað, þakkaðu Mér fyrir að annast það, jafnvel áður en þú færð svör við bænunum.Þriðja, láttu neikvæðar tilfinningar hverfa og friður Minn mun fylla þig.Hvernig ferðu að því að hefja lofgjörðina, einkum ef þú ert ekki í skapi til þess að lofa? Einbeittu þér að Mér, krafti Mínum og gæsku. Þú þarft líklega að hafa fyrir þessu fyrir þitt leyti, vegna þess að erfiðleikar íþyngja hjarta þínu en þegar þú ert byrjaður, mun ég lyfta þér frá þeim punkti. Ég mun fylla þig af friði og trausti. Lofgjörð þín mun líka skapa orkusvið sem mun verja þig gegn frekari neikvæðni. Ég get jafnvel fært þér kraftinn sem þú þarfnast til þess að hefja lofgjörðina. Ákallaðu í bæn og ég mun svara þér. Ég lofa því.

KÆRLEIKSBOÐSKAPUR JESÚ

Friðarferli